Greinar laugardaginn 12. ágúst 1995

Forsíða

12. ágúst 1995 | Forsíða | 157 orð

Bylting í glímunni við glæpi

BRESKA lögreglan er að búa sig undir fyrstu handtökuna, sem er eingöngu byggð á DNA-sýni, er fannst á vettvangi. Skýrði talsmaður hennar frá þessu í gær og sagði, að DNA-upplýsingabankinn breski ætti eftir að valda byltingu í glímunni við glæpamenn. Meira
12. ágúst 1995 | Forsíða | 441 orð

Handtökur í Írak vegna landflóttans

SADDAM Hussein, forseti Íraks, hefur gefið fyrirmæli um að stuðningsmenn tveggja tengdasona hans, sem flúðu til Jórdaníu, verði handteknir, að sögn Hamids al-Bayati, fulltrúa Æðsta ráðs íslömsku andspyrnunnar í Írak (SCIRI) í Lundúnum. "Komið hefur til átaka og í nokkrum tilvikum var hleypt af byssum," sagði Bayati, sem vissi ekki hversu margir hefðu verið handteknir. Meira
12. ágúst 1995 | Forsíða | 181 orð

Kohl og Páfagarður mótmæla banni á krossum

MIKILAR deilur hafa brotist út vegna úrskurðar hæstaréttar Þýskalands um að krossar megi ekki hanga á veggjum í skólastofum í Bæjaralandi. Helmut Kohl kanslari bættist í hóp gagnrýnenda réttarins í gær og sagði að úrskurðurinn væri "óskiljanlegur". Meira
12. ágúst 1995 | Forsíða | 127 orð

Ræða friðarhugmyndir

ANTHONY Lake, öryggismálaráðgjafi Bills Clintons Bandaríkjaforseta, og Andrej Kozyrev, utanríkisráðherra Rússlands, munu hittast á morgun í Sotsí við Svartahaf til að ræða nýjar hugmyndir um friðarsamninga í ríkjum gömlu Júgóslavíu. Meira
12. ágúst 1995 | Forsíða | 107 orð

Vill heimsumhverfisráð

HELMUT Kohl, kanzlari Þýzkalands, segir heiminn sigla hraðbyri í átt að alls herjar umhverfisstórslysi og hefur lagt til að stofnað verði öflugt heimsumhverfisráð, áþekkt öryggisráði SÞ. Kohl sagði í viðtali við þýzka dagblaðið Bild, að taka yrði alvarlega orð vísindamanna, sem varað hafa við afleiðingum hækkandi lofthita á jörðinni og gera eitthvað í málinu. Meira

Fréttir

12. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

50 ára afmæli áætlunarflugs til Kaupmannahafnar

FYRSTA íslenska áætlunarfluginu til Kaupmannahafnar fyrir fimmtíu árum verður fagnað með athöfn á Kastrup- flugvelli hinn 25. ágúst, en þann dag var flugið farið árið 1945. Í áhöfninni voru þá Jóhannes R. Snorrason, Magnús Guðmundsson og Sigurður Ingólfsson og þeir koma einnig hingað nú til að halda upp á atburðinn. Meira
12. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 239 orð

Aldrei hægt að þakka nóg

ÁSTA Kristín Árnadóttir gekkst nýlega undir sína aðra nýrnaígræðslu í Boston og var útskrifuð af sjúkrahúsinu 1. ágúst. Ekki er ljóst hvenær henni verður leyft að koma heim, en sýnt þykir að aðgerðin hafi heppnast vel. Í gær afhenti Félag Árneshreppsbúa í Reykjavík fjölskyldunni rúmar 400 þúsund krónur, sem er afrakstur söfnunar sem félagið hefur staðið fyrir. Meira
12. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 676 orð

Aukin samvinna til góðs

FYRIR um þremur árum bauð Michael Heseltine aðstoðarforsætisráðherra Englands, þá viðskiptaráðherra og forseti breska viðskiptaráðsins, breskum fyrirtækjum að leggja fram krafta 100 framámanna í bresku viðskiptalífi, í því skyni að hleypa af stokkunum miklu kynningar- og viðskiptaátaki á 80 helstu markaðssvæðum Englands í heiminum. Meira
12. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 150 orð

Átökum í Angólu lokið?

JONAS Savimbi, leiðtogi skæruliðasamtakanna UNITA, lýsti í gær yfir því að borgarastyrjöldinni, sem staðið hefur í 19 ár í Angóla, væri nú lokið. Fyrr í gær var greint frá því að Savimbi hefði þegið boð um að verða varaforseti í samsteypustjórn landsins. Meira
12. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 790 orð

Bílar eru meira en bíladella

Mótor, nýtt alhliða mótorrit hefur hafið göngu sína og eru ritstjórar og helstu eigendur tímaritsins þeir Þórhallur Jósepsson og Ari Arnórsson. Að sögn Þórhalls er markmiðið að blaðið komi út annan hvern mánuð og á það að fjalla um flest það sem lýtur að bifreiðum og bifreiðaíþróttum. Meira
12. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 93 orð

Burtfarardagar að Burstarfelli

Vopnafirði-Um verslunarmannahelgina voru haldnir burtfarardagar að Burstarfelli í Vopnafirði en það er gamall torfær sem búið var í fram að árinu 1966. Sýndar voru gamlar vinnuaðferðir svo sem smíðar á skeifum, sláttur með orfi og ljá, lummubakstur á hlóðum og vegghleðsla. Meira
12. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 83 orð

Börnum boðið í Elliðaár

STJÓRN Stangaveiðifélagsins hefur boðið öllum börnum í félaginu á aldrinum 7 til 12 ára í Elliðaárnar til veiða eftir hádegið á þriðjudag. "Við erum að reyna að leggja meiri áherslu á þá yngri í félaginu. Gera meira fyrir veiðimenn framtíðarinnar," sagði Bjarni Júlíusson, stjórnarmaður hjá SVFR. "Krökkunum verður skipt upp í hópa og góður leiðsögumaður látinn leiða hvern hóp. Meira
12. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 458 orð

Engin slys á fólki en flugvélin skemmdist mikið

TVEGGJA sæta kennsluflugvél varð fyrir vélarbilun og nauðlenti á kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni síðdegis í gær. Tveir voru um borð í vélinni og sakaði þá ekki. Vélin er allmikið skemmd. Ekki er ljóst hvað olli vélarbiluninni. Meira
12. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 140 orð

Enn árekstur á einbreiðri brú

FERNT var flutt slasað á sjúkrahúsið á Sauðárkróki eftir mjög harðan árekstur tveggja fólksbíla sem varð á einbreiðri brú yfir Djúpadalsá í Blönduhlíð síðdegis í gær. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki slapp fólkið með minniháttar beinbrot og mar eftir öryggisbelti, sem talin eru hafa bjargað því að fólkið slasaðist ekki meira en raun varð á. Meira
12. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 975 orð

Farið verður yfir allt öryggi á sundstöðum

SÚ HUGMYND kom fram á fundi framkvæmdastjóra Íþrótta- og tómstundaráðs með forstöðumönnum sundstaðanna í Reykjavík að farið yrði yfir allan öryggisbúnað og gæslu á sundstöðum Reykjavíkurborgar í september. Herdís Storgaard, barnaslysafulltrúi, hefur verið beðin um að vinna að úttektinni með forstöðumönnunum. Meira
12. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 378 orð

Fimm norsk ungmenni fórust

FIMM Norðmenn fórust þegar Boeing-þota þota Aviateca flugfélagsins í Guateamala, á leið frá Miami til Costa Rica, fórst aðfaranótt fimmtudagsins skammt frá borginni San Salvador í El Salvador, en þar stóð til að millilenda. Meira
12. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 942 orð

Fjármunir í bótasjóði "eign" tjónþola ekki tryggingafélaga

FORSTJÓRAR Sjóvá- Almennra, VÍS og Tryggingamiðstöðvarinnar hafna því að fjöldi dauðaslysa sé mælikvarði á slysatíðni. Þeir telja tölur tryggingafélaganna um slysatíðni og fjölda tjóna einar marktækar og samanburðarhæfar en á þeim sé byggt þegar iðgjöld eru ákvörðuð. Meira
12. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 130 orð

Fjársöfnun Hjálparstofnunar aðventista

HIN árlega fjársöfnun Hjálparstarfs aðventista hefst núna í næstu viku. Hús og fyrirtæki á allri landsbyggðinni munu verða heimsótt og öllum þannig gefið tækifæri til að hjálpa þar sem neyðin er stærst. Meira
12. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 403 orð

Fjórir á vakt á kvöldin og sunnudögum

FIMM starfsmenn eru á vakt í Vesturbæjarlauginni frá kl. 7 til kl. 20 alla virka daga og mestan hluta laugardaga. Hins vegar eru starfsmenn aðeins fjórir, einn í afgreiðslu, tveir á böðum og einn við laugargæslu, á tímabili á laugardögum, á sunnudögum og milli kl. 20 til 22 á virkum dögum. Baðvörður á karlabaði lítur eftir baði og sundlaug ef sundlaugarvörður þarf að bregða sér frá. Meira
12. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 261 orð

Fjölmiðlar ýkja hætturnar og gefa ranga mynd

MILLI þrjátíu og fjörutíu Íslendingar starfa um þessar mundir á vegum Sameinuðu þjóðanna í Bosníu og Króatíu. Einn þeirra er Snorri Vignisson, sem sagði í viðtali við Morgunblaðið að fréttaflutningur sá, sem bærist almenningi, gæfi ýkta mynd af ástandinu. Meira
12. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 237 orð

Fjölskyldudagur í Fjölskyldugarðinum

FJÖLSKYLDUDAGUR verður haldinn í Fjölskyldugarðinum í Reykjavík í dag, laugardaginn 12. ágúst, í boði Skeljungs hf. og Shell Íslandsmótsins í poxi. Aðgangur verður ókeypis bæði í Fjölskyldugarðinn og Húsdýragarðinn. Fjöldi skemmtikrafta, íþróttamanna og tónlistarmanna kemur við sögu. Þá verður keppt til úrslita í Íslandsmótinu í poxi. Meira
12. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 172 orð

Forræði yfir snyrtingu ekki skilyrði

UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að matsnefnd áfengisveitingahúsa hafi ekki verið heimilt að synja veitingastað um leyfi til áfengisveitinga á þeirri forsendu að staðurinn hefði ekki forræði yfir húsnæði snyrtingar, sem ætluð er gestum. Meira
12. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 315 orð

Framleiðir gangstéttarhellur og skrautsteina

Selfossi-Hellusteypa Selfoss er nýstofnað fyrirtæki sem framleiðir gangstéttarhellur og skrautsteina af ýmsum gerðum ásamt því að taka að sér hellulagnir og lóðaframkvæmdir, frá hönnun til lokafrágangs. Óhætt er að segja að fyrirtækið hafi fengið fljúgandi start því viðtökur hafa verið mjög góðar að sögn Ólafs Þ. Ólafssonar eiganda fyrirtækisins. Meira
12. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 189 orð

"Framtíðarsýn" í Ódáðahrauni

LANDVERÐIR í Herðubreiðarlindum standa þessa dagana fyrir gjörningi sem þeir kalla "Framtíðarsýn", en þeir hafa reist þrjú þriggja metra há stauravirki með línum á milli í Neðra-Lindahvammi til að mótmæla fyrirhugaðri lagningu háspennulínu frá Fljótsdalsvirkjun á þessum slóðum. Meira
12. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 112 orð

