Greinar miðvikudaginn 17. maí 1995

Forsíða

17. maí 1995 | Forsíða | 220 orð

17 ára læknir

BALMURALI Ambati er sautján ára unglingur frá Queens í New York-borg og í síðustu viku tók hann bílpróf. Það er tímabært að hann fái ökuskírteini því að á föstudag útskrifaðist hann frá Mount Sinai-læknaskólanum og verður þar með sennilega yngsti læknir, sem útskrifast hefur í Bandaríkjunum. Venjulega ljúka menn læknanámi hér vestra 26 eða 27 ára gamlir. Meira
17. maí 1995 | Forsíða | 123 orð

Enn samdráttur vestra

NOKKUR framleiðslusamdráttur var í Bandaríkjunum í apríl, annan mánuðinn í röð og er það í fyrsta sinn, sem það gerist í hálft fjórða ár. Framleiðslan var 0,4% minni í apríl nú en á síðasta ári, 0.3% minni í mars og sú sama í febrúar og árið áður. Í mars var framleiðslugeta fyrirtækjanna nýtt að 84,7% en að 84,1% í apríl og hefur hlutfallið ekki verið lægra síðan í júlí í fyrra. Meira
17. maí 1995 | Forsíða | 190 orð

Japanir óttast hefndaraðgerðir

ALMENNINGUR í Japan varpaði öndinni léttar í gær eftir að Shoko Asahara, leiðtogi sértrúarsafnaðar, sem talinn er hafa staðið fyrir eiturgasárás í Tókýó, var handtekinn í umfangsmiklu lögregluáhlaupi í fyrrinótt. Tomiichi Murayama forsætisráðherra bað þó fólk að vera áfram á varðbergi vegna hættu á hefndaraðgerðum af hálfu safnaðarmanna sem ganga enn lausir. Meira
17. maí 1995 | Forsíða | 98 orð

Óttast um norræna samvinnu

VERULEG reiði ríkir í Noregi vegna þeirrar afstöðu Svía að mótmæla samningi um markaðsaðgang fyrir norskar sjávarafurðir innan Evrópusambandsins, ESB. Telja fjölmiðlar í Noregi, að sú staða, sem nú er komin upp, boði ekkert gott fyrir norræna samvinnu. Meira
17. maí 1995 | Forsíða | 300 orð

Refsitollur lagður á japanskar bifreiðar

BANDARÍKJASTJÓRN tilkynnti í gær að 100% refsitollur yrði lagður á 13 gerðir japanskra lúxusbifreiða ef stjórnvöld í Japan brygðust ekki strax við og opnuðu markaðinn fyrir bandarískum bifreiðum og varahlutum. Japanir ætla að skjóta þessari ákvörðun til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, en hafa einnig beðið um tafarlausar viðræður við Bandaríkjamenn. Meira
17. maí 1995 | Forsíða | 135 orð

Varað við flóðbylgju í Kyrrahafi

RÍKI við sunnanvert Kyrrahaf voru vöruð við hugsanlegri flóðbylgju í gær í kjölfar mjög öflugs jarðskjálfta. Átti hann upptök sín í hafinu skammt frá Nýju Kaledóníu en ekki var vitað nákvæmlega hvar. Meira

Fréttir

17. maí 1995 | Miðopna | 576 orð

19 nýir þingmenn á 119. löggjafarþingi

Alþingi var sett í gær og er búist við að það starfi fram í næsta mánuð. Þingið sem sett var í gær er 119. löggjafarþing Íslendinga frá endurreisn Alþingis. Alþingi kom saman í gær í fyrsta skipti eftir kosningar og stjórnarmyndun. Nítján nýir þingmenn settust á Alþingi í gær og sex nýir ráðherrar settust á ráðherrastóla. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 287 orð

90 útköll vegna sinuelda á tæpum mánuði

MIKILL sinueldur var kveiktur við bæinn Skriðufell í Þjórsárdal í fyrradag en ekki urðu skemmdir á gróðri í skógrækt sem þar er stunduð, að sögn Björns Jóhannssonar bónda á Skriðufelli. Slökkviliðið í Reykjavík hefur þurft að sinna 90 útköllum vegna sinubruna frá 18. apríl sl., að sögn Guðbrands Bogasonar varðstjóra. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 143 orð

Andlát MARÍA MARKAN

17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 359 orð

Auglýsing um tiltilvísanakerfi samrýmist ekki reglum

SIÐANEFND Sambands íslenskra auglýsingastofa telur að auglýsing, undirrituð af nokkrum sérfræðilæknum, með fullyrðingum um rétt og rangt tengt tilvísanakerfi í heilbrigðisþjónustunni, samræmist ekki þeim grundvallarhugmyndum siðareglna um auglýsingar að allar auglýsingar skuli verða löglegar, siðlegar og heiðarlegar. Meira
17. maí 1995 | Landsbyggðin | 430 orð

Áfallaár hjá Orkubúi Vestfjarða

Ísafirði-Miklar skemmdir vegna veðurfars á síðasta ári ollu slæmri rekstrarafkomu Orkubús Vestfjarða. Þrátt fyrir slæmt útlit af sömu ástæðum á þessu ári er staða Orkubúsins sterk og mikil eining er um rekstur þessa sameiginlega fyrirtækis Vestfirðinga. Miklar breytingar hafa orðið á verðlagningu orku frá Orkubúinu frá því það var stofnað 1978. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 130 orð

Álft veldur sinubruna

SÁ óvenjulegi atburður varð við Hæðargarð í Landbroti í V- Skaftafellssýslu að álft kveikti í sinu. Virðist fuglinn hafa flogið á raflínu sem liggur þarna yfir tún og kviknaði í honum með þeim afleiðingum að þegar hann féll dauður niður komust neistar í sinuna. Rafmagnið fór af í Landbroti og þegar betur var að gáð var þetta ástæðan. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 136 orð

Álft veldur sinubruna

17. maí 1995 | Erlendar fréttir | 398 orð

Ásakanir ganga á víxl yfir Kjöl

SÆNSK stjórnvöld hafa neitað að samþykkja samning þann um tollfrjálsan innflutningskvóta fyrir sjávarafurðir, sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gerði við Noreg fyrir skömmu. Ákvörðun EFTA-nefndar ESB um staðfestingu samningsins var frestað í fyrradag. Það er nú undir tvíhliða viðræðum Noregs, Svíþjóðar og annarra ríkja, sem málið varðar, að leysa það. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 85 orð

Barnaspítali Hringsins fær leikföng að gjöf

LIONSKLÚBBURINN Þór fræði Barnaspítala Hringsins fjölda gjafa síðasta vetrardag. Félagar í Lionsklúbbnum Þór hafa árvisst um margra ára skeið komið og fært börnum spítalans leikföng að gjöf. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 438 orð

Breyttur þristur kom hér við

17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 434 orð

Breyttur þristur kom hér við

MIKIÐ endurbætt flugvél af gerðinni Douglas DC-3, knúin tveimur skrúfuhreyflum, átti viðdvöl á Reykjavíkurflugvelli nýlega. Þetta var sérútbúin málmleitarvél og var hún með löng spjót framan úr nefi og aftur úr stéli auk þess að vera með spjót á vængendum. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 394 orð

Börnin í Súðavík eru ofarlega í huga okkar allra

"Í ÞESSARI ferð minni er ég fyrst og fremst að kynna embættið fyrir grunnskólabörnum hér á svæðinu. Þá ræði ég við skólastjórann og sveitarstjórnarmenn, því allir þurfa að taka höndum saman til að bæta hag barna og standa vörð um réttindi þeirra," sagði Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna, í samtali við blaðið, Meira
17. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 136 orð

Dalvík Hjólreiðadagur

17. maí 1995 | Erlendar fréttir | 355 orð

Danska stjórnin vissi snemma um milljarðatap

BÆÐI ráðherrar í hægristjórn Poul Schlüters og í stjórn Poul Nyrup Rasmussens vissu mun fyrr en hingað til hefur verið látið uppi um milljarða tap í Sjóvinnubankanum í Færeyjum að því er fram kom í fréttum danska blaðsins Jyllands- Posten um helgina. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 96 orð

Eggerts minnst á Alþingi

Alþingismenn minntust Eggerts G. Þorsteinssonar fyrrverandi ráðherra á Alþingi við þingsetningu í gær. Ragnar Arnalds starfsaldursforseti Alþingis stjórnaði fyrsta fundi þingsins. Eftir að hafa rakið æviferil Eggerts G. Þorsteinssonar sagði Ragnar að Eggert hefði reynst styrkur forustumaður og ekki brugðist trúnaði þeirra sem að baki honum stóðu. Meira
17. maí 1995 | Miðopna | 1723 orð

Ekki bannað að vinna yfirvinnu

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra hefur lýst því yfir að hann sé mjög ósáttur við tvær tilskipanir Evrópusambandsins um vinnuvernd og vernd barna og unglinga, sem fyrirhugað er að verði felldar inn í samninginn um Evrópskt efnahagssvæði. Meira
17. maí 1995 | Erlendar fréttir | 421 orð

Emmanuelli, Médecin og Tapie fá fangelsisdóma

JACQUES Medecin, fyrrum borgarstjóri Nice í Frakklandi, var í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi og að auki gert að greiða 200 þúsund franka sekt. Var Medecin, sem gegndi borgarstjóraembættinu í 24 ár, fundinn sekur um að hafa svikið stórfé úr óperu borgarinnar á síðasta áratug. Hann er þriðji franski stjórnmálamaðurinn á tveimur dögum, sem hlýtur dóm vegna spillingarmála. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 143 orð

Enginn ágreiningur við Þorstein

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að enginn ágreiningur sé á milli sín og Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra um svigrúm til kvótaaukningar. Í DV í fyrradag var haft eftir Halldóri að hann teldi eitthvert svigrúm til að auka kvóta, en ekki mikið. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 259 orð

Ég er stolt af ykkur

"MÉR fannst gaman að frétta að þið væruð á táknmálsnámskeiði. Þetta er stórt skref fram á við fyrir heyrnarlausa og ég er stolt af ykkur," sagði Anna Jóna Lárusdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, þegar hún ávarpaði nokkra bankastarfsmenn, sem hafa undanfarið sótt námskeið í táknmáli í Bankamannaskólanum. Meira
17. maí 1995 | Erlendar fréttir | 591 orð

Fannst einn síns liðs við hugleiðslu í leyniherbergi

JAPANSKA lögreglan handtók í fyrrinótt leiðtoga sértrúarsafnaðarins Aum Shinri Kyo (Æðsti Sannleikur), sem talinn er hafa staðið fyrir mannskæðasta hermdarverkinu í Japan eftir síðari heimsstyrjöldina. Leiðtoginn, Shoko Asahara, var einn síns liðs við hugleiðslu í litlu leyniherbergi í höfuðstöðvum safnaðarins þegar hann var handtekinn í einu umfangsmesta lögregluáhlaupi í sögu landsins. Meira
17. maí 1995 | Erlendar fréttir | 355 orð

Fimm manns á batavegi

TALSMAÐUR Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) skýrði frá því í gær að fimm Zairebúar væru að ná sér eftir að hafa fengið veirusjúkdóminn ebólu en staðfest hefur verið að 77 manns hafa orðið sjúkdómnum að bráð undanfarna daga í landinu. Ekki er til neitt þekkt lyf eða meðhöndlun sem dugar gegn veikinni er veldur miklum blæðingum. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 101 orð

Flutningabíll út af þjóðveginum

EINN MAÐUR var fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi með minniháttar meiðsl eftir að stór flutningabíll á leið norður fór út af þjóðveginum í Hvalfirði í gær. Loka þurfti þjóðveginum á vegarkafla milli bæjanna Eystra-Miðfells og Kalastaðakots í fáeinar klukkustundir á meðan þrjú dráttartæki unnu við að draga bílinn upp á veginn. Umferð var á meðan beint inn á Svínadal. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 268 orð

Framleiðni og arðsemi lakari á Íslandi

ÞRÓUN framleiðni og arðsemi fyrirtækja var lakari á Íslandi en meðal keppinauta þeirra í Evrópu á tímabilinu 1988-1993. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar á vegum samtaka evrópskra atvinnurekenda (UNICE) sem gerð var meðal æðstu stjórnenda fyrirtækja í Evrópu fyrir réttu ári. Meira
17. maí 1995 | Erlendar fréttir | 53 orð

Grænir birnir

GRÆNFRIÐUNGAR efndu til aðgerða í Strassborg í gær til að reyna að hafa áhrif á Evrópuþingmenn, sem um þessar mundir eru að taka ákvarðanir um samevrópskt vegakerfi. Hafa umhverfissamtök áhyggjur af áhrifum fyrirhugaðrar vegagerðar í frönsku Pyreneafjöllunum á dýralíf þar. Hér má sjá grænfriðung í bjarnarlíki ræða við starfsmann Evrópuþingsins. Meira
17. maí 1995 | Landsbyggðin | 50 orð

Hanna Kristín á flot

Tálknafirði-SLÖKKVILIÐ Tálknafjarðar dældi sjó úr Hönnu Kristínu HF 11, sem sökk við bryggju aðfaranótt laugardags, og komst báturinn aftur á flot á laugardag. Ekki er vitað, hvað olli lekanum, en málið er í rannsókn. Ljóst er að skemmdir á tækjum og innanstokksmunum eru miklar. Meira
17. maí 1995 | Erlendar fréttir | 202 orð

Hillary gerir Bill "forsetalegri"

HILLARY Clinton, eiginkona Bills Clintons Bandaríkjaforseta, hefur tekið af skarið í undirbúningi eiginmannsins fyrir forsetakosningarnar sem fram fara á næsta ári. Vinnur hún nú hörðum höndum að því að gera hann "forsetalegri" að sögn aðstoðarmanna hans. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 69 orð

Hjólastól stolið

17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 65 orð

Hjólastól stolið

HJÓLASTÓL var stolið frá Tryggingastofnun ríkisins við Laugaveg 24. apríl sl. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarlögreglu ríkisins er talið að tveir menn hafi tekið stólinn. Stóllinn er í eigu Tryggingastofnunar ríkisins en starfsmaður hennar, Arnór Pétursson, notar hann í vinnunni. Stóllinn er nýr, af gerðinni Levo. Meira
17. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 131 orð

Hjólreiðadagur

HJÓLREIÐADAGUR verður haldinn á Dalvík í dag, miðvikudaginn 17. maí. Kiwanisklúbburinn Hrólfur afhendir af því tilefni nemendum í 1. bekk reiðhjólahjálma og veifur að gjöf. Farið verður yfir helstu atriði í umferðinni og mun lögregla skoða reiðhjól nemenda. Umferðarkennsluvöllur við skólann verður opinn og efnt verður til hjólreiðakeppni 7. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 51 orð

Hjúkrunarforstjórar halda vorfund

DEILD hjúkrunarforstjóra og hjúkrunarframkvæmdastjóra sjúkrahúsa heldur vorfund fimmtudaginn 18. maí í fræðslusal á 1. hæð á Hjúkrunarheimilinu Eir. Dagskráin hefst kl. 10.30 og lýkur kl. 16. Reynir Karlsson, framkvæmdastjóri Hagvangs, heldur erindi um markaðssetningu hjúkrunarstjórnenda og dr. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 165 orð

