Greinar föstudaginn 16. júní 1995

Forsíða

16. júní 1995 | Forsíða | 157 orð

Átök milli íraskra hersveita

BANDARÍKJASTJÓRN staðfesti í gær, að komið hefði til minniháttar átaka milli hersveita í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær en talsmenn shíta og andstæðinga Saddams Husseins, forseta Íraks, gera meira úr átökum í landinu. Heimildir innan bandaríska varnar- og utanríkisráðuneytinu herma að þetta sé í annað skipti á skömmum tíma sem hópar innan hersins rísi upp gegn Saddam. Meira
16. júní 1995 | Forsíða | 305 orð

Hart barist við Sarajevo

MIKLIR bardagar brutust út fyrir norðan Sarajevo í gær og var beitt stórskotaliðsvopnum á tveimur stöðum þar sem bosníski stjórnarherinn hefur verið með mikinn liðssafnað. Talið er, að hann hafi á að skipa 15 þúsund mönnum á þessu svæði að minnsta kosti og var búist við, að þeir reyndu að rjúfa umsátur Serba um borgina. Meira
16. júní 1995 | Forsíða | 73 orð

Leiðtogafundur í Halifax

FUNDUR leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims hófst í Halifax í Kanada í gær. Boris Jeltsín, forseti Rússlands, situr einnig fundinn að hluta. Talið er að sú ákvörðun Frakka að hefja að nýju tilraunir með kjarnorkuvopn ásamt bifreiðadeilu Bandaríkjamanna og Japana verði meðal helstu umræðuefna fundarins. Þá verður rætt um hvernig styrkja megi fjármálakerfi heimsins og Bosníudeiluna. Meira
16. júní 1995 | Forsíða | 177 orð

Reichstag pakkað inn

VERKAMENN hafa hafist handa við að pakka Reichstag, þinghúsinu í Berlín, inn í silfurlitt gerviefni, sem minnir helst á silki. Innpökkunin er verk búlgarska listamannsins Christos, sem hefur hlotið heimsfrægð fyrir að pakka m.a. inn minnismerkjum, brúm, eyjum og húsum. Listamaðurinn segir þetta merkasta og umfangsmesta verk sitt til þessa en hann hefur lagt drög að því sl. 24 ár. Meira
16. júní 1995 | Forsíða | 320 orð

Skæruliðar taka fimm gísla af lífi

SKÆRULIÐAR sem halda hundruðum mann í gíslingu í bænum Budennovsk, skammt norður af mörkum Tsjetsjníu, tóku fimm gísla af lífi í gær. Fréttastofan Ekho Moskví hafði í gærkvöldi eftir Shamíl Basajev, háttsettum tsjetsjenskum liðsforingja, sem sagður er fara fyrir skæruliðunum, Meira

Fréttir

16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 119 orð

Aðeins verið dæmt í einu máli

FORSTÖÐUMENN Fiskistofu og veiðieftirlits eru óánægðir með hæga meðferð kærumála vegna brota á lögum um fiskveiðar. Af 25 kærumálum til rannsóknarlögreglu eða sýslumanna hefur aðeins fengizt endanlegur dómur í einu. Hin eru á mismunandi stigum rannsóknar. Meira
16. júní 1995 | Erlendar fréttir | 380 orð

Aðlögun Norðurlanda að Schengen getur tekið eitt ár

MATS Hellström, utanríkisviðskiptaráðherra Svíþjóðar, sagði í þingumræðum á miðvikudag að ríkisstjórnin myndi setja tvö meginskilyrði í umsókn sinni um aukaaðild að Schengen-samkomulaginu. Annars vegar að eftirlit með eiturlyfjasmygli á ytri landamærum Evrópusambandsins yrði bætt og hins vegar að samkomulag næðist, sem viðhéldi áframhaldandi vegabréfsfrelsi innan Norðurlandanna, Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 120 orð

Amerískur jass á Kaffi Reykjavík

JASSHLJÓMSVEITIN The Shenandoah Conservatory Jazz Ensemble leikur á Kaffi Reykjavík föstudaginn 16. júní. Hljómleikarnir hefjast klukkan 19. Hljómsveit þessi kemur frá Shenandoah háskólanum í Virginíu og er skipuð 20 hljóðfæraleikurum. Á efnisskránni eru lög eftir marga helstu lagasmiði jassins s.s. Duke Ellington, Lester Young, Dizzy Gillespie, Bob Mintzer og Mike Tomaro. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 127 orð

Athyglinni beint að eftirvögnum

LÖGREGLAN á Suðvesturlandi mun í samvinnu við Bifreiðaskoðun Íslands leggja sérstaka áherslu á eftirlit með eftirvögnum dagana 19.­23. júní nk. Meðal annars verður hugað að eftirvögnum dráttarvéla í tengslum við vinnuskólana, speglabúnaði dráttartækja með breiða eftirvagna og eftirvögnum flutningabifreiða og tjaldvagna. Meira
16. júní 1995 | Erlendar fréttir | 55 orð

Ágreiningur innan Shell

TALSMAÐUR olíufélagsins Shell í Hollandi sagði í gær að enn kæmi til greina að endurskoða þá fyrirætlan að sökkva olíuborpalli í hafið. Talsmaður Shell í Bretlandi var hins vegar ekki með öllu sammála og sagði að ekki komi til greina að hefja samningaviðræður nema því aðeins að ríkisstjórnin breytti um stefnu. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 57 orð

Barmnælur til styrktar fötluðum

ÍÞRÓTTASAMBAND fatlaðra stendur fyrir sölu, í dag, föstudaginn 16. júní, í Kringlunni, á sérhönnuðum barmnælum til styrktar utanför íþróttamanna á Alþjóðasumarleika þroskaheftra sem verða í Connecticut í Bandaríkjunum 1.­9. júlí nk. Meira
16. júní 1995 | Erlendar fréttir | 71 orð

Bjóða staðfestar hótelbókanir

HÓTELKEÐJAN Holiday Inn greindi frá því á miðvikudag að hún væri orðin fyrst hótelfyrirtækja til þess að bjóða staðfestar bókanir gegnum Veraldarvef Alþjóðanetsins. Á heimasíðu Holiday Inn á vefnum er hægt að fá nákvæmar upplýsingar um hótelkeðjuna, "kynnisferð" í hermilíkani og yfirlit yfir ýmis þægindi og þjónustu. Slóðin er http://www.holiday-inn. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 90 orð

Björgin klofnuðu

HÚSAVÍKURHÖFN afmarkast af Húsavíkurhöfða að norðan og Kaldbaksnefi að sunnan og með sumarkomunni hrundi allnokkuð fram af Kaldbaksnefi. Þetta á sér eðlilegar skýringar því bergið þarna er allsprungið og ef mikið vatn er í sprungum þegar frysta tekur að hausti þá klýfur frostið bergið og afleiðingarnar koma í ljós með vorleysingunum. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 333 orð

Bleikálóttur sonur á ný

VORIÐ er morgun árstíðanna. Gróðurinn tekur við sér eftir vetrardvala, ungar koma úr eggjum, kindurnar bera lömbum og hryssurnar kasta folöldum og allt iðar af lífi. Ein af mörgum hryssum sem færa eigendum sínum folald þetta árið er Saga frá Stóra Hofi sem kastaði fyrir skömmu bleikálóttu hestfolaldi á bænum Naustanesi í Kollafirði. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 141 orð

Búfé á ábyrgð eigenda

LAUSAGANGA búfjár á vegsvæðum stofnvega og tengivega þar sem girt er báðum megin er bönnuð. Þar er búfé því alfarið á ábyrgð eigenda sinna. Sýslumaðurinn í Borgarnesi vekur sérstaka athygli á þessu en reglur um lausagöngu búfjár við vegi breyttust við gildistöku nýrra vegalaga á síðasta ári. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 88 orð

Chirac skrifar Davíð

FRANSKI sendiherrann, Robert Cantoni, afhenti Davíð Oddssyni forsætisráðherra bréf í gær frá Jacques Chirac Frakklandsforseta, þar sem hann kveðst vilja skýra forsendur þeirrar ákvörðunar sinnar að hefja aftur kjarnorkusprengingar í tilraunaskyni á Kyrrahafi. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 173 orð

Doktorsritgerð í rafmagnsverkfræði

ELÍAS Bjarnason varði 27. febrúar sl. doktorsritgerð í rafmagnsverkfræði frá Technische Hochschule Darmstadt í Þýskalandi. Ritgerðin fjallar um stærðfræðilega greiningu ákveðins hóps aðhæfðra sía og prófun þeirra í rauntímaumhverfi. Síur þessar hafa þann eiginleika að læra af reynslunni og endurbæta sig sífellt. Þær eru m.a. Meira
16. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 72 orð

Dómur kveðinn í hnífstungumáli

ÞRÍTUG kona var dæmd í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundið, í Héraðsdómi Norðurlands í gær. Auk þess var hún dæmd til greiðslu sakarkostnaðar. Málsatvik voru þau að konan stakk samstarfskonu sína þrívegis með hníf eða í vinstri öxl, vinstra hné og vinstri hönd, eftir að þeim hafði lent saman. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 105 orð

Eldur olli talsverðum skemmdum

ÍBÚÐ að Njálsgötu 32 skemmdist í eldi síðdegis í gær. Í fyrstu var óttast að kona og barn væru inni í íbúðinni, en hún reyndist vera mannlaus. Tvær aðrar íbúðir í húsinu skemmdust ekki. Slökkviliðið í Reykjavík var kallað að Njálsgötu kl. rúmlega 15.30. Þegar það kom á vettvang var mikill reykur upp úr þaki hússins, sem er forskalað timburhús, kjallari, hæð og ris. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 487 orð

Fiskvinnslan komin í fullan gang eftir tíu daga

MEGNIÐ af fiskiskipaflota landsmanna lagði úr höfn í nótt eftir að ljóst varð að samningar sjómanna og útgerðarmanna höfðu verið samþykktir. Verkfallið stóð í 22 daga. Sjómenn greiddu atkvæði í gær um samkomulagið, sem undirritað var á fjórða tímanum í fyrrinótt. Atvæði voru talin hjá ríkissáttasemjara í gærkvöldi. Já sögðu alls 1.935 þeirra sjómanna, sem greiddu atkvæði, eða 79,8%. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 336 orð

Fjárhagsstaða Reykjavíkur neikvæð um 8,7 milljarða

FJÁRHAGSSTAÐA borgarsjóðs, þ.e. peningaleg eign að frádregnum skuldum, reyndist neikvæð um ríflega 8,7 milljarða króna, samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 1994, sem lagður var fram á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi. Staða borgarsjóðs versnaði um rúmlega 3,3 milljarða króna á árinu. Meira
16. júní 1995 | Landsbyggðin | 50 orð

Foreldrar taka til

Á HREINSUNARDEGI á Egilsstöðum brettu foreldrar í Miðgarði upp ermar, drifu sig í hlífðarföt og máluðu leiktæki á leikvelli barna við Miðgarð. Foreldrar báru sig vel þrátt fyrir að vera flestir vanir skrifstofu- og innistörfum. Fengu allir kaffi og vöfflur að íslenskum sið að verki loknu. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 668 orð

Forseti Alþingis njóti sömu kjara og ráðherrar

FRUMVARP um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað var samþykkt á Alþingi í gærkvöldi. Frumvarpið var flutt af formönnum eða varaformönnum allra þingflokka á Alþingi nema Þjóðvaka, sem sat hjá við afgreiðslu flestra greina frumvarpsins eða greiddi atkvæði gegn þeim. Meira
16. júní 1995 | Miðopna | 574 orð

Forvarnir árangursríkastar

"VISSULEGA er fiski hent og það er alþjóðlegt vandamál. Ef við ættum með öllu að koma í veg fyrir það yrðum við að setja eftirlitsmenn um borð í hvert einasta skip," segir Guðmundur Karlsson, forstöðumaður veiðieftirlits Fiskistofu. Rætt var við þá Þórð Ásgeirsson, Fiskistofustjóra, um framkvæmd eftirlitsins. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 108 orð

Fundur boðaður í dag

SAMNINGAFUNDUR hefur verið boðaður í deilu starfsmanna álversins í Straumsvík og ÍSAL í dag kl. 14. Þórir Einarsson ríkissáttasemjari ræddi í gær við deiluaðila hvorn í sínu lagi og varð niðurstaðan sú að ræða saman í dag. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 121 orð

Garðabær

HÁTÍÐAHÖLDIN í Garðabæ eru í umsjá skátafélagsins Vífils. Við Garðabæjarhöfn verður boðið upp á útsýnissiglingu og koddaslag milli 9.30 og 11.30. Fjársjóðsleit verður við skátaheimilið milli 10 og 12 og á sama tíma verður gróðursetning í Sandahlíð í umsjón Skógræktarfélags Garðabæjar. Hátíðarstund verður í Vídalínskirkju kl. 13 og skrúðganga leggur af stað þaðan kl. 13.30. Meira
16. júní 1995 | Landsbyggðin | 63 orð

Gefa björgunarbúnað

SLYSAVARNARDEILDIR kvenna á Snæfellsnesi gera nú stórátak í slysavörnum vegna barna. Verið er að afhenda sundjakka í sundlaugar og sérstök björgunarvesti ætluð börnum sem sækja í að veiða við bryggjur. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 409 orð

Gerð grein fyrir kjarnorkutilraunum Frakka

SENDIHERRA Frakklands á íslandi, Robert Cantoni, afhenti í gær Davíð Oddssyni forsætisráðherra bréf frá Jacques Chirac Frakklandsforseta vegna þeirrar ákvörðunar frönsku ríkisstjórnarinnar að hefja aftur kjarnorkusprengingar í tilraunaskyni. Meira
16. júní 1995 | Landsbyggðin | -1 orð

Gróðursett í Hellisskógi

Selfossi-Á undanförnum níu árum hafa 132 þúsund plöntur verið gróðursettar í Hellisskógi sem er útivistarsvæði Selfossbúa og skógræktarsvæði Skógræktarfélags Selfoss. Undanfarin ár hefur félagið staðið fyrir umfangsmikilli gróðursetningu á svæðinu með þátttöku almennings ásamt því að atvinnuátaksverkefni hafa verið unnin þar. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 92 orð

