Greinar laugardaginn 18. nóvember 1995

Forsíða

18. nóvember 1995 | Forsíða | -1 orð

Flest fór úr skorðum í miklu óveðri í Gautaborg

VERSTA óveður í ein fjörutíu ár gekk yfir Vestur-Svíþjóð í gær og stefndi austur yfir landið til Stokkhólms. Kyngdi snjónum niður og afleiðingarnar voru meðal annars umferðaröngþveiti og rafmagnsleysi. Herinn var kallaður til aðstoðar við að hjálpa fólki úr bílum, sem fennt hafði, og við að koma nauðsynlegri heimahjálp til þeirra, sem þess þurftu. Meira
18. nóvember 1995 | Forsíða | 171 orð

Í dag lokað í gær

HARÐVÍTUGT verðstríð á breskum blaðamarkaði um tveggja ára skeið leiddi í gær til lokunar blaðsins Today, sem var í eigu blaðasamsteypu ástralska fjölmiðlakóngsins Ruperts Murdochs. Hafði hann varið miklum fjármunum til þess að hressa upp á blaðið en án árangurs. Seldist það verst fimm blaða hans. Meira
18. nóvember 1995 | Forsíða | 101 orð

Keypti sér þorp

BARRY Houghton, stjórnarformaður Rainford-fjarskiptafyrirtækisins, gerði sér lítið fyrir og keypti þorpið Salperton skammt frá Cheltenham og allt sem því tilheyrir. Salperton er fornt þorp sem getið er í Dómsdagsbókinni, skrá um landareignir í Englandi sem gerð var að frumkvæði Vilhjálms bastarðs árið 1086. Meira
18. nóvember 1995 | Forsíða | 159 orð

Lausn í Bosníu að nást?

WARREN Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sneri í gær heim frá Japan til að taka þátt í viðræðunum um frið í Bosníu í Dayton í Ohio. Er jafnvel búist við, að samningar takist um helgina. Meira
18. nóvember 1995 | Forsíða | 70 orð

Nýjar tillögur um N-Írland

BRESKA stjórnin reyndi í gær að hleypa nýju lífi í friðarumleitanir á Norður-Írlandi með því að láta lausa 84 fanga úr Maze-fangelsinu við Belfast. Ennfremur sagðist John Major forsætisráðherra hafa lagt fram nýjar tillögur við írsku stjórnina til að þoka áfram friðarviðræðum, sem hefur miðað lítt frá því samkomulag tókst um vopnahlé á N-Írlandi fyrir rösku ári. Meira
18. nóvember 1995 | Forsíða | 108 orð

Uppfylla ekki CFE

RÚSSAR höfðu í gær gerst brotlegir við sáttmálann um fækkun hefðbundinna vopna í Evrópu (CFE) eftir að frestur til að fullnægja skilyrðum hans rann út á miðnætti. Önnur ríki, svo sem Hvíta-Rússland, hafa ekki getað eyðilagt tilskilinn fjölda vopna vegna fjárskorts og fá því lengri frest. Meira

Fréttir

18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 201 orð

122 þúsund tonnum landað

ALLS hefur verið landað 122 þúsund tonnum af loðnu hér á landi í haust. Þar af eru 118.161 tonn af íslenskum fiskiskipum og 3.939 af erlendum. Fjögur loðnuskip lönduðu á fimmtudag alls um 2.600 tonnum. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 612 orð

12 þúsundasti nemandinnn í heimsókn

UM 2.000 nemendur í 6. bekk grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu heimsóttu Granda hf. í gær í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Um klukkan 11 var síðan 12 þúsundasta skólabarninu sem heimsótt hefur Granda frá 1989, Guðmundi Pálssyni, 11 ára, í Fellaskóla, afhent árituð bók um íslenska fiska. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 80 orð

2 milljónir til forvarna

BRYNJÓLFUR Bjarnason, forstjóri Granda hf., afhenti í gær 12 þúsundasta nemanda, sem sótt hefur fyrirtækið heim síðan 1989, áritaða bók um íslenska fiska að gjöf. Grandi tilkynnti jafnframt í gær að í tilefni af tíu ára afmæli fyrirtækisins hafi verið ákveðið að styrkja baráttuna gegn vímuefnaneyslu unglinga með því að láta tvær milljónir króna renna til forvarnastarfs SÁÁ. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 35 orð