Fundur vegna álvers á mánudag

VINNUVEITENDASAMBAND Íslands hefur óskað skriflega eftir fundi með fulltrúum starfsmanna álversins í Straumsvík og er fundurinn ákveðinn á mánudaginn kemur, 14. ágúst, klukkan þrjú. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, segir að á miðvikudaginn var hafi formlega verið óskað eftir fundi með starfsmönnum og sú ósk verið staðfest skriflega í gær eftir að þess hafi verið óskað. Meira
12. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 130 orð

Færri sóknardagar

NÚ LIGGUR fyrir að sóknardögum smábáta fækki enn á næsta fiskveiðiári, frá því sem upphaflega var áætlað, vegna þess að afli sóknardagabáta er talsvert meiri á þessu fiskveiðiári en ráðgert var. Sóknardagar á næsta fiskveiðiári verða 100 en áður var talið að þeir yrðu 106. Meira
12. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 136 orð

Garcia minnst í San Francisco

MIKIL sorg ríkir nú í San Francisco og á Alnetinu (Internetinu) vegna andláts gítarleikarans og söngvarans Jerry Garcia, sem var driffjöður hljómsveitarinnar Grateful Dead. Aðdáendur Garcia flykktust til Haight-Ashbury hverfisins í San Francisco þar sem blómabörnin áttu upptök sín á sjöunda áratugnum og hljómsveitin Grateful Dead kom fyrst fram fyrir 30 árum. Meira
12. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 252 orð

Helga Bryndís leikur verk Hafliða

HELGA Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari leikur verk eftir Hafliða Hallgrímsson á tónleikum í Listasafninu á Akureyri annað kvöld sunnudaginn 13. ágúst og hefjast þeir kl. 20.30. Á þessum tónleikum flytur Helga Bryndís öll verk sem Hafliði hefur samið fyrir einleikspíanó. Meira
12. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 166 orð

Hólahátíð á sunnudag

HIN árlega Hólahátíð fer fram að Hólum í Hjaltadal sunnudaginn 13. ágúst kl. 14. Dagskrá Hólahátíðarinnar skiptist að venju í guðsþjónustu og hátíðarsamkomu. Fyrirlesari hátíðarsamkomunnar er að þessu sinni prófessor Helga Kress og fjallar hún um Guðnýju Jónsdóttur frá Klömbrum, líf hennar og ljóð. Guðný frá Klömbrum í Þingeyjarsýslu fæddist árið 1804 og dó 1836. Meira
12. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 238 orð

Hundadagagleði Torgara

Húsavík-Átthagafélag Torgara á Húsavík, sem stofnað var 1992 og hélt upp á eftirminnilega hátíð, ætlar nú að efna aftur til útifagnaðar, sem nefnist Hundadagagleði 1995, og halda á laugardaginn 19. ágúst á Rauðatorginu, eins og svæði frumbyggjanna var upphaflega kallað. Meira
12. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 592 orð

Hvellur í Vopnafirðinum

VEIÐI fór illa af stað í stærri ánum í Vopnafirði í sumar og lítið veiddist af stórlaxi framan af. Þegar við bættust niðurstöður fiskifræðinga úr gönguseiðamælingum í Vesturdalsá í fyrra voru horfur að sönnu ekki góðar. En síðustu tvær vikurnar má segja að hvellur hafi verið í ánum, ekki síst Selá, en einnig Hofsá og Vesturdalsá. Meira
12. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 397 orð

Hvetja til hertra laga um stjórnun fiskveiða

BANDARÍSKA dagblaðið The New York Times birti á fimmtudag leiðara um niðurstöðu úthafsveiðiráðstefnunnar í New York, sem lauk í síðustu viku, og segir að nú ríði á að þjóðir heims taki sér tak innan eigin fiskveiðilögsögu og hætti að niðurgreiða ofvaxna skipaflota. Skorað er á Bandaríkjaþing að ganga á undan með góðu fordæmi og herða lög um stjórnun fiskveiða og verndun fiskistofna. Meira
12. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 276 orð

Hægt að draga til ábyrgðar fyrir kæruleysi

GUÐMUNDUR Eiríksson, umdæmisstjóri Vinnueftirlits ríkisins í Reykjavík, segir í gildi sérstaka reglugerð um hefti- og naglabyssur. Morgunblaðið greindi frá því í gær að drengur hefði sprengt í sér hljóðhimnu þegar púðurskot, sem hann hafði fundið og var að leika sér að, sprakk. Skothylki hafa fundist við hús í byggingu í Grafarvogi en skotið sem drengurinn var með fannst grafið við heimili hans. Meira
12. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 546 orð

Höfundarréttur myndverka tryggður

MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur nýlega staðfest, í fyrsta skipti, gjaldskrá Myndstefs, höfundarréttarsamtaka myndhöfunda, vegna endurbirtinga á myndverkum. Nær gjaldskráin til endurbirtinga myndverka alls staðar nema í sjónvarpi, tímaritum og dagblöðum. Viðræður standa yfir milli Myndstefs og Sjónvarpsins um reglur og gjaldskrá vegna endurbirtinga í sjónvarpi. Meira
12. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 47 orð

Hörð barátta

ÞAÐ var hart barist á heimagerða fótboltavellinum sem strákarnir í Litluhlíð og Seljahlíð í Glerárhverfi á Akureyri útbjuggu. Eftir vel heppnað dagsverk við vallargerðina efndu drengirnir til keppni milli gatnanna tveggja og að sjálfsögðu var allt lagt í sölurnar til að ná sigri. Meira
12. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 99 orð

Ís 68 mílur frá Grímsey

FLUGVÉL Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, fór í gær í eftirlits- og ískönnunarflug á miðunum úti fyrir Vestur- og Norðurlandi, og reyndist ísinn þá vera næst landi 68 sjómílur norður af Grímsey. Að sögn Þórs Jakobssonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands, er nú minna um ís yfir Dohrnbanka og á sundinu milli Íslands og Grænlands en fyrr í sumar, Meira
12. ágúst 1995 | Miðopna | 1359 orð

Kanna þarf hvernig framkvæmd GATT hefur tekist

ÁSTÆÐUR mikillar hækkunar grænmetis sem Hagstofan mælir í vísitölu neysluverðs milli júlí- og ágústmánaðar má einkum rekja til samverkandi áhrifa þess að ný íslensk uppskera grænmetis er að koma á markað og að heimildir til tollverndar íslenskrar framleiðslu í samræmi við lög um Alþjóðaviðskiptastofnunina, sem tóku gildi 1. Meira
12. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 93 orð

Kirkja og börn í borg

SUMARNÁMSKEIÐ Dómkirkjusafnaðar fyrir börn á aldrinum 6­10 ára hafa nú unnið sér fastan sess í borgarlífinu. Næsta námskeið hefst mánudaginn 21. ágúst nk. og stendur til föstudagsins 25. ágúst en lýkur formlega með fjölskylduguðsþjónustu í Dómkirkjunni sunnudaginn 27. ágúst kl. 11. Meira
12. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 315 orð

Kína ögrar Taiwan með flugskeytatilraunum

VERÐBRÉFAMARKAÐIR á Taiwan tóku dýfu í gær, föstudag, eftir að Kína hafði tilkynnt um nýjar tilraunir með stýriflaugar, sem þeir láta springa í sjónum skammt frá Taiwan-eyju. Taiwanskir embættismenn reyndu að dreifa áhyggjum fólks vegna tilraunanna. Meira
12. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 476 orð

Kynna líf og starf bænda

BÆNDUR á 55 bæjum um land allt bjóða landsmönnum heim til sín næstkomandi sunnudag, 13. ágúst, klukkan 13-20. Sérstök áhersla verður lögð á að koma til móts við börnin og gefa þeim kost á að kynnast sveitalífi í einn dag. Gagnvart fullorðnum er megintilgangur þessa átaks að gefa fólki í þéttbýli kost á að kynnast lífi og kjörum af eigin raun. Meira
12. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 87 orð

Kæra Samvinnuferðir

ÍSLENSKA auglýsingastofan hefur kært Samvinnuferðir-Landsýn til Samkeppnisstofnunar vegna auglýsingar sem birtist í Morgunblaðinu. Auglýsingin var um ódýr fargjöld til Ósló Íslenska auglýsingastofan telur að Samvinnuferðir-Landsýn hafi brotið ákvæði samkeppnislaga og fyrirmæli Samkeppnisstofnunar vegna þess að í auglýsingunni hafi verið lögð megináhersla á að verð fargjaldanna væri 6. Meira
12. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 268 orð

Landsbjörg sýndi tæki sín í Hollandi

Á 18. ALHEIMSMÓTI skáta (18th World Jamboree) sem haldið er í Hollandi dagana 1.­11. ágúst er starfsemi Landsbjargar, landssambands björgunarsveita, sérstaklega kynnt. Um 30 Landsbjargarfélagar sjá um að kynna starfsemi björgunarsveitarinnar en margar björgunarsveitir Landsbjargar eiga rætur sínar að reka til skátahreyfingarinnar. Meira
12. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 154 orð

Lágmarkskvótar voru víða búnir

ÁSTÆÐUR mikillar hækkunar grænmetis í júlí eru m.a. að ný íslensk uppskera grænmetis kom á markað á sama tíma og byrjað var að nýta heimildir til tollverndar. Þær heimildir voru nýttar í ríkum mæli. Kvótar til innflutnings á grænmeti á lágmarkstollum voru í mörgum tilvikum á þrotum og voru vörurnar eins og kartöflur því fluttar inn á hærri tollum. Meira
12. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 346 orð

Líklegt að Frakkar fallist á sérfræðingafund

HUGSANLEGT er að frönsk stjórnvöld fallist á mánudag á ítrekaða beiðni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um fund evrópskra kjarnorkusérfræðinga um fyrirhugaðar kjarnorkutilraunir Frakklands í Suður-Kyrrahafi. Að sögn Costas Verros, talsmanns framkvæmdastjórnarinnar eru "merki um að svar komi frá París á mánudag" og að svarið verði jákvætt. Meira
12. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 261 orð

Mannréttindavaka og mannréttindabrot

HUNDRUÐ félaga í Amnesty International hvaðanæva úr heiminum sýna stuðning sinn við aukna baráttu fyrir mannréttindum í Austur- og Mið-Evrópu, við upphaf heimsþings samtakanna í Slóveníu í þessari viku. Meira
12. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 61 orð

Messur

AKURERYARPRESTAKALL: Guðsþjónusta verður í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudaginn 13. ágúst kl. 11.00. Guðsþjónusta verður á Hjúkrunardeild aldraðra, Seli sama dag kl. 14.00. GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta annað kvöld, sunnudagskvöldið 13. ágúst kl. 21.00. HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma kl. 20.00 annað kvöld. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Samkoma í umsjá ungs fólks kl. 20. Meira
12. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 145 orð

Mótorhjólasýning í Kolaportinu

HJÓLAHÁTÍÐ verður haldin í Kolaportinu um helgina þar sem boðið verður upp á sýningu á mótorhjólum á vegum Bifhjólasamtaka lýðveldisins og skemmtilegar uppákomur s.s. áhættuakstur á mótorhjólum á laugardeginum og reiðhjólaþrautir fyrir börn, unglinga og fullorðna á sunnudeginum. Meira
12. ágúst 1995 | Miðopna | 1312 orð

Nauðsynlegar vegabætur eða úrelt vinnubrögð?

