Greinar laugardaginn 7. október 1995

Forsíða

7. október 1995 | Forsíða | 122 orð

Claes verði ákærður

HÆSTIRÉTTUR Belgíu hefur sagt þinginu að ákæra beri Willy Claes, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, vegna aðildar hans að hneykslismáli í tengslum við sölu á ítölskum Agusta-þyrlum til hersins er hann gegndi embætti ráðherra efnahagsmála 1988. Meira
7. október 1995 | Forsíða | 90 orð

Hunsar samning

FRELSISSAMTÖK Palestínumanna (PLO) fordæmdu í gær þá ákvörðun Ezers Weizmans, forseta Ísraels, að náða ekki nokkrar palestínskar konur, sem afplána dóma vegna morðárása á Ísraela. Weizman kveðst ekki vilja náða fanga sem hafi úthellt blóði Ísraela. Talsmaður PLO sagði ákvörðun Weismans ganga í berhögg við samning Ísraela og PLO sem undirritaður var nýlega í Washington. Meira
7. október 1995 | Forsíða | 46 orð

Jafntefli í New York

GARRY Kasparov og Viswanathan Anand sömdu um jafntefli í 16. einvígisskákinni í New York í gær. Skákin var aðeins 20 leikir. Kasparov hafði hvítt og var tefld Sikileyjarvörn. Staðan í einvíginu er nú 9 gegn 6, Kasparov í vil. Meira
7. október 1995 | Forsíða | 79 orð

Páfi ómyrkur í máli

JÓHANNES Páll II. páfi veifar til mannfjöldans áður en útimessa hefst á leikvangi í New York. Um 72.000 manns tóku þátt í messunni sem var í gær. Páfi hefur í Bandaríkjaferð sinni fordæmt fóstureyðingar og sagt að baráttunni gegn þeim megi líkja við andstöðuna við kynþáttamisrétti. Meira
7. október 1995 | Forsíða | 93 orð

Tilræði í París

LÖGREGLUMENN í París kanna aðstæður í grennd við Maison Blanche, eina af viðkomustöðvum neðanjarðarbrautanna, en sprengja, er falin hafði verið í sorpkassa, sprakk þar í gær. 12 manns slösuðust, flestir lítillega og rúður í nálægum bílum splundruðust. Bréfberi kom auga á sprengjuna í kassanum og tókst lögreglu því á síðustu stundu að vara flesta vegfarendur við. Meira
7. október 1995 | Forsíða | 352 orð

Unnt að semja um gæslu með NATO

STJÓRNVÖLD í Rússlandi hafa fagnað samningum um vopnahlé í Bosníu og gáfu til kynna í gær, að semja mætti um þátttöku rússneskra hermanna í friðargæsluliði undir stjórn Atlantshafsbandalagsins, NATO. Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna vinna að því hörðum höndum að koma á rafmagni og gasi í Sarajevo en það er skilyrði fyrir því, að vopnahléið taki gildi á miðnætti aðfaranótt nk. þriðjudags. Meira
7. október 1995 | Forsíða | 243 orð

Varar við einangrunarstefnu

BILL Clinton Bandaríkjaforseti hélt í gær ræðu um utanríkismál hjá Freedom House-stofnuninni, þar sem hann varaði við þeirri tilhneigingu í Bandaríkjunum að vilja einangra sig frá umheiminum. Forsetinn sagði nauðsynlegt að Bandaríkin gegndu áfram forystuhlutverki á alþjóðavettvangi. Þá greindi hann frá ýmsum tilslökunum gagnvart Kúbu. Meira

Fréttir

7. október 1995 | Innlendar fréttir | 93 orð

10. október alþjóðadagur geðheilbrigðis

ALÞJÓÐASAMBAND um geðheilbrigði hefur sl. þrjú ár beitt sér fyrir því með stuðningi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar að 10. október væri alþjóðadagur geðheilbrigðis um allan heim. Fjölmörg lönd í flestum heimsálfum hafa tekið áskorun samtakanna og lýst því yfir að 10. október væri alþjóðadagur geðheilbrigðis í viðkomandi landi. Meira
7. október 1995 | Innlendar fréttir | 57 orð

Aðalfundur SSH

AÐALFUNDUR Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, SSH, verður haldinn laugardaginn 7. október í safnaðarheimili Garðabæjar, Kirkjuhvoli við Kirkjulund. Á fundinum verða auk hefðbundinna aðalfundarstarfa til umræðu flutningur grunnskólans til sveitarfélaga sem fyrirhugaður er 1. ágúst 1996. Meira
7. október 1995 | Fréttaskýringar | 679 orð

Allt að 38 þúsund kr. verðmunur hjá ungum ökumanni

MIKILL munur er á iðgjaldi bílatrygginga hjá ungum ökumönnum. Í tilteknu dæmi er munurinn 38 þúsund milli þess félags sem býður lægsta iðgjaldið og þess sem er með það hæsta. Aftur á móti virðist vera fremur lítill munur á tryggingunum sem eldri ökmenn eiga kost á, samkvæmt könnun Morgunblaðsins. Meira
7. október 1995 | Innlendar fréttir | 69 orð

Alþjóðadagur Lions

ALÞJÓÐAÞJÓNUSTUDAGUR Lionshreyfingarinnar er 8. október. Munu Lionsumdæmin á Íslandi, af því tilefni, kynna starfsemi sína með ýmsum hætti víða um land. Í Reykjavík fer aðalkynningin fram í Kringlunni frá klukkan 13­16 laugardag og sunnudag 7. og 8. október. Meira
7. október 1995 | Innlendar fréttir | 333 orð

Athugasemd um starfslok framkvæmdastjóra Alþýðuflokks

MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi frá Sigurði Tómasi Björgvinssyni: "Bréf mitt var sent sem trúnaðarmál til flokkstjórnar og það var ekki ætlunin að ræða það við fjölmiðla. Hins vegar hefur einn fjölmiðill birt bréfið í heild sinni þannig að ég hef ákveðið að svara þeirri gagnrýni sem fram kom frá Guðmundi Oddssyni í Morgunblaðinu. Meira
7. október 1995 | Innlendar fréttir | 573 orð

Áratuga umræða árangurslaus

MIKLAR umræður urðu um tillögu skipulagsnefndar Alþýðusambands Norðurlands, AN þess efnis að fækka verkalýðsfélögum á Norðurlandi úr tæplega 30 í 5 á þingi sambandsins sem hófst á Illugastöðum í Fnjóskadal í gær. Samtals eru félagsmenn í þessum félögum tæplega 11 þúsund talsins. Meira
7. október 1995 | Landsbyggðin | 223 orð

Bolvíkingar mótmæla

Bolungarvík-Áform stjórnvalda um að leggja niður sýslumannsembættið hér í Bolungarvík fellur bæjarbúum illa í geð og ljóst að yfirgnæfandi meirihluti bæjarbúa telja engin rök fyrir þessum áformum, enda liggi ekkert fyrir um það hvernig þeim verði séð fyrir þeirri þjónustu sem embætti sýslumanns veitir. Meira
7. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 151 orð

Breytingar í Oddeyrarskála að hefjast

FYRIRHUGAÐAR eru miklar breytingar og endurbætur á Oddeyrarskála, vöruhúshúsnæði Eimskipafélagsins, í framhaldi af samningi Eimskips og Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna um vörugeymsluþjónustu á Akureyri. Meira
7. október 1995 | Innlendar fréttir | 127 orð

Brúnni lyft

VEGAGERÐARMÖNNUM tókst að lyfta brúnni yfir Fnjóská, í Vaglaskóg í S-Þingeyjarsýslu, upp úr ánni án mikilla átaka með 50 tonna jarðýtu og tók verkið aðeins 40 mínútur. Áður hafði þeim mistekist að lyfta henni með spili, eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær. Brúarendinn féll í ánna í leysingunum í vor og einnig grófst vegarspotti að brúnni að vestanverðu í sundur. Meira
7. október 1995 | Innlendar fréttir | 51 orð

Búnaðarþing kallað saman á þriðjudag

BÚNAÐARÞING hefur verið boðað til aukafundar þriðjudaginn 10. október nk. til þess að fjalla um samning milli Bændasamtaka Íslands og landbúnaðarráðherra um breytingar á gildandi búvörusamningi í sauðfjárframleiðslu sem undirritaður var 1. október sl. Meira
7. október 1995 | Erlendar fréttir | 255 orð

Ciller myndar minnihlutastjórn

TANSU Ciller, forsætisráðherra Tyrklands, hefur myndað minnihlutastjórn með stuðningi þjóðernissinna sem hafa verið andvígir lýðræðisumbótum sem Evrópusambandið hefur reynt að knýja fram. Forseti Tyrklands samþykkti ráðherralistann í fyrrakvöld og fyrsti fundur stjórnarinnar í gær. Meira
7. október 1995 | Óflokkað efni | 69 orð

Dagur iðnaðarins á Akureyri

Í FYRSTA sinn á Íslandi verður haldinn Dagur iðnaðarins sunnudaginn 8. október frá kl. 13­17. Folda hf. á Akureyri er eitt þeirra fyrirtækja sem á þessum degi bjóða öllum sem það vilja þiggja í heimsókn. Meira
7. október 1995 | Innlendar fréttir | 186 orð

Dagur iðnaðarins á Eyrarbakka

SAMTÖK iðnaðarins standa fyrir "Degi iðnaðarins" sunnudaginn 8. október nk. undir kjörorðinu Íslensk sókn með stöðuleikann sem sterkasta vopnið. Eitt iðnfyrirtæki á Suðurlandi er með opið hús þennan dag en það er Alpan hf. á Eyrarbakka sem framleiðir fargsteypta potta og pönnur úr áli. Alpan hf. hefur þá einstöku stöðu að 98% af framleiðsluvörum fyrirtækisins eru seld til útlanda. Meira
7. október 1995 | Erlendar fréttir | 44 orð

Deilt um framtíð Quebec

KOSIÐ verður um það í Quebec 30. október hvort segja beri ríkið úr lögum við Kanada og stofna sjálfstætt ríki eður ei. Er mikill hiti í kosningabaráttunni og var myndin tekin á útifundi andstæðinga sjálfstæðis í Montreal í fyrrakvöld. Meira
7. október 1995 | Innlendar fréttir | 668 orð

Eingreiðslur færðar inn í bótakerfið Í fjárlagaræðu fjármálaráðherra á Alþingi í gær kom fram að gert sé ráð fyrir að festa

Í fjárlagaræðu sinni ræddi Friðrik Sophusson m.a. um áhrif þess afnáms sjálfvirkni í skatta- og útgjaldamálum sem fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir og sagði að með auknum stöðugleika í verðlagsmálum væru ekki lengur rök fyrir sjálfvirkri verðuppfærslu ýmissa bóta- og afsláttarliða í takt við vísitölubreytingar. Meira
7. október 1995 | Erlendar fréttir | 405 orð

Enn eitt vonlaust "Evró"?

