Greinar þriðjudaginn 17. október 1995

Forsíða

17. október 1995 | Forsíða | 369 orð

Bandaríkjaforseti varar við stefnu Farrakhans

TALIÐ er að allt að ein milljón blökkumanna hafi í gær tekið þátt í mikilli kröfugöngu í Washington sem samtök múslima höfðu skipulagt til að efla samheldni og styrk svartra. Er þetta talin vera fjölmennasta kröfuganga sem efnt hefur verið til í borginni. Meira
17. október 1995 | Forsíða | 271 orð

Hleranir CIA gagnslitlar

JAPANSKIR ráðamenn brugðust sumir ókvæða við fréttum í gær af því að bandaríska leyniþjónustan, CIA, hefði hlerað einkasamtöl japanskra fulltrúa í viðskiptaviðræðum við Bandaríkjamenn í Genf fyrr á árinu. Tomiichi Murayama forsætisráðherra benti þó á að hleranirnar virtust ekki hafa breytt miklu, Japanar hefðu haft sitt fram. Meira
17. október 1995 | Forsíða | 111 orð

Serbar deila innbyrðis

TALSMENN Sameinuðu þjóðanna sögðu í gær að svo virtist sem vopnahléð í Bosníu héldist að mestu leyti. Hörð valdabarátta geisar í forystu Bosníu-Serba í Pale. Dusan Kozic, forsætisráðherra svonefndrar ríkisstjórnar Bosníu- Serba, sagði af sér í gær eftir maraþonfund á þingi þar sem stjórn hans sætti harðri gagnrýni vegna ósigra á vígvellinum. Meira
17. október 1995 | Forsíða | 126 orð

Sættir Hamas og PLO í höfn

LEIÐTOGI Hamas-hreyfingarinnar, Ahmed Bahar, var í gær látinn laus úr fangelsi á Gaza- svæðinu þar sem hann hafði verið fjóra mánuði í haldi stjórnar Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO). Á myndinni fagnar móðir Bahars honum er hann kom út úr fangelsinu. Nánir samverkamenn Yassers Arafats, leiðtoga PLO, fullyrtu í gær, að samkomulag um friðsamlega sambúð PLO og Hamas væri í höfn. Meira

Fréttir

17. október 1995 | Innlendar fréttir | 232 orð

1.500 komu til afmælisfagnaðar

UM 1.500 brautskráðir nemendur Verzlunarskóla Íslands komu til afmælisfagnaðar í tilefni af 90 ára afmæli skólans á sunnudaginn. Þorvarður Elíasson skólastjóri segir að afmælið hafi tekist ljómandi vel. Núverandi nemendur og starfsfólk skólans hófu afmælisdagskrána með innanskólahátíð á föstudaginn. Eftir ávarp Þorvarðar kynnti Árni Þór Vigfússon dagskrána. Meira
17. október 1995 | Erlendar fréttir | 353 orð

99,96% greiða atkvæði með Saddam Hussein

SADDAM Hussein, leiðtogi Íraks, fékk 99,96% gildra atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudag um hvort hann ætti að gegna forsetaembættinu næstu sjö árin. Izzat Ibrahim, varaformaður Byltingarráðsins, æðstu valdastofnunar Íraks, sagði að rúmar átta milljónir manna hefðu neytt atkvæðisréttar síns og kjörsóknin hefði verið 99,47%. Saddam hefði fengið 99,89% allra atkvæða, þ.e. Meira
17. október 1995 | Innlendar fréttir | 901 orð

Álitamál hvort forsendur séu brostnar

VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Baldur á Ísafirði mun í dag senda Vinnuveitendafélagi Vestfjarða bréf, þar sem kjarasamningi félagsins verður með formlegum hætti sagt upp frá og með áramótum, en eins og aðrir samningar á almennum vinnumarkaði á samningur Baldurs að gilda út næsta ár. Jafnframt verður óskað eftir nýjum viðræðum við vinnuveitendur. Meira
17. október 1995 | Innlendar fréttir | 547 orð

Árekstur í kjölfar aðgerða við að stöðva ökumann

ÞRENNT lést í mjög hörðum árekstri tveggja fólksbifreiða á Suðurlandsvegi skammt vestan Kögunarhóls í Ölfusi um klukkan 18.00 á laugardag. Annarri bifreiðinni, stórri Chevrolet fólksbifreið, var ekið á ofsahraða vestur Suðurlandsveg í Ölfusi, þar sem hún fór yfir á öfugan vegarhelming og lenti framan á lítilli Fiat Uno bifreið á austurleið. Meira
17. október 1995 | Landsbyggðin | 280 orð

Björgunarsveitin í nýtt húsnæði

Húsavík-Björgunarsveitin Garðar á Húsavík hefur keypt svokallað Vísishús og er þar að búa um sig á tveimur hæðum á 450 fm gólffleti. Húsið er vel staðsett á hafnaruppfyllingunni og með greiðan aðgang bæði til sjós og lands. Meira
17. október 1995 | Landsbyggðin | 106 orð

Busavígslur í Seyðisfjarðarskóla

Seyðisfirði-Þrátt fyrir tilvistarleysi menntaskóla á Seyðisfirði eru busavígslur þar árlegur viðburður. Þær koma til af því að starfsemi Seyðisfjarðarskóla fer fram á tveimur stöðum. Yngri bekkir skólans stunda nám sitt í húsi frá 1905 meðan eldri nemendur eru í hluta nýja skólahússins sem hefur verið í byggingu síðan 1984. Meira
17. október 1995 | Innlendar fréttir | 89 orð

Bæjarfulltrúi og formaður verkalýðsfélags

JÓHANN Geirdal Gíslason, nýkjörinn varaformaður Alþýðubandalagsins, er bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Jóhann var einnig bæjarfulltrúi flokksins í Keflavík á árunum 1982-1986. Hann hefur jafnframt gegnt formennsku í Verslunarmannafélagi Suðurnesja undanfarin fjögur ár. Meira
17. október 1995 | Erlendar fréttir | 223 orð

Ciller semur við jafnaðarmenn

TANSU Ciller, forsætisráðherra Tyrklands, kvaðst í gær hafa náð samkomulagi við leiðtoga jafnaðarmanna og fyrrverandi samstarfsflokks síns um að stefna að myndun nýrrar samsteypustjórnar. Ciller ræddi við Denz Baykal, leiðtoga Þjóðarflokksins, sem var í stjórn með hægriflokki hennar, Flokki hins rétta vegar, þar til forsætisráðherrann sleit samstarfinu 20. Meira
17. október 1995 | Erlendar fréttir | 349 orð

Claes vill ávarpa Belgíuþing

WILLY Claes, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, NATO, fór fram á það í gær að fá að ávarpa Belgíuþing en það mun ákveða hvort hann verður sviptur þinghelgi svo unnt verði að ákæra hann fyrir spillingu. Meira
17. október 1995 | Erlendar fréttir | 250 orð

Deilt um Evrópumálin í Sviss

AFSTAÐAN til Evrópusambandsins er það mál, sem einna helzt virðist ná að hrista upp í kjósendum í Sviss á lokaspretti baráttunnar fyrir þingkosningarnar, sem haldnar verða næstkomandi sunnudag. Meira
17. október 1995 | Landsbyggðin | 38 orð

Ekkert atvinnuleysi í Stykkishólmi

Stykkishólmi-Að sögn Einars Karlssonar, formanns Verkalýðsfélags Stykkishólms, er nú ekkert atvinnuleysi í Stykkishólmi. Starfsfólk vantar í ýmis störf og hafa t.d. bæði Sig. Ágústsson hf. og Íshákarl hf. auglýst eftir fólki til starfa. Meira
17. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 172 orð

Ekki nóg að gert í skólamálum

BÆJARFULLTRÚAR Alþýðubandalagsins telja að áætlun um rekstur og fjármál bæjarsjóðs Akureyrar sýni að nauðsynleg vinna á þessu sviði hafi ekki verið unnin áður en áætlunin var lögð fram, en hún var samþykkt á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag. Meira
17. október 1995 | Innlendar fréttir | 175 orð

Engin greiðsla frá Emerald

EMERALD AIR hefur enn ekki greitt neitt upp í skuld fyrirtækisins við Lífeyrissjóð bænda. Annar gjalddagi af 95 milljón króna láni sem fyrirtækið fékk hjá sjóðnum fyrr á þessu ári var um helgina, en þá gjaldféllu 45 milljónir króna. Meira
17. október 1995 | Innlendar fréttir | 79 orð

Enginn fundur í kjaradómi

ENGINN fundur hefur enn verið boðaður í kjaradómi til að fjalla um kröfur um að dómurinn birti forsendur fyrir úrskurði sínum um laun ráðherra, alþingismanna og annarra æðstu embættismanna þjóðarinnar. Meira
17. október 1995 | Innlendar fréttir | 235 orð

Ferðin niður var erfiðust

"ÞETTA var nokkuð erfitt og þá sérstaklega ferðin niður sem var erfiðasti hluti leiðarinnar. Því við áttum ekki mikið eftir af orku eftir að hafa komist á toppinn, en það var þess virði og rúmlega það," sagði Hallgrímur Magnússon fjallgöngukappi þegar hann kom til landsins í gær eftir frækilega ferð til Tíbet. Þar kleif hann fjallið Cho Oyu sem er 8. Meira
17. október 1995 | Innlendar fréttir | 797 orð

Fjósamennska þjóðarsálarinnar

Staða íslenskunnar miðað við önnur tungumál er sambærileg við stöðu tungumála miklu stærri málsamfélaga og því eigum við að halda. Íslendingar eru ekki nema 250 þúsund en þeir bera sig saman við tífalt fjölmennari málsamfélög. Ef við athugum, bara í Evrópu, hvaða tungumál eru töluð af fámennum samfélögum, þá finnum við hvergi aðra eins grósku í útgáfumálum og menningu og á Íslandi. Meira
17. október 1995 | Erlendar fréttir | 291 orð

Flokkur Haiders er annar stærstur

KOSNINGABARÁTTAN í Austurríki hefst nú í vikunni en gengið verður að kjörborðinu um miðjan desember. Samkvæms síðustu skoðanakönnunum mun Frelsisflokkur Jörgs Haiders, sem er yst á hægrivængnum, bæta mestu fylgi við sig. Kunnur, austurrískur efnahagsmálasérfræðingur segir, að næsta stjórn, hvernig sem hún verður skipuð, komist ekki hjá að skera niður opinber útgjöld og hækka skatta. Meira
17. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 102 orð

Framlag til sjóbjörgunarstöðvar skoðað

BÆJARRÁÐ vísaði erindi Kvennadeildar Slysavarnafélags Íslands á Akureyri og Sjóbjörgunarsveitar SVFÍ þar sem þess var farið á leit að Akureyrarbær styrki félögin með 15 milljón króna framlagi til að ljúka smíði félagsheimilis og björgunarstöðvar á uppfyllingu sunnan Strandgötu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir næsta ári. Meira
17. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 271 orð

Framtíðin er í þorskeldinu

FYRIRTÆKIÐ Víkurlax hf. hefur hafið tilraunaeldi á þorski í kvíum við Ystuvík í Grýtubakkahreppi. Þar hefur fyrirtækið verið með lax- og silungseldi í sjókvíum til nokkurra ára. "Við erum að prófa okkur áfram með nokkur hundruð þorska í sjókvíum og ég get ekki annað sagt en að byrjunin lofi góðu. Í mínum huga er framtíðin í þorskeldinu. Meira
17. október 1995 | Innlendar fréttir | 126 orð

Frumvarp tekið á dagskrá með afbrigðum

ALÞINGI lauk í gær með afbrigðum frá þingsköpum 1. umræðu um frumvarp sem Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Þjóðvaka, lagði fram á þinginu í gær og felur í sér að þeim lífeyrisþegum sem njóta endurhæfingalífeyris vegna sjúkdóms eða slyss verði tryggður réttur til svokallaðra tengdra bóta en sá réttur féll niður 1. þessa mánaðar. Meira
17. október 1995 | Miðopna | 1013 orð

