Greinar miðvikudaginn 3. maí 1995

Forsíða

3. maí 1995 | Forsíða | 149 orð

Hefði orðið tilefni mótmæla

POUL Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Dana, aflýsti í gær fyrirhugaðri opinberri heimsókn til Færeyja síðar í maí, öllum að óvörum. Ákvörðun sína tók hann í kjölfar frétta frá Færeyjum um að honum yrði mætt með kröftugum mótmælaaðgerðum vegna deilu Dana og Færeyinga um rannsókn á yfirtöku Færeyinga á Færeyjabanka. Meira
3. maí 1995 | Forsíða | 216 orð

Kurteislegar kappræður

GÖTUR Parísar voru auðar og gestir kaffihúsa límdir við sjónvarpið á meðan umræðum þeira Jacques Chiracs og Lionels Jospins stóð í gærkvöldi. Að umræðunum loknum virtust þó flestir, almenningur jafnt sem fréttaskýrendur, vera sammála um að úrslit kosninganna hefðu ekki ráðist í þeim. Frambjóðendurnir voru varkárir og kurteisir og forðuðust persónulegar árásir á andstæðinginn. Meira
3. maí 1995 | Forsíða | 381 orð

Serbar gera árásir á miðborg Zagreb

SERBAR gerðu í gær sprengjuárásir á borgirnar Zagreb og Karlovac í Króatíu til að hefna sóknar króatíska hersins inn á yfirráðasvæði þeirra í landinu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna krafðist þess að hernaðaraðgerðunum yrði hætt tafarlaust og samið yrði um vopnahlé. Meira
3. maí 1995 | Forsíða | 226 orð

Tveir eftirlýstir menn handteknir

TVEIR menn, sem leitað hefur verið að í tengslum við rannsóknina á sprengjutilræðinu í stjórnsýsluhúsinu í Oklahoma, voru handteknir í gær á gistihúsi við Carthage í Missouri-ríki. Engar vonir eru lengur taldar á að fólk finnist á lífi í húsarústunum og var hreinsun því hafin með stórtækum vinnuvélum í gær. Enn er um 20 manns saknað eftir sprenginguna í húsinu 19. Meira
3. maí 1995 | Forsíða | 210 orð

Veita þúsundum Kúbumanna hæli

BANDARÍSK stjórnvöld hyggjast veita um 15.000 Kúbumönnum, sem eru í flóttamannabúðum í bandarískri herstöð við Guantanamo-flóa, landvistarleyfi. Janet Reno dómsmálaráðherra tilkynnti þetta á blaðamannafundi í gær. Þetta er stefnubreyting yfirvalda, sem hingað til hafa lýst því yfir að ekki komi til greina að hleypa flóttafólkinu inn í landið. Meira

Fréttir

3. maí 1995 | Landsbyggðin | 181 orð

100 ára afmælis minnst á sérstakan hátt

Hvammstanga-Sigrún Jónsdóttir, elsti íbúi Vestur-Húnavatnssýslu, varð 100 ára gömul 23. apríl sl. Sigrún sem lengst af hefur verið kennd við hús sitt, Reykholt á Hvammstanga, hefur um allmörg ár dvalist á hjúkrunardeild Sjúkrahússins á Hvammstanga. Hún var gift Birni Björnssyni, smiði og tónlistarmanni, en hann lést árið 1961. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 93 orð

125 þúsund komnir með debetkort

3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 90 orð

125 þúsund komnir með debetkort

RÚMT ár er síðan útgáfa debetkorta hófst og hafa verið gefin út 125 þúsund kort. Á síðasta ársfjórðungi voru rafrænar færslur um 2 milljónir og má búast við að þeim fjölgi verulega á árinu. Í þjónusturiti Visa kemur einnig fram að kreditkort halda sínum hlut á markaðinun en þó hafi nokkuð dregið úr útbreiðslu þeirra. Á sama tíma hefur dregið úr viðskiptum með ávísanir. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 97 orð

16 löggilt trúfélög á landinu

3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 94 orð

16 löggilt trúfélög á landinu

16 TRÚFÉLÖG hafa fengið löggildingu hjá Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Nýjasta trúfélagið til að fá löggildingu er söfnuðurinn Kletturinn. Trúfélögin á Íslandi eru Þjóðkirkjan, Fríkirkjan í Reykjavík, Óháði söfnuðurinn, Aðventistar, Sjónarhæðarsöfnuður, Hvítasunnusöfnuður, Kaþólska kirkjan, Fríkirkjan í Hafnarfirði, Ásatrúarfélagið, Baháísamfélagið, Vegurinn - kristið samfélag, Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 144 orð

900 manns sóttu athöfnina

VÍDALÍNSKIRKJA var vígð við hátíðlega athöfn síðastliðinn sunnudag. Biskup Íslands, herra Ólafur Skúlason, vígði kirkjuna, en auk hans þjónuðu við athöfnina séra Bragi Friðriksson sóknarprestur, séra Bjarni Þór Bjarnason héraðsprestur, og séra Örn Bárður Jónsson fræðslustjóri. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 385 orð

Aðalmenn í hreppsnefnd Helgafellssveitar allt konur

Stykkishólmi ­ Einn listi kom fram vegna bæjarstjórnarkosninganna sem fram áttu að fara í Stykkishólmi í lok mánaðarins og sömuleiðis kom aðeins einn listi fram vegna hreppsnefndarkosninganna sem fram áttu að fara í Helgafellssveit á sama tíma. Framboðsfrestur rann út á hádegi 1. maí. Er því sjálfkjörið í báðar sveitarstjórnirnar og þurfa kosningarnar því ekki að fara fram. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 453 orð

Allra leitað áður en húsið verður jafnað við jörðu

MEÐAL björgunarmanna í rústum stjórnsýsluhússins í Oklahoma- borg, sem sprengt var í loft upp 19. apríl sl., er Sólveig Þorvaldsdóttir byggingaverkfræðingur. Hún er búsett í Kaliforníu og hefur starfað þar með sérþjálfaðri rústabjörgunarsveit sem er hluti af bandaríska alríkisalmannavarnakerfinu. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 246 orð

Almennir kröfuhafar fá 10%

ALMENNIR kröfuhafar í þrotabú Miklagarðs fá greidd 10% af höfuðstóli krafna sinna samþykki kröfuhafar frumvarp skiptastjóra á skiptafundi sem haldinn verður 15. þessa mánaðar. Alls nema samþykktar almennar kröfur í þrotabúið 1.447 milljónum króna og gera skiptastjórar ráð fyrir að greiða til þeirra 144,7 milljónir króna á næstunni. Skiptum ekki lokið Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 129 orð

Andlát HANNES KR. DAVÍÐSSON

3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 708 orð

Aukin áhersla lögð á nýsköpun og vöruþróun

STJÓRN Iðnþróunarsjóðs, sem skipuð er einum fulltrúa frá hverju Norðurlandanna, kemur saman til lokafundar í dag og fara þá fram formleg skil sjóðsins til iðnaðarráðherra. Við inngöngu Íslands í Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA, árið 1970 var ákveðið að Norðurlöndin settu sameiginlega á laggirnar norrænan iðnþróunarsjóð til að stuðla að aukinni iðnþróun á Íslandi. Meira
3. maí 1995 | Erlendar fréttir | 59 orð

Á milli stórmenna

STYTTA af þeim Franklin D. Roosevelt, forseta Bandaríkjanna, og Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands, var afhjúpuð í New Bond Street í London í gær í tilefni af því, að hálf öld er liðin frá stríðslokum í Evrópu. Eftir afhjúpunina settist lítill strákur, Theodore Bakewell, á milli þeirra stórmennanna og reyndi árangurslaust að vekja athygli þeirra á sér. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 148 orð

Ásdís Halla aðstoðarmaður menntamálaráðherra

ÁSDÍS Halla Bragadóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra frá og með 1. maí. Ásdís Halla hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra þingflokks Sjálfstæðisflokksins undanfarin tvö ár. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 500 orð

Áætlanir röskuðust um 10­20 mínútur

STRÆTISVAGNASTJÓRAR í Reykjavík fóru sér hægt við vinnu eftir hádegi í gær til að árétta óánægju sína með kjör sín og nýgerðan kjarasamning Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Áætlun vagnanna fór úr skorðum um 15­20 mínútur að sögn stjórnstöðvar SVR meðan á aðgerðunum stóð frá klukkan 13­19. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 436 orð

Bann á veiðum í Síldarsmugunni til umræðu

FUNDI Íslands, Noregs, Rússlands og Færeyja um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum, sem átti að hefjast í Reykjavík í gær, var frestað til dagsins í dag. Ástæðan var sú að færeyski fulltrúinn, Kjartan Høydal, var veðurtepptur í heimalandi sínu vegna þoku. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 221 orð

Bjórsala samþykkt á HM

MEIRIHLUTI Reykjavíkurlistans í borgarráði klofnaði við atkvæðagreiðslu um að heimila bjórsölu á afmörkuðu svæði á meðan HM 95 í handbolta fer fram í Laugardalshöll. Guðrún Zo¨ega og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Pétur Jónsson fulltrúi Reykjavíkurlista samþykktu tillöguna en Guðrún Ágústsdóttir og Sigrún Magnúsdóttir fulltrúar Reykjavíkurlista voru á móti. Meira
3. maí 1995 | Erlendar fréttir | 333 orð

Chrétien ræðir um TAFTA við Santer

JEAN Chrétien, forsætisráðherra Kanada, hyggst ræða við Jaques Santer, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, um hugmyndir sínar um fríverzlunarsvæði Atlantshafsríkja (TAFTA). Chrétien leggur í vikunni upp í nokkurra daga Evrópuför til að taka þátt í hátíðahöldum í tilefni af því að hálf öld er liðin frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar, og til að ræða við evrópska valdamenn. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 856 orð

Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um óánægju kvenna

ARNDÍS Jónsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, segir að megn óánægja sé innan sambandsins með að engin kona skyldi hafa verið valin til setu í ríkisstjórninni fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Meira
3. maí 1995 | Erlendar fréttir | 219 orð

Einangraður í 350 ár

Í NÆSTA mánuði verður hafist handa við gerð sjónvarpsþáttar um lítinn ættbálk í Kína, sem hefur að mestu verið einangraður frá öðrum mönnum frá því á 17. öld. Er um að ræða rúmlega 200 manns af uighurakyni, sem er tyrkneskur þjóðflokkur og býr víða um Mið- Asíu. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 340 orð

Einn stærsti framhaldsskóli landsins að rísa

BJÖRN Bjarnason, menntamálaráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, og Jóhann Sigurjónsson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, tóku fyrstu skóflustungurnar að Borgarholtsskóla, nýjum framhaldsskóla í Borgarholtshverfi í Reykjavík, sl. laugardag. Borgarholtsskóli verður með fjölbrautarskólasniði og er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Mosfellsbæjar og ríkisins. Meira
3. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 322 orð

Ekkert hefði glatt Vilhjálm meir en þetta

EVELYN Stefánsson Nef afhjúpaði skjöld til minningar um eiginmann sinn Vilhjálm Stefánsson landkönnuð sem komið hefur verið fyrir á klöppum við Sólborg, framtíðarhúsnæði Háskólans á Akureyri á mánudag, 1. maí. Stofnun um heimskautamálefni Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 250 orð

Féll um 20 metra í Hallárdalsárgljúfur

Á LAUGARHÓLI í Bjarnarfirði dvaldi talsvert af fólki um helgina og komu gestirnir hingað á snjósleðum. Á laugardag varð það óhapp að einn ferðalanganna hrapaði af sleða sínum í Hallárdalsárgljúfur, um 20 metra, rétt austan við bæinn Klúku. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 57 orð

Fjölmennt á baráttudegi launþega

FJÖLMENNI var í kröfugöngum og við önnur hátíðarhöld víða um land á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí. Forustumenn verkalýðshreyfingarinnar fluttu ávörp og rifjuðu m.a. upp þann árangur sem náðst hefur í verkalýðsmálum og hverju hefur verið til kostað. Á útifundi á Ingólfstorgi í Reykjavík talaði Magnús L. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 320 orð

Fulla atvinnu fyrir alla og mannsæmandi laun

SKIPAN íslenskra ríkisstjórna er að verða að viðundri meðal vestrænna þjóða vegna þess að freklega hefur verið gengið framhjá íslenskum konum. Þetta segir meðal annars í ályktun Kvennalistans á vorþingi samtakanna sem haldið var á Hótel Örk í Hveragerði um helgina. Kvennalistinn lýsti yfir samstöðu með kröfum um fulla atvinnu fyrir alla, mannsæmandi laun og launajöfnun í landinu. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 88 orð

Fundur um einelti

3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 84 orð

Fundur um einelti

FÉLAG íslenskra sérkennara boðar til fræðslufundar um einelti miðvikudaginn 3. maí kl. 20.30 í húsi KÍ, Laufásvegi 81, Reykjavík. Guðjón Ólafsson, sérkennslufræðingur, flytur erindi um efnið. Hann fjallar m.a. um helstu einkenni og gefur hagnýt ráð um viðbrögð ásamt því að svara fyrirspurnum. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 104 orð

Gengið um "Port Reykjavík"

HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í gönguferð suður í Skerjafjörð miðvikudagskvöldið 3. maí. Mæting er við akkerið í Hafnarhúsportinu kl. 20. Byrjað verður að líta inn á málverkasýningu í Hafnarhúsinu. Að því loknu verður gengið eftir vegarstæði gömlu alfaraleiðarinnar (Bessastaðaleiðarinnar) eins og kostur er suður í Austurvör í Skildinganesi. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 108 orð

Gengið um "Port Reykjavík"

3. maí 1995 | Erlendar fréttir | 65 orð

Grafir í Theresienstadt

FERÐAMENN sjást hér votta virðingu sína fórnarlömbum nasista í fangabúðunum við Theresienstadt í Tékklandi, borgin heitir nú Terezin. Síðasta aftakan í búðunum fór fram 2. maí 1945 en skömmu síðar frelsuðu hermenn bandamanna fangana. Tugþúsundir manna létu lífið í fangabúðunum, enn fleiri voru sendir þaðan til útrýmingarbúða austar í álfunni. Meira
3. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 136 orð

Hagnaður af rekstri sparisjóðs

HAGNAÐUR af rekstri Sparisjóðs Akureyrar og Arnarneshrepps nam 11,2 milljónum króna á síðasta ári. Eigið fé sjóðsins nam í árslok 127,7 milljónum króna sem er 26,6% af niðurstöðu efnahagsreiknings. Eiginfjárhlutfall samkvæmt Bis-reglum var 45,3% í árslok, en má samkvæmt lögunum ekki vera lægra en 8%. Innlán jukust um 4,7% og námu í árslok 298,5 milljónum króna. Meira
3. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 141 orð

