Greinar föstudaginn 27. október 1995

Forsíða

27. október 1995 | Forsíða | 96 orð

ÞAU FÓRUST Í SNJÓFLÓÐINU Á FLATEYRI

Þórður Júlíusson, 58 ára. Sigurður Þorsteinsson, 39 ára. Þorsteinn Sigurðsson, 18 ára. Kristinn Jónsson, 42 ára. Benjamín Oddsson, 59 ára. Þorleifur Ingvason, 38 ára. Lilja Ásgeirsdóttir, 34 ára. Gunnlaugur P. Kristjánsson, 72 ára. Geirþrúður Friðriksdóttir, 69 ára. Svana Eiríksdóttir, 19 ára. Meira

Fréttir

27. október 1995 | Innlendar fréttir | 38 orð

20 milljónir í aðstoð

STJÓRN Rauða kross Íslands kom saman í gær vegna snjóflóðsins á Flateyri. Stjórnin ákvað að veita nú þegar 20 milljónum króna í fyrstu aðstoð við þá sem eiga um sárt að binda vegna hamfaranna. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 1122 orð

34 snjóflóð fallið í og við Flateyri

Í SKÝRSLU Veðurstofunnar, sem unnin er fyrir Almannavarnir ríkisins, segir að skráning snjóflóða mætti vera markvissari. Síðustu ár hafi enginn snjóeftirlitsmaður starfað þar, en meðal verkefna slíkra manna er að skrá niður á markvissan hátt þau snjóflóð sem falla í viðkomandi byggðarlagi. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 267 orð

600 leitarmenn, læknar og hjúkrunarfólk til hjálpar

340 björgunarsveitarmenn héldu til Flateyrar í gær eftir að snjóflóð féll þar klukkan 4.07 í gærmorgun, auk lækna, hjúkrunarfólks og sérþjálfaðra slökkviliðsmanna. 230 til viðbótar voru í viðbragðsstöðu á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Árnessýslu, Snæfellsnesi og Vestfjörðum. Snjóflóðið féll á 19 íbúðarhús og í þeim voru 45 manns. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 53 orð

Aðalfundi og ráðstefnum RKÍ frestað

STJÓRN Rauða kross Íslands ákvað í gær að fresta aðalfundi félagsins sem hefjast átti í dag, föstudaginn 27. október og standa til 29. Fundinum er frestað til 17. nóvember nk. Jafnframt var ákveðið að fresta tveimur ráðstefnum sem halda átti samhliða um skipulag sjúkraflutninga og um málefni flóttamanna. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 530 orð

Aldrei heyrt um svo stórt flóð á þessum tíma

ÓVÍÐA á landinu er meiri snjóflóðahætta en ofan Norðureyrar norðan við Súgandafjörð andspænis kauptúninu. Rétt utan við eyrina gengur mikið gil upp í fjallshlíðina og falla oft mikil snjóflóð úr því sem hafa myndað flóðbylgjur þegar þau ganga í sjó fram og hafa nokkrum sinnum valdið miklu ölduróti og skemmdum á Suðureyri. Meira
27. október 1995 | Miðopna | 516 orð

Álag á rafstöðina minnkaði skyndilega klukkan 4.07

MAÐURINN minn var nýfarinn út úr dyrunum á vakt í rafstöðinni þegar ég fann að högg kom á húsið, svo minnti mig einna helst á jarðskjálftakipp. Rafmagnið fór um leið, en ég kveikti á kerti og klæddi mig. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 63 orð

Basar og kaffisala í Sunnuhlíð

HAUSTBASAR verður haldinn í Dagdvöl Sunnuhlíðar laugardaginn 28. október kl. 14. Verða þar seldir ýmsir munir unnir af fólki í Dagdvöl, margt tilvalið til jólagjafa. Einnig verða heimbakaðar kökur og lukkupokar. Kaffisala verður í matsal þjónustukjarna og heimabakað meðlæti á boðstólum. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 191 orð

Beðið fyrir syrgjendum

BEÐIÐ var fyrir Flateyringum, aðstandendum þeirra og björgunarfólki víðs vegar um land í gær. Voru flutt huggunarorð í flestum kirkjum að beiðni biskups, til dæmis í Dómkirkjunni í Reykjavík. Meðal annarra syrgjenda í kirkjunni voru forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, og Vestfjarðaþingmennirnir Einar Oddur Kristjánsson, sem búsettur er á Flateyri, og Einar K. Meira
27. október 1995 | Erlendar fréttir | 321 orð

Birtu bönnuðu dagbókina

DANSKA dagblaðið Politiken gaf í gær út dagbók Ritt Bjerregaard, sem aukaútgáfu af blaðinu. Bjerregaard tók á miðvikudag ákvörðun um að hætta við útgáfu bókarinnar en í henni er að finna palladóma um marga háttsetta stjórnmálamenn og starfsbræður Bjerregaard í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 97 orð

Bjargað úr flóðinu

BJÖRGUNARMENN grófu fjóra unga Flateyringa lifandi úr snjóflóðinu í gær. Þau eru: Atli Már Sigurðsson, 14 ára, var grafinn úr rústum heimilis síns á Hjallavegi. Faðir hans og bróðir fórust í snjóflóðinu. Sóley Eiríksdóttir, 11 ára, til heimilis að Unnarstíg 2, bjargaðist. Systir hennar, Svana, fórst í snjóflóðinu. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 116 orð

Björgunarlið safnaðist saman í Grundarfirði

FJÖLDI björgunarmanna safnaðist saman í samkomuhúsinu í Grundarfirði í morgun til að bíða eftir flutningi vestur til Flateyrar. Almannavarnanefnd Grundarfjarðar var kölluð á fund og var falið að skipuleggja skráningu björgunarmanna en Slysavarnafélagið og Rauði krossinn sáu um framkvæmdir. Meira
27. október 1995 | Erlendar fréttir | 539 orð

Clinton varar þingið við styrjöld í Evrópu

BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, varaði þing landsins við því í fyrrakvöld að yrðu bandarískir hermenn ekki sendir til friðargæslu í Bosníu gæti það stuðlað að stríði víðar í Evrópu. Fregnir hermdu að Rússar og Bandaríkjamenn væru að nálgast samkomulag um yfirstjórn rússneskra hermanna, sem sendir yrðu til Bosníu ef samið yrði um frið. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 345 orð

Eina ljósið í dag

"EINN björgunarsveitarmannanna bað okkur um að hætta, hann taldi sig heyra eitthvað. Þegar við höfðum hlustað í tvær mínútur, þá heyrðist hvískur í einu horninu. Þar grófum við og fundum Margréti. Þetta er eina ljósið sem ég sá í dag," segir Guðlaugur Pálsson verksmiðjustjóri. Meira
27. október 1995 | Landsbyggðin | 164 orð

Ekki talin snjóflóðahætta í Bolungarvík

ÓVEÐRIÐ náði hámarki hér uppúr miðnætti aðfaranótt fimmtudags og gekk á með miklum vindhviðum og talsverðri snjókomu. Uppúr hádegi fór veðrinu að slota og í gær gekk vindur niður en nokkuð hefur sett niður snjó. Engin óhöpp hafa orðið á þessum síðasta sólahring hér í bæ en vegna veðursins var allt skólahald fellt niður í dag. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 279 orð

Engan óraði fyrir að flóð gæti fallið svona langt

EKKI er búið að ganga frá nýju snjóflóðahættumati fyrir Flateyri, en unnið hefur verið að því að undanförnu skv. nýrri reglugerð sem sett var í sumar. Páll Pétursson félagsmálaráðherra er þegar búinn að staðfesta nýtt hættumat fyrir Súðavík, Hnífsdal og Tungudal. Nýtt snjóflóðahættumat er ófrágengið Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 217 orð

Evrópumálin séð frá breskum sjónarhóli

AUSTIN Mitchell, þingmaður breska Verkamannaflokksins fyrir Grimsby, flytur erindi á sameiginlegum hádegisverðarfundi Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs í Grillinu á Hótel Sögu laugardaginn 28. október kl. 12. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 35 orð

Fánar í hálfa stöng

FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að föstudaginn 27. október skuli fáni dreginn í hálfa stöng við opinberar byggingar vegna snjóflóðsins á Flateyri. Jafnframt er til þess mælst að almenningur geri slíkt hið sama. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 167 orð

Féð renni til áfallahjálpar

STJÓRNENDUR Árhúsaháskóla í Danmörku hafa fært Íslendingum 550 þúsund íslenskra króna að gjöf vegna snjóflóðsins á Flateyri. Skólayfirvöldum bárust fregnir af atburðinum í gærmorgun því fjórir Íslendingar stunda framhaldsnám í sálfræði við skólann, þar af tvær stúlkur með áfallahjálp sem sérgrein. Koma þær til landsins með gjöfina á mánudag. Meira
27. október 1995 | Erlendar fréttir | 116 orð

Fjárskortur hamlar þátttöku

AUSTUR- og Mið-Evrópuríkjunum níu, sem hafa gert svokallaða Evrópusamninga um aukaaðild og undirbúning fyrir fulla aðild að Evrópusambandinu, hefur verið boðin aðild að menntamálaáætlunum sambandsins. Á fundi í Lúxemborg á mánudag kom fram fullur áhugi ríkjanna á þátttöku, en að fjárskortur hamlaði. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 597 orð

Fjöldi fólks leitaði upplýsinga og áfallahjálpar

UM 500 Flateyringar og ástvinir fólks á Flateyri höfðu lagt leið sína í hús Rauða kross Íslands (RKÍ) við Rauðarárstíg um kvöldmatarleytið í gær. Yfir 1.000 fyrirspurnir höfðu þá borist í síma. Í hópi gesta í RKÍ-húsinu var skólafólk við nám í Reykjavík, veðurtepptir Flateyringar og fleiri. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 715 orð

Flekaflóð algengustu snjóflóðin

SNJÓFLÓÐ eru ákaflega mismunandi en auðþekkjanlegasti munurinn á þeim er hvort um er ræða svonefnd lausasnjóflóð eða flekahlaup. Flekaflóð eru algengustu snjóflóðin á Íslandi. Snjóflóðið á Flateyri í gær var þurrt flóð alveg eins og snjóflóðið í Súðavík 16. janúar s.l. samkvæmt upplýsingum snjóflóðavarna á Veðurstofu Íslands. Meira
27. október 1995 | Smáfréttir | 49 orð

FLÓAMARKAÐUR Félags einstæðra foreldra er að hefjast á ný og byrjar h

FLÓAMARKAÐUR Félags einstæðra foreldra er að hefjast á ný og byrjar hann í Skeljahelli, Skeljanesi 6, laugardaginn 28. október frá kl. 14­17. Seldur verður fatnaður á alla fjölskylduna, skartgripir, svefnbekkir og fleira. Flóamarkaður hefur verið haldinn á vegum FEF um áraraðir og er ásamt jólakortum félagsins ein helsta fjáröflun félagsins. Meira
27. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 66 orð

Flutningabíllinn enn á hliðinni

FLUTNINGABÍLLINN sem fauk útaf og valt við bæinn Rauðuvík á miðvikudag, var enn á hliðinni í gær. Félagar í hjálparsveitinni á Dalvík aðstoðuðu við að flytja vörur úr flutningabílnum upp á vörubíl. Flutningabíllinn, sem er frá Flutningamiðstöð Norðurlands, var á leið frá Akureyri til Dalvíkur með nauðsynjavörur þegar óhappið varð. Meira
27. október 1995 | Erlendar fréttir | 87 orð

Forseti kjörinn í Zanzibar

TILKYNNT var í gær að frambjóðandi stjórnarflokksins í Tansaníu hefði sigrað naumlega í forsetakosningum í Zanzibar á sunnudag. Stjórnarandstaðan sakaði flokkinn um kosningasvik og nokkrir af 140 erlendum eftirlitsmönnum, sem fylgdust með kosningunum, létu í ljós efasemdir um að rétt hefði verið talið upp úr kjörkössunum. Meira
27. október 1995 | Landsbyggðin | 537 orð

Fólk og fénaður lenti í hrakningum á Jökuldal

VONT veður gekk yfir Jökuldal og nágrenni aðfaranótt þriðjudags og á miðvikudag. Vegfarendur lentu í erfiðleikum á Möðrudalsfjallgörðum og á miðvikudag voru sjö manns veðurtepptir í Möðrudal. Að sögn Vernharðs Vilhjálmssonar, bónda í Möðrudal, festist fyrsti bíllinn rétt við bæinn í Möðrudal á miðvikudagskvöld. Var það fólksbíll sem lenti út af veginum vegna lélegs skyggnis. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 358 orð

Fullkomið reiðarslag fyrir okkur öll

"ÞETTA er fullkomið reiðarslag fyrir okkur öll og þá ekki síst fyrir Vestfirðinga og fólkið á Flateyri. Nú er höggvið aftur í sama knérunn og ótrúlegt að það skuli ganga yfir okkur aftur á eina og sama árinu. Hugur manna allra er hjá fólkinu sem þarna á í hlut," sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra um atburðina á Flateyri. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 297 orð

Fumlaust skipulag björgunaraðgerða

ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra segir að skipulag björgunaraðgerða á Flateyri hafi verið gott og tekist hafi með skjótum hætti að koma björgunarliði á vettvang. "Við erum harmi slegin eftir þessar hamfarir. Þarna hefur átt sér stað mikill harmleikur og hugur okkar og samúð er hjá þeim sem hafa misst ástvini sína. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 777 orð

Gífurlegt tjón á raflínum á Norðurlandi og Vestfjörðum

Á ÞRIÐJA hundrað rafmagnsstaurar brotnuðu í óveðri sem gekk yfir Norðurland í gær og fyrradag. A.m.k. 68 staurasamstæður brotnuðu í Arnarfirði og Önundarfirði og enginn orkuflutningur á sér stað frá Orkubúi Vestfjarða. Tug milljóna króna tjón hefur orðið og er ljóst að marga daga tekur að koma rafmagni á alls staðar. Líkur eru á að viðgerð á Vestfjörðum ljúki ekki fyrr en líður á næstu viku. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 371 orð

Harmleikurinn á Flateyri

NÍTJÁN manns létust í snjóflóðinu á Flateyri í fyrrinótt, tíu karlar, sex konur og þrjú börn. Lítillar stúlku var enn saknað í gærkvöldi. Fjórir voru grafnir lifandi úr flóðinu, en auk þeirra bjargaðist 21 íbúi úr húsum, sem flóðið lenti á. Þau, sem létust, eru: Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 64 orð

Háskólahátíð á morgun

BRAUTSKRÁNING kandídata frá Háskóla Íslands verður laugardaginn 28. október í Háskólabíói. Kröflukvartettinn leikur við innganginn en hátíðin sjálf hefst kl. 14 með því að blásarakvintett úr Tónlistarskólanum í Reykjavík leikur. Að því búnu ávarpar Sveinbjörn Björnsson háskólarektor kandídata og ræðir málefni Háskólans. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 104 orð

