Greinar fimmtudaginn 6. júlí 1995

Forsíða

6. júlí 1995 | Forsíða | 496 orð

Heseltine fær víðtæk forráð

MICHAEL Heseltine tók í gær við embætti aðstoðarforsætisráðherra í Bretlandi, þegar John Major, forsætisráðherra, gerði mannabreytingar á ríkisstjórn sinni. Sagt er að Heseltine hafi verið með í ráðum þegar uppstokkunin var skipulögð, áður en Major sagði af sér og boðaði leiðtogakjör. Meira
6. júlí 1995 | Forsíða | 114 orð

Írakar játa sýklavopnaframleiðslu

ÍRAKAR hafa viðurkennt í fyrsta sinn að þeir hafi framleitt sýklavopn í því markmiði að nota þau í hernaði, að sögn Rolfs Ekeus, formanns nefndar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sem fylgist með eyðingu íraskra vopna. Vopnunum fargað Meira
6. júlí 1995 | Forsíða | 49 orð

Kjarnorkuvatn

Reuter Kjarnorkuvatn KONUR í þorpi rétt hjá Bombay á Indlandi á leið heim frá vatnsbóli, sem talið er mengað af geislavirku vatni frá Tarapur- raforkuverinu. Verið er í 200 km fjarlægð en mengunin er engu að síður talin þaðan komin. Fjöldi nautgripa er sagður hafa drepist af völdum mengunarvatnsins. Meira
6. júlí 1995 | Forsíða | 74 orð

Náðu ekki kvótanum

NORSKIR hvalfangarar veiddu ekki allan hrefnukvótann, sem norska stjórnin hafði heimilað þeim að veiða á þessu ári, að sögn embættismanna. Alls höfðu 213 hrefnur veiðst þegar veiðitímabilinu, sem stóð í tvo mánuði, lauk í gær en kvótinn hljóðaði upp á 232 dýr. Einn hvalfangari fékk undanþágu til þess að veiða tvö dýr til viðbótar. Meira
6. júlí 1995 | Forsíða | 48 orð

Svartkjólakonur mótmæla í Belgrad

KONUR í friðarsamtökum kvenna í Serbíu sem kenna sig við svarta kjóla mótmæltu því í Belgrad í gær, að flóttamenn frá Krajinu og Bosníu, sumir hverjir með serbnesk skilríki, væru tíndir upp á götum borga í Serbíu og sendir nauðugir á vígvöllinn í Bosníu. Meira
6. júlí 1995 | Forsíða | 164 orð

Vondaufir um fjársöfnun

STÓR ráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um þá plágu sem jarðsprengjur eru víða um heim hófst í gær í Genf í Sviss. Þátttakendur voru vondaufir um árangur vegna lítilla fyrirheita um fjárstuðning við sprengjuhreinsun. Meira

Fréttir

6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 182 orð

1,1% kaupmáttaraukning

KAUPMÁTTUR greidds tímakaups landverkafólks innan ASÍ jókst um 1,1% frá 1. ársfjórðungi 1994 til sama tíma 1995, samkvæmt útreikningum kjararannsóknarnefndar. Greitt tímakaup hækkaði um 2,6% á sama tíma en vísitala neysluverðs hækkaði jafnframt um 1,5%. Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 134 orð

60% af pillaðri rækju til Bretlands

"GENGISLÆKKUN pundsins hefur komið illa við þá sem selja unna rækju, en hærra verð í erlendri mynt vegur þó upp á móti," sagði Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda. Innan vébanda félagsins eru rækjuvinnslur, sem flytja út pillaða rækju. Pétur sagði að um 60% af pillaðri rækju færi á Bretlandsmarkað og restin að mestu til Danmerkur. Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 176 orð

700 manns á Staðarfellshátíð

UM 700 manns voru á Staðfellshátíð sem haldin var um helgina í túnjaðrinum á Staðarfelli, meðferðarheimili SÁÁ í Dalasýslu. Þessi hátíð er árviss en aldrei áður hafa jafn margir gestir sótt hana og nú. Staðarfellshátíð sækja einkum þeir sem hafa verið í meðferð á Staðarfelli, fjölskyldur þeirra og aðrir sem vilja skemmta sér án vímuefna. Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 133 orð

8,3 veikindadagar á ári

ÁÆTLANIR kjararannsóknarnefndar byggðar á upplýsingum um 3.100 starfsmenn 31 fyrirtækis benda til að starfsmenn séu að meðaltali fjarverandi vegna veikinda eða slysa í samtals í 8,3 vinnudaga á ári. Gögn þau sem kjararannsóknarnefnd byggir á benda til að þeir sem tilkynna veikindi á mánudögum og þriðjufögum séu lengur veikir en þeir sem tilkynna sig fyrst veika á öðrum dögum. Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 163 orð

940 millj. vegna félagasamtaka

Í SKÝRSLU borgarendurskoðunar með ársreikningi borgarinnar fyrir árið 1994, er yfirlit yfir skuldbindingar borgarsjóðs við síðustu áramót. Heildarskuldbindingar borgarinnar vegna verkefna á vegum félagasamtaka og annarra sem dreifast á mörg ár eru samtals 940,7 milljónir króna. Meira
6. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 87 orð

Afmælishátíð hefst á morgun

DAGSKRÁ í tilefni 50 ára afmælis Ólafsfjarðarbæjar hefst á morgun, föstudag, og stendur óslitið til sunnudagsins 16. júlí. Afmælisdagskráin er viðamikil en flest stærstu atriði hennar eru um komandi helgi og þá næstu. Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 290 orð

Arnar HU seldur til Grænlands

SKAGSTRENDINGUR HF. hefur selt flaggskip sitt Arnar Hu 1 til Royal Greenland A/S á Grænlandi. Kaupsamningur þessa efnis var undirritaður 4. júlí en nýir eigendur fá skipið afhent í lok október. Söluverð Arnars fékkst ekki uppgefið en að sögn Óskars Þórðarsonar framkvæmdastjóra Skagstrendings hf. Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 106 orð

Athugasemd

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Helga E. Helgasyni, varafréttastjóra Sjónvarpsins, og Sigrúnu Ásu Markúsdóttur, fréttamanni: "Að gefnu tilefni vill fréttastofa Sjónvarpsins árétta að í frétt um framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu mánudagskvöldið 3. júlí 1995 kom ekki fram að 1. Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 585 orð

Áhyggjuefni að málaflokkar fara árlega fram úr áætlun

ÁRLEG endurskoðunarskýrsla með ársreikningum Reykjavíkurborgar fyrir árið 1994 hefur verið lögð fram í borgarráði. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir það áhyggjuefni að svo virðist sem eyðsla umfram fjárhagsáætlun sé orðin árviss í rekstri borgarinnar. Meira
6. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 309 orð

Chirac í eldlínunni FRANSKA stjórnin

FRANSKA stjórnin reyndi í gær að gera lítið úr húsnæðismálahneyksli, sem hefur gert Jacques Chirac, hinum nýkjörna forseta Frakklands, og stjórn hans lífið leitt undanfarið. Í ljós hefur komið að fjöldi háttsettra embættismanna, blaðamanna og félaga Chiracs og Alains Juppes forsætisráðherra hafa fengið ódýrar íbúðir á leigu frá Parísarborg, Meira
6. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 221 orð

Dagblað kærir til Evrópudómstólsins

BREZKA dagblaðið The Guardianhefur dregið ráðherraráð Evrópusambandsins fyrir Evrópudómstólinn í Lúxemborg til þess að fá aðgang að fundargerðum ráðsins. Þar til fyrir skemmstu hafa allir fundir ráðherraráðsins verið leynilegir og fundargerðir ekki gefnar út. Nú er sumum umræðum hins vegar sjónvarpað. Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 141 orð

Danskir dagar í Munaðarnesi

DANSKIR dagar hefjast í dag, 6. júlí, í veitingahúsinu Munaðarnesi, Borgarfirði. Heimsþekktur danskur matreiðslumaður, Palle Jørgensen, myn stýra matargerðinni. Palle hefur valið nokkra skemmtilega þjóðlega danska rétti á matseðilinn sem hann vill kynna Íslendingum. Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 76 orð

Davíð Þór í Rocky Horror

ENDANLEGUR hópur aðstandenda söngleiksins Rocky Horror sem frumsýndur verður 9. ágúst í Héðinshúsi. Nýlega var gengið frá ráðningu Davíðs Þórs Jónssonar í hlutverk sögumanns í söngleiknum og eru æfingar í fullum gangi. Upptökum á plötu með lögum úr söngleiknum lauk í gær og áætlað er að hún komi út í lok júlí. Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 175 orð

Egill formaður og Stefán varaformaður

FORSÆTISRÁÐHERRA, Davíð Oddsson, hefur skipað Egil Jónsson formann og Stefán Guðmundsson varaformann stjórnar Byggðastofnunar úr hópi þingkjörinna stjórnarmanna. Kjör stjórnar Byggðastofnunar var með því síðasta sem Alþingi gerði fyrir þingrof í vor. Aðrir stjórnarmenn eru alþingismennirnir Einar K. Guðfinnsson, Guðjón Guðmundsson, Magnús Bjarnason, Kristinn H. Meira
6. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 106 orð

Einu sinni var... Í Klúbbi Listasumars og Karólí

Í Klúbbi Listasumars og Karólínu verður í kvöld klukkan 22 dagskrá sem nefnist Einu sinni var... Þetta er söngdagskrá þar sem söngkonurnar Harpa Harðardóttir og Ágústa Sigrún Ágústsdóttir flytja perlur íslenskrar dægurtónlistar frá því um miðbik aldarinnar við undirleik Reynis Jónassonar harmonikkuleikara. Meira
6. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 155 orð

ESB íhugar að kæra Norðmenn

TALSMAÐUR framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) sagði í gær að hún kynni að höfða mál gegn Norðmönnum vegna meints brots þeirra á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) með því að meina síldveiðiskipum frá ESB-löndum að landa afla úr Síldarsmugunni í norskum höfnum. Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 88 orð

Essó fær lóð í Norðlingaholti

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að gefa Olíufélaginu hf., Essó, fyrirheit um lóð fyrir bensín- og þjónustumiðstöð við Breiðholtsbraut í Norðlingaholti í nágrenni Suðurlandsvegar. Í tillögu skipulagsnefndar kemur fram að skipulag í Norðlingaholti, sem kynnt var í nefndum borgarinnar í júlí 1993 og síðar kynnt skipulagsnefnd í aptíl sl. Meira
6. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 131 orð