Hagnaður af rekstri sparisjóðs

3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 123 orð

HANNES KR. DAVÍÐSSON

HANNES Kr. Davíðsson arkitekt er látinn á 79. aldursári. Hann var fæddur 3. september í Reykjavík árið 1916, sonur hjónanna Kristínar Guðmundsdóttur húsmóður og Davíðs Jónssonar lögreglumanns. Hannes lauk sveinsprófi í múrverki 1938 og prófi í arkitektúr frá "Det Kongelige Akademi for de skønne Kunster" í Kaupmannahöfn 1945, en frá 1950 var Hannes sjálfstætt starfandi arkitekt. Meira
3. maí 1995 | Erlendar fréttir | 188 orð

Harðar árásir á her Rússa í Grosní

UPPREISNARMENN í Kákasushéraðinu Tsjetsjníju gerðu harða hríð að rússneska hernámsliðinu um helgina. Sagði sjónvarpsstöð í Moskvu að um 1.000 af liðsmönnum Dzhokars Dúdajevs hefðu tekið þátt í bardögum í höfuðstaðnum Grosní en Rússar hafa haft þar töglin og hagldirnar síðan í febrúar. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 133 orð

Háttaði í röngu húsi

3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 130 orð

Háttaði í röngu húsi

ÞEIM brá heldur betur í brún, íbúum húss í vesturbæ Reykjavíkur, þegar þeir vöknuðu upp við það aðfaranótt laugardags að maður hafði berháttað sig í húsinu. Í ljós kom að maðurinn, sem hafði fengið sér of mikið neðan í því, hafði farið húsavillt. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 273 orð

Heimsklúbburinn kynnir V-Kanada

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Heimsklúbbi Ingólfs: "Á ferðum Heimsklúbbsins um fimm álfur hefur þátttakendum gefist tækifæri til að sjá marga fegurstu staði heimsins. Á hverju ári er bryddað upp á einni nýjung sem kynnt er sem ferð ársins. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 276 orð

Heimsklúbburinn kynnir V-Kanada

3. maí 1995 | Erlendar fréttir | 235 orð

Hurd vill flýta viðræðum við ný ríki

DOUGLAS Hurd, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í ræðu á mánudag að flýta ætti aðildarviðræðum við Mið- og Austur-Evrópuríki, sem sótt hafa um aðild að Evrópusambandinu. Hurd sagði að viðræður ættu að geta hafizt hálfu ári eftir lok ríkjaráðstefnu ESB, sem hefst á næsta ári. ESB hefur þegar samþykkt að hefja viðræður við Kýpur og Möltu á þeim tíma. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 127 orð

Iðnaðarhúsnæði skemmdist í eldi

3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 121 orð

Iðnaðarhúsnæði skemmdist í eldi

MIKLAR skemmdir urðu á iðnaðarhúsnæði í Kópavogi í bruna aðfaranótt sunnudagsins. Eldurinn kom upp í brauðgerð og er talið að kviknað hafi í út frá rafmagni. Enginn var í húsinu þegar eldurinn kom upp. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 53 orð

Jass á Kringlukránni

3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 50 orð

Jass á Kringlukránni

BJÖRN Thoroddsen og félagar leika á Kringlukránni miðvikudaginn 3. maí. Með Birni leika þeir Gunnlaugur Briem, trommuleikari og Gunnar Hrafnsson, kontrabassaleikari. Þeir félagar leika hefðbundna jasstónlist m.a. eftir Chick Corea, C. Parker, Mancini ásamt nýjum opus eftir þá sjálfa. Tónlistarflutningurinn hefst kl. 22 og stendur fram yfir miðnætti. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 673 orð

Kanna áhrif hópúrsagna úr heildarsamtökunum

STJÓRN Félags íslenskra heimilislækna hefur samþykkt að óska eftir mati lögfræðings á afleiðingum hópúrsagnar úr Læknafélagi Íslands á hagsmuni heimilislækna. Sigurbjörn Sveinsson, formaður félagsins, leggur áherslu á að með samþykktinni sé stjórnin ekki að taka afstöðu til málsins. Tilgangurinn sé fyrst og fremst að skapa umræðugrundvöll innan vébanda félagsins. Meira
3. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 160 orð

Kristján Kristjánsson ráðinn dósent

DR. KRISTJÁN Kristjánsson hefur verið skipaður dósent í heimspeki við Háskólann á Akureyri. Kristján hefur starfað við skólann frá árinu 1991, fyrst sem sérfræðingur og síðan sem lektor, hann er jafnframt formaður Rannsóknarstofnunar háskólans. Meira
3. maí 1995 | Erlendar fréttir | 438 orð

Le Pen vísar allri ábyrgð á verknaðinum á bug

NOKKRIR franskir ribbaldar, svonefndar skallabullur, réðust á mánudag á innflytjanda frá Marokkó og fleygðu honum í Signu við Caroussel-brúna þar sem hann drukknaði. Atburðurinn varð í þann mund er útifundi Þjóðfylkingarinnar, flokks hægriöfgamannsins, Jean-Marie Le Pens lauk. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 34 orð

Lést af slysförum

Ungi maðurinn, sem lést í bílslysi við Þorlákshöfn á föstudagskvöld, hét HansErnir Viðarsson. Hans Ernir varrúmlega tvítugur,fæddur þann 10.nóvember árið1974. Hann varókvæntur og barnlaus, til heimilis að Eyjahrauni 3 í Þorlákshöfn. Meira
3. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 213 orð

Ljósmyndasýning á Café Karólínu

3. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 206 orð

Ljósmyndasýning á Café Karólínu

SIGRÍÐUR Soffía opnar sýningu á verkum sínum í Café Karólínu í Grófargili á morgun. Á sýningunni eru ljósmyndir, "stillur", unnar með Polaroid Transfer-tækni sem Sigríður Soffía hefur þróað. Þetta er einskonar grafísk tækni þar sem myndinni er þrýst á handunninn pappír og síðan meðhöndluð frekar. Eftir þessa meðhöndlun er yfirbragð myndanna öllu líkara málverki en ljósmynd. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 279 orð

Mjólkurfræðingar og bílstjórar boða verkföll

Bifreiðastjórafélagið Sleipnir boðaði í gær til allsherjarverkfalls félagsmanna frá og með fimmtudeginum 11. maí. Mjólkurfræðingafélag Íslands hefur boðað til verkfalls hjá KEA 8.­10. maí og hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík 10.­12. maí. Þórarinn V. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 55 orð

Morgunblaðið/Kristinn

Morgunblaðið/Kristinn Löng bið eftir vagni BIÐRAÐIR farþega Strætisvagna Reykjavíkur mynduðust við vagnana í gær þegar áætlun þeirra fór úr skorðum um allt að 20 mínútur vegna aðgerða vagnstjóra SVR. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 84 orð

Morgunblaðið/RAX

Morgunblaðið/RAXKrían er komin KRÍAN sást á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Nokkrir dagar eru síðan þessa vorboða varð fyrst vart á Hornafirði. Í gær voru kríur í hópum á Seltjarnarnesi en voru mjög styggar. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 87 orð

Morgunblaðið/RAX Krían er komin

3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 120 orð

Möl í flóðvarnargarð við Víkurþorp

FRÁ Vita- og hafnarmálastofnun hefur fengist fjármagn til gerðar flóðvarnargarðs við Víkurkauptún. Að sögn Sveins Pálssonar, verkfræðing Mýrdalshrepps, á garðurinn að vera 1.500 metra langur, sex metra breiður að neðan og fjögurra metra að ofan og að jafnaði tveggja metra hár. Í garðinn er áætlað að þurfi 27.300 rúmmetra af efni. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 189 orð

Mörg sumarnámskeið Tómstundaskólans

SUMARÖNN Tómstundaskólans hefst 8. maí og stendur fram í júnímánuð. Fyrstu vikurnar í maí verður boðið upp á hraðnámskeið í tungumálum. Nokkur ný námskeið eru í boði m.a. námskeið fyrir börn í tónlist, myndlist, leiklist og ensku. Auk þess eru ný námskeið í tómstundum, listum og matargerð. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 127 orð

Námsstefna um geðhjúkrun

GEÐHJÚKRUNARFRÆÐINGAR innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga halda námsstefnu um stöðu geðhjúkrunar á Íslandi 5. maí nk. Meginviðfangsefni námsstefnunnar verður efni er varðar tengsl, samvinnu og samhæfingu milli þeirra aðila sem veita geðsjúkum þjónustu. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 131 orð

Námsstefna um geðhjúkrun

3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 262 orð

Nesútgáfan fær fjölmiðlabikar

HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra afhenti fjölmiðlabikar Ferðamálaráðs Íslands síðastliðinn föstudag og er það í 12. sinn sem bikarinn er veittur. Nesútgáfan hlaut bikarinn að þessu sinni, þar sem fyrirtækið þótti skara fram úr í kynningu á landi og þjóð á síðasta ári. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 267 orð

Nesútgáfan fær fjölmiðlabikar

3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 82 orð

Ógnuðu með eftirlíkingu

LÖGREGLAN í Reykjavík lagði hald á byssu á sunnudagskvöld, eftir að tilkynnt var að menn í bifreið hefðu ógnað fólki með henni. Í ljós kom að byssan var eftirlíking haglabyssu. Lögreglunni barst tilkynning um athæfi mannanna í bifreiðinni um kl. 18, en þá fundust þeir ekki. Um kl. 20 sást bifreið þeirra að nýju. Henni ók kona, sem benti á þá sem verið hefðu í henni fyrr um daginn. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 84 orð

Ógnuðu með eftirlíkingu

3. maí 1995 | Miðopna | 1702 orð

Ógæfa að ekki var tekið á gjaldtöku í upphafi

ÁRNI Vilhjálmsson stjórnarformaður Granda flutti ræðu á aðalfundi fyrirtækisins á föstudag. Hér á eftir fer sá hluti ræðunnar þar sem hann fjallaði um gjaldtöku fyrir veiðiréttindi Ég hef nú lokið við að flytja hina eiginlegu skýrslu stjórnar félagsins. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 75 orð

Ragnheiður rektor MR

RAGNHEIÐUR Torfadóttir hefur verið sett rektor Menntaskólans í Reykjavík frá 1. ágúst næstkomandi. Guðni Guðmundsson, núverandi rektor, lætur af störfum 1. september. Ragnheiður hefur verið deildarstjóri í latínu og grísku við skólann frá 1972 og setið í stjórn hans. Ellefu sóttu um stöðu rektors, af þeim voru fimm kennarar við skólann. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 78 orð

Ragnheiður rektor MR

3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 157 orð

Ráku skemmtistað án heimildar

LÖGREGLAN rýmdi hús við Höfðatún aðfaranótt mánudags, en þar voru um 200 manns í teiti. Áfengi var selt á staðnum, en engin heimild er fyrir skemmtanahaldi á þessum stað. Lögreglan fékk tilkynningu um gleðskapinn um kl. 4 um nóttina. Þegar hún kom á staðinn var þar mikill gleðskapur um 200 manns og ölvun, enda veitingar seldar á staðnum. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 159 orð

Ráku skemmtistað án heimildar

3. maí 1995 | Erlendar fréttir | 295 orð

Refsiaðgerðum hafnað í Evrópu

EVRÓPUSAMBANDIÐ, ESB, hyggst ekki fara að dæmi Bandaríkjastjórnar sem skýrði á sunnudag frá áformum um að setja algjört viðskiptabann á Íran. Frakkar höfnuðu refsiaðgerðum gegn Íran í gær og G¨unter Rexrodt, efnahagsmálaráðherra Þýskalands, sagði að Bandaríkjastjórn væri ekki á réttri braut í baráttunni gegn hermdarverkastarfsemi með slíkum einhliða aðgerðum. Meira
3. maí 1995 | Erlendar fréttir | 63 orð

Reuter Á milli stórmenna

3. maí 1995 | Erlendar fréttir | 69 orð

Reuter Grafir í Theresienstadt

3. maí 1995 | Erlendar fréttir | 91 orð

Reuter Iðjuleysi framundan

3. maí 1995 | Erlendar fréttir | 81 orð

Reuter Iðjuleysi framundan

ANDALÚSÍSKUR fiskimaður situr hnugginn við bátinn sinn, semer verkefnalaus eftir að 700 spænskir og portúgalskir fiskibátarurðu að sigla út úr lögsögu Marokkó aðfaranótt mánudags vegnaþess að ekki náðist samkomulag um framlengingu fiskveiðisamnings ESB og Marokkó. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 228 orð

Reyklaus dagur á morgun

TÓBAKSVARNARNEFND hefur ákveðið að í ár verði reyklaus dagur 4. maí nk. Reyklaus dagur er haldinn ár hvert í þeim tilgangi að reyna að fá fólk til að reykja ekki á þeim degi og helst hætta alveg að reykja. Reyklaus dagur hefur verið mörgum tilefni til að hætta að reykja eða nota tóbak. Að halda út reyklausan dag getur verið byrjun á reyklausu lífi. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 231 orð

Reyklaus dagur á morgun

3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 94 orð

riðji áfangi náttúruminjagöngu

3. maí 1995 | Erlendar fréttir | 144 orð

Riina leiddur fyrir rétt

MAFÍUFORINGINN Salvatore Riina var leiddur fyrir rétt á Sikiley í gær og sakaður um að hafa fyrirskipað sprengjutilræði sem varð rannsóknardómaranum Giovanni Falcone að bana. Mikill öryggisviðbúnaður var í dómshúsinu og Riina var haldið í sérstökum klefa. Alls eru 40 mafíósar sakaðir um aðild að sprengjutilræðinu og tólf þeirra voru leiddir fyrir réttinn í gær. Meira
3. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 552 orð

Ríkið niðurgreiðir innflutta bjórinn

BALDVIN Valdimarsson framkvæmdastjóri Viking hf. á Akureyri segir ríkið greiða götu innflutts bjórs á óeðlilegan hátt. Ríkið beri að langmestu leyti kostnað af innflutningi bjórs á sama tíma og innlendu framleiðendurnir kostuðu sinn innflutning á hráefni og umbúðum. Meira
3. maí 1995 | Erlendar fréttir | 55 orð

Ruggiero til starfa hjá WTO

Reuter RENATO Ruggiero tók við starfi forstöðumanns Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) í fyrradag, 1. maí. Fjöldi ljósmyndara beið í skrifstofunni til þess að mynda hann. Fyrsta verk hans var að skora á Bandaríkin og Japan að leysa sín í millum ágreining um bílaviðskipti svo þau þyrftu ekki að skjóta honum til WTO. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 229 orð

Síldin horuð en stór

HAFRANNSÓKNASKIPIÐ Bjarni Sæmundsson kom til hafnar í gær úr 12 daga rannsóknarleiðangri. Leiðangurinn var farinn til að rannsaka ástand sjávar, átumagn og síldargöngur austur og norðaustur af landinu og í vestanverðu Noregshafi. Leiðangursstjóri var Ólafur S. Ástþórsson. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 234 orð

Síldin horuð en stór

3. maí 1995 | Miðopna | 724 orð

Skiptar skoðanir á veiðigjaldi

Ágúst Einarsson alþingismaður og Haraldur Sumarliðason, formaður Samtaka iðnaðarins, telja að Árni Vilhjálmsson hafi opnað umræðu um veiðigjald með athyglisverðum hætti en Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, harmar að stjórnarformaður Granda ljái máls á gjaldtöku. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 93 orð