Fyrst töff en núna ógeðslegt

"ÞAÐ eru svona tvö til þrjú ár síðan við byrjuðum að fikta við reykingar. Fyrst fengum við smók hjá öðrum, en svo keyptum við sígarettur sjálf. Okkur fannst töff að reykja og við spáðum ekkert í hvað það var ógeðslegt." Þetta segja nokkrir unglingar í 10. bekk Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði. Meira
17. október 1995 | Landsbyggðin | 99 orð

Færðu að gjöf 20 sundjakka

Sandgerði-Slysavarnadeildin Sigurvon færði fyrir skömmu Íþróttamiðstöð Sandgerðis 20 sundjakka að gjöf. Stjórnarformaður deildarinnar, Ragnhildur Ólafsdóttir, afhenti sundjakkana og kom fram í máli hennar að nýkjörin stjórn hefði einbeitt sér að slysavörnum barna, hún hefði t.d. Meira
17. október 1995 | Innlendar fréttir | 154 orð

Gjörbreyta núverandi stjórnkerfi fiskveiða

"LANDSFUNDUR Alþýðubandalagsins telur að gjörbreyta þurfi núverandi fyrirkomulagi á stjórn fiskveiða. Framkvæmd núverandi kvótakerfis hefur leitt af sér að eignarhald fárra einstaklinga er að myndast á þessari sameiginlegu auðlind þjóðarinnar og umgengnin um auðlindina er í engu samræmi við hugmyndir okkar um umhverfismál og sjálfbæra þróun," segir í ályktun landsfundarins um sjávarútvegsmál. Meira
17. október 1995 | Innlendar fréttir | 405 orð

Guðmundur ekki leystur frá störfum

HEIMIR Steinsson útvarpsstjóri hefur ákveðið að Guðmundur Emilsson verði ekki leystur frá þeim verkefnum sem varða samskipti Ríkisútvarpsins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en Osmo Vänskä aðalstjórnandi SÍ fór í seinustu viku fram á að svo yrði gert. Meira
17. október 1995 | Innlendar fréttir | 165 orð

Kirkjuþing sett í dag

KIRKJUÞING verður sett í dag, þriðjudaginn 17. október, kl. 14 með guðsþjónustu í Bústaðakirkju. Meðal þeirra mála sem líklegt er að hæst beri á þinginu er frumvarp að nýrri rammalöggjöf um starfsemi þjóðkirkjunnar sem gerir ráð fyrir auknu sjálfstæði kirkjunnar. Meira
17. október 1995 | Miðopna | 838 orð

Koma þarf í veg fyrir að ungt fólk ánetjist

REYKINGAR unglinga í Bandaríkjunum minnka um helming á næstu sjö árum, náist takmark Clintons Bandaríkjaforseta, en hann hefur kynnt áætlun sína um hvernig eigi að berjast gegn sölu tóbaks til ungmenna. Hér á landi sýna kannanir Krabbameinsfélagsins að reykingar unglinga hafa aukist. Meira
17. október 1995 | Erlendar fréttir | 332 orð

Kveðst stefna að því að komast til valda

HAFT var eftir Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, í gær að hann stefndi enn að því að endurheimta embættið þótt ákveðið hefði verið að leiða hann fyrir rétt 17. janúar vegna meintrar aðildar hans að mútugreiðslum. Fjölmiðlar á Ítalíu lýstu réttarhöldunum sem "pólitískum landskjálfta" og réðu honum frá því að reyna að komast aftur til valda í bráð. Meira
17. október 1995 | Innlendar fréttir | 54 orð

Kveikt í brettum

ELDUR kom upp í bílakjallara Miðbæjar Hafnarfjarðar á sunnudag. Lögreglunni var tilkynnt um kl. 17 að reyk legði upp í verslunarmiðstöðina. Í ljós kom, að kveikt hafði verið í vörubrettum, sem var staflað upp í kjallaranum. Ekki er vitað hver var þar að verki og reykurinn olli ekki skemmdum í verslunum. Meira
17. október 1995 | Innlendar fréttir | 237 orð

Kveikt í hlöðu í Víðidal

TALIÐ er víst að kveikt hafi verið í hlöðu fullri af heyi í Víðidal laust fyrir kvöldmat á sunnudag. Sambyggt hlöðunni er hesthús þar sem í voru 10-15 hestar þegar eldsins varð vart. Hesthúsið og hlaðan eru í eigu hestamannafélagsins Fáks og standa við Faxaból 1-2 í Víðidal. Hlaðan var tvískipt. Þeim megin sem eldurinn logaði var geymt hey en handan brandveggs var geymt sag. Meira
17. október 1995 | Innlendar fréttir | 162 orð

Kynlegir dagar SHÍ

DAGANA 16.­20 október mun Stúdentaráð í samvinnu við kvennafulltrúa stúdenta standa fyrir röð fyrirlestra sem tengjast umræðunni um jafnrétti kynjanna. Auk fyrirlestranna verða ýmsar uppákomur þessa daga sem ganga undir nafninu Kynlegir dagar SHÍ. Meira
17. október 1995 | Erlendar fréttir | 550 orð

Leiðtogi múslima sagður "svartur kynþáttahatari"

HINN 62 ára gamli Farrakhan, sem stóð fyrir kröfugöngu blökkumanna í Washington í gær, er klerkur múslima en hann var eitt sinn þekktur dægurlagasöngvari. Það markmið hans að hvetja svertingja til sjálfshjálpar og baráttu gegn glæpum hefur mælst vel fyrir en margir eru ósáttir við Farrakhan sjálfan og vilja ekkert eiga saman við hann að sælda. Meira
17. október 1995 | Erlendar fréttir | 218 orð

Lífi vinnustúlkunnar þyrmt

FIDEL Ramos, forseti Filippseyja, fagnaði í gær íhlutun forseta Sameinuðu arabísku furstadæmanna sem varð til þess að fallið var frá dauðadómi yfir filippeyskri vinnustúlku. Þingmenn í Manila hófu söfnun fyrir "manngjöldum" sem stúlkan á að greiða fjölskyldu manns sem hún var dæmd fyrir að drepa. Meira
17. október 1995 | Landsbyggðin | 76 orð

Ný herrafataverslun á Húsavík

Húsavík-Kaupfélag Þingeyinga á Húsavík hefur opnað sérverslun með herrafatnað í tengslum við vefnaðarvöruverslun félagsins, Miðbæ. Herradeildin er í húsi því sem áður var nefnt Garðar á Garðarsbraut 5. Meira
17. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 153 orð

Ný skólpdælustöð reist á Akureyri

FRAMKVÆMDIR eru að hefjast við byggingu skólpdælustöðvar við Glerárgötu og er verkið unnið af Trésmíðaverkstæði Þorgils Jóhannessonar á Svalbarðseyri. Fimm tilboð bárust í verkið en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 17,7 milljónir króna. Meira
17. október 1995 | Landsbyggðin | 125 orð

Nærfatnaður fyrir sjúkrahús

Húsavík-Saumastofan Prýði á Húsavík hefur hafið framleiðslu fyrir sjúkrahús á sérhæfðum nærfatnaði sem hingað til hefur verið innfluttur. Þennan innflutta fatnað telur Prýði sig geta framleitt á sambærilegu verði og með sambærilegum gæðum við þann innflutta. Meira
17. október 1995 | Innlendar fréttir | 66 orð

Óðinn heim úr Smugunni

VARÐSKIPIÐ Óðinn er væntanlegt heim úr Smugunni fyrir hádegi í dag. Leggst skipið að bryggju í Reykjavík. Óðinn hefur verið þar til aðstoðar íslenzka flotanum í tæpa tvo mánuði. Nú eru sárafáir íslenzkir togarar eftir í Smugunni og því ekki lengur þörf á þjónustu varðskipsins. Nokkrir úr áhöfn Óðins hafa verið um borð allan tímann. Meira
17. október 1995 | Innlendar fréttir | 172 orð

Pálmi, Guðrún og Davíð oftast nefnd

Í SKOÐANAKÖNNUN sem DV gerði fyrir helgina um fylgi við 10 einstaklinga sem oft hafa verið nefndir sem hugsanlegir forsetaframbjóðendur nefndu flestir séra Pálma Matthíasson, Guðrúnu Agnarsdóttur lækni og Davíð Oddsson forsætisráðherra. Meira
17. október 1995 | Innlendar fréttir | 167 orð

Ráðstefna um íslenskar kvennarannsóknir

RANNSÓKNASTOFA í kvennafræðum við Háskóla Íslands býður dagana 20.­22. október til ráðstefnu um íslenskra kvennarannsóknir. Ráðstefnan verður haldin í Odda, hugvísindahúsi Háskóla Íslands. Efni ráðstefnunnar er fjölbreytt; fræðilegir fyrirlestrar, erindi um kvennabaráttu og umræður um kvennaráðstefnurnar í Kína. Meira
17. október 1995 | Smáfréttir | 38 orð

REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði um hvernig á að taka á mó

REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði um hvernig á að taka á móti þyrlu á slysstað. Námskeiðið verður haldið miðvikudaginn 18. október. Það hefst kl. 18.30 og stendur til kl. 23. Reykjavíkurdeild RKÍ útvegar leiðbeinendur fyrir þá sem þess óska. Meira
17. október 1995 | Miðopna | 710 orð

Ríkið fær 62% af verði vindlingapakka

PAKKI af algengustu vindlingum eða sígarettum kostar 267 krónur í verslunum. Þar af er innkaupaverð rúm 71 króna og smásöluálagningin rúmar 30 krónur. Ríflega 165 krónur, eða 62% verðsins, renna hins vegar í ríkissjóð í formi "tóbaksskatts", 10% heildsöluálagningar Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins og virðisaukaskatts. Meira
17. október 1995 | Smáfréttir | 46 orð

RÚNAR Matthíasson flytur fyrirlestur um makamissi fimmtudaginn 1

RÚNAR Matthíasson flytur fyrirlestur um makamissi fimmtudaginn 19. október á vegum Nýrrar dögunar. Fyrirlesturinn verður í Gerðubergi og hefst kl. 20. Fyrirlesarinn, Rúnar Matthíasson, mun fjalla um sína persónulegu reynslu af makamissi. Rúnar hefur starfað sem sálfræðingur og sérkennari. Meira
17. október 1995 | Erlendar fréttir | 229 orð

Sahlin bíður niðurstöðu rannsóknar

MONA Sahlin, aðstoðarforsætisráðherra Svíþjóðar, ætlar ekki að ákveða hvort að hún gefi kost á sér sem formaður Jafnaðarmannaflokksins fyrr en að lokinni rannsókn á misnotkun hennar á opinberu greiðslukorti. Lýsti hún þessu yfir á blaðamannafundi í gær. Meira
17. október 1995 | Innlendar fréttir | 544 orð

Samkomulag um Jóhann Geirdal sem varaformann

KOSNINGAR til æðstu embætta og stofnana Alþýðubandalagsins settu mestan svip sinn á landsfundarstörf flokksins um helgina. Þegar úrslit í kjöri formanns lágu fyrir á föstudagskvöld var hafist handa um við undirbúning að kjöri varaformanns, ritara og gjaldkera sem átti að fara fram á laugardag. Steingrímur J. Sigfússon hafnaði ósk kjörnefndar um að gefa aftur kost á sér til varaformennsku. Meira
17. október 1995 | Innlendar fréttir | 237 orð

Samskip kanna kaup á nýju millilandaskipi

SAMSKIP hf. eru að kanna með kaup á rúmlega 500 gámaeininga skipi til millilandasiglinga í stað Helgafellsins sem verið hefur á sölulista í tvö ár. Að sögn Einars Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Samskipa, hefur ekki borist fast tilboð í Helgafellið enn sem komið er, en fyrirspurnir hafa m.a. borist frá Grikklandi og Kína. Meira
17. október 1995 | Innlendar fréttir | 504 orð

