Greinar fimmtudaginn 13. júlí 1995

Forsíða

13. júlí 1995 | Forsíða | 154 orð

Atlaga að Borís Jeltsín mistekst

TILRAUN til þess að ákæra Borís Jeltsín Rússlandsforseta fyrir embættisbrot var kæfð í fæðingu á rússneska þinginu í gær. Meðal þeirra sem að henni stóðu voru kommúnistar og þjóðernissinnar. Tillaga um að koma á fót nefnd til að kanna hvort ástæða væri til að ákæra forsetann hlaut ekki nægilegt fylgi á þinginu. Meira
13. júlí 1995 | Forsíða | 328 orð

Bosníu-Serbar flytja íbúa Srebrenica á brott

YFIRMAÐUR herafla Bosníu- Serba, Ratko Mladic, kom til bæjarins Srebrenica í gær og hafði forgöngu um brottflutning múslimskra íbúa af griðasvæðinu. Embættismenn Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sögðu að Mladic hefði komið með mikinn bílaflota, og múslimunum hefði verið smalað í bílana og ekið til yfirráðasvæðis Bosníustjórnar, um 50 km í burtu. Meira
13. júlí 1995 | Forsíða | 166 orð

Fegurð verði ekki skilyrði

GRÍSKA flugfélagið Olympic Airways hefur tapað baráttu sinni fyrir því að ráða aðeins aðlaðandi konur til flugfreyjustarfa. Ríkisstofnun, sem nefnist Æðsta ráð atvinnuráðninga, úrskurðaði að á okkar dögum væri ótækt að gera fegurð að ráðningarskilyrði. Meira
13. júlí 1995 | Forsíða | 112 orð

Morð í París vekur ugg

ÓTTAST var í gær að stríðið í Alsír kynni að breiðast út til Frakklands eftir að einn af stofnendum Íslömsku frelsisfylkingarinnar (FIS) var myrtur í París. Tveir arabar myrtu manninn, Abdel-Baki Saharaoui, 85 ára, í mosku í París í fyrrakvöld. FIS sakaði stjórn Alsírs um að hafa staðið að morðinu en þau sögðu að róttækasta hreyfing múslima í Alsír, GIA, hefði verið að verki. Meira
13. júlí 1995 | Forsíða | 48 orð

Pallurinn til Noregs

BRENT Spar, hinn umdeildi olíuborpallur Shell-olíufélagsins, er nú kominn inn á Erfjord í Noregi en þar verður hann geymdur þar til ákveðið verður hvað við hann verður gert. Í fyrstu átti að sökkva honum ekki allfjarri Rockall, en við það var hætt vegna mikilla mótmæla. Meira
13. júlí 1995 | Forsíða | 69 orð

Úrhelli og flóð í Japan

ÚRHELLI olli miklum spjöllum á stórum svæðum á Honshu, stærstu eyju Japans, í gær. Þúsundir manna urðu að flýja heimili sín og vatn flæddi inn í að minnsta kosti 660 hús. Brýr hrundu vegna vatnavaxtanna og bíla- og lestaumferð stöðvaðist víða vegna skemmda á vegum og brautarteinum af völdum flóða og aurskriða. Á myndinni má sjá brautarteina skolast burt í flóði í borginni Toyono. Meira

Fréttir

13. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 189 orð

1.156 störf styrkt frá áramótum

FJÖLDI starfa sem styrkt hafa verið í gegnum fjármögnun Atvinnuleysistryggingasjóðs frá 1. janúar til 1. júlí 1995 eru alls 1.156 talsins á öllu landinu. Alls hafa 36 sveitarfélög fengið úthlutað til atvinnuskapandi átaksverkefna á þessum tíma, allt frá hálfu starfi í Hraungerðishreppi á Suðurlandi upp í 508,6 störf í Reykjavík. Meira
13. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 83 orð

50 ára flugafmæli

Á FIMMTA hundrað núverandi og fyrrverandi starfsmenn Flugleiða fögnuðu 50 ára afmæli millilandaflugs á Íslandi fyrir framan aðalskrifstofu félagsins á þriðjudag. Þar voru tveir fyrrverandi starfsmenn Flugfélags Íslands sem voru í áhöfnum þeirra véla sem fyrstar flugu yfir hafið á vegum félagsins. Meira
13. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 70 orð

Barist af kappi

STRÍÐSMENN í fullum herklæðum börðust af kappi fyrir utan Bíóhöllina við Álfabakka í gærkvöldi. Sjálfsagt hefur einhverjum vegfarenda dottið í hug að þetta væru strandaglópar af nýafstaðinni víkingahátíð, en í raun voru þetta enskir skylmingakappar að kynna nýja kvikmynd sem var frumsýnd í Bíóhöllinni og Stjörnubíói í gær. Meira
13. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 173 orð

Björk sögð hálfur eskimói

ÞÝZKA tímaritið Focus, sem er eitt hið útbreiddasta í Þýzkalandi, birti nýlega heilsíðugrein um Björk Guðmundsdóttur söngkonu. Athygli vekur að í meginmáli greinarinnar og myndatexta er Björk kölluð hálfur eskimói, án frekari skýringa. "Hálf-eskimóinn Björk er gamall snæhéri í tónlistarbransanum," segir í greininni, sem birt er undir fyrirsögninni "Ísskápur frá Íslandi. Meira
13. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 181 orð

Borað eftir gasi á haugunum

SORPA hefur borað átta holur í sorphauginn í Gufunesi fyrir Reykjavíkurborg til að mæla gas í haugnum. Sorpa hefur urðað baggað sorp í Álfsnesi. Magnús Stephensen, deildarstjóri þróunar- og tæknisviðs Sorpu, segir að þegar sorp sé urðað þurfi að hugsa fyrir því að eyða gasi sem myndist. Vegna haugsins á Álfsnesi hafi komið mælitæki til landsins til að gera athuganir á gasinu. Meira
13. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 136 orð

Breskir íhaldsmenn í sókn

BRESKI Íhaldsflokkurinn hefur aukið fylgi sitt verulega meðal kjósenda eftir sigur John Majors, forsætisráðherra Bretlands, í leiðtogakjörinu 4. júlí. Kemur það fram í skoðanakönnun, sem birt var í gær. Meira
13. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 306 orð

Dini vill traustsyfirlýsingu ÍTALSKA stjórnin

ÍTALSKA stjórnin óskaði í gær eftir traustsyfirlýsingu þingsins til að hún gæti komið í gegn umbótum á reglum um lífeyrissjóði í neðri deild þingsins. Búist er við að atkvæðagreiðslan fari fram í kvöld. Um 150 breytingartillögur hafa komið fram við lífeyrissjóðafrumvarp stjórnar Lambertos Dinis en með traustsyfirlýsingunni telur Dini sig komast hjá því að málið dragist á langinn. Meira
13. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 92 orð

Englaspil í ÆvintýraKringlunni

Í DAG fimmtudaginn 13. júlí kl. 17.00 kemur Helga Arnalds í heimsókn með brúðuleikhúsið sitt Tíu fingur. Hún flytur brúðuleiksýninguna Englaspil, en Helga hefur sjálf samið þáttinn og hannað brúðurnar. Englaspil fjallar um vináttuna og þar koma við sögu púki og engill sem þorir ekki að fljúga. Á hverjum fimmtudegi kl. 17. Meira
13. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 439 orð

Enn miklar göngur víða

GÓÐAR fréttir berast úr flestum laxveiðiám landsins, sérstaklega þó ánum við Faxaflóann, þar sem ótæpilegar smálaxagöngur eru þessa dagana. Suðurlandsárnar, sérstaklega Ytri-Rangá, og nokkrar ár norðan heiða hafa einnig fengið góðar göngur og meiri en menn þorðu að vona miðað við smálaxaleysi og síðbúið og kalt vor 1994. Hörkuveiði í Haffjarðará Meira
13. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 225 orð

Fundir um öryggismál ákveðnir

FULLTRÚAR Vesturveldanna og Rússlands munu 17. þessa mánaðar hefja fundi um samskipti á sviði stjórnmála og öryggismála og er ætlunin að tryggja endalok deilnanna í kalda stríðinu. "Allir vilja fara varlega af stað en við töldum að við yrðum að byrja á því að eyða einhverju af tortryggni margra Rússa í garð Atlantshafsbandalagsins [NATO]," sagði stjórnarerindreki hjá NATO. Meira
13. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 232 orð

Furðutæki á Fagradal

VERIÐ er að setja nýjar merkingar á marga af aðalvegum landsins, m.a. er unnið að nýjum merkingum til að aðgreina akreinar. Stóran hluta verksins vinna þau Stefán G. Svavarsson og Erna Jónsdóttir frá Akurverk á Akureyri. Aka þau farartæki, sem vekur athygli vegfarenda hvar sem þau koma. Meira
13. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 129 orð

Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hefur bætt við sig talsverðu fylgi frá síðustu Alþingiskosningum samkvæmt skoðanakönnun sem DV birti í gær. Samkvæmt könnuninni mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins 43,1% en flokkurinn fékk 37,1% í kosningunum. Meira
13. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 104 orð

Fyrirlestrar um Ísland

UNDANFARIN sumur hefur Norræna húsið sett saman fyrirlestraröð um land og þjóð, menningu og listir, sögu, náttúru og fleira. Fyrirlestrar þessir verða öll fimmtudagskvöld kl. 20.00 og eru þeir einkum ætlaðir Norðurlandabúum. Fyrirlestrarnir eru fluttir á einhverju Norðurlandamálanna. Meira
13. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 192 orð

Fyrsti áfangi 1.000 fm

BORGARRÁÐ hefur samþykkt byggingu vatnsátöppunarhúss í Heiðmörk nálægt Gvendarbrunnum. Það er fyrirtækið Þórsbrunnur, í eigu Vatnsveitu Reykjavíkur, Vífilfells og Fjárfestingarfélagsins Þors, sem ætlar að byggja húsið en fyrsti áfangi þess verður um 1.000 fermetrar að grunnfleti. Einnig var samþykkt að breyta mörkum vatnsverndarsvæða í Reykjavík. Meira
13. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 458 orð

Fær að kasta akkeri við Honningsvåg

NORSKA strandgæzlan heimilaði í gærkvöldi togaranum Má frá Ólafsvík að koma inn í norska landhelgi og fá aðstoð við að skera úr skrúfunni, þannig að skipið kæmist örugglega heim til Íslands. Jon Espen Lien sjóliðsforingi sagði í samtali við Morgunblaðið að í nótt yrði ákveðinn staður, þar sem Már gæti varpað akkerum þannig að borgaralegir kafarar gætu aðstoðað togarann. Meira
13. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 131 orð

Gáfu fé til kaupa á snjóflóðaýlum

FÉLAG austfirskra kvenna færði nýlega björgunarsveitum Slysavarnafélags Íslands á Austurlandi 500 þúsund krónur að gjöf. Björgunarsveitir félagsins eru 13 talsins á Austurlandi, frá Djúpavogi til Bakkafjarðar. Gjöfin er ætluð til kaupa á snjóflóðaýlum fyrir sveitirnar en slík tæki geta skipt sköpum í snjóflóðaleit, fjallaferðum og ef fólk grefst undir fargi. Meira
13. júlí 1995 | Landsbyggðin | 231 orð

Hátíðarhöld í góðu veðri

Hvammstanga­Fjöldi fólks tók þátt í hátíðarhöldum á Hvammstanga síðastliðinn laugardag í tilefni þess að eitt hundrað ár eru liðin frá löggildingu verslunarhafnar á staðnum. Gengin var Sögugangan, um elsta hluta staðarins og rifjuð upp verslunarsagan. Meira
13. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 377 orð

Heimild veitt af öryggisástæðum

NORSKA strandgæzlan hafði í gærkvöldi, um klukkan níu að íslenzkum tíma, samband við togarann Má SH, þar sem hann hélt sjó skammt utan norsku landhelginnar, og tilkynnti að skipið gæti sótt um að fá aðstoð við að skera úr skrúfunni, teldi skipstjórinn það ekki geta komizt til Íslands. Meira
13. júlí 1995 | Smáfréttir | 39 orð

HESTAÞING Storms verður haldið á Söndum dagana 14. og 15. júlí. K

verður haldið á Söndum dagana 14. og 15. júlí. Keppt verður í mörgum greinum hestaíþróttarinnar og á laugardagskvöld slá hestamenn upp almennum dansleik í Félagsheimili Þingeyrar og hafa fengið hljómsveitina Taxas two step til að skemmta með sveitatónlist. Meira
13. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 125 orð

Hvernig á að metta milljarð?

KOMMÚNISTASTJÓRNIN í Kína hefur hafið mikla umræðu, sem á sér ekki fordæmi, um hvernig brauðfæða megi meira en milljarð Kínverja fram á næstu öld. "Hafin er umræða meðal æðstu embættismanna um stefnuna í landbúnaðarmálum, sem er í sjálfu sér byltingarkennt," sagði ástralskur hagfræðingur í Peking. Kínverjar eru um 20% mannkynsins og í Kína eru 7% ræktanlegs lands í heiminum. Meira
13. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 490 orð

Íbúarnir mótmæla byggingaráformum

ÁFORM um byggingu leikskóla við Hæðargarð í Bústaðahverfi í Reykjavík voru kynnt á borgarafundi í gærkvöldi. Fundarmenn rökræddu einkum um nýtingu lóðar sem fyrirhugað er að nota undir leikskólann. Lóðin er við Hæðargarð og liggur að Breiðagerðisskóla og íbúðabyggð aldraðra við Hæðargarð. Meira
13. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 132 orð

Í heimsókn til höfuðborgar

HÓPUR á aldrinum 13-16 ára úr Unglingavinnunni á Borgarnesi fór í árlega ferð til Reykjavíkur í gærdag. Dagskráin hófst í Sundlaug Kópavogs, en síðan var farið í Keiluhöllina í Öskjuhlíð. Þar var efnt til keppni á meðal krakkanna. Finnur Jónsson og Thelma Ólafsdóttir urðu efst og jöfn með 121 stig. Fengu þau ávísun á frían leik í höllinni að launum. Meira
13. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 220 orð

Íslenskukennsla í Lúxemborg

FRÁ ÁRINU 1975 hefur íslenskukennsla staðið til boða þeim íslensku börnum sem búsett eru í Lúxemborg. Félag Íslendinga í Lúxemborg hefur haft veg og vanda af kennslunni, en notið við það stuðnings frá Íslandi, m.a. frá menntamálaráðuneytinu, í formi styrkja. Kennt hefur verið einn sunnudagsmorgun í mánuði, 2 tíma í senn, yfir vetrarmánuðina. Meira
13. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 340 orð

Jákvæð staða fyrir stækkun

VERKFRÆÐISTOFAN Hönnun hf. hefur lokið við gerð skýrslu um mat á umhverfisáhrifum við fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík. ÍSAL greiðir kostnað við skýrsluna sem mun m.a. liggja frammi hjá Skipulagi ríkisins á næstunni, en stofnunin annast kynningu hennar og veitir viðtöku athugasemdum við hana og framkvæmdina. Meira
13. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 327 orð

