Greinar laugardaginn 2. september 1995

Forsíða

2. september 1995 | Forsíða | 366 orð

Fallist á friðarviðræður í Genf í næstu viku

BANDARÍKJAMENN tilkynntu í gær að utanríkisráðherrar Bosníu, Króatíu og "Júgóslavíu" (Serbíu og Svartfjallalands) myndu hefja viðræður í Genf í næstu viku til að reyna að finna lausn á stríðinu á Balkanskaga. Hlé var gert á loftárásum Atlantshafsbandalagsins, NATO, og Sameinuðu þjóðanna, SÞ, til að gefa fulltrúum SÞ tækifæri á að kanna vilja Bosníu-Serba til að ljúka umsátrinu um Sarajevo. Meira
2. september 1995 | Forsíða | 208 orð

RA lýsir "auknum vonbrigðum"

ÍRSKI lýðveldisherinn (IRA) lét í gær í ljós "aukin vonbrigði" með það að vopnahlé þeirra hafi ekki náð að vinna Sinn Fein, stjórnmálaarmi samtakanna, sæti í friðarviðræðum allra flokka á Norður-Írlandi. Meira
2. september 1995 | Forsíða | 326 orð

Ráðist á tvö skip grænfriðunga

GRÆNFRIÐUNGAR sögðu í gær að franskir sjóliðar hefðu handtekið tvo kafara eftir að þeir syntu undir borpall, sem nota á við fyrirhugaðar kjarnorkutilraunir Frakka í lóni á Mururoa-eyju í Frönsku Pólynesíu. Kafararnir komust þangað á gúmbátum eftir æsispennandi eltingarleik við sjóliðana. Meira
2. september 1995 | Forsíða | 122 orð

Þögul mótmælastaða

ÚRHELLI breytti mótssvæði hinnar óopinberu kvennaráðstefnu í Huairou í Kína í forarsvað í gær. Féllu mótstjöld saman, veggur hrundi og ráðstefnugestir máttu ösla forina. Vakti þetta reiði margra ráðstefnukvenna en þó mátti einnig sjá bros á fjölda andlita. "Við getum ekki stjórnað máttarvöldunum en hér brosa þó allir og bera sig vel í rigningunni, sagði kona frá Spáni. Meira

Fréttir

2. september 1995 | Erlendar fréttir | 410 orð

250 herþotum og stórskotaliði beitt gegn Serbum

HERNAÐARAÐGERÐIR NATO- herflugvéla og hraðliðs Breta, Hollendinga og Frakka hafa staðið yfir í þrjá sólarhringa og eru þetta mestu hernaðaraðgerðir Vesturlanda frá því í Persaflóastríðinu árið 1991. Herþotur frá fjölmörgum NATO-ríkjum hafa tekið þátt í aðgerðunum og í gær tóku þýskar herþotur þátt í fyrsta skipti. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | 77 orð

35 manns sagt upp

35 MANNS var sagt upp störfum á Keflavíkurflugvelli í gær. Að sögn Þorkels Jónssonar, yfirverkstjóra hjá Íslenskum aðalverktökum hf. var 30 manns sagt upp og eiga þeir að ljúka störfum í áföngum 1. október, 1. nóvember og 1. desember. Hjá undirverktökum var fimm manns sagt upp. Þorkell sagði að verkefnastaða fyrirtækisins væri mjög knöpp frá áramótum og fram á vor. Meira
2. september 1995 | Erlendar fréttir | 92 orð

Aftaka á "þroskaheftum" manni

41 ÁRS maður var tekinn af lífi í Arkansas í gær eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði að taka mál hans upp á þeirri forsendu að hann væri þroskaheftur. Maðurinn var tekinn af lífi með banvænni sprautu. Hann var dæmdur fyrir að ræna 21 árs hjúkrunarkonu í Little Rock, nauðga henni og skjóta hana til bana. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | 328 orð

Auka þarf forvarnir

ÝMSAR hugmyndir eru uppi um hvernig hægt er að spara í heilbrigðiskerfinu, að sögn Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra, m.a að endurskoða greiðsluhlutfall sjúklinga vegna kostnaðar við aðgerðir sem þeir fara í. Þá sé nauðsynlegt að auka forvarnir t.d. gigtarforvarnir en kostnaður vegna gigtsjúkdóma sé u.þ.b. jafnmikill og rekstarkostnaður ríkisspítalanna og borgarspítalanna samanlagt. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | 239 orð

Áframhald verði á plöntun Landgræðsluskóga

Á AÐALFUNDI Skógaræktarfélags Íslands sem haldinn er á Egilsstöðum er mikil áhersla lögð á framhald Landgræðsluskógaverkefnisins á vegum skógræktarfélaganna í samvinnu við Skógrækt ríkisins, landbúnaðarráðuneytisins og Landgræðslunnar. Að sögn Huldu Valtýsdóttur, formanns Skógræktarfélags Íslands, hefur vilyrði fengist frá stjórnvöldum um að styðja við verkefnið með útvegun plantna til aldamóta. Meira
2. september 1995 | Erlendar fréttir | 194 orð

Bandaríkjamenn mættu ekki

ENGIR bandarískir þingenn voru sjáanlegir í húsakynnum Sameinuðu þjóðanna þegar 250 þingmenn hvaðanæva að úr heiminum minntust 50 ára afmælis SÞ. Þingmönnunum hafði verið boðið að sitja þriggja daga ráðstefnu hins 99 ára gamla Alþjóða þingmannasambands af þessu tilefni en engir fulltrúar á Bandaríkjaþingi sáu ástæðu til að mæta. Meira
2. september 1995 | Miðopna | 712 orð

Blýantur og yddari, strokleður og stílabók

BÖRN fædd árið 1989 eru héðan í frá ekki lengur smábörn heldur skólabörn. Í næstu viku raða þau nýjum ritföngum, blýanti, strokleðri, yddara og stílabók, vandlega í nýkeypta skólatösku sem þau setja síðan stolt á bakið. Svo er haldið af stað, fyrst í fylgd með foreldri sem sýnir barninu stystu og öruggustu leiðina í skólann. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | 341 orð

Breytingar á kjörum þeirra tekjuhæstu

BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar hefur sagt upp sérkjarasamningum hjá bæjarstarfsmönnum í efri stigum stjórnkerfisins að tillögu hagræðingar- og sparnaðarráði. Þarna er m.a. um að ræða óunna yfirvinnu starfsmanna, bílahlunnindi og fleira. Tryggvi Harðarson bæjarfulltrúi kveðst eiga von á því að aðgerðir þessar leiði til 5-10 milljóna kr. sparnaðar á næsta ári. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Bændur sáttir við drögin

DRÖG að breytingum á sauðfjárhluta búvörusamningsins voru samþykkt í meginatriðum á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda sem lauk á Brúarási í gærkvöldi. Samþykkt var að leggja það til að heildarbeingreiðslur til sauðfjárbænda verði 1.764 milljónir króna á ári, sem þýðir 8.600 tonna framleiðsla, í stað 1.480 milljóna eins og gert er ráð fyrir í drögunum. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | 198 orð

Drangajökull skríður nú fram

DRANGAJÖKULL er að síga fram til allra átta og gengur aðallega fram í Leirufjörð í Jökulfjörðum, Reykjafjörð á Hornströndum og Kaldalón í Djúpi. Oddur Sigurðsson hjá Orkustofnun sagði þetta vera reglubundið framhlaup á 60 ára fresti, en ekki er vitað, hvað þessu veldur í jöklunum. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | 210 orð

Dæmdur fyrir skútustuld

FRAKKINN Mathieu Morverand var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til fimm mánaða fangelsis fyrir þjófnað á skútunni Söru úr Reykjavíkurhöfn þann 21. ágúst. Refsingin fellur niður að þremur árum liðnum, haldi Morverand almennt skilorð. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | 147 orð

Fjölskyldudagar við höfnina

FJÖLSKYLDUDAGAR verða haldnir laugardag og sunnudag við Reykjavíkurhöfn. Á Hvalnum, útivistarsvæði Miðbakkans, verða sælífskerin á sínum stað, léttbáturinn, eimreiðin og leiktæki. Þá verða á Hvalnum sjóklár árabátur til sýnis frá kl. 12­17 báða dagana með árum, seglum, handfærum, gogg, saxi, seilum, austurtrogi og sýrukút. Meira
2. september 1995 | Akureyri og nágrenni | 69 orð

Frá Minjasafninu

Fram til 15. september verður opið daglega á Minjasafninu á Akureyri og í Sigurhæðum, minningarsafni um sr. Matthías Jochumsson. Opið er á Minjasafninu frá kl. 11-17 og aðgangseyrir er 250 kr. Ókeypis fyrir eldri borgara og börn að 16 ára aldri. Safnið í Sigurhæðum er opið milli 14 og 16. Þar er aðgangseyrir 100 kr. og frítt fyrir eldri borgara og börn að 16 ára aldri. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | 357 orð

Friðriksmótið hefst í dag

FRIÐRIK Ólafsson, fyrsti íslenski stórmeistarinn í skák og fyrrum forseti Alþjóðaskáksambandsins, varð sextugur fyrr á þessu ári. Jafnframt fagnar Skáksamband Íslands 70 ára afmæli. Í tilefni þessara tímamóta verður efnt til alþjóðlegs skákmóts dagana 1.-16. september. Þátttakendur á mótinu verða 8 íslenskir stórmeistarar, þ.ám. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | 97 orð

Friðriksmótið sett

FRIÐRIKSMÓTIÐ, skákmót, sem haldið er til heiðurs fyrsta stórmeistara Íslendinga, Friðriki Ólafssyni, sem varð sextugur í sumar, var sett í gærkvöldi. Teflt er í Þjóðarbókhlöðunni. Dregið var um töfluröð og í 1. umferð, sem hefst í dag klukkan 14, tefla saman Hannes Hlífar og Jón L. Meira
2. september 1995 | Akureyri og nágrenni | 131 orð

Hafnfirðingar fjölmenna í Hrísey

ÞAÐ VORU yfir sextíu Hafnfirðingar sem héldu út í Hrísey miðvikudaginn þrítugasta ágúst. Var ferð þessi farin af Félagi aldraðra í Hafnarfirði, en félagarnir dvelja þessa viku í orlofi á Þelamörk. Hefir verið farið vítt um héraðið í þessari ferð. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | 85 orð

Heimurinn kannaður

TVEIR guttar, sem búa skammt frá Geldinganesi, hurfu að heiman um hádegi á fimmtudag. Þeir fundust um kvöldið og reyndist ævintýraþrá, í bland við íþróttaáhuga, hafa tælt þá að heiman. Drengirnir, sem eru 7 og 9 ára, höfðu ekki sést síðan á hádegi þegar lögreglunni var gert viðvart undir kvöldið. Drengirnir fundust við golfskálann á Korpúlfsstöðum skömmu fyrir kl. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | 271 orð

Hluti verslana í Kringlunni opnar á sunnudögum

FYRIRTÆKJUM í Kringlunni er nú heimilt að hafa opið lengur á virkum dögum en sameiginlegur afgreiðslutími hússins gerir ráð fyrir. Einnig er mögulegt fyrir þá sem það vilja að hafa opið á sunnudögum. Í vetur ætlar hluti verslana og veitingastaðirnir í Kringlunni að lengja afgreiðslutíma sinn. Meira
2. september 1995 | Erlendar fréttir | 206 orð

