Greinar sunnudaginn 17. september 1995

Forsíða

17. september 1995 | Forsíða | 295 orð

Hjónum greitt fyrir tryggð? KONUR

KONUR í breska Íhaldsflokknum hafa lagt til að hjón, sem ná því að halda upp á tíu ára brúðkaupsafmæli, fái "tryggðarbónus", eða sérstakar endurgreiðslur frá skattinum. Markmiðið með þessum greiðslum yrði að fækka skilnuðum og hvetja fólk til að hlúa að hjónabandinu. Hjónin fengju þessar greiðslur á tíu ára fresti eftir að þau ættust. Meira
17. september 1995 | Forsíða | 287 orð

Lítill hluti þungavopna Serba fluttur á brott

UMSÁTURSLIÐ Bosníu-Serba hafði aðeins flutt tólf þungavopn frá Sarajevo í gær þegar þriggja daga hlé á loftárásum Atlantshafsbandalagsins (NATO) á víghreiður þeirra var hálfnað, að sögn talsmanns friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna, Chris Gunness. Meira
17. september 1995 | Forsíða | 78 orð

Úrhelli og fellibylur í Kyrrahafi

HITABELTISSTORMUR gekk yfir Filippseyjar í gær og monsúnúrhelli olli flóðum í höfuðborginni, Manila. Á myndinni hjólar ungur Manila-búi framhjá piltum sem ærslast í vatni á götunni. Norðar á Luzon-eyju urðu 20.000 manns að flýja heimili sín vegna flóða og aurskriða. Meira

Fréttir

17. september 1995 | Innlendar fréttir | 345 orð

Aðrir virðast ekki fylgja á eftir

SÚ ákvörðun Ólafs Laufdals veitingamanns að afnema aðgangseyri á almenna dansleiki á Hótel Íslandi virðist ekki hafa haft áhrif á verðlagningu annars staðar. Þó virðist enginn vafi leika á því að vinsældir kráa hafa haft áhrif á aðsóknina. Meira
17. september 1995 | Innlendar fréttir | 69 orð

Atkvöld Taflfélagsins Hellis

TAFLFÉLAGIÐ Hellir stendur fyrir Atkvöldi mánudaginn 18. september nk. Tefldar verða sex umferðir eftir Monrad-kerfi. Fyrst eru tefldar þrjár hraðskákir og svo þrjár atskákir en þannig lýkur mótinu á einu kvöldi. Teflt verður með hinum nýju Fischer/FIDE-klukkum. Þátttökugjald er 200 kr. fyrir félagsmenn en 300 kr. fyrir aðra. Unglingar fá 50% afslátt. Meira
17. september 1995 | Innlendar fréttir | 225 orð

Bændur nýttu ekki framleiðsluréttinn

Mjólkurframleiðendur í A-Húnavatnssýslu áttu eftir 110.429 lítra af mjólk í lok verðlagsársins. Þetta svarar til um 2,8% framleiðsluréttar héraðsins og er þetta rúmlega 57.000 lítra samdráttur á milli ára en þess ber þó að geta að framleiðslurétturinn í mjólk í A-Hún. jókst um 78.600 lítra á milli verðlagsára. Meira
17. september 1995 | Innlendar fréttir | 321 orð

Douglas Invader lenti á Reykjavíkurflugvelli

VEGNA legu landsins er Ísland ákjósanlegur millilendingarstaður fyrir gamlar flugvélar á leiðinni yfir Norður-Atlantshaf. Ein slík, gömul Douglas A-26 Invader árásar- og sprengjuflugvél, sem var á leiðinni frá Flórída í Bandaríkjunum til nýrra eigenda í Grikklandi, átti viðdvöl á Reykjavíkurflugvelli fyrir skömmu. Meira
17. september 1995 | Innlendar fréttir | 209 orð

Félagsvísindi, og samfélag

DR. MARGARETA Bäck - Wiklund, sem er prófessor við félagsvísindadeild Háskólans í Gautaborg, heimsækir Háskóla Íslands dagana 16.­20. september nk. Mun hún halda fyrirlestra um félagsvísindi, stjórnmál og samfélag, þróun fræðigreinarinnar félagsráðgjafar og um sænska fjölskyldumálastefnu. Fyrirlestrarnir eru á vegum Háskóla Íslands, Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa og Norræna hússins. Meira
17. september 1995 | Innlendar fréttir | 59 orð

Fyrirlestur í þjóðfræði

ROGER D. Abrahams, prófessor í þjóðfræði við Háskólann í Pensylvaníu flytur fyrirlestur í boði félagsvísindadeildar Háskóla Íslands nk. mánudag 18. september. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina: Átthagar, þjóðerni og alþjóðasýn í þjóðfræðirannsóknum (Localism, Nationalism, Internationalism in Folklore Study) og verður fluttur á ensku. Meira
17. september 1995 | Innlendar fréttir | 85 orð

Fyrirlestur um danska þjóðtrú

LISE Bostrup, cand. mag., forstöðukona Upplýsingamiðstöðvar um danskar bókmenntir, heldur fyrirlestur í Norræna húsinu sunnudaginn 17. september kl. 16 um danska þjóðtrú í nútíma barnabókmenntum. Gamla danska þjóðtrúin er að öllu jöfnu gleymt fyrirbæri en þó finnast undantekningar. Í nútíma dönskum barnabókum er enn sagt frá ljósálfum, tröllum, álfum, dvergum og jólasveinum. Meira
17. september 1995 | Innlendar fréttir | 166 orð

Fyrsta skipið hefur þegar verið tekið upp

FLOTKVÍ Akureyrarhafnar verður formlega tekin í notkun í gær, laugardag m.a. að viðstöddum ráðherrum og alþingismönnum kjördæmisins. Flotkvíin verður almenningi til sýnis frá kl. 17.00 til 18.00 í dag. Fyrsta skipið var tekið í kvínna á fimmtudag, en það var Guðmundur Ólafur ÓF frá Ólafsfirði sem er í viðhaldi hjá Slippstöðinni Odda á Akureyri, en stöðin leigir kvínna af höfninni. Meira
17. september 1995 | Innlendar fréttir | 76 orð

Helgarnámskeið um streitu og kvíða

HELGARNÁMSKEIÐ sem nefnast Streitu- og kvíastjórnun hefjast laugardaginn 23. september. Á námskeiðinu er með fræðslu, hagnýtri slökun og samskiptaþjálfun kennt að takast á við og fyrirbyggja kvíða- og streitueinkenni. Kvíði þátttakenda er mældur fyrir og í lok námskeiðs og einnig er gefinn kostur á að taka persónuleikapróf. Námskeiðsgögnum fylgir m.a. Meira
17. september 1995 | Innlendar fréttir | 76 orð

Hópslys sviðsett á Austurlandi

Egilsstöðum-Sjúkraflutningamenn á Austurlandi voru á endurmenntunarnámskeiði nýlega og sóttu það menn af svæðinu frá Djúpavogi til Vopnafjarðar. Námskeiðið var haldið í samstarfi við Rauða kross Íslands og komu leiðbeinendur frá Slökkvistöðinni í Reykjavík. Meira
17. september 1995 | Innlendar fréttir | 102 orð

Íslendingar á Cho-Oyu

TÖLUVERÐIR erfiðleikar hafa þegar mætt þremur Íslendingum og níu öðrum fjallgöngumönnum í fyrsta áfanga leiðangurins upp á Cho-Oyu-tind í Tíbet. Leiðangurinn hélt frá Katmandu yfir Himalayafjöllin til Tíbet í síðustu viku. Eina leiðin yfir fjöllin er svokallaður Vináttuþjóðvegur og höfðu monsoon-rigningarnar lokað honum með vatns- og aurskriðum. Meira
17. september 1995 | Innlendar fréttir | 122 orð