BORGARFJARÐARBRAUT Nauðsynlegar vegabætur eða úrelt vinnubrögð? Íbúar í Borgarfirði eru ekki allir sáttir við fyrirhugaða lagningu nýrrar Borgarfjarðarbrautar. Meira
12. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 175 orð

Námskeið í áfallahjálp

REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir tveggja daga námskeiði í áfalla- og stórslysasálarfræði (sálræn skyndihjálp) 15. og 16. ágúst nk. Kennt verður frá kl. 20­23 báða dagana. Námskeiðið er ætlað fyrir alla þá sem hafa áhuga á áfalla- og stórslysasálarfræði og eru eldri en 15 ára. Væntanlegir þátttakendur þurfa ekki að hafa neina fræðilega þekkingu né reynslu á þessu sviði. Meira
12. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 170 orð

Rætt um nýjan fiskveiðisamning

VIÐRÆÐUR fulltrúa Evrópusambandsins og Marokkós um nýjan fiskveiðisamning hófust í Brussel í gær. "Ég er ánægð með að viðræðurnar skuli vera hafnar að nýju, það sýnir vilja beggja aðila til að nýtt samkomulag komist til framkvæmda, sem ég vona að verði þann 1. september," sagði Emma Bonino, sem fer með fiskveiðimál í framkvæmdastjórn ESB við upphaf viðræðnanna. Meira
12. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 298 orð

Samkeppnisráð skilyrðir tengsl Esso og Olís

SAMKEPPNISRÁÐ hefur sett skilyrði fyrir samstarfi Olíufélagsins (Esso) og Olís, vegna kaupa Esso og Texaco á 45,5% hlut í Olís, og stofnun sameiginlegs dreifingarfyrirtækis Olís og Esso í framhaldi af þeim. Eitt helsta skilyrðið felur í sér, að stjórnarmenn í Olís verði óháðir Esso. Meira
12. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 46 orð

SIGURÐUR ÓSKARSSON

SIGURÐUR Óskarsson frá Krossanesi í Skagafirði er látinn níræður að aldri. Sigurður var þekktur hestamaður og hagyrðingur. Hann stofnaði hestamannafélagið Stígandi árið 1945 og var formaður þess í 20 ár. Eiginkona Sigurðar var Ólöf Ragnheiður Jóhansdóttir, en hún lést 1991. Þau eignuðust þrjár dætur. Meira
12. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 74 orð

Skilti skall á bíl

LÖGREGLAN í Reykjavík óskar eftir að hafa tal af vitnum, sem sáu þegar umferðarmerki skall utan í fólksbíl á Hringbraut, á móts við Björnsbakarí, um kl. 14 mánudaginn 17. júlí. Kona ók bíl sínum austur Hringbraut og á móts við bakaríið skall skiltið utan í hlið bílsins. Götusópur var á ferð við skiltið þegar óhappið varð. Meira
12. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 94 orð

Skoðunarferð út í Akurey

ÁHUGAFÓLK um sjóferðir stendur fyrir eyjarferð í dag, laugardag 12. ágúst. Fyrir valinu varð skoðunarferð út í Akurey á Kollafirði. Mæting í Hafnarhúsportinu kl. 17. Þaðan verður gengið um borð í f/b Skúlaskeið og siglt "út Álinn" að Akurey. Farið verður í land á gúmmíbátum og gengið í kringum eyna. Meira
12. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 82 orð

Skotleikar í Miðmundardal

SKOTLEIKAR verða haldnir laugardaginn 12. ágúst og byrja kl. 10 árdegis á skotsvæði Skotreyn í Miðmundardal (farið upp hjá sprengiefnageymslum við Rauðavatn). Þetta er fjórða árið í röð sem skotleikarnir eru haldnir. Í fyrra voru keppendur yfir 40. Sú nýbreytni er í keppninni í ár að í þeirri grein þar sem skotið er með stórum rifflum verður skotið á hreyfanlegt mark, þ.e. Meira
12. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 317 orð

Skógardagurinn haldinn í dag

SKÓGARDAGURINN verður haldinn í dag á 33 stöðum á landinu, en hann er helgaður náttúruverndarári Evrópu. Það eru skógræktarfélögin á hverjum stað sem halda daginn hátíðlegan og kynna starfsemi sína. Meira
12. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 530 orð

Stefnt að brottför um helgina

"ÞAÐ er allt klappað og klárt. Við erum að vinna að því að Atlantic Princess haldi til veiða annað kvöld, [í kvöld]. Ef það gengur ekki fer hún á sunnudag eða mánudag," segir Jörmundur Vagadal, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Macmar Management, sem gerir út togarana Atlantic Princess og Atlantic Queen, en þeir hafa verið í Hafnarfjarðarhöfn í tvo mánuði. Meira
12. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 872 orð

Stöndum í einu og öllu við okkar niðurstöðu

Dr. SIGRÍÐUR Dúna Kristmundsdóttir, dósent í mannfræði og fyrrverandi þingkona Kvennalistans, segir að útkoma Kvennalistans í síðustu alþingiskosningum sé staðfesting á þeim niðurstöðum sem hún og dr. Inga Dóra Björnsdóttir komust að í grein um Kvennalistann sem birtist í The European Journal of Women's Studies . Hún segir þær standa við niðurstöður greinarinnar í einu og öllu. Meira
12. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 866 orð

Svart/hvít geimverugleði

Höfundur: Richard O'Brien. Þýðing: Veturliði Guðnason. Leikstjóri: Baltasar Kormákur. Aðstoðarleikstjóri: Ari Matthíasson. Tónlistarstjórn: Þorvaldur B. Þorvaldsson. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Lýsing: Sigurður Kaiser. Hljóð: Ívar Ragnarsson og Steingrímur Árnason. Brellur: Eggert Ketilsson. Dansar: Ástrós Gunnarsdóttir. Búningahönnun: Filippía Elísdóttir. Förðun: Sigríður Rósa Bjarnadóttir. Meira
12. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 293 orð

SÞ vilja fá að kanna málið í Srebrenica

SAMEINUÐU þjóðirnar hafa krafist þess að fá aðgang að ákveðnum svæðum í Austur-Bosníu en loftmyndir, sem Bandaríkjamenn hafa tekið, benda til, að stórar fjöldagrafir séu við bæinn Srebrenica, sem Serbar ráða nú. Forseti Alþjóðanefndar Rauða krossins sagði í gær, að 6.000 múslima væri saknað á þessu svæði en taldi ekki nægilega sannað enn, að Serbar hefðu myrt allt fólkið. Meira
12. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 91 orð

Söfnun fyrir heimilisfólkið á Þormóðsstöðum

STOFNAÐUR hefur verið tékkareikningur nr. 1533 í Sparisjóði Vestur-Húnavatnssýslu til styrktar Petreu Hallmannsdóttur og Agli Þórólfssyni, Þormóðsstöðum í Sölvadal, í kjölfar náttúruhamfaranna þar í sumar þegar aurskriður hrifu með sér mikið af túnum og rafstöð bæjarins. Meira
12. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 347 orð

Um þrjú þúsund gestir á dag þegar mest er

GESTIR í Lystigarðinum á Akureyri hafa aldrei verið fleiri en í sumar en áætlað er að þegar þeir eru flestir séu þeir allt upp í þrjú þúsund á dag. Björgvin Steindórsson forstöðumaður Lystigarðsins á Akureyri sagði að mikill fjöldi kæmi í garðinn en ekki væru til nákvæmar tölur, af og til fer fram talning og áætlað út frá henni. Meira
12. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 288 orð

Útflutningur á norskum laxi eykst ÚTFL

ÚTFLUTNINGUR Norðmanna á eldislaxi hefur aukist verulega en verðlækkun hefur orðið á mörkuðunum. Útflutningurinn á ferskum laxi jókst um 22% á fyrri helmingi ársins miðað við sama tíma í fyrra og frystum laxi um 65%. Talið er að þessi aukni útflutningur sé ástæða verðlækkunarinnar. Meira
12. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 54 orð

Útimarkaður á Borg í Grímsnesi

ÚTIMARKAÐUR verður haldinn á Borg í Grímsnesi sunnudaginn 13. ágúst og hefst hann kl. 14. Meðal þess sem boðið verður upp á er tombóla, hestaleiga fyrir börnin, kaffisala, "street ball" körfubolti og útigrill. Það er Kvenfélagið í Grímsnesi, Ungmennafélagið Hvöt og Lionsklúbburinn Skjaldbreiður sem standa að útimarkaðinum. Allir velkomnir. Meira
12. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 179 orð

Varað við lokunum geðdeilda

Í RITSTJÓRNARGREIN nýjasta tölublaðs Læknablaðsins er þungum áhyggjum lýst yfir þeirri stefnu sem niðurskurðurinn í heilbrigðisþjónustunni hafi tekið, þegar byrjað sé að loka geðdeildum. Eindregið er varað við afleiðingum slíkra aðgerða. Meira
12. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 164 orð

Væta yrði vel þegin

STÖÐUGIR þurrkar hafa verið hér í sveit um þriggja vikna skeið og nánast ekkert rignt. Hefur þetta haft mikil áhrif á háarsprettu sem er frekar lítil. Vökva túnin Margir bændur fremst í Eyjafjarðarsveit hafa gripið til þess ráðs að vökva tún sín með vatni úr Eyjafjarðará. Nota þeir stórvirka mykjutanka til verksins. Meira

Ritstjórnargreinar

12. ágúst 1995 | Staksteinar | 294 orð

ÁbyrgðKróatíu

DANSKA blaðið Berlingske Tidende fjallar í leiðara um ábyrgð hinna króatísku sigurherra, nú er serbneskt lið hefur verið hrakið frá Krajínu. Flóttamannastraumurinn frá Krajínu verði stöðvaður Meira
12. ágúst 1995 | Leiðarar | 788 orð

leiðariÚTLENDINGAR OG ATVINNULEYSI ORGUNBLAÐIÐ skýrði frá þ

leiðariÚTLENDINGAR OG ATVINNULEYSI ORGUNBLAÐIÐ skýrði frá því síðastliðinn miðvikudag að frá því að núverandi félagsmálaráðherra, Páll Pétursson, tók við embætti, hefði nánast verið tekið fyrir atvinnuleyfi til útlendinga frá öðrum ríkjum en aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, Meira

Menning

12. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 102 orð

Borg á batavegi

KÆRASTAN hans Björns Borg, Kari Bernhardt, segir að þau hjónaleysin hafi rætt um að ganga í hjónaband og séu nokkuð tvístígandi um hvað þau vilji í þeim efnum. Hún ætlar þó að segja já ef hann ber upp bónorðið. Bernhardt sem er 23 ára gömul Texasmær og Björn, 39 ára, hafa verið saman í tæp fjögur ár. Meira
12. ágúst 1995 | Menningarlíf | 625 orð

"Ég er eins og spákona sem rýnir í kristalskúlu"

ÍGERÐARSAFNI, Listasafni Kópavogs, sýnir Gunnar Karlsson olíumálverk. Verkin eru stór og litrík og er ekki laust við að áhorfanda verði eilítið hverft við þegar hann gengur í salinn því myndefnin eru harla óvenjuleg þó manneskjan sé ávallt þar fremst í flokki umkringd ávöxtum, trjám, blómum og dýrum. Meira
12. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 75 orð

Forsýning í Regnboganum

REGNBOGINN forsýnir myndina Dolores Claiborne sunnudaginn 13. ágúst kl. 21 en myndin er gerð eftir skáldsögu Stephen King. Með aðalhlutverk fara Cathy Bates, Jenifer Jason-Leigh og Christopher Plummer. Leikstjóri er Taylor Hucleford. Meira
12. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 196 orð

Háskólabíó sýnir myndina Franskur koss

HÁSKÓLABÍÓ hefur hafið sýningar á kvikmyndinni "French Kiss" eða Franskur koss með þeim Meg Ryan og Kevin Kline í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um Kate og Charlie, ungt og ástfangið par í Kanada, sem lífið virðist leika við. Meira
12. ágúst 1995 | Menningarlíf | 154 orð

Hilmar Oddsson á Norsku kvikmyndahátíðina.