Hreinsunardagar á höfuðborgarsvæðinu

SÉRSTAKIR hreinsunardagar hafa staðið yfir í Reykjavík frá 6. maí síðastliðnum, og lýkur þeim næstkomandi föstudag, 19. maí. Starfsmenn hreinsunardeildar gatnamálastjóra hafa auk þess að vinna að hreinsun borgarinnar aðstoðað íbúana við að fjarlægja garðaúrgang og annað sem þeir vilja koma í lóg. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 358 orð

Hundar og kettir mögulega smitberar

RIÐU varð vart í kind frá bænum Hofsá í Svarfaðardal í síðustu viku og hefur öllu fé á bænum verið lógað. Þetta er fjórða riðutilfellið í Svarfaðardal á rúmu ári. Auk þess hefur í vor fundist riða í fé frá Víðivöllum í Fljótsdal, Gilsárstekkum í Breiðdal og Daðastöðum í Reykjadal. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 115 orð

ingið tekið til starfa

17. maí 1995 | Smáfréttir | 62 orð

Í TILEFNI 5 ára afmælis hljóðfæraverslunarinnar Samspils

Í TILEFNI 5 ára afmælis hljóðfæraverslunarinnar Samspils hf. verða haldnir afmælistónleikar þann 18. maí í Þjóðleikhúskjallaranum undir slagorðinu Samspil '95. Meðal þeirra sem koma fram eru Gulli Briem, Einar Valur Scheving, Óli Hólm, Birgir Bragason, J.J. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 321 orð

Kaup Bakka á Ósvör staðfest í bæjarstjórn í gær

Á FUNDI bæjarstjórnar Bolungarvíkur í gær var staðfestur kaupsamningur Bakka hf. í Hnífsdal á hlutabréfum Bolungarvíkurkaupstaðar í Ósvör hf., en samningur þessi var undirritaður fyrir helgina með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar og stjórnar Bakka. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 387 orð

Kennslustundum í grunnskóla fjölgað um 15

NÆSTA haust fjölgar kennslustundum í grunnskóla um 15 stundir alls, sem er 9 klukkustundum meira en gert var ráð fyrir í stefnumörkun um einsetningu grunnskóla. Samkvæmt fyrri áætlun átti að dreifa auknum tímafjölda á haustin 1995 og 1996. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 156 orð

Kviknaði í út frá heitu biki

VEL fór þegar eldur kom upp í þaki hússins númer 22 við Austurstræti í gær, þar sem verið er að innrétta veitingahús. Að sögn Guðbrands Bogasonar, varðstjóra hjá Slökkviliðinu í Reykjavík, voru iðnaðarmenn að pappaleggja þak og notuðu til þess heitt bik. Bikið ofhitnaði og kviknaði eldur út frá því. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 159 orð

Kviknaði í út frá heitu biki

17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 527 orð

Lausatök í fjármálum hins opinbera ógna stöðugleika

MAGNÚS Gunnarsson, fráfarandi formaður Vinnuveitendasambands Íslands, fjallaði í setningarræðu sinni á aðalfundi VSÍ í gær um þann efnahagslega stöðugleika sem náðst hefur og sagði að verðbólga af völdum kjarasamninganna í vetur hefði orðið snöggtum minni en ætlað var og að tekist hafi að sneiða hjá verulegum vaxtahækkunum, en þrátt fyrir það væru nú blikur á lofti. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 89 orð

Leki kom að Ásborgu

LEKI kom að Ásborgu BA frá Patreksfirði í gærmorgun þegar báturinn var við veiðar og dró bátur björgunarsveitarinnar Blakks Ásborgu í land í blíðskaparveðri. Talið er að þéttir við öxul hafi gefið sig og lak því lítillega inn með stefnisröri. Nánast allir bátar frá Patreksfirði hafa verið á sjó undanfarna daga en þeir hafa veitt vel af þorski. Meira
17. maí 1995 | Erlendar fréttir | 185 orð

Líflátinn í Louisiana

THOMAS Lee Ward, 59 ára morðingi, var tekinn af lífi í ríkisfangelsinu í Angóla í Louisiana í gærmorgun með eitursprautu. Aftöku hans hafði verið frestað níu sinnum á 12 árum. Ward var dæmdur til dauða fyrir morð á konu sinni, stjúpföður og morðtilraun við tengdamóður sína. Morðin framdi hann er hann var nýsloppinn úr fangelsi fyrir kynferðisafbrot gegn dóttur sinni. Meira
17. maí 1995 | Erlendar fréttir | 188 orð

Líflátinn í Louisiana

17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 771 orð

Lækka í launum við að öðlast starfsréttindi

Björg Bjarnadóttir er fædd á Barðaströnd árið 1955. Hún lauk stúdentsprófi frá MA 1975, prófi frá Fósturskóla Íslands 1978 og framhaldsnámi í stjórnun frá Fósturskólanum 1992. Hún starfaði hjá Dagvist barna og var leikskólastjóri er hún gerðist starfsmaður Félags íslenskra leikskólakennara 1993. Síðan þá hefur hún jafnframt verið varaformaður félagsins. Björg á fjögur börn. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 137 orð

MARÍA MARKAN

EIN MESTA og þekktasta söngkona Íslendinga, María Markan Östlund óperusöngkona, er látin, 89 ára að aldri. María var fædd í Ólafsvík 25. júní árið 1905, dóttir hjónanna Kristínar Árnadóttur og Einars Markússonar aðalbókara ríkisins. María var um langt árabil ein ástsælasta söngkona landsins, en hún hóf söngnám í Berlín á þriðja áratugnum. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 96 orð

Messa og kirkjukaffi Ísfirðinga í Reykjavík

ÍSFIRÐINGAFÉLAGIÐ hefur ákveðið að gangast fyrir messu og kirkjukaffi sunnudaginn 21. maí nk. kl. 14 í Áskirkju við Vesturbrún í Reykjavík. Sr. Hjörtur Hjartarson, fæddur og uppalinn á Ísafirði, mun messa. Kór brottfluttra Ísfirðinga syngur, orgelleikari verður Kristján Sigtryggsson. Kirkjukaffi verður strax á eftir messu og verður þar fólki gefinn kostur á að kaupa kaffi. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 581 orð

Minnihluti segir aldrei hafa reynt á tilboð SH

"ÞAÐ veit enginn hvað var í þessum spilum því það mátti, af einhverjum orsökum, aldrei láta reyna á það," sagði Sigurjón Benediktsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, á fundi bæjarstjórnar Húsavíkur í gær. Á fundinum samþykkti meirihluti bæjarstjórnar samning um sölu hlutafjár í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur til Íslenskra sjávarafurða í gær. Meira
17. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 513 orð

Myndarlegir snjóskaflar yfir kartöflugörðunum

"ÞAÐ hætti að minnsta kosti að snjóa þegar við fengum nýja ríkisstjórn," sagði Sveinn Sigurbjörnsson, bóndi í Ártúni í Höfðahverfi, nokkuð bjartsýnn á köldu vori, en hann spáir því að ekki verði umtalsverðar breytingar á veðri fyrr en eftir 29. maí, þegar nýtt tungl kviknar. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 175 orð

Námskeið um mat á náttúruhamförum

NÁMSKEIÐ um mat á náttúruhamförum verður haldið hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands dagana 22. og 23. maí. Fyrirlesari verður David McClung, prófessor við jarð- og verkfræðideild University of British Columbia í Vancouver í Kanada, en hann er sérfræðingur á sviði snjóflóða og aurskriða og hefur um langt árabil stýrt rannsóknum á því sviði í heimalandi sínu og víðar. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 276 orð

Nefnd geri tillögur um hagvaxtarstefnu

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra greindi frá því í ræðu á aðalfundi VSÍ í gær að skipuð hefði verið nefnd með þátttöku atvinnulífsins til að gera tillögur um hagvaxtarstefnu sem miðuðu að því að skapa sem best vaxtarskilyrði fyrir þjóðarbúskapinn til lengri tíma litið. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 92 orð

Nesstofa opnuð eftir vetrarlokun

NESSTOFUSAFN verður opnað eftir vetrarlokun um miðjan maí. Eftir 15. maí og fram í miðjan september verður safnið opið á sunnudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 13­17. Nesstofusafn er sérsafn á sviði lækningaminja. Í safninu er sýnt ýmislegt sem tengist sögu heilbrigðismála á Íslandi síðustu aldirnar, þar á meðal tæki og áhöld til lækninga. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 95 orð

Nesstofa opnuð eftir vetrarlokun

17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 692 orð

Niðurstaða saksóknara kemur ekki á óvart

JÓHANN G. Berþórsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, segir að sér komi niðurstaða saksóknara varðandi mál Hagvirkis-Kletts hf. ekki á óvart. Hún sé í samræmi við það sem hann hafi talið vera eðli þessa máls, en ríkissaksóknari hefur vísað frá kæru um rannsókn á fjármálalegum samskiptum bæjarsjóðs Hafnarfjarðar og stjórenda Hagsvirkis-Kletts. Meira
17. maí 1995 | Landsbyggðin | 84 orð

Ný heilsugæslustöð í Laugarási

Laugarvatni-HEILBRIGÐISRÁÐHERRA, Ingibjörg Pálmadóttir, tók fyrstu skóflustunguna að nýrri heilsugæslustöð í Laugarási í Biskupstungum föstudaginn 12. maí sl. og mun stöðin þjóna stóru svæði í uppsveitum Árnessýslu. Nýja heilsugæslustöðin mun rísa í næsta nágrenni gömlu heilsugæslustöðvarinnar en hún var reist fyrir 33 árum, hefur elst vel en er komin til ára sinna. Meira
17. maí 1995 | Erlendar fréttir | 207 orð

Nýr flokkur á Evrópuþingi

NÝR og öflugur þingflokkur er að verða til á Evrópuþinginu. Til stendur að sameina Forza Europa, sem eru Evrópuþingmenn Forza Italia, og Evrópska lýðræðisbandalagið, sem er samtök Evrópuþingmanna franskra Gaullista og Fianna Fail á Írlandi. Nýi flokkurinn myndi hafa samanlagt 55 Evrópuþingmenn og verða þriðji stærsti þingflokkurinn, á eftir hægrimönnum og sósíalistum. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 157 orð

Ólafur B. Ólafsson kjörinn formaður VSÍ

ÓLAFUR B. Ólafsson, framkvæmdastjóri Miðness hf. í Sandgerði, var kjörinn formaður Vinnuveitendasambands Íslands til næstu tveggja ára, í stað Magnúsar Gunnarssonar, sem ekki gaf kost á sér til áframhaldandi formennsku, á aðalfundi samtakanna í gær. Meira
17. maí 1995 | Erlendar fréttir | 193 orð

Óvíst um fjölda farþega

VITAÐ var með vissu að 42 fórust en margra var enn saknað síðdegis í gær eftir að eldur kviknaði í ferju er síðar sökk skömmu áður en skipið átti að koma í höfn í bænum Lucena á Filippseyjum. Að sögn lögreglu voru um 150 manns um borð samkvæmt skýrslum en vitað að þeir voru mun fleiri, sumir farþegar töldu að þeir hefðu verið 300. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 127 orð

Prins póló uppselt hjá innflytjanda

PRINS póló súkkulaði er uppselt hjá innflytjanda þess og er tekið að bera á skorti hjá nokkrum söluaðilum. Guðmundur Björnsson, sölustjóri hjá Ásbirni Ólafssyni, sem flytur súkkulaðikexið inn, segir ástæðuna þá að sending frá framleiðendum í Póllandi hafi ekki náð skipi. Að sögn Guðmundar er vika síðan birgðir seldust upp og næsta sending væntanleg eftir tvær vikur. Meira
17. maí 1995 | Erlendar fréttir | 60 orð

Ramses í nýju ljósi

GRAFHVELFING mikil hefur fundist við uppgröft í Konungadalnum í Egyptalandi. Talið er að þar sé um að ræða grafhvelfingu faraósins Ramsesar annars sem grafinn var fyrir um 3.000 árum. Hann var einn litríkasti og valdamesti ráðamaður fyrri tíma og er talið að fundurinn verði til þess að varpa nýju ljósi á líf hans og annarra faraóa. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 148 orð

Ráðuneytið brýnir lögreglustjóra

DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur sent lögreglustjóraembættum á þeim stöðum þar sem leikir heimsmeistarakeppninnar í handbolta fara fram, bréf þar sem þess er farið á leit að sérstaklega verði kannað hvort áfengisauglýsingum, sem brutu í bága við lög, hafi verið komið í lögmætt horf. Meira
17. maí 1995 | Erlendar fréttir | 55 orð

Reuter. Grænir birnir

17. maí 1995 | Erlendar fréttir | 63 orð

Reuter Ramses í nýju ljósi

17. maí 1995 | Erlendar fréttir | 70 orð

Reuter Unnu bug á ebóla

17. maí 1995 | Akureyri og nágrenni | 250 orð

Riða komið upp á fjórum bæjum á rúmu ári

BÆNDUR í Svarfaðardal munu væntanlega efna til fundar nú fljótlega eftir sauðburð þar sem rætt verður um viðbrögð við riðuveiki sem komið hefur upp á fjórum bæjum í dalnum á rúmu ári. Ólafur G. Vagnsson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar sagði það mikið áfall að riða skyldi koma upp að nýju í Svarfaðardal, en allt fé var skorið niður þar haustið 1988. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 52 orð

Samningar samþykktir

FÉLAGAR í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning við borgaryfirvöld í almennri atkvæðagreiðslu, en talning fór fram í gær. Á kjörskrá voru 2.478 manns og greiddu atkvæði 1.149 eða 46,37%. Já sögðu 679 eða 59,1% og nei sögðu 447 eða 38,9%. Auðir og ógildir seðlar voru 23 eða 2,0%. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 249 orð

SÁÁ gefur út fræðslurit fyrir foreldra um vímuefnaneyslu unglinga

Í ÞESSARI viku sendir SÁÁ nýtt fræðslurit um vímuefnaneyslu unglinga inn á tæplega 30 þúsund heimili um allt land. Ritið er sent foreldrum barna á aldrinum 9 til 15 ára, svo og félögum og styrktarfélögum SÁÁ. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 212 orð

Selavaða á ísflekum

17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 209 orð

Selavaða á ísflekum

JÓHANN Sigurjónsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir líklegast að hvalavaðan sem starfsmenn Landhelgisgæslunnar urðu varir fyrir nokkru austan við landið hafi verið grindhvalir. Að sögn Sigurjóns Sverrissonar, flugstjóra í ískönnunarflugi Gæslunnar, var þetta stærri hvalavaða en þeir hefðu áður séð og sagði hann að hvalirnir hefðu verið í þúsundatali. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 39 orð

Síld til Akraness

Víkingur og Höfrungur komu með fyrstu síldina til Akraness á föstudag, Víkingur 1280 tonn og Höfrungur 880. Á annarri myndinni er Víkingur að leggjast að bryggju og á hinni hampa kátir sjómenn silfri hafsins. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 214 orð

Símaskráin í prentun

17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 212 orð

Símaskráin í prentun

PRENTUN Símaskrárinnar 1995 er að ljúka í Prentsmiðjunni Odda og bókband er hafið. Byrjað verður að afhenda hana símnotendum mánudaginn 29. maí. Hún tekur þó ekki gildi fyrr en laugardaginn 3. júní, sama dag og númerabreytingar verða gerðar um allt land og öll almenn símanúmer verða sjö stafa. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 408 orð