"VIÐ verðum að kenna fólki að láta sér þykja vænt um sameiginlegu myntina," segir Yves-Thibault de Silguy, framkvæmdastjórnarmaður Evrópusambandsins, sem er ábyrgur fyrir innleiðingu sameiginlegs gjaldmiðils Evrópuríkja. Hann á hins vegar við þann vanda að stríða, enn sem komið er, að það er erfitt að láta sér þykja vænt um eitthvað sem heitir ekki neitt. Meira
7. október 1995 | Erlendar fréttir | 140 orð

Fagnar frestun NATO-stækkunar

ANDREI Kozyrev, utanríkisráðherra Rússlands, fagnaði í gær þeirri ákvörðun NATO-ríkjanna að fresta til 1997 áætlunum um stækkun bandalagsins í austur. "Þetta er rétt ákvörðun," hafði Interfax-fréttastofan eftir Kozyrev í Múrmansk þar sem hann kom við á leið sinni frá Noregi til Moskvu. Meira
7. október 1995 | Fréttaskýringar | 180 orð

Fjórar greinar

FJÓRAR tryggingar teljast til ökutækjatrygginga. Þær eru ýmist lögboðnar, eins og ábyrgðartrygging og slysatrygging ökumanns og eiganda, eða frjálsar tryggingar eins og húftrygging. Ábyrgðartrygging ökutækjabætir tjón sem bifreiðin veldur öðrum. Meira
7. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 287 orð

Fjögur fyrirtæki með opið hús

SAMTÖK iðnaðarins standa fyrir "Degi iðnaðarins" sunnudaginn 8. október nk. Fjögur fyrirtæki á Akureyri, verða með opið hús þennan dag. Jafnframt eru stofur í Félagi hágreiðslu- og hárskurðarmeistara á Norðurlandi með sérstaka kynningu, svo og nokkur bakarí í Landssambandi bakarameistara. Meira
7. október 1995 | Erlendar fréttir | 273 orð

Frakkar og Þjóðverjar vinna að sameiginlegri áætlun

FRANSKIR og þýskir embættismenn vinna nú að sameiginlegri áætlun um hvernig Evrópusambandið eigi að þróast í framtíðinni. Herma heimildir að þetta sé ekki síst gert til að slá á vangaveltur um stirðleika í samskiptum ríkjanna eftir kjör Jacques Chiracs Frakklandsforseta. Meira
7. október 1995 | Innlendar fréttir | 89 orð

Fundur um framtíðarskipan lyfjamála

ASTRA Ísland, Kemikalia og Lyfjafræðingafélag Íslands boða til opins fundar um framtíðarskipan í smásöludreifingu lyfja á Íslandi að Hótel Örk í Hveragerði sunnudaginn 8. október kl. 12.30­14.30. Fundarstjóri verður Stefán Jón Hafstein, dagskrárgerðarmaður. Meira
7. október 1995 | Innlendar fréttir | 117 orð

Fundur um kvennaráðstefnuna

MENNINGAR- og friðarsamtök Íslenskra kvenna boða til opins fundar laugardaginn 7. október kl. 14 á Kornhlöðuloftinu, Bankastræti 2. Á dagskrá verður fjallað um "NGO Form 95 í Peking, Huairou-hverfi". Þórunn Magnúsdóttir, varaformaður M.F.Í.K. Meira
7. október 1995 | Innlendar fréttir | 261 orð

Gildistöku olíugjalds frestað um tvö ár

FJÁRMÁLARÁÐHERRA stefnir að því, að tillögu nefndar fulltrúa stjórnvalda og hagsmunaaðila, að fresta gildistöku laga um olíugjald, sem leysa átti þungaskattskerfið af hólmi um áramót, um tvö ár. Jafnframt verði unnið að því að taka upp litun gjaldfrjálsrar olíu innan þess tíma. Meira
7. október 1995 | Innlendar fréttir | 97 orð

Haugfé úr kumlinu til sýnis

NÚ gefst fólki tækifæri á að skoða í Þjóðminjasafninu hluta af mununum sem fundust við fornleifarannsóknir á kumlinu að Eyrarteigi í Skriðdal. Kumlið, sem er að líkindum frá tíundu öld, hefur verið afar ríkulega búið og er eitt hið merkasta sem fundist hefur í seinni tíð hér á landi. Þar fundust leifar af karlmanni og hesti auk haugfjárins. Meira
7. október 1995 | Innlendar fréttir | 126 orð

H-dagur í Hafnarfirði í dag

H-DAGUR, hafnfirskur verslunardagur, verður í fjölda hafnfirskra verslana og þjónustufyrirtækja í dag, laugardag. Þátttakendur í H-degi bjóða upp á sértilboð og afslætti í tilefni dagsins og hafa verslanir sínar opnar til kl. 16. Meira
7. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 240 orð

Hermann hættir um næstu áramót

HERMANN Sigtryggsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Akureyrarbæjar, lætur af starfi sínu í kringum næstu áramót, eftir 33 ára starf. Samkvæmt reglugerð sem samþykkt var í bæjarstjóratíð Sigfúsar Jónssonar, skulu allir deildarstjórar og hærra settir innan bæjarkerfisins, láta af störfum 65 ára en Hermann nær einmitt þeim aldri þann 15. janúar á næsta ári. Meira
7. október 1995 | Innlendar fréttir | 64 orð

Hlíf með í sameiginlegum lífeyrissjóði

Á FJÖLMENNUM fundi hjá Verkamannafélaginu Hlíf 5. október sl. var samþykkt að félagið verði með í sameiningu lífeyrissjóða á höfuðborgarsvæðinu um stofnun Lífeyrissjóðsins Framsýnar. Auk Lífeyrissjóðs Hlífar og Framtíðarinnar eru í sameiningunni Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar, Lífeyrissjóður Sóknar, Meira
7. október 1995 | Innlendar fréttir | 98 orð

Hús Alþingis í Kirkjustræti tilbúin að utan

VINNUPALLAR hafa verið fjarlægðir af húsum Alþingis í Kirkjustræti og er framkvæmdum við endurbætur á húsunum utanverðum lokið. Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að það ráðist af fjármunum sem lagðir verða til verksins hvenær endurbótum innanhúss lýkur. Meira
7. október 1995 | Landsbyggðin | 85 orð

Innsetning sóknarprests í Hveragerði

Hveragerði-Séra Jón Ragnarsson var settur í embætti sóknarprests í Hveragerðis- og Kotstrandarsókn við guðsþjónustu í Hveragerðiskirkju sl. sunnudag. Það var sr. Guðmundur Óli Ólafsson, prófastur í Árnesprófastsdæmi, sem setti nýjan prest í embættið. Fjöldi Hvergerðinga bauð sr. Meira
7. október 1995 | Innlendar fréttir | 345 orð

Íbúar vakna við drunur og skjálfta

HVERGERÐINGAR vöknuðu upp af værum blundi við töluverðar drunur og jarðskjálfta, 3,5 á Richter-kvarða, um kl. 3.30 í fyrrinótt. Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur segir að virknin hafi hafist á Ölkelduhálsi, 5 til 7 km norður af Hveragerði, og færst til vesturs. Hann segir ekki hafa komið fram vísbendingar um að meira væri í vændum. Meira
7. október 1995 | Innlendar fréttir | 582 orð

Íslendingar eru að opna sig

DAGANA 2. til 6. október stóð yfir ráðstefna ræðismanna Íslands hér á landi. Um 120 ræðismenn tóku þátt í ráðstefnunni, sem bar yfirskriftina Verslun og viðskipti, og komu þeir víða að. Blaðamaður hitti þrjá þeirra að máli og spurði þá um ávinningin af ráðstefnunni. Viðhorfsbreyting Meira
7. október 1995 | Innlendar fréttir | 121 orð

Kaffisala í Óháða söfnuðinum

KIRKJUDAGURINN í Óháða söfnuðinum er sunnudaginn 8. október kl. 14 þar sem kvenfélag safnaðarins verður með kaffisölu eftir guðsþjónustu. Kvenfélagið hefur haft veg og vanda af margs konar líknar- og mannúðarmálum í Óháða söfnuðinum og er þessi kaffisala ein helsta fjáröflunarleið kvenfélagsins. Meira
7. október 1995 | Erlendar fréttir | 314 orð

Krefjast lausnar Lama TÍBESKIR munkar

TÍBESKIR munkar mótmæltu því í gær að Kínverjar skyldu taka höndum sex ára gamlan dreng sem munkarnir telja að sé næstæðsti leiðtogi þeirra endurborinn, Panchen Lama. Fóru munkarnir í hungurverkfall fyrir framan sendiráð Kínverja í Nýju-Dehli á Indlandi og kröfðust þess að þeir létu drenginn þegar lausan. Framfaraflokkurinn klofinn Meira
7. október 1995 | Innlendar fréttir | 98 orð

Kynning á íslenskum matvælum og byggingavörum

Í TILEFNI af Degi iðnaðarins nk. sunnudag verður kynning og sértilboð á íslenskum vörum í nokkrum verslunum. Tilboðin hófust í gær og verða áfram í dag. Kynningin fer fram í verslunum Hagkaups, Byko, Byggt og búið og Fjarðarkaupum. Meira
7. október 1995 | Innlendar fréttir | 72 orð

Landsþing Þroskahjálpar

Landsþing Landssamtakanna Þroskahjálpar var sett í gærkvöldi á Hótel Sögu. Ásta B. Þorsteinsdóttir, formaður samtakanna, setti þingið, Páll Pétursson, félagsmálaráðherra, flutti ávarp og Ólöf de Bont Ólafsdóttir söng við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. Að lokinni setningarathöfn bauð Þroskahjálp til kaffisamsætis. Meira
7. október 1995 | Fréttaskýringar | 5177 orð

LEIÐIN INN Á MARKAÐINN

BÍLATRYGGINGAR LEIÐIN INN Á MARKAÐINN Erlent tryggingafélag sem vildi komast inn á íslenska bílatryggingamarkaðinn í gegnum útboð FÍB gæti hugsanlega gert það með því að velja sér áhættuminnstu tryggingatakana og bjóða þeim betri kjör en tíðkast nú á markaðnum. Meira
7. október 1995 | Erlendar fréttir | 273 orð

Litarhætti kennt um

MARCIA Clark aðalsækjandi málsins á hendur O.J. Simpson er sögð hafa tjáð blaðamanni CNN-sjónvarpsstöðvarinnar að litarháttur kviðdómenda hafi valdið því að þeir sýknuðu Simpson. Af hálfu embættis saksóknara Los Angeles er blaðamaðurinn sakaður um að hafa haft rangt eftir henni. Meira
7. október 1995 | Erlendar fréttir | 129 orð

Lögregla fjarlægir skjöl

RÚSSNESKA öryggislögreglan (SSB), arftaki KGB í Sovétríkjunum gömlu, lokaði í gær skrifstofu norsku umhverfisverndarsamtakanna Bellona í Múrmansk. SSB hótar að kæra samtökin fyrir að hafa dreift rússneskum ríkisleyndarmálum, að sögn talsmanns samtakanna í Ósló, Thomas Nilsens. Meira
7. október 1995 | Miðopna | 1224 orð

Meira lagt á kindakjöt en annað kjöt

STEFÁN Skaftason, ráðunautur í S-Þingeyjasýslu, sagði á bændafundi í Ýdölum í fyrrakvöld að verslunin í landinu legði meira á kindakjöt en annað kjöt sem hún seldi. Hann fullyrti að verslunin tæki samtals hærri upphæð í gegnum álagningu á kindakjöti en bændur fengju fyrir framleiðslu á kjötinu. Meira
7. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 152 orð

Messur

AKUREYRARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli Akureyrarkirkju er á morgun kl. 11.00. Öll börn velkomin, munið kirkjubílana. Messað verður í Akureyrarkirkju kl. 14.00. Bræðrafélagsfundur eftir messu. Messað verður að Seli kl. 14.00. GLERÁRKIRKJA: Biblíulestur og bænastund kl. 13.00 í dag. Barnasamkoma kl. 11.00 á morgun, foreldrar hvattir til að koma með börnunum. Guðsþjónusta verður kl. 14. Meira
7. október 1995 | Erlendar fréttir | 293 orð

Minni fjárlagahalli er mikilvægastur

BÚIST er við, að fjármálaráðherrar og seðlabankastjórar G7-ríkjanna muni lýsa því yfir í dag, að efnahagsástandið í heiminum sé á batavegi og heiti aðgerðum til að svo megi verða áfram. Ætla þeir að vinna að því saman að styrkja gengi dollarans en mikilvægast er að draga úr fjárlagahalla ríkjanna. Meira
7. október 1995 | Innlendar fréttir | 108 orð

»Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Kaplamjólk á markað

»Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Kaplamjólk á markaðKaplamjólk hefur löngum þótt holl og góð til drykkjar. Þrátt fyrir það hefur nánast ekkert verið um að hennar sé neytt hérlendis enda ekki staðið almenningi til boða. Meira
7. október 1995 | Erlendar fréttir | 266 orð

Naumur meirihluti fyrir PLO-samningi

ÞING Ísraels samþykkti í fyrrinótt samning stjórnar Yitzhaks Rabins forsætisráðherra við Frelsissamtök Palestínumanna (PLO) um stækkun sjálfstjórnarsvæða Palestínumanna. 61 þingmaður greiddi atkvæði með samningnum en 59 á móti eftir stormasamar umræður í 15 klukkustundir. Meira
7. október 1995 | Innlendar fréttir | 104 orð

Nissan umboðið frumsýnir Almera

NISSAN Almera verður frumsýndur hjá Nissan umboðinu, Ingvari Helgasyni hf. nú um helgina. Almera tekur við af Nissan Sunny og verður fáanlegur í nokkrum útgáfum, með tveimur bensínvélum og kostar frá 1.248 þúsund krónum. Auk sýningar í Reykjavík verður Almera sýndur á nokkrum stöðum úti á landi. Meira
7. október 1995 | Innlendar fréttir | 757 orð

Nú 20% verðmæta útfluttra sjávarafurða

RÆKJUAFLI af Íslandsmiðum hefur farið ört vaxandi undanfarinn áratug og er árlegur afli nú um 70.000 tonn. Ekkert bendir til annars en að rækjuveiðin verði áfram góð næstu árin. Verð á rækju hefur hækkað verulega síðustu mánuðina eftir mikla lægð síðustu árin. Meira
7. október 1995 | Innlendar fréttir | 82 orð

