Greinar fimmtudaginn 11. maí 1995

Forsíða

11. maí 1995 | Forsíða | 298 orð

Bandaríkjamenn setja refsitolla á japanska bíla

BANDARÍSK stjórnvöld ætla að setja háa refsitolla á dýra fólksbíla og fleiri vörur frá Japan vegna óánægju með meinta tregðu Japana til að opna heimamarkað sinn fyrir bílainnflutningi. Einnig hafa þeir ákveðið að kæra Japana hjá Alþjóðaviðskiptastofnuninni nýju, WTO, vegna deilunnar. Meira
11. maí 1995 | Forsíða | 89 orð

"Kjarnorkukylfur" í golfi

FYRIRTÆKI nokkurt í Kaliforníu hefur loksins riðið á vaðið með að breyta sverðum í plógjárn ef svo má segja, kjarnorkueldflaugum í golfkylfur. Hefur það sett á markað nýjan ás eða "dræver", sem það kallar "Friðarflaugina" og var áður eldflaug í Rússlandi. Höfundur nýju kylfunnar er Cary Schuman en hann á heimsmetið í lengsta upphafshöggi eða 460 metra. Meira
11. maí 1995 | Forsíða | 212 orð

Lagði að Jeltsín að stöðva stríðið

BILL Clinton Bandaríkjaforseti sagði á fundi með háskólastúdentum í Moskvu í gærkvöldi, að hann hefði lagt að Borís Jeltsín Rússlandsforseta að stöðva herförina í Tsjetsjníju og finna friðsamlega lausn á deilum þar hið snarasta. Meira
11. maí 1995 | Forsíða | 225 orð

Mega einvörðungu vera vopnaðir rökum

BRESKA stjórnin tjáði fulltrúum Sinn Fein, stjórnmálaarms Írska lýðveldishersins (IRA), í gær, að samtökin fengju ekki fulla aðild að viðræðum um framtíð Norður- Írlands fyrr en IRA hefði nánast afvopnast. Meira
11. maí 1995 | Forsíða | 128 orð

Walesa íhugar málsókn

LECH Walesa Póllandsforseti íhugar að láta draga forsætisráðherra landsins, Jozef Oleksy, fyrir sérstakan ríkisdóm vegna þess að ráðherrann tók þátt í hátíðarhöldum í Moskvu í tilefni stríðslokaafmælisins gegn vilja forsetans. Meira

Fréttir

11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 300 orð

99,99 prósent áreiðanleiki

DNA-RANNSÓKNIR voru teknar upp í stað hefbundinna blóðrannsókna í barnsfaðernismálum hér á landi um áramót. Gunnlaugur Geirsson, prófessor í réttarlæknisfræði, segir áreiðanleika rannsóknanna um 99,99%. Hefðbundin blóðrannsókn hefði yfirleitt gefið á bilinu 70 til 90% áreiðanleika. Um 80 barnsfaðernismál eru rannsökuð hér á landi á hverju ári. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 101 orð

Aðalfundur Okkar manna

AÐALFUNDUR Okkar manna, félags innlendra fréttaritara Morgunblaðsins, verður haldinn í Morgunblaðshúsinu, Kringlunni 1, nk. laugardag, 13. maí. Jafnframt verða tilkynnt úrslit í ljósmyndasamkeppni félagsins. Félagið Okkar menn er tíu ára á þessu ári. Það hefur unnið að ýmsum hagsmunamálum fréttaritara blaðsins en þeir eru um 100. Aðalfundir eru haldnir annað hvert ár. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 104 orð

Aðalfundur Okkar manna

11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 228 orð

Afmælishátíð og heimsmeistarakeppni

KÓPVOGSKAUPSTAÐUR á 40 ára afmæli 11. maí og stendur afmælishátíðin til 14. maí. Boðið er upp á fjölmarga menningarviðburði og uppákomur á vegum bæjarins. Álfar, tröll og hestar Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 260 orð

Andlát ARI GÍSLASON

11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 186 orð

ANDLÁT EGGERT G. ÞORSTEINSSON

11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 80 orð

Andlát GUÐMUNDUR HARALDSSON

11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 254 orð

ARI GÍSLASON

ARI Gíslason ættfræðingur og kennari lést í sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt síðastliðins miðvikudags. Ari fæddist 1. desember árið 1907 að Syðstu-Fossum í Andakílshreppi í Borgarfirði. Foreldrar hans voru Gísli Arinbjarnarson og Salvör Aradóttir. Var Ari einkasonur foreldra sinna, ólst upp hjá þeim og flutti með þeim til Reykjavíkur þegar þau brugðu búi árið 1921. Meira
11. maí 1995 | Miðopna | 1349 orð

Ávöxtunarkrafa gæti hækkað um 0,2­0,4 prósentustig Miklar efasemdir eru um hversu skynsamlegar þær hugmyndir eru að lengja

Lenging á lánstíma húsbréfalána í 40 ár Ávöxtunarkrafa gæti hækkað um 0,2­0,4 prósentustig Miklar efasemdir eru um hversu skynsamlegar þær hugmyndir eru að lengja húsbréfalán til að koma húseigendum í greiðsluerfiðleikum til aðstoðar. Meira
11. maí 1995 | Landsbyggðin | 120 orð

Biðröð nær óþekkt fyrirbæri í fiskiþorpi

Grundarfirði-Það þótti tíðindum sæta í Grundarfirði í gær þegar löng biðröð myndaðist við eitt einbýlishúsið. Náði hún út á götu, en biðraðir eru því nær óþekkt fyrirbæri í litlum sjávarplássum. Meira
11. maí 1995 | Erlendar fréttir | 281 orð

Breskur ráðherra á fundi með Sinn Fein

BRETAR afnámu í gær 23 ára bann við viðræðum breskra ráðherra við Sinn Fein, stjórnmálaarm Írska lýðveldishersins (IRA), og hófu könnunarviðræður í Belfast um hvernig koma ætti á varanlegum friði á Norður-Írlandi. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 104 orð

Brugggerð á Selfossi

BRUGGARI var handtekinn á Selfossi á þriðjudagskvöld í bílskúr í íbúðahverfi þar sem hann var að undirbúa bruggun á landa. Lögreglan færði manninn í fangageymslu en lét hann síðan lausan er hann hafði gengist við því að eiga tækin og að hafa staðið að því að brugga og selja landa. Bruggtækin í bílskúrnum voru gerð upptæk ásamt 1. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 163 orð

Búnaðarbanki og Íslandsbanki hækka vexti

HELSTU óverðtryggðu útlánsvextir Búnaðarbanka Íslands hækka í dag um að jafnaði 0,5% og vextir á verðtryggðum skuldabréfum um 0,35%, úr 5,85% í 6,20%. Vextir á óverðtryggðum innlánum Búnaðarbanka hækka á bilinu 0,1-0,5% og á bilinu 0,1-0,25% á verðtryggðum innlánum. Þá hækka innlánsvextir hjá Íslandsbanka. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 48 orð

Cosmokvöld á Kaffi Reykjavík

BOÐIÐ er upp á Cosmokvöld á Kaffi Reykjavík í kvöld klukkan 20. Model 79 sýnir nýjustu sumarlínu frá helstu tískuborgum heimsins. Kristjana Karlsdóttir í Kompaníinu sýnir hárgreiðslu, ilmurinn DNA frá Bijan verður kynntur og loks spila bræðurnir Magnús og Finnbogi Kjartanssyni ásamt Vilhjálmi Guðjónssyni. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 49 orð

Cosmokvöld á Kaffi Reykjavík

11. maí 1995 | Erlendar fréttir | 231 orð

Ebola- faraldur í Zaire

AÐ MINNSTA kosti níutíu hafa látið lífið af völdum blóðkreppusóttarfaraldurs og hitasóttar, sem talið er að rekja megi til Ebola-veirunnar, í borginni Kikwit í Zaire. Ríkissjónvarpið í Zaire greindi í gær frá því að Kikwit, þar sem um hálf milljón manna býr, hefði verið sett í sóttkví og borgin algjörlega lokuð af. Meðal hinna látnu eru þrjár ítalskar nunnur. Meira
11. maí 1995 | Erlendar fréttir | 235 orð

Ebola-faraldur í Zaire

11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 182 orð

EGGERT G. ÞORSTEINSSON

EGGERT G. Þorsteinsson, fyrrverandi þingmaður Alþýðuflokksins og ráðherra, lést á þriðjudag, á 70. aldursári. Eggert fæddist í Keflavík 6. júlí 1925. Hann lauk sveinsprófi í múrsmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1947 og lagði stund á málanám á kvöldnámskeiðum. Meira
11. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 74 orð

Erindi um skógarnytjar

BRYNJAR Skúlason ráðunautur flytur erindi um skógarnytjar á aðalfundi Skógræktarfélags Eyfirðinga sem haldinn verður í Galtalæk, húsi Flugbjörgunarsveitarinnar á Akureyri í kvöld, fimmtudagskvöldið 11. maí kl. 20. Meira
11. maí 1995 | Erlendar fréttir | 293 orð

ESB rekur spænskan bát heim

EVRÓPUSAMBANDIÐ sýndi í fyrradag að það vildi halda friðinn við Kanada og standa við hinn nýja samning um veiðar úti fyrir kanadískri lögsögu, er framkvæmdastjórnin svipti spænskan bát veiðileyfi og skipaði honum að snúa heim. Báturinn, Mayi IV, notaði ólögleg net við grálúðuveiðar. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 150 orð

Evrópu- og Íslandsmót í handflökun

EVRÓPUMEISTARA- og Íslandsmeistaramót í handflökun verður haldið 27. maí nk. í stóru tjaldi á miðbakkanum við Reykjavíkurhöfn. Keppnin er nú haldin í samvinnu við Reykjavíkurborg og nokkur fyrirtæki. Íslandsmót í handflökun var fyrst haldið í fyrra en nú eru líkur á að nokkrir erlendir keppendur taki þátt og þá munu þeir sem og íslensku keppendurnir geta unnið til Evrópumeistaratitils. Meira
11. maí 1995 | Óflokkað efni | 589 orð

Ferðamannaverslun

FERÐAMANNAVERSLUN er líklega í hugum margra Íslendinga fyrst og fremst sala á lopapeysum og þess háttar vörum t.d. í Rammagerðinni. Þessi ímynd kemur heim og saman við tölur yfir endurgreiðslur á virðisaukaskatti til ferðamanna á leið úr landi þar sem stærstur hluti þeirra hefur verið vegna ullarvara. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 374 orð

Fimm hundruð víkingar til Hafnarfjarðar

FIMM hundruð víkingar setja svip sinn á Hafnarfjörð í júlí, þegar þar verður haldin Víkingahátíð. Reist verða 80 víkingatjöld á Víðistaðatúni og þar getur almenningur kynnst handverki víkinga, sem bregða einnig bröndum og sýna bardagafimi, á meðan skip þeirra liggja við festar í Hafnarfjarðarhöfn. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 242 orð

Fjórða keppnin á Írlandi á átta árum

Á ÁTTA árum hefur Eurovision-keppnin, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, verið haldinn fjórum sinnum á Írlandi. Undirbúningur að keppninni í ár hefur staðið lengi og að þessu sinni verður lagt mikið upp úr tæknibrellum í útsendingunni sem er að venju um þriggja tíma löng. Sviðið í The Point leikhúsinu sem keppnin verður haldin í er samtals 1.350 fermetrar. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 444 orð

Format fyrir skemmtanaramma, skemmtanir, 103,7

Format fyrir skemmtanaramma, skemmtanir, 103,7 Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 398 orð

Fylgistap listans ekki borgarstjóra að kenna

KRISTÍN Ástgeirsdóttir þingmaður Kvennalista segir að gagnrýni sín á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra hafi ekki verið aðalatriðið í greiningu sinni á ástæðum fylgistaps Kvennalistans í síðustu kosningum. Meira
11. maí 1995 | Landsbyggðin | 168 orð

Fyrirhuguð kántrýhátíð um verslunarmannahelgina

Skagaströnd-Það vorar hægt en örugglega á Skagaströnd. Ýmsir velta þó fyrir sér hvort sumarið muni duga til að bræða allan snjóinn sem er í þorpinu eða hvort hér muni verða "hvítt" sumar. Einnig eru til þeir sem helst vildu hafa snjóinn áfram því girðingar, snúrustaurar og trjágróður eru mjög illa farin er það kemur undan snjónum. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 261 orð

Gjábakkadagar í Kópavogi

11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 256 orð

Gjábakkadagar í Kópavogi

Á ÞESSU ári, nánar tiltekið fimmtudaginn 11. maí, eru 40 ár liðin frá því að Kópavogur fékk kaupstaðarréttindi. Af þessu tilefni hefur bæjarstjórn Kópavogs skipað afmælisnefnd. Föstudaginn 12. maí verður dagskrá flutt af eldri bæjarbúum í Kópavogi. Afmælisnefndin hefur kosið að kalla þennan dag Gjábakkadag en Gjábakki er félags- og tómstundamiðstöð eldri bæjarbúa. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 98 orð

Gott nef er skilyrði

EINN þáttur í gæðaeftirliti í vínframleiðsludeild Mjólkursamlags Borgfirðinga er að 4-5 starfsmenn lykta af víninu. Með því móti er reynt að fylgjast með því að hver lögun sé eins og gæði vínsins séu fyrsta flokks. Einn þessara starfsmanna er Jón Guðmundsson mjólkurfræðingur. Jón sagði að menn þyrftu að hafa gott nef til að geta tekið þetta verk að sér. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 76 orð

GUÐMUNDUR HARALDSSON

GUÐMUNDUR Haraldsson skáld frá Háeyri er látinn á 78. aldursári. Guðmundur er fæddur á Merkisteini á Eyrarbakka 4. maí árið 1918. Hann flutti með fjölskyldu sinni, foreldrum og fimm systkinum, til Reykjavíkur árið 1933 og starfaði um hríð hjá A. Bridde bakarameistara. Síðar vann hann almenna verkamannavinnu. Hin síðari ár helgaði Guðmundur sig ritstörfum. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 76 orð

Heilsuverndarverðlaun til Íslendings

HERDÍS Storgaard, hjúkrunarfræðingur og barnaslysafulltrúi Slysavarnarfélags Íslands, tók við Norrænu heilsuverndarverðlaununum við hátíðlega athöfn í heilsugæsluskólanum í Gautaborg í gær. Verðlaunin hlýtur hún vegna starfa sinna hjá Slysavarnarfélaginu. Fyrir að stuðla að öryggi barna og fyrir ötula vinnu við að fyrirbyggja slys á börnum. Með Herdísi á myndinni er Davíð Á. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 97 orð

Hjálpræðisherinn í 100 ár á Lækjartorgi

Hjálpræðisherinn í 100 ár á Lækjartorgi Í TILEFNI af því að föstudaginn 12. maí eru 100 ár liðin frá fyrstu samkomu hersins á Lækjartorgi mun Hjálpræðisherinn halda útisamkomu á Lækjartorgi föstudaginn 12. maí kl. 16. Meira
11. maí 1995 | Miðopna | 1341 orð

Hverjir eiga síldina?

