TALIÐ er, að ebólafaraldurinn í Zaire sé í rénun en rúmlega 100 manns hafa látist. Talsmaður WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, sagði, að sjúkdómstilfellum hefði lítið fjölgað og væri raunar aðeins um að ræða fólk, sem hefði veikst fyrir allnokkur án þess að vera skráð fyrr en nú.
Meira
YFIRMENN Sameinuðu þjóðanna (SÞ) og Atlantshafsbandalagsins (NATO) ákváðu í gær að hætta frekari loftárásum á stöðvar Bosníu-Serba eftir að Serbar höfðu hlekkjað að minnsta kosti átta friðargæsluliða við hugsanleg skotmörk. Þá höfðu sveitir Bosníu- Serba umkringt 200 gæsluliða og hótuðu að taka þá sem gísla.
Meira
JACQUES Chirac, forseti Frakklands, hélt í gær móttöku í Elysée-höllinni fyrir landslið Frakka í handknattleik, í tilefni af því að liðið vann heimsmeistaratitilinn á HM í Reykjavík um síðustu helgi. Philippe Gardent, fyrirliði Frakka, afhenti forsetanum peysu í litum landsliðsins og virðist Chirac hinn ánægðasti með gjöfina.
Meira
FANGELSI í Rúanda eru svo þröngt setin fólki, sem grunað er um þátttöku í fjöldamorðum, að fangar hafa unnvörpum kafnað, að sögn ríkisútvarps landsins. Haft var eftir innanríkisráðherra landsins að framvegis yrðu aðeins leyfðar handtökur í "augljósum tilvikum".
Meira
ÁSTRALSKI auðkýfingurinn Rubert Murdoch sagðist í gær reiðubúinn að kaupa sjónvarpsstöðvar ítalska viðskiptajöfursins Silvios Berlusconis. Áttu þeir viðræður þar að lútandi í Róm í fyrradag en niðurstaða fæst ekki fyrr en að loknu þjóðaratkvæði á Ítalíu 11. júní um eignarhald á fjölmiðlum.
Meira
VIKTOR Tjernómyrdín, forsætisráðherra Rússlands, spáði því í gær að fyrrum Sovétlýðveldi myndu í framtíðinni mynda náið samband. Ákveðið hefur verið að fella niður landamæraeftirlit milli Rússlands og Hvíta-Rússlands og var byrjað að loka landamærastöðvum í gær.
Meira
ÁSTAND þorskstofnsins er nú betra en verið hefur undanfarin ár. Bæði veiðistofn og hrygningarstofn hafa vaxið og búast má við því að árið 1998 megi veiða um 200.000 tonn af þorski og stofninn haldi samt áfram að stækka verði einhverjar náttúrulegar aðstæður ekki til að setja strik í reikninginn.
Meira
ALLIR þurfa nú að afla sér veiðikorts sem vilja stunda veiðar á villtum dýrum. Lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum, sem tóku gildi 1. júní í fyrra, fela í sér útgáfu veiðikorta og hæfnispróf veiðimanna. Gildistöku ákvæða laganna um veiðikort var frestað í fyrra fram til 1. júní næstkomandi og skotvopnaleyfi látið gilda sem veiðikort.
Meira
FYRSTA alþjóðlega Dracula- þingið stendur þessa dagana yfir í Rúmeníu en tæp öld er nú liðin frá því að bók Bram Stokers um greifann blóðþyrsta var gefin út. Þingið stendur í viku og munu þátttakendur heimsækja draugalega kastala í Transylvaniu þar sem Vlad Tempes greifi, fyrirmynd Dracula, réð ríkjum á 15. öld.
Meira
HARALDUR Haraldsson í Andra hf. hefur hætt þátttöku í Loðnuvinnslunni hf. á Fáskrúðsfirði vegna ágreinings við aðra hluthafa í fyrirtækinu. Haraldur var stjórnarformaður Loðnuvinnslunnar hf. frá stofnfundi fyrirtækisins í september í fyrra.
Meira
DEILUAÐILAR í kjaradeilunni í álverinu í Straumsvík hittust á fyrsta fundi hjá ríkissáttasemjara í gærmorgun eftir að deilunni var vísað þangað. Fundurinn hófst klukkan 10 um morguninn og lauk fundinum um fimmleytið án þess að árangur hefði náðst.
Meira
NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ hefur fallið frá beiðni til sýslumannsins í Hafnarfirði um að gripið verði til aðgerða til að koma í veg fyrir malarnám Borgarverks í landi Skógræktar ríkisins í Kapelluhrauni. Aðalheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Náttúruverndarráðs, segir að fallið hafi verið frá beiðninni því vilji hafi verið fyrir því hjá öllum aðilum að leysa málið með friðsamlegum hætti.
Meira
ÁKVEÐIÐ hefur verið að brautskrá kandídata frá Háskóla Íslands í Laugardalshöll á þjóðhátíðardegi Íslendinga 17. júní en það er jafnframt stofndagur Háskólans. Ásta Kr. Ragnarsdóttir, annar umsjónarmanna Háskólahátíðar 1995, sagði að stærsti salur Háskólabíós væri einfaldlega allt of lítill ef viðhalda ætti þeirri góðu hefð að brautskrá alla kandídata í einu.
Meira
ELÍN R. Líndal, bóndi og varaþingmaður Framsóknarflokks á Norðurlandi vestra, er fulltrúi félagsmálaráðherra og formaður nýskipaðs Jafnréttisráðs. Gylfi Kristinsson, deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu, er varamaður hennar.
Meira
UNGUR maður hálsbrotnaði í sundlauginni í Úthlíð í Biskupstungum síðastliðið miðvikudagskvöld. Líklegt er að maðurinn hafi stungið sér af laugarbakkanum ofan í grynnri enda laugarinnar. Maðurinn, sem er læknanemi, hafði dvalist í sumarbústað í Úthlíð ásamt 30 öðrum læknanemum.
Meira
HEIMILD bankamanna til verkfalls var endurnýjuð á miðvikudag á fundi stjórnar samninganefndar Sambands íslenskra bankamanna og formanna aðildarfélaga sambandsins. Jafnframt var ákveðið að boða til verkfalls er hefjist á miðnætti 14. júní nk., semjist ekki fyrir þann tíma.
Meira
Kartöflubændur í Þykkvabæ eru ekki farnir að setja útsæði sitt niður en að sögn Guðjóns Guðnasonar í Háarima er búist er við að sú vinna hefjist af fullum krafti í lok mánaðarins. "Venjulega erum við að byrja að setja niður í kringum 20. maí en nú er enn svo mikill klaki í jörðu að við verðum að bíða enn um sinn. Þó veit ég a.m.k.
Meira
MEÐ loftárásunum á stöðvar Bosníu-Serba að beiðni Sameinuðu þjóðanna er Atlantshafsbandalagið, NATO, aftur í brennidepli átakanna í landinu. Um leið er hætta á, að ágreiningurinn innan NATO komi upp á yfirborðið og loftárásirnar geta flýtt fyrir því, að gæslulið SÞ verði flutt burt. "Það er komið að tímamótum í Bosníu hvert sem framhaldið verður," er haft eftir vestrænum varnarmálasérfræðingi.
Meira
FERMING í Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 14. Prestur sr. Cecil Haraldsson. Fermdur verður: Sveinbjörn Ársæll Sveinbjörnsson, Bollagörðum 2, Seltj.nesi. FERMING í Kvennabrekkukirkju kl. 14. Prestur sr. Óskar Ingi Ingason. Fermd verður: María Sigríður Guðbjörnsdóttir, Miðskógi, Miðdölum.
Meira
FINNSKA flugfélagið Finnair greindi í gær frá því að það hygðist í fyrsta skipti í sögu sinni selja annað áfengi en bjór um borð í innanlandsflugi. "Þetta er sögulegur atburður," sagði Usko Maatta, talsmaður Finnair er hann kynnti áform félagsins um að selja kampavín, hvítvín og rauðvín í flugi til Norður-Finnlands frá Helsinki, er taka lengri tíma en 55 mínútur.
Meira
BÖÐVAR Pálsson, oddviti Grímsneshrepps, hefur undirritað samkomulag um sölu á vikri til útflutnings úr Seyðishólum. Samkomulagið er háð jákvæðri niðurstöðu mats á umhverfisáhrifum sem unnið er hjá Skipulagi ríkisins. 40 ára náma
Meira
FJÖGURRA ára gamall íslenskur drengur drukknaði í sundlaug við hótel á Spáni í fyrradag. Drengurinn var ásamt foreldrum sínum og tveimur yngri systkinum nýkominn til Spánar þar sem fjölskyldan ætlaði að eyða sumarleyfinu. Ekki er hægt að birta nafn litla drengsins að svo stöddu.
Meira
SÖGU- og menningarhátíð í Gamla Vesturbænum lýkur formlega á morgun, sunnudaginn 28. maí. Dagskrá síðustu tveggja daga hátíðarinnar er fjölbreytt og sniðin fyrir alla fjölskylduna. Á laugardaginn er hægt að fara í gönguferð og heimsækja listasmiðjur í gamla miðbænum en gangan hefst í Hlaðvarpaportinu. Listamenn opna verkstæði sín fyrir gestum og gangandi milli kl. 10 og 16.
Meira
PÓLITÍSKUR landskjálfti mun ríða yfir Spán um helgina, ef marka má skoðanakannanir. Þjóðarflokkurinn mun vinna sigur í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum sem fram fara á morgun, sunnudag og staðfesta þar með umtalsverða sveiflu til hægri í spænskum stjórnmálum.
Meira
VIÐ guðsþjónustu í Fríkirkjunni 28. maí verður minnst þeirra sem látist hafa af völdum alnæmis. Prestur verður sr. Cecil Haraldsson. Guðsþjónustan hefst kl. 11 árdegis og verður henni útvarpað á Rás 1. Leikmenn annast ritningarlestur og listamenn flytja tónlist.
