NÍGERÍSK mannréttindasamtök hvöttu í gær Vesturlönd til að reyna að koma í veg fyrir aftöku á níu fulltrúum minnihlutasamtaka, er dæmdir voru til dauða á miðvikudag. Ken Saro-Wiwa, rithöfundur og forseti samtaka Ogoni-ættbálksins, og átta fylgismenn hans eru sakaðir um morðið á fjórum Ogoni- mönnum á síðasta ári.
Meira
MOSHE Shahal, ráðherra lögreglumála í ísraelsku stjórninni, sagði í gær að lögreglan væri komin á þá skoðun, að samtök sem verið hefðu á öndverðum meiði við stefnu Yitzhaks Rabins forsætisráðherra og haft að markmiði að koma í veg fyrir friðargjörð í Miðausturlöndum, hefðu lagt á ráðin um morðið á honum sl. laugardagskvöld.
Meira
NÝSJÁLENSKIR andstæðingar kjarnorkutilrauna Frakka á Mururoa með grímur er minna á John Major, forsætisráðherra Breta, á útifundi í borginni Auckland í gær. Major tekur þátt í leiðtogafundi samveldisríkja á Nýja Sjálandi. Þarlendir hafa lýst megnri óánægju með þá afstöðu hans að fordæma ekki tilraunirnar.
Meira
SÆNSKA dagblaðið Expressenstaðhæfði í gær að Mona Sahlin hefði endanlega ákveðið að sækjast ekki eftir formennsku í Jafnaðarmannaflokknum og þar með embætti forsætisráðherra. Lögreglurannsókn fer nú fram á meintri misnotkun hennar á opinberu greiðslukorti.
Meira
FULLTRÚAR Króata og stjórnar múslima í Sarajevo á friðarráðstefnunni í Ohio náðu í gær bráðabirgðasamkomulagi um að treysta lauslegt ríkjasamband þjóðanna. Ákvæði er um að flóttafólki verði leyft að snúa heim. Búist var við að Bandaríkjamenn legðu nýjar friðartillögur fyrir fulltrúa allra deiluaðila í Bosníu í dag, föstudag.
Meira
LIAM Rowe, 36 ára gamall karlmaður sem tók þátt í maraþonhlaupi í Dublin fyrir skömmu, hefur gengist við svindli. Mörgum fannst grunsamlegt að Rowe, algerlega óþekktur hlaupari, skyldi verða sjöundi af um 3.000 þátttakendum. Noel Richardson, þekktur, írskur maraþonhlaupari, segist í fyrstu hafa haldið að maðurinn á undan honum síðustu kílómetrana væri að spauga.
Meira
AKUREYRINGAR minnast þess á morgun, laugardaginn 11. nóvember, að 160 ár eru liðin frá fæðingu sr. Matthíasar Jochumssonar skálds og prests á Akureyri. Á 85 ára afmæli hans árið 1920 var hann gerður að heiðursborgara Akureyrar en hann lést viku síðar, 18. nóvember. Af þessu tilefni verður efnt til dagskrár í Sigurhæðum, húsi Matthíasar.
Meira
53 FÓRUST, þeirra á meðal konur og börn, þegar herflugvél hrapaði á afskekktu fjallasvæði í Argentínu í fyrrinótt. Flugvélin, sem var af gerðinni Fokker F-27, hrapaði á fjall í 2.000 metra hæð um 25 km frá bænum Villa Dolores í héraðinu Cordoba. Slysið varð klukkan 9 e.h. að staðartíma, um miðnætti að íslenskum, og það tók um 80 björgunarmenn allan nóttina að komast að slysstaðnum.
Meira
FLUGVÉL Landhelgisgæslunnar TF-SYN fór í eftirlits og ískönnunarflug fyrir Vestfjörðum í gær og reyndist ísbrúnin vera næst landi um 75 sjómílur norðvestur af Barða og 78 sjómílur norðvestur af Straumnesi.
Meira
FINNUR Ingólfsson viðskiptaráðherra sagði á Alþingi á miðvikudag, að athygli bankaeftirlits Seðlabankans yrði vakin á viðskiptum Íslandsbanka á Akureyri og fyrirtækisins A. Finnssonar, sem er gjaldþrota. Þetta kom fram í svari ráðherrans við fyrirspurn.
Meira
KVENFÉLAG GRENSÁSSÓKNAR heldur basar í Safnaðarheimilnu við Háaleitisbraut laugardaginn 11. nóvember og hefst hann kl. 14. Á boðstólum verða hinir margvíslegustu munir hentugir til gjafa og daglegra nota og allt á góðu verði.
Meira
ANDRÚMSLOFTIÐ í Flugstöð Leifs Eiríkssonar var furðu afslappað þar sem farþegar Tri- Star vélar Royal Jordanian Airlines biðu eftir því að sprengjuleit í vélinni lyki. Farþegarnir, 224 talsins, höfðu margir hverjir hópað sig saman og voru léttir á brún og fúsir til að svara þeim spurningum sem blaðamenn lögðu fyrir þá.
Meira
STJÓRN Blaðamannafélags Íslands samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem lýst er fullum stuðningi við þá ákvörðun Agnesar Bragadóttur, blaðamanns Morgunblaðsins, að neita að gefa upp heimildir fyrir greinaflokki sínum um málefni Sambandsins. Ályktunin er svohljóðandi: Ber að virða nauðsynlegan trúnað við heimildarmenn
Meira
Fagradal-Nú í byrjun nóvember fagnaði Búnaðarbankinn í Vík 20 ára afmæli sínu og bauð af því tilefni viðskiptavinum sínum upp á kaffi og rjómatertu, einnig fengu allir Búnaðarbankaderhúfu. Margir Mýrdælingar komu í bankann þennan dag til að samfagna starfsfólki bankans.
Meira
ÞÁTTTAKA Tryggingastofnunar í kostnaði vegna læknisaðgerða erlendis er mismunandi og ræður þar til dæmis hvort sjúklingur er barn eða fullorðinn og hvernig aðgerð hann gengst undir. Svokölluð Siglinganefnd metur umsóknir um greiðslu
Meira
MONA Sahlin, varaforsætisráðherra Svía og frambjóðandi til flokksformennsku í Jafnaðarmannaflokknum, fundaði á miðvikudag með Sven Hulterström, sem stjórnar formannsleit flokksins. Stjarna Sahlin hefur dalað eftir að í hámæli komst að hún hefði notað greiðslukort embættisins til að greiða einkaneyslu og hún væri skuldseig við greiðslukortafyrirtæki og víðar.
Meira
TEKJUTRYGGING sjúkra- og slysadagpeninga hjá sjúkrasjóði Verslunarmannafélags Reykjavíkur hefur nú verið hækkuð úr 20% í 60% af launum umfram 70.160 krónur. Ennfremur hefur sjúkrasjóður V.R. tekið upp greiðslur á dagpeningum vegna veikinda barna félagsmanna yngri en 16 ára. Pétur A. Maack, framkvæmdastjóri V.R.
Meira
RANNSÓKNIR Vilmundar Guðnasonar hafa aðallega snúist um að finna erfðamörk til að auðvelda leit að þeim einstaklingum sem eru í áhættuhópi varðandi kransæðasjúkdóma. Rannsóknirnar hafa verið tvenns konar. Annars vegar hafa verið rannsökuð sterk erfðatengsl varðandi erfðabundna kólesterólhækkun í tuttugu íslenskum fjölskyldum.
Meira
VÉLSTJÓRAÞING Vélstjórafélags Íslands var sett á Grand Hótel Reykjavík í gær. Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands, setti þingið og Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, ávarpaði fundargesti.
Meira
ÞÓRÐUR Guðmundsson, formaður Samtaka seljenda fjarskiptabúnaðar, segir að í niðurstöðum samkeppnisráðs, þar sem gagnrýndur er dráttur á afgreiðslu umsóknar um rekstur farsímakerfis, sé ekki nægilega fast kveðið á um tímasetningar.
Meira
KRISTJÁN Ragnarsson, formaður LÍÚ, lagði til á aðalfundi samtakanna í gær að endurnýjun fiskiskipaflotans yrði gefin frjáls. Hann segir að núverandi reglur sé þröskuldur í vegi nauðsynlegrar endurnýjunar og nægilegt sé að hvert skip hafi ákveðnar aflaheimildir. Ekki skipti máli hvernig skip sé notað til að ná þeim.
Meira
EVRÓ-herfylkið, 50.000 manna sameiginlegur her Frakklands, Þýzkalands, Spánar, Belgíu og Lúxemborgar, verður tilbúið til þátttöku í hernaðaraðgerðum frá og með næstu mánaðamótum, að sögn stjórnanda þess, þýzka herforingjans Helmuts Willman.
Meira
ÞÆR framkvæmdir sem sérfræðingar Landsvirkjunar hafa talið hagkvæmast að ráðast í með stuttum fyrirvara til aukinnar orkuframleiðslu eru bygging 60 megawatta raforkuvers á Nesjavöllum, jarðgufuvirkjun í Bjarnarflagi
Meira
FJÖLSKYLDUHELGI verður haldin í Gjábakka, félags- og tómstundamiðstöð eldri borgara helgina 11. og 12. nóvember. Á laugardaginn byrjar dagskráin kl. 14. Meðal efnis á dagskránni má nefna að Kristinn Hallsson syngur einsöng við undirleik Jónasar Ingimundarsonar, Nafnlausi leikhópurinn fer með gamanmál, ungir nemendur úr Tónlistarskóla Kópavogs skemmta með ljúfum tónum o.fl.
Meira
GRÍSKA lögreglan afvopnaði og handtók í gær mann frá Eþíópíu, sem brugðið hafði hnífi að hálsi flugfreyju hjá flugfélaginu Olympic Airways og krafist pólitísks hælis í Grikklandi. Kvaðst hann heita Melakw Mekebeb og hafa gripið til þessa ráðs til að vera ekki sendur aftur til síns heima þar sem ríkti kúgun og ófrelsi.
Meira
ÁSTA Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Þjóðvaka, sagði á Alþingi í gær að hverasvæðinu við Geysi í Haukadal hefði hugsanlega verið spillt með því að bora um tug borhola í nágrenni hversins á undanförnum árum til að fá heitt vatn til heimabrúks handa bændum í sveitinni.
Meira
HORNSTOFA Heimilisiðnaðarfélags Íslands verður opin helgarnar 11.12. og 18.19. nóvember að Laufásvegi 2 í tengslum við handverkssýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Handverksfólk verður þar að störfum og gefst fólki tækifæri til að kynnast vinnubrögðum þess, jafnframt því að skoða hlutina. Fyrri helgina verður í hornstofunni m.a.
Meira
HÁRGREIÐSLUMEISTARAR í samtökunum Inter Coiffure halda hárgreiðslusýningu á Hótel Íslandi á morgun, laugardag og hefst hún kl. 16. "Við seljum 1.000 aðgöngumiða á 1.000 krónur hvern og ágóðinn rennur til styrktar barnaspítala Hringsins," segir Helena Jónsdóttir, sem undirbúið hefur sýninguna.
Meira
YFIRBYGGINGIN yfir Garðatorg í miðbæ Garðabæjar verður tekin formlega í notkun á morgun, laugardag, og verður haldin hátíð af því tilefni. Torgið verður opnað klukkan 10 með ávarpi bæjarstjórans, Ingimundar Sigurpálssonar. Einnig flytur Óskar Magnússon, forstjóri Hagkaups, ávarp. Margvísleg dagskrá verður allan daginn og er henni ætlað að höfða fyrst og fremst til barna.
Meira
JEAN Arthuis, fjármálaráðherra Frakklands, sagði í gær, að nauðsynlegt væri að taka til í fjármálum velferðarríkisins og það yrði ekki gert án þess að landsmenn fyndu fyrir því. "Það er skylda okkar við þjóðina að koma reiðu á fjármál ríkisins," sagði Arthuis.
Meira
UMHVERFISNEFND hefur beint þeim tilmælum til bæjarstjórnar Akureyrar að samhliða því sem unnið er að hönnun Dalbrautar, meðfram Glerá, verði hannaður framtíðarfarvegur fyrir ána og umhverfi hennar. Að mati nefndarinnar er hægt að spara stórar fjárhæðir með því að vinna að veglagningu og umhverfi árinnar samhliða.