Hafnarfjörður

HAFNFIRÐINGAR hefja hátíðarhöld kl. 8 þegar skátar draga fána að húni. Dagskrá hefst í Hellisgerði kl. 13 og þaðan fer skrúðganga af stað kl. 13.45. Gengið verður upp Reykjavíkurveg, inn Hraunbrún og inn á Víðistaðatún. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 239 orð

Haukur hreppti "SilfurJodelinn"

FYRSTU lendingarkeppni vélflugmanna í sumar, sem fram fór á Tungubakkaflugvelli í Mosfellsbæ fyrir nokkru, lauk með sigri Hauks Snorrasonar. Alls luku 18 flugmenn keppni áður en mótshaldi var hætt eftir að einnni keppnisvélanna hlekktist á í flugtaki. Keppnin var haldin á vegum Flugklúbbs Mosfellsbæjar og var fyrri hluti keppni um bikar sem nefnist "Silfur-Jodelinn". Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 382 orð

Hátíðardagskrá fer fram í miðbænum

HÁTÍÐARDAGSKRÁ þjóðhátíðardagsins í Reykjavík verður með hefðbundnum hætti fram að hádegi. Forseti borgarstjórnar, Guðrún Ágústsdóttir, leggur blómsveig frá Reykvíkingum að leiði Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðinum við Suðurgötu og hefst athöfnin kl. 10. Meira
16. júní 1995 | Smáfréttir | 52 orð

HLJÓMSVEITIN Perlubandið ásamt söngkonunni Kristbjörgu Löve

HLJÓMSVEITIN Perlubandið ásamt söngkonunni Kristbjörgu Löve leikur föstudagskvöldið 16. júní í Danshúsinu Glæsibæ. Hljómsveitin leikur allt frá hefðbundinni samkvæmistónlist s.s. jive og quickstep í bland við Suður-Ameríska tónlist s.s. rhumbu, cha cha cha og sömbu. Tónlistin er öll frá árunum 1940­1965. Hljóðfæraskipan er hefðbundin. Meira
16. júní 1995 | Erlendar fréttir | 171 orð

Hlóðu forritum á alþjóðanetið

ÞÆR þúsundir tölvunotenda um allan heim sem hafa nælt sér ólöglega í forrit gegnum alþjóðanetið mega fara að vara sig, eftir að lögregla í Svíþjóð hafði hendur í hári metnaðarfullra hugbúnaðarþjófa í vikunni. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 77 orð

Hrafnseyri

AÐ venju mun Hrafnseyrarnefnd standa fyrir hátíðardagskrá á Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar. Dagskráin hefst kl. 14 á hátíðarmessu. Séra Kristinn Jens Sigurþórsson sóknarprestur þjónar og kirkjukór Þingeyrarkirkju syngur. Þorsteinn Jóhannesson yfirlæknir og forseti bæjarstjórnar Ísafjarðar mun flytja hátíðarræðu. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 829 orð

Hundruð hugmynda í skúffum

FÉLAG íslenzkra hugvitsmanna var stofnað 14. febrúar 1987 í kjölfar sýningarinnar Hugvit '86. Félagið, sem telur nú um 200 meðlimi, er aðili að alþjóðasamtökum hugvitsmanna, IFIA, sem mun halda heimsþing sitt á Kýpur dagana 22. til 26. júní næstkomandi. Sigurður S. Bjarnason er varaformaður íslenzka félagsins og verður fulltrúi þess á heimsþinginu. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 644 orð

Hærri eftirlaunaaldur ­ hert skilyrði til bóta

HÆKKUN eftirlaunaaldurs, lækkun lífeyrisbóta og hert skilyrði til bóta eru meðal hugmynda sem koma fram í nýlegri greinargerð Efnahags- og þróunarstofnunarinnar (OECD), og eiga að miða að því að sporna við þeim áhrifum sem hærra hlutfall lífeyrisþega og hækkandi meðalaldur hefur á hagkerfið. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 291 orð

Iðnskólinn brautskráði 370 nema á skólaárinu

IÐNSKÓLANUM í Reykjavík var slitið föstudaginn 9. júní við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju. Alls útskrifuðust 112 nemendur á haustönn og 258 á vorönn. Verðlaun fyrir bestan námsárangur á burtfararprófi hlaut Jóhannes Eggertsson, nemandi í húsgagnasmíði, en auk annarra veittu Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur og Samtök iðnaðarins verðlaun. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 37 orð

Í gogginn

LÍFSBARÁTTAN getur verið hörð á Tjörninni eins og annars staðar og tekið á sig margvíslegar myndir. Margur bitinn hverfur í gogg fuglanna úr höndum mannfólksins, sem seint fær leið á að fylgjast með fuglalífinu. Meira
16. júní 1995 | Erlendar fréttir | 366 orð

Jafnaði hótel og fjölbýlishús við jörðu

AÐ MINNSTA kosti tíu manns fórust, þeirra á meðal tveir franskir ferðamenn, í öflugum jarðskjálfta, sem reið yfir vesturhluta Grikklands í gærmorgun. Hótel og fjölbýlishús jöfnuðust við jörðu í bænum Egion og sagði lögregla ljóst að fleiri hefðu farist, þar sem fjölmargir væru enn fastir í rústum húsanna. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 112 orð

Karlrembur safna liði

KARLREMBUR landsins eru boðnar velkomnar til Hveragerðis nk. sunnudag en þá fer fram fyrsta karlrembuhlaupið. Að sögn Gísla Garðarssonar, eins aðalforsprakka karlrembuhlaupsins, er ætlunin að vega uppá móti kvennahlaupinu sem ráðgert er á sama tíma. Meira
16. júní 1995 | Erlendar fréttir | 150 orð

Kínverjar heita bót og betrun

NÁÐST hefur samkomulag í deilum fulltrúa óháðra samtaka og Sameinuðu þjóðanna við kínversk stjórnvöld vegna kvennaráðstefnanna fyrirhuguðu í Peking í lok ágúst. Óháðu samtökin, er halda sinn eigin fund, vilja vera í nánu sambandi við opinberu ráðstefnuna og mótmæltu m.a. harðlega að þeim skyldi ætlað að vera í Huairou-borg um 45 km frá Peking. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 365 orð

"Kristján átti sviðið"

KRISTJÁN Jóhannsson tenórsöngvari söng í Grímudansleik Verdis, í fyrsta skipti af fjórum, í fyrrakvöld á frumsýningu í Covent Garden, konunglega óperuhúsinu í London. Kristján var ánægður með sinn hlut í sýningunni þegar Morgunblaðið náði tali af honum í London gær og með sýninguna í heild. "Sýningin var mjög glæsileg, búningarnir fallegir og hljómsveitin alveg stórkostleg. Meira
16. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 150 orð

Kvennahlaup ÍSÍ á sunnudag

SAFNAST verður saman fyrir kvennahlaup ÍSÍ á Ráðhústorgi milli klukkan 11 og 12 sunnudaginn 18. júní, en skráning fer fram klukkan 10.30 og létt upphitun klukkan 11.45. Leikin verður lifandi tónlist á staðnum. Þátttökugjald er 550 krónur og fær hver þátttakandi bol við skráningu, en verðlaunapening og Blöndu eða Frissa fríska frá mjólkursamlagi KEA að hlaupi loknu. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 82 orð

Kynning á Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands

SAMSTARFSNEFND Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar um skipulagsmál á lóð H.Í. auglýsir kynningu á fyrirhugaðri byggingu Náttúrufræðihúss á lóð Háskólans í Vatnsmýri. Kynningin er á afgreiðsluhæð Þjóðarbókhlöðu og stendur hún í fjórar vikur frá og með 15. júní til 13. júlí. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 402 orð

Leitað eftir tilnefningum í nýja stjórn

FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA ætlar að leita eftir því að þeir sem rétt eiga á að tilnefna fulltrúa í stjórn Brunamálastofnunar tilnefni fulltrúa á nýjan leik í kjölfar þess að stjórnir Brunamálastofnunar og Brunamálaskólans hafa allar sagt af sér. Sagðist hann ekkert aðhafast í málinu fyrr en svör hefðu borist hvað tilnefningarnar varðaði. Meira
16. júní 1995 | Erlendar fréttir | 84 orð

Lestarslys við Hamborg

UM 100 farþegar, flestir skólabörn, slösuðust í gær þegar tvæir lestir rákust saman í Schneverdingar, 50 km suður af Hamborg. Tuttugu farþegar slösuðust alvarlega, þeirra á meðal annar lestarstjóranna, en nota varð klippur til að ná honum út úr lestinni. Slysið varð skömmu fyrir kl. Meira
16. júní 1995 | Landsbyggðin | -1 orð

Lokið við endurbætur fyrir Landsmót í golfi

Hellu -Landsmót í golfi verður haldið á Strandarvelli á Rangárvöllum 30. júlí til 4. ágúst í sumar, en nýlega var lokið við 50 fermetra viðbyggingu við eldri golfskálann. Í viðbyggingunni er búnings- og hreinlætisaðstaða auk þess sem nýjar innréttingar í eldri skálann og sólpallur hafa verið smíðuð. Meira
16. júní 1995 | Erlendar fréttir | 303 orð

Lýðræðisumbætur í Tyrklandi TYRKNESKA þi

TYRKNESKA þingið samþykkti í gær í fyrstu umferð að fella úr gildi hluta úr stjórnarskrá landsins, þar sem borið er lof á valdarán hersins árið 1980. Breytingin er hluti af lýðræðisumbótum sem Evrópuþingið hefur gert kröfu um, eigi það að samþykkja samning um tollamál við Tyrki. Þá ræddi tyrkneska þingið einnig um að aflétta hömlum á starfsemi stjórnmálaflokka og verkalýðsfélaga. Meira
16. júní 1995 | Miðopna | 2164 orð

Með góðu eða illu

FISKISTOFA hefur lagt áherslu á að koma í veg fyrir að sjómenn lendi í þeirri aðstöðu að fá afla sem þeir vilja ekki koma með að landi, m.a. með svæðalokunum á þekktum uppeldisstöðvum smáfisks og með því að gera seiðaskilju að skyldu við rækjuveiðar allt í kringum landið. Meira
16. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 683 orð

Með sól í hjarta á 17. júní

SKÁTARNIR munu sjá um hátíðarhöldin á Akureyri á þjóðhátíðardaginn 17. júní, en hefð hefur skapast fyrir því að þeir haldi þau á þriggja ára fresti, en íþróttafélögin á Akureyri hin árin. "Þetta er svipuð dagskrá og við höfum verið með hingað til, segir Ásgeir Hreiðarsson, starfsmaður Skátafélagsins. Hátíðin hefst í bítið Meira
16. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 45 orð

Menntasmiðja kvenna fær styrk

MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur lýst yfir stuðningi sínum við Menntasmiðju kvenna á Akureyri sem þróunarverkefni í tvö skólaár, 1995-1996 og 1996-1997. Hvort ár mun ráðuneytið leggja fram þrjár milljónir króna til verkefnisins að því tilskildu að félagsmálaráðuneytið og Akureyrarbær geri slíkt hið sama. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 182 orð

Menntun til sjálfstæðis

BRAUTSKRÁNING kandídata frá Kennaraháskóla Íslands fór fram í Hallgrímskirkju í Reykjavík laugardaginn 10 júní. Að þessu sinni luku 123 kennarar B.Ed námi, 107 konur og 16 karlar. Auk kandídatanna lauk 31 kennari af framhaldsskólastigi námi í uppeldis-og kennslufræðum, fjórir luku viðbótarnámi fyrir kennara, Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 217 orð

Mikilla breytinga er að vænta í starfi skólans

MENNTASKÓLANUM í Kópavogi var slitið við hátíðlega athöfn í Kópavogskirkju föstudaginn 2. júní og lauk þar með 22. starfsári skólans. Brautskráðir voru 42 stúdentar, 18 stúlkur og 24 piltar. Fram kom í ræðu Margrétar Friðriksdóttur, skólameistara, að mikilla breytinga væri að vænta á starfi skólans. Meira
16. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 73 orð

Minjasafnið opið á þjóðhátíðardag

MINJASAFNIÐ á Akureyri, Aðalstræti 58, er opið daglega frá 11-17 og gildir það einnig um þjóðhátíðarardaginn. Sýningar safnsins hafa verið endurnýjaðar á síðustu árum og nú í vor var sýning á íslenskum búningum og textílum endurbætt. Í safninu stendur yfir sýning á verðlaunagripum úr minjagripasamkeppni Handverks og líður að næstsíðustu sýningarhelgi. Meira
16. júní 1995 | Miðopna | 492 orð

Molar úr messanum

"Ég tel að ríkið eigi að hirða meðaflann af kvótalitlum bátum fyrir kostnaðarverð, t.d. 5-10 kr. kílóið, og hann reiknist ekki í kvóta. Það er betra en að láta hann fara í sjóinn og menn björguðu verðmætum. Mismunurinn gæti farið í einhvern sjóð, til dæmis þyrlusjóð. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 80 orð

Mosfellsbær

SKRÚÐGANGA heldur frá Íþróttahúsinu kl. 14 og setning hátíðardagskrár verður við útisvið kl. 14.20. Þar verða fluttar hátíðarræður og menningarverðlaun Mosfellsbæjar verða afhent. Boðið verður upp á skoðunarferðir um Mosfellssveit og fara rútur frá Álafossvegi kl. 15, 16 og 17. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 282 orð

Nítján frumvörp urðu að lögum á vorþinginu

FJÖLMÖRG frumvörp urðu að lögum á Alþingi í gærkvöldi áður en fundum var frestað þar til í haust. Að auki var kosið í stjórnir ýmissa stofnana ríkisins, svo sem í Útvapsráð, Landsvirkjun, bankaráð Landsbankans, stjórn Byggðastofnunar, stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs, og Húsnæðisstofnunar. Meira
16. júní 1995 | Landsbyggðin | 94 orð

Ný sundlaug vinsæl

Hellu-Ný sundlaug var opnuð í fyrrasumar á Laugalandi í Holta- og Landsveit í Rangárvallasýslu. Laugin nýtist vel ferðamönnum á leið um Suðurland auk þess sem hún er notuð til kennslu á vetrum, en eigendur hennar eru Ásahreppur auk Holta- og Landsveitar. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 285 orð

