Greinar miðvikudaginn 13. september 1995

Forsíða

13. september 1995 | Forsíða | 146 orð

Blair segir engu verða breytt

UMDEILDUM lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, sem sett voru í tíð íhaldsstjórnar Margaret Thatchers í Bretlandi og skylduðu félögin m.a. til að efna til almennrar atkvæðagreiðslu áður en verkföll væru ákveðin, munu standa þótt Verkamannaflokkurinn sigri í næstu þingkosningum. Þetta kom fram í ræðu Tony Blairs, leiðtoga Verkamannaflokksins, á ársfundi alþýðusambandsins, TUC, í gær. Meira
13. september 1995 | Forsíða | 115 orð

Deilt um "Santa Barbara"

LEIÐTOGAR þingsins á Krím í Úkraínu hafa skipað svo fyrir um, að hér eftir skuli bandaríska sápuóperan "Santa Barbara" vera með rússnesku tali en ekki úkraínsku. Meirihluti íbúa á Krím er Rússar og vilja þeir margir sameinast Rússlandi. Meira
13. september 1995 | Forsíða | 97 orð

Dreyfus var saklaus

EITT hundrað árum eftir að ofurstinn og gyðingurinn Alfred Dreyfus var ákærður fyrir njósnir í þágu Þjóðverja hefur franski herinn loks viðurkennt að maðurinn hafi verið alsaklaus. Dreyfus var dæmdur til fangavistar á Djöflaeyju í Suður-Ameríku en nokkrum árum síðar þótti ljóst að sönnunargögn hefðu verið fölsuð. Meira
13. september 1995 | Forsíða | 76 orð

Ofurömmur í knattspyrnu

ÞROTLAUSAR æfingar Knattspyrnufélags ofurammanna hafa borið ávöxt undanfarið. Ofurömmurnar, sem hafa bækistöðvar í bænum Stockton-on- Tees í Cleveland á Englandi, sigruðu nýverið lið skóladrengja í grenndinni og leita nú nýrra mótherja. Sú elsta þeirra, sem hér sjást halda boltanum á lofti, er 87 ára. Ein er 85 ára, önnur 81 árs, tvær eru 78 ára og sú yngsta er "aðeins" 73 ára gömul. Meira
13. september 1995 | Forsíða | 320 orð

Rússar saka stjórnendur NATO um þjóðarmorð

BOSNÍU-Serbar báðu í gær Rússa og Kínverja um að beita sér fyrir því í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og annars staðar að bundinn yrði endi á loftárásir flugvéla Atlantshafsbandalagsins, NATO, sem staðið hafa í nær tvær vikur. Meira
13. september 1995 | Forsíða | 234 orð

Varað við vaxandi útlendingahatri í Noregi

CARL I. Hagen, leiðtogi Framfaraflokksins norska, telur að tvö morð í Ósló síðustu daga, þar sem innflytjendur frá ríkjum utan Evrópu komu við sögu, hafi átt sinn þátt í miklum kosningasigri flokksins á mánudag. Flokkurinn hefur barist gegn því að fleiri innflytjendur fái dvalarleyfi og hlaut hann 12.1% fylgi en 7% í síðustu sveitarstjórnarkosningum 1991. Meira

Fréttir

13. september 1995 | Innlendar fréttir | 48 orð

100.000 kr. í útsöluleik Habitat

ÚTSÖLULEIK Habitat er lokið og dregið var úr pottinum nýlega, og var sú heppna Rósa Maggý Grétarsdóttir. Hún hlýtur gjafakort að upphæð 100.000 kr. á vörur að eigin vali úr versluninni. Á myndinni afhendir Sigrún Inga Sigurðardóttir, rekstrarstjóri, Rósu Maggý vinninginn. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 236 orð

15% hækkun fargjalda

FARGJÖLD Almenningsvagna bs., hækka að meðaltali um 15% hann 1. október næstkomandi, að sögn Péturs Fenger framkvæmdastjóra. Græna kortið sameiginlegt "Græna kortið er sameiginlegt gjald fyrir SVR og Almenningsvagna þannig að báðir verða að hækka samtímis, en síðan var komið að hækkun hjá okkur að öðru leyti þannig að við hækkuðum einstök fargjöld," sagði hann. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

75 ára afmæli norrænu hjúkrunarfræðingasamtakanna Takm

Í TILEFNI 75 ára afmælis norrænu hjúkrunarfræðingasamtakanna funduðu norrænir hjúkrunarfræðingar í Kaupmannahöfn nýlega. Samtökin eru ein elstu norrænu samtökin. Í samtali við Morgunblaðið sagði Ásta Möller, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, að máttur samtakanna hefði alla tíð verið mikill. Meira
13. september 1995 | Erlendar fréttir | 254 orð

Á gjörgæslu eftir geitungsstungu

ALICE Vestergaard, eiginkona Uffe Ellemann-Jensens, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, var hætt komin sl. laugardag og líklegt, að hann hafi bjargað henni frá bráðum bana. Voru þau hjónin nýstigin in í lítið sumarhús, sem þau eiga á Jótlandsheiðum, þegar Alice varð fyrir því, að geitungur stakk hana í hnakkann og eftir nokkrar mínútur var henni farið að líða mjög illa. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 204 orð

Beðið um 32 milljarða króna í ný útgjöld

INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra sagði á málstofu BSRB um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu að á fyrstu vikum sínum í ráðherraembætti hefðu til sín streymt fulltrúar heilbrigðisstofnana með beiðnir um nýja starfsemi, nýjar byggingar og endurbætur á byggingum sem samtals kostuðu um 32 milljarða króna. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 52 orð

Birki með augum erfðafræðinga

DR. KESARA Anamthawat-Jónsson heldur fyrirlestur á vegum Líffræðifélagsins fimmtudaginn 14. september nk. Fyrirlesturinn verður í Odda, stofu 101, kl. 20.30. Erindið mun fjalla um sameindaerfðafræðilegar og sameindavistfræðilegar rannsóknir á birki. Fjallað verður um kynblöndun milli tegunda af bjarkarætt, genflæði milli tegunda og rannsóknir á kynbótum og þróunarsögu plantnanna. Meira
13. september 1995 | Erlendar fréttir | 290 orð

Birtingin kemur á slæmum tíma fyrir Tony Blair

ÞVÍ ER haldið fram í innanhússskjali í breska Verkamannaflokkurinn, að þótt flest bendi til, að hann muni vinna næstu kosningar, þá sé hann ekki tilbúinn til að axla þá ábyrgð, sem stjórnarmyndun fylgir. Var skjalinu lekið til fjölmiðla og þykir koma á versta tíma fyrir Tony Blair, leiðtoga Verkamannaflokksins. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 84 orð

Bíll í berjarunna

FÓLKSBÍLL hafnaði í húsagarði eftir árestur tveggja bifreiða á horni Breiðumerkur og Þelamerkur í Hveragerði sl. laugardag. Talið er að ökumaður bílsins sem kom niður Þelamörk hafi misreiknað fjarlægðir og ekið í veg fyrir bíl sem kom eftir Breiðumörkinni. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 1827 orð

BÓT Í MÁLI Deila hefur risið um það hvort þa

FORSVARSMENN tryggingafélaganna hafa haldið því fram að bótagreiðslur vegna líkamsmeiðsla væru í sumum tilvikum hærri hér á landi en erlendis. Væri það ein skýringin á háum tjónakostnaði og iðgjöldum. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður hefur andmælt þessu, tjónþolar hér á landi séu ekki betur settir en tjónþolar í nágrannalöndum. Meira
13. september 1995 | Erlendar fréttir | 317 orð

Brittan vill hraða stækkun ESB

SIR LEON Brittan, sem fer með utanríkisviðskiptamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, vill að sambandið marki skýrari stefnu varðandi fjölgun aðildarríkja. Meðal annars vill Brittan, sem er varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, að ákveðið verði að hefja aðildarviðræður við Austur-Evrópuríki fljótlega eftir að ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins lýkur, og að þeim ríkjum, Meira
13. september 1995 | Erlendar fréttir | 55 orð

Brúðubrenna í Seoul

FJÖLSKYLDUR þeirra, sem misstu einhvern ástvin sinn þegar stórverslun í Seoul í Suður- Kóreu hrundi til grunna, hafa krafist þess, að þeir, sem báru ábyrgð á slysinu, verði dæmdir til dauða. Hafa þær einnig sýnt hug sinn til þeirra með öðrum hætti, til dæmis með því að brenna brúður í líki verslunareigendannna. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 97 orð

BSRB átelur ákvörðun kjaradóms

STJÓRN BSRB átelur harðlega ákvörðun kjaradóms um launahækkanir upp á 10­20% til æðstu stjórnenda ríkisins á sama tíma og boðaður er enn frekari niðurskurður á velferðarkerfinu og auknar gjaldtökur, segir í fréttatilkynningu. Meira
13. september 1995 | Miðopna | 3138 orð

Ef ég er of róttæk er það minn réttur

TASLIMA Nasrin er ekki há í loftinu og það er erfitt að trúa því að henni hafi með lágværri röddu sinni tekist að fá milljónir manna til að hrópa sig niður. Skrif Nasrin, sem aðeins er 33 ára, vöktu slíka heift meðal múslima í Bangladesh að landið logaði í skæruverkföllum. Þess var krafist að hún yrði tekin af lífi. Meira
13. september 1995 | Landsbyggðin | 125 orð

Efling starfar í Stykkishólmi

Stykkishólmi-Nefnd hefur undanfarið starfað í Stykkishólmi á vegum bæjarins undir vinnuheitinu Markaðsráð Stykkishólms. Stóð nefndin m.a. fyrir Dönsku dögunum í Stykkishólmi nú á dögunum. Nafni samtakanna hefur verið breytt og eru þau nú kölluð Efling Stykkishólms. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 242 orð

Ekki aðgangseyrir á Hótel Íslandi

ÁKVEÐIÐ hefur verið að afnema aðgangseyri á almenna dansleiki á Hótel Íslandi. Að sögn Ólafs Laufdal veitingamanns er með þessu verið að bregðast við aukinni samkeppni frá krám og kaffihúsum sem æ fleiri sæki um helgar. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 353 orð

Ekki vitneskja um 40 þús. kr. starfskostnað

KJARADÓMUR hafði ekki upplýsingar um þá ákvörðun forsætisnefndar Alþingis að greiða alþingismönnum, þar á meðal ráðherrum, 40 þúsund krónur á mánuði vegna starfskostnaðar þegar úrskurður Kjaradóms var kveðinn upp síðastliðinn föstudag. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 330 orð

Erfitt á sama tíma og fargjöld SVR hækka

"VIÐ getum sagt að það sé pólitískt erfitt að þetta skuli gerast á sama tíma og verið er að hækka fargjöld SVR," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri þegar hún var spurð um ferð skipulagsnefndar til Bretlands. Benti hún jafnframt á að hefð væri fyrir að nefndin færi í eina kynnisferð á hverju kjörtímabili til að kynna sér það sem efst er á baugi í skipulagsmálum. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 108 orð

Erindi um feðrafræðslu

FYRSTI morgunverðarfundur Kvenréttindafélags Íslands á þessum vetri verður haldinn í Skrúð, Hótel Sögu, fimmtudagsmorguninn 14. september nk., kl. 8.15­9.45. Á fundinum mun Svíinn Göran Wimmerström fjalla um feðrafræðslu og þátttöku feðra í uppeldi á fyrstu æviárum barna sinna. Hann mun m.a. Meira
13. september 1995 | Erlendar fréttir | 168 orð

Eystrasaltsríkin gleymist ekki

MIKILVÆGT er að tryggt verði að Eystrasaltsríkin þrjú verði ekki skilin eftir á "gráu svæði" með tilliti til öryggimála verði Atlantshafsbandalagið (NATO) stækkað til austurs. Þessi varð niðurstaðan af fundi utanríkisráðherra Þýskalands og Lettlands sem fram fór í Bonn á mánudag. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 149 orð

