Greinar þriðjudaginn 3. október 1995

Forsíða

3. október 1995 | Forsíða | 79 orð

Anand gjörsigraður

KASPAROV sigraði Anand í 25 leikjum í einvígi þeirra í New York í gær, og tefldi hann með svart. Kasparov hefur nú 7,5 vinning á móti 5,5 vinningi Anands. Hann hefur fengið þrjá og hálfan vinning úr seinustu fjórum skákum. Aðeins er eftir að tefla sjö skákir, þannig að ólíklegt þykir að Anand geti náð yfirhöndinni héðan í frá. Meira
3. október 1995 | Forsíða | 234 orð

Dómur kveðinn upp í dag yfir O.J. Simpson

KVIÐDÓMUR í máli bandarísku íþrótta- og sjónvarpsstjörnunnar O.J. Simpsons komst að niðurstöðu í gær, á hálfri sjöttu klukkustund, en réttarhöldunum á hendur honum lauk í síðustu viku nær níu mánuðum eftir að þau hófust. Meira
3. október 1995 | Forsíða | 184 orð

Hyggjast hundsa mótmælin

FRAKKAR létu engan bilbug á sér finna í gær þrátt fyrir harðorð mótmæli um heim allan við því að þeir sprengdu kjarnorkusprengju í tilraunaskyndi á Fangatufa-kóralrifinu í Kyrrahafi í fyrrakvöld. Herve de Charette utanríkisráðherra sagði í gærkvöldi, að fyrirhuguðum tilraunasprengingum yrði haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist. Meira
3. október 1995 | Forsíða | 197 orð

Lenti í röngu landi

BANDARÍSKA flugmálastjórnin (FAA) rannsakar nú hvernig í ósköpunum DC-10 þota flugfélagsins Northwest Airlines í áætlunarflugi frá Detroit til Frankfurt í Þýskalandi með 241 farþega innanborðs lenti í Brussel. "Einu mennirnir í flugvélinni sem ekki vissu hvert stefndi voru náungarnir í stjórnklefanum," sagði fulltrúi FAA sem vinnur að rannsókn málsins. Meira
3. október 1995 | Forsíða | 425 orð

Vigdís Finnbogadóttir gefur ekki kost á sér á ný

FORSETI Íslands, Vigdís Finnbogadóttir, tilkynnti í gær að hún gæfi ekki kost á sér til endurkjörs er núverandi kjörtímabili hennar lýkur næsta sumar. Forsetakosningar verða því lögum samkvæmt haldnar 29. júní á næsta ári og rennur framboðsfrestur út fimm vikum fyrr, eða 25. maí. Nýr forseti tekur við embætti 1. ágúst. Meira

Fréttir

3. október 1995 | Innlendar fréttir | 89 orð

100 ára afmæli fagnað

GUÐRÚN Ásbjörnsdóttir fagnaði í gær 100 ára afmæli sínu að viðstöddum afkomendum sínum, sem eru rúmlega 130 talsins, og vinum á veitingastaðnum Skútunni í Hafnarfirði. Guðrún er fædd 2. október 1895 og ólst upp í Ásbjarnarhúsi á Hellissandi. Lengst af hefur Guðrún búið í Hafnarfirði. Foreldrar Guðrúnar voru Hólmfríður Guðmundsdóttir og Ásbjörn Gilsson. Amma Guðrúnar var Þórunn formaður. Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 668 orð

2.500 manns í miðborginni þegar mest var

UM helgina eru rúmlega fjögur hundruð færslur í dagbók. Af þeim eru 13 innbrot, 19 þjófnaðir og 18 skemmmdarverk. Nokkrum sinnum var kveikt í söfnunargámum fyrir blaðaúrgang. Seinnipart föstudags var einnig kveikt í skósöfnunargámi við Snorrabraut. Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 447 orð

487 sæti seldust upp á klukkustund

MIKIL örtröð var á skrifstofum Samvinnuferða-Landsýnar snemma í gærmorgun, en þegar starfsfólk mætti til vinnu var biðröð fólks fyrir utan. Tilefnið var auglýsing í Morgunblaðinu á sunnudag, þar sem ferðaskrifstofan bauð sex daga ferð til Bahamaeyja á 39.800 krónur, með Boeing 747-100 vél sem flugfélagið Atlanta festi nýlega kaup á. Meira
3. október 1995 | Erlendar fréttir | 392 orð

63% AusturÞjóðverja segjast ánægð

FIMM ár eru í dag liðin frá því að Austur- og Vestur-Þýskland sameinuðust í eitt ríki og nýjar skoðanakannanir gefa til kynna að meirihluti íbúa alþýðulýðveldisins sem var sé nú ánægður með sinn hlut og bjartsýnn á framtíðina. Hins vegar telja æ fleiri þeirra að í vesturhlutanum sé ekki nægilegur skilningur á því hve umskiptin fyrir austan séu erfið. Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 62 orð

Afstaða Íslendinga áréttuð

AFSTAÐA íslenskra stjórnvalda vegna kjarnasprenginga í tilraunaskyni hefur verið áréttuð á ný við sendiherra Frakka hér á landi. Í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu kemur fram að íslensk stjórnvöld harmi mjög að Frakkar hafi sprengt að nýju kjarnasprengju í tilraunaskyni þrátt fyrir öflug mótmæli um allan heim, Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 92 orð

"Aldarspor" um sögu Hvítabandsins

LÍKNARFÉLAGIÐ Hvítabandið er að hefja vetrarstarf sitt. Félagið er 100 ára á þessu ári og af því tilefni er að koma út bók um sögu Hvítabandsins "Aldarspor" skrifuð af Margréti Guðmundsdóttur sagnfræðingi. Hvítabandið hefur unnið að líknar- og velferðarmálum undir kjörorðinu: Fyrir Guð, heimilið og þjóðina. Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 59 orð

Alsæla á veitingastað

FÍKNIEFNALÖGREGLAN handtók á föstudagskvöld starfsmann vínveitingahúss í Reykjavík með alsælu og amfetamín í fórum sínum. Maðurinn játaði að hafa ætlað efnið til sölu og eigin neyslu. Hann gekkst við að hafa keypt tuttugu og fimm töflur af alsælu og að hafa selt tíu þeirra. Við handtöku fundust í fórum mannsins átta alsælutöflur og þrjú grömm af amfetamíni. Meira
3. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 100 orð

Atvinnulausum fækkar

UM síðustu mánaðamót voru um 320 manns á atvinnuleysisskrá á Akureyri og hafði fækkað um 86 frá mánuðinum á undan. Fjöldi atvinnulausra nú er svipaður og á sama tíma í fyrra. Af þessum hópi voru um 130 karlar á atvinnuleysisskrá og um 190 konur. Meira
3. október 1995 | Landsbyggðin | 155 orð

Aukin jógaiðkun á Egilsstöðum

Egilsstöðum - Jógakennararnir Kristbjörg Kristmundsdóttir og Sigurborg Kr. Hannesdóttir hafa komið upp aðstöðu til jógaiðkunar á Egilsstöðum. Húsnæðið er í Dynskógum 4 og er þar rúmgóð aðstaða fyrir hópa. Það eru 7 ár síðan byrjað var að kenna jóga á Egilsstöðum en frumkvöðullinn að þeirri kennslu er Kristbjörg Kristmundsdóttir. Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 268 orð

Árlegur stuðningur lækkað um 2 milljarða

STUÐNINGUR ríkissins við sauðfjárræktina verður um tveir milljarðar árið 2000 samkvæmt búvörusamningi sem fulltrúar ríkis og bænda undirrituðu um helgina. Árið 1991 nam stuðningur ríkisins um 4,5 milljörðum. Samdráttur í árlegum stuðningi nemur því nærri 2,5 milljörðum á einum áratug. Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 116 orð

Átök í Rósenberg

ÞRÍR menn voru handteknir í Rósenbergkjallaranum í Lækjargötu seint á föstudagskvöld. Einum lögreglumannanna var skellt í gólfið í anddyrinu og slasaðist hann lítillega, að sögn lögreglunnar. Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 202 orð

Bíll fauk á hliðina

TVEIR menn á miðjum aldri voru hætt komnir er bíll þeirra fauk á hliðina í ofanverðu almannaskarði að kvöldi sðasta laugardags. Vonskuveður var á suðausturlandi um kl. 21 er óhappið varð en miklir sviftivindar geta orðið á þessum slóðum í suðaustlægum áttum. Að sögn mannanna höfðu þeir stöðvað bílinn vegna mikillar vindhviðu er hann lagðist á hliðina. Meira
3. október 1995 | Erlendar fréttir | 138 orð

Bosníu-Serbar sækja fram

BOSNÍU-SERBUM hefur orðið vel ágengt í sókn í norðvesturhluta Bosníu og náð á sitt vald nokkrum landsvæðum sem þeir misstu í stórsókn stjórnarhersins og Króata fyrir tveimur vikum. "Bosníu-Serbar virðast hafa hafið gagnsókn í átt að Bosanska Krupa," sagði Chris Gunness, talsmaður friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna. Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 86 orð

Djassaðar æfingar á Kringlukránni

TRÍÓ Ólafs Stolsenwald leikur í kvöld, miðvikudagskvöld, á Kringlukránni. Tríóið sem er skipað Ólafi, sem leikur á bassa, Jóhanni Kristinssyni, píanóleikara, og Gunnari Jónssyni, trommuleikara, leikur létta djass- og dægurlagasveiflu fram yfir miðnætti. Tríóinu til fulltingis verða söngkonurnar Hjördís Geirsdóttir og Kristjana Stefánsdóttir. Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 711 orð

Draumurinn að fara með liðið í úrslitakeppni HM

KNATTSPYRNUSAMBAND Íslands hefur sett sér það markmið að koma a-landsliðinu í hærri styrkleikaflokk og ráðið Loga Ólafsson sem landsliðsþjálfara í þeirri von að draumurinn verði að veruleika. ­Þú kvaddir Skagamenn um helgina og ferð nú að snúa þér að landsliðsmálum. Meira
3. október 1995 | Smáfréttir | 63 orð

DREGIÐ var þriðjudaginn 26. september kl. 16 úr potti þeim er myndaði

DREGIÐ var þriðjudaginn 26. september kl. 16 úr potti þeim er myndaðist í fjársöfnun til handa börnum með krabbamein sem tengdist Meistarakeppni Körfuknattleikssambands Íslands 23. september sl. Meira
3. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 325 orð

Fleiri hús afhent í byrjun næsta árs

YFIRSTJÓRN Háskólans á Akureyri hefur flutt sig um set yfir á hið nýja háskólasvæði við Sólborg og var þeim áfanga fagnað með athöfn á laugardag. Háskólinn fékk húsakynni, þar sem áður var vistheimili fyrir þroskahefta, afhent í byrjun apríl síðastliðinn og var hafist handa við nauðsynlegar endurbætur í byrjun júlí. Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 99 orð

Forsetanum afhent Bók lífsins

FRÚ Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Íslands, var afhent eintak af bókinni Bók lífsins í Stjórnarráðinu á fimmtudag. Bókin hefur að geyma öll fjögur guðspjöll Biblíunnar í einni sögu og hefur textinn verið færður á nútímamál. Samtökin Voice of the Nations gefa öllum íslenskum skólabörnum á aldrinum 6 til 15 ára bókina. Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 95 orð

Forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar

STJÓRN Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands hefur nýlega ráðið Gunnar G. Schram, prófessor, forstöðumann stofnunarinnar. Gunnar gegnir störfum prófessors í þjóðarrétti og stjórnskipunarrétti við lagadeild Háskóla Íslands og mun nú einnig starfa að hluta við Alþjóðamálastofnun. Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 52 orð

Freyshani í Garðinum

NÝLEGA sást freyshani í Garðinum, en freyshani er fugl náskyldur óðinshana og á hann heimkynni í Norður- Ameríku. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur þessi fugl tvisvar áður sést á Íslandi, árin 1979 og 1992. Ávallt hefur hann sést á sömu slóðum, þ.e.a.s. á Suðvesturlandi. FREYSHANINN á sundií Garðinum. Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 173 orð

Fræðsla og rannsóknir í landbúnaði verði efldar

Á FUNDI stjórnar Félags íslenskra búfræðikandídata sem haldinn var í Reykjavík 20. september 1995 var rætt um fræðslu, rannsóknir og leiðbeiningar í landbúnaði. Í framhaldi af umræðunum samþykkti stjórnin eftirfarandi ályktun: Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 72 orð

Fundur um hlutverk forsetans

FÉLAG stjórnmálafræðinga efnir til opins fundar í kvöld, þriðjudagskvöld, um hlutverk forseta Íslands í nútímasamfélagi. Fundurinn er haldinn í Odda, Háskóla Íslands, stofu 101, og hefst kl. 20.30. Meira
3. október 1995 | Erlendar fréttir | 107 orð

Heita frjálsum kosningum

LEIÐTOGI herforingjastjórnarinnar í Nígeríu, Sani Abacha hershöfðingi, hét því á sunnudag að dauðadómum yfir 14 stjórnarandstæðingum, sem sakaðir eru um morðsamsæri gegn hershöfðingjanum, yrði ekki framfylgt. Hann sagði að haldnar yrðu frjálsar kosningar eftir þrjú ár en talsmenn stjórnarandstæðinga eru fullir vantrúar. Meira
3. október 1995 | Erlendar fréttir | 315 orð

Hlynntir einkavæðingu og Evrópusamvinnu

TALSMENN sósíalista í Portúgal sögðust í gær þess fullvissir að þeim tækist að mynda öfluga ríkisstjórn en þeir unnu stórsigur í þingkosningunum á sunnudag, fengu nær 44% atkvæða og sennilega 112 þingsæti af 230. Lokaniðurstöður eru ekki væntanlegar fyrr en í næstu viku en ljóst er að sósíalista skortir nokkur sæti upp á hreinan meirihluta. Meira
3. október 1995 | Landsbyggðin | 197 orð

Hús í Herjólfsdal splundraðist í óveðri

Vestmanaeyjum-Færanlegt timburhús í eigu Íþróttafélaganna í Eyjum sem staðsett var í Herjólfsdal splundraðist í rokinu snemma á laugardagsmorgun. Hávaðarok var í Eyjum og dreifðist brakið úr húsinu um brekkurnar í Herjólfsdal. Húsið sem er Telescop-hús var notað sem eldhús við veitingatjald á þjóðhátíðinni og var ekki búið að fjarlægja það úr Dalnum. Meira
3. október 1995 | Erlendar fréttir | 274 orð

Hætta á spákaupmennsku vegna EMU

YFIRLÝSINGAR fjármálaráðherra Evrópusambandsins um að staðið verði við fyrri áætlanir varðandi efnahagslegan og peningalegan samruna Evrópuríkja (EMU) gætu að mati fjármálasérfræðinga leitt til aukinnar spákaupmennsku á peningamörkuðum. Meira
3. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 88 orð

Hættu við hjólreiðaför vegna veðurs

KONUR í Kvenna Slysavarnafélags Íslands á Húsavík sem hugðust hjóla til Dalvíkur síðastliðinn laugardag urðu að fresta ferðinni vegna veðurs. Þær hafa verið að safna áheitum en peningana sem þannig safnaðst á að nota í lokaáfanga við Slysavarnahúsið. Ákveðið hefur verið að hljóla næstu helgi, laugardaginn7. Meira
3. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 133 orð

Höfðingleg gjöf

ARNÓR Karlsson kaupmaður í Blómabúðinni Laufás gaf Háskólanum á Akureyri 40 listaverk eftir ýmsa af bestu listamönnum landsins og þrjá skúlptúra eftir japanskan listamann í tilefni af flutningi skólans á nýtt framtíðarsvæði við Sólborg. Meira
3. október 1995 | Landsbyggðin | 264 orð

Íslandsflug til Hornafjarðar

Hornafirði-Flugfélag Austurlands og Íslandsflug hafa hafið samvinnu um flug milli Hornafjarðar og Reykjavíkur. Flugfélag Austurlands hefur um árabil séð um flugið milli Hafnar og Reykjavíkur auk Flugleiða. Nú hafa áðurnefnd félög hafið samvinnu um þetta flug því Íslandsflug hefur yfir stærri og öflugri flugvélum að ráða. Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 1004 orð

Kjördæmastjórnir ráðstafi fjármagninu

RÆTT var um framtíð héraðssjúkrahúsa á ráðstefnu sem Sjúkrahúsið á Húsavík og Landssamband sjúkrahúsa boðuðu til um síðustu helgi. Yfir 100 manns sátu fundinn frá ýmsum sjúkrahúsum landsins og frummælendur voru frá sjúkrahúsunum í Reykjavík, úti á landi auk landlæknis. Guðjón Magnússon, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, sagði að m.a. Meira
3. október 1995 | Erlendar fréttir | 99 orð

Klerkur dæmdur

EGYPSK yfirvöld hafa ekki tjáð sig um úrskurð bandarísks dómstóls, sem dæmdi á sunnudag múslimska klerkinn Omar Abdel-Rahman og níu aðra fyrir aðild að samsæri um að koma sprengju fyrir í World Trade Center. Abdel-Rahman leiðtogi íslamskrar hreyfingar sem hefur háð blóðuga baráttu gegn stjórnvöldum í Egyptalandi. Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 336 orð

Krakkarnir hreinlega björguðu bílnum

"KRAKKARNIR stóðu sig mjög vel, þau sýndu mikið snarræði og hreinlega björguðu bílnum," sagði Bjartmar Jóhannesson, bílstjóri hjá Vestfjarðarleið, í samtali við Morgunblaðið. Eins og kom fram í frétt Morgunblaðsins á þriðjudag fyrir viku, mátti litlu muna að illa færi þegar fólksflutningabíll, með reykvíska menntskælinga um borð, Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 124 orð

Kynning á bandarískum vörum

KYNNING á bandarískum vörum sem seldar eru á Íslandi verða dagana 3.­15. október í verslunum um allt land. Margar þessara verslana verða með sértilboð í bandarískum vörum, allt frá matvöru og kvikmyndum til bifreiða. Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 71 orð

Kærði nauðgun í leigubíl

TVÍTUG kona kærði leigubílstjóra fyrir nauðgun á sunnudag. Málið er til rannsóknar hjá RLR. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafði leigubíllinn sótt konuna í hús í Garðabæ snemma á sunnudagsmorgun. Hún var ölvuð og sofnaði í bílnum en vaknaði að sögn við það að leigubílstjórinn var að eiga við hana samfarir. Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 386 orð

Lagaákvæðinu breytt leiki á því minnsti vafi

ÓLAFUR G. Einarsson, forseti Alþingis, segir að uppi séu ákveðnar efasemdir um að túlkun Tryggingastofnunar á lagaákvæði um makalífeyri alþingismanna sé rétt, en sé minnsti vafi á því verði lagaákvæðinu breytt. Í Morgunblaðinu á sunnudag kom fram að komi þingmaður inn á þing í tvær vikur skapast réttur til 40 þúsund króna makalífeyris á mánuði. Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 654 orð

Lagt til að þingsetning fari fram á Þingvöllum

ALÞINGI Íslendinga, 120. löggjafarþing, var sett í gær. Að lokinni messu í Dómkirkjunni, þar sem sr. Vigfús Þór Árnason predikaði, var gengið til þings. Forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, setti þingið og lýsti því jafnframt yfir að hún myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs í embættið á næsta ári. Meira
3. október 1995 | Erlendar fréttir | 44 orð

Landskjálfti í Tyrklandi

HARTNÆR helmingur húsa í bænum Dinar í Suðvestur-Tyrklandi skemmdist í öflugum jarðskjálfta á sunnudag. Í gærdag var vitað um 63 látna og um 200 slasaða en yfirvöld óttuðust, að allt að 100 manns hefðu farist. Var styrkur skjálftans 6 á Richter-kvarða. Meira
3. október 1995 | Erlendar fréttir | 638 orð

Lék Rabin á Arafat?

VIÐBRÖGÐ þorra manna hér við þeim hátíðarsamningum sem voru undirritaðir í Washington einkennast af varkárni. Þar skiptist þó í tvö horn, opinbera deildin fagnar hástöfum, venjulegir borgarar eru hikandi og sumir hrista bara hausinn, Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 163 orð

Lést í umferðarslysi í Norðfjarðarsveit

21 ÁRS gömul kona, Anna Jónsdóttir, lést í umferðarslysi í Norðfjarðarsveit á sunnudagsmorgun. Hún var farþegi í framsæti bíls sem ekið var vestur Norðfjarðarveg. Ökumaðurinn missti að talið er stjórn á bílnum í beygju við Skálateigsrétt, fór út af veginum og á tvo háspennustaura sem héldu uppi háspennulínu yfir veginn. Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 573 orð

Liðlega 30 aðgerðum frestað

FRESTA varð liðlega 30 skurðaðgerðum á Landspítala og Borgarspítala í gær vegna kjaradeilu skurð- og svæfingahjúkrunarfræðinga við sjúkrahúsin. Hjúkrunarforstjórar spítalanna segja að bráðaþjónusta gangi eftir áætlun Meira
3. október 1995 | Óflokkað efni | 70 orð

Ljóskösturum og ljósaboga stolið af bifreið

LÖGREGLUNNI á Akureyri barst í gær tilkynning um þjófnað á ljóskösturum og ljósaboga af jeppabifreið sem stóð við fyrirtækið Akurverk á Óseyri. Þjófnaðurinn var framinn fyrir skömmu en ekki tilkynntur lögreglu fyrr en í gær. Ekkert hefur til þessara hluta spurst en málið er í rannsókn. Meira
3. október 1995 | Landsbyggðin | 62 orð

Meira slátrað og betri flokkun

SAUÐFJÁRSLÁTRUN hjá Sölufélagi A-Hún. (SAH) hófst á Blönduósi þann 19. sept, viku síðar en venjulega. Áætlað er að slátra 31.500 dilkum og um 1.000 fullorðnum kindum og er það rúmlega 7% aukning á milli ára. Gert er ráð fyrir að slátrað sé um 1.300 lömbum á dag og áætluð lok sauðfjárslátrunar eru 20. október. Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 84 orð

Morgunblaðið/ Víkingaskipi

VÍKINGASKIPIÐ sem Gunnar Marel Eggertsson, skipasmiður, er að smíða í Héðinshúsinu er kynnt grunnskólanemum meðan verið er að ljúka smíðinni, en leiðsögumaður þeirra er Einar Egilsson, fulltrúi Reykjavíkurhafnar. Í þessari viku koma allir 11 ára nemendur í Héðinshúsið til að kynna sér smíði skipsins og fræðast af Gunnari Marel um ýmsa hluti varðandi ferðir víkinga. Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 96 orð

