Greinar laugardaginn 17. júní 1995

Forsíða

17. júní 1995 | Forsíða | 375 orð

Algert ráðleysi ríkir hjá rússneskum yfirvöldum

RÚSSNESKIR embættismenn virtust í gær vera algerlega ráðalausir gagnvart gíslatöku tsjetsjenskra skæruliða í rússneska bænum Budennovsk. Talið er að gíslarnir séu um 2.000 en að minnsta kosti 117 manns hafa látið lífið. Þá myrtu skæruliðarnir fimm gísla í fyrrinótt. Meira
17. júní 1995 | Forsíða | 152 orð

Faðir í fimm mínútur á dag

KARLMENN heyrast oft og tíðum guma sig af því hvað þeir taki virkan þátt í uppeldi barna sinna og þykir það bera vitni breyttum tímum. Hlutirnir hafa hins vegar lítið breyst ef marka má nýja könnun, sem gerð var á Bretlandi og leiddi í ljós að á virkum degi verja karlmenn þar í landi að jafnaði ekki nema fimm mínútum með afkvæmum sínum. Meira
17. júní 1995 | Forsíða | 199 orð

Herlið múslima tekur mikilvægan þjóðveg

SVEITIR bosníska stjórnarhersins náðu í gær á sitt vald þjóðvegi á hæð við Sarajevo, sem til þessa hefur verið í höndum Serba. Embættismenn Sameinuðu þjóðanna sögðu að ef múslimum tækist að halda veginum, sem er milli Pale og Lukavica, væri um verulegan hernaðarsigur að ræða. Serbar efndu hins vegar til gagnsóknar og var hart barist áfram um veginn. Meira
17. júní 1995 | Forsíða | 190 orð

Mikil leit á Jótlandi

MÖRG hundruð lögreglumenn á mótorhjólum, í bílum og þyrlum tóku í gær þátt í leit að fjórum eða fimm mönnum sem rændu banka í Árósum á Jótlandi í gærmorgun og skutu rúmlega fertugan lögregluþjón á mótorhjóli til bana er hann reyndi að stöðva ræningjana, að sögn Berlingske Tidende. Meira
17. júní 1995 | Forsíða | 57 orð

Morgunblaðið/Golli Gleðilega þjóðhátíð!

Morgunblaðið/Golli Gleðilega þjóðhátíð! BÖRNIN á leikskólunum Jöklaborg, Seljaborg, Hálsaborg og Hálsakoti héldu í gær sína eigin þjóðhátíð. Þau eru því vel undirbúin fyrir þjóðhátíðina sjálfa, sem haldin er um land allt í dag. Spáð er austanátt í dag, allhvassri norðanlands, en hægari norðaustan annars staðar. Meira

Fréttir

17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 308 orð

15 þúsund konur skráðar í hlaupið

KVENNAHLAUP ÍSÍ er orðinn árlegur viðburður í íslensku íþróttalífi. Næstkomandi sunnudag kl. 14.00 hlaupa konur af stað víðs vegar um landið en stærsta hlaupið er í Garðabæ. Þáttaka í Kvennahlaupinu hefur aukist ár frá ári. Í fyrra hlupu 13.800 konur og í ár hafa 15.000 konur þegar skráð sig. Vonast aðstandendur hlaupsins til þess að fjöldinn verði ekki undir 16.000 þetta árið. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 716 orð

96,4% af skattatekjum fór í rekstur málaflokka

Fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar breyttist um tíu milljarða króna til hins verra frá ársbyrjun 1991 til ársbyrjunar 1995. Á þessum tíma drógust skatttekjur saman og rekstur málaflokka tók á síðasta ári 96,4% af nettóskatttekjum, en árið 1991 64,2%. Ragnhildur Sverrisdóttir leit á fleiri tölur úr bókhaldi borgarinnar. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 16 orð

Aðalsafnaðarfundur

Aðalsafnaðarfundur Aðalsafnaðarfundur í Neskirkju verður haldinn sunnudaginn 25. júní að lokinni guðsþjónustu klukkan 11. Sóknarnefndin. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 29 orð

Ahtisaari í heimsókn

Ahtisaari í heimsókn FORSETI Finnlands, Martti Ahtisaari, hefur þegið boð forseta Íslands um að koma ásamt eiginkonu sinni Eevu Ahtisaari í opinbera heimsókn til Íslands dagana 26.­28. september nk. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 193 orð

Áherzla á áhrif í Schengen

ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra segir Íslendinga munu leggja megináherzlu á aukin áhrif á ákvarðanatöku Schengen-ríkjanna, í viðræðum um aðlögun norræna vegabréfasamkomulagsins að Schengen- sáttmálanum um afnám landamæraeftirlits innan ESB. Þorsteinn telur viðræðurnar geta orðið erfiðar, en stefnt er að undirritun samkomulags á fyrri hluta næsta árs. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 158 orð

Álagið áfram 10%

EFNAHAGS- og viðskiptanefnd Alþingis leggur til að hætt verði við að hækka álag á viðlagatryggingargjald í 20% næstu fimm ár til að afla ofanflóðasjóði aukinna tekna og varð frumvarpið þannig breytt að lögum á síðasta starfsdegi Alþingis á föstudag. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 112 orð

Ársgamall drengur drukknaði

LÍTILL drengur drukknaði í á við bæinn Sveinungsvík, skammt austan við Raufarhöfn, síðdegis í fyrradag. Drengurinn var úti við fjárhús með föður sínum og tveimur eldri systkinum. Hann varð viðskila við systkini sín og þau vissu ekki hvar hann var þegar faðirinn spurði þau um hann. Á rennur við bæinn aðeins nokkra metra frá fjárhúsinu. Hún var í miklum vexti, mórauð og straumþung. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 47 orð

Á slysadeild eftir bílveltu

ÖKUMAÐUR sendibíls var fluttur á slysadeild eftir að bifreið hans valt eftir harðan árekstur á mótum Háaleitisbrautar, Brekkugerðis og Listabrautar um sjöleytið í gær. Sendibíllinn hafnaði á götuvita og felldi hann áður en hann valt. Meira
17. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 202 orð

Átta þúsund í Laufás í fyrra

GAMLI bærinn í Laufási var opnaður fyrir ferðamönnum 1. júní og hefur þegar töluverður fjöldi lagt þangað leið sína, en síðastliðið sumar lögðu rúmlega átta þúsund manns land undir fót til að skoða kirkjuna og bæinn. Um þessar mundir er verið að endurbyggja hluta bæjarins, en auk þess er áætlað að þök bæjarins verði lagfærð í sumar. Meira
17. júní 1995 | Erlendar fréttir | 262 orð

Banni við útsendingum til Noregs hnekkt

EFTA-dómstóllinn hefur sent frá sér ráðgefandi álit í máli Umboðsmanns neytenda í Noregi og Mattel Scandinavia A/S og Lego A/S. Málið varðar sjónvarpsauglýsingar ætlaðar börnum, sem sendar voru út frá sjónvarpsstöðinni TV3 Norway, sem staðsett er á Bretlandseyjum. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 140 orð

Björk og Jackson takast á

SALA á Post, breiðskífu Bjarkar Guðmundsdóttur, hefur farið vel af stað í Bretlandi, að sögn starfsmanna One Little Indian, útgáfu hennar. Blaðafulltrúi útgáfunnar, Christina, sagði að miðað við söluna á plötunni ætti hún góða möguleika á að komast í eitthvert efstu sætanna á listanum. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 146 orð

Breytt götuheiti

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögur bygginganefndar um að breyta götuheiti við Sigtún og taka upp nýtt götuheiti í Borgarhverfi. Samþykkt var að fella niður götuheitið Sigtún á þeim hluta götunnar sem liggur vestan Kringlumýrarbrautar og taka upp nýtt nafn Sóltún á götu sem liggur milli Nóatúns og Borgartúns. Meira
17. júní 1995 | Miðopna | 2791 orð

BROTTKAST AFLA STÆRSTA VANDAMÁLIÐ Í SJÁVARÚTVEGI

ÞAÐ er auðvitað staðreynd að of miklum fiski er hent. Í mínum huga er það alvarlegasta vandamálið sem við stöndum frammi fyrir í sjávarútvegi í dag og það eru engar afsakanir til fyrir því. En það eru heldur engar einfaldar leiðir til að ráða bót á þessu. Meira
17. júní 1995 | Erlendar fréttir | 142 orð

Chirac í sviðsljósinu

JACQUES Chirac, forseti Frakklands, hefur sett mark sitt á fund iðnríkjanna sjö, sem hófst í hafnarborginni Halifax á austurströnd Kanada á fimmtudagskvöld. Það var að hans undirlagi að fundurinn hófst á því að gefin var út áskorun að kvöldi fimmtudags um að lögð yrðu niður vopn í Bosníu í stað þess að ræða alþjóðleg efnahagsmál, eins og ráðgert hafði verið. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 332 orð

Deila um leigu væntanlega að leysast

DEILA um leigu einkaþotu af gerðinni Cessna Citation, sem staðið hefur á Reykjavíkurflugvelli frá 2. maí sl. er að öllum líkindum að leysast, að sögn Ástþórs Magnússonar. Fyrirtækið Goldfeder Jet Ltd., sem Ástþór tengist, hefur haft þotuna á leigu af Medraco Limited. Bæði fyrirtækin eru skráð í Karíbahafinu. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 257 orð

Deilt um aðgerðir í atvinnumálum í borgarstjórn

SJÁLFSTÆÐISMENN gagnrýndu meirihluta R-listans í borgarstjórn harðlega fyrir aðgerðaleysi sitt og vanefndir á kosningaloforðum í atvinnumálum, á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur s.l. fimmtudag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, vísaði gagnrýninni á bug og sagði R-listann hafa sýnt frumkvæði í þessum málaflokki. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 157 orð

Dæmdur í 3ja ára fangelsi

STEINGRÍMUR Njálsson, sem hlotið hefur nokkrum sinnum dóma fyrir kynferðisbrot, var í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Steingrímur var fundinn sekur um að hafa gert tilraun til kynferðismaka við þroskaheftan pilt í janúar á þessu ári. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 106 orð

Fá 6-8 þúsund kr. fyrir skinnið

ARI Teitsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að staða refaræktar sé mjög góð um þessar mundir og að hærra verð fáist nú fyrir refaskinn á mörkuðum en nokkru sinni áður. Ari segir í viðtali í Morgunblaðinu í dag að refabændur séu að fá 6-8 þúsund kr. fyrir refaskinn þessa dagana samanborið við 1.500 kr. fyrir um fimm árum. Sauðfjárbændur nýti refabú Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 27 orð

Ferming

FERMING í Kollafjarðarneskirkju 18. júní. Fermdur verður: Fannar Guðbjörnsson, Broddanesi 3b, Broddaneshreppi. Ferming í Búðakirkju í Ingjaldshólaprestakalli 18. júní kl. 14. Fermdur verður: Georg Kristján Guðmundsson, Ytri-Knarratungu. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 277 orð

Fimm togarar eru á leiðinni í Smuguna

FIMM íslenskir togarar eru á leið í Smuguna og fleiri útgerðarmenn íhuga að senda skip sín þangað. Á milli 15 og 20 skip stefna á úthafskarfamiðin á Reykjaneshrygg. Íslensku síldveiðiskipin komu á miðin í nótt, en að sögn færeyskra sjómanna er góð síldveiði innan íslensku landhelginnar. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 677 orð

Fimmtungur bátanna fær rúmlega helming kvótans

SAMKVÆMT frumvarpi um stjórn fiskveiða, sem samþykkt var á Alþingi í vikunni, verður heildaraflamark krókabáta 21.500 tonn af þorski, en bátarnir geta valið á milli þess næsta haust hvort þeir velja sér aflahámark í þorski eða velja banndagakerfið sem gildir til 1. febrúar á næsta ári. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 126 orð

Fleiri stúdentar brautskráðir

Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum var slitið síðastliðinn laugardag og nemendur brautskráðir. 250 nemendur hófu nám á vorönn en um 10% þeirra hættu námi í kennaraverkfallinu í vetur. 17 stúdentar voru brautskráðir frá skólanum en einnig voru brautskráðir nemendur frá ýmsum öðrum brautum skólans. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 182 orð

Flóðin í Noregi

NÝ ljósmyndasýning með yfirskriftinni Flóðin í Noregi hefur verið sett upp í anddyri Morgunblaðsins í Kringlunni 1. Fyrir skömmu fóru Urður Gunnarsdóttir blaðamaður og Kristinn Ingvarsson ljósmyndari frá Morgunblaðinu á flóðasvæðin í Noregi og eru myndir sýningarinnar frá þeirri ferð og sýna hinar miklu náttúruhamfarir. Mestu flóð frá 1789 Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 233 orð

Flugdreki veki athygli í neyð

SLYSAVARNAFÉLAG Íslands íhugar að taka í notkun nýstárlegan flugdreka sem ætlað er að vekja athygli björgunarmanna þegar neyðarástand hefur skapast á sjó eða landi. Flugdrekinn er úr sterku nælonefni og á honum er alþjóðlega neyðarmerkið; svartur hringur og ferhyrningur á appelsínugulum grunni. Meira
17. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 157 orð

Fólk að norðan fer í störfin

STEFNT er að því að Umbúðamiðstöðin hf, sem verður til húsa á tveimur neðstu hæðum Linduhússins gamla, flytji hluta af starfsemi sinni norður með haustinu eða um leið og húsnæðið verður tilbúið. "Þetta verður sjálfstæð framleiðslulína," segir Bjarni Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Sölumiðstöðvarinnar. "Helmingur af vinnslulínu fyrirtækisins verður fluttur norður. Meira
17. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 370 orð

Framtíð Menntasmiðjunnar óviss

UM ÞESSAR mundir eru fimmtán fulltrúar frá Norðurlöndunum staddir á Akureyri á samstarfsfundi samnorræna verkefnisins "Voks nær". Jafnframt munu þeir kynna sér framkvæmd verkefnisins hér á landi. Meira
17. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 90 orð

Frosti hf. festir kaup á togara

SAMNINGAR voru undirritaðir 7. júní síðastliðinn vegna kaupa útgerðarfélagsins Frosta hf. á Grenivík á togaranum Jóhanni Gíslasyni af Útgerðarfélagi Akureyrar. "Við gerðum þetta til að styrkja stöðu okkar," segir Jakob Þorsteinsson skipstjóri, en Frosti hf. seldi togarann Frosta ÞÁ 229 í lok mars. "Við fáum rétt um átta hundruð þorskígildistonn með togaranum og tvöföldum þannig kvótann. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 76 orð

