BRESKUR kylfingur var nýlega ótrúlega heppinn í upphafshögginu á 17. braut Southerndown-klúbbsins í Wales. Kúlan festist undir dindlinum á kind sem rölti með hana 30 metrum nær holunni. Völlurinn liggur að haglendi og þar er oft sauðfé á beit. "Rollan virtist dálítið undrandi en við vorum ærir af fögnuði," sagði kylfingurinn, Peter Croke. "Hún gekk af stað og í átt að 17.
Meira
Mestu flóð í Noregi í 125 ár NEYÐARÁSTAND ríkir víða í Austurdal í Noregi vegna gífurlegra vatnavaxta. Áin Glomma hefur brotist yfirbakka sína og stór landbúnaðarhéruðvoru eins og risastórt stöðuvatn yfirað líta í gær.
Meira
FLÓÐIN í Noregi halda áfram að aukast og gangi spár eftir má búast við að vatnsborðið í Öyeren-vatni hækki um 11 metra. Þá mun bærinn Lilleström, við norðurenda vatnsins, fara í kaf og mörg þúsund íbúar bæjarins verða að yfirgefa heimili sín. Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, skoðaði flóðasvæðin í gær og sagði fulla ástæðu til að lýsa yfir neyðarástandi á svæðunum.
Meira
HERLIÐ Bosníu-Serba sleppti í gær úr haldi 120 friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna. Var þetta gert fyrir tilmæli forseta Serbíu, Slobodans Milosevic og sagt að með þessu vildu Bosníu-Serbar sýna vilja sinn til að leysa gísladeiluna með friðsamlegum hætti. Fyrr í gær skutu Bosníu-Serbar niður bandaríska F-16 orrustuþotu er tók þátt í að framfylgja flugbanni yfir Bosníu.
Meira
ALLS bárust 577 umsóknir um sumarstörf hjá Akureyrarbæ frá fólki 17 ára og eldra, en ráðnir voru 276. Umsóknirnar voru til umfjöllunar á fundi bæjarráðs á fimmtudag. Þar var ákveðið að fela starfsmannastjóra bæjarins að gera könnun á því hve margir námsmenn 17 ára og eldri hafi ekki fengið vinnu í sumar.
Meira
TOGARINN Siglir SI hélt á karfaveiðar með 29 manna áhöfn af 35 í gærkvöldi. Ragnar Ólafsson, skipstjóri og útgerðarmaður, telur sig í fullum rétti til veiðanna enda hafi ekki verið boðað til verkfalls á skipinu. Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, segir að skipverjar séu í Vöku á Siglufirði og því í verkfalli.
Meira
"SÍMAKERFISBREYTINGARNAR eru ekki ósvipaðar umferðarbyltingunni árið 1968 þegar skipt var yfir í hægri umferð á einni nóttu," sagði Bergþór Halldórsson, yfirverkfræðingur Pósts og síma. "Sá munur er á þessum skiptum að það verður ekki lífshættulegt að gera mistök eftir breytingarnar hjá okkur.
Meira
TILRAUN útvegsmanna og sjómanna til að ná samkomulagi um verðmyndun á afla mistókst í gær, en deiluaðilar sátu lengi á óformlegum fundi hjá sáttasemjara. LÍÚ lagði fram tillögu til sátta, en sjómenn höfnuðu henni. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, segir að í tillögunni hafi ekki falist nein tilslökun.
Meira
ALLIR sem þess hafa óskað í aldursflokki 14-16 ára fá vinnu hjá Vinnuskóla Garðabæjar í sumar. Úr hópi unglinga 17 ára og eldri hafa 210 verið ráðnir hjá bænum og segir Erla Bil Bjarnardóttir garðyrkjustjóri Garðabæjar að 75 umsækjendum sem eftir voru á biðlista hafi boðist vinna í skógræktarhópum í júní og júlí. Auk þeirra er um að ræða margvísleg störf, þ.e.
Meira
SVIFFLUGFÉLAGIÐ heldur nú dag fyrrverandi svifflugmanna í annað sinn. Dagskráin hefst kl. 13 í dag á svæði félagsins á Sandskeiði. Á undanförnum árum hefur aðstaðan á Sandskeiði verið endurnýjuð frá grunni og er nú eins og best verður á kosið.
Meira
HALDIÐ var upp á það í Kenýa í fyrradag, að þá voru 32 ár liðin síðan landið losnaði undan yfirráðum Breta. Þessar dansmeyjar af Turkanaættbálknum sýndu listir sínar að lokinni ræðu Daniels Araps Mois forseta en hann sagði um útlendinga eða kannski öllu heldur hvíta menn, að þeim væri frjálst að stunda viðskipti í landinu en skyldu halda sig frá stjórnmálunum.
Meira
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd til birtingar: "Vegna villandi frétta um starfsemi Norræna skólasetursins á Hvalfjarðarströnd og rógskrifa um forstöðumann þess, Sigurlín Sveinbjarnardóttur vill nýkjörin stjórn skólasetursins taka fram að hún ber fullt traust til forstöðumannsins.
Meira
Egilsstöðum-Borgarafundur var nýlega haldinn á Egilsstöðum þar sem lagðir voru fram ársreikningar bæjarfélagsins ásamt fjárhagsáætlunum fyrir næstu þrjú árin. Fundurinn var fjölmennur og var greinilegur áhugi um dagskrárliðinn "Brúarstæði Eyvindarár" en uppi eru hugmyndir um að flytja brúna frá núverandi stað. Arðsemisathugun gerð
Meira
ÁGREININGUR er milli verkfallsnefndar sjómannasamtakanna og útgerðar rækjuskipsins Péturs Jónssonar um hvort skipið megi vera á sjó í verkfalli sjómanna. Pétur Hafsteinsson, í verkfallsnefnd sjómanna, segir ekki útilokað að málinu verði vísað til félagsdóms. Einnig er ágreiningur um sjósókn eins báts sem gerður er út frá Ólafsvík.
Meira
Í FJÖLMÖRGUM höfuðborgum Evrópu hafa menn nú af því áhyggjur að svo virðist sem öfl í Bandaríkjunum sem eru einna áköfust í stuðningi sínum við Bosníu- múslima séu að ná yfirhöndinni í stjórnkerfinu í Washington.
Meira
Á RÍKISSTJÓRNARFUNDI í gær var farið yfir þau verkefni sem unnið er að í einstökum ráðuneytum vegna afleiðinga snjóflóðsins í Súðavík. Að sögn Ólafs Davíðssonar, ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, stendur fyrir dyrum að staðfesta skipulag fyrir nýja byggð í Súðavík.
Meira
BEINN kostnaður við gangsetningu álversins í Straumsvík ef til framleiðslustöðvunar kemur er vel á sjötta hundrað milljóna króna og þá er ótalinn kostnaður vegna framleiðslutaps og álitshnekkir meðal viðskiptavina fyrirtækisins.
Meira
BÍÓBORGIN hefur tekið til sýninga kvikmyndina "The Puppet Masters" eða Hinir aðkomnu eins og hún heitir á íslensku. Þetta er vísindaskáldsaga sem byggð er á víðkunnum trylli bandaríska rithöfundarins Robert A. Heinlein.
Meira
BJÖRN Guðbjörnsson hefur verið ráðinn yfirlæknir við lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Alls bárust 8 umsóknir um stöðu yfirlæknis lyflækningadeildar, en aðrir umsækjendur voru Friðrik E. Vagnsson, Gunnar Björn Gunnarsson, dr. Ingvar Teitsson, Jón Þór Sverrisson, Nicholas Jón Cariglia. Tveir umsækjendur drógu umsókn sína til baka.
Meira
SVIFFLUGFÉLAGIÐ heldur í dag, laugardag, í annað sinn hátíðlegan dag fyrrverandi svifflugmanna. Aðstaða Svifflugfélagsins á Sandskeiði hefur verið endurnýjuð frá grunni. Félagið festi nýlega kaup á tveggja sæta kennslusvifflugu úr trefjaplasti frá Þýskalandi, Sleicher ASK-21.
Meira
TÆKNISKÓLI Íslands brautskráði 48 nemendur síðastliðinn laugardag. Níu tæknifræðingar útskrifuðust úr byggingadeild með BS-próf og fimm byggingariðnfræðingar. Úr rekstrardeild útskrifuðust níu iðnaðartæknifræðingar með BS-próf og sjö iðnrekstrarfræðingar. Fimmtán nemendur luku raungreinadeildarprófi sem er fjögurra anna nám og veitir rétt til náms á háskólastigi.
Meira
SKÓLAYFIRVÖLD búast við að sá árgangur sem sækist eftir inngöngu í menntaskóla í haust verði óvenju stór og geti reynst erfitt að finna pláss handa öllum. Hörður Lárusson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, sagði að tvennt kæmi til. Annars vegar væri sá árgangur sem hefði verið að ljúka 10. bekk með samræmdum prófum ljúka grunnskóla óvenju stór.
Meira
NOKKUR kaflaskipti urðu í sögu austurríska þingsins í gær þegar það samþykkti að greiða bætur til um 30.000 manna, sem ofsóttir voru í tíð nasista. Verður stofnaður sjóður í þessu skyni með rúmlega þriggja milljarða kr. framlagi.
Meira
LÍF og fjör verður á Miðbakka í Reykjavíkurhöfn um hvítasunnuhelgina þ.e. laugardag, sunnudag og mánudag, en með nýju sniði. Hugmyndin er að fá sem flesta til að vekja upp gamlan og góðan sið: "Að fara nið'r á höfn" á kvöldin og um helgar sér til fróðleiks og skemmtunar og sína sig og sjá aðra.
Meira
FLUGMENN hjá SAS-flugfélaginu fóru í gær í eins dags verkfall vegna deilna um launahækkun til þeirra. Að sögn Bryndísar Torfadóttur, framkvæmdastjóra SAS á Íslandi, varð verkfallið til þess að flug héðan til Kaupmannahafnar og aftur heim féll niður. Urðu flestir farþegar á leið heim að fresta heimför um einn dag en hluti þeirra sem ætluðu út komust með vél Flugleiða.
Meira
ÓLI Breckmann er eldheitur og afar umdeildur frjálshyggjumaður, starfar í Fólkaflokknum og hefur verið annar tveggja fulltrúa Færeyinga á danska þinginu um árabil. Hann er á fimmtugsaldri, menntaður í Bretlandi, vel á sig kominn og hressilegur í framkomu.
