Greinar fimmtudaginn 22. júní 1995

Forsíða

22. júní 1995 | Forsíða | 53 orð

Hattahaf

HINAR árlegu Ascot-veðreiðar eru hafnar í Bretlandi. Hefðarfólk flykkist á staðinn til að fylgjast með veðreiðunum, sýna sig og sjá aðra og eru höfuðföt hefðarfólksins óaðskiljanlegur hluti veðreiðanna. Á myndinni fylgist hópurinn með komu Elísabetar drottningar á staðinn en hún er mikil hestakona og keppti eitt hrossa hennar á Ascot í gær. Meira
22. júní 1995 | Forsíða | 121 orð

Óttast innrás Tyrkja í Íran

AUKIN hætta er talin á því að Tyrkir ráðist gegn skæruliðum Kúrda í Íran í kjölfar árása tyrkneska hersins á búðir skæruliða í norðurhluta Íraks. Tansu Ciller, forsætisráðherra Tyrklands, sem situr fund Vestur-Evrópusambandsins í París, sagði í gær að líta bæri á innrás Tyrkja í Írak sem skilaboð til nágrannaríkja Tyrklands. Meira
22. júní 1995 | Forsíða | 248 orð

Óvíst hvað verður um pallinn

ÁKVÖRÐUN Shell-olíufélagsins í Bretlandi um að hætta við að sökkva olíubirgðapallinum Brent Spar í sjó var fagnað víða í Evrópu í gær. Hyggst danska stjórnin beita sér fyrir alþjóðalögum um bann við að farga olíubor- og olíubirgðapöllum með þeim hætti, sem fyrirhugaður var, og hefur þýska stjórnin tekið undir það. Breska stjórnin er hins vegar ævareið Shell fyrir sinnaskiptin. Meira
22. júní 1995 | Forsíða | 343 orð

Tsjernomyrdín sagður blóraböggull fyrir Jeltsín

GÍSLAMÁLIÐ í Budennovsk hefur nú komið af stað valdabaráttu í Moskvu. Rússneska þingið samþykkti í gær vantrauststillögu á Viktor Tsjernomyrdín forsætisráðherra og stjórn hans og stjórnarandstaðan vinnur að því að steypa Boris Jeltsín forseta úr stóli. Meira
22. júní 1995 | Forsíða | 304 orð

Yfirbugaður á 3 mínútum

JAPANSKA lögreglan réðst í gærkvöldi til atlögu gegn flugræningja sem haldið hafði 365 manns í gíslingu um borð í flugvél í um 15 klukkustundir. Yfirbugaði lögregla manninn, sem reyndist vera vopnaður skrúfjárni. Að sögn lögreglu særðist ung kona þegar ræninginn stakk skrúfjárninu í bak hennar og fjórir veikir farþegar voru fluttir á sjúkrahús. Meira

Fréttir

22. júní 1995 | Landsbyggðin | 223 orð

100 ára búsetuafmælis minnst

ÆTTARMÓT var haldið í Barnaskólanum í Reykjahlíð 16. júní sl.. Þess var minnst að 100 ár eru liðin frá því hjónin Einar Friðriksson og Guðrún Jónsdóttir fluttu frá Svartárkoti í Reykjahlíð ásamt 9 börnum sínum og vinnufólki. Alls mættu á þriðja hundrað manns á mótið. Undir borðhaldi hátíðardagskrár var rakin saga Reykjahlíðar, upplestur, söngur og leikið á hljóðfæri. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 132 orð

17 ára forystuær

Laxamýri-Forystuærin Bauga á Leifsstöðum í Öxarfjarðarhreppi varð 17 vetra í vor og er enn við góða heilsu að sögn eiganda hennar, Stefáns Rögnvaldssonar bónda. Þó munu tennur vera horfnar og ullin orðin þunn. Bauga, sem er heimaalin, var borin vorið 1978 og var síðasta lamb Bildu á Leifsstöðum sem þá var 13 vetra. Meira
22. júní 1995 | Landsbyggðin | 174 orð

17. júní hátíðarhöldin á Húsavík 17. júní á Húsavík

Húsavík-Hátíðarhöldin 17. júní á Húsavík fóru fram að hefðbundnum hætti að því undanskildu að kvenþjóðin setti sérstakan svip á hátíðarhöldin með ræðuhöldum og söng. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 346 orð

20 ferkílómetrar hafa horfið undir jökulinn

TUNGNAÁRJÖKULL hefur nú hlaupið fram um 1.100 m á átta mánuðum frá því hann tók á rás sl. haust og hafa nú um 20 ferkílómetrar lands horfið undir jökul. Talsvert hægði á framrás jökulsins eftir áramót en titringur á skjálftamæli í Bláfjöllum, sem er um 8 km frá jökli, síðustu vikur bendir til þess að með aukinni leysingu hafi hreyfing Tungnaárjökuls hafist á ný. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 140 orð

50% þjóðarinnar horfði á úrslit HM

UM helmingur þjóðarinnar horfði á úrslitaleik HM í handknattleik og nær 70% á leik Íslendinga og Rússa í 16 liða úrslitum. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Hagvangs sem gerð var fyrir Sjónvarpið. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 191 orð

Atvinnuleysi meðal ungs fólks er 15%

ATVINNULEYSI meðal fólks á aldrinum 16-19 ára er 15,2%. Tæplega þriðjungur þeirra sem voru atvinnulausir í apríl hafði leitað að vinnu í 6 mánuði eða lengur. Þetta eru helstu niðurstöður vinnumarkaðskönnunar Hagstofunnar sem gerð var 1.-11. apríl sl. Samkvæmt könnuninni voru 5,8% vinnuaflsins án vinnu, en það jafngildir því að um 8.700 einstaklingar hafi verið atvinnulausir. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 262 orð

Ábendingar ræddar nánar á kirkjuþingi

UMRÆÐUR á prestastefnu í gær um frumvarp til laga um stöðu, stjórn og starfshætti íslensku þjóðkirkjunnar einkenndust að nokkru af mismunandi skoðunum dreifbýlis og þéttbýlis. Niðurstaðan varð sú að vísa frumvarpinu til kirkjuþings, sem haldið verður í haust, "þar sem einstakar ábendingar og athugasemdir, sem fram hafa komið á stefnunni verði teknar til nánari athugunar". Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 370 orð

Áhugi á starfsemi hér er óbreyttur

ARTHUR Irving, einn af forstjórum kanadíska olíufélagsins Irving Oil, er staddur hér á landi. Þetta er í annað sinn á árinu sem fulltrúar fyrirtækisins koma til landsins vegna fyrirhugaðrar starfsemi hérlendis. Othar Örn Petersen, fulltrúi Irving Oil á Íslandi, sagði að í þessari ferð hefði ekki verið rætt við fulltrúa Reykjavíkurborgar. Verið væri að fara yfir málin og skoða ýmsa hluti. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 373 orð

Ákvörðun um ráðstöfun fjárins á næstu dögum

STJÓRN Samhugar í verki, landssöfnunarinnar í þágu Súðvíkinga og annarra fórnarlamba snjóflóðanna í janúar, mun væntanlega taka ákvörðun um úthlutun eftirstöðva söfnunarfjárins fyrir lok þessarar viku. 264 milljónir króna söfnuðust innanlands og hefur þegar 185,8 milljónum króna af því verið varið úr sjóðnum til einstaklinga og 2,8 milljónum til samfélagslegra verkefna í Súðavík, Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 134 orð

Átta ára bið eftir bótum

EFNT verður til styrktardansleiks föstudagskvöldið 23. júní á Flúðum í Hrunamannahreppium fyrir Málfríði Þorleifsdóttur, sem slasaðist illa fyrir átta árum og hefur enn ekki fengið bætur frá tryggingunum. Það er Steindór Stefánsson sem stendur fyrir dansleiknum og rennur ágóði miðasölunnar til Málfríðar, en Steindór fékk Geirmund Valtýsson til að troða upp á dansleiknum. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 240 orð

Bjartsýni og uggur í bland

SIGURÐUR Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Atvinnumiðlunar námsmanna, segir metfjölda atvinnurekenda hafa falast eftir starfskröftum hjá Atvinnumiðluninni í ár og hljóðið í mörgum atvinnurekendum gott. Uggvænlegt væri aftur á móti, að nú hefði fjöldi námsmanna á skrá einnig slegið öll fyrri met, og mjög margir námsmenn væru enn atvinnulausir. Meira
22. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 315 orð

Björgunarlið sogar upp vatn

TJÓN hefur orðið víða á Dalvík sökum leysinganna sem verið hafa í hlýindunum að undanförnu. Grunnvatnsstaða er óvenju há og hefur vatn víða náð að brjóta sér leið inn í húsakjallara í bænum. Mest hefur tjónið orðið á kjallara ráðhúss bæjarins þar sem Bókasafn Dalvíkur og Héraðsskjalasafn eru til húsa svo og geymslur Sparisjóðs Svarfdæla. Vatn inn um kjallaraveggi Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 62 orð

Borgardagar í Borgarkringlunni

BORGARDAGAR standa yfir í Borgarkringlunni þessa daga til 24. júní. Borgardagar eru haldnir nokkrum sinnum á ári og eru fyrst og fremst tilboðsdagar þar sem margar vörur fást með afslætti. Jafnframt er á Borgardögum leitast við að bjóða upp á ýmislegt annað til að gleðja viðskiptavini. Eins og áður er mikið af tilboðum sem ekki eru beint auglýst. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 542 orð

Brautskráning frá Kennaraháskólanum

EFTIRTALDIR kandídatar hafa verið brautskráðir frá Kennaraháskóla Íslands á þessu ári: Brautskráning 15. febrúar 1995. Almennt kennaranám B.Ed.: Ingibjörg Guðmundsdóttir, Kristín Arnardóttir, Margrét Ásmundsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Skúli Pétursson. Brautskráning 18. febrúar 1995. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 81 orð

Brúarhlöð lokuð

VERIÐ er að breikka og gera fleiri lagfæringar á brúnni yfir Hvítá hjá Brúarhlöðum í Árnessýslu sem tengir saman Biskupstungur og Hrunamannahrepp. Brúin hefur verið erfið yfirferðar fyrir hina stóru fólksflutningabíla sem fara þar gjarnan oft yfir með ferðamenn á leið sinni frá Flúðum að Gullfossi og Geysi og öfugt. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 246 orð

Brýnt að stöðva mengun sjávar

GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra hvatti til þess á alþjóðlegri ráðstefnu að þjóðir heims samþykktu aðgerðir gegn mengun sjávar vegna starfsemi í landi og byggðu á þeim árangri sem náðist á alþjóðlegum fundi í Reykjavík fyrr á árinu. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 163 orð

Búist við hlaupi í Skeiðará innan árs

ÁRLEG vorferð Jöklarannsóknafélagsins á Vatnajökul var farin dagana 9.-16. júní. "Í þessum ferðum er unnið að margvíslegum mælingaverkefnum á Vatnajökli," segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur. "Eitt af helstu verkefnum ferðarinnar er að mæla vatnshæð Grímsvatna, en þaðan koma hlaup í Skeiðará á fimm ára fresti. Meira
22. júní 1995 | Erlendar fréttir | 110 orð

Ciller biður um stuðning

JACQUES Chirac, forseti Frakklands, hneigir sig djúpt og kyssir á hönd Tansu Ciller, forsætisráðherra Tyrklands, er hún heimsótti hann í Elysée-höll á þriðjudag. Ciller var hins vegar hin auðmjúkasta er hún ávarpaði þing Vestur-Evrópusambandsins (VES). Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 365 orð

DAVÍÐ ÓLAFSSON

DAVÍÐ Ólafsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, lést miðvikudaginn 21. júní, 79 ára að aldri. Davíð fæddist 25. apríl 1916 í Bakkagerði í Borgarfirði eystra, sonur hjónanna Jakobínu Davíðsdóttur og Björns Ólafs Gíslasonar framkvæmdastjóra. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1935 og Bac. sc. oec. frá Christian Albrechts Universit¨at í Kiel í Þýskalandi árið 1939. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 277 orð

Djáknavígsla í Landakoti

SUNNUDAGINN 18. júní var Atli Gunnar Jónsson vígður til djákna í Dómkirkju Krists konungs í Landakoti. Vígslan var framkvæmd af Giovanni Ceirano, erkibiskupi, sendiherra páfa á Norðurlöndum, þar sem nýr birkup hefir ekki enn verið kallaður til stólsins á Íslandi. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 63 orð