Íslenskar rannsóknir styrkja kenningu

ÍSLENSKIR vísindamenn hafa fengið birtar niðurstöður sínar um brjóstakrabbamein í körlum í einu virtasta læknatímariti heims The Lancet. Rannsóknir hafa staðið yfir í 1 ár en að undanförnu hefur verið lögð áhersla á að kanna fylgni milli gensins BRCA2 og brjóstakrabbameins í körlum. Meira
17. september 1995 | Erlendar fréttir | 321 orð

Kosningar í Hong Kong FYRSTU og líklega síðustu lýðræði

FYRSTU og líklega síðustu lýðræðislegu kosningarnar í Hong Kong fara fram í dag, sunnudag, þegar kjörið verður nýtt þing sem Kínverjar segjast ætla að leysa upp þegar þeir taka við bresku nýlendunni eftir tæp tvö ár. Síðustu skoðanakannanir benda til þess að Demókratar, undir forystu lögfræðingsins Martins Lee, verði stærsti flokkurinn eftir kosningarnar en nái ekki meirihluta. Meira
17. september 1995 | Innlendar fréttir | 295 orð

Kristinn í Skarði kaupir Loga

KRISTINN GUÐNASON, bóndi í Skarði, hefur keypt stóðhestinn Loga frá Skarði, sem var í eigu hjónanna Ólafíu Sveinsdóttur og Jóns Jóhannssonar. Logi, sem er einn hæstdæmdi skeiðlausi stóðhestur landsins, var í fréttum fyrr í sumar þegar í ljós kom að hann hafði verið rangt feðraður, sagður undan Ljóra frá Kirkjubæ en reyndist vera undan Hrafni 802 frá Holtsmúla að öllum líkindum. Meira
17. september 1995 | Innlendar fréttir | 43 orð

Leikið í lóni

SUMARIÐ hefur verið sérstaklega hagstætt Austfirðingum og ekki hefur haustið verið síðra. Drengirnir á Borgarfirði eystra hafa svo sannarlega notið blíðunnar við hefðbundna sumarleiki. En brátt tekur Vetur konungur völdin og þá taka við annars konar leikir hjá drengjunum. Meira
17. september 1995 | Innlendar fréttir | 88 orð

Með fíkniefni á víðavangi

FJÓRIR menn á þrítugsaldri voru handteknir á götu á Ísafirði í fyrrinótt með fíkniefni í fórum sínum. Á mönnunum, sem áður hafa komið við sögu lögreglunnar á Ísafirði vegna fíkniefnamála, fundust hass og amfetamín, um það bil gramm af hvoru, svo og tæki til fíkniefnaneyslu, þar á meðal sprautur. Mennirnir voru færðir í fangageymslur lögreglunnar. Meira
17. september 1995 | Innlendar fréttir | 128 orð

Metverðmæti í einni veiðiferð

FRYSTITOGARINN Haraldur Kristjánsson HF-2, sem er í eigu Sjólastöðvarinnar hf., kom til Hafnarfjarðar seint í fyrrakvöld úr Smugunni með um 400 tonn af flökum. Áætlað verðmæti aflans er um 100 milljónir króna, að sögn Guðmundar Jónssonar, framkvæmdastjóra Sjólastöðvarinnar. Meira
17. september 1995 | Innlendar fréttir | 240 orð

Miklar endurbætur á Ólafsdalshúsi í Gilsfirði

ÓLAFSDALUR er við sunnanverðan Gilsfjörð og stendur við dal sem er um 5 km á lengd. Þar stofnaði Torfi Bjarnason fyrsta búnaðarskólann á Íslandi sem starfaði frá 1880­1907. Nú á að fara fram mikil viðgerð á húsunum í Ólafsdal og er kostnaðaráætlun verksins ekki undir 5 milljónum króna. Meira
17. september 1995 | Innlendar fréttir | 502 orð

Miklu atvinnuleysi spáð í byggingariðnaði í vetur

TALSMENN samtaka í byggingariðnaði segja harðan vetur framundan í þeirri atvinnugrein. "Iðnaðarmenn flýja land og það verður nánast engin nýliðun í stéttinni. Það gengur ekkert að selja íbúðir," sagði Atli Ólafsson, framkvæmdastjóri Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði, í samtali við Morgunblaðið. Spáð er miklu atvinnuleysi í greinni í vetur. Meira
17. september 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Nýr ritstjóri Vinnu

VINNAN, blað Alþýðusambands Íslands, er komin út og hefur blaðinu verið breytt frá því sem áður var. Vinna er nú í dagblaðsstærð og verður blaðið gefið út oftar en verið hefur, eða á þriggja vikna fresti að jafnaði. Ráðinn hefur verið nýr ritstjóri til blaðsins, Arnar Guðmundsson blaðamaður. Meira
17. september 1995 | Innlendar fréttir | 134 orð

Ódýrara að senda vél út en nota áætlunarflug

FLUGVÉL Flugmálastjórnar verður í dag send til Hammerfest í Noregi að sækja slasaðan sjómann. Ódýrara er að senda véina eftir manninum en að flytja hann heim með almennu áætlunarflugi. Baldur Sigbjörnsson, háseti á varðskipinu Óðni, sem brotnaði á báðum fótum og rifbeinsbrotnaði þegar dráttartaug slitnaði 7. þessa mánaðar, hefur nú legið á sjúkrahúsi í Hammerfest í rúma viku. Meira
17. september 1995 | Innlendar fréttir | 37 orð

Ókeypis skákæfing

SKÁKÆFINGAR fyrir börn og unglinga 14 ára og yngri hófust aftur í byrjun september hjá Taflfélagi Reykjavíkur. Æfingarnar eru haldnar í félagsheimilinu, Faxafeni 12, alla laugardaga kl. 14. Verðlaun eru veitt fyrir þrjú efstu sætin. Meira
17. september 1995 | Innlendar fréttir | 325 orð

Óska þess heitast að hefja eðlilegt líf

ÉG er ákaflega fegin að vera loksins komin heim og á þá ósk heitasta að hefja eðlilegt líf að nýju og að geta byrjað í skólanum aftur," sagði Ásta Kristín Árnadóttir 13 ára nýrnaþegi við komuna til landsins í gærmorgun. Meira
17. september 1995 | Innlendar fréttir | 738 orð

Ósongatið á stærð við meginland Evrópu

Sameinuðu þjóðirnar efndu til fyrsta alþjóðlega ósondagsins í gær. Ósondagurinn er haldinn til að vekja athygli á því hvernig dregið hefur verið úr notkun ósoneyðandi efna og minna á að baráttunni fyrir verndun ósonlagsins sé alls ekki lokið. Iðnvædd ríki (25% jarðarbúa) hafa nær hætt allri notkun ósoneyðandi efna. Þróunarlöndin eiga hins vegar töluvert í land. Meira
17. september 1995 | Innlendar fréttir | 214 orð

Reynt að ná öllum fullorðnum laxi

ÞEIR aðilar sem að Elliðaánum standa hafa komist að samkomulagi um hvað gera skuli til að stemma stigu við útbreiðlsu kýlaveikinnar sem fram kom í laxastofni árinnar í sumar. Um er að ræða þríþætta aðgerð sem standa mun fram á vor og felst í því að koma í veg fyrir að fullorðnir laxar komist aftur til sjávar næsta vor. Meira
17. september 1995 | Innlendar fréttir | 415 orð

Röskva segir að útganga fulltrúa Vöku sé ástæðulaus

"ÉG GET ekki séð neina gilda ástæðu fyrir því að þeir gangi út núna því framkvæmdin er sú sama og hún hefur alltaf verið. Ekkert hefur breyst að því undanskildu að nú hefur verið skotið lagastoðum undir að Háskólaráð afhendi stúdentaráði hluta innritunargjaldanna," segir Vilhjálmur H. Meira
17. september 1995 | Innlendar fréttir | 364 orð