Helgi Áss Grétarsson teflir fjöltefli

TAFLFÉLAG Reykjavíkur heldur skákæfingar fyrir börn og unglinga á hverjum laugardegi kl. 14. Æfingarnar eru opnar öllum 14 ára og yngri. Mikill áhugi er á þessum æfingum og þangað koma bæði sterkustu skákmenn landsins í þessum aldursflokki og eins þeir sem skemmra eru komnir. Aðgangur er ókeypis. Nú á laugardaginn 28. Meira
27. október 1995 | Erlendar fréttir | 190 orð

Hjuggu og skutu fólk til bana

SKÆRULIÐAR tamílsku tígranna á Sri Lanka hjuggu til bana og skutu að minnsta kosti 23 íbúa í tveimur þorpum í gær. Óttast er, að tala látinna sé miklu hærri, allt að 100 manns, en þetta var í fimmta skipti á fimm dögum, sem þeir fara með morðum um þorp sinhala en þeir eru í miklum meirihluta í landinu. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 129 orð

Hópur lækna og hjúkrunarfræðinga til Flateyrar

AÐ MINNSTA kosti sautján læknar og sextán hjúkrunarfræðingar voru sendir áleiðis til Flateyrar í gær. Frá Ísafirði fóru strax tveir læknar, auk tveggja hjúkrunarfræðinga. Með varðskipinu Ægi fóru frá Reykjavík fjórir læknar, einn hjúkrunarfræðingur og fjögurra manna áfallahjálparhópur, auk þriggja lækna og hjúkrunarfræðings frá Landspítala. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 120 orð

Huggar hvert annað

FÓLK er auðvitað felmtri slegið og dasað. Það ríkir sorg, en yfirhöfuð taka menn áfallinu með stillingu," sagði Hinrik Kristjánsson, framkvæmdastjóri Kambs hf., í samtali við Morgunblaðið. Þeir, sem björguðust úr snjóflóðinu, voru fluttir í mötuneyti Kambs til aðhlynningar. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 204 orð

"Hundarnir unnu ótrúlegt starf"

SNORRI Hermannsson, vettvangsstjóri leitarinnar á Flateyri, segir að miðað við aðstæður hafi leitin gengið vel í gær, ekki síst eftir að veðrið varð skaplegra um hádegi. Veðrið hamlaði hins vegar leit fyrst í stað. Meira
27. október 1995 | Miðopna | 610 orð

Hvellur og risið sigldi af stað

GUÐJÓN Guðmundsson, sem bjó á Unnarstíg 1 á Flateyri ásamt konu sinni Bjarnheiði Ívarsdóttur og þremur dætrum, segist hafa vaknað við háan hvell. "Ég veit ekki hvort það var þegar snjórinn skall á húsinu eða hvort loftbylgja kom á undan," segir Guðjón. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 669 orð

"Hættuástand og bíðum bara eftir næsta flóði"

STÓR flóðbylgja, sex til sjö metra há að því að talið er, olli talsverðum skemmdum á bátum og hafnargarðinum á Suðureyri við Súgandafjörð á ellefta tímanum í gærmorgun. Þá drapst fjöldi fjár frá bænum Botni við Súgandafjörð í flóðinu. Flóðbylgjan myndaðist í kjölfar snjóflóðs sem féll úr fjallinu handan fjarðarins nokkrum kílómetrum innar í firðinum. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 148 orð

"Höfuðið skall í vegginn"

"ÉG vaknaði við höggbylgjuna, heyrði hvin og læti og síðan skall höfuðið á mér í vegginn eða veggurinn í höfuðið. Síðan kom snjórinn, veggirnir eru út um allt og ég held að annar gaflinn sé alveg horfinn," segir Helga Jónína Guðmundsdóttir. Hún var sofandi í herbergi sínu á Tjarnargötu 7, austanmegin í húsinu sem er fjær fjallinu, þegar hún hrökk skyndilega upp við þrýsting og hávaða. Meira
27. október 1995 | Erlendar fréttir | 251 orð

Kafli úr dagbók Bjerregaard

"ÞRIÐJUDAGUR 11. júlí 1995, Strassborg: Hádegismaturinn var hræðilegur. Í fyrsta lagi var boðskortið sem mér var sent stílað á "Monsieur Bjerregaard". Ég geng út frá því að þeim finnist erfitt að sætta sig við að konur sitji í framkvæmdastjórninni. Meira
27. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 271 orð

Kindur króknuðu úr kulda

ÓTTAST er að fjöldi kinda hafi bæði drukknað í skurðum og króknað úr kulda í Eyjafirði í óveðrinu sem gekk yfir á miðvikudag. Brynjar Finnsson, bóndi á Litlu-Brekku í Arnarneshreppi, missti um 30 ær, eða helming fjárstofns síns í þessum hörmungum. Ær hans höfðu hrakist undan óveðrinu og leitað skjóls í skurðum, þar sem þær annaðhvort drukknuðu eða króknuðu úr kulda. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 271 orð

KIRKJAN VEITIR AÐSTOÐ

HERRA Ólafur Skúlason biskup segir að kirkjan sé reiðubúin að veita alla þá aðstoð sem hún getur vegna atburðanna á Flateyri. "Við erum að ljúka Kirkjuþingi og undanfarna morgna hef ég í bænagjörðinni beðið sérstaklega fyrir þeim sem eru á hættusvæðum. Í morgun var bænastund Kirkjuþings helguð þessu fólki og vonum þeirra um að fleiri fyndust. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 114 orð

Komust ekki vegna veðurs

HJÓNIN Magnús E. Karlsson og Fjóla Aðalsteinsdóttir létust í snjóflóðinu á Flateyri og einnig dóttir þeirra Linda Björk. Þau hjón áttu þrjú börn, auk Lindu Bjarkar, og eru þau öll uppkomin; Margrét Þórey, Karl Jóhann og Anton Már. Karl býr á Seyðisfirði en fór til Reykjavíkur á sunnudag til að fara vestur og róa með föður sínum. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 377 orð

Krafist verulegrar hækkunar lægstu launa

FORSENDUR kjarasamninga eru brostnar og skorar 18. þing Verkamannasambandfs Íslands á launanefnd og verkalýðsfélög að segja þegar upp samningum og hefja undirbúning að gerð nýrra. Grundvallarkrafa í samningagerðinni er veruleg hækkun lægstu launa ásamt fullri tryggingu fyrir því að sá kaupmáttur haldi sem samið sé um. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 124 orð

Landsþing hestamanna

46. ÁRSÞING Landssambands hestamannafélaga verður haldið í Garðaskóla í Garðabæ 27. og 28. október. Þing þetta sækja fulltrúar frá öllum 48 hestamannafélögum landsins, alls 124 fulltrúar. Venja er að hvert þing sé tileinkað ákveðnu þema og er þema þessa þings: Framlag hestamanna og hestamennskunnar til þjóðfélagsins. Meira
27. október 1995 | Landsbyggðin | 416 orð

Langflestir vilja sameinast um Skólaskrifstofu Suðurlands

Hellu-Rúmlega eitthundrað sveitarstjórnarmenn sóttu málþing um yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaganna sem haldinn var á Hellu sl. laugardag. Sérstök áhersla var lögð á að ræða til hlítar tillögu Sambands sunnlenskra sveitarfélaga, SASS, um framtíðarskipan skólaskrifstofu á Suðurlandi, Meira
27. október 1995 | Erlendar fréttir | 246 orð

Marxistaflokkur bjargar Dini

LAMBERTO Dini, forsætisráðherra Ítalíu, bjargaði ríkisstjórn sinni frá vantrausti ítalska þingsins í gær með því að lofa að segja af sér í árslok. Þingmenn marxista ákváðu eftir þessa yfirlýsingu, sem Dini gaf í ræðu í neðri deild þingsins, að þeir myndu sniðganga atkvæðagreiðslu um vantrauststillöguna og var hún því felld með 310 atkvæðum gegn 291. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 161 orð

Málþing um unglingamenningu

HALDIÐ verður málþing um unglingamenningu í Hinu húsinu, Aðalstræti 2, laugardaginn 28. október kl. 14 og er það liður í Unglist, listahátíð ungs fólks sem nú stendur yfir. Meginviðfangsefni málþingsins verður sú sjálfsprottna unglingamenning sem tengst hefur miðbæ Reykjavíkur megnið af 20. öldinni. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 427 orð

Meira en 600 manns ræstir til aðstoðar á Flateyri. 340 björgunar

Meira en 600 manns ræstir til aðstoðar á Flateyri. 340 björgunarmenn sendiráleiðis auk lækna og hjúkrunarliðs. 230 björgunarmenn í biðstöðu. 04.07SNJÓFLÓÐ fellur úr Skollahvilft á Flateyri. 04. Meira
27. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 187 orð

Mikil vinna við að koma línum í lag

VÍÐA var rafmagnslaust á Norðurlandi eystra í gær og voru starfsmenn Rafmagnsveitna ríkisins önnum kafnir við að gera við línur og staura. Þeir nutu aðstoðar björgunarsveitarmanna á svæðunum við það verk. Rafmagn var skammtað í Ólafsfirði en báðar línurnar þangað voru bilaðar. Á Sléttu, Öxarfirði og Kelduhverfi var rafmagnslaust, en díselvélar keyrðar á Þórshöfn, Kópaskeri og Raufarhöfn. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 594 orð

Miklir mannskaðar í snjóflóðum

YFIR 600 manns hafa farist í snjóflóðum hér á landi og um 160 frá því um aldamót. Mannskæðustu snjóflóðin urðu árin 1885, 1910, 1919, 1974, 1983 og 1995. Mannskæðasta snjóflóð sem vitað er um hér á landi féll á Seyðisfirði 18. febrúar 1885. Þá létust tuttugu og fjórir. Síðari hluta janúar það ár tók að snjóa og hlóð niður snjó í þrjár vikur til mánuð samfleytt. Meira
27. október 1995 | Landsbyggðin | 243 orð

Milljóna tjón á Bakkafirði

MIKLAR skemmdir urðu á hafnarmannvirkjum á Bakkafirði í stórbrimi þar sem ölduhæð var allt að fimm metrar á miðvikudaginn. Brimið tók af allt ysta grjótlagið á ytri helmingi brimvarnargarðs um 50­70 metra langt, en í ysta laginu er grjót sem vegur 2­5 tonn. Nú er lítið eftir nema endinn á garðinum og öll innri klæðningin. Það sést víða í gegnum efri hluta garðsins. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 209 orð

Náði yfir 4 km svæði

BIRKIR Friðbertsson bóndi í Birkihlíð við Súgandafjörð segir, að snjóflóðið sem féll í gær og olli mikilli flóðbylgju sem gekk yfir þveran fjörðinn, virðist hafa fallið úr svo til allri fjallshlíðinni, allt frá Norðureyri á móts við Suðureyri og inn undir Selárdal, en það er um fjögurra kílómetra svæði. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 173 orð

Námskeið um fagmannlega verkefnastjórnun

ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla Íslands heldur námskeið dagana 6.­8. nóvember nk. sem heitir: Fagmannleg verkefnastjórnun ­ forsendur og ávinningur, þar sem leiðbeinandi verður þjóðverjinn Klaus Pannenbäcker. Meira
27. október 1995 | Erlendar fréttir | 320 orð

N-kóreskur herforingi flýr O YONG-

O YONG-nam, liðsforingi í her Norður-Kóreu og ættingi fyrrverandi varnarmálaráðherra landsins, flýði nýlega til Suður-Kóreu, að sögn ríkisútvarpsins þar í landi í gær. O Jin-u, sem var varnarmálaráðherra og talinn næst-voldugasti maður N-Kóreu, lést í febrúar. Meira
27. október 1995 | Landsbyggðin | 130 orð

Nokkuð greiðfært í flestar áttir

HÚSAVÍK hefur sloppið vel í því veðraáhlaupi, sem gengið hefur yfir síðustu daga í síðustu viku sumars. Úrfelli hefur verið mikið en rigning og slydda þar til aðfaranótt miðvikudags að kólna tók og festi þá nokkurn snjó svo að ekki varð greiðfært um götur bæjarins fyrr en búið var að yfirfæra þær með snjóruðningstækjum. Mikið brim hefur fylgt veðrinu en engir skaðar orðið í höfninni. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 124 orð

Okkur er orða vant, Íslendingum öllum

VIGDÍS Finnbogadóttir forseti Íslands ávarpaði þjóðina í ríkisfjölmiðlunum í gær. Hún sagði meðal annars í Sjónvarpinu í gær: "Okkur er orða vant, Íslendingum öllum, þegar við í dag enn horfumst í augu við afleiðingar miskunnarlausra náttúruhamfara, en um leið finnum við hvað við erum nákomin hvert öðru, hve þétt við stöndum saman þegar raunir ber að höndum. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 119 orð

Opinber fyrirlestur um kvenfrelsi og stjórnmál

HELGA Sigurjónsdóttir flytur opinberan fyrirlestur í Norræna húsinu laugardaginn 28. október nk. Hann hefst kl. 14, er ókeypis og öllum opinn. Fyrirlesturinn er fluttur í tilefni af því að í þessum mánuði er aldarfjórðungur liðinn síðan Rauðsokkahreyfingin var stofnuð hér á landi. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 395 orð

Orð fá ekki lýst aðstæðunum

"ÞAÐ er fyrst og fremst sorg sem heltekur mann eftir þessi hörmulegu tíðindi frá Flateyri," sagði Einar K. Guðfinnsson, 1. þingmaður Vestfjarða. Einar sagðist hafa fengið fréttir af snjóflóðinu milli klukkan fimm og hálf sex á fimmtudagsmorgun og þeir Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður, sem búsettur er á Flateyri, fóru saman í stjórnstöð Almannavarna í Reykjavík. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 262 orð

Orsakir óveðursins

AÐALORSAKIR óveðursins undanfarna daga er lægðarbylgja, sem myndaðist suðvestur af Írlandi, hreyfðist norður og dýpkaði ört, svo og öflug hæð sem var yfir Grænlandi. Að sögn Unnar Ólafsdóttur veðurfræðings kom þann 20. október lægð inn á Grænlandshaf úr suðvestri frá Labrador og fór norðaustur yfir land þann 22. október og hæð settist þá að yfir Grænlandi. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 568 orð

Óeðlilegt aftakaflóð sem á sér ekki hliðstæðu

JÓN GUNNAR Egilsson, snjóflóðafræðingur á Veðurstofunni, segir að snjóflóðið á Flateyri sé aftakaflóð og mjög óeðlilegt miðað við það sem áður hefur þekkst. Mikill vindur og snjóburður hefur verið á fjallinu ofan Flateyrar frá því um síðustu helgi. Nákvæmar upplýsingar um dýpt snjóflóðsins og umfang lágu ekki fyrir í gær, en það er 300­400 metra breitt. Meira
27. október 1995 | Miðopna | 479 orð

Óttuðumst um strákana og fórum með Faðirvorið

VIÐ vorum sofandi þegar húsið bókstaflega sprakk í tætlur, ég get ekki lýst því öðruvísi. Allt fylltist af snjó, en við hjónin náðum að búa til öndunarrými í kringum okkur. Svo gátum við ekkert gert nema beðið. Óvissan um afdrif strákanna okkar kvaldi okkur mest. Meira
27. október 1995 | Landsbyggðin | 192 orð