Meira
ÍRAKAR ætla ekki að fallast á þá skilmála, sem Sameinuðu þjóðirnar setja fyrir takmarkaðri olíusölu. Var það haft eftir Mohammed Saeed, utanríkisráðherra landsins, í gær. Boutros Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri SÞ, átti fund með Barazan al-Tikrit, sendiherra og hálfbróður Saddams Husseins Íraksforseta,
Meira
TICH Frier skemmtir í kvöld og næstu kvöld á Ara í Ögri, Ingólfsstræti 3. Tich Frier leikur og syngur írska og skoska þjóðlaga- og kráartónlist; auk þess leikur hann alþjóðleg vinsæl lög eftir heimsþekkta flytjendur. Tich Frier er einnig þekktur sviðsspaugari.
Meira
ENGIR ferðamenn á Bretlandi eyða jafn miklu fé að meðaltali á dag og Íslendingar samkvæmt tölum bresku hagstofunnar. Í frétt, sem birtist í breska dagblaðinu The Daily Telegraph í morgun, sagði að Íslendingar hefðu meira að segja skotið Japönum og Bandaríkjamönnum aftur fyrir sig. Íslenskir ferðamenn á Bretlandi eyddu að meðaltali 116 sterlingspundum (11.
Meira
MUN minna verður höggvið af jólatrjám hjá Skógrækt ríkisins í Vaglaskógi nú í ár en vant er en starfsmenn þar byrjuðu nú nýlega að höggva jólatrén. Yfirleitt hafa verið höggvin allt að 1.500 jólatré en nú telja þeir skógræktarmenn sig heppna nái þeir 800- 1.000 trjám.
Meira
HÆKKUN atvinnutekna á mann frá 1993-1994 var 2,2%, en neysluvísitalan hækkaði um 1,5% milli sömu ára. Þannig jókst kaupmáttur atvinnutekna á mann um 0,7% milli ára, en tvö árin á undan dróst kaupmáttur saman um alls 5,1%.
Meira
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Kristján Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumann hagdeildar Búnaðarbanka Íslands, í átta mánaða fangelsi, skilorðsbundið, og til að greiða þriggja milljóna króna sekt til ríkissjóðs. Kristján hagnaðist á rúmlega tveggja ára tímabili um 27,9 milljónir króna á millifærslum milli fimm gjaldeyrisreikninga í bankanum. Í vor sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur Kristján.
Meira
LANDSFUNDUR Samtaka um kvennalista verður haldinn í Nesbúð á Nesjavöllum dagana dagana 10. til 12. nóvember undir yfirskriftinni Kvennapólitík - hvað nú? Landsfundurinn verður settur á föstudag kl. 20 og síðan verður lögð fram skýrsla framkvæmdaráðs og endurskoðaðir reikningar. Á laugardag verða flutt erindi og hópastarf fer fram.
Meira
GIGTARFÉLAG Íslands stendur fyrir landssöfnun til styrktar starfsemi sinni dagana 11. og 12 nóvember. Félagið hefur um árabil rekið gigtlækningastöð í Ármúla 5 í Reykjavík. Gigtarlæknar og sjúkraþjálfararhafa aðstöðu í stöðinni. Eina göngudeild iðjuþjálfunar í landinu er þar einnig. Á síðustu árum hefur starfsemin vaxið og þróast.
Meira
NOKKUR innbrot voru framin í Reykjavík í fyrrinótt og var þýfið allt frá súkkulaði upp í leðurvörur. Skiptimynt og leðurvörum fyrir tugi þúsunda var stolið í innbroti í KÓS-leðurvörur á Laugavegi. Þá var geislaspilara og diskum stolið úr bíl við Sæbraut, geislaspilara úr bíl við Frostafold og tónjafnara úr bíl við Leirubakka.
Meira
Á baksíðu Morgunblaðsins í gær var sagt frá kaupum Kaupfélags Borgfirðinga á 20% hlut í Catco hf, sem starfar m.a. að áfengisframleiðslu og að átöppunarsamstæða yrði flutt til Borgarness að því tilefni. Samstæðan kemur að sjálfsögðu frá Hafnarfirði, þar sem átöppunin hefur farið fram, en ekki frá Hrútafirði eins og sagði í fréttinni. Beðizt er velvirðingar á þessu mishermi.
Meira
Á KAFFI Reykjavík er lifandi tónlist öll kvöld vikunnar. Um helgina leikur hljómsveitin Hunang og á sunnudagskvöld Grétar Örvars og Bjarni Ara. Ingi Gunnar og Eyvi leika síðan mánudags- og þriðjudagskvöld. Á miðvikudagskvöld skemmta síðan Grétar Örvars og Sigga Beinteins.
Meira
SMÆRRI ríkin í Evrópusambandinu hyggjast nú snúast til varnar gegn tillögum stærri ríkjanna um að draga úr áhrifum litlu ríkjanna í stjórn sambandsins. Smærri ríkin hafa haft miklu meiri áhrif en þau stærri, sé miðað við íbúatölu þeirra. Þau stærri telja þetta bjóða hættunni heim, þegar aðildarríkjum ESB muni ef til vill fjölga um helming.
Meira
LÆKNUM við Children's Hospital í Boston tókst ekki að loka milli hjartahólfa í Marínu Hafsteinsdóttur í gær og þarf hún því að gangast undir aðra skurðaðgerð eftir 2-3 mánuði. Í gær voru græddar slagæðar við hjarta barnsins. Aðgerðin tók rúmlega sjö klukkutíma.
Meira
LÖGREGLAN í Kópavogi fann fíkniefni og tæki til neyslu þeirra þegar bifreiðar voru stöðvaðar við venjulegt umferðareftirlit í fyrrinótt og nóttina á undan. Aðfaranótt miðvikudags var för ökumanns í bænum stöðvuð og kom í ljós að hann var með amfetamín og sprautur á sér. Sama reyndist uppi á teningnum þegar annar ökumaður var stöðvaður í fyrrinótt.
Meira
LAUFÁSPRESTAKALL: Svalbarðskirkja: fermingarfræðsla kl. 11.00 á Kristniboðsdaginn, sunnudaginn 12. nóvember. Guðsþjónusta kl. 14.00. Aðalsafnaðarfundur eftir messu. Grenivíkurkirkja: Kyrrðar- og bænastund á sunnudagskvöld kl. 21.00.
Meira
NÆSTU viku munu kaupmenn vekja sérstaka athygli á íslenskum vörum í verslunum sínum, en í gær hófst svokölluð íslensk vika. Vörurnar eru seldar undir kjörorðinu "íslenskt, já takk". Að átakinu standa ASÍ, BSRB, VSÍ, Samtök iðnaðarins og Bændasamtökin. Í gær vappaði þessi vinalegi karl um í Hagkaup til að minna viðskiptavini verslunarinnar á íslenskar vörur. Íslenska vikan stendur frá 9.
Meira
ÞAÐ var sem sprengju hefði verið varpað inn í bandarískt stjórnmálalíf á miðvikudagskvöld þegar Colin Powell, fyrrum hershöfðingi, gjörði heyrinkunnugt að hann hygðist ekki bjóða sig fram í forsetakosningunum á næsta ári. Í Hvíta húsinu svífa menn nú um gólf því ætla má að möguleikar Bills Clintons forseta á að ná endurkjöri næsta haust hafi aukist verulega.
Meira
JAKOB Björnsson bæjarstjóri á Akureyri segist vera ánægður með jákvæðan tón forystumanna í verkalýðsfélögum í bænum, en hann átti sig samt ekki á hversu raunhæfur hann sé. "Maður hefur vissulega séð atvinnuleysistölur lækka, en það er efi í huga mínum um hvort þetta breytist aftur þegar líður fram á haustið," sagði Jakob.
Meira
MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur með bréfi dags. 6. október sl. sett theol. dr. Sigurð Örn Steingrímsson prófessor í guðfræðideild um þriggja ára skeið frá 1. janúar 1996 að telja.
Meira
III ráð ITC heldur laugardaginn 11. nóvember sinn 43. ráðsfund. Hann verður haldinn í Kiwanishúsinu, Engjateigi 11. Stef fundarins er: Mikill er máttur orðsins. Helstu dagskráratriði fundarins eru, utan félagsmála: Fræðsla um fjölmiðla og notkun myndvarpa. Einnig verður flutt erindi í léttum dúr um stjórnun. Fundurinn hefst kl. 10 og er öllum opinn.
Meira
RÁÐSTEFNA um efnisnámur verður haldin í Borgartúni 6 föstudaginn 17. nóvember kl. 917. Ráðstefnan er haldin í tilefni Náttúruverndarárs Evrópu 1995 og að henni standa umhverfisráðuneytið, Náttúruverndarráð, Náttúrufræðistofnun Íslands og Skipulag ríkisins í samvinnu við iðnaðarráðuneytið og landbúnaðarráðuneytið.
Meira
SILVIO Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, sem hefur sjálfur verið sakaður um aðild að spillingarmáli, stendur nú frammi fyrir ásökunum andstæðinga sinna um að flokkur hans, Forza Italia, sé "mafíuflokkur".
Meira
SENDIRÁÐ Eistlands í Stokkhólmi hefur komið á framfæri við íslensk stjórnvöld innilegu þakklæti eistnesku þjóðarinnar til íslensku Landhelgisgæslunnar fyrir frækilega björgun þriggja eistneskra sjómanna sem þyrlusveit Landhelgisgæslunnar með aðstoð varnarliðsins sótti um borð í eistnesk veiðiskip suður af landinu í vonskuveðri dagana 22. og 25. nóvember sl.
Meira
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis til að greiða Líkkistuvinnustofu Eyvindar Árnasonar sf. sex milljónir króna, auk einnar milljónar króna í málskostnað. Byggt er á því að Kirkjugarðarnir hafi niðurgreitt útfararþjónustu sína með kirkjugarðsgjöldum, en slík ráðstöfun hafi verið ólögmæt.
Meira
BLINDRAFÉLAGIÐ telur útgáfu 2.000 kr. seðilsins sem Seðlabanki Íslands gefur út brjóta blað í útgáfustefnu bankans þar sem tekin hafi verið um það sérstök og meðvituð ákvörðun að blindir eigi ekki að geta aðgreint peningaseðla eftir stærð. Ennfremur að gera skuli sjónskertum örðugt að aðgreina seðlana eftir lit.
Meira
Sveinar útskrifaðir í húsasmíði Selfossi-NÝÚTSKRIFAÐIR sveinar í húsasmíði fengu afhent sveinsbréf í samsæti sem Fjölbrautaskóli Suðurlands og Sunniðn, samtök iðnaðarmanna á Suðurlandi, héldu af því tilefni. Að þessu sinni útskrifuðust sex sveinar í greininni.
Meira
ROBERT McNamara, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, gekk í gær á fund víetnamska hershöfðingjans Vo Nguyen Giap í Hanoi og þótti mörgum það söguleg stund. McNamara stýrði stríðsrekstrinum í Víetnam fyrir hönd Bandaríkjamanna en Giap er þakkaður sigur Norður-Víetnama.
Meira
Í TILEFNI af útgáfu geislaplötunnar Barnabros 2 frá Ítalíu sem kemur út sunnudaginn 12. nóvember verða haldnir tónleikar í Perlunni sama dag og hefjast þeir kl. 15. Þar koma fram söngvararnir Sara Dís Hjaltested, María Björk, Edda Heiðrún Backman, Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Kór Kársnesskóla.
Meira
HLJÓMSVEITIN Funkstrasse heldur tónleika í kvöld, föstudagskvöld, þar sem Magga Stína kemur fram með hljómsveitinni. Leikin verða ný og gömul lög en þess má geta að þetta eru fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar í langan tíma.
Meira
FERÐAFÉLAG Íslands og Allsnægtaklúbburinn efna til svokallaðrar tunglvöku í kvöld, föstudagskvöld 10. nóvember. Mæting er í félagsheimili Ferðafélagsins að Mörkinni 6 en húsið opnar kl. 19.30. Heitt á könnunni og meðlæti. Brottför er kl. 20. Haldið verður á dulmagnaðan stað þar sem verður uppákoma tengd vættatrú og farið í stutta gönguferð.