Fundur um Alþjóðahvalveiðiráðið

ALMENNUR opinn fundur verður haldinn mánudaginn 19. júní nk. á Grand Hótel kl. 20.30 á vegum Sjávarnytja og Lífs og lands. Fundarefnið er Alþjóðahvalveiðiráðið og starf samtakanna framundan. Þá mun Þórður Hjartarson, fulltrúi samtakanna á fundi Alþjóða- hvalveiðiráðsins í Dublin, Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 86 orð

Förgun olíu borpalls harðlega mótmælt

Þingsályktunartillagan hljóðar svo í heild: "Alþingi ályktar að mótmæla harðlega þeirri ákvörðun breskra stjórnvalda að veita Shell- olíufélaginu leyfi til að sökkva olíupallinum Brent Spar með margvíslegum eiturefnum í Atlantshafið. Skorar þingið á bresk stjórnvöld að endurskoða ákvörðun sína og koma í veg fyrir að olíumannvirkjum á bresku yfirráðasvæði í Norðursjó verði fargað með þessum hætti. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 363 orð

Geldinganes verði athafnasvæði

AÐALSKIPULAG Reykjavíkur er til endurskoðunar hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur. Eru þar meðal annars uppi hugmyndir um að breyta landnotkun í Geldinganesi og að fyrirhugaðri íbúðabyggð verði breytt í athafnasvæði, að sögn Þorvaldar S. Þorvaldssonar, forstöðumanns Borgarskipulags. Staðahverfi við Korpúlfsstaði er það íbúðahverfi sem kemur til úthlutunar á næsta ári en síðan tekur Grafarholt við. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 230 orð

Glímukappinn sópaði til sín verðlaunum

GLÍMUKAPPINN og Grettisbeltishafinn Jóhannes Sveinbjörnsson varð dúx og sópaði til sín öllum verðlaunum sem veitt voru á útskriftardaginn í Bændaskólanum á Hvanneyri. Búvísindadeild var slitið og brautskráðir 12 búfræðikandídatar við hátíðlega athöfn í matsal Bændaskólans á Hvanneyri að viðstöddu margmenni, þar á meðal landbúnaðarráðherra, Guðmundi Bjarnasyni, þingmönnum Vesturlands, Meira
17. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 58 orð

Glæsilegt skemmtiferðaskip

EITT glæsilegasta skemmtiferðaskip í heimi, Royal Viking Sun, lagðist að höfn á Akureyri í gær, en það fær hæstu einkunn í nýútkominni yfirlitsbók yfir skemmtiferðaskip um allan heim. Ekki er nóg með að skipið sé glæsilegt heldur er þetta lengsta skip sem tekið hefur verið að bryggju á Akureyri eða 204 metrar að lengd. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 112 orð

Hafnfirskir víkingar áforma innrás

"HAFNFIRSKIR víkingar hafa verið að æfa vopnaburð og árásartækni í hrauninu við Straumsvík að undanförnu og mun það vera liður í undirbúningi að væntanlegri innrás þeirra í Reykjavík 17. júní, segir í fréttatilkynningu sem Mbl. hefur borist. Ennfremur segir: "Að venju er það Jóhannes í Fjörukránni sem er fremstur í hópi hafnfirska víkinga. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 136 orð

Hjálp í sorg

ÚT ER kominn bæklingurinn Hjálp í sorg. Útgáfu kostaði Útfarastofa Kirkjugarða Reykjavíkur, sem jafnframt annast dreifingu. Í fréttatilkynningu segir: "Tilgangurinn er að hjálpa fólki að ná tökum á aðstæðum er sorgin kveður dyra. Ritið hefur að geyma upplýsingar um hin ýmsu atriði er lúta að framkvæmd kistulagningar og útfarar. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 260 orð

Hliðsjón höfð af "grænni ferðaþjónustu"

ÁSTA R. Jóhannesdóttir þingmaður Þjóðvaka hefur lagt fram þingsályktunartillögu um stefnumótun í ferðaþjónustu með hliðsjón af svo kallaðri "grænni ferðamennsku". Þar er lagt til að ríkisstjórninni verði falið að skipa nefnd til að móta heildarstefnu í ferðaþjónustu á Íslandi sem hafi "græna ferðamennsku" að leiðarljósi Meira
17. júní 1995 | Erlendar fréttir | 378 orð

Hyggjast setja John Major úrslitakosti

"LÁTTU hendur standa fram úr ermum, komdu bandi á ráðherrana eða taktu pokann þinn ella." Þessir eru úrslitakostirnir, sem ýmsir frammámenn í breska Íhaldsflokknum ætla að setja John Major, forsætisráðherra Bretlands, þegar hann kemur heim af fundi iðnríkjanna í Halifax í Kanada. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 446 orð

Innflutningsverð á grænmeti þrefaldast

INNFLUTNINGSVERÐ á grænmeti þrefaldast frá því sem nú er samkvæmt breytingu á lögum vegna aðildar Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni sem samþykkt var frá Alþingi sl. miðvikudag, segir Gunnar Þór Gíslason, fjármálastjóri Mata hf. Hann segir að það verði ekki nema á færi hátekjufólks á Íslandi að neyta grænmetis stóran hluta ársins. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 91 orð

Jóhann og Margeir standa vel

AÐ LOKNUM fyrri degi úrtökumóts Atvinnumannasamtakanna PCA í New York standa stórmeistararnir Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson nokkuð vel að vígi. Þeir hafa báðir hlotið fjóra vinninga eftir sex umferðir og eru í tíunda sæti ásamt fleirum. Á mótinu eru tefldar 30 mínútna langar atskákir. Sex efstu komast áfram Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 30 orð

Konan sem lést

Konan sem lést KONAN sem lést í bílslysi í Skagafirði sl. þriðjudag hét Brynja Pétursdóttir til heimilis að Laugavegi 61 í Reykjavík. Brynja lætur eftir sig eiginmann og fjögur uppkomin börn. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 783 orð

Kostnaður nemur 19 milljónum

Gísli Árni Eggertsson er fæddur í Garði árið 1954, fluttist til Reykjavíkur tíu ára gamall og hefur verið búsettur þar síðan. Hann nam íslensku við Háskóla Íslands og hóf störf hjá Æskulýðsráði Reykjavíkur, nú Íþrótta- og tómstundaráði, árið 1976, fyrst sem sumarstarfsmaður en síðan sem fastur starfsmaður frá 1980. Meira
17. júní 1995 | Landsbyggðin | -1 orð

Kross gefinn Egilsstaðakirkju

EGILSSTAÐAKIRKJU hefur verið gefinn kross sem settur var á turn kirkjunnar nýverið. Það er Gunnþóra Björnsdóttir sem gefur krossinn til minningar um eiginmann sinn, Harald Gunnlaugsson. Krossinn er smíðaður úr ryðfríu stáli af Vélaverkstæðinu Víkingi og ljósabúnaður er unnin af Rafverkstæði Sveins Guðmundssonar. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 66 orð

Kvennakirkjan með messu

Í TILEFNI af kvennadeginum 19. júní heldur Kvennakirkjan messu í Neskirkju mánudaginn 19. júní kl. 20.30. Prestarnir Agnes H. Sigurðardóttir, Dalla Þórðardóttir, Hulda H.M. Helgadóttir og Yrsa Þórðardóttir, predika. Sigrún Sævarsdóttir leikur á básúnu. Einnig koma fram sönghópurinn Silfur Egils og söngkonurnar Kristjana Stefánsdóttir, Margrét Eir og Íris Guðmunsdóttir. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 131 orð

Laus embætti og störf auglýst til umsóknar

BISKUP Íslands hefur auglýst nokkur embætti og störf hjá þjóðkirkjunni laus til umsóknar. Skeggjastaðaprestakall í Múlaprófastsdæmi. Séra Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur, hefur fengið veitingu fyrir Digranesprestakalli. Prestakallið verður veitt frá 1. ágúst. Seyðisfjarðarprestakall í Austfjarðaprófastsdæmi. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 661 orð

Laxveiðin enn brokkgeng

LAXVEIÐIN gengur enn treglega, fiskur gengur seint enda eru ár víðast svellkaldar, litaðar og vatnsmiklar. Langá á Mýrum og Elliðaárnar voru opnaðar á fimmtudagsmorgun og var rólegt í þeim verstöðvum. Meira
17. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 51 orð

Leikskólar bindast vináttuböndum

ÞAÐ VAR vinalegt andrúmsloft í leikskólanum Hlíðabóli í gær, þegar leikskólarnir Klappir, Holtakot og Hlíðaból bundust vináttuböndum. Þá var skjalfest framtíðarsamvinna leikskólanna, samstarf barnanna, samvinna starfsfólks og foreldrafélaga og samnýting búnaðar og kennslutækja. Léku krakkarnir af öllum leikskólunum sér saman og virtist vináttan fara vel af stað. Meira
17. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 79 orð

Linda flytur suður í september

STARFSEMI Sælgætisgerðarinnar Lindu verður flutt suður í september, þar sem hún verður sameinuð rekstri Sælgætisgerðarinnar Góu. Ástæðuna segir hann vera þá að Metró hafi sagt upp leigu Lindu fyrir norðan og bætir við: "Stefnir ekki allt í átt að samruna í þjóðfélaginu." Það eru tólf manns sem vinna hjá fyrirtækinu fyrir norðan og verður þeim sagt upp vegna flutninganna. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 289 orð

Lögmaður greiði fjórar milljónir vegna vanrækslu

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt lögmann í Reykjavík til að greiða um fjórar milljónir króna í skaðabætur vegna tjóns, sem útgerðarfyrirtæki varð fyrir vegna kvótaviðskipta. Taldi rétturinn að hegðun lögmannsins hafi ekki verið í samræmi við þær kröfur, sem gera verði almennt til lögmanna, sem annist verkefni í tengslum við sölu skipa. Meira
17. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 84 orð

Messur Akureyrarprestakall

GUÐSÞJÓNUSTA verður í Akureyrarkirkju sunnudaginn 18. júní klukkan 11. Kaþólska kirkjan Messur verða í kaþólsku kirkjunni laugardaginn 17. júní klukkan 18 og sunnudaginn 18. júní klukkan 11. Hvítasunnukirkja Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 912 orð

Miðbærinn þungamiðja hátíðahaldanna

HÁTÍÐARDAGSKRÁ þjóðhátíðardagsins í Reykjavík verður með hefðbundnum hætti fram að hádegi. Forseti borgarstjórnar, Guðrún Ágústsdóttir, leggur blómsveig frá Reykvíkingum að leiði Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðinum við Suðurgötu og hefst athöfnin kl. 10. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 187 orð

Mistök að auka ýsu- og ufsakvóta

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að stærsta vandamálið í íslenskum sjávarútvegi í dag sé það að of miklum fiski sé hent. Aukin áhersla á samvinnu sjómanna, útvegsmanna og vísindamanna sé farsælasta leiðin til að leita lausna á vandanum. Meira
17. júní 1995 | Landsbyggðin | 163 orð

Norrænir skógræktarmenn funda á Hallormsstað

Egilsstöðum-Um 30 manns funduðu á Hallormsstað á árlegum samstarfsfundi norrænna skógræktarmanna. Fundur þessi er haldinn í fyrsta skipti á Íslandi en hann hefur hingað til verið haldinn til skiptis á hinum Norðurlöndunum. Meira
17. júní 1995 | Landsbyggðin | 174 orð

Nýr golfskáli í Sandgerði

Sandgerði-Fyrir skömmu var vígður nýr golfskáli í Vallarhúsum í Sandgerði. Húsið er teiknað af Hólmþóri Morgan og er 218 fm að flatarmáli. Í húsinu er búningsaðstaða fyrir karla og konur, snyrtiaðstaða fyrir bæði kynin, herbergi fyrir stjórn og nefndir klúbbsins, þá er einnig gott eldhús og veitingaaðstaða. Kostnaður er komin í þrettán milljónir. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 42 orð

Nýr sveitarstjóri í Grundarfirði

Björg Ágústsdóttir lögfræðingur verður ráðin sveitarstjóri í Grundarfirði frá 15 júlí nk. Hún kemur í stað Magnúsar Stefánssonar, sem kosin var á þing í Alþingiskosningunum nú í vor. Björg starfaði áður sem fulltrúi sýslumannsins í Snæfellsnessýslu. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 116 orð

Nýsköpunarstarf vekur athygli

FRÆÐSLUSKRIFSTOFU Reykjavíkur hefur borist beiðni frá sænska sjónvarpinu um efni í mynd um nýsköpunar- og vísindastörf barna og unglinga á Íslandi. Að sögn Guðrúnar Þórsdóttur hjá fræðsluskrifstofunni komu nokkrir hópar af Svíum hingað til lands s.l. vetur í þeim tilgangi að skoða skólastarf á Íslandi. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 151 orð

Oddahátíð 1995

ODDAHÁTÍÐ verður að venju haldin í Odda á Rangárvöllum sunnudaginn 18. júní nk. og hefst hún með messu í Oddakirkju kl. 11 f.h. Staðarprestur, sr. Sigurður Jónsson, þjónar fyrir altari og predikar, kór Oddakirkju leiðir sönginn og Halldór Óskarsson leikur á orgel. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 230 orð

Óvíst með stjórnarformann

EKKI hefur tekist samkomulag milli eigenda Landsvirkjunar, þ.e. ríkisins, Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar, um stjórnarformann Landsvirkjunar til næstu fjögurra ára, en ný stjórn fyrirtækisins tekur við 1. júlí næstkomandi. Samkomulag eigenda fyrirtækisins þarf að liggja fyrir um hver verður stjórnarformaður, ella kemur til kasta Hæstaréttar að skipa hann. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 316 orð

Óvænt kallaður heim frá störfum

MILAN Richter, sendifulltrúi Slóvakíu í Noregi og á Íslandi, með aðsetur í Ósló, hefur látið af störfum. Í samtali við norska blaðið Aftenposten segir Richter að þessi ákvörðun hafi komið sér mjög á óvart. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 206 orð

Prestastefna hefst á þriðjudag

PRESTASTEFNA 1995 hefst þriðjudaginn 20. júní nk. og stendur hún í tvo daga. Hún er að þessu sinni haldin í Háteigskirkju. Prestastefnan hefst með messu í Dómkirkjunni á þriðjudag kl. 10.30. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson, prófastur, predikar, prestar Dómkirkjunnar þjóna fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar, organista. Meira
17. júní 1995 | Erlendar fréttir | 148 orð

Rætt um afsagnir ráðherra

SPÆNSKA ríkisstjórnin kom saman til fundar í gær til að ræða hlerunarhneykslið, sem valdið hefur miklu uppnámi á þingi og meðal almennings á Spáni. Hefur yfirmaður spænsku leyniþjónustunnar sagt af sér vegna þess og ekki er útilokað, að einhverjir ráðherrar neyðist til að gera það einnig. Meira
17. júní 1995 | Erlendar fréttir | 144 orð