Serbar lofa að létta umsátri um Sarajevo

BANDARÍKJAMENN sögðu á fimmtudagskvöld að Bosníu-Serbar hefðu fallist á að flytja þungavopn sín á brott frá Sarajevo. Hlé var gert á loftárásum Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Serbum veittur þriggja daga frestur til að standa við samkomulagið. Rússneska utanríkisráðuneytið hafði sakað NATO um þjóðarmorð á Bosníu-Serbum og að nota Bosníu sem "tilraunasvæði" vegna útþenslustefnu sinnar. Meira
17. september 1995 | Innlendar fréttir | 428 orð

Stjórn Strætisvagna Rey

Stjórn Strætisvagna Reykjavíkur tók ákvörðun um fargjaldahækkun í vikunni. Kort með 20 miðum fyrir aldraða og unglinga hækka um 100% en einstök fargjöld fullorðinna hækka úr 100 kr. í 120 kr. eða um 20%. Minnihluti sjálfstæðismanna í stjórninni greiddi atkvæði gegn hækkuninni. Meira

Ritstjórnargreinar

17. september 1995 | Leiðarar | 670 orð

ATVINNULEYSISMENNING

leiðari ATVINNULEYSISMENNING ér á Íslandi er atvinnuleysi svo mikið, að við höfum verulegar áhyggjur af því, en jafnframt er svo mikill skortur á vinnuafli í sumum starfsgreinum, að atvinnurekendur telja óhjákvæmilegt að þeir hafi leyfi til að ráða útlendinga til starfa. Meira
17. september 1995 | Leiðarar | 2698 orð

Reykjavíkurbréf format f. sdrbref nr. 68,7, 4.6.

Reykjavíkurbréf format f. sdrbref nr. 68,7, 4.6. Meira

Menning

17. september 1995 | Fólk í fréttum | 52 orð

Ball busanna í MK

UM 450 nemendur Menntaskólans í Kópavogi voru mættir á Ömmu Lú þriðjudagskvöldið 12. september til að bjóða velkomna nýja kynslóð nema sem gengur daglega undir nafninu busar. Geir Flóvent var í búrinu og hélt uppi stemmningu. Meira
17. september 1995 | Kvikmyndir | 304 orð

Casper og Kata

Leikstjóri Brad Silberling. Handritshöfundar Sherri Stoner og Deanna Oliver. Tónlist James Horner. Kvikmyndatökustjóri Dean Cundy. Sjónrænar brellur ILM. Aðalleikendur Christina Ricci, Bill Pullman, Cathy Moriarty, Eric Idle. Bandarísk. Universal 1995. Meira
17. september 1995 | Menningarlíf | 658 orð

Ekki hægt að koma í veg fyrir að fólk lesi

JASON Epstein er matargat. Hann er einnig innsti koppur í búri eins stærsta útgáfufyrirtækis Bandaríkjanna, Random House, og hafði um langt skeið yfirumsjón með öllum bókaforlögum þess. Epstein hyggst á næstunni gefa út Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness í Bandaríkjunum og hefur ekki áhyggjur af því að bókin verði ekin niður á upplýsingahraðbrautinni, hvað sem öllum hrakspám líður. Meira
17. september 1995 | Fólk í fréttum | 62 orð

Formleg opnun Undirheima

NEMAR Fjölbrautaskólans í Breiðholti fögnuðu formlegri opnun Undirheima þriðjudagskvöldið 12. september. Undirheimar eru athvarf hvar nemar FB geta leitað skjóls. Trúbador spilaði, því næst steig gleðisveitin Læðurnar á stokk og það voru piltarnir í Kósí sem luku kvöldinu með gríni og gleði. Meira
17. september 1995 | Menningarlíf | 172 orð

Göngulag tímans

ÚT ER komin skáldsagan Göngulag tímans eftir þýska rithöfundinn Sten Nadolny, sem nú er gestur Bókmenntahátíðar. Sagan fjallar um hinn fræga enska sæfara og landkönnuð John Franklin (1786-1847). Sá Franklin sem Nadolny hefur skapað er að mörgu leyti frábrugðinn hinni sögulegu fyrirmynd. Meira
17. september 1995 | Menningarlíf | 227 orð

Hollensk verðlaunaskáldsaga

EINN vinsælasti og um leið virtasti rithöfundur Hollendinga, Cees Nooteboom, er gestur á bókmenntahátíð 1995 sem nú stendur yfir. Hann hlaut Evrópsku bókmenntaverðlaunin árið 1993 fyrir bók sína Sagan sem hér fer á eftir sem kom út í gær hjá Vöku-Helgafelli. Meira
17. september 1995 | Fólk í fréttum | 325 orð

Lennon lifir

TÓNLISTARHEIMURINN á von á enn einum Lennon á sviðið. Hinn 19 ára Sean Lennon, sonur Yoko og Johns, hefur stofnað hljómsveit, en óvíst er hvar og hvenær hún mun fyrst koma fram. Sean leggur meiri áherslu á tónlistina en að baða sig í frægðarljósi nafns síns. Plötuframleiðandi einn segir það þó verða álíka auðvelt fyrir son Lennons að læðast óséður inn í tónlistarheiminn og fyrir J.F. Meira
17. september 1995 | Fólk í fréttum | 114 orð

Liðug Gina

GINA Gershon sem vakti athygli fyrir kynþokkafulla framkomu í kvikmynd hollenska leikstjórans Verhoevens "Showgirls" hefur fengið hlutverk í nýrri mynd sem ber nafnið "Original Sin" sem Verhoeven skrifar einnig handritið að. Í nýju myndinni leikur Gina kennara sem kemur fram í spjallþætti þar sem ætlunin er að finna elskhuga úr fyrra lífi. Meira
17. september 1995 | Fólk í fréttum | 101 orð

MacLaine leikur Auroru á ný

EINS OG margir muna eftir hlaut leikkonan Shirley MacLaine Óskarsverðlaunin fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni "Terms of Endearment" árið 1983. Hún hefur nú tekið að sér að leika Auroru Greenaway aftur, í myndinni "The Evening Star" sem er sjálfstætt framhald fyrrnefndrar myndar. Meira
17. september 1995 | Fólk í fréttum | 31 orð

Metnaðarfull leikkona

LEIKKONAN Elizabeth Berkley leikur Naomi Malone, metnaðarfulla stúlku, sem dreymir um að verða meðal fremstu nektardansara Las Vegas í myndinni "Showgirls". Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum 22. september. Meira
17. september 1995 | Menningarlíf | 1730 orð

STÖKKBREYTINGIN

Leikstjóri Hilmar Oddsson. Framleiðandi Jóna Finnsdóttir. Handritshöfundar Hilmar Oddsson, Hjálmar H. Ragnarsson og Sveinbjörn I. Baldvinsson. Tónlist Jón Leifs, Hjálmar H. Ragnarsson o.fl. Kvikmyndatökustjóri Sigurður Sverrir Pálsson. Aðalleikendur Þröstur Leó Gunnarsson, Ruth Ólafsdóttir, Bergþóra Aradóttir, Jóhann Sigurðarson og Benedikt Erlingsson. Meira
17. september 1995 | Fólk í fréttum | 122 orð

Sumarleyfi stjarnanna

SAINT Tropez í Frakklandi er vinsæll sumarleyfisstaður stjarnanna. Elle Macpherson var stödd þar nýlega og sá ekki ástæðu til að klæðast brjóstahaldara frekar en vanalega. Hún fór þó í bol áður en hún lét öldur Miðjarðarhafsins leika um sig, eins og sést á myndinni. Robert De Niro var einnig staddur í Saint Tropez í sumarfríinu. Meira

Umræðan

17. september 1995 | Velvakandi | 479 orð

ÍFURLEGT harðindaskeið gekk yfir land og þjóð um miðja 1

ÍFURLEGT harðindaskeið gekk yfir land og þjóð um miðja 18. öldina. Harðindin voru af ýmsum toga, m.a. veðurfarslegum. Skaftáreldar (1783) kórónuðu hörmungarnar. Níu þúsund manns, tæplega fimmtungur þjóðarinnar á þeirri tíð, féllu á árunum 1783-1785. Hundrað árum síðar var veðurfar enn og aftur sérdeilis kalt í landinu. Tvo síðustu áratugi 19. Meira
17. september 1995 | Velvakandi | 593 orð