Ferðir til Grænlands frá Akureyri

Í FYRRADAG var farin fyrsta áætlunarferð með farþega frá Akureyri til Kulusuk á Grænlandi, en slíkar ferðir verða farnar vikulega, á þriðjudögum, allt til 29. ágúst. Það eru Flugfélag Norðurlands og Ferðaskrifstofan Nonni á Akureyri sem standa fyrir þessum ferðum. Farið er frá Akureyri klukkan 10 að morgni og komið til baka samdægurs klukkan 18. Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 240 orð

Fimmti refsidómur 17 ára pilts

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 17 ára síbrotamann í 2 ára fangelsi fyrir þrjár alvarlegar líkamsárásir. Í eitt skiptið beitti hann hnífi og í annað skipti réðist hann á fangavörð og barði hann í höfuðið með járnstöng. Þetta er fimmti refsidómurinn sem pilturinn hlýtur. Meira
6. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 140 orð

Fleiri nemendur við Háskólann

NEMENDUR við Háskólann á Akureyri verða næsta vetur á bilinu 410-420, að sögn Þorsteins Gunnarssonar rektors, en á síðastliðnu skólaári voru þeir 380 talsins. Nýnemar sem innritaðir hafa verið til náms á komandi skólaári eru 40 í heilbrigðisdeild, 30 í rekstrardeild, 27 í kennaradeild og 11 í sjávarútvegsdeild. Meira
6. júlí 1995 | Miðopna | 310 orð

Flytur um 50 tonn á hverjum degi

JENS Indriðason keyrir vikri frá námu við Búrfell til hafnarinnar í Hafnarfirði fyrir Vikur hf. Hann fer yfirleitt tvær ferðir á dag, en hver ferð tekur fimm til sex klukkutíma. Blaðamaður Morgunblaðsins slóst í för með Jens í slíka vikurflutningaferð, en vegalengdin frá Búrfelli til Hafnarfjarðar og til baka er um 280 km. Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Hátíð í Sólheimum Í Grímsnesi

FORSETI Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, tók fyrstu skóflustunguna að nýbyggingu við garðyrkjustöðina Öl á Sólheimum. Sólheimar 65 ára Skóflustunga forsetans var einn liðurinn í dagskrá í tilefni 65 ára afmælis Sólheima sem fram fór í gær. Meira
6. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 295 orð

Heildarstefna í samskiptum ESB og Kína mótuð

SIR LEON Brittan, yfirmaður utanríkisviðskiptamála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB), kynnti í gær, miðvikudag, áætlanir um nýja heildarstefnu ESB gagnvart Kína, sem rúma myndi öll þau tengsl sem nú eru fyrir hendi innan eins ramma. Meira
6. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 190 orð

Held ég ætli að verða listamaður

WILLARD Þór Rafnsson er 13 ára Siglfirðingur sem nú er í Sumarlistaskólanum í þriðja sinn. Með honum eru tveir frændur hans, bræður búsettir í Bandaríkjunum og þykir þeim eins og honum mjög gaman að vera í Sumarlistaskólanum. "Mér finnst mjög gaman hérna," sagði hann. "Skemmtilegast finnst mér samt að vinna við málverkin og pastelmyndirnar og líka að búa til hluti úr pappír. Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 99 orð

Hætta á hagsmunatengslum í borgarkerfi

DÆMI eru um að einstakir forstöðumenn borgarstofnana sitji í stjórnum fyrirtækja sem eru í verulegum viðskiptum við viðkomandi stofnun. Þetta kemur fram í skýrslu borgarendurskoðunar með ársreikningum borgarinnar fyrir árið 1994, þar sem fjallað er um hagsmunatengsl. Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 290 orð

Hætta varð leit vegna illviðris

ÁTTATÍU björgunarsveitarmenn tóku þátt í leit að fjórum erlendum ferðamönnum á og við Drangajökul í gær. Hætta varð leit seint í gærkvöldi vegna þess að þá hafði veðrið versnað enn. Tveir ferðamannanna, karl og kona af spænsku þjóðerni, fóru að Skjaldfannardal á þriðjudagskvöld og hugðust ganga á jökulinn. Þá er leitað tveggja Frakka sem fóru með Fagranesinu að Bæjum í fyrradag. Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 340 orð

Ímynd flokksins veik í kosningunum

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir í viðtali í nýjasta hefti tímaritsins Mannlífs að ímynd Kvennalistans hafi verið mjög veik í síðustu kosningum. Hún vísar jafnframt á bug ásökunum um að hún hafi átt þátt í fylgistapi flokksins með því að mæta á fundum hjá öðrum flokkum. Skýringa að leita hjá þingkonum og frambjóðendum Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 308 orð

Jómsvíkingar meðal 600 erlendra gesta

ALÞJÓÐLEGA víkingahátíðin í Hafnarfirði verður sett í dag. Þátttakendur á hátíðinni verða um 600 og koma frá ýmsum Evrópulöndum. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti fyrir galvaskan hóp manna sem kalla sig Jómsvíkinga, en þeir munu sýna bardagalist á hátíðinni. Jómsvíkingarnir koma m.a. Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 143 orð

Kvótinn nýttur í fyrsta sinn í tíu ár

LAXVEIÐIMENN í Langá á Mýrum höfðu fullnýtt dagskvótann, 40 laxa á fimm stangir, um kvöldmatarleyti í gær. Runólfur Ágústsson, einn leigutaka, segir að slíkt hafi ekki gerst í 10 ár. Gríðarleg laxagengd sé í ánni. Meira
6. júlí 1995 | Landsbyggðin | 171 orð

Kynslóðaskipti hjá Norðurtanganum

Ísafirði -ORRI ÍS-20, hinn nýi togari Hraðfrystihússins Norðurtanga hf., á Ísafirði, fór í sínu fyrstu veiðiferð fyir nýja eigendur á laugardaginn var. Var hér um að ræða reynsluveiðiferð, þar sem yfirfara átti allan tækjabúnað. Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 122 orð

Lambanesætt fagnar

LAMBANESÆTT, sem kennd er við Lambanes í Fljótum, heldur um helgina ættarmót að Logalandi í Reykjadal, Borgarfirði. Lambanesættin er komin út af Kristjáni Jónssyni, bónda í Lambanesi og Sigurlaugu Sæmundsdóttur konu hans. Þau eignuðust 12 börn og komust 10 þeirra á legg. Meira
6. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 135 orð

LISTSÝNINGIN Sumar 95 verður opnuð í Myndlistarskólanum á Aku

LISTSÝNINGIN Sumar 95 verður opnuð í Myndlistarskólanum á Akureyri næstkomandi föstudag klukkan 20.30. Á undanförnum sumrum hafa nokkrir starfandi myndlistarmenn á Akureyri haft samsýningar í Myndlistarskólanum og hefur hópurinn verið breytilegur frá ári til árs. Á sýningunni Sumar 95 sýna sjö listamenn. Þetta eru Anna G. Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 468 orð

Lýðveldishátíðin fór 19,3 millj. króna fram úr áætlun

Í SKÝRSLU borgarendurskoðunar er fjallað um hátíðarhöld á vegum borgarinnar vegna Lýðveldishátíðarinnar. Áætlað var að verja 40 millj. til þeirra en heildarkostnaður varð 59,3 millj. M.a. var varið 10 millj. til útgáfu bókarinnar Hátíð í hálfa öld og var áætlað að sala hennar stæði undir kostnaði en svo hefur ekki verið. Á miðju ári 1995 höfðu selst þrjú eintök af bókinni fyrir samtals 12. Meira
6. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 134 orð

Maraþon við Mývatn

Mývatnsmaraþon verður fyrsta sinni á sunnudag. Að sögn Kristjáns Yngvasonar, eins af aðstandendum hlaupsins, verður hlaupið í kringum Mývatn, en sú leið er 37 kílómetrar og með því að bæta við slaufu við þorpið í Reykjahlíð og tvíhlaupa stúf af leiðinni næst fullt maraþon, eða sem næst 42 kílómetrum. Meira
6. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 603 orð

Meybörn svelt til bana í afkimum barnaheimila

HEIMILDARKVIKMYNDIN "Herbergi dauðans" sem tveir breskir sjónvarpsmenn á vegum bresku stöðvarinnar Channel Four gerðu nýlega í Kína um skelfilega meðferð á nýfæddum stúlkubörnum i landinu hefur vakið mikla athygli víða um heim. Myndin hefur þegar verið sýnd í Svíþjóð í einkareknu stöðinni TV 4 og var ætlunin að norska ríkissjónvarpið sýndi hana í gærkvöldi. Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 227 orð

Miklir möguleikar eru hér á mörgum sviðum

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra, sem staddur er í opinberri heimsókn í Namibíu, sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa trú á að gríðarlega miklir möguleikar væru í Namibíu og Namibía væri land sem menn gætu horft til í framtíðinni, sérstaklega varðandi samstarfi í sjávarútvegsmálum. Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 219 orð

Morgunblaðið/Golli

Morgunblaðið/GolliPappírssöfnun hafin SAMEIGINLEGT átak Sorpu og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í söfnun á blöðum, tímaritum og öðru prentefni til endurvinnslu undir heitinu Pappír - endurtekið efni hófst í gær. Meira
6. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 324 orð

Mótmælum linnir ekki

MÓTMÆLI héldu áfram á Norður- Írlandi aðfaranótt gærdagsins í kjölfar þess að Bretar leystu fallhlífarhermanninn Lee Clegg úr haldi á mánudag en hann hefur aðeins afplánað tvö ár af lífstíðarfangelsisdómi. Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 720 orð

Nauðsyn að þekkja sögu landnámsins

Alþjóðleg víkingahátíð verður sett á Þingvöllum í dag og stendur hún fram á sunnudag. Á annan tug sérfræðinga í víkingafræðum mun flytja fyrirlestra í tengslum við hátíðina en svo margir fræðimenn á því sviði hafa líklegast ekki í annan tíma verið saman komnir á Íslandi. Meira
6. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 51 orð

Nyrup og Santer funda

JACQUES Santer, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, heilsar Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Dana, er sá síðarnefndi kom til fundahalda í höfuðstöðvum framkvæmdastjórnarinnar í Brussel. Leiðtogar aðildarríkjanna eiga oft fundi með fulltrúum framkvæmdastjórnarinnar, meðal annars um framkvæmd löggjafar ESB í einstökum ríkjum, en þar þykja Danir standa sig bezt. Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 230 orð

