Greinar laugardaginn 4. nóvember 1995

Forsíða

4. nóvember 1995 | Forsíða | 159 orð

50 farast í fellibyl

AÐ MINNSTA kosti 50 manns biðu bana í gær þegar fellibylurinn Angela gekk yfir Luzon, stærstu eyju Filippseyja. Áætlað er að fellibylurinn hafi valdið þriggja milljarða króna tjóni á eignum og uppskeru bænda. Þetta er mesti fellibylur sem gengið hefur yfir Filippseyjar frá því fellibylurinn Nina varð um 1.000 manns að bana árið 1987. Meira
4. nóvember 1995 | Forsíða | 125 orð

EllemannJensen vongóður

UFFE Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, sagði eftir fund með Warren Christopher utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Washington í gær, að framboð sitt til starfs framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO) væri í fullu gildi. Meira
4. nóvember 1995 | Forsíða | -1 orð

Krefjast fjár af Dönum

HORFUR í efnahagsmálum Færeyinga fara batnandi í fyrsta skipti í nokkur ár, samkvæmt áfangaskýrslu ráðgjafanefndar dönsku stjórnarinnar. Færeyingar telja sig þó enn þurfa á sérstakri fjárhagsaðstoð að halda frá dönsku stjórninni. Í gær funduðu fulltrúar færeysku landstjórnarinnar ásamt dönskum ráðherrum, þar sem Edmund Joensen fór fram á þrjá milljarða danskra króna. Meira
4. nóvember 1995 | Forsíða | 255 orð

Tsjernómyrdín fær aukin völd

VIKTOR Tsjernómyrdín, forsætisráðherra Rússlands, sagði í gær að Borís Jeltsín forseti hefði falið sér að hluta yfirstjórn þriggja ráðuneyta. Jeltsín hefur dvalið á spítala í viku frá því að hann fékk hjartaáfall sl. fimmtudag. Meira
4. nóvember 1995 | Forsíða | 61 orð

Tveir bítast um sigur í Póllandi

Reuter FORSETAKOSNINGAR fara fram í Póllandi á morgun. Baráttan stendur fyrst og fremst á milli Lechs Walesa forseta og Aleksander Kwasniewski fyrrverandi kommúnistaleiðtoga. Samkvæmt nýjustu könnunum nýtur Kwasniewski fylgis 32% en Walesa 28%. Hljóti enginn frambjóðandi 50% atkvæða verður að kjósa að nýju milli tveggja efstu 19. nóvember. Meira

Fréttir

4. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 189 orð

110­120 manns við hreinsun og hjálparstörf

ÖLL hreinsun á snjóflóðasvæðinu á Flateyri lá niðri eftir hádegi í gær vegna útfarar Benjamíns Gunnars Oddssonar sem fram fór frá Flateyrarkirkju kl. 14. Síðdegis kom hópur björgunarmanna til Flateyrar og leysti af hópinn sem hefur unnið að hreinsun á svæðinu síðustu daga. Meira
4. nóvember 1995 | Óflokkað efni | 1588 orð

Að upplifa sorg

NÚ ÞEGAR mikil slysabylgja hefur skollið yfir þjóðina hverfur hugurinn til þeirra sem upplifa djúpa sorg og mikinn missi. Engum manni er það ætlandi að skilja þá miklu sorg sem hver og einn upplifir nema að hafa sjálf/ur uppflifað missi við dauða. Hluttekningin er mikil og harmur í huga. Meira
4. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 179 orð

Aflaverðmætið 32-33 milljónir króna

ÞORSTEINN EA, nýjasta skip Samherja hf., kom til heimahafnar á Akureyri í gærmorgun með fullfermi af frystri rækju. Skipið var tæpan mánuð í túrnum, aflinn var um 190-200 tonn og aflaverðmætið 32-33 milljónir króna. Meira
4. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 233 orð

Aldarafmæli Erlings Pálssonar yfirlögregluþjóns

FJÖLSKYLDA Erlings heitins Pálssonar yfirlögregluþjóns afhenti Lögreglustjóranum í Reykjavík brjóstmynd af Erlingi til varðveislu föstudaginn 3. nóvember sl. Tilefnið var að þennan dag voru 100 ár liðin frá fæðingu Erlings. Erlingur Pálsson var ráðinn til Lögreglunnar í Reykjavík 1919. Meira
4. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 83 orð

Allra heilagra messa í Breiðholtskirkju

FYRSTA sunnudag í nóvember er allra heilagra messu minnst í lúthersku kirkjunni að fornum sið en á allra heilagra messu minnist hinn kristni söfnuður sérstaklega þeirra sem látnir eru og þakkað er fyrir líf þeirra og þjónustu. Meira
4. nóvember 1995 | Smáfréttir | 151 orð

ALÞJÓÐLEG ungmennaskipti/AUS eru Íslandsdeild alþjóðasamtaka sem á en

ALÞJÓÐLEG ungmennaskipti/AUS eru Íslandsdeild alþjóðasamtaka sem á ensku heita International Christian Youth Exchange/ICYE. Samtökin starfa í öllum heimsálfum í yfir 35 löndum. AUS hefur starfað á Íslandi í yfir 30 ár og hét upphaflega Nemendaskipti þjóðkirkjunnar. Alþjóðleg ungmennaskipti halda aðalfund sinn á laugardag. Meira
4. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 434 orð

Áfram sami viðbúnaður og mannafli í Keflavík

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra átti í gær fund í Washington með Warren Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Að fundinum loknum sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið að hann byggist við að Bandaríkjamenn myndu áfram hafa sama varnarviðbúnað á Keflavíkurflugvelli og þeir hafa haft síðastliðin tvö ár samkvæmt samkomulagi ríkjanna. Meira
4. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 112 orð

Áhyggjur vegna yfirfærslu á stoðþjónustu

STJÓRN Bandalags kennara á Norðurlandi eystra, hefur sent frá ályktun, þar sem lýst er áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna yfirfærslu stoðþjónustu grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga á næsta ári. Meira
4. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 270 orð

Ákærur og útibúinu í New York lokað

TALSMENN Daiwa-bankans í Japan tilkynntu í gær, að ýmsum útibúum hans erlendis yrði lokað og hugsanlega neyddist hann til að sameinast japanska stórbankanum Sumitomo Bank. Í Bandaríkjunum hafa verið birtar ákærur gegn bankanum vegna gífurlegs taps í verðbréfaviðskiptum og tilrauna til að fela það fyrir bandaríska bankaeftirlitinu. Meira
4. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 99 orð

Árangur í viðskiptaviðræðum

MICKEY Kantor, viðskiptafulltrúi Bandaríkjastjórnar, og Sir Leon Brittan, sem fer með utanríkisviðskiptamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, heilsast í upphafi venjubundinna viðskiptaviðræðna ESB og Bandaríkjanna í Washington fyrr í vikunni. Meira
4. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 296 orð

Banni á flokk Rútskojs hnekkt HÆSTIRÉTTUR R

HÆSTIRÉTTUR Rússlands hnekkti í gær þeirri ákvörðun kjörstjórnar að meina flokknum Derzhava að taka þátt í þingkosningunum í desember. Leiðtogi flokksins er Alexander Rútskoj, fyrrverandi varaforseti, einn af leiðtogum blóðugrar uppreisnar í Moskvu árið 1993. Meira
4. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 228 orð

Brottrekstur vegna VSK-ágreinings

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins hefur ákveðið að víkja Peter Wilmott, háttsettum embættismanni er hafði yfirumsjón með þróun nýs virðisaukaskattskerfis, úr starfi. Wilmott, sem er Breti, var yfirmaður deildar er sá um tollamál og óbeina skattheimtu. Var ákvörðunin um að víkja honum úr starfi tekin samhljóða. Meira
4. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 118 orð

Dældu upp bensíni með ryksugu

MAÐUR var fluttur á slysadeild í gærkvöldi eftir að hafa fengið snert af reykeitrun við slökkvistörf í bílskúr í Seljahverfi. Slökkviliðið var kallað að skúrnum um kl. 21.40 en þar hafði kviknað eldur þegar feðgar voru að dæla bensíni af bíl með ryksugu með þeim árangri að í henni kviknaði. Meira
4. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 81 orð

Elín Magnúsdóttir 100 ára

ELÍN Magnúsdóttir, vistmaður á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri, er 100 ára í dag. Hún fæddist á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd 4. nóvember 1895. Elín var í sambúð með Jóni Stefánssyni, lengst af á Gröf í Öngulsstaðahreppi, og eignuðust þau tvö börn. Þau fluttu til Akureyrar árið 1955 en Jón lést árið 1956. Meira
4. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 592 orð

Er ferill Jeltsíns á enda?

HEILSUFAR Borís Jeltsín Rússlandsforseta hefur vakið upp alvarlegar efasemdir um pólitíska framtíð hans. Jeltsín fékk hjartaáfall í síðustu viku og afhenti í gær Viktor Tsjernómyrdín forsætisráðherra hluta forsetavaldsins. Meira
4. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 413 orð

Erindi þingmanns vegna starfsleyfis vísað frá

MEIRIHLUTI stjórnar Hollustuverndar ríkisins hefur vísað frá erindi Hjörleifs Guttormssonar alþingismanns sem óskaði eftir úrskurði stofnunarinnar um athugasemdir sínar við tillögur að starfsleyfi til Íslenska álfélagsins vegna mögulegrar stækkunar álversins í Straumsvík. Meira
4. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 233 orð

Erlendar lántökur svipaðar og í fyrra

FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir ekki rétt að tala um að lánsfjáröflun ríkissjóðs hér innanlands hafi gengið illa. Aðspurður vegna fréttar á baksíðu Morgunblaðsins í gær, segir Friðrik að þegar lánsfjártölur ríkissjóðs í ár séu bornar saman við tölur frá síðasta ári, megi sjá að erlendar lántökur nú séu mjög svipaðar og verið hafi á síðasta ári. Meira
4. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 250 orð

Eykur fjölbreytni við veiðarnar

SIGLUBERG frá Grindavík hefur fest kaup á nóta- og flotvörpuskipi frá Skotlandi. Skipið, sem nefnist King's Cross, er með kælibúnaði og vel útbúið til spærlings-, kolmunna-, síldar- og loðnuveiða. Það er með 3.300 hestafla vél og burðargeta er 900 tonn. Skipið, sem var byggt árið 1978 og endurbyggt 1987 er norsk smíði og kostaði um 350 milljónir króna. Meira
4. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 525 orð

Falsanir Vinnuveitendasambands Íslands

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Guðmundi Gunnarssyni formanni Rafiðnaðarsambands Íslands: "Í Morgunblaðinu 3. nóvember er birt greinargerð VSÍ vegna kjarasamninga og forsendna þeirra. Meira
4. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 109 orð

Flateyringar jarðsungnir

TVÖ fórnarlömb snjóflóðanna á Flateyri voru jarðsungin í gær. Benjamín Gunnar Oddsson, var jarðsunginn frá Flateyrarkirkju. Fjölmenni var við útförina. Sr. Kristinn Jens Sigurþórsson, sóknarprestur á Þingeyri, jarðsöng. Kirkjukórinn á Þingeyri söng við útförina og Árni Brynjólfsson lék á harmóniku. Jarðsett var í Holtskirkjugarði. Meira
4. nóvember 1995 | Smáfréttir | 40 orð

FRÆGIR erlendir ostar ásamt góðum íslenskum ostum verða kynntir af

FRÆGIR erlendir ostar ásamt góðum íslenskum ostum verða kynntir af Ostahúsinu í Miðbæ, Hafnarfirði, í dag, laugardag. Meðal erlendu ostanna eru Gorganzola frá Ítalíu, Emmentaler og Appenzeller frá Sviss og Raklet frá Frakklandi. Einnig mun Íslenskt- franskt eldhús kynna íslenskt fjallagrasapaté. Meira
4. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 457 orð

