Morgunblaðið/RAX MINNINGARATHÖFN var haldin í gærkvöldi í kirkjunni á Flateyri um þá sem fórust í snjóflóðinu. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson og sr. Kristinn Jens Sigurþórssonleiddu minningarathöfnina. Íbúar á Flateyri og björgunarsveitarmenn fylltu kirkjuna.
Meira
FÓLK er harmi slegið, eins og gefur að skilja, og við erum það öll. Allir hafa misst nána ættingja eða vini og félaga," segir Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður á Flateyri en hann kom í gær til heimabyggðar sinnar.
Meira
BRESKI þingmaðurinn Austin Mitchell, sem staddur er hér á landi, er einnig þekktur fjölmiðlamaður og andstæðingur Evrópusambandsins, ESB. Núna er hann annar stjórnenda viðtalsþáttarins Target á Sky-sjónvarpsstöðinni sem er í eigu fjölmiðlakóngsins hægrisinnaða, Ruperts Murdochs.
Meira
ÁTTA konur frá Flateyri voru veðurtepptar í Reykjavík þegar snjóflóðið féll á þorpið. Konurnar voru í hópi 46 kvenna frá Vestfjörðum sem fóru í fjögurra daga orlofsferð til Glasgow. Hópurinn kom til landsins sl. laugardag og ætlaði að fara til síns heima á sunnudag, en ekki var hægt að fljúga til Vestfjarða vegna veðurs og því varð hóprinn að gista í Reykjavík.
Meira
BJÖRN Grétar Sveinsson var einróma endurkjörin formaður Verkamannasambands Íslands á þingi sambandsins sem lauk í gær og Jón Karlsson, verkalýðsfélaginu Fram á Sauðárkróki var kjörinn varaformaður.
Meira
FÉLAG framhaldsskólanema gengst fyrir blysför á morgun, sunnudag, vegna hinna válegu atburða á Flateyri, til að sýna eftirlifendum og aðstandendum hinna látnu stuðning og samúð. Í fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram að nemendur framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu ætla að ganga í samfylgd niður Laugaveg að Ingólfstorgi. Lagt verður af stað frá Hlemmi kl. 20. Kl.
Meira
JACQUES Chirac, forseti Frakklands, hefur farið fram á það við þing og þjóð, að lækkun fjárlagahallans verði gerð að "forgangsmáli allra forgangsmála" og nefnir ekki lengur kosningaloforðin frá í vor um aukna atvinnu og meiri jöfnuð milli þegnanna.
Meira
IÐULAUS norðaustan stórhríð var í Ólafsfirði seinni part miðvikudags og aðfaranótt fimmtudags. Mikið rót var í höfninni enda stórbrim úti fyrir og mjög hásjávað. Aðeins einn stór bátur var í höfninni, Sigurfari ÓF og var hann vaktaður, sem og einnig fjöldi minni báta og trillur sem í höfninni voru.
Meira
MIKIÐ norðaustan og síðan norðanveður hefur gengið yfir Húnaþing í vikunni. Talsverður snjór kom í héraðið, færð spilltist nokkuð og fénaður hefur hrakist og sums staðar fennt. Á fimmtudag hafði póstur t.d. ekki borist í héraðið frá því um helgi.
Meira
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og Páll Pétursson félagsmálaráðherra fara í dag til Flateyrar til að skoða aðstæður og ræða við heimamenn um björgunarstörf og afleiðingar snjóflóðsins. Í för með þeim verða þingmenn Vestfjarða. Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður tekur á móti gestunum, en áætlað er að þeir komu til Flateyrar laust eftir 12 á hádegi.
Meira
SNJÓFLÓÐAFRÆÐINGUR Veðurstofunnar efast um að varnarvirki ofan við byggðina á Flateyri hefðu dugað til að stöðva snjóflóðið sem féll þar á miðvikudagsnótt. "Hraðinn á þessu flóði var svo mikill að þegar það kemur niður að efstu húsum má áætla að það hafi verið á um 28 metra hraða á sekúndu og því hefðu nánast engar varnir dugað.
Meira
Í upptalningu í Morgunblaðinu í gær yfir snjóflóð, sem fallið hafa í og við Flateyri, var ekki talið með flóð, sem féll 26. október árið 1934, réttu 61 ári fyrr en flóðið á fimmtudag. Í þessu flóði fórust þrír menn.
Meira
SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur fallist á fyrirhugaða tvöföldun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ og frárein af Vesturlandsvegi inn á verslunar- og þjónustusvæði norðaustan Lágafells, sunnan Hafravatnsvegar, með nokkrum skilyrðum.
Meira
Sóley Eiríksdóttir bjargaðist úr snjóflóðinu á Flateyri eftir níu klukkustundir "Fann jörðina hristast og heyrði skruðninga" "Sprungur voru komnar í veggina og naglar stóðu út úr þeim. Þegar ég reyndi að beygja höfuðið niður fann ég eins og rifið í hárið á mér.
Meira
Sóley Eiríksdóttir bjargaðist úr snjóflóðinu á Flateyri eftir níu klukkustundir FANN JÖRÐINA HRISTAST "Sprungur voru komnar í veggina og naglar stóðu út úr þeim. Þegar ég reyndi að beygja höfuðið niður fann ég eins og rifið í hárið á mér.
Meira
FJÓRAR flugvélar Íslandsflugs komu til Egilsstaða fyrir skömmu, þegar félagið flutti Sinfóníuhljómsveit Íslands austur. Hljómsveitina skipa 65 manns og var hópurinn fluttur með fjórum flugvélum, tveim Dornier, einni Metro og Chieftain.
Meira
KEÐJA snjóflóða féll úr Óslandshlíðarfjöllum fyrir ofan bæina Sleitustaði og Smiðsgerði í Hólahreppi aðfaranótt fimmtudags. Ná flóðin samfellt yfir svæði sem er um kílómetri að breidd. Heita má að snjórinn hafi hreinsast úr hlíðunum fyrir ofan þessa bæi. Snjóflóðið í Smiðsgerði lenti á útihúsum sem standa fyrir ofan íbúðarhúsið og er fjárhúshlaða mikið skemmd.
Meira
Á ÞRIÐJA tug Flateyringa, sem hafa misst eigur sínar og/eða ástvini, komu í fjöldahjálparstöð Rauða kross Íslands í gærmorgun. Þar áttu þeir stutta samveru- og bænastund. Fjöldahjálparstöðin að Rauðarárstíg 19 verður opin kl. 10-18 laugardag og sunnudag fyrir þá sem eiga um sárt að binda vegna snjóflóðsins á Flateyri 26. október, vini þeirra og aðstandendur.
Meira
EITT lengsta flug Landhelgisgæslunnar frá upphafi var farið í tengslum við björgunarstörfin á Flateyri í fyrradag. TF-LÍF var þá um tíu klukkustundir á flugi við afar erfið flugskilyrði. Auk þess var minni þyrlan, TF-SIF, í stöðugum flutningum milli Reykjavíkur og Grundarfjarðar og Grundarfjarðar og Rifs.
Meira
EFRI línan sýnir staðfest hættumat fyrir Flateyri samkvæmt gögnum frá Skipulagi ríkisins. Neðri línan sýnir tillögu að nýju hættumati sem unnið hefur verið að beiðni Almannavarna ríkisins samkvæmt forsendum í nýrri reglugerð frá því í vor.
Meira
RAUÐA krossinum hefur borizt fjöldi gjafa og tilboða um aðstoð frá almenningi eftir að fréttist af snjóflóðinu mannskæða á Flateyri. Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur, sem hefur umsjón með fjöldahjálparstöð þeirri, sem Rauði krossinn hefur sett upp í kjallara Rauðarárstígs 18, segir að félagsmálaráðuneytið hafi boðið fram fjölda íbúða um allt land fyrir fólk,
Meira
FRANSKA varnarmálaráðuneytið greindi frá því í gærkvöldi að þriðja kjarnorkusprengjan hefði verið sprengd í Muroroa í Kyrrahafi. Jafngilti sprengjan, sem sprakk klukkan tíu í gærkvöldi, 60 kílótonnum af hefðbundnum sprengiefnum.
Meira
HALLDÓR Halldórsson, læknir í Kristnesi, flytur fyrirlestur hjá Félagi aðstandenda Alzheimer-sjúklinga á Akureyri og nágrenni. Fundurinn verður haldinn í dvalarheimilinu Hlíð í dag,, laugardaginn 28. október kl. 13.00. Halldór mun segja frá öldrunardeildinni sem opnuð hefur verið á Kristnesspítala. Allt áhugafólk um vandamál aldraðra og heilabilaðra er velkomið á fundinn.
Meira
SNORRI Hermannsson var vettvangsstjóri leitarinnar á Flateyri en hann kom í fyrsta hópnum, sem kom til Flateyrar frá Ísafirði. Í hópnum voru 187 leitarmenn ásamt leitarhundum, en þegar mest var tóku liðlega 300 manns þátt í leitinni.
Meira
RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt tillögur að stefnumiðum og aðgerðum til að uppfylla skuldbindingar rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, og verður höfuðáhersla lögð á hvetjandi aðgerðir, fræðslu og notkun hagstjórnartækja til að takmarka útstreymi koltvíoxíðs og annarra gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.
Meira
NÚ ÞEGAR frosthörkur eru byrjaðar er nauðsynlegt að gefa smáfuglunum. Maískorn, sem eru seld í búðum sem smáfuglafóður, nýtast einungis snjótittlingum og auðnutittlingum af því að þeir lifa á fræum yfir vetrarmánuðina. Að sögn fuglaáhugamanns eru þrestir ekki fræætur og geta því ekki nýtt sér maískornin og þar af leiðandi drepst hluti þeirra þegar koma frostakaflar eins og nú.
Meira
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gær að ábyrgjast greiðslu kostnaðar vegna björgunarstarfs á Flateyri að svo miklu leyti sem hann er ekki borinn af öðrum. Opnaður verður sérstakur reikningsliður í fjármálaráðuneytinu vegna þessa.
Meira
Lífssýnarfélagar sem hyggjast taka þátt í leshópi um heimspeki þar sem bækur Gunnars verða lagðar til grundvallar eru hvattir til að fjölmenna, segir í fréttatilkynningur. Allir velkomnir á fyrirlesturinn.
Meira
HARMONIKUFÉLAG Reykjavíkur stendur fyrir fjölskylduskemmtun í Danshúsinu í Glæsibæ við Álfheima sunnudaginn 29. október kl. 15. Leikin verður létt tónlist úr ýmsum áttum. Flytjendur eru á öllum aldri og fram koma m.a. Oddur Þorkell Jóakimsson (9 ára), Ólafur Þ. Kristjánsson og Karl Jónatansson auk Léttsveitar Harmonikufélags Reykjavíkur.
Meira
ÍBÚUM í húsunum á svæði sem nær upp að Hjallavegi og Ólafstúni var síðdegis í gær heimilað að fara í hús sín í fylgd björgunarsveitarmanna í 30 mínútur. Á fundi Almannavarna kl. 16.30 var ákveðið að minnka hættusvæðið á Flateyri og miðast það nú við hús ofan Öldugötu. Stjórn Almannavarna Flateyrarhrepps kemur saman til fundar á ný kl.
Meira
Reuter IMELDA Marcos fyrrverandi forsetafrú Filippseyja sór í gær eiðstaf þingmanna og tekur því sæti í fulltrúadeild þings landsins. Myndin var tekin við athöfnina. Hét hún við það tækifæri að hafa stjórnarskrá landsins í heiðri. Aðeins er um áratugur frá því Imelda flýði land ásamt Ferdinand Marcos manni sínum með smán.
Meira
BÆJARRÁÐ hefur samþykkt að tillögu atvinnumálanefndar Akureyrar að ráða Helga Jóhannesson verkfræðing forstöðumann Atvinnuskrifstofu Akureyrarbæjar. Hann hefur undanfarin ár starfað hjá Sláturfélagi Suðurlands, í Reykjavík og Hvolsvelli sem deildarstjóri tæknideildar. Eiginkona hans er Stefanía Sigmundsdóttir og eiga þau fjögur börn.
Meira
ÉG SKELLTI mér beint í gallann og óð snjó upp að mitti til að komast á svæðið. Þegar ég fór fram hjá húsi Eiríks Finns heyrði ég köll og gekk í að ná þeim út," segir Einar Guðbjartsson, trillusjómaður og fiskverkandi. Kunningi hans, Gunnar Valdimarsson í Hafnarstræti 43, hringdi til hans strax og snjóflóðið féll, sagði honum frá því hvað gerst hefði og bað hann um að ná sér út.
