Greinar fimmtudaginn 29. júní 1995

Forsíða

29. júní 1995 | Forsíða | 205 orð

140 falla í árás Tamíla

RÚMLEGA 140 manns létu lífið á Sri Lanka í gær þegar um eitt þúsund skæruliðar úr röðum Tamíla réðust á stjórnarherinn af sjó. Þetta var mesta mannfall á Sri Lanka frá því aðskilnaðarsinnar Tamíla rufu vopnahléð við ríkisstjórnina í Colombo 19. apríl. Meira
29. júní 1995 | Forsíða | 372 orð

Japanska stjórnin lofar að opna bílamarkaðinn

BANDARÍKIN og Japan komust að samkomulagi í Genf í gær í deilu ríkjannna um bílaviðskipti og því kemur ekki til þess að refsitollar verði lagðir á sumar gerðir japanskra bifreiða í Bandaríkjunum. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði að samkomulagið væri "mikilvægt fyrir frjáls viðskipti um allan heim" og gengi dollarans hækkaði í kjölfarið. Meira
29. júní 1995 | Forsíða | 57 orð

Myndlistarapinn Nonja

ÓRANGÚTANAPYNJAN Nonja sleikir pensil í Schönbrunn-dýragarðinum í Vín áður en hún lýkur við enn eitt listaverkið. Nonja er afkastamikill málari en verkum hennar er líkt við myndir tveggja til þriggja ára barna. Þau hafa engu að síður vakið mikla athygli og selst á allt að 10.000 Bandaríkjadali eða tæpar 650.000 kr. ísl. í Austurríki. Meira
29. júní 1995 | Forsíða | 134 orð

Reuter Dagur hei

TVÆR sprengjur féllu á úthverfi í bænum Bijeljina í Bosníu í gær þar sem leiðtogar Bosníu-Serba, þ. á m. Radovan Karadzic og Ratko Mladic, voru samankomnir til þess að halda hátíðlegan dag heilags Vitusar sem jafnframt er dagur hersins. Engar fregnir bárust af manntjóni. Meira
29. júní 1995 | Forsíða | 88 orð

Vilja vernda fánann

FULLTRÚADEILD Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi tillögu um stjórnarskrárbreytingu til að vernda fánann gegn hvers kyns saurgun með 312 atkvæðum gegn 120. Til að breytingin taki gildi þarf öldungadeildin einnig að samþykkja tillöguna með tveim þriðju hlutum atkvæða og minnst 38 af 50 ríkjum. Meira
29. júní 1995 | Forsíða | 94 orð

Öldungur í fangelsi

ELSTI fangi á Tævan er Chang Ming-yuan sem getur átt von á reynslulausn í fyrsta lagi eftir rúm 10 ár. Hann er 96 ára. Chang myrti þrjá menn 1977 og var dæmdur í lífstíðarfangelsi en látinn laus til reynslu 1987. Hann slasaði mann og var þá aftur settur inn eftir að læknar höfðu úrskurðað að hann þyldi lífið bak við rimlana. Meira

Fréttir

29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 106 orð

25 kafarar á árlegri æfingu

Slysavarnafélag Íslands stendur á hverju ári fyrir kafaraæfingu, sem að þessu sinni var í umsjón björgunarsveitarinnar Fiskakletts í Hafnarfirði. Hálfur þriðji tugur kafara af öllu landinu tók þátt ásamt Slökkviliðinu í Reykjavík. Æfingin fór m.a. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 1548 orð

448 kandídatar luku prófum við Háskóla Íslands

Í LOK vormisseris 1995 luku eftirtaldir kandídatar, 448 að tölu, prófum við Háskóla Íslands. Auk þess luku 55 nemendur eins árs viðbótarnámi frá félagsvísindadeild: Guðfræðideild (11) Embættispróf í guðfræði (8): Bára Friðriksdóttir, Brynhildur Óladóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson, Jónína Þorsteinsdóttir, Petrína Mjöll Jóhannesdóttir, Meira
29. júní 1995 | Erlendar fréttir | 86 orð

600 fyrirtæki einkavædd fyrir áramót

FORSETI Hvíta-Rússlands, Alexander Lukasjenko hefur undirritað áætlun um að hrinda í framkvæmd einkavæðingaráætlun sem var stöðvuð er ríkið hlaut sjálfstæði. Að sögn efnahagsráðgjafa forsetans er um að ræða einkavæðingu yfir 600 stórra og meðalstórra fyrirtækja fyrir árslok. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 264 orð

79 nemendur brautskráðir 17. júní

Keflavík-Fjölbrautaskóla Suðurnesja var að þessu sinni slitið á þjóðhátíðardaginn 17. júní og er það um mánuði síðar en venjulegt er og var orsökin verkfall kennara og ferðalag útskriftarnema. Að þessu sinni voru 79 nemendur brautskráðir frá skólanum. Meira
29. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 404 orð

Afleiðing af umhverfisátaki á sorphaugunum

YFIR 20 manns á Akureyri hafa á síðustu dögum haft samband við meindýraeyðinn á Húsavík, Árna Loga Sigurbjörnsson vegna rottugangs í bænum en hann segir að mikið sé um rottur víða um Akureyri um þessar mundir. "Ég hef sagt að þessi mikli rottugangur nú sé afleiðing af því átaki sem gert hefur verið í umhverfismálum á sorphaugunum í Glerárdal. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 320 orð

Aukið sjálfræði í rekstri

ÞJÓNUSTUSAMNINGUR var undirritaður sl. þriðjudag við skólastjóra Bændaskólans á Hólum af landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra. Samningurinn gerir ráð fyrir 6 millj. kr. aukafjárveitingu til rekstrar skólans til viðbótar við þær 53 millj. sem eru á fjárlögum. Einnig er gert ráð fyrir 72 millj. á næstu tveimur árum til að ljúka endurbótum á gamla skólahúsinu sem hefur menningarsögulegt gildi. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 95 orð

Ákvörðun um bæjarstjóra í dag

VIÐRÆÐUR um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar gengur ágætlega að sögn Ingvars Viktorssonar oddvita Alþýðuflokksins. Gert er ráð fyrir að í dag verði tekin ákvörðun um hver verði næsti bæjarstjóri. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 649 orð

Árangursríkt norrænt samstarf í Sextíu ár

STJÓRN norræna vegatæknisambandsins, sem skipuð er þremur fulltrúum frá öllum Norðurlöndunum undir forystu vegamálastjóra hvers lands, heldur þessa dagana vinnufund í Reykjavík. Norræna vegatæknisambandið var stofnað 19. júní 1935 og er því 60 ára um þessar mundir. Að stofnun þess stóðu vegagerðarmenn frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 282 orð

Ástæðulaust að senda varðskip

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegs- og dómsmálaráðherra telur eðlilegt að það verði kannað hvort hægt verði að koma íslenskum skipum á úthafskarfamiðum til aðstoðar. LÍÚ hafi hins vegar enga grein gert fyrir því í hverju vandinn er fólginn og við þær aðstæður sér hann ekki ástæðu til þess að senda varðskip á svæðið. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 91 orð

Átthagamót á Hofsósi

ÁTTHAGAMÓT Hofsósinga verður haldið á Hofsósi í fyrsta sinn nú um mánaðamótin. Þar munu koma fram burtfluttir Hofsósingar og núverandi íbúar staðarins og blanda geði eina helgi. Komið verður saman á Hofsósi seinnipart föstudagsins 30. júní og grillað um kvöldið. Engin eiginleg dagskrá verður á laugardaginn en reiknað er með góðri fjölskyldu- og tjaldbúðastemmningu. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Búnaðarbankinn úthlutar 12 námsstyrkjum

AFHENDING námsstyrkja fór fram nýlega til félaga í Námsmannalínu Búnaðarbankans. Er þetta í fimmta sinn sem slík úthlutun fer fram. Að þessu sinni voru veittir 12 styrkir, hver að upphæð 125.000 kr. Veittir eru útskriftarstyrkir til nema við Háskóla Íslands og íslenska sérskóla, auk námsstyrkja til námsmanna erlendis. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 745 orð

Bylting að ganga yfir

Ásíðustu árum hafa litið dagsins ljós breytingar í fangelsismálum og nýjungar í refsifullnustu. Forsagan er sú að árið 1992 skilaði fangelsismálanefnd áliti og tillögum til dómsmálaráðherra um stöðu málaflokksins og framtíðarfyrirkomulag til ársins 2000. Eftir þeim hefur markvisst verið unnið undir forystu Haraldar Johannessen, forstjóra fangelsismálastofnunar ríkisins. Meira
29. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 71 orð

Bætt þjónusta við vélar á flugvellinum

SKELJUNGUR hefur aukið þjónustu við flugvélar á Akureyrarflugvelli með því að staðsetja tankbifreið á flugvellinum til afgreiðslu á flugsteinolíu. Vaxandi flugumferð um Akureyrarflugvöll hefur leitt til þess að ekki er hægt að koma öllum vélum að áfyllingarafgreiðslu, auk þess sem tankbifreið flýtir afgreiðslu stærri véla. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 155 orð

Doktor í hjúkrunarfræði

HELGA Jónsdóttir varði 5. október 1994 doktorsritgerð sína í hjúkrunarfræði við Minnesota háskóla í Bandaríkjunum. Ritgerðin nefnist "Life Patterns of People with Chronic Obstructive Pulmonary Disease; Isolation and Being Closed in", sem í íslenskri útgáfu hefur fengið heitið: Lífsreynsla fólks með langvinna lungnasjúkdóma. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 542 orð

Endurskoða á eldra hættumat hið fyrsta

FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hefur staðfest nýja reglugerð um hættumat vegna snjóflóða og nýtingu hættusvæða. Í þeim sveitarfélögum þar hættumat hefur farið fram á grundvelli eldri reglugerðar frá 1988 skal samkvæmt bráðabirgðaákvæði í nýju reglugerðinni endurskoða matið svo fljótt sem auðið er á grundvelli nýju reglugerðarinnar. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 329 orð

Enginn eins ­ engum til meins

TUTTUGU OG ÁTTA íslensk ungmenni fara 4. júlí nk. utan til að taka þátt í baráttu ungmenna víðs vegar úr Evrópu gegn auknu kynþáttahatri, óvild í garð ókunnugra og skorti á umburðalyndi Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 36 orð

Feðgarnir frá Narfastöðum

Feðgarnir sem létust í umferðarslysi í Víkurskarði á mánudagskvöld hétu Auðunn Ingi Hafsteinsson, fæddur 27. október 1957, og Oddur Auðunsson, fæddur 24. febrúar 1989. Þeir voru búsettir á Narfastöðum í Viðvíkurhreppi í Skagafirði. Meira
29. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 148 orð

Fimm umsækjendur

FIMM umsóknir bárust um stöðu jafnréttis- og fræðslufulltrúa Akureyrarbæjar, en umsóknarfrestur um stöðuna rann út nýlega. Þeir sem sækja um stöðu jafnréttis- og fræðslufulltrúa eru Halldór Arinbjarnarson, félagsfræðingur, Svalbarðsströnd, Ingibjörg Ingadóttir, ferðamálafulltrúi, Eiðum, Jón Sigtryggsson, viðskiptafræðingur, Akureyri, Ragnhildur Vigfúsdóttir, sagn- og mannfræðingur, Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 148 orð

Fjármálaráðherra stefnt fyrir mismunun

MÁL hefur verið höfðað á hendur fjármálaráðherra vegna skattlagningar á lífeyrisiðgjöld einyrkja. Um er að ræða þann hluta lífeyrisiðgjalds sem hjá almennum launþega telst vera hluti atvinnurekanda. Einyrkjum hefur verið synjað um leyfi til að draga þennan hluta frá sem rekstrargjöld líkt og tíðkast hjá fyrirtækjum, þar sem einungis sé um persónuleg útgjöld þeirra að ræða. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Fjölbreytt atvinnu- líf á Drekanum '95