Meira
FLESTIR borgarar Danmerkur hafa heyrt af ríkjaráðstefnu ESB á næsta ári og hafa einhverja hugmynd um hvað á að ræða þar, samkvæmt skoðanakönnun á vegum ESB. Um 42% Dana vissu um hvað málið snerist. Á Spáni höfðu hins vegar aðeins 12% áttað sig á því að endurskoðun á sáttmálum ESB stæði til.
Meira
DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ endurnýjaði í gær leyfi hestamannafélagsins Fáks til að reka veðmálastarfsemi í sambandi við kappreiðar á vegum félagsins, en Fákur hyggst endurvekja þann hluta starfsemi sinnar innan skamms.
Meira
MÁNUDAGURINN 5. júní hefur verið tilefndur af Sameinuðu þjóðunum sem alþjóðlegur umhverfisdagur. Af því tilefni verður efnt til náttúruskoðunar í Kapelluhrauni, ofan Hafnarfjarðar, þar sem nú fer fram gjallnám í landi Skógræktar ríkisins.
Meira
ELDUR kom upp í ms. Hegranesi í gærmorgun þar sem hann var í slipp í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu í Reykjavík var verið að logskera við netarennu í skipinu. Gat hafði opnast inn í vélarrúm þar sem kviknaði í ýmsu dóti, aðallega pakkningum utan af ýmsu dóti og svolítið í einangrun í lofti.
Meira
OPNUNARHÁTÍÐ Esso við Reykjavíkurveg Hafnarfirði verður haldin laugardaginn 3. júní kl. 11. Bensín- og þjónustustöð Esso við Reykjavíkurveg 54, Hafnarfirði, opnar í dag eftir gagngerar breytingar. Vöruval hefur verið aukið til muna og nú fást vörur fyrir bílinn, heimilið, ferðalagið og allar grillvörur. Lúgusala Nestis er á sínum stað og aðstaða við smurstöðina hefur verið bætt.
Meira
LAXVEIÐIN er dræm í byrjun veiðitímans og í raun vart við öðru að búast þar sem skilyrði eru slæm. Á hádegi í gær voru fimm laxar komnir á land úr Norðurá, tveir þeirra dregnir í gærmorgun af Stefáni Á. Magnússyni. Veiði hófst þá í Þverá, en enginn lax veiddist. Þverá er mjög skoluð og ólíkleg veiðislóð þessa dagana. Afleit skilyrði
Meira
AÐALFUNDUR Ljóstæknifélags Íslands 1995 var haldinn þann 21. mars sl. Auk venjulegra aðalfundarstarfa var Hannes Kr. Davíðsson, arkitekt gerður að heiðursfélaga LFÍ, en hann var þá eini eftirlifandi stofnandi félagsins, sem stofnað var 22. október 1954. Hannes lést þann 29. apríl sl.
Meira
UNGMENNAFÉLAG Íslands gengst um þessar mundir fyrir átakinu Umhverfið í okkar höndum. Þúsundir ungmenna og áhugafólks um umhverfisvernd munu hefjast handa við að hreinsa fjörur, ár og vatnsbakka um land allt. Hreinsunin er skipulögð af ungmennafélögunum á hverjum stað.
Meira
ÚT er komin hjá Iðunni bókin Sjónarrönd-jafnaðarstefnan, viðhorf eftir Svavar Gestsson alþingismann. Í bókinni fjallar Svavar um ýmsar grundvallarspurningar stjórnmálanna og rekur stærstu vandamálin sem blasa við mannkyninu um þessar mundir og ræðir um sambýli hagvaxtar og umhverfismála og um skiptingu auðæfanna á alþjóðlega vísu.
Meira
Mannréttindaskrifstofa Íslands boðar til fundar í Ráðhúsinu í Reykjavík í dag, 3. júní, kl. 11. Þar verða kynntar áherzlur norrænu mannréttindastofnananna, frjálsra félagasamtaka í mannréttindum kvenna og rakin helztu atriði kvenréttindabaráttu síðustu ára.
Meira
NÝVERIÐ fóru hestamenn á Selfossi í sinn árlega reiðtúr niður að Stokkseyri til þess að baða hesta sína í lónunum þar og var fjölmennt. Sá siður að baða hestana í sjónum hefur verið við lýði í fjöldamörg ár og var í upphafi ætlaður til að hreinsa lús og aðra óáran af hestunum, en nú er þetta meira til gamans gert.
Meira
Fagradal-Í lok hvers skólaárs í Víkurskóla er haldin hjólaskoðun og hið árlega hjólarall. Hjólaskoðun er fólgin í því að lögregluþjónn staðarins, Reynir Ragnarsson, skoðar hjólin hjá skólabörnunum og þau börn sem eiga hjól í góðu lagi fá bláan límmiða til að líma á hjólin.
Meira
Alþjóðahvalveiðiráðið hvatti í gær til þess að endir yrði bundinn á hvalveiðar á við Suðurheimsskautið, en fulltrúar Japana sögðust ekki myndu hlíta því. Ársfundi ráðsins í Dyflinni lauk í gær en þar samþykktu fundarmenn með 23 atkvæðum gegn 7 ályktun þess efnis að ekki eigi drepa hvali í vísindaskyni.
Meira
FYRIRTÆKI og stofnanir með beint innval í símakerfum sínum geta nú óskað eftir því við Póst og síma að stofnunin skrái allar hringingar inn í fyrirtækið. Bergþór Halldórsson, yfirverkfræðingur Pósts og síma, segir að tölvunefnd hafi heimilað stofnuninni að framkvæma slíka skráningu í maí.
Meira
SKÓVERSLUNIN Steinar Waage stendur þessa dagana fyrir söfnun á notuðum skófatnaði sem ætlunin er að senda bágstöddum víðsvegar um heim. NÚ GEFST Íslendingum tækifæri til að styrkja þurfandi meðbræður sína en einnig að losna við skótau sitt á umhverfisvænan hátt en við bruna myndast í skóm ýmis skaðleg efni. Í fyrra söfnuðust um 50 þúsund pör.
Meira
DAVÍÐ Rafn Kristjánsson leikur listir sínar á hjólabretti á horni Vonarstrætis og Tjarnargötu við Ráðhús Reykjavíkur. Honum verður vonandi óhætt að taka húfuna ofan um helgina en þó er hætt við því að það verði ekki fyrr en á morgun því í dag er spáð norðan kalda og skýjuðu með 69 stiga hita í Reykjavík.
Meira
ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Þór verður 80 ára næstkomandi þriðjudag, 6. júní. Stofnandi félagsins var Friðrik Einarsson, en hann fékk til liðs við sig nokkra unga drengi við stofnun þess. Á afmælisdaginn verður opið hús í Hamri, félagsheimili Þórsara frá kl. 16.00 til 19.00 og er öllum velunnurum félagsins boðið upp á kaffi og veitingar auk þess sem grillað verður fyrir börnin.
Meira
SKIPTAR skoðanir hafa verið á störfum Jakobs Magnússonar menningarfulltrúa Íslands í London síðastliðin fjögur ár. Segja má að Jakob hafi hafið kynningarátak sitt á nokkuð óvenjulegan og óvæntan hátt með frægu búksláttaratriði á fyrstu íslensku menningarhátíðinni í London.
Meira
UTANRÍKISRÁÐHERRAR ríkja Evrópusambandsins komu saman í Messina á Sikiley í gær og minntust þess að 40 ár eru liðin frá Messinafundi hinna sex stofnríkja Efnahagsbandalagsins, þar sem drög voru lögð að innri markaði Evrópuríkja. Í yfirlýsingu fundarins sögðu ráðherrarnir að á næstu árum yrði kapp lagt á stækkun Evrópusambandsins.
Meira
LANGUR laugardagur verður í dag á Laugaveginum. Að venju eru flestar verslanir með góð tilboð sem munar um. Dagskráin að þessu sinni miðast við sumarið. Leiktæki verða sett á breiðar gangstéttir hjá Kello, Hagkaup, Flugleiðum og Landsbankanum. Blómasölufólk í blómaverslunum mun kynna, sýna og selja framleiðslu sína á sem flestum stöðum við Laugaveginn.
Meira
"GARÐYRKJUBÆNDUR hafa mjög miklar áhyggjur af framtíð sinni ef GATT-frumvarp ríkisstjórnarinnar nær fram að ganga í núverandi mynd," segir Kjartan Ólafsson, formaður Sambands garðyrkjubænda. Kjartan segir sérstöðu garðyrkjubænda vera mikla innan íslenzks landbúnaðar.
Meira
AKURPRESTAKALL:Hvítasunnudagur: Hátíðarguðsþjónusta verður á FSA kl. 10. Hátíðarguðsþjónusta verður í Akureyrarkirkju kl. 11. Afmælisárgangar fermingarbarna sérstaklega velkomnir, þ.e. 10 ára fædd 1971, 20 ára fædd 1961, 30 ára fædd 1951 og 40 ára fædd 1941. Hátíðarguðsþjónusta verður á Seli kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta verður á Hlíð kl. 16.
Meira
REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst þriðjudaginn 6. júní. Kennt verður frá kl. 1923 og eru kennsludagar 6., 8. og 9. júní. Námskeiðið telst vera 16 kennslustundir og verður það haldið í Ármúla 34, 3. hæð (Múlabæ).
Meira
Á FUNDI hreppsnefndar Hvolhrepps, 1. júní sl., var ákveðið að ráða Ágúst Inga Ólafsson, kaupfélagsstjóra, sveitarstjóra á Hvolsvelli. Ágúst Ingi er 46 ára gamall og hefur starfað hjá Kaupfélagi Rangæinga á Hvolsvelli í 29 ár. Hann stundar nám við Samvinnuskólann á Bifröst. Ágúst Ingi tekur við starfinu seinnpart sumars af Ísólfi Gylfa Pálmasyni sem kjörinn var á Alþingi í vor.
Meira
OSKAR Hermannsson leikari, rithöfundur og þýðandi lést 20. maí á Landssúkrahúsinu í Þórshöfn í Færeyjum. Oskar var fæddur 24. ágúst 1920 í Vestmanna, næstyngstur fimm barna Nikolinu og Karls Hermansen. Hann fluttist með foreldrum sínum til Þvereyrar þegar hann var tólf ára. Útför hans fór fram frá Vesturkirkjunni 24. maí. Oskar lærði prentverk á Þvereyri.
Meira
"FLÓÐIN raska öllu lífi hér um slóðir og það er ógnvekjandi sjón að sjá stór landssvæði undir vatni. Verst hafa bændur og landbúnaðarhéruð orðið úti," sagði Sigurjón Guðmundsson, bakari í Elverum í Noregi, í samtali við Morgunblaðið í gær. Neyðarástand hefur skapast vegna gífurlegra flóða í Mjösu og Glommu á Heiðmörku.
