Greinar þriðjudaginn 31. október 1995

Forsíða

31. október 1995 | Forsíða | 171 orð

20-30 þúsund minntust Flateyringa

TALIÐ er að á milli 20 og 30 þúsund manns hafi gengið í blysför sem farin var að undirlagi Félags framhaldskólanema í gærkvöldi til að minnast fórnarlamba snjóflóðsins á Flateyri og sýna syrgjendum hluttekningu. Forseti Íslands gekk í fararbrjósti. Meira
31. október 1995 | Forsíða | 68 orð

Meinað að bjóða fram

HARÐAR deilur urðu í Rússlandi í gær eftir að kjörnefnd ákvað að einn öflugasti flokkur umbótasinna, Jabloko, fengi ekki að bjóða fram í desember. Síðar dró talsmaður kjörstjórnar í land og sagði líkur á að lausn fyndist á vandanum. Jabloko var sakað um að hafa fjarlægt sex frambjóðendur af listum sínum án þess að þeir hefðu samþykkt það. Meira
31. október 1995 | Forsíða | 130 orð

"Quebec óhugsandi án Kanada"

ÍBÚAR Quebec gerðu í gær upp við sig hvort fylkið ætti að segja skilið við Kanada, í þjóðaratkvæðagreiðslu sem stefndi einingu ríkisins í meiri hættu en nokkru sinni fyrr frá stofnun þess árið 1867. "Á morgun fæðist ný þjóð," sagði Lucien Bouchard, sem var í fylkingarbrjósti þeirra sem börðust fyrir aðskilnaði. Meira
31. október 1995 | Forsíða | 94 orð

Styddu framboð Lubbers

JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, og Jacques Chirac, forseti Frakklands, sögðust í gær mundu veita Ruud Lubbers, fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, "öflugan stuðning" ef hann gæfi kost á sér formlega í embætti framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO). Meira

Fréttir

31. október 1995 | Innlendar fréttir | 152 orð

162 milljónir hafa safnast

ÞEGAR hætt var að taka við framlögum í landssöfnuninni Samhugur í verki klukkan 23 í gærkvöldi, höfðu safnast 161.891.917 krónur og alls var fjöldi framlaga 28.836. Fjármunirnir renna til aðstoðar þeim sem eiga um sárt að binda eftir flóðið á Flateyri. Meira
31. október 1995 | Erlendar fréttir | 158 orð

300 fórust í lestarslysi í Bakú

MIKIL sorg ríkir nú í Azerbajdzhan eftir eitthvert mesta lestarslys sögunnar. Talið er að um 300 manns hafi farist þegar eldur kviknaði í neðanjarðarlest í borginni Bakú á laugardagskvöld. Að sögn heilbrigðisráðuneytisins fórust 289 og 269 slösuðust, þar af 62 alvarlega. Flestir hina slösuðu hlutu brunasár og fengu reykeitrun. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 124 orð

600 innbrot í bifreiðar

LÖGREGLUNNI í Reykjavík hafa borist um 600 tilkynningar um innbrot í bíla það sem af er árinu. Um helgina bárust t.d. tilkynningar um slík innbrot frá íbúum í Kvíslum, Ásum, Seljum, Görðum og Mosfellsbæ. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 308 orð

75,1 milljón kr. í jöfnunarframlög

SVEITARFÉLÖG í Árnessýslu fengu 75,1 milljón kr. samtals í framlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Tekjur sveitarfélaganna á hvern íbúa eru mjög mismunandi. Tekjur Selfoss á hvern íbúa eru 100.253 krónur en viðmiðunartala sjóðsins vegna kaupstaða er 98.970 krónur. Selfosskaupstaður fær því ekki jöfnunarframlag. Hveragerðisbær fær 26,8 milljónir kr. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 110 orð

Aðgerða rannsóknir á spítala

AÐGERÐARANNSÓKNAFÉLAG Íslands gengst fyrir fundi um aðgerðarannsóknir á spítala á Borgarspítalanum 31. október kl. 16.30. Snjólfur Ólafsson, dósent við Háskóla Íslands og formaður ARFÍ, flytur inngangserindi um notkun aðgerðarannsókna á spítala. Meira
31. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 94 orð

Afnámi sjálfvirkrar tengingar mótmælt

Á aðalfundi Launþegaráðs Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra sem haldinn var á Húsavík á sunnudag mótmælti ráðið harðlega áformum sem fram koma í frumvarpi til fjárlaga 1996, um afnám sjálfvirkrar tengingar í almannatryggingakerfinu og atvinnuleysisbótakerfinu við kjarasamninga verkafólks og kjarasamninga fiskverkafólks. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 221 orð

Alþingi minnist þeirra sem fórust

ALÞINGISMENN minntust í gær þeirra sem létust í snjóflóðinu á Flateyri og vottuðu syrgjendum samúð. Ragnar Arnalds, varaforseti Alþingis, flutti minningarorð og sagði m.a. að hugur þingmanna væri nú framar öðru bundinn við þá sorgaratburði sem dundu yfir byggðarlagið á Flateyri aðfaranótt fimmtudags. Ragnar sagði að þar hefði brugðist sá viðbúnaður sem ætlaður var íbúunum til bjargar. Meira
31. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 120 orð

Atvinnuskapandi og gefur tekjur

ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hf. hefur til langs tíma þurrkað þorskhausa í hjöllum í námunda við Krossanes og hafa þeir verið seldir til Nígeríu. Framleiðslan hefur verið nokkuð misjöfn milli ára en farið allt upp í 400 tonn af þurrkuðum hausum á ári. Gunnar Aspar, framleiðlsustjóri ÚA, segir þessa vinnu talsvert atvinnuskapandi og gefi fyrirtækinu auk þess tekjur. Meira
31. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 344 orð

Besta af mælisgjöfin

"EF ÞETTA fer alla leið og verður samþykkt í bæjarstjórn er þetta stærsta og besta afmælisgjöf sem við gátum fengið," sagði Aðalsteinn Sigurgeirsson, formaður Íþróttafélagsins Þórs, um samþykkt Íþrótta- og tómstundaráðs þess efnis að gerður verði rammasamningur við Þór um byggingu íþróttahúss við félagsheimilið Hamar. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 288 orð

Bjargráðasjóður stendur illa sökum niðurskurðar

LITLIR fjármunir eru til í Bjargráðasjóði, en sjóðnum er m.a. ætlað að bæta fjárskaða bænda. Talið er að á annað þúsund fjár hafi drepist í óveðrinu í síðustu viku og töluverður fjöldi hrossa. Sjóðurinn á að bæta 2/3 af matsverði fjár. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 187 orð

BRAGI SIGURJÓNSSON

BRAGI Sigurjónsson, fyrrum ráðherra, lést 29. október sl. á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, á 85. aldursári. Bragi var fæddur 9. nóvember 1910 að Einarsstöðum í Reykdælahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 314 orð

Byggðarlaginu greitt bylmingshögg

Forsætisráðherra, félagsmálaráðherra og þingmenn Vestfjarða fóru um snjóflóðasvæðið Byggðarlaginu greitt bylmingshögg Davíð Oddsson forsætisráðherra, Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 601 orð

Byggðin verður aldrei sú sama

"VIÐ vitum öll að byggðin okkar verður aldrei sú sama. Það gera allir sér grein fyrir því. Við verðum hins vegar að gera það sem við getum til að tryggja að atvinnulífið haldi áfram af fullum krafti," segir Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður frá Flateyri, þegar hann er spurður um afleiðingar snjóflóðanna fyrir staðinn og atvinnulífið á Flateyri. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 97 orð

Bæklingur um vöðvaslensfár

MG FÉLAG Íslands, sem er félag fólks með Myasthenia gravis, vöðvaslensfár-sjúkdóminn, hefur gefið út bækling um sjúkdóminn. MG félagið hefur átt fulltrúa á Norðurlandsfundum um MG, fyrst árið 1994 og núna síðast í Osló 19.­21. maí, en áður hafði Ólöf S. Eysteinsdóttir og Sigurður Thorlacius taugalæknir setið ráðstefnu lækna og sjúklinga um MG sem haldin var í Osló árið 1991. Meira
31. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 62 orð

Bænastund í Mývatnssveit

SÓKNARNEFND Reykjahlíðarkirkju gekkst fyrir bænastund í kirkjunni síðastliðið föstudagskvöld vegna snjóflóðanna á Flateyri. Sungnir voru sálmarnir "Ó, þá ná að eiga Jesú" og "Þú, Guð, sem stýrir stjarnaher". Orgelleikari var Jón Árni Sigfússon. Þá var upplestur, Anna Skarphéðinsdóttir og Guðbjörg Ingólfsdóttir lásu. Síðan var farið með bænir. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Eignatjón á Flateyri meira en í Súðavík

FREYR Jóhannesson, matsstjóri Viðlagatryggingar Íslands, telur að eignatjón sem varð vegna snjóflóðsins sem féll á Flateyri sé meira en tjónið sem varð þegar snjóflóð féll á Súðavík 16. janúar. "Þarna hafa miklu meiri kraftar verið að verki, en þó standa steyptir veggir furðu vel," segir Freyr. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 97 orð

Fannst grafinn eftir 58 tíma

HUNDURINN Gormur fannst í húsarústum á snjóflóðasvæðinu á Flateyri síðdegis á laugardaginn eftir að hafa verið þar grafinn frá því snjóflóðið féll þar aðfaranótt fimmtudagsins, eða í um 58 klukkustundir. Gormur leitaði ákaft húsbónda síns eftir að honum var bjargað, en hann fórst í snjóflóðinu. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 540 orð

Fátt ungt fólk í miðborginni

ÞRÁTT fyrir rólegt yfirbragð var mikið að gera hjá lögreglunni um helgina. Bókfærðar eru 389 bókanir í dagbók. Af þeim eru m.a. 10 líkamsmeiðingar, 17 innbrot, 14 þjófnaðir og 25 skemmdarverk. Sextíu og þrír ökumenn voru kærðir fyrir að aka of hratt og 12 ökumenn, sem lögreglan þurfti að hafa afskipti af, eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 100 orð

Fimm teknir með fíkniefni

FIMM menn voru handteknir á föstudagskvöld, eftir húsleit fíkniefnalögreglunnar. Mennirnir, sem eru á aldrinum 23-41 árs, voru grunaðir um sölu á fíkniefnum. Við húsleit fundust 140 grömm af hassi, 15 grömm af marijúana, 16 grömm af amfetamíni og 145 töflur af ýmsum lyfjumn, s.s. mogadon. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 786 orð

Flateyri ­ ávarp vegna landssöfnunar

MÁLVENJA býður okkur ekki að fagna vetri með sama ávarpi og sumar er boðið velkomið. Við segjum gleðilegt sumar í von um betri tíma, ekki aðeins við litabreytingu með grænu grasi og gróðri öllum, heldur einnig þægilegri tíma, þar sem minna reynir á manninn sjálfan en í hörkuveðrum þess árstíma, sem nú í dag hefst samkvæmt almanakinu. Og þó finnst okkur veturinn löngu kominn. Meira
31. október 1995 | Erlendar fréttir | 344 orð

Flokkur Tudjmans forseta fékk langflest atkvæði

STJÓRNARFLOKKUR Franjos Tudjmans, forseta Króatíu, fékk langflest atkvæði í þingkosningunum á sunnudag og þykir líklegt, að hann haldi meirihluta sínum. Fylgið við hann er þó verulega minna en í kosningunum fyrir tveimur árum. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 156 orð

Framkvæmdir við Drangsnesvatnsveitu

Drangsnesi-Lokið er fyrri hluta framkvæmda við svokallaða Bæjarvatnsveitu vatnsveitu Drangsness. Gerður var stíflugarður neðan við eldri stíflu sem fyrir var. Í stíflugarðinn fóru rúmlega 1.200 rúmmetrar af efni. Til þéttingar stíflunni var notaður þéttidúkur á bentonibasis og beggja megin við hann var komið fyrir hlífardúkum. Meira
31. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 104 orð

Guðbjörgin létt um 150 tonn

ÞAÐ þurfti að létta Guðbjörgina ÍS um 150 tonn áður en hún var tekin upp í flotkvína á Akureyri um helgina. Skipið er um 64 metrar að lengd og þykir óvenju stutt miðað við þyngd. Lyftigeta kvíarinnar er um 5.000 tonn, en Guðbjörgin var um 2.850 tonn þegar búið var að taka niður hlera, togvíra, veiðarfæri og annað sem samtals var um 150 tonn. Meira
31. október 1995 | Miðopna | 290 orð

Hátíðleiki og þögn

TALIÐ er að á milli tuttugu og þrjátíu þúsund manns hafi fylkt liði í blysför sem farin var frá Hlemmtorgi niður að Ingólfstorgi í gærkvöldi, til að minnast fórnarlamba snjóflóðsins á Flateyri. Þegar seinustu göngumenn lögðu upp frá Hlemmi voru fremstu göngumenn staddir í Bankastræti. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 119 orð

Helmingur kann ekki á stefnuljós

HELMINGUR ökumanna notar ekki stefnuljós eins og reglur segja til um. Þetta kom fram í sameiginlegu umferðarverkefni lögreglunnar á Suðvesturlandi í síðustu viku. Lögreglan beindi sérstaklega athyglinni að því hvernig ökumenn bera sig að áður en þeir beygja við gatnamót, notkun stefnuljósa og búnaði ökuljósa. Meira
31. október 1995 | Erlendar fréttir | 539 orð

Helsti leiðtogi Jihad myrt ur á Möltu

ÍSRAELAR gripu til sérstakra öryggisráðstafana á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu í gær vegna ótta við að palestínska hreyfingin Íslamska jihad (heilagt stríð) hefndi fyrir það að leiðtogi hennar, Fathi Shqaqi, var myrtur á eynni Möltu á fimmtudag. Stuðningsmenn Jihad halda því fram að Mossad, ísraelska leyniþjónustan, beri ábyrgð á tilræðinu. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 345 orð

Hugmyndir um þéttbýli í Holti

Á VEGUM Mosvallahrepps í Önundarfirði stendur yfir vinna við aðalskipulag fyrir allan hreppinn. Við þá vinnu hafa komið upp hugmyndir um þéttbýliskjarna, og hefur mikið verið litið til prestssetursins í Holti í því sambandi. Í Mosvallahreppi eru liðlega 70 íbúar. Mörkin milli Flateyrarhrepps og Mosvallahrepps liggja um Breiðdal en þar er gangnamunninn. Árni G. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Hugsaði um að ég væri kannski að deyja

"ÉG VAR hræddur. Ég vissi ekki hvort það tækist að bjarga mér. Ég hugsaði um að ég væri kannski að deyja," sagði Anton Rúnarsson sem bjargaðist úr snjóflóðinu sem féll á Flateyri eftir að hafa legið grafinn í fönn í fjóra klukkutíma. Anton, sem er aðeins 11 ára, er kominn heim til foreldra sinna á Flateyri. Meira
31. október 1995 | Erlendar fréttir | -1 orð

Hvað verður um Bjerregaard?

