Greinar sunnudaginn 5. nóvember 1995

Forsíða

5. nóvember 1995 | Forsíða | 258 orð

Neitar að Jeltsín hafi afsalað sér völdum

SERGEJ Medvedev, talsmaður Borís Jeltsíns Rússlandsforseta, staðhæfði við Interfax-fréttastofuna í gær, að forsetinn hefði ekki falið nokkrum manni neitt af völdum sínum. Víktor Tsjernomyrdín forsætisráðherra skýrði frá því á föstudag, að Jeltsín hefði falið sér að hluta yfirstjórn valdamestu ráðuneytanna, þ.e. varnar-, öryggis-, utanríkis- og innanríkisráðuneytanna. Meira
5. nóvember 1995 | Forsíða | 151 orð

Sir Cliff úthýst á BBC-2

TÓNLISTARSTJÓRI BBC-2 útvarpsstöðvarinnar hefur lagt bann við því að stöðin spili titillag nýjustu plötu breska tónlistarmannsins Sir Cliffs Richards. Virðist hvorki duga Sir Cliff að hafa verið aðlaður á dögunum né að vera eini breski listamaðurinn sem átt hefur lag á toppi breska vinsældalistans á hverjum einasta áratug af þeim fimm síðustu. Meira
5. nóvember 1995 | Forsíða | 200 orð

Önnur umferð líkleg í Póllandi

ALLAR líkur eru taldar á að kjósa verði öðru sinni milli þeirra tveggja frambjóðenda sem flest atkvæði hljóta í forsetakosningum, sem fram fara í Póllandi í dag. Skoðanakannanir benda til að Lech Walesa forseti og Aleksander Kwasniewski, leiðtogi Lýðræðislega vinstribandalagsins, arftaka gamla kommúnistaflokksins, hljóti talsvert meira fylgi en hinir frambjóðendurnir 11. Meira

Fréttir

5. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 92 orð

Bílaútsala í Kolaport

TOYOTA ætlar að efna til stórút sölu á yfir 100 notuðum bílum í Kolaportinu í Tollhúsinu alla næstu viku. Loftur Ágústsson markaðsstjóri hjá Toyota segir að veittur verði afsláttur af bílunum, að lágmarki 100 þúsund kr. frá viðmiðunarverði Toyota. Meira
5. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 182 orð

Bjart yfir efnahagslífinu

HORFURNAR í sænsku efnahagslífi eru betri en í langan tíma og hagvöxtur verður meiri á árinu en áður var áætlað. Var þessu slegið upp á forsíðu tveggja sænskra dagblaða í gær og sagt, að ríkisstjórnin myndi skýra frá þessu á mánudag. Meira
5. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 157 orð

Boðmerki skyggja á útsýni

NOKKUÐ hefur borið á því að kvartað hafi verið undan að boðmerki á umferðareyjum skyggi á aðra akreinina þegar beygt er fyrir umferð úr gagnstæðri átt eins og sést á þessari mynd sem tekin var í Kringlunni. Meira
5. nóvember 1995 | Leiðréttingar | 27 orð

LEIÐRETT Ingólfshöfði Ranghermt var í

LEIÐRETT Ingólfshöfði Ranghermt var í baksíðufrétt Morgunblaðsins í gær, að kolmunni hefði fundizt út af Ingvarshöfða. Þar var auðvitað átt við Ingólfshöfða. Morgunblaðið biðst afsökunar á þessum mistökum. Meira
5. nóvember 1995 | Leiðréttingar | 26 orð

LEIÐRETT Kartöflur Í grein um k

LEIÐRETT Kartöflur Í grein um kartöflur, sem birtist í gær, var sagt að sterkja í kartöflum breyttist í sykur við 110C, en á vitaskuld að vera 11C. Meira
5. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 554 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands fyrir vikuna 5. - 12. nóvember: Mánudagur 6. nóvember: Erindi á vegum Verkfræðideildar Háskóla Íslands um umhverfismál. Þorleifur Einarsson, prófessor í jarðfræði, flytur erindi um umhverfisáhrif mannvirkjagerðar. VR II, stofa 158, kl. 17:00. Þriðjudagur 7. Meira
5. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 285 orð

Dýrmætri fiðlu rænt í New York

DÝRMÆTRI Stradivariusar-fiðlu hefur verið stolið úr íbúð fiðluleikara í New York. Hún var metin á 3,5 milljónir dollara eða jafnvirði 228 milljóna króna. Fiðlunni var stolið úr íbúð Erica Morini við fimmtu götu. Hún lést á miðvikudag á 92. aldursári en ránið uppgötvaði vinkona hennar um áratugi nokkrum dögum fyrir lát hennar. Meira
5. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 306 orð

Farþegum í innanlandsflugi fjölgaði um 16%

FARÞEGAR í innanlandsflugi fyrstu sex mánuði ársins voru 181.535, sem er 16% aukning frá sama tímabili árið 1994. Farþegum fjölgaði á öllum áætlunarflugvöllum nema í Vestmannaeyjum þar sem þeim fækkaði um 1%. Meira
5. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 106 orð

Fimm þúsund tonn af Hekluvikri

UM 6.700 rúmmetrar af vikri voru lestaðir í flutningaskip í Þorlákshöfn í vikulokin, eða um 5.000 tonn. Skipið fer til Þýskalands með viðkomu í Rotterdam þar sem farminum verður umskipað í smærri skip, en vikurútflutningurinn er á vegum Jarðefnaiðnaðar hf. Fyrirtækið hefur flutt út um 100 þúsund tonn af vikri á þessu ári að verðmæti um 300 milljónir króna. Meira
5. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 58 orð

Forsetakjör í Alsír

FORSETAKOSNINGAR verða í Alsír 16. þessa mánaðar og er kosningabaráttan komin í fullan gang. Auk núverandi forseta, Liamine Zerouals, sækjast þrír aðrir eftir embættinu og þar á meðal Said Saadi, sem efndi til þessa fundar í borginni Tizziouzou í gær. Bókstafstrúaðir múslimar bjóða ekki fram en þeir eiga í blóðugu stríði við stjórnvöld í landinu. Meira
5. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 60 orð

Frygðadagar í FB

NEMENDUR við Fjölbrautaskólann í Breiðholti verða með Frygðadagaviku til styrktar Alnæmissamtökunum og til kynningar á kynlífi almennt 6.­10. nóvember. Meðal þeirra sem koma fram eru Páll Óskar og Emiliana Torrini ásamt Fjallkonunni en það er þeirra frumraun saman. Auk þessa verða fyrirlestrar og fleira. Meira
5. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 810 orð

Hjálparstofnanir fái frið til að sinna starfi sínu

EITT mikilvægasta verkefni Rauða krossins er að sannfæra stjórnvöld, t.d. í Evrópu, um að halda sig við stjórnmál og leyfa hjálparstofnunum að starfa í friði. Það eru mistök að ætla að reyna að ávinna sér virðingu með mannúðarstarfi þegar allt annað hefur farið úrskeiðis. Ég nefni t.d. Meira
5. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 92 orð

Ljósmyndir í Sparisjóðnum

SÝNING á ljósmyndum fréttaritara Morgunblaðsins hefur verið sett upp í Sparisjóði Mýrasýslu í Borgarnesi. Þar verða myndirnar út vikuna. Á sýningunni sem hefur yfirskriftina Til sjós og lands eru 30 verðlaunamyndir úr ljósmyndasamkeppni Okkar manna, félags fréttaritara Morgunblaðsins. Þar eru nokkrar myndir Theodórs Kr. Meira
5. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 239 orð

Lög sett um að skattleggja starfskostnað

ALÞINGI hefur lögfest breytingu á lögum um þingfararkaup og þingfararkostnað, sem felur í sér að skattfrelsi 40 þúsund króna starfskostnaðargreiðslu til þingmanna er afnumið. Þingmenn geta þó framvísað reikningum til skattafrádráttar. Meira
5. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 747 orð

Minni hætta á vímuefnaneyslu og misnotkun

"MEÐ ÞVÍ að framfylgja reglum um útivistartíma barna og unglinga drögum við úr líkum á að unglingar verði misnotaðir kynferðislega, hefji vímuefnaneyslu of snemma eða fremji afbrot af einhverju tagi," segir Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Meira
5. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 430 orð

Neitar að Jeltsín hafi afsalað sér völdum

SERGEJ Medvedev, talsmaður Borís Jeltsíns Rússlandsforseta, staðhæfði við Interfax-fréttastofuna í gær, að forsetinn hefði ekki falið nokkrum manni neitt af völdum sínum. Víktor Tsjernomyrdín forsætisráðherra skýrði frá því á föstudag, að Jeltsín hefði falið sér að hluta yfirstjórn valdamestu ráðuneytanna, þ.e. varnar-, öryggis-, utanríkis- og innanríkisráðuneytanna. Meira
5. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 43 orð

Nytjaskógrækt á Suðurlandi

FUNDUR um nytjaskógrækt á Suðurlandi verður haldinn í Þingborg þriðjudaginn 7. nóvember kl. 20.30. Framsöguerindi flytja Helgi Gíslason, framkvæmdarstjóri Héraðsskóga, Gunnar Sverrisson, formaður Félags skógarbænda á Suðurlandi, og Björn B. Jónsson, skógræktarráðunautur. Að loknum erindum verða fyrirspurnir og frjálsar umræður. Meira
5. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 116 orð