DREKINN '95 er sýning á starfsemi fyrirtækja á Austurlandi sem haldin er í íþróttahúsinu á Egilsstöðum og lýkur nk. sunnudag. Þetta er í fjórða sinn sem slík sýning er haldin og eru nú um 90 aðilar sem sýna og kynna starfsemi sína og þjónustu. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 62 orð

Fjölmargir að flýta sér

LÖGREGLAN í Reykjavík hefur kært og áminnt fjölda ökumanna síðustu daga fyrir að aka of hratt á götum borgarinnar. Frá þriðjudagsmorgni til miðvikudagsmorguns voru 56 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur og 89 áminntir. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 122 orð

Flugmódel á Hamranesflugvelli

Í TILEFNI af 25 ára afmæli Flugmódelfélagsins Þyts verður haldin flugsýning á Hamranesflugvelli við Krýsuvíkurveg nk. laugardag 1. júlí kl. 14 ef veður leyfir. Aðgangur er ókeypis. Í fréttatilkynningu segir: "Dagskráin verður í stórum dráttum þessi: Módelsvifflugur dregnar á loft, ýmist með spili eða öðru módeli. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 859 orð

Format fyrir skemmtanaramma, skemmtanir, 103,7

ÚTGÁFUTÓNLEIKAR SÁLARINNAR verða haldnir í Tunglinu á fimmtudagskvöld í tilefni af útgáfu geislaplötunnar Sól um nótt. Jafnframt hljóðfæraslætti verður gestum boðið upp á viðbit frá Subway á Íslandi. Meira
29. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 152 orð

Fyrsta djasskvöld sumarsins í Deiglunni

DJASSKLÚBBUR Listasumars og Café Karólínu verður á hverju fimmtudagskvöldi í Deiglunni í sumar, en auk djass verður boðið upp á dagskrár með söngleikjatónlist, gömlum dægurlögum, Kurt Weill og fleira. Fyrsta djasskvöld sumarsins verður í Deiglunni í kvöld, fimmtudagskvöldið 29. júní kl. 22. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 123 orð

Fyrsti vinningur til Noregs

VINNINGSTÖLURNAR í Víkingalottóinu í gær voru 1, 3, 5, 19, 25 og 31. Bónustölur voru 6, 13, og 43. Samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri getspá var aðeins einn þátttakandi með allar tölur réttar. Fyrsti vinningurinn fór til Noregs að þessu sinni og nam hann tæpum 43 milljónum íslenskra króna. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 574 orð

Herjólfur og eitt skip Eimskips fá undanþágu

SAMNINGA- og verkfallsnefnd yfirmanna í Farmanna- og fiskimannasambandinu ákvað í gær að veita Herjólfi takmarkaða undanþágu frá verkfalli yfirmanna til að fara tvær ferðir milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja á tímabilinu frá miðvikudegi til miðnættis á sunnudagskvöld. Stjórn Herjólfs ákvað í gær að skipið færi fyrri ferðina í dag og síðari ferðina í fyrramálið. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 260 orð

Hjónin á Miðhúsum höfða meiðyrðamál

HJÓNIN á Miðhúsum í Egilsstaðahreppi hafa ákveðið að höfða meiðyrðamál á hendur þeim einstaklingum sem þau segja, að hafi í fjölmiðlum og víðar látið að því liggja að þau hafi falsað hluta silfursjóðsins sem fannst að Miðhúsum haustið 1980. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins kemur til greina að málið verði höfðað gegn þeim stofnunum sem þeir eru fulltrúar fyrir. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Hundrað nemendur hættu í verkfallinu

SJÖTÍU og níu nemendur voru útskrifaðir frá Fjölbrautaskóla Suðurlands sunnudaginnn 28. maí, þar af 49 stúdentar. Í upphafi vorannar voru 600 nemendur skráðir í dagskóla og um 90 í öldungadeild. Um 100 nemendur hurfu frá námi eftir verkfall kennara og er til marks um það áfall sem skólastarfið varð fyrir. Meira
29. júní 1995 | Erlendar fréttir | 219 orð

Hægt að gera kröfu um framsal menningarverðmæta

NORSKA umhverfismálaráðuneytið undirbýr nú breytingu á þjóðminjalögum, sem hefur í för með sér að hægt er að gera kröfu um framsal menningarverðmæta, sem flutt eru ólöglega úr landi. Að sögn Aftenposten byggist breytingin á ákvæðum samningsins um Evrópskt efnahagssvæði. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 176 orð

Innkaupastofnun hafi heildarsýn

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögur nefndar um útboðs- og innkaupamál Reykjavíkurborgar. Jafnframt var samþykkt að vísa samþykkt fyrir Innkaupastofnun til stjórnkerfisnefndar. Í erindi nefndarinnar til borgarráðs kemur fram að athugasemdir hafi borist frá borgarverkfræðingi, Húsnæðisnefnd Reykjavíkur, Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Borgarspítalanum og borgarlögmanni. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 185 orð

Ísland í fimmta sæti

ÍSLAND er komið í fimmta sæti í opna flokknum á Evrópumótinu í brids með 427 stig eftir tvo góða sigra í gær. Íslendingar unnu Ísraela 19­11 í fyrri leiknum. Eftir fyrri hálfleik höfðu Íslendingar 16 imp-stiga forskot og bættu sex við í síðari hálfleik. Í síðari leiknum, gegn Ungverjum, höfðu Íslendingar 15 impa forskot í hálfleik og bættu 10 við í þeim síðari og unnu 20­10. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 235 orð

Ísland með í fyrsta skipti

LANDSLIÐIÐ í skyndihjálp keppir í Noregi fyrir Íslands hönd dagana 29. júní­2. júlí nk. og er þetta í fyrsta skipti sem Íslendingar taka þátt í skyndihjálparmóti á vegum Rauða krossins. Evrópumót Rauða krossins í skyndihjálp er nú haldið í 9. skipti en það var fyrst haldið í Noregi árið 1987. Meira
29. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 179 orð

Kauptilboð í sápugerð

Dalvík-Á síðasta fundi bæjarstjórnar Dalvíkur fyrir sumarleyfi var samþykkt kauptilboð sem bærinn hafði gert Nóa Siríus hf. um kaup á sápugerðinni Hreini. Kauptilboðið hljóðar upp á 14 millj. kr. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 161 orð

Kaþólsk prestvígsla í Kristskirkju

HR. EDWARD Kenny, Stokkhólms biskup, vígði laugardaginn 24. júní John McKeon djákna til prests í Kristskirkju á Landakoti. Þetta er fyrsti kaþólski presturinn sem vígður er til starfa hér um nokkurt skeið en hann hefur starfað um tíma sem djákni í biskupsdæminu. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 81 orð

Kjalvegur orðinn fær

KJALVEGUR verður opnaður í dag. "Vegurinn um Kjöl hefur yfirleitt verið opnaður um þetta leyti og ástand hans er betra en við áttum von á," sagði Gunnar Ólsen, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Suðurlandi. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 126 orð

Kristilegt mót í Vatnaskógi

ALMENNA kristilega mótið í Vatnaskógi verður haldið í 50. sinn um næstu helgi. Svæðið verður opnað kl. 16 föstudaginn 30. júní og verða ýmsar samverustundir fyrir börn og fullorðna þar til síðdegis sunnudaginn 2. júlí. Fyrsta samkoman verður á föstudagskvöld kl. 21.30. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 129 orð

Langur laugardagur á morgun

LANGUR laugardagur verður haldinn á morgun eins og venja er fyrsta laugardag hvers mánaðar. Dagskráin verður að mestu leyti helguð tískunni og munu margar verslanir taka þátt í tískusýningum og sýna það nýjasta. Við Laugaveginn eru starfandi margar verslanir sem bjóða úrval af herra- og dömufatnaði, barna- og unglingafatnað, skó, skartgripi, töskur, gleraugu o.fl. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 101 orð

Laus staða aðstoðarprests við Neskirkju

STAÐA aðstoðarprests við Nesprestakall í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra hefur verið auglýst laus til umsóknar en séra Guðmundur Óskar Ólafsson hefur sagt embætti sínu lausu frá 1. september. Í Neskirkju hafa verið tvö sóknarprestsembætti en samkvæmt ákvæði laga um skipan prestakalla og prófastsdæma og starfsmenn kirkjunnar frá 1990 breytist annað þeirra nú í stöðu aðstoðarprests, Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 75 orð

Látbragðsleikur í Ævintýra- Kringlunni

ÞÝSKI látbragðsleikarinn Mick M. skemmtir í Ævintýra- Kringlunni á 3. hæð í Kringlunni kl. 17 í dag, fimmtudag. Mick hefur dvalist hér á landi í stuttan tíma en hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir trúðsleik sinn. Mick M. kemur á óvart því þáttur hans er dálítið öðruvísi en við eigum að venjast. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 244 orð

Leituðu eftir samstarfi við lóðarhafa

BORGARRÁÐ hefur samþykkt stækkun byggingareits fyrir verslunarhús við Starengi 2 og aðstöðu á lóðinni fyrir bensínafgreiðslu. Að ábendingu borgaryfirvalda leituðu forráðamenn OLÍS eftir samstarfi við lóðarhafa um sölu á bensíni. Meira
29. júní 1995 | Erlendar fréttir | 380 orð

Léku á lögregluna og sluppu eftir göngum

ÞÝSKA lögreglan var dálítið skömmustuleg í gær þegar fjórum bankaræningjum tókst að komast undan með nærri 230 milljónir ísl. kr. þrátt fyrir, að hundruð lögreglumanna hefðu umkringt bankann. Fóru þeir eftir göngum neðanjarðar og komu upp að baki lögreglumönnunum þar sem bifreið beið eftir þeim. Var það aðeins í 100 m fjarlægð frá bankanum. Meira
29. júní 1995 | Erlendar fréttir | -1 orð

Línudansinn á milli ESB og EES

ÁÞJÓÐHÁTÍÐARDEGI Norðmanna 17. maí síðastliðinn var langur pistill um Noreg og velgengnina þar í fréttatíma sænska útvarpsins. Bent var á að öfugt við Svía léki lánið við þessa næstu nágranna. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 289 orð

Lóðir fyrir bensínsölu seldar

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu um hvernig fara skuli með umsóknir um lóðir fyrir bensínstöðvar eða leyfi fyrir bensínsölu á almennri verslunarlóð. Tillagan gerir ráð fyrir að lóðirnar verði seldar á 1.800­2.600 kr. fyrir hvern fermetra miðað við núverandi verðlag. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 118 orð

Lægst bensín- verð í sjálfsafgreiðslu

EFTIR að verð á bensíni lækkaði er það lægst í sjálfsafgreiðslu á bensínstöðvum Skeljungs. Lítrinn er þar um 1,20 kr. lægri en fullt verð. Þá hafa nýir sjálfsalar verið settir upp á sjö bensínstöðvum Skeljungs. Meira
29. júní 1995 | Erlendar fréttir | 229 orð

Mikið áfall fyrir forsetann og stefnu hans

KIM Young-sam, forseti Suður- Kóreu, og flokkur hans, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, biðu mikinn ósigur í sveitarstjórnarkosningum í fyrradag. Missti flokkurinn meirihluta í mörgum stórborgum og héruðum, þar á meðal í höfuðborginni, Seoul. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 104 orð

Móttökustöðvar á höfuðborgarsvæðinu

ALLS verður komið fyrir 55 gámum til móttöku pappírs á höfuðborgarsvæðinu. Hreinsunardeild Reykjavíkurborgar mun annast daglegt eftirlit með gámunum í höfuðborginni en fulltrúar Sorpu annars staðar. Einn verktaki þjónustar allt svæðið. Þegar gámur er orðinn fullur er hann losaður í móttöku- og flokkunarstöð Sorpu í Gufunesi, sem baggar pappírinn. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Námsbraut í iðjuþjálfun við Háskólann í undirbúningi