Fullar ástæður eru til að breyta verði á matvælum

ÞÓRARINN V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands, segir að við skerum okkur úr öðrum þjóðum hvað matvælaverð snertir og full efni séu til að stuðla að breytingum á þeim reglum sem lúti að framleiðslu, innflutningi og sölu matvæla hér á landi. Meira
4. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 165 orð

Fundur um ferðamál á Akranesi

FERÐAMÁLASAMTÖK Íslands (FSÍ) í samvinnu við ferðamálafulltrúa Akraness gangast fyrir fundi um ráðgjöf í ferðaþjónustu, störf ferðamálafulltrúa o.fl. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 9. nóvember kl. 10.50­16.40 í Sal Verkalýðsfélaganna, Kirkjubraut 40, Akranesi. Er fundartíminn sniðinn að áætlun Akraborgar. Þátttökugjald er 1.500 kr. og er í því innifalinn hádegisverður og kaffi. Meira
4. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 124 orð

Gamall flensustofn

INFLÚENSAN, sem greinst hefur í einu tilviki er af A-stofni, sem oft áður hefur gengið hér á landi að sögn Margrétar Guðnadóttur, prófessors hjá Rannsóknarstofu Háskólans í veirufræði. Margrét sagði að ekki væri ljóst hvaðan inflúensan hefði komið til landsins og að hún væri á byrjunarstigi. "Þetta er A-stofn og ekkert merkilegt við hann," sagði hún. Meira
4. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 201 orð

Gjaldskrá hækkar um allt að 14,3%

DAGKORT barna í skíðalyfturnar í Bláfjöllum hækka um 14,3% eða úr 350 krónum í 400 krónur, samkvæmt samþykkt Bláfjallanefndar. Árskort fullorðinna kosta 10.800 krónur og hækka um 8% og árskort barna kosta 4.900 krónur og hækka um 4,3% samkvæmt gjaldskrá fyrir Bláfjöll árið 1996. Meira
4. nóvember 1995 | Miðopna | 950 orð

Gott viðbragð hjá björgunarsveitunum

FORYSTUMENN björgunarsveitanna telja að í aðalatriðum hafi verið vel staðið að útkalli björgunarmanna vegna snjóflóðsins á Flateyri aðfaranótt síðastliðins fimmtudags. Fyrstu menn í björgunarsveitum á Vestfjörðum hafi verið ræstir út mjög fljótlega eftir að snjóflóðið féll. Meira
4. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 80 orð

Grindvíkingur með fullfermi

"VIÐ erum á leið til Siglufjarðar með fullfermi," sagði Arnbjörn Gunnarsson stýrimaður á Grindvíkingi GK. Grindvíkingur fékk loðnuna 50 mílur norður af Ísafjarðardjúpi og fyllti sig með átta köstum, 150­250 tonn í kasti. "Þeir eru byrjaðir að kasta hérna 20­30 mílum norðar, þar hefur orðið vart meiri loðnu," sagði Arnbjörn. Albert GK fékk hval í nótina sl. Meira
4. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 251 orð

Hertar reglur til að slá á yfirlýsingagleði

DEILURNAR vegna bókarskrifa Ritt Bjerregaard verða að öllum líkum til að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins setji reglur um þagnarskyldu þeirra, sem í henni sitja. Reglurnar verða birtar formlega innan skamms og mun væntanlega felast í þeim að fulltrúum í framkvæmdastjórninni verður bannað að rita greinar eða flytja ræður gegn greiðslu eða gjöfum. Meira
4. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 333 orð

Húsið stendur í jaðri snjóflóðsins

HJÓNIN Guðríður Kristjánsdóttir og Matthías Arnberg Matthíasson fluttu síðdegis í gær ásamt tveimur börnum sínum inn í einbýlishús sitt við Unnarstíg 8 á Flateyri. Húsið stendur í jaðri snjóflóðsins sem féll á byggðina aðfaranótt 26. október. Meira
4. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 254 orð

Hægagangur í kerfinu

ÞORSTEINN E. Arnórsson formaður Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri, segist ósáttur við hversu langan tíma taki bæjaryfirvöld að skoða málefni Gapap Co í Växjö í Svíþjóð, en fyrirtækið hefur óskað eftir aðstoð bæjarins við að koma á fót skóverksmiðju á Akureyri. Meira
4. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 359 orð

Hægt að lækka rafmagnsverð um 15% á næstu 15 árum

RAFVEITA Akureyrar hefur unnið langtímaáætlun sem byggð er á framkvæmdum undanfarinna ára, nánar tiltekið rekstrarlíkan fyrir 21 árs tímabil í sögu Rafveitunnar, sem nær yfir árin 1990 til 2010. Rekstrarlíkanið er í grunntilfellinu sett upp til að sýna nauðsynlegar tekjur á komandi árum til að framkvæma ákveðna áætlun um rekstur og fjárfestingar. Meira
4. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 302 orð

Hættulegar hlífar á borðshorn

SLYSAVARNAFÉLAG Íslands og heildverslunin Ársel hf. beina þeim tilmælum til foreldra og forráðamanna barna að kanna hvort þau séu með í notkun hlífar ætlaðar á borðshorn frá fyrirtækinu Bébé Confort, vörunúmer 481 600. Í ljós hefur komið að slíkar hlífar geta reynst börnum hættulegar. Meira
4. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 394 orð

Íbúum mismunað?

FULLYRT var á Alþingi á fimmtudag að félagsmálaráðherra vildi mismuna íbúum í sex sveitarfélögum við Ísafjarðardjúp með því að leggja fram frumvarp um sérstakar reglur við kosningu um sameiningu sveitarfélaganna. Meira
4. nóvember 1995 | Smáfréttir | 124 orð

Í TILEFNI af fyrstu dagsferð vetrarins sunnudaginn 5. nóvember verður

Í TILEFNI af fyrstu dagsferð vetrarins sunnudaginn 5. nóvember verður Útivist með "Opna gönguferð". Gönguleiðin liggur um heima og heiðarlönd gömlu Hraunbæjanna suður með sjó. Val verður um að mæta á Umferðarmiðstöðina að vestanverðu kl. 10.30 og fara með rútu suður að Straumi eða mæta þar á eigin bílum kl. 11 og geyma þá þar. Meira
4. nóvember 1995 | Smáfréttir | 30 orð

Í TILEFNI tveggja ára afmælis EBAS gjafavara, Laugavegi 103 býður vers

Í TILEFNI tveggja ára afmælis EBAS gjafavara, Laugavegi 103 býður verslunin 20% afslátt af öllum vörum til 4. nóvember. Vörurnar eru aðallega frá Englandi, en einnig fást þýskar gler- og stálvörur. Meira
4. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 105 orð

KÍ gefur út rit um grunnskóla

KENNARASAMBAND Íslands hefur gefið út bækling sem heitir "Flutningur grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga". Honum er dreift til kennara og skólastjóra í grunnskólum og til sveitarstjórnarmanna úti um allt land. Meira
4. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 178 orð

Kolmunninn kominn í leitirnar

KOLMUNNINN er nú farinn að veiðast á Þórsbanka og hafa veiðarnar gengið sæmilega hjá Beiti NK. "Veiði hefur verið þokkaleg," segir Jóhann Sigurðsson, útgerðarstjóri Síldarvinnslunnar hf. Hann segir að Beitir NK hafi fengið 100 tonn á miðvikudag og 150 tonn á fimmtudag. "Menn þurfa að kynnast veiðarfærunum og tileinka sér vinnubrögðin. Meira
4. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 453 orð

Kostnaður félagsmanna 315 milljónir

SAMTÖK landflutningamanna telja að ný reglugerð um hvíldartíma ökumanna muni kosta atvinnubílaútgerðina um 315 milljónir króna vegna kostnaðar við ökurita sem setja þarf í bílana, eða 90 þúsund krónur á hvern bíl, og síðan 90-100 þúsund krónur á hvern nýjan bíl. Meira
4. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 177 orð

Kveikt á kertaljósum

GRUNNSKÓLINN í Hrísey boðaði til samúðargöngu í eyjunni á fimmtudagskvöldið, 2. nóvember, á allra sálna messu, vegna atburða síðustu daga. Eyjarskeggjum var stefnt saman við aðalgatnamót þorpsins, á kaupfélagshornið og þaðan var gengið upp í Grunnskólann í Hrísey og tendruðu þátttakendur allir ljós á kertum sínum og settu þau niður í kross í fönn við skólann. Meira
4. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 284 orð

Landflótta Kúrdi

MEHMET Kayas er 45 ára gamall kúrdískur flóttamaður sem hefur verið hér á landi frá því 30. júní síðastliðinn. Hingað kom hann frá Tyrklandi þar sem hann segir að sér hafi ekki verið líft vegna ofsókna sem Kúrdar megi þola þar. Hann komst inn í landið á fölsuðu vegabréfi og hefur leitað hælis hér sem pólitískur flóttamaður. Meira
4. nóvember 1995 | Leiðréttingar | 105 orð

LEIÐRÉTT Rangt nafn Í FR

Í FRÉTT á blaðsíðu 55 í Morgunblaðinu í gær var Steinvör Ágústsdóttir sögð heita Salvör. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Verðbréfaþing Rangt var greint frá í frétt um metmánuð á Verðbréfaþingi í Morgunblaðinu í gær, er sagt var að mestu viðskipti á einum degi frá upphafi hefðu átt sér stað þann 26. október. Meira
4. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 827 orð

Leyfi af mannúðarástæðum þótt synjað sé um hæli

RÚMENSKA sígaunastúlkan, sem bar eld að sér á Leifsstöð á miðvikudag, er annar útlendingurinn sem sækir um pólitískt hæli hér á landi á þessu ári. Í sumar synjaði Útlendingaeftirlitið beiðni Kúrda, sem komið hafði hingað til lands frá Hollandi. Sá dvelst enn hér á landi og hefur kært synjunina til dómsmálaráðherra. Meira
4. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 59 orð

Maður féll 5-6 metra

MAÐUR féll niður stiga í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í fyrrakvöld. Talið er að fallið hafi verið 5-6 metrar. Maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri til rannsóknar, en hann var illa brotinn á handlegg. Meira
4. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 113 orð

Maður fórst í bruna

FIMMTÍU og fjögurra ára maður, Kjartan Karlsson, til heimilis að Ránarstíg 8 á Sauðárkróki, lést eftir að eldur kom upp á heimili hans í fyrradag. Hann hlaut alvarleg brunasár og var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur, þar sem hann lést á sjúkrahúsi seint í fyrrakvöld. Meira
4. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 81 orð

MARTEINN DAVÍÐSSON

MARTEINN Davíðsson múrari lést 2. nóvember síðastliðinn 81 árs að aldri. Marteinn var fæddur 26. október 1914 á Húsatóftum á Skeiðum. Hann var landskunnur fyrir verk sín unnin úr íslensku grjóti, og eftir hann liggja listaverk víða um land. Fyrir list sína var hann sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu. Meira
4. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 239 orð

Messur

AKURERYARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli á morgun kl. 11.00. Fjölgað hefur í sunnudagaskólanum, öll börn velkomin. Munið kirkjubílana. Messað verður í Akureyrarkirkju kl. 14.00 og verður látinna minnst í messunni að venju. Kvenfélag kirkjunnar verður með kaffiveitingar á vægu verði í Safnaðarheimilinu eftir messu. Bræðrafélagið verður með fund í litla salnum að lokinni messu. Meira
4. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 174 orð

Metstuðningur við afnám bannsins

ALLSHERJARÞING Sameinuðu þjóðanna samþykkti í fyrrakvöld með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða ályktun um að Bandaríkjamenn afléttu þriggja áratuga viðskiptabanni á Kúbu. Þetta er fjórða árið í röð sem þingið samþykkir slíka ályktun og stuðningurinn við hana hefur aldrei verið jafn mikill. Meira
4. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 56 orð