Í EYRUM Dana hefur orðið dagbók" alveg sérstaka skírskotun þessa dagana. Þegar Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra hóf ræðu sína á danska alþýðusambandsþinginu um helgina með því að lesa upp úr dagbók sinni duldist engum hverjum skensið væri ætlað. Dagbók Ritt Bjerregaard fulltrúa í framkvæmdastjórn ESB er enn efst á blaði í Danmörku og gleymist ekki um á næstunni. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Innan við helmingur mætti til starfa

VINNA hófst hjá Fiskvinnslunni Kambi á Flateyri í gær. Um 25 manns mættu til vinnu þennan fyrsta vinnudag eftir að snjóflóð féll á þorpið. Fyrir flóð unnu um 60 manns við fiskvinnslu hjá Kambi. Gyllir, sem er í eigu fyrirtækisins, fer til veiða á morgun og hinir bátarnir fara strax og áhafnir koma til starfa. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 330 orð

Kaupa verður óbyggileg hús

PÁLL Pétursson, félagsmálaráðherra, sagði að hörmulegt væri að sjá hvernig hið blómlega byggðarlag á Flateyri hefði verið leikið í snjóflóðinu. Ekki væri nóg með að það svæði sem eyðilagst hefði væri óíbúðarhæft, heldur væru óskemmd hús þar við hliðina á sem væri greinilega varasamt að búa í. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Kennsla að byrja í grunnskólanum

FINNA þarf nýtt húsnæði fyrir grunnskólann og leikskólann á Flateyri, en núverandi húsnæði skólanna er í jaðri snjóflóðsins. Búið er að útvega húsnæði til bráðabirgða og komu börnin í grunnskólanum saman í gær og ræddu við kennara og skólastjóra. Sálfræðingar eru börnunum til aðstoðar. Meira
31. október 1995 | Erlendar fréttir | 223 orð

Kim Young-sam neitar vitneskju um sjóði Rohs

KIM Young-sam, forseti Suður- Kóreu, neitaði því í gær að hafa verið með einhverju móti viðriðinn fjármálahneyksli sem kennt er við flokksbróður hans, Roh Tae-woo, fyrrverandi forseta. Roh játaði fyrir helgi að hafa safnað jafnvirði 654 milljóna dollara í kosningasjóði Frjálslynda lýðræðisflokksins er hann sat á valdastóli 1988-93 en sjálfur hélt hann eftir 242 milljónum dollara. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 63 orð

Kisturnar fluttar suður

TÓLF kistur, með líkum 15 manns sem fórust í snjóflóðinu á Flateyri, voru fluttar til Reykjavíkur á sunnudag. Fokker-vél Landhelgisgæslunnar sótti þær til Ísafjarðar. Á Reykjavíkurflugvelli báru björgunarsveitarmenn kisturnar frá borði og lögregla stóðu heiðursvörð. Kisturnar voru fluttar í Fossvogskapellu, þar sem haldin var bænastund fyrir aðstandendur um kvöldið. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 313 orð

Komast þarf hjá öllum krókaleiðum

JÓN Gauti Jónsson, fyrrverandi sveitarstjóri í Súðavík, hefur af félagsmálaráðherra verið skipaður sérstakur ráðgjafi hreppsnefndar Flateyrar við uppbyggingu þar í kjölfar snjóflóðsins. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrst og fremst yrði reynt að komast hjá öllum þeim krókaleiðum sem fara þurfti vegna uppbyggingarinnar í Súðavík. Meira
31. október 1995 | Erlendar fréttir | 347 orð

Kosningaklúður í Tanzaníu

YFIRKJÖRSTJÓRN í Tanzaníu ógilti í gær kosningar, sem fram fóru í höfuðborginni á sunnudag en þær einkenndust af upplausn og óreiðu. Verða þær endurteknar í næstu viku. Í átta kjördæmum á landsbyggðinni fór einnig margt úrskeiðis en þar átti að kjósa áfram í gær eða í dag. Voru kjörstaðir alls 40.000 en víða vantaði bæði fulltrúa kjörstjórnar og kjörgögn. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 820 orð

Kvennagagnrýnin mikil væg fyrir boðskap fagnaðarerindisins

ÁMÁLÞINGI í Áskirkju, sem haldið var um helgina, var fjallað um framlag kvenna til kristni og kirkjustarfs, auk þess sem hugað var að líðan þeirra og væntingum. Í erindi sr. Arnfríðar Guðmundsdóttur, fjallaði hún um gagnrýni kvenna á hefðbundna kristsfræði, en doktorsritgerð Arnfríðar, sem hún ver í janúar, fjallar um það efni. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 61 orð

Lagakeppni MH

LAGAHÖFUNDAR Menntaskólans við Hamrahlíð halda lagakeppni undir heitinu Óðríkur Algaula miðvikudaginn 1. nóvember. Er þetta í þriðja sinn sem sams konar keppni er haldin og munu um 25 keppendur flytja hugverk sín. Óðríkur Algaula hefst kl. 19.30 miðvikudaginn 1. nóvember, eins og áður hefur komið fram, og er miðaverð 500 kr. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 238 orð

Lagt til á þingi að Sléttuhreppur sameinist Ísafirði

FRUMVARP um að sameina Sléttuhrepp og Ísafjarðarkaupstað hefur verið lagt fram á Alþingi af félagsmálaráðherra. Sléttuhreppur í Norður-Ísafjarðarsýslu er eina sveitarfélagið á landinu sem er í eyði. Hreppurinn fór í eyði á 6. áratugnum eins og Grunnavíkurhreppur, sem var sameinaður Snæfjallahreppi árið 1963. Snæfjallahreppur var síðan sameinaður Ísafirði 1994. Meira
31. október 1995 | Landsbyggðin | 102 orð

Landbúnaðarmál rædd á opnum fundi á Hvolsvelli

Selfossi-Opinn fundur um landbúnaðarmál verður haldinn í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli í kvöld, þriðjudag 31. október, klukkan 20:30. Það eru Alþýðusamband Suðurlands og Búnaðarsamband Suðurlands sem gangast fyrir fundinum. Meira
31. október 1995 | Erlendar fréttir | 137 orð

Leeson til Singapore

NICK Leeson, breski bankamaðurinn sem setti útibú Barings-bankans breska í Singapore á hausinn, ákvað í gær að hætta öllum tilraunum til þess að fá hnekkt úrskurði þýsks dómstóls um að hann skuli framseldur til Singapore. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 348 orð

Mikið áfall fyrir alla Vestfirðinga

SIGHVATUR Björgvinsson alþingismaður sagði hið hörmulega slys á Flateyri vera mikið áfall fyrir alla Vestfirðinga. Hann sagði það skipta mjög miklu máli hvernig unnið verður úr málum í framhaldinu, og sagði hann þátt fjölmiðla í því sambandi geta orðið mikinn varðandi afstöðu fólks á Vestfjörðum og þjóðarinnar í heild. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 106 orð

Minningarguðþjónusta á Ísafirði

MINNINGARÞJÓNUSTA um fórnarlömb snjóflóðsins á Flateyri verður haldin í Íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði kl. 14 í dag. Minningarguðþjónustan verður með líku sniði og 21. janúar síðastliðinn þegar fórnarlamba snjóflóðanna í Súðavík var minnst á sama stað. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 577 orð

Munum styðja eins og hægt er við bakið á fólkinu

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið eftir að hann hafði farið um snjóflóðasvæðið að hann og samferðamenn hans hefðu fyrst og fremst komið til Flateyrar til að sýna þá samkennd sem er með þjóðinni vegna þeirra atburða sem þar hefðu orðið. Meira
31. október 1995 | Landsbyggðin | 310 orð

Mötuneytið úr Straumsvík slysavarnarhús á Drangsnesi

Drangsnesi-Séra Sigríður Óladóttir, sóknarprestur á Drangsnesi, vígði sunnudaginn 15. október nýtt hús Slysavarnardeildarinnar Bjargar á Drangsnesi. Þetta nýja hús SVD Bjargar á Drangsnesi á sér nokkuð langa sögu en það var áður hluti af mötuneyti suður í Straumsvík. Þegar því hlutverki lauk gaf Álfélagið í Straumsvík Slysavarnarfélagi Íslands það. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Nauðsynlegt að efla áfallahjálp vestra

ÁGÚST Oddsson, héraðslæknir á Vestfjörðum, segir að andleg líðan fólks á Vestfjörðum sé slæm eftir þau þungu áföll sem riðið hafi yfir Flateyri og Súðavík. Hann segir afar mikilvægt að heilsugæslan á Vestfjörðum verði efld og fólk verði aðstoðað við að komast yfir þessa reynslu. Fólk verði að fá aðstoð við að komast í gegn um þennan vetur, sem margir óttist að verði þungur. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 72 orð

Náttúruverndarmerki 1995

ÚT ER komið fimmta náttúruverndarmerki Náttúruverndarráðs. Á merkinu er mynd af hávellum með Snæfellsjökul í baksýn. Myndin er eftir enska listakonu, Hilary Burn. Hún hefur m.a. unnið við að myndskreyta handbækur með dýramyndum. Meira
31. október 1995 | Landsbyggðin | 284 orð

Nítján hross fórust

Blönduósi-Nítján hross fórust er mikið snjóflóð féll úr Móbergsfjalli í Langadal milli bæjanna Móbergs og Skriðulands. Tuttugu og tvö hross lentu í flóðinu og tókst að bjarga þremur hrossum lifandi eftir þriggja og hálfs sólarhrings dvöl í flóðinu. Þau hross sem lentu í snjóflóðinu voru frá bæjunum Móbergi og Fagranesi. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 37 orð

Opið hús Heimahlynningar

SAMVERUSTUND fyrir aðstandendur verður í kvöld kl. 20­22 í húsi Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8. Gestur þessa fyrsta fundar á vetrinum verður Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir alþingismaður og mun hún ræða um tryggingamál og svara fyrirspurnum. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 297 orð

Persónulegir munir í gáma

UM 80 menn úr björgunarsveitum og sérsveit Slökkviliðsins í Reykjavík ásamt heimamönnum á Flateyri hafa frá því síðdegis á laugardaginn unnið að því að hreinsa snjó og brak úr húsarústum á snjóflóðasvæðinu og bjarga persónulegum eigum fólks. Hreinsunarstarfið hefur gengið mjög vel enda veður verið mjög hagstætt. Meira
31. október 1995 | Erlendar fréttir | 247 orð

Rannsaka æxlun í þyngdarleysi

TIL stendur að gera tilraunir úti í geimnum til að kanna hvort menn og plöntur fjölga sér fremur í þyngdarleysi en ella. Hafa bandarískir vísindamenn fengið sem svarar 9 milljónum ísl. kr. til verkefnisins frá NASA, bandarísku geimvísindastofnuninni. Meira
31. október 1995 | Erlendar fréttir | 486 orð

Ráðgjafar Jeltsíns óttast um sinn hag

HÁTTSETTUR ráðgjafi Borís Jeltsíns Rússlandsforseta, Sergej Medvedev, sagði í gær að heilsa forsetans, sem liggur á sjúkrahúsi vegna hjartaáfalls, hefði ekki versnað en hann myndi ekki taka á móti gestum, að sögn fréttastofunnar Interfax. Margir velta því fyrir sér hvort nánustu ráðgjafar Jeltsins hyggist beita örþrifaráðum, jafnvel beita valdi, til að fresta forsetakjöri á næsta ári. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 58 orð

Ráðstefna um forvarnir og heilsu

FORVARNIR og heilsa nefnist ráðstefna á vegum Samtaka heilbrigðisstétta sem verður í Norræna húsinu 1. nóvember kl. 16.30­19. Fundarstjóri er Sigrún Stefánsdóttir fréttamaður. Erindi flytja Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra, Ólafur Ólafsson landlæknir, prófessor Þórólfur Þórlindsson og Þóroddur Bjarnason félagsfræðingur, Helgi Sigurðsson, sérfræðingur í krabbameinslækningum, Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 144 orð

Reynt að jafna framboð

FÉLAG hrossabænda stefnir að því að taka upp mánaðarlega verðlagningu fyrir hrossakjöt og greiða meira fyrir það yfir vetrarmánuðina til að fá bændur til að leggja inn kjöt fyrir Japansmarkað á þeim árstíma. Vaxandi markaður er fyrir hrossakjöt í Japan, en skort hefur á að framboð héðan væri nógu jafnt yfir allt árið. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 135 orð

Rætt um forvarnir og heilsu

Dagskrá er sem hér segir: Ingibjörg Pálmadóttir flytur erindið Setjum við næga peninga í forvarnir?; Þórólfur Þórlindsson prófessor og Þóroddur Bjarnason félagsfræðingur flytja erindið Er peningum betur varið með því að setja þá beint í íþróttastarf en fræðlu? Hvers vegna færast reykingar og drykkja niður aldurstigann?; Helgi Sigurðsson læknir ræðir um hvort forvarnir okkar séu fólgnar í óbeinum Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 46 orð