Riðuveiki hefur fundist á 15 bæjum af 450 eftir fjárskipti

RIÐUVEIKI í sauðfé er að öllum líkindum víðar á gömlu riðusvæðunum en fram er komið. Veikin hefur reynst erfið viðfangs eins og vænta mátti, þar sem hún getur legið niðri 1­2 kynslóðir án þess að láta á sér kræla. Enn er margt óljóst um smitefnið sjálft en þó vitað, að það þolir 8 klst. suðu án þess að eyðast og sótthreinsiefni önnur en klór vinna lítt eða ekki á því. Meira
17. september 1995 | Velvakandi | 238 orð

Slæm þjónusta EINAR Þórðarson hringdi og vildi lýsa óánægju sinni yf

EINAR Þórðarson hringdi og vildi lýsa óánægju sinni yfir frímerkjaþjónustunni hjá Pósti og síma. Hann þarf stundum að kaupa frímerki og hefur núna tvisvar sinnum með stuttu millibili lent í því að ekki séu til algengustu gerðir frímerkja, þ.e. 30 kr. og 40 kr. frímerki. Meira
17. september 1995 | Velvakandi | 118 orð

Spekingar Eggerti E. Laxdal: NÚ HAFA spekingar hjá dagblaðinu "TÍMINN", fundið upp nýja aðferð til þess að svipta fólk

NÚ HAFA spekingar hjá dagblaðinu "TÍMINN", fundið upp nýja aðferð til þess að svipta fólk ritfrelsinu. Þeir krefjast þess að aðsendar greinar sem berast blaðinu séu á tölvudisklingi, annars er óvíst um birtingu. Þetta er manréttindabrot, að svipta fólk ritfrelsinu ef það á ekki tölvu, eða hefur ekki aðgang að slíku tæki. Meira
17. september 1995 | Velvakandi | 108 orð

Vetrarstarf Dómkirkjunnar að hefjast

SUNNUDAGINN 17. september kl. 11 hefst barnastarf Dómkirkjunnar með fjölskylduguðsþjónustu. Frá og með sunnudeginum 24. september verða tveir kirkjuskólar starfræktir, annar í Safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a kl. 11 og hinn í Vesturbæjarskólanum kl. 13. Með fjölbreyttum hætti verða börnin frædd og virkjuð í helgihaldi safnaðarins. Umsjónarmenn eru sr. Meira
17. september 1995 | Velvakandi | 622 orð

Vetrarstarf í Bústaðakirkju

SUNNUDAGINN 17. september hefst vetrarstarfið í Bústaðakirkju. Þá breytist messutíminn og almennar messur verða kl. 14.00. Starfið verður fjölbreytt og líflegt og leitast er við að allir megi finna eitthvað við sitt hæfi. Barnaguðsþjónustur Barnastarf verður alla sunnudaga kl. 11 árdegis og eru foreldrar sérstaklega hvattir til þátttöku með börnunum. Meira

Minningargreinar

17. september 1995 | Minningargreinar | 289 orð

Anna Guðmundsdóttir

Systir okkar, Anna Guðmundsdóttir, hefur nú kvatt þennan heim. Anna var félagi okkar í Sam-Frímúrarareglunni í rúm 40 ár og starfaði þar af í nær 30 ár með okkur í stúkunni Emblu. Starf hennar einkenndist af persónuleika hennar, einlægni, hógværð og léttleika. Hún gaf okkur andleg og veraldleg verðmæti sín af öllu hjarta, einstakri hógværð og þjónustulund og af mikilli gleði. Meira
17. september 1995 | Minningargreinar | 245 orð

ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR

ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR Anna Guðmundsdóttir var fædd á Helgastöðum í Biskupstungum 12. júní 1900. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 6. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Einarsson, f. 23. ágúst 1857, d. 11. júlí 1938, og Dagbjört Brandsdóttir, f. 13. september 1863, d. 23. október 1941. Meira
17. september 1995 | Minningargreinar | 938 orð

Anna María Egilsdóttir

Langri sjúkdómsbaráttu er lokið. Anna María í Fögrubrekku varð að gefast upp fyrir hinum mikla vágesti, krabbameininu. Fram á síðustu stundu var hugur hennar bundinn umhyggjunni fyrir öðrum, framtíð drengjanna sinna þriggja og söknuðinum yfir að fá ekki að fylgja þeim lengra á þroskabrautinni. En heimvon til himna átti hún góða og trúði staðfastlega á eilíft líf, þar sem ástvinir mætast á ný. Meira
17. september 1995 | Minningargreinar | 31 orð

ANNA MARÍA EGILSDÓTTIR

ANNA MARÍA EGILSDÓTTIR Anna María Egilsdóttir fæddist í Reykjavík 22. júlí 1954. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 11. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 15. september. Meira
17. september 1995 | Minningargreinar | 173 orð

Björgvin Bjarnason

Það gerist ýmislegt á lífsleiðinni sem erfitt er að sætta sig við. Eitt af því erfiðasta er að þurfa að horfa á eftir ástvinum okkar hverfa yfir móðuna miklu. Það var okkur systkinunum mikið áfall að frétta af andláti afa okkar og er þetta okkur öllum mikill missir. Það er þó mikil hugguna að vita til þess að nú er afi laus við alla þjáningar. Meira
17. september 1995 | Minningargreinar | 189 orð

Björgvin Bjarnason

Mig langar í örfáum orðum að kveðja föðurbróður minn Björgvin Bjarnason. Bjöggi, eins og hann alltaf var kallaður, er einn af skemmtilegustu mönnum sem ég hef þekkt og mun ég fyrst og fremst minnast hans fyrir það. Ég kynntist honum fyrst almennilega þegar ég flutti til Reykjavíkur fyrir fjórtán árum ásamt Bjarna bróður mínum. Meira
17. september 1995 | Minningargreinar | 354 orð

Björgvin Sigmundur Bjarnason

Fljótt skipast veður í lofti. Laugardaginn 9. september vorum við hjónin stödd í Þórsmörk í þrjátíu manna hópi úr Húnavatnssýslu. Það hafði verið slegið upp mikilli grillveislu og á eftir upphófst mikill söngur og gleðilæti sem stóðu til miðsnættis, en þá fór fólk að tínast til svefns. Ég vaknaði að venju snemma sunnudagsmorguninn 10. september. Meira
17. september 1995 | Minningargreinar | 355 orð

Björgvin Sigmundur Bjarnason

Er ég lá andvaka í nótt og steig fram úr, varð mér litið á bók er lá á náttborðinu. Framan á henni er vísa. Sjáðu í austri röðul rísa, rauðu bliki um himin stafar. Lífið allt er eins og vísa, ort á milli vöggu og grafar. (Rúnar Kristjánsson) Meira
17. september 1995 | Minningargreinar | 246 orð

Björgvin Sigmundur Bjarnason

Það er svo stutt síðan Bjöggi frændi kom við hjá okkur Lindu í kaffisopa, en það gerði hann oft á leið sinni í eða úr hesthúsinu. En hlutirnir eru fljótir að breytast og nú er hann farinn á vit æðri máttarvalda. Það var alltaf gaman að fá Bjögga í heimsókn, það var rætt um daginn og veginn og oftar en ekki slegið á létta strengi. Meira
17. september 1995 | Minningargreinar | 264 orð

BJÖRGVIN SIGMUNDUR BJARNASON

BJÖRGVIN SIGMUNDUR BJARNASON Björgvin Sigmundur Bjarnason fæddist í Reykjavík 5. maí 1928. Hann lést á Grensásdeild Borgarspítala 10. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Sigmundsson bifreiðastjóri frá Rauðasandi, f. 26.2. 1898, d.28.6 1978, og Guðrún Snorradóttir Garðakoti, Skagafirði, f. 13.8. 1896, d. 31.12. 1989. Meira
17. september 1995 | Minningargreinar | 381 orð