53 fóru of hratt

53 ÖKUMENN óku of hratt í borginni á fimmtudagskvöld og var einn þeirra sviptur ökuréttindum. Sá ók yfir Gullinbrú á 103 kílómetra hraða, en leyfilegur hámarkshraði þar er 50 km á klukkustund. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 82 orð

60 þúsund bílar á sólarhring

HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra opnaði ný gatnamót Vesturlandsvegar og Höfðabakka formlega í gær. Framkvæmdir hófust á síðasta ári og var umferð hleypt á gatnamótin fyrir nokkrum vikum þó framkvæmdum verði ekki að fullu lokið fyrr en 1. júní á næsta ári. Kostnaður við framkvæmdir er áætlaður 600 milljónir kr. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 266 orð

Aðgangs að gögnum óskað

NIÐURSTÖÐU Héraðsdóms Reykjavíkur er að vænta á mánudag, um hvort Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, skuli veittur aðgangur að gögnum Rannsóknarlögreglu ríkisins varðandi rannsókn á því hvort lög um þagnarskyldu bankastarfsmanna hafi verið brotin með þeim upplýsingum, sem greinaflokkur hennar byggðist á. Meira
18. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 64 orð

"Af klettum og steini" í Deiglunni

LJÓSMYNDASÝNING Ingu Sólveigar Friðjónsdóttur verður opnuð í Deiglunni í dag. Hún lauk BA-prófi frá San Francisco Art Institute 1987 og hefur síðan haldið einkasýningar bæði hér á landi og erlendis, m.a. í Rússlandi, Englandi og Bandaríkjunum. Á sýningunni í Deiglunni sem hlotið hefur titilinn "Af klettum og steini" er enn fjallað um steina, en nú á gjörólíkan hátt. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 409 orð

Aldrei sagst standa ekki við undirskrift

FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra sagði við umræður á Alþingi í gær, um þingsályktunartillögu um að Alþingi staðfesti samninga sem heilbrigðisráðherra með og án fjármálaráðherra hefur gert um framkvæmdir innan heilbrigðiskerfisins, Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 90 orð

Allir samningar undirritaðir

ÁTTA samningar í tengslum við stækkun ÍSAL voru undirritaðir í fyrradag og taka þeir gildi um leið og viðauki við aðalsamning ríkisstjórnar Íslands og Alusuisse-Lonza hefur verið staðfestur á Alþingi og honum veitt lagagildi. Samningarnir, sem undirritaðir voru, eru m.a. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 186 orð

Annar dæmdur í 6 mánuði

DÓMUR féll í gær í héraðsdómi Reykjaness í nauðgunarmáli tveggja skipverja togarans Atlantic Princess og var annar þeirra sýknaður, en hinn dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa haft mök við aðra tveggja kvenna, sem fóru um borð í togarann um miðjan júní, er hún var í ölvunarsvefni. Meira
18. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 90 orð

Atkvæðaveiðum lokið

BARÁTTU Lech Walesa, forseta Póllands, og mótframbjóðanda hans, Aleksanders Kwasniewskis, vegna forsetakosninganna á morgun lauk á hádegi í gær. Lítill munur hefur verið á fylgi frambjóðendanna, en Walesa var með nauma forystu í tveimur af þremur síðustu skoðanakönnununum. Meira
18. nóvember 1995 | Miðopna | 1260 orð

Áhersla á fléttulista eða frelsi einstaklings?