UNDIRBÚNINGUR að námsbraut í iðjuþjálfun við Háskóla Íslands er hafinn og standa vonir til að henni verði komið á fót haustið 1996 og að hálf staða verði skipuð í haust til undirbúnings. Málið er til umfjöllunar hjá Iðjuþjálfafélagi Íslands, menntamálaráðherra og innan Háskólans. Þörf fyrir 170 iðjuþjálfa Meira
29. júní 1995 | Erlendar fréttir | 125 orð

Rangt að hætta sé á faraldri

FRÉTTIR um að yfirvöld í Stokkhólmi hafi gripið til sérstakra ráðstafana vegna hættu á að barnaveiki, sem upp hefur komið í Rússlandi, verði að faraldri eru ekki á rökum reistar, að sögn Ólafs Ólafssonar landlæknis. Meira
29. júní 1995 | Erlendar fréttir | 143 orð

Reuter

JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, kemur til Downingstrætis 10 í gær. Á hádegi í dag rennur út frestur til að tilkynna framboð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Enn sem komið er hefur einungis John Redwood boðið forsætisráðherranum byrginn, en Major segist sannfærður um að hann muni hafa sigur. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 199 orð

Ríkisútvarpið áfrýjar niðurstöðu samkeppnisráðs

STJÓRNENDUR Ríkisútvarpsins hafa ákveðið að skjóta niðurstöðu samkeppnisráðs um fjárhagslegan aðskilnað dagskrárgerðar frá öðrum rekstri til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Samkeppnisráð mælti svo fyrir 30. maí síðastliðinn að RÚV bæri að skilja að fjárhagslega þann hluta rekstrar RÚV sem lýtur að öflun efnis og útsendingu og þann sem snýr að framleiðslu dagskrárefnis Sjónvarpsins. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 566 orð

"Rjúkandi ganga" í Norðurá

Stóri straumurinn er í dag og talsverðar göngur hafa verið víða í laxveiðiánum, sérstaklega þó í Borgarfirðinum þar sem veiði hefur verið mjög lífleg að undanförnu, sérstaklega í Norðurá. Þá hefur það borið til tíðinda, að fyrstu laxarnir hafa komið á land úr Stóru Laxá í Hreppum og Soginu. Norðurá leiðir hjörðina Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 299 orð

Samningaviðræðurnar stóðu mjög tæpt í nótt

SAMNINGANEFND yfirmanna í Farmanna- og fiskimannasambandinu óskaði eftir viðræðum með vinnuveitendum í gær og hófst sáttafundur hjá ríkissáttasemjara kl 17. Þar lögðu yfirmenn fram nýtt tilboð sem, að sögn Benedikts Þ. Valssonar framkvæmdastjóra FFSÍ, fól í sér nokkrar breytingar frá fyrri kröfum yfirmanna, til að koma til móts við kröfur viðsemjendanna. Meira
29. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 163 orð

Sex aðilar fá styrk úr Kísilgúrsjóði

KÍSILGÚRSJÓÐUR hefur samþykkt að veita sex aðilum styrk, samtals að upphæð 5750.000,00 krónur. Þessir aðilar eru Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf. til ráðningar ferðamálafulltrúa, undirbúningshópur um stofnun Náttúruskóla í Mývatnssveit, KÞ-Miðbær og saumastofan Prýði til þróunar á sérhæfðum fatnaði, Þórarinn Pálmi Jónsson til grunnvinnu vegna uppsetningar upplýsingabanka, Meira
29. júní 1995 | Miðopna | 976 orð

Skipulag dýralækninga í endurskoðun

ÍKJÖLFAR aðildar Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) og EES munu dýralæknar hafa auknum hlutverkum að gegna. Strangar reglur um inn- og útflutning landbúnaðarafurða, sem lúta alþjóðlegum samþykktum, krefjast þess að heilbrigðiseftirlit með kjötframleiðslu og ekki síður öðrum eldisafurðum, svo sem laxi, sé öflugt. Meira
29. júní 1995 | Erlendar fréttir | 335 orð

Sneitt hjá erfiðum ákvörðunum

EVRÓPSK dagblöð gagnrýndu í gær leiðtoga Evrópusambandsríkjanna fyrir að hafa sneitt hjá erfiðum ákvörðunum á fundi sínum í Cannes í Frakklandi og gefið út innantómar yfirlýsingar, einkum og sér í lagi um stríðið í Bosníu. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 54 orð

Sól og þoka

VEÐURBLÍÐUNNI hefur verið misskipt á landinu síðustu daga. Þoka og votviðri hafa hrjáð íbúa suðvesturhornsins en á meðan hafa Austfirðingar sleikt sólskinið, eins og þessir ungu Egilsstaðabúar sem léku sér í körfubolta í gær. Hitinn fór í 21 stig á Kirkjubæjarklaustri í gær en var 9­13 stig í höfuðborginni. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 480 orð

Sótt um fé til þátttöku í norræna sjónaukanum

ÍSLENSKIR stjarnvísindamenn hafa verið með umsókn um fjárveitingu hjá Rannsóknarráði Íslands vegna aðildar að norræna sjónaukanum á La Palma á Kanaríeyjum um árabil. Enn hafa ekki verið veitt nein afdráttarlaus svör. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 1003 orð

Stefnt að fimm- földun útflutnings

FIMMTA júlí næstkomandi verður hrundið af stað átaki á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Sorpu um söfnun á gömlum dagblöðum og tímaritum. Átakið er í tilraunaskyni en söfnunin verður til frambúðar, takist vel til. Meira
29. júní 1995 | Erlendar fréttir | 287 orð

Styðja nýja emírinn LEIÐTOGAR aðildar

LEIÐTOGAR aðildarríkja Samstarfsráðs Flóaríkja hafa viðurkennt hinn nýja emír af Katar, sem réttmætan valdhafa. Á meðal aðildarríkja eru Saudi-Arabía. Er þetta mikill sigur fyrir emírinn, sem velti föður sínum úr sessi emírs í fyrradag, en nú eru taldar litlar líkur á andstöðu við valdatökuna í Katar. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 626 orð

Takmarkar rétt stéttarfélaga til frjálsra samninga

NEFND Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) um félagafrelsi hefur komist að þeirri niðurstöðu að setning laga 23. mars 1993 um bann við verkfalli og verkbanni á ms. Herjólfi, sem m.a. hafi verið beitt gegn stéttarfélagi sem ekki átti beina aðild að umræddri deilu, sé íhlutun sem takmarki rétt stéttarfélaga til að ganga til frjálsra samninga við atvinnurekendur. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 89 orð

Tekjuauki lífeyrisþega

EINUNGIS þeir lífeyrisþegar sem fá óskerta tekjutryggingu, heimilisuppbót og sérstaka heimilisuppbót fá greiddan fullan 26% tekjutryggingarauka í júlí, en hann er 9.727 krónur fyrir ellilífeyrisþega og 9.901 króna fyrir örorkulífeyrisþega. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 61 orð

Tveir prófessorar skipaðir

Á FUNDI ríkisráðs miðvikudaginn 28. júní voru skipaðir tveir prófessorar við Háskóla Íslands. Jón G. Friðjónsson var skipaður prófessor í íslenskri málfræði við heimspekideild Háskóla Íslands frá 1. apríl 1994. Þóra Ellen Þórhallsdóttir var skipuð prófessor í grasafræði við raunvísindadeild Háskólans frá 1. júní 1995. Meira
29. júní 1995 | Akureyri og nágrenni | 76 orð

Varanlegt þak sett á kirkjuna

VIÐGERÐ stendur yfir á þaki Akureyrarkirkju, en þótt byggingin sé ríflega 50 ára gömul hefur varanlegt efni aldrei verið sett á þak hennar. Úr því er bætt nú þegar kirkjunni var lokað vegna umfangsmikilla endurbóta á orgeli kirkjunnar sem standa nú yfir. Kirkjan verður lokuð fram í miðjan næsta mánuð. Meira
29. júní 1995 | Erlendar fréttir | 212 orð

Vonar að Súdanir steypi stjórninni

OMAR Hassan al-Bashir, forseti Súdans, neitaði í gær, að ríkisstjórn sín bæri nokkra ábyrgð á tilræðinu við Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, og sagði, að Egyptar hefðu löngum getað ráðið leiðtoga sína af dögum án utanaðkomandi hjálpar. Mubarak kvaðst hins vegar vona, að Súdanir rækju af höndum sér ríkisstjórnina í Khartoum. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Þjóðverjar felld- ir á eigin bragði

Evrópumótið í opnum flokki og kvennaflokki, 17. júní til 1. júlí Nú eru aðeins þrír dagar eftir af Evrópumótinu í Vilamoura og þá mun reyna á taugar og úthald spilaranna. Staðan í opna flokknum er óvenjulega jöfn og enn eiga margar þjóðir möguleika á sigri með góðum endaspretti. Vilamoura. Morgunblaðið. Meira
29. júní 1995 | Erlendar fréttir | 35 orð

(fyrirsögn vantar)

KAPPHLAUPIÐ í geimnum tekur á sig nýja mynd í dag þegar bandaríska geimferjan Atlantis og MÍR-geimstöðin rússneska tengjast á braut um jörðu. Flytur ferjan tvo menn til stöðvarinnar en tekur þrjá til jarðar. Meira
29. júní 1995 | Innlendar fréttir | 17 orð

(fyrirsögn vantar)

Gjörið svo vel. Villi vinur ætlar af sinni alkunnu góðsemi við forsætisráðherrann að túlka ræðu hans jafnóðum... Meira

Ritstjórnargreinar

29. júní 1995 | Leiðarar | 659 orð

leiðariÞJÓÐVEGUR TIL EYJA Í SUNDUR AÐ BER vott um að kjara

leiðariÞJÓÐVEGUR TIL EYJA Í SUNDUR AÐ BER vott um að kjarabarátta einstakra hópa hafi gengið út í öfgar, þegar stórt bæjarfélag er nánast einangrað frá umheiminum í meira en sólarhring vegna verkfallsaðgerða. Verkfall yfirmanna á kaupskipunum skar á lífæð Vestmannaeyinga til lands, siglingar Herjólfs, en ófært var til Eyja í lofti vegna þoku. Meira
29. júní 1995 | Staksteinar | 350 orð

Tíminn ræðst á R-listann TÍMINN gagnrýnir R-listann í leiðara fyrir viðbrögð hans við ákvörðun Björns Bjarnasonar

TÍMINN gagnrýnir R-listann í leiðara fyrir viðbrögð hans við ákvörðun Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra um ráðningu nýs skólastjóra Austurbæjarskóla. Ekki flokkspólitískt mál Meira

Menning

29. júní 1995 | Menningarlíf | 55 orð

"Án titils"

ÞAU mistök urðu við vinnslu blaðsins að myndin "Án titils" eftir Þorra Hringsson sem birtist með myndlistargagnrýni Braga Ásgeirssonar í blaðinu síðastliðinn þriðjudag sneri vitlaust. Hér birtist myndin rétt og biðjumst við velvirðingar á mistökunum. Sýning Þorra í Gallerí Greip stendur til 2.júlí og er opin alla daga nema mánudaga frá 14-18. Meira
29. júní 1995 | Fólk í fréttum | 151 orð

Benjamín styður bróður sinn

BRÓÐIR leikarans Christophers Reeves, Benjamín Reeve, kom nýlega fyrir nefnd öldungadeildar bandaríska þingsins um öldrunarsjúkdóma. Þar talaði hann máli bróður síns og annarra mænuskaddaðra einstaklinga. Meira
29. júní 1995 | Fólk í fréttum | 192 orð