DEILUR Íslendinga og Norðmanna um rétt til nýtingar á síldarstofninum, sem íslenzki flotinn veiðir nú úr í Síldarsmugunni og í færeyskri lögsögu, kristallast í nafngiftunum, sem hvor þjóð um sig hefur valið stofninum. Norðmenn kalla hann "norska vorgotssíld". Á Íslandi heitir stofninn hins vegar "norsk-íslenzki síldarstofninn". Meira
11. maí 1995 | Erlendar fréttir | 83 orð

Hættulegasta landið

UNGVERJALAND, Pólland og Suður-Afríka eru hættulegustu löndin fyrir ferðamenn, ef marka má könnun bresku neytendasamtakanna. Ráðist er á meira en einn af hverjum tuttugu ferðamönnum í þessum löndum, samkvæmt könnuninni, sem var gerð meðal 16.000 lesenda tímarits samtakanna, Holiday Which. Næst á listanum yfir hættulegustu löndin voru Gambía og Marokkó. Meira
11. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 91 orð

Í boði bæjarstjórnar

11. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 89 orð

Í boði bæjarstjórnar

AKUREYRARBÆR efndi til móttöku fyrir leikmenn í D-riðli sem leikinn er í Íþróttahöllinni á Akureyri og aðra gesti í Sjallanum í gær. Sigfríður Þorsteinsdóttir forseti bæjarstjórnar bauð gestina velkomna og Geir H. Haarde formaður framkvæmdanefndar HM 95 þakkaði boðið fyrir hönd nefndarinnar. Meira
11. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 42 orð

Ís í góða veðrinu

11. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 41 orð

Ís í góða veðrinu

VINKONURNAR Mira Kolbrún og Aníta Lind voru að spóka sig í miðbæ Akureyrar í blíðskaparveðri í fyrradag og í tilefni af því að sólin skein keyptu þær sér ís sem án efa hefur smakkast afbragðsvel. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 118 orð

Jafntefli við Argentínu

ÍSLENZKA skáksveitin á Ólympíuskákmóti barna og unglinga yngri en 16 ára, sem haldið er í Las Palmas á Kanaríeyjum, gerði í gær jafntefli við sveit Argentínu í þriðju umferð. Í gærkvöldi voru ekki öll kurl komin til grafar, en líklegt að íslendingar og Georgíumenn yrðu efstir og jafnir með 8,5 vinninga og myndu þá tefla saman í fjórðu umferðinni. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 121 orð

Jafntefli við Argentínu

11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 140 orð

Kennurum gefinn kostur á fullu starfi

BORGARRÁÐ hefur samþykkt samhljóða tillögu um að kennurum sem ná ekki fullu starfi í einsetnum skólum,verði gefinn kostur á fullu starfi við kennslu og starf tengdu kennarastarfi. Í tillögunni segir að í samráði við bókun sem fylgi nýgerðum kjarasamningi kennararfélaganna og fjármálaráðherra hvetji borgarráð til þess að nefnd samningsaðila og menntamálaráðuneytis, Meira
11. maí 1995 | Erlendar fréttir | 169 orð

Konur vilja fleiri ráðherraembætti

EDOUARD Balladur, forsætisráðherra Frakklands, afhenti í gær François Mitterrand Frakklandsforseta afsagnarbeiðni fyrir sig og ráðuneyti sitt. Afsögn Balladurs er í raun formsatriði, þar sem Jacques Chirac, nýkjörinn forseti, mun skipa nýja ríkisstjórn í kjölfar þess að hann tekur formlega við embætti í byrjun næstu viku. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 103 orð

Kosin verði stjórnkerfisnefnd

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu borgarstjóra um að kosin verði stjórnkerfisnefnd er endurskoði ýmsa þætti í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Nefndina skipi þrír borgarfulltrúar og verður verksvið hennar meðal annars að skoða nefndir og ráð borgarinnar og hugsanlega sameiningu þeirra. Yfirfara og samræma samþykktir sem í gildi eru og samræma tilhögun ráðninga starfsmanna borgarinnar. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 102 orð

Kringlan og Borgarkringlan í samstarf?

VIÐRÆÐUR eru langt komnar milli eigenda Kringlunnar og Borgarkringlunnar um að koma á sameiginlegri yfirstjórn og hefja náið samstarf. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er vonast eftir að drög að samkomulagi liggi fyrir á næstunni sem hægt verði að leggja fyrir fund eigenda Kringlunnar. Meira
11. maí 1995 | Óflokkað efni | 102 orð

Kværner kemur á óvart

KVÆRNER skipasmíðafyrirtækið hefur komið á óvart með góðri afkomu á fyrsta ársfjórðungi og fyrirtækið býst við verulega auknum hagnaði 1995. A-hlutabréf í Kværner hækkuðu um 16 norskar krónur í 295 í kauphöllinni í Ósló eftir fréttina og B- hlutabréf um 16 krónur í 285. Gert er ráð fyrir að hagnaður á árinu í heild verði verulega meiri en hagnaðurinn í fyrra, en hann var 1. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 300 orð

Lagt af stað í rannsóknarleiðangur í dag

HAFRANNSÓKNASKIPIÐ Árni Friðriksson leggur í dag af stað í nærri þriggja vikna leiðangur til að rannsaka útbreiðslu og aðstæður vorgotssíldarinnar á hafsvæðinu austan við landið. Síldin veiðist nú æ sunnar og vestar í færeyskri lögsögu. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 92 orð

Leyfisveitingar 37.697 í fyrra

LÖGREGLUSTJÓRAEMBÆTTIÐ í Reykjavík gaf út 37.697 leyfi ýmiss konar á síðasta ári. Flest eru skemmtana- og áfengisveitingaleyfi, 19.167 talsins. Útgefin veitinga- og gististaðaleyfi voru 78, tækifærisveitingaleyfi 13, sveinsbréf 603, meistarabréf 98, skotvopnaleyfi 717, vegabréf 8.184, ný ökuskírteini bifreiða og bifhjóla 1.941, endurnýjuð ökuskírteini og útgefin samrit 6. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 95 orð

Leyfisveitingar 37.697 í fyrra

11. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 235 orð

Ljóðatónleikar Jóns og Gerrits

LJÓÐATÓNLEIKAR verða í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í kvöld, fimmtudagskvöldið 11. maí, kl. 20.30. Þeir eru liður í Kirkjulistaviku sem nú stendur yfir en á tónleikunum koma fram Jón Þorsteinsson tenór og Gerrit Schuil píanóleikari. Á efnisskrá eru trúarleg ljóð eftir Beethoven, Hugo Wolf, Franz Schubert og fleiri. Jón er fæddur í Ólafsfirði, hann stundaði söngnám m.a. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 157 orð

Lokadansleikur í Miðbakkatjaldinu

REYKJAVÍKURHÖFN vill minna á gamla hefð um hátíðarhöld í tilefni vetrarvertíðarloka 11. maí með því að standa fyrir dansleik í stóra tjaldi hafnarinnar á Miðbakka fimmtudaginn 11. maí kl. 21­23.. Í tilefni þessa gefur Reykjavíkurhöfn öllum kost á að vera með sýningar og kynningar í tjaldinu 12., 13. og 14. maí. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 164 orð

Margrét Frímannsdóttir gefur kost á sér til formannskjörsins

Margrét Frímannsdóttir gefur kost á sér til formannskjörs í Alþýðubandalaginu. Þetta kemur fram í viðtali Sunnlenska fréttablaðsins við hana. Hún segist hafa tekið ákvörðunina í samráði við félaga sína í kjördæminu og fjölskylduna eftir að hún hafði fengið áskoranir hvaðanæva af landinu. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 246 orð

Mikið um fölsuð ökuskírteini í umferð

TALSVERT er um að unglingar undir tvítuug reyni að komast inn á vínveitingastaði með því að villa á sér heimildir og framvísa fölsuðum skilríkjum. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík, virðist talsvert af fölsuðum ökuskírteinum í umferð og greinilegt að einhver eða einhverjir hafi gert út á að útvega unglingum slík fölsuð skilríki. Meira
11. maí 1995 | Landsbyggðin | 132 orð

Mjólkursamlagið rekið með hagnaði

Húsavík-AÐALFUNDUR Mjólkursamlags Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík var haldinn nýlega. Varð hagnaður á rekstri þess á liðnu ári tæpar 8 milljónir en árið áður varð um 5 milljóna kr. tap samkvæmt upplýsingum mjólkurbússtjórans Hlífars Karlssonar. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 71 orð

Morgunblaðið/Jón Stefánsson Verk

KVENFÉLAGASAMBAND Kópavogs hefur látið stækka eitt af síðustu verkum Gerðar Helgadóttur. Sambandið var stofnað árið 1967 og sagði Þóra Davíðsdóttir fulltrúi sambandsins, að árið 1987 á 20 ára afmæli Kvenfélagasambandsins hafi verið samþykkt að láta stækka og setja upp eitt verka Gerðar við Listasafnið. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 309 orð

Náttúruverndarráð kærir til sýslumanns

NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ hefur sent sýslumanninum í Hafnarfirði bréf þar sem þess er óskað að hann grípi til aðgerða til að koma í veg fyrir malarnám það sem Borgarverk stendur fyrir í landi Skógræktar ríkisins í Kapelluhrauni. Meira
11. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 96 orð

Nemar sýna á Dalvík og Ólafsfirði

MYNDLISTARSKÓLINN á Akureyri bryddar upp á þeirri nýjung um komandi helgi að vera með farandsýningu í nágrannabæjum Akureyrar, en nemendur skólans koma víða að. Á sýningunum sýna nemendur fornámsdeildar, fyrsta og annars árs grafískrar hönnunar og málunardeildar verk sín. Næstkomandi laugardag verður haldin sýning í Barnaskólanum í Ólafsfirði og sunnudaginn 14. Meira
11. maí 1995 | Erlendar fréttir | 65 orð

Nichols kærður fyrir tilræðið í Oklahoma

ANNAR maður var kærður í gær fyrir aðild að sprengjutilræðinu í stjórnsýsluhúsinu í Oklahoma- borg í Bandaríkjunum sem varð 166 manns að bana. Er þar um að ræða Terry Nichols, vin og samverkamann Timothys McVeigh, sem handtekinn daginn sem tilræðið var framið og ákærður tveimur dögum síðar. Nichols, sem stendur á fertugu, er hér leiddur út úr dómshúsi. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 686 orð

Nýjar starfsreglur hafa tekið gildi um vinnuskólann

Arnfinnur Jónsson fæddist 16. mars 1942 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1962 og fór í kennaranám. Árið 1965 hóf hann kennslu við Austurbæjarskóla og hefur síðan starfað sem kennari, yfirkennari og skólastjóri við ýmsa skóla í Reykjavík. Hann var ráðinn í hlutastarf skólastjóra Vinnuskóla Reykjavíkur árið 1986 og árið 1993 var hann ráðinn í fullt starf. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 510 orð

Óánægja með skipan framkvæmdastjóra lækninga

MIKIL óánægja er meðal lækna á Landspítalanum vegna skipunar á framkvæmdastjóra lækninga við Ríkisspítalanna. Á fundi læknaráðs sl. föstudag var framgangi fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Sighvatar Björgvinssonar, varðandi skipanina mótmælt harðlega. Ásmundur Brekkan, formaður læknaráðs, segir að hann skilji ekki hvað hafi ráðið því að ráðherra hunsaði vilja læknaráðs og stjórnarnefndar. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 182 orð

Ráðstefna um Leonardó-áætlunina

11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 180 orð

Ráðstefna um Leonardó-áætlunina

LANDSSKRIFSTOFA um Leonardó stendur fyrir ráðstefnu í dag, fimmtudaginn 11. maí, á Grand Hótel Reykjavík frá kl. 10­17. Á ráðstefnunni verður kynnt Leonardó-áætlun Evrópusambandsins á sviði starfsþjálfunar og endurmenntunar. Meira
11. maí 1995 | Erlendar fréttir | 111 orð

Riina í hnapphelduna

MAFÍUFORINGINN Salvatore "Toto" Riina gekk á mánudag í hjónaband með konunni sem búið hefur með honum síðasta aldarfjórðunginn og alið honum fjögur börn, Antoniettu Bagarella. Giftingin var borgaraleg og var framkvæmd í Ucciardone-fangelsinu á Sikiley þar sem Riina er í haldi. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 218 orð

