Greinar þriðjudaginn 1. ágúst 1995

Forsíða

1. ágúst 1995 | Forsíða | 337 orð

Ekkert fararsnið á Serbum í Bihac

SERBNESKA árásarliðið í Bihac í norðvesturhluta Bosníu sýndi í gær engin merki um að staðið yrði við samkomulag um brottflutning þess af svæðinu. Embættismenn Sameinuðu þjóðanna viðurkenndu að samkomulagið kynni aðeins að vera blekking af hálfu Serba, sem vildu vinna tíma til að efla varnir Krajina- héraðs í Króatíu vegna hugsanlegrar árásar króatíska hersins. Meira
1. ágúst 1995 | Forsíða | 181 orð

Hlustendum ráðlagt að nota orðið "tölva"

Í HÁDEGISFRÉTTUM sænska útvarpsins í gær fengu útvarpshlustendur þá ábendingu að tilvalið væri að taka Íslendinga sér til fyrirmynda og nota orðið "tölva" í stað sænska orðsins "dator". Ábendingin kom frá sænsku tímariti, sem fjallar um mál og málrækt. Meira
1. ágúst 1995 | Forsíða | 214 orð

Hyggjast virkja sjávaröldurnar

FYRSTA raforkustöð sem fær afl frá öldum hafsins, OSPREY, verður tekin í notkun við Skotland á morgun. Hún á að framleiða nægilegt rafmagn, um tvö megavött, handa 2.000 heimilum og verður fest við akkeri 300 metra undan norðurströndinni. Meira
1. ágúst 1995 | Forsíða | 87 orð

Landnemar fjarlægðir

ÍSRAELSKIR landnemar á Vesturbakkanum reyna að koma í veg fyrir að ísraelskir lögreglumenn geti fellt tjald landnema á hæð skammt frá arabíska þorpinu al- Khader á Vesturbakkanum. Landnemarnir eru andvígir því að Ísrael semji við Palestínumenn um stækkun sjálfstjórnarsvæðis þeirra síðarnefndu á Vesturbakkanum. Meira
1. ágúst 1995 | Forsíða | 150 orð

Lánastofnun bjargað

YFIRVÖLD í Japan skýrðu frá því í gær, að hagsmunir sparifjáreigenda í stórri lánastofnun í Tókýó yrðu tryggðir með opinberu framlagi. Jafnframt var reynt að sefa ótta manna erlendis við að japanska fjármálakerfið, sem glímir við gífurleg útlánatöp, væri á leið inn í alvarlega kreppu. Meira
1. ágúst 1995 | Forsíða | 123 orð

Telja að Chirac fái aukin völd

SAMEIGINLEGUR fundur beggja deilda franska þingsins samþykkti í gær breytingar á stjórnarskránni og verður nú heimilt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu oftar en áður. Jacques Chirac, forseti Frakklands, lofaði því fyrir síðustu kosningar að auka bein áhrif almennings með þjóðaratkvæðagreiðslum en talsmenn stjórnarandstöðunnar halda því fram, Meira

Fréttir

1. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 327 orð

125 sæti seldust upp til Prag á nokkrum tímum

HUNDRAÐ tuttugu og fimm sæti í vikuferð til Prag í byrjun september seldust upp hjá Samvinnuferðum-Landsýn fyrir hádegi á mánudag. Helgi Jóhannsson, forstjóri, telur viðbrögðin fyrst og fremst skýrast af því að hægt hafi verið að bjóða upp á afar hagstætt verð vegna gagnkvæms leiguflugs. Meira
1. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 190 orð

Afhroð Tamíla-Tígra í árás

TALSMENN uppreisnarhers Tamíla-Tígranna á Sri Lanka sögðu í gær að 128 konur hefðu verið meðal þeirra sem féllu í misheppnaðri árás á fjórar bækistöðvar stjórnarhersins sl. föstudag. Varnarmálaráðuneyti Sri Lanka sýndi einnig myndir af líkum fjölmargra barna sem uppreisnarmenn voru sagðir hafa sent til árása; ríkisútvarp landsins fullyrti að allt að 500 manns hefðu fallið. Meira
1. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 223 orð

Áhyggjur af bosnískum flóttamönnum

HEINER Geissler, formaður þingflokks kristilegu flokkanna í Þýzkalandi, CDU og CSU, vill sérstakan ráðherrafund ESB til þess að ræða dreifingu flóttamanna frá Bosníu milli aðildarríkja ESB. Meira
1. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 540 orð

Besta helgi sumarsins að baki

FERÐAFÓLK af suðvesturhluta landsins var áberandi á tjaldstæðum á Akureyri og nágrenni um helgina og eru tjaldverðir sammála um að allra besta helgi sumarsins sé að baki. Helsta ástæða góðrar gistinýtingar um liðna helgi telja tjaldverðir vera rigningu á sunnanverðu landinu og góða veðurspá norðanlands. Meira
1. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 84 orð

Bílslys í Mývatnssveit

HARÐUR árekstur varð á afleggjaranum að bænum Heiði í Mývatnssveit um tvöleytið á laugardag. Tveir bílar sem voru að mætast lentu saman uppi á blindhæð. Þrír voru fluttir undir læknishendur, tveir til Hússavíkur og einn til Akureyrar. Meiðsl voru ekki talin alvarleg. Bílarnir eru báðir ónýtir. Meira
1. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 76 orð

Bílvelta á Kringlumýrabraut

TVEIR bílar rákust á með þeim afleiðingum að annar þeirra valt á mótum Listabrautar og Kringlumýrabrautar um sjö leytið í gær. Tvennt var flutt á slysadeild og reyndist í öðru tilvikinu um lítil háttar meiðsl að ræða. Meira
1. ágúst 1995 | Miðopna | 1222 orð

Brýnt að stofna foreldrafélag

ÉG TÓK allt í einu eftir því að hann haltraði," segir Halldóra Björk Óskarsdóttir, móðir sextán ára pilts sem hefur sjúkdóminn Perthes. Þetta var fyrir tíu árum og hann var að fara í sveit. Meira
1. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 47 orð

Bundið við bryggju

FJÖLDI skemmtiferðaskipa sem viðkomu hefur á Akureyri í sumar hefur aldrei verið jafnmikill, eða 37 alls. Nú fer að draga úr skipakomum, en farþegarnir af Mermoz sem lá bundið við Oddeyrarbryggju í gærdag hafa eflaust átt góðan dag í blíðviðrinu norðanlands. Morgunblaðið/Hilmar T. Meira
1. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 81 orð

Búnaðarbankamótið í Borgarnesi

Borgarnesi­Nýverið var haldið svokallað Búnaðarbankamót í knattspyrnu í Borgarnesi. Mótið var haldið af kanttspyrnudeild Umf. Skallagríms. Þetta er í annað sinn sem slíkt mót er haldið í Borgarnesi og tóks það mjög vel í alla staði. Alls mættu um 300 keppendur frá 9 félögum til leiks á aldrinum 7 til 14 ára og reyndu með sér. Meira
1. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 571 orð

Bændur vilja ekki frjálsa verðlagningu lambakjöts

Í TILLÖGUM fulltrúa bænda, sem eiga í viðræðum við ríkið um gerð nýs búvörusamnings, er gert ráð fyrir að opinberri verðlagningu á kindakjöti verði haldið áfram að hluta. Í viðræðunum hafa verið ræddar ýmsar hugmyndir um að færa stuðning ríkisins við bændur til, þannig að draga úr stuðningi við einstaka bændur og að hann aukist við aðra. Stefnt er að því að ljúka viðræðunum um miðjan ágúst. Meira
1. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 107 orð

Dagskrá Samhjálpar um verslunarmannahelgina

UNDANFARIN níu ár hefur Samhjálp hvítasunnumanna staðið fyrir dagskrá um verslunarmannahelgina í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, fyrir þá sem ekki fara í ferðalag. Nú um helgina verður dagskráin þar með svipuðum hætti og áður. Hefst hún með opnu húsi á laugardaginn kl. 14. Þar verður boðið upp á heitan kaffisopa og Dorkaskonur sjá um meðlæti. Meira
1. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 215 orð

EIB lánar fé til vegagerðar á Íslandi

EVRÓPSKI fjárfestingabankinn (EIB) hefur í fyrsta skipti veitt lán til Íslands. Lánar bankinn 40 milljónir ECU, eða sem samsvarar um 3.380 milljónum íslenskra króna, til vegaframkvæmda á Íslandi. Var samningur um lánveitinguna undirritaður í Lúxemborg fyrir helgi af Panagiotis-Loukas Gennimatas, aðstoðarbankastjóra EIB, og Birgi Ísleifi Gunnarssyni, seðlabankastjóra. Meira
1. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 282 orð

Enn ein hitabylgjan

ÓVENJU heitt hefur verið í Bandaríkjunum það sem af er sumri og um helgina hækkaði hitinn enn einu sinni. Fór hann í um 52C í Palm Springs í Kaliforníu á laugardag og vel yfir 40 C annars staðar í Kaliforníu. Að sögn Íslendinga sem rætt var við í Miðríkjunum, á vestur- og austurströndinni hefur verið afar heitt en fremur þurrt, svo hitinn hefur verið bærilegur. Meira
1. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 81 orð

Finnar ekki í Schengen fyrr en 1998

FINNLAND mun ekki gerast fullgilt aðildarríki Schengen-samkomulagsins fyrr en árið 1998, að því er segir í yfirlýsingu frá innanríkisráðuneytinu í Helsinki. Ástæðan er sú að fyrr lýkur ekki framkvæmdum við nýja alþjóðlega flugstöð á Helsinki-Vantaa-flugvelli, þar sem ströngustu skilyrði um eftirlit eru uppfyllt. Meira
1. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 367 orð

Fjögur mál til úrlausnar

ÚRSKURÐARNEFND sú sem samtök sjómanna og útvegsmanna komu sér saman um að skipa við gerð kjarasamninga 15. júní sl. til að úrskurða um ágreining um fiskverð, hefur fengið fjögur ágreiningsmál til úrlausnar. Fyrsti formlegi fundur nefndarinnar með oddamanni, sem skipaður er af sjávarútvegsráðherra, var haldinn í gær. Meira
1. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 254 orð

Flakið horfið

FLEST bendir til að flak flugvélarinnar Geysis, sem brotlenti á Bárðarbungu í september 1950, hafi færst til og sé ekki lengur á þeim stað þar sem flugvélin fórst. Helgi Björnsson, jarðeðlisfræðingur á Raunvísindastofnun Háskólans, hefur kortlagt botn Bárðarbungu með íssjá og hefur flugvélin ekki fundist við rannsóknina. Helgi hefur m.a. Meira
1. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 85 orð

FRIÐRIK Friðriksson

FRIÐRIK Friðriksson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, hefur verið ráðinn veitustjori hjá Bæjarveitum Vestmannaeyja. 19 umsóknir bárust um starfið og var Friðrik valinn úr hópi umsækjenda. Meira
1. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 853 orð

Hafa áhuga á að spreyta sig í Englandi

Það hefur varla farið framhjá knattspyrnuáhugamönnum hér á landi að bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa gengið til liðs við Skagamenn. Með þá tvo innanborðs verður liðið varla árennilegt það sem eftir lifir sumars, en það hefur unnið alla sína leiki á Íslandsmótinu fram að þessu. Arnar og Bjarki voru í liði Skagamanna sem varð Íslandsmeistari fyrir þremur árum. Meira
1. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 142 orð