Hugmyndinni lítt fagnað

TILBOÐ Jacques Chiracs Frakklandsforseta til bandamanna sinna í Evrópusambandinu um að kjarnorkuherafli Frakka muni nýtast vörnum Evrópusambandsríkjanna í framtíðinni virðist ætla að falla í grýttan jarðveg. Ráðamenn flestra Evrópuríkja hafa sýnt tilboðinu lítinn áhuga og virðast líta á það sem tilraun Chiracs til að fá þá til að samþykkja kjarnorkutilraunirnar í Kyrrahafi. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | 394 orð

Hundruð sjálfboðaliða safna fyrir konur og börn í neyð

HUNDRUÐ sjálfboðaliða um allt land hafa þegar látið skrá sig til þátttöku í landssöfnun Rauða kross Íslands, Konur og börn í neyð, sunnudaginn 3. september. Undirtektirnar eru framar vonum þótt enn vanti talsverðan fjölda sjálfboðaliða til starfa. Sjálfboðaliðar geta látið skrá sig í síma 800 5050 allt fram á sunnudag. Meira
2. september 1995 | Erlendar fréttir | 258 orð

Indverjar neita að sleppa Pakistönum

INDVERJAR hafa hafnað síðustu kröfu skæruliða í Kasmír, sem halda fjórum Vesturlandabúum í gíslingu, um að láta þrjá pakistanska skæruliða úr haldi. Viðræðurnar um lausn gíslanna eru á mjög viðkvæmu stigi og indverskir embættismenn sögðu að skæruliðarnir hefðu lagt fram kröfuna á fimmtudagskvöld. Meira
2. september 1995 | Landsbyggðin | 195 orð

Íslandsmeistari í Hálandaleikum krýndur í dag

Selfossi-Íslandsmeistarinn í Hálandaleikum verður krýndur í dag, laugardaginn 2. september, á Selfossi á dagskrá sem nefnist Selfossskjálfti 95. Það er Andrés Guðmundsson kraftajötunn sem stendur fyrir keppninni eins og í fyrra. Sterkustu menn landsins taka þátt í keppninni sem fer fram á bökkum Ölfusár neðan Hótels Selfoss klukkan 15. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | 90 orð

Íslenskur djass á Kringlukránni

RÚREK djasshátíðin verður sett í Ráðhúsinu sunnudaginn 3. september. Ýmsir erlendir gestir munu leika á hátíðinni en innlendir djassleikarar verða þó í meirihluta. Ókeypis er inn á alla tónleika á Fógetanum og Kringlukránni og á sunnudagskvöld verða mjög forvitnilegir tónleikar á Kringlukránni. Meira
2. september 1995 | Akureyri og nágrenni | 137 orð

Keppnis- og sýningarsvæði tekið í notkun

UM SÍÐUSTU helgi var haldin firmakeppni á Grenivík. Keppnin var haldin í fyrsta skipti á nýju keppnis- og sýningarsvæði sem félagar í hestamannafélaginu Þráni hafa verið að koma sér upp í svokölluðu Svarðarsundi skammt fyrir ofan þorpið, þar sem svarðargrafir Grenvíkinga voru á fyrri tíð en þar hafa hestar áður svitnað er svörður var unninn þar og fluttur á hestum heim. Meira
2. september 1995 | Erlendar fréttir | 49 orð

Kosningar undirbúnar í Tævan

LIEN Chan, forsætisráðherra Tævans, veifar til stuðningsmanna sinna í Taipei eftir að Lee Teng-hui forseti hafði tilnefnt hann sem varaforsetaefni Þjóðernisflokksins í forsetakosningunum í mars á næsta ári. Forseti landsins verður þá í fyrsta sinn þjóðkjörinn, en hingað til hefur hann verið kosinn á þinginu. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | 355 orð

Krafist niðurrifs á ósamþykktum sumarbústað

RÍKISSAKSÓKNARI hefur höfðað mál á hendur eigendum sumarbústaðar í landi Kárastaða á Þingvöllum og krefst þess að bústaðurinn verði fjarlægður, þar sem ekki hafi verið veitt byggingarleyfi fyrir honum. Bústaðurinn er of stór miðað við ákvæði byggingareglugerðar, sem kveða á um að nýir bústaðir á svæðinu megi ekki vera meira en 60 fermetrar. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | 88 orð

Kveðjumessa séra Guðmundar Óskars Ólafssonar

SÉRA Guðmundur Óskar Ólafsson. sóknarpestur í Neskirkju. lætur af störfum nú um mánaðamótin. Hann syngur kveðjumessu sína í kirkjunni á sunnudag klukkan 14. Séra Guðmundur Óskar hefur verið sóknarprestur í Neskirkju í áratugi, annar tveggja þjónandi presta þar. Nú þegar hann lætur af störfum mun sókninni aðeins verða þjónað af einum presti, séra Frank M. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | 69 orð

Kviknaði í hjólinu við árekstur

ÖKUMAÐUR mótorhjóls slapp betur en á horfðist í gær, þegar hann lenti í hörðum árekstri við bifreið. Slysið varð um kl. 10 í gærmorgun, á mótum Tjarnargötu og Sólvallagötu í Keflavík. Við áreksturinn rifbeinsbrotnaði ökumaður hjólsins. Meira
2. september 1995 | Miðopna | 1791 orð

Kvótakerfi afnumið og verðlagning gefin frjáls

LANGVARANDI samdráttur í neyslu kindakjöts hefur neytt sauðfjárbændur til að breyta um stefnu. Bændur virðast hafa komist að þeirri niðurstöðu að kvótakerfið og opinber verðlagning á kindakjöti hafi leitt þá út í öngstræti. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | 113 orð

Kynning á bílahúsum borgarinnar

Á "LÖNGUM laugardegi" 2. september nk. ætlar Bílastæðasjóður að gera átak í því að kenna gestum miðborgarinnar notkun bílahúss. Frá kl. 10-18 verða hópar ungs fólks frá Hinu húsinu í og við bílahúsin til aðstoðar þeim sem vilja kynna sér þægingi húsanna. Þá munu starfsmenn Bílastæðasjóðs ennfremur verða til taks ef á þarf að halda. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | 412 orð

Lax gekk í höfuðdagsstraumnum

Þrátt fyrir að kominn sé september er enn lax að ganga í Leirvogsá og að sögn Skúla Skarphéðinssonar veiðivarðar hefur gengið "tiltölulega vel" að undanförnu. Talsvert hafi gengið af nýjum laxi í síðasta stórstraumi sem var fyrir fáum dögum. Var það svokallaður höfuðdagsstraumur, frægur laxastraumur á árum áður. Meira
2. september 1995 | Landsbyggðin | 86 orð

Leikskóli í Bjarnahúsi

Húsavík-Húsavíkurbær hefur keypt Garðarsbraut 11, Bjarnahúsið, sem byggt var árið 1907, og gert á því miklar breytingar en þar hefur nú tekið til starfa leikskóli fyrir börn á aldrinum 2­6 ára. Meira
2. september 1995 | Erlendar fréttir | 387 orð

Líran heitin velkomin í ERM

FRAMKVÆMDASTJÓRN ESB fagnaði í gær, föstudag, yfirlýstum vilja Ítalíu til að líran hljóti aftur sinn sess í Gengissamstarfi Evrópu (ERM) innan fárra mánaða, en tók jafnframt fram, að endurnýjun aðildarinnar væri meira en formsatriði. Meira
2. september 1995 | Akureyri og nágrenni | 100 orð

Lítið skemmdar hernámsleifar

Breska herliðið hafði með sér í byrjun hernáms 1940 efni í girðingar utan um vistarverur og herskála sína. Járnstaurar sem þeir notuðu finnast enn á bæjum í Glæsibæjarhreppi og víðar í ótrúlega góðu ásigkomulagi og virðast ekki ryðga þó liðin séu 55 ár. Staurarnir eru beygðir úr teini, að neðan til að skrúfa í jarðveginn og að ofan lykkjur til að halda gaddavír. Meira
2. september 1995 | Erlendar fréttir | 267 orð

Lögreglan stöðvar mótmæli í París

MIKIL spenna var í gær í Suður- Kyrrahafsríkjum og Frakklandi vegna fyrirhugaðra kjarnorkutilrauna Frakka. Franska lögreglan kvað niður mótmæli í miðborg Parísar og handtók 260 manns, en slepptu öllum nema tveimur eftir yfirheyrslur. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | 65 orð

Mannréttindi á Internetinu

MANNRÉTTINDASKRIFSTOFA Íslands og aðildarfélög hennar, Amnesty, Biskupsstofa, Barnaheill, Hjálparstofunun kirkjunnar, Jafnréttisráð, Kvenréttindafélag Íslands, Rauði kross Íslands, Unifem og Bahái samtökin bjóða mánudaginn 4. september kl. 20 til fundar á Kaffi Síberíu. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | 99 orð

Margeir tapaði fyrir Drejev

MARGEIR Pétursson stórmeistari tapaði fyrri skákinni gegn Rússanum Drejev á Intel- atskákmótinu í London í gær. Í seinni skákinni sömdu skákmeistararnir um jafntefli. Margeir stýrði svörtu mönnunum í fyrri skákinni og tapaði henni eftir mikla baráttu. Skákin varð 81 leikur og endaði með því að Margeir féll á tíma. Meira
2. september 1995 | Akureyri og nágrenni | 102 orð

»Messur AKUREYRARKI

AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta verður í Akureyrarkirkju sunnudaginn 3. september kl. 11.00. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Laugardaginn 2. september kl. 20.30 verður samkoma í umsjá unga fólksins. Sunnudaginn 3. september kl. 11.00 verður safnaðarsamkoma og kl. 20.00 vakningasamkoma. Ræðumaður Rúnar Guðnason. Föstudaginn 8. september verður síðan bænasamkoma. Samskot tekin til starfsins. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | 458 orð

Minnihluti telur verðmat of hátt

MEIRIHLUTI svokallaðrar Miðbæjarnefndar í Hafnarfirði, sem samanstendur af Jóhanni G. Bergþórssyni og Ingvari Vikorssyni, hefur gert tillögu um að bæjarráð samþykki að fela bæjarstjóra og Miðbæjarnefnd ásamt með lögmanni að ganga til viðræðna við Miðbæ Hafnarfjarðar hf. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | 169 orð

Nóatún opnar í Austurveri

NÍUNDA Nóatúnsverslunin var opnuð í gær í Austurveri. Verslunin er 7-800 fermetrar að flatarmáli og segir Einar Örn Jónsson, verslunarstjóri, að þótt hún verði í meginatriðum ekki frábrugðin öðrum verslunum Nóatúns, geri stærðin það að verkum að í versluninni verði hægt að bjóða upp á ýmislegt umfram það sem gert er í öðrum verslunum Nóatúns. Meira
2. september 1995 | Miðopna | 114 orð

Nýkomin frá Spáni

ELÍN Knudsen er að fara á fjórða og síðasta námsárið sitt í Menntaskólanum í Reykjavík. Hún er nýkomin úr útskriftarferð stúdentsefna en þau fóru til Benidorm á Spáni þar sem þau sleiktu sólskinið og skemmtu sér saman. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | 171 orð

Opið hús í Héraðsbókasafni

OPIÐ hús verður í hinu nýja Héraðsbókasafni Mosfellsbæjar um þessa helgi. Fjölbreytt dagskrá verður, m.a. ættfræðikynning, sögustund fyrir börnin, kynning á Alnetinu, upplestur rithöfunda o.fl. Þá opnar Inga Elín glerlistakona sýningu á verkum sínum í safninu. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | 192 orð