Saka Japani um hugleysi

KÍNVERJAR deildu í gær á japönsku stjórnina og sögðu hana skorta hugrekki til að horfast í augu við og viðurkenna yfirgang og árásarstefnu Japana í síðari heimsstyrjöld. Sögðu þeir, að þetta styngi í stúf við "ábyrga afstöðu" Þjóðverja til styrjaldarinnar. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 258 orð

Samfélagsþjónusta hefst 1. júlí

LÖG UM samfélagsþjónustu taka gildi 1. júlí nk. Samkvæmt þeim mega þeir sem hafa verið dæmdir í allt að þriggja mánaða óskilorðsbundna refsivist sækja um að veita ólaunaða samfélagsþjónustu í stað þess að taka út dóm sinn með fangelsisvist. Meira
17. júní 1995 | Erlendar fréttir | 207 orð

Samið við flugmenn hjá SAS

SAMNINGAR tókust í kjaradeilu flugmanna hjá SAS í fyrrinótt. Laun flugmanna hækka um 3,95%. Talsmenn flugmanna lýstu ánægju með niðurstöðuna en talsmenn SAS sögðu samkomulagið hafa meiri kostnað í för með sér fyrir félagið en gott væri. Ungum dreng bjargað úr rústum Meira
17. júní 1995 | Erlendar fréttir | 588 orð

Samningaviðræður fóru út um þúfur

TSJETSJENSKIR skæruliðar ítrekuðu í gær hótanir sínar um að sprengja í loft upp sjúkrahús í Budennovsk þar sem þeir segjast halda um 2.000 gíslum, eftir að samningaviðræður við rússneska embættismenn fóru út um þúfur. Skæruliðarnir, 200 manna lið undir stjórn Shamils Basajevs, hóta að skjóta gíslana ef Rússar komi ekki til móts við kröfur þeirra, sem fela m.a. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 195 orð

Sandskaflar eyða birkiskógi

Í fyrstu var svæðið vestan Láxár skoðað og var að athugun lokinni ákveðið að auka áætlað áburðarmagn úr fjórum tonnum í átta þar sem svæðinu hefur lítið verið sinnt á undanförnum árum nema að sáð var melgresi í fyrra í allmarga hektara lands. Víða hefur gróður rýrnað og sandfok í ána hefur aukist eins og fram kemur á loftmyndum. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 140 orð

Seyðfirðingar undirbúa afmælið

SEYÐFIRÐINGAR eru komnir í hátíðarskap og í óða önn að snyrta hús og garða fyrir fjögurra daga hátíðarhöld í tilefni af 100 ára afmæli kaupstaðarins á þessu ári. Hátíðarhöldin hefjast "ferjudaginn" 29. júní og verður skemmti- og fræðsludagskrá fyrir íbúa og gesti bæjarins samfleytt til 2. júlí. Meira
17. júní 1995 | Erlendar fréttir | 299 orð

Shell frestar að sökkva olíupalli

MÓTMÆLI gegn þeirri fyrirætlan olíufyrirtækisins Shell að sökkva borpalli í Atlantshafi magnast enn og sýndu stjórnendur fyrirtækisins fyrstu merki um að þeir væru að láta undan þrýstingnum þegar þeir lýstu yfir því að aðgerðinni yrði frestað til að fá aukinn tíma til að skýra sína hlið málsins. Meira
17. júní 1995 | Landsbyggðin | 191 orð

Skólalok í Stykkishólmi

Stykkishólmi-Grunnskólanum í Stykkishólmi var slitið miðvikudaginn 31. maí. Í ræðu skólastjóra kom fram að skólastarfið gekk vel í vetur ef undan er skilið kennaraverkfall sem setti mjög strik í reikninginn. Nemendur í grunnskólanum í vetur voru 245. Framhaldsdeild frá Fjölbrautaskóla Vesturlands var starfrækt í vetur eins og undanfarin ár. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 118 orð

Staðan versnar um 10 milljarða

FJÁRHAGSSTAÐA Reykjavíkurborgar breyttist um tíu milljarða króna til hins verra frá ársbyrjun 1991 til ársbyrjunar 1995. Á þessum tíma drógust skatttekjur saman og rekstur málaflokka, s.s. menningarmála, æskulýðs-, íþrótta- og tómstundamála, Dagvistar barna og félagsmála, tók á síðasta ári 96,4% af nettóskatttekjum, en 61% árið 1991. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 471 orð

Strok úr fangelsum með minnsta móti

NÝ FANGELSISBYGGING á Litla-Hrauni verður tilbúin með haustinu, en verður smám saman tekin í notkun þar til í byrjun næsta árs þegar gert er ráð fyrir að starfsemi í henni verði komin í fullan gang. Fangarými á Litla- Hrauni eykst um 70% með nýju húsi. Þetta kemur fram í ársskýrslu fangelsismálastofnunar fyrir síðasta ár. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 174 orð

Tebar hjá NLFÍ

Hveragerði-Á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands, Hveragerði, hefur undanfarið verið unnið ötullega að ýmsum breytingum á innra starfi stofnunarinnar. Einn liður í þeim breytingum er opnun á tebar í matsal stofnunarinnar. Á tebarnum eru nú þegar 30­35 tegundir af tei og fleiri eru væntanlegar á næstunni. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 477 orð

Telur sig ekki hafa sömu atvinnutækifæri

BJÖRN Blöndal verktaki hjá Víkingaferðum sf. í Keflavík hyggst leita lögfræðiaðstoðar þar sem hann telur sig ekki sitja við sama borð og Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur, SBK, sem alfarið annast akstur á vegum sveitarfélagsins. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 217 orð

Tengsl umönnunar og fræða rædd

FYRSTA alþjóðlega hjúkrunarráðstefnan á Íslandi verður haldin í Reykjavík dagana 20. - 23. júní næstkomandi. Ráðstefnugestir verða um 600, þar af eru u.þ.b. 250 frá útlöndum. Yfirskrift ráðstefnunnar er Hjúkrun fyrir fólk en erlenda heitið er "Nursing scholarship and practice" og er heitinu ætlað að vísa til þess eðlis hjúkrunar að tengja saman fræðimennsku og umönnun sjúklinga. Meira
17. júní 1995 | Landsbyggðin | 126 orð

Umræða um stofnun öldungadeildar

Stykkishólmi-Um 50 manns mættu á fund til umræðu um að stofna til öldungadeildar við Grunnskólann í Stykkishólmi. Á fundinum mættu gestir frá Fjölbrautarskóla Akraness, Eiríkur Guðmundsson aðstoðarskólameistari og Helga Guðmundsdóttir námsráðgjafi við sama skóla. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 129 orð

Vatnavextir í Hrafnkelu

ÁIN Hrafnkela í Hrafnkelsdal mældist í vatnavöxtunum nú vatnsmeiri en hún hefur nokkurn tíma áður mælst. Fréttaritari hitti að máli þá Óla Grétar Sveinsson og Karl Jensen Sigurðsson þar sem þeir voru að rennslismæla Hrafnkelu við beitarhúsin Þórisstaði í Hrafnkelsdal. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 35 orð

Veikur sjómaður sóttur

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti í fyrrinótt veikan sjómann um borð í Sandvík skammt út af Grindavík. Þyrlan fór í loftið rétt fyrir klukkan fimm í fyrramorgun og var lent rúmri klukkustund síðar við Borgarspítalann. Meira
17. júní 1995 | Erlendar fréttir | 378 orð

Viðræður hefjist í september

BJARTSÝNI ríkti í hópi norrænna dómsmálaráðherra á að takast mætti að laga norræna samninginn um vegabréfsfrelsi að Schengen- samkomulaginu um niðurfellingu eftirlits á landamærum Schengen- ríkja eftir könnunarviðræður við Robert Urbain, Evrópumálaráðherra Belgíu og forseta Schengen- ráðsins, í Brussel í gær. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 248 orð

Þarf að standa við stóru orðin

FRUMVARP um greiðsluaðlögun kom til fyrstu umræðu á Alþingi á fimmtudag, á síðasta starfsdegi þingsins í vor. Frumvarpið er flutt sameiginlega af öllum stjórnarandstöðuflokkunum og er samhljóða frumvarpi sem Framsóknarflokkurinn flutti fyrir kosningar í vor. Meira
17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 11 orð

(fyrirsögn vantar)

17. júní 1995 | Innlendar fréttir | 8 orð

(fyrirsögn vantar)

Ritstjórnargreinar

17. júní 1995 | Leiðarar | 632 orð

FISKUR OG FULLVELDI

FISKUR OG FULLVELDI RFITT HEFUR reynzt að kanna og meta svo óyggjandi sé, hve stórum hluta sjávaraflans er kastað fyrir borð á fiskiskipum okkar. Meira
17. júní 1995 | Staksteinar | 335 orð

»Verr sett í vinnu en án? MAGNÚS Hreggviðsson veltir því fyrir sér í Frjáls

MAGNÚS Hreggviðsson veltir því fyrir sér í Frjálsri verzlun, hvort hjón með börn á framfæri séu verr sett í vinnu hér á landi en atvinnulaus. Bætur, skattar og vinnulaun Magnús Hreggviðsson: "ATHUGUN sem hagfræðingur Vinnuveitendasambands Íslands gerði og birti opinberlega leiddi í ljós að um 40% hjóna með eitt barn er nú verr sett í vinnu en á bótum, Meira

Menning

17. júní 1995 | Menningarlíf | 113 orð

49 nemendur brautskráðust

MYNDLISTA- og handíðaskóla Íslands var slitið í Háskólabíói þann 2. júní síðastliðinn. Í ár brautskráðust 49 nemendur. Úr myndlistadeild 30 nemendur, þar af 11 úr málun, 6 úr skúlptúr, 6 úr grafík og 7 úr fjöltækni. Úr listiðna- og hönnunardeild brautskráðust 19, þar af 6 úr leirlist, 5 úr textíl og 8 úr grafískri hönnun. Meira
17. júní 1995 | Menningarlíf | 253 orð

Afmælistónleikar fyrrum nemenda

Í TILEFNI af því að Tónlistarskólinn á Sauðárkróki hefur nú starfað í þrjátíu ár, voru haldnir tónleikar í hátíðarsal Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki þar sem fram komu fjórir af nemendum skólans sem lokið hafa þaðan burtfararprófi. Meira
17. júní 1995 | Menningarlíf | 120 orð

Fiðla og gítar í Grindavíkurkirkju

Í SUMAR verða haldnir tónleikar í Grindavíkurkirkju á tímabilinu júní - ágúst. Samtals verða þetta um þrettán tónleikar þar sem þekktir söngvarar og hljóðfæraleikarar flytja fjölbreytta tónlist. Næstkomandi sunnudag munu þau Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari halda tónleika kl. 18. Meira
17. júní 1995 | Menningarlíf | 1117 orð

Glöggt er gests augað

Erwin Koeppen: Endurminningar þýsks hljómlistarmanns. Þýð. Dagmar Koeppen. 90 bls. Útg. Tónlistarmannatal FÍH. 1995. Prentun: Prenttækni hf. Bókabúð Lárusar Blöndal. 1.900 kr. Þessari bók er ætlað að lýsa aðdáun höfundar á Íslandi og Íslendingum. Þannig hefst formálinn. Meira
17. júní 1995 | Menningarlíf | 469 orð

Gróðavonin Mozart

WOLFGANG Amadeus Mozart dvaldi tæpa þrjá mánuði í Prag af þeim 35 árum sem hann lifði. Engu að síður virðast íbúar höfuðborgar Tékklands líta á hana sem heimaborg tónskáldsins. Á hverju götuhorni er eitthvað sem minnir á Mozart, auglýsingar um alls kyns uppsetningar á óperum hans og öðrum verkum, Meira
17. júní 1995 | Kvikmyndir | 301 orð

Hvað varð um þig, Joe Di Maggio?

Leikstjóri Arthur Schleinman. Handritshöfundur Gregory K. Pincus og Arthur Schleinman. Aðalleikendur Luke Edwards, Timothy Busfield, John Ashton, Ashley Crow, Kevin Dunn, Jason Robards, Jr., Dennis Farina. Bandarísk. Castle Rock 1994. Meira
17. júní 1995 | Myndlist | 524 orð

Létt og lipurt

Kjartan Guðjónsson Opið frá 14-18 alla daga til 2. júlí. Aðgangur ókeypis FÉLAGIÐ Íslenzk grafík er loks að rumska og blása til athafna á vinnuvettvangi, því að innan skamms tekur til starfa fyrsta opna grafíkverkstæðið á Íslandi, sem mun marka mikil tímamót ef rétt er haldið á málum. Meira
17. júní 1995 | Menningarlíf | 335 orð

Lofsamlegir dómar um T´omas

\I MA\IHEFTI bandar´ska t´onlistart´maritsins Cadence er fjallað lofsamlega um hlj´omplötu T´omasar R. Einarssonar Journey to Iceland, en ´ febr´uar var einnig fjallað um aðra hlj´omplötu T´omasar, Lands´yn. Cadence er m´anaðarrit sem komið hefur ´ut ´ tæp t´u ´ar og fjallar um ´ymsar gerðir t´onlistar, helst jasst´onlist og bl´us. Meira
17. júní 1995 | Bókmenntir | 861 orð

Nútímasaga um krakka

Íslensku barnabókaverðlaunin 1995 Þórey Friðbjörnsdóttur. Vaka- Helgafell, 1995. 136 síður. ÍSLENSKU barnabókaverðlaunin eru tíu ára á þessu ári. Til þeirra var stofnað af fjölskyldu Ármanns Kr. Einarssonar og forlaginu Vöku- Helgafelli í tilefni af 70 ára afmæli Ámanns árið 1985. Meira
17. júní 1995 | Menningarlíf | 111 orð

Nýjar bækurSAGA Menntaskólans í Kóp

SAGA Menntaskólans í Kópavogi 1983­1993 er eftir Ingólf A. Þorkelsson fyrrverandi skólameistara. Aðalefni bókarinnar skiptist í tíu kafla sem fjallaum skólasamninginn frá 1983,kennslukerfi skólans, húsnæðismálin, félagslíf nemenda, fornámið,ferðafræðina,vaxtarbroddinn ístarfi skólans átímabilinu, Meira
17. júní 1995 | Fólk í fréttum | 93 orð

Rektor Háskóla Íslands í Minnesota

REKTOR Háskóla Íslands, Sveinbjörn Björnsson, og kona hans, Guðlaug Einarsdóttir, fóru nýlega til Minnesotafylkis í Bandaríkjunum til að kynna sér starfsemi Háskólans í Minnesota og koma á nánari tengslum milli skólanna tveggja. Hittu þau meðal annarra Nils Hasselmo forseta Háskólans í Minnesota. Meira
17. júní 1995 | Menningarlíf | 946 orð