Skotið hljóp í næsta vegg

SKOT hljóp úr haglabyssu þegar tveir menn deildu í húsi í Vogunum í Reykjavík aðfaranótt laugardags. Enginn meiddist, en skotmaðurinn svaf úr sér í fangageymslum. Húsráðandinn tók fram haglabyssu og beindi henni að gesti, sem hann var ósáttur við. Gesturinn tók um hlaup byssunnar og beindi henni frá sér, en um leið hljóp skot úr byssunni og hafnaði í næsta vegg. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 96 orð

Skotið hljóp í næsta vegg

3. maí 1995 | Landsbyggðin | 170 orð

Snjóflóð í Kaldbaksvík

Hólmavík og Laugarhóli-Í síðustu viku urðu menn varir við að snjóflóð hafði fallið á tvö hús í Kaldbaksvík á Ströndum. Farið var á fjórum snjósleðum frá Hólmavík sl. sunnudag til að kanna málið en engar samgöngur hafa verið við Kaldbaksvík síðan í nóvember sl. Meira
3. maí 1995 | Landsbyggðin | 158 orð

Snör handtök hjá slökkviliðinu

EINBÝLISHÚSIÐ nr. 84 við Grundargötu í Grundarfirði stórskemmdist í eldi á sunnudagsmorgun. Efri hæðin, þar sem eldurinn kom upp, var mannlaus, en fólk í kjallaranum bjargaðist. Það var um kl. 10 að morgni sunnudagsins 30. apríl að brunalúðurinn var settur af stað í Grundarfirði. Meira
3. maí 1995 | Landsbyggðin | 556 orð

Stefnt að ákvörðun í haust um sameiginlega rekstrarþætti

Selfossi-SKÓLAMÁL voru aðalviðfangsefni 26. aðalfundar Sambands sunnlenskra sveitarfélaga sem haldinn var á Selfossi 28. og 29. apríl. Fyrir fundinum lá skýrsla starfshóps sem stjórn SASS skipaði til að fjalla um skipan skólamála og þá einkum þeirrar stoðþjónustu sem fræðsluskrifstofa Suðurlands annast. Meira
3. maí 1995 | Landsbyggðin | 805 orð

Sveitarstjóri Súðavíkur er fyrsta skóflustungan var tekin að nýju kauptúni

Ísafirði-Forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, tók fyrstu skóflustunguna að nýju byggðarsvæði í landi Eyrardals í Súðavík sl. sunnudag. Félagsmálaráðherra, Páll Pétursson, en undir hann heyra sveitarstjórnarmál, sagði að fólkið ætti að velja sér búsetu, síðan væri það ríkisvaldsins að sjá því fyrir þeirri þjónustu sem það ætti rétt á. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 1151 orð

Telur Morgunblaðið hliðhollara Alþýðuflokknum en Sjálfstæðisflokknum

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði aðspurður, þar sem hann var gestur Árna Þórarinssonar og Ingólfs Margeirssonar í útvarpsþættinum Þriðja manninum á Rás 2 síðastliðinn sunnudag, að hann hefði nú um langt skeið talið Morgunblaðið vera hliðhollara Alþýðuflokknum en Sjálfstæðisflokknum og hann sé ekki einn um það þar sem sér sýnist almennt af skrifum manna að það sé viðhorfið. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 520 orð

Töpuð útlán kostuðu launþega 4% í launum

LAUNÞEGUM var sendur reikningurinn, þegar kom að því að greiða offjárfestingu fyrir tugi milljarða og afskriftir vegna tapaðra útlána hafa kostað launafólk 4% í launum. Þetta kom fram í ræðum þeirra Magnúsar L. Sveinssonar, formanns VR, og Benedikts Davíðssonar, forseta ASÍ, á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 302 orð

Um 160 milljónir boðnar í Norðurá

PÉTUR Pétursson verslunarmaður, kenndur við Kjötbúr Péturs, hefur boðið landeigendum við Norðurá í Borgarfirði fimm ára leigusamning um alla stangaveiði frá 1996 til 2000. Tilboðið nemur 32 milljónum á ári, eða 160 milljónum á umræddu fimm ára tímabili, auk þess sem Pétur ætlar að reisa nýtt veiðihús fyrir aukasvæði í ánni sem nefnt hefur verið Norðurá 2. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 229 orð

Urriðinn tók í Elliðavatni

ELLIÐAVATN var opnað fyrir stangaveiði mánudaginn 1. maí og veiddust nokkrir tugir vænna urriða. Flestir 1-2 pund, en sá stærsti sem fréttist af var 4 punda. "Við fengum þrír saman 10 urriða, allt 2 punda fiska, og alla á flugu. Við fréttum af veiði hér og þar, menn voru að fá fisk og fisk. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 61 orð

Úrslit í mælskukeppni grunnskóla Reykjavíkur

Í JANÚAR sl. hófst undirbúningur að mælskukeppni grunnskóla með því að nemendur úr 12 skólum í borginni byrjuðu í keppnini sem var með útsláttar fyrirkomulagi. Eftir ýmsar hremmingar, m.a. verkfall, er nú komið að úrslitum. Meira
3. maí 1995 | Miðopna | 818 orð

Veiðigjald og kvótakerfi

Veiðigjald er hugsanlega eina skynsamlega leiðin, segir Rögnvaldur Hannesson, um vanda sjávarútvegsins. MORGUNBLAÐIÐ sneri sér til Rögnvaldar Hannessonar, prófessors í fiskihagfræði við Verzlunarháskóla Noregs í Björgvin, og óskaði eftir áliti hans á hugmyndum Árna Vilhjálmssonar. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 368 orð

Viðræðunum við ÍS verður haldið áfram

VIÐRÆÐUFUNDI stjórnenda Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf. og Íslenskra sjávarafurða hf. lauk í gær á Húsavík án formlegrar niðurstöðu. Viðræðum verður haldið áfram síðar í vikunni. Engar upplýsingar fengust um hvort ÍS lagði fram nýtt tilboð á fundinum. Meira
3. maí 1995 | Erlendar fréttir | 436 orð

Vilja færa flokkinn inn á miðju stjórnmálanna

TONY Blair, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, hrósaði sigri sl. laugardag þegar samþykkt var að fella burt gamalt og umdeilt ákvæði í lögum flokksins um víðtæka þjóðnýtingu. Lýsti hann yfir í fyrradag, að flokkurinn væri þess nú albúinn að taka við völdum í Bretlandi og jafnframt varaði hann ýmsa frammámenn í verkalýðsfélögunum við og sagði, að ekkert gæti komið í veg fyrir, Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 504 orð

Vögnunum seinkaði um 15­20 mínútur

STRÆTISVAGNASTJÓRAR í Reykjavík fóru sér hægt við vinnu eftir hádegi í gær til að árétta óánægju sína með kjör sín og nýgerðan kjarasamning Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Áætlun vagnanna fór úr skorðum um 15­20 mínútur að sögn stjórnstöðvar SVR meðan á aðgerðunum stóð frá klukkan 13­19. Meira
3. maí 1995 | Erlendar fréttir | 293 orð

Walesa vill sitja áfram

LECH Walesa Póllandsforseti skýrði frá því á sunnudag, að hann hygðist sækjast eftir endurkjöri í kosningum, sem fram fara seint á árinu. Hann er 52 ára og var kosinn til fimm ára 1990. Könnun frá í síðustu viku á fylgi nokkurra líklegra frambjóðenda sýnir að hann nýtur aðeins 7% fylgis eða minni stuðnings en fimm aðrir. Meira
3. maí 1995 | Erlendar fréttir | 294 orð

Walesa vill sitja áfram

3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 91 orð

Þriðji áfangi náttúruminjagöngu

Í ÞRIÐJA áfanga náttúruminjagöngu sem farin er í tilefni náttúruverndarárs Evrópu verður gengið frá Skógræktarstöðinni um Fossvogsdal upp í Elliðarárdal. Þetta er um 2 klst. auðveld ganga. Gangan verður farin í dag, miðvikudaginn 3. maí, og er brottför frá Mörkinni 6 (Ferðafélagshúsinu) og BSÍ, austan megin, kl. 20. Einnig er hægt að mæta í Skógræktarstöðina Fossvogi. Meira
3. maí 1995 | Landsbyggðin | 175 orð

Öflugt félagsstarf aldraðra

Mývatnssveit. Morgunblaðið. Félagsstarf aldraðra í Mývatnssveit hófst eftir áramótin 1992-1993 og var þá komið saman einu sinni í viku. Síðan hefur starfið þróast smátt og smátt. Oftast koma milli 15 og 20 manns. Þar er spilað, föndrað með tauliti, glerliti og silkimálningu, brennt á tré, prjónað og saumað. Einnig spiluð vist og bingó. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 768 orð

Ölvun, óhöpp og sinueldar

FRÁ föstudegi til þriðjudags eru 573 færslur í dagbók. Af þeim eru 77 vegna afskipta af ölvuðu fólki er ekki kunni sér hóf, en auk þess að þurfa að vista 64 einstaklinga í fangageymslunum vegna ölvunar og ýmissa mála, óskuðu 12 menn eftir því að fá að gista þar. Á tímabilinu var tilkynnt um 32 umferðaróhöpp. Meira
3. maí 1995 | Innlendar fréttir | 155 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Árni Sæberg Vaðið á súðum EINU sinni á ári er hleypt úr Árbæjarstíflu í Elliðaánum. Bátafólkið, sem lagt hefur að baki mörg íslensk straumvötn á gúmbátum, notaði þetta sjaldgæfa tækifæri í gær til að sigla niður árnar frá stíflunni að Rafstöðinni. Meira

Ritstjórnargreinar

3. maí 1995 | Leiðarar | 1429 orð

DAVÍÐ ODDSSON, JÓN BALDVIN OG MORGUNBLAÐIÐ

DAVÍÐ ODDSSON, JÓN BALDVIN OG MORGUNBLAÐIÐ AVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fjallaði nokkuð um Morgunblaðið og pólitíska stefnu þess í útvarpsþætti á Rás 2 sl. sunnudag. Meira
3. maí 1995 | Staksteinar | 332 orð

Fjárhagsstaða heimila

RAUNEIGNIR heimilanna í árslok 1994 voru 542 milljarðar króna. Skuldir þeirra á sama tíma voru 293 milljarðar króna. Skuldir heimilanna voru 24% af ráðstöfunartekjum árið 1980 en 136% árið 1994. Eignir Meira

Menning

3. maí 1995 | Kvikmyndir | 323 orð

Algjör formúla

Leikstjóri, handritshöfundur, framleiðandi og aðalleikari: Keenen Ivory Wayans. Önnur hlutverk: Salli Richardson, Charles Dutton og Jada Pinkett. Caravan Pictures. 1995. KEENEN Ivory Wayans leikur ekki svo lítið hlutverk í myndinni Algjör bömmer, sem er íslenska heitið á A Low Down Dirty Shame". Meira
3. maí 1995 | Menningarlíf | 492 orð

"Amorsbikar ýmsir þá alveg hiklaust teyga"

Við opnunina voru veittar viðurkenningar í vísnakeppni Safnahússins og Bifrastarstjórnar, sem nú hefur verið endurvakin, en hefur legið niðri um nokkurt skeið. Voru veittar viðurkenningar fyrir botna og einnig fyrir vísur tengdar Sæluvikunni. Meira
3. maí 1995 | Fólk í fréttum | 382 orð

Ásdís María og Guðrún unnu Elite-keppnina

ELITE-keppnin fór fram á Hótel Íslandi síðastliðið fimmtudagskvöld. Á meðal þeirra skemmtiatriða sem voru í boði var samsöngur Söngsystra, dansarar frá Dansskóla Heiðars dönsuðu Vínarvals við Elite-stúlkurnar og Páll Óskar Hjálmtýsson tróð upp með fjórum félögum sínum í "drag" auk þess að vera kynnir keppninnar með Regínu Diljá Ingadóttur, sem er aðeins ellefu ára. Meira
3. maí 1995 | Myndlist | 616 orð

Bros barnsins

Sýningunni lauk 1. maí.Aðgangur ókeypis. ÞAÐ ER stundum sagt að hamingja mannsins felist í brosi barnsins, og þeir einir verði lukkulegir í lífinu, sem leitast við að varðveita barnssálina í sjálfum sér eftir því sem kostur er. Í þessu felst mikill sannleikur, ekki síður í myndlist en á öðrum sviðum mannlífsins. Meira
3. maí 1995 | Myndlist | -1 orð

Duldir landslagsins

Opið alla daga frá 14-18. Lokað þriðjudaga til 8. maí. Aðgangur ókeypis. LANDSLAGIÐ og fyrirbæri náttúrunnar, huglæg sem hlutlæg, eru viðfangsefni og myndlíkingar sem myndlistarmenn leita stöðugt til, því þau eru sú náma sem aldrei þrýtur. Meira
3. maí 1995 | Menningarlíf | 780 orð

Grýtt landslag með súrrealískum innskotum

MÁLÞING um landslagsmálverk fór fram í Hafnarborg sl. laugardag. Jón Proppé, myndrýnir, flutti inngang og stjórnaði umræðu en frummælendur voru eftirfarandi: Folke Edwards, prófessor í listasögu og fyrrum forstöðumaður Listasafnsins í Gautaborg, Mikael Karlsson, dósent í heimspeki við Háskóla Íslands, Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur við Listasafn Íslands, og Öystein Loge, Meira
3. maí 1995 | Fólk í fréttum | 67 orð

KK-band úr hljóðveri

KK-band kom saman á ný og hélt tónleika á Café Royale síðastliðið laugardagskvöld. Sveitin hafði verið í hljóðveri og tekið upp nýtt lag sem kemur líklega út á safnplötu í byrjun sumars. Auk þess mun KK vinna að plötu seinni part sumars sem kemur væntanleg út næsta haust. Meira
3. maí 1995 | Fólk í fréttum | 71 orð

KK-band úr hljóðveri

3. maí 1995 | Myndlist | -1 orð

Kyrralíf

Opið alla daga frá 14.-18. til 7. maí. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ telst rétt hjá Steinunni G. Helgadóttur; "að oft er fjallað um innsetningar (Installation) eins og þær séu nýr og áður óþekktur kafli innan myndlistarinnar. Það vilji gleymast, að til eru t.d. gamlar kirkjur þar sem rýmið hefur verið tekið fyrir í heild sinni og umbreytt í eitt allsherjar listaverk. Meira
3. maí 1995 | Tónlist | 613 orð

Ljáðu mér eyra

Barnakóramót í íþróttahúsinu Smáranum. Laugardagurinn 29. apríl 1995. VÖXTUR og viðgangur tónlistariðkunar á Íslandi birtist ekki aðeins í fjölgun tónlistarskóla, því iðkun tónlistar er sammannleg og hefst hjá börnum um leið og þau læra móðurmálið. Ein fögur saga segir frá ungum föður, sem frá barnæsku var talinn vera laglaus. Meira
3. maí 1995 | Menningarlíf | 159 orð