Ósamið er við 20 aðildarfélög BHMR

FLEST aðildarfélög BHMR eru enn með lausa samninga og eru viðræður samninganefndar ríkisins við nokkur félög í gangi en viðræður við önnur eru í biðstöðu. Samkvæmt upplýsingum Hannesar G. Sigurðssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra VSÍ, eiga vinnuveitendur á almenna vinnumarkaðinum ólokið gerð samninga við starfsmenn ÍSAL og Flugvirkjafélag Íslands, Meira
16. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 59 orð

Rennt fyrir fisk á pollinum

SIGLINGAKLÚBBURINN Nökkvi stendur fyrir árlegu siglinganámskeiði fyrir krakka á pollinum á Akureyri um þessar mundir. Vegna þess hve vindasamt hefur verið undanfarna daga hafa nemendur lítið getað siglt skútum klúbbsins og því kynnt sér aðrar hliðar sjómennskunnar. Í gær fóru þau í róður með trillubát út á pollinn og renndu fyrir fisk. Meira
16. júní 1995 | Erlendar fréttir | 223 orð

Rory Gallagher látinn

ÍRSKI blús- og rokkgítarleikarinn Rory Gallagher lést á sjúkrahúsi í Lundúnum á miðvikudag. Hann var 47 ára. Rory Gallagher var jafnan talinn í hópi bestu hvítu blúsgítarleikaranna ásamt þeim Eric Clapton, Mick Taylor ofl. Ungur vakti hann athygli fyrir sérlega kraftmikinn gítarleik og tækni hans og vald yfir hljóðfærinu þótti ávallt einstakt. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 636 orð

Samið um verð alls afla sem fer ekki á markað

Samningurinn felur einnig í sér ávinning fyrir sjómenn varðandi starfsaldursálag, uppsagnarfrest undirmanna, olíuverðstengingu og sérveiðar. Samningurinn felur í sér sömu grunnkaupshækkanir og samið var um í samningum sem ASÍ og VSÍ gerðu í vetur. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 72 orð

Seltjarnarnes

SKRÚÐGANGA leggur af stað frá dælustöðinni við Lindarbraut kl. 13.30. Gengið verður upp Hofgarða, eftir göngustígum Strandahverfis og niður Nesveg að Eiðistorgi. Hátíðin verður sett kl. 14 á Eiðistorgi. Þar mun Lúðrasveit Seltjarnarness flytja ættjarðarlög og fjallkonan flytur ávarp. Selkórinn mun syngja nokkur lög og leikþátturinn Mókollur á þjóðhátíð verður fluttur kl. 14.45. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 283 orð

Selveiðar heimilar án korts

SAMKVÆMT nýrri reglugerð um veiðikort, þar sem kveðið er á um að menn þurfi að hafa bæði veiðikort og skotvopnaleyfi til að stunda veiðar hérlendis á fuglum, refum, minkum og hreindýrum, þarf ekki sérstakt leyfi til að skjóta sel. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 273 orð

Sex netabátar sviptir veiðileyfi í vikutíma

SEX netabátar, sem veiðieftirlitsmenn Fiskistofu stóðu að því að henda þorski fyrir borð á Selvogsbanka í maímánuði, voru sviptir veiðileyfi í vikutíma frá og með seinasta laugardegi, samkvæmt úrskurði sjávarútvegsráðuneytisins. Fiskistofa kærði framferði bátana til ráðuneytisins og Rannsóknarlögreglu ríkisins. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 111 orð

Sjaldséður hvítur spói

HVÍTIR spóar eru sjaldséðir fuglar. Þessi leirhvíti spói varð þó á vegi ljósmyndara Morgunblaðsins á Austurlandi og fullyrða má að spóinn hafi ekki eðlilegt magn litarefna í sér. Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur segir að fuglinn sé hálfur albínói. Hann væri ekki skjannahvítur heldur bæri á brúnum skellum á búk hans. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 157 orð

Sjómannadagurinn í Stykkishólmi

SJÓMANNADAGURINN var haldinn hátíðlegur í Stykkishólmi á hefðbundin hátt. Sjómenn gengu í skrúðgöngu til kirkju og var þar haldin sjómannamessa þar sem sóknarpresturinn sr. Gunnar Eiríkur Hauksson messaði. Það er siður í Stykkishólmi á sjómannadag eins og víðar annars staðar að heiðra aldna sjómenn. Að þessu sinni heiðruðu sjómenn Lárus Kristin Jónsson. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 122 orð

Sjómenn heiðraðir

VERKFALL sjómanna setti óneitanlega nokkurn svip á hátíðarhöld sjómannadagsins í Keflavík, Njarðvík og Höfnum og ekkert varð úr skemmtisiglingum báta sem hafa verið ákaflega vel sóttar undanfarin ár. Að örðu leyti voru hátíðarhöldin með hefðbundum hætti. Aðsókn að skemmtidagskránni við höfnina hefur þó oft verið meiri. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 246 orð

Skólinn verður hluti af FVA

MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hyggst á næstunni ræða við stjórnendur Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi um að reka í Héraðsskólanum í Reykholti skólastarf fyrir nemendur með ónógan undirbúning, sem eiga erfitt uppdráttar í hefðbundnum skólum eða búa við slæmar félagslegar aðstæður. Slíkt verkefni verði hluti af skólastarfi Fjölbrautaskólans, m.a. til að tryggja því lagagrundvöll. Meira
16. júní 1995 | Erlendar fréttir | 518 orð

Skæruliðar Tsjetsjena með eitt þúsund í gíslingu

HÓPUR vopnaðra manna, sem talið er að séu Tsjetsjenar, réðust á miðvikudag inn í bæinn Budennovsk í suðuhluta Rússlands, myrtu að minnsta kosti 40 manns og tóku að sögn Pavels Gratsjevs eitt þúsund manns í gíslingu. Viðbúnaður var aukinn í norðurhluta Kákasusfjalla af ótta við frekari árásir. Rússar reyndu þegar að nýta sér árásina til svara gagnrýni Vesturlanda á framferði sitt í Tsjetsjníu. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 152 orð

Slá verslunarmannahelginni við?

ÚTLIT er fyrir fjölmenni í Þórsmörk fyrstu helgina í júlí. Mun það vera regla fremur en undantekning að umrædd helgi slái verslunarmannahelginni við hvað varðar ferðir í Þórsmörk. Undanfarin ár eru mörg dæmi þess að fyrsta helgin í júlí hafi verið fjölmennasta helgi ársins í Þórsmörk, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Meira
16. júní 1995 | Landsbyggðin | 64 orð

Slysavarnamenn í heimsókn

FORRÁÐAMENN Slysavarnarfélags Íslands voru nýlega í heimsókn hjá Helgu Bárðardóttur, slysavarnardeild kvenna á Hellissandi. Tækifærið var notað til að líta út að Gufuskálum til að líta á mannvirki og aðrar aðstæður því verið er að kanna hvort kleift sé að stofnsetja þar alþjóðlegan björgunarskóla. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Stakfellið beint í Smuguna

EKKI var til setunnar boðið loks þegar sá er fyrir endann á verkfalli sjómanna og átti togarinn Stakfell að sigla á miðnætti, beint í Smuguna. Að sögn Sævalds Gunnarssonar útgerðarstjóra verður Stakfellið einnig með rækjutroll og hefur þá möguleika á að veiða rækju á Svalbarðasvæðinu þar sem hún er ekki kvótabundin tegund. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 343 orð

Starfsmenn fá bætur þrátt fyrir deilur

MIKILL ágreiningur er kominn upp á milli Vinnumálasambandsins og stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs um fyrirkomulag á greiðslum til fiskvinnslufólks vegna verkfalls sjómanna en sjóðsstjórnin ákvað sl. mánudag að fiskvinnslufyrirtæki sem ekki tilkynntu uppsögn kauptryggingar með fjögurra vikna fyrirvara hafi ekki heimild til þess að taka starfsfólk sitt úr af launaskrá. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 846 orð

Stærsti skaðinn yrði tap viðskiptasambanda

FJÓRTÁN daga lokunarferli er nú næstum hálfnað en unnið er að lokuninni í fullri samvinnu milli fulltrúa verkalýðsfélaganna og fulltrúa ÍSAL sem skipa nefnd um framkvæmd verkfalls. Rannveig Rist, steypuskálastjóri, segir að hugsanlegt sé að ÍSAL tapi viðskiptasamböndum verði af lokun framleiðslunnar og að fari svo verði það stærsti skaði fyrirtækisins. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 121 orð

SVR ekur eins og á helgidögum

VAGNAR SVR aka laugardaginn 17. júní eftir tímaáætlun helgidaga, þ.e. á 30. mín. fresti, þó þannig að aukavögnum verður bætt á leiðir eftir þörfum. Frá kl. 12, þegar hátíðarhöldin hefjast í Lækjargötu, er breytt frá venjulegri akstursleið vagnanna og nær breytingin til þeirra vagna sem aka um Lækjargötu. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 266 orð

Umhverfisáhrif- in verði metin

VEGAGERÐ ríkisins hefur fengið verkfræðiskrifstofuna Hönnun til að meta umhverfisáhrif vegna lagningar Garðskagavegar. Gert er ráð fyrir því að vegurinn verði lagður í tveimur áföngum. Fyrst er áætlað að leggja veg milli Reykjanesbrautar og núverandi vegar til Garðs með tveimur hringtorgum sem koma vestan við Rósaselsvötn og við Mánagrund suðaustan hesthúsa Keflvíkinga. Meira
16. júní 1995 | Smáfréttir | 79 orð

ÚT ER komið nýtt tímarit, Stjörnuspá Frístundar. Í r

ÚT ER komið nýtt tímarit, Stjörnuspá Frístundar. Í ritinu er að finna stjörnuspá allra stjörnumerkja dýrahringsins fyrir júlímánuð 1995 auk sérstakrar ársspár fyrir fólk í krabbamerkinu, afmælisdagaspá þess og nokkur einkenni merkisins. Einnig er í blaðinu fróðleikur um ýmislegt er tengist Satúrnusi og stöðu hans á fæðingarstund fólks. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 218 orð

Útskrift á 80 ára afmæli Vélskólans

VÉLSKÓLA Íslands var slitið laugardaginn 27. maí. Áttatíu ár eru liðin frá því skólinn var stofnaður. Brautskráðir voru 24 vélfræðingar og hafa þeir þar með lokið 4. stigs vélstjóranámi. Auk þeirra lauk einn nemandi 3. stigs námi, fjórir luku 2. stigs námi og níu nemendur 1. stigi. Stigin veita mönnum mismikil atvinnuréttindi. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Varp heiðargæsa fékk að vera í friði

Í Herðubreiðarlindum eru landverðir teknir til starfa að undirbúa fyrir sumarið. Þeir eru tveir enn sem komið er en verða fimm þegar líður á sumarið. Mikið er um heiðargæs á svæðinu og liggur hún á eggjum núna en upp úr miðjum mánuði fara ungar að klekjast úr eggjum. Að sögn landvarða hefur varpið fengið að vera í friði í vor fyrir eggjaræningjum. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Vottar Jehóva byggja í Keflavík og á Selfossi

VOTTAR Jehóva reistu Ríkissal sinn, sem er samkomuhús þeirra, við Miðtún 1 á Selfossi á þremur dögum. Annað sams konar hús var reist í Keflavík. Húsið á Selfossi er 143 fermetrar að flatarmáli sem í er samkomusalur fyrir 60 manns. Húsið er byggt af Vottum Jehóva á Íslandi með aðstoð trúbræðra og -systra frá Noregi. Meira
16. júní 1995 | Erlendar fréttir | 222 orð

Þrír forsetar funda

DEILUR Bandaríkjanna og Frakklands vegna kjarnorkutilrauna síðarnefnda ríkisins hafa varpað skugga á þá staðreynd, að fundur Jacques Chirac og Bills Clinton í Washington á miðvikudag var formlega leiðtogafundur Evrópusambandsins og Bandaríkjanna. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 863 orð

Ætti að geta leitt til betri samskipta

FORYSTUMENN sjómanna og útgerðarmanna eru ánægðir með nýgerðan kjarasamning. Þeir segjast gera sér vonir um að hann leiði til betri samskipta sjómanna og útgerðarmanna. Full þörf sé á því að samskipti þessara aðila batni því að þau hafi verið mjög slæm á undanförnum árum. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 25 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Sumarliði Einar Daðason Kunnu sér ekki lætiKÝRNAR á Kaupangi í Eyjafirði kunnu sér ekki læti þegar þeim var loks hleypt úr fjósinu eftir langan veturinn. Meira
16. júní 1995 | Innlendar fréttir | 37 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/Kristinn FISKVEIÐIFLOTINN hélt á miðin á ný í gærkvöldi, eftir að ljóst var að sjómannafélögin höfðu samþykkt kjarasamninganaog þriggja vikna verkfalli þar með lokið. Fyrsta skipið sem lagði úr Reykjavíkurhöfn, um kl. 23.30, var Vigri RE 71. Meira

Ritstjórnargreinar

16. júní 1995 | Staksteinar | 285 orð

»Landeyðing MÝVETNINGAR sæta - með réttu eða röngu - harðri gagnrýni fyrir a

MÝVETNINGAR sæta - með réttu eða röngu - harðri gagnrýni fyrir að "hunza opinberar reglur um rekstur sauðfjár á afrétt," eins og komist er að orði í leiðara DV í fyrradag, sem ber yfirskriftina "Landeyðingarmenn". Ofbeit og offramleiðsla Meira
16. júní 1995 | Leiðarar | 497 orð

STÖÐUG FRAMÞRÓUN Á LÁNSFJÁRMARKAÐI

STÖÐUG FRAMÞRÓUN Á LÁNSFJÁRMARKAÐI IKLAR breytingar hafa átt sér stað í peningaviðskiptum á Íslandi undanfarin ár. Nú hefur verðbréfafyrirtækið Handsal tekið upp samstarf við nokkra af stærstu lífeyrissjóðum landsins um að veita fyrirtækjum og einstaklingum langtímalán. Lánin verða til allt að 25 ára og geta m.a. Meira

Menning

16. júní 1995 | Menningarlíf | 147 orð

Barrokkk í Dómkirkjunni

TÓNLEIKAR verða í Dómkirkjunni dagana fyrir og eftir Jónsmessu. Á þrennum tónleikum verður leikið á orgel kirkjunnar, Dómkórinn syngur á Jónsmessutónleikum og flutt verður barokktónlist með gömlum hljóðfærum. Meira
16. júní 1995 | Myndlist | 588 orð

Birta og ástleitni

Myriam Bat-Yosef. Opið frá 10­18 alla daga til 25. júní. Aðgangur ókeypis. ÍSRAELSKA listakonan Myriam Bat-Yosef, eða María Jósefsdóttir eins og hún nefnist einnig, er vel þekkt á Íslandi og er ekki gott að segja hvað oft hún hefur sýnt í Reykjavík. Meira
16. júní 1995 | Fólk í fréttum | 926 orð

Danshátíð í Kolaportinu

N-TRANCE er hluti n´yrrar bylgju breskra danssveita, sem fl´etta saman tekn´oi, jungle, tripphoppi og poppi og n´a þannig til þorra ungmenna v´ða um heim, enda danst´onlistin æ vinsælli. Meira
16. júní 1995 | Kvikmyndir | 395 orð

Dauðinn kveður dyra

Leikstjóri: Roman Polanski. Byggð á samnefndu leikriti Ariel Dorfmans. Aðalhlutverk: Sigourney Weaver, Ben Kingsley, Stuart Wilson. New Line. 1994. Nýjasta mynd Roman Polanskis, Dauðinn og stúlkan eða "Death and the Maiden", er byggð á samnefndu leikriti eftir Ariel Dorfman, sem einnig á hlut í kvikmyndahandritinu, og er skelfileg úttekt á sambandi kvalara og fórnarlambs hans. Meira
16. júní 1995 | Menningarlíf | 217 orð

Er lista-líf á Laugarvatni?