Opið hús í Hörpu

Í TILEFNI af Degi iðnaðarins verður opið hús í Hörpu á morgun frá kl. 13­17. Málningaverksmiðja fyrirtækisins að Stórhöfða 44 í Reykjavík verður almenningi til sýnis. Áfylling og pökkun málningar verður í gangi og starfsmenn Hörpu veita gestum upplýsingar um málningarframleiðslu og starfsemi Hörpu. Fólki gefst kostur á að gera sín eigin listaverk með Hörpu þekjulitum. Meira
7. október 1995 | Innlendar fréttir | 358 orð

Opinber stefna í ferðamálum

HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra tilkynnti á ráðstefnu um ferðamál sem haldin var í Vestmannaeyjum að hann hefði ákveðið að marka opinbera stefnu í ferðamálum. Í því skyni verður myndaður sérstakur starfshópur til að stýra vinnu við slíka stefnumörkun, en hugmyndin er að tillögur að áætlun og stefnumótun verði unnin af fagmönnum á þessu sviði. Meira
7. október 1995 | Erlendar fréttir | 313 orð

Páfi segir fóstureyðingar meinsemd á frelsishugsjón

JÓHANNES Páll II. páfi fjallaði í fyrrakvöld um mál, sem hefur valdið djúpstæðum ágreiningi meðal Bandaríkjamanna, og sagði lög sem heimila fóstureyðingar "siðferðislega meinsemd" á samfélaginu og hefðbundnum hugsjónum Bandaríkjamanna um frelsi og umburðarlyndi. Meira
7. október 1995 | Innlendar fréttir | 175 orð

Rauði kross Íslands opnar skrifstofu á Norðurlandi

RAUÐI kross Íslands hefur ráðið Katrínu Maríu Andrésdóttur í starf svæðisstarfsmanns á Norðurlandi og verður aðsetur hennar í stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki. Skrifstofan tekur formlega til starfa sunnudaginn 8. október nk. Hlutverk hennar verður að styrkja starf og samstarf Rauða kross- deildanna á svæðinu en þær eru 13 talsins. Meira
7. október 1995 | Erlendar fréttir | 62 orð

Reuter Minnsta vídeóvélin

JAPANSKA fyrirtækið JVC kynnti í gær nýja myndbandsupptökuvél sem sögð er sú minnsta sem framleidd hefur verið til þessa. Hún er 14,8 sentimetrar á hæð, 8,8 sm á breidd, 4,3 sm þykk og vegur 520 grömm. Myndavélin verður sett á markað í Japan í desember og er áætlað að hún kosti um 220.000 jen, jafnvirði rúmlega 140 þúsund króna. Meira
7. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 106 orð

Samherji flytur í húsnæði Strýtu

SAMHERJI hf. flytur starfsemi sína úr Eimskipafélagshúsinu um næstu áramót, í húsnæði Strýtu hf. við Laufásgötu, sem Samherji á hlut í. Um er að ræða lager, víravinnslu og vélaverkstæði, sem reyndar verður sameinað vélaverkstæði Strýtu. Meira
7. október 1995 | Innlendar fréttir | 1405 orð

Sjálfræði við 18 ár og lokað kl. 1? Meðal þeirra hugmynda, sem nefndar hafa verið til að leysa vandann í miðbænum um helgar, er

STARFSHÓPUR á vegum borgarstjóra hefur kynnt hugmyndir, sem leysa eiga vandann í miðbænum. Hugmyndirnar eru í mörgum liðum og er m.a. nefnt að hækka beri sjálfræðisaldur í 18 ár, breyta reglum um opnunartíma vínveitingahúsa, setja upp eftirlitsmyndavélar og auka löggæslu í miðbænum. Meira
7. október 1995 | Innlendar fréttir | 329 orð

Skandia tapaði 300 millj. króna á bílatryggingum

VÁTRYGGINGAFÉLAGIÐ Skandia hf. hefur í raun tapað yfir 300 milljónum kr. á bíltryggingum þau þrjú ár sem fyrirtækið hefur starfað hér á landi. Sænsku eigendurnir hafa lagt félaginu til fjármagn til að standa undir þessu tapi með árlegum framlögum í gegn um umboðslaun og endurtryggingar, auk þess sem lagt hefur verið fram sem hlutafé. Meira
7. október 1995 | Erlendar fréttir | 115 orð

Sprengjutilræði og átök í Tsjetsjníju

ANATÓLÍJ Romanov hershöfðingi og yfirmaður rússneska herliðsins í Tsjetsjníju særðist alvarlega í sprengjutilræði í Grosní, höfuðborg héraðsins, í gær. Varð sprengjan nokkrum rússneskum hermönnum að bana og særði aðra. Meira
7. október 1995 | Erlendar fréttir | 99 orð

Steypireyður í stað sardínu

SJÓMENN frá Marokkó, sem voru á sardínuveiðum í Atlantshafi, fengu fyrir skömmu steypireyði í netin, að því er segir í frétt MAP- fréttastofunnar. Hvalurinn reyndist 13 metra langur og munaði minnstu að hann færði 11 metra bát sjómannanna í kaf þar sem hann var á veiðum skammt undan bænum Tarfaya. Meira
7. október 1995 | Miðopna | -1 orð

Stutt úr sagnaheimi til Víkinga-Íslands

ÞAÐ ER merkilegt ­ og þó kannski ekkert merkilegt í sjálfu sér ­ hvað íslenzkur sagnaheimur hefur mikið aðdráttarafl. Við vitum hvernig skáld einsog Morris, Auden, Pound og Borges sóttu í hann. Meira
7. október 1995 | Innlendar fréttir | 169 orð

Talvélar með rangar upplýsingar

TALVÉLAR Pósts og síma, sem leiðbeina símnotendum um hvar þeir geti fengið upplýsingar, hringi þeir t.d. í bilað númer, gefa úreltar upplýsingar. Guðbjörg Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Pósts og síma, segir að þetta verði lagfært í næstu viku. Meira
7. október 1995 | Fréttaskýringar | 215 orð

Tryllitækið skráð á fyrirtæki

ÝMIS ráð eru notuð til að komast fram hjá bónuskerfinu. Stjórnandi í tryggingafélagi var að aka í vinnuna dag einn í síðustu viku þegar þessi saga gerist: "Fram úr mér ók ungur maður og ók eins og vitlaus maður. Hann var á dæmigerðu tryllitæki, skipti stöðugt milli akgreina og pressaði aðra ökumenn. Þetta var eins og maður sér verst í umferðinni. Meira
7. október 1995 | Innlendar fréttir | 184 orð

Tuttugu mánaða fangelsi fyrir fíkniefnasmygl

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt tvítugan karlmann og tvítuga konu í 20 mánaða fangelsi hvort fyrir að hafa staðið að innflutningi fíkniefna í hagnaðarskyni frá Amsterdam í Hollandi í apríl síðastliðnum. Meira
7. október 1995 | Innlendar fréttir | 159 orð

Vatn flæddi í 10 hús á Siglufirði

ÚRKOMA síðastliðinn sólarhring á Siglufirði nam 50 millimetrum og vatn flæddi í yfir 10 hús. Óverulegt tjón varð nema á gólfefnum og ekki varð umtalsvert tjón á mannvirkjum bæjarins. Að sögn Björns Valdimarssonar bæjarstjóra er næsta ótrúlegt hvað tjón er lítið miðað við þessa miklu úrkomu. Meira
7. október 1995 | Innlendar fréttir | 736 orð

Viðleitni til að skapa nýja tekjumöguleika

ÞEGAR blikur eru á lofti í íslenskum landbúnaði leita bændur logandi ljósi að nýjum leiðum í tekjuöflun. Eftir að hafa lesið grein eftir Dr. Ólaf Dýrmundsson ráðunaut um kaplamjólk sem birtist í hestatímaritinu Eiðfaxa fyrr á árinu ákvað Eiður Hilmisson bóndi að Búlandi í Austur Landeyjum að reyna fyrir sér með framleiðslu kaplamjólkur. Meira
7. október 1995 | Innlendar fréttir | 318 orð

Visa ábyrgist ekki greiðslur

VISA Ísland hefur sent frá sér tilkynningu þar sem korthafar debet- og kreditkorta eru varaðir við því að nota kort sín í viðskiptum á alnetinu, en möguleikinn á slíkum viðskiptum hefur færst mjög í vöxt að undanförnu. Jafnframt beinir fyrirtækið þeim tilmælum til söluaðila að þeir bjóði ekki upp á þennan greiðslumöguleika á netinu án samráðs við Visa Ísland. Einar S. Meira
7. október 1995 | Innlendar fréttir | 696 orð

Ættlaus maður ­ enginn maður

Hvaða þýðingu hefur ættfræði? Ættfræðin setur okkur í samband við okkur sjálf að því leyti að hún birtir okkur eigin sögu. Áhugi á ættfræði hefur vaxið mjög á síðustu árum. Það má velta því fyrir sér af hverju áhuginn fer svo vaxandi. Meðal ástæðna má nefna að farlægð frá heimabyggðum hefur aukist, fólk leitar upprunans í enn ríkara mæli. Meira

Ritstjórnargreinar

7. október 1995 | Staksteinar | 348 orð

»Hagstjórnarmartröð búvörusamningsins ÚTFLUTNINGSÁKVÆÐIN eru hættulegasti hl

ÚTFLUTNINGSÁKVÆÐIN eru hættulegasti hlutinn í nýja búvörusamningnum, segir Markús Möller hagfræðingur í grein í nýútkomnu tölublaði Vísbendingar: "Í vítisvél búvörusamningsins ýta bændur hver öðrum út af innanlandsmarkaði án þess að neytendur græði." Vítisvél Meira
7. október 1995 | Leiðarar | 636 orð

leiðariREIKNINGSSKIL KYNSLÓÐANNA FJÁRLAGAFRUMVARPINU, sem

leiðariREIKNINGSSKIL KYNSLÓÐANNA FJÁRLAGAFRUMVARPINU, sem Friðrik Sophusson fjármálaráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær, kemur fram að á vegum fjármálaráðuneytisins er nú í fyrsta sinn unnið að svokölluðum kynslóðareikningum. Meira

Menning

7. október 1995 | Menningarlíf | -1 orð

Brátt birtist Smilla á léreftinu

Danski leikstjórinn, Bille August, hefur í höndum handritið að kvikmynd eftir sögu Peter Höegs um hina grænlensku Smillu og þrjátíu milljónir Bandaríkjadala til kvikmyndarinnar. Það hefur hins vegar reynst erfitt að finna hina réttu Smillu, sem bæði höfðaði til þeirra sem fjármagna myndina og félli að persónunni. Meira
7. október 1995 | Fólk í fréttum | 289 orð

Danspönk á klakanum

ÞÝSKA danspönksveitin Atari Teenage Riot er stödd hér á landi um þessar mundir. Hljómsveitin spilaði í Hinu húsinu síðdegis í gær og í Iðnskólanum í gærkvöldi. Maus, Silverdrome og plötusnúðarnir dj Margeir og dj Alec Empire spiluðu með henni. Hún verður í Tunglinu í kvöld, en þá verður Maus ekki með. Meðlimir sveitarinnar komu til landsins í fyrradag. Meira
7. október 1995 | Menningarlíf | 77 orð

Djass í íslenskum bókmenntum

DJASS í íslenskum bókmenntum er heiti á dagskrá Listaklúbbs Leikhúskjallarans á mánudagskvöld. Vernharður Linnet mun lesa kafla úr íslenskum bókmenntum þar sem djassinn kemur beint við sögu og síðan munu Tómas R. Einarsson á bassa, Þórir Baldursson á píanó og Guðmundur R. Einarsson á trommur og básúnu leika þann djass sem um er rætt. Meira
7. október 1995 | Menningarlíf | 154 orð

Engin verðlaun veitt í ár

BÓKMENNTAVERÐLAUN Halldórs Laxness, sem Vaka- Helgafell stofnaði til í samráði við fjölskyldu skáldsins, verða ekki veitt í ár. Dómnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekkert þeirra handrita er send voru til keppni verðskuldi verðlaunin. Meira
7. október 1995 | Fólk í fréttum | 136 orð

Erfiðleikar í einkalífi Ringos

RINGO Starr hefur ekki átt sjö dagana sæla upp á síðkastið. Í janúarmánuði lést fyrri kona hans, Maureen Starkey, eftir langa baráttu við hvítblæði. Ringo tók það mjög nærri sér. Fyrir rúmum mánuði varð hann svo fyrir öðru áfalli þegar dóttir hans, Lee Starkey, fékk heilablóðfall. Meira
7. október 1995 | Tónlist | 420 orð

Guy Barker á Verve

Hljómsveit Guy Barkers. Flytjendur: Guy Barker trompet, Sigurður Flosason, altsaxófónn, Bernardo Sassetti píanó, Alec Dankworth kontrabassi og Ralph Salmins trommur. Útgefandi Verve, 1995. Guy Barker er Íslendingum að góðu kunnur. Hann er listamaður fram í fingurgóma og hefur djúpa tilfinningu fyrir viðfangsefninu. Meira
7. október 1995 | Fólk í fréttum | 119 orð