Skorað á bankamenn að fella samninga

ALMENNUR félagsfundur Starfsmannafélags Seðlabankans hefur skorað á aðildarfélög innan Sambands íslenskra bankamanna að fella kjarasamninga þess og samninganefndar banka og sparisjóða í skriflegri atkvæðagreiðslu í dag og á morgun. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 82 orð

Snjóþungt vor

17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 80 orð

Snjóþungt vor

ELZTU menn í byggðunum við utanverðan Eyjafjörð segjast ekki muna eftir öðrum eins snjó á þessum árstíma og nú í vor. Kartöflugarðar eru undir snjó og allt fé er enn á húsi. Jóhann Símon, ellefu ára gutti á Grenivík, sagði að það hefði verið í lagi að hafa snjóinn í vetur, þegar hægt var að komast á skíði, en það yrði engin söknuður þótt hann færi að fara. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 334 orð

Standa við fyrri yfirlýsingar sínar

KENNARAR við Reykholtsskóla fóru þess á leit við Ólaf Þ. Þórðarson á fundi hans með kennurum í fyrrakvöld að hann dragi til baka þá ákvörðun sína að taka við starfi skólastjóra í Reykholti. Að sögn Hlyns Helgasonar, talsmanns kennaranna, skýrðust línur á fundinum einungis í þá veru að kennararnir standa við fyrri yfirlýsingar. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 152 orð

Starfshópar fjalla um ríkisfjármál

Nokkrir starfshópar skipaðar fulltrúum stjórnarflokkanna og embættismanna hafa verið settir á fót til að fara yfir ýmsa þætti tengda fjárlögum næstu ára. Hóparnir eru einkum að skoða mögulega hagræðingu á ýmsum sviðum ríkisfjármála. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 365 orð

Stjórn Innkaupastofnunar taldi forval æskilegt

MEIRIHLUTI borgarráðs hefur samþykkt samkomulag um að húsnæðissamvinnufélagið Búseti taki að sér sem verktaki tilraunaverkefni um viðhald og rekstur 98 leiguíbúða Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Íbúðirnar eru við Meistaravelli 19­23, Fannarfell 2­12 og Unufell 44­46. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 57 orð

"Stríðsárablús" hjá FÍH í Rauðgerði

NEMENDUR söngdeildar ásamt níu manna hljómsveit Tónlistarskóla FÍH efna til söngskemmtunar fimmtudaginn 18. maí kl. 21 í sal skólans að Rauðagerði 27. Þar verður flutt tónlist seinni stríðsára ásamt lögum eftir Jón Múla Árnason en allir textar laganna eru eftir Jónas Árnason. Lögin eru í útsetningum Jóhanns G. Jóhannssonar og Árna Scheving. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 51 orð

Stærsta tap Íslands á HM

17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 48 orð

Stærsta tap Íslands á HM

Stærsta tap Íslands á HM RÚSSAR sigruðu Ísland 25:12 í 16 liða úrslitum HM í handknattleik í gærkvöldi og voru íslensku landsliðsmennirnir niðurbrotnir eftir versta tap Íslands á HM frá upphafi. Dimitri Filippov, markahæsti maður Rússa, reyndi að hughreysta samherja sinn í Stjörnunni, Konráð Olavson. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 225 orð

Taka verður reglurnar upp í EES

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að Íslendingar verði að samþykkja reglur þær um vinnutíma og vinnuvernd barna og unglinga, sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill að verði teknar upp í samninginn um Evrópskt efnahagssvæði og Páll Pétursson félagsmálaráðherra hefur gagnrýnt harðlega. Utanríkisráðherra segir að svigrúm til undanþága sé talsvert í tilskipununum. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 46 orð

tför Eggerts G. Þorsteinssonar

17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 54 orð

Tónleikar á Kringlukránni

17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 52 orð

Tónleikar á Kringlukránni

ÞÓRIR Baldursson og félagar leika á Kringlukránni miðvikudaginn 17. maí. Með Þóri leika Gunnlaugur Briem, trommuleikari, Gunnar Hrafnsson, bassaleikari, og Björn Thoroddsen, gítarleikari. Þeir félagar leika hefðbundna djasstónlist m.a. eftir Chick Corea, C. Parker ásamt nýjum ópusum eftir þá sjálfa. Tónlistarflutningurinn hefst kl. 22 og stendur fram yfir miðnætti. Meira
17. maí 1995 | Erlendar fréttir | 66 orð

Unnu bug á ebóla

FÓRNARLÖMB ebólasýkinnar í Zaire eru nú orðin 86 en vitað er með vissu, að 93 hafa sýkst. Fimm sjúklingar hafa hins vegar unnið bug á sjúkdómnum og hefur einn þeirra verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Flest sjúkdómstilfellanna hafa verið í bænum Kikwit og þar eru grafnar fimm ítalskar hjúkrunarnunnur, sem létust úr sýkinni. Hér stendur zaírsk kona við gröf einnar þeirra. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 40 orð

Útför Eggerts G. Þorsteinssonar

ÚTFÖR Eggerts G. Þorsteinssonar fyrrverandi alþingismanns og ráðherra var gerðfrá Fríkirkjunni í gær. SéraGuðmundur Óskar Ólafssonsóknarprestur í Neskirkju sáum athöfnina, sem var fjölsótt. Félagar Eggerts í Oddfellow-reglunni voru líkmennen í forgrunni er Baldur Fredriksen útfararstjóri. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 104 orð

Útivistarskóli fyrir börn í Holti í Önundarfirði

ÚTIVISTARSKÓLI í Holti í Önundarfirði verður starfræktur í sumar fyrir börn á aldrinum 10­14 ára. Boðið er upp á 10 daga námskeið og er hámarksfjöldi á hvert námskeið 10 börn. Á námskeiðunum verður börnunum m.a. boðið upp á heimsóknir á bóndabæi og þátttöku í sveitastörfum, hestaferðir, sjóferð með veiðistöng, útilega og margt fleira. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 517 orð

Vilja refsa fyrir veiðar í Síldarsmugu

SÓSÍALÍSKI vinstriflokkurinn og Miðflokkurinn í Noregi vilja refsa útgerðum skipa frá ríkjum Evrópusambandsins (ESB), sem veiða síld í Síldarsmugunni. Hægriflokkurinn hótar útvíkkun fiskveiðilögsögu Noregs. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 255 orð

Víða brotist inn í borginni

LÖGREGLUNNI í Reykjavík var tilkynnt um fjölda innbrota síðustu tvo daga, flest í bíla en einnig í fyrirtæki og íbúðir. Á mánudagsmorgun var tilkynnt um að brotist hefði verið inn í verslunina Skjólakjör við Sörlaskjól og þaðan stolið 5.000 krónum í peningum, níu sígarettulengjum og peningakassa. Meira
17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 260 orð

Víða brotist inn í borginni

17. maí 1995 | Innlendar fréttir | 110 orð

Þingið tekið til starfa

NÍTJÁN nýir þingmenn settust á Alþingi í gær þegar þing kom saman í fyrsta skipti eftir kosningar. Á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokks var í gær ákveðið að Geir H. Haarde yrði formaður utanríkismálanefndar, Sólveig Pétursdóttir yrði formaður allsherjarnefndar, Sigríður Anna Þórðardóttir formaður menntamálanefndar, Einar K. Meira

Ritstjórnargreinar

17. maí 1995 | Staksteinar | 339 orð

Stækkun ESB og NATO

17. maí 1995 | Staksteinar | 334 orð

»Stækkun ESB og NATO VIKURITIÐ The Economist fjallar í leiðara um stækkun Evrópus

VIKURITIÐ The Economist fjallar í leiðara um stækkun Evrópusambandsins og NATO til austurs. ESB upptekið að raða eigin húsgögnum "Í SÍÐUSTU viku kynnti Evrópusambandið "vegakortið" til aðildar að fínasta efnahagsklúbbi heims," segir leiðarahöfundur og vísar þar til hvítbókar ESB um tæknilegar forsendur aðildar. Meira
17. maí 1995 | Leiðarar | 581 orð

UMSKIPTI Í FRAKKLANDI

17. maí 1995 | Leiðarar | 570 orð

UMSKIPTI ÍFRAKKLANDI

UMSKIPTI ÍFRAKKLANDI EGAR François Mitterrand víkur fyrir Jacques Chirac í Élysée-höllinni í dag, eftir að hafa setið þar í fjórtán ár, eiga sér stað söguleg umskipti í Frakklandi. Auk þess að gaullisti tekur við af sósíalista tekur ný kynslóð við völdum í landinu. Meira

Menning

17. maí 1995 | Menningarlíf | 136 orð

Ágústa heldur söngnámskeið

ÁGÚSTA Ágústsdóttir söngkona heldur söngnámskeið í húsakynnum Tónlistarskóla Rangæinga á Hvolsvelli dagana 25.-28. maí nk. Ágústa hefur kennt söng um árabil nú síðast hjá Söngsmiðjunni í Reykjavík, en sjálf hefur hún stundað nám hjá ýmsum kennurum og þá aðallega hjá Wagnersöngkonunni Hannelore Kuhse, sem er eftirsóttur kennari af söngvurum víðsvegar um heim. Meira
17. maí 1995 | Menningarlíf | 34 orð

Bach, Skrjabin og Þorkell

17. maí 1995 | Menningarlíf | 25 orð

Bach, Skrjabin og Þorkell PÍANÓTÓNLEIKAR verða haldnirí Borgarneskirkju,í kvöld 17. maí kl.20.30. Júlíana

PÍANÓTÓNLEIKAR verða haldnirí Borgarneskirkju,í kvöld 17. maí kl.20.30. Júlíana RúnIndriðadóttirpíanóleikari leikurverk eftir Bach,Beethoven, Chopin, Skrjabin, Prokofiev og ÞorkelSigurbjörnsson. Meira
17. maí 1995 | Myndlist | 364 orð

Bollar og baggall

Opið á verslunartíma til 17. maí. Agðangur ókeypis. ÞAÐ er yfirmáta listræn verslun sem Jens Guðjónsson gullsmiður hefur opnað að Skólavörðustíg 20, og hafði ég ekki komið í hana fyrr er mig bar þar að garði á dögunum. Ekki veit ég hvort ætlunin er að hafa reglulegar sýningar þar á staðnum, en það má vera alveg víst, að það sem Jens stendur að, séu mikilsverðir hlutir. Meira
17. maí 1995 | Menningarlíf | 46 orð

Bókmenntakynning á verkum Davíðs Stefánssonar LEIKFÉLAGIÐ Snúður og Snælda gangast fyrir bókmenntakynningu á verkum

LEIKFÉLAGIÐ Snúður og Snælda gangast fyrir bókmenntakynningu á verkum DavíðsStefánssonar, í tilefni af aldarafmæli skáldsins, íRisinu, Hverfisgötu 105, fimmtudaginn 18. maí kl.14. Gils Guðmundsson rithöfundur aðstoðarhópinn og fjallarum ævi skáldsins. Lesin verða valin kvæði og leiklesið úr Gullna hliðinu. Meira
17. maí 1995 | Menningarlíf | 95 orð

Burtfararprófstónleikar Kristjáns

KRISTJÁN Eldjárn gítarleikari heldur burtfararprófstónleika sína frá Tónlistarskóla FÍH, miðvikudagskvöldið 17. maí. Tónleikarnir verða í sal skólans að Rauðagerði 27 og hefjast kl. 20. Kristján hefur numið klassískan gítarleik við Tónmenntaskóla Reykjavíkur, Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Meira
17. maí 1995 | Menningarlíf | 220 orð

Fáir vissu um tónskáldið Nietzsche

"ÁN tónlistar væri lífið mistök," skrifaði þýski heimspekingurinn Friedrich Nietzsche (1844-1900) eitt sinn. Hann hafði geysilegan áhuga á tónlist og skrifaði fræðigreinar með og á móti verkum tónskáldsins Richards Wagner. Það var hins vegar ekki á almannavitorði að Nietzsche var sjálfur liðtætkt tónskáld. Meira
17. maí 1995 | Menningarlíf | 84 orð

Helgisögur Snorra

ÚT ER komin bók með fyrirlestrum sem haldnir voru á sextánda þingi um miðaldabókmenntir í Háskólanum í Óðinsvéum í Danmörku 1991. Bókin nefnist Saints and Sagas (Helgir menn og sögur). Meðal þeirra fræðimanna sem fjalla um íslenskar sögur eru Margaret Cormack, Peter Foote og Sverrir Tómasson. Fyrirlestur Sverris nefnist Helgisögur Snorra Sturlusonar og snýst einkum um Ólafs sögu helga. Meira
17. maí 1995 | Menningarlíf | 87 orð

Helgisögur Snorra

17. maí 1995 | Tónlist | 328 orð

Kankvís góðsemi og heimssöknuður

INGVAR Jónasson og Anna Guðný Guðmundsdóttir fluttu verk eftir Brahms, Sjostakovits og Jón Nordal. Mánudagurinn 15. maí 1995. Ingvar Jónasson lágfiðluleikari segist vera að kveðja "tónleikapallinn" sem einleikari. Undirritaður man fyrstu tónleika hans og nú er komið að þeim kaflaskilum, að staldra aðeins við, eins og segir í kvæði við lag Bellmans. Meira
17. maí 1995 | Myndlist | -1 orð

Konur, bátar og myndir

Opið alla daga (nema þriðjud.) kl. 12-18 til 29. maí. Aðgangur ókeypis HEFÐBUNDNA málverkið lifir enn góðu lífi sem einn sterkasti miðill myndlistarinnar, þrátt fyrir að stórkostlegar tækninýjungar síðustu áratuga hafi gefið listamönnum aukna möguleika á öðrum sviðum til að koma myndmáli sínu á framfæri. Meira
17. maí 1995 | Leiklist | 459 orð

Meira fjör minna gaman

Leikstjóri: Hávar Sigurjónsson. Hljóð: Gísli Sveinn Loftsson. Lýsing: Kári Gíslason. Leikendur: Arnar H. Jónsson, Stefanía Thors, Björgvin H. Stefánsson, Svavar Björgvinsson, Thelma B. Brynjólfsdóttir, Ellen Guðmundsdóttir, Valgerður Stefánsdóttir, Skúli Friðriksson. Tjarnarbíói, Reykjavík 11. maí. Meira
17. maí 1995 | Menningarlíf | 505 orð

Munkasönglög aðrir sálmar

TÓNFRÆÐIDEILD Tónlistarskólans í Reykjavík efnir til tónleika í dag, miðvikudag, kl. 20.30 í Bústaðakirkju en á efnisskránni verða einkum frumsamin verk ungmenna sem stundað hafa nám við deildina. Nám við tónfræðideild skólans tekur þrjú ár að jafnaði og er á háskólastigi en lokapróf þaðan er metið til jafns við B.Mus.-gráðu. Námsefnið við deildina er afar fjölbreytt en þar má m. Meira
17. maí 1995 | Menningarlíf | 466 orð

Nemendasýning JSB

INNAN vébanda Dansráðs Íslands starfa fjölmargir dansskólar víðsvegar um landið. Flestir þeirra kenna þó aðallega sígilda samkvæmisdansa. Einn skóli sker sig samt þónokkuð þar úr og er það Jassballetskóli Báru. Meira
17. maí 1995 | Menningarlíf | 91 orð