Samúðarkveðjur frá þjóðhöfðingjum

FORSETA Íslands og ríkisstjórn hafa borizt samúðarkveðjur vegna snjóflóðsins á Flateyri frá Danadrottningu, forsetum Bandaríkjanna, Finnlands, Ítalíu og Tékklands, forsætisráðherra Rússlands, formanni landsstjórnar Grænlands, forseta Evrópuráðsins, starfandi framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, borgarstjóranum í Barcelona, Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 98 orð

Selur í flotkví

ÞEIM var ekki fyllilega ljóst, starfsmönnum Slippstöðvarinnar-Odda, í hvaða erindagerðum hann væri, selurinn sem synti inn í flotkvína, en hafa í góðmennsku sinni sennilega boðið honum upp á eðlilegt viðhald og endurbætur. Hann var hinn gæfasti enda nokkuð dasaður og hvarflaði ekki að honum að hreyfa sig úr kvínni. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 958 orð

Skipuleggja þarf byggðina upp á nýtt

Oddvitinn á Flateyri bjartsýn á að hægt verði að útvega byggingarlóðir á eyrinni fyrir þá sem það vilja Skipuleggja þarf byggðina upp á nýtt Magnea Guðmundsdóttir, oddviti á Flateyri, Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 61 orð

Sorg og sorgarviðbrögð

SIÐMENNT, félag áhugafólks um borgaralegar athafnir, heldur fund um sorg og sorgarviðbrögð miðvikudagskvöldið 1. nóvember kl. 20.30 í Faxafeni 12 (húsnæði Skáksambands Íslands). Á fundinum verða stuttar framsögur þar sem m.a. verður fjallað um sorg og missi frá sjónarhóli heimspekinnar og út frá reynslu af starfi meðal syrgjenda. Að loknum framsögum verða almennar umræður. Meira
31. október 1995 | Landsbyggðin | 288 orð

Stofnun sérstaks íþróttahéraðs rædd á Selfossi

Selfossi-Umræða er um það á Selfossi meðal íþróttafélaganna á staðnum hvort heppilegt sé að stofna sérstakt íþróttahérað á Selfossi. Í síðustu viku var haldinn fundur íþróttafélaganna og sérstaklega boðið til hans fulltrúum frá ÍSÍ, UMFÍ og íþróttanefnd ríkisins. Einng var bæjarstjórn Selfoss sérstaklega boðið til þessa kynningarfundar um stöðu málsins. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 385 orð

Stöðugur straumur í íslenska sendiráðið

GUÐSÞJÓNUSTA var haldin í Ósló á sunnudag til að minnast þeirra sem létu lífið í snjóflóðinu á Flateyri. Að athöfninni stóðu sendiráð Íslands og Íslendingafélagið og sóttu hana á þriðja hundrað manna, Íslendingar og Norðmenn. Þessar hamfarir hafa komið mjög við Norðmenn og hafa margir þeirra óskað eftir því að gefa fé í söfnun til þeirra sem um sárt eiga að binda. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 68 orð

Syngur fyrir Flateyringa

KRISTJÁN Jóhannsson óperusöngvari mun halda tvenna einsöngstónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands í maí á næsta ári og rennur ágóði af öðrum tónleikunum til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna snjóflóðsins á Flateyri. Meira
31. október 1995 | Akureyri og nágrenni | 139 orð

Tjónið vel á aðra milljón

AÐ LÁGMARKI er talið að um 200 kindur í Eyjafirði hafi farist í óveðrinu sem gekk yfir landið í liðinni viku. Tjón er álitið vera vel á aðra milljón króna. Ólafur G. Vagnsson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar sagði að mikið hefði verið grafið af fé úr fönn um helgina og einhverjir bændanna nutu aðstoðar björgunarhunda við verkið. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 252 orð

Tjón RARIK 210 milljónir króna

TJÓN Rafmagnsveitna ríkisins í óveðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku nemur um 210 milljónum króna, samkvæmt upplýsingum tæknideildar RARIK, en mikið tjón varð á rafmagnslínum vegna ísingar og hvassviðris þegar línur lögðust niður. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 75 orð

Trójudætur hjá Grikklandsvinum

GRIKKLANDSVINAFÉLAGIÐ Hellas heldur aðalfund í Kornhlöðunni, Bankastræti 2, miðvikudaginn 1. nóvember kl. 20.30. Að dagskrá aðalfundar lokinni mun Kristján Árnason segja frá nýafstöðnu málþingi í Aþenu um þýðingar á grískum leikritum og í framhaldi af því verður fjallað um sýningu Hvunndagsleikhússins á Trójudætrum Evrípídesar. Meira
31. október 1995 | Erlendar fréttir | 342 orð

Tyrkneskt atvinnulíf væntir mikils af tollabandalagi

TYRKNESKIR kaupsýslumenn vænta mikils af tollabandalagi Tyrklands við Evrópusambandið, sem gengur í gildi um næstu áramót ef Evrópuþingið samþykkir samninga þar um. Utanríkisráðherrar ESB-ríkjanna og Tyrklands hittust á fundi í gær, þar sem gengið var frá ýmsum tæknilegum atriðum vegna samkomulagsins. Meira
31. október 1995 | Erlendar fréttir | 94 orð

Umdeilt frumvarp samþykkt

ÖLDUNGADEILD Bandaríkjaþings samþykkti á laugardag frumvarp sem kveður á um að dregið verði verulega úr ríkisútgjöldum til velferðarmála til að tryggja hallalaus fjárlög ekki síðar en árið 2002 og greiða fyrir 245 milljarða dala skattalækkunum. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 1129 orð

Vilja byggja upp að nýju neðar á eyrinni

HREPPSNEFND Flateyrarhrepps boðaði til borgarafundar sl. sunnudag þar sem farið var yfir stöðu mála í byggðarlaginu sem og framtíðaráform hreppsnefndarinnar varðandi uppbyggingu staðarins. Um 200 Flateyringar mættu til fundarins auk fundarboðenda og nokkurra gesta á vegum hreppsnefndar. Meira
31. október 1995 | Innlendar fréttir | 219 orð

Vinnsla hafin hjá Kambi á Flateyri

UM 25 manns mættu til vinnu hjá fiskvinnslunni Kambi á Flateyri fyrsta vinnudag eftir að snjóflóð féll á kauptúnið. Fyrir flóð unnu um 60 manns við fiskvinnslu hjá Kambi. Gyllir, sem er í eigu fyrirtækisins, fer til veiða á morgun og hinir bátarnir fara strax og áhafnir koma til starfa. Meira
31. október 1995 | Leiðréttingar | 41 orð

(fyrirsögn vantar)

Þau mistök urðu við vinnslu síðustu minningargreinarinnar um Steinunni Þóru Magnúsdóttur á blaðsíðu 41 í Morgunblaðinu á laugardag, að rangt var farið með nafn undir greininni, Helga Skúla varð Helga Skúladóttir. Morgunblaðið biður hlutaðeigandi velvirðingar á þessum mistökum. Meira

Ritstjórnargreinar

31. október 1995 | Leiðarar | 585 orð

LEIDARI MENNTUN OG ATVINNULÍF ÁSKÓLI Íslands brautskráð

LEIDARI MENNTUN OG ATVINNULÍF ÁSKÓLI Íslands brautskráði um fjögur þúsund kandídata á árunum 1979-1988. Nálægt fimmtán af hundraði þessara kandídata, eða langleiðina í sex hundruð, eru búsett erlendis, að því er fram kom hjá Sveinbirni Björnssyni háskólarektor við brautskráningu kandídata í fyrradag. Meira
31. október 1995 | Staksteinar | 383 orð

»Rússneskar umbætur BRESKA tímaritið Economist fjallar í forystugrei

BRESKA tímaritið Economist fjallar í forystugrein í nýjasta hefti sínu um þá ógn er kann að stafa af sigri kommúnista og þjóðernissinna í þingkosningunum í desember. Sjötta tilraunin Meira

Menning

31. október 1995 | Fólk í fréttum | 153 orð

Bobbi Pamelu heldur áfram

PAMELA Anderson var nýlega flutt veik á sjúkrahús. Opinber skýring var sú að hún væri kona eigi einsömul, en norska vikublaðið Se og Hør heldur því fram að hún hafi daginn áður lent í heiftarlegu rifrildi við eiginmann sinn, Tommy Lee. Upp úr því hafi hún skolað niður miklu magni verkjalyfja með vænum slurk af viskíi. Meira
31. október 1995 | Fjölmiðlar | 774 orð

Brautskráðir kandídatar

ALLS voru 170 kandídatar brautskráðir frá Háskóla Íslands síðastliðinn laugardag. Auk þess luku 20 nemendur eins árs námi frá félagsvísindadeild. Eftirfarandi brautskráðust: Guðfræðideild (2) Embættispróf í guðfræði (2). Arnaldur Bárðarson, Eðvarð Ingólfsson. Meira
31. október 1995 | Bókmenntir | 1379 orð

Bærinn vaknar

Bærinn vaknar 1870-1940. Síðari hluti eftir Guðjón Friðriksson. Iðunn 1994. 453 bls. Myndir, uppdrættir, skrár. ÉG HELD, að engin þjóð hafi jafnmikinn áhuga á ættfræði og héraðssögu sem Íslendingar, og ber margt til, en einkum þó fámennið. Meira
31. október 1995 | Menningarlíf | 165 orð

Davíðskvöld Listaklúbbins

NEMENDUR ljóða- og aríudeildar Söngskólans í Reykjavík minnast aldarafmælis Davíðs Stefánssonar í samvinnu við Listaklúbb Leikhúskjallarans. Í kvöld verður Davíðskvöld í Leikhúskjallaranum. Nemendur Söngskólans flytja sönglög við ljóð Davíðs við undirleik og undir stjórn Magnúsar Ingimarssonar og Ólafs Vignis Albertssonar. Þorsteinn Gylfason prófessor verður kynnir á tónleikunum. Meira
31. október 1995 | Bókmenntir | 630 orð

Erótík til daglegs brúks

eftir Súsönnu Svavarsdóttur. Oddi prentaði. Forlagið l995 - 168 síður. 2.980 kr. AÐ UNDANFÖRNU hafa erótískar smásögur og erótískar skáldsögur (minna hefur verið um erótísk ljóð) verið gefnar út hér á landi og er óhætt að segja að ekki hefur verið vanþörf á. Bókmenntir okkar hafa verið snauðar af erótík en þó ekki gjörsneyddar henni. Meira
31. október 1995 | Menningarlíf | 66 orð

Fjölmennt kóramót

KÓRAMÓT framhaldsskólanna var haldið í þriðja sinn í Langholtskirkju um helgina. Þrettán kórar mættu til leiks með um 440 ungmenni innanborðs. Meðal dagskrárliða var samsöngur allra kóranna og voru fjögur íslensk lög flutt með þeim hætti. Þá komu tíu kórar fram einir og sér, þeirra á meðal Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem getur að líta á meðfylgjandi mynd. Meira
31. október 1995 | Fólk í fréttum | 38 orð

Flutningur verðlaunaverks

VERÐLAUNAVERK japanska tónskáldsins Michio Kitazume var flutt í Háskólabíói síðastliðinn laugardag. Hérna sjáum við Runólf Birgi Leifsson, framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar, Guðmund Emilsson, tónlistarráðunaut Ríkisútvarpsins, Heimi Steinsson útvarpsstjóra og tónskáldið, Michio Kitazume, í hrókasamræðum í hléi. Morgunblaðið/G.Kr.J. Meira
31. október 1995 | Tónlist | 504 orð

Flögrandi barokk

Tónverk eftir Hotteterre, Philidor, Telemann, Scarlatti og Roman. Camilla söderberg, blokkflautur, Guðrún Óskarsdóttir og Elín Guðmundsdóttir, semball, Sigurður Halldórsson, barokkselló og Páll Hannesson, kontrabassi. Kristskirkju í Landakoti, sunnudaginn 29. október. Meira
31. október 1995 | Fólk í fréttum | 87 orð

Foreldrakaffi á Grund

Foreldrakaffi á Grund SJÖTUGASTA foreldrakaffið var haldið á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir skömmu. Fyrsta foreldrakaffið var haldið 26. október 1925, ári eftir að Sveinn Jónsson kaupmaður kom á fund elliheimilisins og kunngerði að hann og systkini hans gæfu 1.000 krónur í húsbyggingasjóð heimilisins. Meira
31. október 1995 | Kvikmyndir | 394 orð

Hryllingssaga frá Alcatraz

Leikstjóri: Marc Rocco. Aðalhlutverk: Christian Slater, Kevin Bacon, Gary Oldman, Brad Dourif. Le studio canal +. 1995. FANGAEYJAN Alcatraz er fyrir löngu orðin samnefnari fyrir ómannúðlega fangavistun og þar gerist helmingurinn af amerískum fangamyndum. Sú nýjasta er Að yfirlögðu ráði og eins og margar aðrar Alcatrazmyndir byggir hún á sönnum atburðum. Meira
31. október 1995 | Fólk í fréttum | 60 orð

Ingó fjögurra ára

Ingó fjögurra ára INGÓLFSCAFÉ hélt upp á fjögurra ára afmæli sitt um síðustu helgi. Í tilefni af því var boðið upp á pylsur. Einnig var haldin erótísk tískusýning í tengslum við frumsýningu myndarinnar Sýningarstúlkur. Aðsókn var góð og skemmtu gestir sér fram undir morgun. Meira
31. október 1995 | Menningarlíf | 352 orð

Íslandsklukkunni stolið?