Meira
GÖNGUDAGUR Ferðafélagsins verður í 17. sinn nú á sunnudaginn. Á göngudeginum eru í boði tvær gönguleiðir. Kl. 14 er fjölskylduganga meðfram hraunjaðri nyrst í Heiðmörkinni að Silungapolli. Þarna er fjölbreytt náttúrufar, skógivaxnir hraunbollar og lautir, vatn og fuglalíf. Þetta er létt ganga fyrir unga sem aldna og tekur um 1,52 klst.
Meira
SKÁTAFÉLAGIÐ Hraunbúar í Hafnarfirði stendur fyrir gönguferð fyrir almenning sunnudaginn 28. maí nk. kl. 14. Jón Kr. Gunnarsson veitir leiðsögn um upprennandi útivistarsvæði Hafnfirðinga við Hvaleyrarvatn.
Meira
ÍSLENSKUR landbúnaður býður gestum garðsins að gæða sér á heilsusamlegum íslenskum heilsuréttum ogræða við næringarfræðing um ágæti íslenskra matvæla og næringargildi þeirra. Öllum gestum verður gefið sólarsælgæti þegar komið er í garðinn. Heilsuréttirnir verða á boðstólum í sölutjaldinu í Húsdýragarðinum milli kl. 12 og 16.
Meira
Ísafirði. - Ísfirðingar fjölmenntu til vígslu nýrrar Ísafjarðarkirkju á uppstigningardag. Biskupinn yfir Íslandi, herra Ólafur Skúlason, vígði kirkjuna ásamt prófastinum í Ísafjarðarprófastsdæmi, séra Baldri Vilhelmssyni, og prestunum séra Magnúsi Erlingssyni, séra Jakobi Ágústi Hjálmarssyni og séra Karli Valgarði Matthíassyni, sem allir þrír hafa verið hér þjónandi prestar.
Meira
SÝNING á íslenskum búningum og gripum þeim tilheyrandi svo og sýning á ýmiss konar textílum verður í Minjasafninum á Akureyri, en það verður opið á morgun, sunnudag frá kl. 13-17. Þessi sýning er í tengslum við Handverksdag Gilfélagsins sem haldinn er í dag, laugardag,
Meira
ALAIN Juppé, nýskipaður forsætisráðherra Frakklands, er kominn á kaf í kosningaslaginn á ný. Hann býður sig fram í embætti borgarstjóra í borginni Bordeaux í suðvesturhluta Frakklands en borgarstjórinn þar til margra ára, Jacques Chaban-Delmas, lætur nú af embætti.
Meira
SUMARSTARF KFUK í Vindáshlíð hefst sunnudaginn 28. maí kl. 14.30 með guðsþjónustu í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð. Sr. Frank M. Halldórsson þjónar fyrir altari. Barnastund verður á sama stað. Að lokinni guðsþjónustu verður kaffisala.
Meira
BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar hefur einróma samþykkt drög að samkomulagi um samstarf við Aflvaka Reykjavíkur hf. Samningurinn gerir ráð fyrir að Atvinnuefling hf., fyrirtæki í eigu bæjarins, kaupi 20% hlut í Aflvaka Reykjavíkur hf. og er kaupverð 32 milljónir króna. Að auki er gert ráð fyrir árlegu framlagi bæjarins til skrifstofu fyrirtækisins næstu fimm ár.
Meira
OPIÐ Íslandsmót í handflökun á fiski verður haldið á Miðbakka gegnt Kolaportinu í dag. Keppendur eru um 40 frá 5 þjóðlöndum. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ræsir keppendur, en í keppnishléi spilar Bubbi Morthens og syngur. Mótið hefst klukkan 11 árdegis og verður haldið í stóru tjaldi á Miðbakka.
Meira
SÉRSTAKT konukvöld verður sunnudaginn 28. maí í Naustkjallaranum. Veitingastaðurinn Naustið er vel þekktur meðal Reykvíkinga og hefur fyrir löngu skapað sér ríka hefð í lífi bæjarins. Í kjallara Naustsins er Naustkjallarinn og í tilefni af Vorhátíð í gamla vesturbænum verður þar efnt til konukvölds þar sem Heiðar Jónsson snyrtir spilar af fingrum fram. Verð á mann er 1200 kr.
Meira
SAMSTAÐA um óháð Ísland boðar til landsfundar laugardaginn 27. maí nk. kl. 1016 og verður hann í Borgartúni 6 í Reykjavík. Á fundinum verður rætt um störf og verkefni samtakanna í framtíðinni, kosin stjórn og flutt erindi. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, varaformaður Samstöðu, gerir grein fyrir úttekt Þjóðhagsstofnunar á stöðu útflutningsgreina og hvað tengja megi samningnum um EES.
Meira
JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, átti í gær fund með Helmut Kohl kanslara Þýskalands, í Bonn. Evrópumál áttu að vera eitt helsta umræðuefni fundarins en lentu í skugga atburðanna í Bosníu.
Meira
Lesbók(haus) LESBÓK í dag er helguð minningu Jónasar Hallgrímssonar, en í gær var 150. ártíð hans. Efni Lesbókar er að mestum hluta eftir Jónas sjálfan.
Meira
LÍKNARDRÁP verða senn leidd í lög í svonefndu Norðurhéraði Ástralíu. Dauðsjúkir sjúklingar sem vilja binda enda á líf sitt munu hins vegar þurfa að uppfylla ströng skilyrði. Hart hefur verið deilt um málið í Ástralíu en nú munu þeir sem þess æskja geta leitað eftir aðstoð lækna í Norðurhéraðinu til að binda enda á þjáningar sínar. Fyrir þarf m.a.
Meira
LJÓSMYNDASÝNINGIN "Til sjós og lands ljósmyndir fréttaritara" hefur verið sett upp í Víkurskála í Vík í Mýrdal. Þar verða myndirnar fram á föstudag. Á sýningunni eru þrjátíu verðlaunamyndir úr ljósmyndasamkeppni Okkar manna, félags fréttaritara Morgunblaðsins. Þær sýna atburði og daglegt líf til sjávar og sveita, eins og nafnið bendir til.
Meira
BRESKIR vísindamenn skýrðu frá því í gær, að þeir hefðu náð merkum áfanga í baráttunni gegn alnæmisveirunni með bóluefni, sem kom í veg fyrir sams konar sjúkdóm í öpum. Nokkur tími mun þó líða áður en það verður reynt á mönnum.
Meira
AKURERYARPRESTAKALL: Guðþsjónusta verður í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudaginn 28. maí kl. 11.00. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Samkoma í umsjá ungs fólks kl. 20.30 í kvöld, laugardaginn 27. maí. Safnaðarsamkoma kl.11.00. á sunnudaga og Vakningasamkoma, ræðumaður Jóhann Pálsson, sama dag kl. 20.00.
Meira
FUNDUR miðstjórnar Alþýðubandalagsins verður haldinn í A-sal á Hótel sögu í dag og stendur fundurinn frá kl. 10-18. Í miðstjórninni eiga sæti tæplega 80 manns. Að sögn Einars Karls Haraldssonar, framkvæmdastjóra Alþýðubandalagsins, verður á fundinum farið yfir úrslit alþingiskosninganna frá því í vor og stjórnmálaástandið í dag.
Meira
ATVINNULEYSI meðal félagsmanna Verkalýðsfélagsins Einingar var mjög mikið á liðnu ári, en alls fengu 1.617 félagsmenn greiddar atvinnuleysisbætur á árinu, eða rúm 40% félagsmanna að upphæð tæplega 130 milljónir króna. Félagsmenn eru 4.788 talsins, aðal- og aukafélagar. Atvinnuleysi
Meira
UNGLINGAFÉLAG kaþólsku kirkjunnar, PÍLÓ, mun standa fyrir umfangsmiklu umferðarátaki í næstu viku. Átakið er liður í fjáröflun fyrir pílagrímsferð að gröf heilags Jakobs í Santiago de Compostela á Spáni í sumar. Kristín Guðmundsdóttir er formaður PÍLÓ, og var hún beðin um að segja lítillega frá átakinu og unglingafélaginu.
Meira
HÁLFRAR aldar afmæli Útgerðarfélags Akureyringa var haldið hátíðlegt í húsakynnum félagsins í gær. Félagið var stofnað 26. maí árið 1945 og hafa skipst á skin og skúrir í 50 ára sögu þess. Í máli Jóns Þórðarsonar formanns stjórnar ÚA kom m.a.
Meira
UPPSTIGNINGARDAGUR var einstaklega bjartur og fagur um sunnanvert landið og létu fáir tækifærið ónotað til þess að sóla sig eða njóta blíðviðrisins á annan hátt. Krökkt var af fólki á ýmsum sundstöðum og víst að smáfólkið situr ekki eitt að barnalaugunum á góðviðrisdögum; þar mara þeir sem eldri eru í hálfu kafi að sleikja sólskinið og lítið hægt að busla og leika sér.
Meira
LEIÐTOGAR norskra sjómanna og útgerðarmanna í Tromsö segja að norsk stjórnvöld hafi gert mistök með því að taka ekki upp viðræður um síldina við Íslendinga fyrr en norsk-íslenski síldarstofninn byrjaði að ganga út úr norsku lögsögunni. Íslensk stjórnvöld segjast hafa margítrekað krafist viðræðna um síldina á undanförnum átján árum, en ætíð talað fyrir daufum eyrum.
Meira
Morgunblaðið/Jón Svavarsson Sólin lífgar allt ÍBÚAR á suð-vesturhorninu voru fljótir að rísa úr rekkju þegar sumarsólin reis úr austri snemma að morgni uppstigningardags, fimmtudaginn 25. maí. Ungir og aldnir drógu fram sumarfötin og nutu dagsins hver með sínum hætti.
Meira
NÝKRÝNDIR Ólympíumeistarar skákmanna undir 16 ára aldri mæta á laugardagsæfingu hjá Taflfélagi Reykjavíkur á laugardaginn kl. 14. Þeir útskýra eina af sigurskákum sínum úr Ólympíukeppninni og síðan svara þeir spurningum frá áhorfendum.