Ritgerðasamkeppni barna og unglinga

STÆRSTU dagblöð Norðurlanda, Norðurlandaráðs og Norræna ráðherranefndin standa fyrir keppni um bestu ritgerðina um kynþáttafordóma, útlendingahræðslu eða haturs vegna mismunandi trúarbragða. Keppnin er fyrir börn og unglinga allt að 20 ára. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 226 orð

Ritgerðasamkeppni barna og unglinga

11. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 106 orð

rjátíu númeraplötur klipptar af

11. maí 1995 | Erlendar fréttir | 414 orð

Rússar fallast á gefa eftir í deilunni um Íran

RÚSSNESKAR herþotur gerðu eldflaugaárás í grennd við þorp í Tsjetsjníju í gær, nokkrum mínútum eftir að Borís Jeltsín, forseti Rússlands, lýsti því yfir eftir fund með Bill Clinton Bandaríkjaforseta að rússneski herinn væri ekki að berjast þar. Clinton forðaðist að gagnrýna hernaðaraðgerðir Rússa á blaðamannafundi með Jeltsín eftir fjögurra klukkustunda fund þeirra í Kreml. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 464 orð

Rútuferðir raskast

VERKFALL yfir 150 félaga í Bifreiðastjórafélaginu Sleipni hófst á miðnætti. Samningafundur hófst kl. 17 í gær og stóð enn þegar Morgunblaðið fór í prentun. Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, sagði fyrir fundinn að staðan væri mjög viðkvæm, en hann sagðist ganga bjartsýnn til fundar. Horfur eru á að rútuferðir raskist mikið ef verkfallið leysist ekki á samningafundinum. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 436 orð

Samið um varalið til björgunarstarfa

SAMSTARFSSAMNINGUR milli Almannavarnanefndar Reykjavíkur annars vegar og Björgunarsveitar Ingólfs, Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík, Hjálparsveitar skáta í Reykjavík og Reykjavíkurdeildar Rauða krossins hins vegar var undirritaður í gær. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 171 orð

Sérstakt eftirlit með ökuhraða

SAMSTARFSNEFND um umferðarmál á Suðvesturlandi hittist á þriðjudag og ákvað að næsta sameiginlega umferðarátak, sem verður í eina viku síðari hluta mánaðarins, myndi beinast að því að hafa eftirlit með ökuhraða. Meira
11. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 102 orð

Skólanefnd mælir með Helgu Haraldsdóttur

SKÓLANEFND Akureyrar samþykkti á fundi sínum í vikunni að mæla með því að Helga Haraldsdóttir verði ráðin skólastjóri hins nýja Giljaskóla sem tekur til starfa á Akureyri næsta haust. Helga er skólastjóri í Hvammshlíðarskóla á Akureyri. Sjö umsóknir bárust um stöðu skólastjóra Giljaskóla. Meira
11. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 404 orð

Stærsta flutningafyrirtæki á Norðurlandi

TVÖ rótgróin flutningafyrirtæki, Stefnir hf. á Akureyri og Óskar Jónsson og Co á Dalvík, hafa sameinast rekstri Flutningamiðstöðvar Norðurlands og er fyrirtækið þar með hið langstærsta sinnar tegundar á Norðurlandi, en það býður viðskiptavinum sínum fjölbreytta flutningaþjónustu, á sjó, landi og lofti. Landflutningar hafa aukist Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 307 orð

Svölum lokað í leyfisleysi

VIÐRÆÐUR standa yfir milli byggingafulltrúa Reykjavíkurborgar, slökkviliðsstjórans í Reykjavík og Brunamálastofnunar ríkisins um reglur er varða yfirbyggingar á svölum íbúða í fjölbýli. Að sögn Magnúsar Sædals Svavarssonar byggingafulltrúa eru reglur víða brotnar og svalir lokaðar af í heimildarleysi með glerskálum. Meira
11. maí 1995 | Erlendar fréttir | 468 orð

Sögulegt að hitta tvo forseta Frakklands

"ÞAÐ var einkar minnistætt að tveir Frakklandsforsetar skyldu vera viðstaddir athöfnina í París þar sem minnst var styrjaldarloka í Evrópu," sagði Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, sem nýkomin er frá Frakklandi. Þar hitti hún stuttlega þá François Mitterrand, fráfarandi forseta, og Jacques Chirac, nýkjörinn forseta landsins. Meira
11. maí 1995 | Óflokkað efni | 598 orð

Torgið Ferðamannaverslun

11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 298 orð

Trúi ekki að ekkert eigi að ræða við SH

JÓN Ingvarsson, stjórnarformaður Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna, segist ekki trúa því að stjórnendur Fiskiðjusamlags Húsavíkur muni ekkert ræða meira við SH áður en gengið verði frá hlutafjárkaupum í FH. Hann segir að í bréfi SH til bæjarstjórnarmanna á Húsavík hafi verið settar fram hugmyndir að viðræðugrundvelli, en SH hafi verið reiðubúið til að breyta kauptilboði sínu, jafnvel til hækkunar. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 41 orð

Tveir á slysadeild

ÖKUMENN tveggja bíla voru fluttir á slysadeild skömmu eftir hádegi í gær eftir árekstur. Bílarnir tveir lentu saman á Stórhöfða rétt fyrir klukkan hálftvö. Ökumenn beggja bíla voru fluttir á slysadeild með sjúkrabílum. Báðir bílarnir eru mikið skemmdir. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 44 orð

Tveir á slysadeild

11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 68 orð

Ungverjar lagðir að velli

11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 65 orð

Ungverjar lagðir að velli

ÍSLENSKA landsliðið bar sigurorð af Ungverjum, 23:20 í spennandi leik í HM í handknattleik í Laugardalshöll í gærkvöldi. Geir Sveinsson, fyrirliði landsliðsins, fagnar hér einu fjögurra marka sinna í leiknum en markahæsti maður íslenska liðsins var eins og fyrri daginn Valdimar Grímsson, sem skoraði 9 mörk. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 111 orð

Útlit fyrir erlenda samkeppni

26 evrópsk vátryggingafélög hafa tilkynnt Vátryggingaeftirlitinu að þau hefji e.t.v. starfsemi hérlendis. Að sumu er um það að ræða að félög vilji vera skrásett á öllu Evrópska efnahagssvæðinu en hafi ekki áform um að taka hér til starfa. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 216 orð

Verðtryggingu breytt í áföngum

SEÐLABANKI Íslands hefur sent viðskiptaráðuneytinu bréf um tillögur bankans um breytingar á verðtryggingu á fjárskuldbindingar í áföngum, allt til ársins 2000. Tillögurnar miða m.a. að því að árið 2000 verði óheimilt að verðtryggja skuldabréf til skemmri tíma en sjö ára og verðtrygging á innlán hverfi að öllu leyti sama ár. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 71 orð

Verkfall bifreiðastjóra hófst á miðnætti

VERKFALL yfir 150 félaga í Bifreiðastjórafélaginu Sleipni hófst á miðnætti. Níundi samningafundur hófst kl. 17 í gær og stóð enn þegar Morgunblaðið fór í prentun. Verkfallið mun hafa áhrif á ferðir sérleyfisbíla á félagssvæði Sleipnis sem er Reykjanes, Árnessýsla, Borgarfjörður, hluti Snæfellsnessýslu og Eyjafjörður. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 68 orð

Verkfalli Sleipnis frestað

RÍKISSÁTTASEMJARI lagði fram miðlunartillögu til lausnar kjaradeilu Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis og viðsemjenda á miðnætti síðustu nótt. Tillagan verður send beint til félagsmanna Sleipnis og viðsemjenda þeirra. Innihald hennar er trúnaðarmál þar til atkvæðagreiðslu er lokið. Boðaðri vinnustöðvun er frestað meðan á atkvæðagreiðslu stendur. Meira
11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 71 orð

Verkfalli Sleipnis frestað

11. maí 1995 | Innlendar fréttir | 314 orð

Viðræðurnar eru í öngstræti

"ÞETTA mál er í öngstræti. Sjómenn gerðu á mánudag kröfu til þess, að allur fiskur fari á markað, eða að fiskverð miðist við 95% af því verði sem fæst á fiskmörkuðum á löndunardag. Nú er ljóst að mjög lítill hluti afla fer á markað og því ekki rökrétt að verðleggja allan afla miðað við fiskmarkaðsverð. Meira
11. maí 1995 | Erlendar fréttir | 235 orð

Vill draga úr beitingu neitunarvalds

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins hvatti í gær til að dregið yrði úr beitingu neitunarvalds aðildarríkjanna varðandi málefni sambandsins. Jacques Santer, forseti framkvæmdastjórnarinnar, sagðist vera andvígur því að aðildarríkin gætu valið og hafnað svið þeim sviðum, sem þau hefðu áhuga á að taka þátt. Meira
11. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 104 orð

Þrjátíu númeraplötur klipptar af

LÖGREGLAN á Akureyri klippti númer af 30 bílum í fyrrinótt og gærdag. Matthías Einarsson varðstjóri lögreglunnar á Akureyri sagði að svo virtist sem óvenjumikið væri um að bifreiðaeigendur væru með gjöld sín í vanskilum. Meira

Ritstjórnargreinar

11. maí 1995 | Leiðarar | 720 orð

MJÓLKURBÚIÐ Í BORGARNESI UÐMUNDUR Bjarnason, landbúnaðarrá

MJÓLKURBÚIÐ Í BORGARNESI UÐMUNDUR Bjarnason, landbúnaðarráðherra, undirritaði í síðustu viku samning um úreldingu Mjólkursamlags Borgfirðinga. Hagræðing í mjólkuriðnaði, meðal annars með úreldingu vinnslustöðva, er vissulega nauðsynleg og til þess fallin að lækka verð mjólkurafurða. Meira
11. maí 1995 | Staksteinar | 331 orð

Vonbrigði með Reykjavíkurþing

CARL Bildt, formaður sænska Hægriflokksins, skrifar grein í Nordisk Kontakt og fjallar meðal annars um niðurstöðu Norðurlandaráðsþingsins í Reykjavík. Gjáin milli yfirlýsinga og árangurs Meira

Menning

11. maí 1995 | Menningarlíf | 253 orð

Afmælistónleikar

ÞURÍÐUR Baxter mezzó-sópran og Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari efna til tónleika í Seltjarnarneskirkju, laugardaginn 13. maí kl. 15. Á efnisskránni eru ljóð og óperuaríur úr ýmsum áttum, flest eftir tónskáld rómantíska tímabilsins, Lizt, Schumann, Dvorsak og Tsjækovski. Einnig verða flutt ljóð eftir Strauss og Jón Ásgeirsson og aríur eftir Mozart, Massenet, Tsjækovski, Bizet og Rossini. Meira
11. maí 1995 | Menningarlíf | 257 orð

Afmælistónleikar

11. maí 1995 | Menningarlíf | 70 orð

Aukasýning á La traviata

11. maí 1995 | Menningarlíf | 68 orð

Aukasýning á La traviata ÍSLENSKA óperan hefur á undanförnum vikum sýnt óperu Verdis, La traviata, fyrir fullu húsi. Vegna þess

ÍSLENSKA óperan hefur á undanförnum vikum sýnt óperu Verdis, La traviata, fyrir fullu húsi. Vegna þess fjölda sem þurfti frá að hverfa á síðustu sýningu, hefur nú verið ákveðið að hafa eina aukasýningu, í allra síðasta sinn á laugardag 13. maí. Meira
11. maí 1995 | Fólk í fréttum | 116 orð

Bruce Willis í sumarfrí

BRUCE Willis lauk nýlega við að leika í myndinni "12 Monkeys". Hann er í óða önn að kynna nýjustu kvikmynd sína "Die Hard With a Vengeance", sem verður frumsýnd 19. maí í Bandaríkjunum. Að því loknu hyggst hann taka sér verðskuldað sumarfrí, en hann er þó langt í frá laus allra mála. Hann hefur nefnilega lofað sér í myndarnar "Mr. Meira
11. maí 1995 | Fólk í fréttum | 117 orð

Bruce Willis í sumarfrí

11. maí 1995 | Menningarlíf | 165 orð

Djassútgáfa á íslenskum verkum

TRÍÓ Egils B. Hreinssonar mun leika djass á Jazzbarnum, Lækjargötu í kvöld frá kl. 22. Tríóið skipa þeir Egill B. Hreinsson píanó, Tómas R. Einarsson kontrabassi og Einar Valur Scheving trommur. Leiknar verða nýjar djassútsetningar af ýmsum þekktum íslenskum lögum eftir Pál ísólfsson, Emil Thoroddsen, Sveinbjörn Sveinbjörnsson o.fl., svo og þekktar perlur djassbókmenntanna. Meira
11. maí 1995 | Menningarlíf | 38 orð

Eldri og yngri sveitir leika TÓNLEIKAR verða í Laugarnesskóla í kvöld 11. maí kl. 20. Báðar sveitirnar, yngri og eldri, koma

TÓNLEIKAR verða í Laugarnesskóla í kvöld 11. maí kl. 20. Báðar sveitirnar, yngri og eldri, koma fram, í þeim eru einnig nemendur úr Breiðagerðisskóla og Hvassaleitisskóla. Stjórnandi er Stefán Stephensen. LÚÐRASVEIT Laugarnesskóla. Meira
11. maí 1995 | Kvikmyndir | 312 orð

Flóttinn austur

Leikstjóri: Peter Markle. Aðalhlutverk: John Candy, Richard Lewis, Ed Lauter. Carolco. 1994. BANDARÍSKI grínvestrinn eða farsinn Austurleið í Regnboganum er þekktastur fyrir að vera síðasta heila myndin sem kanadíski grínleikarinn John Candy lék í og hún er tileinkuð minningu hans. Meira
11. maí 1995 | Menningarlíf | 169 orð

