Greinar föstudaginn 11. ágúst 1995

Forsíða

11. ágúst 1995 | Forsíða | 266 orð

150.000 á flótta

FEÐGAR úr röðum serbneskra flóttamanna frá Krajina-héraði í Króatíu á vegi í gær við borgina Banja Luka í Bosníu en hún er á valdi Serba. Um 150.000 Krajina- Serbar eru á flótta frá héraðinu til Bosníu og Serbíu, tugþúsundir eru sagðir enn í Króatíu og komast hvergi. Króatíski herinn er nú búinn að ná uppreisnarhéraðinu á sitt vald. Meira
11. ágúst 1995 | Forsíða | 40 orð

Háloftabrú í Kuala Lumpur

Í KUALA LUMPUR, höfuðborg Malaysíu, rísa nú 88 hæða turnar, sem eiga verða þeir hæstu í heimi. Í gær, fimmtudag, var brú milli þeirra komið fyrir í 170 metra hæð. Turnarnir verða 450 metra háir. Meira
11. ágúst 1995 | Forsíða | 421 orð

Tengdasynir Saddams flýja til Jórdaníu

TVEIR tengdasynir Saddams Husseins, sem báðir voru í áhrifamiklum stöðum, hafa flúið frá Írak ásamt eiginkonum sínum, dætrum leiðtogans, og fjölskyldum og fengið hæli í Jórdaníu. Elzti sonur Saddams, Uday, fór til Amman í gær og krafðist fundar með Hussein Jórdaníukonungi. Meira
11. ágúst 1995 | Forsíða | 250 orð

Tóbak skilgreint sem lyf

BANDARÍSK yfirvöld lýstu yfir því í gær að héðan í frá yrði tóbak skilgreint sem lyf og yrði háð reglugerðum í samræmi við það. Yfirvöld hyggjast ekki banna tóbaksvörur, en grípa til ýmissa aðgerða til að hindra útbreiðslu þeirra. Þetta var ekki fyrr komið fram en fyrirtækið R.J. Meira
11. ágúst 1995 | Forsíða | 91 orð

Þrír menn ákærðir

JANET Reno, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að tveim mönnum, Timothy McVeigh og Terry Nichols, hefði verið birt ákæra fyrir að hafa staðið að sprengjutilræðinu í stjórnsýsluhúsinu í Oklahómaborg 19. apríl. Meira

Fréttir

11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 139 orð

250 sæti til Ósló flugu út

TVÖHUNDRUÐ og fimmtíu sæti í tvær ferðir til Óslóar 15.-18. september og 29.-1. október seldust upp á einum og hálfum klukkutíma hjá Samvinnuferðum-Landsýn í gær. Ferðin kostar 6.900 kr. og 9.980 kr. með sköttum staðgreitt á mann. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 275 orð

399 fleiri fluttu frá Íslandi en hingað

ÁRIN 1991-1994 fluttust samtals 210 fleiri frá Íslandi en fluttu hingað til lands en ef einungis eru tekin árin 1992-1994 þá fluttust 1.217 fleiri héðan en fluttu til landsins. Fyrstu sex mánuði þessa árs fluttu 1.554 frá landinu en 1.155 hingað og hafa 399 fleiri íbúar landsins flutt héðan en hingað. Árin 1991-94 fluttu 12.532 einstaklingar héðan og 12.322 fluttu til landsins. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 199 orð

428 athugasemdir vegna Fljótsdalslínu

GUÐMUNDUR Bjarnason umhverfisráðherra segir að sér finnist fram þurfi að koma mjög afgerandi rök ef breyta ætti þeim tillögum sem gerðar hafa verið um lagningu Fljótsdalslínu. Frestur til að skila inn athugasemdum vegna Fljótsdalslínu rann út í gær og bárust 428 athugasemdir. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 103 orð

8 félög BHMR hafa samið

SEXTÁN félög innan vébanda Bandalags háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna eru enn með lausa kjarasamninga og er þetta stærsti hópur launþega sem enn er ósamið við, en búið er að semja við átta félög innan BHMR. Meira
11. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 122 orð

Aðild Slóveníu og frjálsari verzlun á dagskrá

FRÍVERZLUNARSAMTÖK Mið- Evrópu, CEFTA, munu halda fund í Varsjá síðar í mánuðinum og ræða umsókn Slóveníu um aðild að samtökunum. Jafnframt verða tillögur um að hraða afnámi viðskiptahindrana milli aðildarríkjanna á dagskrá. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 139 orð

Aldrei meiri umferð

UMFERÐ hefur aldrei verið meiri á vegum landsins um verslunarmannahelgina en í ár. Vegagerðin hefur um árabil talið umferð á nokkrum stöðum og samkvæmt niðurstöðum fyrir tímabilið frá mánudeginum 31. júlí til mánudagskvölds 7. ágúst kemur í ljós að mun fleiri bílar voru á ferð í ár en í fyrra og árið 1993, en aldrei hafði verið meiri umferð um verslunarmannahelgi en þá. Meira
11. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 89 orð

Annað starfsár Menntasmiðjunnar

MENNTASMIÐJA kvenna á Akureyri er að hefja sitt annað starfsár og nú með örugga framtíð. Akureyrarbær, félagsmála- og menntamálaráðuneytið hafa tryggt fjárveitingu næsta árið og menntamálaráðuneytið gefið vilyrði fyrir stuðningi í tvö ár geri hinir aðilarnir það sama. Búið er að auglýsa nám á haustönn sem byrjar 11. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 53 orð

Á hestum til messu

KVÖLDGUÐSÞJÓNUSTA verður í Stóra-Núpskirkju sunnudag kl. 21. Hugmyndin er að fara á tölti til tíða og nýta hestaréttina fornu við kirkjuna á meðan messað er. Aðrir nýta sér vélfáka sína sem áður. Við þetta tækifæri verður lesið á lítinn skjöld sem settur hefur verið upp er rekur stuttlega tilurð hestaréttarinnar. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 159 orð

Dagskrá Þjóðgarðsins í Skaftafelli

GANGA með giljum upp í gamla Selbæinn hefst föstudaginn 11. ágúst kl. 16. Á leiðinni verður spjallað um sögu Skaftafells, náttúru og byggðar og tekur gangan 2­3 klst. Laugardaginn 12. ágúst hefst dagskráin kl. 11 með 7 stunda göngu inn í Bæjarstað og að Heitu lækjum. Rætt verður um þjóðgarðinn, sögu hans og gróðurfar auk annars sem fyrir augum ber. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 52 orð

Deilt um stöðu ljósa

ÁREKSTUR varð á mótum Háaleitisbrautar, Brekkugerðis og Listabrautar sunnudaginn 30. júlí um kl. 17 og óskar slysarannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík eftir að hafa tal af hugsanlegum vitnum. Á gatnamótunum rákust saman tveir fólksbílar. Daihatsu var ekið norður Háaleitisbraut og Hondu Civic vestur Brekkugerði. Ökumenn greinir á um stöðu umferðarljósanna. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 397 orð

Dæmi um hækkun innflutnings vegna útfærslu GATT

INNFLYTJENDUR grænmetis og kaupmenn telja að aðalorsök 34% hækkunar á verði fersks grænmetis að meðaltali í júlímánuði sé einkum vegna þess að dýr, innlend uppskera hafi komið á markað í stað ódýrari erlendrar vöru. Hins vegar séu einnig dæmi þess að innflutt grænmeti hafi hækkað vegna útfærslu ríkisstjórnarinnar á GATT- samningnum. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 1242 orð

Er kvennabaráttan farin að kúga konur?

Grein um Kvennalistann í virtu erlendu kvennatímariti Er kvennabaráttan farin að kúga konur? Í grein sem dr. Inga Dóra Björnsdóttir og dr. Meira
11. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 149 orð

Fjöldi kemur að skoða

SKRIÐAN mikla sem féll á Þormóðsstöðum í Sölvadal fyrr í sumar hefur dregið að sér athygli fjölda fólks. Egill Þormóðsson bóndi á Þormóðsstöðum sagði að síðan skriðan féll hefðu að meðaltali komið um 40 bílar á dag heim að bænum, en flestir hefðu þeir orðið 108 á einum degi. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 205 orð

Fólkinu verður ekki vísað úr landi

FULLTRÚAR Vinnuveitendasambands Íslands gengu á fund Páls Péturssonar félagsmálaráðherra í gær til að ræða við hann um þá ákvörðun hans að hætta nær alveg útgáfu atvinnuleyfa til útlendinga. Fulltrúar Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda gengu einnig á fund Páls, en vart hefur orðið óróa meðal útlendinga sem vinna á hótelum og veitingahúsum um að þeim verði vísað úr landi. Meira
11. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 377 orð

Framkvæmdastjórnin vill frelsi í lífeyrismálum

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins hyggst í næsta mánuði auka mjög þrýsting á ríkisstjórnir aðildarríkjanna að þær aflétti ýmsum hömlum á lífeyrissjóði, þannig að þeir fái í raun að tilheyra hinum frjálsa fjármagnsmarkaði sambandsins. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 921 orð

"Getum hvorki keypt nauðsynjar né hringt heim"

"VIÐ eigum ekki einu sinni fyrir nauðsynjum. Við höfum unnið í þrjá mánuði og getum hvorki keypt okkur kók né sígarettur, hvað þá sápu. Við getum ekki einu sinni hringt heim í fjölskyldur okkar. Þetta er ekkert líf. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 129 orð

Gönguferðir og helgihald á Þingvöllum

TÓNLEIKAR, gönguferðir og helgihald verða á dagskrá þjóðgarðsins á Þingvöllum um helgina. Laugardaginn 12. júlí flytur Arna Einarsdóttir, þverflautuleikari, einleiksverk frá ýmsum tímum. Um kvöldið verður rölt um Spöngina og næsta nágrenni bæjarins og endað með helgistund í Þingvallakirkju. Meira
11. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 211 orð

Handverkið styrkir byggðirnar

SÝNINGIN Handverk '95 var sett á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit í gær. Þetta er í þriðja sinn sem efnt er til sýningar á handverki á Hrafnagili og eru þátttakendur nú vel á annað hundrað talsins, en sýningarbásar eru um 70. Sýnendur koma víða af landinu. Vakning og þróun Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 152 orð

Helgardagskráin í Viðey

GÖNGUFERÐ um Vestureyna verður á laugardag. Hún hefst að venju kl. 14.15 þegar tvö-báturinn er kominn. Farið er frá kirkjunni og ferðin tekur rúmlega hálfan annan tíma. Áhersla er lögð á góðan fótabúnað og annan búnað eftir veðri. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 410 orð

Hugsanlega hægt að yfirheyra hana í haust

"TÍMI kraftaverkanna er ekki liðinn," sagði Jørgen Juhl rannsóknarlögreglumaður í Hróarskeldu um líðan ungu stúlkunnar, sem var slegin niður á götu í Hróarskeldu í mars. Hópur Íslendinga, sem voru á sama skemmtistað og stúlkan, hefur dregist inn í rannsókn málsins, en alls hafa um 700 manns verið yfirheyrðir vegna hennar. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 155 orð

Hvalreki í Listasafni Íslands

MYNDLISTARSÝNINGIN Ljós úr norðri, norræn aldamótalist, var opnuð við hátíðlega athöfn í gærkvöldi í Listasafni Íslands. Sýningin er hingað komin frá Spáni, þar sem hún var liður í Norrænni menningarhátíð, hefur að geyma úrval af verkum sem máluð voru um síðustu aldamót af listamönnum eins og Edward Munch, Akseli Gallen- Kallela, August Strindberg og Þórarni B. Meira
11. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 602 orð

Kennir Gorbatsjov um hrun Sovétríkjanna

ANATÓLÍ Dobrynín, sendiherra Sovétríkjanna í Bandaríkjunum í nærri aldarfjórðung, frá 1962 til 1986, er um þessar mundir að senda frá sér endurminningar sínar. Þótt bókin komi ekki á almennan markað fyrr en í næsta mánuði hefur þegar birst um hana ritdómur í bandaríska tímaritinu Time og er henni hrósað þar á hvert reipi. Dobrynín hefur enda frá mörgu að segja. Meira
11. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 193 orð