Miro á uppboð

TALIÐ er að allt að fjórar milljónir punda muni fást fyrir mynd eftir spænska málarann Joan Miro, sem boðin verður upp hjá Christie's í London í júní. Myndin "La Table" er ein fjögurra mynda úr safni svissnesks textílhönnuðar sem boðnar verða upp. Hinar þrjár eru "Les Glaieuls" eftir Marc Chagall, "Tete de Femme" eftir Pablo Picassoi og "La Table de Cuisine au Gril" eftir Georges Braque. Meira
3. maí 1995 | Menningarlíf | 60 orð

Nemendur fagna vori

3. maí 1995 | Menningarlíf | 56 orð

Nemendur fagna vori HÁTT á þriðja hundrað manns kom að Heimalandi miðvikudagskvöldið 28. apríl sl. til að hlýða á vortónleika

HÁTT á þriðja hundrað manns kom að Heimalandi miðvikudagskvöldið 28. apríl sl. til að hlýða á vortónleika Tónlistarskóla Rangæinga. Nemendur á öllum aldri sýndu leikni sína á hljóðfæri og sungu. Hápunktur kvöldsins var þegar 50 forskólanemendur sungu Öxar við ána með lúðrasveit skólans. Skólaslit Tónlistarskóla Rangæinga voru 1. maí í Félagsheimilinu Hvoli á Hvolsveli. Meira
3. maí 1995 | Bókmenntir | 516 orð

Rúmið stendur úti í garði

eftir Thor Vilhjálmsson. Myndir: Tryggvi Ólafsson. Prentun: G. Ben- Edda. Mál og menning 1995 - 55 síður. 2.690 kr. THOR Vilhjálmsson notar oft mjög skáldlegan texta í prósaverkum sínum og fer yfirleitt vel á því. Aftur á móti má spyrja hvort allur "skáldlegur texti" eigi heima í ljóðum. Í þessu er vissulega fólgin mótsögn, en hér skal reynt að skýra hvað átt er við. Meira
3. maí 1995 | Fólk í fréttum | 121 orð

Skagfirskir karlar heimsóttu Lúxemborg

ÍSLENDINGAR í Lúxemborg fengu góða heimsókn um páskana, en þá sótti hópur skagfirskra karla og kvenna þá heim með Gísla Gunnarsson prest í Glaumbæ í Skagafirði í fararbroddi. Gísli þjónaði til altaris í guðsþjónustu á páskasunnudag í Centre Konvikt kapellunni og Glaumbæjarkirkjukórinn söng, en einnig sungu Þuríður Kr. Meira
3. maí 1995 | Fólk í fréttum | 104 orð

Slökkvilið Reykjavíkur með tónleika

KARLAKÓR Slökkviliðs Reykjavíkur hélt tónleika í menningarmiðstöðinni Gerðubergi á sunnudaginn var. Stjórnandi kórsins er Kári Friðriksson tónmenntakennari og hefur hann stjórnað kórnum frá upphafi, en kórinn var stofnaður 7. janúar 1992. Kári hefur líka samið lög og texta, auk þess sem hann hefur útsett allmörg þeirra laga sem kórinn flytur. Meira
3. maí 1995 | Fólk í fréttum | 51 orð

Smash í Kringlunni

ÞAÐ leiðréttist hér með að fataverslunin sem opnuð var á neðri hæð Kringlunnar á föstudaginn var heitir Smash. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Í versluninni fæst aðallega fatnaður og skór frá Bandaríkjunum og Bretlandi fyrir ungt fólk. Morgunblaðið/Árni Sæberg FATAVERSLUNIN Smash var opnuð í Kringlunni á föstudag. Meira
3. maí 1995 | Fólk í fréttum | 54 orð

Smash í Kringlunni

3. maí 1995 | Menningarlíf | 192 orð

Ævi og kenningar Helga Pjeturss

RITIÐ Dr. Helgi Pjeturss. Samstilling lífs og efnis í alheimi er komið út. Ritið skiptist í þrjá þætti: Ævi og störf Helga Pjeturss, Um kenningar Helga Pjeturss og Þætti um stjörnufræði, heimsmynd orkudeilakenningarinnar, efnafræði og líffræði. Í kynningu útgefanda segir: "Dr. Helgi Pjeturss var jarðfræðingur sem olli aldaskiptum á sviði jarðfræði. Meira

Umræðan

3. maí 1995 | Aðsent efni | 466 orð

Að semja við Norðmenn

VARÐANDI samninga við Norðmenn er rétt að minna á nokkur atriði: 1.Ríkisstyrkir til sjávarútvegs í Noregi hafa stórskaðað íslenskan fiskiðnað árum saman. Sem dæmi má nefna gegndarlaus undirboð Norðmanna á saltfiskmörkuðum í Suður-Evrópu með fjármunum sem ýmist koma beint frá norskum stjórnvöldum eða óbeint gegn um byggðasamlög og sveitarfélög. Meira
3. maí 1995 | Velvakandi | 153 orð

Bankamál

NÚ HEYRI ég að verið er að ræða um einkavæðingu bankanna. Gallinn á þeim bollaleggingum er bara sá, að engin alvarleg umræða hefur farið fram um málið. Það sem hér skipti mestu máli er hverjir stjórna bönkunum. Þeir þurfa að hafa skarpan skilning á þörfum atvinnulífsins og sérstaklega glöggir á fólk sem kemur fram með mikilsverðar nýjungar. Bankana má ekki reka sem einhverjar gróðastofnanir. Meira
3. maí 1995 | Aðsent efni | 739 orð

Einkavæðing eftirlits á Íslandi

UNDANFARIN ár hefur átt sér stað þróun í meðferð lögboðins eftirlits og prófana í Evrópu. Þessi þróun felst í því að aflétta einkarétti ríkisstofnana og annarra á sviði skoðana, vottana, prófana og eftirlits. Meira
3. maí 1995 | Aðsent efni | 1397 orð

Fjölskyldan og reykingar unglinga

Í TILEFNI reyklausa dagsins 4. maí ætla ég í nokkrum orðum að fjalla um reykingar unglinga á Íslandi, þá einkum hvað einkennir þann hóp unglinga sem byrjar að reykja. Jafnframt að íhuga hvernig foreldrar gætu haft áhrif á reykingar barna sinna og neyslu annarra vímuefna. Meira
3. maí 1995 | Aðsent efni | 918 orð

Flugmálastjórn á villigötum

Í fyrri grein var fjallað um erfiðleika við réttindaöflun flugmanna sem numið hafa í Bandaríkjunum og deilt á vinnureglur Flugmálastjórnar. Flugskóli Íslands Flugmálastofnun rekur skv. einkaleyfi Flugskóla Íslands, sem einn hefur réttindi til að°útskrifa atvinnuflugmenn. Meira
3. maí 1995 | Velvakandi | 405 orð

Furðuleg fréttamennska

Í MORGUNBLAÐINU laugardaginn 29. apríl sl. er að finna frétt þar sem segir frá ungri hjólreiðakonu sem þakkar hjálmi sínum að ekki fór ver þegar bíl var bakkað í veg fyrir hana þar sem hún hjólaði eftir gangstétt. Hjálmurinn brotnaði, hún marðist á hnjám og hruflaðist á andliti. Meira
3. maí 1995 | Aðsent efni | 904 orð

Íslensk rit Þjóðbókasafnsins

NÚ HAFA Íslendingar opnað langþráð bókasafn á Melunum. Við höfum valið þá leið að sameina þar tvenns konar bókasöfn, þjóðbókasafn Íslendinga og bókasafn sem ætlað er að þjónusta háskólanema og aðra þá sem sinna rannsóknum á háskólastigi. Á fyrstu hæð safnsins eru íslensku deildirnar tvær, þjóðdeild og handritadeild, sem hafa samliggjandi lessali og handbókakost. Meira
3. maí 1995 | Velvakandi | 898 orð

Ísöld

VETURINN hefur leikið margan manninn grátt. Snjór og kuldi hefur svo sannarlega sett mark sitt á líf fólksins í landinu undanfarið. Eitt byggðarlag hefur þurft að búa við og þjást fyrir fimbulkulda, þó af öðrum og pólitískari toga sé. Þetta byggðarlag er Hafnarfjörður. Meira
3. maí 1995 | Aðsent efni | 412 orð

Má ekki segja slysavarnafólki sannleikann?

Í FRÉTTABRÉFI SVFÍ sem kom út í febrúarmánuði sl. er þess getið að undirritaður hafi óskað eftir að verða leystur frá störfum sem fulltrúi Slysavarnafélagsins í Umferðarráði. Þetta var og er að mínu mati ekki sannleikanum samkvæmt og óskaði ég því strax eftir því að þetta yrði leiðrétt í næsta fréttabréfi. Meira
3. maí 1995 | Velvakandi | 428 orð

Símaskrá á disklingum

SÍÐASTLIÐINN skírdag birtist í Morgunblaðinu frétt frá fyrirtækinu Orðabók aldamóta um það að fyrirtækið hygðist gefa út símaskrá fyrir Windows-umhverfið. Í sömu grein var einnig rætt við blaðafulltrúa Pósts og síma sem greindi frá því að fyrir nokkrum árum hefði símaskráin verið boðin til sölu á tölvutæku formi en það ekki gefið góða raun. Meira
3. maí 1995 | Aðsent efni | 1927 orð

Tafarlausar breytingar á fiskveiðistjórnun

ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefur gerst taglhnýtingur Morgunblaðsins í því að gagnrýna niðurstöðu í stjórnarmyndunarviðræðum hvað varðar sjávarútvegsmálin og þá alveg sérstaklega hlut okkar frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum. Þetta er afar sérkennilegur og tilefnislaus málflutningur. Meira
3. maí 1995 | Velvakandi | 370 orð

Ú FER sá tími í hönd, þegar flest virðist vakna úr vetr

Ú FER sá tími í hönd, þegar flest virðist vakna úr vetrardvala. Þannig hefur Víkverji að undanförnu orðið var við aukið líf og væntingar þeirra sem með einum eða öðrum hætti koma að ferðaþjónustu hér á landi. Meira
3. maí 1995 | Velvakandi | 485 orð

Viðsjárverðir tímar

Fátt er brýnna á þeim upplausnartímum er við nú lifum en þroskavænlegt starf í þágu æsku landsins. Lengi býr að fyrstu gerð og það skiptir máli að sú kynslóð sem nú vex úr grasi og gengur senn til ábyrgðarstarfa fyrir land og þjóð fái það veganesti út í lífsbaráttuna sem best reynist. Nógir eru um að vilja veita þá leiðsögn og ekki er það allt til fyrirmyndar, öðru nær. Meira
3. maí 1995 | Velvakandi | 645 orð

Þörfin fyrir nudd

Í SÍðUSTU grein minni sem birtist laugardaginn 28. febrúar síðastliðinn fjallaði ég um fjölda nuddara/nuddfræðinga/sjúkranuddara. En einnig mætti taka til aðrar starfsstéttir sem veita nuddþjónustu. Þannig mætti telja með þá sem hafa útskrifast sem svæðanuddarar, en það kæmi mér ekki á óvart að það hafi útskrifast alls um 200 svæðanuddarar og um 100 þeirra séu starfandi. Meira

Minningargreinar

3. maí 1995 | Minningargreinar | 218 orð

Alexander Örn Jónsson

Páskadagur rennur upp. Veðrið er yndislegt, sól og blíða. Það er vor í lofti. Öll börn eru vöknuð snemma til þess að fá páskaeggið sitt. Alexander litli var þar engin undantekning. Þegar búið var að narta í eggið var farið út að leika sér í góða veðrinu. Eitthvað hefur fegurð Eyjanna heillað þennan litla eyjapeyja og haldið var í könnunarleiðangur. Meira
3. maí 1995 | Minningargreinar | 29 orð

Alexander Örn Jónsson

3. maí 1995 | Minningargreinar | 28 orð

ALEXANDER ÖRN JÓNSSYNOR

ALEXANDER ÖRN JÓNSSYNOR Alexander Örn Jónsson fæddist í Vestmannaeyjum, 19. mars 1990. Hann lést af slysförum 16. apríl síðastliðinn og var jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 29. apríl. Meira
3. maí 1995 | Minningargreinar | 26 orð

BJARNI Þ. BJARNASON

BJARNI Þ. BJARNASON Bjarni Þ. Bjarnason fæddist í Reykjavík 15. nóvember 1924. Hann lést 11. apríl síðastliðinn. Útför Bjarna var gerð frá Fossvogskapellu 21. apríl sl. Meira
3. maí 1995 | Minningargreinar | 152 orð

Bjarni Þorgeir Bjarnason

Við kveðjum mág okkar með nokkrum orðum. Ég kynntist Bjarna fyrir 20 árum er ég var hérna í heimsókn. Inga systir var nýbúin að kynnast Bjarna og voru þau farin að vera saman af alvöru. Tókst fljótt góð vinátta sem stóð til hinsta dags. Við Mickey minnumst allra ánægjulegra stunda sem við áttum í Vallhólmanum. Meira
3. maí 1995 | Minningargreinar | 106 orð

Bragi Reynir Axelsson

Margir nutu góðs af þeirri reynslu sem Bragi öðlaðist hjá Rafmagnsveitunum og oft var hann fenginn til að sýna yngri starfsmönnum verklag, sem hann gerði ætíð fúslega. Bragi var mjög eftirsóttur starfsmaður, hann leysti verk sín ætíð vel af hendi og víða má þekkja handbragð hans af góðum frágangi. Hann var sérstaklega ósérhlífinn, verklaginn og ábyggilegur. Meira
3. maí 1995 | Minningargreinar | 131 orð

Bragi Reynir Axelsson

Ég minnist Braga sem góðs vinar og vinnufélaga frá barnæsku, fyrst hér í Skagafirði og seinna hjá Rafmagnsveitum ríkisins. Við gengum saman í barna- og gagnfræðaskóla og eftir fermingu lá svo leið okkar saman á ný, fyrst á vertíð suður með sjó og seinna er við hófum störf hjá byggðalínuflokki Rafmagnsveitna ríkisins haustið 1975 og höfum báðir starfað nær samfellt þar síðan, Meira
3. maí 1995 | Minningargreinar | 584 orð

Bragi Reynir Axelsson

Útför Braga Reynis Axelssonar var gerð frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 15. apríl, við mikið fjölmenni ættingja, starfsmanna og vina, í fegursta veðri í þann mund þegar páskahátíðin var að hefjast. Prófasturinn séra Hjálmar Jónsson jarðsöng og var athöfnin einhver sú hátíðlegasta sem ég hef verið viðstaddur og öllum þeim sem að stóðu til mikils sóma. Meira
3. maí 1995 | Minningargreinar | 553 orð

Bragi Reynir Axelsson

Elsku Bragi. Nú höfum við kvatt þig og fylgt þér eins langt og við getum. Hugur okkar er hjá þér, en við vitum að þér líður vel þar sem þú ert núna. Samt er söknuðurinn svo sár, samt erum við svo hrygg og eigum bágt með að trúa að þú komir aldrei aftur. Og elsku litla Inga Jóna, sem kannski er þó sterkust af okkur öllum. Meira
3. maí 1995 | Minningargreinar | 29 orð