NORSKA KVIKMYNDAHÁTÍÐIN verður haldin í Haugasundi dagana 19. til 26. ágúst næstkomandi. Hátíðin er nú haldin í 23. sinn og munu fjölmargar nýjar norrænar kvikmyndir verða kynntar. Meðal þeirra er mynd Hilmars Oddssonar, Tár úr steini, sem byggð er á ævi Jóns Leifs, tónskálds. Meira
12. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 112 orð

Nýjar Grant myndir

HUGH Grant er ekki af baki dottin þrátt fyrir áfallið á Hooywood Boulevard fyrr í sumar. Um þessar mundir er verið að taka upp nýja kvikmynd þar sem hann og Robet Downey Jr. leika aðalhlutverkin. Myndin gerist á 17. öldinni og leikur Grant mann að nafni Finn. Meira
12. ágúst 1995 | Menningarlíf | 106 orð

Nýjar plötur ÚT ER komin geislaplatan Wishing Wel

ÚT ER komin geislaplatan Wishing Well ­ Óskabrunnurinn . Aðallagahöfundur er Óskar Guðnason og samdi hann helming texta ásamt Ingólfi Steinssyni sem einnig er lagasmiður í einu lagi ásamt Óskari. Útsetning laganna var í höndum Geirs Gunnarssonar og sá hann jafnframt um upptökur sem fram fóru í Canberra í Ástralíu. Meira
12. ágúst 1995 | Menningarlíf | 258 orð

Ný steinþrykk og nýjasta málverkið

LAUGARDAGINN 12. ágúst verður opnuð á Listasumri á Akureyri sýning á verkum Braga Ásgeirssonar en hann er um þessar mundir gestur í nýlega opnaðri gestavinnustofu á Akureyri. Bragi er löngu landsþekktur myndlistarmaður og hefur haldið fjölda einkasýninga bæði hér heima og erlendis auk þess að taka þátt í samsýningum. Meira
12. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 99 orð

Óli Barðdal Norðurlandsmeistari

Óli Barðdal Norðurlandsmeistari Blönduósi. Morgunblaðið. Norðurlandsmótið í golfi var haldið á Blönduósi og Skagaströnd dagana 6. og 7. ágúst. Keppendur voru tæplega áttatíu og komu víða að af Norðurlandi. Óli Barðdal frá Sauðárkróki var Norðurlandsmeistari og lék holurnar 36 á 161 höggi. Meira
12. ágúst 1995 | Myndlist | 925 orð

Pílagrímsferð í hraunið

Páll Guðmundsson Opið alla daga ­ gestir noti eigin ljósfæri Aðgangur ókeypis Á ÞESSARI öld hafa listamenn í vaxandi mæli leitað með verk sín út fyrir þann ramma sem hefðin hefur markað myndlistinni sem sýningarvettvang, og í stað sýningarsala leitað beinna tengsla við náttúruna. Meira
12. ágúst 1995 | Menningarlíf | 63 orð

Síðasta sýningarhelgi í Nýlistasafninu

KOMIÐ er að síðustu sýningarhelgi fjögurra sýninga sem staðið hafa yfir í sölum Nýlistasafnsins, Vatnsstíg 3b í Reykjavík. Sýnendur í aðalsölum eru Frederike Feldman, Frank Reitenspiess og Markus Strieder frá Þýskalandi og Gunilla Bandolin frá Svíþjóð. Harpa Árnadóttir er gestur safnsins í setustofu að þessu sinni. Sýningarnar eru opnar daglega frá kl. Meira
12. ágúst 1995 | Menningarlíf | 287 orð

Spírall á tónskáldaþingi

TÓNLISTARSTJÓRAR yfir þrjátíu útvarpsstöðva víðs vegar í heiminum kynntu fyrr í sumar sextíu og eitt tónverk jafnmargra tónskálda á hinu árlega tónskáldaþingi Alþjóðatónlistarráðsins í höfuðstöðvum Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, í París. Meira
12. ágúst 1995 | Menningarlíf | 64 orð

Tjarnarkvartettinn í Kaffileikhúsinu

TJARNARKVARTETTINN heldur tónleika í Kaffileikhúsinu annað kvöld, 13. ágúst, kl. 21. Á efnisskránni eru íslensk sönglög, dægurlög og leikhústónlist. Kvartettinn er nýkominn úr sumarferð um Norðurland og heldur að tónleikunum loknum áleiðis til Finnlands þar sem hann tekur þátt í alþjóðlegri leiklistarhátíð í Tampere. Meira
12. ágúst 1995 | Menningarlíf | 191 orð

Tónleikar í Grindvíkurkirkju

Á TÓNLEIKUM sem haldnir verða í Grindavíkurkirkju á sunnudag kl. 18 flytja Hrafnhildur Guðmunsdóttir og Guðríður St. Sigurðardóttir íslensk og erlend sönglög. Íslensku lögin eru eftir Elísabetu Einarsdóttur, Jón Laxdal, Þorvald Blöndal og Sigvalda Kaldalóns. Þau erlendu tónskáld sem eiga lög á tónleikunum eru Mendelssohn, Grieg, Bach-Gounod, C. Franck og Schubert. Meira
12. ágúst 1995 | Menningarlíf | 429 orð

yrkja, format 95,7UM HELGINA

yrkja, format 95,7UM HELGINA MENNING/LISTIR Meira

Umræðan

12. ágúst 1995 | Aðsent efni | 1228 orð

Af víkingum og þrælum

HETJULEG barátta sjómanna Íslands við kerfið eða útvegsmenn er stöðugt fréttaefni landsmanna, enda hvísla þeir ekki skoðunum sínum og vanþóknun á versnandi lífskjörum upp í vindinn: Sjómenn flokka sig saman í breiðfylkingu og þramma niður í Alþingi til að tjá hug sinn eða panta tíma hjá ráðherra! Ungir arkitektar Íslands eru hins vegar svo hlédrægir og tvístraðir að þeir kjósa frekar dulið Meira
12. ágúst 1995 | Velvakandi | 485 orð

Áskorun Helga Hálfdanarsonar tekið

Áskorun Helga Hálfdanarsonar tekið Jónu Margeirsdóttur: FÁTT ER EINS úrelt og dagblaðið frá því í gær ­ hvað þá blað sem er nokkurra vikna eða mánaða gamalt. Ég þakka Helga Hálfdanarsyni orðsendinguna í blaðinu í dag. Meira
12. ágúst 1995 | Aðsent efni | 1141 orð

Er hægt að semja án verkfalla?

ÞAÐ VAR athyglisvert að lesa viðtal við þýska forstjórann í Íslenska Álverinu þar sem hann vildi fækka verkalýðsfélögunum í landinu. Þessi skoðun hans er auðvitað byggð á þeirri reynslu sem hann hefur orðið fyrir hér á landi, vegna þeirra tíðu verkfalla sem hér eru landlæg. Ekki ætla ég að fara að dæma um hvort það eigi að fækka hér verkalýðsfélögum því þetta er mál sem deila má um. Meira
12. ágúst 1995 | Velvakandi | 465 orð

ÍKVERJI hefur löngum harmað það að á íslenzkum krám skuli

ÍKVERJI hefur löngum harmað það að á íslenzkum krám skuli ekki fást dökkur maltbjór, "stout" svokallaður, beint af kútnum. Ein og ein krá á Guinness-bjór í flöskum, en hann er flatur og óspennandi, miðað við freyðandi og dulúðugan dökkan Guinness beint úr krananum. Meira
12. ágúst 1995 | Velvakandi | 395 orð

Ísland, má sækja það heim?

HROKI-hræðsla-hæðni-höfnun. Þetta er það sem mætir ógiftu og barnlausu fólki á Flúðum. Það var allavega okkar reynsla föstudagskvöldið 7. júlí síðastliðinn er við fimm félagar komum að Flúðum með bros á vör og báðum um tjaldstæði. Daman í ferðamiðstöðinni varð skrýtin á svip, "þið vitið að ölvun er bönnuð á svæðinu". Meira
12. ágúst 1995 | Aðsent efni | 943 orð

Í tilefni náttúruverndarárs Evrópu 1995 voru nokkrar spurningar lagðar fyrir Davíð Oddsson forsætisráðherra

Í tilefni náttúruverndarárs Evrópu 1995 voru nokkrar spurningar lagðar fyrir Davíð Oddsson forsætisráðherra Sp. Hver er staðan að þínu áliti að því er varðar umhverfis- og náttúruvernd? Það hefur margt áunnist í umhverfis- og náttúruvernd á undanförnum árum. Meira
12. ágúst 1995 | Velvakandi | 341 orð

Kirkjan í Flatey

AÐ KOMA ÚT í Flatey á Breiðafirði er einsog að ganga inn í yfirgefna sviðsmynd. Allt virðist vera með kyrrum kjörum og jafnvel ofurviðkvæmt, enginn hávaði eða flettiskilti, heldur bara ástand eins og það var einhverntímann á síðari hluta 19. aldar og fram á miðja þessa öld. Meira
12. ágúst 1995 | Aðsent efni | 493 orð

Leggjum niður menningarsjóð útvarpsstöðva

RÍKISSTJÓRNIN hefur fengið áskorun um að leggja menningarsjóð útvarpsstöðva niður. Hún er frá einum af forsvarsmönnum ungra Sjálfstæðismanna, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, sem er stjórnarmaður í sjóðnum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem komið hafa fram óskir um að menningarsjóðurinn verði lagður niður. Forsvarsmenn ljósvakamiðlanna hafa lýst þeirri skoðun sinni oft opinberlega. Meira
12. ágúst 1995 | Velvakandi | 104 orð

Lýst eftir konu LÝST ER eftir konu sem var úti að ganga með svartan,

LÝST ER eftir konu sem var úti að ganga með svartan, lausan hund sl. miðvikudagskvöld á milli kl. 20 og 20.30 á Miklatúni. Hundurinn varð þess valdandi að ung stúlka datt af hjóli og meiddi sig. Konan er vinsamlega beðin að hringja í síma 551 1628. Meira
12. ágúst 1995 | Aðsent efni | 736 orð

Lögreglan er svelt

ÞAÐ ER ekki að byrja í dag, að lögreglan fái ekki mannsæmandi lifibrauð af starfi sínu. Það er ekki voða langt síðan að lögreglumanni var sagt upp starfi sínu eftir 5­10 ára þjónustu og hann látinn byrja aftur á byrjandalaunum. Þá voru reyndar eins og nú skammarlega lítil laun hjá lögreglunni og lítið um aðra vinnu. Meira
12. ágúst 1995 | Aðsent efni | 1908 orð