Kona Gingrichs andvíg forsetaframboði

BANDARÍSKA tímaritið Vanity Fair hefur í gær eftir eiginkonu Newts Ginrichs, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, að hún hyggist koma í veg fyrir að hann bjóði sig fram til forseta og grafa undan framboði hans. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 138 orð

Krefjast launa og skaðabóta

SKIPVERJAR á togurunum Atlantic Princess og Atlantic Queen hafa verið fjarri heimilum sínum á fjórða mánuð, kauplausir. Togararnir hafa legið við bryggju í Hafnarfirði í tvo mánuði en mennirnir stóðu í þeirri trú að þeir væru að fara á karfaveiðar. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 130 orð

Landsmót Votta Jehóva

LANDSMÓT Votta Jehóva verður haldið í íþróttahúsinu Digranesi, Kópavogi, dagana 11.­13. ágúst. Stef landsmótsins að þessu sinni er: Glaðir menn sem lofa Guð. Rúmlega 50 atriði eru á dagskrá mótsins og spanna yfir breitt svið mannlífsins þar sem tekið verður mið af því hvernig ítarleg biblíuþekking er fjölskyldum og einstaklingum til hjálpar undir öllum kringumstæðum. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 106 orð

Langur laugardagur

VEGNA verslunarmannahelgarinnar var brugðið út af vananum og Langur laugardagur færður til og verður nú um næstu helgi 12. ágúst. Hundaræktarfélagið verður með hundasýningu neðst á Laugaveginum um kl. 14. Gengið verður upp Laugaveginn í nokkurs konar hundaskrúðgöngu. Staðnæmst verður við Hagkaup. Þar munu hundarnir sýna listir sínar s.s. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 146 orð

Lára Margrét valin þingmaður ársins af Heimdalli

STJÓRN Heimdallar hefur valið Láru Margréti Ragnarsdóttur þingmann ársins 1994. Að sögn Þórðar Þórarinssonar, formanns Heimdallar, er fyrst og fremst um að ræða hvatningarbikar fyrir þá þingmenn sem halda baráttumálum félagsins á lofti. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 220 orð

Leitað að Íslendingi í dómstólinn

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segist ætla að vinna að því að skapa einingu um að Íslendingur taki sæti í nýja alþjóðlega hafréttardómstólnum. Hann segir að innan utanríkisráðuneytisins hafi farið fram umræða um hvaða einstaklingur gæti orðið fulltrúi Íslands. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 726 orð

Lentu í skotárás og var vísað úr landi

VINKONURNAR Katrín Guðmundsdóttir og Jónína Guðmundsdóttir lentu í ýmsum ævintýrum þegar þær ætluðu að ferðast frá Grikklandi til Búdapest. Þær voru tvisvar reknar úr landi, í annað skiptið Júgóslavíu og hitt skiptið Búlgaríu, og urðu svo fyrir skotárás í Grikklandi. Meira
11. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 141 orð

Mannrækt og heilun að Hellnum

Laugabrekku, Hellnum-Um verslunarmannahelgina hafði félagið Snæfellsás fjölskylduhátíð í Brekkubæ á Hellnum án vímuefna. Það var margþætt sem fór fram á þessu móti, mannrækt, heilun og andleg málefni svo nokkuð sé nefnt. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 298 orð

Margir álitu heyrnarlaust fólk vangefið

"HEYRNARLAUS börn eru miklu frjálslegri og upplitsdjarfari nú en þau voru lengst af aldarinnar," segir Sigríður K. Kolbeinsdóttir en hún fagnaði 95 ára afmæli sínu í gær ásamt fjölskyldu sinni. Hún er aldamótabarn en varð fyrir þeirri ógæfu fjögurra ára gömul að missa heyrnina. Hún giftist Jóni K. Sigfússyni, bakara í Alþýðubrauðgerðinni sem fæddist heyrnarlaus. Meira
11. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 330 orð

Markmið NATO póli tísk og hernaðarleg

HRUN Berlínarmúrsins og sigurinn á kommúnismanum voru beinar afleiðingar samstöðu aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) og fá lönd voru mikilvægari í átökum kalda stríðsins en Ísland. Þetta kom fram í gær á blaðamannafundi bandaríska hershöfðingjans George Joulwans sem er yfirmaður herstjórnar NATO í Evrópu og þar að auki æðsti maður herja Bandaríkjamanna í Evrópu. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 840 orð

Menntun iðnaðarmanna ábótavant

Lagnafélag Íslands hefur nýlega látið gera könnun á því hvernig er háttað með lagnir í kringum heita potta og öryggisloka í þeim. Í skýrslu sem gefin hefur verið út um málið segir að víðast sé ástandið slæmt, fyllsta öryggis sé ekki gætt þegar pottar eru settir upp og telur Kristján Ottósson framkvæmdastjóri félagsins að víða sé pottur brotinn. Meira
11. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 573 orð

Mest talað saman á ensku

Grindavík-Að undanförnu hafa danskir unglingar verið í heimsókn í Grindavík ásamt kennurum. Þetta eru krakkar frá vinabæ Grindavíkur í Danmörku, Hirtshals, sjávarþorpi norðarlega á Jótlandi. Meira
11. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 50 orð

Ný bensínstöð í Öræfum

NÝ bensínstöð Skeljungs var opnuð nýverið í Freysnesi í Öræfum og er þar með einræði Esso þar um slóðir lokið. Ætti nú enginn að verða bensínlaus því nú eru orðnar fjórar bensínstöðvar á 25 km kafla í Öræfum. Einnig er þarna tjaldstæði með viðeigandi snyrtiaðstöðu. Meira
11. ágúst 1995 | Óflokkað efni | 166 orð

Ný sólgler- augna- stefna

SÓLGLERAUGU setja mikinn svip á andlit fólks og eru þau háð hátískustraumum eins og svo margt annað í lífi manna. Hér gefur á að líta sólgleraugun sem eru mest í tísku núna úti í hinum stóra heimi og virðist vera að ný stefna sé að ryðja sér til rúms í sólgleraugnatísku. Meira
11. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 442 orð

Orkubúið telur Glámusvæðið besta kostinn

Ísafirði-Haukur Tómasson, jarðfræðingur og deildarstjóri vatnsorkudeildar Orkustofnunar, hefur að undanförnu kannað staðhætti vegna hugsanlegrar vatnsorkuvirkjunar í Ófeigsfirði á Ströndum. Hugmyndir um að virkja Hvalá í Ófeigsfirði eru ekki nýjar af nálinni, en hér er verið að tala um miklu stærri virkjunarkost sem hægt er að líkja við Blönduvirkjun. Meira
11. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 352 orð

PLO og Ísrael semja um Hebron YASSER Arafat, leiðtogi Frels

YASSER Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO), og Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, náðu í gær málamiðlunarsamkomulagi um framtíð Hebron, eina palestínska bæjarins á Vesturbakka Jórdanar þar sem gyðingar búa innan bæjarmarkanna. Þar með leystist eitt af helstu ágreiningsmálunum sem hafa komið í veg fyrir samkomulag um stækkun sjálfstjórnarsvæðis Palestínumanna. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 135 orð

Rykkrokk - stórtónleikar við Fellahelli

TÓNLISTARHÁTÍÐIN Rykkrokk verður haldin laugardaginn 12. ágúst við félagsmiðstöðina Fellahelli. Tónleikarnir hefjast kl. 17 og standa fram undir miðnætti. Eftirtaldar hljómsveitir leika: Unun, Funkstrasse, Kolrassa krókríðandi, Lipstikk, Olympía, Maus, Botnleðja, Stolía, Pop dogs, 13, Quicksand Jesus, Súrefni og Dallas. Einnig mun Götuleikhús ÍTR troða upp. Aðgangur er ókeypis. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 217 orð

Samstarf um kortagerð

LANDHELGISGÆSLAN fyrir hönd Sjómælinga Íslands hefur undirritað samstarfssamning við breska sjóherinn um kortagerð og er fyrsta kortið af þremur sem samningurinn varðar að verða tilbúið en það er af Reykjavíkurhöfn. Kortin eru unnin í samvinnu og eru hin tvö af Faxaflóa annars vegar og af svæðinu frá Snæfellsnesi að Dyrhólaey hins vegar. Meira
11. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 167 orð

Sextíu og fimm farast í flugslysi

SEXTÍU og fimm manns létust þegar guatemalísk þota fórst í illviðri í hlíðum eldfjalls í El Salvador á miðvikudag, samkvæmt upplýsingum fulltrúa flugfélagsins Aviateca. Flugvélin var af gerðinni Boeing 737 og á leið frá Miami í Flórída til San Jose á Costa Rica. Hafinn var undirbúningur áætlaðrar millilendingar í San Salvador þegar slysið varð. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 158 orð

Siglingakeppni í Hafnarfirði

Í TILEFNI 20 ára afmælis Siglingaklúbbsins Þyts í Hafnarfirði og endurnýjunar bátaflotaklúbbsins með nýjum Secret 26, 26 feta kappsiglurum smíðuðum hér á landi eftir teikningum breska hönnuðarins David Thomas, verður haldið siglingamót dagana 11. og 12. ágúst á Hraunsvík fyrir sunnan Hvaleyri við Hafnarfjörð. Þaðan er gott útsýni yfir siglingasvæðið. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 347 orð

Sjúkrabílinn fór strax á staðinn

EINS og ávallt fór sjúkrabíll af stað um leið og óskað var eftir aðstoð í Laugardalslaug eftir að þriggja ára telpa hafði fundist meðvitundarlaus í barnalauginni á mánudag. Jón Viðar Matthíasson, varaslökkviliðsstjóri, segir að óskað hafi verið eftir nánari upplýsingum til að starfsmenn sjúkrabílsins, tveir sjúkraflutningamenn og læknir, Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 104 orð

Skátadagur í Árbæjarsafni

DAGSKRÁ Árbæjarsafnsins helgina 12.­13. ágúst verður sem hér segir: Á laugardeginum verður farið í gömlu leikina á flötinni við Hólmsverslun kl. 15. Horgemlingur reistur, stokkið yfir sauðarlegg, spáð í völu o.m.fl. Benedikt Guðlaugsson bregður gjarðir á baðstofuloftinu í Árbæ. Einnig roðskógerð og tóvinna. Hinn árlegi Skátadagur Árbæjasafns verður haldinn sunnudaginn 13. Meira
11. ágúst 1995 | Miðopna | 1349 orð

SKIPTIR MESTU TIL LENGRI TÍMA LITIÐ Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra telur allt of mikið um að menn horfi á nýjan

Ég held að menn eigi fyrst og fremst að horfa á þetta út frá því sjónarmiði að þarna er búið að búa til umgjörð til þess að vernda fiskistofna á úthöfunum. Það er sá árangur sem náðist, Meira
11. ágúst 1995 | Miðopna | 3679 orð

Skógræktarfélögin standa fyrir fjölbreyttri starfsemi víða um land

EKKI ER öllum ljóst hve víða á landinu eru starfandi skógræktarfélög og hve fjölbreytt og öflug starfsemi þeirra er. Skógræktarfélagshreyfingin stendur á gömlum merg og hefur skógrækt og uppgræðslu að höfuðmarkmiði. Skógræktarfélögin eru frjáls félagasamtök og geta allir gerst félagar og tekið virkan þátt í starfi þeirra. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 309 orð

Skyldað verði að lítil börn verði með kúta

SÚ HUGMYND hefur komið upp að fullorðnir verði skyldaðir til að hafa kút á börnum undir ákveðnum aldri á sundstöðum, að sögn Steinunnar V. Óskarsdóttur formanns Íþrótta- og tómstundaráðs. Hugmyndin kom upp eftir að lítil telpa drukknaði í Laugardalslauginni á mánudag. Meira
11. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 142 orð

Skæruliðar handteknir við sumarhöll Spánarkonungs

LÖGREGLA á Spáni handtók í gær þrjá menn úr skæruliðasamtökum Baska (ETA) á eyjunni Mallorca og er talið að þeir hafi verið að leggja á ráðin um banatilræði við Jóhann Karl Spánarkonung. Angel Olivares, yfirmaður spænsku lögreglunnar, sagði á blaðamannafundi í gær að mennirnir hefðu verið handteknir í aðgerð sérsveita á miðvikudagskvöld. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 400 orð