Opið um helgar í Kringlunni

HLUTI verslana og allir veitingastaðir Kringlunnar verða opnir lengur í vetur en almennur afgreiðslutími hússins segir til um. Þannig verða ýmis fyrirtæki opin til kl. 18 á laugardögum og frá 12-18 á sunnudögum og hefur breytingin þegar tekið gildi. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | 379 orð

Óskað eftir tilboðum í 26 tonna tollkvóta

LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að óska eftir tilboðum í tollkvóta vegna innflutnings á unnum kjötvörum frá alls 12 fyrirtækjum sem sótt hafa um innflutninginn. Samkvæmt reglugerð landbúnaðarráðuneytisins, sem sett var fyrr í sumar í framhaldi af gildistöku GATT-samkomulagsins, var heimilað að flytja inn 26 tonn af unnum kjötvörum frá 1. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | 48 orð

Riffli stolið úr bíl

RIFFLI var stolið úr bíl við Tómasarhaga aðfaranótt fimmtudags. Brotist var inn í bílinn og úr honum stolið hljómflutningstækjum að andvirði um 300 þúsund krónur. Þá höfðu þjófarnir á brott með sér .22 calibera riffil, af gerðinni Merlin. Rannsóknarlögregla ríkisins fer með rannsókn málsins. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | 92 orð

Samningur samþykktur

NÝGERÐUR kjarasamningur Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar og ríkisins var samþykktur á fjölmennum félagsfundi Framtíðarinnar á miðvikudagskvöld. Að sögn Guðríðar Elíasdóttur, formanns félagsins, voru 146 félagskonur á fundinum og samþykktu þær samninginn einróma. Guðríður sagði að góð stemmning hefði verið yfir fundinum og mikil ánægja með nýgerðan samning. Meira
2. september 1995 | Landsbyggðin | 109 orð

Sigurvegararnir fá lambalæri í verðlaun

Selfossi-Þeir sem koma fyrstir í mark í Brúarhlaupi Selfoss sem fram fer í dag, laugardag, fá myndarlegt lambalæri í verðlaun til viðbótar við verðlaunapeninginn. Það eru þrjú kjötiðnaðarfyrirtæki á Selfossi sem gefa verðlaunalærin, Kjötvinnsla KÁ, Kjötvinnsla Hafnar-Þríhyrnings og Sláturhús SS. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | 59 orð

Sjónarvotta leitað

LÖGREGLAN í Reykjavík leitar vitna að árekstri, sem varð á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar sl. laugardag, 26. ágúst. Áreksturinn varð rétt fyrir miðnætti á laugardagskvöldinu. Toyota-fólksbíl var ekið norður Kringlumýrarbraut og í beygju vestur Miklubraut, en Volkswagen Vento suður Kringlumýrarbraut. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | 144 orð

Skákæfingar fyrir börn og unglinga að hefjast

ÓKEYPIS skákæfingar hefjast laugardaginn 2. september hjá Taflfélagi Reykjavíkur fyrir börn og unglinga 14 ára og yngri. Þær verða haldnar alla laugardaga í vetur. Aðgangur er ókeypis. Æfingarnar eru haldnar í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12. Tefldar verða sjö umferðir og fær hver keppandi tíu mínútna umhugsunartíma fyrir hverja skák. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | 347 orð

Skipulagsstjóri fellst á lagningu Fljótsdalslínu

SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur fallist á fyrirhugaða lagningu Fljótsdalslínu 1 frá Fljótsdalsvirkjun að Veggjafelli norðan Herðubreiðarfjalla. Skipulagsstjóri leggur þó fram skilyrði við samþykki sínu, m.a. það að samráð verði haft við Náttúruverndarráð um endanlega staðsetningu mastra með það að markmiði að halda jarðraski og sjónrænum áhrifum línunnar í algjöru lágmarki. Meira
2. september 1995 | Akureyri og nágrenni | 179 orð

Skólastarfið hafið

Í GÆR hófst kennsla í Verkmenntaskólanum á Akureyri en daginn áður fengu nemendur stundaskrár og kennsluáætlanir í hendur. Kennsla í öldungadeild skólans hefst næstkomandi mánudag. Hátt í 1300 nemendur eru skráðir til náms í VMA í vetur, þar af ríflega 1000 í hinum ýmsu deildum dagskólans. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | 85 orð

Stálu öllu steini léttara

BROTIST var inn í íbúð í miðbæ Reykjavíkur í fyrradag og hafa þjófarnir greinilega gefið sér góðan tíma við verknaðinn, því þeir stálu nánast öllu steini léttara. Húsráðandi tilkynnti þjófnaðinn um kl. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | 126 orð

Sumarstarfi lýkur á Árbæjarsafni

LOKAHELGI sumarstarfsins í Árbæjarsafni verður helgina 2.-3. september. Á laugardag kl. 15 munu Karl Jónatansson og Einar Magnússon leika valinkunn lög á harmoniku og munnhörpu. Svo eru það gömlu leikirnir þeirra langmömmu og -afa sem leiðsögumenn kenna börnunum um kl. 15.30. Á sunnudag kl. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Svipuð skilyrði ríki hér og í nágrannalöndunum

VERULEG lækkun á slátur- og heildsölukostnaði er alger forsenda þess að hægt verði að framleiða sauðfjárafurðir á samkeppnisfæru verði hér á landi að mati aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda sem lauk að Brúarási í gær. Meira
2. september 1995 | Akureyri og nágrenni | 315 orð

Um fimmtíu manns flytja Maríuvesper

LAUGARDAGINN 2. september kl. 20 verða tónleikar í Akureyrarkirkju þar sem um fimmtíu tónlistarmenn; einsöngvarar, kór og hljómsveit, flytja verkið Maríuvesper eða Aftansöng Maríu meyjar eftir Claudio Monteverdi. Meðal flytjenda má nefna hinn heimsfræga enska tenórsöngvara Ian Partridge. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | 329 orð

Úr rigningu í Peking til fornminja í Xian

ÚRHELLI í Peking kom í veg fyrir að forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir, gæti heimsótt gömlu keisarahöllina, "hina forboðnu borg". Síðdegis var flogið til sögufrægu borgarinnar Xian, u.þ.b. 1 klst. flug frá Peking. Meira
2. september 1995 | Landsbyggðin | 131 orð

Varð fyrir bíl en slapp skrámaður

Hveragerði-PILTUR um tvítugt slapp betur en á horfðist þegar bíl var ekið á hann á Austurmörk í Hveragerði á fimmtudag. Pilturinn lenti undir bílnum og dróst með honum góðan spöl, en slapp með skrámur. Tildrög slyssins voru þau að franskir ferðamenn óku tveimur bílaleigubílum sínum hægt eftir Austurmörk. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | 812 orð

Verðum að nýta aðlögunartímann vel

Aðalfundur Landssambands kúabænda var haldinn í byrjun vikunnar. Guðmundur Lárusson var endurkjörinn formaður sambandsins. Ummæli hans á fundinum um framkvæmd GATT- tolla hér á landi vöktu talsverða athygli. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | 747 orð

Verður að ítreka ýmsa fyrirvara

BOLLI Þór Bollason, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, kveðst telja að ítreka verði ýmsa fyrirvara við samanburð Morgunblaðsins á launum, verðlagi og kaupmætti í ellefu löndum sem birtist í Daglegu lífi í gær. Meðal annars beri að hafa í huga að íslenska skattkerfið sé tekjujafnandi og að þjóðartekjur haldist um margt í hendur við kaupmátt. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | 154 orð

Viðurkenningar til stofnana sem skara fram úr

FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur ákveðið að skipa nefnd, sem hafi það hlutverk að veita þeim ríkisstofnunum viðurkenningu sem með einum eða öðrum hætti hafa skarað fram úr í þjónustu, hagræðingu í rekstri eða hugvitsamlegum nýjungum. Gert er ráð fyrir að fyrstu viðurkenningarnar verði veittar í febrúar á næsta ári. Meira
2. september 1995 | Landsbyggðin | 153 orð

Viðurkenning fyrir fegrun og snyrtimennsku

Viðurkenning fyrir fegrun og snyrtimennsku Vogar-Kvenfélaginu Fjólu var nýlega veitt viðurkenning Fegrunarnefndar Vatnsleysustrandarhrepps fyrir fegrun og snyrtimennsku í skrúðgarðinum Aragerði í Vogum. Meira
2. september 1995 | Erlendar fréttir | 297 orð

Vopn finnast í Tbilisi LÖGREGLA í Tbilisi fann

LÖGREGLA í Tbilisi fann í gær enn meira magn vopna á skrifstofu þingmannsins Jaba Ioseliani, höfuðandstæðings forseta landsins, Edúards Shevardnadzes. Ioseliani sagði vopnin "málmdrasl" og neitaði að eiga nokkurn þátt í tilræðinu við Shevardnadze á þriðjudag. Ekki hefur verið gefin út nein ákæra vegna tilræðisins. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | 642 orð

Yfirlýsing frá fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóði bænda

MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing frá Benedikt Jónssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs bænda: "Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarna daga um málefni Lífeyrissjóðs bænda og Emerald Air vill undirritaður taka eftirfarandi fram. Haustið 1994 ákvað stjórn Lífeyrissjóðs bænda að kaupa hlutafé í Emerald Air (NI) Ltd. fyrir um 11 mkr. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | 38 orð

Þriggja ára fyrir bíl

ÞRIGGJA ára barn varð fyrir bíl í Njarðvík í gær, en slapp með smávægileg meiðsli. Barnið hljóp út á Brekkustíg og í veg fyrir bílinn. Einu meiðslin reyndust vera skrámur og kúla á höfði. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | 27 orð

Þrír bílar skemmdust

Þrír bílar skemmdust ÞRÍR bílar skullu saman á Reykjanesbraut, við Breiðholtsbraut, um kl. 13.10 í gær. Lítil meiðsli urðu á ökumönnum og farþegum, en bílarnir skemmdust mikið. Meira
2. september 1995 | Innlendar fréttir | 696 orð

(fyrirsögn vantar)

ALEXEY Maximovich Peshkov valdi sér nafnið Gorkí ­ hinn bitri ­ sem skáldanafn, og gefur það nokkra vísbendingu um hvað hann ætlaði sér með sögum sínum og leikritum. Raunin varð hins vegar sú að verk Gorkís skiptust í tvö, allt að því andstæð, horn: Annars vegar skrifaði hann verk sem innihalda bitra ádeilu, Meira

Ritstjórnargreinar

2. september 1995 | Leiðarar | 671 orð

KONUR OG BÖRN Í NEYÐ

Leiðari KONUR OG BÖRN Í NEYÐ ILDARLEIKURINN í fyrrum Júgóslavíu og hörmungarnar sem honum fylgja eru daglegt umfjöllunarefni fjölmiðla um heim allan. Það gleymist þó stundum að einn er sá aðili, sem starfar að baki víglínu allra deiluaðila, í Bosníu, Króatíu og Serbíu; Rauði krossinn. Meira
2. september 1995 | Staksteinar | 300 orð

»Sjúkrahúsin kosta 18 milljarða "KOSTNAÐUR við sjúkrahúsin í landinu nem

"KOSTNAÐUR við sjúkrahúsin í landinu nemur um það bil 18 milljörðum króna", segir í forystugrein Tímans á fimmtudaginn. "Kostnaður við stóru sjúkrahúsin á Reykjavíkursvæðinu er um einn þriðji hluti þeirrar upphæðar." Samvinna sjúkrahúsa Meira

Menning

2. september 1995 | Bókmenntir | 310 orð

Áhugaverð sýn á landið

eftir Christian Mehr. 15 litljósmyndir í möppu. Docuphot AG, Zurich. ÍSLAND hefur lengi verið eftirsóttur áfangastaður erlendra landslagsljósmyndara og fjölgar þeim sífellt sem senda frá sér bækur og veggspjöld með myndum héðan. Á fylgiblaði með þessari laglegu myndamöppu er kort af landinu, sýnt hvar myndirnar eru teknar og upplýsingar um ljósmyndarann á fjórum tungum. Meira
2. september 1995 | Fólk í fréttum | 83 orð

Edda Borg á RúRek

DJASSHLJÓMSVEIT Eddu Borg spilar á RúRek djasshátíðinni í Þjóðleikhúskjallara næstkomandi mánudagskvöld. Að sjálfsögðu syngur Edda með hljómsveitinni, en með henni spila Ástvaldur Traustason á píanó, Bjarni Sveinbjörnsson á kontrabassa, Pétur Grétarsson á trommur og Sigurður Flosason á saxófón. Meira
2. september 1995 | Fólk í fréttum | 65 orð

Elvis á Alnetinu

AÐDÁENDUR kóngsins geta nú "iðkað aðdáun sína" á Alnetinu. Þeir geta ferðast um netið og skoðað 1.000 minjagripi tengda Presley á heimasíðu fyrirtækisins Auctions On-line (http://auctions- on-line.com). Meðal þessara 1.000 minjagripa er skyrtan sem konungur rokksins klæddist við tökur á myndinni "Jailhouse Rock". Meira
2. september 1995 | Fólk í fréttum | 320 orð

Er erfitt að búa með Taylor?