Á LAUGARVATNI fara í hönd listadagar sem heita einu nafni Gullkistan og hefjast þeir 17.júní en lýkur 2.júlí. Undirbúningi listadaganna er að ljúka og eru flestir listamenn vel á veg komnir við sköpun verka sinna. Það má líklega fullyrða að fjölbreytnin verði ríkjandi þá daga sem hátíðin stendur yfir. Meira
16. júní 1995 | Menningarlíf | 184 orð

"Fame" á fjalirnar

KVIKMYNDIN og sjónvarpsþættirnir "Fame" (Frægð), sem slógu í gegn árið 1980 hafa nú ratað á svið í London, þar sem frumsýndur verður söngleikur, byggður á myndinni. Tvær vikur eru síðan hann var frumsýndur í Plymouth þar sem han hefur fengið góðar viðtökur, ekki síst hjá yngra fólki, sem hingað til hefur ekki verið tíðir gestir á söngleiki. Meira
16. júní 1995 | Menningarlíf | 41 orð

"Heilagur andi" MYNDLISTARSÝNINGU Þóru Þórisdóttur "Heilagur andi" í Listhúsinu Við Hamarinn, Strandgötu 50 Hafnarfirði, lýkur

MYNDLISTARSÝNINGU Þóru Þórisdóttur "Heilagur andi" í Listhúsinu Við Hamarinn, Strandgötu 50 Hafnarfirði, lýkur nú á sunnudag. Á sýninguni eru innsetningar og málverk. Táknmyndir eru fengnar úr biblíunni og meðal verka eru lifandi friðardúfur og útsaumuð gluggatjöld. Aðgangur er ókeypis. Meira
16. júní 1995 | Menningarlíf | 131 orð

Íslensk myndlist á 20. öld

SUMARSÝNING Kjarvalsstaða, "Íslensk myndlist" verður formlega opnuð á laugardag 17. júní kl. 16. Íslensk myndlist er yfirlitssýning á íslenskri tuttugustu aldar myndlist úr eigu Listasans Reykjavíkur sem verður haldin í öllum salarkynnum Kjarvalsstaða. Meira
16. júní 1995 | Bókmenntir | 278 orð

Í önnum dagsins

eftir Sigurð Gunnarsson. 3. bindi. Skógar 1995 - Oddi prentaði SIGURÐUR Gunnarsson fv. skólastjóri er ekki iðjulaus maður 82 ára. Enn er hann að tína upp úr skúffum sínum og setja á prent. Það tekur yfir heila blaðsíðu, með smáu letri, allt sem hann hefur sent frá sér á prenti eða lesið í útvarp um dagana ­ bæði þýtt og frumsamið. Þetta er þriðja bók hans í sama flokki. Meira
16. júní 1995 | Fólk í fréttum | 60 orð

Líf og fjör í Laugardal

SUMARHÁTÍÐ leikskólans Gullborgar var haldin í Fjölskyldugarðinum í Laugardal á laugardaginn. Börnin fylktu liði í skrúðgöngu um garðinn og grilluðu pylsur. Farið var í ýmsa leiki og aðstaða Fjölskyldugarðsins nýtt til hins ýtrasta. Meira
16. júní 1995 | Menningarlíf | 35 orð

Ljósmyndasýning í Lundi SIGRÍÐUR Soffía ljósmyndari opnar sýningu á Polaroid Transfer ljósmyndum í Keramikgalleríinu Lundi

SIGRÍÐUR Soffía ljósmyndari opnar sýningu á Polaroid Transfer ljósmyndum í Keramikgalleríinu Lundi Varmahlíð, Skagafirði á sunnudag kl. 17. Opið er alla daga frá kl. 9-18 og stendur sýningin til 16. júlí. Meira
16. júní 1995 | Menningarlíf | 42 orð

Ljósmyndir Braga NÚ stendur yfir sýning á ljósmyndum Braga Þ. Jósefssonar í verslun Hans Petersen í Austuveri, en hún opnaði 3.

NÚ stendur yfir sýning á ljósmyndum Braga Þ. Jósefssonar í verslun Hans Petersen í Austuveri, en hún opnaði 3. júní síðastliðinn. Á sýningunni eru tólf módel og tískumyndir. Sýningin stendur út mánuðinn og er opin á verslunartíma. Meira
16. júní 1995 | Myndlist | 876 orð

Myndlistarsýning barna

Opið frá 10-18 alla daga til 18. júní. Aðgangur ókeypis. Sýningarskrá 200 kr. ÞAÐ hefur víst trauðla farið fram hjá athugulum lesendum blaðsins, að trú og list hafa hermt fólk á fund sinn í Hallgrímaskirkju. Meira
16. júní 1995 | Menningarlíf | 87 orð

Myndverkasýning yngstu borgaranna Sauðárkróki. Morgunblaðið. NÝVERIÐ var opnuð í Safnahúsinu á Sauðárkróki sýning á myndverkum

NÝVERIÐ var opnuð í Safnahúsinu á Sauðárkróki sýning á myndverkum nemenda í leikskólanum að Furukoti, en um er að ræða árvsissan viðburð eftir vetrarstarfið. Fjöldi gesta mætti við opnunina til að skoða verkin, sem eru með allra líflegasta og litskrúðugasta móti, en einnig til að heyra og sjá skemmtiatriði sem nemendur önnuðust. Meira
16. júní 1995 | Menningarlíf | 151 orð

Ólafur Á. Bjarnason syngur með Sinfóníuhljómsveit Íslands

ÓLAFUR Á. Bjarnason tenórsöngvari og Sinfóníuhljómsveit Íslands halda tónleika í Háskólabíói, fimmtudaginn 22. júní næstkomandi kl. 20. Ólafur sem nú kemur frá Bologna á Ítalíu hefur undanfarin fjögur ár verið fastráðinn við Óperuhús í Þýskalandi. Auk þess hefur hann víða komið fram, hérlendis sem erlendis. Meira
16. júní 1995 | Menningarlíf | 236 orð

Órar ­ Yrsel ­ Huimaus

FINNSKI leikstjórinn Kaisa Korhonen, sem sviðsetti sýningu Þjóðleikhússins á Fávitanum eftir Dostojevskí nú í vetur, og Kári Halldór leikstjóri hafa í tæp tvö ár unnið að undirbúningi fyrstu samvinnuuppfærslu finnskra og íslenskra leikara. Meira
16. júní 1995 | Menningarlíf | 97 orð

Skólalúðrasveitamót Neskaupstað. Morgunblaðið. LANDSMÓT Sambands íslenskra skólalúðrasveita var haldið á Neskaupstað um

LANDSMÓT Sambands íslenskra skólalúðrasveita var haldið á Neskaupstað um hvítasunnuhelgina. 16 lúðrasveitir víðsvegar af landinu tóku þátt í mótinu sem fram fór í nýja íþróttahúsinu og er það í fyrsta skipti sem það er notað opinberlega, en það verður ekki fullklárað fyrr en í haust. Meira
16. júní 1995 | Menningarlíf | 145 orð

Skólaslit hjá Tónskóla Sigursveins

TÓNSKÓLA Sigursveins D. Kristinssonar var slitið í Langholtskirkju 24.maí síðastliðinn, í 31. skipti. Starfsár skólans hófst 1.september. Hann var fullskipaður 620 nemendum sem störfuðu undir stjórn 59 kennara auk skólastjóra. 650 stunda kennsluheimild var nýtt að fullu. Meira
16. júní 1995 | Menningarlíf | 118 orð

Stíllinn í list Ásmundar Sveinssonar

ÁSMUNDARSAFN - Listasafn Reykjavíkur hefur gefið út listaverkabók um list Ásmundar Sveinssonar. Bókin er jafnframt sýningarskrá gerð í tilefni af opnun sýningarinnar Stíllinn í list Ásmundar Sveinssonar, sem opnuð var laugardaginn 27. maí síðastliðinn. Í bókinni er að finna grein um Stílinn í list Ásmundar Sveinssonar eftir Gunnar B. Meira
16. júní 1995 | Fólk í fréttum | 151 orð

Stjörnubíó sýnir Í grunnri gröf

STJÖRNUBÍÓ sýnir nú breska spennutryllinn Í grunnri gröf (Shallow Grave). Aðalhlutverk myndarinnar eru í höndum þeirra Kerry Fox, Christopher Eccleston, Ewan McGregor og Keith Allen. Leikstjórinn er Danny Boyle en handritshöfundur er John Hodge og framleiðandi Andrew Macdonald. Meira
16. júní 1995 | Menningarlíf | 259 orð

Sumardagskrá Norræna hússins

Í SUMAR stendur Norræna húsið fyrir fjölbreyttri dagskrá þar sem myndlist, tónlist, kvikmyndir og fyrirlestrar koma m.a. við sögu. Sænskur kórsöngur 17.júní Hluti af kórfélögum í Óratóríukór Gustav Vasa kirkjunnar í Stokkhólmi mun koma í Norræna húsið á þjóðhátíðardaginn 17.júní og syngja fyrir gesti kl.16.30 í fundarsal hússins. Meira
16. júní 1995 | Menningarlíf | 47 orð

Söngsveitin NA-12 á Húsavík Húsavík. Morgunblaðið. SÖNGSVEITIN NA-12 á Húsavík hélt tónleika í Samkomuhúsinu á Húsavík um

SÖNGSVEITIN NA-12 á Húsavík hélt tónleika í Samkomuhúsinu á Húsavík um síðustu helgi og flutti létt og leikandi lög við hrifningu áheyrenda. Söngsveitin hefur sungið fyrir Þingeyinga í nokkur ár, en nú með undirleik hljómsveitar og stjórn Helga Péturssonar. Meira
16. júní 1995 | Menningarlíf | 83 orð

(fyrirsögn vantar)

SUMARSÝNING þriggja ísfirskra myndlistarmanna verður opnuð á Hótel Ísafirði laugardaginn 17. júní. Það eru þau Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Sara Vilbergsdóttir og Ólafur Már Guðmundsson sem sýna olíumálverk, akrílverk og pastelmyndir. Meira

Umræðan

16. júní 1995 | Velvakandi | 266 orð

Bangladesbúar velkomnir á víkingahátíð

Bangladesbúar velkomnir á víkingahátíð Rögnvaldi Guðmundssyni: VEGNA leiðs misskilnings hefur það verið mistúlkað svo af þeim stöllum Sigrúnu Ásu Markúsdóttur og Jóhönnu K. Eyjólfsdóttur að forráðamenn víkingahátíðar í Hafnarfirði séu því mótfallnir að blaðamenn frá Bangladesh fái að sækja stóru víkingahátíðina sem haldin mun í Hafnarfirði 6.­9. Meira
16. júní 1995 | Velvakandi | 414 orð

Dagbók veitingamanns

Dagbók veitingamanns Sigurjóni Sigurðssyni: ER ÉG var á leið til vinnu minnar nú fyrir skömmu og var að hlusta á þá ágætu útvarpsstöð Bylgjuna varð ég svo undrandi að ég get ekki orða bundist. Meira
16. júní 1995 | Aðsent efni | 1028 orð

Fullyrðingar brunamálastjóra

BRUNAMÁLASTJÓRI fullyrti í faglegri ráðgjöf sinni sem embættismaður á sínum tíma að kostnaður við Brunamálaskólann myndi nema um 90 milljónum króna. Lauslega áætlaður kostnaður starfshóps sem félagsmálaráðherra skipaði til að vinna að núgildandi reglugerð skólans nam um 16 milljónum króna en við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 1995 lagði brunamálastjóri til 8, Meira
16. júní 1995 | Velvakandi | 967 orð

Hvernig má lýsa fylleríi og kvennafari á löglegan?