Meira
HÓPUR íbúa á Flateyri kom til Reykjavíkur klukkan hálfellefu í gærmorgun með varðskipinu Ægi, ásamt björgunarmönnum og öðru hjálparfólki. Á Miðbakkanum tóku vinir og ættingjar á móti Flateyringunum. Þetta var flestum erfið stund og tilfinningar voru greinilega blendnar; menn voru glaðir að heimta ástvini sína úr helju, en sorgin vegna þeirra látnu hafði yfirhöndina.
Meira
ÉG fer suður í næstu viku. Það var löngu ákveðið, en eins og staðan er í dag veit ég ekki hvenær ég kem heim aftur. Hugurinn breytist kannski eftir nokkra daga," segir Soffía Ingimarsdóttir, Goðatúni 4. Soffía segist hafa vaknað um klukkan þrjú snjóflóðanóttina við að það kviknaði á neyðarljósi sem fer í gang þegar rafmagnið fer af.
Meira
FORMAÐUR Björgunarhundasveitar Íslands segir að æskilegast sé að leitarhundar séu á staðnum í öllum bæjarfélögum þar sem snjóflóðahætta er fyrir hendi. Hins vegar hái skortur á fjármagni uppbyggingu sveitarinnar.
Meira
HÚMANÍSKT hverfismálaþing fyrir íbúa Holta, Norðurmýrar og Hlíða verður haldið laugardaginn 28. október í Æfingaskóla Kennaraháskólans. Málþingið hefst kl. 14. Á málþinginu munu íbúar halda framsögu um þau mál sem þeim eru efst í huga.
Meira
LÍF og land heldur ráðstefnu um íþróttir gegn áfengis- og vímuefnaneyslu ungs fólks á Íslandi, laugardaginn 28. október. Björn Bjarnason menntamálaráðherra mun ávarpa ráðstefnuna. Ýmsir sérfræðingar í æskulýðsmálum, löggæslu, heilbrigðismálum og íþróttastarfi flytja erindi. Ráðstefnan er öllum opin og fundarstjóri er Svanfríður Lárusdóttir.
Meira
FYRSTI fræðslufundur HÍN á þessum vetri verður mánudaginn 30. október kl. 20.30. Fundurinn verður að venju haldinn í stofu 101 í Odda, Hugvísindahúsi Háskólans. Á fundinum flytur Jón Jónsson jarðfræðingur erindi sem hann nefnir: Eldgosið við Leiðólfsfell.
Meira
Morgunblaðið/Halldór Látinna minnst Logandi kerti flutu á Tjörninni í Reykjavík í gærkvöldi. Nemendur Menntaskólans í Reykjavík minntust á þennan hátt þeirra sem fórust í snjóflóðinu á Flateyri.
Meira
LETTLAND skilaði í gær formlegri umsókn um aðild að Evrópusambandinu til forsætisríkis ráðherraráðs ESB, Spánar. Maris Riekstins, utanríkisráðherra Lettlands, afhenti umsóknina í utanríkisráðuneytinu í Madríd.
Meira
LITLA stúlkan, Rebekka Rut Haraldsdóttir, sem leitað var lengst þeirra er urðu fyrir snjóflóðinu á Flateyri, fannst látin á fimmta tímanum í gærdag. Rebekka Rut var eins árs gömul. Foreldrar hennar, Svanhildur Hlöðversdóttir og Haraldur Eggertsson, fórust einnig í snjóflóðinu og eldri systkini hennar, Haraldur Jón, 4 ára og Ástrós Birna, 3 ára.
Meira
HALLDÓR Ólafsson, sem fórst í snjóflóðinu á Flateyri, var ekki 20 ára, eins og fram kom Morgunblaðinu í gær, heldur 24 ára. Þá var ranghermt að Halldór væri barnlaus. Hann lætur eftir sig litla dóttur, Hrafnhildi Ósk, fimm ára.
Meira
MATVÆLA- og næringarfræðingafélag Íslands, MNÍ, heldur matvæladag að Grand Hótel Reykjavík í dag. Þetta er í þriðja sinn sem MNÍ stendur fyrir matvæladegi og í ár er yfirskriftin Menntun fyrir matvælaiðnað.
Meira
UMBOÐSMAÐUR barna efnir í dag til málþings um börn og unglinga. Málþingið verður haldið í Ráðhúsinu og hefst kl. 13. Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands, er heiðursgestur þingsins og ávarpar gesti. Frummælendur verða fimm unglingar á aldrinum 11-16 ára.
Meira
AKUREYRARPRESTAKALL:Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu á morgun kl. 11.00. Öll börn velkomin. Munið kirkjubílana. Guðsþjónusta kl. 14.00. Séra Ólafur Jóhannsson prédikar. Biblíulestur á mánudag kl. 20.30. GLERÁRKIRKJA: Biblíulestur og bænastund kl. 13.00 í dag, laugardag. Guðsþjónusta kl. 11.00 á morgun.
Meira
BISKUP Íslands, herra Ólafur Skúlason, hefur farið þess á leit við presta landsins að þeir helgi messur næsta sunnudag friði og friðarstarfi, bæði í predikun, bænum og vali á sálmum. Tilefnið er alþjóðleg friðarvika sem haldin er í tengslum við hálfrar aldar afmæli Sameinuðu þjóðanna.
Meira
LEITARSTARFI á Flateyri lauk síðdegis í gær, þegar björgunarsveitamenn fundu Rebekku Rut Haraldsdóttur, eins árs. Hún var látin. Þar með var ljóst að tuttugu manns höfðu farist í snjóflóðinu, sem skall yfir þorpið á fimmtudagsnótt, þegar flestir íbúanna voru í fastasvefni.
Meira
ÓVEÐRIÐ sem gekk yfir landið olli miklum skemmdum á raflínum í Þistilfirði. Þó veðurhæðin væri minni hér á norðausturhorninu en víðast annars staðar á landinu var ísing mikil svo raflínur og staurar sliguðust.
Meira
MIKIÐ hefur verið fjallað í blöðum í Noregi og Svíþjóð um snjóflóðið sem féll á Flateyri aðfaranótt fimmtudags. Slá blöðin fréttinni upp á forsíðu auk þess sem fjallað er um málið í máli og myndum á innsíðum þeirra. Í Danmörku birtu öll stærstu blöðin fréttir af atburðinum og í mörgum Evrópulöndum og í Bandaríkjunum var sagt frá snjóflóðinu.
Meira
Vogum-Miklar skemmdir urðu á hafnargarðinum í Vogum í veðrinu í vikunni. Grjótvörn er mikið skemmd og þekja ónýt að hluta. Mestar eru skemmdirnar á um 100 m kafla næst landi.
Meira
LJÓST ER að töluverðir fjárskaðar hafa orðið í Austur- Húnavatnssýslu í veðuráhlaupinu sem gekk yfir landið sl. miðvikudag. Ekki er gott að átta sig á fjölda kinda sem drepist hafa en vitað er að allt að þrjátíu kindur á bæ hafi drepist á nokkrum bæjum. Skaðar virðast hafa orðið um alla sýslu en þó virðist við fyrstu sýn, tjón vera mest í lágsveitum í vesturhluta sýslunar.
Meira
ROH Tae-woo, fyrrverandi forseti Suður-Kóreu, kom fram í sjónvarpi í gær og bað landa sína afsökunar á því að hafa sankað saman fé, rúmlega 42 milljörðum ísl. kr., í leynilega sjóði í forsetatíð sinni. Var féð notað í pólitísku skyni að mestu leyti en hann hélt þó sjálfur eftir rúmlega 14 milljörðum kr. þegar hann fór úr embætti.
Meira
MUN FÆRRI lyfjatæknar útskrifast ár hvert en þörf er fyrir eða einungis í kringum sex. Ef vel ætti að vera þyrfti að útskrifa 12-16 manns árlega, að sögn Eggerts Eggertssonar, kennslustjóra á lyfjatæknibraut Ármúlaskóla. Geta þeir lyfjatæknar sem útskrifast yfirleitt valið úr fyrirtækjum öfugt við það sem almennt gerist þegar fólk kemur úr námi.
Meira
MÁNAÐARTEKJUR fiskverkafólks í Danmörku fyrir dagvinnu eru 30% hærri en mánaðartekjur fiskverkafólks á Íslandi þegar tekið hefur verið tillit til skattgreiðslu og greiðslu í lífeyrisjóð, félagsgjöld, atvinnuleysistryggingar og leiðrétt vegna mismunandi verðlags í löndunum.
Meira
EINS árs nám í markaðs- og útflutningsfræðum verður tekið upp í janúar á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands. Er námið ætlað fólki á vinnumarkaði sem lokið hefur stúdentsprófi eða sambærilegri menntun, hefur starfað í tvö ár á vinnumarkaði við sölu- og markaðsmál eða hyggur á starf á þessum vettvangi og skilur ensku þokkalega. Námið tekur 240 klst.
Meira
Á FUNDI kjörmanna í Seljasókn 25. október sl. fór fram kosning til starfs aðstoðarprests við söfnuðinn. Sr. Ágúst Einarsson, núverandi sóknarprestur á Raufarhöfn, hlaut bindandi kosningu til starfsins.
Meira
FORSETI Íslands skipaði 17. október sl. doktor Gunnar Sigurðsson, yfirlækni á lyflækningadeild Borgarspítalans í persónubundið prófessorembætti við læknadeild Háskóla Íslands. Staðan er veitt að fengnum tillögum læknadeildar og háskólaráðs.
Meira
NÝSTÁRLEG lestrarbók fyrir yngstu nemendur grunnskólans kom út hjá Námsgagnastofnun í september sl. Ber hún heitið Það er leikur að læra. Hún er athyglisverð meðal annars fyrir það að lesmálið er tvenns konar; á einni síðu er auðveldur texti fyrir byrjendur og á síðunni á móti þyngri texti ætlaður börnum sem þegar eru farin að lesa.
Meira
LAUF, Landssamtök áhugafólks um flogaveiki, hefur opið hús í dag, laugardaginn 28. október, frá kl. 1416 í nýju húsnæði félagsins að Laugavegi 26, 3. hæð, gengið inn Grettisgötu megin. Kaffiveitingar verða í boði. Félagsmenn og aðrir velunnarar félagsins velkomnir.
Meira
LITLA stúlkan, Rebekka Rut Haraldsdóttir, sem lengst var leitað eftir snjóflóðið á Flateyri fannst um miðjan dag í gær. Hún var látin. Varð þá ljóst að 20 Flateyringar höfðu látið lífið í þessu mannskæða snjóflóði sem féll á hjarta þessa litla þorps. Þegar blaðamenn fóru um leitarsvæðið í gær stóð enn yfir leit að Rebekku.
Meira
Vinna stendur yfir eða er að hefjast við gerð snjóflóðahættumats fyrir fjölmörg byggðarlög. Sveitarstjórar sem rætt var við telja nauðsynlegt að endurskoða frá grunni forsendur hættumats og taka upp breytt vinnubrögð, í ljósi atburðanna á Flateyri.
Meira
MIKIL óvissa ríkir um pólitíska framtíð Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, jafnvel þótt hann nái sér fljótlega eftir annað hjartaáfallið á fjórum mánuðum. Það er ekki aðeins, að líkur á, að hann bjóði sig fram eða verði endurkjörinn í forsetakosningunum á næsta ári hafi minnkað,
Meira
HEIMDALLUR hefur afhent Ólafi G. Einarssyni forseta Alþingis, 63 áletruð strokleður, sem ráðherrar og þingmenn eru hvattir til að beita á útgjaldaliði fjárlagafrumvarpsins. 19% af útgjöldum ríkisins
Meira
PÖDDUR, smádýr á landi, er heiti ráðstefnu sem Líffræðifélag Íslands heldur dagana 28. og 29. október í Odda, hugvísindahúsi Háskóla Íslands. Á ráðstefnunni munu helstu fræðimenn landsins á sviði smádýra segja frá rannsóknum sínum. Bæði verður fjallað um smádýr í hinni villtu náttúru og meindýr sem vart verður í skógrækt, ylrækt og landbúnaði. Ráðstefnan hefst kl. 10.
Meira
FYRIRHUGAÐRI ráðstefnu samtakanna Líf og land sem vera átti í dag, laugardaginn 28. október, um íþróttir gegn áfengis- og vímuefnaneyslu unglinga í félagsmiðstöðinni Frostaskjóli er frestað um óákveðin tíma.