Norræn myndlist á sextíu sýningum

NORRÆN myndlist 1995-96 mun á næstunni vera rækilega kynnt á Norðurlöndum. Sýningar í þessu skyni verða um 60. Frumkvæðið á Norræna listasambandið (NKF) sem með þessu móti minnir á 50 ára afmæli sambandsins á þessu ári. Ríkisstjórnir Norðurlanda styrkja sýningarnar, einnig Norræni menningarsjóðurinn og Ráðherranefndin. Meira
17. maí 1995 | Menningarlíf | 77 orð

Nýjar bækur

Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson er nú fáanleg í kiljuútgáfu. Bókin kom fyrst út árið 1924 og olli þá miklu fjaðrafoki, enda afar óvenjulegt verk. "Efni bréfsins var svo fjölbreytt," skrifaði Sverrir Kristjánsson, "að það logaði og sindraði í öllum blæbrigðum litrófsins. Meira
17. maí 1995 | Menningarlíf | 175 orð

Rekamaður Hens Pauli Heinesen

SKÁLDSAGAN Rekamaðurinn eftir færeyska rithöfundinn Jens Pauli Heinesen gerist í Færeyjum á tímum síðari heimsstyrjaldar og fjallar um hinn þrjóska og eigingjarna Samúel Matthías. Samúel fátækur og einfaldur rekamaður, síleitandi að verðmætum reka. Honum verður að ósk sinni og finnur stóra og mikla trétunnu fulla af spíra. Meira
17. maí 1995 | Menningarlíf | 88 orð

Skín við sólu

17. maí 1995 | Menningarlíf | 84 orð

Skín við sólu HRÖNN Vilhelmsdóttir textílhönnuður opnar sýningu á "Nytjalist í svefnherbergjum" í Gallerí ASH í Lundi,

HRÖNN Vilhelmsdóttir textílhönnuður opnar sýningu á "Nytjalist í svefnherbergjum" í Gallerí ASH í Lundi, Varmahlíð, sunnudaginn 21. maí kl. 14. Hrönn nam við Myndlista- og handíðaskóla íslands og lauk námi 1990. Þá fór hún í framhaldsnám í iðnhönnun. Meira
17. maí 1995 | Fólk í fréttum | 207 orð

Snjór eins langt og augað eygði

17. maí 1995 | Fólk í fréttum | 197 orð

Snjór eins langt og augað eygði

DAGUR Jónsson æfði sig í vetrarríkinu við Kleifarvatn þegar hann var að undirbúa sig fyrir ferð upp á Vatnajökul um páskana. Þangað fór Dagur með félögum sínum Símoni Halldórssyni, Valgarði Sæmundssyni, Júlíusi Gunnarssyni og Örvari Þorgeirssyni úr Björgunarsveit Fiskakletts og ferðuðust þeir í átta daga um jökulinn. "Við ætluðum að ganga yfir hann upphaflega," segir Dagur. Meira
17. maí 1995 | Menningarlíf | 381 orð

Táknmyndir frelsisins

ÞAÐ vita sennilega ekki margir að Pólverjar líta á íslensk-danska myndhöggvarann, Bertel Thorvaldsen, sem einn mikilvægasta hlekkinn í listsögu sinni. Það er ekki einu sinni víst að margir viti að Bertel dvaldi um hríð í Póllandi og að fjölmörg verka hans, sem gerð voru fyrir þarlenda menn, eru nú álitin vera helstu frelsistákn pólsku þjóðarinnar. Meira
17. maí 1995 | Bókmenntir | 765 orð

Tilgangur og innviðir frjáls markaðar

Eftir Arne Jon Isachsen, Carl B. Hamilton og Þorvald Gylfason, Heimskringla, 1994, 286 bls. FRJÁLS markaður er merkilegasta stofnun nútímasamfélags. Hann er ekki gamall í þeirri mynd sem við þekkjum hann, kannski tveggja alda. En hann hefur haft meiri áhrif á venjur okkar sem nú lifum, hugsunarhátt og viðhorf en okkur grunar yfirleitt. Meira
17. maí 1995 | Menningarlíf | 442 orð

Vatn á veggjum vinnustofu

VATNIÐ er rauði þráðurinn í verkum myndlistarkonunnar Guðbjargar Lindar Jónsdóttur en hún stendur þessa dagana fyrir sýningu á vinnustofu sinni á Suðurlandsbraut 26. "Ég var alltaf vatnshrædd sem barn," segir listakonan sem óx úr grasi á Ísafirði, mitt á milli hafs og hamra. Eðli málsins samkvæmt flæða fossar og vötn því um myndheim hennar. Meira
17. maí 1995 | Menningarlíf | 449 orð

Vatn á veggjum vinnustofu

17. maí 1995 | Menningarlíf | 102 orð

Vormenn í íslenskri myndlist

Í SAFNI Ásgríms Jónssonar hefur verið opnuð sýning undir heitinu Vormenn í íslenskri myndlist. Þar eru sýnd verk eftir Ásgrím Jónsson og nokkra samtíðarmenn hans, þá Þórarin B. Þorláksson, Jóhannes S. Kjarval og Jón Stefánsson sem ásamt Ásgrími teljast til frumkvöðla íslenskrar málaralistar. Meira
17. maí 1995 | Menningarlíf | 98 orð

Vortónleikar Tónlistarskólans á Egilsstöðum

Egilsstöðum - Tónlistarskólinn á Egilsstöðum hélt sína árlegu vortónleika í Egilsstaðakirkju. Dagskráin var fjölbreytt og fluttu nemendur á öllum aldri tónlist ýmist undir stjórn kennara eða fluttu einleik. Yngstu nemendur skólans fluttu tónverk undir stjórn Charles Ross, tónlistarkennara. Meira

Umræðan

17. maí 1995 | Aðsent efni | 779 orð

Betri listdansstefnu, fleiri sýningar !

Vissir þú, lesandi góður, að hér á Íslandi er starfandi íslenskur ballettflokkur allt árið um kring ? Kannski er þó allt eins víst að þú hafir ekki hugmynd um það vegna þess hve lítið fer fyrir flokknum. Meira
17. maí 1995 | Velvakandi | 435 orð

Búrfell og Búrfellsgjá

NÆSTKOMANDI miðvikudagskvöld 17. maí verður fimmta gönguferð Ferðafélags Íslands í tilefni Náttúruverndarárs Evrópu farin um Búrfellsgjá, að Búrfelli og þaðan að Kaldárseli. Búrfell er um 7 km austnorðaustur af Hafnarfirði. Þetta er forn hraungígur, sem lætur ekki mikið yfir sér í landslaginu. Fyrir um 7200 árum urðu þar mikil eldsumbrot. Meira
17. maí 1995 | Aðsent efni | 1623 orð

Er Flugmálastjórn á villigötum?

Í TVEIMUR greinum eftir Sigurð E. Sigurðsson, sem birtust í Morgunblaðinu 26. apríl og 3. maí sl., kemur fram þung gagnrýni á íslensk loftferðayfirvöld og sérstaklega Flugmálastjórn vegna erfiðleika, sem greinarhöfundur telur sig hafa orðið fyrir við að öðlast íslensk flugréttindi. Gengur hann svo langt að segja Flugmálastjórn vera á villigötum. Meira
17. maí 1995 | Velvakandi | 300 orð

Er þetta sæmandi Jóni Steinari?

RÓMVERJAR tignuðu Júpíter sem æðsta guð. Máltæki hjá þeim var, það sem leyfist Júpíter leyfist ekki nautinu. Eins má snúa þessu við og segja það sem nautinu leyfist, getur Júpíter ekki gert. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður er með virtustu lögmönnum og hefur m.a. Meira
17. maí 1995 | Velvakandi | 360 orð

Lágkúrleg umfjöllun um hestamenn

AÐ undanförnu hafa öðru hvoru birst í fjölmiðlum frásagnir af sundurlyndi hestamanna og hrossaræktenda í Skagafirði. Hefur umfjöllunin verið fremur í æsifréttastíl og að því er virðist til þess fallin að koma því inn hjá fólki að hér í Skagafirði liggi allt í ófriði meðal hestamanna. Þá hefur þess og gætt að hnútum hefur verið kastað persónulega að Sveini Guðmundssyni á Sauðárkróki. Meira
17. maí 1995 | Aðsent efni | 603 orð

Lifi tilvísanakerfið! Lifi valfrelsið!

SNEMMA á nýliðnu kjörtímabili samþykkti Alþingi frumvarp til laga um breytingu á almannatryggingalögum, sem fólst í því að veita ráðherra heimild til að setja reglugerð um tilvísanaskyldu í heilsugæslu. Hér var um að ræða stjórnarfrumvarp og að sjálfsögðu hafði það verið samþykkt af þingflokkum beggja stjórnarflokkanna. Meira
17. maí 1995 | Aðsent efni | 1231 orð

Milljarðatjón á ári hverju

ALLIR þeir sem eru kunnugir í Reykjavíkurborg hafa veitt því athygli að um það bil þriðjungur af fjölbýlishúsum í Breiðholti er að meira eða minna leyti með krosssprungna útveggi, þau leka fjölmörg og sum mjög mikið, og ekki lagast ástandið þegar í efri hluta Árbæjarhverfis er komið. Þar má segja að um 40% húsa þarfnist verulegrar lagfæringar. Meira
17. maí 1995 | Aðsent efni | 3446 orð

Nokkrar staðreyndir um tilboð í veiðirétt í Norðurá

Fyrir nokkru gerði ég og félagar mínir tilboð í veiðirétt í Norðurá árin 1996-2000. Um var að ræða viðskiptatilboð á faglegum grundvelli, sem ég taldi ekki að yrði upphaf einhliða og rangfærðra skrifa. En þar eð á annan veg fór sé ég mér ekki annað fært en að rita nokkrar línur fyrir mína hönd og félaga minna. Meira
17. maí 1995 | Velvakandi | 281 orð

Opið bréf til Rafmagnseftirlits ríkisins!

HERRA rafmagnseftirlitsstjóri ríkisins, Bergur Jónsson. Mér bárust í hendur, í síðustu viku, Orðsendingar frá Rafmagnseftirliti ríkisins, sem þér hafið undirritað, þ.á m. nr. 2/95 er varðar rafmagnstöflur með "tvöfaldri einangrun". Meira
17. maí 1995 | Aðsent efni | 1392 orð

Ólafslaunin og jafnréttið

VÆNTANLEGUR þingforseti, Ólafur G. Einarsson, skrifar sérkennilega grein í Morgunblaðið 11. maí sl. undir yfirskriftinni: Um laun forseta Alþingis. Þar gerir hann hvorttveggja að beina til mín spurningum í tilefni greinar minnar í DV 8. maí sl. (Salome getur kært) og sanna þá kenningu að hann hafi ekki grænan grun um inntak baráttunnar um jafnrétti kynja. Meira
17. maí 1995 | Velvakandi | 434 orð

yrir skömmu flaug Víkverji vestur um haf, með Flugleið

yrir skömmu flaug Víkverji vestur um haf, með Flugleiðum, nánar tiltekið til Baltimore. Skemmst er frá því að segja, að Víkverji var afar ánægður með flugförina vestur, viðurgerning allan, þjónustu og viðmót starfsmanna Flugleiða. Meira
17. maí 1995 | Aðsent efni | 703 orð

Þar ríða fortíðardraugar húsum

NÚ ER komin upp fáheyrð staða í Reykholti. Fyrrum skólastjóri þess skóla hyggst nú eftir fimmtán ára fjarveru setjast aftur í sinn gamla stól og halda áfram þar sem frá var horfið á sínum tíma. Nemendur skólans hafa skiljanlega mótmælt þessu kröftuglega. En svo virðist að mótmæli þeirra megi sín lítils enda hefur það ekki verið til siðs að hlusta á kröfur nemenda í gegnum tíðina. Meira

Minningargreinar

17. maí 1995 | Minningargreinar | 630 orð

Ari Gíslason

Ari Gíslason hefur lokið ævistarfi sínu. Honum entist ekki dagurinn til að ljúka öllu því sem hann vildi koma í verk. Þó var vinnudagurinn orðinn lengri en hjá flestum okkar. Hann var á áttugasta og áttunda aldursári þegar hann lést og að störfum fram undir andlátið. Hugur hans var enn ungur og virkur og brýn verkefni biðu. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 539 orð

Ari Gíslason

"Eins og hvítur stormsveipur" birtist hann mér - þykkt hárið á höfði hans vakti strax athygli mína, ásamt einbeittu svipmóti sem krafðist svara strax. Þannig hófust kynni okkar Ara Gíslasonar fyrir 30 árum þegar hann kom til mín í Prentverk Akraness í byrjun árs 1965 og bað mig að annast prentun á "Ættarskrá Bjarna Hermannssonar," sem hann hafði þá nýlokið við að semja. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 758 orð

Ari Gíslason

Eftir að ég hafði lagt mikinn tíma í að leita uppi ættingja móður minnar, hafði þar stuðst við nokkuð frá henni sjálfri en þó meira eigin rannsóknir þegar hennar ekki naut lengur, hélt ég að ég væri svo langt kominn að ekki væri eftir að slægjast í öllu meira. Samt átti eftir að koma fleira í ljós og ég freistast að segja frá hér. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 596 orð

Ari Gíslason

ARI stundaði kennslustörf til ársins 1965, en þá sneri hann sér alfarið að þeim störfum sem urðu önnur aðaluppistaðan í starfsævi hans, ættfræðirannsóknum og fræðimennsku. Á því sviði varð hann þekktur og virtur, enda mjög afkastamikill. Munu um 30 bækur hafa komið út, sem hann vann einn eða í samstarfi við aðra. Má þar nefna Vesfirskar ættir I-IV með örðum, Ættarskrá Bajrna Hermannssonar, Ísl. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 279 orð

Ari Gíslason

Með Ara Gíslasyni er fallinn að foldu einn afkastmesti og merkasti ættfræðingur þessa lands. Ari Gíslason var fræðimaður og ættfræðingur að upplagi og áhuga, hafði frábært minni og bjó yfir geysimiklum fróðleik og þekkingu á sviði ættfræði og persónusögu. Eftir Ara liggur fjöldi ættfræðirita. Þeirra hæst ber trúlega Niðjatal sr. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 368 orð

Ari Gíslason

Ari Gíslason kennari og ættfræðingur á Akranesi er látinn, aldinn að árum en ungur í anda fram til hins síðasta. Þegar við kynntumst var hann hættur kennslu, það var ættfræðingurinn sem þá var að störfum, fullur áhuga, hamhleypa til verka, oftast með mörg verkefni í takinu í einu, of mörg þótti mér stundum þegar verið var að búa Borgfirzkar æviskrár til prentunar. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 198 orð

ARI GÍSLASON

ARI GÍSLASON Ari Gíslason, kennari og ættfræðingur fæddist að Syðstu-Fossum í Andakílshreppi 1. desember 1907. Hann lést 10. maí sl. Foreldrar hans voru Gísli Arinbjarnarson bóndi á Syðstu-Fossum og síðari kona hans Salvör Aradóttir. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 265 orð