Reykjafoss losnaði af strandstað eftir 12 tíma

REYKJAFOSS, skip Eimskipafélags Íslands, sem strandaði í innsiglingunni til Ísafjarðarhafnar á þriðjudagskvöld losnaði af strandstað kl. 10 morgunin eftir, tólf klukkustundum eftir að skipið tók niðri. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 351 orð

Ríkisstjórnin ræðir atburðina á Flateyri

RÍKISSTJÓRNIN kom saman í gærmorgun og ræddi atburðina á Flateyri og þá aðstoð sem hægt væri að veita við björgunarstörf. Annar ríkisstjórnarfundur er boðaður fyrir hádegi í dag. Friðrik Sophusson starfandi forsætisráðherra sagði í gær að þjóðin væri harmi lostin vegna þessa atburðar og hugur hennar væri hjá aðstandendum þeirra sem ættu um sárt að binda. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 124 orð

Rýmt á 4 bæjum og Núpi

SMÁÉLJAGANGUR og þokkalega bjart var í Þingeyri um miðjan dag í gær. Rafmagn var skammtað í bænum og skólahald féll niður vegna veðurs. Jónas Ólafsson, sveitarstjóri, sagði að prestur, hjúkrunarfólk og 16 manna björgunarlið hefði farið til Flateyrar milli kl. 7 og 8 gærmorguninn. Sextán björgunarsveitarmenn til viðbótar fóru til Flateyrar kl. 11. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 230 orð

Samkomuhaldi víða aflýst

SAMKOMUHALDI var aflýst víða um land í gær í kjölfar hinna hörmulegu atburða á Flateyri í fyrrinótt. Jafnframt var efnt til samverustunda í flestum kirkjum landsins þar sem beðið var fyrir Flateyringum, aðstandendum þeirra og björgunarfólki. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 76 orð

Samúðarkveðjur frá Færeyjum

FÆREYSKA landstjórnin sendi ríkisstjórn Íslands samúðarskeyti vegna slyssins á Flateyri. Í skeytinu segir: "Fyrir hönd landstjórnar Færeyja vil ég tjá íslenzku þjóðinni djúpa samúð færeysku þjóðarinnar í garð þeirra, sem eiga um sárt að binda vegna snjóflóðsins á Flateyri í nótt. Beztu kveðjur, Edmund Joensen, lögmaður. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 330 orð

Sauðfé fennti í kaf á Norðurlandi

FLEST bendir til að margar kindur hafi drepist í óveðrinu sem gekk yfir Norðurland í fyrrinótt. Í gær unnu bændur að því að grafa fé úr fönn. Búið er að finna eitthvað af dauðum kindum og fjölda fjár er enn saknað. Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu bændur við leitina í gær. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 315 orð

Sé ekki mikla möguleika á uppbyggingu

"ÉG FÉKK tvö símtöl strax upp úr klukkan fjögur og síðan barði fjórtán ára gamall vinur minn á gluggann, en hann hafði lent í snjóflóðinu og hlaupið mjög langa leið á nærklæðunum til þess að sækja hjálp," segir Magnea Guðmundsdóttir oddviti og starfandi sveitarstjóri Flateyrarhrepps. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 59 orð

Síðdegis lægir og styttir upp á Vestfjörðum

Í DAG spáir Veðurstofan norðan kalda eða stinningskalda og éljum um norðanvert landið, en léttskýjuðu veðri um sunnavert landið. Síðdegis fer að lægja talsvert og stytta upp á Vestfjörðum, en austan til á Norðurlandi bætir heldur í vind og verður norðan og norðvestan stinningskaldi eða allhvasst með éljum verður þar undir kvöldið. Meira
27. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 235 orð

Skipulag og hönnun 72 íbúða við Snægil

SAMNINGUR milli Húsnæðisnefndar Akureyrar og Arkitekta- og verkfræðisstofu Hauks hf. um skipulag og hönnun á 72 félagslegum íbúðum í 18 húsum í Snægili 2-36 var undirritaður í gær. Gert er ráð fyrir að húsin rísi á næstu 6 árum og að heildarkostnaður við allt verkið nemi um hálfum milljarði króna. Hagstæður samningur Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 141 orð

Sléttbakur með björg unarlið og hund

NÍTJÁN björgunarsveitarmenn með hund til leitar í snjóflóðum voru sendir frá Patreksfirði til Flateyrar með togaranum Sléttbak EA, sem leitað hafði vars utan við Vatneyri. Skipið lagði af stað frá Patreksfirði um klukkan 10 í gærmorgun, að sögn Ívans Brynjarssonar, 1. Meira
27. október 1995 | Landsbyggðin | 78 orð

Snjóflóð yfir veginn við Hrafnanes

JÁRNPLÖTUR hafa fokið af einu íbúðarhúsi á Reykhólum og hurðir fokið af geymslum. Rafmagnsstaurar brotnuðu með þeim afleiðingum að rafmagnslaust var í Gufudalssveit í gær. Vegurinn er ófær út að Reykhólum en snjóflóð hefur fallið yfir veginn á Hrafnanesi, rétt fyrir innan bæinn Barma. Rafmagnslaust er á nokkrum bæjum hér um slóðir og m.a. fauk spennir niður á einum bæ í Geiradal. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 109 orð

Steypujárn gekk inn í háls drengs

TÍU ára gamall drengur slasaðist mikið þegar hann féll fjóra metra ofan í húsgrunn í Árbænum í gær. Þegar hann lenti ofan í grunninum stakkst steypustyrktarjárn inn í háls drengsins. Drengurinn var að leik við húsgrunninn þegar hann féll þar niður. Steypustyrktarteinninn stóð upp úr snjónum á botni grunnsins og mun hann hafa gengið 5 sentimetra inn í háls drengsins. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 167 orð

Stöðugt eftirlit

ALMANNAVARNARNEFND Patreksfjarðar hélt uppi stöðugu eftirliti vegna snjófljóðahættu í gær og í nótt að sögn Þórólfs Halldórssonar sýslumanns. Veður hafði gengið niður á Patreksfirði um fimm leytið í gær. Allt skólahald hafði fallið niður um daginn en rafmagn hafði ekki farið af bænum. Meira
27. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 335 orð

Sumarhús gjöreyðilagðist

UM 800 metra breitt snjóflóð féll úr Króklækjargili ofan við bæinn Birkihlíð í Ljósavatnsskarði í fyrrinótt og hreif með sér nýlegan sumarbústað sem stóð í hlíðinni skammt ofan bæjarins. Nokkur minni flóð féllu úr giljum ofan við bæinn. Hlíðin undirlögð í flóðum Meira
27. október 1995 | Landsbyggðin | 214 orð

Svæðismiðstöð menntanetsins á Bifröst

Borgarnesi-Samvinnuháskólinn á Bifröst hefur gert samning við Íslenska menntanetið um rekstur svæðismiðstöðvar Íslenska menntanetsins á Bifröst fyrir Vesturland. Hlaut Samvinnuháskólinn einnar milljón króna víkjandi lán úr Iðnþróunarsjóði Vesturlands vegna þessa verkefnis. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 179 orð

Sögustund í Viðeyjarstofu

Á ÞESSU ári munu 770 ár liðin frá stofnun Viðeyjarklausturs. Af því tilefni verður efnt til sögustundar í Viðeyjarstofu síðdegis fyrsta vetrardag, laugardaginn 28. október nk. Dagskráin hefst kl. 14. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 125 orð

Tímaklukkan gegnið aftur

TÁLKNFIRÐINGAR fengu sinn skerf af óveðrinu í fyrrinótt. Það var upp úr miðnætti, sem hvessti og fylgdi mikil ofankoma. Venjulega þegar hvessir af norð- austan þá gengur á með hvössum byljum og hægir á milli en í fyrrinótt var stöðugt hvassviðri og fór ekki að hægja fyrr en um tíuleytið í gærmorgun. Þokkalegt veður var komið á um kaffileytið í gær. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 203 orð

Tvö hús standa á leitarsvæðinu

SNJÓFLÓÐIÐ féll á 19 íbúðarhús á Flateyri, Esso stöðina, fjarvarmaveitu, spennustöð og Minjasafnshús. Í húsunum voru alls 45 manns. Tuttugu og einn bjargaðist af sjálfsdáðum eða var bjargað áður en skipulagt björgunarstarf hófst. 24 lentu í flóðinu, 4 hafa bjargast, eins er saknað, og nítján eru fundnir látnir. Ég kom til Flateyrar með varðskipinu Ægi og var kominn að snjóflóðasvæðinu um kl. Meira
27. október 1995 | Erlendar fréttir | 417 orð

Vaxandi efasemdir um getu Jeltsíns til að stjórna

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, var fluttur á sjúkrahús í gær vegna endurtekinna hjartatruflana en að sögn Víktor Íljúshíns, náins aðstoðarmanns hans, er líðan hans miklu betri nú en þegar hann fékk áfallið í júlí sl. Kvað hann lækna forsetans mundu gefa út tilkynningu í dag um veikindin en fullyrti, að engin þörf væri á hjartaaðgerð. Meira
27. október 1995 | Landsbyggðin | 107 orð

Veðurathuganir í Stykkishólmi 150 ára

Stykkishólmi-Haldin verður samkoma í Norska húsinu í Stykkishólmi sunnudaginn 29. október kl. 15 til að minnast þess að 1. nóvember 1845 hóf Árni Thorlacius reglulegar veðurmælingar á Íslandi fyrstur manna. Meira
27. október 1995 | Erlendar fréttir | 78 orð

Veðurblíða í Bretlandi

RÓSIRNAR í Garði Maríu drottningar í London og víðar í Bretlandi standa enn í blóma enda hefur tíðin verið afar góð að undanförnu. Er þessi októbermánuður sá hlýjasti í landinu síðan mælingar hófust þar 1659. Fyrstu rúmu öldina var hitastigið aðeins tekið einu sinni í mánuði en frá 1772 eru til daglegar mælingar. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 168 orð

Veðurofsinn tafði Baldur

FERÐIR Breiðafjarðarferjunnar Baldurs lágu niðri frá sunnudegi þangað til í gær. "Veðurofsinn kom illa niður á okkur, því Baldur gat ekki lagst að bryggju á Brjánslæk. Ég hef aldrei vitað annan eins veðurofsa jafnsnemma hausts," sagði Guðmundur Lárusson, framkvæmdastjóri Baldurs, í samtali við Morgunblaðið. Meira
27. október 1995 | Landsbyggðin | 68 orð

Vindhviða hreif bíl

STARFSMAÐUR Orkubús Vestfjarða, Guðmundur Ólafsson, átti erindi út fyrir hús til að slá inn rofa til að koma á rafmagni í innsveitum Reykhólasveitar í fyrrakvöld. Þegar hann var á leiðinni kom vindhviða og hók bíl hans á loft og feykti honum niður brekku. Guðmundur sagði að bíllinn væri sennilega gjörónýtur en sjálfur slapp hann ómeiddur. Fárviðri var í hryðjunum í Reykhólasveit og bylurinn miki. Meira
27. október 1995 | Erlendar fréttir | 139 orð

Þingið styður nýju stjórnina

EISTNESKA þingið lýsti í gær yfir stuðningi við nýja ríkisstjórn Tiit Vähis forsætisráðherra. 55 þingmenn greiddu atkvæði með stjórninni, fimm voru á móti og nítján sátu hjá. Síðasta stjórn Vähis varð að segja af sér í kjölfar þess að í ljós kom að Edgar Savisaar innanríkisráðherra hafði látið hljóðrita samtöl sem hann átti við aðra stjórnmálamenn. Meira
27. október 1995 | Innlendar fréttir | 331 orð

Örmagna en ekki líkamlega þreyttur

"LEITIN er mjög erfið og menn eru gjörsamlega örmagna. Ég er þó ekki líkamlega þreyttur, en aðstæður reyna mjög á menn," sagði Páll Guðmundsson, matsveinn á Gylli frá Flateyri, sem leitaði í snjóflóðinu frá kl. 5 í gærmorgun og fram á kvöld. Meira
27. október 1995 | Smáfréttir | 15 orð

(fyrirsögn vantar)

Ritstjórnargreinar

27. október 1995 | Leiðarar | 696 orð

FLATEYRI

leiðari FLATEYRI IÐ mannskæða snjóflóð, sem féll á Flateyri við Önundarfjörð í fyrrinótt er þungt högg fyrir þetta litla byggðarlag, Vestfirðinga og þjóðina alla. Eftir þá hörmulegu atburði, sem urðu í Súðavík í janúarmánuði sl. hefði enginn trúað því, að slíkt gæti gerzt á ný, á sama ári og í sama landsfjórðungi. Meira
27. október 1995 | Staksteinar | 337 orð

»Sameinuðu þjóðirnar FORSÆTISRÁÐHERRAR Norðurlandanna fimm segja í grein í

FORSÆTISRÁÐHERRAR Norðurlandanna fimm segja í grein í International Herald Tribune að Norðurlöndin hafi greitt langhæst fjárframlög til Sameinuðu þjóðanna - miðað við höfðatölu. Norðurlandaþjóðir greiða fimm sinnum meira til samtakanna en nemur meðaltalsgreiðslum OECD-þjóða. Góður árangur Meira

Menning

27. október 1995 | Tónlist | 440 orð

Að keppa hlið við hlið

Bachsveitin í Skálholti lék verk eftir Scarlatti, Telemann og Quantz. Einleikarar voru Camilla Söderberg, Sarah Buckley og Martial Nardeau Sunnudagurinn 22. október, 1995. FLUTNINGUR barokktónlistar getur verið nokkurt vandamál, sérstaklega er varðar gerðir hljóðfæra og leikaðferðir en einnig er varðar túlkun slíkrar tónlistar og þá ekki síst hraðaval. Meira
27. október 1995 | Menningarlíf | 66 orð

Afmælishátíð í Háskólabíói

Í TILEFNI af 100 ára afmæli kvikmyndarinnar standa Alliance Francaise, Háskólabíó og Dauphinois safnið í Grenoble, Frakklandi fyrir sýningu á munum frá fyrstu 100 árum kvikmyndarinnar. Á sýningunni eru sýndar ljósmyndir, gömul sýningartæki og ýmsir munir og eru þeir frá Ísere-héraði í Frakklandi. Sýningin verður opnuð kl. 18 í dag, föstudag, í anddyri Háskólabíós. Meira
27. október 1995 | Fólk í fréttum | 183 orð

Bong í The Face

Í NÝJASTA tölublaði breska tímaritsins The Face er grein um íslenska poppdúettinn Bong. Þar er sagt frá útgáfu smáskífunnar "Devotion" í Bretlandi og að mati blaðamanns tímaritsins eru allir möguleikar á að Bong slái í gegn þar í landi. Rætt er við meðlimi sveitarinnar, Móeiði Júníusdóttur og Eyþór Arnalds. Meira
27. október 1995 | Menningarlíf | 84 orð

Dagskrá Unglistar í dag

DAGSKRÁ Unglistar, listahátíðar ungs fólks, í dag er eftirfarandi; Kl. 9­23 myndlistarsýning í Hinu húsinu. Kl. 10­17 ljósmyndasýning í Háskólabíó (anddyrinu, myndir frá maraþoni. Kl. 12­16 Internetsmiðja í Síbería netkaffi. Kl. 13­18 hönnunarsýning Iðnskólans í Fjósinu, Barónsstíg 4. Kl. 13­19 Listasmiðja Unglistar í Hafnarhúsinu. Kl. Meira
27. október 1995 | Fólk í fréttum | 392 orð