OPNUNAR- og afmælishátíð æfingastöðvarinnar World Class

og afmælishátíð æfingastöðvarinnar World Class verður í dag, laugardag, að Fellsmúla 24 frá kl. 15­20. Þar verður m.a. boðið upp á stærstu súkkulaðiköku á Íslandi, Sálin hans Jóns míns og Stjórnin leika, tískusýning verður frá Nike, Esso-tígurinn kemur o.fl. Meira
4. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 514 orð

Rjúpnaskyttur bjartsýnar

"SUMIR sjá lítið og aðrir sjá meira en í fyrra," sagði Ólafur Karl Nielsen hjá Náttúrufræðistofnun þegar hann var inntur eftir rjúpnafréttum. Ólafur benti á að fyrstu 10 dagana á rjúpnaveiðitímanum hafi verið óhagstæð tíð og síðan hafi mikið snjóað víða um land. Allt hefur þetta áhrif á hegðun rjúpunnar. Meira
4. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 88 orð

Safnaðarfélag stofnað í Kársnessókn

STOFNFUNDUR safnaðarfélags Kársnessóknar verður haldinn mánudaginn 6. nóvember kl. 20.30 í Safnaðarheimilinu Borgum. Allir þeir, konur og karlar, sem vilja taka þátt í stofnun safnaðarfélagsins og starfi þess eru hvattir til að koma á stofnfundinn. Meira
4. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 82 orð

Sambýli reist við Snægil

ÞEIR Kristinn Hólm og Þorsteinn Gunnsteinsson smiðir hjá Hyrnu hf. á Akureyri voru önnum kafnir við vinnu sína þegar ljósmyndara bar að garði, en félagarnir eru að reisa sambýli við Snægil í Giljahverfi. Fyrirtækið hefur sem stendur nokkur ágæt verkefni, m.a. byggingu stjórnunarálmu Glerárskóla og vinnu við flugstöð á Akureyrarflugvelli auk smærri verka víða um bæinn. Meira
4. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 108 orð

Sjóðsstjórn fyrir Samhug í verki

SKIPUÐ hefur verið sjóðsstjórn vegna landssöfnunarinnar Samhugur í verki sem stendur yfir að tilhlutan fjölmiðla á Íslandi, Pósts og síma, Hjálparstofnunar kirkjunnar og Rauða kross Íslands. Eftirtaldir aðilar skipa sjóðsstjórnina: Hörður Einarsson, hæstaréttarlögmaður, tilnefndur af hálfu forsætisráðuneytisins, Jónas Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar, sr. Meira
4. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 432 orð

Skip sigldi inn í löndunarhúsið

MILLJÓNATJÓN varð á Raufarhöfn snemma í gærmorgun þegar flutningaskipið Haukur sigldi á löndunarhús SR-mjöls. Skipið stórskemmdi bryggjuna, sem húsið stendur á, og fór yfir 3 metra inn í húsið. Árni Sörensson verksmiðjustjóri sagði að tjónið væri mikið, ekki síst þar sem það kæmi á sama tíma og loðna væri farin að veiðast. Meira
4. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 46 orð

Snjóflóðið úr Skollahvilft

Morgunblaðið/ÞorkellSNJÓFLÓÐIÐ sem féll úr Skollahvilft á Flateyri var gríðarlega stórt. Undanfarna daga hafa verið hlýindi á Flateyri og í gær rigndi þannig að snjórinn hefur sjatnað mikið og er ekki lengur talin snjóflóðahætta í byggð. Öll umferð um fjallið er þó stranglega bönnuð. Meira
4. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 171 orð

Sr. Sigurður Guðmundsson settur sóknarprestur

VÍGSLUBISKUP séra Sigurður Guðmundsson, hefur verið settur sóknarprestur á Akureyri, við hlið séra Birgis Snæbjörnssonar. Staða aðstoðarprests á Akureyri hefur verið auglýst laus til umsóknar og er umsóknarfrestur til 30. nóvember nk. Meira
4. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 369 orð

SS-maður verður framseldur frá Argentínu

HÆSTIRÉTTUR í Argentínu ákvað í gær að framselja Erich Priebke, fyrrum yfirmann í SS- sveitum þýskra nasista, til Ítalíu fyrir þátt í fjöldaaftöku 335 manna og drengja í síðari heimsstyrjöldinni. Þessi úrskurður bindur enda á 17 mánaða lagaþref og ógildir ákvörðun áfrýjunarréttar um að hann skyldi ekki framseldur. Meira
4. nóvember 1995 | Miðopna | 1594 orð

Streita eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum

ÁFALLAHJÁLP hefur verið mikið í fréttum að undanförnu. Eftir hina válegu atburði í Súðavík fyrr á árinu og nú nýlega á Flateyri hafa landsmenn margoft heyrt á áfallahjálp minnst og farið er að líta á hana sem nauðsynlegan þátt í aðstoð við fólk sem hefur orðið fyrir miklum Meira
4. nóvember 1995 | Landsbyggðin | 125 orð

Sögustund í Bókasafni

Egilsstöðum- Fyrsta sögustund í föstum dagskrárlið fyrir yngstu lesendur Bókasafns Héraðsbúa var haldin nýverið. Mættu þar áhugasamir ungir bókaormar ásamt mæðrum sínum. Meira
4. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 33 orð

Tich Frier kemur í næstu viku

Tich Frier kemur í næstu viku MISSAGT var í blaðinu í gær að írsk stemming yrði á Ara í Ögri um þessa helgi. Gestir fá að njóta tónlistar Tich Frier um næstu helgi. Meira
4. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 50 orð

Tónleikar Kórs Dalvíkurkirkju

KÓR Dalvíkurkirkju heldur tónleika í Dalvíkurkirkju á morgun, sunnudaginn 5. nóvember kl. 16.00. Með kórnum syngja einsöng þau Jón Þorsteinsson, Sólveig Hjálmarsdóttir og Svana Halldórsdóttir. Píanóleikari er Lidia Kolosowska og stjórnandi kórsins er Hlín Torfadóttir. Á efnisskrá eru m.a. verk eftir Mozart, Fauré, Scarlatti og Þorkel Sigurbjörnsson. Meira
4. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 737 orð

Undan hverju er kvartað við heimilislækna?

DOKTORSVÖRN fer fram við læknadeild Háskóla Íslands í heimilislæknisfræði í dag klukkan 14 í Odda, húsi Háskóla Íslands. Heiti doktorsritgerðarinnar er: On Content of Practice. The advantages of computerized information systems in family practice. Doktorsefnið er Þorsteinn Njálsson, fyrirlesturinn fer fram á ensku og er aðgangur öllum heimill. Meira
4. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 107 orð

Úrskurður um miðjan mánuðinn

STEFNT er að því að þingfesta í Félagsdómi mál Vinnuveitendasambands Íslands gegn Verkalýðsfélaginu Baldri á Ísafirði nk. þriðjudag. Ekki er búist við að dómur verði kveðinn upp í málinu fyrir en um miðjan mánuðinn. Meira
4. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 353 orð

Verðið um 4-5 krónum lægra en almennt gerist

HIÐ nýja bensínsölufyrirtæki, Orkan hf., opnar á hádegi í dag þrjár bensínstöðvar sínar við Bónus á Smiðjuvegi í Kópavogi, Hagkaup á Eiðistorgi og Hagkaup á Akureyri. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður bensínverð Orkunnar um 4-5 krónum lægra en almennt útsöluverð olíufélaganna. Meira
4. nóvember 1995 | Landsbyggðin | 121 orð

Verðlaun fyrir tillögu að Brák

BJARNI Þór Bjarnason hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um gerð minnismerkis um ambáttina Þorgerði Brák sem setja á upp við Brákarsund í Borgarnesi. Menningarsjóður Borgarbyggðar efnir til samkeppninnar. Minnismerkið á að vera útilistaverk og fékk menningarmálanefnd Borgarbyggðar 27 tillögur að minnismerkinu, af ýmsum stærðum og gerðum. Tillögurnar á sýningu Meira
4. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 136 orð

Verk fyrir 255 millj. á 4 árum

BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti í gær framkvæmdaáætlun Hafnarsjóðs með fyrirvara um að fjármögnun standist. Forsendur þess er að ríkið standi við sinn hluta af greiðslu flotkvíarinnar sem og við aðrar framkvæmdir. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að á næsta ári verði um 28 milljónum króna varið til framkvæmda, þar af eru 20 vegna Krossaness og 8 vegna viðgerðar á dráttarbraut. Meira
4. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 107 orð

(fyrirsögn vantar)

EINUM stærsta ættbálki maorí- frumbyggja á Nýja Sjálandi var í gær afhent sérstök afsökunarbeiðni í formi laga, sem undirrituð voru af Elísabetu Bretlandsdrottningu, við hátíðlega athöfn. Bæði hvítir Nýsjálendingar og maórar fögnuðu þessum viðburði og sögðu að nú hefði þau sár gróið um heilt, sem veitt voru þegar nýsjálenski herinn hrifsaði til sín lendur Tainui-ættbálksins árið 1863. Meira

Ritstjórnargreinar

4. nóvember 1995 | Leiðarar | 566 orð

ÚTSALAN LEYSIR EKKI VANDANN

ÚTSALAN LEYSIR EKKI VANDANN AMBAKJÖT hefur undanfarna daga verið boðið til sölu í hálfum skrokkum í verzlunum og á mjög lágu verði. Eru dæmi um, að kílóverðið hafi verið töluvert undir þrjú hundruð krónum þar sem verzlanir féllu frá álagningu sinni og greiddu jafnframt með kjötinu. Viðmiðunarverð á útsölunni átti að vera 349 krónur. Meira

Menning

4. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 852 orð

Ballöðusöngvarinn Páll Óskar Páll Óskar Hjálmtýsson hefur víða komið við á söngferli sínum, en það er ekki fyrr en í gær sem

Páll Óskar hefur víða komið við og sungið flestar gerðir tónlistar á undanförnum árum. Platan sem kemur út í dag og heitir einfaldlega Palli er þó fyrsta platan sem hann vinnur algerlega einn, "fyrsta sólóskífan", eins og hann segir sjálfur og bætir svo við að Palli sé algjör ballöðuplata. Meira
4. nóvember 1995 | Menningarlíf | 104 orð

Dagskrá um Seamus heaney

DAGSKRÁ um Seamus Heaney sem fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í ár, verður haldin í samvinnu við Torfhildi, félag bókmenntafræðinema við Háskóla Íslands, mánudaginn 6. nóvember kl. 21. Þar mun Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur segja frá kynnum sínum af skáldinu, Martin Regal. Meira
4. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 446 orð

Ef hún kemur þá kemur hún

"Hún er öðruvísi á litinn, melódískari, meira lagt í hana og miklu betri," segir Birgir Örn. "Við höfum þroskast mikið og tónlistin hefur þróast að sama skapi. Reyndar alveg ótrúlega mikið miðað við hversu stutt er á milli platnanna." Hann segir að Mausverjar séu töluverðir fullkomnunarsinnar í hljóðveri. "Við höfum óstjórnlega tilhneigingu til að fylla allar rásir og bæta aukahlutum inn í. Meira
4. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 90 orð

Hundelt

KEANU Reeves hefur í gegn um tíðina fengið að finna fyrir því að erfitt er fyrir frægt fólk að halda einkalífi sínu frá sviðsljósi fjölmiðlanna. Hann fór nýlega á leikritið "Four Dogs and a Bone", eða Fjórir hundar og bein, í Geffen-leikhúsinu í Los Angeles. Erfitt reyndist fyrir hann að laumast út óséður og var þessi mynd tekin af honum við það tækifæri. Meira
4. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 71 orð

Konurnar í lífi Travolta

ÞÓTT ÞAÐ sé kannski ekki augljóst við fyrstu sýn tengjast allar þessar konur John Travolta á einn eða annan hátt. Lengst til vinstri er leikkonan Kirstie Alley sem lék á móti honum í myndinni "Look Who's Talking", í miðjunni er eiginkona hans, Kelly Preston, og til hægri er Rhea Pearlman, eiginkona Dannys DeVito, sem leikur með Travolta í myndinni "Get Shorty", Meira
4. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 114 orð

