Greinar miðvikudaginn 9. ágúst 1995

Forsíða

9. ágúst 1995 | Forsíða | 162 orð

Arafat samþykkir málamiðlun

YASSER Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO), og Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, komu saman í Egyptalandi í gær og Arafat var sagður hafa fallist á málamiðlun sem gæti greitt fyrir samkomulagi um sjálfstjórn Palestínumanna á Vesturbakkanum. Meira
9. ágúst 1995 | Forsíða | 517 orð

Króatar og Serbar með liðssafnað í A-Slavoníu

VAXANDI spenna er í Austur-Slavoníu, síðasta héraðinu í Króatíu, sem Serbar ráða, og eru jafnt Serbar sem Króatar með aukinn liðssafnað þar. Ekki er þó talið líklegt, að Króatar láti til skarar skríða á næstunni og hætti þar með á bein átök við serbneska herinn. Meira
9. ágúst 1995 | Forsíða | 158 orð

Minni sala í frönskum vínum

MÓTMÆLI gegn fyrirhuguðum kjarnorkusprengingum franska hersins virðast vera farin að hafa áhrif á sölu á frönskum vínum og ekki aðeins í ríkjunum við Suður- Kyrrahaf. Kom það fram hjá fulltrúa franska víniðnaðarins í gær. Meira
9. ágúst 1995 | Forsíða | 180 orð

Segja sóknina auka von um frið

BANDARÍKJAMENN vísuðu í gær á bug orðum Michaels Portillos, varnarmálaráðherra Bretlands, um að Króatar hefðu gerst sekir um "þjóðernishreinsanir" þegar þeir náðu Krajina af Serbum. Peter Galbraith, sendiherra Bandaríkjanna í Króatíu, sagði að hernaðaraðgerðir Króata kynnu að reynast af hinu góða og skapa möguleika á friðarsamningum. Meira

Fréttir

9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 71 orð

34 ferju flugvélar í Reykjavík

MIKIÐ var að gera á Reykjavíkurflugvelli fyrir helgi þegar 34 ferjuflugvélar lentu á vellinum. Flugvélarnar voru að koma af flugsýningu í Bandaríkjunum á leið til meginlands Evrópu. Flestar vélarnar voru frá Þýskalandi og Sviss. Meira
9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 38 orð

5 ára telpa lést

LITLA telpan sem lést í umferðarslysi við Meðalfell í Kjós á föstudag hét Elsa María Guðbjörnsdóttir. Hún var fimm ára gömul, fædd 3. mars 1990, og var til heimilis í Hlíðarhjalla 73 í Kópavogi. Meira
9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 241 orð

700 millj. til að mæta umframkostnaði

BORGARRÁÐ samþykkti í gær að heimila allt að 700 milljóna króna skuldabréfaútboð Reykjavíkurborgar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að þetta útboð hafi verið ákveðið til að mæta kostnaði borgarinnar umfram fjárhagsáætlun, meðal annars vegna sumarvinnu skólafólks, aukins launakostnaðar vegna kjarasamninga, vegna viðhalds gatna og átaksverkefna. Meira
9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 253 orð

8.000 voru með í ævintýrinu

FJÖLMENNASTA útihátíðin um verslunarmannahelgina var tvímælalaust síldarævintýrið á Siglufirði. Að meðaltali voru um 8.000 gestir á hátíðinni að viðbættum þeim tæplega 1.700 íbúum sem búa á Siglufirði. En miðað við umferðarteljara frá Vegagerð ríkisins hafa þó enn fleiri heimsótt bæinn um þessa helgi eða rúmlega 10. Meira
9. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 94 orð

Álfasteinsspark

Egilsstöðum-Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands stóð fyrir knattspyrnumóti og fjölskylduhátíð að Eiðum nýverið, undir heitinu Álfasteinsspark. Þátttaka í mótinu var ekki bundin við formleg íþróttafélög og gátu því fyrirtæki og utandeildalið tekið þátt. Meira
9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 148 orð

Árangur skógræktar kynntur

AÐILDARFÉLÖG Skógræktarfélags Íslands efna til skógræktardags 12. ágúst nk. í tilefni af Náttúruverndarári Evrópu 1995. Að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Skógræktarfélaginu er dagurinn haldinn m.a. í því skyni að fólk geti með eigin augum séð árangur af starfi félaganna. Dagskrá á skógræktarsvæðunum hefst kl. 14 og munu forráðamenn félaganna taka á móti gestum. Meira
9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 170 orð

Biblíunámskeið á Eyjólfsstöðum

BIBLÍU- og boðunarnámskeið verður haldið á Eyjólfsstöðum frá 16. september 1995 til 29. febrúar 1996. Námskeiðið hefur verið haldið í fjögur skipti. Biblíu- og boðunarnámskeiðið (BOB) stendur í 20 vikur og er bókleg kennsla 12 vikur en verkleg þjálfun fer fram í 8 vikur. Meira
9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 73 orð

Bíll valt í Eldhrauni

FÓLKSBÍLL fór út af veginum við Eldhraun fyrir vestan Kirkjubæjarklaustur á sunnudaginn. Bíllinn fór margar veltur áður en hann stöðvaðist í gjótu út í hrauni. Tvær konur voru í bifreiðinni og sluppu þær lítið meiddar. Talið er að bílbelti hafi bjargað því að ekki fór verr. Litlu munaði að bíllinn lenti á bílum sem komu úr gagnstæðri átt. Eins og sjá má á myndinni er bíllinn gerónýtur. Meira
9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 343 orð

Björk gerði stuttan stans

BJÖRK Guðmundsdóttir gerði hér stuttan stans um verslunarmannahelgina og skemmti á Uxa- tónleikunum á Kleifum við Kirkjubæjarklaustur. Alls dvaldi Björk hér á landi í tæpan sólarhring og lagði á sig tólf tíma flug til þess. Með leiguþotu til landsins Björk söng í Detroit aðfaranótt sunnudags að íslenskum tíma. Meira
9. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 370 orð

Christopher segir markmiðið ekki hömlur á Kína

WARREN Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna vísaði því á bug á sunnudag að með því að taka upp stjórnmálatengsl við Víetnama, sem lengi hafa átt í útistöðum við Kínverja, væru Bandaríkjamenn að reyna að vinna upp tap vegna vaxandi erfiðleika í samskiptum við Kína og hamla gegn kínverskri útþenslustefnu. Meira
9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 420 orð

Dagpeningar greiddir vegna veikinda barna

SJÚKRASJÓÐUR Verzlunarmannafélags Reykjavíkur hefur tekið upp það nýmæli frá og með 1. júlí síðastliðnum að greiða dagpeninga vegna veikinda barna félagsmanna yngri en 16 ára í allt að 30 daga á hverju 12 mánaða tímabili missi félagsmaður launatekjur vegna þeirra. Verða dagpeningarnir greiddir eftir að sjö daga samningsbundinn veikindaréttur hjá atvinnurekanda hefur verið fullnýttur. Meira
9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 253 orð

Drekka mikið af vökva

SKÁTAR á 18. alheimsmóti skáta í Dronten í Hollandi hafa fengið ströng fyrirmæli um að drekka mikið af vökva en hitinn þar ytra hefur farið yfir 30C. Dagskrá mótsins fer að mestu fram undir berum himni þannig að þeir hafa ekki mikla möguleika á að verjast hitanum. Meira
9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 185 orð

Eðlilegt vegna eðli deilunnar

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að rétt hafi verið talið að ríkið bæri kostnað af að senda varðskip í Smuguna en ekki útgerðirnar sjálfar vegna þess að úthafsveiðiskipin hafi ekki átt kost á eðlilegri þjónustu í Noregi. Meira
9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 456 orð

Ekkert bendir til Kötlugoss

HLAUP hófst um síðastliðna helgi í Leirá og Syðri-Emstruá, tveimur ám, sem renna frá Mýrdalsjökli. Hlaupið í Leirá hefur farið minnkandi að sögn Reynis Ragnarssonar, lögregluvarðstjóra á Vík í Mýrdal, en hann fór upp að ánni um hádegisbilið í gær. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins mun Leirá ekki hafa hlaupið áður, svo að skrásett sé. Meira
9. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 70 orð

Eldriborgarar í útsýnisflugi

Neskaupstaður ­ Íslandsflug bauð nú á dögunum eldriborgurum frá Eskifirði og Reyðarfirði í útsýnisflug. Flognar voru tvær ferðir frá Norðfjarðarflugvelli í Dornier-vél félagsins. Flogið var suður með ströndinni, þá var farið inn í botn bæði á Eskifirði og Reyðarfirði og var það nýtt fyrir suma ferðalangana að sjá heimabyggð sína úr lofti. Meira
9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 771 orð

Engin eiturlyfjahátíð

SKIPULEGGJENDUR tónleikahátíðarinnar Uxa '95 og talsmenn lögreglu telja óhætt að fullyrða að hátíðin hafi heppnast vel og farið ákaflega vel fram. Veður var með eindæmum gott allan tímann og skipulag útivistar- og tónleikasvæðisins framúrskarandi. Meira
9. ágúst 1995 | Miðopna | 486 orð

Evrópumálin efst á baugi

POUL Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, kom hingað til lands í opinbera heimsókn í fyrrakvöld og átti fund með Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Meira
9. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 127 orð

Faldi sprengju í hnetuhrúgu

MAÐUR, sem talið er að hafi verið á vegum uppreisnarfylkingar Tamíla á norð-vesturhluta Sri Lanka, kom fyrir sprengju í vagni með kókoshnetum á fjölfarinni götu í höfuðborginni Colombo á mánudagsmorgun. Hann fórst sjálfur í sprengingunni og 20 aðrir vegfarendur. Meira
9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 19 orð

Fasteigna- auglýsingar

Fasteigna- auglýsingar FASTEIGNABLAÐ Morgunblaðsins kemur ekki út í þessari viku. Fasteignaauglýsingar í blaðinu í dag eru á bls. 40-47. Meira
9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 107 orð

Ferðir til London á 19.900 krónur

FERÐASKRIFSTOFAN Heimsferðir býður upp á beint flug til London í október og nóvember. Flugfarið kostar 19.900, auk 2.400 króna flugvallarskatts og flug og hótel í fjóra daga kostar frá kr. 24.400 kr., auk skattsins. Andri Már Ingólfsson, forstjóri Heimsferða, segir að hann eigi von á mjög góðum viðtökum ferðalanga, enda sé verð Heimsferða um 10 þúsund krónum lægra en boðið hafi verið hingað til. Meira
9. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 434 orð

Finnskir Samar ósáttir við ESB

SAMAR í nyrztu héruðum Finnlands, sem nú mynda jafnframt nyrzta hérað Evrópusambandsins, hafa áhyggjur af afleiðingum ESB- aðildar Finnlands fyrir lifnaðarhætti sína. Í landi, þar sem ekki sést til sólar í meira en tvo og hálfan mánuð hvers vetrar og meðalhitinn á þeim árstíma er undir 20 gráðum undir frostmarki, Meira
9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 232 orð

Fjárreiðustjóri sjái um innheimtu og lán

REYKJAVÍKURBORG hefur auglýst til umsóknar tvö ný embætti í yfirstjórn borgarinnar, stöður framkvæmdastjóra menningar-, uppeldis- og félagsmála og fjárreiðustjóra. Tilurð þeirra má, að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra, rekja til skipulagsbreytinga sem samþykktar voru í borgarráði. Fjármálastjórn styrkt Meira
9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 537 orð

Fjölmenni á vel heppnaðri Þjóðhátíð

ÞJÓÐHÁTÍÐ í Eyjum, sem að þessu sinni var í umsjá Knattspyrnufélagsins Týs, tókst vel og þrátt fyrir vætu og þoku fyrripart föstudags fjölmenntu Þjóðhátíðargestir til Eyja. Talið er að um 7.000 til 8.000 manns hafi verið á hátíðinni. Að sögn lögreglunnar var hátíðin frekar friðsöm þó svo að nokkur mál hafi komið til kasta lögreglunnar, en mjög góð gæzla var á hátíðarsvæðinu í Herjólfsdal. Meira
9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 168 orð

Foreldraþing á Eiðum

LANDSSAMTÖKIN Heimili og skóli standa fyrir foreldraþingi á Eiðum síðustu helgina í ágúst. Þar munu foreldrar nemenda í grunnskólum bera saman bækur sínar í skóla- og uppeldismálum. Einkum er vænst þátttöku foreldra á Austur- og Norðurlandi sem ekki áttu þess kost að sækja landsfund foreldra í Reykholti sl. haust. Meira
9. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 309 orð

Forsvarsmenn segja veltuna um 150 millj.

FORSVARSMENN hátíðarinnar Halló Akureyri áætla að um 7-8.000 manns hafi sótt hátíðina um verslunarmannahelgina. Gera þeir ráð fyrir að velta vegna ferðafólks í bænum hafi numið að minnsta kosti 150 milljónum króna um helgina. Meira
9. ágúst 1995 | Miðopna | 2626 orð

Fólk er allt eins en umhverfið mismunandi Hjónin Jónína Einarsdóttir mannfræðingur og Geir Gunnlaugsson barnalæknir hafa

UNDANFARIN tvö ár hafa hjónin Jónína Einarsdóttir mannfræðingur og Geir Gunnlaugsson barnalæknir búið ásamt þremur sonum sínum í Gíneu-Bissau í Vestur-Afríku þar sem þau hafa unnið fyrir Hjálparstofnun dönsku kirkjunnar. Meira
9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 624 orð

Framleiðandinn segir tilvist dauðaherbergja staðreynd

UMMÆLI Jóhönnu K. Eyjólfsdóttur, framkvæmdastjóra Íslandsdeildar Amnesty International um sjónvarpsmyndina "Biðsali dauðans" í frétt í Morgunblaðinu sl. fimmtudag hefur vakið nokkur viðbrögð. Morgunblaðinu barst yfirlýsing frá öðrum framleiðenda þáttarins, þar sem hann bregzt við þeirri gagnrýni sem kom fram í ummælum Jóhönnu. Meira
9. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 233 orð

Geðheilsa frambjóðenda enda könnuð RÚSSNESKI þjóðer

RÚSSNESKI þjóðernissinninn Vladímír Zhírínovskíj hefur fyrirskipað að allir frambjóðendur flokks hans í þingkosningunum í desember gangist undir rannsókn til að fyrirbyggja að eiturlyfjafíklar, geðveikir menn og glæpamenn verði í framboði. "Við viljum ekki að einn einasti hálfviti eða alkóhólisti komist á þing undir merkjum Frjálslynda lýðræðisflokksins," sagði talsmaður flokksins. Meira
9. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 97 orð

"Glundroðadagar" í Hannover

MIKLAR óeirðir urðu í borginni Hannover í Norður-Þýskalandi um helgina þegar mörg hundruð pönkarar söfnuðust þar saman. Þrjú þúsund lögreglumenn reyndu að halda þeim í skefjum og um 450 voru handteknir. 170 lögregluþjónar meiddust alvarlega og talið er að svipaður fjöldi pönkara hafi verið á sjúkralista. Meira
9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 171 orð