SIGLT INN Í SÓLARLAGIÐ

Tunglskinseyjan, ný ópera eftir Atla Heimi Sveinsson og Sigurð Pálsson, verður flutt í Bonn í kvöld í tengslum við íslensku menningarhátíðina í Þýskalandi. Orri Páll Ormarsson kom að máli við Atla Heimi ytra en tónskáldið er flestum hnútum kunnugt á þessum slóðum. Meira
17. júní 1995 | Menningarlíf | 126 orð

"Stígðu ófeimin stúlka upp"

19. JÚNÍ eru 80 ár frá því konur fengu kosningarétt til Alþingis á Íslandi. Konan sem mest barðist fyrir þessum réttindum var Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Dagskrá um Bríeti Mánudagskvöldið 19. júní verður dagskrá um Bríeti í Kaffileikhúsinu. Meira
17. júní 1995 | Fólk í fréttum | 75 orð

Teikað með Bubba og Rúnari

ÞAÐ VAR mikið um að vera á Bæjarbarnum í Ólafsvík þegar hljómsveitin Bubbi og Rúnar GCD tróð þar upp síðastliðið laugardagskvöld eða daginn fyrir sjómannadaginn. Þeir félagar tóku mörg lög af nýútkominni plötu sinni "Teika", en auk þess tóku þeir sígild rokklög sem Bubbi gerði fræg á sínum tíma eins og "Fjöllin hafa vakað". Meira
17. júní 1995 | Menningarlíf | 157 orð

Tunglskinseyjan í Þýskalandi

ÍSLENSKIR tónlistarmenn munu flytja nýja kammeróperu Atla Heimis Sveinssonar og Sigurðar Pálssonar í þrem borgum í Þýskalandi í Bielfeld, Köln og Bonn, dagana 14-17 júní. Óperan sem nefnist Tunglskinseyjan er samin í ár. Aðalsögusvið hennar er eyjarnar Írland, Orkneyjar og Ísland á 8. öld. Óperan fjallar um ástir írsku prinsessunnar Auðar og Kalmans prins. Meira
17. júní 1995 | Menningarlíf | 101 orð

TVÆR nýjar bækur í smábókaflokknum "Til gjafa - til að

TVÆR nýjar bækur í smábókaflokknum "Til gjafa - til að eiga" eru komnar út. Í kynningu segir: "Í bókunum er safn tilvitnana um afmarkað efni og eru þær tilvaldar sem vinargjöf og einnig má nota þær sem gjafakort, því gert er ráð fyrir að skrifað sé í þær fremst." Bækurnar sem nú koma eru: Alveg einstök amma og Alveg einstakur sonur. Meira
17. júní 1995 | Menningarlíf | 48 orð

"Vorkomu" að ljúka SÝNINGU Gríms Marinós Steindórssonar í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni og ber yfirskriftina "Vorkoma" lýkur

SÝNINGU Gríms Marinós Steindórssonar í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni og ber yfirskriftina "Vorkoma" lýkur nú á sunnudag. Á sýningunni eru skúlptúrar og veggmyndir, 61 verk þar af sjö útiverk. Grímur hefur haldið milli 20 og 30 einkasýningar og verið þátttakandi í samsýningum hér heima og erlendis. Meira

Umræðan

17. júní 1995 | Velvakandi | 139 orð

Brynjudalsá bjargað! VEIÐI á eflaust eftir að glæðast á efra svæðinu í Brynjudalsá en að bjóða mönnum upp á 23 þúsund króna

VEIÐI á eflaust eftir að glæðast á efra svæðinu í Brynjudalsá en að bjóða mönnum upp á 23 þúsund króna hækkun á milli ára á neðra svæðinu er mér algerlega óskiljanlegt því þar veiðist aldrei neitt nema ufsi og marhnútur langt fram eftir hausti. Meira
17. júní 1995 | Aðsent efni | 666 orð

Brýnt að kanna áhrif sumarlokana sjúkrahúsa

Á SUMARÞINGI því sem nú er nýlokið hefur verið nokkur umræða um það alvarlega ástand sem skapast vegna sumarlokana á sjúkrahúsunum. Í kjölfar utandagskrárumræðu um málið 23. maí skrifaði Svanfríður Jónasdóttir fyrir hönd þingflokks Þjóðvaka bréf til stjórna Ríkisspítalanna og Borgarspítala og óskaði eftir mati þeirra á áhrifum sparnaðarráðstafana undanfarinna ára og lokana deilda í sumar. Meira
17. júní 1995 | Aðsent efni | 332 orð

Dylgjur og ósannindi

Í TVÍGANG hefur Knútur Bruun í Hveragerði viðhaft dylgjur og ósannindi í minn garð í blaði yðar. Í fyrra sinnið 3.6. og í seinna sinnið 14.6. Í greinum sínum fer maðurinn vel út fyrir þau mörk sem tíðkast núorðið í málefnalegri umræðu hérlendis. Mér ber hann á brýn að hafa andæft gegn samþykkt stéttarbræðra minna í stjórn Prestafélags Íslands um köllunarmálið í Hveragerði. Meira
17. júní 1995 | Aðsent efni | -1 orð

"Engan má skylda til aðildar að félagi"

NÝVERIÐ lagði Umboðsmaður Alþingis fram álit um þau gjöld sem Háskóli Íslands innheimtir af sérhverjum nemanda skólans. Lögum samkvæmt eiga þau að standa straum af skrásetningu stúdenta í próf. Að áliti Umboðsmanns Alþingis hafa þessi gjöld ekki aðeins verið ákvörðuð með þetta í huga heldur einnig til að bera almennan rekstrarkostnað skólans og voru því reist á ólögmætum grunni. Meira
17. júní 1995 | Velvakandi | 132 orð

Góð saga í Lesbók SIGRÚN Þorsteinsdóttir hringdi og vild

SIGRÚN Þorsteinsdóttir hringdi og vildi þakka fyrir smásögu Bjargar Finnsdóttur, Perubrjóstsykur, sem birtist í síðustu Lesbók. Henni finnst of lítið um hrós þegar vel er gert. Þar með kemur hún þessu á framfæri. Tapað/fundið Karlmannsúr í óskilum KARLMANNSÚR fannst á malarvellinum á Miklatúni fyrir nokkrum vikum. Úrið er svart tölvuúr. Uppl. Meira
17. júní 1995 | Aðsent efni | 638 orð

Hormónar og fleira

Helgi Hálfdanarson Hormónar og fleira Árni Björnsson læknir sendir mér mjög vinsamlega kveðju í Morgunblaðinu 14. þ.m. og um leið fallega hugsað svar við ummælum mínum í sama blaði 18. f.m. og 8. þ.m. Meira
17. júní 1995 | Velvakandi | 196 orð

Macinthos getur það

HVERFISKJÖRSTJÓRNIR í Reykavík hafa það verk meðal annars að aðstoða fólk, sem ekki reynist vera á réttum stað á kjörskrá, við að finna kjörstað sinn. Hverfiskjörstjórnir höfðu því hjá sér kjörskrá fyrir Reykjavík, en gátu leitað aðstoðar í síma til til að finna fólk í öðrum kjördæmum. Nú hefur orðið sú breyting til hagræðis að hverfiskjörstjórn hefur hjá sér tölvu með kjörskrá alls landsins. Meira
17. júní 1995 | Velvakandi | 740 orð

Menntun eða afplánun?

NÚ ER þessu viðburðaríka skólaári lokið. Flestir nemendur hafa fengið einkunnir sínar, laun erfiðis síns. Launin eru að vísu misrýr og ekki alltaf í réttu hlutfalli við fyrirhöfnina. Þegar þetta er skrifað, bíða um 4.000 unglingar eftir niðurstöðum samræmdra prófa. Meira
17. júní 1995 | Velvakandi | 336 orð

RÉTTASKEYTI Reuters- fréttastofunnar um hitabylg

RÉTTASKEYTI Reuters- fréttastofunnar um hitabylgjuna í Finnlandi vöktu athygli Víkverja. Klukkan 8.24 á miðvikudagsmorgun sendi fréttastofan út skeyti um að íbúar "í Helsinki, nyrztu höfuðborg Evrópu" hefðu vaknað í 25 stiga hita. Klukkustund síðar kom leiðrétting: "Íbúar í Helsinki, nyrztu höfuðborg Evrópusambandsins... Meira
17. júní 1995 | Aðsent efni | 834 orð

Samskipti Dana og Jóns Sigurðssonar

SEGJA má að stjórn Dana á Íslandi í þær rúmu fimm aldir sem landið heyrði undir Danakonung, hafi ekki verið viturleg. Hitt er annað, að það má kallast gæfa Íslendinga hvernig Danir tóku málflutningi Jóns Sigurðssonar og samherja hans og það eins snemma og raun ber vitni. Meira
17. júní 1995 | Aðsent efni | 1133 orð

SUNGIÐ Í ALÞINGISHÚSI

Þar kom að því að þetta hús væri notað til einhverra nytsamlegra hluta," sagði Árni Pálsson þegar vinur hans Jón Sigurðsson, skrifstofustjóri Alþingis skenkti honum vín á skál og lyfti glasi sínu í Alþingishúsinu. Jón var þá "piparsveinn" og bjó í húsinu. Meira
17. júní 1995 | Velvakandi | 486 orð

Upplýsingar VRblaðsins beint frá Tryggingastofnun

NOKKUR úlfaþytur hefur orðið vegna greinar í síðasta VR-blaði um afslátt, sem fólki á atvinnuleysisbótum ber að fá af heilbrigðisþjónustu og fleiru. Einkum hefur Tryggingastofnun ríkisins brugðist hart við og segir í athugasemd frá henni í Morgunblaðinu 8. þ.m. að sitthvað sé rangt með farið í umræddri grein í VR-blaðinu. Meira

Minningargreinar

17. júní 1995 | Minningargreinar | 146 orð

Gíslína Vilhjálmsdóttir

Gíslína Vilhjálmsdóttir tengdamóðir mín lést snögglega á heimili sínu 7. júní sl., svo snögglega að við sem eftir stöndum áttum okkur varla á því. Þetta er mikill missir fyrir okkur nánasta fólkið hennar því mikill tími hennar fór í að hugsa um okkur. Meira
17. júní 1995 | Minningargreinar | 490 orð

Gíslína Vilhjálmsdóttir

Hinn 7. júní sl. andaðist á heimili sínu, Hringbraut 90 í Reykjavík, Gíslína Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi deildarstjóri við Tryggingastofnun ríkisins og fer útför hennar fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 19. júní. Vil ég fyrir hönd samstarfsfólks minnast hinnar látnu heiðurskonu með nokkrum orðum. Meira
17. júní 1995 | Minningargreinar | 136 orð

GÍSLÍNA VILHJÁLMSDÓTTIR

GÍSLÍNA VILHJÁLMSDÓTTIR Gíslína Vilhjálmsdóttir fæddist 5. október 1922 í Reykjavík. Hún lést 7. júní sl. Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Ásgrímsson og Gíslína Erlendsdóttir. Systkini Gíslínu eru Vilhjálmur S. Vilhjálmsson rithöfundur, látinn, Guðmunda Vilhjálmsdóttir húsmóðir, látin, Erlendur Vilhjálmsson fyrrv. Meira
17. júní 1995 | Minningargreinar | 133 orð

Gíslína Vilhjálmsdóttir Okkur Gísla hefur alltaf þótt vænt um þig og þykir það enn. Þótt þú værir amma okkar varstu líka

Okkur Gísla hefur alltaf þótt vænt um þig og þykir það enn. Þótt þú værir amma okkar varstu líka trúnaðarvinkona okkar sem við gátum sagt allt við og þú hjálpaðir okkur alltaf. Það sem mér fannst mest gaman hjá þér var að á kvöldin lágum við saman uppí rúmi og spjölluðum saman um margt. Þá sagði ég þér frá vandamálum mínum og þú hjálpaðir mér. Meira
17. júní 1995 | Minningargreinar | 112 orð

HARALDUR HELGASON

HARALDUR HELGASON Haraldur Helgason fæddist á Felli í Vopnafirði 25. september 1920. Hann lést á Landspítalanum 7. júní sl. Foreldrar hans voru Helgi Frímann Magnússon bóndi á Felli og Matthildur Vilhjálmsdóttir frá Sunnudal í Vopnafirði. Meira
17. júní 1995 | Minningargreinar | 106 orð

Haraldur Helgason Ég kynntist Haraldi hjá Íslenskum Aðalverktökum árið 1970 en hann var matreiðslumeistari þar um nokkurra ára

Ég kynntist Haraldi hjá Íslenskum Aðalverktökum árið 1970 en hann var matreiðslumeistari þar um nokkurra ára skeið. Ég kveð nú þennan vin minn með sárum söknuði og þakka honum allt það góða sem hann kenndi mér, ekki síst í matreiðslu, því það litla sem ég kann í matargerð er mest frá honum komið. Örlæti var ríkur þáttur í fari hans alla tíð. Meira
17. júní 1995 | Minningargreinar | 470 orð

Ingibjörg Jóhannsdóttir

Mæt kona og elskuleg vinkona mín Ingibjörg Jóhannesdóttir, fv. skólastjóri húsmæðarskólans á Löngumýri í Skagafirði, hefur nú kvatt þennan heim og lagt upp í sína hinstu för og ekki efa ég að það hafi verið tekið vel á móti henni af foreldrum, systur og fjölmörgum vinum, sem á undan voru gengnir. Meira
17. júní 1995 | Minningargreinar | 676 orð

Ingibjörg Jóhannsdóttir

Að kvöldi sólríks júnídags kvaddi frænka mín, Ingibjörg Jóhannsdóttir á Löngumýri, þennan heim. Ingibjörg fæddist á Löngumýri í Skagafirði, elst þriggja systra, þeirra Steinunnar og Ólafar ömmu minnar sem nú er látin. Meira
17. júní 1995 | Minningargreinar | 569 orð

Ingibjörg Jóhannsdóttir

Ég lít út um gluggann hér á Löngumýri. Ljósgrænn litur á laufi og mildur andblær strýkur létt um greinar trjánna. Fuglarnir kveða við raust. Þeir hafa byrjað búskap víða, bæði í greinum trjánna og í mosató á jörðu niðri. Þar ríkir fegurð og friður nú að loknum hörðum vetri. Meira
17. júní 1995 | Minningargreinar | 249 orð

INGIBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR

INGIBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR Ingibjörg Jóhannsdóttir hússtjórnarkennari fæddist á Löngumýri í Skagafirði hinn 1. júní 1905. Hún lést á Borgarspítalanum 9. júní síðastliðinn, níræð að aldri. Foreldrar hennar voru Sigurlaug Ólafsdóttir og Jóhann Sigurðsson, bóndi á Löngumýri. Systur hennar eru Steinunn, f. Meira
17. júní 1995 | Minningargreinar | 47 orð

KRISTÍN FRIÐLEIFSDÓTTIR

KRISTÍN FRIÐLEIFSDÓTTIR Stefanía Kristín Friðleifsdóttir fæddist á Siglufirði 22. ágúst 1918. Hún lést á Landspítalanum 10. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Friðleifur Jóhannsson og Sigríður Stefánsdóttir. Systkinin voru sex. Kristín átti einn son, Friðleif Björnsson. Hún giftist Þorgeiri Péturssyni 1987. Meira
17. júní 1995 | Minningargreinar | 112 orð

Kristín Friðleifsdóttir Ég kynntist Stefaníu og Þorgeiri, sem síðar varð eiginmaður hennar, í Búrfellsvirkjun þar sem við

Ég kynntist Stefaníu og Þorgeiri, sem síðar varð eiginmaður hennar, í Búrfellsvirkjun þar sem við störfuðum saman fyrir 30 árum. Síðan hefur kunningsskapur okkar haldist. Ég var heimagangur hjá þeim hjónum og undi mér sem í foreldrahúsum. Alúð og umhyggja þeirra kom m.a. Meira
17. júní 1995 | Minningargreinar | 247 orð

Ólafur Ingimundarson

Með nokkrum orðum vil ég minnast látins góðvinar, sem ég þekkti fjöldamörg ár. Allan þann tíma bar aldrei skugga á kynni okkar, kynni sem urðu þó nokkuð náin. Burðarásarnir í skaphöfn og samskiptum þessa dagfarslega hægláta manns voru hæverska, heiðarleiki, traust vinfesta, áreiðanleiki, manngæska, alvörugefni, sem gaf þó gott svigrúm fyrir græskulausa glettni og ljúfa gleði í góðvinahópi. Meira
17. júní 1995 | Minningargreinar | 171 orð

ÓLAFUR INGIMUNDARSON

ÓLAFUR INGIMUNDARSON Ólafur Ingimundarson fæddist á Hörðubóli í Miðdölum 26. október 1902. Hann lést ´a heimili sonar síns í Englandi 8. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingimundur Guðmundsson frá Hrútafirði og Jensína Jóelsdóttir frá Skarðsströnd. Meira

Viðskipti

17. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 517 orð

Blöð í hættu vegna hærra verðs á pappír

VERÐ á dagblöðum og auglýsingum hefur verið hækkað í Asíu vegna hækkandi verðs á pappír og útgáfa margra minni blaða kann að stöðvast að sögn International Herald Tribune. Einn aðstoðarritstjóra stærsta dagblaðs Malajsíu, New Straits Times, segir að verð á dagblaðapappír hafi tvöfaldazt síðan 1995, Meira
17. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 80 orð

Finnair treystir stöðuna

FINNAIR segir að rekstrarhagnaður félagsins 1994/95 hafi aukizt meir en bjartsýnustu menn hafi þorað að vona og það sé bjartsýnt á horfurnar, þar sem eftirspurn aukist enn jafnt og þétt. Rekstrarhagnaður til marzloka jókst í 522 milljónir finnskra marka eða jafnvirði 121 milljónar dollara úr 189 milljónum marka. Lagt er til að greiddur verði 0,50 marka á hlutabréf. Meira
17. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 431 orð

Skapa ný viðhorf á fasteignamarkaði

TILBOÐ Handsals um lán til 25 ára munu hafa jákvæð áhrif á fasteignamarkaðinn, einkum þegar fram í sækir og auka eftirspurn eftir stærri og dýrari húseignum og atvinnuhúsnæði. Kom þetta fram í viðtali við Jón Guðmundsson, formann Félags fasteignasala. Meira
17. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 283 orð

Tap Hótels Stykkishólms um 14 milljónir

TAP Þórs hf. sem rekur Hótel Stykkishólm nam um 14 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 21,1 milljónar tap árið áður. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins sem haldinn var fimmtudaginn 8. júní. Rekstrartekjur námu alls 54 milljónum króna og jukust um 3,6% milli ára. Meira
17. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 223 orð

Verð á gulli heldur áfram að hækka

VERÐ á gulli var skráð 391,30 dollara únsan í gær, sama verði og um morguninn og hæsta verði í vikunni. Verðið í gær hækkaði um þrjár dollara frá lokun á fimmtudag. Vera má að gullverð hækki í næstu viku vegna uggs fjárfesta um hugsanlegan afturkipp í heimsbúskapnum að sögn sérfræðinga, en þeir vöruðu við of mikilli bjartsýni í gær. Meira

Daglegt líf

17. júní 1995 | Neytendur | 253 orð

Fljótleg þíðing án rafmagns og rafhlaðna

Fljótleg þíðing án rafmagns og rafhlaðna NÝKOMINN er á markaðinn þíðingarbakkinn "Th¨aw Master", sem hvorki gengur fyrir rafmagni né rafhlöðum. Bakkinn er þeim eiginleikum gæddur að taka til sín hitabylgjur úr andrúmsloftinu og leiða þær í matinn sem á honum er. Að sögn innflytjandans, Heimis Karlssonar hjá H. Karlsson hf. Meira
17. júní 1995 | Ferðalög | 163 orð

Gulrótarsafi fyrir flug

GÓÐAR fréttir fyrir þá sem eru fyrir gulrótarsafa og ætla að fljúga á næstunni! Farrol Kahn er höfundur handbókar fyrir ferðalanga sem heitir - Á áfangastað í góðu formi. Í bók sinni mælir hann með að þeir sem ætla að fljúga á næstunni verði sér úti um nokkra lítra af umræddum safa. Meira
17. júní 1995 | Neytendur | 301 orð

Með réttu aksturslagi og góðu ástandi ökutækis má spara bensín

ÞAÐ eru ýmis atriði sem þarf að hafa í huga þegar á að spara bensín. Félag íslenskra bifreiðaeiganda hefur gefið út leiðbeiningar um sparakstur og þar er m.a. að finna þessi ráð. -1. Hafa ber hugfast að hvert kíló þýðir aukna bensínnotkun. Það á einnig við um ónotaða farangursgrind sem veitir meiri loftmótstöðu en flestir halda. -2. Meira
17. júní 1995 | Neytendur | 230 orð

Mjög gott að steikja kjúklinginn á grind

KJÚKLINGA má krydda á marga vegu áður en þeir eru matreiddir, en hefðbundið er að krydda þá með kjúklingakryddi, sem hægt er að kaupa tilbúið. Í bæklingi um meðhöndlun ýmissa matvæla, sem Hagkaup gaf út fyrir nokkru, segir að best sé að steikja kjúkling á grind í ofni og hafa ofnskúffu með um 1 lítra af vatni undir. Meira
17. júní 1995 | Neytendur | 119 orð

Tónlistin yfirgnæfi gestina

HÁVÆR tónlist á veitingahúsinu Hard Rock í Kringlunni hefur angrað ýmsa sem annars kunna að meta staðinn. Ef spurt er hvort hægt sé að lækka svolítið er gjarna svarað vingjarnlega að það verði athugað, svo er ef til vill lækkað, en yfirleitt einungis í stutta stund. Starfsfólk segir skýringuna að Hard Rock sé alþjóðleg keðja veitingahúsa sem gangi meðal annars á tónlistinni. Meira
17. júní 1995 | Neytendur | 403 orð

Verð og gæði útilegubúnaðar mjög mismunandi

BÚNAÐUR í tjaldútilegur er mjög misjafn og erfitt er að bera saman verð og gæði. Upplýsingar frá framleiðendum eru ekki alltaf sambærilegar og sumt er erfitt að mæla. Meiri áhersla en áður er nú lögð á það að búnaðurinn sé léttur svo að auðvelt sé að bera hann eða hafa með sér á hjóli. Í töflunni hér að ofan er því sérstakur flokkur sem nefndur er göngutjöld. Meira

Fastir þættir

17. júní 1995 | Fastir þættir | 590 orð

BRIDS Villamoura, Portúgal

Keppni í opnum flokki og kvennaflokki. Forsetakjör á Evrópuþinginu NÝR forseti Evrópusambandsins verður valinn á fundi sambandsins meðan á Evrópumótinu í Villamoura stendur. Jose Damiani er að hætta eftir langt starf enda hefur hann tekið við embætti forseta heimssambandsins. Meira
17. júní 1995 | Fastir þættir | 784 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 801. þáttur

801. þáttur Andleg og efnaleg fátækt þjóðarinnar hefur stundum endurspeglast í fátæklegum nafngjöfum. Ég þykist hafa séð þess merki á 18. og 19. öld. Nú er mikil nafngiftagróska og lýsir sér á ýmsa vegu. Mig langar til að nefna tvennt: a) Gömul og gild nöfn eru á ný lífi gædd. Meira
17. júní 1995 | Fastir þættir | 548 orð

Messur á morgun Ríki maðurinn og Lasarus

Messur á morgun Ríki maðurinn og Lasarus Guðspjall dagsins:(Lúk 16.)»ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks er bent á messu í Laugarneskirkju kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. Meira
17. júní 1995 | Fastir þættir | 29 orð

(fyrirsögn vantar)

Hlutavelta ÞESSI glaðlegu börn héldu hlutaveltu á dögunum til styrktar Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands. Alls söfnuðust 1.630 krónur. Börnin heita Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir, Árný Rut Jónsdóttir og Arnór Ingi Finnbjörnsson. Meira

Íþróttir

17. júní 1995 | Íþróttir | 217 orð

28 héðan á stærsta íþróttaviðburð heims

Íþróttasambandfatlaðra hefur tilkynnt hverjir verða sendir á Alþjóðasumarleika þroskaheftra, sem fram fara í New Haven í Bandaríkjunum í byrjun júlí. Það er stærsti íþróttaviðburður í heiminum með rúmlega 7.200 þátttakendur og verða sendir 28 keppendur frá Íslandi. Meira
17. júní 1995 | Íþróttir | 179 orð

AKRANES

AKRANES verður vettvangur næstu torfærukeppni til Íslandsmeistara. Keppnin í Grindavíksem síðustu ár hefur gilt til meistara gengur yfir til Akstursíþróttafélags Vesturlands. Fer keppnin fram í júlí en mótið á Akranesi hefur þótt mjög vel skipulagt. Meira
17. júní 1995 | Íþróttir | 508 orð

Breyttist úr "ófreskju" í meistara

TENNISKAPPINN Tomas Muster, sem sigraði á Opna franska meistaramótinu um síðustu helgi, hefur fengið á sig ýmis viðurnefni í gegnum tíðina fyrir sérstakt útlit, og oft sérstaka framkomu. Nöfn eins og til dæmis "ófreskjan", en uppnefnið breyttist eftir sigurinn á sunnudaginn í "meistarinn". Meira
17. júní 1995 | Íþróttir | 296 orð

David Pleat aftur frá Luton

»David Pleat gekk út frá Luton, eftir að hafa aðeins lokið fyrri hluta af tveggja ára samningi, til að taka við stjórntaumunum hjá Sheffield Wednesday. Það er að draga dilk á eftir sér þar sem ekki var búið að ákveða bætur til Luton og stjórnarmenn þar hóta málaferlum, segja að Pleat hafi gengið á bak orða sinna. Meira
17. júní 1995 | Íþróttir | 300 orð

Detroit virðist vera besta liðið

LOKAÚRSLITIN um bikar Stanleys lávarðar í NHL íshokkídeildinni hefst í kvöld í Joe Louis Arena í Detroit. Það verða lið Detroit Red Wings og New Jersey Devils sem berjast um titilinn í ár. Keppnin í NHL deildinni í vetur einkennndist af stuttu keppnistímabili vegna verkfalls leikmanna. Meira
17. júní 1995 | Íþróttir | 522 orð

Dýrkeypt ákeyrsla

SIGMUNDUR Guðnason náði forystu til Íslandsmeistara í flokki krónubíla í bílkrossi á sunnudaginn, eftir harða keppni við Garðar Þór Hilmarsson. Bílar þeirra skullu saman í úrslitum og var Garðar talinn eiga sök á árekstrinum, sem kostaði hann dýrmæt stig til Íslandsmeistara. Sveinn Símonarson varð annar á eftir Sigmundi og Henning Ólafsson á Lada þriðji. Meira
17. júní 1995 | Íþróttir | 286 orð

Ég vil faðma alla stuðningsmennina

Emilio Butragueno kvaddi Real Madrid að viðstöddum 75.000 stuðningsmönnum í sérstökum ágóðaleik í fyrrakvöld og lokastundin var við hæfi. Real vann Roma frá Ítalíu 4:0 og lagði Butragueno upp fyrstu þrjú mörkin en lauk leiknum með því að skora úr vítaspyrnu á síðustu sekúndunum. Meira
17. júní 1995 | Íþróttir | 219 orð

Frjálsíþróttir

Bandaríska meistaramótið Mótið fer fram í Sacramento í Kaliforníu. Annar keppnisdagur af fimm var í gær. Sjöþraut (Röð greina er: 100 metra grindahlaup, hástökk, kúluvarp, 200 metra hlaup, langstökk, spjótkast, 800 metra hlaup) 1. Jackie Joyner-Kersee 6. Meira
17. júní 1995 | Íþróttir | 39 orð

Golf

Opna Clarins kvennamótið Án forgjafar: 1. Kristín PálsdóttirGK 2. Jóhanna IngólfsdóttirGR 3. Sigrún RagnarsdóttirGKG Með forgjöf: 1. Unnur SæmundsdóttirGKG 2. Sigrún RagnarsdóttirGKG 3. Jóhanna IngólfsdóttirGR Næst holu á 2. Meira
17. júní 1995 | Íþróttir | 153 orð

Golf Opið mót hjá Oddi Golfklúbburinn Oddur í

Golf Opið mót hjá Oddi Golfklúbburinn Oddur í Heiðmörk, Kjósarsýslu, heldur opið 18 holu mót með og án forgjafar í dag. Opið mót í Borgarnesi Opið mót verður í Borgarnesi á sunnudag. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Opið mót hjá Kili Golfklúbburinn Kjölur í Mosfellsbæ heldur opið mót á sunnudag. Meira
17. júní 1995 | Íþróttir | 139 orð

