Greinar föstudaginn 23. júní 1995

Forsíða

23. júní 1995 | Forsíða | 399 orð

Afsögn Majors kaldrifjuð flétta

JOHN Major forsætisráðherra Breta tók í gær stærstu áhættu á stjórnmálaferlinum með því að segja af sér hlutverki leiðtoga Íhaldsflokksins og skora á andstæðinga sína að fara fram gegn sér í nýju leiðtogakjöri sem fram fer þriðjudaginn 4. júlí. Líklegasti mótframbjóðandi hans er sagður Norman Lamont fyrrverandi fjármálaráðherra. Meira
23. júní 1995 | Forsíða | 136 orð

Foster hafnað

HVERFANDI líkur eru á að tilnefning Henry Fosters í starf landlæknis Bandaríkjanna nái fram að ganga þar sem öldungadeild þingsins felldi öðru sinni í gær tillögu um að stöðva málþóf um tilnefninguna. Meira
23. júní 1995 | Forsíða | 149 orð

Gummer hellir sér yfir Dani

Á FUNDI umhverfisráðherra ESB í Luxemborg í gær jós John Gummer umhverfisráðherra Breta úr skálum reiði sinnar yfir Dani vegna afstöðu þeirra til Brent Spar, olíuborpalls Shell. Gummer sagði Dani ekki geta sagt mikið um mengunarmál, því þeir væru mestir mengunarvaldar allra þjóða í Evrópu. Meira
23. júní 1995 | Forsíða | 131 orð

Serbar vara Bildt við að hunsa sig

TVEIR létust og þrír slösuðust þegar fallbyssukúla sprakk á götu í Sarajevo í gær þar sem fólk beið eftir vatni. Hafa margir borgarbúar beðið bana við sömu aðstæður en Serbar hafa lokað fyrir vatn til borgarinnar. Bosníu-Serbar segja, að tilraunir til að koma á friði í landinu verði árangurslausar, verði leiðtogar þeirra hunsaðir. Meira
23. júní 1995 | Forsíða | 206 orð

Tsjetsjenar gefa eftir

TSJETSJENAR slökuðu talsvert á kröfum sínum er þeir náðu samkomulagi við Rússa um leiðir til að stuðla að friðsamlegri lausn deilunnar um Tsjetsjníju. Efasemdir eru þó uppi um að samningar takist í bráð. Meira

Fréttir

23. júní 1995 | Miðopna | 812 orð

67% skólabarna leita til hjúkrunarfræðings vegna vanlíðunar Alþjóðleg hjúkrunarráðstefna stendur nú yfir í Reykjavík og koma

SÓLFRÍÐUR Guðmundsdóttir, lektor við námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og skólahjúkrunarfræðingur, hefur undanfarin þrjú skólaár safnað upplýsingum um hvers vegna börn í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu leita til skólahjúkrunarfræðings. Sólfríður segir að niðurstöðurnar séu um margt athyglisverðar en 2. Meira
23. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 194 orð

70 sóttu um 22 byggingalóðir

SJÖTÍU umsóknir bárust um 22 lóðir með 28 íbúðum á nýju byggingasvæði á syðri brekkunni, sunnan Hjarðarlundar á Akureyri. Bygginganefnd mun úthluta lóðunum á fundi sínum í dag. Jón Geir Ágústsson byggingafulltrúi sagði að þetta væru fleiri umsóknir en sést hefðu í mörg ár á Akureyri þegar auglýstar eru lausar byggingalóðir og vissulega hlyti slíkt að vera tákn þess að betri tímar færu í hönd. Meira
23. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 312 orð

Allir hæstánægðir að byrja að vinna aftur

UM 300 manns hurfu út af atvinnuleysisskrá á Akureyri í gær þegar vinna hófst að nýju í frystihúsi Útgerðarfélags Akureyringa eftir þriggja vikna stöðvun vegna sjómannaverkfalls. Þá fóru um 50 manns af skránni á Grenivík í kjölfar þess að vinnsla hófst í frystihús ÚA þar. Meira
23. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 164 orð

Almenningssalerni í miðbæinn

BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur samþykkt að gera tilraun með leigu á klefum með salernisaðstöðu fyrir almenning sem settir verða upp á Miðbæjarsvæðinu. Guðmundur Guðlaugsson, yfirverkfræðingur Akureyrarbæjar, sagði að um væri að ræða tilraun sem standa á til næstu áramóta. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 98 orð

Athygli beint að eftirvögnum

LÖGREGLAN á Suðvesturlandi leggur, í samvinnu við Bifreiðaskoðun Íslands, sérstaka áherslu á eftirlit með eftirvögnum þessa dagana. Í frétt frá lögreglu segir að m.a. verði hugað að eftirvögnum dráttarvéla í tengslum við vinnuskólana, speglabúnaði dráttartækja með breiða eftirvagna flutningabifreiða og tjaldvagna. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 258 orð

Atvinnuþátttaka eykst samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofu Ísland

ATVINNUÞÁTTTAKA hefur aukist umtalsvert að undanförnu eftir stöðnun undanfarinna ára þrátt fyrir nánast óbreytt atvinnuleysi, skv. vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar og er áætlað að starfandi fólki á vinnumarkaði hafi fjölgað úr um 137.200 í apríl á seinasta ári, í um 138.700 í nóvember 1994 og um 140.200 í apríl á þessu ári eða um sem svarar 3.000 manns á einu ári, skv. niðurstöðum könnunarinnar. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 736 orð

Áhrif myndu aukast með ESB-aðild

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfaranndi yfirlýsing frá stjórn Evrópusamtakanna, sem hér birtist í heild: "Vegna ummæla Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, um Evrópumál í ávarpi á þjóðhátíðardaginn, 17. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 174 orð

Árangurslaus sáttafundur

BÚIST var við að sáttafundi í kjaradeilu starfsmanna álversins og viðsemjenda þeirra hjá ríkissáttasemjara yrði haldið áfram eitthvað fram eftir nóttu þegar Morgunblaðið fór í prentun um miðnætti en enginn árangur hafði þá náðst á samningafundum sem hófust kl. 15 í gær. Framleiðsla í álverinu stöðvast á miðnætti í kvöld, hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 396 orð

Áskorun um að halda fast á kröfum í deilunni

Á ANNAÐ hundrað starfsmenn álversins komu saman til baráttufundar fyrir utan húsnæði sáttasemjara í gær og samþykktu samhljóða ályktun þar sem lýst er fullum stuðningi við samninganefnd verkalýðsfélaganna. og hún hvött til að halda fast á kröfum starfsmanna í kjaradeilunni við ÍSAL. Verkalýðsfélögin gera samstarfssamning Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 205 orð

BRANDUR TÓMASSON

BRANDUR Tómasson, fyrrverandi yfirflugvirki, er látinn á 81. aldursári. Hann er fæddur á Hólmavík 21. september árið 1914, sonur hjónanna Tómasar Brandssonar, bónda og verslunarmanns, og Ágústu Lovísu Einarsdóttir. Meira
23. júní 1995 | Erlendar fréttir | 205 orð

Bretar hindra þýðingaráætlun

BRETAR stóðu á miðvikudag öðru sinni í vegi fyrir því að áætlun Evrópusambandsins (ESB), sem kölluð hefur verið Ariane og ætlað er að styrkja þýðingar og dreifingu á bókum sem skrifaðar eru á minna útbreiddum tungumálum aðildarríkjanna, yrði að veruleika. Meira
23. júní 1995 | Erlendar fréttir | 287 orð

Bretland og Þýzkaland deila um atkvæðagreiðslur

BREZKIR og þýzkir ráðamenn deila um hvort taka beri ákvarðanir um sum málefni á sviði hinnar sameiginlegu utanríkisstefnu Evrópusambandsins með atkvæðagreiðslu, í stað samhljóða samþykkis eins og nú tíðkast. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 623 orð

Brjóta efnahagsþvinganir gegn mannréttindalögum?

"INNAN rauða krossins eru uppi alvarlegar vangaveltur um hvort að notkun efnahagsþvingana, eins og í Írak, án þess að það sé sýnilegt að þær leiði til nokkurs árangurs, stangist á við mannréttindalög, sem eru hluti af stofnskrá Sameinuðu þjóðanna og hluti af Genfarsáttmálunum," segir Guðjón Magnússon, formaður Rauða krossins á Íslandi. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 131 orð

Bryggjuhátíð á Reyðarfirði

BRYGGJUHÁTÍÐ verður haldin á Reyðarfirði dagana 23.­24. júní og hefst hún með harmonikudansleik á bryggjunni og í nágrenni hennar í kvöld. Á laugardaginn hefst dagskrá kl. 9 um morguninn og stendur sleitulaust fram á nótt. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 374 orð

Búist við sáttum í næstu viku

LÍKUR eru taldar á að sættir takist í deilum, sem verið hafa innan Langholtskirkjusafnaðar. Sáttafundi, sem sr. Ragnar Fjalar Lárusson, prófastur, hafði boðað í dag, hefur verið frestað fram á miðvikudag í næstu viku vegna anna prófasts. Þar er talið líklegt að gengið verði frá samkomulagi um ýmsar verklagsreglur og málið þurfi því ekki að koma til kasta biskups Íslands. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 151 orð

Byrjunarlaun lektora 82.000 kr. á mánuði

BYRJUNARLAUN lektors í heimspekideild í Háskóla Íslands eru á bilinu 81.798 krónur til 92.000 krónur á mánuði. Eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu í gær töldu erlendir notendur Internetsins að prentvilla væri í launatöxtum þegar staða lektors í enskri nútímatungu við Háskólann var auglýst laus á málfræðingalista Internetsins. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 171 orð

Davíð Oddsson er vinsælastur

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra er sá þjóðarleiðtogi, sem nýtur mestra vinsælda í sínu heimalandi, samkvæmt niðurstöðum könnun Gallup í 18 ríkjum. Á Íslandi fór könnunin fram 20.-25. apríl síðastliðinn og sögðust 64% landsmanna sáttir við frammistöðu Davíðs sem forsætisráðherra. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 260 orð

Eftirstöðvum varið til nýbygginga

EFTIRSTÖÐVUM söfnunarfjár vegna snjóflóðanna í Súðavík, 73 milljónum, verður varið til styrktar einstaklingum sem bjuggu í bænum fyrir snjóflóðin í janúar og þurfa að koma sér upp þaki yfir höfuðið í nýrri byggð í kauptúninu. Nánari reikningsskil endurskoðanda sjóðstjórnar verða birt í Lögbirtingablaðinu, en sjóðsstjórn hefur lokið störfum. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 114 orð

Ekkert plássleysi í grunnskólum landsins

ÁRGANGURINN sem hefur nám í 6 ára bekk grunnskóla í haust, þ.e. börn fædd árið 1989, er meðalstór samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar en í honum eru 4.488 börn. Hann telst þó aðeins meðalárgangur sé mið tekið af árganginum sem byrjaði í skóla í fyrra, en í honum eru 4.604 börn. Tveir næstu árgangar sem sem bíða skólaáranna, börn fædd '90 og '91, eru einnig stærri. Á næsta ári hefja 4. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 301 orð

Eldri leigubílstjórar stofna félag

STOFNFUNDUR félags leigubílstjóra í Reykjavík og nágrenni, sem eru eldri en 60 ára, var haldinn í gærkvöldi. Bílstjórarnir segja að félagið eigi m.a. að berjast fyrir afnámi þess misréttis, sem felist í reglum um hvenær bílstjórum sé skylt að hætta akstri. Meira
23. júní 1995 | Erlendar fréttir | 106 orð

Fastheldni við markmið um myntbandalag

JACQUES Santer, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hvetur leiðtoga Evrópusambandsríkjanna, sem setjast á rökstóla í Cannes á mánudag og þriðjudag í næstu viku, til að leita leiða til að fjölga störfum og að halda fast við markmið um að koma á myntbandalagi Evrópuríkja árið 1999. Meira
23. júní 1995 | Landsbyggðin | -1 orð

Fimm milljóna króna myndbandstökuvél

Hellu - Við kvikmyndun þáttarins er notuð ný Beta Cam myndbandstökuvél sem Sonyfyrirtækið lánar kvikmyndatökuhópnum til að prófa á Íslandi. Að sögn kvikmyndatökumannsins, Jeff Wayman, er þetta ný kynslóð myndbandstökuvéla sem komast eins nálægt gæðum kvikmyndatökuvéla og hægt er, en allur búnaður hennar er stafrænn. Meira
23. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 366 orð

Fjárfesting sem endist í allt að 200 ár

AKUREYRARKIRKJU var lokað í vikunni vegna viðamikilla viðgerða á pípuorgeli en samhliða viðgerðinni verður ráðist í nokkrar endurbætur á kirkjunni sjálfri. Orgel kirkjunnar sem er 34 ára gamalt, var vígt 26. nóbember 1961 en það er 45 radda frá Steinmeyer í Þýskalandi en tilkoma þess breytti á sínum tíma allri aðstöðu til tónlistariðkunar við kirkjuna. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 140 orð

Fjölskyldugarðurinn tveggja ára

ÞAÐ stendur mikið til um helgina í fjölskyldugarðinum. Í dag, föstudaginn 23. júní verður Jónsmessunni fagnað með dagskrá fyrir börnin sem hefst kl. 14.00 og birtast þá trúðar, froskar og aðrar furðuverur. Meira
23. júní 1995 | Erlendar fréttir | 72 orð

Flóð í Bangladesh

MIKIL flóð hafa verið að undanförnu í norðausturhluta Bangladesh og hafa þau kostað að minnsta kosti 65 manns lífið, auk þess sem hundruð manna þjást af niðurgangi og malaríu. Milljónir manna eru heimilislausar og hafa leitað skjóls í hjálparskýlum sem stjórnvöld hafa komið á fót. Orsakir flóðanna eru fyrst og fremst miklar rigningar. Meira
23. júní 1995 | Erlendar fréttir | 352 orð

Fundinn sekur um brot á innflytjendalögum

Dómur danska ríkisréttarins í gær yfir Erik Ninn-Hansen fyrrum dómsmálaráðherra er væntanlega síðasti kafli hins svokallað Tamílamáls. Ninn-Hansen var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brugðist skyldu sinni í embætti ráðherra og komið í veg fyrir að tamílskir flóttamenn fengju fjölskyldur sínar til sín í Danmörku. Meira
23. júní 1995 | Miðopna | 40 orð

Fyrirburar í hitakössum hafa þörf fyrir u

Fyrirburar í hitakössum hafa þörf fyrir umhyggju Skært ljós getur skaðað augu fyrirbura Er stríðni kannski tilfinningalegt ofbeldi? Svefnvenjur íslenskra barna verður að taka í gegn Asískar konur finna minna fyrir breytingaskeiðinu en aðrar konur Ófrjósemi greind með nýuppgötvuðu h Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 156 orð

