Greinar föstudaginn 28. júlí 1995

Forsíða

28. júlí 1995 | Forsíða | 231 orð

Flóttamönnum fjölgar stöðugt

FRIÐARGÆSLUSVEITIR Sameinuðu þjóðanna (SÞ) fylgdu í gær múslimskum flóttamönnum brott frá griðasvæðinu í bænum Zepa, sem fallinn er í hendur Bosníu-Serbum. Einnig var greint frá því að í hinum enda Bosníu, við landamæri Króatíu, væri hópur serbneskra flóttamanna á flótta undan átökum. Meira
28. júlí 1995 | Forsíða | 50 orð

Íhaldsmenn töpuðu

BRESKI Íhaldsflokkurinn tapaði þingsæti í aukakosningum í Littleborough og Saddleworth í gær. Frjálslyndir demókratar unnu þingsætið með 38% atkvæða en frambjóðandi Verkamannaflokksins lenti í öðru sæti með 34%. Íhaldflokkurinn varð að láta sér nægja þriðja sætið með 24%. Meirihluti stjórnar Johns Majors hefur nú einungis níu þingsæta meirihluta. Meira
28. júlí 1995 | Forsíða | 37 orð

Japanskeisari í Hiroshima

AKIHITO keisari í Japan og Michiko keisarafrú leggja blóm að minnismerki í Friðar- og Minningagarðinum í Hiroshima í gær, í minningu fórnarlamba fyrstu kjarnorkusprengingarinnar í heiminum, 6. ágúst 1945. Keisarahjónin heimsóttu Nagasaki á miðvikudag. Meira
28. júlí 1995 | Forsíða | 111 orð

Óttast sprengingu

NORSK stjórnvöld lýstu því yfir í gær að þegar í stað yrði hafin rannsókn á þeim staðhæfingum Rússa að hætta væri á því að kjarnorkutundurskeyti um borð í rússneska kafbátnum gætu sprungið. "Við höfum farið þess á leit við ráðuneyti varnar- og umhverfismála svo og stofnanir kjarnorkumála að meta hættuna," sagði talsmaður utanríkisráðuneytisins. Meira
28. júlí 1995 | Forsíða | 230 orð

Rannsókn miðar hægt

SKIPTIBORÐ lögreglunnar í París var sem logandi í gær eftir að heitið hafði verið um 13 milljónum kr. í verðlaun hverjum þeim, sem gætu gefið upplýsingar um þá sem stóðu að hryðjuverkinu í neðanjarðarlestinni sl. þriðjudag. Að sögn lögreglunnar miðar þó rannsókninni enn hægt en talið er víst, að sprengiefninu hafi verið komið fyrir í gaskút. Meira
28. júlí 1995 | Forsíða | 90 orð

Skaftá í ham

SKAFTÁ var sem heljarfljót yfir að líta í gær, en þá náði hlaupið í henni hámarki. Áin bar ógnarmagn af jarðvegi og eðju með sér, m.a. efnið úr um 200 metra löngum vegarkafla. Hér steypist beljandinn niður eftir farvegi Eldvatns, en það vill heimamönnum til happs, að hlaup úr Skaftárjökli dreifist í nokkra farvegi. Meira

Fréttir

28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 116 orð

Afmælishátíð með gömlum hætti

HALDIÐ verður upp á 150 ára afmæli Skeggjastaðakirkju í Norður- Múlasýslu sunnudaginn 30. júlí. Reiknað er með að þrjú til sex hundruð manns geri sér ferð að Skeggjastöðum á afmælisdaginn en þá verður m.a. haldin hátíðarmessa í kirkjunni. Meira
28. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 266 orð

Auknar kröfur til undirsáta páfa

SÚ REGLA hefur löngum átt við í Páfagarði að allir starfsmenn páfa skuli vera rómversk-katólskrar trúar og honum eilíflega trúir, hvort sem þeir starfa í fríhöfn staðarins, eða gegna varðmennsku. Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 60 orð

Bílvelta

BÍLL valt skammt austur af Höfn í Hornafirði síðdegis í gær. Í bílnum var þýskt par og hlaut það engan skaða af. Að sögn lögreglunnar á Höfn voru tildrög veltunnar þau að þýski ökumaðurinn ók á lamb og við það missti hann stjórn á bílnum sem fór eina veltu ofan í skurð. Lambið var stuttu síðar aflífað á staðnum. Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 132 orð

Búist við kippum áfram

RAGNAR Stefánsson, jarðskjálftafræðingur Veðurstofu Íslands, segir að búast megi við áframhaldandi jarðhræringum við sunnanverðan Hengilinn á næstu dögum með nokkrum fjölda smáskjálfta sem náð geti svipuðum styrkleika og í hrinunni síðustu daga. Þannig sé ekki ólíklegt að næstu daga verði vart einstakra jarðskjálftakippa af styrkleika um það bil 3 á Richter. Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 152 orð

Bændur nýta slæjur í Borgarfirði

NOKKRIR bændur í Hrútafirði hafa fengið leyfi yfirdýralæknis til að nýta slæjur á tveimur túnspildum í Borgarfirði. Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Keldum, segir að leyfið hafi verið gefið því landið hafi verið vel girt, friðað fyrir fjárbeit og ekki hafi verið notaður húsdýraáburður. Leyfi þarf til að flytja hey á milli varnarhólfa vegna hættu á að smitsjúkdómar berist á milli landsvæða. Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 167 orð

Doktor í félagsfræði

GUÐBJÖRG Linda Rafnsdóttir hefur lokið doktorsprófi í félagsfræði frá Lundarháskóla í Svíþjóð. Doktorsritgerðin fjallar um líf íslenskra fiskverkakvenna og á hvern hátt verkalýðshreyfingin og þá einkum verkakvennafélögin taka mið af "þörfum" þessara kvenna. Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 158 orð

Doktor í stjórnmálafræðum

Björn G. Ólafsson hefur varið doktorsritgerð við stjórnmálafræðideild háskólans í Exeter, Englandi. Ritgerðin fjallar um stöðu smáríkja í heiminum. Leiðbeinandi var Jeffrey Stanyer en andmælendur þeir Peter Butler frá háskólanum í Exeter og prófessor Brian C. Smith frá háskólanum í Dundee. Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 311 orð

Einstök lyf lækkuð um allt að 24%

NÝ REGLUGERÐ um greiðsluþátttöku Tryggingastofnunar í lyfjakostnaði, sem tekur gildi 1. ágúst, hefur þegar haft þær afleiðingar að verð á einstökum lyfjum hefur lækkað um allt að 24% undanfarnar vikur, að því er fram kemur í frétt frá Tryggingastofnun. Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 341 orð

Eitt stærsta hlaup frá upphafi

HLAUPIÐ í Skaftá náði hámarki í gær, en það telst vera eitt hið stærsta frá upphafi. Rennslið í ánni mældist um 1.400 rúmmetrar á sekúndu þegar mest var, sem er um 10 sinnum meira en meðalrennsli. Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 134 orð

Ekkert hefur þokast

EKKERT varð af áætluðum fundi samninganefndar ríkisins og Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar í gær. Deiluaðilar hafa ekki tekið ákvörðun um áframhald viðræðna. Enginn tilgangur íað halda annan fund Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 838 orð

"Ég er þakklátur fyrir að vera á lífi"

"Mér létti mikið þegar ég sá þyrluna," sagði norski kajakræðarinn, Jan Fasting, sem áhöfn TF-SIF bjargaði af hafísnum við Grænland í gær. "Ég var búinn að vera á varðbergi gagnvart ísbjörnunum og gat ekki mikið sofið. Björgunarmennirnir voru mjög færir og björgunin gekk greiðar en ég átti von á. Meira
28. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 189 orð

Faðir Hendrix hreppir auðinn

SÁTT hefur náðst í langvinnum málaferlum föður Jimi Hendrix og hann fær allar eignir gítarsnillingsins, sem metnar eru á jafnvirði 4,4 milljarða króna. Al Hendrix, sem er 76 ára fyrrverandi skrúðgarðyrkjumaður, vann loks sigur eftir áralöng málaferli til að greiða úr fjárhagslegum vandræðum sem gítarleikarinn var í þegar hann lést fyrir 25 árum, 27 ára að aldri, Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 120 orð

Fimmtán þúsund skópör

FYRSTI skógámurinn, sem Steinar Waage skóverzlun hf. hefur safnað notuðum skóm í á þessu ári, er nú tilbúinn til flutnings og fer til hjálparstofnunar kirkjunnar í Þýzkalandi. Í gámnum eru um 15 þúusund pör. Fyrirtækið safnaði notuðum skóm til hjálparstarfs fyrir tveimur árum og fóru þá þrír gámar úr landi. Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 410 orð

"Flokksmönnum fjölgar sé þeim treyst fyrir verkefnum"

SJÖ stuðningsmenn Margrétar Frímannsdóttur þingmanns afhentu í gærmorgun Sigríði Jóhannesdóttur, formanni framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins, framboð Margrétar til formennsku í flokknum einni stundu áður en framboðsfrestur rann út. Tveir skiluðu framboðum í formannskjörið, Margrét og Steingrímur J. Sigfússon. Atkvæðagreiðsla fer fram bréflega dagana 29. september til 13. október. Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 92 orð

Flóabúið gjaldahæst

HEILDARÁLAGNING í Suðurlandsumdæmi nam 2.968 milljónum króna, þar af 2.515 milljónum hjá einstaklingum og 453 milljónum hjá lögaðilum. Á seinasta ári greiddu Sunnlendingar alls 2.583 milljónir í skatta. Mjólkurbú Flóamanna greiðir hæstu gjöldin eða rúmar 57 milljónir, en Sigfús Kristinsson greiðir mest einstaklinga. Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 820 orð