Nýtt hjúkrunarheimili í Suður-Mjódd

Morgunblaðið/Árni Sæberg INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, tekur fyrstu skóflustunguna að Skógarbæ, nýju hjúkrunarheimili við Árskóga 2 í Suður- Mjódd. Í febrúar á þessu ári undirrituðu Reykjavíkurborg og Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands viljayfirlýsingu um að standa sameiginlega að byggingu heimilisins fyrir aldraða. 79 hjúkrunarrými Meira
5. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 189 orð

Samkomulag um aðgerðir gegn mengun sjávar

SAMKOMULAG um alþjóðlegar aðgerðir gegn mengun sjávar frá landstöðvum náðist í fyrsta sinn á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem lauk í Washington á föstudag. Nær 110 þjóðir, 16 alþjóðastofnanir og 26 félagasamtök tóku þátt í ráðstefnunni. Talið er að um 80% mengunar sjávar komi frá landstöðvum og er sjávarmengun víða alvarlegt vandamál. Meira
5. nóvember 1995 | Smáfréttir | 78 orð

SLYS á börnum ­ forvarnir og skyndihjálp er námskeið sem Reyk

SLYS á börnum ­ forvarnir og skyndihjálp er námskeið sem Reykjavíkurdeild RKÍ heldur 7. og 8. nóvember nk. Námskeiðið er ætlað foreldrum og öðrum þeim er annast börn. Meira
5. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 407 orð

Stóraukið álag á toll og útlendingaeftirlit

TVEIR embættismenn sýslumannsembættisins á Keflavíkurflugvelli munu síðar í vikunni skila skýrslu um þær breytingar, sem nauðsynlegar verða í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli ef Ísland tengist Schengen-svæðinu svokallaða, þar sem vegabréfaskoðun á landamærum hefur verið afnumin. Meira
5. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 203 orð

Styrktarsjóður stofnaður við Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins

NÝVERIÐ var stofnaður Styrktarsjóður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins til minningar um Þorstein Helga Ásgeirsson, sem lést 20. janúar sl. á fimmta aldursári. Frumkvöðlar að stofnun sjóðsins voru móðurbræður Þorsteins Helga, þeir Gunnar Sveinn og Guðmundur Hanssynir, en foreldrar hans, Magnea Hansdóttir og Ásgeir Þorsteinsson, lögðu sjóðnum einnig til stofnfé. Meira
5. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 148 orð

Unglingar færðir í athvarf

UNGLINGAR sem brjóta reglur um útivistartíma eru færðir í athvarf á vegum lögreglu og borgaryfirvalda og sóttir þangað af foreldrum. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að með því að framfylga reglum um útivist geri menn sér vonir um að draga úr líkum á að unglingar verði misnotaðir kynferðislega, hefji vímuefnaneyslu of snemma eða fremji afbrot af einhverju tagi. Meira
5. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 542 orð

"Verðið toppurinn á tilverunni"

ORKAN hf. opnaði þrjár bensínstöðvar um hádegið í gær. Bensínlítrinn hjá Orkunni hf. er um 5 krónum ódýrari en á hefðbundnum bensínstöðvum, utan Olís-stöðvarinnarí Ánanaustum þar sem bensín er selt á lægra tilboðsverði sem nemur 2 krónum á lítra með fullri þjónustu og munar því 3 krónum á lítra þar í milli. Dísilolíu selur Orkan hf. 3 krónum ódýrari en aðrir. Meira
5. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 456 orð

VIKAN 29/10-4/11 Tugir þúsunda minntust Flateyringa

Á MILLI 20 og 30 þúsund manns fóru í blysför í gegnum miðbæ Reykjavíkur á mánudagskvöld til að minnast þeirra 20 sem fórust í snjóflóði sem féll á Flateyri við Önundarfjörð. Gengið var frá Hlemmtorgi niður á Ingólfstorg þar sem efnt var til minningarathafnar. Meira
5. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Vill flytja inn hreindýrakjöt frá Grænlandi

PÉTUR Pétursson, kaupmaður í Kjötbúri Péturs í Austurstræti, vill sækja um leyfi til að flytja inn 3 til 10 tonn af hreindýrakjöti frá Grænlandi. "Veiðikvótinn hér á landi var skorinn svo stórlega niður frá síðasta ári að framboðið dugar ekki. Íslenska kjötið er hreinlega að klárast. Ef ég fæ leyfi til að flytja þetta kjöt inn væri það komið á markað eftir svona þrjár vikur. Meira
5. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 238 orð

"Þörf áminning"

TVÆR mæður sem Morgunblaðið ræddi við þegar þær komu að sækja börn sín í athvarfið, lýstu yfir ánægju sinni með þessa þjónustu lögreglu og borgaryfirvalda. "Mér finnst þetta mjög gott framtak," segir önnur þeirra. Meira

Ritstjórnargreinar

5. nóvember 1995 | Leiðarar | 647 orð

LÍFSVONIN

LEIDARILÍFSVONIN AÐ ER mikið á fólk lagt, sem þarf að setja aleigu sína að veði, til þess að tryggja, að langsjúk börn fái notið þeirrar læknisþjónustu sem þau þurfa á að halda. Meira
5. nóvember 1995 | Leiðarar | 2186 orð

REYKJAVIKURBREF EFTIR HELGINA MÁbúast við, að forystumenn Al

REYKJAVIKURBREF EFTIR HELGINA MÁbúast við, að forystumenn Alþýðusambands Íslands og Vinnuveitendasambands Íslands komi saman til fundar að ósk hinna fyrrnefndu til þess að ræða viðhorf í kjaramálum. Í samtali við Morgunblaðið í gær, föstudag, sagði Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, að samþykktir hefðu verið að berast víða að, m.a. Meira

Menning

5. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 75 orð

Alley og Busey í nýju hlutverki

KIRSTIE Alley og Gary Busey hafa tekið að sér að leika í kvikmyndinni "Three Blind Mice", eða Þrjár blindar mýs, sem fjallar um þrjá drengi á tíunda áratugnum og baráttu þeirra við villinga. Busey og Alley, ásamt leikurunum Matt McCoy ("The Hand That Rocks the Cradle") og Ann Hearn ("Lorenzo's Oil") leika foreldra drengjanna. Meira
5. nóvember 1995 | Bókmenntir | 303 orð

Andlegt nesti

Ólafur Skúlason biskup valdi. Prentvinnsla Oddi. Hörpuútgáfan 1995 - 152 síður. 1.990 kr. HERRA Ólafur Skúlason, biskup Íslands, er landsmönnum vel kunnur og því ástæðulaust að rekja ævi og starfsferil hans hér. Hann hefur boðað landsmönnum Guðs orð um langt árabil. Meira
5. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 76 orð

Ánægð með lífið

LEIKKONAN Shannon Doherty, sem lék í þáttunum "Beverly Hills 90210", lék nýlega í myndinni "Mallrats". Hún mætti ásamt unnusta sínum, leikstjóranum Rob Weiss, til frumsýningar myndarinnar í Los Angeles fyrir skemmstu. Doherty leikur illskeytta ungfrú í myndinni, sem fjallar um krakka sem eyða flestum sínum stundum í verslunarmiðstöð. Meira
5. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 183 orð

Ánægð með viðtökurnar

ÚTGÁFUHÓF dúettsins Pilts og stúlku var haldið í Naustkjallaranum síðastliðinn fimmtudag, en þau sendu nýlega frá sér geisladiskinn "Endist varla..." Hátt í hundrað manns lögðu leið sína í Naustkjallarann, þáðu veitingar og hlýddu á diskinn. Það eru Ingunn Gylfadóttir og Tómas Hermannsson sem mynda dúettinn Pilt og stúlku og standa að útgáfunni. Meira
5. nóvember 1995 | Leiklist | 410 orð

Bók er góð

eftir Sigrúnu Eldjárn Leikstjóri: Jón St. Kristjánsson, Tónlist: Sigrún Eldjárn og Ólöf Sverrisdóttir Leikmynd og búningar: Helga Rún Pálsdóttir Leikendur: Margrét Kr. Pétursdóttir, Ólöf Sverrisdóttir, Eggert Kaaber, Gunnar Gunnsteinsson, Katrín Þorkelsdóttir. Meira
5. nóvember 1995 | Menningarlíf | 194 orð

Dagur til styrktar Flateyringum

GAMANLEIKRITIÐ Dagur verður sýnt á Litla sviði Borgarleikhússins í kvöld kl. 20.30. Ágóði rennur til söfnunarinnar Samhugur í verki. Hafa allir aðstandendur sýningarinnar ákveðið að leggja sitt af mörkum og votta Flateyringum samúð sína. Hamingjupakkið Meira
5. nóvember 1995 | Menningarlíf | 439 orð

Eins og börnin mín

BANDARÍSKI píanóleikarinn Beth Levin mun halda tónleika í Tjarnarbíói á morgun, mánudag, kl. 20.30. Levin hefur margsinnis leikið hér á landi áður en hún er búsett og starfandi í New York. "Það er nauðsynlegt fyrir tónlistarmann að leika einhversstaðar annarsstaðar en heima hjá sér," sagði hún í stuttu spjalli við blaðamann, "það þroskar hann og víkkar sjóndeildarhringinn. Meira
5. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 64 orð

Emilíana kynnir nýja plötu

SÖNGKONAN Emilíana Torrini hélt útgáfutónleika sína á Gauki á stöng síðastliðið fimmtudagskvöld. Fyrst var plötunni leyft að hljóma, en síðan kom Emilíana fram ásamt hljómsveit. Ekki var annað að sjá en gestum líkaði tónlistin vel. Morgunblaðið/Halldór SÖNGKONANsyngur af innlifun. Meira
5. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 48 orð

