Greinar föstudaginn 8. september 1995

Forsíða

8. september 1995 | Forsíða | 73 orð

Grjónamúrinn rofinn

ASHTON Calvert, sendiherra Ástralíu í Japan, gæðir sér á áströlskum hrísgrjónum í Daiei- stórmarkaðnum í Tókýó. Sala á innfluttum hrísgrjónum er nú hafin í fyrsta skipti í japönskum verslunum. Innflutningur á hrísgrjónum hefur til þessa verið bannaður og eru áströlsku grjónin meðal þeirra fyrstu sem til landsins berast. Meira
8. september 1995 | Forsíða | 206 orð

Leyniþjónustan sökuð um aðild

HÁTTSETTUR lögreglumaður, sem stjórnað hefur rannsókn á ráninu á syni Michel Kovac, forseta Slóvakíu, greindi blaðamönnum frá því í gær að hann teldi hugsanlegt að öryggisþjónusta landsins tengdist ráninu. Er blaðamannafundur Jaroslavs Simunics var hálfnaður var hann boðaður í símann og skýrt frá því að hann ætti ekki lengur að starfa að rannsókn málsins. Meira
8. september 1995 | Forsíða | 315 orð

NATO eykur sóknarþungann

HERÞOTUR Atlantshafsbandalagsins (NATO) héldu uppi stöðugum árásum á stöðvar Bosníu-Serba í gær og hafa ekki verið farnar jafnmargar árásarferðir á einum degi til þessa. Árásirnar beinast nú einnig að birgðaflutningaleiðum Serba og samgöngumannvirkjum. Meira
8. september 1995 | Forsíða | 114 orð

Sprengjutilræði í Lyon

JACQUES Chirac Frakklandsforseti sagðist í gær telja mestar líkur á því að heittrúaðir múslimar bæru ábyrgð á nýlegum sprengjutilræðum í París. Þetta er í fyrsta skipti í sex vikur sem forsetinn tjáir sig opinberlega um sprengjutilræðin. Hann sagðist hafa látið herða landamæraeftirlit til muna og dró í efa gildi Schengen-samkomulags sjö Evrópusambandsríkja er kveður á um opnun landamæra. Meira
8. september 1995 | Forsíða | 178 orð

Stjórnin sætir rannsókn

HÆSTIRÉTTUR Spánar fól í gær dómara að rannsaka ásakanir um að stjórn Sósíalistaflokksins hefði heimilað drápsherferð gegn baskneskum aðskilnaðarsinnum á síðasta áratugi. Dómarinn á að úrskurða hvort ástæða sé til að ákæra Felipe Gonzalez forsætisráðherra og þrjá aðra atkvæðamikla sósíalista vegna málsins. Meira
8. september 1995 | Forsíða | 89 orð

Þjóðverjum boðnar kjarnorkuvarnir

ALAIN Juppé, forsætisráðherra Frakklands, ítrekaði í gær tilboð stjórnar sinna til Þjóðverja um að láta kjarnorkuvarnir Frakka ná einnig til Þýskalands. Hann hvatti í ræðu til að tekin yrði upp "samhæfð fælingarstefna" þjóðanna tveggja. Meira

Fréttir

8. september 1995 | Innlendar fréttir | 257 orð

1.400 bíleigendur hafa gefið FÍB munnlegt samþykki

FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda hefur fengið munnlegt umboð um 1.400 bíleigenda fyrir þátttöku í útboði félagsins vegna ökutækjatrygginga, að sögn Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra FÍB. Undanfarnar tvær vikur hefur verið unnið að söfnun umboða samkvæmt úrtaki úr þjóðskrá, að sögn Runólfs. Að auki er ætlunin að falast á næstunni eftir þátttöku hinna um það bil 7. Meira
8. september 1995 | Erlendar fréttir | 92 orð

500 saknað vegna flóða

FJÓRTÁN manns fórust og 500 var saknað í suðurhluta Filippseyja í gær vegna vatnavaxta í ám sem raktir voru til einhvers konar sprenginga í eldfjalli. Hermt er að sprengingarnar hafi valdið skriðum í stórt vatn í gíg eldfjallsins Parker, 1.000 km sunnan við Manila á Mindanao-eyju. Þetta hafi síðan valdið miklum vatnavöxtum í nálægum ám. Meira
8. september 1995 | Erlendar fréttir | 298 orð

Afdráttarlaus og hreinskilinn

BRESKI hagfræðingurinn Bernard Connolly, sem ritað hefur bók þar sem áform Evrópusambandsins um peningalegan samruna eru harðlega gagnrýnd, er þekktur í Brussel fyrir óhefðbundnar skoðanir sem hann liggur ekki á. Meira
8. september 1995 | Innlendar fréttir | 42 orð

Ákærður fyrir manndráp

RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært ungan mann fyrir að verða sambýlismanni móður sinnar að bana. Hinn ákærði ók á manninn, sem var á reiðhjóli, á götu í Hafnarfirði. Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness næstkomandi mánudag og hinum ákærða skipaður verjandi. Meira
8. september 1995 | Innlendar fréttir | 195 orð

Á tímamótum í upphafi skólagöngu

SKÓLAR um land allt frá neðstu skólastigum til efstu eru að hefja göngu sína eftir gott sumarleyfi og er ekki laust við að sumir nemendur gleðjist mjög á meðan aðrir sjá eftir sumarstarfinu eða hvíldinni. Breyting fyrir yngstu börnin Meira
8. september 1995 | Innlendar fréttir | 198 orð

"Bakkaði á fullu en of seint"

DRAGNÓTARBÁTURINN Auðbjörg II SH kom með óvenjulegan feng að landi í Ólafsvík í gær, er hann kom með trilluna Björn Kristjónsson SH í togi. Auðbjörgin hafði verið að kasta nótinni er Björn, sem var á landleið, festist í belg hennar. "Ég var á heimleið á 25 mílna siglingu í góðu veðri og tók hreinlega ekki eftir nótinni fyrr en of seint. Meira
8. september 1995 | Innlendar fréttir | 685 orð

Beið í 16 tíma án verkjalyfja

"KRÓKURINN losnaði allt í einu og skaust af rosalegu afli í fótinn á mér. Ég fékk svakalegt sár á lærið, vöðvinn fór alveg í sundur að aftan," segir Ævar Smári Jóhannsson skipverji á togaranum Ottó Wathne frá Seyðisfirði sem lenti í slysi þegar skipið var á rækjuveiðum á svonefndum Flæmska hatti austur af Nýfundnalandi rétt eftir miðnætti 26. ágúst sl. Meira
8. september 1995 | Erlendar fréttir | 110 orð

Ber sakir á Alsírsher

KUNNUR, franskur lögfræðingur, Jacques Verges, sakaði í gær herinn í Alsír um að standa að baki sprengjutilræðunum í Frakklandi að undanförnu. Verges er einn af verjendum alsírsks öfgatrúarmanns, sem nú er fyrir rétti í Belgíu. Meira
8. september 1995 | Innlendar fréttir | 130 orð

Bonsaisýning í Blómavali

PÁLL Kristjánsson heldur sýningu á japönskum dvergtrjám í boði Blómavals helgina 9.­10. september. Tré af þessu tagi eru þekktust undir nafninu Bonsai og ræktunarmeðferðin byggist á aldagamalli japanskri hefð. Hugmyndin af baki bonsai-ræktuninni er huglæg og tengd Zen-búddískri heimspeki um að sjá heiminn í hnotskurn, segir í fréttatilkynningu. Meira
8. september 1995 | Innlendar fréttir | 188 orð

Borg bókmennta á höfuðborgamóti

DEILDIR Norrænu félaganna í höfuðborgum Norðurlanda efna árlega til höfuðborgarmóts þar sem stjórnir deildanna og aðrir félagsmenn hittast til skiptist í höfuðborgum Norðurlanda. Vönduð dagskrá og ferðir eru í boði fyrir þátttakendur þar sem fræðst er um menningu hverrar borgar. Höfuðborgarmótið er að þessu sinni haldið í Reykjavík dagana 8.­11. september. Meira
8. september 1995 | Innlendar fréttir | 385 orð

Brotnaði á báðum fótum þegar taugin slitnaði

HÁSETI á varðskipinu Óðni slasaðist alvarlega þegar dráttartaug milli Óðins og togarans Sindra frá Vestmannaeyjum slitnaði í fyrrinótt, þar sem skipin voru stödd í Smugunni. Dráttartaugin slóst í hásetann, Baldur Sigbjörnsson, með þeim afleiðingum að hann brotnaði á báðum fótum og rifbeinsbrotnaði að auki. Meira
8. september 1995 | Innlendar fréttir | 227 orð

Dagblaðið tuttugu ára í dag

DAGBLAÐIÐ er tuttugu ára í dag, en það kom fyrst út 8. september 1975. Tilkoma blaðsins vakti talsverða athygli og það ekki sízt þar sem stofnendur voru aðilar, sem staðið höfðu að rekstri Vísis, sem er elzta blaðið á íslenzka blaðamarkaðinum, stofnsett 1910. Meira
8. september 1995 | Smáfréttir | 68 orð

DR. DIETER Hoffmann heldur fyrirlestur á vegum Eðlisfræðiféla

DR. DIETER Hoffmann heldur fyrirlestur á vegum Eðlisfræðifélags Íslands í stofu 101 í Odda föstudaginn 8. september kl. 17. Fyrirlesturinn fjallar um kjarnorkuleyndarmál Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni. Hann verður fluttur á ensku og er öllum opinn. Dr. Meira
8. september 1995 | Erlendar fréttir | 263 orð

Ekki samið tvíhliða við Norðmenn um Síldarsmugu

FIMM fulltrúar úr utanríkismálanefnd Alþingis eru nú staddir í Brussel í boði Evrópuþingsins og er þetta liður í tvíhliða samskiptum Alþingis og Evrópuþingsins. Fulltrúar utanríkismálanefndar áttu í gær viðræður við sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins að viðstöddum sendiherra Íslands hjá Evrópusambandinu, Hannesi Hafstein, og fulltrúum frá framkvæmdastjórn ESB, segir í fréttatilkynningu. Meira
8. september 1995 | Innlendar fréttir | 93 orð

Esjan nær snjólaus

ÓVENJULÍTILL snjór hefur verið í Esjunni í sumar. Venjulega er allstór skafl allt sumarið í Gunnlaugsskarði ofarlega í Esjunni, en núna er hann nær horfinn. Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, sagði að líkast til væru 30 ár síðan skaflinn hefði horfið, en á hlýindaskeiðinu 1930-1960 hvarf hann alloft. Meira
8. september 1995 | Erlendar fréttir | 38 orð

Evrópuþingmenn í Brasilíu

SENDINEFND frá Evrópuþinginu átti í vikunni fund með Henrique Cardoso, forseta Brasilíu (á miðri mynd í ljósum jakkafötum). Sendinefndin er á ferð um ríki viðskiptabandalagsins Mercosur, en þau eru auk Brasilíu, Argentína, Paraguay og Uruguay. Meira
8. september 1995 | Innlendar fréttir | 116 orð

Feðgahelgi í Vatnaskógi

FEÐGAHELGAR verða í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi 8. til 10. september og 22. til 24. september. Þar geta fyrrverandi dvalardrengir mætt með afkomendur og endurnýjað tengslin við staðinn. Í sumum tilvikum eru það sonur, faðir og afi sem mæta. Reynt verður að hafa þessar feðgahelgar sem líkastar venjulegum dvalardegi í sumarbúðunum með leikjum, íþróttum og söng. Meira
8. september 1995 | Akureyri og nágrenni | 396 orð

Fiskihöfnin fram fyrir Torfunefið

FYRIRHUGAÐ er að gera breytingar á framkvæmdaáætlun Akureyrarhafnar samkvæmt drögum að endurskoðaðri áætlun fyrir árin 1996-1999 sem kynnt hefur verið í hafnarstjórn. Breytingarnar felast fyrst og fremst í því að áformuðum framkvæmdum við Torfunefsbryggju er slegið á frest en ráðist þess í stað í lengingu Oddeyrarbryggju og Tangabryggju á árinu 1997 og fyrri áfanga Vesturbakka Fiskihafnar Meira
8. september 1995 | Akureyri og nágrenni | 53 orð

Fjölbreyttur farangur í lítilli bifreið

ÞAÐ kenndi ýmissa grasa í farangri pólsks ferðalangs sem var á ferðinni á Akureyri á dögunum. Hann stöðvaði bifreiðina á bensínstöð Skeljungs í Glerárhverfi, svona til að þrífa hana ögn áður en lengra væri haldið og þá kom í ljós að hann hafði fjölbreytilegan farangur. Meira
8. september 1995 | Innlendar fréttir | 390 orð

Fyrstu réttirnar um helgina

FYRSTU réttir á þessu hausti hefjast um næstu helgi, en réttað verður í Hrútatungurétt í Hrútafirði, Auðkúlurétt í Svínavatnshreppi, Miðfjarðarrétt í Miðfirði og Skarðarétt í Gönguskörðum næstkomandi laugardag, 9. september. Hér fer á eftir listi yfir helstu réttir á þessu hausti. Meira
8. september 1995 | Innlendar fréttir | 297 orð