BRAGI REYNIR AXELSSON

BRAGI REYNIR AXELSSON Bragi Reynir Axelsson fæddist í Litlubrekku í Skagafirði 16. nóvember 1954. Hann lést af slysförum 5. apríl sl. Bragi var jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju 15. apríl sl. Meira
3. maí 1995 | Minningargreinar | 349 orð

Gíslína Kristín Stefánsdóttir

Ég sá Gíslínu seinast á Seli, Hjúkrunarheimili Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, á aðfangadag jóla. Þá voru liðin allnokkur ár frá okkar síðustu fundum og merki öldrunar og langvarandi vanheilsu orðin greinilegri en áður. Hún þekkti mig þó um leið: "Nei, ert það þú heillin," og ég kannaðist um leið við brosið sem ég í barnæsku hafði lært að þekkja. Meira
3. maí 1995 | Minningargreinar | 143 orð

GÍSLÍNA KRISTÍN STEFÁNSDÓTTIR

GÍSLÍNA KRISTÍN STEFÁNSDÓTTIR Gíslína Kristín Stefánsdóttir var fædd á Grund í Ólafsfirði 30. janúar 1917. Hún lést hinn 6. apríl sl. Foreldrar hennar voru Jónína Kristín Gísladóttir og Stefán Hafliði Steingrímsson. Hún var elst tíu systkina og af þeim eru nú þrjú látin. Meira
3. maí 1995 | Minningargreinar | 60 orð

GUÐJÓN MAGNÚSSON

GUÐJÓN MAGNÚSSON Guðjón Magnússon fæddist á Orrrustustöðum á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu 26. mars 1924. Hann lést á Landspítalanum 25. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Katrín S. Pálsdóttir og Magnús J. Sigurðsson, sem bæði eru látin. Eftirlifandi eiginkona hans er Áslaug Sigurðardóttir og eignuðust þau tíu börn. Meira
3. maí 1995 | Minningargreinar | 741 orð

Guðjón Magnússon - viðb

Mig langar að minnast föður míns sem lést í síðustu viku. Þær hugsanir og tilfinningar sem mest koma upp í huga minn núna, þegar hann er allur, er þegar ég var lítill drengur og tvær síðustu vikurnar sem hann lifði, því þá varð mér ljós þýðing orðtaksins, "enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur". Meira
3. maí 1995 | Minningargreinar | 417 orð

Guðjón Magnússon - viðb

Það eru tæplega tuttugu ár síðan ég sá Guðjón fyrst. Elsta dóttir hans hafði verið á húsmæðraskóla, eins og það hét þá, og kynnst ungu stúdentsefni. Um vorið, eftir að skólum var slitið og dóttirin flutt heim aftur, langaði stúdentsefnið að heimsækja unnustu sína. Meira
3. maí 1995 | Minningargreinar | 292 orð

Guðjón Magnússon - viðbn

Elsku afi minn. Það er sárt að þurfa að kveðja þig, en það var líka sárt að horfa á þig liggjandi á sjúkrahúsinu. Mér hefur aldrei fundist ég eins nátengd þér eins og einmitt þegar þú lást þar. Maður veit aldrei hvað maður á fyrr en maður hefur misst það. Meira
3. maí 1995 | Minningargreinar | 101 orð

RANNVEIG SIGURÐARDÓTTIR

Rannveig fæddist á Seyðisfirði 9. febrúar 1912. Hún lést á Rowans Nursing Home í Mayfield í Edinborg 20. apríl síðastliðinn. Rannveig ólst upp hjá Guðrúnu Bjarnadóttur og Jens Jóhannssyni skipstjóra í Reykjavík. Rannveig bjó meiri hluta ævi sinnar í Edinborg við leiklistarstörf. Foreldrar hennar voru Kristjana V. Jónsdóttir og Sigurður Jónsson járnsmiður. Meira
3. maí 1995 | Minningargreinar | 191 orð

Svanhildur Guðmundsdóttir

Okkur langar að minnast ömmusystur okkar, Svanhildar Guðmundsdóttur frá Litlu-Sandvík í Flóa. Þegar við vorum við nám í Reykjavík, áttum við þess kost að kynnast Svanhildi, er bjó í nágrenni við okkur á Dunhaga 11 ásamt syni sínum, Gunnari. Ávallt var ánægjulegt að heimsækja Svanhildi, sem tók á móti okkur með sínu ljúfa brosi og hlýju viðmóti. Umræður voru gefandi og skemmtilegar. Meira
3. maí 1995 | Minningargreinar | 30 orð

SVANHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR

SVANHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR Svanhildur Guðmundsdóttir var fædd í Litlu-Sandvík í Sandvíkurhreppi, Árnessýslu, 7. janúar 1906. Hún andaðist í Landspítalanum 7. apríl sl. Útför Svanhildar fór fram frá Selfosskirkju 15. apríl sl. Meira
3. maí 1995 | Minningargreinar | 370 orð

Valgerður Tryggvadóttir

Sími hringir, brostin rödd segir hún Valgerður er dáin. Alltaf kemur manni þetta í opna skjöldu, þó er þetta það sem okkar allra bíður einhvern tímann og er ekki umflúið og ekki þýðir að deila við dómarann, þegar stóra ljánum er beitt. Meira
3. maí 1995 | Minningargreinar | 522 orð

Valgerður Tryggvadóttir

Aðfaranótt föstudagsins langa lést í Reykjavík föðursystir mín, Valgerður Tryggvadóttir. Valgerður, sem alltaf var kölluð Dista innan fjölskyldunnar, var elsta systirin í hópi systkinanna frá Laufási, og sú fyrsta sem fellur frá. Mikil samstaða er meðal Laufássystkina og samgangur mikill þannig að fyrir okkur systkinabörnin var Dista frænka áþreifanlegur hluti tilverunnar. Meira
3. maí 1995 | Minningargreinar | 27 orð

VALGERÐUR TRYGGVADÓTTIR

VALGERÐUR TRYGGVADÓTTIR Valgerður Tryggvadóttir fæddist á Hesti í Borgarfirði 21. janúar 1916. Hún lést í Landspítalanum 14. apríl síðastliðinn. Útför Valgerðar fór fram frá Dómkirkjunni 26. apríl. Meira
3. maí 1995 | Minningargreinar | 285 orð

Vigfús Sigvaldason

Mig setti hljóðan þegar mér bárust þau sorgartíðindi að hann Fúsi væri dáinn. Hann sem hafði verið hérna fyrir nokkrum dögum og þá sem næturgestur á leið til Siglufjarðar. Mín fyrstu kynni af Fúsa eru frá búskaparárunum í Viðvík. Ég var þar í sveit sem ungur piltur og af honum lærðist margt sem eftir á að hyggja hefur komið sér vel. Meira
3. maí 1995 | Minningargreinar | 135 orð

Vigfús Sigvaldason

Mig langar að minnast Búdda frænda míns með nokkrum orðum. Við höfum alltaf hist öðru hvoru en þekktumst ekki mikið, þegar þú sl. vetur fórnaðir einni viku í vinnu fyrir okkur. Þú glottir yfir sérvisku frænku þinnar þegar ég vildi láta flísarnar snúa öðruvísi en þú, en svo kom: ekkert mál. Þannig liðu þessir dagar, það var ekkert mál að umgangast þig. Meira
3. maí 1995 | Minningargreinar | 756 orð

Vigfús Sigvaldason

Að morgni föstudagsins langa bárust þær sorgarfréttir að Vigfús Sigvaldason væri látinn. Hann var í móðurætt af skaftfellsku bergi brotinn, móðir hans frú Sigríður Vigfúsdóttir frá Flögu í Skaftártungu. Snemma á ævinni fór hann að dvelja á Flögu hjá skyldfólki sínu og kom strax fram áhugi hans á allri almennri vinnu til sveita. Meira
3. maí 1995 | Minningargreinar | 140 orð

VIGFÚS SIGVALDASON

VIGFÚS SIGVALDASON Vigfús Sigvaldason múrarameistari var fæddur í Reykjavík 8. júlí 1940. Hann lést á Siglufirði 14. apríl. Foreldrar hans voru hjónin Sigvaldi Kristjánsson kennari, f. 30. apríl 1906, d. 22. júní 1966 og Sigríður Vigfúsdóttir húsfreyja, f. 25. ágúst 1908. Meira
3. maí 1995 | Minningargreinar | 637 orð

Þorgerður Guðrún Þórðardóttir

Þórður faðir Gerðu Þórðar, eins og hún var ávallt kölluð, var vel þekktur sjómaður og lengi formaður á bátum frá Húsavík. Hann þótti vaskleika maður og mjög minnisstæður persónuleiki. Björg kona hans starfaði mikið að málefnum verkakvenna og var gott skáld. Gerða ólst upp í Þröskuldi, húsi sem stóð á bakkanum norðan við Mararbraut 3 á Húsavík. Meira
3. maí 1995 | Minningargreinar | 237 orð

Þorgerður Guðrún Þórðardóttir

Margs ber að minnast, mörgu er frá að hverfa. Gerða mín, ég þakka þér fyrir margar góðar samverustundir bæði í blíðu og stríðu. Að okkar leiðir lágu saman var ekki tilviljun heldur guðs vilji. Við áttum margt sameiginlegt og gátum þar með skilið hvor aðra á okkar hátt. Þakka þér fyrir allar vökunæturnar sem við áttum saman heima í mínum bústað í sveitinni. Meira
3. maí 1995 | Minningargreinar | 120 orð

ÞORGERÐUR GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR

ÞORGERÐUR GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR Þorgerður Guðrún Þórðardóttir fæddist á Húsavík 26. júní 1914. Hún lést 14. mars sl. Foreldrar hennar voru Þórður Markússon og kona hans Björg Pétursdóttir. Þorgerður var þriðja yngst átta alsystkina, en fyrir átti Björg son, Karl Sigtryggsson. 19. maí 1933 giftist Þorgerður Halldóri Ármannssyni. Hann fórst 13. Meira
3. maí 1995 | Minningargreinar | 271 orð

Ævar Þorvaldsson

Okkur langar í fáum orðum að kveðja elsku litla frænda okkar Ævar sem skyndilega var tekinn frá okkur á föstudaginn langa sem sannarlega var langur fyrir alla hans aðstandendur og vini. Ævar var öllum svo hjartfólginn, með barnslegri gleði sinni og einlægni heillaði hann alla. Meira
3. maí 1995 | Minningargreinar | 216 orð

Ævar Þorvaldsson

Elsku Ævar okkar! Laugardaginn 8. apríl sl. varst þú á æfingu hjá okkur í Íþróttafélaginu Firði og þar lékst þú á als oddi með félögum þínum. Skyndilega eins og hendi væri veifað ert þú horfinn og eftir sitjum við félagar þínir og vinir og erum að reyna að átta okkur, Meira
3. maí 1995 | Minningargreinar | 256 orð

Ævar Þorvaldsson

- Í dag felldu blómin mín blöðin sín. Og húmið kom óvænt inn til mín. Ég hélt þó að enn væri sumar og sólskin. - Og nú kom haustið! Á kné ég kraup. Að köldum veggnum ég höfði draup og kyssti blómin, sem bliknuð lágu. Meira
3. maí 1995 | Minningargreinar | 178 orð

Ævar Þorvaldsson

Fyrir tæpum þremur árum kom á Lyngás lítill, glaðlegur drengur. Þessi drengur átti eftir að vinna hug og hjörtu allra á staðnum. Ævar var lífsglaður drengur sem var fljótur að aðlagast nýjum aðstæðum og fólki. Alltaf var stutt í gleðina og fékk hann alla til að taka þátt í henni. Meira
3. maí 1995 | Minningargreinar | 21 orð

ÆVAR ÞORVALDSSON

ÆVAR ÞORVALDSSON Ævar Þorvaldsson fæddist á Landspítalanum 3.12. 1986. Hann lést 14. apríl sl. og var jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju 25. apríl. Meira
3. maí 1995 | Minningargreinar | 105 orð

Ævar Þorvaldsson Tárin þrýsta á gagnaugað, hjartað herpist saman. Það er á stundum sem þessari að vor jarðneska tilvera sýnist

Tárin þrýsta á gagnaugað, hjartað herpist saman. Það er á stundum sem þessari að vor jarðneska tilvera sýnist svo tilgangslaus. Hann Ævar var hjá okkur í leikskólanum í nokkur ár. Við munum geyma minninguna um fallegan, fjörmikinn dreng. Meira

Viðskipti

3. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 484 orð

Fráfarandi stjórn fékk eindregna traustsyfirlýsingu

FJÓRIR af fimm fulltrúum sem ríkið skipaði í stjórn Lyfjaverslunar Íslands hf. á síðasta ári voru kjörnir til áframhaldandi stjórnarsetu á aðalfundi fyrirtækisins á laugardag. Þetta eru þeir Ólafur B. Thors, Þórhallur Arason, Dr. Einar Stefánsson og Jóhannes Pálmason. Auk þeirra var Rúna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri markaðssviðs, kjörin í stjórnina og kemur hún í stað Margrétar Björnsdóttur. Meira
3. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 269 orð

Hvatt til stofnunar fjárfestingarbanka

GEIR A. Gunnlaugsson, stjórnarformaður Iðnlánasjóðs, segir það von sjóðsins að ekki verði hvikað frá meginmarkmiðum stefnumörkunar fyrrverandi ríkisstjórnar í því að stofna öflugan fjárfestingarbanka og auka framlag til nýsköpunar með nýsköpunarsjóði. Meira
3. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 126 orð

Leigubílar með greiðslukortaposa

Hinn sögufrægi leigubíll "79 af stöðinni" er fyrsti leigubíllinn á Íslandi sem er búinn posa og prentara, jafnt fyrir debetkort sem kreditkort. Undanfarið hefur verið unnið að því, í samvinnu Visa og Hreyfils, að þróa hagstæða lausn sem gerir rafræn greiðslukortafyrirviðskipti í leigubílum möguleg. Meira
3. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 144 orð

Methagnaður á Norsk Hydro

NORSK Hydro, stærsta iðnfyrirtæki í Noregi, skilaði methagnaði á fyrsta fjórðungi þessa árs. Munaði þar mestu um hækkun á álverði. Hagnaðurinn á fyrstu þremur mánuðum ársins var um 22 milljarðar ísl. kr. en tæpir níu milljarðar á sama tíma í fyrra. Er útkoman verulega betri en búist hafði verið við og olli því, að gengi hlutabréfa í Norsk Hydro í kauphöllinni í Ósló hækkaði mikið. Meira
3. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 479 orð

Stefnir stöðugleikanum í hættu

ÞÓRÐUR Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir það líklega brýnasta verkefnið í hagstjórn að koma á jafnvægi í opinberum fjármálum því óbreyttur halli stefni stöðugleikanum í hættu. Þetta er eitt af sjö meginverkefnum sem hann telur mikilvægast að vinna þurfi að í hagstjórn á næstunni. Meira
3. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 210 orð