Meira
SETTIR hafa verið upp myndavélakassar á sex gatnamót í Reykjavík og í þeim eru ellefu eftirlitsmyndavélar. Þessi gatnamót eru Breiðholtsbraut- Stekkjarbakki, Miklabraut-Kringlumýrarbraut, Suðurlandsbraut-Kringlumýrarbraut-Laugavegur, Borgartún-Kringlumýrarbraut, Hringbraut-Njarðargata og Miklabraut-Snorrabraut.
Meira
HORFUR eru á að velta Íslenskra sjávarafurða hf. aukist um 23% á þessu ári miðað við síðasta ár. Hagnaður af rekstri fyrirtækisins fyrstu níu mánuði ársins nam 121,5 milljónum króna sem er 50% aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kom fram á hluthafafundi félagsins í gær.
Meira
VERKFÆRABÚÐIN við Furuvelli 13 hefur verið stækkuð um helming og nafni hennar verið breytt í Jókó. Verslunin tók til starfa fyrir um ári og hefur vöruúrvalið aukist jafnt og þétt, en þar eru á boðstólum verkfæri af ýmsu tagi, málningarvörur og bílamálning svo fátt eitt sé nefnt. Þá hefur verslunin umboð fyrir Hotpoint heimilistæki.
Meira
Mikill meirihluti Þjóðverja er andvígur því að tekinn verði upp sameiginlegur evrópskur gjaldmiðill, "evró" samkvæmt nýrri skoðanakönnun og flestir telja ólíklegt að Helmut Kohl kanslari nái að knýja fram ákvörðun.
Meira
UMHVERFISNEFND hefur lagt til við bæjarstjórn Akureyrar að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár verði varið þremur milljónum króna af liðnum "átaksverkefni" til að hefja landgræðslu í malarnámum norðan Glerár. Áætlun um verkið liggur fyrir og mótframlag frá Landvernd liggur fyrir. Áætlað er að verkefnið geti skapað vinnu fyrir 15 til 20 manns.
Meira
OPINN fundur verður haldinn um Vínlandsferðir og veðurfar í Norræna húsinu miðvikudaginn 15. nóvember kl. 20.30 á vegum Vináttufélags Íslands og Kanada og Hins íslenska náttúrufræðifélags. Á fundinum mun Páll Bergþórsson, veðurfræðingur, fjalla um landkönnun Forn-Íslendinga og Grænlendinga í Vesturheimi og Þór Jakobsson ræðir um veðurfar í Kanada. Norræni kórinn syngur.
Meira
ÞÓRÐUR Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar segir að ákvörðunin um stækkun álversins í Straumsvík hafi greinilega skapað meiri væntingar varðandi ríkisfjármálin á næstunni en tilefni gefi til.
Meira
HÆFILEIKAR Pílu, rúmlega árs gamallar tíkur á Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði við að finna fé í fönn hafa verið að koma í ljós síðustu daga, en hún fann í byrjun vikunnar tvær ær í eigu Baldvins Kr. Baldvinssonar á Torfunesi í Köldukinn sem legið höfðu í fönn í ellefu daga. Árangurslaust hafði verið leitað að þessum kindum áður en Píla kom til sögunnar.
Meira
Vaðbrekku, Jökuldal-Verkefni um að bæta vaxtaskilyrði fisks í ofsetnum vötnum svo þau gefi vænni fisk og efla bleikjueldi jafnhliða er nýlokið hjá Búnaðarsambandi Austurlands.
Meira
TVÆR konur og karlmaður voru handtekin eftir að jórdönsk breiðþota, sem þau voru farþegar í, lenti á Keflavíkurflugvelli kl. 18.25 í gær, en flugstjóri vélarinnar hafði fengið leyfi til lendingar vegna sprengjuhótunar um borð.
Meira
ÓÞÖRF FORSJÁRHYGGJA RAM kom á Alþingi síðastliðinn miðvikudag að Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, hygðist beita sér fyrir því að tryggingaráð endurskoðaði þá ákvörðun sína að hætta að veita öryrkjum lán frá Tryggingastofnun til bílakaupa, en vísa þeim þess í stað á almennan lánamarkað.
Meira
"UM ÁTTA hundruð ársverk skapast beint í tengslum við stækkun álversins í Straumsvík," segir í forystugrein Tímans, "en vegna margföldunaráhrifa verða ársverkin þó miklu fleiri". Vítamínsprauta
Meira
Í GÆR afhenti dr. Einar Pálsson Skálholtsstað hluta af upplagi bókar, Kristnitakan og kirkja Péturs í Skálaholti, sem nýlega kom út. Biskup Íslands, hr. Ólafur Skúlason, og vígslubiskupinn í Skálholti, séra Sigurður Sigurðarson, tóku á móti gjöfinni fyrir hönd kirkjunnar. Í bókinni fjallar Einar um það hvers vegna Skálholt varð fyrir valinu sem miðpunktur kirkju og kristni.
Meira
LEIKFÉLAGIÐ Grímnir í Stykkishólmi frumsýnir á laugardagskvöld hinn íslenska gamanleik "Söguna um Svein sáluga Sveinsson í Spjör og samsveitunga hans" í leikstjórn Vigdísar Jakobsdóttur. Höfundar leikritisins eru Unnur Guttormsdóttir og Anna Kristín Kristjánsdóttir, sem báðar eru meðlimir í áhugaleikfélaginu Hugleik í Reykjavík.
Meira
EINSÖNGSTÓNLEIKAR verða haldnir í Selfosskirkju laugardaginn 11. nóvember nk. og hefjast þeir kl. 16.00. Þar koma fram þær Svava Kristín Ingólfsdóttir mezzósópran-söngkona og Ywona Jagla píanóleikari.
Meira
Leikstjóri Roger Donaldson. Tónlist Christopher Young. Aðalleikendur Ben Kingsley, Michael Madsen, Forerst Whitaker, Alfred Molina, Marg Helgenberger, Natasha Henstride. Bandarísk. MGM 1995. Árið 1974 senda bandarískir vísindamenn ýmsar upplýsingar útí himingeiminn um lífið og tilveruna á Hótel Jörð, m.a. uppbyggingu kjarnasýranna.
Meira
GAMANLEIKARINN Chris Farley, sem lék í myndinni Tommi karlinn, eða "Tommy Boy", er nú meðal þeirra hæstlaunuðu í stéttinni. Hann gerði nýlega samning við kvikmyndafyrirtækið MPCA um að fá 384 milljónir króna fyrir að leika í myndinni "Beverly Hills Ninja". Hún fjallar um það þegar yfirmaður ninja-stofnunar í Japan finnur kornabarn og ákveður að ala það upp sem arftaka sinn.
Meira
SUNNUDAGINN 12. nóvember kl. 16 mun Jens Grön, forstöðumaður Vestbirk Højskole, fjalla um gildi tónlistar og söngs fyrir lýðskólana og flytja nokkur lög. Fyrirlesturinn er hluti af "Lýðskóla-helgi" sem haldin er í Norræna húsinu 11.12. nóvember, sem er opin fyrir alla.
Meira
Förðun, hárgreiðsla og hárskurður SAMBAND hárgreiðslu- og hárskerameistara og Félag íslenskra snyrtifræðinga stóðu að Íslandsmeistarakeppni í hárgreiðslu, hárskurði og förðun. Keppnin, sem haldin var á sunnudaginn á Hótel Íslandi, var fjölsótt og margir keppendur sýndu listræna tilburði.
Meira
LAUGARDAGINN 11. nóvember kl. 16 verður opnuð sýning í anddyri Norræna hússins á grafíkverkum eftir dönsku listakonuna Bertu Moltke. Myndirnar eru gerðar í samvinnu við rithöfundinn Ullu Ryum og birtust í bókinni Skjulte beretninger,sem kom út í Danmörku 1994. Berta Moltke og Ulla Ryum áttu náið samstarf við gerð bókarinnar um þriggja ára skeið.
Meira
GUÐNÝ Richards og Thomas Ruppel opna sýningu í Nýlistasafninu á laugardag kl. 18. Guðný og Thomas, sem bæði eru búsett í Þýskalandi sýna málverk og grafíkverk í safninu. Guðný útskrifaðist frá Grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1985 og stundaði framhaldsnám í London og Stuttgart. Lauk hún námi frá Akademíunni í Stuttgart 1994.
Meira
SKÁLDKONUR fyrri alda eftir Guðrúnu P. Helgadóttur fyrrverandi skólastjóra og rithöfund er komin út. Í þessu verki skýrir höfundur frá hlutdeild íslenskra kvenna í sköpunarsögu íslenskra bókmennta fyrstu aldirnar og segir frá þekktum skáldkonum fyrri alda, meðal annars þeim Þórunni á Grund, Steinunni á Keldum, Þórhildi skáldkonu, Jóreiði í Miðjumdal, Steinunni í Höfn, Látra-Björgu,
Meira
150 ÁRA ártíðar Jónasar Hallgrímssonar var nýlega minnst í Kaupmannahöfn á vegum bókmenntafélagsins Thors, sem að vanda heldur uppi merki bókmenntanna í Jónshúsi. Þar komu fram þau Páll Valsson bókmenntafræðingur, Ingibjörg Guðmundsdóttir söngkona og íslenski kirkjukórinn. Sérstakir gestir voru Ólafur G.
Meira
ÚT er komin ljóðabókin Klink eftir Braga Ólafsson. Þetta er fjórða ljóðabók Braga, en áður hafa komið út bækurnar Dragsúgur 1986, Ansjósur 1991 og Ytri höfnin 1993. "Bragi er eitt albesta ljóðskáld sinnar kynslóðar. Í þessari ljóðabók yrkir skáldið um angistarblandna sælu hversdagsins á sinn kankvísa hátt," segir í kynningu. Útgefandi er Bjartur. Verð bókarinnar er 1.
Meira
ERLA B. Axelsdóttir listmálari opnar sína tíundu einkasýningu í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar á laugardaginn. Um er að ræða pastelmyndir, náttúrustemmningar og minningarbrot.
Meira
MARÍA, konan bak við goðsögnina, er titillinn á ævisögu Maríu Guðmundsdóttur, sem Ingólfur Margeirsson hefur skrifað. Bókin er yfir 300 blaðsíður að lengd og ríkulega myndskreytt úr margbrotnu lífi, sem bar Maríu upp í hæsta glæsilíf og niðurbrotna í lægsta öldudal. Í viðtali segir hún Elínu Pálmadóttur að nú sé hún búin að raða púslubitunum í lífi sínu saman.
Meira
NORSK mynd gerð eftir ævintýri Asbjørnsen og Moe, Herremannsbruden, verður sýnd í Norræna húsinu á sunnudaginn kl. 14. Ríkur óðalsbóndi verður ástfanginn af dóttur vinnumanns síns. Hann býður til brúðkaups, en stúlkan vill ekki játast honum.
Meira
eftir Sigurð A. Magnússon. Ljósmyndir Sigríður Friðjónsdóttir. Fjölvi 1995. 224 bls. Verð 3.860. kr. SIGURÐUR A. Magnússon rithöfundur hefur áður skrifað tvær ýtarlegar ferðasögur, "Við elda Indlands" og "Grikklandsgaldur", jafnframt sem hann hefur látið frá sér ýmislegt um Ísland fyrir útlendinga.
Meira
DAGSKRÁ í tengslum við yfirlitssýningu á verkum Einars Sveinssonar, arkitekts og húsameistara Reykjavíkur, á Kjarvalsstöðum er eftirfarandi: Sunnudagana 12., 19. og 26. nóvember kl. 16. Leiðsögn á Kjarvalsstöðum. Pétur H. Ármannsson arkitekt, safnvörður byggingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur, leiðbeinir sýningargestum. Mánudagur 13. nóvember kl. 20.
Meira
NOKKUR þýdd ljóð eftir Helga Hálfdanarson eru komin út. Bókin hefur að geyma þýðingar ljóða frá ýmsum löndum og tímum sem ekki hafa áður verið prentaðar á bók. Hér eru ljóð eftir ýmsa helstu skáldjöfra þýskrar tungu svo sem Goethe, Heine og Rilke, eftir Norðurlandahöfunda á borð við Kaj Munk, Bellman og Runeberg og Bretana Shakespeare, Shelley og Yeats ásamt fleirum.
Meira
Ljóðlínuskip eftir Sigurð Pálsson er komin út. Þetta er áttunda ljóðabók Sigurðar sem hefur verið kallaður skáld margbreytileikans, frelsisins og lífsháskans. Í kynningu segir: "Ljóðlínuskip er óvenju hnitmiðuð í byggingu og forsmíði.