Góð stemmning í Galtalæk

BINDINDISMÓTIÐ í Galtalæk fór vel fram að venju í ár. Aðstandendur mótsins voru ánægðir með allt við framkvæmd þess nema fjölda mótsgesta, sem að sögn Jóns K. Guðbergssonar mótsstjóra var áætlaður um 4.000 að þessu sinni, sem er minna en í fyrra og aðeins um helmingur af þeim fjölda sem kom í Galtalæk 1991, þegar metfjöldi var á mótinu. Meira
9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 129 orð

Göngubrú yfir Kringlumýrarbraut boðin út

AUGLÝST hefur verið útboð vegna göngubrúar yfir Kringlumýrarbraut, en með brúnni verður rutt úr vegi mesta farartálmanum á göngu- og hjólreiðastíg sem liggur frá bæjarmörkum Seltjarnarness og Reykjavíkur og upp í Heiðmörk. Stígurinn á að verða tilbúinn að mestu leyti í haust. Meira
9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 57 orð

Helgarskákmót hjá TR

TAFLFÉLAG Reykjavíkur gengst fyrir helgarskákmóti um næstu helgi, 11.­13. ágúst og er teflt í félagsheimilinu að Faxafeni 12. Keppnisfyrirkomulag er þannig, að tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi. Fyrstu þrjár umferðirnar verða með 30 mín. umhugsunartíma, en fjórar síðari með 1 klst. á 30 leiki og síðan 30 mín. til viðbótar til að ljúka skákinni. Meira
9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 225 orð

Hluti Vesturlandsvegar steyptur

UM SÍÐUSTU helgi var um 600 metra kafli á Vesturlandsvegi steyptur. Um er að ræða tilraunaverkefni, en ætlunin er að bera saman kostnað og endingu á steyptum þjóðvegi og vegi lögðum hefðbundnu malbiki. Búist er við endanlegum niðurstöðum úr tilrauninni eftir 3-4 ár. Meira
9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 736 orð

Íslenska fjölbrautakerfið sem fyrirmynd

SKÓLAÞRÓUNARSTARFIÐ sem Erlingur tók þátt í hófst 1993 þegar hann var þar á námskeiði þar sem fjallað var um framtíð skólatarfs í heiminum. Hann komst þá í kynni við kennara sem báru sig upp við hann með ástand skólamála í Andorra og áhyggjur sínar. Meira
9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 320 orð

Jeppinn fór yfir bílinn

ÞAÐ þykir með ólíkindum að enginn skyldi meiðast alvarlega þegar tveir bílar rákust saman á brúnni yfir Kerlingardalsá skammt frá Vík sl. mánudag. Annar bíllinn fór yfir hinn við áreksturinn og festist þversum á brúnni. Brúin yfir Kerlingadalsá er einbreið og keyrðu báðir bílarnir, jeppi og fólksbíll, inn á brúna í stað þess að víkja. Meira
9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 142 orð

Krafist ógildingar á skipun prests

BJÖRGVIN Ásgeirsson, sóknarbarn í Hveragerðissókn, hefur höfðað mál fyrir héraðsdómi Suðurlands og krafist ógildingar á skipun og köllun séra Jóns Ragnarssonar sem sóknarprests í Hveragerðisprestakalli. Var stefnan þingfest í héraðsdómi í gær. Meira
9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 74 orð

Lést í umferðarslysi

48 ÁRA gömul kona, Droplaug Róbertsdóttir, lést í umferðarslysi á Akranesi á sunnudagsmorgun. Hún var farþegi á bifhjóli sem ekið var eftir Garðagrund. Ökumaðurinn missti stjórn á hjólinu sem þeyttist á ljósastaur. Ökumaður og farþegi köstuðust af hjólinu og er talið að farþeginn hafi látist samstundis, að sögn lögreglu. Droplaug Róbertsdóttir var fædd 17. október 1946. Meira
9. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 176 orð

Listasumar

AUÐUR Gunnarsdóttir sópran syngur á tónleikum í Listasafninu á Akureyri í kvöld, miðvikudagskvöldið 9. ágúst, kl. 20.30. Ingibjörg Þorsteinsdóttir leikur með á píanó. Á efnisskránni eru lög eftir Haydn, Brahms, Alban Berg, Richard Strauss, Jórunni Viðar, Sigfús Einarsson og Sigvalda Kaldalóns. Auður stundaði söngnám í Söngskólanum í Reykjavík og útskrifaðist þaðan 1991. Meira
9. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 204 orð

Ljósmyndamaraþon í fjórða sinn

LJÓSMYNDAMARAÞON Áhugaljósmyndaraklúbbs Akureyrar, Kodak og Pedrómynda verður haldið á Akureyri næsta laugardag, 12. ágúst og er þetta í fjórða sinn sem efnt er til slíks maraþons. Þátttakendur hafa að jafnaði verið á bilinu 50 til 70 talsins. Keppnin felst í að taka ljósmyndir af fyrirfram ákveðnum verkefnum eftir tiltekinni röð á ákveðnum tíma. Meira
9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 167 orð

Lokað á atvinnuleyfi útlendinga

FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur að mestu hætt útgáfu atvinnuleyfa fyrir erlent verkafólk, það er fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins. Fá leyfi hafa verið gefin út frá því um ríkisstjórnarskiptin í vor er Páll Pétursson tók við félagsmálaráðuneytinu. Meira
9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 456 orð

Mjög hræddur og barðist við að komast út

"ÉG var mjög hræddur og barðist við að komast út úr bílnum. Ég varð að hugsa mjög hratt. Mér tókst ekki að opna bílhurðina, vatnið flæddi yfir allt en til allrar hamingju var glugginn bílstjóramegin opinn og mér tókst að stökkva út um hann og hélt mér svo í stein í miðri ánni en bíllin hvarf niður fossinn," segir Tony Kunz, 26 ára svissneskur ferðamaður, Meira
9. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 142 orð

Mótettukór frá Stafangri

VIÐ Dómkirkjuna í Stafangri starfa sex kórar. Einn þeirra, Stafanger Domkirkes Ungdomskantari, var á ferð á Íslandi fyrir þremur árum og mæltist ferðin svo vel fyrir að meðlimir Mótettukórs kirkjunnar ákváðu að sækja Ísland heim nú í sumar og halda hér tónleika. Kórinn mun ferðast um landið og halda tónleika í þremur kirkjum: Blönduóskirkju miðvikudaginn 9. Meira
9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 122 orð

"Neistaflug" í Neskaupstað

GESTIR á útihátíðinni "Neistaflugi", sem haldin var í Neskaupstað um helgina, voru um 4.000 auk heimamanna, og voru því um 5.500 manns þar samankomnir við hátíðahöld í blíðskaparveðri. Ölvun var veruleg en litlar annir voru þó hjá lögreglu. Tjaldstæði voru yfirfull en umgengni þótti samt prýðileg. Meira
9. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 513 orð

Nýsjálendingar vilja draga Frakka fyrir dóm

NÝSJÁLENDINGAR greindu frá því í gær að þeir ætli að draga Frakka fyrir Alþjóðadómstólinn megi það verða til þess að bann verði lagt við fyrirhuguðum kjarnaorkutilraunum Frakka í Kyrrahafi. Ástralir hafa lýst stuðningi við fyrirætlanir Nýsjálendinga. Meira
9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 71 orð

Prestvígsla í Dómkirkjunni

KRISTÍN Pálsdóttir guðfræðikandidat var vígð til prestsþjónustu í Dómkirkjunni sl. sunnudag. Séra Kristín fer til preststarfa í Seyðisfjarðarprestakalli. Vígsluvottar við prestvígsluna voru séra Kristján Róbertsson, fyrrverandi sóknarprestur á Seyðisfirði, séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir, prestur í Seljasókn, Meira
9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 89 orð

Ráðinn verkefnisstjóri

DR. SIGURÐUR Árni Þórðarson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri í safnaðaruppbyggingu þjóðkirkjunnar frá 1. ágúst að telja til þriggja ára. Sigurður Árni lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1979. Hann stundaði nám í heimspeki og trúfræði og útskrifaðist með Ph.d. Meira
9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 688 orð

Ráðuneytið fellir leyfi byggingarnefndar úr gildi

UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ fellur ekki frá fyrri úrskurði sínum um að fella úr gildi þá ákvörðun byggingarnefndar Reykjavíkur frá 10. nóvember 1994 að heimila uppsetningu veggja og hurða við setustofu í húsinu að Efstaleiti 12 í Reykjavík. Meira
9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 135 orð

Reynifellsætt hittist að Laugalandi

ANNAÐ ársmót Reynifellsættar verður haldið að Laugalandi í Holtum, Rangárþingi, nk. laugardag, þann 12. ágúst 1995 og stendur frá kl. 14 til 18. Kaffiveitingar verða gegn vægu gjaldi. Sundlaug og leikvöllur eru á Laugalandi. Meira
9. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 230 orð

Rændi leigubílstjóra

TUTTUGU og átta ára gamall karlmaður var handtekinn síðdegis í gær og viðurkenndi hann að hafa rænt leigubílstjóra á Akureyri aðfaranótt laugardags. Maðurinn tók leigubíl á BSO og óskaði eftir að sér yrði ekið að Grundargerði. Meira
9. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | -1 orð

Segja Bildt hafa glatað trausti

KRÓATÍSK stjórnvöld segja Carl Bildt sáttasemjara ESB hafa glatað trausti sínu, eftir að Bildt gagnrýndi Króata harðlega fyrir hernaðaraðgerðir gegn Serbum fyrir helgi. Bildt segist óttast að viðbrögð Króata séu enn eitt dæmið um að þeir velji stríð fremur en sáttaleiðina. Þrátt fyrir ummælin um Bildt segjast Króatar munu áfram taka þátt í friðarumleitunum. Meira
9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 221 orð

Stjórnarmaður vill leggja niður sjóðinn

GUÐLAUGUR Þór Þórðarson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og stjórnarmaður í Menningarsjóði útvarpsstöðva, skorar á stjórnvöld að leggja niður sjóðinn. Hann telur ákaflega ósanngjarnt að útvarpsstöðvar greiði 10% af auglýsingatekjum sínum í sjóð sem veiti mestan hluta tekna sinna til óskyldra verkefna. Meira
9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 372 orð

Söluhagnaður skattlagður eins og aðrar tekjur

VERULEGUR skattskyldur söluhagnaður verður til með sölu minnihlutans í Íslenska útvarpsfélaginu á 46% hlut sínum í fyrirtækinu, þar af 20% til Chase Manhattan-bankans. Söluhagnaður telst vera mismunur kaupverðs og söluverðs en í þessu tilviki voru hlutabréf seld á mun hærra gengi en þegar þau voru keypt. Nafnvirði bréfanna er 253 milljónir en heildarsöluandvirði á genginu 4,0 er 1.012 milljónir. Meira
9. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 488 orð

Tugþúsundir Serba á flótta frá Krajina

LANGAR raðir serbnesks flóttafólks mjökuðust í gær um norðurhluta Bosníu í leit að öruggum samastað í Serbíu, en kæfandi hiti og þreyta hefur dregið mátt úr óttaslegnum mannfjöldanum, segja hjálparstarfsmenn. "Flóttafólkið er í slæmu ásigkomulagi," sagði Stephan Oberreit, yfirmaður Samtaka lækna án landamæra í Belgrad. Meira
9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 122 orð

Tvo báta rak upp í fjöru

TVO BÁTA rak upp í fjöru við Látra í Aðalvík á Hornströndum, rétt norðan Ísafjarðardjúps, á mánudag. Bátunum hafði verið komið fyrir á legu utar í víkinni og virðist sem þeir hafi slitnað upp í hvassviðrinu sem gekk yfir á Vestfjörðum á mánudag. Meira
9. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 230 orð

Úthafsveiðisamningur gagnrýndur

Umhverfisverndarsamtökin Greenpeace segja að samningur Sameinuðu þjóðanna um úthafsveiðar muni ekki leiða til góðs nema breytingar verði á uppbyggingu sjávarútvegs í heiminum sem sé víða í formi niðurgreiddrar stóriðju. Meira
9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 101 orð

Verðlaun fyrir lokaverkefni

KRISTÍN Agla Einarsdóttir hlaut nýverið æðstu verðlaun ljósmyndadeildar EFET í París, sem er einn af þekktari ljósmyndaskólum borgarinnar. Kristín Agla hefur nýverið lokið námi í EFET, École française d'Enseignement technique. Verðlaunin, Major de promotion, hlaut hún fyrir lokaverkefni sitt og eru þau veitt við útskrift. Meira
9. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 143 orð

Viðræðum við Króatíu frestað

EVRÓPUSAMBANDIÐ ákvað á sunnudag að fresta viðræðum við Króatíu um viðskipta- og samstarfssamning, eða svokallaðan Evrópusamning sem myndi fela í sér aukaaðild Króatíu að sambandinu. Jafnframt ákvað ráðherraráð ESB að frysta alla efnahags- og þróunaraðstoð, sem ákveðið hefur verið að veita Króatíu. Meira
9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 120 orð

Þriðjungs verðmæti úthafskarfa

ÍSLENSKU skipin hafa veitt mun minna af úthafskarfa á þessu ári en á því síðasta. Fá skip eru eftir á miðunum og er veiðin enn léleg. Þjóðhagsstofnun áætlaði að útflutningsverðmæti karfans yrði í ár um 2,8 milljarðar en verðmætið er nú aðeins um 850 milljónir kr. Íslensk skip hafa það sem af er þessu ári veitt rúmlega 18 þúsund tonn af úthafskarfa. Á síðasta ári veiddust 46.500 tonn. Meira
9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 834 orð

Þrjá sundlaugarverði þarf í Laugardalslaug

ÞRIGGJA ára dönsk telpa drukknaði í sundlauginni í Laugardal á mánudag, eftir að hún varð viðskila við móður sína og bróður. Nýjar reglur um öryggi á sundstöðum og við kennslulaugar gera ráð fyrir að a.m.k. tveir laugarverðir gæti 50x20 m (1.000 fm) sundlauga eða stærri. Meira
9. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 32 orð

(fyrirsögn vantar)

BLAÐINU í dag fylgir 12 síðna auglýsingablað frá Knattspyrnusambandi Íslands. Í blaðinu eru ýmsar upplýsingar varðandi landsleik Íslendinga og Svisslendinga sem fram fer á Laugardalsvelli á miðvikudag í næstu viku, 16. ágúst. Meira

Ritstjórnargreinar

9. ágúst 1995 | Staksteinar | 339 orð

»Kjarnorka og breyttir tímar BRESKA blaðið Independent fjallar í forystugrein um

BRESKA blaðið Independent fjallar í forystugrein um stöðu kjarnorkuvopna í ljósi þess að hálf öld er liðin frá því að kjarnorkusprengjum var varpað á japönsku borgirnar Nagasaki og Hiroshima. Eru kjarnorkuvopn nauðsynleg? Meira
9. ágúst 1995 | Leiðarar | 719 orð

leiðariÁBYRGÐ Í ÚTHAFSVEIÐIMÁLUM AMÞYKKT hins nýja út

leiðariÁBYRGÐ Í ÚTHAFSVEIÐIMÁLUM AMÞYKKT hins nýja úthafsveiðisáttmála Sameinuðu þjóðanna hefur sögulega þýðingu. Ríki heims hafa náð samstöðu um mikilvæga útvíkkun þjóðaréttarins og þannig lagt grundvöll að því að leysa megi átök um fiskimið víða um heim, sem eitra samskipti ríkja og hafa jafnvel orðið mannskæð. Meira

Menning

9. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 70 orð

Andagift

ÞÆTTIRNIR um Strandverði eru annað og meira en bara kroppasýning, að mati forsvarsmanna Rauða krossins í Bandaríkjunum. Þeir eru hæstánægðir með boðskap þáttanna, sem þeir segja að hvetji æsku heimsins til að umgangast hafið af virðingu. Af þessu tilefni veittu þeir leikurum í þáttunum Andaverðlaunin, eða "Spirit Awards" í ár. Meira
9. ágúst 1995 | Myndlist | 1167 orð

"Á seyði"

16 sýningar Sýningarnar eru yfirleitt opnar frá 13­18 virka daga og 14­18 laugardaga og sunnudaga, svo og á opnunartíma safna og fyrirtækja. Lokað mánudaga. Aðgangur ókeypis nema á tækniminjasafn Austurlands, 200 krónur. Meira
9. ágúst 1995 | Menningarlíf | 275 orð

Dublin veitir bókmenntaverðlaun

IMPAC-bókmenntaverðlaun Dublinborgar eru nýjustu bókmenntaverðlaunin. Þau verða veitt á næsta ári og eru hvorki meira né minna en 100.000 írsk pund, rúmlega tíu milljónir íslenskra króna. IMPAC sem er stærsta gæðastjórnunarfyrirtæki í heimi leggur sitt af mörkum ásamt borgarstjórninni í Dublin til að gera verðlaunin vegleg. Meira
9. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 65 orð

Engar hrukkur, takk!