Handboltahátíð

LAUGARDAGINN 12. ágúst koma handboltakapparnir Guðmundur Hrafnkelsson, Gunnar Gunnarsson og Sigurður Sveinsson ásamt Óskari Þorsteinssyni handboltaþjálfara til Tálknafjarðar og verða þar í íþróttahúsinu með handboltahátíð sem hefst kl. 13.30 og stendur til kl. 17.30. Meira
1. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 364 orð

Harðorð mótmæli bókuð

FULLTRÚAR minnihlutans í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru ósáttir við samþykkt bæjarráðs um skipun og starfshætti nýskipaðs framkvæmda- og tækniráðs. Magnús Jón Árnason, bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins, sagði í bókun á síðasta bæjarráðsfundi að samþykktin snúist um það eitt að fela Jóhanni G. Bergþórssyni bæjarfulltrúa aukin völd. Meira
1. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 572 orð

Harður árekstur í Hvalfirði

TÆKJABÍLAR voru notaðir til að klippa fólk úr tveimur fólksbílum eftir tvo árekstra á sunnudag. Sá fyrri varð á Vesturlandsvegi við Þverholt í Mosfellsbæ og sá síðari við Þyril í Hvalfirði. Ekki urðu alvarleg slys á fólki. Meira
1. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 553 orð

Hár kostnaður og léleg nýting

STARFSEMI meðferðarheimilisins að Tindum á Kjalarnesi verður hætt frá og með 1. september nk. Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnastofu, segir að ástæðan sé tvíþætt, aðsókn hafi verið minni en áætlanir gerðu ráð fyrir og einnig hafi kostnaður við reksturinn verið hár. Verður húsnæði Tinda auglýst til sölu. Meira
1. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 381 orð

Hávaði frá KEA berst yfir á Hörpu

HEILBRIGÐISNEFND Eyjafjarðar hefur í úrskurði sínum gefið forsvarsmönnum Hótels KEA frest til 1. nóvember næstkomandi til að draga úr hávaða vegna dansleikjahalds en eigendur Hótels Hörpu hafa lengi barist fyrir því að svo verði gert. Hótelin eru samliggjandi og berst hávaði frá KEA yfir til Hörpu þegar danleikir eru haldnir. Meira
1. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 438 orð

Hlaup Tungnaárjökuls seinkaði Skaftárhlaupi

HELGI Björnsson, jarðeðlisfræðingur við Raunvísindastofnun Háskólans, segir að ástæðan fyrir því að Skaftárhlaup fór einnig í Hverfisfljót og Djúpá sé sú að Síðujökull hljóp fram í fyrra. Við framhlaupið hafi jökullinn lækkað og þar með hafi vatn náð að brjóta sér leið undir Síðujökul og í ár sem renna frá honum. Meira
1. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 50 orð

Húsbíll fauk út af

HÚSBÍLL fauk út af þjóðveginum við Brynjudalshlíð í Hvalfirði um klukkan hálftíu í fyrrakvöld. Erlendir ferðamenn voru í húsbílnum. Hann lenti í lausamöl þegar hviðan kom á hann og við það missti ökumaðurinn bílinn í lausamöl og síðan út af veginum. Óveruleg meiðsl urðu á fólkinu. Meira
1. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 53 orð

Innbrot um hábjartan dag

BROTIST var inn í einbýlishús í Grundunum í Kópavogi einhvern tímann milli klukkan 8 í gærmorgun til kl. 14 meðan húsráðendur voru að heiman. Úr húsinu var stolið tveimur verðmætum ljósmyndavélum, tveimur linsum, einhverju af gjaldeyri, íslenskum peningum og skartgripum ýmiss konar. Málið er í rannsókn hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Meira
1. ágúst 1995 | Miðopna | 809 orð

"Í raun komið í greiðsluþrot"

Fjárhagsstaða Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. sem byggði verslunarkjarna þar í bæ er afar slæm að því er fram kemur í úttekt er ráðgjafarfyrirtækið Sinna gerði fyrir bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og kynnt var bæjarráði um miðjan júní. Meira
1. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 1285 orð

Kaffiverð lækkar ekki þrátt fyrir lækkun á heimsmarkaðsverði

LÆGRA heimsmarkaðsverð á kaffi virðist ekki hafa leitt til lækkunar á smásöluverði hérlendis. Að sögn Úlfars Haukssonar, framkvæmdastjóra Kaffibrennslu Akureyrar, hækkaði heildsöluverð á kaffi um 45% í fyrra vegna uppskerubrests í Suður-Ameríku og spákaupmennsku í kaffiviðskiptum. Friðþjófur Ó. Johnson, forstjóri Ó. Meira
1. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 206 orð

Kjarnavopn ekki á dagskrá FORSETI Tævan, Lee

FORSETI Tævan, Lee Teng- hui, sagði í gær að landið myndi ekki ráðast í þróun kjarnorkuvopna þótt það hefði möguleika á því. Lee lét þessa getið á fundi sem sjónvarpað var frá þinginu. Aðstoðarráðherra lagði í síðustu viku til að Tævan myndi koma sér upp kjarnorkuvopnabúri til þess að efla varnir sínar, og Lee sagði þá að athuga yrði málið "frá langtímasjónarmiði. Meira
1. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 111 orð

KR og Fram leika til úrslita

LIÐ ÍBK beið lægri hlut fyrir KR í undanúrslitaleik bikarkeppninnar í knattspyrnu í gærkvöldi, 0-1. Mark KR gerði Mihailo Bibercic úr vítaspyrnu eftir að Ólafur Gottskálksson markvörður hafði slegið KR-inginn Izudin Daða Dervic í andlitið inni í vítateig Keflvíkinga. Ólafi var vikið af leikvelli fyrir brotið. Meira
1. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 102 orð

Kvöldganga í Viðey

Á HVERJUM þriðjudegi er efnt til gönguferða um Viðey. Staðarhaldari er leiðsögumaður. Eynni er skipt í þrjá hluta, þannig að hægt er að sjá meginhluta þessarar náttúruperlu Reykjavíkur með því að koma þrjú kvöld í röð. Í kvöld verður gengið um norðurströndina og Eiðið og aðeins yfir á Vesturey, að rústum Nautahúsanna, en þar er steinn með merkilegri áletrun frá árinu 1821. Meira
1. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 238 orð

Kynnisferðir kærðar fyrir leiguakstur

FRAMI, stéttarfélag leigubílstjóra, hefur kært starfsemi Kynnisferða hf., sem sér um flutninga fyrir Flugleiðir, til samgönguráðuneytisins. Frami hefur óskað eftir því að leyfi Kynnisferða verði breytt og segir Sigfús Bjarnason, formaður Frama, að málið sé í höndum samgönguráðuneytisins. Meira
1. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 518 orð

Líðan stúlkunnar góð eftir atvikum

ÁSTA Kristín Árnadóttir, 13 ára, dvelur nú á Barnasjúkrahúsinu í Boston í Bandaríkjunum en nýra úr móðurömmu hennar, Ástu Steinsdóttur, var grætt í hana 20. júlí síðastliðinn Líðan Ástu Kristínar er eftir atvikum góð að sögn móður hennar, Vilborgar Benediktsdóttur, en næstu dagar og vikur munu skera úr um hvort aðgerðin hafi heppnast eins vel og útlit er fyrir nú, Meira
1. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 124 orð

Lögreglan leggur hald á 100 falsaða miða á Uxa 95

LÖGREGLAN lagði í gær hald á 100 falsaða aðgöngumiða á tónleika Uxa '95. Tildrög málsins voru þau að komið var með miðana í prentsmiðju til rifgötunar og vöknuðu grunsemdir hjá starfsmanni prentsmiðjunnar. Meira
1. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 303 orð

Myndir af "mikilvægum vitnum" birtar

FRÖNSK dagblöð birtu í gær þrjár tölvumyndir af mönnum, sem líkjast aröbum, og lögreglan vill yfirheyra þá vegna sprengjutilræðis í neðanjarðarlest í París í vikunni sem leið. Lögreglan óskaði eftir upplýsingum um dvalarstað mannanna og lýsti þeim sem "mikilvægum vitnum" að sprengjutilræðinu, sem varð sjö manns að bana og særði 86. Þar af voru 22 enn á sjúkrahúsi á sunnudag. Meira
1. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 380 orð

Nýsköpunarleiðtogar framtíðarinnar?

Ísafjörður.­Þessa dagana eru fjórir unglingar í óða önn að sólþurrka saltfisk í Neðstakaupstað á Ísafirði. Unglingarnir, Valgerður Sigurðardóttir, Jóhann Daníel Daníelsson, Jón Kristinn Kristinsson og Kristinn Orri Hjaltason, hafa stofnað með sér fyrirtækið Turnfisk, og ráðgera að selja ferðamönnum sem og öðrum sem áhuga hafa á framleiðslunni. Meira
1. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 305 orð

Ólafur Ragnar stofnar rannsókna- og ráðgjafarfyrirtæki

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, alþingismaður og formaður Alþýðubandalagsins, hefur sett á stofn eigið fyrirtæki undir nafninu ÍSVÍS-rannsóknir og ráðgjöf. Er fyrirtækinu ætlað að sinna rannsóknum og útgáfustarfsemi í félagsvísindum og tengslum og samskiptum í alþjóðlegum viðskiptum og alþjóðastjórnmálum. Meira
1. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 59 orð

Óskemmtilegur hrekkur

Egilsstöðum­Eigandi þessa reiðhjóls mátti sækja það á þennan óvenjulega stað, eftir að einhverjir höfðu gert sér að leik aðfararnótt laugardags að hengja það upp á umferðarmerki og binda við belg sem þeir hengdu í nálægan staur. Þeir sem þetta gerðu höfðu sótt hjólið og belginn í nærliggjandi húsagarð. Meira
1. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 138 orð

Rekstri Tinda hætt 1. september

STARFSEMI meðferðarheimilisins Tinda á Kjalarnesi verður hætt þann 1. september næstkomandi. Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu, segir ástæðuna tvíþætta, nýting heimilisins hefur ekki verið sem skyldi og kostnaður við reksturinn hefur verið hár, eða um 50 milljónir króna á ári. Meira
1. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 509 orð

Rússar og Tsjetsjenar undirbúa fangaskipti

RÚSSNESK yfirvöld og tsjetsjenskir uppreisnarmenn undirbjuggu í gær skipti á föngum samkvæmt samkomulagi, sem gert var um helgina. Samkomulaginu er ætlað að greiða götu fyrir samningum um pólitíska framtíð Tsjetsjníju. Greint var frá því að sex rússneskir hermenn hefðu verið skotnir til bana aðfaranótt mánudags, en ekki var talið að það myndi hafa áhrif á samkomulagið. Meira
1. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 95 orð

Rætt um breytt formi ríkisbanka

FINNUR Ingólfsson, viðskiptaráðherra, ræðir í dag við fulltrúa Búnaðarbankans og Landsbankans um hugmyndir um að breyta rekstarformi bankanna og gera þá að hlutafélögum. Einnig verður rætt um launakjör bankastjóra ríkisbankanna tveggja, en í janúar á síðasta ári lét Sighvatur Björgvinsson, forveri Finns í starfi viðskiptaráðherra, Meira
1. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 386 orð

Samkomulag eftir nokkrar vikur

SAMNINGAMENN Ísraela og Frelsissamtaka Palestínu (PLO) héldu í gær áfram viðræðum um stækkun sjálfstjórnarsvæðis Palestínumanna á Vesturbakkanum, en sendimenn beggja sögðu að ekki væru horfur á að samkomulag næðist fyrr en eftir nokkrar vikur. Meira
1. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 374 orð