Kátir KR- ingar

UM 150 stuðningsmenn KR-inga brugðu undir sig betri fætinum og fylgdu liði sínu til Liverpool, þegar KR og Everton léku þar seinni leikinn í Evrópukeppni bikarhafa á dögunum. Ferðin þótti einstaklega vel heppnuð og ríkti mikil kátína og samstaða í herbúðum KR-inga og ekki spillti fyrir að KR-ingar komust óvænt yfir í fyrri hálfleik. Meira
7. október 1995 | Menningarlíf | 167 orð

Konur, stríð og ást

Nýlega kom út i Noregi bókin Kvinner, Krig og Kjærlighet. Hún fjallar um samskipti norskra, danskra og íslenskra kvenna við erlenda setuliðsmenn á stríðsárunum. Bókin skiptist i þrjá hluta. Fyrsti hlutinn "De norske tyskertøsene: Der myter rår, fjallar um samband norskra kvenna við þýska hermenn á stríðsárunum og viðbrögð Norðmanna vid þeim. Meira
7. október 1995 | Tónlist | 621 orð

Ljósadýrð og septembertónleikar

Flytjendur: Camilla Söderberg, Hörður Áskelsson, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir. Mánudagur 2. október 1995. VERK norður-þýskra barokkmeistara voru viðfangsefni flytjendanna í kirkjunni í kvöld. Það var reyndar ævintýri líkast þegar komið var fram á Kambabrún, á leið austur, að líta Ölfusið sem eitt stjörnuhaf svo langt sem sjónin gat teygt sig. Meira
7. október 1995 | Fólk í fréttum | 66 orð

Naomi nemur við gólf

FYRIRSÆTAN Naomi Campbell hefur ekki verið hrædd við að sýna föt og það sem er undir þeim í gegn um tíðina. Hér klæðist hún sebra-pínupilsi og -brjóstahaldara frá ítalska tískuhúsinu Versus. Það sérhæfir sig í fatnaði fyrir ungt fólk. Á hinum myndunum sýnir hún hönnun Önnu Molinari. Claudia Schiffer gat ekki stundað vinnu sína á miðvikudaginn þar sem hún tognaði á ökkla. Meira
7. október 1995 | Menningarlíf | -1 orð

Náttúrustemmningar

OPNUÐ verður málverkasýning í Sparisjóðnum í Garðabæ, Garðatorgi 1, á verkum Jóhanns G. Jóhannssonar, tónlistar- og myndlistarmanns, í dag, sunnudag, kl. 14 til 17. Sýningin verður síðan opin á opnunartíma Sparisjóðsins frá kl. 8.30 til 16 alla virka daga og alla sunnudaga til 26. nóvember frá kl. 14 til 18. Jóhann G. er fæddur í Keflavík. Meira
7. október 1995 | Menningarlíf | 169 orð

Nýtt leikrými í Borgarleikhúsinu

GAMANLEIKRITIÐ Bar par eftir Jim Cartwright verður frumsýnt í Veitingabúðinni í kjallara Borgarleikhússins 20. október næstkomandi. Þessi höfundur hefur verið vinsæll á Íslandi undanfarin ár og má nefna leikritin hans Stræti, og Taktu lagið Lóa. Nýtt leikrit eftir hann, Stone free, verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu næsta sumar. Meira
7. október 1995 | Fólk í fréttum | 44 orð

Rautt og rómantískt

VEITINGASTAÐURINN Atlas var opnaður með viðhöfn föstudagskvöldið 29. september. Kokkar staðarins hyggjast leggja áherslu á alþjóðlega matargerðarlist í framtíðinni og fóru gestir ekki varhluta af því. Morgunblaðið/Halldór SVAVA Skúladóttir, Georg Georgiou og Sigríður Birgisdóttir. Meira
7. október 1995 | Menningarlíf | 307 orð

Rokkaður Fást

BANDARÍSKI popparinn Randy Newman ræðst ekki á garðinn þar sem að hann er lægstur, því hann hefur sett á svið söngleik sem byggður er á Fást eftir Johan Wilhelm von Goethe. Í uppsetningu Newmans er Guð framkvæmdastjóri sem hefur glatað tengslum við nútímann, djöfullinn er gamall og getulaus og Fást sjálfur nemandi við Notre Dame sem er sjúkur í tölvuleiki. Meira
7. október 1995 | Fólk í fréttum | 45 orð

Rokk og tíska

VERSLUNIN Oliver hélt upp á eins árs afmæli sitt á fimmtudagskvöldið á Astró. Leikarar úr söngleiknum Rocky Horror fluttu atriði úr honum og héldu um leið sýningu á haust- og vetrartískunni. Aðsókn var góð, en atburðinum var lýst beint á X-inu. Meira
7. október 1995 | Fólk í fréttum | 78 orð

Sigurður fimmtugur

SIGURÐUR Hákonarson danskennari varð fimmtugur á miðvikudaginn. Vinir og velunnarar Sigurðar héldu honum veglega afmælisveislu með kaffi og kökum að lokinni kennslu það kvöld. Yngri nemar hans tóku meðal annars nokkur dansspor honum til heiðurs. Meira
7. október 1995 | Myndlist | -1 orð

Skreytikennt

Kristinn Már Pálmason Opið alla daga frá 14-18. Lokað mánudaga til 15. október. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ var með nokkurri eftirvæntingu, að rýnirinn nálgaðist sýningu Kristjáns Más Pálmasonar á dögunum. Og það var ekki að ástæðulausu, því listspíran var með dugmestu nemendum málunardeildar MHÍ er útskrifuðust á sl. ári. Meira
7. október 1995 | Leiklist | 653 orð

Spænskar ástríður mæta þýskri reglu

Eftir Tankred Dorst. Íslensk þýðing: Bjarni Jónsson. Leikarar: Halldóra Björnsdóttir, Hilmar Jónsson, Ingvar E. Sigurðsson og Rúrik Haraldsson. Leikstjóri: María Kristjánsdóttir. Leikmynd: Óskar Jónasson. Búningar: Helga Rún Pálsdóttir. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Danshöfundur: Ástrós Gunnarsdóttir. Föstudaginn 6. október. Meira

Umræðan

7. október 1995 | Aðsent efni | 386 orð

Athugasemd við opið bréf til heilbrigðismálaráðherra

Í Morgunblaðið þann 3. október ritar Hrafnkell Óskarsson, yfirlæknir við Sjúkrahús Suðurnesja (SS), heilbrigðismálaráðherra opið bréf. Ekki veit ég hvort ráðherra hyggst svara bréfinu en þar gerir höfundur samanburð á starfsemi SS og Sjúkrahúss Akraness á þann hátt að ekki verður látið athugasemdalaust. Meira
7. október 1995 | Aðsent efni | 634 orð

Eitthvað annað en sjúklingshlutverk? Já takk!!

EF EINSTAKLINGUR veikist er margt sem huga þarf að svo viðkomandi nái bata. Iðjuþjálfar sem vinna eftir kenningum Dr. Kielhofners (Model of Human Occupation) leggja áherslu á samspil vilja, lífsmynsturs og færni. Við sjúkdóm skerðist geta okkar á öllum sviðum, jafnt í leik sem starfi. Tilvera okkar breytist og við missum tök á hlutverkum okkar. Meira
7. október 1995 | Aðsent efni | 918 orð

Frá blautu barnsbeini

HVERNIG geta börn og foreldrar þeirra bætt vinnuaðstöðu sína og létt sér störfin heima fyrir? Við viljum nefna hér nokkur einföld atriði sem koma upp í hugann þegar við veltum þessari spurningu fyrir okkur. Mikilvægt erað skapa börnunum góðar aðstæður frá upphafi og venjursem eru heppilegar fyrir líkamann. Meira
7. október 1995 | Velvakandi | 306 orð

Hundurinn og vegagerðin

KÆRU Hrútfirðingar! Til hamingju með nýja veginn hjá Borðeyri. Það var löngu tímabært að klára þennan vegarspotta eins og umferðin er orðin í dag. Fyrir nokkrum árum fórum við hjónin norður í Árneshrepp. Áður en við fórum hitti ég kunningja minn sem átti heima þar og spurði hann hvernig vegurinn væri. Meira
7. október 1995 | Aðsent efni | 1160 orð

Hvað á netið heita?

FYRIR nokkru hét Sveinbjörn Björnsson háskólarektor á málsmetandi menn að vernda íslenska tungu fyrir óæskilegum áhrifum enskunnar varðandi hugtök og nafngiftir á Internetinu. "...er mikilvægt," segir hann í viðtali 6. júlí sl., "að skipulega sé unnið að því að búa til íslensk orð yfir alla þessa nýju tækni. Meira
7. október 1995 | Aðsent efni | 446 orð

Málefni Félags íslenskra organleikara

FÉLAGIÐ er samtök starfandi organista í kirkjum landsins og er hinn faglegi aðili um allt er varðar kirkjutónlist í landinu auk þess að vera stéttarfélag sem stendur vörð um kjör félagsmanna sinna. Félagið var stofnað árið 1951 og hafði ofanritað efnislega að markmiði. Fyrsti formaður þess var dr. Meira
7. október 1995 | Aðsent efni | 399 orð

Opið bréf til sjálfstæðiskvenna um allt land

ÚT ER komið hefti með tölfræðilegum upplýsingum um alþingiskosningarnar 1995 útgefið af Hagstofu Íslands. Á bls.16 í þessu hefti (10. yfirliti) er sýnd tala frambjóðenda eftir kyni, í hverju kjördæmi og fyrir hvert landsframboð við alþingiskosningar 1995. Jafnframt er sýnd sérstaklega tala karla og kvenna sem skipuðu þrjú efstu sæti á lista. Í 11. Meira
7. október 1995 | Velvakandi | 169 orð

Tapað/fundið Veski tapaðist SVART penin

SVART peningaveski tapaðist fyrir utan verslunina Útilíf í Glæsibæ síðdegis sl. miðvikudag. Í veskinu var m.a. ökuskírteini. Finnandi vinsamlega hringi í síma 567-2362. Fundarlaun. Gleraugu töpuðust FJÖGUR ungmenni voru tekin upp í rauðan bíl í Hafnarfirði og fóru þau út í Seljahverfi í Breiðholti aðfaranótt 29. september sl. Meira
7. október 1995 | Velvakandi | 418 orð

Vindhögg Helgu R. Ingibjargardóttur

VEGNA skrifa Helgu R. Ingibjargardóttur í blaðinu þann 20 sept, sá ég mig neyddan til að svara grein hennar. Í bókini "Interfait Directory" er listi yfir allt að 700 félög, samtök og trúfélög er starfa að því að sameina trúarbrögðin og vinna þannig að heimsfriði. Ég ráðlegg þér, Helga, að skrifa þeim öllum bréf og segja þeim þína skoðun. Meira
7. október 1995 | Velvakandi | 391 orð

Víkverji og þýsk matargerð

LAUGARDAGINN 23. september sl. skeytir Víkverji skapi sínu á þýskri matargerð. Tilefnið var matur úr þýsku flugvélaeldhúsi sem Flugleiðir framreiddu í flugi frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur. Annað sem Víkverji nefnir máli sínu til stuðnings er aulabrandari um "subbulegan" þýskan snitselveitingastað. Meira
7. október 1995 | Aðsent efni | 1071 orð

Það eru grundvallar mannréttindi að fá að veikjast

ÖLL veikjumst við einhvern tíma. Oft lítum við á það sem sjálfsagðan hlut. Við fáum frí úr vinnu og aðrir taka tillit til þess, að við getum ekki það sem við annars gætum. Áróður og staðlaðar ímyndir sem við fáum frá fjölmiðlum gefa okkur ákveðnar hugmyndir um ýmsa sjúkdóma. Sumt af því er mjög gott, t.d. er okkur bent á, að heilbrigt líferni stuðli að bættri heilsu. Meira
7. október 1995 | Velvakandi | 384 orð

ÆÐA Guðnýjar Guðbjörnsdóttur, þingmanns Kvennalistans, í

ÆÐA Guðnýjar Guðbjörnsdóttur, þingmanns Kvennalistans, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra, vakti athygli Víkverja. Margt var ágætt í ræðunni að hans mati og hún var ekki hefðbundið stjórnmálastagl. Meira

Minningargreinar

7. október 1995 | Minningargreinar | 743 orð

Anna Jónsdóttir

Í kvöld kemur saman í Reykjavík knattspyrnufólk alls staðar að af landinu til að fagna lokum keppnistímabils sem fyrir svo stuttu var æsileg keppni en er núna minningar, ljúfar eða sárar eftir því hvernig leikirnir fóru. Þar verðum við KR-stelpur eins og aðrir, en þó ekki, því að það vantar eina og hún er ómissandi. Það varð slys fyrir austan, sem enginn gat hindrað og enginn getur aftur tekið. Meira
7. október 1995 | Minningargreinar | 145 orð