Hvernig má lýsa fylleríi og kvennafari á löglegan? Opið bréf til STEF Davíð Þór Jónssyni: ÁGÆTI framkvæmdastjóri STEF, Eiríkur Tómasson. Undanfarin þrjú ár hef ég ásamt félaga mínum, Steini Ármanni Magnússyni, unnið að gerð skemmtiefnis fyrir útvarp, sjónvarp og opinberar samkomur undir nafninu Radíus. Meira
16. júní 1995 | Aðsent efni | 965 orð

Stjórnsýslulögin og grunnskólinn

NÝ STJÓRNSÝSLULÖG tóku gildi á Íslandi í maí 1993. Markmið og tilgangur laganna er að tryggja íslenskum ríkisborgurum réttarfarslegt öryggi einkum er varðar samskipti borgaranna við opinbera aðila, bæði á vegum sveitarfélaga og ríkisins. Meira
16. júní 1995 | Velvakandi | 393 orð

yrir nokkru var Víkverji viðstaddur skólaslit M

yrir nokkru var Víkverji viðstaddur skólaslit Menntaskólans í Hamrahlíð. Þetta var afar hátíðleg athöfn. Hugur Víkverja hvarflaði aldarfjórðung aftur í tímann þegar hann sjálfur útskrifaðist frá þessum skóla. Nokkrir þeirra kennara sem þá störfuðu við skólann eru þar enn, þar á meðal rektorinn, Örnólfur Thorlacius. Meira

Minningargreinar

16. júní 1995 | Minningargreinar | 311 orð

Eyjólfur Gíslason

Þegar við systkinin setjumst niður til þess að skrifa nokkrar línur um hann afa á Bessó er það fyrsta sem kemur upp í hugann hvað hann var hlýr. Alltaf var gott að koma til afa. Skeggbroddarnir skröpuðu vangann, kunnugleg neftóbakslyktin og þykkar og sterklegar hendur sem voru þó svo mjúkar og hlýjar. Meira
16. júní 1995 | Minningargreinar | 326 orð

Eyjólfur Gíslason

Nú þegar ég kveð kæran tengdaföður, Eyjólf frá Bessastöðum, hópast minningarnar að og þó að aldurinn hafi verið hár, 98 ár, er maður aldrei viðbúinn þegar kallið kemur. Mér er í minni þegar ég kom fyrst að Bessastöðum sem tilvonandi tengdadóttir hvað Eyjólfur bauð mig innilega velkomna og upp frá því hófst vinátta okkar sem engan skugga bar á. Meira
16. júní 1995 | Minningargreinar | 29 orð

EYJÓLFUR GÍSLASON

EYJÓLFUR GÍSLASON Eyjólfur Gíslason fæddist í Vestmannaeyjum hinn 22. maí 1897. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 7. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 15. júní. Meira
16. júní 1995 | Minningargreinar | 599 orð

Guðmundur Kjerúlf

Ég man mætavel fyrstu kynni mín af Guðmundi Kjerúlf, Mumma. Hann var fyrsti og eini alvörukærasti Ingibjargar systur minnar. Við strákarnir í Litlahvammi bárum takmarkalausa virðingu fyrir þessum manni sem vissi allt um bíla, þetta stóra áhugamál okkar. Meira
16. júní 1995 | Minningargreinar | 464 orð

Guðmundur Kjerúlf

Leiðir okkar lágu saman haustið 1978 er ég gerðist skólastjóri í Reykholti. Þessi dagfarsprúði og hógværi maður vakti strax athygli mína. Í landi Breiðabólstaðar hafði hann reist iðnaðarnýbýlið Litla- Hvamm en Ingibjörg kona Guðmundar var alin upp hjá afa sínum og ömmu í Litla-Hvammi í Laugardalnum í Reykjavík. Hann byggði þar bifreiðaverkstæði Guðmundar Kjerúlfs. Meira
16. júní 1995 | Minningargreinar | 532 orð

Guðmundur Kjerúlf

Látinn er í Reykjavík vinur okkar Guðmundur Kjerúlf sem nú skal minnast með örfáum orðum. Margs er að minnast frá liðnum dögum. Þegar við komum í Reykholtsdalinn fyrir tæpum 30 árum vorum við svo lánsöm að kynnast Guðmundi, Ingibjörgu og Guðmundi Inga þegar hann kom til sögunnar. Gestum og gangandi var ávallt vel fagnað á heimili þeirra í Litla-Hvammi. Meira
16. júní 1995 | Minningargreinar | 368 orð

Guðmundur Kjerúlf

Það er harmur í huga, þegar lífi lýkur og leiðir skilur, a.m.k. um sinn. En handan móðunnar miklu, handan landamæra lífs og dauða, munu leiðir liggja saman að nýju. Þá verður þar góðra vina fundur. Sumir menn skilja eftir fögur blóm minninga á lífsveginum sem þeir ganga. Meira
16. júní 1995 | Minningargreinar | 100 orð

GUÐMUNDUR KJERÚLF

GUÐMUNDUR KJERÚLF Guðmundur Kjerúlf fæddist í Reykjavík 18. júlí 1935. Hann lést í Reykjavík 10. júní síðastliðinn. Hann ólst upp á Akri í Reykholtsdal, hjá foreldrum sínum Andresi Kjerúlf er lifir son sinn og Halldóru Jónsdóttur sem nú er látin. Systkini Guðmundar eru Þórunn, f. 10.10. 1930, býr í Reykjavík, og Jónas, f. 20.1. Meira
16. júní 1995 | Minningargreinar | 72 orð

Guðmundur Kjerúlf "Þegar maður hefir tæmt sig að öllu, mun friðurinn mikli koma yfir hann. Allir hlutir koma fram í tilvistina,

"Þegar maður hefir tæmt sig að öllu, mun friðurinn mikli koma yfir hann. Allir hlutir koma fram í tilvistina, og menn sjá þá hverfa aftur. Eftir blóma ævinnar fer hvað eina aftur til upphafsins. Að hverfa aftur til upphafsins er friðurinn; það er að hafa náð takmarki tilvistar sinnar." (Lao-Tse). Meira
16. júní 1995 | Minningargreinar | 164 orð

Helga Dýrleif Jónsdóttir

Elskuleg amma mín er látin, tæplega 100 ára. Þótt við vitum öll að ferð hér hefur bæði upphaf og endi, kemur endirinn okkur ávallt jafn mikið á óvart. Sem barn dvaldist ég oft á heimili ömmu og afa á Blönduósi, eins og svo mörg önnur barnabörn og eru minningar þaðan mjög ljúfar. Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir ömmu, hún var glaðleg og jákvæð og var gædd góðri kímnigáfu. Meira
16. júní 1995 | Minningargreinar | 686 orð

Helga Dýrleif Jónsdóttir

Helga Dýrleif Jónsdóttir Hún náði háum aldri hún amma þrátt fyrir annasama ævi. Einstakt þrek var henni gefið. Hún missti móður sína aðeins fjórtán ára gömul og fór þá annað í vist, stundaði síðan hjúkrunarstörf á Sauðárkróki og fór í Húsmæðraskólann á Syðri Ey á Skagaströnd. Meira
16. júní 1995 | Minningargreinar | 214 orð

Helga Dýrleif Jónsdóttir

Helga Dýrleif Jónsdóttir Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. Meira
16. júní 1995 | Minningargreinar | 284 orð

Helga Dýrleif Jónsdóttir

Að liðnum degi kemur okkar kvöld, þá kvöldið líður, tekur nóttin völd. Svo birtist ljós, er brúna lyftast tjöld og björtum heimum lífsins fagnar öld. (Steingrímur Davíðsson) Stórbrotin kona er gengin. Loks er komið að hvíld eftir langt, en vel unnið dagsverk. Amma mín, Helga Dýrleif Jónsdóttir, var á hundraðasta aldursári er hún lést. Meira
16. júní 1995 | Minningargreinar | 738 orð

Helga Dýrleif Jónsdóttir

Helga Dýrleif Jónsdóttir Miklir persónuleikar lifa ætíð í hugum þeirra sem þá þekkja, jafnvel þótt þeir hverfi á brott úr þessum heimi. Þannig er það um hana ömmu okkar, hana Helgu Jónsdóttur, minning hennar mun lifa hjá þeim sem hana þekktu. Lífsferill hennar var orðinn langur, en hún hefði orðið 100 ára í haust og því tími til að kveðja. Meira
16. júní 1995 | Minningargreinar | 138 orð

HELGA DÝRLEIF JÓNSDÓTTIR

HELGA DÝRLEIF JÓNSDÓTTIR Helga Dýrleif Jónsdóttir fæddist á Gunnfríðarstöðum í Langadal í A-Hún. 8. desember 1895. Hún lést á Blönduósi 7. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Anna Einarsdóttir, f. á Hring í Blönduhlíð 4.3. 1850, d. 13.5. 1910, og Jón Hróbjartsson, f. á Reykjarhóli í Biskupstungum 2.7. 1853, d. 31.8. Meira
16. júní 1995 | Minningargreinar | 611 orð

Helga Dýrleif Jónsdóttir - viðb

Móðir mín, í minni ungu mætti ég þér, með harm í hjarta, hlátur í barmi, sem hjalandi barn. Veikum vísi vel að hlúa veistu bezt, sonur það segir er sjálfur reyndi og saknar þín. Fátækleg kveðjuorð verða minningargrein um móður mína. Meira
16. júní 1995 | Minningargreinar | 79 orð

Hörður Brynjar Kristjánsson

Í dag kveðjum við föður okkar, tengdaföður og afa og viljum við minnast hans með þessum orðum. Ég lifi í Jesú nafni, í Jesú nafni ég dey. Þó heilsa og líf mér hafni hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt. Í Kristí krafti ég segi: "Kom þú sæll, þá þú vilt!" (Hallgr. Pét. Meira
16. júní 1995 | Minningargreinar | 205 orð

Hörður Brynjar Kristjánsson

Hann Höddi er dáinn. Þau tíðindi bárust okkur sl. laugardagseftirmiðdag að Höddi hefði látist í svefni á heimili sínu fyrr um daginn, lagt sig eftir hádegi og ekki vaknað aftur. Við svo óvænt tíðindi setur mann hljóðan. Höddi, eins og hann var alltaf kallaður á meðal okkar, kom inn í fjölskylduna þegar hann giftist Ester Valtýsdóttur og gekk Maríu dóttur hennar í föðurstað. Meira
16. júní 1995 | Minningargreinar | 139 orð

HÖRÐUR BRYNJAR KRISTJÁNSSON

HÖRÐUR BRYNJAR KRISTJÁNSSON Hörður B. Kristjánsson múrari fæddist í Reykjavík 12. ágúst 1944. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 10. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristján Elíasson, f. 1911, d. 1988, og Anna Laufey Gunnlaugsdóttir, f. 1910. Systkini Harðar eru þrjú: Elías, f. 1938, Kolbrún, f. 1943, d. Meira
16. júní 1995 | Minningargreinar | 381 orð

Kristinn Jónsson

Í dag, 16. júní, er ár liðið frá því að afi okkar Kristinn Jónsson dó. Okkur langar að minnast hans með nokkrum orðum. Afi var nýorðinn 85 ára en ótrúlega ungur í anda og átti auðvelt með að tala við okkur þannig að við tókum eftir því sem sagt var, við urðum líka oft vör við strákslega stríðni hjá honum. Meira
16. júní 1995 | Minningargreinar | 351 orð

Leopoldína Bjarnadóttir

Ekkert varir að eilífu. Hve oft erum við ekki minnt á það. Jafnvel þó við vitum að hverju stefnir þá er eins og við séum ávallt óviðbúin þegar við fréttum lát náins vinar. Við höldum alltaf að lengri tími gefist. Svo var einnig nú. Er ég heyrði af láti Leopóldínu var eins og allt stöðvaðist, stöðvaðist litla stund. Innst inni var ég samt fegin. Meira
16. júní 1995 | Minningargreinar | 1047 orð

Leopoldína Bjarnadóttir

Hún stendur ljóslifandi fyrir hugskotsjónum mínum, þó þrír áratugir séu liðnir frá þessum sumardegi þegar ég sá hana fyrst og sólin lék í ljósa hárinu hennar. Hún var með hrífuna yfir öxlina og blússuna hnýtta um mittið og skupluna í hnút á hnakkanum í garðavinnunni á Háskólalóðinni. Meira
16. júní 1995 | Minningargreinar | 1221 orð

Leopoldína Bjarnadóttir

Við vitum það öll, að við fæðumst með feigðaról um hálsinn og fáum ekki, þó fegin vildum, flúið okkar áætlaða skapadægur. Þrátt fyrir þessa staðreynd kemur dauðinn okkur alltaf jafnmikið á óvart, þegar hann, hljóðlátur en ákveðinn tekur fyrirvaralaust í faðm sinn einhvern sem okkur er kær og nákominn. Meira
16. júní 1995 | Minningargreinar | 219 orð

Leopoldína Bjarnadóttir

HÚN amma okkar er dáin, en minningin um þá merku konu lifir í hjarta okkar allra. Amma tók okkur systrum alltaf opnum örmum og sýndi öllu því sem við vorum að fást við mikinn áhuga. Hún virtist hafa óþrjótandi lífsvilja og orku sem hún miðlaði öðrum óspart af. Allar þær stundir sem við áttum með ömmu einkenndust af því jákvæða hugarfari sem var svo ríkjandi í lífsviðhorfi hennar. Meira
16. júní 1995 | Minningargreinar | 312 orð

Leopoldína Bjarnadóttir

Það er erfitt að setjast niður og skrifa minningarorð um hana Pollu, ekki af því að þar sé ekki af nógu að taka, heldur af því að sjálf var hún svo lifandi og slíkur gleðigjafi að ég veigra mér við að horfast í augu við þá staðreynd að geta ekki framar leitað til hennar. Meira
16. júní 1995 | Minningargreinar | 193 orð

Leopoldína Bjarnadóttir

Nú hefur hún Polla kvatt okkur, þegar sorgin ber að dyrum eru það minningarnar sem gera mann ríkan og þær eru margar tengdar Pollu. Fyrir þremur áratugum lágu leiðir okkar Sirrýar dóttur hennar saman. Í kjölfarið fylgdu kynni af fjölskyldunni og þar voru Polla og Magnús í broddi fylkingar. Ég minnist haustdaga í Vínarborg og vordaga í London þar sem við lentum í hinum ólíklegustu ævintýrum. Meira
16. júní 1995 | Minningargreinar | 181 orð