ÁSTRALSKI leikarinn Paul Hogan, sem varð þekktur fyrir túlkun sína á hinum útlifaða Krókódíla-Dundee, er ekki lengur sáttur við hrukkurnar í andlitinu.Á dögunum komhann við hjá lýtaskurðlækni oglét fjarlægja þærverstu. Meira
9. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 168 orð

Enginn tími til að sofa

RÚMLEGA tvöhundruð íslenskir skátar eyddu verslunarmannahelginni á 30 þúsund manna skátamóti í Hollandi þar sem annríkið er svo mikið að enginn tími er til að sofa. Mótsgestir, sem flestir eru 14-18 ára gamlir, gista í tjaldborg þar sem þeir blanda geði við jafnaldra sína af öllum heimsins þjóðernum. Tungumálaörðugleikar þekkjast ekki og þaðan af síður kynþáttafordómar. Meira
9. ágúst 1995 | Menningarlíf | 510 orð

Fantasíur Purcells

Phantasm sveitin lék verk eftir Henry Purcell Laugardagurinn 5. ágúst,1995. NAFN sveitarinnar (Phantasm) bendir til þess, að ætlunin sé að framkalla einhvers konar skynmynd af liðnum tíma. Meira
9. ágúst 1995 | Menningarlíf | 38 orð

Guðbjörg á Kaffi Mílanó

GUÐBJÖRG Hákonardóttir sýnir þrettán myndir með olíu og blandaðri tækni á Kaffi Mílanó og stendur sýningin fram í september. Guðbjörg útskrifaðist úr málunardeild MHÍ sl. vor og er þessi sýning hluti af lokaverkefni hennar. Meira
9. ágúst 1995 | Kvikmyndir | 335 orð

Hálfkák

Leikstjóri Zalman King. Handritshöfundur Elsa Rothstein, byggt á samnefndri skáldsögu eftir Anais Nin. Kvikmyndatökustjóri Eagle (Örn) Egilsson. Aðalleikendur Costas Mandylor, Eric Da Silva, Mark Vasut, Zette. Bandarísk. New Line Cinema 1995. Meira
9. ágúst 1995 | Menningarlíf | 118 orð

Hebresk ljóðlist

SJÖTUGSAFMÆLIS ísraelska skáldsins Yehuda Amichai er minnst í heimalandinu með útgáfu skrár yfir þýdd verk hans. Það er Hebreska þýðingastofnunin sem gefur út. Skráin hefur að geyma fjölmargar þýðingar á 29 tungumál. Auk umsagna um skáldið eru skráð viðtöl við hann, smásögur og annað sem hann hefur sent frá sér. Reynsla af stríði Meira
9. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 170 orð

Horgemlingur í Árbæjarsafni

ÞEGAR horgemlingur er reistur er hægri hönd krækt undir hægra hné og tekið um hægri eyrnasnepil. Með vinstri hönd er gripið aftan í buxna- eða pilsstreng. Síðan á viðkomandi að reyna að ganga og er alla jafna ekki sjón að sjá göngulagið. Sá sem ætlar að stökkva yfir sauðarlegg tekur um tærnar á sér og reynir að stökkva yfir legginn án þess að missa takið á tánum. Meira
9. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 39 orð

Hrífst af ófríðum mönnum

ÞOKKAGYÐJAN Sophia Loren segist ávallt hafa heillast af ófríðum karlmönnum. "Mér finnast karlmenn með óreglulega andlitsdrætti mjög aðlaðandi," er haft eftir hinni ítölsku Sophiu. "Ég verð hins vegar taugaóstyrk í návist fallegra karlmanna," segir hún ennfremur. Meira
9. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 77 orð

Konungleg hamingja

PRINS Jóakim, yngri sonur Margrétar Danadrottningar, og heitmey hans Alexandra Manley munu ganga í það heilaga 18. nóvember, næstkomandi. Alexandra, sem er af bresk- kínverskum ættum, er viðskiptafræðingur að mennt og hefur starfað hjá fjárfestingarfyrirtæki í Hong Kong undanfarin ár. Meira
9. ágúst 1995 | Menningarlíf | 131 orð

Kvennalistasafn

KVENNALISTASAFN hefur verið opnað í Skellefteå sem er smábær norðarlega í Svíþjóð. Er þetta einungis annað safnið í Evrópu sem sýnir aðeins list kvenna og mun það veita yfirsýn yfir list norrænna kvenna allt frá miðri síðustu öld. Safnið er nefnt eftir myndlistarkonunni Önnu Nordlander sem var lappi og uppi á 19. öld. Meira
9. ágúst 1995 | Menningarlíf | 37 orð

Málverkasýning í Eden

EDWIN Kaaber sýnir í Eden, Hveragerði, málverk og myndir unnar í olíu, akrýl og vatnsliti. Myndirnar eru til sölu. Sýningin var opnuð 1. ágúst og lýkur henni 13. ágúst. Þetta er tólfta einkasýning Edwins. Meira
9. ágúst 1995 | Menningarlíf | 39 orð

Olía- og pastel á Sólon Íslandus

VALDIMAR Bjarnfreðsson opnar málverkasýningu á Sólon Íslandus laugardaginn 12. ágúst kl. 13. Yfir 30 verk verða á sýningunni, olíumálverk og pastel. Eitt verka Valdimars: Hafmeyja setur nýja ullarvettlingaá sporð sér og teygir lopann. Meira
9. ágúst 1995 | Menningarlíf | 106 orð

Orgeltónar á hádegi í Hallgrímskirkju

FIMMTUDAGINN 10. ágúst kl. 12 leikur Örn Falkner, organisti Kópavogskirkju, á hádegistónleikum Hallgrímskirkju. Hann er einn af þeim mörgu félögum í Félagi íslenskra organleikara sem koma fram á hádegistónleikum kirkjunnar. Örn er fæddur í Reykjavík 1960. Hann lauk prófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar í orgelleik 1990 og stundaði framhaldsnám hjá J.E. Goettsche í Róm. Meira
9. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 88 orð

Reiði ljúflings

ELTON John er þekktur fyrir ljúfmennsku sína. Þó reiðist hann af og til, en ávallt að gefnu tilefni. Sú varð raunin síðastliðinn fimmtudag, þegar fyrrverandi þjónustufólk á heimili hans brást trausti hans og setti muni rokkstjörnunnar á uppboð í óþökk hennar. Aðdáendur Eltons buðu af miklu kappi í umrædda muni, enda þykja þeir í meira lagi eftirsóttir. Meira
9. ágúst 1995 | Menningarlíf | 1105 orð

Samruni metsölubóka og bókmennta

METSÖLULISTAR eru um aldar gamalt fyrirbæri og eins og svo margt annað tengt markaðnum eru þeir bandarísk uppfinning. Lengi vel sáust alvarleg bókmenntaverk vart nokkurn tímann á listunum, en undanfarin ár hefur það breyst. Meira
9. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 76 orð

Sinéad á Internetinu

SINÉAD O'Connor er enn að bíta úr nálinni með það að hún reif mynd af Jóhannesi Páli páfa á tónleikum fyrir þremur árum. Nú síðast var atvikið gert að umtalsefni á Internetinu og notaði Sinéad, sem er 28 ára gömul, tækifærið og varði gerðir sínar á sama vettvangi, þar sem hún minnti á að atvikið hefði ekki beinst gegn páfanum sjálfum heldur páfaembættinu. Meira
9. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 104 orð

Spaugstofan á afmæli

ÞAÐ var glatt á hjalla á Hótel Íslandi á föstudagskvöldið og örugglega hafa margir fengið hláturkast og stengi í maga að morgni. Spaugstofan hélt nefnilega upp á tíu ára afmælið sitt með pompi og prakt og fengu Spaugstofumenn sér til fulltingis góða menn á borð við Bubba, Rúnar Júlíusson og Björgvin Halldórsson svo undir tók í salnum. Meira
9. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 252 orð

Svart/hvítt blóð í sturtu

HÖND tekur fast í baðhengið. Skuggi af manni með hníf. Blóð í niðurfallinu í sturtunni. Frægasta atriði kvikmyndasögunnar. Sturtumorðið í Psycho eftir Hitchcock. Þegar Hitchcock var spurður hvers vegna myndin væri ekki í litum, svaraði hann: "Vegna blóðsins." Sú sem "lét lífið" í sturtunni heitir Janet Leigh. Meira
9. ágúst 1995 | Menningarlíf | 316 orð

TímaritÁRSRIT Garðyrkjufélagsins Garðyrkjuritið er nýkomið út.

ÁRSRIT Garðyrkjufélagsins Garðyrkjuritið er nýkomið út. Í ársritinu eru margar greinar og fjöldi litmynda. Meðal efnis má nefna grein eftir Ólaf B. Guðmundsson lyfjafræðing um Grasagarðinn og trjásafnið í Genf. Bjarni E. Meira
9. ágúst 1995 | Menningarlíf | 406 orð

Þýður gömbuhljómur

Phantasm sveitin og Sverrir Guðjónsson fluttu verk eftir William Byrd. Laugardaginn 5. ágúst. EKKERT er vitað um uppruna Williams Byrds (1543­1623) og fæðingarár hans ráðið af því, að í erfðaskrá hans, sem er rituð 15. nóvember 1622, stendur, "á 80. aldursári mínu". Meira

Umræðan

9. ágúst 1995 | Aðsent efni | 731 orð

Beitir réttarkerfið þegnana tangarsókn?

GRÁGLETTNI Alþingis um mannréttindamál er nafn greinar sem ég birti í Morgunblaðinu 1. júlí sl. en aðaltilefni hennar var dómur Hæstaréttar Íslands, upp kveðinn 24. nóvember 1994 í málinu nr. 385/1992. Meginniðurstaða dómsins var sú, að ég, Jóhanna Tryggvadóttir, væri vanhæf til að flytja þetta mál mitt fyrir Hæstarétti og var það fellt niður eins og enginn hefði mætt í því. Meira
9. ágúst 1995 | Aðsent efni | 977 orð

Efnahagssamvinna og Evrópa

Nú eru allar Evrópuþjóðir nema við Íslendingar og Norðmenn (ásamt Svisslendingum, sem eru enn á báðum áttum) annaðhvort þegar komnar inn í Evrópusambandið eða þá á leiðinni þangað inn. Eigi að síður er talsverð andstaða gegn aðild að Evrópusambandinu um alla álfuna. Það er eðlilegt. Höfuðrök andstæðinganna eru alls staðar hin sömu eða svipuð. Meira
9. ágúst 1995 | Velvakandi | 243 orð

Fjársjóður sem frelsar

Í HEILAGRI ritningu stendur skrifað, að þar sem fjársjóður manns er, þar muni hjarta hans vera. Stundum leiði ég hugann að þessum orðum Ritningarinnar, þegar ég virði fyrir mér samfélag okkar mannanna. Menn keppast nefnilega við sérhvern dag að afla sér auðæfa og vinna við það baki brotnu. Meira
9. ágúst 1995 | Velvakandi | 582 orð

Framlag til þrætubókar

Bittinú, sagði kerlingin, og sagði svo ekki meira þann daginn! Nú þykir mér Helgi Hálfdanarson farinn að gera að gamni sínu. Í aðsendri grein í blaði yðar þann 27. júlí ber hann fram tillögu sem, ef ég má gerast svo djörf, hlýtur að vera skrifuð í þeim tilgangi einum að hrista upp í þegnum þjóðarinnar. Meira
9. ágúst 1995 | Aðsent efni | 708 orð

Hverjir verða reknir?

ÞANN 22. júlí birtist hér í blaði grein eftir Kristján Sigurðsson lækni með fyrirsögninni: "Fjárhagsvandi Ríkisspítala séður frá sjónarhóli sviðsstjóra kvenlækninga". Mun það vera í fyrsta sinn að það starfsheiti hefur sést í fjölmiðli, en sem slíkt hefur það ekki stoð í lögum. Meira
9. ágúst 1995 | Velvakandi | 443 orð

inhvern veginn er ekki hægt annað en varpa öndinni létt

inhvern veginn er ekki hægt annað en varpa öndinni léttar, þegar verslunarmannahelgin í ár er afstaðin, og vinna og daglegt líf hefur aftur tekið við. Víkverji getur ekki að sér gert að meta "umferðar- og menningarafrek" helgarinnar á annan veg, en lögreglan hefur gert í fjölmiðlaviðtölum við lok verslunarmannahelgar, Meira
9. ágúst 1995 | Aðsent efni | 419 orð

Íslenskan dómara í hafréttardómstólinn

Á NÆSTA ári mun alþjóðlegi hafréttardómstóllinn, sem mælt er fyrir um í hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna frá 1982, hefja störf. Dómarar verða kjörnir 1. ágúst 1996 úr hópi þeirra sem aðildarríki sáttmálans tilefna. Á næstu mánuðum munu þau ríki sem áhuga hafa á að tilnefna í dóminn vinna að því að tryggja sínum mönnum kosningu. Meira
9. ágúst 1995 | Velvakandi | 385 orð

Íþrótt eða ekki íþrótt?