Neðansjávarmyndband

FJÖLLISTAHÓPURINN gusgus gefur út fyrsta geisladisk sinn 10. nóvember og stendur að stuttmyndinni Nautn, sem frumsýnd verður 17. nóvember. Liðsmenn hans eru hljómsveitin T-World, Daníel Ágúst Haraldsson, Emilíana Torrini, Hafdís Huld og Magnús Jónsson. Myndbönd verða gerð við öll tólf lög plötunnar og verður það fyrsta, við lagið "Believe", frumsýnt í Poppi og kók og Flaueli í dag. Meira
4. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 105 orð

Sambíóin frumsýna Hættulegur hugur

Það er stórleikonan Michelle Pfeiffer sem fer með aðalhlutverkið í myndinni ásamt George Dzundza. Mesta athygli hefur þó vakið frammistaða nokkurra unglinga sem eru að stíga sín fyrstu skref á leiklistarsviðinu. Kvikmyndin segir af LouAnne Johnson, fyrrum landgönguliða, sem tekur að sér forfallakennslu í skóla fyrir vandræðaunglinga. Meira
4. nóvember 1995 | Menningarlíf | 29 orð

Sýningu í Listhúsi 39 að ljúka

Sýningu í Listhúsi 39 að ljúka SÝNINGU Sigrúnar Sverrisdóttur í Listhúsi 39 í Hafnarfirði lýkur nú á þriðjudag. Sigrún sýnir einþrykk og hefur sýningin staðið yfir frá 21. október. Meira
4. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 51 orð

Vinur í raun

LEIKKONAN Jennifer Aniston er þekktust fyrir að leika í sjónvarpsþáttunum Vinir, eða "Friends", sem eru geysivinsælir í Bandaríkjunum. Hún er um þessar mundir að leika í rómantísku gamanmyndinni "She's the One". Hér sjáum við hana ræða við handritshöfund og leikstjóra myndarinnar, Edward Burns, og meðleikara sinn, Mike McGlone. Meira

Umræðan

4. nóvember 1995 | Aðsent efni | -1 orð

Á að setja hentifána á Ísland?

VIÐ viljum fá allt sem ódýrast. En hvað er ódýrt? Það er mjög afstætt. Ef við notum krónufjöldann sem mælieiningu, sem mikill áróður er fyrir, þá er málið mjög einfalt. En það verður ekki síður að taka tillit til gæðanna. Þá verður matið erfiðara, ekki síst þegar um er að ræða vöru sem haft getur mikil áhrif á heilsu og vellíðan fólks. Meira
4. nóvember 1995 | Aðsent efni | 585 orð

Best er að fyrirbyggja álagseinkenni

UNDANFARNAR vikur hafa birst í blaðinu greinar á vegum faghóps sjúkraþjálfara um vinnuvernd. Síðasta greinin bar fyrirsögnina "Gættu að heilsunni. Ráð gegn álagseinkennum frá vöðvum og liðum". Í dag verður kynnt skipting forvarna álagseinkenna í þrjú stig, að sjúkraþjálfari getur veitt skyndihjálp við nýuppkomnum álagseinkennum og gefið dæmi um árangur kennslu í vinnutækni. Meira
4. nóvember 1995 | Velvakandi | 297 orð

Eru Íslendingar að semja af sér veiðirétt í Norðuríshafinu?

Eru Íslendingar að semja af sér veiðirétt í Norðuríshafinu? Einari Vilhjálmssyni: ÞEGAR Olsen, sjávarútvegsráðherra Norsara, hafði lengi geipað um ólöglegar fiskveiðar Íslendinga í Dumbshafi, sagði Godal, utanríkisráðherra þeirra, að málið mundi leysast á fundum hans og Halldórs Ásgrímssonar. Meira
4. nóvember 1995 | Aðsent efni | 562 orð

Félagsráðgjöf á öldrunarlækningadeild

UM þessar mundir eru 20 ár liðin frá því að fyrsta sérhæfða öldrunarlækningadeild landsins, Öldrunarlækningadeild Landspítalans, tók til starfa. Allt frá upphafi, að tveimur árum undanskildum, hafa félagsráðgjafar starfað við deildina og tekið virkan þátt í því þverfaglega starfi sem þar fer fram. Meira
4. nóvember 1995 | Aðsent efni | 702 orð

Fyrirgefðu! ­ eitt augnablik

NÆSTKOMANDI laugardag, 4. nóvember, gengst Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavík fyrir haustsamveru í Grafarvogskirkju þar sem fyrirgefningin verður tekin til skoðunar. Í tilefni þessa verður hér gerð nokkur grein fyrir merkingu hugtaksins "fyrirgefning syndanna". Fyrst aðeins um syndina, hugtak sem er mjög misskilið. Meira
4. nóvember 1995 | Aðsent efni | 491 orð

"Hreina álagið"

TALNA- og staðreyndaflóð um bílatryggingar hefur dunið á landsmönnum undanfarnar vikur. Upplýsingarnar fossa í framhaldi af því að FÍB vakti athygli á því í byrjun ágúst að iðgjöld bílatrygginga væru 50­100% hærri hér á landi en í nágrannalöndunum. Erfitt er fyrir aðra en kunnáttumenn um tryggingar að átta sig á þeim fullyrðingum sem fram hafa komið. Meira
4. nóvember 1995 | Velvakandi | 481 orð

ÍKVERJI tekur heils hugar undir þá tillögu Ögmundar Sk

ÍKVERJI tekur heils hugar undir þá tillögu Ögmundar Skarphéðinssonar arkitekts, sem fram kom í fasteignablaði Morgunblaðsins í gær, að gömlum húsum, sem flutt hafa verið í Árbæjarsafn, verði skilað í miðborgina. Meira
4. nóvember 1995 | Velvakandi | 257 orð

Lionshreyfingin leggur sitt af mörkum

LIONSHREYFINGIN á Íslandi vill votta öllum Flateyringum dýpstu samúð vegna hörmunganna sem dundu yfir 26. október sl. Við viljum jafnframt koma á framfæri samúðarkveðjum til Flateyringa frá Lionsmönnum um allan heim. Til að sýna Flateyringum hluttekningu og aðstoð hefur Lionshreyfingin á Íslandi beðið alla klúbba landsins um að leggja sitt af mörkum en þeir eru yfir eitt hundrað. Meira
4. nóvember 1995 | Velvakandi | 528 orð

Stjörnuspekin og andstaða íslensku þjóðkirkjunnar

Í TILEFNI þess að bráðum eru liðin eitt þúsund ár frá því að kristin trú var lögtekin hér á landi, fannst kirkjunnar mönnum áríðandi að reyna að minnast þess sérstaklega með þýðingu Biblíunnar upp á nýtt fyrir stórhátíðina. Ekki er mér kunnugt um að einhver annar undirbúningur sé í gangi, en þýðing Biblíunnar. En vegna Biblíuþýðingarinnar eru sumir hræddir um að ýmsu verði sjálfsagt breytt. Meira
4. nóvember 1995 | Aðsent efni | 514 orð

SVR og barnafjölskyldur

NÝLEGA samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur hækkanir á fargjöldum hjá SVR. Þessar hækkanir koma mest niður á barnafjölskyldum í Reykjavík, ásamt öðrum. Um árabil hefur það verið sérstakt baráttumál sumra borgarfulltrúa R- listans að lækka fargjöld hjá SVR fyrir börn og unglinga. Meira
4. nóvember 1995 | Velvakandi | 245 orð

Velvakandi, format 31,7

Velvakandi, format 31,7 Meira
4. nóvember 1995 | Velvakandi | 153 orð

Það eru forréttindi að þekkkja Ólaf Egilsson

SAMKVÆMT skoðanakönnunum, blaðagreinum og móttökum í opinberum heimsóknum Vigdísar forseta á landsbyggðina og að engin sem hægt var að taka alvarlega tók móti henni sýnir að við Íslendingar höfum búið við forréttindi hvað þjóðhöfðingja varðar og er mikil eftirsjá að henni. Þegar Vigdís var í öðrum löndum tóku allir eftir og vissu að þar fór glæsilegur forseti frjálsrar þjóðar. Meira

Minningargreinar

4. nóvember 1995 | Minningargreinar | 441 orð

Anna Sæmundsdóttir

Þeim fækkar óðum sem fullorðnir voru í hugumkærri heimabyggð minni, þegar ég sem barn og unglingur fór að hafa svo mæt kynni af mörgum. Þegar nú aldurhnignir sveitungar hverfa af sviði leitar hugur oft á mið endurminninga frá bernsku og æsku og ekki síður fullorðinsárum, yljandi gjöfular myndir frá ævinnar göngu gerast áleitnari en ella. Meira
4. nóvember 1995 | Minningargreinar | 144 orð

ANNA SÆMUNDSDÓTTIR

Anna Sæmundsdóttir var fædd 6. júní 1911 í Stóru- Breiðuvík í Helgustaðahreppi í Suður-Múlasýslu. Þar og á Kaganesi í sömu sveit ólst hún upp. Hún lézt í Neskaupstað 25. október síðastliðinn. Hún fór 16 ára að aldri inn á Reyðarfjörð til ömmusystur sinnar. Þar kynntist hún eiginmanni sínum, Ágústi Guðjónssyni, póstafgreiðslumanni, f. 9. ágúst 1896, d. 20. Meira
4. nóvember 1995 | Minningargreinar | 1566 orð

EYÞÓR ÞÓRÐARSON

EYÞÓR Þórðarson, safnvörður í Þjóðskjalasafni Íslands, er sjötugur í dag. Hann fæddist á Sléttabóli í Vestmannaeyjum 4. nóvember 1925. Þar bjuggu þá foreldrar hans, hjónin Þórður Þórðarson, skipstjóri frá Sléttabóli í Hörglandshreppi í Skaftafellssýslu, og Guðfinna Sefánsdóttir frá Sandvík í Norðfirði. Þórður drukknaði árið 1942. Meira
4. nóvember 1995 | Minningargreinar | 208 orð

Geirþrúður og Gunnlaugur

Í dag verða jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju hjónin Geirþrúður Friðriksdóttir og Gunnlaugur P. Kristjánsson. Ég var löngum heimagangur hjá þessu fólki. Geirþrúður kom hingað til Flateyrar norðan úr Aðalvík, þá var hún ung stúlka. Hún kom til Flateyrar til að læra að sauma, en jafnframt réð hún sig í vist hjá foreldrum mínum. Hennar fyrsta verk hér var að passa mig ­ þá var ég ungur og smár. Meira
4. nóvember 1995 | Minningargreinar | 711 orð

Geirþrúður S. FriðriksdóttirGunnlaugur P. Kristjánsson

Það er indælt á sumrin við Önundarfjörð. Við angandi gróður og blómskrýdda jörð er hugur vor bundinn og hjarta okkar fest, því heima er allt, sem er fegurst og bezt. Þar, sem vagga okkar stóð, þar sem vorið oss hló, þar, sem vinarhönd smábarnið signdi í ró. Meira
4. nóvember 1995 | Minningargreinar | 264 orð

GEIRÞRÚÐUR S. FRIÐRIKSDÓTTIR ­ GUNNLAUGUR P. KRISTJÁNSSON

GEIRÞRÚÐUR S. FRIÐRIKSDÓTTIR ­ GUNNLAUGUR P. KRISTJÁNSSON Geirþrúður S. Friðriksdóttir var fædd að Látrum í Aðalvík 5. október 1926 og Gunnlaugur P. Kristjánsson var fæddur á Flateyri 13. janúar 1923. Þau létust í snjóflóðinu á Flateyri 26. október síðastliðinn. Meira
4. nóvember 1995 | Minningargreinar | 1078 orð

