Greinar þriðjudaginn 9. maí 1995

Forsíða

9. maí 1995 | Forsíða | 316 orð

Áhersla á sættir og frið um ókomin ár

LEIÐTOGAR Þýskalands og ríkja bandamanna, sem báru sigurorð af Þjóðverjum fyrir 50 árum, komu saman í Berlín í gær til að minnast þeirra, sem féllu í stríðinu, og til að strengja þess heit að vinna saman að friði um ókomin ár. Hófust hátíðarhöldin í London á sunnudag en lýkur í Moskvu í dag. Meira
9. maí 1995 | Forsíða | 49 orð

Fagnað við Buckinghamhöll

250.000 manns komu saman við Buckingham-höll í gær þegar þess var minnst að hálf öld er liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar í Evrópu. Á stóru myndinni veifa Elísabet Bretadrottning og móðir hennar mannfjöldanum af svölum hallarinnar en á innfelldu myndinni fylgist fólkið með sýningu konunglega flughersins. Meira
9. maí 1995 | Forsíða | 131 orð

Grimmdarverk í Tsjetsjníju

STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum kváðust í gær vera furðu lostin á fréttum um mikil grimmdarverk rússneskra hermanna í bænum Samashki í Tsjetsjníju. Kröfðust þau þess, að hinum seku yrði refsað. Dagblaðið New York Timesskýrði frá því í gær, að grimmdarverkin hefðu verið unni snemma í síðasta mánuði eftir að rússneskir hermenn höfðu náð bænum á sitt vald. Sagði blaðið, að meira en 3. Meira
9. maí 1995 | Forsíða | 410 orð

Megináherslan á baráttu gegn atvinnuleysinu

VERÐANDI forseti Frakklands, Jacques Chirac, borgarstjóri í París og fyrrverandi forsætisráðherra, vann sitt fyrsta embættisverk í gær þegar hann tók þátt í athöfn við Sigurbogann í París ásamt Francois Mitterrand, fráfarandi Frakklandsforseta, og fjölda erlendra þjóðhöfðingja. Þar var þess minnst, að hálf öld er liðin frá styrjaldarlokum í Evrópu. Meira
9. maí 1995 | Forsíða | 97 orð

Sex létust er bíll rann út af ferju

AÐ MINNSTA kosti sex manns týndu lífi þegar fólksflutningabifreið rann út af ferju, sem var á siglingu innanfjarða í Noregi í gær. Bifreiðin stóð á þilfari skipsins og biðu farþegarnir í sætum sínum en ökumaðurinn hafði farið úr bílnum meðan á siglingunni stóð en hún tekur aðeins 10 mínútur. Meira

Fréttir

9. maí 1995 | Landsbyggðin | 146 orð

240 ára afmælisveisla á Tálknafirði

SEX Tálknfirðingar héldu sl. helgi sameiginlega upp á 40 ára afmælið, samtals 240 ár, með mikilli veislu í íþrótta- og félagsheimilinu þar í bæ. Jón Þorgilsson, Heiðar Jóhannsson, Helga Jónasdóttir, Gunnlaugur Sigfússon, Ingibjörg Inga Guðmunsdóttir og Guðmundur Magnússon eiga það sameiginlegt að ná þeim merka áfanga að vera 40 ára í ár. Meira
9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 152 orð

32.000 plöntur gróðursettar

5-6.000 NEMENDUR úr 70 grunnskólum landsins gróðursetja 32 þúsund plöntur í vor og haust á vegum Yrkju, sjóði sem stofnað var til árið 1990 í tilefni 60 ára afmælis Vigdísar Finnbogadóttur, forseta Íslands. Meira
9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 94 orð

50 millj. sparast á árinu

FIMMTÍU milljóna króna sparnaður næst hjá Reykjavíkurborg á þessu ári vegna lægri vaxtagreiðslna en gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir að náðst hafi samningar við Landsbankann um lægri vexti á yfirdráttarheimild borgarinnar í bankanum. Borgarstjóri segir þá vexti greinilega hafa verið allt of háa í gegnum árin. Meira
9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 150 orð

80 milljarðar kr. tapaðir í gjaldþrotum

FRÁ 1985­1994 er áætlað að um 80 milljarðar króna hafi tapast í gjaldþrotum 2.595 fyrirtækja í landinu. Þetta er niðurstaða athugunar á gjaldþrotum á Íslandi sem gerð var á vegum Aflvaka Reykjavíkur. Könnunin náði frá 1960­1994 en ítarlegastar upplýsingar lágu fyrir um síðustu tíu ár tímabilsins. Þá urðu 2.595 fyrirtæki gjaldþrota, 1.498 þeirra í Reykjavík. Meira
9. maí 1995 | Erlendar fréttir | 2070 orð

Allt er þegar þrennt er

ÁSLAGINU átta um kvöldið birti franska sjónvarpið fyrstu tölurnar. Þegar andlit Jacques Chiracs og talan 52,2% birtist á skjánum brutust út gífurleg fagnaðarlæti hjá þeim þúsundum stuðningsmanna hans, sem höfðu komið saman annars vegar við ráðhús Parísar, H^otel de Ville, Meira
9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 552 orð

Alsæla, amfetamín og hass gert upptækt

BÓKFÆRÐ eru 384 tilvik um helgina. Af þeim eru t.d. 4 umferðarslys í 21 umferðaróhappi, 31 mál vegna hávaða og ónæðis, 7 innbrot, 9 þjófnaðir, 7 skemmdarverk, 9 rúðubrot og 61 kæra eða áminning vegna ýmiss konar umferðarlagabrota. Meira
9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 150 orð

Alsæla í ólöglegum klúbbi

FÍKNIEFNADEILD lögreglunnar í Reykjavík lagði hald á fíkniefni í húsleitum víðs vegar um borgina aðfaranótt laugardags. Mest fannst í ólöglegum næturklúbbi, sem starfræktur hefur verið undanfarnar þrjár helgar í Höfðatúni, eða 15 tafla af alsælu, auk amfetamíns. Þá stöðvaði fíkniefnadeild starfsemi bruggverksmiðju í Grafarvogi og þar fannst, auk bruggsins, amfetamín og hass. Meira
9. maí 1995 | Erlendar fréttir | 238 orð

Andspyrnuhreyfingunni þakkað

Í DANMÖRKU var stríðslokanna minnst um allt land 4. og 5. maí í blíðskaparveðri og 7. maí var röðin komin að Borgundarhólmi, þar sem stríðslokin urðu með öðrum og sorglegri hætti en annars staðar. Í ávarpi sínu 5. maí tók Margrét Þórhildur Danadrottning eindregna afstöðu með dönsku andspyrnuhópunum er hún sagði að án þeirra framlags hefðu Danir ekkert að halda hátíðlegt þessa dagana. Meira
9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 432 orð

Áhersla lögð á GATT-samningana

LÖGÐ verður áhersla á að afgreiða frumvarp um framkvæmd GATT-samninganna á vorþinginu sem hefst 16. maí. Stefnt er að því að afgreiða ýmis fleiri mál á þinginu og önnur verða lögð þar fram til kynningar. Meira
9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 851 orð

Árni og Helga unnu Hermannsbikarinn og silfurskóna

Uppskeruhátíð Dansskóla Hermanns Ragnars fór fram mánudaginn 1. maí á Hótel Íslandi. Þessi hátíð samanstóð af nemendasýningu skólans og hinni árlegu innanskólakeppni. Innanskólakeppnum hefur fækkað á undanförnum misserum og er það svolítil synd, því í innanskólakeppnum fá fleiri tækifæri til að láta ljós sitt skína, en í opnum keppnum. Meira
9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 376 orð

Átján börn slösuðust

RÚTA með 21 barni, tveimur fullorðnum og ökumanni fór út af veginum innarlega í Reyðarfirði um sexleytið á laugardagskvöld. Átján barnanna slösuðust. Þar af handleggsbrotnaði einn drengur og stúlka lærbrotnaði og var hún flutt til Reykjavíkur með sjúkraflugi. Aðrir meiddust minna. Einn drengjanna kastaðist út úr rútunni en slapp ómeiddur. Meira
9. maí 1995 | Erlendar fréttir | 252 orð

Bandaríkjastjórn býður tilslakanir

STJÓRN Bills Clintons Bandaríkjaforseta hefur ákveðið ýmsar tilslakanir í von um að geta jafnað ágreininginn við Rússa um áætlanir Atlantshafsbandalagsins (NATO) um stækkun þess í austur. Stjórnin hyggst meðal annars leggja fram yfirlýsingu um að hún sé ekki í grundvallaratriðum andvíg því að "nýtt Rússland" verði fullgildur aðili að NATO, að sögn Washington Post á sunnudag. Meira
9. maí 1995 | Erlendar fréttir | 191 orð

Berlusconi geldur afhroð

ÞRÁTT fyrir að hafa orðið fyrir áfalli í seinni umferð héraðs- og sveitarstjórnakosninga um helgina ítrekaði Sylvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, kröfur um að sem fyrst yrði efnt til þingkosninga. Fylking mið- og vinstriflokka vann stórsigur. Meira
9. maí 1995 | Erlendar fréttir | 123 orð

Borga með krítarkorti í strætó

NÚ ÞURFA íbúar borgarinnar Phoenix í Arizona ekki lengur að burðast með smápeninga í sekkjum til að taka strætó. Þeir geta nú dregið fram krítarkortin, rennt þeim gegnum þar til gert tæki við hlið vagnstjórans og fengið reikninginn síðar. Þessu fylgir hvorki umstang með undirskriftir né kvittanir. Þetta fyrirkomulag verður til reynslu í eitt ár. Meira
9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 201 orð

Bæjarstjórnin skoðar málið

BÆJARSTJÓRN Borgarness hefur borist beiðni um að þeir kanni hvort grundvöllur sé fyrir því að bærinn taki þátt í stofnun nýs hlutafélags sem tæki yfir rekstur Mjólkursamlags Borgarness. Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri Borgarness, segist munu kynna málið á bæjarstjórnarfundi á morgun. Meira
9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 93 orð

Eldur í Þjónustumiðstöðinni í Skaftafelli

MINNSTU munaði að stórtjón yrði þegar kviknaði í íbúð í Þjónustumiðstöðinni í Skaftafelli nú nýverið. Eldsins varð vart laust fyrir miðnætti er iðnaðarmenn sem sjá um viðhald hússins voru úti á hlaði að taka á móti efni sem var aðkoma með flutningabíl. Brugðu þeir skjótt við og náðu að slökkva eldinn með vatnsslöngu og handslökkvitæki áður en slökkvilið sveitarinnar kom með öflugri tæki. Meira
9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 391 orð

Endurskoðendur verði ábyrgir fyrir skattskilum

FRAMKVÆMDANEFND gegn skattsvikum, sem nýlega skilaði áfangaskýrslu til Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra, leggur meðal annars til að löggiltir endurskoðendur og aðrir, sem taka að sér gerð skattframtala, verði gerðir ábyrgir fyrir skattskilum og verði þannig framlenging á skatteftirliti í reynd. Meira
9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 279 orð

Farþegarnir stóðu sig eins og hetjur

BÖRNIN og tvær konur, fararstjórar frá foreldrafélagi skólans, stóðu sig eins og hetjur að sögn Indriða Margeirssonar, bílstjóra hjá Sérleyfisbílum Suðurfjarða. Hann segir að fljótlega eftir slysið hafi myndast heildarsýn yfir ástandið og ekki hafi verið hægt að standa betur að björguninni. Meira
9. maí 1995 | Erlendar fréttir | 57 orð

Fákurinn Mcguire hvergi smeykur

CATHY Green, heimsmethafi kvenna í hindrunarstökki hesta, sést hér á fáki sínum, Mcguire, á leiðinni yfir tvo bíla á sýningu í Sanctury Cove í Ástralíu á sunnudag. Bíllinn er sagður vera um 160 sentimetrar að hæð og 180 sm að breidd. Stökkið, sem er eitt hið lengsta sem Green hefur reynt, heppnaðist ágætlega. Meira
9. maí 1995 | Miðopna | 2148 orð

Fela ÚA-samningarnir í sér lausn deilunnar?