Meira
SAMNINGUR Evrópusambandsins og Rússlands um viðskiptamál verður á dagskrá utanríkisráðherrafundar ESB á mánudaginn. "Það eru uppi mjög skiptar skoðanir meðal ráðherranna. Sumir telja Rússa hafa komið allt að því nægilega til móts við kröfur okkar en aðrir ekki," sagði einn stjórnarerindreki og bætti við: "Það er pólitískur vilji til að undirrita samninginn og öll skjöl eru tilbúin.
Meira
AÐ SKRIFA pönnukökuritgerð er ein af elstu hefðunum við Menntaskólann á Akureyri "og hefur verið lengur en elstu menn muna," eins og Sverrir Páll Erlendsson íslenskukennari við skólann orðaði það, en upphaflega var hún eins konar lokapróf í íslenskum stíl.
Meira
SAMKOMULAG hefur tekist milli ríkisstjórnarflokkanna um að fella niður aðra grein frumvarps um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þar er miðað við að aflahámark verði sett á krókaleyfisbáta byggt á veiðireynslu. Málið verður væntanlega rætt nánar í sjávarútvegsnefnd Alþingis á fundi á þriðjudaginn kemur.
Meira
SEÐLABANKINN í Lettlandi samþykkti á fimmtudagskvöld að veita ríkissjóði landsins neyðarhjálp næstu sex mánuðina til að brúa fjárlagahallann. Einar Repse seðlabankastjóri sagði lánið veitt með því skilyrði að fjárlagahallinn yrði jafnaður 1996.
Meira
AÐ MINNSTA kosti fimm skip hafa verið leigð úr landi eða til Vestfjarða og eru því enn að veiðum þrátt fyrir verkfall sjómanna. Skipin sem verkfallið nær til eru flest komin til hafnar. Þau síðustu koma til hafnar í dag.
Meira
Morgunblaðið/Sverrir TUTTUGASTA landsþing Landssambands sjálfstæðiskvenna hófst á Hótel Örk í Hveragerði í gærkveldi. Arndís Jónsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, setti þingið, en síðan flutti Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, framsögu um stjórnarmyndunina.
Meira
SJÓRINN fyrir öllu Norðurlandi er nú kaldari en nokkru sinni fyrr, að minnsta kosti síðustu 30 árin. Hitastigið er alls staðar niður undir frostmarki og er nú tveimur gráðum lægra en kalda vorið 1979. Eðlilegt hitastig á þessum árstíma er nálægt fjórum gráðum.
Meira
VERÐI farið að ýtrustu tillögum fiskifræðinga um fiskafla á næsta fiskveiðiári mun útflutningsverðmæti sjávarafurða dragast saman um 3-4%. Þetta þýðir að útflutningstekjur þjóðarinnar dragast saman um 3-4 milljarða króna. Gangi þetta eftir verður hagvöxtur 0,5-1% minni en hann hefði annars orðið.
Meira
SKOSKIR þjóðernissinnar (SNP) fóru með sigur af hólmi í aukakosningum, sem fram fóru í í kjördæminu Pert og Kinross á fimmtudag. Kjördæmið hefur lengi verið vígi Íhaldsflokksins. Með þessum úrslitum hefur stjórn Johns Majors, forsætisráðherra Bretlands, aðeins 11 sæta meirihluta í neðri málstofu breska þingsins en þar sitja 651 þingmaður.
Meira
HALVAR Pettersen skipherra á norska varðskipinu Senja segir að það sé enginn togari við veiðar í Smugunni um þessa mundir en stutt er síðan færeyskir togarar voru þar. Pettersen stjórnaði aðgerðum gegn íslenskum togurum á Svalbarðasvæðinu í fyrra,
Meira
SLYSAVARNASKÓLI sjómanna fagnar um þessar mundir 10 ára starfsafmæli sýni. Um það bil 9.000 sjómenn hafa sótt námskeið skólans, sem að öllu jöfnu eru haldin um borð í Sæbjörgu, skipi skólans, víðs vegar um landið. Á síðasta ári sóttu 1.110 sjómenn alls 59 námskeið, en árið áður sóttu 942 sjómenn alls 54 námskeið.
Meira
STARFSMENN Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar láta ekki sitt eftir liggja á sögu- og menningarhátíðinni í Gamla Vesturbænum og hafa sett upp sýningu með ljósmyndum og öðrum minjum sem segja sögu eins fyrsta "gamalmennahælisins" á Íslandi.
Meira
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að Íslendingar geti ekki gengið að tilboði Evrópusambandsins um 4.000 tonna tollfrjálsan innflutningskvóta fyrir síldarafurðir til Finnlands og Svíþjóðar. Halldór segist vonast til að tekið verði tillit til þess í áframhaldandi samningaviðræðum við ESB hversu háð Ísland sé sjávarútvegi.
Meira
NÝR Toyota-bíll verður sýndur hjá Bílabúð Benna í dag, laugardag, ásamt fjölda breyttra bifreiða. Toyota Tacoma pallbíll er nýr bíll frá Toyota-verskmiðjunum. Hann er að ýmsu leyti arftaki Hi-Lux en mjög mikið bættur, segir í fréttatilkynningu frá Bílabúð Benna. Helstu breytingarnar eru 3,4 l V6-vél með fjóra ofanáliggjandi kambása, 190 hestöfl. Yfirbygging er ný.
Meira
VIÐRÆÐUR sjómanna og útvegsmanna stranda fyrst og fremst á deilunni um verðmyndun á fiski. Útvegsmenn lögðu til að sett yrði tímabundið lágmarksverð eða "gólf" fyrir þann fisk, sem skip selja fiskvinnslufyrirtækjum sömu eigenda, og að komið yrði á samráði útgerðar og sjómanna um fiskverðið.
Meira
NÝR veitingastaður, Astro grill og bar, var opnaður í Austurstræti 22 í gærkvöldi. Eigendur eru Helgi Björnsson og Hallur Helgason og verður áhersla lögð á fjölbreyttan matseðil í New York og Miðjarðarhafsanda. Margt var gert til hátíðabrigða við opnunina og á slaginu tíu var staðurinn afhjúpaður því hann hafði verið sveipaður heljarmiklum dúk.
Meira
BAKARASVEINAFÉLAG Íslands fundaði með viðsemjendum sínum hjá ríkissáttasemjara í gær og lauk fundinum um kvöldmatarleytið án árangurs. Bakarar hafa boðað verkfall frá og með mánudeginum 29. maí hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma.
Meira
VERKFALLSVERÐIR í Sleipni komu í veg fyrir að bílstjórar Sérleyfisbíla Akureyrar sinntu akstri í gær, en þeir eru jafnframt hluthafar í félaginu og hafa ekið óáreittir frá því verkfall skall á. Nokkrir félagar úr Sleipni óku á einkabílum norður til Akureyrar og voru við húsakynni Sérleyfisbíla Akureyrar við Dalsbraut snemma í gærmorgun og höfðu þeir lagt bílum sínum fyrir rúturnar.
Meira
Vestmannaeyjum-Eitt af vorverkunum hjá frístundabændum í Vestmannaeyjum, sem ekki eru meði beitiland á heimalandinu, er að koma fé sínu á beit í úteyjum. Í vikunni flutti einn bóndinn tvær ær með lömbum sínum til beitar í Ystakletti.
Meira
STOFNFUNDUR Evrópusamtakanna var haldinn síðastliðinn fimmtudag í Átthagasal Hótels Sögu. Stofnfélagar samtakanna eru á annað hundrað og var húsfyllir á fundinum. Eitt markmiða Evrópusamtakanna er að stuðla að upplýstum og fordómalausum umræðum á Íslandi um samstarf Evrópuríkja og sagði Ólafur Þ.
Meira
ÞÓ höfuðborgin sé smám saman að skríðast sumarskrúða er fjarri því að sömu sögu sé að segja annars staðar af landinu. Við íbúum á norðan- og víða á norðaustanverðu landinu blasti t.d. hvít jörð snemma í gærmorgun. Snjóinn tók fljótlega upp fyrir austan. Hins vegar var enn kalt, 0 til 2 gráður, fyrir norðan og um norðanverða Vestfirði um hádegisbil.
Meira
ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegsráðherra, mun á mánudag kalla fulltrúa útgerðarmanna og sjómanna til viðræðna, standi verkfall þá enn yfir. Þorsteinn segir að ekki komi til greina að setja lög til að stöðva verkfallið.
Meira
ÞRÍR drengir, 4, 7 og 8 ára gamlir, voru valdir að eldsvoða í húsinu Odda á Nesvegi síðdegis á fimmtudag. Húsið er talið ónýtt. Slökkvilið var kvatt út laust eftir kl. 16 og rauk mikið úr húsinu og allir gluggar orðnir svartir þegar slökkvilið kom á staðinn. Í fyrstu var ekki vitað hvort einhver væri inni í húsinu og voru reykkafarar sendir inn í það. Enginn reyndist vera í húsinu.
Meira
HÉR Í Mývatnssveit var alhvít jörð föstudagsmorguninn 27. maí og hiti við frostmark og jafnvel hálka á vegum. Sauðburður hjá bændum stendur nú sem hæst og flest fé í húsi og því mikil vinna að sinna því. Nokkuð er algengt að ær beri þremur lömbum og jafnvel fjórum.
Meira
BOTNINUM NÁÐ AFRANNSÓKNASTOFNUN skilaði í gær tillögum um leyfilegan hámarksafla helztu fisktegunda á fiskveiðiárinu, sem hefst í september. Tillögur stofnunarinnar og mat á stöðu helztu nytjastofna gefa til kynna að nú sé botninum náð í þeim stöðuga samdrætti þorskveiðiheimilda,
Meira
INTERNATIONAL Herald Tribune birtir leiðara úr The Washington Post, þar sem varað er við því að loka breiðgötunni við Hvíta húsið í Washington, þrátt fyrir síendurtekna innrás óboðinna gesta á lóð Clintons forseta. Dapurlegt tímanna tákn
Meira
SÍÐASTA dagskrá Listaklúbbs Leikhúskjallarans í vetur verður mánudaginn 29. maí og er hún helguð Hauki Morthens. Sagt verður frá ferli Hauks og mörg af vinsælustu lögum hans sungin: Bjössi á mjólkurbílnum, Simbi sjómaður, Til eru fræ og fleiri.