Flóttamennirnir ekki á heimleið

Fyrir um ári síðan streymdu flóttamenn frá Rúanda yfir landamærin til Tanzaníu. Voru þeir að flýja blóðuga borgarastyrjöld og fjöldamorð heima fyrir. Nú hefur ástandið í Rúanda skánað en ástandið í nágrannaríkinu Búrúndi að sama skapi versnað og eru nú um 700 þúsund flóttamenn í Tanzaníu frá löndunum tveimur. Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 70 orð

Flugdagur Flugtaks á Reykjavíkurflugvelli

FLUGSKÓLINN Flugtak heldur sinn árlega flugdag á morgun, laugardag. Eins og áður verður mikið um að vera og má þar nefna listflug, fallhlífarstökk, lágflug farþegaþotna, svifflug, útsýnisflug með flugvélum og þyrlum, flug módelflugvéla o.fl. Dagskráin stendur frá kl. 14­16 og verður við gamla flugturninn á Reykjavíkurflugvelli. Útsýnisflugið hefst kl. 13 og stendur til kl. 18. Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 168 orð

Fulltrúar skipaðir í tækniráð

Á BÆJARRÁÐSFUNDI í Hafnarfirði í gær voru skipaðir þrír fulltrúar í nýstofnað framkvæmda- og tækniráð. Í ráðið voru skipaðir Jóhann G. Bergþórsson verkfræðingur, Sigþór Jóhannesson verkfræðingur og Magnús Jón Árnason kennari. Í samþykkt um framkvæmda- og tækniráð segir að í því skuli sitja þrír menn með tæknimenntun, en Magnús uppfyllir ekki það skilyrði. Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 263 orð

Fækka þarf starfsfólki

DAVÍÐ Á. GUNNARSSON, forstjóri Ríkisspítalanna, segir að spara þurfi 100 til 200 milljónir í rekstrinum á síðari hluta þessa árs. Hluta af þeirri fjárhæð verður mætt með fækkun starfsfólks. Samráð haft við starfsmenn Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 71 orð

Gróðurkortanámskeið

HIÐ íslenska náttúrufræðifélag efnir til námskeiðs í notkun og gerð gróðurkorta laugardaginn 12. ágúst. Námskeiðið hefst kl. 10 í fundarsal Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins á Keldnaholti á kortakynningu og starfsaðferðum, en síðan fara fram hagnýtar æfingar úti í náttúrunni sjálfri. Meira
28. júlí 1995 | Landsbyggðin | 66 orð

Gróðursett í nýjum vinalundi

FÉLAGAR í Ísfirðingafélaginu í Reykjavík, sem komu til Ísafjarðar í tilefni af 50 ára afmælishátíð félagsins, efndu til lautarferðar inn í Tunguskóg á sunnudag. Þar gróðursettu þeir fimmtíu plöntur í nýjum vinalundi Ísfirðingafélagsins, en til hans var stofnað eftir snjóflóðið mikla sem féll á Seljalandsdal og Tungudal í apríl á síðasta ári. Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 122 orð

Gönguferð um Vestureyna

HEFÐBUNDIN helgardagskrá í Viðey er fólgin í gönguferð með leiðsögn á laugardögum. Annan hvern sunnudag er messa í Viðeyjarkirkju, en alla sunnudaga er staðarskoðun kl. 15.15. Auk þess er ljósmyndasýning opin í Viðeyjarskóla alla eftirmiðdaga og svo er hestaleiga starfandi alla daga. Tjaldstæði eru einnig leyfð í eynni. Á morgun verður gönguferð um Vestureyna. Meira
28. júlí 1995 | Smáfréttir | 34 orð

GÖTULEIKHÚSIÐ setur upp útisýningu í porti Hafnarhússins

setur upp útisýningu í porti Hafnarhússins við Tryggvagötu á föstudagskvöldið kl. 23. Þar verður sett upp skrautsýning þar sem við sögu koma karlakórinn Silfur Egils, sönghópurinn Galliard, fimleikamenn úr Ármanni, rokkhljómsveit og ýmsir aðrir. Meira
28. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 176 orð

Hafliði Hallgrímsson sýnir grafíkverk

SÝNING á grafíkverkum eftir Hafliða Hallgrímsson tónskáld verður opnuð í vestursal Listasafnsins á Akureyri á laugardag, 29. júlí kl. 16.00. Sellóleikarinn og tónskáldið Hafliði Hallgrímsson fæddist á Akureyri árið 1941. Hann útskrifaðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1962 en stundaði síðan nám í Róm og Lundúnum. Meira
28. júlí 1995 | Landsbyggðin | 83 orð

Handverkshúsið í Árnesi

Eystra-Geldingaholt­HANDVERKSHÚSIÐ Árnesi, sem þær Kristjana Gestsdóttir, Hraunhólum, og Hjördís Hannesdóttir, Bugðugerði, hafa rekið í sumar í félagsheimilinu Árnesi í Gnúpverjahreppi, efnir á morgun til kvöldsamveru í annað sinn. Handverkshúsið stóð fyrir kvöldsamveru með stuðningi KÁ og forráðamanna sveitarfélagsins og félagsheimilisins 22. júlí sl. Meira
28. júlí 1995 | Óflokkað efni | 148 orð

Háskólabíó frumsýnir Jack & Sarah

KVIKMYNDIN Jack & Sarah, með Richard E. Grant og Samantha Mathis í aðalhlutverkum, verður frumsýnd í dag, föstudag, í Háskólabíói. Myndin fjallar um ungan mann, Jack að nafni, sem er á miklum tímamótum í lífi sínu. Hann er í ábyrgðarmiklu starfi, nýbúinn að kaupa sér hús og síðast en ekki síst nýorðinn einstæður faðir og barnið er á bleiualdri. Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 85 orð

Heimtur úr helju

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, bjargaði í gær norskum kajakræðara, Jan Fasting, af ísjaka um 170 sjómílur norður af Íslandi. Gæsluvélin TF-SYN hafði þá fundið manninn með hjálp neyðarsendis. Jan fór frá Grænlandi á mánudag áleiðis til Íslands, en lenti fljótlega í hafís. Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 144 orð

Hestasýningar alla laugardaga

SÖLUSÝNINGAR á folöldum og kynbótahrossum verða á hrossaræktarbúinu á Árbakka í Landsveit alla laugardaga í sumar líkt og verið hefur undanfarin ár. Hrossin á Árbakka eru öll af Kolkuóssgrein hins þekkta Svaðastaðastofns, en ræktun þessa gæðingakyns má rekja allt aftur til miðrar 18. aldar. Meira
28. júlí 1995 | Miðopna | 1240 orð

Hindrar þróun á fjármagnsmarkaði

Seðlabankinn telur að stimpilgjöld leiði til minni veltu á verðbréfum, hafi áhrif á stöðugleika fjármagnsmarkaða og leiði til þess að viðskipti flytjist til annarra landa. Í grein Ómars Friðrikssonar kemur fram að í frumvarpsdrögum í fjármálaráðuneytinu er lagt til að stimpilgjöld verði tengd lánstíma, Meira
28. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 146 orð

Hlynur og Ásmundur sýna í Deiglunni Hlynur Hallsson

Hlynur Hallsson og Ásmundur Ásmundsson opna sýningu í Deiglunni á morgun, laugardaginn 29. júlí kl. 14.00. Sýningin er einn liður í Listasumri sem nú stendur yfir. Þeir félagar eru Akureyringar og stunduðu nám í Myndlistarskólanum á Akureyri og í fjöltækni við Myndlistar- og handíðaskóla Íslands en þaðan útskrifuðust þeir árið 1993. Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 243 orð

Hringurinn samtengdur Bylgjunni og FM

TVEIR tólf ára gamlir strákar hafa starfrækt útvarpsstöðina Hringinn síðustu daga úr herbergi bróður annars útvarpsstjórans í Sæviðarsundi í Reykjavík. Útvarpsstjórarnir, Baldur Kristjánsson og Birgir Haraldsson, segja að útsendingar hafi hafist sl. laugardag og dagskrárefnið er tónlist af margvíslegum toga. Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 264 orð

Hugmyndir um breikkun skattstofns

FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir að stimpilgjöld valdi óhagræði á íslenskum fjármagnsmarkaði en frá því í vor hafa legið fyrir drög að frumvarpi um breytingar á stimpilgjaldtöku í fjármálaráðuneytinu. Þar er m.a. Meira
28. júlí 1995 | Miðopna | 1257 orð

Hvert skal haldið um verslunarmannahelgina?

FERÐALÖGHvert skal haldið um verslunarmannahelgina? Mesta ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgin, er að viku liðinni og margir farnir að hugsa sér til hreyfings. Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 300 orð

Hæstu gjöldin á Seltjarnarnesi

ÍBÚAR Seltjarnarness greiða hlutfallslega hæstu skatta í Reykjanesumdæmi. Hver gjaldandi greiðir röskar 400 þúsund í skatta. Næstir koma íbúar Garðabæjar með 382 þúsund. Þriðju í röðinni koma íbúar Bessastaðahrepps með 317 þúsund. Grindvíkingar eru í fjórða sæti með 304 þúsund krónur í skatta að meðaltali. Meira
28. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 231 orð

Írakar vilja samskipti við Kúveit og Saudi- Arabíu

ÍRAKAR eru reiðubúnir að taka á ný upp samskipti við erkióvini sína úr Persaflóastríðinu, Saudi-Araba og Kúveita, eftir fimm ára hlé. Þetta er haft eftir utanríkisráðherra Íraks, Mohammad Saeed al- Sahaf, í marokkósku dagblaði í gær. Yfirvöld í Írak hafa ekki haft nein bein tengsl við þessi tvö lönd síðan íraskar hersveitir réðust inn í Kúveit í ágúst 1990. Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 458 orð