Náttúruauðlind nýrra tíma

Í VOR var gefinn út bæklingur í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá því að nytjaskógrækt nokkurra bænda á Fljótsdal á Héraði hófst í samvinnu við Skógrækt ríkisins samkvæmt svonefndri Fljótsdalsáætlun. Í inngangi þessa bæklings segir Halldór Blöndal fyrrv. landbúnaðarráðherra m.a. Meira
12. ágúst 1995 | Aðsent efni | 769 orð

Nokkur orð um símaskrána

SÍMASKRÁIN nýja hefur verið talsvert til umræðu að undanförnu. Sú ákvörðun að skipta skránni í nafnaskrá og atvinnuskrá hefur sætt mikilli gagnrýni, ekki síst vegna þess að skiptingin er svo ófullkomin að oft þarf að leita í báðum skrám. Meira
12. ágúst 1995 | Velvakandi | 386 orð

Nú fór illa ...

textiSVO VIRÐIST sem menn skipi sér nú meira en áður opinberlega í tvo flokka með viðhorfið til raunveruleikans. Við getum kallað hópana Meirihluta-raunveruleikafólk (MERF) og Minnihluta-raunveruleikafólk (MIRF). Oft er tekist á um þessi viðhorf á síðum Morgunblaðsins og þykjast báðir tala af trúarlegri sannfæringu. Síðasta framlag Merf-anna var frétt frá Daily Telegraph þann 30. Meira
12. ágúst 1995 | Aðsent efni | 255 orð

Ósanngirni gagnvart bótaþegum

Í LÖGUM um atvinnuleysistryggingar frá 1993 er gert ráð fyrir að bótaþegar er hafi barn á framfæri yngra en 18 ára eða greiði sannanlega með þeim meðlag skuli fá 4% álag á atvinnuleysisbætur með hverju barni. Meira
12. ágúst 1995 | Velvakandi | 380 orð

Samanburður gjaldeyristekna

UNDIRRITAÐUR hefur forðast að svara blaðagreinum, þó stundum væri e.t.v. ástæða til. Ástæðan er einföld. Það þjónar yfirleitt ekki neinum tilgangi að mínu mati að standa í deilum á síðum dagblaða um einstök mál. Björn S. Lárusson hefur í nokkur skipti rætt um mig og ummæli mín, en ég hef hingað til ekki svarað þeim skrifum. Í Mbl. 11. Meira
12. ágúst 1995 | Aðsent efni | 1119 orð

Sjálfstæðisflokkurinn og ESB-aðild

"KOMIÐ hafa upp í landinu ýmsar skoðanir og kenningar á þjóðmálasviðinu hin síðari ár, sem eru beinlínis hættulegar fyrir velmegun þjóðarinnar. Skoðanir þessar eru byggðar jöfnum höndum á vanþekkingu eða misskilningi... Meira
12. ágúst 1995 | Aðsent efni | 1278 orð

Skagafjarðarbréf

Skotist fyrir Skaga KL. 10.00 laugardaginn 29. júlí 1995 höldum við hjónin af stað úr Reykjavík áleiðis til Akureyrar og er áformað að aka fyrir Skaga. Við snæðum hádegisverð í Edduhótelinu að Húnavöllum. Afbragðs máltíð, en þar stendur mikið til, því ættarmót Axlarættar verður haldið þar um kvöldið. Meira
12. ágúst 1995 | Aðsent efni | 1340 orð

Skrifstofuveldið Ísland

UNDANFARIÐ hef ég hugleitt hve mikið skrifstofu- og peningabákn Ísland er orðið, hvort ekki sé nóg komið og tími til að staldra ögn við og líta um öxl áður en lengra er haldið. Fyrir aðeins fáeinum áratugum var möguleiki hinna duglegu og afkastamiklu að koma sér vel áfram og skapa fjölskyldum sínum gott líf. Meira
12. ágúst 1995 | Aðsent efni | 1244 orð

Vinna, "mannúð", bræðralag

"Negrinn vinnur mjög vel við viss skilyrði; en hann vinnur aldrei meira en brýnasta nauðsyn krefst. Náttúrubarnið, og það er mergurinn málsins, verður aldrei annað en íhlaupahjálp." Albert Schweitzer (1875­1965), þýskur læknir, guðfræðingur, heimspekingur, rithöfundur, Nóbelsverðlaunaþegi 1952. Meira

Minningargreinar

12. ágúst 1995 | Minningargreinar | 357 orð

BIRGIR S.ÁRNASON

Í dag, 12. ágúst, er Birgir S. Árnason fyrrverandi hafnarstjóri á Skagaströnd, 70 ára. Hann á heima ásamt sinni mikilhæfu konu, Ingu Þorvaldsdóttur á Árnesi, Skagaströnd. Þau hjónin eiga þrjú börn, öll hið mesta dugnaðarfólk, eins og þau eiga kyn til í báðar ættir. Búi er kvæntur dóttur minni, Guðbjörgu Karólínu og eiga þau tvo uppkomna syni og eru búsett á Eskifirði. Meira
12. ágúst 1995 | Minningargreinar | 206 orð

Fróði Larsen

Á fallegum sólskinsdegi á Selfossi í ys og þys dagsins verður allt í einu eins og tíminn stoppi um stund. Frétt um að gamall og góður skólafélagi, jafnaldri og vinur, Fróði Larsen, hafi verið hrifinn á brott af okkar jarðvist, kom svo skyndilega og svo óvænt. Meira
12. ágúst 1995 | Minningargreinar | 386 orð

Fróði Larsen

Að morgni föstudagsins 21. júlí sl. bárust mér þau sorglegu tíðindi að vinur minn og nágranni Fróði Larsen hafi fengið heilablóðfall. Fljótlega varð það ljóst að um alvarlegt áfall væri að ræða og lést Fróði um miðjan föstudag aðeins 43 ára gamall. Kynni okkar Fróða hófust fyrir átján árum þegar við byggðum okkur einbýlishús hlið við hlið í Grashaganum. Meira
12. ágúst 1995 | Minningargreinar | 154 orð

Fróði Larsen

Hann pabbi okkar er dáinn. Þetta voru fréttirnar sem okkur fjölskyldunni voru færðar föstudaginn 21. júlí. Minningarnar hlóðust upp í huga okkar allra, og ætluðum við vart að trúa því sem okkur var tjáð. Við áttum bágt með að trúa að pabbi okkar aðeins 43 ára væri farinn frá okkur, langt um aldur fram, og kæmi ekki aftur. Meira
12. ágúst 1995 | Minningargreinar | 404 orð

Fróði Larsen

Hann Fróði vinur minn er farinn í ferð. Það er ekki ein af þessum ferðum sem hann fór svo margar vítt um land til að vinna að smíðum af einhverju tagi. Ekki heldur ný Grænlandsferð sem farin var undir svipuðum formerkjum. Þessi ferð er af öðrum toga. Og þó var hann eiginlega ekkert fyrir ferðalög nema með fjölskyldu sinni en með henni vildi hann nýta þær fáu stundir sem gáfust frá mikilli vinnu. Meira
12. ágúst 1995 | Minningargreinar | 91 orð

FRÓÐI LARSEN

FRÓÐI LARSEN Fróði Larsen var fæddur á Selfossi 28. desember 1951. Hann lést á Borgarspítalanum í Reykjavík 21. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Frederik Larsen, f. 12. júní 1915, d. 29. júlí 1995, og Margrét Guðnadóttir, f. 25. júní 1916. Meira
12. ágúst 1995 | Minningargreinar | 130 orð

Laufey Sigurðardóttir

HÚN amma okkar er látin, komið er að kveðjustund. Á þessum tímamótum í lífi fjölskyldu okkar viljum við minnast hennar með nokkrum orðum. Við vitum að nú hefur amma fengið hvíldina eftir erfið veikindi, komin til afa og látinna barna þeirra. Amma hafði þolinmæði og góðvild að leiðarljósi allt sitt líf. Margar minningar eigum við um ömmu og allar eru þær ljúfar og góðar. Meira
12. ágúst 1995 | Minningargreinar | 65 orð

LAUFEY SIGURÐARDÓTTIR

LAUFEY SIGURÐARDÓTTIR Laufey Sigurðardóttir frá Háagarði í Vestmannaeyjum fæddist á Álftanesi 19. október 1910. Hún lést í Sjúkrahúsi Suðurnesja 15. júlí síðastliðinn. Foreldrar Laufeyjar voru Sigurður Guðmundsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir. Þau eignuðust fimm börn. Eiginmaður Laufeyjar var Guðmundur Jóelsson, f. 5. Meira
12. ágúst 1995 | Minningargreinar | 209 orð

Margrét Halldórsdóttir

Mig langar að minnast ömmu og afa á "bökkunum", sem nú eru bæði dáin, með nokkrum orðum. Mér finnast þau bæði hafa verið mjög sérstakar manneskjur hvor á á sinn hátt. Afi fannst mér alltaf harður á yfirborðinu og einnig var hann stundum þrjóskur. Hann mat heiðarleika og dugnað mikils. Ég heyrði líka oft sögur af afa þegar ég byrjaði að vinna sem unglingur. Meira
12. ágúst 1995 | Minningargreinar | 222 orð

Margrét Halldórsdóttir

Amma er dáin. Það er svo skrýtið, eins og mér þótti undur vænt um hana er ég ekki sorgmædd. Ég finn fyrir miklum söknuði, en ég veit í hjarta mínu að núna er amma mjög sæl. Annars var amma alltaf svo jákvæð og glöð að eðlisfari, og vildi ekki íþyngja öðrum með sínum málum, þrátt fyrir að vera orðin mikill sjúklingur. Meira
12. ágúst 1995 | Minningargreinar | 408 orð

MARGRÉT HALLDÓRSDÓTTIR

MARGRÉT HALLDÓRSDÓTTIR Margrét Halldórsdóttir fæddist í Bolungarvík 6. nóvember 1908. Hún andaðist í Sjúkrahúsi Bolungarvíkur 4. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Halldór Benediktsson, f. 9. maí 1872 í Hörgshlíð, Reykjarfjarðarhreppi, d. 14. október 1933 og kona hans Guðríður Víglundsdóttir, f. 8. Meira
12. ágúst 1995 | Minningargreinar | 249 orð

Margrét Halldórsdóttir Mig langar að minnast ömmu minnar, Margrétar Ha

Mig langar að minnast ömmu minnar, Margrétar Halldórsdóttur, í nokkrum orðum. Alltaf munu lifa í minningunni allar ánægjustundirnar sem við barnabörnin áttum saman við leik niður á bökkum hjá afa og ömmu. Húsið þeirra við sjóinn hafði mikið aðdráttarafl fyrir okkur krakkana og þaðan voru gerðir út ótal leiðangrar niður í fjöru þar sem við dvöldum oft tímunum saman við leik. Meira
12. ágúst 1995 | Minningargreinar | 1762 orð

Thor Vilhjálmsson

Þótt góðvinur minn Thor eigi nafn að rekja til goðheima tel ég efalaust að þeir hafi hann í mestum hávegum sem hærra meta litríkan mann en jafnvel skrautlegasta þrumuguð. Samt er ekki synjandi fyrir að ásmóður hans sé nafnfylgja og margur hefur þóst sjá honum vaxa ásmegin þegar mikið stóð til. Meira

Viðskipti

12. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 170 orð

Aðalskoðun hf. fær faggildingu

AÐALSKOÐUN hf. fékk síðastliðinn fimmtudag afhent vottorð um faggildingu fyrirtækisins, en Löggildingarstofan hafði áður gert úttekt á starfsemi fyrirtækisins í samvinnu við sænskan sérfræðing á sviði úttekta á skoðun ökutækja. Í faggildingarskjalinu, sem Finnur Ingólfsson, iðnaðar og viðskiptaráðherra afhenti forsvarsmönnum Aðalskoðunar hf. Meira
12. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 198 orð

Hagnaður Hoogovens nær fimmfaldast

TEKJUR stál- og álfyrirtækisins Hoogovens NV nær fimmfölduðust á fyrri árshelmingi 1995. Nettóhagnaður jókst í 303 milljónir gyllina (192.1 milljón dollara) úr 63 milljónum gyllina (39.95 milljónum dollara) á sama tíma 1994, þar sem sala jókst, söluverð hækkaði og framleiðsla háþróaðri vöru var aukin. Meira
12. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 171 orð

Hækkun dollars styrkir fiskvinnslu

HÆKKUN dollars á undanförnum dögum kann að hafa góð áhrif á afkomu fiskvinnslunnar á þessu ári en sem kunnugt er hefur afkoma hennar versnað umtalsvert á undaförnum mánuðum. Arnar Sigurmundsson, Meira
12. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 128 orð

Metafkoma norsks banka

FOKUS Bank, sem er í ríkiseign og verður einkavæddur í ár, hefur skýrt frá beztu hálfsársafkomu bankans, sem um getur, og lofað að halda áfram að draga úr kostnaði. Hagnaður fyrir skatta nam 311.1 milljónum norskra króna og jókst um 78% úr 174.7 milljónum á fyrri árshelmingi 1994. Meira
12. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 295 orð

Stefnir dollar í yfir 100 jen?