Frumsýning fyrstu íslensku teiknimyndarinnar í fullri lengd

SKÍFAN hf. frumsýnir teiknimyndina Leynivopnið, sem er fyrsta íslenska teiknimyndin í fullri lengd, í Regnboganum og í Borgarbíói Akureyri í kvöld, föstudaginn 27. október. Teiknimyndin Leynivopnið er framleidd af Skífunni hf. í samstarfi við danska og þýska meðframleiðendur. Meira
27. október 1995 | Fólk í fréttum | 60 orð

Galdrakarlinn í Oz

LEIKFÉLAG Kópavogs frumsýndi leikritið Galdrakarlinn í Oz á laugardaginn í félagsheimili Kópavogs. Gestir skemmtu sér vel, enda telst sagan til sígildra ævintýrabókmennta. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Meira
27. október 1995 | Fólk í fréttum | 105 orð

Glórulaus leið á toppinn

ÁRIÐ 1993 lék Alicia Silverstone í myndinni "The Crush". Frammistaða hennar þótti vera með ágætum og vakti athygli á henni sem leikkonu. Hún fékk hlutverk í þremur myndböndum með hljómsveitinni Aerosmith sem sýnd voru mikið á sjónvarpsstöðinni MTV. Meira
27. október 1995 | Fólk í fréttum | 264 orð

Háskólabíó forsýnir myndina Glórulaus

HÁSKÓLABÍÓ forsýnir nú um helgina kvikmyndina Glórulaus eða "Clueless". Mað aðalhlutverk fer Alicia Silverstone, Stacey Dash, Brittany Murphy og Paul Rudd. Höfundur og leikstjóri er Amy Heckerling. Meira
27. október 1995 | Fólk í fréttum | 191 orð

Háskólabíó sýnir Að lifa

HÁSKÓLABÍÓ hefur undanfarin ár sýnt verk þekktasta leikstjóra Kínverja um þessar mundir, Zhang Yimou. Má þar nefna Ju Dou, Rauða lampann og Söguna af Qiu Ju. Nú frumsýnir bíóið Að lifa (Lifetimes) og eftir áramót er Shanghai-gengið (Shanghai Triad) væntanleg. Meira
27. október 1995 | Fólk í fréttum | 196 orð

Hættuleg tegund forsýnd

LAUGARÁSBÍÓ og Sambíóin forsýna nú um helgina kvikmyndina Hættuleg tegund eða "Species". Myndin er forsýnd í Laugarásbíói í kvöld, föstudagskvöld kl. 9 og í Bíóhöllinni laugardagskvöld kl. 11.25. Meira
27. október 1995 | Fólk í fréttum | 41 orð

Í fagurra kvenna hópi

MICHAEL Haseltine, aðstoðarforsætisráðherra Bretlands, sést hér ásamt tískuhönnuðinum John Galliano og sýningarstúlkum hans. Sá síðarnefndi var útnefndur besti tískuhönnuður Bretlands annað árið í röð. Myndin var tekin eftir verðlaunaafhendinguna, sem fór fram í London í fyrradag. Meira
27. október 1995 | Menningarlíf | 111 orð

Íslensk sönglög og óperuaríur

Í TILEFNI þess að í ár eru liðin 40 ár frá stofnun Tónlistarfélags Akraness efnir félagið til tvennra tónleika á næstunni. Fyrri tónleikarnir verða haldnir á laugardaginn kemur í safnaðarheimilinu Vinaminni og hefjast þeir kl. 15. Á þessum tónleikum koma fram þau Sigrún Hjálmtýsdóttir sópransöngkona, Martial Nardeau flautuleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. Meira
27. október 1995 | Fólk í fréttum | 74 orð

Kudrow í klípu á hvíta tjaldinu

LEIKKONAN Lisa Kudrow, sem sjónvarpsáhorfendur þekkja úr þáttunum Vinir, eða "Friends", hefur tekið að sér hlutverk í myndinni "Inconvenienced". Leikstjóri er Douglas Keeve, en aðalhlutverk á móti Lisu leikur Rob Schneider. Kudrow og Schneider leika ungt par sem tekið er í gíslingu í matvörubúð á ferðalagi sínu um Bandaríkin. Tökur hefjast í Los Angeles í nóvember. Meira
27. október 1995 | Bókmenntir | 819 orð

Litlu vísbendingarnar

eftir Sigmund Freud. Þýðandi Sigurjón Björnsson. Hið íslenska bókmenntafélag 1995 - 254 síður. FÁIR menn hafa átt jafn drjúgan þátt í að móta mannskilning samtímans og sá fróði læknir og hugsuður Sigmund Freud. Áhrifa hans gætir ekki einasta í verkum listamanna, sálfræðinga, heimspekinga og geðlækna heldur og í hugsanagangi meginþorra almennings. Meira
27. október 1995 | Bókmenntir | 609 orð

MAKLEG MÁLAGJÖLD

eftir Kormák Bragason. Hekluútgáfan 1995 - 151 síða. "AUGA fyrir tönn" er skáldsaga þar sem höfundur notar dulnefnið Kormákur Bragason. Áður hefur hann gefið út "Djúpfryst ljóð", "Spíruskip" (uppstilling) og skáldsöguna "Sjávarbörn". Í upphafi sögunnar er birt "ágrip" sem lýsir helstu þáttum sögunnar, bæði persónum, sögusviði og tíma. Meira
27. október 1995 | Menningarlíf | 101 orð

Nemendatónleikar í Bústaðakirkju

TÓNLISTARSKÓLI íslenska Suzukisambandsins efnir til nemendatónleika á íslenskum tónlistardegi laugardaginn 28. október. Sjö nemendur á aldrinum 7-12 ára koma fram sem einleikarar með strengjasveit sem skipuð er nemendum og kennurum. Meira
27. október 1995 | Menningarlíf | 537 orð

Rómantískar hugleiðingar og Heimur Guðríðar

HALLGRÍMSKIRKJA efnir til hátíðar á ártíð Hallgríms Péturssonar um helgina. Meðal atriða verða leikritið Heimur Guðríðar eftir Steinunni Jóhannesdóttur og selló- og orgeltónleikar Ingu Rósar Ingólfsdóttur og Harðar Áskelssonar. Hátíðin hefst með Hallgrímsmessu í kvöld kl. Meira
27. október 1995 | Fólk í fréttum | 72 orð

Sambíóin forsýna Hættulegur hugur

SAMBÍÓIN forsýna í kvöld kvikmyndina "Dangerous Minds" eða Hættulegur hugur eins og hún hefur verið nefnd á íslensku. Verður um sérstaka miðnætursýningu að ræða í Bíóborginni við Snorrabraut. 10. næsta mánaðar verður kvikmyndin síðan Evrópufrumsýnd í Sambíóunum. Meira
27. október 1995 | Menningarlíf | 29 orð

Sápunni frestað

Sápunni frestað FRUMSÝNINGU á gamanleikritinu Sápu þrjú og hálft, sem vera átti í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum í kvöld, hefur verið frestað til föstudagsins 3. nóvember vegna atburðanna á Flateyri. Meira
27. október 1995 | Fólk í fréttum | 39 orð

Sir Cliff Richard

CLIFF Richard heitir nú Sir Cliff Richard. Hérna sýnir hann ljósmyndurum medalíuna sem drottningin gaf honum þegar hún sæmdi hann riddaratign í Buckinghamhöllinni í gær. Cliff sagði heimsókn sína í höllina meðal stærstu stunda lífs síns. Meira
27. október 1995 | Menningarlíf | 174 orð

Skagfirska söngsveiting í Fella- og Hólakirkju

SKAGFIRSKA söngsveitin í Reykjavík er 25 ára um þessar mundir og verða af því tilefni haldnir afmælistónleikar í Fella- og Hólakirkju laugardaginn 28. október og hefjast þeir kl. 16.00. Þar koma fram Skagfirska söngsveitin og Söngsveitin Drangey. Meira
27. október 1995 | Menningarlíf | 83 orð

Sýningu Bubba að ljúka

SÝNINGU Bubba - Guðbjörns Gunnarssonar ­ á skúlptúrum í Galleríi Fold við Rauðarárstíg lýkur nú á sunnudag. Á sýningunni eru verk unnin með blandaðri tækni, úr bronsi, steini, gleri, járni og tré. Ennfremur eru skýringarmyndir sem sýna lauslega vinnsluferil við bronssteypu. Meginviðfangsefni í verkum Bubba er náttúra Íslands. Meira
27. október 1995 | Fólk í fréttum | 214 orð

Talisa Soto kveður sér hljóðs

LEIKKONAN Talisa Soto er helst þekkt fyrir leik sinn í Bond-myndinni "Licence to Kill" frá árinu 1989. Hún hefur þó leikið í nokkrum öðrum myndum. Fyrsta mynd hennar var "Spike of Bensonhurst" sem framleidd var árið 1988. Þá kom Bond og síðan hefur hún meðal annars leikið í myndunum "The Mambo Kings" og "Don Juan DeMarco" og hlotið góða dóma fyrir. Meira
27. október 1995 | Menningarlíf | 94 orð

Unglist frestað

VEGNA snjóflóðanna á Flateyri gefa breska dansrokksveitin Transcendental Love Machine, Hljómalind, Unglist og fleiri aðilar frá sér svohljóðandi yfirlýsingu: Í virðingarskyni við fólkið á Flateyri og aðstandendur þess hafa Transcendental Love Machine, Lhooq, Hljómalind, Unglist, Ingólfskaffi, FB og Gaukur á stöng ákveðið að fresta fyrirhuguðu tónleikahaldi hér á Íslandi helgina 27. ­ 30. Meira

Umræðan

27. október 1995 | Velvakandi | 367 orð

Brú yfir Gilsfjörð

ÞAÐ ER búið að skrifa alltöluvert um Gilsfjarðarbrúna á undanförnum mánuðum og varla ástæða til að bæta þar miklu við. Ég vil taka undir með þeim, sem furða sig á því að framkvæmd sem raunverulega hefði átt að vera búið að gera fyrir 30 árum, skyldi enn vera frestað. Meira
27. október 1995 | Velvakandi | 354 orð

Enn um símaskrána

ÞÓTT það sé að bera í bakkafullan lækinn að skrifa enn um Símaskrána ætla ég samt að bæta svolitlu við það sem komið er: 1. Ég hef oft furðað mig á því að þetta mikla verk skuli vera andlitslaust, þ.e. það byrjar ekki á titilblaði eins og aðrar bækur. Að vísu er neðst á 1. blaðsíðu prentað með örsmáu letri það sem venjulega er á titilblaði bóka. Meira
27. október 1995 | Aðsent efni | 733 orð

Gæði og fræði

GAMAN að þessi tvö orð skuli ríma saman. Sérstaklega ef maður starfar í skóla ­ og keppir að því að láta þessi orð ríma saman ­ í verki. Fræði eru vísindi ­ af ýmsu tagi auðvitað. Ein fræðin sem ég hef verið að velta fyrir mér undanfarna mánuði svona allt í bland og saman við ­ eru fræðin um gæði. Meira
27. október 1995 | Aðsent efni | 639 orð

Heilbrigðiskerfið ­ meira fyrir minna

ÞÖRFIN fyrir forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu er nú orðin svo knýjandi að almenn umræða um hana er loksins hafin. Auðvelda má þessa forgangsröðun nokkuð með því að nýta það fé sem veitt er til heilbrigðismála betur en nú er gert, en skipulagning heilbrigðisþjónustunnar er langt frá því að vera eins hagkvæm og mögulegt væri. Meira
27. október 1995 | Velvakandi | 449 orð

Hugkvæmni í skattheimtu

VEGNA lélegra almenningssamgangna neyðist ég til að eiga bíl og þar með greiða þá margvíslegu skatta sem á þau tæki eru lagðir. Bíleigendur eru afar nytháar mjólkurkýr hins háa dómsmálaráðuneytis og úr þeim er nytin líka býsna trygg, þar eð mörgum er bíllinn nauðsyn. Hugkvæmni hugmyndasmiða hins háa ráðuneytis eru lítil takmörk sett þegar um er að ræða að finna skatta á bíla. Meira
27. október 1995 | Velvakandi | 198 orð

Ingibjörg Sólrún sagði ósatt

Í VIÐTALI í fréttatíma Ríkisútvarpsins þriðjudaginn 17. þ.m. sagði Ingibjörg Sólrún, í tilefni af gagnrýni Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra á borgaryfirvöld fyrir stuðning við "borgaralega fermingu", að þau hefðu ekkert annað gert en að lána Ráðhúsið undir þessa athöfn. Afhending Ráðhússins til þessarar ókristilegu athafnar er auðvitað heilmikill stuðningur. Meira
27. október 1995 | Aðsent efni | 1105 orð

Ísland og Háskóli Sameinuðu þjóðanna

HÁSKÓLI Sameinuðu þjóðanna er sú stofnun SÞ sem Ísland hefur tekið hvað virkastan þátt í. Frá vorinu 1979 hefur árlega komið til landsins hópur vísinda- og tæknimanna og kvenna frá þróunarlöndunum til að læra hvernig hægt er að finna, beisla og nýta jarðhita. Meira
27. október 1995 | Velvakandi | 560 orð

Kindakjötsraunir

Í FRÉTTUM sjónvarpsins í gærkvöldi var sýnt þegar kjötskrokkum var steypt af bílpalli niður í gryfju á Hólmavík, til brennslu og urðunar. Og þarna var ekki um gamalt kjöt að ræða, heldur kjöt af nýslátruðu, með öðrum orðum þessu marglofaða "fjallalambi" sem á að vera heilnæmasta kjötið í veröldinni. Meira
27. október 1995 | Velvakandi | 410 orð

KRIFRÆÐI og duttlungar íslenskra embættimanna hafa oft orðið Víkver

KRIFRÆÐI og duttlungar íslenskra embættimanna hafa oft orðið Víkverja að umtalsefni. Víkverja varð þó ljóst, þegar hann brá sér til Moskvu fyrir skömmu, að íslenska kerfið bliknar í samanburði við það rússneska. Meira
27. október 1995 | Aðsent efni | 1369 orð

Kynþáttahatur og kynþáttafordómar

ÁSTÆÐAN fyrir því að ég tek þátt í þessari keppni er sú að ég hef kynnst bæði fordómum og kynþáttahatri. Fordómar geta stundum verið eðlilegir vegna vanþekkingar manna og þröngsýni sem hægt er að leiðrétta. Aftur á móti er kynþáttahatur hættulegt. Það byggir á tilfinningu og andúð á öðrum kynþáttum. Slíkt hatur getur orðið til þegar manni er sýnd óvirðing og er niðurlægður vegna t.d. Meira
27. október 1995 | Aðsent efni | 758 orð