Doktor í rekstrarhagfræði

RUNÓLFUR Smári Steinþórsson lektor hefur varið doktorsritgerð við rekstarhagfræði- og stjórnunardeild Verslunarháskólans í Kaupmannahöfn. Í henni er greint frá rannsóknum og fræðilegri úttekt á því hvernig stefnumörkun, stjórnun og skipulagi atvinnuþróunarfélaga í Danmörku er háttað. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 168 orð

Fíkniefnalögreglan fær stuðning

UNDIR yfirskriftinni "Þjóðarátak gegn fíkniefnum" hefur verið efnt til átaks til eflingar baráttunni gegn útbreiðslu fíkniefna hér á landi. Svavar Sigurðsson er framkvæmdastjóri átaksins, sem hefur opnað skrifstofu að Kleppsmýrarvegi 8 í Reykjavík. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 313 orð

Fjögur verkefni verðlaunuð

TÆKNIÞRÓUN hf. hefur stofnað til verkefnis um sk. nýsköpunarsmiðju í Tæknigarði HÍ í samvinnu við Nýsköpunarsmiðju námsmanna og Útflutningsráð Íslands. Fjögur verkefni hafa verið valin til þátttöku í nýsköpunarsmiðjunni, og var miðað við nýnæmi, markaðsmöguleika, tæknilega útfærslu, og gagnsemi fyrir íslenskt atvinnulíf við val á hugmyndum. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 98 orð

Fjölskylduhátíð á Selfossi

Í DAG hefst fjölskylduhátíð á Selfossi sem ber yfirskriftina Sumar á Selfossi. Hátíðin stendur 22. - 25. júní. Ýmislegt skemmtilegt verður í boði fyrir alla aldursflokka, ekki síst fyrir minnsta fólkið. Boðið er upp á ókeypis tjaldstæði og frítt í sund auk þess sem fjöldi tilboða verður í gangi í verslunum og veitingahúsum bæjarins. Meira
22. júní 1995 | Erlendar fréttir | 452 orð

Flugfreyju ógnað með skrúfjárni

BOEING 747 flugvél japanska flugfélagsins All Nippon Airways (ANA), með 15 manna áhöfn og 350 farþega innanborðs, var rænt í innanlandsflugi í Japan í gær. Vélin var á leið frá Tókýó til Hakodate, syðst á Hokkaido-eyju, og er það um 90 mínútna flug. Eftir lendingu í Hakodate um klukkan 12.40 í gær (3. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 897 orð

Format fyrir skemmtanaramma, skemmtanir, 103,7

STRIGASKÓR NR. 42 heldur tónleika í kvöld, fimmtudag, í Tunglinu og verða það síðustu tónleikar hljómsveitarinnar um hríð því liðsmenn hennar halda nú hver í sína áttina til náms. Meira
22. júní 1995 | Miðopna | 1652 orð

Framfarir og ný siðfræðileg viðmið

RANNSÓKNIR á erfðamassanum og lækningar er fela í sér meðferð á honum hafa mikið verið ræddar í flestum löndum hins þróaða heims undanfarin ár. Umræðan ber oftar en ekki merki þess að efnið er flókið og því mikið um misskilning. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 530 orð

Framkvæmd álagningar andstæð EES

EFTIRLITSSTOFNUN EFTA (ESA) telur að framkvæmd álagningar vörugjalds og fyrirkomulag innheimtu gjaldsins brjóti í bága við samninginn um Evrópskt efnahagssvæði. Í rökstuddu áliti, sem stofnunin sendi fjármálaráðuneytinu í gær, er íslenzkum stjórnvöldum gefinn tveggja mánaða frestur til að breyta lögum til samræmis við EES-samninginn. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 122 orð

Fundur um tækni í heilsugæslunni

HEILBRIGÐISTÆKNIFÉLAGI Íslands hefur fengið hingað til lands prófessor Otto Anna og mun hann halda fyrirlestur 28. júní nk. á Hótel Sögu. Fyrirlesturinn sem verður á ensku mun fjalla um viðhald og eftirlit lækningatækja og nefnist hann: Tækni í heilsugæslunni: nútíð og framtíð. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 254 orð

Gefa á þýðingar út á bók

"ÞAÐ gerist sjaldnast eitthvað merkilegt á hverjum degi í lífi manns, en þegar slíkt gerist er það gleðiefni," sagði séra Sigurjón Guðjónsson, fyrrum prófastur á Saurbæ við Hvalfjarðarströnd, þegar hann tók í gær við viðurkenningu fyrir þýðingar sínar á sálmum og ljóðum úr norsku á íslensku. Styrkurinn, sem hljóðar upp á 6. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 371 orð

Gekk ekki sem best í tvímenningi

Evrópumótið í opnum flokki og kvennaflokki, 17. júní til 1. júlí Vilamoura. Morgunblaðið. Íslensku kvennapörunum gekk ekki sem best í Evróputvímenningi kvenna sem lauk í fyrradag. Ekkert par komst í úrslit mótsins en fimm pör spiluðu í aukamóti. Þar enduðu Ólöf Þorsteinsdóttir og Jacqui McGreal í 5. sæti og Guðlaug Jónsdóttir og Dröfn Guðmundsdóttir í 9. Meira
22. júní 1995 | Erlendar fréttir | 424 orð

Gíslar snúa aftur við fögnuð og svikabrigsl

HVER höndin er nú upp á móti annarri meðal íbúa bæjarins Búdennovsk í Suður-Rússlandi. Ættingjar gíslanna, sem tsjetsjenskir skæruliðar létu lausa á þriðjudag, fögnuðu ákaft þegar þeir sneru aftur til bæjarins í gær. Fjöldi annarra íbúa sakaði hina sjálfviljugu gísla hins vegar um sviksemi fyrir að sýna málstað skæruliðanna samúð. Meira
22. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 69 orð

Góð aðsókn á sýningu

SÝNINGU á málverkum eftir Hauk Stefánsson lýkur í Listasafninu á Akureyri næstkomandi sunnudag, 25. júní. Aðsókn hefur verið með ágætum og hafa á annað þúsund manns séð sýninguna. Sérstök listaverkabók var gefin út um Hauk Stefánsson í tengslum við sýninguna og er hún einungis til sölu í Listasafninu, á sérstöku kynningarverði út sýningartímann. Listasafnið er opið frá kl. Meira
22. júní 1995 | Landsbyggðin | 49 orð

Gunnar tekur við forystu

Akranesi-Á síðasta fundi bæjarstjórnar Akraness tók Gunnar Sigurðsson oddviti sjálfstæðismanna við sem forseti bæjarstjórnar af Guðbjarti Hannessyni oddvita alþýðubandalagsmanna. Gunnar var áður formaður bæjarráðs, og tekur Guðbjartur nú við því embætti. Hér takast þeir félagar í hendur, en við borðið situr bæjarstjórinn, Gísli Gíslason. Meira
22. júní 1995 | Erlendar fréttir | 198 orð

Hátt í 1000 sjálfsmorð

NÁKVÆMRI tölu þeirra sem hafa fyrirfarið sér með því að stökkva af Golden Gate brúnni í San Francisco er haldið leyndri nú þegar fjöldinn nálgast 1000. Embættismenn óttast að frægðin sem talan myndi veita gæti orðið til þess að hvetja enn frekar þá sem hugleiða að stökkva. Meira
22. júní 1995 | Landsbyggðin | 169 orð

Heklumið stöð opnuð á Brúarlundi

Hellu-Hekluminjasafn hefur verið opnað í félagsheimilinu Brúarlundi í Holta- og Landsveit. Hefur húsið nú fengið nýtt hlutverk en staðarhaldarar vonast með því eftir aukinni viðkomu ferðamanna í uppsveitir héraðsins. Í Heklumiðstöðinni verður auk sýningaratriða minjagripa- og kaffisala. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 144 orð

Héldu að prentvilla væri í launataxta

BORIÐ hefur á því að umsækjendur um stöðu lektors í enskri nútímatungu, þar af nokkrir útlendingar, hafi dregið umsóknir sínar til baka þegar þeim varð ljóst hver byrjunarlaun lektors í heimspekideild eru. Að sögn Péturs Knútssonar, formanns enskuskorar í HÍ, verða greidd atkvæði um umsækjendur á mánudag. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 65 orð

Hlýtur alþjóðlegan styrk

STEFANÍU K. Sigfúsdótturviðskiptafræðingi og meinatækni hefur verið veittur alþjóðlegur styrkur frá samtökum bandarískra háskólakvenna, AAUW, til framhaldsnáms í Bandaríkjunum. Styrkupphæðin er rúmlega 15 þúsund dollarar og er Stefanía ein 42 kvenna sem hlutu styrk. Meira
22. júní 1995 | Erlendar fréttir | 319 orð

Hurd vill þjóðaratkvæði um EMU

Talið er að tillaga Hurds sé tilraun til að breiða yfir ágreining innan Íhaldsflokksins um þátttöku í myntbandalagi og róa efasemdamennina svokölluðu á hægri væng flokksins fyrir þingkosningarnar, sem halda verður í síðasta lagi í maí 1997. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 46 orð

Hærri í ensku en íslensku

MEÐALEINKUNN lækkaði talsvert í íslensku á samræmdu prófunum miðað við síðustu ár, en hins vegar hækkaði einkunnin í ensku. Í íslensku lækkaði einkunnin úr 6,4 á síðasta ári í 5,3, en í ensku hækkaði einkunnin úr 6,5 í 7,4. Lægri meðaleinkunn/6 Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 124 orð

Indriði og Þorsteinn hætta

BREYTINGAR hafa verið gerðar á skipan samninganefndar ríkisins. Birgir Guðjónsson, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, tekur við formennsku af Þorsteini Geirssyni og Gunnar Björnsson, deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu verður varaformaður í stað Indriða H. Þorlákssonar. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 76 orð

Ísland í 20. sæti

ÍSLANDI hefur ekki gengið sem best á Evrópumótinu í brids í Portúgal. Í gær tapaði liðið fyrir Ítalíu 7-12 og gerði jafntefli við Úkraínu 15-15. Ísland er nú í 20. sæti með 119 stig, en efstir eru Ísraelsmenn með 155 stig. Bretar eru með 151 stig, Hollendingar með 143 og Austurríkismenn með 140 stig. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Íslendingar framarlega í líknarmeðferð

ÍSLENDINGAR standa vel að vígi hvað varðar líknarmeðferð á lokaskeiði lífsins. Þetta kom fram á fjórðu ráðstefnu norrænna samtaka um umönnun dauðvona sjúklinga. Íslensku fyrirlesararnir voru þau Bryndís Konráðsdóttir hjúkrunarfræðingur, Nanna Kolbrún Sigurðardóttir fjölskylduráðgjafi, Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur á Borgarspítalanum og Valgerður Sigurðardóttir læknir. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Íslenska liðið í þriðja sæti

TÓLF lið norrænna laganema, þar á meðal íslenskt lið, tóku um helgina þátt í norrænni málflutningskeppni. Íslenska liðið lenti í þriðja sæti, en sænskt lið fór með sigur af hólmi. Keppt er í málflutningi um deiluefni er varðar mannréttindasáttmála Evrópu. Dómararnir eru hæstaréttardómarar, dómarar við mannréttindadómstólinn í Strassborg og þekktir fræðimenn á sviði mannréttindalöggjafar. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 163 orð

Jónsmessuferð Minja og sögu

JÓNSMESSUFERÐ Minja og sögu verður farin laugardaginn 24. júní nk. Farin verður dagsferð á Njáluslóðir undir leiðsögn sagnamannsins og fararstjórans Jóns Böðvarssonar, ritstjóra og fyrrverandi skólameistara. Lagt verður af stað frá Þjóðminjasafni Íslands kl. 9 og komið aftur þangað um kl. 19. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 90 orð

Kennslustofa á hjólum

SVR færði Landgræðslu ríkisins nýlega að gjöf strætisvagn af gerðinni Volvo B-59, árgerð 1973. Gjöfinni er ætlað að vera framlag SVR til umhverfismála. Hjá Landgræðslu ríkisins hafa menn í hyggju að nota vagninn í fræðslustarfi á Suður- og Suðvesturlandi. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 287 orð

Krókabátar velji sér kerfi fyrir 25. júlí

EIGENDUM krókabáta verður gert að velja fyrir 25. júlí næstkomandi milli þorskaflahámarks og viðbótarbanndaga/sóknardagakerfis. Val á viðbótarbanndagakerfi, sem frá 1. febrúar breytist í sóknardagakerfi eða róðradagakerfi, telst bindandi en þeim sem velja þorskaflahámark gefst kostur á að endurskoða valið fyrir upphaf fiskveiðiársins sem hefst 1. Meira
22. júní 1995 | Landsbyggðin | -1 orð