Kajakræðara bjargað af ísjaka við Grænland

JAN Fasting, 31 árs gömlum Norðmanni, var bjargað í gær af ísjaka 170 sjómílur norður af Ísafirði. Fasting reri frá Cap Brewster við Scoresbysund á Grænlandi áleiðis til Íslands á mánudag. Eftir 10 tíma róður lenti hann í hafísbelti. Hann hélt ferðinni áfram en eftir tveggja sólarhringa ferðalag var ísinn orðinn svo þéttur að ekki varð lengra komist. Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 166 orð

KEA greiðir 76 milljónir

EINSTAKLINGAR í Norðurlandsumdæmi eystra greiða alls 4.767 milljónir í opinber gjöld á þessu ári, þar af rúma 2,4 milljarða í tekjuskatt og rúma 2 milljarða í útsvar. Lögaðilar greiða 992 milljónir í skatta, þar af 215 milljónir í tekjuskatt. Sem fyrr er það KEA sem greiðar hæst gjöld eða 76 milljónir. Meira
28. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 128 orð

Konan sem heillaði Washington

EKKJA kínverska hershöfðingjans og forsetans Chiang Kai- sheks er í sex vikna heimsókn í Bandaríkjunum í tilefni þess að 2. september verður hálf öld liðin frá því stríðinu gegn Japan lauk. Meira
28. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 78 orð

Listasumar

AÐALHEIÐUR S. Eysteinsdóttir sýnir í Glugganum, sýningarrými á vegum Listasumars í verslunarglugga vöruhúss KEA í Hafnarstæti í eina viku frá og með deginum í dag. Í Glugganum sýna í sumar tíu listamenn og er skipt einu sinni í viku, á föstudögum. Meira
28. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 277 orð

Lofar aukinni vígvæðingu í Tævan

LEE Teng-hui, forseti Tævans, sagði í gær að Tævanir myndu ekki láta undan þrýstingi Kínverja og lofaði aukinni vígvæðingu til að fæla þá frá árásum á eyjuna. Verð hlutabréfa hækkaði um 5,55% eftir að Kínverjar hættu eldflaugatilraunum sínum sem höfðu valdið verðfalli á fjármálamörkuðum Tævans. Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 194 orð

Lyfsalar eru í toppsætum

HARALDUR Böðvarsson hf. á Akranesi er hæsti greiðandi opinberra gjalda á Vesturlandi með samtals rúmar 26 milljónir í skatta. Skattgreiðslur fyrirtækisins eru mun hærri í ár en í fyrra þegar það greiddi tæpar 20 milljónir í skatta. Kristinn Gunnarsson, lyfsali í Borgarnesi, er hæstur einstaklinga með tæpar 5,4 milljónir í skatta. Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 97 orð

Mannbjörg þegar trilla sökk

MANNBJÖRG varð þegar lítil trilla, Valborg BA 130, sökk 17 sjómílur vestur af Blakk við Patreksfjörð um kl. 23.20 í gærkvöldi. Ekki er vitað um tildrög slyssins en maðurinn, sem var einn á báti, fór í sjóinn en komst um borð í gúmbjörgunarbát skömmu síðar. Ágætis veður var á slysstað. Vélbáturinn Hafliði BA kom að Valborgu eftir að skipverjinn hafði skotið upp neyðarblysi. Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 100 orð

Meðalskattar 297 þúsund

EINSTAKLINGAR á Vestfjörðum greiða rúma tvo milljarða í skatta sem er 8,4% hækkun milli ára. Að meðaltali greiðir hver einstaklingur á Vestfjörðum um 297 þúsund krónur í skatta. Fyrirtæki á Vestfjörðum greiða 500 þúsund krónur að meðaltali í tekjuskatt. Heildargjöld lögaðila nema tæpum 394 milljónum sem er 20% hækkun frá fyrra ári. Meira
28. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 96 orð

Meirihluti vill ESB-stjórn

MEIRIHLUTI íbúa Evrópusambandsins er hlynntur því að komið verði á sameiginlegri ESB-stjórn, samkvæmt skoðanakönnun á vegum framkvæmdastjórnarinnar. Alls sögðust 55% íbúa aðildaríkjanna vera hlynntir slíkri stjórn. Meirihluti var fyrir hugmyndinni í átta ríkjum en könnunin var framkvæmd í desember er aðildarríkin töldu ennþá tólf. Niðurstöður hennar voru þó ekki kynntar fyrr en í gær. Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 288 orð

Nessöfnuður í hóp landnema

UM 80 félagssamtök hafa fengið úthlutað reit til trjáræktar í Heiðmörk og á sunnudaginn bættist þar við fyrsti kirkjusöfnuðurinn í Reykjavík, þegar hópur á vegum Nessóknar gróðursetti hátt í 300 plöntur í spildu í Skógarhlíð. Meira
28. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 232 orð

Nýju ESB-borgararnir eru efasemdarmenn

ÍBÚAR nýjustu aðildarríkja ESB, Svíþjóðar, Austurríkis og Finnlands, eru þeir sem mestar efasemdir hafa um framtíð sambandsins. Kemur þetta fram í nýrri skoðanakönnun, sem framkvæmdastjórn ESB gerði opinbera í gær. Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 69 orð

Nýjungar og ný íslensk verk

LEIKFÉLAG Reykjavíkur frumsýnir fjögur ný íslensk leikverk á stóra sviðinu á næsta leikári, þ.ám. nýja leikgerð Bríetar Héðinsdóttur á Íslandsklukku Halldórs Laxness. Á litla sviðinu verður m.a. frumsýnt nýtt verk eftir Ljúdmílu Razumovskaju, höfund Kæru Jelenu. Af nýjungum í starfseminni má nefna að í forsal verða hádegisleiksýningar og myndlistarsýningar. Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 68 orð

Ný verslun í Borgarkringlunni

NÝLEGA opnaði í Borgarkringlunni verslunin Dekor.. Verslunin hefur á boðstólum silfurfatnað, bæði fyrir dömur og herra, t.d. slæður, bindi, jakka, stuttbuxur, náttföt o.fl. Stærsti vöruflokkur verslunarinnar er handsaumuð bútasaumsrúmteppi í mismunandi gerðum. Einnig er verslunin með silki-bútasaumsteppi. Meira
28. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 207 orð

Orkla ákveður að selja Hansa

NORSKA fyrirtækið Orkla AS greindi frá því í gær að það hefði ákveðið í samráði við Volvo í Svíþjóð að selja brugghúsið Hansa vegna gagnrýni Evrópusambandsins. Orkla sagði að salan á Hansa myndi ekki hafa nein áhrif á áformin um samruna brugghúsana Ringnes, sem er í eigu Orkla og Pripps, sem er í eigu Volvo. Meira
28. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 341 orð

Segja Wu viðurkenna falsanir í heimildarmynd

ANDÓFSMAÐURINN Harry Wu, sem handtekinn var í Kína fyrir skömmu, hefur játað að staðreyndir í sjónvarpsmynd sem tekin var með leynd í kínverskum vinnufangabúðum séu falsaðar, að sögn kínversku ríkisfréttastofunnar Xhinhua í gær. Wu er 58 ára gamall, fæddur í Kína og var sjálfur í 19 ár í vinnubúðum en fékk bandarískan ríkisborgararétt 1985. Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 201 orð

Skattskráin liggur frammi í 2 vikur

SKATTSKRÁIN vegna tekna og eigna ársins 1994 var lögð fram í gær. Hún mun liggja frammi á skattstofum til 10. ágúst almenningi og fjölmiðlum til sýnis. Tölvunefnd úrskurðar um birtingu upplýsinga Meira
28. júlí 1995 | Landsbyggðin | 312 orð

Skeggjastaðakirkja 150 ára

Bakkafjörður-30. júlí nk. verður haldið upp á 150 ára afmæli Skeggjastaðakirkju, hún er elsta timburkirkja á Austurlandi, byggð af Hósíasi Árnasyni árið 1845. Skeggjastaðaprestakall er númer eitt í Skálholtsstifti og er talið frá henni réttsælis suður á land yfir í Hólastift alla leið til Þórshafnar. Meira
28. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 39 orð

Skógareldar á Spáni

SLÖKKVILIÐSMENN berjast við skógarelda norður af Madríd á Spáni en þúsundir hektarar lands hafa orðið eldi að bráð að undanförnu. Miklir hitar og þurrkar í kjölfarið hafa gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir með að hefta útbreiðslu skógareldanna. Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 106 orð

Skuldabréfa útboð í athugun

Í ATHUGUN er að Húsnæðisstofnun taki aftur upp beina sölu skuldabréfa í haust til að fjármagna byggingarsjóðina, en stofnunin hætti í fyrra að bjóða út húsnæðisbréf þar sem þau seldust ekki á sömu vöxtum og boðnir voru á ríkisskuldabréfum. Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 158 orð

SR-mjöl langhæsti gjaldandi

SR-MJÖL á Siglufirði er langhæsti skattgreiðandinn á Norðurlandi vestra með rúmar 47 milljónir í skatta. Heildargjöld lögaðila eru 342 milljónir sem er hækkun um tæp 10% milli ára. Hvert fyrirtæki greiðir að meðaltali 735 þúsund í tekjuskatt, en greiddu 821 þúsund í fyrra. Fyrirtækjum sem greiða tekjuskatt fjölgaði úr 95 í 102. Meira
28. júlí 1995 | Akureyri og nágrenni | 253 orð

Starfsdagur í gamla bænum

STARFSDAGUR verður haldinn í gamla bænum í Laufási næstkomandi sunnudag. Sams konar dagur var haldinn í fyrra og komu þá yfir 1.000 manns í heimsókn og fylgdust með fólki vinna hin gömlu sveitastörf, bæði innan dyra í bænum og úti á hlaði. Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 172 orð

Stokkur undir stubbana

ÆSKULÝÐSSAMBAND Íslands hefur hrundið af stað náttúruverndarátaki sem kallast "Stubbastokkur náttúrunnar vegna", til verndar íslenskri náttúru. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins lét hanna "stokk" sem er ætlaður undri vindlingastubba og tyggigúmmí. Stokkurinn er framleiddur í plastverksmiðjunni Sigurplasti í Mosfellsbæ. Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 163 orð