ÞAÐ ER stundum sagt að alkóhólistar hafi komið óorði á brennivínið. Ekki er frá því að sannleikskorn leynist í þeirri staðhæfingu. En hvað skal þá með íþróttamenn segja, sem með leikrænum tilburðum reyna að fá dómara til að dæma sér í hag? Þeir sem fylgdust með umfjöllun sjónvarps um undanúrslitin í bikarkeppni KSÍ á dögunum, Meira
9. ágúst 1995 | Aðsent efni | 1418 orð

KRAFTBLÖKKIN

VORIÐ 1945 var Ingvar Einarsson, skipstjóri, sendur til Bandaríkjanna, á vegum Síldarverksmiðja ríkisins og Fiskimálanefndar. Átti hann að athuga hvort síldveiðitækni og skip á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna hentuðu hér við land. Ingvar lagði til að keypt yrði skip, sem var í smíðum í Takoma í Washingtonfylki. Skipið var 136 bt.tn. að stærð, með 320 ha. Atlas dieselvél. Meira
9. ágúst 1995 | Aðsent efni | 1401 orð

Launakjör háskólakennara

UNDANFARIÐ hafa orðið nokkrar umræður um laun háskólakennara hér í Morgunblaðinu í framhaldi af frétt um lektorsstöðu í ensku. Fram kom að erlendir háskólamenn hefðu haldið að prentvilla væri í auglýsingu stöðunnar, það hvarflaði ekki að neinum í hinum engilsaxneska heimi að lektorslaun við HÍ væru jafn lág og raun ber vitni. Meira
9. ágúst 1995 | Aðsent efni | 750 orð

Mannréttindadómstóllinn í Strassborg er raunhæft réttarúrræði

Á SÍÐASTA ári samþykkti Alþingi Íslendinga sem lög ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu, ásamt viðaukum eitt til sjö. Ísland hefur verið aðili að sáttmálanum frá 1953 og hefur frá þeim tíma borið þjóðréttarskyldur samkvæmt honum, án þess að hann hafi verið innleiddur í íslensk lög. Meira
9. ágúst 1995 | Aðsent efni | 1211 orð

Mannréttindavernd í alræðisríkjum

ÞJÓÐRÉTTARLEGA mannréttindavernd, að því marki sem hún nær til einstaklinga, má m.a. greina í fjóra meginflokka: 1. mannréttindavernd einstaklings gagnvart eigin ríki; 2. mannréttindavernd útlendinga gagnvart öðrum ríkjum en eigin ríki; 3. mannréttindavernd ríkisfangslausra; 4. mannréttindavernd flóttamanna. Meira
9. ágúst 1995 | Velvakandi | 105 orð

Mynda og muna leitað vegna útgáfu á sögu Búða Victori Sveinssyni: Í tilefni af væntanlegri útgáfu á sögu Búða á Snæfellsnesi

Í tilefni af væntanlegri útgáfu á sögu Búða á Snæfellsnesi leitar útgefandi eftir myndum og munum sem tengjast Búðum, Hraunhöfn, Frambúðum eða einhverjum þeim þurrabúðum eða grasbýlum sem voru á Búðum. Einnig eru allar upplýsingar, sögur eða örnefni, sem tengjast staðnum vel þegnar. Saga Búða er skrifuð af Guðlaugi Jónssyni og verður bókin gefin út í haust á vegum Hótels Búða. Meira
9. ágúst 1995 | Aðsent efni | 1172 orð

Opið bréf til landbúnaðarráðherra

Ágæti landbúnaðarráðherra! Í DAG er mikið fundað út af endurskoðun á búvörusamningi vegna sauðfjárræktar. Gamli samningurinn er fullkomlega genginn sér til húðar og orsakar ekkert annað en hraðfara dauða allra sem hafa stærstan hluta tekna sinna af sauðfjárrækt. Meira
9. ágúst 1995 | Aðsent efni | 1174 orð

Svört náttúruvernd

25. JÚLÍ sl. birtist hér í Morgunblaðinu grein eftir Hjörleif Guttormsson undir yfirskriftinni: "Alaskalúpínan ógnun við fjölbreytt gróðurríki víða um land". Hjörleifur er kyndilberi hreintrúarmanna í nátturuvernd, sem geta brugðið fæti á ýmsan hátt fyrir stofnanir og einkaaðila sem af hugsjón og fórnfýsi vinna að ræktun lands og auknum landgæðum. Meira
9. ágúst 1995 | Velvakandi | 414 orð

Ævintýraleg afmælisferð í Kerlingarfjöll

SKAMMT er síðan ég skrifaði til að láta í ljós hrifningu mína er ég varð vitni að því mikla ævintýri sem Kvennakór Íslands er. Nú verð ég aftur að láta í ljós hrifningu mína, en að þess sinni yfir náttúrundrum þessa lands og hinni stórfenglegu paradís í Kerlingarfjöllum. Það var fyrir orð vinar míns, Walters Jónssonar Ferrua, sem ég lagði í ferð upp á hálendið á dögunum. Meira
9. ágúst 1995 | Aðsent efni | 932 orð

Öryggismál Evrópu eftir ríkjaráðstefnuna 1996

ÞJÓÐIR Evrópusambandsins (ESB) eru nú sem óðast að undirbúa ríkjaráðstefnuna sem fram fer á næsta ári. Vonast er til að þar náist niðurstaða um ýmis mál sem varða samrunaþróun ríkjanna innan ESB. Eitt stærsta málið á þeirri ráðstefnu verður þó um öryggis- og varnarmál þjóða ESB og hvernig best verði að þróa þau með öðrum þjóðum Evrópu. Meira

Minningargreinar

9. ágúst 1995 | Minningargreinar | 561 orð

Auðunn Ingi Hafsteinsson Oddur Hans Auðunsson

Feðgarnir Auðunn Ingi Hafsteinsson og Oddur Hans Auðunsson. Að morgni 27. júní sl. hringdi systir mín og færði okkur mömmu þá sorgarfregn að Auðunn og Oddur litli hefðu látist í hræðilegu bílslysi kvöldinu áður. Af hverju, spyr maður, hver er tilgangurinn? Við vitum að því verður seint svarað. Meira
9. ágúst 1995 | Minningargreinar | 75 orð

AUÐUNN INGI HAFSTEINSSON ODDUR HANS AUÐUNSSON

AUÐUNN INGI HAFSTEINSSON ODDUR HANS AUÐUNSSON Auðunn Ingi Hafsteinsson fæddist á Sauðárkróki 27. október 1957. Oddur Hans Auðunsson fæddist 24. febrúar 1989. Móðir Odds Hans er Ólöf Þórhallsdóttir frá Narfastöðum, faðir hans var Auðunn Ingi, en þeir feðgar létust af slysförum 26. júní sl. Systkini Odds Hans eru Elín, f. Meira
9. ágúst 1995 | Minningargreinar | 569 orð

Hermann Sveinsson

Í dag kveðjum við Hermann Sveinsson eða Hermann afa eins og hann var kallaður á heimili okkar. Hermann sá ég fyrst í nóvember '78 skömmu eftir að ég kynntist manni mínum sem er dóttursonur hans. Ég hreifst strax af þessum gamla manni, sökum léttleika hans, glaðværðar og hreinskilni. Hermann bjó einn í íbúð sinni að Dalbraut 1. Meira
9. ágúst 1995 | Minningargreinar | 244 orð

Hermann Sveinsson

Hann Hermann afi er dáinn. Eftir erfið veikindi síðastliðinn mánuð hefur hann fengið þá hvíld sem honum var fyrir bestu eins og komið var fyrir honum. Þegar ég var stelpa á Ísafirði þá bjuggu afi og amma þar, fyrst í Sólgötunni en síðan á Hlíðarveginum, þá trítlaði ég mikið til þeirra og hafði amma yndi af að stjana við mig, ég var mikil ömmustelpa. Meira
9. ágúst 1995 | Minningargreinar | 460 orð

Hermann Sveinsson

Í dag verður gerð útför tengdaföður míns, Hermanns Sveinssonar. Hann ólst fyrstu árin upp í foreldrahúsum, en sjö ára gamall missti hann föður sinn í sjóslysi og var þá settur í fóstur til Ólafs Ólafssonar og konu hans Guðbjargar Friðriksdóttur í Skálavík í Ísafjarðardjúpi, þar sem hann ólst upp. Skólaganga var lítil og snemma farið að vinna fyrir sér, eins og þá var títt. Meira
9. ágúst 1995 | Minningargreinar | 431 orð

Hermann Sveinsson

Mig langar með nokkrum orðum að minnast afa míns, Hermanns Sveinssonar, sem lést 30. júlí síðastliðinn 91 árs að aldri. Fyrst man ég eftir afa þegar ég er 5­6 ára gamall, þá bjuggum við báðir á Ísafirði. Mér er minnisstætt þegar afi var að læra að hjóla til að geta hjólað í vinnuna í Ísfirðing þar sem hann vann þá. Meira
9. ágúst 1995 | Minningargreinar | 157 orð

HERMANN SVEINSSON

HERMANN SVEINSSON Hermann Sveinsson fæddist á Ísafirði 11. desember 1903. Hann andaðist í Landakotsspítala 30. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sveinn Halldórsson og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir. Hermann var einn sex systkina, sem öll eru látin. Meira
9. ágúst 1995 | Minningargreinar | 636 orð

Jóhanna Gísladóttir

"Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín." (Kahlil Gibran). Í dag er kvödd hin mæta kona Jóhanna Gísladóttir, sem andaðist á Landspítalanum sunnudaginn 30. júlí. Hún hafði lengi barist hetjulega við erfiðan sjúkdóm, en æðraðist ekki og var ótrúlega sátt við hlutskipti sinn. Meira
9. ágúst 1995 | Minningargreinar | 442 orð

Jóhanna Gísladóttir

Hún Jóhanna vinkona mín er horfin af sjónarsviðinu. Söknuðurinn grípur hugann og endurminningarnar hrannast upp. Hún var gift Valberg Sigurmundssyni móðurbróður og fósturbróður mínum. Lengst af þekktumst við lítið, þar sem þau bjuggu í Reykjavík en ég og mín fjölskylda á Ísafirði. Meira
9. ágúst 1995 | Minningargreinar | 141 orð

JÓHANNA GÍSLADÓTTIR

Jóhanna Gísladóttir fæddist á Hnappavöllum í Öræfum 21. september 1923. Hún lést á Landspítalanum 30. júlí 1995. Foreldrar hennar voru Ingunn Þorsteinsdóttir og Gísli Bjarnason, bæði fædd og uppalin í Öræfasveit. Jóhanna átti fjögur systkini: Steinunni, f. 1917, d. 1964, Bjarna Vigfús f. 1918, d. 1967, Ingimund, f. 1921, d. 1990, og Guðlaugu, f. Meira
9. ágúst 1995 | Minningargreinar | 482 orð

Oddrún Reykdal

Að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. (Páll Árdal.) Fregnir um andlát náinna vina og venslafólks koma mönnum ávallt í opna skjöldu þótt vitað sé að dauðinn sé hið eina sem víst er á lífsgöngunni. Oddrún Reykdal var að vísu komin á efri ár og hafði verið heilsuveil síðustu árin en samt áttum við ekki von á að kveðjustundin væri upp runnin. Meira
9. ágúst 1995 | Minningargreinar | 233 orð

ODDRÚN REYKDAL

ODDRÚN REYKDAL Oddrún Ásdís Ólafsdóttir Reykdal fæddist á Siglufirði 5. september 1917. Hún lést á Akureyri 31. júlí 1995, rúmlega 77 ára að aldri. Foreldrar hennar voru Ólafur J. Reykdal trésmiður á Siglufirði, f. 10. júní 1869, d. 20. desember 1960, og kona hans Sæunn Oddsdóttir, f. 18. júlí 1895, d. 24. júní 1938. Meira
9. ágúst 1995 | Minningargreinar | 932 orð

Ólafur E. Sigurðsson

Elsku Konný, Helga, Siggi, Hákon og Lalli. Elsku vinir. Það er erfitt að koma því á blað sem situr í manni á tímum sem þessum. Maður spyr aftur og aftur sömu spurningarinnar en það er fátt um svör. Spurningin "af hverju?" er föst í huga mér og ég reyni að finna einhver svör. Við vorum aðeins níu ára þegar við fyrst sáum hvor aðra, ég og Helga. Meira
9. ágúst 1995 | Minningargreinar | 488 orð

Ólafur E. Sigurðsson

Vinur okkar, Ólafur Sigurðsson, er látinn eftir stutta sjúkrahúslegu. Okkur langar til að kveðja hann með þessum fátæklegu línum. Það var okkur hjónum mikið lán þegar Óli og Konný fluttust frá Gufuskálum til Reykjavíkur árið 1976. Við vorum þá nýflutt að Álftahólum 6, ung og óreynd í lífinu. Meira
9. ágúst 1995 | Minningargreinar | 28 orð

ÓLAFUR E. SIGURÐSSON

ÓLAFUR E. SIGURÐSSON Ólafur E. Sigurðsson fæddist í Reykjavík 20. júlí 1945. Hann lést á Landspítalanum 30. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 8. ágúst. Meira
9. ágúst 1995 | Minningargreinar | 181 orð

Páll Gíslason

Elsku afi. Í dag kveð ég þig í hinsta sinn. Margs er að minnast og margt að þakka. Er ég hugsa um æsku mína eruð þið amma í huga mér. Það er mér dýrmætt að hugsa til að ég gat alltaf farið upp til ykkar. Þegar ég kom heim úr skólanum var kallað út um gluggann: Komdu upp til afa og ömmu og fáðu heitt kakó og kæfubrauð. Meira
9. ágúst 1995 | Minningargreinar | 406 orð

Páll Gíslason

Í dag kveðjum við hinstu kveðju tengdaföður minn, Pál Gíslason. Hann veiktist alvarlega daginn fyrir 92. afmælisdag sinn, en hafði átt við vanheilsu að stríða um nokkurt skeið. Síðustu dagana varð hann þess aðnjótandi, að börnin hans, tengdabörn og barnabörn voru hjá honum öllum stundum, þar til yfir lauk, og hefur það eflaust verið honum mikill styrkur í þessari erfiðu baráttu. Meira
9. ágúst 1995 | Minningargreinar | 177 orð

Páll Gíslason

Okkur systurnar langar að minnast elskulegs afa okkar sem okkur var svo kær. Þegar litið er til baka, þá stendur upp úr hversu vel var tekið á móti okkur á heimili afa og ömmu í Skipasundi 25. Afi var einstaklega jákvæður, skemmtilegur, og gefandi maður og hafði frá mörgu að segja frá sinni löngu ævi, frá því þegar hann lifði í sveit fyrir vestan, Meira
9. ágúst 1995 | Minningargreinar | 236 orð

Páll Gíslason

Hann elsku afi okkar er dáinn. Það er svo skrítið að jafnvel þótt við vitum ósköp vel að hann var hvíldinni feginn, þá er það nú svo að maður vill hafa fólkið sitt hjá sér, en ekki að afar og ömmur hverfi á brott eitt af öðru. En nú eru þau öll dáin. Afi var sá síðasti sem kvaddi. Við erum þakklát honum afa fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með honum, og þær voru allar góðar. Meira
9. ágúst 1995 | Minningargreinar | 827 orð