Enn ein svipbrigðin

KANADÍSKI leikarinn Jim Carrey, sem leikur meðal annars í myndinni Ace Ventura: þegar náttúran kallar, sýnir hér ljósmyndurum lófa sína. Áður hafði hann ýtt þeim í græna steinsteypu fyrir framan Mann-leikhúsið í Hollywood. Við hlið hans samgleðst kærasta hans honum, leikkonan Lauren Holly. Meira
5. nóvember 1995 | Menningarlíf | 244 orð

Gyðinga saga í út gáfu Kirsten Wolf

NÝ útgáfa Gyðinga sögu er komin út. Útgefandinn, Kirsten Wolf, Ph.D., er fædd í Danmörku 1959 og er prófessor í íslensku og íslenskum bókmenntum við háskólann í Manitoba. Þessi nýja bók leysir af hólmi útgáfu Guðmundar Þorlákssonar af Gyðinga sögu, sem var prentuð í Kaupmannahöfn 1881 á vegum Samfund til Udgivelse af gammel nordisk Litteratur. Meira
5. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 57 orð

Jackson heiðraður

SÖNGVARINN Michael Jackson er annar frá vinstri á þessari mynd, sem tekin var þegar hann tók á móti Afríkudemantinum, sem forseti Ghana, Jerry Rawlings, og kona hans, Nana Konsdu Agyeman Rawlings, veittu honum í heiðursskyni. Þetta fór fram í veislu til heiðurs forsetanum, sem staddur er í Bandaríkjunum til að efla viðskiptasamband landanna tveggja. Meira
5. nóvember 1995 | Menningarlíf | 125 orð

Kórtónleikar í Áskirkju

KIRKJUKÓR Ásprestakalls heldur tónleika í Áskirkju í dag 5. nóvember kl. 16. Kórinn var stofnaður árið 1965 og minnist því 30 ára starfs með þessum tónleikum. "Allir eru boðnir velkomnir á tónleikana, þó sérstaklega þeir sem hafa sungið í kórnum einhverntíma á starfsferli hans, unnið með kórfélögum eða aðstoðað á einhvern hátt," segir í frétt frá kórnum. Meira
5. nóvember 1995 | Menningarlíf | 79 orð

Ljóðaþýðingar úr spænsku

BRAGÐ af eilífð er kver með ljóðaþýðingum eftir Berglindi Gunnarsdóttur. Í Bragð af eilífð eru einkum ljóð eftir skáld spænskumælandi heims: Antonio Machado, Ramón Gomez de la Serna, Vicente Aleixandre, Federico García Lorca, Rafael Alberti og Emilio Prados frá Spáni og Ruben Darío frá Nicaragua. Að auki eru ljóð eftir ungverska skáldið Sándor Weöres og ástarljóð úr sanskrít. Meira
5. nóvember 1995 | Menningarlíf | 141 orð

Ljósmynda sýning Steph. á Sóloni

LJÓSMYNDARINN Stephan Stephensen, Steph., opnaði sýningu á ljósmyndum sínum í Gallerí Sólon Íslandus nú í vikunni. Stephan sýnir svart/hvítar ljósmyndir teknar í Frakklandi 1993 og 94. Myndirnar eru frá Café Le Marché í Nanterre. "Þegar við skoðum þessar ljósmyndir rekum við strax augun í ólíkar manngerðirnar. Þær leita á mann. Sumar kannast maður við. Meira
5. nóvember 1995 | Menningarlíf | 70 orð

Nýjar hljómplötur

SAMSTARFSHÓPUR tónlistarmanna hefur gefið út nýjan geisladisk sem nefnist Aldarminning Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og inniheldur 13 lög við ljóð Davíðs. Á geisladiskinum eru ný og eldri lög og meðal flytjenda eru Bergþór Pálsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Egill Ólafsson, Óskar Pétursson, Jóhanna Linnet, Elín Ósk Óskarsdóttir, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Meira
5. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 76 orð

Sjötugsafmæli járnfrúarinnar

JÁRNFRÚIN, Margaret Thatcher, eldist eins og annað fólk. Hún hélt nýlega upp á það, eða nánar tiltekið sjötugsafmæli sitt. Athöfnin var glæsileg og rann allur ágóði til Stofnunar Margaretar Thatcher, sem vinnur að uppgangi hugmyndafræði hennar. Meðal gesta Margaretar var skoðanasystir hennar, Nancy Reagan. Meira
5. nóvember 1995 | Menningarlíf | 496 orð

Spennandi hljóðfall magnaðir hljómar

CAPUT-HÓPURINN heldur tónleika á þriðjudagskvöldið á Stóra sviði Borgarleikhússins kl. 20.30. Efnisskráin gefur mynd af sumu því merkasta sem hefur átt sér stað í tónsköpun yngri tónskálda Evrópu á síðustu árum. Flytjendur eru tuttugu vel þekktir tónlistarmenn úr íslensku tónlistarlífi og stjórnandinn að þessu sinni er Guðmundur Óli Gunnarsson. Meira
5. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 37 orð

Spéspegill

BRESKA gamanleikkonan Dawn French sést hér á strönd í Bretaveldi þar sem tökur fóru fram á þarlendri spaugútgáfu Strandvarðaþáttanna, sem eru meðal vinsælustu sjónvarpsþátta Bandaríkjanna. Hún er þarna í hlutverki strandvarðarins CJ, sem Pamela Anderson leikur. Meira
5. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 26 orð

Tískan til Rússlands

Tískan til Rússlands FRANSKI tískuhönnuðurinn sækir hér opnun fyrstu Pierre Cardin-búðarinnar í Sankti Pétursborg á fimmtudaginn. Með honum er framkvæmdastjóri tískuhúss hans í Frakklandi, Morris Gaspard. Meira
5. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 70 orð

Unglingar styrkja Flateyringa

UM 160 unglingar á aldrinum 13-15 ára héldu á miðvikudaginn maraþon til styrktar fórnarlömbum hörmunganna á Flateyri. Maraþonið fólst í dansi og sippi í takt við tónlist og stóð yfir frá klukkan 10 um kvöldið til klukkan 10 á fimmtudagsmorguninn. Að sjálfsögðu rann ágóðinn óskiptur til söfnunarinnar Samhugur í verki. Meira
5. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 228 orð

Verður seint atvinnulaus

GAGNRÝNENDUR hafa löngum litið leikarann Steve Guttenberg hornauga. Enda hefur hann leikið í nokkrum myndum sem margir eru sammála um að séu lélegar. Má þar nefna "The Chicken Chronicles", "Can't Stop the Music", "Amazon Women on the Moon" og "Don't Tell Her It's Me". Þar að auki lék hann í "of mörgum" Lögregluskólamyndum, "3 Men and a Baby" og "Cocoon". Meira
5. nóvember 1995 | Menningarlíf | 119 orð

Æfingar hafnar á Kirkjugarðsklúbbnum

NÆSTA leikrit sem sýnt verður á Litla sviði Þjóðleikhússins nefnist Kirkjugarðsklúbburinn og er eftir ungan Bandaríkjamann, Ivan Menchell. Æfingar eru vel á veg komnar og er frumsýning áætluð öðru hvoru megin við áramótin. Í kynningu segir: "Kirkjugarðsklúbburinn er gamansamt verk sem segir frá þremur ekkjum sem deila saman sorgum og gleði. Meira

Umræðan

5. nóvember 1995 | Velvakandi | 483 orð

EYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR er, að mati Víkverja, ásinn, sem

EYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR er, að mati Víkverja, ásinn, sem innanlandsflug okkar snýst um. Ef hann verður lagður niður og hlutverk hans fært yfir á Keflavíkurflugvöll getur það þýtt að endir sé bundinn á innanlandsflug okkar. Hvers vegna? Skoðum málið. Varanlegt slitlag þjóðvega gerir þá greið- og fljótfarnari en áður. Meira
5. nóvember 1995 | Velvakandi | 125 orð

Hlusta bændur ekki á veðurfregnir? Vigdísi Sigurjónsdóttur: HÉR fyrr á árum þóttu bændur veðurglöggir menn nú hafa

HÉR fyrr á árum þóttu bændur veðurglöggir menn nú hafa veðurfræðingar leyst þá af hólmi. En hlusta bændur alls ekki á veðurfréttir, sem eru margar á sólarhring? Í síðustu viku margítrekuðu veðurfræðingar, að óvenju mikið rok, snjókoma og kuldi væri yfirvofandi, en samt fennir fé og hrekur jafnvel í túnfætinum. Kindur sátu fastar, frosnar í snjó og tófan byrjuð að éta þær lifandi. Meira
5. nóvember 1995 | Velvakandi | 589 orð

Lúpínan ­ bjargvættur Íslands?