Gert að greiða 2,5 milljónir

HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Íslandsbanka til að greiða hjónum á Akureyri tæplega 2,5 milljónir króna ásamt vöxtum og dráttarvöxtum vegna mistaka sem gerð voru við útgáfu veðleyfis. Að mati Hæstaréttar sýndi bankinn ekki þá vandvirkni og aðgæslu í viðskiptum við hjónin sem ætlast verði til af bankastofnun. Meira
23. júní 1995 | Erlendar fréttir | 108 orð

Gingrich borgar brúsann

NEWT Gingrich, forseti bandarísku fulltrúadeildarinnar, féllst á miðvikudag á þau tilmæli siðanefndar þingsins að hann eða útgáfufyrirtæki hans greiði allan kostnað við kynningarherferð í tilefni útgáfu bókar hans. Stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með herferð Gingrich, telja að með henni sé hann að kanna jarðveginn fyrir hugsanlegt forsetaframboð á næsta ári. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 69 orð

Girðingaefni stolið á Selfossi

TÍU rúllum af gaddavír og tíu rúllum af grænmáluðu girðinganeti var stolið aðfaranótt fimmtudags. Girðingaefnið, sem var í eigu Selfossbæjar, lá við svokallað Fjallstún á Biskupstungnabraut, en verið var að girða þar skógræktargirðingu. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 146 orð

Göngubrú yfir Kringlumýrarbraut

GÖNGU- og hjólreiðastígurinn, sem liggja á frá bæjarmörkum Seltjarnarness og Reykjavíkur meðfram Fossvoginum og ná að tengjast öðrum stígum upp að Elliðavatni og þaðan áfram upp í Heiðmörk, á að verða tilbúinn að mestu leyti í haust. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 229 orð

Hannað með hreyfihamlaða í huga

SJÁLFSBJÖRG félag fatlaðra í Reykjavík og nágrenni hefur fengið til afnota landspildu við Elliðavatn þar sem búið er að gera uppdrátt að útivistarsvæði sem hannað er með hreyfihamlaða í huga. Samningar um svæðið voru undirritaðir við afhendinguna en við sama tækifæri gróðursetti frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, trjáplöntu á landspildunni, Meira
23. júní 1995 | Landsbyggðin | 73 orð

Hrist upp í mannskapnum

KJARNORKUKONAN Kristín í Gröf hristi upp í sleninu á konunum í Eyja- og Miklaholtshreppi og Kolbeinsstaðarhreppi eftir leiðinlegan vetur og dreif í fyrsta kvennahlaupinu sem haldið hefur verið í hreppunum. Mættu 32 konur á aldrinum 3 til 72 ára. Hlaupið var frá Laugagerðisskóla og eftir það var boðið upp á hressingu hjá hótelstjóranum á Hótel Eldborg, Sigurði Einarssyni. Meira
23. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 143 orð

Hugað að fæðuvali barna

YFIR 20 konur frá Skagafirði til Þórshafnar sátu aðalfund Sambands norðlenskra kvenna sem haldið var á Akureyri nýlega. Á fundinum fluttu þau dr. Kristín Aðalsteinsdóttir og Bjarni Guðleifsson náttúrufræðingur erindi. Á fundinum var m.a. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 520 orð

Hörkubyrjun í Miðfjarðará

VEIÐI hófst í Miðfjarðará síðdegis á fimmtudag og voru komnir 16 laxar á land á hádegi í gær. "Hér eru allir í sólskinsskapi, þetta er miklu betra en nokkur þorði að vona," sagði Böðvar Sigvaldason formaður Veiðifélags Miðfjarðarár í samtali við Morgunblaðið í gærdag. Meira
23. júní 1995 | Erlendar fréttir | 539 orð

Japanir uggandi um framtíðina

RÁNIÐ á japönsku risaþotunni hefur aukið enn á öryggisleysistilfinninguna, sem Japanir eru farnir að þjást af eftir hvert stóráfallið á fætur öðru, jarðskjálftana í Kobe og taugagasárásina í neðanjarðarlestinni í Tókýó að ógleymdum þrengingunum í efnahagslífinu. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 29 orð

Jónsmessuganga um Elliðaárdalinn

JÓNSMESSUNÆTURGANGA verður um Elliðaárdalinn í kvöld. Lagt verður af stað frá Árbæjarsafni kl. 22.30. Fararstjórar verða Guðrún Ágústsdóttir íbúi í dalnum og Helgi M. Sigurðsson, safnvörður Árbæjarsafns. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 215 orð

Jónsmessuhátíð í Viðey

DAGSKRÁ Jónsmessuhelgarinnar í Viðey verður með hefðbundnum hætti. Á laugardag kl. 14.15 verður farið í gönguferð um Austureyna og m.a. skoðuð ljósmyndasýning sem opnað verður þann dag í skólahúsinu á Sundbakka. Á sunnudag kl. 14 messar sr. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 65 orð

Jónsmessunæturganga í Engey

HAFNARGÖNGUHÓPURINN verður með Jónsmessunæturgöngu út í Engey á föstudagskvöld. Gengið verður með strönd eyjunnar og að bæjarstæðum og stríðsminjum. Kveikt verður í lítilli Jónsmessunæturbrennu kl. 1 og slegið á létta strengi. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 117 orð

Kínakál á markað

STRAX eftir helgina er von á íslensku kínakáli í verslanir og er það fyrsta útiræktaða grænmetið sem kemur á markaðinn í sumar. Það kemur frá þeim feðgum Jóhannesi Helgasyni í Hvammi og Helga Jóhannessyni í Garði í Hrunamannahreppi, en þeir rækta kínakálið í heitum görðum og eru því oft á undan öðrum. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 171 orð

Kominn tími á stóra vinninginn

TÆPT ár er síðan fyrsti vinningur féll í skaut Íslendinga í Víkingalottóinu og er heldur farið að halla á okkur Íslendinga að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, framkvæmdastjóra Íslenskrar getspár. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 201 orð

Korpúlfsstaðir til sýnis um helgina

FÓLKI gefst tækifæri til að skoða Korpúlfsstaði helgina 24.­25. júní nk. og koma um leið skoðunum sínum um notkun byggingarinnar á framfæri. Húsið verður opið frá kl. 13­18 báða dagana. Athafnamaðurinn Thor Jensen byggði Korpúlfsstaði og voru þeir taldir fullkomnasta kúabú á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Kvennaliðið vann báða leikina í gær

Evrópumótið í opnum flokki og kvennaflokki, 17. júní til 1. júlí Vilamoura. Morgunblaðið. ÍSLENSKA kvennaliðið vann báða leiki sína á Evrópumótinu í brids í gær. Karlaliðið vann sigur í öðrum leiknum en tapaði hinum. Íslendingar hafa ekki enn náð sér á strik í opna flokknum hér í Vilamoura. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 69 orð

Leitað vitna

Rannsóknarlögreglan í Hafnarfirði lýsir eftir sjónarvottum að árekstri sem varð við umferðarljósin í Engidal klukkan rúmlega 15 þriðjudaginn 6. júní. Þar rákust saman blár MMC Pajero jeppi, sem ók frá Jaðarhrauni að Álftanesi og hvít Toyota Corolla fólksbifreið, sem ók Hafnarfjarðarveg til suðurs. Meira
23. júní 1995 | Landsbyggðin | 344 orð

Milljónir sjá gönguferð á Laugaveginum"

TÖKUR standa nú yfir hér á landi á vinsælum útivistarþætti, "Trailside, Make Your Own Adventure" fyrir bandaríska sjónvarpsstöð, Public Broadcasting Service. Verið er að taka upp fyrsta þátt fyrir þriðja starfsár þáttaraðarinnar og verður hann frumsýndur í október nk. Meira
23. júní 1995 | Landsbyggðin | 260 orð

Minnisvarði um týnda

Húsavík-Minnisvarði um týnda var afhjúpaður og vígður 17. júní í kirkjugarðinum á Húsavík við hátíðlega athöfn að viðstöddum mörgum ættingjum þeirra sem týnst höfðu og ekki fengið legstað í kirkjugarði, heldur í hinni votu gröf hafs eða vatna. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 112 orð

Morgunblaðið/RAX

Morgunblaðið/RAX Styttan af Nonna komin heim BRONSAFSTEYPA og gifsmót Nonnastyttunnar svokölluðu eru komin til Íslands frá Þýskalandi. Anna S. Snorradóttir fann gifsmót af styttunni af rithöfundinum Nonna eftir Nínu Sæmundsson á kornhlöðulofti Korpúlfsstaða 9. október árið 1992. Meira
23. júní 1995 | Erlendar fréttir | 280 orð

Níu létust í helli NÍU manns létust í hel

NÍU manns létust í helli í Norður-Frakklandi, þar af þrír unglingar sem höfðu farið í rannsóknarleiðangur um hellinn. Hinir fimm höfðu farið að leita að unglingunum. Talið er að kolmónoxíð hafi myndast í hellinum þegar unglingarnir kveiktu þar eld, og gasið orðið fólkinu að aldurtila. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 194 orð

Norðmenn senda varðskip á íslenska síldarbáta

Sjávarútvegsráðherra Noregs, Jan Henry T. Olsen, lýsti því yfir í gær að sent yrði varðskip til Jan Mayen til að hrekja á brott íslensk síldveiðiskip. Að sögn samtaka norskra útgerðarmanna hafa átta íslenskir bátar verið að veiðum á svæðinu umhverfis Jan Mayen í tæpa viku. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Nýja fangelsisbyggingin á Litla-Hrauni tilbúin til notkunar í ágúst

Nýja afplánunarfangelsisbyggingin á Litla-Hrauni verður tilbúin til notkunar í lok ágúst, rúmu ári eftir að fyrsta skóflustungan var tekin. Gert er ráð fyrir að fangelsisbyggingin verði tekin í notkun með haustinu og starfsemi í henni verði komin í fullan gang snemma árs 1996. Meira
23. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 133 orð

Nýr framkvæmdastjóri

INGI Björnsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar-Odda og tekur hann við starfinu 1. júní næstkomandi. Á sama tíma lætur Guðmundur Tuliníus, sem verið hefur framkvæmdastjóri fyrirtækisins síðustu tvö ár, af störfum. Meira
23. júní 1995 | Miðopna | 746 orð

Nýuppgötvað hormón gæti skýrt ófrjósemi

ÞRÁTT FYRIR þrjár tilraunir veðurguðanna til að stöðva för Nancyjar E. Reame, prófessors við Michiganháskóla í Bandaríkjunum, er hún stödd hér á landi til að miðla af þekkingu sinni á málefnum kvenna, á hjúkrunarráðstefnunni sem stendur yfir í Háskólabíói. Nancy tekur nú þátt í þremur stórum verkefnum þar sem heilbrigði kvenna er til athugunar. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 233 orð

Ný þyrla Landhelgisgæslunnar til landsins í dag

TF-LÍF, nýja Super Puma þyrla Landhelgisgæslunnar lagði af stað áleiðis til Íslands frá borginni Marseille í Suður-Frakklandi um klukkan sjö í gærmorgun og er væntanleg til Reykjavíkur um klukkan 14 í dag, verði engin röskun á flugáætlun. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 99 orð

Perlubandið í Glæsibæ

PERLUBANDIÐ, dansstórsveit Karls Jónatanssonar, mun leika fyrir dansi á föstudagskvöldum í Glæsibæ í sumar. Sveitin leikur alhliða danstónlist en sérhæfir sig í suður-amerískri danstónlist og swing-tónlist. Auk þess bregður hún fyrir sig gömlu dönsunum og rokktónlist ef með þarf. Söngkona með hljómsveitinni er Kristbjörg Löve. Meira
23. júní 1995 | Erlendar fréttir | 295 orð

Ráðherrar segja afsögn Majors styrkja stöðu hans

EFTIR að John Major tilkynnti skyndilega, á fréttamannafundi síðdegis í gær, að hann segði af sér embætti leiðtoga Íhaldsflokksins, voru viðbrögð helstu ráðherra í stjórn hans á einn veg. Þeir lýstu stuðningi við hann og sögðust trúa því að hann myndi með þessu festa sig í sessi. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 953 orð

Reglum um álagningu verður breytt

FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir að reglum um álagningu vörugjalds verði breytt, þannig að þær verði í samræmi við EES-saminginn. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur sent fjármálaráðuneytinu rökstutt álit um að núverandi framkvæmd sé í tveimur atriðum andstæð samningnum. Meira
23. júní 1995 | Erlendar fréttir | 58 orð

Reuter

BANDARÍSKA ruðningshetjan O.J. Simpson sýnir kviðdómi hendur sínar í nýju pari af hönskum í yfirstærð. Saksóknarar í Los Angeles, þar sem Simpson hefur verið ákærður fyrir morð á fyrrum konu sinni og vini hennar, vildu sýna fram á að Simpson passaði í hanska sem þessa, sem eru sömu gerðar og þeir sem fundust á morðstaðnum. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 673 orð

Rithönd sem rannsóknarefni

EINI Íslendingurinn, sem er í fullu starfi sem rithandarsérfræðingur, er Haraldur Árnason hjá tæknideild Rannsóknarlögreglu ríkisins. Hann hafði veg og vanda af skipulagningu ráðstefnu norrænna rithandarsérfræðinga sem fram fór í Reykjavík dagana 14. til 16. júní sl. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 234 orð

Rætt verður við alla aðila

Í DAG hefjast viðræður um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, en meirihluti Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks féll fyrir skömmu. Hafa viðræður legið niðri frá því í síðustu viku, en þá fóru átta af ellefu bæjarfulltrúum á vinabæjarmót í Noregi. Meira
23. júní 1995 | Erlendar fréttir | 208 orð

Sagðir hafa glæpamenn á launaskrá

VERIÐ er að semja nýjar reglur hjá bandarísku leyniþjónustunni, CIA, um ráðningu útlendinga til starfa hjá stofnuninni og verður haft í huga hvort umrætt fólk hefur orðið uppvíst að mannréttindabrotum. Í mars sl. Meira
23. júní 1995 | Erlendar fréttir | 367 orð

Sértrúarsöfnuðir kannaðir FRANSKA þingið

FRANSKA þingið hefur ákveðið að efna til sérstakrar rannsóknar á sértrúarsöfnuðum í landinu og hvort nauðsynlegt sé að setja ný lög til að fást við þá. Áhyggjur af starfsemi sértrúarsafnaða hafa farið vaxandi í Frakklandi að undanförnu og ekki síst eftir að 53 félagar í Reglu sólmusterisins létust við undarlegar aðstæður í Sviss og Kanada á síðasta ári. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 122 orð

Skagamenn með fullt hús stiga

SKAGAMENN sigruðu KR með tveimur mörkum gegn engu á heimavelli sínum í gærkvöldi, í fimmtu umferð fyrstu deildar karla í knattspyrnu. Fyrra markið gerði Haraldur Ingólfsson úr vítaspyrnu og á myndinni sjást samherjar hans fagna honum og markinu. Síðara markið gerði Ólafur Þórðarson. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 232 orð