LEOPOLDÍNA BJARNADÓTTIR

LEOPOLDÍNA BJARNADÓTTIR Leopoldína Bjarnadóttir fæddist 26. október 1918 á Bæ í Trékyllisvík á Ströndum. Hún lést á Borgarspítalanum 8. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Guðmundsdóttir og Bjarni Bjarnason. Þau áttu saman, auk Leopoldínu, Hallfreð, f. 1917. Bjarni átti af fyrra hjónabandi Guðmund Björgvin, f. Meira
16. júní 1995 | Minningargreinar | 172 orð

Lilja Stefánsdóttir

Ég vil með nokkrum fátæklegum orðum kveðja föðursystur mína, sem varð bráðkvödd að kveldi 7. þ.m. austur í Öndverðarnesi, við sumarbústað þeirra hjóna, hennar og Guðmundar Gíslasonar. Þar höfðu þau búið sér unaðsreit sem hún unni, en hún var mikið fyrir að hlúa að því sem fallegt var bæði í náttúrunni og mannlífinu. Meira
16. júní 1995 | Minningargreinar | 456 orð

Lilja Stefánsdóttir

Sólin skein skært og veðrið var eins gott og það getur verið hér hjá okkur. Við höfðum rétt nýlokið við að borða kvöldmat utandyra, þegar síminn hringdi. Kjalar fer í símann og kemur svo út til mín og segir: Hún mamma er dáin. Skyndilega er eins og dragi fyrir sólu. Það þyrmdi yfir okkur, því þetta kom svo óvænt. Meira
16. júní 1995 | Minningargreinar | 170 orð

LILJA STEFÁNSDÓTTIR

LILJA STEFÁNSDÓTTIR Lilja Stefánsdóttir fæddist í Vestra-Stokkseyrarseli í Ölfushreppi 20. okt. 1916. Hún varð bráðkvödd í sumarbústaðarlandi sínu í Öndverðarnesi 7. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Steinunn Jónsdóttir frá Þorgrímsstöðum í Ölfusi, f. 17. maí 1892, d. 13. des. Meira
16. júní 1995 | Minningargreinar | 560 orð

Ósk Sigmundsdóttir

Þótt aldursárin séu orðin mörg, kemur andlát ástvina og náinna ættingja á óvart og veldur söknuði og trega. Þegar Eiríkur kom til mín og sagði mér andlát konu sinnar ætlaði ég tæpast að trúa því, því hann hafði sagt mér kvöldið áður að hún hefði verið hress, þegar hann var í heimsókn hjá henni um daginn. Meira
16. júní 1995 | Minningargreinar | 116 orð

ÓSK SIGMUNDSDÓTTIR

ÓSK SIGMUNDSDÓTTIR Ósk Sigmundsdóttir fæddist á Görðum á Akranesi 29. júní 1903. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 8. júní sl. Hún var dóttir hjónanna Vigdísar Jónsdóttur og Sigmundar Guðmundssonar, sem bjuggu á Görðum. Ósk var yngst fjögurra barna þeirra hjóna. Elstur var Jón, framkvæmdastjóri á Akranesi, f. 1893, d. Meira
16. júní 1995 | Minningargreinar | 275 orð

Richard Aron Egilsson

Elsku Rikki okkar. Núna á þessari erfiðu stundu að þurfa að kveðja þig langar okkur að minnast þín með nokkrum ástúðlegum orðum. Það er okkur efst í huga hversu lífsglaður þú varst, elskulegur við alla og fjörugur lítill drengur. Þegar þú brostir ljómaðir þú eins og lítill engill og maður gat nú ekki annað en brosað með þér. Meira
16. júní 1995 | Minningargreinar | 134 orð

Richard Aron Egilsson

Mig langar til að minnast frænda míns með örfáum orðum. Fullur eftirvæntingar fór hann með móður sinni, hálfsystkinum og stjúpa út í heim, en það var jafnframt hans hinsta för. Við sem eftir lifum og stóðum að honum spyrjum: Hvers vegna var hann tekinn frá okkur svona ungur? Hví var þessi beður búinn, barnið kæra, Meira
16. júní 1995 | Minningargreinar | 160 orð

Richard Aron Egilsson

Litli frændi hann Rikki er farinn. Við erum ekki búin að meðtaka alla þessa sorg og ekki búin að sætta okkur við að slys geti komið fyrir svona lítil börn. Rikki litli var ofsalega hress og fjörugur strákur. Ég man fyrst að þegar hann var 1 árs var ég að passa hann og hann lék sér alla nóttina þar til mamma hans kom heim. Rikki var mjög hrifinn af litlum börnum. Meira
16. júní 1995 | Minningargreinar | 26 orð

RICHARD ARON EGILSSON

RICHARD ARON EGILSSON Richard Aron Egilsson fæddist 8. nóvember 1990 í Keflavík. Hann lést á Spáni 25. maí síðastliðinn og var jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju 2. júní. Meira
16. júní 1995 | Minningargreinar | 464 orð

Rut Þórðardóttir

Rut systir okkar var aðeins tveggja ára þegar foreldrar okkar fluttu til Vestmanneyja, þar sem hún átti síðan sín æsku- og unglingsár. Í Vestmannaeyjum var blómlegt atvinnulíf á fyrstu áratugum aldarinnar og margt aðkomufólk sótti þangað í atvinnuleit. Faðir okkar stundaði útgerð og saltfiskverkun og alltaf voru teknir aðkomusjómenn inn á heimilið yfir vetrarvertíðina. Meira
16. júní 1995 | Minningargreinar | 158 orð

Rut Þórðardóttir

Okkur systkinin langar að minnast elskulegrar ömmu okkar. Alltaf tók hún vel á móti okkur á Vífilsgötu þegar mamma og pabbi þurftu á pössun að halda. Frá samverustundum inni í hlýrri stofunni með gulu, hlýlegu veggjunum eigum við góðar minningar. Aldrei munum við gleyma því þegar hún gaf okkur sveskju og söl, og eftirvæntingunni þegar hún náði í lakkrísinn sem hún geymdi bak við sófa. Meira
16. júní 1995 | Minningargreinar | 642 orð

Rut Þórðardóttir

Rut Þórðardóttir tengdamóðir mín lést á Borgarspítalanum hinn 10. júní síðastliðinn 78 ára að aldri. Hún var sterkur persónuleiki, en látlaus og blátt áfram í allri umgengni. Mér er minnistætt þegar ég fyrst var kynnt fyrir henni á heimili þeirra hjóna á Vífilsgötu 1 þá tók hún mér eins og við hefðum þekkst lengi og bar undir mig handavinnu sem hún var að fást við á þeirri stundu. Meira
16. júní 1995 | Minningargreinar | 256 orð

RUT ÞÓRÐARDÓTTIR

RUT ÞÓRÐARDÓTTIR Rut Þórðardóttir fæddist í Berjaneskoti í A-Eyjafjöllum 25. mars 1917. Hún lést á Borgarspítalanum 10. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Katrín Guðmundsdóttir, f. 1892, d. 1974, og Þórður Stefánsson, f. 1892, d. 1980, bóndi í Berjaneskoti, síðar útvegsbóndi í Vestmannaeyjum. Meira

Viðskipti

16. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 133 orð

Bronfman Spielberg í samstarf

EDGAR Bronfman, aðalforstjóri Seagram Co. Ltd, hefur samið við DreamWorks, fyrirtæki Stevens Spielbergs, um bandalag við MCA/Universal um heimsdreifingu á kvikmyndum, teiknimyndum, myndböndum og tónlist. Tugmilljónatekjur Meira
16. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 140 orð

Murdoch semur við Dagblað alþýðu

RUPERT Murdoch, sem vakti uppnám í Peking þegar hann kallaði gervihnattasjónvarp banabita einræðisherranna," er aftur kominn í náðina hjá kínverskum valdhöfum vegna meiriháttar samnings við Dagblað alþýðunnar. Meira
16. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 49 orð

Námskeið í viðskiptaáætlunum

KYNNINGARMIÐSTÖÐ Evrópurannsókna (KER) og Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins halda námskeið kl. 9 í dag að Grand hóteli í gerð viðskiptaáætlana sem miða að nýtingu niðurstaðna úr rannsókna- og nýsköpunarverkefnum í atvinnulífinu. Meira
16. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 285 orð

Samdrætti í nýsmíði mætt með skipaþjónustu

VÉLSMIÐJA Orms og Víglundar hefur keypt fasteignir Skipaþjónustu Drafnar af Iðnlánasjóði. Að sögn Eiríks Orms Víglundssonar, framkvæmdastjóra vélsmiðjunnar er tilgangurinn að færa út kvíarnar í skipaþjónustu til þess að mæta samdrætti í nýsmíði. Meira
16. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 104 orð

Stofnandi Subway á Íslandi

Fred DeLuca, stofnandi Subway- keðjunnar, kom hingað til lands í gær. Hann kemur hingað til þess að skoða aðstæður hjá Subway á Íslandi auk þess sem hann mun ferðast lítillega um landið. DeLuca stofnaði fyrsta Subway veitingastaðinn fyrir 30 árum, þá aðeins 17 ára gamall og hefur fyrirtækið vaxið ört síðan. Velta fyrirtækisins var um 2. Meira
16. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 219 orð

Tannsmiðir sitji við sama borð

SAMKEPPNISRÁÐ hefur beint þeim tilmælum til Tryggingarstofnunar ríkisins að gæta þess að raska ekki með ákvörðunum sínum innbyrðis samkeppnisstöðu tannsmiða. Tryggingastofnun hefur einungis gert samning við einn tannsmið, Bryndísi Kristinsdóttur, um endurgreiðslu vegna vinnu tannsmiða fyrir sjúkratryggða elli- og örorkulífeyrisþega. Meira
16. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 110 orð

Verslunarráðið á veraldarvefinn

VERSLUNARRÁÐ Íslands hefur opnað heimasíðu á veraldarvefi internetsins. Er það fyrst af samtökum atvinnulífsins til að veita slíka þjónustu. Á heimasíðu ráðsins er að finna almenna kynningu á því auk annarra upplýsinga eins og lista yfir stjórn og starfsfólk. Þá er þar einnig að finna fréttir úr starfi ráðsins og væntanlega viðburði á vegum þess. Meira

Fastir þættir

16. júní 1995 | Dagbók | 121 orð

Jón Kadett

Jón Kadett Nýlega var hér stödd sænska kvikmyndagerðarkonan Maj Wechselmann sem er að vinna að kvikmynd um Jón Kristófer Sigurðssonkadett í Hjálpræðishernum. Jón Kadett var þekktur maður í bæjarlífinu hér áður fyrr. Hann fæddist í Stykkishólmi árið 1912. Meira
16. júní 1995 | Fastir þættir | 299 orð

Messur sautjánda júní

Messur sautjánda júní Guðspjall dagsins: En Abraham sagði við hann: "Ef þeir hlýða ekki Móse og spámönnunum, láta þeir ekki heldur sannfærast, þótt einhver rísi upp frá dauðum." (Lúk. 16, 31.) »KRISTSKIRKJA, Landakoti: HáMessa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. Meira
16. júní 1995 | Dagbók | 338 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gærkvöldi fór Dettifoss. Úranus

Reykjavíkurhöfn: Í gærkvöldi fór Dettifoss. Úranus fór einnig í gærkvöldi. Farþegaskipið Maxim Gorkí fór í gærkvöldi og einnig farþegaskipið Royal Viking Sun. Væntanlegt í dag er grænlandsfarið Nuka Arctica. Hafnarfjarðarhöfn: Í gærmorgun kom Hofsjökull. Meira

Íþróttir

16. júní 1995 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KARLA

1. DEILD KARLA ´IA 4 4 0 0 8 1 12KR 4 3 0 1 7 4 9KEFLAV´IK 4 2 1 1 3 2 7FH 4 2 0 2 6 6 6BREIÐABLIK 4 2 0 2 5 6 6´IBV 4 1 1 2 10 5 4FRAM 4 1 Meira
16. júní 1995 | Íþróttir | 277 orð

Alesi sigraði á afmælisdaginn

KappaksturAlesi sigraði á afmælisdaginn Frakkinn, Jean Alesi, á Ferrari sigraði í fyrsta skipti í Formula 1 kappakstri á sunnudaginn þegar hann kom fyrstur í mark í kanadíska kappakstrinum. Alesi varð 31 árs sama dag. Meira
16. júní 1995 | Íþróttir | 47 orð

Bikarkeppni kvenna Dalvík - Leiftur1:3 3. deild

Bikarkeppni kvenna Dalvík - Leiftur1:3 3. deild Völsungur - BÍ1:1 Ásgeir Baldursson - Rúnar Geir Guðmundsson. 4. deild Grótta - ÍH4:2 Njarðvík - Reynir S.2:3 Hvöt - Neisti H.6:0 Magni - KS2:4 SM - Þrymur9:0 GG - Léttir3:4 KBS - Neisti D. Meira
16. júní 1995 | Íþróttir | 243 orð

Dagar Samaranch sem forseta IOC taldir - í bili

JUAN Antonio Samaranch, forseti Alþjóða ólympíunefndarinnar, (IOC), beið ósigur í atkvæðagreiðlu á fundi IOC í Búdapest í gær, þegar andstæðingum hans tókst að fella tilllögu um að aflétta aldurstakmörkunum í nefndina en það hefði að öllum líkindum tryggt setu Samaranch næstu árin. Meira
16. júní 1995 | Íþróttir | 388 orð

Ekki upp á marga fiska í Keflavík

ÞAÐ var rislítill leikur sem leikmenn Keflavíkur og ÍBV buðu um 600 áhorfendum upp á í Keflvík í gærkvöldi og er til efs að áhorfendum hafi verið boðið upp á lakari leik á þessu vori. Mestan hluta leiksins gekk boltinn á milli liðanna sitt á hvað án þess að vitrænn leikur væri sýnilegur og marktækifæri voru sárafá. Meira
16. júní 1995 | Íþróttir | 440 orð

Fáni og Andvari hæst dæmdu stóðhestarnir á árinu

Tveir stóðhestar, Fáni frá Hafsteinsstöðum og Andvari frá Ey vöktu óskipta athygli þegar þeir komu fyrir dóm um síðustu helgi. Hlutu þeir báðir háar einkunnir og eru þeir nú hæst dæmdu stóðhestarnir á þessu ári. Meira
16. júní 1995 | Íþróttir | 46 orð