Páll Gíslason

Hann elsku afi okkar er dáinn. Að honum látnum lifir einungis eitt af þrettán systkinum hans, en það er Elísabet, sem er 95 ára gömul. Okkur eru minnisstæðar sögur afa af æskuárum hans fyrir vestan og alltaf var svolítill ævintýraljómi yfir þeim. Elsta sagan sem hann sagði okkur var þegar hann var í vist handan fjalls, sjö ára gamall. Meira
9. ágúst 1995 | Minningargreinar | 234 orð

PÁLL GÍSLASON

PÁLL GÍSLASON Páll Gíslason fæddist á Vatneyri við Patreksfjörð 23. júlí 1903. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík að kvöldi 30. júlí síðastliðins. Foreldrar hans voru Gísli Sigurðsson, trésmiður, f. 11.10. 1870 á Vesturbotni í Patreksfirði, d. 4.8. 1952, og kona hans, Kristjana Sigríður Pálsdóttir, f. 8.4. 1873 í Reykjavík, d. 11.6. Meira
9. ágúst 1995 | Minningargreinar | 275 orð

Þóra Ólafsdóttir

Margar góðar minningar eru tengdar kynnum mínum af Þóru Ólafsdóttur frá Hvítárvöllum. Það var fyrir tuttugu og átta árum, er ég kom með son minn og sonarson hennar nýfæddan inn á heimili hennar á Eiríksgötunni, að kynni okkar hófust. Hún varð mikill vinur minn og við gátum rætt saman um allt milli himins og jarðar. Meira
9. ágúst 1995 | Minningargreinar | 223 orð

Þóra Ólafsdóttir

Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Í dag vil ég kveðja þig, elsku Þóra mín. Meira
9. ágúst 1995 | Minningargreinar | 915 orð

Þóra Ólafsdóttir

Nú þegar sumri hallar og daginn er farið að stytta kveður amma mín, Þóra Ólafsdóttir frá Hvítárvöllum, þennan heim. Amma fæddist í byrjun aldarinnar og var góður fulltrúi aldamótakynslóðarinnar. Þetta er kynslóð þess fólks sem við sem yngri erum gætum lært svo margt gott af ef við hefðum tíma til að hlusta. Meira
9. ágúst 1995 | Minningargreinar | 300 orð

Þóra Ólafsdóttir

Tengdamóðir mín, Þóra Ólafsdóttir frá Hvítárvöllum, er látin eftir aðeins 12 daga sjúkralegu. Fundum okkar Þóru bar fyrst saman 1952 þegar við María kynntumst, og fyrstu 11 ár hjúskapar okkar bjuggum við á heimili hennar. Þóra missti mann sinn frá tveimur ungum börnum sínum eftir aðeins þriggja ára sambúð. Meira
9. ágúst 1995 | Minningargreinar | 527 orð

Þóra Ólafsdóttir

Elsku amma Þóra er látin og á ég eftir að sakna hennar mikið. Hún var góð kona og á ég margar góðar minningar frá mínum yngri árum með henni, en við fjölskyldan bjuggum hjá henni fyrstu átta árin mín á Eiríksgötunni þar til við fluttum í Kópavoginn. Á þeim árum vann hún í gagnfræðaskólanum við að gefa kaffi og fórum við oft þangað til að fá að drekka. Meira
9. ágúst 1995 | Minningargreinar | 79 orð

ÞÓRA ÓLAFSDÓTTIR

ÞÓRA ÓLAFSDÓTTIR Þóra Ólafsdóttir fæddist á Hvítárvöllum í Borgarfirði 20. desember 1905. Hún lést á Landspítalanum 29. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru María Sæmundsdóttir og Ólafur Davíðsson. Þóra var sjötta í röðinni af níu systkinum. 17. febrúar 1933 giftist Þóra Sigmundi Sæmundssyni frá Stærra-Árskógi, f. 30. Meira

Viðskipti

9. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | -1 orð

Bandarísk keðja mátti beygja sig

EFTIR þriggja mánaða verkföll og útilokunaraðgerðir hefur bandaríska leikfangaverslunarkeðjan Toys R Us gengið til samninga við sænsk verkalýðsfélög. Báðir aðilar telja sig hafa fengið sitt fram í samningnum, sem sænski ríkissáttasemjarinn kom aðilunum saman um. Meira
9. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 67 orð

Ericsson selur til Japans

SÆNSKA fjarskiptafyrirtækið LM Ericsson hefur fengið pöntun upp á 655 milljónir sænskra króna frá japönsku farsímafyrirtæki. Ericsson tekur að sér að koma upp nýju farsímakerfi fyrir japanska fyrirtækið Central Japan Digital Phone (CDP) í Nagoya. Kerfi CDP er byggt á japönskum PDC staðli og var tekið í notkun í júlí 1994. Kerfið hefur vaxið ört og notendur þess eru rúmlega 10. Meira
9. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | -1 orð

Framkvæmdastjórn ESB samþykkir samstarf SAS og Lufthansa

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt blessun sína yfir samvinnu SAS og Lufthansa. Blessun ESB er háð því að félögin uppfylli skilyrði sem fylgja samþykktinni og er veitt til átta ára. Þar á meðal þarf SAS að segja upp samstarfi við önnur flugfélög, en ekkert er sagt um samstarfið við Flugleiðir. Meira
9. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 351 orð

Frekari sala hlutabréfa til erlendra aðila hugsanleg

CHASE Manhattan bankinn í Bandaríkjunum hefur ákveðið að kaupa 20% hlutafjár í Íslenska útvarpsfélaginu hf. og er búist við að kaupin fari fram í lok þessa mánaðar. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins kemur til greina af hálfu forsvarsmanna Íslenska útvarpsfélagsins að selja fleiri erlendum aðilum hlut í fyrirtækinu. Meira
9. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 163 orð

Gjaldeyrisforði lækkaði í júlí

GJALDEYRISFORÐI Seðlabanka Íslands lækkaði um 2,3 milljarða króna í júlí sl. Jafnframt jukust erlendar skammtímaskuldir um 1,6 milljarða. Þetta kemur fram í upplýsingum bankans um helstu liði úr efnahagsreikningi í lok nýliðins mánaðar, en Seðlabankinn hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að gefa út slíkar upplýsingar eftir hver mánaðarmót. Meira
9. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 125 orð

Gjaldþrotakrafa afturkölluð

LÍFEYRISSJÓÐUR verslunarmanna hefur afturkallað kröfu sína um að Almenna bókafélagið hf. verði tekið til gjaldþrotaskipta. Hins vegar liggur nú fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur samhljóða krafa frá Nýherja hf. Að sögn Júlíusar Georgssonar, dómarafulltrúa hjá Héraðsdómi, má gera ráð fyrir að krafa Nýherja verði þingfest í september nk. Meira
9. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 267 orð

Gjöld óvenju lág hérlendis

ÞJÓNUSTUGJÖLD fyrirtækja vegna kreditkortanotkunar hér á landi eru mun lægri en í mörgum Evrópuríkjum, samkvæmt könnun breska ráðgjafarfyrirtækisins Payment Systems Europe. Þannig eru þjónustugjöldin hér að meðaltali 1,5% meðan sænsk fyrirtæki þurfa að greiða 3-3,5% af kreditkortaveltunni í slík gjöld. Meira
9. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 95 orð

ÓL í Sydney árið 2000 munu bera sig

BANDARÍSKA sjónvarpsnetið NBC hefur tryggt að Ólympíuleikarnir í Sydney árið 2000 munu bera sig með því að samþykkja að greiða 715 milljónir Bandaríkjadala fyrir rétt til að sjónvarpa frá leikunum. Meira
9. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 107 orð

Steve Race hættur hjá Sony

ÓLAFUR Ólafsson, forstjóri Sony Electronic Publishing Company í Bandaríkjunum, tilkynnti í gær að Steve Race, forstjóri Sony Computer Entertainment væri hættur störfum og að Martin Homlish myndi leysa hann af hólmi. Sony Computer Entertainment er dótturfyrirtæki Sony Electronic Publishing Company. Meira

Daglegt líf

9. ágúst 1995 | Ferðalög | -1 orð

Gist í gömlu fjósi við Lagarfljótsbrú

Helgafell við Lagarfljótsbrú er nýr gististaður fyrir ferðafólk sem vill nota fríið sitt eða hluta þess í nágrenni Egilsstaða. Gistiaðstaðan er innréttuð í gömlu fjósi sem hafði ekki verið notað sem slíkt í um 15 ár. Eigendur Helgafells eru Íris Másdóttir og maður hennar Helgi Gíslason og sér Íris um reksturinn. Býður hún ferðafólki gistingu í uppbúnum rúmum með morgunmat eða svefnpokaplássi. Meira
9. ágúst 1995 | Ferðalög | 83 orð

Heilsubótarganga innan um drauga

Eins og víða hafa nokkrir aðilar komið saman á laugardagsmorgnum til þess að ganga sér til heilsubótar og ánægju. Aðallega eru þetta konur sem voru saman í leikfimi síðastliðinn vetur á Kleppjárnsreykjum. Einn laugardagsmorgun fór hópurinn í gönguferð upp í svokallað Draugagil, sem er í norðaustanverðum Strútnum. Meira
9. ágúst 1995 | Ferðalög | 89 orð

HGH í Öskjuhlíð og að Elliðaám

HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld, miðvikudag 9. ágúst um Hljómskálagarð, Vatnsmýrina, Öskjuhlíð og að Lyngbergi í Fossvogi. Þaðan verður gengin leið sem fyrirhugaður göngustígur á að liggja inn Fossvogsdal að Elliðaánum. Meira
9. ágúst 1995 | Ferðalög | 419 orð

Norröna og bæjarlífið á Seyðisfirði

Bæjarlífið á Seyðisfirði tekur miklum stakkaskiptum á sumrin, ekki síst þegar haldið er upp á afmæli bæjarins. Enn standa yfir um 15 listsýningar sem verða opnar fram til 20. ágúst. Miðvikudagar á Seyðisfirði er þekkt orðatiltæki nú orðið. Meira
9. ágúst 1995 | Ferðalög | 163 orð

Skipulagðar gönguferðir í VesturBarðastrandarsýslu

Í VESTUR-Barðastrandarsýslu eru margar gönguleiðir yfir og fyrir fjöll. Leiðsögumenn á svæðinu hafa skipulagt gönguferðir í sumar og hefur verið töluverð aðsókn í þær. Í júlí var meðal annars gengið yfir Selárdalsheiði. Það er gömul gönguleið sem vertíðarmenn og prestar gengu frá Selárdal í Arnarfirði og yfir í Krossadal í Tálknafirði. Meira
9. ágúst 1995 | Ferðalög | 262 orð

Ullarföt frá Víkurprjóni seld á Bermúda

BANDARÍSKIR ferðamenn á skemmtiferðaskipum hafa á síðustu árum getað keypt íslenskar lopapeysur á Bermúda. Þessi litla eyja á Atlantshafi hefur verið annar af tveimur útflutningsmörkuðum fyrirtækisins Víkurprjóns í Vík í Mýrdal. Þórir N. Kjartansson framkvæmdastjóri segir að langstærsti hluti framleiðslunnar seljist þó til ferðamanna sem koma við í verslun verksmiðjunnar. Meira
9. ágúst 1995 | Ferðalög | 121 orð

Upplýsingar um sundstaði og veiðileyfi

ÚT ERU komnar hjá Kostum ehf. upplýsingabæklingarnir Veiðisumar 1995 og Sundsumar 1995. Veiðisumar 1995 er 48 síður í lit og inniheldur yfirlit yfir seljendur veiðileyfa í ár og vötn á Íslandi sumarið 1995. Yfirlitinu er raðað í landfræðilega röð, réttsælis frá Reykjanesi og endað í Ölfusi í Árnessýslu. Meira

Fastir þættir

9. ágúst 1995 | Dagbók | 228 orð

Berjaspretta

BerjasprettaBERJASPRETTA er misvel á veg komin eftir landshlutum og er útlitið best á Suður- og Austurlandi. Á Vesturlandi er vöxtur nokkuð áeftir miðað við meðalár og á Norðurlandi er ekki búist við mikilliberjatínslu ef tekið er mið af ástandi lyngs og móa. Meira
9. ágúst 1995 | Dagbók | 383 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gær komu til hafnarMikel Baka,

Reykjavíkurhöfn: Í gær komu til hafnarMikel Baka, hollendingurinn Carolina ogTjaldur II. Louisa Trater fór í gærkvöld. Í dag er væntanleg stór skúta sem heitirAmundsen. Stella Polux, Árnesið og Ásbjörn RE eru einnig væntanlegir í dag og kvöld. Meira
9. ágúst 1995 | Dagbók | 83 orð

Tapað/fundið Gleraugu fundust BLÁTT opið hulstur sem í var karlmannsgleraugu í brúnni umgjörð fannst á bílaplani við Stóragerði

BLÁTT opið hulstur sem í var karlmannsgleraugu í brúnni umgjörð fannst á bílaplani við Stóragerði 10-12 fyrir rúmlega 3 vikum síðan. Eigandinn má vitja þeirra í síma 553-4549 á kvöldin. Peysur í óskilum MAÐUR SÁST missa tvær, litlar telpupeysur (á ca. 3ja ára) á horni Gunnarsbrautar og Miklubrautar um kl. hálfátta sl. miðvikudagskvöld. Frekari upplýsingar í síma 565 8048. Meira

Íþróttir

9. ágúst 1995 | Íþróttir | 1701 orð

100 m hlaup karla Undanúrslit - 1. riðill:

100 m hlaup karla Undanúrslit - 1. riðill: 1. Bruny Surin (Kanada) 10.03 2. Ato Boldon (Trinidad) 10.10 3. Frankie Fredericks (Namibía) 10.10 4. Linford Christie (Bretl.) 10.12 5. Robson Da Silva (Brasilíu) 10.20 6. Renward Wells (Bahama) 10.27 7. Michael Green (Jamaíka) 10.30 8. Gus Nketia (N-Sjál. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 159 orð

A-lið Riðill 1: Þróttur - Fjölnir1:4 Týr - KR2:4 Fjölnir - KR2:1 Þróttur - Týr4:3 Týr - Fjölnir1:6 KR - Þróttur1:0 Riðill 2:

A-lið Riðill 1: Þróttur - Fjölnir1:4 Týr - KR2:4 Fjölnir - KR2:1 Þróttur - Týr4:3 Týr - Fjölnir1:6 KR - Þróttur1:0 Riðill 2: Höttur - UBK1:6 ÍR - Þór Ak.1:3 UBK - Þór4:2 Höttur - ÍR1:5 ÍR - UBK1:5 Þór Ak. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 386 orð

Ágætis árangur miðað við aðstæður

Að þeirra mati báru að sjálfsögðu hæst frábærir sigrar Sigurðar Matt. og Hugins sem stóðu sig með miklum ágætum og svo fágætt afrek hjá Sigurbirni að tryggja sér sigur í gæðingaskeiðinu öðru sinni á Höfða. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 391 orð

BESTA

BESTA skorið í meistaraflokki kvenna á síðasta degi Landsmótsins í golfi átti Ólöf María Jónsdóttiren hún kom inn á 78 höggum, einu höggi betra en Ragnhildur Sigurðardóttir. ALLIR meistaraflokks kylfingarnir, bæði karla og kvenna, náðu sér í fugl á mótinu. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 167 orð

Drangur og Ármann í efstu sætum

Fagradal Nýlokið er héraðsmóti Ungmennasambands Vestur - Skaftafellssýslu í knattspyrnu. Keppt var í tveimur flokkum, tólf ára og yngri og í flokki 13 - 15 ára og spilaðar voru þrjár umferðir. Í 12 ára flokknum kepptu lið Ármanns frá Kirkjubæjarklaustri, Umf. Drangur úr Vík í Mýrdal og Umf. Dyrhólaey úr Mýrdalshreppi. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 315 orð

EINN

EINN af forráðamönnum bandaríska landsliðsins í Gautaborg gantaðist með að hann vildi láta rannsaka breska þrístökkvarann Jonathan Edwards eftir að hann tvíbætti heimsmetið - hvort hann væri ekki með fjaðrir! Hann hlyti að vera hálfur maður og hálfur fugl, svo langt kæmist hann. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 46 orð

Eyjólfur til Berlín

Eyjólfur Sverrisson er á leið á nýjan leik til Þýskalands, þar sem hann mun leika með Hertha Berlín, sem leikur í 2. deild. Eins og kunnugt er hefur Eyjólfur orðið þýskur meistari - með Stuttgart 1992. Samningur uppá rúmar 15,8 milljónir króna liggur fyrir. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 137 orð

"Ég er svekktur"

"ÉG fann strax að þetta var vonlaust. Ef ég hefði haldið áfram hefði ég hugsanlega eyðilegat framtíð mína í sportinu. Ég kom með því hugarfari hingað að svona gæti farið," sagði Pétur Guðmundsson, kúluvarpari, en hann keppti ekki í undankeppni kúluvarpsins í gær. Hendin á Pétri bólgnaði upp strax í upphitunarköstunum og hann sá að hann átti enga möguleika á að kasta. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 696 orð

Ég gefst ekki upp!