ELDUR í Kaupmannahöfn heitir ný skáldsaga eftir franska rithöfundinn, Gilles Lapouge, en svo virðist sem söguþráður bókarinnar sé nokkuð líkur söguþræði Íslandsklukku Halldórs Laxness. Hefur Vaka-Helgafell, sem á útgáfurétt á verkum Laxness, leitað til hlutlausra aðila í Frakklandi til að lesa yfir söguna með það fyrir augum að bera hana efnislega saman við Íslandsklukkuna. Meira
31. október 1995 | Fólk í fréttum | 30 orð

Konungleg skemmtun

Reuter FÓLK Konungleg skemmtun ÞRÍR meðlima konungsfjölskyldunnar í Mónakó, Rainier fursti, Karólína prinsessa og Albert prins, mæta hér til verðlaunaafhendingar í minningu Grace heitinnar prinsessu. Minningarsjóður hennar veitir ungum listamönnum styrki. Meira
31. október 1995 | Fólk í fréttum | 71 orð

Konurnar í lífi Travolta

ÞÓTT ÞAÐ sé kannski ekki augljóst við fyrstu sýn tengjast allar þessar konur John Travolta á einn eða annan hátt. Lengst til vinstri er leikkonan Kirstie Alley sem lék á móti honum í myndinni "Look Who's Talking", í miðjunni er eiginkona hans, Kelly Preston, og til hægri er Rhea Pearlman, eiginkona Dannys DeVito, sem leikur með Travolta í myndinni "Get Shorty", Meira
31. október 1995 | Menningarlíf | 142 orð

Kórsöngur og kvæði

DAGSKRÁ með verkum skáldanna Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi og Halldórs Kiljan Laxness, sem frestað var um síðustu helgi verður nú flutt í félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli, miðvikudaginn 1. nóvember kl. 21 og í félagsheimilinu Þingborg í Hraungerðishreppi fimmtudaginn 2. nóvember kl. 21. Meira
31. október 1995 | Myndlist | 854 orð

Kraftur og kæruleysi

Guðjón Bjarnason, Inga Rósa Loftsdóttir, Sigrún Sverrisdóttir. Hafnarborg: Opið kl. 12-18 alla daga nema þriðjud. (til kl. 21 á fimmtud.), til 6. nóv. Listhús 39: Opið virka daga kl. 10-18, laugard. kl. 12-18, sunnud. kl. 14-18 til 7. nóv. Sýningarskrá (Guðjón Bjarnason) 700 kr. Aðgangur ókeypis. Meira
31. október 1995 | Menningarlíf | 561 orð

Kristján syngur til styrktar Flateyringum

KRISTJÁN Jóhannsson mun halda tvenna einsöngstónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands hér á landi í maí á næsta ári og hyggst hann gefa ágóðann af þeim fyrri til byggingar tónlistarhúss. Ágóðinn af síðari tónleikunum mun hins vegar renna til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna snjóflóðsins á Flateyri. Meira
31. október 1995 | Fólk í fréttum | 55 orð

Kvikmyndahátíð í Kína

Kvikmyndahátíð í Kína MARGT gerist í Kínaveldi. Hér sjáum við kínverska leikstjórann Chen Kaige ásamt bandarísku leikkonunni Faye Dunaway setja mark sitt á nýjan Planet Hollywood-stað í kínversku borginni Shanghai með því að ýta lófunum á óharðnaða steypu. Meira
31. október 1995 | Fólk í fréttum | 108 orð

Leikhús og bókmenntir í Borgarleikhúsinu

Leikhús og bókmenntir í Borgarleikhúsinu BÓKMENNTAFRÆÐINEMAR í Háskóla Íslands fóru í kynningarferð í Borgarleikhúsið síðastliðinn föstudag. Sigurður Hróarsson leikhússtjóri og Magnús Geir Þórðarson verkefnastjóri tóku á móti hópnum og sýndu honum um húsið. Meira
31. október 1995 | Fólk í fréttum | 193 orð

Leikið lausum hala

HIN tvítuga Drew Barrymore, sem hefur náð sér á strik í kvikmyndaheiminum vestra eftir að hafa sokkið í fen áfengis og eiturlyfja á tímabili, er ekki hlédræg og hógvær í framkomu sinni. Hún var stödd á bar í New York á fimmtudaginn og lét þar heldur ófriðlega. Meira
31. október 1995 | Fólk í fréttum | 167 orð

McCartney sár og bitur

PAUL McCartney, sem gerði garðinn frægan ásamt félögum sínum í Bítlunum á sjöunda áratugnum, telur sig ávallt hafa lifað í skugga fyrrum félaga síns, Johns heitins Lennons. Hann telur sig, öfugt við almenna trú fólks, hafa verið frumlegri og nýjungagjarnari en Lennon. Meira
31. október 1995 | Fólk í fréttum | 34 orð

Mömmustrákar

BRÆÐURNIR Patrick og Don Swayze eru miklir mömmustrákar. Hérna smella þeir kossi á hana á hinni árlegu dansverðlaunaafhendingu í Los Angeles. Móðirin, sem heitir Patsy, virðist vera ánægð með ástúð sona sinna. Meira
31. október 1995 | Menningarlíf | 149 orð

Náttúra, saga og minningar

NÝ ljóðabók eftir Þorstein frá Hamri er komin út og nefnist Það talar í trjánum. Þetta er fjórtánda ljóðabók skáldsins sem hefur fyrir löngu tryggt sér sess meðal helstu samtímaskálda á Íslandi og hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín. Er skemmst að minnast þess að fyrir síðustu ljóðabók sína, Sæfarann sofandi, hlaut Þorsteinn Íslensku bókmenntaverðlaunin 1992. Meira
31. október 1995 | Menningarlíf | 88 orð

Nýjar bækur

HEIMSBYGGÐIN ­ saga mannkyns frá öndverðu til nútíðar er eftir Emblem, Hetland, Libæk, Stenersen, Sveen og Aastad. Þetta er yfirlit um mannkynssöguna "Höfundar taka mið af allra nýjustu sagnfræðirannsóknum og heimildum til úrvinnslu efnisins og skoða ýmsa þætti sögunnar ­ í nútíð og fortíð ­ frá óvæntu sjónarhorni," segir í kynningu. Meira
31. október 1995 | Menningarlíf | 205 orð

Nýjar bækur ÚT er komin bókin Kaþól

ÚT er komin bókin Kaþólskur siður eftir sænsku dominíkanasysturina Catharina Brommé, í íslenskri þýðingu Torfa Ólafssonar. Gunnar F. Guðmundsson sagnfræðingur ritaði sérstakan kafla um sögu kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Heildarheiti bókarinnar er Kaþóslkur siður en undirtitillinn er Kirkjan ­ Kenningin ­ Köllunin. Meira
31. október 1995 | Tónlist | 531 orð

Ólíkir heimar

Copland: Klarinettkonsert; Kitazume: Ei-Sho; Mozart: Píanókonsert nr. 20 í d K466. Ármann Helgason, klarínett; Júlíana Rún Indriðadóttir, píanó; S. Í. u. stj. Ola Rudner. Háskólabíói, laugardaginn 28. október. Meira
31. október 1995 | Fólk í fréttum | 83 orð

Plata frá Alice Cooper

ÞUNGAROKKARINN Alice Cooper er kominn nokkuð til ára sinna. Hann hefur rokkað í hátt á þriðja tug ára og gefið út fjölmargar plötur. Hann fæddist 4. febrúar árið 1948 í Detroit í Michigan í Bandaríkjunum. Alice Cooper er aðeins sviðsnafn og réttu nafni heitir kappinn Vincent Damon Furnier. Nú hefur Vincent gefið út plötuna "Classicks". Meira
31. október 1995 | Fólk í fréttum | 512 orð

Sextíuogsex í sveitinni

MOSFELLSKA hljómsveitin 66 vakti slíka athygli fyrir fyrstu breiðskífu sína á síðasta ári að liðsmenn hennar, þeir Karl og Birgir Haraldsson, hafa verið á flandri um allt land í kjölfarið og leikið á hátt á annað hundrað tónleikum. Spilafrí eina helgi Þeir Karl og Brigir segja að þeir hafi spilað um hverja helgi sl. Meira
31. október 1995 | Fólk í fréttum | 71 orð

Sólar sig á Adamsklæðunum

DAVID Hasselhoff, sem leikur í og leikstýrir Strandvarðaþáttunum, lætur ætíð mála sig sólbrúnan á þeim stöðum sem hann sýnir sólu sjaldnast. Meðleikari hans, Jaason Simmons, þarf ekki á slíku að halda. Hann segist alltaf sólbaða sig nakinn og þess vegna sé hann brúnn um allan kroppinn. Meira
31. október 1995 | Menningarlíf | 161 orð

Tár úr steini í Óskarinn

KVIKMYND Hilmars Oddssonar, Tár úr steini, var á sunnudag valin úr hópi fjögurra íslenskra mynda frá þessu ári til að keppa um Óskarsverðlaunin á næsta ári. Kosningarétt höfðu um 200 en aðeins 41 mætti til kosningarinnar og segir Böðvar Bjarki Pétursson, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna, Meira
31. október 1995 | Fólk í fréttum | 105 orð

Tears For Fears í sviðsljósið á ný

HLJÓMSVEITIN Tears For Fears á þrettán ár að baki. Á þessum þrettán árum hafa selst yfir 16 milljónir eintaka af plötum sveitarinnar, sem var upp á sitt besta á níunda áratugnum. Söngvari hljómsveitarinnar, Roland Orzabal, er leiðtogi hennar og aðallagasmiður. Hann samdi flest lög síðustu plötu hennar, "Elemental", sem seldist í tveimur milljónum eintaka. Meira
31. október 1995 | Menningarlíf | 131 orð

Tjarnarkvartettinn

Í VIKUNNI heldur Tjarnarkvartettinn úr Svarfaðardal skólatónleika í Árnessýslu og syngur fyrir grunn- og framhaldsskólanemendur á 16 tónleikum og heldur að auki ferna opinbera tónleika, á Flúðum í Hveragerðiskirkju í kvöld kl. 20, í Þorlákskirkju miðvikudag 1. nóvember kl. 20 og í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi föstudag 3. nóvember kl. 20. Fyrstu tónleikarnir voru á Flúðum í gær. Meira
31. október 1995 | Kvikmyndir | -1 orð

Tölvurnar hafa alltaf rétt fyrir sér

Leikstjóri: Irwin Winkler. Aðalhlutverk: Sandra Bullock, Jeremy Northam, Dennis Miller og Diane Baker. Columbia Pictures. 1995. ALLT þitt líf er bundið í tölvum og það er enginn vandi að þurrka það út eða breyta að vild. Eina stundina ertu meinlaus einyrki við tölvuna heima hjá þér, þá næstu ertu eftirlýstur glæpamaður. Meira
31. október 1995 | Menningarlíf | 263 orð

Uppselt á 20 sýningar á Stóra sviðinu

ÞESSA dagana er mikið álag á miðasölu Þjóðleikhússins því að segja má að slegist sé um miða á leikrit Ólafs Hauks Símonarsonar Þrek og tár og barna- og fjölskylduleikritið Kardemommubæinn. Meira
31. október 1995 | Menningarlíf | 44 orð

Þá mun enginn skuggi vera til

SÝNINGUM á leikþættinum Þá mun enginn skuggi vera til verður fram haldið í vetur, eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu. Fyrirhugað er að sýna verkið einkum hjá fyrirtækjum og félagasamtökum en nánari upplýsingar eru veittar hjá Stígamótum. Meira
31. október 1995 | Fólk í fréttum | 41 orð

Þrjátíu sýningar

30. SÝNING Flugfélagsins Loftur á söngleiknum Rocky Horror fór fram síðastliðinn laugardag. Að sögn aðstandenda hefur verið uppselt á allar sýningar og eins og sést á meðfylgjandi myndum er góð stemmning á sýningum. HELGI Björns bregður á leik með áhorfendum. Meira
31. október 1995 | Menningarlíf | 73 orð

(fyrirsögn vantar)

VATNSLITAMYND eftir Henri Matisse, sem hékk í áttatíu ár fyrir ofan svefnherbergisdyr í ónefndu húsi í París, verður sýnd almenningi í nokkrar vikur áður en hún verður boðin upp. Myndin er 31 sentimetrar á hæð og er af fimm nöktum mannverum sem haldast í hendur og dansa í hring. Er myndin ein af hinum þekktu málverkum sem nefnast La Danse" (Dansinn). Meira

Umræðan

31. október 1995 | Velvakandi | 383 orð

Að gera menn að "glæponum"

UM HAUSTIÐ 1989 bjuggum við hjónin á Snæfellsnesi vestur. Þar sem eiginkonuna vantaði atvinnu gripum við fegins hendi umboðsmennsku fyrir dagblöð á búsetusvæði okkar. Þegar eiginkonan spurðist fyrir um kaup og kjör, reyndust launin heldur rýr, einkum þegar tillit væri tekið til ýmiss fyrirsjáanlegs kostnaðar, til dæmis bíla- og símakostnaðar. Meira
31. október 1995 | Aðsent efni | 437 orð

"Allavegana"

ÉG GLEÐST þegar ég sé menn ófeimna við að láta skoðanir sínar á þrykk út ganga. Ekki síst þegar þær varða mitt hjartans mál sem er íslenskan. Helgi Hálfdanarson hefur verið manna ötulastur við svona skoðanaviðring og kann ég honum ævinlega bestu þakkir fyrir ­ þótt við séum ekki alveg alltaf á einu máli. Ógjarnan vildi ég samt fara á mis við pistlana hans. Föstudaginn 29.sept. sl. Meira
31. október 1995 | Velvakandi | 496 orð

ARÍA Guðmundsdóttir var ein þeirra Íslendinga, sem lögðu

ARÍA Guðmundsdóttir var ein þeirra Íslendinga, sem lögðu út í heim fyrir nokkrum áratugum til þess að freista gæfunnar. Hún náði mjög langt á sínu sviði. Sennilega hefur engin íslenzk stúlka náð jafn langt í starfi fyrirsætu og María gerði á sínum tíma. Hún hefur jafnan skipað sérstakan sess í huga þjóðarinnar. Meira
31. október 1995 | Aðsent efni | 1058 orð

Athugasemd við grein í Morgunblaðinu

"Í MORGUNBLAÐINU miðvikudaginn 25. október 1995 birtist grein eftir Runólf Þórhallsson, lögreglumann í Reykjavík, undir yfirskriftinni "Krafa um bætta löggæzlu". Í grein sinni segir Runólfur m.a. orðrétt: "Allir eru sammála um að lögreglumennirnir frá Selfossi hafi brugðist rétt við og tekið hárrétta ákvörðun er þeir hættu beinni eftirför laugardaginn afdrifaríka. Meira
31. október 1995 | Velvakandi | 264 orð

Á að hækka sjálfræðisaldur?