GLYSGYÐJAN Liz Taylor hefur ekki átt síðustu sjö dagana sæla. Hún skildi að borði og sæng við sjöunda eiginmann sinn, auðjöfurinn Larry Fortensky, síðastliðinn fimmtudag. "Við þurfum bæði á andrúmi að halda um tíma, svo við ákváðum að skilja að borði og sæng. Við vonum bæði að þetta sé aðeins tímabundið," sögðu þau í sameiginlegri yfirlýsingu. Meira
2. september 1995 | Myndlist | 449 orð

Ísland Írland

Sean Taylor, Amada Dunsmore, Douglas Mackenzie, Hildur Jónsdóttir, Hannes Lárusson, Magnús Pálsson. Opið frá 14-18 til 2. september. Aðgangur ókeypis. LISTASUMRINU á AKUREYRI lýkur formlega í dag, 2. september, en það hefur staðið yfir fá því 24. júní, og hefur varla verið meira en dags hlé á myndlistarsýngum. Meira
2. september 1995 | Menningarlíf | 43 orð

Kristján sýnir í Eden

NÚ stendur yfir í Eden í Hveragerði málverkasýning Kristjáns G. Magnússonar. Kristján er húsamálari og hefur stundað listmálun sem tómstundaiðju í gegnum árin. Verkin eru flest unnin í olíu og eru frá síðari árum. Sýningin stendur til 10. september. Meira
2. september 1995 | Menningarlíf | 82 orð

Ljós úr norðri VEGNA mikillar aðsóknar að sýningunni Ljós úr norðri, Norræn aldamótalist verður Listasafn Íslands opið

VEGNA mikillar aðsóknar að sýningunni Ljós úr norðri, Norræn aldamótalist verður Listasafn Íslands opið næstkomandi mánudag frá kl. 12-18. Kaffistofa safnsins verður einnig opin. Sama dag býður safnið samnefnda bók, Ljós úr norðri - Norræn aldamótalist, á sérstöku tilboðsverði, kr. 2.470, en hún er gefin út í tengslum við sýninguna. Meira
2. september 1995 | Menningarlíf | 32 orð

Orgelstund í Grindavíkurkirkju ORGELSTUND verður í Grindavíkurkirkju sunnudaginn 3. september kl. 18. Jakob Hallgrímsson leikur

ORGELSTUND verður í Grindavíkurkirkju sunnudaginn 3. september kl. 18. Jakob Hallgrímsson leikur orgelverk meðal annars eftir L.N. Clérambault, J.S. Bach og M. Dupré. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Meira
2. september 1995 | Menningarlíf | 127 orð

Sibba með þrjár einkasýningar

NÚNA standa yfir þrjár sýningar á verkum Sibbu, Sigurbjargar Jóhannesdóttur, á Kaffi 17 og Café Org í Reykjavík og á Hótel Búðum, Snæfellsnesi. Sibba er fædd 1966 og hefur stundað nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur, Myndlista- og handíðaskóla Íslands og við fagurlistadeildir háskóla á Spáni. Hún útskrifaðist frá MHÍ síðastliðið vor. Meira
2. september 1995 | Fólk í fréttum | 363 orð

Sveit Laugardalsvallar sigraði í firmakeppni Brimborgar

BRIMBORG hf. bauð nýlega sínum stærstu viðskiptavinum til golfmóts á Golfvellinum í Grafarvogi. Í tilefni þess að Brimborg tók við umboði fyrir Ford- bifreiðar í byrjun þessa árs, var Ford sérlegur styrktaraðili mótsins. Í boði var meðal annars nýr Ford Escort fyrir holu í höggi. Meira
2. september 1995 | Fólk í fréttum | 183 orð

Völundur

FÆREYINGURINN Charles Beck er frá bænum Tvöyri á Suðurey. Hann er 78 ára og hefur lengst af starfsævinnar stundað sjómennsku á Íslandsmiðum. Fyrir þremur árum veiktist hann og var fluttur á sjúkrahús. Eftir að heim kom var honum bannað að vinna, svo hann hóf að smíða báta í flöskum til að stytta sér stundir. Meira

Umræðan

2. september 1995 | Aðsent efni | 1001 orð

Athugasemd vegna opins bréfs um beinasafn

Sunnudaginn 27. ágúst sl. skrifar dr. Margrét Hermanns-Auðardóttir fornleifafræðingur opið bréf til menntamálaráðherra. Í bréfinu lætur hún að því liggja að verið sé að eyðileggja fjölþjóða rannsóknarverkefni í Þjóðminjasafninu. Ég leyfi mér að fullyrða að sú eyðileggingarhætta stafar ekki frá starfsmönnum Þjóðminjasafnsins. Meira
2. september 1995 | Aðsent efni | 491 orð

Breytingar á lífeyrisgreiðslum í september

Á HVERJU ári eru greiðslur Tryggingastofnunar til lífeyrisþega endurskoðaðar í samræmi við þær upplýsingar sem fram koma á skattskýrslum þeirra. Þessi endurskoðun fer nú fram 1. september. Elli- og örorkulífeyrir, tekjutrygging, heimilisuppbót og fleiri greiðslur frá Tryggingastofnun eru háðar tekjum. Meira
2. september 1995 | Velvakandi | 203 orð

Bændur sem brenna hey

Bændur sem brenna hey Frá Albert Jensen: NÝLEGA las ég í blaði viðtal við bónda, sem vill vera heiðarlegur. En tilefni þessarar óskar átti þá forsögu, að fé hans hafi verið skorið niður vegna riðuveiki. Bóndinn sagðist í viðtalinu vera að heyja í eldinn. Meira
2. september 1995 | Aðsent efni | 939 orð

Efnahagsbatinn hefur skilað sér til almennings

NOKKRAR umræður hafa orðið í fjölmiðlum að undanförnu um ástæður þess að fólk flyst úr landi, jafnvel til landa þar sem atvinnuleysi er tvöfalt meira en hér á landi. Í viðtölum við þetta fólk kemur fram að ástæður brottflutnings eru margvíslegar eins og gefur að skilja. Meira
2. september 1995 | Velvakandi | 460 orð

ÍKISSJÓNVARPIÐ hefur verið að sýna framhaldsmyndir með

ÍKISSJÓNVARPIÐ hefur verið að sýna framhaldsmyndir með viku millibili. Satt að segja eru þessar myndir vart svo að þær skilji nokkuð eftir. Þar af leiðandi er allt of langur tími á milli þess sem þættir myndanna er sýnt og flestir áhorfenda hafa gleymt því sem á undan er gengið, söguþráðurinn glatazt og því er fæstum til gagns að horfa á þessar myndir. Meira
2. september 1995 | Velvakandi | 769 orð

Myndir af geimverum!!!

Myndir af geimverum!!! Frá Guðmundi Rafni Geirdal: Í SÍÐUSTU grein minni minntist ég á ýmsan vitnisburð Íslendinga sem töldu sig hafa séð geimskip. Meira
2. september 1995 | Aðsent efni | 890 orð

Samskipti Vikurs hf. og Reykjavíkurborgar

AÐ UNDANFÖRNU hafa verið blaðaskrif um samskipti og hugsanlega leiguskuld Vikurs hf. við Reykjavíkurborg. Hafa þessi skrif verið á mjög neikvæðum nótum fyrir Vikur hf. og gætu menn ályktað af þeim að Vikur hf. væri einhver baggi á Reykjavíkurborg. Svo er nú aldeilis ekki og öðru nær, en deilt er um túlkun leigusamnings, t.d. Meira
2. september 1995 | Aðsent efni | 488 orð

Skorað á hólm

STEFÁN S. Guðjónsson, sonur Guðjóns Hólm heildsala hjá John Lindsay hf. umboðs- og heildverslun, hreytti ónotum í mig og íslensk iðnfyrirtæki í Morgunblaðsgrein 24. ágúst sl. Stefán mun vera framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna. Hann er einnig stjórnarmaður í heildsölu föður síns, Johns Lindsay hf., sem m.a. flytur inn Toro og Thermos og sitthvað fleira. Meira
2. september 1995 | Velvakandi | 237 orð

Takk fyrir góða grein AMAL Rún Quase hringdi til að þakka Hallgrími

AMAL Rún Quase hringdi til að þakka Hallgrími Helgasyni fyrir vel skrifaða og málefnalega grein, sem birtist í síðasta fimmtudagsblaði Morgunblaðsins, og fyrir að benda á hvernig Framsóknarflokkurinn í rauninni er. Tapað/fundiðDrengjahjól tapaðist BLÁTT BMX-drengjahjól hvarf frá Ljósalandi í Fossvogi í síðustu viku júlímánaðar. Meira
2. september 1995 | Velvakandi | 459 orð

Útivistarskógar ­ útivistarperlur

Útivistarskógar ­ útivistarperlur Jónasi Guðmundssyni: Á SÍÐUSTU misserum hefur orðið merkjanleg stefnubreyting í skógrækt í landinu. Áður fyrr var skógur ræktaður í þeim yfirgripsmikla tilgangi að útbreiða græna litinn á landinu, og færa landið í þann búning sem Ari fróði lýsti. Meira
2. september 1995 | Aðsent efni | 780 orð

Við erum aflögufær

GLÍMAN við afleiðingar hildarleiksins í lýðveldum fyrrum Júgóslavíu er eitt stærsta verkefni sem Rauðakrosshreyfingin hefur fengist við. Hundruð þúsunda manna hafa notið aðstoðar Rauða krossins og annarra alþjóðlegra hjálparstofnana á þessu svæði og stórir hópar reiða sig algjörlega á aðstoð Rauða krossins, ekki síst konur og börn, Meira
2. september 1995 | Aðsent efni | 796 orð

Það er ýmislegt hægt!