Katrín Magnúsdóttir

Elsku amma, okkur systkinin langar til að kveðja þig að sinni með nokkrum skemmtilegum minningum. Það var alltaf svo gaman að koma að heimsækja hana ömmu. Við komum oft til hennar í kaffi og það var alltaf eftirminnilegt því hun amma raðaði öllu innandyra á kaffiborðið og fylgdist svo vel með að við værum vel södd eftir að hafa smakkað á öllum tegundum. Það fór enginn svangur frá henni. Meira
17. september 1995 | Minningargreinar | 402 orð

Katrín Magnúsdóttir

Á morgun, mánudaginn 18. september, kveð ég konu sem mér er sérlega kær, elskulega ömmu mína og nöfnu Katrínu Magnúsdóttur á Lambastöðum á Seltjarnarnesi. Löng ferð er á enda. Ánægjuleg ferð er óhætt að segja því amma var mjög sátt við sitt lífshlaup. Hún var fjórða í röð sjö systkina og minntist hún bernsku sinnar ávalt með gleði og var kærleikur mikill með þeim systkinum. Meira
17. september 1995 | Minningargreinar | 406 orð

Katrín Magnúsdóttir

Það haustar að. Blómin fölna. Vinir kveðja og er sárt saknað, en lífið heldur áfram. Minningarnar lifa og ylja hrelldum huga. Vinkona mín er látin og mig langar að setja á blað minningarbrot ­ þakklætisvott ­ um dýrmæt kynni okkar. Hún hét Katrín Magnúsdóttir. Við vinir hennar kölluðum hana alltaf Daddý. Meira
17. september 1995 | Minningargreinar | 179 orð

KATRÍN MAGNÚSDÓTTIR

Katrín Magnúsdóttir fæddist í Landbrotum í Kolbeinsstaðahreppi 28. maí 1911. Hún lést á Borgarspítalanum 10. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Magnús Jóhannesson verkamaður, f. 3.11. 1880, d. 1.2. 1969, og María Ólafsdóttir, f. 7.2. 1882, d. 17.2. 1970. Árið 1936 giftist Katrín Helga Kristjánssyni húsasmíðameistara, f. 4.2. Meira
17. september 1995 | Minningargreinar | 418 orð

Leifur Haraldsson

Mig langar í örfáum orðum að minnast Leifs Haraldssonar. Þegar undirritaður kom á Seyðisfjörð fyrir rúmlega tveimur og hálfu ári var Leifur fyrstur manna til þess að bjóða mig velkominn. Þessi stund verður mér ávallt minnisstæð fyrir það, að þegar hann hafði fullvissað mig um að hér ætti mér eftir að líða vel, Meira
17. september 1995 | Minningargreinar | 548 orð

Leifur Haraldsson

Mánudagurinn 11. september 1995 rann upp hér á Seyðisfirði í friði og ró. Fyrir hádegi syrti þó að í huga okkar. Sú fregn barst um bæinn að þá um nóttina hefði Leifur Haraldsson rafvirkjameistari látist á Landspítalanum. Sorgin tók völdin í fæðingarbæ hans. Bænum sem hann fæddist í fyrir rúmum 60 árum. Bænum sem hann ólst upp í og starfaði alla sína ævi við fag sitt. Meira
17. september 1995 | Minningargreinar | 685 orð

Leifur Haraldsson

Góður heimilisvinur, Leifur Haraldsson, er kvaddur á morgum með miklum söknuði. Hann var mikill og góður vinur föður okkar, sem nú liggur veikur á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar. Kynni þeirra hófust í ferðum yfir Fjarðarheiði, þegar Leifur var við nám í Eiðaskóla, en pabbi var landpóstur á þeim tíma. Síðar urðu þeir miklir vinir og samstarfsmenn í pólitísku starfi og á fleiri sviðum. Meira
17. september 1995 | Minningargreinar | 157 orð

LEIFUR HARALDSSON

Leifur Haraldsson fæddist á Seyðisfirði 6. desember 1934. Hann lést á Landspítalanum 11. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Haraldur Aðalberg Aðalsteinsson, f. 20. janúar 1900, d. 12. mars 1982, og Sigurbjörg Björnsdóttir, f. 16. maí 1905, d. 14. janúar 1982. Leifur átti einn bróðir, Aðalbjörn, f. 17. nóvember 1929. Hann er búsettur á Seyðisfirði. Meira
17. september 1995 | Minningargreinar | 431 orð

Pétur Eiðsson

Núna eru u.þ.b. fjórir mánuðir síðan fósturpabbi minn Pétur leit sinn síðasta dag. En ástæðan fyrir því að ég birti þessa grein núna er sú að á morgun hefði hann orðið 43 ára. Ef þú, elsku Pétur minn, hefðir verið á meðal okkar í dag þá hefðum við heimsótt þig í litla fallega húsið þitt í Bökkunum og eflaust fært þér eitthvað í tilefni dagsins eins og venja var. Meira
17. september 1995 | Minningargreinar | 30 orð

PÉTUR EIÐSSON

PÉTUR EIÐSSON Rúnar Pétur Eiðsson fæddist á Snotrunesi í Borgarfirði eystra 18. september 1952. Hann lést á Egilsstöðum 29. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bakkagerðiskirkju 3. júní. Meira

Daglegt líf

17. september 1995 | Bílar | 748 orð

Fjallað um Nissan Patrol Snorra í4WD vakblad

SJÖ síðna grein með litmyndum og teikningum var í ágústhefti 4WD vakblad, stærsta og útbreiddasta jeppatímariti í hollensku mælandi löndum, um Nissan Patrol í eigu Snorra Ingimarssonar vélaverkfræðings. Snorri er með annan fótinn í Hollandi þar sem eiginkona hans leggur stund á sérnám í læknisfræði. Meira
17. september 1995 | Bílar | 374 orð

Fjöldi nýrra bíla frumsýndur á bílasýningunni í Frankfurt

FIMMTUGASTA og sjötta alþjóðlega bílasýningin í Frankfurt var opnuð fjölmiðlum sl. þriðjudag og meðal frumsýninga var Nissan Almera, arftaki Sunny, endurbættur Opel Vectra, Brava og Bravo frá Fiat, Renault frumkynnti Mégane- línuna sem tekur við af 19-línunni og svo mætti áfram telja. Sýnendur í Frankfurt eru 1. Meira
17. september 1995 | Bílar | 924 orð

Gjörbreyttur Hyundai Elantra með ýmsum þægindum

NÝ OG endurbætt Elantra frá Hyundai verksmiðjunum í Kóreu er komin til landsins og er frumsýnd nú um helgina hjá umboðinu, Bifreiðum og landbúnaðarvélum í Reykjavík en bíllinn kom á markað í heimalandinu snemma á þessu ári. Meira
17. september 1995 | Bílar | 670 orð

Hleðsla, frágangurog merking á farmi

Við sem vinnum að umferðarmálefnum, höfum tekið eftir því að það er ekki sjálfgefið að upplýsingar berist til almennings þegar fram koma nýjar reglur eða reglugerðir sem snerta umferðarmál. Þetta er vandamál að mínu mati því lang flestir vilja vera löglegir í alla staði. Ég ætla að kynna lesendum Bílablaðs Mbl. Meira
17. september 1995 | Bílar | 128 orð

Hópferða-bíllframtíð-arinnar

VOLVO kynnti nýverið hópferðabíl framtíðarinnar og fyrir utan nýstárlegt útlit eru þar á ferðinni ýmsar nýjungar, svo sem staðsetning bílstjóra. Hann á að sitja fremst í bílnum fyrir miðju og stýrt og beygt öll fjögur hjólin. Meira
17. september 1995 | Bílar | 167 orð

Prius verður næsti fólksbíll frá Toyota

HUGMYND að næstu kynslóð fólksbíla frá Toyota er nú sýnd á bílasýningunni í Frakfurt og hefur hann fengið nafnið Prius. Talsmenn verksmiðjanna segja að hér verði á ferðinni bíll sem taki fullt tillit til krafna umhverfisverndar sem og kaupenda og marki fyrirtækið með honum sókn sína inn í næstu öld. Meira
17. september 1995 | Bílar | 450 orð

