Greinar sunnudaginn 11. júní 1995

Forsíða

11. júní 1995 | Forsíða | 186 orð

Chirac vill aðgerðir gegn atvinnuleysi í heiminum

JACQUES Chirac, forseti Frakklands, vill að leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims, G-7- hópsins svonefnda, leggi nú aðaláherslu á að ræða aðgerðir gegn atvinnuleysi og ráðstafanir gegn uppákomum á alþjóðafjármálamörkuðum á borð við hrun mexíkóska pesóans og gjaldþrot Baringsbanka. Næsti G-7-fundur verður í Kanada í vikunni. Meira
11. júní 1995 | Forsíða | 108 orð

Gerhardt nýr formaður FDP í Þýskalandi

FRJÁLSLYNDIR demókratar (FDP), samstarfsflokkur kristilegra demókrata í stjórn Þýskalands, kusu sér nýjan formann, Wolfgang Gerhardt, á laugardag. Hann tekur við embættinu af Klaus Kinkel utanríkisráðherra en erfir ekki embætti hans í stjórn Helmuts Kohls. Meira
11. júní 1995 | Forsíða | 318 orð

Hálsrígur á hraðbraut

Hálsrígur á hraðbraut FYRIR nokkru var maður á fertugsaldri á leið í vinnuna á bíl sínum á hraðbraut í grennd við Nottingham í Bretlandi. Skyndilega fékk hann svo skæðan ríg í háls og efri hluta baksins að hann varð að stöðva bílinn. Meira

Fréttir

11. júní 1995 | Innlendar fréttir | 247 orð

11 ára í klettaklifri

ÞAÐ eru ekki margir ellefu ára strákar, sem hafa klifið snarbratta kletta eftir kúnstarinnar reglum. En Ásgeir Halldórsson, sem er vanur keppnismaður á skíðum, er þegar farinn að reyna fyrir sér í klettaklifri og líkar vel. Meira
11. júní 1995 | Innlendar fréttir | 71 orð

Arnar á "skotæfingu"

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu leikur gegn Ungverjum í Evrópukeppni landsliða á Laugardalsvelli í kvöld. Landsliðsmennirnir mættu í Keiluhöllina í Öskjuhlíð í gær og tóku létta "skotæfingu." Íslenska landsliðið sigraði Ungverja 2:0 í undankeppni HM fyrir tveimur árum en ungverska liðið sigraði Svía 1:0 í síðasta leik sínum í Búdapest. Meira
11. júní 1995 | Innlendar fréttir | 149 orð

Atkvæði talin um miðnætti

BÚIST er við að niðurstaða úr atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjari, sem hann lagði fram í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna, liggi fyrir aðfaranótt þriðjudags. Haldnir verða fundir í nær öllum sjómannafélögum á landinu á mánudaginn þar sem miðlunartillagan verður kynnt og greidd verða skriflega atkvæði um hana. Meira
11. júní 1995 | Innlendar fréttir | 220 orð

Breytingartillaga við GATT fráleit

JÓHANNES Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að breytingartillaga efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis við GATT- frumvarp sé "fráleit" og algerlega óviðunandi fyrir neytendur. Neytendasamtökin og innflutningsfyrirtæki hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega og bent á að miðað við það verð landbúnaðarafurða, sem fáanlegt sé í Vestur-Evrópu, Meira
11. júní 1995 | Innlendar fréttir | 223 orð

Dagskrá við höfnina frá kl. 13

Dagskrá Sjómannadagsins í Reykjavík hefst þegar klukkan 8 þegar fánar verða dregnir að húni á skipum í Reykjavíkurhöfn. Kl. 11 hefst minningarguðsþjónusta í Dómkirkjunni. Biskupinn yfir Íslandi, herra Ólafur Skúlason, minnist drukknaðra sjómanna. Sr. Jakob Hjálmarsson þjónar fyrir altari. Blómsveigur verður lagður á leiði óþekkta sjómannsins í Fossvogskirkjugarði. Meira
11. júní 1995 | Innlendar fréttir | 197 orð

Ekki stórfelld áhrif á starfsemi Flugleiða

EKKI er talið að verkfall flugmanna hjá skandinavíska flugfélaginu SAS valdi verulegri röskun á áætlun farþega á vegum Flugleiða. Verkfallið hófst í gær og mun verða fram haldið á mánudag ef ekki hefur samist í tæka tíð. Meira
11. júní 1995 | Innlendar fréttir | 180 orð

Fjölskylduhátíð og ferðakynning í Kringlunni

FERÐAKYNNING verður nú um helgina í Kringlunni í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur, Olíufélagið og nokkra aðila í ferðaþjónustu. Kynntir verða ferðamöguleikar innanlands undir kjörorðinu: Ísland, sækjum það heim. Olíufélagið verður með sérstaka kynningu á nýjungum fyrir safnkorthafa félagsins og á notkun debetkorta og greiðslukorta í tengslum við safnkortin. Meira
11. júní 1995 | Innlendar fréttir | 343 orð

Flytja tillögu um hærra aflamark smábáta

EINAR Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Össur Skarphéðinsson, þingmaður Alþýðuflokksins, sammæltust um það við aðra umræðu um fiskveiðistjórnarfrumvarpið á Alþingi í fyrrakvöld að flytja breytingartillögu við þriðju umræðu um frumvarpið þar sem lyft er því þorskaflahámarki smábáta sem kveðið er á um í frumvarpinu, en það er 21.500 tonn. Meira
11. júní 1995 | Innlendar fréttir | 83 orð

Færeyskir togarar landa karfa

TVEIR færeyskir úthafstogarar lönduðu 175 lestum af úthafskarfa hjá Goðaborg hf. á Fáskrúðsfirði á föstudag og verður að mestu unnið úr þeim afla á staðnum en hluti aflans verður fluttur um helgina til vinnslu á Reyðarfirði. Togararnir sem voru við veiðar á Reykjaneshrygg lönduðu einnig afla hjá Goðaborg í seinustu viku. Meira
11. júní 1995 | Innlendar fréttir | 139 orð

Hlaut styrk úr Forshell-sjóðnum

STYRKI úr minningarsjóði um Per- Olaf Forshell,fyrrverandi sendiherra Svíþjóðar á Íslandi,var úthlutað hinn 23. maí, á fæðingardegi Forshells, og hlaut Björg Guðmundsdóttir frá Bolungarvík styrkinn, að upphæð 3.000 sænskum krónum. Meira
11. júní 1995 | Innlendar fréttir | 153 orð

Hundasýning

HUNDASÝNING á vegum Hundaræktarfélags Íslands verður haldin í Sólheimakoti við Hafravatnsveg sunnudaginn 18. júní næstkomandi og er hún ætluð hundum af öllum hundakynjum. "Hinn kunni alþjóðlegi dómari, Carl-Johan Adlercreutz kemur frá Svíþjóð til að dæma hundana. Auk þess mun hann halda fræðsluerindi, meðal annars um líkamsbyggingu hunda, þá daga sem hann dvelur hér. Meira
11. júní 1995 | Innlendar fréttir | 147 orð

Húsbréfalán hækkað í 70%

PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra lýsti því yfir við utandagskrárumræðu um húsnæðismál á Alþingi í gær að hann myndi á næstu dögum undirrita reglugerð um að hækka lánshlutfall húsbréfalána upp í 70% af kaupverði íbúðar, þegar um fyrstu húsnæðiskaup fólks væri að ræða. Hann sagði að ekki væri þó í undirbúningi að hækka lánshlutfall til kaupa á stærri íbúðum. Meira
11. júní 1995 | Innlendar fréttir | 37 orð

Hvernig má lækka jaðarskatta?

SAMBAND ungra sjálfstæðismanna stendur mánudaginn 12. júní fyrir fundi um jaðarskatta í Valhöll, Háaleitisbraut 1, og hefst hann kl. 20. Frummælendur eru Þór Sigfússon, hagfræðingur, og Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Meira
11. júní 1995 | Innlendar fréttir | 170 orð

Kauptrygging hækkar

SAMIÐ var um 4,3% hækkun kauptryggingar í samningum sjómanna og útvegsmanna á Vestfjörðum. Hækkunin kemur til vegna hækkunar á orlofsuppbót og desemberuppbót, sem hingað til hafa verið inn í almennum töxtum. Aðrir launaliðir hækka um 3% strax og um 3% 1. janúar á næsta ári. Meira
11. júní 1995 | Innlendar fréttir | 99 orð

Kynning á blómakerjum og sýnikennsla í Fornalundi

BM VALLÁ stendur fyrir kynningu og sýnikennslu í frágangi gróðurs í blómaker. Kynningin verður haldin í Fornalundi, sýningarsvæði BM Vallár við Breiðhöfða á sunnudaginn frá kl. 14­17. Sérfræðingur frá gróðrarstöðinni Mörk sýnir hvernig gengið er frá gróðrinum í blómaker og sýnir samval, m.a. á sumarblómum, og svarar spurningum gesta. Meira
11. júní 1995 | Innlendar fréttir | 191 orð

Landsbókasafninu færð gömul Íslandskort

SAMBAND íslenskra sveitarfélaga minnist 50 ára afmælis sambandsins um helgina. Af því tilefni gefur sambandið Landsbókasafni ­ Háskólabókasafni 12 gömul Íslandskort úr safni Kjartans Gunnarssonar apótekara. Í tilefni afmælisins verður einnig gefin út saga sambandsins samin af þeim Lýð Björnssyni og Óskari Guðmundssyni. Meira
11. júní 1995 | Landsbyggðin | 215 orð

Námskeið í greiningu og meðferð kvilla

Stykkishólmi-St. Fransiskusspítali í Stykkishólmi stóð nýlega fyrir námskeiði þessa dagana. Það fjallar um orthopaedisk medicin og gengur út á greiningu og meðferð kvilla í hreyfikerfi líkamans. Þetta er þriðja árið sem svona námskeið er haldið á vegum Sjúkrahússins og fjórða námskeiðið. Námskeiðin eru ætluð læknum og sjúkraþjálfurum. Meira
11. júní 1995 | Innlendar fréttir | 274 orð