Greg Norman efstur

GREG Norman frá Ástralíu fór á 67 höggum á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi í gærkvöldi og er með forystu eftir tvo daga, en hann fór fyrsta daginn á tveimur undir pari. Norman er á 135 höggum en Nick Price sem var efstur eftir fyrsta dag er í öðru sæti á 134 höggum. Norman náði fugli á 18. holu í gær og það gerði gæfumuninn. Meira
17. júní 1995 | Íþróttir | 323 orð

GUÐBJÖRN Garðarsson,

MILAN Jankovic, varnarmaður Grindavíkinga, fékk stóran skurð á vinstri augabrún eftir að hafa skallað í hnakka Izudin Daða Dervic um miðjan síðari hálfleik í leik KR og Grindvíkinga á KR- velli miðvikudagskvöldið. Meira
17. júní 1995 | Íþróttir | 44 orð

Hjólreiðar

Svissneska keppnin Staðan eftir fjórar leiðir: 1. Alex Zuelle (Sviss)17:2.182. Tony Rominger (Sviss)1 sek. á eftir 3. Pascal Richard (Sviss)sex sek. á eftir 4. Lance Armstrong (Bandar.)11 sek. á eftir 5. Zenon Jaskula (Póllandi)15 sek. á eftir 6. V. Ekimov (Rússlandi)16 sek. Meira
17. júní 1995 | Íþróttir | 219 orð

Ísland niður um sjö sæti á FIFA-listanum

Íslenska landsliðið féll niður um sjö sæti á styrkleikalista alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA - fór úr 42 sæti í það 49. Listinn var tekinn saman fyrir 2:1 sigurleik Íslands gegn Ungverjalandi. Búlgarar eru í fyrsta skipti komnir inn á topp tíu á listanum eftir 3:2 sigur þeirra gegn Þjóðverjum á dögunum - þeir færðust upp um fjögur sæti og eru nú í áttunda sæti. Meira
17. júní 1995 | Íþróttir | 78 orð

Josip Dulic með gegn Grindavík

JOSIP Dulic frá Júgóslavíu, sem hefur æft með Fram í vikunni, verður löglegur með liðinu nk. fimmtudag, þegar Framarar sækja Grindvíkinga heim í 1. deild en samningar hafa tekist um að hann leiki með Frömurum í sumar. Dulic fer áleiðis til Júgóslavíu árla í dag til að ganga frá nauðsynlegum pappírum vegna félagaskiptanna en kemur aftur með eiginkonu sinni á þriðjudag. Meira
17. júní 1995 | Íþróttir | 106 orð

Keflavík heima gegn Metz frá Frakklandi

KEFLVÍKINGAR mæta Metz frá Frakklandi í fyrstu umferð TOTO-keppninnar í knattspyrnu og verður leikurinn í Keflavík sunnudaginn 25. júní kl. 15. 1. júlí leika Keflvíkingar við Partick Thistle í Skotlandi og helgina 8. til 9. júlí taka þeir á móti Zagreb frá Króatíu en síðasti leikurinn verður gegn Linz í Austurríki helgina 15. til 16. júlí. Meira
17. júní 1995 | Íþróttir | 53 orð

Knattspyrna

Portúgal Benfica - Sporting2:0 Edilson Ferreira (12., 31.) Endurtekinn leikur frá því í vetur. Eftir 2:1 sigur Sporting þá kærði Benfica til knattspyrnusambandsins að dómarinn gleymdi að sýna Claudio Caniggia gula spjaldið áður en hann sýndi honum það rauða - sem kom vegna annarrar áminningar hans. Meira
17. júní 1995 | Íþróttir | 54 orð

Knattspyrna Bikarkeppni kvenna: FH - Haukar

Bikarkeppni kvenna: FH - Haukar1:3 3. deild: Leiknir - Höttur3:1 Róbert Arnþórsson 2, Gústaf Arnarson - Hilmar Gunnlaugsson. Þróttur N. - Selfoss Ægir - Dalvík2:2 Guðmundur Valur Sigurðsson, Guðmundur Gunnarsson - Bjarni Sveinbjörnsson, Örvar Eiríksson. Meira
17. júní 1995 | Íþróttir | 139 orð

Mikil gleði í Salt Lake

Stór hluti Alþjóða ólympíunefndarinnar kaus að Vetrarólympíuleikarnir árið 2002 færu fram í Salt Lake City í Bandaríkjunum en val á milli fjögurra borga fór fram í Búdapest í gær. Salt Lake fékk 54 atkvæði af 89 í fyrstu umferð og þar með voru úrslitin ráðin. Östersund í Svíþjóð og Sion í Sviss fengu sín 14 atkvæðin hvor en Quebec í Kanada sjö atkvæði. Meira
17. júní 1995 | Íþróttir | 201 orð

NBC gerir þátt um Miðnæturmót GA

"VIÐ erum mjög ánægðir með völlinn - hann er að verða þurr og í ágætu ásigkomulagi," sagði Guðbjörn Garðarsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar við Morgunblaðið í gær í tilefni þess að senn styttist í hið árlega Miðnæturmót klúbbsins, Arctic Open. Mikill snjór var á Akureyri í vetur og Jaðarsvöllurinn á kafi langt fram á vor. Meira
17. júní 1995 | Íþróttir | 188 orð

Rehhagel fær ekki titilinn á silfurfati

Bayern M¨unchen er í óvenjulegri stöðu fyrir síðustu umferð þýsku knattspyrnunnar sem verður í dag. Meistararnir eru í sjötta sæti og geta ekki færst ofar en tapi þeir fyrir Werder Bremen verður Bremen meistari. Meira
17. júní 1995 | Íþróttir | 46 orð

Styrkleikalisti FIFA EF

EFSTU þjóðirnar á styrkleikalista alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA,eru þessar: 1.(1)Brasilía 2.(2)Ítalía 3.(3)Spánn 4.(4)Noregur 5. Meira
17. júní 1995 | Íþróttir | 213 orð

Um 16.000 þátttakendur

Hið árlega kvennahlaup ÍSÍ fer fram í sjötta sinn á sunnudaginn og miðað við skráningu fyrir helgi, má búast við að rúmlega 16.000 konur hlaupi á yfir 80 stöðum á landinu. Á Reykjavíkursvæðinu fer hlaupið að venju fram í Garðabæ, þar sem 6.400 konur hlupu í fyrra, og búist er við þátttöku 1.100 kvenna á Akureyri og svipuðum fjölda á Suðurnesjum. Meira
17. júní 1995 | Íþróttir | 213 orð

UM HELGINAKnattspyrna Laugardagur

Knattspyrna Laugardagur Hinn árlegi minningarleikur um Daða Sigurvinsson verður leikinn á Kópavogsvelli kl. 17. í dag, 17. júní. Það eru lið HK og Breiðabliks í 4. flokki sem spila. Meira
17. júní 1995 | Íþróttir | 167 orð

Úrtökumót á Glaðheimum fyrir HM

SENN líður að því að valið verði landslið Íslands í hestaíþróttum sem keppa mun á heimsmeistaramótinu sem nú verður haldið í Sviss í byrjun ágúst nk. Úrtakan sem haldin verður á Glaðheimum, vallarsvæði Gusts í Kópavogi, hefst miðvikudaginn 21. júní og lýkur föstudaginn 23. júní. Meira
17. júní 1995 | Íþróttir | 79 orð

Þjálfari Ungverja sektaði sjálfan sig

KALMAN Meszoly, þjálfari ungverska landsliðsins í knattspyrnu sem tapaði 2:1 fyrir Íslendingum á Laugardalsvelli síðastliðinn sunnudag í Evrópukeppni landsliða, sektaði sjálfan sig um rúmar 50.000 krónur fyrir að öskra á leikmenn sína í leiknum. Meira
17. júní 1995 | Íþróttir | 164 orð

Þorbjörn valdi þrjá nýliða í 20 manna landsliðshóp

Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari karla í handknattleik tilkynnti í gær fyrsta landsliðshóp sinn sem kemur saman eftir helgi. Í hópnum eru þrír leikmenn sem ekki hafa leikið A-landsleik, þeir Hallgrímur Jónasson markvörður frá Selfossi, Ingi Rafn Jónsson úr Val og Einar Baldvin Árnason úr KR en þar er ekki að finna leikmenn sem leika með erlendum félagsliðum. Hópurinn mun æfa frá 19. Meira
17. júní 1995 | Íþróttir | 5 orð

(fyrirsögn vantar)

Sunnudagsblað

17. júní 1995 | Sunnudagsblað | 222 orð

GULLKORN

GUÐNI var strangur kennari enda "lærðu menn rosalega hjá honum", eins og nemendur hans komust að orði. En kennslustundirnar voru þó oftast tilhlökkunarefni og munaði þar mestu um gullkorn og gáfuleg "komment" rektors, þéringar, og frumstæða dreifingu stíla. Hér á eftir fara nokkrar setningar sem hrutu af vörum hans í enskutíma í 6.bekk. Meira
17. júní 1995 | Sunnudagsblað | 3612 orð

SÉG ER BARA KENNARI Guðni Guðmundsson rektor Menn

GANGAR elstu menntastofnunar landsins eru mannlausir því að námsmenn eru horfnir út í sumarið, og svo mikil er kyrrðin að skraf í riturum rektors uppi á þriðju hæð heyrist niður í anddyri. Dyrnar að kontór rektors eru opnar upp á gátt og þar situr hann sjálfur í morgunbirtunni niðursokkinn í vinnu og veit ekki að frá stigaskörinni er horft á hann með athygli. Meira
17. júní 1995 | Sunnudagsblað | 2846 orð

ÞAÐ ER HART AÐ OKKUR SÓTT

Ari Teitsson, ráðunautur og bóndi á Hrísum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu, var kjörinn formaður hinna nýstofnuðu Bændasamtaka Íslands í mars. Í samtali við Ómar Friðriksson segir Ari að landbúnaður á Íslandi verði ekki rekinn nema í sátt við þjóðina. Meira

Úr verinu

17. júní 1995 | Úr verinu | 445 orð

Fiskverð töluvert hærra en venjulega

VEGNA verkfalls sjómanna hefur verið mun minna selt af fiski á fiskmörkuðum landsins að undanförnu en ella. Uppistaðan í þeim afla sem verið er að bjóða upp er færafiskur og verð hefur jafn og þétt farið hækkandi. Sérstaklega hefur fengist gott verð fyrir ýsu á mörkuðunum en lítið hefur veiðst af henni undanfarið. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

17. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 128 orð

Blóm, grænmeti, gisting og tertur

FERÐAÞJÓNUSTAN í Heiðarbæ í Reykjahverfi er tekin til starfa. Er sem fyrr í boði gisting og matur fyrir ferðafólk og sundlaugin laðar og til sín marga gesti. Alla sunnudaga er tertuhlaðborð og er vinsælt að drekka þar kaffi, fara í sund og heita potta. Það eru Þorgrímur J. Meira
17. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 86 orð

Ferðamál í brennidepli

Ferðamálaráð Íslands hefur verið á fundaferð um landið til að kynna m.a. starf þess, ræða horfur og starfsemina í Evrópu. Frummælendur voru Magnús Oddsson, ferðamálastjóri, og Dieter Jóhannsson, forstöðum. skrifstofu Ferðamálaráðs í Frankfurt. Meira
17. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 126 orð

Kynningarfundur Göngugarpa

GÖNGUGARPAR hyggjast halda kynningarfund um fyrirhugaðar gönguferðir um Norður-Írland sem verða 15.-22. ágúst og í Dólómítunum 22. ág.-2. sept. Fundurinn verður 19. júní kl. 20.30 að Hávallagötu 24, í húsnæði Búseta. Meira
17. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 234 orð

Rúmlega 10 milljónir til Safnkortshafa á fyrsta ári

RÚMLEGA sex þúsund Safnkortsávísanir, samtals að verðgildi um 6 millj.kr., munu verða sendar út til Safnkortshafa staðgreiðluviðskiptavina Olíufélagsins hf.á fyrsta starfsári kortakerfisins, þar af verða um 3.000 ávísanir sendar út nú í júní. Meira
17. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 263 orð

Sumarhátíð í VesturHúnavatnssýslu

SUMARHÁTÍÐ V-Húnvetninga Bjartar næturer hafin og stendur til 9. júní og eru hvers kyns skemmtanir, hestamót, ferðir og sýningar á dagskrá. Ætlunin er að gera hátíðina að föstum lið á þessum árstíma. Meira
17. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 88 orð

Tjaldstæði og hestaleiga í Viðey

Á LAUGARDAG kl. 14.15 verður hálfs annars tíma gönguferð á norðurströnd Viðeyjar. Farið verður frá kirkjunni. Á sunnudag verður staðarskoðun heima við kl. 15.15. Veitingar seldar í Viðeyjarstofu. Bátsferðir eru báða dagana kl. 13. Meira
17. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 240 orð

Yfirlit: Á G

Yfirlit: Á Grænlandssundi er smálægð sem grynnist, en um 400 km suður af Ingólfshöfða er haldur vaxandi 995 mb lægð á hreyfingu norðnorðaustur. Spá: Austanátt, allhvöss norðanlands en hægari norðaustan annars staðar. Meira

Lesbók

17. júní 1995 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

ADIL ERDEM

Láttu sólina, vindinn, storminn og snjóinn sem lengi hafa leikið um Agrilfjöllin í friði. Láttu fuglana dansa yfir höfði þér og kannski þú ættir að elta fálkann sem flýgur í áttina að hópi kvenna karla og barna sem þú ert hér vegna og þorpinu, sem löngu er brunnið til grunna. Meira
17. júní 1995 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Á Galmarsströnd

AGALMARSSTRÖND sem liggur nær miðjum Eyja firði að vestanverðu hefur lengi verið þéttbýlt, enda ströndin grasgefin og gjöfull sjór á aðra hlið en há fjöll á hina með góða af rétt. Þegar ég var að alast upp á þessari strönd nokkru fyrir miðja öldina, voru flest býlin fremur smá. Umhverfis bændabýlin voru allvíða kot og hjáleigur en höfðu þó fyrr verið fleiri. Meira
17. júní 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1539 orð

Á tímaferðalagi með Stoppard

Tom Stoppard fæddist í Tékkóslóvakíu árið 1937 og bar þá ættarnafnið Straussler. Faðir hans, sem var læknir, var sendur af fyrirtækinu sem hann vann hjá til Singapúr. Fjölskyldan varð innlyksa þegar Japanir tóku borgina í heimsstyrjöldinni síðari. Meira
17. júní 1995 | Menningarblað/Lesbók | 368 orð

Ballettstjórar koma og fara

SAMA DAG og Peter Schaufuss ballettstjóri Konunglega danska ballettsins var leystur frá störfum var tilkynnt um ráðningu Frank Andersens, forvera hans í Kaupmannahöfn, að ballett Konunglegu sænsku óperunnar. Meira
17. júní 1995 | Menningarblað/Lesbók | 481 orð