MÖRTHU Ernstsdóttur gekk illa í 10.000 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu. Hún var langt frá sínum besta árangri, hljóp á 34 mín., 29,55 sekúndum, í riðlakeppninni á sunnudagsmorgun og komst vitaskuld ekki áfram í úrslitin. Ekki hafði reyndar verið búist við því en gælt hafði verið við að henn tækist að bæta eigið Íslandsmet, sem er 32.47,40, sett í fyrra. Hún átti best 33. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 308 orð

Finnst betra að verasvolítið stressaður

"Ég verð að vera svolítið stressaður þegar ég er að spila golf, annars á ég það til að verða full kærulaus," sagði Guðmundur J. Óskarsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur sem sigraði í 1. flokki í Landsmótinu í golfi sem lauk á föstudag. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 340 orð

Fjölnir hefur ekkitapað leik í sumarí sjötta flokki

FJÖLNISSTRÁKARNIR hafa átt mikilli velgengni að fagna í sjötta flokki karla í sumar og liðið bætti enn einni skrautfjöðrinni í hattinn þegar liðið varð Íslandsmeistari þessa aldursflokks. Úrslitakeppni Pollamótsins, - sem er Íslandsmót þessa flokks var haldið venju samkvæmt á Laugarvatni og Fjölnir varð hlutskarpast hjá A-liðum eftir úrslitaleik gegn Breiðablik og Fylkir sigraði í keppni B-liða. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 360 orð

Frakkland Mónakó - Auxerre2:2

Mónakó - Auxerre2:2 (Ikpeba 11., Thuram 36.) - (Guivarc'h 48. Saib 82.). Bastia - Bordeaux 2-0. (Rodriguez 13., 69.) Lens - Strasbourg 0:0 Cannes - Metz1:2 (Micoud 60.) - (Pires 57., 74.) Montpellier - Rennes3:1 (Villareal 44., Der Zakarian 46., Petit 76. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 466 orð

FRAMKOMA »Háttvísi er jákvæðen verður að verabæði í orði og á borði

Umræða um háttvísi var áberandi hjá íslensku knattspyrnuforystunni í vor og ekkert nema gott um það að segja. Átakið Allir á völlinn átti að laða alla fjölskylduna á þá skemmtun sem knattspyrnan getur vissulega verið; leikmenn, forystumenn og áhorfendur voru eindregið hvattir til að haga sér vel - vera sér og félögum sínum til sóma í hvívetna, Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 623 orð

GAUTABORGAR-BRÉF Að "fleyta kerlingar" og vera langbesti þrístökkvari sögunnar

Hver er besti þrístökkvari allra tíma? Rétt svar er auðvitað Jonathan Edwards frá Bretlandi, er spurningin er eiginlega ekki sanngjörn svona. Spyrja verður: Hver er sá langt besti? Maðurinn er ótrúlegur. Er einhvern veginn allt öðru vísi en hinir. Það er ekki bara að hann skuli vera hvítur. Léttur og fínlegur en samt sterklegur. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 415 orð

Góður árangur hjá Birgiá Norðurlandamótinu

ÍSLENSKA drengjalandsliðinu gekk ekki sem skyldi á Norðurlandamótinu í Danmörku sem haldið var í Nyborg í Danmörku og liðið mátti sætta sig við neðsta sætið. Birgir Haraldsson, úr Golfklúbbi Akureyrar náði hins vegar að sýna sitt besta en hann hafnaði í fjórða sæti í einstaklingskeppninni, lék hringina þrjá á 73, 73 og 76 höggum eða samtals 222 höggum. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 189 orð

Guðjón aftur til Keflavíkur

Guðjón Skúlason, landsliðsmaður í körfuknattleik, hefur ákveði að snúa heim á ný og leika með Keflvíkingum í úrvalsdeildinni í körfuknattleik næsta vetur. Ekki er búið að ganga frá félagaskiptunum en Guðjón sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri búinn að ákveða að leika með Keflavík næsta vetur. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 663 orð

Halda veislu? Nei, ég ætla bara að fara að sofa

"ÉG breytist ekkert við þetta. Það gæti ýmislegt breyst í kringum mig en ég verð sá sami. Líf mitt byggist allt á trúnni á Guð og það sem skiptir mig öllu máli nú er að vera góður eiginmaður og faðir. Ég breytist ekkert þrátt fyrir heimsmetin og heimsmeistaratitilinn," sagði hinn hógværi og lítilláti Breti, Johnathan Edwards, Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 113 orð

Heppnin ekki með íslensku liðunum

DREGIÐ var í Evrópukeppninni í handknattleik í gær og fer fyrri leikurinn fram 7. eða 8. október næstkomandi en sá síðari 14. eða 15. sama mánaðar. Ljóst er flest íslensku liðin eiga erfiða ferð fyrir höndum. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 749 orð

HM í Sviss Heimsmeistarmót í hestaíþróttum haldið í Fehraltoft

Heimsmeistarmót í hestaíþróttum haldið í Fehraltoft 1. til 6. ágúst Tölt 1. Jolly Schrenk Þýskalandi, á Ófeigi, 8,13. 2. Sveinn Jónsson Íslandi, á Tenór frá Torfunesi, 7,70. 3. Bernd Vith Þýskalandi, á Þorra frá Fljótsdal, 7,33. 4. Vignir Jónasson Íslandi, á Kolskegg frá ´Asmundarstöðum, 7,13. 5. Unn Kroghen Noregi, á Hruna frá Snartarstöðum, 7,17. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 268 orð

Hörður hættur með Val

STJÓRN knattspyrnudeildar Vals ákvað í gærkvöldi að segja upp samningi deildarinnar við Hörð Hilmarsson, þjálfara liðsins í sumar, og ráða aftur Kristinn Björnsson en hann hafði verið með liðið undanfarin tvö ár. Tók hann við æfingum strax í gærkvöldi. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 435 orð

Jón Arnar meiddist og hætti

Jón Arnar Magnússon meiddist í tugþrautarkeppni heimsmeistaramótsins á mánudaginn og hætti. Hann hafði verið dæmdur úr leik í 400 m hlaupinu daginn áður, fyrir að stíga á línuna sem skilur að brautirnar; á vinstri línu í beygju, sem er harðbannað. Seinni daginn meiddist hann svo í stangarstökkinu og hætti keppni. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 447 orð

"Komst ég áfram á þessum tíma?"

Guðrún Arnardóttir komst áfram í aðra umferð í 400 metra grindahlaupi á heimsmeistaramótinu í gær. Tíminn var þó ekki góður, og það kom henni verulega á óvart að komast áfram. Guðrún hljóp á 58,57 sek. en Íslandsmetið sem hún setti fyrr í sumar er 56,78 sek. Guðrún hljóp á áttundu braut í öðrum riðli. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 73 orð

Landsmót unglinga í Leiru

Landsmót unglinga fer fram að Hólsvelli í Leiru og hefst keppni á föstudag. Leiknar verða átján holur á föstudag og laugardag og keppendum þá fækkað eftir árangri. Keppni líkur síðan á sunnudag þegar leiknar verða 36 holur. 150 keppendur tóku þátt í mótinu í fyrra og búast má við svipuðum fjölda í ár. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 141 orð

Lárus Orri áfram hjá Stoke

Lárus Orri Sigurðsson knattspyrnumaður framlengdi um helgina samning sinn við 1. deildarliðið Stoke City og verður því samningsbundinn félaginu til vorsins 1998. "Ég var með samning við félagið til næsta vors, en eftir síðasta tímabil talaði framkvæmdastjórinn, Lou Macari, við mig og sagðist vilja ræða við mig um framlengingu. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 1316 orð

"Líður ekki vel en bít á jaxlinn"

Jón Arnar Magnússon mjög góður 100 m hlaupi og 110 m grindahlaupi en dæmdur úr leik í 400 m hlaupi, slasaðist í stangarstökkskeppninni og neyddist til að hætta keppni Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 194 orð

Mætir á fimm æfingar áviku og spilar um helgar

HELGA Rut Svanbergsdóttir úr Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ var yngsti keppandinn á Landsmótinu í golfi sem nú er nýlokið. Helga sem er á þrettánda aldursári, gat vel unað við árangur sinn en hún hafnaði í þriðja sætinu í keppni 2. flokks á mótinu. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 652 orð

Mætir BJÖRGVIN SIGURBERGSSONmeð fjölskylduherinn á næsta landsmót? Vel stutt við bakið á manni

BJÖRGVIN Sigurbergsson golfari hafði í þrjú ár hafnað í þriðja sætinu á landsmótunum í golfi en tók forystuna í ár, leiddi meistaraflokkinn mestallan tímann og vann. Síðasta hringinn fylgdi honum allt upp í 15 manns síðasta hringinn. Björgvin er 25 ára og hefur stundað golfið síðan hann var 11 ára. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 239 orð

NICK Barmby,

NICK Barmby, sóknarleikmaður Tottenham, hefur verið seldur til Middlesbrough á 5,25 millj. pund, sem er metupphæð sem "Boro" hefur greitt fyrir leikmann. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 236 orð

Óvíst um framhladið hjá Christie LINFOR

LINFORD Christie spretthlaupari hafði ráðgert að keppa einnig í 200 m hlaupi á HM, en eftir að meiðsli í hásin tóku sig upp hjá honum í undanúrslitum 100 m hlaupsins er óvíst að nokkuð verði af frekari þátttöku hjá honum. Eftir keppni í 100 m hlaupinu fór hann til læknis í Þýskalandi sem sérhæfir sig í að hressa meidda íþróttamenn á stuttum tíma. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 242 orð

Óvæntur danskur sigur í 250 m skeiði

Ekki tókst þeim félögum Hinrik Bragasyni og Eitli frá Akureyri að verja titilinn í 250 metra skeiði en öllum að óvörum var það danska stúlkan Rikke Jensen á Baldri frá Sandhólum sem tryggði sér og Danmörku sigurinn í fyrsta spretti er Baldur fór vegalengdina á 22,1 sek sem er jafnframt danskt met. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 515 orð

Papin sagður vita um mútur

Franski landsliðsmaðurinn Jean Pierre Papin er í vondum málum eftir að hann í óformlegu viðtali við ítalska blaðamenn sagði að tveimur leikmönnum ítalska liðsins AC Milan hefði verið mútað til að tryggja franska liðinu Marseille sigur í úrslitaleik Evrópukeppninnar 1993, sem franska liðið vann 1:0. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 393 orð

Schrenk og Ófeigur með einstefnu

KEPPNIN í tölti og fjórgangi var nánast einstefna heimsmeistarans Jolly Schrenk, Þýskalandi, á Ófeigi og er með góðu móti hægt að segja að keppnin í báðum greinum hafi staðið fyrst og fremst um annað sætið. Vignir Jónasson og Gísli Geir Gylfason stóðu sig með mikilli prýði í þessum greinum, komust báðir í A-úrslit. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 220 orð

Shelbourne - ÍA0:3

Evrópukeppni félagsliða, undankeppni, fyrri leikur - Tolkapark í Dublin 8. ágúst 1995 Aðstæður: 20 gráðu hiti og sólskin, frábærar knattspyrnuaðstæður. Mörk ÍA: Bjarki Gunnlaugsson (21.), Arnar Gunnlaugsson (73.), Kári Steinn Reynisson (80.). Gult spjald:Sigursteinn Gíslason (43.) fyrir brot, Ólafur Þórðarson 59. fyrir brot. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 99 orð

Sigurður Jónsson lék með boltann um 30 metrum frá vítateig

Sigurður Jónsson lék með boltann um 30 metrum frá vítateig Shelborune á 21. mín. Hann lét síðan knöttin vaða í átt að markinu, Goudh markvörður varði en Bjarki Gunnlaugsson fylgdi vel á eftir og skallaði í netið. Aftur var Sigurður Jónsson á ferðinni á 73. mín. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 503 orð

Sigurður og Huginn höfðu tvö gull á hörkunni

ÞAÐ kom í hlut Sigurðar V. Matthíassonar og Hugins að viðhalda sigurgleði Íslendinga á heimsmeistaramótinu í hestaíþróttum sem haldið var í Fehraltorf í Sviss eftir að Sigurbjörn og Höfði höfðu unnið fyrsta gullið á miðvikudag. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 264 orð

Skagamenn í góðum málum

Skagamenn unnu sanngjarnan og öruggan 3:0 sigur á írska liðinu Shelbourne í fyrri leik liðanna í UEFA-keppninni í í Dublin í gær. Staðan var 1:0 í hálfleik. Skagamenn sýndu oft á tíðum mjög góðan leik gegn baráttuglöðu liði heimamanna, sem er ekki ýkjasterkt tæknilega séð, en nokkuð gróft í baráttugleði sinni. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 164 orð

Stefán hetja FH-inga

Stefán Arnarsson, markvörður, var hetja FH-inga, þegar þeir náðu jafntefli, 0:0, gegn Glenavon í UEFA-bikarkeppninni í Lurgan í gærkvöldi. Hann varði hvað eftir annað mjög vel og hélt FH-ingum á floti í fyrri hálfleik, þegar heimamenn gerðu harða hríð að marki þeirra. Þá lék Petr Mazrek vel í vörninni fyrir framan hann. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 201 orð