HVAÐ merkir það að vera sjálfráða? Undanfarið hafa heyrst tillögur um hækkun sjálfræðisaldurs. Samkvæmt orðabók Menningarsjóðs er sá sjálfráða sem ræður sér sjálfur, hann er frjáls ferða sinna og athafna. En stóra spurningin er hvort 16 ára unglingar séu tilbúnir að taka þá ábyrgð. Í raun eru 16 ára unglingar ekki orðnir sjálfráða, þeir hafa hvorki fullt vald yfir fjármálum sínum né ökuréttindi. Meira
31. október 1995 | Aðsent efni | 850 orð

Bréfkorn til útgerðarmanna á aðalfundi

Bréfkorn til útgerðarmanna á aðalfundi Útgerðarmanni er heimilt að selja kvótann, segir Markús Möller, og fara með andvirði til Korfu eða Krítar og búa þar í vellystingum. Heiðruðu útgerðarmenn. Meira
31. október 1995 | Velvakandi | 221 orð

Furstarnir fárast

EFTIR síðustu kosningar settist að völdum samstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Í stól iðnaðar- og viðskiptaráðherra settist ungur maður, Finnur Ingólfsson, einn okkar glæsilegasti stjórnmálamaður. Viðskiptaráðherra tók þegar til óspiltra mála sem hans var von og vísa, að hrinda í framkvæmd ýmsum málum sem honum voru hugleikin og hann telura ð til heilla horfi. Meira
31. október 1995 | Velvakandi | 394 orð

Girðingar á Grundartanga

AÐ undanförnu hefur umræða á ný kviknað um möguleika á frekari stóriðju á Grundartangasvæðinu, en svæðið hefur m.a. komið til álita sem valkostur vegna byggingar á 60 þúsund tonna álveri. Þá er í athugun stækkun járnblendiverksmiðjunnar og fleiri valkostir hafa borið á góma svo sem bygging zinkverksmiðju. Meira
31. október 1995 | Aðsent efni | 259 orð

Grímur Heiðland Lárusson

Ég held að þessar ljóðlínur lýsi vel hjarta þínu og hlýju sem þú svo mjög umvafðir alla samferðamenn þína og ekki síst þá sem stóðu þér næstir. Ég var ekki margra daga gamall þegar við hittumst fyrst og alla tíð sýndir þú mér einstaka hlýju og vináttu. Það var því mér og öllum í fjölskyldu minni harmafregn að maðurinn með ljáinn hefði reitt til höggs. Meira
31. október 1995 | Aðsent efni | 501 orð

Hugleiðingar um geðheilbrigðismál

Alþjóðadagur geðsjúkra hinn 10. október er kominn til að vera hér á Íslandi eins og í öðrum löndum og er það vel. Þakka ber þeim sem stuðluðu að því. Utandagskrárumræður urðu á Alþingi þennan dag og vakin var athygli á málefnum geðsjúkra, einkum barna og unglinga. Meira
31. október 1995 | Aðsent efni | 579 orð

Hvað er góð fjármálastjórn?

Hvað er góð fjármálastjórn? Ætlar ritstjóri Alþýðublaðsins, spyr Magnús Hafsteinsson, að banna skoðanaskipti um innri mál Alþýðuflokksins í Alþýðublaðinu? ÉG HAFÐI ætlað mér að birta þessa grein í Alþýðublaðinu, en þótt ótrúlegt megi virðast hefur ritstjóri blaðsins, Hrafn Jökulsson, Meira
31. október 1995 | Aðsent efni | 1022 orð

Ljúft hrós og verðskuldað

TILEFNI þessarar greinar eru ummæli Þorvarðar Elíassonar, skólastjóra Verslunarskóla Íslands, í Morgunblaðinu 12. október síðastliðinn. Nauðsyn hróss Í stjórnunarfræðum er það þekkt staðreynd að hrós ekki síður en ávítur er nauðsynlegt tæki stjórnenda í samskiptum á vinnustað. Meira
31. október 1995 | Velvakandi | 307 orð

"Miðbæjarbáknið" í Hafnarfirði

"MIÐBÆJARBÁKNIÐ" í Hafnarfirði er orðið að Hafnarfjarðarbrandara sem er hættur að vera skemmtilegur ­ hafi hann nokkru sinni verið það. Þegar skipulagi svæðisins fyrir neðan Strandgötu var breytt og ákveðið að byggja þar háhýsi ofan á venjuleg metnaðarlaus stórverslunarhúsnæði var það rökstutt með því að gistihús þyrfti að vera í byggingunni og gistihúsi væri erfitt að koma fyrir með öðru Meira
31. október 1995 | Aðsent efni | 552 orð

Röng staðhæfing

LAUGARDAGINN 21. október sl. birtist í Morgunblaðinu athugasemd menntamálaráðuneytisins vegna greinaskrifa undirritaðs og Karls Steinars Guðnasonar, forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins, í blaðið um þá ákvörðun ráðuneytisins að hætta greiðslum til talmeinafræðinga vegna þjónustu þeirra við börn á leikskólum. Meira
31. október 1995 | Aðsent efni | 1192 orð

Samkeppni og olíuverslun

ÁGÚST Sindri Karlsson, lögmaður og sérfræðingur í samkeppnisrétti, skrifar grein í Mbl. sjálfan höfuðdaginn, undir þessu heiti. Greinin lýsir svo miklum ókunnugleika á efninu, að ég tel óhjákvæmilegt að bæta við nokkrum upplýsingum um efnið, honum og öðrum til fróðleiks og uppbyggingar. Kunnugleiki á viðfangsefninu er forsenda þess, að málið sé rætt af einhverju viti. Meira
31. október 1995 | Aðsent efni | 707 orð

Skandinavískan lifi!

ÞESSA dagana eru tvö málefni ofarlega á baugi og tengjast beint ­ og óbeint. Tillaga liggur frammi á Alþingi um opinbera stefnu í fjölmiðlun. Hitt er tillaga sem liggur í Stórþingi Dana um að styrkja vöxt og viðgang dönskunnar á Íslandi. Meira
31. október 1995 | Aðsent efni | 337 orð

Stóru spurningamerkin í fjárlagafrumvarpinu

Í FJÁRLAGARÆÐU 6. október komst Friðrik Sophusson, fjármálaráðhera, svo að orði: "Þannig erum við með áframhaldandi hallarekstri að þrengja hag komandi kynslóða með tvöföldum þunga; annars vegar lakari lífskjörum og hins vegar hærri sköttum. Okkur verður að lærast að taka ábyrgð á framtíðinni, ekki skuldsetja hana. Við höfum einfaldlega ekkert val. Það er meginboðskapur þessa fjárlagafrumvarps. Meira
31. október 1995 | Velvakandi | 57 orð

Tapað/fundiðTýnd telpuúlpaVÍNRAUÐ telpuúlpa tapa

VÍNRAUÐ telpuúlpa tapaðist á víðavangi í Norðurbæ Hafnarfjarðar, e.t.v. á Víðstaðatúni, helgina 15.-17. okt. Úlpan er merkt María Birta. Finnandi vinsamlega hringi í síma 552-2526 og 555-3494. Handklæði tapaðistSPLUNKUNÝTT handklæði af millistærð fauk af svölum í Austurbrún sl. miðvikudag. Meira
31. október 1995 | Velvakandi | 525 orð

Tímarnir breytast og mennirnir með

SÁ ER háttur atvinnustjórnmálamanna, að trúa því að skammtímaminni "háttvirtra" kjósenda sé liðið og langtímaminni ekkert. Valt er að draga þær ályktanir, því tímarnir og viðhorf fólks breytist. Liðin er sú tíð, þegar hin rígbundna og órjúfanlega flokkstrú var við lýði og jaðraði við ódrengskap og svik að snúa huganum í aðra átt eða skila auðu. Meira
31. október 1995 | Aðsent efni | 512 orð

Verslun skapar gjaldeyri

ÞAU ánægjulegu tíðindi bárust fyrir skömmu að á sama tíma og fjöldi ferðamanna hefur staðið í stað á milli ára hafa tekjur af erlendum ferðamönnum sem koma til Íslands aukist verulega. Samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands var aukningin 25% fyrstu sex mánuði þessa árs, miðað við sama tímabil árið 1994. Það jafngildir 1.548 milljónum króna. Meira

Minningargreinar

31. október 1995 | Minningargreinar | 230 orð

Arnoddur Gunnlaugsson

Klukkan 12 að kvöldi fimmtudagsins 19. október er við bræðurnir vorum lagstir til hvílu hringir síminn. Móðir okkar svarar, fréttin um að afi okkar væri látinn hafði borist okkur. Maðurinn sem lífsgleðin skein af, maðurinn sem alltaf vildi hjálpa og alltaf fékk mann til að hlægja, maðurinn sem alltaf var til staðar. Var það ekki lengur, hann var farinn yfir móðuna miklu. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 296 orð

Arnoddur Gunnlaugsson

Elsku safi minn! Það er erfitt að lýsa því í orðum hvað þú varst mér mikils virði. Þær voru margar stundirnar sem við áttum saman og það er svo skrýtið að hugsa til þess að nú ertu bara farinn, alveg farinn. En nú eigum við margar yndislegar minningar um þig sem við gleymum aldrei. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 28 orð

ARNODDUR GUNNLAUGSSON

ARNODDUR GUNNLAUGSSON Arnoddur Gunnlaugsson fæddist á Gjábakka í Vestmannaeyjum 25. júní 1917. Hann lést í Vestmannaeyjum 19. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Landakirkju 28. október. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 316 orð

Grímur Heiðlund Lárusson

Grímur Heiðdal Lárusson er látinn eftir mikla þrautagöngu. Elsku bróðir, nú ertu horfinn sjónum okkar, en myndin lifir alltaf. Ég var svo lánsöm að geta hitt þig fyrir stuttu og við spjölluðum um alla heima og geima, gömlu góðu dagana þegar við vorum að kveða og syngja með vinum. Þá var svo gaman. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 542 orð

Grímur Heiðlund Lárusson

Loksins hvíld eftir hatramma glímu, en svo mörg ósögð orð. Faðir okkar er látinn eftir erfiða baráttu við sjúkdóma. Við viljum minnast hans í fáeinum orðum. Pabbi var fæddur Húnvetningur og ólst upp í Grímstungu í Vatnsdal. Þar lágu leiðir mömmu og pabba saman og giftust þau árið 1954. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 112 orð

GRÍMUR HEIÐLUND LÁRUSSON

GRÍMUR HEIÐLUND LÁRUSSON Grímur Heiðlund Lárusson fæddist á Blönduósi 3. júní 1926. Hann lést í Landspítalanum 23. október síðastliðinn. Grímur var sonur hjónanna Lárusar Björnssonar, bónda í Grímstungu, og Péturínu Bjargar Jóhannsdóttur. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 37 orð

GUÐRÚN DAVÍÐSDÓTTIR

GUÐRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Guðrún Davíðsdóttir, húsfreyja á Grund í Skorradal, fæddist á Arnbjargarlæk í Þverárhlíð 6. október 1914. Hún lést á sjúkradeild Hrafnistu í Reykjavík 18. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hvanneyrarkirkju 28. október. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 109 orð

Guðrún Davíðsdóttir Maður veit aldrei hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þessi setning leitar á huga okkar og líklega líka á

Maður veit aldrei hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þessi setning leitar á huga okkar og líklega líka á aðra í fjölskyldunni núna við fráfall ömmu okkar. Við ættum bara að þakka fyrir að hafa kynnst ömmu okkar, þó að samverustundirnar síðustu árin væru stundum erfiðar, en aðrar samt góðar. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 245 orð

Guðsteinn Ómar Gunnarsson

Það voru heldur dapurlegar fréttir sem mér bárust hingað til Luxemborgar að kvöldi þriðjudags síðastliðinn. Ómar vinur er dáinn. Hann er dáinn og aldrei fær maður að sjá hann aftur, allavega ekki hérna megin. En minningin um hann lifir skær í huga manns. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 246 orð

Guðsteinn Ómar Gunnarsson

Ómar er dáinn, það er eitthvað sem ég get ekki sætt mig við. Hann sem var að koma heim og ætlaði að vera hjá okkur um jólin og ég var farin að hlakka til að heyra þegar við myndum hittast: "Hæ frænka." Ósjálfrátt reikar hugurinn aftur um nokkur ár þegar ég var að passa þau systkini Ólöfu, Óskar og Ómar. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 180 orð

Guðsteinn Ómar Gunnarsson

Sárt er að hugsa um að Ómar vinur okkar sé horfinn og erfitt í raun að gera sér almennilega grein fyrir því. En þó að missir hans sé sár, þá munum við samt alltaf eiga hann í minningum okkar sem eru bæði ljúfar og margar. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 28 orð

GUÐSTEINN ÓMAR GUNNARSSON

GUÐSTEINN ÓMAR GUNNARSSON Guðsteinn Ómar Gunnarsson fæddist í Reykjavík 30. mars 1970. Hann lést í Danmörku 21. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Seljakirkju 30. október. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 282 orð

Helgi Jakobsson

Helgi K. Jakobsson byrjaði til sjós 14 ára gamall á árabátum, síðar á vélbátum og togurum. Lengst af starfaði hann á togurum Vatneyrarbræðra allt til ársins 1960. Síðustu tíu árin starfaði hann sem matsveinn. Eftir að hann kom í land starfaði hann við fiskverkun allt til ársins 1990 en þá var hann 82 ára. Starfsævi hans var því löng og farsæl. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 372 orð

Helgi Jakobsson

Foreldrar afa fluttust til Patreksfjarðar um aldamótin. Þegar afi var þriggja ára gamall fluttist fjölskylda hans að Bakka í Tálknafirði. Afi okkar byrjaði ungur að vinna fyrir sér og byrjaði sjósókn aðeins 14 ára gamall. Vinna við sjávarútveg var eftir það lifibrauð hans. Afi og amma hófu búskap sinn á Laugabóli í Tálknafirði á 4. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 118 orð