Meira
Ellen Lang sópran, Nicholas Mastripolito, píanó. Gestur: Bergþór Pálsson baríton. Lög eftir Herbert, Romberg, Kern, Rodgers, Gershwin, Berlin, Porter, Loewe og Loesser. Gerðubergi miðvikudaginn 24. maí.
Meira
Í öðru sæti varð Sigríður Ósk Kristinsdóttir, sem er átján ára og kemur frá Akureyri og í því þriðja lenti Brynja Björk Harðardóttir, en hún er tvítugur Njarðvíkingur. Hún var einnig valin vinsælasta stúlkan af keppendum.
Meira
MJÖG góður rómur var gerður að tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í íþróttahúsinu á Flúðum á þriðjudagskvöld. Tónleikarnir voru þeir þriðju í tónleikaröð á Suðurlandi, leikið var á Kirkjubæjarklaustri og Vík í Mýrdal dagana á undan. Bernharður Vilkinsson stjórnaði hljómsveitinni og lífleg framkoma hans féll áheyrendum vel í geð.
Meira
Höfundur Ira Levin. Þýðandi Ingunn Ásdísardóttir. Leikstjóri Þórunn Sigurðadóttir. ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem boðið er upp á trylli í íslenskum leikhúsum. Eins og þeir eru skemmtilegir. Og Herbergi Veróniku er þar engin undantekning. Sniðugt plott, skemmtilegur texti, áhugaverðar persónur; dálítið klikkaðar svo ekki verði meira sagt.
Meira
KÓR Íslensku óperunnar heldur tónleika í Hveragerðiskirkju kl. 17 á sunnudag ásamt einsöngvurunum Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Bergþóri Pálssyni. Á efnisskránni eru þekkt og vinsæl atriði úr óperum og óperettum.
Meira
BJARNI Jónsson listmálari hefur opnað sýningu á litlum myndum í Eden í Hveragerði og stendur hún fram á annan í hvítasunnu. Á þessari sýningu eru margar frumgerðir að stærri málverkum sem eru þjóðlegs eðlis, nýjar vatnslitamyndir sem unnar eru á mismunandi pappír og með fjölbreyttri tækni. BJARNI Jónsson listmálari.
Meira
SAMBÍÓIN hafa tekið til sýningar kvikmyndina Ed Wood sem er um leikstjórann Edward D. Wood Jr. Hann átti þann vafasama heiður að vera kallaður versti leikstjóri allra tíma því myndir hans þóttu þær allra lélegustu.
Meira
NEMENDUR í Kennaraháskóla Íslands og Kennaraháskólanum í Elverum í Noregi frumsýna á morgun söngleikinn "Music Avenue" í Tónabæ. Hugmyndin að samstarfinu er runnin undan rifjum norsku nemanna og sóttu þeir fé til Íslandsferðarinnar í sjóði Nordplus. Á fjórða tug leikara og söngvara taka þátt í sýningunni auk fimm manna hljómsveitar.
Meira
ÞREMUR sýningum lýkur nú á sunnudag í Nýlistasafninu. Þór Vigfússon sýnir málverk í neðri sölum safnsins og Anna Eyjólfsdóttir sýnir umhverfisverk í efri sölum og porti. Sýning Önnu ber heitið Hringrás. Gestur í setustofu safnsins er Jóhann Valdimarsson. Safnið er opið frá kl. 14-18.
Meira
SÝNINGU Kjartans Guðjónssonar í Hafnarborg lýkur á mánudag 29. maí. Á sýningunni eru um 40 myndir sem eru afrakstur síðustu fjögurra ára og flestar unnar í olíu. Kjartan segir að myndirnar á þessari sýningu séu flestar stærri en eldri myndir hans og að mikið sé unnið með bátsminni í þeim. Einnig segir hann að kvenfólk sé áberandi í þeim. Sýningin er opin frá kl. 12-18.
Meira
TVÆR síðustu sýningar Íslenska dansflokksins á "Heitum dönsum" í Þjóðleikhúsinu verða sunnudaginn 28. maí og fimmtudaginn 1. júní. Á efnisskránni eru verkin "Carmen2" eftir Sveinbjörgu Alexanders, "Sólardansar" eftir Lambros Lambrou, "Adagietto" eftir Charles Czarny og "Til Láru" eftir Per Jonsson við tónlist Hjálmars H. Ragnarssonar.
Meira
LISTAKONAN Ann Marie Mattioli krýpur á kné í bíl sem hún hefur breytt í skriftastól á hjólum. Verkið er hluti af sýningu í aðaljárnbrautarstöðinni í New York og heitir UGOFIRST. Það er hluti stærra verks sem flest í því að breyta 25 júgóslavneskum bílum, m.a. í píanó, sturtu, brauðrist og skriftastól.
Meira
GRÍMUR Marínó Steindórsson opnar sýningu í Gerðarsafni í Kópavogi laugardaginn 27. maí kl. 15. Á sýningunni eru skúlptúrar og veggmyndir. Grímur hefur haldið milli 20 og 30 einkasýningar og verið þátttakandi í samsýningum hér heima og erlendis. Við opnun sýningarinnar leikur Hallfríður Ólafsdóttir á flautu frumflutt verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson.
Meira
Í SÓLBIRTUNNI Í Hollywood eru sólgleraugun hluti af daglegum klæðnaði og í þeim efnum leggja stjörnurnar mikið upp úr að skapa sér sinn persónulega stíl, ef svo má að orði komast.
Meira
BILL Gates, stofnandi og stjórnarformaður tölvufyrirtækisins Microsoft, fer ekki troðnar slóðir þegar listaverkasöfnun er annars vegar. Gates, sem er vellauðugur, hefur komið sér upp stafrænu listasafni og getur valið úr þúsundum verka, verði hann leiður á því sem prýðir veggina. Listaverkum úr stafræna safninu er einfaldlega varpað upp á skjái á veggjum einbýlishúss hans.
Meira
ANTHONY Waller hefur verið ráðinn leikstjóri hrollvekjunnar "Amerískur varúlfur í París", en það er framhald myndar Johns Landis "Amerískur varúlfur í London" frá árinu 1981. Til að byrja með mun hann kafa ofan í handrit myndarinnar, en áætlað er að tökur hefjist vorið 1996.
Meira
Leikstjórar: Clyde Geronimi, Les Clark, Eric Larsen, Wolfgang Reitherman. Framleiðandi: Walt Disney. Raddir: Mary Costa, Bill Shirley, Vera Vague. Walt Disney. 1959. TEIKNIMYNDIR Disneyfyrirtækisins njóta ómældra vinsælda um heim allan eftir að ný gullöld þeirra hófst fyrir nokkrum árum.
Meira
BÓNUSVERSLANIR vinna áfangasigur í baráttunni við að útrýma smærri verslunum landsins. Félag dagvörukaupmanna, Félag íslenskra stórkaupmanna og Samtök iðnaðarins lögðu fram erindi til Samkeppnisstofnunar um mitt síðasta ár til að fá leiðréttingu og skýringu á samkeppnisstöðu félaga innan sinna vébanda. Svar Samkeppnisstofnunar: 1.
Meira
Í DAG flytur ÁTVR allt sitt áfengi inn beint og milliliðalaust frá erlendum seljendum. ÁTVR greiðir enga þóknun til umboðsmanna. Ef erlendur seljandi kýs að hafa umboðsmann á Íslandi skiptir ÁTVR sér ekki af því. Allt áfengi er selt á sama verði til almennings í landinu og til hótela og veitingahúsa.
Meira
Í sjónvarpsviðtali í 19:19 kom fram í máli mínu að skýringa á dræmri mætingu erlendra gesta á HM væri að leita hjá fagfólki í ferðaiðnaði. Þrátt fyrir grein framkvst. SVG, Ernu Hauksdóttur, í Mbl. 25.5. bíð ég enn eftir skýringum fagfólks í þessum efnum. Ég vil nefna sem dæmi um forkastanleg vinnubrögð í ferðaiðnaði: 20.7.
Meira
HVAÐ ætli stjórnmálamaður, sem svarið hefur þjóð sinni trúnað hugsi, þegar hann kemur í fyrsta sinn á þing. Mun hann hafa kjark, eða yfirleitt áhuga, að láta gamminn geisa á þjóðhagslegu nótunum? Eða mun hann setjast í áhugaleysi við hlið hinna, lærst hefur að haga seglum eftir vindi. Er mögulegt, að nýir þingmenn taki hlutverk sitt alvarlegar en hinir sem fyrir eru.
Meira
MARGT hefur verið rætt og ritað um þetta mál síðustu mánuði, bæði heima í héraði og í prent- og ljósvakamiðlum á landsvísu. Með eins og einni undantekningu (RÚV) hefur mest verið leitað eftir sjónarmiðum þeirra, sem mótfallnir eru málinu, bæði Borgnesinga og annarra, svo og kaupfélagsstjórans.
Meira
ÍKVERJA finnst ekki hafa tekizt vel til með nýja fjölbýlishúsið, sem stendur mitt á milli Hjónagarðanna og Reykjavíkurflugvallar við Suðurgötu. Með glampandi málmklæðningu sína og klunnaleg form stingur það ósmekklega í stúf við gömlu byggðina í Litla-Skerjafirðinum og aflíðandi holtið norðan við húsið.
Meira
-Hans Jonas, bandarískur heimspekingur. Ósanngjart væri að halda fram, að manneskjan hefði einhverja réttmæta ástæðu til að vera skaparanum vanþakklát fyrir þann heimanbúnað, sem hann hefir fengið henni til fylgdar úr hlaði. Hún hefir ekki heldur undan neinu verulegu ranglæti að kvarta, að því er lífsvettvang og önnur lífsskilyrði varðar.