GENGI dollars hækkaði í yfir 93 jen í Tókýó í gær og hafði ekki verið hærra í fimm mánuði. Í London er sagt að hækkandi gengi dollars gagnvart jeni nálgist það stig að sjá megi fyrir endann á langvarandi þróun niður á við og að vera megi að við taki önnun þróun upp á við í yfir 100 jen þannig að staðan verði svipuð og um síðustu áramót. Meira
12. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 449 orð

Stjórnarmenn í Olís verði óháðir Esso

SAMKEPPNISRÁÐ hyggst ekki grípa til aðgerða vegna kaupa Olíufélagsins hf. (Esso) og Texaco á 45,5% hlut í Olíuverzlun Íslands hf. (Olís), og stofnun sameiginlegs dreifingarfyrirtækis Olís og Esso í framhaldi af því, svo framarlega sem félögin uppfylli skilyrði sem ráðið hefur sett þeim. Helsta skilyrðið er, að stjórnarmenn í Olís séu ótengdir Esso. Meira
12. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 57 orð

(fyrirsögn vantar)

LANDSBRÉF eru að hefja milliliðalaus kaup og sölu á tveimur tegundum skuldabréfa íslenska ríkisins, sem eru í erlendri mynt og útgefin erlendis. Alls eru til um tólf mismunandi flokkar slíkra skuldabréfa í sex gjaldmiðlum. Meira

Daglegt líf

12. ágúst 1995 | Neytendur | 106 orð

Belgískar áleggspylsur

Í Hagkaup Kringlunni er nú hægt að kaupa belgískar áleggspylsur. Um er að ræða fimm mismunandi tegundir, bjórpylsu, ungverska skinkupylsu, sveppapylsu, skinkupylsu með papriku og kryddi og hvítlaukspylsu. Verðið er mismunandi eða frá 1.998 krónum kílóið og eru pylsurnar seldar í sneiðum í sælkeraborði Kringlunnar. Meira
12. ágúst 1995 | Ferðalög | 126 orð

Dagskrá í Norræna húsinu

SUNNUDAGINN 13. ágúst kl. 17.30 mun Bjarni Sigtryggsson flytja erindi á norsku um íslenskt samfélag og það sem efst er á baugi í þjóðmálum á Íslandi á líðandi stundu. Að fyrirlestri loknum gefst fólki tækifæri á að koma með fyrirspurnir. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Mánudaginn 14. ágúst kl. 17. Meira
12. ágúst 1995 | Ferðalög | 380 orð

Flatey á Skjálfanda

BÁTSFERÐ til Flateyjar er einn af þeim ferðamöguleikum sem fólk nýtir sér í vaxandi mæli sem kemur til Húsavíkur. Ferðaþjónustumenn bjóða fastar ferðir um Skjálfanda auk þess sem hægt er að sérpanta fyrir stærri og minni hópa. Það eru fuglar og hvalir á flóanum sem vekja áhuga manna en Flatey er sá staður sem hefur hvað mest aðdráttarafl. Meira
12. ágúst 1995 | Neytendur | 253 orð

Handmálað skilti á húsið

SKILTIN sem búin eru til hjá Hellu í Hafnarfirði eru aðallega höfð á sumarbústaði og íbúðarhús. Það eru hjónin Anna Rósa Sigurgeirsdóttir og Halldór Leifsson sem eru hugmyndasmiðirnir. Upphaflega var ætlunin að búa bara til fallegt skilti á eiginn sumarbústað og láta þar við sitja en þar sem þau voru ánægð með útkomuna ákváðu þau að prófa framleiðslu. Meira
12. ágúst 1995 | Neytendur | 129 orð

Kringlan 8 ára

SUNNUDAGINN 8. ágúst eru átta ár liðin frá því að Kringlan opnaði, sem leitt hefur til mikilla breytinga á verslunarháttum. Í tilefni afmælisins verður skemmtidagskrá í Kringlunni í dag, laugardag. Sýnd verða atriði úr söngleiknum Jesús Kristur Súperstar sem nú er verið að sýna í Borgarleikhúsinu. Meira
12. ágúst 1995 | Neytendur | 86 orð

Síðustu útsöludagarnir

ÞAÐ fara að verða síðustu forvöð að kaupa á útsölum og strax í næstu viku fara eigendur margra verslana að taka upp haustvörurnar. Þegar hafa ýmsar búðir lækkað verð enn frekar og t.a.m. er nú viðskiptavinum Hagkaups boðinn 25% aukaafsláttur af útsöluvarningi. Útsölum í Kringlunni lýkur formlega 17, 18 og 19 ágúst næstkomandi með götumarkaði. Meira
12. ágúst 1995 | Ferðalög | 260 orð

Skúlptúrsýning í Hallormsstaðaskógi vel sótt

BOTNGRÓÐUR, sýning á skúlptúrum 17 íslenskra myndlistamanna hefur staðið yfir í Hallormsstaðaskógi síðan 14. júlí og verður þar til septemberloka. Flest verkin á sýningunni eru unnin úr lerki úr Hallormsstaðarskógi en önnur tengjast skóginum á einn eða annan hátt. Meira
12. ágúst 1995 | Neytendur | 298 orð

Starrinn hafður fyrir rangri sök

STARRAR hafa oft verið litnir óhýru auga þar sem þeir hafa flögrað yfir höfðum fólks. Kemur þar til starraflóin sem dregur nafn sitt af fuglinum og mun valda óþægilegum kláða ef hún berst á menn. Blaðamaður Neytendasíðunnar ákvað að kanna málið og talaði við Kristin H. Skarphéðinsson, líffræðing hjá Náttúrufræðistofnun. Meira

Fastir þættir

12. ágúst 1995 | Dagbók | 49 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, lau

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 12. ágúst, er sjötugur Ingi Þorsteinsson, Réttarholtsvegi 49, Reykjavík. Eiginkona hans er Pálína Guðmundsdóttir. Þau verða að heiman á afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Sjötíu ára er í dag laugardaginn 12. Meira
12. ágúst 1995 | Fastir þættir | 444 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Mótaskráin fyrir næsta

FORMÖNNUM bridsfélaganna hefir verið sent til yfirlestar handrit að öllum helztu bridsmótum sem halda á næsta vetur og kennir þar margra grasa. Skrárnar eru ekki fullmótaðar en alltaf jafn forvitnilegar og skal enn ítrekað að hér er um drög að ræða. Stórmót og Íslandsmót á vegum Bridssambandsins: 16.­17. sept.: Undanúrslit og úrslit Íslandsmót í einmenningi. Meira
12. ágúst 1995 | Fastir þættir | 147 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson SUMARBRIDS

ÞRIÐJUDAGINN 8. ágúst mættu 35 pör í sumarbrids og spiluðu mitchell tvímenning með spilum gefnum við borðin. Úrslit urðu þannig: N/S riðill Anna Ívarsdóttir - Sigurður B. Þorsteinsson498Sigrún Pétursdóttir - Soffía Theodórsdóttir478Jón Þór Karlsson -Sigurður Ámundason475Hermann Friðriksson - Erlendur Jónsson470Sigurður Þorgeirss. Meira
12. ágúst 1995 | Fastir þættir | 50 orð

Ferming

VIÐ MESSU á sunnudag kl. 11 í Grensáskirkju hjá sr. Halldóri Gröndal, verður fermdur: Einar Óskar Friðfinnsson, búsettur í New York, USA. Unufelli 27, Reykjavík. VIÐ MESSU á sunnudag kl. 11 í Bústaðakirkju verða fermd: Íris Ásgeirsdóttir, Tinna Pétursdóttir, Astrid Harðardóttir og Sigurður Guðmannsson. Þau eru öll búsett í Lúxemborg. Meira
12. ágúst 1995 | Dagbók | 340 orð

Flatey á Breiðafirði

Flatey á BreiðafirðiSAGT VAR frá því í blaðinu í gær að sérstakir Flateyjardagar yrðunúna um helgina og að sett hefði verið þar upp sögusýning. Flateyer stærst Vestureyja á Breiðafirði og fjölmennust. Þrándur mjóbeinnnam land á Breiðafjarðareyjum samkvæmt Landnámu segir í Landið þitt Ísland. Meira
12. ágúst 1995 | Fastir þættir | 570 orð

Íslenskt Blómkál

SAFIÐ ÞIÐ nokkurn tímann lyktað af nýuppteknu blómkáli? Íslenska blómkálið er komið á markaðinn og vonandi ilmar það vel, þegar við kaupum það, en nýupptekið heilbrigt blómkál ilmar. Best er það þegar það er þétt og þakið einskonar flauelsáferð eða slikju. Blómkál er fagurt sem blóm enda heitir það blóm-kál. Vandi er að sjóða blómkál þannig að ilmur þess og útlit haldist. Meira
12. ágúst 1995 | Fastir þættir | 646 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 809. þáttur

809. þáttur Litið yfir sviðið 1)Orðin forvarnarstarf (sbr. ensku preventive) og forvörn hafa sigrast á "fyrirbyggjandi". 2)"Fróðárselur" réttir enn höfuðið upp úr eldgrófinni. Meira
12. ágúst 1995 | Fastir þættir | 565 orð

MESSUR Á MORGUNGuðspjall dagsins: Hinn rangláti ráðs

MESSUR Á MORGUNGuðspjall dagsins: Hinn rangláti ráðsmaður. (Lúk. 16.) »ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Fermd verður Eva Rós Guðmundsdóttir, búsett í Hamborg, bt. Kleppsveg 46, Rvk. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 11. Meira
12. ágúst 1995 | Dagbók | 322 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gær fór Fjodor Dostojevskí.