Færri yfirbókanir í ár

NÝTT tekjustýringarkerfi hjá Flugleiðum er að sögn Péturs J. Eiríkssonar, framkvæmdastjóra markaðssviðs Flugleiða, helsta ástæða þess hve góð sætanýting hefur náðst í Ameríkufluginu í sumar. "Sætanýting sem enginn gat látið sig dreyma um fyrir nokkrum árum er nú möguleg með svona aðferðum án teljandi skaða," segir Pétur. Meira
8. september 1995 | Innlendar fréttir | 69 orð

Góð fýlaveiði í Mýrdalnum

Það er aldagamall siður í Mýrdalnum að menn taki fýlsunga á haustin, salti í tunnur og geymi til vetrarins. Nú í haust hefur verið óvenjumikið af fýlsunga. Pálmi Andrésson, bóndi í Kerlingadal, sem hefur veitt fýl í yfir 50 ár, telur fýlinn með vænsta móti en hann sé viku seinna á ferð en venja sé, og kennir Pálmi köldu vori um. Meira
8. september 1995 | Innlendar fréttir | 703 orð

Hagkvæmara þegar litið er til lengri tíma

Nýlega var tekinn í notkun 600 metra langur steyptur vegarkafli frá Höfðabakkabrú að gatnamótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar, en um er að ræða tilraunaverkefni sem Sementsverksmiðjan hf., BM Vallá hf., Íslenskir aðalverktakar sf. og Steypustöðin hf. standa að í samstarfi við Vegerðina og Reykjavíkurborg. Vegarkaflinn er 8 metra breiður og 22 sm þykkur. Meira
8. september 1995 | Innlendar fréttir | 158 orð

Hagkvæmni hraðlestar könnuð

NÝSKÖPUNARSJÓÐUR hefur styrkt fjóra verkfræðinema við Háskóla Íslands til að reikna út hagkvæmni þess að reka farþegalest milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvellar. Daglega fara um fimm þúsund bílar og rútur á milli Reykjavíkur og Keflavíkur og hefur farþegafjöldinn verið áætlaður um 15 þúsund manns. Meira
8. september 1995 | Innlendar fréttir | 99 orð

Hannes og Margeir eru efstir

HANNES Hlífar Stefánsson og Margeir Pétursson er efstir eftir fimmtu umferð afmælismóts Friðriks Ólafssonar og Skáksambands Íslands, sem fram fer í Þjóðarbókhlöðunni, með fjóra vinninga hvor. Meira
8. september 1995 | Innlendar fréttir | 154 orð

Helgardagskrá í Viðey

KOMANDI helgi verður hin næstsíðasta á þessu sumri með fyrirfram ákveðinni dagskrá. Þó verður áfram reynt að verða við óskum hópa sem óska leiðsagnar. Svo er reyndar gert allt árið. En dagskrá komandi helgar er á þann veg að á laugardag kl. 14.15 verður farið í gönguferð um Vestureyna. Þar er margt athyglisvert að sjá sem staðarhaldari mun reyna að útskýra fyrir göngumönnum. Meira
8. september 1995 | Erlendar fréttir | 473 orð

Hershöfðingi í flokk með þjóðernissinnum

VINSÆLASTI hershöfðingi Rússlands, Alexander Lebed, skildi herbúninginn eftir heima og klæddist jakkafötum með bindi þegar hann tilkynnti á mánudag að hann hefði gengið til liðs við þjóðernissinna sem stefna að sigri í þingkosningunum í desember. Meira
8. september 1995 | Landsbyggðin | 36 orð

Hjólað fyrir fótboltaferð

Þórshöfn-Unglingar á Þórshöfn hjóluðu yfir ¨Oxarfjarðarheiðina fyrir skömmu og söfnuðu áheitum á hvern kílómetra. Tilgangurinn var að fjármagna keppnisferð í fótbolta til Húsavíkur en fótboltinn er í hávegum hafður hér á Þórshöfn. Meira
8. september 1995 | Innlendar fréttir | 213 orð

Hluta starfsmanna er boðið til Newcastle

FYRIRTÆKIN JVJ hf. og Hlaðbær-Colas hf., sem unnið hafa að vegaframkvæmdum við Höfðabakkabrúna, ætla að bjóða starfsmönnum sínum í fimm daga ferð til Newcastle í nóvember. Ferðin er umbun til starfsmanna vegna þess að þeim tókst að ljúka verkinu á undan áætlun. Starfsmenn Álftáróss, sem byggðu brúna, fara hins vegar ekki. Meira
8. september 1995 | Innlendar fréttir | 64 orð

Hruni auglýstur til umsóknar

BISKUP Íslands hefur auglýst laust til umsóknar Hrunaprestakall í Árnesprófastsdæmi. Sr. Halldór Reynisson sóknarprestur þar hefur verið ráðinn prestur að Neskirkju í Reykjavík. Í Hrunaprestakalli eru tvær kirkjusóknir: Hrunasókn og Hrappahólasókn. Meira
8. september 1995 | Innlendar fréttir | 91 orð

Húsfriðunarnefnd skipuð

MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur nýlega skipað húsfriðunarnefnd ríkisins til næstu 5 ára. Nefndin starfar samkvæmt þjóðminjalögum og eiga sæti í henni tveir fulltrúar tilnefndir af þjóðminjaráði, einn af Arkitektafélagi Íslands og einn af Sambandi íslenskra sveitarfélaga auk þess sem þjóðminjavörður á sæti í nefndinni skv. stöðu sinni. Meira
8. september 1995 | Miðopna | 1277 orð

Ísland einstaklega áhugavert rannsóknasvæði Á næstu þremur árum mun hópur vísindamanna vinna að umfangsmiklum rannsóknum á

Breytingar á landslagi á Íslandi rannsakaðar Ísland einstaklega áhugavert rannsóknasvæði Á næstu þremur árum mun hópur vísindamanna vinna að umfangsmiklum rannsóknum á landbreytingum á Suðurlandi. Notuð er ný tækni sem gerir gervihnöttum kleift að taka myndir af landinu óháð skýjafari. Dr. Meira
8. september 1995 | Erlendar fréttir | 318 orð

Jeltsín með hótanir vegna loftárása

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, gagnrýndi í gær harðlega loftárásir Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Bosníu og sagði hugsanlegt að Rússar myndu endurskoða samstarf sitt við bandalagið í framtíðinni sökum þeirra. Meira
8. september 1995 | Smáfréttir | 35 orð

JET BLACK JOE leika á Hafurbirninum, Grindavík, á laug

leika á Hafurbirninum, Grindavík, á laugardagskvöld en ekki föstudagskvöld eins og kom fram í tilkynningu í gær. RAUÐA LJÓNIÐ Um helgina leikur hljómsveitin Sín fyrir dansi. Á laugardagskvöld mun hljómsveitin halda uppi Vestmannaeyjastemmningu. Meira
8. september 1995 | Innlendar fréttir | 260 orð

Landbreytingar á Íslandi rannsakaðar

NÆSTU þrjú ár munu vísindamenn frá fjórum löndum í Evrópu taka þátt í umfangsmiklu rannsóknarverkefni sem lýtur að því að fylgjast með breytingum á landslagi á Suðurlandi. Dr. Ulrich M¨unzer, jarðfræðingur við Háskólann í M¨unchen, sem stýrir verkefninu, Meira
8. september 1995 | Innlendar fréttir | 174 orð

Lausaganga bönnuð frá árinu 1992

EKIÐ var á kind á Reykjanesbraut í Vatnsleysuhreppi í vikunni en þar hefur lausaganga búfjár verið bönnuð frá 1. desember 1992. Að sögn Karls Hermannssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hefur mikið verið kvartað vegna kinda við Reykjanesbraut. Meira
8. september 1995 | Erlendar fréttir | 539 orð

Leyniskýrsla setur Gonzalez í vanda

SPÆNSKA stjórnin varð fyrir enn einu áfallinu í gær þegar dagblöð birtu átta síðna skýrslu, sem leyniþjónusta spænska hersins er sögð hafa skrifað til að undirbúa ólöglegar aðgerðir ­ mannrán, sprengjutilræði og morð ­ gegn aðskilnaðarhreyfingu Baska, ETA, á síðasta áratug. Stjórn Sósíalistaflokksins hafði áður neitað því að skjalið væri til. Meira
8. september 1995 | Miðopna | 1062 orð

Líflegar umræður um varnarsveitir Fjörlegar umræður urðu á ráðstefnu Samtaka um vestræna samvinnu þegar lögð var fram hugmynd um

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra lagði í gær fram þá hugmynd að stofnaður yrði her eða heimavarnarlið á Íslandi. Hugmynd þessi var til umræðu innan Sjálfstæðisflokksins á árum áður, en hefur ekki borið á góma undanfarin ár. Meira
8. september 1995 | Innlendar fréttir | 466 orð

Margir bændur íhuga að hætta sauðfjárbúskap

GÍSLI Karlsson, framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins, segir að talsvert margar fyrirspurnir hafi borist til Framleiðsluráðs síðustu vikur frá sauðfjárbændum sem séu að íhuga að bregða búi. Einnig sé nokkuð um að bændur ætli sér að minnka við sig vegna þess að skilaverð til bænda fyrir útflutt kindakjöt hefur farið lækkandi. Meira
8. september 1995 | Akureyri og nágrenni | 37 orð

Messur

HÚSAVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta verður kl. 14.00 á sunnudag, 10. september. Organisti, Natalia Chow. LAUFÁSPRESTAKALL: Guðsþjónusta á sunnudag kl. 14.00. Ræðuefni: Má ekki hætta við kirkjuskólann? Aðalsafnaðarfundur Grenivíkursóknar eftir messu. Aðalefni fundarins: Á að kaupa pípuorgel í Grenivíkurkirkju. Meira
8. september 1995 | Akureyri og nágrenni | 142 orð

Minnisvarði um sr. Friðrik afhjúpaður

MINNISVARÐI um séra Friðrik Friðriksson æskulýðsleiðtoga og stofnanda KFUM og KFUK verður afhjúpaður á fæðingarstað hans, Hálsi í Svarfaðardal næstkomandi sunnudag, 10. september kl. 14. Kór Dalvíkurkirkju syngur sálma eftir sr. Friðrik og sr. Jón Helgi Þórarinsson annast bænagjörð. Meira
8. september 1995 | Innlendar fréttir | 46 orð

Morgunblaðið/Þorkell

Morgunblaðið/Þorkell Örvar málaðar á veginn VANDRÆÐI hafa skapast við nýju Höfðabakkabrúna, þar sem þrenging er á veginum. Hafa bifreiðastjórar sumir hverjir ekki áttað sig nógu vel á aðstæðum og því var gripið til þess ráðs í gær að mála stórar örvar á veginn þeim til leiðbeiningar. Meira
8. september 1995 | Innlendar fréttir | 24 orð

Morgunblaðið/Þorkell Síðustu

Morgunblaðið/Þorkell Síðustu forvöð NÚ ERU síðustu forvöð að ganga frá grasflötum og gróðri fyrir veturinn. Hér er verið að tyrfa við Vatnsmýrarveg í Reykjavík. Meira
8. september 1995 | Erlendar fréttir | 219 orð

Mótmælendur efna til óeirða á Tahítí

FRÖNSK yfirvöld sendu í gær liðsstyrk til Tahítí eftir að til óeirða kom í höfuðborginni Papeete. Andstæðingar kjarnorkutilrauna Frakka og fylgismenn sjálfstæðis Frönsku Pólýnesíu brenndu flugstöð, réðust inn á skrifstofur franskra yfirvalda í Papeete og inn á hótel auk þess sem hópur manna fór um miðborg Papeete, ruplaði og rændi. Meira
8. september 1995 | Akureyri og nágrenni | 38 orð

Myndir af skáldum

SÝNINGIN Myndir af skáldum verður opnuð á Kaffi Karólínu á morgun, laugardaginn 9. september. Um er að ræða þurrkrítarmyndir eftir Aðalstein Þórsson og eru þær allar unnar á þessu ári. Sýningin stendur í þrjár vikur. Meira
8. september 1995 | Innlendar fréttir | 157 orð

Nauðsyn að ræða málið nánar

JÓN Kristjánsson þingmaður Austurlands og formaður fjárlaganefndar segir að ræða þurfi nánar þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að fresta framkvæmdum við nýtt hjúkrunarheimili á Fáskrúðsfirði. "Ég tel að það verði að ræða þessa ákvörðun nánar og mun beita mér fyrir því að það verði gert, vegna þess að þarna er frestað samningsbundinni framkvæmd. Meira
8. september 1995 | Innlendar fréttir | 99 orð

Ók á þrjá vegavinnumenn

ÞRÍR menn, sem unnu við malbikunarframkvæmdir á Reykjanesbraut, slösuðust í gærkvöldi þegar bifreið var ekið á þá. Meiðsli þeirra eru þó ekki alvarleg, að sögn lögreglunnar í Keflavík. Mennirnir voru að malbika á Reykjanesbraut við fyrirtækið Ramma, þegar bifreið var ekið í gegnum hindranir sem settar höfðu verið upp á veginum og á þá. Meira
8. september 1995 | Erlendar fréttir | 34 orð

Reuter HILLARY Clinton,

HILLARY Clinton, forsetafrúBandaríkjanna, heimsóttiMongólíu í gær og heilsaðimeðal annars upp á hirðingja,sem búa ekki fjarri höfuðborginni, Ulan Bator. Varhenni fagnað þar að gömlumsið og færði fólkið henni gerjaða kaplamjólk, sem Hillarydrakk með bestu lyst. Meira
8. september 1995 | Innlendar fréttir | 49 orð