Ari Gíslason - viðb

Ari Gíslason var kennari að mennt og stundaði kennslustörf víða um land þar til hann fluttist til Akraness 1959. Þar stundaði hann kennslustörf frá 1962 en hætti alfarið árið 1966 og eftir það lagði hann stund á fræðistörf og þá einkum ættfræði. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 355 orð

Birna Björnsdóttir

Á köldum vordegi lagði Birna af stað í þá ferð sem okkur er öllum ætlað að fara. Um nokkurra mánaða skeið hafði hún átt við erfið veikindi að stríða. Þrátt fyrir mikinn lífsvilja og baráttuþrek mátti hún lúta í lægra haldi. Við kveðjum hana fullar af söknuði og erum þakklátar fyrir þann tíma sem við áttum með henni. Birna gekk í klúbbinn okkar 1987. Hún reyndist afar góður félagi. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 522 orð

Birna Björnsdóttir

Birna mágkona mín er dáin, aðeins sextug að aldri. Eftir langa og erfiða baráttu við krabbamein var hvíldin henni kærkomin, en eftir standa ástvinir og sakna þess sem var. Við systkinin ólumst að hluta til upp í húsmæðraskóla, sem móðir okkar stjórnaði, og það var alltaf jafn spennandi á hverju hausti að sjá nýju stúlkurnar koma til náms og vetrardvalar. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 483 orð

Birna Björnsdóttir

Í gær var kvödd hinstu kveðju frænka mín, skólasystir og vinkona, Birna Björnsdóttir frá Neskaupstað. Loks er lokið langri og erfiðri baráttu við illvígan sjúkdóm. Mæt kona er gengin. Góð, vel gefin, falleg og sérstök. Föst fyrir í skoðunum og réttlát. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 303 orð

BIRNA BJÖRNSDÓTTIR

BIRNA BJÖRNSDÓTTIR Birna Björnsdóttir fæddist í Neskaupstað 14. mars 1935. Hún lést á heimili sínu, Klettagerði 1 á Akureyri, 9. maí sl. Foreldrar hennar voru hjónin Kristrún Á. Guðjónsdóttir, húsmóðir, f. 9.3. 1905, d. 1.4. 1995 og Björn Ó. Ingvarsson, útgerðarmaður, f. 7.4. 1898, d. 16.8. 1969. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 352 orð

Eggert G. Þorsteinsson

Eggert G. Þorsteinsson var farsæll og heilsteyptur maður. Hann sýndi það m.a. með því að komast til æðstu metorða í opinberu lífi. Hógværð og ljúf framkoma var honum eðlislæg. Skipti þá engu hver átti í hlut, viðmótið breyttist ekkert, þótt hann gengi af fundi yfirmanns til verkamannsins. Eggert G. Þorsteinsson var jafnaðarmaður í bestu merkingu þess orðs. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 28 orð

EGGERT G. ÞORSTEINSSON

EGGERT G. ÞORSTEINSSON Eggert Gíslason Þorsteinsson fæddist í Keflavík 6. júlí 1925. Hann lést á Landspítalanum 9. maí síðastliðinn. Útför Eggerts var gerð frá Fríkirkjunni 16. maí sl. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 445 orð

Eggert G. Þorsteinsson - viðb

Eggert G. Þorsteinsson er fallinn frá. Hann var af alþýðufólki kominn og kynntist vissulega erfiðum lífsskilyrðum í æsku. Það voru ekki margar leiðir færar á þeim tíma hvað varðar lanskólagöngu. Hann lét það ekki á sig fá heldur leitaði þeirrar menntunar sem mögulegt var að fá, hagnýtrar menntunar iðnskólanámsins, sem vissulega nýttist honum vel. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 853 orð

Eggert G. Þorsteinsson - viðb

Í gær var til moldar borinn frá Fríkirkjunni í Reykjavík Eggert G. Þorsteinsson, fyrrv. forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins. Ég undirritaður, sem starfaði hjá stofnuninni um 25 ára skeið, átti því láni að fagna að starfa þar undir stjórn og handleiðslu þriggja mikilhæfra manna er á sínum tíma veittu stofnuninni forstöðu, þeirra Sverris Þorbjarnarsonar, Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 466 orð

Eggert G. Þorsteinsson - viðb

Í byrjun árs 1979 tók við starfi nýr forstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins. Þetta var Eggert G. Þorsteinsson, fyrrum ráðherra og alþingismaður. Eins og oft er við slík yfirmannaskipti fylgdi því ákveðin óvissa hjá starfsfólki stofnunarinnar um hvað tæki við. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 509 orð

Eggert G. Þorsteinsson - viðb

Fallinn er í valinn Eggert G. Þorsteinsson, maður ekki sjötugur, í blóma lífsins að því er manni fannst, hár og höfðinglegur, kíminn og góðlegur, án þess að sýna á sér neitt fararsnið úr þessari jarðvist síðast þegar við hittumst. Skömmu áður hafði hann gengist undir erfiða skurðaðgerð og önnur erfiðari framundan. Sú aðgerð varð upphaf hans hinstu ferðar. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 1171 orð

Eggert G. Þorsteinsson - viðb

Eggert G. Þorsteinsson, fyrrverandi ráðherra og forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, er látinn á 70. aldursári. Við Eggert hittumst fyrst 1961. Hann var þá orðinn alþingismaður, en ég nýlega skipaður tryggingayfirlæknir. Hann kom þá til mín vegna þess að hann vann að því að fá menn á lista Alþýðuflokksins til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 154 orð

Guðbjartur Jónsson

KYNNI okkar systra af Guðbjarti eru ljúfar. Minningarnar koma upp í hugann þegar við rifjum upp gömlu góðu dagana á Bakka. Hvað það voru yndislegir tímar. Fjöruferðirnar og leitin að "gulli og silfri", hjallurinn með búinu okkar, hólarnir og stóru túnin í endalausum leikjum. Og að eiga Bjart að var ekki verra. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 139 orð

GUÐBJARTUR JÓNSSON

GUÐBJARTUR JÓNSSON Guðbjartur Jónsson fæddist 25. september 1914 í Múlaseli í Hraunhreppi, Mýrasýslu. Hann lést 8. maí sl. Foreldrar hans voru Jón Ólafsson bóndi í Múlaseli og Guðrún Guðmundsdóttir kona hans. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 547 orð

Guðmundur Jóhannesson

Kvatt hefur veröld þessa vinur, frændi og nágranni til margra ára, Guðmundur Jóhannesson bóndi á Skárastöðum, ætíð kallaður Mundi eða Mundi á Skárastöðum af okkur nágrönnunum. Margir eru verkamenn Munda líkir sem ganga hæverskir um garða og lifa fordómalausir í friði við aðra menn. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 134 orð

GUÐMUNDUR JÓHANNESSON

GUÐMUNDUR JÓHANNESSON Guðmundur Jóhannesson var fæddur á Skárastöðum í Miðfirði 15. október 1914. Hann lést á Hvammstanga 3. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhannes Guðmundsson og Unnur Sveinsdóttir. Bræður Guðmundar voru Sveinn og Bjarni. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 192 orð

Guðmundur Jóhannesson - viðb

Í dag kveðjum við Guðmund Jóhannesson frá Skárastöðum, Munda eins og hann var jafnan kallaður. Langar mig að minnast hans í fáum orðum. Ég á Munda margt að þakka öll þau sumur sem ég fékk að koma með afa og ömmu í sveitina. Dvelja þar við góðan aðbúnað sem leiddi til þess að maður kom ávallt þyngri heim aftur. Ég hitti Munda síðast í október þegar haldið var uppá áttræðisafmælið hans. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 176 orð

GUÐRÚN EINARSDÓTTIR

GUÐRÚN EINARSDÓTTIR Guðrún Einarsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 17. október 1914. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu í Sunnuhlíð í Kópavogi að morgni fimmtudagsins 5. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Runólfsson, trésmíðameistari, og kona hans Kristín Traustadóttir. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 334 orð

GUÐRÚN EINARSDÓTTIR

Guðrún Einarsdóttir, mágkona mín, er látin. Hún var gift yngsta bróður mínum, og að leiðarlokum langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum. Ég sá Guðrúnu í fyrsta sinn þegar Unnsteinn bróðir minn kom með hana í heimsókn. Ég hafði þá grun um að þau hefðu bundist tryggðaböndum. Ég hugsaði með mér: Hún verður bróður mínum góð kona, og það hugboð mitt reyndist rétt. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 762 orð

Guðrún Einarsdóttir - viðb

Það munu vera rúm þrjátíu ár síðan Guðrún og Unnsteinn fluttu í nýja húsið sitt í Hrauntungu 19 í Kópavogi. Þá þekkti ég ekki þessa fallegu og hæglátu konu nema rétt í sjón, enda nýkominn heim frá námi. Húsið þeirra Unnsteins var ekki fullgert að utan og enn vantaði sitthvað inni við þegar í það var flutt eins og títt var þá. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 234 orð

Guðrún Einarsdóttir - viðb

Í vorstillum að liðnum erfiðum vetri berst okkur fregn af andláti þeirrar góðu konu Guðrúnar Einarsdóttur. Þótt fregnin hafi ekki komið á óvart fylgir henni dimmur hljómur sem minnir á óhagganlegt lögmál, við drúpum höfði og lítum um öxl. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 148 orð

INGUNN GUNNLAUGSDÓTTIR

Ingunn Gunnlaugsdóttir fæddist á Reynhólum í Miðfirði 4. janúar 1910. Hún lést á öldrunarheimilinu Seljahlíð í Reykjavík 6. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Guðmundsdóttir og Gunnlaugur Eiríksson. Ingunn var þriðja í röð sjö systkina. Látin eru auk Ingunnar: Ingólfur, Þorbjörg, Margrét og Eiríkur Ólafur. Eftirlifandi eru Guðmundur og Þórdís. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 278 orð

Ingunn Gunnlaugsdóttir - viðb

Þá Ingunnar Gunnlaugsdóttur er minnst, kemur hlýja og fegurð fyrst í hugann. Hlýjan, umhyggjan, og eiginleikinn að sjá og finna það besta í fari hvers og eins. Fegurðin, sem augu náttúrubarnsins skynja í öllu, hvort sem sólin skín eða rökkvar af dægri. Þó Ingunn hafi lengst af búið í bæjum, og síðar borg, var hún ávallt stúlkan í dalnum. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 162 orð

Ingunn Gunnlaugsdóttir - viðb

Elsku amma. Ég vissi alltaf að sá tími kæmi að þú kveddir en það er svo sárt að taka því þegar kallið kemur. Ég mun alltaf geyma minningu þína í hjarta mínu. Ég minnist kvölda okkar saman þegar ég var að skoða töluboxið þitt og þú sast við sauma. Ég er svo glöð að hafa kynnst þér svo vel því við vorum svo góðar vinkonur. Það var alltaf hægt að segja þér allt því þú skildir allt svo vel. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 217 orð

Ingunn Gunnlaugsdóttir - viðb

Elsku amma mín. Nú er komið að kveðjustund. Mig tekur sárt að kveðja þig. Í hjarta mínu er mikið tómarúm en minningarnar um þig eru svo margar og góðar að það hjálpar svolítið. Mínar fyrstu minningar um þig eru úti á stóra túninu í Kópó, þegar þú varst að leika við okkur Nonna bróður. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 115 orð

JÓHANNES INGÓLFSSON

JÓHANNES INGÓLFSSON Jóhannes Ingólfsson skipstjóri fæddist í Reykjavík 6. nóvember 1933. Hann veiktist mjög snögglega rétt að síðastliðnum páskum, var færður á gjörgæsludeild Borgarspítalans og átti ekki afturkvæmt þaðan en lést 6. maí. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 390 orð

Jóhannes Ingólfsson - viðb

Á meðan Jöklar hf. voru og hétu fór ég nokkra túra yfir Atlantshafið sem háseti á Langjökli, einu af mörgum skipum félagsins. Bátsmaður um borð var Hreggviður Daníelsson, verkhygginn og dugandi sjómaður sem hafði mörgum árum áður verið leiðbeinandi Jóhannesar, einskonar fóstri hans um borð í gamla Vatnajökli, fyrsta skipi Jökla. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 391 orð

Jóhannes Ingólfsson - viðb

Árið 1967 réðust tveir ungir menn til starfa hjá Reykjavíkurhöfn. Jóhannes Ingólfsson hóf störf sem hafnsögumaður eftir margra ára reynslu við millilandasiglingar, en undirritaður var nýútskrifaður verkfræðingur með takmarkaða starfsreynslu. Jóhannes var síðar ráðinn sem skipstjóri á Magna og vann við það í tíu ár. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 312 orð

Jóhannes Ingólfsson - viðb

Kveðja frá Hafnarstjórn Reykjavíkur Fótmál dauðans fljótt er stigið fram að myrkum grafarreit; mitt er hold til moldar hnigið máske fyr en af ég veit. (B. Halld.) Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 221 orð

Jóhannes Ingólfsson - viðb

Ég og samstarfsfólk mitt hjá Kolaportinu vorum harmi slegin þegar við fréttum af fráfalli Jóhannesar Ingólfssonar. Stutt var síðan við áttum ánægjuleg samtöl um samstarf okkar í sumar og Jóhannes var búinn að leggja drög að fjölda skemmtilegra viðburða við höfnina á næstu mánuðum. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 318 orð

Jóhannes Ingólfsson - viðb

Jóhannes tók farmannapróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1955 og síðar tók hann gagnfræðapróf utan skóla. Hann réðst 1950 á skip Jökla hf., Vatnajökul, sem ég undirritaður stýrði. Var hann þar starfandi um ellefu ára skeið að frádregnum námstíma í Stýrimannaskólanum, fyrst messadrengur, þá matsveinn að loknum námstíma hjá okkar ágæta bryta Bjarna Bjarnasyni frá Vestmannaeyjum, Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 423 orð

Jóhannes Ingólfsson - viðb

"Einstakur" er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. "Einstakur" lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 198 orð

Jóhannes Ingólfsson - viðb

Með nokkrum orðum vil ég minnast góðs vinar, Jóhannesar Ingólfssonar, fyrrverandi skipstjóra hjá Jöklum hf. Ég var svo lánsamur að fá að sigla með honum fyrir tæplega þrjátíu árum. Við fylgdumst meira og minna að um tveggja ára skeið. Í þá tíð sigldu þrjú af fjórum skipum Jökla hf. að mestu erlendis og vorum við þá að heiman í fimm til átta mánuði í senn. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 139 orð

STEFANÍA INGUNN JÓHANNESDÓTTIR DONEGAN

STEFANÍA INGUNN JÓHANNESDÓTTIR DONEGAN Stefanía var fædd í Reykjavík 2. apríl 1948. Hún lést á heimili sínu í Bandaríkjunum 15. apríl síðastliðinn. Stefanía var dóttir hjónanna Huldu Magnúsdóttur og Jóhannesar Bjarnasonar. Hún var elst fjögurra systkina, en þau eru: Áslaug Þóra, f. 1948, d. 1982, Bjarni Magnús, f. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 303 orð

Steinunn Ingunn Jóhannesdóttir Donegan

Þegar vinir hverfa á braut hins óþekkta spyr maður af hverju og af hverju hún. Það er gott að eiga góðar minningar um góða konu, góðar minningar ylja í sorg og söknuði. Í dag verður minningarathöfn um hann Steffý, eins og hún var alltaf kölluð. Hún giftist til Bandaríkjanna og kynntist ég henni eitt sinnið þegar hún kom heim til Íslands, það var fyrir tuttugu árum hjá Huldu mömmu hennar. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 395 orð