Samvinna vinstra fólks er forgangsmál

"LANDSFUNDURINN beinir þeim tilmælum til þingflokksins að hann beiti sér fyrir náinni samvinnu þingflokka stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra og sýni þar með þjóðinni í verki vilja til að mynda raunhæfan valkost gegn íhaldsöflunum. Meira
17. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 198 orð

Sekt fyrir að falsa stöðu á ökumæli

HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann á Akureyri til að greiða Vilhjálmi Inga Árnasyni formanni Neytendafélags Akureyrar og nágrennis 30 þúsund krónur með vöxtum frá júlímánuði 1991 auk málskostnaðar. Meira
17. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 213 orð

Sekt fyrir að falsa stöðu ökumælis bíls

HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann á Akureyri til að greiða Vilhjálmi Inga Árnasyni formanni Neytendafélags Akureyrar og nágrennis 30 þúsund krónur með vöxtum frá júlímánuði 1991 auk málskostnaðar. Meira
17. október 1995 | Smáfréttir | 68 orð

SIGRÚN Sævarsdóttir Bouius stendur fyrir

SIGRÚN Sævarsdóttir Bouius stendur fyrir opnu Miakel-kvöldi klukkan 20 í kvöld í sal Carpe-diem í húsi Lindar, Rauðarárstíg 18. Hún kynnir þar og fjallar um svokölluð Mikael-fræði. Jón Bjarni Bjarnason fjallar í inngangi um hvað Mikael er. Meira
17. október 1995 | Innlendar fréttir | 386 orð

Skotveiðimenn stofna landréttarsjóð

ÓVEÐUR hamlaði rjúpnaveiði víða um land á sunnudag en þá hófst rjúpnaveiðitímabilið. Veiðimenn sem haft var samband við höfðu flestir hægt um sig um helgina. Þó fréttist af tveimur sem komnir voru með 40 fugla samtals í gær. Þeir voru á Suðurlandi og að fikra sig inn á hálendið. Mönnum ber saman um að mikið sé af rjúpu til fjalla en hún er dreifð og stygg. Meira
17. október 1995 | Landsbyggðin | 120 orð

Smíði löndunarbryggju að ljúka

Siglufirði-SMÍÐI nýrrar löndunarbryggju fyrir loðnu og rækjuskip hófst í sumar auk þess sem bryggjan nýtist fyrir olíu og lýsisskip. Í sumar var keyrð fylling fyrir viðlegukantinn, sem er 80 metrar, og nú er verið að reka niður þilið sjálft og á því verki að ljúka fyrir áramót. Meira
17. október 1995 | Innlendar fréttir | 397 orð

Starfskostnaður skattlagður

FORSÆTISNEFD Alþingis og formenn þingflokka annarra en Þjóðvaka lögðu í gær fram frumvarp á Alþingi um að afnema skattfrelsi starfskostnaðargreiðslu til þingmanna, sem nú er 40 þúsund krónur á mánuði. Ekki er gert ráð fyrir að afnema skattfrelsi ferðakostnaðar- og húsnæðiskostnaðargreiðslna sem þingmenn fá. Meira
17. október 1995 | Innlendar fréttir | 138 orð

Starfsmenntafélagið stofnað

FYRSTA starfsmenntaþing nýstofnaðs Starfsmenntafélags verður haldið á morgun og hefst það klukkan 9 í Borgartúni 6. Félagið er stofnað að loknu um hálfs árs undirbúningsstarfi samtaka og félga í atvinnulífinu, endurmenntunarstofnana og starfsmenntaskóla. Meira
17. október 1995 | Innlendar fréttir | 94 orð

Stjórnar flokkarnir með 63% fylgi

ÓVERULEGAR breytingar hafa orðið á fylgi stjórnmálaflokkanna frá síðustu kosningum samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar ÍM- Gallup ef undan er skilið fylgishrun Þjóðvaka. Fylgi stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, er samtals svipað og í kosningunum eða um 63%. Meira
17. október 1995 | Innlendar fréttir | 196 orð

SVEINN MÁR GUÐMUNDSSON

SVEINN Már Guðmundsson, fyrrv. forstjóri söltunarstöðvarinnar Strandarinnar hf. á Seyðisfirði er látinn, 72 ára að aldri. Sveinn fæddist á Hvanná á Jökuldal 25. nóvember 1922. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson frá Fossvöllum í Jökulsárhlíð og Arnbjörg Sveinsdóttir frá Borgarfirði Eystra. Sveinn var gagnfræðingur frá Menntaskólanum á Akureyri. Meira
17. október 1995 | Innlendar fréttir | 183 orð

SVR veitt viðurkenning

UM 200 manns gengu frá Hlemmi niður á Ingólfstorg í tilefni af degi hvíta stafsins á sunnudag. Á Ingólfstorgi fór fram fjölbreytt dagskrá og var Strætisvögunum Reykjavíkur m.a. veitt viðurkenning fyrir framlag til ferlimála blindra og sjónskertra. Meira
17. október 1995 | Erlendar fréttir | 319 orð

Telur 55-60% líkur á EMU

NORBERT Walter, yfirhagfræðingur Deutsche Bank, segist telja 55-60% líkur á að áformin um peningalegan samruna Evrópuríkja (EMU)verði að veruleika. Kom þetta fram í erindi sem hann flutti í gær á ráðstefnu í Hong Kong. Meira
17. október 1995 | Innlendar fréttir | 124 orð

Tóbak fyrir 5 milljarða

ÍSLENDINGAR eyða tæpum fimm milljörðum króna í tóbak á ári hverju. Af þeirri upphæð má reikna með að tæpir þrír milljarðar renni í ríkissjóð. Pakki af algengustu sígarettum kostar 267 krónur. Innkaupsverðið er rúm 71 króna og inni í þeirri upphæð er þóknun til umboðsaðila, sem ekki vilja gefa upp hve stór hlutur þeirra er. Meira
17. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 53 orð

Tónleikar í Glerárkirkju

BLANDAÐUR 35 manna kór frá Musterisflokki Hjálpræðishersins í Kaupmannahöfn er nú í heimsókn hjá Hjálpræðishernum á Akureyri. Kórinn kemur fram á tónlistarsamkomum í Glerárkirkju í kvöld, þriðjudagskvöldið 17. október og annað kvöld, miðvikudagskvöldið 18. október kl. 20.30 bæði kvöldin. Kórinn syngur létta trúartónlist, hann myndar einnig unglingasönghóp, lúðrasveit og leikhóp. Meira
17. október 1995 | Smáfréttir | 51 orð

TRÍÓ Ólafs Stephensen leikur á Kringlukránni mi

TRÍÓ Ólafs Stephensen leikur á Kringlukránni miðvikudagskvöldið 18. október. Ólafur og félagar hafa leikið vítt og breitt um landið að undanförnu og m.a. gefið út disk á síðasta ári. Með Ólafi leika þeir Tómas R. Einarsson á kontrabakka og Guðmundur R. Einarsson, trommur. Tónleikarnir hefjast kl. Meira
17. október 1995 | Innlendar fréttir | 235 orð

Tveir með yfir sex milljónir

HÆST launaðasti ríkisstarfsmaðurinn var með rúmar 6,2 milljónir króna í árslaun 1994, samkvæmt upplýsingum fjármálaráðuneytisins og einn var með rétt rúmar 6 milljónir króna. 221 starfsmaður var með yfir fjórar milljónir í árstekjur það ár. Meira
17. október 1995 | Innlendar fréttir | 357 orð

Tvær af tuttugu íbúðum eru seldar

GER GmbH, sem er hlutafélag í Þýskalandi í eigu Ármannsfells og Íslenskra aðalverktaka, hefur selt tvær af þeim tuttugu íbúðum sem fyrirtækið hefur reist í nágrenni við Stuttgart. Fyrsti íbúinn flutti inn í gær. Meira
17. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 139 orð

Útför séra Þórhalls Höskuldssonar

ÚTFÖR séra Þórhalls Höskuldssonar sóknarprests í Akureyrarprestakalli var gerð frá Akureyrarkirkju í gær að viðstöddu fjölmenni. Herra Pétur Sigurgeirsson biskup flutti ritningalestur, sr. Halldór Gunnarsson flutti minningarræðu, herra Sigurbjörn Einarsson biskup flutti bæn og blessun, herra Ólafur Skúlason biskup Íslands flutti þakkarorð og bæn og sr. Birgir Snæbjörnsson annaðist moldun. Meira
17. október 1995 | Landsbyggðin | 107 orð

Vegleg gjöf til sundlaugarinnar í Laugaskarði

STJÓRN Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar tilkynnti nýverið að stofnunin hefði ákveðið að færa sundlauginni í Laugaskarði eftirlitsmyndavélar að gjöf, en verðmæti gjafarinnar er um 400.000 krónur. Meira
17. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 50 orð

Veturinn nálgast

Veturinn nálgast FYRSTI vetrardagur nálgast óðum, er í næstu viku og hafa Norðlendingar fengið að finna fyrir því sem í vændum er. Norðanáttin færði þeim snjó um helgina og gripu börnin tækifærið og héldu út til að búa til úr þessu forgengilega efni snjókarla og kerlingar af mikill list. Meira
17. október 1995 | Innlendar fréttir | 237 orð

Vill reka næturklúbb

SKEMMTISTAÐURINN Amma Lú verður opnaður að nýju næsta föstudagskvöld eftir að rekstur hefur legið þar niðri um hríð. Tómas A. Tómasson veitingamaður, sem átti staðinn upphaflega, hefur aftur tekið við rekstrinum og ráðið nýjan rekstrarstjóra, Kristján Þór Jónsson. Meira
17. október 1995 | Landsbyggðin | 124 orð

Vonskuveður í Jökuldal

Vaðbrekku, Jökuldal-Vonskuveður gerði á Jökudal sl. laugardag. Smalamennskur stóðu yfir þennan dag en veðrið versnaði það seint um daginn að flestir sluppu heim áður en hann skall saman. Um kvöldið snjóaði mikið og er leið á nóttina hvessti mikið svo úr varð blindbylur. Meira
17. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 143 orð

Þrír á slysadeild eftir bílveltu

ÞRENNT var flutt á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri undir miðnætti á sunnudagskvöld eftir að fólksbíll sem fólkið var í valt á Hörgárbraut skammt norðan við verksmiðju Sjafnar. Meiðsl voru minniháttar að sögn varðstjóra lögreglunnar á Akureyri sem taldi að bílbelti, sem allir farþegar voru í, hafi bjargað að ekki fór verr. Meira
17. október 1995 | Leiðréttingar | 142 orð

(fyrirsögn vantar)

RANGT var farið með föðurnafn Ingólfs Ásgeirs Jóhannessonarmenntunar- og sagnfræðings í grein um Ástir á alnetinu í Morgunblaðinu sl. sunnudag. Var hann sagður Jóhannsson. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira

Ritstjórnargreinar

17. október 1995 | Leiðarar | 564 orð

leiðariAUÐ RÚM Í D-ÁLMU? ART var deilt um byggingu D-ál

leiðariAUÐ RÚM Í D-ÁLMU? ART var deilt um byggingu D-álmu Sjúkrahúss Suðurnesja á fundi Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra og sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum á fundi í Grindavík síðastliðinn föstudag. Meira
17. október 1995 | Staksteinar | 318 orð

Skuldir sveitarfélaga

SKULDIR kaupstaðanna í heild jukust um 26% milli áranna 1993 og 1994, sem var kosningaár. Fjárhagsáætlanir fyrir árið 1995 sýna á hinn bóginn vilja til mun ábyrgari fjármálastjórnar. Vísbending fjallar í forsíðugrein um alvarlega fjárhagsstöðu og skuldir margra sveitarfélaga, sem stuðla að hærri vöxtum - með og ásamt margra ára rekstrarhalla ríkissjóðs. Offarar í ábyrgðum Meira