Meira
RITHÖFUNDURINN Salman Rushdie var á ferð um Kaupmannahöfn nýlega til að kynna nýju bókina sína, The Moor's Last Sigh". Í viðtali við danska blaðið Politiken" sagði hann meðal annars frá kynnum sínum af norrænum bókmenntum. Þar nefnir hann til norræna goðafræði og Njálu sem áhrifavalda síðan hann var strákur.
Meira
UNGLINGABÓKIN Keflavíkurdagar/Keflavíkurnætur eftir Lárus Má Björnsson er komin út. Óli er fimmtán ára og í tíunda bekk, starfsdeild. Hann er hundleiður á stríðni og einelti og ákveður að breyta ástandinu. Með vaxandi sjálfstraust að vopni tekst honum að ná árangri og virðist í lokin flestir vegir færir. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 223 bls.
Meira
KVIKMYNDAHÁTÍÐ Regnbogans og kvikmyndaklúbbsins Hvíta tjaldsins hefst í dag með sýningu myndarinnar Cyclo eftir Víetnamann Tran Anh Hung en enskt nafn hennar er Rickshaw Boy. Myndin sigraði á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í haust. Sérstaklega er vandað til hátíðarinnar í tilefni af 100 ára afmæli kvikmyndarinnar og verður hún lengri en fyrri ár.
Meira
KYNNINGARDAGAR RARIK voru haldnir í húsnæði fyrirtækisins að Sólbakka 1 í Borgarnesi nýverið. Alls mættu rúmlega 400 manns á staðinn og kynntu sér starfsemina og skoðuðu tæki og tól. Voru gestirnir á öllum aldri og tóku virkan þátt í því sem í boði var. Fullorðna fólkið fékk ráðleggingar um hvernig spara má rafmagn í heimahúsum. Þar kom m.a.
Meira
Leikstjóri: Gísli Snær Erlingsson. Handrit: Friðrik Erlingsson. Framleiðandi: Baldur Hrafnkell Jónsson. Kvikmyndtaka: Sigurður Sverrir Pálsson. Tónlist: Ólafur Gaukur. Hljóðhönnun: Kjartan Kjartansson. Klipping: Kirsten Eriksdottir og Gísli Snær. Baldur film í samvinnu við Íslensku kvikmyndasamsteypuna, Íslenska útvarpsfélagið, NDF og Migma film. 1995.
Meira
SÝNINGU Guðmundar Rúnars Lúðvíkssonar í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi lýkur á sunnudag. Guðmundur sýnir olíumálverk, ferilteikningar, ræsiþrykk, vinnupalla, landamæralínur, tölvugrafík, flöskustúta o.fl. Opið frá 16-18 virka daga og frá 15-18 um helgar.
Meira
eftir Guðjón Friðriksson. Mannanafnaskrá fylgir. Iðunn 1995 - 161 síða. TVÆR undirfyrirsagnir vísa veginn að innihaldi bókarinnar: 6 gönguleiðir um Þingholt og sunnanvert Skólavörðuholt. Það er ramminn um efnið, sem er saga, mannlíf, menning, byggingarlist, gróður og garðar í ofangreindum hverfum.
Meira
TINNA Gunnarsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í Gallerí Greip á morgun, laugardag, kl. 16. Á sýningunni eru sófar, borð og hillur. Tinna útskrifaðist úr listhönnunardeild West Surrey College of Art & Design í Bretlandi 1992. Hún hefur tekið þátt i samsýningum hér heima og í Bretlandi, en þetta er þriðja einkasýning hennar. Sýningin stendur til sunnudagsins 26.
Meira
MYNDHÖGGVARARNIR Einar Már Guðvarðarson og Susanne Christensen halda sýningu á skálum sem flestar eru höggnar í íslenskar steintegundir. Sýningin verður í sýningarrýminu bakatil í Listhúsi 39, sem er gegnt Hafnarborg við Strandgötuna í Hafnarfirði. Sýningin opnar laugardaginn 11. nóvember kl. 15 og stendur til 27. nóvember.
Meira
DAGUR heitir nýr söng- og gamanleikur sem leikhópurinn Hamingjupakkið sýnir á litla sviði Borgarleikhússins um þessar mundir. Hamingjupakkið er samsett af ungu fólki sem víða hefur leitað fanga í listaflórunni, svo sem leiklist, tónlist og danslist. Hópurinn hefur stillt saman strengi sína þannig að úr hefur orðið fjöllistasýning.
Meira
NORRÆNA húsið hefur sett saman dagskrá fyrir börn og ungt fólk sem hefur hlotið nafnið Cyklonen. Á dagskrá á Cyklonen í vetur verður m.a. boðið til "námskeiðs" í tölvuteikningu, tónleika, kvikmyndasýninga og 50 ára afmælis Línu Langsokks.
Meira
11 KRAKKAR úr bekk 7-H í Álftanesskóla héldu kökubasar síðastliðinn laugardag til styrktar söfnuninni Samhugur í verki og söfnuðu alls 23.060 krónum. Hérna sjáum við þessa duglegu krakka. Fremsta röð frá vinstri: Laufey Eiríksdóttir, Snædís Bjarnadóttir, Bergþóra Magnúsdóttir, Þórólfur Sverrisson. Miðröð frá vinstri: Brynhildur Jónasdóttir, Birna Árnadóttir, Óðinn Kristinsson.
Meira
HLJÓMSVEITIN Stingandi strá gaf nýlega út hljómplötuna Umhverfisóð. Í tilefni af því hélt hún útgáfutónleika í Tjarnarbíói. Liðsmenn sýndu alkunna takta og skemmtu gestir sér vel. Morgunblaðið/Jón Svavarsson METTE Marie Bjerregård og Þór Breiðfjörð.
Meira
LJÓÐ Tómasar Guðmundssonar hafa orðið fjölmörgum tónlistarmönnum innblástur til afreka og þar á meðal er Þormar Ingimarsson sem sendir í dag frá sér geisladiskinn Sundin blá, þar sem ýmsir flytjendur syngja lög hans við ljóð Tómasar. Byrjaði fyrir tíu árum
Meira
GUÐNÝ Richards og Thomas Ruppel opna sýningu í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, laugardaginn 11. nóvember kl. 18. Guðný og Thomas, sem bæði eru búsett í Þýskalandi, sýna málverk og grafíkverk í safninu. Guðný Richards útskrifaðist frá Grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1985 og stundaði framhaldsnám í London og Stuttgart. Lauk hún námi frá Akademíunni í Stuttgart 1994.
Meira
eftir Stefán Júlíusson. Bókaútgáfan Björk 1995 - 166 síður. NAFN sögunnar gefur mikið til kynna um verkið en er þó tvírætt. Kanabarn er ein aðalpersónan en barnið sem hún gengur með gæti verið það líka. Sagan er þéttbýlissaga og gerist að mestu á einu sumri sem hefur í för með sér miklar breytingar fyrir hina fimmtán, bráðum sextán ára gömlu Biddí.
Meira
Fjórflokkarnir 1959-1991, eftir Svan Kristjánsson. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, 1994, 259 bls. Það hefur til skamms tíma ekki farið sérstaklega mikið fyrir rannsóknum á íslenzkum stjórnmálum í bókum og tímaritum. En nú á síðustu árum hefur orðið á þessu breyting.
Meira
ÞEGAR ritstjóri Alþýðublaðsins Hrafn Jökulsson, er farinn að verja húsbændur sína af slíkri hörku sem raun ber vitni, og bera auk þess við gleymsku líkt og fyrrum landsfaðir okkar Steingrímur, þá er kominn tími til að endurskoða gildismat sitt gagnvart jafnaðarmennskunni og fylgismönnum hennar.
Meira
Í GREIN mína, Forsetakjör, í Morgunblaðinu í gær hefur slæðzt bagaleg prentvilla. Þar sem lýst er forsetaefni, segir í blaðinu: "Hann var víðförull ... ", en í handriti stóð: "Hann er víðförull ...", enda er um að ræða mann á bezta aldri.
Meira
GAMLA hvíta leikhúsið á Húsavík klúkir á Bakkanum svonefnda við hliðina á samnefndri bjórstofu Bierstube (það magnaða hús með nissa var eitt sinn í eigu Guðjohnsenanna músíkölsku). Það er laugardagur síðdegis. Klukkan að nálgast fjögur og frumsýning verksins "Gauragangur" eftir Ólaf Hauk Símonarson að hefjast. Gestir streyma að húsinu flestallir heimafólk. Greinilegur áhugi ríkjandi.
Meira
ENDA þótt flestir séu okkur sammála um nauðsyn þess að vinna gegn neyslu vímuefna eru ekki allir sammála um að boða bindindi. Um það er okkur stundum svarað á þann veg að fáir vilji láta það á móti sér að neyta ekki áfengis. Þess vegna sé vonlaust að vera að tala um bindindi almennt. Svo fara menn að tala um að láta skynsemina ráða.
Meira
Á ÞVÍ er enginn vafi, að mennirnir eru að stækka og það umtalsvert, sé litið til langs tíma. Húsgögn eru orðin of lítil. Rúm og það sem þeim tilheyrir, er of stutt. Stólar og borð eru of lág og fleira mætti nefna. Þar af leiðandi eru herbergin í húsunum oft of lítil. Þegar gengið er um Þjóðminjasafnið vekur það athygli manns, hve vopn og búnaður allur er smáger.
Meira
UM ÁRABIL hefur verið unnið að því að koma á sameiginlegu neyðarnúmeri fyrir alla landsmenn. Það sem gerði málið stjórnsýslulega flókið var að mörg ráðuneyti komu að málinu svo og sveitarfélögin í landinu. Það var því enginn einn aðili sem gat tekið málið í sínar hendur.
Meira
LEGGJUMST allar á eitt, hvar sem við störfum, stöndum á rétti okkar og áttum okkur á hvers vegna karlarnir við hliðina á okkur hafa hærri laun og meiri völd en við. Ég var hress í bragði þegar ég gekk út úr Odda í Háskóla Íslands sunnudaginn 22. október. Að baki var önnur ráðstefnan um íslenskar kvennarannsóknir, sem áhugasamir þátttakendur líktu við stanslausa tveggja sólarhringa veislu.
Meira
unningi Víkverja kom að máli við hann og bar sig aumlega. "Ég hélt að ég vissi eitthvað um efnahagsmál, lífeyrissjóði, hlutabréf og fleira. En nú var ég að lesa viðtal við einn af sérfræðingum Seðlabankans um þessi mál og sé að eitthvað hefur farið framhjá mér í þessum efnum.
Meira
ÉG HEF undanfarið ár neytt AB-mjólkur daglega enda hún álitin mjög holl. Nú er ég aftur á móti að hugsa um að hætta að kaupa hana því undanfarið hefur hún verið svo lapþunn. Hvernig skyldi standa á því? Margrét Tapað/fundið Hjól tapaðist APPELSÍNUGULT hjól af gerðinni Jazz Voltage hvarf frá Nönnugötu einhverntíma á tímabilinu frá laugardeginum 4.
Meira
Elsku amma mín. Nú hefur þú kvatt þennan heim og hvíldin langþráða komin. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum og minnast allra þeirra góðu stunda sem við áttum saman. Amma mín var stór hluti af lífi mínu, alla mína æsku var hún alltaf til staðar. Það var yndislegt að koma að Ásabraut 2 og fá sér miðdegiskaffi, þess minnumst við öll, bæði ég og hin barnabörnin.
Meira
ANNA KRISTJÁNSDÓTTIR Anna Kristjánsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 27. ágúst 1910. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi í Garði 5. nóvember sl. Foreldrar hennar voru Kristján Þórðarson og Guðný Elíasdóttir frá Vestmannaeyjum. Systkini Önnu voru 8, þar af eru 5 látin. Anna giftist Auðuni Karlssyni 29. maí 1929 í Vestmannaeyjum.
Meira
Birna var yngst systkinanna á Grund. Hún varð strax sólargeislinn á Grundarheimilinu. Þegar Björn faðir hennar lést var hún rúmlega ársgömul. Harmur heimilisins var mikill og sár en litla fallega dóttirin, sem ekki skildi þá hvað gerðist, sefaði sorgina og var strax í aðalhlutverki hjá móður sinni og systkinahópnum. Þannig var Birna á Grund.
