Í LISTIÐJUNNI Eik, sem er á bænum Miðhúsum við Egilsstaði, eru unnar vörur úr hráefni náttúrunnar, svo sem beini, hornum, klaufum, hófum og tré. Meðal muna eru brúðkaupsskeiðar, tálgaðar úr tré, og er hráefnið birki úr Hallormsstaðaskógi. Skeiðarnar eru tálgaðar úr heilum bol, sem er tæpur metri að lengd, og eru hvergi settar saman. Skeið er á sitt hvorum enda og keðja á milli.
Meira