Einn listamaður á íbúa

Gullkistan er heiti á 16 daga listahátíð sem hefst í dag, 17. júní, á Laugarvatni, með ræðuhöldum, skrúðgöngu og gjörningum. Jón Özur Snorrason kynnti sér dagskrá hátíðarinnar og hitti hugmyndasmiðina Öldu Sigurðardóttur og Kristveigu Halldórsdóttur að máli. Meira
17. júní 1995 | Menningarblað/Lesbók | 398 orð

Gauguin í Rússlandi

Í FERRARA á Ítalíu stendur nú yfir sýning á verkum Pauls Gauguins, sem fæst hafa komið fyrir almenningssjónir. Verkin eru frá Heritage-safninu í Pétursborg og Púshkín- safninu í Moskvu en voru áður í eigu þriggja aðdáenda málarans. Meira
17. júní 1995 | Menningarblað/Lesbók | 71 orð

Hjartans vina

Þú spyrð krefjandi spurninga um hjartasláttar sýknun og sekt. Ég á enga sérstaka skilgreiningu nema að axla krossinn sinn eins og hann er axlaður fyrir mig. Hjartans elsku vina ég var alls ekki hissa bara grjótið í hjartablóðinu er svo sárt þegar það veltur og sker allar tilfinningar þvert. Meira
17. júní 1995 | Menningarblað/Lesbók | 24 orð

Ísland

ELÍSABET KRISTÍN JÖKULSDÓTTIR Ísland Bláar hendur teygja sig uppúr hvítum snjónum. Rautt fjallið steypist af himnum. Og himinninn er svartur. Höfundur er rithöfundur í Reykjavík. Meira
17. júní 1995 | Menningarblað/Lesbók | 531 orð

Íslenskir embættismenn á ferð árið 1908

ÞEIR prúðbúnu og sællegu góðborgarar sem hér hafa stillt sér upp fyrir ljósmyndara, eru sex af sjö íslenzku full trúunum í "milli landa nefndinni" frá 1908. Að störfum loknum í Kaupmannahöfn þá um vorið héldu þeir heim á leið með póstskipi Sameinaða gufuskipa-félagsins (DFDA) Lauru og komu til Reykjavíkur 27. maí. Meira
17. júní 1995 | Menningarblað/Lesbók | 247 orð

Kammerperlur

TRIO Nordica heldur tónleika í Listasafni Sigurjóns þriðjudaginn 20. júní kl. 20.30. Tríóið er skipað þeim Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara, Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara og Monu Sandström sem er sænskur píanóleikari. Meira
17. júní 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1087 orð

Leit aðsönnumkjarna ítilverunni

ÞAÐ HEFÐI glatt listakonuna Gerði Helgadóttur óendanlega mikið að vita af verkum sínum til sýnis fyrir landa sína á svo frábærum sýningarstað sem Listasafn Kópavogs er. Ekki vil ég segja listaverkin sem hún lagði svo mikið í sölurnar fyrir, því að henni sjálfri hvarflaði aldrei að listin væri henni fórn. Meira
17. júní 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1121 orð

LINNULAUS AFMÆLISVEISLA Fiðluleikarinn Itzhak Perlman verður fimmtugur í ár og af því tilefni heldur hann 100 tónleika á

Í DAG er miðvikudagur og því hlýtur þetta að vera Holland. Það er einn fremsti fiðluleikari heims, Itzhak Perlman, sem ályktar svo en hann hefur verið á ferð og flugi um heiminn í tilefni fimmtugsafmælis síns. Hann bar meðal annars niður í Hollandi, þar sem blaðamaður The Daily Telegraph hitti hann skamma stund. Meira
17. júní 1995 | Menningarblað/Lesbók | 276 orð

Óskynsamlegt að hafa kvikmyndaiðnaðinn í svelti

DAG Alveberg, nýr framkvæmdastjóri Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins, var hér á landi í vikunni að kynna íslenskum kvikmyndagerðarmönnum áherslubreytingar í stjórnun sjóðsins og um leið að kynna sér íslenska kvikmyndagerð. Meira
17. júní 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1004 orð

Silfurlitur risapakki Búlgarski listamaðurinn Christo Javacheff og eiginkona hans, Jeanne- Claude, hyggjast verja um 450

BÚLGARSKI listamaðurinn Christo Javacheff hefur enn einu sinni hafist handa við óvenjulegt verkefni, að pakka inn þinghúsinu í Berlín, Reichstag. Hann hefur lagt drög að því síðustu 24 ár og kostnaðurinn er áætlaður 7,1 milljón dala, um 450 milljónir ísl. kr. Segir hann þetta vera merkasta verk lífs síns. Meira
17. júní 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1196 orð

Steinar undirEyjafjöllum­ Bær í þjóðbraut

Þann 29. maí 1895 voru gefin saman í Eyvindarhólakirkju af séra Jes A. Gíslasyni, Torfhildur Guðnadóttir og Eyjólfur Halldórsson, sem þá hófu búskap í Steinum. 1903 fluttu þau bæ sinn austur í hlíðina og nefndu Hvoltungu. 1922 reistu þau enn nýjan bæ skammt frá, og þar var búið til 1960. Meira
17. júní 1995 | Menningarblað/Lesbók | 361 orð

Tvær svítur og fjórar perlur

ÞAÐ ER gaman að spila Bach og þótt hann sé einkar erfiður viðfangs læt ég mig hafa það," segir Gunnar Kvaran sellóleikari sem heldur tónleika ásamt Vieru Gulázsiová, organista, í Seltjarnarneskirkju, þriðjudaginn 20. júní kl. 20.30. Meira
17. júní 1995 | Menningarblað/Lesbók | 332 orð

Verður leikhús allra Breta

Í FRÆGUM þætti sjónvarpsmyndaflokksins "Já, forsætisráðherra", leggur ráðherrann til að þjóðleikhúsið breska verði sannkallað þjóðleikhús og flytji aðsetur sitt frá London. Leikhúsið er á sínum stað en hins vegar bendir allt til þess að The Royal Shakespeare Company muni hætta að starfa í London og starfa eingöngu í Stratford-on- Avon. Meira
17. júní 1995 | Menningarblað/Lesbók | 81 orð

Þankar

Ég á mér draum sem dvelur svo djúpt í huga mér, að menn þeir megi hafa vit og marki friðinn hér. Nú heimsins borgir hrynja og hungrið sverfur að, og saklaust fólk er fórnarlömb á fleiri en einum stað. Það eina sem þau eiga er ósk um betri heim, að óttinn hörfi úr hjörtunum og her ei ógni þeim. Meira
17. júní 1995 | Menningarblað/Lesbók | 90 orð

ÞÓRA BJÖRK BENEDIKTSD\DOTTIR Flótti Guð hvert get ég

Guð hvert get ég farið frá augliti þínu, þegar ég geng meðfram sjávarströndinni sé bylgjur hafsins gæla við klettana þá ert þú þar. Þegar regnið guðar á glugga minn þá ert þú einnig þar. Þegar ég heyri marrið í snjónum undir fótum mínum, þá ert þú þar. Ég get ekkert farið frá augliti þínu. Meira
17. júní 1995 | Menningarblað/Lesbók | 454 orð

Ævisögur listamanna

MARGAR athyglisverðar ævisögur hafa komið út á undanförnum vikum í Bretlandi. Þær hafa vissulega fengið misjafna dóma en vekja án efa forvitni einhverra lesenda hér á landi. Það sem þær eiga sameignlegt er að fjalla um listamenn, lifandi og látna. Meira

Ýmis aukablöð

17. júní 1995 | Blaðaukar | 276 orð

AÐ GERA SÉR GLAÐAN DAG Í HVAMMSVÍK

ÞAÐ er vinsælt að fjölskyldur taki sig saman og komi hingað til þess að gera sér glaðan dag," segir Bergljót Vilhjálmsdóttir sem rekur Hvammsvík í Kjós ásamt eiginmanni sínum, Haraldi Haraldssyni, Þangað er rúmlega 30 mínútna akstur frá Reykjavík og ýmislegt hægt að gera sér til skemmtunar. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 191 orð

AFMÆLISGÖNGUR HJÁ ÚTIVIST

ÚTIVIST fagnar 20 ára afmæli sínu á þessu ári og býður upp á sérstakar afmælisgöngur af því tilefni. Þar er um að ræða valdar leiðir úr ferðum félagsins frá fyrsta starfsári. Auk afmælisganganna býður Útivist ýmsa aðra kosti í sumar. Fjallasyrpa Útivistar hófst um síðustu helgi með göngu yfir Esjuna. Farið verður á fjöll annan hvern laugardag fram til 7. október. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 60 orð

AKRABORG ALLA DAGA

FERJAN Akraborg gengur á milli Akraness og Reykjavíkur alla daga. Í sumar fer ferjan frá Akranesi kl. 8, 11, 14 og 17 og frá Reykjavík kl. 9.30, 12.30, 15.30 og 18.30. Í sumar eru í boði kvöldferðir á sunnudögum frá Akranesi kl. 20 og frá Reykjavík kl. 21.30. Þessar aukaferðir á sunnudagskvöldum verða fram til 15. september. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 179 orð

Á EIGIN FÓTUM FRÁ SKAFTAFELLI

ÍSLENSKIR fjallaleiðsögumenn er nafn á félagi fjögurra leiðsögumanna með áralanga reynslu í göngu-, fjalla- og skíðaferðum. Yfir sumartímann slá þeir upp búðum í Þjóðgarðinum í Skaftafelli og bjóða þaðan upp á lengri og skemmri ferðir. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 109 orð

ÁTJÁN EDDUHÓTEL

ÁTJÁN Edduhótel eru starfrækt víðsvegar um landið. Á Edduhótelum er boðið upp á gistingu í herbergjum með handlaug. Á sumum hótelunum er einnig boðið upp á herbergi með baði og mörg þeirra hafa sundlaug. Á flestum býðst einnig gisting í svefnpokaplássi og öll eru hótelin með veitingasali, sem opnir eru frá morgni til kvölds. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 456 orð

BÍLLINN YFIRFARINN

ÞAÐ er frumskilyrði að ástand ökutækis sé gott áður en lagt er af stað í ferðalag. Ef viðgerðar er þörf verður að gera ráðstafanir tímanlega, enda ekki hægt að ætlast til að verkstæði geti kippt öllu í liðinn daginn fyrir sumarfríið. Álag á bílinn er meira í fríinu en endranær, enda er hann þá oft mikið hlaðinn, auk þess sem hann ekur misjafna vegi. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 293 orð

DAGSFERÐIR Á VATNAJÖKUL

ÞRÁTT fyrir að sumarið tákni snjóleysi og sól í hugum flestra, þá nota þó margir tækifærið og bregða sér upp á jökul. Jöklaferðir hf. á Höfn er einn þeirra aðila sem skipuleggur slíkar ferðir, en fyrirtækið býður m.a. dagsferðir á Vatnajökul á sumrin. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 364 orð

DALATRÍTL OG BAÐFERÐIR MEÐ HÚNVETNINGUM

VESTUR-Húnarvatnssýsla býður upp á ýmislegt, ferðafólki til afþreyingar, hvort sem áhugi þess beinist að silungsveiði, laxveiði, útreiðartúrum, gönguferðum eða skoðun merkra staða í Íslandssögunni. Í bæklingi, sem Ferðamálafélag sýslunnar hefur gefið út til að kynna ferðaþjónustuna í sýslunni kemur m.a. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 292 orð

FARFUGLAR FÁ INNI UM ALLT LAND

FARFUGLAHEIMILI eru einn kosturinn í gistingu fyrir þá sem vilja ferðast um landið. Þrjátíu farfuglaheimili er að finna víða um land. Farfuglaheimili er gististaður sem er öllum opinn og býður gestum sínum ódýra gistingu í hreinlegu og vistlegu húsnæði með möguleika til sjálfsþjónustu á sem flestum sviðum. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 248 orð

FRIÐLANDIÐ Í HEIÐMÖRK

HEIÐMÖRK, friðland Reykvíkinga, er í umsjón Skógræktarfélags Reykjavíkur. Öllum er frjálst að dveljast þar og fara um, enda hlíti þeir reglum um góða umgengni og umferð. Fjölskyldan öll ætti að una sér vel í Heiðmörkinni. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 138 orð

GENGIÐ UM LÓNSÖRÆFI

BOÐIÐ er upp á daglegar ferðir í Lónsöræfi frá 20. júní til 7. september. Í Lónsöræfum er hrikaleg náttúrufegurð og Kollumúlaeldstöð, sem Jökulsá hefur grafið sig í gegnum, er eitt litauðugasta svæði landsins. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 76 orð

GENGIÐ UM VESTFIRÐI

FJÖLDI gönguferða er í boði um alla Vestfirði í sumar og eru þær farnar að frumkvæði svæðisleiðsögumanna á Vestfjörðum. Í upplýsingabæklingi, sem nefnist Á döfinni á Vestfjörðum sumarið 1995, er skýrt frá því að í boði séu u.þ.b. 20 gönguferðir yfir sumarmánuðina. Flestar séu ferðirnar dagsferðir, þ.e. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 579 orð

GISTING, HESTAR OG VEIÐI HJÁ BÆNDUM

FERÐAÞJÓNUSTU bænda hefur vaxið fiskur um hrygg á síðustu árum. Nú bjóða ferðaþjónustubændur upp á samtals 2.000 rúm á bæjum um allt land. Eftir því sem þjónustan hefur eflst hefur verið lögð æ meiri áhersla á að gestir geti notið ýmissa möguleika til afþreyingar, til dæmis við veiði eða hestamennsku. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 559 orð

GOLFVELLIR UM ALLT LAND

ÍGOLFHANDBÓKINNI 1995 er að finna upplýsingar og teikningar af öllum golfvöllum á Íslandi, ásamt mótaskrá. Í bókinni eru taldir upp 49 golfklúbbar og upplýsingar er að finna um öll opin golfmót sumarsins. Þá eru kylfingum gefin ýmis góð ráð um hvernig eigi að leika golf með skynsemi og ástæða er til að glugga nánar í þau heilræði. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 742 orð

GÓÐIR SKÓR ERU LYKILATRIÐI

GÓÐIR gönguskór eru það langmikilvægasta," segir Jón Ingi Sigvaldason hjá Skátabúðinni, þegar hann var inntur eftir því hvað fólk ætti að byrja á að fá sér þegar það væri að koma sér upp búnaði til útivistar. "Allt of margir leggja af stað í langar og erfiðar gönguferðir án þess að vera með góða skó, en flestir gera það reyndar bara einu sinni!" Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 609 orð

GRILL Á GÓÐUM DEGI

GRILLIÐ er ómissandi í sumarfríinu, hvort sem það er stóra gasgrillið heima eða við sumarbústaðinn, eða litla ferðakolagrillið í skottinu á bílnum. Til að allir geti notið grillmáltíðarinnar eins og best verður á kosið er vert að ítreka mikilvægi þess að fyllsta öryggis sé gætt. Gas og grillvökvi eru afar eldfim efni og lítið þarf út af að bera. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 289 orð

GÖNGULEIÐIR VIÐ LAUGARVATN

VIÐ Laugarvatn eyðir fjöldi fólks sumarfríinu, enda eru sumarbústaðir margir þar og í nágrenninu, ágæt tjaldstæði og rekin eru tvö sumarhótel á vegum Ferðaskrifstofu Íslands. Í upplýsingabæklingi um Laugavatn er bent á ýmsar gönguleiðir. Fyrst er þar nefnt Stóragil vestra. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 350 orð

HRINGMIÐAR OG TÍMAMIÐAR MEÐ SÉRLEYFISBIFREIÐUM

ENGIN ástæða er til að sitja heima og láta sér leiðast í sumarfríinu þótt enginn sé bíllinn. Sérleyfisbifreiðar bjóða upp á ýmsa möguleika til ferðalaga og þeir sem vilja fara víða geta keypt sér Hringmiða eða Tímamiða. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 213 orð

Hugtök í golfinu

ÍSLENSKIR golfarar hafa íslenskað ýmis hugtök í golfíþróttinni. Fjöldi þessara hugtaka er mikill, en hér birtist listi yfir þau algengustu: Birdie: Fugl, fálki, eitt högg undir pari holu. Bogey: Skolli, eitt högg yfir pari holu. Bunker: Glompa, sandglompa annað hvort við flatir eða á brautum. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 284 orð

HVAÐ Á AÐ SETJA Í BAKPOKANN?