Réttir að hefjast

FYRSTU réttir á þessu hausti hefjast um helgina. Á morgun, laugardag, verður réttað í Hrútatungurétt í Hrútafirði, Auðkúlurétt í Svínavatnshreppi, Miðfjarðarrétt í Miðfirði og Skarðarétt í Gönguskörðum. Um fimmtíu réttir verða um land allt, ef aðeins þær helstu eru taldar, auk um tug stóðrétta. Meira
8. september 1995 | Innlendar fréttir | 168 orð

Samkirkjuleg ráðstefna

SAMKIRKJULEG ráðstefna um hina nýju endurnýjunarhreyfingu meðal kristinna kirkna sem hlotið hefur nafnið Toronto-blessunin stendur yfir í Reykjavík 8.­10. september. Þessi hreyfing átti upphaf sitt vestur í Toronto í Kanada í ársbyrjun 1994 og hefur síðan breiðst hratt út um allan heim. Meira
8. september 1995 | Erlendar fréttir | 263 orð

Segja gagnrýnina tilhæfulausa

STJÓRNVÖLD í Kína rufu í gær þögnina um ræðu Hillary Clinton, forsetafrúar Bandaríkjanna, á kvennaráðstefnunni í Peking. Hún var þó ekki nefnd á nafn en sagt, að gagnrýni sumra á ástand mannréttindamál í Kína væri ekki á rökum reist og Bandaríkin vöruð við að spilla samskiptum ríkjanna frekar. 14 norrænir þingmenn mótmæltu í gær kjarnorkuvopnatilraunum Kínverja. Meira
8. september 1995 | Innlendar fréttir | 88 orð

Seppi til höfuðs hermönnum

SEPPI er nafnið á nýjasta rallverkfæri Íslendinga, Land Rover Sighvats Sigurðssonar og Úlfars Eysteinssonar, sem var keyptur í sölunefnd Varnarliðseigna til keppni í alþjóðarallinu, sem hefst í dag. Þeir hyggjast keppa við liðsmenn breska hersins, sem allir aka Land Rover. "Ég gat ekki hugsað mér að láta breska hermenn á rallbílum valta yfir okkur án keppni á samskonar tæki. Meira
8. september 1995 | Innlendar fréttir | 76 orð

Skipshundur fór á flakk

Lögregla var kölluð út á þriðjudagsmorgun til að binda enda á bæjarför skipshundsins á portúgalska skipinu Combra. Skipið lá við Miðbakka og hafði skipshundinum verið hleypt í land í trássi við lög, sem miða að því að koma í veg fyrir að sjúkdómar á borð við hundaæði breiðist hér út. Meira
8. september 1995 | Innlendar fréttir | 57 orð

Spaugstofan á Akureyri

VEGNA mikillar aðsóknar á 10 ára afmælishátíð Spaugstofunnar sem haldin var í Samkomuhúsinu á Akureyri hafa þeir félagar ákveðið að heimsækja Akureyri á nýjan leik. Verða þeir í Samkomuhúsinu (Leikhúsinu) með tveggja klst. skemmtidagskrá á laugardag og sunnudag. Forsala er hafin í Leikhúsinu. Meira
8. september 1995 | Innlendar fréttir | 51 orð

Svíar vilja smíða skó á Akureyri

SÆNSKA fyrirtækið Gapap co. vill starfrækja skóverksmiðju á Akureyri, sem veitt gæti 30-40 manns atvinnu og framleitt 100 þúsund skópör á ári. Guðjón Hilmarsson, talsmaður fyrirtækisins, segir að fyrirtækið bíði nú eftir svörum frá bæjaryfirvöldum um hvort það fái fyrirgreiðslu, s.s. aðstoð í bankaviðskiptum. Meira
8. september 1995 | Innlendar fréttir | 323 orð

Tillaga um að stofna íslenskar varnarsveitir

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra hafnaði í gær þeirri hugmynd Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra að kanna eigi forsendur þess að stofna varnarsveitir á Íslandi. Björn lagði til í ávarpi, sem hann flutti á ráðstefnu Samtaka um vestræna samvinnu (SVS), að stofnað yrði "íslenskt þjóðvarðlið eða heimavarnarlið". Hann sagði að hafa mætti 500 til 1. Meira
8. september 1995 | Innlendar fréttir | 553 orð

Tollar verða líklega felldir niður

TOLLAR á landbúnaðarhráefni til iðnaðar, sem lögðust á við gildistöku GATT-samningsins 1. júlí síðastliðinn, verða væntanlega felldir niður og sitja innflytjendur því við sama borð og áður en samningurinn tók gildi. Meira
8. september 1995 | Innlendar fréttir | 85 orð

Ungir og aldnir í Grafarvogi

Morgunblaðið/Þorkell Ungir og aldnir í Grafarvogi HJÚKRUNARHEIMILIÐ Eir við Gagnveg og leikskólinn Brekkuborg við Hlíðarhús efna til skemmtunar fyrir sig og aðra Grafarvogsbúa í stofnununum og á lóðum þeirra á laugardaginn kl.13­16. Meira
8. september 1995 | Landsbyggðin | 115 orð

Uppskeruhátíð á Ströndum

Drangsnesi-Uppskeruhátíð Héraðssambands Strandamanna var haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík sunnudaginn 27. ágúst sl. Á þessari uppskeruhátíð voru veitt verðlaun fyrir öll mót sem haldin hafa verið á vegum HSS á árinu. Meira
8. september 1995 | Innlendar fréttir | 69 orð

Valt með gröfu á pallinum

VÖRUBÍLL með gröfu á pallinum og tjörutank á eftirvagni valt á vegamótum Laxadals og Vestfjarðavegar um miðjan dag í gær. Engin slys urðu á mönnum. Að sögn sjónarvotta var bílnum ekið hægt í beygjunni. Grafan liggur á hliðinni utan vegar við hlið bílsins en tjörutankurinn var tómur þegar óhappið varð. Meira
8. september 1995 | Akureyri og nágrenni | 356 orð

Verksmiðjan rís veiti bærinn starfseminni fyrirgreiðslu

FORRÁÐAMENN fyrirtækisins Gapap Co S.A. í Svíþjóð eru staðráðnir í að reisa skóverksmiðju á Akureyri að því tilskildu að Akureyrarbær komi til móts við óskir fyrirtækisins um fyrirgreiðslu, m.a. aðstoð í bankaviðskiptum og fleira. Meira
8. september 1995 | Erlendar fréttir | 258 orð

VES verði evrópsk stoð NATO

ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ (NATO) er að mati Hugleiðingarhópsins svokallaða kjarni evrópskrar varnarsamvinnu og ætti að vera það áfram að ríkjaráðstefnunni lokinni, þrátt fyrir vilja nokkurra aðildarlanda til að ESB reki sjálfstæðari öryggis- og varnarstefnu. Meira
8. september 1995 | Innlendar fréttir | 163 orð

Vetrarstarf Danskóla Auðar Haralds

DANSSKÓLI Auðar Harlds er að hefja vetrarstarf sitt. Skólinn býður upp á 12 vikna námskeið fyrir jól. Boðið er upp á sértíma fyrir þau allra yngstu, allt frá 3ja ára aldri. Börnin mæta einu sinni í viku í 50 mín. hvert sinn og endar námskeiðið með jóladansleik. Samkvæmisdansar eru aðalkennslugrein skólans. Aukist hefur mjög þátttaka í hjónahópana. Meira
8. september 1995 | Erlendar fréttir | 184 orð

Vilja reka Packwood af þingi

EKKI er óhugsandi, að bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Bob Packwood verði rekinn úr deildinni en siðanefnd Bandaríkjaþings hefur lagt það til. Yrði þá um að ræða fyrsta brottreksturinn frá því í borgarastríðinu á síðustu öld en Packwood er sagður hafa gerst sekur um kynferðislega áreitni og aðrar yfirsjónir. Meira
8. september 1995 | Innlendar fréttir | 190 orð

Yfirlýsing frá FM

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Rúnari Sigurbjartarsyni fyrir hönd útvarpsstöðvarinna FM: "Vegna greinar sem birtist í Morgunblaðinu sunnudaginn 3. september og vegna yfirlýsingar Árna Samúelssonar í sama blaði fimmtudaginn 7. september og athugasemdar Helga Bjarnasonar blaðamanns er rétt að fram komi að ekki var fjallað um þátttöku Árvakurs hf. Meira
8. september 1995 | Landsbyggðin | 700 orð

Öryggi aukið við fjölfarna og erfiða siglingaleið

ÞAÐ var bjartur og fagur sunnudagsmorgunn er varðskipið Ægir lagði úr höfn í Bolungarvík. Ferðinni var heitið í Hornvík á Ströndum þar sem taka skyldi í notkun nýtt neyðarskýli. Með í för voru Slysavarnafélagsmenn frá Bolungarvík og Ísafirði og meðal gesta voru þrír af forsvarsmönnum SVFÍ, Meira
8. september 1995 | Smáfréttir | 22 orð

(fyrirsögn vantar)

Ritstjórnargreinar

8. september 1995 | Staksteinar | 299 orð

»Hverjir láta nágrannana borga fyrir sig? TÍMINN segir í forystugrein að A

TÍMINN segir í forystugrein að Alþingi þurfi að bregðast við víðtækum skattsvikum, svartri atvinnustarfsemi og tilraunum til að koma einkaneyzlu undir endurgreiðslukerfi í virðisaukaskatti. Blaðið krefst aðgerða gegn þeim sem láta nágrannana borga fyrir sig samfélagslega þjónustu. Hróplegt, þjóðfélagslegt óréttlæti Meira
8. september 1995 | Leiðarar | 672 orð

TÍMABÆRAR UMBÆTUR

leiðari TÍMABÆRAR UMBÆTUR JÁRMÁLARÁÐHERRA, Friðrik Sophusson, hefur nú hrint í framkvæmd sjálfsagðri breytingu á meðferð lífeyrissjóðsskuldbindinga stofnana, fyrirtækja og sjóða ríkisins (B-hluta ríkisreiknings). Frá og með árinu 1995 skal færa lífeyrisskuldbindingar þeirra í ársreikninga. Meira

Menning

8. september 1995 | Menningarlíf | 197 orð

Að túlka náttúruna

SÝNING á verkum Guðjóns Bjarnasonar listmálara var opnuð fyrir skömmu í Drammen í Noregi. Þetta er boðssýning og haldin á vegum Drammen Kunstforening. Guðjón, sem sýnt hefur hér heima og erlendis, einkum í New York, er nú að hasla sér völl í Noregi. Meira
8. september 1995 | Fólk í fréttum | 126 orð

Bragðarefur

KAREN Duffy skaust fram á sjónarsviðið á sjónvarpsstöðinni MTV. Hún lék í myndinni Heimskur heimskari með Jim Carrey og ásamt Lili Taylor í "Grace Under Pressure". Þegar Duffy, sem er 33 ára að aldri, hóf feril sinn gerði hún hvað sem þurfti til að fá vinnu. "Ég fór oft frjálslega með sannleikann til að fá vinnu og það var sífellt verið að reka mig," játar hún. Meira
8. september 1995 | Fólk í fréttum | 144 orð

Bróðir í bobba

BOY George hefur löngum verið talinn hvers manns hugljúfi. Hann hefur yljað mannkyninu um hjartaræturnar með manngæsku sinni, sem hefur hingað til birst í margslunginni tónlist hans. Svo kann þó að vera að bróðir hans sé ekki gæddur sömu manngæskunni. Hann var nýlega ákærður fyrir að myrða konu sína. Gerald O'Dowd, 31 árs múrari kom fyrir rétt í London síðastliðinn þriðjudag. Meira
8. september 1995 | Fólk í fréttum | 90 orð

Busaball hjá MS

NEMENDUR framhaldsskólanna héldu fyrstu böll vetrarins síðastliðið miðvikudagskvöld. Það voru menntskælingar við Sund sem riðu á vaðið með pompi og pragt með árlegu busaballi sínu. Margt var um manninn og skemmtu gestir sér konunglega. Hljómsveitin Unun spilaði eins og henni er einni lagið og einnig mætti Páll Óskar Hjálmtýsson á svæðið og tók nokkur lög með sveitinni. Meira
8. september 1995 | Menningarlíf | 48 orð

Dagskrá RúRek DAGSKRÁ RúRek í dag föstudag, er eftirfarandi: STÓRTÓNLEIKAR verða á Hótel Sögu í kvöld kl. 22; Hljómsveit

DAGSKRÁ RúRek í dag föstudag, er eftirfarandi: STÓRTÓNLEIKAR verða á Hótel Sögu í kvöld kl. 22; Hljómsveit Tómasar R. og Ólafíu Hrannar og Kvintett Wallace Roneys. Mr. Moon og Blackman & Alwayz in Axion verða á Tunglinu og á Jazzbarnum, Blúsband að hætti Jazzbarsins kl. 23. Meira
8. september 1995 | Menningarlíf | 75 orð