ÍTILEFNI af því að áttatíu ár eru liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt og öðluðust kjörgengi til Alþingis bauð Kvenréttindafélag Íslands formönnum flokkanna á opinn fund á Grand Hótel í Reykjavík til að ræða um stöðu kvenna í flokkunum. Tveir formenn mættu til fundarins, Margrét Frímannsdóttir fyrir hönd Alþýðubandalagsins og Jóhanna Sigurðardóttir, Þjóðvaka. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 377 orð

Áhrif mannúðaraðgerða rædd að tilhlutan Íslands

Á ALÞJÓÐARÁÐSTEFNU Rauða krossins sem haldin verður í Genf, verður að tilhlutan íslenska Rauða krossins rætt um áhrif viðskiptabanns á hjálparstarf, mannúðaraðgerðir Sameinuðu þjóðanna á hernaðarsvæðum, griðasvæði Sameinuðu þjóðanna, bann við framleiðslu, sölu og notkun á jarðsprengjum og versnandi stöðu flóttamanna. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 426 orð

Ástand loðnustofnsins lofar góðu um veiðarnar

LOÐNUSTOFNINN er í ágætu ástandi, að sögn Hjálmars Vilhjálmssonar, fiskifræðings hjá Hafrannsóknastofnuninni. Hann segir að mikið sé á miðunum af bæði smárri og stórri loðnu. Það sem hafi háð loðnuveiðum hingað til sé að báðir þessir hlutar stofnsins hafi haldið til á sömu svæðum: "Þá er erfitt að ganga að stórri loðnu, án þess að hræra í eða fá um borð smáloðnu í leiðinni. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 1187 orð

BARIST UM FISKINN

HIÐ óhugsanlega hefur gerst: Auðlindir hafsins, sem eitt sinn voru taldar óþrjótandi, hafa reynst takmarkaðar og nú berjast þjóðir um fiskinn, sem eitt sinn var fæða fátæka mannsins. Tækniframfarir hafa leitt til þess að afli hefur fjórfaldast frá 1950, en afleiðingin er hrun fiskistofnanna. Meira
18. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 128 orð

Bókhaldið götótt

ENDURSKOÐENDANEFND ESB hefur gagnrýnt ýmis göt í bókhaldi sambandsins og aðildarríkja þess, sem séu þess valdandi að ekki sé hægt að sjá hvernig stórum fjárhæðum af fjárlögum ESB hafi verið varið. Nefndin kennir aðildarríkjunum um sleifarlagið, en segir framkvæmdastjórn ESB ekki hafa staðið sig sem skyldi við að hafa eftirlit með þeim. Meira
18. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 672 orð

"Brjálað veður - á sænskan mælikvarða"

ILLVIÐRIÐ sem reið yfir Danmörku og suður- og vesturhluta Svíþjóðar í gær er hið versta á þessum slóðum um áratuga skeið. Íslendingar í Danmörku og Svíþjóð sem Morgunblaðið ræddi við kváðust aldrei hafa lent í viðlíka ofankomu og skafrenningi í þau ár sem þeir hefðu búið í Svíþjóð en bættu við að samgöngur hefðu víða gengið úr skorðum vegna þess að menn hefðu ekki verið undir þessi umskipti búnir. Meira
18. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 495 orð

Bæjarstjóri segir tilboðið berast of seint

JAKOB Björnsson, bæjarstjóri á Akureyri, segir að tilboð Sverris Leóssonar útgerðarmanns í hlutabréf bæjarins í Krossanesi hafi borist of seint og ekki sé ástæða til að taka málið upp að nýju. Sverrir segist ekki trúa því að hans tilboð sé út úr myndinni enda sé það 10 milljónum króna hærra en þeirra sem hæst buðu, en hann lagði fram tilboð sitt í verksmiðjuna á fimmtudagskvöld. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 101 orð

Daggarskríkja á Íslandi

ÞAÐ ER ekki oft, sem nýjar fuglategundir finnast hér á landi. Í haust kom hingað óvæntur gestur, sem villtist af leið til Suður-Ameríku. Fuglinn nefnist daggarskríkja og hefur hreiðrað um sig í fjósinu á bænum Bakka í Austur-Landeyjum. Þar hefur daggarskríkja verið frá 29. september. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 114 orð

Eindaga bifreiðagjalds verður breytt

LAGT hefur verið fram stjórnarfrumvarp um breytingar á lögum um bifreiðagjald, en verði frumvarpið að lögum verður óheimilt að skrá eigendaskipti bifreiðar nema gjaldfallið bifreiðagjald hafi áður verið greitt. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 185 orð