Guðrún Sigurðardóttir

Guðrún Sigurðardóttir frá Reykjahlíð er dáin. Það hefði ekki átt að koma vinum hennar og vandamönnum á óvart, því að svo veik var hún búin að vera í fyrra vetur að oft var henni ekki hugað lengra líf. En samt hresstist hún ótrúlega með vorinu eftir góða aðhlynningu bæði á Landspítalanum og á Reykjalundi. Meira
4. nóvember 1995 | Minningargreinar | 1078 orð

Guðrún Sigurðardóttir

MÓÐURSYSTIR mín Guðrún Sigurðardóttir er látin. Þó að það hafi ekki komið mér í opna skjöldu, var ég samt ekki undir það búinn, var ekki búinn að kveðja hana eins og vert var, ekki búinn að þakka henni fyrir allt. Guðrún var fædd í Reykjahlíð og átti heima þar alla tíð. Foreldrar hennar stunduðu búskap í Reykjahlíð og tóku einnig á móti ferðamönnum. Meira
4. nóvember 1995 | Minningargreinar | 845 orð

Guðrún Sigurðardóttir

Guðrún Sigurðardóttir Í vor, þegar sveitin ljósgræn lá, hún laðaði að skauti sínu þá mynd, sem mér lifir ljúfust hjá, sem lýsir í draumi og yngir brá, og hvorki orðin né annað má - af æskuheimili mínu. Þið bjóðið mér faðminn, hraun og hlíð, en haustgolan strýkur vanga. Meira
4. nóvember 1995 | Minningargreinar | 136 orð

GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR

GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR Guðrún Sigurðardóttir var fædd í Reykjahlíð í Mývatnssveit 13. apríl 1918. Hún lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur 26. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jónasína Hólmfríður Jónsdóttir, f. 16. nóv. 1878 í Reykjahlíð, d. 1. des. 1943, og Sigurður Einarsson bóndi í Reykjahlíð, f. 19. nóv. Meira
4. nóvember 1995 | Minningargreinar | 134 orð

Gunnlaugur Kristjánsson Geirþrúður Friðriksdóttir

Elsku afi og amma. Maður veit aldrei hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þessi setning leitar á huga okkar og líka á aðra í fjölskyldunni núna við fráfall ykkar. Við þökkum fyrir þann yndislega tíma sem við fengum að njóta með ykkur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Meira
4. nóvember 1995 | Minningargreinar | 221 orð

Gunnlaugur og Geirþrúður

Nú er sá tími kominn að kveðja ömmu og afa. Það var alltaf gott að koma heim til þeirra og minningarnar eru óteljandi. Við héldum að við værum í miðri martröð þegar hringt var í okkur frá Íslandi og okkur sagt að amma og afi væru týnd í snjóflóði. Biðin eftir því að fá að vita hvort þau væru á lífi var bæði lengsta og versta stundin í lífi okkar. Meira
4. nóvember 1995 | Minningargreinar | 163 orð

Gunnlaugur og Geirþrúður

Kveðja frá systkinunum á Helgavatni Elsku amma og afi okkar, okkur langar til að þakka ykkur fyrir allar hlýju og góðu stundirnar sem við áttum saman. Margar af okkar allra fyrstu minningum eru einmitt tengdar ykkur og fallega húsinu ykkar á Flateyri. Og eftir að við fluttum í Vatnsdalinn var alltaf sama tilhlökkunin að fá ykkur í heimsókn. Meira
4. nóvember 1995 | Minningargreinar | 212 orð

Gunnlaugur og Geirþrúður

Dáinn, horfinn, harmafregn (Hávamál). Okkur setur hljóð, það er tregi í huga og hjarta á kveðjustund, okkur er erfitt um mál, og orð eiga sín lítils, þegar borin eru til hinstu hvíldar elsku Þrúða frænka og Gulli hennar, er fórust í snjóflóðinu á Flateyri. Ó, minning þín er minning hreinna ljóða er minning þess, sem veit, hvað tárið er. Meira
4. nóvember 1995 | Minningargreinar | 159 orð

Gunnlaugur og Geirþrúður

Á kveðjustund er gott að hugsa til þeirra hlýju stunda sem við áttum saman, elsku mamma og pabbi okkar, orð fá ekki lýst þeirri miklu sorg er við heyrðum af þessu hræðilega slysi. Þá rifjuðust upp gamlar minningar frá liðinni tíð þegar við bjuggum hjá ykkur á Tjarnargötunni, þau voru ófá kvöldin sem við sátum og spiluðum saman, pabbi, þú varst ávllt frakkur að segja á þín spil, Meira
4. nóvember 1995 | Minningargreinar | 75 orð

Gunnlaugur og Geirþrúður Elsku amma og afi. Þær stundir sem við áttum saman eru okkur ógleymanlegar, sorgin og söknuðurinn er

Elsku amma og afi. Þær stundir sem við áttum saman eru okkur ógleymanlegar, sorgin og söknuðurinn er meiri en nokkur orð fá lýst. Í september við hittumst við gleymum seint þeim fund á minningum við skiptumst á þeirri gleðistund. En myrkrið færðist yfir og sorgin bar á dyr nú biðjum Guð því fyrir hann geymi Þrúðu og þig. Meira
4. nóvember 1995 | Minningargreinar | 620 orð

Jón Einarsson

Jón var fæddur á fyrsta áratug aldarinnar og því af aldamótakynslóðinni. Hann ólst upp í stórum systkinahópi í Reykjadal í Hrunamannahreppi en fór ungur að heiman til sjóróðra í Grindavík og var síðan 9 vertíðir í Vestmannaeyjum, lengst á aflaskipinu Kap. Á sumrin vann hann jafnan hjá foreldrum sínum í Reykjadal. Jón þótti mikið hraustmenni á yngri árum og valdist m.a. Meira
4. nóvember 1995 | Minningargreinar | 171 orð

JÓN EINARSSON

JÓN EINARSSON Jón Einarsson var fæddur að Reykjadal í Hrunamannahreppi 27. maí 1909. Hann lést á heimili sínu að Reykjabakka í sömu sveit aðfaranótt 30. október síðastliðins. Foreldrar Jóns voru hjónin Einar Jónsson og Pálína Jónsdóttir í Reykjadal í Hrunamannahreppi. Meira
4. nóvember 1995 | Minningargreinar | 34 orð

Jón Einarsson Geyma minning fagra flest fótmál þinna sona. Heima finnur barnið best birtu sinna vona. (Birna Friðriksdóttir)

Jón Einarsson Geyma minning fagra flest fótmál þinna sona. Heima finnur barnið best birtu sinna vona. (Birna Friðriksdóttir) Með þessu ljóði viljum við minnast þín, elsku afi okkar. Þín barnabörn, Edda Ósk og Jón Þór. Meira
4. nóvember 1995 | Minningargreinar | 460 orð

Karen Guðjónsdóttir

Elsku amma mín. Nú þegar þú hefur kvatt þennan heim eftir langvarandi og erfið veikindi, langar mig að minnast þín í nokkrum orðum. Þú varst einstök kona, og þess vegna er erfitt að hafa orðin fá. Þú varst af þeirri kynslóð sem því miður týnir hratt tölunni, kynslóð sem einkenndist af dugnaði og ósérhlífni og síðast en ekki síst skilningi á því sem mestu máli skiptir, mannlegum samskiptum. Meira
4. nóvember 1995 | Minningargreinar | 37 orð

KAREN GUÐJÓNSDÓTTIR

KAREN GUÐJÓNSDÓTTIR Karen Guðjónsdóttir fæddist á Skúmstöðum á Eyrarbakka 5. janúar 1901. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurnesja 23. október síðastliðinn. Minningarathöfn um Karen fór fram í Keflavíkurkirkju 31. október, en jarðsetning fer fram í Keflavíkurkirkjugarði í dag. Meira
4. nóvember 1995 | Minningargreinar | 686 orð

Viktoría Jónsdóttir

Elsku Vitta mín, nú ertu farin og hvíldin langþráða komin. Mig langaði að kveðja þig með nokkrum orðum á blaði, sem kannski hefðu átt að hljóma oftar í þín eyru en nú er það of seint. Núna ert þú glöð og frísk hinum megin hjá Halldóri þínum og Sóleyju, en mikið finnst mér þetta erfitt, ég á svo margar minningar, Vitta mín. Meira
4. nóvember 1995 | Minningargreinar | 107 orð

VIKTORÍA JÓNSDÓTTIR

VIKTORÍA JÓNSDÓTTIR Viktoría Jónsdóttir fæddist 29. desember 1903 í Reykjavík. Hún andaðist 26. október síðastliðinn á Hjúkrunarheimilinu Eir, Reykjavík. Foreldrar Viktoríu voru Jón Erlendsson og Þuríður Jónsdóttir. Viktoría fluttist ung til Vestmannaeyja ásamt móður sinni, Þuríði, d. 1953, og systur, Jónu Jónsdóttur, d. 1959. Meira
4. nóvember 1995 | Minningargreinar | 482 orð

Þorgeir óskar Karlsson

Þegar ég minnist Þorgeirs Karlssonar verður mér hugsað til þess hversu vinnugleði hans og starfsorka var ríkur þáttur í daglegu lífi hans, hann var alltaf sívinnandi svo lengi sem ég þekkti hann og ekki fórum við sambýlisfólk hans á Kirkjuvegi 1 varhluta af því. Meira
4. nóvember 1995 | Minningargreinar | 169 orð

Þorgeir óskar Karlsson

Mig langar í örfáum orðum að kveðja föður vinkonu minnar, Þorgeir Óskar Karlsson, sem lést á Borgarspítalanum fimmtudaginn 26. október sl. Heimili Þorgeirs og Sóleyjar, foreldra Katýjar, hefur verið mér einkar kært. Ég kynntist Þorgeiri fyrst 1979 þegar dóttir hans og ég vorum saman á heimavist HSÍ. Meira
4. nóvember 1995 | Minningargreinar | 402 orð

Þorgeir óskar Karlsson

Í dag fylgjum við til grafar pabba, þessum manni sem okkur fannst alltaf vera ódauðlegur, en tími allra kemur og eins var með hann. Hvað sem því líður þá erum við aldrei tilbúin að standa augliti til auglitis við dauðann, jafnvel þó hann sé það eina örugga í þessu lífi. Hann var rúmlega tvítugur þegar hann flutti til Keflavíkur, var hann þar til sjós og keyrði vörubíla sem hann átti sjálfur. Meira
4. nóvember 1995 | Minningargreinar | 251 orð

ÞORGEIR ÓSKAR KARLSSON

ÞORGEIR ÓSKAR KARLSSON Þorgeir Óskar Karlsson fæddist að Steinum í Grindavík 5. mars 1917, fluttist síðan með foreldrum sínum að Karlsskála í sama bæ. Hann lést 26. október síðastliðinn á Borgarspítalanum. Foreldrar hans voru Ágúst Karl Guðmundsson og Guðrún Steinsdóttir. Systkinin voru 10. Eyrún f. 1912, látin. Meira
4. nóvember 1995 | Minningargreinar | 535 orð

Þórður Júlíusson

Önfirsku fjöllin eru tignarleg og hrikaleg í senn. Það fengum við Flateyringar sannarlega að reyna ógnarnóttina miklu þann 26. október síðastliðinn. Nóttin var dimm og illviðri geisaði. Flateyringar voru flestir í fasta svefni og undirbjuggu sig fyrir átök næsta dags þegar í einni svipan snjóflóð gekk yfir stóran hluta byggðarinnar okkar og hreif með sér 20 dýrmæt mannslíf og ógnaði byggðinni sem Meira
4. nóvember 1995 | Minningargreinar | 26 orð

ÞÓRÐUR JÚLÍUSSON

ÞÓRÐUR JÚLÍUSSON Þórður Júlíusson var fæddur á Hellissandi 6. ágúst 1937. Hann lést í snjóflóðinu á Flateyri 26. október síðastliðinn og fór útförin fram 3. nóvember. Meira