Kínverjar langefstir með 5 gullverðlaun

KÍNVERJAR sópuðu til sín gullverðlaunum á lokaathöfn 26. ólympíuleikanna í eðlisfræði í Canberra með langbesta árangur í óformlegri keppni þátttökuþjóðanna 51, meðalstigafjöldi þeirra var 90 af 100 mögulegum. Meira
13. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 62 orð

Kynningarnámskeið í hugleiðslu

Í DAG, fimmtudag, eru að hefjast hugleiðsludagar en það er yfirskriftin á röð kynningarnámskeiða í hugleiðslu á vegum SriChinmoy miðstöðvarinnar. Námskeiðin farafram í Sri Chinmoymiðstöðinni, Hverfisgötu 76, Reykjavík. Þau eru haldiná eftirmiðdögumfrá kl. 15.00­17.00 frá fimmtudegi til sunnudags, á kvöldin frá kl. 20.00­22. Meira
13. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 637 orð

Landnám Alaskalúpínu af hinu góða

SVEINN Runólfsson, landgræðslustjóri, segir Alaska-lúpínuna hafa reynst ómetanlega í landgræðslu á Íslandi og segir óverjandi að fara með eiturhernaði á hendur gróðri hér á landi. "Við teljum lúpínuna ómetanlegan þátt í landgræðslustarfi hér á landi," segir Sveinn. "Hún er mjög hagkvæmur kostur, en hún á ekki alls staðar heima. Á það höfum við lagt ríka áherslu. Meira
13. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 330 orð

Leeson grátbiður um hjálp

NICK Leeson, fyrrum starfsmaður Barings-banka, segir í bréfi sem birt var í gær að Bretar myndu með ánægju "kasta mér fyrir úlfana". Meint spákaupmennska Leesons í útbúi bankans í Singapore gerði bankann gjaldþrota fyrr á árinu. Flýði Leeson er ljóst var gjaldþrot blasti við bankanum en hann náðist nokkrum dögum síðar í Þýskalandi, þar sem hann er í haldi. Meira
13. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 181 orð

Léleg spretta í Eyjafirði

SPRETTA hefur verið léleg í Eyjafjarðarsveit í sumar og bændur fara sér hægt við slátt af þeim sökum. Heyskapartíðin hefur að vísu verið nokkuð góð en bændur hafa ekki getað nýtt sér hana sem skyldi vegna þess að þeir eru að bíða eftir að tún spretti betur. Meira
13. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 93 orð

Listasumar

Djass í Deiglunni Í kvöld, fimmtudagskvöld, verður djass í Deiglunni á Akureyri og hefst sveiflan klukkan 22.00. Tríóið Skipað þeim leikur og fær til sín tvo gesti, Ragnheiði Ólafsdóttur söngkonu og Gunnar Ringsted gítarleikara. Í tríóinu leikur Gunnar Gunnarsson á píanó, Jón Rafnsson leikur á bassa og Árni Ketill Friðriksson á trommur. Meira
13. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 162 orð

Líðan Jeltsíns sögð góð

TALSMAÐUR Borís Jeltsíns sagði í gær að rússneska forsetanum liði vel eftir góðan nætursvefn, en hann fékk aðkenningu á þriðjudag og liggur á sjúkrahúsi. Læknar Jeltsíns segja að hann fái líklega að fara heim á mánudag og geti þá sinnt öllum embættisskyldum sínum, að sögn fréttastofunnar Interfax. Meira
13. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 102 orð

Lögbanns óskað á veitingastað

LÖGMAÐUR Þórarins Ragnarssonar, eiganda veitingastaðarins Kaffi Reykjavík, hefur lagt fram kröfu hjá Sýslumanninum í Reykjavík um að lögbann verði sett á starfsemi veitingastaðarins Óðals, sem opna á við Vallarstræti í Reykjavík í dag. Meira
13. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 153 orð

Maður klemmdist milli bíls og veggjar

BIFREIÐ rann á mann við Lambastekk í gærmorgun og klemmdist maðurinn á fótum. Maðurinn var að bera út blöð í Lambastekk. Hann yfirgaf bifreiðina og gekk að húsinu en varð þess var að bifreiðin rann í áttina að honum. Hann ætlaði að freista þess að stöðva bifreiðina og fór fram fyrir hana en réði ekki við það og klemmdist á milli hennar og steinveggjar. Meira
13. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 134 orð

Með bilaðan hreyfil

SVISSNESK tveggja hreyfla skrúfuþota lenti á Reykjavíkurflugvelli síðdegis í gær með bilaðan hreyfil. Slökkviliðið á Reykjavíkurflugvelli var í viðbragsstöðu auk Slökkviliðsins í Reykjavík sem var með einn slökkvibíl og þrjá sjúkrabíla á staðnum. Lendingin tókst giftusamlega. Meira
13. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 149 orð

Með geitung í bílnum

GEITUNGUR í góðviðrisskapi tók sér far með Vesturbæingi, sem var á leið til vinnu sinnar akandi. Geitungnum láðist hins vegar að biðja um farið og varð ökumanninum hverft við, þegar farþeginn sveif rétt fyrir framan nefbroddinn á honum. Meira
13. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 137 orð

Morgunblaðið/Golli Buslað í Elliðaá

SUNNLENDINGAR kunna sér ekki læti í veðurblíðunni þessa dagana. Á höfuðborgarsvæðinu mældist mestur hiti 17,7 stig í gær, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu og þótt það teldist vart mikill hiti sunnar í álfunni heyrðist enginn kvarta. Fólk naut veðurblíðunnar með ýmsum hætti. Meira
13. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 111 orð

Morgunblaðið/Þorkell Sumarkaffi

EFNT var til sumarhátíðar á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í gær.Heimilisfólk lék við hvern sinn fingur, þáði veitingar og tók lagið með harmoníkuleikara. Fyrr en varði var fólk farið að taka sporið. Að sögn Sólveigar Jónsdóttur, forstjóra heimilisins, er þetta í annað skipti sem efnt er til sumarsamkomu af þessu tagi sem gengur undir heitinu "Sumarkaffi". Meira
13. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 391 orð

Norskur efnahagur sjaldan verið betri

EFNAHAGUR Norðmanna hefur sjaldan verið betri og efnahagslífið er nú í mikilli uppsveiflu, þrátt fyrir spár fylgjenda aðildar Noregs að Evrópusambandinu um að það myndi hafa neikvæð áhrif á fjárfestingar og efnahagsþróun að hafna aðild. Sérfræðingar telja að Noregur muni ekki finna fyrir efnahagslegum áhrifum þess að standa utan ESB nema til lengri tíma litið. Meira
13. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 99 orð

Ostagerð til umræðu

ÁHUGI er fyrir því meðal bæjarstjórnar Egilsstaða að koma á ostagerð í Kaupfélagi Héraðsbúa. Bærinn er tilbúinn til að leggja fram fé í því skyni, m.a. til þess að kaupa framleiðslurétt á mjólk með kaupfélaginu. Meira
13. júlí 1995 | Miðopna | 2344 orð

Rétturinn til sömu tækifæra Dómar í skaðabótamálum þar sem gert er upp á milli stúlkna og drengja þegar örorkubætur eru ákveðnar

FJÖLSKYLDAN er í sunnudagsbíltúr. Tvíburarnir litlu, Ögn og Agnar, leika við hvurn sinn fingur í aftursætinu. Skyndilega lendir bíllinn í árekstri. Tvíburarnir slasast, þó ekki mjög alvarlega, og eru báðir metnir til 10% örorku. Foreldrum þeirra til mikillar furðu býður tryggingarfélagið þó ekki sömu bætur til þeirra beggja heldur fær Agnar fjórðungi meira. Meira
13. júlí 1995 | Landsbyggðin | 193 orð

SHeimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi Viðgerðir munir á sýningu

Blönduósi-Í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi stendur núna yfir allsérstæð sýning á bættum og viðgerðum munum. Hér er um að ræða fatnað, ábreiður og glermuni frá síðustu aldamótum fram til ársins 1930. Meira
13. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 187 orð

"Sigurganga" mótmælenda ögrar kaþólikkum

KAÞÓLIKKAR gerðu hróp að mótmælendum þegar þeir fóru í sína árlegu göngu um Belfast á Norður- Írlandi í gær. Kalla mótmælendur daginn "hinn dýrðlega tólfta" en þá minnast þeir sigurs á kaþólikkum árið 1690. Óttast margir, að þessi "sigurganga" þeirra geti haft slæm áhrif á viðræðurnar um frið í landinu. Meira
13. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 896 orð

SkemmtanirSTRIPSHOW verður með rokktónlei

verður með rokktónleika á Tveimur vinum í kvöld, fimmtudag, þar sem sveitin mun kynna glænýtt efni. Stripshow mun hefja leikinn kl. 23. SSSÓL heldur áfram tónleikaferð sinni Sólbruna '95 . Stefnan hefur verið tekin á Sjallann á Akureyri á föstudagskvöldið. Á laugardagskvöldið verður sveitin í Miðgarði í Skagafirði. Meira
13. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 535 orð

Skiptar skoðanir eru um lögmæti aðgerðanna

STARFSMANNASKRIFSTOFA fjármálaráðuneytisins lítur svo á að yfirvinnubann af hálfu flugumferðarstjóra væri ígildi verkfalls og því ólöglegt, að sögn Skúla Jóns Sigurðarsonar, starfandi flugmálastjóra. Þorleifur Björnsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, telur eina ráðið að Félagsdómur skeri úr um lögmæti yfirvinnubanns. Meira
13. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 135 orð

Snöruðu stúlku og felldu í götuna

SEXTÁN ára stúlka meiddist á baki í fyrrakvöld þegar piltar brugðu snöru utan um hana og felldu í Austurstræti í fyrrakvöld. Stúlkan var að koma úr Stjörnubíói með tveimur vinkonum sínum og gengu þær niður í miðbæ. Í Austurstræti veittust tveir piltar, sem þar voru ásamt félaga sínum, að stúlkunni og brugðu snöru utan um hana miðja. Meira
13. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 114 orð

Spánverjar hlynntir stækkun ESB

SPÆNSKA ríkisstjórnin, sem fer nú með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins, lýsti því yfir í gær að hún teldi forgangsverkefni að vinna að inngöngu Austur- og Mið-Evrópuríkja, Eystrasaltsríkjanna, Kýpur og Möltu í sambandið. Meira
13. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 308 orð

Stefna vegna skipunar prests í Hveragerði

HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands á Selfossi hefur gefið út stefnu Björgvins Ásgeirssonar, sóknarbarns í Hveragerði, gegn dóms- og kirkjumálaráðherra, biskupi Íslands, séra Tómasi Guðmundssyni prófasti, séra Jóni Ragnarssyni og formönnum sóknarnefnda Hveragerðis og Kotstrandarsókna. Meira
13. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 134 orð

Stúlka slasaðist mikið í árekstri

STÚLKA um tvítugt slasaðist alvarlega í mjög hörðum árekstri tveggja bifreiða á vegamótum Borgarfjarðarbrautar og Þverárhlíðarvegar um tvöleytið í gær. Stúlkan sem var ein á ferð festist í bílnum og varð að klippa þak hans af til að ná henni út. Hún var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, á Borgarspítalann. Meira
13. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 230 orð

Sumartónleikar níunda árið í röð

SUMARTÓNLEIKAR í kirkjum á Norðurlandi hefjast nú í vikunni. Þetta er níunda árið sem staðið er fyrir reglulegu tónleikahaldi vikulega í nokkrum kirkjum á Norðurlandi austanverðu. Að þessu sinni verða tónleikaraðirnar fjórar, þ.e.a.s. um fjórar helgar í stað fimm áður. Meginástæða þess er hin viðamikla viðgerð sem fram fer á Akureyrarkirkju. Ár söngsins Meira
13. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 760 orð

Sýnileg lög- gæsla er besta forvörnin

Landssamtök lögreglumanna voru stofnuð 1. desember 1968. Þau eru stéttar- og fagsamband 15 lögreglufélaga með um 640 félagsmenn. Á vegum sambandsins starfa ýmsar faglegar nefndir um málefni lögreglumanna auk þess sem sambandið sér um gerð kjarasamninga. Jónas Magnússon er formaður sambandsins. Meira
13. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 66 orð

Söderman kjörinn umboðsmaður

FINNINN Jacob Söderman var í gær kjörinn fyrsti umboðsmaður Evrópu. Hann hlaut 241 atkvæði af 468 í atkvæðagreiðslu á Evrópuþinginu. Söderman, sem er lögfræðingur og fyrrverandi umboðsmaður finnska þingsins, mun taka við kvörtunum frá borgurum Evrópusambandsins, vegna slælegrar stjórnsýslu evrópskra stofnana og svindls á sjóðum ESB, svo dæmi séu nefnd. Meira
13. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 358 orð

Talið kosta 15-20 milljónir

SÉRA Sigurður Pálsson, framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags, segir kostnað við að þýða Nýja testamentið upp á nýtt fyrir 1.000 ára afmæli kristnitöku á Íslandi að minnsta kosti 15-20 milljónir króna. Hann segir jafnframt að þýðingu Gamla testamentisins miði vel áfram þótt hægt fari og er bjartsýnn á að henni megi ljúka fyrir aldamót eins og ráð var fyrir gert. Meira
13. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 540 orð

Tekið við 50 tonnum það sem af er árinu

ENDURVINNSLAN hf. er eitt þriggja endurvinnslufyrirtækja við Réttarhvamm á Akureyri, sem sumir kalla Græna þríhyrninginn. Í Endurvinnslunni er tekið á móti einnota drykkjarumbúðum og hvers kyns spilliefnum. Meira
13. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 149 orð

Tekjur þriðjungi minni

TEKJUR skíðasvæðisins í Bláfjöllum síðasta vetur voru 22,9 milljónir króna, en í fjárhagsáætlun hafði verið gert ráð fyrir að tekjurnar yrðu um 31 milljón. Áætlað var að rekstur svæðisins myndi kosta í kringum 60 milljónir og sveitarfélögin 13 sem að því standa þyrftu að greiða tæplega 31 milljón með rekstrinum umfram tekjur, en það sem af er ársins hafa þau þurft að greiða 23 milljónir. Meira
13. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 42 orð

Tónleikum frestað

TÓNLEIKUM Sigrúnar Hjálmtýsdóttir og Jónasar Ingimundarsonar sem vera áttu í Listasafni Íslands í kvöld, fimmtudagskvöldið 13. júlí, og á morgun í Stykkishólmskirkju, hefur verið frestað af óviðráðanlegum ástæðum Meira
13. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 196 orð

Tröllaskagatvíþraut

SKÍÐADEILD Leifturs í Ólafsfirði efnir í sumar eins og í fyrra til Tröllaskagatvíþrautar og í tilefni afmælis Ólafsfjarðar verður hún þreytt næstkomandi laugardag, þegar seinni helgi afmælishátíðarinnar stendur sem hæst. Að sögn Karls H. Meira
13. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 41 orð