Forseti VES í opinberri heimsókn

FORSETI Vestur-Evrópusambandsins, Sir Dudley Smith, verður hér á landi í opinberri heimsókn í boði forseta Alþingis dagana 13.-17. september. Sir Dudley mun meðal annars eiga fundi með Ólagi G. Einarssyni, forseta Alþingis, utanríkismálanefnd Alþingis, Íslandsdeild VES-þingsins, Friðriki Sophussyni, starfandi forsætisráðherra, og Halldóri Ásgrímssyni, utanríkisráðherra. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 74 orð

Friðrik sigraði

FRIÐRIK Ólafsson vann sína fyrstu skák á Friðriksmótinu í gærkvöldi þegar hann lagði Gligoric. Friðrik sýndi gamalkunna takta og tefldi listavel að dómi áhorfenda og klykkti út með glæsilegri fléttu sem felldi drottningu Gligorich. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 111 orð

Fyrirlestur um skóla-algebru

DR. CHRISTER Bergsten, kennari við stærðfræðideild Háskólans í Linköping í Svíþjóð, flytur fyrirlestur fimmtudaginn 14. september kl. 16.15 á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands. Fyrirlesturinn nefnist: Að kenna skóla- algebru. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 332 orð

Gagnrýni úr eigin herbúðum kom ekki á óvart

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri segir það ekki koma sér á óvart að gagnrýni heyrist úr eigin herbúðum á fargjaldahækkun Strætisvagna Reykjavíkur, en Helgi Hjörvar, varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, hefur harðlega gagnrýnt þá ákvörðun. Borgarstjóri segir að ekki hafi önnur leið verið fær ef bæta átti þjónustuna. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 111 orð

Gamall bíll í gömlum kláfi

ÁÐUR en nýja Sprengisandsleiðin komst í gagnið var notaður kláfur til að fara yfir Tungná á Haldi. En eftir að Vegagerðin hætti öllu viðhaldi á kláfnum dró mjög úr ferðum manna yfir ána á þessum stað. Í dag er kláfurinn ekkert notaður nema gangnamenn nota hann til að ferja fé af Búðahálsi yfir ána. Benedikt Guðmundsson, sem á Willis árg. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 68 orð

Gaman í skólanum

SKÓLASTARF er nú komið í fullan gang. Mikið námsefni bíður nemenda, en þeir þurfa m.a. að vinna upp námstíma sem tapaðist í verkfalli kennara í fyrravetur. Þessir glaðlegu nemendur, sem ljósmyndari Morgunblaðsins hitti á lóðinni við Melaskóla, gáfu sér þó tíma til að bregða á leik á skólalóðinni. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 191 orð

Gengið með kassa á Keili

FRÉTTARITARI brá sér í ferð á fjallið Keili nýlega með Helga Guðmundssyni í þeim tilgangi að fara með kassa á toppinn á fjallinu. Í um það bil tuttugu ár hafa göngumenn á Keili getað skráð komur sínar í gestabók sem er staðsett á fjallinu og það þarf að sjá til þess að allt sé í lagi. Meira
13. september 1995 | Landsbyggðin | 177 orð

Glerlistaverk gefið í kapellu Sjúkrahúss Vestmannaeyja

Vestmannaeyjum-Kvenfélag Landakirkju í Vestmannaeyjum gaf fyrir skömmu Sjúkrahúsi Vestmannaeyja glerlistaverk í kapellu sjúkrahússins. Glerlistaverkið sem er eftir glerlistakonuna Sigríði Ásgeirsdóttur er í gluggum á vesturhlið kapellunnar og sagði séra Bjarni Karlsson, sóknarprestur í Eyjum, Meira
13. september 1995 | Erlendar fréttir | 61 orð

Gonzalez í friðarför

FELIPE Gonzalez, forsætisráðherra Spánar og forseti ráðherraráðs Evrópusambandsins, er nú á fjögurra daga ferðalagi um Miðausturlönd. Tilgangur fararinnar er að sýna stuðning Evrópusambandsins við friðarumleitanir á svæðinu. Gonzalez heimsækir Ísrael, Jórdaníu, Sýrland, Líbanon og sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna. Í Gaza lofaði hann heimastjórninni meðal annars lánum frá Evrópubankanum. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 50 orð

Góð uppskera

KARTÖFLUBÆNDUR eru nú sem óðast að taka upp úr görðum sínum. Virðist vera nokkuð misjafnt eftir landshlutum hver eftirtekjan er. Skarphéðinn Larsen á Lindarbakka í Hornafirði segir að uppskeran sé mjög góð eða svipuð og í fyrra og býst við 2-300 tonnum úr görðunum í ár. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 301 orð

Heimsráð IFOAM fundar á Íslandi

FULLTRÚAR heimsráðs IFOAM ásamt forseta þess og framkvæmdastjóra munu dveljast hér á landi og halda ársfund sinn dagana 17.­24. september. IFOAM eru alþjóðasamtök lífrænna landbúnaðarhreyfinga og eiga aðild að þeim 500 samtök og stofnanir í 95 löndum í öllum heimsálfum. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 53 orð

Hitabylgja í byrjun hausts

VEÐRIÐ hefur leikið við Akureyringa síðustu daga og virðist ætla að gera það eitthvað áfram samkvæmt veðurspám. Á hitamæli við Ráðhústorg fór hitinn upp í 21 gráðu í gær, enda notuðu margir tækifærið og nutu veðurblíðunnar, aldrei heldur að vita hvenær endi verður bundin á sæluna. Meira
13. september 1995 | Erlendar fréttir | 170 orð

Hrós úr óvæntri átt

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins í Brussel hefur fengið hrós úr óvæntri átt - frá Roger Freeman, aðstoðarráðherra umbóta á sviði reglugerða í Bretlandi. Ráðherrar í ríkisstjórn íhaldsmanna hafa löngum hellt skömmum yfir framkvæmdastjórnina fyrir að senda frá sér alltof margar, flóknar og ónauðsynlegar reglugerðir. Meira
13. september 1995 | Erlendar fréttir | 52 orð

Hungurdauði

MIKIL hungursneyð er í Afríkuríkinu Sierra Leone og á óöldin í landinu mestan þátt í henni. Hafa hollenskir læknar í samtökunum Læknar án landamæra komið upp hjálparstöð í bænum Kenama þar sem þeir reyna að aðstoða fólk en þrátt fyrir það deyja þar um 20 börn á hverjum degi vegna vannæringar. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 106 orð

Hætta vegna hruns

RÚSTIR gamla vitans á Reykjanesi, sem byggður var 1878, standa fremst á bjargbrúninni. Sífellt hrynur meira og meira úr berginu. Ekki er vitað um stórt hrun nýverið en steinn og steinn fellur úr því annað slagið. Sést það vel ef gengið er um fjöruna þarna fyrir neðan og á myndinni, sem tekin var 10. september, má sjá sár þar sem grjót hefur hrunið úr berginu. Meira
13. september 1995 | Erlendar fréttir | 239 orð

Imelda Marcos á þing

HÆSTIRÉTTUR Filippseyja úrskurðaði í gær að Imelda Marcos, ekkja Ferdinands Marcos einræðisherra, gæti tekið sæti á þingi landsins þrátt fyrir formgalla á framboði hennar. Imelda Marcos hafði farið með sigur af hólmi með 70% atkvæða gegn lítt þekktum lögfræðingi í heimahéraði hennar, Leyte, í þingkosningunum í maí. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 147 orð

Jóna Eðvalds með fyrstu síldina

Hornafirði-Jóna Eðvalds kom til Hornafjarðar í gærmorgun með fyrstu síldina sem landað er á þessu hausti. Ekki var um mikið magn að ræða eða tæplega 30 tonn en síldin var vel yfir meðallagi. Búkfita reyndist 12-15% misjafnt eftir stærð. Jóna hefur verið nokkra daga við síldarleit úti fyrir Suðausturlandi. Meira
13. september 1995 | Akureyri og nágrenni | 181 orð

Kanadaferð ber hæst

VETRARSTARF Kórs Akureyrarkirkju er að hefjast, en það verður að vanda fjölbreytt. Hæst ber söngferð til Kanada í júní á næsta ári. Viðgerð á orgeli Akureyrarkirkju er nú að ljúka en áfanganum verður fagnað með veglegum vígslutónleikum sunnudaginn 26. nóvember næstkomandi, en sama daga syngur kórinn í hátíðarguðsþjónustu í kirkjunni. Meira
13. september 1995 | Akureyri og nágrenni | 134 orð

KA tilStavanger

BIKARMEISTARAR KA er á leið til Stavanger í Noregi þar sem þeir leika sinn fyrsta Evrópuleik í handknattleik við Viking, en leikurinn fer fram 7. október næstkomandi. KA-menn hafa leigt þotu af Atlanta og gefa þannig stuðningsmönnum liðsins færi á að fara með liðinu til Noregs. Hvert sæti þotunnar er þegar fullskipað og fólk farið að skrifa sig á biðlista. Meira
13. september 1995 | Erlendar fréttir | 247 orð

Krossabannið virt að vettugi í Bæjaralandi

RÚM milljón nemenda hóf skólanám í Bæjaralandi að nýju í gær eftir sumarleyfi og skólarnir virtu að vettugi bann stjórnlagadómstóls Þýskalands við líkneskjum af Kristi á krossinum í stofunum nema allir nemendur, kennarar og foreldrar skólans samþykktu þau. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 60 orð

Kynningarfundur um Tómasarmessur

Í nokkur ár hafa sveonefndar Tómasarmessur verið haldnar í Finnlandi. Messurnar eru fjölsóttar og hafa vakið athygli innan kirkna í Norður-Evrópu. Myndband verður sýnt og ennfremur munu aðilar sem tekið hafa þátt í slíkum messum segja frá reynslu sinni. Kynningin fer fram í Biskupsstofu, 4. hæð í dag, í dag, miðsvikudag frá kl. 16 til 17:30. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 180 orð

Landvernd mótmælir kjarnorkutilraunum Frakka

FORMAÐUR og framkvæmdastjóri Landverndar gengu sl. föstudag á fund sendifulltrúa í franska sendiráðinu og afhentu honum formleg mótmæli stjórnar Landverndar við kjarnorkutilraunum Frakka í Kyrrahafi. Meira
13. september 1995 | Landsbyggðin | 142 orð

Ljósmyndastofa flytur í nýtt húsnæði

Akranesi-Carsten Kristinsson ljósmyndari hefur flutt ljósmyndastofu sína í nýtt húsnæði að Stekkjarholti 10, Akranesi, þar sem Bókaskemman var áður til húsa. Í hinu nýja húsnæði er aðstaða öll hin glæsilegasta og vel búið að öllum þáttum í starfi ljósmyndarans. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 598 orð

"Læknisfræðilegi kvarðinn handónýtur"

ÞEGAR Sigmar Ármannsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra tryggingarfélaga, er beðinn að rökstyðja þá fullyrðingu sína að bótagreiðslur vegna líkamsmeiðsla séu í sumum tilvikum hærri hér á landi en erlendis, segir hann að einkum og sér í lagi eigi þetta við um tiltölulega litla áverka. Mismunandi matsreglur Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 755 orð

Margir spyrja um skóla erlendis og atvinnumál

ANNA Helgadóttir sér um upplýsingamiðstöð unga fólksins í Hinu húsinu. Þetta er nýlunda sem tekin var upp þegar starfsemin flutti úr Bolholti í gamla Geysishúsið í ágúst síðastliðnum. "Hér er rekin menningar- og upplýsingamiðstöð sem sérhæfir sig í áhugamálum ungs fólks á aldrinum 16 til 25 ára," sagði hún. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 420 orð

Meirihlutinn samþykkti hækkunina

TILLAGA stjórnar Strætisvagna Reykjavíkur um hækkun á gjaldskrá var samþykkt með þremur atkvæðum meirihlutans gegn tveimur atkvæðum minnihlutans í borgarráði í gær. Tillagan verður því tekin fyrir í borgarstjórn. Í bókun sjálfstæðismanna er bent á að tillagan feli í sér 90 milljóna hækkun fargjaldatekna eða 20% hækkun. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 228 orð