Ósáttir við vinnubrögð R-listans

ÁRNI Sigfússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist vilja leiðrétta þann misskilning sem víða hafi komið fram að athugasemdir minnihluta Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn við ráðningu borgarritara hafi snúist um persónu Helgu Jónsdóttur eða hæfi hennar. "Athugasemdir okkar varða vinnubrögð R-listans við ráðninguna. Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 117 orð

Ósvör tekur við eignum Þuríðar

ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Ósvör hf. í Bolungarvík tók á laugardag við fasteignum, tækjum og starfsfólki fiskvinnslufyrirtækisins Þuríðar hf., sem starfrækt hefur verið frá því stuttu eftir gjaldþrot Einars Guðfinnssonar hf., árið 1993. Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 140 orð

Ráðinn forstöðumaður Huddinge- barnaspítalans

BIRGIR Jakobsson barnalæknir hefur verið ráðinn forstöðumaður barnaspítala Huddinge-háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi, sem er eitt af tveimur sjúkrahúsum Karolinsku-stofnunarinnar, með um 300 manna starfslið. Meira
6. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 318 orð

Rifkind tekur við af Hurd en Redwood út í kuldann

MALCOLM Rifkind var í gær gerður að utanríkisráðherra Bretlands, þegar John Major, forsætisráðherra, stokkaði upp í ríkisstjórn sinni í kjölfar sigurs í leiðtogakjöri í fyrradag. Keppinautur Majors í kjörinu, John Redwood, á ekki sæti í stjórninni. Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 196 orð

Sexföldun í útflutningi á vikri

ÚTFLUTNINGUR á vikri sexfaldaðist í fyrra frá því sem var árið áður og fór úr rúmum 36 þúsund tonnum í rúm 230 þúsund tonn. Það sem af er þessu ári hefur einnig verið um töluverða aukningu að ræða frá því á sama tíma í fyrra. Á þessu ári hafa verið flutt út um 130 þúsund tonn, en í fyrra nam útflutningur á sama tíma tæpum sjötíu þúsund tonnum. Meira
6. júlí 1995 | Landsbyggðin | 319 orð

Sérstæð og eftirminnileg brúðkaup

Grímsey. Ísafirði - SÉRSTÆÐ brúðkaup, þar sem fólk er gefið saman á óvenjulegum stöðum eða stöðum sem því eru kærir verða sífellt algengari. Um síðustu helgi fóru a.m.k. tvö slík fram hér á landi, annað í Grímsey, hitt í Laugardal í Ísafjarðardjúpi. Í Grímsey en þá voru gefin saman hjón niðri í fjöru, þar sem heitir Nónbrík, um miðnæturskeið í glampandi sólskini og stafalogni. Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 67 orð

Síðustu vottorðin komin til skila

JÓHANNES Jónsson, kaupmaður í Bónus, skilaði í gær vottorði um að ofnsteikt kalkúnalæri sem hann hefur flutt til landsins sé alið án hormónagjafar. Býst hann við því að fá vöruna afhenta í dag því þetta hafi verið síðasta vottorðið sem upp á vantaði til að hægt væri að tollafgreiða lærin. Um er að ræða um 100 kíló af kjöti í loftþéttum umbúðum. Meira
6. júlí 1995 | Landsbyggðin | 226 orð

Sjálfvirk vatnsúðun á kartöflugarða

Hellu-ÞRÍR kartöflubændur í Þykkvabæ fengu í síðustu viku til landsins sjálvirkan vatnsúðara til að vökva garða sína í þurrkum. Oftsinnis hefur sú staða komið upp að uppskera hefur orðið rýr vegna langvarandi þurrkafla. Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 329 orð

Skuldir á mann úr 114 þúsund kr. í 792 þús. á 25 árum

SKULDIR ríkissjóðs verða samkvæmt áætlun um 213,3 milljarðar króna í lok ársins. Skuldir ríkisins eru nú um 792 þúsund krónur, en voru um 114 þúsund krónur árið 1970 á verðlagi ársins í ár. Þetta kemur meðal annars fram í talnadæmum frá Sambandi ungra sjálfstæðismanna, sem segir skuldir ríkis og sveitarfélaga hækka um 400 krónur á sekúndu. Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 722 orð

Talið er að 10-15 smáfyrirtæki hætti

Í FRAMHALDI af þátttöku Íslendinga í Evrópsku efnahagssvæði kom fram ný sjávarútvegslöggjöf um meðferð sjávarafurða og eftirlit með framleiðslu þeirra sem tók gildi um áramótin 1992-93, en í henni er fyrirtækjum veittur frestur til ársloka 1995 til að koma málum sínum í viðunandi horf. Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 92 orð

Tanja tatarastelpa í Kringlunni

TANJA tatarastelpa skemmtir í Ævintýra-Kringlunni, á 3. hæð í Kringlunni, kl. 17 í dag, fimmtudag. Ævintýra-Kringlan er listasmiðja fyrir börn á aldrinum 2-8 ára og er hún opin virka daga frá kl. 14-18.30 og laugardaga frá kl. 10-16. Tanja hefur áður komið í heimsókn og hefur frá ýmsu að segja um heim tataranna. Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 46 orð

Tuttugu í fangageymslum

TUTTUGU manns gistu fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík í fyrrinótt, sem er óvenjumargt á virkum degi. Af þessum tuttugu voru tveir í úttekt vegna vangoldinna sekta, þrír voru inni á vegum ávana- og fíkniefnadeildar, einn fyrir ölvunarakstur og aðrir vegna ölvunar og ölvunarástands. Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 564 orð

Týndur friðarstólpi fannst á æfingasvæði lögreglunnar

FRIÐARSTÓLPI sem reistur var við Hallveigarstaði árið 1986 og stolið fjórum árum síðar er nú kominn í leitirnar. Stólpinn fannst á æfingasvæði lögreglunnar í Saltvík og höfðu staðarhaldarar bjargað honum frá niðurníðslu. Friðarstólpar reistir af hugsjón Meira
6. júlí 1995 | Landsbyggðin | 136 orð

Töðugjaldahátíð í Rangárvallasýslu í ágúst

Hellu - Undirbúningur er hafinn að Töðugjöldum 95, sem haldin verða á Gaddstaðaflötum við Hellu 18.-20. ágúst nk. Þetta er í annað sinn sem slík hátíðahöld fara fram. Töðugjöldin, sem haldin voru í ágúst í fyrra, þóttu mjög vel heppnuð. Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 233 orð

Um 400 milljóna kr. samningur við Bandaríkjamenn

VESTFIRSKUR skelfiskur hf. á Flateyri er nú að hefja vinnslu á kúskel upp í samninga sem gerðir hafa verið um sölu á afurðum fyrirtækisins á Bandaríkjamarkað. Að sögn Kristjáns Erlingssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, er hér um að ræða samning til þriggja ára um sölu á 907 tonnum af kúskel á ári til Bandaríkjanna. Meira
6. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 525 orð

Una sér við leiki úti og gleyma tölvuleikjunum

SUMARSTARFIÐ á Sumarheimilinu á Ástjörn hófst 18. júní og að sögn Boga Péturssonar, forstöðumanns heimilisins, er fullskipað þar fystu fjórar vikurnar en ennþá hægt að bæta við börnum næstu fjórar svo og í þeirri fimmtu, sem verður unglingavika. Þetta er í heild tímabilið frá 15. júlí til 18. ágúst. Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 116 orð

Útgáfutónleikar Olympíu í kvöld

Í TILEFNI af útkomu nýrrar geislaplötu heldur hljómsveitin Olympía útgáfutónleika í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld, fimmtudagskvöldið 6. júlí. Platan ber heitið Universal og hefur að geyma átta lög, öll samin af forsprakka Olympíu, Sigurjóni Kjartanssyni, utan eitt en þar er á ferðinni Madonnu-lagið, Like a preyer, flutt í sérkennilegri útgáfu. Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 122 orð

Úttekt á gjaldskrám

Í endurskoðunarskýrslu með ársreikningi Reykjavíkur segir að fjárhagsstaða borgarsjóðs kalli á úttekt á gjaldskrám borgarstofnana. Bera þurfi þær saman við hliðstæðar gjaldskrár annarra sveitarfélaga. Meira
6. júlí 1995 | Miðopna | 1956 orð

Vaxandi vikuriðnaður

Umræða um framtíðarnýtingu vikurs hérlendis vaknaði fyrir alvöru þegar útflutningur á vikri sexfaldaðist í fyrra frá því sem áður var og fór úr rúmum 36 þúsund tonnum í rúm 230 þúsund tonn. Mest af vikrinum var flutt til Þýskalands. Margir hafa sótt um vinnsluleyfi, en verið synjað til þess að hlífa auðlindinni. Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 147 orð

Veitt doktorsgráða í hjúkrunarfræði

GUÐRÚNU MARTEINSDÓTTUR dósent í hjúkrunarfræði, sem lést í nóvember 1994, var veitt doktorsgráða frá University of Rhode Island í Bandaríkjunum 22. maí sl. Doktorsritgerð Guðrúnar fjallar um gildi sjálfsákvörðunar í heilsueflingu. Guðrún þróaði og lagði fram mælitæki til að varpa nýju ljósi á hvað hvetur fólk til heilbrigðra lifnaðarhátta, einkum til reglubundinnar líkamsþjálfunar. Meira
6. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 59 orð

Verst menguninni

UMFERÐARLÖGREGLA í Bankok í Tælandi hefur gripið til þess ráðs að vera með grímu til að verjast mengunni í borginni. Mest er hún að morgni dags er borgarbúar halda til vinnu og hafa margir byggingaverkamenn, lögregluþjónar, götusalar, leigubifhjólastjórar og aðrir þeir sem vinna á eða við stærstu umferðaræðarnar, séð sig knúna til að bera grímur úr bómull. Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 695 orð

Vígin falla eitt af öðru

SVEINBJÖRN kvaðst hafa rekist á bók, í bókaskáp hjá vinafólki sem hann dvaldist hjá, sem heitir Iceland, the first new society. "Bókin kom út árið 1980 og er eftir Svía, Richard F. Tomasson, sem búsettur er í Bandaríkjunum," segir Sveinbjörn sem lagði út af einum kaflanum í bókinni í fyrirlestrinum. Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 810 orð