Meira
SKÓLANEFND Reykholtsskóla óskaði eftir því við Ólaf Þ. Þórðarson, fyrrverandi alþingismaður og skólastjóri í Reykholtskóla, að hann kæmi ekki til starfa fyrr en niðurstöður úttektar Hagsýslu ríkisins á skólastarfinu lægju fyrir.
Meira
PASSÍUKÓRINN ásamt hljóðfæraleikurum og einsöngvurum flytur tónverkið "Carmina Burana" eftir Carl Orff í Íþróttaskemmunni á Akureyri mánudaginn 4. júní, annan í hvítasunnu kl. 17.00. Einsöngvarar með kórnum eru Michael Jón Clarke, baritón og Sólrún Bragadóttir, sópran sem mikill fengur er að fyrir kórinn,
Meira
ÞORSTEINN Vilhelmsson einn eigenda Samherja á Akureyri er ekki hrifinn af því að hafa skip sín bundin við bryggju í sjómannaverkfallinu. "Nú er maður bara að draga skip," sagði hann á Torfunefsbryggju þegar hann ásamt samstarfsmönnum sínum var að færa til skipaflota félagsins þar í gær og leyndi sér ekki að hann hefði fremur kostið að skipin væru á veiðum,
Meira
SAMKOMULAG náðist um það á fundi íslenzkra og norskra embættismanna með framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í Brussel í gær, að nýjar reglur ESB um heilbrigðiseftirlit á landamærum með innfluttum landbúnaðar- og sjávarafurðum yrðu teknar upp í samninginn um evrópskt efnahagssvæði. Ísland mun þó aðeins taka upp þær reglur, sem snúa að sjávarafurðum.
Meira
FORYSTUMENN sjómannasam takanna gengu á fund forsætisráðherra, sjávarútvegsráðherra og utanríkisráðherra síðdegis í gær til að gera þeim grein fyrir stöðu mála í viðræðum við útvegsmenn. Engin lausn er í sjónmáli í deilunni og virðist flest benda til að hún leysist ekki fyrir sjómannadag.
Meira
BÚIST er við miklu álagi hjá 03, upplýsingaþjónustu Pósts og síma, næstu daga vegna símanúmerabreytinganna. Soffía Sveinsdóttir og Guðbjört Erlendsdóttir, varðstjórar hjá 03 og starfsmenn upplýsingaþjónustunnar til 30 ára, sögðu að starfsmenn á 03 fengju að jafnaði um 16 þúsund hringingar á degi hverjum. Þær töldu þó að hringingar yrðu mun fleiri frá og með deginum í dag.
Meira
Á ÞESSU ári halda skátar í Hafnarfirði upp á 70 ára afmæli skátastarfsins í þar í bæ auk þess sem þeir halda einnig upp á 55 ára afmæli vormótanna sem að jafnaði hafa verið með fjölmennustu skátamótum hvers árs.
Meira
YNGSTI biskup kaþólsku kirkjunnar í Sviss, Hansjörg Vogel, hefur sagt af sér embætti vegna þess, að vinkona hans er ófrísk af hans völdum. Í bréfi, sem hann lét fylgja afsögninni, segir hann, að svo mikið álag hafi fylgt starfinu í Basel-biskupsdæmi, að hann hafi leitað huggunar í félagsskap konu, sem hann hafi þekkt lengi. Vogel, sem er 44 ára gamall, hafði gegnt embættinu í 15 mánuði.
Meira
UNG stúlka var rænd um hálfþrjúleytið í gær á Barónsstíg milli Grettisgötu og Njálsgötu. Stúlkan, sem er tæplega tvítug, var að koma frá Landsbankanum, Laugavegi 77, þar sem hún hafði tekið út peninga og sett í buddu sem hún hafði hangandi um hálsinn. Ungur maður kom aðvífandi þar sem hún gekk eftir Barónsstíg og hrifsaði af henni budduna.
Meira
ÞÆR hafa sennilega ekki miklar áhyggjur þó yfir standi verkfall sjómanna og flotinn liggi bundinn við bryggju þessar stúlkur sem drógu þyrsklinga af kappi á Torfunefsbryggju í gærdag.
Meira
ÁRBÆJARSAFN verður nú opið bæði á hvítasunnudag og annan í hvítasunnu en á hvítasunnudag verður sérstök hátíðarmessa í hinni 150 ára gömlu safnkirkju. Sr. Bryndís Malla Elídóttir messar. Eftir messuna kl. 15 mun Kammerkór Langholtskirkju flytja gömul og góð lög við veitingahúsið Dillonshús.
Meira
FYRSTA helgi skipulegs sumarvaka hefst um hvítasunnuna með bæjarhátíðum í Keflavík, Njarðvík og Höfnum. Um er að ræða þriggja daga dagskrá með alls kyns uppákomum. Sem dæmi má nefna að önnur aflmesta borhola í heimi, í Eldvörpum á Reykjanesi, verður látin blása en einnig verða haldnir tónleikar, málverkasýningar, björgunar- og brunavarnasýning og boðið upp á þyrluflug og götubolta.
Meira
FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ skar nýlega úr um að það samræmdist almennt setu í bæjarstjórn að gegna samtímis starfi bæjarverkfræðings eða ýmissa annarra starfa á vegum sveitarfélags. Ráðuneytið úrskurðaði um þetta að beiðni Jóhanns G. Bergþórssonar, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði, en fyrr á þessu ári spruttu miklar deilur vegna umsóknar hans um stöðu bæjarverkfræðings í Hafnarfirði.
Meira
TEKJUR Íslendinga af umskipun á fiski erlendra fiskiskipa í fyrra námu um tveimur milljörðum króna. Þá skiluðu veiðar á fjarlægum miðum um 3,2 milljörðum króna og veiðar á Reykjaneshrygg um 2 milljörðum króna. Erlend skip lönduðu hér afla til vinnslu, um 65.000 tonnum, að verðmæti um 1,7 milljarðar króna, en áætla má að vinnsla þess afla hafi skilað verulegum fjárhæðum.
Meira
TUTTUGU tillögur bárust í hugmyndasamkeppni um skipulag á Menntaskólareit. Reiturinn afmarkast af Lækjargötu, Amtmannsstíg, Þingholtsstræti og Bókhlöðustíg. Í niðurstöðu dómnefndar segir að meginniðurstaðan sé að sýnt hafi verið fram á að unnt sé að byggja á þessum reit skólahús sem nýtast muni skólanum til framtíðar án þess að umhverfinu verði raskað.
Meira
VERKALÝÐSFÉLÖG starfsmanna í álverinu í Straumsvík boðuðu í gær verkfall í álverinu sem hefjast mun frá og með laugardeginum 10. júní hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Ef verkfall skellur á eru ákvæði um tveggja vikna aðlögunartíma að framleiðslustöðvun í álverinu, en ef framleiðsla stöðvast tekur marga mánuði að gangsetja verið aftur.
Meira
BJÖRGUNARMENN í Neftegorsk fundu í gær tvo menn á lífi í rústum fjölbýlishúsa sem hrundu til grunna í borginni í jarðskjálfta um síðustu helgi. Lítil von er nú talin til þess að finna fleiri á lífi. Að sögn embættismanna ráðuneytis almannavarna Rússlands hafa 866 lík fundist, en 405 manns á lífi. Aðeins hefur tekist að bera kennsl á tæpan helming líkanna.
Meira
UM 100 farþegar sem ætluðu utan í gær með SAS-flugfélaginu urðu að sætta sig við að fresta för sinni til dagsins í dag, sökum skæruverkfalls flugmanna SAS. Bryndís Torfadóttir, framkvæmdastjóri SAS á Íslandi, segir að hjá fyrirtækinu á Norðurlöndum séu um 1.000 brottfarir og verkfallið hafi haft áhrif á um þriðjung þeirra.
Meira
SKIPTUM var lokið í þremur þrotabúum á Akureyri, Glerhúsinu hf., Vör hf. og Járntækni hf. og einu á Húsavík, skipasmíðastöðinni Naustavör, í gær og fyrradag hjá bústjóranum, Ólafi Birgi Árnasyni.
Meira
TVEIR laxveiðimenn lentu í hrakningum er bifreið þeirra rann til í Þverá í Borgarfirði í gær, hraktist undan straumi á annan tug metra og festist síðan. Guðjón Gunnarsson leiðsögumaður var einn þeirra sem komu á vettvang. "Þetta er að öllu jöfnu traust vað og öruggt. Þeir fikruðu sig hægt og rólega út í á bílnum, en straumurinn var of stríður," sagði Guðjón.
Meira
SVERRIR Leósson, formaður Útvegsmannafélags Norðurlands, segir að verkfall sjómanna geti orðið þjóðinni dýrkeypt þegar komi að því að skipta veiði úr úthafskarfastofninum og norsk-íslenska síldarstofninum milli þjóða sem stunda veiði úr þessum stofnum.
Meira
BIRNA Guðrún Friðriksdóttir fæddist 5. maí 1938 á Húsavík. Foreldrar hennar voru Gertrud Estrid Elise Friðriksson kennari og Friðrik Aðalsteinn Friðriksson prófastur. Birna hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og starfað sem fulltrúi á fræðsludeild kirkjunnar á Biskupsstofu síðan 1989.
Meira
MORGUNBLAÐIÐ hefur verið beðið að birta eftirfarandi yfirlýsingu: "Aðstoðarfélagsmálastjóri beðinn afsökunar. Í blaðinu Eintaki 23. tbl. 2. árgangs sem út kom máudaginn 6. júní 1994 er svofelld fyrirsögn í eindálki á forsíðu: Umráðaréttur; Félagsmálastjóri fer með ósannindi. Á bls.
Meira
ENDURGERÐ þvottalauganna í Laugardal var opnuð við hátíðlega athöfn í gær. Kvennakór Reykjavíkur söng nokkur lög undir stjórn Margrétar Pálmadóttur og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, opnaði sögusýningu um þvottalaugarnar. Fjallað er um sögu þvottalauganna í máli og myndum á sýningargrind á grunni þvottahúss frá árinu 1901.
Meira
Morgunblaðið/Aldís Kraftmikil tískusýning DÚNDRANDI tónlist, dans ogmikið stuð einkenndi hár- ogförðunarsýningu sem nokkrirnemendur elstu bekkjanna íGrunnskólanum í Hveragerðiefndu til nú nýverið.