Menning

17. október 1995 | Fólk í fréttum | 126 orð

Alan Arkin snýr aftur

ALAN Arkin hefur margoft haldið fyrirlestra um sköpunargleði. Hvernig heldur maður sköpunargleðinni? "Með því að vera sama hvort maður er skapandi eða ekki og halda ekki að maður ráði því. Maður ræður engu í þeim efnum. Það er manninum eðlislægt að vera skapandi. Sköpunargleði er ekki sérstök náðargáfa fólks sem kallar sig leikara, listamenn eða tónlistarfólk. Meira
17. október 1995 | Fólk í fréttum | 77 orð

Bolton á lausu

Bolton á lausu MICHAEL Bolton er hættur með kærustunni, leikkonunni Nicollette Sheridan. Þau voru sammála um að þriggja ára samband þeirra hefði runnið skeið sitt á enda og hættu saman í síðasta mánuði. Meira
17. október 1995 | Menningarlíf | 226 orð

Breskir dómar um Blásarakvintett Reykjavíkur

BRESKA útgáfan Chandos gaf út fyrr í sumar geisladisk með leik Blásarakvintetts Reykjavíkur, þar sem kvintettinn leikur franska tónlist. Undanfarið hafa birst dómar um diskinn í breskum tónlistarblöðum og dagblöðum. Meira
17. október 1995 | Myndlist | 350 orð

Dulúð og munúð

Margrét Magnúsdóttir og Frank Reitenspiess. Gallerí Birgir Andrésson: Opið kl. 14-18 til 15. okt. GALLERÍ Birgir Andrésson hefur að jafnaði aðeins verið opið einn dag í viku, og sýningar staðið í langan tíma í senn, en nú bregður öðru vísi við; sýningin stendur stutt og er opin daglega, en hér er um að ræða innsetningu frá hendi tveggja listamanna. Meira
17. október 1995 | Menningarlíf | 141 orð

Enn betri í annað sinn

MYND Friðriks Þórs Friðrikssonar,Á köldum klaka", hefur fengið mjög góða dóma í Bretlandi, þar sem hún hefur verið sýnd að undanförnu. Dómur í The Observer er þar engin undantekning. Meira
17. október 1995 | Fólk í fréttum | 32 orð

FÓLKLeikvinkonur

FÓLKLeikvinkonur LEIKKONURNAR Sandra Bullock og Teri Hatcher gengu nýlega 10 kílómetra vegalengd til styrktar eyðnisjúkum. Vel virtist fara á með þeim, en þátttakendur voru 300.000 í göngunni, sem fór fram í Los Angeles. Meira
17. október 1995 | Fólk í fréttum | 126 orð

Fróða minnst

MINNINGARTÓNLEIKAR um Fróða Finnsson voru haldnir í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð síðastliðinn fimmtudag. Fróði lést sem kunnugt er úr krabbameini, 19 ára að aldri, á síðasta ári. Hann átti fjölmarga vini meðal tónlistarmanna og komu þeir saman til að heiðra minningu hans. Fram komu 11 hljómsveitir; Dr. Meira
17. október 1995 | Fólk í fréttum | 144 orð

Góður árangur í London

BRYNJAR Örn Þorleifsson, Sesselja Sigurðardóttir, Gunnar Hrafn Gunnarsson og Ragnheiður Erla Eiríksdóttir tóku þátt í International-danskeppninni sem haldin var í London 10. og 11. október og stóðu sig vel. Brynjar og Sesselja kepptu í flokki 12-15 ára og urðu í þriðja sæti af 76 pörum. Gunnar Hrafn og Ragnheiður kepptu í flokki 11 ára og yngri og lentu í 6. Meira
17. október 1995 | Fólk í fréttum | 78 orð

Heim af sjúkrahúsi

PAMELA Anderson er komin heim eftir að hafa dvalið í sjúkrahúsi í Kaliforníu með "flensueinkenni". "Þetta gekk mjög vel og hún er komin heim til sín," sagði talsmaður St. John's sjúkrahússins. Hann sagðist ekki hafa meira að segja um ástand Pamelu. Meira
17. október 1995 | Menningarlíf | 289 orð

Hilmar Jensson og Dofinn

NÝLEGA kom út geisladiskurinn Dofinn með tónlist gítarleikarans Hilmars Jenssonar á vegum Jazzís, sem er útgáfusamlag jazzdeildar Félags íslenskra hljómlistarmanna og Jazzvakningar. Tónlistina samdi Hilmar á síðastliðnum þremur árum og hefur flutt hluta hennar við ýmis tækifæri innanlands og utan og þá oftast með þeim listamönnum sem við sögu koma á disknum. Meira
17. október 1995 | Fólk í fréttum | 434 orð

Hjálp af himnum ofan

The Third Twin, fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Blome. Blome skipa Ívar Páll Jónsson gítarleikari og söngvari, Grétar Már Ólafsson bassaleikari, Hólmsteinn Ingi Halldórsson trommuleikari og Pétur Þór Sigurðsson gítarleikari. Lög og textar eru eftir Ívar Pál. Blome til aðstoðar var Hinn himneski kór og strengjakvartettinn Hux. Um upptökur sá Páll Borg. Lómasöngur gefur út, Skífan dreifir. Meira
17. október 1995 | Myndlist | 441 orð

Iðandi undiralda

BJÖRG Þorsteinsdóttir hélt síðast stóra einkasýningu í Hafnarborg fyrir rúmum tveimur árum og sýningin að þessu sinni er í rökréttu framhaldi af því sem þar gat að líta; verkin sem hún sýnir nú eru unnin á síðustu tveimur árum og hér er bæði að finna stór olíu- og akrýlmálverk sem og minni myndir unnar í gvass og vatnsliti á pappír. Meira
17. október 1995 | Menningarlíf | 978 orð

Innrás í einkalíf plantna

EINS OG aðrir fékk ég áhuga á náttúrunni og vísindum hennar þegar ég var tveggja ára. Öll börn eru í eðli sínu náttúrufræðingar." Þetta eru orð eins kunnasta sjónvarpsmanns Bretlands, Sir Davids Attenboroughs, sem gert hefur náttúrulífsþætti fyrir breska sjónvarpið, BBC, í rúm fjörutíu ár. Meira
17. október 1995 | Fólk í fréttum | 67 orð

Kórsöngur í Ráðhúsinu

Kórsöngur í Ráðhúsinu BARNAKÓR Flataskóla, Drengjakór Laugarneskirkju, Unglingakór Selfosskirkju og Kór Öldutúnsskóla héldu tónleika í Ráðhúsinu laugardaginn 14. október síðastliðinn. Efnisskráin var fjölbreytt og sungu kórarnir bæði íslensk og erlend verk. Meira
17. október 1995 | Tónlist | 552 orð

Nýjar áherslur

Flytjendur Guðný Guðmundsdóttir fiðla, Gunnar Kvaran selló, Peter Maté píanó og Guðmundur Kristmundsson lágfiðla. Sunnudagur 15. október. Í SVO til þéttsetinni kirkjunni byrjuðu þau á Tríói í Es-dúr op. 70 eftir L.v. Beethoven, sem hann skrifaði þá tæplega fertugur. Við píanóið sat að þessu sinni Pter Maté. Meira
17. október 1995 | Leiklist | 987 orð

Ó, frægu feður, hve fánýt er ykkar háa tign!

Íslensk þýðing: Helgi Hálfdanarson. Leikstjóri: Inga Bjarnason. Tónlist Leifur Þórarinsson. Dans- og sviðshreyfingar: Lára Stefánsdóttir. Umgjörð og búningar: Ásdís Guðjónsdóttir og G. Erla. Lýsing: Alfreð Sturla Böðvarsson. Meira
17. október 1995 | Menningarlíf | 156 orð

Ólíkleg samsetning

Ólíkleg samsetning Í SÍÐSUMARHEFTI bandaríska tímaritsins Living Blues er dómur um geisladisk sem tekinn var upp hér á landi í heimsókn L. McGraw- Beuchamp, sem kallast Chicago Beau, og Jimmy Dawkins til íslands 1991, en undir leikur hljómsveitin Vinir Dóra. Meira
17. október 1995 | Menningarlíf | 66 orð

Sinfóníuhljómsveit æskunnar

Mörg verkefni eru á döfinni á næstu misserum hjá Sinfóníuhljómsveit æskunnar. Í desember hefst námskeið þar sem flutt verða Petruska eftir Shostakovich og Myndir á sýningu eftir Mussorgsky (Funtek, 1911). Stjórnandi á námskeiðinu verður Petri Sakari, fyrrum aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Meira
17. október 1995 | Fólk í fréttum | 149 orð

Svartur Óþelló

Svartur Óþelló LAURENCE Fishburne, sem verður fyrsti svarti leikarinn til að leika Óþelló í samnefndri mynd sem frumsýnd verður í desember, vill ekki tala mikið um kynþáttahatur í Hollywood. "Ég tala ekki fyrir munn allra blökkumanna," segir Laurence, sem er 34 ára gamall. "Vonandi eru hlutirnir að breytast. Meira
17. október 1995 | Tónlist | 542 orð

Upphafning sársaukans

Hvunndagsleikhúsið Trójudætur eftir Evrípides í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Leikstjórn: Inga Bjarnason. Tónlist: Leifur Þórarinsson. Söngvarar: Björk Jónsdóttir, Esther Helga Guðmundsd., Jóhanna Þórhallsd., Jóhanna Linnet, Ragnheiður Linnet og Sigurbjörg Hv. Magnúsd. Hljómsveit: Arnþór Jónsson, Hörður Ýmir Einarsson, Leifur Þórarinsson, Óskar Ingólfsson og Una Björg Hjartardóttir. Meira
17. október 1995 | Fólk í fréttum | 145 orð

Uppskeruhátíð Sindra

MANNMARGT var í Sindrabæ í Hornafirði á dögunum, er leikmenn meistaraflokks uppskáru eftir leiktímabilið. Veitt voru verðlaun fyrir titilinn leikmaður ársins 1995 í karla- og kvennaflokki og urðu Aðalsteinn Ingólfsson og Maren Albertsdóttir fyrir valinu. Efnilegust þóttu Árni Þorvaldsson og Embla Grétarsdóttir, en markakóngar urðu Hermann Stefánsson og Jóna B. Kristjánsdóttir. Meira
17. október 1995 | Menningarlíf | 308 orð

Vægðarlaust uppgjör við fortíðina

ÆVISAGA Maríu Guðmundsdóttur, fyrrverandi fegurðardrottningar og ljósmyndafyrirsætu, er væntanleg frá Vöku-Helgafelli um næstu mánaðamót. Ingólfur Margeirsson skráir en bókin nefnist María - konan bak við goðsögnina. Meira

Umræðan

17. október 1995 | Aðsent efni | 718 orð

Að skynja tækifærin

NÝ ÍSLENSK vara er að hasla sér völl á heimsmarkaðnum. Hér er um að ræða skynjarakerfi fyrir frystiiðnaðinn sem framleidd eru af fyrirtækinu RKS-skynjaratækni á Sauðárkróki. Margir hafa hvatt mig til að segja sögu þessarar nýju íslensku hátæknivöru með það fyrir augum að sýna dæmi um vel heppnaða rannsóknarsamvinnu og hvetja til dáða. Meira
17. október 1995 | Velvakandi | 250 orð

Bönnum hundahald

Bönnum hundahald Kristni Snæland: FYRIR nokkrum árum var framkvæmd hér skoðanakönnun meðal Reykvíkinga um hvort leyfa ætti hundahald í borginni eða ekki. Afar mikill meirihluti borgarbúa greiddi atkvæði gegn því. Meira
17. október 1995 | Velvakandi | 624 orð