HELGI JAKOBSSON

HELGI JAKOBSSON Helgi Jakobsson fæddist í Vatnskrók á Patreksfirði 2. janúar 1908. Hann lést á Borgarspítalanum 23. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jakob Kristjánsson og Vigdís Gísladóttir frá Selárdal í Arnarfirði. Systkini hans voru Kristófer, Ármann, Kristján, Soffía, Una og Leó. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 622 orð

Ingimar Lárusson

Það var margt um manninn á heimilinu á Heiði á Langanesi á uppvaxtarárum Ingimars Lárussonar. Systkinin urðu fjórtán sem upp komust, og auk þess tóku foreldrar hans að sér eitt fósturbarn sem þau ólu upp sem sitt eigið. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 355 orð

Ingimar Lárusson

Á morgni lífsins eru mönnum sköpuð þau örlög að dauðinn kveðji dyra. Þegar kallið kemur fær enginn undan vikist að hlýða því. Í lífinu setur sumt fólk svip á umhverfi sitt og samtíð, sökum góðra verka, fölskvalausrar vináttu og trygglyndis. Í veganesti frá sínu bernskuheimili hafði Ingi, sem svo var kallaður, fengið ríkulegan skammt af slíkum dyggðum, en léttan mal af veraldlegum auði. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 67 orð

INGIMAR LÁRUSSON

INGIMAR LÁRUSSON Ingimar Lárusson var fæddur á heiði á Langanesi 3. apríl 1922. Hann lést á Borgarspítalanum 22. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Arnþrúður Sæmundsdóttir og Lárus Helgason, búandi hjón þar. Systkini hans voru 14 og eru átta þeirra látin. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 933 orð

Karen Guðjónsdóttir

Í dag kveð ég ömmu mína, ömmu Karen með bláu augun og mildina alla. Hún amma óttaðist ekki lífið og því hræddist hún heldur ekki dauðann. Sjálfsagt myndu margir segja að amma hefði verið hvunndagshetja þó aldrei væri neinn hvunndagur þar sem amma fór. Hún var aldamótabarn en um leið nútímakona og hugrökk. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 120 orð

Karen Guðjónsdóttir

Kveðja til langömmu Kvæðið um fuglana Snert hörpu mína himinborna dís, svo hlusti englar guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Úr furutré, sem fann ég út við sjó, ég fugla skar og líka smiðjumó. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 849 orð

Karen Guðjónsdóttir

Það er undarleg tilfinning að kveðja í hinsta sinn. En eitt sinn verða allir menn að deyja og þannig er því nú farið með hana ömmu mína sem nú er látin á nítugasta og fimmta aldursári. Ömmu Karen, eins og við barnabörnin og síðan börnin okkar vorum vön að kalla hana, verður erfitt að kveðja. Hún var búin að lifa langa ævi og upplifa miklar breytingar á leið sinni í gegnum lífið. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 200 orð

KAREN GUÐJÓNSDÓTTIR

KAREN GUÐJÓNSDÓTTIR Karen Guðjónsdóttir fæddist 5. janúar 1901 að Skúmstöðum á Eyrarbakka. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Suðurnesja 23. október sl. Foreldrar Karenar voru Guðjón Jónsson, f. 6. jan. 1860, d. 23. des 1934, og Guðrún Vigfúsdóttir, f. 10. sept. 1872, d. í sept. 1959. Karen var þriðja elst af níu systkinum. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 392 orð

Kristín Halldórsdóttir

Nú er hún Kristín frænka mín farin í sitt hinsta ferðalag. Það sem er óvanalegt við þetta ferðalag er að nú kemur hún ekki aftur og segir okkur ferðasöguna. Eitt af hennar mörgu áhugamálum var að ferðast um landið og síðan þegar heim var komið sagði hún frá ferðinni í máli og myndum. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 169 orð

Kristín Halldórsdóttir

Margs er að minnast, margt er að þakka eru orð sem koma upp í huga minn er ég frétti af andláti þínu. Ég á erfitt með að trúa því að þú sért farin frá okkur og ég sjái þig ekki oftar. En minningin um þig lifir í hjarta mínu. Ég veit að ég fæ þér aldrei fullþakkað hversu yndisleg þú varst mér þegar ég bjó hjá ykkur. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 200 orð

Kristín Halldórsdóttir

Elsku amma, þú ert farin frá okkur allt of fljótt, við áttum eftir að gera svo margt saman. Við áttum alltaf gleðistundir með þér. Þú fékkst okkur oft lánuð og hjálpaðir okkur við föndur til að gefa og gleðja foreldra okkar. Við sváfum oft hjá ykkur afa, þó svo við værum ekki alltaf sátt við að fara sofa þegar þú vildir, en á morgnana beið okkar indælis hafragrautur. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 149 orð

Kristín Halldórsdóttir

Í dag er Kristín Halldórsdóttir til moldar borin. Samstarfsfélagi er hrifinn á braut. Stórt skarð er höggvið í starfslið lítillar deildar. Kristín hafði starfað á Kristnesspítala lengur en flest okkar. Hún sinnti endurhæfingu þar löngu áður en endurhæfingardeildin tók til starfa. Í huga okkar er hún einn af brautryðjendunum, ómissandi og áreiðanleg. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 230 orð

Kristín Halldórsdóttir

Laugardaginn 21. október komu kvenfélagskonur alls staðar af landinu saman á haustvöku Kvenfélagasambands Íslands í Reykjavík. Þar var samankominn hress og skemmtilegur hópur og nutum við dagsins við fræðslu og skemmtun. Við lok haustvökunnar kvöddum við konurnar, óskuðum þeim góðrar heimferðar og vonuðumst til að heyra frá þeim sem fyrst aftur. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 349 orð

Kristín Halldórsdóttir

Það eru oft skelfilegar fréttirnar sem berast landsmönnum á öldum ljósvakans, slysfarir, óveður, náttúruhamfarir og margt annað ófyrirséð. Það var köld nóttin aðfaranótt mánudagsins 23. október sl., það fór hrollur um landsbyggðina að morgni þess dags, þegar fréttir bárust um stórslys í Hrútafirði. Norðurleiðarrútan hafði farið út af veginum með 40 manns innanborðs og tvær konur höfðu látist. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 507 orð

Kristín Halldórsdóttir

Einu sinni enn höfum við verið minnt á það hvað bilið er stutt milli lífa og dauða. Þegar ég kvaddi Kristínu frænku mína sunnudaginn 22. október var það síst í huga mínum að þetta væri endanleg kveðjustund, en nokkrum klukkustundum síðar var hún öll. Við vorum systkinadætur. Hún var fimm árum yngri en ég. Ég man hana fyrst þegar hún var í vöggu. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 296 orð

Kristín Halldórsdóttir

Kynni okkar af Kristínu Halldórsdóttur hófust árið 1976 þegar við fórum á námskeið í postulínsmálun. Þar kom strax í ljós hve létt hún átti með að túlka hugmyndir sínar og koma þeim á hluti, hvort heldur um stóra vasa eða litlar nælur var að ræða. Þá kom einnig í ljós hversu afbragðs félagi hún var og tilbúin að leysa hvers manns vanda. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 227 orð

Kristín Halldórsdóttir

Kynni okkar hófust fyrir rúmum þrjátíu árum en urðu ekki náin fyrr en síðasta áratug er við unnum saman í Kristnesi. Hún sagði mörgum að henni hefði þótt hún finna hér starf við sitt hæfi sem gæfi henni mjög mikið. Við sem unnum hér með henni fundum vel að hún var rétt kona á réttum stað að leiðbeina og aðstoða sjúklinga við föndur. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 323 orð

Kristín Halldórsdóttir

Þegar ég hóf störf við Kristnesspítala fyrir rúmum fimm árum varð Kristín Halldórsdóttir aðstoðarmaður minn, en áður hafði hún unnið ein við að aðstoða sjúklinga við handavinnu og aðra afþreyingu. Í þessu starfi naut hún sín vel og hún naut einnig starfsins sem hún vann af alhug. Listrænir hæfileikar hennar, hugkvæmni, vandvirkni og útsjónarsemi fengu notið sín til fulls. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 257 orð

Kristín Halldórsdóttir

Það var alltaf mikill viðburður í jafn litlu þorpi og Blönduósi þegar kvennaskólastúlkur mættu á haustin. Haustið 1954 var engin undantekning, en þá mættu 36 yngismeyjar hvaðanæva að af landinu. Ein í þeim hópi var Kristín Halldórsdóttir frá Búlandi í Eyjafirði. Veturinn leið við leik og störf og þar bundumst við vináttuböndum, sem hafa verið okkur mikils virði á lífsleiðinni. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 587 orð

Kristín Halldórsdóttir

Skammt er milli stórra högga. Nokkrir mánuðir eru frá því Friðjón mágur minn féll til jarðar í slysi, nokkrar vikur frá því sr. Þórhallur var borinn til grafar og nú er Kristín frænka mín á braut. Allt var þetta fólk í blóma aldurs síns og fullt af áhuga og virkri þátttöku hvert á sínu sviði; öllu er því svipt í burt fyrirvaralaust. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 184 orð

KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR

KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR Kristin Halldórsdóttir var fædd í Búlandi, Arnarneshreppi 30. mars 1935. Hún lést af slysförum sunnudaginn 22. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Margrét Ólafsdóttir, f. 1892, d.1960, og Halldór Ólafsson, f. 1890, d. 1975. Hálfsystkini hennar samfeðra eru Ólína, f. 1922 og Baldur, f. 1924. 24. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 110 orð

Kristín Halldórsdóttir Á myrkum nöprum haustmorgni, sem færði mér svipleg tíðindi, flaug hugurinn heim í sveitina okkar og ég

Á myrkum nöprum haustmorgni, sem færði mér svipleg tíðindi, flaug hugurinn heim í sveitina okkar og ég minnist lítils telpuhnokka með geislandi bros í dökkum augum. Heimahagana höfðum við kvatt og æskuárin lagt að baki. Fundir urðu strjálir í önn dagsins. Leiðir okkar lágu saman að nýju á sameiginlegum vinnustað. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 146 orð

Kristján Einarsson

Það er manninum eðlislægt að leitast við að hafa hlutina í föstum skorðum og skapa sér þannig hefðir og venjur sem smátt og smátt verða að föstum punktum í tilverunni. Í tímans rás vilja þessar venjur breytast, sumar breytast með manni sjálfum, aðrar breytast með því umhverfi sem við hvert og eitt lifum og hrærumst í. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 30 orð

KRISTJÁN EINARSSON

KRISTJÁN EINARSSON Kristján Einarsson, bóndi að Enni, Viðvíkursveit, Skagafirði, var fæddur 10. október 1924 í Bolungarvík. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans miðvikudaginn 18. október og fór útförin fram 28. október. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 100 orð

Ósvaldur Gunnarsson

Við viljum aðeins með nokkrum orðum minnast hans Ósa, pabba hennar Silju vinkonu okkar. Við munum best eftir honum þegar við vorum litlar og vorum alltaf heima hver hjá annarri. Silja var alltaf rosalega mikil pabbastelpa og nutum við allar góðs af því hvað hann var barngóður. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 27 orð

ÓSVALDUR GUNNARSSON

ÓSVALDUR GUNNARSSON Ósvaldur Gunnarsson fæddist á Seyðisfirði 7. júní 1936. Hann lést af slysförum 8. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 17. október. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 1576 orð

Sigfríð Gróa Tómasdóttir

Gömul kona er dáin. Hún fæddist vorið 1907 og dó haustið 1995. En gamla konan var ekki tilbúin til að deyja. Lífslöngunin var sterk. Gleðin var mikil í kringum þessa konu þau 88 ár sem hún lifið. En sorgin hafði líka verið aðgangshörð. Undir blíðu yfirborðinu var sterk kona og dugleg. Hún sigraðist á öllum erfiðleikunum á aðdáunarverðan hátt og umvafði samferðafólk sitt hlýju. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 191 orð

SIGFRÍÐ GRÓA TÓMASDÓTTIR

SIGFRÍÐ GRÓA TÓMASDÓTTIR Sigfríð Gróa Tómasdóttir fæddist á Seyðisfirði 31. maí 1907. Hún lést á Borgarspítalanum í Reykjavík 23. október 1995. Foreldrar hennar voru Tómas Guðmundsson frá Neðri-Hálsi í Kjós og Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir úr Landeyjum. Sigfríð átti tvo eldri bræður, Axel og Guðna. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 188 orð

Sigfríð Tómasdóttir

Elsku amma mín, þá er samveru okkar í þessu jarðlífi lokið. Leiðir okkar lágu saman í nærfellt 40 ár, oft daglega. Allt vefst það gullnum ljóma og heiðríkju, þótt rigningardagarnir séu vissulega margir á landinu okkar góða. Mér er ekki grunlaust um, að þú hafir þurft að draga af mér blautar buxur og bullandi stígvél í djúpum lægðum sem gengu yfir Klambratúnið. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 287 orð

Sigurður Sveinsson

Nú er hann afi minn loksins búinn að fá þá líkn sem hann er búinn að þrá í átta löng ár mállaus og lamaður, en allan þann tíma hefur hann reynt að brosa og bera sig vel. Yndislegt var að sjá hvað hann hafði gaman af því að fá barnabarnabörnin í heimsókn og því minna sem krílið var því hrifnari var hann. Meira
31. október 1995 | Minningargreinar | 47 orð

SIGURÐUR SVEINSSON

SIGURÐUR SVEINSSON Sigurður Sveinsson var fæddur 29. júlí 1914. Hann lést 23. október 1995. Sigurður var sonur Sveins Ásmundssonar, prentara, og Elínar Sigurðardóttur. Eftirlifandi eiginkona Sigurðar er Þuríður Stefánsdóttir, fædd 11. október 1917, dóttir Stefáns Jónssonar og Ingibjargar Jónsdóttur. Meira

Viðskipti

31. október 1995 | Viðskiptafréttir | 606 orð

Íslenskur atvinnurekstur á villigötum?