Stelpunar í fimmta sætið

KVENNALANDSLIÐ Íslands í knattspyrnu keppti í síðustu viku á Opna norðurlandamótinu fyrir 20 ára og yngri og fór mótið fram í Finnlandi. Á sunnudeginum léku stúlkurnar við Hollendinga um 5. sætið á mótinu og unnu 2:0 með mörkum Ásthildar Helgadóttur og Ásgerðar Ingibergsdóttur. Liðið lék fyrst við Finnland og tapaði 3:1 en marki Íslands gerði Inga Dóra Magnúsdóttir. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 381 orð

Stolt Kanada- manna endurheimt

TVEIR veir fljótustu 100 m hlauparar ársins, Kanadamennirnir Donovan Bailey og Bruny Surin endurheimtu á laugardaginn stolt þjóðar sinnar í frjálsíþróttaheiminum. Það gerðu þeir með því að koma í fyrsta og öðru sæti í mark í úrslitahlaupinu og tryggja landi sínu fyrsta heimsmeistaratitilinn í spretthlaupum síðan 1987. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 203 orð

Stór hluti styrksins er frá Afreksmannasjóði

TALSVERÐUR hluti þeirra peninga, sem Jón Arnar Magnússon fær í styrk vegna undirbúnings vegna Ólympíuleikanna í Atlanta á næsta ári, kemur frá Afreksmannasjóði ÍSÍ. Sjóðurinn hafði þegar eyrnamerkt Jóni Arnari 600 þúsund krónur á þessu ári og gert er ráð fyrir að hann fái um 1.200 þúsund kr. á næsta ári. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 2006 orð

Tugþraut Úrslit í einstöku greinum tugþrautarinnar voru se

Tugþraut Úrslit í einstöku greinum tugþrautarinnar voru sem hér segir; aftast eru stigin sem hvejum manni var veitt fyrir árangur sinn: 100 m hlaup 1. riðill: 1. Robert Zmelik (Tékklandi) 11.01 854 2. Simon Poelman (N-Sjálandi) 11.04 852 3. Petri Keskitalo (Finnlandi) 11.05 850 4. Rolf Schlafli (Sviss) 11. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 396 orð

Unaðsleg tilfinning að vera heimsmeistari

"ÞAÐ var hreint út sagt unaðsleg tilfinning að vinna fimmganginn og eins titilinn samanlagður sigurvegari en ég lagði mikið á mig og minn hest til að það gengi upp. Framan af var það sigur í fimmgangi sem ég stefndi að en eftir að allri forkeppni lauk var ljóst að ég ætti einnig raunhæfan möguleika í samanlagðan sigurvegara með því að ná undir 24,1 sek. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 323 orð

Unnu sér inn aukapeningmeð því að draga golfkerrur

Róbert Guðmundsson ellefu ára frá Hvolsvelli og Ari Arnarsson þrettán frá Hellu höfðu nóg að gera landsmótsdagana við að draga kerrur hjá keppendum. Róbert og Ari byrjuðu báðir að stunda golf fyrir tæpum þremur árum en á Landsmótinu var það í þeirra verkahring að draga kerrur fyrir þá kylfinga sem reiðubúnir voru að greiða uppsett laun. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 94 orð

Víkingur kosinn í stjórn FEIF

VÍKINGUR Gunnarsson, ráðinautur, var kosinn ræktunarfulltrúi í stjórn Alþjóðasambands eiganda íslenskra hesta, FEIF, á aðalfundi samtakanna sem haldinn var á mánudag, að loknu heimsmeistaramóti. Víkingur hlaut góða kosningu - fékk fjórtán atkvæði af 24 mögulegum. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 442 orð

WILSON Kipketer,

WILSON Kipketer, blökkumaðurinn fótfrái sem fæddur er í Kenýa en keppir fyrir Danmörku, sigraði örugglega í 800 m hlaupi í gær í Gautaborg. Hann fær nýja, glæsilega Mercedez Bens bifreið, eins og aðrir sigurvegarar á HM, en sagði þó ætla að halda áfram að hjóla á æfingar! Kipketer hefur búið í Danmörku í fimm ár, Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 252 orð

Þeirra tími er liðinn

Fiona May kom sá og sigraði í langstökkskeppni heimsmeistaramótsins, stökk 6,98 m og hafði nokkuð örugga forystu. Lítið fór fyrir stjörnum þessarar greinar sl. ára, þýsku stúlkunni Heike Drechsler og Jackie Joyner Kersee frá Bandaríkjunum. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 294 orð

Þolinmæðin þrautum vinnur

Þolinmæðin þrautum vinnur á, gæti Gwen Torrence frá Bandaríkjunum hafa hugsað þegar hún fyrst í mark í 100 m hlaupi kvenna á HM í Gautaborg. Með sigrinum tókst henni loksins að sigra í greininni á stórmóti eftir nokkrar misheppaðar tilraunir. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 65 orð

Þróun heimsmetsins Heimsmetið í þrís

Heimsmetið í þrístökki karla hefur þróast sem hérsegir frá árinu 1960; lengd í metrum, nafn stökkvara, þjóðerni og dagsetning stökksins: 17,03Jozef Schmidt (Póllandi) 5.8.60 17,10Giuseppe Gentile (Ítalíu) 16.10.68 17,22Gentile 17.10.68 17,23Viktor Saneyev (Rússl.) 17.10. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 356 orð

Öruggt hjá O'Brien

HEIMSMETHAFINN eimsmethafinn Dan O'Brien sigraði örugglega í tugþrautinni, eins og við var búist. Hann fékk 8.695 stig og var talsvert frá heimsmeti sínu, sem er 8.891. Allir voru kapparnir reyndar nokkuð frá sínu besta. Eduard Hamalainen frá Hvíta Rússlandi varð annar með 8.489 stig og þriðji Kanadamaðurinn Mike Smith með 8.419. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 228 orð

Öruggt hjá Perec og Kipketer

Maria-Jose Perec sigraði með glæsibrag í 400 metra hlaupi kvenna í gær. Hún kom langfyrst í mark á besta tíma ársins 49,28, önnur varð Pauline Davis frá Bahamaeyjum á 49,96 og fyrrum heimsmeistari Jearl Miles frá Bandaríkjunum kom þriðja í mark tæpum fimm metrum á eftir Perec. Perec gekk ekki heil til skógar fyrir hlaupið og þess vegna hafði hún m.a. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 112 orð

(fyrirsögn vantar)

»Svissnesk nákvæmni í einu og öllu SVISSLENDINGAR eru umfram annað þekktir fyrir góð úr og mátti því reikna með að allar tímasetningar stæðust á mótinu. Að sjálfsögðu gekk það eftir og öll framkvæmd mótsins ein sú besta sem boðið hefur verið upp á í heimi Íslandshestamennskunnar. Meira
9. ágúst 1995 | Íþróttir | 6 orð

(fyrirsögn vantar)

GETRAUNIR:2X2 XXX X21 122X LOTTÓ:34112235/14 » Meira

Fasteignablað

9. ágúst 1995 | Fasteignablað | 130 orð

Deyfð yfir byggingariðnaði

VINNA hófst við byggingu fleiri einbýlishúsa í Bandaríkjunum í júní, en færri fjölbýlishúsa og almennt er staðan lítið breytt frá því áður að sögn viðskiptaráðuneytisins í Washington. Að meðaltali hófst vinna við 0,1% færri einbýlishús og íb´uðir í fjölbýlishúsum eða 1.26 milljónir á ársgrundvelli í júní. Um 0,4% samdráttur varð í maí en 2,5% aukning í apríl að sögn ráðuneytisins. Meira
9. ágúst 1995 | Fasteignablað | 149 orð

Friðsæld og falleg náttúra

HÚS á sjávarlóðum á Álftanesi eru ávallt eftirsótt. Nú er til sölu hjá fasteignasölunni Borgir húsið Lambhagi 18. Að sögn Ægis Breiðfjörðs hjá Borgum er þetta steinsteypt hús, reist árið 1976 og alls um 266 fermetrar að stærð. Eigninni fylgir 52 fermetra bílskúr. Verðhugmynd er 14,5 millj. kr. Meira
9. ágúst 1995 | Fasteignablað | 373 orð

Færri umsóknir nemahjá bygg ingaraðilum

ÞEGAR bornar eru saman afgreiðslur í húsbréfakerfinu fyrstu sex mánuði þessa árs við sama tímabil í fyrra, kemur í ljós, að fækkun er á innkomnum umsóknum í öllum lánaflokkum nema nýbyggingum byggingaraðila, en þar nemur aukningin aðeins tveimur prósentum. Kemur þetta fram í nýútkomnu fréttabréfi Verðbréfadeildar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Meira
9. ágúst 1995 | Fasteignablað | 253 orð

Hljóðvist

HLJÓÐVIST í byggingum og utan þeirra hefur enn ekki verið sinnt hér á landi neitt svipað því og verið hefur í þeim löndum, sem við viljum bera okkur saman við. Afleiðing þessa er sú, að við erum ennþá að skipuleggja byggð og reisa byggingar, þar sem telja má, að hljóðvist sé óviðunandi. Þetta kemur m. a. Meira
9. ágúst 1995 | Fasteignablað | 405 orð

Myndarlegt einbýlishús í Vesturbænum

MYNDARLEG einbýlishús í Vesturbænum vekja alltaf athygli, þegar þau koma í sölu. Hjá Fasteignamarkaðnum er nú til sölu húsið Víðimelur 66. Þetta er steinhús, byggt 1943 og nær 230 ferm. alls. Því fylgir gróinn garður. Engar veðskuldir hvíla á húsinu, en á það eru settar 27 millj. kr. Meira
9. ágúst 1995 | Fasteignablað | 195 orð

Þjóðverjar vilja banna ódýrt vinnuafl í byggingariðnaði

SVO kann að fara að samþykkt verði lög í Þýskalandi, er banni ódýrt vinnuafl í byggingariðnaði frá öðrum löndum Evrópusambandsins fyrir lok þessa árs, að sögn Norberts Blüms verkamálaráðherra. Blüm hefur sent samtökum í iðnaði og fylkisstjórnum uppkast að lagafrumvarpi til samþykktar. Meira

Úr verinu

9. ágúst 1995 | Úr verinu | 616 orð

2 milljarða vantar upp á úthafskarfann

ÍSLENSK skip hafa það sem af er þessu ári veitt rúmlega 18.000 tonn af úthafskarfa samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Það er mun minni afli en á sama tíma í fyrra. Árið 1994 veiddust um 46.500 tonn af karfa í úthafinu en árið 1993 veiddust 19.700 tonn og 13.800 tonn árið 1992. Meira
9. ágúst 1995 | Úr verinu | 172 orð

2% samdráttur í framleiðslu SH

HEILDARFRAMLEIÐSLA Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna var um 2% minni fyrstu sex mánuði ársins en hún var á sama tíma á síðasta ári. Á metárinu 1994 voru framleidd á vegum sölusamtakanna 58.655 tonn fyrstu sex mánuðina. Á sama tímabili á þessu ári er framleiðslan 57.375 tonn. Framleiðslan dregst því saman um 1.280 tonn. Sölumiðstöðin hefur hætt sölu fyrir Vinnslustöðina hf. Meira
9. ágúst 1995 | Úr verinu | 79 orð

Amast við Spánverjum

STJÓRNVÖLD í Argentínu hafa farið fram á það við spænsku stjórnina, að hún kveðji burt spænska frystiskipaflotann, sem er á smokkfiskveiðum innan argentínskrar landhelgi. Á argentínska strandgæslan að "fylgja óskinni eftir" en Spánverjar benda á, að þeir séu þarna að veiðum samkvæmt samningum við argentínsku stjórnina. Meira
9. ágúst 1995 | Úr verinu | 277 orð

Banna ekki stórmöskva í þorskanetum

HAFRANNSÓKNASTOFNUN telur ekki ástæðu til að banna veiðar með 9 þumlunga möska við núverandi aðstæður. Með vísan til þess mun sjávarútvegsráðuneytið ekki að svo stöddu banna notkun stórmöskva í þorskanetum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu. Meira
9. ágúst 1995 | Úr verinu | 622 orð

Dauft hljóðið í skipstjórum humarbátanna

VÍÐA er dauft við hafnirnar yfir hásumarið. Svo er einnig farið um Grindavíkurhöfn. Frímann Ólafsson fréttaritari Morgunblaðsins ræddi við þrjá skipstjóra sem hann hitti þar á förnum vegi. "Humarveiðin hefur verið með daprasta móti, allavega til að byrja með í vor. Meira
9. ágúst 1995 | Úr verinu | 187 orð

Ekkert betra annars staðar

GESTUR Rafnsson er verkstjóri og matsmaður í Vesturveri hf. á Patreksfirði. Hann var í óðaönn að flokka saltfisk sem verið var að pakka þegar blaðamaður ónáðaði hann. Saltfiskurinn beið útskipunar til Spánar. Gestur hefur unnið hjá Vesturveri hf. í tvö ár. Hann sagði að í sumar hefðu 10 manns unnið í saltfiskverkuninni. Meira
9. ágúst 1995 | Úr verinu | 378 orð

Engin loðna fundist

LOÐNUFLOTINN tínist nú smám saman á miðin en loðnuveiði mátti hefjast að nýju í gær á veiðisvæðinu sem Hafrannsóknastofnu lokaði vegna smáloðnu. Tólf loðnuskip höfðu tilkynnt sig úr höfn í gær samkvæmt upplýsingum frá Tilkynningaskyldu íslenskra skipa. Flest skipin halda á loðnumiðin norður af Kolbeinsey en nokkur skip hefja leitina vestur af landinu. Meira
9. ágúst 1995 | Úr verinu | 1729 orð

Fá ekki fólk í atvinnuleysinu

Mönnun fiskvinnslunnar Fá ekki fólk í atvinnuleysinu FréttaskýringIlla gengur að manna fiskvinnslu í sumum landshlutum þó nærri 7.000 manns gangi um atvinnulausir í landinu. Fyrirtækin geta ekki bjargað sér með erlendu verkafólki því útgáfa atvinnuleyfa hefur nánast verið stöðvuð. Meira
9. ágúst 1995 | Úr verinu | 159 orð

Færeyskir landa miklu

MIKIL aukning hefur orðið á þeim fiski sem fer í gegn um Fiskmarkað Vestmannaeyja. Það sem af er árinu hafa verið seld 8.600 tonn á móti 7.100 tonnum allt árið í fyrra. Nú þegar hafa því farið 1.500 tonn þar í gegn umfram það sem selt var allt árið í fyrra. Páll R. Meira
9. ágúst 1995 | Úr verinu | 1362 orð

Hvers vegna hrundi síldarstofninn?