ÝMISLEGT þarf að hafa í huga þegar lagt er upp í langa bakpokaferð að sumarlagi. Óvönum hættir til að taka alls konar óþarfa með sér og ef að kreppir vantar jafnvel nauðsynlegustu hluti. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 348 orð

HVAR GISTA ÍSLENDINGAR?

RÚMLEGA 87% landsmanna höfðu í ágúst á síðasta ári í hyggju að ferðast í fríi innanlands á næstu 12 mánuðum, þ.e. til sumarloka á þessu ári. Þetta kom fram í Lífsstíls- og neyslukönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands var með. Ennfremur kom fram í könnuninni að frá ágúst 1993 til ágúst 1994 höfðu 85% landsmanna ferðast eitthvað í fríi innanlands. Hvar var gist? Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 74 orð

Í FÓTSPOR GRETTIS

EYJAN Drangey á Skagafirði er órjúfanlega tengd nafni Grettis Ásmundarsonar og dvöl hans þar á 11. öld. Nú flykkjast ferðamenn, jafnt innlendir sem erlendir, út í Drangey. Drangey er um 170 metra há og þar er gnægð af svartfugli, enda var eyjan forðum matarforðabúr og kölluð "mjólkurkýr" Skagfirðinga. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 104 orð

LISTASUMAR '95 Á AKUREYRI

LISTASUMAR '95 á Akureyri er á tímabilinu 24. júní til 29. ágúst. Á Listasumri er boðið upp á samfellda dagskrá menningarviðburða. Helstu menningarstofnanir Akureyrar koma að Listasumri og eiga þátt í dagskránni, en einnig er hlúð að nýgræðingum og reynt að stuðla að því að sem fjölbreyttastur hópur listamanna taki þátt í Listasumri. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 298 orð

LÍF OG FJÖR Á AUSTURLANDI

FERÐAMENN og heimamewnn á Austurlandi þurfa ekki að láta sér leiðast í þeim landshluta í sumar. Ýmislegt er þar til gamans gert og nægir að nefna Nesitaflug á Neskaupstað um Verslunarmannahelgina, Vopnafjarðardaga, Drekann á Egilsstöðum og árlega jasshátíð þar í bæ. Seyðisfjörður 100 ára Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 120 orð

LUNDAR OG GOLF Í EYJUM

FERÐAMENN, jafnt innlendir sem erlendir, leggja gjarnan leið sína til Vestmannaeyja, enda margt forvitnilegt þar að sjá, til dæmis merki um eldgosið á Heimaey árið 1973. Til Eyja er hægt að fara hvort heldur menn vilja, fljúgandi eða með ferjunni Herjólfi. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 519 orð

LYKILLINN AÐ LANDINU

ÞEGAR velja á kort til ferðalaga vakna spurningar um hvaða kort henta best. Ætli menn að ferðast víða er eðlilegast að hafa heildarkort af landinu eða ákveðnum landshlutum við höndina, en kort í stærri mælikvörðum eru nauðsynleg ef ferðast á um afmarkaðra svæði. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 218 orð

MANNAMÓT OG DÆGRADVÖL Á VESTFJÖRÐUM

VESTFIRÐINGAR hafa gefið út upplýsingabækling sem nefnist Á döfinni á Vestfjörðum sumarið 1995. Þar eru fjölbreyttar upplýsingar um mannamót og dægradvöl. Sem dæmi má nefna, að 15.-18. júní eru Dýrafjarðardagar, þar sem fagnað er 90 ára afmæli Íþróttafélagsins Höfrungs. Boðið er upp á gönguferðir, bátsferðir og söngvarakeppni. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 162 orð

MEÐ BALDRI YFIR BREIÐAFJÖRÐ

Breiðafjarðarferjan Baldur fer frá Stykkishólmi alla daga kl. 10 og 16.30 og frá Brjánslæk daglega kl. 13 og 19.30. Alltaf er komið við í Flatey. Siglingartími yfir Breiðafjörð er 2 klst. og 50 mínútur, en til Flateyjar 1 klukkustund og 40 mínútur. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 92 orð

MEÐ HERJÓLFI ÚT Í EYJAR

HERJÓLFUR siglir milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar á hverjum degi. Brottför frá Vestmannaeyjum er kl. 8.15 og frá Þorlákshöfn kl. 12. Föstudaga og sunnudaga eru aukaferðir, frá Vestmannaeyjum kl. 15.30 og Þorlákshöfn kl. 19. Í júní og júlí eru aukaferðir á sömu tímum á fimmtudögum. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 232 orð

Opið í Laugardalnum alla daga

Fjölskyldugarðurinn og Húsdýragarðurinn í Laugardal eru opnir í sumar frá kl. 10-21 alla daga vikunnar. Grillað í garðinum Í fjölskyldugarðinum ætti engum að leiðast og þegar hungrið sverfur að er óþarfi að hlaupa heim. Við inngang í garðinn er sölubúð, þar sem m.a. má kaupa grillmat og drykki. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 378 orð

ORKUSTÖÐIN SNÆFELLSJÖKULL

FRANSKI rithöfundurinn Jules Verna lýsti í heimsþekktri sögu sinni göngu úr Snæfellsjökli og inn til miðju jarðar. Hvað sem möguleikum á slíkri göngu líður er það staðreynd að jökullinn er þekktur víða um heim og fjöldi fólks trúir því að hann sé einn af sjö orkustöðvum jarðar. Jökullinn býr nefnilega yfir magnþrungnum krafti auk einstakrar fegurðar. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 217 orð

SIGLT MEÐ ÁRNESI UM SUNDIN

BORGARBÚAR þurfa ekki að fara langt til að komast í sjóstangaveiði. Eitt þeirra skipa, sem fara reglulega með ferðalanga í sjóstangaveiði, er skemmtiferðaskipið Árnes, sem gert er út frá Reykjavík. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 650 orð

SMÁBILUN GETUR EYÐILAGT FRÍIÐ

ÞAÐ ER fátt leiðinlegra en þegar fjölskyldan er lögð af stað í langþráð frí og bíllinn bilar. Það er þó ekki sjálfgefið að bilunin eyðileggi fríið, en því miður eru margir kærulausir og hafa ekki nauðsynlegan búnað í bílnum. Það kemur meira að segja fyrir að ekkert varadekk er í farteskinu, eða að varadekkið er á sínum stað, en enginn tjakkur. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 372 orð

SUMARBÚSTAÐUR Í GEGNUM LEIGUMIÐLUN

HJÁ fyrirtækinu Suðurgarði hf. á Selfossi er unnið að því að koma á fót leigumiðlun fyrir sumarhús hér á landi. Þetta kemur fram í nýjasta fréttablaði Landssambands sumarhúsaeigenda, Sumarhúsafréttum,þar sem segir ennfremur að slík miðlun sé vaxandi þáttur innan ferðaþjónustu víða í Evrópu. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 272 orð

SUMARFRÍ VIÐ MÝVATN

ÝMSIR möguleikar til útivistar bjóðast í Mývatnssveit, hvort sem menn vilja leigja bát eða hest, skoða fugla, fara í gönguferðir, veiða eða synda. Léttir róðrarbátar eru leigðir út við Mývatn og eru veittar leiðbeiningar um róðrarleiðir. Einnig er boðið upp á útsýnisferðir með leiðsögn. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 109 orð

SUND Á SUMARDEGI!

SUND var vinsælt meðal þeirra Íslendinga sem tóku þátt í könnun Félagsvísindastofnunar. Sundið er bæði ódýr og holl skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Það er nánast sama hvert á land förinni er heitið, það má alltaf ganga að því vísu að sundlaug sé skammt undan. Ekki þarf að tíunda margar og margbreytilega laugarnar á stærstu þéttbýlisstöðunum, eins og höfuðborgarsvæðinu. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 1775 orð

SÆLUREITUR Á SUMRIN

Leiðbeiningarnar voru nákvæmar og eftir að hafa keyrt í gegnum nýbyggð í Mosfellsbænum nægði ein kröpp beygja til þess að skila okkur mörg, mörg ár aftur í tímann að því er okkur fannst. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 122 orð

TÍU HÓTEL UNDIR REGNBOGANUM

REGNBOGAHÓTEL eru keðja tíu hótela víðs vegar um landið. Þau eru ætluð fjölskyldum og ferðamönnum, jafnt sem fólki í viðskiptaerindum. Regnbogahótelin tíu eru: Hótel Keflavík, við Vatnsnesveg í Keflavík. Hótel Lind við Rauðarárstíg í Reykjavík. Hótel Borgarnes við Egilsgötu í Borgarnesi. Hótel Stykkishólmur, Vatnsási, Stykkishólmi. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 239 orð

UNGLINGAGANGA Á HORNSTRANDIR

VESTURFERÐIR á Ísafirði í samvinnu við Jón Björnsson leiðsögumann bjóða í sumar gönguferðir fyrir unglinga á Hornstrandir. Ferðirnar eru ætlaðar 13-16 ára unglingum sem hafa áhuga á útiveru og góðri hreyfingu. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 66 orð

UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ FERÐAMÁLA

UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ ferðamála er í Bankastræti 2 í Reykjavík. Þar eru veittar alhliða upplýsingar um gistingu, samgöngur, skipulagðar ferðir, veiði, söfn, hestaferðir og aðra afþreyingu. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 296 orð

VESTFIRÐIR ÚR LOFTI

FLUGFÉLAGIÐ Ernir á Ísafirði býður ferðamönnum upp á ýmsa möguleika til þess að skoða Vestfirðina. Um er að ræða útsýnisflug, frá hálfri klukkustund upp í þrjár og hálfa og hringferð um Hornstrandir þar sem farþegar geta farið úr vélinni og haldið áfram þegar þeim hentar. Stysta ferðin sem Ernir býður upp á er 35 mínútna flug um Ísafjarðardjúp alla virka daga. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 165 orð

VIÐEY-VIN Á KOLLAFIRÐI

VIÐEY á Kollafirði er steinsnar frá Reykjavík og þangað ganga ferjur allt árið. Sigling út í Viðey tekur aðeins 7 mínútur, svo ekki ætti ferðalagið að vefjast fyrir neinum. Þegar út í eyju er komið er ýmislegt fróðlegt að sjá, göngustígar skera eyna og hestaleiga er þar á sumrin. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 370 orð

VIÐLEGUBÚNAÐ MÁ LEIGJA

ÞAÐ er töluverð fjárfesting að verða sér úti um viðlegubúnað, en sú fjárfesting veitir að vísu ómælda ánægju. Vilji fólk, sem ætlar að prófa tjaldútilegur, spara sér stofnkostnaðinn, eða a.m.k. fresta því að kaupa búnað þar til reynsla er komin á útileguáhugann, þá getur það sem hægast tekið allan búnaðinn á leigu. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 212 orð

ÞÓRSMÖRKIN HEILLAR

ÞÓRSMERKURFERÐIR hafa lengi verið með vinsælustu ferðum Ferðafélags Íslands. Þangað eru farnar helgarferðir um hverja helgi og dagsferðir á sunnudögum og miðvikudögum, auk þess sem boðið er upp á sérstaka sumardvöl fyrir þá sem vilja eyða nokkrum sumarleyfisdögum í faðmi náttúrunnar í Þórsmörkinni. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 204 orð

ÞRAUTIR FYRIR UNGA FERÐALANGA

Nr. 1 Getur þú séð hvað er verið að sýna á þessari mynd? Dragðu línu á milli punktanna 1 - 28 til þess að athuga hvort þú hafðir rétt fyrir þér. Nr. 2 HVAÐAKARL ÁSKUGGANN?Hvaða mynd er nákvæmlega eins og skuggamyndin? Nr. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 513 orð

ÖLL SÖFN Á EINNI BÓK

MARGIR ferðalangar vilja gjarnan fræðast um leið og þeir njóta fegurðar landsins og útiveru. Vert er að benda þeim, sem hafa hug á að líta inn á söfn á ferðalaginu, á litla, handhæga og ódýra bók, sem nefnist Söfn á Íslandi. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 241 orð

ÖSKJUHLÍÐIN PERLA Í REYKJAVÍK

EFLAUST hafa margir íbúar Reykjavíkur og nágrennis og gestir þeirra af öllu landinu ekki áttað sig á þeirri vin í höfuðborginni sem Öskjuhlíðin er. Oft er sagt að í Reykjavík, með sínum grónu görðum, sé stærsti skógur á landinu og Öskuhlíðin á þar mikinn heiður skilinn. Meira
17. júní 1995 | Blaðaukar | 64 orð

(fyrirsögn vantar)

Þetta getur bifreiðaeigandinn gert sjálfur: Kannað ástand hjólbarða og hjólbarðaþrýsting. Yfirfarið ljósabúnað. Athugað kælivökva. Kannað ástand og stillingu viftureimar. Athugað vatnsstöðu í rafgeymi. Hreinsað geymasambönd. Smurðar hurðalamir o.fl. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.