Tími mikilla útlánatapa að baki

UM 146 milljóna hagnaður var af rekstri Iðnlánasjóðs á síðasta ári samanborið við 565 milljóna tap árið 1993. Þetta skýrist fyrst og fremst af minna framlagi í afskriftarreikning sem lækkaði úr 945 milljónum í 292 milljónir. Meira
3. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 215 orð

Töluverð verðlækkun á áli

ÁLVERÐ lækkaði allnokkuð í gær þrátt fyrir fréttir um, að birgðir hefðu farið niður fyrir eina milljón tonna í fyrsta sinn frá árinu 1992. Er lækkunin rakin til þess, að margir kaupendur telja, að lítið framboð nú muni aðeins verða til að auka framleiðsluna síðar. Meira

Fastir þættir

3. maí 1995 | Fastir þættir | 441 orð

Ísak Örn og Helgi Sigurðsson Íslandsmeistarar

28. apríl til 1. maí. ÍSAK Örn Sigurðsson og Helgi Sigurðsson urðu Íslandsmeistarar í tvímenningi 1995 eftir jafna og skemmtilega keppni þar sem helztu andstæðingarnir voru landsliðspörin Jón Baldursson og Sævar Þorbjörnsson og Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson. Meira

Íþróttir

3. maí 1995 | Íþróttir | 429 orð

Áhuginn á skvassier alltaf að aukasthjá unglingunum

"ÞAÐ eru alltaf að koma nýir krakkar til okkar og greinilegt er að áhuginn á skvassi er alltaf að aukast," sagði Viðar Jóhannesson, leiðbeinandi hjá Skvassfélagi Reykjavíkur. Um fjörtíu unglingar flestir úr Grafarvoginum í Reykjavík stunda nú skvass í veggsporti og 28 þeirra mættu á Íslandsmótið sem haldið var á sunnudag. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 193 orð

Bayern með í toppbaráttunni

Bayern M¨unchen sigraði Stuttgart 2:0 um helgina og ætlar sér greinilega að vera með í baráttunni um þýska meistaratitilinn, en markmið liðsins hefur verið að vera á meðal fimm efstu og tryggja þannig Evrópusæti. Mehmet Scholl gerði fyrra mark liðsins úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik og framherjinn Alexander Zickler bætti örðu við um miðjan síðari hálfleik. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 440 orð

Blackburn að missa flugið

BLACKBURN Rovers missti forskot sitt á Manchester United niður í fimm stig um helgina og stefnir í mikla baráttu liðanna um enska meistaratitilinn. Blackburn tapaði fyrir West Ham 2:0 en United, með Andy Cole í fararbroddi, sigraði Coventry 3:2. Blackburn á eftir tvo leiki og United þrjá leiki og því allt opið enn. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 145 orð

Boltinn skoppar meira

Boltinn skoppar meira á nýja gólfinu í Höllinni en á öðrum gólfum í íþróttahúsum hér á landi, en það er hlutur sem við venjumst undir eins. Við erum að leika á gólfum erlendis sem við þekkjum ekki og að því leytinu er þetta ekki ólíkt," sagði Gústaf Bjarnason, landsliðsmaður, aðspurður um hvernig það væri að leik á nýja gólfi Laugardalshallarinnar. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 188 orð

Breytt fyrirkomulag

3. maí 1995 | Íþróttir | 185 orð

Breytt fyrirkomulag ESPERN

ESPERN Larsen, framkvæmdastjóri norska badmintonsambandsins, kynnti um helgina tilraun sem Norðmenn hafa gert í þeim tilgangi að auka áhuga sjónvarpsstöðva. Breytingin felst í því að hver sá sigrar í lotu sem fyrr nær níu punktum, í stað 15 nú hjá körlum og 11 hjá konum. Ekki er hækkað upp ef spilarar verða jafnir, 8:8, eins og gert er í dag ef staðan er jöfn, t.d. 14:14, hjá körlum. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 172 orð

Collins tekur við Detroit

3. maí 1995 | Íþróttir | 170 orð

Collins tekur við Detroit

DOUG Collins var um helgina ráðinn þjálfari Detroit Pistons í NBA-deildinni í körfuknattleik. Hann kemur í stað Don Chaney sem var rekinn frá félaginu í síðustu viku. Collins, sem hefur lýst NBA-leikjum á sjónvarpsstöðinni TNT í vetur, hefur skrifað undir fimm ára samning sem hljóðar upp á 5 milljónir dollara eða um 320 milljónir króna við Detroit. Hann þjálfaði m.a. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 185 orð

Dauft hjá Íslendingunum í Svíþjóð

Dauft hjá Íslendingunum í Svíþjóð Íslendingaliðunum í Allsvenskan gekk upp og ofan í 3. umferð á mánudag. Örgryte, lið Rúnars Kristinssonar tapaði heima gegn Helsingborg 0:1 og átti liðið fremur dapran dag. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 21 orð

England Þriðjudagur: Úrvalsdeild: Wimbl

Þriðjudagur: Úrvalsdeild: Wimbledon - Liverpool0:0 12.041. 1. deild: Barnsley - Oldham 1:1 Watford - Charlton 2:0 Skotland Úrvalsdeild: Celtic - Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 256 orð

ESPERN Larsen

ESPERN Larsen framkvæmdastjóri norska badmintonsambandsins, kynnir nýjar hugmyndir að keppnisfyrirkomulagi - sem greint er frá annars staðar á síðunni - á fundi alþjóða sambandsins í Luzern eftir tvær vikur. NORÐURLANDAMÓTIÐ um helgina var hið fjórða sem haldið er á Íslandi. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 137 orð

Eyjólfur eygir annan titil

Eyjólfur Sverrisson skoraði og lagði upp annað í 3:0 sigri Besiktas gegn Zeytinburnu í tyrknesku deildinni um helgina. Trabzonspor, sem sigraði Bursaspor á heppnismarki eftir að Bursaspor hafði vaðið í marktækifærum og m.a. brennt af vítaspyrnu, er fimm stigum á eftir Besiktas en þrjár umferðir eru eftir. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 322 orð

Finnar stóðu upp úr

NORÐURLANDAMÓTIÐ í pílukasti var haldið hér á landi í um helgina. Keppt var á Hótel Loftleiðum. Alls mættu til keppni 60 kastarar frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Spilað var í þremur flokkum, liðakeppni, parakeppni og einstaklingskeppni. Finnar höfðu sérstöðu á mótinu og sigruðu í flestum flokkum. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 213 orð

Fossavatnsgangan

Fossavatnsgangan, sem er liður í Íslandsgöngunni, fór fram á Ísafirði um síðustu helgi. Helstu úrslit: 20 km 16-34 ára karlarmín. Einar Ólafsson, Í60,38Arnar Pálsson, Í65,14Birkir Stefánsson, HSS68,35Hlynur Guðmundsson, Í68,54Ragnar Bragason, Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 161 orð

Fullkomin prentþjónusta á HM

NÝLEGA var gengið frá samningi á milli framkvæmdanefndar HM95 annars vegar og Nýherja hf og Prentsmiðjunnar Odda hins vegar. Í samningnum felst að Oddi, sem sér um alla prentun vegna HM95, og Nýherji, sem hefur séð HM95 fyrir ljósritunarvélum og tækniþjónustu vegna ljósritunar, sameinast um að setja upp "Prentun á staðnum" í Laugardalshöll á meðan keppninni stendur. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 40 orð

Getraunaseðill vegna HM95

ÍSLENSKAR getraunir verða með tvo getraunaseðla sem verða í gangi meðan á heimsmeistarakeppninni í handknattleik stendur. Stuðningsmenn íslenska landsliðsins geta, með því að merka sérstaklega nýtt áheitanúmer HSÍ - 995 - stutt við bakið á íslenska landsliðinu. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 329 orð

Gífurleg lyftistöng að fá Norðurlandamótið hingað til lands

Það hefur gífurlega mikið að segja fyrir íslenskt badmintonfólk að fá Norðurlandamótið hingað til lands. Ástæðan er sú að á Norðurlöndunum eru margir bestu badmintonspilarar í heiminum og það gefur okkar fólki mikið að fá að leika við þetta toppfólk og síðast en ekki síst að sjá það í leik. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 294 orð

Héðinn verður ekki með í keppninni

Héðinn Gilsson, ein helsta skytta Íslands og með öflugri varnarmönnum, leikur ekki með í Heimsmeistarakeppninni í handknattleik sem hefst á Íslandi á sunnudag. Hann hefur ekki getað æft að undanförnu vegna meiðsla og að loknu þrekprófi í gær var ljóst að hann er ekki tilbúinn. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 223 orð

HM í íshokkí A-riðill: Kanada - Ítalía2

A-riðill: Kanada - Ítalía2:2 (1-0 0-0 1-2). Todd Hlushko (09:56), Mark Freer (43:40) - Roland Ramoser (42:28), Stefano Figliuzzi (46:03) Þýskaland - Sviss5:3 (1-0 2-1 2-2). Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 199 orð

HM nefndin fær afhenta 15 bíla

Á laugardaginn fékk HM nefndin afhenta fimmtán bifreiðar af Nissan gerð til afnota án endurgjalds á meðan á HM í handknattleik stendur. Bílarnir eru merktir HM 95 í bak og fyrir. Þetta er í framhaldi af samningi sem nefndin gerði við Ingvar Helgason hf og bílaleiguna ALP, fyrir skömmu. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 526 orð

Hvers vegna vill glímukóngurinnJÓHANNES SVEINBJÖRNSSONverða bóndi? Búskapurinn alltaf heillað

JÓHANNES Sveinbjörnsson varð um helgina Glímukóngur Íslands í þriðja sinn. Hann er 25 ára búvísindanemi að Hvanneyri. Jóhannes var fimmtán ára gamall þegar hann byrjaði að stunda glímu. Kjartan Lárusson, glímukennari með meiru á Laugarvatni sagði að Jóhannes hefði aðeins lært eitt bragð fyrsta veturinn, sniðglímu, sem er fyrsta bragðið sem kennt er í glímu. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 211 orð

Hængsmótið

Haldið á Akureyri um helgina. LYFTINGARÞroskaheftir: 1. Gunnar Örn Erlingsson, Ösp, 2. Ásgrímur Pétursson, Ösp, 3. Sigurbjörn B. Björnsson, Eik. Hreyfihamlaðir: 1. Arnar Klementsson, Viljanum, 2. Þorsteinn Sölvason, ÍFR, 3. Reynir Kristófersson, ÍFR. BORÐTENNISKarlar: 1. Jón Heiðar Jónsson, ÍFR, 2. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 56 orð

Höfðakeppnin

Höfðakeppnin í hjólreiðum fór fram um helgina. Hjólaðir voru 40 km, í tveggja km hringur. Klst. 1. Einar Jóhannesson1.09,37 2. Sölvi Þór Bergsveinsson1.11,54 3. Kristinn Mortens1.12,29 4. Bjarni Már Svavarsson1.12,36 Átta keppendur hófu keppni en fjórir kláruðu. Næsta mót verður á Álftanesi um næstu helgi. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 135 orð

Ísland - Austurr.19:19

Laugardalshöll 29. arpíl 1995 - vináttulandsleikur í handknattleik. Gangur leiksins: 0:1, 2:3, 4:5, 7:6, 10:11, 13:12, 13:16, 16:18, 19:18, 19:18. Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 8/7, Patrekur Jóhannesson 5, Valdimar Grímsson 2, Bjarki Sigurðsson 1, Dagur Sigurðsson 1, Konráð Olavson 1, Jón Kristjánsson 1. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 347 orð

Íslandsglíman 1995 Glíman var haldin í Laugardalshöll á laugardag. Vinninar1. Jóhannes Sveinbjörnsson, HSK6 2. Ingibergur

Glíman var haldin í Laugardalshöll á laugardag. Vinninar1. Jóhannes Sveinbjörnsson, HSK6 2. Ingibergur Sigurðsson, Ármanni5 1/2 3. Arngeir Friðriksson, HSÞ5 1/2 4. Jón Birgir Valsson, KR4 5. Orri Björnsson, KR4 6. Ólafur Sigurðsson, Ármanni2 7. Yngvi R. Kristjánsson, Ármanni1 8. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 43 orð

Íslandsmótið Íslandsmótið í skvassi fór fram í Veggsporti um he

Íslandsmótið í skvassi fór fram í Veggsporti um helgina. Helstu úrslit: Karlaflokkur: 1. Kim Magnús Nielsen 2. Magnús Helgason 3. Gunnar Guðjónsson Kvennaflokkur: 1. Hrafnhildur Hreinsdóttir 2. Rósamunda Baldursdóttir 3. Inga Margrét Róbertsdóttir Heldriflokkur: 1. Hafsteinn Daníelsson 2. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 178 orð

Íslenskir sundmenn komustsjö sinnum á verðlaunapall

Íslenskir sundmenn stóðu sig vel á sterku alþjóðlegu móti sem fram fór í Luxemborg 21. - 23. apríl. Engin Íslandsmet féllu að þessu sinni en sundmennirnir komust sjö sinnum á verðlaunapall. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 446 orð

Jóhannes endurheimti beltið

ÍSLANDSGLÍMAN var háð í áttugasta og fimmta sinn á laugardaginn og að þessu sinni í endurbættri Laugardalshöll. Alls mættu níu glímumenn til keppni, en einn þeirra Sigurður Kjartansson, HSÞ, varð að ganga úr glímu þegar nokkuð var liðið á keppnina vegna meiðsla. Glímukóngur varð Jóhannes Sveinbjörnsson, HSK, og var þetta í þriðja sinn sem hann fer með sigur af hólmi í Íslandsglímunni. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 268 orð

Juve óstöðvandi

3. maí 1995 | Íþróttir | 260 orð

Juve óstöðvandi

JUVENTUS færðist um helgina einu skrefi nær meistaratitlinum, sem liðið vann síðast fyrir níu árum. Baggio og félagar burstuðu Fiorentina 4:1 á útivelli og hefur Juver nú átta stiga forskot á Parma, sem vann Brescia 2:1, þegar fimm umferðir eru eftir. Juve og Parma eigast við í fyrri úrslitaleik UEFA-keppinnar í kvöld. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 87 orð

KA-strákarnir unnu þrefalt á Íslandsmóti sjötta flokks í handbo

KA-strákarnir unnu þrefalt á Íslandsmóti sjötta flokks í handbolta KA-strákarnir sem leika með sjötta flokki félagsins í handknattleik gerðu það gott í úrslitakeppni þessa aldursflokk sem haldið var fyrir skömmu á Akureyri. Norðanmennnældu sér í gullverðlaun hjá A-, B- og C-liðum. Á myndinni má sjá strákana sem skipaA-lið félagsins. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 174 orð

Keflvíkingar eiga fyrst heimaleik

DREGIÐ hefur verið í riðla í TOTO-keppninni í knattspyrnu, sem Keflavík tekur þátt í. Keflvíkingar eru í 6. riðli ásamt liði númer tvö frá Frakklandi, liði númer tvö frá Austurríki, skosku liði og liði frá Króatíu. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 572 orð