Nótur ASÍ-VSÍ orðnar að löngu tónverki

GYLFI Arnbjörnsson hagfræðingur ASÍ og Guðni N. Aðalsteinsson hagfræðingur VSÍ eru sammála um að samningar þeir sem gerðir hafa verið seinustu vikur feli í sér talsvert meiri launahækkanir en samkomulag ASÍ og VSÍ frá því í febrúar gerir ráð fyrir. Meira
11. júní 1995 | Innlendar fréttir | 375 orð

Ráðherra boðar frumvörp í haust

STJÓRNARANDSTAÐAN gagnrýndi Framsóknarflokkinn harðlega í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær, laugardag, fyrir að hafa ekki efnt kosningaloforð sín um úrbætur í húsnæðismálum. Páll Pétursson félagsmálaráðherra skýrði frá því að hann hefði skipað tvær nefndir til að skoða vandann og gera tillögur til úrbóta. Frumvörp yrðu lögð fyrir haustþingið, er það kæmi saman. Meira
11. júní 1995 | Erlendar fréttir | 315 orð

Sagt draga úr fyrirtíðaspennu

KONUR sem þjást af miklum geðsveiflum fyrir blæðingar, eygja nú von um að draga megi úr þeim, að því er segir í The International Herald Tribune. Samkvæmt umfangsmikilli kanadískri rannsókn slá geðlyfið Prozac og skyld lyf, svo sem Fontex, á einkenni fyrirtíðaspennu hjá um helmingi þeirra kvenna sem mest finna fyrir henni. Meira
11. júní 1995 | Erlendar fréttir | 129 orð

Samið um fiskvernd

EMBÆTTISMENN Fiskveiðiráðs Norður-Atlantshafsins, NAFO, náðu um það samkomulagi á fundi sínum í Kanada á föstudag að grípa til róttækra verndunaraðgerða til að bjarga hnignandi veiðistofnum. Verður að miklu leyti stuðst við samning sem Kanada og Evrópusambandið, ESB, gerðu nýverið til að binda enda á deilur um veiðar við Nýfundnaland. Meira
11. júní 1995 | Innlendar fréttir | 453 orð

Sjómenn fullyrða að miklu af fiski sé fleygt

SJÓMENN í sjávarplássum víðsvegar um landið fullyrða að miklu af fiski sé fleygt af fiskiskipunum. Flestir af tugum sjómanna úr öllum greinum fiskveiða, sem blaðamenn Morgunblaðsins hafa rætt við um þessi mál undanfarna daga, hafa sjálfir tekið þátt í því að henda fiski útbyrðis, Meira
11. júní 1995 | Innlendar fréttir | 99 orð

Sjómenn gera klárt

SJÓMENN víða um land hafa beðið þess með óþreyju að komast á sjó, en sjómenn hafa verið í verkfalli síðan 25. maí. Eitthvað hefur verið um það í verkfallinu að sjómenn hafi notað tímann til að dytta að skipum og veiðarfærum. Á föstudaginn tóku skip í Þorlákshöfn ís og gerðu klárt fyrir brottför. Kristinn Pálsson, í verkfallsstjórn sjómanna, sagði þessa vinnu verkfallsbrot. Meira
11. júní 1995 | Innlendar fréttir | 161 orð

Skráning í HÍ er svipuð og í fyrra

SKRÁNINGU nemenda í Háskóla Íslands fyrir haustmisseri lauk á fimmtudaginn. Þórður Kristinsson kennslustjóri sagði aðsóknina venju samkvæmt, en það hafi þó myndast dálítil örtröð eftir helgina. Meira
11. júní 1995 | Innlendar fréttir | 145 orð

Skrá yfir fornminjar á Seltjarnarnesi

ÚT er komin tæmandi skrá yfir þekktar fornminjar á Seltjarnarnesi. Í skránni eru minjarnar tilgreindar, ástandi þeirra lýst auk þess sem litmyndir af mörgum þeirra gera skrána að aðgengilegu skemmti- og fróðleiksriti fyrir venjulegt fólk. Meira
11. júní 1995 | Innlendar fréttir | 60 orð

Smíðað undir Esjunni

ÞEIR Ingvar Á. Guðmundsson og Rögnvaldur Gíslasson smíðuðu af kappi á Árvöllum á Kjalarnesi í vikunni. Ingvar kvað þá vera koma upp gufubaði og nuddpottum, sem kæmu þeim fjölmörgu ferðamönnum sem Esjuna sækja heima að góðum notum. Bærinn liggur skammt undan hlíðum Esju og fjöldi útlendinga leggur leið sína þangað, til að sleppa við skarkala höfuðborgarinnar. Meira
11. júní 1995 | Innlendar fréttir | 398 orð

Starfsemi skólans lögum samkvæmt

JÓN Viðar Matthíasson, fráfarandi formaður skólanefndar Brunamálaskólans, vísar því á bug sem fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar um stofnunina og í viðtali við Bergstein Gizurarson brunamálastjóra sem birtist í Morgunblaðinu í gær, að það hafi stangast á við lög að hefja starfsemi skólans á síðasta ári. Meira
11. júní 1995 | Innlendar fréttir | 228 orð

Sumarmyndirnar kynntar í Sambíóunum

SÝNINGAR á sumarmyndum kvikmyndahúsanna hefjast í kvöld í Sambíóunum og í Borgarbíói á Akureyri. Þá verður forsýnd spennumyndin "Die Hard With A Vengeance" með Bruce Willis, Jeremy Irons og Samuel L. Jackson í aðalhlutverkum. Meira
11. júní 1995 | Innlendar fréttir | 277 orð

Til Parísar í viku

FJÖLDI sendinga barst í brúðkaupsleik Morgunblaðsins sem birtist í blaðaaukanum Brúðkaup ­ í blíðu og stríðu 28. maí sl. Björg Hilmarsdóttir og Örn Guðmundsson voru dregin út en þau ætla að gifta sig í Hallgrímskirkju 26. ágúst nk. Meira
11. júní 1995 | Innlendar fréttir | 122 orð

Tryggingaskólanum slitið

TRYGGINGASKÓLANUM var slitið miðvikudaginn 7. júní. Fjörutíu og tveir nemendur luku námi að þessu sinni. Námi í Tryggingaskólanum, sem er í eigu Sambands íslenskra tryggingafélaga, er skipt í grunnnám annars vegar og hins vegar í sérnám þar sem nemendur fá kennslu á afmörkuðum sviðum vátrygginga og vátryggingastarfsemi. Meira
11. júní 1995 | Innlendar fréttir | 96 orð

Tæplega 70 ökumenn stöðvaðir

LÖGREGLAN í Reykjavík stöðvaði tæplega 70 ökumenn frá miðvikudagsmorgni til fimmtudagsmorguns. Flestir fengu aðeins áminningu, 30 ökumenn, ýmist fyrir of hraðan akstur, vegna þess að ljósabúnaður var ekki í lagi eða ökutækin voru enn á nagladekkjum. Meira
11. júní 1995 | Innlendar fréttir | 462 orð

Verðmætasta eign félagsins undir einu þaki

HÁLFRAR aldar afmælis Útgerðarfélags Akureyringa var minnst með veglegri veislu sem haldin var í Íþróttahöllinni á Akureyri á föstudagskvöld. Um 1.200 gestir sóttu veisluna, allt starfsfólk félagsins ásamt mökum auk fjölda gesta. Verðmætasta eignin Meira
11. júní 1995 | Innlendar fréttir | 730 orð

"Verkfallið kemur á versta tíma fyrir okkur"

FFÆST fiskiskip landsins hafa verið á sjó undanfarnar vikur vegna verkfalls sjómanna. Fyrir marga er þessi árstími aðalbjargræðistíminn og sumir því uggandi yfir ástandinu. Það er óhætt að segja að flestir sjómenn upplifi sjómannadaginn öðruvísi þetta árið en oft áður. Á Höfn í Hornafirði væri humarvertíðin í fullum blóma undir venjulegum kringumstæðum. Meira
11. júní 1995 | Innlendar fréttir | 399 orð

VIKAN 4/5 - 10/6 Lausn á sjómannaverkfalli

RÍKISSÁTTASEMJARI lagði fram formlega miðlunartillögu í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna í gærkvöldi. Tillagan verður borin undir atkvæði sjómanna nk. mánudag. Verði hún samþykkt fara skipin á sjó á þriðjudag. Miðlunartillagan tekur á öllum atriðum nýs samnings sem samkomulag var orðið um. Atriði sem deiluaðila greindi á um verður ekki að finna í samningnum. Meira
11. júní 1995 | Innlendar fréttir | 317 orð

Vilja ýta undir frumkvæði hjá unglingum

HINN 19. júní næstkomandi hefst sex vikna námskeið fyrir unglinga á aldrinum 11-13 ára og 14-16 ára, þar sem kennd verða undirstöðuatriði í söng, leiklist og almennri tjáningu. Það eru Kristbjörg Karí Sólmundsdóttir og Margrét Sigurðardóttir sem standa fyrir námskeiðinu og verða jafnframt í hlutverki leiðbeinenda. Meira
11. júní 1995 | Innlendar fréttir | 106 orð

Þingnefnd vill endurskoðun

ALLSHERJARNEFND Alþingis hefur óskað eftir því við Gest Jónsson hæstaréttarlögmann og Gunnlaug Claessen hæstaréttardómara að þeir taki að nýju til skoðunar athugun sem þeir gerðu í fyrra á skaðabótalögum nr. 50 frá árinu 1993, að tilhlutan dómsmálaráðherra. Meira
11. júní 1995 | Innlendar fréttir | 114 orð