Sýnið sauðkindinni sóma

ALLIR hafa sína skoðun á sauðkindinni. Menn segja hana hafa eytt gróðri en aðrir halda því fram að hófleg beit sé grónu landi nauðsynleg. Svo deila menn um fjölda sauðfjár í landinu, verðmyndun lambakjöts og flest annað sem skepnunni viðkemur. Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 65 orð

Tekjur ÁTVR minnka

HAGNAÐUR Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins er nokkru lægri, það sem af er árinu, en áætlað var. Stafar það einkum af því að bjórsala hefur aukist á kostnað sterkari drykkja, en gjald til ríkisins fer eftir áfengislítrum. Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 102 orð

Tekjuskattur tvöfaldaðist

EINS og oft áður er Síldarvinnslan hf. á Neskaupstað hæsti greiðandi opinberra gjalda á Austurlandi með rúmar 28 milljónir. Fyrirtæki á Austurlandi greiða að meðaltali tvöfalt meira í tekjuskatt í ár en í fyrra. Þá greiddu fyrirtækin að meðaltali 446 þúsund í tekjuskatt, en núna greiða þau 895 þúsund. Fyrirtækjum sem greiða tekjuskatt fjölgar einnig úr 50 í 119. Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 151 orð

Útlit fyrir tap á rekstri ÚA

ÚTLIT er fyrir að tap verði á rekstri Útgerðarfélags Akureyringa hf. á árinu. Miðað við reksturinn fyrri hluta ársins gæti tapið í heild orðið á annað hundrað milljónir, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, en stjórnendur félagsins vinna að því að draga úr því. Á síðasta ári varð hagnaður upp á 155 milljónir kr. af rekstri Útgerðarfélagsins. Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 64 orð

Útsölumarkaður Olís

OLÍS opnaði útsölumarkað í 500 fm sölutjaldi við þjónustustöðina Álfheima í gær. Á útsölunni kennir ýmissa grasa; þar verða til sölu gasvörur ýmiskonar, allra handa viðleguútbúnaður, leikföng, grill o.m.fl. Verðlækkun frá almennu útsöluverði er umtalsverð en dæmi eru um að vara lækki um allt að sjötíu prósent. Meira
28. júlí 1995 | Erlendar fréttir | 364 orð

Vestur-Evrópa fordæmir Bandaríkjaþing

STJÓRNIR Vestur-Evrópu fordæmdu niðurstöðu atkvæðagreiðslu öldungadeildar Bandaríkjaþings um að aflétta vopnasölubanninu á Bosníu einróma í gær. Charles Millon, varnarmálaráðherra Frakka, sagði að öldungadeildin hefði gert "alvarleg mistök" með því að greiða atkvæði með því að banninu verði aflétt. "Afleiðingarnar fyrir okkur eru ljósar. Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 61 orð

Vinnslustöðin greiðir mest

HEILDARÁLAGNING opinberra gjalda í Vestmannaeyjum nemur alls tæplega 1,3 milljarða. Einstaklingar greiða röskan milljarð og lögaðilar greiða tæplega 200 milljónir. Vaxtabætur og barnabætur nema 126 milljónir. Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 481 orð

Víða að glæðast veiði

LAXVEIÐIN hefur víða tekið vel við sér á nýjan leik eftir að það hlýnaði í veðri og þykknaði upp. Nú er enn stórstreymi og ljóst að göngum er ekki lokið. Hins vegar er vatnsleysi farið að hrjá í sumum ám. Laxá í Kjós orðin vatnslítil Meira
28. júlí 1995 | Innlendar fréttir | 128 orð

Þorvaldur Guðmundsson hæstur með 41 milljón

ÞORVALDUR Guðmundsson forstjóri er sá skattgreiðandi í Reykjavík sem greiðir hæstan tekjuskatt einstaklinga, en eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær greiðir hann 41 milljón króna samtals í opinber gjöld. Þorvaldur er einnig efstur yfir greiðendur eignarskatts. Meira

Ritstjórnargreinar

28. júlí 1995 | Staksteinar | 296 orð

Úthafsveiðar FRJÁLSAR veiðar á úthafinu eru glæfraspil, þótt íslenzkir útgerðarmenn kunni að hafa af þeim ávinning um skamman

FRJÁLSAR veiðar á úthafinu eru glæfraspil, þótt íslenzkir útgerðarmenn kunni að hafa af þeim ávinning um skamman tíma. Þetta segir í forustugrein Tímans sl. miðvikudag. Undir stjórn Meira
28. júlí 1995 | Leiðarar | 486 orð

VINNUFRAMLAG OG OFSKÖTTUN

leiðari VINNUFRAMLAG OG OFSKÖTTUN KATTBYRÐI einstaklinga hefur vaxið svo undanfarin ár, að hún er orðin vinnuletjandi. Innheimtuhlutfall í staðgreiðslu nemur nú 41,84%, en var 35,2%, þegar hún var tekin upp árið 1988. Hér kemur til aukin skattheimta bæði ríkis og sveitarfélaga. Meira

Menning

28. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 142 orð

Að eilífu Batman frumsýnd í dag

SAMBÍÓIN og Borgarbíó, Akureyri hafa tekið til sýninga kvikmyndina "Batman Forever" eða Að eilífu Batman eins og hún hefur verið nefnd á íslensku. Að eilífu Batman er sjálfstætt framhald fyrri myndanna tveggja um Leðurblökumanninn og ævintýri hans og kynnir nú til sögunnar fjölmargar nýjar sögupersónur. Nýr leikari leikur Batman og nýr leikstjóri er við stjórvölinn. Meira
28. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 133 orð

Arnold hrósar sigri

FRÆGÐARSÓLIN getur á stundum valdið stjörnunum sólbruna, þegar misvitrir aðilar reyna að auka veg sinn á upplognum óförum þeirra. Það fékk svipbrigðaleikarinn Arnold Scwarzenegger að reyna nýlega, þegar franskt blað hélt því fram að hann hefði verið einn viðskiptavina vændismóðurinnar Heidi Fleiss. Meira
28. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 155 orð

Brinkley og Taubman skilja

FYRIRSÆTAN nafnkennda, Christie Brinkley, hefur skilið við eiginmann sinn, Rick Taubman, eftir 7 mánaða hjónaband. Christie var sem kunnugt er gift söngvaranum Billy Joel í 9 ár, en skildi við hann í ágústmánuði síðastliðnum. "Eftir mikla íhugun og vangaveltur hef ég ákveðið að skilja við eiginmann minn, Ricky Taubman," sagði í yfirlýsingu sem Brinkley gaf út síðastliðinn miðvikudag. Meira
28. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 58 orð

Cynthia selur öskju Lennons

CYNTHIA Lennon, fyrri eiginkona bítilsins Johns Lennons, hefur ákveðið að selja öskju nokkra sem var í eigu hans um tíma. Öskjuna notaði hann undir birgðir sínar af eiturlyfinu marijúana. Búist er við að um það bil 40 þúsund krónur fáist fyrir gripinn, sem verður til sölu á uppboði Christie-fyrirtækisins í Lundúnum í september næstkomandi. Meira
28. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 126 orð

Dánarorsök ljós

NÚ HEFUR komið í ljós að fyrirsætan Krissy Taylor þjáðist af astma á háu stigi, en sagt var frá skyndilegum dauðdaga hennar í Morgunblaðinu fyrir skömmu. Krissy, sem náði aðeins 17 ára aldri, féll niður á heimili sínu þann 2. júlí síðastliðinn. Systir hennar, Niki, sem einnig er þekkt fyrirsæta, kom að henni skömmu seinna. Meira
28. júlí 1995 | Menningarlíf | 199 orð

Enskur organisti í Hallgrímskirkju

SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 30. júlí leikur breski organistinn Roger Sayer á fimmtu orgeltónleikum sumarsins í Hallgrímskirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Roger Sayer er organisti og tónlistarstjóri dómkirkjunnar í Rocherster á Englandi þar sem hann hefur starfað síðan 1989. Meira
28. júlí 1995 | Menningarlíf | 107 orð

Fjórar sýningar í Nýlistasafninu

Á MORGUN kl. 20 verða opnaðar fjórar sýningar í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b í Reykjavík. Sýnendur í aðalsölum eru Frederike Feldman, Frank Reitenspiess og Markus Strieder frá Þýskalandi og Gunilla Bandolin frá Svíþjóð. Harpa Árnadóttirer gestur safnsins í setustofu að þessu sinni. Meira
28. júlí 1995 | Menningarlíf | 414 orð

Fólkið er orðið háð menningunni

VOPNAFJARÐARDAGAR er heitið á menningarhátíð á Vopnafirði sem nú er haldin í annað skipti á jafnmörgum árum. Dagskráin verður fjölbreytt sem fyrr og koma þar við sögu jafnt heimamenn sem og þjóðkunnir skemmtikraftar. Meira
28. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 90 orð

Fær ekki að njóta frægðarinnar

ÞEGAR 4 mánuðir eru liðnir frá dauða bandarísku poppsöngkonunnar Selenu, virðist hún hafa náð þeirri frægð sem hana dreymdi um í lifanda lífi. Hún var myrt á óhugnanlegan hátt eftir rifrildi við aðdáanda sinn í mars síðastliðnum. Plata hennar, "Dreaming of You", seldist í 331.000 eintökum fyrstu vikuna sem hún var á bandarískum markaði. Meira
28. júlí 1995 | Menningarlíf | 66 orð