Steinunn Ingunn Jóhannesdóttir Donegan

Systurnar Stefanía Ingunn, eða Steffý, og Áslaug Þóra, eða Ása, voru mjög samrýndar. Sú er þessar línur skrifar leit eftir þessum litlu systrum nokkur sumur. Við vorum systkinadætur og ólumst allar upp á Grenimel. Þær á nr. 22 og ég á nr. 14. Það var mikill samgangur milli fjölskyldnanna. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 450 orð

Steinunn Ingunn Jóhannesdóttir Donegan

Mig langar að minnast með nokkrum orðum elskulegrar mágkonu minnar Stefaníu Donegan sem lést að heimili sínu í Bandaríkjunum þann 15. apríl síðastliðinn. Meðal ættingja og vina var hún alltaf kölluð Steffý. Ég hitti hana fyrst sumarið 1973 þegar hún kom til Íslands með son sinn George Jóhannes nokkurra mánaða gamlan til að dvelja hér nokkrar vikur. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 82 orð

VALBORG WAAGE ÓLAFSDÓTTIR

Valborg Waage Ólafsdóttir var fædd í Reykjavík 11. nóvember 1914. Hún lést í Reykjavík 17. maí 1994. Foreldrar hennar voru Þórunn Waage húsmóðir, og Ólafur Teitsson skipstjóri. Alsystkini hennar voru Guðmundur Ágúst og Jósefína, sem bæði eru látin, og tveir hálfbræður, þeir Þórir og Karl. Valborg giftist Gísla Guðmundssyni vélstjóra, hinn 16. Meira
17. maí 1995 | Minningargreinar | 200 orð

Valborg Waage Ólafsdóttir - viðb

Í dag er eitt ár liðið síðan föðursystir mín Valborg Waage Ólafsdóttir lést eftir langvarandi og erfið veikindi. Hún var guðrækin og hefur trú hennar verið henni mikill styrkur í öllum hennar veikindum og mótlæti. Í þjáningunni og sorginni skiptir öllu að treysta þessum orðum Jesú: "Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi. Meira

Viðskipti

17. maí 1995 | Viðskiptafréttir | 244 orð

Harður slagur um yfirráð yfir norsku líftryggingarfélagi

TILRAUN Den norske Bank (DnB) til þess að bjóða hærra en hollenzkt fyrirtæki í norska líftryggingafyrirtækið Vital Forsikring A/S hefur komið af stað hatrömmum deilum með pólitísku ívafi og þær kunna að standa í marga mánuði að sögn kunnugra. Meira

Íþróttir

17. maí 1995 | Íþróttir | 138 orð

Allir í einum hnapp

17. maí 1995 | Íþróttir | 135 orð

Allir í einum hnapp

ALLT varð hreinlega vitlaust á Akureyri þegar 20 sekúndur voru til leiksloka í viðureign Frakklands og Spánar í gær. Einn Spánverjinn stjakaði við Frakkanum Jackson Richardson þannig að hann féll við á gólfið framan við varamannabekk Spánverja. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | -1 orð

A-RIÐILL

A-RIÐILL SVISS 5 5 0 0 133 103 10S-KÓREA 5 4 0 1 140 112 8ÍSLAND 5 3 0 2 119 107 6TÚNIS 5 2 0 3 110 125 4UNGVERJAL. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 52 orð

A-RIÐILL

17. maí 1995 | Íþróttir | 251 orð

Ánægður með nýja fyrirkomulagið á HM

Erwin Lanc, forseti alþjóðahandknattleikssambandsins (IHF) sagði á blaðamannafundi í gær að hann væri ánægður með hið nýja fyrirkomulag á heimsmeistarakeppninni, það er að segja að vera með 24 þjóðir í fjórum riðlum og láta fjögur eftu liðin komast áfram í útsláttarkeppni. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 317 orð

Björgvin og Ólöf best

BJÖRGVIN Sigurbergsson og Ólöf María Jónsdóttir, kylfingar úr Keili sigruðu á fyrsta stigamóti sumarsins í golfi sem fram fór á Strandarvelli um helgina. Björgvin lék hringina tvo samtals á 141 höggi. Hann lék fyrri hringinn á einu höggi yfir pari en þann síðari á parinu. Ágætis veður var á Hellu, sólríkt en nokkur vindur. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 515 orð

Deyfðin allsráðandi

"ÉG veit að íslenska liðið getur leikið miklu betur en það hefur gert - það er of snemmt að afskrifa liðið," sagði Kristján Arason, eftir tvo tapleiki á tveimur dögum - gegn Suður- Kóreu og Svisslendingum. Mér fannst mikill kraftur og barátta í íslenska liðinu gegn Suður-Kóreumönnum, en gegn Svisslendingum var deyfðin allsráðandi allan leikinn. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 132 orð

Egyptaland - Rúmenía31:26

Smárinn, þriðjudaginn 16. maí 1995. Gangur leiksins: 0:1, 1:4, 2:6, 4:6, 8:9, 8:11, 10:11, 10:13, 13:13, 13:14, 14:14,17:16, 22:20, 24:21, 27:23, 29:24, 31:26. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 311 orð

eir hvíldu

17. maí 1995 | Íþróttir | 778 orð

"Ekkert nýtt hefur komið fram í sóknarleiknum

PÁLL Ólafsson var ekki ánægður frekar en aðrir, með framgöngu íslenska landsliðsins gegn Sviss. "Það var ekkert nýtt sem kom fram í sóknarleiknum," sagði Páll Ólafsson eftir áfallið í troðfullri Laugardalshöll. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 72 orð

Ekki með á ÓL

17. maí 1995 | Íþróttir | 70 orð

Ekki með á ÓL NÚ er næsta víst að handbolta

NÚ er næsta víst að handboltalandsliðið kemst ekki á Ólympíuleikana í Atlanta á næsta ári. Sjö efstu þjóðirnar á HM fá þátttökurétt á ÓL og það áttunda einnig, verði ein þeirra sjö Evrópuþjóða, sem komnar eru í átta liða úrslit hér, Evrópumeistari á næsta ári, því sigur í EM gefur keppnisrétt í Atlanta. Eina von Íslendinga um að komast á ÓL er því að sigra í Evrópukeppninni. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 210 orð

Enginn dauða- riðill

Þetta er besti leikur sem ég hef séð þýska liðið leika lengi, en ég verða að viðurkenna að ég var dálítið mikið taugaóstyrkur fyrir leikinn. Þessi sigur var mjög, mjög ánægjulegur," sagði Arno Ehret þjálfari Þjóðverja eftir leikinn. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 83 orð

"Enginn þorði að skjóta að marki"

"Í FYRRI hálfleik lék íslenska liðið ágæta vörn og sóknarleikurinn gekk. En sóknarleikurinn var slakur í síðari hálfleik og enginn þorði að skjóta á markið og ef það var gert þá voru skotin máttlaus. Þegar þannig er leikið gegn liði eins og því rússneska þá er grimmilega hefnt með hraðaupphlaupum. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 309 orð

FAUSTINO Asprilla,

FAUSTINO Asprilla, miðherji ítalska knattspyrnuliðsins Parma, á yfir höfði sér fangelsisdóm í Kólumbíu, eftir að tvær skammbyssur, sem voru ekki skráðar, fundust í bifreið hans um áramót. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 61 orð

Frakkar "keyptu" áhorfendur FRA

FRAKKAR komu skemmtilega á óvart fyrir leikinn gegn Spánverjum. Þeir töldu að þar sem Spánverjar höfðu leikið alla leiki sína á Akureyri hefðu þeir áhorfendur á sínu bandi. Því brugðu þeir til þess ráðs að gefa áhorfendum ýmsar smágjafir og kunni fólkið greinilega vel að meta uppákomuna. Í leikslok þökkuðu Frakkar áhorfendum stuðninginn og brostu síðan breitt í myndatöku. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 571 orð

Frakkar voru ekki í erfiðleikum með óagaða Spánverja

FRAKKAR gerðu góða ferð til Akureyrar og héldu suður til Reykjavíkur í gærkvöldi með farseðilinn í átta liða úrslit Heimsmeistarakeppninnar í handknattleik. 23:20 sigur Frakka gegn óöguðum Spánverjum var aldrei í hættu en engu að síður var mikil spenna í loftinu og allt á suðupunkti, þegar Jackson Richardson féll á varamannabekk Spánverja 20 sekúndum fyrir leikslok. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 120 orð

Frakkland - Spánn23:20

Íþróttahöllin á Akureyri, 16 liða úrslit Heimsmeistarakeppninnar í handknattleik, þriðjudaginn 16. maí 1995. Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 3:1, 4:4, 5:4, 5:6, 8:6, 11:7, 11:9, 12:9,13:9, 13:12, 16:12, 18:14, 18:16, 22:17, 23:18, 23:20. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 218 orð

Frjálsíþróttir

Vormót HSK, haldið að Laugarvatni sunnudaginn 14. maí. 300 m hlaup karla: Friðrik Arnarsson Ármanni34,9 Egill Eiðsson UBK35,7 Geir Sverrisson Ármanni36,1 Míluhlaup, karlar Sveinn Margeirsson UMSS4:23,9 Björn Margeirsson UMSS4:24, Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 152 orð

Grískir dómarar í verkfall vegna barsmíða

Ekkert var leikið í grísku deildinni um helgina þar sem dómarar neituðu að dæma til að mótmæla síauknu ofbeldi innan og utan vallar. Um þverbak keyrði í síðustu viku þegar stuðningsmenn AEK, að því talið er, stöðvuðu dómara, Philippos Bakas, sem var á leið útá flugvöll í leigubíl, drógu hann útúr bílnum og börðu til óbóta með rörbútum. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 135 orð

Guðjón og Hákon dæma á AsíuleikunumÍSLENSKA dóma

ÍSLENSKA dómaraparinu Guðjóni L. Sigurðssyni og Hákoni Sigurjónssyni, hefur verið boðið að dæma á Asíuleikunum sem hefjast í Kúveit um miðjan september næstkomandi og standa yfir í tvær vikur. Þar taka þátt fjórtán bestu handknattleikslið Asíu og gefur sigur í mótinu rétt á sæti á Ólympíuleikunum í Atlanta. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 522 orð

Gunnar lánsamur og fagnaði meistaratitli

AKUREYRINGURINN Gunnar Hákonarson á Yamaha varð Íslandsmeistari í snjókrossi á Íslandsmótinu í vélsleðaakstri um helgina, en þá var lokakeppnin haldin. Keppt var í fjórum keppnisgreinum, en mótið var það þriðja sem gilti til meistara. Í fjallaralli varð sveit Ski- Doo meistari eftir að Sigurður Gylfason náði besta tíma í sveit Ski-Doo og innsiglaði sigur sveitarinnar. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 17 orð

Handknattleiksdeild Víkings

FÉLAGSLÍFHandknattleiksdeild Víkings Aðalfundur handknattleiksdeildar Víkings fyrir 1994 verður haldinn miðvikudaginn 24. maí kl. 20 í Víkinni, Traðarlandi 1. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 196 orð

Hernandez varði vel

17. maí 1995 | Íþróttir | 2 orð

HM Í HANDKNATTLEIK

17. maí 1995 | Íþróttir | 85 orð

HSÍ tapar ekki á keppninni

EKKI verður fjárhagslegt tap hjá Handknattleikssambandi Íslands á heimsmeistarakeppninni, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, en hagnaður verður hins vegar 20 til 30 milljónum krónum minni en vonast var til og með það í huga að Ísland kæmist í átta liða úrslit. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 534 orð

Hurð skall nærri hælum Svisslendinga

ÞRÁTT fyrir öflugan stuðning rúmlega tvö þúsund íslenskra áhorfenda, sem létu eins og þeir væru á góðum landsleik með Íslendingum, tókst Kúbumönnum ekki að ná í skottið á Svisslendingum og töpuðu 27:26 í Laugardalshöllinni - í næsta leik á undan viðureign Íslendinga og Rússa. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 138 orð

Höfðum ekki nægan kraft

VIÐ höfðum ekki nægan kraft og vorum allt of þungir, en ég get lofað betri leik á morgun," [í dag] sagði Zdravko Zovko, þjálfari Króata eftir hinn ævintýralega sigur á Túnis. "Við getum leikið miklu betur en við viljum fá meiri tíma til að skoða leikinn áður en við förum að segja hvað fór úrskeiðis en því má ekki gleyma að Túnis er með gott lið og það er enginn tilviljun að fjögur Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 169 orð

Höfum séð það svartara

Þorgils Óttar Mathiesen, formaður landsliðsnefndar HSÍ, sagði að liðið hefði spilað illa gegn Suður- Kóreu og Sviss og þetta væru afleiðingarnar af því. "Þetta tap þýðir auðvitað það, að það verður erfiðara en ella að vinna úr framhaldinu. Eftir því sem liðið er ofar á heimslistanum því auðveldara er að fá inni á stórmót og svo framvegis. En það er ekki alveg öll nótt úti enn. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 153 orð

Króatía - Túnis29:28 Efti

Eftir tvíframlengdan leik og vítakastskeppni. Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 1:3, 6:4, 7:7, 7:9, 8:10. 10:10, 17:14, 18:17, 18:18.Fyrri framlenging: 20:18, 20:20. Seinni framlenging: 22:22, 23:23, 25:24, 25:25.Vítakastskeppni: 25:26, 26:26, 26:27, 27:27, 27:28, 28:28, 29:28. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 41 orð

LEIÐRÉTTINGÞau leiðu mistök urðu í blaðinu í gær að úr

Þau leiðu mistök urðu í blaðinu í gær að úrslit í leik Ungverja og Túnis voru ekki rétt skráð og því var lokastaðan í A-riðli ekki rétt. Túnis vann Ungverja 25:24, en ekki öfugt. Lokastaðan í riðlinum birtist því aftur hér, rétt. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 320 orð

Leikur Rohers kom okkur í opna skjöldu

Valdimar Grímsson var ekki ánægður eftir leikinn gegn Sviss. "Ég leyni því ekki að ég er hálf "sjokkeraður" og vonsvikinn eftir þennan leik. Við reyndum að undirbúa okkur eins og hægt var fyrir þennan leik en það gekk því miður ekki betur en þetta. Það var ákveðið óöryggi í sóknarleiknum, boltinn fékk ekki að fljóta nægilega vel. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 316 orð

Lindgren hetja Svía

LEIKUR Svía og Alsírbúa í Íþróttahöllinni á Akureyri var bráðfjörugur, en eins og menn vita leika Alsírbúar nánast maður á mann í vörninni og þetta kostaði mikil hlaup og fléttur. Ola Lindgren var rétti maðurinn í hlaupin og gegnumbrotin hjá Svíunum. Hann skoraði 8 mörk úr 8 skottilraunum og átti auk þess 6 stoðsendingar. Frábær leikur hans lagði grunninn að sigri Svía, 28:22. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 323 orð

Lindgren hetja Svía

17. maí 1995 | Íþróttir | 404 orð

"Markmiðin öll fariní vaskinn"

"ÞESSI leikur var ekki ósvipaður og sá gegn Sviss; sama ráðleysið kom upp í sókninni og enginn af leikmönnunum fyrir utan þorði að taka af skarið og því fór sem fór, sagði fyrirliði íslenska liðsins, Geir Sveinsson að leikslokum í gærkvöldi - eftir að Íslendingar höfðu verið slegnir út úr heimsmeistarakeppninni í 16-liða úrslitum, af heimsmeisturum Rússa. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 299 orð

MARKVERÐIR

MARKVERÐIR Sviss og Kúbu, Rolf Dobler og Vladimir Rivero Hernandez, byrjuðu vel í viðureign þjóðanna í Laugardalshöllinni í gær. Eftir tíu mínútur var búið að skora samtals 7 mörk en þeir höfðu einnig varið sjö skot. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 863 orð

Má ekki rugla handbolta saman við íshokkí og körfubolta

Bengt Johansson, þjálfari Evrópumeistara Svía, segist, í samtali við Steinþór Guðbjartsson, ekki vera að öllu leyti sammála þeim hugmyndum Anatolís Evtútsjenkos um breytingar á handboltareglunum, sem hann setti fram í Morgunblaðinu á laugardaginn var. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 307 orð

Mikið lagt undir

Það verður að sjálfsögðu ekkert auðvelt að mæta Rússum, en ég held að það hefði verið alveg sama hverjum við hefðum mætt. Þetta eru allt sterk lið sem hafa verið að vinna hvert annað, þannig að ég hefði til dæmis ekkert frekar viljað mæta Króatíu en Rússum," sagði Geir Sveinsson fyrirliði íslenska landsliðsins er ljóst var hvaða liði Ísland mætir í 16 liða úrslitum í kvöld. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 693 orð

Minningar frá Ólympíuleikunum í Seoul vaktar upp

PÁLL Ólafsson fyrrum landsliðmaður í handknattleik var óánægður með íslenska liðið að leikslokum gegn Rússum í gærkvöldi og hann sagði að leikurinn vekti upp slæmar minningar sínar frá Ólympíuleikunum í Seoul, þegar Íslendingar töpuðu 19:32 fyrir Sovétmönnum, eftir skell gegn Svíum. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 37 orð

Morgunblaðið/RAX

17. maí 1995 | Íþróttir | 43 orð

Morgunblaðið/SverrirAllt búið!