Þreföldun á tíu ára tímabili

ÞRJÚ hundruð og fimmtíu vínveitingahús voru á landinu öllu í maí síðastliðnum, samkvæmt könnun sem dómsmálaráðuneytið framkvæmdi og þar af voru 138 í Reykjavík. Fjöldi vínveitingahúsa hefur rúmlega þrefaldast á tíu ára tímabili frá árinu 1985 og gildir það hvort sem litið er til alls landsins eða Reykjavíkurborgar einnar. Meira
11. júní 1995 | Innlendar fréttir | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

EFTIR þetta fjölnotaleyfi ættu krókabátakarlar að geta kvatt án þess að óttast að eiga ekki fyrir kistunni... Meira
11. júní 1995 | Erlendar fréttir | 379 orð

(fyrirsögn vantar)

HELDUR dró úr flóðunum í Austur- Noregi eftir helgina en yfirborð Mjøsu hélt þó áfram að hækka og var búist við að það yrði í hámarki á sunnudag. Reynt var að þyngja Víkingaskipið, íþróttahöllina í Hamar, með því að dæla vatni á gólfið til að minnka hættuna á að húsið færi á flot ef vatnsflaumurinn næði að umlykja mannvirkið. Meira

Ritstjórnargreinar

11. júní 1995 | Leiðarar | 472 orð

AUÐLINDIN OG ÖRYGGIÐ

AUÐLINDIN OG ÖRYGGIÐ jávarauðlindin var undirstaða afkomu og eigna Íslendinga á þessari öld ­ framfara og uppbyggingar í samfélaginu. Veiðar, vinnsla og sjávarvörumarkaðir, sem tekizt hefur að byggja upp erlendis, hafa verið og eru hornsteinar íslenzkrar velmegunar. Meira
11. júní 1995 | Leiðarar | 2242 orð

DEILAN um stækkun Atlantshafsbandalagsins til austurs hefur skapað

DEILAN um stækkun Atlantshafsbandalagsins til austurs hefur skapað óvissu í samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna og má fullyrða að þau hafa ekki verið stirðari frá því að veldi kommúnismans leið undir lok. Ríkin í Mið- og Austur-Evrópu, sem áður heyrðu Varsjárbandalaginu og sovésku yfirráðasvæði til, þrýsta ákaft á að fá aðild að varnarbandalagi lýðræðisríkjanna. Meira

Menning

11. júní 1995 | Fólk í fréttum | 137 orð

Á Lisa Marie Presley von á barni?

BRESKA dagblaðið Daily Mirror greindi frá því á föstudag að Michael Jacksons og eiginkona hans Lisa Marie Presley myndu tilkynna fljótlega að þau ættu von á barni. Hjónin, sem giftu sig fyrir ári, hafa reynt að geta barn í nokkra mánuði, að sögn blaðsins, sem hefur það eftir nánum vinum þeirra. Engin viðbrögð fengust hjá Jackson og Presley við fréttinni. Meira
11. júní 1995 | Fólk í fréttum | 81 orð

"Bridges"ilmurinn kominn

FRAMLEIDDUR hefur verið ýmiskonar varningur tengdur myndinni "The Bridges of Madison County", með Clint Eastwood og Meryl Streep í aðalhlutverkum. Kvikmyndin er geysivinsæl og meðal varnings sem framleiddur hefur verið eru stuttermabolir, náttföt, pólóskyrtur og peysur. Meira
11. júní 1995 | Fólk í fréttum | 192 orð

Ethan Hawke hreiðrar um sig í Hollywood

ETHAN Hawke vakti fyrst athygli fyrir frammistöðu sína í myndinni Dauðra skálda félagið, þar sem Robin Williams fór á kostum sem endranær. Í framhaldi af því hafa honum boðist margir feitir bitar í Hollywood, sem hann hefur þegið með þökkum, og má þar nefna myndirnar White Fang, Alive og Reality Bites. Meira
11. júní 1995 | Tónlist | 384 orð

Kirkjulistahátíð

Norskir alþýðusálmar. Sungnir af Anne-Lise Berntsen við orgelundirleik Nils Hendrik Asheim. Hallgrímskirkju fimmtudaginn 8. júní. EITT af einkennum alþýðutónlistar frá fornu fari er skreytt tónun sem er andstæð sléttsöng kristinnar kirkju. Hjá Indverjum hétu þessi tónfrávik "Srutis", eitthvað sem menn heyra en ekki er hægt að rita. Þessar "skrúðnótur", þ.e. Meira
11. júní 1995 | Menningarlíf | 136 orð

Nýjar bækur

EPLASNEPLAR eftir Þóreyju Friðbjörnsdóttur hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 1995. Þetta var í tíunda sinn sem verðlaunin voru veitt. Í kynningu útgefanda segir að verðlaunabókin Eplasneplar sé "smellfyndin fyrir stráka og stelpur á öllum aldri". Meira
11. júní 1995 | Fólk í fréttum | -1 orð

Nýstúdentar teknir inn í samfélag menntaðra manna

NÝSTÚDENTAR frá MR voru teknir inn í samtök allra stúdenta skólans, Nemendasamband Menntaskólans í Reykjavík, með hefðbundnu menntaskólahúrra á stúdentafagnaði sambandsins síðastliðinn föstudag, 2. júní. Þetta kvöld komu saman afmælisárgangar skólans, kennarar, rektor og stjórn sambandsins og samglöddust hinu sprenglærða og nýútskrifaða unga fólki. Meira
11. júní 1995 | Menningarlíf | 145 orð

Sex temu fyrir næsta árþúsund

Í TENGSLUM við íslenska arkitektaskólann, ÍSARK, er nú staddur hér á landi finnski arkitektinn Juhani Pallasmaa, forstöðumaður og prófessor við arkitektadeild Tækniháskólans í Helsinki. Hann er jafnframt starfandi arkitekt. Meira
11. júní 1995 | Menningarlíf | 159 orð

Þrek og tár

Á STÓRA sviði Þjóðleikhússins eru hafnar æfingar á nýju íslensku leikriti, Þreki og tárum eftir Ólaf Hauk Símonarson. Þrek og tár verður fyrsta frumsýning Þjóðleikhússins á næsta leikári. Sögusvið verksins er Vesturbær Reykjavíkur í kringum 1962, upprifjun ungs manns á æskuárum sínum þar. Meira

Umræðan

11. júní 1995 | Velvakandi | 169 orð

Áskorun til KR-inga

ÁSKORUN þessari er beint til 1. deildar leikmanna KR og þjálfara þeirra, Guðjóns Þórðarsonar. Í leik KR og Fram mánudaginn 5. júní sl. brutuð þið drengskaparreglu sem gilt hefur í knattspyrnu lengur en margir ykkar hafið stundað þessa íþrótt. Þið hafið gefið ýmsar skýringar sem ég, sem knattspynuáhugamður og Framari, get ekki tekið gildar. Meira
11. júní 1995 | Velvakandi | 422 orð

Bangladeshbúar á víkingahátíð?

SVO HLJÓÐAÐI fyrisögn fréttar sem birtist á baksíðu Morgunblaðsins fimmtudaginn 8. júní. Í fréttinni var látið að því liggja að forsendur tveggja Bangladeshbúa sem sýnt hafa áhuga á að sækja víkingahátíð hér á landi séu vafasamar, og að því leitt líkum að þeir séu í raun að fara fram á leyfi til búsetu hér. Meira
11. júní 1995 | Velvakandi | 513 orð

KKI VAR hægt að hrópa húrra fyrir lofthita í maímán

KKI VAR hægt að hrópa húrra fyrir lofthita í maímánuði. En bjartur var hann og fagur, sem oft áður, hér á suðvesturhorninu. Og ljúft var að lifa þessa fögru vordaga og að fá að njóta þessa árvissa kraftaverks, sem vorkoman og vöknun lífríkisins í umhverfinu er. Meira
11. júní 1995 | Velvakandi | 245 orð

Knattspyrnuleikskilningur

Í FRAMHALDI af atviki sem átti sér stað í leik KR­Fram langar undirritaðan að benda á nokkrar staðreyndir. Hinn slasaði leikmaður KR-inga var búin að liggja dágóða stund á leikvellinum þegar Gauti Laxdal spyrnir boltanum í innkast. Gauti var ekki undir neinni pressu þegar spyrnan átti sér stað. Um leið og Gauti spyrnir boltanum fær hann gott klapp frá fjölmörgum áhorfendum leiksins. Meira
11. júní 1995 | Velvakandi | 274 orð

Óveður í týndri teskeið

Mikið er gaman að vera búsettur í útlöndum og lesa Moggann á Netinu. Maður fær svo þægilega fjarlægð á dægurþrasið heima á Skerinu og getur velst um af hlátri yfir morgunkaffinu án þess að taka hlutina of nærri sér og fá vöðvabólgu af niðurbældri reiði. Meira
11. júní 1995 | Velvakandi | 368 orð

Spítali í kverkataki

ÞAÐ ER engin nýlunda, að á undanförnum árum hefur æ meiri kreppa og fjárskortur gert vart við sig í heilbrigðisþjónustu í landinu. Við viljum þó vekja sérstaka athygli á vanda St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, sem er fimmta stærsta sjúkrahús landsins m.t.t. starfsemi. Miðað við þá starfsemi, sem fer fram við spítalann, hefur verið þrengt illa að honum. Meira

Minningargreinar

11. júní 1995 | Minningargreinar | 44 orð

BJÖRK INGÓLFSDÓTTIR

Björk Ingólfsdóttir fæddist í Ólafsvík 10. janúar 1964. Hún lést 5. júní síðastliðinn á Landspítalanum. Foreldrar hennar voru Elínborg Vagnsdóttir og Ingólfur Gíslason. Björk átti tvo eldri bræður, Anton Gísla og Vagn. Útför hennar fór fram frá Ólafsvíkurkirkju 9. júní síðastliðinn. Meira
11. júní 1995 | Minningargreinar | 387 orð