Skattlagning en ekki gjald fyrir veitta þjónustu

Vinnuveitendasamband Íslands hefur mótmælt álagningu árlegs eftirlitsgjalds á fyrirtæki, en tekjur af gjaldinu eiga að standa undir kostnaði af heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga. Telur Vinnuveitendasambandið að þar sem álagning gjaldsins sé ekki tengd þeirri þjónustu sem veitt sé í hverju tilviki, Meira
1. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 213 orð

Skuldar um 475 milljónir

SKÝRSLA sem ráðgjafarfyrirtækið Sinna hf. vann fyrir Hafnarfjarðarbæ í júní sýnir að staða fyrirtækisins Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. er afar slæm, og skuldar fyrirtækið um 475 milljónir króna, eða um 55 milljónir umfram eignir. Af heildarskuldum eru um 150 millj. kr. skammtímaskuldir og er stór hluti þeirra í vanskilum. Meira
1. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 103 orð

Spaugstofan 10 ára

SPAUGSTOFAN er 10 ára um þessar mundir og af því tilefni hafa aðstandendur hennar ákveðið að koma saman á Hótel Íslandi, föstudaginn 4. ágúst og fagna þessum tímamótum. Það verða ýmsir góðkunningjar landsmanna úr sjónvarpi, útvarpi og öðrum fjöl- og sviðsmiðlum, sem koma þar fram. Meira
1. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 608 orð

Stór og feitur silungur á hálendinu

SILUNGSVEIÐI hefur víða verið með miklum ágætum, en aflabrögð hafa þó sveiflast með veðrinu eins og gengur og gerist. Sérstaklega hafa vakið athygli veiðisvæði inni á öræfum landsins og má nefna í því sambandi Köldukvísl, Kvíslaveitur, Þórisvatn og Veiðivötn. Einnig má nefna áður óþekkta veiðistaði á borð við Blöndulón og Langasjó þar sem veiði hefur verið mjög góð. Meira
1. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 220 orð

Stúlka og tveir drengir myrt

LÖGREGLA í Bretlandi hóf á sunnudag víðtæka leit að morðingjum þriggja barna. Tveir drengir, 12 og 13 ára, voru stungnir til bana og sjö ára telpa var kyrkt. Foreldrar barnanna hvöttu almenning í gær til að aðstoða lögregluna við leitina að morðingjunum. Telpan hét Sophia Lousie Hook og átti heima í bænum Llandudno í norðurhluta Wales. Meira
1. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 111 orð

Sumarsmellir Svalabræðra

NÝ HÖNNUN á Svala kom á markaðinn í lok síðasta árs. Varan hefur fengið mjög góðar móttökur hjá neytendum og mikil söluaukning hefur orðið það sem af er þessu ári. Í fréttatilkynningu segir, að væntanlega megi rekja það til þeirra breytinga sem gerðar voru á innihaldi og umbúðum og vaxandi vinsælda Svalabræðra. Meira
1. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 144 orð

Sæluhelgi á Suðureyri

Suðureyri­Marhnútavinir stóðu fyrir tveggja daga skemmtihaldi á Suðureyri í júlí í tengslum við hina árlegu "mansakeppni" sem haldin hefur verið þar síðustu átta ár. Veitt var í klukkutíma og ríkti mikil spenna á meðal keppenda og foreldra á meðan á keppninni stóð. Meira
1. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 135 orð

Sölutjald fór á flug

HÁVAÐAROK skók land og lýð á suðvestanverðu landinu um helgina. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík olli rokið ekki verulegum óhöppum, en sjö metra hátt sölutjald fór þó á flug við bensínstöð OLÍS í Álfheimum á sunnudagsmorgun. Meira
1. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 245 orð

Tilvist kjarnavopna á Íslandi verði könnuð

ÓLAFUR Ragnar Grímsson alþingismaður lagði til á fundi utanríkismálanefndar í gær að skipaður verði starfshópur innlendra og erlendra sérfræðinga sem kanni m.a. upplýsingar um hugsanlega staðsetningu kjarnorkuvopna á Íslandi, um flutning kjarnorkuvopna um íslenska lofthelgi og landhelgi og um viðkomu flugvéla og skipa sem báru kjarnorkuvopn á Íslandi. Meira
1. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 220 orð

Tónleikum Bjarkar frestað vegna krankleika

BJÖRK Guðmundsdóttir er nú á tónleikaferð um Bandaríkin og hefur haldið þrenna tónleika. Tvennum tónleikum varð hinsvegar að fresta vegna eymsla hennar í hálsi. Tónleikaferð Bjarkar hófst í Washington 22. júlí, en þegar kom að tónleikum í Los Angeles 26. og 27. júlí fann hún fyrir eymslum í hálsi og varð að fresta tónleikunum af þeim sökum. Meira
1. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 134 orð

Tríó Reykjavíkur á Listasafninu

SÝNING á grafíkverkum eftir Hafliða Hallgrímsson tónlistarmann stendur nú yfir í Listasafninu á Akureyri en hún er í tengslum við Listasumar. Í tilefni af því verða tvennir tónleikar í safninu þar sem flutt verður tónlist eftir Hafliða. Fyrri tónleikarnir verðaannað kvöld,miðvikudagskvöldið 2. ágúst kl. 20. Meira
1. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 95 orð

Tölvuvæddar vegabréfsáritanir gefnar út á Íslandi

SENDIRÁÐ Bandaríkjanna gefur frá og með 8. ágúst út tölvuvæddar vegabréfsáritanir til ferðamanna sem heimsækja vilja Bandríkin. Hin nýja tækni við vegabréfsáritanir mun flýta fyrir afgreiðslu ferðamanna við komuna til Bandaríkjanna og leiðir til skilvirkari framkvæmdar á amerísku innflytjendalögunum. Frá og með 8. Meira
1. ágúst 1995 | Miðopna | 912 orð

Uppgötvast ekki fyrr en skaðinn er skeður

NÚ ÞEGAR ég hef hlustað á raunasögu þessara tveggja sjúklinga styrkist ég í þeirri skoðun minni að mikilvægt sé að stofna félag foreldra Perthesbarna," segir Gunnar Þór Jónsson, prófessor og sérfræðingur í bæklunarlækningum, en hann er einn þeirra lækna sem meðhöndlað hafa Perthessjúklinga. Meira
1. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 77 orð

Veð- og forgangskröfur greiddust að fullu

SKIPTUM er lokið í þrotabúi Hraðfrystihúss Patreksfjarðar en það var tekið til gjaldþrotaskipta 31. júlí 1989 með úrskurði sýslumannsins á Patreksfirði. Upp í veðkröfur greiddust rúmlega 339 milljónir. Forgangskröfur námu samtals 17,1 milljón króna og greiddust þær að fullu. Upp í almennar kröfur fengust 14,1% eða 41,8 milljónir af 296,4 milljónum króna. Meira
1. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 66 orð

Vinningshafar í sjónvarpsveislu Borgarkringlunnar

TVÆR síðustu helgar stóð yfir sjónvarpsveisla í Borgarkringlunni. Vinningarnir voru sex Salora litsjónvörp með fjarstýringu og textavarpi frá Fálkanum. Eftirtaldir aðilar hlutu vinning: Hjördís Torfadóttir, Jakaseli 33, 109 Rvík. Skúli M. Sæmundsson, Fannafold 55, 112 Rvík. Ingey Arna Sigurðardóttir, Austurvegi 24, 240 Grv. Auður Axelsdóttir, Hoftegi 21, 105 Rvík. Meira
1. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 536 orð

Yfir þrjú þúsund manns í miðborginni

EKKI er hægt að segja að liðin helgi hafi verið eftirminnileg hvað varðar fjölda útkalla eða stórmál. Að venju var slíkur mannfjöldi í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt laugardags og sunnudags að hver mótshaldari útihátíðar hefði talið sig hafa náð góðum árangri hvað varðar aðsókn. Ekki voru færri en 3. Meira
1. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 57 orð

Þröstur efstur í Gausdal

TEFLDAR hafa verið fjórar umferðir á opna Péturs Gauts mótinu í Gausdal í Noregi. Þröstur Þórhallsson alþjóðlegur meistari er efstur ásamt Svíanum Lyrberg með 3vinning. Kristján Eðvarðsson hefur 3 vinninga, Margeir Pétursson hefur 2 vinninga, Bragi Halldórsson 2 vinninga og Héðinn Steingrímsson 1 vinning. Um 10 stórmeistarar tefla á mótinu. Meira
1. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 139 orð

Þúsund manns hlupu friðarhlaupið

FRIÐARHLAUPI Sri Chinmoys lauk á sunnudaginn var á Ingólfstorgi, en alls tóku hátt í þúsund manns þátt í hlaupinu. Það var Ellert B. Schram, forseti Íþróttasambands Íslands, sem tók við friðarkyndlinum af hlaupurunum og afhenti hann Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra, en hún flutti stutt ávarp. Meira
1. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 156 orð

Þúsundum gefnar upp sakir

BÚIST er við að mörg þúsund manns verði gefnar upp sakir í Írak, eftir að Saddam Hussein, forseti landsins gaf skipun um að allir pólitískir fangar í landinu verði náðaðir. Ekki er vitað hvenær fangarnir verða látnir lausir eða nákvæmlega hversu marga er um að ræða. Meira

Ritstjórnargreinar

1. ágúst 1995 | Leiðarar | 553 orð

Söguleg umhverfisspjöll

LEIDARI Söguleg umhverfisspjöll AÐ ER EKKI margt á Íslandi sem dregur að erlenda ferðamenn fyrir utan landið sjálft. Við eigum Bláa lónið, eldfjöll og Geysi, svo dæmi séu nefnd, en lítið sem ekkert af sögulegum minjum sem geta vakið áhuga erlendra ferðamanna, en þá væru það einna helzt Þingvellir og handritin, Meira

Menning

1. ágúst 1995 | Menningarlíf | 39 orð

Aukasýning á Höfðinu

GRÍNGERÐARHÓPURINN Allof langt-gengið hefur undanfarið sýnt kabarettinn Höfuðið af skömmunni í Kaffileikhúsinu. Ætlunin var að hætta sýningum en nú hefur verið ákveðið að sýna í kvöld. Alltof langt-gengið samanstendur af Þorgeiri Tryggvasyni, Ármanni Guðmundssyni og Sævari Sigurgeirssyni. Meira
1. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 96 orð

Áfall eftir áfall

LÍFIÐ er ekki dans á rósum hjá stúlkunni góðu, Pamelu Lee, þessa dagana. Eins og flestum er kunnugt missti hún fóstur fyrir skömmu. Það var mikið áfall fyrir leikkonuna, sem hafði hlakkað mikið til að verða móðir. Nú er ljóst að hún hefur misst hlutverk sitt í Baðstrandar- þáttaröðinni til leikkonunnar Genu Nolin, sem þykir ekki síður bústin og litfríð. Meira
1. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 62 orð

Erfitt að finna umræðuefni

ÞAÐ tók sinn tíma að finna nafn á nýjustu mynd Juliu Roberts. Upphaflega var ráðgert að hún héti "Grace Under Fire", en í ljós kom aðnýjasta myndRosie Perez barsama nafn. Þákom "Sisters",síðan "The Kingsof Carolina","The Game ofLove" og "Powerof Love". Meira
1. ágúst 1995 | Menningarlíf | 172 orð