SAMTÖK sjómanna hafa boðað verkfall 25. maí. Komi það til framkvæmda mun það hafa mikil efnahagsleg áhrif. Sjómenn hafa verið samningslausir í tvö ár og forystumenn þeirra segja að þeir sætti Meira
9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 66 orð

Félag aðstandenda hjartveikra barna stofnað

STOFNFUNDUR Félags aðstandenda hjartveikra barna verður haldinn í kvöld, þriðjudagskvöld, í Múlabæ, Ármúla 34. Fundurinn hefst kl. 20.30. Fundurinn hefst með ávarpi formanns undirbúningsnefndar, Jane Alexander. Þá verður stjórnarkjör og félagslög verða afgreidd. Meira
9. maí 1995 | Óflokkað efni | 491 orð

Framtíðarstefna í lyfjamálum

ÞRÓUN lyfjasölu og neyslu tekur miðaf lyfjagerð og framleiðslu en ekki síður þróun efnahagsskipulags og neytendamála ásamt upplýsingatækni. Miklar framfarir hafa orðið í greininni og mörg ný lyf komið á markaðinn á allra síðustu tímum. Sem dæmi má nefna nýtt mígrenelyf. Ef allir sem þjást af migrene fengju þetta lyf yrði kostnaður nálægt einum milljarði á ári. Önnur lyf má nefna, t.d. Meira
9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 73 orð

Fundur um misþroska barnið og skólann

FORELDRAFÉLAG misþroska barna verður með félagsfund í Æfingaskóla Kennaraháskóla Íslands miðvikudaginn 10. maí kl. 20.30. Starfsfólk Austurbæjarskóla segir frá vinnu sinni með misþroska börn. Á fundinn koma þau Eiríkur Ellertsson sérkennari, Soffía Unnur Björnsdóttir almennur kennari og sérkennari, Vilborg Guðnadóttir hjúkrunarfræðingur og Þór Björnsson íþróttakennari. Meira
9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 176 orð

Fyrsta æfingin í Dublin

BJÖRGVIN Halldórsson ásamt bakraddasöngvurunum Ernu Þórarinsdóttur, Berglindi Jónasdóttur, Stefáni Hilmarssyni og Eyjólfi Kistjánssyni hélt fyrstu æfinguna í gær í The Point Theatre í Dublin, þar sem Eurovisionkeppnin fer fram laugardaginn 13. maí nk. Meira
9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 362 orð

Greiningu á vanda Kvennalista áfátt

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir segir að fundir sem hún sat sem borgarstjóri á vegum annarra stjórnmálaflokka í nýafstaðinni kosningabaráttu skipti engu máli þegar skilgreina eigi þann vanda sem Kvennalistinn standi frammi fyrir. Meira
9. maí 1995 | Landsbyggðin | 205 orð

Gæsirnar sem gleymdu sér frjálsar á ný

FIMM grágæsir sem af einhverjum ástæðum flugu ekki suður á bóginn síðastliðið haust og var komið í fóstur á bænum Kleifum við Blönduós, eru frjálsar á ný. Frá þessum gæsum var greint í Morgunblaðinu sl. haust og var óttast mjög um afdrif þeirra. Sæmundur Magnús Kristinsson bóndi á Kleifum hleypti gæsunum út í napurt vorið sl. Meira
9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 83 orð

Halldór ræðir við Godal og Korelskíj

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra, sem nú er staddur í Noregi vegna hátíðahalda í tilefni þess að hálf öld er frá stríðslokum, mun í dag ræða við Bjørn Tore Godal, utanríkisráðherra Noregs. Meira
9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 56 orð

Hádegisverðarfundur um verslun og þjónustu

SAMTÖKIN Íslensk verslun standa fyrir opnum hádegisverðarfundi um verslun við erlenda ferðamenn í Gyllta salnum á Hótel Borg miðvikudaginn 10. maí kl. 12. Framsögumenn á fundinum verða: Magnús Oddsson ferðamálastjóri frá Ferðamálaráði og Haukur Þór Hauksson framkvæmdastjóri Borgarljósa hf. Fundarstjóri verður Bjarni Finnsson formaður Íslenskrar verslunar. Meira
9. maí 1995 | Erlendar fréttir | 350 orð

Hátíðahöld í skugga stríðsins í Tsjetsjníju

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, hóf í gær hátíðahöldin í Moskvu í tilefni 50 ára afmælis loka síðari heimsstyrjaldarinnar í Evrópu með því að leggja blómsveig að leiði óþekkta hermannsins. Hátíðahöldin ná hámarki í dag þegar leiðtogar frá meira en 50 ríkjum koma saman í Moskvu, margir eftir viðkomu í London, París og Berlín. Meira
9. maí 1995 | Erlendar fréttir | 223 orð

Hrósar þætti Stalíns í stríðinu

EDÚARD Shevardnadze, forseti Georgíu, hrósaði á sunnudag þætti landa síns, Jósefs Stalíns, í sigrinum á nasistaleiðtoganum Adolf Hitler og herjum hans. "Það hefur verið mikið um óréttlæti í matinu á gerðum Stalíns í Föðurlandsstríðinu mikla [heimsstyrjöldinni síðari]," sagði Shevardnadze í ávarpi sem hann flutti í heimabæ Stalíns, Gorí. Meira
9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 99 orð

Ísland í 3.-4. sæti

ÍSLAND varð í 3.-4. sæti í keppni bikarmeistara Norðurlanda í brids, sem fór fram um helgina í Rottneros í Svíþjóð. Íslenska liðið, sem skipað var Braga Haukssyni, Sigtryggi Sigurðssyni, Hrólfi Hjaltasyni og Sigurði Sverrissyni, vann Færeyjar 25-4 og Danmörku 16-14. Það gerði jafntefli við Finna, 15-15 en tapaði fyrir Svíþjóð, 13-17, og fyrir Noregi 11-19. Meira
9. maí 1995 | Erlendar fréttir | 613 orð

"Jarðýtan" kemst loks í forsetahöllina

JACQUES Chirac hefur orðið fyrir mörgum pólitískum áföllum á þriggja áratuga stjórnmálaferli sínum en hann missti aldrei sjónar á helsta takmarki sínu: forsetaembættinu. Þessi draumur hefur nú loksins ræst en áður hafði hann tapað í tveimur forsetakosningum, gegnt embætti forsætisráðherra tvisvar og borgarstjóra Parísar í tæp 20 ár. Meira
9. maí 1995 | Erlendar fréttir | 255 orð

Kanadamenn verja lög um töku skipa

JEAN Chrétien, forsætisráðherra Kanada, og Jacques Santer, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, áttu með sér fund í París í gær og leituðust við að ná sáttum eftir harðar deilur um grálúðuveiðar skipa frá ESB úti fyrir lögsögu Kanada. Chrétien er staddur í París vegna hátíðahalda í tilefni þess að fimmtíu ár eru frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Meira
9. maí 1995 | Smáfréttir | 48 orð

KARL Helgi Jónsson, framreiðslumaður, tók í febrúar sl. við rekstri

KARL Helgi Jónsson, framreiðslumaður, tók í febrúar sl. við rekstri Skálafells Dansbars í Mosfellsbæ. Karl réðst fljótlega í breytingar á staðnum og rúmar hann nú 110 manns. Ýmsar uppákomur eru í boði á veitingastaðnum t.a.m. lifandi tónlist, tískusýningar o.fl. Einnig er í boði karaoke-kerfi. Meira
9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 33 orð

K&S á Kaffi Reykjavík

9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 31 orð

K&S á Kaffi Reykjavík

DÚETTINN K&S, sem samanstendur af Kristján Óskarssyni og Sigurði Dagbjartssyni, leikur þriðjudags- og miðvikudagskvöld á Kaffi Reykjavík. Á efnisskránni eru róleg og rómantísk lög, salsatónlist og rokk. Meira
9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 213 orð

Kynningarkvöld Minjanefndar skáta

9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 207 orð

Kynningarkvöld Minjanefndar skáta

MINJANEFND skáta verður með opið kynningarkvöld miðvikudaginn 10. maí í Skátahúsinu við Snorrabraut og hefst dagskráin kl. 20. Nefndin hefur nú starfað í tæp 3 ár. Skátaminjar er víða að finna og er það hlutverk nefndarinnar að hafa forystu um skráningu á munum, myndum og rituðum heimildum sem telja má sögulega mikilvæga. Þetta er gert í samráði við skátafélög, hópa og einstaklinga. Meira
9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 355 orð

Lagt verði mat á björgun í Súðavík

ÓLAFUR Proppé, formaður Landsbjargar, sagði við setningu landsþings Landsbjargar að eðlilegt væri að fenginn yrði óháður aðili til að leggja mat á björgunaraðgerðir í Súðavík. Hann sagði að það væri erfitt fyrir björgunarmenn sjálfa að leggja mat á björgunarstörfin. Meira
9. maí 1995 | Erlendar fréttir | 269 orð

Landbúnaðarstefna ESB erfiðasta hindrunin fyrir A-Evrópu?

SÉRFRÆÐINGAR telja að Evrópusambandið verði að endurskoða hina kostnaðarsömu landbúnaðarstefnu sína áður en hægt verði að taka Austur-Evrópuríki inn í sambandið. Landbúnaðarstefnan gæti orðið stærsta pólitíska og efnahagslega hindrunin í vegi fyrir ESB-aðild fyrrverandi kommúnistaríkja, þar sem landbúnaðargeirinn er stór og óhagkvæmur. Meira
9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 192 orð

Laugarferð til fjár

9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 189 orð

Laugarferð til fjár

MILLJÓNASTA heimsóknin í Sundlaug Kópavogs var farin rétt fyrir lokun á laugardaginn var. Sá heppni heitir Páll Arnór Pálsson lögfræðingur og fékk fjölda gjafa af tilefninu. "Mér brá nokkuð því það beið eftir mér heil hersing fólks þegar ég kom inn," segir Páll Arnór sem hefur heimsótt Kópavogslaug um árabil. Meira
9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 195 orð

Lögreglustjóri minnir á bann

FULLTRÚI lögreglustjórans í Reykjavík hefur sent framkvæmdanefnd heimsmeistarakeppninnar í handbolta bréf þar sem vakin er athygli á reglugerð um bann við áfengisauglýsingum. Bréfið er sent í kjölfar athugasemda áfengisinnflytjenda við auglýsingar bjórframleiðandans Warsteiner á veggspjöldum í Laugardalshöll. Meira
9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 172 orð

Meðalaldur hópferðabíla er 14 ár

9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 169 orð

Meðalaldur hópferðabíla er 14 ár

MEÐALALDUR hópferðabíla hérlendis er 14 ár og er það mat Karls Ragnars, framkvæmdastjóra Bifreiðaskoðunar Íslands, að of stór hluti þeirra sé gamall. Ef viðhald sé eðlilegt komi aldur bifreiðanna ekki að sök en því sé oft ábótavant. Meira
9. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 316 orð

Mjólk að andvirði um 7 milljónir í svelginn

VERKFALL mjólkurfræðinga hjá Mjólkursamlagi KEA á Akureyri hófst á miðnætti aðfaranótt mánudags og stendur það til miðnættis á miðvikudag semjist ekki fyrir þann tíma. Ekki á að koma til mjólkurskorts í verslunum sökum verkfallsins en tugir bænda munu þurfa að sjá á eftir mjólkinni í svelginn takist samningar ekki. Meira
9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 165 orð

Mjólkurfræðingar sömdu

VERKFALLI mjólkurfræðinga hjá KEA og yfirvinnubanni mjólkurfræðinga við mjólkurbú í landinu var aflýst eftir að mjólkurfræðingar og viðsemjendur þeirra undirrituðu kjarasamning í húsnæði Ríkissáttasemjara á ellefta tímanum í gærkvöldi. Meira
9. maí 1995 | Erlendar fréttir | 130 orð

Noregskonungur hvetur til sátta

KONUNGSFJÖLSKYLDAN og fyrrverandi hermenn settu mikinn svip á hátíðahöldin í Noregi í tilefni 50 ára afmælis stríðslokanna í gær. Allt þjóðlífið stöðvaðist á hádegi og landsmenn minntust fórnarlamba stríðsins með tveggja mínútna þögn. Meira
9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 245 orð

Nytjamarkaður í samvinnu við Sorpu

REYKJAVÍKURDEILD Rauða kross Íslands vinnur að stofnun Nytjamarkaðar í samvinnu við Sorpu og fleiri aðila. Nína Ísberg, framkvæmdastjóri Reykjavíkurdeildarinnar, segir að eyðingargjald til Sorpu falli niður gangi notaður húsbúnaður til markaðarins. Einn starfsmaður sér um rekstur markaðarins og verður óskað eftir sjálfboðaliðum til að aðstoða við afgreiðslu og ýmsar lagfæringar. Meira
9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 78 orð

Nýir þingmenn á skólabekk

NÝIR alþingismenn fengu í gær leiðsögn um völundarhús þingmennskunar en skrifstofa Alþingis hélt fyrir þá námskeið eins og ávallt er gert í upphafi hvers kjörtímabils. Þar fræddu starfsmenn þingsins nýju þingmennina um það hvernig eigi að leggja fram þingmál, hvar sé hægt að leita eftir upplýsingum og aðstoð, um fundarsköp og siðvenjur í þingsalnum og annað gagnlegt. Meira
9. maí 1995 | Erlendar fréttir | 64 orð

Ofbeldi á kjördegi

OFBELDISAÐGERÐIR settu svip sinn á þingkosningar á Filippseyjum í gær. Að minnsta kosti 27 biðu bana af völdum sprengjuárása víðs vegar um landið og 40 slösuðust. Búist er við að stjórn Fidels Ramos forseta haldi meirihluta á þingi en hann hefur lýst kosningarnar sem þjóðaratkvæði um stjórnarstefnu sína. Myndin var tekin í höfuðborginni Manila í gær og þar vantar ekki áróðursspjöldin. Meira
9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 681 orð