Skáksamband Íslands 70 ára

Í DAG eru liðin 70 ár frá stofnun Skáksambands Íslands. Ýmislegt verður gert til að fagna þessum áfanga í sögu félagsins. Í kvöld verður samkoma í félagsheimili skákmanna við Faxafen, þar sem veittar verða tvær heiðursviðurkenningar. Sigurjón Benediktsson tannlæknir á Húsavík hlýtur viðurkenningu fyrir að vekja athygli á skákíþróttinni í sinni heimabyggð og efla skákáhugann. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 147 orð

Stefnir í miklar fornleifarannsóknir

NÚ STANDA yfir fornleifarannsóknir á þremur stöðum á landinu eða í Garðabæ, á Bessastöðum og í Viðey. Að sögn Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar fornleifafræðings er óvíst að hversu mörgum fornminjarannsóknum verður unnið í sumar, en þó stefnir í að það verði óvenju mikið. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 355 orð

Stórtjón á veiðarfærum íslenskra skipa

RÚSSNESKIR togarar virða siglingareglur að vettugi og draga þvert á slóð annarra togara á þröngum bletti á úthafskarfamiðunum á Reykjaneshrygg, um 570 sjómílur suðvestur af landinu, að sögn íslenskra skipstjóra á miðunum. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 75 orð

Sumarmálstofa í stærðfræði

STÆRÐFRÆÐISKOR Raunvísindadeildar og Stærðfræðistofa Raunvísindastofnunar standa föstudaginn 23. júní fyrir málstofu í stærðfræði í VR í stofu 157 í húsi verkfræði- og raunvísindadeildar við Hjarðarhaga. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 241 orð

Sögulegt samkomulag staðfest

PRESTASTEFNU lauk í gær eftir þriggja daga fundahöld með stuttri guðsþjónustu og altarisgöngu í Háteigskirkju. Þá bauð Ólafur Skúlason biskup Íslands prestum til sín um kvöldið. Af prestastefnunni í gær var helst markvert að sögulegt samkomulag sem anglíkanskar kirkjur Bretlandseyja og lúterskar kirkjur á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndum gerðu með sér var staðfest og vísað til kirkjuþings. Meira
23. júní 1995 | Erlendar fréttir | 284 orð

Tamílamálinu loks lokið

ERIK Ninn-Hansen, fyrrverandi dómsmálaráðherra Danmerkur, var í gær fundinn sekur um brot á innflytjendalögum í fyrsta málinu sem höfðað hefur verið á hendur dönskum embættismanni í 85 ár. Um er að ræða "tamílamálið" svokallaða en Ninn-Hansen var ákærður fyrir að koma í veg fyrir að ættingjar tamílskra flóttamanna í Danmörku, fengju að koma til landsins en samkvæmt lögum hafði fólkið rétt til Meira
23. júní 1995 | Erlendar fréttir | 405 orð

Telur samstarf í orkuog sjávarútvegi vænlegt

LI LANQING, ráðherra efnahags- og viðskiptamála í Kína og einn af varaforsætisráðherrum landsins, telur að hægt sé að auka og efla mjög viðskipti Íslendinga og Kínverja. Á blaðamannafundi í gær að loknum viðræðum hans og Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra kom fram að ekki yrðu undirritaðir neinir viðskiptasamningar í heimsókn kínverska ráðherrans og föruneytis hans að þessu sinni en stofnað Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 140 orð

Tveir teknir með stolinn gaskút

TVEIR piltar voru teknir með stolinn gaskút í gasstöð Esso við Holtagarða á miðvikudag. Þeir komu þangað til að fá skilagjald greitt út fyrir kútinn en við eftirgrennslan afgreiðslumanns kom í ljós að honum hafði verið stolið í Hafnarfirði. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 363 orð

Unnið verður að eflingu viðskipta milli þjóðanna

EFNAHAGS- og viðskiptamál og samskipti á sviði sjávarútvegs og orkufreks iðnaðar voru rædd ítarlega á fundi Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra, og Li Lanqing, varaforsætisráðherra efnahags- og viðskiptamála í Kína, í gærmorgun. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 307 orð

Útflutningsverðmæti úthafsafla um sex milljarðar

ÁÆTLAÐ útflutningsverðmæti úthafsafla íslenska fiskiskipaflotans á þessu ári var um átta milljarðar króna áður en til sjómannaverkfalls kom. Þjóðhagsstofnun telur að reikna megi með að útflutningsverðmætið verði í raun nálægt sex milljörðum króna, en þá er ekki reiknað með hugsanlegum veiðum á rækju og grálúðu á Svalbarðasvæðinu. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 140 orð

Útgáfa húsbréfa talin standast áætlun

HÚSNÆÐISSTOFNUN ríkisins gerir ráð fyrir að útgáfa húsbréfa verði samkvæmt áætlun á þessu ári, en í fjárlögum er reiknað með að heildarútgáfa nemi 13 milljörðum króna. Útgáfa húsbréfa er undir áætlun það sem af er þessu ári sem nemur 300-500 milljónum króna, Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 122 orð

Útgáfutónleikar hljómsveitarinnar Lipstikk

HLJÓMSVEITIN Lipstikk hefur sent frá sér geisladiskinn Dýra-Líf og verða útgáfutónleikar af því tilefni á Tveimur vinum í kvöld, föstudagskvöld, og hefjast þeir kl. 22. Lipstikk hafa leikið um landið vítt og breitt undanfarin ár og hafa áður gefið út disk ásamt safnplötulögum. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 172 orð

Velkomnir gestir

FJöLSKYLDA af stokkandarætt hefur tekið sér bólfestu í síkinu svokallaða við Þjóðarbókhlöðu. Starfsmenn stofnunarinnar eru hinir ánægðustu með nýju íbúana og hafa nefnt þá alla eftir öryggisvörðum hússins. Ólafur Guðnason, húsvörður Þjóðarbókhlöðu, segir að tvær endur hafi haldið sig í síkinu í nokkra mánuði en þeim hafi ekki orðið unga auðið, sennilega væru þetta geldfuglar. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 131 orð

Vitni vantar

RANNSÓKNARDEILD lögreglunnar í Reykjavík lýsir eftir stolnum bíl og vitnum að tveimur árekstrum. Árekstur varð á gatnamótum Nóatúns og Skipholts laugardaginn 10. júní rétt fyrir kl. 16.30. Þar lentu saman grár VW Golf og ljósbrúnn Toyota-fólksbíll. Ökumennina greinir á um stöðu umferðarljósa. Árekstur varð á gatnamótum Brekkugerðis og Háaleitisbrautar að kvöldi föstudagsins 16. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 256 orð

Vonandi hægt að veita öllum úrlausn

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra segir of snemmt að segja til um hvernig vandi framhaldsskólanna verði leystur í haust, til þess þurfi betra yfirlit en nú liggi fyrir. Hann segir að framhaldsskólar landsins séu þessa dagana að svara umsækjendum. Í kjölfarið muni þeir senda ráðuneytinu upplýsingar sem síðan verði unnið úr. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 168 orð

Ýta ruddi heimreiðina

Miðhúsum-Múli í Þorskafirði er nú í eyði yfir vetrarmánuðina en bóndinn þar dvelur á Akranesi um vetrartímann. Um síðustu helgi kom hann heim og fékk ýtu til þess að ryðja heimreiðina og reyndust göngin um 5 metrar á dýpt. Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 163 orð

Þakka traust sem mér er sýnt

HELGA Jónsdóttir, aðstoðarbankastjóri Alþjóðabankans í Washington og verðandi borgarritari Reykjavíkurborgar, hefur verið skipuð stjórnarformaður Landsvirkjunar. Varaformaður verður dr. Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri. Núverandi umboð stjórnar rennur út þann 30. júní n.k., og tekur ný stjórn við þann 1. júlí. Annar formaður Landsvirkjunar frá upphafi Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 127 orð

Þátttöku Íslendinga í heræfingum mótmælt

SAMTÖKIN Friður 2000 hafa sent frá sér fréttatilkynningu í tengslum við væntanlegar heræfingar Atlantshafsbandalagsins hér á landi, þar sem þátttöku Íslendinga í hernaði er mótmælt. Í fréttatilkynningunni kemur fram að ekki skipti máli þó slíkar æfingar hafi áður farið fram hér á landi, Meira
23. júní 1995 | Innlendar fréttir | 79 orð

Þrjú skemmtiferðaskip í Reykjavíkurhöfn

ÞRJÚ skemmtiferðaskip lágu í Reykjavíkurhöfn í gær, fimmtudag. Aldrei hafa svo mörg skemmtiferðaskip verið hér samtímis. Skipin eru Arkona sem er þýskt og tekur 520 farþega, Southern Cross sem er breskt og tekur um 800 farþega og Kazakhstan sem er í leigu þýskrar ferðaskrifstofu og tekur um 400 farþega. Skipin komu í gærmorgun og fóru öll síðdegis. Meira

Ritstjórnargreinar

23. júní 1995 | Leiðarar | 678 orð

ÁLVERSDEILA Á HÆTTUPUNKTI JARADEILAN í álveri Íslenzka álf

ÁLVERSDEILA Á HÆTTUPUNKTI JARADEILAN í álveri Íslenzka álfélagsins í Straumsvík er komin á hættulegt stig. Seint í gærkvöldi hillti enn ekki undir samkomulag. Semjist ekki fyrir miðnætti í kvöld verður straumur tekinn af kerum álversins og starfsemin stöðvuð. Meira
23. júní 1995 | Staksteinar | 355 orð

»Staða Íslands í Evrópu GUÐMUNDUR Magnússon hagfræðiprófessor ritar í Hagmál, rit viðskip

GUÐMUNDUR Magnússon hagfræðiprófessor ritar í Hagmál, rit viðskipta- og hagfræðinema, grein undir fyrirsögninni Efnahagssamstarf Evrópuþjóða: Vörn gegn heimsku. Hann veltir m.a. fyrir sér stöðu Íslands í Evrópu. Hvorki umræða né athugun Meira

Menning

23. júní 1995 | Leiklist | 544 orð

Aðalsmerkið brúðurnar og litríkir búningar

Handrit og brúður: Helga Steffensen Vísur: Þrándur Thoroddsen o. fl. Tónlist: Magnús Kjartansson Leiktjöld: Snorri Freyr Hilmarsson Leikstjórn: Edda Heiðrún Backman og Helga Steffensen Raddir: Edda Heiðrún Backman, Felix Bergsson, Jóhann Sigurðsson, Helga Braga Jónsdóttir, Meira
23. júní 1995 | Menningarlíf | 172 orð

Að finna gullið

FJÖLDI fólks var við opnun Gullkistunnar á Laugarvatni þann 17. júní og að minnsta kosti fimm hundruð manns lögðu leið sína í gamla Héraðsskólahúsið og hótelin á staðnum en allar þessar byggingar eru fullar af listaverkum af margvíslegum toga. Meira
23. júní 1995 | Menningarlíf | 111 orð

B-2 í Fjölskyldugarðinum

FURÐULEIKHÚSIÐ mun í dag föstudag sýna í Fjölskyldugarðinum kl. 16.30 atriði úr B-2 sem er byggt á bók eftir Sigrúnu Eldjárn. Tónlistina við verkið semur Valgeir Skagfjörð og um búninga sér Helga Rún Pálsdóttir. Leikarar eru fjórir: Gunnar Gunnsteinsson, Margrét Kr. Pétursdóttir, Ólöf Sverrisdóttir og Eggert Kaaber. Meira
23. júní 1995 | Fólk í fréttum | 73 orð

Eydís gerir það gott í hönnun

EYDÍS Jónsdóttir er 19 ára nemandi við hinn virta Columbine tísku- og hönnunarskóla í Kaupmannahöfn. Hún varð í fjórða sæti í Smirnoff hönnunarkeppninni í apríl síðastliðnum. Nýlega var hún valin til að taka þátt í tískusýningu ungra hönnuða í Kaupmannahöfn. Þema sýningarinnar var "Æskuandinn". Meira
23. júní 1995 | Fólk í fréttum | 179 orð

Fyrsta skírnin í Kvennakirkjunni

MESSA á vegum Kvennakirkjunnar var haldin í Neskirkju á kvenréttindadaginn, 19. júní. Í fyrta sinn í sögu Kvennakirkjunnar var barn borið til skírnar og setti sú athöfn hátíðlegan svip á messuna. Af því tilefni kom karlakórinn Silfur Egils í heimsókn og söng lag eftir föður skírnarbarnsins, Egil Gunnarsson. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir sá um skírnina, en predikanir fluttu séra Agnes M. Meira
23. júní 1995 | Menningarlíf | 115 orð

Gamlir meistarar í Dómkirkjunni

Í DÓMKIRKJUNNI í Reykjavík verða þrennir tónleikar um helgina. Dómkórinn syngur á Jónsmessunótt, föstudaginn 23. júní kl. 22.00. Á efnisskrá eru mótettur eftir gamla meistara og kórlög eftir Jón Nordal og Jórunni Viðar en einnig syngur kórinn Madrigala í tilefni dagsins. Stjórnandi er Marteinn H. Friðriksson. Meira
23. júní 1995 | Fólk í fréttum | 87 orð

Hugmyndaríkir krakkar

LITLI uppfinningaskólinn var starfræktur á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur í Foldaskóla vikuna 12.-17. júní. Leiðbeinendur voru þeir Gísli Þorsteinsson og Valdór Bogason, ásamt Einari S. Einarssyni. Sérstakt vísinda- og tækniverkefni vikunnar var að nýta þrýstiloft sem aflgjafa ýmissa farartækja, til dæmis bíla og eldflauga. Meira
23. júní 1995 | Menningarlíf | 144 orð

Í djúpi daganna

ÍSLENSKA leikhúsið er þessa dagana að undirbúa uppfærslu á Í djúpi daganna eftir Maxim Gorkí. Sýningar munu fara fram í Lindarbæ og er áætlað að sýningar hefjist í byrjun september. Hlutverk í sýningunni eru alls 17. Til að koma sýningunni fyrir hefur Íslenska leikhúsið ráðist í umtalsverðar breytingar á Lindarbæ. Meira
23. júní 1995 | Menningarlíf | 104 orð

Ísland í dag í Norræna húsinu ÍSLAND í dag er dagskrá fyrir norræna ferðamenn og verður hún alla sunnudaga í sumar kl. 17.30.