Von á línu sem fjórfaldar flutningsgetu

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra segir í Okkar framtíð, blaði Sambands ungra sjálfstæðismanna sem kom út í vikunni, að íslensk stjórnvöld hafi ekki brugðist við möguleikum tölvutækninnar sem skyldi. "Þetta snýst ekki um stöðu Pósts og síma eða annarra ríkisfyrirtækja, heldur um það að við nýtum okkur tæknina... Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 437 orð

Þróun á gengi jens kemur frystiskipum helst til góða

"JAPANSKA jenið hefur styrkst verulega á þessu ári, en á sama tíma hefur gengi dollara og punds lækkað. Fiskvinnsla í landi ber skarðan hlut frá borði, því á helstu mörkuðum hennar, í Bandaríkjunum og Bretlandi, hafa verðhækkanir ekki vegið upp gengislækkunina. Meira
6. júlí 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Ritstjórnargreinar

6. júlí 1995 | Leiðarar | 565 orð

ÍSLENZK AÐSTOÐ VIÐ NAMIBÍU

LEIDARI ÍSLENZK AÐSTOÐ VIÐ NAMIBÍU AVÍÐ ODDSSON forsætisráðherra er í opinberri heimsókn í Namibíu. Það er vel ráðið. Þar rekur Þróunarsamvinnustofnun Íslands sjómannaskóla og þar búa nú á annað hundrað Íslendingar. Meira
6. júlí 1995 | Staksteinar | 335 orð

»"Sósíalisminn er réttur" "Auðvitað er sósíalisminn jafn réttur og hann hef

"Auðvitað er sósíalisminn jafn réttur og hann hefur alltaf verið," segir Guðrún Helgadóttir, fyrrv. þingmaður Alþýðubandalagsins, í Vikublaðinu. Hún talar einnig um "upplausnina í Alþýðubandalaginu" um þessar mundir. Grein Guðrúnar verður Alþýðublaðinu efni í forystugrein. "Eitthvað ljótt"! Meira

Menning

6. júlí 1995 | Tónlist | 374 orð

Ágætur fiðlari

Elisabeth Zeuthen Schneider fiðluleikari og Halldór Haraldsson píanóleikari. Þriðjudagur 4. júlí 1995. EFNISSKRÁ tónleikanna samanstóð af svokölluðum "smærri" verkum, sem sagt engar sónötur, hvorki einleikssónötur né sónötur fyrir tvö hljóðfæri. Meira
6. júlí 1995 | Menningarlíf | 73 orð

Bach og Prokofiev í Fella- og Hólakirkju ELISABETH Zeuthen Schneider og Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikarar halda tónleika í

ELISABETH Zeuthen Schneider og Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikarar halda tónleika í Fella- og Hólakirkju í kvöld, 6. júlí, kl. 21. Á efnisskránni er; Sónata nr. 2 í A-dúr fyrir tvær fiðlur eftir Jean- Marie Leclair, Partita í h-moll MWV 1002 eftir J.S. Bach, "U-tid" 7 korte stykker for soloviolin eftir Vagn Olsson og Sónata fyrir tvær fiðlur Op. 56 eftir S. Prokofiev. Meira
6. júlí 1995 | Menningarlíf | 124 orð

"Djöflaeyjan" fær styrk

EURIMAGES, kvikmyndasjóður Evrópuráðsins, veitir 17 milljóna króna styrk til gerðar kvikmyndarinnar "Djöflaeyjan", sem Íslenska kvikmyndasamsteypan framleiðir undir stjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar, kvikmyndagerðarmanns. Framleiðendur í Þýskalandi og Noregi munu einnig vinna að myndinni. Úthlutunin var ákveðin á fundi stjórnar Eurimages í Osló 20. júní síðastliðinn. Meira
6. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 116 orð

Eva Gabor látin

LEIKKONAN Eva Gabor lést úr lungnabólgu síðastliðinn þriðjudag. Hún var helst þekkt fyrir hlutverk sitt sem Lisa Douglas í sjónvarpsþáttunum Anna í Grænuhlíð. Hún var systir leikkonunnar góðkunnu Zsa Zsa Gabor. Reyndar var systrunum það sameiginlegt að látast vera yngri en þær raunverulega voru. Það hefur valdið sérfræðingum ómældum erfiðleikum að finna réttan aldur Evu. Meira
6. júlí 1995 | Menningarlíf | 60 orð

Greipar Ægis

Í JÚNÍ síðastliðnum birtist grein hér í Morgunblaðinu um listamanninn Greipar Ægis og verk hans. Hann vinnur þau úr sandi og hefur unnið yfir 500 slík verk og eru þau öll mismunandi að stærð og lögun. Engin mynd birtist með greininni en í staðinn birtum við hér mynd af einni höggmynd hans en hún er án titils. Meira
6. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 27 orð

Heimsókn á Hofsósi

Morgunblaðið/Valgeir Þorvaldsson FORSETI Þjóðræknisfélags Vestur-Íslendinga, Laurence S.G. Johnson og konahans Edith voru heiðursgestir á Jónsmessuhátíð á Hofsósi. Hér sjást þau feta ígegn um heiðursfánaborgina. Meira
6. júlí 1995 | Menningarlíf | 83 orð

Jóna Imsland sýnir á Hornafirði JÓNA Imsland opnar myndlistarsýningu í Sal verkalýðsins á Höfn á föstudaginn kemur kl. 15 og

JÓNA Imsland opnar myndlistarsýningu í Sal verkalýðsins á Höfn á föstudaginn kemur kl. 15 og stendur sýningin til 9. júlí. Jóna er lærður húsgagnasmiður og lauk síðan námi frá textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1987. Hún stundar nú nám í arkitektúr. Þetta er fjórða einkasýning Jónu, en hún tók þátt í samsýningu Ungra myndlistarmanna á Kjarvalsstöðum á vegum IBM. Meira
6. júlí 1995 | Menningarlíf | 99 orð

Kirkjuleg og veraldleg verk MÄSTER Olofskören, sem er 30 manna sænskur kór, mun eiga hér skamma viðdvöl á heimleið úr

MÄSTER Olofskören, sem er 30 manna sænskur kór, mun eiga hér skamma viðdvöl á heimleið úr tónleikaferð um Bandaríkin og halda tónleika í Langholtskirkju laugardaginn 8. júlí kl. 17. Kórinn, sem var stofnaður 1940 í Gamla Stan í Stokkhólmi, Meira
6. júlí 1995 | Tónlist | 706 orð

Meistaraverk

Jón Nordal: Aldasöngur; Requiem. Kammerkórinn Hljómeyki u. stj. Bernharðs Wilkinssonar. Skálholtskirkju, laugardaginn 1. júlí kl. 17. ÞRIÐJU og síðustu tónleikarnir á vegum Sumartónleika í Skálholtskirkju á setningardegi þessa 20. starfssumars sl. laugardag drógu til sín áberandi mesta aðsókn. Meira
6. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 43 orð

Ný Norma

LEIKKONAN Betty Buckley heldur hér upp á fertugasta og áttunda afmælisdag sinn, en hún tók í gær við hlutverki Normu Desmond í söngleik Andrews Lloyds Webbers, "Sunset Boulevard". Hlutverkið var áður í höndum Glenn Close, sem er komin í langþráð frí. Meira
6. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 138 orð

Nýtt andlit í Hollywood

THANDIE Newton heitir 22 ára leikkona nýflutt í Beverly hæðir. Nýlega lék hún í myndinni Jefferson í París. Myndin fjallar um 5 ára dvöl Thomasar Jeffersons, leikinn af Nick Nolte, í París á tíunda áratugi átjándu aldar. Thandie leikur 15 ára gamla ambátt hans og hjákonu. Meira
6. júlí 1995 | Menningarlíf | 175 orð

Perlur í náttúru Íslands á ensku

MÁL og menning hefur sent frá sér enska þýðingu bókarinnar Perlur í náttúru Íslands eftir Guðmund Pál Ólafsson, Iceland the Enchanted. Í bókinni er íslensku landslagi lýst á í máli og myndum. Í kynningu segir: "Bókin skiptist í tvo hluta, fyrri hlutinn er yfirlit um jarðsöguna og kenningar um hvernig Ísland reis úr sæ, hvernig landslag verður til, mótast og eyðist. Meira
6. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 142 orð

Regnboginn sýnir Feigðarkossinn

REGNBOGINN hefur hafið sýningar á spennumyndinni "Kiss Of Death" eða Feigðarkossinn. Í aðalhlutverkum eru David Caruso, Nicholas Cage og Samuel L. Jackson. Leikstjóri er Barbet Schreoder. Myndin byggir lauslega á eftirminnilegri samnefndri kvikmynd frá árinu 1947 sem þeir Schreoder og samstarfsmaður hans, handritshöfundurinn Richard Price, hafa fært til samtímans. Meira
6. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 113 orð

Sirkus í Laugardalnum

SIRKUS Arena er kominn aftur til Íslands en hann var hér síðast á ferð fyrir þremur árum. Jörundur Guðmundsson, sem hefur veg og vanda af komu fjölleikahússins til landsins segir að öll atriði séu ný af nálinni og nefnir hann sérstaklega loftfimleikaatriði sem sé sérstaklega innflutt frá Bandaríkjunum. Meira
6. júlí 1995 | Menningarlíf | -1 orð

Stríðið um mannssálina

TÓNLEIKARNIR hafa gengið mjög vel og síðasta helgi var mjög gleðileg og góður andi í öllum hópnum. Næsta helgi er mjög spennandi og þá sérstaklega fyrir frumflutning á verki Þorsteins Haukssonar og þá mun að auki hljóma í fyrsta sinn á Sumartónleikunum hér í Skálholti verk eftir Henry Purcell en nú er minnst 300 ára ártíðar hans, Meira
6. júlí 1995 | Menningarlíf | 169 orð

Sýning verður í sumar á stríðsminjum

SÝNING á vegum Íslenska stríðsárasafnsins verður opnuð á Reyðarfirði 15. júlí næstkomandi í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Gefst gestum meðal annars kostur á að skoða loftvarnarbyrgi, bragga, "fish and chips"- hús ásamt ýmsum gömlum munum og fjölda mynda. Meira
6. júlí 1995 | Menningarlíf | 574 orð

Ungu söngvararnir slá stórstjörnunum við

FÁUM óperuunnendum dylst að farið er að síga á seinni hlutann hjá tenórunum þremur, Luciano Pavarotti, Placido Domingo og Jose Carreras. Greinarhöfundur The Economist fullyrðir að um fimmtugt séu tenórar farnir að hafa áhyggjur af framtíðinni og þríeykið sé þar engin undantekning. Því er ekki nema von að listunnendur séu farnir að spá í arftakana. Meira
6. júlí 1995 | Myndlist | 561 orð

Úti í hafsauga

Sissel Tolaas Opið alla daga til 24. júlí. Aðgangur ókeypis ÞETTA ár er á norrænum vettvangi helgað myndlistinni og nú er víða um Norðurlöndin haldið upp á afmæli Norræna myndlistarbandalagsins sem var stofnað fyrir fimmtíu árum, en þau hátíðarhöld munu ná hámarki með sýningu í Kaupmannahöfn á næsta ári. Meira
6. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 101 orð

Var Sharon Stone með krabba?