Of margar gamlar hópferðabifreiðar í notkun

Karl Ragnars framkvæmdastjóri Bifreiðaskoðunar Íslands vil reglur sem kveða á um skráningu viðhalds Of margar gamlar hópferðabifreiðar í notkun Framkvæmdastjóri Bifreiðaskoðunar Íslands segir fjölda langferðabíla í notkun hérlendis of gamla því viðhaldi þeirra sé oft ábótavantKARL Ragnars f Meira
9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 747 orð

Óhjákvæmilegt að sjóðir eigi kost á að fjárfesta erlendis

Lífeyrissjóðir hér á landi hafa fagnað möguleikum á fjárfestingum erlendis, en þær raddir hafa einnig heyrst, að þeir fari of geyst. Birgir Ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri, sagði á ársfundi bankans fyrir skömmu að ýmsir lífeyrissjóðir hefðu tapað á fjárfestingum erlendis og þörf væri á auknu aðhaldi að sjóðunum. Guðmundur H. Meira
9. maí 1995 | Erlendar fréttir | 473 orð

Ráðaleysi og óvissa einkennir alþjóðamál

ÓVISSA einkennir ástandið í Rússlandi, Bandaríkjamenn eru að draga úr afskiptum sínum af gangi alþjóðamála og hætta er á því að friðarþróunin í Mið-Austurlöndum fari út um þúfur. Þessar eru helstu niðurstöður ársskýrslu Alþjóðlegu herfræðistofnunarinnar (IISS) í Lundúnum. Engin forysta Meira
9. maí 1995 | Erlendar fréttir | 51 orð

Reuter

9. maí 1995 | Erlendar fréttir | 48 orð

Reuter LEIÐTOGAR tæplega 50 ríkja komu saman í París í tilefni afmælisins og nýkjörin

Reuter LEIÐTOGAR tæplega 50 ríkja komu saman í París í tilefni afmælisins og nýkjörinn forseti Frakka, hægrimaðurinn Jacques Chirac, fékk tækifæri til að heilsa þeim. Virtist fara mjög vel á með þeim Chirac og Francois Mittterrand, fráfarandi forseta. Að baki þeim má sjá Soffíu Spánardrottningu og Karl Gústaf Svíakonung. Meira
9. maí 1995 | Erlendar fréttir | 67 orð

Reuter Ofbeldi á kjördegi

9. maí 1995 | Erlendar fréttir | 36 orð

Reuter Stríðsins minnst

9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 64 orð

Samaranch í heimsókn

FORSETI Alþjóða Ólympíunefndarinnar, Juan Antonio Samaranch, kom hingað til lands í gær í tilefni af heimsmeistarakeppninni í handknattleik. Er hann tignasti gesturinn sem sækir keppnina heim. Dagmar Þórðardóttur afhenti forsetanum blómvönd þegar hann kom í Smárann til að fylgjast með leik Þýskalands og Rúmeníu. Meira
9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 115 orð

Sex fyrrverandi breskir hermenn minnast stríðsloka

NOKKRIR fyrrverandi breskir hermenn komu saman ásamt ættingjum sínum á sunnudagsmorguninn í Fossvogskirkjugarði, við minnismerkið um fallna breska hermenn í heimsstyrjöldinni, sem gnæfir yfir rúmlega 200 hermannagrafir. Í tilefni stríðsloka í Evrópu fyrir 50 árum, lögðu félagarnir sex blómsveig að breska minnismerkinu. Meira
9. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 129 orð

Séra Sigríður Guðmarsdóttir kjörin

Sr. SIGRÍÐUR Guðmarsdóttir hefur verið kjörin sóknarprestur í Ólafsfjarðarprestakalli. Sigríður er fædd 15. mars árið 1965, foreldrar hennar eru Ragna Guðríður Bjarnadóttir og Guðmar Eyjólfur Magnússon. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1984 og embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1990. Meira
9. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 336 orð

Sjö bæjarfulltrúar samþykktu söluna

MIKLAR umræður urðu á aukafundi í Bæjarstjórn Akureyrar sem boðað var til að kröfu fjögurra bæjarfulltrúa í kjölfar þess að bæjarráð hafnaði á fundi sínum á fimmtudag umsókn um leyfi til bjórsölu í Íþróttahöllinni á Akureyri meðan á HM í handknattleik stendur. Samþykkt var á fundinum með sjö atkvæðum gegn þremur að veita leyfið. Einn fulltrúi Framsóknarflokks sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Meira
9. maí 1995 | Erlendar fréttir | 178 orð

Skuggi ágreinings yfir hátíðahöldum

PÓLVERJAR minntust endaloka heimsstyrjaldarinnar síðari í Evrópu um helgina en með eilítið blendnum tilfinningum. Finnst mörgum sem þjáningum þjóðarinnar hafi ekki lokið með ósigri Þjóðverja og augljós skipting er á milli þeirra, sem líta á komu sovéska hersins 1945 sem frelsun, og hinna, sem segja, að þá hafi aðeins eitt kúgunarkerfið tekið við af öðru. Meira
9. maí 1995 | Erlendar fréttir | 241 orð

Sorgin og skömmin gleymist ekki

FRANZ Vranitzky Austurríkiskanslari og aðrir ráðamenn landsins minntust á sunnudag frelsunar Mauthausen-fangabúða nasista fyrir hálfri öld við hátíðlega athöfn. Um 20.000 manns voru viðstaddir, þ. á m. fyrrverandi fangar sem sumir voru fangabúningum. Meðal fanganna var Simon Wiesenthal er helgað hefur líf sitt leitinni að stríðsglæpamönnum nasista. Meira
9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 386 orð

Strandar á kröfu sjómanna um frjálsa verðmyndun afla

UPP úr fyrsta samningafundi Sjómannasambands Íslands, Farmanna- og fiskimannasamband Íslands og Vélstjórafélags Íslands og útgerðarmanna slitnaði í gær og hefur ríkissáttasemjari ekki boðað til annars fundar. Meira
9. maí 1995 | Erlendar fréttir | 33 orð

Stríðsins minnst

STRÍÐSHETJAN Maria Zlobina frá Úkraínu gat ekki haldið aftur af tárunum í kvöldverði sem fyrrverandi hermönnum og öðrum þeim sem börðust í heimsstyrjöldinni síðari, var boðið til í Kiev um helgina. Meira
9. maí 1995 | Erlendar fréttir | 307 orð

Stríðsloka minnst um allt Bretland

STRÍÐSLOKANNA í Evrópu var minnst í flestum borgum Bretlands og er talið að milljónir manna hafi tekið þátt í athöfnum þeim tengdum. Gífurlegt fjölmenni safnaðist saman við Buckingham-höll í gærdag þar sem fram fór hátíðardagskrá auk þess sem breska konungsfjölskyldan og þá einkum drottningarmóðirin, var hyllt sérstaklega. Í Hyde Park í London komu 150. Meira
9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 191 orð

Stúlka slasaðist er hún skall á olíubíl

FULLHLAÐINN olíubíll með tengivagni lenti síðdegis í gær utan vegar skammt vestan við Rauðalæk í Holtum þegar hestur sem unglingsstúlka reið fældist í veg fyrir bílinn. Olíubíllinn var á austurleið en stúlkan var á útreiðum utan vegar og kom úr gagnstæðri átt. Meira
9. maí 1995 | Erlendar fréttir | 246 orð

SÞ fordæma mannskæða árás Serba

SAMEINUÐU þjóðirnar, SÞ, fordæmdu í gær Bosníu-Serba fyrir stórskotaárásir á Sarajevo sem urðu tíu manns að bana á sunnudag. Sögðu SÞ að um "sálarlausa illsku" hefði veri að ræða og þær myndu grípa til aðgerða, jafnvel hernaðaraðgerða til að refsa þeim. Í kjölfar árásarinnar voru harðir bardagar í borginni sem stóðu fram á gærdaginn. Meira
9. maí 1995 | Landsbyggðin | 105 orð

Táp og fjör 5 ára

Egilsstöðum-Líkamsræktarstöðin Táp og fjör á Egilsstöðum hélt upp á 5 ára afmæli sitt með tápi og fjöri. Á afmælisdaginn var gestum boðin þátttaka í erobikk, þreki, gufubaði og ljósatíma í nýja og fullkomna ljósabekki. Fjölmargir nýttu sér afmælisboðið og fóru þreyttir og heitir heim eftir líkamspuð og afslöppun. Meira
9. maí 1995 | Miðopna | 741 orð

Um 80 milljarðar tapaðir

Í SKÝRSLU um lauslega athugun á gjaldþrotum á Íslandi frá 1960 kemur þetta fram. Skýrsluna vann Haraldur L. Haraldsson hagfræðingur fyrir Aflvaka Reykjavíkur. Fleiri gjaldþrot - minna greitt Meira
9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 68 orð

umalína í nýtt húsnæði

9. maí 1995 | Erlendar fréttir | 232 orð

Varpar skugga á hátíðahöldin í Berlín

ÞJÓÐVERJAR voru fremur þungbúnir er þeir minntust þess að hálf öld er liðin frá uppgjöf þeirra í heimsstyrjöldinni síðari. Þá vörpuðu íkveikja í bænahúsi gyðinga í Lübeck, vanhelgun á grafreitum þeirra í Berlín og handtökur á nýnasistum um helgina skugga á hátíðahöldin. Meira
9. maí 1995 | Smáfréttir | 28 orð

VERSLUNIN EMÍR, Hringbraut 121 (JL-húsinu) var opnuð 8. apríl sl. Ver

VERSLUNIN EMÍR, Hringbraut 121 (JL-húsinu) var opnuð 8. apríl sl. Verslunin sérhæfir sig í sölu handhnýttra teppa og handgerðra skrautmuna frá Austurlöndum sem hún flytur inn milliliðalaust frá framleiðendum. Meira
9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 58 orð

Viðurkenning fyrir störf í þágu Kanada

NÝLEGA veitti ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytis Kanada í Ottawa Kristbjörgu Ágústsdóttur, aðalræðisskrifstofu Kanada, viðurkenningu fyrir frábær störf í þágu Kanada. Slíkar viðurkenningar eru veittar árlega og var Kristbjörg ein af fjórum sem hlutu viðurkenningu ráðuneytisstjórans á þessu ári. ROBERT E. Meira
9. maí 1995 | Landsbyggðin | 127 orð

Vörður og gönguleiðir

Egilsstöðum-Útileikhúsið á Egilsstöðum stóð fyrir námskeiði og kynningu á íslenskum vörðum og fornum gönguleiðum. Námskeiðið var haldið í Valaskjálf á Egilsstöðum og sóttu það um 50 manns. Síðari hluti námskeiðsins verður haldinn í júlí nk. og verður þá um verklegt nám að ræða. Hvaða vörður er rétt að laga? Meira
9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 519 orð

Yfir 20.000 tonn hafa aflazt í Síldarsmugunni

VEIÐAR hafa gengið vel í Síldarsmugunni undanfarna daga. Íslenzku skipin hafa verið að fylla sig á einum degi að meðaltali, en eitthvað er um að menn hafi kastað á stórar torfur og rifið næturnar, sem hefur tafið fyrir þeim. Viðmælendur Morgunblaðsins áætluðu í gær að íslenzku skipin hefðu þegar veitt um og yfir 20.000 tonn af síld. Meira
9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 155 orð

Yrkja 32.000 plöntur gróðursettar

9. maí 1995 | Erlendar fréttir | 131 orð

Zenawi fær aukin völd

BÚIST er við að flokkar, sem standa að stjórn Eþíópíu, vinni yfirburðasigur í fyrstu fjölflokka þingkosningum landsins, sem fram fóru á sunnudag þar sem flestir stjórnarandstöðuflokkarnir buðu ekki fram. Meira
9. maí 1995 | Erlendar fréttir | 233 orð

Þjóðarleiðtogar í París

TUGIR þúsunda Parísarbúa, ævareiðir yfir því að fá ekki að taka þátt í hátíðahöldum í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá styrjaldarlokum í Evrópu, gerðu í gær hróp að þjóðarleiðtogum sem viðstaddir voru hátíðahöldin í borginni. Um 5. Meira
9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 61 orð

Þumalína í nýtt húsnæði

BARNA- og heilsuvöruverslunin Þumalína, sem hefur verið til húsa á Leifsgötu 32 í 15 ár, hefur nú flutt starfsemi sína í Pósthússtræti 13 sem er næsta hús við Hótel Borg. Þumalína hefur sérhæft sig í þjónustu við barnshafandi konur og minnstu börnin, einnig sérhæft sig í fyrirburaþjónustu. Eigandi Þumalínu er Hulda Jensdóttir, fyrrverandi forstöðukona Fæðingarheimilis Reykjavíkur. Meira
9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 164 orð