Ellin á sína töfra

Ellin á sína töfra Filippíu Kristjánsdóttur: TILFINNINGAR eru oft vandlátar á orð sem bíða eftir því að verða til. Þakklætið sem býr í huga mínum nú er aðalástæðan fyrir þessum heilabrotum í sambandi við skref mitt yfir þröskuldinn inn í tíunda áratuginn þriðja október síðastliðinn. Meira
17. október 1995 | Aðsent efni | 888 orð

Félagshyggja á nýrri öld

ÞAÐ ER fastur liður stjórnmálaumræðna hérlendis að menn vilja "sameina vinstrimenn" og hafa miklar áhyggjur af "sundrungu félagshyggjuaflanna". Að mati höfundar þessarar greinar hafa menn ekki gefið nokkrum atriðum nægilegan gaum í þessum umræðum, eða ekki metið þau réttilega, og greinin er rituð til að bæta úr þessu að einhverju leyti. Meira
17. október 1995 | Aðsent efni | 1223 orð

Háskóli Íslands, rannsóknir og framtíðin

HÁSKÓLI Íslands er stærsti vinnustaður landsins. Þar starfa rúmlega 5.700 nemendur, um 700 fastráðnir kennarar og aðrir starfsmenn, auk um 1.200 stundakennara. Þótt Háskólinn njóti almennt velvildar og skilnings í samfélaginu, er stundum ýjað að því að hann sé "bákn", einskonar ríki í ríkinu. Sú hugmynd er skiljanleg sé litið til sérstöðu skólans og hlutfallslegra umsvifa hans hér á landi. Meira
17. október 1995 | Velvakandi | 394 orð

Í framhaldi af þjóðarsál

Í framhaldi af þjóðarsál Brynjólfi Brynjólfssyni: OPIÐ bréf til Benedikts Dvaíðssonar forseta ASÍ. Komdu sæll Benedikt. Þegar þú sat fyrir svörum í Þjóðasál þann 5. október átti ég tal við þig um eftirlaunamál þingmanna og embættismanna. Meira
17. október 1995 | Aðsent efni | -1 orð

Íslands næstu 1000 ár

NÝTT og gamalt fyllti hugi manna síðla sumars. Örtröð var þrjá daga samfleytt á tölvusýningu í Laugardalshöll, ungir sem aldnir kynntu sér nýjungar í þróun hugbúnaðar og nettenginga, sýndarveruleika og "fróðþreyingar" frá Námsgagnastofnun. Meira
17. október 1995 | Aðsent efni | 494 orð

Mannréttindi eldri kvenna

MÁLEFNI kvenna hafa verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni síðustu áratugi. Í kjölfar þessara umræðna hafa mannréttindi kvenna orðið umræðuefni. Á Íslandi er lagalegur réttur kvenna vel tryggður, a.m.k. ef miðað er við réttleysi kvenna í hinum ýmsu samfélögum. Eigi að síður hafa íslenskar konur orðið að viðurkenna þá staðreynd að mannréttindi þeim til handa eru önnur í orði en á borði. Meira
17. október 1995 | Velvakandi | 346 orð

Tekið undir með Pétri SVAVAR Guðni Svavarsson hringdi og vi

SVAVAR Guðni Svavarsson hringdi og vill taka undir með Pétri Péturssyni þar sem hann fjallar um Tryggingastofnun í Velvakanda sl. föstudag. Hann sagði að honum fyndist að stofnunin ætti að fylgjast með því hvenær fólk er búið að greiða þá upphæð í þjónustugjöld sem þarf til að fá afsláttarkort. Meira
17. október 1995 | Aðsent efni | 940 orð

Tónlist fyrir alla

REYNSLA í æsku mótar gjarnan viðhorf manna á fullorðinsárum. Freistandi er að segja að jákvæð reynsla á uppvaxtarárum reynist gott veganesti síðar á lífsleiðinni eins og gott atlæti í æsku stuðlar að góðri heilsu síðar á ævinni. Meira
17. október 1995 | Velvakandi | 389 orð

undanförnum árum hefur töluvert verið rætt um búraveiðar hé

undanförnum árum hefur töluvert verið rætt um búraveiðar hér og möguleika á því að auka þær. Eitt eða tvö skip í Vestmannaeyjum hafa prófað þessar veiðar og fram hefur komið að búrinn er mjög verðmætur fiskur. Meira
17. október 1995 | Velvakandi | 241 orð

Vafasöm gamanmál

MIG langar að þakka Bjarka Bjarnasyni, kennara við Fjölbrautaskólann í Garðabæ, bréf hans sem birtist þriðjudaginn 10. október sl. í þessu blaði. Þar gerði hann að umtalsefni vafasöm gamanmál Radíusbræðra. Menn sem taka að sér að skemmta fólki opinberlega, ekki síst í fjölmiðlum, bera mikla ábyrgð. Það er ekki sama hvað menn láta út úr sér og hvernig hlutirnir eru sagðir. Meira
17. október 1995 | Aðsent efni | 1100 orð

Yfirþyngd-offitaþjóðaböl?

ERUM við að borða okkur sjálf í hel? Erum við langt komin með að gera börnin okkar að tilvonandi sjúklingum vegna ofnæringar? Fyrr á þessari öld hefði fáum dottið slík fjarstæða í hug. Hvað er að gerast? Árlega koma sérfræðingar víðsvegar að úr heiminum saman á ráðstefnu, þar sem ræddar eru niðurstöður rannsókna á vandamálinu: Yfirþyngd og offita. Meira

Minningargreinar

17. október 1995 | Minningargreinar | 188 orð

Anna Frímannsdóttir

Anna Guðrún Frímannsdóttir, tengdamóðir mín, hefur fengið hvíldina eftir langvarandi veikindi. Það verður tómlegt án hennar ­ minningarnar streyma fram. ­ Fyrsta heimsókn mín til hjónanna, Sigfúsar og Önnu, ­ hlýjar mótttökur og mér var strax tekið eins og einni úr fjölskyldunni. Meira
17. október 1995 | Minningargreinar | 97 orð

Anna Frímannsdóttir Mig langar til að minnast Önnu Frímannsdóttur með örfáum orðum. Anna var einstök dugnaðarkona. Í veikindum

Mig langar til að minnast Önnu Frímannsdóttur með örfáum orðum. Anna var einstök dugnaðarkona. Í veikindum eiginmanns síns, Sigfúsar Sigmundssonar, vann hún fyrir heimilinu með saumaskap og kom sonum sínum þremur til mennta, læknunum Baldri og Sigmundi, og verkfræðingnum Rúnari. Hjá Önnu var allt til fyrirmyndar, t. d. Meira
17. október 1995 | Minningargreinar | 911 orð

Anna Guðrún Frímannsdóttir

Látin er Anna Guðrún Frímannsdóttir eftir nokkuð langt sjúkdómsstríð. Hin jarðnesku starfstæki hennar voru orðin illa starfhæf og þó að nánustu ættingjar og vinir séu harmi slegnir þá held ég að við getum ályktað líkt og Einar Benediktsson gerði í eftirfarandi versi: Og því er oss erfitt að dæma þann dóm, að dauðinn sé hryggðarefni, Meira
17. október 1995 | Minningargreinar | 402 orð

Gísli V. Guðlaugsson

Þegar ég kveð þig, Gísli, og minnist þeirra stunda er við unnum hlið við hlið að mörgum verkefnum sem smiðjur þær er við störfuðum hjá, Héðinn og Stálsmiðjan, voru með, fer ekki hjá því að margt komi í hugann. Þegar ég kom til starfa hér hjá Stálsmiðjunni hf. 1958 var mikið umleikis hjá Héðni hf. Meira
17. október 1995 | Minningargreinar | 28 orð

GÍSLI V. GUÐLAUGSSON

GÍSLI V. GUÐLAUGSSON Gísli V. Guðlaugsson fæddist á Stokkseyri 16. janúar 1905. Hann lést í Reykjavík 19. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Laugarneskirkju 3. október. Meira
17. október 1995 | Minningargreinar | 426 orð

Gunnar Thorberg Þorsteinsson

"Því að hvað er það að deyja annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið?" Svo mælir Kahlil Gibran í bók sinni Spámanninum, og nú er okkar ástkæri móðurbróðir Gunnar kominn í hið eilífa sólskin. Meira
17. október 1995 | Minningargreinar | 140 orð

Gunnar Thorberg Þorsteinsson

Okkur systurnar langar til að kveðja hann með nokkrum þakklætisorðum. Það er margs að minnast, en á þessari stundu er okkur efst í huga hversu vel hann hugsaði um hana móður okkar síðustu þrjú æviár hennar, en þá var hún orðin rúmliggjandi. Hann létti henni stundirnar eins og hann mögulega gat með því að lesa fyrir hana og leiða hana um íbúðina þeirra, svo að hún fengi daglega einhverja hreyfingu. Meira
17. október 1995 | Minningargreinar | 220 orð

Gunnar Thorberg Þorsteinsson

Gunnar bróðir fluttist barn að aldri með foreldum sínum til Reykjavíkur og ól þar sinn aldur síðan. Hann var níu árum eldri en ég. Fyrstu minningar mínar af Gunnari sem þá var í verslunarskóla eru af glaðlyndum pilti sem hafði gaman af að gantast við litla bróður. Meira
17. október 1995 | Minningargreinar | 123 orð

GUNNAR THORBERG ÞORSTEINSSON

GUNNAR THORBERG ÞORSTEINSSON Gunnar Thorberg Þorsteinsson fæddist á Narfeyri á Skógarströnd 23. sept. 1915. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 17. sept. síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorsteinn J. Jóhannsson frá Ólafsey í Hvammsfirði, f. 19. ágúst 1875, d. 10. apríl 1958, og Katrín Guðmundsdóttir frá Hellissandi, f. 22. febrúar 1885, d. 17. Meira
17. október 1995 | Minningargreinar | 454 orð

Ósvald Gunnarsson

Í dag verður jarðsettur Ósvald Gunnarsson, vinur minn og vinnufélagi í yfir 30 ár. Hann hefði orðið sextugur á næsta ári, ef hann hefði lifað. Það kom sem köld vatnsgusa yfir mig, fjölskyldu mína og vinnufélaga, þegar það fréttist, að Ósvald hefði látið lífið í bílslysi sunnudaginn 8. október. Meira
17. október 1995 | Minningargreinar | 757 orð

Ósvald Gunnarsson

Erfitt er að lýsa því hve þungbært var að fregna að Ósvald Gunnarsson, mágur minn, eða Óssi frændi, eins og börnin mín kölluðu hann jafnan, hefði látist í umferðarslysi. Ég finn á mér að það muni taka langan tíma að átta sig á því og venjast þeirri hugsun að hann sé ekki lengur á meðal okkar. En þannig er lífið, duttlungar tilverunnar. Meira
17. október 1995 | Minningargreinar | 335 orð

Ósvald Gunnarsson

Kynni okkar af mági okkar og svila, Ósvald Gunnarssyni, hófust er hann réðst loftskeytamaður á bv. Ólaf Jóhannesson frá Patreksfirði 1956. Þá leigði hann herbergi hjá foreldrum og tengdaforeldrum okkar til að búa í þegar hann var í landi og hófust þá kynni sem áttu eftir að eflast og styrkjast með árunum. Þegar sest er niður og litið yfir farinn veg hrannast minningarnar upp. Meira
17. október 1995 | Minningargreinar | 207 orð

Ósvald Gunnarsson

Sunnudagurinn 8. október líður seint úr minnum. Hann pabbi er dáinn. Þessi orð eiga eftir að óma í huga mér um ókomin ár. Svo snöggt og svo alltof fljótt. Lífið beið framundan með nýjum barnabörnum og ferðalögum. Mínar elstu minningar af pabba eru frá því að ég beið eftir honum að loknum vinnudegi og bað hann að spila á gítarinn og syngja, sem hann gerði svo vel. Meira
17. október 1995 | Minningargreinar | 218 orð