Nauðgun kærð í Vestmannaeyjum

15 ÁRA gömul stúlka kærði í gær 50 ára mann til lögreglunnar í Vestmannaeyjum fyrir meinta nauðgun. Lögreglan hefur krafist gæsluvarðhalds yfir manninum en dómari hefur enn ekki úrskurðað um gæsluvarðhaldið. Lögreglunni barst kæran á sunnudagskvöld en atburðurinn á að hafa átt sér stað um miðjan dag á sunnudag. Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 119 orð

Náttúrufræðingar semja

FÉLAG íslenskra náttúrufræðinga og viðsemjendur þeirra skrifuðu undir nýjan kjarasamning síðastliðinn laugardag. Einar Kjartansson, formaður kjararáðs félagsins sagði að skrifað hefði verið undir heildarkjarasamning í stað þess, sem oftast er gert, að skrifa upp á framlengingu á gildandi kjarasamningi með einhverjum tilteknum breytingum. Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 294 orð

Nemar í leigubílum í skólann

Í GÆR var undirritaður samningur milli Félags framhaldsskólanema og leigubifreiðastöðvarinnar BSR um akstur á nemum framhaldsskóla frá heimilum þeirra og að skóla. Nemendur Menntaskólans við Sund munu ríða á vaðið. Meira
3. október 1995 | Landsbyggðin | 283 orð

Norrænir kynfræðingar funda hér

Hveragerði-Norræn ráðstefna kynfræðinga var haldin í Hveragerði sl. helgi. Auk Íslendinga tók fjöldi sérfræðinga frá Norðurlöndunum á þátt, sem og gestir frá öðrum þjóðlöndum. Sérstakur gestur á fyrsta degi ráðstefnunnar var Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra. Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 73 orð

Nýr framkvæmdastjóri Morgunblaðsins

HALLGRÍMUR B. Geirsson, hrl., tók í gær við starfi framkvæmdastjóra Morgunblaðsins. Haraldur Sveinsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri blaðsins frá árinu 1968, hefur látið af því starfi en var fyrir nokkru kjörinn stjórnarformaður Árvakurs hf. Jafnframt var Stefán P. Eggertsson, verkfræðingur, kjörinn varaformaður stjórnar Árvakurs hf. og Bergur G. Gíslason, ritari. Meira
3. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 230 orð

Nýtt skip Samherja til heimahafnar

LOÐNU- og togveiðiskipið Þorsteinn EA-810 kom til heimahafnar á Akureyri sl. sunnudagskvöld. Nýr eigandi skipsins er Samherji hf. en það hét áður Helga II og var í eigu Ármanns Ármannssonar, útgerðarmanns í Reykjavík. Samherji er nú með 10 skip í rekstri, með Akraberginu, sem fyrirtækið á með færeyskum útgerðaraðila. Meira
3. október 1995 | Erlendar fréttir | 308 orð

Óbreyttir borgarar skipaðir forsetar

MÁLALIÐAR, sem rændu völdum á Comoroeyjum í vikunni sem leið, skipuðu í gær tvo óbreytta borgara sem forseta eyjanna. Leiðtogi málaliðanna, franski ævintýramaðurinn Bob Denard, nýtur lítils stuðnings á eyjunum og margir vilja hann á brott þaðan þótt þeir styðji ekki Said Mohamed Djohar forseta sem var steypt af stóli. Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 89 orð

Ræðismaður í Vín á Íslandi

DR. CORNELIA Schubrig, aðalræðismaður Íslands í Vínarborg, hitti í gær á lofti Kornhlöðunnar í Bankastræti marga þá Íslendinga sem verið hafa í Vín og notið rómaðrar gestrisni hennar þar, og er fjöldi námsmenn þar á meðal. Var henni vel fagnað og mætti fjölmenni til að heiðra ræðismanninn að þessu tilefni. Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 49 orð

Sala á Kaldárpokum

LIONSKLÚBBURINN Kaldá í Hafnarfirði mun á næstunni gangast fyrir sölu á Kaldárpokum. Pokinn inniheldur ýmsar umbúðir s.s. plastpoka, ruslapoka, filmu, örbylgjupoka, frystipoka og Nnestispoka. Öllum ágóða verður varið til líknarmála. Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 92 orð

Sigur í 3. skipti á Norðurlandamóti

NORÐURLANDAMÓTI grunnskólasveita í skák lauk í Kaas á Jótlandi í fyrradag, sunnudaginn 1. október, með sigri Skáksveitar Æfingaskóla Kennaraháskólans, þriðja árið í röð. Skáksveit Æfingaskóla K.H.Í. sigraði að þessu sinni með 16 vinningum af 20 mögulegum og töpuðust aðeins tvær skákir. Í öðru sæti var sveit Dana með 13.5 vinninga af 20 mögulegum. Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 125 orð

SIGURKARL STEFÁNSSON

SIGURKARL Stefánsson, stærðfræðingur, er látinn, 93 ára að aldri. Hann var fæddur 2. apríl 1902 á Kleifum í Gilsfirði, sonur hjónanna Stefáns Eyjólfssonar bónda þar og Önnu Eggertsdóttur. Sigurkarl lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1920 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1923. Hann lauk cand. mag. Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 135 orð

Skemman í nýjum búningi

Á NÝLIÐNU sumri skipti verslunin Skemman, Reykjavíkurvegi 5b í Hafnarfirði, um eigendur. Um sömu mundir var húsnæðið tekið í gegn, hætt að versla með vefnaðarvöru en þess í stað kom gjafavöruverslun. Þar má nú finna mikið úrval af íslenskri sem og erlendri gjafavöru. Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 196 orð

Skoða aðstæður í Hvalfirði

FINNUR Ingólfsson iðnaðarráðherra sagði á fundi framsóknarfélaganna í Reykjavík í gærkvöldi að bandarískt fyrirtæki myndi á næstu dögum lýsa yfir áhuga á að kanna umhverfisaðstæður á Íslandi, meðal annars í Hvalfirði og á Reykjanesi, með það í huga að reisa álver. Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 112 orð

Snjóflóð á Breiðadalsheiði

TVÖ snjóflóð féllu á veginn í Kinninni á Breiðadalsheiði síðastliðið laugardagskvöld og lokaðist öll umferð um veginn þar til í gærmorgun er vegagerðarmenn opnuðu hann á nýjan leik. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði er um þekkt snjóflóðasvæði að ræða og fyrir fjórum árum varð þar mannskaði þegar snjóflóð féll á snjóruðningstæki og hreif það með sér. Það flóð féll í nóvember. Meira
3. október 1995 | Landsbyggðin | 78 orð

SNýr útibússtjóri á Blöndósi

Blönduósi - BALDUR Daníelsson, fyrrverandi útibússtjóri Sparisjóðs Súðavíkur, tekur við starfi útibússtjóra Íslandsbanka á Blönduósi af Rósu Margréti Sigursteinsdóttur. Í tilefni af þessum tímamótum efndi bankastjórn Íslandsbanka hf. nýlega til smáhófs í Sveitasetrinu á Blönduósi. Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 90 orð

Sólkveðjuhátíð Ísfirðingafélagsins

ÍSFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík gengst fyrir sérstakri Sólkveðjuhátíð í Eden í Hveragerði sunnudaginn 8. október nk. Hátíðin hefst með kaffisamsæti kl. 15, flutt verða minni sólarinnar, en að öðru leyti samanstendur dagskráin af stuttum ávörpum og harmonikuleik milli þess sem gestir fá tækifæri til þess að skrafa saman. Meira
3. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 38 orð

Staða og horfur í kjaramálum

BJÖRN Snæbjörnsson formaður Verkalýðsfélagsins Einingar ræðir stöðu og horfur í kjaramálum í upphafi vetrar á fundi Miðstöðvar fólks í atvinnuleit í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á morgun, miðvikudaginn 4. október en hann hefst kl. 15.00. Meira
3. október 1995 | Erlendar fréttir | 382 orð

Stefnt að stórauknu samstarfi við Bandaríkin

UTANRÍKISRÁÐHERRAR Evrópusambandsins hittust á fundi í Lúxemborg í gær og var þar rætt um hugmyndir framkvæmdastjórnarinnar varðandi framtíðar samstarf ESB og Bandaríkjanna. Þann 3. desember verður leiðtogafundur ESB og Bandaríkjanna haldinn í Madrid og stendur þá til að undirrita samkomulag um víðtækt samstarf á fjölmörgum sviðum. Meira
3. október 1995 | Miðopna | 1124 orð

Stefnt að því að fækka sauðfé um 30 þúsund

MEÐ nýjum búvörusamningi er stefnt að því að kaupa upp framleiðslu á annað hundrað sauðfjárbúa og fækka sauðfé í landinu um 30 þúsund. Varið verður nærri 450 milljónum til þessara aðgerða. 250 milljónum verður varið úr ríkissjóði til að ráðstafa þeim 2. Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 165 orð

Týr sótti Oddbjörgu

VARÐSKIPIÐ Týr tók bátinn Oddbjörgu L-343 í tog um klukkan sex á laugardagsmorgun og kom með hann í höfn á Fáskrúðsfirði, en báturinn var mannlaus á reki 79 mílur suðsuðaustur af Stokksnesi. Oddbjörg hét áður Sæborg BA, en er nú skráð í Noregi og var á leið til Færeyja ásamt öðrum báti, sem áður hét Júlíus ÁR, þegar hún varð vélarvana og var yfirgefinn. Meira
3. október 1995 | Landsbyggðin | 77 orð

Útafakstur

Vestmannaeyjum-Bifreið var ekið út af Hamarsvegi í Vestmannaeyjum aðfaranótt laugardags með þeim afleiðingum að bíllinn endaði inni á golfvelli.Að sögn lögreglunnar í Eyjum mætti lögreglubíll bifreiðinni á Hamarsvegi á yfir 100 kílómetra hraða. Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 346 orð

Villa í neyðarsímaskrá talin eiga hlut að máli

SLÖKKVILIÐINU í Reykjavík var tilkynnt um eld í húsi númer 16 við Hverfisgötu aðfaranótt sl. föstudags og hélt, eins og lög gera ráð fyrir, að Hverfisgötu 16 í Reykjavík til að ráða niðurlögum eldsins. Meira
3. október 1995 | Erlendar fréttir | 327 orð

Vinstrimenn sigra í Lettlandi

VINSTRISINNAÐI lýðræðisflokkurinn Saimnieks (nafnið vísar til þess að vera sinn eigin herra) var í gær lýstur sigurvegari þingkosninganna í Lettlandi. Saimnieks hlaut 18 þingsæti og er nú stærsti flokkurinn á þingi, þar sem sitja 100 þingmenn. Flokkurinn Leið Lettlands, sem er í stjórn nú, hlaut 17 þingsæti og tapaði einu. Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 257 orð

Víðtæk leit að unglings stúlku í Eyjum

LEIT stendur yfir íVestmannaeyjum aðtæplega fimmtán áragamalli stúlku, Steinunni Þóru Magnúsdótturfrá Selfossi, sem ekkerthefur spurst til síðanaðfaranótt sunnudags.Félagar úr Björgunarfélagi Vestmannaeyjahafa leitað á landi ogkafarar hafa leitað íhöfninni en einnig komleitarhundur frá Reykjavík til Eyja í gærmorguntil að taka þátt í leitinni. Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 354 orð