SHARON Stone segist hafa greinst með eitlakrabbamein fyrir fjórum árum. Við þau tíðindi hætti hún að drekka kaffi og árangurinn lét ekki á sér standa. Á tíu dögum voru öll æxli horfin úr eitlunum. Hún hefur verið dugleg við að auglýsa lífsreynslu sína, kaffiframleiðendum til mikils hryllings. Meira
6. júlí 1995 | Menningarlíf | 126 orð

Veronika fer í sumarfrí

SÝNINGUM á spennuleikritinu Herbergi Veroniku, sem frumsýnt var í Kaffileikhúsinu 25. maí síðastliðinn, fer nú fækkandi fyrir sumarfrí. Í kynningu segir að sýningin hafi hlotið góðar viðtökur gagnrýnenda og að uppselt hafi verið á flestar sýningar hingað til. Meira
6. júlí 1995 | Myndlist | 551 orð

Víkingar

Opið frá 14-18 alla daga til 10. júlí. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ fer vel á því að Gaflarar stofni til Víkingahátíðar og hermi á fund sinn fjölskrúðugt lið að utan, því eins og kunnugt er kom Hrafna-Flóki til Hafnarfjarðar um 860, en hafði skamma viðdvöl. Meira
6. júlí 1995 | Tónlist | 466 orð

Voldugar raddir

ÝMIS kórlög eftir eldri og yngri íslenzk tónskáld. Kammerkór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar. Langholtskirkju, sunnudaginn 2. júlí. KAMMERKÓR Langholtskirkju er á förum til Lettlands á kóramót, og af því tilefni efndi kórinn til tónleika í Langholtskirkju á sunnudagskvöldið var. Meira
6. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 55 orð

Ziegler á Egilsstöðum

VEL var mætt á djasstónleika danska fiðluleikarans Finn Ziegler á Djasshátíð Egilsstaða síðastliðið föstudagskvöld. Tónleikarnir voru haldnir í Valaskjálf fyrir fullu húsi, en Ziegler er einn þekktasti fiðluleikari Norðurlanda. Meira

Umræðan

6. júlí 1995 | Velvakandi | 297 orð

Afmælishátíð Seyðisfjarðar GUÐBJÖRG Bjarnadóttir hringdi til Velvaka

GUÐBJÖRG Bjarnadóttir hringdi til Velvakanda og vildi lýsa ánægju sinni með framtak Seyðfirðinga er þeir héldu upp á 100 ára kaupstaðarréttindi staðarins. Öll dagskrá fór afskaplega vel fram og vel að framkvæmdum staðið. Auk margra ánægjulegra sýninga var sett upp leiksýning eftir Kristínu og Iðunni Steinsdætur og hátíðarmessa í kirkjunni var yndisleg stund. Meira
6. júlí 1995 | Velvakandi | 212 orð

Af rasísku "gríni" bókaútgefanda

EFTIR langa þögn gerir Þorsteinn Thorarensen bókaútgefandi loks tilraun til þess að svara fyrir ákaflega ósmekkleg og rasísk ummæli sem prentuð voru á kápu barnabókar frá Fjölvaútgáfunni. Hann gengst við ummælunum: "Svona geta þeir verið grimmir og eru enn í dag þessir Arabar, en þeir trúa á einn Guð, sem þeir kalla Alla og er Múhameð spámaður hans." Þorsteini sjálfum finnst þetta grín og galsi. Meira
6. júlí 1995 | Velvakandi | 574 orð

Íslendingar eiga að bíða átekta

Í STAKSTEINUM í Morgunblaðinu föstudaginn 23. júní sl. var birtur hluti af grein Guðmundar Magnússonar hagfræðings úr tímaritinu Hagmálum, um vanþekkingu Íslendinga á þeim reglum sem gilda innan Evrópusambandsins og EES. Meira
6. júlí 1995 | Aðsent efni | 664 orð

Kynferði orða

Helgi Hálfdanarson Kynferði orða LÖNG og hörð er sú barátta sem háð hefur verið fyrir jafnrétti manna af báðum kynjum. Þar hefur að sönnu talsvert áunnizt, þó að víða skorti skelfilega mikið á bærilegan árangur. Meira
6. júlí 1995 | Aðsent efni | 768 orð

Menning okkar og ferðaþjónustan

UM MIÐJAN síðasta vetur kom samgönguráðuneytið á fót nefnd, sem kölluð var Sögunefndin. Hún skyldi setja fram hugmyndir og tillögur um það hvernig nýta megi sögu þjóðarinnar, sögustaði, þjóðhætti, verkmenningu og bókmenntir til að efla og bæta ferðaþjónustu innanlands. Og eftir þessu starfaði nefndin. Meira
6. júlí 1995 | Velvakandi | 406 orð

Nýja Tabarka

MARGT má gera sér til gamans í sólarlöndum. Mig langar til þess að vekja athygli fólks á eyju nokkurri skammt undan strönd meginlands Spánar sem heitir Nýja Tabarka. Eyjan er athyglisverð fyrir það hversu forn hún er í útliti. Það er eins og tíminn hafi gleymt henni í nokkur hundruð ár. Á henni er fágætt virki og sjórinn í kring iðar af fjölskrúðugu lífi. Meira
6. júlí 1995 | Aðsent efni | 2635 orð

STARFSEMI LEIKMEÐFERÐAR OG GRUNNSKÓLA Á BARNASPÍTALA HRINGSINS

EINS OG allir vita er að sjálfsögðu flest starfsfólk á Barnaspítala Hringsins menntað innan heilbrigðisgeirans, þ.e. læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfarar o.s.frv. Við undirrituð, sem erum uppeldismenntuð og störfum þar, erum í miklum minnihluta, Meira
6. júlí 1995 | Aðsent efni | 698 orð

Sumarlokanir og föst fjárlög

MIKLAR umræður hafa farið fram í fjölmiðlum undanfarið um sumarlokanir á sjúkrastofnunum landsins. Virðast flestir viðmælendur fjölmiðlafólks hafa af ástandinu miklar áhyggjur sem von er. Allir eru sammála um það að ástandið hefur farið versnandi með hverju árinu og menn eru með vangaveltur um hugsanlegar afleiðingar fyrir skjólstæðinga sína. Meira
6. júlí 1995 | Velvakandi | 304 orð

Ú óvenjulega staða er upp komin að engin starf

Ú óvenjulega staða er upp komin að engin starfsstétt er í verkfalli eða hefur boðað verkfall. Þessu ber að fagna sérstaklega. En hitt ber að harma hvernig við Íslendingar höfum staðið að málum unfanfarna mánuði. Hvert verkfallið hefur rekið annað og sum staðið vikum saman, t.d. verkfall kennara og sjómanna. Meira

Minningargreinar

6. júlí 1995 | Minningargreinar | 1059 orð

Eggert G. Þorsteinsson

Í dag, 6. júlí, hefði elskulegur vinur orðið sjötugur, hefði honum enst aldur, en hann andaðist 9. maí síðastliðinn. Ég dvaldi á sjúkrahúsinu hér á Akureyri. Halli hafði komið í kvöldheimsókn og var farinn heim. Eftir nokkra stund var hann kominn aftur, stóð í dyrunum og benti mér að koma. Ég fór í sloppinn minn og fór fram á gang til að tala við hann. Hann sagði: "Eggert er dáinn. Meira
6. júlí 1995 | Minningargreinar | 32 orð

EGGERT G. ÞORSTEINSSON

Eggert G. Þorsteinsson fyrrverandi alþingismaður og ráðherra var fæddur 6. júlí 1925. Hann lést á Landspítalanum 9. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkjunni 16. maí. Meira
6. júlí 1995 | Minningargreinar | 1338 orð

Ólafur B. Björnsson

Þótt Ólafur B. Björnsson væri ekki langskólagenginn kom hann víða við í menningar- og athafnasögu Akraness og má vafalaust telja hann einn mesta framfaramann sem Akranes hefur alið. Hann mun ekki hafa þótt bráðger að líkamsþroska í æsku og var frekar heilsuveill, en þeim mun meira bar á andlegu atgervi, frjórri hugsun og brennandi áhuga fyrir hvers konar umbótum og framförum. Meira
6. júlí 1995 | Minningargreinar | 78 orð

ÓLAFUR B. BJÖRNSSON

Eitt hundrað ár eru nú liðin síðan ritstjórinn og fræðimaðurinn Ólafur B. Björnsson fæddist. Hann hét fullu nafni Ólafur Bjarnason Björnsson og var fæddur á Litlateigi á Akranesi hinn 6. júlí 1895. Hann lést 15. maí 1959. Meira
6. júlí 1995 | Minningargreinar | 572 orð

Sigmundur Þ. Guðbjartsson

Í þau tuttugu og fimm ár sem ég hef notið viðkynningar við Sigmund Guðbjartsson, nafna mannsins míns og stórfrænda, hefur hann verið mér ímynd lífsgleðinnar. Mér og mínum var hann svo sannarlega stórfrændi, stór í öllu en stærst var þó hjartarýmið. Meira
6. júlí 1995 | Minningargreinar | 199 orð

SIGMUNDUR Þ. GUÐBJARTSSON

SIGMUNDUR Þórður Guðbjartsson fæddist í Hafnarfirði 10. ágúst 1908. Hann lést í Landspítalanum 29. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðbjartur Guðbjartsson, vélstjóri, f. 10. júní 1873, d. 1954, frá Læk í Dýrafirði, og Halldóra Sigmundsdóttir, frá Hrauni á Ingjaldssandi, f. 25. júlí 1877, d. 1939. Meira
6. júlí 1995 | Minningargreinar | 587 orð