Dönsk hönnun

ARKITEKTINN Kätte Bønløkke Andersen lektor mun halda fyrirlestur í Norræna húsinu laugardaginn 9. september kl. 16. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina "Dansk Møbel Design". Mun hún fjalla um danska húsgagnahefð og hönnun. Fyrirlesturinn er fluttur á dönsku. Meira
8. september 1995 | Menningarlíf | 40 orð

Elías sýnir í Listasetrinu

ELÍAS B. Halldórsson opnar sýningu á málverkum og grafík í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi á morgun, laugardag. Listasetrið er opið virka daga frá kl. 16-18 og um helgar frá kl. 15-18. Sýningin stendur til 24. september. Meira
8. september 1995 | Menningarlíf | 78 orð

Feldenkrais- námskeið DAGANA 11.-15. september verða haldin Feldenkrais-námskeið á vegum tónlistarkonunnar Sybil Urbancic í húsi

DAGANA 11.-15. september verða haldin Feldenkrais-námskeið á vegum tónlistarkonunnar Sybil Urbancic í húsi Kvennakórs Reykjavíkur að Ægisgötu 7 í Reykjavík. Feldenkrais er kennsluaðferð, kennd við rússneska eðlisfræðinginn Moshé Feldenkrais sem fæddist í Rússlandi 1904. Meira
8. september 1995 | Menningarlíf | 41 orð

Glermyndir og speglar

NÚ stendur yfir sýning Ingibjargar Hjartardóttur á glermyndum og speglum í Þrastarlundi. Þetta er fyrsta sýning hennar en hún hefur unnið í gler síðastliðin tíu ár. Þrastarlundur er opinn föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 10-23 til septemberloka. Meira
8. september 1995 | Fólk í fréttum | 266 orð

Háskólabíó frumsýnir Tom og Viv

HÁSKÓLABÍÓ frumsýnir kvikmyndina Tom og Viv í leikstjórn Brian Gilbert. Myndin segir frá stormasömu hjónabandi Nóbelsskáldsins T.S. Eliot og fyrri eiginkonu hans Vivienne Haigh-Wood. Sagan hefst árið 1915. Meira
8. september 1995 | Menningarlíf | 154 orð

Hugað að listaverkakaupum

BRESKA þjóðarlistasafnið hyggst kaupa sjö síð-impressjónistísk málverk fyrir sem svarar til 10 milljarða ísl. kr. Verður það stærsta fjárfesting safnsins, svo og nokkurs annars bresks safns á síðustu fimmtíu árum. Fimm verkanna eru eftir Cezanne og tvö eftir Seurat. Hefur safnið haft þau að láni frá listaverkasafnaranum Heinz Berggruen, sem vill ólmur selja verkin. Meira
8. september 1995 | Menningarlíf | 439 orð

Leyndarmál vatnslitanna

KINVERSKI myndlistarmaðurinn Lu Hong sýnir um þessar mundir blek- og vatnslitamyndir í Gallerí Fold. Hún er fædd í Peking og sýndi snemma hæfileika í myndlist og lærði undir leiðsögn eins virtasta núlifandi málara Kínverja í hefðbundnum stíl. Eftir það nám fór hún í Kínverska listaháskólann í Peking en þar eru inntökuskilyrði afar ströng. Meira
8. september 1995 | Menningarlíf | 113 orð

Mál Pasolinis tekið fyrir á ný

ÁKVEÐIÐ hefur verið að hefja að nýju rannsókn á morðinu á ítalska kvikmyndagerðarmanninum Pier Paolo Pasolini en tæp tuttugu ár eru frá því að hann fannst látinn. Hafði hann verið barinn til ólífis. Meira
8. september 1995 | Menningarlíf | 102 orð

Munkasöngur vinsæll

UM ÞRJÚ HUNDRUÐ aðgöngumiðar voru í gær seldir og fráteknir á dagskrá RúRek- hátíðarinnar með norska saxófónleikaranum Jan Garbarek og Hillard Ensemble í Hallgrímskirkju síðar í haust. Einnig hefur verið mikil eftirspurn eftir miðum á hljómleika Kvintetts Wallace Roneys á Hótel Sögu í kvöld. Meira
8. september 1995 | Menningarlíf | 153 orð

Nýtt starfsár Mótettukórsins

MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju er nú að hefja 14. starfsár sitt. Verkefni vetrarins verða fjölbreytt. Kórinn flytur, ásamt einsöngvurum og hljómsveit, þrjár fyrstu kantöturnar úr Jólaóratóríunni eftir J.S. Bach á tvennum tónleikum í Hallgrímskirkju á laugardag og sunnudag. Meira
8. september 1995 | Myndlist | 1217 orð

Orkuflæði

Opið alla daga frá 14-18. Lokað þriðjudaga. Til 25. september. Aðgangur ókeypis. Sýningarskrá 1.000 kr. MÁLARINN Eiríkur Smith er vanur að ganga hreint til verks, og að auki tala tæpitungulaust um hlutina ef því er að skipta. Á því virðist engin breyting hafa orðið, þótt hann hafi nýverið fyllt sjöunda tuginn, fæddur 9. Meira
8. september 1995 | Myndlist | 555 orð

Rammar daglegs lífs

Þorvaldur Þorsteinsson Opið alla daga nema mánud. kl. 14-18 til 10. september. Aðgangur ókeypis VIRKNI listamanna er sjaldnast algildur mælikvarði á gildi þeirra, þar sem magn og gæði þurfa ekki að fara saman, eins og alkunna er. Meira
8. september 1995 | Menningarlíf | 51 orð

Síðasta sýningarhelgi

SÝNINGU Þorvaldar Þorsteinssonar "Myndir í römmum" í Gallerí Greip, lýkur sunnudaginn 10. september. Þorvaldur stundaði nám við Nýlistadeild MHÍ og Jan van Eyck Akademie í Hollandi á árunum 1983-1990. Hann sinnir jöfnum höndum myndlist og ritstörfum og er skemmst að minnast uppfærslu Nemendaleikhússins í vor á leikriti hans "Maríusögur". Meira
8. september 1995 | Fólk í fréttum | 127 orð

Stjörnubíó sýnir myndina Í fylgsnum hugans

STJÖRNUBÍÓ hefur hafið sýningar á kvikmyndinni Í fylgsnum hugans eða "Imaginary Crimes" eins og hún heitir á frummálinu. Myndin, sem er með stórleikurunum Harvey Keitel og Kelly Lynch í aðalhlutverkum er í leikstjórn Anthony Drazan. Meira
8. september 1995 | Menningarlíf | 83 orð

Svanur hefur sitt 66. starfsár

LÚÐRASVEITIN Svanur var stofnuð 16. nóvember 1930 og er því að hefja sitt 66. starfsár. Hljómsveitin hefur á að skipa um 30 hljóðfæraleikurum sem flestir eru í tónlistarnámi. Stjórnandi er Haraldur Á. Haraldsson. Fram til áramóta mun hljómsveitin halda a.m.k. tvenna tónleika, eina utan Reykjavíkur og síðan afmælistónleika fyrsta sunnudag í aðventu í Langholtskirkju. Meira
8. september 1995 | Menningarlíf | 232 orð

Tímarit

ÚT er komið nýtt tímarit, Heimurinn ­ tímarit um alþjóðleg málefni. Brú, félag áhugamanna um þróunarlöndin, gefur ritið út og er því ætlað að upplýsa og skapa umræður um málefni þróunarlandanna og önnur alþjóðamál. Meginefni fyrsta tölublaðs er breytt heimsmynd þar sem fjallað er um þær breytingar sem orðið hafa í heiminum eftir lok kalda stríðsins. Meira
8. september 1995 | Menningarlíf | 39 orð

Tolli sýnir á Siglufirði LISTAMAÐURINN Tolli opnar myndlistarsýningu í ráðhúsinu á Siglufirði á laugardag kl. 15. Tolli sýnir

LISTAMAÐURINN Tolli opnar myndlistarsýningu í ráðhúsinu á Siglufirði á laugardag kl. 15. Tolli sýnir 30 ný olíumálverk auk nokkura steinþrykksmynda Þetta er fyrsta sýning listamannsins á Siglufirði og jafnframt fyrsta sýning hans á árinu. Meira
8. september 1995 | Fólk í fréttum | 165 orð

Tónleikaferð hjá Bryndísi

BRYNDÍS Ásmundsdóttir söngkona er á leiðinni til Bandaríkjanna, þar sem hún syngur með píanóleikaranum Ragtime Bob, eða Bob Darch eins og hann heitir réttu nafni. Bob kom hingað til lands í febrúarmánuði og spilaði meðal annars á Café Romance, þar sem Bryndís starfaði. Þau kynntust og þar með hófst samstarfið. Meira
8. september 1995 | Tónlist | 387 orð

Tranan og furutréð

Tranan og furutréð, kínversk tónlist og sindrandi norðurljós. Hljóðfæraleikarar úr Hinni þjóðlegu hljómsveit frá Jinan og úr Hljómsveit Kvikmyndaversins í Peking. Val tónlistar: Arnþór Helgason, sem einnig hafði umsjón með útgáfu ásamt Emil Bóassyni. Hreinn Valdimarsson og Gísli Helgason bjuggu frumbönd til útgáfu. Útgefandi: Kínversk-íslenska menningarfélagið. Dreifing: Japis og KÍM. Meira
8. september 1995 | Fólk í fréttum | 302 orð

Töfrar á Feita dvergnum

SVO SEM flestum ætti að vera kunnugt tók Baldur Brjánsson, sem er frægur fyrir töfrabrögð sín, við rekstri veitingastaðarins Feita dvergsins um síðustu helgi. Baldur er ekki alls kostar ókunnugur skemmtanabransanum, þar sem hann var lengi í samstarfi við Ólaf Laufdal og var meðal annars hótelstjóri Hótels Borgar og framkvæmdarstjóri Hollywood og Broadway um tíma. Meira
8. september 1995 | Fólk í fréttum | 82 orð

Umhverfisvæn fjölskylda

ÁSTRALSKI leikarinn Bryan Brown er mikill fjölskyldumaður. Hann hefur verið kvæntur leikkonunni Rachel Ward í 13 ár og á með henni þrjú börn, Rose, Mathilda og Joe. Hjónakornin hamingjusömu mættu á mótmælasamkomu vegna umdeildra kjarnorkutilrauna Frakka í Kyrrahafinu og ekki var annað að sjá en þeim væri full alvara með mótmælum sínum. Meira
8. september 1995 | Menningarlíf | 153 orð

Vanþekking framhaldsskólanema

Á NÁMSKEIÐI Samtaka móðurmálskennara með guðfræðingum í Skálholti dagana 14.-18. ágúst urðu móðurmálskennarar, sem aðallega voru framhaldsskólakennarar, á einu máli um að talsvert vanti á að íslenskir unglingar þekki texta Biblíunnar svo sem vert væri. Í ályktun kennara segir m. a. Meira
8. september 1995 | Menningarlíf | 140 orð

Yfirlitssýningu að ljúka

YFIR sumartímann hafa Kjarvalsstaðir boðið upp á sýningu á verkum úr eigu Listasafns Reykjavíkur þar sem sýnd hafa verið 150 verk eftir 125 listamenn, olíumálverk, vatnslitamyndir, höggmyndir, grafík, textílar, keramík og fleira. Meira
8. september 1995 | Fólk í fréttum | 320 orð

Yusuf Islam með nýja plötu

SÚ FREGN hefur borist frá London að Yusuf Islam hefur gefið út nýja plötu eftir 17 ára hlé. Yusuf, sem betur er þekktur undir nafninu Cat Stevens, var vinsæll lagasmiður og söngvari í Bretlandi á áttunda áratugnum. Hann sló í gegn árið 1966 og alls hafa selst yfir 25 milljónir eintaka af plötum hans. Meira
8. september 1995 | Menningarlíf | 861 orð

Þetta er bara djass

WALLACE Roney er 35 ára gamall, fæddur í Fíladelfíu og hefur verið atvinnudjassleikari í sautján ár, mestan hlutann í New York. "Það er gaman að vera á Íslandi," sagði Roney skömmu eftir komuna til landsins og fýsti hann mest að vita hvar helsta trompetverslunin í Reykjavík væri. "Það er gaman að sjá hvað er á boðstólum. Eru þeir með Yamaha?" Meira

Umræðan

8. september 1995 | Aðsent efni | 917 orð

Af ESB og Akureyrarþingi SUS.