Smuguskipum heimilt að kalla upp norskar strandstöðvar

SKIPVERJUM á íslenskum fiskiskipum í Smugunni er fullkomlega heimilt að kalla upp norskar strandstöðvar að mati Stefáns Arndal, stöðvarstjóra Fjarskiptastöðvarinnar í Gufunesi, jafnvel þótt skipin séu ekki stödd í nauðum. Hann segir að reglugerð Alþjóðafjarskiptasambandsins um fjarskipti sé skýr í þessu efni. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 363 orð

Sprenging skemmdi hljóðhimnuna

FIMM ára gamall drengur slasaðist í Grafarvogi í gær þegar púðurskot, sem hann var að leika sér að, sprakk. Gat kom á hljóðhimnu í eyra drengsins við sprenginguna. Mikið af skothylkjum frá byggingaraðilum eru við húsin þar sem börn eru að leik. Í fyrra slasaðist níu ára drengur alvarlega þegar járnflís gekk inn í brjóst hans, en hann var að leika sér að púðurskoti. Meira
11. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 199 orð

Stefnt að samningi við Marokkó í september

ESB vonast til að samningar um fiskveiðar skipa ESB-ríkja við strendur Marokkós náist í byrjun september. Síðasti samningur þar að lútandi rann út í apríl sl. og hafa samningaviðræður staðið yfir síðan. Í síðustu umferð viðræðnanna í júní sl. bar enn mikið í milli. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 82 orð

Steinsholtsá varð ófær

ÚRHELLISRIGNING var í Þórsmörk í fyrrinótt og af þeim sökum varð Steinsholtsá ófær vegna flugs í ánni í gærmorgun. Um 70 manns, sem dvalist höfðu í Þórsmörk, ætluðu að fara þaðan í gærmorgun, en komust hvergi vegna vatnavaxtanna. Fólkinu, sem dvalist hafði í Básum, Langadal og Húsadal, var safnað saman eftir hádegið í gær í Húsadal, og tókst Austurleið hf. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 80 orð

Sterkasti maður Íslands í Fjölskyldugarðinum

MÓTIÐ Sterkasti maður Íslands verður haldið í Fjölskyldugarðinum í Laugardal dagana 11.­13. ágúst. Mótið hefst föstudaginn 11. ágúst kl. 14, ekki er keppt á laugardaginn en úrslitin verða síðan sunnudaginn 13. ágúst kl. 14. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 214 orð

Sumar og sandur 1995 á Akranesi

HIN árlega fjölskylduhátíð Sumar og sandur verður haldin laugardaginn 12. ágúst næstkomandi. Átak Akranes stendur fyrir hátíðinni og verður hún sem fyrr mest á hafnarsvæðinu og á Langasaldi. Margt verður að gerast og eiga allir aldurshópar að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 229 orð

Sundjakkar ófáanlegir hjá SVFÍ í rúman mánuð

SUNDJAKKAR fyrir börn hafa ekki verið fáanlegir hjá Slysavarnafélaginu frá því í byrjun júlí. Herdís Storgaard, barnaslysafulltrúi Slysavarnafélagsins, benti í vikunni á að jakkarnir væru heppilegur öryggisútbúnaður fyrir börn í sundlaugum. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 138 orð

Sögusýning í Flatey

Í TENGSLUM við Flateyjarhátíðina 1995 hefur útgerð Breiðafjarðarferjunnar Baldurs sett upp sögusýningu í Flatey fyrir ferðamenn. Þá verða nú um helgina sérstakir Flateyjardagar, sem hófust í gær og lýkur mánudaginn 14. ágúst. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 665 orð

Telja áfengislög enn andstæð EES

VERZLUNARRÁÐ Íslands hefur farið fram á að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) í Brussel gefi álit sitt á því hvort hin nýja áfengislöggjöf, sem samþykkt var á Alþingi í júní og taka á gildi í desember næstkomandi, uppfylli skilyrði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 180 orð

Töluverð áhrif á starfsemi

ERFITT er að meta nákvæmlega hver áhrif verkfall verkakvennafélagsins Framtíðarinnar á sjúkrastofnunum í Hafnarfirði munu verða ef það kemur til framkvæmda, að sögn Árna Sverrissonar, framkvæmdastjóra St. Jósefsspítala, þar sem engin sambærileg ákvæði um undanþágur frá verkfalli eru í gildi og eru í samningum við ríkisstarfsmenn. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 324 orð

Um 80 nýir starfsmenn ráðnir ­ 757-þota leigð

FLUGLEIÐIR hefja flug til Boston í lok mars á næsta ári, og verður flogið þangað þrisvar í viku fyrst um sinn. Þá mun félagið fljúga tvisvar í viku til Halifax í Nova Scotia í Kandada frá og með maí 1996. Vegna þessara auknu verkefna leigir félagið Boeing 757-þotu og bætir henni við flota félagsins. Þá mun félagið ráða 28 nýja flugmenn og 50 flugfreyjur á næstunni. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 187 orð

Útivistardagur við Hvaleyrarvatn

SKÓGAR- og útivistardagur fjölskyldunnar verður haldinn laugardaginn 12. ágúst við Hvaleyrarvatn. Dagskráin hefst kl. 14 með því að fáni verður dreginn að húni við Höfða og Hólmfríður Finnbogadóttir, formaður Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, flytur stutt ávarp. Kl. 14.30­15. Meira
11. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 220 orð

Varað við bráðri stækkun NATO

BRESK þingnefnd varaði á miðvikudag við því að stækka Atlantshafsbandalagið (NATO) í bráðræði. Niðurstaða varnarmálanefndar neðri deildar þingsins, sem í sitja þingmenn allra flokka, var sú að stækkun myndi aðeins ýta undir óöryggi. Meira
11. ágúst 1995 | Miðopna | 1513 orð

Vill efla samstarf Norðurlandanna

Heimsókn dönsku forsætisráðherrahjónanna, Pouls Nyrups Rasmussens og Lone Dybkjær, lýkur í dag. Þau hafa farið víða og meðal annars hitt forseta Íslands, forsætis- og utanríkisráðherra að máli. Pétur Blöndal mælti sér mót við Poul Nyrup í gærmorgun. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 188 orð

VSÍ óskar fundar með starfsfólki

FINNUR Ingólfsson iðnaðarráðherra segir eftir fundi, sem hann hefur átt með fulltrúum starfsfólks Íslenska álfélagsins í Straumsvík annars vegar og stjórnendum þess og Vinnuveitendasambandi Íslands hins vegar, að sér finnist allir aðilar vilja leggja talsvert mikið á sig til að samningar um stækkun álversins geti náðst og skynji hversu mikið sé í húfi. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 127 orð

Yfirmannaskipti í Hjálpræðishernum

Á NÆSTUNNI verða breytingar á stjórn Hjálpræðishersins á Íslandi og í Færeyjum en aðalstöðvarnar fyrir þetta starfssvæði eru í Reykjavík. Majórarnir Anne Gurine og Daníel Óskarsson sem gegnt hafa starfi yfirforingja á þessu svæði í hálft þrettánda ár hafa fengið skipun til starfa í Norður-Noregi. Meira
11. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 112 orð

Æfingar hér vegna jarðskjálfta

YFIRMAÐUR herstjórnar Atlantshafsbandalagsins, NATO, í Evrópu, George A. Joulwan hershöfðingi, segir að í viðræðum hans við íslenska ráðamenn hafi m.a. verið rætt um möguleikann á því að efnt yrði til æfinga hér á landi í tengslum við Friðarsamstarfið sem fyrrverandi kommúnistaríki Mið- og Austur-Evrópu eiga aðild að. Meira
11. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 162 orð

(fyrirsögn vantar)

SÝNING á verkum Braga Ásgeirssonar verður opnuð í Deiglunni á morgun, laugardag kl. 14.00 en hann er um þessar mundir gestur í nýlega opnaðri gestavinnustofu á Akureyri. Bragi er löngu landsþekktur myndlistarmaður og hefur haldið fjölda einkasýninga bæði hér heima og í útlöndum auk þess að taka þátt í samsýningum. Hann hefur verið myndlistargagnrýnandi Morgunblaðsins um árabil. Meira

Ritstjórnargreinar

11. ágúst 1995 | Leiðarar | 624 orð

LÆRDÓMUR OF DÝRU VERÐI KEYPTUR

leiðariLÆRDÓMUR OF DÝRU VERÐI KEYPTUR LYSIÐ í Laugardalslauginni sl. mánudag, þegar þriggja ára dönsk stúlka drukknaði, hefur enn einu sinni vakið upp spurningar um öryggi í sundlaugum. Meira
11. ágúst 1995 | Staksteinar | 373 orð

Takmörk samkeppnislöggjafar EKKI eru allir á eitt sáttir um hvernig best verði spornað gegn einokunartilhneigingum í

EKKI eru allir á eitt sáttir um hvernig best verði spornað gegn einokunartilhneigingum í viðskiptalífinu. Í forystugrein í Svenska Dagbladet eru færð rök fyrir því að víðtæk og ströng samkeppnislöggjöf sé ekki alltaf besta lausnin. SAS ogLufthansa Meira

Menning

11. ágúst 1995 | Menningarlíf | 783 orð

Að lifa fyrir neðan þind

DREYMDU ekki - vertu", syngur Frank'n'Furter í Rocky Horror. Hann getur trútt um talað, geimvera frá hinni alkynhneigðu plánetu Transylvaníu þar sem engin takmörk þekkjast, engar siðferðilegar hömlur. Mannfólkið getur ekki bara verið, það verður að vera í þessum heimi, með öðru fólki. Meira
11. ágúst 1995 | Menningarlíf | 336 orð

Álfar og útilegumenn

ÞJÓÐLAGAHÓPURINN Vikivaki var nýlega á ferð í Þýskalandi og kom fram á íslensku menningarhátíðinni þar. Hópnum var afar vel tekið. Blöð í Troisdorf fjölluðu sérstaklega um tónleika Vikivaka á útisviði þar í borg. Eitt blaðanna birtir grein undir fyrirsögninni Framandi þjóðlög um álfa og útilegumenn: "Á dagskránni voru fornlegir fimmundasöngvar, þjóðlög, sem m.a. Meira
11. ágúst 1995 | Myndlist | 810 orð

Botngróður

17 listamenn. Erling Klingenberg, Finna B. Steinson, Gunnar Árnason, Halldór Ásgeirsson, Hannes Lárusson, Helgi Þ. Friðjónsson, Inga Jónsdóttir, Inga Svala Þórsdóttir, Ingileif Thorlacius, Jóhann Eyfells, Kristján Guðmundsson, Kristinn G. Harðarson, Magnús Pálsson, Ólafur Gíslason, Sólveig Aðalsteinsdóttir, Valborg Salóme Ingólfsdóttir, Þorvaldur Þorsteinsson. Meira
11. ágúst 1995 | Myndlist | 491 orð

Dauðhreinsuð tilviljun

Sara Björnsdóttir. Opið alla daga til 13. ágúst. Aðgangur ókeypis. ÚTSKRIFTARSÝNINGAR Myndlistar- og handíðaskóla Íslands eru meðal umfangsmestu listviðburða hvers árs, enda markmiðið að þar sé hægt að bregða upp nokkru af því besta sem hver og einn meðal nemenda hefur verið að fást við á lokaári sínu í skólanum. Meira
11. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 86 orð

Gengur allt í haginn þó ein sé

ANNIE Lennox er nú farin að gera garðinn frægan ein síns leiðs og hafa plöturnar hennar Diva og Medusa gert það gott. Á síðarnefndu plötunni syngur hún nokkur af uppáhaldslögunum sínum m.a. lög eftir Paul Simon og Bob Marley. Linda Ronstadt hefur sagt um Lennox að hún sé besta popsöngkona síðari hluta tuttugustu aldarinnar og er það ekki amaleg gagnrýni. Meira
11. ágúst 1995 | Menningarlíf | 184 orð

Gyðjan í merki ljónsins

ALDA Ármanna Sveinsdóttir heldur sýningu, Gyðjan í merki ljónsins, í Listhúsi 39, Strandgötu 39, Hafnarfirði. Þarna verða sýnd 12­15 olíumálverk og er viðfangsefnið gyðjuorkan og áhrif hennar. Alda Ármanna hefur haldið 16 einkasýningar auk samsýninga. Á sl. ári sýndi hún í Åbo í Finnlandi, "Gyðjur í íslensku samfélagi" en þar voru einungis myndir af konum og útgeislun þeirra. Meira
11. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 77 orð