Meira
GUÐNI REKTOR OG MR UÐNI Guðmundsson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, útskrifaði síðasta stúdentahópinn sinn síðastliðinn fimmtudag. Hann lætur nú af störfum eftir 44 ára starf við Menntaskólann, þar af 25 ár sem rektor. Guðni Guðmundsson tók við rektorsembættinu árið 1970.
Meira
Kveðskapur lifir góðu lífi með þjóðinni. Tíund, fréttabréf Ríkisskattstjóraembættisins, "tíundar" samskipti Hákonar Aðalsteinssonar skógræktarbónda og Þórarins Pálmasonar, Skattstofu Austurlands, sem fram fóru í bundnu máli. Iðrunarsálmur
Meira
MÁLVERKASÝNING Ástu Páls verður opnuð á hvítasunnudag kl. 14 í Veitingahúsinu við Bláa lónið. Þetta er fimmta einkasýning hennar en hún hefur einnig tekið þátt í mörgum samsýningum, heima og erlendis. Sýningin stendur fram eftir sumri.
Meira
John Speight og Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir fluttu verk eftir Schubert, Vaughan-Williams og fjóra negrasálma. Fella- og Hólakirkja miðvikudaginn 31. maí, 1995. TÓNLISTARDÖGUM Fella- og Hólakirkju lauk með þessum tónleikum, en hugmyndin, að kirkjan sjálf hafi frumkvæði að tónleikahaldi er góð og þó aðsókn væri minni en æskilegt væri, þá má ekki leggja árar í bát,
Meira
ÆFINGAR eru nú í fullum gangi á söngleiknum Jósep og hans undraverðu skrautkápu eftir Tim Rice og Andrew Lloyd Webber. Það er Ferðaleikhúsið sem setur söngleikinn upp í Tjarnarbíói og áætlað er að sýningar hefjist í byrjun júlí. Með aðalhlutverk fara Eggert Kaaber, leikari, og Hrafnhildur Björnsdóttir, sem nýlega útskrifaðist úr Söngskóla Reykjavíkur. Kristín G.
Meira
KAFFILEIKHÚSIÐ frumsýndi Herbergi Veróníku að kveldi uppstigningardags. Um er að ræða sumarhrollvekju Kaffileikhússins og er hún einn af menningarviðburðum Sögu- og menningarhátíðar í gamla vesturbænum. Leikarar sýningarinnar eru fjórir eða þau Rúrik Haraldsson, Þóra Friðriksdóttir, Ragnhildur Rúriksdóttir og Gunnlaugur Helgason.
Meira
SÍÐASTLIÐINN föstudag fóru Fákskonur í hina árlegu hópreið sína. Farið var úr Víðidal upp að Reynisvatni þar sem áð var. Þar tók á móti þeim hópur vaskra sveina sem aðstoðuðu með hestana og grilluðu lambalæri fyrir þær. Að loknum málsverði og fjöldasöng var síðan haldið heim á leið, en rösklega tvö hundruð konur tóku þátt í ferðinni.
Meira
SÝNING á nýjum verkum Svans Kristbergssonar og Barkar Arnarsonar undir yfirskriftinni "Hús velúrsálarinnar" verður opnuð í dag laugardag í Gallerí Greip, Hverfisgötu 82. Þetta er þriðja sýning þeirra í Reykjavík, en þeir hafa tekið þátt í nokkrum samsýningum erlendis. Galleríið er opið alla daga frá kl. 14-18 meðan á sýninguni stendur, eða til 13. júní.
Meira
JÓN Ingi Sigurmundsson opnar sýningu á vatnslitamyndum í Kaffi Lefoli á Eyrarbakka, laugardaginn 3. júní. Þetta er 10. einkasýning Jóns Inga, en hann hefur tekið þátt í mörgum samsýningum hjá myndlistarfélagi Árnessýslu.
Meira
UM þessar mundir stendur yfir málverkasýning Gunnars R. Bjarnasonar í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis að Álfabakka 14 í Breiðholti. Á sýningunni eru 26 verk, olíu og pastelmyndir. Gunnar er löngu kunnur sem leikmyndahönnuður og hefur hannað fjölda leikmynda fyrir Þjóðleikhúsið og önnur leikhús.
Meira
KOLFINNA Ketilsdóttir opnar í dag, laugardag, sýningu í Kaffi Mílanó, Faxafeni 11. Myndirnar á sýningunni eru unnar með palletthnífi á postulínsflísar. Myndefnið er aðallega íslenskt landslag með áherslu á fallegar ár og fossa, auk þess eru nokkrar blómamyndir. Myndirnar eru allar til sölu. EITT verka Kolfinnu.
Meira
SHARON Stone, sem síðast lék í vestranum "The Quick And The Dead", hefur gert samning við Miramax Films um að framleiða nokkrar myndir og sjónvarpsþáttaröð, auk þess að leika hugsanlega í einni kvikmynd. En þar sem Stone er upptekin og bókuð langt fram í tímann, er óvíst hvenær samstarfið getur hafist.
Meira
UNDANFARIÐ hefur staðið yfir í Gallerí Fold við Rauðarárstíg sýning á skúlptúrum Guðbjargar Hlífar Pálsdóttur. Sýningunni lýkur mánudaginn 5. júní. Verk hennar eru unnin úr krossviði og járni. Opið er í Gallerí Fold daglega frá kl. 10-18, lokað á hvítasunnudag 4. júní, en opið annan í hvítasunnu 5. júní kl. 14-18.
Meira
"Síðasta heimsókn Guðríðar Símonardóttur í kirkju Hallgríms" heitir nýtt íslenskt leikverk sem frumsýnt verður í Hallgrímskirkju á mánudaginn. Orri Páll Ormarsson komst að því að verkið er í senn ástar- og örlagasaga þegar hann hitti höfundinn og leikstjórann, Steinunni Jóhannesdóttur, að máli.
Meira
SUMARTÓNLEIKAR Vox Feminae verða haldnir á annan í hvítasunnu kl. 20.30 í Seltjarnareskirkju. Einsöngvarar á tónleikunum eru Guðrún Jónsdóttir sópran, Björk Jónsdóttir sópran og Jóhanna V. Þórhallsdóttir alt.
Meira
LÍF munkanna frá Silos hefur ekki verið samt frá því að þeir lögðu heiminn að fótum sér með geisladiskinum "Chant", þar sem þeir syngja gregoríanska kirkjutónlist. Á síðasta ári sló diskurinn sölumet og fór í 3. sæti vinsældalistans en við það var friðurinn úti, því ferðamenn og aðdáendur streymdu að Silos-klaustrinu á Norður-Spáni.
Meira
JOHN Malkovich hefur tekið að sér hlutverk "tröllsins" í samnefndri mynd sem Volker Schlondorff leikstýrir. Myndin er byggð á skáldsögu Michel Tournier, "Konungur Aulnes". "Tröllið" segir sögu Abels Tiffauges, risavaxins einfara sem er hlunnfarinn af samfélaginu og leitar skjóls hjá börnum og dýrum.
Meira
Í VIÐSKIPTABLAÐI Mbl. sl. fimmtudag er viðtal við Rögnvald S. Gíslason, efnafræðing um steypu og sprunguviðgerðir og tengdar rannsóknir sem Rögnvaldur vinnur að hjá rannsóknarstofnun Byggingariðnaðarins. Í viðtalinu vegur Rögnvaldur harkalega að viðgerðarverktökum og nefnir sérstaklega verktaka í viðgerðadeild Samtaka iðnaðarins.
Meira
MEGINEFNI þess frumvarps til laga um breytingar á lögunum um stjórn fiskveiða, sem nú liggur fyrir Alþingi, varðar smábáta, aðallega svokallaða krókabáta. Áformað er að gefa eigendum þeirra val um það hvort þeir velji viðbótar banndaga frá og með næsta fiskveiðiári eða aflahámark.
Meira
Átak á umhverfisdegi Við viljum Ísland þekkt fyrir hreinleika, segir Guðmundur Bjarnason, sem hér fjalllar um hreinsunarátak UMFÍ HUGSAÐU hnattrænt og ræktaðu eigin garð.
Meira
Í MORGUNBLAÐINU þann 25. maí síðastliðinn birtist viðtal við Þóri Pál Guðjónsson, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Borgfirðinga, um úreldingu Mjólkurbúsins í Borgarnesi. Í viðtalinu koma fram fullyrðingar sem undirritaður telur ekki réttar og vill því gera athugasemdir við. Í upphafi viðtalsins segir Þórir Páll: "Ég átti í fyrsta skipti fund með Páli Kr. Pálssyni 4.
Meira
Flokkkun og meðferð úrgangs Úrgangi, sem ekki er hægt að endurnýta, segir Guðrún S. Hilmisdóttir, verður að koma í leyfilega förgun. UMHVERFISMÁL í víðtækum skilningi eru málaflokkur sem sífellt er meiri gaumur gefinn.
Meira
Á DEGI hverjum verða fjölmörg umferðaóhöpp. Oft verður ágreiningur um hver eigi sökina, framburður vitna sker þá úr um hvernig dæmt er, þetta á ekki síst við um óhöpp sem verða á gatnamótum þar sem umferðaljós eru. Ég lenti í slíku óhappi í vetur nánar tiltekið, föstudaginn 13. janúar kl. 16.20. Ég var á leið austur Bíldshöfða að Breiðhöfða.
Meira
OFT HEFUR heyrst talað um að hundar af irish setter-kyni eigi erfitt með að lynda við önnur dýr. Ég vil leyfa mér að draga það í efa því að ég á irish setter-tík sem er alveg einstaklega blíð og góð. Hún heitir Ýrar-Þoka og á myndinni má sjá hana með tveimur bestu vinum sínum, kettinum Símoni og lambinu Trínu. Þoka er traustur, hlýðinn og góður hundur. Ég á t.d.
Meira
Hlaupum frá vandanum Ég er sannfærður um, segir Sigurður Snævarr, að ég hljóp mig frá vandanum. ÉG hljóp frá vandanum fyrir tveimur árum. Í þessu greinarkorni langar mig til að segja frá því hvernig það gerðist og um leið benda á ágætt tækifæri sem býðst um næstu helgi til að hlaupa.
Meira
ÍKVERJI tekur undir það með Neytendasamtökunum að honum finnst blekkingum hafa verið beitt í GATT-málinu. Víkverji hafði litið svo á að aðild Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni þýddi meðal annars að eitthvað breyttist varðandi verðlagsmál landbúnaðarafurða.
Meira
IÐULEGA er verið að ræða ófullkomin samskipti barna og fullorðinna í fjölmiðlum. Sjaldnar og nánast aldrei er rætt um þau samskipti sem eru áhugaverð og jákvæð og eru þegar upp er staðið bæði börnum og fullorðnum til stórsóma.