Landbúnaður í vestrænu hagkerfi

Frumframleiðsla landbúnaðar hefur margföldunaráhrif í atvinnulífinu, segir Ingvar Gíslason, og stuðningurinn skilar sér aftur í hringrás atvinnu- og viðskiptalífs. EINN af forystumönnum íslenskra bænda lét þau orð falla fyrr á árinu að framtíð bændastéttar (a.m.k. sauðfjárbænda) væri "döpur". Varla mun þetta of mælt. Meira
27. október 1995 | Velvakandi | 334 orð

Varðandi bílbeltanotkun í hópbifreiðum

Í MORGUNBLAÐINU miðvikudag er grein um bílbelti í hópbifreiðum og þar er vitnað í Láru Margréti Ragnarsdóttur varðandi tillögu nefndar sem hún situr í. Tillagan virðist vera efnislega á þá leið að dýrt sé að setja belti í hópbifreiðaflotann sem fyrir er og því ætti að setja þau í allar nýjar hópbifreiðar og þá væntanlega hægt og sígandi að koma öllum flotanum á þetta stig. Meira
27. október 1995 | Aðsent efni | 667 orð

Vegurinn yfir Gilsfjörð

FIMMTUDAGINN 12. október var grein í Morgunblaðinu um vegagerð og kom í ljós að nýr vegur yfir Gilsfjörð yrði ekki tekinn í notkun haustið 1997. Halldór, þú segir að þú sjáir ekert því til fyrirstöðu að fresta útboði. Það er best að ég svari þér hreint út. Þingmál. Tillaga um Gilsfjarðarbrú var flutt fyrsta í skipti á þingi 1982. Meira
27. október 1995 | Velvakandi | 455 orð

Velvakandi, format 31,7

Velvakandi, format 31,7 Meira

Minningargreinar

27. október 1995 | Minningargreinar | 267 orð

Aðalsteinn Sæmundsson

Mig langar í fáum orðum að minnast pabba míns sem er látinn eftir baráttu við krabbamein. Hann var í góðri umönnun hjúkrunarfólks og hafi það þökk fyrir. Pabbi hafði ætíð gaman að að vita hvaðan fólk væri og hverra manna. Mínar fyrstu minningar af pabba voru í vélsmiðju hans á Vesturgötunni í litlum skúr. Meira
27. október 1995 | Minningargreinar | 842 orð

Aðalsteinn Sæmundsson

Tengdafaðir minn, Aðalsteinn Sæmundsson vélstjóri, er látinn. Okkar leiðir lágu saman fyrir 25 árum þegar ég og elsta dóttir hans, Áslaug Guðrún, hófum búskap í litlu húsi á Vesturgötu 54, sem hann átti í félagi við annan. Aðalsteinn rak þá vélsmiðju á Grandagarði og var okkar heimili á leið hans til og frá vinnu. Þetta varð til þess að hann kom oft við hjá okkur á leiðinni heim. Meira
27. október 1995 | Minningargreinar | 355 orð

Aðalsteinn Sæmundsson

Í dag verður til moldar borinn vinur minn, Aðalsteinn Sæmundsson. Ég kynntist Alla fyrst fyrir meira en þrjátíu árum, þegar hann stofnaði Vélsmiðjuna Steinar sf. ásamt föður mínum, Þorsteini Guðmundssyni. Ég var þá unglingur að byrja að kynnast atvinnulífinu. Mér er það minnisstætt hversu létta lund Alli hafði og hvað ég hafði gaman að því að vera í návist hans og hlusta á hann segja frá. Meira
27. október 1995 | Minningargreinar | 244 orð

AÐALSTEINN SÆMUNDSSON

AÐALSTEINN SÆMUNDSSON Aðalsteinn Sæmundsson fæddist í Stóra-Bóli í Austur-Skaftafellssýslu 20. september 1915. Hann lést á Vífilsstöðum 14. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sæmundur Halldórsson bóndi og póstur og Guðrún Þorsteinsdóttir. Aðalsteinn var þriðji elstur af tíu systkinum sem upp komust og lifa hann fimm. Meira
27. október 1995 | Minningargreinar | 297 orð

Finnur Björnsson

Með örfáum línum langar okkur fjölskylduna að minnast Finns Björnssonar, þess góða drengs sem við kveðjum nú í bili. Flestar minningar okkar um Finn tengjast þeim árum er við bjuggum á Patró. Mikill samgangur var þá milli okkar og fjölskyldu hans og gátum við fylgt honum fyrstu tólf ár ævinnar. Helst koma nú upp myndir sem tengjast óeigingirni hans, hjálpsemi og úrræðasemi. Meira
27. október 1995 | Minningargreinar | 27 orð

FINNUR BJÖRNSSON

FINNUR BJÖRNSSON Finnur Björnsson fæddist á Patreksfirði 6. ágúst 1973. Hann lést af slysförum 14. september síðastliðinn og fór útför hans fram á Patreksfirði 23. september. Meira
27. október 1995 | Minningargreinar | 234 orð

Hulda Baldursdóttir

Það er alltaf erfitt að sætta sig við það að dauðinn megi aðskilja okkur hvert frá öðru. En þó að þú, elsku Hulda, sért frá okkur farin þá munum við ætíð minnast þín og þitt pláss í huga okkar og hjarta mun að eilífu vara. Meira
27. október 1995 | Minningargreinar | 314 orð

Hulda Baldursdóttir

Nú þegar haustar að og laufin falla af trjánum eitt af öðru, hefur Hulda kvatt þennan heim. Hennar verður sárt saknað en eftir situr minningin um hana geislandi af orku og gleði á meðan heilsan leyfði. Hulda annaðist barnahópinn sinn af mikilli alúð og síðar nutu einnig fjölskyldur barna hennar sömu ástúðar og umhyggju. Meira
27. október 1995 | Minningargreinar | 211 orð

HULDA BALDURSDÓTTIR

HULDA BALDURSDÓTTIR Hulda Baldursdóttir fæddist á Selaklöpp í Hrísey 25. nóvember 1909. Hún andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 17. október síðastliðinn, 85 ára gömul. Foreldrar hennar voru hjónin Seselía Sigurðardóttir og Baldur Guðnason, búsett í Hrísey. Meira
27. október 1995 | Minningargreinar | 488 orð

Jóhannes Jósepsson

Látinn er Jóhannes Jósepsson, 84 ára að aldri. Ég vil í fáeinum orðum minnast þessa sómamanns. Hann ólst upp í foreldrahúsum í Múla, Vatnshól, Stórhóli og á Bergsstöðum til 1929, fór það haust í 3. bekk Hvítárbakkaskóla og lauk prófi þaðan vorið 1930. Las utanskóla undir gagnfræðapróf sem hann tók við MA 1931. Meira
27. október 1995 | Minningargreinar | 147 orð

JÓHANNES JÓSEPSSON

JÓHANNES JÓSEPSSON Jóhannes Jósepsson fæddist á Melstað í Miðfirði 13. apríl 1911. Hann lést á Akureyri 8. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þóra Guðrún Jóhannsdóttir, f. 19. mars 1889 á Hofi í Hjaltadal, d. 5. febrúar 1973, og Jósep Jóhannesson, f. 6. september 1886 á Hörgshóli í Línakradal, d. 23. maí 1961. Meira
27. október 1995 | Minningargreinar | 371 orð

Jón G. K. Jónsson

Fregnin um hið skyndilega andlát Jóns G.K. Jónssonar vakti mig til umhugsunar um hvað skammt er milli lífs og dauða. Jafnframt leitaði hugur minn til þeirra mörgu ára sem við störfuðum saman og þeirra mannkosta og hæfni sem hann bjó yfir. Meira
27. október 1995 | Minningargreinar | 41 orð

JÓN G. K. JÓNSSON

JÓN G. K. JÓNSSON Jón G.K. Jónsson, skrifstofustjóri Byggingadeildar Reykjavíkurborgar, fæddist á Skólavörðustíg 26 í Reykjavík 10. september 1933. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 14. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 26. október. Meira
27. október 1995 | Minningargreinar | 256 orð

Karl Reynir Guðmundsson

Í þrjá áratugi höfum við hjá Ingimar Guðmundssyni átt því láni að fagna að hafa átt viðskipti við Karl R. Guðmundsson. Samskipti okkar voru aðallega í gegnum síma hin síðari ár vegna heilsubrests Karls, við töluðumst því oft við í síma. Fáum hef ég kynnst sem hafa lagt sig eins fram og Karl gerði í því tilliti að þjóna sínum viðskiptavini sem best. Meira
27. október 1995 | Minningargreinar | 365 orð

Karl Reynir Guðmundsson

Afi ólst upp við kröpp kjör. Langafi dó frá tíu börnum í æsku og kom það í hlut langömmu minnar að ala þau upp við erfið skilyrði. Það er erfitt fyrir ungan mann í dag að ímynda sér að uppeldi við þær aðstæður, sem afi minn ólst upp við, hafi yfirleitt getað lánast eins vel og það gerði. Meira
27. október 1995 | Minningargreinar | 479 orð

KARL REYNIR GUÐMUNDSSON

KARL REYNIR GUÐMUNDSSON Karl Reynir Guðmundsson var fæddur í Reykjavík 29. júlí 1922. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 18. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson bakari á Ísafirði og síðar í Reykjavík, f. 6. maí 1880, d. 13. febrúar 1932, og kona hans Nikólína Henriette Katrín Þorláksdóttir, f. 9. Meira
27. október 1995 | Minningargreinar | 116 orð

Karl Reynir Guðmundsson Okkur barnabörnin langar til að kveðja afa okkar enda á hann það skilið af okkur að við sendum honum nú

Okkur barnabörnin langar til að kveðja afa okkar enda á hann það skilið af okkur að við sendum honum nú hlýleg kveðjuorð. Afi var okkur góður og gátum við ávallt til hans leitað ef eitthvað bjátaði á. Hann var úrræðagóður og leiðbeindi okkur til betri vetar. Afi var gjafmildur og þótti mjög gaman að gefa okkur gjafir og sjá okkur gleðjast. Minningin um hann er björt og léttir okkur eftirsjána. Meira
27. október 1995 | Minningargreinar | 302 orð

Karl R. Guðmundsson

Karl R. Guðmundsson var einn þeirra sem ruddi brautir með konu sinni á Selfossi. Hann hóf atvinnurekstur á staðnum og setti svip á staðinn með tilveru sinni og viðmóti. Þeir eru margir sem leitað hafa til Karls með erindi sín varðandi gangverk í öllum gerðum af úrum og klukkum og allir mætt sama ljúfa viðmótinu. Meira
27. október 1995 | Minningargreinar | 1118 orð

RAGNAR GUÐLEIFSSON

Ragnar Guðleifsson, heiðursborgari Keflavíkurkaupstaðar, er níræður í dag. Ragnar var í meira en 40 ár helsti leiðtogi okkar jafnaðarmanna og verkalýðshreyfingarinnar á Suðurnesjum. Ragnar er einhver ástsælasti og farsælasti alþýðuforingi sem Alþýðuflokkurinn hefur átt á að skipa frá upphafi. Meira
27. október 1995 | Minningargreinar | 313 orð

Rögnvaldur Þorláksson

Elsku afi er dáinn. Eftir margra ára baráttu við veikindi hefur hann nú fengið að hvílast. Alltaf var gott að koma í heimsókn til ömmu og afa og var þá ýmislegt skemmtilegt gert, t.d. farið í feluleik, spilað eða bara setið og spjallað. Afi kunni margar sögur en skemmtilegstar þóttu okkur þær frá því að amma og afi bjuggu í Noregi. Meira
27. október 1995 | Minningargreinar | 693 orð

Rögnvaldur Þorláksson

Mér barst sú fregn hingað til Kína að vinur minn Rögnvaldur Þorláksson væri látinn en hann hafði átt við vanheilsu að stríða undanfarin ár. Það er mér í fersku minni þegar ég hitti Rögnvald fyrst. Ég vann um tíma sumarið 1957 á skrifstofu Verklegra framkvæmda hf. og einn daginn vatt sér hár og vasklegur maður inn úr dyrunum, það var Rögnvaldur. Meira
27. október 1995 | Minningargreinar | 515 orð

Rögnvaldur Þorláksson

Við Rögnvaldur kynntumst fyrst árið 1964 er hann réð mig til sín, en Rögnvaldur starfaði þá sem sjálfstæður ráðgefandi verkfræðingur fyrir raforkumálaskrifstofuna og Rafmagnsveitur ríkisins. Jafnframt var hann umboðsmaður verkfræðifyrirtækisins Harza í Chicago, Meira
27. október 1995 | Minningargreinar | 1070 orð

Rögnvaldur Þorláksson

Margt kemur upp í hugann við andlát Rögnvaldar Sveins Þorlákssonar byggingarverkfræðings. Hann var einkabarn móðursystur minnar Önnu Guðnýjar Sveinsdóttur og Þorláks Kristins Ófeigssonar byggingarmeistara, sem lengstum bjuggu á Laugavegi 97. Þetta fallega hús teiknaði og hannaði Þorlákur af slíkri hugkvæmni, að hliðstæða fyrirfannst naumast á Laugaveginum. Meira
27. október 1995 | Minningargreinar | 221 orð

Rögnvaldur Þorláksson

Rögnvaldur er fallinn frá. Ég kom til starfa hjá honum fyrir tæpum þrjátíu árum. Þá stýrði hann eigin fyrirtæki sem í samstarfi við erlendan aðila hafði á hendi undirbúningsvinnu og umsjón með byggingu Búrfellsvirkjunar. Síðar réðst hann til Landsvirkjunar sem byggingarstjóri, en undir hann heyrði undirbúningur og umsjón með byggingu vatnsaflsvirkjana og mannvirkja tengdum þeim. Meira
27. október 1995 | Minningargreinar | 312 orð

RÖGNVALDUR ÞORLÁKSSON

RÖGNVALDUR ÞORLÁKSSON Rögnvaldur Þorláksson fæddist í Reykjavík 26. apríl 1916. Hann lést á Landakotsspítala 18. þessa mánaðar. Foreldar hans voru Anna Guðný Sveinsdóttir og Þorlákur Ófeigsson, byggingameistari, sem bjuggu lengst af á Laugavegi 97 í Reykjavík. Meira
27. október 1995 | Minningargreinar | 509 orð

Sigurður Runólfsson

Ég hef horft á nokkur andlit á líkbörum um ævina, en aldrei fyrr hef ég ósjálfrátt reynt að brosa til hins látna. Áhrif minningarinnar um skapgóðan og ljúfan mann sem vildi alltaf gera gott úr öllu voru sterk og mig langaði til að sjá bros hans einu sinni enn. Heil kynslóð hefur vaxið upp síðan ég tengdist heimili Sigurðar Runólfssonar. Meira
27. október 1995 | Minningargreinar | 680 orð

Sigurður Runólfsson

Með þessum örfáu orðum langar okkur til að minnast afa okkar "í Háa". Allt frá barnæsku hefur afi verið hluti af lífi okkar og honum eru tengdar góðar og hlýjar minningar. Í síðustu viku varð hann skyndilega veikur og fór á sjúkrahús. Þegar við sáum í hvað stefndi fórum við til hans og fengum tækifæri til að kveðja hann, sem var okkur mikils virði þó hann væri ekki með meðvitund. Meira
27. október 1995 | Minningargreinar | 239 orð