Viðskipti

4. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 90 orð

Evrópsk gæða vika hefst á mánudag

EVRÓPSK gæðavika, sem haldin er hér á landi, hefst á mánudag. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá alla vikuna sem er þátttakendum að kostnaðarlausu. Markmiðið með evrópskri gæðaviku, að því er fram kemur í frétt, er að tileinka eina viku á ári hverju aukinni almennri gæðavitund og kynna gildi og mikilvægi gæða fyrir samkeppnishæfni evrópsks efnahagskerfis. Meira
4. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 219 orð

Hvatt til umbóta í ríkisrekstri

FRIÐRIK Sophusson, fjármálaráðherra, efnir til námstefnu nk. þriðjudag, 7. nóvember kl. 9.00 á Scandic Hótel Loftleiðum. Þetta er fyrsta námstefna sinnar tegundar, en á henni verða kynntar aðgerðir og hugmyndir um bætta stjórnun og verklag í ríkisrekstri. Meira
4. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 349 orð

Ísland gæti orðið fyrsta seðlalausa þjóðfélagið

ÍSLENDINGAR eiga mikla möguleika á því að verða fyrsta ríki heimsins til að láta greiðslukort og rafræna greiðslumiðlun leysa algjörlega af hólmi peningaseðla og mynt. Þetta kom fram í ræðu Hatim A. Tyabji, forstjóra VeriFone, sem er leiðandi fyrirtæki á sviði rafrænna viðskipta í Bandaríkjunum, á hádegisverðarfundi VISA Íslands á fimmtudag. Meira
4. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 166 orð

Olían treystir stöðu sína

OLÍA treysti stöðu sína á heimsmarkaði í gær eftir 35 senta hækkun á verði tunnunnar í vikunni. Desemberverð í London lækkaði um 4 sent í 16,60 dollara tunnan í gær. Sú litla lækkun var talin eðlileg afleiðing hækkana fyrr í vikunni sem náðu hámarki á fimmtudag. Meira
4. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 263 orð

Spá hækkun langtímavaxta

VERÐBRÉFAMARKAÐUR Íslandsbanka (VÍB) spáir því að vextir hér á landi eigi eftir að hækka á fjórða ársfjórðungi og er það rakið til aukinnar eftirspurnar eftir fjármagni. Ekki er þó gert ráð fyrir stórvægilegri vaxtahækkun, en búist er við að verðtryggðir vextir hækki um fimm til tíu punkta. Meira
4. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 233 orð

Stefnir í 15% veltu aukningu á þessu ári

MJÖG mikil eftirspurn hefur verið eftir framleiðsluvörum Sæplasts hf. síðustu vikur og mánuði, og hefur verksmiðja félagsins verið keyrð á fullum afköstum við framleiðslu á fiskkerum frá því í ágústbyrjun. Því hefur verið unnið á aukavöktum um allar helgar síðustu þrjá mánuði, og fyrirsjáanlegt að svo verði á næstunni, segir í frétt frá Sæplasti. Meira
4. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 108 orð

Volvo spáð minni gróða

VOLVO mun skila hagnaði upp á 11 milljarða sænskra króna fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins miðað við 12.7 milljarða á sama tíma 1994 samkvæmt könnun Reuters. Hagnaður á árinu í heild fyrir skatta verður 15.3 milljarðar sænskra króna samanborið við 16.4 milljarða í fyrra. Volvo hefur sagt að eignatekjur upp á 3. Meira

Daglegt líf

4. nóvember 1995 | Neytendur | 980 orð

Kartöflur eru ekki bara meðlæti

KARTÖFLUR hafa verið óvenju ódýrar undanfarið, allt frá 15 kr. kílóið og því tilvalið að prófa að matreiða þær á annan og fjölbreyttari hátt en soðnar sem meðlæti með fiski eða kjöti. Möguleikar á matreiðslu eru margir og eru kartöflur uppistaða í mörgum ágætum grænmetisréttum. Kartöflurækt í heiminum nemur um 300 milljón tonnum og hafa kartöflur prýðilegt geymsluþol. Meira
4. nóvember 1995 | Neytendur | 295 orð

Tvö hundruð kallinn við Hlemm

"MENN voru fljótir að taka við sér og tala nú um tvö hundruð kallinn við Hlemm," segir Jón Guðmann Jónsson, framkvæmdastjóri verslunar sem var opnuð um síðustu mánaðarmót að Laugavegi 103. Sérstaða verslunnar er þó nokkur, en þar eru allar vörur seldar á sléttar tvö hundruð krónur. Meira
4. nóvember 1995 | Neytendur | 646 orð

Úrval útlenskra osta eykst smám saman

Neytendur virðast kaupa erlenda osta þrátt fyrir hátt verðlag. Sérverslanir með ost eru að festa sig í sessi. Morgunblaðið skoðaði þær, spurði um tegundir, kannaði verð og fleira. Meira

Fastir þættir

4. nóvember 1995 | Fastir þættir | 562 orð

Af hverju finn ég til í augnlokinu?

Kona spyr: A Af hverju myndast eyrnamergur og af hverju virðast sumir framleiða meira af honum en aðrir? Hvað er besta ráðið til að hreinsa hann? Ég hef heyrt að eyrnarpinnar geti verið hættulegir? B Meira
4. nóvember 1995 | Fastir þættir | 1268 orð

Allra heilagra messa

Allra heilagra messa Guðspjall dagsins:Jesús prédikar um sælu.(Matt. 5.) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffisala Safnaðarfélags Ásprestakalls eftir messu. Kirkjubíllinn ekur. Afmælistónleikar Kirkjukórs Áskirkju kl. 16. Fjölbreyttur kór og einsöngur. Meira
4. nóvember 1995 | Dagbók | 2777 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 3.-9. nóvember, að báðum dögum meðtöldum, er í Laugarnes Apóteki, Kirkjuteigi 21. Auk þess er Árbæjar Apótek, Hraunbæ 102b, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
4. nóvember 1995 | Fastir þættir | 436 orð

AUKAÖND Í HÚSI 111

ÖNDUNUM af yngri kynslóð Andabæjar hefur borist óvæntur liðsauki samkvæmt 43. tölublaði 13. árgangs vikuritsins um Andrés önd, sem út kom í síðustu viku. "Það stóð aldrei til að fjórði frændinn kæmi til sögunnar, þetta eru einfaldlega mistök," segir Jesper Christiansen markaðsstjóri Serieforlaget A/S í Kaupmannahöfn, sem sér um útgáfu blaðsins í Danmörku. Meira
4. nóvember 1995 | Dagbók | 107 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, sunnu

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 5. nóvember, verður níræður Alfons Oddsson, Mávahlíð 8, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum í húsi Oddfellowreglunnar við Vonarstræti milli kl. 16 og 18 á morgun, afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Mánudaginn 6. nóvember nk. Meira
4. nóvember 1995 | Dagbók | 138 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósm. Oddgeir BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. september sl. í Hvalsneskirkju af sr. Jónu Kristínu Þorvaldsdóttur Ólafía Marelsdóttir og Magnús Þórisson.Heimili þeirra er á Holtsgötu 5a, Sandgerði. Ljósm. Oddgeir BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 30. september sl. í Útskálakirkju af sr. Meira
4. nóvember 1995 | Fastir þættir | 648 orð

Ég er sósukallinn

Einar Bogi Sigurðsson útibússtjóri Landsbankans á Reyðarfirði er mikið fyrir að elda og finnst allur matur góður sem hann býr til sjálfur, líka þegar hann matreiðir hráefni sem honum finnst að öðru jöfnu vont. Einar Bogi ætlaði alltaf að verða viðskiptafræðingur. Meira
4. nóvember 1995 | Fastir þættir | 151 orð

FORTÍÐ roKksIns AFHJÚPUÐ

FORTÍÐIN er sífellt að verða aðgengilegri. Ný tækni býður upp á stöðugt fleiri leiðir til að hverfa á vit fortíðarinnar, ekki síst í heimi tónlistarinnar. Hægt er að horfa á gömlu Bítlamyndirnar heima í sófa og minnast þess þegar þær voru sýndar í Tónabíói í gamla daga. Meira
4. nóvember 1995 | Fastir þættir | 553 orð

HAUST

TILBRIGÐI tískunnar birtast í ýmsum myndum. Hvort einhver flík er meira í tísku en önnur skal ósagt látið, en líklega fer það þó fremur eftir fatasmekk og persónuleika hvers og eins, hvaða fatnaður hæfir við hin ýmsu tækifæri. Meira
4. nóvember 1995 | Fastir þættir | 767 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 821. þáttur

821. þáttur Próf. Bergsteinn Jónsson skrifar mér hið mætasta bréf sem ég þakka honum. Fyrst þakkar hann mér fyrir að hafa "kveðið niður eða að minnsta kosti dasað" margan drauginn í pistlum þessum. Mér þykir vænt um lofið, en finnst það vera vel ríflegt, að minnsta kosti veitir "ýmsum" betur, þegar ég fæst við Fróðársel. Meira
4. nóvember 1995 | Fastir þættir | 219 orð

Jafnlynt tveggja milljóna króna selló

FYRSTA hljóðfæri Bryndísar Höllu Gylfadóttur sellóleikara var ekki selló. Hún byrjaði á því að læra á gígju, sem reyndar er fyrirrennari sellósins. Það var þegar hún var sex ára, en ári seinna sneri hún sér að sellóinu og hefur spilað á það síðan. Meira
4. nóvember 1995 | Fastir þættir | 459 orð

Með bílverð á handleggnum

SAGT er að allt það besta í heiminum sé ókeypis og eflaust má það til sanns vegar færa þegar átt er við heilsu og lífshamingju almennt. Hins vegar er það staðreynd að vandaðir og verðmætir hlutir kosta oft mikla peninga enda fá menn þá jafnan talsvert fyrir sinn snúð. Meira
4. nóvember 1995 | Dagbók | 503 orð

Mæðrastyrksnefnd Kópavogs

Mæðrastyrksnefnd Kópavogs er með flóamarkað í dag kl. 15-18 2. hæð í félagsheimili Kópavogs, suðurdyr. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Vetrarfagnaður verður í Risinu kl. 20 í kvöld. Skemmtiatriði og dans til kl. 1 eftir miðnætti. Miðaafhending við inngang. Norðurbrún 1. Árlegur vetrarbasar verður 12. Meira
4. nóvember 1995 | Fastir þættir | 782 orð

Sumir myndu kalla okkur sérvitringa

Hvað gerir þú í tómstundum? "Þær eru nú eiginlega ekki margar, þannig að égþarf ekki að fylla upp í þær."Ja, þér virðist samt takast að finna tíma til þess að fara í bíó, í kirkju, sund og á landsleiki, Meira
4. nóvember 1995 | Fastir þættir | 125 orð

Söngelskur trommari

MÁR Elíson, slagverksleikari gleðisveitarinnar Kosmos, var gripinn glóðvolgur á veitingahúsinu Óðali nýverið, þar sem hann lék á ásláttarhljóðfæri af ýmsum gerðum og söng eins og honum einum er lagið. Már hefur verið lengi í tónlistarbransanum, hóf ferilinn með Axlabandinu á sjöunda áratugnum, lék síðan með Trix og um árabil með Galdrakörlum í Þórskaffi og síðar með Upplyftingu. Meira
4. nóvember 1995 | Fastir þættir | 116 orð

Vísdómur í vikulok...