ÁSTÆÐA er til að óska ungum sjálfstæðismönnum til hamingju með ályktun um ESB á 33. þingi SUS á Akureyri 18.-20. ágúst sl. Þingið breytti tillöguuppkasti undirbúningsnefndar í gagnstæðu sína. Í stað orðanna "ekki er hægt að útiloka aðild Íslands að ESB" ályktaði þingið með góðum meirihluta "hægt er að útiloka aðild Íslands að ESB". Auðvitað er þetta rétt og satt hjá meiri hluta unga fólksins. Meira
8. september 1995 | Aðsent efni | 490 orð

Arðbærar fjárfestingar

ÖLL þjóðfélög þurfa á einhverjum auðlindum að halda til að fjármagna sitt þjóðfélagsform hverju sinni. Sífellt er verið að leita uppi nýjar náttúruauðlindir því flestar tæmast fyrr eða síðar. Bestu auðlindir Íslands hingað til tengjast sjó og vötnum. Á því sviði hafa Íslendingar náð langt þótt lengi megi deila um nýtingu hráefnis. Ein er sú auðlind sem aldrei tæmist, en það er hugvitið. Meira
8. september 1995 | Velvakandi | 471 orð

Ferðaskrifstofur á villigötum FERÐALANGUR skrifar: "Mikið hefur

FERÐALANGUR skrifar: "Mikið hefur verið rætt undanfarna daga um villandi auglýsingar frá ferðaskrifstofum. Því miður hefur maður líka verið gabbaður í munnlegum samskiptum á þessu sviði. Ég hugðist skreppa til útlanda í sumar og skipta við þá ferðaskrifstofu sem mér fannst geta boðið það sem ég sóttist eftir. Meira
8. september 1995 | Aðsent efni | 695 orð

Íhald eða vinstri stefna Við Íslendingar höfum verið heldur seinir, segir Katrín Fjeldsted, að átta okkur á þeim

Í MORGUNBLAÐINU 30. ágúst sl. birtist frétt af því, að viðgerð stæði yfir á húsum Alþingis við Kirkjustræti. Sem varaþingmanni, fyrrum borgarfulltrúa og íbúa í miðbænum var mér þetta reyndar ljóst, og hafði glaðzt yfir því ómælt, að þessi vesalings gömlu hús fengju loks verðuga umsinnu. Meira
8. september 1995 | Aðsent efni | 1063 orð

Landflóttinn og hagur fjölskyldunnar

ÍSKYGGILEGAR upplýsingar hafa verið að koma fram síðustu dagana um vaxandi brottflutning fólks úr landi. Landflótti hefur aldrei þótt til marks um gott ástand hjá neinni þjóð og svo er heldur ekki í þessu tilviki. Meira
8. september 1995 | Aðsent efni | 919 orð

Opið bréf til lesenda Morgunblaðsins

ÉG FINN mig knúinn til að snúa mér til lesenda Morgunblaðsins vegna ákveðins máls, sem er ákaflega dularfullt. Þannig er mál með vexti að miðvikudaginn 6. september birtist í þessu virðulega blaði opið bréf til mín frá Guðna Ágústssyni, alþingismanni frá Simbakoti. Meira
8. september 1995 | Velvakandi | 700 orð

Um Drottins óvissan tíma

OKKUR er sagt að tíminn sé blekking, tíminn sé ekki í raun og veru, hann sé að minnsta kosti ekki til hjá Guði. Því sé einn dagur hjá honum sem þúsund ár og þúsund ár sem einn dagur, eins og Matthías undirstrikaði í þjóðsöngnum okkar. Nú vil ég ekki halda því fram að hjá Pósti og síma gildi sami skilningur og hjá þeirri stofnun. Meira
8. september 1995 | Aðsent efni | 1128 orð

Um skattlagningu hjóna

Á 33. þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna, sem haldið var dagana 18.-20. ágúst sl., var samþykkt ályktun um jafnréttismál þar sem fram koma ýmsar hugmyndir ungs sjálfstæðisfólks um úrbætur á því sviði. Þar kemur m.a. fram sú skoðun ungs sjálfstæðisfólks að samsköttun, sem hjón búa að hluta til við í dag, sé til þess fallin að draga úr fjárhagslegu sjálfstæði tekjulægri maka. Meira
8. september 1995 | Velvakandi | 535 orð

Viltu fá Morgunblaðið ókeypis?

AUÐVITAÐ svara 70% núverandi áskrifenda Morgunblaðsins játandi. Alveg eins og tæp 70% þeirra sem núna borga afnotagjald af Ríkisútvarpinu svara samskonar spurningu játandi í nýrri könnun Hagvangs. Líklega mundi játandi svörum fjölga, ef menn væru spurðir hvort þeir vilji áfram fá alla opinbera þjónustu og borga helmingi lægri skatta. Meira
8. september 1995 | Velvakandi | 514 orð

ÝLEGA birtist á baksíðu Morgunblaðsins mynd af manni, sem

ÝLEGA birtist á baksíðu Morgunblaðsins mynd af manni, sem skaut tvö hreindýr í einu skoti, felldi bæði tarf og kú. Sverrir Scheving Thorsteinsson, sem er áhugamaður um skotveiði og einn af talsmönnum Skotveðifélags Íslands, kom að máli við Víkverja og kvað þarna hafa komið fram skólabókardæmi um siðlausan veiðiskap. Meira

Minningargreinar

8. september 1995 | Minningargreinar | 144 orð

Ágúst Sigurður Guðjónsson Elísabet Þorgeirsdóttir

Elsku amma og afi. Um leið og ég kveð ykkur, langar mig til að þakka fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Stundirnar voru margar og minningarnar eru ljúfar. Elsku amma, þú varst alltaf heima og hafðir alltaf tíma, þú hjálpaðir mér að læra og kenndir mér að prjóna, þú huggaðir mig ef ég var leið og hjá ykkur var alltaf ró og friður. Meira
8. september 1995 | Minningargreinar | 293 orð

Birgir Ísfeld Karlsson

Sunnudaginn 16. júlí sl. lést Birgir Karlsson, lektor í rússnesku við háskólann í Árósum, aðeins 58 ára að aldri. Í nærfellt tvö ár hafði blóðskiljan komið í stað ónýtra nýrna, en þar kom að hjartað þoldi ekki álagið. Ég hitti Birgi aðeins einu sinni. Þá var hann á leið til Moskvu að lokinni sumardvöl á Íslandi. Fyrir tæpu ári talaði ég við hann í síma. Meira
8. september 1995 | Minningargreinar | 108 orð

BIRGIR KARLSSON

BIRGIR KARLSSON Birgir Karlsson, lektor í rússnesku við háskólann í Árósum, fæddist í Reykjavík 28. apríl 1937. Hann lést í Árósum 16. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Karl Ísfeld, rithöfundur, og Þórheiður Sigþórsdóttir. Meira
8. september 1995 | Minningargreinar | 346 orð

Erla Guðrún Lárusdóttir

Síminn hringir að morgni 24. ágúst sl. Ég svara, þekki strax röddina, það verður nokkur þögn, síðan er sagt: "Hún Erla er dáin." Samtalið varð stutt og það þyrmdi yfir mig, þriðja systkinið á aðeins níu mánuðum. Við Erla vorum systradætur. Foreldrar okkar bjuggu á sínum tíma í Kálfshamarsvík í Skagahreppi. Stutt var á milli bæja og mikill samgangur. Meira
8. september 1995 | Minningargreinar | 306 orð

Erla Guðrún Lárusdóttir

Ég var staddur í sumarbústað með vinafólki okkar Kristrúnar og börnunum okkar fimmtudaginn 24. ágúst og bárust til mín skilaboð frá næsta bóndabæ að ég ætti að hafa samband strax við Grétar bróður minn. Mér var strax hugsað til pabba því hann hafði farið í uppskurð um svipað leyti og ég fór. Meira
8. september 1995 | Minningargreinar | 28 orð

ERLA GUÐRÚN LÁRUSDÓTTIR

ERLA GUÐRÚN LÁRUSDÓTTIR Erla Guðrún Lárusdóttir fæddist í Kálfshamarsvík í Austur-Húnavatnssýslu 8. maí 1936. Hún lést 24. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkurkirkju 2. september. Meira
8. september 1995 | Minningargreinar | 357 orð

Jónas Pálsson

Þegar svo margs er að minnast og svo mörgu að segja frá vefst tunga um tönn og stílvopnið verður stirt í hendi. Við erum ekki enn búnir að átta okkur á því, að hann Jónas birtist ekki allt í einu inn á eldhúsgólfi snemma morguns og minni okkur á það sem við áttum að gera í gær en ætluðum að gera á morgun. Meira
8. september 1995 | Minningargreinar | 786 orð

Sigurbjörg Grímsdóttir

Hún er farin í annað og lengra ferðalag en hún ætlaði sér í sumar. Til Írlands var ferðinni heitið í júlí og búið að planleggja allt og borga ferðina. En 10. júlí lagðist Sigurbjörg inn á Borgarspítalann og átti þaðan ekki afturkvæmt. Í vor lá hún þar í um mánuð í góðri umönnun starfsfólksins. Heima í sveitinni sinni var hún um miðsumarið hjá fólkinu sínu. Meira
8. september 1995 | Minningargreinar | 1321 orð

Sigurbjörg Grímsdóttir

Sigurbjörg fæddist nær aðventu á lýðveldisári Íslands og lifði meðan draumar landsins rættust. Að morgni nýliðins höfuðdags skildi hún við, þá geisuðu stríð víðsvegar um jörðina okkar og evrópskir landsfeður hér og þar og misjafnt sett útsvör þeirra, atkvæði og kaupendur unnu sem óðast að útrýmingu íslenskra bænda og sjómanna; þeim mannstofni sem hún var sjálf runnin af, Meira
8. september 1995 | Minningargreinar | 305 orð

Sigurbjörg Grímsdóttir

Elsku systir mín. Nú ertu farin frá okkur, til annarrar tilveru. Ég sakna þín sárt, en veit að það sem veldur sorginni var gleði okkar. Við ólumst upp saman, og ég vil þakka þér alla þá tryggð og umburðarlyndi sem þú sýndir mér þegar mig, krakkann, vantaði félagsskap og leikfélaga á löngum vetrarkvöldum. Allir okkar leikir snerust um hesta. Meira
8. september 1995 | Minningargreinar | 408 orð

Sigurbjörg Grímsdóttir

Elskuleg vinkona mín Sigurbjörg er látin, tæplega 51 árs að aldri. Langri baráttu við erfiðan sjúkdóm er lokið og dapurleikinn er mikill hjá þeim sem eftir lifa. Dapur tími er framundan, tómleiki sem myndast þegar einhver sem manni þykir vænt um deyr. Sigga ólst upp í Grímsnesinu á Neðra-Apavatni hjá foreldrum sínum og systkinum sínum þremur. Meira
8. september 1995 | Minningargreinar | 164 orð

SIGURBJÖRG GRÍMSDÓTTIR

SIGURBJÖRG GRÍMSDÓTTIR Sigurbjörg Grímsdóttir fæddist á Neðra-Apavatni í Grímsnesi 29. nóvember 1944. Hún andaðist í Reykjavík 29. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Grímur Ásmundsson bóndi á Neðra- Apavatni (d. 1978) og Ingibjörg Ebba Magnúsdóttir húsfreyja. Meira
8. september 1995 | Minningargreinar | 542 orð

Sigurbjörg Jónsdóttir

Sigurbjörg, föðursystir mín, hefur fengið hvíldina eftir langa og annasama ævi. Henni á ég margt að þakka, og þegar leiðir skilur vil ég kveðja hana með nokkrum orðum. Foreldrar hennar á Gamla- Hrauni voru eigi efnum búin og ekki bætti um að hlaða niður ómegð. Meira
8. september 1995 | Minningargreinar | 230 orð

SIGURBJÖRG JÓNSDÓTTIR

SIGURBJÖRG JÓNSDÓTTIR Sigurbjörg Jónsdóttir andaðist 1. september sl. á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Hún fæddist á Litlu-Háeyri á Eyrarbakka 3. ágúst 1903. Voru foreldrar hennar, sem lengst af bjuggu á Gamla- Hrauni, Jón Guðmundsson formaður, fæddur 17. september 1856, dáinn 8. september 1941, og kona hans Ingibjörg G. Meira
8. september 1995 | Minningargreinar | 605 orð

Þorsteinn Lárus Vigfússon

Þegar foreldrar mínir komu í heimsókn til mín og fjölskyldu minnar 4. júní á Skagaströnd datt mér ekki í hug að þetta væri í síðasta skiptið sem ég sæi pabba minn á lífi, en dauðinn gerir ekki boð á undan sér og laugardaginn 24. júní var hringt í mig og mér sagt að pabbi hefði dáið í hádeginu á heimili sínu. Meira
8. september 1995 | Minningargreinar | 479 orð

Þorsteinn Lárus Vigfússon

Í nokkrum orðum langar mig að minnast elskulegs tengdaföður míns, Þorsteins Lárusar Vigfússonar, en hann lést að heimili sínu 24. júní síðastliðinn. Öll vitum við að ferð okkar hérna tekur enda, en dauðinn kemur okkur ávallt á óvart ekki síst þegar hann kveður svo snögglega dyra. Í sorg og trega er gott að ylja sér við ljúfar minningar. Meira
8. september 1995 | Minningargreinar | 134 orð

ÞORSTEINN LÁRUS VIGFÚSSON

ÞORSTEINN LÁRUS VIGFÚSSON Þorsteinn Lárus Vigfússon fæddist á Sunnuhvoli í Vopnafirði 31. júlí 1927. Hann lést á heimili sínu á Sauðárkróki 24. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Vigfús Sigurjónsson og Björg Davíðsdóttir. Eftirlifandi eiginkona Þorsteins er Guðrún Svavarsdóttir, fædd 14. júní 1932. Meira
8. september 1995 | Minningargreinar | 22 orð

(fyrirsögn vantar)

Viðskipti

8. september 1995 | Viðskiptafréttir | 241 orð

Fokker gjaldþrota án ríkisaðstoðar

TALSMENN Fokker-flugvélaverksmiðjanna í Hollandi sögðu í gær, að kæmi ríkisvaldið, sem á lítinn hlut í fyrirtækinu, ekki til hjálpar væri hætta á, að það yrði gjaldþrota. Meirihluti hlutafjár í Fokker er í eigu DASA, Daimler Benz Aerospace, en í síðasta mánuði var skýrt frá því, að tap á rekstrinum á fyrra misseri ársins hefði verið næstum 400 milljónir dollara. Meira
8. september 1995 | Viðskiptafréttir | 122 orð