Meira
Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðard.) Elskuleg föðursystir mín, Birna Björnsdóttir, er látin.
Meira
Hún Birna hans Gils er dáin, þessi blíða og góða kona. Mig langar til að kveðja þig. Þú barst ekki mikið á, varst heima og hélst utan um stóra hópinn þinn, alltaf til staðar til að bjarga málunum. Ég man þegar við Ásdís og stelpurnar vorum að fara á ball og Ásdísi vantaði pils fyrir kvöldið, þú varst ekki lengi að bjarga því, settist niður og saumaðir pilsið.
Meira
Sú fregn barst mér til eyrna miðvikudaginn 1. nóvember sl. að æskuvinkona mín og frænka, Birna Björnsdóttir, væri látin. Fregn þessi kom ekki algjörlega á óvart vegna langvarandi veikindabaráttu hennar, en samt er það svo að slíkar fréttir eru alltaf jafn sárar.
Meira
Amma okkar, Birna Björnsdóttir, er látin og langar okkur að minnast hennar og segja nokkur falleg orð um hana yndislegu ömmu okkar. Hún hafði alltaf svo fallegt bros og ótakmarkaða þolinmæði, var alltaf svo blíð og góð við alla. Hún var alltaf svo jákvæð og alveg yndislega skemmtileg.
Meira
BIRNA BJÖRNSDÓTTIR Birna Björnsdóttir fæddist 27. jan. 1936 á heimili foreldra sinna á Grund í Ólafsvík. Hún lést 1. nóvember síðastliðinn á heimili sínu að Logafold 53 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Björn Jónsson, sjómaður í Ólafsvík, og Kristín Bjarnadóttir kona hans. Björn og Kristín eignuðust átta börn.
Meira
Nú er nafni minn og afi látinn. Ætíð ber dauðann óvænt að, jafnvel þótt farið sé að hausta í lífi manns. En svo þegar hann kveður dyra skilur hann eftir tóm, tilfinningu sem orð fá ekki lýst. Samt setjast menn niður og festa á blað nokkur orð til að lýsa missinum og votta hinum látna virðingu sína.
Meira
Bragi Sigurjónsson kvaddi eins og hann hefði viljað; að vera úti í náttúrunni, kannski ekki eins kaldri og þennan dag í garðinum "heima í Bjarkarstíg", en þó innan um björk og furu og fugla sem flugu til himins yfir toppa trjánna sem hann sáði til á sínum tíma og eru farin að skyggja á sólina áður en hún sígur til viðar á sumardegi hvað þá að vetri.
Meira
Vinátta okkar Braga Sigurjónssonar stóð á gömlum grunni. Feður okkar voru góðir vinir. Sigurjón Friðjónsson, bóndi og skáld, heimsótti aldrei Reykjavík svo, að hann kæmi ekki á heimili foreldra minna. Mér er í barnsminni, að ég hændist að þessum ljúfa og hlýja manni, sem ávallt gaf sér tíma til þess að klappa á kollinn á litlum dreng og segja við hann eitthvað,
Meira
Bragi Sigurjónsson, skáld og stjórnmálamaður, er látinn á 85ta aldursári. Með honum er fallinn í valinn einn helsti forystumaður okkar jafnaðarmanna á Norðurlandi um fjögurra áratuga skeið. Fyrir hönd okkar íslenskra jafnaðarmanna vil ég á þessari kveðjustund bera fram einlægar þakkir okkar fyrir mikið og óeigingjarnt starf Braga í þágu Alþýðuflokksins og jafnaðarstefnunnar í hartnær hálfa öld.
Meira
Allt er í heiminum hverfult. Við fæðumst til að vaxa og þroskast, til að læra, vinna og eignast niðja og til að skila nokkru verkefni í lífsins ólgusjó. Hvernig til tekst fer eftir atvikum. En einhvern daginn eða nóttina, eftir mismörg ár, kemur kveðjustundin hjá hverjum og einum.
Meira
Í dag langar mig að minnast elskulegrar ömmu minnar, Guðbjargar Magnúsdóttur. Þegar ég var lítil var alltaf svo gaman þegar amma kom með rútunni til Keflavíkur í heimsókn og mikil spenna var í loftinu þegar hún opnaði töskuna og sjá hvað hún geymdi mikið.
Meira
Hún mamma mín er dáin. Hún var ekki eingöngu móðir mín, heldur líka minn besti vinur. Þessa stund óttaðist ég sem barn og kveið eftir að ég varð fullorðin. Mamma var alltaf til staðar, hún var heima á meðan við börnin þurftum hennar með, og ef hún þurfti að bregða sér frá þá var gjarnan spurt: Er enginn heima? Mamma var glöð og þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert.
Meira
GUÐBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR Guðbjörg Magnúsdóttir fæddist 2. júní 1914 í Landsbroti í Kolbeinsstaðarhreppi. Guðbjörg lést 3. nóvember síðastliðinn í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Foreldrar hennar voru María Ólafsdóttir fædd 7. febrúar 1882, dáin 17. febrúar 1970, og Magnús Jóhannesson fæddur 3. nóvember 1880, dáinn 1.
Meira
Ég vil ekki láta hjá líða að minnast nokkrum orðum frú Guðbjargar Þórðardóttur, móður æskuvinar míns, Sigurðar Emils Pálssonar, en útför hennar verður gerð frá Foss- vogskirkju í dag. Guðbjörgu kynntist ég fyrst barn að aldri þegar ég kom á heimili sonar hennar en við vorum bekkjarbræður og löngum sessunautar nánast alla okkar skólagöngu.
Meira
Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð.
Meira
Í dag er til moldar borin móðursystir okkar, Guðbjörg Þórðardóttir eða Göja, eins og hún var alltaf kölluð. Á þessum tímamótum koma margar minningar upp í hugann. Einhvern veginn munum við helst eftir síðustu árunum en þá urðu samskipti okkar nánari. Móðir okkar, sem dó í júlí sl.
Meira
GUÐBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR Guðbjörg Þórðardóttir fæddist í Reykjavík 24. nóvember 1916. Hún lést 26. október síðastliðinn á Landspítalanum. Guðbjörg var dóttir hjónanna Sesselju J. Jónsdóttur, f. 6. júlí 1875, d. 9. september 1971, og Þórðar Gíslasonar frá Stóra-Botni, f. 14. júlí 1875, d. 28. júní 1958.
Meira
Guðrún Jónsdóttir, móðursystir mín, er látin, 83 ára að aldri. Það er undarlegt að vera "snögglega" orðin elsta kynslóðin, sem ber að geyma og varðveita minningar og fróðleik um gengin ættmenni og liðna tíð. Áhugi minn á slíku var ekkert mikill í amstri hversdagsins og hún Guðrún vissi þetta allt og hægt að spyrja hana. En ekki lengur.
Meira
Tengdamóðir mín Guðrún Jónsdóttir er látin, og þegar ég læt hugann reika fer ég strax að hugsa til okkar fyrstu kynna. Okkar kynni hófust nokkrum árum áður en við Jón sonur hennar fórum að gefa hvort öðru hýrt auga. Ég vann á sumrin með Diddu dóttur hennar og tókst með okkur vinskapur. Við vinkonur hennar vorum alltaf velkomnar á heimili Guðrúnar og Björns á Ránargötu 14.
Meira
Okkur langar að minnast hennar ömmu, sem við kveðjum í dag, með nokkrum orðum. Ef lýsa ætti ömmu í fáum orðum myndum við nota orðin gjafmildi, gestrisni og höfðingsskapur. Það var ekki komið í heimsókn til ömmu og afa án þess að borðið væri drekkhlaðið kræsingum, enda sagði amma alltaf að leiðin að hjartanu lægi í gegnum magann.
Meira
Sama rósin sprettur aldrei aftur þó önnur fegri lýsi veginn þinn. Mig langar að minnast elskulegrar tengdamóður minnar, sem lést laugardaginn 4. nóvember. Það er einkennileg tilfinning að hún verður ekki til staðar þegar farið er í heimsókn til ömmu og afa, en minningin lifir og enginn er eilífur og við förum öll þessa sömu leið einhvern tíma.
Meira
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR Guðrún Jónsdóttir fæddist að Sandfelli í Öræfum 23. febrúar 1912. Hún lést á heimili sínu, Kópavogsbraut 1B, laugardaginn 4. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þuríður Filipusdóttir, f. 26.5. 1885, d. 21.2. 1936 og séra Jón Norðfjörð Jóhannessen, f. 6.10. 1878, d. 21.7. 1958.
Meira
Líf okkar allra mótast ekki hvað síst af því hverjir eru samferðarmenn okkar. Við mótumst af þeim og þeir af okkur. Það er oft tilviljunum háð hverjir samferðamenn okkar verða þó auðvitað sé það í valdi okkar sjálfra að velja. Þó samfylgdin sé oft stutt getur hún samt haft varanleg áhrif á skoðanir okkar og hugsanir og mótað æviskeið hvers og eins allt til enda.
Meira
Í dag, föstudaginn 10. nóvember, er til moldar borinn vinur minn Haukur Jónsson. Með nokkrum orðum langar mig að minnast hans. Fyrir um það bil 5 árum kynnist ég Hauki. Við fyrstu kynni virkaði hann vel, við tókum tal saman og fundum að lífsviðhorf okkar var ekki ósvipað, skrýtið hvað maður hittir sjaldan svoleiðis fólk á lífsleiðinni.
Meira
Margs er að minnast, margt er hér að þakka. (V. Briem.) Sárt er til þess að hugsa að vinur okkar Haukur er látinn. Okkar fyrstu kynni voru hjá Bræðrunum Ormsson, þar sem við vorum saman í námi í rafvirkjun. Við unnum margvísleg verkefni saman hjá fyrirtækinu og frá þeim tíma hefur verið góð vinátta milli okkar og fjölskyldna okkar.
Meira
Kæri nafni. Ég settist niður og tíndi til nokkur minningarbrot á blað sem nokkurs konar lokakveðja til þín. Mín fyrsta minning um þig tengist fjölskylduboði á gamlárskvöldi. Þar upplifði ég sem lítill strákpjakkur það ævintýri að fá að halda á agnarsmáu blysi í fyrsta skipti á ævinni.
Meira
HAUKUR VIÐAR JÓNSSON Haukur Viðar Jónsson, rafvirkjameistari, var fæddur 8. febrúar 1938 í Reykjavík. Hann lést 1. nóvember síðastliðinn í Reykjavík. Móðir Hauks er Lúsinda Árnadóttir, fædd 14. apríl 1914, búsett á Skinnastöðum í Húnavatnssýslu. Seinni maður Lúsindu var Vigfús Magnússon, hann lést 1987.
Meira
Jón Húnfjörð Jónasson Í Múla í Línakradal, V-Húnavatnssýslu, fæddust og uppólust tveir bræður á fyrstu tugum þessarar aldar. Báðum var það sameiginlegt að þeir breyttu samfélaginu, frá því að vera samgöngusnautt til þeirrar nýsköpunar sem það er í dag.
Meira
Kveðja frá langafabörnum: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna.
Meira
Jón Húnfjörð Jónasson Hann afi er dáinn, eftir stutta en snarpa baráttu. Ég hitti hann síðast fyrir 4 vikum, þá var hann nýbúinn að fá læknisúrskurðinn. Þó hann gæti sig varla hreyft fyrir kvölum lék hann á als oddi og hafði mestar áhyggjur af því að hann fengi ekki lifrarpylsu þetta haustið. Eftir 36 ára samleið streyma minningarnar fram.
Meira
JÓN HÚNFJÖRÐ JÓNASSON Jón Húnfjörð Jónasson fæddist 21. janúar 1914 á Sauðadalsá, V-Hún. Hann lést í Reykjavík 3. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Jóns voru Jónas Jónasson, bóndi í Múla, f. 24.5. 1881, d. 1956, og kona hans, Guðrún Jónsdóttir, f. 1.9. 1887, d. 1954. Jón átti þrjú systkini, Guðmund, Fanneyju og Guðrúnu.
Meira
HEIMSÓKN í Lundgarð var alltaf einhvers konar hátíðarstund. Á árum áður var ferð til Möggu hvorki meira né minna en sveitaferð; þá fékk maður að fara í fjárhús með Ásmundi eða Möggu, fékk að gefa blessuðum skepnunum tuggu eða heilsaði bara upp á þær. Klappaði einni og einni og þóttist enginn smá karl.