SÁnægja á mal-arvegum á RAV4TALSVERT getur reynt á þolrifin hjá bílstj

TALSVERT getur reynt á þolrifin hjá bílstjórum sem aka þurfa mikið á malarvegum landsmanna enda eru þeir í misjöfnu ástandi, með fínum ofaníburði, grófir, mjóir, breiðir, hlykkjóttir eða beinir. Um þetta hugsum við kannski ekki mikið sem búum á Suðvesturhorninu og höfum bundið slitlag hundruð kílómetra út fyrir borgina. Meira
17. september 1995 | Bílar | 353 orð

ÖflugriSamara

ÞESS sér stað í 1996 árgerð af Lada Samara að General Motors hefur veitt rússneska framleiðandum tæknilega aðstoð. GM framleiðir eldsneytiskerfið í Samara sem nú verður með beinni innspýtingu og gefur 1,5 lítra vélinni fleiri hestöfl og dregur úr eldsneytiseyðslu hans. Við 90 km hraða á klst kemst Samara nú 17,5 km á hverjum lítra í stað 13 km áður. Meira

Fastir þættir

17. september 1995 | Dagbók | 2644 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 15.-21. september að báðum dögum meðtöldum, er í Árbæjar Apóteki, Hraunbæ 102b. Auk þess er Laugarnes Apótek, Kirkjuteigi 21 opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
17. september 1995 | Dagbók | 214 orð

Ausandi rigning Frá því var sagt fyrir nokkru í morg

Frá því var sagt fyrir nokkru í morgunfréttum Ríkissjónvarpsins kl. átta, þegar forseti okkar var á ferð í Kína, að hann hefði daginn áður lent í ausandi rigningu. Ég hnaut um þetta lo. ausandi, enda hafði mér verið bent á það í skóla sem dönskuslettu og með öllu óþarfa í málinu. Í dönsku er talað um øsende regn, og þaðan mun orðið ausandi komið í móðurmál okkar. Meira
17. september 1995 | Dagbók | 66 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 18. septe

Árnað heilla ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 18. september, verða sjötug hjónin Guðrún Guðmundsdóttir og Eiríkur Tryggvason, frá Búrfelli, Miðfirði, nú til heimilis í Furugrund 68, Kópavogi. Þau taka á móti gestum í Félagsheimili Kópavogs sunnudaginn 24. september nk. milli kl. 15 og 17. Meira
17. september 1995 | Fastir þættir | 802 orð

BLÓM VIKUNNAR 319. þáttur

NÚ ER hafin hin árvissa barátta mín og þrastanna umberin í garðinum, barátta sem ég tapa alltaf, þar sem þeir standasvo miklu betur aðvígi. Þeir eru að allandaginn frá birtingufram í rökkur og fylgjast með þroskanumfrá degi til dags og erulöngu byrjaðir á fyrstuyfirferð, já, jafnvel áannarri eða þriðju,þegar mér dettursultugerð í hug. Meira
17. september 1995 | Fastir þættir | 301 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélagið Muninn

SANDGERÐINGAR eru að rísa upp frá sumardvala og voru að hefja vetrarstarfið sl. miðvikudag 13. sept. með eins kvölds tvímenningi með þátttöku 10 para og urðu úrslit þannig: Björn Dúason ­ Kristján Kristjánsson126Eyþór Jónsson ­ Garðar Garðarsson120Óli Þór Kjartansson ­ Kjartan Ólason116 Næstu mót: 20. og 27. sept. Meira
17. september 1995 | Fastir þættir | 812 orð

Hannes Hlífar sigraði á Friðriksmótinu

2.­16. september 1995 HANNES Hlífar Stefánsson sigraði á Friðriksmótinu í skák sem lauk á föstudagskvöldið. Eftir sigur á BentLarsen í næstsíðustuumferð dugði Hannesijafntefli við Smyslovtil að tryggja sér sigur. Aldursforsetinnvar sáttur við það eftiraðeins 10 leikja taflmennsku. Meira
17. september 1995 | Dagbók | 598 orð

Reykjavíkurhöfn: Um helgina er Gissur

Reykjavíkurhöfn: Um helgina er Gissur væntanlegur af veiðum. Á morgun kemur Ásbjörnaf veiðum, Jakob Kosan kemur með farm ogFreri fer á veiðar. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag er Hofsjökull væntanlegur og Lagarfosser væntanlegur í dag eða á morgun. Meira
17. september 1995 | Dagbók | 190 orð

Yfirlit: Á G

Yfirlit: Á Grænlandssundi er 990 mb. lægð sem þokast norðaustur, önnur lægð álíka skammt austur af Hvarfi og mun hún einnig þokast norðaustur. Spá: Allhvöss eða hvöss suð-vestanátt með skúrum sunnan- og vestanlands, en bjart veður annars staðar. Meira

Íþróttir

17. september 1995 | Íþróttir | 570 orð

FH setti mestan svip á mótið

MEISTARAMÓT Íslands í frjálsíþróttum 15-22 ára fór fram á Laugardalsvelli um síðastliðna helgi og var keppni jöfn og spennandi í mörgum greinum. Mest bar á íþróttafólki frá FH og vann það til flestra verðlauna. Má þar nefna Bjarna Þór Traustason sem sigraði í fimm greinum auk þess að vera í sigursveitum FH í báðum boðhlaupunum. Meira
17. september 1995 | Íþróttir | 950 orð

Hvers vegna tekur SSÍ öðruvísi á málum en aðrir?

Bréf þetta er svar við bréfi frá Sundsambandi Íslands (SSÍ) þann 22. júlí s.l. En þar svaraði SSÍ bréfi mínu frá 15. júlí. Mál málanna er að ég var rekin úr landsliðinu vegna fjarveru minnar frá æfingabúðum um páskana, 13.-16. apríl, og ófullnægjandi mætingar á æfingar, að sögn SSÍ. Meira

Sunnudagsblað

17. september 1995 | Sunnudagsblað | 83 orð

»9000 hafa séð Don Juan Alls hafa tæplega 9.

Alls hafa tæplega 9.000 manns séð rómantísku gamanmyndina Don Juan" með Johnny Depp í Laugarásbíói. Þá hafa um 6.000 manns séð Johnny Mnemonic", 3.000 Major Payne" og 51.500 Heimskan heimskari. Meira
17. september 1995 | Sunnudagsblað | 1115 orð

Aðgengi húsa

Á NÆSTUNNI mun ég annan hvern sunnudag vera með pistla hér í blaðinu um fötlunarmál. Sérstök áhersla verður lögð á ferlimál því ferlimál eru og munu verða helsta baráttumál okkar sem ekki höfum fullkomna hreyfigetu. Það eru ekki aðeins fatlaðir sem njóta góðs af góðu og greiðu aðgengi. Meira
17. september 1995 | Sunnudagsblað | 1541 orð

Á FORTÍÐARGÖNGU

Á FORTÍÐARGÖNGU Menn ganga inn í 19. öldina þegar þeir ganga inn í gamla bæjarhverfið á Ísafirði. Meira
17. september 1995 | Sunnudagsblað | 1562 orð

Á hraðferð inn í markaðsvædda framtíð Fyrir 15 árum tók kommúnistaflokkurinn í Kína þá stefnu að opna landið fyrir umheiminum og

TÍMINN, hann er fugl sem flýgur hratt, sagði skáldið og það hefur sannarlega átt við um þær tvær vikur sem forlögin hafa skammtað mér til minnar fyrstu ferðar til Kína. Svo margt hefur borið fyrir augu og eyru, að erfitt er að segja hvað eftirminnilegast er eða verður þegar fram líða stundir. Meira
17. september 1995 | Sunnudagsblað | 204 orð

Berstu trúarinnar góðu baráttu!