Meira
JÓHANNES Reykdal, talsmaður Almannavarna ríkisins, segir að björgunaraðgerðir á Flateyri hafi gengið vel fyrir sig. Stjórnendur björgunarstarfsins fyrir vestan og í Reykjavík og björgunarsveitarmenn hafi búið að reynslu frá Súðavíkurslysinu. Þá hafi skipt miklu máli að fjarskipti og rafmagnsmál voru í góðu lagi.
Meira
ÓLÖF Ásta Ólafsdóttir, lektor við námsbraut í hjúkrunarfræði, heldur mánudaginn 30. október klukkan 12.15 - 13 fyrirlestur um breytingar og þróun á ljósmóðurnámi. Fyrirlesturinn er hluti af málstofu í hjúkrunarfræði og verður fluttur í stofu 6 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötur 34. Málstofan er öllum opin.
Meira
ÞJÁNING og sorg íbúa á Flateyri og gífurlegt eignatjón kalla á skjót viðbrögð annarra Íslendinga þeim til hjálpar og stuðnings. Þess vegna hafa allir fjölmiðlar landsins, ásamt Pósti og síma og í samvinnu við Rauða kross Íslands og Hjálparstofnun kirkjunnar, ákveðið að efna til landssöfnunar. Landssöfnunin "Samhugur í verki" hefst í dag, laugardaginn 28. október, kl.
Meira
FORYSTUMENN stjórnarandstöðunnar voru kallaðir inn á fund ríkisstjórnarinnar til að fara yfir stöðu mála á Flateyri og þær aðgerðir sem grípa þarf til á allra næstu dögum. Á fundinum voru einnig forstjóri Landhelgisgæslu og framkvæmdastjóri Almannavarna.
Meira
FJÖLMARGAR samúðarkveðjur hafa borist íslensku þjóðinni eftir snjóflóðið á Flateyri, bæði frá erlendum þjóðhöfðingjum og ríkisstjórnum. Þá hafa félagasamtök einnig sent kveðjur. Bandalag háskólamanna, BHMR, sendir öllum þeim, sem eiga um sárt að binda vegna náttúruhamfaranna á Flateyri, innilegar samúðarkveðjur.
Meira
FORSETA Íslands og ríkisstjórn hefur í gær og fyrradag borist fjöldi samúðarkveðja víðs vegar að úr heiminum vegna atburðanna á Flateyri. Síðdegis á fimmtudag sendi Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, kveðju til Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra. Þar segist norski forsætisráðherrann bera innilegustu samúðarkveðjur norsku ríkisstjórnarinnar eftir snjóflóðið á Flateyri.
Meira
Morgunblaðið/Árni Sæberg Samúð og hlýhugur NEMENDUR Kvennaskólans í Reykjavík söfnuðust saman fyrir utan skólann í gær til að votta íbúum Flateyrar samúð sína. Nína Björk Árnadóttir skáld las ljóð og nemendur kveiktu á kertum.
Meira
SKODA Foreman, árgerð 1993, var stolið af stæði við Bílasöluna Braut, Borgartúni 26, á mánudag. Bíllinn er hvítur 5 dyra skutbíll, með skráningarnúmerinu UV-343. Þeir, sem vita hvar hann er niður kominn, eru beðnir um að hafa samband við slysarannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík.
Meira
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær að atburðirnir á Flateyri vektu upp spurningar um mat okkar á snjóflóðahættu víðar á landinu. Hann sagði að leitað yrði allra leiða til að tryggja öryggi landsmanna, en nú væri mikilvægast að leysa bráðasta vanda íbúanna á Flateyri.
Meira
STEINAR Berg Björnsson er kominn til Zagreb í Króatíu, þar sem hann hefur tekið við sem framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs UNPROFOR, Friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í fyrrverandi Júgóslavíu.
Meira
BÆNDUR á Barðaströnd vantar fé eftir óveðrið sem gekk hér yfir, en leitað var í gær og fyrradag. Bóndinn á Krossi fann þrjár ær í gær og voru þær fastar í skafli, svo aðeins hausarnir stóðu upp úr. Tófa hafði nagað á þeim snoppuna og varð að aflífa eina.
Meira
KRISTÍN Eysteinsdóttir heldur tónleika á Sólon Íslandus laugardaginn 28. nóvember og kemur hún þar fram ásamt hljómsveit. Kristín mun leika efni af nýútkominni plötu sinni ásamt öðru í bland.
Meira
KURAN Swing kvartettinn heldur tónleika á vegum Tónlistarfélags Akureyrar í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju sunnudaginn 19. október kl. 17.00. Á efnisskránni eru m.a. lög af nýrri geislaplötu sem kvartettinn undirbýr um þessar mundir ásamt tónleikaferðalagi um Norðurlönd og Pólland. Kvartettinn var stofnaður árið 1989 og var tilgangurinn að leika "strengjadjass".
Meira
AÐALSTEINN Eiríksson, skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík, segir þjónustusamning þann sem skólinn gerði við menntamála- og fjármálaráðherra í febrúar sl. tvímælalaust vera lyftistöng fyrir skólann. "Það er þó kannski of snemmt að fullyrða það á hlutlægum grundvelli, því reglulegar kannanir eiga eftir að leiða í ljós hver útkoman verður.
Meira
ÚTIVIST fer sunnudaginn 29. október í þriðja áfanga ferðaraðarinnar Forn frægðarsetur. Að þessu sinni verður Borg á Mýrum fyrir valinu. Séra Þorbjörn Hlynur Árnason mun stikla á stóru um sögu staðarins. Að því loknu mun hópurinn ganga gamla alfaraleið frá Borg. Mæting er fyrir kl. 9.30 við Akraborg í Reykjavíkurhöfn. Frá Akranesi verður ekið í rútu upp í Borgarnes.
Meira
"ÞAÐ VAR kannski leiðinlegast að geta ekki verið kominn fyrr. Það hefði maður auðvitað gjarnan viljað, en þetta gekk hins vegar held ég eins og hægt var að hugsa sér miðað við það hvernig aðstæðurnar voru," sagði Jón Baldursson, yfirlæknir á slysadeild Borgarspítalans í samtali við Morgunblaðið, en hann kom með varðskipinu Ægi til Reykjavíkur frá Flateyri í gærmorgun.
Meira
STEINUNN Jónsdóttir, starfsmaður Pósts og síma, hefur alla tíð búið á Flateyri. Hún sagðist ekkert hafa getað farið út úr húsi allan fimmtudaginn eftir að snjóflóðið féll. Hún sagðist telja að mikill uggur væri í fólki á Vestfjörðum vegna atburðanna nú og síðastliðinn vetur, ekki síst vegna þess hve stutt væri liðið af vetrinum.
Meira
BANKASTJÓRN Landsbanka Íslands heiðraði í vikunni og veitti sérstaka viðurkenningu þeim Gunnari Stefánssyni og Sigmari Péturssyni sem með snarræði tókst að yfirbuga mann er reyndi að ræna Háaleitisútibú Landsbankans í fyrri viku. "Stjórnendum Landsbankans þykir viðeigandi að veita mönnunum viðurkenningu fyrir að koma í veg fyrir að ránsmaðurinn kæmist undan.
Meira
EMMA Bonino, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, segist vona að spænsk og portúgölsk skip geti hafið veiðar í landhelgi Marokkó fyrir nóvemberlok. ESB og Marokkó hafa átt í viðræðum í sex mánuði um endurnýjun á fiskveiðisamningi sínum en samningamenn Marokkó krefjast þess að dregið verði úr veiði ESB og auknum afla verði landað í Marokkó.
Meira
BÆJARSTJÓRN Ísafjarðar boðaði til aukafundar síðdegis í gær, þar sem aðeins tvö mál voru á dagskrá; sorpbrennslumál á Ísafirði og snjóflóðið á Flateyri. Við upphaf fundarins minntist forseti bæjarstjórnar, Kolbrún Halldórsdóttir, hinna hörmulegu atburða er áttu sér stað á Flateyri og bað forseti viðstadda að votta hinum látnu, aðstandendum þeirra og Flateyringum,
Meira
KAPPHLAUPIÐ um sigur í pólsku forsetakosningunum, sem fram eiga að fara 5. nóvember næstkomandi, stendur nú einungis milli tveggja manna, Lechs Walesa forseta og Aleksanders Kwasniewskis, frambjóðanda flokks fyrrum kommúnista.
Meira
ÞAÐ hefði engum manni dottið í hug að slíkt gæti gerst á þessum stað," sagði Kristján Jóhannesson, sveitarstjóri á Flateyri, þegar hann kom heim í gær. Hann var með fjölskyldu sinni í fríi á Flórída þegar snjóflóðið féll á Flateyri og hraðaði sér heim þegar hann frétti af því. Já, þetta er dapurlegur endir á sumarfríinu," segir Kristján.
Meira
24 FLATEYRINGAR, 9 læknar og hjúkrunarliðar og 4 björgunarsveitarmenn voru farþegar með varðskipinu Ægi sem kom frá Flateyri skömmu fyrir hádegi í gær og lagði að Miðbakka Reykjavíkurhafnar. Ættingjar og vinir tóku á móti þeim og voru endurfundirnir hlaðnir tilfinningum, í senn sorg vegna fráfalls ástvina og gleði yfir að heimta sína nánustu úr helju snjóflóðsins.
Meira
HEIMILISIÐNAÐARFÉLAG Íslands heldur þjóðbúningahátíð að Hótel Borg fyrsta vetrardag, 28. október, kl. 15. Fjallkonan mun ávarpa gesti. Fríður Ólafsdóttir dósent flytur erindi um upphlutinn og karlabúninginn. Fágætir þjóðbúningar verða til sýnis. Auk þess verða söngur og kaffiveitingar á dagskránni.
Meira
ÆFINGAR eru hafnar á leikritinu Sporvagninum Girnd hjá Leikfélagi Akureyrar, einu helsta leikverki sem skrifað hefur verið á öldinni. Þetta magnaða verk Tennessee Williams hefur notið mikilla vinsælda frá því að var skrifað. Aðalhlutverkin eru í höndum Rósu Guðnýjar Þórsdóttur og Valdimars Flygenring, en auk þeirra kemur fram fjöldi leikara. Haukur J.
Meira
"TJÓNIÐ er mikið en hremmingin meiri," sagði Þröstur Jóhannesson, bóndi á Gilsbakka, sem ásamt sveitungum sínum var að leita að fé sínu í snjósköflum skammt frá bænum. Hann er með 75 ær, 38 þeirra höfðu fundist dauðar síðdegis í gær og voru 5 enn ófundnar. Ærnar voru að finnast undir allt að fjögurra metra snjósköflum.
Meira
VERÐBÓLGA í ríkjum Evrópusambandsins var nokkru hærri í septembermánuði samanborið við síðastliðið ár. Alls mældist hún 3,1% en var 3,0% í september 1994. Greindi Eurostat frá þessu í gær. Verðbólga var undir ESB-meðaltali í tíu aðildarríkjum. Lægst var hún í Finnlandi en mest í Grikklandi. Í Finnlandi var verðbólga einungis 0,3% og næst á eftir komu Belgía og Holland með 1,2% og 1,5%.
Meira
Morgunblaðið/RAXBJÖRGUNARMENN leituðu fram eftir degi að litlu stúlkunni sem saknað var en hún fannst látin á fimmta tímanum í gær. Eyðileggingin á Flateyri er gríðarleg líkt og sjá máá þessari mynd sem tekin var við endamörk flóðsins skammt frá kirkjunni, en þangað barst margvíslegt brak með straumnum um langan veg.
Meira
Morgunblaðið/Áki Guðmundsson Foráttubrim MIKLAR skemmdir urðu á hafnarmannvirkjum á Bakkafirði í foráttubrimi sem fylgdi óveðrinu mikla í vikunni. Eins og fram kom í frétt í blaðinu tók brimið af allt ysta grjótlagið á ytri helmingi brimvarnargarðs, um 50-70 metra langt.
Meira
TÍMINN og Alþýðublaðið fjölluðu í forystugreinum sínum í gær um snjóflóðið á Flateyri á fimmtudag. Ísland á eina sál Í FORYSTUGREIN Alþýðublaðsins segir m.a.: "Aðeins eru níu mánuðir síðan Íslendingar urðu fyrir því reiðarslagi sem fylgdi snjóflóðinu á Súðavík.