Hleypur á snærið fyrir Stallone

SYLVESTER Stallone hefur undirritað samning við Universal Picture um gerð þriggja kvikmynda. Talið er að samningurinn hljóði upp á yfir 60 milljónir dala og er það langstærsti samningur sem leikari hefur gert við kvikmyndafyrirtæki hingað til. Meira
11. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 174 orð

Hurley leið á æsifréttablöðunum

ELIZABETH Hurley, leikkona og fyrirsæta segist vera fegin að vera laus við bresku æsifréttablöðin en hún er nú stödd í Suður-Afríku þar sem hún leikur fatafellu í kvikmynd um heim eiturlyfjanna. Meira
11. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 66 orð

Hvítklædd á tennismóti

TENNIS þykir fín íþrótt og fræga fólkið flykkist á völlinn til að horfa á tennisstjörnurnar spila af sinni alkunnu snilld. Meðal áhorfenda á Wimbledon leikunum í ár voru, Tom Cruise og Nicole Kidman. Þau voru hvítklædd í steikjandi hitanum en hann fór upp undir 37C. Meira
11. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 149 orð

Kvikmyndin Johnny Mnemonic frumsýnd

LAUGARÁSBÍÓ hefur hafið sýningar á kvikmyndinni Johnny Mnemonic með Keanu Reeves í aðalhlutverki. Myndin gerist á komandi öld í heimi þar sem sýndarveruleiki og upplýsingaþjófar eru allsráðandi. Minnisberar eru fengnir til að bera á milli mikilvægar upplýsingar. Johnny (Reeves) er talinn sá besti og þjónusta hans einkennist af algjörum trúnaði og öryggi. Meira
11. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 212 orð

Kvikmyndin Tveir með öllu frumsýnd

SAMBÍÓIN í Reykjavík og Borgarbíó á Akureyri hafa tekið til sýninga spennumyndina "Bad Boys" eða Tveir með öllu eins og hún hefur verið nefnd á íslensku. "Bad Boys" er spennumynd en öðrum þræði er henni einnig ætlað að snerta hláturstaugar áhorfenda. Meira
11. ágúst 1995 | Menningarlíf | 52 orð

Menningarhandbókin Leikur & list

MENNINGARHANDBÓKIN Leikur & list er komin út. Upplag hvers tölublaðs er 63.000 eintök og er Menningarhandbókin borin inn á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Bessastaðahreppi, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi. Meira
11. ágúst 1995 | Menningarlíf | 42 orð

Nemendatónleikar í Skálholti

FLAUTUTÓNLEIKAR verða haldnir í Skálholtsbúðum laugardaginn 12. ágúst kl. 15. Flytjendur eru nemendur á þverflautunámskeiði sem staðið hefur yfir sl. viku í Skálholti. Flutt verða verk eftir Honegger, Carteréde, Telemann o.fl. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Meira
11. ágúst 1995 | Menningarlíf | 432 orð

Nýr fiðlari

Flytjendur Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Urania Menelau píanóleikari. 8. ágúst. Á SAMA hátt og orgeltónleikar eða píanótónleikar ættu ekki að eiga sér stað án þess að tegund hljóðfærisins, sem leikið er á, sé tilnefnd í efnisskrá, ætti ekki að leika svo á fiðlu að hönnuður hljóðfærisins sé ekki nefndur. Sum hljóðfæri a.m.k. Meira
11. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 215 orð

Pfeiffer gerist kennari

Í NÝJUSTU mynd sinni leikur Michelle Pfeiffer fyrrverandi sjóliða sem snýr sér að kennslu í unglingaskóla. Myndin sem heitir "Dangerous Minds" er sannsöguleg og styðst við sögu konu að nafni LouAnne Johnson. Söguhetjan hefur fengið það hlutverk að koma óstýrilátnum unglingum til manns og tekst henni að fanga athygli þeirra með því að taka þá í karatetíma. Meira
11. ágúst 1995 | Menningarlíf | 70 orð

Síðasta sýningarhelgi hjá Georg Guðna

SUMARSÝNINGU Norræna hússins 1995 lýkur sunnudaginn 13. ágúst. Sýningin er opin daglega frá kl. 14­19. Á SUMARSÝNINGUNNI eru málverk og vatnslitamyndir eftir Georg Guðna. Verkin eru öll ný, máluð á þessu og síðasta ári. Landslagið er aðalviðfangsefni Georgs Guðna og ritar Gunnar J. Árnason grein um landslagsmálverkið og verk listamannsins í sýningarskrá sem fylgir sýningunni. Meira
11. ágúst 1995 | Kvikmyndir | 278 orð

Skvísan á skriðdrekanum

Leikstjóri: Rachel Talalay. Aðalhlutverk: Lori Petty, Ice-T, Malcolm McDowell. United Artists. 1995. SKRIÐDREKASKVÍSAN með Lori Petty á að vera framtíðartryllir í gamansömum dúr byggður á ævintýrum samnefndrar hasarblaðapersónu en er skelfing leiðinleg della, gersamlega óspennandi, óskemmtileg og ómerkileg. Meira
11. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 68 orð

Sutherlandarnir saman í mynd

LÍKUR eru á að Sutherland feðgarnir, Donald og Kiefer, leiki saman í kvikmynd sem stendur til að gera eftir fyrstu bók Johns Grisham, "A Time to Kill". Donald hefur nú þegar undirritað samninginn en samningar standa yfir við Kiefer. Donald mun leika lögfræðing sem búið er að svipta lögmannsleyfi sínu. Kiefer mun ekki son hans heldur bróður manns sem búið er að myrða. Meira
11. ágúst 1995 | Menningarlíf | 46 orð

Sýning á verkum Helgu Sigurðardóttur

HELGA Sigurðardóttir opnar laugardaginn 12. ágúst myndlistarsýningu í matstofunni Á næstu grösum, Laugavegi 20b. Sýningin stendur til 30. september og er opin á venjulegum opnunartíma matstofunnar. Þessa sýningu kallar Helga Ný sýn og er hún 12. einkasýning hennar. EITT verka Helgu. Meira
11. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 65 orð

Tónlistar- og fjölmiðlaveisla

Fjöldi erlendra fjölmiðlamanna kom til landsins vegna tónlistarhátíðarinnar UXA '95, m.a. til að sjá Björk troða upp á heimavelli. Íslenskir útvarpsmenn létu sig heldur ekki vanta. Unglingastöðin X-ið var með beina útsendingu frá hátíðinni undir stjórn Birgis Arnar Tryggvasonar og fékk Bylgjan að slást með í för á sunnudagskvöldið þegar stöðvarnar tvær voru samtengdar. Meira
11. ágúst 1995 | Menningarlíf | 142 orð

Tónvakinn í fjórða skipti

FJÓRÐA árið í röð efnir Ríkisútvarpið til tónlistarkeppni er nefnist Tónvakinn. Sextán tónlistarmenn skráðu sig til keppni í fyrsta hluta Tónvakans í ár. Til úrslita keppa eftirtaldir sex tónlistarmenn á jafnmörg hljóðfæri: Ármann Helgason klarinettleikari, Emil Friðfinnsson hornleikari, Jón Ragnar Örnólfsson sellóleikari, Jón Rósmann Mýrdal baritónsöngvari, Meira
11. ágúst 1995 | Menningarlíf | 33 orð

Þverflautuleikur í Þingvallakirkju

ARNA Kristín Einarsdóttir, þverflautuleikari, heldur tónleika í Þingvallakirkju laugardaginn 12. ágúst. Flutt verða einleiksverk frá ýmsum tímum. Tónleikarnir í Þingvallakirkju hefjast kl. 15.15 og er aðgangur ókeypis. Meira

Umræðan

11. ágúst 1995 | Aðsent efni | 443 orð

Að sökkva olíuborpalli í sæ

ÞAÐ vakti heimsathygli á dögunum þegar risafyrirtækið Shell fékk fulltingi brezku stjórnarinnar til að sökkva í sæ 800 tonna olíuborpalli sínum. Gerð hafði verið úttekt á þeim förgunarleiðum sem í boði voru og var niðurstaðan sú, að hafsbotn væri öruggasta og ákjósanlegasta leiði þessara hundraða tonna af málmi auk geislavirks úrgangs og eiturefna. Meira
11. ágúst 1995 | Aðsent efni | 137 orð

ÁRÉTTING

KUNNINGI minn gat þess við mig, að í orðsendingu minni til Jónu Margeirsdóttur í Morgunblaðinu 10. þ.m. mætti e.t.v. með lagi misskilja þessi orð: "Ekki teldi ég saka, að hún yrði ögn líkari sjálfri sér í skapi þá en í þetta sinn." Ekki óraði mig fyrir því, að þetta gæti skilizt á annan veg en það var hugsað, sem sé að hún yrði blíðari á manninn en hún er í grein sinni 9. þ.m. Meira
11. ágúst 1995 | Aðsent efni | 1025 orð

Betri réttur þingmanna?

GREIN sem ég skrifaði í Morgunblaðið fyrir nokkrum dögum um rétt þingmanna til fæðingarorlofs samkvæmt nýjum lögum um þingfararkaup hefur valdið nokkru fjaðrafoki og verður að segjast eins og er að viðbrögðin hafa komið mér nokkuð á óvart. Meira
11. ágúst 1995 | Velvakandi | 449 orð

Eiga KR-ingar að fá bikar í ár?

NÚ ÞEGAR knattspyrnuvertíðin er hálfnuð hefur frammistaða KR- inga vakið verðskuldaða athygli. Það virðist sama á hverju gengur og hversu slæm staða liðsins er, allir virðast leggjast á eitt, jafnt dómarar sem aðrir, um að skila þeim stigum í pottinn. Þegar knattspyrnuhæfileikarnir duga ekki til taka við heilu leiksýningarnar sem allir virðast taka eftir nema dómararnir. Meira
11. ágúst 1995 | Velvakandi | 233 orð

Flöskuháls í ferðamálum?

ÉG ER EINS og Pétur J. Eiríksson framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum (Mbl. 5.8. 1995) mjög hissa á munnmælum ferðamálastjóra um að hér sé að myndast einhver flöskuháls í ferðum til landsins og ég leyfi mér að efast um að ferðamálastjóri hafi þekkingu á því sem hann er að tala um þó hann hafi verið markaðsstjóri Arnarflugs sáluga á sínum tíma. Meira
11. ágúst 1995 | Aðsent efni | 1183 orð

Hver er siðlaus?