FYRIR skemmstu birtist góð grein eftir Gísla Sigurðsson í Lesbók Morgunblaðsins með titlinum "Landvinningar á Haukadalsheiði". Þegar landgræðsla hófst þar fyrir um 30 árum var þetta 110 ferkílómetra svæði alveg að verða örfoka. En vörn var snúið í sókn svo um munaði og nú er aðeins um fjórðungur þess ógróinn. Meira
5. nóvember 1995 | Velvakandi | 446 orð

Minnisvarði um Alusuisse

MÁLEFNI Svissneska álfélagsins í Z¨urich og Íslenska álfélagsins í Straumsvík hafa undanfarið verið í brennidepli. Óskandi væri að þau mál leystust farsællega fyrir báða aðilja og þar með íslensku þjóðina í heild. Meira
5. nóvember 1995 | Velvakandi | 87 orð

Tapað/fundið Penni tapaðist GYLLTUR, grannur, no

GYLLTUR, grannur, nokkuð þungur penni tapaðist fyrir u.þ.b. fjórum vikum. Inni í pennanum er stimpill með nafni eigandans og kennitölu. Viti einhver hvar þessi penni er niðurkominn er hann vinsamlega beðinn að láta vita í síma 553-7837. Hjól tapaðist DÖKKGRÁBLÁTT hjól af gerðinni Mongoose Alfa með álstýri tapaðist frá Eskihlíð 12. aðfaranótt sl. föstudags. Meira

Minningargreinar

5. nóvember 1995 | Minningargreinar | 104 orð

Benjamín Gunnar Oddsson

Benjamín Gunnar Oddsson Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Meira
5. nóvember 1995 | Minningargreinar | 30 orð

BENJAMÍN GUNNAR ODDSSON

BENJAMÍN GUNNAR ODDSSON Benjamín Gunnar Oddsson fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 23. júní 1936. Hann lést af slysförum 26. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Flateyrarkirkju 3. nóvember. Meira
5. nóvember 1995 | Minningargreinar | 201 orð

FJÓLA AÐALSTEINSDÓTTIR, MAGNÚS E. KARLSSON OG LINDA BJÖRK MAGNÚSDÓTTIR

FJÓLA AÐALSTEINSDÓTTIR, MAGNÚS E. KARLSSON OG LINDA BJÖRK MAGNÚSDÓTTIR Fjóla Aðalsteinsdóttir var fædd í Hafnarfirði 4. apríl 1945 og þar ólst hún upp. Foreldrar hennar voru Jónína Þóroddsdóttir sem nú er látin og Aðalsteinn Tryggvason sjómaður. Systkini Fjólu eru Hilmar Þór, Þórey og Tryggvi, öll á lífi. Meira
5. nóvember 1995 | Minningargreinar | 672 orð

Fjóla Aðalsteinsdóttir, Magnús Karlsson og Linda Björk Magnúsdóttir

Sannarlega hefur nú syrt að og sorgin svo víða tekið völd. Harmaský hafa um hugarhimin hrannast og vakið okkur til helkaldrar vitundar um vanmátt okkar gagnvart ægiöflum náttúrunnar. Hin íslenzka þjóð hefur í djúpri hryggð sameinast eins og ein særð sál, enginn er ósnortinn af hinum grimma harmleik sem hrifið hefur af heimi svo marga samferðamenn í andrá undrasnöggri. Meira
5. nóvember 1995 | Minningargreinar | 290 orð

Guðni Vilmundarson

Mig langar að segja nokkur orð um hann afa minn sem þurfti að fara frá okkur alltof snemma. Ég hefði viljað hafa hann hjá mér lengur eins og við öll sem þekktum hann. Þegar ég kvaddi hann daginn áður en hann fór á spítalann, kvaddi ég hann í þeirri trú að hann kæmi heim aftur frískur en dagarnir urðu að miklu lengri tíma og nú vildi ég að ég hefði getað kvatt hann betur. Meira
5. nóvember 1995 | Minningargreinar | 256 orð

Guðni Vilmundarson

Guðni var ættaður frá Grindavík og í sunnudagsbíltúrum lá leiðin oft þangað, þá var glatt á hjalla og sungið undir stýri. Guðni var þá í essinu sínu og sagði margt fróðlegt og skemmtilegt frá barnæsku sinni, frá stöðum, uppátækjum og mörgu öðru eftirminnilegu. Meira
5. nóvember 1995 | Minningargreinar | 298 orð

GUÐNI VILMUNDARSON

GUÐNI VILMUNDARSON Guðni Vilmundarson, múrari, fæddist 23. mars 1923 að Löndum í Grindavík. Hann lést 23. október 1995 á gjörgæsludeild Borgarspítalans eftir stutta legu. Foreldrar hans voru Vilmundur Árnason, f. 12. mars 1884 frá Sperðli í V-Landeyjum, d. 23. janúar 1975 og Guðrún Jónsdóttir, f. 12. júlí 1891 frá Stærri Bæ í Grímsnesi, d. 3. Meira
5. nóvember 1995 | Minningargreinar | 282 orð

Helgi Jakobsson

Helgi K. Jakobsson byrjaði til sjós 14 ára gamall á árabátum, síðar á vélbátum og togurum. Lengst af starfaði hann á togurum Vatneyrarbræðra allt til ársins 1960. Síðustu tíu árin starfaði hann sem matsveinn. Eftir að hann kom í land starfaði hann við fiskverkun allt til ársins 1990 en þá var hann 82 ára. Starfsævi hans var því löng og farsæl. Meira
5. nóvember 1995 | Minningargreinar | 25 orð

HELGI JAKOBSSON

HELGI JAKOBSSON Helgi Jakobsson fæddist í Vatnskrók á Patreksfirði 2. janúar 1908. Hann lést í Borgarspítalanum 23. október síðastliðinn og fór útförin fram 31. október. Meira
5. nóvember 1995 | Minningargreinar | 314 orð

Lilja Ósk Ásgeirsdóttir

Þegar mér bárust þær fréttir að snjóflóð hefði fallið á Flateyri, fékk ég hnút í magann. Ég hringdi fljótlega austur á Stokkseyri til að kanna það hvort Lilja hefði lent í flóðinu. Þar bárust mér þær fregnir að hennar væri saknað ásamt Þorleifi Ingvasyni sambýlismanni sínum. Það sló mig óhugur þegar þessar fréttir þeyttust um huga minn. Meira
5. nóvember 1995 | Minningargreinar | 149 orð

Lilja Ósk Ásgeirsdóttir

Í dag kveð ég vinkonu mína Lilju Ásgeirsdóttur í hinsta sinn. Á kveðjustund er gott að hugsa til þeirra stunda sem við áttum saman, ég, Lilja og dóttir mín 8 ára, Agnes, sem sárt saknar vinkonu sinnar og skilur í rauninni ekki hvað náttúruöflin eru grimm, að þau hrifsi fólk frá okkur hvað eftir annað. En sárast er þó að sjá hana aldrei aftur né heyra hlátur hennar. Meira
5. nóvember 1995 | Minningargreinar | 143 orð

LILJA ÓSK ÁSGEIRSDÓTTIR OG ÞORLEIFUR INGVASON

LILJA ÓSK ÁSGEIRSDÓTTIR OG ÞORLEIFUR INGVASON Þorleifur Ingvason fæddist 29. ágúst 1957. Hann lést 26. október sl. í snjóflóðinu á Flateyri. Foreldrar Þorleifs eru Ingvi Þórðarson, smiður á Akranesi, og Auður Þorkelsdóttir húsmóðir. Systkini Þorleifs eru Erlendur, Þorkell, Þórður og Sigríður. Þorleifur var fiskvinnslumaður og iðnaðarmaður. Meira
5. nóvember 1995 | Minningargreinar | 164 orð

Sigurður, Kristinn og Þorsteinn

Á Flateyri unnum við saman að því að skapa og móta nýjan iðnað. Sameiginlega, umluktir náttúrunni, í mótbyr og meðbyr, kláruðum við okkar verk. Það er okkur harmur að missa vinina, Sigga og Kidda, en minningin um drenglyndi þeirra og kraft er okkur haldreipi í sorginni. Meira
5. nóvember 1995 | Minningargreinar | 227 orð

Sigurður og Þorsteinn

Það er erfitt að setjast niður og setja á blað minningargrein um þá sem maður bjóst við að myndu fylgja manni í gegnum lífið. Sigrún mín, hvað oft sagði ég ekki, ég er á leiðinni. Við komum fljótlega vestur. Minningarnar sækja á mann. Þegar ég kom fyrst til ykkar Sigga í Krummahólum 1977. Þú varst nýkomin heim með Þorstein og við Ágústa læddumst inn til að kíkja á hann í vöggunni. Meira
5. nóvember 1995 | Minningargreinar | 650 orð

Sigurður og Þorsteinn

Enn lýstur köld krumla snjóflóðs þorp vestur á fjörðum slíku höggi að vart er hægt að lýsa með orðum þeim harmi sem það veldur þeim sem eftir lifa. Í valnum liggja tuttugu manns sem allir voru, hver fyrir sig, hluti þess samfélags sem hreiðraði um sig milli hárra fjalla. Meira
5. nóvember 1995 | Minningargreinar | 547 orð

Sigurður og Þorsteinn

Lítið þorp vestur á fjörðum er á svipstundu lagt í rúst og stór hluti íbúanna lætur lífið. Hvað myndi ég ekki gefa til að ferðast aftur í tímann og forða ykkur öllum frá þessum hörmungaratburði. En svona átti þetta að fara, því miður, og það eina sem við hin sem eftir stöndum getum gert er að ylja okkur við gamlar minningar og bíða þess að við hittumst öll á ný. Meira
5. nóvember 1995 | Minningargreinar | 192 orð

Sigurður og Þorsteinn

Þann 26. október féll snjóflóð á Flateyri og var Þorsteinn Sigurðsson, kærkominn vinur minn, staddur þar og lenti í hörmungunum. Þetta er sú mesta sorg sem ég hef þurft að upplifa og vil minnast hans með örfáum orðum. Ég man fyrst þegar ég hitti Þorstein, þá var hann eins og ég hafði ímyndað mér svokallaðan "sveitalubba" eða í lopapeysu og gallabuxum. Meira
5. nóvember 1995 | Minningargreinar | 274 orð