Útsölur í Kringlunni

ÚTSÖLUR hefjast í flestum verslunum Kringlunnar í Reykjavík í dag. Sumar verslananna voru lokaðar í gær til að undirbúa útsölur. Misjafnt er á milli verslana hversu lengi útsölur standa en flestar miða við að útsölutímabili ljúki 19. ágúst. Meira
13. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 290 orð

Varnarkerfi bilaði

RAFMAGN fór af stærstum hluta höfuðborgarsvæðisins í gær og varði bilunin í um 13 mínútur. Rafmagnsleysið kom illa niður á Slökkviliðinu í Reykjavík, Pósti og síma auk fjölda annarra vinnustaða. Ekki er vitað nákvæmlega um orsök bilunarinnar. Meira
13. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 58 orð

Vatn er gott

ENDA þótt kólnað hafi í veðri á Norðurlandi og þoka blasi við nývöknuðum augum í morgunsárið hefur séð til sólar þegar liðið hefur á dag. Þá er gott að synda, láta vatnið ylja sér í potti eða setlaug eða finna kraftinn í vatnsbununni. Við það undi þessi ungi maður á Akureyri í gær. Meira
13. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 555 orð

Vilja að Srebrenica verði endurheimt

FRAKKAR hvöttu í gær bandamenn sína til að beita hervaldi til að ná mætti bænum Srebrenica í Bosníu úr höndum Bosníu-Serba, þrátt fyrir andstöðu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) og hótanir Serba um að ráðast á um 30 þúsund flóttamenn sem eru að yfirgefa bæinn. Meira
13. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 139 orð

Vilja nýja höfuðborg

HELSTI stjórnarandstöðuflokkurinn í Japan ætlar að leggja til á þingi, að fundinn verði nýr staður fyrir höfuðborg ríkisins í stað Tókýó. Er sú hugmynd ekki ný af nálinni en íhaldssamir stjórnmálamenn og embættismannaveldið hafa ávallt sett sig upp á móti henni. Meira
13. júlí 1995 | Landsbyggðin | 155 orð

Víkurfréttir á netinu

VÍKURFRÉTTIR á Suðurnesjum eru fyrsta bæjar- og héraðsfréttablaðið á Íslandi á Veraldarvef Internetsins. Víkurfréttir eru eitt stærsta héraðsfréttablaðið á Íslandi, gefið út vikulega í 6.500 eintökum og dreift inn á hvert heimili á Suðurnesjum. Einnig fer blaðið til áskrifenda víðsvegar um landið og út um allan heim. Meira
13. júlí 1995 | Landsbyggðin | 202 orð

Þrjú skip koma til greina í stað Skutuls

Ísafirði-Togaraútgerð Ísafjarðar hefur keypt úreldingarréttinn á skuttogaranum Klöru Sveinsdóttir af Teista hf., á Ísafirði, en það félag keypti skipið frá Fáskrúðsfirði á síðasta ári. Fyrir á útgerðin Skutul ÍS-180. Meira
13. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 46 orð

Öfgunum úthýst

FLOKKUR bókstafstrúarmanna beið ósigur í sveitarstjórnarkosningum í Jórdaníu á þriðjudag og segja yfirvöld úrslitin sýna, að almenningur í landinu sé andsnúinn hvers kyns öfgum og jafnframt hlynntur friðarsamningunum við Ísrael. Það bar til tíðinda í kosningunum, að kona var kjörin í fyrsta sinn bæjarstjóri. Meira

Ritstjórnargreinar

13. júlí 1995 | Staksteinar | 344 orð

»Ráðstefna og kvennakúgun KVENNARÁÐSTEFNA SÞ sem haldin verður í Kína síðar

KVENNARÁÐSTEFNA SÞ sem haldin verður í Kína síðar á árinu er nú mikið til umræðu. Í forystugrein Alþýðublaðsins í gær er dregið í efa að hún muni skila miklum árangri þar sem þess sé mest þörf. Innantómt þus Meira
13. júlí 1995 | Leiðarar | 548 orð

TÍMAMÓT Í SJÁVARÚTVEGI

TÍMAMÓT Í SJÁVARÚTVEGI ORSTEINN PÁLSSON, sjávarútvegsráðherra, hefur kunngjört ákvörðun um leyfilegan heildarafla á næsta fiskveiðiári. Ákvörðunin spannar ánægjuleg tímamót. Í fyrsta sinni síðan árið 1988 er ekki kveðið á um niðurskurð í þorskveiðiheimildum milli ára. Gert er ráð fyrir óbreyttum aflaheimildum. Meira

Menning

13. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 143 orð

Bako á mörkum geðheilsunnar

ÞAÐ var ekki dans á rósum fyrir leikkonuna Brigitte Bako að leika í nýjustu mynd sinni, Furðudögum eða "Strange Days". Hún borðaði lítið annað en spergilkál í langan tíma til að líta út fyrir að vera óeðlilega horuð. Brigitte segist hafa verið orðin tæp á geði. "Ég var hreint út sagt orðin geðveik," segir hún. "Ég var farin að tala um að hætta að leika í myndinni. Meira
13. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 90 orð

Bates í lið með feðgunum

LEIKKONAN vingjarnlega, Kathy Bates, sem lék meðal annars í myndinni "Misery", eða Eymd, hefur samið um að leika í myndinni Stríðið heima eða "The War at Home". Myndin fjallar um fjölskyldu og erfiðleika hennar þegar sonurinn snýr heim eftir að hafa barist í Víetnam. Leikstjóri er Emilio Estevez. Hann leikur einnig í myndinni ásamt föður sínum, Martin Sheen. Meira
13. júlí 1995 | Menningarlíf | 98 orð

Beðið eftir Godot í Rauðhólum

GODOT er guð. Godot er dauðinn. Godot er gullvæg þögnin. Godot er hið torskilda sjálf sem við sífellt leitum að. Þetta eru orð franska rithöfundarins Alain Robbe-Grillet um leikrit Samuels Becketts, Beðið eftir Godot, og þau eiga ágætlega við gjörning hins fjölþjóðlega Pandóra-leikhóps í Rauðhólum á þriðjudagskvöldið sem m.a. var byggður á leikriti Becketts. Þar var beðið. Meira
13. júlí 1995 | Menningarlíf | 152 orð

Dansað á sýningarpallinum

FATAHÖNNUÐIR leita sífellt nýrra leiða til að kynna og sýna fatnað sinn. Japaninn Issey Miyake er einn þeirra og hefur hann fengið bandaríska ballettdansarann Stephen Galloway, 28 ára, til að semja dansporin á tískusýningu í París. Meira
13. júlí 1995 | Menningarlíf | 44 orð

Diddú og Jónas á mánudag

TÓNLEIKUM Sigrúnar Hjálmtýsdóttur sópran og Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara sem vera áttu í Listasafni Íslands í kvöld hefur verið frestað til mánudagskvöldsins 17. júlí. Jafnframt hefur tónleikum listamannanna sem fyrirhugaðir voru í Stykkishólmskirkju annað kvöld verið frestað um óákveðinn tíma. Meira
13. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 21 orð

Diordragtir

Diordragtir SÍÐASTLIÐIÐ mánudagskvöld hélt Christian Dior-tískuhúsið sýningu á vetrartísku sinni. Kjólarnir voru litskrúðugir eins og meðfylgjandi myndir gefa til kynna. Meira
13. júlí 1995 | Menningarlíf | 524 orð

ER BÓKIN AÐ DEYJA?

MENN hafa löngum óttast nýjungar og talið þær stofna gömlum gildum og venjum í hættu. Fræg er sagan af gríska guðinum Hermes sem Platón segir í riti sínu Fædrusi. Hermes er sagður hafa fundið upp ritmálið en menn voru ekki á eitt sáttir um uppfinningu þessa í fyrstu enda töldu þeir að ritmálið mundi valda því að maðurinn hætti að þjálfa minni sitt. Meira
13. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 70 orð

Farley tapar aukakílóum

BURÐASKROKKURINNChris Farley, semleikur í myndinniTommy karlinn,hefur hætt í sjónvarpsþáttunum"Saturday Night Live" og snúið sér alfarið að kvikmyndaleik. Tengsl hans við SNL rofna þó ekki algjörlega, þar sem framleiðandi þáttanna, Lorne Michaels, framleiðir næstu mynd Farleys, Svartan sauð eða "Black Sheep". Meira
13. júlí 1995 | Menningarlíf | 242 orð

Fiðluverk, orgelverk og trúarleg tónlist

SUMARTÓNLEIKAR í Skálholti standa nú sem hæst og um helgina kennir sem endranær ýmissa grasa. Dagskráin á laugardag hefst kl. 14, en þá mun Greta Guðnadóttir fiðluleikari flytja erindi með tóndæmum um íslensk fiðluverk. Klukkustund síðar mun norski orgelleikarinn Ann Toril Lindstad leika orgelverk eftir J.S. Bach og kl. Meira
13. júlí 1995 | Tónlist | 651 orð

Fljúgandi furðuverk

við ljóð e. Prudentius. Marta G. Halldórsdóttir sópran, söngflokkurinn Hljómeyki og strengjasveit u. stj. Árna Harðarsonar. Skálholtskirkju laugardaginn 8. júlí kl. 17. BJARKI Sveinbjörnsson tónlistarfræðingur flutti fróðlegt erindi um Þorstein Hauksson tónskáld í lýðháskólabyggingu Skálholtsstaðar sl. laugardag kl. Meira
13. júlí 1995 | Tónlist | 378 orð

Frumraun á lágfiðlu

Margrét Hjaltested á lágfiðlu, Eduvard Laurel á píanó og Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzósópran fluttu verk eftir J.S. Bach, Britten, Brahms og Hindemith. Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, þriðjudaginn 11.júlí, 1995 Meira
13. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 44 orð

Fyndnir leikarar

ÞEIR eru fyndnir, vinirnir Jim Carrey og Chris O'Donnell. Skrípaleikur þeirra er ekki bundinn við hvíta tjaldið, en þeir leika sem kunnugt er í Leðurblökumanninum að eilífu. Þarna sýna þeir hárbeitt skopskyn sitt og kærasta Carreys, Lauren Holly, fylgist með, sposk á svip. Meira
13. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 67 orð

Grant dæmdur

MÁL leikarans vandræðalega, Hughs Grants, fór fyrir dómstóla í Hollywood síðastliðinn þriðjudag. Grant, sem ekki var viðstaddur réttarhöldin, játaði sig sekan um öll ákæruatriði. Dómarinn dæmdi hann í tveggja ára skilorðsbundna fangelsisvist og 70.000 króna sekt. Auk þess verður hann að fara í eyðnipróf og fræða ungmenni Bandaríkjanna um sjúkdóminn. Meira
13. júlí 1995 | Menningarlíf | 84 orð

Guðni í Greip SÝNINGU Guðna Harðarsonar í Gallerí Greip lýkur miðvikudaginn 19. júlí. Á sýningunni sem ber yfirskriftina

SÝNINGU Guðna Harðarsonar í Gallerí Greip lýkur miðvikudaginn 19. júlí. Á sýningunni sem ber yfirskriftina "Dægurflugur" eru níu akrílmyndir um dægurtónlist eftir vaxandi eða stórar stjörnur, t.d. Sheryl Crow, Madonna, Rolling Stones, John Lennon o.fl. Meira
13. júlí 1995 | Menningarlíf | 71 orð

Götuleikhús í miðbænum LEIKSMIÐJA Hins hússins og Útileikhópurinn standa fyrir uppákomum um allt miðbæjarsvæðið, á Lækjartorgi,

LEIKSMIÐJA Hins hússins og Útileikhópurinn standa fyrir uppákomum um allt miðbæjarsvæðið, á Lækjartorgi, Austurvelli og Ingólfstorgi og í nærliggjandi götum alla föstudaga í júlí og standa sýningarnar frá kl. 14-16. Meira
13. júlí 1995 | Menningarlíf | 133 orð

Hall gagnrýndur

HINN þekkti breski leikhúsmaður, Peter Hall, sem gegndi áður stöðu listræns stjórnanda við konunglega Shakespeare- leikfélagið (RSC), hefur fengið heldur blendnar móttökur við uppsetningu sinni á Júlíusi Sesar hjá RSC í Stratford en það er í fyrsta sinn í 28 ár sem Hall vinnur með leikfélaginu. Meira
13. júlí 1995 | Menningarlíf | 98 orð

Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju Á FIMMTUDÖGUM og laugardögum er leikið á orgelið í Hallgrímskirkju í hádeginu. Það eru

Á FIMMTUDÖGUM og laugardögum er leikið á orgelið í Hallgrímskirkju í hádeginu. Það eru félagar í Félagi íslenskra organleikara sem leika á fimmtudögum. Núna á fimmtudaginn er það Úlrik Ólason organisti Víðistaðakirkju og Kristskirkju sem leikur kl. 12-12.30. Hann leikur tvö verk: Prelúdía og fúga í c-moll MWV 546 eftir Johann Sebastian Bach og Kórall nr. 3 í a-moll eftir César Franck. Meira
13. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 263 orð

Háskólabíó frumsýnir Perez-fjölskylduna

FÖSTUDAGINN 14. júlí mun Háskólabíó frumsýna rómantísku gamanmyndina Perez-fjölskyldan (The Perez Family) með Marisa Tomei, Alfred Molina, Anjelica Huston og Chazz Palminteri í aðalhlutverkum. Juan Raul Perez er á leið til Flórída að hitta konuna sína eftir að hafa setið sem pólitískur fangi í 20 ára fangelsi á Kúbu. Meira
13. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 141 orð

Hátíð í Hornafirði

SÍÐASTLIÐNA helgi var mikið um að vera á Hornafirði. Þá var haldin mikil hátíð, sem stóð frá föstudegi til sunnudags. Margt var til skemmtunar og Sigrún Sveinbjörnsdóttir fréttaritari Morgunblaðsins í Hornafirði fylgdist með. Meira
13. júlí 1995 | Menningarlíf | 66 orð

Konungleg heimsókn

FERÐAMÖNNUM hefur nú verið leyft að skoða grafhvelfingu Nefertiti, sem var ein eiginkvenna Ramsesar II, faraós í Egyptalandi. Er þetta í fyrsta sinn í 3.200 ár sem gestum er heimilt að fara ofan í hvelfinguna sem er fagurlega skreytt, m.a. með þessari mynd af drottningu fyrir miðju. Til að umgangurinn valdi sem minnstum spjöllum verða gestir að bera grímur og setja plast utan um skó. Meira
13. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 27 orð

Lagerfeld lætur ekki deigan síga

Lagerfeld lætur ekki deigan síga HJARTAKNÚSARINN Claudia Schiffer, sem knúsað hefur mörg hjörtu í gegn um tíðina, sýnir eina af flíkum tískuhönnuðarins Karls Lagerfelds á vetrar/hausttískusýningu hans. Meira
13. júlí 1995 | Menningarlíf | 90 orð