Ekkert lát á velgengni Bjarkar

SIGURGANGA Bjarkar Guðmundsdóttur heldur áfram. Í New York-dagblaðinu Daily News fær "Post", nýjasta plata hennar, frábæra dóma og fullt hús stiga. Gagnrýnandi blaðsins kallar plötuna "frumlegustu plötu ársins" og lofar hana í hástert. Norska blaðið Aftenposten er ekki alveg eins jákvætt í garð hennar, en gefur henni engu að síður mjög góða einkunn. Meira
29. júní 1995 | Menningarlíf | 83 orð

Finn Ziegler á Íslandi EINN af þekktustu fiðluleikurum Norðurlanda, Daninn Finn Ziegler er væntanlegur til Íslands til aðleika á

EINN af þekktustu fiðluleikurum Norðurlanda, Daninn Finn Ziegler er væntanlegur til Íslands til aðleika á Djasshátíð Egilsstaða og áHótel Borg íReykjavík. Finn verður sextugur áþessu ári oger enn í fullufjöri. Meira
29. júní 1995 | Menningarlíf | 168 orð

Form við birtuskil

Í NÝLISTASAFNINU við Vatnsstíg opna þrjár sýningar á laugardag. Í forsal og gryfju sýnir Didda Hjartardóttir Leaman, þar sem hún sýnir olíumálverk og teikningar. Didda sýndi síðast á Íslandi fyrir tveimur árum, en hún býr og starfar í London. Viðfangsefni Diddu á sýningunni á sér rætur í landslagi, þó einkanlega síendurteknum hreyfingum, þar sem form afmást við birtuskil. Meira
29. júní 1995 | Tónlist | 641 orð

Hinn stofuhæfi Hindemith

Paul Hindemith: 8 verk fyrir flautu; Scherzo f. víólu og selló; Das Marialeben f. sópran og píanó; Klarínettkvartett; Die junge Magd f. altrödd, fl., klar. & str.kvartett. Marta G. Halldórsdóttir (S); Anna S. Helgasóttir (MS); Halfríður Ólafsdóttir, fl., Ármann Helgason, kl.; Örn Magnússon og Gísli Magnússun, pnó. Meira
29. júní 1995 | Menningarlíf | 539 orð

Íslensk kjötsúpa

"Og hér er ég í orði og á borði....og hér er ég á borði og sæng......en hljótt er allt í auðu landi, ungbörn smá og menn í kör eiga kalt í aumu standi, ekkjur frá sér misstu kjör.....minn herra hefur lesið í frægum bókum að á Íslandi séu fleiri afturgöngur, skrýmsli og púkar heldur en menn...einu sinni fyrir langa löngu var kona sem hét Guðrún. Hún var heitbundin djákna.... Meira
29. júní 1995 | Fólk í fréttum | 186 orð

Jesús Kristur í Borgarleikhúsinu

LEIKFÉLAG Reykjavíkur setur upp rokkóperuna Jesus Christ Superstar í Borgarleikhúsinu í sumar. Líkt og í Sögu úr Vesturbænum, sem Þjóðleikhúsið setti upp í vetur, er eitt aðalhlutverkanna skipað tveimur leikurum. Það er hlutverk Júdasar, en því skipta þeir Stefán Hilmarsson og Þór Breiðfjörð á milli sín. Meira
29. júní 1995 | Menningarlíf | 928 orð

Leyndardómar Snæfellsjökuls Sumarnámskeiði Íslenska arkitektaskólans lýkur á morgun en þá verður jafnframt opnuð sýning á

SNÆFELLSJÖKULL hefur frá ómunatíð veitt listamönnum innblástur. Hefur hann einnig vakið ýmsar hugmyndir með þeim sem kanna æðri svið vitundarinnar og hið yfirskilvitlega. Þannig telja sumir að þessi jökulkrýnda eldkeila laði til sín verur utan úr geimnum. Margar þjóðsögur hafa jafnframt spunnist um Snæfellsjökul, auk þess sem kunn bókmenntaverk tengjast honum. Meira
29. júní 1995 | Myndlist | 909 orð

Lifandi list á líflegum stað

104 myndlistarmenn. Opið virka daga kl. 14-22 og um helgar kl. 10-22 til 2. júlí. Aðgangur ókeypis LISTAHÁTÍÐIR eru af ýmsum stærðum og gerðum. Úti í heimi eru slíkar framkvæmdir oftar en ekki þungamiðja hins opinbera menningarlífs, sem mikið er vandað til, Meira
29. júní 1995 | Menningarlíf | 136 orð

Lindindin

Leikfélagið Theater mun í haust frumsýna nýja íslenska rokkóperu eftir einn meðlim leikhópsins, Ingimar Oddsson. Rokkóperan ber nafnið Lindindin, en það er heitið á fornum töfraspegli sem er örlagavaldur í verkinu. Um 70 manns munu taka þátt í uppsetningunni en Theater hefur fengið tvær milljónir í styrk frá Reykjavíkurborg gegn því að ráða a.m.k. Meira
29. júní 1995 | Menningarlíf | 118 orð

Lokaundirbúningur Víkingahátíðarinnar

NÚ STENDUR yfir lokaundirbúningur Víkingahátíðarinnar sem haldin verður í Hafnarfirði 6.-9. júlí. Þetta er alþjóðleg menningarhátíð sem verður sett á Þingvöllum fimmtudaginn 6. júlí að viðstöddum heiðursgesti hátíðarinnar frú Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Íslands. Meira
29. júní 1995 | Menningarlíf | 85 orð

Postulín í Café Mílanó

SÝNING Kolfinnu Ketilsdóttur á máluðu postulíni stendur nú yfir í Café Mílanó. Kolfinna hefur málað á postulín síðan 1964. Hún var tvo vetur í teikningu og vatnslitanámi í Myndlistaskólanum í Reykjavík, auk þess sem hún hefir sótt námskeið hjá ýmsum leiðbeinendum í postulínsmálun heima og erlendis. Meira
29. júní 1995 | Myndlist | 985 orð

Rímað í stíl

Ásmundur Sveinsson. Opið daglega kl. 10­16. Aðgangur kr. 200, sýningarskrá kr. 1200. VIÐ Íslendingar höfum verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fljótlega eftir upphaf þreifinga okkar í nútímalist komu fram nokkrir þeir meistarar sem hafa markað listsýn okkar alla tíð síðan. Meira
29. júní 1995 | Fólk í fréttum | 154 orð

Sagabíó sýnir Kynlífsklúbb í Paradís

SVARTUR húmor einkennir gamanmyndina Kynlífsklúbbur í Paradís eða "Exit to Eden" sem Sagabíó hefur nú tekið til sýninga. Fjöldi heimsþekktra leikara kemur fram í myndinni sem leikstýrt er af Gary Marshall. Meira
29. júní 1995 | Menningarlíf | 256 orð

Sterk skáldsaga

FYRIRGEFNING syndanna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson kom nýverið út hjá Gyldendal í Noregi undir heitinu Syndenes forlatelse. Dómar í þarlendum blöðum hafa verið lofsamlegir. Vigdis Moe Skarstein segir í umsögn sinni í Adresseavisen að Fyrirgefning syndanna sé sterk skáldsaga. Meira
29. júní 1995 | Menningarlíf | -1 orð

Öruggur stíll, fínleiki og raunveruleg ástríða

ÞAÐ er skemmtileg upplifun að koma á þennan stað sem er gjörólíkur þeim stöðum sem ég hef leikið á áður. Það er mjög huggulegt og skemmtilegt að halda tónleika hér og gaman að vinna hér í sveitinni í eina viku fyrir tónleikana. Það er stórkostlegt að finna vindinn, hreina loftið og heyra í fuglunum sem er nýtt umhverfi fyrir mig. Meira

Umræðan

29. júní 1995 | Velvakandi | 289 orð

Afreksmaðurinn Jón Arnar Magnússon

VIÐ Íslendingar höfum átt marga snjalla íþróttamenn í fjölmörgum íþróttagreinum. Nú á þessum vordögum rættist von og draumur margra, sem fylgst hafa með afreksmanninum Jóni Arnari Magnússyni þegar segja má, að hann hafi stokkið inn í heimsklassann í tugþraut. Hann hlaut 8.237 stig á móti í Austurríki í lok maí, sem að sjálfsögðu er Íslandsmet. Þetta mun vera 10. Meira
29. júní 1995 | Aðsent efni | 1357 orð

Bankar allra landsmanna sýna sitt rétta andlit

MÁL þetta varðar hús, sem afi minn og amma byggðu af miklum myndarskap og stórhug 1943, er á þeim tíma nefndist Selásblettur 3. Þá var þetta hreinlega upp i í sveit og þetta glæsilega hús varð strax miðstöð sveitarinnar. Í stofunni hjá ömmu voru fyrstu guðþjónustur Árbæjarprestakalls haldnar (áður en gamla kirkjan var byggð í Árbæjarsafni) og einnig var í húsinu miðstöð Pósts og síma. Meira
29. júní 1995 | Velvakandi | 572 orð

Blettur á umhverfinu GUÐRÚN Guðmundsdóttir hringdi og

GUÐRÚN Guðmundsdóttir hringdi og vildi vekja athygli á því hversu illa húsinu við Hverfisgötu 28 er haldið við. Það stendur á fallegum stað á móti danska sendiráðinu og er nærliggjandi húsum og görðum sérstaklega vel við haldið. Meira
29. júní 1995 | Velvakandi | 233 orð

Dónaleg framkoma á veitingastað

ÉG SÉ mig knúna til að kvarta yfir ótrúlega dónalegri framkomu barþjóns á veitingastaðnum Gauki á stöng. Aðfaranótt 18. júní var ég stödd þar ásamt vinum mínum til að halda upp á þjóðhátíðardaginn. Hljómsveitin Tin lék fyrir dansi og var góð stemmning. Meira
29. júní 1995 | Aðsent efni | -1 orð

Frá ráðstefnu norrænna orðabókafræðinga í Reykjavík

Dagana 7.-10. júni var haldin í Reykjavík 3. ráðstefna Norræna orðabókafræðifélagsins (NFL, þ.e. "Nordisk forening for leksikografi"). Samtökin voru stofnuð fyrir fjórum árum í Ósló og fyrsti formaður þeirra var norðmaðurinn Dag Gundersen. Ráðstefnur eru á tveggja ára fresti. Síðast var þingað í Kaupmannahöfn, og eftir tvö ár verður blásið til fundar í Helsinki. Meira
29. júní 1995 | Velvakandi | 347 orð

Góðar fréttir fyrir psoriasissjúklinga

ÉG ER ein af þessum sem þjáist af psoriasissjúkdómnum, þeirri tegund hans sem kallast bletta- psoriasis eða plaque psoriasis. Í gegnum árin hef ég sjálfsagt reynt flest þau meðferðarúrræði sem standa til boða. Ég fór til Júgóslavíu og baðaði mig í salti og sjá, synti í Bláa lóninu, notaði ótal tegundir áburða, tók inn lyf og notaði um tíma grasaseyði. Meira
29. júní 1995 | Aðsent efni | 615 orð

Hvílum bílinn/ Ökum minna

REKSTARKOSTNAÐUR vegna einkabílsins er talinn vera um hálf milljón króna á ári, miðað við laun fólks almennt er þetta þungur baggi. Ein árangursríkasta leið fjölskyldunnar til þess að spara er því að minnka notkun einkabílsins, eða bílanna þar sem tveir bílar eru á heimili. Með því að nota bílinn minna t.d. með því fara í strætó, ganga eða hjóla má spara stórfé. Meira
29. júní 1995 | Velvakandi | 370 orð

ryggi í viðskiptum með til dæmis ávísanir hefur löngum

ryggi í viðskiptum með til dæmis ávísanir hefur löngum verið höfuðverkur bankamanna, lögreglu og að sjálfsögðu neytandans. Áður en kortin komu til sögunnar var misnotkun með ávísanir mikið vandamál, en með tilkomu þeirra hefur dregið úr notkun á ávísunum. Ekki fyrir löngu komu debetkortin til sögunnar og þá með mynd af korthafa. Meira
29. júní 1995 | Aðsent efni | 678 orð