Franskir iðnrekendur uggandi

FRANSKIR iðnrekendur eru sammála umhverfisverndarmönnum um það, að kjarnorkuvopnatilraunir franska hersins geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þeir óttast fyrst og fremst áhrifin á erlendum mörkuðum og margt bendir til, að óttinn sé ekki ástæðulaus. Meira
8. september 1995 | Viðskiptafréttir | 519 orð

Gengið mun sveiflast meira en áður

ÁKVÖRÐUN Seðlabanka Íslands um að gengi íslensku krónunnar geti sveiflast um allt að 6% til beggja átta frá miðgengi bankans í stað 2,25% er litin heldur jákvæðum augum meðal hagfræðinga sem Morgunblaðið ræddi við í gær. Á það er þó bent að þessi útvíkkun hafi í för með sér meiri sveiflur á genginu, en að verðmyndun á gjaldeyrismarkaði verði eðlilegri. Meira
8. september 1995 | Viðskiptafréttir | 336 orð

Hagnaður nam 162 milljónum króna

HAGNAÐUR af rekstri Olíufélagsins fyrstu sex mánuði þessa árs var 162 milljónir króna sem er mjög svipuð rekstrarniðurstaða og á sama tíma í fyrra. Rekstrartekjur fyrirtækisins voru rétt rúmir fjórir milljarðar króna og drógust lítilega saman miðað við fyrstu sex mánuði síðasta árs en rekstragjöld jukust á sama tíma um 19 milljónir króna og námu tæpum 3,8 milljörðum króna. Meira
8. september 1995 | Viðskiptafréttir | 298 orð

Olíuverð hátt í fjórum sinnum lægra en 1981

TUTTUGU ár eru liðin síðan fyrstu Norðursjæávarolíunni var landað í Bretlandi og í tilefni af því komu þúsundir sérfræðinga í olíuiðnaði saman til fundar í Aberdeen í Skotlandi nú í vikunni. Var það umræðuefnið hvernig tryggja skyldi olíuvinnslu Evrópuríkjanna næstu 25 árin. Búist var við, að ráðstefnugestir yrðu um 20.000 frá um 70 löndum. Meira
8. september 1995 | Viðskiptafréttir | 123 orð

Óttast ofþenslu í Noregi

Torstein Moland, seðlabankastjóri í Noregi, hefur hvatt ríkisstjórnina til að taka fjármálin fastari tökum í því skyni að koma í veg fyrir ofþenslu í efnahagslífinu. Kveðst hann vera sammála sérfræðingum OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, um að hætta sé á ferðum verði ekki dregið úr eftirspurnaraukningunni innanlands. Meira
8. september 1995 | Viðskiptafréttir | 100 orð

Sameining fjölmiðlafyrirtækja sögð vitleysa

MICHAEL Dornemann, aðalframkvæmdastjóri Bertelsmann AG, stærsta fjölmiðlafyrirtækis í Þýskalandi, segir í tímaritsviðtali, að sameiningarhrinan í bandarískum fjölmiðalheimi að undanförnu sé "rugl og vitleysa" og spáir því, að menn eigi eftir að verða vitni að miklum kollsteypum. Meira

Daglegt líf

8. september 1995 | Ferðalög | 640 orð

Á listarölti í útjaðri Glasgow

GLASGOW og nágrenni býður ýmislegt annað en verslanir, þó að á hverju hausti sé mikið lagt upp úr verslunarferðum þangað. Meðal þess sem vert er að vekja athygli á eru tvenns konar bílferðir undir heitinu "Discovering Glasgow". Þær hefjast báðar frá George Square og liggur önnur leiðin um sjálfa borgina en hin um víðáttumeira svæði, meðal annars að Burrel- safninu, sem er til umræðu hér. Meira
8. september 1995 | Ferðalög | 513 orð

Besta, heitasta, kaldasta, blautasta og þurrasta veðrátta í heimi

VIÐ kvörtum iðulega yfir veðráttunni hér á Íslandi og líklega höfum við oft ríka ástæðu til. Íslendingar bera veðurfar gjarnan saman við það sem er í öðrum löndum og oftast kemur það íslenska frekar illa út úr samanburðinum. Það er forvitnilegt að sjá hvar besta veðrið er í heiminum, hvar er kaldast og heitast og hvar mesta og minnsta úrkoman er. Meira
8. september 1995 | Ferðalög | 185 orð

Listáhugaferð til Kaupmannahafnar

UM miðjan september gefst listáhugafólki kostur á ferð til Kaupmannahafnar með Samvinnuferðum-Landsýn þar sem áhersla verður lögð á að njóta þeirra fjölmörgu list- og menningarviðburða sem boðið er upp á helgina 15.-18. september. Meira
8. september 1995 | Ferðalög | 1320 orð

Með barninu í Barselóna

Margir foreldrar halda að börn hafi ekki gaman af því skoða erlendar stórborgir. Það hélt ég líka þar til ég fór með níu ára gamlan son min til Barselóna í eina viku. Reyndin varð önnur. Við bjuggum rétt hjá Römblunni sem er líflegasta göngugatan þar, með fjörugu mannlífi og alls kyns uppákomum. Meira

Fastir þættir

8. september 1995 | Dagbók | 157 orð

ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 9. september, verður

ÁRA afmæli. Á morgun, laugardaginn 9. september, verður níræð frú Sigríður Björnsdóttir, frá Steinum undir Eyjafjöllum, til heimilis að Birkivöllum 34, Selfossi. Eiginmaður hennar var Halldór Vilhjálmsson, frá Þuríðarstöðum í Fljótsdal, en hann lést árið 1959. Meira
8. september 1995 | Fastir þættir | 208 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Landsbréf úr leik í

ÞREMUR leikjum er lokið í fjórðu umferð Bikarkeppninnar 1995 og hafa þrjár sveitir því tryggt sér rétt til þess að spila í undanúrslitunum sem verða spiluð laugardaginn 16. september nk. Sveit Hjólbarðahallarinnar spilaði við sveit Roche og vann sveit Hjólbarðahallarinnar með 77 impum gegn 74 eftir jafnan og spennandi leik. Meira
8. september 1995 | Fastir þættir | 219 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids

Fimmtudaginn 31. ágúst mættu 20 pör í sumarbrids. Úrslit urðu þannig: N-S riðill: Björn Þorláksson ­ Júlíus Snorrason252Halldór Þorvaldsson ­ Kristinn Karlsson230Árnína Guðlaugsdóttir ­ Bragi Erlendsson230A-V riðill: Ragnar T. Meira
8. september 1995 | Fastir þættir | 633 orð

FAGURKLUKKA

GARÐARNIR á suðvesturhorninu eru orðnir ósköp niðurrigndir og samanbarðir eftir nær samfelldan rigningarmánuð. Þó er einn hópur blóma, sem lítið lætur vætuna og vindinn á sig fá en skartar sínu fegursta frá því síðari hluta júlí og út allan ágústmánuð. Hér hef ég í huga ættkvíslina campanula eða bláklukku. Meira
8. september 1995 | Dagbók | 147 orð

Hornbjarg

HornbjargNÚ ÞYKIR líklegt að Slysavarnafélag Íslands fái húsin á Hornbjargi til umsýslu, en þar er nú sjálfvirk veðurathugunarstöð frá1. júní sl. Á Horni og Hælavíkurbjargi eru mestu fuglabjörg á Íslandi að Látrabjargi undanskildu. Meira
8. september 1995 | Dagbók | 401 orð

Reykjavíkurhöfn: Í fyrradag fóru Laxfoss

Reykjavíkurhöfn: Í fyrradag fóru Laxfossog Arina Artica. Snorri Sturluson fór á veiðar. Inn komu Carolina og Mælifell kom. Í gær fóru Mælifell, Dettifoss, Úranus, Cap. Chlebnikov og Robert Mærsk fór til Hafnarfjarðar. Grænlenski togarinn Tamiuut kom. Meira
8. september 1995 | Fastir þættir | 772 orð

Smyslov er kominn í gang

2­16. september 1995 ALDURSFORSETI Friðriksmótsins, Vassilí Smyslov, 75 ára fyrrum heimsmeistari, vann ungversku stúlkuna Soffíu Polgar í fjórðu umferð Friðriksmótsins á miðvikudagskvöldið. Smyslov er þar með kominn upp í miðjan hóp keppenda og virðist hafa náð sér eftir það áfall að tapa fyrir Jóhanni Hjartarsyni í aðeins 16 leikjum í annarri umferð. Meira
8. september 1995 | Dagbók | 191 orð

Yfirlit: Ska

Yfirlit: Skammt suðvestur af Bretlandseyjum er víðáttumikil 965 mb lægð, sem þokast austur, en 1.023 mb hæð yfir Grænlandi og hafinu fyrir norðan Ísland. Spá: Austan- og norðaustanátt á landinu, víðast kaldi en á stöku stað stinningskaldi austanlands. Meira
8. september 1995 | Dagbók | 71 orð

(fyrirsögn vantar)

8. SEPT. Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólris Sól í hád. Sólset Tungl í suðri Meira

Íþróttir

8. september 1995 | Íþróttir | 297 orð

Agassi og Becker mætast

Andre Agassi og Boris Becker þurftu svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum til að komast í undanúrslit Opna bandaríska meistaramótsins í tennis í gær. Agassi, sem er efstur á heimslistanum, vann Tékklendinginn Petr Korda sem er í 39. sæti á sama lista. Meira
8. september 1995 | Íþróttir | 106 orð

Asprilla með Parma

FAUSTINO Asprilla hefur sett niður deilur sínar við ítalska liðið Parma og mun leika í sókninni við hlið Búlgarans Hristo Stoichkov gegn Internazionale um helgina en Kólumbíumaðurinn yfirgaf herbúðir Parma í fússi fyrir tveimur mánuðum og sagðist aldrei koma til baka. "Deilur mínar við Parma eru úr sögunni og nú er draumur minn að vinna með þeim deildina," sagði Asprilla. Meira
8. september 1995 | Íþróttir | 330 orð

Bilaði á síðustu stundu STEIN

STEINGRÍMUR Ingasson er einn af toppökumönnum rallsins. En í gærkvöldi var hann enn að raða saman keppnisvél í Nissan bíl sínum, sem hann hefur notað með góðum árangri í 44 mótum. Hún hafði bilað, á síðustu stundu, en hann átti að mæta í skoðun með bílinn í gærdag. Fékk hann undanþágu frá keppnisstjórn til að koma vélinni í samt lag. En það er enginn hægðarleikur. Meira
8. september 1995 | Íþróttir | 101 orð

Bjarki á 790 þús.

Félagaskiptanefnd HSÍ ákvað í gær verð á sjö handknattleiksmönnum sem hafa skipt um félög frá því á síðasta tímabili og samkomulag hefur ekki náðst á milli félaganna. Afturelding þarf að greiða Víkingum 790 þúsund krónur fyrir Bjarka Sigurðsson og Selfyssingar þurfa að greiða KA 620 þúsund fyrir Valdimar Grímsson. Meira
8. september 1995 | Íþróttir | 329 orð

Chirac kveðst hvergi hvika

TILRAUNASPRENGING Frakka á um tuttugu kílótonna öflugri kjarnorkusprengju undir Mururoa-rifi á þriðjudagskvöld hefur valdið holskeflu mótmæla um allan heim. Fjölmörg sendiráð Frakka hafa orðið fyrir árásum æstra mótmælenda og ríkisstjórnir út um allan heim hafa fordæmt sprenginguna. Meira
8. september 1995 | Íþróttir | 339 orð

ELDUR

ELDUR varð laus í Land Rover þeirra Sighvats Sigurðssonar ogÚlfars Eysteinssonar í gær, en þeir taka þátt í Alþjóðarallinu. Þeir þurftu að skipta um hluta rafkerfisins í hvelli, en eldurinn kviknaði þegar logskorið var í grind bílsins. Reyndist raflögn falin þar. Meira
8. september 1995 | Íþróttir | 95 orð

Eyjamenn fjölmenna

EYJAMENN ætla að fjölmenna á leik ÍBV og KR á laugardaginn. Herjólfur breytir áætlun sinni lítillega vegna leiksins og fer frá Eyjum kl. 8.15 og til baka frá Þorlákshöfn kl. 17.30. Eyjaliðið fer til lands með Herjólfi í dag og æfir í Þorlákshöfn áður en farið verður að Laugarvatni. Meira
8. september 1995 | Íþróttir | 167 orð

FÉLAGSLÍFOpið hús hjá Val Valsmenn verð

Valsmenn verða með opið hús að Hlíðarenda í kvöld þar sem heiðra á Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfara og fyrrum þjálfara Vals og verður húsið opnað kl. 20. Karate Karetefélag Vesturbæjar er að hefja starfsemi og verður kennt í gamla ÍR-húsinu. Þá er Karatedeild HK í Kópavogi að hefja starfsemi sína. Lögð verður áhersla á þjálfun í barna- og unglingaflokkum, yngst fimm ára. Meira
8. september 1995 | Íþróttir | 360 orð