Minningarathöfn haldin í Genf

ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda minningarathöfn um Vivan Hrefnu Óttarsdóttur í Genf. Ekki er enn ljóst hvenær athöfnin verður, en líklegt að það verði ekki fyrr en í næstu viku. Morðingi hennar hefur verið úrskurðaður í fangelsi í þrjá mánuði, en rannsóknardómari lýkur meðferð málsins eftir nokkra daga og skilar því til dómstóla. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 115 orð

Námskeið til að hætta að reykja

UM langt árabil hafa námskeið í reykbindindi verið fastur liður í starfsemi Krabbameinsfélags Reykjavíkur og nú er fyrsta námskeiðið í haust og vetur senn að hefjast. Verður það undir leiðsögn Valdimars Helgasonar kennara sem stjórnað hefur mörgum námskeiðum félagsins að undanförnu. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 89 orð

Námstefna fyrir leiðbeinendur í skyndihjálp

ENDURLÍFGUN eftir drukknun, höfuð-, háls- og hryggáverkar, meðvitundarleysi og yfirlið er meðal þess sem fjallað verður um á námstefnu fyrir leiðbeinendur í skyndihjálp sem Rauði kross Íslands og Landsbjörg gangast fyrir. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 448 orð

Ofurtollvernd ógnar vinnufriði

FRAMKVÆMDASTJÓRN VSÍ heldur því fram að gríðarlegar hækkanir á landbúnaðarafurðum síðustu mánuði ógni nú verðlagsforsendum kjarasamninga og krefst lækkunar á tollvernd innlendrar framleiðslu og að landbúnaður verði felldur undir ákvæði samkeppnislaga. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 175 orð

Óbreyttur stuðningur kemur ekki til greina

FRIÐRIK Sophusson, fjármálaráðherra, segir að óbreyttur stuðningur við sauðfjárbændur komi ekki til greina, enda standi yfir viðræður við bændasamtökin um breytingar á búvörusamningnum. Í samþykkt framkvæmdastjórnar Vinnuveitendasambands Íslands frá í gær er varað við hugmyndum um að skuldbinda skattgreiðendur til að styrkja framleiðslu kindakjöts með 15 milljörðum króna til aldamóta. Meira
13. september 1995 | Erlendar fréttir | 97 orð

Ósongatið aldrei verið stærra

GATIÐ á ósonlaginu yfir suðurskauti jarðar er nú á stærð við Evrópu og hættan á skaðlegri, útfjólublárri geislun hefur því aukist verulega. Kom þetta fram hjá veðurfræðistofnun Sameinuðu þjóðanna, WMO, í gær. Meira
13. september 1995 | Erlendar fréttir | 85 orð

Óttast ekki geislamengun í Kyrrahafi

WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, lýsti í gær andstöðu sinni við kjarnorkuvopnatilraunir Frakka en sagði jafnframt, að ekkert benti til, að hætta væri á geislamengun af þeirra völdum. Dr. Wilfried Kreisel, forstöðumaður heilsu- og umhverfisdeildar WHO, sagði á blaðamannafundi, að þótt ekkert benti til, að geislavirk efni kæmust út í sjó vegna sprenginganna, Meira
13. september 1995 | Landsbyggðin | 87 orð

Ráðherra í réttum

Laxamýri- Réttað var í Hraunsrétt í Aðaldal um helgina í blíðskaparveðri og var þar margt fólk saman komið víða úr héraðinu. Hraunsréttardagurinn hefur jafnan verið mikill hátíðisdagur í lágsveitum S-Þingeyjarsýslu og fyrr á árum sáust vart stærri sauðfjárhópar en einmitt þann dag sem réttin var. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 236 orð

Ráðherrar hafa ekki framvísað reikningum á Alþingi

SAMKVÆMT upplýsingum Morgunblaðsins eru engin dæmi þess að ráðherrar hafi framvísað reikningum á skrifstofu Alþingis og óskað eftir endurgreiðslu vegna útlagðs kostnaðar. Eftir ákvörðun forsætisnefndar Alþingis í síðustu viku eiga ráðherrar eins og aðrir þingmenn rétt á 40 þúsund kr. greiðslu á mánuði frá Alþingi vegna starfskostnaðar. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 104 orð

Reyndi að selja eigendunum þýfið

RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkisins hefur upplýst þjófnað á tölvum og prenturum frá fyrirtæki í Hafnarfirði. Þjófurinn var handtekinn eftir að hann hafði reynt að bjóða fyrirtækinu tölvubúnaðinn til kaups. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 722 orð

Reynt að ná sátt um forgangsröðun

INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti á málstofu BSRB um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu að hún hefði ákveðið að fara að tillögu læknaráða Landspítala og Borgarspítala um að skipa nefnd sem gera á tillögur um forgangsröðun í heilbrigðismálum með það að markmiði að ná þjóðarsátt í málaflokknum. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 315 orð

Rétt að ræða reglur í ljósi umræðu

FRIÐRIK Sophusson, fjármálaráðherra og starfandi forsætisráðherra segist telja eðlilegt að forsætisnefnd Alþingis og formenn þingflokka fari yfir þær reglur sem forsætisnefndin setti í síðustu viku um þingfararkostnað. "Ég tel eðlilegt að þingforsetar og formenn þingflokka ræði þessi mál öll í ljósi umræðunnar að undanförnu," sagði Friðrik í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 897 orð

Rýmri reglur en fyrir almenning

BÍLAHLUNNINDI þau sem ráðherrar njóta geta verið tvenns konar samkvæmt reglugerð sem fjármálaráðherra setti í desember 1991. Annars vegar getur ráðherra fengið bifreið í eigu og rekstri ríkisins til embættisafnota og eru þá einnig heimil takmörkuð einkanot sem teljast til skattskyldra tekna. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 183 orð

Samstarf Eystrasaltsríkja fái fastara form

ÞINGMANNARÁÐSTEFNA Eystrasaltsríkjanna var sett á Borgundarhólmi í gær, þriðjudag, en slík ráðstefna, sem skipulögð er nú af Norðurlandaráði, er haldin árlega. Fyrir utan þingmenn frá Norðurlöndunum sitja ráðstefnuna þingmenn frá Eysstrasaltslöndunum, Þýskalandi og þeim þýsku sambandsríkjum sem liggja að Eystrasalti, Póllandi, Rússlandi og Karelíu, Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 126 orð

Slæm skilyrði til grænmetisræktunar

Ástæðuna fyrir óvenju háu verði á grænmeti í septembermánuði má rekja til þess að það voraði seint og uppskerutölur eru mun lægri en í meðalári að sögn Matthíasar Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Ágætis hf. Hann nefnir sem dæmi að kartöfluuppskeran hafi verið mun minni en í fyrra og segir það gegnum gangandi með uppskeru á grænmeti yfirleitt. Meira
13. september 1995 | Smáfréttir | 26 orð

SOFIA Polgar teflir fjötefli á vegum Skákskóla Íslands

SOFIA Polgar teflir fjötefli á vegum Skákskóla Íslands í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12 miðvikudaginn 13. september nk. kl. 17. Öllum er heimil þátttaka. Engin þátttökugjöld. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 121 orð

Spánverjar á Reykjaneshrygg

TVEIR spænskir togarar voru á úthafskarfaveiðum á Reykjaneshrygg skammt fyrir utan íslensku landhelgina þegar Landhelgisgæslan flaug þar yfir í byrjun vikunnar. Spænskir togarar hafa ekki áður verið að veiðum á þessu svæði svo vitað sé, Meira
13. september 1995 | Erlendar fréttir | 261 orð

Útilokar ekki að bjóða sig fram sem demókrati

COLIN Powell, fyrrverandi forseti bandaríska herráðsins, kveðst ekki útiloka að hann bjóði sig fram í forsetakosningum sem demókrati, þótt hann segi framboð á vegum Repúblikanaflokksins auðveldari leið í Hvíta húsið. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 204 orð

Vaktþjónusta barnalækna ekki niðurgreidd

KARL Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar, segir að stofnunin hafi ekki samþykkt að greiða vaktþjónustu barnalækna niður gegnum sjúkratryggingar enda ekki verið eftir því leitað. Í Morgunblaðinu í gær var haft eftir Ólafi Gísla Jónssyni, sem er í hópi barnalækna sem ætla að starfrækja læknaþjónustu fyrir börn í Domus Medica á kvöldin, Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 108 orð

Varað við samkeppni milli lífeyrissjóða

ALÞÝÐUSAMBAND Suðurlands hélt 13 þing sitt um seinustu helgi. Í ályktun um lífeyrismál sem samþykkt var á þinginu er mótmælt "harðlega þeim áformum ríkisstjórnarinnar að ráðskast með innri málefni þeirra lífeyrissjóða sem starfa á vinnumarkaði," eins og segir í ályktuninni. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 30 orð

Vinir Dóra á Kringlukránni

Vinir Dóra á Kringlukránni VINIR Dóra verða með tónleika á Kringlukránni í kvöld, miðvikudaginn 13. september og hefjast þeir kl. 22. Tónleikarnir eru endapunkturinn á ferð þeirra félaga um landið. Meira
13. september 1995 | Innlendar fréttir | 331 orð

Vonandi opnast augu

"ÞAÐ ER mjög mikilvægt að karlar reki áróður gegn því að ofbeldi sé einhver hluti af karlímyndinni. Karlar hafa of lengi látið konum slíkan áróður eftir. Við verðum að skilgreina okkur sjálfir," sagði Einar Gylfi Jónsson, sálfræðingur. Í dag hefst átak karlanefndar Jafnréttisráðs, undir kjörorðinu Karlar gegn ofbeldi. Meira
13. september 1995 | Erlendar fréttir | 152 orð

Þjóðaratkvæði um framtíð Quebec

JACQUES Parizeau, forsætisráðherra Quebec, hefur tilkynnt að efnt verði til þjóðaratkvæðis um framtíð fylkisins 30. október. Qubec-búar eiga að greiða atkvæði um hvort fylkið eigi að verða fullvalda ríki eftir að hafa boðið Kanada efnahagslegt og pólitískt bandalag. Í síðasta þjóðaratkvæði um framtíð Quebec, árið 1980, höfnuðu 60% kjósenda fullveldi og bandalagi við Kanada. Meira

Ritstjórnargreinar

13. september 1995 | Leiðarar | 683 orð

LEIDARI LÍFTAUG VESTFJARÐA ITT STÆRSTA samgöngumannvirki þj

LEIDARI LÍFTAUG VESTFJARÐA ITT STÆRSTA samgöngumannvirki þjóðarinnar, Vestfjarðagöngin, kosta samfélagið um fjóra milljarða króna. Þeim er ætlað að styrkja byggð á Vestfjörðum, sem lengi hefur átt undir högg að sækja; færa einangraðar byggðir þessa svæðis saman í virkt atvinnusvæði. Í rökstuðningi fyrir þessari dýru framkvæmd var m.a. Meira
13. september 1995 | Staksteinar | 332 orð

»Stærð fyrirtækja skiptir máli FYRIRTÆKI þurfa að vera af ákveðinni lá

FYRIRTÆKI þurfa að vera af ákveðinni lágmarksstærð til að ná árangri á erlendum mörkuðum. Þetta segir m.a. í Iðnlánasjóðstíðindum. Ör tækniþróun FORUSTUGREIN Iðnlánasjóðstíðinda, sem kom nýlega út, nefnist "Breytt umhverfi". Þar segir m.a.: "Miklar breytingar hafa orðið á starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja í kjölfar örrar tækniþróunar og aukins frelsis í viðskiptum. Meira

Menning

13. september 1995 | Menningarlíf | 1118 orð

Allir tónleikarnir jafn mikilvægir

Starfsár Sinfóníuhljómsveitar Íslands gengur í garð á morgun. Orri Páll Ormarssonkynnti sér efnisskrá vetrarins og ræddi við Helgu Hauksdóttur tónleikastjóra hljómsveitarinnar. Meira
13. september 1995 | Myndlist | 649 orð