Þyrlan aldrei langt undan

ÞAÐ leyndi sér ekki hver var brúðguminn í brúðkaupi í Skarðskirkju í Landsveit á laugardag. Hann mætti til athafnarinnar á þyrlu, enda var enginn annar en Benóný Ásgrímsson, flugstjóri hjá landhelgisgæslunni, á ferð. Benóný gekk í það heilaga með Kristínu Ingibjörgu Gunnarsdóttur á laugardag. Hann kom til kirkjunnar á þyrlu, ásamt svaramanninum. Meira
9. maí 1995 | Landsbyggðin | 233 orð

Æfðu björgun með þyrlu

Vestmannaeyjum- ÁHÖFN Herjólfs lauk á fimmtudaginn námskeiði Slysavarnaskóla sjómanna. Lokapunktur námskeiðsins var er þyrla Landhelgisgæslunnar kom til Eyja og æfði áhöfn skipsins í björgun með þyrlu, en að æfingu lokinni var áhöfn Herjólfs afhent skírteini frá Slysavarnaskólanum til staðfestingar á að hafa lokið námskeiðinu. Meira
9. maí 1995 | Innlendar fréttir | 93 orð

(fyrirsögn vantar)

ENGIN mjólk var sótt til bænda í Eyjafirði í gærdag vegna verkfalls mjólkurfræðinga í Mjólkursamlagi KEA. Einhverjir bændur þurftu að hella niður hluta af mjólkinni, en flestir ætluðu að bíða í lengstu lög og væntu þess að kjaradeilan fengi farsælan endi eins og raunin varð á í gærkvöldi. Meira

Ritstjórnargreinar

9. maí 1995 | Staksteinar | 296 orð

»Hert viðurlög gegn skattsvikum Norðanblaðið Dagur fjallar í forystugrein um

Norðanblaðið Dagur fjallar í forystugrein um hert viðurlög gegn skattsvikum, m.a. ný lagaákvæði þess efnis, að hægt er að dæma stærri skattsvikara í allt að sex ára fangelsi, auk fjársekta. Sex ára fangelsi Meira
9. maí 1995 | Leiðarar | 736 orð

SIGUR CHIRACS

9. maí 1995 | Leiðarar | 723 orð

SIGUR CHIRACS EÐ SIGRI Jacques Chiracs í frönsku forsetako

SIGUR CHIRACS EÐ SIGRI Jacques Chiracs í frönsku forsetakosningunum á sunnudag lýkur fjórtán ára valdatíma Francois Mitterrands og þar með sósíalista. Þegar Mitterrand, sem á sínum tíma sameinaði franska sósíalista, lætur af völdum verða hægrimenn allsráðandi í franska stjórnkerfinu. Meira

Menning

9. maí 1995 | Tónlist | 414 orð

20 ára afmæli

Kórsöngur, Rangæingakórinn. Einsöngvari: Kjartan Ólafsson. Píanóleikari: Hólmfríður Sigurðardóttir. Flautuleikari: Marianna Másdóttir. Stjórnandi: Elín Ósk Óskarsdóttir. Fimmtudagurinn 4. maí, 1995. Meira
9. maí 1995 | Myndlist | 631 orð

Bræður í listinni

Opið daglega kl. 14-18 til 12. maí. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ hefur verið nefnt áður á þessum vettvangi, að það er gaman að fylgjast með á hvaða grunni listafólk tekur höndum saman og efnir til samsýninga. Meira
9. maí 1995 | Fólk í fréttum | 64 orð

Guðmundur íþróttamaður Víkings

BORÐTENNISMAÐURINN ungi og knái Guðmundur E. Stephensen var fyrir skömmu kjörinn íþróttamaður Víkings. Hann þykir vera vel að þessari viðurkenningu kominn því hann varð margfaldur Íslandsmeistari jafnt í flokki unglinga sem fullorðinna á þessu ári. Til að undirstrika hversu góður árangur þetta er má geta þess að Guðmundur er aðeins tólf ára. Meira
9. maí 1995 | Fólk í fréttum | 105 orð

Hátíð harmóníkunnar

9. maí 1995 | Fólk í fréttum | 94 orð

Hátíð harmóníkunnar

SÍÐASTLIÐIÐ laugardagskvöld var haldin "hátíð harmóníkunnar" í Danshúsinu Glæsibæ. Á tónleikunum kom fram stórsveit Harmóníkufélags Reykjavíkur undir stjórn Kjartans Jónatanssonar, hljómsveitin Léttir tónar undir stjórn Grettis Björnssonar, Sveinn Rúnar Björnsson, Jóna Einarsdóttir og Ólafur Þ. Meira
9. maí 1995 | Myndlist | 486 orð

Jarðundin viðhorf

Opið frá kl. 14-19 alla daga til 14. maí. Aðgangur 200 krónur. LISTAKONAN Sigrún Eldjárn kemur víða við og er stundum erfitt að skera úr um hvort heldur hún sé málari eða rithöfundur. Hún er í öllu falli hvort tveggja og sameinar það er hún skrifar barnabækur sem hún myndlýsir um leið eða hugmynd að sögu vaknar er hún handleikur pentskúfinn. Meira
9. maí 1995 | Tónlist | 518 orð

Kærkominn Beethoven

Lög eftir Beethoven, Grieg, Sigfús Einarsson, Schubert og Schumann. Kolbeinn Ketilsson tenór, Jónas Ingimundarsson, píanó. Sunnudaginn 7. maí. BEETHOVEN þykir sjaldnast hafa skrifað vel fyrir mannsröddina. Meira
9. maí 1995 | Menningarlíf | 116 orð

Leiklistarklúbbur SÁÁ frumsýnir Dyraverðina

LEIKLISTARKLÚBBUR SÁÁ frumsýnir leikritið Dyraverðina eftir John Godber í Tjarnarbíói kl. 20.30 í kvöld. Dyraverðirnir er gráglettin lýsing á föstudagskvöldi í lífi nokkurra ungmenna. Meira
9. maí 1995 | Menningarlíf | 141 orð

Menning og sjálfstæði

FYRR í vetur kom út bókin Menning og sjálfstæði eftir Pál Skúlason prófessor í heimspeki. Í bókinni ræðir Páll ýmsar áleitnar spurningar um menningu og sjálfstæði. Í inngangsorðum bókarinnar segir höfundur meðal annars: "Í hugum Íslendinga haldast menning og sjálfstæði í hendur. Meira
9. maí 1995 | Menningarlíf | 144 orð

Menning og sjálfstæði

9. maí 1995 | Menningarlíf | 186 orð

Nýjar bækur

NÝLEGA kom út bókin Frá flokksræði til persónustjórnmála. Fjórflokkarnir 1959­1991. Höfundur er dr. Svanur Kristjánsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Bókin skiptist í þrjá meginkafla. Meira
9. maí 1995 | Menningarlíf | 191 orð

Nýjar bækur

9. maí 1995 | Fólk í fréttum | 161 orð

Rocky Horror í Héðinshúsi

BJÖRN Jörundur Friðbjörnsson verður í hlutverki kroppinbaksins Riffs Raffs í Rocky Horror, sem Flugfélagið Loftur mun frumsýna seinni hluta júlí undir leikstjórn Baltasars Kormáks. Dóra Wonder sem er að útskrifast úr Leiklistarskólanum verður í hlutverki þjónustustúlkunnar Magnetu og Magnús Ólafsson verður dr. Everett. Meira
9. maí 1995 | Fólk í fréttum | 169 orð

Rocky Horror í Héðinshúsi

9. maí 1995 | Menningarlíf | 135 orð

Sex ára bið lokið

9. maí 1995 | Menningarlíf | 132 orð

Sex ára bið lokið

BÓK Kazuo Ishiguro, The Unconsoled (íslenskur titill óákveðinn) kom út í Englandi í gær. Bókarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu út um allan heim, enda sex ára bið eftir nýrri bók loks á enda. Meira
9. maí 1995 | Menningarlíf | 73 orð

Síðasta sögukvöld vetrarins FIMMTA og síðasta sögukvöld vetrarins í Kaffileikhúsinu verður miðvikudaginn 10. maí í Hlaðvarpanum.

FIMMTA og síðasta sögukvöld vetrarins í Kaffileikhúsinu verður miðvikudaginn 10. maí í Hlaðvarpanum. Sögumenn og -konur fimmta sögukvöldsins verða: Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður sjávarútvegsstofnunar Háskóla Íslands, Jón Thoroddsen þýðandi, Jónas Kristjánsson forstöðumaður handritastofnunar, Ólafur Hannibalsson blaðamaður, Sigríður Halldórsdóttir frá Jónstóft í Mosfellsdal, Meira
9. maí 1995 | Menningarlíf | 309 orð

Skáldsagan Kallaður heim komin út hjá ensku forlagi

NÝ ensk þýðing á skáldsögu Agnars Þórðarsonar Kallaður heim (e. Called Home) kom út á vegum Norvik Press í lok apríl. Robert Kellogg þýðir verkið en hann er prófessor í fornensku við Virginíuháskóla í Bandaríkjunum og hefur einkum fengist við rannsóknir á frásagnarbókmenntum frá ýmsum tímum, m.a. á íslenskum fornbókmenntum. Meira
9. maí 1995 | Fólk í fréttum | 100 orð

Stakkaskipti í Þjóðleikhúsinu

LEIKRITIÐ Stakkaskipti var frumsýnt á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu á föstudaginn var. Í verkinu er farið ofan í saumana á því hvað varð um fjölskylduna í Stundarfriði fimmtán árum eftir að hún kom fyrst fram á fjölum Þjóðleikhússins. Meira
9. maí 1995 | Fólk í fréttum | 103 orð

Stakkaskipti í Þjóðleikhúsinu

9. maí 1995 | Fólk í fréttum | 108 orð

Sumri fagnað að hætti Indverja

9. maí 1995 | Fólk í fréttum | 97 orð

Sumri fagnað að hætti Indverja

INDVERSKI matreiðslumaðurinn Amarjit Ram stóð fyrir indverskri veislu á Ömmu Lú föstudaginn 5. maí síðastliðinn, en þann dag fagna Indverjar jafnan sumrinu. Boðið var upp á fimm rétta matseðil með "dæmigerðum, heimalöguðum indverskum mat", að sögn Ramis. Indversk menning var í hávegum höfð þetta kvöld og voru meðal annars sýndir indverskir dansar og leikin indversk tónlist. Meira
9. maí 1995 | Menningarlíf | 633 orð

Voces Mirabilae

íslensk leikhúslög, negrasálmar, lög eftir Schubert, Schuymann, Liszt, Stolz og Lehár, syrpa úr Showboat eftir Kern. Kvennakór Reykjavíkur, Signý Sæmundsdóttir sópran, Svana Víkingsdóttir píanó og Tríó Aðalheiður Þorsteinsdóttur (A.Þ. píanó, Ágeir óskarsson slagverk og Gunnar Hrafnsson kontrabassi.) Stjórnandi: Margrét Pálmadóttir. Fimmtudaginn 4. maí. Meira
9. maí 1995 | Menningarlíf | 116 orð

Vortónleikar Tónlistarskóla Borgarfjarðar

VORTÓNLEIKAR nemenda Tónlistarskóla Borgarfjarðar verða haldnir í vikunni. Á tónleikunum verður nemendum jafnframt afhent prófskírteini. Fyrstu tónleikarnir verða í Borgarneskirkju í dag, þriðjudaginn 9. maí, kl. 20.30 og miðvikudaginn 10. maí kl. 18. Síðan verða haldnir tónleikar í Logalandi, Reykholtsdal, föstudaginn 12. maí kl. 20.30. Meira

Umræðan

9. maí 1995 | Velvakandi | 148 orð

"Aldrei skal ég eiga flösku... .

...aldrei drekka brennivín" Á þessa leið hljóðar upphaf texta við lag sem oft var sungið á árum áður. Þeir sem kannast við þennan texta eru vinsamlega beðnir að hafa samband í síma 5514752. Gæludýr Sófus er týndur HANN Sófus er gulbröndóttur mannelskur fressköttur. Meira
9. maí 1995 | Aðsent efni | 889 orð

Eiga konur að una glaðar við sitt?

