TALSMENN Fokker-flugvélaverksmiðjanna í Hollandi sögðu í gær, að kæmi ríkisvaldið, sem á lítinn hlut í fyrirtækinu, ekki til hjálpar væri hætta á, að það yrði gjaldþrota. Meirihluti hlutafjár í Fokker er í eigu DASA, Daimler Benz Aerospace, en í síðasta mánuði var skýrt frá því, að tap á rekstrinum á fyrra misseri ársins hefði verið næstum 400 milljónir dollara.
Meira