Karamellunef eru ekki menningarvæn

HELGA Lára Haraldsdóttir myndlistarmaður gerir góðlátlegt grín að "listaelítu" Lundúnaborgar í nýju verki sínu sem hún sýnir í sýningarsalnum Vermillion í London. Hún kallar verk sitt Karamellunef eða "Toffee noses" og samanstendur það af nefjum af ýmsum stærðum og gerðum, mótuðum í karamellu, og er komið fyrir í vandaðri umgjörð úr gljálökkuðum við og flaueli. Meira
1. ágúst 1995 | Menningarlíf | 544 orð

Lakeriz-línan

Opið alla daga nema mánud. kl. 14-18 til 6. ágúst. Aðgangur ókeypis. ENN eimir eftir að þeim hugsunarhætti, að hönnun sé fyrst og fremst spurning um handverk; að láta hlutina falla vel saman þannig að heildarmyndin verði allt í senn, falleg, virk, einföld og hagkvæm. Meira
1. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 46 orð

Langella kemur á óvart

LEIKARINN góðkunni Frank gamli Langella hefur tekið að sér aðalhlutverk gamanmyndarinnar "Eddie". Myndin fjallar um körfuboltaaðdáanda, leikinn af Whoopi Goldberg, sem er fenginn til að stjórna uppáhaldsliði sínu í NBA-deildinni. Frank leikur eiganda liðsins. Ráðgert er að tökur hefjist í næsta mánuði. Meira
1. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 45 orð

Leikið á götunni

GÖTULEIKHÚSIÐ setti upp sýningu í porti Hafnarhússins síðastliðið föstudagskvöld. Þátttakendur í sýningunni voru 80 og leikstjóri var Rúnar Guðbrandsson. Honum til aðstoðar voru Anna Borg, Steinunn Knútsdóttir og Guðjón Sigvaldason. Meira
1. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 170 orð

"Live in Iceland"

HLJÓMSVEITIN Drum Club, sem kom til landsins í aprílmánuði síðastliðnum, mun um miðjan ágúst gefa út tónleikaplötuna "Live in Iceland". Á henni verða upptökur frá tónleikum þeim sem sveitin hélt hér á landi við góðar undirtektir. Meðlimir þessarar danssveitar eru tveir, þeir Charlie Hall og Lol Hammond. Hljómsveitin mun spila á UXA 95 um næstu helgi. Meira
1. ágúst 1995 | Menningarlíf | 125 orð

Myndlistasýning í fyrsta sinn á hálendinu

ELÍAS Hjörleifsson, Geitlandi 3 á Hellu, opnaði málverkasýningu laugardaginn 29. júlí, í veitinga- og gistihúsinu á Hrauneyjum við Hrauneyjafoss. Elías er sjálfmenntaður myndlistarmaður, fæddur í Hafnarfirði árið 1944. Fyrir sex árum fluttist hann heim frá Danmörku eftir 27 ára dvöl þar ytra. Elías hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga í Danmörku. Meira
1. ágúst 1995 | Menningarlíf | 290 orð

Sigríður Ella í Holland Park

FIMM íslenskir söngvarar taka þátt í tveimur af þeim þremur óperuhátíðum í Englandi sem haldnar eru í sumar og sagt var frá nýlega hér í blaðinu. Hátíðirnar sem hér um ræðir eru Glyndebourne-og Holland Park hátíðin. Meira
1. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 103 orð

Travolta leiður á megrunarofsóknum

GAMLI diskóboltinn John Travolta er orðinn leiður á sífelldri umfjöllun fjölmiðla um baráttu hans við aukakílóin. Nú er svo komið að hann má ekki fá sér neitt í samkvæmum án þess að ljósmyndarar umkringi hann og telji saman kaloríurnar. Fregnir herma einnig að sonur hans, Jett, hafi orðið fyrir aðkasti vegna vandamála föður síns. Meira
1. ágúst 1995 | Menningarlíf | 172 orð

Út í garði, upp á borði

Í TILEFNI af 40 ára afmæli Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði hefur nú verið opnuð myndlistarsýning í húsakynnum stofnunarinnar. Það eru listamennirnir Þorbjörg Pálsdóttir og Hannes Lárusson sem eiga samanlagt um 50 verk á sýningunni sem sett er upp á víð og dreif um Heilsustofnunina. Meira
1. ágúst 1995 | Bókmenntir | 913 orð

VITIÐ Í ORÐUNUM

eftir Carl Jóhan Jensen. Þýðandi: Martin Tausen Götuskeggi. Hringskuggar, 1995 - 41 síða "AFBOÐUN MARÍU" er íslenskt heiti fyrsta ljóðsins í bók Carl Jóhans Jensens, Hvoruskyn. Engillinn Gabríel heilsar hér ekki með "Heill þér..." og reyndar er sú María sem Lúkasarguðspjall greinir frá víðs fjarri. Meira
1. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 148 orð

"Waterworld" á toppnum

EKKI virðist líklegt að kvikmyndin "Waterworld" nái upp í 11 milljarða króna kostnað sinn. Þrátt fyrir að myndin hafi verið á toppnum í Bandaríkjunum um síðustu helgi með 1.300 milljóna króna tekjur, verður miðasalan að aukast til muna ef framleiðendur eiga að ná upp í útlagðan kostnað. Leikstjóri myndarinnar er Kevin Reynolds. Undir stjórn hans fóru útgjöldin úr böndunum. Meira
1. ágúst 1995 | Menningarlíf | 214 orð

Ævintýrið Gilitrutt dansað í Noregi

NORRÆNT þjóðdansa- og þjóðlagamót, Barnlek-95, verður haldið 2.­6. ágúst nk. í Gjørvik í Noregi og er ætlað börnum og unglingum á aldrinum 8­16 ára. Mótið er á vegum NORDLEK, sem eru samtök þjóðdansa- og þjóðlagaspilara á Norðurlöndum. Hópur 30 barna og fullorðinna úr Þjóðdansafélagi Reykjavíkur, danshópur Umf. Meira
1. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 156 orð

(fyrirsögn vantar)

HJARTAKNÚSARINN Dylan og ein aðalpersóna framhaldsþáttanna Beverly Hills 90210 verður skrifaður út úr þáttunum á komandi hausti. Handritshöfundar hafa þegarkomið með tillögu að dauðasöguhetjunnar.Áætlað er að Dylan verði ástfangin af dóttur mafíósa og dragistinn í erjur undirheimalýðs. Þaðleiði til þess aðhann verði myrtur á götu úti. Meira

Umræðan

1. ágúst 1995 | Velvakandi | 406 orð

að segir nokkra sögu um þann árangur, sem Björk Guðmunds

að segir nokkra sögu um þann árangur, sem Björk Guðmundsdóttir, söngkona, hefur náð á hinni alþjóðlegu framabraut, að hennar er getið í sérstökum dálki á baksíðu bandaríska dagblaðsins International Herald Tribune, sl. laugardag en blaðið er gefið út í París og dreift um víða veröld. Meira
1. ágúst 1995 | Velvakandi | 456 orð

Auðlindin

UNDANFARIÐ hefur borið æ meira á þeim hugmyndum vinstrimanna að skattleggja beri veiðiheimildir sjávarútvegsfyrirtækja. Og nú hefur jafnvel heyrst sú skoðun frá forsvarsmanni stærsta sjávarútvegsfyrirtækis á Íslandi að einsköttun sé lausnin. Við fyrstu sýn mætti ætla að þessar hugmyndir væru mismunandi útfærslur á sömu hugmynd. Meira
1. ágúst 1995 | Aðsent efni | 864 orð

Á göngu um Kjalveg hinn forna

ALLT frá upphafi Íslandsbyggðar hefur leiðin um Kjöl, milli Suður- og Norðurlands verið fjölfarin. Hennar er þegar getið með skemmtilegum hætti í Landnámabók og allt frá þeim tíma eru til margar frásagnir af ferðum manna um Kjöl á öllum öldum, ekki síst ef þeir lentu í hrakningum eða urðu fyrir slysum. Meira
1. ágúst 1995 | Aðsent efni | 698 orð

Endurvinnsla á pappír ­ allra hagur

MESTUR hluti þess pappírs sem til fellur á heimilum og á vinnustöðum er endurvinnanlegur og er jafnvel talið að um 90% af því sem algengast er að flokka sem sorp á skrifstofum og í skólum sé í raun endurvinnanlegur pappír. Meira
1. ágúst 1995 | Aðsent efni | 708 orð

Hneyksli í Höfða

Hneyksli í Höfða Borgarstjóri hefur aldrei kynnt þessar tillögur eða ákvarðanir í borgarráði, hvað þá í borgarstjórn, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Vel getur verið að hann hafi rætt þær á lokuðum fundi í R-listanum. ÞAÐ er margt sem angrar borgarstjórann í Reykjavík, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Meira
1. ágúst 1995 | Aðsent efni | 637 orð

Ímynd Höfða

FERÐAÞJÓNUSTA er talin ein mikilvægasta atvinnugreinin hér á landi og vaxtarmöguleikar hennar eru miklir. Áhugi útlendinga á Íslandi hefur vaxið og eiga þar fáeinir stórviðburðir og einstaklingar veigamikinn þátt, þar sem kastljósinu hefur verið beint að Íslandi. Meira
1. ágúst 1995 | Velvakandi | 213 orð

Litið til Norðurlanda ef rökstyðja á fáránlegar ákvarðanir

MIG LANGAR að taka undir gagnrýni Víkverja á starfsháttum ÁTVR, sem eru með ólíkindum og myndu óvíða líðast nema hér í landi sauðkindarinnar. Það sem þó einkum vakti athygli mína var, að engin athugasemd var gerð við þessa skýringu forstjórans: "...en þegar bjórsala hófst var ákveðið, að sænskri fyrirmynd, að ekki mætti selja bjór sem væri yfir 5,6% að styrkleika. Meira
1. ágúst 1995 | Aðsent efni | 1106 orð

Markmið einkavæðingar

Markmið einkavæðingar Það hlýtur að vera markmið einkavæðingar, segir Hreinn Loftsson, að eðlilegt verð fáist við sölu eigna ríkisins. En meginmarkmiðið er ávallt pólitískt. Meira
1. ágúst 1995 | Velvakandi | 807 orð

Reynsla mín af sjúkrahúslegum

Í ÞRJÁ áratugi hef ég verið starfsmaður Borgarspítalans því var það mér lærdómsríkt að vera hinum megin við borðið smátíma, þ.e.a.s. sjúklingur þrisvar á fáum árum. Það virðist ekki vera að nokkur heilbrigðisráðherra í áratugi geri sér nokkra grein fyrir þeirri ábyrgð, sem hann gengst undir, er hann tekur að sér þetta starf. Meira
1. ágúst 1995 | Velvakandi | 146 orð

Var tappinn lokaður? Í SUNNUDAGSBLAÐI Morgunblaðsins 30. júlí var fr

Í SUNNUDAGSBLAÐI Morgunblaðsins 30. júlí var frétt á baksíðu um að lögreglan hefði komist í feitt í vesturbænum í Reykjavík, þegar hún komst inn í íbúð, sem var sneisafull af þýfi. Sannast sagna féll fréttin sjálf í skuggann hjá mér, fyrirsögnin var það sem mesta athygli fékk, þar sló blaðamaðurinn því upp hvað það var sem kom vörðum laganna á sporið, Meira
1. ágúst 1995 | Aðsent efni | 1100 orð