KJARTAN Magnússon, blaðamaður á Morgunblaðinu, svarar í grein síðastliðinn laugardag gagnrýni minni á fréttaflutning hans af þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna. Hann lítur svo á að aðild að Evrópusambandinu hafi verið hafnað af ungu sjálfstæðisfólki á þinginu. Meira

Minningargreinar

2. september 1995 | Minningargreinar | 317 orð

Daníel Kristjánsson

Með þessum fátæklegu línum vil ég minnast Daníels Kristjánssonar, tengdaföðurs míns, kveðja hann og þakka honum fyrir samfylgdina. Í þessum fáu línum mun ég ekki rekja ættir hans né starfsferil heldur lýsa honum eins og hann kom mér fyrir sjónir. Daníel var látlaus og blíðmáll maður, hafði fáar þarfir og jafnvel færri kröfur sjálfum sér til handa. Meira
2. september 1995 | Minningargreinar | 418 orð

Daníel Kristjánsson

Elskulegur fósturfaðir minn er farinn í það ferðalag, sem okkur er öllum búið. Hann var búinn að lifa langa og starfsama æfi og skila sínu dagsverki. Hans kynslóð þurfti að hafa fyrir lífinu, eins og þeir sem voru að fara út í atvinnulífið um og eftir kreppuna 1930. Þegar ég kem til sögunnar, haustið 1940, var faðir minn í vinnu inn í Reykjanesi. Meira
2. september 1995 | Minningargreinar | 180 orð

DANÍEL KRISTJÁNSSON

DANÍEL KRISTJÁNSSON Daníel Kristjánsson, húsasmíðameistari, var fæddur á Eyri í Mjóafirði við Ísafjarðardjúp 10. júní 1910. Hann lést á gjörgæslu Landspítalans 21. ágúst sl. Foreldrar hans voru Kristján Bjarni Ólafsson, f. 3. júní 1873, d. 2. júlí 1952, og Ragnhildur Jónsdóttir, f. 22 maí 1869, d. 5. júní 1945. Meira
2. september 1995 | Minningargreinar | 526 orð

Erla Guðrún Lárusdóttir

Aðfaranótt 24. ágúst fékk ég þær fréttir að systir mín elskuleg væri látin. Hún var horfin burt á örskotsstund og óskin um að þetta væri vondur draumur rættist ekki. Kaldur raunveruleikinn lék um hug minn og sagði mér að við myndum ekki framar hittast hér á jörð. Það er við slík straumhvörf í lífinu sem mann langar til að þakka fyrir svo margt. Meira
2. september 1995 | Minningargreinar | 310 orð

Erla Guðrún Lárusdóttir

"Vinir eru ekki alltaf við höndina til að koma góðu til leiðar. En jafnvel þótt þú sért fjarri þeim, er hugur þeirra með þér og einlægar óskir um að þér gangi sem best. Hugsaðu til vina þinna þegar eitthvað amar að því þeir vilja að þú finnir hamingjuna og hugarró." (Spak. PB) Erla var þannig vinur. Ef hún gat ekki sjálf verið hjá manni á erfiðum stundum var hugur hennar þar í staðinn. Meira
2. september 1995 | Minningargreinar | 637 orð

Erla Guðrún Lárusdóttir

Það var hlýtt og milt ágústkvöld eins og þau eru fallegust. Ég gekk snemma til hvíldar eftir langan vinnudag og hlakkaði til að eiga frídag framundan en hann ætlaði ég að nota til að heimsækja Erlu systur og Óla. Ekki grunaði mig þá að það yrði of seint. Ég hafði hitt hana síðast fyrir nokkrum dögum eftir að hún kom heim eftir stutta skyndiinnlögn á sjúkrahús. Meira
2. september 1995 | Minningargreinar | 272 orð

Erla Guðrún Lárusdóttir

Mikið skarð hefur myndast á stuttum tíma í stórum systkinahópi, þar sem þriðja systkinið fellur frá á síðustu 9 mánuðum. Í dag verður jarðsett frá Keflavíkurkirkju frænka okkar, Erla Guðrún Lárusdóttir, sem farin er yfir móðuna miklu til systkina sinna sem nýlega kvöddu þetta jarðlíf. Um leið og við kveðjum hana viljum við minnast hennar með örfáum oðrum. Meira
2. september 1995 | Minningargreinar | 345 orð

Erla Guðrún Lárusdóttir

Sumarið er að líða, það haustar, en aftur vorar. Elsku Erla, nú er þú horfin, mikill er söknuður okkar. Þú varst sólargeislinn í lífi fátækrar fjölskyldu, það var mikil gleði í gamla torfbænum við Kálfshamarsvíkina þegar þú fæddist. Fyrir voru fjórir strákar, svo það var mikill viðburður þegar stelpa fæddist. Meira
2. september 1995 | Minningargreinar | 110 orð

ERLA GUÐRÚN LÁRUSDÓTTIR

ERLA GUÐRÚN LÁRUSDÓTTIR Erla Guðrún Lárusdóttir fæddist í Kálfshamarsvík í Austur-Húnavatnssýslu 8. maí 1936. Hún lést 24. ágúst. Foreldrar hennar voru Þórey Una Frímannsdóttir og Lárus Guðmundsson. Þau eru bæði látin. Systkini Erlu voru níu, tvö eru látin. 17. apríl 1955 giftist hún Óla Jóni Bogasyni, f. 17. Meira
2. september 1995 | Minningargreinar | 320 orð

Erla Guðrún Lárusdóttir Elsku Erla amma mín.

Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum því öðruvísi get ég ekki kvatt þig. Það tekur mig mjög sárt að hafa ekki fengið að kveðja þig almennilega því það er svo ótrúlega margt sem ég átti eftir að segja þér og svo margir atburðir sem eiga eftir að gerast í lífi allra sem þú ættir að taka þátt í en við ráðum ekki hvernig lífið fer og því vona ég að þér líði vel og hvílir í ró og næði. Meira
2. september 1995 | Minningargreinar | 169 orð

Guðrún Áslaug Aradóttir

Amma okkar er látin. Hún sem hefur spilað stórt hlutverk í lífi okkar og verið okkur mjög náin, alveg fram að síðasta degi í lífi hennar og við hefðum ekki viljað hafa það öðruvísi. Við elskuðum hana og virtum af öllu hjarta og á hún stóran sess í hjarta okkar um alla eilífð. Meira
2. september 1995 | Minningargreinar | 60 orð

Guðrún Áslaug Aradóttir

Guðrún Áslaug Aradóttir Kveðja til móður minnar. Hvert blóm sem grær við götu mína, er gjöf frá þér, og á þig minnir allt hið fagra, sem augað sér. Sól og jörð og svanir loftsins syngja um þig. Hvert fótspor sem ég færist nær þér, friðar mig. (Davíð Stefánsson. Meira
2. september 1995 | Minningargreinar | 166 orð

Guðrún Áslaug Aradóttir

Nú er elsku amma mín látin. Sú hugsun að fá ekki að sjá hana aftur hérna megin hefur myndað stórt tómarúm í hjarta mínu. Það er þó huggun harmi gegn, vissan um að við hittumst aftur hinum megin. Minningin um ömmu mun ávallt lifa í huga mínum og hjarta. Hún var mér ákaflega kær og oft breytti hún mínum verstu stundum í þær bestu með sinni einstöku lagni, glaðværð og umhyggjusemi. Meira
2. september 1995 | Minningargreinar | 182 orð

Guðrún Áslaug Aradóttir

Ég kynntist Áslaugu Aradóttur mjög ung að árum, en hún ásamt systur sinni, Jóhönnu Aradóttur, reyndust mér nánast sem bjargvættir. Á unglingsárum mínum var ég nær daglegur gestur á heimili Áslaugar og eiginmanns hennar, Þórðar Hjartarsonar heitins, á Bjarnastöðum í Kleppsholti. Meira
2. september 1995 | Minningargreinar | 401 orð

Guðrún Áslaug Aradóttir

Kossi föstum kyssi þig kyssi heitt mitt eftirlæti, fæ mér nesti fram á stig fyrst ég verð að kveðja þig. Vertu sæl! og mundu mig, mín í allri hryggð og kæti kossi föstum kveð ég þig kyssi heitt mitt eftirlæti. (Adelbert Von, C. Meira
2. september 1995 | Minningargreinar | 182 orð

GUÐRÚN ÁSLAUG ARADÓTTIR

GUÐRÚN ÁSLAUG ARADÓTTIR Guðrún Áslaug Aradóttir fæddist 10. janúar 1913 á Stóra-Langadal á Skógarströnd. Hún andaðist á heimili dóttur sinnar 21. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Áslaugar voru Ari Stefánsson og Kristín Guðmundsdóttir. Áslaug var sjötta í röðinni af átta systkinum, en þau eru: Kristín, f. 1900, nú látin, Sigurður, f. Meira
2. september 1995 | Minningargreinar | 1014 orð

Guðrún Jónasdóttir

Guðrún var fædd að Hallsbæ á Hellissandi, dóttir þeirra merkishjóna Jónasar Þorvarðarsonar formanns, ættuðum frá Hellissandi, og Ingveldar Gísladóttur, ættaðri af Mýrum. Guðrún eignaðist systur sem var þrem árum yngri, Jarþrúði, er giftist Sveinbirni Sighvatssyni og eignuðust þau fimm börn, öll búsett í Reykjavík. Jarþrúður og Sveinbjörn eru bæði dáin. Meira
2. september 1995 | Minningargreinar | 960 orð

Guðrún Jónasdóttir

Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu' og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Hún amma Guðrún hefur skilað sínu dagsverki. Meira
2. september 1995 | Minningargreinar | 407 orð

Guðrún Jónasdóttir

Bænin má aldrei bresta þig búin er freisting ýmislig. Þá líf og sál er lúð og þjáð lykill er hún að Drottins náð. (H.P.) Þetta vers á vel við nú þegar amma hefur kvatt þennan heim. Til hinstu ferðar valdi hún einn af fáum góðviðrisdögum sumarsins. Það var bjartur dagur og í minningunni um ömmu er alltaf sólskin. Meira
2. september 1995 | Minningargreinar | 199 orð

Guðrún Jónasdóttir

Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Þetta er ein af mörgum bænum sem elsku amma mín kenndi mér þegar ég var lítil stúlka á Sandi. Amma var mjög trúuð kona og að við barnabörnin kynnum bænirnar okkar var mjög mikilvægt. Meira
2. september 1995 | Minningargreinar | 549 orð

Guðrún Jónasdóttir

Látin er í hárri elli á Hrafnistu í Reykjavík tengdamóðir mín, Guðrún Jónasdóttir frá Hallsbæ á Hellissandi. Hún var búin að dveljast þar frá 1986 ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Magnússyni, en hann lést í nóvember 1989. Guðrún hafði átt við mikið heilsuleysi að stríða um nokkur ár. Þegar þannig er komið er í rauninni náð að fá hvíld frá þessu jarðlífi. Meira
2. september 1995 | Minningargreinar | 264 orð

GUÐRÚN JÓNASDÓTTIR

GUÐRÚN JÓNASDÓTTIR Guðrún Jónasdóttir fæddist á Hellissandi 11. október 1904. Hún lést á Hrafnistu í Reykjvaík 23. ágúst 1995. Foreldrar Guðrúnar voru Jónas Þorvarðarson frá Hallsbæ, Hellissandi, f. 9. apríl 1877, d. 10. júlí 1945, og Ingveldur Gísladóttir frá Skíðsholtum í Hrunahreppi, Mýrum, f. 25. september 1871, d. 9. Meira
2. september 1995 | Minningargreinar | 235 orð