Sólveig Eyjólfsdóttir

Sólveig Eyjólfsdóttir er látin. Hvorki man ég daginn né stundina þegar mig bar fyrst að garði þeirra Eysteins Jónssonar, Ásvallagötu 67. En margar urðu komur mínar þangað í vel hálfa öld ­ og svo að Miðleiti síðasta áratuginn. Ég var ekki lánlaus hér á árunum þegar ég tók að venja komur mínar til höfuðstaðarins, fyrst á leið í skóla, seinna ýmissa erinda. Meira
6. júlí 1995 | Minningargreinar | 247 orð

Sólveig Eyjólfsdóttir

Það var ætíð gaman að koma í heimsókn á Ásvallagötuna til ömmu Sólveigar og afa Eysteins í Vesturbænum. Þetta hús sem hafði verið miðstöð uppeldis barna þeirra sex og seinna barnabarnanna. Þar hafði margur umbjóðandi afa að austan fengið gistingu og beina og voru þeir ætíð aufúsugestir. Meira
6. júlí 1995 | Minningargreinar | 1079 orð

Sólveig Eyjólfsdóttir

Þegar ég minnist Sólveigar Eyjólfsdóttur, þá minnist ég góðrar grannkonu í þessara orða bestu merkingu. Kynni okkar Sólveigar eru orðin býsna löng, en þau hófust löngu fyrir mitt minni. Það var á árinu 1934, að margar ungar fjölskyldur fluttu í nýbyggð hús Byggingasamvinnufélags Reykjavíkur á reit sem afmarkast af Hringbraut, Sólvallagötu, Vesturvallagötu og Bræðraborgarstíg. Meira
6. júlí 1995 | Minningargreinar | 621 orð

Sólveig Eyjólfsdóttir

Sólveig Eyjólfsdóttir Fjalladrottning, móðir mín! mér svo kær og hjartabundin, sæll ég bý við brjóstin þín, blessuð aldna fóstra mín. Hér á andinn óðul sín öll, sem verða á jörðu fundin. Fjalladrottning, móðir mín, mér svo kær og hjartabundin. Meira
6. júlí 1995 | Minningargreinar | 608 orð

Sólveig Eyjólfsdóttir

Í blámóðu æskuminninga minna er flest á sveimi umhverfis Leifsgötu, götuna sjálfa, nálægar götur, leiksvæði og velli í grennd, skóla þrjá, Landspítalalóð, Skólavörðuholt, fyrstu gerð Hallgrímskirkju, kirkju föður míns á holtinu. Kunnur var hver krókur og kimi. Meira
6. júlí 1995 | Minningargreinar | 852 orð

Sólveig Eyjólfsdóttir

Ég átti því láni að fagna að verða einn af heimilisfólki þeirra Sólveigar Eyjólfsdóttur og Eysteins Jónssonar um fjögurra ára skeið á menntaskólaárum mínum og næstu tvö árin þar á eftir. Þá bjuggu þau í húsi sínu númer 67 við Ásvallagötu og var þröngt setinn bekkurinn á stundum enda fjölskyldan allstór, gestkvæmt í betra lagi og húsakynni ekki víðáttumikil á nútíma vísu. Meira
6. júlí 1995 | Minningargreinar | 196 orð

Sólveig Eyjólfsdóttir

Í dag verður Sólveig Eyjólfsdóttir borin til moldar. Sólveig stýrði um langan aldur stóru heimili. Tengdaforeldrar hennar voru í skjóli hennar um árabil og barnahópurinn var stór. Annir Eysteins við stjórnmálabaráttu og ráðherrastörf orsökuðu að heimilisstjórn kom að mestu í hennar hlut. Þá ber þess að geta að mjög gestkvæmt var á heimili þeirra hjóna á Ásvallagötu 67. Meira
6. júlí 1995 | Minningargreinar | 294 orð

SÓLVEIG EYJÓLFSDÓTTIR

SÓLVEIG EYJÓLFSDÓTTIR Sólveig Eyjólfsdóttir fæddist í Reykjavík 2. nóvember 1911. Hún lést á Landspítalanum hinn 29. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Eyjólfur S. Jónsson múrari, f. 15.10. 1885, d. 20.2. 1967, og Þorbjörg Mensaldursdóttir húsmóðir, f. 10.1. 1881, d. 4.6. 1945. Systkini Sólveigar voru tvö, Guðlaugur f. Meira

Daglegt líf

6. júlí 1995 | Neytendur | 411 orð

Snyrtivörusafnið vel lokað í dimmu

SNYRTIVÖRUR endast ekki von úr viti frekar en sá rómaði æskuljómi sem þær eiga að viðhalda. Krem og hreinsivörur, farði og maskari, sjampó og gel í hárið; allt er þetta undir tímans tönn og endingin ýmsu háð; hreinleika, ljósi og hita. Óopnuð vara geymist mánuðum og árum saman, en hafi hún verið opnuð skiptir meðhöndlunin máli. Meira

Fastir þættir

6. júlí 1995 | Fastir þættir | 379 orð

Evrópumót barna og unglinga hefst í dag

6.­14. júlí 1995 FIMM íslensk ungmenni hefja keppni í dag á Evrópumóti barna og unglinga í Verdun í Frakklandi. Bragi Þorfinnsson, 14 ára, keppir í flokki 13-14 ára, Hjalti Rúnar Ómarsson, 11 ára í flokki 11-12 ára og Guðjón Heiðar Valgarðsson, 10 ára, í flokki 10 ára og yngri. Meira
6. júlí 1995 | Dagbók | 226 orð

Raufarhöfn

Ljósm. BJ RaufarhöfnNÝLEGA var í blaðinu sagt frá hálfrar aldarafmæli Raufarhafnarhrepps sem minnst verður á ýmsan hátt á árinu. Meira
6. júlí 1995 | Dagbók | 363 orð

Reykjavíkurhöfn: Í fyrradag fóru úr höfnÁrni Friðriksson, Ritas

Reykjavíkurhöfn: Í fyrradag fóru úr höfnÁrni Friðriksson, Ritas og grænlandsfariðNaja Artica kom og fór samdægurs. Þá komReykjafoss og Júlli Dan GK landaði. Í gær komu Helgafell, Ásbjörn, Sólborg, Freyja, Goðafoss og ítalska olíuskipið Francesco Dalesio. Kyndill og japanski togarinn Anyo Maro nr. Meira

Íþróttir

6. júlí 1995 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KARLA ÍA 6 6 0 0 12 2 18

1. DEILD KARLA ÍA 6 6 0 0 12 2 18KR 6 4 0 2 8 6 12KEFLAVÍK 6 3 2 1 6 3 11BREIÐABLIK 6 3 1 2 10 9 10LEIFTUR 6 3 0 3 11 9 9ÍBV 6 2 1 3 17 10 7FH 7 2 0 5 11 18 6FRAM 5 1 Meira
6. júlí 1995 | Íþróttir | 185 orð

Aðstæður:

Keflavíkurvöllur, Íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild karla, 7. umferð, miðvikudaginn 5. júlí 1995. Aðstæður: Stinningskaldi og frekar kalt, völlurinn þungur og blautur með stórum pollum, erfitt að spila. Mörk Keflavíkur: Marko Tanasic (23.)., Jóhann B. Guðmundsson (47.) Gult spjald:Ragnar Steinarsson, Keflavík, á 34. mín. Meira
6. júlí 1995 | Íþróttir | 61 orð

Á 23. mín. tók Helgi Björgvinsson aukaspyrnu inní

Á 23. mín. tók Helgi Björgvinsson aukaspyrnu inní miðjuhringnum. Hann spyrnti alveg inn í vítateig þar sem Hafnfirðingar horfðu á Marko Tanasic hlaupa til og stýra boltanum í markið úr markteignum. Eftir langa og stranga sókn Keflvíkinga á 47. mín., tókst Jóhanni B. Meira
6. júlí 1995 | Íþróttir | 215 orð

Árný fékk þrjú gull

Árný Heiðarsdóttir úr Óðni í Vestmannaeyjum varð þrefaldur Norðurlandameistari á NM öldunga í frjálsíþróttum, sem fram fór í Finnlandi um síðustu helgi og Hafsteinn Sveinsson hlaut ein gullverðlaun. Þá hlutu Íslendingar tvenn silfurverðlaun, þeir Hafsteinn og Þórður B. Sigurðsson. Mótið fór fram í Kajaani og auk 600 keppenda voru um 100 Rússar, Lettar og Eistlendingar sem gestir. Meira
6. júlí 1995 | Íþróttir | 375 orð

Christie horfði á eftir Marsh og Johnson

BANDARÍKJAMENNIRNIR Mike Marsh og Michael Johnson báru sigurð af Linford Christie í 100 og 200 m hlaupi á stigamóti alþjóða frjálsíþróttasambandsins Lausanne í Sviss í gærkvöldi. Um leið undirstrikuðu þeir að þeir eru í geysilegu formi nú, aðeins mánuði áður en heimsmeistaramótið hefst í Gautaborg. Meira
6. júlí 1995 | Íþróttir | 472 orð

DAVID Platt,

DAVID Platt, enski landsliðsfyrirliðinn í knattspyrnu sem leikur með Sampdoria á Ítalíu, gæti verið á heimleið. FRÉTTIR enskra fjölmiðla herma að Sampdoria hafi samþykkt að selja Platt, en ekki félagið hefur ekki upplýst hvaðan tilboðið kom. Meira
6. júlí 1995 | Íþróttir | 152 orð

Fall Dynamo Dresden er hátt

DYNAMO Dresden, sem varð átta sinnum meistari í fyrrum A-Þýskalandi og sjö sinnum bikarmeistari, er ekki lengur atvinnumannafélag. Liðið, sem féll úr 1. deildinni á nýliðnu keppnistímabili, hefur verið gert að áhugamannaliði og mun leika framvegis í einum af áhugamannadeildunum í Þýskalandi. Meira
6. júlí 1995 | Íþróttir | 98 orð

Fáni og Prúður fulltrúar Íslands á HM

KYNBÓTAHROSS sem taka munu þátt í heimsmeistaramótinu í Sviss hafa verið valin af ráðunautum Bændasamtakanna. Í eldri flokki stóðhesta mun koma fram fyrir Íslands hönd Prúður frá Neðri-Ási, knapi Baldvin Ari Guðlaugsson. Í yngri flokki mun koma fram Fáni frá Hafsteinsstöðum, knapi Skafti Steinbjörnsson. Meira
6. júlí 1995 | Íþróttir | 443 orð