Meira
MEÐFERÐ nýfæddra barna, jafnt veikra sem heilbrigðra, var áður fyrr í höndum ljósmæðra og yfirsetukvenna. Eftir að fæðingardeild Landspítalans tók til starfa árið 1930 önnuðust fæðingarlæknar jafnframt meðferð þessara barna. Nýburalækningar eru nú sérstök grein innan barnalækninga þó saga þessarar sérgreinar sé aðeins rúmlega 30 ára gömul.
Meira
Nýtt hlutverk Áburðarverksmiðju ríkisins Framleiðsla vetnisperoxíðs Vetnisperoxíð er verðmæmt söluvara, segir Anna Þóra Bragadóttir, sem er að ryðja sér til rúms í stað klórs. UM SÍÐUSTU áramót var innflutningur á áburði til Íslands gefinn frjáls.
Meira
I. Í orðunefnd eru: Friðjón Skarphéðinsson, Sigmundur Guðbjarnarson, Jónas Kristjánsson, Guðrún P. Helgadóttir og Baldvin Tryggvason. II. Athygli mín hefur verið vakin á því, að Ólafur læknastúdent frá Vogi í Skerjafirði er ekki eini orðuþeginn, sem hlotið hefur fangelsisdóm, heldur var þingmaður einn sæmdur Fálkaorðunni 1964,
Meira
Sýkt stjórnkerfi Kristjáni Péturssyni: SAMKVÆMT fyrstu grein laga um fiskveiðistjórnun eru allir nytjafiskar á Íslandsmiðum sameign íslensku þjóðarinnar. Úthlutun veiðiheimilda samkv. lögum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.
Meira
ÁGÆTI ráðherra, ég kýs að rita þér þetta bréf í Morgunblaðinu í stað þess að stinga því í umslag þar sem mér finnst að efni þess eigi hugsanlega erindi við fleiri þegna þessa lands. Tilefni bréfsins er köllun sóknarnefnda með hvatningu yfirbiskups Íslands á presti til Kotstranda- og Hveragerðissókna.
Meira
Vildi ekki að hásetarnir vissu þetta Heilsuhlaupið á stóran þátt í því, segir Sigurður P. Sigmundsson, að gera hlaup að almenningsíþrótt. HEILSUHLAUP Krabbameinsfélagsins er einn af þremur stærstu hlaupaviðburðum ársins.
Meira
Samið "á sömu nótum" SAMA sagan endurtekur sig sífellt að afloknum samningum við fjölmennustu og launalægstu hópana á vinnumarkaðinum, þá fara þeir hærra launuðu af stað með kaupkröfur, einkum ef aðstaða er til að valda verulegum truflunum og skaða.
Meira
Legg ég nú bæði líf og önd ljúfi Jesú í þína hönd. Síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H. Pétursson.) Hann afi minn er dáinn, þessi hræðilegi sjúkdómur sem leggst af afli á fólk hefur haft vinninginn. Það sem einkenndi afi minn helst var vinnusemin og hvað hann var alltaf góður við alla.
Meira
ÞAÐ ER margs að minnast á þeim 23 árum sem við höfum þekkst síðan ég kom fyrst að Sunnuhvoli og hitti þau hjónin Björn og Guðlaugu. Margar hafa ferðirnar suður í Garð orðið síðan og alltaf jafn notalegt að koma þangað. Björn var mjög iðjusamur og alltaf eitthvað að sýsla heim við meðan heilsan leyfði og jafnvel eftir að hún fór að bresta.
Meira
BJÖRN GUÐNI GUÐJÓNSSON Björn Guðni Guðjónsson fyrrum bifreiðastjóri og útgerðarmaður í Garði fæddist 26. ágúst 1916 að Réttarholti í Garði, Gullbringusýslu. Hann andaðist á sjúkrahúsinu í Keflavík 23. júní sl. Foreldrar Björns voru hjónin Guðjón Björnsson, rennismiður, fæddur 6.
Meira
Nú er hún amma mín dáin. Hún "amma í Grindó" eins og ég var vanur að kalla hana. Þegar ég lít til baka og minnist ömmu minnar þá sé ég fyrir mér þessa litlu og broshýru konu, en ég man ekki eftir að hafa séð hana öðruvísi en með bros á vör, eða þá hlæjandi. Já, hlæjandi með þennan yndislega smitandi hlátur.
Meira
FRÍÐA JÓHANNA JÓNSDÓTTIR Fríða Jóhanna Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 3. júní 1914. Hún lést í Grindavík 26. maí sl. Foreldrar hennar voru Halldóra Jónsdóttir og Jón Sigurðsson. Systkini Fríðu voru sjö og eru öll látin. Fríða bjó með Jóhannesi Guðbjartssyni í Vestmannaeyjum fram að gosi og eftir það í Grindavík.
Meira
FRÍÐA JÓHANNA JÓNSDÓTTIR Ertu horfin? Ertu dáin? Er nú lokuð glaða bráin? Angurs horfi ég út í bláinn, autt er rúm og stofan þín, elskulega mamma mín. Gesturinn með grimma ljáinn glöggt hefur unnið verkin sín.
Meira
Það var sólríkur miðvikudagur, 17. maí síðastliðinn, að ég ásamt Jóni Gesti bróður mínum var á leiðinni upp á Sólvang. Það voru ekki nein gleðitíðindi sem biðu okkar þar. Hann Gestur, afi okkar, sem alltaf hafði tekið á móti okkur opnum örmum og með bros á vör var látinn. Það er stundum erfitt að skilja það að eitt sinn verða allir menn að deyja.
Meira
Já, nú hefur vinur minn, Gestur Gamalíelsson, kvatt heiminn. Við töluðum stundum í léttum tón um það hvað þessi einbirni væru oft "vanskilleg". Ekki kom það þó fram hjá okkur hvorum við annan í okkar löngu samskiptum, en ég vann hjá honum hérna í kirkjugarði okkar Hafnfirðinga í nítján sumur og ekki minnist ég þess að í allan þann tíma færi okkur styggðaryrði á milli.
Meira
Nú er hann afi Gestur fallinn frá og hér sit ég með penna í hönd og læt hugann reika aftur í tímann, eins langt aftur og ég man. Af nógu er að taka hvað ljúfar minningar snertir, því við flestar gleðistundir sem í hugann koma frá minni fortíð, voru amma og afi nálæg. Ég mun minnast afa sem mikilsmennis, ákveðinn og staðfastur var hann ef svo bar undir, trúaður og einstaklega barngóður.
Meira
Kveðja frá stjórnkirkjugarðs Hafnarfjarðar Árið 1955 tók Gestur við starfi kirkjugarðsvarðar í kirkjugarði Hafnarfjarðar eftir lát Jóns Þorleifssonar, en Jón hafði gengt því starfi frá upphafi, eða frá árinu 1921 er garðurinn var tekinn í notkun. Fyrir þann tíma voru lík Hafnfirðinga greftruð í Garðakirkjugarði. Gestur lét sér afar annt um garðinn og hlúði að honum á alla lund.
Meira
Gestur er dáinn, horfinn til nýrra heimkynna, heimkynna Guðs, dóttur sinnar og sonar, genginna ættmenna og ástvina, Guð gefi þeim fagran endurfundinn. Eftir skamma sjúkralegu kvaddi hann þennan heim þjáður og lúinn eftir langt og stundum slítandi dagsverk.
Meira
Nú er elsku afi Gestur dáinn. Það hvarlaði ekki að mér daginn sem við mægðurnar fluttum til Danmerkur í júní á síðasta ári, að ég ætti ekki eftir að hitta afa á ný. Hann stóð svo hress og kátur á hlaðinu er við vorum að kveðjast, tyllti sér á tá og trallaði eins og hann gerði svo oft, óskaði okkur góðrar ferðar og veifaði svo skælbrosandi til okkar um leið og við keyrðum út götuna,
Meira
GESTUR MAGNÚS GAMALÍELSSON Gestur Magnús Gamalíelsson fæddist að Forsæti í Villingaholtshreppi 2. júní 1910. Hann lést á Sólvangi 17. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helga Vigfúsdóttir úr Biskupstungum og Gamalíel Gestsson frá Forsæti.
Meira
GÍSLI RAGNAR SIGURÐSSON Gísli Ragnar Sigurðsson fæddist í Vestmannaeyjum 16. september 1916. Hann lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 17. maí sl. Útför Gísla var gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 27. maí.
Meira
Áfram rennur tímans hjól og vinirnir kveðja. Þetta er gangur lífsins. Ágætur vinur, Gísli Ragnar Sigurðsson, kvaddi 17. maí sl. á mildum sumardegi. Gísli R. eins og við kölluðum hann, hafði átt við nokkra vanheilsu að stríða upp á síðkastið, svo kallið kom ekki svo mjög á óvart. Gísli R. var einn af 5 börnum Vilborgar og Sigurðar, er lengst bjuggu á Herjólfsgötu 12.
Meira
Þegar ég fékk að heyra um andlát Díu komu minningarnar fram. Að kveðja konu í hinsta sinn, svo dýrmæta sem Día mér var, er erfitt að lýsa í fáum orðum. Ljúfmennskan, hæglætið, gleðin og ylurinn sem Día sýndi mér, var sem sólargeisli á heitu sumarkvöldi. Hún var traustur og góður vinur og félagi sem hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum.
Meira
Með nokkrum fátæklegum orðum vil minnast frænku minnar, Díu frá Vestrahóli, eins og hún var gjarnan kölluð. Kynni mín af Díu voru fyrst og fremst tengd mínum barns- og unglingsárum, en fyrst man ég eftir Díu sem glaðlegri konu sem kom í heimsókn til móður minnar, konu sem var afskaplega kvik í hreyfingum og sagði alltaf eitthvað sem allir er á hlýddu hlógu að.
Meira
INDIANA SIGMUNDSDÓTTIR Indiana Sigmundsdóttir var fædd að Vestara-Hóli í Flókadal í Fljótum 28. febrúar 1909. Hún lést í Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki 24. maí sl. Foreldrar hennar voru Sigmundur Jónsson, bóndi á Vestara-Hóli, f. á Hugljótsstöðum 3. júlí 1860, d. 29.
Meira
Að hryggjast og gleðjast, hér um fáa daga. Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. (Páll J. Árdal.) Ég vil með fáum orðum minnast Indiönu. Díu, eins og hún var kölluð dags daglega, kynntist ég fyrir nærri 20 árum, er ég fluttist til Sauðárkróks. Hún var að jafnaði glaðsinna, blandaði þó ekki geði við alla.