Guðrún Jónasdóttir - viðbót

Á hendur fel þú honum sem himna stýrir borg, það allt er áttu' í vonum og allt er veldur sorg. Hann bylgjur getur bundið og bugað stormaher. Hann fótstig getur fundið sem fær sé handa þér. (Björn Halldórsson þýddi.) Það var um hvítasunnuna árið 1957 sem ég hitti Guðrúnu og Sigurð fyrst. Meira
2. september 1995 | Minningargreinar | 666 orð

Helgi G. Eyjólfsson

Langri æfi dugnaðar og atorkumanns er lokið. Okkur finnst dauðinn oft ótímabær, en er hann ekki öldurðum, þreyttum og sjúkum kærkominn hvíld? Mig langar í örfáum orðum að minnast elskulegs manns og vinar. Helgi ólst upp í Merkinesi í Höfnum ásamt foreldrum sínum og systkinum. Vegna fátæktar varð skólagangan ekki löng þótt það hefði átt að vera því Helgi var mjög skýr og greindur maður. Meira
2. september 1995 | Minningargreinar | 183 orð

HELGI G. EYJÓLFSSON

HELGI G. EYJÓLFSSON Helgi Gísli Eyjólfsson var fæddur 8. júlí 1903 á Merkinesi í Höfnum. Hann andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkur 24. ágúst 1995. Foreldrar hans voru hjónin Helga Gísladóttir og Eyjólfur Símonarson. Börn þeirra voru 8. Páll, Helgi, Björg, Guðmundur og Símon, öll látin. Eftir lifa Ketill, Sigurveig og Guðlaugur. Þann 29. Meira
2. september 1995 | Minningargreinar | 161 orð

Valdimar Þór Kárason

Mig langar að minnast Valdimars Þórs Karlssonar, eða Didda eins og hann var alltaf kallaður. Ég var svo lánsöm að kynnast Didda lítillega en samt sem áður var eins og ég hafi þekkt hann alla ævi. Það var ekki erfitt að kynnast Didda. Ég hef fáa gleðigjafa hitt eins og hann, alltaf að gera að gamni sínu eða segja sögur af einhverjum atburðum, sem kættu mig mikið. Meira
2. september 1995 | Minningargreinar | 126 orð

Valdimar Þór Kárason

Nú samvist þinni ég sviptur er ég sé þig aldrei meir! Ástvinir, sem ann ég hér, svo allir fara þeir. Ég felldi tár ­ en hví ég græt? Því heimskingi ég er! Þín minning hún er sæl og sæt og sömu leið ég fer. Meira
2. september 1995 | Minningargreinar | 25 orð

VALDIMAR ÞÓR KÁRASON

VALDIMAR ÞÓR KÁRASON Valdimar Þór Kárason fæddist í Reykjavík 3. júní 1954. Hann lést á Landspítalanum 28. ágúst síðastliðinn og fór útförin fram 1. september. Meira

Viðskipti

2. september 1995 | Viðskiptafréttir | 233 orð

Ál lækkar

VERÐ á tini hrundi í gær, föstudag, og ítrekuð spásala orsakaði verðlækkun á ýmsum öðrum iðnaðarmálmi á markaðinum í London. Álverð féll til að mynda niður fyrir 1800 dollara tonnið og hefur ekki verið veikara frá því síðari hluta júní. Meira
2. september 1995 | Viðskiptafréttir | 231 orð

Íslenskar handbækur fyrir Windows 95

FYRSTA íslenska handbókin um Windows 95 stýrikerfið er komin út. Hún heitir Bókin um Windows 95 og er eftir Sigvalda Óskar Jónsson. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem íslensk handbók um tölvuhugbúnað kemur út nær samtímis búnaðinum sjálfum en sem kunnugt er var útgáfudagur Windows 95 hér á landi þann 24. ágúst síðastliðinn. Meira
2. september 1995 | Viðskiptafréttir | 345 orð

Vöruskipti hagstæð um 9 milljarða

VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR í júlímánuði var í járnum en á sama tíma í fyrra var hann Íslendingum hagstæður um 1,2 milljarða króna á föstu gengi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Hagstofu Íslands. Alls voru fluttar út vörur fyrir 7,8 milljarða króna í júlí. Meira

Daglegt líf

2. september 1995 | Neytendur | 728 orð

Ekki hægt að krefjast þátttöku í kostnaði Oft hafa spunnist um það deilur í fjölbýlishúsum hvort setja ætti upp gervihnattadisk

GERVIHNATTASJÓNVARP verður sífellt algengara á íslenskum heimilum, en í fjölbýlishúsum hafa gervihnattadiskar og áskrift að rásum frá gervihnöttum verið heit og tíð deiluefni. Nýlega fjallaði kærunefnd um fjöleignarhúsamál um ágreining sem upp kom í fjölbýlishúsi í Reykjavík og telja sérfróðir að þótt álit Meira
2. september 1995 | Neytendur | 131 orð

Í óróa má nota lok af glerkrukkum

KRAKKAR þurfa oft verkefni þegar þau segjast ekkert hafa að gera. Oftar en ekki hafa þau gaman af allskyns föndri. Nýlega rákumst við á þessa hugmynd í bandarísku blaði þar sem órói er búinn til úr lokum af glerkrukkum. Í góðu veðri geta börn síðan dundað við að mála þau í ýmsum litum með afgangsmálningu. Foreldrarnir þurfa fyrst að stinga gat á hvert lok. Meira
2. september 1995 | Neytendur | 419 orð

Kræklingargóðir á hversmanns borð

FJÖRUR landsins, fjarri þéttbýli, eru víða þaktar góðgæti. Aðallega blásvartri kræklingsskel, sem festir sig á þang og steinahrúgur í sjávarmálinu. Á háfjöru er auðvelt að losa skelina með hníf og fylla svo sem eina fötu eða fleiri ef margir eru um hituna. Gott er að hafa vettlinga og gúmmíhanska utan yfir. Meira
2. september 1995 | Ferðalög | 373 orð

Náttúrufegurð og fuglalíf mesta aðdráttarafl Eyja

FERÐAMENN sem heimsækja Vestmannaeyjar eiga auðvelt með að láta tímann líða því margt er að skoða og hvort sem fólk velur sér að fara í skipulagðar skoðunarferðir eða að skipuleggja ferðir sínar sjálft þá er af nógu að taka. Dagurinn er fljótur að líða og því er auðvelt að eyða fleiri en einum degi við að skoða náttúruperlur eyjanna. Meira
2. september 1995 | Neytendur | 60 orð

Nýjar flöskur frá Coca-Cola

COCA-Cola fyrirtækið hefur tekið í notkun nýja sérhannaða hálfs lítra flösku fyrir aðrar tegundir gosdrykkja en Coca-cola, þ.e. Sprite, Fanta, Tab, Tab-Extra og Fresca. Í fréttatilkynningu frá Vífilfelli hf., umboðsaðila Coca- Cola á Íslandi, segir að nýja flaskan sem tekin hafi verið í notkun um allan heim, geri vörur frá Coca-Cola auðþekkjanlegri. Meira
2. september 1995 | Neytendur | 140 orð

Útsölustöðum farkorta SVR fjölgar

STRÆTISVAGNAR Reykjavíkur (SVR) hafa samið við útsölustaði Eymundssonar hf. um að frá gærdeginum, 1. september, verði farkort SVR þar til sölu. Fjölgar útsölustöðum farkorta þar með um sjö, en hingað til hafa farkort strætó aðeins verið seld hjá SVR og í Háskóla Íslands, eða nánar tiltekið í Félagsstofnun stúdenta. Meira
2. september 1995 | Ferðalög | -1 orð

Örtröð á Íslendingaslóðum í Kaupmannahöfn

GÖNGUFERÐIR um Íslendingaslóðir í Kaupmannahöfn eru vinsæl dægradvöl meðal Íslendinga, sem eiga leið um borgina og hjá þeim, sem búa þar. Nýlega kom þrjú þúsundasti gesturinn í ferðina og það var haldið ögn hátíðlegt af Jónasi Freydal Þorsteinssyni, sem rekur ferðaskrifstofuna In-Travel Scandinavia og Helgu Guðmundsdóttur, sem starfar með honum þar, en þau sjá um gönguferðirnar. Meira

Fastir þættir

2. september 1995 | Dagbók | 100 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardagin

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 2. september, er áttræðurSteinþór Eiríksson, listmálari, Egilsstöðum. Hann dvelur hjá dóttur sinni á Smáraflöt 38, Garðabæ, á afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 2. Meira
2. september 1995 | Fastir þættir | 218 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Metaðsókn

METAÐSÓKN, eða 55 pör var þriðjudaginn 29. ágúst en þá var síðasti Monrad-barometer sumarsins spilaður í Þönglabakka 1. Spilaðar voru 7 umferðir, alls 28 spil, og að leikslokum stóðu bræðurnir Magnús og Gísli Torfasynir uppi sem sigurvegarar en röð efstu para varð Þessi: Gísli Torfason - Magnús Torfason+233Friðjón Þórhallsson - Ólafur Lárusson+230Ljósbrá Meira
2. september 1995 | Fastir þættir | 89 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Silfurstigamótið

Skráning hefur farið vel af stað í Opna silfurstigamótið, sem spilað verður laugardaginn 9. september í Drangey við Stigahlíð 17. Spilamennska hefst kl. 12 á hádegi og spilaðar verða tvær umferðir (ca 50 spil). Áætluð spilalok eru um kl. 19 (stutt og þægilegt). Spilarar eru hvattir til að fjölmenna, enda fá silfurstigamót í boði á höfuðborgarsvæðinu næsta vetur. Keppnisgjald er kr. Meira
2. september 1995 | Fastir þættir | 531 orð

Guðspjall dagsins: Hinn daufi og málhalti. (Mark. 7.)

Guðspjall dagsins: Hinn daufi og málhalti. (Mark. 7.) »ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 11.00. Fermd verður Katla Hannesdóttir, p.t. Hraunbær 116, Rvík. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN:Messa kl. 11.00. Prestur sr. Meira
2. september 1995 | Dagbók | 93 orð

Göngustígur

Morgunblaðið/Árni Sæberg GöngustígurÞEIR SEM lagt hafa leið sína í Nauthólsvíkina að undanförnu hafaeflaust tekið eftir að þar er kominn malbikaður göngustígur. Göngustígur þessi er áfangi í stærra kerfi og er kominn vestanfrá Ægisíðu að Nauthólsvík. Meira
2. september 1995 | Fastir þættir | 785 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 812.