Yfirlýsing um að koma ekki aftur til íslands

"VIÐ höfum látið erlenda ríkisborgara undirrita þessa yfirlýsingu þegar þeir fara fram á að fá 4% lífeyrissjóðsiðgjaldahlut endurgreiddan, til að vekja þá til umhugsunar um þann rétt sem þeir afsala sér," sagði Guðrún Guðmannsdóttir, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestfirðinga, í samtali við Morgunblaðið. Meira
3. október 1995 | Miðopna | 1460 orð

Þakklæti til þjóðarinnar efst í huga

VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti Íslands, greindi frá því í ræðu sinni við setningu Alþingis í gær að hún hygðist ekki gefa kost á sér í embætti forseta á næsta kjörtímabili, sem hefst 1. ágúst næsta sumar. Forsetakosningar munu því fara fram 29. Meira
3. október 1995 | Innlendar fréttir | 1067 orð

Öryggi lands-manna eykst Dómsmálaráðherra undirritaði í gær verksamning við Neyðarlínuna hf., sem er nýstofnað hlutafélag um

SAMEIGINLEGT neyðarnúmer fyrir alla landsmenn verður tekið í notkun um áramótin, en í síðustu viku var stofnað sérstakt hlutafélag um rekstur neyðarsímsvörunar. Nýja félagið hefur fengið nafnið Neyðarlínan hf. Samningur milli dómsmálaráðuneytisins og Neyðarlínunnar hf. Meira

Ritstjórnargreinar

3. október 1995 | Leiðarar | 712 orð

ÁKVÖRÐUN FORSETA

ÁKVÖRÐUN FORSETA KVÖRÐUN Vigdísar Finnbogadóttur, forseta Íslands, um að gefa ekki kost á sér til endurkjörs við forsetakosningar á næsta ári, kemur landsmönnum áreiðanlega á óvart. Meira
3. október 1995 | Staksteinar | 343 orð

»Orka og umhverfi IÐNREKENDAFÉLÖGIN á Norðurlöndum vara við því, að umhverfi

IÐNREKENDAFÉLÖGIN á Norðurlöndum vara við því, að umhverfis- og orkuskattar verði hækkaðir umfram það, sem gerist hjá samkeppnisþjóðum. Þetta kemur fram í "Íslenzkum iðnaði." Miklar álögur Meira

Menning

3. október 1995 | Fólk í fréttum | 46 orð

Af sem áður var

LEIKARAHJÓNIN Emma Thompson og Kenneth Brannagh hafa skilið að borði og sæng eftir 6 ára hjónaband. Þessi mynd var tekin á verðlaunaafhendingu í Los Angeles í mars og ekki er annað að sjá en allt hafi leikið í lyndi á þeim tíma. Meira
3. október 1995 | Fólk í fréttum | 70 orð

Ánægður með lífið

MEÐFYLGJANDI mynd er af Christopher Reeve, en sjónvarpskonan Barbara Walters tók viðtal við hann sem sýnt var í þættinum "20/20" á föstudaginn. Eins og sjá má lætur hann engan bilbug á sér finna, en hann er lamaður fyrir neðan háls og á að sögn lækna litla möguleika á að ná sér að fullu. Sem kunnugt er lamaðist hann í maímánuði síðastliðnum, er hann féll af hestbaki. Meira
3. október 1995 | Fólk í fréttum | 36 orð

Brosin blíð

GALDRAMAÐURINN David Copperfield og forseti Disney-fyrirtækisins Michael Eisner brosa hér sínu blíðasta brosi á frumsýningu söngleiks Disneys, Fríða og dýrið eða "Beauty and the Beast". Evrópufrumsýning myndarinnar fór fram í Vín á fimmtudaginn. Meira
3. október 1995 | Fólk í fréttum | 48 orð

Daður Heiðars

HEIÐAR Jónsson snyrtir skemmti gestum Gullaldarinnar síðastliðið föstudagskvöld. Hann leiddi fólk í sannleikann um hvernig ætti að daðra og skemmta sér. Ljósmyndari Morgunblaðsins leit við og náði nokkrum augnablikum á filmu. Meira
3. október 1995 | Menningarlíf | 215 orð

Deilt um siðferði glæpasagna

BRESKI sakamálahöfundurinn PD James hefur hótað að segja sig úr sambandi sakamálahöfunda vegna heiftúðugra deilna við nokkra félagsmenn. Óttast forystumenn sambandsins afleiðingar þess ef James lætur verða af hótun sinni en hún er vafalítið þekktasti meðlimur þess. Meira
3. október 1995 | Fólk í fréttum | 88 orð

Enski boltinn í beinni

ÁHUGAMENN um ensku knattspyrnuna eru fjölmargir hér á landi og safnast gjarnan saman til að horfa á beinar útsendingar frá henni um helgar. Sú var raunin um síðustu helgi, en á sunnudag var sannkölluð knattspyrnuveisla, þar sem tveir leikir voru sýndir beint, leikur Everton og Newcastle og leikur Manchester United og Liverpool. Meira
3. október 1995 | Kvikmyndir | 334 orð

Gata sorgarinnar

ÞAÐ var vel tilfundið hjá Kvikmyndasafni Íslands í tilefni 100 ára afmælis kvikmyndanna að bjóða uppá myndir dönsku leikkonunnar Astu Nielsen um síðustu helgi og vel viðeigandi að sýna þær í Bæjarbíói í Hafnarfirði þar sem Íslendingar kynntust fyrrum mörgum merkum kvikmyndaverkum. Meira
3. október 1995 | Menningarlíf | 370 orð

Gestur og Rúna í Japan

HJÓNIN Gestur Þorgrímsson myndhöggvari og Sigrún Guðjónsdóttir, Rúna, listmálari sýndu verk sín í nútímalistasafni Saitana héraðs í Japan í eina viku og lauk sýningunni síðastliðinn sunnudag. Sýningin fékk góðar viðtökur, gestir voru fjölmargir og drjúgur hluti verkanna seldist þegar á opnunardegi, þriðjudaginn 26. september. Meira
3. október 1995 | Menningarlíf | 524 orð

Glæpasaga í leitirnar

VARLA hefur bandarísku skáldkonuna Louisu May Alcott órað fyrir því að rúmum 130 árum eftir að útgefandi hafnaði sakamálasögu hennar, A long fatal love chase", yrði hún gefin út hjá einu stærsta forlagi landsins og hlyti ágæta dóma. Alcott var þó ekki alveg ókunn frægðinni, því hún skrifaði bókina Little women" (Litlar konur) sem átti vinsældum að fagna á sinni tíð og var nýlega kvikmynduð. Meira
3. október 1995 | Fólk í fréttum | 58 orð

Haldið upp á sigur

EFTIR landsleik Íslendinga og Rúmena í handknattleik hélt nýi landsliðsþjálfarinn, Þorbjörn Jensson, með lið sitt til kvöldmatar í Pizzahúsinu. Sigur hafði unnist í leiknum og hefur það vafalaust gert máltíðina ánægjulegri en ella. Meira
3. október 1995 | Fólk í fréttum | 37 orð

Hress að vanda

SYLVESTER Stallone mætir hér til frumsýningar myndarinnar "Assassins", í London, en hann leikur einmitt í þeirri mynd. Myndin fjallar um óforbetranlegan leigumorðingja (Stallone) sem er hundeltur af öðrum leigumorðingja leiknum af Antonio Banderas. Meira
3. október 1995 | Fólk í fréttum | 66 orð

Hvað dreymdi þig?

LEIKRITIÐ Hvað dreymdi þig, Valentína? var frumsýnt í Borgarleikhúsinu sunnudaginn 24. september síðastliðinn. Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir og leikendur eru þrír, Guðrún Ásmundsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir og Ásta Arnardóttir. Ljósmyndari Morgunblaðsins leit inn í hléi og tók nokkrar myndir af frumsýningargestum. Meira
3. október 1995 | Fólk í fréttum | 453 orð

Jim Carrey

JAMES Eugene Carrey er fæddur í bænum Newmarket, Ontario í Kanada þann 17. janúar árið 1962. Foreldrar hans eru Percy og Kathleen Carrey. Hann á þrjú systkini, tvær systur og einn bróður og er yngstur þeirra. Hann segist hafa verið þögull í æsku og þótt gaman að teikna. "Ég sat langtímum saman og teiknaði. Ef móðir mín bað mig um að gera eitthvað annað fékk ég algert æðiskast. Meira
3. október 1995 | Fólk í fréttum | 108 orð

Kokteilar blandaðir

KOKTEILKEPPNIN Hanar og stél var haldin á Óðali miðvikudagskvöldið 27. september á vegum Kokteilklúbbs Íslands. Þetta var fyrsta undankeppnin af þremur, en þær tvær sem eftir eru verða næstu miðvikudaga. Keppendur voru 14 og komust 3 áfram og koma þeir til með að keppa á úrslitakvöldinu sunnudaginn 15. október næstkomandi. Sigurvegarar urðu Páll Jensson, Þorsteinn Kr. Meira
3. október 1995 | Tónlist | 655 orð

Minning og veruleiki

Caput-hópurinn lék verk eftir Leif Þórarinsson Sunnudagur 1.september, 1995 MENNINGARMIÐSTÖÐIN að Gerðubergi ásamt Caput-hópnum stóðu fyrir tónleikum í Tjarnarbíó og var það liður í því að kanna með hvaða hætti þetta hús gæti þjónað sem kammertónleikahús. Stærð þess er ákjósanleg, bæði er varðar áhorfendasæti og sviðsaðstöðu fyrir kammertónleika, þó vafamál sé hvort t.d. Meira
3. október 1995 | Menningarlíf | 185 orð

Nýtt leikrit eftir Ágúst Guðmundsson

GAMANLEIKRITIÐ Tvískinnungsóperan eftir Ágúst Guðmundsson verður frumsýnt á stóra sviði Borgarleikhússins laugardaginn 7. október næstkomandi. Þetta er fyrsta leikrit Ágústs sem tekið er til sýningar í leikhúsi. Í kynningu segir m.a.: "Leikritið segir frá léttgeggjuðum vísindamanni, hann finnur upp vél þar sem fara má úr einum kroppi í annan. Meira
3. október 1995 | Fólk í fréttum | 52 orð

Pönkafinn í NY

AFI PÖNKSINS, Iggy Pop, sótti hina árlegu Shakespeare-hátíð á Manhattan í New York fyrir skömmu. Í fylgd með honum var að sjálfsögðu frú Pop, Suchi að nafni. David Bowie og Patrick Stewart komu fram á samkomunni og meðal gesta voru Alec Baldwin, Jane Alexander, Tim Robbins og Mariel Hemingway. Meira
3. október 1995 | Menningarlíf | 63 orð

Septembertónleikar Selfosskirkju

FIMMTU og síðustu septembertónleikar Selfosskirkju að þessu sinni verða í kvöld, þriðjudaginn 3. október, kl. 20.30. Á efnisskránni eru eingöngu verk eftir norður-þýska barrokkmeistara: Buxtehude, Telemann og J.S. Bach. Meira
3. október 1995 | Menningarlíf | 101 orð

Stakkaskipti í Þjóðleikhúsinu

SÝNINGAR á leikritinu Stakkaskipti eftir Guðmund Steinsson, sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu í lok síðasta leikárs, eru hafnar á ný. Sýnt var átta sinnum við góða aðsókn og er þráðurinn nú tekinn upp að nýju. Meira
3. október 1995 | Tónlist | 454 orð