Reykjavíkurhöfn: Í gær fór Fjodor Dostojevskí. Farþegaskipið Alla Tarasova fór í gær. Danska eftirlitsskipið Thetis fór í gær. Seglskútan Roald Amundsen fer í dag. Jón Baldvinsson kom af veiðum í gærmorgun. Franska herskipið L. Audacieuse kom í gær. Meira

Íþróttir

12. ágúst 1995 | Íþróttir | -1 orð

2. DEILD KARLA

2. DEILD KARLA STJARNAN 13 10 2 1 31 10 32FYLKIR 13 9 2 2 30 16 29KA 13 5 4 4 17 18 19ÞÓR Ak. 13 6 1 6 23 25 19SKALLAGR. Meira
12. ágúst 1995 | Íþróttir | -1 orð

3. DEILD KARLA

3. DEILD KARLA VÖLSUNGUR 13 9 3 1 24 8 30LEIKNIR 12 7 2 3 31 16 23DALVÍK 13 5 7 1 23 14 22ÆGIR 13 7 1 5 19 16 22ÞRÓTTUR N. Meira
12. ágúst 1995 | Íþróttir | 1042 orð

Að vera eða vera ekki með á Heimsmeistarmótinu

Hvarvetna er minnt á HM hér í borg, með auglýsingum ýmiss konar og öðru móti. Meira að segja rusl-kompaníið í bænum notar tækifærið og tengir sig mótinu, með þessum orðum sem ég sá á einum ruslabílnum: "Eltist þið við gullið, íþróttamenn (við sjáum um álið, glerið og pappírinn)". Meira
12. ágúst 1995 | Íþróttir | 168 orð

Árangurinn Spjótkastskeppnin - 82 m

Spjótkastskeppnin - 82 m kast tryggðu mönnumí úrslit, en annars fóru tólf þeir bestu í úrslitin: 1.Jan Zelezny (Tékklandi) 90.12 2.Boris Henry (Þýskalandi) 87.60 3.Andrei Moruyev (Rússlandi) 85.60 4.Mick Hill (Bretlandi) 83.54 5. Meira
12. ágúst 1995 | Íþróttir | 83 orð

Ásgeir hefur valið liðið

Ásgeir Elíasson landsliðsþjálfari í knattspyrnu valdi í gær 18 manna hópinn fyrir landsleikinn gegn Sviss á Laugardalsvelli á miðvikudaginn. Markverðir: Birkir Kristinsson, Fram35 Friðrik Friðriksson, ÍBV26 Varnarmenn: Guðni Bergsson, Bolton62 Kristján Jónsson, Fram40 Izudin Daði Dervic, Meira
12. ágúst 1995 | Íþróttir | 384 orð

Einn á báti með fimm gull um borð Sergej Bubk

Sergej Bubka, stangarstökkvarinn frábæri frá Úkraínu, náði þeim einstæða árangri í gær að sigra á fimmta heimsmeistaramótinu í röð. Hann er eini íþróttamaðurinn sem á nú fimm HM-gull í safni sínu; er sá eini sem hefur sigrað í öll skiptin síðan HM var fyrst haldið 1983. Meira
12. ágúst 1995 | Íþróttir | 216 orð

Enn ásakanir á hendur Marseille

FRANSKA dagblaðið Le Mondegreindi frá því í gær að Marseille hefði mútað dómara fyrir leik gegn AEK Aþena í Evrópukeppni meistaraliða 1. nóvember 1989 og vitnaði í framburð króatíska umboðsmannsins Ljubomirs Barins í yfirheyrslum máli sínu til staðfestingar. Meira
12. ágúst 1995 | Íþróttir | 693 orð

"Féll á eigin bragði"

SIGURÐUR Einarsson kastaði spjótinu aðeins 74,10 metra í undankeppninni á heimsmeistaramótinu í gærmorgun, varð í 23. sæti og langt frá því að komast áfram. Hann hafði lengst kastað 80,06 metra í ár, í Bikarkeppni FRÍ, en segir undirbúning sinn fyrir keppnina hér í Gautaborg hafa raskast vegna ýmissa smá kvilla. Meira
12. ágúst 1995 | Íþróttir | 54 orð

Halldór á heimsleika HALLDÓR

HALLDÓR Halldórsson fyrsti íslenski hjarta- og lungnaþeginn keppir á 10. heimsleikum líffæraþega í Manchester á Englandi, en þeir hefjast í dag. Hann keppir í 5 km hlaupi á miðvikudaginn og á laugardaginn eftir viku tekur hann þátt í 400 og 1500 m hlaupi. Með honum í för verður Magnús B. Einarsson læknir. Meira
12. ágúst 1995 | Íþróttir | 209 orð

HK jafnaði tveimur færri Tveim

HK jafnaði tveimur færri Tveimur færri lögðu HK-menn ekki árar í bát og tókst að jafna í 3:3 gegn Víkingum á lokamínútum í botnslagnum. Fyrir utan 6 mörk og tvö rauð spjöld bar lítið til tíðinda. Meira
12. ágúst 1995 | Íþróttir | 193 orð

HM í Gautaborg 3000 m hindrunarhlaup 1.Moses Kiptanui (Kenýja)8:04.16 2.Christopher Koskei (Kenýja)8:09.30 3.S.S. Al-Asmari

3000 m hindrunarhlaup 1.Moses Kiptanui (Kenýja)8:04.16 2.Christopher Koskei (Kenýja)8:09.30 3.S.S. Al-Asmari (S.Arabia)8:12.95 4.Steffan Brand (Þýskal.)8:14.37 5.Angelo Carosi (Ítalíu)8:14.85 6. Meira
12. ágúst 1995 | Íþróttir | 473 orð

Johnson á spjöld sögunnar

MICHAEL Johnson skráði nafn sitt eftirminnilega á spjöld sögunnar í Gautaborg í gær. Varð þá fyrstur til að sigra bæði í 200 og 400 metra hlaupi á heimsmeistaramóti og raunar fyrstur til þess á stórmóti. Þessi hnarreisti Bandaríkjamaður var langbestur í báðum greinum, var nærri heimsmeti í þeim báðum og sýndi svo ekki verður um villst að hann gæti bætt heimsmetin hvenær sem er. Meira
12. ágúst 1995 | Íþróttir | 178 orð

Knattspyrna 1. deild kvenna: KR - ÍBV2:0 Inga Dóra Magnúsdóttir, Olga Færseth. 2. deild karla Víðir - Stjarnan0:2 - Ingólfur

1. deild kvenna: KR - ÍBV2:0 Inga Dóra Magnúsdóttir, Olga Færseth. 2. deild karla Víðir - Stjarnan0:2 - Ingólfur Ingólfsson (23.), Birgir Sigfússon (27.). Fylkir - KA1:2 Aðalsteinn Víglundsson (68.) - Bjarni Jónsson (29.), Hermann Karlsson (80.) Þór - Skallagr. Meira
12. ágúst 1995 | Íþróttir | 153 orð

Norski umboðsmaðurinn í bann NORSKI umbo

NORSKI umboðsmaðurinn Rune Hauge má ekki koma nálægt leikmannasölum og -kaupum þar til mál hans hefur verið rannsakað til hlítar. Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, tilkynnti þetta í gær en gat þess jafnframt að leyfi hans sem umboðsmanns yrði ekki afturkallað og hann yrði áfram á lista hjá FIFA á meðan málið væri í rannsókn. Meira
12. ágúst 1995 | Íþróttir | 239 orð

Ottey elst með gull MERELENE Ottey fr

MERELENE Ottey frá Jamaíku hefur eins og stangarstökkvarinn Sergei Bubka tekið þátt í öllum fimm heimsmeistaramótunum í frjálsíþróttum sem farið hafa fram. Þó að henni hafi ekki tekist að sigra í hverju móti þá hefur hún alltaf komist á verðlaunapall í 200 m hlaupi. Hún varð önnur árið 1983, þriðja árið 1987, þriðja árið 1991 og hefur síðan sigrað í tvö síðustu skipti. Meira
12. ágúst 1995 | Íþróttir | 301 orð

Óvæntur sigur KA og Stjarnan á toppnum

Við vorum ekki mikið með boltann en þeir gerðu fleiri mistök en við auk þess sem við fengum fleiri færi. Ég er sáttur við leikinn, við börðumst vel og áttum þetta skilið," sagði Bjarni Jónsson fyrirliði KA eftir heldur óvæntan 1:2 sigur KA-manna á Fylki. Meira
12. ágúst 1995 | Íþróttir | 120 orð

Shouaa fékk gull Johnsons ÞAÐ

ÞAÐ getur vel verið að spretthlauparinn Michael Johnson hafi óttist ýmsa andstæðinga í 200 metra hlaupinu en hefur örugglega ekki átt von á að sýrlenska stúlkan Ghada Shouaa, sem sigraði í sjöþraut, fengi gullið í 200 m hlaupi karla áður en hlaupið fór fram. Það gerðist nú eigi að síður. Meira
12. ágúst 1995 | Íþróttir | 174 orð

Skallagrímssigur á lokamínútunum Skallagrímur krækti í st

Skallagrímssigur á lokamínútunum Skallagrímur krækti í stigin þrjú sem í boði voru þegar liðið vann Þór 2:1 á Akureyri í gærkveldi. Það var Valdimar Sigurðsson sem gerði út um leikinn úr vítaspyrnu þegar þrjár mínútur lifðu af leiknum. Þórsarar áttu skot í þverslá á annarri mínútu og litlu síðar björguðu þeir á línu. Meira
12. ágúst 1995 | Íþróttir | 101 orð

Skúli til Vals

SKÚLI Gunnsteinsson, sem leikið hefur í 13 ár með meistaraflokki Stjörnunnar, hefur gert eins árs samning um að leika með Val jafnframt því sem hann verður aðstoðarþjálfari. "Þetta hefur verið að gerjast í langan tíma og ég tók yfirvegaða og vonandi vandaða ákvörðun sem ég trúi að sé rétt. Meira
12. ágúst 1995 | Íþróttir | 168 orð

Stjarnan ein á toppnum Stjarna

Stjarnan ein á toppnum Stjarnan gerði góða ferð í Garðinn í gær og sigruðu Víði 0:2 með mörkum á fjögurra mínútna millibili. Garðbæingar skutust þar með á topp 2. deildar vegna tap Fylkis. Meira
12. ágúst 1995 | Íþróttir | 113 orð

Tvö jafntefli

Þýska deildin hófst í gær með tveimur leikjum. Dortmund og Kaiserslautern áttust við og skildu jöfn, 1:1 og í hinum leiknum mættust Werder Bremen og Fortuna D¨usseldorf og þeim leik lauk einnig 1:1. Heiko Herrlich, nýjasta stjarna meistaranna byrjaði með því að skora, kom Dortmund yfir á 72. mínútu en gat þó ekki fagnað lengi því tveimur mínútum síðar jafnaði Martin Wagner. Meira
12. ágúst 1995 | Íþróttir | 189 orð

Um helgina

Knattspyrna Laugardagur: 1. DEILD Keflavík:Keflavík - Valur14 Kópavogur:Breiðablik - ÍBV14 Laugardalsvöllur:Fram - KR14 Framherjar koma saman í Framheimilinu kl. 11, þar sem verður grillveisla. Meira

Úr verinu

12. ágúst 1995 | Úr verinu | 146 orð

Humarvertíð framlengd um viku

"ÉG brosti bara þegar ég heyrði þetta," sagði Kristinn Guðmundsson skipstjóri og útgerðarmaður Bjarna Gíslasonar frá Hornafirði um þá ákvörðun að framlengja humarvertíðinni til loka mánaðarins. Allir humarbátar sem gerðir eru út frá Hornafirði hættu í júlí vegna lélegs afla og nýtist framlenging vertíðarinnar þeim ekki. Hins vegar hefur aflinn verið skárri á vesturhluta humarveiðisvæðisins. Meira
12. ágúst 1995 | Úr verinu | 422 orð