Meira
FYRIR nokkrum dögum bauð heilbrigðisráðuneytið norska tannlækninum Arne Hensten-Pettersen, forstöðumanni NIOM, hingað til lands til að ræða amalgam-vandamálið. Hann hélt blaðamannafund á vegum ráðuneytisins og fyrirlestur á vegum tannlæknadeildar háskólans. Kostnaður var greiddur af opinberu fé.
Meira
SLYSAVARNASKÓLI sjómanna er 10 ára um þessar mundir. Það var þann 29. maí 1985 sem skólinn hóf starfsemi sína með öryggisnámskeiði í húsi Slysavarnafélags Íslands á Grandagarði. Með tilkomu skólans urðu sannarlega umskipti í öryggismálum sjómanna. Það er því vel við hæfi að rekja stuttlega helstu þætti í starfssögu þessa merka skóla. Aðdragandi að stofnun skólans
Meira
UM LANGAN tíma hefur verið umræða um það bæði innan þings og utan að nauðsyn bæri til að setja lög um starfsemi og fjárreiður stjórnmálaflokka, en ekkert hefur orðið úr slíkri lagasetningu. Opnum fjármálin Fyrir 20 árum lagði Benedikt Gröndal fram frumvarp þessa efnis, sem ekki náði fram að ganga.
Meira
VIÐ Dalbraut 21 til 27 í Reykjavík 105 trónir eitt heillasetur! Það eru fjögur hús, nr. 21, 23, 25, sem eru raðhús, þrjár hæðir með 6 hjónaíbúðum, 45,5 fermetrar að stærð hver, í hverju húsi er skiptist þannig: Tvö herbergi, eldhús, fataherbergi, snyrting með sturtu og stór geymsla í kjallara fyrir hverja íbúð. Þá er aðalbyggingin nr.
Meira
ÉG VIL fá að þakka sjónvarpinu fyrir það að hafa tekið hina frábæru þætti sem byggðir eru á Gamla testamentinu til sýningar vegna þess að um er að ræða afar merkilegt, fróðlegt og vandað efni. Efni sem fylgir frásögn Biblíunnar mjög nákvæmlega, eða eins nákvæmlega og hægt er að ætlast til af framleiðendum.
Meira
ALMA SIGURÐARDÓTTIR Alma Sigurðardóttir fæddist 15. desember 1929 á Norðfirði. Hún lést 10. maí sl. í Sjúkrahúsi Suðurnesja og var útför hennar gerð frá Keflavíkurkirkju 18. maí.
Meira
Anna Guðrún Jóhannesdóttir fæddist á Gunnarsstöðum í Þistilfirði 2. júní 1920. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 21. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhannes Árnason bóndi á Gunnarsstöðum, f. 1890, d. 1971, og seinni kona hans Aðalbjörg Vilhjálmsdóttir húsfreyja, f. 1892, d. 1939. Þau bjuggu alla sína búskapartíð á Gunnarsstöðum.
Meira
Margra ánægjustunda er að minnast er ég hugsa til baka um kynni mín af Önnu á Brúarlandi. Blíða, umhyggja og góðmennska eru orð sem lýsa henni best. Aldrei sá ég Önnu þau ár sem ég dvaldi á Brúarlandi falla verk úr hendi né æðrast yfir orðnum hlut.
Meira
Mér finnst skrítið til þess að hugsa að um leið og náttúran klæðist sumarskrúða sínum, þá skuli amma kveðja okkur, en vorið var einmitt hennar uppáhaldsárstíð enda bjó hún í sveit alla sína tíð, nánar tiltekið að Seljavöllum í Austur-Eyjafjallahreppi, og var því vön að eiga allt sitt undir tíðarfarinu komið.
Meira
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.
Meira
Það hefur verið svo mikið í huga mínum að setja örfá orð á blað í minningu tengdamóður minnar Önnu Jónsdóttur. Ég man þegar ég kom fyrst á heimili þeirra hjóna Óskars, sem dó langt um aldur fram, öllum harmdauði, og Önnu konu hans að Seljavöllum í Eyjafjallasveit. Þá 17 ára unglingur feiminn og óframfærinn. Ég fékk góðar móttökur.
Meira
Á Seljavöllum undir Eyjafjöllum hefur verið búið vel á aðra öld, allt frá því að annar af tveim bæjum sem stóðu undir Lambafelli var fluttur inn í dalinn. Þar hafa lengstum búið afkomendur Jóns Jónssonar og Guðnýjar Vigfúsdóttur sem bjuggu á Lambafelli upp úr miðri síðustu öld. Um þau segir í III. bindi Eyfellskra sagna, Þórðar Tómassonar frá Vallnatúni, þau "nutu ætíð frábærrar mannhylli".
Meira
ANNA JÓNSDÓTTIR Anna Jónsdóttir var fædd á Seljavöllum í Austur-Eyjafjallahreppi 16. október 1907. Hún lést á Borgarspítalanum í Reykjavík 15. maí síðastliðinn.
Meira
Nú þegar við kveðjum Önnu Jónsdóttur á Seljavöllum er efst í huga þakklæti. Við kynntumst þeim hjónum á Seljavöllum, Önnu og Óskari Ásbjörnssyni, fljótlega eftir að við fluttum að Skógum undir Eyjafjöllum fyrir 45 árum. Þau hjón voru sérstaklega vel gerðar manneskjur, samhent og samrýmd. Það var gæfa okkar að eignast þau fyrir vini. Að Seljavöllum var alltaf gott að koma.
Meira
EGGERT G. ÞORSTEINSSON Eggert Gíslason Þorsteinsson fæddist í Keflavík 6. júlí 1925. Hann lést á Landspítalanum 9. maí síðastliðinn. Útför Eggerts var gerð frá Fríkirkjunni 16. maí.
Meira
Fallinn er frá traustur vinur minn, Eggert G. Þorsteinsson alþingismaður og fyrrv. ráðherra. Mig langar til að minnast hans með örfáum orðum. Þegar ég ungur piltur nýkominn úr Gagnfræðaskóla á Akureyri fór til Reykjavíkur til þess að læra múrverk hjá föður mínum, Einari Jóhannssyni múrarameistara,
Meira
Hún mamma mín er látin. Skelfileg tómleikatilfinning fyllir huga minn og sál. Ég spyr sjálfa mig suprninga sem enginn getur svarað. Minningar streyma um huga minn frá öllum tímabilum lífs míns og ég ræð ekki við tárin. Mamma var ekki mjög heilsuhraust kona en dugleg var hún við vinnu sína þrátt fyrir það. Bjartsýni og góða skapið einkenndi mömmu svo og hláturmildi hennar og góðviljinn.
Meira
Þegar við setjum á blað nokkur orð um ástkæra vinkonu okkar þá leita margar minningar á hugann. Það er margs að minnast frá liðnum árum hvort heldur er í Úthlíð í Biskupstungum, Bifröst eða Akureyri svo eitthvað sé nefnt. Alls staðar var hún hrókur alls fagnaðar þó henni liði ekki alltaf vel.
Meira
GERÐUR GUÐLAUGSDÓTTIR Gerður Guðlaugsdóttir fæddist í Grundarfirði 22. maí 1949. Hún lést í Gautaborg 14. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Bergþóra Sigurðardóttir, fædd 1910, dáin 1988 og Guðlaugur Magnús Rögnvaldsson, fæddur 1901, dáinn 1977. Gerður var yngst þriggja systkina.
Meira
Nú fer sá tími í hönd að sólin fer að hækka á lofti, þá verða skuggarnir styttri, þá verður golan hlýrri og þá kviknar lífið að nýju. Þetta líf sem við erum hluti af, þetta líf sem okkur er svo tamt að telja til þátta eilífðarinnar, okkar eilífðar.
Meira
GÍSLI RAGNAR SIGURÐSSON Gísli Ragnar Sigurðsson fæddist í Vestmannaeyjum 16. september 1916. Hann lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 17. maí sl. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson frá Ormsvelli í Hvolhreppi og Vilborg Jónsdóttir í Hornafirði. Systkini Gísla voru Helga, Engilberta Ólafía, Jóhann Pétur, Jón Stefán og Benedikt Ragnar.
Meira
Jófríður Kristjánsdóttir var fædd í Innri-Hjarðardal í Önundarfirði 1. júní 1920. Hún lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 22. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Jónsdóttir, f. 1898, d. 1953, og Kristján Hagalínsson, f. 1888, d. 1973, búendur á Tröð í Önundarfirði. Jófríður var næstelst af sjö systkinum.
Meira
Oss héðan klukkur kalla, svo kallar Guð oss alla til sín úr heimi hér. Þá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi því sem eilíft er. (V. Briem)
Meira
Kristín Guðbjörg Magnúsdóttir fæddist í Efri-Engidal 5. nóvember 1892. Hún lést á Sjúkrahúsi Ísafjarðar 19. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Sveinsdóttir og Magnús Magnússon í Efri- Engidal. Hún átti eina systur, Halldóru, sem lést 1947. Kristín giftist Jóni Magdal Jónssyni, f. 14. desember 1893, d. 16. apríl 1978.
Meira
Hún elsku amma mín er búin að fá hvíldina. Þegar pabbi hringdi og sagði mér að amma væri dáin, fylltist hjarta mitt af sorg en innst inni fann ég til friðar því að ég vissi að núna liði ömmu vel. Hún var búin að lifa langa og stórbrotna ævi og ég held að hvíldin hafi verið henni kærkomin.
Meira
Elsku Magga amma. Mig langar til að þakka fyrir mig með örfáum orðum. Við kynntumst þegar ég flutti í Efstasundið og þá vissi ég að þú varst sú bjartsýnasta og jákvæðasta mannneskja sem ég hef kynnst og mun ég búa að því alla ævina. Þú varst létt á fæti og vildir allt gott fyrir alla gera, hljópst upp og niður stigann allan daginn.