Kvennahlaupið á Þórshöfn

KVENNAHLAUPIÐ var þreytt hér á Þórshöfn í fyrsta sinn sl. sunnudag og var þátttakan mjög góð. Fimmtíu og fjórar konur á öllum aldri tóku þátt í hlaupinu sem var skipulagt af hjúkrunarfræðingunum á staðnum og höfðu allir gaman af útivistinni og félagsskapnum. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 358 orð

Lagabreyting vegna auglýsinga tafði útgáfu

HEILBRIGÐIS- og tryggingamálaráðuneytið birti reglugerð um lyfjaauglýsingar í Stjórnartíðindum 2. júní og tók reglugerðin þegar gildi. Einar Magnússon, skrifstofustjóri lyfjamálaskrifstofu heilbrigðisráðuneytisins, segir að reglugerðin taki við af tilmælum í tengslum við gildistöku ákvæða EES-samningsins 1. júlí í fyrra. Meira
22. júní 1995 | Landsbyggðin | 122 orð

Lamb drukknaði í sundlaug

Aðsókn búfjár að spildum garðyrkjubændanna er mikil og oft veldur búféð tjóni. Hjónin á Klöpp voru að heiman eina viku á dögunum og er þau komu heim á ný var búið að éta allt kál úr garði þeirra. Auk þess vildi ekki betur til en svo að einn sökudólganna lá drukknaður í sundlaug þeirra hjóna þegar að var komið. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 389 orð

Lægri meðaleinkunn í íslensku en síðustu ár

EINKUNNIR úr samræmdum prófum í grunnskólum liggja nú fyrir, mánuði seinna en venja er, enda voru prófin ekki haldin fyrr en í lok maí vegna verkfalls kennara. Meðaleinkunn lækkaði talsvert í íslensku miðað við síðustu ár, hækkaði í ensku en er svipuð í stærðfræði og dönsku. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 373 orð

Mestu skemmdir síðan 1963

ÓVENJU miklar skemmdir hafa orðið á trjám og gróðri í Reykjavík og nágrenni eftir harðan vetur og slæmt tíðarfar í vor að sögn Jóhanns Pálssonar garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar. Á Norðurlandi urðu ekki meiri skemmdir en gerist og gengur að mati Valgerðar Jónsdóttur hjá Skógræktarfélagi Eyfirðinga en skemmdir urðu þó talsverðar á trjágróðri þar sem tré og runnar brotnuðu undan snjóþunga. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 183 orð

Miðar hægt en örugglega

Á PRESTASTEFNUNNI sem lýkur í dag var meðal annars fjallað um nýja biblíuþýðingu sem Hið íslenska biblíufélag og Guðfræðistofnun Háskóla Íslands standa að. Sigurður Pálsson, framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags og um leið þýðingarstarfsins, segir að verkefninu miði hægt en örugglega. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 90 orð

Morgunblaðið/Golli Mót veðri og vindu

FÁTT minnti höfuðborgarbúa á að í gær voru sumarsólstöður og því lengsti dagur ársins. Þessir ferðamenn, sem voru á gangi á Laugaveginum, mættu veðri og vindum vel útbúnir í hlífðarfötum og stígvélum, enda ekki vanþörf á. Mjög hvasst var og rigning síðdegis og minnti veðrið meira á haustið en að nú væri mitt sumar. Höfðu sumir jafnvel á orði að ef til vill væri sumarið búið. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 30 orð

Morgunblaðið/Sverrir JAKOB H. Magnú

Morgunblaðið/Sverrir JAKOB H. Magnússon, forsetiKlúbbs matreiðslumeistara ognýkjörinn formaður samtakanorrænna matreiðslumeistara, NKF, heldur hér á orðunni Cordon Bleu, sem honumvar veitt nýlega á þingi NKF.Auk Jakobs fékk Bragi Ingason eins viðurkenningar. Meira
22. júní 1995 | Erlendar fréttir | 101 orð

N-Kórea fær matvæli frá S-Kóreu

STJÓRNVÖLD í Norður-Kóreu hafa ákveðið að taka við 150.000 tonnum af hrísgrjónum, sem stjórnin í Suður- Kóreu vill gefa þeim. Náðust samningar um þetta í gær. Viðræður um matargjöfina hófust í Peking sl. laugardag og munu samningamenn ríkjanna koma saman aftur um miðjan júlí til að ræða frekari aðstoð. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 184 orð

Nýr doktor í stærðfræði

NÝLEGA lauk Davíð Aðalsteinsson doktorsprófi í stærðfræði frá Kaliforníuháskóla í Berkeley. Doktorsritgerð hans ber titilinn "Etching Deposition and Lithography using level set techniques". Næstu tvö ár verður hann við Lawrence Berkeley Laboratoy við framhaldsrannsóknir. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 41 orð

Nýr formaður útvarpsráðs

MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur skipað Gunnlaug Sævar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóra, formann nýkjörins útvarpsráðs og Gissur Pétursson, verkefnisstjóra, varaformann. Samkvæmt útvarpslögum er sjö manna útvarpsráð kosið hlutfallskosningu á Alþingi eftir hverjar alþingiskosningar. Meira
22. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 196 orð

Óperutónleikar Páls og Lenu

PÁLL Jóhannesson, tenór og Lena Tivelind, mezzósópran, efna til óperutónleika í Glerárkirkju í kvöld, fimmtudagskvöldið 22. júní kl. 20.30 og annað kvöld koma þau fram í Safnahúsinu á Dalvík einnig kl. 20.30. Undirleikari er Ólafur Vignir Albertsson. Á efnisskránni eru aríur, óperur, dúettar og ljóð m.a. eftir Grieg, Kaldalóns og Rangström. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 153 orð

Óskað eftir samþykkt nýrra veðlaga

VERSLUNARRÁÐ Íslands hefur sent Þorsteini Pálssyni, dómsmálaráðherra, bréf þar sem óskað er eftir að næsta þing afgreiði frumvarp að veðlögum fyrir áramót. Í bréfinu segir að í þrígang hafi verið lagt fram frumvarp um samningsveð á Alþingi, sem er heildarlöggjöf á þessu sviði, en málið hafi ætíð dagað uppi. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 89 orð

Ráðstefna um dilkakjötsframleiðslu

DAGANA 23.-24. júní verður haldin á Hvanneyri í Borgarfirði ráðstefna á vegum Norræna búfræðifélagsins, NJF, um dilkakjötsframleiðslu. Einkum verður lögð áhersla á leiðir til að laga framleiðsluna að markaðskröfum. Meira
22. júní 1995 | Miðopna | 1567 orð

RÉTTLÆTISSJÓNARMIÐ EIN HELSTA RÖKSEMDIN FYRIR VEIÐILEYFAGJALDI

FJÓRIR þingmenn Þjóðvaka, þau Ágúst Einarsson, Svanfríður Jónasdóttir, Ásta R. Jóhannesdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir, fluttu þingsályktunartillögu á Alþingi fyrir skömmu um veiðileyfagjald. Morgunblaðið birtir hér á eftir í heild greinargerð með tillögu þingmannanna fjögurra, þar sem fjallað er um rökin fyrir veiðileyfagjaldi og ýmsar leiðir til útfærslu þess. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 181 orð

Rithönd sem rannsóknarefni

NÝLEGA var haldin í Reykjavík ráðstefnu norrænna rithandarsérfræðinga. Rithandarsérfræðingar gegna mikilvægu hlutverki við rannsókn ýmissa lögreglumála. Þeir sem sérhæfa sig í þessu sérstæða fagi á Norðurlöndum koma saman á tveggja ára fresti og bera saman bækur sínar. Meira
22. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 179 orð

Rætt um bankaþjónustu og Evrópusambandið

ÞING norrænna bankalögfræðinga stendur nú yfir á Akureyri, það hófst á þriðjudag og því lýkur í dag, fimmtudag. Þátttakendur á þinginu eru um 180 talsins. Á þinginu er m.a. rætt um bankaþjónustu og stöðu bankakerfisins á Norðurlöndum í ljósi samskipta við Evrópusambandið. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 65 orð

Samningstilraunir árangurslitlar

Sameiginlegt verkfall fimm aðildarfélaga innan Farmanna- og fiskimannasambands Íslands á kaupskipaflotanum hefst á hádegi næstkomandi mánudag hafi ekki samist fyrir þann tíma. Viðræðufundur hófst hjá ríkissáttasemjara kl. 10 í gærmorgun. Benedikt Valsson, framkvæmdastjóri FFSÍ, sagði að ekkert hefði miðað í viðræðunum. Meira
22. júní 1995 | Óflokkað efni | 62 orð

Sér og sig Pétur Pétursson, þulur,

Sér og sig Pétur Pétursson, þulur, hringdi í Velvakanda. Hann sagði leitt til þess að vita að fjölmenntaðar konur, eins og Jóhanna Vilhálmsdóttir og Kofinna Bladvinsdóttir, ruglist á merkingu orðanna að "halda sig" og "halda sér", eins og sýnilegt sé af svargrein þeirra til Helga Halfdanarsonar í Morgunblaðinu sl. þriðjudag. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 289 orð

SH ræðir við lánardrottna Föroya Fiskasölunnar

STJÓRNENDUR Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, Friðrik Pálsson forstjóri og Jón Ingvarsson stjórnarformaður, áttu í fyrradag viðræður í Kaupmannahöfn við lánardrottna Föroya Fiskasölunnar um kaup SH á fyrirtækinu. Engin niðurstaða varð á fundinum, en það mun ráðast fljótlega hvort framhald verður á viðræðunum. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 744 orð

Skátahreyfingin er stærsta friðarhreyfing heims

HÓPUR íslenskra skáta heldur til Hollands seinni hluta júlímánaðar í því skyni að taka þátt í 18. alheimsmóti skáta. Tilgangurinn með móti sem þessu er að leiða saman ungt fólk, óháð trúarbrögðum, litarhætti eða öðru því sem aðgreinir allt það fólk sem jarðkringluna byggir. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 312 orð

Skemmdarverk unnin á smíðavöllum

MIKIÐ hefur verið um skemmdarverk á smíðavöllum borgarinnar í sumar, eins og reyndar oft áður. Þess eru jafnvel dæmi að börnin byrji dag eftir dag á því að byggja sama kofann frá grunni. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 144 orð

Skútu og níu skipverjum bjargað

SEGLSKÚTA á vegum siglingaklúbbsins Þyts með níu manns innanborðs sökk í Hafnarfjarðarhöfn um kl. 19 í gær. Engan sakaði þar sem trilla kom fljótt að skútunni og náði mönnunum um borð. Nokkuð hvasst var í gær, 6-7 vindstig og ókyrrð í höfninni. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 38 orð

Starfsmenn RÚV á ÓL

INGÓLFUR Hannesson, íþróttastjóri Ríkisútvarpsins, mun starfa fyrir Evrópusamband útvarps- og sjónvarpsstöðva, EBU, á ólympíuleikunum í Atlanta á næsta ári. Ingólfur mun starfa á upplýsingaskrifstofu sambandsins. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 124 orð

Starfsmönnum fækkar hjá Ístaki hf.