Framarar fengu aukaspyrnu á 67. mínútu, utan við miðjan vít

Framarar fengu aukaspyrnu á 67. mínútu, utan við miðjan vítateig Blika, tæplega 25 metra frá marki. Atli Helgason og Ríkharður Daðason stóðu yfir boltanum. Ríkharður spyrnti knettinum í gegnum varnarvegginn og beint í fang Cardaklija markvarðar, sem hálfgreip knöttinn en missti hann síðan klaufalega inn fyrir marklínuna. Meira
16. júní 1995 | Íþróttir | 308 orð

Fram - Breiðablik1:0

Laugardalsvöllur, Íslandsmótið í knattspyrnu, 4. umferð í 1. deild karla, fimmtudaginn 15. júní 1995. Aðstæður: Logn, þungbúið og níu gráðu hiti. Laugardalsvöllur ljótur. Mark Fram: Ríkharður Daðason (67.). Gult spjald: Framararnir Valur Fannar Gíslason (72.) og Ágúst Ólafsson (89.) báðir fyrir brot. Meira
16. júní 1995 | Íþróttir | 95 orð

GOLFNick Price er efstur á O

NICK Price frá Zimbabwe er efstur á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hófst á Shinnecock Hills vellinum í Southampton í New York í gær, er á 66 höggum. Völlurinn, sem er par 70, var mjúkur eftir þriggja daga rigningar, sem gerði það að verkum að skot inná flöt tókust vel en að sama skapi rann boltinn ekki vel á brautunum svo að menn þurftu að grípa til járnana í löngu skotin. Meira
16. júní 1995 | Íþróttir | 141 orð

HELGARGOLFIÐOpið mót hjá Oddi Golfklúbburi

Opið mót hjá Oddi Golfklúbburinn Oddur í Heiðmörk, Kjósarsýslu, heldur opið 18 holu mót með og án forgjafar í dag. Opið mót í Borgarnesi Opið mót verður í Borgarnesi á sunnudag. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Opið mót hjá Kili Meira
16. júní 1995 | Íþróttir | 28 orð

HM kvenna - undanúrslit: Noregur - Bandaríkin1:0

HM kvenna - undanúrslit: Noregur - Bandaríkin1:0 Ann Kristin Aarones (11.). 2.893. Þýskaland - Kína1:0 Bettina Wiegmann (79.). 3.629 Það verða því Þýskaland og Noregur sem leika til úrslita. Meira
16. júní 1995 | Íþróttir | 797 orð

Houston þaggaði í efasemdamönnum

Houston Rockets varð meistari í NBA-deildinni í fyrra en eftir því sem leið á veturinn sannfærðust æ fleiri um að liðinu tækist ekki að verja titilinn, ekki síst vegna meiðsla lykilmanna og leikbanns Vernon Maxwells. Það var í sjötta sæti í Vesturdeildinni og flestir héldu að liðið kæmist ekki áfram eftir 1. umferð úrslitakeppninnar en annað kom á daginn. Meira
16. júní 1995 | Íþróttir | 22 orð

Í kvöld

Knattspyrna Bikarkeppni kvenna Kaplakriki:FH - Haukar203. deild Leiknisv.:Leiknir - Höttur20Neskaupst.:Þróttur - Selfoss20Þorláksh.:Ægir - Dalvík204. deild Ármannsv.:Ármann - Víkingur Ó. Meira
16. júní 1995 | Íþróttir | 42 orð

Kjartan Einarsson tók aukaspyrnu fyrir Keflavík á 28. mínút

Kjartan Einarsson tók aukaspyrnu fyrir Keflavík á 28. mínútu vinstra megin á miðjum vallarhelmingi ÍBV. Hann sendi lága og fasta sendingu inn í miðjan vítateig ÍBV þar sem Marko Tanasic var einn og óvaldaður og skallaði í fjærhornið framhjá Friðriki Friðrikssyni markverði ÍBV. Meira
16. júní 1995 | Íþróttir | 93 orð

Kvennalandsliðið tapaði fyrir portúgalska liðinu

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu er um þessar mundir í Portúgal þar sem það leikur tvo vináttuleiki gegn heimamönnum. Í gærkvöldi var fyrri leikurinn og unnu heimamenn 2:1. Portúgalar höfðu yfir 2:0 í leikhléi en Guðrún Sæmundsdóttir minnkaði muninn með marki úr aukaspyrnu eftir hlé. Síðari leikurinn er á laugardaginn. Meira
16. júní 1995 | Íþróttir | 433 orð

Mikilvægur sigur hjá Fram

"ÞETTA var mjög mikilvægur sigur fyrir okkur og ég er ánægður og tel okkur á réttri leið," sagði Magnús Jónsson þjálfari Fram eftir að lið hans hafði sigrað Breiðablik 1:0 í fjórðu umferð 1. deildar. Þetta var fyrsti sigur Fram, og má segja að heppnin hafi verið fylgifiskur liðsins að þessu sinni því Blikar áttu að minnsta kosti annað stigið skilið. Meira
16. júní 1995 | Íþróttir | 162 orð

MILAN Jankovic

MILAN Jankovic, varnarmaður Grindavíkinga, fékk stóran skurð á vinstri augabrún eftir að hafa skallað í hnakka Izudin Daða Dervic um miðjan síðari hálfleik í leik KR og Grindvíkinga á KR- velli í fyrrakvöld. Meira
16. júní 1995 | Íþróttir | 98 orð

Pat Riley hættir að þjálfa New York

PAT at Riley sagði upp sem þjálfari körfuboltaliðs New York Knicks í gær vegna lélegs árangurs liðsins í NBA-deildinni á nýliðnu tímabili og lætur af störfum 15. júlí. Forseti Knicks, Dave Checketts, vildi gera fimm ára samning við Riley og greiða honum 930 millj. kr. fyrir svo framarlega sem samið yrði áður en liðið færi í æfingabúðir fyrir næsta tímabil. En dæmið gekk ekki upp. Meira
16. júní 1995 | Íþróttir | 212 orð

Stefnan alltaf verið að þjálfa úrvalsdeildarlið

JÓN Guðmundsson, fyrrum liðsstjóri úrvalsdeildarliðs Keflvíkur, hefur gert munnlegt samkomulag við Þórsara frá Akureyri um að þjálfa körfuknattleiksliðið og verður samningurinn að öllum líkindum til tveggja ára. Hann tekur við af Hrannari Hólm, sem fór til Njarðvíkinga. Meira
16. júní 1995 | Íþróttir | 407 orð

(fyrirsögn vantar)

Héraðssýning kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum Stóðhestar 6 vetraog eldri 1. Kópur frá Mykjunesi, f: Flosi 966, Brunnum, m: Kolla, Gerðum, eigendur Hrossar.s.b. Suðurl. og Bún.s.b. A-Skaft., bygging: 7,85, hæfileikar: 8,46, aðaleink.: 8,15. 2. Meira
16. júní 1995 | Íþróttir | 44 orð

(fyrirsögn vantar)

Birkir Kristinsson, Valur Fannar Gíslason, Þorbjörn Atli Sveinsson, Ríkharður Daðason og Nökkvi Sveinsson, Fram. Kjartan Antonsson, Gústaf Ómarsson, Arnar Grétarsson og Anthony Karl Gregory, Breiðabliki.Friðrik Friðriksson, Friðrik Sæbjörnsson, Dragan Monoljovic, Rútur Snorrason, ÍBV. Meira
16. júní 1995 | Íþróttir | 10 orð

(fyrirsögn vantar)

Fasteignablað

16. júní 1995 | Fasteignablað | 774 orð

Fylgifé fasteignar

Fylgifé fasteignar Á margt ber að líta, þegar eign er skoðuð, segir Magnús I. Erlingssonlögfræðingur. Fylgifé fasteignar er einn þáttur fasteignakaupa, sem miklu máli getur skipt.Máli getur skipt í fasteignakaupum hvort hlutur teljist til fylgifjár fasteignar eða ekki. Meira
16. júní 1995 | Fasteignablað | 211 orð

Glæsilegt útsýni af svölum í Hamraborg

TIL sölu er hjá Eignamiðluninni penthouse"-íbúð á fimmtu hæð að Hamraborg 14. Eigandi er Benjamín Magnússon arktitekt sem sjálfur teiknaði húsið og allt inn í þessa íbúð. Íbúð þessi er 178 fermetrar að stærð fyrir utan sameign. Henni fylgja þaksvalir sem eru 55 fermetrar. Þær eru steinlagðar og snúa móti suðri, vestri og norðri. Meira
16. júní 1995 | Fasteignablað | 122 orð

Gott hús við Vallhólma

HJÁ fasteignasölunni Óðali er til sölu einbýlishúsið Vallhólmi 16 í Kópavogi. Að sögn Jóns Þórs Ingimundarsonar hjá Óðali er þetta steinsteypt hús um 261 fermetri að stærð. Á neðri hæð er sér tveggja herbergja íbúð með sér inngangi, saunaklefi, þvottahús, geymslur og innbyggður bílskúr," sagði Jón Þór. Meira
16. júní 1995 | Fasteignablað | 589 orð

Hitapunktar

Sjálfvirkir ofnlokar eru hitastillar. Þessvegna á aldrei að nota þá eins og krana í vaski, annaðhvort lokaðir eða fullopnir. Ef það á að auka eða minnka hitann, færðu aldrei meira í einu en sem nemur 1/3 á milli talna. Það nægir í flestum tilfellum. Meira
16. júní 1995 | Fasteignablað | 885 orð

Hugmyndasamkeppni um vatnslagnir í húsum

NÝLEGA efndi Lagnafélag Íslands til hugmyndasamkeppni um vatnslagnir í húsum í samvinnu við tímaritið Arkitektúr, verktækni og skipulag. Frestur til að skila inn tillögum rann út 1. mars og fór verðlaunaafhending fram 18. maí sl. Meira
16. júní 1995 | Fasteignablað | 90 orð

Húsum fækkar á Grundarfirði

HÚSIÐ Götuprýði sem stendur á Nesvegi 7 var rifið fyrir skömmu. Ekki hafði verið búið í húsinu í 3 ár enda húsið algjörlega óíbúðarhæft. Götuprýði var byggt 1940 og var 166 fm og þegar mest var þá bjuggu 40 manns í húsinu sem var 4 íbúðir. Á síðasta ári hófust byggingar 15 íbúða. Meira
16. júní 1995 | Fasteignablað | 698 orð

Íbúðaeigendur í greiðsluerfiðleikum Þó nokkuð er vitað um aðstöðu þeirra sem lenda í erfiðleikum, segir Grétar J. Guðmundsson

Fyrir nokkru voru birtar niðurstöður úr úrtakskönnun um skuldastöðu heimilanna, sem Félagsvísindastofnun Háskólans vann fyrir félagsmálaráðuneytið. Fjölmargar upplýsingar er þar að finna um greiðsluerfiðleika íbúðaeigenda, svo sem helstu ástæður þeirra, hvernig skuldir skiptast, hvernig þeir sem lent hafa í erfiðleikum skiptast eftir starfsstéttum, o.fl. Meira
16. júní 1995 | Fasteignablað | 280 orð

Nýjar íbúðir í grónu hverfi

NÝJAR íbúðir í grónum hverfum hafa ávallt visst aðdráttarafl. Hjá fasteignasölunni Ásbyrgi eru nú til sölu nýjar íbúðir í 4ra íbúða fjölbýlishúsi við Víðihvamm í Kópavogi. Að sögn Þórðar Ingvarssonar, sölumanns hjá fasteignasölunni Ásbyrgi, er hér um mjög vandaðar íbúðir að ræða í húsi með varanlegri, viðhaldsfrírri klæðningu. Meira
16. júní 1995 | Fasteignablað | 355 orð

Nýtt límtré komið á markaðinn

FYRIRTÆKIÐ TM Mosfell hf. og JOCO L.M. Johannson hafa nýlega hafið innflutning á nýrri tegund límtrés frá Finnlandi. Að sögn Kristjáns Vidalíns hjá TM Mosfelli hf. er þarna um að ræða burðarbita af ýmsum tegundum og veggjastoðir. Meira
16. júní 1995 | Fasteignablað | 1790 orð

Sólheimar eiga að verða grænt þorp með lífrænni ræktun

SÓLHEIMAR í Grímsnesi eru einn sérstæðasti byggðakjarni landsins, en þar er nú risið þorp með mjög sjálfstæðu yfirbragði. Þorpið stendur í kvos í góðu skjóli fyrir austan- og norðanátt. Þar er því mjög gróðursælt og mikill trjágróður gefur staðnum aðlaðandi yfirbragð. Meira
16. júní 1995 | Fasteignablað | 486 orð

Sumarhúsalóðir í Skorradal

EFTIRSPURN eftir lóðum undir sumarhús er ávallt mest snemma á sumrin og ásóknin mest í þau svæði, sem eru ekki of langt frá höfuðborgarsvæðinu. Með batnandi vegum skipta fjarlægðir ekki sama máli og áður. Góður sumarbústaður kostar fullbúinn með öllum þægindum 4-5 millj. kr., en hægt er að fá sumarhús á mismunandi byggingarstigum allt frá rúml. 1 millj.kr. og upp úr. Meira
16. júní 1995 | Fasteignablað | 1421 orð

Tilurð og þróun Húsnæðisstofnunar ríkisins Húsnæðisstofnunin gegnir nú mun víðtækara hlutverki en hliðstæðarstofnanir í

HINN 20. maí sl. voru liðin 40 ár frá samþykkt fyrstu laga um húsnæðismálastjórn, sem marka upphaf starfs stjórnsýslustofnunar húsnæðismála á Íslandi, Húsnæðisstofnunar ríkisins. Afmælið varð greinarhöfundi tilefni til að draga fram nokkra lykilþætti í sögu húsnæðislánakerfisins og leitast er við að varpa nokkru ljósi á sögulegt heildarsamhengi þessa Meira
16. júní 1995 | Fasteignablað | 1161 orð

Tími húsaviðgerða

Nú er fólk farið að taka duglega til hendinni heima hjá sér og við sumarbústaðinn. Veðrið er eins og best verður á kosið. Bjart næstum alla nóttina og fólk fyllist bjartsýni og vorgleði því starfsorkan vex með birtu vorsins. Meira