Ísland gegn alnæmi

11. maí 1995 | Menningarlíf | 166 orð

Ísland gegn alnæmi

ÁRIÐ 1993 efndi Landsnefnd um alnæmisvarnir til leikritasamkeppni, þar sem óskað var eftir einþáttungum sem á einhvern hátt fjölluðu um alnæmi. Þau Hlín Agnarsdóttir og Valgeir Skagfjörð hlutu fyrstu og önnur verðlaun í þessari samkeppni fyrir leikþætti sína Alheimsferðir, Erna og Út úr myrkrinu. Meira
11. maí 1995 | Fólk í fréttum | 92 orð

Kevin Kline leikur konuna

EFTIR að tökum á myndinni "French Kiss" með Meg Ryan og Kevin Kline lauk hefur Kline lagt nótt sem nýtan dag í að undirbúa sig fyrir næstu mynd. Það er framhald af hinni feikna vinsælu "A Fish Called Wanda", en hann fékk einmitt Óskarinn fyrir hana á sínum tíma. Meira
11. maí 1995 | Fólk í fréttum | 93 orð

Kevin Kline leikur konuna

11. maí 1995 | Menningarlíf | 116 orð

Kórlög, negrasálmar, djassog dægurlög

VALSKÓRINN heldur vortónleika í Friðrikskapellu að Hlíðarenda á afmælisdegi Vals, í dag fimmtudag kl. 20.30. Á söngskránni eru lög eftir innlenda og erlenda höfunda, meðal annars íslensk kórlög, negrasálmar, djass og dægurlög. Söngstjóri er Gylfi Gunnarsson og undirleik í nokkrum laganna annast þeir Jónas Þórir og feðgarnir Árni og Einar Valur Scheving. Meira
11. maí 1995 | Fólk í fréttum | 89 orð

Leikarinn Gary Busey ákærður

11. maí 1995 | Fólk í fréttum | 88 orð

Leikarinn Gary Busey ákærður

LEIKARINN Gary Busey hefur meðal annars verið ákærður fyrir að hafa kókaín, marijúana og PCP í fórum sínum. Hann var útskrifaður af spítala í Los Angeles á mánudaginn var eftir að hafa legið þar þungt haldinn í nokkra daga. Svo virðist sem hann hafi tekið of stóran skammt af kókaíni. Búist er við að Busey, sem er 50 ára, muni gefa sig fram við lögreglu á næstu dögum. Meira
11. maí 1995 | Menningarlíf | 178 orð

Lifandi myndir úr íslenskum veruleika

SÍÐASTLIÐINN laugardag var opnuð málverkasýning Guðrúnar E. Ólafsdóttur í Listhúsinu í Laugardal. Á sýningunni eru um 30 olíumyndir á striga sem flestar eru unnar á síðastliðnum tveimur árum. Guðrún segir að þema myndanna sé fólk en myndefnið er sótt úr hinu daglega lífi. "Það má segja að þetta séu lifandi myndir úr íslenskum veruleika", segir Guðrún. Meira
11. maí 1995 | Menningarlíf | 949 orð

List hins öfugsnúna veruleika

Pólitískar skopmyndir munu prýða veggi Mokka- kaffis næstu daga en samsýning fimm norrænna skopmyndateiknara ­ Grannagys ­ verður opnuð þar síðdegis. Orri Páll Ormarsson kynnti sér sýninguna sem Norðurlandaráð hefur veg og vanda af og mun fara til allra Norðurlandanna í sumar. Meira
11. maí 1995 | Menningarlíf | 123 orð

Lúðrasveitartónleikar í Njarðvíkurskóla

LÚÐRASVEIT Tónlistarskóla Njarðvíkur heldur árlega vortónleika í kvöld kl. 20, en nú í fyrsta sinn í hinum nýja sal Njarðvíkurskóla. Tónleikarnir, sem eru þriðju vortónleikar Tónlistarskólans á þessu vori, eru jafnframt liður í fjáröflun sveitarinnar en hún er á förum austur í Neskaupstað á landsmót Samtaka íslenskra skólalúðrasveita í byrjun júní. Meira
11. maí 1995 | Menningarlíf | 146 orð

Lögreglu- og RARIKkórinn

11. maí 1995 | Menningarlíf | 140 orð

Lögreglu- og RARIKkórinn

VORTÓNLEIKAR Lögreglukórsins og RARIK-kórsins verða haldnir í Fella- og Hólakirkju í kvöld 11. maí kl. 20.30. Með þessum tónleikum lýkur Lögreglukórinn tónleikaári sínu. Stjórnandi Lögreglukórsins er Guðlaugur Viktorsson og syngur kórinn bæði íslensk og erlend lög. Meira
11. maí 1995 | Fólk í fréttum | 144 orð

María átti sigurmyndina

STUTTMYNDADAGAR í Reykjavík voru haldnir á Hótel Borg 2.-4. maí, en fimmtíu og tvær myndir bárust í keppnina. Í fyrsta sæti varð mynd Maríu Sigurðardóttur "Two Little Girls And a War". Jafnar í öðru sæti urðu myndir Gunnars B. Guðmundssonar "TF- 3BB" og Guðmundar Karls Sigdórssonar "Einelti". Meira
11. maí 1995 | Fólk í fréttum | 149 orð

María átti sigurmyndina

11. maí 1995 | Menningarlíf | 143 orð

Norsk textíllistakona talar um verk sín

NORSKA textíllistakonan Else Marie Jakobsen heldur fyrirlestur um verk sín og sýnir litskyggnur í stofu 101 í Odda, í dag 11. maí kl. 20.30 á vegum Textílfélagsins og Kirkjulistahátíðar 1995. Else Marie Jakobsen er ein af þekktustu listamönnum Norðmanna. Hún er fædd í Kristiansand 1927 og hefur rekið þar eigin vinnustofu frá 1950. Meira
11. maí 1995 | Tónlist | 380 orð

Nýr samspilshópur

Flytjendur Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðla, Ármann Helgason, klarinett, Herdís Jónsdóttir, víóla, Sigurður Halldórsson, selló, Emil Friðfinnsson, horn, Þórir Jóhannsson, kontrabassi. Sunnudagur 7. maí. Meira
11. maí 1995 | Fólk í fréttum | 173 orð

Regnboginn sýnir myndina North

REGNBOGINN hefur hafið sýningar á gamanmyndinni North eftir leikstjórann Rob Reiner. Með aðalhlutverk fara Elijah Woods, Bruce Willis, Dan Akroyd, Jon Lovitz, Alan Arkin, Jason Alexander, Kathy Bates, Kelly McGillis og John Ritter. Meira
11. maí 1995 | Fólk í fréttum | 137 orð

Sambíóin sýna myndina Fjör í Flórída

SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga kvikmyndina "Miami Rhapsody" eða Fjör í Flórída eins og hún er kölluð á íslensku. Þessi ljúfa rómantíska gamansaga segir frá Gwyn Marcus, ungri fallegri stúlku sem hyggst giftast kærasta sínum, honum Matt. Stuttu eftir trúlofunina kemst hún að því að allir í hennar fjölskyldu eru að halda framhjá. Meira
11. maí 1995 | Menningarlíf | 106 orð

Samsöngur þriggja kóra

11. maí 1995 | Menningarlíf | 103 orð

Samsöngur þriggja kóra TÓNLEIKAR verða haldnir í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði á laugardag. Þarna er um að ræða samsöng þriggja

TÓNLEIKAR verða haldnir í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði á laugardag. Þarna er um að ræða samsöng þriggja kóra, Kvennakórs Hafnarfjarðar sem stofnaður var nú í vetur, Samkórs Oddakirkju sem eining var stofnaður í vetur og eldri félaga úr Karlakórnum Þröstum sem fóru að æfa saman haustið 1992. Meira
11. maí 1995 | Leiklist | 675 orð

STILLIR HANN

Leikfélagið Vaka, Borgarfirði eystra: Álfaborgin eftir Kristínu og Sigríði Eyjólfsdætur. Leikstjórn og leikgerð: Andrés Sigurvinsson. Helstu leikendur: Andrés Björnsson, Ásta S. Geirsdóttir, Hafþór S. Helgason, Elsa A. Helgadóttir, Pétur Eiðsson, Sesselja Traustadóttir. Borgarfirði eystra, 6. maí. Meira
11. maí 1995 | Menningarlíf | 63 orð

Sýningu Steingríms St.Th. að ljúka 78. SÝNING Steingríms St. Th. Sigurðssonar í salarkynnum Verslunarmannafélags Suðurnesja,

78. SÝNING Steingríms St. Th. Sigurðssonar í salarkynnum Verslunarmannafélags Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14, lýkur mánudaginn 15. maí kl. 22. Á sýningunni, sem er afmælissýning listamannsins, eru 72 verk, þar af eru 66 nýjar myndir. 30 þeirra eru málaðar á Spáni og hinar á Breiðafirði og á suðurströndinni. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-22. Meira
11. maí 1995 | Menningarlíf | 107 orð

Teikningar og skriftir

11. maí 1995 | Menningarlíf | 104 orð

Teikningar og skriftir OPNUÐ hefur verið sýning á Annari hæð, Laugavegi 37 á verkum Jan Voss (f. 1945), Henriëtte van Egten (f.

OPNUÐ hefur verið sýning á Annari hæð, Laugavegi 37 á verkum Jan Voss (f. 1945), Henriëtte van Egten (f. 1948), Andrea Tippel (f. 1945) og Tomas Schmit (f. 1943). Til sýnis eru teikningar, munir og bækur gerðar af listamönnunum, en öll fást þau við teikningar, skriftir og einhverskonar samruna þessara greina. Ákveðin tengsl eru við Fluxus-hreyfinguna. Meira
11. maí 1995 | Menningarlíf | 175 orð

Tímamót hjáTónlistarskólaRangæinga

FYRSTI maí var merkur dagur í sögu Tónlistarskóla Rangæinga, en þá útskrifaðist í fyrsta sinn nemandi með áttunda stig frá skólanum. Það var Anna Magnúsdóttir sem lengi hefur starfað sem kennari við skólann. Anna er fædd í Hvammi V-Eyjafjöllum en er nú búsett á Hellu. Meira
11. maí 1995 | Menningarlíf | 157 orð

Vegleg gjöf til Samtaka um tónlistarhús

ÞÝSKI myndlistarmaðurinn Adolfo Hasenkamp hefur gefið 515.000 íslenskra króna til Samtaka um tónlistarhús. Hasenkamp, sem hefur ferðast allmikið um Ísland, kom til landsins á dögunum með myndir af íslensku landslagi í fórum sínum. Var ætlun hans að halda hér sölusýningu á verkunum og gefa ágóðann til styrktar einhverju góðu málefni. Meira
11. maí 1995 | Myndlist | 1221 orð

"Yfirsýn"

Opið frá 12-18 daglega. Lokað mánudaga. Til 21. maí. Aðgangur 200 kr. ÞAÐ ER mikill áfangi í lífi hvers manns að verða fimmtugur og myndlistarmenn eru hér vel meðvitaðir. Þeir taka stundum upp á því að efna til stórra einkasýninga í tilefni tímamótanna, eða aðrir gera það þeim til heiðurs. Meira
11. maí 1995 | Myndlist | 618 orð

"Þessir kollóttu steinar

Opið um helgar kl. 14-17 til 1. júní. Aðgangur ókeypis GERÐ mannamynda hefur á síðustu áratugum tæpast notið þeirrar virðingar innan myndlistarinnar sem vert væri og þannig m.a. liðið að nokkru fyrir tíðaranda óhlutbundinnar listar og ýmissa þátta hugmyndalistar, þar sem ímynd mannsins er fjarri. Meira

Umræðan

11. maí 1995 | Aðsent efni | 531 orð

Framtíðarstefna í lyfjamálum

ÞRÓUN lyfjasölu og neyslu tekur mið af lyfjagerð og framleiðslu en ekki síður þróun efnahagsskipulags og neytendamála ásamt upplýsingatækni. Miklar framfarir hafa orðið í greininni og mörg ný lyf komið á markaðinn á allra síðustu tímum. Sem dæmi má nefna nýtt mígrenelyf. Ef allir sem þjást af mígrene fengju þetta lyf yrði kostnaður nálægt einum milljarði á ári. Önnur lyf má nefna, t.d. Meira
11. maí 1995 | Aðsent efni | 499 orð

ODDAFLUG

Í LOK aprílmánaðar sýndi ríkissjónvarpið nýja mynd eftir Pál Steingrímsson, kunnan kvikmyndagerðarmann á sviði heimilda- og náttúrulífsmynda. Myndina nefnir Páll "Oddaflug". Með honum stóðu að myndinni valinkunnir kvikmyndagerðarmenn, dýrafræðingar og náttúruskoðarar, enda árangurinn góður. Meira
11. maí 1995 | Velvakandi | 429 orð

RÖFUR nútímans um skjóta upplýsingamiðlun fara svo að s

RÖFUR nútímans um skjóta upplýsingamiðlun fara svo að segja dagvaxandi. Við blaðamenn verðum áþreifanlega varir við vaxandi kröfur lesenda um ítarlegar fréttir og greinar um hvaðeina og eru alls konar sérfræðimál þar meðtalin. Því er okkur höfuðnauðsyn að hafa greiðan og skjótan aðgang að upplýsingum eða þeim sérfræðingum, sem gerzt vita um málin. Meira
11. maí 1995 | Aðsent efni | 858 orð

Síðasti Móhíkaninn ­ II

ÓLAFUR Sæmundsson næringarfræðingur viðurkennir í grein sinni um blómafrjókorn í VR-blaðinu að fyrri vísindarannsóknir hafi sýnt mikið næringargildi frjókorna en segir síðari tíma vísindarannsóknir aftur dregið úr þeim niðurstöðum. Meira
11. maí 1995 | Aðsent efni | 1201 orð