Meira
SNJÓFLÓÐ OG HÆTTUMAT NATTSTAÐA landsins og náttúruöfl hafa sett mark sitt á þjóðlífið gegn um tíðina. Eldgos, hafís, jarðskjálftar og snjóflóð eru kapítular í Íslands sögu. Nálægt 160 Íslendingar hafa týnt lífi í snjóflóðum á þessari öld einni saman. Seinni tíma rannsóknir, þekking og tækni hafa vissulega auðveldað okkur búsetu í landinu.
Meira
AMMA LÚ var opnuð aftur um síðustu helgi, eftir að hafa verið lokuð í nokkurn tíma. Gestir virtust ánægðir með það og skemmtu sér vel fram á nótt. Morgunblaðið/Halldór MAGNÚS Ríkharðsson og Kristinn Jónsson eru skemmtanastjórar Ömmunnar. Með þeim er eigandinn, Tómas Tómasson.
Meira
ÞRÁTT FYRIR mikið annríki og fullskrifaða dagbók gaf Claudia Sciffer sér tíma til að ferðast til Parísar, þar sem vaxmynd af henni var afhjúpuð á dögunum. Meðfylgjandi mynd er tekin við það tækifæri og ekki er annað að sjá en Claudia sé ánægð með eftirmynd sína.
Meira
LEIKARINN Alec Baldwin var handtekinn í fyrradag fyrir meinta líkamsárás á ljósmyndara, sem reyndi að taka myndir af honum ásamt eiginkonu hans, Kim Basinger og nýfæddri dóttur þeirra. Lögreglan í Los Angeles, þar sem atvikið átti sér stað, segir að Baldwin hafi verið handtekinn fyrir utan setur þeirra hjóna, en verið sleppt eftir að hafa borgað tryggingu.
Meira
CINDY Crawford lauk nýlega við að leika í fyrstu kvikmynd sinni, "Fair Game". Mótleikari hennar er einn af Baldwin-bræðrum, Billy að nafni. Á meðan bróðir hans Alec átti í útistöðum við yfirvöld sótti hann athöfn á veitingastaðnum Planet Hollywood. Þar afhentu Baldwin og Crawford veitingastaðnum brotin handjárn sem minjagrip úr myndinni.
Meira
UPP Á síðkastið hafa leikarar í Hollywood verið að brjóta 20 milljóna dollara (1.260 milljóna króna) múrinn fyrir vinnu sína við eina kvikmynd. Jim Carrey gerði tvo slíka samninga í sumar og Sylvester Stallone gerði samning við Universal-fyrirtækið um að fá 60 milljónir dollara (3.780 milljónir króna) fyrir leik sinn í þremur kvikmyndum. Nú hefur Bruce Willis bæst í hópinn. Hann fær 1.
Meira
FRÆGT FÓLK á skyldmenni eins og annað fólk. Feður, mæður, systur, frænda, frænkur og bræður. Þeir síðastnefndu eru hér í aðalhlutverki. Pamela AndersonSharon StoneElle MacphersonMadonnaUma ThurmanAnna Nicole SmithSylvester
Meira
ELIZABETH Hurley dreymdi aldrei um að verða fyrirsæta. "Ég held ég hafi aldrei búið yfir nægu sjálfstrausti til þess. Ég fór í leiklistarskóla þegar ég var 18 ára. Ég hætti í skóla tvítug, fékk mér strax umboðsmann og fór að fá hlutverk. Núna, þegar ég er þrítug, er ég að hefja fyrirsætuferilinn. Er það ekki svolítið seint?" segir hún hlæjandi.
Meira
DAVID Hasselhof, sem leikstýrir sjónvarpsþáttunum um Strandverði, er afar mikil stjarna í Þýskalandi. Plata hans, "Looking For Freedom", seldist í hálfri milljón eintaka þar í landi, auk þess sem smáskífur hans fara reglulega á topp tíu. Talsmaður plötufyrirtækis hans í Þýskalandi er ekki í vafa um ástæður vinsældanna. "Hann er stjarna. Hann er mikill persónuleiki.
Meira
Serpentyne, annar geisladiskur hljómsveitarinnar XIII. XIII eru Hallur Ingólfsson söng og gítarleikari, Jón Ingi Þorvaldsson bassaleikari, Gísli Már Sigurjónsson gítarleikari og Birgir Jónsson trommuleikari. Hljóðblöndun, Þorvaldur B. Þorvaldsson, Ingvar Jónsson og Hallur Ingólfsson. Gefið út af Spor hf. 72,24 mín. 1.990 kr.
Meira
SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga kvikmyndina Andre. Hún er byggð á sannri sögu sem gerðist árið 1962 í litlum smábæ í Maine- fylki í Bandaríkjunum. Andre er lítill kópur sem misst hefur móður sína í fiskinet, er tekin í fóstur af Harry og fjölskyldu hans. Toni, sjö ára gömul dóttir Harry sér um að hjúkra Andre og þau bindast sterkum vinaböndum.
Meira
MIÐSTÖÐ fólks í atvinnuleit opnaði fyrir skemmstu Smiðju og hóf starfsemi sína á ný eftir nokkurt hlé. Smiðjan er til húsa í Hafnarhúsi 2 á 2. hæð. Þar er boðið upp á aðstöðu til handverks- og tómstundaiðkana á vegum Miðstöðvar fólks í atvinnuleit, sem er staðsett í Hinu húsinu, Aðalstræti 2. Opnun Smiðjunnar var vel sótt og boðið var upp á léttar veitingar.
Meira
HVAÐ er maðurinn að fara, gæti fólk hugsað sem les þessa yfirskrift: að gefa af sjálfum sér. Til skýringar set ég hér vísu eina, sem ég setti saman, og ætlaðist til að að nokkrir félagar mínir prjónuðu aftan við, en vísan sem heild hjá mér er á þessa leið: Mesta yndi mannsins er meyjan þokkaríka, gefi hún af sjálfri sér sálina helst líka.
Meira
Sigurður Sigurjónsson hefur, f.h. Byggðaverks hf., beðið Morgunblaðið að birta eftirfarandi athugasemd: VEGNA greinar Magnúsar Gunnarssonar í Mbl. hinn 25. október sl., þar sem enn einu sinni er verið að draga nafn Byggðaverks hf. inn í pólitísk átök innan Hafnarfjarðar, sé ég mig tilneyddan til að óska eftir að Mbl. birti eftirfarandi athugasemdir mínar. Hinn 4.
Meira
ÞEIR viðskiptavinir Tryggingastofnunar, sem þurfa á bifreið að halda vegna hreyfihömlunar, geta átt rétt á ýmsum bifreiðahlunnindum. Um er að ræða bensínstyrk, niðurfellingu bifreiðaskatts, styrki til kaupa á bifreið, ýmsa hjálpartækjastyrki og lán til bifreiðakaupa. Nú hefur Tryggingaráð ákveðið að Tryggingastofnun muni hætta að veita lán til bifreiðakaupa um næstu áramót.
Meira
HLUTVERK bókasafna í samfélagi okkar, samfélagi sem farið er að kenna við upplýsingar, verður hér eftir sem hingað til að gera upplýsingar aðgengilegar öllum. Upplýsingatæknin auðveldar frjálsan aðgang að upplýsingum og greiðir fyrir því að þeim sé komið á framfæri. Hún eflir lýðræði og jafnar möguleika einstaklinga til áhrifa í samfélaginu.
Meira
GETUR það verið að sjónvarpið okkar allra landsmanna vinni nú leynt og ljóst að því að útrýma sjálfu sér? Ég spyr mig þessarar spurningar daglega nú orðið er ég kem úr vinnu, kveiki af gömlum vana á tækinu og sest fyrir framan það með tebollan minn í leit að fréttum, fréttaskýringum og fróðleik af mönnum og málefnum. Ég vonast jafnvel eftir einhverju til að brosa að í lok dagsins.
Meira
ÞAÐ VAR árið 1925, sem tveir menn lögðu leið sína frá Reykjavík til Hafnarfjarðar. Það voru þeir Jón Oddgeir Jónsson, sem þjóðkunnur er fyrir slysavarnarstörf sín, og Lárus Ingólfsson, sem síðar varð landsþekktur gamanleikari.
Meira
TIL AÐ auka hlut kvenna í starfi Sjálfstæðisflokksins verða sjálfstæðiskonur að ganga til leiks af fullri alvöru á öllum sviðum. Málefnanefndir á vegum flokksins, sem starfa milli landsfunda og skila áliti fyrir landsfund, eru 24 talsins.
Meira
HVERNIG líður þér? Finnur þú til við hverja hreyfingu eða stöku sinnum þegar þú ert búin/n að vera lengi í sömu stellingunni? Eða finnurðu ef til vill mest til þegar þú ferð að slappa af? Hvað veldur? Hefurðu hugsað út í það? Gerirðu þér grein fyrir að öll þau áreiti sem við verðum fyrir daglega; líkamleg, andleg og félagsleg endurspeglast í líkama þínum.
Meira
ÞAU mannréttindabrot, sem þær hafa mátt þola síðastlilðin fimm ár, eru þyngri en tárum taki. Íslenzkur almenningur hefur eitthvað reynt að hjálpa móðurinni með fjármálin, en það sem furðu vekur er hvernig íslenzk stjórnvöld hafa sinnt þessu máli.
Meira
FRÚ Vigdís Finnbogadóttir hefir tilkynnt að hún verði ekki í framboði við forsetakjör að vori. Hún hefir gegnt embættinu í 16 ár samfellt - og með mikilli prýði allan tímann. Þar með hefir hún sannað, að kona er hæf til forsetakjörs engu síður en karlmaður. Hins vegar var ætlunin ekki í upphafi, að æviráðning gilti.
Meira
THYGLISVERÐUR greinaflokkur birtist í Morgunblaðinu í síðustu viku og þessari um skaðsemi reykinga, forvarnarstarf, innflutning og tekjur hins opinbera og fleira tengt þessu efni.
Meira
FJÖLSKYLDUMEÐFERÐARHEIMILI er nýtt úrræði sem Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar hefur yfir að ráða. Heimilið hefur nú verið starfrækt í tæpa 8 mánuði, en það var opnað formlega í byrjun mars á þessu ári. Heimilið er staðsett í virðulegu gömlu húsi í vesturbænum og rúmar fjórar fjölskyldur í senn, sem þó fer eftir stærð fjölskyldna, fjölda barna og aldurs þeirra.
Meira
VÁTRYGGING á tjóni sem ökutæki valda er lögboðin hér á landi sem annars staðar, einnig slysatrygging ökumanns samkvæmt umferðarlögum frá 1987. Iðgjöld til vátryggingafélaga vegna lögboðinna ökutækjatrygginga námu um 4 milljörðum kr. á árinu 1994 og tjónabætur ásamt rekstrarkostnaði við þessa grein námu svipaðri upphæð.
Meira
ÉG VIL leyfa mér að taka undir með Finni Ingólfssyni, viðskiptaráðherra, vegna hugmynda hans um að endurskoða þurfi lög um starfsemi lífeyrissjóða. Ég hef lengi talið að þar sé ýmsu ábótavant. Ég tel það til mannréttinda að fá að meta sjálfur hverjum ég treysti best til að varðveita sparifé mitt og ávaxta það sómasamlega.
Meira
OKKUR óar við þeirri tilhneigingu ráðamanna að vilja banna helst allt sem þeim líkar ekki. Svo og óar okkur við því hve almenningur er gjarn á að styðja eða jafnvel heimta að frelsi sitt sé skert, engum til gagns. Okkur kemur til hugar þingmaðurinn bandaríski sem vildi að hornaboltakylfur yrðu bannaðar í umdæmi sínu. Aðspurður um málið sagði hann að utanaðkomandi gætu ekki skilið vandann.
Meira
Harmur í okkar hjörtum er, íslenska þjóðin sorgir ber. Snjóflóð féll við Önundarfjörð, hættuleg er vestfirsk jörð. Um marga kinn nú fellur tár, flóðið skilur eftir sár. Í snjónum er fólkið kannski látið. Víða um lönd er grátið. Við getum ekkert gert, þar sem áður var landið bert, snjórinn hefur fallið og bælir nú margt kallið.
Meira
Kveðjuorð Þá var ég ungur er unnir luku föðuraugum fyrir mér saman; man ég þó missi minn í heimi fyrstan og sárstan er mér faðir hvarf. (Jónas Hallgrímsson.)