Ósvald Gunnarsson

Sunnudagurinn var að kvöldi kominn. Einn af þeim fegurri í haust. Við hjónin fórum til Þingvalla með litlu barnabörnin. Þegar heim kom fengum við skellinn. Litlu barnabörnin okkar höfðu misst afa sinn í einu vetfangi. Afinn sem var svo vinsæll. Afi sem spilaði alltaf á gítarinn fyrir þau og kenndi þeim falleg lög. Það ríkir mikil sorg í hjarta okkar allra á þessari stundu. Meira
17. október 1995 | Minningargreinar | 353 orð

Ósvald Gunnarsson

Þinn aðall var ættargróður, það allt, sem best var um þig. Svo vinfastur, glaður og góður hér gekkstu þitt ævinnar stig. (Kjartan Ólafsson) Í dag kveðjum við kæran frænda, vin og félaga okkar hjónanna, Ósvald Gunnarsson eða Ósa eins og hann var jafnan kallaður af ættingjum og vinum. Það var um hádegisbil 8. Meira
17. október 1995 | Minningargreinar | 270 orð

Ósvald Gunnarsson

Í dag er borinn til grafar vinur okkar Ósvald Gunnarsson. Ekki er það ætlun okkar að skrifa um ævi hans heldur viljum við minnast góðs drengs, sem við höfum þekkt frá barnæsku jafnframt því að votta hans nánustu okkar innilegustu samúð. Við eigum ótal hlýjar minningar um Ósvald allt frá því að hann var lítill drengur. Meira
17. október 1995 | Minningargreinar | 430 orð

Ósvald Gunnarsson

Í dag kveðjum við hinsta sinni vinnufélaga okkar, Ósvald Gunnarsson. Á yndislegum haustdegi, sem freistar hvers manns til að njóta útivistar, barst okkur sú harmafregn að Ósvald félagi okkar hefði látist í hörmulegu slysi. Ósvald var mikill útivistarmaður og kunni að meta það sem íslensk náttúra hefur upp á að bjóða og var hann á heimleið úr einni slíkri ferð. Meira
17. október 1995 | Minningargreinar | 282 orð

ÓSVALD GUNNARSSON

ÓSVALD GUNNARSSON Ósvald Gunnarsson var fæddur á Seyðisfirði 7. júní 1936. Hann lést af slysförum 8. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Margrét Pétursdóttir, f. 29. nóv. 1917, frá Hákonarstöðum á Jökuldal, og Gunnar Kristjánsson, f. 11. jan. 1909, d. 20. des. 1977, en hann bjó á Seyðisfirði. Meira
17. október 1995 | Minningargreinar | 81 orð

Þórhallur Höskuldsson

Sr. Þórhallur Höskuldsson var stjórnarmaður í Norðurlandsdeild SÁÁ. Hann hafði verið beðinn að taka sæti í stjórninni fljótlega eftir stofnun deildarinnar, tók hann þeirri bón vel og var okkur styrkur félagi. Ávallt var Þórhallur eins þegar leitað var til hans, hlýr, úrræðagóður og fylginn sér. Aldrei gerði hann mannamun, kom eins fram við alla. Meira
17. október 1995 | Minningargreinar | 47 orð

Þórhallur Höskuldsson

Kveðja frá Stefáni Valgeirssyni og fjölskyldu Það grúir nú sorg yfir sveitinni minni, séra Þórhallur Höskuldsson látinn er. Í návist hans höfðum af kærleika kynni, kom oft til þeirra, sem þjáningu ber. Þá verður fátækum mest það í minni að misréttið átaldi' hann alstaðar hér. Meira
17. október 1995 | Minningargreinar | 570 orð

Þórhallur Höskuldsson

Það tók nokkurn tíma að skilja orðin, þegar vinkona mín hringdi að morgni laugardagsins 7. október sl. og sagði: "Ertu búin að frétta að Þórhallur dó í nótt?" Eftir smátíma áttaði ég mig og þá skildi ég loks að vinur okkar, frændi, nágranni og samstarfsmaður var dáinn. Hann sem enn var ungur og átti svo margt ógert, fullur af eldmóði, áhuga og eljusemi, hvort semkirkjan eða náunginn átti í hlut. Meira
17. október 1995 | Minningargreinar | 544 orð

Þórhallur Höskuldsson

Þórhallur Höskuldsson, vinur og bekkjarbróðir er látinn langt um aldur fram. Ég sá hann fyrst haustið 1958 í þriðja bekk Menntaskólans á Akureyri. Hann var bráðþroska og hærri en flestir bekkjarbræðurnir og prúðmannleg framganga hans vakti athygli. Leiðir okkar lágu saman þegar við fórum að stíga í vænginn við verðandi eiginkonur okkar og bekkjarsystur sem báðar eru frá Siglufirði. Meira
17. október 1995 | Minningargreinar | 671 orð

Þórhallur Höskuldsson

Hann hafði brýnt fyrir okkur að taka áskorun Páls postula um að bera hver annars byrðar. Með þau orð í huga stýrði hann þeirri viðleitni kirkjunnar að vekja skilning á þeim mikla vanda sem atvinnuleysinu fylgir. Þetta gerði hann sem formaður þjóðmálanefndar kirkjunnar. Hann kom víða við á starfsferli sínum og er fullsæmdur af ævistarfi sínu þótt hann næði ekki háum aldri. Meira
17. október 1995 | Minningargreinar | 509 orð

Þórhallur Höskuldsson

Skammt er stórra högga á milli í kirkjunni okkar. Fyrir fáeinum vikum lést einn af mætustu mönnum hennar, sr. Jón Einarsson prófastur, eftir stutta en harða baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Í skugga þess er andlát öðlingsins sr. Þórhalls Höskuldssonar nánast óbærilegt. Meira
17. október 1995 | Minningargreinar | 193 orð

Þórhallur Höskuldsson

Guð helgur andi, á hinstu stund oss hugga þú með von um Jesú fund. Þá er þrautin unnin. Þá er sigur fenginn, sælusól upp runnin, sorg og þrenging engin. Streymi þú líknarlind. (Þýð. Helgi Hálfdanarson.) Meira
17. október 1995 | Minningargreinar | 640 orð

Þórhallur Höskuldsson

Ekki er alltaf auðvelt að skilja hvers vegna við bindumst einum samferðamanni á lífsgöngunni sterkari böndum en öðrum. Ég held þó að ég viti hvers vegna ég bast séra Þórhalli sterkari böndum en flestum öðrum vandalausum, sem ég hef átt samneyti við. Meira
17. október 1995 | Minningargreinar | 29 orð

ÞÓRHALLUR HÖSKULDSSON

ÞÓRHALLUR HÖSKULDSSON Sr. Þórhallur Höskuldsson fæddist í Skriðu í Hörgárdal 16. nóvember 1942. Hann lést á Akureyri 7. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 16. október. Meira
17. október 1995 | Minningargreinar | 238 orð

(fyrirsögn vantar)

Anna Guðrún Frímannsdóttir var fædd á Hamri á Þelamörk í Hörgárdal 20. apríl 1912. Hún lést í Reykjavík 9. október 1995. Foreldrar hennar voru Frímann Guðmundsson, bóndi á Efstalandi í Öxnadal, f. 12. október 1878, d. 20. mars 1926. Móðir hennar var Margrét Egedía Jónsdóttir, f. 1. september 1876, d. 2. maí 1956. Meira

Viðskipti

17. október 1995 | Viðskiptafréttir | 121 orð

Endurnýja tölvukost

BRIMBORG hf. hefur fest kaup á tveimur nýjum IBM AS/400 vélum frá Nýherja. Vélarnar koma í stað einnar eldri vélar af gerðinni IBM AS/36. Egill Jóhannsson, markaðsstjóri hjá Brimborg segir að með þessu móti muni fyrirtækið geta sparað sér talsverða fjármuni í samskiptum á milli deilda fyrirtækisins, en það er nú staðsett á tveim stöðum í bænum. Meira
17. október 1995 | Viðskiptafréttir | 131 orð

ÍslensktKínverskt viðskiptaráð stofnað

FÉLAG íslenskra stórkaupmanna gengst fyrir stofnun íslensks-kínversks viðskiptaráðs 27. október nk. Tilgangur ráðsins verður sá að reyna að glæða viðskipti milli þjóðanna, bæði í þágu inn- og útflytjenda. Meira
17. október 1995 | Viðskiptafréttir | 435 orð

Lækkunin nemur 25%

FLUTNINGSKOSTNAÐUR í heiminum hefur lækkað um tæplega 18% á tveimur mánuðum vegna minnkandi eftirspurnar og offramboðs á gömlum skipum. Gert er ráð fyrir að gjöld fyrir álnavöruflutninga hækki, en dregið hefur úr flutningum með hráefni og korn. BFI-vísitala um flutningsgjöld á helztu Atlantshafs- og Kyrrahafsleiðum hefur lækkað nánast daglega síðan 25. ágúst um 17% alls. Meira
17. október 1995 | Viðskiptafréttir | 128 orð

Pechiney einkavætt

ÁLFÉLAGIÐ Pechiney verður líklega einkavætt áður en Renault verður selt að öllu leyti og hlutabréfum verður ef til vill komið í sölu í nóvember að sögn Yves Galland iðnaðarráðherra í samtali við blaðið Les Echos. Meira
17. október 1995 | Viðskiptafréttir | 260 orð

Sambærileg kjör og hjá sameignarsjóðunum

FRJÁLSI lífeyrissjóðurinn hefur ákveðið, fyrstur íslenskra séreignarsjóða, að bjóða sjóðfélögum sínum upp á lífeyrissjóðslán. Að sögn Elvars Guðjónssonar, markaðsstjóra hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum, er þetta gert til þess að auka þjónustu við sjóðfélaga auk þess að auka ávöxtunarmöguleika og fjölbreytni í verðbréfasafni sjóðsins. Meira
17. október 1995 | Viðskiptafréttir | 194 orð

Selur þrjá stjórnskápa til Kína

RAFKÓP-Samvirki hf. í Kópavogi hefur selt þrjá stjórnskápa fyrir hitaveitukerfi til Kína. Skáparnir verða settir upp í nýrri hitaveitu í Tanggú í Tíanjín-héraði þar sem Virkir Orkint og Rafhönnun hafa séð um framkvæmdir. Meira

Fastir þættir

17. október 1995 | Dagbók | 106 orð

Árnað heillaÁRA afmæli Í dag, þriðjudaginn

Árnað heillaÁRA afmæli Í dag, þriðjudaginn 17. október, er áttræðurKarl Kortsson, fyrrverandi héraðsdýralæknir og ræðismaður, Freyvangi 11, Hellu. Æviminningar hans, bókin "Dýralæknir í stríði og friði" kom út sl. haust. Karl dvelur á afmælisdaginn á heimili sonar síns, Haraldar, M.s. Meira
17. október 1995 | Dagbók | 638 orð

Reykjavíkurhöfn:

Reykjavíkurhöfn: Í gær komu til hafnarBoris Syromyatnikov, Fjordsjell, Fujisei Maru no. 27, Shinmei Maru no. 38, Kambaröstin og Cumulus kom og fór samdægurs. Þá fór Haukur. Úranus ogMúlafoss koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Lagarfoss kom. Hofsjökull og Ýmir fóru. Meira
17. október 1995 | Fastir þættir | 570 orð

Svíar lögðu hollensku heimsmeistarana

Keppnin um Bermúdaskálina og Feneyjabikarinn, dagana 8. til 20. október. UNDANÚRSLITIN á heimsmeistaramótinu í Peking í Kína hófust í gær og þar eigast við í opnum flokki Svíar og Kanadamenn annars vegar og Frakkar og Bandaríkjamenn hins vegar. Bæði Svíar og Kanadamenn hafa spilað vel í Kína og undanúrslitaleikur þeirra verður örugglega skemmtilegur. Meira
17. október 1995 | Dagbók | 242 orð