Glugginn Akureyri

AÐALHEIÐUR S. Eysteinsdóttir sýnir í Glugganum á Akureyri. Glugginn er sýningarrými á vegum Listasumars '95 í verslunarglugga vöruhúss KEA í Hafnarstræti. Þar sýna nú í sumar tíu listamenn og er skipt einu sinni í viku, á föstudögum. Aðalheiður útskrifaðist frá Myndlistarskólanum á Akureyri, málaradeild, vorið 1993. Hún hefur síðan verið starfandi myndlistarmaður á Akureyri. Meira
28. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 83 orð

Hanks og Lovell snúa bökum saman

LEIKARINN hófláti, Tom Hanks, styður við bakið á vini sínum Jim Lovell í baráttu hans fyrir auknum framlögum bandarísku þjóðarinnar til geimferðaáætlunarinnar. Jim er fyrrverandi geimfari og fór í hina frægu ferð Apollo 13 geimfarsins sem samnefnd mynd fjallar um. Meira
28. júlí 1995 | Menningarlíf | 147 orð

Hein hannar enn

DANSKA skáldið, uppfinningamaðurinn og hönnuðurinn Piet Hein er enn að, þrátt fyrir að hann sé orðinn 89 ára. Á hverju ári eru kynntir á milli 10 og 15 munir sem hann hefur hannað, þó að ekki sé allt nýtt af nálinni. Meira
28. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 60 orð

Hress á ný

EILÍFÐARROKKARINN Billy Joel er greinilega búinn að ná sér eftir skilnað sinn við fyrirsætuna Christie Brinkley á síðasta ári. Hann virðist njóta lífsins með nýjustu vinkonu sinni á meðan Christie stendur í erfiðum skilnaði við eiginmann sinn Rick Taubman. Hérna er hann ásamt elskunni sinni, Carolyn Beegan, á opnun myndlistarsýningar hennar, en hún er málari að atvinnu. Meira
28. júlí 1995 | Menningarlíf | 378 orð

Höggmyndasýning í upprunalegu umhverfi

HUGVIT, frjór hugsunarháttur, glöggt skynbragð á list og verksvit er það sem liggur til grundvallar því listasafni sem Páll á Húsafelli hefur valið sér. Það kemur fram í hinni fjölbreyttu sköpunaraðferðum sem hann notar við listsköpun. Hann notar á hefðbundinn hátt léreft og steina, gerir höggmyndir í steina, stóra sem smáa, hvort sem er harðasta blágrýti eða mjúka sandsteina. Meira
28. júlí 1995 | Menningarlíf | 115 orð

Íslensk-spænsk listakona í Gallerí Kaffi 17

MARIBEL Gonzalez Sigurjons, ung íslensk-spænsk listakona, heldur sýningu á verkum sínum í Gallerí Kaffi 17, Laugavegi 91, 28. júlí til 11. ágúst. Hún sýnir einþrykksmyndir og myndir unnar með blandaðri tækni. Listakonan stundaði nám við San Eloy-listaskólann í heimaborg sinni Salamanca 1981-92 og lauk prófi í fagurlistum frá háskólanum í Salamanca. Meira
28. júlí 1995 | Menningarlíf | 230 orð

Lof borið á Sigurð Flosason Plata kvintetts Guys Barkers, Into the Blue, þar sem Sigurður Flosason leikur á saxófón, var

PLATA Kvintetts Guys Barkers, Into the Blue, var á þriðjudag tilnefnd til Mercury-tónlistarverðlaunanna, en meðal meðlima er saxófónleikarinn Sigurður Flosason. Mercury-verðlaunin eru ein helstu tónlistarverðlaun Bretlands og sjaldgæft er að jassplötur séu tilnefndar. Meira
28. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 108 orð

Nekt ógnar indversku samfélagi

ÞESSI indverska auglýsing á strigaskóm olli miklu fári þar í landi er hún birtist í kvikmyndatímaritinu Cine Blitz í Bombay. Nekt í fjölmiðlum er ekki liðin af stjórnvöldum þar í landi, þar sem hún er talin andstæð ríkjandi gildum í indversku samfélagi. Meira
28. júlí 1995 | Menningarlíf | 752 orð

Ný íslensk verk í aðalhlutverki

Á NÆSTA leikári Leikfélags Reykjavíkur mun verða bryddað upp á ýmiskonar nýjungum í starfsemi félagsins. Borgarleikhúsið verður ekki aðeins vettvangur hefðbundinna leiksýninga. Þar verður starfrækt hádegisleikhús í forsal, í þeim sama sal verður einnig leikin kammertónlist og sýnd myndlist, húsið mun og standa fyrir tónleikaröð og ýmsum verkefnum í samstarfi við leikskáld. Meira
28. júlí 1995 | Fólk í fréttum | 31 orð

Seinheppið par

ÓLUKKAN virðist elta Hugh Grant og Elizabeth Hurley á röndum. Aðfaranótt síðastliðins miðvikudags var brotist inn á heimili þeirra í Lundúnum. Ýmiss konar skrautgripum, silfurmunum og demöntum var stolið. Meira
28. júlí 1995 | Menningarlíf | 732 orð

"SKAGAREK"

Samsýning 14 listamanna. Opið kl. 14-16.30 alla daga til 20. ágúst. Aðgangur kr. 250. ÞRÁTT fyrir allan barlóm má segja að myndlistin sé í mikilli sókn á landsvísu, sé litið til þeirrar aðstöðu sem hefur orðið til á síðustu árum. Meira
28. júlí 1995 | Menningarlíf | 244 orð

Tónleikar í Grindavíkurkirkju

Á TÓNLEIKUM sem haldnir verða í Grindavíkurkirju á sunnudag kl. 18, verður bæði flautuleikur og slagverk í bland. Á efnisskránni verða verk eftir Áskel Másson, Niel Deponte, Debussy, Alice Gomez og Bach. Kristjana Helgadóttir lauk blásarakennaraprófi frá Tónlistarskóla Reykjavíkur 1994 og burtfararprófi þaðan 1995. Aðalkennari hennar þar var Bernard Wilkinson. Meira
28. júlí 1995 | Menningarlíf | 862 orð

Tónskáldið klórar í koparinn

Á SÝNINGUNNI sem er í vestursal safnsins eru 35 myndir sem Hafliði hefur gert á undanförnum þremur árum, en hluta myndanna hefur hann áður sýnt, í Skálholti fyrir tveimur árum, í Hallgrímskirkju á síðasta sumri og auk þess á norrænni menningarhátíð í Colchester. Við opnun sýningarinnar í dag mun Helga Bryndís Magnúsdóttir leika nokkur píanótónverk Hafliða. Meira
28. júlí 1995 | Menningarlíf | 119 orð

Tvær sýningar í Hveragerði

ÞORBJÖRG Pálsdóttir og Hannes Lárusson sýna í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði frá 30. júlí til september. Á þessari sýningu Þorbjargar eru tíu verk sem spanna um 25 ára tímabil í listsköpun hennar og er hér að finna flest af dæmigerðum viðfangsefnum hennar. Fáein verkanna hafa ekki verið sýnd opinberlega fyrr og önnur ekki í yfir tuttugu ár. Meira
28. júlí 1995 | Menningarlíf | 33 orð

(fyrirsögn vantar)

BOSTON-sinfónían hélt í vikunni afmælistónleika fyrir stjórnandann Seiji Ozawa, fiðluleikarann Ytzhak Perlman og sellóleikarann Yo-Yo Ma. Ozawa verður sextugur 1. september, Perlman fimmtugur 31. ágúst og Ma fertugur 7. október. Meira

Umræðan

28. júlí 1995 | Aðsent efni | 352 orð

Er Kópavogur hart leikinn af Reykjavík?

Er Kópavogur hart leikinn af Reykjavík? Er það sanngjarnt, spyr Alfreð Þorsteinsson, að skattgreiðendur í Reykjavík greiði niður vatnskostnað nágranna sinna? AÐ FRUMKVÆÐI Gunnars Birgissonar, formanns bæjarráðs Kópavogs, Meira
28. júlí 1995 | Velvakandi | 555 orð

Guð er andi

ÉG GET nú ekki látið hjá líða að vara fólk sem vill vera kristið við þeirri sundrungarstarfsemi sem skýtur upp kollinum í viðtölum og í áróðursformi í blaðagreinum, þar á meðal Morgunblaðinu í "Bréfi til blaðsins" nú síðast. Mér finnst það ekki viðunandi að staðið sé að áróðri fyrir því að guð sé persónugervingur, karl eða kona. Meira
28. júlí 1995 | Velvakandi | 678 orð

Hvað er óvenjulegt veðurfar?

FIMMTUDAGINN 6. júlí gekk yfir landið mikið norðankast. Daginn eftir var ofurlítil frétt á blaðsíðu 5 í Morgunblaðinu. Þar var haft eftir veðurfræðingi á Veðurstofunni að veðrið hafi ekki verið "einsdæmi". Og síðan segir hann: "Yfir landinu er hálfgerð haustlælgð en þetta er ekkert óvenjulegt." Loks er haft eftir honum að þetta sé "einfaldlega íslenskt veðurfar". Meira
28. júlí 1995 | Aðsent efni | 987 orð

Kjarnavopn, varnarlið og fjölmiðlafúsk

Kjarnavopn, varnarlið og fjölmiðlafúsk Vigfús Geirdal telur, að Halldór Ásgrímsson sé ekki eini maðurinn úr utanríkisráðuneytinu, sem rugli saman NATO og Bandaríkjaher. Meira
28. júlí 1995 | Aðsent efni | 606 orð

Mánudagspressan fyrr og nú

Ég frétti þegar ég kom heim úr ferðalagi á dögunum að nokkru áður hefði blaðið Mánudags/Helgarspósturinn ráðist með upplognum dylgjum að vini mínum og samstarfsmanni í rúman árutug, Árna Einarssyni framkvæmdastjóra hjá Máli og menningu. Meira
28. júlí 1995 | Velvakandi | 598 orð

Ný gerð af timbri

SÍHÆKKANDI verð á timbri og afurðum úr því á sér í raun langan aðdraganda. Vaxandi notkun og rányrkja er meginn orsakavaldurinn. Mengun er farin að taka sinn toll með vaxandi þunga. Aukin bílanotkun á stóran þátt í þessu. Nýlegar rannsóknir sýna að mengun er mun meiri en áður var talið og herjar með auknum skaða um alla jörð. Tilfinningin fyrir því að þetta varðar alla jarðarbúa verður æ sterkari. Meira
28. júlí 1995 | Aðsent efni | 969 orð

Sáttmáli hagsældar mannkyns ­ hver er ábyrgur?