Meira
Eins og þau Addi og Anna gengu pabba okkar í foreldrastað höfum við ætíð litið á þau sem afa okkar og ömmu. Það er erfitt að minnast afa án þess að amma komi upp í hugann líka. Samheldni þeirra hjóna var einstök og það er eitt af því, sem okkur er efst í huga, er við hugsum til baka.
Meira
Þá báran fellur blítt að sandi og bátar hlaðnir koma að landi er fagurt líf í fiskibænum. Þar fá menn lífsbjörgina úr sænum, sundin loga í sólareldi, siglt er heim með feng að kveldi. En aðra hætti Ægir hefur illa þá til róðra gefur. Ef ógnar stórar öldur rísa á enginn heimkomuna vísa.
Meira
Eftir því sem maður eldist verða æskuárin mikilvægari. Menn skoða það atlæti, sem þeir vilja búa börnum sínum, í ljósi eigin reynslu. Sérhver maður býr börnum sínum og fjölskyldu sem hann má ást, umhyggju og ræktarsemi. Aðrir þættir í umhverfinu eru meira tilviljunum háðir eins og efnahagur, heilsufar, búseta, vinir og nágrannar.
Meira
ARNODDUR GUNNLAUGSSON Arnoddur Gunnlaugsson fæddist á Gjábakka í Vestmannaeyjum 25. júní 1917. Hann lést í Vestmannaeyjum 19. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Elísabet Arnoddsdóttir, f. 26. ágúst 1890, d. 22. febrúar 1951, og Gunnlaugur Sigurðsson, f. 28. september 1883, d. 20. apríl 1965. Alsystkini hans eru Aðalsteinn, f. 1910, d.
Meira
Á ferð um Snæfellsnes sl. þriðjudag var mér sagt að ágætur vinur Bárður D. Jensson hefði látist skömmu eftir aðgerð sem hann gekkst undir á sjúkrahúsi í Reykjavík. Hann hafði verið orðinn hress og kátur eftir aðgerðina þegar hann skyndilega varð alvarlega veikur, sem leiddi til andláts.
Meira
Með Bárði Jenssyni er fallinn í valinn góðkunnur borgari hér í Ólafsvík sem hefur, að fáum árum undanskildum, lifað og starfað alla sína ævi hér í byggðinni. Bárður var á lífsleiðinni liðtækur og hæfur til margra starfa enda náði hann að verða góðkunningi nær þriggja kynslóða hér í bænum, m.a. í gegnum margvísleg störf sín.
Meira
Þegar kallið kemur fær enginn undan vikist að hlýða því, það kall berst herjum og einum er fæðist þessum heimi. Þannig var því einnig farið með Bárð, föðurbróðir minn. Ég var orðin fullorðin þegar ég kynntist honum og var það mér mikil ánægja. Bárður var mér og minni fjölskyldu mjög kær vinur.
Meira
Föstudaginn 20. október sl. lést í sjúkrahúsi í Reykjavík föðurbróðir okkar, Bárður Dagóbert Jensson frá Ólafssvík. Bárður var fæddur í Ólafsvík, sonur hjónanna Mettu Kristjánsdóttur og Jens Guðmundssonar sjómanns. Þau Metta og Jens eignuðust þrjá syni er lifðu, en áður átti Metta dóttur, Sigríði, með fyrri manni sínum, Hans, er lést af slysförum á sama tíma og Sigríður fæddist.
Meira
Mig setti hljóða þegar móðir mín hringdi og sagði mér að Bárður afabróðir minn væri dáinn. Ég hafði vitað að hann hefði verið veikur, en hann var alltaf svo sterkur að ég bjóst ekki við að hann myndi lúta í lægra haldi í baráttunni við sláttumanninn strax.
Meira
BÁRÐUR D. JENSSON Bárður Jensson, fyrrverandi formaður verkalýðsfélagsins Jökuls í Ólafsvík, fæddist í Ólafsvík 16. október 1918. Hann lést á Borgarspítalanum í Reykjavík 20. október sl. Foreldrar hans voru Metta Kristjánsdóttir og Jens Guðmundsson. Bárður var yngstur fjögurra systkina, hin voru Sigríður, Guðmundur og Kristján, sem öll eru látin.
Meira
Það syrtir að er sumir kveðja. Eigi að síður er og verður bjart yfir minningunni um Guðrúnu Davíðsdóttur. Endir er bundinn á sex áratuga vináttusamband. Það samband var þétt ofið kærleika og gagnkvæmu trausti úr ótal þáttum. Hvorki tognaði það né brast þótt stundum væri langt milli samfunda. Hér var um að ræða annan þátt í þriggja kynslóða vináttu sem hófst sumarið 1934.
Meira
Nú hallar hausti óðum. Gróður jarðar fellur fyrir vetri konungi. Hætt er við að þeim sem eiga erindi í Borgarfjörðinn þessa dagana þyki kuldalegt og sakni hlýrra sumardaga. Og mannlífið er sama lögmáli háð. Allt er af moldu komið og allt hverfur aftur til moldar. Miðvikudaginn 18. október sl. lést tengdamóðir mín Guðrún Davíðsdóttir frá Grund í Skorradal, 81 árs að aldri.
Meira
Hún elsku amma mín á Grund er farin í sína hinstu ferð. Hún fékk loksins lausn frá sínum sjúka líkama sem var búinn að hrjá hana um nokkurt skeið. Það var ef til vill ekki furða að hann gæfist upp eftir langt og mikið strit, því ekki hlífði hún amma mín sér í nokkru einasta verki, sem ekki voru fá í sveitinni.
Meira
Guðrún Davíðsdóttir, Rúna frænka mín á Grund, er látin á áttugasta og öðru aldursári. Eflaust var hún södd lífdaga eftir stritsama ævi og linnulausar þjáningar margra undangenginna ára. Erfitt reyndist ástvinum að vita þjáningar hennar, sem lítt virtist unnt að ráða bót á, og gerðu þessari glæsikonu lífið vart bærilegt síðustu árin.
Meira
Hún tengdamóðir mín, Guðrún á Grund í Skorradal, ein af hetjum hversdagsins, hefur lokið lífsstarfi sínu. Það var um páska 1959 að ég kynntist henni fyrst, þá tæplega tvítug er ég kom með syni hennar til að dvelja um hátíðina í sveitinni. Ég var kvíðin og óstyrk því að ég hafði heyrt margar sögur af dugnaði hennar, kjarki og ráðdeild við að byggja upp býlið sitt eftir dauða manns síns.
Meira
GUÐRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Guðrún Davíðsdóttir, húsfreyja á Grund í Skorradal fæddist á Arnbjargarlæk í Þverárhlíð 6. október 1914. Hún lést á sjúkradeild Hrafnistu í Reykjavík 18. október síðastliðinn.
Meira
Haraldur Kröyer hóf gifturíkan feril í utanríkisþjónustu Íslands á árdögum hins unga lýðveldis árið 1945, þá nýkominn frá námi í Bandaríkjunum í ensku og alþjóðasamskiptum. Óhætt er að fullyrða að utanríkisþjónustunni var mikill fengur að fá að njóta starfskrafata hans og hann varð í senn gifturíkur og glæsilegur fulltrúi Íslands um margra áratuga skeið, lengstum erlendis,
Meira
HARALDUR KRÖYER Haraldur Kröyer fæddist í Svínárnesi í Grýtubakkahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu 9. júní 1921. Hann lést í Reykjavík 17. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 26. október.
Meira
Hjarta fjölskyldunnar sló á Skólastíg 6 og Helga var sá slagkraftur sem hélt því gangandi. Þar hélt hún fyrst heimili með foreldrum sínum og síðar fyrir þau. Þar hjúkraði hún þeim í banalegunni. Þar skapaði hún einnig bræðrum sínum Geir og Axel öryggi heimilislífsins og hjúkraði þeim sömuleiðis í veikindum þeirra.
Meira
Helga frænka er fallin frá. Það er skrýtið að hugsa til þess að hún sem fór til Reykjavíkur í stutta læknismeðferð komi ekki til baka. En maðurinn ræður ekki öllu, allt hefur sinn tilgang, líka lífið.
Meira
HELGA PETRÍNA EINARSDÓTTIR Helga Petrína Einarsdóttir fæddist í Stykkishólmi 6. september 1919. Hún lést á Landakotsspítala hinn 19. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Jónsson sjómaður og Ólöf Jónsdóttir húsmóðir.
Meira
Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Við systkinin viljum í fáum orðum minnast afa okkar sem andaðist að kveldi 19. október sl.
Meira
JAKOB ÞORVARÐARSON Jakob Þorvarðarson fæddist á Dalshöfða í Fljótshverfi, V.-Skaft. 15. desember 1913. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 19. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Pálína Stefánsdóttir og Þorvarður Kristófersson. Jakob var næst elstur sex systkina sem eru: Stefán, f. 15.6. 1911, d. í apríl 1991, Rannveig, f.
Meira
Hann afi minn, Bergfinnur Kristján Benedikt Einarsson, er látinn. Hann dó á gjörgæsludeild Landspítalans, þar sem síðasta minning mín um hann mun lifa að eilífu. Þegar ég kom inn á spítalann með móður minni, var ég ekki viss hvort ég vildi fara og sjá hann, mér fannst helst til óhugnanlegt að hugsa mér þennan sterka, hrausta eilífðarafa minn vera tengdan í tæki.
Meira
Kristján Einarsson bóndi að Enni í Viðvíkursveit er látinn eftir stutta legu. Fjölskyldan í Enni lét okkur vita lát hans þann sama dag. Fregnin vakti með okkur hryggð og söknuð. Allir höfðu bundið vonir við að hann næði sér fljótt eftir áfall sem hann varð fyrir nokkrum dögum áður.
Meira
Ég vil með örfáum orðum kveðja góðan vin minn Kristján Einarsson, bónda í Enni, en hann lést Í Landspítalanum í Reykjavík 18. oktober síðastliðin. Sem barn og unglingur var ég mörg sumur í sveit hjá Kristjáni og þar lærði ég það sem er undirstaða lífsins, það er að vinna og er ég honum ætíð þakklát fyrir það.
Meira
Mig langar með fáum orðum að minnast afa míns, Kristjáns Einarssonar eða afa, í sveitinni eins og við kölluðum hann ávallt. Ég á margar góðar minningar frá því að ég var lítil stúlka og fór að fara í sveitina á sumrin, ég á erfitt með að koma þeim öllum á blað, en geymi þær í huga mínum.
Meira
Afi í sveitinni er dáinn, þetta er sár setning, ekki grunaði mig að helgin 29. september til 1. október sl. yrði okkar síðasta samverustund í sveitinni. Mig langar að kveðja elsku afa með örfáum orðum, en margs er að minnast frá okkar fjölmörgu samverustundum. Ég fór fyrst til afa og ömmu í sveitardvöl þegar ég var fjögurra ára, eftir það á hverju sumri til fimmtán ára aldurs.
Meira
KRISTJÁN EINARSSON Kristján Einarsson, bóndi að Enni, Viðvíkursveit, Skagafirði, var fæddur 10. október 1924 í Bolungarvík. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans miðvikudagin 18. október, eftir stutt veikindi. Foreldrar hans voru Einar Teitsson frá Bergstöðum á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu, f. 21. febrúar 1890, d. 25.
Meira
Á örskotsstund tekur líf okkar breytingum. Tilviljanir verða til og sagan fæðist, án þess að við verði spornað eða einhverju breytt. Laufey Marteinsdóttir, ung kona, móðir lítils drengs og einlægur góður vinur hér á Blönduósi, hverfur frá okkur, svo harkalega snöggt að við í hennar nánasta umhverfi erum ráðvillt og harmi slegin.
Meira
Stórt skarð var höggvið í vinahópinn þegar Hrefna vinkona og mágkona þín lést fyrr á þessu ári. Og nú ert þú líka farin aðeins níu mánuðum síðar. Við sem eftir erum getum tæpast trúað að þetta hafi raunverulega gerst. Þegar uppástunga kom um það í haust að nú væri tími til kominn að fara að hittast, sagðir þú strax að þú ætlaðir ekki að láta þig vanta.
Meira
Enginn veit hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Rútufarþegar eru á leið norður í land, flestir að koma úr fríi, aðrir til að gegna ýmsum erindum. En snöggt skipast veðurí lofti. Eins og hendi sé veifað er allt orðið svo umsnúið, rútan fær á sig sviptivind og lendir út af veginum, með þeim afleiðingum að fjöldi fólks slasast og tvær konur deyja.