ÍSLAND í dag er dagskrá fyrir norræna ferðamenn og verður hún alla sunnudaga í sumar kl. 17.30. Borgþór Kjærnested flytur erindi á sænsku og finnsku um íslenskt samfélag og það sem efst er á baugi í þjóðmálum á Íslandi á líðandi stundu. Að fyrirlestri loknum gefst fólki tækifæri á að koma með fyrirspurnir. Meira
23. júní 1995 | Menningarlíf | 122 orð

Jónsmessuhátíð í Norræna húsinu

JÓNSMESSAN verður haldin hátíðleg að norrænum sið við Norræna húsið laugardaginn 24. júní kl. 20. Að hátíðinni standa norrænu vinafélögin og Norræna húsið. Blómum skrýdd maístöng verður reist á flötinni við Norræna húsið. Dansað verður í kringum stöngina og farið verður í ýmsa leiki með börnunum. Um kl. 22.00 verður tendrað bál og þar verður fjöldasöngur og fleira. Meira
23. júní 1995 | Menningarlíf | 346 orð

Landnámssýning

LANDNÁMSSÝNING verður opnuð á morgun á vegum Fjörukráarinnar í tilefni af Víkingahátíðinni í Hafnarfirði. Sýningin verður fjölþætt en efniviður flestra listamannanna á rætur sínar að rekja til fornsagnanna og goðafræðinnar. Meira
23. júní 1995 | Menningarlíf | 53 orð

Landsmót íslenskra kvennakóra KVENNAKÓR Reykjavíkur stendur fyrir landsmóti íslenskra kvennakóra dagana 23 til 25 júní. Mótið

KVENNAKÓR Reykjavíkur stendur fyrir landsmóti íslenskra kvennakóra dagana 23 til 25 júní. Mótið hefst í dag kl. 18 og lýkur með tónleikum í Borgarleikhúsinu kl. 16 á sunnudag, sem eru opnir almenningi. 240 konur eru nú þegar skráðar sem þátttakendur, en 12 kórar taka þátt í mótinu hvaðanæva af landinu. Meira
23. júní 1995 | Menningarlíf | 268 orð

Leikur & list í Reykjavík

UPPLÝSINGAHÓPUR lausráðinna leikhússlistamanna hefur fengið aðsetur í gamla Morgunblaðshúsinu. Þar verður boðið upp á ýmiskonar aðstöðu fyrir lausráðna leikhússlistamenn. Þá verður staðið fyrir útgáfu á menningarhandbók, þar sem gerð verður grein fyrir lista- og menningaratburðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu í hverjum mánuði. Meira
23. júní 1995 | Menningarlíf | 194 orð

Listamenn hljóta starfsstyrki

STARFSSTYRKIR úr menningarsjóði Garðabæjar voru afhentir á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Að þessu sinni hlutu styrk þær Sigrún Waage, leikkona, og Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðluleikari. Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri, afhenti listamönnunum styrkina. Meira
23. júní 1995 | Menningarlíf | 187 orð

Lofthræddi örninn á ferð og flugi um Norðurland

FARANDSÝNINGIN á barnaleikritinu Lofthræddi örninn hann Örvar tekur flugið til Akureyrar sunnudaginn 25. júní. Verkið hefur verið sýnt á Reykjavíkursvæðinu á vormisseri. Þrjár sýningar verða í Listagilinu á Akureyri, sú fyrsta sunnudaginn 25. júní kl. 17.00 og tvær sýningar 1. júlí, kl. 11.00 og kl. 17.00. Örninn mun líka flögra um önnur héruð norðanlands. Mánudaginn 26. júní kl. Meira
23. júní 1995 | Menningarlíf | 86 orð

Ópera um Thorvaldsen

Í BÍGERÐ er að setja á svið óperu um myndhöggvarann Bertil Thorvaldsen í Danmörku, að sögn norska blaðsins Aftenposten. Það er danska söngkonan og lagasmiðurinn Anne Linnet sem semur tónlistina en Kjeld nokkur Zeruneith skrifar textann. Meira
23. júní 1995 | Fólk í fréttum | 161 orð

Regnboginn sýnir Jónsmessunótt

REGNBOGINN hefur hafið sýningar á rómantísku gamanmyndinni "Before Sunrise" eða Jónsmessunótt. Með aðalhlutverk fara Ethan Hawke og franska leikkonan Julie Delpy. Leikstjóri er Richard Linklater. Leiðir Ameríkanans Jesse og frönsku stúlkunnar Celine liggja saman um borð í járnbrautarlest á leið frá Búdapest til Vínar. Meira
23. júní 1995 | Menningarlíf | 50 orð

Röndóttur leir Í GLUGGUM Sneglu Listhúss stendur nú yfir kynning á verkum Sigríðar Erlu. Verkin eru unnin í steinleir,

Í GLUGGUM Sneglu Listhúss stendur nú yfir kynning á verkum Sigríðar Erlu. Verkin eru unnin í steinleir, gólfvasar, skálar og kertastjakar. Sigríður hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum. Snegla, sem er á horni Klapparstígs og Grettisgötu, er opið frá kl. 12-18 virka daga og 10-14 laugardaga. Meira
23. júní 1995 | Menningarlíf | 244 orð

Sandur í greipum Ægis

ÓTALMÖRG efni og aðferðir hafa verið notuð til listsköpunar í gegnum tíðina. Nú hefur ný aðferð verið þróuð sem felst í gerð skúlptúra úr sandi. Maðurinn á bakvið hana er listamaðurinn Ægir Geirdal sem nú kýs að kalla sig Greipar Ægis. Meira
23. júní 1995 | Menningarlíf | 190 orð

Síðasta sýningarhelgi

New York - Nýló. SUMARSÝNINGU Nýlistasafnsins lýkur nú á sunnudag. Sýningin er samsýning fimm íslenskra myndlistarmanna og fimm myndlistarmanna frá Puerto Rico, en þau eiga það sameiginlegt að vera öll búsett í New York. Sýningin er opin frá kl. 14-18. Gallerí Fold. Sýningu á olíuverkum Dóslu ­ Hjördísar G. Bergsdóttur lýkur á sunnudag. Meira
23. júní 1995 | Kvikmyndir | 241 orð

"STRIPPBÚLLUBLÚS"

Leikstjóri Atom Egoyan. Handritshöfundur Atom Egoyan. Tónlist Michael Danna. Aðalleikendur Bruce Greenwood, Mia Kirshner, Don McKellan, Elias Koteas. Kanadísk. Alliance Pictures 1994. EFTIR þessa sýningu er það dagljóst að sá sem þessar línur skrifar mun ekki taka verðlaun kanadísku kvikmyndaakademíunnar alvarlega í framtíðinni. Meira
23. júní 1995 | Menningarlíf | 95 orð

Sumarnámskeið Íslenska Suzukisambandsins TÓNLISTARSKÓLI Njarðvíkur stendur fyrir sumarnámskeiði Íslenska Suzukisambandsins

TÓNLISTARSKÓLI Njarðvíkur stendur fyrir sumarnámskeiði Íslenska Suzukisambandsins dagana 22.-25. júní. Kennt verður í Tónlistarskóla Njarðvíkur og Holtaskóla, þar sem einnig verður gist og matast. Þátttakendur verða um 180, bæði nemendur og foreldrar auk 13 kennara, þannig að þátttakendur í heild verða fast að 200. Meira
23. júní 1995 | Menningarlíf | 86 orð

Sumarsýning á Stöðvarfirði Stöðvarfirði. Morgnblaðið. NÚ stendur yfir myndlistarsýning í Samkomuhúsi Stöðvarfjarðar. Veg og

NÚ stendur yfir myndlistarsýning í Samkomuhúsi Stöðvarfjarðar. Veg og vanda af þessu framtaki hafa hjónin og listamennirnir Ríkharður Valtingojer og Sólrún Friðriksdóttir en þau reka Gallerí Snærós á Stöðvarfirði. Meira
23. júní 1995 | Menningarlíf | 144 orð

Sýning á gömlum ljósmyndum í Gerðarsafni

Í GERÐARSAFNI í Kópavogi verður opnuð sýning á gömlum ljósmyndum úr bænum á morgun laugardag, í tilefni 40 ára afmælis Kópavogsbæjar. Sýningin ber heitið "Kópavogur, ljósmyndasýning með sögulegu ívafi". Sýndar verða hátt í 100 myndir, þær elstu frá því um 1920, en þær yngstu frá því um 1970. Um er að ræða í bland myndir sem sýna umhverfi, mannlíf og mannvirki. Meira
23. júní 1995 | Menningarlíf | 95 orð

Söngnámskeið NÝVERIÐ var haldið söngnámskeið á Hvolsvelli í húsakynnum Tónlistarskóla Rangæinga. Það voru listakonurnar Ágústa

NÝVERIÐ var haldið söngnámskeið á Hvolsvelli í húsakynnum Tónlistarskóla Rangæinga. Það voru listakonurnar Ágústa Ágústsdóttir, söngkona frá Holti í Önundarfirði, og Agnes Löve, píanóleikari og skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga, sem höfðu veg og vanda af námskeiðshaldinu. Meira
23. júní 1995 | Menningarlíf | 131 orð

Tíu ára afmælis tónleikar Lissýar

KVENNAKÓRINN Lissý hélt upp á tíu ára afmæli sitt á dögunum á Breiðumýri í Reykjadal með tónleikum og kaffiveitingum á eftir. Lissýkórinn er að góðu kunnur enda komu margir til þess að hlýða á söng þeirra 35 kvenna sem syngja í kórnum og var þeim klappað mikið lof í lófa. Meira
23. júní 1995 | Fólk í fréttum | 56 orð

U2 dansmær á Íslandi

SÍÐASTLIÐIÐ miðvikudagskvöld var árshátíð Kaffibarsins haldin. Meðal skemmtiatriða var magadans hinnar þekktu magadansmeyjar Vavn, sem meðal annars dansaði með írsku hljómsveitinni U2 á Zooropa tónleikaferð þeirra. Næsta hljómsveit sem Vavn dansar með verður SSSól, en hún skemmtir með þeim á sveitaballi í Njálsbúð annað kvöld. Meira
23. júní 1995 | Menningarlíf | 399 orð

Úr skugganum

Í ÁR eru 150 ár liðin frá fæðingu franska tónskáldsins Gabriel Fauré og 100 ár frá fæðingu þýska tónskáldsins Paul Hindemith. Af því tilefni hefur hópur tónlistarmanna ákveðið að efna til tónlistarhátíðar í Borgarleikhúsinu þar sem tónlist þessara tveggja manna verður leikin. Meira
23. júní 1995 | Menningarlíf | 199 orð

Útgáfutónleikar á Seyðisfirði

MIKIL tónlistarveisla var á Seyðisfirði 17. júní. Þá voru haldnir útgáfutónleikar í tilefni af útkomu geisladisksins "Seyðisfjörður 100 ára". Á tónleikunum mátti sjá alla þá breidd sem seyðfirskt tónlistarlíf býður upp á, meðal annars kirkjukór, barnakór, karlakór, söngtríó, fullskipaðar hljómsveitir, trúbadúr og að ógleymdri "hevi-metal-gleðipönksveitinni" Morð. Meira
23. júní 1995 | Fólk í fréttum | 137 orð

Vorfagnaður í íslenska sendiráðinu í Washington

Í MAÍ síðastliðnum bauð íslenska sendiherrafrúin, frú Elsa Pétursdóttir, íslenskum konum, dætrum þeirra og tengdadætrum til vorfagnaðar í íslenska sendiráðinu í höfuðborg Bandaríkjanna. Vorfagnaðurinn var með norrænum blæ. Fyrst voru bornar fram íslenskar veitingar og síðan skemmti Tríó Nordica gestum. Meira
23. júní 1995 | Fólk í fréttum | 233 orð

Þjóðhátíð og "sveitaball" hjá Íslendingum í Flórída

LEIFUR Eiríksson, Íslendingafélagið á Orlandósvæðinu í Flórída, efndi til "splæspartís og sveitaballs" á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Að sjálfsögðu var Atli Steinarsson, fréttaritari Morgunblaðsins, á staðnum. Samkoman var haldin í Moss Park, fallegum garði skammt frá flugvellinum í Orlando, þar sem er ákjósanleg aðstaða til samkomuhalds. Meira
23. júní 1995 | Menningarlíf | 57 orð

Æft fyrir Verdi-hátíð

ÓPERUSÖNGKONAN June Anderson syngur hlutverk Lucreziu Contarini á æfingu á "I Due Foscari" eftir Giuseppi Verdi, en óperan verður frumflutt í Konunglegu óperunni á laugardag. Sýningin er liður í mikilli Verdi- hátíð sem nú stendur yfir í London. Meðal þeirra ópera sem settar hafa verið á svið eru Grímudansleikurinn, sem Kristján Jóhannsson syngur í. Meira
23. júní 1995 | Menningarlíf | 755 orð

Öld í myndum

AÐ STIKLA á listaverkum í gegnum heila öld er skemmtileg ferð. Verkin eru eins og vörður sem vísa veginn, tákn um áfangastað einhvers staðar inni í þokunni. Öðru hverju glittir í kunnugleg kennileiti og andlit sem mæta manni á langri leiðinni. Þarna er Þórarinn B. Meira
23. júní 1995 | Menningarlíf | 106 orð

(fyrirsögn vantar)

HÓPUR málmblástursleikara úr New York-fílharmóníunni sýndi það og sannaði fyrir skömmu að gælunafnið "rosabullurnar" sem tónskáldið Leonard Bernstein gaf hópnum þegar hann var stjórnandi hljómsveitarinnar, á við rök að styðjast. Ástæða nafngiftarinnar var sú hversu kraftalegir hljóðfæraleikararnir eru enda veitir ekki af þegar blásið er í túbur og básúnur. Meira
23. júní 1995 | Menningarlíf | 196 orð

(fyrirsögn vantar)

NORSKA stjórnin hefur lagt inn umsókn til Evrópusambandsins um að Bergen verði menningarhöfuðborg Evrópu árið 2000 eða 2001. Åse Kleveland, menningarráðherra Noregs, segir að umsókninni lýsi vilja stjórnarinnar til að eiga nána samvinnu við ESB á sviði menningarmála, þar sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið kveði á um slíkt. Meira

Umræðan

23. júní 1995 | Velvakandi | 147 orð

Ánægja með sýningu

ÉG LAS í Morgunblaðinu um helgina að sett hafi verið upp myndasýning um flóðin í Noregi í anddyri Morgunblaðshússins. Ég hef einnig lesið margar góðar fréttagreinar skrifaðar af Urði Gunnarsdóttur með myndum Kristins Ingvarssonar, en þau voru í Noregi, þegar flóðin voru í hámarki. Meira
23. júní 1995 | Velvakandi | 253 orð

Eru lögbrot útsjónarsemi?