Björk Ingólfsdóttir - viðb

Mig langar að minnast með nokkrum orðum vinkonu minnar, Bjarkar Ingólfsdóttur frá Ólafsvík, sem er látin eftir erfið veikindi. Ég kynntist Björk fyrir sjö árum er við störfuðum á sama leikskóla í Reykjavík og bundumst við vináttuböndum upp frá því. Eftir að ég fluttist til Svíþjóðar fyrir nokkrum árum gátum við ekki hist eins oft og áður. Meira
11. júní 1995 | Minningargreinar | 384 orð

Björk Ingólfsdóttir - viðb

Harmsár helfregn á hljóms öldum ómar mér í eyrum áður en skyldi, það er dánarfregn dýrrar konu gestljúfrar bæði og göfuglyndrar. (Guðm. Guðm) Meira
11. júní 1995 | Minningargreinar | 122 orð

GUÐFINNA S. BJÖRNSDÓTTIR

Guðfinna S. Björnsdóttir, sem alltaf var kölluð Dúa, var fædd í Kirkjubæ í Vestmannaeyjum 3. febrúar 1912. Hún andaðist í Borgarspítalanum 30. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Björn Guðjónsson og Sigríður Jónasdóttir. Þau eignuðust tvær dætur auk Dúu, Ólöfu, sem lést fyrir ári, og Þyri, sem lést ung. Meira
11. júní 1995 | Minningargreinar | 254 orð

Guðfinna S. Björnsdóttir - viðb

Elsku Dúa mín, þú þurftir ekki að bíða lengi eftir því að komast til Odds. Aðeins tæpar fimm vikur. Sennilega er það samt það lengsta sem þið hafið verið aðskilin síðustu 55 árin. Það er sárt að missa ykkur bæði á svona stuttum tíma, en ég veit að þið eruð saman eins og ég man ykkur alla tíð. Meira
11. júní 1995 | Minningargreinar | 371 orð

Guðfinna S. Björnsdóttir - viðbót

Guðfinna S. Björnsdóttir - viðbót Stattu upp, vina mín, fríða mín, æ, kom þú! Því sjá, veturinn er liðinn, rigningarnar um garð gengnar, ­ á enda. Blómin eru farin að sjást á jörðunni, tíminn til að sniðla vínviðinn er kominn og kurr turtildúfunnar heyrist í landi voru. Meira
11. júní 1995 | Minningargreinar | 693 orð

María Þorsteinsdóttir

Öllum að óvörum er merkiskonan María Þorsteinsdóttir látin. Hún var svo lánsöm að kveðja þennan heim snögglega og án undanfarandi sjúkralegu. Hef ég ástæðu til að ætla, að einmitt þannig hafi María viljað kveðja, enn fullfrísk til líkama og sálar, enn lífsglöð og félagslega virk. Meira
11. júní 1995 | Minningargreinar | 276 orð

MARÍA ÞORSTEINSDÓTTIR

María Þorsteinsdóttir fæddist á Hrólfsstöðum í Skagafirði 24. maí 1914. Hún lést í Reykjavík 4. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Björnsson, bóndi Hrólfsstöðum, Skagafirði, f. 24. mars 1889, d. 15. ágúst 1980, og kona hans Margrét Rögnvaldsdóttir, f. 8. okt. 1889, d. 22. sept. 1993. Systur Maríu eru Birna, f. 13. des. Meira
11. júní 1995 | Minningargreinar | 326 orð

María Þorsteinsdóttir - viðb

Fyrir fáum árum kom út bók með frásögn um ævi og störf Maríu Þorsteinsdóttur og þá hörðu skilmála sem henni voru tíðum settir í lífinu. Þar lýsir María því á trúverðugan og hógværan hátt hvernig hún brást við margvíslegu mótlæti með jákvæðu hugarfari og eindregnara starfi en ella í þágu hugsjóna um frið og jöfnuð meðal allra manna. Meira
11. júní 1995 | Minningargreinar | 544 orð

María Þorsteinsdóttir - viðb

Kvenhetjan María Þorsteinsdóttir er fallin í valinn. Langri ævi er lokið. María var þjóðkunn kona fyrir stjórnmálaviðhorf sín og afstöðu og kringum hana stóð oft styr. Ung að aldri skipaði hún sér í raðir þeirra sem börðust fyrir þjóðfélagslegu réttlæti, jöfnuði og auknum mannréttindum. Meira
11. júní 1995 | Minningargreinar | 518 orð

María Þorsteinsdóttir - viðb

Það var ákveðin lífsreynsla að kynnast Maríu Þorsteinsdóttur og að starfa með henni að hennar helsta hugðarefni var endalaus upplifun og á köflum hreint undrunarefni. Þegar ég á sínum tíma gekk til liðs við friðarhreyfingar heimsins fyrir áeggjan Maríu höfðum við þekkst um nokkurt skeið. En ég vissi satt að segja harla lítið um hana, fortíð hennar og lífshlaup. Meira
11. júní 1995 | Minningargreinar | 348 orð

María Þorsteinsdóttir - viðb

Mæt kona er fallin frá. Kynni okkar Maríu hófust fyrir um 30 árum er þau hjónin María Þorsteinsdóttir og Friðjón Stefánsson fluttu í næsta hús við fjölskyldu mína í Barmahlíð. Þau hjón voru þá að ala upp sonardóttur sína Freyju Þorsteinsdóttur, sem var á líkum aldri og dætur mínar. Dætur okkar urðu heimagangar hver hjá annarri og bæði heimilin stóðu þeim opin. Meira
11. júní 1995 | Minningargreinar | 267 orð

SÆMUNDUR SÆMUNDSSON

Sæmundur Sæmundsson fæddist í Lækjarbotnum í Landsveit 26. nóvember1908. Hann andaðist á hjúkrunarheimilinu í Kumbaravogi aðfaranótt 5. júní síðastliðinn á 87. aldursári. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Theódóra Pálsdóttir og Sæmundur Sæmundsson bóndi í Lækjarbotnum. Voru þau bæði rangæskrar ættar. Meira
11. júní 1995 | Minningargreinar | 549 orð

Sæmundur Sæmundsson - viðb

Mig langar til að minnast Sæmundar afa míns í nokkrum orðum. Ég hef oft hugsað til erfiðleikanna hjá langömmu minni, Sigríði Theodóru er hún missti mann sinn frá sjö börnum, öllum innan við fermingu. Yngstur var afi á fyrsta ári og var hann skírður við kistu föður síns. Langamma reyndi af hetjulund að halda heimilinu, en eftir ár varð hún að koma eldri systkinum afa í fóstur. Meira
11. júní 1995 | Minningargreinar | 201 orð

Sæmundur Sæmundsson - viðb

Nú er hann afi okkar dáinn. Þegar við minnumst afa Sæma sjáum við fyrir okkur myndarlegan afskaplega góðhjartaðan, geðgóðan og jákvæðan mann sem gat alltaf komið okkur til að brosa. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn á Kleppsveginn. Þar tóku amma og afi á móti okkur og dekruðu við okkur á allan hátt. Meira
11. júní 1995 | Minningargreinar | 954 orð

Sæmundur Sæmundsson - viðb

Sæmundur Sæmundsson, móðurbróðir minn, var yngsta barn foreldra sinna. Faðir hans, Sæmundur Sæmundsson, bóndi á Lækjarbotnum, andaðist langt um aldur fram sumarið 1909 frá konu og sjö börnum, elsta barnið 13 ára og það yngsta aðeins nokkurra mánaða gamalt. Var hann skírður við kistu föður síns. Meira
11. júní 1995 | Minningargreinar | 227 orð

Sæmundur Sæmundsson - viðb

Elskulegur langafi okkar er dáinn. Þegar við systkinin í Skarði minnumst hans kemur fyrst upp í hugann hlýja og umhyggja í okkar garð. Þegar langafi bjó í Reykjavík voru amma og afi alltaf bestu gestirnir, og þegar við vissum að þau væru væntanleg biðum við spennt eftir að sjá bílinn hans renna í hlað. Meira
11. júní 1995 | Minningargreinar | 698 orð

Sæmundur Sæmundsson - viðb

Sorg og harmur eru hræðilegar tilfinningar. Langt niðri blunda þær og toga, þannig að hvert atvik, sem reynir að lyfta sálinni, strengir á böndunum og minnir einungis á sorgarvaldinn og harmkvölina. Þetta er eins og víti sjálft og fyrir umhverfið sjálfskaparvíti, því eðli sorgarinnar er einrænan og getuleysi að túlka harm sinn. Meira

Daglegt líf

11. júní 1995 | Bílar | 56 orð

36 milljónir bíla framleiddir í fyrra

FRAMEIDDIR voru 36 milljónir bíla í heiminum 1994, sem er 5% fleiri bílar en árið 1993 en hæst fór framleiðslan árið 1989 í 36,6 milljónir bíla. General Motors er enn sem fyrr stærsti framleiðandinn og markaðshlutdeildin er 16,1% en í næsta sæti kemur Ford með 12,5% og þá Toyota með 9,8%. Meira
11. júní 1995 | Bílar | 36 orð

Arftaki Fiat Tipo

FIAT frumkynnir Bravo og Brava, arftaka Tipo, á bílasýningu í Tórínó í lok ágúst. Þrennra dyra hlaðbakurinn, Bravo, og fimm dyra stallbakurinn Brava, verða settir á markað í Evrópu 16. september nk. FIAT Brava. Meira
11. júní 1995 | Bílar | 450 orð

Hátíð innlendra framleiðenda á Seoul-sýningunni

ERLENDIR bílaframleiðendur hafa jafnan verið litnir hornauga í Suður-Kóreu en þeir fengu þó að taka þátt í bílasýningunni í Seoul í síðasta mánuði og það telja sumir teikn um breytta afstöðu stjórnvalda þar í landi. Meira
11. júní 1995 | Bílar | 296 orð