Þitt viðhorf til jafnréttis

Að senda þér bréf á þessum vettvangi kann að orka tvímælis, ég hefði líkleg tök á því að ná til þín eftir öðrum leiðum, en vel samt þennan kostinn. Ástæðan fyrir því að ég vel þennan háttinn er að ég vænti svars frá þér, hér í Morgunblaðinu. Svarið yrði ekki aðeins til mín, heldur þess fjölda flokkssystkina okkar sem málið varðar og þeirra kjósenda flokksins er hafa áhuga ájafnréttismálum. Meira

Minningargreinar

1. ágúst 1995 | Minningargreinar | 705 orð

Einar Helgason

Ég held að Einar sé einhver óvenjulegasti maður sem ég hef kynnst. Frjór hugur hans virtist ekki eiga sér nein takmörk og innsæi hans á menn og málefni slíkt að maður varð oft hreint hissa. Það var líka einstaklega skemmtilegt að umgangast þennan mann og ekki alltaf auðvelt, því hann var svo stór í hugsun og þurfti dugandi brýningu, sem auðvitað var ekki alltaf til staðar hjá manni. Meira
1. ágúst 1995 | Minningargreinar | 223 orð

Einar Helgason

Elsku afi er nú látinn og kominn til ömmu. Amma og afi voru einstakt fólk og sóttum við barnabörnin mikið til þeirra. Það var bara svo gaman að koma til þeirra. Hvort sem það var uppi á Akranesi eða fyrir norðan í sumarbústaðnum, en þar dvöldu þau flest sumur sín seinni ár. Amma var mikill vinur manns og alltaf síhlæjandi. Meira
1. ágúst 1995 | Minningargreinar | 312 orð

EINAR HELGASON

EINAR HELGASON Einar Helgason fæddist á Hlíðarfæti í Svínadal 24. nóvember 1901. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 18. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helgi Einarsson frá Botni og Sigríður Guðnadóttir frá Sarpi í Skorradal. Meira
1. ágúst 1995 | Minningargreinar | 598 orð

Guðni Ingi Lárusson

Mánudaginn 24.7. síðastliðinn var ég á ferð frá Egilsstöðum til Reykjavíkur. Það var glampandi sól og sveitin, sjórinn og fjöllin skörtuðu sínu fegursta. Það var yndislegt að lifa. Allt í einu hringdi síminn og mér var tilkynnt að tengdafaðir minn, Guðni Ingi Lárusson, hefði látist fyrr um daginn. Ský dró fyrir sólu og það fór að rigna. Í einni svipan breyttist umhverfið ­ lífið hafði líka breyst. Meira
1. ágúst 1995 | Minningargreinar | 169 orð

GUÐNI INGI LÁRUSSON

GUÐNI INGI LÁRUSSON Guðni Ingi Lárusson fæddist í Krossnesi Eyrarsveit á Snæfellsnesi 30. júlí 1931. Hann lést á heimili sínu 24. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurlaug Skarphéðinsdóttir, f. 23. júní 1904, d. 11. jan. 1942, og Lárus Guðbjartur Guðmundsson, f. 23. jan. 1892, d. 25. apríl 1946. Meira
1. ágúst 1995 | Minningargreinar | 902 orð

Magnús Bæringur Kristinsson

Látinn er langt um aldur fram Magnús Bæringur Kristinsson fyrrum kennari, yfirkennari og skólastjóri í Kópavogsskóla. Hann var kennari minn og samstarfsmaður um árabil, en fyrst og síðast var hann góður og tryggur vinur. Kynni okkar hófust einn mildan haustdag í byrjun otkóber árið 1948. Við krakkarnir í Kópavogi vorum að byrja fjórða árið okkar í eigin skóla. Meira
1. ágúst 1995 | Minningargreinar | 847 orð

Magnús Bæringur Kristinsson

Mig langar í fáum orðum að minnast Magnúsar Bærings Kristinssonar sem ég var svo lánsamur að hafa fyrir bekkjarkennara allan barnaskólann. Við kölluðum hann alltaf Magnús kennara og fannst við eiga hann ein. Það kom fyrir að við hættum okkur í mannjöfnuð við skólasystkini okkar og héldum fram hlut Magnúsar gegn þeirra kennurum. Meira
1. ágúst 1995 | Minningargreinar | 454 orð

Magnús Bæringur Kristinsson

Á björtum júlídegi barst mér sú fregn að Magnús Bæringur Kristinsson, fyrrv. skólastjóri, væri látinn. Hann andaðist 20. júlí á sjúkraheimilinu Sunnuhlíð sjötíu og eins árs að aldri eftir erfiða baráttu árum saman við óvæginn sjúkdóm, saddur lífdaga. Meira
1. ágúst 1995 | Minningargreinar | 367 orð

Magnús Bæringur Kristinsson

Kópavogsskóli tók til starfa í byrjun árs 1949. Þá var Kópavogshálsinn hróstrugt holt þar sem skólinn trónaði einn en lágreist hús stóðu á víð og dreif og heim að þeim lágu troðningar. Allt bar vott um frumbyggjahátt. Þessa frumbyggjaháttar gætti auðvitað einnig í skólanum á fyrstu árum hans. En til heilla fyrir skólastarfið réðst til skólans á þessum árum einvalalið kennara. Meira
1. ágúst 1995 | Minningargreinar | 431 orð

Magnús Bæringur Kristinsson

Eftirvænting ríkir alltaf í skólum, þegar von er á nýjum kennara. Það var einnig svo haustið 1948 þegar kom til starfa að Marbakkaskóla, ungur, stæltur og nýútskrifaður kennari, Magnús B. Kristinsson, sem átti meðal annars að kenna leikfimi og íþróttir, sem ekki hafði verið sinnt áður í skólum í Kópavogi. Meira
1. ágúst 1995 | Minningargreinar | 602 orð

Magnús Bæringur Kristinsson

Mörg eru þau minningarbrot sem upp koma í hugann þegar ég minnist Magnúsar Bærings Kristinssonar, fyrrum skólastjóra Kópavogsskóla. Hann átti í mörg hin síðari ár við erfið veikindi að stríða. Ég get ekki minnst Magnúsar án þess að geta eftirlifandi eiginkonu hans, Guðrúnar Sveinsdóttur, svo samrýnd voru þau hjón í leik og starfi. Guðrún var Magnúsi mikill stuðningur í veikindunum. Meira
1. ágúst 1995 | Minningargreinar | 485 orð

Magnús Bæringur Kristinsson

Mörg framfaraspor hafa verið stigin í skólamálum Kópavogs en þrátt fyrir allt má telja að stærsta átakið hafi verið þegar Kópavogsskóli var byggður og fyrsti áfangi hans tekinn í notkun 1949, þá voru erfiðir tímar og sveitarfélagið lítið og bláfátækt. Meira
1. ágúst 1995 | Minningargreinar | 201 orð

Magnús Bæringur Kristinsson

Látinn er félagi okkar Magnús Bæringur Kristinsson fv. skólastjóri. Ekki er hægt að segja að lát hans hafi komið okkur félögum á óvart, en hann fékk heilablóðfall 1978 og náði ekki fullri heilsu eftir það. Meira
1. ágúst 1995 | Minningargreinar | 297 orð

MAGNÚS BÆRINGUR KRISTINSSON

MAGNÚS BÆRINGUR KRISTINSSON Magnús Bæringur Kristinsson fæddist 9. október 1923 að Stóra-Grindli í Fljótum. Hann fluttist barn að aldri til Hríseyjar og ólst þar upp til fullorðinsára. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 20. júlí sl. Foreldrar hans voru hjónin Pálína Elísabet Árnadóttir, húsmóðir, f. 16. Meira
1. ágúst 1995 | Minningargreinar | 581 orð

Magnús Bæringur Kristjánsson

Lífið er fljótt, líkt er það elding, sem glampar um nótt, ljósi, sem tindrar á tárum, titrar á bárum. (Matthías Jochumsson) Í dag er kvaddur hinstu kveðju Magnús Bæringur Kristinsson, fyrrverandi skólastjóri við Kópavogsskóla. Meira
1. ágúst 1995 | Minningargreinar | 352 orð

Magnús Bæringur Kristjánsson

Þótt andlát hans hafi ekki komið á óvart eftir langa sjúkdómstíð, er erfitt að átta sig á og sætta sig við, að hann Bæringur skuli vera okkur horfinn. Hann, sem var eins og ferskur, glaður blær kominn norðan yfir fjöll, því mikill frískleiki og kraftur einkenndi manninn og fylgdi honum. Meira
1. ágúst 1995 | Minningargreinar | 801 orð

Sigurður Baldvinsson

Æskuminningar eru flestum dýrmætar og helgar. Og þegar einhver æskufélaga hverfur úr hópnum, koma minningarnar skýrar fram í hugann. Svo er nú, þegar frændi minn Sigurður Baldvinsson er allur. Við vorum systkinasynir. Hann fluttist í Naust ungur að aldri er móðir hans lést. Hann ólst upp hjá föðursystkinum mínum. Við lékum okkur saman og urðum að mörgu leyti samrýndir. Meira
1. ágúst 1995 | Minningargreinar | 293 orð

SIGURÐUR BALDVINSSON

SIGURÐUR BALDVINSSON Sigurður Baldvinsson var fæddur á Hálsi í Öxnadal 26. sept. 1915. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 23. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðbjörg Helga Sveinsdóttir, f. 9.9. 1884 á Neðri-Rauðalæk, d. 21. okt. 1924, og Baldvin Sigurðsson, f. 5. ágúst 1872 á Myrká, d. í ágúst 1940. Meira

Viðskipti

1. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 264 orð

3,4 milljarðar teknir að láni

SEÐLABANKI Íslands hefur fyrir hönd ríkissjóðs gengið að tilboði Evrópska fjárfestingarbankans (EIB) um lán að fjárhæð 40 milljónir ekna (ECU) sem jafngildir 3,4 milljörðum króna. Lánsfénu verður varið til að fjármagna framkvæmdir á vegum Vegagerðar ríkisins við samgöngumannvirki á höfuðborgarsvæðinu og Vestfjarðagöng. Meira
1. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 254 orð

4-11% staðgreiðsluafsláttur

SAMKEPPNI virðist fara harðnandi á byggingavörumarkaðnum og nú bjóða tvær stærstu byggingavöruverslanirnar, BYKO hf. og Húsasmiðjan hf., nú viðskiptavinum sínum afslátt, sem kemur til viðbótar hefðbundnum staðgreiðsluafslætti. Meira
1. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 170 orð

GM með mettekjur

GENERAL Motors-bílafyrirtækið hefur skýrt frá því að hagnaður þess hafi aukizt um 18% á öðrum ársfjórðungi í 2.27 milljarða dollara, sem er met. Einn bifreiðarisanna þriggja í Detroit skilar GM auknum hagnaði á þessum ársfjórðungi. Hagnaðurinn jókst úr 1.92 milljörðum dollara fyrir ári þrátt fyrir minni sölu í Norður-Ameríku, en haldið hefur verið áfram að draga úr kostnaði. Meira
1. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 141 orð

Hlutabréf í Qantas seljast grimmt

QANTAS-flugfélagið í Ástralíu hefur byrjað vel síðan því var breytt í hlutafélag og bréf í því seldust á mánudag á 16% yfirverði, sem hefur fært mörgum þeim sem keyptu hlut í félaginu skjótfenginn gróða. Meira
1. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 260 orð

Minni tekjur Deutsche Bank

DEUTSCHE Bank AG, stærsti viðskiptabanki Evrópu, hefur skýrt frá því að rekstrartekjur hans hafi minnkað um 9% á fyrri árshelmingi 1995, þar sem minni vaxtatekjur og minni tekjur af bankagjöldum hafi vegið þyngra en verulega aukinn hagnaður af viðskiptum. Lánveitingar að aukast Meira
1. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 208 orð