FYRIR kosningar vorum við konur í sviðsljósinu og allir flokkar slógust um athygli okkar og náttúrlega fylgi. Loforð voru gefin um betri tíð með blóm í haga. Mikið var í húfi. Okkar atkvæði gátu ráðið úrslitum. Loforð um jafnrétti í launamálum hljómuðu í eyrum okkar. Konur í Sjálfstæðisflokknum fylltust nýrri von um að nú væri þeirra tími loksins kominn. Meira
9. maí 1995 | Velvakandi | 669 orð

Flygsum af bráðnu járni rigndi niður

Í VETUR sendi ég Morgunblaðinu mynd af njósnadufli á Hnausafjöru, og gerði nokkra grein fyrir sögu fjörunnar. Þar sást mér yfir eitt atriði eins og oft vill verða með það sem er löngu liðið. Það var að í síðari heimsstyrjöldinni var fjaran hlaðin vítisvélum, tundurduflum, sem þá rak um allar fjörur. Hvergi meira en í Meðallandi, sögðu sprengjusérfræðingar sem hér komu. Meira
9. maí 1995 | Aðsent efni | 809 orð

Íþróttakennaraskólinn vaxi innan Uppeldisháskóla Íslands

KRAFAN um lengingu náms til íþróttakennaraprófs hefur lengi verið uppi. Víst er að þörfin er orðin brýn á þeirri lengingu og fleiri atriðum er lúta að faglegum þáttum náms við Íþróttakennaraskóla Íslands svo sem fjölgun námsbrauta vegna þjálfunar og heilsuræktar. Meira
9. maí 1995 | Velvakandi | 617 orð

"Skýlaus" tilvera

ENGINN efast lengur um skaðsemi reykinga. Menn getur greint á um hve skaðlegu áhrifin séu mikil og raunar má segja að sífellt bætist við nýjar upplýsingar um skaðsemina. Þrátt fyrir þetta lætur nærri að á degi hverjum byrji tveir Íslendingar að reykja. Meira
9. maí 1995 | Aðsent efni | -1 orð

Umferðarhnútar alltof algengir

Stöðugt er þrengt að þjóðvegum í og við þéttbýli. Tímabært er því að fastsetja (taka frá) land undir 3 aðalvegi til höfuðborgarinnar í ca 20 km fjarlægð og 100 m breitt. Vegirnir eru: 1. Vestur- og Norðurlandsvegur, 2. Suður- og Austurlandsvegur, 3. Suðurnesja- og Flughafnarvegur. Meira
9. maí 1995 | Velvakandi | 359 orð

VERS eiga þeir að gjalda, sem hafa engan áhuga á handbol

VERS eiga þeir að gjalda, sem hafa engan áhuga á handbolta? Nú er ekki hægt að opna fyrir sjónvarp án þess að handboltaleikir birtist á skjánum. Sá er þó munur á Morgunblaðinu og sjónvarpsstöðvunum, að þeir sem engan áhuga hafa á handbolta geta leitt hjá sér að lesa íþróttablað Morgunblaðsins, sem verður að sjálfsögðu helgað handbolta næstu tvær vikur. Meira
9. maí 1995 | Aðsent efni | 462 orð

Virðum náttúruna, göngum vel um landið

ÁRLEGU viðburður hjá Junior Chamber-hreyfingunni er JC-dagurinn svokallaði og í ár verður hann haldinn þann 13. maí. Tilgangurinn dagsins er að minna á JC-hreyfinguna út á við, en einnig efla samhug félagsmanna og fjölskylduna inn á við. Þetta er oft gert með því sem við köllum byggðarlagsverkefni, en þeim er ætlað að taka á málum í þjóðfélaginu sem betur mættu fara eða þarfnast umræðu. Meira
9. maí 1995 | Aðsent efni | 773 orð

Voru kjósendur stjórnar flokkanna í Reykjaneskjördæmi blekktir?

ÞAð ER sannarlega sorglegt til þess að vita, að í þingmannaliði núverandi stjórnarflokka í Reykjaneskjördæmi, skuli ekki vera einn einasti þingmaður sem telst hæfur til að gegna ráðherraembætti. Þetta er a.m.k. dómur þeirra Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Auðvitað er þetta harður dómur, en hann hefði átt að liggja fyrir áður en kosið var. Meira

Minningargreinar

9. maí 1995 | Minningargreinar | 400 orð

Hallgrímur Benediktsson

Við börn, tengdabörn og barnabörn Brynjars Axelssonar, stjúpsonar Hallgríms, viljum við fráfall hans koma á framfæri örfáum orðum til þess að minnast einstakrar ræktarsemi hans við okkur alla tíð. Brynjar var ekki alinn upp hjá Sveinu ömmu okkar og Halla afa eins og við kölluðum hann alltaf. Meira
9. maí 1995 | Minningargreinar | 72 orð

Hallgrímur Benediktsson

Hallgrímur Benediktsson Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Meira
9. maí 1995 | Minningargreinar | 504 orð

Hallgrímur Benediktsson

Elsku afi okkar er dáinn. Það er skrítið að koma heim í Hraun og enginn afi við eldhúsborðið með jólaköku og kaffisopann sinn, tilbúinn í spjall. Hann hafði alltaf gaman af að spjalla við okkur um allt sem á daga okkar hafði drifið, og hvatti okkur óspart áfram í öllu sem við gerðum, sama hvort það voru áhugamálin, vinnan eða daglegt líf. Meira
9. maí 1995 | Minningargreinar | 141 orð

HALLGRÍMUR BENEDIKTSSON

HALLGRÍMUR BENEDIKTSSON Hallgrímur Benediktsson fæddist 11. ágúst 1916 á Siglufirði. Hann lést á heimili sínu á Akureyri 12. apríl sl. Foreldrar hans voru Benedikt Jónsson, f. 2.3. 1880, d. 25.3. 1922, ættaður úr A-Skaftafellssýslu, og Hólmfríður Guðmundsdóttir, f. 21.5. 1889, d. 27.3. 1975, ættuð frá Eyrarsveit á Snæfellsnesi. Meira
9. maí 1995 | Minningargreinar | 189 orð

LÚÐVÍG EGGERTSSON

LÚÐVÍG EGGERTSSON Lúðvíg Eggertsson fæddist á Hálsi á Ingjaldssandi við Önundarfjörð 15. júlí 1914, en ólst upp á Klukkulandi í Dýrafirði. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 1. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Ríkey Jónsdóttir, f. 11. janúar 1876 í Hagakoti í Ögurhreppi, d. 17. Meira
9. maí 1995 | Minningargreinar | 260 orð

Lúðvíg Eggertsson - viðb

Þegar ég hóf starfsemi á Óðinsgötu 4 fyrir 13 árum hófust ánægjuleg kynni mín af hinum margfróða og lífsreynda heiðursmanni, Lúðvíg Eggertssyni, sem kvaddur er í dag. Um svipað leyti hafði hann dregið saman seglin, en á starfsævinni hafði hann komið víða við og átti farsælan feril að baki. Meira
9. maí 1995 | Minningargreinar | 256 orð

Lúðvíg Eggertsson - viðb

Með Lúðvíg, föðurbróður mínum, er genginn hinn síðasti úr systkinahópnum, barna þeirra Ríkeyjar Jónsdóttur og Eggerts Lárussonar Fjeldsted. Þau systkinin tilheyrðu kynslóð sem nú er farin að týna tölunni, kynslóðinni, Meira
9. maí 1995 | Minningargreinar | 207 orð

Lúðvíg Eggertsson - viðb

Lúðvíg Eggertsson fæddist árið sem heimsstyrjöldin fyrri hófst. Síðan hefur eiginlega allt gerst sem gerir Ísland að því nútímasamfélagi sem við þekkjum í dag. Lúðvíg kom víða við um ævina; var kaupmaður lengst af og fasteignasali í Reykjavík. Við hittumst fyrir 25 árum þegar ég var um það bil að verða tengdasonur hans og urðu samskipti okkar ágæt. Meira
9. maí 1995 | Minningargreinar | 708 orð

Lúðvíg Eggertsson - viðb

Ein mín fyrsta minning um Lúðvíg er frá þeim árum sem hann bjó á Hverfisgötunni. Heimilið var barnmargt, en því var ég ekki óvanur. Mikill erill. Annríki hjá Jónu. Há, hvell og glaðleg rödd Lúðvígs yfirgnæfði allt. Það þurfti að koma ró á því hann ætlaði að tala við Harrý bróður sinn og krakkarnir hans áttu að fá að leika sér á meðan við Hrefnu, Ævar og tvíburana. Sonja var eldri. Meira
9. maí 1995 | Minningargreinar | 80 orð

MAGNÚS GUNNSTEINN HAFSTEINSSON

Magnús Gunnsteinn Hafsteinsson var fæddur á Gunnsteinsstöðum í Langadal 27. maí 1941. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík hinn 30. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Ingibjörg Björnsdóttir og Pétur Hafsteinn Pétursson á Gunnsteinsstöðum. Systkini hennar eru: Pétur (látinn), Margrét, búsett í Keflavík, Anna, búsett í Reykjavík, Erla, býr á Gili í A-Hún. Meira
9. maí 1995 | Minningargreinar | 402 orð

Magnús Gunnsteinn Hafsteinsson - viðb

Elsku Magnús. Okkur langar til að kveðja þig með nokkrum orðum og rifja upp lífshlaup þitt eins og við munum það. Við minnumst bernsku okkar með gleði og þakklæti, systkinahópurinn og heimilið var okkar heimur og bernskan leið í leik og starfi. Meira
9. maí 1995 | Minningargreinar | 749 orð

Snorri Kristjánsson

Þegar ég kvaddi Snorra, frænda minn, á Borgarspítalanum í vikunni eftir páska áður en ég sneri aftur utan, eftir nokurra vikna dvöl á Íslandi, bauð okkur eflaust báðum í grun að við myndum ekki sjást aftur. Meira
9. maí 1995 | Minningargreinar | 150 orð

SNORRI KRISTJÁNSSON

SNORRI KRISTJÁNSSON Snorri Kristjánsson var fæddur á Ketilsstöðum í Hörðudal 4. ágúst 1908. Hann lést í Borgarspítalanum 29. apríl síðastliðinn. Snorri var fjórða barn þeirra hjóna Ólafíu Katrínu Hansdóttur, d. 17.1. 1959, og Kristjáns Guðmundssonar, d. 14.6. 1945. Snorri var næstyngstur fimm systkina og lifði hann þau öll. Meira
9. maí 1995 | Minningargreinar | 317 orð

Snorri Kristjánsson - viðb

Mig langar með örfáum orðum að kveðja hann afa minn. Margt kemur upp í hugann á kveðjustund sem þessari. Afi var einstakur maður sem hafði sínar skoðanir sem hann lét óspart í ljós. Hann ólst upp í sveit og ungur að árum var hann látinn vinna ýmis erfið störf. Þrettán ára að aldri var hann ráðinn í vinnumennsku til Helga föðurbróður síns að Ketilsstöðum. Meira
9. maí 1995 | Minningargreinar | 167 orð

viðb. magnús Hafsteinsson

Ég ætla hér með fáum orðum að kveðja frænda minn Magnús Hafsteinsson sem er látinn. Með honum er horfinn á braut ein af hvunndagshetjum okkar daga. Þegar maður á besta aldri kveður þennan heim án þess að það geri nokkur boð á undan sér verða spurningar eins og hver sé tilgangurinn, með þessu lífi áleitnar. Hver sá sem sér um að útdeila lífsgæðum heimsins skammtaði Magnúsi smátt af veraldar gæðum. Meira

Viðskipti

9. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 67 orð

Aðstoð við Seat könnuð

ÓFORMLEG rannsókn fer fram á vegum framkvæmdanefndar Evrópusambandsins á hugsanlegri ríkisaðstoð við spænska bifreiðafyrirtækið Seat, dótturfyrirtæki Volkswagen AG. Viðræður eru hafnar við spænsk stjórnvöld um fyrirhugað 38 milljarða peseta viðbótarfjármagn frá ríkinu í fyrirtækið og 8 milljarða peseta framlag frá yfirvöldum í Katalóníu auk lána. Meira
9. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 61 orð

Hagnaður Stora AB þrefaldast

SÆNSKA trjávörufyrirtækið Stora AB skilaði hagnaði upp á 1.84 milljarða sænskra króna á fyrsta ársfjórðungi miðað við 1.1 milljarð á fyrsta ársfjórðungi 1994. Eftirspurn eftir pappír og pappa hefur aukizt að sögn fyrirtækisins og því er spáð áframhaldandi velgengni. Verð á trjákvoðu hækkaði um 61% í fyrra og verð á dagblaðapappír hefur hækkað um 26%. Meira
9. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 352 orð

Hagnaður um 120 milljónir

TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hf. skilað alls rösklega 120 milljóna króna hagnaði á síðasta ári samanborið við um 82 milljóna hagnað árið áður. Síðasta ár var einstaklega hagstætt og raunar hefur afkoman ekki verið betri áður, að sögn Gunnars Felixssonar, forstjóra. Ekkert stórtjón lenti á félaginu á árinu. Stærsta einstaka tjónið var um 24 milljónir sem er miklu lægri fjárhæð en verið hefur um árabil. Meira
9. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 119 orð

Japanar óttast refsitolla

JAPANSKIR bílaframleiðendur kunna að neyðast til að stöðva útflutning á lúxusbílum til Bandaríkjanna, ef stjórnin í Washington grípur til refsiaðgerða eftir misheppnaðar viðskiptaviðræður við Japana. Meira
9. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 355 orð