Sjálfshjálp gegn gigt

FYRIR nokkru barst mér æði ískyggilegt bréf frá leynifélagi sem hótaði mér öllu illu. Þar sem ég er fremur friðsamur maður á þessum síðustu og verstu tímum, fór það nokkuð fyrir brjóstið á mér. Í bréfhaus var merki eða skammstöfun teiknuð með ískyggilegum brotnum örvum og kallaðist það MNÍ og kom fram að það stóð fyrir Matvæla- og næringarfræðingafélag Íslands. Meira
11. maí 1995 | Aðsent efni | 964 orð

Skráning hlutabréfa Vinnslustöðvar á Verðbréfaþingi

Í MORGUNBLAÐINU 10. maí er fjallað um álitsgerð bankaeftirlits á skráningu hlutabréfa Vinnslustöðvarinnar á Verðbréfaþingi Íslands. Haft er eftir skrifstofustjóra í viðskiptaráðuneytinu að stjórn Verðbréfaþings sé ekki fyllilega sammála áliti bankaeftirlits. Meira
11. maí 1995 | Velvakandi | 758 orð

Stigaútreikningur í danskeppni

Stigaútreikningur í danskeppni Níels Einarssyni: EINS og mörgum er ljóst hefur áhugi á dansi aukist mjög hin síðari ár. Danskeppnum innanlands hefur fjölgað og samfara því eykst hópur þeirra sem stunda dansíþrótt með keppni í huga. Einnig tekur stór hópur dansara þátt í erlendum danskeppnum. Meira
11. maí 1995 | Aðsent efni | 689 orð

Um laun forseta Alþingis

FRÁ því að til tals kom að ég yrði kjörinn forseti Alþingis hafa rannsóknafréttamenn, pistlahöfundur og upplýsingafulltrúi farið mikinn í skrifum og tali um hneyksli, sem væri í vændum. Nú ætti sem sagt að greiða væntanlegum þingforseta ráðherralaun, nú væri lag þar sem karlmaður tæki við af konu - þá mætti hækka launin. Meira
11. maí 1995 | Velvakandi | 687 orð

Vor í Toskana

ÞRÁTT fyrir að sumar sé komið á íslandi er vor á Ítalíu þangað til á Jónsmessu. Eftir mildan vetur hefur sólin ekki verið iðin við að skína það sem af er vorinu hér í Toskana- héraði. Frelsisdagur Ítalíu var 25. apríl og er hann hátíðisdagur. Einnig er 1. maí hátíðisdagur hérna og notfærðu sér því margir þessa daga til að taka út hluta af sumarfríinu. Meira
11. maí 1995 | Aðsent efni | 1077 orð

Þegar HM var bjargað úr sjálfheldu

HEIMSMEISTARAKEPPNIN í handkattleik er hafin með glæsibrag og verður án efa landi og þjóð til sértaks sóma. Annáll þessarar keppni verður hinn fróðlegasti. Það gefur augaleið að sögu þessa stórviðburðar á Íslandi verður að skrá og festa á blað frásagnir og minnisatriði þeirra, sem að málinu hafa komið á löngum ferli þess. Jón Hjaltalín Magnússon, fyrrv. Meira

Minningargreinar

11. maí 1995 | Minningargreinar | 31 orð

GUÐBJÖRG SÓLVEIG MARÍASDÓTTIR

GUÐBJÖRG SÓLVEIG MARÍASDÓTTIR Guðbjörg Sólveig Maríasdóttir fæddist á Ísafirði 28. júlí 1946. Hún lést í sjúkrahúsi á Spáni 1. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 10. maí. Meira
11. maí 1995 | Minningargreinar | 229 orð

Guðbjörg Sólveig Maríasdóttir - viðb

Þegar ég frétti að Gugga hefði látist eftir stutt veikindi setti mig hljóða. Guggu kynntist ég, þegar við Dísa dóttir hennar urðum vinkonur fyrir mörgum árum. Af mörgu er að taka þegar minningarnar leita á hugann en það sem stendur upp úr er hversu vel Gugga hefur reynst mér síðastliðin þrjú ár eftir að hún missti einkadóttur sína og ég mína bestu vinkonu, sem lést af slysförum. Meira
11. maí 1995 | Minningargreinar | 108 orð

GUÐMUNDUR HARALDSSON

Guðmundur Haraldsson fæddist í Merkisteini á Eyrarbakka 4. maí 1918. Hann lést í Reykjavík 1. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Haraldur Guðmundsson frá Stóru-Háeyri á Eyrarbakka, afkomandi Þorleifs ríka á Háeyri, og kona hans, Þuríður Magnúsdóttir frá Árgilsstöðum í Rangárþingi. Foreldrar Guðmundar eignuðust níu börn, en sex þeirra komust til fullorðinsára. Meira
11. maí 1995 | Minningargreinar | 315 orð

Guðmundur Haraldsson - viðb

Einn af vorum minnstu bræðrunum - í andanum, Guðmundur Haraldsson frá Stóru-Háeyri á Eyrarbakka, hefur þreyttur lokið göngu sinni um rökkurheima Reykjavíkur. Hann var alla ævi sína örsnauður alþýðumaður, eignaðist ekki svo mikið sem kaffikönnu um dagana og vann framundir fimmtugt sem byggingaverkamaður, togarasjómaður í Hvítahafinu, teppabankari og eyrarkarl. Meira
11. maí 1995 | Minningargreinar | 148 orð

Guðmundur Lárusson

Að morgni 28. apríl vakti mamma okkur systkinin og sagði okkur að Guðmundur afi væri dáinn. Hann var búinn að vera mikið veikur. Afi fæddist á Eyri í Flókadal og ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Afi og amma bjuggu í mörg ár á Eyri eða þar til árið 1975 að þau fluttu út á Akranes. Undanfarin ár var afi oft uppi í sveit. Hann heyjaði þar á sumrin og var þar eins oft og hann gat. Meira
11. maí 1995 | Minningargreinar | 30 orð

GUÐMUNDUR LÁRUSSON

GUÐMUNDUR LÁRUSSON Guðmundur Lárusson fæddist 15. nóvember 1926 á Eyri í Flókadal. Hann lést 28. apríl sl. á Sjúkrahúsi Akraness. Guðmundur var jarðsunginn frá Bæ í Bæjarsveit 6. maí sl. Meira
11. maí 1995 | Minningargreinar | 338 orð

Hulda Helgadóttir

Langvinnu stríði er lokið. Hetjan er fallin. Eftir standa ættingjar og vinir, hnípnir og hljóðir. Það hefur verið mikil lífsreynsla að fylgjast með áralangri baráttu Huldu Helgadóttur við illvígan sjúkdóm sem engu eirir. Margir forðast með ýmsu móti að lifa lífinu í meðbyr og andstreymi þótt heilbrigðir séu. Meira
11. maí 1995 | Minningargreinar | 274 orð

HULDA HELGADÓTTIR

HULDA HELGADÓTTIR Hulda Helgadóttir var fædd í Vestmannaeyjum 4. september 1930. Hún lést í Landakotsspítala 1. maí 1995. Banamein hennar var krabbamein. Foreldrar Huldu voru Eyrún Helgadóttir, f. 16. maí 1891, d. 31. maí 1980, og Helgi Guðmundsson, f. 10. október 1881, d. 31. mars 1937. Meira
11. maí 1995 | Minningargreinar | 1076 orð

Hulda Helgadóttir - viðb

Drottin er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu, fyrir sakir nafns síns. (Sálm. 23) Meira
11. maí 1995 | Minningargreinar | 499 orð

Hulda Helgadóttir - viðb

Elsku hjartans Hulda mín. Nú ertu farin frá okkur. Ég vil kveðja þig með nokkrum orðum og þakka þér allt það sem þú varst mér, en um leið streyma minningarnar fram í hugann. Ég er fædd og uppalin á Hverfisgötu 100B, þar sem þú bjóst með ömmu Eyrúnu ásamt foreldrum mínum. Meira
11. maí 1995 | Minningargreinar | 912 orð

Hulda Helgadóttir - viðb

Tengslin milli pabba og Huldu systur hans voru alla tíð óvenju náin. Tvíburarnir Hulda og Fjóla voru yngstar og pabbi næstyngstur, hin systkinin þrjú voru nokkru eldri og öll uppkomin þegar afi dó. Pabbi var því stóri bróðirinn, þótt þær ættu aðra eldri. En þau Hulda og pabbi voru ekki bara systkini. Meira
11. maí 1995 | Minningargreinar | 255 orð

Hulda Helgadóttir - viðb

Hér eru að skilnaði hripuð niður fátækleg þakkarorð. Mamma Eyrún lagði okkur lífsreglurnar í uppvextinum, gaf okkur virðinguna fyrir hverju öðru og kenndi okkur umfram allt að halda saman og styðja hvert annað. Öllum misklíðarefnum bægði hún frá af festu en með nærgætni. Þú varðst síðar lifandi eftirmynd hennar. Ég naut mannkosta þinna umfram aðra menn. Meira
11. maí 1995 | Minningargreinar | 568 orð

Hulda Helgadóttir - viðb

Elsku Hulda vinkona mín er dáin. Erfiðu veikindastríði sem stóð í 23 ár er lokið. Sá vágestur sem krabbameinið er, lét hana svo sannarlega vita af sér, en hún barðist hetjulega. Oft héldum við að hún hefði sigrað í baráttunni, en því miður var aldrei um bata að ræða nema tímabundið. Þann tíma nýtti Hulda eftir bestu getu. Meira
11. maí 1995 | Minningargreinar | 500 orð

Hulda Helgadóttir - viðb

Ég kynntist Huldu þegar ég var aðeins fimm ára gömul. Þá hafði hún kynnst föður mínum stuttu áður. Það var feimin stúlka sem var leidd inn í stofu á Hverfisgötu 100b. Þar fyrir var fólkið hennar sem ég hitti þá í fyrsta skipti og hef tengst síðan góðum böndum. Meira
11. maí 1995 | Minningargreinar | 137 orð

KRISTÍN KJARTANSDÓTTIR

Kristín Kjartansdóttir fæddist á Staðastað á Snæfellsnesi 2. apríl 1925. Hún andaðist á Borgarspítalanum að morgni sunnudagsins 30. apríl. Foreldrar hennar voru hjónin Ingveldur Ólafsdóttir og Kjartan Kjartansson prestur á Staðastað. Albróðir Kristínar var Ragnar Kjartansson myndhöggvari, f. 1923, d. 1988. Meira
11. maí 1995 | Minningargreinar | 303 orð

Kristín Kjartansdóttir - viðb

Ég sendi héðan frá Þýskalandi mínar innilegustu samúðarkveðjur til allra aðstandenda Kristínar Kjartansdóttur. Hugur minn er hjá ykkur í dag. Nú er hún elsku Stína mágkona farin frá okkur, það er sárt að missa hana, en minningarnar lifa. Hún Stína var einstök, hún elskaði allt sem fallegt var og bar heimili hennar þess sannarlega vitni. Meira
11. maí 1995 | Minningargreinar | 274 orð

Kristín Kjartansdóttir - viðb

Kynni okkar við Kristínu urðu náin þegar Pétur Bárðarson, bróðir okkar systra, kvæntist henni, en það var mesta gæfa lífs hans. Kristín og Pétur voru mjög samrýnd í öllu er þau tóku sér fyrir hendur, einstaklega gestrisin og góð heim að sækja. Var mikið gott og gaman að koma til þeirra í sumarbústaðinn við Þingvallavatn sem þau voru búin að gera aðdáunarlega fallegan. Meira
11. maí 1995 | Minningargreinar | 492 orð

Kristín Kjartansdóttir - viðb

Það er enginn leiðarvagn á Reykjavíkursvæðinu sem ég hef notað meira en leið 8 Bústaðahverfi. Alltaf þegar við bræðurnir komum því við vorum við farnir í Bústaðavagninum inn í Smáíbúðahverfi að heimsækja Stínu frænku. Það var gefið mál að þar yrði dekrað við mann svona nokkurn veginn eins og ímyndunaraflið leyfði á þessum tíma. Meira
11. maí 1995 | Minningargreinar | 517 orð

uríður Guðrún Stefánsdóttir

11. maí 1995 | Minningargreinar | 510 orð

Þuríður Guðrún Stefánsdóttir

ÞREYTT kona hefur öðlast langþráða hvíld að lokinni langri og starfsamri ævi. Þegar Guðrún fæddist, við upphaf þessarar aldar, voru börnum fátækra Íslendinga ekki búin létt kjör. Það fengu Guðrún og yngri systkini hennar þrjú að reyna á óvæginn hátt. Meira
11. maí 1995 | Minningargreinar | 109 orð

ÞURÍÐUR GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR

ÞURÍÐUR GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR Þuríður Guðrún Stefánsdóttir fæddist að Stað í Hrútafirði 5. október 1901. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 3. maí sl. Þuríður var dóttir hjónanna Þórdísar Jónsdóttur og Stefáns Böðvarssonar. Af sex systkinum hennar eru systurnar Elínborg og Signý Stefánsdætur og Ragnhildur og Halldóra Jóhannesdætur á lífi. Meira

Daglegt líf

11. maí 1995 | Neytendur | 245 orð

Af hverju ekki heitt brauð?