Atlantians

Vivien Burnside, Dougal Mackenzie, Toni O'Gribin, Una Walker, Sean Tayolor, Aisling O'Beirn. Opið frá kl. 12-18 alla daga. Lokað mánudaga til 17. september. Aðgangur 200 krónur. LISTHÚS BIRGIS ANDRÉSSONAR Vesturgötu 17. Opið á fimmtudögum frá kl. 14-18. Aðgangur ókeypis. Meira
13. september 1995 | Myndlist | 554 orð

Blek og vatnslitir

Lu Hong. Opið frá kl. 10-18 virka daga og kl. 14-18 laugardaga og sunnudaga. Til 17. september. Aðgangur ókeypis. KÍNVERJAR eiga sínar hefðir og erfðavenjur í myndlist eins og öðru, sem þeir halda fast utanum ekki síður en Japanir, og þessu verðum við að gera okkur grein fyrir við skoðun myndverka þeirra. Meira
13. september 1995 | Fólk í fréttum | 44 orð

Blur-aðdáendur kátir

NÝJASTI geisladiskur hljómsveitarinnar Blur, "The Great Escape", kom til landsins í gær. Blur er ein vinsælasta hljómsveit Bretlands og virðist ekki síður vinsæl hér á landi. Að minnsta kosti myndaðist töluverð biðröð eftir disknum í verslun Skífunnar í Kringlunni strax í gærmorgun. Meira
13. september 1995 | Menningarlíf | 213 orð

Bók sem kostaði fordæmingu og útlegð

ÚT er komin heimildarskáldsagan Skömmin eftir Taslimu Nasrin, en hún er einn gesta Bókmenntahátíðar í Reykjavík 1995. Skömmin hefst 7. desember árið 1992, daginn eftir að hópur hindúa lagði fimm hundruð ára gamla mosku múslíma í Ayodhya á Indlandi í rúst. Meira
13. september 1995 | Fólk í fréttum | 132 orð

Bræðraminni í Kiwanishúsi

KIWANIS-hreyfingin hefur komið sér upp myndarlegum húsakynnum við Engjateig 11, með veislusölum sem taka allt að 300 manns í sæti. Þar halda Kiwanismenn sínar samkomur auk þess sem aðstaðan er leigð út til veisluhalda fyrir einkaaðila og félagasamtök. Meira
13. september 1995 | Fólk í fréttum | 66 orð

Dregið í dilka

TVÆR "kynslóðir" landbúnaðarráðherra og einn félagsmálaráðherra mættu til leiks þegar réttað var í Auðkúlurétt á laugardaginn. Núverandi landbúnaðarráðherra, Guðmundur Bjarnason, kannaði fjárstofn Pálma Jónssonar frá Akri, fyrrum landbúnaðarráðherra og Páls Péturssonar félagsmálaráðherra frá Höllustöðum. Meira
13. september 1995 | Menningarlíf | 357 orð

Frederick Marvin í Norræna húsinu

BANDARÍSKI píanóleikarinn Frederick Marvin heldur píanótónleika í Norræna húsinu annað kvöld, 14. september, kl. 20.30. Á efnisskrá tónleikanna er Sónata í D-dúr MV. 9 og Fandango eftir Antonio Soler, Sónata op. 31 nr. 3 í Es-dúr eftir Beethoven, Klavierstuck nr. 1 eftir Schubert, Ballade nr. 3 eftir Chopin, Images I eftir Debussy og Ungversk rapsodía nr. 13 eftir Liszt. Meira
13. september 1995 | Fólk í fréttum | 163 orð

Holly fer í brúðkaup

LEIKKONAN fagurskapaða Lauren Holly hyggst eyða sumarfríinu sínu á næsta ári í að leika í myndinni "The Best Woman", eða Svarakonan. Lauren leikur í sjónvarpsþáttunum "Picket Fences", en í Svarakonunni er hún í hlutverki konu sem beðin er af besta vini sínum um að vera svarakona hans þegar hann giftir sig. Meira
13. september 1995 | Fólk í fréttum | 109 orð

Hutchence dæmdur fyrir líkamsárás

MICHAEL Hutchence, söngvari áströlsku hljómsveitarinnar INXS, var sektaður um 40.000 krónur í gær fyrir að ráðast á ljósmyndara fyrir utan hótel í Bretlandi. Hann var einnig dæmdur til að borga málskostnað að upphæð 200.000 krónur. Hutchence játaði sekt sína fyrir rétti í London í gær. Meira
13. september 1995 | Menningarlíf | 324 orð

Íslensk pappírsinnsetning í dönsku galleríi

Sýningarsalurinn er klæddur grófgerðum pappír. Á auðum flötum hanga ámálaðir pappírsstrimlar. Og sýningin opnaði með uppákomu, þar sem hópur fólks af ólíkum þjóðernum stikaði um salinn, hver með sinn pappírsstrimil, þar sem á var letraður texti á móðurmáli viðkomandi, sem þau lásu upphátt, hver með sínu nefi. Að loknum lestrinum negldu þau strimlana upp. Meira
13. september 1995 | Fólk í fréttum | 116 orð

Kópavogssund 1995

HIÐ árlega Kópavogssund var haldið fyrir skömmu. Alls voru þátttakendur 650, samanborið við 444 í fyrra. Þeir syntu samanlagt 1.378,2 kílómetra og að meðaltali 2.124 metra á mann. Þátttakendur voru á öllum aldri. Þeir elstu voru María B. Björnsdóttir fædd 1916, sem synti 1.500 metra, Ólafur H. Kristjánsson fæddur 1913, sem synti 2. Meira
13. september 1995 | Fólk í fréttum | 56 orð

Laddi og Millarnir saman

NUNO og Milljónamæringarnir léku í fyrsta skipti í Reykjavík þegar þeir skemmtu á Ömmunni síðastliðin föstudags- og laugardagskvöld. Áður en þeir fóru á svið var Laddi með uppistand, en hann hyggst vera reglulega á Ömmunni í vetur. Ekki var annað að heyra á gestum en þessi samsetning hafi mælst vel fyrir. Meira
13. september 1995 | Fólk í fréttum | 75 orð

Lína Langsokkur skemmtir unga fólkinu

LEIKRITIÐ um Línu Langsokk var frumsýnt í Borgarleikhúsinu síðastliðinn sunnudag. Lína var fjörug að venju og krakkarnir horfðu andaktugir á hana. Eflaust hafa herra Níels og hesturinn hennar Línu skemmt sér jafnvel og þau. Morgunblaðið/Jón Svavarsson REBEKKA Gísladóttir, Eyjólfur Gíslason og EmmaHanna Einarsdóttir fengu sérhressingu. Meira
13. september 1995 | Menningarlíf | 684 orð

Ljóðagaldur

PALLBORÐSUMRÆÐUR eru stór þáttur bókmenntahátíðarinnar og nauðsynlegur. Þar gefst höfundum tækifæri til að kynnast störfum hver annars, ræða mismunandi viðhorf og ólíkar nálganir að ýmsum viðfangsefnum. Tímasetning umræðnanna gerði hins vegar fáum öðrum en þátttakendum hátíðarinnar og ef til vill skólafólki kleift að sækja þær. Meira
13. september 1995 | Menningarlíf | 75 orð

Margrét í Úmbru MARGRÉT Reykdal opnar sýningu á málverkum í Gallerí Úmbru á morgun, fimmtudag. Margrét er fædd í Reykjavík

MARGRÉT Reykdal opnar sýningu á málverkum í Gallerí Úmbru á morgun, fimmtudag. Margrét er fædd í Reykjavík 1948. Hún er menntuð við listaháskólann í Osló, þar sem hún býr og starfar. Þetta er áttunda einkasýning hennar, en hún hefur einnig tekið þátt í ýmsum samsýningum hér á landi og í Noregi. Verkin á þessari sýningu eru unnin í akrýl á pappír, flest á þessu ári. Meira
13. september 1995 | Fólk í fréttum | 41 orð

Nicholson í góðu skapi

GAMLI úlfurinn Jack Nicholson ekur bíl sínum sjálfur og þarf ekki bílstjóra. Hér yfirgefur hann kampakátur Monkey-krána í Los Angeles. Í nóvember leikur hann í mynd Sean Penns "The Crossing Guard" ásamt gamalli vinkonu sinni, Anjelicu Huston. Meira
13. september 1995 | Fólk í fréttum | 166 orð

Ný Bítlaplata í nóvember

FYRSTI HLUTI úrvalsútgáfu á tónlist Bítlanna kemur út 20. nóvember næstkomandi, að sögn talsmanns EMI-hljómplötufyrirtækisins. Þessi fyrsti hluti kemur út á tvöföldum geisladiski, en á honum eru lög frá tímabilinu 1958-1964. Á sama tíma verður þriggja þátta röð, sex klukkustunda löng, sýnd í bresku og bandarísku sjónvarpi. Meira
13. september 1995 | Fólk í fréttum | 86 orð

Páfinn með plötu

LOKSINS kom að því sem margir enskumælandi kaþólikkar höfðu beðið eftir. Jóhannes Páll páfi II hyggst gefa út plötu á ensku. Þó ekki poppplötu, heldur fer páfinn með bænaþulur á skífunni. Embættismenn í Vatikaninu segjast búast við að platan seljist í allt að 250.000 eintökum í Bandaríkjunum einum. Þar mun skífan kosta 1.300 krónur. Meira
13. september 1995 | Fólk í fréttum | 71 orð

Rokkhjónin geta ekki þagnað

JOHN McEnroe lætur ekki deigan síga á tónlistarsviðinu. Hann hefur löngum verið þekktur fyrir að vera forn í skapi og hefur það sérstaklega komið fram á tennisvellinum. Þegar á sviðið kemur er hann hins vegar undantekningalítið ljúfur sem lamb. Meira
13. september 1995 | Menningarlíf | 600 orð

Roney á Sögu

Tríó Tómasar R. Einarssonar og Ólafía Hrönn. Ólafía Hrönn Jónsdóttir söngur, Þórir Baldursson píanó, Tómas R. Einarsson bassi og Einar Valur Scheving trommur. Kvintett Wallace Roneys. Wallace Roney trompet, Antoine Roney saxófónar, Carlos McKinney píanó, Clarence Seay bassi, Eric Allen trommur. Hótel Saga, föstudagur, 8. september. Meira
13. september 1995 | Menningarlíf | 78 orð

Septembertónleik ar Selfosskirkju SEPTEMBERTÓNLEIKAR Selfosskirkju standa nú yfir og er það fimmta árið sem þeir eru haldnir.