NOKKRUM trésmiðum og undirverktökum hefur verið sagt upp hjá Ístaki hf. Tómas Tómasson hjá Ístaki segir að engar breytingar séu hins vegar í jarðvinnuverkefnum. Tómas segir að einyrkjar séu lausráðnir í einstök verkefni og einhver fækkun verður á fjölda þeirra hjá Ístaki. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 85 orð

Svarað á ensku

ÞEGAR hringt er til Íslands frá útlöndum eftir númerabreytinguna sem varð 3. júní síðastliðinn er svarað á ensku ef ekki er valið rétt símanúmer. Að sögn Guðbjargar Gunnarsdóttur, aðstoðar-upplýsingafulltrúa Pósts og síma, er hætt að svara símnotanda á því tungumáli sem talað er í því landi sem hringt er frá en það var reynt fyrstu vikurnar. Nú er eingöngu svarað á ensku. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 76 orð

Talsverðar skemmdir af eldi

TALSVERÐAR skemmdir urðu af eldi á trésmíðaverkstæði á Þrándarstöðum á Héraði skammt frá Egilsstöðum í gærkvöldi. Mikill eldur var í húsinu þegar að var komið en greiðlega gekk að ráða niðurlögum hans. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 95 orð

Tanja í ÆvintýraKringlunni

TANJA tatarastelpa skemmtir í Ævintýra-Kringlunni á 3. hæð í Kringlunni kl. 17 í dag, fimmtudaginn 22. júní. Á hverjum fimmtudegi kl. 17 eru leiksýningar fyrir börn í Ævintýra-Kringlunni. Börn og fullorðnir hafa kunnað vel að meta þessa nýbreytni og hafa leiksýningar verið vel sóttar. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 29 orð

Tékkafalsari í gæsluvarðhald

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði í gær mann í 44 daga gæsluvarðhald fyrir tékkafals. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarlögreglu ríkisins hefur maðurinn ítrekað komið við sögu slíkra mála áður. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 148 orð

Trilla strandaði við Álftanes

MANNI var bjargað þegar trillan Vinur HF 468 strandaði á grynningum undan Hliðsnesi á Álftanesi um klukkan sjö í gærmorgun. Trillan var á útleið frá Hafnarfirði í góðu veðri og ágætis skyggni og var einn maður á, að sögn Páls Ægis Péturssonar hjá Slysavarnafélagi Íslands. Þegar trillan tók niðri kom að henni leki og setti maðurinn út björgunarbát. Meira
22. júní 1995 | Erlendar fréttir | 277 orð

Tyson snýr aftur til Harlem

BANDARÍSKI hnefaleikarinn Mike Tyson er nú laus úr fangelsi og á þriðjudagskvöld sneri hann aftur á heimaslóðirnar í Harlem í New York. Hann fékk hins vegar öllu risminni móttökur, en ráðgert hafði verið í upphafi. Meira
22. júní 1995 | Erlendar fréttir | 178 orð

Umsókn frá Rúmeníu í dag

RÚMENÍA mun í dag sækja um fulla aðild að Evrópusambandinu. Teodor Melescanu, utanríkisráðherra Rúmeníu, mun þá afhenda hinum franska starfsbróður sínum, Herve de Charette, aðildarumsóknina á fundi þeirra í Strassborg. Umsókninni mun fylgja áætlun um það hvernig Rúmenía hyggst aðlaga efnahagskerfi sitt reglum ESB. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 116 orð

Unglingamót hjá Veginum

KRISTILEGT unglingamót verður haldið í Reykjavík dagana 23.­25. júní nk. Það er söfnuðurinn "Spirit Life Christian Center" frá Flórída sem stendur fyrir mótinu. Að þessu tilefni kemur hingað til lands 20 manna hópur frá áðurnefndum söfnuði undir forstöðu Richard Perinchief. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 1310 orð

Vandinn leys- ist að hluta á næsta ári

UMSÓKNIR um skólavist í framhaldsskólunum á höfuðborgarsvæðinu eru alls staðar fleiri en skólarnir ráða við að innrita. Ástandið er mun betra á landsbyggðinni. Árgangurinn sem nú er að fara í framhaldsskóla, þ.e. ungmenni fædd 1979, er óvenju stór en hann telur yfir 4.400 manns. Þetta er talsverð fjölgun miðað við árin á undan en 1. desember sl. voru á þjóðskrá 4. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 215 orð

Varaforsætisráðherra Kína í heimsókn

Varaforsætisráðherra viðskipta- og efnahagsmála í Kína, Li Lanqing, og eiginkona hans, frú Zhang Suzhen, komu í opinbera heimsókn hingað til lands í gær. Utanríkisráðherra tók á móti þeim í Leifsstöð og síðdegis hafði forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, móttöku á Bessastöðum fyrir ráðherrann og fylgdarlið hans. Meira
22. júní 1995 | Landsbyggðin | 100 orð

Veður setti strik í hátíðahöldin

Egilsstöðum-Hátíðahöld á Egilsstöðum fóru á annan veg en áætlað var, vegna veðurs. Til stóð að vígja nýja sundlaug, en heiðursgestur samkomunnar, Sigrún Huld Hrafnsdóttir, komst ekki til Egilsstaða og var því vígslunni frestað. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 171 orð

Víkingur gegn vímu

KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Víkingur hefur gefið út veggspjald undir kjörorðinu Víkingur gegn vímu. Veggspjaldinu er dreift á íþróttavelli, íþróttamiðstöðvar, sundstaði, skóla, félagsmiðstöðvar, verslanir og með haustinu í skóla. Um 20 fyrirtæki styðja þetta framtak félagsins. Meira
22. júní 1995 | Erlendar fréttir | 371 orð

Væntir ekki áþreifanlegs árangurs

CARL Bildt, nýskipaður sáttasemjari Evrópusambandsins í Bosníudeilunni, sagði í gær að fyrsta ferð sín til fyrrum Júgóslavíu væri rannsóknarleiðangur og líklega yrði lítið um áþreifanlegan árangur af henni. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 588 orð

"Þeir stóru" farnir að slíta og sleppa

Fremur dauft er í laxaverstöðvunum um þessar mundir. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að árnar eru að verða sjálfum sér líkar á ný eftir síðbúnar vorleysingar og að minnsta kosti sunnan heiða er talsvert af vænni laxinum á ferðinni. Enn er ógerningur að segja til um gang mála norðan heiða. Í gær og fyrradag opnuðu sunnlensku stórárnar, Sogið, Stóra Laxá í Hreppum og Rangárnar. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 130 orð

Þingflokkur Þjóðvaka í fundaferð um landið

ÞINGFLOKKUR Þjóðvaka verður nú í júní á ferð um Suðurland, Austurland, Vestfirði og Norðurland. Þingmenn Þjóðvaka munu heimsækja vinnustaði í þessum kjördæmum, halda fundi og ræða við kjósendur. Síðar í sumar og haust verða önnur kjördæmi heimsótt. Ferðaáætlun er sem hér segir: 22. júní Suðurland: Þorlákshöfn, Eyrarbakki, Stokkseyri, Selfoss, Hella, Hvolsvöllur, Hveragerði. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | 371 orð

Þrátefli og staðan föst

AUKINNAR svartsýni gætir nú hjá viðsemjendum í álversdeilunni en enginn árangur varð á viðræðufundi sem lauk kl. 3 í fyrrinótt. Um miðjan dag í gær ræddi ríkissáttasemjari við forsvarsmenn samninganefndanna á stuttum fundi og ákvað síðdegis að boða fullskipaðar samninganefndir til nýs viðræðufundar kl. 15 í dag. Meira
22. júní 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Þrennir tvíburar

ÞAÐ ER sjálfsagt algengt að tvíburar vinni á sama vinnustað og jafnvel tvennir tvíburar. Í Gullvík í Grindavík gera þeir gott betur því þar vinna þrennir tvíburar í humri á vertíðinni og eru allir búsettir í Grindavík! Þar að auki eru þrír starfsmenn sem allir eiga tvíburasystkin og eru búsettir í Grindavík. Meira

Ritstjórnargreinar

22. júní 1995 | Leiðarar | 559 orð

MENNT ER MÁTTUR

MENNT ER MÁTTUR ENNTUN, þekking og kunnátta eru farsælust vopn í lífsbaráttu hvers einstaklings og hverrar þjóðar. Þær þjóðir, sem lengst hafa náð í hagsæld og velferð, hafa og varið mestum fjármunum til menntunar, rannsókna og vísinda. Í því ljósi fer vel á því að Háskólinn velji þjóðhátíðardaginn, 17. Meira
22. júní 1995 | Staksteinar | 338 orð

»Traustur þingforseti EKKI ER daglegt brauð að stjórnmálamenn tali vel hver

EKKI ER daglegt brauð að stjórnmálamenn tali vel hver um annan. Alþýðublaðið brýtur hressilega "hefðina" í þessu efni þegar það segir í forystugrein að Ólafur G. Einarsson sé að "mörgu leyti bezt allra núverandi þingmanna fallinn til að halda um stjórnartauma þingsins". Val sem mæltist vel fyrir Meira

Menning

22. júní 1995 | Menningarlíf | 360 orð

Dans í norðri

ÞAÐ er dansað á Norðurlöndunum og hefur verið gert frá aldaöðli. Svo segir í það minnsta í nýjum ritlingi sem ber heitið "Dans í norðri". Hann er gefinn út af "Leikhús og dans á Norðurlöndunum" sem er nefnd, starfrækt af Norrænu ráðherranefndinni og er ætlað að styrkja Norrænt dans- og leiklistarsamstarf í löndunum. Meira
22. júní 1995 | Menningarlíf | 109 orð

Finnsk listakona sýnir í Úmbru FINNSKA listakonan Pirkko Rantatorikka opnar málverkasýningu í Gallerí Úmbru í Bernhöftstorfu í

FINNSKA listakonan Pirkko Rantatorikka opnar málverkasýningu í Gallerí Úmbru í Bernhöftstorfu í dag fimmtudag kl. 15-17. Pirkko er fædd árið 1956 en býr nú og starfar í Helsinki. Hún nam við listaakademíuna í Helsinki og hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í mörgum samsýningum. Verkin á sýningunni eru unnin á handgerðan pappír. Meira
22. júní 1995 | Menningarlíf | 956 orð

HINN FAGRI SÖNGUR

Nicola Rescigno hljómsveitarstjóri og Ólafur Árni Bjarnason tenórsöngvari verða í aðalhlutverkum á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld, fimmtudagskvöld kl.20. Efnisskrá tónleikanna er samsett úr aríum úr þekktum óperum eftir Verdi, Puccini og Donizetti auk þess sem forleikir eftir Rossini, Mendehlson og Puccini verða fluttir. Nicola Rescigno er fæddur árið 1916. Meira
22. júní 1995 | Tónlist | 524 orð

Í litlu hljómrými Dómkirkjunnar

Marteinn H. Friðriksson dómorganisti flutti orgelverk eftir Jón Þórarinsson, Jón Nordal, Buxtehude, Petr Eben og J. S. Bach. Þriðjudagur 20. júní 1995 KIRKJUTÓNLISTARMENN hafa á undanförnum árum staðið fyrir miklum tónlistarflutningi og jafnvel fyrir meiri háttar tónlistarviðburðum, þar sem flutt hafa verið stórverk kirkjutónlistarsögunnar. Meira
22. júní 1995 | Menningarlíf | -1 orð

Landgræðsla er lífsnauðsyn

LANDGRÆÐSLA ríkisins í samráði við menntamálaráðuneytið gekkst í vetur fyrir ljóða- og ritgerðasamkeppni meðal nemenda í 7. bekk grunnskóla en Olís styrkti samkeppnina fjárhagslega. Sl. föstudag voru viðurkenningar veittar 11 nemendum í aðalstöðvum Landgræðslunnar í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Meira
22. júní 1995 | Menningarlíf | 200 orð

"Mitt auga leit tvo annarlega skugga"

HALDIN verður tónlistarhátíð á litla sviði Borgarleikhússins í tilefni þess að í ár eru 150 ár liðin frá fæðingu Gabriels Fauré og 100 ár frá fæðingu Pauls Hindemith. Flutt verða ýmis verk þessara tónskálda, bæði þekkt sem og lítt þekkt, er sýna á þeim hinar margvíslegustu hliðar. Meira
22. júní 1995 | Menningarlíf | 263 orð

Norrænt námsþing í listmeðferð

TÍUNDA norræna námsþingið verður haldið í Norræna húsinu 24.-27. júní. Áhyggjur samfélagsins af ofbeldi hafa farið vaxandi undanfarið, samkvæmt því sem segir í frétt frá þinginu. Á þinginu verður fjallað um orsakir og afleiðingar ofbeldis og greiningu og meðferð gerenda og þolenda. Meira
22. júní 1995 | Menningarlíf | 179 orð

Opið hús í Norræna húsinu

UNDANFARIN sumur hefur Norræna húsið sett saman fyrirlestraröð um land og þjóð, menningu og listir, sögu, náttúru og fleira. Fyrirlestrar þessir verða öll fimmtudagskvöld kl. 20. Í kvöld hefst fyrirlestraröðin Opið hús í Norræna húsinu. Meira
22. júní 1995 | Menningarlíf | 70 orð

Póst Neó Geó

KRISTJÁN Björn Þórðarson, Gunnar Þór Víglundsson og Úlfur Grönvold hafa opnað sýningu á verkum sínum á Mokkakaffi Skólavörðustíg. Þeir eru allir nýútskrifaðir úr Myndlista og handíðaskóla Íslands. Haraldur Jónsson myndlistarmaður skrifar m.a. Meira
22. júní 1995 | Menningarlíf | 144 orð

Sýning helguð Jóni Steffensen

Í TILEFNI af 15. norræna þinginu um sögu læknisfræðinnar, sem fram fer í Reykjavík dagana 21.-24. júní, eru nú til sýnis í Þjóðarbókhlöðu bækur og aðrir munir úr fórum Jóns Steffensen, prófessors í læknisfræði, en hann lést árið 1991. Meira
22. júní 1995 | Menningarlíf | 104 orð

"The green tourist" Sýning fyrir erlenda ferðamenn NÚ standa yfir sýningar á ensku á nýjum leikþætti með tónlist fyrir erlenda

NÚ standa yfir sýningar á ensku á nýjum leikþætti með tónlist fyrir erlenda ferðamenn í Kaffileikhúsinu, Hlaðvarpanum. Höfundar og flytjendur eru tveir, þeir Guðni Franzson tónlistarmaður og Þór Túliníus leikari. Leikurinn fjallar um tvo karlmenn á besta aldri sem voru nánir vinir í æsku, en hafa farið ólíkar leiðir í lífinu. Meira
22. júní 1995 | Menningarlíf | 769 orð

VERÐ GREINILEGA AÐ KOMA OFTAR HEIM

PÁLL Jóhannesson tenór efnir til tónleika í Glerárkirkju á Akureyri í kvöld ásamt sænska mezzósópraninum Lenu Tivelind og Ólafi Vigni Albertssyni píanóleikara. Á efnisskránni eru meðal annars söngljóð og óperuaríur eftir Verdi, Saint- Saëns, Bizet, Puccini og Sigvalda Kaldalóns. Hópurinn verður síðan aftur á ferð í safnaðarheimilinu á Dalvík annað kvöld. Meira

Umræðan

22. júní 1995 | Velvakandi | 341 orð

Birki og víðir eru okkar tré

ÍSLAND í sinni upprunalegu mynd. Það er það sem ég vil sjá og njóta. Góðu landar, reynið að skilja að við eigum ekki að skemma ásjónu Íslands með erlendum gróðri, sem engan veginn hæfir þessu sérkennilega fagra landi ­ barrtré eiga ekki heima hér ­ hugsið ykkur hraun "skreytt" með barrtrjám og túlípönum. Meira
22. júní 1995 | Aðsent efni | 1327 orð

Getur prófastofnun bætt framhaldsskólann og nýtt skattpeningana betur?