Nýtt fyrirtæki stofnað um Digital-umboðið

EIGENDUR Örtölvutækni hf. hafa ákveðið að skipta félaginu upp í tvö rekstrarfélög. Þannig mun nýtt fyrirtæki formlega taka við Digital- umboðinu í dag og verður ráðinn að því sérstakur framkvæmdastjóri. Ekki liggur endanlega fyrir hvernig öðrum rekstri Örtölvutækni verður háttað en unnið er að endurskipulagningu hans. Meira
1. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 121 orð

Spá 6,6% fjölgun farþegum

FARÞEGAFLUG á leiðum innan Evrópu mun aukast um 6,6% á ári til 1999 og líkur eru að það tvöfaldist á 11 árum og samkeppni harðni. Samkvæmt gögnum sambands evrópskra flugfélaga, AEA, er spáð 6,9% aukningu 1995 og 6,4% 1998 og 1999. Á næstu fimm árum til 1999 má búast við stöðugri aukningu við tiltölulega hagstæð efnahsleg skilyrði og áframhaldandi lækkun fargjalda að sögn AEA. Meira
1. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 110 orð

TCI kaupir kapla kerfi Viacom

TELE-Communciations fyrirtækið í Bandaríkjunum hefur samþykkt að kaupa kaplasjónvarpskerfi Viacom fyrir 2.25 milljarða dollara. TCI er stærsta kaplasjónvarpsfyrirtæki Bandaríkjanna en með kaupunum fjölgar notendum um 1.2 milljónir. Viacom minnkar hins vegar skuldir sínar um 1.7 milljarða dollara. Með samningnum fjölgar notendum TCI um 426.000 á San Francisco-svæðinu, 440. Meira
1. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 213 orð

Uppstokkun hjá Sony

BANDARÍSKA tímaritið Forbesgreinir frá því í síðasta tölublaði að framundan séu miklar skipulagsbreytingar hjá útgáfufyrirtækinu Sony Electronic Publishing Company, sem Ólafur Jóhann Ólafsson stýrir. Meira
1. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 124 orð

Walt Disney kaupir ABC

WALT Disney-fyrirtækið mun kaupa Capital Cities/ABC fyrir 19 milljarða dollara og þar með verður nýju stórveldi komið á fót í skemmtana- og fjölmiðlaheiminum. Kaupin koma á óvart í Hollywood og Wall Street. Tekjur fyrirtækjanna í fyrra námu til samans um 16.5 milljörðum dollara. Capital Cities er eigandi ABC-sjónvarpsins og verður algerlega í eigu Disneys. Meira

Fastir þættir

1. ágúst 1995 | Dagbók | 76 orð

ÁRA afmæli. Í dag þriðjudaginn 1. ágúst er Helga Gunnólfsdó

ÁRA afmæli. Í dag þriðjudaginn 1. ágúst er Helga Gunnólfsdóttir Vesturgötu 34, Keflavík sjötug. Hún og eiginmaður hennar Árni Þ. Árnason taka á móti gestum í KK-salnum, Vesturbraut 17, Keflavík frá kl. 20 í kvöld. ÁRA afmæli. Fimmtugur er á morgun, miðvikudaginn 2. Meira
1. ágúst 1995 | Fastir þættir | 786 orð

Björn Freyr vann Robert J. Fischer

28. júní-4. júlí 1995 HVERNIG yrði þér innanbrjósts lesandi góður ef þú værir að tefla á opnu skákmóti og sæir á mótstöflunni að þú ættir að mæta Robert J. Fischer í næstu umferð? Líklega myndi sæluhrollur líða um flesta en e.t.v. líka nokkur ótti yfir því að mæta svo gífurlega sterkum andstæðingi. Meira
1. ágúst 1995 | Dagbók | 227 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman þann 24. júní sl. í Seltjarnarneskirkju af sr. Solveigu Láru Erna Andreasen og Þráinn Jóhannsson. Heimili þeirra er á Lindarbraut 30, Seltjarnarnesi. Ljósmyndastofan Nærmynd.BRÚÐKAUP. Gefin voru saman þann 10. júní sl. í Bústaðakirkju af sr. Meira
1. ágúst 1995 | Fastir þættir | 212 orð

Gaman að læra nýtt mál

Margir unglingar hafa flutt til útlanda með fjölskyldum sínum, ein þeirra er Sesselja Vilborg Jónsdóttir. Hún býr nú í Vestby í Noregi ásamt móður sinni, en er í sumar á Íslandi hjá föður sínum og systur. Okkur lék forvitni á að vita hvernig það væri að vera íslenskur unglingur og búa í Noregi. Meira
1. ágúst 1995 | Dagbók | 299 orð

Höfði

HöfðiVEGNA umræðu um Höfða í fréttum síðustu daga er vert að rifja uppsögu hússins. Páll Líndal segir í bók sinni Reykjavík - Sögustaður viðSund að vegna veru franskra sjómanna hér við Íslandsstrendur hafifranskir aðilar látið reisa hér ýmsar byggingar, þ.ám. Höfða. Meira
1. ágúst 1995 | Fastir þættir | 718 orð

Nauðgun er glæpur

Verslunarmannahelgin er framundan og þá flykkjast ungmenni á útihátíðir. Því miður fylgja þessari helgi oft óhöpp, slys og ofbeldi, þar á meðal nauðganir. Starfskonur Stígamóta hafa reynt að vera á öllum svæðum þar sem haldnar eru útihátíðir til að veita fyrstu hjálp og aðhlynningu. Meira
1. ágúst 1995 | Dagbók | 295 orð

Reykjavíkurhöfn: Reykjafoss

Reykjavíkurhöfn: Reykjafoss var væntanlegur í gær af strönd. Togarinn Jón Baldvinsson er væntanlegur af veiðum í dag. Farþegaskipið Albatros er væntanlegt á morgun. Bakkafoss og Goðafoss eru væntanlegir á morgun. Hafnarfjarðarhöfn: Hrafn Sveinbjarnarson kom af veiðum í gærmorgun. Meira
1. ágúst 1995 | Fastir þættir | 566 orð

Sönn saga stúlku sem fór á útihátíð

ÞETTA er saga stúlku sem var sextán ára þegar hún fór á útihátíð ásamt tveim vinkonum sínum, það var mikil tilhlökkun í gangi og þær töluðu um ferðina í margar vikur áður en þær fóru. Þetta var í fyrsta skipti sem hún fékk að fara á útihátíð. Hún kom á mótssvæðið ásamt vinkonunum og þær tjölduðu og fóru á ball um kvöldið og fannst alveg rosalega gaman. Meira
1. ágúst 1995 | Fastir þættir | 248 orð

Ætlar að verða hárgreiðsludama

Nafn: Guðríður Dögg Pétursdóttir Heima: Njarðvík Aldur: 14 ára Skóli: Grunnskóli Njarðvíkur Hvernig finnst þér skólinn? Skemmtilegur, mér finnst allt skemmtilegt við skólann en stærðfræði skemmtilegust. Ertu með sumarstarf? Já, unglingavinnuna, það er allt í lagi. Meira

Íþróttir

1. ágúst 1995 | Íþróttir | 275 orð

200. bikarmark KR-inga SIGURMARK KR-inga í K

SIGURMARK KR-inga í Keflavík í gær var 200. mark félagsins í bikarkeppni Knattspyrnusambandsins. Mihajlo Bibercic gerði það úr vítaspyrnu. Það var Sveinn Jónsson, síðar formaður KR, sem gerði fyrsta mark félagsins í keppninni - í 3:0 sigri gegn Hafnfirðingum 1960. Meira
1. ágúst 1995 | Íþróttir | -1 orð

3. DEILD KARLA

3. DEILD KARLA VÖLSUNGUR 11 8 2 1 21 7 26LEIKNIR 11 7 1 3 29 14 22DALVÍK 11 4 7 0 21 12 19ÆGIR 11 6 1 4 18 14 19ÞRÓTTUR N. Meira
1. ágúst 1995 | Íþróttir | -1 orð

4. DEILD A

4. DEILD A LÉTTIR 14 10 3 1 53 25 33ÁRMANN 14 9 3 2 37 19 30VÍKVERJI 13 6 3 4 20 15 21GG 13 6 1 6 34 29 19AFTURE. 12 6 1 5 23 19 19VÍKINGUR Ó. Meira
1. ágúst 1995 | Íþróttir | -1 orð

4. DEILD B

4. DEILD B GRÓTTA 10 7 1 2 32 12 22REYNIR S. 9 7 1 1 32 17 22ÍH 10 6 0 4 28 23 18NJARÐVÍK 10 5 0 5 25 18 15ÖKKLI 9 3 0 6 15 32 9SMÁSTUND 8 2 2 4 20 2 Meira
1. ágúst 1995 | Íþróttir | -1 orð

4. DEILD C

4. DEILD C KS 9 9 0 0 43 7 27TINDASTÓLL 9 5 2 2 25 8 17MAGNI 8 5 2 1 25 10 17HVÖT 9 4 1 4 38 16 13NEISTI 8 2 1 5 12 27 7SM 8 2 0 6 15 28 6 Meira
1. ágúst 1995 | Íþróttir | -1 orð

4. DEILD D

4. DEILD D SINDRI 10 9 1 0 47 10 28KVA 8 5 1 2 32 7 16KBS 8 5 0 3 26 12 15NEISTI 10 3 3 4 22 23 12EINHERJI 10 3 2 5 13 18 11UMFL 10 2 0 8 8 60 6 Meira
1. ágúst 1995 | Íþróttir | 776 orð

A-flokkur gæðinga

Haldið 29. og 30. júlí á Kaldármelum A-flokkur gæðinga 1. Svarti Svanur frá Leirárgörðum, f: Fasi, s.st.. m: Helga Jóna, s.st., eig. Gísli Guðmundsson og Guðrún L. Gísladóttir, kn. Lárus Hannesson, 8,20. 2. Stjarna frá Hellissandi, f: Borgfjörð 909, Hvanneyri, m: Salka, eig. og kn. Ragnar Jónatansson, 7,97. 3. Hrímnir frá Stóra-Hofi, f: Sörli 653, Skr. Meira
1. ágúst 1995 | Íþróttir | 103 orð

Allt lagt í sölurnar EINAR Sveinn Árnason þjá

EINAR Sveinn Árnason þjálfari KR sagði að allt hefði verið lagt í sölurnar fyrir leikinn gegn Breiðabliki og farið hefði verið yfir andlegu hliðina. "Við ræddum málin fyrir leikinn og ræddum hvað er skemmtilegt í fótboltanum og ákváðum að leggja allt í sölurnar. Allir hafa reiknað með að Breiðablik myndi vinna leikinn og við vorum ákveðin að láta þeim það ekki eftir. Meira
1. ágúst 1995 | Íþróttir | 673 orð

Birkir hetja Framara í vítaspyrnukeppni

EFTIR eitthundrað og tuttugu mínútna leik og vítaspyrnukeppni þá stóðu Framarar uppi sem sigurvegarar í baráttuleik við Grindvíkinga og það var landsliðsmarkvörðurinn Birkir Kristinsson sem var hetja þeirra, varði tvær vítaspyrnur og tryggði sæti í úrslitleik Bikarkeppninnar gegn KR sunnudaginn 27. ágúst. Meira
1. ágúst 1995 | Íþróttir | 323 orð

"Daði sló í punginn á mér"