Kim Magnús hefur ekki tapað lotu hérlendis í þrjú ár

Það fer ekki á milli mála að Kim Magnús Nielsen er langbesti skvassspilari landsins og sannfærandi sigur hans í öllum lotum sínum á mótinu með samtals 10 boltum töpuðum segir sína sögu. Auk þess hefur Kim Magnús tekið þátt í öllum mótum hér á landi undanfarin þrjú ár og unnið öll - ekki tapað lotu. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 106 orð

Klinsmann knattspyrnumaður ársins

J¨URGEN Klinsmann var á laugardaginn útnefndur knattspyrnumaður ársins af enskum íþróttafréttamönnum. Þetta er í þriðja sinn sem þýski knattspyrnumaðurinn hlýtur þennan heiður því árið 1988 og 1994 var hann kjörinn knattspyrnumaður Þýskalands. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 296 orð

KRASSIMIRE Balakov

ÞORVALDUR Örlygsson og Lárus Orri Sigurðsson léku báðir með Stoke í sigri liðsins á Millwall 4:3 í ensku 1. deildinni. "Leikurinn var nú ekki jafn fjörugur og tölurnar gefa til kynna en hann var ágætlega leikinn. Bæði liðin eru farin að hugsa til enda tímabilsins enda ekki að miklu að keppa," sagði Þorvaldur. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 487 orð

Lakers og Knicks með góða stöðu

New York Knicks sigraði Cleveland Cavaliers 83:81 í fyrri nótt og hefur tekið 2:1 forystu og þarf aðeins einn sigur til að komast í aðra umferð í úrslitakeppni Austurdeildar. Dan Ferry fékk frítt þriggja stiga skot fyrir Cleveland á lokasekúndu leiksins en hitti ekki. "Við sluppum fyrir horn og vorum mjög heppnir að vinna," sagði Pat Riley, þjálfari New York. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 57 orð

Leikmenn ársins Leikmennirnir sem

Leikmennirnir sem voru krýndir Knattspyrnumenn ársins 1955-1967: 1955:Ríkharður Jónsson, Akranesi 1956:Halldór Sigurbjörnsson, Akranesi 1957:Þórður Þórðarson, Akranesi 1958:Sveinn Teitsson, Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 475 orð

LEIKUR »Íslenska þjóðin færeinstakt tækifæri íheimsmeistarakeppni

Heimsmeistarakeppni í íþróttum er fyrir þá útvöldu. Margir leggja mikið á sig til að fá þátttökurétt en færri komast en í sækja. Að þessu leyti njóta Íslendingar sérstöðu hvað Heimsmeistarakeppnina í handknattleik varðar því keppnin fer fram á Íslandi og þar með hafa allir Íslendingar möguleika á að vera með. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 743 orð

Léku golf á sögu-frægum stöðumí Skotlandi

ÍSLENSKA piltalandsliðið í golfi fór í vel heppnaða æfingaferð til Englands og Skotlands. Tíu manna hópur hélt til Skotlands þann 8. apríl og komið var heim tíu dögum síðar. Höfðu piltarnir þá leikið á mörgum frábærum golfvöllum í Skotlandi og Englandi. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 146 orð

Martha á réttri leið

Þetta hlaup var tilraun hjá mér til að athuga hvar ég stæði eftir þungar æfingar síðustu vikur. Ég er að ljúka ákveðnu æfingatímabili og nú tekur við meiri léttleiki. Jú, það var jákvætt að bæta sig um hálfa mínútu frá hlaupinu í fyrra," sagði Martha Ernstdóttir, hlaupakona, en hún varð önnur um helgina í fjölmennasta götuhlaupi sem haldið er í Noregi árlega. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 146 orð

Matthías Noregsmeistari

Hornamaðurinn Matthías Matthíasson, fyrrum leikmaður ÍR, varð um helgina Noregsmeistari í handknattleik með félögum sínum í Elverun þegar þeir lögðu Runar, á heimavelli þeirra, 18:19. Fyrri leikur liðanna endaði með jafntefli, 19:19. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 486 orð

Metþátttaka á Íslandsmótinu í skvassi

SKVASSFÓLK hélt Íslandsmót sitt í sölum Veggsports í Reykjavík um helgina og hafa aldrei fleiri tekið þátt. Skvassfélag Reykjavíkur hafði veg og vanda af mótshaldinu og keppendur voru um 80 en forráðamenn íþróttarinnar voru sérstaklega ánægðir með að keppendur frá Ísafirði og Selfossi skyldu mæta og einnig hve þátttaka var góð í unglingaflokkum. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 91 orð

Morgunblaðið/Björn Blöndal Evtúsjenkó og lær

LANDSLIÐ Kúveit kom til landsins á mánudag, fyrst þeirra 23. erlendu liða sem taka þátt í HM að þessu sinni. Liðið býr í Keflavík, en mætir unglingalandsliði Íslands - leikmanna 21 árs og yngri - tvívegis í vikunni, í kvöld og á morgun. Liðið heldur síðan til Akureyrar á laugardag. Þjálfari Kúveita er hinn þekkti Anatólíj Evtúsjenkó, sem lengi var við stjórnvölinn hjá liði Sovétríkjanna sálugu, m. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 469 orð

NBA-deildin

AusturdeildLaugardagur: Charlotte - Chicago100:108 Michael Jordan gerði 48 stig og þar af 10 í framlengingunni. Alonzo Mourning var stigahæstur í liði Charlotte með 32 stig. Orlando - Boston124:77 Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 193 orð

NM í pílukasti Mótið var haldið að Hótel Loftleiðum 29. - 30. a

Mótið var haldið að Hótel Loftleiðum 29. - 30. apríl 1995. Helstu úrslit: Úrslit í flokkum: Liðakeppni karla: 1. B-sveit Finnlands 2. A-sveit Finnlands Parakeppni karla: 1. Matti Rågegard/Ronny Rör, Svíþjóð. 2. Heikki Hermunen/AriIlmanen, Finnl. 3.Aasland/Thor H. Johansen, Noregi. 4. Göran Klemme/Stefan Nagy, Svíþjóð. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 82 orð

Norðurlandamótið

Mótið fór fram í TBR-húsinu um helgina. Heslu úrslit: Úrslitaleikir: Einliðaleikur karla: Thomas Stuer Lauidsen, Danmörku/Jens Olsson, Svíþjóð2:0 (15:8 - 15:2). Tvíliðaleikur karla: Michael Sogaard og Henrik Svarrer, Danmörku/Peter Axelsson og P¨ar Gunnar Jönsson, Svíþjóð2:0 (15:9 - 15:8). Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 254 orð

Nær uppselt í sæti á sunnudag

Forsölu miða á Heimsmeistarakeppnina í handknattleik lauk á mánudaginn gær og að sögn Stefáns Jóhannssonar hjá ferðaskrifstofunni Ratvís, umboðsaðila miðasölunnar, hefur salan gengið vel og er nær uppselt í sæti á fyrsta leik Íslands í keppninni, gegn Bandaríkjunum, sem verður í Laugardalshöll og hefst klukkan 20 á sunnudag. Góð sala síðustu daga Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 108 orð

Opið mót í Grindavík

Fyrsta golfmótið ársins á Húsatóftavelli á sunnudaginn. Keppendur voru 110 talsins. Án forgjafar: 1. Þorkell Smári Sigurðsson, GR72 Sigraði eftir bráðabana við Einar Bjarna Jónsson, GKJ. 2. Einar Bjarni Jónsson, GKJ72 3. Björgvin Siugrbergsson, GK73 Með forgjöf: 1. Óskar Ingason, GO66 2. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 937 orð

Reykjavíkurmótið A-deild: KR - Fram2:0

A-deild: KR - Fram2:0 Mihalo Bibercic, Guðmundur Benediktsson. Fylkir - ÍR5:2 Kristinn Tómasson 3, Þórhallur Dan Jóhannsson 1, Erlendur Gunnarsson - Arnar Valsson, Pálmi Gunnarsson. KR er efst með 12 stig og Þróttur í öðru sæti með 9 stig. Það er ljóst að þessi tvö lið leika um Reykjavíkurmeistaratitilinn 8. maí. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 114 orð

SAMNINGARFlugleiðir styrkja ÓÍ

ÓLYMPÍUNEFND Íslands og Flugleiðir hafa gert með sér samstarfssamning. Flugleiðamenn skuldbinda sig til að gefa Ólympíunefnd Íslands 50% aflátt af 200 farseðlum til útlanda vegna undirbúnings keppenda fyrir Ólympíuleikana í Atlanta á næsta ári. Verðmæti samningsins er, að sögn Júlíusar Hafstein, formanns ÓÍ, um 8 milljónir króna. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 121 orð

Sem svart og hvítt hjá Rússunum

Rússar og Þjóðverjar léku tvo æfingaleiki í handknattleik í Þýskalandi um helgina. Rússar unnu fyrri leikinn 23:18 en Þjóðverjar síðari leikinn 26:20. Arno Ehret, þjálfari Þjóðverja, sagði að þýska liðið hafi sýnt það í síðari leiknum að það getur unnið hvaða lið sem er og það getur líka tapað fyrir hvaða þjóð sem er. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 85 orð

SIGURÐUR Magnússon,

SIGURÐUR Magnússon, framkvæmdastjóri ÍSÍ var heiðursgestur á Íslandsmótinu í skvassi og afhenti sigurvegurum verðlaun sín. SIGURÐUR G. Sveinsson fékk verðlaun fyrir að vera "bestur þeirra verstu. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 160 orð

Skvassáhugi áberandi og og unglingarhafa forgang

"VIÐ erum sannfærðir um að aukning verði í skvassi enda er létt verk að útbúa sali. Þegar er kominn aðstaða á Ísafirði og Selfossi, áhuginn er áberandi og við fáum margar fyrirspurnir. Við erum enn nefnd innan ÍSÍ en vinnum stöðugt að því að verða sérsamband," sagði Hjalti Sölvason formaður Skvassfélags Reykjavíkur, sem er langstærsta skvassfélag landsins. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 127 orð

Skvass á við Íslendinga "SKV

"SKVASSÍÞRÓTTIN höfðar til Íslendinga þar sem maður verður að stóla á sjálfan sig og líta á sig sem smákóng. Maður brennir einnig miklu og fyrir utan það er þetta mjög gaman," segir Stefán Dan sem kalla má forsprakka skvassáhugans á Ísafirði. Ísfirðingar komu sér upp sal fyrir fimm árum og hefur áhuginn farið vaxandi. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 460 orð

Sóknarleikurinn vandamál í síðasta leiknum fyrir HM

TVENNT var það sem ekki vantaði í Laugardalshöllina á laugardaginn þegar Ísland og Austurríki áttust við í síðasta æfingaleik Íslands fyrir HM. Það voru mistök leikmanna og áhorfendur. Hið besta mál var að um 5.000 áhugamenn um handknattleik tóku því kostaboði að komast frítt á landsleik. En fjöldi mistaka og gerilsneyddur sóknarleikur íslenska liðsins er hið versta mál. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 136 orð

Svisslendingar stórhættulegir

VIGGÓ Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, segir Íslendinga þurfa að vara sig á liði Svisslendinga í riðlakeppni HM. Viggó fylgdist með undirbúningi heimsmeistara Rússa í Sviss og Þýskalandi, og sá meðal annars fjögurra landa mótið þar sem þeir mættu Svisslendingum og Spánverjum. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 155 orð

Svíar góðir í París

3. maí 1995 | Íþróttir | 150 orð

Svíar góðir í París ENGAN bilbug

ENGAN bilbug virðist vera að finna á sænska handknattleikslandsliðinu. Strax eftir sigurinn á Bikubenmótinu í Danmörku í síðustu viku fóru þeir til keppni á fjögurra þjóða móti í Bercy-höllinni í París og sigruðu. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 254 orð

Svíar og Finnar áfram

Dyggilega studdir af tæplega fjórtán þúsund áhorfendum rúlluðu Svíar yfir Ítali, 7:0 og Finnar sigruðu Frakka, 5:0, í fjórðungsúrslitum á heimsmeistaramótinu í íshokkí í gær. Í hinum tveimur leikjum fjórðungsúrslitanna sem verða í dag taka Rússar á móti Tékklandi og Kanadamenn leika gegn Bandaríkjamönnum. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 410 orð

Sæti í Atlanta skiptir öllu máli

Heimsmeistaralið Rússlands í handknattleik kom til landsins í gær en Rússar hefja titilvörnina gegn Kúbu í B-riðli í Hafnarfirði á mánudag. Hópurinn fór strax á Gistiheimilið Berg í Hafnarfirði og slappaði af fyrir æfingu kvöldsins. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 154 orð

Tryggvi að jafna sig

Égmá fara að leika badminton eftir mánuð, en ég hef verið að lyfta upp á síðkastið og vonast til þess að geta farið að skokka í næstu viku," sagði Tryggvi Nielsen, badmintonmaður. Hann gat ekki tekið þátt í Norðurlandamótinu um sl. helgi, en eins og kunnugt er meiddist hann fyrir skömmu þegar krossbönd í vinstra hné tognuðu á æfingamóti. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 600 orð

Úrslitaleikir á heimsmælikvarða

ÚRSLITALEIKIRNIR á Norðurlandamótinu í badminton um helgina voru í flestum tilfellum bráðskemmtilegir, enda léku til úrslita nokkrir af bestu badmintonleikurum heimsins. óhætt er að segja að þeir hafi verið í heimsklassa Thomas Stuer Lauridsen, frá Danmörku, lék í úrslitaleiknum í einliðaleik karla gegn Svíanum, Jens Olsson. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 899 orð

Vellíðan í vinnunni Ég þekki sælustrauminn sem kemur þegar hrópað er af 4.000 áhorfendum: "Áfram Ísland," segir Gunnar

VIÐ verjum hlutfallslega mestum tíma ævinnar við vinnu. Hún hefur áhrif á hugsunarhátt okkar og athafnir. Hún hefur áhrif á hvernig okkur líður. Ef fólki líður illa í vinnunni getur það leitt til lélegra afkasta og tíðra fjarvista. Í íþróttum birtist vansæld og þreyta leikmanna oft í kvörtunum gegn dómurum, skófatnaði, lýsingu eða áhorfendum í stað þess að ráðast að rótum vandans. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 584 orð

Þeir voru ungir í annað sinn

"ÞAÐ er mikill heiður fyrir mig að koma til Íslands til að taka þátt í þessari glæsilegu hátíð. Það var frábær hugmynd, að brúa bilið í sögu fyrstudeildarkeppninnar, kalla saman knattspyrnumenn sem eru hættir að leika og verðlauna leikmenn ársins á árum áður, sem þá var ekki gert," sagði Gordon Banks, fyrrum landsliðsmarkvörður Englands, Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 210 orð

Þrek manna í góðu lagi

Íslensku landsliðsmennirnir í handknattleik fóru í þrekpróf í gær og að sögn Þorbergs Aðalsteinssonar, landsliðsþjálfara, komu þeir yfirleitt vel út. "Almennt komu strákarnir mjög vel út úr prófinu og tölurnar sýna að þeir eru í mjög góðri þrekþjálfun. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 98 orð