Meira
Mig langar í örfáum orðum að minnast tengdamóður minnar Margrétar, sem lést 19. maí sl. Yndislegri konu er vart hægt að hugsa sér, aldrei heyrði ég hana barma sér eða tala illa um nokkurn mann. Það eru liðin 25 ár síðan ég giftist Kolbeini fóstursyni hennar, sem vart hefði getað fengið betra heimili né meiri ástúð og hlýju.
Meira
MARGRÉT KRISTJÁNSDÓTTIR Margrét Kristjánsdóttir fæddist að Lækjarskógi í Laxárdal 7. maí 1900. Hún lést 19. maí sl. Foreldrar hennar voru Kristján Jóhannsson og Kolþerna Guðbrandsdóttir, og var hún elsta barn þeirra. Árið 1918 giftist Margrét Samsoni Jónssyni, hann lést af slysförum 1952.
Meira
Okkur langar með fáeinum orðum að minnast hennar Nönnu. Nanna var alltaf hress og kát, ég man aldrei eftir henni nema brosandi eða hlæjandi. Ég kom oft til hennar þegar ég var yngri með mömmu og var þá hlegið mikið, stundum blöskraði manni allur þessi hlátur. Gunnhildur kynntist Nönnu upp á Reykjalundi því þar dvöldu þær báðar.
Meira
Hún amma er dáin. Konan sem hefur alltaf skipað svo stóran sess í lífi okkar bræðra er fallin frá. Margt kemur upp í hugann í endurminningunni þegar maður hugsar um ömmu, en það sem manni dettur fyrst í hug, er hve hún var haldin miklu baráttuþreki og þau orð að gefast upp, voru alls ekki til í hennar huga.
Meira
Ég vil í fáum orðum minnast elskulegrar mömmu minnar, Nönnu Jónsdóttur, sem lést á Reykjalundi hinn 17. maí sl. Á hugann leita minningar frá bernskuárum mínum og fram að þeirri stundu er hún sofnaði svefninum langa. Margs er að minnast, en í huga mínum geymi ég helst af öllu glaðlyndi hennar og traust. Hún var mikil hannyrðakona og vandvirk á allt, sem hún gerði.
Meira
NANNA JÓNSDÓTTIR Nanna Jónsdóttir, Lyngholti, Stöðvarfirði, fæddist 29. júní 1932 að Hvalnesi við Stöðvarfjörð. Hún lést á Reykjalundi 17. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Sigtryggsdóttir og Jón Jóhannsson frá Hvammi, Fáskrúðsfirði. Nanna átti fimm systur og eru tvær þeirra á lífi.
Meira
Mig langar til að kveðja tengdamóður mína með nokkrum orðum. Nú þegar komið er að leiðarlokum, Nanna mín, langar mig að þakka þér fyrir þau ár sem við áttum samleið. Ég þakka þér fyrir alla óeigingirnina, gjafmildina og hlýjuna í minn garð alla tíð. Ég þakka þér hversu frábær amma þú reyndist sonum mínum, þeir munu búa að því alla ævi.
Meira
SIGURGEIR SIGURÐSSON Sigurgeir Sigurðsson fæddist á Ísafirði 31. janúar 1952. Hann lést 13. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Víðistaðakirkju 24. maí.
Meira
Það var bjart yfir Hafnarfirði á þeim árum sem við Sigurgeir kynntumst. Við vorum samferða fyrstu skrefin út í lífið, bekkjarfélagar og vinir alla skólaskylduna. Kennari okkar allan barnaskólann var Sigurbjörg Guðjónsdóttir, ákaflega kærleiksrík og góður kennari. Þar var hlúð bæði að líkamlegu og andlegu heilbrigði, lýsistafla og bæn við upphaf hvers dags.
Meira
Ég var staddur á erlendri grundu þegar ég fregnaði lát mágs míns Stefáns Rafns. Þótt mér hafi eflaust grunað hvert stefndi í veikindum hans þá trúði ég alltaf að hann kæmist yfir þetta því hann var svo duglegur þrátt fyrir veikindi sín. Hann kvartaði aldrei en sló jafnan á létta strengi þegar maður spurði hann um heilsufarið.
Meira
STEFÁN RAFN ÞÓRÐARSON Stefán Rafn Þórðarson fæddist í Hafnarfirði 27. júní 1924. Hann lést á Borgarspítalanum 14. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Víðistaðakirkju 23. maí.
Meira
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt einn af fyrrverandi hluthöfum Kringlusports hf., heildverslunina Austurbakka, til að greiða þrotabúi Kringlusports rúmar 2 milljónir króna. Austurbakki hf. fékk þessa fjármuni greidda frá Kringlusporti skömmu fyrir gjaldþrot verslunarinnar í desember 1993 vegna vörunotkunar þann mánuð.
Meira
KAFFIVERÐ lækkaði, en verð á málmum hækkaði í umrótasamri viku á hráefnamarkaði. Ýmislegt bendir til þess að verð á innfluttum matvælum kunni að hækka. Alþjóðahveitiráðið (IWC) býst við að hveitibirgðir minnki á næstu mánuðum og verði minni en þær hafa verið í 18 ár. Kínverjar virtust selja KOPAR í Singapore til þess að afla dollara til kaupa á matvælum.
Meira
FJÖLMIÐLAKÓNGURINN Rupert Murdoch sagði í gær að hann vildi kaupa hluta sjónvarpsveldis Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, en hefði ekki hug á að verða meðeigandi. Murdoch sagði blaðinu La Stampa að hann hefði áhuga á kaupunum hver svo sem úrslit þjóðaratkvæðis í júní yrðu.
Meira
PIZZAHÚSIÐ á Grensásvegi hefur tekið tæknina í þjónustu sína og látið sérhanna fyrir sig heimasíðu á Internetið. Þar birtist matseðill staðarins og sértilboð auk þess sem hægt er að panta pizzur í gegnum Internetið.
Meira
ÍRSK-íslenska flugfélagið Emerald hefur leiguflug til Íslands seinnihluta júní. Flogið verður tvisvar í viku til Belfast og London fram í september en þá verður leiguflugið endurskoðað með tilliti til undirtekta í sumar. Miðaverðið er 17.680 kr. til Belfast með flugvallarskatti og 22.780 krónur til London með flugvallarskatti.
Meira
NÝLEGA fékk Hagkaup til landsins fullan gám af framandi fisktegundum sem koma allsstaðar að úr heiminum, t.d. frá Grænlandi, Kína, Tælandi, Frakklandi, Kanada og svo framvegis. Um er að ræða yfir þrjátíu vörutegundir, t.d.
Meira
HJÁ Hagkaupi er nú í fyrsta sinn hægt að kaupa sumarblóm og eru þau seld í fjórum verslunum, Í Skeifunni, Kjörgarði, á Eiðistorgi og í Njarðvík. Meðal blóma eru petúnía, dahlía, salvía, nellika, lóbelía, flauelsblóm og skjaldflétta. Allar þessar tegundir kosta 139 krónur.
Meira
HJÓLADAGUR fjölskyldunnar 1995 verður á morgun, sunnudag og af því tilefni eru ýmsar uppákomur, aðallega í Laugardalnum í Reykjavík. "Við viljum hvetja fólk til að nota ekki bílinn og ganga þess í stað, nota reiðhjól eða nýta sér þjónustu strætisvagna, til að mynda afslappað og kyrlátt umhverfi í borginni," segir Magnús Bergsson, formaður Íslenska fjallahjólaklúbbsins.
Meira
RAGNAR Wessman, yfirmatreiðslumeistari Grillsins á Hótel Sögu gefur hér þrjár uppskriftir, að forrétti, aðalrétti og eftirrétti, en nýlega var matseðli Grillsins breytt og sérstökum sumarmatseðli bætt við. Kryddað saltkjöt í hlaupi
Meira
NÝLEGA komu á markað svokallaðir Tomma og Jenna ávaxtasvaladrykkir. Það er Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi sem framleiðir drykkina og eru tvær bragðtegundir, ávaxtadrykkur sem í eru jarðarber, epli og ylliber og hinsvegar appelsínudrykkur. Drykkirnir innihalda á bilinu 10-12% hreinan ávaxtasafa og eru c-vítamínbættir.
Meira
"TÓBAKSHORN og stjúpur eru vinsælustu sumarblómin og eru um 70-80% af sumarblómum sem seljast á Íslandi," segir Kristinn Einarsson sölustjóri hjá Blómaval. Þar eru nú seldar 30 stjúpur í bakka á 999 krónur og 6 tóbakshorn á 699 kr. "Við höfum látið rækta mikið magn af þessum blómum fyrir okkur til að ná sem hagstæðustu verði.
Meira
Mikið hefur verið fjallað um neytendamál landsbyggðarinnar að undanförnu og ekki vanþörf á. Við sem búum fyrir utan stór Reykjavíkursvæðið höfum búið við mikin verðmun á matvöru og sér ekki en fyrir endann á, að mati neytendans. Verðmunur er gífurlegur og hefur landsbyggðarfólk fengið að heyra það að þeim væri nú nær að búa bara í Reykjavík. En lífið er nú ekki svo einfalt.
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 13. maí sl. í Bessastaðakirkju á Álftanesi af sr. Vigfúsi Þór Árnasyni Helga Jóhannesdóttir og Jóhannes Ingi Davíðsson. Heimili þeirra er í Viðarrima 64, Reykjavík. Ljósm.st. MYND BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 13. maí sl. í Garðakirkju af sr.
Meira
798. þáttur Í FORSÍÐUFRÉTT þessa blaðs 4. maí var sagt frá sjónvarpskappræðum Chiracs og Jospins í Frakklandi. Í fréttinni stóð: "Frambjóðendurnir sátu allan tímann á honum stóra sínum og sýndu hvor öðrum mikla kurteisi.
Meira
KNATTSPYRNUKONUR ásamt þjálfurum komu saman í gær til að spá fyrir um úrslit í 1. deild kvenna í knattspyrnu í sumar og er það í fyrsta sinn sem leikmenn og þjálfarar taka þátt í slíkri spá. Skemmst er frá að segja að Breiðablik trónir á toppnum með 149 stig og KR fékk 142 en næsta lið fékk 119 stig. Á botninn fóru Haukar og ÍBA en Vestmannaeyingar ráku lestina með 20 stig.