Stríð, friðsæld og gamansemi

Blásarakvintett Reykjavíkur og Herman D.Koppel fluttu verk eftir Mozart, Carl Nielsen og Herman Koppel. Sunnudaginn 1. október, 1995. SÍÐASTLIÐINN sunnudag voru haldnir kammertónleikar í Norræna húsinu, þar sem danski píanistinn og tónskáldið Herman D. Koppel lék með Blásarakvintett Reykjavíkur. Meira
3. október 1995 | Fólk í fréttum | 89 orð

Svertingi gætir konungsfjölskyldu

MARK Campbell kemst nú á spjöld sögunnar sem fyrsti svertinginn í lífvarðasveit bresku konungsfjölskyldunnar. Mark er 28 ára og alinn upp á Englandi, en foreldarar hans fluttu þangað frá Jamaíka þegar hann var lítill snáði. Meira
3. október 1995 | Menningarlíf | 50 orð

Sögukvöldin halda áfram

ÞRIÐJA sögukvöld vetrarins í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum verður annað kvöld 4. október kl. 21. Sögukvöldin verða annan hvern miðvikudag í allan vetur. Sagnamenn og konur þriðja sögukvöldsins verða; Guðmundur J. Meira
3. október 1995 | Menningarlíf | 145 orð

Tímarit

ÚT er komið Almanak fyrir Ísland 1996. Þetta er 160. árgangur ritsins, sem komið hefur út samfellt síðan 1837. Dr. Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans, hefur reiknað almanakið og búið það til prentunar. Auk dagatals flytur almanakið margvíslegar upplýsingar, svo sem um sjávarföll og gang himintungla. Meira
3. október 1995 | Myndlist | 955 orð

Tónlist augans

Arnþór Hreinsson, Hákon O. Hákonarson, Sunna Davíðsdóttir, Vilhjálmur G. Vilhjálmsson. Opið alla daga frá 14­18 til 6. október. Aðgangur ókeypis. DAGUR heyrnarlausra, er haldinn hátíðlegur um allan heim hinn 22. september, og hér var staðið myndarlega að málum að þessu sinni, þannig var hátíðarhöldunum jafnað yfir helgina og var einkum mikið um að vera á laugardeginum. Meira
3. október 1995 | Menningarlíf | 106 orð

Vatnslitamyndir Ólafar

NÚ stendur yfir í Eden í Hveragerði sýning á verkum eftir Ólöfu Pétursdóttur. Á sýningunni er að finna 55 vatnslitamyndir, sem flestar eru unnar 1995. Listakonan Ólöf Pétursdóttir hefur alla tíð fengist við ýmis listform. Fyrir átta árum fékk hún áhuga á vatnslitamálun og hefur heillast af því listformi. Meira
3. október 1995 | Menningarlíf | 229 orð

Viðar Eggertsson borgarleikhússtjóri

VIÐAR Eggertsson hefur verið ráðinn borgarleikhússtjóri frá og með næsta leikári og tekur hann við starfinu af Sigurði Hróarssyni. Viðar er ráðinn til fjögurra ára og sagði hann í viðtali við blaðamann að þessi tími yrði sérlega skemmtilegur þar sem á honum yrðu tvenn merkileg tímamót, Meira

Umræðan

3. október 1995 | Aðsent efni | 735 orð

Bænda blús

NÚ STENDUR yfir endurskoðun á þeim hluta búvörusamningsins er snýr að sauðfjárbændum. Það var svo komið að ef við hér á Daðastöðum bárum saman tvo kosti, annan að framleiða eins og aðstaðan hér gefur möguleika á án styrkja og hinn að taka við beingreiðslunum og framleiða eins og skömmtunarkerfið sagði að við hefðum rétt á. Meira
3. október 1995 | Aðsent efni | 502 orð

Er búið að banna taugasjúkdóma?

GERT er ráð fyrir að um 1% þjóðarinnar sé með flogaveiki í einhverri mynd. Af þeim 3.000-4.000 börnum sem fæðast árlega hér á landi greinast um 30-40 með einhverja tegund flogaveiki. Mörg undanfarin ár hefur deild 12 B á Barnaspítala Hringsins (Landspítala) verið lokuð á sumrin, en þetta er eina greiningardeildin á Íslandi fyrir flogaveik börn. Meira
3. október 1995 | Velvakandi | 365 orð

Flokkur sem þorir

NÚ stendur fyrir dyrum kosning formanns í Alþýðubandalaginu og flokksmenn eiga kost á að velja sér hæfan stjórnmálamann til forystu í flokknum, Margréti Frímannsdóttur. Ekki síst yrðu það tímamót fyrir þær sakir að það yrði í fyrsta sinn sem einn fjórflokkanna svokölluðu veldi sér konu sem formann. Meira
3. október 1995 | Velvakandi | 180 orð

Illa mannaðir afgreiðslukassar í Hagkaupum GUÐRÚN H. Guðmundsdóttir

GUÐRÚN H. Guðmundsdóttir hringdi og vildi kvarta yfir lélegri þjónustu í Hagkaupum á 2. hæð í Kringlunni. Hún sagðist hafa fengið litprentaðan bækling sendan heim með kynningu á ýmsum tilboðum og hugðist nýta sér eitthvað af þessu. Hún fór í Hagkaup og keypti sér m.a. flík. Meira
3. október 1995 | Aðsent efni | 1114 orð

"Látum fólkið þá borða kökur!"

Í ÁRDAGA frönsku byltingarinnar var Frakklandsdrottningu tjáð að mikill órói væri meðal þegna hennar sökum mikillar fátæktar og hefði fólk ekki einu sinni brauð til matar. Drottning svaraði þá: "Látum fólkið þá borða kökur!". Þessi saga flaug mér í hug þegar ég las grein Arthurs Morthens, stjórnarformanns SVR, hér í Morgunblaðinu um daginn en hún átti að vera svar við grein minni frá 17. Meira
3. október 1995 | Aðsent efni | 1140 orð

Opið bréf til heilbrigðisráðherra

KÆRA Ingibjörg. Þakka þér fyrir síðast. Ekki datt mér í hug að ég ætti eftir að skrifa þér opið bréf í blöðin. Ekki eftir að við höfðum gengið hér saman um stofnunina og þú séð með eigin augum aðstöðuleysið og baslið á Sjúkrahúsi Suðurnesja. Það er með vaxandi undrun sem ég hef síðan fylgst með framgöngu þinni og þinna manna og ítrekað orðið fyrir vonbrigðum með ummæli þín um okkur. Meira
3. október 1995 | Velvakandi | 437 orð

SLENZKAR ferðaskrifstofur bjóða nú upp á ferðir til æ f

SLENZKAR ferðaskrifstofur bjóða nú upp á ferðir til æ fleiri staða víða um heim. Hér í blaðinu í fyrradag birtist auglýsing frá Samvinnuferðum-Landsýn þar sem ferðalöngum gefst kostur á ferð til Bahamaeyja með beinu flugi. Meira
3. október 1995 | Aðsent efni | 786 orð

Stigar stía sundur!

HEFUR þú íhugað, lesandi góður, hversu mikil óþægindi og útskúfun úr mannlegu samfélagi hreyfihamlað fólk, og þá sérstaklega fólk í hjólastólum, finnur fyrir víða í byggingum og á götum úti þar sem ekki er hugað að góðu aðgengi. Því miður virðist þessi raunveruleiki lífsins fyrir fatlað fólk eiga erfitt uppdráttar hjá mörgum sem með hönnun mannvirkja hafa að gera hér á landi. Meira
3. október 1995 | Aðsent efni | 1003 orð

Til fremdar framkvæmt?

VELFERÐ einstaklinga mótast af mörgum misleitum þáttum, andlegum sem veraldlegum og erfitt að raða þeim upp í forgangsröð, svo allir mættu vel við una. Áherzlur manna eðiliega misjafnar, hver sé nauðsynin mest, hvað mæta megi afgangi. Meira
3. október 1995 | Velvakandi | 1290 orð

Tilslakanir hrúga upp vandamálum

ÞAÐ FER ekki milli mála að eftir því sem slakað er á í áfengismálum þessarar þjóðar, vex drykkjan og ófarnaður eftir því. Ég var að hlusta á forystumann í útvarpinu sem er fyrir "stöðvum unglingadrykkju" og þar kom fram hve það verkefni væri geigvænlegt, svo ekki sé meira sagt. Meira
3. október 1995 | Velvakandi | 386 orð

Útvarpsstöðin Sígild FM 94,3

NOKKUR orð um Útvarpsstöðina Sígilt FM 94,3. Ég vil byrja að þakka stöðinni fyrir frábært úrval af tónlist, sem hún sendir útfrá sér. Sígild tónlist? Ég þurfti að fletta upp í orðabók, til að fá útskýringu á þessari setningu. Og hún segir. Sígilt, er eitthvað sem hefur varanlegt gildi, eða gleymist ekki. Og svo sannarlega fara þeir eftir því. Meira
3. október 1995 | Aðsent efni | 1010 orð

Vegna úttektar SUS á húsnæðiskerfinu

ÍSLENSKIR stjórnmálamenn hafa aldrei haft áhuga á húsnæðismálum. Því hefur aldrei verið mótuð hér stefna í þessum málaflokki. Húsnæðisstefnan, ef hægt er að kalla það stefnu, er því að mestu sjálfsprottin og byggð á dugnaði einstaklinganna. Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðingur hjá Húsnæðisstofnun segir um þetta í Mbl. 20. júní sl. Meira
3. október 1995 | Aðsent efni | 1111 orð

Velferðarríkið

ÞAÐ er margt skrýtið í kýrhausnum, segir gamalt máltæki. Og víst er að í velferðarkýrhausnum okkar er margt svo sannarlega skrýtið. Sumt svo skrýtið að það hálfa væri nóg til að hvort heldur sem væri skrifa góða brandarabók eða dramatíska raunasögu. Eitt slíkt dæmi er um konu sem hefur þegið fullar örorkubætur um langt skeið vegna varanlegrar örorku. Meira

Minningargreinar

3. október 1995 | Minningargreinar | 542 orð

Árni Bjarnason

Sumir kveðja, og síðan ekki söguna meir. Aðrir með söng, sem aldrei deyr. (Þ.V.) Þegar Árni Bjarnason lést og var jarðsunginn var undirritaður staddur erlendis og hafði ekki spurnir af atburðum fyrr en þeir voru um garð gengnir. Meira
3. október 1995 | Minningargreinar | 218 orð

Erlendur Vilhjálmsson

Mig langar í örfáum orðum að minnast frænda míns og móðurbróður Erlends Vilhjálmssonar eða Linda eins og hann var kallaður innan fjölskyldunnar. Ég man fyrst þegar ég fór með móður minni í heimsókn til Linda og Dísu hvað mér þótti þessi bróðir hennar svolítið sérstakur. Hann reykti pípu og átti sjö pípur, eina fyrir hvern dag vikunnar. Meira
3. október 1995 | Minningargreinar | 359 orð

Erlendur Vilhjálmsson

Þann 24. september sl. andaðist í Reykjavík móðurbróðir minn Erlendur Vilhjálmsson, fyrrverandi deildarstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins, eftir mikil og ströng veikindi. Erlendur var fæddur á Eyrarbakka 11. september 1910 og var því nýlega orðinn 85 ára þegar hann lést. Meira
3. október 1995 | Minningargreinar | 109 orð