Anna Jónsdóttir

Það er stórt skarð höggvið í raðir knattspyrnukvenna. Lítinn hóp sem stendur þétt saman í erfiðri baráttu. Innan hópsins þekkja allir alla og jafnan fagnaðarfundir þegar liðin hittast og gera sér glaðan dag. Meira
7. október 1995 | Minningargreinar | 185 orð

Anna Jónsdóttir

Mig langar í fáum orðum að minnast góðrar vinkonu. Orð megna lítið þegar sorgin ber að dyrum. Ég trúði því ekki, síðasta sunnudagsmorgun, þegar mér var sagt að Anna hefði dáið um nóttina. Fyrsta hugsun mín var: Nei, þetta getur ekki verið satt. Hún var í heimsókn hjá mér í gærkvöldi. Það er stutt milli lífs og dauða og enginn veit hver verður næstur. Meira
7. október 1995 | Minningargreinar | 243 orð

Anna Jónsdóttir

Elsku Anna mín. Það er skrýtið að hugsa til þess að kveðjustundin á flugvellinum fyrir þremur vikum hafi verið sú hinsta. Að hugsa til þess að ég sjái þig aldrei framar. Þú sem varst ekki nema 21 árs varst hrifinn frá okkur í blóma lífsins. En mitt í sárum söknuði skjóta upp kollinum yndislegar minningar frá liðnum tímum, minningar sem verða aldrei teknar frá manni. Meira
7. október 1995 | Minningargreinar | 90 orð

Anna Jónsdóttir

Við kveðjum í hinsta sinn Önnu Jónsdóttur, þjálfara dætra okkar í 5. flokki stúlkna í knattspyrnudeild KR. Hennar verður sárt saknað í okkar herbúðum. Anna var ljúf stúlka og góður vinur stelpnanna og okkar foreldranna. Hún var líka hæfur þjálfari og síðasta verk hennar í okkar þágu var að leiða sínar stelpur og okkar til frækilegs sigurs í Nóatúnsmóti Aftureldingar í Mosfellsbæ í haust. Meira
7. október 1995 | Minningargreinar | 364 orð

Anna Jónsdóttir

Þegar hringt var í okkur sunnudagsmorguninn 1. október og okkur tilkynnt að Anna vinkona okkar hefði látist í bílslysi um nóttina voru fyrstu viðbrögðin rosalegt sjokk og neituðum við að trúa því að þetta væri satt. Af hverju, spyr maður, er svona ungt fólk í blóma lífsins tekið frá okkur og af hverju hún Anna okkar? En þegar stórt er spurt er verður fátt um svör. Meira
7. október 1995 | Minningargreinar | 197 orð

Anna Jónsdóttir

Mig langar í örfáum orðum að minnast Önnu Jónsdóttur en hún lést í hörmulegu bílslysi aðfaranótt síðastliðins sunnudags. Anna var leikmaður með meistaraflokki kvenna í knattspyrnu hjá KR og kynntumst við þar fyrir tveimur árum þegar hún kom til okkar frá Þrótti Neskaupstað, ég þjálfari, hún var leikmaður. Anna komst strax inn í KR-hópinn, hún átti mjög auðvelt með að aðlagast. Meira
7. október 1995 | Minningargreinar | 531 orð

Anna Jónsdóttir

Í dag kveð ég Önnu frænku mína og vinkonu í hinsta sinn. Kveðjustund sem mig hafði aldrei órað fyrir. Alltaf er maður jafn sleginn yfir því hvað það er stutt bilið á milli lífs og dauða. Anna svona lífsglöð og kát var fyrirvaralaust rifin burt frá okkur í blóma lífs síns. Það er einmitt á svona stundum sem ég finn hversu lítils megnug við erum gagnvart æðri máttarvöldum. Meira
7. október 1995 | Minningargreinar | 253 orð

Anna Jónsdóttir

Það er erfitt að kveðja, sérstaklega þegar ungt fólk fer alltof snemma og maður skilur ekki hvað honum gengur til, honum sem öllu ræður. Við viljum með nokkrum orðum minnast Önnu Jónsdóttur sem var ein af okkur, hún var Þróttari. Þegar kvennaknattspyrnan reis sem hsæt hér í Neskaupstað á árunum 1989 til 1993 og við spiluðum í 1. deild þá var Anna einn af burðarásum liðsins. Meira
7. október 1995 | Minningargreinar | 189 orð

Anna Jónsdóttir

Hún Anna okkar er dáin. Þannig hljóðuðu skilaboðin sem mér bárust sunnudaginn 1. október sl. Anna var ein af "stúlkunum mínum" í meistaraflokki KR. Hún gekk til liðs við okkur haustið 1993 og var mikill styrkur fyrir okkur að fá hana í okkar raðir. Það fór ekki mikið fyrir Önnu í hópnum, hún var hæglát en ákveðin og gerði ávallt sitt besta innan vallar sem utan. Meira
7. október 1995 | Minningargreinar | 164 orð

Anna Jónsdóttir

Það var fyrir rúmu ári að leiðir okkar og Önnu skárust. Sumar af okkur voru að stíga sín fyrstu skref fjarri faðmi fjölskyldunnar og hugmyndirnar um heimilishald voru á byrjunarreit. Aðrar fylgdust grannt með úr kallfæri. Meira
7. október 1995 | Minningargreinar | 366 orð

Anna Jónsdóttir

Anna Jónsdóttir, Þiljuvöllum 19 í Neskaupstað, fórst í bílslysi aðfaranótt 1. okt. sl. Svona atburðir koma alltaf sem reiðarslag. Ung stúlka í blóma lífsins er hrifin brott og eftir stöndum við samferðafólkið. Tómið við missi Önnu er ógnarstórt. Hún var vel gerður unglingur, heil í hugsun og verki og minningin um hana er ljúfsár en fögur. Meira
7. október 1995 | Minningargreinar | 108 orð

ANNA JÓNSDÓTTIR

ANNA JÓNSDÓTTIR Anna Jónsdóttir var fædd í Neskaupstað 27. mars 1974. Hún lést í bílslysi sunnudaginn 1. okt. síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Jóna Ólafsdóttir og Jón K. Sigurðsson í Neskaupstað. Anna átti fimm systkini. Elst er Hólmfríður þá Þorgeir, Sesselja sem er tvíburi Önnu, Sigurður og Ólafur sem er 12 ára. Meira
7. október 1995 | Minningargreinar | 136 orð

Anna Jónsdóttir Elsku Anna. Hver hefði getað trúað því að þú myndir yfirgefa okkur svona fljótt. Við fráfall þitt myndaðist

Elsku Anna. Hver hefði getað trúað því að þú myndir yfirgefa okkur svona fljótt. Við fráfall þitt myndaðist stórt skarð í hjarta okkar sem við reynum að fylla upp í með góðu minningunum sem við eigum. Við eigum erfitt með að skilja þessa ákvörðun Guðs að taka þig burt frá okkur og munum eflaust aldrei skilja en við reynum að fullvissa okkur um að þér líði vel og að þú sért sátt og við vitum að þú Meira
7. október 1995 | Minningargreinar | 119 orð

Anna Jónsdóttir Okkur langar að kveðja hana Önnu vinkonu okkar, sem svo skyndilega hefur verið tekin frá okkur. Það er engin

Okkur langar að kveðja hana Önnu vinkonu okkar, sem svo skyndilega hefur verið tekin frá okkur. Það er engin orð sem fá lýst þeim söknuði sem við finnum fyrir. Elsku Anna, við munum alltaf minnast þín sem góðrar og traustar vinkonu. Takk fyrir allar þær góðu stundir sem við fengum að njóta saman. Nú legg ég augun aftur. Meira
7. október 1995 | Minningargreinar | 415 orð

Erlendur Vilhjálmsson

Það er vegna andláts afa míns sem ég sest við skrif til að rifja upp gamla tíma og kveðja hann. Það vill gjarnan sefa sorgina að rifja upp góðar stundir og er það fyrsta sem kemur í huga þegar við bræðurnir 5-6 ára gamlir komum úr skóla á Reynimelinn og hann passaði okkur þar til mamma kom heim úr vinnu. Meira
7. október 1995 | Minningargreinar | 24 orð

ERLENDUR VILHJÁLMSSON

ERLENDUR VILHJÁLMSSON Erlendur Vilhjálmsson fæddist í Vinaminni á Eyrarbakka árið 1910. Hann lést í Borgarspítalanum 24. september síðastliðinn og fór útförin fram 3. október. Meira
7. október 1995 | Minningargreinar | 115 orð

Erlendur Vilhjálmsson Mig langar að senda afa smá kveðju. Ég og afi vorum bestu vinir og sakna ég þeirra tíma þegar ég kom á

Mig langar að senda afa smá kveðju. Ég og afi vorum bestu vinir og sakna ég þeirra tíma þegar ég kom á sumrin í heimsókn frá Danmörku. Ég minnist sérstaklega sundlaugaferða okkar þar sem við hittum vini hans sem líka urðu vinir mínir. Minningar mínar um afa eru allar mjög yndislegar. Að síðustu langar mig að senda honum ljóð sem ég veit að hann hélt upp á.Ó minning, minning. Meira
7. október 1995 | Minningargreinar | 1387 orð

HELGI EINARSSON

Á rólegri síðdegisstund fyrsta dag haustmánaðar var mér gripið í erlent blað úr þykka hlaðanum á vinnustofunni og blasti þá við mér heilsíðugrein um tyrkneska rithöfundinn Azis Nesin, sem nú er nýlátinn, áttræður að aldri. Las hana með óskiptri athygli því lífshlaup skrifarans var óvenjulegt og átakamikið og hann hafði endaskipti á flestum viðteknum gildum í lífinu. Meira
7. október 1995 | Minningargreinar | 975 orð

Jón Þórðarson

Það er kvöð ellinnar að hverfa af vettvangi athafna og bíða sinna örlaga. Og það er einnig kvöð jafnaldranna að horfa á bak vina og félaga. Um lokin þarf enginn að velkjast í vafa, þó bregður okkur alltaf þegar einhver hverfur úr hópnum, sérstaklega ef sá hinn sami fer af skyndingu. Þá ryðjast minningarnar fram í hugann og æviferill hins horfna rifjast upp. Meira
7. október 1995 | Minningargreinar | 722 orð

Jón Þórðarson

Horfinn er úr hópnum mikill heiðursmaður, þar sem Jón bóndi Þórðarson í Árbæ er ekki lengur á meðal okkar. Mér er söknuður og eftirsjá að honum og minnist hans með mikilli virðingu og þakklæti fyrir samleiðarsporin, sem við áttum. Ætíð var Jón glaður og fagnandi þegar hann hitti fólk og hafði áhuga á því að vita eitthvað um samferðamenn sína. Meira
7. október 1995 | Minningargreinar | 104 orð

JÓN ÞÓRÐARSON

JÓN ÞÓRÐARSON Jón Þórðarson var fæddur á Hjöllum í Þorskafirði 2. júní 1911. Hann lést í Árbæ í Reykhólasveit 24. september síðastliðinn. Foreldrar Jóns voru Þórður Jónsson, bóndi á Hjöllum, og kona hans, Ingibjörg Pálmadóttir. Systkini Jóns sem upp komust voru Arnfinnur, Valgerður, Sigríður, Ari, Gunnar, Halldóra og Gísli. Meira
7. október 1995 | Minningargreinar | 483 orð

Sigurkarl Stefánsson

Í dag kveðjum við mætan mann, Sigurkarl Stefánsson, fyrrverandi yfirkennara við Menntaskólann í Reykjavík. Sigurkarl kenndi við MR í rúmlega 40 ár og var hann að öðrum kennurum skólans ólöstuðum vinsæll meðal nemenda, þrátt fyrir að aðalkennslugreinar hans, stærðfræði, eðlis- og efnafræði og stjörnufræði, ættu ekki upp á pallborðið hjá mörgum nemendum í þá daga sem endranær. Meira
7. október 1995 | Minningargreinar | 463 orð

Sigurkarl Stefánsson

Mig langar til að minnast nokkrum orðum kennara míns og síðar samkennara, Sigurkarls Stefánssonar stærðfræðings. Hann var kennari við Menntaskólann í Reykjavík frá 1930 til 1975 og hafði því 45 ára starfsferil að baki þegar hann hætti. Fyrstu kynni okkar urðu árið 1946 þegar við fylgdust báðir með skákmótum. Meira
7. október 1995 | Minningargreinar | 33 orð