Sigurður Runólfsson

Í dag er til moldar borinn ágætur vinur og fyrrum samstarfsmaður, Sigurður Runólfsson. Siggi Run., eins og hann var ætíð kallaður, hóf störf hjá Kassagerð Reykjavíkur í byrjun seinni heimsstyrjaldar. Á þeim tíma, eða í kringum 1940, voru að hefjast mikil umbrot í starfsemi fyrirtækisins, sem hafði einbeitt sér að framleiðslu tréumbúða frá stofnun. Meira
27. október 1995 | Minningargreinar | 175 orð

SIGURÐUR RUNÓLFSSON

SIGURÐUR RUNÓLFSSON Sigurður Runólfsson fæddist í Litla-Holti við Skólavörðustíg (nú Runólfshús v/Klapparstíg 42) 3. september 1911. Hann lést á Borgarspítalanum 18. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Runólfur Stefánsson skipstjóri frá Skutulsey á Mýrum, f. 1877, d. Meira
27. október 1995 | Minningargreinar | 259 orð

Valgerður Kristín Jónsdóttir

Í dag er kvödd hinstu kveðju Valgerður Kristín Jónsdóttir, sem er látin eftir langa baráttu við erfiðan sjúkdóm, þann sjúkdóm sem svo allt of marga leggur að velli langt fyrir aldur fram. Leiðir okkar hafa legið saman síðasta áratuginn. Okkur langar með fáeinum kveðjuorðum að þakka þau kynni og þá hlýju og það alúðlega og vingjarnlega viðmót sem við höfum jafnan orðið aðnjótandi. Meira
27. október 1995 | Minningargreinar | 552 orð

Valgerður Kristín Jónsdóttir

Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (T. Meira
27. október 1995 | Minningargreinar | 452 orð

Valgerður Kristín Jónsdóttir

Elsku mamma okkar, Valgerður Kristín Jónsdóttir, drottning okkar og ljósið bjarta er látin. Í hetjulegri baráttu hennar við sjúkdóm sinn bar ekki á voli og víli, hálfvelgju né hiki, heldur eljusemi, óeigingirni, ástúð, Meira
27. október 1995 | Minningargreinar | 302 orð

Valgerður Kristín Jónsdóttir

Elsku Gerður systir. Okkur systkinin langar að minnast þín með nokkrum orðum nú þegar þú kveður. Okkar á milli varstu alltaf Gerður systir ekki bara Gerður. Minnumst við áranna þegar við vorum að alast upp vestur á Bræðraborgarstíg, þar sem við lifðum þétt saman, deildum öll sama herberginu, en í þá daga var ekkert eðlilegra og við það urðu tengslin nánari. Meira
27. október 1995 | Minningargreinar | 308 orð

Valgerður Kristín Jónsdóttir

Mig langar í fáeinum orðum að minnast elskulegrar mágkonu minnar, Valgerðar K. Jónsdóttur, sem er látin langt um aldur fram. Minningarnar lifna ein af annarri og sérstaklega stendur mér fyrir hugskotssjónum sú stund er bróðir minn kynnti mig fyrst fyrir Gerði, eins og við kölluðum hana, glæsilegri ungri konu og syni hennar af fyrra hjónabandi. Meira
27. október 1995 | Minningargreinar | 811 orð

Valgerður Kristín Jónsdóttir

Hún elskuleg mágkona mín er látin. Valgerður Kristín Jónsdóttir hét hún fullu nafni en var alltaf kölluð Gerður. Hún kvaddi þennan heim eftir mikil veikindi síðustu ára. Mig setur hljóða, elskulegur bróðir er búinn að missa ástríkan maka, besta vininn og félaga og börn þeirra móður sína í blóma lífsins. Meira
27. október 1995 | Minningargreinar | 56 orð

Valgerður Kristín Jónsdóttir

Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er Jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. (Tómas Guðmundsson.) Við vottum ykkur öllum dýpstu samúð á sorgarstundu, við verðum með ykkur í huganum. Meira
27. október 1995 | Minningargreinar | 161 orð

VALGERÐUR KRISTÍN JÓNSDÓTTIR

VALGERÐUR KRISTÍN JÓNSDÓTTIR Valgerður Kristín Jónsdóttir var fædd í Reykjavík 15. ágúst 1944. Hún lést á Landspítalanum 16. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jón E. Guðmundsson, myndlistarmaður frá Patreksfirði, f. 6. janúar 1915, og Valgerður Eyjólfsdóttir, f. 6. október 1917 í Hafnarfirði. Meira

Viðskipti

27. október 1995 | Viðskiptafréttir | 83 orð

Afkoma VW batnar

VOLKSWAGEN hefur skýrt frá betri afkomu en búizt var við á fyrstu níu mánuðum ársins og hlutabréf í fyrirtækinu hafa hækkað í verði. VW býst við greinilega betri" afkomu 1995 en í fyrra. Sala jókst um 10,9% á til septemberloka í 65.2 milljarða marka og nettóhagnaður jókst í 185 milljónir marka. Á fyrstu níu mánuðunum í fyrra var fyrirtækið rekið með 73 milljóna marka tapi. Meira
27. október 1995 | Viðskiptafréttir | 76 orð

Jyske Bank eykur hagnað

JYSKE BANK, fjórði stærstu banki Danmerkur, hefur skýrt frá stórauknum nettóhagnaði á níu fyrstu mánuðum ársins vegna bættra markaðsskilyrði og spáir stórauknum árshagnaði. Nettóhagnaður til septemberloka jókst í 625 milljónir danskra króna úr 54 milljónum ári áður og spáð er árshagnaði upp á um 800 milljónir króna samanborið við 90 milljónir 1994. Meira
27. október 1995 | Viðskiptafréttir | 121 orð

Loka um mánaðarmótin

FERÐASKRIFSTOFUNNI Arctic air verður lokað um næstu mánaðarmót. Að sögn Gísla Arnar Lárussonar, framkvæmdastjóra Arctic, er ekki ætlunin að halda úti neinni starfsemi yfir vetrarmánuðina enda liggi ferðamannastraumurinn niðri á þeim árstíma. Hann segir að ekki hafi verið ákveðið hvert framhaldið verði, en það muni skýrast með vorinu hvort að starfseminni verði haldið áfram eða ekki. Meira
27. október 1995 | Viðskiptafréttir | 336 orð

Lækkandi álverð á næsta ári

VERÐ á málmum nær líklega hámarki á næsta ári, þar sem birgðir verða nægar en ekki eins vænlegar horfur á auknum umsvifum í helztu iðnríkjum heims. Því er spáð að álverð verði stöðugt eða lækki í allt að því 12% 1996 miðað við 1.875 dollara verð 1995. Meira
27. október 1995 | Viðskiptafréttir | 162 orð

Mikil ásókn í hlutabréf í Adidas

BRÉF í Adidas AG, hinum kunna framleiðanda íþróttafatnaðar, hafa snarhækkað í verði vegna fyrirhugaðrar hlutabréfasölu fyrirtækisins. Adidas býður 50,1% í fyrirtækinu, eða 22.7 milljónir almennra hlutabréfa að nafnvirði fimm mörk, og vonast til að afla 2.7 milljarða marka. Meira
27. október 1995 | Viðskiptafréttir | 169 orð

Nýr framkvæmdastjóri IKEA

JÓHANNES Rúnar Jóhannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Miklatorgs hf., rekstraraðilaIKEA á Íslandifrá og með næstuáramótum. Jóhannes Rúnar erfæddur 15. apríl1960. Að loknustúdentsprófi afviðskiptabraut FÁhóf hann störf hjáHagkaup hf. Meira
27. október 1995 | Viðskiptafréttir | 64 orð

Rafmagn einkavætt í Svíþjóð

SÆNSKA þingið hefur samþykkt að rafmagnsiðnaður Svía verði einkavæddur frá 1. janúar 1996. Þingið samþykkti með 238 atkvæðum gegn 45 að leyfa notendum að velja sér rafveitu eins og í Noregi. Sósíaldemókratar og hægri menn beittu sér í sameiningu fyrir einkavæðingunni, sem leiðir líklega til þess að á kemst markaður sem byggist á staðgreiðslu og afgreiðslu um leið. Meira
27. október 1995 | Viðskiptafréttir | 314 orð

Verðstríð á lambakjötsútsölunni

MIKIÐ verðstríð geisar á lambakjötsútsölunni sem hófst í gærmorgun. Verslanir kepptust í gær við að lækka verð á kjötinu sem selt er niðursagað í hálfum skrokkum. Skráð viðmiðunarverð í smásölu er 349 krónur á kílóið en strax í upphafi buðu allmargar verslanir lægra verð. Meira
27. október 1995 | Viðskiptafréttir | 219 orð

Vextir húsbréfa á niðurleið

ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa lækkaði nokkuð í gær og kemur lækkunin í kjölfar mikillar eftirspurnar og vaxtalækkunar á 20 ára spariskírteinum ríkissjóðs í útboði Lánasýslu ríkisins á miðvikudag. Hjá Landsbréfum lækkaði ávöxtunarkrafan um 6 punkta, úr 5,84 í 5,78%. Meira

Daglegt líf

27. október 1995 | Neytendur | 631 orð

Steinskr nr. 41,7

Steinskr nr. 41,7 Meira

Fastir þættir

27. október 1995 | Dagbók | 2778 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 27. október til 2. nóvember, að báðum dögum meðtöldum, er í Ingólfs Apóteki, Kringlunni 8-12. Auk þess er Hraunbergs Apótek, Hraunbergi 4, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
27. október 1995 | Fastir þættir | 58 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Rangæinga og Brei

Hafinn er þriggja kvölda Barómeter, með þátttöku 18 para. (Það vantar reyndar eitt par og er sæti þess laust...) Staðan eftir 6 umferðir: Rósmundur Guðmundsson - Brynjar Jónsson64Albert Þorsteinsson - Björn Árnason56María Ásmundsd. - Steindór Ingimundars.24Auðunn Guðmundsson - Ásmundur Örnólfsson21Guðbjörn Þórðars. Meira
27. október 1995 | Fastir þættir | 210 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Föstudagsbrids BSÍ

Föstudaginn 20. október var einskvölds tölvureiknaður Monrad-barómeter. 30 pör spiluðu 7 umferðir með 4 spilum á milli para. Efstu pör voru: Halla Bergþórsdóttir - Vilhjálmur Sigurðsson+80Rósmundur Guðmundsson - Brynjar Jónsson+71Magnús Torfason - Sævin Bjarnason+71Unnsteinn Arason - Kristján B. Snorrason+70Sigurjón Tryggvas. - Guðlaugur Sveinss. Meira
27. október 1995 | Dagbók | 151 orð

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 27. október, eiga fimmtíu ára hjúskaparafmæli hjónin Jóhanna S. Ívarsdóttir og Þorvaldur Magnússon, Furugrund 66, Kópavogi. Þau giftu sig laugardaginn 27. október 1945 kl. 18 á heimili sr. Bjarna Jónssonar, Lækjargötu 12a. Þau eiga 5 uppkomna syni og eiga tveir þeirra silfurbrúðkaup á árinu. Meira
27. október 1995 | Dagbók | 640 orð

Reykjavíkurhöfn: Í fyrradag fór Stefnir

Reykjavíkurhöfn: Í fyrradag fór Stefnir ogTjaldur SH kom. Í gær kom Tjaldur II til löndunar, rússneski togarinn Orlik og norski togarinn Pero. Meira
27. október 1995 | Dagbók | 125 orð

Trjávespa

TrjávespaLjósm. Árni Sæberg NÝLEGA kom í fréttum að trjávespa hefðifundist sprelllifandi í Trésmiðjunni Eik íTálknafirði. Meira
27. október 1995 | Dagbók | 320 orð

Yfirlit: Við

Yfirlit: Við suðausturströndina er víðáttumikil, en minnkandi 973 mb lægð, sem hreyfist lítið í fyrstu, en 1.020 mb hæð yfir norðaustur Grænlandi. Meira
27. október 1995 | Dagbók | 73 orð

(fyrirsögn vantar)

27. OKT. Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólris Sól í hád. Sólset Tungl í suðri Meira
27. október 1995 | Dagbók | 58 orð

(fyrirsögn vantar)

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. ágúst sl. í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Hildur Agnarsdóttir ogSkarphéðinn Erlingsson. Heimili þeirra er í Kóngsbakka 12, Reykjavík. Ljósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. ágúst sl. í Víðistaðakirkju af sr. Meira

Íþróttir

27. október 1995 | Íþróttir | 191 orð

Ástandið eins og á barnaheimili FRANZ B

FRANZ Beckenbauer hefur verið óspar á yfirlýsingar um ástand mála hjá Bayern M¨unchen. Hann hefur gagnrýnt þjálfara og leikmenn í fjölmiðlum síðustu daga og hafa orð hans fallið í grýttan jarðveg hjá þeim. Meira
27. október 1995 | Íþróttir | 350 orð

Gæti orðið erfitt að koma júdómanni á styrk

Júlíus Hafstein, formaður Ólympíunefndar Íslands, segir það slæmt mál fyrir júdóíþróttina á Íslandi ef það reynist rétt að Halldór Hafsteinsson hafi horfið úr æfingabúðunum í Barcelona án þess að kveðja kóng eða prest eins og Morgunblaðið greindi frá í gær. Halldór hafði verið í Barcelona á styrk frá Ólympíusamhjálpinni frá því í júlí í sumar. Meira
27. október 1995 | Íþróttir | 120 orð

Í kvöld Handknattleikur Bikarkeppnin: Strandgata:ÍH - KR19 Fylkishöll:Fylkir - HK20 Keflav.:Keflav. - Afturelding B20 1. deild

Handknattleikur Bikarkeppnin: Strandgata:ÍH - KR19 Fylkishöll:Fylkir - HK20 Keflav.:Keflav. - Afturelding B20 1. deild kvenna: Víkin:Víkingur - ÍBV20 2. Meira
27. október 1995 | Íþróttir | 145 orð

Kim Magnús vann einn leik í móti meistara

KIM Magnús, Íslandsmeistari í skvassi, tók nýverið þátt í móti meistaranna sem fram fór í Mónakó. Hann lenti í riðli með Lukas Buit frá Hollandi og David Evans frá Wales og tapaði 3:0 fyrir þeim báðum. Síðan lék hann við Rússann Alexandre Roskchupkin og vann 3:0. Englendingurinn Nick Taylor sigraði, vann mótherja Kims Magnúsar, David Evans, 3:1. Meira
27. október 1995 | Íþróttir | 135 orð

KNATTSPYRNATapie bíður o

MÁLFLUTNINGI lauk í gær í frönskum áfrýjunardómstóli í máli Bernards Tapie, fyrrum aðaleiganda og forseta knattspyrnuliðsins Olympique Marseille. Hann var einnig áður ráðherra í ríkisstjórn Francois Mitterands forseta og fulltrúi á Evrópuþinginu. Tilkynnt var að niðurstaða í máli hans yrði birt 28. nóvember. Meira
27. október 1995 | Íþróttir | 136 orð