Meira
MARGRÉT HALLGRÍMSDÓTTIR Margrét Hallgrímsdóttir fæddist að Glúmsstöðum í Fljótsdal 10. júní 1915. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Seli á Akureyri að kvöldi 28. október sl. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurbjörg Halladóttir og Hallgrímur Stefánsson bóndi að Glúmsstöðum. Börn þeirra voru, auk Margrétar, Guðfinna f. 8. júlí 1910, d.
Meira
Út um stofugluggann heima hjá mér mátti sjá fagurt útsýni yfir Vaðlaheiði og Eyjafjörð. Nær blasti Þórsvöllurinn við og það sem næst mér var, litla falllega húsið hennar Margrétar, Lundgarður. Þetta var fyrir nokkrum árum þegar ég og fjölskylda mín bjuggum á Akureyri.
Meira
Það voru stjörnur og tungl í margskonar litum í sandblásnu glerinu í útidyrahurðinni hjá Siggu frænku og Marteini á Kambsvegi. Ekki að undra þó barnið í mér væri með stjörnur bæði í augum og hjarta þá mörgu daga og mörgu nætur sem ég dvaldi hjá þeim hjónum. Ég var ekki há í loftinu þegar ég tók það í mig stundum að labba til Siggu frænsku sí svona eftir skólann.
Meira
Nú þegar ég sest niður og hyggst skrifa minningarbrot um tengdaföður minn, Martein Davíðsson, er það einhvern veginn svo fjarlægt að hann skuli vera farinn frá okkur, svo lifandi og litríkur sem hann var.
Meira
Höfðingi er lagður af stað í sína hinstu för. För sem við vitum öll fyrir víst að liggur fyrir okkur. Það er ekki tilviljun að ég tala um höfðingja sem faðir minn, Marteinn Davíðsson, var. Persónuleiki hans einkenndist af sterku litrófi tilfinninga og hugsana. Hann endurspeglaðist í hinum fjóru höfuðdyggðum; hófsemi, hugrekki, heiðarleika og visku.
Meira
"Dáinn horfinn! Harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yfir! En ég veit að látinn lifir, það er huggun harmi gegn". (J.H.) Þegar ég kveð vin minn og velgjörðarmann Martein Davíðsson, hrannast upp minningar frá þeim björtu dögum sem ég man fyrst eftir mér. Minningar um skemmtilegan, hlýjan, góðan og vel gefinn mann.
Meira
Marteinn Davíðsson er látinn, 81 árs að aldri. Þegar María hringdi í mig og tilkynnti mér nýafstaðið lát föður síns, seint að kvöldi fimmtudagsins 2. nóvember, komu þessar setningar Marteins fyrst upp í huga mér: "Hvar er Mallý mín, er ekki allt í lagi með Mallý núna?" Sjálf fékk ég oft á tíðum svipaðar kveðjur "Hvernig hefur Glóa mín það núna,
Meira
MARTEINN DAVÍÐSSON Marteinn Davíðsson fæddist á Húsatóftum, Skeiðahreppi, 27. október 1914. Hann lést í Reykjavík 2. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Marteins voru Davíð Jónsson, múrarameistari í Reykjavík, og kona hans Marta Gestsdóttir. Marteinn átti fimm alsystkini og eina hálfsystur.
Meira
Ekki datt mér í hug um daginn, að þetta væru síðustu skóhljóðin þín sem dóu út á gangstéttinni minni þegar þið hjónin kvödduð okkur og ég hallaði aftur hurðinni á eftir ykkur, elsku Raggi minn. Ég átti svo margar góðar stundir með ykkur hjónum. Ragnar fæddist að Skálum á Langanesi, síðar bjuggu foreldrar hans á Raufarhöfn.
Meira
Góður vinur okkar hjónanna, Ragnar Kr¨uger, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 26. október síðastliðinn. Ragnar hafði lengi átt við vanheilsu að stríða en harkaði ætíð af sér og lét á engu bera. Ég man fyrst eftir Ragnari þegar hann bjó í Skipasundi 26 en ég og mín fjölskylda áttum heima í Efstasundi 54.
Meira
RAGNAR KR¨UGER Ragnar Kr¨uger fæddist 29. október 1932 á Skálum á Langanesi. Hann lést 26. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Haraldur Georg Kristján Kr¨uger, fæddur 23.9. 1889, dáinn 23.6. 1959, sonur Níelsar Schmiths Kr¨ugers í Reykjavíkurapóteki. Móðir hans var Konkórdía Kristjana Kr¨uger, ljósmóðir, fædd 18.2. 1895, dáin 17.2. 1981.
Meira
Inga og Raggi. Á æskuheimili okkar bræðra voru þau Ingibjörg og Ragnar svo iðulega nefnd í sömu andrá að fyrir okkur voru þau nær óaðskiljanleg. Nú munum við ekki heyra þessi nöfn saman þegar ræddir verða atburðir nútíðar eða framtíðar, aðeins þegar hið liðna verður rifjað upp. Ragnar var nokkuð sérstakur maður sem hafði sínar eigin meiningar á viðburðum líðandi stundar.
Meira
Með söknuð í hjarta kveðjum við í dag náinn vin okkar, Rögnvald Finnbogason. Við minnumst hans sérstaklega sem meistara orðsins. Hann var víðlesinn og spakur með skarpan huga og kvikan og hafði djúpa og fagra rödd. Orð hans voru sterk og hljómmikil. Hvort sem hann sat við eldhúsborðið og spjallaði, las fyrir okkur eða talaði úr stólnum, flugu orð hans hátt eins og hugurinn.
Meira
Haustið 1949 lágu leiðir okkar Rögnvaldar Finnbogasonar fyrst saman. Ég var þá að hefja nám í guðfræðideild, en Rögnvaldur, sem hafði setið í deildinni veturinn áður, hafði tekið þá ákvörðun að hverfa frá námi um stundarsakir a.m.k. og gerast kennari við Skógaskóla.
Meira
Látlaus er Staðarkirkja á Snæfellsnesi að sjá á grónu sléttlendi umgirt háum fjöllum í fjarska, en þegar inn í hana er komið blasir við lita- og listfegurð. Fáar kirkjur hér á landi eru jafn vel búnar vönduðum listaverkum. Þau mynda fagra heildarmynd allt frá altaristöflunni, sem sýnir bátskel á reginhafi með skýjaðan himin yfir sér, að ofinni mynd yfir dyrum, sem felur í sér sérstæð trúarform.
Meira
RÖGNVALDUR FINNBOGASON Rögnvaldur Finnbogason fæddist í Hafnarfirði 15. október 1927. Hann lést á heimili sínu í Borgarnesi 3. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Finnbogi Jónsson, verkamaður í Hafnarfirði, f. 1892, d. 1974, og Ingibörg Magnúsdóttir húsfreyja, f. 1893, d. 1970. Systkini hans eru Sesselja Margrét, f.
Meira
Kæri Sigurður, það er söknuður í hjarta mínu, en þakklætið og óteljandi minningar eru þar líka. Frá því við Rúnar sonur þinn hófum sambúð, höfum við alltaf átt þig að og ekki síst börnin okkar fjögur. Það eru ekki fá leikföngin sem afi þurfti að laga, festa hönd á dúkku, sauma saman bangsa o.fl.
Meira
Það húmaði hægt að lokakvöldi tengdaföður míns, hann kvaddi loks kyrrlátlega eins og hann hafði lifað síðustu árin, þjáður en kvartaði ekki, einn en umvafinn kærleika barna og barnabarna og enginn veit hvað hann hugsaði þegar líkaminn lét undan sífelldum skæruhernaði sjúkdómsins sem síðast hló.
Meira
Í örfáum orðum langar mig að minnast mágs míns og vinar, Sigurðar Jónssonar eða Sigga eins og hann var alltaf kallaður. Það var fyrir hartnær sextíu árum að við systurnar Gauja og ég hittum tvo föngulega stráka á skemmtun sem haldin var á Víðistaðatúni í Hafnarfirði.
Meira
SIGURÐUR B. JÓNSSON Sigurður Borgfjörð Jónsson loftskeytamaður fæddist á Borg í Arnarfirði 29. maí 1913. Hann andaðist á Droplaugarstöðum í Reykjavík 31. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Einarsson bóndi á Borg, f. 4. september 1860, d. 7. apríl 1917, og Valgerður Jónsdóttir frá Skammadal í Mýrdal, V-Skaft., f.
Meira
Snær Jóhannesson er fæddur 10. nóvember 1925 í Haga í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu og því sjötugur í dag. Foreldrar hans voru Jóhannes Friðlaugsson bóndi þar og kennari og kona hans Jóna Jakobsdóttir húsfreyja. Að loknum bernsku- og unglingsárum í stórum systkinahópi hélt Snær suður heiðar og hóf bókbandsnám í Prentsmiðjunni Eddu hf. í Reykjavík árið 1945.
Meira
HAGNAÐUR af rekstri Íslenskra sjávarafurða fyrstu 9 mánuði þessa árs varð 50% meiri en á sama tíma í fyrra. Alls nam hagnaðurinn á tímabilinu 121,5 milljónum króna fyrir skatta, en hagnaður félagsins á sama tíma í fyrra var tæpar 85 milljónir fyrir skatta.
Meira
FJÁRFESTAR brugðust skjótt við á miðvikudag þegar ljóst varð að neysluverðsvísitalan hafði lækkað um 0,3% sem jafngildir 4% verðhjöðnun á heilu ári. Þeir hófu að kaupa óverðtryggð bréf í gríð og erg þannig að alls seldust ríkisvíxlar og ríkisbréf á Verðbréfaþingi fyrir 576 milljónir króna þennan eina dag. Þar að auki seldust mjög vel ýmis önnur óverðtryggð bréf eins og t.d.
Meira
NÝHERJI hf. hyggst kaupa um 20% hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Hug hf. og hefur þegar verið gengið frá munnlegu samkomulagi þess efnis að sögn Gunnars M. Hanssonar, forstjóra Nýherja. Seljendur bréfanna eru Páll Kr. Pálsson og Þróunarfélag Íslands. Ýmsar ástæður liggja að baki þessum kaupum að sögn Gunnars.
Meira
apótekanna í Reykjavík dagana 10.-16. nóvember, að báðum dögum meðtöldum, er í Borgar Apóteki, Álftamýri 1-5. Auk þess er Grafarvogsapótek, Hverafold 1-3, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19.
Meira
GULLBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 10. nóvember, eiga fimmtíu ára hjúskaparafmæli hjónin Lilja Sigurjónsdóttir og Jón M. Sigurðsson, til heimilis að Bjargartanga 10, Mosfellsbæ. Þau voru gefin saman af sr. Jóni Auðuns, í Reykjavík, árið 1945. Þau verða að heiman.
Meira
Reykjavíkurhöfn: Í gær kom Mælifellið. Eldborg og Ásbjörn lönduðu í gær. Stakfell fór í gær. Helgafell kom í fyrrinótt. Brúarfoss, Tjaldur II og Gissur ÁR fóru í fyrrakvöld. Í gærkvöldi fóru Hannover og Bakkafoss.
Meira
Yfirlit: Milli Íslands og Noregs er 988 mb lægð sem þokast suður og grynnist. Á Grænlandshafi er hæðarhryggur sem hreyfist austur, suður af Nýfundnalandi er vaxandi 1.003 mb lægð sem fer norður. Spá: Horfur á föstudag: Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt um allt land.
Meira
AÐALFUNDUR Knattspyrnudeildar KR verður í KR-heimilinu við Frostaskjól í kvöld, föstudag, og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Herrakvöld Fram HIÐ árlega herrakvöld Fram verður í Framheimilinu við Safamýri í kvöld og hefst kl. 19. Ræðumaður verður Hrafn Jökulsson og Sigurður Tómasson veislustjóri að vanda.
Meira
ALVIN Martin, miðvörður hjá West Ham, hefur ákveðið að hætta að leika knattspyrnu á meðal þeirra bestu þegar tímabilinu lýkur í vor. Martin, sem er 37 ára, hefur spilað með West Ham í 21 ár og á 17 landsleiki fyrir England að baki.
Meira
Italska félagið Internazionale tilkynnti í gær að það hefði keypt Brasilíumanninn Caio, miðherja Sao Paolo. "Caio hefur undirritað samning," sagði talsmaður Inter og gaf ekki nánari skýringar en ítalska blaðið Gazzetta Dello Sport sagði að kaupverðið hefði verið 4,6 millj. dollarar (tæplega 300 millj. kr.).