Sátt og traust um skólastarf í Reykjavík

MENNTAMÁLARÁÐHERRA ritar grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann rekur afskipti sín af málefnum Austurbæjarskóla og lýsir þeirri skoðun að með ráðningu skólastjóra hafi hann stuðlað að friði um skólastarfið þar. Meira
29. júní 1995 | Velvakandi | 274 orð

Skattheimtan endurgreiði skattlagninguna

GUÐMUNDUR J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar segir í Dagsbrúnarbréfi sem mér barst nú á dögnunum að búið sé að afnema skattgreiðslu af lífeyrisinngreiðslu í lífeyrissjóðina og hafi því verið breytt í síðustu kjarasamningum. Það kann vel að vera en samkvæmt minni vitneskju frá þingstörfum í vetur var þessi leiðrétting á bið eftir fullri leiðréttingu. Meira
29. júní 1995 | Aðsent efni | 1000 orð

Skjöldungsauki eða joðskortur í lömbum

FYRIR kemur, að lömb fæðist veik eða vesæl og að ær láti lömbum eða fæði dauð lömb á réttu tali, ýmist fullburða eða dauð fyrir nokkru. Skortur á joði í fóðri eða vatni ánna á meðgöngutíma getur valdið þessu. Skjaldkirtillinn þarf joð til að mynda mikilvæga hormóna. Þegar joð vantar verða þeir ekki nægir. Þá fer heiladingull að knýja skjaldkirtil til meiri afkasta. Meira
29. júní 1995 | Velvakandi | 381 orð

Upptaka beinanna

ÞEIM FER fjölgandi sem taka þátt í umræðum um upptöku beina Egils Skallagrímssonar og skiptast menn í þrjár deildir: þá sem eru með, þá sem eru á móti og þá sem eru á báðum áttum eins og Hermann Pálsson prófessor í Edinborg. Ég las grein hans í Lesbók 23. Meira

Minningargreinar

29. júní 1995 | Minningargreinar | 227 orð

Brandur Tómasson

Elskulegur föðurafi minn, Brandur Tómasson, hefur nú kvatt okkur í þessum heimi. Afi Brandur, eins og ég kallaði hann, var um margt afar sérstakur persónuleiki. Verklaginn með afbrigðum og fylginn sér í skoðunum eru lýsingar sem koma hvað fyrst fram í huga mér. Meira
29. júní 1995 | Minningargreinar | 349 orð

Brandur Tómasson

Brandur ólst upp á Hólmavík og gekk þar í alþýðuskóla. Hann hóf nám í vélsmíði í Landssmiðjunni í Reykjavík 1932 og sótti jafnframt iðnskóla en þaðan lauk hann burtfararprófi 25. apríl 1936 og sveinsprófi í vélsmíði eftir fjögurra ára nám 5. febrúar 1937. Hann hóf nám í flugvirkjun hjá Lufthansa í Þýskalandi 16. júlí 1937 og lauk flugvirkjaprófi hjá þýska loftferðaeftirlitinu í Berlín 18. Meira
29. júní 1995 | Minningargreinar | 181 orð

Brandur Tómasson

Brandur Tómasson, fyrrverandi yfirflugvirki hjá Flugfélagi Íslands og síðar Flugleiðum, er látinn. Hann ýtti úr vör þeim þætti flugsögunnar er lýtur að viðhaldi og viðgerðum auk þess að vera alhliða ráðgjafi um ýmis málefni íslenskra flugmála. Það var gæfa íslensku þjóðarinnar að slíkir menn sem Brandur tóku að sér að móta þann vettvang. Meira
29. júní 1995 | Minningargreinar | 290 orð

Brandur Tómasson

Einn af brautryðjendum flugs á Íslandi, Brandur Tómasson, fyrrverandi yfirflugvirki Flugfélags Íslands, er kvaddur í dag. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir 40 árum og samstarf okkar varð náið nokkrum árum síðar, er verksvið deilda okkar skaraðist og við höfðum reglulega vinnufundi vikulega um árabil. Meira
29. júní 1995 | Minningargreinar | 1285 orð

Brandur Tómasson

Nú kveðja vinirnir hver af öðrum. Samferðamennirnir sýnast á faraldsfæti og skyldi engan undra, þegar litið er til baka um langan veg. Við, sem eftir lifum, mörg komin á efri ár, lítum með tregablöndnum hug til horfinna daga, til horfinna vina og samferðamanna og til "gömlu góðu áranna", þegar allt lék í lyndi og vorsól lífsins brann sem heitast á vöngum. Meira
29. júní 1995 | Minningargreinar | 406 orð

BRANDUR TÓMASSON

BRANDUR TÓMASSON Brandur Tómasson fæddist á Hólmavík 21. september 1914. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 20. júní sl. Foreldrar hans voru Ágústa Lovísa Einarsdóttir, húsfreyja og kennari, f. 9. ágúst 1879, d. 15. mars 1941, og Tómas Brandsson, bóndi og verslunarmaður, f. 17. mars 1883, d. 8. júní 1966. Meira
29. júní 1995 | Minningargreinar | 914 orð

Guðmunda Lilja Magnúsdóttir

Einhvern veginn finnast manni hversdagslegir hlutir og athafnir oft harla ómerkilegir s.s. eins og uppvask og ískur í göngugrind, en þegar einhver fellur frá finnst manni þessi hlutir svo ósegjanlega merkilegir. Það að hafa rumskað við ömmu dæsa, fara fram úr kl. Meira
29. júní 1995 | Minningargreinar | 753 orð

Guðmunda Lilja Magnúsdóttir

Í dag er til moldar borin Lilja Magnúsdóttir frá Hvanná. Hún fæddist að Hattadalskoti í Álftafirði 16. mars 1916 og var því rúmlega 79 ára gömul, þegar hún andaðist. Hún hlaut skólagöngu meðal annars í gagnfræðaskólanum á Ísafirði, þar sem hún reyndist góður nemandi og bjó að þeirri þekkingu alla ævi. Hún fluttist austur á Jökuldal 1. Meira
29. júní 1995 | Minningargreinar | 906 orð

Guðmunda Lilja Magnúsdóttir

Fallin er frá góð og merk kona, Lilja Magnúsdóttir, ættuð frá Hattardalskoti við Ísafjarðardjúp. Ung að árum var hún ráðin í kaupavinnu að Hvanná, Jökuldal, þar sem fyrir voru tveir bræður, Benedikt og Einar, sem bjuggu þar félagsbúi, ásamt foreldrum sínum, Gunnþórunni Kröyer og Jóni Jónssyni á Hvanná. Meira
29. júní 1995 | Minningargreinar | 319 orð

Guðmunda Lilja Magnúsdóttir

Amma mín, Guðmunda Lilja Magnúsdóttir, er farin til himnaföðurins. Ég var 6 ára er ég fyrst minnist ömmu Lilju, en það var fyrsta árið af 9 sem ég var í sveit hjá Adda föðurbróður mínum og Ingu konu hans á Hvanná II. Eins og algengt var á þeim tíma bjó amma á heimili sonar síns, að Hvanná II, ásamt því að vera ráðskona skólabarna á vetrum að Skjöldólfsstöðum í Jökuldal. Meira
29. júní 1995 | Minningargreinar | 248 orð

GUÐMUNDA LILJA MAGNÚSDÓTTIR

GUÐMUNDA LILJA MAGNÚSDÓTTIR Lilja Magnúsdóttir fæddist þann 16. mars 1916 að Hattardalskoti við Álftafjörð í Ísafjarðardjúpi. Hún lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum þann 7. júní sl. Foreldrar hennar voru Magnús Hannibalsson f. 1.6. 1871., d. 24.12. 1964, bóndi að Hattardalskoti og Ólína Kristín Óladóttir f. 26.08. 1881, d. 1951. Meira
29. júní 1995 | Minningargreinar | 310 orð

Halldór Þórðarson

Laugardagur 10. júní. Djúpið skartar sínu fegursta. Fyrsti eiginlegi vordagur eftir langan og snjóþungan vetur. Sól skín í heiði og í "sjónum gegnumglæja og gömul fjöll á höfði standa". Bílar streyma að kirkjustaðnum Melgraseyri og Fagranesið liggur við bryggju. Fólkið streymir til kirkju. Það er ekki rúm fyrir alla innandyra. Meira
29. júní 1995 | Minningargreinar | 33 orð

HALLDÓR ÞÓRÐARSON

HALLDÓR ÞÓRÐARSON Halldór Þórður Þórðarson fæddist á Laugalandi í N- Ísafjarðarsýslu 19. september 1920. Hann lést á heimili sínu á Laugalandi 4. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Melgraseyrarkirkju 10. júní. Meira
29. júní 1995 | Minningargreinar | 378 orð

Hrafnhildur Guðmundsdóttir

Minningarnar hrannast upp í huga manns þegar vinir kveðja þetta jarðlíf. Hrafnhildur, eða Hrefna eins og fjölskylda og vinir kölluðu hana, hefur nú fengið hvíld eftir langt veikindastríð. Hún var gift móðurbróður mínum, Richard Runólfssyni. Þau hófu búskap á heimili afa, en amma Arnfríður hafði látist skömmu áður. Meira
29. júní 1995 | Minningargreinar | 206 orð

Hrafnhildur Guðmundsdóttir

Elsku Hrafnhildur amma er látin. Við systurnar minnumst hennar með þakklæti og hlýhug. Það var alltaf nóg að gera hjá ömmu, lita, lesa og leika með blöðrur því þær átti hún til að finna í geymslunni. Á hverju sumri var oft staðið tímunum saman við svalahurðina og fylgst með dúfunum sem gerðu sér hreiður á svölunum og fengum við ekki að fara þar út nema dúfan væri ekki þar og þá mátti alls Meira
29. júní 1995 | Minningargreinar | 399 orð

Hrafnhildur Guðmundsdóttir

Mig langaði að minnast tengsu minnar, Hrafnhildar Guðmundsdóttur frá Stóra-Nýjabæ í Krísuvík, með nokkrum fátæklegum orðum. Með henni er gengin ein af kvenhetjum þessa lands, sem strituðu myrkranna á milli og stundum gott betur. Hún ólst upp á Nýjabæ og átti þar 16 systkini og var hún númer 14 í hópnum. Meira
29. júní 1995 | Minningargreinar | 391 orð

Hrafnhildur Guðmundsdóttir

Það er aðeins eitt sem skráð er í lífsbók okkar er við fæðumst í þennan heim, að við munum að lokum deyja og skilja við jarðneskt líf. Dauðinn og sorgin haldast í hendur, en þegar veikindi hafa heft líkama og sál jafn mikið og þau gerðu við ömmu okkar síðustu árin fyllumst við þakklæti yfir því að örmagna líkami skuli loks fá langþráða hvíld. Meira
29. júní 1995 | Minningargreinar | 416 orð

Hrafnhildur Guðmundsdóttir

Hrafnhildur var ein af 17 systkinum frá Stóra-Nýjabæ í Krísuvík, dóttir Guðmundar Jónssonar og Kristínar Bjarnadóttur. Á Stóra- Nýjabæ var mikill myndarbúskapur og unnu allir mjög mikið allt frá barnsaldri. Það var aldrei skortur á mat né klæðum. Meira
29. júní 1995 | Minningargreinar | 611 orð