DAVÍÐ B. Sigurðsson, liðsstjóri íslenska landsliðsins til margra ára, var niðurlútur eftir tapið í gær eins og aðrir aðstandendur liðsins, leikmenn sjálfur og áhorfendur. Þessi mynd er ef til vill dæmigerð fyrir vonbrigðin sem fylgja eftir miklar væntingar til liðsins; allt búið. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 158 orð

Olsson ekki með Svíum í EM?

MATS Olsson, markvörður Svía, segir í viðtali við sænska blaðið GT að hann sé að hugsa um að vera ekki með í Evrópukeppni landsliðs, sem fer fram á Spáni í júní 1996, eða tveimur mánuðum fyrir Ólympíuleikana í Atlanta "Það er brjálæði að vera með tvö stórmót með svo stuttu millibili. Það er erfitt fyrir lið að toppa tvisvar á svo stuttu tímabili. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 71 orð

Risaskjár í Laugardalshöllina

ÁKVEÐIÐ hefur verið að leigja stóran skjá, 8×8 metrar í þvermál, og setja upp í Laugardalshöllinni fyrir úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar á sunnudaginn. Ætlunin er að sýna þá tveggja mínútna kynningarmynd frá japanska bænum Kumamoto, þar sem næsta heimsmeistarakeppni fer fram og borga Japanir leiguna fyrir skjáinn. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 160 orð

Rússar lögðu Færeyinga í Moskv· u

Rússar tefldu ekki fram sínu sterkasta liði þegar Færeyingar heimsóttu þá til Moskvu á laugardaginn. Leikur liðanna var liður í undankeppni EM og Rússar notuðu aðeins einn leikmann sem leikur utan Rússlands, en tókst engu að síður að sigra 3:0. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 108 orð

Rússland - Ísland25:12Laugard

Laugardalshöll, sextán liða úrslit HM. Gangur leiksins: 4:4, 7:4, 7:6, 9:6, 9:8, 11:8, 12:10, 15:10, 15:11,21:11, 21:12, 25:12. Mörk Rússlands: Dmítrí Fílípov 10/4, Oleg Koulechov 5/3, SergueiPogorelov 3, Dmítrí Karlov 3, Dmítrí Torgovanov 2, Vasily Kudinov 1,Lev Voronin 1. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 591 orð

Rússneska rúllettan

ÚTI er ævintýri! Það voru ekki upplitsdjarfir Íslendingar sem yfirgáfu Laugardalshöllina, eftir að þeir höfðu enn einu sinni vaknað upp við vanmáttarkennd - nú eftir að hafa verið sundurtættir af "Maximov- maskínunni" ógnvæglegu. Rússar hreinlega léku sér að leikmönnum Íslands, eftir að þeir höfðu veitt þeim harða keppni framan af. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 220 orð

Sáum ekki til sólar

Valdimar Grímsson var ekki ánægður í leikslok. "Þetta leit þokkalega út í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik fengum dóma á okkur sem orkuðu tvímælis og vorum óheppnir. Við vorum ákveðnir í að selja okkur dýrt í þessum leik, en eftir að þeir breyttu vörninni í sex núll-vörn sáum við ekki til sólar." "Við spiluðum ágætis sóknarleik í fyrri hálfleik og náðum að opna vel fyrir Geir. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 63 orð

Seinkað um korter

VEGNA framlengingar í tveimur leikjum sem byrjuðu klukkan 15.00 í 16-liða úrslitum HM í gær, seinkaði leikjum sem áttu að byrja tveimur tímum síðar um nokkrar mínútur því lið eiga rétt á hálfrar stundar upphitun. Því var ákveðið í gærkvöldi að leikir sem eiga að byrja klukkan 17.00 verður seinkað til 17.15, ef ske kynni að hinir fyrri lendi í framlengingu. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 68 orð

Seinkað um korter

17. maí 1995 | Íþróttir | 220 orð

Sjónvarpað til 30 landa frá Íslandi

SJÓNVARPSÁHORFENDUR í 30 löndum geta séð beinar útsendigar frá HM hér á landi og hafa umsvifin aldrei verið eins mikil í sambandi við heimsmeistarakeppni í handknattleik. Árið 1990 var sjónverpað til 18 landa, 1993 til 24 og núna til 30. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 140 orð

Strákarnir eru komnir til Reykjavíkur

ÞORBERGUR Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari, ákvað eftir leikinn gegn Svisslendingum, að skipta um umhverfi - landsliðið er komið til Reykjavíkur, eftir að hafa verið á Hótel Örk í Hveragerði í síðustu viku. "Ég vildi vera áfram með strákana í Hveragerði, en eins og málin hafa þróast tel ég að það sé nauðsynlegt að skipta um umhverfi," sagði Þorbergur. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 124 orð

Sviss - Kúba 27:26

Laugardalshöll, heimsmeistarakeppnin í handknattleik, 16-liða úrslit, þriðjudaginn16. maí 1995. Gangur leiksins: 2:0, 4:2, 10:5, 13:8, 15:9, 16:9, 16:11, 19:12, 22:15, 23:21,26:23, 27:24, 27:26. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 106 orð

Svíþjóð

Gautaborg - Frölunda1:1 Hammarby - Öster2:2 Trelleborg - Örgryte4:1 AIK - Degerfors1:2 Helsingborg - Malmö2:1 Norrköping - Djurgården2:0 Örebro - Halmstad1:0 Arnór Guðjohnsen lagði upp sigurmark Örebro - átti stungusendingu inn á Kubuztal, sem skoraði. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 110 orð

Svíþjóð - Alsír28:22

Íþróttahöllin á Akureyri: Gangur leiksins: 2:0, 2:2, 4:4, 8:7, 11:10, 16:12, 18:13, 21:18, 24:18, 28:22. Mörk Svíþjóðar: Ola Lindgren 8, Erik Hajas 5, Staffan Olsson 5, Pierre Thorsson3, Magnus Andersson 3/2, Per Carlén 2, Tomas Sivertsson 2. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 110 orð

Tékkland - Suður-Kórea26:25 Lau

Gangur leiksins: 1:0, 3:2, 5:5, 7:6, 9:8, 12:11, 16:15, 19:19, 21:21, 23:23, 23:24,24:25, 26:25 Mörk Tékklands: Petr Házl 8, Martín Setlek 6, Zdenek Vanek 6, Michal Tonar2, Libor Hrabal 2, Karel Jindrzchovsky 1, Jirí Kotrc 1. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 503 orð

Tilbúnir í fleira óvænt

EGYPTAR gefa ekkert eftir í heimsmeistarakeppninni og í gærkvöldi sigruðu þeir lið Rúmena 31:26 í fjörugum leik þar sem þeir náðu yfirhöndinni eftir hlé, komust yfir snemma í síðari hálfleiknum og juku síðan forskotið af öryggi það sem eftir lifði leiks. Þeir mæta Króötum í dag í 8-liða úrslitunum. Egyptar hafa svo sannarlega sýnt að þeir kunna ýmislegt fyrir sér. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 445 orð

Túnisbúar hársbreiddfrá því að slá Króata út

LÍKLEGA hafa fáir átt von á því að Túnis gæti veitt Króatíu einhverja keppni í leik liðanna í Smáranum í sextán liða úrslitum HM. Annað kom þó á daginn. Króatar náðu aldrei að losa sig við Túnis sem fékk góð tækifæri til að gera út um leikinn oftar en einu sinni en Króatar höfðu heppnina með sér í vítakeppni eftir að leikurinn hafði verið framlengdur tvívegis. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 322 orð

Vantaði allt frumkvæði

Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska liðsins, var eini leikmaður Íslands, sem spilaði af eðlilegri getu eins og hann hefur reyndar gert í allri keppninni. Hvaða skýringu hefur hann á frammistöðu liðsins gegn Sviss? "Það er kannski einfalt. Við vorum ekki að spila góðan handbolta. Við fáum ekki það út úr þeim einstaklingum, sem eru að spila, sem við eigum að fá. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 280 orð

"Við höfðum svar við öllu"

Urs M¨uhlethaler, þjálfari Svisslendinga, var ánægður með leik sinna manna. "Við lékum mjög vel bæði í sókn og vörn og Patrick Rohr átti stórleik og ég held að það hafi komið íslenska liðinu á óvart eins og mér hversu sterkur hann var. Við leystum vörn íslenska liðsins vel. Við leystum 3-2-1-vörn Kóreumanna vel og gerðum það einnig gegn íslensku vörninni. Þetta sýnir vissan styrk. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 89 orð

Vinir utan vallar

17. maí 1995 | Íþróttir | 85 orð

Vinir utan vallar TVEIR bestu menn heim

TVEIR bestu menn heimsmeistarakeppninnar, Talant Dujshebaev, til vinstri, og Mikhail Jakimovich, ræða hér saman í samsæti sem bæjarstjórn Akureyrar hélt liðunum í D-riðli í gær. Þeir léku saman með landsliði Sovétríkjanna á sínum tíma, urðu Ólympíumeistarar með liði Samveldis sjálfstæðra ríkja í Barcelona þar sem þeir voru lang bestu menn liðsins, Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 40 orð

Vítakeppni Tún-isbúa og Króata

Túnis - Króatía Mohamed Madi,1:0Patrik Cavar,variðRiadh Sana, markv. Túnisvarði skot Cavar í stöng. Afif Belhareth,variðValter Matosevic, markv.Króatíu varði Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 196 orð

Vorum hræddir við að skjóta á markið

"HVAÐ er hægt að segja um svona leik. Þetta er einfaldlega "skandall" fyrir okkur. Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik. Síðan í seinni hálfleik náðum við ekki að halda uppi neinum sóknarleik, hann klikkar algjörlega. Við skutum ekki á markið - vorum hræddir við það og þeir fengu bara að leika sér," sagði Sigurður Sveinsson. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 309 orð

Þeir hvíldu ÞEIR leikmenn íslenska liðsins sem hvíldu gegn Rússum, voru Dagur Sigurðsson, Gunnar Beinteinsson, Bergsveinn

ÞEIR leikmenn íslenska liðsins sem hvíldu gegn Rússum, voru Dagur Sigurðsson, Gunnar Beinteinsson, Bergsveinn Bergsveinsson og Gústaf Bjarnason. Gunnar er eini leikmaður liðsins sem ekki hefur leikið í HM. Fílíppov fór á kostum Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 359 orð

Þjóðverjar komnir á mikla siglingu

ÞJÓÐVERJAR áttu ekki í teljandi erfiðleikum með Hvít- Rússa í 16-liða úrslitunum í gær. Þjóðverjar, sem léku mjög vel og virðast vera komnir á mikla siglingu, sigruðu 33:26 og munaði þar mestu léttleiki en um leið festa í leik þeirra. Þjóðverjar skoruðu fyrst en Jakímovítsj jafnaði úr vítakasti. Þetta var í eina sinn í leiknum sem þýskir höfðu ekki forystu. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 233 orð

Þoldu ekki pressuna

"ÞETTA er besti leikur okkar í keppninni og það var gott að hitta á hann í þessum leik," sagði Vladímír Maxímov, þjálfari Rússa. "Íslenska liðið lék ekki eins vel og ég hef séð það spila í sjónvarpinu, sérstaklega í sókninni. Það lék vel í fyrri hálfleik og lék upp á örugg mörk af línunni. Síðan breyttum við vörninni hjá okkur og þá var þetta miklu erfiðara fyrir Íslendinganna." Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 123 orð

Þýskaland - Hvíta-Rússland33:26

Smárinn, þriðjudaginn 16. maí 1995. Gangur leiksins: 1:0, 3:1, 6:3, 6:5, 9:6, 9:8, 12:12, 15:12, 15:13, 17:13, 20:14,23:15, 28:19, 31:24, 33:26 Mörk Þjóðverja: Christian Schwarzer 7, Vigindas Petkevícíus 6/2, Jan Fegter 5,Holger Winselmann 5, Jörg Kunze 4/3, Volker Zerbe 3, Stefan Kretzschmar 3. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 959 orð

Ætla að verða markakóngur

"Á HVERJU ári er haldin mikil handboltahátíð í Suður-Kóreu þar sem saman koma handknattleiksmenn frá háskólaliðunum og félgsliðunum. Úr þessum hóp eru valdir bestu mennirnir til að mynda landsliðið," segir Suður-Kóreumaðurinn skotfasti Yoon Kyung-shin í viðtali við Ívar Benediktsson. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 196 orð

(fyrirsögn vantar)

»Hernandez varði vel VLADIMIR Rivero Hernandez, markvörður frá Kúbu hefur varið flest skot í keppninni, 91 talsins en hann hefur þurft að eiga við 217 skot frá mótherjum sínum. Suk-hyung Lee, markvörður Suður- Kóreu, er ekki langt undan með 42% nýtingu eins og Hernandez. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 10 orð

(fyrirsögn vantar)

17. maí 1995 | Íþróttir | 139 orð

(fyrirsögn vantar)

Markahæstir Kyung-shin Yoon, Kóreu53/10Dmítríj Filippov, Rússlandi49/26Erik Hajas, Svíþjóð42/1Carlos Reynaldo Perez, Kúbu41/6Roman Pungarnik, Slóveníu39/6Freddy Suarez Herrera, Kúbu 39/12Mikhail Jakimovich, H.-Rússl. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 29 orð