Sparisjóðir högnuðust um 339 milljónir króna

SPARISJÓÐIRNIR í heild högnuðust um 339 milljónir á síðasta ári og var arðsemi eigin fjár þeirra 6,6% en 1993 var hagnaðurinn 395 milljónir og arðsemin 8,5%. Þarna er meðtalin afkoma Sparisjóðabankans hf. sem skilaði 67 milljóna hagnaði og 8,9% arðsemi. Viðskiptabankarnir skiluðu aftur 417 milljóna hagnaði í fyrra eða 3% arðsemi eigin fjár. Meira
9. maí 1995 | Viðskiptafréttir | -1 orð

Útlit fyrir verulegan afkomubata

TAP Kaupfélags Árnesinga nam alls 52 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 70 milljóna tap árið 1993. Útlit er fyrir verulegan afkomubata á þessu ári í kjölfar ýmissa skipulagsbreytinga á rekstrinum. Velta félagsins á síðasta ári var um 2,2 milljarðar. Meira

Fastir þættir

9. maí 1995 | Fastir þættir | 392 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag SÁÁ

ÞRIÐJUDAGINN 2. maí var spilaður eins kvölds tölvureiknaður Mitchell- tvímenningur með forgefnum spilum. 18 pör spiluðu 9 umferðir með 3 spilum á milli para. Meðalskor var 216 og efstu pör voru: N/S:Orri Gíslason - Yngvi Sighvatsson267Björgvin Kjartansson - Bergljót Aðalsteinsd. Meira
9. maí 1995 | Fastir þættir | 1004 orð

Fyrsti vísindamaður skákarinnar látinn

MIKHAIL Botvinnik, fyrrum heimsmeistari í skák, lést í Moskvu á föstudag 83ja ára að aldri. Botvinnik var heimsmeistari í samtals þrettán ár, lengur en nokkur annar heimsmeistari eftir lok seinni heimsstyrjaldar. Meira
9. maí 1995 | Fastir þættir | 541 orð

Kleinur fyrir sykursjúka og hina

UM DAGINN bauð ég til mín nokkrum gestum, en tveir þeirra voru með sykursýki. Ég hugleiddi mikið, hvað ég ætti að bjóða þeim. Auðvitað gat ég gefið þeim brauð og eitthvað gott álegg eða ósætt kex með osti, en grun hafði ég um að þá langaði frekar í eitthvað sætt. Ég fór að lesa í bókum mínum og varð margs vísari um sykursýki. Sykursýkissjúklingar eiga alla mína samúð. Meira
9. maí 1995 | Fastir þættir | 702 orð

Unglingsárin áhyggjulaus og góður tími

Með vorinu og í sumar fara stórhljómsveitirnar af stað og skemmta um allt land. Daníel Ágúst Haraldsson hefur um árabil verið söngvari hljómsveitarinnar Ný dönsk sem hætti störfum nýlega. Aðspurður sagði Daníel að Ný dönsk hefði aðeins hætt tímabundið, hann reiknar með að þeir verði með endurkomutónleika á Ömmu Lú eftir 15 ár eða svo. Meira

Íþróttir

9. maí 1995 | Íþróttir | 108 orð

20.000. HM-markið

9. maí 1995 | Íþróttir | 105 orð

20.000. HM-markið

SUÐUR-Kóreumaðurinn Yoon Kyung-shin skoraði 20.000. markið sem er skorað í heimsmeistarakeppni síðan farið var að leika í HM innanhúss 1938 - þegar hann skoraði tíunda markið gegn Ungverjalandi, 10:4. Hann lyfti sér (sjá mynd) fyrir utan punktalínu og sendi knöttinn örugglega í netið. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 57 orð

500. leikurinn í HM á Akureyri

FIMMHUNDRAÐASTI leikur í sögu heimsmeistarakeppninnar var leikinn á Akureyri í gær, þegar Svíar og Hvít-Rússar mættust í Íþróttahöllinni. Fyrir leikinn var stutt athöfn vegna tímamótaleiksins. Sigfríður Þorsteinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, ávarpaði leikmenn og áhorfendur. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 93 orð

Auglýsa fisk á gólfunum

SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna gerði samning við framkvæmdanefnd heimsmeistaramótsins þess efnis að auglýsing frá fyrirtækinu verður á miðju gólfi íþróttahúsanna fjögurra meðan á mótinu stendur. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 84 orð

Árangur þjóða í HM

Hér er maraþontaflan yfir árangur liða í heimsmeistarakeppninni frá upphafi, eða fjórtán HM. Fyrst er hvað þjóðirnar hafa oft tekið þátt, þá leikir, sigrar, jafntefli, töp, markatala, stig og árangur þjóða í prósentum. Þetta er taflan eins og hún var eftir leikina í gærkvöldi. 1. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 95 orð

Bayern berst fyrir sæti í Evrópukeppni

Bayern M¨unchen vann mikilvægan 2:1 sigur á Bayer Uerdingen á laugardaginn. Liðið á ekki möguleika á sigri í þýsku deildarkeppninni en sigurinn er mikilvægur fyrir þær sakir að liðið heldur opnum möguleikanum á að krækja sér í sæti í Evrópukeppninni og ekki spilar síður inní það sæti gæti reynst agnið til að lokka landsliðsfyrirliðann J¨urgen Klinsmann frá Tottenham í Englandi. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 65 orð

Byung-wook með 500. HMmark S-Kóreu

MOON Byung-wook skoraði þriðja mark landsliðs Suður Kóreu í leiknum gegn Ungverjalandi á sunnudaginn. Þetta var 500. mark Suður- Kóreumanna í heimsmeistarakeppninni. Fyrsti leikur Suður-Kóreumanna í heimsmeistarakeppni var gegn Íslendingum og skoruðu þeir þar af leiðandi fyrsta HM-mark sitt í þeim leik. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 159 orð

Celtic burstaði meistara Rangers

Glasgow Rangers, sem þegar hefur tryggt sér skoska meistaratitilinn steinlá í nágrannaslagnum gegn Celtic, 3:0, í úrvalsdeildarleik liðanna á sunnudag. Mörkin komu öll í síðari hálfleiknum; hollenski leikmaðurinn Pierre Van Hooydonk gerði það fyrsta með þrumuskoti frá vítateig á 50. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 92 orð

DAGUR Sigurðsson

DAGUR Sigurðsson hefur átt í viðræðum við svissneska liðið Thun í Sviss. Þjálfari liðsins er Hald sem er aðstoðarlandsliðsþjálfari Sviss. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 397 orð

Danmörk - Alsír24:25

Smárinn Kópavogi, heimsmeistarakeppnin í handknattleik - C-riðill, mánudaginn 8. maí 1995. Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 1:4, 6:4, 6:10, 9:11, 9:16, 12:16, 16:17, 17:19, 20:21, 21:23, 23:23, 23:25, 24:25. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 156 orð

Dauðaslys fyrir leik í Lissabon

PORTO tryggði sér á sunnudaginn sigur í portúgölsku 1. deildinni með sigri á Sporting Lissabon á útivelli. Einn áhorfendi lést og 25 slösuðust, þar af sex alvarlega eftir að öryggisgirðing á leikvanginum gaf sig áður en leikurinn hófst. Domingo Oliveira skoraði eina mark leiksins á 58. mínútu og með því tryggði Porto sér titilinn. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | -1 orð

EGYPTAL.

EGYPTAL. 1 1 0 0 32 20 2SPÁNN 1 1 0 0 24 21 2SVÍÞJÓÐ 1 1 0 0 29 28 2H-RÚSSL. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 463 orð

England

Úrvalsdeildin: Laugardagur: Aston Villa - Liverpool2:0 (Yorke 25., 36.) 40.154 Crystal Palace - West Ham1:0 (Armstrong 50.) 18.224 Everton - Southampton0:0 36.840 Ipswich - Coventry2:0 (Marshall 52., Pressley 62. sjálfsmark) 12. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 158 orð

Erfitt að eiga fyrsta leik

Þetta var erfiður leikur, sagði Urs M¨uhlethaler, þjálfari Sviss eftir að lið hans hafði sigrað Túnis í fyrsta leik heimsmeistarakeppninnar og Mohamed Machou, þjálfari Túnis tók í sama streng. "Ég held að bæði lið hafi leikið ágætlega miðað við að þetta var fyrsti leikur mótsins og það er alltaf erfitt að leika slíka leiki. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 201 orð

Fargi af okkur létt

KRÓATAR sigruðu fyrrum samlanda sína frá Slóveníu 26:24 í viðureign liðana í B-riðli í Kaplakrika í gærkvöldi. Króatar voru sterkari aðilinn allan leikinn en Slóvenar voru þó alltaf innan seilingar. Lokatölur 26:24. Vi erum ánægðir með þennan sigur og með honum er fargi af okkur létt. Við töpuðum fyrir Slóvenum fyrir tíu dögum síðan í æfingaleik. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 87 orð

Fimmtugasti sigur Svía og Wislander með 1.500 HM- mark þeirra

SVÍAR, sem hafa tekið þátt í öllum fjórtán heimsmeistarakeppnunum, fögnuðu sínum fimmtugasta HM-sigri þegar þeir lögðu Hvít-Rússsa að velli og þá voru þeir fyrstur til að rjúfa 100 stiga múrinn - búnir að tryggja sér 101 stig í HM-leikjum sínum. Þá skoraði Magnus Wislander 1.500 mark Svía í heimsmeistarakeppninni, þegar hann skoraði ellefta mark þeirra (sjá mynd). Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 383 orð

Finnar urðu heimsmeistarar

FINNAR unnu einn sætasta sigur sinn í íþróttum á sunnudag þegar íshokkílið þeirra varð heimsmeistari í fyrsta sinn. Finnar sigruðu Svía 4:1 í úrslitaleik í Stokkhólmi. Kanada náði þriðja sætinu með sigri á Tékkum með sömu markatölu. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 47 orð

Frakkland

Nantes - Mónakó3:3 Sochaux - Lyon1:2 Rennes - PSG4:0 Lens - Metz2:2 Montpellier - Cannes5:3 Le Havre - Auxerre1:4 Bordeaux - Caen2:0 Martigues - Nice0:1 Strasbourg - Bastia1:1 Evrópukeppni landsliða Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | -1 orð

FRAKKLAND

FRAKKLAND 1 1 0 0 33 20 2ÞÝSKALAND 1 1 0 0 27 19 2ALSÍR 1 1 0 0 25 24 2DANMÖRK 1 0 0 1 24 25 0RÚMENÍA 1 0 0 1 19 27 0JAPAN 1 0 0 1 20 33 0 Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 88 orð

Frábær stemmning í Laugardalshöll

Morgunblaðið/RAX ÍSLENSKA landsliðið hafði ástæðu til að fagna eftir fyrstaleikinn í heimsmeistarakeppninni, 27:16 sigur gegn Bandaríkjamönnum fyrir framan um 5.000 áhorfendur í troðfullriLaugardalshöll á sunnudagskvöldið. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 65 orð

Fyrsta markið

9. maí 1995 | Íþróttir | 62 orð

Fyrsta markið

ÞAÐ var Mohamed Madi, aðalskytta Túnis, sem, gerði fyrsta markið í heimsmeistarakeppninni að þessu sinni. Hann fékk knöttinn úti á vinstri vængnum, tók tvö skref og lyfti sér hátt upp yfir vörn Svisslendinga og skaut föstu skoti efst í markhornið vinstra megin við markvörðinn. Þegar knötturinn söng í netinu hafði fyrsti leikurinn í HM'95 staðið í 1,26 mínútur. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 122 orð

"Gerðum okkar besta"

9. maí 1995 | Íþróttir | 119 orð

"Gerðum okkar besta"

"Gerðum okkar besta" HINN kunni þjálfari Kúveita, Rússinn Anatólíj Evtútsjenkó, sagði á fréttamannafundi eftir leikinn að þetta hefði verið athyglisverður leikur. "Lið okkar er reynslulaust og ekki hægt að bera okkur saman við Spánverja sem hafa mikla reynslu í heimsmeistarakeppni. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 431 orð

Gleðilega hátíð!

9. maí 1995 | Íþróttir | 425 orð

Gleðilega hátíð!