Í LJÓSI þeirrar miklu umræðu sem átti sér stað bæði á ráðstefnu þjóðarleiðtoganna í Bella Center og eins á NGO Forum, er ljóst að ábyrgðin á því að árangur náist og að sá sáttmáli sem þjóðir heimsins gerðu í Kaupmannahöfn verði haldinn, er á herðum okkar allra, þeirra sem leiðtogarnir voru fulltrúar fyrir, þ.e. þegna hvers lands. Meira
28. júlí 1995 | Aðsent efni | 1376 orð

Sleppibúnaður hefur bjargað 18 sjómönnum

Í Morgunblaðinu 16. júlí 1995 er frétt er nefnist LÍÚ vill frest á sleppibúnaðarskyldu. Í umræddri frétt er sagt frá bréfi sem LÍÚ hefur sent samgönguráðuneytinu þar sem farið er fram á frest á gildistöku reglugerðar frá 21. mars 1994 nánar tiltekið 7. gr. losunar- og sjósetningarbúnaður gúmmíbjörgunarbáta. Samkvæmt auglýsingu frá samgönguráðuneytinu 6. Meira
28. júlí 1995 | Velvakandi | 292 orð

Umhverfismál í Hafnarfirði HVERGI Á höfuðborgarsvæðinu eru umhverfis

HVERGI Á höfuðborgarsvæðinu eru umhverfismál í jafn miklum ólestri eins og í nágrenni Hafnarfjarðar. Má þar fyrst nefna svæðið meðfram Krísuvíkurvegi og að Óbrynnishólum. Þar er hraunin meira og minna skafið vegna hrauntöku og illa frá gengið með drasli vítt og breitt og ekki þarf að minna á þá miklu hrauntöku sem fer fram þarna í grenndinni síðustu mánuði. Meira
28. júlí 1995 | Velvakandi | 128 orð

Vond stærð á skilríkjum Jóhannesi Bjarnasyni: ÉG HEF verið að furða mig á hugsunarleysi yfirvalda, s.s. lögreglustjóra og

ÉG HEF verið að furða mig á hugsunarleysi yfirvalda, s.s. lögreglustjóra og Hagstofunni að hafa valið þessa fáránlegu stærð á öllum skírteinum eins og ökuskírteinum, nafnskírteinum og byssuleyfum. Nú eru þetta hlutir sem lög krefjast að maður hafi á sér þegar bíll er keyrður o.s.frv. og ekki ganga allir með risavaxin veski sem rúma öll þessi skjöl. Meira
28. júlí 1995 | Velvakandi | 517 orð

ýrt að vera Íslendingur" er heiti á bókarkafla í bókinni

ýrt að vera Íslendingur" er heiti á bókarkafla í bókinni "Vegsemd þess og vandi að vera Íslendingur" eftir dr. Gylfa Þ. Gíslason, sem Víkverji minntist á í fyrri viku. En það er ekki bara dýrt að vera Íslendingur, það er líka dýrt að vera erlendur ferðamaður á Íslandi. Það sannfærðist Víkverji um á ferðum sínum um Bandaríki Norður-Ameríku á dögunum. Meira

Minningargreinar

28. júlí 1995 | Minningargreinar | 332 orð

Húbert Ólafsson

Á þeim tíma þegar samgöngur milli landshluta voru meira fyrirtæki en þær eru í dag var ferðalag í Borgarnesið ævintýri fyrir unglingspilt úr Reykjavík. Slík ferð var ekki farin í neinu hendingskasti, hún tók sinn tíma. Meira
28. júlí 1995 | Minningargreinar | 923 orð

Húbert Ólafsson

Föðurbróðir minn Húbert Ólafsson er látinn eftir stutta sjúkrahúslegu. Hann hafði á síðastliðnum árum átt við þverrandi heilsu að stríða, sérstaklega sjóndepurð. Hann bjó hin síðari ár á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Var hann sáttur og þakklátur fyrir veru sína þar og þakklátur öllum þeim, sem gerðu honum kleift að eiga góða daga, eftir að sjón hans tók að daprast. Meira
28. júlí 1995 | Minningargreinar | 152 orð

HÚBERT ÓLAFSSON

HÚBERT ÓLAFSSON Húbert Ólafsson fæddist í Reykjavík 3. nóvember 1911. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 22. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ingibjörg Sveinbjarnardóttir, fædd á Vogalæk á Mýrum, og Ólafur Jens Sigurðsson, sjómaður í Reykjavík, fæddur á Rauðsstöðum í Arnarfirði. Meira
28. júlí 1995 | Minningargreinar | 427 orð

Ingibjörg Olsen

Það var mikil sorgarfregn fyrir okkur hjónin þegar við fréttum um lát hinnar góðu vinkonu okkar Ingibjargar Olsen. Það kom okkur ekki á óvart þar eð við höfðum fylgst náið með líðan hennar og vissum að hinn illkynja sjúkdómur sem hún barðist við var kominn að því að yfirbuga hana. Meira
28. júlí 1995 | Minningargreinar | 537 orð

Ingibjörg Olsen

Hetjan hún móðir mín er fallin í valinn eftir langa og stranga baráttu. Hún háði marga hildina og átti ætíð við ofurefli að etja en aldrei var þó uppgjöf hjá henni að sjá. Hún stóð á meðan stætt var og rúmlega það. Þvílíkur kjarkur og þvílíkt baráttuþrek. Þegar vonirnar brugðust og slæmu fréttirnar komu ein af annarri var það hún sem breiddi út faðminn og huggaði mig. Meira
28. júlí 1995 | Minningargreinar | 203 orð

Ingibjörg Olsen

Nú hefur ástkær amma okkar yfirgefið þennan heim og vonum við að hennar nýju heimkynni séu notaleg og falleg. Hún á svo sannarlega skilið allt hið besta sem völ er á um alla eilífð, því að hún veitti okkur bræðrum svo mikla hlýju og ást. Í Haukanesinu áttum við ófáar stundir með ömmu og afa Kristni. Uppeldið á okkur bræðrum var að nokkru leyti í höndum ömmu og afa. Meira
28. júlí 1995 | Minningargreinar | 515 orð

Ingibjörg Olsen

Hún elsku amma er dáin. Þessi staðreynd blasti við okkur um helgina. Öll vissum við að kveðjustundin nálgaðist, en erfitt er nú samt að horfast í augu við það að hún sé nú horfin héðan. Margar minningar koma upp í hugann á kveðjustund sem þessari. Meira
28. júlí 1995 | Minningargreinar | 280 orð

Ingibjörg Olsen

Í dag kveð ég mína kæru vinkonu Ingibjörgu Olsen sem lést laugardaginn 22. júlí eftir erfið veikindi. Hún var mér alla tíð sannur og góður vinur og fyrir það vil ég nú þakka. Við fráfall hennar finnst mér tilveran svo miklu snauðari. Hún var einstaklega hjálpsöm og vil ég sérstaklega þakka henni alla þá góðvild og þann mikla styrk sem hún veitti mér þegar ég átti um sárt að binda. Meira
28. júlí 1995 | Minningargreinar | 364 orð

Ingibjörg Olsen

Helgi fegurðarinnar ríkti hvarvetna í lífi Ingibjargar Olsen, er við kveðjum í dag með miklum söknuði, er hún hefur hafið sína ferð um hinn óendanlega útsæ tímans. Rósin er svo einstaklega látlaus, en ótrúlega margbrotin, ef þú gefur þér tíma til að fylgjast með ferli hennar, hún blómstrar á veikburða legg, en glæðir umhverfi sitt fegurð, Meira
28. júlí 1995 | Minningargreinar | 172 orð

Ingibjörg Olsen

Kæra vinkona. Ég hringdi í þig í dag til að heyra hvernig þér liði. Ég fann á mér að eitthvað hefði gerst, því mér þótti ég verða að hringja einmitt í dag. Kristinn svaraði og sagði mér að þú hefðir dáið um nóttina. Þvílík harmafregn. Meira
28. júlí 1995 | Minningargreinar | 306 orð

Ingibjörg Olsen

Þá er komið að kveðjustundinni og alltaf er hún jafn sár þó að ég gerði mér grein fyrir því að Ingibjörg vinkona mín væri á förum. Á stundu sem þessari rifjast upp endurminningar og ég staldra við. Fyrir 50 árum var ég að taka á móti föður mínum úr túr frá Englandi. Um borð er ung móðir með lítið barn sitt og faðir minn kynnir okkur. Við tókumst í hendur og urðum vinir frá þeirri stundu. Meira
28. júlí 1995 | Minningargreinar | 178 orð

INGIBJÖRG OLSEN

INGIBJÖRG OLSEN Ingibjörg Alexandersdóttir Olsen fæddist í Reykjavík 6. september 1925. Hún lést í Landakotsspítala 22. júlí 1995. Foreldrar hennar voru Alexander D. Jónsson, verslunarmaður í Reykjavík, og Sólveig Ólafsdóttir. Alsystkini Ingibjargar eru: Sigríður, f. 1919, Jón, f. 1921, Klara, f. 1923, d. 1967, Sigurjón, f. 1924, d. Meira
28. júlí 1995 | Minningargreinar | 312 orð

Ingibjörg Olsen viðb.