Nýr BMW 328i með nýrri gerð vélar

NÝR BMW 328i var frumsýndur fyrir skemmstu á bílasýningunni í Barcelona. Helstu nýjungar við bílinn er ný sex strokka, 2,8 lítra vél með blokk úr áli sem vegur 17% minna, er 31 kg léttari, en 2,5 lítra vélin sem 328i var áður boðinn með. 328i er flaggskipið í 3-línunni frá BMW en auk stallbaks er bíllinn smíðaður sem tveggja hurða sportbíll, blæjubíll og langbakur. Meira
11. júní 1995 | Bílar | 141 orð

Samkeppni leitt til 15 millj. sparnaðar

GUNNAR Svavarsson hjá Aðalskoðun hf. segir að samkeppni á sviði bifreiðaskoðunar hafi leitt til 15 milljóna kr. sparnaðar í skoðunarkostnaði á ársgrundvelli. Annað eins megi spari ef samkeppni yrði innleidd í bifreiðaskráningum og númerameðhöndlun en þar hefur Bifreiðaskoðun Íslands einkaleyfi. Meira
11. júní 1995 | Bílar | 37 orð

Sparneytnari Tacoma

HELDUR var bensíneyðslan á Tacoma jeppanum frá Toyota gerð mikil síðastliðinn sunnudag en rétt er hún 9,4 lítrar á jöfnum 90 km þjóðvegahraða og 12,4 lítrar í bæjarakstri. Það er Bílabúð Benna sem flytur inn Tacoma. Meira
11. júní 1995 | Bílar | 328 orð

Ssangyong Musso frá Kóreu og Benz

SSANGYONG Musso er kóreskur jeppi sem hefur vakið töluverða athygli víða fyrir skemmtilega hönnun og lágt verð. Mikið samstarf er með Ssangyong og Mercedes-Benz og jeppinn er m.a. með fimm strokka, 2,3 og 2,9 lítra díselvél frá Mercedes og sjálfskiptingin kemur einnig úr vopnabúri Þjóðverja. Ssangyong er umboðslaus á Íslandi en hefur selst í töluverðum mæli í Evrópu, þ.á.m. í Noregi og Bretlandi. Meira
11. júní 1995 | Bílar | 1187 orð

Tíu ráð til kaupenda notaðra ökutækja

FLESTAR fjölskyldur eða einstaklingar kaupa notaða bíla alloft um ævina. Hér getur verið um háar upphæðir að tefla og á eftir íbúðarkaupum er þetta oft langstærsta fjárfesting einstaklinga. Því er mikilvægt að huga vel henni. Margir hafa gert góð kaup í notuðum bíl en það eru líka margir sem hafa keypt köttinn í sekknum. Meira
11. júní 1995 | Bílar | 392 orð

Verkefnin krefjast sífellt afkastameiri krana

-ÞETTA er sjötti HIAB-kraninn þessi 18 ár sem ég hef stundað kranaþjónustu og hafa þeir alltaf farið stækkandi enda kalla verkefnin á sífellt stærri og öflugri krana, segir Kristján Júlíusson á Akureyri sem endurnýjaði krana sinn fyrir nokkru en hann er á fimm öxla MAN-bíl með drifi á fjórum hásingum. -Stærsta nýjungin við þennan krana er þráðlausa fjarstýringin. Meira
11. júní 1995 | Bílar | 973 orð

Vitara er lipur fólksbíll og góður ferðabíll

LENGRI gerðin af Suzuki Vitara jeppanum er nú fáanleg með nýrri sex strokka vél og var þessi nýja gerð kynnt fyrir nokkru hjá umboðinu, Suzuki bílum hf. í Reykjavík. Jafnframt hafa verið gerðar minni háttar útlitsbreytingar. Vitara er nokkurn veginn fullvaxinn jeppi, með háu og lágu drifi, miklum búnaði og á margan hátt athyglisverður bíll, lipur, hljóðlátur og þægilegur. Meira
11. júní 1995 | Bílar | 208 orð

Þrír km afraflögnum

VOLVO 460 er samansettur úr 10 þúsund lausum hlutum og raflagnirnar í honum eru um 750 kílómetrar að lengd. Mercedes S-línan slær Volvo við hvað varðar lengd raflagna en í Benz eru þær heilir þrír kílómetrar að lengd. S-línan er líka með 29 tölvur af ýmsum gerðum og 35 rafmótora en fjöldi þeirra tvöfaldast ef bíllinn er með öllum þeim aukabúnaði sem í boði er. Meira

Fastir þættir

11. júní 1995 | Fastir þættir | 630 orð

Plöntur í pottum og kerjum

NÚ ÞEGAR sumarblómin eru að dakoma á markaðinn fara margir garðeigendur að skipuleggja útplöntun á þeim. En ekki eru þó allir með garð. Þeir sem hafa svalir geta auðveldlega gert notalegt hjá sér þrátt fyrir garðleysið. Í verslunum með vörur fyrir ræktendur fást ýmsar gerðir af pottum og kerjum úr plasti, timbri, leir og steinsteypu. Meira
11. júní 1995 | Dagbók | 492 orð

Reykjavíkurhöfn: Ítalska farþegaskipið Costa Marina

Reykjavíkurhöfn: Ítalska farþegaskipið Costa Marina er væntanlegt í dag og fer samdægurs. Laxfoss og Reykjafoss eru væntanlegir í dag. Danska flutningaskipið Gertieer væntanlegt á morgun og fer samdægurs. Rússneska farþegaskipið Russ er væntanlegt á morgun og fer samdægurs. Meira
11. júní 1995 | Dagbók | 178 orð

Sjómannadagurinn

SjómannadagurinnÍ dag er sjómannadagurinn. Hann var fyrst haldinn hátíðlegur árið1938, en markmið hans er að efla einingu sjómanna, minnast drukknaðra og kynna þjóðinni starf sjómannastéttarinnar. Sjómannadagurinn er fyrsta sunnudag í júní nema hvítasunnan beri upp á þanndag, en þá er hann haldinn viku síðar. Meira

Íþróttir

11. júní 1995 | Íþróttir | 383 orð

Houston á beinu brautinni

HOUSTON Rockets hafði mikla yfirburði í öðrum úrslitaleiknum um NBA-titilinn gegn Orlando Magic í fyrri nótt. Meistararnir sigruðu 117:106 og hafa því unnið tvo fyrstu leikina í Orlando, en næstu tveir leikir fara fram í Houston og ef til fimmta leiks kemur verður hann einnig í Houston. Meira
11. júní 1995 | Íþróttir | 258 orð

Landsliðið á "skotæfingu"

MIKILL áhugi er fyrir landsleik Íslands og Ungverjalands í Evrópukeppni landsliða, sem fer fram á Laugardalsvellinum í kvöld kl. 20. Þegar Ungverjar komu til landsins um hádegið í gær, voru landsliðsmenn Íslands á "skotæfingu" í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð. Meira

Sunnudagsblað

11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 196 orð

181 BÚIÐ 184 EFTIR

BIRGIR "Curver" Thoroddsen hóf í ársbyrjun útgáfuröð, þar sem hann gefur út eina snældu á mánuði. Fyrir skemmstu kom út sjötta snældan, Júní, og útgáfuröðin því hálfnuð. Birgir segist hafa fengið hugmyndina 17. júní á síðasta ári og síðan ákveðið að slá til eftir að hafa gefið út geisladisk, Haf, fyrir jólin. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 214 orð

40 myrtir í Bujumbura

HERMENN Tútsa voru á fimmtudag sakaðir um að hafa myrt að minnsta kosti 40 óbreytta Hútúa, þar á meðal konur og börn, í Kamenge-hverfi, síðasta vígi hermanna Hútúa í höfuðborg Búrúndí, Bujumbura. Fréttamenn sem fóru inn í hverfið, degi eftir að her Tútsímanna réðst þar til atlögu, sáu að minnsta kosti 25 lík, og íbúar sögðu fleiri lík vera inni í húsum. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 111 orð

7.000 á Rob Roy

Alls höfðu um 7.000 manns séð skosku bardagamyndina Rob Roy í Háskólabíói eftir síðustu helgi. Þá höfðu um 5.000 manns séð Star Trek: Kynslóðir", 11.000 Nell og tæp 10.000 talsettu teiknimyndina Skógardýrið Húgó. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 991 orð

Allied haslar sér völl á Íslandi

Allied-Domecq er næststærsta áfengisfyrirtæki veraldar og eru þrettán vörutegundir þess á listanum yfir hundrað mest seldu áfengistegundir í heimi. Langmest selda tegund Allied er Ballantine's viský. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 215 orð

Allt samverkar til góðs

Sunnudagur 11. júní. Þrenningarhátíð. Sjómannadagur. Úr Rómverjabréfi Páls postula: -- "Vér vitum að öll sköpunin stynur og hefur fæðingarhríðir allt til þessa. En ekki einungis hún, heldur og vér, sem höfum frumgróða andans, jafnvel vér stynjum með sjálfum oss meðan vér bíðum þess, að Guð gefi oss barnarétt og endurleysi líkami vora. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 1737 orð

Asger Jorn

Síðustu mánuðina hefur verið uppi viðamikil sýning á verkum hins heimskunna málara Asger Jorn (1914- 1973) í Lousiana safninu við Humlebæk, og lýkur henni 5. júní verði hún ekki framlengd. Jorn mun vera nafnkunnasti norræni málarinn meðal hérlendra, fyrir utan Edvard Munch (1863- 1944), en samt eru þeir furðu lítið þekktir af yngri kynslóðum, Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 137 orð

Bara h´avaði

\UTG\AFUSAGA Stilluppsteypu er um margt s´erkennileg og enn hefur sveitin ekki gefið ´ut h´er a landi sem nokkru nemur. H´un hefur þ´o ´att ´ miklum samskiptum við ´utg´afur og hlj´omsveitir ytra og fyrir skemmstu gaf Drunken Fish-´utg´afan ´ Kaliforn´u ´ut sjötommu með tveimur lögum, A Taxi to Tijuana. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 873 orð