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/RAX DMÍTRÍJ Karlov, leikstjórnandi Rússa, sendir hér inn álínumanninn Dmítríj Torgovanov, sem gerði tvö mörk.Einar Gunnar Sigurðsson,Geir Sveinsson og JúlíusJónasson leggja sig allafram til komast inn í sendingu Karlovs. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 65 orð

(fyrirsögn vantar)

Laugardalshöll: Sviss - Frakklandkl. 15.00Rússland - Þýskalandkl. 17.15Ísland - Hvíta Rússlandkl. 20.00Kaplakriki: Kúba - Spánnkl. 15.00 Króatía - Egyptalandkl. 17.15Túnis - Rúmenía20.00Akureyri Alsír - S.-Kóreakl. 17. Meira
17. maí 1995 | Íþróttir | 4 orð

(fyrirsögn vantar)

17. maí 1995 | Íþróttir | 98 orð

(fyrirsögn vantar)

TÚNIS veitti Króatíumönnum mikla keppni í leik liðanna í Smáranum í gær. Það er ekki í fyrsta skipti sem Túnismenn reynast Króötum erfiðir. Meira

Fasteignablað

17. maí 1995 | Fasteignablað | 1706 orð

Sníða þarf nýjar íbúðir að óskum markaðarins

SAMVINNA hefur aukizt til muna milli byggingaraðila, fasteignasala og hönnuða. Áður skipti slík samvinna minna máli eða eins og einn fastaeignasalinn komst að orði. - Markaðurinn var ekki eins vandfýsinn og tók nánast við öllu. En þetta hefur breytzt. Fólk gefur sér góðan tíma við íbúðarkaup nú, fer á milli staða og ber saman verð og gæði, enda töluvert framboð bæði á nýjum og notuðum íbúðum. Meira

Úr verinu

17. maí 1995 | Úr verinu | 84 orð

100 þúsund kr. styrkur á meðalbát

BYGGÐASTOFNUN sendir á næstunni út bréf til smábátasjómanna þar sem beðið er um ákveðnar upplýsingar vegna fyrirhugaðrar útdeilingar á 40 milljóna kr. styrkjum sem Alþingi ákvað að veita trillukörlum á aflamarki vegna skerðingar á aflaheimildum. LÍÚ krafðist þess að stærri bátar nytu einnig styrkjanna en ákveðið hefur verið að miða þá við báta undir 10 tonnum. Meira
17. maí 1995 | Úr verinu | 345 orð

Aukið ráðherravald og gjald fyrir kvóta

BANDARÍSKUR sjávarútvegur er í ólestri og víða er talið að það sé að verða of seint að bjarga fiskimiðum. Fyrir Bandaríkjaþingi liggur nú frumvarp þar sem tekið skal á þessum málum með því að herða fiskveiðilöggjöf, sem meðal annars mun auka ráðherravald í fiskverndarmálum og leyfa gjaldtöku fyrir kvóta. Meira
17. maí 1995 | Úr verinu | 165 orð

Aukin veiði Atlantshafsþorsks

BÚIST er við að þorskafli úr Atlantshafi verði 1.235 þúsund tonn á þessu ári, aðeins meiri en á síðasta ári. Þorskaflinn jókst nokkuð á síðast ári miðað við árið 1993 er hann komst í sögulegt lágmark. Aukningin hefur einkum orðið hjá Norðmönnum og Rússum en á móti hefur þorskafli Kanadamanna úr Atlantshafi nánast þurrkast út. Meira
17. maí 1995 | Úr verinu | 225 orð

Ákveðið að byggja fjóra mjöltanka á Eskifirði

STJÓRNENDUR Hraðfrystihúss Eskifjarðar hafa ákveðið að byggja í sumar fjóra mjöltanka við loðnuverksmiðju fyrirtækisins, fyrir alls um 3.600 tonn af mjöli. Kostnaður við framkvæmdina er áætlaður 150 milljónir kr. Björn Kristinsson verksmiðjustjóri segir að mikil vandræði hafi verið með geymslupláss fyrir afurðir verksmiðjunnar. Meira
17. maí 1995 | Úr verinu | 374 orð

Á von á aukinni þátttöku

ÚTFLUTNINGSRÁÐ Íslands hafði umsjón með þátttöku flestra íslenzku fyrirtækjanna undir stjórn Katrínar Björnsdóttur, sýningarstjóra: "Á heildina litið var þessi þriðja evrópska sjávarútvegssýning mjög góð. Mikið var um góða gesti, einkum fyrstu tvo dagana, en rólegra var þann þriðja. Þó tel ég fulla þörf á því að hafa sýningardagana þrjá," segir Katrín Meira
17. maí 1995 | Úr verinu | 349 orð

Bjóða niður síldina í Japan

SAMKEPPNI á mörkuðum fyrir frysta síld er ákaflega hörð. Sölumenn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna finna mjög fyrir samkeppni frá Norðmönnum og Rússum sem bjóða síld á lágu verði, ekki síst á Japansmarkaði, og kemur það fram í áberandi áhugaleysi japanskra kaupenda á viðskiptum. Meira
17. maí 1995 | Úr verinu | 25 orð

EFNI

EFNI Sýningar 3 Evrópska sjávarafurðasýningin í Brussel Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 6 Vinsældir síldarinnar á undanhaldi í Þýskalandi Greinar 7 Þórður H Meira
17. maí 1995 | Úr verinu | 98 orð

Hvalir taldir í sumar

HVALIR verða taldir djúpt og grunnt allt í kringum landið í sumar. Jóhann Sigurjónsson, aðstoðarforstjóri Hafrannsóknastofnunar, vonast til að talningin verði það nákvæm að góður samanburður fáist við talningu hvala á árunum 1987 og 1989 og breytingar á stofnstærð hrefnu sérstaklega. Hvalirnir verða taldir allan júlímánuð og jafnvel lengur. Meira
17. maí 1995 | Úr verinu | 229 orð

Hvalir taldir við Ísland í sumar

HVALIR verða taldir djúpt og grunnt allt í kringum landið í sumar. Jóhann Sigurjónsson, aðstoðarforstjóri Hafrannsóknastofnunar, vonast til að talningin verði það nákvæm að góður samanburður fáist við talningu hvala á árunum 1987 og 1989 og breytingar á stofnstærð hrefnu sérstaklega. Meira
17. maí 1995 | Úr verinu | 126 orð

Ísberg selur fyrir Geflu

ÍSBERG Ltd. í Hull hefur tekið að sér að selja afurðir rækjuverksmiðjunnar Geflu hf. á Kópaskeri. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur selt afurðir fyrirtækisins undanfarin ár. Fiskiðja Raufarhafnar hf. sem á aðild að SH á meirihluta hlutafjár í Geflu hf. Meira
17. maí 1995 | Úr verinu | -1 orð

Kvóti við Japan

STJÓRNVÖLD í Japan hafa ákveðið að setja kvóta á veiðar innan efnahagslögsögunnar við landið og kemur hann til framkvæmda á fjárlagaárinu 1997. Kvótinn mun ekki aðeins takmarka veiðar Japana, heldur einnig erlendra skipa, sem stunda veiðar innan japönsku lögsögunnar, t.d. Meira
17. maí 1995 | Úr verinu | 218 orð

Mesti afli í sögu Granda hf.

HEILDARAFLI skipa Granda hf. var í fyrra hinn mesti í tíu ára sögu fyrirtækisins, annað árið í röð. Alls veiddust 37.148 tonn á móti 31.495 tonnum árið áður. Aukningin nemur 5.653 tonnum eða 17,9%. Afli Grandatogaranna utan kvóta jókst mikið, var liðlega 34% heildaraflans en var innan við 13% árið 1993. Meira
17. maí 1995 | Úr verinu | 62 orð

NÝJAR PAKKNINGAR

17. maí 1995 | Úr verinu | 60 orð

NÝJAR PAKKNINGAR

ÍSLENZKAR sjávarafurðir notuðu Evrópsku sjávarútvegssýninguna í Brussel meðal annars til að kynna nýjar pakkningar, heildstæða línu í neytendapakkningum í fyrsta sinn opinberlega. Björn Þór Jónsson, starfsmaður hjá skrifstofu Iceland Seafood í Frakklandi, er hér með nýju pakkningarnar á sýningabás Íslenzkra sjávarafurða. Meira
17. maí 1995 | Úr verinu | 454 orð

Nýtt fólk til starfa hjá SH

Í FROSTI, fréttabréfi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, er kynning á nokkrum starfsmönnum SH sem komið hafa til starfa hjá fyrirtækinu á undanförnum mánuðum. Helgi Jóhannesson viðskiptafræðingur hóf störf sem eftirlitsmaður í skoðunarstofu SH í ársbyrjun 1995. Meira
17. maí 1995 | Úr verinu | 281 orð

Ný vél hreinsar bein úr helstu fiskflökum

FTC á Íslandi hf. hefur gert breytingar á beinhreinsivélinni frá FTC og segir Gunnar Óskarsson framkvæmdastjóri að nú sé mögulegt að heinsa beinin úr flestum tegundum fiskflaka með viðunandi afköstum og öryggi. Telur hann að þessi nýja vinnsluaðferð geti aukið nýtingu flaka um 4-10% sem þýtt geti eins til tveggja milljarða kr. Meira
17. maí 1995 | Úr verinu | 225 orð

Rjómasoðinn trjónufiskur

TRJÓNUFISKUR veiddist fyrst hér við land fyrir fjörutíu árum, í Rósagarðinum. Þrjú ár liðu þar til hans varð næst vart en síðan hafa veiðst árlega nokkrir fiskar, suður og vestur af landinu en þar eru þeir nokkuð algengir. Hér við land veiðast tvær tegundir fiska af trjónuætt, langnefur auk trjónufisks. Meira
17. maí 1995 | Úr verinu | 171 orð

Sérhæfa sig í fullvinnslu

Suðureyri - Tvö fyrirtæki sem sérhæfa sig í fullvinnslu fiskafurða í neytendapakkningar hófu starfsemi nú á vordögum á Suðureyri. Kistufiskur, sem er í eigu Sigurðar Ólafssonar og Deborah Anne Ólafsson, leggur áherslu á að vinna fiskafurðir í hentugar pakkningar í frystikistuna, eins og nafn fyrirtækisins ber með sér. Meira
17. maí 1995 | Úr verinu | 342 orð

SH leggur áherslu á neytendavörur

SH var eitt þeirra íslenzkra fyrirtækja, sem voru með eigin sýningarbás á Evrópsku sjávarútvegssýningunni. SH var þar ásamt dótturfyrirtækjum sínum í Frakklandi, Þýzkalandi og á Bretlandi. Þar var lögð áherzla á kynningu lausfrystra afurða í neytendaumbúðum, flök og flakastykki, sem ætluð er fyrir meginland Evrópu og sölu, ýmist í smásöluverzlunum eða til veitingahúsa. Meira
17. maí 1995 | Úr verinu | 322 orð

Síldarafli yfir 53 þús. tonn

LOÐNUVERKSMIÐJUR höfðu í gærmorgunnn tilkynnt móttöku á 52.500 tonnum af síld úr norsk- íslenska síldarstofninum til Samtaka fiskvinnslustöðva. Eitthvað var ókomið af því sem landað var í fyrrinótt þannig að búið er að landa einhverjum skipsförmum meira. Sameiginlegur kvóti Íslendinga og Færeyinga er sem kunnugt er 250 þúsund tonn. Meira
17. maí 1995 | Úr verinu | 322 orð

Skurðarvélin frá Marel beint í skozka verksmiðju

MAREL hf. var að vanda áberandi í Evrópsku sjávarútvegssýningunni í Brussel, en þar lagði fyrirtækið áherzlu á að kynna nýja skurðavél. Vélin vakti mikla athygli og niðurstaðan varð sú, að hún fór beint í verksmiðju í Skotlandi í stað þess að fara á sýningu í Danmörku í byrjun næsta mánaðar. "VIÐ erum ánægðir með sýninguna," segir Lárus Ásgeirsson, markaðsstjóri hjá Marel. Meira
17. maí 1995 | Úr verinu | 586 orð

Sókn er besta vörnin

ÞAÐ hefur verið undarlega hljótt um þá réttindabaráttu Íslendinga að vinna að því að hefja hvalveiðar að nýju. Fyrir þá sem ekki þekkja til mætti halda að málinu væri lokið. Sem betur fer er ekki svo. Einn Íslendingur öðrum frekar hefur undanfarin ár unnið að því að koma okkar málstað á framfæri, Magnús Guðmundsson. Meira
17. maí 1995 | Úr verinu | 1047 orð

Vinsældir síldarinnar á undanhaldi í Þýskalandi

ÞÝSKALAND er einn stærsti markaður heims fyrir neyslusíld, árleg neysla tæp 200.000 tonn upp úr sjó. Síld hefur gegnum árin verið vinsælasta fiskitegundin í Þýskalandi. Árið 1993 var síldin með um 23,2% markaðshlutdeild af heildarfiskneyslunni í landinu. Þetta samsvarar tæplega 117.000 tonnum af neyslusíld, eða rúmlega 194.000 tonnum uppúr sjó. Vinsældir síldarinnar virðist þó á undanhaldi. Meira
17. maí 1995 | Úr verinu | 2124 orð

"Þetta er orðin alvörusýning"

VIÐ HÖFUM verið hér á sýningunni síðastliðin þrjú ár og þetta er afgerandi bezta árið. Sýningin er orðin alþjóðlegri en áður og að því er mikill styrkur," segir Þórir Matthíasson hjá Sæplasti á Dalvík. "Við gengum hér frá sölu á kerum til Danmerkur og Bandaríkjanna og fyrirspurnir víða að lofa mjög góðu. Meira
17. maí 1995 | Úr verinu | 400 orð

Þetta var allra bezta árið

ÍSLENZKAR sjávarafurðir voru, ásamt dótturfyrirtæki sínu í Evrópu, Iceland Seafood Ltd. með sérstakan sýningarbás á Evrópsku sjávarafurðasýningunni. "Við lögðum sérstaklega áherzlu á sérpakkningar af ýmsu tagi. Þetta eru ýmis konar neytendapakkningar og sérskornir bitar fyrir veitingahúsamarkaðinn og sérhæfðan iðnað. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

17. maí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 269 orð

Yfirlit: Víð

Yfirlit: Víðáttumikið 1029 mb háþrýstisvæði er yfir Grænlandi og Grænlandshafi, en grunnt lægðardrag yfir Grænlandssundi. Yfir N-Noregi er 993 mb lægð sem þokast vestnorðvestur. Spá: Hæg norðvestlæg eða breytileg átt, en sumstaðar kaldi suðvestantil. Meira

Lesbók

17. maí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 3484 orð

Alþýðuhagir, ómagar og utangarðsfólk á 19. öld

Við Íslendingar státum okkur gjarnan af því að á Íslandi sé ekki til fátækt, enginn þurfi að svelta og allir hafi þak yfir höfuðið. Um sannleiksgildi þessara orða ætla ég ekki að fjalla, en það er hins vegar víst að fyrir hundrað árum var til fátækt á Íslandi. ÓMAGAR OG UTANGARÐSFÓLK Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.