Sigurður og Þorsteinn

Sigurður og Þorsteinn Tvenn spor í snjónumGatan er auð og allt er kyrrt og hljótt, og engin stjarna lýsir kvöldsins höll. Sem bleikir skuggar rísa fjarlæg fjöll. Fram undan blundar hafið þungt og mótt. Og mjöllin, mjöllin hnígur hægt og rótt. Meira
5. nóvember 1995 | Minningargreinar | 621 orð

Sigurður og Þorsteinn

Þegar fréttir berast af hinum miklu náttúruhamförum á Flateyri, gerum við okkur enn einu sini grein fyrir því hversu vanmáttug við erum gagnvart náttúruöflunum. Þegar ég frétti af þessu snjóflóði á Flateyri hvarflaði ekki að mér að æskufélagi minn, Siggi, eða fjölskylda hans gæti verið í hættu, því mér fannst húsið hans vera svo langt frá fjallshlíðinni, Meira
5. nóvember 1995 | Minningargreinar | 235 orð

Sigurður og Þorsteinn

Það voru þungbærar stundir að morgni 26. október að leita í rústum snjóflóðsins mikla á Flateyri sem tók tuttugu mannslíf. Ég vissi strax að æskuvinur minn væri meðal þeirra sem leitað var. Það var orðið nokkuð liðið dags þegar ég fékk þau hræðilegu tíðindi að meðal þeirra sem létu lífið í hörmungunum var besti vinur minn, Þorsteinn Sigurðsson. Meira
5. nóvember 1995 | Minningargreinar | 246 orð

Sigurður og Þorsteinn

Það er oft sagt að við Vestfirðina búi fólk sem mótast af háum fjöllum í kring. Það gerði Steini. Hann var fjall á miðri eyrinni, sannur og traustur, hógvær og réttlátur, myndarlegur og skilningsríkur, áhyggjulaus og óháður. Hann var gull af manni, drengur góður. Ein af dyggðum hans var líka dugnaðurinn. Hann vann og vann og vann. Þegar hann var yngri vann hann allt og alla á sviði íþrótta. Meira
5. nóvember 1995 | Minningargreinar | 141 orð

Sigurður og Þorsteinn Kallið er komið, komin er nú

Sigurður og Þorsteinn Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Meira
5. nóvember 1995 | Minningargreinar | 695 orð

Sigurður Þorsteinsson

Mig langar að minnast hans Sigga afa í nokkrum orðum. Það er svo margt sem hægt er að segja um hann afa því hann var maður mikill og góður. Það sem mér er efst í huga langar mig þó að skrifa um. Þegar ég var barn þá bjó ég í Keflavík, eða allt til tólf ára aldurs. Ég bjó alltaf nálægt afa og ömmu. Hann afi kenndi mér meðal annars að tefla og mun ég búa að því alla ævi. Meira
5. nóvember 1995 | Minningargreinar | 265 orð

SIGURÐUR ÞORSTEINSSON

SIGURÐUR ÞORSTEINSSON Sigurður Þorsteinsson var fæddur að Helgafelli í Helgafellssveit 12.1. 1916. Hann lést 28. október síðastliðinn. Sigurður fluttist að Kóngsbakka með foreldrum sínum 1922. Foreldrar hans voru Þórleif Kristín Sigurðardóttir og Þorsteinn Jónasson. Þórleif lést 6. janúar 1945 og Þorsteinn lést 16. janúar 1976. Meira
5. nóvember 1995 | Minningargreinar | 86 orð

Sigurður Þorsteinsson Mig langar til að minnast afa míns með þessum orðum. "Hlýð þú, lýður minn, á kenning mína, hneigið eyrun

Mig langar til að minnast afa míns með þessum orðum. "Hlýð þú, lýður minn, á kenning mína, hneigið eyrun að orðum munns míns. Ég vil opna munn minn með orðskviði, mæla fram gátur frá fornum tíðum. Meira
5. nóvember 1995 | Minningargreinar | 144 orð

SIGURÐUR ÞORSTEINSSON OG ÞORSTEINN SIGURÐSSON

SIGURÐUR ÞORSTEINSSON OG ÞORSTEINN SIGURÐSSON Sigurður Þorsteinsson fæddist 18. janúar 1956. Hann lést í snjóflóðinu á Flateyri 26. október. Foreldrar Sigurðar eru Þorsteinn Gíslason, sjómaður og kokkur á Flateyri, og Borgrún Alda Sigurðardóttir, húsmóðir í Keflavík. Meira
5. nóvember 1995 | Minningargreinar | 295 orð

Svana Eiríksdóttir

Svana Eiríksdóttir Elsku frænka mín. Ég trúi því ekki að við fáum ekki að sjá þig aftur. Þú sem lýstir upp heiminn og sýndir okkur hvers virði lífið er. Ég og allir sem þekktum þig munum geyma þig í hjarta okkar og tileinka okkur lífsgleði þína. Þú svo brosandi og glöð og bros þitt hverfur ekki úr huga mér, svo eftirminnilegt er það mér. Meira
5. nóvember 1995 | Minningargreinar | 27 orð

SVANAEIRÍKSDÓTTIR

SVANAEIRÍKSDÓTTIR Svana Eiríksdóttir frá Flateyri var fædd í Reykjavík 12. apríl 1976. Hún lést í snjóflóðinu á Flateyri 26. október síðastliðinn og fór útförin fram 2. nóvember. Meira

Daglegt líf

5. nóvember 1995 | Bílar | 219 orð

Happdrætti 4x4

DREGIÐ hefur verið í aðgöngumiðahappdrætti Ferða- og útivistarsýningar fjölskyldunnar. Vinningar komu á númer 2674, 6574, 2217, 8146, 3483, 5536, 5207, 1192, 6542, 7165, 327 og 7466. Ford í Tælandi Meira
5. nóvember 1995 | Bílar | 232 orð

Honda Passport til Íslands

SAGT var frá nýjum jeppa Honda á þessum síðum fyrir nokkru sem frumkynntur var í Japan fyrir skemmstu. Fyrsti jeppinn af Honda gerð, smíðaður af Isuzu í Bandaríkjunum, er kominn til landsins en hann er í eigu Honda á Íslandi. Honda Passport heitir hann og er af árgerð 1994. Kraftmikill bíll Meira
5. nóvember 1995 | Bílar | 57 orð

Jeppi frá Huyndai HUYNDAI setur á markað jep

HUYNDAI setur á markað jeppa árið 1997, þann fyrsta sem suður- kóreski bílaframleiðandinn smíðar sjálfur. Jeppinn verður með 2,5 til 3,0 lítra vélum og verður afar straumlínulagaður. Hann verður boðinn í tveimur stærðum, lengri bíllinn er gerður fyrir níu farþega og sá styttri fyrir fimm. Jeppinn verður framleiddur bæði fyrir innanlandsmarkað og til útflutnings. Meira
5. nóvember 1995 | Bílar | 91 orð

Legacy lækkar í verði

INGVAR Helgason hf., umboðsaðili Subaru, hefur lækkað verðið á Subaru Legacy. Stallbakurinn lækkar beinskipti úr 2.158.000 kr. í 2.038.000 kr. og langbakurinn beinskipti lækkar úr 2.254.000 kr. Þessi lækkun er tilkomið vegna hagstæðra samninga við Subaru. Sala hefur gengið vel á Legacy á þessu ári. Fyrstu níu mánuði ársins voru nýskráðir 148 Subaru Legacy bílar. Meira
5. nóvember 1995 | Bílar | 84 orð

Mondeo 4x4 langbakur í hnotskurn

Vél: 2,0 lítrar, 16 ventlar, 136 hestöfl. Fjórhjóladrifinn. Aflstýri - veltistýri. Hemlalæsivörn. Spólvörn. Rafdrifnar rúður. Rafstillanleg og upphituð framsæti. Rafstillanlegir og hitaðir hliðarspeglar. Samlæsing með þjófavörn. Líknarbelgur í stýri. Sóllúga. Lengd: 4,63 m. Breidd: 1,92 m (með hliðarspeglum). Hæð: 1,39 m. Meira
5. nóvember 1995 | Bílar | 303 orð

Ný bjalla Concept 1 á markað fyrir aldamót

VOLKSWAGEN sýndi nýjustu útfærslu af Concept 1 bílnum á bílasýningunni í Tókíó en bíllinn var frumkynntur í Detroit á síðasta ári. VW ákvað fyrir einu ári síðan að hefja framleiðslu á Concept 1 fyrir aldamót. Hugmyndin að bílnum kviknaði í hönnunarstöð VW í Simi dal í Kaliforníu. Nú er hópur hönnuða í Wolfsburg undir stjórn Hartmut Warku að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Meira
5. nóvember 1995 | Bílar | 314 orð

Ódýrari fjölnotabílar á næsta ári

ÚTLIT fyrir að fjölnotabílar muni lækka verulega í verði Evrópu á næstunni. Markaður fyrir fjölnotabíla í álfunni er orðinn mettaður og það gefur tilefni til að ætla að bílar af þessari gerð falli í verði. Þetta eru niðurstöður Reuters- fréttastofunnar sem hún byggir á samtölum við fjölda markaðssérfræðinga í Evrópu. Meira
5. nóvember 1995 | Bílar | 31 orð