SPENNA og eftirvænting lá í lofti Laugardalshallarinnar á sunnudaginn - stóra stundin var runnin upp; heimsmeistarakeppnin í handknattleik var hafin á Íslandi. Menn innan handknattleikshreyfingarinnar óskuðu hver öðrum gleðilegrar hátíðar og til hamingju með daginn og þeir gátu gert það með stolti. Umgjörðin í "nýrri" Laugardalshöll var stórkostleg og hápunkturinn var setningarathöfnin. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 499 orð

Glæsileg setningarathöfn í Höllinni

ÞAÐ var vor í lofti á sunnudaginn þegar fjórtánda heimsmeistarakeppnin í handknattleik var formlega sett í Laugardalshöll. Athöfnin innandyra var í góðu samræmi við veðrið úti, í einu orði sagt glæsileg. Hún var stutt og hnitmiðuð og þeir 5.000 áhorfendur sem fylltu Laugardalshöllina skemmtu sér vel. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 152 orð

Góð stemmning meðal áhorfenda

Heimsmeistaramótið í handknattleik hófst með pompi og prakt á sunnudaginn og stemmningin á áhorfendapöllunum var stórkostleg, einna líkust karnivali. Nokkrir lögðu sérstaklega mikið á sig til skapa stemmningu. Ingi Arnarsson og Björn Þorlákur Björnsson úr Garðabæ voru ekki að tvínóna við hlutina, mættu í stuttbuxum og höfðu málað skrokkinn á sér í fánalitunum. "Þetta er frábært. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 69 orð

Guðjón L. og Hákon norður

DÓMARARNIR Guðjón L. Sigurðsson og Hákon Sigurjónsson munu í vikunni halda til Akureyrar til að vera til taks í dómgæslunni á HM. Þeir voru fyrstu varadómarar á mótinu en nú hefur dómararnefnd IHF, alþjóðahandboltasambandsins, ákveðið að þeir skuli halda norður. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 89 orð

Guðmundur ráðinn þjálfari Framara

GUÐMUNDUR Guðmundsson, fyrrum þjálfari Aftureldingar í Mosfellsbæ, hefur gert tveggja ára samning við Fram, sem leikur í 2. deild. "Við erum mjög ánægðir að vera komnir með Guðmund í herbúðir okkar," sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður handknattleiksdeildar Fram. "Það er engin launung að við stefnum upp í fyrstu deild. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 102 orð

Guðni og félagar leika um sæti í úrvalsdeildinni

MIDDLESBRO er öruggt um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili en fjögur önnur lið þurfa að leika í aukakeppni um síðara sætið í deildinni. Reading sem náði 2. sæti deildarinnar með sigri á Charlton leikur gegn Tranmere sem hafnaði í 5. sæti deildarinnar. Bolton, liðið sem Guðni Bergsson leikur með á einnig möguleika á sæti í úrvalsdeildinni. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 323 orð

Hestadagar í Reiðhöllinni

Fjögurra vetra stöðvarhestar 1. Sproti frá Hæli, F.: Hrafn 802, Holtsmúla, M.: Bylgja, Hæli, eigandi Aðalbjörg Aðalsteinsdóttir, Bygging: 8,05, Hæfileikar 7,94, A.: 8,00. 2. Ljúfur frá Torfunesi, F.: Baldur, Bakka, M.: Virðing, Flugumýri, eigandi Baldvin Kr. Baldvinsson, B.: 7,93, H.: 7,60, A.: 7,76. 3. Friðrik frá Sveinsstöðum, F.: Garður, Litla-Garði, M. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 604 orð

Hver er hann þessiMARC BAUMGARTNERstórskyttan í svissneska liðinu? Fær aldrei hvíld í landsleikjum

MARC Baumgartner, rétthenta skyttan í svissneska landsliðinu, verður án efa mikið í sviðsljósinu á heimsmeistaramótinu eins og hann hefur reyndar verið allar götur frá árinu 1990 er hann lék sinn fyrsta landsleik. Hann varð markakóngur í síðustu heimsmeistarakeppni og hefur ætíð verið drjúgur við að skora. Baumgartner er tveir metrar á hæð, fæddur í Bern 4. mars 1971 og er því 24 ára gamall. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 74 orð

Í DAG Laugardalshöll: Banda

Laugardalshöll: Bandaríkin - Ungverjal.kl. 15.00 Kórea - Svisskl. 17.00 Túnis - Íslandkl. 20.00 Hafnarfjörður: Kúba - Tékklandkl. 15.00 Slóvenía - Rússlandkl. 17.00 Marokkó - Króatíakl. 20.00 Akureyri: H-Rússland - Spánnkl. 15.00 Brasilía - Svíþjóðkl. 17. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 14 orð

Í kvöld

Í kvöld Knattspyrna Undanúrslit í Litlu bikarkeppninni: Ásvellir: FH - Stjarnan19 Akranes: ÍA - K Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 378 orð

Ísland - Holland73:107

Íþróttahúsið í Borgarnesi, fyrsti landsleikur þjóðanna af þremur, laugardaginn 6. maí 1995. Gangur leiksins: 0:2, 0:4, 3:4, 9:10, 13:13, 13:22, 19:26, 19:34, 22:3927:42,32:45, 37:58, 46:64, 52:82, 66:96, 68:105,73:107. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 499 orð

Íslendingar ráða hvort þeir sameina ÍSÍ og ÓÍ

JUAN Antonio Samaranch, forseti alþjóða ólympíunefndarinnar (IOC), segir það alfarið í höndum Íslendinga sjálfra hvernig yfirstjórn íþróttamála sé háttað hér á landi og hann sjái því ekkert til fyrirstöðu að Íþróttasamband Íslands og Ólympíunefnd Íslands sameinist, svo fremi ólympíusáttmálinn sé í heiðri hafður. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 235 orð

Juventus traust í efsta sæti þrátt fyrir stórtap

Juventus tapaði 0:3 á heimavelli gegn Lazio á heimavelli, í ítölsku 1. deildinni á sunnudaginn á sama tíma og Parma sem er í öðru sæti gerði markalaust jafntefli við Genúa. Þrátt fyrir þetta tap Juventus hefur liðið enn sjö stiga forystu í deildinni þegar fjórar umferðir eru eftir af ítölsku deildinni. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 103 orð

KA reynir að fá Kúbumanninn Duranona

Julian Duranona frá Kúbu hefur verið í viðræðum við KA-menn og er gert ráð fyrir að þessi fyrrum landsliðsmaður og markakóngur í HM í Tékkóslóvakíu 1990 komi til Akureyrar í næstu viku til viðræðna. Alfreð Gíslason, þjálfari KA, sagði við Morgunblaðið að Duranona hefði flúið til Argentínu í haust sem leið og væri þar með dvalarleyfi í þrjú ár. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 235 orð

KNATTSPYRNAEyjólfur meistari

Þetta var mjög erfiður leikur gegn Gaziantespor og okkur gekk illa að skora og náðum því ekki fyrr en í síðari hálfleik og þar með tryggðum við okkur titilinn. Mér tókst ekki að skora en ég er eigi að síður ánægður með minn hlut í leiknum, sagði Eyjólfur Sverrisson, knattspyrnukappi, en hann varð um helgina Tyrklandsmeistari í knattspyrnu með félagi sínu Besiktas. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 114 orð

KNATTSPYRNAFlowers hetja Black

TIM Flowers, markvörður, var hetja Blackburn í gærkvöldi, þegar liðið lagði Newcastle að velli heima, 1:0, með marki Alans Shearer með skalla - þetta var 36. mark hans á keppnistímabilinu. Blackburn nálgast enska meistaratitilinn, þegar liðið á einn leik eftir er það með fimm stiga forskot á Man. United., sem á einn leik til góða. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 51 orð

KR Reykjavíkurmeistari

Morgunblaðið/Árni Sæberg KR-INGAR urðu í gær Reykjavíkurmeistarar í meistaraflokkikarla í knattspyrnu. Þeir sigruðu Þrótt í úrslitaleik mótsins4:0 og unnu þar með alla leiki sína í mótinu. Mörk KR-ingagerðu Steinar Adolfsson, Einar Þór Daníelsson, Heimir Porcaog Mihajlo Bibercic. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 354 orð

Kúveitar stríddu Spánverjum

Fyrsti leikurinn í D-riðlinum á Akureyri var viðureign Spánverja og Kúveita. Óhætt er að segja að leikurinn hafi komið áhorfendum í opna skjöldu, svo skrautlegur var hann. Allir bjuggust við öruggum sigri Spánverja en þeir máttu prísa sig sæla með 24:21 sigur eftir að staðan var jöfn þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 122 orð

KÖRFUBOLTIJafnir riðlar í úr

ÁRSÞING Körfuknattleikssambands Íslands var haldið að Flúðum um helgina og voru Kolbeinn Pálsson, formaður og aðrir stjórnarmenn sambandsins einróma endurkjörnir. Samkvæmt venju var dregið í riðla í úrvalsdeildinni fyrir næsta vetur og varð útkoman sem hér segir. Í A-riðli: Njarðvík, Tindastóll, Breiðablik, Haukar, ÍR og Keflavík. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 144 orð

Köttur og mús

Leikur Frakka og Japana var leikur kattar að mús í fyrri hálfleik. Franska liðið sem skipað er mörgum leikmönnum sem reynst hafa Íslendingum erfiðir í gegn um tíðina höfðu algjöra yfirburði og náðu snemma yfirburðarforskoti en lokatölur urðu 33:20. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 185 orð

Lanc mjög ánægður

Forseti alþjóða handknattleikssambandsins, Austurríkismaðurinn Erwin Lanc, sagði á blaðamannafundi fyrir fyrstu leiki HM í Laugardalshöll á sunnudaginn að hann væri mjög ánægður með alla umgjörð mótshaldsins og allt virtist í stakasta lagi. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 162 orð

Loks sigur í síðasta leik

Íslenska körfuboltalandsliðið sigraði 93:83 í þriðju og síðustu viðureign sinni við Hollendinga. Eftir tvö töp var íslenskur sigur verðskuldaður í lokaleiknum sem fram fór í Njarðvík í gærkvöldi. Leikurinn var fast spilaður og tóku Íslendingarnir vel á móti gestunum, sem fór í taugarnar í Hollendingunum. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 40 orð

Markahæstir Carlos Reynaldo Perez, Kúbu 8/1 Di

Markahæstir Carlos Reynaldo Perez, Kúbu 8/1 Dimitriy Filippov, Rússl. 6/1 Vladímír Suma, Tékklandi 6 Iztok Puc, Króatíu 6 Patrik Cavar, Króatíu 6/5 Roman Pungartnik, Slóveníu 5/1 Tettey Banfro, Slóveníu 5/3 Ahmed Ahaouari, Marokkó 5 Yazid Inbach, Marokkó 5/1 Micael Tonar, Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 47 orð

Markahæstir Erik Hajas, Svíþjóð 9 B. Hamdy, Egypt

Markahæstir Erik Hajas, Svíþjóð 9 B. Hamdy, Egyptalandi 8 Mikhail Jakimovich, H-Rússl. 8/2 A. de Matos, Brasilíu 8/3 M. Hussein, Egyptalandi 7 Juan F. Alemany, Spáni 6 Juan Dominguez Munaiz, Spáni 6 Magnus Wislander, Svíþjóð 6 E. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 44 orð

Markahæstir Nikolaj Jacobsen, Danmörku 10 Robert Licu, Rú

Markahæstir Nikolaj Jacobsen, Danmörku 10 Robert Licu, Rúmeníu 8/1 Frédéric Volle, Frakklandi 7 Stefan Kretzschmar, Þýskalandi 7 Stéphane Stoecklin, Frakklandi 7/5 Masahiro Sueoka, Japan 6 Christian Hjermind, Danmörku 6/3 Guéric Kervadec, Frakklandi 5 Thierry Perreux, Frakklandi 5 Abdelghani Loukil, Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 474 orð

May tryggði United sigur í Sheffield

MANCHESTER United á enn möguleika á að verja meistaratitil sinn í Englandi eftir 1:0 sigur á Sheffield Wednesday á sunnudag. Barátta United og Blackburn um meistaratitilinn er hörð, en verði liðin jöfn fagna leikmenn United þriðja titlinum í röð því markatala þeirra er mun betri en Blackburn. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 350 orð

Meistararnir gerðu það sem til þurfti

HEIMSMEISTARAR Rússa voru ekki að sýna of mikið þegar þeir spiluðu fyrsta leik sinn í heimsmeistarakeppninni, gegn Kúbu í B-riðli Hafnarfirði í gær. Liðið virkaði þungt og gerði ekki meira en til þurfti þegar það sigraði 21:17. Leikurinn var frekar jafn í upphafi og Kúbumenn áttu í fullu tréi við Rússana, sem voru þó nokkrum mörkum yfir lengst af í fyrri hálfleik. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 521 orð

Miller hetja en Jordan klúðraði

REGGIE Miller var hetja helgarinnar í NBA-deildinni og var maðurinn á bak við sigur Indiana á New York. "Töframaðurinn" Miller gerði átta stig á síðustu 18 sekúndunum og stal sigrinum frá New York, 107:105. Þetta var fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum og lokaspretturinn talinn ótrúlegasti í 45 ára sögu NBA. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 230 orð

Mjög kaflaskipt á Króknum Hollendingar sigruðu með 30

Mjög kaflaskipt á Króknum Hollendingar sigruðu með 30 stiga mun, 74:104, í öðrum landsleik þjóðanna sem fram fór á Sauðárkróki á sunnudaginn. Leikurinn hófst með miklum hraða og það voru Hollendingar sem gerðu fyrstu fjögur stigin, en Valur svaraði mjög fljótlega með þriggja stiga körfu. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 119 orð