KÖRFUBOLTIShaquille O'Neal frá í sex t

SHAQUILLE O'Neal meiddist í æfingaleik sl. þriðjudag og í gær var flís úr beini í þumalfingri fjarlægð en fyrir vikið verður miðherjinn frá keppni í sex til átta vikur. "Það er aldrei góður tími til að meiðast og þetta er áfall fyrir okkur en meiðsl eru hluti leiksins," sagði John Gabriel, varaformaður Orlando. "En við bregðumst við þessu sem best við getum. Meira
27. október 1995 | Íþróttir | 358 orð

Körfuknattleikur

Evrópukeppni meistaraliða Undanúrslitariðlar: A-riðill Istanbul, Tyrklandi: Ulker Spor - Iraklis Salonica74:72 Serdar Apaydin 22, Orhun Ene 18 - Zdovc 26, Mc Daniel 20. Leverkusen, Þýskalandi: Bayer Lev. Meira
27. október 1995 | Íþróttir | 57 orð

Leeds vill fá Sinclair HOWARD Wi

HOWARD Wilkinson, framkvæmdastjóri Leeds, vill ólmur kaupa Trevor Sinclair frá QPR en hann er í landsliði Englands, leikmanna 21 árs og yngri. Hann er metinn á 4,5 milljónir punda - andvirði um 450 milljóna króna. Wilkinson hefur boðið QPR 3 milljónir punda og einhvern eftirtalinna manna með: Brian Deane, Rod Wallace og David White. Meira
27. október 1995 | Íþróttir | 90 orð

Liverpool mætir NewcastleLIVERP

LIVERPOOL dróst gegn Newcastle í fjórðu umferð ensku deildarbikarkeppninnar í knattspyrnu og fer viðureign liðanna fram á Anfield. Guðni Bergsson og samherjar í Bolton verða að mæta Leicester í aukaleik og sigurvegarinn sækir Norwich eða Bradford heim. Meira
27. október 1995 | Íþróttir | 264 orð

Montgomerie sækir á Sam Torrance

SKOTINN Colin Montgomerie komst stórslysalaust í gegnum hinn erfiða Valderrama-völl í gær þegar fyrsti hringur var leikinn á síðasta mótinu í evrópsku mótaröðinni. Þarna munu þrír kylfingar bítast um hver verður á toppnum í Evrópu eftir tímabilið, Þjóðverjinn Bernhard Langer og Skotarnir Sam Torrance og Colin Montgomerie. Meira
27. október 1995 | Íþróttir | 319 orð

Nágrannaslagur liðanna í Mílanó

Internazionale hefur gert eitt jafntefli og sigrað þriðju deildar lið í bikarkeppninni síðan Englendingurinn Roy Hodgson tók við stjórn liðsins fyrir hálfum mánuði, en mun erfiðara verkefni bíður liðsins um helgina þegar það mætir nágrönnunum AC Milan. Meira
27. október 1995 | Íþróttir | 574 orð

Nýr undrahlaupari kemur fram í Kína

KÍNVERSKA hlaupastjarnan Wang Junxia hefur komist í sviðsljósið á ný, nú fyrir að bíða ósigur í keppni fyrir nýju undrabarni gamla þjálfara síns, Ma Junren. Wang kom á óvart er hún splundraði "fjölskylduhernum", svo sem sveit vaskra kínverskra hlaupakvenna sem slóu öllum við á hlaupabrautinni 1992 og 1993 var nefnd. Meira
27. október 1995 | Íþróttir | 127 orð

Sigurður þjálfar Breiðablik

SIGURÐUR Halldórsson, fyrrum leikmaður Akraness og landsliðsins, sem hefur þjálfað Skallagrím í Borgarnesi með góðum árangri undanfarin ár, verður næsti þjálfari 1. deildarliðs Breiðabliks í Kópavogi. Hann tekur við liðinu af Bjarna Jóhannssyni, sem hafnaði þriggja ára þjálfarasamningi við félagið á dögunum. Meira
27. október 1995 | Íþróttir | 428 orð

Skemmtilegt Íslandsmót á Húsavík

Íslandsmót í boccia var haldið á Húsavík fyrir skömmu á vegum Íþróttasambands fatlaðra og með góðri aðstoð Kíwanisklúbbsins Skjálfandi og bocciadeildar Völsunga. Var það einstaklingskeppni, en áformað er að liðakeppni fari fram eftir áramótin, en ekki hefur verið ákvðeið hvar það mót verður haldið. Mótið hófst með ávarpi Ingólfs Freyssonar, form. Meira
27. október 1995 | Íþróttir | 186 orð

ÚTGÁFAKSÍ gefur út bók um markmannsþ

Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út bókina Markmaður, færni og þjálfun. Bókin kom út í Noregi í fyrra en Fræðslunefnd KSÍ fékk leyfi frá Knattspyrnusambandi Noregs til að þýða ritið og prýða það með íslenskum myndum. Meira
27. október 1995 | Íþróttir | 448 orð

Vel heppnuð ferð til Bandaríkjanna

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik kom heim frá Bandaríkjunum í vikunni eftir æfinga- og keppnisferð í Atlanta. Stúlkurnar léku þrjá opinbera landsleiki við stöllur sínar í Bandaríkjunum, töpuðu fyrsta leiknum 19:17 en unnu síðan 19:18 og 23:17. B-lið þjóðanna lék einnig þrjá leiki, bandarísku stúlkurnar unnu 32:21 í fyrsta leiknum, síðan gerðu liðin 17:17 jafntefli og sl. Meira
27. október 1995 | Íþróttir | 123 orð

Öllum leikjum frestað í gær vegna hörmunganna á F

FRAMKVÆMDASTJÓRN ÍSÍ beindi þeim eindregnu tilmælum til allra sambandsaðila sinna, þ.e. héraðssambanda, sérsambanda og íþrótta- og ungmennafélaga, að aflýsa öllu fyrirhuguðu keppnishaldi í gær og í dag vegna hinna hörmulegu atburða á Flateyri. KKÍ frestaði fyrirhuguðum leikjum í úrvalsdeild karla í gærkvöldi til nk. þriðjudags og HSÍ frestaði leikjum í 1. Meira

Fasteignablað

27. október 1995 | Fasteignablað | 232 orð

Ávöxtunarkrafa húsbréfa hefur lækkað síðustu vikurnar

SÍÐUSTU tvo mánuði hefur ávöxtunarkrafa húsbréfa lækkað nokkuð. Var hún 5,84% síðast liðinn miðvikudag og var útlit fyrir að hún færi niður fyrir 5,8% í gær eða dag þar sem vextir höfðu lækkað í útboði spariskírteina ríkissjóðs sem opnuð voru á miðvikudag. Ávöxtunarkrafan varð hæst um 9% síðari hluta árs 1991 en hefur lægst verið rétt undir 5% um mitt ár 1994. Meira
27. október 1995 | Fasteignablað | 150 orð

Bakhús á eignarlóð við Grettisgötu

TVEGGJA hæða steinhús við Grettisgötu 6a er til sölu hjá fasteignasölunni Framtíðinni í Reykjavík. Þetta er bakhús þar sem aðkoman er um undirgang, 182 fermetrar að stærð, byggt 1918 og stendur það á eignarlóð. Gengið er inn í húsið að vestanverðu og er það sjö herbergja, þar af sex svefnherbergi. Meira
27. október 1995 | Fasteignablað | 21 orð

Blátt oní blátt

Blátt oní blátt SAMSPIL þessara fallegu bláu og dröppuðu lita gleður augað - það er allt sem segja þarf um þessa mynd. Meira
27. október 1995 | Fasteignablað | 39 orð

Blóm á baðið

LJÓSGULUR litur og stór gluggi setja skemmtilega bjartan blæ á þetta baðherbergi. Það eru þó blómin, vaskurinn og mynstrið á veggjunum sem gera það sérstakt og ef til vill ögn gamaldags. Grænn litur gólfflísanna fullkomnar svo verkið. Meira
27. október 1995 | Fasteignablað | 805 orð

Ef fólk sækir ímiðbæinn þáer hann góður

NOTA má þrjá mælikvarða á hvort borg er góð eða slæm á sama hátt og meta má hvort veisla er skemmtileg eða ekki: Þú ferð aðeins þangað ef þú átt þangað brýnt erindi, þú yfirgefur hana eins fljótt og hægt er, þú dvelur þar mun lengur en þú ráðgerðir. Meira
27. október 1995 | Fasteignablað | 72 orð

Einingahús rís á Tálknafirði

TIL TÍÐINDA telst ef ráðist er í nýbyggingar í litlum sjávarplássum á Vestfjörðum. Á Tálknafirði er í smíðum 300 fermetra einbýlishús og er það reist utan við þorpið í landi Eyrarhúsa. Um er að ræða einingahús frá S.G. húseiningum á Selfossi. Grunnur var steyptur í ágúst og var húsið reist á nokkrum dögum um miðjan september. Meira
27. október 1995 | Fasteignablað | 325 orð

Erlend undirboð íportúgölskumbyggingariðnaði

HÖRÐ samkeppni og undirboð erlendra fyrirtækja valda portúgölskum byggingariðnaði erfiðleikum að sögn fosvarsmanna hans. Dregið hefur úr hagnaði innlendra fyrirtækja, sem segja að umsvifameiri rekstraraðilar, aðallega frá Spáni, notfæri sér evrópskar reglugerðir til að þrýsta verði niður. Sumir tala hiklaust um undirboð. Meira
27. október 1995 | Fasteignablað | 612 orð

Er samræmt byggingaeftirlit allra hagur? Lagnafréttir

ÍFLJÓTU bragði mætti álíta að byggingaeftirlit komi ekki öðrum við en iðnmeisturum í byggingaiðnaði og byggingafulltrúum, sem taka út verk þeirra. En skoðum þetta aðeins nánar; allir þurfa þak yfir höfuðið og þessvegna kemur öllum við hvernig byggingaeftirlit er framkvæmt og ekki síður gæðaeftirlit hvers og eins, sem leggur hönd á plóg við húsbyggingu, Meira
27. október 1995 | Fasteignablað | 50 orð

Fallegir pastellitir

BARNAHERBERGIN eru skemmtilegri yfirlitum af þau eru máluð í líflegum litum. Einnig er kjörið að klára ýmsa málningarafganga og láta hugmyndaflugið ráða í útfærslu á málningu. Herbergið hér er í ljósum pastellitum og er bjart yfirlitum. Gluggatjöldin koma skemmtilega á óvart og kappinn er eins og punkturinn yfir i-ið. Meira
27. október 1995 | Fasteignablað | 41 orð

Forstofa með nýjum blæ

FORSTOFUR eru oft smáar og jafnvel dimmar. Hér hefur einni slíkri verið breytt á skemmtilegan hátt. Lofthæð, sem er mikil, er látin halda sér og litir og ljós spila skemmtilega saman í þessari útfærslu. Takið sérstaklega eftir fatahenginu. Meira
27. október 1995 | Fasteignablað | 51 orð

Gamalt og gott

GÖMUL kommóða með spegli hefur verið skreytt með fallegum dúk. Ýmsu silfurslegnu smádóti hefur verið komið fyrir á dúknum svo sem handspegli, stækkunargleri og litlu boxi. Mesta athygli vekur þó gínan sem í stað síns upprunalega hlutverks hjá klæðskeranum er nú klædd blúndum og ber perlufestar og fleira skraut. Meira
27. október 1995 | Fasteignablað | 68 orð

Hilluveggir

HÉR hefur risið verið tekið undir svefnherbergi. Í kringum glugga á gaflinum hefur verið komið fyrir hillum fyrir bækur og ýmiss konar dót og leikföng. Þar sem ofnar í húsum hjá okkur eru gjarnan undir gluggunum gæti þurft að hanna hilluna annan hátt. Takið einnig eftir rúmteppinu og púðanum í rúminu sem lífga uppá herbergið. Meira
27. október 1995 | Fasteignablað | 52 orð

Hlýlegtsvefnher-bergi

Í ÞESSU gamla svefnherbergi, þar sem bitar eru í lofti og gólfið gróft, hafa blóm, blúndur og rósótt efni í púðum og teppi myndað hlýlega umgjörð um rúmið. Þó má ætla að ekki sé auðvelt að halda öllum þessum efnisströngum hreinum! Hvað sem því líður er þetta rómantískt og yndislegt að sjá. Meira
27. október 1995 | Fasteignablað | 60 orð

Í stofunni

LJÓS litur hefur lengi verið ríkjandi í húsnæði hjá okkur. Þessi stofa er í þeim stíl. Jafnvel sófinn er í sama lit. Blómaskreytingin fyrir framan arininn auk blómsins í horninu setja hlýlegan blæ á stofuna. Meira
27. október 1995 | Fasteignablað | 209 orð

Límtré og yleiningar undir sama hatti

LÍMTRÉ hf. á Flúðum tók fyrr á þessu ári yfir rekstur fyrirtækisins Yleiningar í Reykholti í Biskupstungum en Límtré framleiðir sem kunnugt er burðarbita úr límtré en Yleiningar hafa í ein sex ár framleitt einingar í veggi og þök. Forráðamenn Límtrés segja að vegna mikils þróunarkostnaðar hafi Yleiningar átt orðið í fjárhagsörðugleikum og hafi Límtré verið beðið að taka við fyrirtækinu. Meira
27. október 1995 | Fasteignablað | 600 orð

Ný gerð af parhúsum við Klettaberg

KRÖFUR um breyttar áherslur í fyrirkomulagi húsa hafa æ meira komið fram að undanförnu og hafa sumir fasteignasalar orðið varir við þá ósk að kaupendur vilji heldur minni sérbýli en oft eru í boði sem eru þá hagstæð í rekstri og þeim þarf ekki endilega að fylgja garður þar sem fólk á gjarnan sumarbústað fyrir. Meira
27. október 1995 | Fasteignablað | 54 orð

Nýr stóll

GAMALL stóll verður sem nýr þegar breytt er um áklæði. Hér hefur sú aðferð verið notuð að búa til eins konar hettu yfir stólinn. Litirnir passa vel saman þó pullurnar og veggurinn séu röndótt og stóllinn mynstraður í mjúkum línum. Borðið í horninu og myndirnar á veggnum setja einnig skemmtilegan blæ á herbergið. Meira
27. október 1995 | Fasteignablað | 50 orð

Postulínsskápar

FALLEGIR hlutir fara vel í skáp með glerhurðum. Ýmsar útgáfur eru til af þannig skápum. Hér hefur verið valin sú leið að hafa margar litlar hurðir og litlar rúður. Uppröðunin í þessari einingu er skemmtileg þar sem hverjar fjórar hurðir mynda ferning og minni ferningar myndast þar sem hnúðarnir mætast. Meira
27. október 1995 | Fasteignablað | 150 orð

Sérbýli við Lækjarhjalla

HJÁ fasteignasölunni Bifröst í Reykjavík er til sölu vandað sérbýlishús við Lækjarhjalla í Kópavogi. Er það yfir 180 fermetra hús á tveimur hæðum, auk 35 fermetra bílskúrs en á hluta neðri hæðarinnar er lítil séríbúð sem er einnig til sölu en hún er ekki í eigu sömu aðila. Meira
27. október 1995 | Fasteignablað | 55 orð