Í BLAÐI kvennalistakvenna í Kópavogi, Kvennapóstinum, 2. árg. 1. tbl. 1995, skrifa sex konur um ágreining minn við Kvennalistann, brottför mína úr honum og stefnu mína í kvenfrelsismálum. Greinin heitir Löglegt en siðlaust. Meira
11. ágúst 1995 | Velvakandi | 400 orð

Pennavinur á Interneti ÉG FÉKK þær upplýsingar að Morgunblaðið myndi

ÉG FÉKK þær upplýsingar að Morgunblaðið myndi birta netföng fólks sem hefur áhuga á bréfaskriftum við Íslendinga. Ég er yfir mig hrifinn af fallega landinu ykkar og myndi mjög gjarnan vilja heimsækja það fljótlega. Ef einhver hefur áhuga á því að skrifast á við mig í gegnum Internetið þá væri það vel þegið og heimilisfang mitt er: Erich A. Cox, ecoxÞgas.uug.arizona. Meira
11. ágúst 1995 | Velvakandi | 925 orð

Reiðhjólaþjófnaðir

NÚ UNDANFARNA mánuði hefur mikið borið á reiðhjólaþjófnuðum og mætti nánast segja að um faraldur sé að ræða. Í júnímánuði bárust Lögreglunni í Reykjavík tilkynningar um u.þ.b. 170 þjófnaði á reiðhjól þetta má reikna með einhverjum þjófnuðum sem ekki voru tilkynntir svo og tilkynntum reiðhjólaþjófnuðum hjá öðrum lögregluembættum. Meira
11. ágúst 1995 | Velvakandi | 417 orð

slandsmótinu í golfi lauk á Strandarvelli milli Hellu og Hvolsv

slandsmótinu í golfi lauk á Strandarvelli milli Hellu og Hvolsvallar síðastliðinn föstudag. Þrátt fyrir að veðurguðirnir væru heldur óblíðir tókst mótið hið besta og fremstu kylfingarnir sýndu flestir hvers þeir eru megnugir við erfiðar aðstæður. Skipuleggjendur mótsins eiga hrós skilið fyrir framkvæmd og umgjörð alla. Meira
11. ágúst 1995 | Aðsent efni | 408 orð

Stefnir í að skuldir aukist um 1 milljarð á þessu ári

Eftir harða gagnrýni á fjármálastjórn sjálfstæðismanna í Reykjavík glíma nú R-listaflokkarnir við að starfa samkvæmt eigin fjárhagsáætlun. Við upphaf þessa árs gerðu þeir ráð fyrir að heildarskuldir borgarinnar myndu aukast um 180 milljónir á árinu. Nú stefnir í að þær aukist um 1 milljarð króna á þessu ári. Meira
11. ágúst 1995 | Aðsent efni | 686 orð

Uxahalasúpa

HVAÐ er að hjá þjóð sem telur það sérstaka fyrirmyndar verslunarmannahelgi þegar viðurkennt er að drykkja hafi verið mjög mikil og almenn á flestum útihátíðum hjá ungmennum niður í 14-15 ára börn? Hvað veldur því að fjölmiðlar treysta sér til að hafa gagnrýnislaust eftir mótshöldurum, Meira

Minningargreinar

11. ágúst 1995 | Minningargreinar | 488 orð

Droplaug Róbertsdóttir

"Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallið bezt af sléttunni." Kahlil Gibran. Um verslunarmannahelgina á einum fegursta degi sumarsins slokknaði skært ljós, það var ljós Droplaugar Róbertsdóttur sem kvödd er frá Akraneskirkju í dag. Meira
11. ágúst 1995 | Minningargreinar | 347 orð

Droplaug Róbertsdóttir

Það er með djúpri sorg og söknuði sem við kveðjum okkar kæru vinkonu, Droplaugu Róbertsdóttur. Okkur er efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið tækifæri til að þekkja þessa yndislegu konu, sem hafði svo marga kosti til að bera. Kynni okkar við hana voru slík að það er okkar takmark að taka hana okkur til fyrirmyndar í öllum samskiptum við fjölskyldu, vini og annað fólk. Meira
11. ágúst 1995 | Minningargreinar | 361 orð

Droplaug Róbertsdóttir

Í dag verður til grafar borin okkar yndislega vinkona, Droplaug Róbertsdóttir. Hvað er hægt að segja þegar dauðinn knýr dyra? Engin orð megna að tjá þær sáru tilfinningar sem bærast í hjarta okkar þegar svo stórt skarð hefur verið höggvið. Já, en vegir Guðs eru órannsakanlegir og oft finnst okkur þeir vera ósanngjarnir en við vonumst til þess að þetta hafi einhvern æðri tilgang. Meira
11. ágúst 1995 | Minningargreinar | 483 orð

Droplaug Róbertsdóttir

Sú harmafregn barst frá Akranesi, að Droplaug Róbertsdóttir hefði látist í hörmulegu slysi sunnudagsmorguninn 6. ágúst skammt frá heimili sínu. Oft hefur það hvarflað að huga manns þegar ótímabært mannslát ber að hversu óskiljanlegt það er. Meira
11. ágúst 1995 | Minningargreinar | 337 orð

Droplaug Róbertsdóttir

Dapurlegar fréttir gera ekki boð á undan sér. Það var dimmur dagur, í hug og hjarta, sunnudagurinn 6. ágúst sl. eftir að þær fréttir bárust að Droplaug Róbertsdóttir hefði þá um morguninn látist með sviplegum hætti í umferðarslysi. Það þyrluðust upp minningar. Minningar um kynni og samstarf við Dobbu, eins og hún gjarnan var kölluð. Meira
11. ágúst 1995 | Minningargreinar | 246 orð

Droplaug Róbertsdóttir

Við Droplaug kvöddumst síðast fyrir um mánuði. Þá vorum við bæði að byrja í sumarfríi. Hún hlakkaði greinilega mikið til frísins, enda virtist nú bjartara framundan hjá henni en nokkru sinni, síðan við hófum að starfa saman. Meira
11. ágúst 1995 | Minningargreinar | 163 orð

DROPLAUG RÓBERTSDÓTTIR

DROPLAUG RÓBERTSDÓTTIR Droplaug Róbertsdóttir fæddist 17. október 1946 í Reykjavík. Hún lést af slysförum 6. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Ingibjörg Veturliðadóttir og Róbert Bjarnason, sem búa í Reykjavík. Systir hennar er Ragna Róbertsdóttir listakona. Meira
11. ágúst 1995 | Minningargreinar | 1749 orð

Helga Axelsdóttir

Helga Axelsdóttir Hún fóstra mín er dáin. Þegar móðir mín hringdi til mín eitt góðviðriskvöldið nú í byrjun ágúst og tilkynnti mér lát Helgu í Nesjalöndum varð mér hverft við. Yfir mig þyrmdi sorg og söknuður. Meira
11. ágúst 1995 | Minningargreinar | 65 orð

HELGA AXELSDÓTTIR

HELGA AXELSDÓTTIR Helga Axelsdóttir fæddist í Ytri-Neslöndum í Mývatnssveit 9. desember 1914. Hún lést á sjúkrahúsinu á Húsavík 2. ágúst sl. Foreldrar hennar voru Axel Jónsson og Stefanía Stefánsdóttir. Systkini Helgu eru Guðfinna og Stefán, bæði búsett ásamt fjölskyldu Stefáns í Ytri-Neslöndum. Meira
11. ágúst 1995 | Minningargreinar | 330 orð

Jóhanna Kristín Gunnlaugsdóttir

"Til eru þeir, sem eiga lítið og gefa það allt. Þetta eru þeir, sem trúa á lífið og nægtir lífsins, og þeirra sjóður verður aldrei tómur." (Kahlil Gibran: Spámaðurinn.) "Er það ekki amma þín sem kúnstoppar?" Jú, það var amma okkar og hún var líka sú sem hélt "ættinni" saman, þjappaði okkur barnabörnunum saman í samstilltan systkinahóp, með tíðum veislum og graut á laugardögum í 20 ár. Meira
11. ágúst 1995 | Minningargreinar | 242 orð

Jóhanna Kristín Gunnlaugsdóttir

Jóhanna Kristín Gunnlaugsdóttir, áður húsfreyja í Hlíðargötu 6 á Ytri-brekkunni á Akureyri, er látin. Hún var ásamt bónda sínum Guðmundi Jónssyni, sem nú er látinn, einn af frumbyggjum Hlíðargötunnar, en þar var mikið byggt á stríðsárunum síðari. Meira
11. ágúst 1995 | Minningargreinar | 301 orð

Jóhanna Kristín Gunnlaugsdóttir

Sem betur fer upplifa flestir þá hamingju að kynnast góðu og mætu fólki og eiga með því samleið á lífsgöngunni. Fæstir gera sér þó fulla grein fyrir þeirri hamingju sinni, meðan hún varir, heldur taka henni sem gefnum hlut. Það er sjaldnast fyrr en gott fólk kveður þessa tilvist að eftirlifendur finna hve mikið þeir áttu. Þannig er því farið við fráfall tengdamóður okkar, Jóhönnu Kristínar. Meira
11. ágúst 1995 | Minningargreinar | 438 orð

Jóhanna Kristín Gunnlaugsdóttir

Mig langar að senda nokkur kveðjuorð í sambandi við fráfall Jóhönnu. Henni kynntist ég vegna samvinnu og vinskapar við mann hennar, Guðmund Jónsson, sem var deildarstjóri Olíusöludeildar KEA á Akureyri. Guðmundi kynntist ég fyrst, þegar vinur minn einn hjá Olíufélaginu hf. kom til mín með honum til að leita upplýsinga um tæknileg málefni. Meira
11. ágúst 1995 | Minningargreinar | 128 orð

JÓHANNA KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR

JÓHANNA KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR Jóhanna Kristín Gunnlaugsdóttir var fædd 3. mars 1915 á Þorsteinsstöðum í Svarfaðardal. Hún lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 4. ágúst. Jóhanna var dóttir hjónanna Steinunnar Sigtryggsdóttur, fædd 2. ágúst 1881 á Klaufabrekkum, dáin 30. janúar 1923, og Gunnlaugs Daníelssonar, fæddur 20. Meira
11. ágúst 1995 | Minningargreinar | 174 orð

Níels Breiðfjörð Bæringsson

Það er erfitt að sjá eftir einstökum frænda sem kom manni í snertingu við hina viðkvæmu náttúru. Hann kenndi okkur að tala við fuglana svo og hlúa að þeim. Hann gerði okkur þátttakendur í að laða þá að og umgangast. Eftir að hann lét af störfum sneri hann sér heils hugar að áhugamálum sínum sem voru trjá- og gróðurrækt, ungauppeldi og eyjalíf. Meira
11. ágúst 1995 | Minningargreinar | 131 orð

NÍELS BREIÐFJÖRÐ BÆRINGSSON

NÍELS BREIÐFJÖRÐ BÆRINGSSON Níels Breiðfjörð Bæringsson var fæddur í Stykkishólmi 8. ágúst 1916. Hann lést 6. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Bæring Níelsson og Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir. Frá sjö ára aldri til tuttugu og sjö ára aldurs bjó Níels í Sellátri á Breiðafirði ásamt fjölskyldu sinni. Meira
11. ágúst 1995 | Minningargreinar | 365 orð

ODDUR ÁGÚST BENEDIKTSSON

Þann 11. ágúst árið 1900, fæddist drengur að Steinadal í Kollafirði í Strandasýslu, og var hann skírður Oddur Ágúst Benediktsson. Foreldrar hans voru Benedikt Árnason, d. 1917, og Oddhildur Sigurrós Jónsdóttir, d. 1964. Ágúst byrjaði snemma að vinna, sjö ára gamall var hann sendur með fé einn upp á fjall í hjásetu allan daginn. Það væri ekki sjö ára börnum boðlegt í dag. Meira
11. ágúst 1995 | Minningargreinar | 931 orð

Ólöf Sigurðardóttir

Líf fjölskyldu er eins og margþættur vefnaður með fjölmörgum uppistöðuþráðum, litbrigðum og myndröðum, þar sem stöðugt eru ofnar áfram nýjar myndir úr nýjum þráðum í nýjum litum. Þegar tóm og tilefni gefst til að horfa á vefnaðinn úr fjarlægð koma sterk heildareinkenni í ljós sem oft eru hulin sjónum í nándinni við verkið og hið daglega amstur. Meira
11. ágúst 1995 | Minningargreinar | 170 orð

Ólöf Sigurðardóttir

Elsku frænka mín! Nú ertu farin og þú fórst í friði. Mikið langaði mig að sjá þig, fyrst ég var nú loksins komin heim. En ég á góðu minningarnar um þig og hef fengið að fylgjast með þér undanfarna daga. Ég mun lengi geyma minninguna um það hversu gott var að koma með Sigrúnu heim á Kleppjárnsreyki til ykkar Hjartar, veturinn sem ég dvaldi í Reykholti. Meira
11. ágúst 1995 | Minningargreinar | 466 orð

Ólöf Sigurðardóttir

Ég var unglingur þegar Hjörtur bróðir minn kom fyrst heim með kærustuna sína og þótti mér það mjög merkilegt, að hún skyldi vera skólastjóri við húsmæðraskóla, þar sem hún var bara fimm árum eldri en ég og þar að auki ósköp stelpuleg. Það féll strax vel á með okkur og þótti alla tíð mjög vænt hvorri um aðra. Ólöf og Hjörtur hófu búskap og störf á Selfossi árið 1957. Meira
11. ágúst 1995 | Minningargreinar | 180 orð

Ólöf Sigurðardóttir

Kær skólasystir Ólöf Sigurðardóttir er kvödd hinstu kveðju. Hún er önnur þeirra 14 nemenda sem hófu nám í Húsmæðrakennaraskóla Íslands haustið 1948 sem látin er. Síðastliðið vor hittumst við flestar skólasysturnar til að minnast 45 ára útskriftarafmælis okkar sem húsmæðrakennara. Ólöf gat ekki verið með okkur vegna veikinda en hún sendi okkur kærar kveðjur sem okkur þótti vænt um að fá. Meira
11. ágúst 1995 | Minningargreinar | 206 orð