Sóknardögum smábáta fækkar

SMÁBÁTAR á þorskaflahámarki fá að veiða rúm 14.000 tonn af 21.500 tonna kvóta næsta fiskveiðiárs sem Alþingi úthlutaði smábátum í vor. Bann- og sóknardögum smábáta hefur verið fækkað um sex daga frá því sem upphaflega var áætlað. Meira
12. ágúst 1995 | Úr verinu | 135 orð

Þórshamar á síld

ÞÓRSHAMAR GK er farinn til síldveiða. "Það er allt orðið beitulaust og við ætlum að reyna að hressa upp á þau mál," sagði Jón Eyfjörð skipstjóri í samtali í gær en þá var skipið á leið út úr Norðfirði. Jón sagðist ætlað að byrja að leita að síldinni á grunnunum fyrir Austfjörðum og byrja á Breiðdalsgrunni. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

12. ágúst 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 726 orð

Vestfirðir eru enn ónumið ferðamannaland

MIKIL gróska er í ferðaþjónustu á Vestfjörðum en fyrir fimm árum var byrjað að vinna að stefnumótun á ferðaþjónustu á svæðinu á vegum Ferðamálasamtaka Vestfjarða. Afþreying sem ferðamenn geta valið um nú er fjölbreyttari en fyrr og auðveldara að ferðast milli staða. Ferðamenn voru seinni á ferð um Vestfirði í ár en í fyrra og má kenna um erfiðum vetri og síðbúnu vori. Áslaug S. Meira

Lesbók

12. ágúst 1995 | Menningarblað/Lesbók | 606 orð

Animal Farm lifir enn

HÁLFRI ÖLD eftir að hin umdeilda bók George Orwell, Animal Farm, kom út í fyrsta sinn er hún enn meðal söluhæstu bóka í heiminum. Í The Sunday Times segir að svo virðist sem lok kalda stríðsins hafi ekki einu sinni skaðað vinsældir hennar. Meira
12. ágúst 1995 | Menningarblað/Lesbók | 114 orð

Blámi tímans

sagðir: Ég get setið tímunum saman ein, með blómum og talað við eina Gleym-mér-ei og horft og hlustað á hana segja: Mundu mig, mundu mig. Með tár í augum þínum segir þú, aftur: Segðu mér eitthvað. Bara eitthvað. Meira
12. ágúst 1995 | Menningarblað/Lesbók | 88 orð

Blómið

Ég gróðursetti blóm í mínum glugga gaman er að horfa á þessa jurt Sem æfi sinni hafði eytt í skugga uns ég kom og fór með hana burt. Nú plantan litla á sér pott og vini og prýðir sparistofuna hjá mér Hún dafnar vel í dagsins bjarta skini hún dregur að sér athyglina hér Það gleymist oft að gleðja þá og hugga sem geta ekki sjálfir fundið Meira
12. ágúst 1995 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Danskt útileikhús sýnir Jónsmessudraum

UM KLUKKAN 18, þegar borgarumferðin er að minnka, má sjá hópa af sumarbúnu fólki streyma eftir Bredgade, hlaðið körfum, teppum og jafnvel léttum húsgögnum. Leiðin liggur í garðinn bak við Kunstindustrimuseet, þar sem gestir geta fyrst snætt og síðan horft á Draum á Jónsmessunótt eftir Shakespeare í snjallri uppfærslu Grönnegård leikhússins. Meira
12. ágúst 1995 | Menningarblað/Lesbók | 151 orð

EFNI

Gervigreind er tengd tölvum og dæmi um tæki sem styðst við gervigreind er skáktölvan. Magnús S. Magnússon, prófessor við Háskóla Íslands og áður prófessor við Sorbonne-háskólann, hefur unnið mikið við að þróa gervigreindarkerfi. Hann segir frá þeim og stöðu Háskóla Íslands í viðtali við Ágústínu Jónsdóttur. Meira
12. ágúst 1995 | Menningarblað/Lesbók | 557 orð

Eitt bréf Hórazar­ Ný þýðing

BRÉF rómverska skáldsins Hórazar, er uppi var á árunum 65 til 8 f. Kr., eru varðveitt í tveimur bindum, hinu fyrra frá um 20 f. Kr. og hinu síðara, að því er talið er, frá 14 f.Kr.. Í fyrra bindinu eru nokkur sígild vinarbréf, en hin eru einfaldlega heimspekilegar hugleiðingar um lífið og bókmenntirnar. Meira
12. ágúst 1995 | Menningarblað/Lesbók | 754 orð

Ekki klappa fyrir henni, hún er bara dóttir mín

ÁSKÁNI í Suður-Svíþjóð hefur Birgit Nilson komið sér fyrir eftir að hún dró sig í hlé frá söngnum. Blaðamaður The International Tribuneheimsótti hana á bóndabýlið sem verið hefur í eigu fjölskyldu hennar í sex ættliði. Meira
12. ágúst 1995 | Menningarblað/Lesbók | 78 orð

Fyrirlestur í Listasafni Íslands

Dr. Kasper Monrad, safnvörður við Ríkislistasafnið í Kaupmannahöfn, flytur fyrirlestur í Listasafni Íslands í dag kl. 16 í tengslum við sýninguna Ljós úr norðri, Norræn aldamótalist. Kasper Monrad er einn helsti sérfræðingur Dana um danska málaralist 19. aldar. Meira
12. ágúst 1995 | Menningarblað/Lesbók | 149 orð

Hvar ertu Drottinn?

Hún fæddist í heiminn sem fegursta rós, með framtíðarvonina bjarta. Hve unaðarsæla er lifandi ljós, sem lýsir upp móður hjarta. Hún fæddist í landi, þar stundað er stríð, og stálshríðin glymur í eyra. Þar getur að líta þá grimmustu tíð, því göturnar baðast í dreyra. Hún fæddist í borg við byssanna gelt, sem blásaklaust mannfólkið hræðir. Meira
12. ágúst 1995 | Menningarblað/Lesbók | 659 orð

Hvar skalhúsið?

Til er saga af tóbaksmanni sem svo var nýtinn, að hann reykti annan enda vindilsins, en tuggði hinn, og tók loks öskuna í nefið. Þessi ráðdeildarmaður kemur í hug þegar gengið er um gamla bæinn í Reykjavík. Þar blasir við gjörnýting af svipuðu tagi. Meira
12. ágúst 1995 | Menningarblað/Lesbók | 2754 orð

Hörmungarog hugarfar

Hafa náttúruhamfarir áhrif á samfélagsþróun? Hvaða áhrif hefur sambúð við óblíð náttúruöfl og hamafarahætta á hugarfar, sálarlíf og hegðun manna? Af hverju eru Íslendingar svo hjátrúarfullir sem raun ber vitni? Væru Íslendingar hinir sömu ef þeir byggju við blíðari aðstæður frá náttúrunnar hendi? Hafa náttúruhamfarir á Íslandi breytt gangi mannkynssögunnar? Eru styrjaldir og Meira
12. ágúst 1995 | Menningarblað/Lesbók | 703 orð

Í lopapeysu og kjólfötum á kammertónleikum

Kammertónleikahelgi á Kirkjubæjarklaustri hefst kl. 21 þann 18. ágúst næstkomandi með fyrstu tónleikunum í röð þriggja. Aðrir tónleikarnir verða 19. ágúst kl. 17 og þeir þriðju 20. ágúst kl. 15. Mismunandi efnisskrá er á hverjum tónleikum. Meira
12. ágúst 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1006 orð

Kornrannsóknirá Íslandi

Síðustu ár hefur korn verið ræktað á liðlega 100 jörðum í flestum landshlutum og mest hafa um 600 hektarar verið undir korni samtímis. Ætla má, að korn megi rækta mun víðar en nú er gert, jafnvel á um helmingi bújarða á landinu. Landið er á norðurmörkum kornræktar í heiminum og margan vanda þarf að leysa. Sú kornrækt, sem nú er stunduð, byggir á áratuga rannsóknum. Meira
12. ágúst 1995 | Menningarblað/Lesbók | 176 orð

Menningararfur Tyrkjaveldis

TYRKJAVELDI var stofnað árið 1290 og var að kjarna til í Litlu- Asíu. Það sölsaði undir sig mikið landsvæði, bæði í hinni kristnu Evrópu og í íslömskum ríkjum Asíu og Afríku. Tyrkjaveldi var voldugast á 16. öld, en á síðari hluta hennar tók því að hnigna. Það leystist upp eftir ósigur Tyrkja í fyrri heimsstyrjöld, en á rústum þess reis Tyrkland. Meira
12. ágúst 1995 | Menningarblað/Lesbók | 284 orð

Penguin-útgáfan sextug á árinu

PENGUIN-ÚTGÁFAN verður sextug í ár. Þetta kunna bókaforlag var stofnað árið 1935 af Sir Allen Lane á Bretlandi og sérhæfði sig fyrst í stað í útgáfu bóka í kiljum sem höfðu verið gefnar út innbundnar hjá öðrum forlögum. Þótti höfundum ætíð mikil viðurkenning að vera gefnir út í Penguin-kilju. Meira
12. ágúst 1995 | Menningarblað/Lesbók | 2486 orð

PílukastSmásaga

Hann var að norð-vestan. Napur vindur blés af hafi inn yfir Hafnarfjörðinn. Gusur af ísköldu sjávarlöðri skvettust af og til upp á togarabryggjuna og snjófjúk þyrlaðist milli fiskikassanna og gömlu bátanna á bryggjunni. Rétt ofan við hana stóð nýlegt, en lítið veitingahús, áfast söluturni og bensínstöð. Meira
12. ágúst 1995 | Menningarblað/Lesbók | 136 orð

Sefur þú, Irja?

Sefur þú, Irja, í svefni þig dreymir um sigur og völd og auð. Í hita leiksins er hætt við þú gleymir, að hugsjónin fædd er dauð. Því fyrr hefir verið færð í letur frásagna ljós og skýr, að byltingin ætíð börn sín étur, búið er ævintýr. En lifðu þinn draum við dýrð og glaum, sof þú, Irja, því svefninn lofar sigrum í gegnum draum. Meira
12. ágúst 1995 | Menningarblað/Lesbók | 299 orð

Sumarið

Vetrar þrumur flýja frá, fagnar guma sægur. Allir fuma á fót að sjá fyrsta sumardægur. Storma læti þagna, því þiðnar strætið bera. Heyrast vætur hólum í, hlunkar nætur frera. Sínar storðir sólin hlý sælum skorðar rósum, þar sem forðum skakin ský, skulfu á norðurljósum. Skeiða fara auðar ár, eyðist skara litur. Meira
12. ágúst 1995 | Menningarblað/Lesbók | 3156 orð

Vörður ogvarðaðarleiðir

Vörður munu aldrei taldar til stórvirkja í byggingarlist, en engu að síður eiga þær sér afar langan aldur. Giskað hefur verið á að þær séu meðal þess fyrsta sem fjarlægir forfeður okkar á steinöld tóku sér fyrir hendur í mannvirkjagerð. Síðan hafa menn verið að hlaða vörður á öllum tímum sögunnar og notað þær sem viðmiðun í margvíslegum tilgangi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.