Í GREIN Mbl 8. júní sl er það talið bera vott um útsjónarsemi að komast upp með að brjóta lögin. Skrifin bera vott um sérkennilegt mat ritstjórnar blaðsins nema þau flokkist undir mistök og verði þá leiðrétt. Greinin er undir fyrirsögninni "Gróska í guðaveigum". Hún lýsir þróun sem orðið hefur í vínveitingamálum þjóðarinnar. Meira
23. júní 1995 | Aðsent efni | 1181 orð

Evrópusinnar og alþjóðamálin

FYRIR nokkru birtist grein í Morgunblaðinu eftir formann nýrra samtaka, Ungra Evrópusinna, Eirík Bergmann Einarsson, þar sem hann skýrir hugmyndafræðilegan grundvöll og söguskoðun samtakanna. Hann setti þar fram rök fyrir því markmiði Evrópusinna að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu. Forsendur og rök formannsins fyrir alríkinu og aðild Íslands að því eru athugaverð. Meira
23. júní 1995 | Velvakandi | 619 orð

ÍKVERJA hefur borizt skemmtilegt bréf frá Árna Brynjól

ÍKVERJA hefur borizt skemmtilegt bréf frá Árna Brynjólfssyni, Rauðalæk 16, sem hann er hjartanlega ósammála að mörgu leyti en telur fulla ástæðu til að birta, stafrétt. RNI skrifar: "Ég veiti því athygli að sá sem skrifar Víkverja sl. Meira
23. júní 1995 | Aðsent efni | 729 orð

Kjarnorkutilraunir Frakka á að fordæma, ekki harma

ÁKVÖRÐUN frönsku ríkisstjórnarinnar um að hefja á nýjan leik tilraunasprengingar með kjarnorkuvopn neðanjarðar í Suður- Kyrrahafi hefur vakið reiði um allan heim. Ákvörðunin vekur margar spurningar, ekki síst í ljóst þess við hvaða aðstæður og á hvaða tíma hún er tekin. Meira
23. júní 1995 | Velvakandi | 632 orð

Sniglarnir ­ hagsmunasamtök bifhjólafólks

BIFHJÓLASAMTÖK lýðveldisins, Sniglar, voru formlega stofnuð 1. apríl 1984 af tuttugu manna hópi. Nú eru félagsmenn skráðir 982 en það eru u.þ.b. 400 til 500 virkir. Í Sniglunum er fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins allt frá alþingismanni til atvinnuleysingja. En öll eiga þau sameiginlegt áhugamál og það er mótorhjól. Meira
23. júní 1995 | Velvakandi | 658 orð

Sogæðabjúgur ­ fitubjúgur ­ sogæðanudd

SOGÆÐABJÚGUR (lymphödem) er afmörkuð próteinrík vökvasöfnun á millifrumusvæði sem verður vegna vanhæfni sogæðakerfisins að flytja þennan vökva frá vefjum til blóðrásar. Bjúgurinn getur verið tilkominn vegna meðfæddra galla á sogæðakerfinu (Prim¨ar Lymphödem) eða að eitthvað kemur fyrir hið óskaddaða sogæðakerfi (Sekund¨ar Lymphödem) (T.d. eftir aðgerð í kjölfar brjóstakrabbameins). Meira
23. júní 1995 | Velvakandi | 313 orð

Tapað/fundið Taska glataðist ÞORBJÖRG í Austurbrún 6

ÞORBJÖRG í Austurbrún 6 hringdi og kvað íþróttatösku hafa horfið. Taskan hékk á baki hjólastóls á ganginum heima hjá henni mánudaginn 19. júní rétt fyrir kl. hálfsex á hæð 7-6. Þorbjörg biður þann sem varð það á að taka töskuna að skila henni aftur. Meira
23. júní 1995 | Aðsent efni | 1110 orð

Veiðidagur fjölskyldunnar 24. júní

"SNEMMA beygist krókurinn til þess sem verða vill" er þekkt máltæki og allt í kring um landið má sjá börn og unglinga að veiðum. Vaknar þá sú spurning hvort veiðar séu ekki meðfædd þörf, eitthvað sem er innbyggt í taugakerfi mannsins eins og annarra dýra. Hver er einn aðalgrunnþáttur mannlífsins, er það ekki fæða og þá jafnframt fæðuöflum þ.e.a.s. Meira

Minningargreinar

23. júní 1995 | Minningargreinar | 207 orð

Anton Guðjónsson

Í dag kveðjum við góðan vin og starfsfélaga Anton Guðjónsson. Anton starfaði sem bifreiðastjóri á Hreyfli frá 1952 þar til hann tók við starfi innheimtumanns á skrifstofu félagsins árið 1988. Einnig sat hann í stjórn félagsins í nokkur ár. Alla tíð einkenndust störf Tona, eins og hann var ávallt kallaður, af dugnaði og samviskusemi. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 267 orð

Anton Guðjónsson

Nú er afi Toni dáinn. Þegar við systkinin hugsum um hann koma upp í hugann margar minningar. Þegar við komum í heimsókn í Spóahólana var gaman að velja barnaefni til að horfa á vegna þess að afi var búinn að safna miklu barnaefni á spólur fyrir öll litlu barnabörnin sín. Eftir allar kökurnar hjá ömmu Gunnu var farið og horft á barnaefnið. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 239 orð

Anton Guðjónsson

Nú er ástkær afi okkar Anton Guðjónsson dáinn. Ljúfar minningar frá æskuárum okkar verða sorginni yfirsterkari, minningar um hjartagæsku og væntumþykju hans til okkar systkinanna. Ofarlega í huga eru jólaboðin hjá afa og ömmu þar sem allir komu saman og glöddust. Mikil eftirvænting ríkti ætíð meðal barnanna, að fá pakkann frá afa sem alltaf var stærstur undir jólatrénu. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 132 orð

Anton Guðjónsson

Þar er hann pabbi minn, því má ei gleyma, þreklega vinnur sín daglegu störf. Hagsæld í búi er að hafa hann heima, hugurinn glaður og lundin er djörf. Vinnan hans gefur það blessaða brauð, sem bjargar oss öllum frá hungri og nauð. Guð, þú varst góður að gefa oss hann pabba, sem gjörði okkur allt það, sem skylda hans bauð. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 289 orð

Anton Guðjónsson

Afi minn, Anton Guðjónsson, var í vinnuni þegar hann veiktist. Hann var staddur í banka og var að útrétta fyrir Hreyfil og hann kláraði sinn vinnudag. Það var nú líkt honum afa að ljúka sínu verki, því allt vildi hann hafa í röð og reglu. Afi minn fór síðan á Borgarspítalann en læknarnir þar gerðu allt sem þeir gátu til að lækna hann en afi var svo veikur að þeir gátu ekki hjálpað honum. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 362 orð

Anton Guðjónsson

Okkur setti hljóða þegar við fréttum um andlát Antons Guðjónssonar að kvöldi 13. júní sl. og við skildum allir að það var skarð fyrir skildi, svo stuttu eftir fráfall Péturs bróður hans sem einnig var félagi okkar, þó að við hefðum vitað að hann ætti við mjög alvarlegan sjúkleika að stríða um langan tíma. En kallið kom fyrr en við bjuggumst við. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 175 orð

ANTON GUÐJÓNSSON

ANTON GUÐJÓNSSON Anton Guðjónsson fæddist í Reykjavík 5. september 1922. Hann lést á Borgarspítalanum 13. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson fisksali og Þuríður Sigurðardóttir. Systkini Antons eru Sigurjón, látinn, Pétur, látinn, og Guðbjörg Rósa. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 676 orð

BJARNI M. JÓNSSON

Níræður er í dag Bjarni Marteinn Jónsson, Hrafnistu í Hafnarfirði. Bjarni er Skagfirðingur að ætt, fæddur á Hrauni í Sléttuhlíð, en foreldrar hans voru Rannveig Bjarnadóttir frá Mannskaðahóli og Jón Zóphanías Eyjólfsson, húnvetnskur að ætt. Nokkru áður en Bjarni fæddist, höfðu foreldrar hans orðið að sjá á eftir þremur börnum, sem öll dóu úr barnaveiki í einni og sömu vikunni. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 187 orð

Hörður Bjarnason

Nokkuð óvænt er fallinn frá góður félagi og vinur, Hörður Bjarnason. Hann var stofnfélagi að Kiwanisklúbbnum Setbergi í Garðabæ og annar forseti hans. Hörður starfaði í klúbbnum í ein 17­18 ár og setti mark sitt á starfsemina, sérstaklega í byrjun, enda var hann sá eini af stofnfélögunum, sem áður hafði starfað í Kiwanishreyfingunni. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 221 orð

Hörður H. Bjarnason

Það er erfitt að vera stuttorð þegar frá svo mörgu er að segja. Afi var tekinn frá okkur svo snögglega að það var sem heimurinn færi á hvolf. Ég átti því láni að fagna að hafa búið hjá ömmu og afa um nokkurt skeið og er ég lít til baka þá verð ég að segja að þetta var einn besti tími lífs míns til þessa. Það var aldrei neitt fok yfir hlutunum. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 254 orð

Hörður H. Bjarnason

Það hefur verið höggið skarð í Bjarnason fjölskylduna. Einn máttarstólpa hennar hefur verið kallaður burt til frekari verkefna í öðrum heimi. Það verður skrítið að fara "uppeftir" til afa og ömmu og sjá ekki afa koma á móti sér eða heyra hann kalla "hæ, hæ" innan úr stofu. Núna er jarðvist hans lokið og eftir lifa minningar. En við getum víst öll verið sammála um að af þeim eigum við nóg. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 523 orð

Hörður H. Bjarnason

Ég sá Hörð fyrst fyrir um 32 árum. Sex árum síðar hagaði forsjónin því þannig að hann varð tengdafaðir minn, er ég kvæntist Camillu, elstu dóttur hans og Binnu. Heimili konu minnar var öllu fjölmennara en ég átti að venjast, en þau systkinin eru sex talsins. Þegar okkur tengdabörnunum fjölgaði jókst erillinn á heimilinu, því ætíð hefur verið gott þau heim að sækja. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 262 orð

Hörður H. Bjarnason

Það er mikið lán að alast upp í stórri og samheldinni fjölskyldu, innan um yndislegar manneskjur. Við höfum átt margar ómetanlegar stundir saman, svo sem fjölskylduferðalögin á sumrin, öll jólaboðin, afmælisboðin og aðrar samverustundir af hinum ýmsu tilefnum. Gleði og glaðværð hefur einkennt þessar samkomur okkar. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 433 orð

Hörður H. Bjarnason

Það er skammt milli lífs og dauða. Skyndilegt fráfall Harðar Bjarnason minnti óþyrmilega á þá staðreynd. Hörður, sem aldrei var frá vinnu vegna veikinda, sýktist fyrir rúmum mánuði af lungnabólgu. Þegar á veikindin leið kom í ljós að hann þjáðist af lungnakrabba. Skyndilega er þessi stóri myndarlegi maður allur og við vinnufélagarnir erum harmi slegnir. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 187 orð

Hörður H. Bjarnason

Fyrstu kynni okkar Harðar Bjarnasonar urðu sumarið 1949, þegar hann kom vestur með frænku minni Bryndísi og Camillu dóttur þeirra. Það man ég bezt frá þeirri heimsókn, að farið var inn á Skipeyri og hafði Hörður með sér nýstárlegan búnað. Þótti mér það göldrum líkast, að hægt væri að að slá golfkúlu af þvílíku afli, að hún færi samt í rétta átt og lenti að lokum þar sem til var ætlast. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 391 orð

HÖRÐUR H. BJARNASON

HÖRÐUR H. BJARNASON Hörður H. Bjarnason, fæddist 29. júlí 1928. Hann lést á Landakotspítala 15. júní sl. Foreldrar Harðar voru Hjálmar Bjarnason, bankaritari í Reykjavík, og Elísabet Jónsdóttir, húsmóðir. Systkini hans voru Gunnhildur, f. 1921, býr í Reykjavík; Jón Haukur, f. 1923, d. 1977, bjó í París; Emil Nicolai, f. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 283 orð

Jensína Jóhannsdóttir

Þegar ég frétti andlát móðursystur minnar, Jensínu Jóhannsdóttur, komu fram í huga mér fallegar minningar um þessa sómakonu. Jensína var hávaxin og myndarleg kona. Frá henni skein mikil hlýja og ávallt lék bros um varir hennar. Jensína og móðir mín voru mjög nánar alla tíð. Faðir þeirra, Jóhann Jónsson skipstjóri, lést úr lungnabólgu frá ungum börnum 1921. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 87 orð

JENSÍNA SIGURVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR

JENSÍNA SIGURVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR Jensína Sigurveig Jóhannsdóttir fæddist á Lónseyri í Arnarfirði 5. ágúst 1907 í V-Ísafjarðarsýslu. Foreldrar hennar voru Jóhann Jónsson skipstjóri og Bjarney Friðriksdóttir klæðskeri og húsfreyja. Jensína giftist Guðjóni Elíasi Jónssyni bankaútibússtjóra Landsbankans á Ísafirði, f. 20. febrúar 1895, d. 11. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 868 orð

Jensína Sigurveig Jóhannsdóttir

"Þetta er nú mest sjarmerandi systratríó sem ég hef kynnst," sagði eldri arnfirskur herramaður við Guðmund jaka á næsta borði í erfisdrykkju Ninnu á Hótel Borg. Við systurnar þrjár brostum út í annað, vissum að ekki var verið að tala um okkur heldur Jensu, Ninnu og Guðnýju og vorum sammála síðasta ræðumanni rétt eins og Guðmundur. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 212 orð

Jensína Sigurveig Jóhannsdóttir

Það er með miklum söknuði en jafnframt þakklæti sem við systkinin minnumst vinkonu okkar Jensínu Jóhannsdóttur. Kynni okkar voru löng og góð. Sem ung stúlka kom hún árið 1927 til foreldra okkar, Dóru Þórhallsdóttur og Ásgeirs Ásgeirssonar. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 300 orð

Jensína S. Jóhannsdóttir

Með þessum orðum Einars Benediktssonar minnumst við okkar kæru ömmu, Jensínu Jóhannsdóttur sem lést 15. júní sl. á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík. Frá því að við munum fyrst eftir okkur og fram á síðustu ár, eða þar til hún flutti á Laugaskjól áttum við fastan samastað hjá henni í Álfheimunum, Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 298 orð

Laufey Blöndal

Eigi maður góðar minningar frá einhverjum stað, þá er það vegna þess að þar var gott fólk. Einmitt slíkar minningar vöknuðu þegar ég frétti lát Laufeyjar Blöndal, fyrrum húsfreyju í Hjarðarholti í Stafholtstungum. Undirritaður varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera sendur í sveit átta ára gamall til þeirra heiðurshjóna Þorvalds T. Jónssonar og Laufeyjar Blöndal í Hjarðarholti. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 197 orð

LAUFEY K. BLÖNDAL

LAUFEY K. BLÖNDAL LAUFEY Kristjánsdóttir Blöndal fæddist á Gilsstöðum í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu 31. maí 1906. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 14. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Elín Jósefína Magnúsdóttir frá Hnausum í Þingi, f. 16. ágúst 1872, d. 3. júní 1954, og Kristján Lárusson Blöndal, f. 2. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 1467 orð