Leikur & List ULL (Upplýsingahópur lausráðinna leikhúslistamanna) er nú að leggja lokahönd á vinnslu fyrsta tölublaðs

ULL (Upplýsingahópur lausráðinna leikhúslistamanna) er nú að leggja lokahönd á vinnslu fyrsta tölublaðs tímaritsins Menningarhandbókin Leikur & List, sem er handbók um allt sem er að gerast í menningu, mannlífi og listum í Reykjavík og nágrenni. Meira
13. júlí 1995 | Menningarlíf | 105 orð

"Ljósár" á Mokka GRAFÍKLISTAKONAN Kristín Pálmadóttir opnar sýningu á ætingum og áferðarþrykkjum (carborundum)í Mokka nú á

GRAFÍKLISTAKONAN Kristín Pálmadóttir opnar sýningu á ætingum og áferðarþrykkjum (carborundum)í Mokka nú á laugardag. Þetta er hennar fyrsta einkasýning, en hún hefur áður tekið þátt í nokkrum samsýningum, nú seinast í "Stefnumót listar og trúar" sem haldin var í Hafnarborg í júní síðastliðnum. Meira
13. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 77 orð

McCartney leikur sjálfan sig

BASSALEIKARINN knái, Paul McCartney, leikur sjálfan sig í leikriti útvarpsstöðvarinnar BBC, sem flutt verður á næstunni. Leikritið fjallar um góðgerðartónleika þá sem haldnir voru á Wembley-leikvanginum í Lundúnum fyrir 10 árum og kölluðust "Live Aid". Paul spilaði á tónleikunum. Meira
13. júlí 1995 | Kvikmyndir | -1 orð

Mennt er máttur

Leikstjórn og handrit: John Singleton. Aðalhlutverk: Jennifer Connelly, Kristy Swanson, Laurence Fishburne, Ice Cube, Omar Ebbs, Michael Rapaport. Columbia Pictures. 1994. JOHN Singleton hefur ekki náð að fylgja eftir sinni afburðagóðu fyrstu mynd, "Boyz-N-the Hood". Meira
13. júlí 1995 | Menningarlíf | 220 orð

Sjóðir Scala þurrausnir

STJÓRNENDUR Scala-óperunnar í Mílanó hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna þess að svo lítið er í sjóðum hússins að ef til vill verður ekki hægt að greiða tónlistarfólki óperunnar laun. "Óperan á ekki nægt fé til að greiða laun út árið. Við þurfum á reglubundnum styrkjum að halda og auknum framlögum einstaklinga," sagði Carlo Fontana, yfirmaður óperunnar. Meira
13. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 57 orð

Sólbruna '95 að ljúka

NÚ styttist í lok Sólbruna '95, tónleikaferðar hljómsveitarinnar SSSól um landið. Síðastliðinn föstudag tróð sveitin upp í Ýdölum, en þar var mikil stemning, eins og meðfylgjandi myndir gefa til kynna. Meira
13. júlí 1995 | Menningarlíf | 78 orð

Sumarsýning í Humarhúsinu Á SUMARSÝNINGUNNI í Humarhúsinu eru glermyndir Mörtu Maríu Hálfdánardóttur og leirverk eftir Sigrúnu

Á SUMARSÝNINGUNNI í Humarhúsinu eru glermyndir Mörtu Maríu Hálfdánardóttur og leirverk eftir Sigrúnu Gunnarsdóttur. Marta María hefur starfað að glerlist til margra ára í vinnustofu sinni, Markaflöt 6 í Garðabæ. Meira
13. júlí 1995 | Menningarlíf | 387 orð

Sungið undir berum himni

ÓPERUUNNENDUR sem leið eiga til Bretlands í júlí og ágúst, ættu að kanna hvort ekki er mögulegt að fá miða á óperuhátíðir sem haldnar eru ár hvert, að megninu til undir berum himni. Órjúfanlegur þáttur í að sækja slíkar hátíðir er því að sameina hlustunina lautarferð og vona að veðurguðirnir verði óperuunnendunum velviljaðir Meira
13. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 78 orð

Tommy á þjalirnar í Lundúnum

PETE Townshend, gítarleikarinn nefstóri, hefur tekið að sér hlutverk tónlistarstjóra í uppsetningu á söngleiknum "Tommy" í Lundúnum. Pete, sem fór mjúkum höndum um gítarhálsinn með hljómsveitinni "The Who" í gamla daga, er einnig höfundur rokkóperunnar. Meira
13. júlí 1995 | Menningarlíf | 98 orð

"Undarlegt ferðalag" í Úmbru Í GÆR opnaði Philippe Patay ljósmyndasýningu í Gallerí Úmbru og ber sýningin nafnið "Undarlegt

Í GÆR opnaði Philippe Patay ljósmyndasýningu í Gallerí Úmbru og ber sýningin nafnið "Undarlegt ferðalag". Philippe er fransk-ungverskur að uppruna en tók sér íslenskan ríkisborgararétt og heitir nú Filippus Pétursson. Meira
13. júlí 1995 | Menningarlíf | 185 orð

Úthlutun fræðimannsíbúðar

ÚTHLUTUNARNEFND fræðimannsíbúðar samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn hefur lokið störfum og úthlutað íbúðinni frá 1. september 1995 til 31. ágúst 1996. Í úthlutunarnefndinni eiga sæti Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, Ólafur Egilsson, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn og formaður stjórnar Húss Jóns Sigurðssonar, og dr. Meira
13. júlí 1995 | Kvikmyndir | 277 orð

Út í bláinn

Leikstjóri Luc Besson. Handritshöfundur Luc Besson, Robert Garland, Marilyn Goldin, Jacques Mayol, Marc Perrier.Tónlist Eric Serra. Kvikmyndatökustjórn Carlo Varini, Luc Besson, Christian Petro. Aðalleikendur Jean-Marc Barr, Jean Reno, Rosanna Arquette, Paul Shenar, Griffin Dunne. Frakkland 1988. Meira
13. júlí 1995 | Menningarlíf | 712 orð

Þakka þér fyrir...

"PORT of art" er heitið á myndlistarsýningu sem opnuð var í bænum Kotka í Finnlandi þann 1.júní síðastliðinn og stendur til 26.ágúst. Þar var listamönnum frá Norðurlöndunum, Eystrasaltslöndunum, Rússlandi, Póllandi og Þýskalandi boðið að sýna verk sín og fást við spurninguna um samband listamannsinns og samfélagsins og hlutverk listarinnar í því. Meira
13. júlí 1995 | Menningarlíf | 428 orð

(fyrirsögn vantar)

GUINNESS-útgáfan hefur fylgt fordæmi evrópskra fjölmiðla sem hafa keppst við að níða skóinn af kóngafólki, með útgáfu bókarinnar The Guinnes book of Royal Blunders" (Konungleg axarsköft). Þar er sagt frá mörgum einkennilegum uppátækjum kongungsborinna, svo sem Karli VI Frakkakonungi sem var haldinn þeirri firru að hann væri úr gleri. Meira

Umræðan

13. júlí 1995 | Aðsent efni | 1427 orð

Af fálkum og smáfuglum

ARKITEKTÚR kallast hin formræna umgjörð utan um líf mannsins. Óhætt er að fullyrða að Íslendingar eyði mestum tíma lífs síns innan þessarar umgjarðar eða í hýbýlum heimilis og vinnu. Þeir eyða ennfremur drjúgum hluta ævinnar í að koma sér upp þaki yfir höfuðið og leggja ýmist meiripart tekna sinna eða aleiguna í húsnæðiskaup. Meira
13. júlí 1995 | Aðsent efni | 321 orð

Á að slátra beztu mjólkurkúnum?

Í LEIÐARA Morgunblaðsins sunnudaginn 9. júlí sl. er hvatt til einkavæðingar Hitaveitu og Rafmagnsveitu Reykjavíkur, því að "einokunaraðstaða fyrirtækjanna veldur erfiðleikum" eins og segir orðrétt í umræddum leiðara, án þess þó, að neinar skýringar fylgi því hverjir verði fyrir umræddum erfiðleikum. Meira
13. júlí 1995 | Aðsent efni | 1176 orð

Á valdi sjálfstortímingar

"Lýðurinn hneigist ætíð til að eyðileggja tilverugrundvöll sinn sakir eigin græðgi, ef hann er látinn sjálfráður á valdi fýsna sinna, hvort heldur sem hann sýnir á sér plebejiskt eða "aristokratiskt" svipmót." - Ortega y Gasset (1883­1955), spænskur heimspekingur. Meira
13. júlí 1995 | Velvakandi | 618 orð

Börnin eru fórnarlömb

Börnin eru fórnarlömb Kristínu Jónasdóttur: SAMTÖKIN Barnaheill vilja aftur vekja athygli á áhrifum efnahagsþvingana Sameinuðu þjóðanna á líf þeirra barna sem búa á þeim svæðum þar sem slíkum aðgerðum er beitt á yfirvöld viðkomandi ríkis. Meira
13. júlí 1995 | Aðsent efni | 1245 orð

Er okkur alvara?

Er okkur alvara? Myndi 28-30 ára hámenntaður vísindamaður með þung námslán á baki gera það fyrir gamla Ísland, spyr Sigrún Klara Hannesdóttir, að koma heim í háskólakennslu fyrir 80.000 krónur í laun á mánuði? FYRIR nokkrum dögum birtist svolítill dálkur í Morgunblaðinu. Meira
13. júlí 1995 | Velvakandi | 472 orð

ESSAR VIKURNAR eru þúsundir, máski tugþúsundir, landsmanna

ESSAR VIKURNAR eru þúsundir, máski tugþúsundir, landsmanna í sumarfríi. Efst í huga flestra er veðurfarið, sem svo þungt vegur í orlofi landsmanna. Þeir hafa ekki verið margir sólardagarnir í júní- og júlímánuðum. Forsjónin mætti gjarnan bæta um betur með sólhlýjum stillum eins og síðustu tvo daga. Veðrið skiptir ferðamenn á Fróni meginmáli. Meira
13. júlí 1995 | Aðsent efni | 1026 orð

Hvar er gæðakerfi byggingarfulltrúa?

Í Morgunblaðinu þann 3. mars sl. birtist grein eftir Magnús Sædal Svavarsson, byggingarfulltrúa í Reykjavík. Hann segir "ábyrgir lagnamenn gera kröfur til sjálfra sín t.d. með því að koma á gæðakerfi við þau verk sem þeir vinna". Undirritaður tekur heilshugar undir það með Magnúsi. Meira
13. júlí 1995 | Aðsent efni | 677 orð

Jöfnum rétt til fæðingarorlofs

Í LÖGUM nr. 57/1987 um fæðingarorlof kemur fram sú meginregla, sbr. 2. gr. laganna, að foreldrar skuli njóta jafns réttar til fæðingarorlofs. Segir þar meðal annars að foreldrar, sem gegna launuðum störfum og eiga lögheimili hérlendis, eigi rétt á sex mánaða fæðingarorlofi og að foreldrum sé heimilt að skipta því með sér. Meira
13. júlí 1995 | Velvakandi | 187 orð

Malarnám við tjaldstæði GUÐMUNDUR hringdi til Velvakanda og sagðist

GUÐMUNDUR hringdi til Velvakanda og sagðist í gegnum árin hafa farið á tjaldstæðið á Þórisstöðum við Dragháls, sem hefði farið batnandi með árunum og er nú orðið mjög huggulegt með öllum hugsanlegum leiktækjum fyrir börn. Þar er og skemmtileg veiðiaðstaða og öll snyrtiaðstaða til fyrirmyndar. Meira
13. júlí 1995 | Aðsent efni | 733 orð

Markviss og metnaðarfull uppbygging í leikskólamálum

REYKJAVÍKURLISTINN setti málefni skólanna, bæði grunnskólans og leikskólans, á oddinn í kosningabaráttunni fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Á vegum Dagvistar barna hefur verið unnið að uppbyggingu leikskóla í samræmi við markmið Reykjavíkurlistans eins og þau voru sett fram á stefnuskrá listans. Hér verða rakin helstu atriði sem tengjast uppbyggingu í leikskólamálum. Meira
13. júlí 1995 | Velvakandi | 388 orð

Nýja Reykjanesbraut án tafar

ÞEGAR Matthías Á. Mathiesen var samgönguráðherra þá talaði hann um það að innan skamms tíma myndi verða þörf á nýrri Reykjanesbraut fyrir ofan Hafnarfjörð. Nú er það orðið aðkallandi að hefja það verk án tafar og eru margar ástæður til þess, m.a. mikil umferð og tíð slys. Það heyrast raddir um það að þörf sé á að breikka og lýsa upp núverandi Reykjanesbraut. Meira
13. júlí 1995 | Velvakandi | 428 orð

Síðbúnar þakkir

ÉG SKRIFA þessar línur í minningu manns sem ég met mikils fyrir einstaka hæfileika sína og kunnáttu, Matthíasar Einarssonar, læknis, - f. 7.6. 1879, - d. 15.11. 1948, manns sem ég varð aldrei þess heiðurs aðnjótandi að hitta. Fyrsta og eina skiptið sem ég varð vitni að hæfileikum hans var þegar hann vann nánast kraftaverk á eiginkonu minni sálugu, Bjarnheiði Guðmundsdóttur Faber. Meira
13. júlí 1995 | Aðsent efni | 519 orð

Sjómenn eiga samleið

Þjóð með sundraðar ráðagerðir í helstu hagsmunamálum sínum getur ekki verið vel stödd. Að því leyti má líkja þjóðmálaglundroðanum á Íslandi við það sem vanþróaðar þjóðir eiga við að glíma. Grátbrosleg verkfallsárátta okkar er þjóðareinkenni og böl. Sjómannaverkfallið var skaðræði fyrir þjóðina og verður útgerðarmönnum þar um allt kennt. Þeir ætluðu sér að kúga sjómenn í kvóta og sölumálum. Meira
13. júlí 1995 | Aðsent efni | 1111 orð

Tvennt er nauðsynlegt

Í APRÍL sl. munu u.þ.b. 7000 manns hafa verið atvinnulausir. Sé miðað við núverandi uppbyggingu íslensks efnahagslífs er ekki ósennilegt, að tala atvinnulausra muni hækka á komandi árum, m.a. vegna eðlilegrar fjölgunar þjóðarinnar. Þetta er uggvænlegt ástand atvinnumála. Augljóst má telja, að hinar hefðbundnu atvinnugreinar, s.s. Meira
13. júlí 1995 | Aðsent efni | 1711 orð

Töfrar Vestur-Kanada Tign og fjölbreytni leiðarinnar er slík, segir Ingólfur Guðbrandsson, að hlýtur að teljast til hins

SEGJA má að járnbrautin mikla hafi gjörbreytt mannlífi og viðskiptum í Kanada fyrir rúmum hundrað árum, en síðustu teinarnir voru festir saman árið 1885 í Bresku-Kólumbíu, og náði brautin þá heimshafa á milli frá Atlantshafi til Kyrrahafs. Meira
13. júlí 1995 | Aðsent efni | 773 orð