Breiður af dauðum karfa

ÁSTANDIÐ hefur batnað mjög mikið frá því ég byrjaði á sjó. Nú er ekki nærri því eins miklu hent og þá," segir sjómaður á rækjufrystiskipi sem einnig hefur verið á bátum, ísfisktogurum og flakafrystitogara. Hann lýsir hins vegar óhugnanlegri meðferð á karfa á Flæmska hattinum, segist hafa séð breiður af dauðum karfa frá rækjuskipunum. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 457 orð

Eins og að henda hálfum laununum

VIÐ bölvum mikið þegar við tölum um þetta um borð í skipunum, en enginn getur sagt neitt. Manni er sparkað ef maður neitar að vinna þetta verk. Það er til nóg af mönnum sem vilja komast á sjó," sagði ungur sjómaður sem blaðamaður hitti ásamt félaga hans á smábátabryggjunni. Þeir sögðust vera á smábátum um þessar mundir en báðir hefðu verið á ýmsum bátum og togurum. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 1324 orð

Enn í leit að stöðugleika fyrri tíma Í dag er haldin þjóðaratkvæðagreiðsla á Ítalíu, þar sem kjósendur eru spurðir álits á hinum

HVORKI meira né minna en tólf spurningar eru bornar upp við kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslunni, sem fram fer á Ítalíu í dag. Efnið eru margvíslegt svo sem hlutfallskosningar eða meirihlutakosningar í bæjarstjórnarkosningum, opnunartími sölubúða, Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 119 orð

Fáum fast verð fyrir allt

"VIÐ erum í föstum viðskiptum og komum með allt í land," sagði sjómaður á netabáti á Suðurnesjum. Hann sagði að ef marka mætti þær sögur sem heyrðust væri miklu hent en kvaðst sjálfur ekki geta sagt slíkar reynslusögur þar sem báturinn fengi fast verð fyrir kílóið af dauðblóðguðum jafnt og lifandi blóðguðum fiski og kæmi jafnt inn með undirmálsfisk og annað. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 1406 orð

FISKUR FYRIR BORÐ

SJÓMENN sem rætt var við í verstöðvum á Suðurlandi, Reykjanesi, Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi reyndust yfirleitt reiðubúnir að segja frá reynslu sinni af því þegar fiski væri kastað í sjóinn og lýsa skoðunum sínum á því. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 102 orð

Fjórðungur af humrinum í sjóinn

"ÉG hef ekki kynnst því mikið að fiski sé hent og hef aldrei tekið þátt í að henda þorski. Hann er allur hirtur hjá okkur," sagði ungur sjómaður á humarbáti en í vetur reri hann á netabáti. Meira af afla fer fyrir borð á humrinum. "Við lentum einu sinni í því að fá töluvert af smákarfa í humartrollið og hann fór aftur í sjóinn. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 244 orð

Foster's kominn til Íslands

VÍFILFELL gekk í vikunni frá samningi um umboðssölu á hinum ástralska Foster's bjór. Er stefnt að því að hafinn verði sala á honum á veitingastöðum og krám innan skamms og að hann fari í reynslusölu í verslunum ÁTVR á næsta ári. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 189 orð

Fólk

Nýjasta mynd Clint Eastwoods, Brýrnar í Madisonsýslu, byrjaði í Bandaríkjunum um síðustu helgi og tók inn tæpar 11 milljónir dollara. Draugamyndin Casper byrjaði helgina þar á undan og tók inn tæpar 22 milljónir dollara en var komin í 40 milljónir eftir síðustu helgi. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 683 orð

Gengdarlaus rányrkja er stunduð á karfastofninum

GENGDARLAUS rányrkja hefur verið stunduð á karfastofninum. Banna ætti netaveiðar. Heilu svæðin voru þurrkuð upp við Vestmannaeyjar fyrr á árum með seiðadrápi á spærlingsveiðum. Sjómaður sem verið hefur í nánast öllum þeim veiðiskap sem Íslendingar hafa stundað síðustu áratugi segir hér frá reynslu sinni. Viðmælandinn hefur að undanförnu verið á línubát með beitningarvél og ísfisktogurum. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 467 orð

"Gramsa" 2-5 þúsund tonn utan kvóta

VENJA er á frystitogurum að hver sjómaður taki með sér ákveðinn skammt af flökum í land eftir túrinn. Á ísfisktogurunum og bátum taka menn einnig með sér þann fisk sem þeir þurfa. Sjómenn kalla þetta "grams" og er ljóst að margir magar í landi eru mettaðir með því, ekki aðeins hjá sjómannsfjölskyldum. Þar fyrir utan þarf töluvert í kostinn fyrir 6.000 sjómenn. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 234 orð

Hafði ekki geð í mér til að vera á netum

"ÉG VAR á netum fyrir 3 árum en hætti því. Menn henda miklu á netum. Ég hafði ekki geð í mér til þess. Stundum var maður að henda helmingnum af því sem var í netunum," sagði maður sem nú stundar línuveiðar á 8 tonna krókaleyfisbáti. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 569 orð

Hef tekið þátt í að henda 1.000 t á fjórum árum

VIÐMÆLANDI Morgunblaðsins er sjómaður á fertugsaldri. Hann reri á netabátum í fjögur ár og hefur einnig róið á krókaleyfisbáti. Hann kveðst áætla að hann hafi sjálfur tekið þátt í að henda um það bil 1.000 tonnum af þorski á þeim tíma og segir að aðeins einn netabátur sem rær frá staðnum hendi aldrei fiski. Mestu hafi verið hent af tveggja nátta fiski. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 408 orð

»Heldur Disney-ævintýrið áfram?ðPOCAHONTAS eftir Arnald Indriðason

Disney-ævintýrið ætlar engan endi að taka. Í sumar verður frumsýnd enn ný teiknimynd fyrirtækisins, Pocahontas", og henni er spáð engu minni vinsældum en metsölumynd Disney-fyrirtækisins síðasta sumar, Konungi ljónanna, sem náði að verða vinsælli en teiknimyndin þar á undan, Aladdín, sem var vinsælli en Fríða og dýrið og Litla hafmeyjan, sem markaði upphafið að öllum ósköpunum, Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 545 orð

Henda fiski sem ekki er kvóti fyrir

ÞAÐ er helst að eitthvað sé látið fara ef menn eiga ekki kvóta fyrir því, til dæmis grálúða þegar verið er við rækjuveiðar á úthafinu. Komið er með fiskinn ef hægt er að útvega kvóta. Svo er óhemju mikið drepið af smákarfa," segir sjómaður á stórum línubát sem hefur einnig verið mikið á rækjuveiðum, bæði djúpt og innfjarðar. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 612 orð

Henda gulli fyrir skít

ÞAÐ ER miklu hent af þorski. Ég get nefnt dæmi um að í einum túr var hent um 40 tonnum af þorski og 70 tonn hirt. Það skiptir þúsundum tonna sem er hent í heildina," segir sjómaður sem hefur aldarfjórðungs reynslu af togveiðum. Hann hefur stundað sjóinn frá unga aldri og bæði verið á trollbátum og stærstu togurum. Hirða hentugasta fiskinn Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 294 orð

Hirti helst ekkert nema 5 kg og stærra

"ÉG er búinn að vera mjög grimmur í þessu; hirti helst ekkert nema það sem var stærra en 5 kíló og kom ekki inn með tveggja nátta fisk," sagði skipstjóri og útgerðarmaður á netabáti í samtali við Morgunblaðið. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 301 orð

Hættur að sjá dauðblóðgaðan fisk á vigtinni

"MAÐUR er nánast alveg hættur að sjá dauðblóðgaðan fisk. Það hlýtur að þýða að menn henda því sem er dautt í netunum." Hann sagðist aðspurður ekki hafa orðið var við það að menn settu þorsk neðst í kerin en aðrar tegundir efst og gæfu aflann upp þannig að aðeins væri um ýsu eða ufsa að ræða. "Við getum hins vegar ekki verið að fylgjast með því sem menn eru að gera niðri við höfn. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 97 orð

Í BÍÓ

ÁAKUREYRI er álitlegur bíómarkaður. Algengt er orðið að kvikmyndir séu frumsýndar samtímis í Borgarbíói og kvikmyndahúsunum í Reykjavík og hefur það gefið mjög góða raun fyrir norðan, sem lýsir sér best í mikilli bíósókn. Sambíóin hafa gert samning við Borgarbíó um frumsýningu á helstu sumarmyndum Sambíóanna á sama tíma og þær verða frumsýndar hér í Reykjavík. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 696 orð

Í stríði við stjúpa

HINN 11 ára gamli Ben Archer (Jonathan Taylor Thomas) er vel gefinn strákur sem stendur frammi fyrir því vandamáli hvernig hann á að hræða í burtu unnusta móður sinnar, Sandy (Farrah Fawcett), en hún hyggst ganga að eiga saksóknarann Jack Sturges (Chevy Chase), sem er með öllu óviðbúinn að takast á við hlutverk stjúpföðurins. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 766 orð

Í VÍTI ER LÝST aðgerðaleysi þeirra sem þar dveljast en þó virðast þeir

Í VÍTI ER LÝST aðgerðaleysi þeirra sem þar dveljast en þó virðast þeir harla góðir með sig og halda jafnvel allt snúist um sjálfhverfa vitund þeirra. Í fyrsta eða yzta hring Vítis er kvalalaus samastaður, eða limbus patrum (feðrabústaður) þarsem dveljast andlegir risar og merkir heiðingjar einsog Horaz, Ovid, Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 555 orð

Krafðist launa fyrir að henda fiski

ÉG var á beitningarvélarbát í vetur. Útgerðarmaðurinn sagði skipstjóranum að koma ekki með nema 60 cm fisk og stærri. Skipstjórinn svaraði því til að hann yrði þá að borga sér fyrir það því það væri sama vinnan að koma með fiskinn að landi og henda honum í sjóinn," segir ungur sjómaður sem nú rær á krókaleyfisbát. Rætt var við hann og tvo aðra sjómenn við höfnina. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 1870 orð