Hrafnhildur Guðmundsdóttir

Hrafnhildur tengdamóðir mín lést á fæðingardegi elstu systur sinnar, þann 20. júní sl., á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, 78 ára gömul. Hún var þrotin að líkamlegum kröftum, en hélt andlegri heilsu fram til síðustu stundar. Ég kynntist tengdamömmu, eða tengsu eins og Tumi svili minn kallaði hana oftast, fyrir rúmum 30 árum, þegar ég kom á heimili hennar í fylgd Kristínar dóttur hennar. Meira
29. júní 1995 | Minningargreinar | 318 orð

HRAFNHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR

HRAFNHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR Hrafnhildur Guðmundsdóttir fæddist þann 24. nóvember 1916 á Stóra-Nýjabæ í Krísuvík og ólst þar upp í 17 systkina hópi til 16 ára aldurs. Hún andaðist 20. júní sl. á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Foreldrar hennar voru hjónin Kristín Bjarnadóttir frá Tungu í Flóa og Guðmundur Jónsson frá Hlíðarenda í Ölfusi. Meira
29. júní 1995 | Minningargreinar | 229 orð

Ólöf Hafdís Ragnarsdóttir

Það er erfitt að kveðja kæran vin og mig brestur orð. Efst í huga mér er þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast Diddu og eiga með henni samleið. Hún var elskuð og virt af svo mörgum, alltaf jákvæð og brosti við lífinu og vildi lifa því lifandi. Didda var ákaflega afkastamikil kona. Okkur hinum fannst oft óskiljanlegt hversu miklu hún kom í verk. Meira
29. júní 1995 | Minningargreinar | 28 orð

ÓLÖF HAFDÍS RAGNARSDÓTTIR Ólöf Hafdís Ragnarsdóttir fæddist á Siglufirði 19. mars 1946. Hún lést í sjúkrahúsi Suðurnesja 18.

ÓLÖF HAFDÍS RAGNARSDÓTTIR Ólöf Hafdís Ragnarsdóttir fæddist á Siglufirði 19. mars 1946. Hún lést í sjúkrahúsi Suðurnesja 18. júní síðastliðinn. Útför Ólafar var gerð frá Keflavíkurkirkju 28. júní. Meira
29. júní 1995 | Minningargreinar | 181 orð

Paul V. Michelsen

Sumum kynnumst við vel og þekkjum lengi en aðra þekkjum við skemur og jafnvel alltof stutt. Þannig finnst mér að ég hafi þekkt Paul allt of stutt, enda þótt ég kynntist honum í kringum 1955 og að sjálfsögðu hans ágætu eiginkonu, Sigríði Ragnarsdóttur Michelsen. Meira
29. júní 1995 | Minningargreinar | 342 orð

Paul V. Michelsen

Kveðja frá Klúbbi Skandinavíusafnara. Í gömlu máli segir: "Lengi skal manninn reyna." Kemur þetta fyrst fyrir í Grettis sögu, ef ég man rétt. Þetta átti á margan hátt við Paul heitinn og lít ég þá aðeins til þess tíma er ég kynntist honum, fyrst í Hveragerði þar sem hann rak blómabúðina sína og síðan er hann flutti til Reykjavíkur og tók að starfa með okkur í Skandinavíkuklúbbnum. Meira
29. júní 1995 | Minningargreinar | 167 orð

PAUL V. MICHELSEN

PAUL V. MICHELSEN Paul V. Michelsen fæddist 17. júlí 1917 á Sauðárkróki. Hann lést 27. maí sl. Foreldrar Pauls voru Jörgen Frank Michelsen, f. 25. janúar 1882 í Horsens í Danmörku, d. 16. júlí 1954, úrsmíðameistari og kaupmaður, og kona hans, Guðrún Pálsdóttir, f. 9. ágúst 1886, d. 31. maí 1967, húsfreyja. Meira
29. júní 1995 | Minningargreinar | 34 orð

SIGURÁST FRIÐGEIRSDÓTTIR

SIGURÁST FRIÐGEIRSDÓTTIR Sigurást Kristbjörg Friðgeirsdóttir fæddist á Brimilsvöllum í Vallnahreppi á Snæfellsnesi 11. ágúst 1899. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 27. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 2. júní. Meira
29. júní 1995 | Minningargreinar | 883 orð

Sigurást Friðgeirsdóttir - viðb

Elsku amman mín. Laugardagurinn 27. maí afmælisdagur Lolú litlu, sonarsonardótturdóttur þinnar og brottfarardagurinn þinn. Kallið komið. Ég var nú farinn að halda að hann Guð hefði gleymt þér. Tveir synir þínir, Kalli og Lúbbi kallaðir fyrr á þesu ári, veikindi þín... Meira
29. júní 1995 | Minningargreinar | 454 orð

Steinunn Stefánsdóttir

Við viljum í nokkrum orðum minnast ömmu okkar sem nú er látin eftir stutta sjúkralegu. Eftir standa minningar um góða konu sem var okkur kær. Við systkinin áttum því láni að fagna að vera í nánu sambandi við ömmu alla tíð, fyrst á Siglufirði og síðar í Reykjavík. Meira
29. júní 1995 | Minningargreinar | 1094 orð

Steinunn Stefánsdóttir

Steinunn tók á móti mér, tilvonandi tengdadóttur, og bauð mig velkomna með bros á vör. Myndarleg kona, hávaxin og ljós yfirlitum með stífaða hvíta svuntu, og allt var svo hreint og fágað á heimilinu á Hólavegi 6, á Siglufirði. Hún hafði undirbúið komu mína á þann hátt sem tignum ber, en það var hennar háttur. Meira
29. júní 1995 | Minningargreinar | 198 orð

STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR

STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR Steinunn Stefánsdóttir fæddist 13. nóvember 1907 að Efra-Haganesi í Fljótum í Skagafirði. Foreldrar hennar voru hjónin Anna Jóhannesdóttir og Stefán Benediktsson bóndi, lengst á Berghyl í Fljótum. Steinunn var næstelst af sjö systkinum. Systkini Steinunnar eru: Sigrún, f. 8.12. 1905, d. 17.6. 1959, Guðný Ólöf, f. Meira
29. júní 1995 | Minningargreinar | 270 orð

Þröstur Antonsson

Enginn veit fyrr en allt í einu. Þessi heimatilbúni málsháttur, sem af vissum ástæðum var meira notaður en aðrir um borð í Snæfellinu EA 740, kemur nú upp í hugann. Þröstur Antonsson skipsfélagi minn til margra ára er fallinn frá, langt fyrir aldur fram. Þröstur, eða fuglinn eins og við kölluðum hann, bjó yfir þeim eiginleika umfram aðra menn að lífga upp á allt og alla sem hann umgekkst. Meira
29. júní 1995 | Minningargreinar | 163 orð

Þröstur Antonsson

Við söknum Þrastar sárt og okkur langar í örfáum orðum að minnast góðs skipsfélaga sem nú er látinn langt um aldur fram. Óteljandi minningar sækja á hugann og væri allt of langt að telja þær upp hér. Þröstur var léttur í lund og skipti sjaldan skapi. Meira
29. júní 1995 | Minningargreinar | 78 orð

ÞRÖSTUR ANTONSSON

ÞRÖSTUR ANTONSSON Þröstur Antonsson var fæddur að Árbakka við Dalvík, 3. júlí 1938 og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Eftirlifandi foreldrar hans eru Anton Gunnlaugsson og Jóna Kristjánsdóttir. Þröstur kvæntist þann 28. Meira
29. júní 1995 | Minningargreinar | 743 orð

Þröstur Bergmann Ingason

Fregnin um að vinur minn og æskufélagi, Þröstur Bergmann væri látinn, kom eins og reiðarslag. Í huganum birtust ótal myndir og augnablik liðinna tíma. Myndirnar og augnablikin voru umvafin ljóma, en nú er sem minningarnar meiði og mæði stöðugt huga minn og geð. En á skrifandi stundu virðast hugsanirnar ekki geta náð sinni endastöð og eftir situr sorgin sem aðeins tímans tönn getur bitið á. Meira
29. júní 1995 | Minningargreinar | 26 orð

ÞRÖSTUR BERGMANN INGASON

ÞRÖSTUR BERGMANN INGASON Þröstur Bergmann Ingason fæddist í Reykjavík 25. júlí 1959. Hann andaðist 22. maí sl. Þröstur var jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 1. júní. Meira

Daglegt líf

29. júní 1995 | Neytendur | 63 orð

Brauðbar í Bónus

BÚIÐ er að setja upp brauðbar í Bónus í Holtagörðum þar sem viðskiptavinirnir geta valið sér það sem þá lystir og sett sjálfir í poka. Það er Samsölubakaríið sem sér um baksturinn fyrir Bónus. Sem dæmi má nefna að snúðarnir kosta 49 krónur, amerískir kleinuhringir 49 krónur og rúnnstykki eins og kjallarabollur með osti, kúmenhorn, heilhveitihorn og orkuhleifur á 28 krónur. Meira
29. júní 1995 | Neytendur | 149 orð

Samkomutjöld til leigu

TEKIÐ hefur verið upp á þeirri nýbreytni að bjóða til leigu samkomu,- og veislutjöld fyrir hópa og einstaklinga. "Við byrjuðum að leigja út tjöld í fyrra og var því strax vel tekið sérstaklega fyrir brúðkaup og starfsmannahópa", segir Þorsteinn Baldursson í Tjaldaleigunni Skemmtilegt hf. á Bíldshöfða. Meira
29. júní 1995 | Neytendur | 441 orð

Útsölur mánuði fyrr í ár

"ÉG hef rekið verslunina í 30 ár en þetta er í fyrsta skipti sem ég byrja með útsölu í júní", segir Erla Wigelund eigandi Verðlistans en þar geta viðskiptavinir nú fengið 30% afslátt af öllum vörum búðarinnar. Útsalan hófst í byrjun vikunnar og hefur verið mikið að gera. Venjulega hefur Erla byrjað með útsölu eftir verslunarmannahelgina. Meira
29. júní 1995 | Neytendur | 72 orð

Villtur lax á tilboði í Nóatúni

VILLTUR lax er á tilboðsverði hjá Nóatúni núna. Í síðustu viku kostaði kílóið af honum 799 krónur en kostar nú 499 krónur kílóið. Lítil veiði hefur verið fram til þessa á villtum laxi en þessi lækkun er komin til vegna mikillar veiði fyrir sólarhring. Að sögn Jóns Þorsteins Jónssonar hjá Nóatúni kemur laxinn úr sjávarlögnum í Hvalfirði og við Borgarnes. Um er að ræða smálax 4-7 punda. Meira

Fastir þættir

29. júní 1995 | Dagbók | 470 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gærmorgun kom Dettifoss Ottó N. Þorláksson

Reykjavíkurhöfn: Í gærmorgun kom Dettifoss Ottó N. Þorláksson fór á veiðar í gærkvöldi. Þá fóru út Paamiut, Jakob Kosan og farþegaskipið Maxím Gorkí. Hollenska flutningaskipið Ikiena lá fyrir utan en lagðist að bryggju í gærkvöld og mun losa mikið af korni. Þerney kom og fór aftur vegna bilaðra veiðarfæra. Meira
29. júní 1995 | Fastir þættir | 629 orð

Villtar jurtir

Að morgni 17. júní vakti reykskynjarinn mig snemma, hann var þó ekki að tilkynna mér um bruna heldur lét hann mig vita með hógværu pípi að hann vildi fá nýja rafhlöðu. Fegin því að enginn var eldurinn dreif ég mig á fætur og í regngallan og hélt út í rigninguna. Þetta var þá 17. júníveðrið, hellirigning. En það var milt og lygnt og fuglarnir sungu í skóginum, þegar ég gekk niður stíginn. Meira