812. þáttur Þór kom að sundi einu í Hárbarðsljóðum og var illa til reika, berfættur (berbeinn) og brókalaus. Hann sá ferjukarl hinum megin við sundið og hélt sá ferjunni að landinu. Þór spurði hann hver ætti farkostinn. Meira
2. september 1995 | Fastir þættir | 118 orð

Laugardagur 2. september 1995: STÖÐUMYND B SVARTUR leikur og vin

Laugardagur 2. september 1995: STÖÐUMYND B SVARTUR leikur og vinnur Staðan kom upp í úrslitahraðskák í Hastings um sæti á Intel atskákmótinu í London. Eistneski stórmeistarinn Lembit Oll (2.630) var með hvítt en Margeir Pétursson(2.565) var með svart og átti leik 24. Meira
2. september 1995 | Dagbók | 381 orð

Reykjavíkurhöfn: Í fyrrinótt fór Helgafell

Reykjavíkurhöfn: Í fyrrinótt fór Helgafell til útlanda. Goðafoss fór til útlanda í gær. Þá kom Kyndill af strönd og fór samdægurs og Ásbjörnkom af veiðum. Í dag er væntanlegur spánski togarinnEsperanza Meduina. Meira

Íþróttir

2. september 1995 | Íþróttir | 93 orð

Adams verður fyrirliði Englands

NEIL Ruddock, varnarmaður Liverpool, var í gær kallaður inn í enska landsliðshópinn fyrir landsleikinn gegn Kólombíu í næstu viku sökum þess að Garry Pallister er meiddur í baki. Ruddock hefur leikið einn landsleik fyrir England gegn Nígeríu í nóvember í fyrra. Tony Adams verður fyrirliði enska landsliðsins í leiknum og leysir félaga sinn hjá Arsenal, David Platt, af hólmi. Meira
2. september 1995 | Íþróttir | 488 orð

Allir flýja Los Angeles

NHF-ruðningsdeildin hefst nú um helgina í 76. skipti. Mikil eftirvænting ríkir um keppnina í vetur, en breytingar hafa verið á mörgum sviðum í sumar. Helstu breytingarnar frá síðasta keppnistímabili eru þær að tvö ný lið koma inn í deildina, Jacksonville Jaguars frá Flórída og Carolina Panthers frá Norður-Karólínu. Þetta eru fyrstu nýju liðin í deildinni síðan 1976. Meira
2. september 1995 | Íþróttir | 51 orð

FÉLAGSLÍFFylkishúsið vígt Íþróttahús Fylkis ver

Íþróttahús Fylkis verður vígt í dag kl. 14 með stuttri athöfn. Húsið verður opnað kl. 13.30 og eftir athöfnina verður gestum boðið að skoða húsið og þiggja veitingar. Framdagurinn Framdagurinn verður á sunnudaginn, 3. september. Svæði félagsins við Safamýri verður opið gestum kl. 14-16. Framkonur verða með kaffiveitingar að vanda. Meira
2. september 1995 | Íþróttir | 537 orð

Fjögur skiptu gullpottinum

Þau voru fjögur sem skiptu með sér gullpottinum að loknu fjórða og síðasta gullmóti Alþjóða frjálsíþróttasambansins í Berlín í gær. Michael Johnsson sigraði örugglega í 400 m hlaupi þrátt fyrir að vera nokkuð frá sínum besta, hljóp á 44,56 sek. Meira
2. september 1995 | Íþróttir | 647 orð

Frjálsíþróttir

Fjórða og síðasta gullmót Alþjóðafrjálsíþróttasambandsin var í Berlin í gær og úrslit voru sem hér segir: 110 m grindahlaup karla: 1.Mark Crear (Bandar.) 13.28 2.Colin Jackson (Bretl.) 13.29 3.Tony Jarrett (Bretl.) 13.33 4.Roger Kingdom (Bandar.) 13.57 5.Sven Goehler (Þýskal.) 13. Meira
2. september 1995 | Íþróttir | 219 orð

Geir stóð sig vel í Þýskalandi

GEIR Sverrisson, frjálsíþróttamaður úr Ármanni, sem varð þrefaldur heimsmeistari á HM fatlaðra í Berlín 1994 í 100, 200 og 400 m hlaupi, er nýkominn frá Þýskalandi þar sem hann tók þátt í þremur mótum og stóð sig vel. Meira
2. september 1995 | Íþróttir | 410 orð

Gerðu strandhögg í Frakklandi

Fyrir stuttu gerðu sex glímumenn sér ferð til Bretagnaskaga í Frakklandi og tókust á við þarlenda og breska fangbragðamenn í þrenns konar fangbrögðum. Keppt var til skiptis í glímu, axlartökum og þó einkum í hinum frönsku gouren-fangbrögðum sem eru þjóðaríþrótt heimamanna. Sunnudaginn 20. ágúst var mikil fangbragðhátíð í Guincamp í Bretagne. Meira
2. september 1995 | Íþróttir | 268 orð

Golf Stigahæstir BJÖRGVIN Sigurbergsson kylfingur úr GK er stigahæsti kylfingur landsins þegar eitt stigamót GSÍ er eftir.

Stigahæstir BJÖRGVIN Sigurbergsson kylfingur úr GK er stigahæsti kylfingur landsins þegar eitt stigamót GSÍ er eftir. Stigahæstir eru: Björgvin Sigurbergsson, GK360 Birgir L. Haþórsson, Leyni331 Björn Knútsson, GK313 Björgvin Þorsteinsson, GA305 Örn Arnarsson, GA301 Þokell Snorri Sigurðsson, GR282 Sigurður Hafsteinsson, Meira
2. september 1995 | Íþróttir | 82 orð

Handtekinn með skammbyssu

Handtekinn með skammbyssu J.R. REID, körfuknattleiksmaður með San Antonio Spurs, var handtekinn í vikunni á flugvellinum í San Antonio. Í farangri hans fannst sjálfvirk 45 "calibera" skammbyssa. Meira
2. september 1995 | Íþróttir | 111 orð

Í hverju eru þeir...?

ÞESSIR prúðu og stæðilegu aflraunamenn verða meðal keppenda á Íslandsmótinu á Hálandaleikum í dag á Selfossi kl. 15.00. Þá gefst fólki kostur á að sjá sjö aflraunamenn í skotapilsum keppa í fimm kastgreinum. Meira
2. september 1995 | Íþróttir | 66 orð

Johnson og Sullivan í annað sinn í gullpottinum

MICHAEL Johnson og Sonia O'Sullivan hafa áður krækt sér í gullpottinn. Það var árið 1993 og þá voru þau í hópi fimm íþróttamanna sem skiptu tuttugu eins kílóa gullstöngum á milli sín fyrir að sigra í sínum greinum á öllum fjórum gillmótunum. Á sl. ári skiptu Mike Powell langstökkvari frá Bandaríkjunum og Colin Jackson grindahlaupari á milli sín pottinum. Meira
2. september 1995 | Íþróttir | 255 orð

Knattspyrna

2. deild Víðir - Þróttur R.0:4 - Óskar Óskarsson (14. vítasp.), Hreiðar Bjarnason 2 (48.,62.), Guðmundur Gíslason (88.). Heimamenn voru með þunnskipaðan hóp vegna meiðlsa og tókst m.a. ekki að stilla upp 16 manna hóp fyrir leikinn eins og vant er. Báðir markveðri liðsins eru meiddir og tók Sigurður V. Meira
2. september 1995 | Íþróttir | 249 orð

Norðmenn lagðir að velli ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, stjórnaði landsliðinu til sigurs í sínum fyrsta

ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, stjórnaði landsliðinu til sigurs í sínum fyrsta leik sem þjálfari - þegar liðið lagði Noreg að velli, 27:23, í fjögurra landa móti í Austurríki í gærkvöldi. "Ég er alltaf ánægður með sigur. Það var byrjunarbragur á leik okkar í byrjun, enda langt síðan strákarnir hafa verið saman. Meira
2. september 1995 | Íþróttir | 243 orð

OTTO Rehhagel,

OTTO Rehhagel, þjálfari Bayern M¨unchen, er í vanda vegna meiðsla framlínumanna sinna og ef þeir verða ekki tilbúnir fljótlega mun hann reyna að fá gömlu kempuna Rudi Völler, sem leikur meðBayern Leverkusen. Meira
2. september 1995 | Íþróttir | 76 orð

SUND

Sjö frá Íslandi EM fatlaðra í sundi Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi fer fram í Perpignan í Frakklandi 4.-9. september. Sjö Íslendingar taka þátt í mótinu að þessu sinni í þremur flokkum. Þau sem fara eru; í flokki þroskaheftra: Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Ösp, Hilmar Jónsson, Ösp, Bára B. Erlingsdóttir, Ösp, og Gunnar Þ. Gunnarsson, Suðra. Meira
2. september 1995 | Íþróttir | 737 orð

Tekst strákunum í La Coruna að verða stórir?

KEPPNI í spænsku 1. deldinni í knattspyrnu hefst í dag og ýmislegt bendir til þess að stórveldin þar í landi, meistarar Real Madrid og Barcelona séu ekki eins sterk og undanfarin ár og smáliðið Deportivo La Coruna muni þriðja keppnistímabilið í röð láta finna fyrir sér í toppbaráttunni. Meira
2. september 1995 | Íþróttir | 258 orð

"Útlend- ingarnir" á Spáni

ALLS leika 85 erlendir leikmenn í 1. deildarkeppninni á Spáni í vetur. Leikmennirnir koma frá Asíu, Ameríku, Afríku, Evrópu og vekur það nokkra athygli að alls koma 26 leikmenn frá löndum fyrrum Júgóslavíu. Hér er listi yfir leikmennina - liðin geta aðeins notað þrjá í hverjum leik. Meira

Sunnudagsblað

2. september 1995 | Sunnudagsblað | 31 orð

HÖRÐUR Torfason heldur tónleika í Borgarleik

HÖRÐUR Torfason heldur tónleika í Borgarleikhúsinu föstudagskvöldið 8. september. Honum til aðstoðar verða Freyr Egilsson, Skúli Ragnar Skúlason, Hjörleifur Jónsson og Jón Guðjónsson og söngkonurnar Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Anna Helga Baldursdóttir. Meira
2. september 1995 | Sunnudagsblað | 190 orð

Tætt og rifið

MEÐAL hlj´omsveita ´a Uxa- t´onleikunum um verslunarmannahelgina var Atari Teenage Riot. F´air vissu ´a henni haus eða sporð fyrir t´onleikana, en eftir þ´a var m´al manna að h´un hefði slegið öllum öðrum ref fyrir rass. Meira

Úr verinu

2. september 1995 | Úr verinu | 622 orð

Gerlar undir mörkum í ísfiski úr Smugunni

NIÐURSTÖÐUR úr gerlarannsókn á fiski úr ísfisktogara sem var að veiðum í Smugunni sýna að fiskurinn inniheldur mikið magn af örverum en þó undir viðmiðunarmörkum. Sýnið sem sent var í rannsókn "rétt slapp fyrir horn" að sögn Sigurðar Garðarssonar, framkvæmdastjóra Voga hf., í Njarðvík. Meira

Lesbók

2. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 89 orð

Allt eru þetta manneskjur

Höfundur: Maxím Gorkí. Þýðandi: Magnús Þór Jónsson (Megas). Leikgerð: Þórarinn Eyfjörð og Egill Ingibergsson. Leikstjóri: Þórarinn Eyfjörð. Leikmynd: Þorvaldur Böðvar Jónsson. Búningar: Linda Björg Árnadóttir. Lýsing: Egill Ingibergsson. Hljóðmynd: Eyþór Arnalds og Móeiður Júníusdóttir. Leikarar: Benedikt Erlingsson, Bryndís Petra Bragadóttir, Harald G. Meira
2. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 3207 orð

Árin tólffyrir daga Sjónvarps og Kvikmyndasjóðs

Íslenska kvikmyndavorið" svokallaða, sem hófst með stofnun Kvikmyndasjóðs Íslands árið 1978 og fyrstu úthlutuninni, sem fylgdi í kjölfarið ári síðar, er í hugum margra hið raunverulega upphaf "alvöru" bíómyndagerðar á Íslandi. Meira
2. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 110 orð

Ástir jökla

Og þú varðst til undir Jökli. varðst svo ótrúlega mikið til, að engin ljósmynd fær sýnt þig svart á hvítu. Engin orð málað þig í vatnsbláu litunum mínum. Og þessi varðeldur sem heldur augum mínum opnum: Ást mín var slysaeldur sem kviknaði undir öðrum jökli, óravegu frá þínum. Meira
2. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 155 orð

efni 2. sept

í Pólínesíu, er heiti á grein eftir Einar Má Guðvarðsson, myndhöggvara. Þessi eyjaklasi í Kyrrahafinu er afar fjarlægur okkur, en á hann hefur oft verið litið sem paradís á jörðu. Sú paradís hefur heldur betur breyzt til hins verra með frönskum yfirráðum og kjarnorkutilraunum, sem heimurinn stendur nú agndofa yfir. Meira
2. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 327 orð

Endurminningar föðurins uppspuni frá rótum

ENGINN gerði sér grein fyrir því hversu metnaðarfullt verk Helen Demidenko hafði skapað - ekki einu sinni dómnefndin sem veitti henni ein af þremur virtustu bókmenntaverðlaunum Ástrala. Höfundurinn, sem er 24 ára, sagði endurminningar föður hennar, úkraínsks leigubílstjóra, hafa verið kveikjuna að bókinni "The Hand That Signed the Paper", sem er frásögn af Helförinni, Meira
2. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1402 orð

Er þetta þitt líf?