Meira
Nú er minn kærasti vinur fallinn í valinn. Eftir sitja margar góðar minningar úr Víkinni sem við Jónas áttum saman. Þegar ég fluttist til Reykjavíkur urðu ræturnar eftir fyrir austan. Við hvert færi sem gafst fór ég til Víkur og var það ekki síst til þess að hitta Jónsa vin minn.
Meira
Þó að flestum okkar finnist dauðinn sjálfsagður hlutur þá er það alltaf jafn sorglegt þegar ungt fólk deyr í blóma lífsins. Mig langar með þessum fátæklegu orðum að minnast Jónsa vinar míns og bróður æskuvinkonu minnar sem dó svo langt fyrir aldur fram. Jónsi var alveg frábær félagi og hann var einn af þeim sem alltaf var gaman að hitta.
Meira
Hann frændi minn, Jónsi eins og hann var kallaður, er nú dáinn. Það eru ýmsar tilfinningar sem koma upp hjá okkur sem þekktum hann en sterkust er sorgin. Við eigum erfitt með að trúa því að hann Jónsi sé ekki á meðal okkar lengur og um leið og við reynum að skilja af hverju, þá rifjast upp allar minningarnar um hann.
Meira
"Nei, ekki Jónsi!" Var það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég fékk fréttirnar um að minn kæri vinur og félagi væri dáinn. Alltaf, rétt áður en ég fer að sofa á kvöldin, hugsa ég með mér að þetta sé ekki satt og ég vakni á morgun við það að Jónsi standi á tröppunum og sé að bjóða mér á rúntinn. Það var svo gott að tala við Jónsa enda var margt spjallað og spekúlerað þegar við vorum á rúntinum.
Meira
Mig langar að minnast í örfáum orðum Jónsa, bekkjarfélaga míns og vinar. Jón var hluti af vinahópnum í Vík, einn af þeim sem auðguðu unglingsárin. Hans heimili var okkar heimili, þangað voru vinir hans ávallt velkomnir. Þær voru líka ófáar stundirnar sem við áttum vinirnir heima hjá Jónsa og Ragnheiði.
Meira
"Allt er í heiminum hverfult" orti Jónas forðum. Þessi orð komu upp í hugann við fráfall vinar okkar, Jóns Sigurðssonar í Vík, sem nú hefur skyndilega verið kallaður burt úr þessum heimi aðeins 21 árs gamall. Fréttin um lát hans kom eins og ísköld vatnsgusa fyrir þá sem hann þekktu en þeir eru margir, vinir, kunningjar og hinn stóri frændgarður.
Meira
Það var erfitt að trúa þeirri fregn að hann Jónsi "uppi í bæ" væri dáinn. Okkur sem eftir stöndum þykir það ósanngjarnt að svo ungur maður í blóma lífsins, sé kallaður burt úr þessum jarðneska heimi svona fljótt. Með þessum fátæklegu orðum viljum við kveðja hann frænda okkar og vin. Jónsi átti svo margt eftir ógert af því sem hann dreymdi um.
Meira
JÓN SIGURÐSSON Jón Sigurðsson fæddist í Reykjavík 9. október 1973. Hann lést í Vík í Mýrdal 27. maí sl. Foreldrar hans voru Sigurður Ævar Harðarson og Helga Elsa Hermannsdóttir. Systkini hans eru: 1) Björn, f. 6.6. 1969. Dóttir hans er Natalía, f. 29.1. 1993. 2) Ragnheiður, f. 16.11. 1974. Unnusti hennar er Hlynur Örn Sigurðsson.
Meira
Jón Sigurðsson Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi hin ljúfu og hljóðu kynni af alhug þakka hér, þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sig.) Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Meira
Elsku frændi, Vinur, þú sefur einn við opinn glugga, æskunnar brunn í svefnsins gylltu festi sígur þú í og safnar fullum höndum. Hugur minn man þinn háa pálmaskugga, hafi ég komið líkur þreyttum gesti utan frá lífsins eyðihvítu söndum. (Jóhann Sigurjónsson.
Meira
Af hverju? spyr maður þegar frétt berst af andláti vinar. Hversu stutt er ekki milli gleði og sorgar. Við Pétur gengum saman í barnaskóla og síðan í unglingadeild sem svo var kölluð. Það var einkar skemmtilegur vetur. Síðan skildu leiðir. Við hittumst þó við og við þegar leið mín lá austur. Áhugi Péturs á leiklist var mikill.
Meira
Okkur langar að minnast með nokkrum orðum samstarfsfélaga okkar, Péturs Eiðssonar, en hann lést fyrir aldur fram sl. mánudag. Með Pétri er farinn einstaklega ljúfur og góður drengur. Hann starfaði hjá Egilsstaðabæ sem forstöðumaður sundlaugarinnar. Allt hans starf einkenndist af samviskusemi og snyrtimennsku.
Meira
PÉTUR EIÐSSON Pétur Eiðsson fæddist á Snotrunesi, Borgarfirði eystra, 18. september 1952. Hann lést á Egilsstöðum 29. maí sl. Foreldrar Péturs eru Margrét Halldórsdóttir og Eiður Pétursson. Systkini hans eru Gróa, Halldór, Hulda, Njáll og Eygló. Pétur kvæntist Oddnýju Vestmann og eignuðust þau soninn Guðmund Vestmann.
Meira
Blítt var þitt bros og augun skær, sem sólskin á björtum degi Þú sagðir svo margt þó ei færi hátt þeim orðunum gleymi ég eigi. (Gugga.) Selma Rún fæddist fyrir tímann og þurfti strax frá fyrsta degi að há erfiða baráttu fyrir lífi sínu og sjúkrahúslegur Selmu voru oft bæði langar og strangar,
Meira
Ég kynntist Selmu síðla sumars árið 1993. Þá var Selma tæpra tveggja ára og var að hefja skólagöngu sína á leikskólanum Múlaborg. Ég var þroskaþjálfi hennar og átti að hafa umsjón með þjálfun hennar innan leikskólans. Þótt Selma hafi verið mikið fötluð og ófær um að tjá sig með orðum kom fljótt í ljós sterkur persónuleiki hennar og vilji til tjáningar. Oftast var stutt í fallega brosið hennar.
Meira
SELMA RÚN ROBERTSDÓTTIR Selma Rún Robertsdóttir fæddist í Reykjavík 23. október 1991. Hún lést á Landspítalanum 29. maí sl. Selma var jarðsungin frá Háteigskirkju 2. maí.
Meira
Vertu sæl, vor litla, hvíta lilja, lögð í jörð að himnaföður vilja, leyst frá lífi nauða; ljúf og björt í dauða, lézt þú eftir litla rúmið auða. Vertu sæl, vor litla ljúfan blíða lof sé Guði, búin ertu' að stríða. Upp til sælu sala saklaust barn, án dvala! Lærðu ung við engla Guðs að tala! (Matth. Joch.
Meira
VIÐ gömlu mennirnir erum sífellt minntir á það, að óðum gengur á þann akurlendisblett sem okkur er ætlað að yrkja og ævin líður. Þó er þetta aldrei átakanlegra en þegar okkur yngri menn hverfa og það eins og í þetta sinn, án þess byrjast hafi hið raunverulega ævistarf sem við vonuðumst eftir.
Meira
EASTMAN Kodak-fyrirtækið kveðst hafa misst af 6 milljarða dollara tekjum síðan 1975 vegna velskjalfestra brota japanska stjórnvalda og fyrirtækisins Fuji Photo Film á samkeppnireglum. George Fisher stjjórnarformaður sagði á blaðamannafundi að Eastman Kodak hefði safnað skjallegum heimildum um starfsemi Fuji Photo Film,
Meira
VERÐ á hveiti þokast upp á við á heimsmarkaði. Birgðir hafa rýrnað og óttazt er að þær verði ekki nógu miklar, ef slæmt veður dregur úr uppskeru. Framreiknað verð í Chicago fer eftir veðurspá hverrar viku og rigningar valda bændum erfiðleikum í miðvesturríkjum Bandaríkjanna.
Meira
SEÐLABANKI Íslands hefur fyrir hönd ríkissjóðs gengið að tilboði Norræna fjárfestingarbankans (NIB) um lán að jafnvirði 3 milljarða króna. Láninu verður varið til að fjármagna framkvæmdir við Vestfjarðagöng og samgöngumannvirki á höfuðborgarsvæðinu.
Meira
DREAMWORKS SKG, hið nýja kvikmyndaver Stevens Spielbergs, segir að það og fyrirtækið Silicon Graphics Inc. muni hanna og reisa stafrænt ver upp á 50 milljónir dollara til teiknimyndagerðar, kvikmyndagerðar og framleiðslu sjónvarpsefnis.
Meira
SAMANLAGÐUR hagnaður þeirra 19 fyrirtækja sem skráð eru á Verðbréfaþingi jókst verulega á síðasta ári eða úr um 111 milljónum í röska 2,7 milljarða. Arðsemi eiginfjár fyrirtækjanna nam 7,73% á árinu.
Meira
Humar á grillið HUMARVERTÍÐIN er hafin og sumum finnst fátt jafnast á við ferskan, grillaðan humar. Tyrfingur Tyrfingsson matreiðslumeistari er einn af eigendum Humarhússins en sá veitingastaður opnaði nýlega þar sem Búmannsklukkan var áður til húsa.
Meira
HÚÐ verður feit vegna ofvirkni fitukirtla húðarinnar. Of mikið seytiefni fitukirtla veldur því að kirtlarnir stíflast. Við það myndast bólur og fílapenslar. Þetta kemur fram í bæklingi sem Body shop gaf nýlega út í tengslum við markaðssetningu á húðvörum, sem eru sérstaklega hannaðar fyrir unglinga með venjulega, feita eða bólótta húð.
Meira
ÍSLENSKIR tómatar hafa verið að lækka í verði undanfarna daga. Að sögn Kolbeins Ágústssonar hjá Sölufélagi garðyrkjumanna var algengt kílóverð í síðustu viku milli 400 og 500 krónur en núna er kílóverð úr búð um 300 krónur.
Meira
TUTTUGU sorpgámum fyrir dagblöð og pappír verður dreift víðs vegar um borgina í byrjun júlí. Hér er um að ræða tilraunaverkefni á vegum Hreinsunardeildar Reykjavíkurborgar til a.m.k. eins árs. Valdir verða fjölfarnir staðir sem falla að daglegu lífi fólks eins og verslunarkjarnar, bensínstöðvar og sambýli aldraðra.