FIFA andsnúið tillögunum

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, heldur "neyðarfund" í höfuðstöðvunum í Z¨urich í Sviss í dag þar sem tillögur Lennarts Johanssons, formanns Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, varðandi breytt fyrirkomulag á æðstu stjórn knattspyrnunnar verða ræddar. Meira
8. september 1995 | Íþróttir | 79 orð

Fjölmenni til Noregs KA mætir Víkingi frá S

KA mætir Víkingi frá Stavangri í Evrópukeppninni í handknattleik og fer fyrri leikurinn fram ytra laugardaginn 7. október. Boðið verður upp á hópferð á leikinn í beinu þotuflugi frá Akureyri; farið út að morgni leikdags og heim aftur um miðnætti. Þegar hafa rúmlega 90 manns skráð sig í ferðina en 125 sæti alls standa til boða. Ferðin kostar 17. Meira
8. september 1995 | Íþróttir | 83 orð

HELGARGOLFIÐAkureyri Golfklúbbur Akureyrar

Akureyri Golfklúbbur Akureyrar heldur mót um helgina, bæði á laugardag og sunnudag og leiknar verða 36 holur. Hella SS-mót golfklúbbs Hellu fer fram á laugardag. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Sandgerði Golfklúbbur Sandgerðis heldur mót á sunnudaginn, 18 holur með og án forgjafar. Meira
8. september 1995 | Íþróttir | 209 orð

HENRI Stambouli

HENRI Stambouli þjálfara hins fornfræga félags Marseille hefur verið sagt upp störfum og stjórnaði hann liðinu í síðasta skipti á þriðjudagskvöldið í leik gegn Toulouse. Ástæðan fyrir uppsögninni er slakt gengi Marseille það sem af er keppnistímabilinu, en félagið er í níunda sæti frönsku 2. deildarinnar. Meira
8. september 1995 | Íþróttir | 345 orð

Hungraður í titilinn

"ÉG ætla að vinna og tryggja mér titilinn. Mér líst vel á þá nýbreytni að hafa þrjár tímaþrautir í keppninni og ætla að setja á fulla ferð strax," sagði torfærukappinn Sigurður Þ. Jónsson í samtali við Morgunblaðið. Hann hefur forystu til Íslandsmeistara í torfæru í flokki götujeppa, en úrslitakeppnin í Íslandsmótinu verður á Hellu á morgun, laugardag og hefst kl. 13.00. Meira
8. september 1995 | Íþróttir | 80 orð

Í kvöld Knattspyrna 1. deild karla: Laugardalsvöllur:Fram - ÍA21 1. deild kvenna: Akranes:ÍA - KR18

Knattspyrna 1. deild karla: Laugardalsvöllur:Fram - ÍA21 1. deild kvenna: Akranes:ÍA - KR18 Handknattleikur Meira
8. september 1995 | Íþróttir | 145 orð

Jason McAteer til Liverpool ÍRSKI land

ÍRSKI landsliðsmaðurinn Jason McAteer var í gær seldur fyrir 4,5 milljónir punda frá Bolton til Liverpool, en það er andvirði um 450 milljóna króna. Þess 24 ára gamli miðvallarleikmaður kaus Liverpool, þó Arsenal og meistarar Blackburn hefði einnig viljað fá hann. Ástæðan er einföld: hann er fæddur og uppalinn í Liverpool og býr þar reyndar enn og var stuðningsmaður félagsins frá unga aldri. Meira
8. september 1995 | Íþróttir | 307 orð

Jón Arnar yfir 5 m í stangarstökki

Tugþrautarkappinn Jón Arnar Magnússon náði því í fyrsta sinn að stökkva yfir fimm metra í stangarstökki á miðvikudagskvöldið, en hann hafði hæst stokkið 4,90 metra áður, gerði það í Götzis í Austurríki þegar hann fór yfir 8.000 stigin í tugþraut fyrsta sinn fyrr í sumar. Jón Arnar er á Sauðárkróki og náði hann þessum árangri á frjálsíþróttamóti sem var fyrir krakkana á Króknum. Meira
8. september 1995 | Íþróttir | 37 orð

Körfuknattleikur Reykjanesmótið UMFN - UMFG87:99 Keflavík - Haukar92:84 Handknattleikur

UMFN - UMFG87:99 Keflavík - Haukar92:84 Handknattleikur Opna Reykjavíkurmótið: Valur - Grótta28:19 FH - ÍH25:24 Breiðablik - Valur21:35 Fylkir - KR19:30 KA - Haukar33:28 BÍ - Fylkir25:29 Víkingur - Fram23:21 Afturelding - HK29:24 ÍR - Meira
8. september 1995 | Íþróttir | 46 orð

Leiðrétting

Í FRÁSÖGN í fyrradag, um það hverjir hefðu verið úrskurðaðir í leikbann, voru villur. Þar var sagt að Axel Gomez markvörður Leiknis hefði fengið fjögurra leikja bann og Jósef Hreinsson, Fjölni, þriggja leikja bann. Hvort tveggja er rangt. Axel fekk þriggja leikja bann og Jósef fjögurra. Meira
8. september 1995 | Íþróttir | 681 orð

Meistaratitillinn í húfi

ÍSLANDSMEISTARATITILL ökumanna og aðstoðarökumanna í rallakstri er í húfi í alþjóðarallinu, sem hefst í dag kl 15.30 við Perluna. Fyrsta daginn aka keppendur sérleiðir á Suðurnesjum, en keppninni stendur í þrjá daga og lýkur á sunnudag á Austurvelli. Koma bílarnir í endmark kl. 15.15. Sérstök áhorfendaleið verður ekin í tvígang í Öskjuhlíð í kvöld kl. 20.00. Meira
8. september 1995 | Íþróttir | 219 orð

Ótrúleg tilþrif Higuitas á Wembley

RENE Higuita, landsliðsmarkvörður Kólumbíu í knattspyrnu, kom enn einu sinni skemmtilega á óvart í vináttuleik gegn Englendingum á Wembley-leikvanginum í Lundúnum í fyrrakvöld, eins og greint var frá í blaðinu í gær. Eftir skot Jamies Redknapps utan af velli hafði hann alla möguleika á að grípa knöttinn á venjubundinn hátt, en Higuita er ekki mikið fyrir að fara troðnar slóðir. Meira
8. september 1995 | Íþróttir | 196 orð

Sigmar og Anna Íslandsmeistarar

Sigmar Gunnarsson og Anna Jeeves urðu Íslandsmeistarar í hálfmaraþoni er þau sigruðu í þeirri grein í Brúarhlaupi Selfoss um helgina. Sigmar fékk tímann 1:13,06 og Anna kom í mark á tímanum 1:22,26. Í öðru sæti í karlaflokki varð Jóhann Ingibergsson á 1:16,53 og þriðji Grímur Ólafsson á 1:30,52. Meira
8. september 1995 | Íþróttir | 112 orð

Sunna stóð sig vel SUNNA Gestsdóttir frá Bl

SUNNA Gestsdóttir frá Blönduósi hlaut tvenn silfurverðlaun á Norðurlandalandskeppni unglinga 20 ára og yngri sem fram fór í Finnlandi um síðustu helgi. Sunna hljóp 100 metrana á 12 sekúndum sléttum og náði öðru sæti. Hún setti persónulegt met í langstökki, stökk 5,85 metra og dugði það henni einnig í annað sætið. Meira
8. september 1995 | Íþróttir | 702 orð

Þrjú lið, en aðeins eitt sæti laust

Þrátt fyrir að Skagamenn séu búnir að vinna Íslandsmeistaratitilinn hafa mörg lið enn að miklu að keppa, til dæmis um rétt til að leika í Evrópukeppninni að ári, sem getur gefið vel í aðra hönd. Hins vegar er barátta við fall í aðra deild, sem aftur á móti er ekki eins gróðavænlegt og þar berjast þrjú lið við falldrauginn. Meira

Fasteignablað

8. september 1995 | Fasteignablað | 142 orð

Aukinn hagnaður Shangri-La vegna hótela

AUKNAR tekjur af hótelum í Hong Kong og nokkrum fasteignum í Kína í fyrra munu hafa aukið nettóárshagnað Shangri-La Asia Ltd, hins kunna asíska fjárfestinga- og fasteignafyrirtækis, að áliti sérfræðinga. Meira
8. september 1995 | Fasteignablað | 579 orð

Björkin á fram-tíð í Noregi

Draumurinn um skógi klætt Ísland milli fjalls og fjöru á langt í land með að rætast og líklega rætist hann aldrei, enda engin ástæða til. Hins vegar er nauðsyn aukinnar skógræktar hafin yfir allan vafa; enginn gróður bindur jarðveg jafnvel í umhleypingasamri veðráttu og enginn gróður hefur eins bætandi áhrif á loftslagið. Meira
8. september 1995 | Fasteignablað | 1269 orð

Burðarvirki úr límtré gefur marga möguleika Við Sævarhöfða í Reykjavík hefur í sumar risið myndarleg bygging sem hýsa á

ÁVEGUM Ingvars Helgasonar hf. í Reykjavík er nú verið að reisa nýbyggingu á lóð fyrirtækisins við Sævarhöfða en það er um 2.000 fermetra hús sem hýsa á starfsemi Bílheima hf. sem flytur inn bíla frá General Motors og í eigu sömu aðila. Meira
8. september 1995 | Fasteignablað | 224 orð

Deyfð á fasteignamarkaði í Hong Kong

DEYFÐ er yfir fasteignamarkaði Hong Kong og ekki er talið að lifna muni yfir honum fyrr en á síðari helmingi næsta árs að sögn fasteignafyrirtækisins Vigers Asia Ltd. Hnignun hófst á fasteignamarkaði nýlendunnar fyrir 15 mánuðum þegar stjórn hennar hækkaði vexti til að draga úr fasteignabraski. Meira
8. september 1995 | Fasteignablað | 555 orð

Draugar hræða húskaupendur

ÞEGAR selja þarf hús, þar sem er reimt, virðast sumir fasteignasalar þegja yfir reimleikunum. Aðrir virðast telja draugagang geti aukið áhuga á að kaupa hús, þar sem hans verður vart. Þegar fasteignafréttaritari blaðsins Sunday Times kannaði málið benti fasteignasali í Ashford, Kent, Meira
8. september 1995 | Fasteignablað | 154 orð

Einbýlishús meðtvöföldum bílskúr

FASTEIGNASALAN Óðal hefur nýlega fengið í sölu einbýlishús við Kvistaberg í Hafnarfirði. Hér er um að ræða 210 fermetra hús að meðtöldum tvöföldum bílskúr. Verðhugmynd er 18,9 milljónir króna. Húsið er úr steini, byggt 1985 og er á einni hæð. Fyrirkomulag er þannig að komið er inn í stóra forstofu með skáp og flísagólfi og þar er einnig flísalögð gestasnyrting með innréttingum. Meira
8. september 1995 | Fasteignablað | 139 orð

Félagslegar íbúðirí Stykkishólmsbæ

Stykkishólmur - NÝLEGA skiluðu þeir Benedikt Frímansson húsasmíðameisti og Pálmi Ólafsson, báðir sem verktakar, af sér raðhúsi sem þeir hafa byggt fyrir Stykkishólmsbæ sem félagslegar íbúðir. Eru þetta raðhús, hvort um sig 108 fermetrar, frágengin með öllum innréttingum og þægindum. Meira
8. september 1995 | Fasteignablað | 369 orð

Fjöldi bygginga með Ímúrklæðningu

ÍSLENSKAR múrvörur hf. (ÍMÚR) var stofnað 1990 af Sandi hf., Sérsteypunni sf. og Steinullarverksmiðjunni hf. ÍMÚR framleiðir og selur ÍMÚR- múrkerfi, sem er utanhússklæðning fyrir nýbyggingar og til endurbóta á eldri byggingum, og ÍMÚR/SEMKÍS steypuviðgerðarefni og múrblöndur fyrir alla múrvinnu innan- og utanhúss og leigir út múrsprautur og dælur til múrara og verktaka. Meira
8. september 1995 | Fasteignablað | 431 orð

Frumleg tillaga Ingimundar Sveinssonar í fyrsta sæti

LOKIÐ er samkeppni um hönnun leikskóla í Borgahverfi í Reykjavík sem Dagvist barna lagði til að haldin yrði og ákvað dómnefnd samkeppninnar að velja tillögu Ingimundar Sveinssonar arkitekts. Borgarráð samþykkti á fundi í apríl sl. að efna til samkeppninnar og var skipuð forvalsnefnd sem velja átti fjóra til fimm þátttakendur úr hópi 50 umsókna frá arkitektum og teiknistofum sem bárust. Meira
8. september 1995 | Fasteignablað | 88 orð

Heimsfrægt hótel gjald þrota í Kambódíu

MONOROM, hið heimsfræga hótel í Kambódíu, er gjaldþrota vegna skulda upp á 165.000 Bandaríkjadali að sögn yfirvalda í Phnom Penh. Núverandi kínverskir og kambódískir stjórnendur hótelsins tóku það á leigu 1990 til að hagnast á komu 22.000 manna friðargæslusveita af ýmsu þjóðerni. Síðan gæzlulið SÞ (UNTAC) fór frá Kambódíu 1993 hefur Monorom-hótelið drabbast niður. Meira
8. september 1995 | Fasteignablað | 119 orð