MENNTUN er þau áhrif lærdómsins, sem eftir verða í hverjum manni, þegar hann er búinn að gleyma því, sem hann hefur lært. SÁ SEM hefur vit á að skýla heimsku sinni er ekki heimskur. FLESTIR vita, að jörðin snýst um möndul sinn, en margir eru líka jafn sannfærðir um að möndullinn sé þeir sjálfir. Meira
4. nóvember 1995 | Dagbók | 215 orð

Yfirlit: Mil

Yfirlit: Milli Íslands og Noregs er 1029 mb. háþrýstisvæði sem hreyfist austur, en um 800 km suðvestur af Reykjanesi er 980 mb lægð og þokast hún norður. Spá: Á morgun verður sunnan- og suðaustanátt á landinu, víðast kaldi. Meira

Íþróttir

4. nóvember 1995 | Íþróttir | 241 orð

Arsenal hafði forkaupsrétt

GEORGE Graham, sem var látinn fara frá Arsenal í febrúar eftir að hafa verið framkvæmdastjóri liðsins í níu ár, greindi frá því um helgina að Arsenal hefði haft forkaupsrétt á öllum leikmönnum á vegum norska umboðsmannsins Runes Hauges. "Ef ég vildi þá ekki beindi ég þeim annað," sagði Graham. Meira
4. nóvember 1995 | Íþróttir | 333 orð

Atavin og Grebnev ekki með Rússum

Íslenska landsliðið í handknattleik kom til Moskvu í gærkvöldi eftir níu klukkustunda ferðalag frá Íslandi og dvelur liðið í íþróttabúðum rússneska landsliðsins sem er í úthverfi Moskvu. Leikur Íslands og Rússlands verður kl. 10 í fyrramálið að íslenskum tíma. Íslensku strákarnir tóku létta æfingu í gærkvöldi, svona rétt til að ná úr sér ferðaþreytunni. Meira
4. nóvember 1995 | Íþróttir | 160 orð

Bayern fær Benfica TVÖ af frægustu liðum Evrópu

TVÖ af frægustu liðum Evrópu, Bayern M¨unchen og Benfica, mætast í 16-liða úrslitum UEFA- keppninnar í knattspyrnu og annað fornfrægt lið, AC Milan, leikur gegn Sparta Prag. Bayern, varð Evrópumeistari þrisvar ­ 1974­1976 og Benfica varð Evrópumeistari tvisvar, 1961 og 1962. Meira
4. nóvember 1995 | Íþróttir | 68 orð

Bucci frá í mánuð

LUCA Bucci, markvörður Parma og varamarkvörður ítalska landsliðsins, verður frá keppni í mánuð - hann meiddist á viðbeini í Evrópuleik gegn Halmstadt á fimmtudaginn. Hann mun því missa mikilvæga leiki eins og gegn AC Milan og Juventus. Meira
4. nóvember 1995 | Íþróttir | 619 orð

DAVID GINOLA

Franski landsliðsmaðurinn David Ginola hefur slegið eftirminnilega í gegn með Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í vetur og verður í sviðsljósinu í dag þegar liðið sækir Liverpool heim á Anfield Road, en þessi tvö lið þykja leika bestu knattspyrnuna í Englandi um þessar mundir. Meira
4. nóvember 1995 | Íþróttir | 189 orð

Happafengur? ÞAÐ vakti mikla athygli þe

ÞAÐ vakti mikla athygli þegar Dennis Rodman fór frá San Antonio Spurs í sumar og gekk til liðs við Chicago Bulls. Engum blandast hugur um að maðurinn er frábær í vörn og enginn er betri við það að hirða fráköst. Samt sem áður settu margir spurningamerki við þá ákvörðun forráðamanna Chicago að semja við hann því Rodman hefur þótt algjör vandræðagemlingur. Meira
4. nóvember 1995 | Íþróttir | 28 orð

Herrakvöld Fram

Herrakvöld Fram verður föstudaginn 10. nóvember, kl. 19. Veislustjóri verður Sigurður Tómasson, ræðumaður kvöldsins Hrafn Jökulsson og eins og áður mætir Ómar Ragnarsson á svæðið og skemmtir. Meira
4. nóvember 1995 | Íþróttir | 147 orð

Körfuknattleikur 1. deild kvenna: ÍA - Njarðvík53:57 Keflavík - KR56:58 1. deild karla: Reynir - KFÍ77:96 Handknattleikur 1.

1. deild kvenna: ÍA - Njarðvík53:57 Keflavík - KR56:58 1. deild karla: Reynir - KFÍ77:96 Handknattleikur 1. deild kvenna: KR - FH22:19 2. Meira
4. nóvember 1995 | Íþróttir | 501 orð

LUCA Marchegiani,

LUCA Marchegiani, markvörður Lazio á Ítalíu, sem meiddist í deildarleiknum gegn Juventus um síðustu helgi, verður líklega tilbúinn á ný eftir þrjá mánuði. Meira
4. nóvember 1995 | Íþróttir | 152 orð

Nokkrar "stjörnur" frá vegna meiðslaMARG

MARGIR kunnir kappar í NBA-deildinni eru meiddir og leika ekki með liðum sínum í upphafi deildarkeppninnar, en keppnin hófst í nótt. Þar má fyrstan nefna höfðingjann Hakeem Olajuwon, sem hefur fagnað meistaratili með Houston Rockets tvö síðustu keppnistímabil - hann á við meiðsli að stríða í baki og olnboga. Meira
4. nóvember 1995 | Íþróttir | 142 orð

Sigurður ekki til Ungverjalands ÁSGEIR

ÁSGEIR Elíasson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, tilkynnti í gær um síðasta landsliðshóp sinn, en liðið mætir Ungverjum í síðasta leiknum í Evrópukeppninni á laugardaginn eftir viku. Sigurður Jónsson er ekki í hópnum. "Sigurður er meiddur og hefur ekkert æft síðan fyrir síðasta leik," sagði Ásgeir í gær. Meira
4. nóvember 1995 | Íþróttir | 1879 orð

Síðasta tækifæri margra til að fagna meistaratign

FIMMTUGASTA keppnistímabilið í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik er nú að hefjast; átti reyndar að hefjast með 14 leikjum aðfaranótt laugardagsins. Þó vissulega verði augu flestra á Michael Jordan, eru enn margar stórstjörnur sem aldrei hafa orðið meistarar með liðum sínum. Fyrir suma er möguleikinn að minnka ef eitthvað er. Meira
4. nóvember 1995 | Íþróttir | 74 orð

UMFA leikur báða heima

SAMNINGAR hafa tekist með Aftureldingu og pólska liðinu Zaglebie Lubin um að leikir liðanna í 2. umferð Borgarkeppni Evrópu verði báðir leiknir í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ. Fyrri leikurinn verður laugardaginn 18. nóvember en sá síðari sunnudaginn 19. Meira
4. nóvember 1995 | Íþróttir | 235 orð

UM HELGINAKörfuknattleikur Laugardagur

Laugardagur: 1. deild karla: Egilsstaðir:Höttur - Selfoss14 Þorlákshöfn:Þór - ÍH17 1. deild kvenna: Grindavík:Grindavík - ÍS16 Seljaskóli:ÍR - Tindastóll16 Valsheimili:Valur - Breiðablik14 Sunnudagur: Úrvalsdeild: Borgarnes:UMFS - Meira
4. nóvember 1995 | Íþróttir | 126 orð

Þorvaldur til Blackpool?

ÞORVALDUR Örlygsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur verið í viðræðum við forráðamenn enska 2. deildarliðsins Blackpool síðustu daga. Hann hefur ekki viljað endurnýja samninginn við 1. deildarlið Stoke, nokkur félög sýndu honum áhuga í haust - þ. á m. Meira

Úr verinu

4. nóvember 1995 | Úr verinu | -1 orð

Nokkur skipanna með fullfermi í einu kasti

FYRSTA loðnan sem berst til Bolungarvíkur á þessari vertíð kom með Sunnuberginu frá Grindavík í gærmorgun. Sunnubergið landaði 800 tonnum, sem fengust 50 mílur norðaustur af Straumnesi og Örn KE landaði 8-900 tonnum eftir hádegi í gær. Meira

Lesbók

4. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 411 orð

Akkadísk tunga og nokkrar fleiri

BIRNA Bragadóttir myndlistarmaður sýnir verk sitt "Um akkadíska tungu og nokkrar fleiri" í setustofu Nýlistasafnsins. Verkið samanstendur af 125 tungumálaheitum sem raðað hefur verið á veggina í stafrófsröð og hefst á fyrrnefndri Akkadísku. Uppröðunin er vélræn og augljóst er að Birna er ekki að varpa ljósi á hverja mállýsku fyrir sig né menningu viðkomandi þjóðar. Meira
4. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1370 orð

Austurstræti

ÞEGAR ég kom fyrst til Reykjavíkur, vorið 1940, skömmu áður en breski herinn gekk hér á land, gisti ég uppi við Bárugötu. Fyrsta morguninn fór ég í könnunarferð, gekk undan brekkunni, niður Fichersund, þar sem ilminn frá kaffibrennslu Rydens lagði fyrir vit mér, yfir á Hótel Ísland og fram hjá því inn í Austurstræti. Meira
4. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 553 orð

Á hættubrún alvogunar

Flutt voru verk eftir Haydn, Mozart, Þorkel Sigurbjörnsson og Bartók. Einleikari: Ib Lanzky-Otto. Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson. Fimmtudagurinn 2. nóvember, 1995. ÞAÐ verða að teljast nokkur tíðindi, að ungur íslenskur hljómsveitarstjóri kveður sér hljóðs og stjórnar áskriftartónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Meira
4. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 209 orð

efni 4. nóv

Forsíðan Myndin er af nýja listasafninu í Groningen í Hollandi; byggingu sem arkitektinn Alessandro Mendini er skrifaður fyrir og vakið hefur verulega athygli og bara í ár hefur það dregið 100 þúsund ferðamenn til Groningen. Það hefur þó alls ekki hlotið einróma lof. Meira
4. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 99 orð

Fósturjörð

Íslenska mjúka mold eg minnist við þig er eg geng. Til þín læt eg hljóma hvern þaninn streng. Þú skalt mitt geyma hold. Þegar að komið er kvöld og hvarmanna slokknuð glóð, þú geymir mig móðir, öld eftir öld. Eg veit að þú verður mér góð. En andinn fer út í þann geim, til upphafsins, leitar hver. Meira
4. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 698 orð

Færeysk spenna

FÆREYINGUM hefur tekist það sem okkur Íslendingum hefur enn ekki auðnast; að skrifa innlenda spennusögu, sem gerist í nútímanum og sem auk þess er stórgóð lýsing á mann- og þjóðlífi í Færeyjum, og síðast en ekki síst fyndin. Þetta eru bækurnar Ljúf er sumarnótt í Færeyjum og Grár október eftir Jógvan Ísaksen. Meira
4. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 2144 orð

Hin sálfræðilega ævisaga

Lesendur og gagnrýnendur ævisagna einskorða sig oft við staðreyndir og efni ævisögunnar, líkt og þeir væru að skoða ljósmynd. Þeir gera sér sjaldnast grein fyrir vinnu höfundarins og byggingu verksins en sökkva sér því dýpra í efnið sjálft, þ.e. persónu viðmælandans og atburðarás ævi hans sem bókin greinir frá. Meira
4. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 264 orð

Hjarn

Ég bað að mér yrði gefið að hugsa af gnægð, án tvíveðrungs, án látaláta, að allar sífellur og samfellur í tilhaldssemi orðs og æðis léttu sér upp af lund minni ­ já, jafnt hin ábúðarfulla launung sem allir sýndarhimnarnir... Meira
4. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 410 orð

Í miðri atburðarás

TOLLI myndlistarmaður opnar sýningu á tveimur tugum stórra málverka í Selfossbíói við Hótel Selfoss í dag. Verkunum, sem unnin eru á síðastliðnu ári, skiptir listamaðurinn í tvennt: Landslagsmyndir og goðsagnakenndar myndir. Þær fyrrnefndu eru framhald af því sem Tolli hefur verið að fást við á liðnum misserum en í þeim síðarnefndu kveður við nýjan tón, manneskjan er í öndvegi. Meira
4. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 77 orð

Keltar og Jónas Árnason á Akranesi

JÓNAS Árnason og Keltar halda tónleika í Rein á Akranesi sunnudagskvöldið 5. nóvember kl. 20.30. Á efnisskránni eru írsk þjóðlög og kvæði Jónasar við þau en einnig munu Keltar leika írska dansa. Jónas og Keltarnir hafa að undanförnu unnið að upptöku á efnisskránni á tónleikum í Borgarleikhúsinu. Meira
4. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 423 orð

Kristileg spenna

Náttúrulífsfræðingurinn Steve Benson er einn og óvopnaður í fjallshlíð í tunglsljósi. Hann er hundeltur. Skepna sem helst minnir á eðlu og er á stærð við hval, leynist skammt frá. Hún er sólgin í mannaket. Söguþráðurinn minnir helst á bók úr smiðju Michaels Chrichtons, nema hvað Benson leggst á bæn. Meira
4. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 373 orð

Kvennaútgáfa í klandri

ALLT ER í óvissu um framtíð breska útgáfufyrirtækisins Virago, sem stofnað var fyrir 22 árum, af konum og fyrir konur. Ýmislegt bendir nú til þess að vegna fjárhagsörðugleika verði það selt einum samkeppnisaðilanna og hafa nöfn Random House og Bloomsbury verið nefnd, að því er fram kemur í The Independent. Meira
4. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 122 orð

Kyrjálaeiði Hannesar

ÚT er komin ljóðabókin Kyrjálaeiði eftir Hannes Sigfússon. "Bókin hefur að geyma margbreytileg og djúphugsuð ljóð eftir eitt okkar helsta núlifandi skáld," segir í kynningu. Hannes kvaddi sér fyrst hljóðs með ljóðaflokknum Dymbilvöku árið 1949. Síðan hefur hann sent frá sér fjölda verka, meðal þeirra ljóðabækurnar Imbrudagar (1951), Sprek á eldinn (1961) og Jarteikn (1966). Meira
4. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 440 orð

Látum okkur sjá...