SIGURKARL STEFÁNSSON

SIGURKARL STEFÁNSSON Sigurkarl Stefánsson var fæddur á Kleifum í Gilsfirði 2. apríl 1902. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 30. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 6. október. Meira
7. október 1995 | Minningargreinar | 339 orð

Sigurkarl Stefánsson Andlát er tilkynnt í dagblaði. Öldungur hefur gen

Andlát er tilkynnt í dagblaði. Öldungur hefur gengið sitt æviskeið. Hann hefur ekki verið áberandi í hringiðu lífsins síðustu ár en var ekki gleymdur. Má vera að fleirum fari sem mér að hugurinn reiki nú aftur í tímann. Það var í kennslustofu í gamla skólahúsinu við Lækjargötu. Hann var fyrsti lærði stærðfræðingurinn sem ég kynntist. Meira
7. október 1995 | Minningargreinar | 665 orð

Sigurkarl Stefánsson stærðfræðingur

Sigurkarl Stefánsson var mikill mannkostamaður og einn af merkustu stærðfræðikennurum þessa lands. Hann ólst upp á menningarheimili foreldra sinna í stórum systkinahópi að Kleifum í Gilsfirði. Öll urðu þau systkinin mætar manneskjur. Sjálfur var hann bráðþroska og skáldmæltur vel þegar á unga aldri. Í Menntaskólanum í Reykjavík hlaut hann viðurkenningu fyrir skáldskap sinn. Meira
7. október 1995 | Minningargreinar | 1021 orð

Þorbjörg Líkafrónsdóttir

Dánarfrétt er skrítin frétt. Það kom mér ekki á óvart að amma fengi að fara eins gömul og lasburða og hún var orðin, en tíminn stoppað og hugurinn fór á ferðalag minninganna sem rifjaði upp fyrir mér svo margt gott úr samskiptum mínum við þá góðu konu. Meira
7. október 1995 | Minningargreinar | -1 orð

Þorbjörg Líkafrónsdóttir

Nú þegar amma á Ísafirði er farin er rétt að minnast hennar nokkrum orðum. Ég sem elsta barnabarnið varð þeirrar hamingju aðnjótandi að alast á sumrin upp á Ísafirði hjá ömmu og afa á árunum 1955-1970. Í minningunni var mikil sól og hiti á Ísafirði á þessum árum og einnig hin tvö sumrin á Ísfirðingaplaninu á Siglufirði. Ef til vill fegrar tíminn og minningin Þetta. Meira
7. október 1995 | Minningargreinar | 437 orð

Þorbjörg Líkafrónsdóttir

Mig langar að kveðja Þorbjörgu vinkonu mína og fyrrum nágranna með fáeinum orðum. Þegar við fluttum í Sundstræti 19 haustið 1974, bjó hún í húsinu við hliðina á okkur, snaggaraleg, fullorðin kona. Hún var lágvaxin en snör í snúningum og það komi fljótt í ljós að hún var með afbrigðum greiðvikin og ekki til sá hlutur sem hún vildi ekki gera fyrir okkur. Meira
7. október 1995 | Minningargreinar | 260 orð

ÞORBJÖRG LÍKAFRÓNSDÓTTIR

ÞORBJÖRG LÍKAFRÓNSDÓTTIR Þorbjörg Líkafrónsdóttir fæddist í Kvíum í Grunnavíkurhreppi, Jökulfjörðum, 31. ágúst 1908. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 27. sept. sl. 87 ára að aldri. Foreldrar Þorbjargar voru Guðrún Haraldsdóttir, f. 28.7. 1885, d. 27.5. 1968, og Líkafrón Sigurgarðsson, f. 12.7. 1882, d. 4.5. 1968. Meira

Viðskipti

7. október 1995 | Viðskiptafréttir | 262 orð

300-350 milljón fjárfesting

HAFIN er könnun á hagkvæmni þess að reisa ylræktarver við Grindavík og gætu framkvæmdir hafist strax á næsta ári. Stofnkostnaður þessa vers gæti orðið á bilinu 300-350 milljónir króna og myndi það skapa u.þ.b. 40 störf. Það eru Hitaveita Suðurnesja, Grindarvíkurbær, Gjöfur hf. og Markaðs- og atvinnumálaskrifstofa Reykjanesbæjar (MOA), sem standa að þessari könnun. Meira
7. október 1995 | Viðskiptafréttir | 207 orð

Álverð hækkar vegna verkfalls

HEIMSMARKAÐSVERÐ á áli hækkaði í gær vegna frétta um verkfall 4.000 starfsmanna þriggja álvera Alcan-fyrirtækisins í Kanada. Verðið hækkaði um 30 dollara tonnið í 1800 dollara úr 1773 dollurm í fyrradag. Talið er að verðið geti farið upp í 1815 dollara, þótt búizt hafi verið við verkfalli í nokkra daga og áhrifin hafi þegar komið fram í verðinu. Meira
7. október 1995 | Viðskiptafréttir | 109 orð

Hagnaður hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar

HAGNAÐUR Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf., samkvæmt uppgjöri eftir fyrstu átta mánuði ársins, nemur 205 milljónum króna, en á sama tíma í fyrra var hagnaðurinn 143 milljónir króna. Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri, segir að þessa góðu afkomu megi að mestu þakka síldveiðum í sumar. Eigið fé fyrirtækisins er 605 milljónir króna. Meira
7. október 1995 | Viðskiptafréttir | 209 orð

Hlé á olíu- verðlækkun

OLÍUVERRÐ varð stöðugra í gær eftir 50 senta lækkun í vikunni, en talið er aðeins stutt hlé hafi orðið lækkuninni. Nóvemberverð hækkaði um 9 sent í London, en svartsýni er ríkjandi, meðal annars vegna nýs uggs um takmarkaða sölu frá Írak, og bent er á skýrslu frá Alþjóðaorkumálastofnunni IEA um offramboð á olíu í heiminum. Meira
7. október 1995 | Viðskiptafréttir | 312 orð

Nútíminn krefst nýs rekstrarforms

TELECOM, stærsta vöru- og þjónustusýningin á sviði fjarskipta í heimi, stendur nú yfir í Genf. Sýningin er haldin fjórða hvert ár og allir sem eitthvað mega sín í fjarskiptaheiminum taka þátt í henni. Póstur og sími tekur nú þátt í sýningunni í þriðja sinn og er með sýningarbás á góðum stað hjá hinum Norðurlöndunum. Meira
7. október 1995 | Viðskiptafréttir | 126 orð

Skuldabréfaútboð hjá OLÍS

SKULDABRÉFAÚTBOÐ OLÍS hefst í dag hjá Landsbréfum. Um er að ræða skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir króna til 10 ára og bera þau fasta vexti upp á 6,39% auk verðtryggingar. Að sögn Davíðs Björnssonar, deildarstjóra Verðbréfamiðlunar Landsbréfa, er markmið þessarar lántöku að draga úr vægi skammtímaskulda á efnahagsreikningi auk þess að mæta fyrirhuguðum fjárfestingum í nýjum bensínstöðvum, Meira

Daglegt líf

7. október 1995 | Neytendur | 202 orð

Bæklingur til að upplýsa ferðafólk

SAMKEPPNISSTOFNUN hefur gefið út bækling með upplýsingum fyrir þá sem kaupa alferðir, eða pakkaferðir eins og þær eru oft nefndar. Þar er vísað í gildandi lög um slíkar ferðir og ákvæði þeirra túlkuð fyrir almenning með einföldum dæmum. Ætlunin er að dreifa bæklingnum m.a. Meira
7. október 1995 | Neytendur | 158 orð

Húsgögn í sveitastíl

Í VERSLUNINNI Djásn á Skólavörðustíg í Reykjavík eru seld gömul uppgerð húsgögn í sveitastíl. Húsgögnin, sem eru frá öndverðri og miðri 19. öld, koma meðal annars frá Þýskalandi, Hollandi, Englandi og Ungverjalandi. Í versluninni eru líka amerísk húsgögn og veggskápar sem eru unnir af handverksfólki vestan hafs og eru engir tveir hlutir eins. Meira
7. október 1995 | Neytendur | 56 orð

Kartöflur í pestósósu

ÞAÐ ER sannarlega puðsins virði að setja niður kartöfluútsæði að vori því fátt er betra en soðnar nýjar kartöflur úr sínum eigin garði. Nýlega rak á fjörur Neytendasíðunnar uppskrift að kartöflum í pestósósu að ítölskum hætti: Veltið nýjum, nýsoðnum kartöflum upp úr einni matskeið af pestósósu. Kryddið með svörtum, nýmöluðum, pipar og salti. Meira
7. október 1995 | Neytendur | 134 orð

Kynning á Vicco jurtatannkremi

NÆSTU helgar, frá fimmtudegi til sunnudags, stendur Hrímgull, náttúru- og heilsuvörur, fyrir sérstökum kynningum á Vicco-jurtatannkremi í Hagkaup, Kringlunni. Af því tilefni verða gefnar 25 þúsund prufutúbur af tannkreminu í 25 g pakkningum. Vicco-jurtatannkremið fæst í tveimur gerðum, þ.e. Meira
7. október 1995 | Neytendur | 179 orð

Listræn hönnun með notagildi og endingu í fyrirrúmi

SÝNING á vefnaðarvöru frá George Jensen Damask verður haldin að Safamýri 91 um helgina, laugardag og sunnudag, kl. 14-18 báða dagana. George Jensen Damask er danskt vefnaðarfyrirtæki sem starfrækt hefur verið í 500 ár. Þar hefur damask verið ofið í um 130 ár. Framleiðslan er einkum dúkar, munnþurrkur, rúmföt ásamt handklæðum og diskaþurrkum, sem hægt er að vefa í nöfn að eigin vali. Meira
7. október 1995 | Neytendur | 91 orð

Nýtt krem frá L'Oreal

L'ORÉAL hefur sett á markað nýtt andlitskrem Plentitude Revitalift sem ætlað er að slétta húðina og auka teygjanleika hennar. Í fréttatilkynningu frá L'Oréal segir að á rannsóknarstofum fyrirtækisins hafi verði þróuð afleiða af A-vítamíni, Pro-Retinol A, sem geri húðina aftur eðlilega þétta, minnki hrukkur og jafni skarpar línur út. Meira

Fastir þættir

7. október 1995 | Dagbók | 2682 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 6.-12. október að báðum dögum meðtöldum, er í Reykjavíkur Apóteki, Austurstræti 16. Auk þess er Garðs Apótek, Sogavegi 108, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
7. október 1995 | Dagbók | 213 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, sunnu

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 8. október, er níræð Halldóra S. Bjarnadóttir, Vesturgötu 7, áður til heimilis í Háagerði 55. Hún tekur á móti gestum í Félagsmiðstöðinni, Vesturgötu 7 kl. 15.30-18. ATH. hvort sé á afmælisdaginn!!!!!! ÁRA afmæli. Meira
7. október 1995 | Dagbók | 35 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Þriðjudaginn 10.

Árnað heillaÁRA afmæli. Þriðjudaginn 10. október, verður sextugur Einar S. Svavarsson, Hraunsvegi 10, Njarðvík. Eiginkona hans er Guðrún Árnadóttir. Þau hjónin taka á móti gestum á Flug-hótelinu í Keflavík á afmælisdaginn milli kl. 20 og 22. Meira
7. október 1995 | Fastir þættir | 94 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Selfoss

Fimmtudaginn 21. september sl. hófst þriggja kvölda barómeter og gefur Suðurgarður hf. verðlaunin í mótið. Sextán pör taka þátt í mótinu, sem líkur í kvöld, 5. október. Röð efstu para fyrir síðasta kvöldið er þessi: Helgi G. Helgason ­ Kristján Már Gunnarsson134Grímur Arnarson ­ Björn Snorrason97Auðunn Hermannss. ­ Guðmundur Theodórss. Meira
7. október 1995 | Fastir þættir | 581 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Föstudagsbrids

Á föstudögum kl. 19 er alltaf spilaður eins kvölds tvímenningur í Þönglabakka 1, til skiptis Mitcell og Monrad barómeter. Næsta föstudag, 6. október, verður því spilaður Monrad barómeter. Keppnisstjóri er Sveinn R. Meira
7. október 1995 | Fastir þættir | 155 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Opna Hornafja

NÝLOKIÐ er opna Hornafjarðarmótinu í brids með þátttöku 44 para víðsvegar af landinu. Spilað var á Hótel Höfn og spilaform var barómeter með Monrad-uppröðun og spiluð voru 120 spil. Keppnisstjóri var Sveinn Rúnar Eiríksson og fórst honum það ágætlega úr hendi. Meira
7. október 1995 | Fastir þættir | 959 orð

Guðspjall dagsins: Jesús læknar á hvíldardegi. (Lúk.