(fyrirsögn vantar)

ÚRSLIT á Íslandsmóti unglinga í skvassi sem haldið var á sunnudaginn í Veggsporti að Stórhöfða 17. Keppt var í átta flokkum og var mótið það fjölmennasta í þessari íþrótt frá upphafi. A-flokkur drengja (fæddir 1978-79):1. Jón Auðunn Sigurbergsson 2. Haukur Steinarsson 3. Svanur Smárason B-flokkur drengja (fæddir 80-81):1. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 10 orð

(fyrirsögn vantar)

3. maí 1995 | Íþróttir | 5 orð

(fyrirsögn vantar)

GETRAUNIR:1X2 1X2 X1X 22X1 » Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 505 orð

(fyrirsögn vantar)

STEPHEN Hendry frá Skotlandi varð á sunnudag heimsmeistari í snóker í fimmta sinn á sex árum er hann sigraði Englendinginn Nigel Bond 18:9 í úrslitaleik í Sheffield. Meira
3. maí 1995 | Íþróttir | 42 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/RAX Rándýrir upptökubílar FJÓRIR upptökubílar frá TV2 og Danmarks Radio komu tillandsins í gær. Bílarnir verða notaðir við útsendingar Ríkissjónvarpsins frá Heimsmeistarakeppninni í handknattleik,sem hefst um næstu helgi. Verðmæti bílanna og þess búnaðar sem í þeim er mun vera um 600 milljónir króna. Meira

Úr verinu

3. maí 1995 | Úr verinu | 397 orð

Aflakvóti Hafnareyjar fluttur á Sunnutind SU

"ÞAÐ eru góð framleiðslutæki og gott starfsfólk á Breiðdalsvík. Við höfum hug á að nýta okkur þetta sem allra best og reynum að starfa sem best með þessu fólki," segir Jóhann Þór Halldórsson, framkvæmdastjóri Búlandstinds hf. á Djúpavogi. Áformað er að fyrirtækið yfirtaki Breiðdalshluta Gunnarstinds hf. við skiptingu fyrirtækisins. Meira
3. maí 1995 | Úr verinu | 163 orð

Breytingar á stjórn ÚA

MIKLAR breytingar urðu á stjórn Útgerðarfélags Akureyringa á síðasta aðalfundi félagsins. Akureyrarbærhafði til þess fundar skipað alla fulltrúa í stjórn ÚA enda lengst af langstærsti hluthafinn í félaginu. Nú á bærinn aðeins rúm 50% og hyggst selja stóran hluta þess á næstunni. Meira
3. maí 1995 | Úr verinu | 1573 orð

Deilt um fjöregg

Stöðfirðingar og Breiðdælingar skilja að skiptum eftir stutta en stormasama sambúð í Gunnarstindi Fréttaskýring Deilt um fjöregg Meira
3. maí 1995 | Úr verinu | 378 orð

Endurreisa útveginn

3. maí 1995 | Úr verinu | 371 orð

Endurreisa útveginn

RÚSSNESK stjórnvöld stefna að því að endurreisa sjávarútveginn með ríkisaðstoð og miklum, erlendum fjárfestingum. Kom þetta fram í viðtali við Vladímír Korelskíj, sjávarútvegsráðherra Rússlands, við sjávarútvegsblaðið Rybníji Múrmannú nýlega en þar lagði hann áherslu á, að nákvæm áætlanagerð yrði að koma í stað þeirrar ringulreiðar, sem nú ríkti. Meira
3. maí 1995 | Úr verinu | -1 orð

Erlendir togarar landa úthafkarfanum í eyjum

Vestmannaeyjum - Erlendir togarar hafa undanfarið komið til Eyja og landað karfa sem þeir hafa veitt á Reykjaneshrygg. Togararnir þrír sem landað hafa í Eyjum eru í eigu Færeyinga, skráðir í Belize City, og er aflinn fluttur með gámum frá Eyjum til vinnslustöðva á austur- og norðausturlandi. Meira
3. maí 1995 | Úr verinu | 151 orð

Fiskafli ÚA jókst milli ára

HEILDARAFLI togara Útgerðarfélags Akureyringa á síðasta ári varð alls tæplega 21.700 tonn og jókst hann um 900 tonn milli ára. Þá er gert ráð fyrir enn meiri afla á þessu ári, meðal annars vegna aukinnar sóknar á úthafið, en ýsuafli hefur einnig aukizt mikið. Meira
3. maí 1995 | Úr verinu | 94 orð

Gísli í stjórn SR-Mjöls

EIN breyting varð á stjórn SR- Mjöls á aðalfundi félagsins, sem haldinn var í lok síðustu viku. Magnús Gunnarsson, formaður VSÍ, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og í stað hans kom inn í aðalstjórn Gísli Marteinsson, en hann átti sæti í varastjórn. Meira
3. maí 1995 | Úr verinu | 248 orð

Grandi breytir tveimur skipum

TÆPLEGA 153 milljóna kr. hagnaður Granda hf. á síðasta ári er mun lægri en vonir stóðu til og hagnaður af vinnslu loðnuafurða og af útgerð tveggja frystitogara nam talsvert hærri fjárhæð en hagnaður fyrirtækisins alls. Þetta kom fram í skýrslu formanns stjórnar, Árna Vilhjálmssonar, á aðalfundi Granda hf. sl. föstudag. Fyrirtækið breytti um rekstrarstefnu, þar sem m.a. Meira
3. maí 1995 | Úr verinu | 562 orð

Grandi breytir tveimur skipum fyrir um 500 milljónir króna

TÆPLEGA 153 milljóna kr. hagnaður Granda hf. á síðasta ári er mun lægri en vonir stóðu til og hagnaður af vinnslu loðnuafurða og af útgerð tveggja frystitogara nam talsvert hærri fjárhæð en hagnaður fyrirtækisins alls. Þetta kom fram í skýrslu formanns stjórnar, Árna Vilhjálmssonar, á aðalfundi Granda hf. sl. föstudag. Fyrirtækið breytti um rekstrarstefnu, þar sem m.a. Meira
3. maí 1995 | Úr verinu | 130 orð

Grandi hf. greiðir 8% arð

GRANDI hf. mun greiða hluthöfum 8% arð að hlutafé vegna síðasta árs, alls 87,6 milljónir kr. Var þetta ákveðið á aðalfundi sl. föstudag. Þar var jafnframt ákveðið að auka hlutafé félagsins um 100 milljónir kr. með sölu nýrra hluta og kom fram að það væri m.a. gert vegna 740 milljóna kr. fjárfestinga sem fyrirhugaðar eru á þessu ári. Meira
3. maí 1995 | Úr verinu | 126 orð

Hvalfangarar æfareiðir

NORSKIR hvalfangarar eru æfareiðir sjávarútvegsráðuneytinu fyrir að hafa minnkað hrefnukvótann úr 301 dýri í 232. Hóta þeir að hunsa þessa ákvörðun og halda sig við upprunalega kvótann. Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, hefur brugðist hart við mótmælum hvalveiðimanna og segist sjálfur munu svipta þá leyfi, sem fari fram úr kvótanum. Meira
3. maí 1995 | Úr verinu | 189 orð

Hvítlauksristaður skötuselur

SKÖTUSELURINN telst tæpast andlitsfríður fiskur og hefur líklega fyrir vikið ekki átt greiða leið upp á matarborð okkar Íslendinga frekar en aðrir "ófríðir" fiskar. Það er ekki fyrr en hin síðari ár að við höfum farið að leggja okkur hann til munns, en skötuselurinn hefur lengi þótt herramannsmatur í Evrópu. Meira
3. maí 1995 | Úr verinu | 186 orð

3. maí 1995 | Úr verinu | 467 orð

3. maí 1995 | Úr verinu | 124 orð

ÍGULKERIN GÓð BÚBÓT

REYNIR Arnórsson á Djúpavogi hefur safnað ígulkerum inni á Berufirði undanfarin ár. Segir hann að mikið sé af ígulkerum á firðinum. Ígulker með hrogn af réttum lit fyrir hina japönsku kaupendur séu hins vegar á þröngum svæðum og hafi hann þurft að hafa nokkuð fyrir því að finna þau. Meira
3. maí 1995 | Úr verinu | 414 orð

Klara Sveinsdóttir SU fer á Flæmska hattinn

ÚTGERÐARMENN Klöru Sveinsdóttur SU, 750 tonna úthafsveiðiskips sem Búri hf. á Fáskrúðsfirði hefur nýlega keypt frá Nýfundnalandi, vinna þessa dagana hörðum höndum að því að gera skipið klárt á veiðar. Ingólfur Sveinsson framkvæmdastjóri vonast til að skipið geti haldið af stað eftir viku eða svo og verður farið á rækjuveiðar á Flæmska hattinum við Nýfundnaland þar sem frést hefur af ágætri veiði. Meira
3. maí 1995 | Úr verinu | 144 orð

Laxinn í megrunarkúr

NORSKUR eldislax hefur nú verið "grenntur" um sem svarar til 15.000 tonna. Samtök laxeldismanna gripu til þess ráðs að draga verulega úr fórðun á laxinum í apríl, til að hægja á vaxtarhraða og draga þannig úr framleiðslu. Alls voru 12.000 tonnum minna af fóðri notað á þessum tíma, en mergrunarkúrinn var hugsaður til að draga úr framboði, sem fer vaxandi ár frá ári. Meira
3. maí 1995 | Úr verinu | 299 orð

Léleg afkoma í botnfiski

VERULEGT tap er í hefðbundinni botnfiskvinnslu, sérstaklega í frystingu þorsks og ýsu, að sögn Arnars Sigurmundssonar, formanns Samtaka fiskvinnslustöðva. Lækkun á Bandaríkjadollar og sterlingspundi undanfarna mánuði hefur aukið vandann. Samtök fiskvinnslustöðva vinna að sérstakri úttekt á afkomu í hefðbundinni botnfiskvinnslu samkvæmt reikningum síðasta árs. Meira
3. maí 1995 | Úr verinu | 94 orð

Lýsið fer í smjörlíki

FISKILÝSI var mest notað til smjörlíkisgerðar í Bretlandi á síðasta ári, en svo hefur ekki verið næstu þrjú árin þar á undan. Notkun á fiskilýsi jókst um 13% milli ára og nam 92.600 tonnum, samkvæmt frétt í brezka tímaritinu Public ledger. Þetta gerðist þrátt fyrir samdrátt í sjörlíkisframleiðslu í brelandi um 9% eða 29.000 tonn. Meira
3. maí 1995 | Úr verinu | 195 orð

Mesta frysting í sögu ÚA hf.

FRYSTING sjávarafurða hjá Útgerðarfélagi Akureyringa varð í fyrra meiri en nokkru sinni áður eða rúmlega 11.600 tonn, sem er örlitlu meira en árið áður. Þessu marki var náð þrátt fyrir að vinnsla væri nær engin í janúar 1994 vegna verkfalls sjómanna. Skýringin á aukningunni er meðal annars sú, að nýtt skip bættist í flota ÚA, Svalbakur EA 2 en hann var gerður út í sjö mánuði. Meira
3. maí 1995 | Úr verinu | 143 orð

Nýju skipi Norðurtangans gefið nafnið Orri ÍS 20

Ísafirði-Skuttogari sá sem Hraðfrystihúsið Norðurtangi hf. á Ísafirði keypti í Frakklandi fyrir skömmu var afhentur nýjum eigendum í Frakklandi í síðustu viku. Við það tækifæri var skipinu gefið íslenskt nafn og varð nafnið Orri fyrir valinu. Skrásetningarnúmer skipsins, sem er tíu ára gamalt, er ÍS-20 líkt og gamli Orri hafði. Meira
3. maí 1995 | Úr verinu | -1 orð

Smíðar líkan af Haferni fyrir Síldarminjasafnið

Vestmannaeyjum - Tryggvi Sigurðsson, vélstjóri á Frá VE, hefur undanfarin ár unnið við smíði á skipslíkönum í frítíma sínum. Nýlega lauk tryggvi smíði á líkani af sílarflutningaskipinu Haferni sem á að fara á síldarminjasafnið á Siglufirði en Haförninn er 14. líkanið sem Tryggvi smíðar. Meira
3. maí 1995 | Úr verinu | 54 orð

Stjórn Granda endurkjörin

STJÓRN Granda hf. var öll endurkjörin án mótframboðs á aðalfundi félagsins sem fram fór í kaffistofu félagsins í Norðurgarði síðastliðinn föstudag. Árni Vilhjálmsson prófessor er stjórnarformaður. Meira
3. maí 1995 | Úr verinu | 1073 orð

ÚA jók verðmæti hvers kílós í vinnslunni um 9% milli ára

ÚA jók verðmæti hvers kílós í vinnslunni um 9% milli ára90 milljónum króna varið í fyrra til kaupa á aflaheimildum REKSTUR Útgerðarfélags Akureyringa gekk vel á síðasta ári. Afli skipa félagsins jókst um 900 tonn milli ára og varð tæplega 21.700 tonn. Meira
3. maí 1995 | Úr verinu | 1220 orð

Útvegur á krossgötum

VIÐ Íslendingar stöndum á miklum krossgötum varðandi þróun á okkar sjávarútvegi. Við höfum verið að ganga í gegnum miklar breytingar á síðustu árum. Þær hafa að verulegu leyti markast af um 50% samdrætti í þorskveiðum. Við þessar aðstæður hefur sjávarútvegurinn sýnt mikla aðlögunarhæfni eins og oft áður við hliðstæðar breytingar. Meira
3. maí 1995 | Úr verinu | 403 orð

Vertíð frestað

3. maí 1995 | Úr verinu | 399 orð

Vertíð frestað

ÁKVEÐIÐ hefur verið að fresta humarvertíð um eina viku. Hefst hún því þann 21. þessa mánaðar en frestunin er komin til vegna beiðni fjölmargra aðila, sem standa að veiðum og vinnslu á humri. Ástæða beiðninnar er sú, að uppistaðan í vinnuafli við humarvinnsluna er skólafólk, en vegna verkfalla samtaka kennara í vetur munu skóalok frestast nokkuð. Meira
3. maí 1995 | Úr verinu | 329 orð

Viljum drift í fyrirtækið

VIÐ viljum koma drift í þetta fyrirtæki á nýjan leik. Það hefur verið á hraðri niðurleið frá því í haust, eingöngu vegna sofandaháttar í stjórnun þess," sagði Björgvin Guðmundsson, oddviti Stöðvarhrepps, um áform meirihluta hreppsnefndar. Björgvin sagði að tilgangur hreppsnefndar með því að bjóða í hlutabréf Þróunarsjóðs hafi verið að ná völdum í fyrirtækinu. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

3. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 193 orð

Yfirlit:Yfir

Yfirlit:Yfir Eystrasalti er víðáttumikið 1033ja mb háþrýstisvæði sem þokast suðaustur. Um 500 km suðvestur af Reykjanesi er 990 mb lægð á leið norðnorðvestur og 980 mb lægð langt suðvestur í hafi fer norður. Spá:Austan og suðaustan gola eða kaldi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.