Laufey Kristjándóttir Blöndal

Hjarðarholt er landmesta jörð í Stafholtstungum. Jörðin er kirkjustaður og sátu þar oft sýslumenn fyrr á öldum. Kirkjan er eign bóndans og eru bændakirkjur fáar eftir á Íslandi. Núverandi kirkja var reist af Jóni Tómasssyni, hreppstjóra, í Hjarðarholti. Fyrri kona Jóns var Ragnheiður Kristjánsdóttur Matthíassonar frá Hliði á Álftanesi. Hún lést af barnsförum af fyrsta barni sínu. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 230 orð

Ólafur Hafsteinn Ólafsson

Þegar mamma hringdi í okkur að kvöldi 17. júní og sagði okkur að Óli væri dáinn varð okkur hverft við. Við vissum hve mikið veikur hann var og við báðum fyrir honum og vonuðum að Guð bænheyrði okkur. Það var alltaf gaman að umgangast Svölu og Óla. Þegar Ragnheiður fæddist fengum við litla frænku. Það voru mörg gamlárskvöldin sem við eyddum saman. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 421 orð

Ólafur Hafsteinn Ólafsson

Það er erfitt að kveðja elskulegan bróður. Óli bróðir lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur 17. júní úr sjúkdómi sem herjað hafði á hann síðastliðin tvö ár. Það var reiðarslag fyrir hann og okkur öll þegar upp kom fyrir tveimur árum að hann væri með krabbamein. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 289 orð

Ólafur Hafsteinn Ólafsson

Elsku frændi, þú ert farinn. Ég hélt að við mundum fá að hafa þig lengur en svona er lífið. Síðustu fimm árin hafa verið mér svo mikils virði, mér finnst að ég hafi kynnst ykkur Svölu upp á nýtt. Mínar fyrstu minningar um þig eru þegar ég var send í pössun til ykkar Svölu. Þú varst svo hræðilega stríðinn. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 259 orð

Ólafur Hafsteinn Ólafsson

Ólafur Hafsteinn Ólafsson föðurbróðir minn er dáinn eftir löng og erfið veikindi. Það er margt sem kemur upp í hugann er einhver nákominn fellur frá. Það sem mér var efst í huga kvöldið er Óli yfirgaf þennan heim var, að sú hlýja, gleði og hlátur sem ávallt fylgdu honum heyra nú aðeins minningunni til. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 881 orð

Ólafur Hafsteinn Ólafsson

Hann Óli er dáinn. Þessar fréttir fengum við að kvöldi 17. júní. Við vissum að hverju stefndi en öll héldum við í vonina. Ég ætla að minnast hans og síðustu heimsóknar minnar til hans. Hann átti erfitt með að tala hátt svo það var hvíslað. Þetta var ljúf stund sem við áttum saman. Þegar ég kvaddi þrýsti hann fast hönd mína og sagði hátt og skýrt, ég bið að heilsa Sidda. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 415 orð

Ólafur H. Ólafsson

Hann Óli frændi er dáinn. Hann hafði barist við erfiðan sjúkdóm og að kvöldi 17. júní skildi hann við. Það er erfitt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að sjá hann aftur, heyra hann segja sögur eða hlæja með honum. En í huganum á ég lifandi minningar um ljúfan dreng og tryggan vin sem ég er þakklát fyrir að hafa átt. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 299 orð

Ólafur H. Ólafsson

Elsku afi okkar. Það var sárt að missa þig en mamma hefur sagt okkur að nú sért þú hjá Guði og þar líður öllum vel. Okkur finnst skrítið að koma í heimsókn á Faxabrautina núna, enginn Óli afi að taka á móti okkur en alltaf verður nú gott að hafa hana ömmu í dyrunum. Ég og Óli bróðir eigum eftir að sakna alls fjörsins sem ríkti í kringum þig afi en þú varst nú voða stríðinn á þinn góða hátt. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 164 orð

ÓLAFUR H. ÓLAFSSON

ÓLAFUR H. ÓLAFSSON Ólafur Hafsteinn Ólafsson fæddist í Keflavík 7. júlí 1937. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 17. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Fanney Hannesdóttir, f. 14. maí 1907, og Ólafur Sólimann Lárusson, f. 28.12. 1903, d. 28. júlí 1974, útgerðarmaður í Keflavík. Systkini Ólafs eru: Guðrún K.J., f. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 291 orð

Smári Guðmundsson

Mínar bestu minningar tengjast æskuárunum, gott veður, hopp og hí um víðan völl í góðum félagsskap. Ég á aðeins bjartar minningar um æskuvin minn og frænda, Smára Guðmundsson sem nú er allur langt fyrir aldur fram. Ég dvaldi oft í æsku á heimili Smára í Fagrabæ 1, það var í þá daga þegar Árbærinn lyktaði af sveit og hænsni og kindur í kringum húsið. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 190 orð

Smári Guðmundsson

Okkur langar í örfáum orðum að minnast elskulegs mágs, bróður og frænda okkar Smára Guðmundssonar, sem er látinn, langt um aldur fram. Óteljandi minningar sækja á hugann og væri of langt mál að telja þær upp hér. Elsku Smári, við viljum þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur á meðan þú varst á meðal okkar og biðjum algóðan Guð og allar góðar vættir að vernda þig. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 207 orð

Smári Guðmundsson

Í dag kveðjum við þig, elsku Smári frændi. Við vitum öll að ferð okkar hér tekur enda, samt er alltaf erfitt að sætta sig við þá staðreynd, þegar fólk deyr fyrir aldur fram. Við eigum öll margar góðar minningar um þig, ástkæri frændi. Á meðan þú bjóst í Fagrabænum hjá ömmu og afa og við komum í heimsókn fengum við alltaf að koma inn til þín og það fannst okkur spennandi. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 395 orð

Smári Guðmundsson

Mig setti hljóðan þegar mér barst andlátsfregn vinar míns Smára Guðmundssonar. Það er nú svo að þegar ættingjar og vinir hverfa á braut sækja minningarnar á og margt kemur upp í hugann. Kynni okkar Smára hófust fyrir um það bil tuttugu og fimm árum, en þá flutti ég ásamt fjölskyldu minni í Árbæinn, þar sem Smári var búsettur. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 84 orð

SMÁRI GUÐMUNDSSON

SMÁRI GUÐMUNDSSON Smári Guðmundsson fæddist í Reykjavík 2. október 1956. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 12. júní síðastliðinn. Foreldrar hans eru Guðmundur Sigurður Sigurjónsson, f. 19.11. 1920, og Inga Sigríður Kristjánsdóttir, f. 30.6. 1919. Systkini Smára eru Þórir, f. 19.2. 1944, d. 20.12. 1944; Þórir Kristján, f. 13.7. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 125 orð

Smári Guðmundsson Það er kaldur raunveruleikinn þegar lengsti sólargangur er að nálgast og fósturjörðin er að skrýðast sínu

Það er kaldur raunveruleikinn þegar lengsti sólargangur er að nálgast og fósturjörðin er að skrýðast sínu fegursta, að ungur maður er skyndilega kallaður yfir móðuna miklu. En þannig er lífið, enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Við vinir Smára Guðmundssonar drúpum höfði og minnumst góðs félaga. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 159 orð

Steinunn Guðjónsdóttir

Nú hefur hún Steinunn mín kvatt þennan heim og megi Guð gefa henni gott skjól og birtu í nýjum heimkynnum sínum. Ég kynntist henni þegar hún bjó í Ástúni og ég var bara lítil stelpa sem hafði mikinn áhuga á sveitastörfum. Þetta var eini staðurinn sem ég gat leitað til þegar ég var alveg að gefast upp á borgarlífinu. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 320 orð

Steinunn Guðjónsdóttir

Elsku amma mín, Steinunn Guðjónsdóttir, hefur nú kvatt þennan heim og lagt upp í sína hinstu för. Ekki efa ég að vel hafi verið tekið á móti henni. Þó amma sé dáin lifir minningin um hana í hjörtum okkar. Amma tók alltaf vel á móti mér þegar ég kom í heimsókn til hennar í Ástún. Hún gætti mín alltaf vel og veitti mér mikinn styrk. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 230 orð

Steinunn Guðjónsdóttir

Elskuleg amma mín Steinunn í Ástúni verður borin til grafar í dag. Ég naut þeirra forréttinda að búa í Ástúni fyrstu æviárin og eru fyrstu bernskuminningarnar þaðan. Þá var í Ástúni kúabú, hænsnabú og matjurtarækt. Síðan hefur margt breyst og íbúðabyggð komin þar sem áður voru tún og garðar. Amma og afi byrjuðu búskap í Lyngholti í Sogamýri, í Reykjavík. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 161 orð

STEINUNN GUÐJÓNSDÓTTIR

STEINUNN GUÐJÓNSDÓTTIR Steinunn Guðjónsdóttir fæddist á Bjarnarhöfn í Helgafellssveit 7. september 1902. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 15. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðjón Guðmundsson bóndi á Saurum í Helgafellsveit og Kristín Jóhannesdóttir. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 197 orð

Þórir Ólafsson

Sumum kynntumst við vel og þekkjum lengi, en aðra þekkjum við skemur og jafnvel alltof stutt. Þannig finnst mér að ég hafi þekkt Þóri skamma stund. Við kynntumst fyrir um sex árum þegar ég kvæntist Kristínu dóttur hans. Kynni okkar voru traust og áttum við margar góðar stundir saman. Þórir var glaðlyndur og glettinn og kunni vel að segja frá. Oftar en ekki bar dægurþras þjóðmálanna á góma. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 235 orð

ÞÓRIR ÓLAFSSON

ÞÓRIR ÓLAFSSON Þórir Ólafsson fæddist í Reykjavík 2. október 1922. Hann lést á heimili sínu 15. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Teitsson, skipstjóri, f. í Ráðagerði í Görðum á Álftanesi 12. janúar 1878, og Kristín Káradóttir, húsmóðir, f. í Lambhaga í Mosfellssveit 14. júlí 1897. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 220 orð

Ögmundur Haukur Guðmundsson

Drottinn gefur. Drottinn tekur, var það sem kom upp í huga mér þegar ég frétti andlát Ögmundar Hauks Guðmundssonar. Mig langar fyrir hönd okkar félaganna í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar að kveðja með nokkrum orðum góðan félaga sem við virtum og mátum að verðleikum, þótt erfitt sé að koma orðum að því sem leitar á hugann á þessari stundu þannig að það hljómi rétt. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 163 orð

Ögmundur Haukur Guðmundsson

Ögmundur Haukur hóf störf hjá sýslumannsembættinu í Hafnarfirði árið 1978 og starfaði þar óslitið til síðustu áramóta er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hann starfaði alla tíð sem fulltrúi í tolladeild embættisins. Í byrjun starfaði hann með Gunnlaugi Guðmundssyni tollverði en frá þeim tíma hefur umfang tolladeildarinnar vaxið mjög og afgreiðslur margfaldast. Meira
23. júní 1995 | Minningargreinar | 189 orð

ÖGMUNDUR HAUKUR GUÐMUNDSSON

ÖGMUNDUR HAUKUR GUÐMUNDSSON Ögmundur Haukur Guðmundsson fæddist í Hafnarfirði 22. apríl 1924. Hann lést í Hafnarfirði 17. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Jóhannesson Eyjólfsson, fæddur 27.9. 1889, d. 1935, og Ingibjörg Ögmundsdóttir, f. 6.7. 1895, d. 1977. Systir hans er Guðrún, f. 11.12. 1916. Meira

Viðskipti

23. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 263 orð

Eimskip býður út 300 milljóna skuldabréf

EIMSKIP hefur falið Skandia hf. og Íslandsbanka hf. að annast lokað skuldabréfaútboð félagsins að fjárhæð 300 milljónir króna. Félagið óskaði eftir tilboðum frá verðbréfafyrirtækjunum í sölu bréfa til 8 ára bæði í íslenskum krónum og evrópsku mynteiningunni ECU og bárust fjögur tilboð. Meira
23. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 304 orð

Fallist var á kröfu Olís um jafnræði félaganna

STJÓRN hins nýja dreifingarfyrirtækis Olís og Olíufélagsins, Olíudreifingar hf. verður skipuð tveimur mönnum frá hvoru félagi. Stjórnarformaður er Geir Magnússon, forstjóri Olíufélagsins en aðrir eru þeir Bjarni Bjarnason, fulltrúi forstjóra Olíufélagsins hf, Einar Benediktsson, forstjóri Olís og Tómas Möller, framkvæmdastjóri markaðssviðs Olís. Meira
23. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 134 orð

Fjármagnar verkefni í S-Afríku

NORRÆNI fjárfestingarbankinn, NIB, hefur gert samning um lánaramma við s-afríska þróunarsjóðinn Industrial Development Corp. of South Africa (IDC) Tilgangurinn er að veita fjármagni um IDC til verkefna í S-Afríku með norræna hagsmuni að leiðarljósi. Meira
23. júní 1995 | Viðskiptafréttir | -1 orð

Flutningamiðstöð Suðurlands stofnuð á Selfossi

Selfoss. Morgunblaðið.Nýtt flutningafyrirtæki, Flutningamiðstöð Suðurlands, hefur verið stofnað á Selfossi og mun hefja starfsemi 1. júlí. Samskip og KÁ á Selfossi standa að stofnun fyrirtækisins sem verður stærst sinnar tegundar á Suðurlandi. Meira
23. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 104 orð

Íslenskt kók til Svíþjóðar

VÍFILFELL hf. hefur gert samning við Eimskip um flutning á um eitt hundrað fjörtíu feta gámum af hálfs lítra kók frá Íslandi til Svíþjóðar í sumar. Að sögn Erlu Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Vífilfells hf. er þetta ekki í fyrsta skipti sem fyrirtækið flytur út kók til Svíþjóðar. Síðasta sumar hafi verið fluttir út yfir eitt hundrað gámar til Svíþjóðar og Finnlands. Meira
23. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 218 orð

Ný bensínstöð Skeljungs á Akranesi

ÚTIBÚ Skeljungs á Akranesi tekur í dag í notkun nýja þjónustustöð, Skaganesti, við Skagabraut, á sama stað og bensínstöð félagsins hefur verið um árabil. Stöðin er um 220 fermetrar að flatarmáli og þar er auk bensínsölu, verslun, veitingaaðstaða og bílalúga. Ennfremur er við Skaganesti bón- og þvottaaðstaða fyrir bifreiðaeigendur. Meira
23. júní 1995 | Viðskiptafréttir | 467 orð

Ný þjónustumiðstöð komin í gagnið

VIÐSKIPTAÞJÓNUSTA Eimskips, útibú Landsbankans og Tollsins hafa verið flutt úr svokallaðri stjórnstöð á suðurhluta Sundahafnarsvæðisins í endurnýjað húsnæði við Korngarða í norðurenda svæðisins. Þangað flytur einnig rekstrarsvið Eimskips sem hingað til hefur verið með skrifstofur í Vatnagörðum 18. Meira

Fastir þættir

23. júní 1995 | Fastir þættir | 666 orð

Ívantsjúk í brösum með Jóhann

20.­23. júní ÞRIÐJI stigahæsti skákmaður heims, Vasílí Ívantsjúk frá Úkraínu var í miklu basli með að slá Jóhann Hjartarson út úr Intel- atskákmótinu í New York í fyrrakvöld. Tefldar voru tvær hálftímaskákir. Jóhann hélt nokkuð örugglega jafntefli með svörtu í fyrri skákinni, en í þeirri síðari tefldi hann alltof glæfralega. Meira
23. júní 1995 | Dagbók | 510 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gærmorgun kom Arkona

Reykjavíkurhöfn: Í gærmorgun kom Arkona og fór aftur í gærkvöld. Kazahstan II og Southern Cross komu og fóru í gær. Rasmine Mærsk kom í gærmorgun. Lýsisskipið Oratank kom í gær. Bakkafoss fór í gærkvöld. Skógafoss fer í dag. Meira
23. júní 1995 | Fastir þættir | 24 orð

(fyrirsögn vantar)

HJÓNABAND. Gefin voru saman 1. apríl sl. af sr. Braga Friðrikssyni í Háteigskirkju Guðrún Þorláksdóttir og Þórður Ingþórsson. Heimili þeirra er í Frostafold 169, Reykjavík. Meira

Íþróttir

23. júní 1995 | Íþróttir | 317 orð

12...