Meira
LAUFEY MARTEINSDÓTTIR Laufey Marteinsdóttir fæddist á Blönduósi 28. janúar 1960. Hún lést í bílslysi við Gilsstaði í Hrútafirði 22. október síðastliðinn. Móðir hennar var Þuríður Indriðadóttir, f. 8. júní 1925, d. 25. ágúst 1993, og eftirlifandi faðir, Marteinn Ágúst Sigurðsson, f. 17. október 1923, bóndi á Gilá, Vatnsdal.
Meira
ÓSKAR G. INDRIÐASON Óskar G. Indriðason fæddist í Ásatúni í Hrunamannahreppi 1. apríl 1910. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 19. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Indriði Grímsson frá Ásakoti í Biskupstungum, síðar bóndi í Ásatúni, f. 17. maí 1873, d. 19. apríl 1928, og kona hans Gróa Magnúsdóttir frá Bryðjuholti, Hrunamannahr.
Meira
Óskar Indriðason Mig langar með örfáum orðum að kveðja föðurbróðir minn, Óskar Indriðason frá Ásatúni. Þegar ég hugsa um Óskar frænda kemur margt í hugann. Í sveitinni hjá þeim systkinum, Laufey, Halla og honum, var ég oft tíma og tíma og tengdist ég þá Óskari.
Meira
Óskar Indriðason Fallinn er nú frá kær vinur og mikill sveitarhöfðingi. Já, hann Óskar í Ásatúni var afar mikill og sterkur persónuleiki og vakti athygli hvar sem hann kom, með sitt gráa alskegg, svo virðulegur á að sjá, og alltaf var hlustað af athygli á það sem Óskar hafði að segja.
Meira
Óskar Indriðason Þegar við kveðjum góðan og gamlan vin koma margar minningar upp í hugann. Hann Óskar í Ásatúni, nágranni okkar í marga áratugi, yfirgaf þetta jarðlíf frá Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, eftir langvarandi vanheilsu en stutta dvöl í sjúkrahúsinu. Óskar Indriðason var fæddur í Ásatúni 10. apríl árið 1910.
Meira
Óskar Indriðason Nú vakna þú Ísland við vonsælan glaum af vorbylgjum tímans af djúpi. Byrg eyrun ei lengur fyr aldanna straum en afléttu deyfðanna hjúpi. Og drag þér af augum hvert dapurlegt ský sem dylur þér heiminn og fremdarljós ný. (Steingr. Thorst.
Meira
Orð fá ekki lýst þeirri miklu sorg sem við, sem þekktum Steinunni, upplifum nú. Maður spyr sig, af hverju? Af hverju tekur guð frá okkur svo mikið af ungu fólki? Steinunn var ekki orðin 15 ára og átti allt lífið framundan. Hún var búin að ákveða að fara til Ástralíu eftir grunnskóla og dveljast þar hjá pabba sínum um tíma, svo ætlaði hún að koma aftur heim og setjast á skólabekk.
Meira
Okkur setur hljóð og við finnum til vanmáttar við slysfarir og þá ekki síst við fráfall ungs fólks. Það voru dapurlegar stundir í Sólvallaskóla á Selfossi er fregnir bárust af því í byrjun þessa mánaðar að eins nemenda 10. bekkjar, Steinunnar Þóru Magnúsdóttur, væri saknað. Allir voru harmi slegnir þó að þeim sem næst henni stóðu væri sorgin sárust.
Meira
Okkar heittelskaða vinkona er látin. Steinunn var hress, lífsglöð og hláturmild ung stúlka. Hún átti mikla framtíð fyrir sér en því miður fékk hún ekki að uppfylla allar sínar framtíðaráætlanir sem hún var búin að ákveða. Orð fá því ekki lýst hve mikið við söknum hennar.
Meira
Okkur langar í fáeinum orðum að minnast vinkonu okkar og skólasystur, Steinunnar Þóru Magnúsdóttur, sem lést af slysförum. Þegar við heyrðum að hún Steinunn okkar væri týnd þá varð allt svo óraunverulegt, við gerðum okkur ekki grein fyrir því hvað hafði gerst. Því lengur sem tíminn leið því raunverulegra varð það, en þó ekki.
Meira
Á kveðjustund er gott að hugsa til þeirra stunda sem við áttum með Steinunni Þóru Magnúsdóttur, bæði í skólanum og utan hans. En það er líka sárt að þurfa að upplifa það að fá ekki að sjá hana aftur og eiga samvistir við góðan og glaðværan ungling sem með tilhlökkun og eftirvæntingu tekst á við lífið.
Meira
Dáinn, horfinn, harmafregn. Hvílíkt orð mig dynur yfir. En ég veit að látinn lifir. Það er huggun harmi gegn. (Jónas Hallgrímsson) Litir náttúrunnar skarta sínu fegursta, laufin eru farin að falla af trjánum eftir yndislegt sumar með birtu og yl.
Meira
Hví var þessi beður búinn, barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: "Kom til mín!" Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (B. Halld.
Meira
STEINUNN ÞÓRA MAGNÚSDÓTTIR Steinunn Þóra Magnúsdóttir fæddist á Selfossi 31. desember 1980. Hún lést af slysförum í Vestmannaeyjun 1. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sonja Guðmundsdóttir og Magnús Gissurarson. Þau slitu samvistir.
Meira
ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa og spariskírteina lækkaði verulega í gær. Til dæmis seldust 20 ára spariskírteini fyrir 100 milljónir króna og var ávöxtunarkrafan 5,58%, 17 punktum lægri en í útboði Lánasýslunnar fyrir 2 dögum síðan. Ávöxtunarkrafa 10 ára bréfanna lækkaði einnig umtalsvert, fór niður í 5,62% en í útboðinu á miðvikudag var krafan 5,79%.
Meira
ÞÓRÐUR Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, telur að ef ekki komi til neinna framkvæmda vegna stóriðju þá verði ekki miklar breytingar í umhverfi byggingariðnaðarins á næstu árum. Gildi þá einu hvort einhverjar breytingar verði gerðar á stefnu stjórnvalda í fjárfestingu. Þetta kom fram í erindi hans á Mannvirkjaþingi, sem haldið var á Grand Hótel í gær.
Meira
FLUTTAR voru út vörur fyrir 85,6 milljarða króna en inn fyrir 72,7 milljarða fob. fyrstu níu mánuði ársins. Afgangur var því á vöruviðskiptunum við útlönd sem nam 12,9 milljörðum en á sama tíma í fyrra voru þau hagstæð um 16,4 milljarða, skv. tilkynningu Hagstofunnar.
Meira
STÆRSTUR hluti nýrra hlutabréfa í Höfn-þríhyrningi hf. á Suðurlandi að fjárhæð 50 milljónir hefur verið seldur til nokkurra nýrra hluthafa og nemur heildarhlutaféð nú alls 90 milljónum. Hluthafarnir hafa þegar komið sér saman um nýja stjórn og var það eitt fyrsta verk hennar að ráða Gest Hjaltason, sem verið hefur framkvæmdastjóri IKEA, í starf framkvæmdastjóra frá og með næstu áramótum.
Meira
FYRIRTÆKIÐ I&D hefur hafið innflutning á buxum, sem sagðar eru vinna á svokallaðri appelsínuhúð. Í fréttatilkynningu frá innflytjanda segir að buxurnar veiti nudd, sem örvi vessakerfi og auki blóðstreymi. "Efnið í buxunum er í þrennu lagi, bómull, indverskt gúmmí og pólíester," segir m.a. í tilkynningunni.
Meira
"MÉR KOM mest á óvart hversu mikið er af harðri fitu í snakki, kartöfluflögum og þess háttar. Í Bugles-kornlúðrum er fituhlutfall tæplega 27% og þar af eru 92,6% mettaðar fitusýrur, sem eru taldar óheppilegar þar sem þær auka LDL-kólesteról í blóði,
Meira
SALA á McNuggets kjúklingabitum hófst nýlega á McDonald's-stöðunum tveimur í Reyjavík, í Austurstræti og við Suðurlandsbraut. Um er að ræða beinlausa kjúklingabita og kosta 6 bitar 295 krónur. "Við fengum leyfi til að flytja inn 6 tonn af kjúklingakjöti frá Svíþjóð og fáum vonandi að flytja meira inn þegar á þarf að halda," segir Pétur Þ. Pétursson, rekstrarstjóri Lystar hf.
Meira
NÝKOMINN er í Pfaff flatbökuofn frá Ariete fyrir heimatilbúnar, frosnar eða tilbúnar flatbökur. Hitinn í miðjum ofninum verður 280C, en uppi og niðri nær hann 320C. Í miðju ofnsins er eldfastur steinn og verða flatbökurnar þá eins og eldbakaðar.
Meira
LAMBAKJÖT, sem selja átti í Bónusverslunum í gær var mestan hluta dagsins í vöruflutningabíl, sem var veðurtepptur á Holtavörðuheiði og kom kjötið ekki í búðir fyrr en um kl. 18 í gær. Um er að ræða hálfa ársgamla lambakjötsskrokka, sem seldir eru niðursagaðir í um 8 kg. pokum.
Meira
apótekanna í Reykjavík dagana 27. október til 2. nóvember, að báðum dögum meðtöldum, er í Ingólfs Apóteki, Kringlunni 8-12. Auk þess er Hraunbergs Apótek, Hraunbergi 4, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19.
Meira
Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 28. október, er áttræðRagnheiður Jóhanna Ólafsdóttir, Selvogsbraut 23, Þorlákshöfn. Eiginmaður hennar er Björgvin Guðjónsson. Þau eru að heiman á afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Mánudaginn 30.
Meira
MIÐVIKUDAGINN 25. október lauk þriggja kvölda hausttvímenningi félagsins og eru hér úrslit síðasta kvöldið. Miðlungur er 156 Karl G. Karlsson Karl Einarsson209Eyþór Jónsson Garðar Garðarsson189Svala Pálsdóttir Vignir Sigursveinsson188 Lokastaðan er þá þessi. Miðlungur er 468 Karl G.
Meira
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 3. september sl. í Kópavogskirkju af sr. Ægi Sigurgeirssyni Katrín Laufey Rúnarsdóttir og Bjarni Daníelsson.Heimili þeirra er í Hlégerði 10, Kópavogi. Ljósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 3. júlí sl. í Kópavogskirkju af sr. Ægi Fr.
Meira
HlutaveltaÞESSIR duglegu strákar héldu hlutaveltu nýlega til styrktar hjálparsjóði Rauða krossins og varð ágóðinn 1.276 krónur. Þeir heita Karl Óttar og Bragi. ÞESSIR duglegu krakkar héldu hlutaveltu nýlega til styrktar hjálparsjóði Rauða krossins og varð ágóðinn 1.256 krónur. Þeir heita Hörður Freyr, Íris Dögg og Rakel Ýr.
Meira
820. þáttur Bernharð Haraldsson skólameistari kemur mér í nokkurn vanda sem stundum fyrr. Ég þakka honum það athæfi. Bréf hans er í fimm tölusettum liðum og ég reyni að gera því helsta nokkur skil: Bernharð segir: 1."Eins og þú veist þurfa kennarar stundum að tví- eða margtaka fræðin, áður en nemandinn er fullnuma.
Meira
Reykjavíkurhöfn: Í gærmorgun kom varðskipið Ægir frá Flateyri. Siglir fór í fyrrinótt og Bakkafoss í gærmorgun. Viðey kom úr siglingu í gær. Þýska eftirlitsskipið Frithjofvar væntanlegt í gær og búist við að Helgafellog Goðafoss færu út í gærkvöld.
Meira
Yfirlit: Milli Íslands og Noregs er 989 mb lægðarsvæði sem hreyfist austnorðaustur. Yfir norðaustur Grænlandi er 1.024 mb hæð sem hreyfist lítið. Um 1.000 km suðvestur í hafi er 996 mb lægð sem fer austnorðaustur.
Meira
ÞRÖSTUR hlaut níu og hálfan vinning af ellefu mögulegum, tveimur vinningum fyrir ofan Sævar Bjarnason sem varð annar. Í síðustu umferðinni gerði Þröstur jafntefli við Arnar E. Gunnarsson. Þröstur fór hægt af stað en vann síðan sjö skákir í röð. Hann hækkar talsvert á stigum, en er þó enn talsvert frá 2.500 stiga markinu sem hann þarf að ná til að verða útnefndur stórmeistari.