Þegar ég stökk upp til að grípa boltann eftir fyrirgjöf sló Daði Dervic viljandi í punginn á mér og truflaði mig," sagði Ólafur Gottskálksson, markvörður og fyrirliði Keflavíkur, um aðdraganda þess að hann var rekinn útaf um miðbik seinni hálfleiks. "Um leið og ég lendi slæ ég í brjóstið á honum. Í því sama grípur hann um barka sinn eins og óður væri. Meira
1. ágúst 1995 | Íþróttir | 538 orð

Einn hestur dönsku sveitarinnar veikur

EINN af hestum dönsku keppnissveitarinnar, sem mætt er til leiks á heimsmeistaramótið á íslenskum hestum, veiktust af inflúensu að því að talið var og fór nokkur kurr um mannskapinn sem mættur er á mótið, sem haldið er í bænum Fehraltoft í Sviss. Mönnum er enn í fersku minni Evrópumótið í Hollandi 1979 þegar stór hluti keppnishestanna veiktist og við lá að ekkert yrði af mótinu. Meira
1. ágúst 1995 | Íþróttir | 589 orð

Evrópukeppnin Fyrsta umferð í útsláttarkeppni Toto-keppni Evró

Fyrsta umferð í útsláttarkeppni Toto-keppni Evrópuknattspyrnusambandsins á laugardaginn. Köln (Þýskalandi) - Tirol (Austurríki)1:3 Bordeaux (Frakkl.) - Frankf. (Þýskal.)3:0 Leverkusen (Þýskal.) - Odense (Danm.)5:2 Bursaspor (Tyrkl.) - OFI Krít (Grikkl.)2:1 Aarau (Sviss) - Karlsruhe (Þýskalandi)1:2 Heerenveen (Holl.) - Farul (Rúm. Meira
1. ágúst 1995 | Íþróttir | 147 orð

Gascoigne í banastuði EN

ENSKI landsliðsmaðurinn Paul Gascoigne lék frábærlega með Glasgow Rangers á fjögurra liða móti á Ibrox, heimavelli Rangers, um helgina. Hann fór á kostum á laugardag er skosku meistararnir burstuðu rúmenska liðið Steaua Búkarest 4:0. Gascoigne skoraði eitt mark - potaði í netið úr markteignum - og skoraði þar með í fyrstu fimm leikjunum fyrir félagið. Meira
1. ágúst 1995 | Íþróttir | 112 orð

Golfklúbburinn Kjölur. Drengir 15-18 ára, án forgjafar:

Golfklúbburinn Kjölur. Drengir 15-18 ára, án forgjafar: 1. Ottó Sigurðsson, GKG77 2. Óli Barðdal, GSS81 3. Hlynur G. Ólafsson, GK84 4. Kristinn Árnason, GR84 Drengir 15-18 ára, með forgjöf: 1. Ottó Sigurðsson, GKG69 2. Kristján Sveinsson, GK72 3. Meira
1. ágúst 1995 | Íþróttir | 191 orð

Hill klúðrar og Schumacher sigrar ÞJÓÐVERJI

ÞJÓÐVERJINN Michael Schumacher vann þýska kappaksturinn á Hockenheim brautinni á sunnudaginn, fyrir framan 128.000 áhorfendur, sem flestir voru á hans bandi. Schumacher er nú með gott forskot í keppninni um heimsmeistaratitilinn en Damon Hill, sem er næstur að stigum féll úr leik í öðrum hring keppninnar. Ók útaf og á grindverk. Meira
1. ágúst 1995 | Íþróttir | 179 orð

Hvað sögðu þeir í Keflavík? "ÉG er

"ÉG er sáttur við sigurinn, það stendur upp úr eftir svona bikarleik," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari KR-inga eftir leikinn. "Það var vitað mál að mikið var í húfi og þess vegna var aðalmálið að vinna leikinn, burtséð frá því hvort maður er sáttur leik sinna manna." Guðjón vildi ekki ræða um brottvikningu Ólafs Gottskálkssonar og sagði annarra að fjalla um störf dómara. Meira
1. ágúst 1995 | Íþróttir | -1 orð

Keflavík - KR0:1

Keflavíkurvöllur, undanúrslit bikarkeppni KSÍ, þriðjudaginn 31. júlí 1995. Aðstæður: Suðvestan gola og rigning í seinni hálfleik. Völlurinn þokkalegur. Mark KR: Mihajlo Bibercic (67. vsp.). Gult spjald: Ragnar Steinarsson (37.), Keflavík fyrir brot. Sigurður Örn Jónsson (51.) og Þormóður Egilsson (62. Meira
1. ágúst 1995 | Íþróttir | -1 orð

KR fær tækifæri til að verja bikarmeistaratitilinn

Mihajlo Bibercic er búinn að gera góða ferð með félögum sínum í KR til Keflavíkur í síðustu tveimur leikjum. Hann endurtók leikinn frá því í deildarkeppninni 20. júli þegar hann skoraði sigurmark KR í leiknum en mark hans í gærkvöldi kom bikarmeisturum KR í úrslit bikarkeppninnar annað árið í röð og heldur von þeirra um að vinna bikar á þessari leiktíð. Meira
1. ágúst 1995 | Íþróttir | 368 orð

KR-stúlkur blómstruðu og bikarmeistararnir eru úr leik

Á ÖGURSTUND riðlast ekki bara leikur ósigraðra Breiðabliksstúlkna, heldur hrundi hann og ákveðnir KR-ingar áttu ekki í vandræðum með að slá þær út í undanúrslitum bikarkeppninnar með 0:1 sigri í Kópavoginum á laugardaginn. Breiðablik lék lélegasta leiki sinn í sumar á meðan KR-ingar blómstruðu. Vesturbæingar byrjuðu mikið ákveðnari og uppskáru mark strax á 8. mínútu. Meira
1. ágúst 1995 | Íþróttir | 186 orð

Landsmótið

Haldið á Strandarvelli við Hellu. 1. FLOKKUR KARLA: Eftir 18 af 72 holum: Steindór Ingi Hall, NK76 Guðmundur J. Óskarsson, GR77 Örn Gíslason, GK77 Sigurður Gunnarsson, GJÓ78 Svanþór Laxdal, GKG78 Sævar Egilsson, NK78 Eiríkur Guðmundsson, GR79 Hermann Baldursson, GK79 Ingi Rúnar Gíslason, Meira
1. ágúst 1995 | Íþróttir | 127 orð

Leik frestað vegna veðurs FRES

FRESTA varð leik á fyrsta degi landsmótsins í golfi á Strandarvelli á sunnudaginn. Leikur hófst kl. 8 árdegis í skaplegu veðri en þó nokkrum vindi. Er leið á morgunin hvessti stöðugt og eftir að veðurfræðingar höfðu spáð því að ekkert lygndi fyrr en á mánudagsmorgun var ákveðið að hætta leik á sunnudeginum. Þá var búið að ræsa alla keppendur í 3. flokki karla út og nokkra riðla í 2. Meira
1. ágúst 1995 | Íþróttir | 469 orð

Meiriháttar stemmning

"VIÐ vorum betra liðið í dag og áttum fleiri færi þó að þeir hafi líka átt sín færi en úrslitum réði dómarinn því dómgæslan var ómöguleg og þetta er í annað sinn sem hann er að eyðileggja vinnuna fyrir okkur," sagði Lúkas Kostic þjálfari Grindvíkinga, sem var einnig á skýrslu sem leikmaður en kom ekki inná. Meira
1. ágúst 1995 | Íþróttir | 165 orð

NM U 20 kvenna Mótið fer fram í Finnlandi: Ísland - Finnland1:3 Inga Dóra Magnúsdóttir skoraði mark Íslands. Liðið var skipað

NM U 20 kvenna Mótið fer fram í Finnlandi: Ísland - Finnland1:3 Inga Dóra Magnúsdóttir skoraði mark Íslands. Liðið var skipað eftirtöldum leikmönnum: Sigríður F. Pálsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir, Ingibjörg H. Meira
1. ágúst 1995 | Íþróttir | 413 orð

Opna hollenska Haldið í Hilversum. Keppni lauk á sunnudag. Þátt

Haldið í Hilversum. Keppni lauk á sunnudag. Þátttakendur breskir nema annað sé tekið fram: 269Scott Hoch (Bandaríkj.) 65 70 69 65 271Michael Jonzon (Svíþjóð) 70 65 70 66, Sam Torrance 68 64 69 70 272Derrick Cooper 68 69 66 69 274Terry Price (Ástralíu) 66 70 67 71, Meira
1. ágúst 1995 | Íþróttir | 227 orð

RAGNAR MÁR Ragnarsson

RAGNAR MÁR Ragnarssonvaramarkvörður tók við stöðu Ólafs Gottskálkssonar, markvarðar og fyrirliða Keflavíkur, eftir brottrekstur hans. Ragnar sem er aðeins átján ára gamall lék sinn fyrsta leik með aðalliði Keflavíkur í deild eða bikar í gær. Meira
1. ágúst 1995 | Íþróttir | 103 orð

Reykjavíkurslagur í úrslitum

ÞAÐ verður slagur á milli tveggja Reykjavíkurfélaga í úrslitum Bikarkeppni KSÍ sunnudaginn 27. ágúst þegar KR-ingar og Framarar leiða saman hesta sína. Í gærkvöldi lögðu KR-ingar Keflavíkinga í Keflavík með einu marki gegn engu og Framarar lögðu Grindvíkinga á Laugardalsvelli í maraþon viðureign þar sem úrslit réðust ekki fyrr en komið var fram í bráðabana í vítaspyrnukeppni. Meira
1. ágúst 1995 | Íþróttir | 401 orð

RÚNAR Kristinsson

RÚNAR Kristinsson og félagar í Örgryte sigruðu hitt Íslendingaliðið, Örebro, 1:0 á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Markið kom á síðustu mínútunni. Meira
1. ágúst 1995 | Íþróttir | 285 orð

Seles er mætt til leiks á ný

"TILFINNINGIN var ólýsanleg, henni verður ekki lýst með orðum," sagði Monica Seles, tennisdrottning, að loknum fyrsta leik sínum í rúm tvö ár, en á laugardaginn mætti hún Martinu Navratilovu, einni þekktustu tenniskonu heims, í sýningarleik í Atlanta borg í Bandaríkjunum. Meira
1. ágúst 1995 | Íþróttir | 326 orð

Sestriere-mótið Alþjóðlegt mót sem fram fór í skíðabænum Sestri

Alþjóðlegt mót sem fram fór í skíðabænum Sestriere á Ítalíu á laugardag: 400 m hlaup karla: sek.1. Sampson Kitur (Kenýa)45,26 2. Inaldo Sena (Brasilíu)46,08 3. Andrea Nupi (Ítalíu)46,50 3.000 m hlaup karla:mín.1. Philip Mofima (Kenýa)8.5,10 2. David Chelule (Kenýa)8.05,41 3. Philip Kemei (Kenýa)8. Meira
1. ágúst 1995 | Íþróttir | 827 orð

Spurningamerki við metstökkið

IVAN Pedroso frá Kúbu stökk 8,96 metra í langstökki á móti í Sestriere á Ítalíu á laugardaginn. Þar með hafði hann bætt heimsmet Bandaríkjamannsins Mike Powells um einn sentímetra, en hann stökk 8,95 á HM í Japan 1991 - sló þá metið sem menn reiknuðu með að aldrei yrði slegið; met Bandaríkjamannsins Bobs Beamons frá því á Ólympíuleikunum 1968. Meira
1. ágúst 1995 | Íþróttir | 46 orð