Ókeypis söluskoðun

BÍLASALA Guðfinns býður nú fyrst bílasala þeim sem eru í bílakaupahugleiðingum að fara með bílinn í ástandsskoðun. Bílasalan greiðir skoðunina en heldur skoðunarskýrslunni eftir ef ekki verður af kaupunum. Meira
5. nóvember 1995 | Bílar | 737 orð

Sídrifinn Mondeo í lúxusútfærslu

HEIMSBÍLL Ford, Mondeo, hefur fengið lofsamlega dóma víðast hvar í bílaheiminum og var kjörinn bíll ársins í Evrópu 1994. Honum var fyrst hleypt af stokkunum í mars 1993 og nú hafa verið smíðaðir yfir hálf milljón bílar. Hér er líka á ferð velheppnaður bíll, bæði hönnunarlega og í tækni- og öryggisatriðum. Meira
5. nóvember 1995 | Bílar | 165 orð

Trabantklúbbar skjóta upp kollinum

TRABANT klúbbar hafa sprottið upp eins og gorkúlur í Þýskalandi eftir að Vestur- og Austur- Þýskaland sameinuðust 1989. Í fyrstu voru klúbbarnir einskorðaðir við Vestur-Þýskaland þar sem efnameiri Þjóðverjar keyptu Trabanta og skreyttu þá með alls kyns útbúnaði og græjum. Núna eru klúbbarnir einnig í fyrrum austantjaldslöndunum. Meira
5. nóvember 1995 | Bílar | 773 orð

Traustvekjandi og virðulegur Nissan Maxima

Það eru óprenthæfar hugsanir sem renna gegnum hugann þegar manni er fenginn í hendur dýr og góður bíll til að prófa og veðrið gerir það nánast ómögulegt að njóta þess, eða prófa gripinn yfirleitt. Það var komin fljúgandi hálka á götur höfuðborgarinnar þegar bílinn var afhentur til reynsluaksturs, en undirrituð beit bara á jaxlinn og bölvaði í hljóði. Meira
5. nóvember 1995 | Bílar | 376 orð

Vörugámur á flutningabíl með fjölþætt notagildi

VÉLAR og þjónusta hf. afhentu nýlega sérútbúinn DAF flutningabíl, en það sem er óvenjulegt við þennan flutningabíl er að vörugámurinn á honum er algerlega íslensk hönnun. Gámurinn er sérstakur að því leyti að hurðirnar eru knúnar sjálfvirkum vökvaopnunarbúnaði og hægt er að hlaða bílinn bæði að aftan og frá hlið. Meira

Fastir þættir

5. nóvember 1995 | Dagbók | 2777 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 3.-9. nóvember, að báðum dögum meðtöldum, er í Laugarnes Apóteki, Kirkjuteigi 21. Auk þess er Árbæjar Apótek, Hraunbæ 102b, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
5. nóvember 1995 | Dagbók | 141 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmyndastofa Sigríðar Bachmann BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. ágúst sl. í Hveragerðiskirkju af sr. Valgeiri Ástráðssyni Margrét Jóna Bjarnadóttir og Guðmundur Ingimarsson. Heimili þeirra er á Arnarheiði 8, Hveragerði. Ljósmyndastofa Sigríðar Bachmann BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 10. Meira
5. nóvember 1995 | Dagbók | 231 orð

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Í dag, sunnudaginn 5. nóvember nk. eiga fimmtíu ára hjúskaparafmæli hjónin Ingunn Þorvarðardóttir og Kristján Einarsson, Grænugötu 12, Akureyri. Þau verða að heiman. ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 6. nóvember, verður níræð frú Margrét Finnbjörnsdóttir, Grenimel 29, Reykjavík. Meira
5. nóvember 1995 | Fastir þættir | 524 orð

Hví eru aldraðir féflettir?

HugvekjaHví eru aldraðir féflettir? Fyrirgefið mér, öldruðu vinir! Mér þykir afar leitt að verða að játa, að ég lét blekkjast til að taka þátt í athæfi, sem er ekki annað en "féfletting aldraðra". Ég var um árabil varaformaður í bygginganefnd eldri borgara í Garðabæ. Meira
5. nóvember 1995 | Dagbók | 577 orð

Reykjavíkurhöfn: Á morgun mánudag erBrúarfoss

Reykjavíkurhöfn: Á morgun mánudag erBrúarfoss væntanlegur og Reykjafoss kemur af strönd. Hafnarfjarðarhöfn: Í Á morgun mánudag er togarinn Sigurbjörgvæntanleg af veiðum til löndunar og togarinnRán fer á veiðar. Fréttir Mæðrastyrksnefnd. Meira
5. nóvember 1995 | Dagbók | 248 orð

Yfirlit: Aus

Yfirlit: Austur við Noreg er 1033 mb hæð sem hreyfist suðsuðaustur. Um 1200 km suðvestur af Reykjanesi er 978 mb lægð sem grynnist og hreyfist lítið. 1028 mb hæð er yfir Norður- Grænlandi. Spá: Norðaustan stinningskaldi á Vestfjörðum en austan gola eða kaldi annars staðar. Meira

Íþróttir

5. nóvember 1995 | Íþróttir | 903 orð

"Fjölgun landsmóta tímamótaákvörðun"

Afdrifaríkar ákvarðanir voru teknar í óvenju miklum mæli á nýafstöðnu ársþingi hestamanna um síðustu helgi. Er þar um að ræða landsmótin, sameiningarmál og gæðingakeppnina. Af þessu tilefni var formaður samtakanna, Guðmundur Jónsson, tekinn tali að loknu þingi. "Þetta var líflegt þing að mörgu leyti, margt rætt með öðrum hætti en gert hefur verið áður. Meira
5. nóvember 1995 | Íþróttir | 698 orð

Jordan; 42 stig

MICHAEL Jordan brást ekki áhangendum sínum og Chicago Bulls í fyrsta leik vertíðarinnar í fyrrinótt, en þá mætti Bulls liði Charlotte Hornets og sigruðu Jordan og félagar 105:91. Jordan gerði 42 stig í leiknum og má því segja að kappinn byrji af fullum krafti, en í fyrra skoraði hann 26,9 stig að meðaltali í þeim 17 leikjum sem hann lék. Meira

Sunnudagsblað

5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 436 orð

Að bera fram orð

ÞAÐ ER mikið til í því að eftir því sem dvalið er lengur á einhverjum stað skilst hvað maður veit í rauninni lítið. Hélt ég virkilega að ég þekkti Kaíró, þessa mögnuðu borg og stútfulla af 18 milljón manns? Eftir að hafa komið 4­5 sinnum - en í afar yfirborðslegar heimsóknir þegar ég hafði alltaf mína hótelleigubílstjóra sem töluðu hrafl í ensku sem dugði til að finna Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 2011 orð

AFTUR TIL SOVÉT Í norð-austurhluta Eistlands hefur fátt eitt breyst frá sovéttímanum eins og Ásgeir Sverrisson komst að á ferð

ÞÓTT dagurinn sé sæmilega bjartur er skyggnið aðeins 200-300 metrar. Grá slikja liggur yfir bænum; grasið er grátt, trén eru grá, bílarnir eru gráir, reiðhjólin eru grá og fólkið er grátt. Steypurykið eirir engu í verksmiðjubænum Kunda í norð- austurhluta Eistlands. Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 3111 orð

Á myrku hlið mánans Á myrku hlið mánans

FRIÐRIK Sigurðsson er sjávarlíffræðingur að mennt og tók hann formlega við starfi framkvæmdastjóra Kísiliðjunnar hf. við Mývatn 1. maí 1992, en áður hafði hann verið framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva frá desember 1986 til júní 1990 og var þá á sama tíma ritstjóri Eldisfrétta. Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 308 orð

BALLÖÐUSÖNGVARI PÁLI ÓSKARI Hjálmtýssyni fellur ekki verk úr hendi; hann hefur verið á ferð og flugi mestallt árið, ýmist með

PÁLI ÓSKARI Hjálmtýssyni fellur ekki verk úr hendi; hann hefur verið á ferð og flugi mestallt árið, ýmist með Milljónamæringunum, eða þá að skemmta í útlöndum og komið fram í ýmsum gervum og myndum. Í lok síðustu viku kom út fyrsta sólóskífa hans, sem heitir einfaldlega Palli og á henni stígur Páll Óskar fram í enn einu gervinu, nú sem ballöðusöngvari. Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 463 orð

Borg hinna týndu barna Tveir Frakkar, Jean- Pierre Jeunet og Marc Caro, komu kvikmyndaheiminum verulega á óvart fyrir eins og

Tveir Frakkar, Jean- Pierre Jeunet og Marc Caro, komu kvikmyndaheiminum verulega á óvart fyrir eins og fjórum árum með mynd sem þeir kölluðu Delicatessen". Hún var víðáttu furðuleg bæði hvað varðaði innihald og útlit og fékk þegar á sig cult" stimpilinn sem menningarfyrirbæri er eignaðist tryggan hóp aðdáenda, ekki síst hér á Íslandi. Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 589 orð

Brýnt að auka þátttöku nemenda í rannsóknum

HLUTVERK Stúdentaráðs Háskóla Íslands hefur í gegnum 75 ára starf falist í hagsmunagæslu stúdenta og að vera málsvari þeirra jafnt utan skólans sem innan. Baráttumálin hafa verið mörg og baráttuaðferðirnar margvíslegar. Að sögn Guðmundar Steingrímssonar núverandi formanns er eitt af brýnustu verkefnum ráðsins að auka þátttöku námsmanna í rannsóknum með ýmsum hætti. Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 865 orð