KONA sem ferðast oft með Flugleiðum milli landa hafði samband við neytendasíðu og kvartaði undan því að svo virtist sem ógerningur væri að fá volg rúnstykki með mat í vélum Flugleiða. "Þetta er ekki stórmál en það eru oft svona smáatriði sem ráða miklu um hvernig fólk er sinnað eftir flugferð, Meira
11. maí 1995 | Neytendur | 69 orð

Ávextir og grill

11. maí 1995 | Neytendur | 66 orð

Ávextir og grill

ÞAÐ er vor í lofti og eigendur verslana leggja áherslu á vörur sem tengja má hækkandi sól. Nóatún er með gasgrill á tilboðsverði, á hjólum kosta þau 9.995 krónur og ferðagasgrill eru seld á 2.995 krónur. Síðan er lambakjöt á grillið nánast allsstaðar á tilboðsverði og Hagkaup er með ferskan ananas á 69 krónur og lárpera (avocadó) kostar þar 49 krónur stykkið. Meira
11. maí 1995 | Neytendur | 113 orð

Barnaklúbbur í Kringlunni

ÆVINTÝRA-KRINGLAN, sem er listasmiðja fyrir tveggja til átta ára börn, var opnuð í gær á þriðju hæð í Kringlunni. Þar gefst viðskiptavinum kostur á gæslu fyrir börn frá kl. 14 virka daga og frá kl. 10 laugardaga. Krakkarnir fá að spreyta sig á leiklist, söng, dansi og myndlist. Barnaleikhús koma stöku sinnum með leiksýningar og ýmislegt fleira verður til gamans gert. Meira
11. maí 1995 | Neytendur | 162 orð

Kólesterólmælir til heimanota

ÞEIR sem vilja fylgjast með kólesteróli, þ.e. fitu í blóðinu geta nú gert slíkar mælingar heima hjá sér með einnota kólesteról-mælum af gerðinni AccuMeter, sem nýkomnir eru á markaðinn. Of hátt magn kólesteróls í blóði er ein af aðalorsökum hjartasjúkdóma. Prófið er gert á þann hátt að blóðdropi er látinn falla í litla dæld á mælinum og greining hefst um leið og togað er í spjald. Meira
11. maí 1995 | Neytendur | 235 orð

Meistarakokkarnir Óskar og Ingvar

Sígild heit brauðterta250 g beikonostur (1 askja) 4 msk. majones rauð paprika blaðlaukur (hvíti hlutinn) dós ananaskurl með safanum 100 g ferskir sveppir 6 sneiðar skinka salt, pipar aromat 8 ostsneiðar 3 msk. majones til að smyrja tertuna að utan rúllutertubrauð 1 msk. Meira
11. maí 1995 | Neytendur | 260 orð

Tilboð um innlandsflug, gistingu og ferðir til stéttarfélaga

SAMVINNUFERÐIR-Landsýn og ýmis stéttarfélög gefa í sumar kost á hagstæðum tilboðum í innanlandsflugi, rútuferðum, bílaleigubílum, ferjuplássi og hótelherbergjum. Rétt er þó að taka fram að framboð er takmarkað svo þeir sem panta fyrstir eiga meiri möguleika. Sem dæmi um verð má nefna hér nokkur: flug til átta áfangastaða Flugleiða innanlands m.skatti kostar 5.530 fyrir fullorðinn og 4. Meira
11. maí 1995 | Neytendur | 237 orð

Trico framleiðir fjölbreytta vöru

Akranesi-Á Akranesi er starfrækt sokkaverksmiðjan Trico og þar hafa atvinnu sína 8 starfsmenn í fullu starfi. Næg atvinna hefur verið í verksmiðjunni að undanförnu og allt bendir til að svo verði áfram. Framleiðsla verksmiðjunnar þykir góð, en Trico er eitt helsta vörumerki í íslenskum fataiðnaði og hefur verið á markaðnum síðan fyrir 1950. Meira

Fastir þættir

11. maí 1995 | Fastir þættir | 568 orð

BRIDS Umsjón: Arnór R. Ragnarsson Bridsdeild B

BRIDS Umsjón: Arnór R. Ragnarsson Bridsdeild Barðstrendingafélagsins Í TILEFNI af heimsókn spilara frá Vesturbyggð og Tálknafirði stóð deildin fyrir opnu silfurstigamóti í Drangey, Stakkahlíð 17, þ. 5. maí sl. Spilaður var Michell-tvímenningur 42 spil með þátttöku 46 para. Meðalskor 840. Meira
11. maí 1995 | Fastir þættir | 625 orð

Steinskr nr. 41,7

Steinskr nr. 41,7 Meira
11. maí 1995 | Fastir þættir | 650 orð

Steinskr nr. 41,7

Íþróttir

11. maí 1995 | Íþróttir | 99 orð

ALLIR leikmenn svisslenska

ALLIR leikmenn svisslenska landsliðsins fengu að spreyta sig gegn Bandaríkjamönnum í leiknum í gær. MARTIN Rubin var eini leikmaðurinn í svisslenska liðinu sem ekki náði að skora gegn Bandaríkjamönnum, að markvörðunum undanskildum. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 419 orð

Alsír - Frakkland21:23

Smárinn, miðvikudaginn 10. maí 1995: Gangur leiksins:0:2, 2:2, 3:6, 5:10, 7:11, 9:12, 11:16, 17:19, 20:19, 20:22, 21:22, 21:23. Mörk Alsír: Redouane Aouachria 6, Abdelghani Loukil 5/1, Salim Nedjel Hammou 4/1, Adbeldjalil Bouanani 2, Sofiane Salim Abes 2, Redouane Saidi 1, Nabil Rouabhi 1. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | -1 orð

DANMÖRK -ALSÍR 24: 25F

DANMÖRK -ALSÍR 24: 25FRAKKLAND -JAPAN 33: 20ÞÝSKALAND -RÚMENÍA 27: 19ALSÍR -FRAKKLAND 21: 23JAPAN -ÞÝSKALAND 19: 30DANMÖRK -RÚMENÍA 28: 24 ÞÝSKALAND 2 2 0 0 57 38 4 Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 270 orð

DUNCAN Ferguson

DUNCAN Ferguson, hinn 23 ára gamli leikmaður Everton var í gær fundinn sekur um að hafa slegið John McStay í andlitið í leik í fyrra, en þá lék Ferguson meðRangers í Skotlandi. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 144 orð

"Ekkert annað að gera en hella sér út í verkefnið"

JÚLÍUS Jónasson hefur ekkert leikið með í sókninni í síðustu leikjum vegna meiðsla. En í gærkvöldi kom hann sjóðheitur til leiks, skoraði með gegnumbrotum og uppstökkum - auk þessa að vera sem klettur í vörninni. "Já, Tobbi sagði mér rétt fyrir leikinn að ég ætti að byrja í sókninni. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 526 orð

Ekki farnir að örvænta

AÐSÓKN á fyrstu leiki heimsmeistarakeppninnar hefur ekki verið góð. Í gær fundaði HM- nefndin um málið og ákvað að gera átak í miðasölunni á Akureyri, í Kópavogi og Hafnarfirði. Eins var ákveðið að hafa miðaverð óbreytt í Laugardalshöll. Stefán Jóhannsson, sem hefur umsjón með miðasölunni á HM, segist ekki hafa miklar áhyggjur af sölunni. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 540 orð

Ekki við áhorfendur að sakast

ÁHORFENDUR hafa heldur betur látið sig vanta á leiki heimsmeistarakeppninnar - flestir leikir hafa farið fram í svo til tómum húsum. Þetta hefur vakið athygli erlendra gesta, en kemur heimamönnum ekki á óvart. Það var alltaf vitað að áhugi Íslendinga væri nær eingöngu fyrir íslenska landsliðinu og sá áhugi myndi aukast eða þá dofna, eftir því hvernig gengi liðsins yrði í HM. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 828 orð

Enginn má spila með erlendu félagsliði

Landslið Egyptalands í handknattleik er mjög sterkt og það er efst á markatölu í D-riðli HM á Akureyri að tveimur umferðum loknum. Steinþór Guðbjartsson komst að því að miklar væntingar eru gerðar til liðsins og er jafnvel talað um gullverðlaun í því sambandi. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 94 orð

Evtutsjenko í tveggja leikja bann

ANATÓLÍJ Evtútsjenko, þjálfari landsliðs Kúveit, var í gær úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd alþjóða handknattleikssambandsins (IHF), vegna óíþróttamannslegrar framkomu í garð dómara og annarra í leik Kúveit og Egyptalands á Akureyri á þriðjudagskvöld. Hann tekur út leikbannið gegn Svíum og Hvít-Rússum. Handknattleikssambandi Kúveit var einnig gert að greiða 2. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 53 orð

Flest skot varin Lee Suk-hyung, S-Kóreu44/3 Rolf Dobler, Sviss4

Flest skot varin Lee Suk-hyung, S-Kóreu44/3 Rolf Dobler, Sviss43/3 Vladimir Rivero, Kúbu40/3 Mark Schmosker, Bandaríkjunum39/3 Tomas Svensson, Svíþjóð33/1 Guðmundur Hrafnkelsson32/3 Andrey Lavrov, Rússlandi32/3 János Szatmári, Ungverjal.27/1 Yousef Alfadhli, Kúveit27/3 A. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 331 orð

Frakkar stöðvuðu undrið frá Alsír

ALSÍRUNDRIÐ var ekki fjarri því að vinna sinn annan sigur í heimsmeistarakeppninni frá upphafi þegar þeir mættu Frökkum í Kópavoginum í gær, í C-riðli HM. Eftir mikinn darraðadans tókst Frökkum þó að snúa taflinu við og sigra 23:21, en ekki mátti miklu muna. Við spilum ekki oft gegn svona liðum og sáum Dani lenda í vandræðum. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 130 orð

Geirlaug nálgast Íslandsmet Svanhildar

FYRSTA utanhússmót frjálsíþróttamanna fór fram á þriðjudaginn og var það raðmót FRÍ. Ármenningurinn Geirlaug B. Geirlaugsdóttir gerði harða hríð að Íslandsmeti Svanhildar Kristjónsdóttur í 100m hlaupi þegar hún hljóp á 11.86 sek en met Svanhildar er 11.79 sek. Geirlaug vann einnig 200 m hlaupið á 24.86 sekúndum og víst að hún er líkleg til afreka á Smáþjóðaleikunum, sem fram fara í lok maí. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 309 orð

Gleði í herbúðum Dana

DANSKI landsliðsþjálfarinn Ulf Schevert gerði aðeins eina breytingu á liði sínu frá Alsírleiknum í gærkvöldi. Hann tók Nicolaj Jacobsen, hornamanninn sem skoraði tíu mörk í þeim leik út úr liðinu og setti í staðinn Lars Christiansen. Það dugði á Rúmena, Danir sigruðu 28:24 og Rúmenar eru því í slæmum málum í B-riðlinum, búnir að tapa báðum leikjum sínum. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 256 orð

Góð lexía fyrir framhaldið

Íslenska liðið byrjaði leikinn í gær af miklum krafti og Júlíus Jónasson kom sterkur inn í sóknina. Það virtist gefa liðinu mikinn kraft og það komst hnökralítið í gegnum leikinn þar til staðan er 10:6, en hvað gerðist þá? "Ungverjar voru sífellt að breyta varnaraðferðum sínum, úr 6:0 í 5:1 og það gerði okkur erfitt fyrir og um leið voru þeir að skora ódýr mörk. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 398 orð

Góð stemmning og stígandi

"LOKAÞÁTTURINN var æsispennandi, en með réttu hefði hann ekki þurft að vera það. Strákarnir léku mjög vel í fjörutíu og fimm mínútur, en þá kom upp kæruleysi hjá þeim og þeir ætluðu sér að sleppa létt frá Ungverjum, sem refsuðu þeim fyrir það. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 343 orð

Hafa sett upp hindranir

ÍSLENSKA liðið hefur einsett sér að hugsa eingöngu um einn leik í einu. Þeir kalla það að "sett upp hindranir". Í framhaldi af sigrinum á Ungverjum í gærkvöldi þá fer liðið að einbeita sér fyrir leikinn gegn Suður Kóreumönnum á föstudaginn. Sami háttur verður hafður á með leikinn gegn Sviss. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 345 orð

Hafa sett upp hindranir

11. maí 1995 | Íþróttir | -1 orð

ÍSLAND -BANDARÍKIN 27: 16S

ÍSLAND -BANDARÍKIN 27: 16SVISS -TÚNIS 26: 22KÓREA -UNGVERJAL. 29: 26BANDARÍKIN -UNGVERJAL. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 190 orð

Íslandsmót STÍ

Gróf skammbyssa Hannes Tómasson, SFK569Carl J. Eiríksson, UMFA501Björgvin Óskarsson, SFK452Hannes Haraldsson, SFK, gestur496Frjáls skammbyssa Hannes Haraldsson, SFK518Hannes Tómasson, SFK517Ólafur V. Birgisson, SFK485Carl J. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 383 orð

Ísland - Ungverjal.23:20

Laugardalshöll, miðvikudaginn 10. maí 1995: Gangur leiksins: 0:2, 3:2, 5:4, 6:4, 6:5, 9:5, 10:6, 10:9, 11:9, 13:9, 14:11, 16:11, 17:12, 18:13, 18:16, 19:18, 20:18, 21:20, 23:20. Mörk Íslands: Valdimar Grímsson 9/5, Júlíus Jónasson 5, Geir Sveinsson 4, Sigurður Sveinsson 3, Jón Kristjánsson 1, Dagur Sigurðsson 1. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 182 orð

Japanir voru lítil fyrirstaða

Leiks Japana og Þjóðverja í Kópavoginum í gær verður ekki minnst fyrir gæði, það er frekar að tæp 50 mörk standi eftir í minningunni. Þjóðverjar sýndu þó að þeir geta bitið frá sér og sigruðu 19:30 en fyrirstaðan var líklega helst til lítil. Það var greinilegt í upphafi að Þjóðverjar voru mun sterkari á alla lund. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 326 orð

Kann nokkurorð í íslensku

EFLAUST muna margir handknattleiksáhugamenn eftir Michal Tonar, vinstri handarskyttunni sem lék með liði HK í tvö ár, árin 1991 til 1993. Tonar hefur lengi verið fastamaður í liði Tékka þar sem hann leikur í hægra horninu og hefur staðið sig vel það sem af er móts. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 66 orð