SEPTEMBERTÓNLEIKAR Selfosskirkju standa nú yfir og er það fimmta árið sem þeir eru haldnir. Hvern þriðjudag kl. 20.30 er boðið upp á kirkjutónleika og aðgangur ókeypis. Oftast er um orgeltónleika að ræða og svo er nú í kvöld, en þá situr við orgelið Jakop Hallgrímsson. Jakop er þekktur sem fiðluleikari og lagasmiður en hefur lagt mesta stund á orgelið hin síðari ár. Meira
13. september 1995 | Kvikmyndir | -1 orð

Skáldatímar

Leikstjóri: Brian Gilbert. Handrit: Michael Hastings og Adrian Hodges byggt á leikriti Hastings. Aðalhlutverk: Willem Dafoe, Miranda Richardson, Rosemarie Harris, Tim Dutton og Nicholas Grace. Zelda Fitzgerald. Nora Joyce. Vivienne Eliot. Líklega á kvennabaráttan einhvern þátt í því en eiginkonur stórskálda aldarinnar hafa orðið mönnum uppspretta bóka og mynda í seinni tíð. Meira
13. september 1995 | Menningarlíf | 164 orð

Tímarit

TÍMARIT Máls og menningar, 3. hefti 1995, er komið út. Það er að stórum hluta helgað barna- og unglingabókmenntum. Þrjú ljóðskáld eiga skáldskap í TMM að þessu sinni. Jóhanna Sveinsdóttir hafði nýlokið við að ganga frá hluta ljóðabálksins "Spegill undir fjögur augu" til birtingar í TMM þegar hún lést af slysförum í vor. Spegilbrotið birtist nú í TMM í minningu hennar. Meira
13. september 1995 | Menningarlíf | 177 orð

Vetrarstarf Leiklistarstúdíós Eddu og Gísla

VETRARSTARF Leiklistarstúdíós Eddu Björgvins og Gísla Rúnars fer senn að hefjast og er nú að verða fullbókað á öll námskeið á haustönn. Stúdíóið hóf starfsemi sína í mars sl. og síðasta námskeiði á sumarönn lauk um mánaðamótin júlí­ágúst. Meira
13. september 1995 | Fólk í fréttum | 97 orð

Víkingasaga

VÍKINGASAGA, ný bandarísk víkingamynd, var forsýnd í Laugarásbíói síðastliðinn fimmtudag. Fjöldi íslenskra leikara leikur í myndinni og má þar nefna Ingibjörgu Stefánsdóttur, sem leikur stórt hlutverk í myndinni og bræðurna Egil og Hinrik Ólafssyni. Góður rómur var gerður að myndinni, sem þykir ekki vera í sama dúr og íslenskar myndir um sama efni. Meira

Umræðan

13. september 1995 | Velvakandi | 336 orð

ASÍ og búvöruverðið

HINN 30. ágúst sl. samþykkti miðstjórn Alþýðusambands Íslands "Ályktun um GATT-samningana og verðlækkun á landbúnaðarvörum", sem send var fjölmiðlum. Í ályktuninni lýsir ASÍ óánægju sinni með framkvæmd GATT-samkomulagsins hér á landi og krefst þess að stjórnvöld búi íslenskum landbúnaði umhverfi sem leiði til hagræðingar og verðlækkunar á afurðum, eins og segir í upphafi ályktunarinnar. Meira
13. september 1995 | Aðsent efni | 1007 orð

Forvarnir í heilsu gæslu Reykvíkinga

ÞANN 30. ágúst sl. birtist í Morgunblaðinu frétt undir fyrirsögninni: "Rætt um að Landsspítali kaupi Heilsuverndarstöðina." Þar er rætt við Þórð Harðarson, yfirlækni á Lyflækningadeild Landsspítalans, og sagt að umræður séu hafnar um að Landsspítalinn nýti Heilsuverndarstöðina fyrir öldrunarlækningar og húðlækningadeild. Meira
13. september 1995 | Velvakandi | 262 orð

Kann einhver ljóðið? KOLBRÚN Björnsdóttir hringdi til að vita hvort

KOLBRÚN Björnsdóttir hringdi til að vita hvort einhver gæti gefið henni upplýsingar um hvernig eftirfarandi ljóð myndi vera rétt. Eftirfarandi línur man hún svona: Undir Eyjafjalla, öldnum jökulskalla. Hef ég aldur alið minn. Hefur huldukona heillað mig til sona Geti einhver hjálpað henni vinsamlega hringið í síma 553-0783. Meira
13. september 1995 | Velvakandi | 344 orð

Nokkur orð um nautakjöt

TILEFNIÐ er "frétt" á forsíðu DV þann 6. sept. sl., þar sem fjallað er um svokallað "nautakjötsfjall", sem liggi nú undir skemmdum. Þar eð þessi umfjöllun er verulega ónákvæm, verður ekki hjá því komist að gera grein fyrir helstu atriðum málsins. Það er út af fyrir sig rétt, að á síðari hluta ársins 1994 tóku Kjötframleiðendur hf. Meira
13. september 1995 | Aðsent efni | 903 orð

Orð í belg um íslenzkt gæzlulið á landi

UPP ER komin umræða um íslenzkt gæzlulið á landi. Gæzlulið á sjó hafa Íslendingar starfrækt drjúgan hluta 20. aldarinnar. Landhelgisgæzlan nýtur almennrar virðingar, hefur enda ítrekað unnið sigra í átökum um Íslandsmið og átt sinn þátt í að ávinna Íslandi sess í samfélagi þjóða. Nú berst talið að íslenzku gæzluliði á landi. Þá kveður við aðra tóna. Meira
13. september 1995 | Aðsent efni | 599 orð

Selvogsgata ­ forna þjóðleiðin

VÍÐA um land eru glögg merki um gamlar þjóðleiðir milli byggða. Dæmi um slíka leið í nágrenni þéttbýlisins á höfuðborgarsvæðinu er Selvogsgata. Nánar tiltekið er það leiðin milli Hafnarfjarðar og Selvogs í Árnessýslu. Þessi leið var skemmsta leið um 30 km frá fjörunni í Hafnarfirði og til strandar í Selvogi. Mun hér lýst leiðinni frá Kaldárseli og Valahnúkum og í Selvog. 1. Meira
13. september 1995 | Aðsent efni | 934 orð

Svar við athugasemdum Sturlu Böðvarssonar

MEGINATRIÐI í "opnu bréfi" mínu til menntamálaráðherra (Mbl. 27.8. sl.), sem örþrifaráði, var að freista þess að ráðherra skæri á þann hnút sem kominn var á afgreiðslu heimilda til mín um ótruflaðan aðgang að beinum í Þjóðminjasafni fyrir norræna samvinnuverkefnið: "Byggð og tímatal í N- Atlantshafi". Ég lagði m.a. Meira
13. september 1995 | Velvakandi | 814 orð

Um lipra lækna í Reykjavík og ruslaralýð úti á landi

UPP á síðkastið hafa skrif nokkurra lipurra lækna lætt því inn hjá mér að ég sé asni. Asninn ég hef ekki fattað að sjúkdómar mínir og lumbrur séu svo vel örtuð fyrirbæri að einungis heimskunnir doktorar á dýrustu sjúkrahúsum heims hafi þekkingu og getu til að lina pínu mína og svæsnar innantökur. Meira
13. september 1995 | Velvakandi | 110 orð

Yfirlýsing Íslenska leikhússins og Magnúsar Þórs Jónssonar ÞEGAR endanlega var gengið frá handriti að uppfærslu Íslenska

ÞEGAR endanlega var gengið frá handriti að uppfærslu Íslenska leikhússins á verki Maxims Gorkí, "í djúpi daganna", var titill verksins ákveðinn án þess að við gerðum okkur grein fyrir að með því vorum við að nota titil sem þegar er til á íslensku skáldverki. Pjetur Hafstein Lárusson gaf út ljóðabók árið 1983 sem heitir einmitt "Í djúpi daganna". Meira
13. september 1995 | Velvakandi | 398 orð

ÆR GETA verið misjafnar raunirnar sem íslenskir ferðam

ÆR GETA verið misjafnar raunirnar sem íslenskir ferðamenn eiga það til að rata í, þegar þeir eru á ferðalagi erlendis. Nýverið var Víkverji erlendis um skeið, sem er í sjálfu sér ekki frásagnarvert. Þó rataði Víkverji í ákveðnar ógöngur, þegar hann dvaldi í nokkra daga í Móseldalnum í Þýskalandi, þeim fagra bæ Bernkastel nánar tiltekið. Meira

Minningargreinar

13. september 1995 | Minningargreinar | 717 orð

HELGI SÍMONARSON

Helgi frændi minn á Þverá í Svarfaðardal er 100 ára í dag og vil ég óska honum til hamingju með afmælið. Helgi fæddist 13. september 1895 í Gröf í Svarfaðardal. Foreldrar hans voru Símon Jónsson Jónssonar úr Lágubúð í Skagafirði og Guðrún Sigurjónsdóttir bónda í Gröf Alexanderssonar. Helgi naut ekki föður síns því hann drukknaði 1. maí 1897. Meira
13. september 1995 | Minningargreinar | 63 orð

Hrafnhildur Kristinsdóttir

Okkur langar að kveðja okkar fyrrum samstarfsfélaga Hrafnhildi Kristinsdóttur. Við þekktum hana sem ákveðna og skemmtilega sölukonu. Eftir margra ára dygga þjónustu hætti hún störfum 31. október 1992. Við viljum um leið og við þökkum ánægjuleg kynni senda aðstandendum innilegar samúðarkveðjur og þökkum Guði fyrir að lina þjáningar hennar og taka hana í sína varðveislu. Meira
13. september 1995 | Minningargreinar | 31 orð

HRAFNHILDUR KRISTINSDÓTTIR

HRAFNHILDUR KRISTINSDÓTTIR Hrafnhildur Kristinsdóttir fæddist í Reykjavík 11. apríl 1934. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 3. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 12. september. Meira
13. september 1995 | Minningargreinar | 274 orð

Kristjana Guðmundsdóttir

Þei, þei, og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. (Jóhann Jónsson. Meira
13. september 1995 | Minningargreinar | 184 orð

KRISTJANA GUÐMUNDSDÓTTIR

KRISTJANA GUÐMUNDSDÓTTIR Kristjana Guðmundsdóttir fæddist á Egilsstöðum í Flóa 11. maí 1913. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 4. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Gísladóttir, f. 6.11. 1883, d. 14.12. 1965, og Guðmundur Eiríksson, f. 21.8. 1879, d. 12.3. 1963. Systkini hennar eru: Eiríkur, f. 17.7. Meira
13. september 1995 | Minningargreinar | 140 orð

Rebekka Ísaksdóttir

Nú er hún Bekka, gamla og trausta vinkona mín, búin að kveðja þetta líf. Eflaust hefur Viggó tekið vel á móti henni. Að hafa átt þess kost að kynnast þessari hlýju og góðu konu er alveg ómetanlegt og minninguna um hana Bekku mun ég ætíð varðveita í hjarta mínu. Ég kynntist Bekku þegar ég var tíu ára gömul og vinskapur okkar hefur orðið traustari með árunum. Meira
13. september 1995 | Minningargreinar | 231 orð

Rebekka Ísaksdóttir

Hún amma okkar, Rebekka Ísaksdóttir, er látin. Amma fæddist á Óseyri í Hafnarfirði 15. september 1912, en fluttist ung að árum með foreldrum sínum í Fífuhvamm í Kópavogi. Árið 1932 giftist amma Viggó Kristjáni Ólafi Jóhannessyni sem kenndi sig við Jófríðarstaði í Reykjavík sem varð síðar heimili þeirra um árabil eða þar til þau fluttu í Kópavoginn árið 1965 og bjuggu þau í Hlíðardal til æviloka, Meira
13. september 1995 | Minningargreinar | 266 orð

Rebekka Ísaksdóttir

Í dag, verður tengdamóðir okkar, Rebekka Ísaksdóttir frá Fífuhvammi, jarðsungin frá Digraneskirkju. Margar minningar koma í huga okkar, sem of langt er að telja upp, en margar sögur sagði hún okkur frá æsku sinni í Hafnarfirði og síðar frá Fífuhvammi, minni hennar var frábært og það sem hún sagði okkur var mjög fróðlegt, Meira
13. september 1995 | Minningargreinar | 380 orð

Rebekka Ísaksdóttir

Í dag kveðjum við ömmu mína, Rebekku Ísaksdóttur frá Fífuhvammi, sem orðið hefði 83 ára nk. föstudag. Ég átti því láni að fagna að búa fyrstu ár ævi minnar hjá ömmu og afa, Viggó Kristjáni Ólafi Jóhannessyni, en flutti þegar mamma og pabbi byggðu sér hús við hlið þeirra. Meira
13. september 1995 | Minningargreinar | 197 orð

Rebekka Ísaksdóttir

Þriðjudaginn 5. september lést hún Rebekka vinkona okkar. Okkur langar að minnast hennar nokkrum orðum. Hún var fædd 15. september 1912 og var því næstum 83 ára þegar hún lést. Árið 1932 giftist hún Viggó K.Ó. Jóhannssyni, miklum öðlingsmanni, og varð þeim sex barna auðið og eru nú þrjú á lífi. Í Hlíðardal í landi Fífuhvamms bjuggu þau Bekka og Viggó í nær 30 ár. Meira
13. september 1995 | Minningargreinar | 278 orð