BUEREHIESEL Antoine Westermann er einn virtasti kokkur Frakklands. Steingrímur Sigurgeirsson ræddi við hann og kynnti sér

ALSACE eða Elsass er minnsta hérað Frakklands. Íbúar þess eru hins vegar stoltir af því að ekkert annað hérað getur státað af hlutfallslega jafnmörgum Michelin-stjörnum. Í Elsass er að finna hvorki meira né minna en þrjá þriggja stjörnu staði, nokkra tveggja stjörnu staði og töluverðan fjölda af einnar stjörnu stöðum. Í Frakklandi öllu eru einungis 20 þriggja stjörnu staðir. Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 121 orð

Carrey apamaður

Framhaldsmyndin Ace Ventura 2: When Nature Calls" eða Náttúran kallar verður frumsýnd í Bandaríkjunum seinna í þessum mánuði en hún er sem fyrr með Jim Carrey í hlutverki gæludýraspæjarans Ventura. Vinsældir Carreys eru með ólíkindum og nú fær hann 20 milljónir dollara á mynd. Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 445 orð

Erfiðleikar óhjákvæmilegir

UPP á síðkastið hafa verið talsverðar umræður hér á landi um hugsanleg viðskiptatækifæri Íslendinga í Kína, og fyrir nokkrum dögum var haldinn stofnfundur Íslensk- kínverska viðskiptaráðsins sem tæplega 100 íslensk fyrirtæki hafa gerst aðilar að. Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 2620 orð

ER SVEINSPRÓFIÐ TÍMASKEKKJA?

Á SÍÐUSTU árum hefur framhaldsskólakerfið á Íslandi verið gagnrýnt fyrir að beina ungu fólki um of í stúdentsnám og vanrækja starfsmenntun. Á Íslandi ljúka mun færri ungmenni prófi af starfsnámsbrautum en jafnaldrar þeirra í útlöndum. Brottfall nemenda í framhaldsskólum er hærra hér á landi en í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 3505 orð

Ég skrifaði mig í tugthúsið Úr nýjum bókum "Ég skrifaði mig í tugthúsið" nefnast endurminningar Valdimars Jóhannssonar

Valdimar er uppalinn í Svarfaðardalnum og ákvað snemma að brjótast til mennta þótt efnin væru lítil. Hann hugðist hefja nám í Menntaskólanum á Akureyri ásamt Kristjáni Eldjárn forseta, en fékk berklaveiki og varð Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 319 orð

Fjölhæfur skapgerðarleikari

ÓSKARSVERÐLAUNAHAFINN Ben Kingsley, sem fer með hlutverk Xavier Fitch í kvikmyndinni Species, er almennt viðurkenndur sem einn fjölhæfasti skapgerðarleikari samtímans, en hlutverkin sem hann hefur brugðið sér í eru ákaflega fjölbreytt. Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 172 orð

Fólk

Líkur eru á að næsta mynd Steven Spielbergs eftir hina margföldu óskarsverðlaunamynd Lista Schindlers verði vísindaskáldskapartryllirinn Deep Impact". Handritshöfundur er Bruce Joel Rubin en hvort Spielberg ætli að leikstýra en enn á huldu. Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 176 orð

Gamanið að leiðarljósi

MEÐAL fárra sveita sem senda frá sér frumsamda tónlist fyrir jól er Fjallkonan. Leiðtogi sveitarinnar er sá knái hljómborðsleikari Jón Ólafsson. Fjallkonan er komin á annað árið, en þó sveitin hafi upphaflega verið stofnuð til að semja lög og gefa út hefur ekki gefist tími til þess fyrr en nú. Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 1074 orð

Grunnur að framtíðinni Til að geta lifað af tónlist svo vel sé þarf stærri markað en 270.000 sálir. Þeir Gunnar Bjarni

FÆSTIR byrja að fást við tónlist með það eitt fyrir augum að höndla frægð og frama, flestir leita sköpunarþörfinni farvegs. Síðar kviknar draumurinn um að geta lifað á tónlistinni; að ná til svo margra að hægt sé að sinna því eingöngu að semja tónlist, spila og taka upp. Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 194 orð

Herinn gæti þurft innflutt korn

RÚSSAR gætu þurft að flytja inn korn innan eins til tveggja mánaða til að brauðfæða herinn, að því er fréttastofan Interfax hafði á fimmtudag eftir Vladímír Stsjerbak, aðstoðarvarnarmálaráðherra Rússlands. Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 172 orð

Hugarflugur Sónötu

ÞAÐ HLÝTUR að teljast árangursríkt að hefja tónlistarferilinn með því að gefa út disk. Að minnsta kosti grípur hljómsveitin Sónata til þess arna, sendir frá sér diskinn Hugarflugur um þessar mundir þó sveitin hafi enn ekki haldið tónleika, en leiðtogi hennar er nítján ára Blönduósingur, Einar Örn Jónsson. Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 565 orð

HUME SEG-ir á einum stað að allar betri bókmenntir séu a

Faðir Jasons í The Class segir við soninn, Ég hef gefið þér það bezta af öllu. Pabbi, þú gafst mér það bezta, svarar sonurinn, en ekki af öllu. Brezka skáldkonan Edith Sitwell lá venjulega í opinni líkkistu um stund áðuren hún hóf dagleg ritstörf, að sagt var. Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 191 orð

Húsmæður halda heimsráðstefnu

HÚSMÆÐUR, sem halda vilja í gömul gildi en eru orðnar þreyttar á að sitja hjá meðan karlmenn og kvenréttindakonur einoka umræðuna um stöðu kvenna, hafa ákveðið að láta að sér kveða. Hafa þær ákveðið að halda sitt fyrsta heimsþing. Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 434 orð

Hvað er Stúdentaráð HÍ?

Hvað er Stúdentaráð HÍ? HLUTVERK Stúdentaráðs er að sjá um hagsmunabaráttu stúdenta og vera sameiginlegur málsvari þeirra innan skólans sem utan, jafnt gagnvart ráðherrum sem rektor. Ráðið vinnur einnig að bættu menningar- og félagslífi innan skólans. Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 935 orð

Hættuleg sending

VÍSINDAMENN í Bandaríkjunum fá svar utan úr geimnum ásamt sýni af erfðaefni úr geimveru og upplýsingar um hvernig sameina megi sýnið erfðaefni úr mönnum. Vísindamennirnir undir stjórn Xavier Fitch (Ben Kingsley) hefjast handa við tilraunirnar og skapa stúlkubarnið Sil, sem við fyrstu sýn og kynni virðist vera fullkomlega eðlileg mannvera. Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 217 orð

Iliescu losar sig við þjóðernissinna

FLOKKUR Ions Iliescus forseta Rúmeníu, flokkur lýðræðislegs sósíalisma (PDSR), freistar þess að hressa upp á ímynd stjórnar sinnar í þeirri von að það geti orðið til að laða erlenda fjárfesta til landsins og auðveldi forsetanum að efla tengsl við Atlantshafsbandalagið (NATO). Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 1184 orð

INNRÁSIN BAHAMAEYJAR á Á einum mánuði eru Bahamaeyjar orðnar þriðji vinsælasti sólarlandastaður Íslendinga í ár. Ásóknin vakti

UNGFRÚ Bahamaeyjar var ekki að tilefnislausu kvödd út á alþjóðaflugvöllinn við Nassau á eyjunni New Providence hinn 12. október síðastliðinn. Ferðamálaráð eyjanna hafði nefnilega fregnað að von væri á fimm hundruð sólskinsþyrstum Íslendingum með breiðþotu þá um morguninn og vildi fyrir alla muni að þeir yrðu boðnir hjartanlega velkomnir. Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 131 orð

Í BÍÓ

FRÉTTIR af góðu gengi vegamyndar Friðriks Þórs Friðrikssonar, Á köldum klaka, í Bretlandi eru ánægjulegar en koma kannski ekki mjög á óvart. Henni hefur vegnað mjög vel í kvikmyndahúsum í London og hreppti fyrstu verðlaun á kvikmyndahátíð Edinborgar. Hún er eins og sniðin fyrir útlendinga líkt og bent var á þegar hún var frumsýnd hér á landi. Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 2061 orð

Í FÓTSPOR FORFEÐRANNA Íslendingar eru meðal þátttakenda í ellefu þjóða samstarfsverkefni á sviði ferðaþjónustu sem styrkt er af

Í FÓTSPOR FORFEÐRANNA Íslendingar eru meðal þátttakenda í ellefu þjóða samstarfsverkefni á sviði ferðaþjónustu sem styrkt er af Evrópubandalaginu og gengur undir heitinu "Routes to the Roots". Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 601 orð

Í minningu Cromwells

Þegar ég var drengur, og gekk í skóla, lærði ég að Oliver Cromwell hefði ekki mætt á réttum tíma til bardaga við óvini sína. Þess í stað hefði hann laumast að þeim þegar þeir áttu sér einskis ills von og murkað úr þeim lífið. Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 143 orð

Jackson leikur í boxaramynd

Ég var barinn meira í kynlífsatriðunum með Lindu Fiorentino. Hún er eina manneskjan á jörðinni sem á einhverja möguleika gegn Mike Tyson," er haft eftir leikaranum Peter Berg sem leikur hnefaleikakappa á móti Samuel L. Jackson í boxaramyndinni The Great White Hype". Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 331 orð