ÞAÐ er ákaflega mikilvægt að leita stöðugt nýrra leiða sem geta aukið hagkvæmni, stuðlað að framförum, bætt gæði og nýtt betur fjármuni skattborgaranna. Þetta á við hvort heldur viðfangsefnið er framleiðsla eða þjónusta. Vissulega getur aukið fjármagn sem varið er til kennslumála bætt menntunina sé fjármagninu ráðstafað yfirvegað og með framleiðniaukandi markmiðum. Meira
22. júní 1995 | Aðsent efni | 275 orð

Kvenfrelsi

Helgi Hálfdanarson Kvenfrelsi NÝLEGA setti ég á flot greinarstúf þar sem ég mælti eindregið gegn þeirri kenningu sumra kvenna, að í sem flest störf skuli skipað sem næst að jöfnu konum og körlum. Þessa stefnu kallaði ég firru, enda virtist hún andstæð viðhorfi flestra kvenna. Meira
22. júní 1995 | Velvakandi | 640 orð

Ofstjórn ­ vanstjórn

HVAÐA bóndi, sem rekur blandaðan búskap með kindur, kýr og hesta, mundi láta sér detta í hug að beita kindunum og hestunum á heimahagana en reka kýrnar, sem þarf að mjólka daglega, á fjöll? Það er nú samt sem áður sá háttur sem meirihluti alþingismanna hefur samþykkt að skuli vera á fiskveiðistjórnun á Íslandi. Meira
22. júní 1995 | Aðsent efni | 801 orð

Síðasti neysludagur eða best fyrir ­ hver er munurinn?

MERKING sem gefur til kynna geymsluþol er mikilvægur þáttur í öryggi matvæla og þar með neytenda. Fyrir framleiðendur er rétt merking hluti af innra eftirliti (gæðaeftirliti) matvælafyrirtækja. Hér verður leitast við að leiðrétta misskilning sem virðist gæta nokkuð víða um merkingu geymsluþols matvæla, Meira
22. júní 1995 | Aðsent efni | 1499 orð

Svar brunamálastjóra við umfjöllun fjölmiðla um embættisfærslur hans

UNDIRRITAÐUR kysi helst, að komast hjá að taka þátt í því fjölmiðlafári, sem ríkt hefur undanfarið um Brunamálastofnun og störf hans sem brunamálastjóra. Umræðan er hins vegar komin út á slíkar brautir rangfærslna og ósanninda, að bæði varðar hag brunamála í landinu svo og æru undirritaðs sem embættismanns. Meira
22. júní 1995 | Velvakandi | 260 orð

Tryggingar sem snúast um fólk?

FYRIR tæpum átta árum lenti ung stúlka í því að festast í drifskafti sem tengt var dráttarvél. Hún slapp nokkuð vel. Hún hélt lífsviljanum og þeim styrk sem þarf til að sætta sig við lýti og missi. Þessi unga stúlka, þá aðeins þrettán ára gömul, missti vinstri handlegg, svo og höfuðleðrið og svei mér þá ef eyrun fóru ekki líka. Skítt með það. Meira
22. júní 1995 | Velvakandi | 525 orð

vo sannarlega setja hvítir kollar nýstúdentanna skemmti

vo sannarlega setja hvítir kollar nýstúdentanna skemmtilegan svip á þjóðhátíðardaginn í Reykjavík og reyndar annars staðar. Einhvern veginn hefur þetta þó breyst í áranna rás og stúdentarnir víða horfið í fjöldann. Meira
22. júní 1995 | Velvakandi | 134 orð

Þakkir fyrir viðtökur

Á SÍÐUSTU dögum skólastarfs í maí fóru flestir bekkir skólans í einhvers konar vorferðir með kennurum sínum ásamt foreldrum í mörgum tilvikum. Hvarvetna fékk okkar fólk góðar viðtökur og naut aðstoðar og fræðslu góðviljaðra manna við skipulagningu og framkvæmd. Foreldrar brugðust vel við og starfsmenn sýndu lofsvert framtak. Fyrir það ber að þakka. Meira
22. júní 1995 | Velvakandi | 286 orð

Þingmenn láta hanka sig

FYRR MÁ nú rota en dauðrota. Ég hef ætíð talið það sjálfsagt að bera virðingu fyrir elsta þjóðþingi heims og þeim sem þar hafa seturétt. Þar sem eðlilegur unglingur fær ekki frið til að stunda nám sitt fyrir fréttaskýringum af stjórnarskrárbrotum þingmanna fæ ég ekki orða bundist. Meira

Minningargreinar

22. júní 1995 | Minningargreinar | 812 orð

Hallfríður Guðmundsdóttir Beck

Litskrúðugt er lífið, myndir þess misleitar og margbreytilegar. Þar er mörg örlagasagan aldrei skráð og enginn fær í innstu hugskot skyggnzt. Mat okkar á verðmætum lífsins er enda margslungið og oft svo öfugsnúið í raun, þar sem einskisverð ytri tákn bera innri dýrleika ofurliði. Svo verður oft einnig um mat okkar á mörgu því sem unnið er svo víða á vettvangi. Meira
22. júní 1995 | Minningargreinar | 117 orð

HALLFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR BECK

HALLFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR BECK Hallfríður Guðmundsdóttir Beck var fædd á Bíldudal 17. febrúar 1915. Hún lést á elliheimilinu í Neskaupstað 10. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorbjörg Guðmundsdóttir ljósmóðir og Guðmundur Arason. Hún var fimmta í röðinni af tíu systkinum. Hallfríður giftist 7. Meira
22. júní 1995 | Minningargreinar | 816 orð

Jón Vigfússon

Er ég sest niður og hugsa til baka sækja að mér minningar um okkar góða kunningsskap og langt samstarf í gegnum tíðina, þar sem aldrei bar skugga á. Minningarnar snúast þó fyrst og fremst um hressan, jákvæðan og góðan dreng. Sjómannsferill Jóns hófst hjá Skipadeild Sambandsins árið 1957, en þar starfaði hann sem messadrengur, viðvaningur og háseti til ársins 1962. Meira
22. júní 1995 | Minningargreinar | 358 orð

Jón Vigfússon

Í dag kveðjum við hinsta sinn, skipstjóra okkar Jón Vigfússon. Við sem höfum starfað með honum á ms. Bakkafossi, viljum minnast hans í fáum orðum. Fyrir tæpum þremur árum var ákveðið að setja íslenska áhöfn á ms. Bakkafoss. Þar valdist saman hópur manna, sem flestir höfðu starfað saman áður. Ekki var strax ákveðið hver yrði fastur skipstjóri. Meira
22. júní 1995 | Minningargreinar | 397 orð

Jón Vigfússon

Stormurinn ýlir, sjórinn gengur á hafnargarðinn eða "Molan" eins og heimamenn kalla garðinn í Þórshöfn í Færeyjum. Útsýn er lítil, nánast engin. Þokan og myrkrið safna saman liði með Kára veturkóngi. Í stuttu máli sagt er arfavitlaust veður í Þórshöfn og næsta nágrenni. Ekki hundi út sigandi. Allt í einu í þessu ekki svo góða veðri birtist Bakkafoss. Meira
22. júní 1995 | Minningargreinar | 173 orð

Jón Vigfússon

Fallinn er í valinn sægarpurinn Jón "Foss" Vigfússon. Af fullu ferðinni var sett á stopp. Þegar sól fór hækkandi og dagarnir urðu bjartari hvarf sólin snögglega úr hádegisstað, ævidagar voru á enda runnir. Sjálfsagt, ekkert mál voru orð sem voru tungunni töm. Ekki hægt, seinna eða útilokað voru orð sem ekki voru viðhöfð. Jákvæðni og starfsgleði einkenndu allar hans gjörðir. Meira
22. júní 1995 | Minningargreinar | 260 orð

Jón Vigfússon

Í dag er kvaddur hinstu kveðju fyrrum starfsfélagi minn og góðkunningi Jón Vigfússon skipstjóri. Á stundu sem þessari setur mann hljóðan og hugur reikar til liðinna ára og þess sem á dagana hefur drifið. Meira
22. júní 1995 | Minningargreinar | 255 orð

Jón Vigfússon

Mig langar til að minnast góðs félaga og samstarfsmanns með fáum orðum. Það er ekki auðvelt að segja skilið við jafn góðan félaga og Jón var og þá sérstaklega þegar hugsað er til þess hversu fljótt hann var tekinn frá okkur. Þau ár sem við störfuðum saman hjá Eimskipi munu ætíð verða mér eftirminnileg og þá sérstaklega sá léttleiki, samstarfsvilji og kapp sem ávallt fylgdi Jóni. Meira
22. júní 1995 | Minningargreinar | 415 orð

Jón Vigfússon

Jón var fjórði í röðinni af fimm sonum hjónanna Vigfúsar Guðmundssonar og Guðrúnar Jónsdóttur, sem bjuggu á Selfossi. Uppvaxtarár bræðranna fimm voru lífleg enda var aldursmunur þeirra lítill. Eins og venja var á þeim tíma voru strákar sendir í sveit og Jón varð sumarpiltur að Oddgeirshólum í Hraungerðishreppi hjá Elínu Briem og sonum hennar Ólafi, Guðmundi og Jóhanni. Meira
22. júní 1995 | Minningargreinar | 107 orð

JÓN VIGFÚSSON

JÓN VIGFÚSSON Jón Vigfússon fæddist 22. maí 1938 á Selfossi. Hann lést á Landspítalanum 14. júní sl. Foreldrar hans voru Vigfús Guðmundsson, bifreiðastjóri og sjómaður, d. 1990, og Guðrún Jónsdóttir, d. 1950. Meira
22. júní 1995 | Minningargreinar | 123 orð

Jón Vigfússon Elsku pabbi minn, ég get aldrei vitað það með vissu, en ég vil trúa því að þér líði vel núna og að nú dveljir þú

Elsku pabbi minn, ég get aldrei vitað það með vissu, en ég vil trúa því að þér líði vel núna og að nú dveljir þú meðal vina og vandamanna sem hafa tekið vel á móti þér. Mér líður ekki vel þegar ég hugsa um framtíð mína án þín, en þó róast hugur minn þegar ég hugsa um öll árin sem við áttum saman og hvað mér leið alltaf vel hjá þér. Meira
22. júní 1995 | Minningargreinar | 512 orð

Kristín Skúladóttir

Sú staðreynd að Stína frænka og amma mín voru systkinabörn varð mér ekki almennilega ljós fyrr en ég stálpaðist og kom mér þá hálft í hvoru á óvart að skyldleiki okkar væri ekki nánari. Stína var nefnilega jafnóaðskiljanlegur hluti fjölskyldunnar og æskuheimilisins og afi og amma. Meira
22. júní 1995 | Minningargreinar | 801 orð