Um ótryggð ökutæki í umferðinni

ÞAÐ er alveg ljóst að enginn ætlar sér að lenda í árekstri í umferðinni og öll viljum við reyndar vera laus við þá lífsreynslu. Engu að síður verða á ári hverju mörg slys og árekstrar hér á landi sem eru þjóðfélaginu ákaflega dýr og kosta bíleigendur stórar fjárhæðir í formi tryggingagjalda. Meira
13. júlí 1995 | Aðsent efni | 951 orð

Öldrunarþjónusta á tímamótum

Inngangur Frá því að farið var að vinna eftir lögunum um málefni aldraðra árið 1983 hefur margt áunnist hjá ríki og sveitarfélögum. Er það vel, því hlutfall aldraðra vex jafnt og þétt. Um áramót var 20.501 landsmanna yfir sjötugt og 7.053 yfir áttrætt, en voru 16.103 yfir sjötugt og 5.390 yfir áttrætt um áramót 1982-83. Meira

Minningargreinar

13. júlí 1995 | Minningargreinar | 292 orð

Anna Hannesdóttir

Árið 1956 flúðu margir Ungverjar land þar á meðal var Anna og kemur hún til Íslands sem flóttamaður í desember 1956 og hét fullu nafni Súba Berta en tók nafnið Anna Hannesdóttir þegar hún fékk íslenskan ríkisborgararétt. Meira
13. júlí 1995 | Minningargreinar | 67 orð

ANNA HANNESDÓTTIR

ANNA HANNESDÓTTIR Anna Hannesdóttir fæddist í Rúmeníu 30. maí 1926. Hún lést á Richtsens Plejehjem í Tøndre á Jótlandi að morgni 17. júní síðastliðins. Anna missti foreldra sína ung og flutti til Ungverjalands. Hún átti fjóra bræður sem allir eru látnir. Árið 1957 giftist hún Marteini Hannessyni, f. 17. febrúar 1928, d. Meira
13. júlí 1995 | Minningargreinar | 1248 orð

Bjarni Pétursson

Þegar mér barst fréttin norður frá Reykjvík, hinn 24. mars hrökk ég við í sæti mínu við símann. Bjarni Pétursson á Fosshóli var dáinn. Þau höfðu flutt búslóð sína vestan frá Bandaríkjunum vorið 1960, Bjarni Pétursson Sigfússonar frá Halldórsstöðum í Reykjadal og konan hans Sigurbjörg Magnúsdóttir frá Reykjavík og ráðið sér bólstað og bújörð. Meira
13. júlí 1995 | Minningargreinar | 29 orð

BJARNI PÉTURSSON

BJARNI PÉTURSSON Bjarni Pétursson fæddist á Halldórsstöðum í Reykjadal 20. mars 1915. Hann lést í Reykjavík 24. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 4. apríl. Meira
13. júlí 1995 | Minningargreinar | 599 orð

George Johnson

George Johnson las læknisfræði við Manitobaháskóla í Winnipeg og lauk þaðan prófi 1950. Hann var læknir á Gimli í Manitoba 1950­58, en þá var hann kjörinn á þing fyrir Gimli-kjördæmi og varð brátt heilbrigðis- og velferðarmálaráðherra í stjórn fylkisins. Hann var menntamálaráðherra 1963­68, og síðan heilbrigðis- og félagsmálaráðherra fram á sumar 1969, að stjórnarskipti urðu í Manitoba. Meira
13. júlí 1995 | Minningargreinar | 125 orð

GEORGE JOHNSON

GEORGE JOHNSON George Johnson, fv. fylkisstjóri í Manitoba, fæddist í Winnipeg 18. nóv. 1920. Hann lést á Gimli 8. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans, Jónas George Johnson (1894­1951) og Laufey Benediktsdóttir (1898­1989), voru bræðrabörn, en afi þeirra var Jón Benediktsson frá Hólum í Hjaltadal, Meira
13. júlí 1995 | Minningargreinar | 1056 orð

Leopoldína Bjarnadóttir

Halldóra Kristín Leopoldína Bjarnadóttir, aldrei á ævi minni hafði ég heyrt stærra nafn þegar ég ellefu ára gömul gekk fyrst inn í eldhúsið til þessarar konu á Bústaðaveginum í Reykjavík. Hún bar þau léttilega öll þrjú. Þótt henni fyndist Halldóru og Kristínu ofaukið og léti því fjarlægja þau þegar hún náði því stigi á lífsgöngu sinni að smámunir eru hættir að vefjast fyrir manni. Meira
13. júlí 1995 | Minningargreinar | 31 orð

LEOPOLDÍNA BJARNADÓTTIR

LEOPOLDÍNA BJARNADÓTTIR Leopoldína Bjarnadóttir fæddist á Bæ í Trékyllisvík á Ströndum 26. október 1918. Hún lést á Borgarspítalanum 8. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 16. júní. Meira
13. júlí 1995 | Minningargreinar | 275 orð

Magnús Víðir Aðalbjarnarson

HINN 4. september 1972 var fagur dagur í lífi þeirra Guðbjargar Erlu Kristófersdóttur og Aðalbjarnar Þórs Magnússonar, frumburðurinn fæddur, það var gleði í bæ. En brátt dró upp bliku. Fljótlega kom í ljós að eigi var allt með felldu. Meira
13. júlí 1995 | Minningargreinar | 31 orð

MAGNÚS VÍÐIR AÐALBJARNARSON

MAGNÚS VÍÐIR AÐALBJARNARSON Magnús Víðir Aðalbjarnarson fæddist í Reykjavík 4. september 1972. Hann lést á Selfossi tæpra 23 ára 28. júní síðastliðinn og var jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 8. júlí. Meira
13. júlí 1995 | Minningargreinar | 416 orð

Oddur Hans Auðunsson

Við hlökkum öll til vorsins því þá koma blómin upp. Við fylgjumst með litlu blómunum okkar, hvernig þau vaxa og þroskast með hverjum deginum sem líður uns fullum þroska er náð. En svo kemur haustið, þá fölna blómin og að endingu deyja þau. Þau eru þó ekki öll, blómin, sem öðlast þau forréttindi að lifa til haustsins. Sum deyja á miðju sumri eða jafnvel strax á vordögum. Meira
13. júlí 1995 | Minningargreinar | 57 orð

ODDUR HANS AUÐUNSSON

ODDUR HANS AUÐUNSSON Oddur Hans Auðunsson var fæddur 24. febrúar 1989 í Skagafirði. Hann lést af slysförum þann 26. júní sl. ásamt föður sínum Auðuni Hafsteinssyni. Foreldrar Odds voru Auðunn Ingi Hafsteinsson og Ólöf Þórhallsdóttir búendur að Narfastöðum í Viðvíkurhreppi. Hann var næstyngstur í hópi fimm systkina. Meira
13. júlí 1995 | Minningargreinar | 230 orð

Rudolf Weissauer

Fallinn er í valinn mikill Íslandsvinur og frábær listamaður Rudolf Weissauer. Um áraraðir heimsótti hann Ísland, oftast þegar ferðamannatímanum lauk og dvaldist hann fram eftir vetri. Fegurð hins íslenska vetrar heillaði hann og hann naut þess að dveljast hér að mála og eins að vera með sínum ágætu vinum Guðmundi Árnasyni (Rammaskalla), Örlygi Sigurðssyni og Jónasi stýrimanni sáluga. Meira
13. júlí 1995 | Minningargreinar | 423 orð

Rudolf Weissauer

Íslandsvinurinn Rudolf Weissauer er látinn. Hann lést í svefni 31.5. sl. Weissauer var vel þekktur hér á landi af listamönnum og listunnendum og mörg verka hans prýða heimili Íslendinga, sem hann mat svo mikils. Hann elskaði Ísland, dásamaði land og þjóð í hvívetna og fannst hann skilja Íslendinga vel og sagði oft að hér á landi liði honum einna best. Meira
13. júlí 1995 | Minningargreinar | 235 orð

Sigmundur Leifsson

Simmi stóri bróðir. Einu sinni varst þú svo stór þátturí minni tilveru, eitthvað sem ég tók sem sjálfsagðan hlut þegar ég var strákur. Þú varst ekki margorður en þú varst svo góður og þolinmóður við þennan litla bróður þinn. Meira
13. júlí 1995 | Minningargreinar | 195 orð

SIGMUNDUR LEIFSSON

SIGMUNDUR LEIFSSON Sigmundur var fæddur á Hóli í Hvammssveit 21. desember 1923. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Reykjavík 24. júní síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Foreldrar hans voru Leifur Grímsson og Hólmfríður Sigurðardóttir. Meira
13. júlí 1995 | Minningargreinar | 206 orð

Sigurgeir M. Olsen

Af hverju Geiri? var fyrsta hugsun mín þegar ég frétti að tengdafaðir minn væri látinn. Því getur víst enginn svarað. Hreyfill-kallnúmer 102. Ég man það að frá fyrstu stundu leist mér vel á Geira þótt ég sæi svo gott sem bara bakhlutann og augun í baksýnisspeglinum. Ég held að það hafi verið gagnkvæmt því í hádegismatnum daginn eftir tilkynnti Geiri að Gulli hefði kynnst stúlku. Meira
13. júlí 1995 | Minningargreinar | 366 orð

Sigurgeir M. Olsen

Fregnin um að vinur okkar, Geiri Olsen, sé svo skyndilega horfinn á braut fær okkur til að leiða hugann að þeim löngu og góðu kynnum sem við áttum. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er hversu hress hann var alltaf og hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum. Hvar sem hann kom, á Dílunum, í Löngubrekku eða í Hegranesið myndaðist alltaf einhvers konar stemmning í kringum hann. Meira
13. júlí 1995 | Minningargreinar | 184 orð

Sigurgeir M. Olsen

Hann elsku pabbi minn er dáinn. Pabbi var alveg einstakur maður, eins duglegan og góðan mann hef ég aldrei hitt og mun eflaust aldrei hitta. Pabbi lifði fyrir fjölskyldu sína, hann vildi taka þátt í öllu sem við börnin hans vorum að gera, hann hafði svo gaman af að keyra á milli heimila barnanna sinna og kíkja í heimsókn. Orðin: "Nei, það er ekki hægt," sagði pabbi sjaldan. Meira
13. júlí 1995 | Minningargreinar | 115 orð

Sigurgeir M. Olsen Alltaf þegar afi Geiri kom í heimsókn var gaman. Það var svo margt skemmtilegt sem afi kenndi okkur. Við

Alltaf þegar afi Geiri kom í heimsókn var gaman. Það var svo margt skemmtilegt sem afi kenndi okkur. Við vorum rétt orðin tveggja og þriggja ára þegar við vorum farin að standa á höndum og haus upp við vegg. Afi Geiri var oft að passa okkur og oft kom hann með vínber, því hann vissi að okkur fannst þau góð. Við löbbuðum oft með afa út á rólóinn okkar og fórum í skemmtilega göngutúra. Meira
13. júlí 1995 | Minningargreinar | 65 orð

Sigurgeir M. Olsen Nú þegar afi minn er dáinn hugsa ég oft hve hann var góður. Þegar ég var lítill var ég oft í pössun hjá

Nú þegar afi minn er dáinn hugsa ég oft hve hann var góður. Þegar ég var lítill var ég oft í pössun hjá honum. Nú þegar ég kem í Löngubrekkuna er allt svo tómlegt, enginn afi til að tala við. Ég vildi að hann væri hér enn, þá væri skemmtilegra. Eitt er víst að hann var besti afi í heimi. Þinn dóttursonur Sigurgeir. Meira
13. júlí 1995 | Minningargreinar | 174 orð

SIGURGEIR M. OLSEN Sigurgeir Mons Olsen var fæddur

SIGURGEIR M. OLSEN Sigurgeir Mons Olsen var fæddur í Reykjavík 2. janúar 1926. Hann varð bráðkvaddur 1. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólína Guðlaug Auðunsdóttir, f. 24. ágúst 1884, d. 7. ágúst 1962, og Mons Olsen, d. 1928. Eignuðust þau sex börn en Sigurgeir var yngstur þeirra. Sigurgeir var tvíkvæntur. Meira
13. júlí 1995 | Minningargreinar | 245 orð

Stefán Valur Stefánsson

Með örfáum orðum langar mig til að kveðja föðurbróður minn Stefán Val Stefánsson. Stefán Valur, eða Valli eins og hann var kallaður af fjölskyldunni, var einhleypur allt sitt líf en mikill barnavinur. Þess naut maður svo sannarlega, ekki síst á jólum, enda var hann löngum uppáhaldsfrændinn. Fyrir mig var það ávallt mikil upplifun að heimsækja Valla í Austurbrún. Meira
13. júlí 1995 | Minningargreinar | 532 orð

Stefán Valur Stefánsson

Elstu minningar mínar um Valla eru úr sunnudagsboðunum hjá afa Stefáni í Grænuhlíð. Helga amma var þá dáin. Þar sat Valli alltaf í sama stólnum, rólegur og yfirvegaður, eins og óhaggandi klettur. Hann var stóri bróðir pabba og Bjössa, sá sem gaf okkur systkinunum ópal á sunnudögum og skemmtilegustu gjafirnar á jólunum. Meira
13. júlí 1995 | Minningargreinar | 325 orð

Stefán Valur Stefánsson

Nú er hann elsku Valli frændi minn farinn frá okkur og eigum við eftir að sakna hans mikið. Mér brá illilega þegar móðir mín hringdi í mig og tilkynnti mér að Valli frændi væri látinn. Þótt hann hefði átt við mikil veikindi að stríða um langt skeið bjóst ég ekki við að hann færi svona fljótt. Samgangur okkar hefur ekki verið jafn mikill og hann hefði átt að vera hin síðari ár. Meira
13. júlí 1995 | Minningargreinar | 227 orð

Stefán Valur Stefánsson

Mér varð hverft við þegar pabbi hringdi í mig í vinnuna og sagði mér að Valli frændi minn væri dáinn. Þótt Valli hafi lengi verið veikur átti ég ekki von á þessu. Einnig hefði ég viljað geta kvatt Valla frænda, sem ég sá alltof lítið af undanfarin ár. Mínar bestu minningar um Valla frænda voru þegar ég var lítill snáði. Valli átti þá mjög gott tímabil. Meira
13. júlí 1995 | Minningargreinar | 76 orð

STEFÁN VALUR STEFÁNSSON

STEFÁN VALUR STEFÁNSSON Stefán Valur Stefánsson fæddist í Reykjavík 30. október 1929. Hann lést á heimili sínu 3. júlí sl. Stefán Valur var elsti sonur hjónanna Stefáns Jóhanns Stefánssonar, f. 20. júlí 1894, d. 20. október 1980, og Helgu B. Stefánsson, f. 28. ágúst 1903, d. 28. júní 1970. Bræður Stefáns eru Björn, f. 21. Meira
13. júlí 1995 | Minningargreinar | 26 orð

Stefán Valur Stefánsson Það var hann sem gaf mér skrínið með spiladósinni. Fallegt mynstrið máðist af en hljómurinn var alltaf