Keane á Wembley

11. maí 1995 | Íþróttir | 64 orð

Keane á Wembley ROY Keane, leikmaður Manchester

ROY Keane, leikmaður Manchester United, slapp með skrekkinn í gær er aganefnd enska knattspyrnusambandsins ákvað að mál hans yrði tekið fyrir 26. maí - en hann var rekinn út af gegn Crystal Palace á dögunum. Úrslitaleikur bikarkeppninnar verður 20. maí og Keane getur því leikið á Wembley, en verður ekki kominn í leikbann sem fastlega er reiknað með að verði niðurstaða málsins. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 135 orð

Knattspyrna

Evrópukeppni bikarhafa: Úrslitaleikur: Real Zaragoza - Arsenal2:1 Juan Esnaider (68.), Nayim (120.) - John Hartson (75.) 42.424 England: Úrvalsdeildin: Man. United - Southampton2:1 (Cole 21., Irwin 80. vsp.) - (Charlton 5.) 43.479. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 84 orð

Knattspyrna Litla bikarkeppnin Undanúrslit: FH - Stjarnan3:2 Akranes - Keflavík3:1 Sigurður Jónsson, Ólafur Þórðarson, Theódór

Litla bikarkeppnin Undanúrslit: FH - Stjarnan3:2 Akranes - Keflavík3:1 Sigurður Jónsson, Ólafur Þórðarson, Theódór Hervarsson - Óli Þór Magnússon. Portúgal Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 248 orð

Kolbeinn aðalfararstjóri á ÓL í Atlanta

Framkvæmdastjórn Ólympíunefndar Íslands ákvað á fundi sínum í gær að Kolbeinn Pálsson, sem á sæti í framkvæmdastjórninni og er auk þess formaður Körfuknattleikssambandsins, yrði aðalfararstjóri á Ólympíuleikana í Atlanta í Bandaríkjunum á næsta ári. "Þetta leggst vel í mig. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 139 orð

Landsliðið fyrir EM valið

Íslendingar mæta Dönum í þremur landsleikjum hér á landi og verður fyrsti leikurinn að Hlíðarenda í kvöld kl. 20. Á morgun verður leikið á Ísafirði og á laugardaginn í Grindvík og hefst sá leikur kl.18. Þetta eru síðustu leikir landsliðsins áður en það heldur til Sviss til þátttöku í Evrópukeppninni og hefur Torfi Magnússon valið endanlegan hóp fyrir þá ferð. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 66 orð

Morgunblaðið/Rax

11. maí 1995 | Íþróttir | 556 orð

Ótrúlegt sigurmark Nayims

NAYIM var hetja Real Zaragoza frá Spáni þegar hann tryggði liðinu Evrópumeistaratitil bikarhafa í gærkvöldi, en þá vann Zaragoza meistarana frá því í fyrra, Arsenal, 2:1 í framlengdum leik á Parc des Princes leikvanginum í París. Nayim, sem er frá Marokkó, skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndunni með skoti rétt framan við miðlínu. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 417 orð

Phonex rúllaði yfir þreytta Houston-menn

LEIKMENN New York Knicks sigruðu Indiana 96:77 í fyrrinótt í 2. umferð úrslitakeppni NBA, og náðu fram hefndum eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á lokakaflanum. Það var fyrst og fremst sterkur varnarleikur Knicks í síðari hálfleik sem lagði grunninn að sigrinum, þá skoruðu Indiana leikmenn aðeins 27 stig. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 152 orð

Reiknilíkön í heilbrigðiskerfinu

AÐGERÐARANNSÓKNARFÉLAG Íslands boðar til fundar í kvöld, fimmtudaginn 11. maí, þar sem rætt verður hvernig styðjast megi við reiknilíkön við ákvarðanatöku og skipulagningu í heilbrigðiskerfinu. Fundarstaður: VR-II, Hjarðarhaga 2­4, stofa 1257 og hefst fundurinn kl. 16.30. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | -1 orð

RÚSSLAND -KÚBA 21: 17TÉKKL

RÚSSLAND -KÚBA 21: 17TÉKKLAND -MAROKKÓ 25: 16KRÓATÍA -SLÓVENÍA 26: 24TÉKKLAND -KÚBA 29: 26RÚSSLAND -SLÓVENÍA 27: 22MAROKKÓ -KRÓATÍA 21: 33 KRÓATÍA 2 2 0 0 59 45 4TÉKKLAND Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 29 orð

Rögnvald og Stefán í sviðsljósinu

ÍSLENSKA dómaraparið, Rögnvald Erlingsson og Stefán Arnaldsson, verður í sviðsljósinu á morgun. Þá dæma þeir einn af úrslitaleikjunum í C-riðlinum á milli Þýskalands og Danmerkur. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 134 orð

"Sigur áhorfenda"

Valdimar Grímsson, hornamaðurinn sterki, skoraði 900. mark Íslendinga í heimsmeistarakeppninni, þegar hann skoraði 15:11 úr vítakasti á níundu mín. seinni hálfleiksins. Íslendingar misstu niður fimm marka forskot sitt í eitt mark, 19:18 og 21:20, en þegar upp var staðið fögnuðu Íslendingar sætum sigri. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 241 orð

S-Kóreu- menn svifu

Léttleikandi Suður-Kóreumenn yfirspiluðu þunga og þreytta Túnismenn og voru stundum á annarri hæð í leik sínum. Túnisbúar áttu ekkert svar við 3:3 vörn andstæðinganna og stóðu oft og horfðu á þá yfirspila sig með hröðum og leiftrandi leik sem Íslendingar verða að fara vel yfir áður en þeir mæta þeim annað kvöld. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | -1 orð

SPÁNN -KÚVEIT 24: 21SVÍÞJÓ

SPÁNN -KÚVEIT 24: 21SVÍÞJÓÐ -H-RÚSSLAND 29: 28EGYPTALAND -BRASILÍA 32: 20BRASILÍA -SVÍÞJÓÐ 21: 29H-RÚSSLAND -SPÁNN 27: 30KÚVEIT -EGYPTALAND 21: 28 EGYPTALAND 2 2 0 0 60 41 4 Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 981 orð

Spænskur þegn en verð samt alltaf Kírgístani

Talant Dujshebaev er almennt viðurkenndur sem einn besti handknattleiksmaður heims. Steinþór Guðbjartsson hitti þennan eina leikmann handboltasögunnar sem leikið hefur með fjórum landsliðum. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 150 orð

Stinga óánægður með dómgæsluna

DANSKA anska liðið lék mjög vel, var gott í skyndisóknum og varamarkvörður þeirra varði vel. Ég veit ekki hvað er að gerast með mitt lið, það virðist ekki ná sér á strik í spennandi leikjum eins og þessum," sagði Stinga, þjálfari Rúmena eftir leikinn gegn Danmörku. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 589 orð

"Strákarnir okkar" stóðust prófið

"STRÁKARNIR okkar" stóðust prófið og eru komnir í 16-liða úrslit heimsmeistarakeppninnar eftir sætan sigur á Ungverjum 23:20 í hörkuleik í gærkvöldi. Íslenska liðið hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína í A-riðli og hefur því fullt hús stiga. Liðið verður að teljast til alls líklegt í keppninni því strákarnir sýndu það í gær að þeir ætla sér stóra hluti. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 104 orð

Sögulegur sigur á Ungverjum Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson

HM Í HANDKNATTLEIKSögulegur sigur á Ungverjum Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson ÍSLENDINGAR sigruðu Ungverja, 23:20, á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Laugardalshöll ígærkvöldi. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 338 orð

United eygir enn von

Manchester United eygir enn von um meistaratitil, en það munaði ekki miklu í gær að leikmenn Blackburn gætu fagnað sigri. Denis Irwin tryggði United 2:1 sigur gegn Southampton á Old Trafford, með marki úr vítaspyrnu tíu mínútum fyrir leikslok og þar með eygir liðið enn möguleika því United er tveimur stigum á eftir Blackburn þegar ein umferð er eftir. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 25 orð

Úrslitakeppni NBA

Úrslitakeppni NBA Leikir aðfaranótt miðvikudags Austurdeild: New York - Indiana96:77 Eftir tvo leiki er staðan jöfn, 1:1. Vesturdeild: Phoenix - Houston130:108 Staðan er 1:0 fyrir P Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 90 orð

Vafasöm kynning

11. maí 1995 | Íþróttir | 87 orð

Vafasöm kynning PER Carlén,

PER Carlén, línumaður Svía, sagði í viðtali við TV-4 sjónvarpsstöðina í Svíþjóð eftir leik Svía og Brasilíu í fyrrakvöld, að ekki væri mjög skemmtilegt að spila fyrir 20 áhorfendur í lokakeppni heimsmeistaramóts. "Þetta er mjög vafasöm kynning fyrir íþróttina. Hins vegar má benda á að þetta kynni að vera fylgifiskur þess að liðin í keppninni væru orðin 24," sagði Carlén. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 71 orð

Valdi stendur sína plikt

Á blaðamannfundi í gærkvöldi var Þorbergur landsliðsþjálfari spurður að því m.a. af hverju hann hefði ekki notað Bjarka Sigurðsson í leikjunum í HM til þessa og hvort ástæðan væri sú að Bjarki væri leynivopn liðsins. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | -1 orð

Vandalaust hjá Sviss

Eins og við mátti búast þá áttu Svisslendingar ekki í vandræðum með að innbyrða sigur gegn Bandaríkjamönnum í viðureign liðanna í Höllinni. Eftir að Svisslendingar voru búnir að hrista úr sér skrekkinn sem þeir voru með fyrstu mínúturnar þá keyrðu þeir yfir máttlausa Bandaríkjamenn og fögnuðu sigri með þrettán mörkum, 28:15. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 651 orð

Verður flókið að semja við erlend félög

KÚBULIÐIÐ er örugglega eitt af skemmtilegri liðum heimsmeistarakeppninnar, margir leikmenn liðsins bera það með sér að vera úrvalsíþróttamenn því þeir eru mjög fljótir, snöggir og geta stokkið hátt. Hins vegar vantar enn svolítið upp á knatttæknina hjá flestum þeirra og teljast má ólíklegt að þeir geri miklar rósir í keppninni. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 83 orð

VIÐURKENNINGARHannes og Þór

VIÐURKENNINGARHannes og Þórðurheiðursfélagar ÍSÍSAMBANDSSTJÓRN ÍSÍ kaus á dögunum tvo nýja heiðursfélaga Íþróttasambands Íslands, þá Hannes Þ. Sigurðsson ogÞórð Þorkelsson. Hannes átti sæti í stjórn ÍSÍ í rösklega 30ár og var þar af varaforseti í áratug. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 35 orð

(fyrirsögn vantar)

Markahæstir Robert Licu, Rúmeníu17/5 Stéphane Stoecklin, Frakklandi13/7 Stefan Kretzschmar, Þýskalandi12 Frédéric Volle, Frakklandi12/1 Christian Hjermind, Danmörku12/5 Nikolaj Jacobsen, Danmörku11 Mashario Sueoka, Japan11/1 Reduane Aouachria, Alsír10 Jan Fegter, Þýskalandi10 Claus Jacob Jensen, Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 73 orð

(fyrirsögn vantar)

Hafnarfjörður - B-riðill: Kúba - Slóveníakl. 15.00 Tékkland - Króatíakl. 17.00 Rússland - Marokkókl. 20.00 Kópavogur - C-riðill: Japan - Alsírkl. 15.00 Þýskaland - Danmörkkl. 17.00 Frakkland - Rúmeníakl. 20.00 Akureyri - D-riðill: H-Rússland - Brasilíakl. 15. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 2 orð

(fyrirsögn vantar)

11. maí 1995 | Íþróttir | 60 orð

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/Rax ÍSLAND og Sviss eru einu lið A-riðilsins sem eru með fullt hús stiga. Myndin er frá viðureign Íslands við Ungverja. AttilaKotormán reynir skot að íslenska markinu en landsliðsfyrirliðinn Geir Sveinsson og Jón Kristjánsson (t.v.) eru við öllu búinn. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 265 orð

(fyrirsögn vantar)

FRIÐRIK Guðmundsson, móttökustjóri erlendu liðanna á HM,fór ekki á leikinn í gærkvöldi. Hann ákvað að fá sér að borða á Hótel Sögu á meðan leikurinn fór fram. Hann sagði við þjóninn fyrir leikinn; "Ég þarf ekki að fara á leikinn því ég veit hvernig hann fer. Hann fer 23:20 fyrir Ísland," sagði Friðrik. Meira
11. maí 1995 | Íþróttir | 42 orð

(fyrirsögn vantar)

Markahæstir Kyng-shin Yoon, S-Kóreu26/4 Valdimar Grímsson25/12 Marc Baumgartner, Sviss21/6 Mohamed Madi, Túnis21/6 Józef Eles, Ungverjal.18/3 Byung-wook Moon, S-Kóreu17/8 Attilla Kotormán, Ungverjal. Meira

Fasteignablað

11. maí 1995 | Fasteignablað | 35 orð

Rúmgott fatahengi

Rúmgott fatahengi Í forstofum er mikilvægt að hafa rúmgóð fatahengi. Hér er eitt slíkt og bekkur fyrir neðan til að tylla sér á meðan farið er í skó eða til að leggja af sér hluti á. Meira
11. maí 1995 | Fasteignablað | 46 orð

Þrískipt gluggatjöld

Hægt er að hengja gluggatjöld upp á mjög margvíslega vegu. Hér má sjá tvískipt gluggatjöld fyrir glugganum og svo er bætt um betur með því að hengja líka gluggatjöld fyrir ofninn og hann falinn þannig. Takið eftir að gluggatjöldin lýsast eftir því sem ofar dregur. Meira