ERLENDUR VILHJÁLMSSON

ERLENDUR VILHJÁLMSSON Erlendur Vilhjálmsson fæddist í Vinaminni á Eyrarbakka árið 1910. Hann lést í Borgarspítalanum 24. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Vilhjálmur Ásgrímsson og Gíslína Erlendsdóttir. Systkini Erlends voru fjögur: Guðmunda, Vilhjálmur S., Gíslína, sem nú eru látin, en eftirlifandi er systir þeirra Ingibjörg. Meira
3. október 1995 | Minningargreinar | 599 orð

Finnur Björnsson

Ég er þess fullviss að það var Guðs leiðsla í því að ég var kvöldið 14. þ.m. að lesa í norsku blaði um hjálpræðisforingjann Hjalmar Hansen er hann sat við dánarbeð 16 ára sonar síns. Sonurinn, sem átti trúna á Jesú uppörvaði föður sinn með þessum orðum: "Vertu hughraustur. Nú fer ég heim til Jesú." Það voru hans síðustu orð. Meira
3. október 1995 | Minningargreinar | 438 orð

Gísli V. Guðlaugsson

Það er dapurlegt að hugsa til þess að við munum aldrei framar fara í heimsókn til afa og ömmu á Laugarnesvegi. Heimsóknir okkar til þeirra voru ófáar í gegnum árin og alltaf var tekið á móti okkur opnum örmum. Það var sama hversu lengi við stöldruðum við, alltaf fundum við hversu velkomin við vorum. Það var notalegt að sitja í eldhúsinu hjá ömmu og rabba við hana. Meira
3. október 1995 | Minningargreinar | 249 orð

Gísli V. Guðlaugsson

Það eru ljúfar minningar sem streyma um hugann þegar við minnumst þeirra stunda sem við barnabörnin áttum með afa og ömmu á Laugarnesveginum. Undir þeirra verndarvæng hófu margir úr fjölskyldunni sinn búskap í litlu kjallaraíbúðinni þeirra og nú búa þar fjórði og fimmti ættliðurinn. Meira
3. október 1995 | Minningargreinar | 177 orð

Gísli V. Guðlaugsson

Gísli V. Guðlaugsson Kveðja frá börnum Þeir, sem áttu þína kynning, þeirri munu síðast gleyma. Alla daga mæta minning munu þeir í brjósti geyma. Gott er jafnan góðs að minnast. Góðum dreng er lán að kynnast. Snillings andinn, hagleiks höndin hófu þig til sæmdar ráða. Meira
3. október 1995 | Minningargreinar | 282 orð

GÍSLI V. GUÐLAUGSSON

GÍSLI V. GUÐLAUGSSON Gísli V. Guðlaugsson fæddist á Stokkseyri 16. janúar 1905. Hann lést í Reykjavík 19. september 1995. Foreldrar hans voru hjónin Una Gísladóttir, f. 7. apríl 1883, d. 3. apríl 1965, og Guðlaugur Skúlason, f. 1. maí 1882, d. 12. febrúar 1965. Gísli var næst elstur 5 systkina. Meira
3. október 1995 | Minningargreinar | 61 orð

Gísli V. Guðlaugsson Það var alltaf gott að koma í heimsókn til þín á fallegt heimilið þitt. Þú tókst alltaf vel á móti okkar

Það var alltaf gott að koma í heimsókn til þín á fallegt heimilið þitt. Þú tókst alltaf vel á móti okkar og við gátum talað mikið saman. Þú hefur alltaf verið góður við okkur Aldísi. Nú þegar þú ert farinn eigum við eftir að sakna þín mikið. Við biðjum góðan guð að varðveita þig og Sjönu. Stefán og Aldís. Meira
3. október 1995 | Minningargreinar | 1745 orð

Jón Jónsson

Jón Jónsson jarðfræðingur fæddist á Kársstöðum í Landbroti, Vestur-Skaftafellssýslu, 3. október 1910. Móðir Jóns hét Sigurlaug Einarsdóttir. Hún fæddist 16. nóvember 1867 að Þverá á Síðu og lést 10. maí 1955 í Hátúnum í Landbroti. Faðir Jóns hét Jón Einarsson. Hann fæddist 8. maí 1858 að Hólmi í Landbroti og lést 11. júlí 1954 í Hátúnum. Meira
3. október 1995 | Minningargreinar | 266 orð

Sigríður Tómasdóttir

Svilkona mín Sigríður Tómasdóttir, alltaf kölluð Sissa, hefur nú kvatt þennan heim eftir langvarandi veikindi. Sissa ólst upp á góðu heimili foreldra sinna, yngst fjögurra systkina. Að barnaskólaprófi loknu gekk hún í Verslunarskóla Íslands og lauk þaðan prófi vorið 1940. Hún fór þá strax að vinna við skrifstofustörf. Meira
3. október 1995 | Minningargreinar | 355 orð

Sigríður Tómasdóttir

Nú hefur mín góða, gamla vinkona, hún Sissa kvatt eftir margra ára þokukennt líf, sem Alzheimer sjúkdómurinn leggur á fórnarlömb sín. Sissa fluttist fyrir tæpum 40 árum til Kaliforníu en það var ekki fjarlægðin sem skildi okkur, heldur hinn ógnvænlegi sjúkdómur. Ég ætla að raða saman nokkrum minningarbrotum um hana og liðnar samverustundir. Meira
3. október 1995 | Minningargreinar | 118 orð

SIGRÍÐUR TÓMASDÓTTIR

SIGRÍÐUR TÓMASDÓTTIR Sigríður Tómasdóttir var fædd í Reykjavík 14. september 1922. Hún lést í Los Angeles 10. ágúst sl. Foreldrar hennar voru Tómas Jónsson, kaupmaður, og kona hans Sigríður Sighvatsdóttir. Systkini hennar voru: Anna Zo¨ega, Álfheiður Lorange og Gunnar, þau eru öll látin. Sigríður giftist þann 5. Meira
3. október 1995 | Minningargreinar | 1184 orð

Sigurgeir Jónsson

Er ég gekk út í morguninn eftir að hafa borist andlátsfregn afa míns, Sigurgeirs Jónssonar, nefndur Geiri Tomm, varð mér ljóst að þó svo við hefðum oft verið ósammála, okkur til ánægju, þá höfðum við þó sama smekk fyrir veðri. Eftir hlýtt og gott sumar var komið haust og fyrstu snjóa hafði fest þá um nóttina. Trén svignuðu mjög allaufguð undan þunganum; birkið tekið að gulna. Meira
3. október 1995 | Minningargreinar | 178 orð

SIGURGEIR JÓNSSON

SIGURGEIR JÓNSSON Sigurgeir Jónsson fyrrverandi vörubílstjóri og deildarstjóri á bifreiðastöð Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri, Bifröst, var fæddur á Naustum við Akureyri 8. september 1910. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 25. september síðastliðinn eftir skamma legu. Foreldrar Sigurgeirs voru Jón Emil Tómasson, f. 7.8. 1870, d. Meira
3. október 1995 | Minningargreinar | 166 orð

Þorlákur Þórarinsson

Ég vil minnast elsku afa míns með nokkrum orðum. Frá því ég man eftir mér hefur afi verið til staðar, svo góður, sterkur og traustur. Hann hefur skipað stóran sess í lífi mínu. Á hverjum sunnudegi öll mín bernskuár, fórum við afi í sunnudagsbíltúr, skoðuðum skipin í Reykjavíkurhöfn, fengum okkur kókó og köku í Kaffivagninum, og oftar en ekki enduðum við á Hrafnistu í Hafnarfirði, Meira
3. október 1995 | Minningargreinar | 160 orð

Þorlákur Þórarinsson

Við Þorlákur kynntumst árið 1948, er ég kom um borð í Reykjafoss. Hann var þar háseti. Við urðum strax góðir vinir, er hélst alla tíð. Þorlákur var kallaður Lalli af sínum nánustu og vinum. Hann átti rætur sínar að rekja upp í Borgarfjörð, sem var honum mjög kær og naut ég þekkingar hans á Borgarfirði. Lalli lærði húsasmíði áður en hann byrjaði sjómennsku. Meira
3. október 1995 | Minningargreinar | 212 orð

ÞORLÁKUR ÞÓRARINSSON

ÞORLÁKUR ÞÓRARINSSON Þorlákur Þórarinsson fæddist 9. maí 1924. Hann lést í Landspítalanum 22. september síðastliðinn. Foreldrar Þorláks voru Þórarinn Gunnlaugsson, stýrimaður, f. 19. mars 1898, d. 20. maí 1974, og Auður Jónsdóttir, f. 15. nóvember 1897. Eftirlifandi eiginkona Þorláks er Stella R. Sveinsdóttir, f. 27. desember 1935. Meira
3. október 1995 | Minningargreinar | 22 orð

(fyrirsögn vantar)

3. október 1995 | Minningargreinar | 23 orð

(fyrirsögn vantar)

Viðskipti

3. október 1995 | Viðskiptafréttir | 115 orð

Dollar hækkar

DOLLARINN hækkaði í yfir 100,5 jen í gær á sama tíma og bollalagt er að væntanlegur leiðtogafundur sjö helztu iðnríkja heims (G7) muni styrkja stöðu bandaríska gjaldmiðilsins. Verðbréf hækkuðu yfirleitt í Evrópu, meðal annars í Bretlandi rétt fyrir lokun, þar sem verri bandarískar hagspár en gert hafði verið ráð fyrir vekja nýjar vonir um lægri vexti í Bandaríkjunum. Meira
3. október 1995 | Viðskiptafréttir | 415 orð

Eimskip hreppti varnarliðsflutningana á ný

FLUTNINGADEILD Bandaríkjahers hefur tekið tilboði Eimskips í 65% af flutningum fyrir varnarliðið næstu tvö ár og tilboði Van Ommeren í 35% flutninganna. Eimskip tekur að sér flutninga á um 9 þúsund tonnum og nema heildarflutningsgjöldin u.þ.b. 2 milljónum dollara á ári eða sem samsvarar tæplega 130 milljónum króna. Meira
3. október 1995 | Viðskiptafréttir | 136 orð

Hagnaður Fiats þrefalt meiri

HAGNAÐUR Fiat SpA fyrir skatt tæplega þrefaldaðist fyrri hluta árs 1995 vegna aukinnar bílasölu um allan heim og minni framleiðslukostnaðar. Hagnaður fyrir skatta jókst í 2.15 billjónir líra (1.34 milljarða dollara) úr 727 milljörðum líra á sama tíma í fyrra. Fiat segir að hagnaðurinn stafi af því að sölutekjur hafi aukizt og markaður utan Evrópu stækkað. Meira
3. október 1995 | Viðskiptafréttir | 186 orð

Hagnaður rúmlega 309 millj

AFKOMA af reglulegri starfsemi Flugleiða hf. batnaði um nær 93 milljónir króna fyrstu sjö mánuði ársins. Þannig nam tap 43,4 milljónum í ár samanborið við 137 milljóna tap á sama tíma í fyrra. Að teknu tilliti til 329 milljóna hagnaðar af sölu flugvéla, 42 milljóna hagnaðar dótturfélaga o.fl. Meira
3. október 1995 | Viðskiptafréttir | 452 orð