Rebekka Ísaksdóttir

Við viljum með nokkrum orðum kveðja góða vinkonu okkar, hana Bekku. Kynni okkar má rekja 17 ár aftur í tímann, þegar ég ungur strákur lék mér í móanum. Í húsunum þremur, Hlíðardal I, II og Tungu, kynntist ég því indælasta fólki sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Ég bar út Moggann í Breiðholtinu og fannst mér því tilvalið að láta fólkið í móanum njóta þess að fá aukablöð. Meira
13. september 1995 | Minningargreinar | 174 orð

REBEKKA ÍSAKSDÓTTIR

REBEKKA ÍSAKSDÓTTIR Rebekka Ísaksdóttir fæddist á Óseyri í Hafnarfirði 15. september 1912. Hún lést á St. Jósepsspítala, Hafnarfirði, 5. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þórunn Kristjánsdóttir og Ísak Bjarnason, lengst af búandi í Fífuhvammi, Kópavogi. Meira

Viðskipti

13. september 1995 | Viðskiptafréttir | 493 orð

23% aukning fyrstu sex mánuði ársins

FLUGFRAKTFLUTNINGAR til og frá landinu hafa aukist um nærri fjórðung á fyrstu 6 mánuðum þessa árs samkvæmt tölum Flugmálastjórnar og virðist sem tilkoma Cargolux á markaðinn hér á landi hafi verið hrein viðbót við þá flutninga sem fyrir voru. Meira
13. september 1995 | Viðskiptafréttir | 186 orð

Dollarinn á yfir 100 jen og stefnir hærra

STAÐA dollars hefur styrkzt svo mjög að hann seldist á yfir 100 jen í gær og áhugi fjárfestingasjóða bendir til að gengi hans muni halda áfram að hækka. Hæst komst dollarinn í 100,91 jen í Evrópu og hann hefur ekki staðið eins vel að vígi síðan í janúar. Mest hafa 101,45 jen fengizt fyrir dollar í ár og talið er að það met verði bráðlega slegið. Meira
13. september 1995 | Viðskiptafréttir | 76 orð

Hagnaður Audi 1995 tvöfaldast

AUDI AG telur að hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta á þessu ári kunni að verða tvöfalt meiri en 184 milljóna marka hagnaður þess 1994. Herbert Demel stjórnarformaður sagði í samtali að velta fyrirtækisins, sem tilheyrir Volkswagen AG, mundi aukast um rúmlega 15% í ár miðað við 13.5 milljarða marka veltu í fyrra. Meira
13. september 1995 | Viðskiptafréttir | 191 orð

Húsbréfin skráð hjá fjármálaþjónustu Reuters

FJÁRMÁLAÞJÓNUSTA Reuters hefur tekið upp skráningu á húsbréfum í gagnagrunni sínum fyrir milligöngu verðbréfadeildar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk verðbréf eru skráð með þessum hætti erlendis. Meira
13. september 1995 | Viðskiptafréttir | 224 orð

Mikið tap hjá Daimler-Benz

DAIMLER-Benz AG var rekið með 1.56 milljarða marka tapi á fyrri árshelmingi 1995 vegna erfiðleika dótturfyrirtækisins DASA -- þrátt fyrir stóraukinn hagnað bíladeildarinnar Mercedes-Benz. Tapið nam 462 milljónum marka á sama tíma í fyrra og hefur aukizt meir en við var búizt. Hlutabréf í fyrirtækinu lækkuðu um 13 mörk í 717 mörk. Meira
13. september 1995 | Viðskiptafréttir | 156 orð

Sala á Beck's bjór eykst

SALA drykkjafyrirtækisins Beck's í Bremen jókst um 16% á tólf mánuðum til júníloka úr 7 milljónum í 8.1 milljón hektólítra. Þar af jókst sala á bjór um 9% í 5.5 milljónir hektólítra samanborið við um 5.1 milljón ári áður. Meira
13. september 1995 | Viðskiptafréttir | 340 orð

Sjónvarp og happdrætti glepja

VÍSBENDING spyr í síðasta tölublaði hvort frí séu uppspretta auðs og vísar til þess að einstaklingar hafi á undaförnum árum varið sífellt stærri hluta af tekjum sínum til afþreyingar af ýmsu tagi. Í tölum Þjóðhagsstofnunar kemur fram að á undanförnum 25 árum hafi sá hluti tekna sem varið er til afþreyingar nær tvöfaldast, farið úr rúmum 5% í rúm 10%. Meira
13. september 1995 | Viðskiptafréttir | 183 orð

Volvo S4 keppir við Audi og BMW

VOLVO hefur kynnt fjölskyldubíl sinn S4 á bílasýningunni í Frankfurt og telur að hann muni draga kaupendur frá Audi, BMW og Mercedes smábílnum þegar hann verður settur í sölu í byrjun næsta árs. Per-Erik Mohlin forstjóri sagði í samtali að Volvo teldi sig ekki þurfa nýjan samstarfsaðila eftir misheppnaða samvinnu við Renault. Við stöndum ekki einir. Meira

Fastir þættir

13. september 1995 | Dagbók | 518 orð

47 ÁRA, fyrrverandi slökkviliðsbílstjóri, óskar eftir

47 ÁRA, fyrrverandi slökkviliðsbílstjóri, óskar eftir pennavinum: John Spurlock, 2619 LaTouche St. Anchorage, Alaska, U.S.A. 99508-3967. 12 ÁRA sænsk stúlka með áhuga á hestum, handbolta og mörgu öðru. Skrifar á ensku: Helen Forsell, Staresv¨ag 7, 575 36 Eksjö, Sweden. Meira
13. september 1995 | Dagbók | 2658 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 8.-14. september að báðum dögum meðtöldum, er í Hraunbergs Apóteki, Hraunbergi 4. Auk þess er Ingólfs Apótek, Kringlunni 8-12, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
13. september 1995 | Fastir þættir | 243 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Föstudagsbrids

Eins og undanfarin ár verður spilaður eins kvöld tvímenningur á föstudagskvöldum. Sú nýbreytni verður í vetur að annað hvert föstudagskvöld verður spilaður Monrad barómeter en hitt venjulegur mitchell. Byrjað verður á venjulegu mitchell-kvöldi föstudagskvöldið 15. september nk. kl. 19. Aðalkeppnisstjóri í föstudagsbrids í vetur verður Sveinn R. Eiríksson. Meira
13. september 1995 | Fastir þættir | 405 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Gúrkurnar unn

SUMARBRIDS er lokið þetta árið. Síðasti dagur var sunnudagurinn 10. september og var þá haldið silfurstigamót í sveitakeppni með Monrad-fyrirkomulagi. 24 sveitir skráðu sig til leiks og voru spilaðar 6 umferðir 10 spila leikja. Veitt voru peningaverðlaun fyrir 4 efstu sætin. Sigurvegari mótsins varð sveit er nefnir sig 5 gúrkur, en hana skipa Jakob Kristinsson, Aðalsteinn Jörgensen, Sveinn R. Meira
13. september 1995 | Fastir þættir | 780 orð

Friðrik stal senunni frá HM-einvíginu

2.-16. september 1995 ÁHORFENDUR á Friðriksmótinu í Þjóðarbókhlöðunni misstu alveg áhugann á fyrstu skákinni í heimsmeistaraeinvígi Anands og Kasparovs í New York þegar Friðrik Ólafsson gerði sér lítið fyrir og fórnaði manni á kóngsstöðu Soffíu Polgar. Friðrik fórnaði síðan skiptamun og manni til viðbótar. Meira
13. september 1995 | Dagbók | 416 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gær komu Múlafoss

Reykjavíkurhöfn: Í gær komu Múlafoss ogSkógafoss. Reykjafossog Jón Baldvinssonfóru út. Í dag eru væntanlegir Norland Saga, Bakkafoss og japanska skipið Hoyo Maru 16sem kemur í kvöld. Hafnarfjarðarhöfn: Í gær kom Már til löndunar. Meira
13. september 1995 | Dagbók | 224 orð

Selströnd

Ljósm. ÁG SelströndUNNIÐ er að lagningu nýs vegar á Selströnd og á verkinuað ljúka um miðjanoktóber. Í Íslandshandbókinni segirm.a. Selströnd ernorðurströnd Steingrímsfjarðar. Meira
13. september 1995 | Dagbók | 200 orð

Yfirlit: Ska

Yfirlit: Skammt norðaustur af Jan Mayen er 1028 mb hæð sem hreyfist austur, en skammt suðaustur af Hvarfi er 964 mb djúp og víðáttumikil lægð sem þokast norðaustur og grynnist. Meira
13. september 1995 | Dagbók | 69 orð

(fyrirsögn vantar)

13. SEPT. Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólris Sól í hád. Meira

Íþróttir

13. september 1995 | Íþróttir | 137 orð

Á 14. mín skoraði Danny Lennon með

Á 14. mín skoraði Danny Lennon með föstu skoti utan teigs í vinstra hornið eftir sendingu frá Stephen McAnespie, óverjandi fyrir Þórð Þórðarsson í marki í ÍA. Alexander Högnason vann boltann á miðjum leikvelli Raith á 45. Meira
13. september 1995 | Íþróttir | 360 orð

Bayern fékk skell

BÆJARAR fengu heldur betur skell þegar þeir fengu rússneska liðið Lokomotiv frá Moskvu í heimsókn á Ólympíuleikvanginn í M¨unchen í UEFA- keppninni - það hefði mátt heyra nál falla þegar Yevgeni Kharlachev skoraði sigurmark Rússa, 0:1, nítján mín. fyrir leikslok, með skoti sem Oliver Kahn réð ekki við. Meira
13. september 1995 | Íþróttir | 55 orð

Compagnoni í uppskurð

ÍTALSKA skíðadrottningin, Deborah Compagnoni, sem varð tvöfaldur Ólympíumeistari, verður skorin upp í dag vegna verkja sem hún hefur haft í hægra hné síðustu daga. Compagnoni hefur tvívegis áður verið skorin upp, en hún reif liðband í hnénu í stórsvigi á Ólympíuleikunum í Albertsville árið 1992, aðeins sólarhring eftir að hún sigraði í risasviginu. Meira
13. september 1995 | Íþróttir | 570 orð

Fallbyssuskot í Varsjá?

KEPPNIN í meistaradeild Evrópu hefst í dag og fara fram leikir á átta vígstöðum - í Porto, Aþenu, Versjá, Blackburn, Dortmund, Búkarest, Amsterdam og Zurich. Leikið er í fjórum riðlum og komast tvö efstu liðin úr riðlunum í 8-liða úrslit, sem verða leikin í mars. Liðin sem leika eiga við vandamál að stríða - leikbönn og meiðsli setji svip sinn á umferðina. Meira
13. september 1995 | Íþróttir | 124 orð

Flamengo ræður útvarpsmann sem þjálfara

EITT frægasta knattspyrnufélag Brasilíu, Flamengo, réð í gær Washington Rodrigues, íþróttafréttamann einnar útvarpsstöðvarinnar í Brasilíu sem þjálfara liðsins. Rodrigues hefur hvorki leikið knattspyrnu né komið nærri þjálfun og kom ráðningin því mönnum mjög á óvart. Flamingo hefur gengið illa þrátt fyrir að vera með rándýra menn í hverri stöðu. Meira
13. september 1995 | Íþróttir | 484 orð

Hef trú á að okkur takist að klára dæmið

Ístöðunni tvö eitt fengum við gott færi til að jafna og 2:2 hefðu verið mjög viðunandi úrslit, en í stað þess að jafna komast þeir í 3:1 sem var mjög svekkjandi," sagði Logi Ólafsson, þjálfari Skagamanna, að leikslokum í gærkvöldi. "Eftir smá byrjunarörðugleika náðum við tökum á leiknum og fengum færi en þau voru ekki nýtt og þá var okkur refsað. Meira
13. september 1995 | Íþróttir | 961 orð

Hver leikur verið í hámarksspennu

FYRIR mánuði var útlitið allt annað en bjart hjá Valsmönnum sem voru í neðsta sæti 1. deildar karla í knattspyrnu. Þá tók Kristinn Björnsson við liðinu og í dag, þegar hann heldur upp á fjörutíu ára afmælið, getur hann litið stoltur yfir farinn veg. Meira
13. september 1995 | Íþróttir | 162 orð