Úr verinu

11. maí 1995 | Úr verinu | 389 orð

Fleygja fiski þó eftirlitsmenn séu um borð

FISKISTOFA kærði í gær skipstjóra sex netabáta til sjávarútvegsráðuneytisins fyrir að henda þorski fyrir borð á Selvogsbanka um síðustu helgi. Þeir verða einnig kærðir til Rannsóknarlögreglu. Veiðieftirlitsmenn sáu sjómennina fleygja fiskinum og náðu því einnig á myndband. Meira

Viðskiptablað

11. maí 1995 | Viðskiptablað | 152 orð

Bónus-tölvur

11. maí 1995 | Viðskiptablað | 148 orð

Bónus-tölvur

TÆKNIVAL hf. hefur í undirbúningi að setja á stofn nýja verslun á Grensásvegi 3 undir nafninu Bónus-tölvur. Þar verða í boði einkatölvur frá áður óþekktum framleiðendum hér á landi þ.á.m. Pacard Bell, Targa og Peacock. Mikil áhersla verður lögð á lágt verð og verða þar í boði 486-tölvur með 66 megariða örgjörva á 90 þúsund krónur. Meira
11. maí 1995 | Viðskiptablað | 1847 orð

Búum við misrétti á sviði lífeyrismála Með nýjum lögum um vátryggingastarfsemi hafa orðið viss tímamót á þessum markaði sem

ÍSLENSK vátryggingafélög standa á vissum tímamótum um þessar mundir vegna breytinga í rekstrarumhverfi þeirra. Eftir að ný lög um vátryggingastarfsemi tóku gildi á síðasta ári, sem sniðin eru að reglum Evrópusambandsins, Meira
11. maí 1995 | Viðskiptablað | 153 orð

Endurmenntunarstofnun

INTERNET og viðskipti er heiti námskeiðs sem Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands heldur 16. maí nk. kl. 16-20. Leiðbeinandi verður Anna Clyde, dósent. Meira
11. maí 1995 | Viðskiptablað | 158 orð

Endurmenntunarstofnun

11. maí 1995 | Viðskiptablað | 667 orð

Erlend fyrirtæki fækka enn fólki þrátt fyrir methagnað

BANDARÍSKA olíufélagið Mobil greindi nýlega frá stórauknum hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins en skömmu síðar kynnti það áætlanir um að fækka störfum hjá fyrirtækinu um 4.700. Kom þetta flestum starfsmönnum fyrirtækisins í opna skjöldu og þá ekki síst, að tilkynningarnar skyldu næstum haldast í hendur. Meira
11. maí 1995 | Viðskiptablað | 588 orð

Ferðamannaverslun

»FERÐAMANNAVERSLUN er líklega í hugum margra Íslendinga fyrst og fremst sala á lopapeysum og þess háttar vörum t.d. í Rammagerðinni. Þessi ímynd kemur heim og saman við tölur yfir endurgreiðslur á virðisaukaskatti til ferðamanna á leið úr landi þar sem stærstur hluti þeirra hefur verið vegna ullarvara. Meira
11. maí 1995 | Viðskiptablað | 105 orð

Félag íslenskra vinnuvélainnflytjenda með stórsýningu

FÉLAG íslenskra vinnuvélainnflytjenda efndi nýlega til stórrar sýningar á vinnuvélum á Þróttarplaninu í Reykjavík. Þar sýndu fyrirtækin Brimborg hf., Globus-vélaver, Kraftvélar, Merkúr hf. og Vélar og þjónusta hf. vinnuvélar frá öllum helstu vélaframleiðendum heims. Meira
11. maí 1995 | Viðskiptablað | 108 orð

Fræðslumyndband um starfsmannaviðtöl

VITUND hf. býður nú nýtt fræðslumyndband frá breska fyrirtækinu Melrose um starfsmannaviðtöl og vandamál sem stjórnendur standa frammi fyrir í tengslum við þau. Melrose ákvað að framleiða myndband um þetta efni eftir að könnun meðal viðskiptavina leiddi í ljós að það er eitt af erfiðustu verkefnum stjórnenda að eiga viðtöl við starfsmenn sína. Meira
11. maí 1995 | Viðskiptablað | 302 orð

Hagnaður nær þriðjungur af veltu

MIKILL uppgangur hefur verið hjá lyfjafyrirtækinu Omega Farma hf. að undanförnu. Fyrirtækið skilaði alls um 35,2 milljóna króna rekstrarhagnaði á síðasta ári samanborið við um 1 milljónar króna hagnað á árinu 1993. Heildarsala síðasta árs nam alls 119,4 milljónum og jókst úr um 67,9 milljónum. Meira
11. maí 1995 | Viðskiptablað | 160 orð

Hagvöxtur í Noregi 5%

ENDURSKOÐUÐ fjárlög norska ríkisins gera ráð fyrir, að hagvöxtur á þessu ári verði hvorki meiri né minni en 5,1%. Stafar það fyrst og fremst af aukinni olíu- og gasframleiðslu auk þess sem fjárfesting í atvinnulífinu hefur vaxið. Meira
11. maí 1995 | Viðskiptablað | 380 orð

Kringlan og Borgarkringan í eina sæng?

TÖLUVERÐAR líkur eru á að samningar takist á næstunni milli eigenda Kringlunnar og Borgarkringlunnar um sameiginlega yfirstjórn og náið samstarf verslunarmiðstöðvanna. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er reiknað með að drög að samkomulagi liggi fyrir á næstunni sem hægt verði að leggja fyrir fund eigenda Kringlunnar innan fárra vikna. Meira
11. maí 1995 | Viðskiptablað | 92 orð

Kværner kemur á óvart

KVÆRNER-skipasmíðafyrirtækið hefur komið á óvart með góðri afkomu á fyrsta ársfjórðungi og fyrirtækið býst við verulega auknum hagnaði 1995. A-hlutabréf í Kværner hækkuðu um 16 norskar krónur í 295 í kauphöllinni í Ósló eftir fréttina og B-hlutabréf um 16 krónur í 285. Meira
11. maí 1995 | Viðskiptablað | 133 orð

Luxair skilar auknum hagnaði

NETTÓHAGNAÐUR Luxair rúmlega tvöfaldaðist í fyrra samkvæmt tilkynningu frá félaginu. Hagnaðurinn jókst í 305.9 milljónir Luxemborgarfranka (10.8 milljónir dollara) úr 133.8 milljónum franka 1993. Velta jókst í 6.96 milljarða franka úr 6.17 milljörðum. Farþegum fjölgaði um 12,3% í 704.548 og sætanýting jókst í 57,24% úr 56,12% 1993 þrátt fyrir sætafjölgun. Meira
11. maí 1995 | Viðskiptablað | 251 orð

Lyfjadreifing sf. velur ÓpusAllt viðskiptahugbúnað

NÝLEGA var undirritaður samningur milli Íslenskrar forritaþróunar hf. og Lyfjadreifingar sf. um kaup á ÓpusAllt heildarupplýsingakerfi. Lyfjadreifing sf. er nýstofnað innflutnings- og dreifingarfyrirtæki í eign Farmasíu hf., Lyfja hf. og Stefáns Thorarensen hf. Sameiginlega eru þessi þrjú fyrirtæki með um 30% af íslenska lyfjamarkaðnum, að því er segir í frétt. Meira
11. maí 1995 | Viðskiptablað | 188 orð

Minni bílasala vestra slæm fyrir Chrystler

NOKKUR samdráttur hefur verið í bílasölu í Bandaríkjunum að undanförnu og er því spáð, að heildarsala bandarísku framleiðendanna verði um 15,2 milljónir bíla en ekki 15,5 eins og áður hafði verið talið. Kemur þetta sér mjög illa fyrir Chrysler, sem þarf á stuðningi hluthafanna að halda í slagnum við auðkýfinginn Kirk Kerkorian en hann vill komast yfir fyrirtækið. Meira
11. maí 1995 | Viðskiptablað | 236 orð

Nýir aðilar sameinast Flutningamiðstöð Norðurlands

ÁKVEÐIÐ hefur verið að flutningafyrirtækin Stefnir hf. á Akureyri og Óskar Jónsson & Co. hf. á Dalvík gangi til liðs við Kaupfélag Eyfirðinga og Samskip hf. um rekstur Flutningamiðstöðvar Norðurlands hf. Hin nýja sameinaða rekstrareining verður sú stærsta sinnar tegundar á Norðurlandi og mun bjóða viðskiptavinum sínum fjölbreytta flutningaþjónustu. Meira
11. maí 1995 | Viðskiptablað | 62 orð

Roche býst við hagnaði

ROCHE-lyfjafyrirtækið í Sviss hefur skýrt frá áframhaldandi söluaukningu á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs og spáir auknum hagnaði á árinu í heild. Framkvæmdastjórar fyrirtækisins sögðu á blaðamannafundi að sameining þess og bandaríska lyfjafyrirtækisins Syntex væri að mestu lokið. Roche eignaðist í október. Sala Roche janúar-apríl nam 5. Meira
11. maí 1995 | Viðskiptablað | 353 orð

Stjórnvöld skilgreini samn- ingsmarkmið gagnvart ESB

SAMTÖK iðnaðarins telja brýnt að Íslendingar verði fullgildir þátttakendur í samfélagi Evrópuþjóða. Mikill meirihluti félaga í Samtökum iðnaðarins telur að aðild Íslands að Evrópusambandinu muni reynast heilladrjúg fyrir atvinnulífið og almenning að uppfylltum tilteknum forsendum. Þetta kemur fram í ályktun sem Iðnþing samþykkti nýlega. Meira
11. maí 1995 | Viðskiptablað | 596 orð

Torgið Ferðamannaverslun

11. maí 1995 | Viðskiptablað | 1157 orð

Vaxtastig og stefna ríkisstjórnar SjónarhornBrýnasta verkefnið er að sýna fram á að breyting verði á hallarekstri ríkissjóðs á

FYRSTA föstudag hörpu hækkaði Seðlabanki Íslands ávöxtunarkröfu sína til nokkurra flokka spariskírteina og húsnæðisbréfa í tilboðum sínum á Verðbréfaþingi Íslands. Hækkunin var veruleg, kauptilboð bankans í spariskírteinaflokk 94/1D10 hækkaði til að mynda úr 5,30% ávöxtunarkröfu í 5, Meira
11. maí 1995 | Viðskiptablað | 11 orð

VÁTRYGGINGARMisrétti í líf-eyrismálum/4

VÁTRYGGINGARMisrétti í líf-eyrismálum/4 FJÁRMÁLVaxtastig og stefna ríkisstjórnar/6 TORGIÐReynt að örva f Meira
11. maí 1995 | Viðskiptablað | 55 orð

Verslunarstjóri hjá Byko

GÚSTAF B. Ólafsson, byggingafræðingur, hefur tekið við starfi verslunarstjóra í verslun BYKO í Hafnarfirði. Gústaf er fæddur árið 1959. Hann lauk prófi í byggingafræði frá B.T.H. í Horsens 1989. Síðastliðin 4 ár hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri hjá Fit hf. Meira
11. maí 1995 | Viðskiptablað | 126 orð

Önnur þýzk vaxtalækkun?

TVEIR háttsettir starfsmenn vestur-þýzka seðlabankans, Bundesbank, sögðu í gær að önnur þýzk vaxtalækkun kæmi til greina á þessu ári, ef betur tækist að halda verðbólgu í skefjum. Hvorki Reimut Jochimsen, bankastjóri seðlabanka fylkisins Nordrhein-Westfalen, né Hans-Jürgen Köbnick, yfirmaður seðlabankans í Rheinland-Pfalz og Saar, vildu útiloka aðra vaxtalækkun. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

11. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 76 orð

Vinnuvikan stytt í Kína

11. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 72 orð

Vinnuvikanstytt í Kína

KÍNVERSKIR ráðamenn hafa ákveðið að stytta vinnuviku fólks úr 44 stundum í 40 og gekk þetta í gildi frá 1. maí. Þetta mun skapa um það bil eina milljón nýrra starfa, einkum í iðnaði og þjónustugreinum. Atvinnumálaráðuneyti Kína stytti vinnuvikuna í fyrra úr 48 stundum í 44 og varð það til að framleiðni í iðnaði jókst um 30% á árinu. Meira
11. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 247 orð

Yfirlit: Yfi

Yfirlit: Yfir Grænlandi og Grænlandshafi er víðáttumikil 1.039 mb hæð, en lægðir suður í hafi og yfir Skandinavíu. Spá: Hæg norðaustan átt um allt land ­ smá él á annesjum norðan- og austanlands, en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Meira
11. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 71 orð

(fyrirsögn vantar)

11. MAÍ Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólris Sól í hád. Sólset Tungl í suðri Meira

Ýmis aukablöð

11. maí 1995 | Dagskrárblað | 674 orð

DRAMA

Tónlist áhættunnar ("Music of Chance") Leikstjóri Philip Haas. Handritshöfundur Philip og Belinda Haas, byggt á skáldsögu Pauls Auster. Aðalleikendur James Spader, Mandy Patinkin, Charles Durning, Joel Gray, M. Emmet Walsh, Christopher Penn, Samantha Mathis. Bandarísk kapalmynd. Trans Atlantic 1993. Bergvík 1995. 94 mín. Aldurstakmark 12 ára. Meira
11. maí 1995 | Dagskrárblað | 1189 orð

Taggart hinn úrilli

SJÓNVARPSþÆTTIR koma og fara og með þeim sjónvarpsleikararnir. Þeir eru aldrei jafn hátt skrifaðir og kvikmyndastjörnurnar, sem heimspressan eltir á röndum, en í ófáum tilfellum eru þeir mun merkilegri og betri leikarar og þættirnir þeirra skemmtilegri en nokkrar bíómyndir. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.