Meira
GUNNAR Gíslason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, kom til Búdapest í gær til að fylgjast með íslensku landsliðunum gegn Ungverjum í þeim tilgangi að reyna að fá þrjá íslenska leikmenn til liðs við sænska 1. deildar liðið H¨acken.
Meira
Þeir peningar sem þessi samningur færir okkur eru ómetanlegir og verða eyrnamerktir Ólympíumóti fatlaðra og þroskaheftra sem fram fer í Atlanta á næsta ári, en þangað sendum við að vanda þátttakendur," sagði Ólafur Jensson, formaður Íþróttafélags fatlaðra, er hann hafi undirritað samning við Hans Petersen hf.
Meira
HAUKAR sitja nú einir á toppi úrvalsdeildarinnar en liðið sigraði í gær í sínum áttunda leik í röð og að þessu sinni var það næst efsta liðið, Keflavík, sem varð að játa sig sigrað. Hafnfirðingar, sem léku mjög vel, sigruðu örugglega, 88:71. Það var fyrst og fremst frábær vörn Hauka sem skóp sigurinn.
Meira
"VIÐ munum leggja áherslu á að leika sterkan varnarleik gegn Ungverjum, þar sem við sækjum þá heim. Það er númer eitt að gefa Ungverjum ekki tækifæri til að skora, verjast vel og sækja síðan hratt gegn þeim þegar við vinnum knöttinn," sagði Hörður Helgason, þjálfari ungmennaliðs Íslands, sem leikur gegn Ungverjum í undankeppni Ólympíuleikanna hér á Ferenvaros-leikvellinum í Búdapest í dag.
Meira
NHL-deildin Buffalo - San Jose7:2 Montreal - Anaheim2:3 Eftir framlengingu. New Jersey - Calgary1:2 Ny Rangers - Tampa Bay5:4 Ottawa - Pittsburgh1:7 Dallas - Los Angeles3:3 Eftir framlengingu. Knattspyrna Frakkland
Meira
ÍSLENSKA kvennalandsliðið er í riðli með Írlandi, Danmörku og Lúxemborg í Evrópukeppninni í tennis, 2. deild, sem hefst í Tennishöllinni í Kópavogi í dag klukkan 15. Lið Íslands er skipað þeim Hrafnhildi Hannesdóttur, Stefaníu Stefánsdóttur og Hlín Evu Dereksdóttur. Þjálfari liðsins er Raj Bonifacius en liðsstjóri er Iris Staub.
Meira
KVONDÓNEFND ÍSÍ ákvað á síðasta fundi sínum að ráða Danann Mikael Jörgensen sem landsliðsþjálfara. Tilgangur með ráðningu landsliðsþjálfarans er að undirbúa íslenska liðið fyrir Norðurlandamótið í Tækvondó sem verður haldið hér á landi í janúar á næsta ári. Mikael Jörgensen er flestum kvondóiðkendum að góðu kunnur hér á landi því hann hefur verið þjálfari kvondóliðs ÍR-inga.
Meira
Karlsruhe, sem sló meistara Dortmund úr úr þýsku bikarkeppninni, mætir D¨usseldorf í undanúrslitum keppninnar. Karlsruhe, sem vonast til að vinna bikarinn í fyrsta sinn síðan 1956, fékk heimaleik er dregið var í gær. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Kaiserslautern og Bayer Leverkusen. Leikirnir fara fram 12. og 13. mars.
Meira
Sænska 1. deildar félagið Djurgården var gert að greiða 350.000 sænskar krónur (um 3,5 millj. kr.) í sekt og meinað að leika fyrstu tvo heimaleikina næsta tímabil á heimavelli auk þess sem fyrstu tveir leikirnir heima verða að fara fram fyrir luktum dyrum. Knattspyrnusamband Svíþjóðar tók þessa ákvörðun í kjölfar óláta á Klocktornet leikvanginum í Stokkhólmi 29. október sl.
Meira
KR lítil hindrun fyrir Grindvíkinga Lið KR sem lék sinn fyrsta leik undir stjórn nýs þjálfara var lítil hindrun fyrir bikarmeistara Grindvíkinga í Grindavík. Leikurinn endaði 103:77 og var byrjunarlið heimamanna allt komið á bekkinn þegar rúmar tvær mínútur voru eftir, slíkir voru yfirburðir þeirra.
Meira
HAUKAR sigruðu Keflvíkinga í 12. umferð úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik í gærkvöldi en liðin voru efst og jöfn fyrir leikinn, höfðu bæði sigrað í sjö leikjum í röð. Haukarnir eru komnir með mjög sterkt lið sem á eflaust eftir að ná langt í vetur.
Meira
Mikill barningur Það vantaði allt líf í okkur og leikgleðin var ekki til staðar," sagði Ari Gunnarsson besti leikmaður heimamanna eftir sanngjarnan sigur Þórs 53:74 á Skallagrími í Borgarnesi í gærkvöldi. "En við erum ekki hættir og komum frískir til næsta leiks," sagði Ari.
Meira
Óvænt mótspyrna Blika Blikar úr Kópavogi komu á óvart og veittu Njarðvíkingum harða keppni þegar liðin mættust í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gærkvöldi og það var ekki fyrr en í síðari hálfleik að heimamönnum tókst að snúa leiknum sér í vil.
Meira
PÁLMAR Sigurðsson lék ekki með Haukum í gær og segist vera svo gott sem hættur. "Hann er alla vega búinn að losa reimarnar í skónum en er ekki enn búinn að setja þá upp í hillu," sagði Reynir Kristjánsson þjálfari Hauka.
Meira
ENSK blöð greindu frá því um síðustu helgi að Kevin Keegan vildi kaupa enska landsliðsmiðherjann Alan Searer frá meisturum Blackburn og væri tilbúinn að borga 10 milljónir punda fyrir - andvirði rúmlega eins milljarðs króna. Blackburn hefur gengið afleitlega í vetur og Shearer, sem er fæddur í Newcastle, hefur áðurfyrr lýst yfir áhuga á að leika fyrir félagið.
Meira
Íannað skipti á þessu ári skiptir stóðhesturinn Logi frá Skarði um eiganda. Sigurbjörn Bárðarson hefur nú keypt hestinn af Kristni Guðnasyni bónda í Skarði sem keypti hestinn í haust. Kaupverð var ekki gefið upp en talið er að verðmæti hesta á borð við Loga sé í kringum sex milljónir króna.
Meira
SIGURJÓN Arnarsson, kylfingur úr GR, er nú við æfingar í Flórída í Bandaríkjunum þar sem hann hyggst halda áfram þjálfun til keppni á mótum atvinnumanna. Á miðvikudag lauk hann keppni á þriggja daga móti í Tommy Armour mótaröðinni sem fram fór á Cypress Creek golfvellinum í Orlando. Hann lék á 221 höggi, 70, 77 og 74 höggum og hafnaði í 26. sæti af 60 þátttakendum.
Meira
Skagamenn tóku á móti Valsmönnum í botnslag úrvalsdeildarinnar í gærkvöldi og höfðu sigur í mjög spennandi leik 98:81, staðan í hálfleik var 41:40. Það voru Valsmenn sem mættu ákveðnari til leiks og náðu fljótlega tíu stiga forystu, en leikmenn ÍA komust inn í leikinn um miðjan fyrri hálfleikinn og söxuðu jafnt og þétt á forskot Valsmanna.
Meira
SKÍÐAMENN hefja keppnistímabilið í heimsbikarnum í alpagreinum í Tignes í Frakklandi um helgina. Ítalinn Alberto Tomba, heimsbikarhafi frá í fyrra, verður ekki með og Verni Schneider, heimsbikarhafi kvenna frá Sviss, er hætt keppni. Tomba er óánægður með nýju reglurnar sem FIS samþykkti á keppnisfyrirkomulaginu í vetur og hótar jafnvel að hætta.
Meira
Það var einungis á upphafsmínútunum í leik ÍR og Tindastóls í Seljaskóla að gestirnir náðu að halda í við John Rhodes og félaga úr Breiðholtinu. Eftir um tíu mínútna leik höfðu ÍR-ingar náð tólf stiga forskoti og hleyptu þeir Sauðkrækingum aldrei mikið nær sér það sem eftir lifði leiks og innbyrtu að leikslokum auðveldan sigur, 88:72.
Meira
FRED Williams, leikmaður körfuknattleiksdeildar Þórs á Akureyri hefur verið dæmdur í eins leiks bann af aganefnd KKÍ vegna atburðar sem átti sér stað í leik Tindastóls og Þórs 31. október.
Meira
BÍLAR og umferðarmannvirki eru jafnan fyrirferðarmiklir þættir í skipulagi borga í nútímasamfélögum. Skipulagsyfirvöldum er gert að skapa almenningi greiðfærar leiðir um borgir og er einkabíllinn helsta víðast tækið til þess.
Meira
ENDURNÝJUÐ sérhæð við Tjarnargötu í Reykjavík er nú til sölu hjá fasteignasölunni Óðali. Er hún 108 fermetrar og hefur öll verið endurnýjuð. Verðhugmynd er 8,6 milljónir króna og er ekkert áhvílandi.
Meira
Hér eru veggir málaði þannig að engin þörf er fyrir málverk. Svona litasametning gerir ábyggilega talsvert til þess að lyfta skammdegisdrunga af fólki, athyglisverð hugmynd fyrir okkur hér á norðurslóðum.
Meira
ALLS eru nú 27 bensínstöðvar í Reykjavík í eigu olíufélaganna þriggja í og eru flestar eða 11 í eigu Skeljungs. Olíufélagið hf. rekur 10 stöðvar og Olís 6. Orkan Borgaryfirvöld hafa samþykkt í skipulagi eða gefið fyrirheit um 7 nýjar stöðvar.
Meira
STOFNAÐ hefur verið nýtt félag um hagsmunamál þeirra sem búa í félagslegum eignar- og kaupleiguíbúðum. Félagið nefnist Húsnæðisfélagið Héðinn, og er formaður þess Lárus Þórhallsson. Félagið er stofnað vegna þess að við viljum berjast gegn óréttlæti í félagslega kerfinu, sagði Lárus í samtali við Morgunblaðið.
Meira
STJÓRN Félags pípulagningameistara hefur sent Hitaveitu Reykjavíkur erindi þar sem óskað er samvinnu um að engir aðrir en löggiltir pípulagningameistarar leggi snjóbræðslukerfi. Hefur félagið ákveðið að skera upp herör gegn fúski ófaglærðra eins og það er nefnt í nýlegu fréttabréfi félasins.
Meira
TIL sölu er hjá fasteignasölunni Þingholti einbýlishús að Álfatúni 20 í Fossvogsdalnum, Kópavogsmegin. Að sögn Björns Stefánssonar hjá Þingholti er húsið 158 fermetrar að grunnfleti og er á tveimur hæðum, auk 34 fermetra bílskúrs.
Meira
Hringlaga eldhús HVER segir að eldhús eigi alltaf að vera ferköntuð. Hér er eitt hringlaga, útbúið sem eyja inni í miðri stofu. Í efri hringnum eru hillur fyrir krydd og leirtau.
Meira
Látlaus stóll ÞESSI stóll heitir Svanurinn og er hannaður af Arne Jacobsen. Hann tilheyrir safni af húsgögnum sem hlotið hafa titilinn: Tidlöse möbler eða tímalaus húsgögn.
Meira
ENDURSKOÐAÐ hefur verið deiliskipulag við Umferðarmiðstöðina í Reykjavík og hefur Borgarskipulag unnið þá tillögu sem nú er til kynningar í húsakynnum skipulagsins við Borgartún. Gert er ráð fyrir að stækka megi húsnæði Umferðarmiðstöðvarinnar og að byggt verði á tveimur lóðum gegnt henni.
Meira
NÆSTA áratuginn er gert ráð fyrir að verja tæpum 4,8 milljöðrum króna til uppbyggingar á flugvöllum landsmanna. Um helmingur þeirrar upphæðar fer til byggingar flugbrauta, næst hæsta upphæðin, rúmur milljarður, til húsbygginga og sú þriðja hæsta, tæpar 800 milljónir til tækjabúnaðar.