Fimmti tapleikur FH í röð

AÐSTÆÐUR til að spila knattspyrnu í Keflavík í gærkvöldi, voru vægast sagt mjög slakar, stinningskaldi til að byrja með en síðan bætti í vindinn. Völlurinn var lélegur og hvorki Keflvíkingar né FH- ingar sýndu neina gæða knattspyrnu. Keflvíkingar voru þó betri aðilinn og unnu andlaust lið FH verðskuldað, 2:0. Meira
6. júlí 1995 | Íþróttir | 286 orð

Frjálsíþróttir

Úrslit á stigamóti alþjóða frjálsíþróttasambandsins í Lausanne í Sviss í gærkvöldi: 100 m grindarhlaup kvenna: Olga Shishigina, Kasakstan12,41 Brigita Bukovec, Slóveníu12,76 Tatyana Reshetnikova, Rússlandi12,82 100 m hlaup kvenna: Merlene Ottey, Jamæka10,92 Zhana Pintoussevite, Rússlandi11, Meira
6. júlí 1995 | Íþróttir | 46 orð

Golf

Íslenska landsliðið er í átjánda sæti eftir fyrsta keppnisdaginn á Evrópumóti áhugamanna, sem hófst í Antwerpen í gær. Árangur landsliðsmanna var: Björgvin Sigurbergsson73 Birgir Leifur Hafþórsson74 Björn Knútsson76 Sigurpáll Sveinsson77 Þorkell Snorri Sigurðsson77 Örn Arnarson79 Staðan: 1. Meira
6. júlí 1995 | Íþróttir | 206 orð

Golf Meistarmót Húsavíkur Meistaraflokkur karla: Magnús Hreiðarsson314 Sveinn Bjarnason323 Hreinn Jónsson331 Meistaraflokkur

Meistarmót Húsavíkur Meistaraflokkur karla: Magnús Hreiðarsson314 Sveinn Bjarnason323 Hreinn Jónsson331 Meistaraflokkur kvenna: Anný B. Pálmadóttir383 Jóna B. Pálmadóttir385 Sólveig Skúladóttir386 1. Meira
6. júlí 1995 | Íþróttir | 301 orð

Hjólreiðar

Fjórða leiðin í Frakklandskeppninni var hjóluð í gær - 162 km frá Alenco, um Normandí, til hafnarborgina Le Havre. Ítalinn Mario Cipollini, Mercatone Uno, kom fyrstur í mark á 3.40,23 kls., en nítján aðrir hjólreiðakappar komu á sama tíma - nöfn, þjóðerni, lið: 2. Erik Zabel (Þýskalandi) Telekom-ZG 3. Frederic Moncassin (Frakkl.) Novell 4. Meira
6. júlí 1995 | Íþróttir | 288 orð

Hrein ævintýraþrá ef af verður

Guðmundi Albertssyni handknattleiksmanni úr KR hefur verið boðið að æfa með bandaríska landsliðinu í handknattleik. Guðmundur á bandarískan föður og íslenska móður og því ríkisborgararétt í báðum þjóðlöndum. Boðið barst Guðmundi nýlega en hugmyndin að því kveiknaði á meðan bandaríska landsliðið dvaldi hér á HM í handknattleik. Meira
6. júlí 1995 | Íþróttir | 16 orð

Í kvöld

Í kvöld 1. deild karla: Akranes:ÍA - Fram20 Vestm.eyjar:ÍBV - KR20 Kópav.:Breiðabl. Meira
6. júlí 1995 | Íþróttir | 280 orð

JÚLÍUS Gunnarsson

JÚLÍUS Gunnarsson handknattleiksmaður hefur ákveðið að leika áfram með Val og gekk hann frá samningi í vikunni við félagið. Júlíus var að reyna að komast að hjá félögum erlendis í vor og sameina handboltaiðkunina við framhaldsnám. Það hefur hann gefið upp á bátinn í bili. Meira
6. júlí 1995 | Íþróttir | 44 orð

Leiðrétting

Það var ranghermt í frásögn af leik Breiðabliks og ÍA í 1. deild kvenna í blaðinu í gær að Anna Sólveig Smáradóttir hafi skorað sjálfsmark ÍA í leiknum, það var Ásta Benediktsdóttir sem var svo óheppin, ekki Anna Sólveig. Er beðist velvirðingar á þessu. Meira
6. júlí 1995 | Íþróttir | 248 orð

Roberto Baggio í raðir AC Milan

ÍTALSKA knattspyrnustjarnan Roberto Baggio hefur undirritað samning við AC Milan um að leika með þeim á næsta keppnistímabili. Þetta staðfesti kappinn í gær og sagði jafnframt að þrátt fyrir að eigendur Juventus hefðu gert allt sem í þeirra valdi stóð að til halda í hann þá hefði það ekki verið nóg. "Ég verð að hugsa um hvað mér er fyrir bestu sem knattspyrnumaður. Meira
6. júlí 1995 | Íþróttir | 209 orð

Sampras hefur tekið stefnuna á þrennu

PETE Sampras stefnir að því að vinna Wimbledon-skjöldinn þriðja árið í röð, en hann mætir Króatanum Goran Ivanisevic í undanúrslitum. Sampras tapaði fyrstu lotunni gegn Japananum Shuzo Matsuoka í gær, 6-7, en vann síðan þrjá lotur örugglega 6-3 6-4 6-2. Meira
6. júlí 1995 | Íþróttir | 315 orð

Sigurbjörn og Sveinn bítast um sigur í töltinu

ÍSLANDSMÓT í hestaíþróttum hefst á morgun og lýkur síðdegis á sunnudag. Mótið er haldið í Borgarnesi að þessu sinni og er það í þriðja skipti sem það fer þar fram. Til leiks eru skráðir margir ef bestu knöpum landsins sem munu mæta með fremstu hestana. Meira
6. júlí 1995 | Íþróttir | -1 orð

STAÐAN

STAÐAN ÍA 6 6 0 0 12 2 18KR 6 4 0 2 8 6 12KEFLAVÍK 6 3 2 1 6 3 11BREIÐABLIK 6 3 1 2 10 9 10LEIFTUR 6 3 0 3 11 9 9ÍBV 6 2 1 3 17 10 7FH 7 2 Meira
6. júlí 1995 | Íþróttir | 62 orð

Tennis

Einliðaleikur karla, átta manna úrslit: 1-Andre Agassi (Bandaríkjunum) vann Jacco Eltingh (Hollandi) 6-2 6-3 6-4. 2-Pete Sampras (Bandaríkjunum) vann Shuzo Matsuoka (Japan) 6-7 (5-7) 6-3 6-4 6-2. 4-Goran Ivanisevic (Króatíu) vann 6-Yevgeny Kafelnikov (Rússlandi) 7-5 7-6 (13-11) 6-3. Meira
6. júlí 1995 | Íþróttir | 111 orð

Torfi Magnússon ráðinn til Vals

TORFI Magnússon, fyrrum landsliðsþjálfari og leikmaður Vals, var í gær ráðinn þjálfari úrvalsdeildarliðs Vals í körfuknattleik. Það kom í hlut nýrrar stjórnar körfuknattleiksdeild Vals, undir forsæti Erlendur Eysteinsson, sem er einnig formaður landsliðsnefndar KKÍ, að ganga fá samningum við Torfa, sem mun jafnhliða því að þjálfa meistaraflokk karla, Meira
6. júlí 1995 | Íþróttir | 36 orð

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/Golli MARKO Tanasic teygir sig hér fram og skorar fyrsta mark leiksins í Keflavík í gærkvöldi gegn FH-ingum. Keflvikingar bætti síðan markivið í síðari hálfleik án þess að gestirnir úr Firðinum næðu að svara fyrri sig. Meira
6. júlí 1995 | Íþróttir | 2 orð

(fyrirsögn vantar)

VÍKINGALOTTÓ:242530394248/11017 » Meira
6. júlí 1995 | Íþróttir | 5 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

6. júlí 1995 | Úr verinu | 301 orð

Afskurður af fiski nýttur

Á HVERJU ári skapar fiskiðnaðurinn í Noregi um 330.000 tonn af aukaafurðum. Um 150.000 tonnum af því er hent en afgangurinn er nýttur í dýrafóður. Ef aðeins lítill hluti af þessum afskurði yrði nýttur til matvæla, myndi það skapa fjölda starfa. Betri nýting hráefnisins getur því skipt sköpum fyrir afkomu fiskiðanaðarins. Norska blaðið Fiskaren greinir frá þessu. Meira
6. júlí 1995 | Úr verinu | 134 orð

Hafnarbætur í Hólminum

Miklar hafnarframkvæmdir standa nú yfir í Stykkishólmi. Unnið er að endurbótum á gömlu Stykkisbryggjunni en bryggjan myndar brú út í Stykkið svokallaða. Bryggjan var byggð 1920 og hafa verið gerðar á henni smávægilegar endurbætur öðru hvoru síðan að sögn Konráðs Ragnarssonar, hafnarvarðar í Stykkishólmi. Meira

Viðskiptablað

6. júlí 1995 | Viðskiptablað | 987 orð

Algrím vegna símanúmerabreytinga Nú þegar rúmlega mánuður er liðinn frá því öllum símanúmerum var breytt í landinu, skoðar

Breytingar þær sem urðu á símanúmerum landsmanna í byrjun júní hafa áhrif víða. Fyrir það fyrsta þurfum við dauðlegir menn að leggja á minnið heil ósköp af nýjum númerum, sem hafa sum hver tekið miklum breytingum undanfarna 13 mánuði. Í annan stað þarf að breyta símanúmerum í öllum þeim gagnasöfnum sem þau er að finna. Meira
6. júlí 1995 | Viðskiptablað | 592 orð

Árnes nýtt íslenskt skemmtiferðaskip

ÍSLENSK skemmtiferðaskip eru ekki á hverju strái en nýlega hófst þó rekstur á einu slíku. Skipið, sem er í eigu hjónanna Eysteins Yngvasonar og Bergljótar Viktorsdóttur, heitir ss. Árnes og hefur aðstöðu í Reykjavíkurhöfn. Þau hjónin reka einnig Viðeyjarferjurnar Skúlaskeið og Maríusúð. Meira
6. júlí 1995 | Viðskiptablað | 302 orð