Nú þegar komið er að kveðjustund, elsku Ingibjörg mín, rifjast upp margar góðar minningar og samverustundir. Ég man það svo vel þegar ég hitti þig í fyrsta sinn fyrir allmörgum árum í Suðurgötunni, ég unglingsstúlka en þú á besta aldri, svo ungleg og falleg. Meira

Viðskipti

28. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 377 orð

Fyrsta tap Boeing í 25 ár

BOEING-flugvélaverksmiðjurnar hafa skýrt frá fyrsta tapi sínu í rúman aldarfjórðung vegna greiðslu upp á 600 milljónir dollara til starfsfólks, sem þáði boð um að fara á eftirlaun, en sérfræðingar segja að rekstrarhagnaður fyrirtækisins sé meiri en búizt hafi verið við. Meira
28. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 111 orð

Hlutabréf hækka enn í verði

TÖLUVERT líf var á hlutabréfamarkaði Verðbréfaþings í gær og urðu viðskipti með hlutabréf í 13 félögum. Fjárhæðir voru þó í allflestum tilvikum lágar því heildarviðskiptin námu aðeins um 8,5 milljónum og munar þar mest um viðskipti með bréf í Eimskip fyrir rúmar 2 milljónir. Meira
28. júlí 1995 | Viðskiptafréttir | 249 orð

Samið við flugmenn um launalækkun

FLUGFÉLAGIÐ Canadian Airlines hefur komizt að samkomulagi við 1200 flugmenn félagsins um sparnað upp á 41 milljón Kanadadali (30.3 milljónir Bandaríkjadala). Samningurinn mun draga úr flugmannakostnaði um 24%" samkvæmt tilkynningu frá báðum aðilum. Félagið á eftir að semja við fjögur önnur verkalýðsfélög. Starfsmenn Canadian Airlines í Calgary eru um 17. Meira

Fastir þættir

28. júlí 1995 | Dagbók | 70 orð

ÁRA afmæli. Í dag föstudaginn 28. júlí er fimmtugur Þröstur Þorstei

ÁRA afmæli. Í dag föstudaginn 28. júlí er fimmtugur Þröstur Þorsteinsson, Hjallabraut 8, Þorlákshöfn. Eiginkona hans er Sigríður Áslaug Gunnarsdóttir. Þau taka á móti gestum í Skíðaskálanum í Hveradölum frá kl. 20-22 í kvöld. ÁRA afmæli. Fimmtug verður þann 31. júlí nk. Meira
28. júlí 1995 | Dagbók | 386 orð

Reykjavíkurhöfn:Skemmtiferðaskipið Arkona

Reykjavíkurhöfn:Skemmtiferðaskipið Arkona fór í fyrradag. Togarinn Brimir fór í fyrradag. Nýja leiguskipið hjá Samskipum Nordland Saga kom í fyrradag. Stapafellið fór í fyrrakvöld og kom aftur í gærmorgun. Laxfoss fór í fyrradag. Mælifell og Sturlaugur Böðvarsson komu í fyrrinótt. Meira

Íþróttir

28. júlí 1995 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KARLA

1. DEILD KARLA ´IA 10 10 0 0 20 3 30KR 10 6 1 3 13 10 19KEFLAV´IK 9 5 2 2 11 6 17LEIFTUR 9 5 1 3 18 13 16´IBV 10 4 1 5 22 15 13GRINDAV´IK 10 3 2 5 12 1 Meira
28. júlí 1995 | Íþróttir | 87 orð

2. deild Fylkir - Skallagr.2:1 Þórhal

Fylkir - Skallagr.2:1 Þórhallur Dan Jóhannsson (10.), Kristinn Tómasson (19.) - Valdimar Sigurðsson (64.). Víðir - ÍR2:1 Hlynur Jóhannsson (6.), Ari Gylfason (68.) - Guðjón Þorvarðarson (vítasp. 69.) Þór - Víkingur 4:0 Radovan Cvijanovic (34.), Páll Gíslason (52.), Sveinbjörn Hákonarson (vsp. 65. Meira
28. júlí 1995 | Íþróttir | -1 orð

2. DEILD KARLA

2. DEILD KARLA STJARNAN 11 9 1 1 27 8 28FYLKIR 11 8 2 1 25 13 26Þ´OR Ak. 11 6 1 4 22 17 19SKALLAGR. Meira
28. júlí 1995 | Íþróttir | 298 orð

Akureyrarmaraþon Fór fram um síðustu helgi.

10 km Strákar, 12 ára og yngri 1. Unnar Darri Sigurðsson49,17 2. Baldvin Þorsteinsson55,56 Stelpur, 12 ára og yngri Agnes Gísladóttir55,58 Piltar, 13 - 15 ára 1. Rúnar Bogi Gíslason49,18 2. Baldur Ingvarsson51,30 3. Helgi M. Túliníus54,18 4. Meira
28. júlí 1995 | Íþróttir | 187 orð

Dómaraskýrsla um á- horfendur í Kaplakrika

HAFNFIRÐINGAR í áhorfendastúkunni á Kaplakrika á leik FH og KR í fyrrakvöld, voru mjög ósáttir við dómara leiksins. Þeir létu það óspart í ljós þegar dómaratríóið gekk af velli að leikslokum og rigndi meðal annars smámynt og munnvatni yfir dómarann en einnig yfir Guðjón Þórðarson þjálfara KR og fleiri. Meira
28. júlí 1995 | Íþróttir | 21 orð

FÉLAGSLÍFSumarkvöld meistaraflokks KR Meista

FÉLAGSLÍFSumarkvöld meistaraflokks KR Meistaraflokkur KR í knattspyrnu heldur í kvöld "sumarkvöld" í félagsheimili KR við Frostaskjól. Miðar eru seldir á skrifstofu knattspyrnudeildar. Meira
28. júlí 1995 | Íþróttir | 558 orð

Fjör að vanda í Árbænum

Það heyrir orðið til undanteknigar ef leikir Fylkis í Árbænum eru ekki fjörugir og skemmtilegir. Í gær tóku Árbæingar á móti léttleikandi og skemmtilegu liði Skallagríms úr Borgarnesi og höfðu 2:1 sigur og má ef til vill segja að sigurinn hafi verið í ósanngjarnara lagi, sé miðað við markfærin. Meira
28. júlí 1995 | Íþróttir | 422 orð

Fyrsti sigur Eyjamanna á fastalandinu í tæp tvö ár

"ÞETTA var langþráður sigur, ekki síst eftir allt það sem á undan er gengið," sagði Atli Eðvaldsson þjálfari Eyjamanna eftir 3:1 sigur þeirra á Val að Hlíðarenda í gærkvöldi. Sigurinn var svo sannarlega langþráður hjá Eyjamönnum; þetta var fyrsti útisigur þeirra í deildinni í tæp tvö ár, en þá lögðu þeir Víking í eftirminnilegum leik 9:2. Meira
28. júlí 1995 | Íþróttir | 127 orð

GARÐBÆINGAR

GARÐBÆINGAR í áhorfendabrekkunum í gærkvöldi voru mjög ósáttir þegar Gylfi Orrason dómari rak þeirra mann útaf. En eftir tvö mörk liðsins á innan við tíu mínútum fóru þeir að kalla: "Gylfi,sendu fleiri útaf. Meira
28. júlí 1995 | Íþróttir | 116 orð

Golf helgarinnar

Selfoss Einherjamót á Svarfhólsvelli á laugardag, ræst klukkan 10 til 14. Þátttökurétt hafa allir sem farið hafa holu í höggi og eru á skrá hjá Einherjaklúbbi Íslands. Akureyri Í tilefni af 60 ára starfsafmælis Sambands íslenskra bankamanna verður golfmót bankamanna á Akureyri á laugardag og hefst kl.10. Meira
28. júlí 1995 | Íþróttir | 123 orð

"Heppnir að vera yfir í hálfleik"

"ÉG er ekki sáttur við leikinn, við vorum ekki að spila vel, en sigurinn er auðvitað sætur," sagði Tryggvi Guðmundsson Eyjamaður. "Ég get ekki sagt annað en að við vorum heppnir að vera tveimur mörkum yfir í hálfleik, þeir voru að fá dauðafæri, en við nýttum okkar" sagði Tryggvi. "Það er eins og við höfum ekki trú á því sem við erum að gera, það vantar að reka endahnútinn á þetta. Meira
28. júlí 1995 | Íþróttir | 156 orð

Ingi Sigurðsson sendi knöttinn í átt að marki Vals á 29.