Mesta kynningin til þessa

AMERÍSKIR dagar hefjast í dag og munu standa yfir næstu 2 vikurnar. Þessi árlegi atburður verður með nokkuð öðru sniði nú en áður þar sem aukin áhersla verður lögð á kynningu úti á landsbyggðinni og mun sendiherra Bandaríkjanna, Parker W. Borg, m.a. taka þátt í dagskránni í nokkrum bæjum úti á landi. Þeir bæir sem sendiherrann mun heimsækja eru: Akureyri þann 3. Meira
3. október 1995 | Viðskiptafréttir | 172 orð

Nýtt fyrirtæki tekur við Digital

NÝTT fyrirtæki, Örtölvutækni ehf., hefur tekið við Digital-umboðinu og fleiri umboðum af Örtölvutækni- Tölvukaupum hf. Félagið hefur ráðið til sín starfsmenn frá gamla hlutafélaginu og keypt nokkuð af eignum þaðan. Rekstur nýja félagsins verður til að byrja með fjármagnaður af Werner Rassmussyni og Kúlulegusölunni, í eigu Árna Fannberg og fjölskyldu. Meira

Fastir þættir

3. október 1995 | Dagbók | 2651 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 29. september til 5. október að báðum dögum meðtöldum, er í Vesturbæjar Apóteki, Melhaga 20-22. Auk þess er Háaleitis Apótek, Háaleitisbraut 68, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
3. október 1995 | Dagbók | 147 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, þriðjudagin

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 3. október, er áttatíu og fimm ára Jón Jónsson, jarðfræðingur, Smáraflöt 42, Garðabæ. Eiginkona hans er Guðrún Guðmundsdóttir. Þau hjónin taka á móti gestum sunnudaginn 8. október kl. 4 í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli í Garðabæ. Meira
3. október 1995 | Dagbók | 574 orð

Reykjavíkurhöfn: Í dag kemur Múlafoss

Reykjavíkurhöfn: Í dag kemur Múlafoss og túnfiskveiðibátarnir japönsku Koei Maru 2 ogKinsho Maru 18. Reykjafoss fer út í dag. Hafnarfjarðarhöfn. Í gær kom Lagarfoss. Strong Icelander og rússinn Khar I fóru út. Meira
3. október 1995 | Dagbók | 44 orð

SILFURBRÚÐKAUP.

SILFURBRÚÐKAUP. Í dag, þriðjudaginn 3. október, eiga tuttugu og fimm ára hjúskaparafmæli hjóninSveinbjörg Guðmarsdóttir, húsmóðir og Kristján Þ. Jónsson, skipherra, Ægissíðu 127, Reykjavík. Þau voru gefin saman í Langholtskirkju af sr. Guðmundi Óskari Ólafssyni 3. október 1970. Þau eru stödd erlendis um þessar mundir. Meira
3. október 1995 | Fastir þættir | 580 orð

Yfirburðasigur Æfingaskólans

29. sept.-1. okt. 1995 NORÐURLANDAMÓTI grunnskóla í skák lauk á sunnudaginn í Kaas í Danmörku. Æfingaskóli Kennaraháskóla Íslands tefldi fyrir Íslands hönd og sigraði með yfirburðum. Sveitin átti titilinn að verja frá því í fyrra. Hún hlaut 16 vinninga í 20 skákum, en næst kom danska sveitin með 13 v. Meira
3. október 1995 | Dagbók | 197 orð

Yfirlit: Um

Yfirlit: Um 300 km suður af Vestmannaeyjum er víðáttumikil en hægt minnkandi lægð sem þokast austur og síðan suðaustur. Spá: Norðaustan átt á landinu ­ stinningskaldi eða allhvasst norðan- og vestanlands en hægari annars staðar. Meira
3. október 1995 | Dagbók | 71 orð

(fyrirsögn vantar)

3. OKT. Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólris Sól í hád. Sólset Tungl í suðri Meira

Íþróttir

3. október 1995 | Íþróttir | 182 orð

1. deild kvenna: FH - Víkingur23:20

1. deild kvenna: FH - Víkingur23:20 Mörk FH: Díana Guðjónsdóttir 11, Bára Jóhannsdóttir 4, Hildur Pálsdóttir 3, Hildur Erlingsdóttir 2, Björk Ægisdóttir 2, Ólöf María Jónsdóttir 1. Mörk Víkings: Halla María Helgadóttir 6, Guðmunda Kristjánsdóttir 5, Svava Sigurðardóttir 3, Hanna M. Meira
3. október 1995 | Íþróttir | 280 orð

AC Milan tapaði óvænt í Bari

Carmine Gautieri skoraði fyrir Bari rétt eftir hlé og það reyndist eina markið í leik liðsins gegn AC Milan í fyrradag. Þetta var fyrsta tap AC Milan á tímabilinu en liðið er enn efst í ítölsku deildinni. Meira
3. október 1995 | Íþróttir | -1 orð

A-RIÐLL

A-RIÐLL TINDASTÓLL 2 2 0 0 170 159 4UMFN 2 1 0 1 186 164 2HAUKAR 2 1 0 1 167 152 2KEFLAVÍK 2 1 0 1 178 173 2ÍR 2 1 0 1 167 174 2BREIÐABLIK 2 0 0 2 142 1 Meira
3. október 1995 | Íþróttir | 105 orð

Atli áfram með ÍBV

Atli Eðvaldsson hefur endurnýjað þjálfarasamning sinn við ÍBV til eins árs. ÍBV náði þriðja sæti í deildinni, sem gefur þátttökurétt í Evrópukeppninni, undir hans stjórn. "Við vorum mjög ánægðir með störf Atla í sumar og teljum hann rétta manninn fyrir okkur, meðal annars í Evrópukeppninni á næsta ári," sagði Jóhannes Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV. Meira
3. október 1995 | Íþróttir | 104 orð

Árni með slæmt krossband VÍKINGURINN Á

VÍKINGURINN Árni Friðleifsson verður ekki með liði sínu í þriðju umferðinni 1. deildar í handknattleik á morgun. Hægra hné Árna var speglað í gær, hann hefur tvívegis slitið krossband og eftir leikinn gegn Haukum blæddi talsvert inná hnéið. "Læknarnir sögðu að krossbandið væri orðið eitthvað teygt og héldi engu," sagði Árni í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
3. október 1995 | Íþróttir | 103 orð

Bikarkeppni HSÍ

37 lið taka þátt í bikarkeppni karla í handknattleik. Fimm leikir verða í forkeppni: Selfoss B - ÍBV B, ÍH B - Víkingur B, Afturelding B - Valur B, ÍA - ÍR B, Ögri - FH B. Leikir í 32 liða úrslitum eru: ÍH - KR, BÍ - Valur, Grótta - KA, Fram - ÍR, Fylkir - HK, ÍA/ÍR B - ÍBV, Selfoss B/ÍBV B - Víkingur, Breiðablik - Fjölnir, Haukar - FH, Keflavík - Afturelding B/Valur B, Meira
3. október 1995 | Íþróttir | 161 orð

Bow reið baggamuninn KR-ingar unnu góðan s

Bow reið baggamuninn KR-ingar unnu góðan sigur þegar þeir sóttu Skagamenn heim á sunnudagskvöldið, lokatölur 101:88 eftir að jafnt var í leikhléi 47:47. Gestirnir mættu ákveðnari til leiks en náðu aldrei afgerandi forystu. Þegar á leið komu Skagamenn meira inn í leikinn en áður og skiptust liðin um að leiða fram til leikhlés. Meira
3. október 1995 | Íþróttir | 637 orð

Breiðabl. - Haukar66:87

Smárinn, úrvalsdeildin í körfuknattleik, sunnudaginn 1. október 1995. Gangur leiksins: 0:5, 7:13, 12:28, 17:39, 19:41, 36:48, 38:62, 50:70, 62:78, 66:87. Stig Breiðabliks: Michael Thoele 29, Birgir Mikaelsson 14, Atli Sigurþórsson 7, Einar Hannesson 6, Agnar Olsen 4, Hjörtur Arnarson 3, Daði Sigurþórsson 3. Meira
3. október 1995 | Íþróttir | 44 orð

B-RIÐILL

B-RIÐILL ÞÓR 2 2 0 0 209 124 4KR 2 1 0 1 183 179 2UMFG 2 1 0 1 168 165 2ÍA 2 1 0 1 173 171 2SKALLAGR. Meira
3. október 1995 | Íþróttir | 228 orð

Burst hjá Þór

ÞÓRSARAR gjörsigruðu Valsmenn á Akureyri og fylgdu þar með eftir góðum sigri í fyrstu umferð þegar þeir lögðu Skallagrím með 35 stiga mun. Nú bættu þeir um betur og sigruðu Val með 50 stiga mun, 112:62. Ef marka má þennan leik er skiljanlegt hvers vegna Valsmönnum er spáð falli. Meira
3. október 1995 | Íþróttir | 988 orð

England

Bolton - Q.P.R.0:1 - (Dichio 89.). 17.362. Chelsea - Arsenal1:0 (Hughes 52.). 31.048. Coventry - Aston Villa0:3 - (Yorke 1., Milosevic 84. og 87.). 20.987. Leeds - Sheffield Wed.2:0 (Yeboah 34., Speed 58.). 34.076. Meira
3. október 1995 | Íþróttir | 511 orð

Erfiðari leiðin framundan þrátt fyrir góðan sigur

ÍSLENDINGAR fögnuðu eins marks sigri, 24:23, gegn Rúmenum í Kaplakrika í fyrrakvöld en Rúmenar standa betur að vígi að innbyrðisleikjunum loknum í Evrópukeppninni - markatalan er 44:43 þeim í hag. Þrátt fyrir ánægjulegan sigur í fjörugum leik er því ljóst að Íslendinga bíður erfiðari leiðin að úrslitakeppninni - að gera betur en Rúmenar gegn Rússum og Pólverjum. Meira
3. október 1995 | Íþróttir | 645 orð

Er handknattleiksmaðurinnJÚLÍUS JÓNASSONekkert á leiðinni heim? Löngunin sífellt sterkari

JÚLÍUS Jónasson átti stórleik með íslenska landsliðinu í fyrri leiknum gegn Rúmenum í síðustu viku, gerði 8 mörk í 10 tilraunum og í síðari leiknum á sunnudaginn var hann sterkur í vörninni og var með 50% nýtingu í sókninni, gerði 4 mörk úr 8 tilraunum. Júlíus leikur með þýska liðinu Gummersbach og er það á öðru ári en samningur hans við liðið rennur út í vor. Meira
3. október 1995 | Íþróttir | 184 orð

Evrópukeppni landsliða Tvö efstu liðin úr hverjum riðli komast

Tvö efstu liðin úr hverjum riðli komast í úrslitakeppnina, sem verður á Spáni í maí 1996, ásamt Evrópumeisturum Svía og gestgjöfunum, Spánverjum. Ef tvö lið verða jöfn á stigum í riðlunum, ráða innbyrðisleikir þeirra um niðurröðun. 1. Meira
3. október 1995 | Íþróttir | 373 orð

Guðni stóð sig vel en tapaði samt

GUÐNI Bergsson og félagar hans hjá Bolton töpuðu fyrir Q.P.R. á heimavelli sínum og gerði Danny Dichio eina mark leiksins þegar aðeins ein mínúta var til leiksloka. Þetta var fimmta mark hans fyrir liðið í fjórum leikjum. Guðni stóð sig vel í leiknum og er greinilega einn besti leikmaður liðsins. Meira
3. október 1995 | Íþróttir | 358 orð

Háspenna í fyrsta sigri ÍR

SPENNAN var í hámarki í Seljaskóla á sunnudagskvöldið þegar ÍR og Keflavík mættust. Eftir að heimamenn höfðu náð góðum tökum á leiknum í fyrri hluta fyrri hálfleiks komu Keflvíkingar sterkir til baka og jöfnuðu í byrjun þess síðari. Meira
3. október 1995 | Íþróttir | 79 orð

Heimilt að taka leikhlé í hvorum hálfleik

Á ÁRSÞINGI HSÍ um helgina var samþykkt að heimila hvoru liði í meistaraflokki karla og kvenna að taka mínútu leikhlé í hvorum hálfleik. Eins var ákveðið að hafa 15 mínútna hlé á milli hálfleikja í stað 10 mínútna áður og taka reglur þessar þegar gildi. Meira
3. október 1995 | Íþróttir | 115 orð

HM félagsliða FYRIRHUGAÐ er a

FYRIRHUGAÐ er að halda Heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu að því er Sepp Blatter, framkvæmdastjóri FIFA, sagði í sjónvarpsviðtali í Þýskalandi í gær. "Hugmyndin er að koma á HM félagsliða eftir HM landsliða 1998. Meira
3. október 1995 | Íþróttir | 307 orð

HSÍ krafið um 15 millj. kr. í virðisaukaskatt?