17. september. Fjórtándi sunnudagur eftir Þrenningarhátíð. Lambertsmessa. Úr bréfi postulans til Tímóteusar. --"Ef einhver fer með annarlegar kenningar og fylgir ekki hinum heilnæmu orðum Drottins vors Jesú Krists og því, sem guðrækni vor kennir, þá hefur hann ofmetnast og veit ekki neitt. Hann er sótttekinn af þrætum og orðstælum. Meira
17. september 1995 | Sunnudagsblað | 1244 orð

Brjóstakrabba-mein í körlum 100sinnum sjaldgæfara en í konum

STÖÐUGAR rannsóknir standa yfir um víða veröld til þess að reyna að finna tengsl á milli genabreytinga og ákveðinna sjúkdóma eins og til dæmis krabbameins. Með því að finna genin, kanna hegðun þeirra í heilbrigðum og sýktum einstaklingum, Meira
17. september 1995 | Sunnudagsblað | 140 orð

»Chabrol kvikmyndar Ruth Rendell ENGINN er iðnar

ENGINN er iðnari við gerð sakamálamynda í Frakklandi en Claude Chabrol og er hann Hitchcock þeirra Frakka. Nýjasta myndin hans, sem kannski má útleggja sem Óhagganlegur dómur á íslensku, er byggð á sakamálasögu eftir breska glæpasagnahöfundinn Ruth Rendell. Meira
17. september 1995 | Sunnudagsblað | 971 orð

Einfaldleiki og ferskleiki

Fjarlægðin gerir fjöllin svo sannarlega blá og jafnvel röndótt. Ef maður þekkir þau ekki fyrir getur verið erfitt að ímynda sér hvernig þau líta út í návígi. Ýmsar ranghugmyndir og afbakanir geta sprottið upp eins og gorkúlur þegar menn fara að geta sér til um það sem þeir ekki þekkja af eigin raun eða samkvæmt áreiðanlegum heimildum. Meira
17. september 1995 | Sunnudagsblað | 3430 orð

Ferðsemekkigleymist

ÉG VAR í þann mund að ljúka krefjandi verkefni sem staðið hafði yfir dag hvern í mánaðartíma og aðeins vika í að aðalstarf mitt sem grunnskólakennari hæfist. Þarfnaðist hlés milli þátta, stundar milli stríða. Þráði að komast út úr margmenninu og veraldarþrasinu. Fá að anda frjáls um stund. Meira
17. september 1995 | Sunnudagsblað | 115 orð

Fólk

Ný útgáfa harmleiksins um Óþelló hefur verið sett í framleiðslu og fara Laurence Fishburne og Kenneth Branagh með aðalhlutverkin ásamt Irene Jacob úr Þremur litum: Rauðum. Shakespeare er vinsæll þessa dagana, ekki síst vegna Branaghs, en a.m.k. Meira
17. september 1995 | Sunnudagsblað | 4206 orð

GALDRAKARLINN Í OZ

ÍSKÁLARÆÐUM embættismanna og á kosningafundum ber oft á góma lausnarorðið hátækniiðnaður. Reyndar er það oft í því samhengi að það þýðir einfaldlega iðnaður, til að mynda þegar menn sjá fyrir sér frísvæði þar sem fólk stendur við færiband með skrúfjárn og lóðbolta og Meira
17. september 1995 | Sunnudagsblað | -1 orð

HINN ÞRÍEINI EÐA EINI? KaupmannahafnarbréfÞegar svo vill til að maður, sem er flokksformaður og forsætisráðherra, talar, á þá að

EF POUL NYRUP Rasmussen forsætisráðherra Dana má vera að því að láta hugann reika þessa dagana, hlýtur hann að hugsa með tregablöndnum söknuði til síðustu sumarleyfisdaga sinna, sem hann eyddi í góðu yfirlæti á Íslandi. Eftir heimkomuna hefur hann lent í hverri klípunni á fætur annarri. Meira
17. september 1995 | Sunnudagsblað | 921 orð

Hugumstóra þjóðfrelsishetjan

BRAVEHEART gerist á 13. öld og segir söguna af William Wallace, sem ku vera ein helsta þjóðsagna- og frelsishetja Skota og leiddi þá í uppreisn gegn ofurvaldi Játvarðs I Englandskonungs um aldamótin 1300. Eina heimildin um ævi þessarar hetju er skoskt sagnaljóð frá miðöldum. Á því er handrit myndarinnar m.a. Meira
17. september 1995 | Sunnudagsblað | 1751 orð

Höllin í kastala draumsins Hinni árlegu óperuhátíð í Savonlinna er nýl

EVERÓPA státar af ótölulegum fjölda kastala en líklega er óhætt að fullyrða að enginn þeirra er neitt líkur kastalanum sem flýtur á vatninu, Olavinlinna-kastalanum í Savonlinna í Finnlandi. Reistur á miðöldum á lítilli eyju - eða öllu heldur kletti - á þessum draumkennda stað, Meira
17. september 1995 | Sunnudagsblað | 154 orð

»Indíánadrengur í París NÝ frönsk gamanmynd hefur verið mjög vi

NÝ frönsk gamanmynd hefur verið mjög vinsæl í heimalandi sínu þar sem meira en sex milljónir manna hafa séð hana. Myndin heitir Indíáninn í borginni eða Un indien dans la ville" og halaði hún inn 30 milljónir dollara fyrstu átta vikurnar í Frakklandi. Meira
17. september 1995 | Sunnudagsblað | 144 orð

Í BÍÓ

FORSÝNINGAR eru nýjasta æðið í kvikmyndahúsunum. Það er varla frumsýnd orðið bíómynd sem ekki hefur verið forsýnd allt upp í sex sinnum áður eða oftar með viðeigandi húllumhæi. Forsýningar eru notaðar til að auglýsa upp myndir og virka sjálfsagt mjög vel sem auglýsingatæki. Meira
17. september 1995 | Sunnudagsblað | 399 orð

Í fótspor Peckinpah og Kurosawa?

MEÐ myndinni Braveheart hefur Mel Gibson líklega unnið sinn mesta sigur til þessa. Fyrir var hann heimsþekkt kvikmyndastjarna og kyntákn sem leikið hafði í nokkrum af vinsælustu kvikmyndum seinni ára. En framvegis verður jafnframt litið á hann sem leikstjóra sem ástæða er til að gefa gaum og taka alvarlega. Leikstjórn hans á myndinni Braveheart hefur verið m.a. Meira
17. september 1995 | Sunnudagsblað | 428 orð

Í hringleikahúsinu

FÁIR tónlistarmenn hafa orðið fyrir öðrum eins aðsúg samherja sinna og Lenny Kravitz. Kollegar hans hafa valið honum öll hin verstu orð fyrir tón- og hugmyndastuld og gagnrýnendur hafa látið etja sér á foraðið og hamast að Lenny, þó þeir hafi lagt þá iðju af eftir að hann sló í gegn. Meira
17. september 1995 | Sunnudagsblað | 145 orð

Íslandskíj! Björk! Debut! Í KALÍNÍNGRAD hafa borgaryfir

Í KALÍNÍNGRAD hafa borgaryfirvöld áhuga á sem víðtækustum tengslum við Norðurlöndin, meðal annars í gegnum Eystrasaltssamstarfið sem nýlega hefur verið komið á fót. Júríj Rozhkov, upplýsingafulltúi Kalíníngrad- héraðs, lét í ljós þá frómu ósk við blaðamann Morgunblaðsins að hann kæmi á framfæri áhuga Kalíníngrad á að eignast vinabæ á Íslandi líkt og á hinum Norðurlöndunum. Meira
17. september 1995 | Sunnudagsblað | -1 orð

Íslenskir mormónar í Vesturheimi

HINN 7. september árið 1855 komu fyrstu íslensku landnemarnir á langþráðan áfangastað til að setjast að fyrir fullt og fast í Ameríku. Þetta voru þrír mormónar sem komnir voru langa leið í þá Síon sem mormónum er fyrirheitin hér á jörð, í eyðimörkina við Saltvatnið mikla í Utah. Meira
17. september 1995 | Sunnudagsblað | 243 orð