Meira
ÞESSI fjóshlaða er skemmtilega hönnuð. Hún var reist fyrir margt löngu af The Shakers, bandarískum trúflokki, sem aðhylltist einfaldleikann í ytri sem innri lífsháttum. Í þessari fjóshlöðu voru kýrnar hafðar á neðri hæðinni, hringinn í kringum kringlótt rými, en á efri hæðinni var fóðrinu ekið inn og hellt niður á neðri hæðina.
Meira
Húsnæði er á tveimur hæðum skapar vissa hættu fyrir smáfólkið þar sem stigarnir eru. Hér hefur ramgert málmhlið verið sett á milli hæða, óvitlaust fyrir þá sem eru með lítil börn á tveimur hæðum.
Meira
Það getur hver litið í eigin barm, farðu fram eða niður í hitaklefa eða bílskúr og skoðaðu hitagrindina þar sem mælirinn er, sem telur hvað þú notar marga lítra af heitu vatni; þetta á að sjálfsögðu eingöngu við þá sem búa á hitaveitu- og fjarvarmasvæðum.
Meira
Stóll frá Napóleonstímanum ÞESSI stóll er frá tímum Napóleons III, um 1860, en þá var tíska að láta hinar mjúku línur taka yfirhöndina þar sem því varð við komið. Þessi tíska hefur gengið aftur í mörgum myndum allt til okkar t
Meira
"SÉRÍSLENZKUR auðlindaskattur á sjávarútveginn mun veikja stöðu greinarinnar gagnvart helztu keppinautum okkar, sem ekki greiða slíkan skatt. Þegar haft er í huga að atvinnugreinin á í harðvítugri samkeppni við aðila, sem búa að gífurlegum ríkisstyrkjum, sjá allir sanngjarnir menn, að það þjónar ekki efnahagslegum hagsmunum þjóðarinnar að tefla samkeppnisstöðu sjávarútvegsins í tvísýnu,
Meira
Staða Fiskveiðasjóðs Íslands á 90 ára afmæli sjóðsins er góð, að sögn Más Elíssonar forstjóra. Hann segir að hagnaður hafi aukist úr 57 milljónum króna árið 1992 í 250 milljónir króna í fyrra. "Þetta er góðs viti fyrir lánastofnanir okkar og hefur haft í för með sér batnandi kjör á erlendum lánamarkaði," segir hann.
Meira
ÍSLENZK stjórnvöld hafa enn ekki ákveðið hvort þau nýti sér rétt sinn til þess að mótmæla ákvörðun um sóknarstýringu á Flæmska hattinum á næsta ári. Sá frestur rennur út síðar í þessum mánuði. Verði fyrirkomulaginu mótmælt, eru íslenzk stjórnvöld ekki bundin af því.
Meira
MARGIR muna eflaust eftir unga manninum sem fyrir fáeinum árum rak eigið leikhús, Gamanleikhúsið, leikhús fyrir ungt fólk. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og nú er ungi maðurinn orðinn fullorðinn. Hann starfar sem verkefnastjóri hjá Borgarleikhúsinu og mun leikstýra verki á Stóra sviði hússins næsta vor.
Meira
ÖLL eigum við okkur drauma. Þeir geta verið margir og misjafnir og stangast jafnvel á. Margir draumar rætast ekki, en þó kannast flestir við þá tilfinningu að draumar þeirra rætist, hvort sem þeir eru smáir eða stórir. Og tilfinningin er sæt. Öll vinnum við að því á einhvern hátt að láta drauma okkar rætast.
Meira
EVRÓPSK hótel eru meðal þeirra dýrustu í heimi og jafnframt meðal þeirra sem skila minnstum hagnaði í rekstri. Þetta kemur fram í nýrri könnun Howarth International Worldwide Hotel Study, þar sem líka er fjallað um lélega nýtingu á evrópskum hótelum.
Meira
Föstudagskvöldið 10. nóvember verður Tunglvaka Ferðafélagsins og Allsnægtaklúbbsins.Komið verður að miðbyggingunni í Mörkinni 6. þar sem húsið opnar kl. 19.30. Heitt verður á könnunni og meðlæti. Síðan verður brottför kl. 20.00. Haldið verður á dulmagnaðan stað þar sem uppákoma verður tengd vættatrú. Tilgangur tunglvökunnar er að lýsa upp skammdegið. Sunnudaginn 12.
Meira
MÉR finnst aldrei koma nógu skýrt fram hvað unglingar eru ofboðslega mismunandi. Okkur er lýst sem einlitum hópi, sem yfirleitt er til leiðinda. Gamalt fólk og börn óttast fyrirbærið. Ég passaði einu sinni litla krakka, sem voru yfir sig undrandi á að ég skyldi ekki vera með þessa umtöluðu og hræðilegu unglingaveiki", segir Helga Margrét Skúladóttir, nemandi á fyrsta ári í MR.
Meira
"ÉG uppgötvaði hjólið fyrir nokkrum árum þegar ég skrapp í dagsferð í Heiðmörk. Eftir það varð ég óstöðvandi og sama sumar fór ég í ferðalag um Austfirðina í tvær vikur og svo um Snæfellsnes, ein á hjóli," segir Guðrún Ólafsdóttir, en hún hjólaði ein síns liðs 2.700 kílómetra um landið á sex vikum síðasta sumar.
Meira
BANDARÍSKIR ferðamenn fara gjarnan til Evrópu yfir hásumarið þegar verðlag er sem hæst á allri þjónustu. "Það er ekkert annað en vani," segir í bandaríska tímaritinu Travel Holiday. "Sannleikurinn er sá að það er ekkert svo sérstakt við að ferðast endilega til Evrópu að sumarlagi. Í raun eru margir gallar við þann árstíma.
Meira
ELÍN Skeggjadóttir uppfyllti þrjá drauma í einu þegar hún fór á 19 vikna kristninámskeið í Ástralíu og í Indónesíu fyrr á þessu ári. "Mig hefur dreymt um að fara til Ástralíu og Austurlanda, alveg síðan ég las bókina A Town Like Alice sem gerist í Ástralíu og í Malasíu fyrir um 30 árum.
Meira
ÞAÐ var töluverður fjöldi útlendinga sem sat að snæðingi í félagsheimili Reiðhallar Kópavogs síðastliðið föstudagkvöld. Um var að ræða ráðstefnugesti á vegum Ráðstefna og funda hf., en málsverðurinn á föstudagskvöldið var á vegum Íshesta hf. sem jafnframt bauð upp á hestasýningu.
Meira
SÝNING á íslensku handverki var opnuð síðdegis í gær í Ráðhúsinu. Þar gefur að líta sýnishorn af framleiðslu sextíu og sjö handverksmanna hvaðanæva af landinu. Handverk, sem er þriggja ára reynsluverkefni á vegum forsætisráðuneytisins, átti frumkvæði að sýningunni og allri skipulagningu.
Meira
ÞAÐ ríkti sérstök stemmning í Flugstöð Leifs Eiríkssonar hinn 12. október síðastliðinn þegar 487 farþegar voru kallaðir um borð í Boeing 747 100 breiðþotu Atlanta-flugfélagsins. Fæstir höfðu ferðast með slíkri vél áður og biðu menn ferðarinnar með eftirvæntingu. Ég er ekki frá því að aðeins lengra bil sé á milli sæta í Boeing 747 en í öðrum íslenskum millilandavélum.
Meira
GEIR Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, á að baki 192 landsleiki og hefur komið til yfir þrjátíu landa. Hann segir fyrstu landsliðsferðina sumarið 1984, þegar hann var tvítugur, eftirminnilegasta. Leiðin lá til smábæjarins Bardeo sem er nyrst í Tékkóslóvakíu alveg upp við landamæri gömlu Sovétríkjanna.
Meira
Egilsstöðum Í Vallanesi á Fljótsdalshéraði eru ræktaðar ýmsar afurðir á lífrænan hátt. Það eru bændurnir Kristbjörg Kristmundsdóttir og Eymundur Magnússon sem hafa unnið að þróun lífrænnar ræktunar undanfarin 10 ár. Nýverið fékk jörðin Vallanes vöruvottun fyrir allar afurðir sínar, s.s. ræktun á korni, grænmeti, nautgripum, olíum og blómadropum.
Meira
LENGI var sagt að karlmaðurinn réði kyni barnanna með sæði sínu, svo tóku náttúrufræðingar að efast um það. Margir töldu það helbert happdrætti, en nú er sagt að kynkerfi kynjanna séu of flókin og áhrifavaldarnir á samruna sáðfrumu og eggfrumu konunnar of sterkir til að tilviljun ráði.
Meira
ÞAÐ getur verið ráðlegt fyrir konur að fletta karlablöðum og karla að fletta kvennablöðum. Samskipti kynjanna eru nefnilega tíðskrifað umfjöllunarnefni í þeim. Körlum eru gefnar ráðleggingar um hin ólíklegustu efni og konum sömuleiðis, um hvernig eigi að gera þetta eða hitt.
Meira
HJÁ flestum snýst lífið að mestu um skólann og félagslífið. Skylda og skemmtun togast á, félagarnir eru orðnir þungamiðja tilverunnar fremur en fjölskyldan. Skoðanir mótast æ meira af eigin þekkingu og lífsreynslu. Þar fyrir utan eru þau orðin sjálfráða. Þau eru sextán ára.
Meira
ÞAÐ er stutt í að konur geti frestað barneignum langt fram eftir aldri, eins lengi og þær óska, ef marka má fullyrðingar breskra vísindamanna sem lengi hafa unnið að rannsóknum á því hvernig megi frysta egg kvenna til að frjóvga síðar. Það var haft eftir prófessorunum Martin Johnson við líffærafræðideild Cambridge háskóla og Peter Broude við St.
Meira
FRÁ þrettán ára aldri hefur Gunnar Örn Tynes, nemandi í fyrsta bekk í MS, starfað mikið í félagsmiðstöðvum. Hann segist vera "félagsmálafrík" og aldrei í vandræðum hvernig hann eigi að verja tíma sínum. Núna er hann vaxinn upp úr félagsmiðstöðvum, en komin á kaf í félagslífið í MS. "Sextán til átján ára ungmenni verða að hafa ofan af fyrir sér sjálf.
Meira
ALÞJÓÐA ferðamálarráðið spáir tvöföldun í ferðaþjónustunni á næstu 15 árum. Það gæti merkt 2.500-3.500 ný störf hér á landi. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem samgönguráðuneytið hélt í gær til að kynna skipun nefndar sem marka á stefnu í ferðamálum á Íslandi.
Meira
GRÓFT salt út í fótabaðið er sagt draga úr táfýlu. Einnig edik og matarsódi, auk þess sem eðlilegt verður að teljast að hreinlætis sé gætt og skipt sé nægilega oft um sokka. Í bókinni Heilsugæsla heimilanna, sem að undanförnu hefur verið seld á tilboði, eru yfir 2.000 ráðleggingar um hvernig vinna má bug á hinum ýmsu kvillum og sjúkdómum.
Meira
GUÐRÚN Gísladóttir leikkona ferðast máske af meiri innlifun en margir aðrir. Hún segist reyna að undirbúa ferðalög sín vel og auk þess að lesa sér til í bókum, kveðst hún gjarnan reyna að tala við einhvern sem þekkir til staðarins sem ætlunin er að heimsækja hverju sinni. Þegar ferðalög ber á góma verður Guðrúnu tíðrætt um stemmningu og áhrif.
Meira
Hvernig er hægt að auka straum ferðamanna til svæða sem standa utan hefðbundinna ferðamannaleiða á Íslandi? Þessari spurningu verður reynt að svara á ráðstefnu um framtíð ferðaþjónustu á jaðarsvæðum, sem haldin verður á Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit dagana 18. og 19. nóvember nk. Að ráðstefnunni standa Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og ferðamálafélögin á starfssvæði þess.
Meira
RÁS 1 kl. 10.15 Sumarið 1949 kom stór hópur Þjóðverja til Íslands á vegum Búnaðarfélags Íslands til að vinna við landbúnaðarstörf víða um land. Margir af þessum Þjóðverjum höfðu lifað ótrúlegar hörmungar og höfðu frá litlu að hverfa. Þeir tóku því fegins hendi tækifærinu sem gafst þegar íslenski konsúllinn í Lübeck auglýsti eftir verkafólki til sveitastarfa á Íslandi.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.