Skrautmálning

LITALGEÐI er aftur ríkjandi í málningu á heimilum fólks. Alls konar veggfóður og veggfóðurborðar eru einig mikið notuð til skrauts. Hér er ekki notað veggfóður heldur er málað á veggina í svefnherberginu eða stimplað mynstur. Þetta gæti verið eins konar áskorun á listamanninn í hverjum og einum að spreyta sig þegar á þarf að halda. Meira
27. október 1995 | Fasteignablað | 351 orð

SMannfjöldi í miðborg ekki vandamál MENNINGARBORG, líf í miðb

MENNINGARBORG, líf í miðborginni og sóknarfæri í atvinnulífi voru umræðuefni Guðrúnar Pétursdóttur, Dags Eggertssonar, Sigþrúðar Gunnarsdóttur og Baldvins Jónssonar. Þá ræddi Þórður S. Óskarsson um gildi þess að hafa framtíðarsýn. Meira
27. október 1995 | Fasteignablað | 97 orð

Stefna opinberra aðila í mannvirkjagerð rædd á mannvirkjaþingi

STEFNA opinberra aðila viðvíkjandi íslenskri mannvirkjagerð verður aðal umræðuefni á árlegu mannvirkjaþingi sem Byggingaþjónustan hf. stendur fyrir í dag. Sigurður E. Guðmundsson framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins setur ráðstefnuna kl. 9 og Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra flytur ávarp í upphafi hennar. Meira
27. október 1995 | Fasteignablað | 1144 orð

SYleiningar oglímtré gefamikla möguleikaLímtré hf. á Flúðum sem framleiðir burðarbita úr límtré tók fyrir nokkru yfir rekstur

LÍMTRÉ hf. á Flúðum sem framleiðir burðarbita úr límtré tók nýlega yfir rekstur Yleiningar hf., sem framleitt hefur polyúreþaneiningar í byggingar. Hafa sölu- og markaðsmál verið endurskipulögð og segja forráðamenn fyrirtækisins að nú sé hægt að bjóða húsbyggjendum heildarlausnir, burðargrind úr límtré og veggi og þök úr Yleiningum. Meira
27. október 1995 | Fasteignablað | 122 orð

Vandi að endurnýja hús

ENDURNÝJUN á húsum og borgarhverfum hefur víða mistekist að mati danska arkitektsins Jens Arnfred sem fjallaði um efnið á ráðstefnu arkitekta og hönnuða í Kaupmannahöfn fyrr í þessum mánuði. Góður arkitektúr er umhverfisvænn en það er ekki allur umhverfisvænn arkitektúr góður," sagði Arnfred. Meira
27. október 1995 | Fasteignablað | 191 orð

Villa Vision

FYRSTA fjölskyldan er flutt í framtíðarhúsið Villa Vision, sem danska tæknistofnunin hefur reist í Taastrup. Fjölskyldan býr í húsinu í þrjá mánuði og á að kanna hvort vistfræðilegar og hátæknilegar hugmyndir á bak við verkefnið geti samrýmst lífi venjulegs fólks. Meira
27. október 1995 | Fasteignablað | 266 orð

Yfir 100 bú-jarðir og lands-pildur til sölu

RÚMLEGA 100 bújarðir og landspildur með eða án húsakosts eru nú á söluskrá hjá Fasteignamiðstöðinni hf. Hér er um að ræða jarðir með öllum tegundum búskapar, garðyrkjubýli og ónumin lönd og er verðið eftir því fjölbreytt, á bilinu rúm milljón og uppí 25 til 30 milljónir að sögn Magnúsar Leópoldssonar. Meira
27. október 1995 | Fasteignablað | 13 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

27. október 1995 | Úr verinu | 78 orð

Aðalfundi LÍÚ frestað

AÐALFUNDI LÍÚ hefur verið frestað um hálfan mánuð. Fundurinn átti að hefjast í Reykjavík í gær, en hefur hann nú verið fluttur til 9. og 10. nóvember. Dagskrá fundarins hafði áður veri kynnt í Morgunblaðinu og verður hún að öllum líkindum óbreytt að öðru leyti en því að fundinum var frestað. Meira
27. október 1995 | Úr verinu | 39 orð

Lítil síldveiði

LÍTIL síldveiði hefur verið undanfarna daga vegna brælu. Alls hefur verið tilkynnt um rúmlega 45.000 tonna afla og eru þá eftir um 84.000 tonn af leyfilegum afla. Mest af aflanum, tæplega 34.000 tonn hefur farið í bræðslu. Meira
27. október 1995 | Úr verinu | 290 orð

Sendir skip og útgerðarstjóra til Mozambique

FENGUR, skip Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, er að fara til Mozambique eftir áramótin til að vinna að hafrannsóknaverkefni, sem unnið er í samvinnu við dönsku þróunarstofnunina og Norræna þróunarsjóðinn, en þessar þrjár stofnanir styrkja verkefnið. 14 umsóknir borist, en frestur framlengdur Meira
27. október 1995 | Úr verinu | 91 orð

Stuðningur við veiðar á úthöfunum

ÍTREKAÐUR var stuðningur við rétt íslenskra fiskiskipa til veiða á Svalbarðasveiðinu og í Smugunni á fundi framkvæmdastjórnar Farmanna- og fiskimannasambands Íslands 20. október sl. Ályktunin var send til stjórnvalda vegna yfirstandandi samningaviðræðna við Norðmenn og Rússa vegna veiða Íslendinga á alþjóðlegum hafsvæðum. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

27. október 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 102 orð

Að hlusta á tónlist eflir rýmishugsun barna

SAMKVÆMT nýlegri könnun, sem gerð var við Kaliforníuháskóla í Irvine í Bandaríkjunum, styrkir það rýmishugsun barna, þ.e.a.s. hæfileikann til að átta sig á formi hluta og reglum í umhverfinu, að skapa og hlusta á tónlist. Þessi hæfileiki er nauðsynleg forsenda þess að börnin geti skilið vísindi og stærðfræði. Meira
27. október 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 1381 orð

Auglýsingar þarfir og gerviþarfir

ÓSKIR, langanir, þarfir, girnd og hvatir eru orsakir hegðunar. Endanlegt markmið auglýsinga er að hafa áhrif á hegðun, fá fólk til að gera eitthvað eða til að hætta einhverju og er það oftast gert með tilvísun í þarfir. Auglýsingafólk verður af þessum ástæðum að hafa góða þekkingu á mannlegu eðli. Meira
27. október 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 142 orð

Bítlatíska gengur aftur í Bretlandi og á Íslandi

KARLMANNATÍSKAN í Bretlandi og á Íslandi tekur mið af Bítlunum á árunum 1964-1967. Bítlarnir, John, Paul, Georg og Ringo létu hártoppinn falla fram og kipptu hann beint. Hárið var þykkt og náði að hálfu leyti yfir eyrun. Fötin voru stílhrein og í dökkum litum. Hljómsveitir í bresku rokkbylgjunni 1995 taka Bítlana til fyrirmyndar: Hár þeirra, föt og tónlist. Meira
27. október 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 130 orð

FERDALÖG format 90,7

FERDALÖG format 90,7 Meira
27. október 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 324 orð

FERÐANEFND VESTUR NORÐURLANDAFæreyingar fáskrifstofuna

SKRIFSTOFA ferðanefndar Vestur Norðurlanda verður um næstu áramót flutt til Færeyja. Skrifstofan hefur verið staðsett á Íslandi frá endurskipulagningu nefndarinnar 1992. Ferðanefnd Vestur Norðurlanda var sett á laggirnar 1986, til að efla samvinnu Íslands, Færeyja og Grænlands í ferðamálum. Meira
27. október 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 174 orð

Ferðir tilNewcastle

FERÐASKRIFSTOFAN Alís hefur skipulagt tvenns konar sérferðir til Newcastle á Englandi, annars vegar 10 daga ferð um Newcastle og nágrenni fyrir eldri borgara og hins vegar fótboltaferðir. Þorsteinn G. Gunnarsson er fararstjóri í ferð eldri borgara, sem hefst 30. október. Meðal annars verður farið í tveggja daga ferð til York og dagsferð til Vatnasvæðisins. Fótboltaferðin hefst 6. Meira
27. október 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 183 orð

Ferðir útí óvissuna

TVEIR framtakssamir Dalvíkingar, Bjarni Jónsson og Júlíus Júlíusson hófu fyrir skemmstu að bjóða Íslendingum upp á óvenjulegar helgarferðir sem þeir kalla "Út í óvissuna". Ferðirnar eru ætlaðar hópum af ýmsu tagi s.s. starfsmannahópum, saumaklúbbum, vinahópum eða þeim sem dettur í hug að taka sig saman og stefna út í óvissuna eina helgi. Meira
27. október 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 408 orð

Flugþreyta ogleiðir til aðforðast hana

HÆGT er að verjast flugþreytu með réttu mataræði, fullyrðir dr. Charles Ehret, sem rannsakað hefur áhrif tímans á jurtir dýr og fólk. Í bókinni Heilsugæsla heimilannaer vitnað í hugmyndir dr. Ehrets, sem segir að áhrifaþættir séu fleiri, til dæmis dagsbirta, félagslegar venjur og svefnvenjur. Meira
27. október 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 169 orð

Gersemar á þjóðbúningahátíð

Á MORGUN, fyrsta vetrardag, kl. 15 hefst þjóðbúningahátíð Heimilisiðnaðarfélags Íslands að Hótel Borg. Sýndir verða fágætir búningar, sem sjaldan hafa sést opinberlega, Fríður Ólafsdóttir dósent flytur erindi um upphlutinn og karlabúninginn og kvartettinn Út í vorið syngur íslensk lög. Meira
27. október 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 1129 orð

HAMBORG Margar og misjafnarskrautfjaðrir

VATNALEIÐIR og brýr eru fleiri í Hamborg en í Feneyjum, tré þrisvar sinnum fleiri en íbúarnir, sem eru um 1,7 milljónir, græn svæði og garðar um 12% borgarinnar, höfnin við ána Elbe sú næststærsta í Evrópu og hvergi í heiminum fleiri sendiráð. Um þessar staðreyndir og örfáar aðrar var mér kunnugt þegar Flugleiðavélin lenti á Fuhlsbüttel-flugvellinum í Hamborg fyrr í mánuðinum. Meira
27. október 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 1265 orð

Hrekkjusvínum líður líka illa í skólanum

HANN var lagður í einelti. Skólaverkefnin hans voru eyðilögð áður en hann náði að skila þeim. Skólataskan hans var eyðilögð og fötin hans líka. Það var hrækt á hann og hann kallaður ónefnum. Einu sinni var saur klínt í hár hans. Um þverbak keyrði þegar nokkrir piltar tóku höndum saman og héldu honum meðan félagi þeirra fingurbraut hann. Meira
27. október 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 817 orð

Markaðssetning á ferðaþjónustu hefur sérstöðu

FLESTIR sem komist hafa í kynni við markaðsfræði eru sammála um að skýr munur sé á markaðssetningu vöru og markaðssetningu þjónustu. Minni eining ríkir um hvort gera eigi greinarmun á markaðsfræði almennra þjónustugreina og markaðsfræði ferðaþjónustu. Mál þetta bar á góma í samtali mínu við kunningja um daginn. Þessi kunningi minn hafði lokið námi í markaðsfræðum fyrir nokkru. Meira
27. október 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 412 orð

Með Air 2000frá London tilGerona og afturtil London

ÉG VAR mættur tveimur klukkustundum fyrir brottför á Gatwick flugvelli til að sækja farmiðann, en kaupin höfðu farið fram í gegnum síma. Við innritunarborðið var mér sagt frá sex og hálfs tíma seinkun vegna tæknilegrar bilunar í flugvél. "Auðvitað," hugsaði ég, "er ekki alltaf seinkun í leiguflugi og ekki lofar nafnið á flugfélaginu góðu. Datt þeim ekkert betra í hug. Meira
27. október 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 262 orð

Ódýr matur og ríflega skammtaður

ÞJÓÐVERJAR eru miklir matmenn eins og fjöldi veitingahúsa ber vitni um. Sums staðar ræður sérviska gestgjafanna ríkjum; dæmi eru um að gestum sé harðbannað að tala í farsíma við matarborðið, á einum stað neitar þjónninn að bera fram vín, sem gestir hafa pantað, ef honum finnst smekknum ábótavant. Slík sérviska er fremur skemmtileg og ástæðulaust að fara í fýlu. Meira
27. október 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 511 orð

RÁÐSTEFNA ALHEIMSFERÐARÁÐSINS,WTO, Í KAÍRÓ Umhverfið lykill aðbættri ferðaþjónustu

EGYPTAR eru mjög upp með sér af því að 11. ráðstefna Alheimsferðaráðsins, WTO, 17.­ 22. október, skuli hafa verið haldin hér í Kaíró. "Það hefur hlaupið mikill fjörkippur í ferðaþjónustu í Miðausturlöndum almennt en Egyptaland var valið til að halda þessa ráðstefnu sem sýnir að við höfum öðlast traust á ný og ferðamannaþjónustan er í eðlilegum farvegi, Meira
27. október 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 517 orð

Tónlistarmyndband með Rolling Stones kveikti neistann

TÍSKA hefur alltaf heillað Rakel Kristinsdóttur. Níu ára safnaði hún úrklippum úr blöðum og tímaritum, tók tískuþætti upp á myndbönd og horfði á þá aftur og aftur. Einnig segist hún oft hafa haldið tísku- og leiksýningar fyrir sjálfa sig og vini sína. Fyrir þremur árum, eftir stúdentspróf frá Verslunarskólanum, ákvað Rakel að freista gæfunnar í París, háborg tískunnar. Meira
27. október 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 895 orð

Umgengni við haf, vötn, ár og strendur er víða ábótavant

ORÐ og athafnir eru sitthvað þegar umhverfisvernd er annars vegar. Allir eru sammála um að málefnið sé göfugt og þarft, en þó er misbrestur á að menn leggi sitt af mörkum í daglegri umgengni sinni við móður jörð. Aukinni neyslu fylgja auknar umbúðir og stundum er umfang þeirra jafnvel meira en innihaldið. Meira
27. október 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 156 orð

Villidýramynstur vinsæl til heimilsprýði

DÝRAFELDIR, ekta sem óekta, og allskonar efni með slíku mynstri eru vinsæl í hvers kyns húsgögn og húsbúnað. Þrátt fyrir baráttu dýraverndarsinna virðist ekkert lát á framleiðslu gripa og tískuvarnings af þessu tagi, enda er eftirspurnin mikil. Fyrir nokkrum árum var hátíska að klæðast fatnaði með tígris-, hlébarða- eða zebramynstri, en núna virðast mynstrin einkum prýða híbýli manna. Meira
27. október 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 289 orð

(fyrirsögn vantar)

»Börn sem leggja önnur börn í einelti eiga ákveðin sameiginleg einkenni. Þau búast til dæmis við fjandsamlegu viðmóti af öðrum og þeim er eðlilegt að leysa ágreiningsmál með ofbeldi. Oft túlka þau saklausa hegðun samborgara sinna sem árás eða ögrun og á þann hátt réttlæta þau gerðir sínar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.