Hús á sjávarlóð í Kópavogi

TIL sölu er hjá fasteignasölunni Þingholti einbýlishúsið Sunnubraut 27 í Kópavogi. Að sögn Friðriks Stefánssonar hjá Þingholti verður stöðugt sjaldgæfara að hús með sjávarlóð séu auglýst til sölu á höfuðborgarsvæðinu. Slík hús hafa verið eftirsótt. Umrætt hús við Sunnubraut 27 er 213 fermetrar að stærð, teiknað af Ásgeiri Ingvarssyni heitnum," sagði Friðrik. Meira
8. september 1995 | Fasteignablað | 365 orð

Íbúðir við Klukkuberg í Setbergshlíð

TIL SÖLU eru hjá fasteignasölunni Ási íbúðir í Klukkubergi. Að sögn Kára Halldórsonar hjá Ási eru þetta fjögurra herbergja íbúðir 109 fermetrar að stærð og kosta 7,7 millj. kr., þriggja herbergja íbúðir 75 fermetrar að stærð og kosta 6,5 millj. kr., tveggja herbergja íbúðir 65 fermetrar að stærð og kosta 5,6 millj. kr. og tveggja herbergja íbúðir 60 fermetrar að stærð sem kosta 4,5 millj. Meira
8. september 1995 | Fasteignablað | 335 orð

Jörð í Ölfusi til sölu

JÖRÐIN Ingólfshvoll í Ölfusi er til sölu hjá Fasteignasölu Reykjavíkur. Að sögn Sigurbjörns Skarphéðinssonar hjá umræddri fasteignasölu er jörðin Ingólfshvoll úr landnámi Ingólfs Arnarsonar sem skipt var upp í nokkrar jarðir og er Ingólfshvoll ein þeirra. Á jörðinni er m.a. hesthús fyrir 30 hross, reiðskemma, tamningagerði og hringvöllur. Meira
8. september 1995 | Fasteignablað | 325 orð

Nýtt verslunarog skrifstofuhús rís við Skipholt

FIMM hæða verslunar- og skrifstofuhús með möguleika á margs konar þjónusturými er nú að rísa á lóðinni við Skipholt nr. 50D í Reykjavík. Byggingaraðili er Ármannsfell hf. og arkitekt hússins Einar V. Tryggvason. Verið er að steypa upp húsið og er gert ráð fyrir að fyrsti hluti þess verði tilbúinn til afhendingar um miðjan desember. Meira
8. september 1995 | Fasteignablað | 617 orð

Skólar Hér er framhaldið upprifjun úr skólasögu Reykjavíkur. Bjarna Ólafssyni hefur borist leiðrétting og viðbót við Smiðjugrein

Því miður fór ég ekki rétt með er ég sagði frá búsetu föður Guðjóns. Öll bernskuár Guðjóns og þau ár sem hann stundaði barnaskólanám bjó faðir hans í Austurhlíð við Reykjaveg. Þaðan gekk hann til skólans þar til hann fermdist. Síðar bjó fjölskyldan um sinn í Tungu, þar til byggt hafði verið hús í Vogatungu við Kleppsmýrarveg en þá flutti Guðmundur heimili sitt þangað. Meira
8. september 1995 | Fasteignablað | 358 orð

Stálgrindahús til sölu ásamt stóru athafnasvæði

TIL SÖLU er hjá fasteignasölunni Kjöreign atvinnuhúshæði við Suðurhraun 2 og 2a. Eigandi húsnæðisins er Iðnlánasjóður. Að sögn Dans Wiium hjá Kjöreign er umrætt húsnæði alls um 6265 fermetrar að stærð. Húsið er byggt á árunum 1984 og 1987. Lóð fyrirtækisins er alls um 47.494 fermetrar að stærð," sagði Dan. Lóðin er slétt og jarðvegsskipting hefur farið fram. Meira
8. september 1995 | Fasteignablað | 412 orð

Tvær lóðir við Eskiholtog ein við Bæjargil fáviðurkenningu

BÆJARSTJÓRN Garðabæjar hefur samkvæmt tillögum frá umhverfismálanefnd bæjarins heiðrað nokkra einstaklinga og fyrirtæki fyrir snyrtilegt umhverfi í Garðabæ á þessu ári. Snyrtilegasta gatan var valin Fífumýri 1-7 og Hofsstaðaskóli fékk viðurkenningu fyrir lóð atvinnuhúsnæðis. Viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi eru skrautrituð skjöl en við fallegustu götuna er sett upp sérhannað skilti. Meira
8. september 1995 | Fasteignablað | 252 orð

Viðurkenning fyrir gott viðhald húsa á Akranesi

AKRANESKAUPSTAÐUR afhenti á dögunum viðurkenningu til eiganda þess húsnæðis sem þykir bera af fyrir gott viðhald og fallegt útlit eða form. Það er byggingar- og skipulagsnefnd Akraness sem annast þessa tilnefningu og komu þar mörg hús til greina, en það var samdóma álit nefndarinnar að íbúðarhúsnæðið að Háholti 29-31 yrði valið að þessu sinni. Meira

Úr verinu

8. september 1995 | Úr verinu | 449 orð

"Notkun seiðaskiljunnar er stórt skref fram á við"

"AÐALATRIÐIÐ er að mikið seiða og smáfiskadráp átti sér stað við úthafsrækjuveiðarnar og undan því varð ekki vikizt að taka á þeim vanda. Slík hefði verið mikið ábyrgðarleysi. Ég tel það hafa verið gert með skynsamlegum hætti með því að skylda notkun seiðaskiljunnar. Hinn hin leiðin er að loka stórum veiðisvæðun, en það teldi ég mun verri kost. Meira
8. september 1995 | Úr verinu | 56 orð

Trollið tekið í Smugunni

VEIÐIN er alltaf mjög misjöfn í Smugunni, ýmist í ökla eða eyra. Síðustu daga hefur veiðin verið mjög mikil og hafa skipin verið að fá stór hol. Hér eru skipverjar á fyrstitogaranum Vestmannaey að búa sig undir að leysa frá pokanum, en þeir komu heim fyrir skömmu eftir góðan túr í Smuguna. Meira
8. september 1995 | Úr verinu | 277 orð

Veiðin orðin 600 tonnum meiri en allt síðasta ár

VEIÐI er nú með ágætum hjá íslenskum rækjuskipum á Flæmska hattinum. Níu rækjuskip eru þar á veiðum samkvæmt upplýsingum frá Tilkynningaskyldu íslenskra skipa en tvö á leiðinni heim, þau Blængur NK og Sigurfari ÓF. Rækjuaflinn er nú þegar orðinn a.m.k. 600 tonnum meiri en á síðasta ári. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

8. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 132 orð

Ferðafélag Íslands 8.-10. sept. kl. 20 verðu

8.-10. sept. kl. 20 verður farið í tvær helgarferðir. Annars vegar Laugar- Hrafntinnusker-Álftavatn með ökuferð um Friðland að fjallabaki. Leiðin liggur um Hrafntinnusker og síðan að Álftavatni við syðri fjallabaksleið. Gist verður í Laugum og Álftavatni. Einnig verður farið í gönguferð um Laugar-Hrafntinnusker-Laufafell. 9.-10 sept. verður farið í Þórsmerkurferð. Meira
8. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 415 orð

Fimmtán þúsund Íslendingar halda utan í haust

UM FIMMTÁN þúsund Íslendingar eiga bókað sæti í helgarferðir til stórborga í Evrópu í haust og fram að jólum. Rúmlega fimmtán hundruð manns bókuðu sæti til Baltimore í Bandaríkjunum á mánudag og þriðjudag í þessari viku en Flugleiðir bjóða nú tvö sæti á verði eins farseðils til borgarinnar. Meira
8. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 345 orð

Fornebu flugvöllur býður heim þjófum

NORÐMENN eru ekki par ánægðir með flugvöllinn sinn í Osló, Fornebu. Eða öllu heldur, þeir eru ekki ánægðir með hversu greiða leið þjófar hafa átt inn á völlinn og í flugvélar sem þar standa næturlangt. Meira
8. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 251 orð

Grænlandsfarar mikilvægir í Keflavík

FJÖLDI ferðamanna sem gistir Ísland á leið til eða frá Grænlandi er að meðaltali um 25 á viku, að sögn Ólafs M. Bertelssonar, starfsmanns Grønlandsfly A/S. Þar er hann að miða við ársgrundvöll, en að jafnaði er fjöldinn meiri yfir vetrartímann. Meira
8. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 404 orð

Hraðlestin Mjódd-Keflavíkurflugvöllur

Á HVERJUM degi fara um fimm þúsund bílar og rútur milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Farþegafjöldinn hefur verið áætlaður á bilinu 15-20 þúsund. Ef einhvers staðar er hægt að reka farþegalest á Íslandi, ætti það að vera á þessari leið. Hugmyndin hefur verið rædd áður en nú er í fyrsta sinn verið að reikna út hagkvæmni hennar. Meira
8. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 181 orð

Jólastjarna sem er með níu líf

JÓLASTJÖRNUR eru sjaldnast í fullum blóma hjá fólki yfir sumartímann. Reyndar er venjan sú að þessi blóm skreyti híbýli fólks yfir jólatímann, en lifi víðast hvar ekki mikið fram yfir áramót. Jólastjarna Guðmundu Ólafsdóttur á Akranesi slær líklega flest met. Guðmunda fékk jólastjörnuna að gjöf í nóvember 1992. Meira
8. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 168 orð

Ný hönnun í Epal

Í TILEFNI tuttugu ára afmælis Epals hf. verður opnuð sýning í versluninni á morgun, 8. september. Á sýningunni verða húsgögn, lampar, gluggatjaldaefni og áklæði. Að sögn Eyjólfs Pálssonar, framkvæmdastjóra Epals, verða ýmsar nýjungar í hönnun til sýnis í fyrsta sinn hérlendis. Meira
8. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 517 orð

Sólgleraugun eru stór eða lítil, dýr eða ódýr

ÞÓ komið sé fram á haust er enn töluvert í að Íslendingar leggi sólgleraugun á hilluna, enda blessuð haustsólin oft vinsamleg við okkur hér á Íslandi. Blaðamaður Daglegs lífs ákvað eftir að hafa séð hin fjölbreyttustu sólgleraugu í erlendum tískutímaritum að athuga hvort sólgleraugnaáhuginn sem þar endurspeglast hafi náð hingað til lands. Meira
8. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 107 orð

Streita og vinnuhraði

Breskir vísindamenn mældu hjartslátt og blóðþrýsting hjá um fjörutíu miðaldra einstaklingum sem fengu í hendur verkefni til að leysa. Sumir áttu að ljúka vinnu sinni fyrir vissan tíma en aðrir fengu frjálsar hendur. Fylgst var með hjartslætti og blóðþrýstingi meðan á vinnu stóð. Meira
8. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 1496 orð

Ungt athafnafólk sem gerir út á hár og sól

ÞAU kynntust í mótorhjólabúð við Suðurgötu miðvikudag einn í ágúst fyrir fimm árum. Hún flutti inn til hans næsta laugardag. Hann var tuttugu og fjögurra, hún tuttugu og eins. Hann lærður kjötiðnaðarmaður, sem starfað hafði við iðnina í sjö ár, en vann þá og átti hlut í mótorhjólabúð. Hún nýorðin sólbaðsstofueigandi. Síðan þá hefur líf þeirra tekið miklum og hröðum breytingum. Meira
8. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 130 orð

VISSIR ÞÚ . . . . . . að í Minnesota í Bandaríkjunum er

VISSIR ÞÚ . . . . . . að í Minnesota í Bandaríkjunum er ólöglegt að hengja fatnað af konum og körlum saman á þvottasnúru. . . . að í Indiana varðar við lög að ferðast í strætisvagni innan fjögurra tíma frá því að hafa borðað hvítlauk. . . . að í Bretlandi er bannað að veiða á tvær stangir í einu á Bournemouth-bryggju. . . . Meira
8. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 420 orð

ÞÝSKALAND Hjónaband í hávegum haft í Þýskalandi

ÞJÓÐVERJAR hafa síður en svo snúið baki við hjónabandi og fjölskyldunni. Næstum 80% Þjóðverja á aldrinum 30 til 65 ára eru giftir og 82% hjóna á aldrinum 20 til 45 ára eru að ala upp eitt barn eða fleiri. 87% barna búa hjá foreldrum sínum og allra barna eiga systkini. Meira

Lesbók

8. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 393 orð

Gítargleði

Philip Catherine og hljómsveit Björns Thoroddsen. Philip Catherine gítar, Björn Thoroddsen gítar, Gunnar Hrafnsson kontrabassi, Gunnlaugur Briem trommur. Leikhúskjallarinn, 6. september 1995. Meira

Ýmis aukablöð

8. september 1995 | Dagskrárblað | 739 orð

FÖSTUDAGUR 8. september RÁS 1 FM 92,4/93,5 6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Halldór Gunnarsson flytur. 7.00 Morgunþáttur Rásar

6.45Veðurfregnir. 6.50Bæn: Séra Halldór Gunnarsson flytur. 7.00 Morgunþáttur Rásar 1. Hanna G. Sigurðardóttir og Trausti Þór Sverrisson. 7.45 Konan á koddanum. Ingibjörg Hjartardóttir rabbar við hlustendur. 8.10 - Gestur á föstudegi 8. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.