Ávöxtunarkrafa húsbréfa hækkar

LANDSBRÉF hækkuðu í gær ávöxtunarkröfu í nýjustu flokka spariskírteina um 0,04% eða úr 5,95% í 5,99%. Þetta er fyrsta breyting ávöxtunarkröfunnar frá því 4. apríl sl. Óttar Guðjónsson, hagfræðingur hjá Landsbréfum, segir að rekja megi þessa hækkun að nokkru til aukins framboðs verðtryggðra skuldabréfa að undanförnu. Meira
6. júlí 1995 | Viðskiptablað | 212 orð

Ávöxtun með því lakasta sem þekkist

BORGARENDURSKOÐUN gagnrýnir í nýútkominni endurskoðunarskýrslu sinni Lífeyrissjóð starfsmanna Reykjavíkurborgar fyrir slaka ávöxtun eigna. Bent er á að raunávöxtun sjóðsins hafi verið með því lakasta sem gerist hjá lífeyrissjóðum í landinu eða einungis 4,87% árið 1993. Með sömu reikningsskilaaðferð fyrir árið 1994 hefði sambærileg ávöxtun orðið 5,11%. Meira
6. júlí 1995 | Viðskiptablað | 140 orð

Bensínsala

Olís og Skeljungur náðu í gær samkomulagi um kaup Olís á Skeljungsstöðinni í Neskaupstað samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Stöðin, sem er í miðjum bænum, hefur verið lokuð frá því í byrjun júní, og síðan hafa viðræður staðið yfir um kaup Olís á henni. Olís mun væntanlega á næstunni flytja bensínafgreiðslu sína í stöðina. Meira
6. júlí 1995 | Viðskiptablað | 512 orð

Fjárfest í framtíð

»HVAÐ er hægt að gera til að efla rannsóknir og þróunarvinnu fyrirtækja og renna þannig stoðum undir atvinnulífið með aukinni nýsköpun? Svörin við þessari spurningu eru mörg og misjafnlega góð. Það er því alltaf athyglisvert að frétta af vel heppnaðri aðgerð og eina slíka kynnti ráðgjafi áströlsku ríkisstjórnarinnar, Dr. John Bell, í heimsókn sinni hér á landi fyrir nokkru. Meira
6. júlí 1995 | Viðskiptablað | 865 orð

Fjárfestum þar sem líkleg arðsemi er mest Eigið fé hins sameinaða félags er alls um 840 milljónir króna og það á hlutabréf í 40

MEÐ kaupum Þróunarfélags Íslands hf. á meirihluta hlutabréfa í Draupnissjóðnum hf. og samruna félaganna hefur orðið til öflugt fjárfestingarfyrirtæki með um 1,3 milljarða heildareignir. Eigið fé sameinaða félagsins er 840 milljónir og eiginfjárhlutfall 64%, m.v. síðustu áramót. Meira
6. júlí 1995 | Viðskiptablað | 126 orð

Fjármálaforrit Búnaðarbanka fyrir heimili

HEIMILISLÍNA Búnaðarbankans hefur gefið út fjármálahugbúnaðinn Heimi. Í frétt frá bankanum segir að hann sé fyrstur íslenskra banka með fjármálahugbúnað til nota í heimilistölvu. Með notkun Heimis er hægt að færa heimilisbókhald beint inn á tölvu heimilins, gera fjárhagsáætlun fram í tímann, reikna út greiðslubyrði lána og ávöxtun sparireikninga. Meira
6. júlí 1995 | Viðskiptablað | 426 orð

Flutt út fyrir 100 milljónir í fyrra

ÚTFLUTNINGUR æðadúns nam 3.793 kg. á síðasta ári og var útflutningsverðmætið rétt tæpar 100 milljónir króna, fob. Bæði magn og verðmæti útflutnings nær tvöfaldaðist á milli ára. Árið 1993 voru flutt út um 1.600 kg. af æðadúni og svipað magn árin 1992 og 1991. Árin 1987-1990 var útflutningsmagnið hins vegar rúm þrjú tonn á ári. Hermann B. Meira
6. júlí 1995 | Viðskiptablað | 381 orð

Hagnaður upp á 10,6 milljónir

REKSTUR Sæplasts hf. skilaði 10,6 milljóna króna hagnaði á fyrstu fjóru mánuðum ársins, en á sama tímabili í fyrra var rúmlega átta milljóna tap af rekstrinum. Að sögn Kristjáns Aðalsteinssonar, framkvæmdastjóra Sæplasts, skýrist munurinn einna helst af aukinni sölu milli ára, auk þess sem hagræðing í rekstri er farin að skila árangri. Meira
6. júlí 1995 | Viðskiptablað | 420 orð

Innlán minnka en verðbréfaútgáfa eykst

INNLÁN viðskiptabankanna þriggja drógust saman um nær 1,2 milljarða króna fyrstu fimm mánuði ársins eða um 0,9%. Á sama tíma jukust almenn útlán bankanna um rétt rúman milljarð. Bankarnir þurftu því að afla sér ráðstöfunarfjár á verðbréfamarkaði og juku verðbréfaútgáfu um tæplega 4,2 milljarða króna á tímabilinu eða sem nam tæplega 28%. Meira
6. júlí 1995 | Viðskiptablað | 13 orð

LÝSIHyggur á útflutning á harðfeiti /4

LÝSIHyggur á útflutning á harðfeiti /4 EVREKATvö ný rannsóknarverkefni /6 REKSTURNýtt skemmtiferðaskip / Meira
6. júlí 1995 | Viðskiptablað | 185 orð

Nýr forstöðumaður

VILBORG Guðnadóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Upplýsingamiðstöðvar ferðamála íReykjavík frá 15. júní 1995. Vilborg lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskóla 1981 og prófi í stjórnmálafræði og fjölmiðlun frá Háskóla Íslands 1990. Meira
6. júlí 1995 | Viðskiptablað | 168 orð

Raddskipuleggjarinn kominn til Íslands

G&B Import hf. hefur nú sett á markað hérlendis "Raddskipuleggjarann," taltölvu í segulbandsformi. Innflytjendurnir, Gunnar Tryggvason og Björgvin Ibsen Helgason, segja að tækið muni nýtast öllum sem hafa knappan tíma, og þá ekki síst fólki í atvinnulífinu sem þarf að gæta þess að gleyma ekki fundum og stefnumótum. Meira
6. júlí 1995 | Viðskiptablað | 1232 orð

Rannsóknir undir pólitískum verndarvæng Iðnaðarráðherra, hefur hug á því að setja á laggirnar sérstaka verkefnisstjórn til að

FYRIRTÆKI og rannsóknarstofnanir í Evrópu hafa allt frá árinu 1985 starfað saman að rannsóknarverkefnum undir merkjum Evreka-áætlunarinnnar eða Eureka eins og hún er nefnd erlendis. Aðildarríkin eru orðin 25 talsins því ríki Austur-Evrópu hafa verið að bætast í hópinn. Meira
6. júlí 1995 | Viðskiptablað | 384 orð

Reglum um ákvörðun tollverðs breytt

NÝJAR reglur hafa tekið gildi um ákvörðun tollverðs notaðra ökutækja en það er liður í að framfylgja skuldbindingum Íslendinga samkvæmt GATT-samningnum. Fjármálaráðherra hefur sett reglugerð um tollverð og ákvörðun þess sem nær til allra innfluttra vörutegunda. Meira
6. júlí 1995 | Viðskiptablað | 582 orð

Stefna að auknum útflutningi

GULA línan stendur nú almenningi til boða í Askinum, en Askurinn er snertiskjár sem hannaður var af Skýrr og Fjarhönnun hf. Að sögn Hallgríms Thorsteinssonar framkvæmdastjóra Asks hjá Skýrr eru ýmsar aðrar nýjungar á döfinni varðandi þennan skjámiðil. Nú nýverið var gerður samningur við Miðlun ehf.sem gerir það að verkum að Gula línan er nú á boðstólum í Asknum. Meira
6. júlí 1995 | Viðskiptablað | 112 orð

Stækkun kartöfluverksmiðju

FRAMKVÆMDIR eru hafnar við 600 fm viðbyggingu Kartöfluverksmiðjunnar í Þykkvabæ. Að sögn verksmiðjustjórans, Auðuns Gunnarssonar, var þörf á auknu rými eftir að verksmiðjan hóf framleiðslu á nasli sem var áður framleitt á hennar vegum í Hafnarfirði. Öll framleiðslan franskar, skífur, forsoðnar kartöflur auk naslsins og fl. Meira
6. júlí 1995 | Viðskiptablað | 513 orð

Tónlistin ábatasömust í skemmtiiðnaðinum

YFIRMENN hjá Time-Warner, stærsta og jafnframt skuldugasta framleiðanda skemmtiefnis í heiminum, hafa ákveðið að grípa í taumana og ráða sjálfir stefnunni hjá tónlistardeildinni. Þar hafa forstjórarnir fokið hver á fætur öðrum, en Warner Music er hvað sem því líður arðsamasta upptöku- og útgáfufyrirtæki í heimi og arðsamara en kvikmynda-, útgáfu- og sjónvarpsrekstur samsteypunnar. Meira
6. júlí 1995 | Viðskiptablað | 1088 orð

Útflutningur harðfeiti næsta stórverkefni

ÚTFLUTNINGUR á harðfeiti er helsta markmiðið með stofnun Hydrol hf. en hingað til hefur hersludeild Lýsis eingöngu hert búklýsi til smjörlíkis- og fóðurgerðar fyrir innanlandsmarkað. Lýsismenn leitar nú að samstarfsaðilum til að standa með sér að stofnun Hydrol hf. eða kaupa í því hlut. Meira
6. júlí 1995 | Viðskiptablað | 182 orð

Vextir 3ja mánaða ríkisvíxla úr 7,13% í 6,89%

TÖLUVERÐ lækkun varð á meðalávöxtun samþykktra tilboða í útboði á 3ja, 6 og 12 mánaða ríkisvíxlum sem lauk í gær. Að sögn Péturs Kristinssonar, framkvæmdastjóra Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa, staðfestir vaxtalækkunin þá þróun sem hefur átt sér stað á Verðbréfaþingi undanfarið. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

6. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 812 orð

Bókaormar fá að lesa í friði og spekt

VÍÐA erlendis eru bókabúðir með svolítið öðru sniði en hér hefur tíðkast. Boðið er upp á sæti og þægilega aðstöðu fyrir viðskiptavini og sums staðar eru litlir veitingastaðir miðsvæðis í búðinni, við glugga eða í einhverju horninu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.