Ingi Björn bjargvætturinn 1983

VALUR er eina liðið sem hefur leikið í 1. deildarkeppninni samfleytt frá deildarskiptingu 1955. Útlitið var ekki gott hjá Val í sumar, en útlitið var enn verra 1983 þegar Þjóðverjinn Claus Peter var rekinn eftir ellefu umferðir og Sigurður Dagsson tók við stjórninni. Meira
13. september 1995 | Íþróttir | 185 orð

Júlíus verður áfram hjá Gummersbach

JÚLÍUS Jónasson, handknattleiksmaður hjá Gummersbach í Þýskalandi, er ekki á leiðinni til Íslands eins og sögusagnir hafa hermt. Gummersbach hefur gert samning við Kyung-shin Yoon frá Suður- Kóreu, örvhentu skyttuna sem var markahæsti leikmaður HM hér á landi í maí. Meira
13. september 1995 | Íþróttir | 457 orð

Knattspyrna

UEFA-keppnin Bratislava, Slóvakíu: Slovan Bratislava - Kaiserslautern2:1 Tittel (28.), Sobona (64.) - Hollerbach (64.). 20.000. Freiburg, Þýskalandi: Freiburg - Slavía Prag1:2 Todt (78.) - Novotny (23.), Penicka (75.). 18.000. Meira
13. september 1995 | Íþróttir | 128 orð

"Kojak" skoraði með skalla

ALEX Kruse, leikmaður hjá Stuttgart, er kunnur grallari. Nýjasta uppátæki hans var að veðja við félaga sína, að hann kæmi í næsta leik liðsins krúnurakaður að hætti "Kojak" ­ sem hann og gerði. Kruse fékk 4.500 ísl. kr. hjá hverjum leikmanni í leikmannahópnum, eða samtals 99 þús. kr. Kruse skoraði mark; að sjálfsögðu með skalla, en það dugði ekki gegn Leverkusen, sem vann 1:4. Meira
13. september 1995 | Íþróttir | 440 orð

Markmiðin hafa ekki náðst

ÁSGEIR Elíasson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, lýsti því yfir í gær að hann hygðist ekki framlengja samning sinn við KSÍ þegar hann rynni út í haust að loknum landsleikjunum við Tyrki og Ungverja, en síðasti leikurinn sem íslenska landsliðið leikur undir hans stjórn verður í Ungverjalandi 11. nóvember nk. gegn heimamönnum. Ásgeir hefur verið landsliðsþjálfari sl. fjögur ár. Meira
13. september 1995 | Íþróttir | 99 orð

O'Brien ekki með í Talence

BANDARÍSKI heimsmethafinn í tugþraut, Dan O'Brien, tekur ekki þátt í tugþrautarmóti bestu tugþrautarmanna heims sem fram fer í Talence í Frakklandi um næstu helgi. O'Brien meiddist á hné í keppni í síðsutu viku í heimalandi sínu og þau eru það alvarlegt að hann treystir sér ekki til að vera með um næstu helgi. Meira
13. september 1995 | Íþróttir | 757 orð

Óþarflega stórt tap

AKURNESINGAR töpuðu 1:3 í fyrri leiknum gegn Raith Rovers í UEFA-keppninni í gærkvöldi í Skotlandi. Þeir léku mjög vel á köflum, en geta betur og það er ljóst að seinni leikurinn á Akranesi getur orðið erfiður. Fyrri hálfleikurinn var erfiður í gær, heimamenn pressuðu Akurnesinga töluvert en það var klaufalegt að missa leikinn niður í tveggja marka tap eins og hann hafði þróast eftir hlé. Meira
13. september 1995 | Íþróttir | 82 orð

Tíu í bann

TÍU leikmenn 1. deildar karla voru úrskurðaðir í leikbann í næstu umferð á fundi aganefndar KSÍ í gær, en alls voru fjörutíu og sex leikmenn úrskurðaðir í leikbann. Þeir leikmenn fyrstu deildar sem missa af leikjum í næstu umferð, næstsíðustu umferðinni eru: Davíð Garðarsson og Guðmundur Brynjólfsson úr Val, Einar Þór Daníelsson og Þormóður Egilsson úr KR, Meira
13. september 1995 | Íþróttir | 148 orð

Tólf sigurleikir undir stjórn Ásgeirs

ÁSGEIR Elíasson hefur verið landsliðsþjálfari frá árinu 1991 og undir hans stjórn hefur landsliðið leikið þrjátíu og þrjá leiki. Tólf af þeim leikjum hafa unnist, sjö endað með jafntefli og fjórtán tapast og markatalan er 31:38. Átta af þessum leikjum voru í undankeppni HM og þar unnu íslensku piltarnir þrjá, tveir enduðu með jafntefli og þrír tapast, markatalan 7:6. Meira
13. september 1995 | Íþróttir | 46 orð

Valur og KA á Akureyri

Í kvöld eigast við í KA-húsinu á Akureyri karlalið KA og Valur í Meistarakeppni HSÍ. Leikurinn hefst klukkan tuttugu. Sem kunnugt er eru Valsmenn Íslandsmeistarar og KA-menn Bikarmeistarar, en liðin háðu harða keppni á sl. keppnistímabili um báða bikarana með fyrrgreindum árangri. Meira
13. september 1995 | Íþróttir | 130 orð

Wilander í lið Svía

MATS Wilander hefur verið valinn í landslið Svía í tennis sem mætir Bandaríkjunum í undanúrslitum Davis-bikarsins í Las Vegas síðar í mánuðinum. Wilander, sem er 31 árs, hefur ekki verið í liðinu í fjögur ár, en Magnus Larsson og Jan Apell eru meiddir og því var kallað á Wilander, en nú eru 14 ár síðan hann var fyrst valinn í landsliðið. Meira
13. september 1995 | Íþróttir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Í LEIK Grindvíkinga og Vals á laugardaginn skiptu Grindvíkingar leikmanni inn á sem ekki hefur leikið áður fyrir þá í sumar og fékk skráðan á sig fyrsta leik í 1. deildinni. Leikmaðurinn, Ragnar Eðvarðsson, er þó enginn nýliði í knattspyrnunni því hann er leikjahæsti leikmaður Grindvíkinga í meistaraflokki með 206 leiki. Meira
13. september 1995 | Íþróttir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Stark's Park í Kirkcaldy, UEFA-keppnin íknattspyrnu, 1. umferð, fyrri leikur, þriðjudaginn 12. september 1995. Mörk Raith Rovers: Danny Lennon 2 (14.,67.), Barry Wilson (79.) ÍA: Ólafur Þórðarson (45.). Dómari: Branimir Babarojiv frá Júgóslavíu. Meira
13. september 1995 | Íþróttir | 29 orð

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/Greme Bell BaráttaPÁLMI Haraldsson og TonyRougier háðu oft harða baráttu um knöttinn á StarkPark í Kirkcaldy í gærkvöldi- fyrir framan rúmlegafimm þúsund áhorfendur.Þeir mætast aftur á Laugardalsvellinum eftir hálfanmánuð. Meira

Úr verinu

13. september 1995 | Úr verinu | 324 orð

Auking á sölu flatfisks til Japan er um 56% í ár

ÚTFLUTNINGUR Íslendinga til Japan hefur aukist um 4,7 prósent fyrri hluta þessa árs frá því í fyrra og nemur tæpum 8,2 milljörðum króna. Af heildarútflutningi Íslendinga til Japan nemur útflutningur á sjávarafurðum um 90 prósent, þar á meðal þorski, lax, silungi, síld, flatfisk, loðnu og djúphafsrækju. Meira
13. september 1995 | Úr verinu | 540 orð

Árangur SÞ-ráðstefnu ræðst á Reykjaneshrygg

UM eða eftir næstu mánaðmót mun starfshópur á vegum Norðaustur- Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar, NEAFC, koma saman til að meta framtíðarstjórn á karfaveiðunum á Reykjaneshrygg með tilliti til samþykkta Úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Meira
13. september 1995 | Úr verinu | 60 orð

Beinhreinsuð bleikja í Útey.

REYKHÚSIÐ í Útey selur beinhreinsuð reykt silungsflök og hefur gert svo í á annað ár. Í frétt í Verinu síðastliðinn miðvikudag mátti skilja textann svo, að það væri aðeins Í Fagradal í Mýrdal, sem hægt væri að fá breinhreinsaða reykta bleikju. Svo er ekki, því hún fæst einnig í Útey að söng Elsu Pétursdóttur í Útey. Meira
13. september 1995 | Úr verinu | 265 orð

Framleiðni borin saman

HAGFRÆÐISTOFNUN Háskóla Íslands er að fara af stað með rannsóknaverkefni í samvinnu við rannsóknastofnanir í Noregi, Færeyjum, Grænlandi og Nýfundnalandi, þar sem reiknuð verður framleiðni í fiskveiðum og vinnslu og gerður samanburður á milli landa. Meira
13. september 1995 | Úr verinu | 438 orð

Fyrsta síldin komin á land

FREMUR rólegt hefur verið yfir sjósókn á heimamiðunum nú í byrjun kvótaárs. Helzt er líf í rækjuveiðum og misjafn gangur í Smugunni. Jón Eðvalds kom að landi í gær með fyrsta síldarfarm haustsins, en síldarvertíð er víða í undirbúningi. Venjulega hefst síldarvertíð ekki af krafti fyrr en í október, en nú má hefja veiðar hvenær sem er eftir "fiskveiðiáramót". Meira
13. september 1995 | Úr verinu | 149 orð

Færeyingar drepa mikið af fýlnum

ÓVENJUMIKIÐ hefur verið af fýl við Færeyjar nú í haust. Færeyingar stunda fýlaveiðar á sjó, en hér er fýllinn venjulega tekinn á landi. Þegar unginn fer úr björgunum á haustin er hann illa fleygur og afar feitur. Lendi hann á landi, nær hann sér ekki á flug aftur og verður bægslast á leiði til sjávar, en oft verður honum eitthvað að aldurtila á leiðinni. Meira
13. september 1995 | Úr verinu | 155 orð

Hagnaður hjá Kambi

FISKVINNSLAN Kambur hf. á Flateyri skilaði hagnaði í rekstri eftir fyrstu sjö mánuði þessa árs. Að sögn Hinriks Kristjánssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, er nú að skila sér árangur miklar hagræðingar eftir sameininguna við Hjálm hf. í fyrra. Reynt hafi verið að spara á öllum sviðum rekstursins og því sýni milliuppgjör nú hagnað. Meira
13. september 1995 | Úr verinu | 726 orð

Heilnæmt hákarlakrem

EMIL Guðjónsson hefur um tveggja ára skeið í samstarfi við Frigg snyrtivörur framleitt krem úr hákarlalýsi. Hákarlakremið er græðandi og mýkjandi húðkrem og hafa rannsóknir leitt í ljós góð áhrif þess á ýmsa húðsjúkdóma. Einnig hafa hákarlaafurðir verið notaðar í baráttunni við krabbamein. Meira
13. september 1995 | Úr verinu | 161 orð

Hlutafé aukið um 10 milljónir

AÐALFUNDUR Útgerðarfélagsins Hólmadrangs á Hólmavík var haldinn fyrir skömmu. "Þetta var tíðindalítill fundur," segir Jón Alfreðsson stjórnarformaður. "Það bar helst til tíðinda að við samþykktum aukningu á hlutafé upp á tíu milljónir." Jón segir að Hólmadrangur hafi velt 370 milljónum í fyrra og 37 milljóna króna tap hafi verið á rekstri fyrirtækisins. Meira
13. september 1995 | Úr verinu | 135 orð