Meira
Kúbumaðurinn Julian Duranona skrifaði í fyrradag undir eins árs samning við bikarmeistara KA frá Akureyri. "Ég vona bara að hann muni styrkja lið okkar og get ekki annað er verið mjög ánægður með að fá hann," sagði Alfreð Gíslason þjálfari KA. Duranona er 29 ára, tveggja metra hár og mun spila allar útistöður hjá KA. Hann flúði Kúbu á síðasta ári og hefur haldið til í Argentínu.
Meira
Einar Jóhannsson sigraði í Þingvallakeppninni í hjólreiðum sem fram fór á dögunum. Hjólað var frá Mosfellsbæ til Þingvalla, meðfram Þingvallavatni og Gjábakkaveg til baka og síðan Mosfellsheiði og endað á sama stað í Mosfellsbæ, alls 83 km.
Meira
Gassi til Glasgow Rangers EKKERT virðist geta komið í veg fyrir að enski knattspyrnumaðurinn Paul Gascoigne yfirgefi herbúðir Lazio á Ítalíu að loknu þessu tímabili og gangi til liðs við skoska liðið Glasgow Rangers.
Meira
Júlíus Jónasson handknattleiksmaður lék með brotinn þumalfingur alla heimsmeistarakeppnina. Þetta uppgötvaðist við myndatöku að keppninni lokinni. Júlíus brotnaði sem kunnugt er á þumalfingri sl. haust og hafði að fullu náð sér þegar hann fékk högg á fingurinn á Bikuben mótinu í handknattleik tíu dögum fyrir HM. Var þá talið að um slæma tognun væri að ræða.
Meira
HAUKUR Gunnarsson, Ármanni, sló Íslandsmet fatlaðra í langstökki þegar hann stökk 5,02 metra á fyrri hluta vormóts ÍR, sem fram fór á Laugardalsvelli. Fyrri metið var 4,98 metrar, sett 1993, og tvíbætti Haukur það á mótinu. Fyrstu tvö stökk Hauks voru ógild, næst komu 4,64 og 4,96 metrar en síðan féll Íslandsmetið með 5,01 og Haukur bætti svo sentimetra við.
Meira
ÉG trú ekki öðru en að Reykjavíkurfélögin rétti úr kútnum og minnsta kosti eitt ef ekki tvö Reykjavíkurfélög vinni leik í annari umferð. Ef ekki þá þurfa þau að skoða sinn gang," sagði Guðni Kjartansson, fyrrum landsliðsþjálfari í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið. Skagaliðið er sterkt og að öllum líkindum munu þeir bera sigurorð á Keflvíkingum í aðalleik umferðarinnar.
Meira
HOUSTON og Orlando leiða bæði með tveimur vinningum að loknum tveimur leikjum gegn andstæðingum sínum, San Antonio Spurs og Indiana Pacers. Í öðrum leik lagði Orlandi liðsmenn Indiana 119:114 og Houston sigraði San Antonio 106:96.
Meira
Svali Björgvinsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfuknattleik, hefur valið þær stúlkur sem taka þátt í Smáþjóðaleikunum sem hefjast í Lúxemborg í næstu viku. Þær eru: Anna Dís Sveinbjörnsdóttir, Grindavík, Anna María Sveinsdóttir og Björg Hafsteinsdóttir, Keflavík, Elísa Vilbergsdóttir, Olga Færseth og Hanna Kjartansdóttir, Breiðabliki,
Meira
"ÍSLENDINGAR hafa alltaf heillað mig með baráttu og hinni miklu tækni sem leikmenn ráða yfir og það er synd að Ísland komist ekki lengra í þessari keppni," Vladimir Heger þjálfari Portúgals eftir sigurinn. "Hér í mótinu eru um áttatíu körfuboltamenn og ef við værum með topp tuttugu lista yfir þá leikmenn sem ráða yfir mestri tækni þá væri nær allt íslenska liðið á þeim lista.
Meira
Íslenska landsliðið tapaði fyrir Portúgal, en lagði Kýpur að velli í Evrópukeppninni í Sviss. Portúgalar fögnuðu sigri 88:70 í leik sem Guðjón Skúlason fór á kostum í fyrri hálfleik eftir að hann kom inná er 12 mínútur voru eftir. Hann gerði alls 20 stig fram að hléi, þar af 6 þriggja stiga körfur og var í miklum ham.
Meira
VALUR Ingimundarson, landsleikjahæsti körfuknattleiksmaður Íslands, og þjálfari og leikmaður Njarðvíkinga, hefur ákveðið að flytja til Danmerkur þar sem honum bauðst vinna við að þjálfa og leika með 2. deildar liðið frá Óðinsvé. Valur fer utan í ágúst og mun fyrsta árið fara í að læra dönskuna en síðan ætlar hann í skóla.
Meira
Þorbjörn Jensson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, er efstur á óskalista Handknattleikssambands Íslands í stöðu landsliðsþjálfara, samkvæmt áræðanlegum heimildum Morgunblaðsins. Þorbjörn hitti stjórn HSÍ í gær og átti með henni tveggja klukkustunda fund. Samkvæmt heimildum blaðsins var Þorbirni boðið að taka við landsliðinu en hann vildi umhugsunarfrest og var hann veittur fram á sunnudag.
Meira
Þrjú Íslandsmet voru sleginn á fyrsta mótinu til Íslandsmeistara í kvartmílu, sem fram fór á uppstigningardag. Keppt var í sex flokkum og voru sett Íslandsmet í öllum mótorhjóla flokkum, en það gerðu Unnar Már Magússon, Sigurður Gylfason og Jóhann Jóhannsson, sem óku mismunandi útfærðum Suzuki mótorhjólum.
Meira
Við komum hingað ákveðnir í að komast áfram í Evrópukeppninni, en því miður tókst það ekki og ég er að sjálfsögðu ekki ánægður með það," sagði Torfi Magnússon, landsliðsþjálfari í körfuknatteik, um mótið í heild. "Við vissum að það yrði leikurinn gegn Sviss sem væri lykilleikurinn. Við vorum búnir að skoða liðið á myndbandi og töldum okkur eiga möguleika á að vinna.
Meira
HAFRANNSÓKNASTOFNUN hefur sent frá sér skýrslu um ástand og aflahorfur helztu nytjastofna okkar. Þar kemur fram, að veiðistofn þorsksins er nú talinn um 560.000 tonn og hrygningarstofn þar af um 300.000 tonn. Eldra mat var að veiðistofninn væri 510.000 tonn og hrygningarstofninn aðeins 230.000 tonn.
Meira
Yfirlit: Yfir Grænlandi er 1.025 mb hæð, en um 800 km suður af landinu er nærri kyrrstæð 990 mb lægð. Spá: Austan- og norðaustankaldi víðast hvar á landinu. Slydduél við norðvesturströndina, en súld við norðaustur- og austurströndina. Rigning við suðurströndina en þurrt vestanlands.
Meira
Hörðum höndum vinnur hölda kind ár og eindaga; siglir særokinn, sólbitinn slær, stjörnuskininn stritar. Traustir skulu hornsteinar hárra sala; í kili skal kjörviður; bóndi er bústólpi, bú er landstólpi, því skal hann virður vel.
Meira
IBSEN var ekki auðveldur viðfangs en hann reyndist mér samt ekki erfiðari en hver annar sem ég hef fengist við að þýða. Hann var jafnvel léttari en Strindberg; Ibsen er samkvæmur sjálfum sér frá einu verki til annars og auðveldara að vaxa inn í hann, ef svo mætti að orði komast, en Strindberg var eins og sígjósandi eldfjall og alltaf að taka hamskiptum.
Meira
(Með mottó: "hann er farinn að laga sig eftir Heine") Ólafsvíkurenni Riðum við fram um flæði flúðar á milli' og gráðs, fyrir Ólafsvíkurenni, utan við kjálka láðs. Fjörðurinn bjartur og breiður blikar á aðra hlið, tólf vikur fullar að tölu, tvær álnir hina við.
Meira
Jónas Hallgrímsson lézt 26. mai, 1845 og voru í gær liðin rétt 150 ár síðan. Af því tilefni hefur Lesbók valið til birtingar 14 ljóð Jónasar og gripið er niður í rit hans um náttúrufræði, svo og ævintýri. Forsíðan Gafíkmynd eftir Jón Reykdal: "Jónas á rölti um miðbæ Reykjavíkur." Engill á íslenskum búningi. Grein eftir Hannes Pétursson skáld.
Meira
Ástkæra, ylhýra málið og allri rödd fegra! blíð sem að barni kvað móðir á brjósti svanhvítu; móðurmálið mitt góða, hið mjúka og ríka, orð áttu enn eins og forðum mér yndið að veita.
Meira
TEIKNIMYNDASAGAN verður 100 ára í þessum mánuði. Svo fullyrða Bandaríkjamenn að minnsta kosti, en þeir minnast tímamótanna með mikilli sýningu í "The National Gallery of Caricature and Cartoon", sem er til húsa í Baltimore, svo og í stærsta bókasafni heims, "Library of Congress", bókasafni Bandaríkjaþings í Washington. Þá gefur póstþjónustan út tuttugu ný frímerki í tilefni tímamótanna.
Meira
»júlí, sunnudag. Hélt loks á stað úr Reykjavík um kvöldið; hafði áður farið í alla þá leiðangra um Gullbringusýslu sem nauðsyn bar til og sumpart hafði verið óskað eftir;
Meira
KIRKJULISTAHÁTÍÐ 1995 verður sett við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju laugardaginn 3. júní kl. 14. Frumfluttir verða nýir íslenskir barnasálmar og opnaðar tvær sýningar. Við setninguna verður leikin tónlist eftir Hafliða Hallgrímsson og Þorkel Sigurbjörnsson. Séra Kristján Valur Ingólfsson hefur samið níu sálma að beiðni hátíðarinnar og eru þeir ætlaðir til söngs í barnakórum.