Stefán Valur Stefánsson Það var hann sem gaf mér skrínið með spiladósinni. Fallegt mynstrið máðist af en hljómurinn var alltaf jafn tær. Bless elsku Valli. Helga Ólafs. Meira
13. júlí 1995 | Minningargreinar | 287 orð

Vignir Már Birgisson

Ég minnist þess þegar Solla hringdi í mig og sagði mér að þau Biggi hefðu verið að eignast strák. Fyrst í stað trúði ég henni ekki og hélt að hún væri bara eitthvað að stríða mér, því enginn átti von á honum strax. En viti menn, í heiminn var hann kominn, lítill yndislegur drengur, Vignir Már. Meira
13. júlí 1995 | Minningargreinar | 229 orð

Vignir Már Birgisson

Elsku sonur. Þegar þú komst í heiminn bjuggumst við alls ekki við þér strax. En þú varst heldur betur að flýta þér og komst öllum að óvörum. Yndislegur lítill drengur. Fyrst í stað vorum við örlítið áhyggjufull um heilsu þína, því auðvitað varstu bara agnarsmár. En þær áhyggjur hurfu á skömmum tíma, því þú varst svo duglegur og barðist eins og hetja. Meira
13. júlí 1995 | Minningargreinar | 65 orð

VIGNIR MÁR BIRGISSON

VIGNIR MÁR BIRGISSON Vignir Már Birgisson fæddist á Landspítalanum 6. janúar 1995. Hann lést á heimili sínu 3. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Sólborg Baldursdóttir, f. 29.4. 1973, og Birgir Breiðfjörð Agnarsson, f. 8.3. 1973. Systur Vignis eru Dagbjört Bára Grettisdóttir, f. 2.10. 1992, og Alexandra Ósk Birgisdóttir, f. 20.8. 1992. Meira
13. júlí 1995 | Minningargreinar | 141 orð

Vignir Már Birgisson Elsku litli bróðir, nú ert þú farinn á annan stað þar sem við vitum að þér líður vel. Þar sem guð hugsar

Elsku litli bróðir, nú ert þú farinn á annan stað þar sem við vitum að þér líður vel. Þar sem guð hugsar um þig og passar þig. Þú varst besti litli bróðir sem við gátum hafa eignast og þó svo að við höfum ekki verið háar í loftinu þegar þú komst í heiminn þá vorum við voða montnar af þér, enda allt í einu orðnar "stóru systur" þínar. Meira
13. júlí 1995 | Minningargreinar | 118 orð

Vignir Már Birgisson Elsku litli sonarsonur minn, Vignir Már, er látinn, aðeins 6 mánaða gamall. Það er erfitt að trúa því að

Elsku litli sonarsonur minn, Vignir Már, er látinn, aðeins 6 mánaða gamall. Það er erfitt að trúa því að litli sólargeislinn sé tekinn frá okkur svona lítill, en við verðum að trúa því að einhver sé tilgangurinn með þessu. Við vitum það og trúum að langafi hans Filippus taki á móti honum og passi hann fyrir okkur. Megi stuttu kynni hans ylja okkur um hjartarætur. Meira
13. júlí 1995 | Minningargreinar | 114 orð

Vignir Már Birgisson Hann litli Vignir Már er dáinn. Ég get ekki neitað því að við þessar fréttir var mér brugðið. Litla ljósið

Hann litli Vignir Már er dáinn. Ég get ekki neitað því að við þessar fréttir var mér brugðið. Litla ljósið þeirra Bigga og Sollu hafði slokknað rétt eins og kerti sem brennur upp og maður getur ekkert gert. Það er aðeins rúmlega einn mánuður síðan Vignir Már var skírður og nú fylgjum við honum að þeim landamærum sem skilja okkur að. Góði guð, opna þú nú faðm þinn og taktu á móti honum. Meira
13. júlí 1995 | Minningargreinar | 198 orð

Þuríður Jóna Magnúsdóttir

Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt, Meira
13. júlí 1995 | Minningargreinar | 494 orð

Þuríður Jóna Magnúsdóttir

Mig langar að skrifa nokkur þakkar- og kveðjuorð til hennar Þuru ömmu, en svo var hún kölluð í minni fjölskyldu, þó hún væri eiginlega ekki amma, heldur ömmusystir. Það eru nú tæp þrjátíu ár síðan ég tengdist fjölskyldu hennar. Strax í upphafi skynjaði ég að þarna var sérstök kona sem sagði ekki margt en hlýhugur og ástúð streymdi frá henni og henni var annt um sína. Meira
13. júlí 1995 | Minningargreinar | 167 orð

Þuríður Jóna Magnúsdóttir

Um sólbjartan dag lagði amma af stað í sína hinstu för, tilbúin til fararinnar. Að eiga ömmu og afa til að geta leitað til eru mikil forréttindi og þeirra réttinda nutum við í ríkum mæli, því nánast á hverjum degi í mörg ár og stundum oft á dag komum við á heimili þeirra. Eftir að við eignuðumst okkar eigin fjölskyldur var það fastur liður að fara í heimsókn til ömmu og afa. Meira
13. júlí 1995 | Minningargreinar | 218 orð

ÞURÍÐUR JÓNA MAGNÚSDÓTTIR

ÞURÍÐUR JÓNA MAGNÚSDÓTTIR Þuríður Jóna Magnúsdóttir, fæddist að Sæbakka í Uppsölum 2. september 1906. Hún lést 5. júlí sl. Hún var eitt af sjö börnum hjónanna Sigríðar Gunnarsdóttur, f. 18. ágúst 1870, d. 15. júlí 1955, og Magnúsar Jónssonar sjómanns, f. 15. ágúst 1867, d. 6. Meira
13. júlí 1995 | Minningargreinar | 27 orð

(fyrirsögn vantar)

Viðskipti

13. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 128 orð

Cargolux skilar hagnaði á nýjan leik

CARGOLUX hefur snúið tapi upp í hagnað, skv. uppgjöri sl. árs. Heildartekjur jukust í 307 milljónir dollara, sem er 27% aukning miðað við árið á undan. Á sama tíma var félagið rekið með 10.7 milljóna dollara hagnaði eftir 4.9 milljóna dollara tap á rekstrinum 1993. Nettóhagnaður eftir skatta nam 3.2 milljónum dollara, samanborið við 1.7 milljóna tap 1993. Meira

Daglegt líf

13. júlí 1995 | Neytendur | 417 orð

34% munur á verði tómata

INNKAUPALISTI vikunnar var gerður sl. mánudag og haldið í stórmarkaðina til að gera verðsamanburð. Að þessu sinni beindist athyglin að ýmsum pakkamat, þ.á m. bökunarvörum, kaffi, íslenskum tómötum og kínakáli. Verðmunur á íslenskum tómötum reyndist 34%, voru ódýrastir í Bónus á 259 kr. Meira
13. júlí 1995 | Neytendur | 133 orð

Hoppkastalar fyrir krakka til leigu

Á AUSTURBORG voru kynntir nýir hoppkastalar fyrir krakka í gær, en þeir eru til leigu hjá Herkúlesi hf. Þórir Jónsson hjá Herkúlesi hf. segir að þetta sé nýbreytni hér á landi og að kastalarnir henti t.d. fyrir barnaafmæli og ýmsar uppákomur. Hægt sé að setja þá upp í görðum með lítilli fyrirhöfn og eru kastalarnir blásnir upp með loftdælu sem fylgir. Meira
13. júlí 1995 | Neytendur | 460 orð

Mikill markaður fyrir tilbúnar 1.flokks matvörur

ÞÓTT Ísland sé þekkt sem fiskveiðiþjóð erlendis, segir Þráinn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Íslensks fransks hf., að útlendingum komi alltaf jafn mikið á óvart að bragða gómsætar, fullunnar fiskafurðir frá Íslandi. Sama hafi verið upp á teningnum í þremur opinberum móttökum, sem íslensku sendiherrahjónin í Bonn héldu nýverið, en þar voru bornir fram ýmsir réttir frá ÍF hf. Meira
13. júlí 1995 | Neytendur | 668 orð

Steinskr nr. 41,7

Steinskr nr. 41,7 Meira
13. júlí 1995 | Neytendur | 146 orð

Viðskiptavinir Hagkaups sýni persónuskilríki

ÞURFI viðskiptavinir Hagkaupa hf. að skila keyptri vöru þurfa þeir að sýna persónuskilríki. Carl Rörbeck hjá öryggisdeild Hagkaupa sagði að þessi háttur hafi verið tekinn upp fyrir um einu og hálfu ári. Meginástæða þess væri sú að fyrirtækið hafi lent í vandræðum með það að fólk reyndi að skila eða skipta illa fengnum hlutum. Eðlilegt að menn kynni sig Meira

Fastir þættir

13. júlí 1995 | Dagbók | 27 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, föstudag

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, föstudaginn 14. júlí, verður sjötugMagna Ágústa Runólfsdóttir, Árskógum 8, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum í samkomusal Árskóga frá kl. 15 á afmælisdaginn. Meira
13. júlí 1995 | Fastir þættir | 128 orð

BRIDS Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids S

SUNNUDAGINN 9. júlí mættu 16 pör í sumarbrids og var spilað í einum riðli. Úrslit urðu þannig: Björn Theodórsson - Gylfi Baldursson255Hermann Lárusson - Jakobína Ríkharðsdóttir254Lárus Arnórsson - Ásthildur Sigurgísladóttir238Halldór Þorvaldsson - Kristinn Karlsson234Meðalskor var210 Mánudaginn 10. Meira
13. júlí 1995 | Fastir þættir | 42 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Silfurstigamót til

Silfurstigamót verður haldið nk. laugardag í húsnæði Bridssambandsins. Mótið hefst klukkan 11 og fer skráning fram á staðnum. Spilaðar verða 2 lotur með Mitchell- fyrirkomulagi og er keppnisgjald 2000 krónur á parið. Meira
13. júlí 1995 | Fastir þættir | 24 orð

Hlutavelta VINIRNIR f.v. Sigríður Þyrí Þórarinsdóttir, Anna

Hlutavelta VINIRNIR f.v. Sigríður Þyrí Þórarinsdóttir, Anna Lilja Einarsdóttir og Hilmar Einarsson í Reykjavík héldu nýlega tombólu. Ágóðinn kr. 3.150, var látinn renna til kristniboðssambandsins. Meira
13. júlí 1995 | Fastir þættir | 775 orð

Kóngaslagur á Evrópumóti

Daninn Peter Schaltz fékk verðlaun fyrir besta varnarspil Evrópumótsins í brids NORÐURLANDAÞJÓÐUNUM gekk ekki sem best á nýafstöðnu Evrópumóti. Aðeins Svíar geta verið tiltölulega ánægðir með sinn hlut, 4. sætið í opna flokknum. Í kvennaflokki hafði Norðurlandaþjóðunum til dæmis verið spáð velgengni en þar náðu Danir aðeins 8. Meira
13. júlí 1995 | Fastir þættir | 88 orð

Ljósm.st. Nærmynd BRÚÐKAUP.

Ljósm.st. Nærmynd BRÚÐKAUP. Gefin voru saman þann 10. júní sl. í Samfélagi Vegarins af Eiði Einarssyni, forstöðumanni, Ingibjörg S. Sigurðardóttir og Unnar Kári Sigurðsson. Heimili þeirra er í Þórufelli 8, Reykjavík. Ljósm.st. Nærmynd BRÚÐKAUP. Gefin voru saman þann 17. Meira
13. júlí 1995 | Dagbók | 233 orð

Margrétarmessa

Margrétarmessa ER Í dag og segir í Sögu Daganna að Margrét hafi verið vinsælldýrlingur hérlendis og verndari kvenna í barnsnauð. Fjölmörg handrit í smábroti eru til af sögu hennar, og munu ljósmæður hafa borið þau með sér. Margrét mey frá Antíokkíu var einn ástsælasti dýrlingur miðalda. Meira
13. júlí 1995 | Fastir þættir | 513 orð

Reykingar eyða C-vítamíni frá móður til fósturs

Í SCIENCE News (25. maí) er greint frá rannsókn vísindamanna, sem gerð var við læknamiðstöðina "Our Lady of Mercy" í New York, á hópi verðandi mæðra sem reyktu eða reyktu ekki á meðgöngutímanum. Niðurstöðurnar voru kynntar á þingi amerískra kven- og fæðingarlækna í San Francisco í síðasta mánuði. Meira
13. júlí 1995 | Dagbók | 359 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gær kom til hafnar lítið farþegaskip Livonia

Reykjavíkurhöfn: Í gær kom til hafnar lítið farþegaskip Livonia og fór í gærkvöld. Þá fóru einnig Reykjafoss ogLaxfoss út. Snorri Sturluson kom af veiðum í gærkvöld. Seglskútan Khersones fer út um hádegisbil í dag. Meira

Íþróttir

13. júlí 1995 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KVENNA

1. DEILD KVENNA BREIÐABLIK 7 6 1 0 39 4 19VALUR 6 5 1 0 21 5 16STJARNAN 7 4 1 2 24 7 13KR 7 4 0 3 24 13 12ÍA 7 3 1 3 18 16 10HAUKAR 7 1 1 5 3 44 4 Meira
13. júlí 1995 | Íþróttir | 44 orð

Ameríkukeppnin

Ameríkukeppnin B-riðill: Brasilía - Perú2:0 Zinho (vsp. 76.), Edmundo (83.). Kólumbía - Ecuador1:0 Fredy Rincon (45. Meira
13. júlí 1995 | Íþróttir | 69 orð

Carl Norðurlandameistari öldunga

CARL J. Eiríksson úr Aftureldingu, sigraði í sínum flokki á Norðurlandamóti öldunga í riffilskotfimi sem fram fór í Danmörku. Carl hlaut 582 stig, fimm stigum meira en næsti keppandi. Carl sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að móti hefði farið hið besta fram og keppendur í hans flokki hafi verið 16. Carl sigraði einnig í þessu móti í fyrra og þá einnig með fimm stigum. Meira
13. júlí 1995 | Íþróttir | 132 orð

Eftir hornspyrnu Keflvíkinga frá vinstri á 35. mínútu bars

Eftir hornspyrnu Keflvíkinga frá vinstri á 35. mínútu barst boltinn í gegnum markteig að fjærstönginni þar sem Ragnar Margeirsson skaut upp í þaknetið af meters færi úr þröngri stöðu, 1:0. Á 48. mínútu skaut Ragnar úr upplögðu færi hægra meginn í vítateignum en Kjartan Sturluson í marki Fylkis varði. Meira
13. júlí 1995 | Íþróttir | 495 orð

Enn fagna Grindvíkingar að Hlíðarenda

EFTIR fremur slakan leik voru það baráttumennirnir úr Grindavík sem hrósuðu sanngjörnum sigri á Val að Hlíðarenda í gærkvöldi og tryggðu sér þar með sæti í 4ra liða úrslitum bikarkeppninnar. Mikið þurfti að teygja úr slökum leik til að ná fram úrslitum. Meira
13. júlí 1995 | Íþróttir | 378 orð