Ólafur B. Schram, formaður Handknattleikssambands Íslands, sagði á ársþingi sambandsins um helgina að rannsókn skattrannsóknastjóra ríkisins hefði leitt í ljós að söluskatts- og virðisaukauppgjör HSÍ væri ekki í samræmi við túlkun yfirvalda og væri um háar fjárhæðir að ræða. Meira
3. október 1995 | Íþróttir | 149 orð

Ísland - Frakkland3:3

Akranesvöllur, laugardaginn 30. september 1995 ­ Evrópukeppni landsliða í kvennaknattspyrnu. Aðstæður: Hávaðarok og stóð á annað markið. Þurrt og völlurinn mjög góður miðað við árstíma. Mörk íslands: Jónína Víglundsdóttir (5.), Margrét Ólafsdóttir (19.), Ásthildur Helgadóttir (41.) Mörk Frakklands: Marinette Pichon (28. Meira
3. október 1995 | Íþróttir | 157 orð

Ísland - Rúmenía24:23

Íþróttahúsið Kaplakriki í Hafnarfirði, Evrópukeppni landsliða í handknattleik, seinni leikur, sunnudaginn 1. október 1995. Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 1:2, 3:2, 3:3, 7:3, 7:4, 8:4, 9:5, 9:7, 11:8, 12:9, 12:11, 12:12, 13:12, 13:13, 14:14, 15:15, 16:16, 17:17, 18:18, 19:19, 20:20, 21:21, 23:21, 23:23, 24:23. Meira
3. október 1995 | Íþróttir | 64 orð

KNATTSPYRNAReuter Kóngurinn á Old Trafford

KNATTSPYRNAReuter Kóngurinn á Old TraffordFRAKKINN Eric Cantona lék með Manchester United í fyrsta sinn eftir að hafa tekið út 248 daga leikbann, enþað tók hann aðeins 67 sekúndur að láta vita af sér. Andrúmsloftið utan vallar fyrir leik var rafmagnað vegnaendurkomu "King Eric" og hann brást ekki stuðningsmönnum sínum. Meira
3. október 1995 | Íþróttir | 723 orð

Kóngurinn er mættur

FRAKKINN Eric Cantona lék með Manchester United í fyrsta sinn eftir að hafa tekið út 248 daga leikbann, en það tók hann aðeins 67 sekúndur að láta vita af sér. Þá sendi hann á Nicky Butt sem braut ísinn og á 70. mínútu jafnaði Cantona úr vítaspyrnu, en United náði 2:2 jafntefli við Liverpool á Old Trafford í fyrradag. Meira
3. október 1995 | Íþróttir | 618 orð

Meistararnir stöðvuðu sigurgöngu Bayern

MEISTARAR Dortmund sigruðu Bayern M¨unchen, 3:1 í stórleik þýsku 1. deildarinnar á sunnudag. Leikurinn var mjög góður, Bayern var reyndar talið hafa spilað betur en leikmenn meistaranna börðust vel, gáfust aldrei upp og það bar árangur. Meira
3. október 1995 | Íþróttir | 185 orð

Nítján stig í fyrri hálfleik AFAR slakur f

Nítján stig í fyrri hálfleik AFAR slakur fyrri hálfleikur Blika gegn Haukum í Smáran, þar sem þeir nýttu minna en þriðjung skota og gerðu aðeins 19 stig, gerði útslagið í 66:87 sigri Hafnfirðinga því í síðari hálfleik gerðu Blikar einu stigi meira en Haukar. Haukar byrjuðu með miklum spretti og tókst að hrista Kópavogsbúana af sér fyrr. Meira
3. október 1995 | Íþróttir | 52 orð

"Óhneppt skyrta"

»ÞAÐ eru oft mikil átök í handbolta og á sunnudaginn rifnaði peysa rúmenska línumannsins Alexandru Dedu þegar hann og Júlíus áttust við. Peysan rifnaði alveg frá hálsmáli og niður úr þannig að hún varð eins og óhneppt skyrta. Eftir fjögurra mínútna rekistefnu dómara og eftirlitsdómara var "skyrtan" vafinn með límbandi. Meira
3. október 1995 | Íþróttir | 209 orð

Óska Íslendingum alls hins besta

DORU Simion, þjálfari Rúmena, er mikill Íslandsvinur eins og algengt er um landa hans í handboltanum. Hann var að mörgu leyti ánægður með sína menn og stöðuna að tveimur umferðum loknum en sagði að of snemmt væri að fagna því mikið væri eftir og enn ættu Íslendingar jafna möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Meira
3. október 1995 | Íþróttir | 288 orð

Óvænt hjá Tindastóli

"ÉG er vitaskuld ákaflega ánægður með að byrja mótið með því að sigra Njarðvíkinga á þeirra heimavelli og vonandi lofar þetta góðu með framhaldið hjá okkur," sagði Páll Kolbeinsson, þjálfari og leikmaður liðs Tindastóls frá Sauðárkróki, eftir frekar óvæntan sigur á Íslandsmeisturum Njarðvíkinga í Njarðvík á sunnudagskvöldið. Meira
3. október 1995 | Íþróttir | 328 orð

Rokið réð ríkjum

ÍSLENSKA kvennalandsliðið náði að hrista af sér slenið gegn Frökkum á Akranesi á laugardaginn, eftir slæman tapleik gegn Rússum fyrir tæpum tveimur vikum. Nú léku þær oft á tíðum ágætlega gegn frönsku konunum en það nægði ekki til sigurs. Íslensku stúlkurnar voru klaufar að missa niður tveggja marka forskot á síðustu fimm mínútunum þegar þær frönsku gerðu tvö mörk og kræktu í jafntefli, 3:3. Meira
3. október 1995 | Íþróttir | -1 orð

Sanngjarn sigur VÖRNIN var mjög

Sanngjarn sigur VÖRNIN var mjög sterk hjá okkur, sérstaklega í seinni hálfleiknum," sagði Tómas Holton þjálfari og leikmaður Skallagríms, eftir sigur Borgnesinga, 83:77, yfir Grindvíkingum. "Það gefur okkur byr undir báða vængi að sjá svona hluti gerast í upphafi leiktímabils. Meira
3. október 1995 | Íþróttir | 65 orð

S/L mót á Spáni

Samvinnuferðir Landsýn voru með golfmót á Prinsessa vellinum á La Manga á Spáni. Konur m/forgjöf: Selma Hannesdóttir, GR83 Sigrún Guðmundsdóttir, NK92 Steinunn Kristinsdóttir, GR105 Karlar m/forgjöf: Hörður Sigurðsson, GR88 Jónas H. Meira
3. október 1995 | Íþróttir | 166 orð

Strax á 5. mín. átti Guðrún Sæmundsdóttir gott skot úr

Strax á 5. mín. átti Guðrún Sæmundsdóttir gott skot úr aukaspyrnu en Roux varði en hélt ekki boltanum og Jónína Víglundsdóttir fylgdi vel á eftir og skoraði. Á 19. mín átti Ásthildur Helgadóttir góða sendingu á Margréti Ólafsdóttur inn í vítateig Frakka. Meira
3. október 1995 | Íþróttir | 7 orð

SVÍÞ./ENGLAND:X11 X21 1

SVÍÞ./ENGLAND:X11 X21 111 2122 ÍTALÍA:XX1 212 1X1 1 Meira
3. október 1995 | Íþróttir | 368 orð

Treystum á guð og lukkuna

Markmiðið var að fá tvö stig og vinna með þremur mörkum, en við höfum kannski séð það áður að markmiðin hafa ekki alltaf náðst. En þetta var svona það sem við stefndum að," sagði Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari. "Annars leit þetta mjög vel út á tímabili í upphafi leiks. Meira
3. október 1995 | Íþróttir | 270 orð

Víkingar úr leik

Íslandsmeistararnir í borðtennis, Víkingar, spiluðu á laugardaginn við ísraelska liðið Hapoel Ramat Gan í Evrópubikarkeppni meistaraliða. Fóru leikirnir fram í íþróttahúsi TBR og unnu gestirnir 4:0. Ólafur Rafnsson lék fyrst við Josef Bogen, sem er gamalreyndur spilari og elsti leikmaður ísraelska liðsins og vann Bogen 21:9 og 21:13. Meira
3. október 1995 | Íþróttir | 511 orð

Vörnin ekki nógu góð "ÞVÍ miður

"ÞVÍ miður tókst okkur ekki það sem við ætluðum okkur, að vinna með þremur mörkum, en möguleikinn á að komast í úrslitakeppnina er samt enn til staðar," sagði Geir Sveinsson fyrirliði íslenska landsliðsins eftir sigurinn á Rúmenum. "Þetta var svona eins og maður gerði ráð fyrir. Meira

Sunnudagsblað

3. október 1995 | Sunnudagsblað | 1378 orð

ELDMESSA SAMÚELS Þriðja myndin í Die Hard" myndaflokknum hefur reynst vinsælust þeirra allra hér á landi og er Samuel L. Jackson

Þriðja myndin í Die Hard" myndaflokknum hefur reynst vinsælust þeirra allra hér á landi og er Samuel L. Jackson örugglega ein ástæða þess, að sögn Arnaldar Indriðasonar. Hann skoðar feril þessa einstaka leikara sem á síðustu árum hefur orðið einna fremstur blökkuleikara í Hollywood Meira

Úr verinu

3. október 1995 | Úr verinu | 677 orð

2.500 fermetra hús byggt á rúmum fimm mánuðum

ÍSLENZKAR Sjávarafurðir hf. hafa nú flutt starfsemi sína í ný húsakynni við Sigtún í Reykjavík. Byggingin er um 2.500 fermetrar að stærð á tveimur hæðum og kjallara og eru aðeins sjö mánuðir liðnir frá því að fyrstu frumdrög að byggingunni lágu fyrir og flutt er inn í hana. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.