Sunna í 16. sæti á EM unglinga

SUNNA Gestsdóttir spretthlaupari úr USAH komst í undanúrslit í 200 m hlaupi á Evrópumeistaramóti unglinga sem lauk í Ungverjalandi á sunnudaginn. Í undanúrslitum hljóp Sunna á 24,77 sekúndum og hafnaði í 16. sæti. Í milliriðlum hljóp hún á 25,04 sekúndum. Meira
1. ágúst 1995 | Íþróttir | 135 orð

Tennis Opna kanadíska mótið í Montreal. Ka

Opna kanadíska mótið í Montreal. Karlar, 8-manna úrslit: 1-Andre Agassi (Bandaríkj.) vann MaliVai Washington (Bandar.) 7-6 (7-5) 6-3 2-Pete Sampras (Bandar.) vann 7-Michael Stich (Þýskalandi) 7-6 (7-3) 6-2 12-Thomas Enqvist (Svíþjóð) vann 3-Michael Chang (Bandaríkj. Meira
1. ágúst 1995 | Íþróttir | 529 orð

Tímamót hjá kvenfólkinu

ÚLFAR Jónsson er sexfaldur Íslandsmeistari karla í golfi, sigraði fyrst árið 1986, síðan 1987 og svo frá 1989 til 1992. Hann segist eiga von á mikilli og harðri keppni í meistaraflokkunum og telur að landsmótið á Hellu marki viss tímamót í meistaraflokki kvenna. Meira
1. ágúst 1995 | Íþróttir | 34 orð

Vítaspyrna dæmd á Keflvíkinga á 67. mínútu eftir brot Ólafs

Vítaspyrna dæmd á Keflvíkinga á 67. mínútu eftir brot Ólafs Gottskálkssonar. Mihajlo Bibercic tók spyrnuna og skaut með jörðinni hægra megin við Ragnar Má Ragnarsson sem kom við knöttinn en náði ekki að halda honum. Meira
1. ágúst 1995 | Íþróttir | 28 orð

Vítaspyrnukeppnin Grétar Einarss

Grétar Einarsson0:1 Ríkharður Daðason1:1 Milan JankovicBirkir ver Kristján Jónsson2:1 Ólafur Ingólfsson2:2 Þorbjörn Atli Sveinssonframhjá Albert Sævarsson2:3 Atli Einarsson3:3 Zoran Ljubecic3:4 Steinar Meira
1. ágúst 1995 | Íþróttir | 423 orð

VONIR »Spennandi verður aðsjá hvernig Jóni Arnarigengur í Gautaborg

Heimsmeistarakeppnin í frjálsíþróttum hefst í Gautaborg í Svíþjóð um næstu helgi og ljóst að þar verður um að ræða mikla veislu fyrir þá sem áhuga hafa á þeim fögru íþróttum sem boðið verður upp á. Frjálsíþróttamenn hafa hitað vel upp undanfarið, nokkur heimsmet hafa fallið og öruggt að hátt verður stokkið og langt, hratt hlaupið og langt kastað þá tíu daga sem mótið stendur. Meira
1. ágúst 1995 | Íþróttir | 520 orð

ÞAÐ

VENJAN hefur verið að þrír kylfingar leiki saman í riðli en að þessu sinni leika fjórir saman í hverjum riðli. Þetta kemur til af tvennu; í fyrsta lagi vegna þess að þátttaka í mótinu er mjög mikil og í annan stað ber völlurinn fjögurra manna riðla ekkert verr en þriggja manna. Meira
1. ágúst 1995 | Íþróttir | 78 orð

Þróun heimsmetsins Heimsmetið í langstök

Heimsmetið í langstökki karla hefur þróast sem hérsegir á þessari öld; lengd í metrum, nafn stökkvara, þjóðerni og dagsetning metstökksins. 7,61 Peter O'Connor (Bretlandi)5.8.1901 7,69 Edwin Gourdin (Bandaríkj.)23.7.21 7,76 Robert LeGendre (Bandaríkj.)7.7.24 7,89 William DeHart Hubbard (Bandar.)13.6. Meira
1. ágúst 1995 | Íþróttir | 618 orð

Ætlar kylfingurinnÁSGEIR SIGURVINSSONað ná jafn langt og fótboltamaðurinn? Hef trassað golfið of lengi

ÁSGEIR Sigurvinsson, besti og þekktasti knattspyrnumaður sinnar kynslóðar á Íslandi, er fæddur 8. maí 1955 og stendur því á fertugu. Nú er hann hættur að keppa í knattspyrnu og tekur þátt í sínu fyrsta landsmóti í golfi, keppir þar í þriðja flokki og stendur sig vel. Meira
1. ágúst 1995 | Íþróttir | 41 orð

(fyrirsögn vantar)

Fjallabrun Fyrri umferð Íslandsmeistaramóts í fjallabruni á hjólreiðum, haldið í Hafrafelli 26. júlí. Síðari umferð verður 26. ágúst. 1. Haraldur Vilhjálmsson8 stig 2. Sighvatur Jónsson6 stig 3. Valdimar Kristinsson5 stig 4. Hrafnkell Sigtryggsson4 stig 5. Arnfreyr Kristinsson3 stig 6. Meira

Fasteignablað

1. ágúst 1995 | Fasteignablað | 864 orð

Að vinna grjót Smiðjan

SUMT af því sem ber fyrir augu okkar í uppvexti getur fest okkur svo í minni að við munum það æ síðan. Í Skólavörðuholtinu austanverðu, þar sem kór Hallgrímskirkju reis síðar og e.t.v. Gagnfræðaskóli Austurbæjar, sat á bernskuárum mínum roskinn maður sem muldi grjót. Á höndum hafði hann þykka belgvettlinga með tveimur þumlum og dinglaði annar þumallinn laus á handarbakinu upp í loftið. Meira
1. ágúst 1995 | Fasteignablað | 745 orð

Af hverju greiðslumat?

23. júlí 1995. MEÐ greiðslumatinu í húsbréfakerfinu er leitast við að finna hve dýrri íbúð íbúðarkaupandi er talinn hafa greiðslugetu til að festa kaup á eða hve dýra íbúð húsbyggjandi gæti byggt. Meira
1. ágúst 1995 | Fasteignablað | 329 orð

Byggingaframkvæmdir hafnar í Víkurhverfi

VERIÐ er að hefja byggingaframkvæmdir á hinu nýja byggingarsvæði, Víkurhverfi, við Korpúlfsstaði. Níu byggingarfyrirtæki fengu úthlutað ákveðnu svæði hvert til þess að byggja á. "Ég tel að við allir sem þarna eigum hlut að máli þekkjum mjög vel til óska kaupenda um húsagerðir," sagði Örn Isebarn, einn þeirra byggingaraðila, sem þarna standa að framkvæmdum. Meira
1. ágúst 1995 | Fasteignablað | 738 orð

Bylting eða þróun

Það er fróðlegt að líta yfir þróun húsalagna hérlendis á þessari öld. Það sem vekur nokkra undrun er hvað lítið hefur breyst á sumum sviðum, þar má nefna þykku, þungu snittuðu járnrörin og klossalegu tengin, ýmist hefur þetta lagnaefni verið notað svart í hitalagnir eða gavanhúðað í neysluvatnslagnir. Meira
1. ágúst 1995 | Fasteignablað | 183 orð

Einbýlishús í Skerjafirði

SKERJAFJÖRÐUR hefur ávallt verið eftirsóttur. Nú er til sölu hjá Eignamiðluninni húseignin Hörpugata 10 í Skerjafirði. Hús þetta er 135 fermetrar að stærð og fylgir því 20 fermetra bílskúr. Að sögn Magneu Sverrisdóttur hjá Eigna miðluninni stendur húsið á 450 fermetra eignarlóð. Meira
1. ágúst 1995 | Fasteignablað | 151 orð

Einbýlishús í Smáíbúðahverfi

HJÁ Fasteignamarkaðinum er til sölu húseignin Hlíðagerði 24 í Smáíbúðahverfinu. Að sögn Ólafs Stefánssonar hjá Fasteignamarkaðinum er þetta einbýlishús. Það er tvílyft steinhús um 94,2 fermetrar að stærð. Efri hæð er að nokkru undir súð. Fjörutíu fermetra bílskúr fylgir eigninni. Meira
1. ágúst 1995 | Fasteignablað | 1406 orð

Félagslegar íbúðir Er skipið að sökkva?

Kerfið "afskrifað" Enn er félagslega kerfið afskrifað í fjölmiðlum landsins. Það, að íbúðir byggðar með lánum úr byggingarsjóði verkamanna skuli eldast, kemur ólíklegasta fólki í opna skjöldu. Meira
1. ágúst 1995 | Fasteignablað | 1526 orð

Fornilundur ­Lystigarður í hjarta iðnaðarsvæðisins

LYSTIGARÐAR eru fágætir hér á landi. Mitt á iðnaðarsvæðinu í Höfðahverfinu í Reykjavík má samt sjá lystigarðinn Fornalund, sem vafalaust á sér fáa sína líka hér á landi. Þetta er 2.500 ferm. garður, sem B. M. Vallá hefur komið upp við aðalstöðvar sínar að Bíldshöfða 7. Meira
1. ágúst 1995 | Fasteignablað | 376 orð

Húsakaup með lang- tímaláni frá Handsali

FYRIR skömmu var samþykkt hjá fasteignasölunni Borgareign kaup tilboð í húseignina Hátröð 3 í Kópavogi. Kauptilboð þetta er merkilegt fyrir þær sakir að þar var ekki fyrirvari um samþykki Húsbréfadeildar Húsnæðisstofnunar, heldur var fyrirvari um kaupin hin nýja lánafyrirgreiðsla frá Handsali hf. Meira
1. ágúst 1995 | Fasteignablað | 169 orð

Perla í Vesturbænum

ÞAÐ vekur alltaf nokkra athygli, er gömul hús í Vesturbænum koma í sölu. Húsið Suðurgata 29 er nú til sölu hjá fasteignasölunni Stakfelli. Að sögn Þórhildar Sandholt, lögfræðings hjá Stakfelli, er þetta hús á vinsælum stað í hjarta borgarinnar, en það var reist árið 1926 af séra Sigurði Gunnarssyni. Meira
1. ágúst 1995 | Fasteignablað | 352 orð

Sérstæð raðhús við Fjallalind

HJÁ fasteignasölunni Þingholti eru nú til sölu við Fjallalind í Kópavogi ný raðhús á einni hæð ásamt innbyggðum bílskúrum. Að sögn Þorsteins Broddasonar hjá Þingholti eru þessi hús frá 156 fermetrum upp í 173 fermetra. Meira
1. ágúst 1995 | Fasteignablað | 242 orð

Öryggisbúnaður fyrir heita potta

BYKO hefur hafið sölu á nýjum öryggisbúnaði, sem hannaður er af Einari Gunnlaugssyni. Þessi búnaður er ein af fyrstu hugmyndunum, sem þróuð hefur verið í samkeppnisverkefninu Snjallræði hjá Iðntæknistofnun Íslands. Meira

Úr verinu

1. ágúst 1995 | Úr verinu | 1179 orð

Lifi í voninni að verðið haldi

Kári Snorrason í Særúnu á Blönduósi óttast verðlækkun á rækju með haustinu Lifi í voninni að verðið haldi Ég held við séum ekki að ganga á rækjustofninn núna, en komi grálúðan og þorskurinn upp að nýju, mun rækjustofninn minnka, segir Kári Snorrason, Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.