Ólöf Sigurðardóttir

Ég var 6 ára þegar systir mín fæddist, og man ég eftir að þú komst heim til mín til að athuga, hvort þú gætir hjálpað eitthvað til. Síðan þá man ég alltaf eftir þér vera að hjálpa einhverjum. Þú varst handavinnukennari minn alla mína skólagöngu í barnaskóla, og bý ég að þeirri kennslu enn þann dag í dag. Ólöf flutti úr Borgarfirðinum árið 1978, á Selfoss. Meira
11. ágúst 1995 | Minningargreinar | 476 orð

Ólöf Sigurðardóttir

Elskuleg vinkona mín Ólöf Sigurðardóttir er látin eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Við kynntumst fyrir hartnær 40 árum þegar við fluttumst að Selfossi þar sem eiginmenn okkar voru samstarfsmenn og vinir. Ég kom á staðinn nýútskrifuð úr kennaraskóla og alls óreynd í húsmóðurstörfum, hún hafði verið skólastjóri húsmæðraskóla um margra ára skeið og á okkur var 10 ára aldursmunur. Meira
11. ágúst 1995 | Minningargreinar | 193 orð

ÓLÖF SIGURÐARDÓTTIR

ÓLÖF SIGURÐARDÓTTIR Ólöf Sigurðardóttir fæddist 25. nóvember 1927 í Reykjavík. Hún lést á Selfossi 4. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru sr. Sigurður Z. Gíslason, prestur á Þingeyri, d. 1. janúar 1943, og kona hans, Guðrún Jónsdóttir, d. september 1963. Meira
11. ágúst 1995 | Minningargreinar | 280 orð

Snjólaug Guðmundsdóttir

Í góðum sumrum er óvíða svo grasi vafið sem miðhluti Tungusveitar. Þar er góðbýlið Árnes og þar kynntist undirritaður heimili Snjólaugar þegar hann kenndi við Steinsstaðaskóla upp úr 1970. Snjólaug og Helgi heitinn Valdemarsson maður hennar áttu þar mörg handtök og gerðu úr kotinu gæðajörð, sem Guðmundur sonur þeirra hefur síðan haldið áfram að bæta. Meira
11. ágúst 1995 | Minningargreinar | 28 orð

SNJÓLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR

SNJÓLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR Snjólaug Guðmundsdóttir var fædd í Litluhlíð 13. maí 1913, elst fimm systkina. Hún lést 23. júlí síðastliðinn og var borin til grafar í Goðdalakirkjugarði 1. ágúst. Meira
11. ágúst 1995 | Minningargreinar | 635 orð

Snorri Júlíusson

Mig langar í fáum orðum að minnast tengdaföður míns, Snorra Júlíussonar, sem lést á Landakotsspítala aðfaranótt þriðjudagsins 8. ágúst síðastliðins eftir tiltölulega stutta en erfiða legu. Ég hitti Snorra fyrst er ég ung að árum fór með syni hans, Hilmari, að taka á móti honum einhverju sinni er Esjan kom til Reykjavíkur af ströndinni, Meira
11. ágúst 1995 | Minningargreinar | 633 orð

Snorri Júlíusson

Elskulegurr afi okkar Snorri Júlíuson, dó aðfaranótt 8. ágúst á Landakotsspítala. Hann hafði greinst með krabbamein um áramótin og eftir það hrakaði heilsu hans. Fyrir u.þ.b. mánuði var hann lagður inn á spítala. Við munum aldrei gleyma laugardagskvöldinu 5. ágúst sl., en þá komu fjölskyldur okkar saman í herberginu hans afa á spítalanum. Hann var þá ekki orðinn algjörlega meðvitundarlaus. Meira
11. ágúst 1995 | Minningargreinar | 327 orð

SNORRI JÚLÍUSSON

SNORRI JÚLÍUSSON Snorri Júlíusson fæddist að Atlastöðum í Fljótavík, 30. ágúst 1916. Hann lést á Landakotsspítala aðfaranótt 8. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Júlíus Geirmundsson, f. 26.5. 1884, d. 6.6. 1962, og Guðrún Jónsdóttir, f. 18.6. 1884, d. 24.3. 1951. Meira

Viðskipti

11. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 522 orð

Hafa ekki áhrif á hlutabréfakaupin í Stöð 2

LAGAÁKVÆÐI um takmarkanir á fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri á Íslandi munu mjög ólíklega hafa áhrif á fyrirhuguð kaup Chase Manhattan bankans á 20% hlut í Íslenska útvarpsfélaginu. Kaupin hafa vakið upp spurningar um reglur um erlenda eignaraðild að fjölmiðlum. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en nafnvirði hlutabréfanna er 109 milljónir króna. Meira
11. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 205 orð

Hlutabréf í Netscape vinsæl

HLUTABRÉF í nýju hugbúnaðarfyrirtæki, Netscape Communications, lækkuðu verulega í verði í gær - degi eftir einhverja mestu hækkun sem um getur á hlutabréfum sem boðin eru til sölu í fyrsta sinn. Netscape framleiðir hugbúnað sem veitir leiðsögn um þann hluta Internetsins - öðru nafni Alnetsins - sem kallast Veraldarvefurinn og auðveldar einnig fyrirtækjum að bjóða varning til sölu. Meira
11. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 138 orð

Innanlandsflug skilið frá öðrum rekstri

Á STJÓRNARFUNDI Flugleiða í gær var ákveðið að skilja rekstur innanlandsflugs félagsins frá öðrum rekstri, án þess þó að stofnað verði um það sérstakt hlutafélag. Innanlandsflugið mun í framhaldi af þessari ákvörðun gera formlega viðskiptasamninga við aðrar deildir Flugleiða um kaup á þjónustu frá þeim, og er því frjálst að beina viðskiptum sínum til annarra aðila ef hagkvæmt þykir. Meira
11. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 56 orð

Rangt nafn

Rangt var farið með nafn annars mannsins á mynd sem fylgi frétt á baksíðu viðskiptablaðs í gær um nýja norræna ferðaskrifstofu. Myndin var ekki af Júlíusi Pálssyni sem rætt var við heldur af Hauk Birgissyni, framkvæmdastjóra Norrænu ferðaskrifstofunnar, sem er samstarfsaðili Íslands- og Skandiínavíuferða, sem Júlíus er í forsvari fyrir. Er beðist velvirðingar á þessu. Meira
11. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | -1 orð

SAS starfar áfram með Flugleiðum

SAS hefur engar áætlanir um að breyta samstarfinu við Flugleiðir í kjölfar samvinnunar við Lufthansa. Framkvæmdanefnd Evrópusambandsins gerir heldur engar athugasemdir við samstarf SAS og Flugleiða, eins og hún gerir um samstarf SAS við Austrian Airlines, Swissair og Finnair. Meira
11. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 201 orð

Starfsemi Eimskips á Akureyri efld

STARFSEMI Eimskips á Akureyri tekur nokkrum breytingum frá og með 1. september nk. Dagleg samskipti Eimskips við inn- og útflytjendur á Norðurlandi verða í höndum skrifstofunnar á Akureyri í samstarfi við umboðsmenn félagsins á þessu svæði. Þá verður það hlutverk skrifstofunnar að samhæfa og stýra sölu- og flutningastarfsemi félagsins á markaðssvæðinu. Meira
11. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

GSM-símakerfið hefur nú undirtökin á sænska farsímamarkaðnum. Samkvæmt Svenska Dagbladet" seldust í júní næstum sjötíu þúsund GSM- símar í Svíþjóð, en aðeins fjögur þúsund NMT-símar. Á fyrri helmingi ársins seldust um 395 þúsund farsímar, þar af sextíu þúsund NMT- símar. Heildarsalan í fyrra var 650 þúsund, en búist er við að salan í ár nemi um 800 þúsund símum. Meira

Fastir þættir

11. ágúst 1995 | Dagbók | 144 orð

ÁRA afmæli. Áttatíu ára er í dag Baldur Bjarnaso

ÁRA afmæli. Áttatíu ára er í dag Baldur Bjarnason, Þórólfsgötu 19, Borgarnesi. Hann og eiginkona hans Hólmfríður Sigurðardóttir eru að heiman. ÁRA afmæli. Sjötugur verður laugardaginn 12. Meira
11. ágúst 1995 | Fastir þættir | 144 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids MIÐVIKUDAGINN 2. ágúst mættu 29 pör í sumarbrids og urðu úrslit þannig: N-S-riðill: Jón Hjaltason - Þröstur Ingimarsson449Þorleifur Þórarinsson - Gunnþórunn Erlingsd. Meira
11. ágúst 1995 | Dagbók | 55 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. júní í Háteigskirkju af sr. Úlfari Guðmundssyni Sólborg Þóra Ingjaldsdóttir og Einar Geir Hreinsson.Heimili þeirra er í Barmahlíð 5, Reykjavík. Ljósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. júní sl. í Garðakirkju af sr. Meira
11. ágúst 1995 | Dagbók | 135 orð

Hrísey

Ljósm. JKS HríseySAGT VAR frá því í blaðinu í gær að tveir kálfaraf tveimur nýjum holdanautakynjum hefðu fæðstí Hrísey. Hrísey er önnurstærsta eyja Íslands og erá norðanverðum Eyjafirði.Í Íslandshandbókinni segir að eyjan sé 11,5 ferkílómetrar að stærð. Meira
11. ágúst 1995 | Dagbók | 431 orð

Reykjavíkurhöfn:

Reykjavíkurhöfn: Í gærmorgun kom þýska rannsóknarskipið Poseidon. Seglskútan Roald Amundsen kom í gærmorgun. Úranus fór í gær. Mælifellið fór á ströndina í gær. Farþegaskipið Fjodor Dostojevskí var væntanlegt í gærkvöldi. Einnig var væntanlegt Alla Tarasova. Meira

Íþróttir

11. ágúst 1995 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KVENNA

1. DEILD KVENNA BREIÐABLIK 9 7 2 0 52 5 23VALUR 9 7 2 0 28 8 23KR 9 6 0 3 31 14 18STJARNAN 10 5 1 4 27 11 16ÍA 10 5 1 4 27 21 16ÍBA 10 1 1 8 7 43 4 Meira
11. ágúst 1995 | Íþróttir | 175 orð

Afmælismót LEK

Landssamtök eldri kylfinga, LEK, er tíu ára á þessu ári. Til að minnast afmælisins gengur LEK fyrir móti á Strandarvelli að Hellu sunnudaginn 13. ágúst - ræst verður út kl. 9. Höggleikur í flokki 50-54 ára, 55 ára og eldri og flokki kvenna 50 ára og eldri. Skráning fer fram í golfskálanum á Hellu til laugardagskvölds. OLÍS-TEXACO stigamótið verður í Grafarholti 12. og 13. ágúst. Meira
11. ágúst 1995 | Íþróttir | 340 orð

Baráttusigur hjá ÍR

EFTIR þrjá tapleiki ÍR í röð sneri liðið við blaðinu og vann 1:2 baráttusigur á Þrótti í Laugardalnum í gærkvöldi, en Þróttarar virðast heillum horfnir. "Það vantaði máttarstólpa í lið okkar, Arnar Hallsson og júgóslavana Allen og Enes, sem allir eru meiddir en ég er ánægður með baráttuna í liðinu sem fleytti okkur í gegnum þessa hindrum og stigin þrjú eru kærkomin í botnbaráttunni, Meira
11. ágúst 1995 | Íþróttir | 42 orð

Blikastrákar meistarar

STRÁKARNIR í 2. flokki Breiðabliks urðu Íslandsmeistarar í knattspyrnu í gærkvöldi, eftir að Víkingar höfðu lagt KR-inga að velli, 2:1. Blikarnir, sem unnu stórsigur á Skagamönnum, 6:2, á miðvikudagskvöld, eru með þrettán stiga forskot á KR-inga þegar fjórar umferðir eru eftir. Meira
11. ágúst 1995 | Íþróttir | 50 orð

Byrjaði á "holu í höggi"