Keflavíkursamningurinn var lagður fyrir Stúdentaráð

EFTIRFARANDI kafli er úr bókinni "Stúdentsárin ­ saga stúdenta og stúdentaráðs" eftir Jón Ólaf Ísberg sagnfræðing. Bókin kemur út fyrir jólin: "Um miðjan september 1946 boðaði formaður ráðsins, Guðmundur Ásmundsson, til fundar vegna orðróms um að lagður yrði fyrir Alþingi samningur við Bandaríkjamenn um afnot af Keflavíkurflugvelli. Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 117 orð

Kjarnavopnabann í Suður-Kyrrahafi samþykkt

STJÓRNVÖLD í Frakklandi, Bandaríkjunum og Bretlandi hafa tilkynnt að þau hyggist undirrita samning sem bannar öll kjarnavopn í Suður-Kyrrahafi á næsta ári, þegar Frakkar hafa hætt kjarnorkusprengingum sínum í tilraunaskyni. Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 204 orð

Kokkalandsliðið æfir

LANDSLIÐ matreiðslumeistara kynnti á dögunu matseðill þann sem farið verður með á ólympíuleika matreiðslumeistara er fara fram í Berlín í september á næsta ári. Þeir sem sáu um matseldina voru þeir Ragnar Wessmann og Guðmundur Guðmundsson, Friðrik Sigurðsson, Hótel Hvolsvelli, Þorvarður Óskarsson, Hótel Loftleiðum, Snæbjörn Kristjánsson, Fiðlaranum, Sturla Birgisson, Perlunni, Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 1652 orð

LEGGJABRJÓTUR VEGAGERÐAR Í REYKHOLTSDAL

TALSVERT hefur verið fjallað um lagningu svonefndrar Borgarfjarðarbrautar um land Stóra- Kropps og fleiri jarðir í Reykholtsdal á liðnum mánuðum. Fjölmiðlar hafa blandað sér í málið. Hefur umfjöllun Morgunblaðsins og ríkissjónvarpsins borið hæst. Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 2215 orð

NÁTTÚRUBARNIÐ Í BÚRINU

Pétur Kúld Pétursson er fæddur í Reykjavík árið 1953. Hann ólst þar einnig upp en hélt sig að mestu til sjós á unglingsárunum, eða þar til fyrir 22 árum að hann sneri sér að kjötiðn og lét í vaxandi mæli til sín taka í verslunarrekstri. Hann er nú kenndur við Kjötbúr Péturs. Kannski má eins segja að Kjötbúrið í Austurstræti sé alveg eins kennt við hann. Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | -1 orð

New York-bréf

FLESTUM dettur líklega í hug háhýsafrumskógur, þegar New York er nefnd. Staðreyndin er hins vegar að um þretttán prósent borgarinnar eru garðar. Og einn þriðji hluti Manhattan, eyjunnar þar sem borgarkjarninn er, er garðurinn stóri, Miðgarður eða Central Park. Garðurinn er, eins og nafnið bendir til, á eyjunni miðri og nær yfir 2.626 ekrur. Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 438 orð

Nýtt til reynslu

NÝ VÍN eru tekin til reynslusölu í vínbúðunum í Kringlu, Eiðistorgi, Stuðlahálsi og Akureyri um hver mánaðamót. Chateau de Moujan 1993 er rauðvín frá héraðinu Coteaux de Languedoc við Miðjarðarhafsströnd Frakklands. Suður- Frakkland er eitthvað mest spennandi víngerðarhérað í heimi þessa stundina og gífurleg gerjun og framþróun sem þar á sér stað. Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 1612 orð

Pólska þjóðhetjan réttir úr kútnum

Margir Pólverjar hrylltu sig eða ráku upp skellihlátur þegar Lech Walesa forseti tilkynnti fyrr á árinu að hann gæfi kost á sér til endurkjörs í kosningunum sem hefjast í dag, skrifar Bogi Arason. Margt bendir nú til þess að menn hafi verið of fljótir að afskrifa gömlu þjóðhetjuna. Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 140 orð

Pönkið lifir

ÚTGÁFA er besta leiðin til að vekja almennilega athygli og snælda er ódýrasti kosturinn. Fyrir skemmstu sendi pönksveitin Örkuml frá sér snælduna Litla ræfilinn frá Vík. Hljómsveitina Örkuml skipa Magnús, Birgir, Ólafur og Gunnar. Þeir segja að snældan sé afrakstur vinnulotu snemma á þessu ári; til hafi orðið lög sem þeir svo ákváðu að gefa út. Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 95 orð

PÖNKIÐ lifir, eins og fram kemur á síðunni, og f

PÖNKIÐ lifir, eins og fram kemur á síðunni, og fyrirhuguð er mikil pönkhátíð í Menntaskólanum við Hamrahlíð 24. nóvember. Þar munu koma fram Saktmóðigur, Örkuml, Maunir, Kúkur, Forgarður helvítis, Fallega gulrótin og Hundraðkallarnir. Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 135 orð

Risaloftskip nýtt á hættutímum?

BANDARÍSKA varnarmálaráðuneytið er að íhuga þann möguleika að nota gríðarstór loftskip til að flytja hermenn og vopn yfir Atlantshafið ef hættuástand skapast í Evrópu eða Miðausturlöndum í framtíðinni. Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 106 orð

Rúm 9.000 höfðu séð Netið

Alls höfðu rúmlega 9.000 manns séð spennumyndina Netið í Stjörnubíói og Sambíóunum eftir síðustu helgi. Þá höfðu um 4.000 manns séð kvenvestrann Kvikir og dauðir í Stjörnubíói, Sambíóunum og á Akureyri og um 13.000 manns höfðu séð íslensku myndina Tár úr steini eftir Hilmar Oddsson. Næstu myndir Stjörnubíós eru Benjamín dúfa, sem byrjar 9. Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 544 orð

sdmenn og mann 137,7

sdmenn og mann 137,7 Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 647 orð

Spenamjólk og markaðsmjólk

FYRIR um 25 árum er kona mín þáverandi eignaðist fyrirbura á þýskri sjúkrastofnun, var henni borgað fyrir móðurmjólkina og við færð í sannleikann um það hve norræni kynstofninn bæri af varðandi þessa framleiðslu. Síðan þá er mér ljóst að gæði mjólkur fer eftir kvendýrinu, sem hún fæst úr. Það hefur því verið mér ráðgáta, hvers vegna allri íslenskri kúamjólk er blandað saman í meðalmennskusull. Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 2796 orð

SSjálfstæðisbarátta samtímans fer fram í sjónvarpi Sitt sýnist hverjum um ágæti dagskrár Sjónvarpsins og ekki eru allir á eitt

MENNING er afstætt hugtak og ég tel mikilvægt að hólfa menningu ekki niður í hámenningu og lágmenningu í daglegri umfjöllun og stuðla þannig að menningarlegri stéttaskiptingu í íslensku þjóðfélagi. Víða erlendis er slík stéttaskipting staðreynd með þeim afleiðingum að ýmis listsköpun hefur einangrast frá alþýðunni. Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 227 orð

Svíar neita að framselja Deneche

SÆNSKA dómsmálaráðuneytið greindi frá því á fimmtudag að það hygðist ekki framselja Alsírbúann Abdelkrim Deneche til Frakklands, en hann er grunaður um að tengjast sprengjutilræði þar. Á næstu viku verður hins vegar ákveðið hvort að hann fái að dveljast áfram í Svíþjóð. Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 1110 orð

UNGAR JASSSÖNGKONUR

Jassinn lifir góðu lífi og virðist reyndar lífvænlegri með hverju ári; æ fleiri ungmenni heillast af jass og mikil endurnýjun á sér stað meðal íslenskra jasstónlistarmanna. Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 324 orð

Vantraust á formanninn

GÍSLI Jónsson fyrrverandi menntaskólakennari á Akureyri var formaður stúdentaráðs hálfan veturinn 1948-49 eða þar til samþykkt var á hann vantraust. Er sagt frá því í Morgunblaðinu 11. janúar 1949. Ástæðuna segir Gísli vera þá, að hann var ekki mótfallinn aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Við formennsku tók Bjarni V. Magnússon. Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 894 orð

Verðfall á orðum

Orð eru dýr. Það skyldi þó ekki gilda sama um þau og ávísun, að hvorugt eigi að árita nema innistæða sé fyrir hendi. Úr útvarpinu barst að handboltamaður gæti ekki leikið með af því að hann ætti "við meiðsli í hné að stríða". Mikið stríð það. Auðheyrilega var maðurinn ekki bara meiddur á hné. Enda mikil verðbólga í orðinu "að stríða" um þessar mundir. Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 251 orð

VIÐURKENNING

SAFNPLÖTURÖÐIN Volume, sem komin er upp í sextánda bindi, hefur vakið athygli á mörgum nýstjörnum, enda beinlínis ætluð fyrir slíkt. Volume útgáfan nýtur mikillar virðingar ytra fyrir vönduð vinnubrögð og vandað lagaval og því fréttnæmt að á næstu Volume plötu, þeirri sautjándu í röðinni, verður lag íslenskrar sveitar, Lhooq, sem þeir Jóhann Jóhannsson og Pétur Hallgrímsson skipa. Meira
5. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 3283 orð

Það er áhætta að taka þátt í gríni Ólafía Hrönn Jónsdóttir hefur vakið athygli á liðnum árum fyrir frábæra túlkun á ýmsum

ÞAÐ ÞARF að hafa töluvert fyrir því að ná tali af leikkonu sem er á góðri leið með að verða ein helsta stjarna íslensks leikhúss og er auk þess svo fjölhæf að sé hún ekki í leikhúsinu gæti hún Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.