Meira
SALA á hrossakjöti jókst um nærri 28% í apríl í ár miðað við sama mánuð í fyrra. Á ársgrundvelli stóð salan þó í stað. Þetta kemur fram í yfirliti yfir framleiðslu og sölu búvara. Gísli Karlsson, framkvæmdastjóri framleiðsluráðs landbúnaðarins telur helstu ástæðu fyrir aukinni sölu hrossakjöts lægra verð nú en í fyrra.
Meira
ÍSLENSKA sveitin á Ólympíumóti 15 ára og yngri í Las Palmas á Kanaríeyjum hefur fengið óskabyrjun. Í fyrstu umferð var sveit heimamanna burstuð á öllum borðum 40 og síðan tóku íslensku strákarnir forystuna með því að sigra Rússa 21. Það var óvæntur og glæsilegur sigur, því Rússar eiga titil sinn að verja í þessum aldursflokki, sigruðu á fyrsta mótinu á Möltu í fyrra.
Meira
799. þáttur Víkingur Guðmundsson er skemmtilegur og orðkænn höfundur, og enn kvað hann: "Ég þakka hlýleg viðbrögð gagnvart síðasta bréfi og umfjöllun því viðkomandi. Ég held mig svolítið við sama heygarðshornið. "Sæktu á djúpið", var sagt við unga menn þegar þeir voru hvattir til dáða. Gamalt orðtak. Djúpið var ekki bara djúpur sjór. Það var hafsvæði langt úti.
Meira
SUNDFÓLKIÐ okkar hélt áfram að raka inn verðlaunapeningunum í gær, hlaut þá 6 gull, 2 silfur og 4 brons og hefur alls fengið 16 gull, 6 silfur og 10 brons verðlaun þegar aðeins á eftir að keppa í sex greinum þannig að það er ljóst að verðlaunapeningarnir verða færri í sundinu núna en á síðustu tveimur leikum. Árangurinn er samt góður og allflestir hafa verið að bæta sig, sumir verulega.
Meira
Borgnesingar betri Skallagrímur sigraði Þrótt sanngjarnt 2:3 í annars kaflaskiptum leik á Þróttarvellinum. Þróttarar byrjuðu betur, spiluðu markvisst, og uppskáru mark á 9. mín., þegar Gunnar Gunnarsson fékk boltann í miðjum vítateig Skallagríms eftir aukaspyrnu, og skaut í slá og inn.
Meira
Eva Jósteinsdóttir vann bronsverðlaun í einliðaleik kvenna á Evrópuleikum smáþjóða í Lúxemborg í gær og varð um leið fyrst íslenskra kvenna til að komast á verðlaunapall á móti á erlendri grundu. Guðmundur Stephensen varð í fjórða sæti í einliðaleik karla og Lilja Rós Jóhannesdóttir og Ingólfur Ingólfsson í 7. sæti.
Meira
Fylkismenn lögðu ÍR-inga 4:2 í Árbænum í gærkvöldi og hafa þá unnið alla þrjá leiki sína í 2. deildinni. Fylkir hafði undirtökin en Guðjón Þorvarðarson skoraði fyrir gestina eftir klaufaskap í vörn Fylkis.
Meira
Fyrstu stig Þórs Þórsarar sigruðu HK á Akureyrarvelli 1:0 og voru þetta fyrstu stig Þórs í deildinni og jafnframt fyrsta markið sem liðið skorar. Athygli vakti að leikið var á hinum viðkvæma aðalleikvangi bæjarins sem yfirleitt hefur verið hlíft við öllu raski fram undir miðjan júní.
Meira
GUÐMUNDUR Stephensenkeppir fyrir hönd Íslands á ólympíumóti æskunnar sem fram fer í D¨sseldorf í Þýskalandi í ágúst og verður eini fulltrúi Íslands í borðtennis. Keppnin er fyrir 15 ára og yngri og gera forkálfar Borðtennissambandsins ráð fyrir að hann eigi þar góða möguleika á sigri.
Meira
"ÞAÐ hljómar ef til vill hjákátlega en mér fannst sem ég hefði góð tök á Oljauwon í vörninni allan tímann," sagði David Robinson, liðsmaður San Antonio og leikmaður NBA deildarinnar 1995 eftir að Hakeem Olajuwon hafði tryggt Houston sigur gegn San Antonio Spurs með stórleik þar sem hann skoraði m.a. 39 stig.
Meira
VALSMAÐURINN Júlíus Gunnarsson fer til 2. deildar liðs Rostock í Þýskalandi á þriðjudag í boði félagsins, kannar aðstæður og æfir með liðinu í þrjá daga. Júlíus, sem er hagfræðingur að mennt, hefur fullan hug á að fara út í framhaldsnám og leika handknattleik samfara náminu en Rostock vill fá hann í sínar raðir.
Meira
Forsvarsmenn handknattleiksmála í Kúveit gerðu Þorbergi Aðalsteinssyni skriflegt tilboð um að taka við þjálfun landsliðs þjóðarinnar fram yfir Heimsmeistarakeppnina í Japan 1997. Þorbergur var tilbúinn að slá til en í gær lá endanlega fyrir að samningur Kúveitmanna við Rússann Anatólíj Evtutsjenko, sem átti að renna út 31. maí, er í gildi í eitt ár til viðbótar.
Meira
Úrslitakeppni NBA Aðfararnótt föstudag, Vesturdeild Houston Rockets - San Antonio Spurs100:95 Houston sigraði í einvíginu 4:2. Með þessum sigri tryggði Houston sér sæti Vesturdeildar í úrslitleiknum um NBA titilinn.
Meira
MEISTARARNIR í Houston Rockets létu ekki gullið tækifæri að sigra einvígið við San Antonio sér úr greipum ganga í fyrrinótt. Þeir sigruðu andstæðinga sína 100:95 tryggðu sér sæti Vesturdeildar í úrslitaleikjum NBA. Enn einu sinni var það Hakeem Oljauwon sem fór fyrir liðið sínu með stórleik, hann skoraði 39 stig, tók 16 fráköst, átti 5 stoðsendingar og varði 5 bolta.
Meira
MARTHA Ernstsdóttir og Sigurður Einarsson sigruðu með nokkrum yfirburðum í sínum greinum, 5.000 metra hlaupi og spjótkasti, á Evrópuleikum smáþjóða í Lúxemborg í gær. Auk þess unnust ein silfurverðlaun og fern bronsverðlaun á Josy Barthel frjálsíþróttavellinum.
Meira
Sænskir fjölmiðlar eru allt annað en ánægðir með frammistöðu Svía í landsleiknum við Íslendinga í Evrópukeppninni í fyrrakvöld og segja að þeir hafi verið sjálfum sér verstir. Þeir hafi átt að sigra en klúðrað tækifærinu. "Hann heitir Arnar"
Meira
Tilþrifalítið en öruggt Stjarnan þurfti lítið að leggja á sig til að sigra slakt lið Víkings með þremur mörkum gegn engu. Guðmundur Steinsson kom Stjörnumönnum á bragðið á 18. mínútu er hann skoraði af stuttu færi, og rétt fyrir leikhlé skoraði Baldur Bjarnason eftir stórglæsilegan samleik Stjörnumanna gegnum götótta Víkingsvörnina.
Meira
Tíðindalaust í Garðinum VÍÐIR og KA leiddu saman hesta sína í Garðinum í gærkvöldi og þrátt fyrir 90 mínútna baráttu urðu liðin að sættast á skiptan hlut án þess að koma knettinum í annað hvort markið. Fyrri hálfleikur var opin og skemmtilegur og bæði lið sóttu af nokkrum krafti, en þó hafði KA liðið undirtökin.
Meira
Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik leikur um þriðja sætið við San Marínó á Smáþjóðaleikunum, en það fór með sigur á leikunum fyrir tveimur árum í Möltu og Andorra fyrir fjórum árum. Lúxemborg lék betur í gær og verðskuldaði sigurinn, 86:95, og liðið leikur til úrslita við Kýpur.
Meira
ARNAR Gunnlaugsson æfði sig í að taka aukaspyrnur fyrir Evrópuleik Svíþjóðar og Íslands í fyrrakvöld og hann uppskar eins og til var sáð - með marki úr aukaspyrnu á upphafsmínútum leiksins. Rétt fyrir leikinn fór Tommy Svensson, landsliðsþjálfari Svía, til Ravellis, markvarðar, og sagði: "Ég sá að númer níu, Gunnlaugsson, stóð og æfði aukaspyrnur í upphituninni.
Meira
Síðustu mánuðina hefur verið uppi viðamikil sýning á verkum hins heimskunna málara Asger Jorn (1914- 1973) í Lousiana safninu við Humlebæk, og lýkur henni 5. júní verði hún ekki framlengd. Jorn mun vera nafnkunnasti norræni málarinn meðal hérlendra, fyrir utan Edvard Munch (1863- 1944), en samt eru þeir furðu lítið þekktir af yngri kynslóðum,
Meira
AÐ UNDANFÖRNU hefur verið gert átak í að efla tækjakost útvegssviðs VMA á Dalvík og með samstilltu átaki stjórnvalda og ýmissa fyrirtækja hefur nú tekist að fest kaup á nýjum siglinga- og fiskveiðisamlíki. Áður þurftu nemendur að fara tvisvar að vetri til Reykjavíkur þar sem þeir fengu þessa kennslu við Stýrimannaskólann í Reykjavík.
Meira
Verulegt smygl á hvalkjöti á sér stað, einkum á milli Japans, Suður- Kóreu og Tæwan, samkvæmt upplýsingum brezkra umhverfisverndarmanna. Samtök um verndun hvala og höfrunga byggja fullyrðingar sínar um stórfellt smygl á erfðafræðilegum sýnishornum úr hvalkjöti, sem tekin hafa verið í ýmsum stórborgum í Asíu, þar á meðal Tókýó og Seul.
Meira
SLÆPLAST hf. á Dalvík hefur nú sett á markað nýtt endurvinnalegt fiskisker, en það mun í fyrsta sinn að endurvinnanleg fiskiker koma á almennan markað framleidd af íslenzku fyrirtæki. Kerið var fyrst kynnt sem þróunarverfefni á Íslenzku sjávarútvegssýningunni í Reykjavík haustið 1993, en nú er framleiðsla þess hafin.
Meira
Hellu -Á VEGUM Ferðamálaráðs hafa uppá síðkastið verið haldnir nokkrir fundir vítt og breitt um landið þar sem Magnús Oddsson ferðamálastjóri og Dieter Wendler forstöðumaður skrifstofu Ferðamálaráðs í Frankfurt hafa setið fyrir svörum heimamanna.