Kirstín til Fiskifélagsins

KIRSTÍN Flygenring, hagfræðingur, kom í sumar til starfa hjá Fiskifélagi Íslands. Kirstín mun þar sinna almennum hagfræðistörfum auk umsjónar með útgáfu Útvegs og alþjóðlegum samskiptum, svo sem við FAO og EUROSTAT. Meira
13. september 1995 | Úr verinu | 155 orð

kn1LÍFLEGT Í BOLUNGARVÍKURHÖFN

HELDUR líflegra hefur verið í Bolungarvíkurhöfn í sumar en verið hefur undanfarin sumur þar sem öllum afla þeirra skipa sem eru á vegum Bakka hf. í Hnífsdal hefur verið skipað á land í Bolungarvík. Þau rækjuskip sem landað hafa í Bolungarvíkurhöfn í sumar eru Emma VE, Gunnbjörn ÍS, Hafberg GK, Heiðrún ÍS, Huginn VE, Súlan EA, Vinur ÍS og Víkurberg GK. Meira
13. september 1995 | Úr verinu | 191 orð

Kvótakerfi í Alaska

FRAMSELJANLEGIR kvótar bundnir við skip hafa verið teknir upp í Alaska og gilda gagnvart tveimur fisktegundum, lúðu og ufsa, á næstu vertíð. Eru kvótarnir miðaðir við afla skipanna á árunum 1984 til 1990. Aflaverðmæti þessara tveggja tegunda er hátt í sjö milljarðar ísl. kr. á ári. Meira
13. september 1995 | Úr verinu | 486 orð

Langvían fóstruð

TVEIR langvíuungar eru nú í fórstri í Fiska- og náttúrugripasafninu Vestmannaeyja. þar hefur gefist afar óvenjulegt tækifæri til að mynda fuglana þegar þeir kafa eftir æti, en það hefur ekki tekist áður, svo vitað sé. Um miðjan júlí var komið með tvo langvíuunga í safnið. Meira
13. september 1995 | Úr verinu | 809 orð

Lítið framboð af þorski segir til sín í eftirspurn

FLEST bendir til, að framboð á þorski á Bandaríkjamarkaði verði lítið á næstu árum og jafnvel í allmörg ár. Á það sérstaklega við um Atlantshafsþorskinn og þótt útlit sé fyrir nokkuð aukið framboð af Kyrrahafsþorski, þá mun það ekki breyta miklu. Í Atlantshafi er ástandið best við Noreg og Rússland eða í Barentshafi og í Kyrrahafi hafa þorskveiðar í Beringshafi gengið bærilega. Meira
13. september 1995 | Úr verinu | 48 orð

Mannskipti í stjórn Hólmadrangs hf.

Sigurður Gils Björgvinsson, starfsmaður Íslenskra sjávarafurða, tók við af Þorvaldi Einarssyni, lögfræðingi Búnaðarbankans, í stjórn Útgerðarfélagsins Hólmadrangs á Hólmavík á aðalfundi fyrirtækisins fyrir skömmu. Meira
13. september 1995 | Úr verinu | 123 orð

Mikið af humrinum

HUMARVEIÐAR færeyinga hafa gengið vel í haust, en þær voru leyfðar á ný fyrsta september eftir nokkurt hlé. Humarinn er veiddur inni á fjörðum í gildrur og hafa sjómenn mest fengið um 145 kíló af heilum humri á dag. Þeir frá tæpar 600 krónur fyrir kílóið og því hafa beztu dagarnir gefið rúmlega 80.000 krónur í tekjur. Yfitleitt er einn maður á hverjum bát. Meira
13. september 1995 | Úr verinu | 55 orð

MOKVEIÐI Í SMUGUNNI

VEIÐIN í Sugunni er oft með þeim hætti að ýmis er of eða van, risastór hol eða nánast ekkert. Skipverjar á togaranum Ólafi Jónssyni GK 404 náðu hvorki meira né minna en tæplega 60 tonna hali nú í byrjun september og var í nógu að snúast við að koma því niður. Meira
13. september 1995 | Úr verinu | 208 orð

Mun minna utan af ísuðum ufsa

ÚTFLUTNINGUR á ísuðum ufsa til Þýzkalands er er nú minna en helmingur þess magns, sem hafði farið utan á sama tíma í fyrra. Alls hafa ú farið 378 tonn af óunnum ufsa til þýzkalands, en 802 tonn í fyrra. Allt síðastliðið ár nam þessi útflutningur 1.034 tonnum. Hrunið á þessum útflutningi er því nánast algjört og þegar minnst var fóru aðeins 11 tonn utan á heilum mánuði. Meira
13. september 1995 | Úr verinu | 175 orð

Mun minna út af þorskinum

ÚTFLUTNINGUR á óunnum þorski til Bretlands var um síðustu mánaðamót aðeins 1.100 tonn, sem er 41% samdráttur miðað voð sama tímabil í fyrra, en þá fóru alls 1.864 tonn af ísuðum þorski utan. Meira
13. september 1995 | Úr verinu | 335 orð

Ný skurðarvél fyrir fiskisteikur

NÝLEGA kom á markaðinn skurðarvél frá FTC sem sker ferskan fisk eða kjöt í nákvæmlega jafnþykkar sneiðar eða ræmur án þess að frysta hráefnið fyrst. Vélin sker vöruna með sértilgerðum skurðarblöðum sem skera fisk og kjöt með eða án beina án þess að nokkurt sag myndist. Nýtingin verður því 100% en með hefðubundnum aðferðum getur nýtingartapið vegna sagsins verið um 7%. Meira
13. september 1995 | Úr verinu | 110 orð

Ráðstefna um rækju

FÉLAG rækju- og hörpudiskframleiðenda mun standa fyrir ráðstefnu á Ísafirði um rækjuveiðar og -vinnslu dagana 6. og 7. október næstkomandi í tilefni af því að nú eru um 60 ár síðan farið var að veiða rækju við Ísland. Ráðstefnan skiptist í fjóra hluta. Fyrsti hlutinn fjallar um rækjustofna hér við land og í öðrum löndum og horfur með þá. Meira
13. september 1995 | Úr verinu | 577 orð

Reginn Grímsson hefur trilluútgerð í Trinidad

MÓTUN Canada Limited, fyrirtæki Regins Grímssonar sem starfrækt er í Nova Scotia í Kanada, hyggur nú á smábátaútgerð í Trinidad. Regin hóf að smíða Gáskabáta í Kanada í fyrra og segir hann mikinn áhuga vera fyrir bátunum í Nova Scotia þó að sala hafi farið hægt af stað. Meira
13. september 1995 | Úr verinu | 227 orð

Rússar rétta úr kútnum

SVO virðist sem rússneskur sjávarútvegur sé kominn yfir það versta eftir hrun Sovétríkjanna og var heildaraflinn á fyrra helmingi ársins 2,5 milljónir tonna, 17% meiri en á sama tíma fyrir ári. Kom þetta fram hjá Vladímír Korelskí, sjávarútvegsráðherra Rússlands. Meira
13. september 1995 | Úr verinu | 171 orð

Sjávarréttapasta með gráðosti og grænmeti

Pasta er hollur og góður matur. Ekki skemmir það fyrir þegar Skagamaðurinn Guðmundur Sigurðsson, matreiðslumaður á veitingastaðnum Madonnu við Rauðarárstíg, bætir við pastað ljúffengu sjávarfangi. Hann segir uppskriftina fljótlega og einfalda og vænlega til átu ef ná á árangri í boltanum! Meira
13. september 1995 | Úr verinu | 281 orð

Sjávarútvegur Rússa er farinn að rétta við

SVO virðist sem rússneskur sjávarútvegur sé kominn yfir það versta eftir hrun Sovétríkjanna og var heildaraflinn á fyrra helmingi ársins 2,5 milljónir tonna, 17% meiri en á sama tíma fyrir ári. Kom þetta fram hjá Vladímír Korelskí, sjávarútvegsráðherra Rússlands, þegar hann setti sjávarútvegssýninguna Inrybprom í Pétursborg. Meira
13. september 1995 | Úr verinu | 121 orð

Stefán S. til SR-Mjöls hf.

STEFÁN S. Bjarnason hóf störf hjá SR-Mjöli hf. í sumar sem leið. Hann er kynntur með eftirfarandi hætti í Fréttabréfi SR-Mjöls hf.: Stefán lauk námi sem skipatæknifræðingur árið 1968 frá Sunderland Technical College í Englandi. Stefán hefur komið víða við í atvinnulífinu. Meira
13. september 1995 | Úr verinu | 858 orð

Umboðsmenn Marels skoða HB á Akranesi

RÚMLEGA tuttugu umboðsmenn Marels hf. víðsvegar að úr heiminum voru staddir hér á landi á dögunum. Af því tilefni fór hópurinn m.a. í fiskvinnslu Haraldar Böðvarssonar á Akranesi til að skoða þar nýjustu framleiðslu Marels hf. Meira
13. september 1995 | Úr verinu | 58 orð

VEIÐA SÍLD Í BEITU

ÞEIR félagar Hallgrímur Guðmundsson og Stefán Ingólfsson voru á dögunum að afla sér síldar til beitu í Ísafjarðardjúpi. Síldina veiða þeir í lagnet og að sögn þeirra er óvenjumikið um síld í Djúpinu og verður alltaf meira og meira um hana. Þeir eru með bátinn Tjald ÍS 6 og gera út frá Bolungarvík. Meira
13. september 1995 | Úr verinu | 125 orð

Þriggja tíma sigling gegn um hvalavöðuna

ENGIN grindhvalaveiði hefur verið við Færeyjar í haust, en mikillar grindar hefur hins vegar orðið vart of langt frá landi, til að hægt sé að reka hana á land. Skipverjar á danska bátnum Expo hafa greint frá því að þeir hafi verið í þrjá klukkutíma að sigla gegn um hvalavöðu sunnan Borðeyjar á leið sinni til Færeyja. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

13. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 24 orð

2a Heyrðu, flugmaður... b Ég tek eftir því að við höfum ekki fall

2a Heyrðu, flugmaður... b Ég tek eftir því að við höfum ekki fallhlífar... ættum við ekki að hafa fallhlífar? c Reyndu að lenda í vatninu... Meira
13. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 296 orð

BLAÐ var brotið í bandarískri bridssögu á sumarleikunum í New Orleans í ágúst, þega

BLAÐ var brotið í bandarískri bridssögu á sumarleikunum í New Orleans í ágúst, þegar sama sveitin vann Spingold-útsláttarkeppnina þriðja árið í röð! Sveitin hlýtur forystu Richard Freemans, en með honum spila Hamman, Wolff, Rodwell, Meckstroth og Nickell. Úrslitaleikurinn var við sveit Sia Mahmood. þegar þremur spilum var ólokið hafði Freeman 19 IMPa forystu. En þá gerðist þetta. Meira
13. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 686 orð

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐS

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM ­ HEIMA Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verðverð verð(kíló) verð (kr. Meira
13. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 412 orð

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐS

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM ­ HEIMA Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verðverð verð(kíló) verð (kr. Meira
13. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 122 orð

Krossgáta 2

Krossgáta 2LÁRÉTT: 1 skemmtitæki, 8 skrifuð, 9 vondur, 10 starf, 11 rík, 13 kona, 15 metta, 18 refsa, 21 næstum því, 22 skarpskyggn, 23 ólyfjan, 24 hafnaði. Meira
13. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 121 orð

Miðvikudagur 13. september 1995: STÖÐUMYND B HVÍTUR leikur og vinnur

Miðvikudagur 13. september 1995: STÖÐUMYND B HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á Intel- og PCA-atskákmótinu í London um daginn. Bretinn Nigel Short (2.645) var með hvítt og átti leik, en Ivan Sokolov (2.630), Bosníu, hafði svart. 18. Dh5! - fxg5 19. Rxg5 - h6 20. Df7+ - Kh8 21. Bxd5 - Bc5 22. Dg6 - Bxf2+ 23. Meira
13. september 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 290 orð

Stjörnuspá 13.9. Afmælisbarn dagsins: Þú átt auðvelt með að sannfæra aðra

Stjörnuspá 13.9. Afmælisbarn dagsins: Þú átt auðvelt með að sannfæra aðra og hefur áhuga á vísindum. Reyndu að halda ró þinni þótt starfsfélagi sé að ergja þig. Það væri engum til góðs að koma af stað illdeilum í vinnunni. Reyndu að einbeita þér í vinnunni í dag. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.