Ingi Sigurðsson sendi knöttinn í átt að marki Vals á 29. mínútu, Valur Valsson náði ekki til knattarins en það gerði hins vegar Steingrímur Jóhannesson sem tókst að pota knettinum framhjá honum og stinga sér innfyrir, lék inn í teig og lagði knöttinn í vinstra hornið. Meira
28. júlí 1995 | Íþróttir | 41 orð

Í kvöld

Knattspyrna 2. deild karla: Valbjarnarvöllur:Þróttur R.- HK20 3. deild: Ásvellir:Haukar - Dalvík20 Egilsstaðir:Höttur - BÍ20 Húsavík:Völsungur - Þróttur N.20 Leiknisvöllur:Leiknir R. Meira
28. júlí 1995 | Íþróttir | 150 orð

Jóhannes nálgast peningaverðlaun JÓHANN

JÓHANNES B. Jóhannesson er kominn í sjöttu umferð á opna breska mótinu í atvinnumótum snókerspilara í Blackpool í Englandi. Jóhannes sigraði Simon Parker 5-3 í 4. umferð og Shan Mellish, sem er mjög sterkur spilari, 5-4 í fimmtu umferð en ef hann vinnur í næstu umferð er hann kominn í hóp 128 bestu spilarana og þar gefa sigrar oft góð peningaverðlaun. Meira
28. júlí 1995 | Íþróttir | 82 orð

Loks útisigur ÍBV EYJAMENN sigruðu

EYJAMENN sigruðu Valsmenn í gærkvöldi að Hlíðarenda í síðasta leik tíundu umferðar 1. deildar karla, með þremur mörkum gegn einu. Þetta var fyrsti útisigur Eyjamanna í fyrstu deildinni í tæp tvö ár, síðan þeir sigruðu Víking í september 1993. Meira
28. júlí 1995 | Íþróttir | 190 orð

Mikilvægur sigur Víðismanna á ÍR

Víðismenn fengu þrjú mikilvæg stig með 2:1 sigri gegn ÍR í Garðinum í gærkvöldi. Leikurinn var ekki góður og sérstaklega var fyrri hálfleikurinn slakur. Hlynur Jóhannsson kom heimamönnum yfir strax á 6. mínútu en eftir það lá mjög á þeim og ÍR-ingar voru miklir klaufar að skora ekki. Áttu m.a. skot í stöng. Síðari hálfleikur var skemmtilegri en sá fyrri. Meira
28. júlí 1995 | Íþróttir | 342 orð

OLEG Salenko,

OLEG Salenko, rússneski framherjinn sem vann sér það til frægðar að gera fimm mörk gegn Kamerún á HM í Bandaríkjunum 1994, er kominn til Glasgow Rangers. Félagið keypti hann í vikunni frá Valencia á Spáni fyrir 1,6 milljón punda - um 160 milljónir króna. Meira
28. júlí 1995 | Íþróttir | 489 orð

SILVIO Berlusconi

SILVIO Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu og eigandi AC Milansagði um helgina að vegna veikrar stöðu lírunnar nú um stundir væri hætt við því að flutningur framherjans Silenzis frá Torino til Nottingham Forest í Englandi væri bara upphafið á flótta knattspyrnumanna frá Ítalíu. Meira
28. júlí 1995 | Íþróttir | 324 orð

Skotfimi

Landsmót STÍ á Blönduósi 10. júní Mótshaldari var Skotfélagið Markviss og mótsstjóri Hannes Haraldsson. Keppendur voru 20. Í aðalkeppni var skotið á 75 skífur en að auki 25 skífur í úrslit. Hæsti mögulegur stigafjöldi 100. Meira
28. júlí 1995 | Íþróttir | 171 orð

Valur - ÍBV1:3

Valsvöllur, Íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild karla - 10. umferð - fimmtudaginn 27. júlí 1995. Aðstæður: Logn, skýjað, völlurinn góður. Mark Vals: Davíð Garðarsson (70.). Mörk ÍBV: Steingrímur Jóhannesson (29.), Tryggvi Guðmundsson (38.), Rútur Snorrason (50.). Gult spjald: Sumarliði Árnason (16. Meira
28. júlí 1995 | Íþróttir | 333 orð

Þórsarar ekki í vandræðum gegn Víkingum

Arfaslakir Víkingar höfðu ekkert í spræka Þórsara að gera á Akureyrarvelli í gær og hefði 4:0 sigur heimamanna auðveldlega getað orðið öllu stærri. Eftir að hafa hikstað í síðustu tveimur leikjum og raunar framan af þessum leik fóru Þórsarar í gang og héldu þeim þá engin bönd. Meira
28. júlí 1995 | Íþróttir | 87 orð

Þróttarar áfrýja til dómstóls ÍSÍ

ÞRÓTTARAR hafa áfrýjað dómi dómstóls KSÍ í kærumáli vegna leiks Stjörnunnar og Þróttar í 2. deild karla í knattspyrnu. Dómstóll KSÍ breytti samhljóða niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness, sem dæmt hafði Þrótti í hag. Þróttara vilja að dómstóll ÍSÍ meti hvort málið falli undir hann og vonast til að málið verði tekið fyrir á næstu dögum. Meira
28. júlí 1995 | Íþróttir | 400 orð

Því færri, því betri!

ÞEGAR Stjörnumenn misstu mann útaf gegn KA í Garðabænum í gærkvöldi tók það þá aðeins 8 mínútur að gera tvö mörk en þegar KA-maður fékk rautt liðu 7 mínútur að marki KA. Stjarnan náði þó að klára dæmið örugglega með 3:2 sigri í stórskemmtilegum leik og heldur efsta sæti deildarinnar. Akureyringar byrjuðu af meiri krafti en heimamenn komust fljótlega inní leikinn. Meira

Fasteignablað

28. júlí 1995 | Fasteignablað | 26 orð

Gamaldags loftskreyting

Gamaldags loftskreyting MARGIR eru hrifnir af loftskreytingum. Hér má sjá eina slíka af mikilfenglegra tagi. Slíkar lofskreytingar er víst hægt að fá úr plasti, mismunandi veglegar þó. Meira
28. júlí 1995 | Fasteignablað | 25 orð

Gömlu töflin notuð

Gömlu töflin notuð SUMIR eiga gömul manntöfl sem ekki liggur í augum uppi hvað gera skuli við. Hér hafa þau einfaldlega verið hengd upp sem veggskraut. Meira

Úr verinu

28. júlí 1995 | Úr verinu | 93 orð

Málað þegar kvótinn er búinn

SAMDRÁTTUR í aflaheimildum undanfarinna ára kemur bæði við útgerðarmenn smárra fiskiskipa og stórra. Smám saman er að herða að hjá mönnum þessar mundir enda aðeins liðlega mánuður eftir af kvótaárinu. "Það er ekki skemmtilegt að vera að mála í þessari blíðu, þó þess þurfi auðvitað með. Meira
28. júlí 1995 | Úr verinu | 174 orð

Nýtt frystiskip bætist í flotann

Sindri VE 500, sem er 1.040 brúttólesta frystiskip í eigu Meitilsins hf. í Þorlákshöfn og Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum, kom til landsins síðstliðinn fimmtudag. Skipið, sem er keypt frá Frakklandi, er nú í sinni fyrstu veiðiferð. Meira
28. júlí 1995 | Úr verinu | 255 orð

Stefnir í 100 milljóna tap

TAP varð á rekstri Útgerðarfélags Akureyringa hf. á fyrri hluta ársins. Samkvæmt heimildum blaðsins er útlit fyrir að heildartap ársins verði á annað hundrað milljónir kr. ef ekki tekst að bæta reksturinn en að því hafa stjórnendur félagsins unnið. Lakari afkoma en á síðasta ári er meðal annars rakin til verkfalls sjómanna og lækkunar á gengi Bandaríkjadals. Meira

Viðskiptablað

28. júlí 1995 | Viðskiptablað | 437 orð

Hagnaður nam um 113 milljónum króna

HAGNAÐUR Íslandsbanka hf. á fyrri helming ársins 1995 nam 113 milljónum króna. Tap varð af rekstrinum í upphafi árs vegna erfiðra rekstrarskilyrða en að sögn Vals Valssonar, Bankastjóra Íslandsbanka, hafa þau batnað verulega eftir því sem liðið hefur á árið. Hagnaður af rekstri bankans fyrstu sex mánuðina í fyrra nam 105 milljónir króna en hagnaður ársins var 185 milljónir króna. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

28. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 271 orð

Dútl til skrauts og skemmtunar

HERÐATRÉ eru gripir sem við notum flest daglega, en vanrækjum alveg hvað fagurfræðina snertir: Hengjum uppáhaldsflíkur á ljótan vír eða tré sem einhverntíma hefur flækst inn í skáp hjá okkur. Hvernig væri nú, næst þegar rignir, að draga fram nokkur herðatré og skreyta með því sem til er í húsinu. Meira
28. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 771 orð

Eru kvennaráðstefnur S.þ. ekki annað en pappírssóun?

"Erum við að eyða meiri starfsorku og fella fleiri tré eingöngu til að endurtaka eitthvað sem þegar hefur verið sagt ­ og þýða það á sex tungumál SÞ ­ hundrað sinnum?". Þessi orð lét Madeleine Albright, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum falla í vor um ráðstefnur á vegum Sameinðu þjóðanna. Hún lagði til að bann yrði lagt við frekara ráðstefnuhaldi. Meira
28. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 1082 orð

Fortíðin lumar á mörgum góðum hlutum sem fallið hafa í gleymsku

"ÍSLENDINGAR eru fyrstir Norðurlandabúa að læra að prjóna, en þeir fóru að prjóna snemma á sextándu öld. Talið er að prjónið hafi komið sunnan úr Evrópu en þangað kom það líklega austan að," segir Fríður Ólafsdóttir, dósent við Kennaraháskóla Íslands, en hún hélt nýlega endurmenntunarnámskeið í íslenskri verkmenningu og textíliðju. Meira
28. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 39 orð

Hvað er langt frá flugvellinum

Borgflugvöllurkm AberdeenAberdeen8,5 AþenaHellenikon10 BangkokDon Muang25 BarcelonaBarcelona15 BerlinTempelhof6 ChicagoO'Hara29 DusseldorfRhein-Ruhr9 GdanskRebiechowo14 HanoverLangenhaven11 Hong KongKai Tak5 IstanbulAtaturk24 Las PalmasGran Meira
28. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 270 orð

Sykursýki og lífið með henni

SYKURSÝKI er talin arfgeng en samt fá margir sjúkdóminn án þess að hann sé að finna í fjölskyldunni. Það gerðist hjá Ívari Pétri Guðnasyni, sem nýlega gaf út bókina Líf með sykursýki. Í formála segist hann reyna að nota lífsreynslu sína til að varpa ljósi á sjúkdóminn. Meira
28. júlí 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 660 orð

Þeir eru að gera upp gamla svifflugu

GRÁSTEINN er skýli á Akureyrarflugvelli þar sem Svifflugfélag Akureyrar hefur verkstæði og fundaraðstöðu. Þar eru tveir gamlir svifflugmenn, Ágúst Ólafsson og Dúi Eðvaldsson að vinna við að gera upp gamla svifflugu, svonefnda Olympíu, sem kom hingað til lands um 1950. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.