Evrópukeppnin

Forkeppni Dregið var í aðalstöðvum UEFA í Genf í Sviss í gær. UEFA-keppnin: Örebro SK (Svíþjóð) - Beggen (Lúxemborg) Tampere (Finnlandi) - Viking FK (Noregi) Bangor City (Wales) - Widzew Lodz (Póll. Meira
13. júlí 1995 | Íþróttir | 431 orð

Fram - Þór U-231:0

Laugardalsvöllur, bikarkeppni KSÍ - 8-liða úrslit, miðvikudaginn 12. júlí 1995. Aðstæður: Eins og best verður á kosið, nánast logn og hiti 14 stig. Völlurinn í góðu standi. Mark Fram: Þorbjörn Atli Sveinsson (69.). Gult spjald: Nökkvi Sveinsson, Fram (88.) - fyrir brot. Rautt spjald: Enginn. Meira
13. júlí 1995 | Íþróttir | 511 orð

Frjálsíþróttir Stigamót alþjóða frjálsíþróttasambandsins í Nice

Stigamót alþjóða frjálsíþróttasambandsins í Nice á Miðjarðarhafsströnd Frakklands í gærkvöldi: 400 m grindahlaup kvenna:sek.1. Ionela Tirlea (Rúmeníu)55,26 2. Tatjana Kurotsjkína (Hv.Rússl.)55,42 3. Neja Bidouane (Marokkó)55,85 4. Vera Ordína (Rússl.)55,88 5. Corinne Pierre-Joseph (Frakkl. Meira
13. júlí 1995 | Íþróttir | 362 orð

George Graham fundinn sekur FYR

FYRRUM framkvæmdastjóri Arsenal, George Graham, var í gær fundinn sekur um að hafa þegið rúmar 43 milljónir króna frá norskum umboðsmanni þegar hann keypti Norðmanninn Pal Lydersen og Danan John Jensen til félagsins. Meira
13. júlí 1995 | Íþróttir | 581 orð

Heimsmet Morcelis

NOUREDDINE Morceli frá Alsír bætti eigið heimsmet í 1.500 metra hlaupi um rúmlega eina sekúndu á stigamóti alþjóða frjálsíþróttasambandsins í Nice í Frakklandi í gærkvöldi, hljóp vegalengdina á 3 mínútum, 27,37 sekúndum. Venuste Niyongabo frá Burundí ætlaði sér að bæta 10 daga heimsmet Morcellis í 2. Meira
13. júlí 1995 | Íþróttir | 62 orð

Hjólreiðar

Frakklandskeppnin: Heildarstaðan eftir 10 áfanga: 1. Indurain 42:32.58 (Næstir koma - mín. á eftir) 2. Zuelle 2.27 3. Riis 6.00 4. Rominger 8.19 5. Gotti 8.20 6. Jalabert 9.16 7. Pantani 12.38 8. Mauri 12.49 9. Meira
13. júlí 1995 | Íþróttir | 34 orð

Hólmsteinn Jónasson sendi fyrir mark Þórs frá hægri væng á 6

Hólmsteinn Jónasson sendi fyrir mark Þórs frá hægri væng á 69. mínútu og þar var Þorbjörn Atli Sveinsson á réttum stað og skallaði knöttinn glæsilega efst í hægra markhornið, óverjandi fyrir Brynjar Davíðsson, markvörð Þórs. Meira
13. júlí 1995 | Íþróttir | 29 orð

Í kvöld

Knattspyrna kl. 20 2. deild karla: Akureyri:KA - Skallagrímur Garðabær:Stjarnan - HK 3. deild: Húsavík:Völsungur - Dalvík 4. Meira
13. júlí 1995 | Íþróttir | 157 orð

Íslendingar eru neðarlega á EM

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í golfi er í 18. og næst neðsta sæti eftir fyrri dag höggleiksins á Evrópumóti landsliða sem fram fer í Mílanó á Ítalíu. Stúlkurnar léku á 411 höggum í gær og eru aðeins einu höggi á eftir tékklensku stúlkunum og 15 höggum á undan þeim portúgölsku. Meira
13. júlí 1995 | Íþróttir | 292 orð

Íslensku liðin heppin

ÍSLANDSMEISTARAR Akraness drógust gegn Shelbourne frá Írlandi í forkeppni UEFA- keppninnar, en dregið var í Sviss í gær. FH fer til Norður- Írlands annað árið í röð og mætir Glenavon. KR-ingar, sem leika í Evrópukeppni bikarhafa, mæta Grevenmacher frá Lúxemborg. Meira
13. júlí 1995 | Íþróttir | 461 orð

JASON Ólafsson

JASON Ólafsson handknattleiksmaður og kona hans Helena Björk Magnúsdóttir eignuðust í fyrradag 18 marka og 55 sentimetra dreng, sem mun halda á næstunni til Ítalíu ásamt foreldrum sínum en þar mun Jason leika handknattleik næsta vetur. Meira
13. júlí 1995 | Íþróttir | 526 orð

Keflvíkingar of sterkir fyrir topplið 2. deildar

TVÖ mörk frá Keflavíkingum þurfti til að snúa Fylkismönnum í gang, þegar liðin mættust í 8-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ í Keflavík í gærkvöldi og þrátt fyrir mark frá annarrar deildarliðinu úr Árbænum fljótlega eftir hlé, var það of seint og Keflvíkingar komnir áfram með 2:1 sigri. Meira
13. júlí 1995 | Íþróttir | 177 orð

Kvótinn á Laugardalsvelli er 1:0

"ÉG er ánægður með sigurinn, en ekki leikinn í heild. Við erum búnir að vinna alla þrjá leikina okkar á Laugardalsvelli í sumar 1:0 og maður fer að halda að það sé kvótinn okkar," sagði Magnús Jónsson, þjálfari Fram. "Við vorum að skapa okkur fullt af færum og markstangirnar komu í veg fyrir fleiri mörk í þessum leik. Meira
13. júlí 1995 | Íþróttir | 89 orð

Tómas Ingi Tómasson vann boltann á 96. mínútu rétt fyrir inna

Tómas Ingi Tómasson vann boltann á 96. mínútu rétt fyrir innan miðju Valsmeginn á vellinum og gaf stungusendingu inn á Ólaf Örn Bjarnason sem kom á sprettinum við markteigshornið hægra megin. Meira
13. júlí 1995 | Íþróttir | 102 orð

Tveir úr 1. deild í bann

Tveir leikmenn úr 1. deild karla voru dæmdir í eins leiks bann á fundi aganefndar KSÍ í fyrra kvöld; Ólafur Adolfsson, Akranesi, vegna brottvísunar í leik ÍA og Fram og Ragnar Gíslason, Leiftri, vegna fjögurra gulra spjalda. Þeir taka báðir út leikbannið í leikjum liða sinna um helgina. Þrír leikmenn 2. Meira
13. júlí 1995 | Íþróttir | 514 orð

Þorbjörn Atli var bjargvættur Framara

FRAMARAR sluppu fyrir horn gegn ungmennaliði Þórs í 8- liða úrslitum bikarkeppninnar á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Þorbjörn Atli Sveinsson gerði eina mark leiksins þegar rúmlega stundarfjórðungur var til leiksloka. "Þetta er mikilvægasta markið sem ég hef skorað. Það var gaman að sjá boltann í netinu - ég hélt satt að segja að þetta ætlaði bara ekki að ganga. Meira
13. júlí 1995 | Íþróttir | 58 orð

Þróun heimsmetsins Heimsmetið í 1.500 me

Heimsmetið í 1.500 metra hlaupi karla hefurþróast sem hér segir síðustu þrjátíu árin (tími,nafn, þjóðerni og dagsetning methlaupsins): 3.40,2Olavi Salsola (Finnlandi)11.7.57 3.38,1Stanislav Jungwirth (Tékkósl.)12.7.57 3.36,0Herb Elliott (Ástralíu)28.8.58 3. Meira
13. júlí 1995 | Íþróttir | 220 orð

Öruggt hjá Valsstúlkum

VALSSTÚLKUR halda uppi heiðri Hlíðarendaliðsins þetta sumarið. Þær sigruðu KR með tveimur mörkum gegn engu í Frostaskjólinu í gærkvöldi, og eru til alls líklegar á toppi fyrstu deildar kvenna í knattspyrnu. "Það var góð stemmning í hópnum fyrir leikinn. Við urðum að fá þessi stig til að vera í toppbaráttunni og það kom ekkert annað til greina en sigur," sagði Kristbjörg H. Meira

Fasteignablað

13. júlí 1995 | Fasteignablað | 1648 orð

Framkvæmdir við fyrsta vistvæna þorpið að hefjast

BÚIÐ er að gera deiliskipulag fyrir fyrsta vistvæna þorpið hér á landi, en það á að rísa í landi jarðarinnar Brekkubæjar á Hellnum á Snæfellssnesi. Byggingayfirvöld í Snæfellsbæ hafa þegar samþykkt skipulagið fyrir sitt leyti og kynningu þess er lokið. Meira

Úr verinu

13. júlí 1995 | Úr verinu | 43 orð

Á handfærum við Gjögur

Guðmundur Jónsson, trillukarl, á Ströndum, er einn þeirra fjölmörgu sem nú standa frammi fyrir því að velja á milli krókaleyfis með bann- og sóknardagakerfi eða þorskaflahámark. Aflahámarkið miðast við aflareynslu og stendur mönnum því mismikið til boða. Meira
13. júlí 1995 | Úr verinu | 103 orð

Japanir hyggjast takamarka veiðar

JAPÖNSK stjórnvöld hafa nú í hyggju að skerða aflaheimildir innan fiskveiðilögsögu sinnar árið 1997. Allt bendir til að sett verði árlegt aflahámark fyrir hverja fiskitegund, fjölgun skipa og báta verði heft og veiðidögum fækkað. Meira
13. júlí 1995 | Úr verinu | 478 orð

Trillukarlar velja á milli sóknar og þorskaflahámarks

SMÁBÁTAEIGENDUR hafa frest til 25.júlí til að ákveða hvort þeir ætla að róa eftir bann- og sóknardagakerfi á næsta fiskveiðiári eða hvort þeir fara á svokallað þorskaflahámark en samkvæmt nýjum lögum sem samþykkt voru á Alþingi nú í vor standa smábátaeigendum þessi kostir nú til boða. Meira

Viðskiptablað

13. júlí 1995 | Viðskiptablað | 10 orð

AUGLÝSINGARSaga film á Þýskalandsmarkað/4

AUGLÝSINGARSaga film á Þýskalandsmarkað/4 ÚTBOÐNý stefna ríkisins/4 TORGIÐStyr um A Meira
13. júlí 1995 | Viðskiptablað | 273 orð

Bandarískur pappírsrisi skilar gífurlegum hagnaði

PAPPÍRSRISINN International Paper Co., hefur skýrt frá mesta ársfjórðungshagnaði í sögu sinni, aukið greiðslu arðs af hlutabréfum og boðað útgáfu nýrra í staðinn með hærra verðgildi. Útkoman olli þó vonbrigðum, því verð hlutabréfa í fyrirtækinu lækkaði um 1,875 dollara í 88.875 dollara í kauphöllinni í New York. Tekjur þrefölduðust Meira
13. júlí 1995 | Viðskiptablað | 448 orð

Bill Gates og Buffett ríkustu menn heims

BILL Gates, hinn kunni forstjóri Microsoft Corp., á 12.9 milljarða dollara og er auðugasti maður heims samkvæmt könnun tímaritsins Forbes, hinni níundu í röðinni. Hann er jafnframt fyrsti Bandaríkjamaðurinn, sem skipar efsta sæti á listanum. Meira
13. júlí 1995 | Viðskiptablað | 285 orð

Boeing og Airbus hætta samvinnu um risabreiðþotu

BOEING og Airbus hafa ákveðið að hætta sameiginlegum áformum um smíði risabreiðþotu" í sex mánuði að sögn talsmanns franska samstarfsaðilans Aerospatiale. Síðan í janúar 1993 hafa Boeing og fjórir evrópskir aðilar, sem standa að Airbus, kannað möguleika á að smíða í sameiningu tvílyfta farþegaþotu, sem yrði stærsta flugvél heims og tæki 600-800 manns í sæti. Meira
13. júlí 1995 | Viðskiptablað | 166 orð

Breytingar hjá VÍB

JÓHANNA Ágústa Sigurðardóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri hjá Verðbréfamarkaði Íslandsbanka hf.Jóhanna útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1991. Meira
13. júlí 1995 | Viðskiptablað | 1367 orð

Brjótast út úr viðjum heimamarkaðar

Saga Film er um þessar mundir að ganga frá samningi við þýskt fyrirtæki um framleiðslu á auglýsingum fyrir Þýskalandsmarkað en samningurinn getur þýtt töluverða aukningu í tekjum fyrirtækisins ef vel tekst til. Þorsteinn Víglundsson ræddi við Pétur H. Bjarnason af þessu tilefni. Meira
13. júlí 1995 | Viðskiptablað | 343 orð

Fólk Stjórnendur ráðnir til Skyggnis h

ÁRNI Hauksson hefur hafið störf sem framkvæmdastjóri Skyggnis hf., upplýsingaþjónustu. Hlutverk Skyggnis hf. er m.a. þróun og sala á viðskiptahugbúnaðinum Fjölni til framleiðslufyrirtækja, þ.m.t. sjávarútvegsfyrirtækja, og sveitarfélaga. Árni er fæddur 25. júlí 1966 í Reykjavík. Meira
13. júlí 1995 | Viðskiptablað | 328 orð

Frigg leggur til atlögu við Procter & Gamble

SÁPUGERÐIN Frigg hf. hefur hafið mikla markaðsherferð fyrir nýju þvottaefni, Marathon Extra, þar sem einkum verður lögð áhersla á niðurstöður úr könnun Iðntæknistofnunar um hreinsihæfni þess. Könnunin leiddi í ljós eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær að þetta íslenska þvottaefni væri algjörlega sambærilegt við Ariel Ultra og Ariel Future, sem eru leiðandi á markaðnum. Meira
13. júlí 1995 | Viðskiptablað | 192 orð

GSM-farsími fæst á 9.900 krónur með bíl

KAUPENDUM Volvo-bifreiða af árgerðinni 1996 stendur nú til boða að kaupa GSM-farsíma fyrir aðeins 9.900 krónur. Síminn sem er í boði er frá sænska fyrirtækinu Ericsson en Póstur og sími býður sömu gerð til sölu á um 89.000 krónur. Að sögn Egils Jóhannssonar framkvæmdastjóra Brimborgar, getur fyrirtækið boðið símann á þessu verði vegna góðra samninga við Volvo í Svíþjóð. Meira
13. júlí 1995 | Viðskiptablað | 946 orð

Gæðaflokkun gististaða Núverandi ástand þar sem margir gististaðir nefna sig ranglega hótel er ekki viðunandi fyrir erlendar og