Meira
ARINBJÖRN Jóhannsson á Brekkulæk í Húnavatnssýslu mun sem fyrr skipuleggja hestaferðir í sumar. Ferðir eru einkum um Húnavatnssýslur, Borgarfjörð og Dalasýslu og ein ferð í Skagafjörð á félagsmót hestamannafélaganna um verslunarmannahelgina.
Meira
Yfirlit: Milli Jan Mayen og Svalbarða er 1.026 mb hæð sem hreyfist norðaustur. Norður af Hjaltlandseyjum er 1.000 mb lægð sem hreyfist vestur í stefnu á Ísland. Spá: Norðankaldi eða stinningskaldi og rigning norðan- og austanlands en slydda á hálendinu.
Meira
TEKNIR hafa verið í gagnið þrír vegvísar sem staðsettir eru í Keflavík, Njarðvík og Höfnum, nánar tiltekið Fitjum við Aðalgötu og tjaldstæðinu Stekk. Það var JC Suðurnes og Ferðamálanefnd Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna sem stóðu að gerð vegvísanna og er töluvert í þá lagt því hvert skilti kostaði um 1 millj. kr. Vegvísarnir voru afhentir með hátíðlegum hætti sl. laugardag.
Meira
Trekant (þríhyrningur) er ágætt spil fyrir þrjá áhugaspilara sem langar að spila brids, en eru ekki svo heppnir að geta náð í fjórða mann, eða að minnsta kosti ekki nógu góðan fjórða mann! Notuð eru tvenn spil eins og í brids.
Meira
Í svörtu húsi við hafið sefur barn og þegar hvítar dúfurnar hefja sig til flugs af þaki hússins opnar barnið augun eitt andartak en sofnar síðan aftur og dreymir svartar dúfur sem ber við hvítan himin. Höfundur er tónlistarkennari í Reykjavík.
Meira
Í tilefni hvítasunnu og Kirkjulistahátíð 1995 sem hefst um þessa helgi, er á forsíðu Lesbókar vefmynd, ofin altaristafla eftir norsku myndlistarkonuna Else Marie Joakobsen. Hún sýndi verk sín í Listasafni Akureyrar í mai, en opnar í dag í Hallgrímskirkju sýningu á trúarlegum verkum sem standa mun til 18. þ.m. Þar eru ofin veggteppi, aðallega altaristöflur og einnig grafíkmyndir.
Meira
ERLA JÓHANNSDÓTTIR Höfundurinn er 12 ára Reykjavíkurtelpa en var 11 ára þegar hún orti ljóðið og sjálf hefur hún skrifað það eins og það birtist hér.
Meira
ÍFYRRAHAUST efndi hópur myndlistarmanna til sýningar í Hafnarfirði undir heitinu Stefnumót listar og trúar. Sýnd voru um þrjátíu verk og hlaut sýningin góðar viðtökur. Tilefnið var hinn árlegi héraðsfundur Kjalarnesprófastsdæmis.
Meira
Vorkoma varplanda vitjað við heiðarvötnin blá Fuglar fljúga á braut að finna kyrrð ró Kærkominn kveður gesti er að koma til að sjá Fálki fyrir dyrum og fagnar Marinó Höfundur er fyrrverandi lögregluþjónn og íslandsmethafi í kúluvarpi.
Meira
Þú spyrð krefjandi spurninga um hjartasláttar sýknun og sekt. Ég á enga sérstaka skilgreiningu nema að axla krossinn sinn eins og hann er axlaður fyrir mig. Hjartans elsku vina ég var alls ekki hissa bara grjótið í hjartablóðinu er svo sárt þegar það veltur og sker allar tilfinningar þvert.
Meira
Þegar Michel Foucault lést úr alnæmi á 58-unda aldursári fyrir u.þ.b. ellefu árum (25. júní 1984) var hann orðinn einn allra áhrifaríkasti hugsuður á þessari öld en um leið einn sá umdeildasti. Í þessari grein verður reynt að skyggnast um í því völundarhúsi sem líf og hugsun Michels Foucaults mynda.
Meira
VIÐ SETNINGARATHÖFN Kirkjulistahátíðar 1995 í Hallgrímskirkju í dag kl. 14 verða frumfluttir níu sálmar um ljósið og lífið og opnaðar tvær myndlistarsýningar. Kirkjulisthátíð stendur til 18. júní og verður þar m.a. frumflutt nýtt íslenskt leikverk og frumsýndur dans við Sálumessu Mozarts. Kunnir erlendir gestir sækja hátíðina.
Meira
Kjarvalsstaðir Verk Guðmundar Einarssonar frá Miðdal, Bjarni Hinriksson og Kristján Steingrímur Jónsson fram í miðjan júní. Safn Ásgríms Jónssonar Vormenn í íslenskri myndlist til 31. ágúst. Ásmundarsafn Stíllinn í list Ásmundar fram á haust Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sýn. Þessir kollóttu fram eftir sumri.
Meira
Kristur minn, ég kom að þinni kærleiks lind, sem fyrirgaf. Traust mér halt í trú hér inni, tak mig yfir vonsku haf. Elskuríki andans faðir augum líknar líttu mig. Sjúkir, mæddir, sælir, glaðir, syndum léttir, lofum þig. Ver þú áfram vægur, Drottinn, veg þinn feta ætlum við. Gef þú öllum vonar vottinn, vitni þín og trúarmið.
Meira
Ljósið í myrkrinu var nærri en röng beygja færði það í kaf. Andardráttur í myrkrinu gaf til kynna návist þína. Ég leita en finn ekki. Skýrar sýnir í huga mínum verða óraunverulegar í húminu tilfinning að engu í dagsljósi.
Meira
Árabáturinn barst frá landi, það var öldugangur á vatninu og skyndilega fór vindkviða um dalinn og hvolfdi bátnum og við Óli bróðir duttum útbyrðis í vatnið og tókst með erfiðismunum að komast í land.
Meira
HVERGI gefst færi á að sjá jafn fjölbreytt leikhús á jafn litlu svæði og í London. Það að nafli leiklistar í hinum enskumælandi heimi er staðsettur í seilingarfjarlægð frá landinu kalda er staðreynd sem ég held að of fáir landar geri sér grein fyrir.
Meira
Maður er nefndur Guðmundur og er Sveinsson, fæddur 1907 í Vík í Mýrdal og er því á 89. árinu. Því hefði ég aldrei trúað þegar hann kom við á Lesbók með nokkrar gamlar myndir úr Langjökulsleiðangri frá árinu 1935, og sagði mér ýmislegt frá þeirri ferð og fleiri svaðilförum. Maðurinn leit út fyrir að vera í mesta lagi 75 ára. Þeir sem þekkja hann, kalla hann Mumma.
Meira
Fjórþáttungurinn um Ólaf Kárason Ljósvíking eftir Halldór Laxness kom út á árunum 19371940, en heildarútgáfa skáldverksins kom fyrst út árið 1955 og þá undir nafninu Heimsljós. Nafnið er sótt í síðustu ljóðlínur kvæðisins Söknuður eftir Jónas Hallgrímsson: "Hnigið er heimsljós,/ himinstjörnur tindra./Eina þreyi eg þig".
Meira
sakleysi mitt var seinheppið er sauðargæru hugði ráð að klæðast en úlfsfeldur var það illskugrár sem fíflaði ólukkusauðinn og því er að nú hæðast allir án forfalla að einfeldni minni stakri að ætla sér að þarflausu svo klaufalega að blekkja eitt er að vera ænstæn bakvið skrifborð annað lýðinn með lengst eyrun að þekkja úlfs vafinn feldi flæmdur grjóti á
Meira
OFT OG iðulega hafði Ásmundur Sveinsson það á orði að hann gæti skipt um stíl líkt og ljóðskáldið um rím. Það sýndi einfaldlega fram á tæknilega hæfileika listamannsins og kæmi engan veginn í veg fyrir persónulega tjáningu. Og víst er að þegar litið er yfir listrænan feril Ásmundar hljóta menn að undrast hinn formræna margbreytileika í verkum hans.
Meira
ÍTILEFNI þess að í maí var hálf öld liðin frá stríðslokum í Evrópu hefur fjöldi bóka verið gefinn út þar sem litið er á heimsstyrjöldina síðari frá ýmsum og oft nýstárlegum sjónarhornum. Að mati The Economist eru margar þeirra vel þess virði að líta í.
Meira
Á vetri baðar sálir sumarþeyr, þar syngur fugl á grein í von og trú á það sem verði gott það gerist nú og gleðin festi rót og hverfi ei meir. Morgunbirtan dælir orku í æð, yrkir blámans ljóð í himin skráð. Ljóssins ský um loftið eins og náð líður yfir jarðarinnar smæð.
Meira
Ínútímamáli er oft talað um að eitthvað sé tímanna tákn með vísun til þess sem er einkennandi eða búast mátti við. Í kristilegum ritum eru teikn eða tákn af himni mikilvæg sem fyrirboði ókomins tíma. Elsta dæmi sem svipar til orðatiltækisins e--ð er tímanna tákn er frá fyrri hluta 16.
Meira
Hið fyrra kvöld, sem kom ég þar, var kvöld í sólskinsljóma, og léttur eimur ennþá var um alla ganga og stofurnar af angan brúðkaupsblóma. Ég fann þar hjónin, heit og ör við hæstu þránna flæði, með blys í augum, bros á vör og bjartan svip og glaðleg svör, svo frjáls og fögur bæði.
Meira
Það var ekki um að villast. Svipur vinar míns og líflæknis, dr. Magna, var alvarlegur. Ég var lémagna eftir að hafa blásið í tæki nokkurt sem mældi lífsloftið sem ég megnaði að draga að mér með þar til gerðum lungum mínum. "Loftið í lungunum hefur stórlega minnkað, Þórður.
Meira
FIMMTÍU árum eftir stríðslok hefur einn af mestu hljómsveitarstjórum sem uppi hefur verið, Wilhelm Furtwängler, enn á ný verið sakaður um hollustu við nasista. Furtwängler var stjórnandi Berlínarfílharmóníunnar í valdatíð Adolfs Hitlers og hefur hart verið deilt um hvort hann hafi tengst stjórnvöldum eða hvort hann hafi gætt hlutleysis síns og einungis haldið þýskri tónlistarhefð á lofti.
Meira
Guð hvert get ég farið frá augliti þínu, þegar ég geng meðfram sjávarströndinni sé bylgjur hafsins gæla við klettana þá ert þú þar. Þegar regnið guðar á glugga minn þá ert þú einnig þar. Þegar ég heyri marrið í snjónum undir fótum mínum, þá ert þú þar. Ég get ekkert farið frá augliti þínu.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.