VIÐ hittumst í stórmarkaði vestur í bæ. Kunningjakona mín var með gulan stráhatt og hafði bundið silkiklút yfir börðin í gjóstrinum. Hún brosti dauflega og minnti mig einna helst á Karenu Blixen á gamalli ljósmynd frá Afríku. Við ræddum verð og gæði á grænmeti og ávöxtum á tilboði. Appelsínurnar voru mattar og þurrar og eplin rauð, gljáandi og ilmlaus. Meira
2. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 52 orð

Eyktamörk, björg og flæði MYNDLISTARSÝNING Evu Benjamínsdóttur, sem ber yfirskriftina Eyktamörk, björg og flæði stendur nú yfir

MYNDLISTARSÝNING Evu Benjamínsdóttur, sem ber yfirskriftina Eyktamörk, björg og flæði stendur nú yfir í Listacafé og í veislusalnum í Listhúsinu í Laugardal, Engjateigi 17-19. Eva sýnir ný málverk unnin með olíu og akrýl á striga. Opið er mánudaga til laugardaga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 14-18. Allir velkomnir. Meira
2. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 452 orð

Fjöll við sjóndeildaarhring

GUÐRÚN Kristjánsdóttir myndlistarmaður opnar sýningu á verkum sínum í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs, í dag kl. 16. Yfirskrift sýningarinnar er Fjallshlíðar og fjallar hún um þær í stórum og smáum olíumálverkum í báðum sölum á efri hæð safnsins. Meira
2. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 784 orð

Framtíðin er runnin upp

GULLÖLD vísindaskáldsögunnar var á sjötta og sjöunda áratugnum. Þá tókst höfundum á borð við Robert Heinlein, Frank Hermbert, Michael Moorcock, J.G. Ballard og ekki síst Kurt Vonnegut að höfða til mun breiðari hóps en þeirra sem fram að þessu höfðu legið í vísindaskáldsögunum. Meira
2. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 708 orð

Gamli kastalinn Prins Eugen 1865-1947

ÞAKKAÐ veri bróður mínum, sem var við nám í Stokkhólmi á árunum fyrir 1950, komst ég trúlega svolítið betur inn í sænska listasögu en skólafélagar mínir í Handíða- og myndlistarskólanum. Eftir innlit á söfnin sendi hann mér stundum kort með myndum af listaverkum eftir sænska myndlistarmenn og meðal þeirra var hið fræga málverk Skýið ("Molnet", 1896) eftir Prins Eugen. Meira
2. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 178 orð

Gítardansar

KRISTINN H. Árnason gítarleikari leikur á tónleikum í Iðnó í kvöld kl. 20.30. Tónleikarnir eru lokadagskrárliður Óháðrar listahátíðar sem sem staðið hefur síðan 18. ágúst síðastliðinn. Meira
2. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 2612 orð

Harmleikurinn í Pólínesíu

ÁKVÖRÐUN nýkjörins forseta Frakklands, Jacques Chiracs, um að hefja aftur kjarnorkutilraunir við kóralrifið Muroroa í pólínesíska eyjaklasanum í september næstkomandi hefur verið mótmælt víða um heiminn. Meira
2. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 254 orð

Hlý og fyndin lýsing barns

KVIKMYND Hrafns Gunnlaugssonar Hin helgu vé hefur hlotið góða dóma í norskum dagblöðum. Thor Ellingsen gagnrýnandi á Dagbladet segir að mynd Hrafns sé hlý og fyndin lýsing barns. Fyrirsögn umsagnar hans er "Íslensk perla". Í dómnum segir m.a.: "Kraftur íslenskrar náttúru leikur stórt hlutverk í myndinni. Meira
2. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 706 orð

Hrár reynsluheimur karla

Höfundur: Ingimar Oddsson. Leikstjóri: Guðjón Sigvaldason. Aðstoðarleikstjóri: Dóra Takefusa. Danshöfundur: Bryndís Einarsdóttir. Búninga- og sviðshönnun: Helga Kristrún Hjálmarsdóttir. Ljósahönnun: Vilhjálmur Hjálmarsson. Tónlistarstjórn: Þröstur E. Meira
2. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 2191 orð

Hvenær drepurmaður mann?

Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?" sagði Jón Hreggviðsson í Íslandsklukkunni. Af þessari óskammfeilnu setningu hefur þjóðin haft nokkra skemmtan, allt frá því sagan kom á prent. Sennilega erum við samt ein af fáum þjóðum veraldar, sem brosa við setningu eins og þessari. Af hverju? - Vegna þess, að við höfum aldrei þurft að drepa fólk. Meira
2. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1584 orð

Magnaðar kolldýfur Eiríkur Smith opnar sýningu á verkum sýnum í Hafnarborg í dag kl. 14. Sýningin er boðssýning til heiðurs

UM LEIÐ og stigið er inn í Hafnarborg og myndir Eiríks Smith blasa við áttar maður sig á að enn hefur hann farið inn á nýjar brautir í listsköpun sinni. Er það í eðli listamannsins því hann hefur alltaf verið óhræddur við það. Meira
2. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 495 orð

Meistaralið frá Íslandi

HAMRAHLÍÐARKÓRINN undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur var fulltrúi Norðurlanda á alþjóðlegu kórahátíðinni Zimriya í Jerúsalem í Ísrael í ágúst. Að sögn Þorgerðar fékk kórinn geysigóðar viðtökur og gagnrýni blaða var lofsamleg. Óskastund Meira
2. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 201 orð

Morgun- ógleði

Um leið og hún vaknaði, ýtti hún af sér sænginni. Henni var heitt. Horfði svefndrukkin niður eftir ávölum lendum. Hóstaði nokkrum sinnum, hristi axlirnar til að vakna betur. Henni fannst eitthvað þrengja að sér. Heft. Þar sem hún sat, horfði hún yfir grösuga sveitina, sjóinn út við sjóndeildarhringinn. Þessi sári hósti, dimmur og þungur. Meira
2. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 522 orð

Nauðsynlegt að kynna ný verk

ÁMORGUN kl. 20 eru fyrstu tónleikarnir í tónleikaröð Tríós Reykjavíkur og Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, sem nú er haldin sjötta árið í röð í Hafnarborg. Tríóið er skipað þeim Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara, Gunnari Kvaran sellóleikara og Halldóri Haraldssyni píanóleikara. Meira
2. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 685 orð

Pilturinn þótti efnilegur

IAN Partridge hóf söngferil sinn sem kórdrengur í Oxford á Englandi. Pilturinn þótti efnilegur og var styrktur til tónlistarnáms í Clifton-skóla. Hann fór aldrei í hefðbundið háskólanám en framhaldsnám í tónlist stundaði hann við Konunglega tónlistarháskólann í London. Meira
2. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1319 orð

Ráðvillt stelpa meiðandi sig á fólki og hlutum Skáldkonan Didda segir Jóhanni Hjálmarssyni frá dagbókinni sinni sem varð

Ljóðabók Diddu Lastafans og lausar skrúfur kom út í vor og var fagnað af gagnrýnendum og lesendum sem kunnu vel að meta þessa hreinskilnu bók. Þetta eru ljóð úr lífi Diddu. Það sem vakti forvitni var leið Diddu til skáldskapar, það að hún fór að yrkja. Didda saup á appelsíninu sínu og sagði að í fyrstu hefði hún samið texta fyrir rokkhljómsveitir. Meira
2. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 29 orð

Röfun

Líkt og sólroðinn rýfur hulu angurljómans er dýrðarblómi vorsins fjarlægur dósarjóma í kaffi sem hellist svart niður um niðurfall bæjarlífshégómans. Höfundur er íslenskunemi í Háskóla Íslands. Meira
2. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 125 orð

Skáldað í mannlífið

EINN af áhrifamestu ljósmyndurum þessarar aldar, Alfred Eisenstaedt lést í síðustu viku 97 ára gamall. Hann myndaði um áratuga skeið fyrir Life-tímaritið og tókst með Leica-vél sinni að draga upp einstæðar mannlífsmyndir. Eisenstaedt var fæddur í Dirschau í Prússlandi, þar sem nú er Pólland. Meira
2. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 621 orð

Skemmtilegri skáldsögur vantar

NÝLEGA birti þýska vikublaðið Der Spiegel forsíðuljósmynd af bókmenntagagnrýnandanum Marcel Reich-Ranicki að rífa sundur skáldsöguna Ein Weites Feld (Víður völlur) eftir G¨unter Grass. Meira
2. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 991 orð

Spunaseiður

Joseph Haydn: Árstíðirnar. Edith Mathis (S), Siegfried Jerusalem (T), Dietrich Fischer-Dieskau (Bar), Kór & Akademia St. Martin-in- the- Fields u. stj. Nevilles Marriners. Philips 411 428-2. Upptaka: ADD (?), London 11-12/1980. Lengd: 2.14:05. Verð: 3.599 kr. Meira
2. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 91 orð

Tvennar tíðir

Sumarblíða úti er yndæl tíð er þetta hratt þó líða að hausti fer hrímkorn víða detta. Takmörk setja tíðabil tíminn letur skráir alltaf hvetur orku til. Engin vetur þráir. Honum taka verðum við vængjum blakar köldum hann í klaka setur svið sólar hrakar völdum. Hún sig hylur værðarvoð. Vetrarbylur næðir. Meira
2. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 131 orð

Vilna Magnús Ásgeirsson þýddi

Enn ég man þig, móðurborgin Vilna: Maríuljóðin, sem af fjálgleik brenna, helgimynda bjarma i borgarhliðum, bros og gullhár litháískra kvenna. Enn ég grilli í minninganna móðu mjóar götur, sem í bugðum liggja. Turnar þínir tindra í mánaskini. Tré í blóma múrana yfirskyggja. Það var fyrir löngu. Meira
2. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1190 orð

Ævintýrahöllin

Ríkisútvarpið mun gangast fyrir fjölbreyttum tónlistarviðburðum á næstu vikum og mánuðum. Orri Páll Ormarsson kynnti sér dagskrána og ræddi við Guðmund Emilsson, tónlistarráðunaut Ríkisútvarpsins. Meira
2. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 296 orð

(fyrirsögn vantar)

VERK pólsks leikflokks um hörmungarnar í Bosníu var um síðustu helgi valið besta leikverkið þá vikuna á Edinborgarhátíðinni. Töldu áhorfendur verkið "Carmen Funebre" bera af öðrum verkum, auk þess sem blaðið The Scotsmanveitti leikhópnum viðurkenningu. Verkið er byggt á frásögnum þolenda mannréttindabrota og lýkur á því að sviðsmyndin er brennd til ösku. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.