ALLRI umræðu um ferðaþjónustu um þessar mundir ber gæðamál oft á góma. Margir eru þeirrar skoðunar að ef ferðaþjónusta eigi að eflast verði gæðin að aukast og verða jafnari. Hins vegar er ferðaþjónustufólk oft ekki sammála um hvaða leiðir eigi að fara til að ná auknum gæðum, en auk þess er mismunandi skilningur fólks á gæðum. Meira
13. júlí 1995 | Viðskiptablað | 900 orð

Háu forstjóralaunin mikið hitamál í Evrópu

MIKIL laun forstjóra og annarra forráðamanna stórfyrirtækja í Bandaríkjunum hafa lengi þótt fréttaefni og þessi mál eru einnig vaxandi umræðuefni í Evrópu. Þar eru forstjóralaunin að vísu verulega lægri en fyrir vestan haf en bilið hefur samt verið að minnka. Meira
13. júlí 1995 | Viðskiptablað | 448 orð

Helmingur kaupmanna andvígur sunnudagsopnun

ÁGREININGUR er á meðal kaupmanna í Kringlunni um hvort hafa skuli verslunarmiðstöðina opna á sunnudögum nú í vetur. Málið var tekið fyrir á stjórnarfundi nýverið en engin niðurstaða fékkst í því og var málinu því vísað til afgreiðslu á fundi með verslunareigendum sem haldinn verður seinna í þessum mánuði. Meira
13. júlí 1995 | Viðskiptablað | 85 orð

HP kynnir litprentara

HEWLETT-Packard fyrirtækið hefur kynnt nýja línu litblekdæluprentara, sem á að höfða til fyrirtækja. Fyrirtæki hafa verið sein að taka upp litprentara, þar sem þau hafa ekki talið knýjandi þörf á þeim, en Hewlett- Packard hyggst breyta því áliti. Að sögn H-P eru nýir Deskjet 1600 prentarar ódýrari og hraðvirkari en þeir sem hafa áður þekkzt. Meira
13. júlí 1995 | Viðskiptablað | 138 orð

Íslandsbanki

Íslandsbanki hf. hefur ákveðið að fela Hvíta húsinu að annast alla auglýsingagerð bankans og leysir fyrirtækið Auglýsingastofuna Yddu af hólmi sem annast hefur auglýsingamál fyrir bankann frá upphafi. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar ráðningar nýs markaðsstjóra fyrirtækisins, Birnu Einarsdóttur. Meira
13. júlí 1995 | Viðskiptablað | 247 orð

Keppinautar Kodaks leiða hjá sér deilu

Keppinautarnir -- japanska fyrirtækið Konica og þýzka fyrirtækið Agfa-Gevaert -- leggja þó mismunandi mat á staðhæfingar Kodaks um að japönsk stjórnvöld og Fuji hafi lagzt á eitt um að vernda 70% af ljósmyndafilmu- og pappírsmarkaði gegn samkeppni. Síðan hafa stjórnvöld í Washington ákveðið að rannsaka ásakanir Kodaks, sem heldur því fram að bandarísk fyrirtæki hafi misst tekjur upp á 5. Meira
13. júlí 1995 | Viðskiptablað | 402 orð

Löggjafinn rétti hlut landsbyggðarkaupmanna

VAXANDI gremja ríkir meðal dagvörukaupmanna og kaupfélaga á landsbyggðinni með þau viðskiptakjör sem þeir njóta hjá heildsölum og framleiðendum. Telja þeir sig greiða allt að 50-60% hærra innkaupsverð en stórverslanir í Reykjavík. Þetta hefur komið fram í viðtölum forráðamanna Kaupmannasamtakanna við landsbyggðarkaupmenn. Meira
13. júlí 1995 | Viðskiptablað | 124 orð

Námskeið fyrir atvinnulausa

VITUND hf. hefur í samvinnu við Atvinnuleysistryggingasjóðákveðið að efna til námskeiðs fyrir atvinnulaust fólk sem hefur sérmenntun, sérhæfingu á einhverju sviði eða háskólamenntun. Námskeiðið hefst 20. júlí og stendur í sex daga. Markmið þess er m.a. Meira
13. júlí 1995 | Viðskiptablað | 131 orð

NEC kaupir 19,99% í Packard Bell

NEC-fyrirtækið í Japan hefur skýrt frá því að það muni verja 170 milljónum dollara til kaupa á 19,99% hlut í Packard Bell, stærsta framleiðanda einmenningstölva í Bandaríkjunum, til þess að mæta vaxandi samkeppni á japönskum einkatölvumarkaði. Meira
13. júlí 1995 | Viðskiptablað | 143 orð

Ný afbrigði Boeing könnuð

BOEING-flugvélaverksmiðjurnar í Bandaríkjunum hafa í athugun nýjar útgáfur af 777 og 747 farþegavélum sínum. Jeff Verwey, einn æðsti verkfræðingur Boeings, sagði á ráðstefnu að meðal þessara gerða væru svokölluð Boeing 777-100X, sem er vinnuheiti, og flugvélar á stærð við Boeing 747 og stærri. Meira
13. júlí 1995 | Viðskiptablað | 119 orð

Nýr hugbúnaður

VERKFRÆÐISTOFAN Afl hf. hefur, í samvinnu við upplýsingadeild Olíufélagsins, hannað nýjan kortahugbúnað sem Olíufélagið hefur tekið í notkun. Þessi hugbúnaður er sérstakur fyrir þær sakir að hann sameinar undir einn hatt venjuleg debet- og kreditkortaviðskipti og hin ýmsu viðskiptakortaviðskipti hjá viðkomandi fyrirtæki. Meira
13. júlí 1995 | Viðskiptablað | 1127 orð

Ný útboðsstefna í augsýn

ÍSLENSKI útboðsmarkaðurinn hefur stækkað gífurlega á undanförnum árum. Einkaaðilar og hið opinbera hafa í auknum mæli lagt áherslu á útboð þegar þeir kaupa vörur eða þjónustu. Síðasta ríkisstjórn mótaði sérstaka útboðsstefnu fyrir tveimur árum og gaf einnig út sérstakar reglur um útboð og innkaup ríkisins. Meira
13. júlí 1995 | Viðskiptablað | 154 orð

Rekstrarvörur hf. með ÓpusAllt heildarlausn

NÝLEGA tóku Rekstrarvörur hf. í notkun ÓpusAllt upplýsingakerfi frá Íslenskri forritaþróun hf. Um er að ræða heildarlausn sem samanstendur af eftirfarandi ÓpusAllt einingum: ÓpusAllt fjárhagsbókhald, viðskiptamannabókhald, birgðabókhald, sölukerfi, sölupantanakerfi, framleiðslukerfi, lánardrottnakerfi, pantanakerfi, tollkerfi og verðútreikningur, SMT tollur, hönnunarkerfi og skýrslugerð. Meira
13. júlí 1995 | Viðskiptablað | 769 orð

Sjálfstæði endurskoðenda samstarf við stjórnendur

EFTIRFARANDI formáli birtist í nýrri endurskoðunarskýrslu Símonar Hallssonar, borgarendurskoðanda, þar sem fjallað er um störf endurskoðenda. Formálinn er hér birtur í heild með góðfúslegu leyfi höfundar: Meira
13. júlí 1995 | Viðskiptablað | 1235 orð

Sjávarútvegsfyrirtæki á hlutabréfamarkaði Við mat á hlutabréfum í sjávarútvegsfyrirtækjum þarf að beita nokkuð öðrum aðferðum en

ÍSLENSKA hlutabréfamarkaðnum eru nú skráð sjö félög með hlutabréf Granda í Reykjavík, Útgerðarfélag Akureyringa á Akureyri, Skagstrendingur á Skagaströnd, Síldarvinnslan í Neskaupstað, Haraldur Böðvarsson á Akranesi, Þormóður rammi á Siglufirði og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum. Athyglisvert er að fyrirtæki af Vestfjörðum og Snæfellsnesi eru ekki skráð á markaðnum. Meira
13. júlí 1995 | Viðskiptablað | 484 orð

Slegist um laust verslunarhúsnæði

MIKIL eftirspurn er nú eftir verslunarhúsnæði í miðbænum. Á sama tíma virðist sem viðskipti hafi glæðst umtalsvert nú í sumar eftir að hafa verið í töluverðri lægð undanfarin ár. Að sögn Péturs Sveinbjarnarsonar framkvæmdastjóra Þróunarfélags Reykjavíkur hafa menn þar á bæ orðið varir við umtalsverða aukningu í viðskiptum í miðborginni. Meira
13. júlí 1995 | Viðskiptablað | 546 orð

Styr um Ameríkusiglingar

»SAMSKIP tóku þá ákvörðun fyrir skemmstu að slíta viðræðum við Eimskip um áframhaldandi samstarf á Ameríkuleiðinni og hefur tekið á leigu skip til flutninganna. Félögin náðu ekki saman þar sem Samskip taldi sig ekki fá nægilegt flutningsrými á viðunandi verði. Meira
13. júlí 1995 | Viðskiptablað | 137 orð

Undirboð á örbylgjuofnum

ESB hefur lagt til bráðabirgða undirboðstolla á örbylgjuofna, sem fluttir eru inn frá Kína, Suður-Kóreu, Thailandi og Malajsíu, í kjölfar rannsóknar vegna kvartana innlendra framleiðenda í löndum Efnahagsbandalagsins. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

13. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 42 orð

a..... Ef ég hreyfi mig ónáða ég hundinn minn, en ef ég geri það ekki verð é

a..... Ef ég hreyfi mig ónáða ég hundinn minn, en ef ég geri það ekki verð ég of seinn í skólann... ég veit aldrei hvað gera skal... b... Og ég veit aldrei hvað hundurinn minn er að hugsa... Þetta er minn uppáhalds tími... Meira
13. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 40 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman þann 1. júlí sl. í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði af sr. Sigurði Arnarsyni Elísabet Björk Kristjánsdóttir og Hörður Lindberg Pétursson. Með þeim á myndinni er dóttir þeirra Lena Björk.Heimili þeirra er í Lindarhvammi 4, Hafnarfirði. Meira
13. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 675 orð

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐS

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM ­ HEIMA Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verðverð verð(kíló) verð (kr. Meira
13. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 202 orð

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐS

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM ­ HEIMA Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verðverð verð(kíló) verð (kr. Meira
13. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 120 orð

Krossgáta 1

Krossgáta 1LÁRÉTT: 1 sóttkveikju, 4 smánarblett, 7 bor, 8 ávöxtur, 9 verkur, 11 lengdareining, 13 baun, 14 forstöðumaður, 15 greinilegur, 17 vítt, 20 kærleikur, 22 skákar, 23 vesaling, 24 gleðskap, 25 kostirnir. Meira
13. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 272 orð

Stjörnuspá 13.7. Afmælisbarn dagsins: Þú kemur vel fyrir þig orði í ræðu o

Stjörnuspá 13.7. Afmælisbarn dagsins: Þú kemur vel fyrir þig orði í ræðu og riti og nýtur mikils trausts. Á næstunni þarft þú að taka mikilvæga ákvörðun sem getur valdið talsverðum breytingum í lífi þínu. Íhugaðu málið vandlega. Þú glímir við flókið fjölskylduvandamál í dag, og þér tekst að finna réttu lausnina. Meira
13. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 126 orð

STÖÐUMYND B HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp

STÖÐUMYND B HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á svæðamóti í Genting Highlands í Malasíu í vor. Japaninn H. Nishimura (2.285) hafði hvítt og átti leik gegn alþjóðlega meistaranum Nguyen Anh Dung (2.480) frá Víetnam. 24. Meira
13. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 207 orð

Yfirlit: Suð

Yfirlit: Suðvestur af Írlandi er víðáttumikil og nærri kyrrstæð 990 mb lægð. Norður af landinu er 1.025 mb hæðarsvæði. Spá: Norðaustan gola eða kaldi vestan til á landinu en austan gola eða kaldi austan til. Við norður og austurströndina verða þokubakkar og súld á stöku stað. Meira
13. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 208 orð

ÞÚ ert í suður, sagnhafi í 5 laufum. Útspilið er spaðakóngur. Suður gefur; NS

Er einhver von til að vinna spilið, eða hlýtur vörnin að fá tvo slagi á hjarta og einn á tígul? Þegar spilið kom upp fékk sagnhafi þá snjöllu hugdettu að gefa vestri fyrsta slaginn á spaðakóng! Vestur hugsaði sig lengi um, en ákvað svo að spila spaða áfram. Meira
13. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 25 orð

(fyrirsögn vantar)

13. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 73 orð

(fyrirsögn vantar)

13. JÚLÍ Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólris Sól í hád. Sólset Tungl í suðri Meira

Lesbók

13. júlí 1995 | Menningarblað/Lesbók | 8 orð

(fyrirsögn vantar)

Ýmis aukablöð

13. júlí 1995 | Dagskrárblað | 337 orð

Átveislanmikla

ÞAÐ eru ekki nema tuttugu ár síðan Ókind Stevens Spielbergs glefsaði sig inn í huga og hjörtu áhorfenda um víða veröld. Því er ekki úr vegi að spyrja sig hvernig Ókind dagsins í dag hefði orðið. Sennilega væri Pamela Anderson ekki langt innan seilingar í efnislitlum blautbúningi og einhver Baldwin-bræðra í hlutverki sjávarlíffræðings með dökk sólgleraugu. Meira
13. júlí 1995 | Dagskrárblað | 1121 orð

Hasarblaðahetjur ´a hv´ta tjaldinu Hasarblaðaf´g´urur verða æ algengari ´a hv´ta tjaldinu ´ kvikmyndagerð. \Arni Matth´asson

KVIKMYNDIR sumarsins berast ´ kvikmyndah´us vestan hafs hver af annarri um þessar mundir, en þegar er lj´ost hverjir verða ofan´a og hverjir tapa, að minnsta kosti virðast helstu myndir sumarsins ætla að verða myndir um hasarblaðahetjur, Batman og Judge Dredd. Enn sannast að hagnast m´a ´a að kvikmynda hasarblöð og hlutur þeirra verður æ meiri. Meira
13. júlí 1995 | Dagskrárblað | 129 orð

Hið fánýta helgarfár John Travolta var tilnefndur til

Hið fánýta helgarfár John Travolta var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Pulp Fiction nú í ár en það er í annað sinn sem hann er tilnefndur sem besti karlleikarinn í aðalhlutverki. Í fyrra skiptið lék hann diskódanspinnann Tony Manero á eftirminnilegan hátt í einni frægustu mynd diskótímabilsins. Meira
13. júlí 1995 | Dagskrárblað | 67 orð

Í takti við tímann

BÚDDAMUNKARNIR í Tha Ton í norðurhluta Tælands eru ekki ragir við að taka tæknina í sína þjónustu. Í þorpshofinu er nú boðið upp á tölvunámskeið fyrir fjölda lærimunka sem þangað koma ár hvert til að kynna sér nýjustu tækni og vísindi í veröld okkar hinna. Ábótinn er jafnframt afar nútímalegur í háttum, ferðast gjarnan akandi um klausturlendurnar og verður sjaldan viðskila við farsímann sinn. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.