Kristín Skúladóttir

Látin er í hárri elli heiðurskonan Kristín Skúladóttir frá Keldum á Rangárvöllum. Henni kynntist undirrituð fyrst í bernsku í stórfjölskyldunni á Sigurðarstöðum og Sunnuhvoli í Bárðardal. Vorið 1936 giftist Kristín Sigurði Jónssyni, bóndasyni á Sigurðarstöðum og flutti þangað með búslóð sína þ.á m. hest og kú sunnan af Rangárvöllum. Meira
22. júní 1995 | Minningargreinar | 542 orð

Kristín Skúladóttir

Það var vor í lofti um miðjan maí árið 1936. Harður snjóavetur var á enda. Snjórinn minnkaði og jörðin grænkaði. Það ríkti eftirvænting hjá heimilisfólkinu á Sigurðarstöðum í Bárðardal. Þar bjuggum við bóndi minn Sölvi Jónsson og lítil dóttir á fyrsta ári. Einnig var í heimilinu "Frænkan" góða, Þuríður Jónsdóttir prjónakona, föðursystir Sölva. Meira
22. júní 1995 | Minningargreinar | 572 orð

Kristín Skúladóttir

Hún tengdamóðir mín blessuð, Kristín Skúladóttir frá Keldum, hefur kvatt þennan heim. Hún hafði þráð það í langvinnum veikindum að fá að fara með friði. Henni hlotnaðist það og "sofnaði burt úr heimi" á sólríkum degi þegar sumarið var allt í einu komið til Reykjavíkur, vorlaust að kalla eftir langan íslenskan vetur. Hún hélt góðu minni og skýrri hugsun fram undir það síðasta. Meira
22. júní 1995 | Minningargreinar | 286 orð

KRISTÍN SKÚLADÓTTIR

KRISTÍN SKÚLADÓTTIR Kristín Skúladóttir fæddist á Keldum 30. mars 1905. Hún lést á dvalarheimilinu Droplaugarstöðum í Reykjavík 13. júní síðastliðinn, níræð að aldri. Foreldrar hennar voru Svanborg Lýðsdóttir frá Hlíð í Gnúpverjahreppi og Skúli Guðmundsson frá Keldum, sem bjuggu þar í 50 ár. Meira
22. júní 1995 | Minningargreinar | 485 orð

Sigurður Magnús Sólmundarson

Hvílík harmafregn það var er lát Sigurðar barst mér símleiðis. Skömmu áður höfðum við verið að rabba saman. Hann svo hress og glaður sem vandi hans yfirleitt var. Ekkert virtist fjarstæðara en að dauðinn biði á næsta leiti. Hve lífið er hverfult. Enginn veit staðinn né stundina. "Ó, hve getur undraskjótt ­ yfir skyggt hin dimma nótt. Meira
22. júní 1995 | Minningargreinar | 32 orð

SIGURÐUR M. SÓLMUNDARSON

SIGURÐUR M. SÓLMUNDARSON Sigurður Magnús Sólmundarson, húsgagnasmiður, handavinnukennari og myndlistarmaður, fæddist 1. október 1930 í Borgarnesi. Hann lést af slysförum 3. júní síðastliðinn. og var útför hans gerð frá Hveragerðiskirkju 10. júní. Meira

Viðskipti

22. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 313 orð

Ál tapar dósastríðinu

EVRÓPSKIR stálframleiðendur halda því fram að þeir muni ná undirtökum á 4 milljarða dollara drykkjardósamarkaði Evrópu og bera álframleiðendur ofurliði. Jafnframt hefur British Steel skýrt frá smíði fyrstu stóru verksmiðjunnar í Evrópu, sem mun framleiða dósarlok úr stáli búnum sérstökum upptökurum. Meira

Daglegt líf

22. júní 1995 | Neytendur | 234 orð

Farið varlega með C-vítamín

VANTI fólk C-vítamín í kroppinn kunna væg einkenni að koma í ljós eins og almenn þreyta, slappleiki, lystarleysi, blæðingar undir húð og marblettir. Að sögn Hólmfríðar Þorkelsdóttur hjá Manneldisráði er C-vítamín aðallega að fá úr ávöxtum og grænmeti. Paprika er t.d. mjög C-vítamínrík og appelsínur, sítrónur og greip líka. Meira
22. júní 1995 | Neytendur | 390 orð

Íslensk fjallagrös í nýjum búningi

FJALLAGRÖS hafa gagnast landanum frá örófi gegn kvefi og alls kyns kvillum. Þau hafa oftast verið notuð í fjallagrasaseyði, annað hvort í mjólk eða vatn og drukkin eða notuð í bakstra við bólgum. Ekki hafa Íslendingar einir nýtt fjallagrösin til átu, því að þau hafa verið vinsæl heilsubót víða í Evrópu, t.d. Meira
22. júní 1995 | Neytendur | 423 orð

SYfir 300 tilboð á Kringlukasti

ÞAÐ verða yfir 300 mismunandi tilboð á boðstólum, kaupleikurinn stóri-afsláttur" og happdrætti," segir Einar I. Halldórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar, en frá fimmtudegi til laugardags efnir Kringlan til Kringlukasts, sem eru sérstakir tilboðsdagar sem haldnir eru þrisvar á ári. Meira
22. júní 1995 | Neytendur | 237 orð

Vistvæn barnaleiktæki

FYRIR hálfu ári stofnuðu hjónin Ólafur Baldvinsson, húsasmíðameistari, og Margrét Héðinsdóttir fyrirtækið "Barnagaman", sem framleiðir barnaleiktæki undir vöruheitinu "Óli prik". Á boðstólnum eru kastalar, rólur, sandskip, leikjahús, klifurgrindur, vinnuborð, minigolfbrautir og sitthvað fleira. Meira

Fastir þættir

22. júní 1995 | Fastir þættir | 285 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Félags e

SPILAÐUR var tvímenningur föstudaginn 9. júní. 14 pör mættu og urðu úrslit þessi: Eysteinn Einarsson - Baldur Ásgeirsson186 Fróði Pálsson - Karl Adolfsson178 Ingiríður Jónsdóttir - Bragi Salmómonsson177 Júlíus Ingibergsson - Jósef Sigurðsson177 Meðalskor156 Spilaður var tvímenningur þriðjudaginn 13. júní. 22 pör mættu, tveir riðlar A­B. Meira

Íþróttir

22. júní 1995 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KARLA ´IA 4

1. DEILD KARLA ´IA 4 4 0 0 8 1 12KR 4 3 0 1 7 4 9KEFLAV´IK 5 2 2 1 4 3 8BREIÐABLIK 5 2 1 2 6 7 7FH 4 2 0 2 6 6 6´IBV 4 1 1 2 10 5 4FRAM 4 1 1 2 2 7 Meira
22. júní 1995 | Íþróttir | 362 orð

Aftur sigur hjá New Jersey

New Jersey Devils hélt áfram á sigurbraut á útivelli og vann Detroit Red Wings 4:2 í öðrum leik liðanna af mest sjö um Stanleybikarinn í fyrrinótt. New Jersey hefur sigrað í 10 af 11 útileikjum liðsins í úrslitakeppninni, sem er met, en í fjórum af sjö heimaleikjum. Meira
22. júní 1995 | Íþróttir | 68 orð

Arnar Grétarson vann boltann á 56. mín., fyrir utan vítate

Arnar Grétarson vann boltann á 56. mín., fyrir utan vítateig Keflavíkur vinstra megin, lék á varnarmenn og lék upp að endalínu við markteig og gaf þaðan fyrir út í vítateiginn þar sem Gústaf Ómarsson skaut viðstöðulausu skoti frá vítapunkti í vinstra markhornið. Kjartan Einarsson tók hornspyrnu frá hægri á 78. Meira
22. júní 1995 | Íþróttir | 138 orð

Breiðablik - Keflavík1:1 Kópavogsvöllur, Íslandsmótið í kna

Kópavogsvöllur, Íslandsmótið í knattspyrnu - 1. deild karla, 21.júní. Aðstæður: SA strekkingvindur og 11 gráðu hiti, völlurinn var blautur eftir rigningu dagsins. Mark Breiðabliks: Gústaf Ómarsson (56.). Mark Keflavíkur: Ragnar Margeirsson (78.). Gult Spjald: Gústaf Ómarsson, Breiðabliki (6. Meira
22. júní 1995 | Íþróttir | 75 orð

Carlos Alberto Parreira til Fenerbahce

CARLOS Alberto Parreira gerði samning til eins árs við tyrkneska liðið Fenerbahce um helgina en Króatinn Tomislav Ivic tók við liðinu í janúar eftir að Þjóðverjinn Holger Osieck hafði verið rekinn. Brasilía varð heimsmeistari í fyrra undir stjórn Parreiras og í kjölfarið gerðist hann þjálfari hjá Valencia á Spáni en var látinn fara þaðan fyrir hálfum mánuði. Meira
22. júní 1995 | Íþróttir | 314 orð

Einar og Mökkur með góða stöðu

AEinar ¨Oder Magnússon og Mökkur frá Þóreyjarnúpi eru stigahæstir eftir fyrsta dag úrtökunnar fyrir HM. Urðu þeir stigahæstir í gæðingaskeiði, í öðru sæti í fimmgangi og slaktaumatölti og þykir staða þeirra nokkuð vænlega það sem komið er. Staðan er aftur mjög óljós þar sem til dæmis Sigurður Matthíasson á Huginn frá Kjartansstöðum og fleiri eiga eftir að keppa í tölti. Meira
22. júní 1995 | Íþróttir | 631 orð

Engar strætisvagnaferðir í gegnum vörn Skagamanna

STÓRLEIKUR 5. umferðar fer fram á Skipaskaga í kvöld þegar bikarmeistararnir úr Vesturbænum reyna að hefna fyrir hrikaleg útreið úr síðustu viðureign við Skagamenn, Íslandsmeistarana, sem unnu þá 5:0 í meistarakeppninni á Akranesi í vor. Meira
22. júní 1995 | Íþróttir | 396 orð

Golf

Meistaramótið hófst á sunnudaginn og því lýkur á föstudaginn. Meistaraflokkur karla: Hjalti Pálmason7779 156 Þorkell Snorri Sigurðarson7786 186 Sturla Ómarsson7787 164 Sæmundur Pálsson7986 165 Einar Long Þórisson8086 166 Sigurður Hafsteinsson7690 166 Viggó Meira
22. júní 1995 | Íþróttir | 581 orð

Hressilegt í rokinu í Kópavogi

BREIÐABLIK og Keflavík skildu jöfn í kaflaskiptum leik í leiðindaknattspyrnuveðri á Kópavogsvelli í gærkvöldi, lokatölur 1:1. En þrátt fyrir að veðurguðirnir væru ekki leikmönnum hagstæðir í Kópavoginum í gær reyndu leikmenn beggja liða lengst af að halda knettinum niðri og náðu oft á tíðum að leika góða knattspyrnu. Meira
22. júní 1995 | Íþróttir | 35 orð

Í kvöld Knattspyrnakl. 20

Knattspyrnakl. 20 1. deild karla: Vestmannaeyjar:ÍBV - FH Akranes:ÍA - KR Grindavík:Grindavík - Fram Valsvöllur:Valur - Leiftur 2. deild: Fylkisvöllur:Fylkir - Stjarnan Garður:Víðir - Víkingur R. 4. Meira
22. júní 1995 | Íþróttir | 378 orð

KR: Kristján Finnbogason - Þor móður Egilsson,

KR: Kristján Finnbogason - Þor móður Egilsson, Óskar Hrafn Þor valdsson, Brynjar Gunnarsson, Sig urður Örn Jónsson, Izudin Daði Dervic - Heimir Guðjónsson (Sig urður Ómarsson 84.), Salih Heimir Porca, Einar Þór Daníelsson (Ás mundur Haraldsson 90.) - Mihajlo Bibercic, Hilmar Björnsson. Meira
22. júní 1995 | Íþróttir | 151 orð

Körfuknattleikur

Evrópukeppni landsliða Evrópukeppnin hófst í gær í Aþenu í Grikklandi. Rússland - Finnland126:74 Sergei Babkov 19, Vasili Karasev 17, Sergei Bazarevich 16 - Martti Kuisma 13, Sakari Pehkonen 10, Riku Marttinen 9. Meira
22. júní 1995 | Íþróttir | 534 orð

Margir kylfingar fóru halloka gegn veðrinu

KYLFINGAR sem þátt taka í meistaramótum þessa dagana fengu að kynnast íslensku sumarveðri eins og það verst getur orðið í gær. Fjórir klúbbar halda meistaramót sín þessa dagana, Golfklúbbur Reykjavíkur, Keilir, Golfklúbbur Suðurnesja auk þess sem keppt er í meistaraflokki hjá Leyni á Akranesi. Meira
22. júní 1995 | Íþróttir | 325 orð