Yfirlit: Ska

Yfirlit: Skammt austur af landinu er 986 mb lægð sem hreyfist norðaustur. Á Grænlandshafi er hæðarhryggur sem fer austur og verður yfir miðju landinu síðdegis á morgun. Um 500 km suðvestur af Hvarfi er heldur vaxandi 980 mb lægð sem hreyfist norðaustur. Meira
17. október 1995 | Fastir þættir | 660 orð

Þröstur er óstöðvandi

ÞAÐ getur nú fátt komið í veg fyrir sigur Þrastar Þórhallssonar á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur. Hann sigraði Sævar Bjarnason alþjóðlegan meistara og hefur vinnings forskot á Sigurbjörn Björnsson, ungan og efnilegan Hafnfirðing, sem er óvænt í öðru sæti. Eftir góða byrjun hefur allt farið úrskeiðis hjá yngstu keppendunum. Meira

Íþróttir

17. október 1995 | Íþróttir | 340 orð

AC Milan á góðri leið

Marco Simone og George Weah skoruðu fyrir AC Milan á fyrsta stundarfjórðungnum gegn Juventus en Alessandro Del Piero minnkaði muninn fyrir gestina skömmu fyrir leikslok. 83.000 áhorfendur troðfylltu San Siro-leikvanginn og þeir þurftu aðeins að bíða í fimm mínútur eftir fyrsta markinu sem Simone gerði af 25 metra færi eftir aukaspyrnu. Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 87 orð

Aðalsteinn þjálfari Víkings

PÉTUR Pétursson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, gaf ekki kost á sér áfram sem þjálfari 2. deildarliðs Víkings og mun Aðalstein Aðalsteinsson taka við starfi hans. Pétur sagði í viðtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að það ætti eftir að koma í ljós hvað hann gerir - hvort hann haldi áfram þjálfun, eða snúi sér eingöngu að fyrirtæki sínu. Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 445 orð

AFL »Yfirbyggðir vellir háðireinhug ogsamvinnu félagannaEgg

Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sagði fyrir nokkrum árum að ef íslensk félagslið og landslið ættu að komast lengra í alþjóða stórmótum yrðu leikmennirnir að geta æft allt árið í skjóli fyrir vetrarveðri og vindum. Yfirbyggðir knattspyrnuvellir væri svarið og mikilvægt væri að menn sameinuðust um að koma slíkum mannvirkjum upp í helst öllum landsfjórðungum. Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 182 orð

Akurnesingar stóðu í Tindastóli

Tindastóll sigraði ÍA 83:76 í jöfnum og spennandi leik á Sauðárkróki. Mikil barátta var hjá báðum liðum. Milton Bell og Torrey John voru í aðalhlutverkum. Liðin skiptust á um að hafa forystu, en mesti munur í fyrri hálfleik var níu stig. Bell var mjög góður í liði Skagamanna og Haraldur Leifsson var sterkur undir körfunni. Hjá Tindastóli var Torrey mjög góður og eins Hinrik. Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 147 orð

Auðvelt hjá Þór í Kópavogi

Auðvelt hjá Þór í Kópavogi ÞÓRSARAR komust aftur á sigurbraut með 69:92 sigri á Breiðabliki í Smáranum á sunnudagskvöldið. Eftir þrjá tapleiki í röð ráku þeir slyðruorðið af sér. Mótspyrnan var reyndar ekki mikil, það var aðeins í byrjun leiksins sem Blikum tókst að stríða gestunum. Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 623 orð

Breiðablik - Þór69:92

Smárinn, Íslandsmótið í körfuknattleik - úrvalsdeild, sunnudaginn 15. október 1995. Gangur leiksins: 2:0, 7:7, 13:7, 16:9, 20:21, 24:33, 31:37, 35:42, 40:46, 40:62, 49:64, 57:73, 61:88, 69:92. Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 201 orð

Els varði titilinn

Ernie Els tók fyrst þátt í heimsmeistaramótinu í holukeppni í golfi í fyrra og sigraði. Hann varði titilinn í Wentworth í Englandi um helgina og varð fyrsti maðurinn í 20 ár til að sigra í fyrstu tveimur tilraununum, en Bandaríkjamanninum Hale Irwin tókst það 1974 og 1975. Seve Ballesteros varði síðast titilinn fyrir 10 árum. Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 70 orð

EM 23 ára í frjálsum FRJÁLS

FRJÁLSÍÞRÓTTASAMBAND Evrópu, AEA, tilkynnti um helgina að ákveðið hefði verið að koma á fót sérstakri Evrópukeppni fyrir 23 ára og yngri í stað Evrópubikarkeppni í sama aldursflokki. Fyrsta keppnin á að fara fram 1997 og verður mótsstaður ákveðinn í apríl nk., en síðan er áformað að Evrópukeppnin verði annaðhvert ár. Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 865 orð

England

Laugardagur:Aston Villa - Chelsea0:1(Wise 72.). 34.922. Blackburn - Southampton2:1(Bohinen 19., Shearer 70.) - (Maddison 90.). 26.780. Bolton - Everton1:1(Paatelainen 1.) - (Rideout 85.). 20.427. Leeds - Arsenal0:3- (Merson 43., Bergkamp 56., Wright 86.). 38.552. Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 30 orð

Flugleiðamenn Evrópumeistarar

Flugleiðamenn Evrópumeistarar Evrópumót flugfélaga í innanhússknattspyrnu fór fram í Kaplakrika um helgina. Flugleiðir sigruðu á mótinu, Alitalia varð í öðru sæti og Air Austria í þriðja sæti. Átta fyrirtæki tóku þátt. Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 506 orð

Frábær varnarleikur

HAUKAR sigruðu KR-ingar örugglega á heimavelli sínum á sunnudagskvöldið, með 93 stigum gegn 72. Haukar léku án Bandaríkjamannsins Jason Williford sem var í leikbanni og kom það ekki að sök, að minnsta kosti ekki enn, því Williford sat á bekknum hjá Haukum allan leikinn án þess að vera á skýrslu, og kærðu KR-ingar leikinn vegna þessa um leið og honum lauk. Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 69 orð

Fullt hús og markatalan 33:0 BYRJUN Aja

BYRJUN Ajax í hollensku deildinni er með ólíkindum. Liðið hefur ekki tapað stigi heldur sigrað með yfirburðum í öllum níu leikjunum og markatalan er 33:0. Um helgina varð Twente Enschede að láta í minni pokann en úrslit urðu 3:0. Marc Overmars, sem var með þrennu fyrir Hollendinga gegn Möltubúum í Evrópukeppni landsliða í liðinni viku, gerði tvö mörk en Finninn Jari Litmanen braut ísinn. Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 171 orð

Geir fagnaði í Prag

GEIR Sveinsson gerði fjögur mörk fyrir Montpellier sem vann Dukla Prag 24:19 í Prag í fyrradag. Franska liðið vann fyrri leikinn 25:24 og er því komið áfram í Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik. "Við lékum mjög illa í fyrri leiknum og vissum að með góðum leik ættum við að sigra í Prag," sagði Geir við Morgunblaðið. Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 445 orð

Getum gert vel gegn Rússum

ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik, tilkynnti í gær fimmtán manna landsliðshóp sem taka mun þátt í leikjunum gegn Rússum í Kaplakrika miðvikudaginn 1. nóvember og í Moskvu sunnudaginn 5. nóvember. Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 486 orð

Góð byrjun hjá Bohinen með Blackburn

Norðmaðurinn Lars Bohinen var maður leiksins þegar Blackburn vann Southampton 2:1 í ensku úrvalsdeildinni um helgina en hann gerði glæsilegt mark í fyrsta leik sínum fyrir meistarana um miðjan fyrri hálfleik. "Við lékum mjög vel og sköpuðum mörg færi," sagði Ray Harford, yfirþjálfari Blackburn, og hældi Norðmanninum. "Hann stóð sig vel og áhorfendur kunnu að meta frammistöðu hans. Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 162 orð

Guðni maður leiksins GUÐNI Bergsson va

GUÐNI Bergsson var útnefndur maður leiksins - fékk hæstu einkun allra (8), þegar Bolton og Everton gerðu jafntefli, 1:1. Guðni hafði gætur á Daniel Amokachi, sem komst ekki upp með neitt múður. Guðna vann vann baráttuna. Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 220 orð

GUNNAR Hauksson,

GUNNAR Hauksson, gjaldkeri Aftureldingar, dæsti þungan eftir sigurinn á sunnudaginn enda sér hann fram á verulegt tap vegna þátttökunnar. "Ég held að ég hafi fengið fyrir dómarakostnaðinum í aðgangseyri hér í kvöld, en ekki miklu meira en það," sagði hann brúnaþungur, en aðeins 314 greiddu aðgang að leiknum. Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 438 orð

HERBERT Arnarson

BERGSVEINN Bergsveinssonlandsliðsmarkvörður, Gunnar Andrésson, Ingimundur Helgason og Jóhann Samúelsson leikmenn UMFA létu sér vaxa yfirvararskegg fyrir fyrri leikinn við Negótínó og ætluðu ekki að raka sig nema þeim tækist að komast áfram í keppninni. Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 620 orð

HK náði að stríða Holte

ÍSLANDS- og bikarmeistarar HK úr Kópavoginum brutu blað í sögu félagsins þegar liðið lék sinn fyrsta leik í Evrópukeppni meistaraliða gegn dönsku meisturum Holte IF. Leikmenn HK komu dönsku meisturum á óvart með hnitmiðuðu miðjuspili en Holte vann leikinn í þremur hrinum gegn engri. Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 551 orð

Hvers vegna er karatemaðurinnHJALTI ÓLAFSSONlangbestur á Íslands? Ætla mér heimsmeistaratitilinn

HJALTI Ólafsson úr karatefélaginu Þórshamri varð þrefaldur meistari á Íslandsmótinu í Kumete sem fram fór í Smáranum í Kópavogi á laugardaginn. Hann vann í öllum sínum viðureignum og var óumdeilanlega maður mótsins. Hann starfar nú sem framkvæmdastjóri karatefélagsins Þórshamars, sem var sigursælasta félagið á mótinu um helgina. Hjalti er 23 ára, ókvæntur og á fjögurra ára son sem heitir Ólafur. Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 262 orð

ÍR-ingar létu ljóssitt skínaog burstuðu Val

ÍR-ingar létu ljóssitt skínaog burstuðu ValVið höfum ekki verið að spila góðar sóknir svo að við ætluðum nú að byggja upp sóknarleikinn, sagði Eiríkur Önundarson, leikmaður ÍR, eftir 119:60 sigur á Val í Seljaskóla á sunnudaginn. Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 92 orð

Íslandsmótið í Kumete

Opinn flokkur kvenna: Edda Blöndal, Þórshamri 2. Eydís L. Finnbogadóttir, Þórshamri 3. Sólveig Kristín Einarsdóttir, Þórshamri Karlar -65 kg flokkur: Ásmundur Ísak Jónsson, Þórshamri Gunnlaugur Sigurðsson, Haukum Haraldur Örn Haraldsson, Haukum -73 kg flokkur: Jón Ingi Þorvaldsson, Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 50 orð

KA og Afturelding áfram

LIÐ KA og Aftureldingar komust áfram í Evrópukeppninni í handknattleik um helgina, eftir örugga sigra á heimavelli. Víkingur og kvennalið Stjörnunnar eru hins vegar úr leik. Á myndinni er KA-maðurinn Leó Örn Þorleifsson í baráttu við andstæðingana úr Víkingi frá Stafangri í KA-heimilinu á sunnudag.»Evrópuleikirnir/B5 Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 524 orð