KYLFINGURINN Finnur Guðmundsson, GB, náði draumahögginu á Hamarsvellinum í Borgarnesi sl. sunnudag á Hawle Fittings- mótinu. Finnur, sem er með 36 í forgjöf, byrjaði vel - fyrir fjölmarga áhorfendur, sem fylgstust með frá klúbbhúsinu, setti Finnur kúluna ofaní á fyrstu braut, par 3 - notaði 7járn. Meira
11. ágúst 1995 | Íþróttir | 602 orð

Bæjarar tefla fram "Draumaliði" Rehhagels

EF miða ætti eingöngu við eyðslu yrði þýska deildarkeppnin í knattspyrnu sem hefst í kvöld, hrein keppni á milli meistara Borussia Dortmund og stórveldisins gamalkunna Bayern M¨unchen, sem unnið hefur Þýskalandstitilinn þretán sinnum og stefnir ótrautt á hann á hverju ári. Liðin tvö hafa samtals greitt um 1,7 milljarð króna í leikmenn. Meira
11. ágúst 1995 | Íþróttir | 251 orð

Cantona áfram á Old Trafford

ALEX Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United, kom frá París í gær, þar sem hann ræddi við Eric Cantona um framtíð hans. "Eric verður áfram hjá okkur. Ég átti langt samtal við hann og hann mun koma á æfingu á mánudaginn," sagði Ferguson, þegar hann kom frá París. UEFA vill ræða við Papin Meira
11. ágúst 1995 | Íþróttir | 240 orð

DÓMARAR

GORDON Milne, fyrrum framkvæmdastjóri hjá ensku liðunum Coventry og Leicester en var síðan 8 ár í Tyrklandi, var kosinn formaður samtaka framkvæmdastjóra í Englandi. Meira
11. ágúst 1995 | Íþróttir | 41 orð

Framstúlkur til Belgíu

BIKARMEISTARAR Fram í kvennahandknattleik leika í Belgíu en ekki í Hvíta-Rússlandi í fyrstu umferð Evrópukeppni bikarhafa. Fram mætir liðinu D.H.C. Mearwen og fer fyrri leikur liðanna fram í Reykjavík í byrjun október, en síðari leikurinn í Belgíu 15. október. Meira
11. ágúst 1995 | Íþróttir | 603 orð

Gleði - sorg

ÞAÐ sannaðist í gær að það getur verið stutt á milli gleði og sorgar í heimi íþróttanna. Aðra stundina er hægt að kætast yfir glæstum sigri, en örfáum andartökum síðar hefur gleðin breyst í sorg - sigurvegarinn sviptur verðlaunum sínum og kallaður svindlari af andstæðingi sínum. Meira
11. ágúst 1995 | Íþróttir | 338 orð

HM í Gautaborg

5000 m hlaup kvenna Fyrsta umferð - fyrstu fjórar í hverjum riðli komust áfram í úrslitahlaupið og þar að auki þrír bestu tímar þeirra sem á eftir komu. 1.RIÐILL 1.Elena Fidatov (Rúmeníu)15:36.39 2.Olga Churbanova (Rússl.)15:37.23 3.Gina Procaccio (Bandar.)15:37.66 4. Meira
11. ágúst 1995 | Íþróttir | 134 orð

Hvað gefur Sýrlands- forseti henni nú?

EFTIR að sýrlenska stúlkan Ghada Shouaa sigraði í sjöþrautarkeppninni á HM í gær og krækti þar með í fyrstu gullverðlaunin sem land hennar vinnur heimsmeistaramóti í frjálsíþróttum spyrja menn í Sýrlandi, hvað gefur forsetinn henni núna? Í fyrra þegar þessi 21 árs stúlka sigraði í sjöþraut á Asíuleikunum gaf forseti Sýrlands, Hafez al-Assad, Meira
11. ágúst 1995 | Íþróttir | 60 orð

Í kvöld KNATTSPYRNA

KNATTSPYRNA 1. deild kvenna: KR-völlur:KR - ÍBV19 2. deild karla: Akureyri:Þór - Skallagrímur19 Fylkisvöllur:Fylkir - KA19 Garðsvöllur:Víðir - Stjarnan19 Kópavogur:HK - Víkingur19 3. Meira
11. ágúst 1995 | Íþróttir | 102 orð

Knattspyrna 2. deild karla: Þróttur R. - ÍR1:2 Óskar Óskarsson (15.) - Ólafur Sigurjónsson (44.), Guðjón Þorvarðarson (53.).

2. deild karla: Þróttur R. - ÍR1:2 Óskar Óskarsson (15.) - Ólafur Sigurjónsson (44.), Guðjón Þorvarðarson (53.). 1. deild kvenna: Breiðablik - Valur1:1 Ásthildur Helgadóttir (81.) - Kristbjörg H. Ingadóttir (56.). ÍA - Stjarnan2:1 Áslaug Ákadóttir (20.), Jónína Víglundsdóttir (52. Meira
11. ágúst 1995 | Íþróttir | 112 orð

Knútur í Víking

Knútur Sigurðsson handknattleiksmaður skrifaði í gær undir félagskipti úr FH í Víking og að sögn Víkinga byrjar hann strax að æfa með liðinu í kvöld. "Þetta var veikasta staðan, þarna hægra meginn fyrir utan eru sjaldgæfir hvítir hrafnar en núna erum við búnir að manna hana," sagði Árni Indriðason þjálfari Víkinga. Meira
11. ágúst 1995 | Íþróttir | 270 orð

Leit á mynd af Edwards og bætti heimsmetið

EFTIR tvö ógild stökk þá tók ég upp áritaða mynd af Jonathan Edwards sem hann hafði gefið mér, leit á hana og lét mig síðan vaða í þriðja stökkið sem var upp á líf og dauða í keppninni, stökkið heppnaðist fullkomlega og ég setti heimsmet, Meira
11. ágúst 1995 | Íþróttir | 274 orð

Martha langt frá Íslandsmetinu

Martha Ernstsdóttir tók þátt í 5.000 metra hlaupinu í gærmorgun og náði sér ekki á strik. Hljóp á 16 mínútum 05,33 sekúndum. Íslandsmet Mörthu, sem hún setti í fyrrasumar, er 15.55,91 þannig að hún var nærri 10 sekúndum frá metinu. Martha náði lágmarki fyrir HM í 10 og 5 kílómetra hlaupi, en ekki stóð til að hún yrði með nema í því fyrrnefnda. Meira
11. ágúst 1995 | Íþróttir | 135 orð

Meistarataktar í Japan

Heimsmeistarar Brasilíu sýndu meistaratakta þegar þeir léku vináttulandsleik í Tókíó í Japan - unnu japanska landsliðið 5:1 fyrir framan 53.605 á þjóðarleikvanginum. Þess má geta að Brasilía vann Japan 8:0 á móti í Englandi í júní. Það var Zinho sem opnaði fyrir markaflóðið á 20. mín., er hann lék á varnarmenn Japans og síðan bætti Edmundo marki við rétt fyrir leikhlé. Meira
11. ágúst 1995 | Íþróttir | 112 orð

Rubin Sosa á leið til Dortmund

ÍTALSKA blaðið Corriere dello Sport sagði frá því í gær, að Uruguaymaðurinn Ruben Sosa væri á förum til Borussia Dortmund, eftir að hafa leikið þrjú keppnistímabil með Inter Mílanó. Rosa, sem er mjög marksækinn, er nú ásamt umboðsmanni sínum í Þýskalandi til að ræða við forráðamenn Dortmund. Meira
11. ágúst 1995 | Íþróttir | 189 orð

Sigurður í riðli með heimsmethafanum

UNDANKEPPNI í spjótkasti er á dagskrá í dag og þar er Sigurður Einarsson á meðal keppenda. Hann er í seinni riðlinum, sem hefst kl. 9.30 að íslenskum tíma og er þar fyrstur í kaströðinni. Tólf bestu komast áfram í úrslitakeppnina, eða þeir sem ná að kasta 82 metra, en 37 eru skráðir til keppni. Sigurður á best 80,06 metra í ár en lengst hefur hann kastað 83,32. Meira
11. ágúst 1995 | Íþróttir | 24 orð

Sjónvarp Breyting er sjónvarpsútsendingu frá HM

Sjónvarp Breyting er sjónvarpsútsendingu frá HM í Gautaborg ídag. Þar sem Sigurður Einarsson keppir í B-riðli, hefstbein útsending kl. 9.25, ekki7.30, og stendur útsendingintil 11.25. Meira
11. ágúst 1995 | Íþróttir | 531 orð

Taugaspenna

EFSTU lið 1. deildar kvenna sem jafnframt eru ósigruð, Breiðablik og Valur, skildu jöfn 1:1 í Kópavoginum í gærkvöldi í síðari leik liðanna en sá fyrri fór einnig 1:1. Bæði lið hafa oft boðið uppá góða knattspyrnu í sumar en nú var annað upp á teningnum því leikurinn var lengst af mjög slakur og taugaspennan greinilega allsráðandi. Meira
11. ágúst 1995 | Íþróttir | 148 orð

Þriðja "drauma-liðið" valið

BÚIÐ er að velja hópinn í bandaríska "draumaliðið" fyrir Ólympíuleikana í Atlanta 1996 og eru þar fremstir í flokki miðherjarnir Hakeem Olajuwon, Shaquille O'Neal og David Robinson. Aðrir eru framherjarnir Karl Malone frá Utah Jazz, Scottie Pippen frá Chicago Bulls, Meira
11. ágúst 1995 | Íþróttir | 88 orð

(fyrirsögn vantar)

Baráttuleikur Skagastúlkur unnu sanngjarnan sigur, 2:1, á Stjörnunni í baráttuleik, þar sem þær voru sterkari. Áslaug Ákadóttir skoraði fyrist fyrir heimamenn, þegar hún lék á markvörð Stjörnunnar og sendi knöttinn í netið á 20 mín. Meira
11. ágúst 1995 | Íþróttir | 8 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

11. ágúst 1995 | Úr verinu | 323 orð

Bíða eftir að ísinn hopi

LOÐNUSKIPIN hafa flest gefist upp á loðnuleitinni og eru á heimleið. Ís hamlar enn leit á Kolbeinseyjarsvæðinu og segja skipstjórnarmenn að ekkert annað sé að gera en bíða eftir að hann hopi. Loðnuskipin hafa nú fínkembt stórt svæði allt austur af Langanesi og langleiðina vestur að Grænlandi en ekki orðið vör við loðnu. Meira
11. ágúst 1995 | Úr verinu | 223 orð

Gott að komast í blíðuna

STEFNT er að því að Óðinn haldi í Barentshaf þann 18.ágúst samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Nú er unnið að lagfæringum á skipinu og undirbúningi fararinnar. Ákveðið hefur verið að Kristján Þ. Jónsson, skipherra, fari með Óðinn í Smuguna líkt og í fyrra. Meira
11. ágúst 1995 | Úr verinu | 232 orð

"Samskiptin til fyrirmyndar"

NORSKA strandgæslan sótti á mánudag veikan sjómann um borð í Stakfell ÞH frá Þórshöfn, sem er að veiðum í Smugunni. Að sögn skipstjóra Stakfellsins voru samskiptin við Norðmennina góð. Ágætis veiði er nú hjá íslensku skipunum. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

11. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 137 orð

5 stjörnuhótel íKazakhstan

FYRIR dyrum er að opna fimm stjörnu hótel í Almata, höfuðborg fyrv. Sovétlýðveldisins Kazakhstan á næstunni. Þetta hótel er rekið af austurrísku Marco Polo-hótelkeðjunni. Þessi keðja á og rekur fimm önnur hótel í Sovétríkjunum gömlu, eitt í Pétursborg, í Tiblisi og Gudarai í Georgíu og tvö í Moskvu. Í hótelinu, sem mun heita Rachat Palace, eru 289 herbergi. Meira
11. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 38 orð

Blessaður og sæll/sæl á nokkrum tungumálum

SinhaleskaSri Lankakohomada NepaliNepaltapaalai kasto chha BúrmískaBúrmamin ga la baa Bahasa IndonesiaIndónesíaapa kabar FilipinoFilippseyjarkamusta PushtuAfganistanstera ma she BanglaBangladeshapnikaemen achen HebreskaÍsraelshalom aleikhum ArabískaArabalöndasalaam Meira
11. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 372 orð