Ekki er nóg að tónlist sé vel leikin, segir Rúnar Vilbergsson, ef lélegur hljómburður kemur í veg fyrir að hún njóti sín. ÞAÐ getur varla varla verið tilviljun ein hve tónlist er stór þáttur í lífi okkar. Meira
4. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 111 orð

Leiðin um djúpið

ÚT er komin Hljóð nóta, söguljóð eftir Steinar Vilhjálm. Í kynningu segir: "Hafir þú þolgæði og ímyndunarafl, áttu eftir að lesa þessa bók oft. Hvað gerist þegar ævintýraþráin leiðir fólk á villustigu þeirra sem gefast upp í ranglátum heimi? Hver er Prinsinn sem öllu ræður þar? Leiðin um djúpið er hættuleg, vörðuð gylltum hillingum framavonanna. Leiðin til baka er lífsreynslan. Meira
4. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 198 orð

Leikfélag Húsavíkur frumsýnir Gauragang

LEIKFÉLAG Húsavíkur frumsýnir Gauragang eftir Ólaf Hauk Símonarson í dag, laugardaginn 4. nóvember kl. 16.00. Leikstjóri er Sigrún Valbergsdóttir sem einnig semur alla dansa í leikritinu. Valmar Valjaots stjórnar tónlistinni og Ástralinn David Walters er ljósahönnuður, Meira
4. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 740 orð

Leikhús annarrar veraldar Leikhús er marghöfða skrímsli, óheyrilega margþætt og flókið, skrifar danski leikstjórinn Kirsten

RÝMIÐ er til. Við finnum það. Eða okkur er gefið það. Hér hefst sýningin eða hugmyndin um sýninguna. Hún verður til út frá arkitektúr rýmisins, sögu staðarins og því hvernig staðurinn er jafnan notaður. Lögun rýmisins, frásögnin og virknin verður rammi sýningarinnar. Meira
4. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 2684 orð

Lesbókin í 70 ár

Svo lengi hefur Lesbók Morgunblaðsins komið inn á heimili landsmanna, að aðeins fámennur hópur hinna allra elztu Íslendinga man þá tíð að þetta elzta fylgirit Morgunblaðsins var ekki enn orðið til. Sem fylgirit stærsta dagblaðs þjóðarinnar hefur Lesbókin haft sérstöðu í sjö áratugi. Meira
4. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1327 orð

Meistaraverk óperubókmenntanna Íslenska óperan frumsýnir eina af perlum óperubókmenntanna, Madame Butterfly eftir Giacomo

MADAME Butterfly er meistaraverk óperubókmenntanna. Leiksviðið kann að vera Nagasaki en tilfinningarnar sem bærast í brjósti Butterfly eru alþjóðlegar og mannlegar. Þess vegna hitta þær í mark, hvar sem er í heiminum," segir Halldór E. Laxness sem leikstýrir Madame Butterfly, einni vinsælustu óperu allra tíma, sem frumsýnd verður í Íslensku óperunni föstudaginn 10. Meira
4. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 448 orð

MENNING/LISTIRNÆSTU VIKUMYNDLIST

Kjarvalsstaðir Kjarval ­ mótunarár 1885-1930. Sýn. Einskonar hversdagsleg rómantík og sýn. Einars Sveinss. arkitekts til 9. des. Listasafn Íslands Haustsýn. safns Ásgríms Jónss. til 26. nóv. Nýlistasafnið "Í vesturleið" og "um akkadíska tungu" til 5. nóv. Meira
4. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 497 orð

Mörg andlit Schönbergs

ÞRÁTT fyrir að Austurríkismaðurinn Arnold Schönberg hafi af mörgum verið talinn eitt af efnilegustu tónskáldum í byrjun aldarinnar mætti hann einnig mikilli andstöðu vegna tónsmíða sinna og átti alla tíð í mikilli sálarkreppu sem tengdist tónsmíðum hans, félagslegri stöðu og einkalífi. Hann hóf að mála og leitaði oft á náðir striga og pensils síðar í lífinu. Meira
4. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 268 orð

Norðurslóðir

ÍDAG kl. 16 opnar ljósmyndasýning Ragnars Th. Sigurðssonar, "Norðurljós", í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs. Einnig kemur bókin Jökulheimar út í dag en hún er samstarfsverkefni Ragnars og Ara Trausta Guðmundssonar jarðeðlisfræðings en saman hafa þeir farið víða um norðurslóðir og gengið jökla og fjöll. Meira
4. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 140 orð

Norman í mál við tímarit

BANDARÍSKA óperusöngkonan Jessye Norman hefur höfðað mál á hendur breska tímaritinu Classical CD fyrir að segja hana ómenntaða og þjást af offitu. Norman krefst þriggja milljóna dala í skaðabætur, sem svarar til 195 milljóna kr. ísl. Meira
4. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 105 orð

Ný safnaðarsalur tekinn í notkun

NÝR safnaðarsalur í Hallgrímskirkju verður tekinn í notkun un helgina eftir miklar umbætur. Safnaðarsalurinn er í suðurálmu, þar sem áður var kapella. Miklar steypuskemmdir voru í veggjum og þaki og hafa þær nú verið lagfærðar. Nýjar loftplötur hafa verið settar í salinn og voru þær valdar sérstaklega með tilliti til hljóðdreifingar þannig að allt tal á að heyrast vel, segir í kynningu. Meira
4. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 276 orð

Orð til þroska

SÝNINGIN Orð til þroska - norskar barna- og unglingabækur, verður opnuð við hátíðlega athöfn í Borgarbókasafni Reykjavíkur, Þingholtsstræti 29a, mánudaginn 6. nóvember nk. klukkan 17. Orð til þroska er umferðarsýning, haldin í íslenskum almenningsbókasöfnum að frumkvæði norska menningarmálaráðuneytisins. Meira
4. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 32 orð

Sibba opnar sýningu

SIBBA, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, opnar sýningu í Gallerí Fold í dag laugardag kl. 15. Röng mynd birtist með frétt um sýninguna í gær og er beðist velvirðingar á því. Sibba, Meira
4. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Sjöundalistgreinin

U PP ÚR 1975 fóru að koma til starfa hjá Sjónvarpinu leikstjórar sem höfðu hlotið menntun sína á sviði kvikmyndaleikstjórnar erlendis og breyttust þá vinnubrögðin við upptökur leikritanna. Einn af afkastamestu kvikmyndaleikstjórum sem hófu feril sinn hjá Íslenska sjónvarpinu er Hrafn Gunnlaugsson. Meira
4. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 201 orð

Styrkveiting úr Söngvarasjóði

ÞRÍR söngnemendur hlutu styrk úr Söngvarasjóði Óperudeildar FÍL. Þeir nemendur sem hlutu styrk eru eftirtaldir. Finnur Bjarnason, bariton. Hann lauk burtfararprófi frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar síðastliðið vor. Kennari hans var John Speight. Finnur hefur nú hafið söngnám við Guildhall tónlistarháskólann í London. Styrkur kr. 150.000. Meira
4. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 92 orð

Sýningu á mannamyndum að ljúka

SÝNINGU Þjóðminjasafns Íslands í Bogasal, Mannamyndir íslenskra listamanna frá 17.-19. aldar, lýkur á morgun sunnudag. Á sýningunni getur að líta úrval mannamynda eftir nafngreinda íslenska listamenn og eru þær helstu frá 17. öld. Meira
4. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 194 orð

Sæfari Thor Vilhjálmsson þýddi

Í dag er ég aftur sæfuglinn fleygi svartbakur hnita og hringa hálfnaða leið upp til himna hamraandlitum hjá í dag er ég sá þessi sæfugl og bringuhvítur einn í ferð heilsa um stund á góðum degi og hylli framandi gesti í dag er ég hinn þessi háfætti fugl hegri sem sprangar um saltar flæðigrundir við ósa alllöngu fyrir fuglagildrur og Meira
4. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 829 orð

Útflutningur á íslenskum hæfileikum Söngleikurinn Hárið í leikstjórn Baltasars Kormáks verður frumsýndur í Barcelona í næsta

HUGMYNDIN var nógu fáránleg til að hrinda henni í framkvæmd. Fáránlegar hugmyndir eru nefnilega oft líklegastar til að verða að veruleika," segir Baltasar Kormákur sem leikstýrir um þessar mundir söngleiknum Hárinu í Barcelona. Verður verkið frumsýnt í desember. Hugmyndin að ævintýrinu kviknaði kvöld eitt í kjallara óperunnar. Meira
4. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 912 orð

Vel heppnuð ráðstefna um Stephan G. í Kanada

SKÁLD, heimspekingur, landnemi, bóndi, ­ Stephan G. Stephansson var aðalumræðuefnið í Red Deer um síðustu helgi. Skammt frá Markerville, á hásléttum Kanada með Klettafjöllin í baksýn, hittust Íslendingar frá Íslandi og Kanada og skiptust á skoðunum. Meira
4. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 388 orð

Vinnusamur endurreisnarmaður

Hann er hræðilegur. Það er engin leið að eiga við hann," var eitt sinn haft eftir Leo X páfa um listamanninn Michelangelo Buonarroti (1475-1564), sem skreytti Sixtusar-kapelluna í Róm. Aðrir sáu í honum mann, himneskan fremur en af holdi og blóði"; málara, myndhöggvara, skáld og arkitekt. Meira
4. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 270 orð

William Lloyd Webber loksins vinsæll

ÞRÁTT fyrir að nafnið sé nánast ávísun á velgengni í heimi söngleikjanna er tónlist Willams Lloyd Webbers óþekkt. Útgefendur hafa nú tekið við sér og slást um útgáfurétt á sónötum, óratóríum, söngvum og sinfóníum Lloyd Webbers eldri. Meira
4. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 575 orð

Ævintýri um stúlkuna sem elskaði eldinn

Eeinu sinni, einhvern tímann, var til stúlka, sem bókstaflega elskaði eldinn. Ekki svo að skilja, að hún hafi verið haldin þeirri þörf, að skemma og eyðileggja með íkveikjum, ó nei, aldeilis ekki. Ást hennar til eldsins birti sig á þá vegu, að henni fannst svo gott að kveikja eld, horfa í logann og ylja á sér fingurna. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.