"Því miður [er] að finna allt of mörg dæmi um rekstur sem virðist ekki lúta eðlilegum viðskiptalögmálum og skekkir þess vegna samkeppnisstöðu og veldur oft og tíðum miklu tjóni. Það er þessi rekstur sem er á villigötum og það er þessi rekstur sem er til mikillar óþurftar í íslensku viðskiptalífi og við honum þarf að sporna," sagði Jón Steindór Valdimarsson, lögfræðingur Samtaka iðnaðarins, Meira
31. október 1995 | Viðskiptafréttir | 127 orð

Kínverjar töpuðu í höfundaréttarmáli

DÓMSTÓLL í Peking hefur fundið kínverskt fyrirtæki sekt um brot á höfundarétti í fyrsta sinn og Microsoft-fyrirtækið gerir sér vonir um skaðabætur. Við vonum að þetta hafi fordæmisgildi," sagði talsmaður Microsofts. Við fögnum úrskurðinum, þótt málið hafi tekið langan tíma. Meira
31. október 1995 | Viðskiptafréttir | 311 orð

Mikill áhugi á viðskiptum við Kína

STOFNFUNDUR Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins var haldinn í húsakynnum Félags íslenskra stórkaupmanna sl. föstudag. Að sögn Stefáns S. Guðjónssonar, framkvæmdastjóra FÍS, ríkir mikil ánægja með þau viðbrögð sem stofnun viðskiptaráðsins hefur fengið, en þegar hafa um 90 íslensk fyrirtæki gerst aðilar að því. Meira
31. október 1995 | Viðskiptafréttir | 222 orð

Ný tölvusímaskrá

BÓKAÚTGÁFAN Aldamót hefur sent frá sér Tölvusímaskrána 95, en eins og nafnið bendir til er hér um símaskrá á tölvutæku formi að ræða. Að sögn Matthíasar Magnússonar, framkvæmdastjóra Aldamóta, er í þessari símaskrá hægt að nálgast upplýsingar um heimilisföng, símanúmer og faxnúmer flestra íslenskra fyrirtækja, stofnana og félaga, Meira
31. október 1995 | Viðskiptafréttir | 73 orð

Orkan opnar um miðjan nóvember

STEFNT er að því þrjár bensínstöðvar hins sameiginlega fyrirtækis Skeljungs, Hagkaups og Bónus, Orkunnar hf. verði opnaðar um miðjan nóvember. Stöðvarnar eru við verslun Bónuss í Kópavogi og við verslanir Hagkaups á Eiðistorgi og á Akureyri. Meira
31. október 1995 | Viðskiptafréttir | 385 orð

Varað við skattsvikum í nafnlausu bréfi

FRAMKVÆMDASTJÓRA silkiprentsmiðju í Reykjavík barst í síðustu viku nafnlaust bréf þar sem hann er sakaður um að hafa hvatt til skattsvika og honum hótað kæru ef hann láti ekki af slíku. Bréfið er undirritað af "Vini Skattmanns." Fyrirtækið, sem fékk skeytið, er Fjölprent hf. og framkvæmdastjóri þess er Ólöf de Bont. Meira

Fastir þættir

31. október 1995 | Dagbók | 2784 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 27. október til 2. nóvember, að báðum dögum meðtöldum, er í Ingólfs Apóteki, Kringlunni 8-12. Auk þess er Hraunbergs Apótek, Hraunbergi 4, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
31. október 1995 | Dagbók | 60 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, þriðjudagin

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 31. október, er áttatíu og fimm ára Rakel Jóhannsdóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði. Eiginmaður hennar er Pálmar Guðnason. Þau verða að heiman. ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 31. Meira
31. október 1995 | Dagbók | 30 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmyndastofan Svipmyndir BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. ágúst sl. í Árbæjarkirkju af sr. Guðmundi Þorsteinssyni Rut Baldursdóttir og Ægir Már Kárason. Með þeim á myndinni er dóttir þeirra Anita Mjöll. Meira
31. október 1995 | Dagbók | 72 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. júní sl. í Rungsted-kirkju í Danmörku Ása Kolbrún Alfreðsdóttirog Edward O'Hara. Ennfremur var sonur þeirra Daniel Thor O'Haraskírður. Brúðarmey og brúðarsveinn voru systkinabörn brúðarinnar þauNína María Gústavsdóttir og Elvar Freyr Arnþórsson. Meira
31. október 1995 | Dagbók | 52 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 2. september sl. í Háteigskirkju af sr. Pálma Matthíassyni Reyndís Harðardóttir og Gunnlaugur Hilmarsson.Heimili þeirra er á Vatnsnesvegi 15, Keflavík. Ljósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 2. september sl. af sr. Meira
31. október 1995 | Fastir þættir | 1031 orð

Loksins vann Kasparov skák

Ívantsjúk, Úkraínu og Rússinn Kramnik eru efstir á stórmótinu í Sviss. Kasparov, PCA-heimsmeistari vann loks skák í áttundu umferð mótsins, en á hverfandi möguleika á sigri á mótinu. 21. okt. ­ 1. nóv. Meira
31. október 1995 | Dagbók | 105 orð

PILTUR frá Gam

PILTUR frá Gambíu vill 24 ÁRA sænsk stúlka óskar eftir pennavinum á aldrinum 24-30 ára. Hefur áhuga á veiðum og fleiru: Inger Nord, Fabriksgatan 9, 31130 Falkenberg, Sverige. Meira
31. október 1995 | Dagbók | 569 orð

Reykjavíkurhöfn: Ásbjörn kom í gær. Í dag kemur Múlafoss

Reykjavíkurhöfn: Ásbjörn kom í gær. Í dag kemur Múlafoss og út fara Reykjafoss ogTjaldur SH og II. Hafnarfjarðarhöfn:Von var á rússneska flutningaskipinu Khari I í gær. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs. Fataúthlutun og móttaka í dag kl. Meira
31. október 1995 | Dagbók | 170 orð

Yfirlit: Við

Yfirlit: Við Hvarf er heldur vaxandi 1006 mb lægð, sem hreyfist norðaustur, hæðarhryggur yfir Ísland þokast suðaustur. Spá: Suðvestanátt um allt land, 6­7 vindstig norðvestanlands en annars 3­5 vindstig. Súld um vestanvert landið en slydduél á annesjum nyrðra. Hiti 0­6 stig. Meira

Íþróttir

31. október 1995 | Íþróttir | 351 orð

Afturelding stakk af í fyrri hálfleik

Í ANNAÐ sinn á innan við tveimur vikum gerðu leikmenn Aftureldingar góða ferð í Garðabæ og lögðu heimamenn. Í þetta sinn í bikarkeppninni með 33 mörkum gegn 29. Mosfellingar gerðu út um leikinn strax í fyrri hálfleik með því að ná átta marka forskoti. Nokkuð jafnvægi var fyrstu mínúturnar en leikmenn UMFA voru ævinlega á undan að skora. Meira
31. október 1995 | Íþróttir | 256 orð

Atletico eina taplaus

Atletico Madrid er eina taplausa liðið í spænsku deildinni og jók forystuna í þrjú stig á toppnum þrátt fyrir 1:1 jafntefli við Merida sem lék með 10 menn í meira en klukkustund. Manuel Prieto náði óvænt forystunni á fyrstu mínútu fyrir Merida en á 26. mínútu fékk fyrirliðinn Antonio Reyes að sjá rauða spjaldið fyrir háskaleik. Meira
31. október 1995 | Íþróttir | 193 orð

Ágúst og félagar náðu jafntefli einum færri

Brann og Rosenborg gerðu 1:1 jafntefli í framlengdum úrslitaleik norsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í Ósló á sunnudag og verða liðin því að leika aftur um næstu helgi. Ágúst Gylfason, sem verið hefur í stöðu bakvarðar í sumar, spilaði í fyrsta sinn á miðjunni hjá Brann í úrslitaleiknum og stóð sig með mikilli prýði. Meira
31. október 1995 | Íþróttir | 109 orð

Bjarki fer hugsanlega til Frakklands

BJARKI Gunnlaugsson, knattspyrnumaður frá Akranesi, gæti fetað í fótspor Arnars tvíburabróður síns á næstunni og farið að leika í Frakklandi. Bjarki sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að það myndi skýrast í vikunni hvort hann færi til franska liðsins Gueugnon. Meira
31. október 1995 | Íþróttir | 224 orð

Björn með brons í Lilleström

BJÖRN Baldursson tryggði sér bronsverðlaun á Norðurlandamótinu í klifi, sem fór fram Hákons-höllinni í Lilleström um helgina. Björn varð í öðru sæti í undanrásum og keppti í sex manna úrslitum ásamt fjórum Norðmönnum og einum Svía. Árni G. Reynisson varð í þrettánda sæti. Árangur Björns er góður, þar sem aðstæður til klifurs á Íslandi eru ekki góðar. Meira
31. október 1995 | Íþróttir | 71 orð

Brann með sorgarbönd vegna slyssins á Flateyri

LEIKMENN Brann frá Bergen léku með sorgarbönd í bikarúrslitaleiknum á sunnudag, til minningar um þá sem létust í snjóflóðinu á Flateyri. Forráðamenn Brann sögðu fyrir leikinn að alltaf hefði verið gott samband milli félagsins og Íslands en fimm Íslendingar hafa verið í herbúðum félagsins á undanförnum árum; landsliðsmennirnir Bjarni Sigurðsson, Sævar Jónsson og Ólafur Þórðarson, Meira
31. október 1995 | Íþróttir | 742 orð

England Aston Villa - Everton1:0 (York

Aston Villa - Everton1:0 (Yorke 76.). 32.792. Blackburn - Chelsea3:0 (Sherwood 39., Shearer 49., Newell 57.). 27.733. Leeds - Coventry3:1 (McAllister 39., 43., 90. - vsp) - (Dublin 12.). 30.161. Liverpool - Manchester City6:0 (Rush 3., 64., Redknapp 5., Fowler 47., 60., Ruddock 53.). 39. Meira
31. október 1995 | Íþróttir | 133 orð

Formula 1

Suzuka, Japan: (53 hringir, samtals 310,792 km)Klst. 1. Schumacher (Þýskal.) Benetton1:36.52,930 (Meðalhraði Schumarchers 192,349 km á klst.) 2. Mika Hakkinen (Finnl.) McLaren19,337 sek á eftir 3. Johnny Herbert (Bretl.) Benetton1.23.804 mín. á eftir 4. Eddie Irvine (Bretl.) Jordan 1.42,136 5. Meira
31. október 1995 | Íþróttir | 275 orð

"Frábær leikur fyrir áhorfendur"

Bayern M¨unchen hristi af sér slenið um helgina og vann Stuttgart 5:3 í þýsku deildinni en stundarfjórðungi fyrir leikslok var staðan 3:0 fyrir Bayern. Stuttgart jafnaði á innan við 10 mínútum en Alexander Zickler svaraði að bragði og Mehmet Scholl gerði síðasta markið úr vítaspyrnu. Meira
31. október 1995 | Íþróttir | 375 orð

Fyrsta tap ÍS í Neskaupstað

STÚDENTAR töpuðu sínum fyrsta leik í Neskaupstað frá upphafi þegar heimaliðið náði að leggja gestina í þremum hrinum gegn engri á Íslandsmóti karla um helgina. Reykjavíkur Þróttarar lögðu KA tvívegis 3:1 um helgina og HK náði að merja sigur á Stjörnunni 3:2. Meira
31. október 1995 | Íþróttir | 318 orð

Gautaborg meistari þriðja árið í röð

IFK GAUTABORG tryggði sér um helgina sænsku meistaratignina í knattspyrnu þriðja árið í röð er liðið lagði Trelleborg á heimavelli sínum með tveimur mörkum gegn engu. Með sigrinum var efsta sætið gulltryggt en reyndar tapaði aðalkeppinauturinn, Helsinborg, sínum leik á heimavelli gegn Hammarby með 3:5. Meira
31. október 1995 | Íþróttir | 254 orð

GOLFMontgomerie efstur þriðja árið í röð

COLIN Montgomerie frá Skotlandi varð á sunnudaginn fyrsti kylfingurinn til að ná efsta sætinu í evrópsku mótaröðinni þriðja árið í röð síðan Spánverjinn Severino Ballesteros gerði það 1978. Montgomerie varð annar í lokamótinu á Spáni um helgina, tveimur höggum á eftir Þjóðverjanum Alexander Cejka. Meira
31. október 1995 | Íþróttir | 326 orð

Grótta engin fyrirstaða hjá meisturum KA

Bikarmeistararnir í KA hófu titilvörnina með viðeigandi hætti, sigruðu Gróttu örugglega á útivelli með 32 mörkum gegn 24, í 32 liða úrslitum. Eftir heldur brösótt gengi í fyrri hálfleik tóku meistararnir öll völd á vellinum í þeim síðari, og sigruðu vandræðalaust. Meira
31. október 1995 | Íþróttir | 475 orð

Grótta - KA24:32 Íþróttahúsið Seltjarnarnesi, bika

Grótta - KA24:32 Íþróttahúsið Seltjarnarnesi, bikarkeppni karla - 32 liða úrslit - sunnud. 29. okt. 1995. Gangur leiksins: 1:0, 4:2, 6:4, 6:9, 9:12, 12:12, 13:16, 14:17, 14:18, 15:20, 16:23, 17:27, 22:30, 24:32. Meira
31. október 1995 | Íþróttir | 234 orð

Halldór krækti í brons

Halldór Svavarsson hreppti bronsverðlaun í opnum flokki á Norðurlandamótinu í karate sem fram fór í Kaupmannhöfn á laugardaginn. "Þessi árangur Halldórs er einn besti árangur íslensks karatemanns síðan Halldór varð Norðurlandameistari í mínus sextíu og átta kílóaflokki fyrir sex árum," sagði Karl Gauti Hjaltason, formaður Karatesambandsins. Meira
31. október 1995 | Íþróttir | 278 orð

Haukar hafa fengið á sig fæst stig

HAUKAR unnu verðskuldaðan sigur á slöku liði Skallagríms 58:76 í Borgarnesi á sunnudaginn og eru nú með bestu útkomuna í úrvalsdeildinni það sem af er. Haukar eru með 12 stig eins og Njarðvík, Keflavík og Tindastóll en betra vinningshlutfall enda hefur liðið fengið á sig fæst stig allra liða í deildinni. Meira
31. október 1995 | Íþróttir | 131 orð

Haustmót FSÍ Haustmót fimleikasambandsins fór fram í Laugardalshöll á sunnudaginn. Úrslit urðu sem hér segir.