Brennumenn og kraftakarlar

Tómas G. Ingólfsson er lærður húsasmiður og dvaldi meðal annars í þrjú ár í Bandaríkjunum og starfaði við þá iðn. Nú er hann kominn aftur á heimaslóðirnar í Vestur-Skaftafellssýslu og stundar áfram iðn sína en einnig er hann farinn að standa fyrir jeppaferðum frá Vík í Mýrdal upp um fjöll og firnindi. Meira
11. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 51 orð

Börn utanhjónabands leyfð

YFIRVÖLD á eyjunni St. Lucia í Karabíahafi ákváðu nýlega að fella úr gildi reglugerð nr. 23 frá 1968 um réttindi til kennslu. Samkvæmt henni átti að gera kennslukonur brottrækar starfi ef þær eignuðust tvö börn utan hjónabands. Frá þessu segir í riti útgefnu af stjórnvöldum þar í landi. Meira
11. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 144 orð

Elvis lifir­ á latínu

FINNSKUR rokksöngvari, Jukka Ammondt, sem hefur getið sér orð fyrir flutning gamalla rokklaga hefur nú gefið út nýjan geisladisk þar sem hann kyrjar vinsæl Elvis Presley-lög. Það væri í rauninni ekki í frásögur færandi nema að textinn hefur nú verið þýddur á latínu og hefur það ekki verið gert áður. Meira
11. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 339 orð

Fleiri í hestaferðumum Jökuldal

MUN MEIRA er um hestaferðir um Jökuldal í sumar en verið hefur undanfarin ár. Algengt er að hestamenn komi norðan úr landi ofan í dalinn af Jökuldalsheiði og leggi síðan upp á Fljótsdalsheiði áleiðis í Víðidal á Lónsöræfum. Meira
11. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 575 orð

Frömdu afbrot og sættu ofbeldi áður en þau fóru í meðferð vegna vímuefnavanda Ofbeldi og afbrot hluti af daglegu lífi þeirra

UNGLINGAR, sem fóru í áfengis- og vímefnameðferð á Tindum náðu allgóðum tökum á vandamáli sínu, samkvæmt könnun sem Páll Biering aðstoðardeildarstjóri gerði á árangri af meðferð þar. Nær allir, sem fóru í meðferð á Tinda, höfðu neytt kannabis-efna, eða 93% og hver einasti hafði neytt áfengis áður en hann fór í meðferð. Meira
11. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 173 orð

Gistimöguleikarí Aðaldal

GISTIKOSTIR í Aðaldal eru margir, en einn þeirra er Þinghúsið sem margir þekkja. Það var byggt á 3. áratugnum í landi Hólmavaðs og var um árabil samkomuhús og þingstaður sveitarinnar. Umhverfis eru stór tré sem ungmennafélagar gróðursettu um 1940 og mynda fallegan skóg. Meira
11. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 779 orð

Hún var valin nemandi ársins og gekk út með flestar viðurkenningarnar

Á útskriftardaginn tók hún á móti flestum þeim viðurkenningum sem veittar voru nemendum í fatahönnun við skólann The American college for the applied arts. Sveinbjörg María Pálsdóttir sem nýlega útskrifaðist frá þessum skóla sem er í Los Angeles í Bandaríkjunum var valin nemandi ársins í fatahönnun, kvöldklæðnaðurinn hennar hlaut verðlaun, Meira
11. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 34 orð

Hvað búa margir þar

landmillj. Kína1.206 Indland923 Bandaríkin262,8 Indónesía195,5 Brasilía163,2 Rússland149,7 Pakistan130,0 Japan125,4 Bangladesh122 Nígería99,3 Mexíkó88,0 Þýskaland82,3 Víetnam74,4 Filippseyjar67,3 Íran68,6 Tyrkland62,0 Thailand60,4 Bretland58, Meira
11. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 556 orð

Hver vill eiga heima í Alnetsþorpi?

ALNETINU (Internetinu) skýtur upp í fjölbreytilegasta samhengi þessa mánuðina og nú er farið að byggja Alnetsþorp. Í Bandaríkjunum eru að myndast byggðakjarnar, sérlega tengdir öllu, sem til þarf til að eiga greiðan aðgang að netinu. Og í miðaldaþorpi á Ítalíu, sem komið var í eyði, er verið að byggja upp Alnetsþorp. Meira
11. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 313 orð

Kennsludögum fjölgar hjá grunnskólanemendum í haust

NÁLÆGT fjögur þúsund sex ára börn eru að hefja skólagöngu í haust. Bæst hefur við ein kennslustund á viku hjá þessum aldurshópi þannig að í haust verða sex ára börn 26 tíma á viku í skóla í stað 25 stunda áður. Þau verða líka lengur í skólanum en tíðkast hefur undanfarin ár, mæta í byrjun september og hætta í lok maí. Meira
11. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 570 orð

Kristján Edwards á skapstyggan fíl í Nepal

KRISTJÁN Edwards kom fyrst til Nepal þegar hann var eins árs. Fjölskylda hans keyrði á Range Rover-jeppa frá London yfir Evrópu og hálfa Asíu með búslóð sína til þessa fjarlæga lands. Næstu árin bjó hann í Nepal mestan hluta ársins, á Tiger Tops- hótelinu sem faðir hans rak. Hann lék sér við börn nepalskra starfsmanna og lærði mál þeirra áður en hann varð mælandi á ensku. Meira
11. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 109 orð

Kvikmyndir geymdar áSuðurskautinu

KVIKMYNDIR eru mjög erfiðar í geymslu og þær eyðileggjast með tímanum séu þær ekki hafðar í kulda. Filmur af gamalli gerð eru sérlega viðkvæmar og jafnframt getur stafað af þeim eldhættu. Forráðamenn kvikmyndasafnsins í Canberra íhuga nú að flytja nokkrar af gersemum ástralskrar kvikmyndasögu til Suðurskautsins til varðveislu. Meira
11. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 83 orð

Með taxa á toppi

Borgarfjörður-Með taxa á toppinn gæti verið slagorð Kristjáns Kristjánssonar í Lindabæ, en hann hefur orðið sér út um réttindi til að aka og reka leigubifreið í Borgarfirði. Það sem er sérstakt við þennan leigubíl er að það er hægt að fara á jökultoppa. Leigubíllinn er af gerðinni Toyota Doublecab og er sérlega vel útbúinn til aksturs utan vega. Meira
11. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 811 orð

Með tilkomu skólans varð helmingsfækkun á innlögnum barna og ungmenna og veikindadögum hefur fækkað

TALIÐ er að um 16% þriggja ára barna hér á landi þjáist af astma. Eftir það fellur tíðnin og að meðaltali er álitið að um 5% Íslendinga þjáist af astma. Um árabil hefur fullorðnum verið boðið upp á astmafræðslu hér á landi, en sú fræðsla hefur farið fram á spítölum. Börn hafa á hinn bóginn ekki fengið skipulega fræðslu um sjúkdóminn. Meira
11. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 233 orð

Mýflug10 ára

MÝFLUG hf. í Mývatnssveit var stofnað 1985 og er því tíu ára. Afmælisins var minnst á aðalfundi félagsins í vor og er áformað að halda upp á þessi tímamót með flugdegi í Mývatnssveit. Félagið keypti í upphafi eina vél og hóf þegar flugrekstur. Starfsemin fólst í útsýnisflugi, kennslu og leiguflugi. Fljótlega festi félagið kaup á tveggja hreyfla flugvél vegna umsvifa í útsýnisflugi. Meira
11. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 223 orð

Mælt með að ungbörn sofi uppi í rúmi hjá foreldrum sínum

ÞAÐ hefur verið umdeilt hvort æskilegt sé að hafa ungbörn uppi í rúmi hjá foreldrum sínum og margir hafa verið hræddir við afleiðingar þess. Á ráðstefnu Alþjóðlegu brjóstagjafarsamtakanna La Leche League sem fyrir skömmu var haldin í Chicago kom fram að barnið þyrfti örvun frá móður sinni í framhaldi af meðgöngu til að þroskast eðlilega og því væri jákvætt að láta það sofa hjá sér. Meira
11. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 804 orð

Næsta stoppFæreyjar

OFT leitum við langt yfir skammt í ferðalögum. Það er algengast að sigla eða fljúga hratt framhjá frændum okkar í austri á vit fjarlægari slóða sunnar í Evrópu. Ekki er það alltaf veðrið sem ræður úrslitum því jafnvel á Mallorca getur sólin brugðist og suðrænt úrhelli ráðið ríkjum. Meira
11. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | -1 orð

Rauðubjörg gulli lituð

Egilsstöðum - Fjarðaferðir í Neskaupstað hafa starfað um nokkurt skeið og boðið skoðunarferðir um Norðfjarðarflóa, eyðifirðina Hellisfjörð og Viðfjörð. Þessar ferðir eru farnar daglega og tekur ferðin um 2 klst. Að sögn Guðmundar Yngvasonar hótelstjóra Egilsbúðar og eins aðstandenda Fjarðaferða, hefur skemmtiferðum fjölgað fram yfir skoðunarferðir. Meira
11. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 100 orð

Reyklaus hótelí Austurríki

YFIR fjörutíu hótel og gistihús í Austurríki hafa tekið sig saman og auglýsa sig reyklaus hótel. Sum bjóða upp á reyklaus herbergi, önnur reyklaus svæði og enn önnur banna alveg reykingar innan sinna veggja. Andreykingamönnum standa alls um 1.000 rúm til boða víðs vegar um Austurríki. Meira
11. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 208 orð

Shangri-la í Kuala Lumpur hótel ársins

HÓTEL Shangri-la í Kuala Lumpur í Malasíu hefur verið valið besta hótel í heimi 1995 af lesendum hins virta breska ferðablaðs Executive Travel. Þetta þykur tíðindum sæta; í fyrsta lagi eru ár og dagar frá því hótel í Malasíu hefur hreppt þennan titil og í öðru lagi eru ekki sjáanleg í næstu sætum hótel eins og Oriental í Bangkok og Mandariní Hong Kong sem árum saman hafa verið efst Meira
11. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 236 orð

Sýklar sem eru hættulegir fyrir kornabörnin

VERIÐ er að rannasaka tíðni svokallaðra keðjukokka, eða Haemolytic Streptococci grúppa B meðal þungaðra kvenna hér á landi. Að sögn Sigríðar Haraldsdóttur ljósmóður á göngudeild kvenna á Landspítalanum eru sýni tekin úr konum tvisvar á meðgöngu og er þær koma inn til fæðingar. Meira
11. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 194 orð

Uppselt í 3 af 16 ferðum til London

UPPSELT varð í þrjár ferðir til London af 16 á miðvikudag hjá ferðaskrifstofunni Heimferðum. Andri Már Ingólfsson, forstjóri segir að þá hafi alls selst um 450 sæti. "Þetta var algjör sprengja," sagði hann og bætti við að augljóst væri að öll sæti sem eru í boði í þessum ferðum myndu seljast upp og mjög hratt. Flogið með 737 Meira
11. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 702 orð

Útihús gerð upp sem gistiheimili

BÆNDUR hafa snúið sér í æ ríkari mæli að ferðaþjónustu á undanförnum árum og sumir hafa hætt búskap og innréttað útihúsin sem gistiheimili. Þrír bændur á hver á sínu landshorninu hafa snúið sér alfarið að ferðaþjónustu og nýta nú útihúsin sem gistiheimili fyrir ferðamenn. Meira
11. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 986 orð

Þar sem kanínurnar éta fífla með góðri lyst, geitur fúlsa við grasi og börnin háma í sig pönnukökur

KANÍNURNAR börðust um fíflablöðin sem börnin réttu fram og þannig hurfu þau eitt af öðru ofan í þær. Um svæðið spígsporaði rígmontinn og myndarlegur hani og hæna rölti í humátt á eftir honum. Hvolparnir voru ekki hressir með sinn stað í tilverunni, þeir vildu helst vera í fangi einhvers og mótmæltu kröftuglega ef þeir voru settir inn í sinn litla garð. Meira
11. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 213 orð

(fyrirsögn vantar)

Útivist Dagsferð laugardaginn 12. ágúst. Á laugardaginn er komið að 5. áfanga fjallasyrpunnar og að þessu sinni verður gengið á Skjaldbreiði(1060 m). Skjaldbreiður er fagurformuð hraundyngja norðaustur frá Þingvallasveit. Skjaldbreiður er stærsta eða næststærsta hraundyngja á Íslandi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.