Rimanov og Gopin tilliðs við Rússa í vikunni

RÚSSNESKI þjálfarinn Vladimir Maximov sagði að enn væri von á tveimur leikmönnum í rússneska hópinn; Alexander Rimanov kemur frá Þýskalandi og Valery Gopin, sem leikur á Ítalíu, er væntanlegur á miðvikudaginn þegar ítölsku deildinni lýkur. Það er víst að þessir snillingar munu fríska verulega uppá rússneska liðið. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 121 orð

risvar byrjað með sigri

9. maí 1995 | Íþróttir | 80 orð

Rubin gerði 700. HM-mark Sviss

ÖRVHENTA skyttan Martin Rubin, sem er á leið til þýska liðsins Dormagen, sem Kristján Arason þjálfar, skoraði 700. mark Svisslendinga í heimsmeistarakeppninni, síðan þeir tóku fyrst þátt í HM 1961 í V-Þýskalandi. Þetta tímamótamark var 10. mark liðsins gegn Túnis í Laugardalshöll á sunnudag. Rubin skoraði markið, 10:8, með skoti utan að velli eftir 24,30 mín. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 321 orð

Rúmenar réðuekki við þýska varnarmúrinn

RÚMENAR réðu ekkert við sterka vörn Þjóðverja í síðari hálfleiknum í leik liðanna í C- riðli í Smáranum í gær. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari skellti þýska liðið og markvörður þess, Jan Holbert í lás og eftir það áttu Rúmenar ekki möguleika. Lokatölur urðu 27:19 eftir að jafnt hafði verið í leikhléi 11:11. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 341 orð

Rússland - Kúba21:17 Kaplakriki, 14. heimsmeistarakepp

Kaplakriki, 14. heimsmeistarakeppnin í handknattleik - B-riðill, mánud., 8. maí: Gangur leiksins: 0:1, 2:1, 4:3, 8:4, 9:9, 10:9, 10:10, 16:10, 17:12, 20:12, 20:15, 21:15, 21:17. Mörk Rússlands: Dimitriy Filippov 6/1, Lev Voronin 4, Oleg Koulechov 4/2, Vasily Kudinov 3, Dimitriy Torgovanov 3, Oleg Grebnev 1. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 303 orð

S-Kóreumenn léku við hvern sinn fingur

SUÐUR Kóreumenn komi frískir til leiks í heimsmeistarakeppninni og léku við hvern sinn fingur, sérstakelga í fyrri hálfleik gegn Ungverjalandi. Þeim tókst fljótlega í að ná sjö marka forystu gegn áttaviltum Ungverjum og það dugði þeim til sigurs þrátt fyrir að Ungverjar næðu að saxa á forskotið í síðari hálfleik. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 236 orð

Spánverjar verða að bæta sig

Alfreð Gíslason fylgdis með leikjum D-riðils á Akureyri í gær og fannst byrjun liðanna dæmigerð. Hann var á því að Svíar hefðu sýnt bestan leik og síðan Hvíta-Rússland en varð fyrir vonbrigðum með Spánverja. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 171 orð

Stóðhestarnir í aðalhlutverkum

HESTAUNNENDUR fjölmenntu á Hestadaga Fáks og sunnlendinga um helgina í reiðhöllinni í Víðidal um helgina enda lítið um reiðhallarsýningar í vetur. Boðið var upp á nokkuð hefðbundin atriði, gæðinga kynbótahross og ýmislegt léttmeti með. Á sunnudag var fyrri sýningin sérstaklega sniðin fyrir yngri kynslóðina. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 141 orð

Stóðumst fyrsta prófið

Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari, sagði að byrjunin hefði verið erfið "en ég er ánægður með fyrstu 17 mínúturnar í seinni hálfleik. Þá lékum við skínandi handbolta. En það er erfitt að byrja og fæðingin var erfið. Hins vegar er ég ánægður með að hafa hvorki átt Túnis né Suður-Kóreu í fyrsta leik." Þorbergur sagði að tími prófanna væri hafinn. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 157 orð

Stærsta tapið í fyrsta leiknum Ég er ánægður með frammistö

Stærsta tapið í fyrsta leiknum Ég er ánægður með frammistöðu minna manna hér í dag," sagði Toon van Helfteren, þjálfari hollenska landsliðsins eftir auðveldan sigur Hollendinga, 73:107, í Borgarnesi í fyrsta leik liðanna. "En ég varð hins vegar fyrir vonbrigðum með frammistöðu íslenska landsliðsins, ég bjóst við að það væri betra. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 200 orð

Svart og hvítt

"ÞAÐ var jafn mikill munur á leik Íslands í fyrri og seinni hálfleik, eins og á svörtu og hvítu," sagði Páll Ólafsson, fyrrum landsliðsmaður. "Fyrir leikinn reiknaði ég með að strákarnir myndu hrista Bandaríkjamenn af sér eftir tuttugu mínútur, en þeir náðu sér ekki á strik - léku illa. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 352 orð

Sviss fékk fyrstu stig mótsins

SVISSLENDINGAR urðu fyrstir til að krækja sér í stig í heimsmeistarakeppninni í handknattleik, en lið þeirra vann Túnis, 26:22, í fyrsta leik mótsins, í A-riðli, sem fram fór í Laugardalshöll á sunnudaginn. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 325 orð

Svíar sluppu með skrekkinn

SVÍAR þurftu nokkrar mínútur til að átta sig gegn Hvíta- Rússlandi í Íþróttahöllinni á Akureyri í gær en þegar þeir fundu taktinn héldu þeir honum og voru með vænlega stöðu í hléi, 15:9. Hins vegar gáfu Evrópumeistararnir eftir í seinni hálfleik, Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 369 orð

Svíþjóð - H-Rússl.29:28

Íþróttahöllin á Akureyri, D-riðill heimsmeistarakeppninnar í handknattleik, mánudaginn 8. maí 1995. Gangur leiksins: 1:0, 1:2, 4:3, 5:5, 7:5, 10:7, 12:8, 13:9, 15:9, 15:12, 17:15, 19:15, 23:18, 25:19, 25:23, 29:26, 29:28. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | -1 orð

TÉKKLAND

TÉKKLAND 1 1 0 0 25 16 2RÚSSLAND 1 1 0 0 21 17 2KRÓATÍA 1 1 0 0 26 24 2SLÓVENÍA 1 0 0 1 24 26 0KÚBA 1 0 0 1 17 21 0MAROKKÓ 1 0 0 1 16 25 0 Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 28 orð

Vésteinn: 61,96 m

KRINGLUKASTVésteinn: 61,96 m VÉSTEINN Hafsteinsson varð sigurvegari á móti í Alabama Í Bandaríkjunum á sunnudaginn, er hann kastaði kringlunni 61,96 m. Vésteinn kastaði kringlunni best 64,91 m í fyrra. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 174 orð

Vonandi svona áhorfendur í Atlanta

JAVIER Garcia Cuesta, þjálfari Bandaríkjanna, sagði að margir í bandaríska liðinu væru byrjendur - sumir hefðu ekki verið með landsliðinu nema í tæpt ár - og þeir væru komnir hingað til að læra. "Þetta er góð reynsla enda erum við hér til að læra. Við gátum leikið okkar leik í 30 mínútur og þá var munurinn aðeins tvö mörk. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 491 orð

Þjóðhátíðarstemmning í Laugardalshöll

ÍSLENSKA landsliðið ruddi fyrstu hindruninni í heimsmeistarakeppninni í handknattleik úr vegi í fyrrakvöld þegar það vann Bandaríkjamenn 27:16. Fyrstu 18 mínúturnar í seinni hálfleik gerðu gæfumuninn en þá skoruðu strákarnir níu mörk í röð án þess að gestirnir næðu að svara fyrir sig. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 239 orð

Þorbergur bjartsýnn

Annar leikur Íslendinga í heimsmeistarakeppninni er á dagskrá í kvöld. Þeir mæta Túnismönnum í Laugardalshöll kl. 20, og Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari, er bjartsýnn fyrir viðureignina. "Það er alveg klárt að þetta verður ekki létt. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 235 orð

Þreyttir Tékkar betri

Tékklendingum tókst að leggja Marokkómenn að velli, 25:16, í D-riðlinum í Hafnarfirði. Það var ekki fyrr en í síðari hálfleik að dæmið gekk upp enda Tékkar þreyttir, komu seint til landsins og voru konir á hótel sitt klukkan hálf tvö aðfararnótt leiksins. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 113 orð

Þrisvar byrjað með sigri

ÞEGAR Íslendingar lögðu Bandaríkjamenn að velli var það í þriðja skipti í tíu heimsmeistarakeppnum sem Íslendingar taka þátt í, sem fyrsti leikurinn í HM vinnst. Íslendingar lögðu Egypta að velli 16:8 í HM í Tékkóslóvakíu 1964. Það var svo aftur í Tékkóslóvakíu - 1990 sem fyrsti leikurinn, gegn Kúbu, vannst 27:23. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 469 orð

ÆVAR Österby

ÆVAR Österby trommuleikari frá Selfossi var mættur í Höllinaí boði HSÍ og stjórnaði taktinum í leik íslendinga við Bandaríkin. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 389 orð

"Öðruvísi" handbolti, en árangursríkur

ALSÍR braut blað í handboltasögunni í gærkvöldi er liðið vann Danmörku 25:24 og um leið fyrsta sigur sinn í úrslitakeppni heimsmeistarakeppninnar. Fögnuður Alsírmanna var mikill í leikslok enda ástæða til. Danir voru að sama skapi vonsviknir og sögðu úrslitin mikil vonbrigði. Staðan í hálfleik var 16:9 fyrir Alsír. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 121 orð

Öruggt hjá Egyptum

Öruggt hjá Egyptum Það var ekki burðugur bolti sem Egyptar og Brasilíumenn sýndu í síðasta leiknum á Akureyri í gærkvöldi. Sérstaklega eiga Brassarnir langt í land í þessari íþrótt og áttu þeir aldrei möguleika. Meira
9. maí 1995 | Íþróttir | 25 orð

(fyrirsögn vantar)

Markahæstir Yonn Kyung-shin, Kóreu11/1 Mohamed Madi, Túnis9/2 Gyorgi Zsigmond, Ungverjal.8 Marc Baumgartner, Sviss8/3 Valdimar Grímsson, Íslandi7/1 Patrekur Jóhannesson, Íslandi6 Jozef Eles, Ungverjal. Meira

Úr verinu

9. maí 1995 | Úr verinu | 323 orð

Grandi hefur eignast Faxamjöl að fullu

TEKIST hafa sættir í deilu eigenda Faxamjöls hf. með því að Grandi hf. keypti eignarhlut Lýsis hf. og því meginhluta hlutabréfa í fyrirtækinu. 20 milljóna króna tap varð af rekstri Faxamjöls á síðasta ári. Faxamjöl hf. hefur undanfarin ár verið rekið með miklu tapi, það tapaði t.d. 90 milljónum árið 1993. Meira
9. maí 1995 | Úr verinu | 74 orð

Sneisafullur af steinbít

MJÖG góður steinbítsafli hefur verið hjá Patreksfjarðarbátum að undanförnu. Þeir hafa verið að fá upp í 21 tonn í róðri. Fiskurinn fæst við Víkurál. Ragnar og Þórarinn H. Fjeldsted voru að landa úr sneisafullum bát sínum, Bensa BA 46, þegar myndin var tekin. Töldu þeir að 12-14 tonn væru í bátnum þó þeir væru með stutta línu. Víða kláraðist línan svo menn urðu að vera að beita í landi. Meira
9. maí 1995 | Úr verinu | 166 orð

Viðvarandi atvinnuleysi meðal farmanna

Á AÐALFUNDI Stýrimannafélags Íslands sem haldinn var 25. apríl sl. var gerð svofelld samþykkt um atvinnumál farmanna sem félagið óskar eftir að verði birt í blaði yðar: Aðalfundur Stýrimannafélags Íslands haldinn 25. apríl 1995 lýsir yfir áhyggjum félagsins vegna sífækkandi starfa íslenskra farmanna, sem leitt hefir til þess að atvinnuleysi er nú orðið viðvarandi meðal farmanna. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

9. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 265 orð

Yfirlit: Yfi

Yfirlit: Yfir Grænlandshafi er 1.038 mb hæð sem þokast heldur til suðausturs. Yfir sunnanverðri Skandinavíu er 1.000 mb lægð sem fjarlægist. Spá: Hæg norðvestlæg átt á landinu. Meira

Lesbók

9. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Endurminningar og upplestur

EINAR Már Guðmundsson var aufúsugestur á síðasta bókmenntakvöldi Bókmenntafélagsins Thors í Jónshúsi 5. maí. Einar Már las bæði úr útkomnum verkum og óútgefnu efni. Auk upplesturs minntist Einar Már þess að á þessu ári eru 150 ár síðan Jónas Hallgrímsson lést og að sama dag og bókmenntasamkoman var haldin, Meira
9. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 242 orð

Verdi og 20. aldar verk

ÓPERUR verða allsráðandi á næsta leikári í Covent Garden í London. Ástæðan er bág fjárhagsstaða en óperur skila mun meiru í kassann er ballettsýningar. Hápunktar leikársins eru tveir, fjórar uppfærslur á Verdi-óperum og fjórar óperur frá þessari öld. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.