Íþróttir

29. júní 1995 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KVENNA

1. DEILD KVENNA BREIÐABLIK 5 4 1 0 33 3 13VALUR 5 4 1 0 19 5 13STJARNAN 5 3 1 1 12 5 10KR 5 3 0 2 17 10 9´IA 5 2 1 2 12 11 7´IBA 4 0 1 3 3 14 1 Meira
29. júní 1995 | Íþróttir | 129 orð

Arna stjórnaði KR-liðinu en verður ekki áfram

ARNA Steinsen, fyrrum leikmaður KR, stjórnaði liðinu gegn Skagastúlkum í gær eftir að Úlfar Daníelsson var látinn hætta. "Það var bara í þessum eina leik því ég er samningsbundin KSÍ út júlí en fékk að taka þennann eina leik. Nú er bara að setjast niður og finna nýjann þjálfara en það er nær útilokað að ég taki við liðinu," sagði Arna eftir leikinn. Meira
29. júní 1995 | Íþróttir | 133 orð

ÁHORFENDUM

ÁHORFENDUM á kvennaleikKR og ÍA í gær brá hressilega þegar nokkrar mínútur voru til leiksloka. Einn áhorfandi var að hlusta á lýsingu af bikarleik Framog ÍA í litlu útvarpi þegar hann öskraði upp fyrir sig "eitt núll fyrir Fram" og það var ekki að sökum að spyrja, Meira
29. júní 1995 | Íþróttir | 71 orð

Eigandi Gýmis og dýralæknir ákærðir

RÍKISSAKSÓKNARI hefur gefið út ákæru á hendur Hinriki Bragasyni, eiganda gæðingsins Gýmis, og Helga Sigurðsyni dýralækni fyrir brot á dýraverndunarlögum. Gýmir var felldur á Landsmóti hestamanna síðastliðið sumar eftir að hann slasaðist. Talin var ástæða til frekari rannsóknar og leiddu niðurstöður hennar í ljós að lyfjaleifar fundust í Gými. Meira
29. júní 1995 | Íþróttir | 714 orð

Framarar hittu á sinn besta leik

ENN og aftur falla Íslandsmeistarar Skagamanna úr bikarkeppninni í 16 liða úrslitunum. Í fyrra töpuðu þeir heima 0:1 fyrir KR en í gærkvöldi voru það Framarar sem gerðu draum þeirra um bikarmeistaratitil að engu á Laugardalsvelli. Framar léku sinn besta leik í sumar og Ríkharður Daðason gerði eina mark leiksins er fjórar mínútur voru til leiksloka. Framarar eru því komnir áfram. Meira
29. júní 1995 | Íþróttir | 55 orð

Framarar komust í sókn upp hægri kantinn á 86. mínútu og

Framarar komust í sókn upp hægri kantinn á 86. mínútu og sendu knöttinn inn í vítateig Skagamanna. Þorbjörn Atli Sveinsson stökk upp og skallaði knöttinn aftur fyrir sig, yfir einn varnarmanna Skagans og þar var mættur Ríkharður Daðason sem tók boltann viðstöðulaust með hægri. Hann hitti knöttinn ekki vel en inn fór hann engu að síður. Meira
29. júní 1995 | Íþróttir | 276 orð

Fram - ÍA1:0 Laugardalsvöllur, 16 liða úrslit bikarkep

Laugardalsvöllur, 16 liða úrslit bikarkeppninnar, miðvikudaginn 28. júní 1995. Aðstæður: Fallegt kvöldveður, logn, hlýtt og nokkuð þétt þoka. Mark Fram: Ríkharður Daðason (86.). Gult spjald: Atli Helgason, Fram (37. brot), Josip Dulic (64. fyrir að toga í mótherja). Sigurður Jónsson, ÍA (35. brot). Meira
29. júní 1995 | Íþróttir | 265 orð

Frjálsíþróttir Helstu úrslit á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í H

Helstu úrslit á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Helsinki í gærkvöldi: 1.500 m hlaup karla mín. sek.1. Martin Johns (Nýja Sjálandi)3.40,66 2. Cristian C.-Murray (Bandaríkj.)3.42,12 3. Ken Nason (Írlandi)3.42,55 400 m grindahlaup karla:sek.1. Maurice Mitchell (Bandaríkj.)49,29 2. Meira
29. júní 1995 | Íþróttir | 104 orð

Golf

Golfmótið "Áfram stelpur" var haldið á Svarfhólsvelli, Selfossi 25. júní. Þetta var opið golfmót fyrir konur 50 ára og eldri. 1. flokkur - forgj. 0 - 24:nettóHildur Þorsteinsdóttir, GK71 Margrét Guðjónsdóttir, GK75 Sigrún RagnarsdóttirGKG77 1. flokkur - forgj. Meira
29. júní 1995 | Íþróttir | 330 orð

Helena komin "heim" og KR vann örugglega

"ÞAÐ er gott að vera komin heim aftur," sagði Helena Ólafsdóttir sem lék á ný í framlínu KR eftir að hafa spilað í öftustu vörn undanfarið og skoraði tvö mörk í 4:2 sigri á ÍA í Vesturbænum í gær. "Ég var orðin þreytt á hinni stöðunni enda gekk það ekkert og við markið kom sjálfstraustið aftur. Nú verðum við að halda okkur í efri hluta töflunnar og því var þessi sigur mjög mikilvægur. Meira
29. júní 1995 | Íþróttir | 499 orð

HILMAR Björnsson

HILMAR Björnsson leikmaður KR verður í leikbanni í kvöld þegar félagar hans mæta Stjörnunni í bikarkeppni KSÍ í Garðabæ. Ástæðan er sú að hann hefur fengið fjögur gul spjöld til þessa á Íslandsmótinu. Meira
29. júní 1995 | Íþróttir | 214 orð

Hitti nógu vel!

Ríkharður Daðason var að vonum kátur eftir sigur Fram í gær og þegar hann var spurður hvort hann hefði hitt knöttinn almennilega þegar hann gerði sigurmarkið sagði hann: "Ég kalla þetta að hitta hann almennilega því þetta var með hægri. Þetta var allavega alveg nógu vel hitt fyrir mig! Annars hélt ég að boltinn ætlaði ekki að komast inn fyrir línuna," sagði Ríkharður. Meira
29. júní 1995 | Íþróttir | 59 orð

Í kvöld

Bikarkeppni KSÍ - 16 liðaúrslit Kaplakriki:FH - Grindavík20 Garðabær:Stjarnan - KR20 Akranes:ÍA U23 - Þór U2320 Hlíðarendi:Valur - Þróttur R.20 Ólafsfj.:Leiftur - Fylkir20 Vestm. eyjar:ÍBV - Þór Ak. Meira
29. júní 1995 | Íþróttir | 71 orð

Jones hleypur á Suðurnesjum

HUGH Jones, sem er mjög þekktur breskur maraþonhlaupari, verður meðal þátttakenda í Suðurnesjamaraþoni á sunnudaginn. Lengsta vegalengdin í keppninni er reyndar hálfmaraþon og þá vegalengd hyggst Jones hlaupa. Meira
29. júní 1995 | Íþróttir | 144 orð

Keflvíkingar fengu hornspyrnu á 24. mínútu sem Kjartan Ein

Keflvíkingar fengu hornspyrnu á 24. mínútu sem Kjartan Einarsson tók, hann sendi boltann fyrir mark Valsmanna sem hreinsuðu frá. Boltinn barst aftur til Kjartans sem lék í átt að markinu, lék á þrjá varnarmenn og sendi fyrir markið þar sem Ragnar Margeirsson skoraði af stuttu færi. Meira
29. júní 1995 | Íþróttir | 36 orð

Knattspyrna

3. deild karla Þróttur N. - Völsungur0:1 -Guðni Rúnar Helgason. Frímann Ferdinandsson skoraði fyrir TBR gegn Víkingi frá Ólafsvík í A-riðli 4. deildar í fyrrakvöld, en rangt var farið með nafn markaskorarans í blaðinu í gær. Meira
29. júní 1995 | Íþróttir | 200 orð

Körfuknattleikur

Evrópumeistaramótið í Aþenu: A-RIÐILLÍtalía - Svíþjóð93:61 Vicenzo Esposito 26, Walter Magnifico 16, Paolo Conti 11 - Henrik Gaddefors 13, Olle Hakansson 11, Mattias Sahlstrom 10. Meira
29. júní 1995 | Íþróttir | 181 orð

Miðnæturhlaup

Fór fram í Reykjavík sl. föstudagskvöld. Í 10 km hlaupinu voru 317 karlar og 163 konur sem tóku þátt. Í 3 km hlaupinu voru þátttakendur 878 eða 1.358 alls í báðum hlaupunum. Fyrstu karlar: Sigmar Gunnarsson, UMSB31,02Daníel Smári Guðmundsson, Á33,09Marinó Freyr Sigurjónsson, ÍR35,13Már Hermannsson, HSK35,24Ívar Trausti Jósafatsson, Meira
29. júní 1995 | Íþróttir | 223 orð

Skagamenn úr leik

FRAMARAR eru komnir áfram í 8-liða úrslit bikarkeppni KSÍ en þeir lögðu Íslandsmeistara Skagamanna að velli í gærkvöldi á Laugardalsvelli. Ríkharður Daðason gerði eina mark leiksins fjórum mínútum fyrir leikslok. Þetta er í annað sinn á jafn mörgum árum sem ÍA er slegið út í 16-liða úrslitum, töpuðu líka 1:0 í fyrra, fyrir KR. Meira
29. júní 1995 | Íþróttir | 635 orð

Spenna í tölti og gæðinga- keppni

FJÓRÐUNGSMÓT austfirskra hestamanna sem haldið er á Fornustekkum í Hornafirði hefst í dag. Þar munu leiða saman hesta sína, kynbótahross og gæðinga, hestamenn af Austurlandi en auk þess koma knapar og hestar víðar að af landinu til þátttöku í opinni töltkeppni og kappreiðum. Það er einkum töltkeppnin sem augu manna beinast að en þar er boðið upp á 100 þúsund krónur í 1. Meira
29. júní 1995 | Íþróttir | 168 orð

Stoichkov á leið til Parma?

HRISTO Stoichkov, búlgarski landsliðsmherjinn frábæri í knattspyrnu, sem leikið hefur með Barcelona á Spáni síðustu árin, leikur hugsanlega með ítalska félaginu Parma næsta keppnistímabil. "Það eina sem vantar upp á er undirskrift hans," sagði Giorgio Pedraneschi, forseti ítalska liðsins í gær. Meira
29. júní 1995 | Íþróttir | 434 orð

Tennis

Keppni á þriðja degi, í gær. Tölur fyrir framan nafn gefur til kynna röð viðkomandi á styrkleikalista mótsins. Einliðaleikur karla, önnur umferð: Chris Wilkinson (Bretlandi) - Miles MacLagan (Bretlandi) 6-1 6-0 6-2 Javier Frana (Argentínu) - Anders Jarryd (Svíþjóð) 6-1 6-2 6-4 Shuzo Matsuoka (Japan) - Mark Knowles (Bahamaeyjum) 6-1 6-4 Meira
29. júní 1995 | Íþróttir | 387 orð

Öruggur sigur Keflvíkinga

"ÞAÐ er ekki gott að segja hvernig leikurinn hefði þróast ef Böðvari hefði tekist að setja mark þegar staðan var 0:0, en þeir eru miklu líkamlega sterkari en við og það réði baggamun. Þetta var ákaflega erfiður leikur og erfitt að leika gegn þeim á heimavelli," sagði Ólafur Brynjólfsson fyrirliði ungmennaliðs Vals eftir leikinn. Meira

Úr verinu

29. júní 1995 | Úr verinu | 303 orð

Spænskar útgerðir binda vonir við langhalaveiðar

ALBERTO Gonzalez Garces, forstöðumaður haffræðistofnunarinnar í Vigo á Spáni, hefur eitt verkefni umfram öll önnur og það er að finna ný fiskimið fyrir spánska flotann, sérstaklega nú þegar Spánverjar geta ekki veitt að vild úr grálúðustofninum við Nýfundnaland. Eru nú sex spænsk skip að kanna veiðar á þremur hafsvæðum, á skarkola á 1. Meira
29. júní 1995 | Úr verinu | 411 orð

SR-mjöl kaupir brennsluhvata frá DEB-þjónustunni

SR-MJÖL hefur keypt þrettán svokallaða CEP-brennsluhvata (Combustion enhancement process) af DEB-þjónustunni á Akranesi. Brennsluhvatarnir verða settir á bræðsluofna og mjölþurrkara til að minnka mengun og eldsneytisnotkun. David Butt, eigandi DEB-þjónustunnar, segir að pantanir frá fleiri fyrirtækjum séu á döfinni. Meira

Viðskiptablað

29. júní 1995 | Viðskiptablað | 705 orð

Aukin bjartsýni um eigin afkomu Færri virðast þó trúaðir á að atvinnuástandið eigi eftir að lagast á næstu tveimur árum.