Úr verinu

16. júní 1995 | Úr verinu | 421 orð

Ný tegund fiskmerkja mælir hitastig og dýpi

HAFRANNSÓKNASTOFNUN hóf fyrir skömmu að koma nýrri gerð af rafeindamerkjum fyrir í fiskum sem stofnunin merkir. Nýju merkin eru hylki sem innihalda hita- og þrýstinæmar tölvurásir með minniskubbum og klukkuverki. Þegar þessi merki eru endurheimt eru þau tengd við tölvu og veita þau þá upplýsingar um hitastig og dýpi, þar sem fiskurinn hefur haldið sig, skráðar í tímaröð. Meira
16. júní 1995 | Úr verinu | 99 orð

Risaskip í Síldarsmugunni

HOLLENZKA risaskipið Zeeland er líklega stærsta skipið, sem stundar síldveiðar í norðurhöfun. Landhelgisgæzlan flaug yfir Zeeland, sem er rúmlega 6.000 tonn, 114 metra langt og 17 metra breitt, þegar það var á siglingu í Síldarsmugunni, rétt utan landhelgi okkar. Meira
16. júní 1995 | Úr verinu | 207 orð

Rækjukvóti kominn í 80 krónur kílóið

LEIGUKVÓTI í rækju fór á 80 kr. kílóið á uppboði hjá Kvótamarkaðinum nýlega, en að sögn Hilmars Kristjánssonar, eiganda markaðarins, var þar um að ræða 180 tonn. Sagði Hilmar þetta mikil umskipti frá því sem verið hefði í fyrra, en hæsta verð fyrir leigukvóta þá var 18 kr. kílóið sem síðan féll niður í átta krónur, en verð á varanlegum rækjukvóta þá var 85 krónur kílóið. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

16. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 1073 orð

Auðveldari meðferð eyrnabólgu? Síðasta ár minnkaði notkun sýklalyfja hérlendis og jafnframt tíðni ónæmra pneumókokka

EYRNABÓLGA hefur löngum hrjáð íslensk börn öðrum fremur. Kvillinn virtist landlægur og sýklalyf oft eina ráðið, en ónæmi fyrir þeim jókst jafnt og þétt þar til fyrir tveimur árum, þegar skorin var upp herör gegn óhóflegri notkun þeirra. Meira
16. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 313 orð

Ekki gangameð peninga ítösku eðarassvasa

ÞÓ enn sé lítil hætta hér í borginni á að verða fyrir barðinu á "töskuþjófum" er vissara að hafa vaðið fyrir neðan sig. "Engin ástæða er til að gefa þessum tegundum afbrota kost á að þróast til hins verra hér á landi", segir Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík. Meira
16. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 406 orð

Ferðaþjónusta bænda nýtur vaxandi vinsælda og talsvert um að greiðslumiðar séu notaðir

"FIMM greiðslumiðar eru seldir saman og er hver gistinótt þá að jafnaði um 5% ódýrari en ef komið er beint á bæina. Flestir ferðaþjónustubæir taka við greiðslumiðum, en þær takmarkanir gilda að ekki er hægt að panta gistipláss með meira en 24 klukkustunda fyrirvara," segir Oddný B. Halldórsdóttir, ferðafræðingur hjá Ferðaþjónustu bænda. Meira
16. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 142 orð

FERÐIRUM HELGINA

FÍ TVÆR helgarferðir eru hjá FÍ. 17.júní til Þórsmerkur. Gönguferð um Mörkina. Góð gistiaðstaða. 17. júní er einnig ganga yfir Fimmvörðuháls um 8 klst. Gengið frá Skógum. Brottför í ferðir kl. 08 laugardag. Gist í Þórsmörk og komið til baka á sunnudag. Meira
16. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 105 orð

Flugfélagið Eva Air færir út kvíarnar

TÆVANSKA flugfélagið Eva Air sem hefur getið sér afar gott orð á skömmum starfstíma hefur enn fært út kvíarnar og talsmaður þess kunngerði að það mundi senn hefja flug til tveggja nýrra staða bæði í Indónesíu og Ástralíu. Eva Air er fyrsta flugfélagið á Tævan sem er ekki í ríkiseigu en Evergreen fyrirtækin eiga stærstan hlut í því. Meira
16. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 365 orð

Grenitré víða illa farin eftir síðasta vetur

MARGIR garðaeigendur hafa eflaust tekið eftir að mörg grenitré bera nú rautt barr og eru illa farin eftir veturinn. Sigvaldi Ásgeirsson skógfræðingur hjá Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá segir að grenitré sé brúnni en venjulega, en það sé ekki einsdæmi. Reyndar séu sígræn tré yfirleitt ljótust á þessum árstíma, en líklegt er að þau jafni sig þegar líður á sumarið. Meira
16. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 431 orð

Hattastandur, apagríma og fatahengi á hönnunarsýningu Iðnskólans í Hafnafirði

HÖNNUN Hattastandur, apagríma og fatahengi á hönnunarsýningu Iðnskólans í Hafnafirði VIÐ Iðnskólann í Hafnarfirði hefur verið boðið upp á nám í hönnun síðastliðin fjögur ár. Meira
16. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 901 orð

Heillandi þorp í Puerto Plata

ÉG VAR drjúga stund að átta mig á hvað hafði vakið mig svo árla morguns. Það var ekki fyrr en ég fór út á veröndina að ég gerði mér grein fyrir að það kyrrðin og friðsældin, sem umvafði þennan stað. Í fjarska mátti þó greina fótatak hitabeltisskógarins og þýðan nið öldunnar, sem gjálfraði við sendna ströndina spölkorn frá. Meira
16. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 275 orð

Hestar og hestamennska í Saltvík

Á jörðinni Saltvík í Reykjahreppi sem er rétt sunnan Húsavíkur er Bjarni Páll Vilhjálmsson kennari að byggja upp margþætta starfssemi tengda hestum. Í Saltvík var áður minkabú en nú hefur Bjarni breytt skálanum í reiðskemmu og hefur einnig 50 bása pláss fyrir hestana. Meira
16. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 47 orð

Hvað heitir flugvöllurinn og lengd til borgar

Aþena...Hellenikon....12 km Bandar Seri Begwan..Brunei Int...8 Brussel..Zaventem...12 Colombo..Katunayake...36 Delhi..Indira Gandhi Int....17 Daka...Zia Int..19 Frankfurt...Rhine Main ..10 Hanoi..Naoi Bai Int.45 Istambul..Ataturk Int..25 Jóhannesarborg...Jan Smuts...23 Kuala Lumpur...Subang...23 Los Angeles...Los Angeles Int... Meira
16. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 328 orð

Konur syngja ættjarðarsöngva á Austurvelli fyrsta sinni

HÁTÍÐARHÖLD verða verða að mestu með hefðbundnum hætti í Reykjavík á morgun og veðurspá fyrir þjóðhátíðina er hóflega bjartsýn. Að lokinni heimsókn að leiði Jóns Sigurðssonar í fyrramálið hefst athöfn á Austurvelli, 20 mínútum fyrir 10. Þar verður rofin áratuga hefð með söng Kvennakórs Reykjavíkur. Meira
16. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | -1 orð

Landið græna

KOMIN er út bók um Írland í flokki leiðsögurita Fjölva. Hún er hin áttunda í röðinni og nefnist "Dublin og hið græna Írland". Höfundur er Jónas Kristjánsson ritstjóri en hann og Kristín Halldórsdóttir tóku ljósmyndirnar. Meira
16. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 851 orð

Líf og tilvera gamals fólks á öldrunarheimilum

FLESTALLIR íbúar á öldrunarstofnunum eru skráðir sjálfráða og fjárráða enda þótt um helmingur þeirra hafi einhvers konar skerðingu á vitrænni og líkamlegri færni, s.s. sjúkdóma sem hafa heilabilun í för með sér. Einungis fimmtán af hundraði íbúa í hjúkrunarrými eru taldir fullkomlega sjálfstæðir í ákvörðunum er snerta daglegar athafnir. Meira
16. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 136 orð

Ný aðferð til að vinna bug á hlátur- og broshrukkum

HRUKKUR frá nefi niður að munni er algengt vandamál og dýpka með aldrinum. Sagt er að fegrunarsérfræðingar eigi erfiðast með að vinna bug á þessum hlátur- og broshrukkum. Í júníhefti Allure segir að nú sé lausn í sjónmáli fyrir þá sem eru langþreyttir á hrukkum sínum þar sem lýtalæknar séu að finna nýja aðferð til þess að leysa þetta vandamál. Meira
16. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 839 orð

Nýidalur ­ fannst síðastur öræfadala

VIÐ mynni Nýjadals á Sprengisandi standa tvö af sæluhúsum FÍ. Gistirými og eldunaraðstaða er fyrir 120 manns í notalegum húsum og þeir sem vilja geta gist í tjöldum. Varsla er í júlí og ágúst en húsin eru opin allan ársins hring fyrir þá sem eiga leið um svæðið. Mun fleiri kalla dalinn Nýjadal en Jökuldal. Þessi dalur fannst líklega síðastur allra öræfadala. Meira
16. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 765 orð

Sjö veskjarán í miðbæ Reykjavíkur á tveimur og hálfri viku

TÖSKU-, eða veskjarán hafa verið óvenju tíð í Reykjavík að undanförnu. Árið 1994 var tilkynnt um sex hliðstæð mál til lögreglunnar en það sem af er þessu ári eru þau þegar komin í þá tölu og einu betur. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns í Reykjavík hafa öll ránin verið framkvæmd á stuttu tímabili eða á tveimur og hálfri viku. Meira
16. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 641 orð

Skenkir bjór á bæðiborð víkingaskips

ÞEIR eru væntanlega ekki margir barirnir í Belgíu, þar sem hægt er að tala íslenzku við eigandann og fá sér staup af íslenzku brennivíni. Einn slíkan er þó að finna í bænum "Maríukirkju" í útjaðri Ostende. Þar ræður ríkjum Óðinn Einarsson á víkingabarnum Hagar, sem er belgíska nafnið á Hrolli, sem við könnumst við hér heima úr teiknimyndasögunum. Meira
16. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 474 orð

Smíðar úr gulli og slekkur elda

NEÐARLEGA á Skólavörðustíg í Reykjavík er lítið gullsmíðaverkstæði og verslun. Þar starfar Ófeigur Björnsson að list sinni flesta daga. Tvo daga í viku vinnur hann hins vegar sem slökkviliðsmaður á Keflavíkurflugvelli. Varla er hægt að hugsa sér ólíkari starfsgreinar, en Ófeigur telur muninn til kosta. Meira
16. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 802 orð

Sundlaugin erstolt Lalandia

LALANDIA heitir stærsta sumarhúsabyggð Danmerkur. Flugleiðir hófu í vor að selja þangað ferðir og hafa þær verið mjög vinsælar að sögn Kristínar Aradóttur fulltrúa í markaðsdeild. Verður framboðið aukið næsta vor vegna þessarar góðu svörunar. Það þarf ekki að koma á óvart að Íslendingar kjósi að eyða hluta af sumarleyfinu hjá frændum okkar Dönum, því þeir eru góðir heim sækja. Meira
16. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 126 orð

Svefnleysi veikir ónæmiskerfið

OFT HEFUR verið talið að streita og þunglyndi valdi svefnleysi og saman veiki það ónæmiskerfið. Nýjar rannsóknir sem gerðar hafa verið í Kaliforníuháskólanum í San Diego benda til þess að aðeins ein svefnlaus nótt nægi til þess að veikja ónæmiskerfið og að líkaminn verði móttækilegri fyrir sýkingu. Þetta kemur fram í júníhefti Allure- tímaritsins. Meira
16. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 1009 orð

SÝKLA LYFIN KRAFTAVERKA eiga í vök að verjast vegna fjölgunar ónæmra sýkla

ÁRIÐ 1928 uppgötvaði Alexander Fleming (1881-1955), sýklafræðingur, að myglusveppur (Penicillium notatum), sem komst í sýklarækt hans, myndaði efni sem hindraði vöxt sýkla í ræktinni. Fleming nefndi virka efnið penisilín og heimsbyggðin talaði um kraftaverkalyfið eftir að farið var að nota það til lækninga. Meira
16. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 190 orð

Sýrlendingar eignast brátt þjóðleikhús

Í MÁNAÐARRITINU The Middle East segir að nú sé allt útlit fyrir að Sýrlendingar eignist sitt þjóðleikhús á næsta ári. Á annan áratug er síðan hafist var handa við bygginguna og til verksins ráðið breskt ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í leikhúsbyggingum. Mælst var til að reynt yrði að samræma arabíska hefð nútímalegri hönnun og útbúnaði. Meira
16. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 128 orð

Veitingasalaní Skaftafellihefur opnað

VEITINGASALAN í Skaftafelli var opnuð 4. júní sl. Hún er sem fyrr til húsa í austurenda útibús Austur- Skaftfellinga rétt við þjóðveg 1. Árum saman hefur verið rekin þarna þjónustumiðstöð með úrvali veitinga hvort sem er fyrir hópa eða einstaklinga. Í fréttatilkynningu segir að lögð verði áhersla á góða þjónustu og notalegt viðmót við gesti og vandað til matar og hreinlætis. Meira
16. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 159 orð

Vinningshafar Atlasklúbbsins

ATLAS-klúbburinn dregur árlega út 26 korthafa sem fá svonefndar Bónusferðir fyrir tvo fyrir 30 krónur. Nýlega voru dregnir út sex korthafar sem fengu vikuferðir til Benidorm og Majorka á Spáni, Algarve í Portúgal og haustferðir til Newcastle á Englandi og Dublin á Írlandi. Félagar í klúbbnum eru allir handhafar Atlas og gullkorta Eurocard. Meira
16. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 261 orð

Yfirlit: Á G

Yfirlit: Á Grænlandssundi er smálægð sem þokast austur. Suður af Hvarfi er vaxandi lægð og mun hún einnig þokast austur. Spá: Suðaustanátt á landinu, allhvöss suðaustanlands en hægari annars staðar. Skúrir sunnan- og austanlands en úrkomulaust norðan- og norðvestanlands. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.