KA pakkaði norsku Víkingunum saman

NÚ ER ljóst að fyrstu skref KA-manna í Evrópukeppni í handknattleik verða fleiri því liðið sigraði norska liðið Viking frá Stavanger 27:20 á Akureyri sl. sunnudag og er KA komið í 2. umferð í Evrópukeppni bikarhafa. Samtals sigraði KA með sex marka mun eftir eins marks tap í Noregi. Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 166 orð

Keflvíkingar höfðu betur

Keflvíkingar unnu þýðingamikinn sigur gegn nágrönnum sínum frá Grindavík 84:75 í Keflavík á sunnudagskvöldið og sýndu þeir á köflum glimrandi leik sem gestirnir áttu ekkert svar við þegar mest þurfti á að halda. Í hálfleik var staðan 46:42 fyrir Grindavík. Jafnræði var þó með liðunum legi vel og skiptust þau á að hafa forystuna. Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 50 orð

Landsliðið Markverðir:

Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson, Val Bergsveinn Bergsveinsson, UMFA Hornamenn: Gunnar Beinteinsson, FH Páll Þórólfsson, UMFA Bjarki Sigurðsson, UMFA Valdimar Grímsson, Selfossi Sigurður Sveinsson, FH Línumenn: Geir Sveinsson, Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 211 orð

Njarðvíkingar léku við hvern sinn fingur

NJARÐVÍKINGAR léku við hvern sinn fingur þegar þeir unnu sannfærandi sigur á Skallagrími frá Borgarnesi, 92:63 í "Ljónagryfjunni" í Njarðvík á sunnudaginn. Í hálfleik var staðan 39:29 og sýndu Íslandsmeistararnir oft á tíðum skínandi góðan leik bæði í vörn og sókn og höfðu Borgnesingar lítið í hendurnar á Njarðvíkingum að gera að þessu sinni. Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 77 orð

Pizzahúsmótið

Borðtennismót Pizzahúsins fór fram í TBR- húsinu sl. sunnudag. Helstu úrslit: MFL karla: Guðmundur E. StephensenVíkingi Jón Ingi ÁrnasonVíkingi Bergur KonráðssonVíkingi Ólafur RafnssonVíkingi MFL kvenna: Lilja Rósa JóhannesdóttirVíkingi Eva JósteinsdóttirVíkingi Kolbrún Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 50 orð

Porto taplaust í ár

MEISTARAR Porto unnu Braga 3:0 um helgina og hafa ekki tapað leik í portúgölsku deildinni í eitt ár. Bobby Robson, þjálfari liðsins, hefur verið fjarri góðu gamni að undanförnu vegna veikinda en var væntanlegur til Porto í gær frá Bretlandi þar sem hann gekkst undir uppskurð. Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 112 orð

Reykjavíkurmótið í júdó

Júdódeild Ármanns sá um mótið. Helstu úrslit: 7­10 ára -30 kg: 1. Ómar Ómarsson, Ármanni. 2. Jóhann Ágústsson, Ármanni. 3. Hjálmar Friðriksson, Ármanni. 7­10 ára -35 kg: 1. Jósef Þórhallsson, JFR. 2. Björn Hlynur, Ármanni. 3. Júlíus P. Guðjónsson, JFR. 7­10 ára +35 kg: 1. Jósef Þórhallsson, JFR. 2. Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 133 orð

Rússar koma með sitt sterkasta lið

Íslendingar og Rússar leika fyrri leik þjóðanna í Evrópukeppninni í handknattleik í Kaplakrika miðvikudaginn 1. nóvember. Rússar leggja greinilega mikið upp úr leiknum því þeir koma hingað til lands með alla sína sterkustu handknattleiksmenn og ná í menn sem leika á Spáni, í Frakklandi og Þýskalandi, að sögn Þorbjörns Jenssonar, landsliðsþjálfara Íslands. Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 161 orð

Spænsku liðin á óskalista Alfreðs

"SPÆNSKU liðin Teka og Vigo eru í pottinum og þau eru á óskalistanum hjá mér sem mótherjar okkar í 2. umferð," sagði Alfreð Gíslason, þjálfari KA- manna, eftir sigurinn á Viking frá Noregi. Alfreð var hæstánægður með sína menn og ljómaði af stolti. "Viking er með gott lið en þetta var ekki þeirra dagur. Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 67 orð

Steingrímur hætti keppni í Skotlandi

STEINGRÍMUR Ingason hætti keppni eftir að gírkassi í Nissan bíl hans bilaði, undir lok fyrri keppnisdags, í ralli í Skotlandi á föstudag. Hann var þá í tólfta sæti af 149 keppendum. Þessi sami gírkassi bilaði í bíl Steingríms í alþjóðarallinu hér á landi fyrr í haust. Þrátt fyrir áfallið í Skotlandi ætlar Steingrímur að taka þátt í rallkeppni í Englandi um næstu helgi. Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 154 orð

Stjarnan úr leik

Íslandsmeistarar Stjörnunnar eru úr leik í Evrópukeppni bikarhafa í kvennaflokki eftir að hafa tapað fyrir grísku meisturunum Anagenisi Artas í Grikklandi. Stjarnan vann fyrri leikinn með 8 marka mun, 24:16, en það dugði skammt því liðið tapaði á útivelli með 11 marka mun, 30:19. Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 126 orð

Styrktarmót Keilis Þriðja styrktarmót Keilis, vegna þátttöku í Evrópukeppni félagsliða í golfi. Haldið á laugardaginn í

Mótið fór fram á golfvellinum í Cork 13. október á vegum Samvinnuferða-Landsýnar. 50 keppendur tóku þátt í mótinu og voru leiknar 18 holur. Karlaflokkur Forgjöf 0 - 20 Bragi Jónsson, GR68 Sigurjón Gunnarsson, GK70 Snorri Hjaltason, GR71 Ágúst Ögmundsson, Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 241 orð

Systkinin unnu

Systkinin Tryggvi Nielsen og Elsa Nielsen úr TBR sigruðu hvort í sínum flokki á einliðaleiksmóti TBR sem fram fór um helgina. Þetta er fyrsta opna badmintonmótið á þessu leiktímabili. Elsa vann Hrund Atladóttur TBR, Brynju Pétursdóttur ÍA og Erlu Björk Hafsteinsdóttur TBR í undanrásum mótsins, en mætti svo Vigdísi Ásgeirsdóttur í úrslitum. Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 252 orð

Sögulegur sigur hjá Gladbach

Bayern M¨unchen mátti sætta sig við fyrsta tapið á heimavelli í vetur þegar Borussia Mönchengladbach kom sá og sigraði 2:1 í M¨unchen um helgina. Þetta var sögulegur sigur því Gladbach hafði ekki sigrað Bayern í deildarleik í M¨unchen í þrjá áratugi eða í 31 leik. "Allt tekur enda," sagði Bernd Krauss, þjálfari Gladbach. Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 503 orð

Veisla að Varmá

ÞAÐ reyndist leikmönnum Aftureldingar létt verk að leggja Negótínó frá Makedóníu að velli í seinni leik félaganna í Borgarkeppni Evrópu á Varmá á sunnudagskvöldið. Lið Negótínó er tæplega miðlungslið á íslenskan mælikvarða og veitti aldrei verulega mótspyrnu í leiknum. Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 216 orð

Víkingar áttu enga möguleika

VÍKINGAR áttu aldrei möguleika gegn tékkneska liðinu Gumarný Zubrí í 1. umferð Evrópukeppni félagsliða. Þeir töpuðu fyrri leiknum sl. föstudag með með sjö marka mun, 23:16, en munurinn varð fimm mörk, 27:22, í fyrradag. Báðir leikirnir fóru fram í Tékklandi. Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 381 orð

Yfirburðir Þórshamars

FÉLAGAR úr Karatefélaginu Þórshamri sigruðu í öllum flokkum nema einum á Íslandsmótinu í Kumite sem fram fór í Smáranum í Kópavogi á laugardaginn. Maður mótsins var Hjalti Ólafsson sem sigraði í -80 kg flokki, opnum flokki og var í sigursveit Þórshamars í sveitakeppninni - þrefaldur Íslandsmeistari. Keppt var í sex flokkum og voru keppendur 24 talsins. Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 198 orð

Þrjú dauðaslys í hnefaleikum og íshokkí

ÞRÍR íþróttamenn létu lífið í keppni um helgina, tveir í hnefaleikum í Skotlandi og á Filipseyjum og einn í æfingaleik í íshokkí í Svíþjóð. Skoski hnefaleikamaðurinn James Murrey, sem var 25 ára, lést á sunnudag í kjölfar áverka sem hann hlaut í 12. lotu í keppni sl. föstudag. Hann komst aldrei til meðvitundar en rannsókn leiddi í ljós að blætt hafði inn á heilann. Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 84 orð

Þýskaland

Magdeburg - Gummersbach24:26Besti leikur Júlíusar Jónassonar á tímabilinu en hann gerði 8/3 mörk fyrir Gummersbach. Dormagen - Schwartau27:152. sigurleikur lærisveina Kristjáns Arasonar í röð. Wallau-Massenheim - Grosswallstadt40:26Kiel Magdeburg27:20Nettelstedt - D¨usseldorf18:14. Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 211 orð

Örebro bauð Arnóri nýjan samning til tveggja ára

ÖREBRO hefur boðið Arnóri Guðjohnsen nýjan samning til tveggja ára með endurskoðunarákvæði eftir eitt ár. Hann er tilbúinn að vera áfram hjá félaginu að vissum kröfum uppfylltum og er Örebro að skoða óskir hans en Arnór vill að gengið verði frá hlutunum í þessum mánuði, því önnur tilboð frá sænskum félögum og öðrum séu á borðinu. Meira
17. október 1995 | Íþróttir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

KA-heimilið, Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik, sunnud. 15. október 1995. Gangur leiksins: 1:2, 3:3, 7:3, 10:5, 11:7, 12:8, 16:8, 19:9, 21:13, 25:15, 25:19, 27:20. Mörk KA: Julian Duranona 9/2, Jóhann G. Jóhannsson 6, Patrekur Jóhannesson 5, Leó Örn Þorleifsson 4, Atli Þór Samúelsson 1, Björgvin Björgvinss. 1, Björn Björnss. 1. Meira
17. október 1995 | Íþróttir | 16 orð

(fyrirsögn vantar)

Mánudagur: Wimbledon - West Ham0:1 Cottee (18.). 9.411. Staðan Newcastle980120:624Manchester Meira

Úr verinu

17. október 1995 | Úr verinu | 120 orð

Byrjað að bræða eftir áramótin

FRAMKVÆMDUM við nýja fiskimjölsverksmiðju á Fáskrúðsfirði verður væntanlega lokið í janúar. Búist er við að 11 starfsmenn verði fastráðnir við verksmiðjuna á meðan hún er í fullri framleiðslu, en hún kemur til með að geta afkastað 1000 tonnum á sólarhring. Meira
17. október 1995 | Úr verinu | 233 orð

"Ekkert liggur á"

"Mín skoðun er alveg eindregið sú að við eigum að mótmæla þeim vinnubrögðum að samþykkja sóknardagakerfi á Flæmska hattinum," segir Ottó Jakobsson. Hann segist fylgjandi óheftum veiðum þangað til annað komi í ljós. Á meðan eigi íslensk stjórnvöld að vinna hugmyndinni um aflamarkskerfi fylgi innan NAFO. "Engin vísindaleg rök eru fyrir því að um ofveiði sé að ræða. Meira
17. október 1995 | Úr verinu | 278 orð

Krefjast eins heildstæðs fiskveiðikerfis

Niðurstaða Alþingis sl. vor varðandi veiðikerfi krókabáta er hörmuð í ályktun aðalfundar Landssambands smábátaeigenda: "Í hugum smábátaeigenda er samþykkt Alþingis í fullkomnu ósamræmi bæði við málflutninginn í kosningabaráttunni í vor og ekki síður við verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.