Martha í biðstöðu

Martha Ernstsdóttir, hlaupari, fékk ekki styrk þegar úthlutað var úr afreksmannasjóði Íþróttasambands Íslands fyrir skömmu en Frjálsíþróttasamband Íslands fékk 200.000 kr. eingreiðslu sem var eyrnarmerkt henni fyrir fyrri hluta ársins. Friðjón B. Meira
22. júní 1995 | Íþróttir | 55 orð

Miðnæturhlaup í 3. sinn

Miðnæturhlaup á Jónsmessu fer fram í þriðja þann 23. júní, annað kvöld, og hefst kl. 23 við sundlaugarnar í Laugardal. Hlaupið er um Laugardalinn, frá sundlaugunum þar sem skráning fer fram. Boðið er upp á tvær vegalengdir sem eru 10 km með tímatöku og flokkaskiptingu og 3 km á tímatöku og flokkaskiptingar. Meira
22. júní 1995 | Íþróttir | 229 orð

M.L. Carr tekur við Boston

GAMLA kempan M.L. Carr, fyrrum leikmaður Boston Celtics og síðan yfirmaður körfuknattleiksmála félagsins, hefur nú einnig tekið við þjálfun liðsins í kjölfar þess að Chris Ford var rekinn eftir slakt tímabil. Það er takmark mitt að koma Boston á toppinn í NBA. Við erum búnir að leita að nýjum þjálfara í NBA, háskólum og menntaskólum en fundum ekki neinn frambærilegan. Meira
22. júní 1995 | Íþróttir | 118 orð

Portúgal 35.000 knattspyrnuáhugamenn frá Portúgal mættu á Parc des Princes-leikvöllinn í París til að sjá þriðja leik Porto og

Portúgal 35.000 knattspyrnuáhugamenn frá Portúgal mættu á Parc des Princes-leikvöllinn í París til að sjá þriðja leik Porto og Benfica í meistarakeppni Portúgals 1993-94. Liðin höfðu gert jafntefli 1:1 í Lissabon og 0:0 í Porto og mættust í París tíu mánuðum eftir að seinni viðureigninni lauk. Porto - Benfica1:0 Domingos (50.). Vináttuleikur Meira
22. júní 1995 | Íþróttir | 307 orð

PORTÚGALSKI

PORTÚGALSKI landsliðsmaðurinn Paulo Futre, sem hefur leikið með Reggiana á Ítalíu, sagði í gær þar sem hann var staddur í Algarve í Portúgal, að hann væri á leið til Ítalíu á föstudaginn, eða í næstu viku, til að skrifa undir samning við AC Milan. Meira
22. júní 1995 | Íþróttir | 148 orð

Roy McFarland tekur við Bolton

»BOLTON, liðið sem Guðni Bergsson leikur með, hefur ráðið Roy McFarland sem eftirmann Bruce Rioch, fyrrum framkvæmdastjóra félagsins, sem fór til Arsenal. McFarland var áður hjá Derby en samningur hans var ekki endurnýjaður þar. Honum til aðstoðar verður Colin Todd, sem var aðstoðarmaður Rioch. Meira
22. júní 1995 | Íþróttir | 89 orð

Setningu Pollamótsins frestað í Eyjum

Veðurguðirnir settu heldur betur strik í reikninginn í sambandi við hið árlega Pollamót í knattspyrnu í Vestmannaeyjum - þar sem ekki var flogið til Eyja eftir hádegi í gær, komust nokkur lið þangað fyrr en sjóleiðina með Herjólfi í gærkvöldi. Því var ákveðið að fresta setningu mótsins, sem er fyrir leikmenn í sjötta aldursflokki. Meira
22. júní 1995 | Íþróttir | 66 orð

Veðurbarnir kylfingar

STÆRSTU golfklúbbar landsins halda meistaramót sín í þessari viku og kylfingar á suð-vesturhorninu fengu að kynnast óblíðri veðráttu, roki og rigningu í gær. Myndin er tekin á átjándu flötinni í Grafarholtinu þegar meistaraflokksmenn luku öðrum keppnisdegi sínum. Sigurður Hafsteinsson [til hægri] þakka Hjalta Pálmasyni fyrir hringinn. Meira
22. júní 1995 | Íþróttir | 594 orð

Vilja ekki að Hinrik keppi í Sviss

HVORKI stjórn F.E.I.F. (alþjóðasamband eigenda íslenskra hesta) né forráðamenn heimsmeistaramótsins í Sviss telja við hæfi að Hinrik Bragason mæti þar og keppi fyrir hönd Íslands á mótinu. Þessi skoðun kemur fram í bréfi sem forseti F.E.I.F. Lasse Eklund sendi Landsambandi hestamannafélaga og Bændasamtökum Íslands sem eru handhafar aðildar Íslands að samtökunum. Meira
22. júní 1995 | Íþróttir | 522 orð

YOELVIS Quesada

YOELVIS Quesada frá Kúbu stökk 17,97 metra í þrístökki á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Madríd á Spáni í fyrrakvöld. Meira
22. júní 1995 | Íþróttir | 6 orð

(fyrirsögn vantar)

22. júní 1995 | Íþróttir | 2 orð

(fyrirsögn vantar)

VÍKINGALOTTÓ:5918243243/31130 » Meira

Úr verinu

22. júní 1995 | Úr verinu | 1322 orð

"Frétti fyrst af sviptingunni í fjölmiðlum"

Skipstjórar netaveiðibátanna sem Sjávarútegsráðuneytið svipti veiðileyfi í vikutíma fyrir að hafa hent þorski fyrir borð að veiðieftirlitsmönnum ásjáandi eru gagnrýnir fyrir meðferð málsins í ráðuneytinu. Meira

Viðskiptablað

22. júní 1995 | Viðskiptablað | 914 orð

Af rekstri Hampiðjunnar í Portúgal Íslensk tækniþekking Hampiðjunnar gerir það að verkum að framleiðslan í Balmar er sú besta

HAMPIÐJAN er eitt fárra íslenskra fyrirtækja sem hafa nýtt sérþekkingu sína í fyrirtækjarekstri á erlendri grund. Hampiðjan rekur dótturfyrirtæki í Pombal í Portúgal en þar er framleitt netagarn sem Hampiðjan notar í framleiðslu sína á Íslandi. Meira
22. júní 1995 | Viðskiptablað | 210 orð

Auka útflutning um allt að 250%

FIMM íslensk fyrirtæki tóku þátt í verkefninu "Útflutningsaukning og hagvöxtur" á vegum Útflutningsráðs, sem staðið hefur yfir undanfarið ár. Þetta er þróunarverkefni fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem hafa áhuga á að hefja útflutning eða festa í sessi útflutning sem þegar er hafinn. Verkefni þetta er hið fimmta í röðinni á vegum Útflutningsráðs. Meira
22. júní 1995 | Viðskiptablað | 1183 orð

Barist um bílalánin Vaxandi ásókn er í bílalán þrátt fyrir töluverðan kostnað af þeim en vaxta- og lántökukostnaður af 500

KAUPANDI milljón króna bíls sem tekur helming verðsins eða 500 þúsund krónur að láni til þriggja ára með svonefndu bílaláni fjármálafyrirtækja greiðir kringum 1,1 milljón vegna kaupanna þegar búið er að bæta við áætluðum vöxtum og lántökukostnaði. Meira
22. júní 1995 | Viðskiptablað | 263 orð

Breytingar hjá Landsbankanum

NOKKRAR breytingar hafa orðið á svæðisstjóra- og útibússtjórastöðum hjá Landsbankaum.. BIRGIR B. Jónsson hefur verið ráðinn svæðisstjóri við útibú bankans á Akranesi. Birgir er fæddur 1943 og hefur starfað hjá Landsbankanum í 34 ár. Birgir var sl. 9 ár útibússtjóri og síðar svæðisstjóri í útibúi bankans á Ísafirði. Meira
22. júní 1995 | Viðskiptablað | 1596 orð

Bætt nýting skattfjár Að sumu leyti verður að líta á ríkisreksturinn sömu augum og stjórnendur fyrirtækja gera, segir Þór

ÞAÐ SEM af er þessum áratug hafa útgjöld hins opinbera vaxið í flestum OECD- ríkjanna. Í ár er talið að opinber útgjöld muni nema um 51% af VLF að meðaltali í OECD-löndunum samanborið við 43% árið 1979. Þessi mikla aukning opinberra útgjalda er áhyggjuefni og ef stjórnvöld ætla sér að stöðva hana, er nauðsynlegt að draga úr umsvifum hins opinbera og auka skilvirkni í opinberum rekstri. Meira
22. júní 1995 | Viðskiptablað | 91 orð

Christiania sigurvegari

SPAREBANKEN NOR í Noregi hefur viðurkennt ósigur í baráttunni um yfirráðin yfir Norgeskreditt. Sparebanken hefur tjáð sig fúsan að selja sigurvegaranum, Christiania Bank & Kreditkasse, 10% hlut sinn í Norgeskreditt. Sparebanken kvaðst gera sér grein fyrir að hann gæti ekki eignazt 90% hlut í Norgeskreditt eins og hann hafði stefnt að. Meira
22. júní 1995 | Viðskiptablað | 1321 orð

DRAUMUR AÐ VERULEIKA Subway er orðin önnur stærsta skyndibitakeðja í heiminum og hefur vöxtur fyrirtækisins verið ævintýralegur

SUBWAY er á góðri leið með að verða stærsta skyndibitakeðja heims. Á undanförnum átta árum hefur Subway-veitingastöðum fjölgað úr 1.000 í 11.000, eða um rúmlega eitt þúsund staði á ári. Aðeins McDonalds er stærri, með tæplega 15.000 veitingastaði. Meira
22. júní 1995 | Viðskiptablað | 2534 orð

Eftirlaunamál í brennidepli

Dagana 8. til 11. maí sl. birti dagblaðið USA Today úttekt á eftirlaunamálum Bandaríkjamanna og var hún eitt af meginviðfangsefnum blaðsins alla fjóra dagana. Bandaríkjamenn og raunar flestar aðrar vestrænar þjóðir hafa áhyggjur af þeim miklu breytingum á þjóðfélagsþáttum sem eru framundan þegar stóru eftirstríðsárgangarnir koma að starfslokum. Meira
22. júní 1995 | Viðskiptablað | 104 orð

Eureka til iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis

MENNTAMÁLARÁÐHERRA og iðnaðar- og viðskiptaráðherra hafa ákveðið að umsjón með þátttöku Íslands í Eureka vísindaáætluninni verði flutt frá menntamálaráðuneyti til iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis. Eureka er samstarf 23 Evrópuríkja á sviði tækni og iðnþróunar. Samkomulag ráðherranna var kynnt á ríkisstjórnarfundi nýverið og tók breytingin gildi 1. júní. Meira
22. júní 1995 | Viðskiptablað | 271 orð

Fjórðungs söluaukning á ullarbandi hjá Ístexi

VERULEGUR árangur náðist í markaðssetningu ullarbands hjá Ístexi - Íslenskum textíliðnaði hf. á síðasta ári. Velta félagsins nam alls um 339 milljónum á árinu og jókst um 23% frá árinu áður. Þar af jókst innanlandssala um 19% og útflutningur um 29%. Aukningin erlendis er eingöngu á mörkuðum í Norður-Ameríku en sala til Evrópulanda stóð í stað. Meira
22. júní 1995 | Viðskiptablað | 10 orð

FYRIRTÆKIDraumur að veruleika /4

FYRIRTÆKIDraumur að veruleika /4 FJÁRMÖGNUNMisdýr bílalán /5 FJÁRMÁLEftirlaunin í b Meira
22. júní 1995 | Viðskiptablað | 335 orð

IBM-tölvur með Apple-kerfi

IBM hefur kynnt nýja kynslóð einmenningstölva, sem byggist á Power PC kubbnum, og hyggst selja tölvur með Macintosh-búnaði frá Apple á næsta ári ­ en það hefur ekki verið gert áður. Tilkynning um þetta frá IBM jafngildir stuðningi við Macintosh- kerfið, sem hefur lengi verið talið með beztu notendaskil fyrir einmenningstölvur, en horfið í skugga Windows-stýrikerfisins frá Microsoft, Meira
22. júní 1995 | Viðskiptablað | 211 orð

Málmsuðunámskeiði að ljúka

NÝLEGA lauk 222 stunda námskeiði í málmsuðu á vegum Fræðsluráðs málmiðnaðarins. Samið var við virta þýska rannsóknar- og kennslustofnun, Schwisstechnische Lehr- und Versuchsanstalt (SLV) í Duisburg og hefur öll framkvæmd námskeiðsins verið miðuð við reglur Samtaka evrópskra málmsuðufélaga og tæknistofnana, European Welding Fedaration, sem m.a. Meira
22. júní 1995 | Viðskiptablað | 110 orð