HELSTU síldarhafnirnar á síldarárunum voru Neskaupsstaður, Raufarhöfn, Reyðarfjörður, Siglufjörður, Seyðisfjörður og Norðfjörður. Fram til sjötta áratugarins þótti skipstjórum best að sigla til Siglufjarðar og losa sig við síldina þar. Bæir á Austurlandi voru nokkuð langt frá síldarsvæðunum fyrir norðan og fyrirtæki þar gátu aðeins tekið við ósöltunarhæfri síld. Meira
9. ágúst 1995 | Úr verinu | 152 orð

ÍS eykur framleiðslu

MESTA aukningin í framleiðslu Íslenskra sjávarafurða hf. á fyrstu sex mánuðum þessa árs var í síld og loðnu, eða 136%, og í framleiðslu erlendis sem fimmfaldaðist frá sama tíma á síðasta ári. Framleiðsla á bolfiski minnkaði um tæp 10%, einnig varð lítils háttar samdráttur í skelfiski. Framleiðslan á Íslandi jókst um 21,6%. Meira
9. ágúst 1995 | Úr verinu | 161 orð

Íslendingar stýra fullkomnu rannsóknaskipi í Afríku

FIMM íslenskir yfirmenn starfa um þessar mundir um borð í hafrannsóknarskipinu Welwitchia á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Welwitchia er ársgamalt skip sem Japanir gáfu Namibíumönnum á seinasta ári og var verðmæti þess áætlað um 40 namibískir dalir eða nálægt 700 millj. íslenskra króna. Meira
9. ágúst 1995 | Úr verinu | 424 orð

Kostnaður við eftirlit tæpar tvær milljónir

ÚTGERÐIR með ný fullvinnsluskip þurfa að borga fjárhæðir til Fiskistofu vegna lögbundins eftirlits sem hafa þarf með skipunum. Eftirlitsmaður dvelur um borð í skipunum fyrstu sex mánuðina og fylgist með nýtingu og stærð afla. Þórður Ásgeirsson, Fiskistofustjóri, segir að þessi lög séu ekki uppfinning Fiskistofu en þeim beri skylda til að fylgja þeim eftir. Meira
9. ágúst 1995 | Úr verinu | -1 orð

Kvótaverð sveiflast í takt við veiðarnar

KVÓTAMARKAÐURINN hf. stendur reglulega fyrir kvótauppboðum þar sem bæði aflamarkskvótar og aflahlutdeildarkvótar eru seldir hæstbjóðendum. Þeir Hilmar A. Kristjánsson og Árni Guðnason reka Kvótamarkaðinn hf. og segja þeir tilganginn með uppboðunum vera að láta framboð og eftirspurn ráða verðinu. Þeir segja að verðið sveiflist upp og niður eftir því hvernig veiðist. Meira
9. ágúst 1995 | Úr verinu | 702 orð

Líst ekki á framhaldið

REYNIR Finnbogason rekur Vesturver hf. á Patreksfirði og átti fyrirtækið nýlega 10 ára afmæli. Reynir gerir út þrjá krókabáta, Byr, Byr II og Hrund, auk þess að vera með saltfiskverkun. Reynir verkar aflann af eigin bátum og hefur tekið fisk af fjórum krókabátum til viðbótar í sumar. Nú starfa 18­20 manns við útgerðina og verkunina. Meira
9. ágúst 1995 | Úr verinu | 238 orð

Miðnes hf. kaupir kælitankaskip

MIÐNES hf. í Sandgerði hefur gert samning um kaup á skoska nótar- og flottrollsveiðiskipinu Quantus. Skipinu er ætlað að koma í stað Keflvíkings KE og verður einkum notað til loðnu og síldveiða enda útbúið kælitönkum. Þá er skipið einnig búið til flottrollsveiða. Að sögn Gunnars Þórs Ólafssonar, framkvæmdastjóra Miðness hf. Meira
9. ágúst 1995 | Úr verinu | 227 orð

Miðnes kaupir nótarskip

MIÐNES hf. í Sandgerði hefur gert samning um kaup á skoska nótar- og flottrollsveiðiskipinu Quantus. Skipinu er ætlað að koma í stað Keflvíkings KE og verður einkum notað til loðnu og síldveiða enda útbúið kælitönkum. Meira
9. ágúst 1995 | Úr verinu | 177 orð

Plokkfiskur

ÞÓ FJÖLBREYTNI hafi aukist mjög í matreiðslu fisks stendur plokkfiskurinn alltaf fyrir sínu. Soðningin er að þessu sinni sótt sjötíu ár aftur í tímann, í matreiðslubók Jóninnu Sigurðardóttur á Hótel Goðafossi á Akureyri, þriðju endurbættri útgáfu sem út kom 1927. Uppskriftirnar í bókinni bera það með sér að fleiri hafa verið í heimili á þeim tíma en algengast er nú. Meira
9. ágúst 1995 | Úr verinu | 317 orð

SH tvöfaldar útflutning á ferskum fiski

AUKIN áhersla hefur verið lögð á útflutning á ferskum fiski hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna á þessu ári. Það hefur meðal annars skilað sér nærri tvöföldum útflutningi fyrstu sex mánuði þessa árs á við sama tíma í fyrra. Meira
9. ágúst 1995 | Úr verinu | 247 orð

Útflutningur á fiski fer stöðugt vaxandi

ÚTFLUTNINGUR Pólverja á fiski og unnum sjávarafurðum hefur aukist verulega á síðustu tveimur árum og bendir flest til, að sú þróun muni halda áfram á næstunni. Á síðasta ári var útflutningurinn 65.000 tonn, 66% meiri en 1993, og fór að langmestu leyti til Vestur-Evrópu. Meira
9. ágúst 1995 | Úr verinu | 437 orð

Þriðjungs aukning framleiðslu hjá ÍS

HEILDARFRAMLEIÐSLA Íslenskra sjávarafurða hf. fyrstu sex mánuði ársins jókst um 33% miðað við sama tímabil á síðasta ári. Framleidd voru 35.600 tonn en 26.700 tonn í fyrra. Mesta framleiðsluaukningin er í síld og loðnu og framleiðslu erlendis. Verðmætaaukning í sölu fyrirtækisins nam 10,7% miðað við sama tíma í fyrra. Aukning var í sölu allra einstakra söludeilda og sölufélaga. Meira

Ýmis aukablöð

9. ágúst 1995 | Blaðaukar | 155 orð

21 árs leikurinn í Kaplakrika LANDSLIÐ

LANDSLIÐ Íslands og Sviss, skipuð leikmönnum 21 árs og yngri, mætast á Kaplakrikavellinum í Hafnarfirði kl. 20 15. ágúst. Evrópuleikir ÍA, KR og FH ÞRJÚ íslensk lið leika heimaleiki sína í Evrópukeppninni 22. og 23. ágúst. KR leikur gegn Grevenmacher frá Luxemborg á KR-vellinum þriðjudaginn 22. Meira
9. ágúst 1995 | Blaðaukar | 366 orð

Arnór nálgast hóp frægra kappa EF

EF Arnór Guðjohnsen leikur þá þrjá Evrópuleiki Íslands sem eru eftir í ár, er hann kominn í hóp þeirra leikmanna sem hafa leikið flesta Evrópuleiki - við hlið Hans van Braukelen, Hollandi, Jan Ceulemans, Belgíu og Frank Stapleton, Írlandi, sem hafa leikið 26 Evrópuleiki. Meira
9. ágúst 1995 | Blaðaukar | 568 orð

Á vell- inum 1.Af hverju ferðu á völlinn? 2.Ætlar þú að sjá leik Íslands og Sviss? »Anna Margrét Jónsdóttir, flugfreyja.

1.Af hverju ferðu á völlinn? 2.Ætlar þú að sjá leik Íslands og Sviss? »Anna Margrét Jónsdóttir, flugfreyja. 1."Ætli það sé ekki vegna áhrifa frá eiginmanni mínum, en engu að síður finnst mér gaman að fara á völlinn. Maðurinn minn er KR- ingur og því fer ég oftast á KR- völlinn. Meira
9. ágúst 1995 | Blaðaukar | 363 orð

Eiður Smári er í góðum höndum

EINN af leikmönnum framtíðarinnar hjá Knattspyrnusambandi Íslands er Eiður Smári Guðjohnsen, sem er að verða sautján ára, en hann lék sinn fyrsta leik með Valsliðinu í 1. deild 15 ára og 250 daga gamall, þá yngsti leikmaðurinn sem hefur leikið í 1. deild. Meira
9. ágúst 1995 | Blaðaukar | 335 orð

Framtíðar- landsliðs- mennirnir

FYRIR rúmu ári valdi Knattspyrnusamband Íslands 24 unga leikmenn í hæfileikamótun og er hópurinn nefndur leikmannahópur framtíðarinnar. Tveir af leikmönnum hópsins eru nú samningsbundnir erlendum liðum - Helgi Sigurðsson hjá Stuttgart og Eiður Smári Guðjohnsen hjá Eindhoven. Einn leikmaður hefur leikið með Ekeren í Belgíu - Guðmundur Benediktsson. Meira
9. ágúst 1995 | Blaðaukar | 1018 orð

Fróðleikspunktar í leikjum Íslands í Evrópukeppni landsliða

Íslendingar tóku fyrst þátt í Evrópukeppni landsliða 1962 og léku þá í undankeppni gegn Írlandi. Fyrsti leikurinn fór fram í Dublin fyrir framan 25.358 áhorfendur og unnu Írar 4:2. Ríkharður Jónsson skoraði bæði mörkin, en hann var fyrirliði og þjálfari landsliðsins. Ríkharður var fyrsti þjálfarinn, sem var einnig leikmaður í EM og að sjálfsögðu eini leikandi þjálfarinn sem hefur skorað mark í EM. Meira
9. ágúst 1995 | Blaðaukar | 532 orð

Gerum allt til að leggja Svisslendinga

"ÞAÐ er aldrei hægt að lofa sigri fyrirfram, en ég get lofað því að við munum gera allt sem við getum til að leggja Svisslendinga að velli. Við eigum jafna möguleika á að fagna sigri eins og þeir," sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari íslenska landsliðsins, sem hefur ekki tapað landsleik síðan að leikið var gegn Sviss í Lausanne 16. nóvember 1994. Meira
9. ágúst 1995 | Blaðaukar | 182 orð

ÍSLAND SVISS Laugardalsvöllur

Forsala aðgöngumiða á landsleik Íslands og Sviss verður sem hér segir. 25. júlí - 13. ágúst Á bensínstöðvum ESSO til Safnkortshafa (allir geta orðið safnkortshafar). 8. ágúst - 16. ágúst Í verslunum Eymundsson, Spörtu á Laugavegi og hjá Íslenskum Getraunum. 14. ágúst - 16. Meira
9. ágúst 1995 | Blaðaukar | 279 orð

Janus skoraði gegn Sviss

ÍSLENDINGAR og Svisslendingar hafa leikið þrjá landsleiki - alla í Evrópukeppni landsliða. Svisslendingar hafa unnið alla leikina, skorað fimm mörk gegn einu. Janus Guðlaugsson skoraði mark Íslands gegn Sviss á Laugardalsvellinum 9. júní 1979, 1:2. Stuttu áður höfðu Svisslendingar fagnað sigri í Bern, 2:0. Svisslendingar fögnuðu einnig sigri, 1:0, 16. nóvember 1994 í Lausanne. Meira
9. ágúst 1995 | Blaðaukar | 65 orð

Leikmenn

Markverðir Marco Pascolo, Servett29 Pascal Zuberbühler, Grasshopper2 Varnarmenn Alain Geiger, Grasshopper106 Stéphane Henchoz, Hamburger9 Dominique Herr, Sion50 Marc Hottiger, Newcastle53 Yvan Quentin, Meira
9. ágúst 1995 | Blaðaukar | 806 orð

"Markviss uppbygging

"Markviss uppbygging -skilar sér í betri árangri á knattspyrnuvellinum," segir Eggert Magnússon, formaður KSÍ STÓR stund er að renna upp í íslenskri knattspyrnu. Meira
9. ágúst 1995 | Blaðaukar | 303 orð

Mikill áhugi í Sviss MIKILL áhugi er fy

MIKILL áhugi er fyrir landsleik Íslands og Sviss meðal Svisslendinga, sem sést best á því að reiknað er með að hátt í 2.000 Svisslendingar komi gagngert til Íslands til að sjá leikinn. Knattspyrnusamband Íslands hefur nú þegar sent 1.200 aðgöngumiða til Sviss. Meira
9. ágúst 1995 | Blaðaukar | 457 orð

Ólafur Þórðarson og Rúnar reyndastir

MARGIR landsliðsmenn Íslands búa yfir geysilegri leikreynslu - hafa leikið hundruð leikja með liðum sínum, íslenskum og erlendum, Evrópuleikjum með þeim og í landsliðum Knattspyrnusambandsins. Ólafur Þórðarson er sá leikmaður sem hefur oftast klæðst landsliðsbúningi Íslands, eða alls 88 sinnum, en næstur á blaði er Rúnar Kristinsson. Meira
9. ágúst 1995 | Blaðaukar | 340 orð

STAÐAN

LEIKIÐ er í átta riðlum í Evrópukeppni landsliða og komast sigurvegararnir úr hverjum riðli í lokakeppnina í Englandi 1996 og sex af þeim þjóðum sem ná bestum árangri í öðru sæti. Tvær þær þjóðir sem ná verstum árangri í öðru sæti leika um það hvor kemst til Englands á hlutlausum velli. Meira
9. ágúst 1995 | Blaðaukar | 240 orð

"Stemmningin verður örugglega geysileg"

"KOMA hinna fjölmörgu áhorfenda frá Sviss á eftir að setja mjög skemmtilegan svip á landsleikinn - það verður örugglega gaman fyrir okkur strákana að leika á Laugardalsvellinum, þegar tvær fylkingar mætast einnig á áhorfendapöllunum, stemmningin verður örugglega geysileg og ekki skemmir það að við leikum á heimavelli. Meira
9. ágúst 1995 | Blaðaukar | 546 orð

SVISS

ENGLENDINGURINN Roy Hodgson hefur náð mjög góðum árangri með landslið Sviss síðan hann tók við liðinu 1992. Keppnisárið 1994 var það besta í hundrað ára sögu Knattspyrnusambands Sviss - níu sigurleikir, þrjú jafntefli og aðeins þrjú töp í fimmtán leikjum og Svisslendingar þurfa að fara aftur um 71 ár, eða til ársins 1924, til að finna svipaðan árangur; þá unnust sjö af tíu leikjum Sviss. Meira
9. ágúst 1995 | Blaðaukar | 399 orð

Tímamótaleikur Arnórs

ARNÓR Guðjohnsen leikur tímamótaleik gegn Svisslendingum á Laugardalsvellinum - sinn 60. landsleik. Svo skemmtilega vill til að hann lék sinn fyrsta landsleik gegn Svisslendingum fyrir sextán árum í Bern 22. maí 1979, einnig í Evrópukeppni landsliða. Arnór var þá yngsti íslenski leikmaðurinn sem hafði leikið landsleik á erlendri grund, 17 ára og 296 daga gamall. Meira
9. ágúst 1995 | Blaðaukar | 193 orð

(fyrirsögn vantar)

»Guðni og Ólafur nálgast met Atla GUÐNI Bergsson og Ólafur Þórðarson nálgast nú landsleikjamet Atla Eðvaldssonar, sem lék sjötíu landsleiki fyrir Ísland. Þeir landsliðsmenn sem hafa leikið yfir 50 landsleiki, Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.