KYLFA RÉÐ KASTI

Haft er fyrir satt að í öllum blundi ævintýramaður. Spurning sé aðeins sú með hvaða hætti hann brýst fram. Hugtakið "ævintýramaður" verður þó varla skilgreint sérstaklega, því það sem einum þykir vera ævintýri þykir öðrum lítt merkilegt. Guðmundur Guðjónsson hitti þó einn hreinræktaðan á dögunum og sá hafði nú víða farið og margt reynt. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 520 orð

Leggjum okkur fram um að nýta allt

ÞEGAR allt undirmál fór í kvóta átti ég von á því að fá skipun um að henda því. Það gerðist þó ekki enda er undirmálið ekki svo hátt hlutfall í aflanum," segir skipverji á norðlenskum flakafrystitogara. Hann segir að nánast allur fiskur sé hirtur og það þurfi að vera mikið fiskerí, til dæmis eins og í Smugunni í fyrra, til þess að menn lendi í þeirri aðstöðu. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 734 orð

Líf eftir dauðann

KJARNI kristinnar siðfræði er að hægt sé að öðlast eilíft líf: "Þú gafst honum vald yfir öllum mönnum, að hann gefi eilíft líf öllum þeim, sem þú hefur gefið honum." (Jóh. 17.2.). Möguleikinn á eilífu lífi hlýtur því að vera ein af ástæðunum fyrir góðri breytni einstaklinganna. Eða m.ö.o. að sumir hegði sér vel vegna möguleikans á lífi eftir dauðann. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 826 orð

Læmingjaárátta

LÆMINGJAR eru dýr þeirrar náttúru, að allt í einu er eins og grípi um sig í hópnum mögnuð streita og þau taka á rás, að því er virðist stefnulaust og ana í hvaða ófæru sem er, hlaupa fyrir björg, í ár eða vötn og tortímast í hrönnum. Enginn veit af hverju. Nú ku þetta vera bestu skepnur og ekkert óskynsamari en aðrar. Þetta er víst bara einhver meðfædd eða áunnin árátta. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 723 orð

Mansjúríusveppurinn

NÚ ER ég búin að fá Mansjúríusveppinn sem svo mjög hefur verið til umræðu manna á meðal að undanförnu. Mér er sagt að áhugafólk um yoga hafi komið með hann fyrst til landsins og nú er hann á góðri leið með að leggja undir sig landið. Sveppinum mínum fylgdu þrjú ljósrituð blöð með áróðri fyrir hann og leiðbeiningum um meðferð hans. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 302 orð

Meginhluti útkastsins dauður

ÚTKASTIÐ er að langmestum hluta dautt, að mati Guðna Þorsteinssonar fiskifræðings, veiðarfærasérfræðings Hafrannsóknastofnunar. Hann telur að fiskur sem veiddur er á handfæri eigi mestu möguleikana á því að lifa ef honum er hent strax. Víða er verið að rannsaka möguleika fisks til að lifa en lítið komið af beinum niðurstöðum. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 228 orð

Meira rokk

\OLYMP\IA, hlj´omsveit Sigurj´ons Kjartanssonar, er ekki af baki dottin. H´un sendi fr´a s´er breiðsk´fu fyrir s´ðustu j´ol, og n´u, h´alfu ´ari s´ðar, kemur ´ut með henni önnur sk´fa. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 482 orð

Minna hent en áður

ÉG HEF ekki trú á að miklu sé hent, að minnsta kosti ekki hér um slóðir," segir útgerðarmaður og skipstjóri á vertíðarbát. "Það er reyndar mjög einstaklingsbundið hvað miklu er hent í sjóinn. Sumir eru algjörir ribbaldar." Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 933 orð

Morðingjar og aðrir vinir

MENN hafa kannski horft meira á verk breska rithöfundarins Johns Mortimers á Íslandi en lesið þau. Hann samdi rómaða sjónvarpsútgáfu sögunnar Brideshead Revisited" eftir Evelyn Waugh, sögur hans, Paradise Lost" og Titmus Regained", voru færðar í sjónvarpsbúning með eftirminnilegum hætti, Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 401 orð

NÁBÝLI VIÐ ÍSBJÖRNINN

Ferðamaðurinn er rækilega minntur á það er hann kemur til Svalbarða að hætta stafar af ísbirninum. Á flugvellinum í Longyearbyen er uppstoppaður ísbjörn í glerbúri og á búrinu er skilti með viðvörun þar sem segir að undanfarið hafi óvenju margir ísbirnir sést á ferli í nágrenni bæjarins. Engum er heldur ráðlagt að fara óvopnaður í vélsleðaferð út fyrir bæinn. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 103 orð

Nýr seðill á Hótel Borg

NÝR matseðill var tekinn í gagnið á Hótel Borg í þessari viku og er á honum að finna flesta þá rétti, sem notið hafa mestra vinsælda á síðustu misserum. Meðal forrétta á kvöldverðarseðli má nefna "reyktan lax og krabbakjöt í kryddjurtasósu með rauðbeðu "vinaigrette", nori og salati" (1.190 kr. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 1237 orð

Prófsveinar úr Stýrimannaskólanum 1901

NÝLEGA kom í ljós í Þjóðminjasafninu mynd af prófsveinum úr Stýrimannaskólanum í Reykjavík frá 1901. Hún hafði verið skráð af ljósmyndaranum undir nafninu Sjómannaskólinn, en Stýrimannaskólinn í Reykjavík hefur heitið svo frá stofnun 1891 og aldrei annað. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 2531 orð

Réttarhöldin og veröld Kafka Réttarhöldin er ein umtalaðasta skáldsaga aldarinnar og er nú að koma út hérlendis í endurskoðaðri

EYSTEINN Þorvaldsson og Ástráður Eysteinsson eru feðgar - báðir prófessorar í bókmenntum, Eysteinn í Kennaraháskóla Íslands og Ástráður í Háskóla Íslands. Þeir hafa lengi starfað saman að þýðingum á erlendum bókmenntum, einkum þýskumælandi rithöfunda og skálda. Má þar nefna fjölmargar smásögur og skáldsöguna Homo faber eftir einn fremsta rithöfund Svisslendinga, Max Frisch. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 623 orð

Rótarfylling ­ nýrna- og hjartasjúkdómar

NÚ ER flestum orðið það ljóst, að tannlæknar eru ekki sammála um amalgam tannfyllingar vegna eiturverkana sem þær geta haft í för með sér annars staðar í líkamanum og nú er komið að rótarfyllingunum: Geta þær haft sömu eiturverkanir í þýðingarmiklum líffærum? Ungur vísindamaður, Hal A. Huggins, skrifar í blaðið Acres, sem gefið er út í Kansas City, um þetta mál. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 448 orð

Sambandið mikill styrkur Jónas Ólafsson sveitarstjóri á Þingeyri hefur starfað að sveitarstjórnamálum í nær 30 ár og segir aukna

JÓNAS Ólafsson, bæjarstjóri á Þingeyri, hefur starfað að sveitarstjórnamálum í tæp þrjátíu ár. Hann hóf störf í hreppsnefnd árið 1966, en hefur verið fastráðinn sveitarstjóri frá 1971. Að sögn Jónasar þurfti að huga að mörgum verkefnum þegar hann hóf afskipti af sveitarstjórnamálum. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 1894 orð

SAMHLJÓMUR Í SAUMASKAPNUM

Sigmundur Andrésson er fæddur í Ásgarði í Dölum árið 1939. Hann lauk prófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1957 og hóf sama ár störf hjá Búnaðarbanka Íslands þar sem hann var til ársins 1960. Hann starfaði hjá Verslunarbanka Íslands frá 1960 og hjá Seðlabanka Íslands frá 1968 til 1980. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 926 orð

Sami rauði þráðurinn í hálfa öld

SSTOFNÞING Sambands íslenskra sveitarfélaga var sett þann 11. júní 1945 í sal neðri deildar Alþingis, en þá hafði undirbúningur þess staðið yfir í tvö ár. Jónas Guðmundsson, fyrrum alþingismaður og eftirlitsmaður sveitarstjórnarmálefna, beitti sér fyrir stofnun þess og hafði fengið til liðs við sig forseta bæjarstjórna Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 832 orð

Sá Dettifoss sökkva

MATTHÍAS Björnsson loftskeytamaður og kennari er aftur kominn heim. Hann fæddist í húsinu númer 17 við Aðalstræti, í fjörunni á Akureyri, en fór ungur til sjós. Hann sigldi um öll heimsins höf og komst í hann krappan á stríðsárunum. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 727 orð

Sessunautar sakamanna

LÖGIN eru búin að gera útgerðarmenn og sjómenn að stærsta hópi glæpamanna þjóðarinnar. Sjómenn eru miklu svekktari en þjóðin veit um. Mönnum sem hafa stundað sjó frá unga aldri þykir blóðugt að vera komnir á bekk með sakamönnum. Við viljum ekki sitja þar," segir gamalreyndur sjómaður. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 1052 orð

Sjómenn að eyðileggja starf sitt

ÁÞEIM skipum sem ég hef verið á hefur fiski verið hent í sjóinn, öllu öðru en rækju. Það er blóðugt að horfa upp á þetta. Fólk í landi trúir þessu ekki," segir ungur sjómaður sem í mörg ár hefur stundað úthafsrækjuveiðar fyrir Norðurlandi og Vestfjörðum, á togurum og stærri bátum, og verið á bolfiskveiðum á ísfisktogara. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 941 orð

Skipstjórinn milli steins og sleggju

ÞAÐ er ákaflega lítill meðafli á rækjuveiðum fyrir Norðurlandi. Ef það kemur fyrir er hann allur hirtur. Ég hef til dæmis aldrei verið með í að henda fiski á rækjuveiðum," segir skipstjóri á rækjufrystiskipi. Skipstjórinn segist muna eftir því að hafa einu sinni fengið nokkur tonn af þorski í rækjutúr. Það hafi allt komið í land. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 70 orð