Mikilli söluaukningu spáð

HYDRO Seafood, eitt af stærstu fyrirtækjum heims í framleiðslu á eldislaxi, hyggst setja á laggirnar eigið sölufyrirtæki. Talsmenn þess gera ráð fyrir mikilli söluaukningu á næstu árum, það sem af er árinu hefur hún verið um 30%. Meira
22. júní 1995 | Viðskiptablað | 576 orð

Mikils vænst af Aflvaka

AÐALFUNDUR Aflvaka Reykjavíkur hf. var haldinn í vikunni. Við það tækifæri var nafni félagsins breytt í Aflvaka hf. en Hafnarfjarðarbær mun festa kaup á 20% hlut í því. Fyrirtækið á nú þriggja missera starf að baki og hefur á þeim tíma unnið að fjölbreyttum verkefnum sem ætlað er að renna stoðum undir atvinnulíf á höfuðborgarsvæðinu í einni eða annarri mynd. Meira
22. júní 1995 | Viðskiptablað | 143 orð

Ný gerð myndbandsdiska frá Hitachi

JAPANSKA fyrirtækið Hitachi hefur náð nýjum áfanga í gerð stafrænna myndbandsdiska (DVD) þar sem koma má fyrir 28 sinnum meira efni en á venjulegum tölvudiskum. Diskurinn er á stærð við venjulegan tölvudisk og talið er að hann muni taka við af myndbandsspólum og geisladiskum sem eru notaðir fyrir tölvu- og myndbandsleiki. Meira
22. júní 1995 | Viðskiptablað | 326 orð

Nýr skráningarhugbúnaður í stjórnarr

NÝLEGA undirritaði nefnd á vegum ráðuneytanna fyrir hönd Stjórnarráðsins samning við fyrirtækið Hugvit hf. um kaup á Lotus Notes hugbúnaði fyrir stjórnarráðið og starfsmenn þess. Samningur þessi tekur jafnframt til kaupa á nýju skjala- og málaskráningakerfi er nefnist Málaskrá. Kerfið var þróað í samvinnu Hugvits hf. Meira
22. júní 1995 | Viðskiptablað | 128 orð

Nýtt blað rifið út í Hong Kong

NÝTT dagblað hefur hafið göngu sína í Hong Kong, tveimur árum áður en Kínverjar taka við stjórn nýlendunnar, og útgefandi þess er auðugur andstæðingur kommúnista. Blaðið, sem er gefið út á kínversku og nefnist Apple Daily, seldist upp á tæpum klukkutíma í sumum blaðsöluturnum. Kaupendum og vegfarendum voru gefin epli í tilefni atburðarins. Meira
22. júní 1995 | Viðskiptablað | 229 orð

Nýtt eyðublaðasafn frá Umgjörð

UMGJÖRÐ hf. hefur gefið út nýtt safn eyðublaða með yfirskriftinni. "skipulag og stjórnun". Um er að ræða 24 eyðublöð í Excel forritinu. Með safninu fylgja disklingar fyrir PC og Mac. tölvur og handbók þar sem fjallað er stuttlega um hvert eyðublað og birt mynd af því, að því er fram kemur í frétt. Við hönnun og framleiðslu var lögð áhersla á að eyðublöðin væru einföld í notkun. Meira
22. júní 1995 | Viðskiptablað | 130 orð

Nýtt fylgibréf í landflutningum.

VÖRUFLUTNINGAMIÐSTÖÐIN hf. og Landflutningar hf. hafa látið útbúa nýtt staðlað fylgibréf í landflutningum í samvinnu við Landvara, landsfélag vörubifreiðaeigenda á flutningaleiðum. Markmiðið með útgáfu þessa fylgibréfs er að auka öryggi í íslenskum landflutningum samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá Landvara. Meira
22. júní 1995 | Viðskiptablað | 163 orð

Olíuverð lækkar

OLÍUVERÐ lækkaði á mánudag og hefur ekki verið lægra í 13 vikur vegna hótunar forseta OPEC um að samtökin auki olíuframleiðslu vegna samkeppni Norðursjávarríkja. Nýr forseti OPEC, Erwin Jose Arrieta frá Venezúela, sagði að komið gæti til greina að samtökin hættu við núverandi kvótakerfi til þess að ná aftur markaðashlutdeild af Norðmönnum, Meira
22. júní 1995 | Viðskiptablað | 45 orð

Ráðinn tækniforstjóri hjá Vegagerðinni

GUNNAR H. Guðmundsson hefur verið ráðinn tækniforstjóri Norðurlandsumdæmis vestra. Gunnar varð stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði 1976. Hann lauk prófi í byggingartæknifræði frá Tækniskóla Íslands 1982 og varð byggingarverkfræðingur frá Aalborg Universitetscenter 1992. Meira
22. júní 1995 | Viðskiptablað | 440 orð

Samstarf hafið við samtök ráðstefnuskipuleggjenda

RÁÐSTEFNUDEILD Ferðaskrifstofu Íslands hefur gengið til samstarfs við CONGREX, samtök fyrirtækja sem sérhæfa sig í skipulagningu ráðstefna og funda. Aðalskrifstofur CONGREX eru í Hollandi en aðildarfyrirtæki eru nú í 15 löndum Evrópu, Bandaríkjunum, Suður- Ameríku og Asíu. Þessi fyrirtæki eru alls staðar leiðandi ráðstefnuskipuleggjendur á sínu svæði. Meira
22. júní 1995 | Viðskiptablað | 145 orð

Sími

SímiFramkvæmdastjórn Evrópubandalagsins samþykkti í gær reglugerðardrög sem kveða á um að ríkisstjórnum innan bandalagsins beri að auka frjálsræði á sviði farsímaþjónustu frá og með 1996. Þetta er gert til að ýta undir gífurlegan vöxt á þessu sviði. Miðað við samninginn um EES ættu þessar reglur einnig að gilda hér. Meira
22. júní 1995 | Viðskiptablað | 59 orð

Sjálfstæður ráðgjafi í markaðsmálum

ÞÓRÐUR Sverrisson hefur hafið störf sem sjálfstæður ráðgjafi í markaðsmálum. Þórður er viðskiptafræðingur af markaðssviði Háskóla Íslands 1982 og rekstrarhagfræðingur frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn1984. Meira
22. júní 1995 | Viðskiptablað | 170 orð

Skattaleg hvatning

RANNSÓKNARRÁÐ Íslands og Útflutningsráð Íslands standa að fundi um nýsköpun og skattalega hvatningu. Frummælandi er Dr. John Bell, aðstoðarráðuneytisstjóri og aðalráðgjafi áströlsku ríkisstjórnarinnar um vísinda- og tæknimál. Fundurinn verður í Skála á Hótel Sögu kl. 8.15 f.h. föstudaginn 23. júní. Meira
22. júní 1995 | Viðskiptablað | 147 orð

Skeljungsstöðin í Neskaupstað til sölu

VIÐRÆÐUR liggja niðri um kaup Olís á Shellstöðinni í Neskaupstað. Skeljungur er nú að rýma húsnæðið og verður það væntanlega auglýst til sölu á næstunni. Bensínstöð Skeljungs í Neskaupstað hefur verið lokuð frá síðustu mánaðamótum. Reksturinn hefur gengið illa og ákváðu forráðamenn Skeljungs því að loka stöðinni og hefja viðræður við Olís um sölu á henni. Meira
22. júní 1995 | Viðskiptablað | 242 orð

Skipulagsbreytingar hjá SVR

NÝTT stjórnskipulag var nýlega tekið í notkun hjá SVR. Starfseminni hefur verið skipt í þrjú svið, fjármála- og starfsmannasvið, þjónustusvið og markaðs- og þróunarsvið. Markmið skipulagsbreytinganna er að bæta stjórnsýslu SVRmeð skýrari verkaskiptingu, skilvirkari samskiptum, bættri upplýsingatækni og að styrkja starfsemina m.a. Meira
22. júní 1995 | Viðskiptablað | 271 orð

Steinsteypan hf. hefur framleiðslu

NÝJA steypustöðin í Hafnarfirði, Steinsteypan hf., fékk formlegt leyfi til starfseminnar sl. föstudag og er starfsemin að komast í fullan gang þessa dagana. Fyrsta stóra pöntunin verður afgreidd til verktaka sem vinna að byggingu undirganga undir Vesturlandsveg við Viðarhöfða. Þar er um að ræða nálægt 460 rúmmetra af steypu. Meira
22. júní 1995 | Viðskiptablað | 414 orð

Sterk viðbrögð við markaðsátaki erlendis

VAXANDI bjartsýni ríkir um að hægt verði að hefja framleiðslu á ný á heilsusalti í saltverksmiðjunni á Reykjanesi á þessu ári. Markvisst hefur verið unnið að því að kynna saltið erlendis og hafa sterk viðbrögð borist frá mörgum löndum í kjölfar umfjöllunar um saltið í heilsu- og læknatímaritum. Sala hefur þegar hafist til fyrirtækis í New York í Bandaríkjunum sem framleiðir tilbúna heilsurétti. Meira
22. júní 1995 | Viðskiptablað | 258 orð

Teymi hf. tekur við Oracleumboðinu

TEYMI HF. hefur tekið við umboði fyrir Oracle Corporation á Íslandi, en Oracle framleiðir hugbúnað til gagnavinnslu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Elvar Steinn Þorkelsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði á fréttamannafundi sem haldinn var í því tilefni að stefnt væri að aukinni markaðshlutdeild og betri þjónustu við viðskiptavini. Meira
22. júní 1995 | Viðskiptablað | 843 orð

Vaxandi ótti við fjármálakreppu í Japan

Á FUNDI helstu iðnríkjanna í Halifax í Kanada fyrr í mánuðinum óskuðu leiðtogar þeirra sjálfum sér og öðrum til hamingju með aukinn hagvöxt en voru þó dálítið kvíðafullir undir niðri. Það var vegna þess, að töluvert hefur dregið úr hagvexti í Bandaríkjunum. Meira
22. júní 1995 | Viðskiptablað | 134 orð

Verslunarráð vill veðlög

VERSLUNARRÁÐ hefur óskað eftir því við dómsmálaráðherra að hann leggi fram frumvarp til laga um samningsveð í upphafi haustþings og leggi áherslu á að það verði að lögum fyrir áramót. Frumvarpið hefur verið lagt fyrir Alþingi í þrígang en alltaf dagað uppi. Meira
22. júní 1995 | Viðskiptablað | 116 orð

Það er leikur að læra

SÚ NÝBREYTNI hefur verið tekin upp hjá Sjóvá-Almennum að börnum starfsmanna er boðið upp á tölvunámskeið. Góð aðstaða er til fræðslumála hjá félaginu og til að nota aðstöðuna betur í sumar var kannaður áhugi starfsmanna á tölvufræðslu fyrir börn þeirra, samkvæmt upplýsingum félagsins. Ákveðið var að bjóða 10-15 ára börnum upp á námskeið. Meira
22. júní 1995 | Viðskiptablað | 217 orð

Öryggisþjónustan opnar stjórnstöð

ÖRYGGISÞJÓNUSTAN hf. Malarhöfða 2 í Reykjavík hefur opnað stjórnstöð sem opin er allan sólarhringinn. Fyrirtækið er söluaðili fyrir C&K Systems þjófaviðvörunarkerfi og brunakerfi á Íslandi. Þessi kerfi er unnt að setja upp í fyrirtækjum, stofnunum og á heimilum og tengja við stjórnstöðina. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

22. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 166 orð

Yfirlit: Yfi

Yfirlit: Yfir Bretlandseyjum er kyrrstæð 1031 mb hæð og við S-Grænladnd er víðáttumikið 980 mb lægðasvæði sem þokast norður. Spá: Sunnan- og suðvestankaldi eða stinningskaldi og súld eða rigning, en styttir upp síðdegis norðaustan- og austanlands. Hiti 8-18 stig, hlýjast norðaustantil. Meira

Ýmis aukablöð

22. júní 1995 | Dagskrárblað | 989 orð

Skriplað á skötu

KVIKMYNDAGERÐ er gríðarlega flókin og margt sem þarf að henda reiður á. Ekki verður verkið auðveldara þegar fara á aftur í tímann og gera umhverfi myndarinnar trúverðugt með tilliti til umhverfis og aðstæðna, því erfitt og dýrt getur reynst að fjarlægja allar tímaskekkjur úr umhverfinu eða tryggja að allt sem fyrir augu ber komi heim og saman við sögulegar staðreyndir. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.