12...Alexander Högnason renndi knettinum út til Ólafs Þórðarsonar, sem var fyrir miðju marki, fyrir utan vítateig, en Ólafur náði ekki góðu skoti. 30...Ólafur Þórðarson átti langt innkast frá hægri, kastaði knettinum inn í vítateig KR, þar sem Ólafur Adolfsson skallaði knöttinn áfram - til Sigurður Jónassonar, sem skaut, en Kristján Finnbogason varði. Meira
23. júní 1995 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KARLA

1. DEILD KARLA ÍA 5 5 0 0 10 1 15KR 5 3 0 2 7 6 9KEFLAVÍK 5 2 2 1 4 3 8ÍBV 5 2 1 2 16 8 7BREIÐABLIK 5 2 1 2 6 7 7LEIFTUR 5 2 0 3 9 8 6FH Meira
23. júní 1995 | Íþróttir | 311 orð

Eftir góða sókn Eyjamanna á 14. mínútu var Tryggvi Guðmundsso

Eftir góða sókn Eyjamanna á 14. mínútu var Tryggvi Guðmundsson felldur utarlega í teignum og Ólafur Ragnarsson dæmdi vítaspyrnu sem Rútur Snorrason tók og skoraði örugglega í vinstra hornið en Jónas Hjartarson fór í það hægra. Eftir hraða sókn Eyjamanna á 27. Meira
23. júní 1995 | Íþróttir | 121 orð

Einar á ferðinaEINAR Vilhjálmsson, Íslandsmethafi

EINAR Vilhjálmsson, Íslandsmethafi í spjótkasti, tekur þátt í Meistaramóti Íslands, sem fer fram á Laugardalsvellinum um helgina. Metkast Einars er 86,80 m, sett á Laugardalsvellinum 30. ágúst 1992. Það eru liðnir tíu mánuðir síðan Einar keppti síðast í spjótkasti - í Bikarkeppni FRÍ í ágúst í fyrra í Laugardalnum og kastaði hann spjótinu þá 71,40 m. Meira
23. júní 1995 | Íþróttir | 461 orð

Fram skipti um gír eftir hlé

GRINDVÍKINGAR eiga eflaust eftir að naga sig í handarbökin um tíma eftir að hafa ekki tekist að gera út um leikinn við Fram í fyrri hálfleik þegar liðin áttust við í Grindavík í gærkvöldi. Þeir skoruðu einungis eitt mark úr fjölda góðra færa og Framarar sem komu með allt öðru hugarfari til síðari hálfleiks létu ekki hugfallast þrátt fyrir að þeir lentu tveimur mörkum undir. Meira
23. júní 1995 | Íþróttir | 320 orð

Golf

Golfklúbbur Reykjavíkur Meistaraflokkur karla: 235Hjalti Pálmason777979 243Sæmundur Pálsson798678 247Þ. Snorri Sigurðarss. Meira
23. júní 1995 | Íþróttir | 30 orð

Heillasóskir frá Grænlandi SKAGAMENN feng

SKAGAMENN fengu heillaóskir frá Grænlandi strax að leik loknum - sendandinn var Gunnar Sigurðsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, sem var þar staddur í á vegum Akranessbæjar, sem forseti bæjarstjórnar. Meira
23. júní 1995 | Íþróttir | 122 orð

Ince til InterENSKI landsliðsmaðurinn Paul Ince, e

ENSKI landsliðsmaðurinn Paul Ince, einn besti leikmaður ensku meistaranna Manchester United síðustu árin, samdi í gær til þriggja ára við ítalska félagið Inter í Mílanó. Samningurinn var undirritaður í Manchester. Ekkert var gefið upp varðandi fjárhagslið samningsins, en skv. Meira
23. júní 1995 | Íþróttir | 63 orð

Í kvöld

Knattspyrna Bikarkeppni kvenna - 16 liða úrslit: Ólafsfjörður:Leiftur - KR20Akureyri:ÍBA - Tindastóll20Sandgerði:Reynir S. - Haukar20Hvöt hefur dregið sig úr keppni,þannig að leikur Hvatar og Vals fellurniður. 2. Meira
23. júní 1995 | Íþróttir | 248 orð

Kominn tími á að vinna aftur

"ÞAÐ var kominn tími á að vinna aftur, við höfum ekki fengið stig síðan í fyrsta leiknum og við ætluðum okkur að ná í þau í þessum leik," sagði Ragnar Gíslason leikmaður Leifturs eftir sigur Leifturs á Val á heimavelli þeirra síðarnefndu í gærkvöldi. Ragnar gerði sigurmarkið og var þetta jafnframt fyrsta mark hans í fyrstu deild. Leikurinn var heldur lítið fyrir augað lengst af. Meira
23. júní 1995 | Íþróttir | 355 orð

KR-ingar innritaðir í knattspyrnuskóla ÍA

GUÐJÓN Þórðarson, þjálfari KR-inga, var mættur í heimahaga hér á Akranesi, til að innrita strákana sína í "Knattspyrnuskóla" Skagamanna, þar sem góðir kennarar voru á hverju strái - sýndu KR-ingum kúnstir knattspyrnumanna, þökkuðu þeim fyrir komuna, en útskrifuðu þá ekki, enda eiga KR-ingar margt ólært í göldrum knattspyrnunnar, þeir hafa ekki verið að leika knattspyrnu í sumar, Meira
23. júní 1995 | Íþróttir | 134 orð

Leifur Geir Hafsteinsson, ÍBV.

Leifur Geir Hafsteinsson, ÍBV. Sigurður Jónsson, Ólafur Þórðarson, Zoran Miljkovic, ÍA. Kristján Finnbogason, KR. Ingi Sigurðsson, Hermann Hreiðarsson, ÍBV.Birkir Kristinsson, Fram. Zoran Ljubicic, Grindavík. Meira
23. júní 1995 | Íþróttir | 281 orð

Línur farnar að skýrast

EFTIR fyrri umferð úrtökunnar í Glaðheimum, fyrir heimsmeistaramótið í sumar, eru í liðinu Sigurbjörn Bárðarson og Oddur frá Blönduósi stigahæstir í samanlögðu, Sveinn Jónsson og Tenór frá Torfunesi efstir í tölti, Vignir Jónasson og Kolskeggur frá Ásmundarstöðum næst hæstir í fjórgangi á eftir Sigurbirni. Meira
23. júní 1995 | Íþróttir | 79 orð

Markahátíð í Eyjum EYJ

EYJAMENN voru í miklum ham í gærkvöldi þegar þeir tóku á móti FH í 5. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu. Þeir slógu upp veislu og sigruðu með sex mörkum gegn þremur. Leifur Geir Hafsteinsson átti stórleik og fór fremstur í flokki samherja sinna og skoraði tvö mörk eins og og Rútur Snorrason. Hér fagna þeir einu marka sinna úr veislunni, f.v. Meira
23. júní 1995 | Íþróttir | 154 orð

Náðum tökum á miðjunni

ÓLAFUR Þórðarson lék í fremstu víglínu Skagamanna gegn KR- ingum - hvernig kunni hann við sig í nýju hlutverki? "Ég lék á miðjunni, en var aðeins framar en ég er vanur," sagði Ólafur, sem brosti sigurbrosi eftir leikinn. "Ég reiknaði með KR-ingum grimmari, bjóst við að þeir reyndu að hefna fyrir stóra tapið, fimm núll, hér á dögunum í Meistarakeppninni. Meira
23. júní 1995 | Íþróttir | 150 orð

Ólafur Ingólfsson lék með boltann upp frá miðju vinstra

Ólafur Ingólfsson lék með boltann upp frá miðju vinstra megin á 41. mín. og fór alveg upp að hornfána, gaf knöttinn inn á markteig þar sem Grétar Einarsson kom aðvífandi og skallaði í netið, óverjandi fyrir Birki. Meira
23. júní 1995 | Íþróttir | 114 orð

Ólafur í fremstu línu EIN breyting var ge

EIN breyting var gerð á liði Skagamanna frá leik þeirra gegn Leiftri. Alexander Högnason, sem var þá í leikbanni, kom á ný inn í liðið - fyrir sóknarleikmanninn Dejan Stojic. Alexander var settur á miðjuna, en Ólafur Þórðarson settur fram í fremstu víglínu. Hann lagði upp fyrsta markið og skoraði síðan sjálfur 2:0. Meira
23. júní 1995 | Íþróttir | 109 orð

Sigurbjörn Jakobsson gaf fyrir mark Vals á 5. mínútu frá

Sigurbjörn Jakobsson gaf fyrir mark Vals á 5. mínútu frá hægri, á Baldur Bragason sem lagði knöttinn fyrir sig og skaut í varnarmann, fékk knöttinn aftur og lyfti honum laglega yfir Lárus Sigurðsson í marki Vals. Eftir útspark frá marki Vals á 68. Meira
23. júní 1995 | Íþróttir | 97 orð

Sigurmark úr hornspyrnu Ólafur Ívar Jónsson tyggði

Sigurmark úr hornspyrnu Ólafur Ívar Jónsson tyggði Víðismönnum þrjú stig með skoti beint úr hornspyrnu, er Víkingar komu í heimsókn í Garðinn. Úrslitin urðu sem sagt 1:0 og það var á 31. mínútu sem þau réðust. Ólafur "skrúfaði" knöttinn beint frá hornfánanum og laglegt skot hans fór inn fyrir marklínu Víkinga. Meira
23. júní 1995 | Íþróttir | 397 orð

"Skaginn að stinga af"

Íslandsmeistarar ÍA hafa sex stiga forystu á KR-inga, sem eru í öðru sæti, eftir sigur á Vesturbæjarliðinu, 2:0 á Akranesi í gærkvöldi í 1. deild karla í knattspyrnu. Sigurinn var öruggur. "Þetta var aldrei nógu gott og við komum seint og illa inní leikinn. Meira
23. júní 1995 | Íþróttir | 348 orð

Stál í stál á Fylkisvelli

Ég verð illa svikinn ef þetta eru ekki tvö bestu lið 2. deildar, sagði Þórður G. Lárusson þjálfari Stjörnunnar eftir baráttuleik og jafntefli tveggja efstu liða deildarinnar, Stjörnunnar og Fylkis, á Fylkisvelli í gærkvöldi. Leikurinn var mjög kaflaskiptur, Stjörnumenn réðu gangi leiksins í fyrri hálfleik en heimamenn í hinum síðari. Meira
23. júní 1995 | Íþróttir | 243 orð

Sviptingar á Suðurnesjum

Miklar sviptingar voru á stöðu efstu manna hjá meistaraflokki karla hjá Golfklúbbi Suðurnesja eftir annan keppnisdag í gær. Helgi Þórisson sem lék fyrsta hringinn á nítíu höggum bætti skor sitt um átján högg á milli daga og lék á parinu í gær. Hann var einu höggi undir eftir fyrri níu holurnar sem taldar eru mun erfiðari á Hólmsvelli. Meira
23. júní 1995 | Íþróttir | 700 orð

Valur - Leiftur1:2

Valsvöllur, Íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild karla - 5. umferð - fimmtudaginn 22. júní 1995. Aðstæður: Strekkingsvindur sem Leiftur lék á móti í fyrri hálfleik, svalt en þó braust sólin fram úr skýjunum í síðari hálfleik. Völlurinn allur að koma til. Mark Vals: Davíð Garðarsson (85.) Mörk Leifturs: Baldur Bragason (5. Meira
23. júní 1995 | Íþróttir | 373 orð

Veisla í Eyjum

EYJAMENN voru heldur betur á skotskónum þegar þeir tóku á móti FH-ingum í Eyjum í gærkvöldi og sigruðu 6:3. Leifur Geir Hafsteinsson fór fyrir sínum mönnum og lék frábærlega; gerði tvö mörk auk þess að eiga þátt í öðrum. Meira
23. júní 1995 | Íþróttir | 136 orð

Þorbergur þjálfar ÍBV

ÞORBERGUR Aðalsteinsson, fyrrum landsliðsþjálfari í handknattleik, skrifaði í gær undir eins árs samning við Íþróttabandalag Vestmannaeyja, um þjálfun 1. deildarliðs ÍBV. "Það er gaman að vera kominn hingað á ný," sagði Þorbergur, sem byrjar þjálfun 10. júlí. Meira

Úr verinu

23. júní 1995 | Úr verinu | 455 orð

Burðargeta aukin úr 750 tonnum í 1.100

ÁKVEÐIÐ hefur verið að endurnýja nótaskipið Örn KE 13 verulega í Póllandi í haust. Burðargeta skipsins verður aukin úr 750 tonnum í um 1.100 og sett í það ísvél og ísblöndunarkerfi til kælingar á aflanum, loðnu og síld. Nánast allt framskip Arnarins verður nýtt eftir breytingarnar, sem munu kosta um 160 milljónir króna. Verkið verður unnið hjá Nausta- skipasmíðastöðinni. Meira
23. júní 1995 | Úr verinu | 205 orð

Fengu 200 tonn af karfa á þremur sólarhringum

JÓN VÍDALIN frá Þorlákshöfn lenti í góðri karfaveiði á dögunum. Um 200 tonn af karfa fengust á aðeins þrem sólarhringjum. Að sögn Sverris Gunnlaugssonar, skipstjóra á Jóni Vídalín, fékkst karfinn á Reykjanesgrunninu og á Fjöllunum svokölluðu. Þetta hafi verið ævintýraveiði og menn fegnir að vel skuli ganga svona strax eftir verkfall. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

23. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 169 orð

32 luku prófum fráFerðamálaskóla Íslands

NÝLEGA luku 35 nemendur prófum frá Ferðamálaskóla Íslands, Menntaskólanum í Kópavogi. Af þeim fengu fjórir "diplóma" fyrir að hafa lokið heildarnámi frá skólanum. Ferðamálaskólinn er kvöldskóli og kennt alla virka daga. Boðið er upp á 19 áfanga sem allir tengjast ferðaþjónustu. Meira
23. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 178 orð

80% jarðarbúabúa við kröpp kjör

Í ÁR deyja meira en 12 milljónir barna áður en þau ná fimm ára aldri. Einnig deyja 16 milljónir jarðarbúa vegna sýkinga, sem hægt væri að koma í veg fyrir, eða vegna sjúkdóma af völdum sníkjudýra. Þessar uggvænlegu staðreyndir komu fram í máli Nakajima Hiroshi, aðalframkvæmdastjóra Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar á 48. þingi stofnunarinnar í Genf nýverið. Meira
23. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 569 orð

American Colonyí Jerúsalem

AMERICAN Colony hótelið í austur Jerúsalem er án efa eitt þekktasta hótel í þessum heimshluta. Það er byggt í sérstæðum gömlum stíl, var reist 1860 sem höll ríks arabahöfðingja og fjögurra eiginkvenna hans. Það hefur um árabil verið sótt af kvikmyndastjörnum og öðrum listamönnum. Blaðamenn hafa verið tíðir gestir. Meira
23. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 199 orð

AUSTURÍKI Konur vantar á daðurnámskeið FERÐAMÁLA

FERÐAMÁLASAMTÖKIN í Gröbming í Austurríki bjóða upp á námskeið í daðri, sem hefst í dag. Sex karlmenn höfðu skráð sig á námskeiðið sl. þriðjudag en engin kona. Við þurfum átakanlega á konum að halda," sagði fulltrúi ferðamálasamtakanna. Mennirnir verða að hafa konur til að æfa sig á til að sjá hvort þeir geti daðrað." Gröbming er skíðastaður suðaustan við Salzburg. Meira
23. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 75 orð

Bandarísk bókaforlögmeð í Teheran

FJÖLMÖRG bandarísk útgáfufyrirtæki tóku þátt í áttundu Alþjóðlegu bókakaupstefnunni í Teheran fyrir skömmu þrátt fyrir viðskiptabann bandarískra stjórnvalda á Íran. Langflestar bandarísku bækurnar voru um vísindi, tækni og læknisfræði. Írönsk dagblöð gerðu mikið úr þátttöku fyrirtækjanna í sýningunni og sögðu hana sýna að aðgerðir Bandaríkjastjórnar gegn Íran væru árangurslausar. Meira
23. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 145 orð

Eitt og annaðfyrir útlitið

EL'VITAL með nýja hárlínu El'Vital er ný fjölvítamínlína fyrir hárið. Hársnyrtilínan inniheldur þrjú vítamín sem eiga að stuðla að heilbrigðu hári. Um er að ræða PP-vítamín sem á að auka þéttleika hársins, B5-vítamín sem á að næra og styrkja hár og E-vítamín sem á að gefa hárinu gljáa og vernda gegn skaðlegum áhrifum sólar. Meira
23. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 783 orð

Esjan endurbætt

UPP á síðkastið hefur verið unnið að úrbótum á stígum og annarri aðstöðu til útivistar við Esjuna. Á sunnudaginn verður opið hús hjá Skógrækt ríkisins á Mógilsá, þar sem gestir fá leiðsögn um nýja stíga í gegnum skógræktarsvæðið í hlíðum Esjunnar. Í kjölfar endurbóta á útivistarsvæðinu munu eflaust enn fleiri en hingað til sjá sér fært að njóta náttúrunnar í Esjunni, í næsta nágrenni Reykjavíkur. Meira
23. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 76 orð

Gjaldeyrisskiptistöðin opin til kl. 20

Þjónustustöð gjaldeyrisviðskipta hjá Upplýsingamiðstöð ferðamála er nú opin til kl. 20 alla daga vikunnar. María Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Change Group, segir að markaðsstarf hafi ekki getað farið í fullan gang fyrr en heimild Seðlabankans um starfrækslu lá fyrir. Nú er verið að kynna þjónustuna sem víðast. Myndin var tekin þegar gjaldeyrismiðstöðin var opnuð. Meira
23. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 532 orð

Grænt og ógerjað te notað í bað eða með hrísgrjónum

GRÆNT og ógerjað te, sem nú er fáanlegt í sumum verslunum hér á landi, er mjög frábrugðið dökku tei. Samkvæmt kínverskum læknisfræðum er áhrifamáttur telaufa mikill og eru þau meðal annars sögð styrkja ónæmiskerfi líkamans. Voruppskera telaufa var tínd í byrjun maí og í Asíu eru menn þegar farnir að dreypa á því. Meira
23. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 124 orð

Hundatíska ógnar hundalífi

HUNDAR eru stundum klæddir í föt og erlendis má oft sjá stolta hundeigendur með vandræðanlegan klæddan hund í bandi. Oft hefur verið bent á að það sé engu líkara en að hundagreyin skammist sín fyrir útganginn á sér. Tískuhönnuður úti í heimi hefur reynt að bæta úr þessu leiða ástandi hundanna og hannað klæðilegri föt á þessa trygglyndu málleysingja. Meira
23. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 274 orð

Í myrkrakompunni KRISTÍN Bogadótti

KRISTÍN Bogadóttir sér lítið af sólinni í sumar. Hún situr lengst af í myrkrakompum og vinnur við framköllun ljósmynda. "Ég reyni að hugsa sem minnst um sólskinið. Það er helst að ég heyri um það í útvarpinu." Ljósmyndastofa Reykjavíkur, þar sem Kristín vinnur, sérhæfir sig í að framkalla og stækka myndir fyrir aðrar ljósmyndastofur. Meira
23. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 52 orð

Í myrkri og kulda

SUMARIÐ tengist birtu og hita í hugum flestra. Jafnvel þeir sem vinna innanhúss njóta sólargeislanna sem skína inn gluggann. Í myrkrakompu framköllunarstofunnar er sólinni hins vegar úthýst. Í kæligeymslunni má hitastigið ekki fara undir -22 gráður. Kristín Bogadóttir og Þorsteinn Pálmi Einarsson njóta því sumarsins lítið í vinnunni. Meira
23. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 332 orð

Í myrkri og kulda -30 í vinnunni

Í KÆLIGEYMSLUM Eimskips í Óseyrarskála í Hafnarfirði vinna starfsmenn í 22-30 gráðu frosti. Þá dugar ekki minna en að vera klæddur í ullarsokka, loðfóðruð stígvél, síðar nærbuxur, gallabuxur og fóðraðan galla yfir allt saman. Í kæligeymslunum er geymdur fiskur, rækjur, humar, kjúklingar, ýmiss konar innflutt matvara, beita og fleiri viðkvæmar afurðir. Meira
23. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 754 orð

Ítalska vespan fimmtíu ára á næsta ári

ÍTALSKA vespan, sem að ári fagnar 50 ára afmæli, er ekki skyld geitungum og hvorki er hún reiðhjól, hlaupahjól, mótorhjól né bíll. Samt er hún undarlegt sambland af öllu þessu, bæði hvað útlit, hljóð og eiginleika varðar. Upphaflega var vespan hönnuð með fátæka alþýðu á Norður-Ítalíu í huga; fólkið sem dag hvern þrammaði niðurlútt og vansælt til vinnu sinnar eftir holóttum sveitavegum. Meira
23. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 395 orð

Jónsmessuhátíð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum

JÓNSMESSUHÁTÍÐ hefst í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag, föstudag. Hún heldur síðan áfram á morgun, en þá eru tvö ár liðin frá opnun Fjölskyldugarðsins. Hátíðardagskráin hefst kl. 14 í dag með sýningu Götuleikhússins. Meira
23. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 189 orð

Kólesteról hefur örvandi áhrif á heilann

KÓLESTERÓL er oft talið vera einn af mestu skaðræðisvöldum nútímans og finna menn því allt til foráttu. En ef marka má grein í júníhefti Allure þá ætti fólk að endurskoða afstöðu sína til kólesteróls og þeir sem líkar "óhollur" matur með miklu kólesteróli ættu að gleðjast. Meira
23. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | -1 orð

Kraftaverk með minna kremi

Á TÍMUM ávaxtasýru, yngjandi dropa og auðvitað krema fyrir dag, nótt, augu og ef til vill háls er athyglisverð tilbreyting ef kveður við annan tón. Og það úr hálsi þaulreyndrar baráttukonu fyrir fegurðunni. Í fyrsta sumarhefti kvennablaðsins She eru nokkrir sérfræðingar fengnir til að gefa ráð um grundvallaratriði sem auðveldlega gleymast. Fulltrúi snyrtifræðinga heitir Janet Fielderman. Meira
23. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 265 orð

Kynsjúkdómar víkja fyrir fituefnum

FITUSÝRUR sem myndast meðal annars í ógerilsneyddri mjólk við nokkurra daga geymslu hafa reynst drepa eða afvopna veirur eins og Herpes og visnu, sem legst á kindur, en er náskyld HIV eða eyðniveirunni. Rannsóknir á þessum eiginleikum fituefnanna fara nú fram hérlendis og verið er að reyna að koma efnunum á lyfjaform. Meira
23. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 1398 orð

Lifnaðarhættir á unglingsárum geta haft áhrif á krabbameinsmyndun síðar

ÞAÐ ERU um 68% líkur á að íslensk kona sem greinist með brjóstakrabbamein sé á lífi fimm árum síðar, en álitið er að tólfta hver kona hér á landi fái sjúkdóminn fyrir áttrætt. Lífsmöguleikar kvenna sem fá brjóstakrabbamein hafa aukist undanfarna áratugi, en á sama tíma hefur konum fjölgað sem greinast með sjúkdóminn. Meira
23. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 602 orð

Nýjar reglur um umferða,-og vegamerkingar

EFTIRTEKTASAMIR vegfarendur hafa e.t.v. tekið eftir að ný umferðarmerki hafa skotið upp kollinum hér og hvar og götur hafa breyst, skarta nú víða hvítum lit í stað hins gamla gula. Þessar breytingar eiga sér einfalda skýringu. Nýlega kom út breytt reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra. Hún felur í sér útlitsbreytingar á yfirborðs- og umferðarmerkjum og endurbætur. Meira
23. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 218 orð

Ræktun skóga sem svarar Hallormsstaðarskógi á ári

MILLI fimm og sex milljónir trjáplantna eru gróðursettar á ári á svæði sem samsvarar Hallormsstaðarskógi, en það eru 2.000 hektarar, segir Jón Loftsson skógræktarstjóri ríksins. Skógræktarstarf hefur eflst mjög á undanförnum fimm árum en áður voru u.þ.b. ein milljón plantna gróðursettar á ári. Meira
23. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 133 orð

Samvinna EL AL ogjórdanska flugfélagsins

Í FRÉTTABRÉFI Royal Jordaniansegir frá því að samkomulag hafi verið gert milli þess og ísraelska flugfélagsins EL AL. Það felur meðal annars í sér að leyfa ferðamönnum frá Bandaríkjunum að fljúga með El Al til Miðausturlanda en nota Royal Jordanian á heimleið ef það hentar þeim betur. Meira
23. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 213 orð

Sandbrettaæðií eyðimörkinni

NÝ ÍÞRÓTT hefur rutt sér til rúms í smáríkjum Sameinuðu arabísku furstadæmanna á Arabíuskaga. Hún líkist nokkuð skíðaíþróttum sem stundaðar eru á norðlægari slóðum en mest svipar henni til brimbrettabruns og er því oftast nefnd sandbrettabrun. Áhugamenn keyra út í eyðimörkina á fjórhjóladrifnum bílum og leita uppi hæfilega sandhóla. Meira
23. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 714 orð

Skaftafell

ÁRIÐ 950 steig á land við Ingólfshöfða kona að nafni Þorgerður frá Heyangursfirði í Noregi, hingað komin til að nema land og búa. Samkvæmt lögum landnámsaldar gat kona helgað sér það land sem hún náði að leiða kálffulla kvígu um, frá sólaruppkomu til sólseturs. Þorgerður leiddi kvígu frá Kvíá vestur að Jökulfelli og helgaði sér land "um allt Ingólfshöfðahverfi milli Kvíár og Jökulár". Meira
23. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 114 orð

Umhverfis jörðina áskemmtiferðaskipi

Á NÆSTA ári verður í fyrsta skipti boðið upp á heimsreisu á skemmtiferðaskipi á vegum skipafélagsins Royal Cruise Line. Ferðin hefst í San Fransisco á vesturströnd Bandaríkjanna um miðjan janúar en lýkur 102 dögum seinna í Fort Lauderdale í Flórída á austurströndinni. Á leiðinni verður komið við í að minnsta kosti 38 höfnum í 24 löndum. Farmiðinn kostar 22.096 pund, eða um 2,2 ÍKR. Meira
23. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 236 orð

Vögguvísur í vasadiskói höfðu jákvæð áhrif á fyrirbura

VÖGGUVÍSUR og önnur róandi tónlist getur haft jákvæð áhrif á líkamsstarfsemi fyrirbura. Nýlega var gerð þriggja daga rannsókn á fyrirburum við Kvennaspítalann í Baton Rouge í Louisiana. Tíu fyrirburar voru látnir hafa vasadiskó með rólegum vögguvísum á meðan aðrir tíu fyrirburar höfðu bara venjuleg hljóð nýbura- eða vökudeildar að hlusta á. Meira
23. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 212 orð

Yfirlit: Yfi

Yfirlit: Yfir Scoresbysundi er 990 mb lægð sem þokast norður, en yfir Bretlandseyjum er nærri kyrrstæð 1035 mb hæð. Spá: Sunnan og suðvestan kaldi, en sums staðar stinningskaldi norðvestantil. Meira
23. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 386 orð

(fyrirsögn vantar)

Útivist Jónsmessunæturganga verður farin á Hengil og lagt af stað frá BSÍ kl. 20 í kvöld. Einnig verður Jónsmessunæturganga í Marardal og lagt af stað frá sama stað á sama tíma. Annar áfangi fjallasyrpunnar verður á morgun, laugardag. Meira
23. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 151 orð

(fyrirsögn vantar)

FERTUG kona sem ekki er með ættarsögu um krabbamein en vill sjálf gera eitthvað fyrirbyggjandi. Hvað getur hún gert? 1. Látið taka mynd af brjóstunum, ekki sjaldnar en annað hvert ár. 2. Farið til læknis ekki sjaldnar en árlega til að láta þreifa brjóstin. 3. Stunda reglubundna líkamsrækt og hreyfingu. 4. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.