Guðspjall dagsins: Jesús læknar á hvíldardegi. (Lúk. 14.) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 14.00. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14.00. Meira
7. október 1995 | Fastir þættir | 889 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 817. þáttur

817. þáttur Sögnin heyja=gera, framkvæma er af óvísum uppruna. Hún var á frumnorrænu *haujan. Nú er frá því að segja, að á löngu liðnum tíma voru u og w innbyrðis líkari en nú, svo og i og j. [W táknar meira kringt hljóð en v. Meira
7. október 1995 | Dagbók | 510 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gær komu til hafnarStapafell

Reykjavíkurhöfn: Í gær komu til hafnarStapafell og portúgalinn Inacio Cunha. Þá fór Marmon, grænlendingurinn Quassaannguaq, Mælifell, og norski togarinn Rossvik. Í dag kemur Vigri, Ottó N. Meira

Íþróttir

7. október 1995 | Íþróttir | 175 orð

Aldrei fleiri mörk gerð úr vítum

MIKIÐ var af vítum og metum í tengslum við víti, í 10 liða deild, í sumar. Jafnað var met yfir flest dæmt víti á einu tímabili, 39, en það hafði staðið síðan 1985. Aldrei fyrr hafa verið gerð yfir 30 mörk úr vítum en þau urðu 34 í sumar. Meira
7. október 1995 | Íþróttir | 222 orð

Aldrei fleiri rauð spjöld

FLEIRI rauð spjöld fóru á loft í leikjum 1. deildar í sumar, en nokkru sinni síðan liðum var fjölgað í 10, sumarið 1977. Rauða spjaldinu var veifað 23 sinnum í sumar en metið til þessa var 21, sett í fyrra. ÓLAFUR Ragnarsson dómari jafnaði í sumar met Gylfa Orrasonar frá 1994, með því að gefa sjö rauð spjöld. Meira
7. október 1995 | Íþróttir | 187 orð

Fjögurra ára einokun Akurnesinga

ÞETTA er fjórða árið í röð sem leikmaður Akranessliðsins er stigahæstur í einkunnagjöf Morgunblaðsins. ÍA hefur orðið Íslandsmeistari þessi fjögur ár, og þess má geta að síðustu þrjú ár hefur sami leikmaður orðið fyrir valinu í kjöri leikmanna á besta manni sumarsins. Meira
7. október 1995 | Íþróttir | 32 orð

Handknattleikur

1. deild kvenna: ÍBA - ÍBV14:28 2. deildkarla: Ármann - BÍ30:36 ÍH - Reynir10:0 Reynir mætti ekki til leiks. Körfuknattleikur Meira
7. október 1995 | Íþróttir | 204 orð

Íslensku strákarnir áfram

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu leikmanna 16 ára og yngri tryggði sér í gær rétt til áframhaldandi keppni í Evrópukeppninni. Liðið sigraði lið Norður-Íra 3:2 og komst þar með áfram. Þorbjörn Atli Sveinsson kom Íslandi yfir með marki á 22. mínútu en Norður-Írar jöfnuðu aðeins 6 mínútum síðar og komust síðan 1:2 yfir á 35. mínútu. Meira
7. október 1995 | Íþróttir | 419 orð

Jafntefli við rússnesku meistarana

ÍSLANDSMEISTARAR Vals komu svo sannarlega á óvart í gærkvöldi með því að gera 23:23-jafntefli við rússnesku meistarana úr CSKA Moskvu í fyrri leik liðanna í Evrópukeppninni, en leikurinn fór fram í L¨ubeck í Þýskalandi. Meira
7. október 1995 | Íþróttir | 79 orð

Kínverjar héldu heimsmeistaratitlinum

KÍNVERJUM tókst að halda heimsmeistaratitlinum í liðakeppni karla í fimleikum sem lauk í Japan í gær. Heimamenn náðu forystu í gær en frábær frammistaða Li Xiaoshuang í lokagreininni tryggði Kínverjum sigur. Japanir, sem höfðu nokkuð örugga forystu eftir skylduæfingarnar, urðu í öðru sæti og Rúmenar í því þriðja og er það besti árangur þeirra á HM karla. Rússar, sem voru í 11. Meira
7. október 1995 | Íþróttir | 98 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR/NBA

Rodman mættur DENIS Rodman, framherjinn sterki sem fyrrum meistarar Chicago Bulls keyptu frá San Antonio Spurs í vikunni, mætti í herbúðir nýja félagsins í gær og var kynntur fyrir blaðamönnum í gær. Hann er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir hvað varðar t.d. Meira
7. október 1995 | Íþróttir | 116 orð

Lokahófið er í kvöld LOKAHÓF

LOKAHÓF knattspyrnumanna verður á Hótel Íslandi í kvöld. Þar verður tilkynnt um val á liði ársins úr 1. deild karla, sem fjölmiðlar velja í sameiningu að þessu sinni, gullskór Adidas afhentur, besti dómarinn kjörinn og hápunktur kvöldsins verður að vanda þegar tilkynnt verður um niðurstöðu í kjöri leikmanna sjálfra á besta og efnilegasta leikmanna 1. deildar karla og kvenna. Meira
7. október 1995 | Íþróttir | 269 orð

Níu leikmenn frá Bayern og Dortmund í landsliðinu

FRAMUNDAN eru tveir þýðingarmiklir landsleikir hjá Þjóðverjum í Evrópukeppni landsliða - gegn Moldavíu í Leverkusen á morgun og Wales í Cardiff á miðvikudaginn. Ef Þjóðverjar ná ekki viðunandi úrslitum í leikjunum er næsta víst að landsliðsþjálfarinn Berti Vogts verði látinn hætta. Meira
7. október 1995 | Íþróttir | 718 orð

Ólafur Þórðarson varð efstur í einkunnagjöfinni

ÓLAFUR Þórðarson varð efstur í einkunnagjöf Morgunblaðsins í sumar, hlaut 22 M en næsti maður var nokkuð á eftir, eða með 18 M. Það var Marco Tanasic, miðvallarleikmaðurinn snjalli í liði Keflvíkinga. Meira
7. október 1995 | Íþróttir | 106 orð

Rush og Hughes ekki með

ÞRÍR lykilmenn landsliðs Wales geta ekki leikið með gegn Þýskalandi í Cardiff á miðvikudaginn kemur vegna meiðsla. Það eru sóknarleikmennirnir Ian Rush, Liverpool, og Mark Hughes, Chelsea, og miðvallarspilarinn Dave Phillips. Þeir léku allir með í sigurleik, 1:0, gegn Moldavíu á dögunum. Rush meiddist á baki í deildarbikarleik gegn Sunderland. Meira
7. október 1995 | Íþróttir | 92 orð

Sammer knattspyrnumaður ársins MATTHIAS

MATTHIAS Sammer, miðvörður Dortmund, var útnefndur knattspyrnumaður ársins í Þýskalandi 1995 af þýskum íþróttafréttamönnum í gær. Sammer er fyrsti Þjóðverjinn frá austurhluta landsins til að hljóta þessa útnefningu ­ síðan Berlínarmúrinn féll 1989. Sammer háði harða keppni við J¨urgen Klinsmann ­ fékk 424 atkvæði af 1.069 mögulegum, en Klinsmann fékk 393. Meira
7. október 1995 | Íþróttir | 46 orð

Sigurður Lár. í viðræðum við Völsung

SIGURÐUR Lárusson hefur ekki verið ráðinn þjálfari 2. deildarliðs Völsungs, eins og sagt var frá í gær. Sigurður, sem stýrði Völsungi til sigurs í 3. deild í sumar, hefur verið í viðræðum við Völsunga, en ekki hefur verið gengið frá samningi. Meira
7. október 1995 | Íþróttir | 203 orð

Stúlkurnar mæta Hollendingum

KRISTINN Björnsson, þjálfari kvennalandsliðsins, hefur valið sama landsliðshóp og mætti Frökkum á Akranesi í Evrópukeppni landsliðs um sl. helgi - fyrir leikinn gegn Hollendingum, sem verður á Laugardalsvellinum í dag kl. 16. "Ég reikna ekki með því að gera breytingar á liðinu frá leiknum gegn Frökkum, þar sem ég var ánægður með leik liðsins," sagði Kristinn. Meira
7. október 1995 | Íþróttir | 58 orð

Sviss fær skammir UEFA fundaði í gær vegna m

UEFA fundaði í gær vegna mótmæla svissneska landsliðsins fyrir leikinn gegn Svíum í Evrópukeppninni á dögunum, en þar héldu leikmenn á borða á meðan þjóðsöngurinn var leikinn. Á borðann var letrað "Hættu þessu Chirac!". UEFA gaf Svisslendingum góðlátlega áminningu, en varaði þó við að næst þegar eitthvað í líkingu við þetta gerðist yrði beitt meiri hörku. Meira
7. október 1995 | Íþróttir | 214 orð

Tíu fengu hæstu einkunn

Tíu leikmenn í 1. deild karla fengu hæstu einkunn, 3M, fyrir leik í sumar. Akurnesingarnir Ólafur Þórðarson og Sigurður Jónsson fengu 3M hvor fyrir frammistöðu sína gegn Breiðabliki í fyrstu umferð, en ÍA sigraði 2:0 í leiknum. Í sömu viðureign fékk markvörður Breiðabliks, Hajrudin Cardaklija, 3M fyrir framgöngu sína á leikvellinum. Meira
7. október 1995 | Íþróttir | 103 orð

UEFA dæmir tvo Búlgari í tveggja ára keppnisbann

TVEIR leikmenn Lokomótív Sófíu í Búlgaríu, Simeon Tchilibonov og Adalbert Zafirov, voru í gær dæmdir í tveggja ára bann frá knattspyrnu fyrir að ráðast á dómara í leik liðsins við Halmstad í Evrópukeppni bikarhafa. Þeir réðust að hinum úkraínska dómara undir lok liksins er þeir töldu hann sleppa augljósri vítaspyrnu sem liðið átti að fá. Meira
7. október 1995 | Íþróttir | 220 orð

UM HELGINAKörfuknattleikur Laugardagur

Körfuknattleikur Laugardagur: 1. deild kvenna: Gindavík:Grindavík - ÍA17 Smárinn:Breiðabl. - Njarðvík17.30 Valsheimili:Valur - Keflavík14 1. deild kvenna: Egilsst.:Höttur - Þór Þorl.14 Kennarah. Meira
7. október 1995 | Íþróttir | 415 orð

"Vitum nánast ekkert"

Nokkur íslensk handknattleikslið eru í eldlínunni um helgina í Evrópukeppninni. Þrjú karlalið leika erlendis; KA-menn gegn Víkingi í Stavangri í Noregi í dag, Valsmenn gegn CSKA Moskvu í Þýskalandi í gær og í dag og Afturelding gegn Negotino í Makedóníu. Meira

Úr verinu

7. október 1995 | Úr verinu | 490 orð

Engin ormaleit og nær mörkuðum

SAMKVÆMT Kjararannsóknanefnd voru meðallaun í dagvinnu hér á landi um 460 krónur á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, en meðallaun í dönskum frystihúsum um 800-1000 krónur á hverja klukkustund. Arnar Sigmundsson, formaður, Samtaka fiskvinnslustöðva, segir að þessi mikli munur felist m.a. í því að ekki sé leitað að hringormi í dönskum fiskvinnslustöðvum, meiri nálægð við markaði og styrkjum frá ESB. Meira
7. október 1995 | Úr verinu | 328 orð

Verðhækkun á saltfiski

"SALAN hefur gengið vel hjá okkur eins og öðrum," segir Jón Ásbjörnsson. Hann segir að undanfarin ár hafi hlaðist upp töluverðar birgðir af saltfiski yfir sumartímann þegar eftirspurn hafi verið í lágmarki, en það hafi ekki verið raunin núna. "Söluvertíðin hófst fyrr en undanfarin ár eða í lok ágúst." Meira

Lesbók

7. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 725 orð

Alþýðufræðarinn

BANDARÍSKI rithöfundurinn Michael Crichton ber höfuð og herðar yfir kollega sína í tvennum skilningi. Hann er 2,06 metrar á hæð og hefur slegið hvert sölumetið af öðru með bókum sínum og sölu á kvikmyndarétti þeirra. Allt sem hann snertir verður að gulli. Meira
7. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 75 orð

Bland fj¨allen

H¨ar vil jag vila i ro. Höra ullen v¨axa och gr¨aset gro som Heimdall en gång. Seklarna ilar, men jag, jag vilar. Ljóðið er ort til minningar um séra Sigurð Guðjónsson, fyrrum prófast í Saurbæ, og ljóðaþýðanda úr Norðurlandamálum, sem lézt fyrr á þessu ári. Efnislega er ljóðið þannig á íslenzku: MEÐAL FJALLA Hér vil ég hvíla í ró. Meira
7. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 708 orð

Bókin er enn besti miðillinn

EINS OG hér á landi hafa bókaútgefendur í Bretlandi löngum bundist böndum um að bækur væru seldar á sama verði í öllum búðum. Nýlega hafa útgefendur þar rofið þetta samkomulag í kjölfar minnkandi sölu og aukins útgáfukostnaðar. Ástæðan er einföld; forlögin vilja hafa svigrúm til að veita afslátt af bókum sínum í vissum tilvikum og auka þannig söluna. Meira
7. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1760 orð

Dracula greifi og höfundur sögunnar

UNGUR lögfræðingur Jónathan Harker, ferðast til afskekkts kastala í Transylvaniu til að ganga frá samningi við þarlendan aðalsmann, Dracula greifa, um kaup á landareign í austur London. Meira
7. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 136 orð

efni 7. okt.