ÍSLENDINGAR eru bjartsýnni um persónulega afkomu um þessar mundir en verið hefur undanfarin ár. Rúmlega 32% telja að persónuleg afkoma á næsta ári verði betri en í ár, tæplega 57% búast við svipaðri afkomu en einungis tæplega 11% eiga von á að hún fari versnandi, samkvæmt könnun sem Hagvangur hf. hefur unnið fyrir Morgunblaðið. Meira
29. júní 1995 | Viðskiptablað | 497 orð

Barrlómur á brott?

»AFKOMA í íslenskum skipasmíðaiðnaði virðist hafa batnað til mikilla muna eftir víðtæka endurskipulagningu, gjaldþrot og nauðasamninga sem fyrirtækin hafa gengið í gegnum að undanförnu. Þrátt fyrir dökkt útlit virðist sem þessi grein sé nú að rétta úr kútnum. Á síðasta ári jókst velta fyrirtækja í skipasmíðaiðnaði um 12% og sum fyrirtæki voru rekin með hagnaði í fyrsta sinn í fjölmörg ár. Meira
29. júní 1995 | Viðskiptablað | 98 orð

CompuServe skilar methagnaði

H&R Block Inc. hefur skýrt frá því að verulega hafi dregið úr hagnaði fyrirtækisins, en segir að CompuServe -- stærsta beinlínuþjónusta heims -- hafi tryggt móðurfyrirtækinu mnettekjur, enda hafi áskrifendum fjölgað að mun. Meira
29. júní 1995 | Viðskiptablað | 143 orð

Draupnissjóðurinn sameinast Þróunarfélaginu

DRAUPNISSJÓÐURINN hf. var sameinaður Þróunarfélagi Íslands hf. í gær eftir að tillögur þess efnis voru samþykktar á hluthafafundi beggja félaga. Með sameiningunni eflist Þróunarfélagið og mun það nú fjárfesta í hlutabréfum stórra fyrirtækja, skráðum á markaði, svo og í minni og óskráðum fyrirtækjum. Meira
29. júní 1995 | Viðskiptablað | 650 orð

Ekki til neins ef allt væri eins

MYNDASMIÐJA Austurbæjar er heitið á nýju fyrirtæki sem opnað hefur verið að Ingólfsstræti 8 í Reykjavík. Fyrirtækið sérhæfir sig í hvers konar hönnun, hugmyndavinnu og auglýsingagerð. Eigendur fyrirtækisins eru Börkur Arnarson og Dagur Hilmarsson. Börkur lauk námi í ljósmyndun frá London College of Printing í Lundúnum árið 1991. Meira
29. júní 1995 | Viðskiptablað | 898 orð

Endurhringingarþjónusta lækkar evrópska símtaxta

ENDURHRINGINGARÞJÓNUSTA, sem felst í því að bjóða evrópskum neytendum að notfæra sér lág símgjöld í Bandaríkjunum, hefur vaxið hröðum skrefum og er nú farin að neyða gömlu símfélögin í Norðurálfu til að lækka sína taxta. Meira
29. júní 1995 | Viðskiptablað | 1302 orð

Færri þvo heima

Nú eru á milli áttaíu og níutíu þvottahús og efnalaugar starfræktar hérlendis, þar af um fjörutíu á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt opinberum skýrslum eru flest fyrirtækjanna í smærri kantinum, Meira
29. júní 1995 | Viðskiptablað | 421 orð

Innlán minnka en verðbréfaútgáfa eykst

INNLÁN viðskiptabankanna þriggja drógust saman um nær 1,2 milljarða króna fyrstu fimm mánuði ársins eða um 0,9%. Á sama tíma jukust almenn útlán bankanna um rétt rúman milljarð. Bankarnir þurftu því að afla sér ráðstöfunarfjár á verðbréfamarkaði og juku verðbréfaútgáfu um tæplega 4,2 milljarða króna á tímabilinu eða sem nam tæplega 28%. Meira
29. júní 1995 | Viðskiptablað | 603 orð

Mál höfðað gegn ríkinu

ÍHÉRAÐSDÓMI Reykjavíkur verður nk. haust tekið fyrir prófmál í skattlagningu á lífeyrisgreiðslur einyrkja. Mál þetta er tilkomið vegna þess misræmis sem gætir í skattlagningu á lífeyrisgreiðslum einyrkja annars vegar og almennra launþega hins vegar. Málshöfðun Meira
29. júní 1995 | Viðskiptablað | 123 orð

Pottagaldrar á Internetið

POTTAGALDRAR eru meðal íslenskra fyrirtækja sem komin eru með heimasíðu á Internetinu. Textinn er á ensku og verð uppgefin í dollurum, án virðisaukaskatts. Að sögn Sigfríðar Þórisdóttur hjá Pottagöldrum, er markmiðið að ná til erlendra neytenda. Meira
29. júní 1995 | Viðskiptablað | 465 orð

Samnet í sjónmáli

Í kringum næstu áramót verða tímamót í fjarskiptatækni hér á landi þegar Póstur og sími mun bjóða notendum upp á svokallaða ISDN tækni. Með ISDN er fléttað saman í eitt öll fjarskipti sem þörf er á og eru notaðar til þess stafrænar tengingar enda á milli í símanetinu. Meira
29. júní 1995 | Viðskiptablað | 217 orð

Skraddarasaumuð þjónusta

SAMNETIÐ mun hafa mikil áhrif á notkun síma og faxtækja, en hraði faxsendinga sjöfaldast í nýja kerfinu. "Mikið af sérþjónustu hefur verið skilgreind í þessu nýja kerfi og það er hægt að skraddarasauma hana eftir þörfum," sagði Einar Reynis. "Það er hægt að nota síma með skjá sem sýnir númer þess sem er að hringja og gjaldtöku á samtali. Meira
29. júní 1995 | Viðskiptablað | 1176 orð

TRYGGT TIL ÆVILOKA

Ýmsar nýjungar í lífeyrissparnaði eru nú í boði hjá séreignarsjóðunum. Þrátt fyrir að skattalöggjöfin sé þessu sparnaðarformi nokkuð óvilhöll virðist talsverð gróska vera á markaðnum. Nú síðast kynnti ALVÍB nýjar lífeyristryggingar sem eiga að gera sjóðinn fyllilega sambærilegan við lífeyrissjóði verkalýðsfélaganna. Þorsteinn Víglundssonkynnti sér hvað er í boði. Meira
29. júní 1995 | Viðskiptablað | 247 orð

Umbúðasamkeppni SI 1996

UNDIRBÚNINGUR er hafinn að umbúðasamkeppni Samtaka iðnaðarins 1996 og verður að öðru sinni keppt um silfurskelina sem er tákn samkeppninnar. Umbúðasamkeppnin var síðast haldin 1993 og er stefnt að því að festa hana í sessi þriðja hvert ár. Mikil þátttaka var í samkeppninni 1993 og bárust yfir 80 tilnefningar, alls um 200 mismunandi umbúðir. Meira
29. júní 1995 | Viðskiptablað | 194 orð

VÍB tekur að sér rekstur á lífeyrissjóði blaðamanna

LÍFEYRISSJÓÐUR blaðamanna hefur samið við Verbréfamarkað Íslandsbanka, VÍB, um rekstur á sjóðnum. Samkvæmt fréttatilkynningu frá VÍB er þetta gert til þess að nýta sérþekkingu hans við ávöxtun fjármuna og lækka rekstrarkostnað sjóðsins. Í samningnum eru ákvæði um lækkun þóknunar eftir því sem sjóðfélögum fjölgar sem ætti að skila sér í lægri rekstrarkostnaði fyrir sjóðinn. Meira
29. júní 1995 | Viðskiptablað | 138 orð

Þjónusta

Hallur Hallsson hefur keypt Ólaf Jóhannesson út úr fyrirtækinu Menn og málefni sem þessir tveir stofnuðu haustið 1994. Hallur er nú einn eigandi fyrirtækisins sem sérhæfir sig í almannatengslum og alhiða upplýsinga- og kynningarþjónustu í prenti og myndmáli. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

29. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 175 orð

Fóstrur, umbúðir og ímyndunaraflið

GOSTAPPAKJÓLL og annar síður úr Bónusplastpokum, armbandsúr með dósaól og risakontrabassi eru meðal þess sem nemendur í Fósturskólanum bjuggu til úr umbúðum í vor. Svala Jónsdóttir myndmenntakennari við skólann segir ímyndunaraflið hafa verið sett ærlega í gang enda mikilvægt að byggja upp sjálfstraust fyrir skapandi starf með börnum. Meira
29. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 672 orð

Steinskr nr. 41,7

Steinskr nr. 41,7 Meira
29. júní 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 290 orð

Yfirlit: Um

Yfirlit: Um 500 km suður af landinu er 1.031 mb. hæð sem fer heldur minnkandi og þokast vestur. Milli Svalbarða og Noregs er 994 mb. lægð sem hreyfist aust-suð-austur. Spá: Hæg norðvestlæg eða breytileg átt. Meira

Ýmis aukablöð

29. júní 1995 | Dagskrárblað | 305 orð

Framleiðandinn

DAVID Mirkin grínisti og framleiðandi þáttanna um Simpson-fjölskylduna hóf feril sinn í sjónvarpi með því að skrifa handrit fyrir þáttaraðir og kvikmyndir í frítíma sínum. Áður hafði hann að aðalstarfi að skemmta áhorfendum í næturklúbbum Los-Angeles borgar með gamanmálum. Meira
29. júní 1995 | Dagskrárblað | 1176 orð

Skemmtikrafturinn Mick Jagger Rollingarnir eru n´u ´a ferð um Evr´opu og leika fyrir fullum ´þr´ottavöngum hvarvetna og ´a

ÁLAUGARDAGINN s´yndi Sj´onvarpið þ´att um Simpson-fjölskylduna sem endranær. Þ´atturinn gerðist að mestu ´arið 2010 og rakti ´astarraunir L´su Simpson. \I örskamma stund br´a þar fyrir veggspjaldi það sem Rolling Stones augl´ystu t´onleikaferð, svokallað st´alhj´olast´olaferð. Meira
29. júní 1995 | Dagskrárblað | 116 orð

Smælki

ATHUGULIR aðdáendur Simpson-þáttanna hafa eflaust veitt breytilegri umgjörð þeirra eftirtekt. Saxófón-sóló Lísu er til í sex mismunandi útgáfum og kapphlaup fjölskyldumeðlima í stofusófann endar á ýmsa vegu. Eitt sinn var sófinn ekki á sínum stað og við annað tækifæri var Flintstone-fjölskyldan látin hlaupa inn í stofu í staðinn. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.