Haustmót fimleikasambandsins fór fram í Laugardalshöll á sunnudaginn. Úrslit urðu sem hér segir. Stúlkur Stökk: Nína B. Magnúsdóttir, Björk8,20 Elín Gunnlaugsdóttir, Ármanni9,00 Helena Kristinsdóttir, Gerplu8,70 Lilja Erlendsóttir, gerplu8,70 Tvíslá: Jóhanna Sigmundsdóttir, Meira
31. október 1995 | Íþróttir | 588 orð

Hodgson hefur gjörbreytt Inter

Roy Hodgson byrjaði vel sem þjálfari Inter í fyrsta nágrannaslag sínum gegn AC Milan en liðin gerðu 1:1 jafntefli á troðfullum San Siro leikvanginum og hefur Inter ekki tapað leik síðan Hodgson tók við stjórninni. Massimo Paganin skoraði fyrir Inter eftir hornspyrnu á 19. mínútu og stöðug sókn liðsins kom í veg fyrir að Milan næði að byggja upp almennilegt spil. Meira
31. október 1995 | Íþróttir | 39 orð

Í kvöld

Handknattleikur 1. deild kvenna: Ásgarður:Stj. - Haukarkl. 20.30 Laugardalshöll:KR - Valurkl. 18.15 Meira
31. október 1995 | Íþróttir | 76 orð

Kristófer verður með KR-ingum KRISTÓFER

KRISTÓFER Sigurgeirsson, knattspyrnumaður úr Breiðabliki, hefur ákveðið að leika með bikarmeisturum KR á næsta leiktímabili. "Þetta er ákveðið og ég hlakka til að leika með KR. Ég vildi breyta til og vonandi bætir maður sig knattspyrnulega með þessu," sagði Kristófer í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Meira
31. október 1995 | Íþróttir | 666 orð

KR - UMFN80:93

Íþróttahúsið á Seltjarnarnesi: Úrvalsdeildin í körfuknattleik, 8. umferð, laugardaginn 28. október 1995. gangur leiksins: 2:0, 9:17, 17:22, 24:34, 32:46, 37:53, 45:59, 55:77, 74:84, 80:93. Meira
31. október 1995 | Íþróttir | 361 orð

KÖRFUKNATTLEIKURJón Kr. tekur

JÓN Kr. Gíslason, þjálfari og leikmaður Keflvíkinga, var í gær ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í körfuknattleik karla og gildir samningur hans til 31. maí á næsta ári, eða fram yfir undankeppni Evrópumóts landsliða. "Þetta er spennandi verkefni en jafnframt krefjandi. Meira
31. október 1995 | Íþróttir | 869 orð

Liverpool spilar eins og leika á knattspyrnu

Liverpool tók Manchester City í kennslustund á Anfield á laugardag. Heimamenn fóru á kostum, Ian Rush sýndi gamla takta og gerði tvö mörk, þar af annað eftir aðeins þriggja mínútna leik, táningurinn Robbie Fowler skoraði einnig tvisvar og átti frábæran leik en Jamie Redknapp og varamaðurinn Neil Ruddock gerðu sitt markið hvor. Meira
31. október 1995 | Íþróttir | 252 orð

Lokamótið í evrópsku mótaröðinni Sotogrande, Spáni:

Sotogrande, Spáni: 282 Alexander Cejka (Þýskal.) 74 66 72 70 284 Colin Montgomerie (Bretl.) 71 72 69 72 285 Sam Torrance (Bretl.) 73 71 73 68, David Gilford (Bretl.) 74 68 71 72 286 Jose Rivero (Spáni) 75 68 70 73, Bernhard Langer (Þýskal.) 74 68 71 73, Ian Woosnam (Bretl. Meira
31. október 1995 | Íþróttir | 161 orð

RAITH Rovers,

RAITH Rovers, skosku deildarbikarmeistararnir sem slógu Íslandsmeistara ÍA út úr UEFA- keppninni, urðu fyrstir til að skora á heimavelli gegn meisturum Rangers í skosku deildinni á þessu tímabili en liðin gerðu 2:2 jafntefli á laugardag. Meira
31. október 1995 | Íþróttir | 159 orð

Ruslan vann allt

Haustmót Fimleikasambandsins fór fram í Laugardalshöll á sunnudaginn. Tæplega sjötíu fimleikamenn tóku þátt að þessu sinni. Veitt voru verðlaun fyrir keppni á einstökum áhöldum en ekki í samanlagðri keppni. Í keppni kvenna sigraði Nína B. Magnúsdóttir, Björk, í tveimur greinum, í gólfæfingum og stökki. Meira
31. október 1995 | Íþróttir | 229 orð

Schumacher jafnaði met Mansells MICHAE

MICHAEL Schumacher frá Þýskalandi, sem þegar er orðinn heimsmeistari í Formula 1 kappakstri, sigraði í japanska kappakstrinum í Suzuka á sunnudaginn og tryggði Benetton-liðinu sigur í keppni framleiðenda í fyrsta sinn. Meira
31. október 1995 | Íþróttir | 163 orð

Sigurður með t

LANDSLIÐSMAÐURINN í knattspyrnu, Sigurður Jónsson, hefur fengið tilboð frá norska liðinu Lilleström og er að hugsa málið. Sigurður skaust til Noregs um helgina til að líta á aðstæður hjá félaginu og ætlar að athuga það í rólegheitunum. "Þetta kom snöggt uppá því forráðamenn Lilleström hringdu í mig í síðustu viku og buðu mér að koma út til viðræðna og til að skoða aðstæður hjá þeim. Meira
31. október 1995 | Íþróttir | 314 orð

Sundmót Ægis

Ægir ­ Polar-mótið fór fram í Sundhöll Reykjavíkur um helgina. Helstu úrslit: 50 m flugsund karla: Ríkarður Ríkarðsson, Ægir27,05Ægir Sigurðsson, UMF-Self.28,43Þorvaldur S. Meira
31. október 1995 | Íþróttir | 133 orð

Svívirðingar kynþáttahatara refsiverðar

IAN Wright, miðherji Arsenal og enska landsliðsins, fékk að heyra ýmsar svívirðar og háðsglósur frá áhorfendum þegar honum var skipt út af undir lok deildarbikarleik Arsenal og Barnsley sem Arsenal vann 3:0 í liðinni viku. Enska knattspyrnusambandið lét sig málið varða og tilkynnti Arsenal um helgina að það yrði tekið föstum tökum. Meira
31. október 1995 | Íþróttir | 106 orð

Teitur skrifar undir tveggja ára samning

"ÉG HEF rætt mikið við forráðamenn Flora Tallinn og eistlenska knattspyrnusambandið og óskað eftir smá breytingum á samningi, sem þeir tóku vel í, enda kom ekki upp neinn ágreiningur," sagði Teitur Þórðarson, sem mun skrifa undir tveggja ára samning sem landsliðsþjálfari Eistlands og þjálfari meistaraliðs Flora Tallinn í dag í Tallinn. Meira
31. október 1995 | Íþróttir | 464 orð

TÖLUR »Aðeins ÍA og KR dróguað fleiri en 1.000áhorfendur á leik

Íþróttagreinar eiga mismunandi miklu fylgi að fagna eins og gengur en þegar á heildina er litið fer ekki á milli mála að víðast hvar er knattspyrnan vinsælust. Ekki er þar með sagt að knattspyrnulið eigi vísan fjölmennan og traustan áhorfendahóp og er nærtækast að vísa til talna yfir áhorfendur í 1. deild karla á nýliðnu Íslandsmóti í því sambandi. Meira
31. október 1995 | Íþróttir | 174 orð

Vandræðlaust hjá Njarðvík

Íslandsmeistarar Njarðvíkur í körfuknattleik þurftu ekki að hafa mikið fyrir sjötta sigri sínum í úrvalsdeildinni á þessum vetri er þeir mættu KR-ingum á Seltjarnarnesi á laugardaginn. Njarðvíkingar tóku strax öll völd í leiknum og hleyptu leikmönnum KR aldrei inn í hann. Meira
31. október 1995 | Íþróttir | 332 orð

Við erum enn stóri bróðir

Hart var barist í nágrannaslag Hauka og FH en FH hafði betur og vann 28:21. Um 900 áhorfendur voru vel með á nótunum og hvöttu sína menn óspart og stemmningin var mikil. Jafnt var á flestum tölum fram í miðjan fyrri hálfleik en þá misstu FH-ingar tvo menn útaf. Haukar voru fljótir að nýta sér það og náðu fjögurra marka forystu, 9:5. Meira
31. október 1995 | Íþróttir | 552 orð

Ætlar fimleikamaðurinnRUSLAN OVTSINNIKOVað keppa á Ólympíuleikunum? Beðið eftir ríkisfangi

RUSLAN Ovtsinnikov fimleikamaður hefur dvalið hér á landi frá því í ágúst í fyrra er hann sá fram á að vera réttlaus borgari í Eistlandi, landi sem hann hafði búið í frá eins árs aldri. Hann er átján ára gamall og er nú einn besti fimleikamaður Evrópu á bogahesti, Meira
31. október 1995 | Íþróttir | 227 orð

(fyrirsögn vantar)

ÍR vann góðan sigur þegar liðið sótti Akranes heim, 86:81. Þjálfari þeirra, John Rhodes, þurfti að yfirgefa völlinn með fimm villur þegar níu mínútur voru til leiksloka en lærisveinar hans vörðust vel og unnu. Heimamenn mættu ákveðnari til leiks, léku góða vörn og höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik en munurinn var aldrei meiri en fjögur stig. Meira
31. október 1995 | Íþróttir | 65 orð

(fyrirsögn vantar)

1. deild kvenna Breiðablik - ÍR84:60 Betsy Haris 34, Hanna Kjartansdóttir 26, Birna Valgarðsdóttir 12, Elísa Vilbergsdóttir 9, Inga D. Magnúsdóttir 4, Svavna Bjarnadóttir 2, Helga Jónsdóttir 2 - Anna Dís Sveinbjörnsdóttir 20, Linda Stefánsdóttir 16, Gréta María 11, Jófríður Halldórsdóttir 8, Hafdís Sveinbjörnsdóttir 7, Þóra Gunnarsdóttir 2, Inga Ketilsdóttir 2, Meira
31. október 1995 | Íþróttir | 351 orð

(fyrirsögn vantar)

ÍBK sigraði á breiddinni Leikur Þórs og ÍBK varð skyndilega mjög jafn og spennandi þegar þriðjungur var liðinn af seinni hálfleik. Þórsarar höfðu þá unnið upp 14 stiga forskot grimmsterkra gestanna og í hönd fóru fjörlegar mínútur. Meira
31. október 1995 | Íþróttir | 228 orð

(fyrirsögn vantar)

Staðan erfið hjá Val Þetta er mikill barningur hjá okkur og staða okkar ekki góð, sagði Torfi Magnússon þjálfari Vals eftir 59:73 tap gegn Tindastóli að Hlíðarenda. "Við erum með marga nýja og óreynda menn og ég verð að keyra mikið á sömu mönnunum. En við munum vinna leik í vetur," bætti Torfi við. Meira
31. október 1995 | Íþróttir | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Blikarnir veittu Grindvíkingum óvænta mótspyrnu í fyrri hálfleik liðanna í Grindavík á sunnudagskvöld en sigur heimamanna var öruggur 124:92. Leikurinn var jafn til að byrja með og hittnin var góð hjá Blikunum en Grindvíkingar, kannski ekki viðbúnir þessari mótspyrnu, spiluðu litla vörn. Stigaskorið var einnig eftir því í hálfleik. Meira

Úr verinu

31. október 1995 | Úr verinu | 270 orð

Engin ákvörðun um loðnubræðslu í Þorlákshöfn

VIÐRÆÐUR standa yfir milli Vestdalsmjöls hf. og Hafnarmjöls hf. á Þorlákshöfn um hugsanlega loðnubræðslu á Þorlákshöfn. Að sögn Péturs Kjartanssonar, stjórnarformanns Vestdalsmjöls hf., liggur engin niðurstaða fyrir ennþá, en hennar er að vænta á næstu dögum. Meira
31. október 1995 | Úr verinu | 185 orð

Nýr bátur bætist í flota Súgfirðinga

NÝTT útgerðarfélag "Magnús ehf." keypti á dögunum 150 tonna yfirbyggðan stálbát, mb. Trausta, sem gerir út á línu frá Suðureyri. Jafnframt hefur annar eiganda Magnúsar ehf. keypt útgerðarfélagið Spilli hf. sem Suðureyrarhreppur var áður stærsti eigandi að. Spillir á og rekur mb. Báru sem er 50 tonna eikarbátur. Kvótastaðan nokkuð góð Meira
31. október 1995 | Úr verinu | 179 orð

"Tækifæri á norðurslóðum"

"TÆKIFÆRI á norðurslóðum" er yfirskrift þriggja daga fjárfestingaráðstefnu sem nú stendur yfir í Murmansk. Þar er fjallað um fjölmörg svið atvinnulífsins, m.a. sjávarútveg, ferðamannaiðnað, matvælaframleiðslu og skipaflutninga. Þá verða fjölmörg erindi flutt, m.a. um lagahlið viðskipta og fjármagnsmarkaðinn í Rússlandi. 28 aðilar munu taka þátt í ráðstefnunni fyrir hönd Íslendinga. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.