HomoMaðurinn - homo - varð hugsandi manneskja þegar hann hætti að láta stjórnast af augnablikinu, fékk sjálfsvitund og gerði sér grein fyrir hinu liðna og því ókomna, segir Haraldur Ólafsson, mannfræðingur og dósent við Háskóla Íslands um þessi þýðingarmiklu tímamót í þróun mannsins á jörðinni. Meira
7. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 287 orð

Egill Ólafsson syngur í afmælisuppfærslu

EGILL Ólafsson verður á meðal söngvara í tónleikauppfærslu á söngleiknum Vesalingunum í The Royal Albert Hall í London annað kvöld. Liðlega 250 listamenn, þeirra á meðal tíu erlendir söngvarar, munu koma fram, en tíu ár eru síðan þessi feikivinsæli söngleikur Boublils og Schönbergs var frumsýndur í London. Er þeirra tímamóta minnst með þessum hætti. Meira
7. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 108 orð

Eldhugar og afreksmenn

NÚ STENDUR yfir sýning á myndum Birgis Schiöth "Heima er best eldhugar og afreksmenn" á Mokka við Skólavörðustíg. Í kynningu segir: "Á sýningu Birgis gefst fólki færi á að skyggnast á bakvið tjöldin og tengja saman nokkur nöfn og andlit er tilheyra þessari annars mjög svo mislitu og ósamstæðu myndlistarfjölskyldu. Meira
7. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1044 orð

Erótík í óperunni

Íslenska óperan frumsýnir í kvöld Carmina Burana, sem er kórverk fyrir leiksvið eftir Carl Orff. Ósvikin ást, ástríðuórar saurlífisseggja og hverfulleiki hamingjunnar voru ofarlega á baugi þegar Orri Páll Ormarsson leit inn á æfingu en textinn, sem verkið er samið við, er sóttur í forboðin kvæði frá 13. öld. Meira
7. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 360 orð

Fljótandi form, litir og rými

BJÖRG Þorsteinsdóttir myndlistarkona opnar sýningu á verkum sínum í Norræna húsinu kl. 14 í dag. Á sýningunni verða olíu-, akrýl- og vatnslitamyndir unnar á síðustu tveimur árum. "Maður kemst aldrei burt frá sjálfum sér og ég held áfram að þróa það sem ég hef verið að vinna að á undanförnum árum," segir Björg. Meira
7. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 231 orð

Grettisbæli

Ég stari út yfir storð og mar; á steini ég sit, þar sem byrgið var, og hallast að hrundum þústum. Ég lít í kring yfir kot og sel, yfir kroppaðar þúfur, blásinn mel, og feðra frægðina' í rústum. Og hálfgleymdar sagnir í huga mér hvarfla um það, sem liðið er, og manninn, sem hlóð þetta hreysi. Meira
7. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 2928 orð

Hvenær varð maðurinn hugsandi manneskja?

Þegar rætt er um uppruna og þróun mannsins er margs að gæta. Fyrir það fyrsta verður að athuga hvað raunverulega felst í þessum tveimur hugtökum: uppruni og þróun. Bæði þessi orð eru margræð og ekki eru allir sammála um einhverja eina merkingu þeirra hvors fyrir sig. Áður en lengra er haldið verður því að ákveða hvað felst í þessum orðum. Uppruni er hálfgert vandræðaorð. Meira
7. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 2888 orð

Íslendingarí Kaupmannahöfn1918-1940

KAUPMANNAHÖFN hefur ætíð skipað stóran sess í huga Íslendinga. Fram til ársins 1918 var Ísland hjálenda Danmerkur og Kaupmannahöfn þar af leiðandi höfuðborg landsins. Íslenskir námsmenn höfðu farið árum og öldum sman í stórum hópum til Hafnar til að mennta sig og kynnast lífinu utan landsteinanna. Þannig gekk það fyrir sig til ársins 1918. Þá breyttist margt. Meira
7. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 50 orð

Kolbrún -In memoriam

Á hvítum vængjum kom vorið inn um gluggann og leysti líkama þinn úr viðjum rétti þér hönd og hvíslaði: Komdu með mér í ferð um ódáinslendur þar sem gullnar rósir vaxa í hverju spori svo hverfum við saman í sólarlagið. Höfundur er ritari á Geðdeild Landsspítalans. Meira
7. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 931 orð

Konan kokhraust, karlinn kveif

HVAÐ gerist þegar kona og karl hafa hamskipti, þegar kona fer í karllíkama og karl í konulíkama? Breytast persónurnar eitthvað? Fyllist konan af karllegri kokhreysti, verður hún forhertur töffari og kássast upp á kvenfólk? Og fyllist karlinn vanmáttarkennd? Verður hann að einhverri kveif? Og fær hann kannski loksins að kynnast því hvernig er að þurfa að verjast uppáþrengjandi og káfandi Meira
7. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 4398 orð

Kvikmyndir um íslensk efni

Þegar saga íslenskrar kvikmyndagerðar verður skrifuð mun kvikmyndafyrirtækið Edda-film skipa áberandi sess. Ekki aðeins af því það er fyrsti vottur að skipulagðri kvikmyndagerð á Íslandi og tók þátt í framleiðslu þriggja bíómynda í fullri lengd með öðrum Norðurlandaþjóðum, Sölku Völku, 79 af stöðinniog Rauðu skykkjunnar, Meira
7. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 600 orð

Listamaður listamannanna

YFIRGRIPSMIKIL sýning á verkum Pauls Cézanne í Grand Palais í París hefur vakið mikla athygli í Frakklandi og þó víðar væri leitað. Hefur hún hlotið mikið lof listrýnenda, enda einstakt tækifæri til að sjá svo margar myndir þessa áhrifamikla málara á einum stað. Paul Cézanne (1839-1906) hefur oft verið talinn faðir nútímamálaralistar. Meira
7. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 651 orð

Lífið var þess virði að lifa því

HALLDIS Moren Vesaas kom til Íslands í maí 1985 og las úr ljóðum sínum og spjallaði við áheyrendur í Norræna húsinu. Fleiri þekktu til verka manns hennar, Tarjei Vesaas, en þeir sem voru að heyra ljóð hennar í fyrsta sinn áttuðu sig á að hér var mikilhæft skáld á ferð. Í útvarpsþætti las skáldkonan úr ljóðabókum sínum, en kynnti sig fyrst með nokkrum orðum. Meira
7. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 226 orð

Ljóð Heaney á íslensku

BÓKAÚTGÁFAN Bjartur hyggst gefa út eins fljótt og auðið verður og ekki seinna en í næsta mánuði ljóðasafn með úrvali ljóða Nóbelsskáldsins Seamus Heaney í þýðingu Karls Guðmundssonar. Að sögn Snæbjörns Arngrímssonar útgefanda hefur bókin verið í undirbúningi í fjögur ár. "Þetta er texti sem ekki verður hlaupið í, þarf sinn tíma; ýmis smáatriði í þýðingu eru eftir", sagði Snæbjörn. Meira
7. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 440 orð

MENNING/LISTIRNÆSTU VIKUMYNDLIST

Kjarvalsstaðir Kjarval - mótunarár 1885-1930, Kristín Gunnlaugsdóttir, Forn leirlist frá Perú og Konur og vídeó. Ásmundarsafn Stíllinn í list Ásmundar fram á haust. Listasafn Íslands Haustsýn. Safns Ásgríms Jónss. til 26. nóv. Gerðuberg Inga Ragnarsd. sýnir til 16. nóvember. Meira
7. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Nýtt danskt hljómsveitarverk fyrir börn

KYNNINGARVERK Benjamin Brittens fyrir börn um sinfóníuhljómsveit og leyndardóma hennar, The Young Person's Guide to the Orchestra" verður hálfrar aldar gamalt á næsta ári. Af því tilefni pantaði breska ríkisútvarpið, BBC, nýtt kynningarverk fyrir börn og valdi danska tónskáldið Poul Ruders til að semja verkið. Meira
7. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 934 orð

Rússnesk harka og rómantík Rússinn Valeríj Gergíjev hefur á fáum árum orðið einn eftirsóttasti stjórnandi heims. Getur

GERGÍJEV hefur orð á sér fyrir að tví- og þríbóka sig ­ og standa við gefin loforð. Haft er á orði í tónlistarheiminum að dæmigerður dagur Gergíjevs hefjist á því að hann stjórni æfingu hjá Fílharmóníunni í Rotterdam, fljúgi svo til Kölnar þar sem hann stjórni annarri æfingu eftir hádegi og skelli sér að endingu til Vínar þar sem hann stjórni tónleikum um kvöldið. Meira
7. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 139 orð

Sáuð þið hana systur mína

Tötrum klædd, illa hirt konan, nálgaðist mig hægt en örugglega. Ég varð skyndilega tímabundin og leit af henni, frá henni - burt Hún sagði við mig lágri röddu, afsakið, með drúpandi höfuð. Fyrirgefðu, en mér sýnidst þú vera hún systir mín. Ég hef óljóst minni af að hafa þekkt hana. Meira
7. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 69 orð

Síðasta sýningarhelgi

SÝNINGU Hafdísar Ólafsdóttur í Gerðarsafni í Kópavogi lýkur á morgun, sunnudag. Sýningin heitir Vatn og tengjast myndirnar allar hafi og vatni. Á sýningunni eru stórar tréristur og einþrykk af koparplötum. Þetta er fjórða einkasýning Hafdísar. Hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér heima og erlendis. Meira
7. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1020 orð

SKULDINVIÐ DANI

STUNDUM liggur nærri að ég fyrirverði mig fyrir landa mína á þrítugsaldrinum, þegar í ljós kemur að þrátt fyrir að minnsta kosti sex ára skyldunám í dönsku og oft tveggja ára nám í menntaskóla að auki, koma þeir ekki upp orði á dönsku eða öðrum Norðurlandamálum. Sjálfsagt er æfingarleysi að einhverju leyti um að kenna, en skortur á áhuga og viðleitni er þó sennilega meginskýringin. Meira
7. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 560 orð

Stund og staður ljóðsins

eftir Þór Stefánsson. Myndir eftir Helga Gíslason. 77 bls. Útg. Goðorð. Prentun: Prentþjónusta OSS. Reykjavík, 1995. Verð kr. 1.920. STILLT og milt andrúmsloft leikur um ljóð Þórs Stefánssonar. Hljóðlát tilfinning og yfirlætislaus tjáning einkennir ljóðlist hans. Hvort tveggja fer ljóðum hans vel. Stundum mætti skáldið þó kveða fastar að orði, sýna af sér snarpari tilþrif. Meira
7. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 91 orð

Tafla 1 Prófgráða stúdenta við upphaf náms í Hafnarháskóla:

Tafla 1 Prófgráða stúdenta við upphaf náms í Hafnarháskóla: Íslenskt stúdentspróf 40danskt stúdentspróf 3íslenskt háskólapróf 18 Meira
7. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 70 orð

Veganestið

Hann horfði íhugll yfir gleraugun sín litli skólastjórinn með fallega upprúllaða skeggið og spurði lífsleiða nemandann sinn með Jimmy Hendrix hárið: Ætlar þú að verða einn af þeim sem alltaf gefst upp? Það færðist glott yfir reynsluríkt andlit mannsins sem eitt sinn var lífsleiði nemandinn þegar Meira
7. október 1995 | Menningarblað/Lesbók | 962 orð

Ævi og ástir Deilt hefur verið um hvort og hvernig eigi að fjalla um kynhneigð í ævisögum merkra karla og kvenna. Blossaði sú

MÆTUR maður skrifaði eitt sinn að ævisaga væri svæði sem takmarkaðist í norðri af sagnfræði, í suðri af skáldskap, í austri af minningargrein og í vestri af langdrægni. Þessi orð eiga vart lengur við um ævisögur, að minnsta kosti ekki í hinum enskumælandi heimi, því þær eru sjaldan langdregnar og í þeim gætir nær aldrei þeirrar virðingar gagnvart viðfangsefninu sem einkennir minningargreinar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.