Meira
ÍH úr Hafnarfirði, sem leikur í 2. deild, sigraði 1. deildarlið KR, 28:22, í 32-liða úrslitum í bikarkeppni HSÍ í gærkvöldi. Hafnfirðingar höfðu undirtökin allan leikinn og voru með 7 marka forskot í hálfleik, 16:9. KR-ingar reyndu að leysa leikinn upp með því að leika maður á mann síðustu tíu mínúturnar en þá voru ÍH-ingar átta mörkum yfir.
Meira
ÁSMUNDUR Einarsson, markvörður handknattleiksliðs KR-inga, hefur ákveðið að skipta aftur yfir í Aftureldingu en hann lék með félaginu í fyrra. Gengið var frá samningi í gær og verður hann væntanlega löglegur með Aftureldingu á mánudag. Ásmundur er markvörður U-21 árs landsliðsins og var kjörinn efnilegasti leikmaður 1. deildar á síðasta keppnistímabili.
Meira
BIRMINGHAM hefur fengið norska framherjann Sigurd Rushfeldt að láni frá Tromsö í þrjá mánuði. Hann er metinn á eina milljón punda. Rushfeldt hefur gert níu mörk með norska landsliðinu og skoraði 13 mörk í 16 leikjum með Tromsö í norsku deildinni í sumar.
Meira
Sjónvarpsleikurinn hjá Sjónvarpinu í dag verður viðureign Manchester United og Middlesbrough á Old Trafford. Bryan Robson, sem nú er við stjórnvölinn hjá Boro, lék með United í 13 ár en mætir í fyrsta sinn á Old Trafford eftir að hann fór frá United í fyrra. Hann hefur sett saman bráðskemmtilegt lið í Middlesbrough.
Meira
BIKARMEISTARAR KA frá Akureyri hefja titilvörnina annað kvöld er þeir mæta Gróttu á Seltjarnarnesi í 32 liða úrslitum bikarkeppninni HSÍ. Þar er um að ræða eina af þremur innbyrðisviðureignum liða úr 1. deild - sem allar eru á sunnudagskvöldið, þannig að ljóst er að þrjú 1. deildarlið falla úr strax við fyrstu hindrun.
Meira
JOHAN Cruyff, þjálfari Barcelona, sagði eðlilegt að refsa fyrir óprúðmannlega framkomu eins og hann sýndi um liðna helgi en hann var óánægður með fimm leikja bannið og sektina sem honum var gert að greiða. "Þetta er mesta refsing sem þjálfari á Spáni hefur þurft að sæta," sagði hann.
Meira
HALLDÓR Hafsteinsson, júdómaður úr Ármanni, sem var við æfingar í Barcelona á styrk Ólympíusamhjálparinnar, segir að hann hafi farið frá Barcelona vegna peningaleysis. "Ég var alveg kominn í þrot peningalega og varð að velja á milli fjölskyldunnar og júdóíþróttarinnar.
Meira
Bernhard Langer frá Þýskalandi lék í gær á þremur höggum undir pari, eða 68 höggum á öðrum hring á síðasta mótinu í evrópsku mótaröðinni sem fram fer á Valderrama-golfvellinum á Spáni. Hann á því góða möguleika á að verða efstur í mótaröðinni því helstu keppninautar hans, Colin Montgomerie og Sam Torrance, léku ekki eins vel í gær.
Meira
LUTON hefur keypt norska framherjann Vidar Riseth, 23 ára, frá Kongsvinger fyrir 100.000 pund. Upphæðin hækkar reyndar væntanlega upp í 175.000 pund festi hann sig í sessi í liðinu.
Meira
Það er ekki rétt, að ný skráning Íþróttasambands Íslands á iðkendum í íþróttum komi til með að breyta valdastöðu og úthlutunum á peningum. Markmiðið með þessu er að skrá nákvæmlega alla þá sem iðka íþróttir og þá sem eru félagsmenn án þess að vera iðkendur.
Meira
ÁGÚST Gylfason, fyrrum leikmaður Vals, spilar á miðjunni með Brann gegn norsku meisturunum Rosenborg í úrslitum bikarkeppninnar á Ulevål-leikvanginum í Oslo á morgun. Mikill áhugi er fyrir leiknum og var uppselt fyrir tveimur mánuðum, en völlurinn tekur 30 þúsund áhorfendur.
Meira
ENSKA knattspyrnustórveldið Manchester United, sem í sumar reyndi að kaupa hollenska útherjann Marc Overmars frá Ajax án árangurs, virðist enn vera að reyna að ná í kappann ef marka má fréttir hollenskra fjölmiðla. Ajax fór í sumar fram á 10 milljónir punda - andvirði um eins milljarðs króna, en Englendingunum fannst það of mikið. Fregnir herma að nú gæti verðið lækkað niður í 6,5 millj.
Meira
ÍTALSKA blaðið Corriere dello sportsagði frá því á fimmtudaginn að Massimo Moratti, forseti Inter Milan, hafi sent aðstoðarmann sinn til Englands til að ræða við Arsenal um kaup liðsins á enska landsliðsmanninum Paul Ince, fyrrum leikmanni Manchester United, sem hefur ekki náð sér á strik á Ítalíu.
Meira
138 Anders Forsbrand (Svíþjóð) 68 70 140 Alexander Cejka (Þýskal.) 74 66 141 Ian Woosnam (Bretl.) 70 71, Jose Coceres (Arg.) 69 72 142 David Gilford (Bretl.) 74 68, Bernhard Langer (Þýskal.) 74 68, Paul Eales (Bretl.
Meira
BJÖRN Baldursson, Íslandsmeistari í klettaklifri, og Árni Gunnar Reynisson verða með á Norðurlandamótinu í klettaklifri sem fer fram í ólympíuhöllinni í Lillehammer um helgina. Um 20 metra hár og um 10 metra breiður klifurveggur hefur verið reistur í höllinni.
Meira
SAMTÖKIN Íþróttir fyrir alla og ÍSÍ höfðu fyrirhugað að efna til göngudags á landinu 2. nóvember. Hinir hörmulegu atburðir á Flateyri hafa hins vegar orðið til þess að ákveðið hefur verið að fresta göngudeginum um eina viku, eða til 9. nóvember. Þá hefur fyrirhuguðu þingi Ungmennafélags Íslands, sem átti að vera á Laugum í Reykjadal um helgina, verið frestað um eina viku af sömu ástæðu.
Meira
ÞRÍR íslenskir knattspyrnumenn leika með norska 3. deildarliðinu Raufoss næsta keppnistímabil. Þetta eru þeir Einar Páll Tómasson og Valgeir Baldursson sem léku með liðinu á síðustu leiktíð og nú hefur Tómas Ingi Tómasson, Eyjamaður sem lék með Grindvíkingum í sumar og þar áður með KR, bæst í hópinn.
Meira
24. október 1995 NÝTT afplánunarfangelsi með 55 klefum vígt á Litla-Hrauni. Jafnframt voru teknir úr notkun á Litla-Hrauni 20 klefar frá árinu 1929. 1. júlí 1995
Meira
HLUTUR okkar úr norsk-íslenzka síldarstofninum er mjög mismunandi eftir tímabilum annars vegar og hins vegar eftir göngum síldarinnar. Hlutur okkar úr heildaraflanum verð mestur á árunum 1963 til 1971, 26,6%, en minnstur varð hann enginn árin þar á eftir. Sé litið á dreifingu síldarinnar eftir lögsögu ríkjanna, varð hlutur okkar mestur árin 1945 til 1962, eða 27,5%.
Meira
VERÐ á pappír og trjákvoðu, sem hefur snarhækkað á tveimur árum, nær hámarki í náinni framtíð að sögn belgíska bankans Banque Bruxelles Lambert (BBL). Mikilla verðhækkana er ekki að vænta í náinni framtíð," segir BBL í skýrslu um pappírsgeirann. Mikil uppsveifla varð í greininni 1994 og á fyrri árshelmingi 1995 eftir langvarandi samdrátt, sem náði botni 1993.
Meira
PH-SNYRTIVÖRUR hafa gert samning við belgíska aðila um útflutning á lífrænum snyrtivörum, sem fyrirtækið framleiðir, til Belgíu og hugsanlega fleiri Evrópulanda. Fyrsta sendingin, sem er nokkurs konar tilraunasending, verður send utan í upphafi næsta árs og hefur belgíska fyrirtækið lýst yfir vilja til að kaupa allt að 50.000 pakkningar, ef fyrsta sendingin gefur góða raun.
Meira
STÖÐUMYND A SVARTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á stórmóti Credit Suisse bankans í Horgen í Sviss. Boris Gulko (2.620), Bandaríkjunum var með hvítt, en Jan Ehlvest(2.630) hafði svart og átti leik. 28. - hxg3! 29. Dxc6 (Eftir 29. hxg3 - Bxg3! 30.
Meira
Nokkurs misskilnings gætti í frétt Morgunblaðsins í gær um peningagjöf sálfræðideildar Árhúsaháskóla vegna snjóflóðsins á Flateyri. Þar kemur fram að skólinn hafi gefið 550 þúsund íslenskar krónur og skal það áréttað að gjöfin var til tveggja íslenskra nemenda við skólann, sem eru að sérhæfa sig í áfallahjálp, svo þeir gætu farið heim til Íslands og sinnt hjálparstarfi.
Meira
ÞESSI grein er rituð í tilefni af því að í dag, 28. október, sæmir Vaclav Havel forseti Tékklands greinarhöfund heiðursorðu tékkneska lýðveldisins. Greinin birtist samtímis í franska vikuritinu Le Nouvel Observateur, ítalska dagblaðinu Republika, spænska dagblaðinu El Pais og hér í Morgunblaðinu. Milan Kundera er skáldsagnahöfundur, tékkneskur að uppruna, búsettur í París.
Meira
SÝNING á ljósmyndum eftir danska ljósmyndarann Tove Kurtzweil verður opnuð í sýningarsölum Norræna hússins í dag kl. 15. Sýninguna kallar hún Áfangastaður Ísland. Tove var hér á ferð í júní í sumar og ferðaðist um Snæfellsnes og víðar. Á sýningunni eru um 80 ljósmyndir, allar svart-hvítar. Hún sækir myndefnið í íslenskt landslag og ýmis mannvirki sem á vegi hennar urðu.
Meira
Ég sit ein heima og bíð bíð eftir þér. Vona ég heyri fótatak þitt. Heyri skrjáf og vona. En það var bara dúfa, dúfa sem flýgur í átt til frelsisins. Þegar þú kemur verð ég frjáls, frjáls eins og dúfa. En ekki strax. Heyri fótatak og gleði brýst út í einu orði: "mamma". Höfundurinn er 10 ára og býr á Úlfljótsvatni í Grafningi.
Meira
Bókmenntakvartettinn þýski sem kemur reglulega fram í sjónvarpi og dæmir bækur hefur meiri áhrif en margir gera sér grein fyrir. Ég þekki ekki neinar hliðstæður í öðrum löndum. Frægastur eða kannski alræmdastur er Marcel Reich-Ranicki, bókabaninn sjálfur sem reif sundur nýjustu skáldsögu G¨unters Grass og var birt mynd af honum við þá iðju á forsíðu Der Spiegel í sumar.
Meira
Kjaftakerlingar allra landa sameinist um að lyfta bollum frá vörum og rössum frá stólum! Bragðið á lífinu sjálfar - einn munnbiti nægir til að seigfljótandi blóðið í æðum ykkar fari að renna aftur - ekki hratt - ekki ljúflega - bara eðlilega Höfundur er félagsráðgjafi í Reykjavík.
Meira
að hætti víkingaaldar, þ.e. víkingaskip, er nú að taka á sig mynd eftir Gaukstaðaskipinu norska og skipasmiðurinn, Gunnar Marel Eggertsson, þekkir víkingaskip harla vel og kann að sigla þeim, því hann var skipverji á Gaiu í 14 manuði. Hér er menningarsögulegur viðburður; við erum loks að eignast samskonar skip og þau sem á sínum tíma gerðu mönnum kleift að nema land á Íslandi.
Meira
Krýndur situr öðlingur konungsstóli á, knéfallandi þegna lítur hann sér hjá. Vilji hans er almáttkur, orð hans lagaboð; aldrei beygir sorgin slíkt hamingjugoð. Enginn skilur hjartað! Nær hauður birgði húm, hátta sá ég gylfa í konunglegt rúm. Með hryggðarsvip hann mændi auða sali á, af augum hnigu társtraumar.