Meira
Ástarstjörnu yfir Hraundranga skýla næturský; hló hún á himni, hryggur þráir sveinn í djúpum dali. Veit ég hvar von öll og veröld mín glædd er guðs loga. Hlekki brýt ég hugar og heilum mér fleygi faðm þinn í.
Meira
Öll þekkjum við þá tilfinningu að vilja ýta einhverju óþægilegu á undan okkur eða fresta því til morguns. Þessi afstaða kemur fram í málshættinum Frestur er á illu bestur. Elsta mynd hans er frá 16.
Meira
Hvert er leyndarmál bestu sinfóníuhljómsveitar heims, spurði blaðamaður The Daily Telegraph nýverið og fékk aðalstjórnandann, Ítalann Claudio Abbado, til að svara spurningunni um galdurinn að baki Berlínarsinfóníunni.
Meira
MAFÍAN hefur náð tökum á stærsta þorpi heims, eins og Ósló hefur gjarnan verið nefnd. Sú er að minnsta kosti raunin í fyrstu bók nýjasta sakamálahöfundar Noregs, Anne Holt, sem ber heitið Blinda gyðjan". Hefur Holt fengið frábærar viðtökur í Noregi, bæði hjá gagnrýnendum og lesendum, sem hafa hlaðið tvær fyrstu bækur hennar lofi.
Meira
Guðmundur Einarsson frá Miðdal Opið alla daga kl. 10-18 til 5. júní. Aðgangur (á allar sýningar) kr. 300 Sýningarskrá kr. 1600 HJÁ OKKUR Íslendingum er það fyrst og fremst persónan sem er mælikvarði þeirra hluta sem gerast, og hreyfingar eða almennari þróun er sjaldnast nefnd fyrr en eftir á.
Meira
ANDBLÆR er tímarit og líka sjálfsútgáfuforlag. Annað tölublað annars árgangs Andblæs hefur undirtitilinn Bókmenntir og draumbókmenntir. Ritnefnd skipa Bjarni Bjarnason, Valdimar Tómasson og Þórarinn Torfason. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Steinunn Ásmundsdóttir.
Meira
Ungur var eg, og ungir austan um land á hausti laufvindar blésu ljúfir, lék eg mér þá að stráum. En hretið kom að hvetja harða menn í bylsennu, þá sat eg enn þá inni alldapur á kvenpalli. Nú var trippið hún Toppa, tetur á annan vetur, fegursta hross í haga, og hrúturinn minn úti.
Meira
Jónas og Hraundrangarnir. Mynd unnin með koli og blandaðri tækni eftirJóhannes S. Kjarval. Myndin er í eigu Sólveigar Kr. Einarsdóttur. Jónas í Hljómskálagarðinum; höggmynd Einars Jónssonar. Pennateikning af Jónasi eftir AlfreðFlóka.
Meira
Kjarvalsstaðir Verk Guðmundar Einarssonar frá Miðdal, Bjarni Hinriksson og Kristján Steingrímur Jónsson fram í miðjan júni. Safn Ásgríms Jónssonar Vormenn í íslenskri myndlist, til 31. ágúst. Ásmundarsafn Stíllinn í list Ásmundar, fram á haust Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sýn.
Meira
EKKI er víst að margir lesendur Lesbókar kannist við Richard Meier, bandarískan arkitekt, sem telst þó vera heimsfrægur, a.m.k. meðal arkitekta og áhugamanna um byggingarlist. En það er nú svona með heimsfrægðina nú á dögum, að hún er mjög oft bundin við einhver áhugasvið og alls ekki til þar fyrir utan.
Meira
Einu sinni voru leggur og skel. Þau lágu bæði i gullastokki innan um barnagull, og svo sagði leggurinn við skelina: "Eigum við ekki að taka saman, fyrst að við á annað borð liggjum hér í sama stokknum?" En skelin var úr sjó og þóttist töluvert, rétt eins og ung heimasæta, en hún var samt ekki heimasæta, og vildi ekki gegna því neinu.
Meira
Leikfélagið Leyndir draumar frumsýnir í kvöld leikritið Mitt bælda líf eða Köttur Schrödingers í Möguleikhúsinu við Hlemm. Verkið er frumsamið af félögum í Leyndum draumum undir handleiðslu Hlínar Agnarsdóttur sem jafnframt er leikstjóri. Orri Páll Ormarsson brá sér á æfingu og ræddi við aðstandendur sýningarinnar.
Meira
MARTINU Bohuslav Martinu: Gilgamesh, óratóría. Ivan Kusnjer (Bar.), Stefan Margita (T), Ludek Vele (B), Eva Depoltova (S). Fílharmóníuhljómsveit og Kór Slóvaka u. stj. Zdeneks Koslers. Upptaka: DDD, Bratislava 11/1989. Marco Polo 8.223316. Lengd: 55:36. Verð: 1.490 kr.
Meira
1. Þá var eg ungur er unnir luku föðuraugum fyrir mér saman; man eg þó missi minn í heimi fyrstan og sárstan er mér faðir hvarf. 2. Man eg afl andans í yfirbragði og ástina björtu er úr augum skein. Var hún mér æ sem á vorum ali grös in grænu guðfögur sól. 3.
Meira
KÍNVERSKI rithöfundurinn Jung Chang er stödd hér á landi en eins og marga rekur eflaust minni til kom bók hennar, Villtir svanir, út hjá Máli og menningu, í íslenskri þýðingu Hjörleifs Sveinbjörnssonar, síðastliðið haust. Bókin, sem er saga þriggja kynslóða kvenna í Kína, hefur farið sigurför um heiminn; verið þýdd á 25 tungumál frá því hún kom út 1991.
Meira
SKIPULEGGJENDUR mikillar listsýningar, sem nýhafin er í Barcelona, Evrópa eftir stríð 1945-1965", halda því fram að verk þeirrar kynslóðar sem þar eru sýnd muni teljast sígild innan fárra ára.
Meira
Edda Erlendsdóttir og Steinwayinn. Miðvikudagur 24. maí 1995. FJÖGUR ár munu liðin síðan undirritaður heyrði vandað píanóspil Eddu Erlendsdóttur og þá einnig í Norræna húsinu, ef rétt er munað. Þessi vandvirkni einkennir píanóspil Eddu. Fjögur ár hafa bætt á þroska Eddu og insæi hennar í verkefnin hefur dýpkað.
Meira
Fellur vel á velli verkið karli sterkum, syngur enn á engi eggjuð spík og rýkur grasið grænt á mosa, grundin þýtur undir, blómin bíða dóminn, bítur ljár í skára. Gimbill gúla þembir, gleður sig og kveður: "Veit ég, þegar vetur vakir, inn af klaka hnýfill heim úr drífu harður kemst á garða, góðir verða gróðar gefnir sauðarefni.
Meira
Sigrún Eðvaldsdóttir og Guðný Guðmundsdóttir sameina krafta sína í fyrsta sinn á fiðlutónleikum í Hafnarborg annað kvöld. Mikill hugur var í stöllunum þegar Orri Páll Ormarsson hitti þær að máli enda er langþráður draumur að rætast.
Meira
Svo rís um aldir árið hvurt um sig, eilífðar lítið blóm i skini hreinu. Mér er það svo sem ekki neitt í neinu, því tíminn vill ei tengja sig við mig. Eitt á eg samt, og annast vil eg þig, hugur mín sjálfs í hjarta þoli vörðu, er himin sér, og unir lágri jörðu, og þykir ekki þokan voðalig.
Meira
Man eg þig, mey, er hin mæra sól hátt í heiði blikar. Man eg þig, er máni að mararskauti sígur silfurblár. Heyri eg himinblæ heiti þitt anda ástarrómi. Fjallbuna þylur hið fagra nafn glöð í grænum rinda. Lít eg það margt, er þér líkjast vill guðs í góðum heimi: brosi dagroða, blástjörnur augum, liljur ljósri hendi.
Meira
Þ\O \URVAL s´gildrar t´onlistar hafi st´oraukist ´a undanförnum ´arum ´ takt við mjög aukinn ´ahuga ´a t´onlistinni, er það iðulega all einsleitt. \Utg´afurnar keppast við að gefa ´ut aftur það sem komið hefur ´ut hundrað sinnum ´aður og ´a meðan helstu verk t´onjöfranna eru til ´ ´oteljandi ´utg´afum eru verk
Meira
Sins og rímur (á Íslandi) eru kveðnar, og hafa verið kveðnar allt að þessu, þá eru þær flestallar þjóðinni til minnkunar - það er ekki til neins að leyna því - og þar á ofan koma þær töluverðu illu til leiðar: eyða og spilla tilfinningunni á því sem fagurt er og skáldlegt og sómir sér vel í góðum kveðskap og taka sér til þjónustu "gáfur" og krafta margra manna er hefðu getað
Meira
17. Eggert: "Smávinir fagrir, foldarskart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley! vér mættum margt muna hvurt öðru' að segja frá; prýði þér lengi landið það sem lifandi guð hefir fundið stað ástarsælan, því ástin hans alls staðar fyllir þarfir manns. 18.
Meira
EINU SINNI á dögunum þegar drottningin í Englandi var að borða litla skattinn því hún borðar ævinlega litla skatt þá kom maðurinn hennar út í skemmu að bjóða góðan dag. "Guð gefi þér góðan dag, heillin!" sagði drottningin; "hvurnig er veðrið?" Maðurinn drottningarinnar hneigði sig og sagði: "Hann var regnlegur í morgun,
Meira
ÁTÓNLEIKUNUM í dag koma Fram hátt á annað hundrað kórfélagar bæði núverandi og fyrrverandi en auk Kórs Öldutúnsskóla taka lagið Litli kór Öldutúnsskóla, "Skot 92", Mömmukórinn og kvennakór undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Þá syngur Hanna Björk Guðjónsdóttir einsöng og Valgerður Andrésdóttir leikur á píanó. Undirleikari með kórnum er Ingunn Hildur Hauksdóttir.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.