Í TANGAGÖTU

"Mörg húsanna, sem reist voru á síðari hluta 19. aldar, standa enn á eyrinni. Eitt þeirra er Tangagata 23, sem reist var 1888. Húsið er timburhús, "einlyft og portbyggt", 5,8 x 7,7 metrar að grunnfleti (u.þ.b. 52 ferm). Vegghæð aðalhæðar er 3 metrar, en 2,3 á rishæð. Á 1. hæð hússins voru 3 herbergi og eldhús, en á milli hæða var þröngur, brattur stigi. Meira
17. september 1995 | Sunnudagsblað | 491 orð

Meira Stjörnustríð ÞEGAR Stjörnustríðsmyndirnar þrjár voru sýndar í Nýja bíói í gamla daga fylgdu þeim alltaf þær fréttir að

ÞEGAR Stjörnustríðsmyndirnar þrjár voru sýndar í Nýja bíói í gamla daga fylgdu þeim alltaf þær fréttir að höfundurinn, George Lucas, ætlaði að gera alls níu myndir í bálknum og næst mundi hann byrja á byrjuninni. Það þóttu tröllsleg tíðindi en Lucas ætlar að standa við stóru orðin og er byrjaður að undirbúa tökur á þremur nýjum Stjörnustríðsmyndum, sem marka upphaf sögunnar. Meira
17. september 1995 | Sunnudagsblað | 1966 orð

(P)RÚSSNESKA VIRKIÐ VIÐ EYSTRASALT

(P)RÚSSNESKA VIRKIÐ VIÐ EYSTRASALT Rússneska borgin Kalíníngrad, sem áður var þýzk og hét Königsberg, á sér sérkennilega sögu og tilveru. Ólafur Þ. Stephensen heimsótti staðinn, þar sem gamlir prófessorar í marx-lenínisma lesa Kant, rússneski Eystrasaltsflotinn ryðgar - og Prússarnir snúa aftur. Meira
17. september 1995 | Sunnudagsblað | 1010 orð

Raunveruleikinn fáránleg eftirlíking af leikhúsinu

FINNSKA óperuskáldið, Aulis Sallinen, hóf tónlistarferil sinn með námi í fiðluleik. Impróvísasjónir á píanóið leiddu hann út í jass og síðan í tónsmíðar og fyrsta verkið samdi hann þegar hann var enn á táningsaldri. Eftir nám í Síbelíusarakademíunni hjá Aare Merikanto og Joonas Kokkonen hóf hann kennslu við sömu stofnun og kenndi þar til ársins 1976. Meira
17. september 1995 | Sunnudagsblað | 271 orð

Stilluppsteypuvínyll

STILLUPPSTEYPA minni enn á sig, að þessu sinni með sannkallaðri breiðskífu, 12 laga vínylplötu, sem kom út ytra fyrir skemmstu; fyrsta breiðskífa sveitarinnar. Stilluppsteypa hefur verið iðin við að senda frá sér lög á safnplötur og sjötommur í útlöndum, en sendir nú frá sér fyrstu breiðskífuna sem Very Good Records í Þýskalandi gefur út. Meira
17. september 1995 | Sunnudagsblað | 1449 orð

Svörtu húsin í Cognac

NAFN bæjarins Cognac er þekkt hugtak hvert sem komið er í heiminum. Hvort sem er í Singapore, Sydney, New York eða Reykjavík, alls staðar vita menn hvað við er átt þegar beðið er um Cognac. Það kemur því mörgum á óvart sem heimsækja þennan bæ í suðvesturhluta Frakklands hversu lítill bærinn með þekkta nafninu er í raun. Meira
17. september 1995 | Sunnudagsblað | 179 orð

Sænsk danstónlist

EIN helsta danssveit Svía er væntanleg hingað til lands til tónleikahalds, en þeir sem fylgst hafa með útsendingum MTV þekkja hana eflaust af mögnuðum myndböndum. Hljómsveitin heitir Lucky People Center og á rætur langt aftur í tímann. Meira
17. september 1995 | Sunnudagsblað | 140 orð

Trommunámskeið

HINN góðkunni trommuleikari, Gunnlaugur Briem, hyggst efna til sex vikna námskeiða í trommuleik í vetur. Fyrsta námskeiðið hefst 10. október. Ég hef velt því fyrir mér lengi að miðla af þeirri þekkingu sem ég hef aflað mér undanfarin 20 ár m.a. í Bandaríkjunum, ekki síst vegna þess að margir hafa leitað til mín og beðið um kennslu. Meira
17. september 1995 | Sunnudagsblað | 2517 orð

Um MS-sjúkdóminn

MS tilheyrir þeim sjúkdómum miðtaugakerfisins, sem lýsa sér með skemmdum á mýelinslíðrun tauga í miðtaugakerfinu. Mýelin eða mýli eins og það kallast á íslensku er himna gerð úr eggjahvítuefnum sem umlykur taugafrumur. Hlutverk þess er að flýta leiðni taugaboðanna þegar þau berast með tauginni. Orsakir fyrir mýelinskemmdum í taugafrumum geta verið margar t.d. Meira
17. september 1995 | Sunnudagsblað | 1778 orð

"Við eigum í vandræðum"

Fjögurra daga barátta við dauðann úti í geimnum." Þannig hljóðaði fimm dálka fyrirsögn á forsíðu Morgunblaðsins 15. apríl árið 1970 þegar fréttir bárust af því að sprenging hefði orðið í bandarísku geimferjunni Apollo 13 á leið til tunglsins. Þrír geimfarar voru um borð, sem börðust æðrulausir við hætturnar. Meira
17. september 1995 | Sunnudagsblað | 1818 orð

VILJI, ÞOR OG KRAFTUR ER ALLT SEM TIL ÞARF

Guðlaug Kristín Pálsdóttir fæddist 16. apríl 1967. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugavatni 1989 og starfaði hjá Búnaðarbanka Íslands 1989-92, fyrst í erlendum viðskiptum en síðan sem gjaldkeri. 1992-93 starfaði hún hjá Pylsuvagninum við Ánanaust. Kristján Þór Sveinsson fæddist 23. maí 1965. Meira
17. september 1995 | Sunnudagsblað | 3445 orð

ÞETTA ER BARDAGI Heilbrigðismál hafa verið töluvert í umræðunni að undanförnu, og ekki að ófyrirsynju þar sem þessi málaflokkur

ÍBRENNIDEPLI þessa dagana hafa verið þær hugmyndir heilbrigðisráðherra að fresta fjárfrekum framkvæmdum við sjúkrahús og heilsugæslustöðvar og þegar hefur ráðherrann ákveðið að fresta Meira
17. september 1995 | Sunnudagsblað | 150 orð

(fyrirsögn vantar)

ROKKSVEITIN geðþekka Blome sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu fyrir skemmstu, The Third Twin, og undirbýr nú umfangsmikið tónleikahald til að fylgja plötunni eftir. Útgáfutónleikar sveitarinnar verða í Tveimur vinum næstkomandi fimmtudag. Meira

Lesbók

17. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 437 orð

Smábréf til forseta Bandalags íslenskra listamanna

Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld ÞAR sem þú ert málsvari og í raun eins konar réttargæslumaður íslenskra listamanna, vil ég skjóta til þín máli, er varðar meðferð á hugverki. Svo er mál með vexti, að ég hef unnið úr þjóðlagi nokkru tónverk, sem þekkt er undir nafninu Vísur Vatnsenda-Rósu. Meira
17. september 1995 | Menningarblað/Lesbók | 407 orð

Sorfinn völusteinn

Hjálmar H. Ragnarsson og fleiri. Föstudagurinn 15.september, 1995. SÚ kenning, að listsköpun eigi sér fimm meginsvið, aðgreind sem sköpunarþörf, menntun, tilfinning, markmið og boðskapur, er heillandi og í reynd eru þessir þættir allir meira og minna virkir í mati manna á list. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.