Meira
Í DAG, fyrsta vetrardag, kl. 15, verður Eyvindur Erlendsson leikstjóri gestur MÍR í félagsheimilinu að Vatnsstíg 10 og segir frá ferð til Rússlands á liðnu sumri og spjallar um Moskvu, eins og hún kemur honum nú fyrir sjónir, leikhúslífið þar og möguleika á samstarfi íslensks og rússnesks leikhúsfólks.
Meira
FURÐULEIKHÚSIÐ frumsýnir í dag kl. 15 barnaleikritið Bétveir í Tjarnarbíói. Þetta er önnur frumsýningin á leikritinu en hin eiginlega frumsýning var hjá Leikfélagi Akureyrar 16. september síðastliðinn. Leikritinu var vel tekið fyrir norðan. u.
Meira
FÆREYSKA djasssveitin Gleipnir mun leika á Jazzbarnum í dag og á morgun og hefjast tónleikarnir klukkan 22.00. Gleipnir er hljómsveit skipuð ungum djassleikurum, sem margir eru Íslendingum vel kunnir.
Meira
Grammophoneverðlaun veitt Verðlaun breska tónlistartímaritsins Grammophone eru ein helstu verðlaun í heimi klassíkrar tónlistar og unnendur hennar bíða þeirra jafnan með óþreyju. Fiðluleikarinn snjalli Maxim Vengerov stendur uppi með pálmann í höndunum.
Meira
HVAÐ hefur orðið af rithöfundum í Rússlandi og Austur-Evrópu eftir að járntjaldið féll? Höfundum sem á tímum kalda stríðsins urðu að fara í felur og gefa varð verk þeirra út neðanjarðar". Höfundum sem voru samviska þjóðar sinnar, rödd hinna kúguðu og vitni sannleikans? Í The Economist eru raktar þær breytingar sem orðið hafa á högum rithöfunda eftir hrun kommúnismans í Evrópu.
Meira
Fagurt er haustið með rósfögrum roða á himni við sjóndeildarhring gullin ský mynda fegurstu töfraborgir á mörkum draums og veruleika. Fagurt er haustið með ferskum ilmi og litfögrum laufum liðið sumar bætist við dýrmætan sjóð minninganna.
Meira
UNGLIST, Listahátíð ungs fólks, stendur nú sem hæst og margt er í boði fyrir þá sem vilja kynna sér hvað unga kynslóðin er að sýsla á listasviðinu. Blaðamaður leit við á tveimur sýningum og listasmiðju unglistar þar sem hægt er að láta hendur standa fram úr ermum og vinna við saumaskap jafnt sem ærslafull málverk.
Meira
Hér er sandur og selur og sjófuglar garga hátt, Eyjar sem álfaborgir, úti við hafið blátt. Seiðandi sjávarniður súgur og brim við strönd. Til landsins, sem augað eygir eru hin grænu lönd. Útsýnið undra heimur, Eyjafjöllin hér nær. Hátt upp í heiðarlöndum, holtasóleyjan grær. Mófell, mosi og skriður, mjallhvítir fossar tveir.
Meira
Bókastefnan í Gautaborg Kleveland raulaði ljóð Bókastefnan í Gautaborg hófst á fimmtudag og lýkur á morgun. Jóhann Hjálmarsson hafði samband við ánægða gesti og þátttakendur á stefnunni sem töluðu máli bóka. Varðstaða um tjáningarfrelsi var þó í öndvegi.
Meira
HANN er lágvaxinn og augnaráðið stingandi. Á 93. aldursári er Berthold Goldschmidt skyndilega og óvænt í sviðljósinu í tónlistarheiminum eftir að verk hans höfðu verið gleymd og grafin í áratugi.
Meira
LÉLEGAR hugmyndir Breta, Svía og annarra hugmyndafræðinga berast yfirleitt til Íslands eftir 10 15 ára reynslu þar ytra. Okkur mörlöndum virðist fyrirmunað að læra af biturri reynslu þeirra heldur tökum við upp ósómann og teljum okkur trú um að okkur takist það, sem þeim ekki tókst.
Meira
Birgir Snæbjörn Birgisson/Helga Jóhannesdóttir. Gallerí Greip: Opið kl. 14-18 alla daga nema mánud. til 5. nóv. Stöðlakot: Opið kl. 13-18 alla daga til 5. nóv. Aðgangur ókeypis MAÐURINN er meginviðfangsefni eigin tilveru og nær öll listsköpun hverfist um hann á einn eða annan hátt.
Meira
Kjarvalsstaðir Kjarval mótunarár 18851930. Sýn. Einskonar hversdagsleg rómantík og sýn. Einars Sveinss. arkitekts til 9. des. Listasafn Íslands Haustsýn. safns Ásgríms Jónss. til 26. nóv. Gerðarsafn Kees Ballintijn sýnir. Gallerí Stöðlakot Helga Jóhannesdóttir sýnir til til 5. nóv.
Meira
SAMEINUÐU þjóðirnar ákvaðu að 16. september 1995 yrði helgaður verndun ósonlagsins umhverfis jörðina. Alþjóðaveðurfræðistofnunin WMO hefur gegnt lykilhlutverki í mælingum og rannsóknum á ósoni og hefur hún hvatt veðurstofur aðildarríkjanna til að taka virkan þátt í verndun ósonlagsins og koma á framfæri upplýsingum til almennings og stjórnvalda um þróun þessa máls.
Meira
"HIMINN og jörð" nefnist myndlistarsýning Patriciu Hand sem stendur yfir í KK-húsinu við Vesturbraut í Keflavík. Þar sýnir hún 68 myndir unnar á silki og með akrýl. Sýningin verður opin í dag laugardag og á sunnudag frá kl. 13-17. Patricia hefur haldið nokkrar málverkasýningar þar á meðal í Vogum og í Keflavík. Morgunblaðið/Eyjólfur M.
Meira
KARL Jóhann Jónsson opnar myndlistarsýningu í sýningarsalnum við Hamarinn, Strandgötu 50 í Hafnarfirði í dag. Karl lauk námi frá MHÍ 1993 og hefur tekið þátt í fimm samsýningum, en þetta er hans fyrsta einkasýning. Flest verkin eru unnin með akryl á striga og er myndefnið af ýmsum toga; portrett, pöddur og regn í leit að sjálfsímynd auk þess sem sokkar koma við sögu, segir í kynningu.
Meira
TÆKNILEG mistök sneru sýningu á umdeildri uppfærslu Konunglegu óperunnar í London á Ragnarökum úr Niflungahring Wagners upp í farsa á dögunum. Vegna tæknilegra mistaka logaði ekki á eldi sem átti að gleypa "lík" Sigurðar Fáfnisbana. Þá komst valkyrjan Brynhildur "ósködduð" frá því að ganga í dauðann með Sigurði, þar sem ekki logaði neinn eldur.
Meira
Saumað til framtíðar Liv Reidun er norsk listakona sem ferðast á milli landa og sýnir gjörninga. Hér sést hún í Nýlistasafninu að sauma út barnamyndir í karlmannsfötum. Gjörningurinn á að flytja boðskap til framtíðar. Munu jafnréttismál vera meginumfjöllunarefnið en föt Liv eiga að gefa skýra vísbendingu um það.
Meira
VIGNIR Jóhannsson heldur nú sýningu í Galleríi Sævars Karls. Sýningin er innsetning sem heitir Sérstök þögn og er úr stáli og litardufti. Listamaðurinn segir um verk sitt: "Verkið lýsir fyrir mér þessari einstöku stemmningu sem myndast eftir að snjóað hefur í logni og allt umhverfið verður hreint og tært, þegar hljóðið berst dempað,
Meira
TÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem vera áttu síðastliðið fimmtudagskvöld verða í Háskólabíói kl. 18 í dag. Fram koma með hljómsveitinni sigurvegararnir í TónVaka keppni RÚV, Ármann Helgason klarinettleikari og Júlíanna Rún Indriðadóttir píanóleikari. Á tónleikunum mun Heimir Steinsson útvarpsstjóri afhenda sigurvegurunum verðlaun sín.
Meira
SÝNINGU á grafíkverkum Dieter Roth í Gerðarsafni, lýkur nú á sunnudag. Sýning þessi er unnin í samvinnu við Nýlistasafnið og á henni eru tugir verka sem listamaðurinn hefur gefið Nýlistasafninu á undanförnum 13 árum.
Meira
SÖGU sjónvarpsins má rekja allt til ársins 1873, þegar breski loftskeytamaðurinn May uppgötvaði aðferð til að yfirfæra ljósbylgjur í rafstraum, með því að sýna fram á rafræna samsvörun ljóss. Með því að nota uppgötvun Mays tókst uppfinningamönnunum J.L. Baird í Bretlandi og C.F.
Meira
LJÓÐ Ólafs Jóhanns Sigurðssonar eru mörkuð sterkri þrá skáldsins eftir einingu; einingu manns og náttúru, einingu anda og efnis, einingu manna um víðan heim. Þessi ljóð eru full vonar. Þau eru ákall manns sem trúir því að heimurinn geti orðið heill þrátt fyrir allt, þrátt fyrir að sundrungin blasi við alls staðar sem litið er, ekki síst í vélamenningu nútímans og vígbúnaði.
Meira
LJÓÐASÖNGUR verður settur í öndvegi á tónleikum Kristins Sigmundssonar söngvara og Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara í Borgarleikhúsinu á þriðjudag. Á efnisskránni er einn þriggja ljóðaflokka Schuberts, Svanasöngur. Franz Schubert hefur verið kallaður mesti sönglagasmiður sögunnar en hann brúaði bilið milli tónlistar klassíska og rómantíska tímans með ljóðatónlist sinni.
Meira
Í DAG kl. 14 verður opnuð sýning á vatnslitamyndum eftir Rögnu Sigrúnardóttur á Café 17, Laugavegi 91. Þetta er fimmta einkasýning Rögnu og verður hún opin daglega frá kl. 10-18 alla daga nema sunnudaga. Sýningunni lýkur 24. nóvember.
Meira
VEGNA hinna hörmulega frétta af snjóflóðinu á Flateyri hefur Tónlistarráð Íslands ákveðið að fresta fyrirhugaðri útisamkomu, sem átti að vera við Hljómskálann og á Lækjartorgi í dag laugardag 28. október.
Meira
SJOSTAKOVITSJ leikur eigin verk, Svjatoslav Richter leikur Bach, og tónleikar Paul Robesons í Moskvu árið 1949. Þetta eru aðeins brot úr tónlistar- og myndbandasafni ríkisútvarps og sjónvarps í Sovétríkjunum sálugu, sem verður selt á næsta ári.
Meira
VILHJÁLMUR Stefánsson landkönnuður nefnist bók eftir Kanadamanninn W. R. Hunt. Með þessari bók sem gefin var út í Kanada er í fyrsta skipti fjallað á ítarlegan hátt um ævi og störf Vilhjálms Stefánssonar, þekktasta Vestur-Íslendings sem uppi hefur verið. Í kynningu segir: "Vilhjálmur Stefánsson var heimsþekktur maður, enda einn mesti heimskautafari sögunnar.
Meira
Í DAG verður opið hús í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar í Hraunbergi 2. Þar verður efnt til kynningar á efnisskrá næstu tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Kynningin verður í Tónskólanum Hraunbergi 2 um kl. 15, strax að loknum útifundi tónlistarmanna á Austurvelli.
Meira
Íslendingar væru allt önnur þjóð ef norrænir menn hefðu ekki náð ótrúlegri færni í skipasmíðum á öldunum fyrir landnám. Þessu er nánast alveg hægt að slá föstu. Án langskipa og knarra víkingaaldar hefði Ísland ekki byggzt fyrr en löngu síðar og þá allt öðru fólki. Þýðingarlaust er að gizka á hvaðan það fólk hefði komið og hvenær það hefði gerst.
Meira
HJÁ LEIKFÉLAGI Reykjavíkur er farið af stað verkefni sem nefnt er Heimsókn í leikhúsið og miðar að því að fræða börn um leiklist, sögu hennar, Borgarleikhúsið sjálft og vinnu í leikhúsi. Á miðvikudagsmorgun var tekið á móti níu ára nemendum úr Hamraskóla í Grafarvogi en í vetur verður öllum nemendum Grunnskóla Reykjavíkur á þeim aldri boðið í heimsókn í leikhúsið.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.