Slepptu þessu

"Einu sinni vorum við með veiðieftirlitsmann um borð," segir sjómaður við Vesturland, "og ég var að vandræðast með dauðan fisk sem ég hefði hent strax ef eftirlitsmaðurinn hefði ekki verið um borð. Hann kom þá til mín og sagði: "Slepptu þessu." Ég hváði og hann endurtók: "Slepptu þessu," þannig að að ég henti þessu náttúrulega fyrir borð," sagði sjómaðurinn. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 1183 orð

Slysin gerast á tvílembingsveiðum

MAÐUR sem verið hefur sjómaður í 25-30 ár, var fyrst á ísfisktogurum og fór snemma á frystitogara eftir að sú útgerð hófst, segir að miklu af smáfiski hafi verið hent fyrir Norðurlandi á fyrstu árunum sem hann var á sjó. Einnig hafi mikill afli farið forgörðum fyrstu árin eftir að frystitogararnir komu. Hann telur að þetta hafi lagast og að lítið sé um að fiski sé hent í þessum veiðiskap í dag. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 484 orð

Smáfiskurinn fær að fjúka

ÞAÐ ER því miður miklu hent," segir skipstjóri sem á yfir 20 ára sjómannsferil að baki. "Skip sem sigla með aflann henda því sem ekki selst. Það þýðir til dæmis ekkert að koma með smákarfa á markað í Þýskalandi." Hann áætlar að þegar gerður var 290 tonna túr hafi um 70 tonn farið í hafið. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 179 orð

S´olstrandagaman

S\OLSTRANDAGÆJARNIR hafa l´atið nokkuð ´a s´er kræla undanfarið, enda sendu þeir fr´a s´er breiðsk´fu fyrir skemmstu, samnefnda sveitinni. Reyndar eru "gæjarnir" bara tveir, þ´o þeir hafi bætt við sig mannskap til að fylgja plötunni eftir. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 79 orð

SSSólarmenn

SSSólarmenn hugðust taka lífinu með ró í sumar, en segjast hafa fundið fyrir svo mikilli eftirspurn að þeir hafi ákveðið að fara af stað, auk þess sem sveitin sendir frá sér disk á næstu dögum. Á föstudagskvöld lék SSSól í Ýdölum, en síðan verður tónleikahaldi háttað sem hér segir: Næstkomandi laugardag, 16. júlí leikur SSSól í Miðgarði, 17. í Reykjavík, 24. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 107 orð

STAÐREYNDIR UM SVALBARÐA

Svalbarði er eyjaklasi með fjórum stórum eyjum og mörgum smærri, samtals 63.000 ferkílómetrar. Heitir stærsta eyjan Spitzbergen. maÁ fjórða þúsund manns búa á Svalbarða. Þar eru tvær norskar byggðir, Nýja Álasund og Longyearbyen, og tvö rússnesk þorp, Pyramiden og Barentsburg. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 2600 orð

STAÐUR FYRIR MIG OG JÓN Gamli skólakórinn kom saman á nýjan leik eftir 30 ár, en í stað þess að fara að æfa söng fór hann að

SUMIR kórar syngja, aðrir kórar sinna sjúkum. Þegar kórfélagarnir úr gamla skólakórnum í Hlíðardalsskóla komu saman á nýjan leik eftir 30 ára hlé til að syngja og skemmta sér höfðu þeir ekki hugmynd um að kórinn yrði að líknarstofnun þegar fram liðu stundir. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 132 orð

Stallone fær milljarð á mynd

SLY Stallone er orðinn dýrasti leikari sögunnar en fyrir næstu þrjár myndir sínar mun hann fá í laun rúmlega þrjá milljarða íslenskra króna. Universal kvikmyndaverið borgaði honum 17,5 milljónir dollara fyrir nýja hasarmynd, Daylight", aðeins nokkrum dögum eftir að hann hafnaði samskonar upphæð frá Warner Bros. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 557 orð

Stórhuga smástjarna

JONATHAN Taylor Thomas, sem leikur Ben Archer í myndinni Man of the House, hyggur á stórvirki í kvikmyndaheiminum í framtíðinni, en þessi 13 ára sjónvarpsstjarna og kvikmyndaleikari hefur helst áhuga á því að verða leikstjóri. Helstu fyrirmyndir hans á því sviði eru Woody Allen og Jonathan Demme, en einnig þau Ron Howard og Jodie Foster. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 297 orð

Svindlað í svindlinu

ÉG VAR á togara og við lentum í því að taka þrjú eða fjögur höl í röð af smáfiski. Það voru 20 tonn í hverju hali, mikið af því þorskur. Þetta var allt látið fara í sjóinn aftur," segir sjómaður sem hefur fjölbreytta reynslu af fiskveiðum á vertíðarbátum og upp í stóra togara. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 1847 orð

Tundurdufl í næturkíki

FIMMTÍU ÁR ERU liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Af þeim sökum er vert að minnast íslensku sjómannanna sem sigldu yfir hafið til að selja fiskinn og sækja vörur. Matur í Evrópu var af skornum skammti og urðu siglingar fiskiskipa þangað tíðar. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 195 orð

Tvö til þrjú kör framhjá í róðri

MEIRIHLUTINN af þessum sögum sem ganga er sannur," segir sjómaður sem hefur stundað sjóinn á sjöunda ár og á þar við sögur um afla fyrir borð og framhjá vigt. Hann sagðist hafa tekið þátt "í þessu öllu", kastað fiski fyrir borð og landað framhjá vigt. "Það er ótrúlega miklu hent og landað framhjá," heldur hann áfram. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 221 orð

Útgerðin ákveður hvort fiski er hent

ÉG HEF róið bæði hjá stórum og litlum útgerðum," segir skipstjóri á togskipi. "Þar sem ég er nú er allt hirt. Staðan var miklu erfiðari hjá þeim litlu. Maður var á eilífum flótta undan þorskinum." Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 164 orð

Vildu meðgjöf með þorskinum

"VIÐ fengum 10 tonn í einu hali af 10­12 kílóa þorski og áttum lítinn kvóta," segir bátasjómaður til margra ára. "Skipstjórinn fór í símann og hringdi víða meðan við fórum að gera að og ísa aflann í kör. Kallinn bauð fiskverkendum meira að segja að fá þetta gefins, ef þeir vildu skaffa kvóta. Það vildi enginn ganga að því. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 1893 orð

VINNU- OG STRESSFÍKILL

FÍKILLINN er á stöðugum flótta frá sjálfum sér, frá niðurbældum tilfinningum sem hann meinar að koma upp á yfirborðið. Vinnufíkill og fjölskylda hans falla mjög vel inn í kröfur þjóðfélagsins, segir Birna Smith, og erfitt að viðurkenna fyrir þá sem eiga í hlut. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 3992 orð

ÞAÐ ÞARF HUGREKKI Á mánudag sendir Björk Guðmundsdóttir frá sér aðra breiðskífu sína sem beðið er með eftirvæntingu um heim

FYRSTA breiðskífa Bjarkar Guðmundsdóttur, Debut, kom henni í fremstu röð í tónlistarheiminum fyrir tveimur árum, seldist í þremur milljónum eintaka og andlit Bjarkar var hvarvetna; í tímaritum, dagblöðum og sjónvarpi. Enn er hún komin á allra varir, eða í það minnsta í öllum helstu tísku- og tónlistartímaritum, enda er næsta plata, Post, væntanleg; kemur út á morgun. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 985 orð

Þar sem engin tré festa rætur Norðmenn renna nú nýjum stoðum undir byggðina á Svalbarða. Páll Þórhallsson dvaldi nokkra daga í

Svalbarða er fyrst getið í íslenskum heimildum. "Svalbarðs fundur," segir í annál frá 14. öld um árið 1194. Í Landnámu segir að frá Langanesi á norðanverðu Íslandi sé fjögurra dægra haf norður til Svalbarða í hafsbotn. Sumir fræðimenn telja að þarna muni átt við það sem nú heitir Jan Mayen eða jafnvel austurströnd Grænlands. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 423 orð

Þeir sem eiga minna henda meiru

"ÉG VEIT að það er mikið um það að bátar hendi fiski en ég held að það sé minnst um þetta á bátum eins og ég er á, þar sem menn hafa nægan kvóta," segir ungur maður sem rær á netabáti. "Því meiri kvóta sem menn hafa því minni hætta er á að menn hendi einhverjum fiski að ráði, Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 156 orð

ÖÐRUVÍSI BOND?

TÖKUR eru nú í fullum gangi á 17. Bond- myndinni í þetta sinn með Pierce Brosnan í aðalhlutverki en myndin er tekin m.a. í gamalli Rolls-Royce verksmiðju við Leavesden- flugvöll í grennd við Watford. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 529 orð

(fyrirsögn vantar)

"Þegar verið var að landa kom útgerðarmaðurinn með seðlabúnt um borð og borgaði mannskapnum í reiðufé fyrir aflann sem seldur var framhjá vigt." "Meira að segja eftirlitsmenn hafa tekið þátt í því að kasta fiski fyrir borð." "Skiptingin á kökunni er að breytast. Þeir stóru eru að gleypa þetta. Meira
11. júní 1995 | Sunnudagsblað | 449 orð

(fyrirsögn vantar)

Hentar ekki í vinnsluna Maður var í símasambandi við stýrimann á togbát en sambandið rofnaði skyndilega. Hann var þá að taka 10 tonna hal af stórum og fallegum karfa. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

11. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 257 orð

Yfirlit:Um 9

Yfirlit:Um 900 km suðsuðvestur í hafi er nærri kyrrstæð 1036 mb hæð. Norðaustur af Jan Mayen er 995 mb lægð á hreyfingu austur. Á Grænlandssundi er grunnt lægðardrag sem hreyfist norðaustur. Spá:Áfram vestlæg átt á landinu, kaldi norðvestanlands en annars yfirleitt gola. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.