Ein milljón skipa við veiðar

FISKISKIPAFLOTI heims er nú ein milljón skipa, tvöfalt fleiri en árið 1970. Í grein National Geographicer m.a. fjallað um verksmiðjuskip og birt þessi skýringarmynd að skipinu Alaska Ocean, sem sýnir vinnsluna um borð. Skipið getur unnið 600 tonn af ufsa á dag í surimi, sem er eins konar fiskhakk, notað í fjölmarga tilbúna fiskrétti. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 413 orð

Elsta ljósmynd af Íslendingi finnst í París

UNDANFARNA mánuði hefur Æsa Sigurjónsdóttir, sagnfræðingur í Frakklandi, starfað á vegum myndadeildar Þjóðminjasafnsins við leit að ljósmyndum frá Íslandi í frönskum söfnum. Verkefninu er enn ekki lokið en þegar hafa fundist merkar myndir. Meðal þeirra er elsta ljósmynd af Íslendingi sem tímasett verður með vissu. Meira
18. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 169 orð

Eru með allt fangelsið á valdi sínu

MEIRA en þúsund fangar í fangelsi í Aþenu hafa gert uppreisn og náð öllum byggingum þess á sitt vald nema aðalskrifstofunni. Uppreisnin hófst á sjúkrahúsi fangelsisins á þriðjudag og fangarnir dreifðu lyfjum sem þeir fundu þar. Síðan hafa a.m.k. þrír fangar látið lífið eftir að hafa tekið of stóra skammta af lyfjunum. Meira
18. nóvember 1995 | Landsbyggðin | 173 orð

Fatapökkun flutt frá Danmörku til Akraness

RAUÐI kross Íslands hefur samið við Verndaðan vinnustað á Vesturlandi um pökkun og flokkun alls fatnaðar sem félagið sendir utan vegna hjálparstarfs. Pökkun er þegar hafin og gert er ráð fyrir að fyrsta sending fari til Bosníu-Hersegóvínu innan skamms. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 121 orð

Fiskimið og rányrkja

NÆR 40% hafsvæðis á jörðinni falla nú undir yfirráð ríkja heimsins, en hraðast gekk á alþjóðleg hafsvæði þegar ríki kepptust við að færa efnahagslögsögu sína í 200 mílur. Í texta með meðfylgjandi korti úr National Geographic segir, að slík útfærsla lögsögu hafi þó ekki komið í veg fyrir rányrkju víða á eftirsóttustu tegundum. Meira
18. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 160 orð

Frakkar skamma bandamenn sína

FRANSKA stjórnin réðst í gær að tíu aðildarríkjum Evrópusambandsins, sem greiddu atkvæði með ályktun Sameinuðu þjóðanna, þar sem tilraunir með kjarnorkuvopn voru fordæmdar. Frakkar segjast munu halda áfram tilraunasprengingum sínum á Suður-Kyrrahafseyjum. Ekki evrópsk samstaða Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 45 orð

Fyrirlestur um hlutverk karla

SÓLSTÖÐUHÓPURINN gengst fyrir fyrirlestri í Norræna húsinu laugardaginn 18. nóvember kl. 16.15. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Aðgangseyrir er 500 kr. Fyrirlesturinn ber heitið: Upplifanir karla á stöðu sinni. Fyrirlesari verður Jóhann Loftsson sálfræðingur. Eftir fyrirlesturinn verða umræður og einnig verður flutt tónlist. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 93 orð

Gangbrautir ekki virtar

GANGANDI vegfarandi hafði samband við lögreglu og lét vita af því að hann hefði verið hætt kominn á Miklubraut, þegar ökumaður virti ekki rautt ljós við gangbraut, heldur ók áfram. Gangandi vegfarandinn lenti í þessum hremmingum um kl. 19 á fimmtudag, en slapp ómeiddur eftir að hafa kastað sér frá bílnum. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 72 orð

Gripinn við framsal

ÞRÍR menn voru handteknir á fimmtudag, eftir að einn þeirra reyndi að skipta ávísun í útibúi Íslandsbanka við Hlemm. Gjaldkera þótti framsal mannsins á ávísuninni undarlegt og kallaði til lögreglu. Maðurinn vísaði á tvo félaga sína, sem hann sagði að hefðu beðið sig að skipta tékkanum. Lögreglan fann félagana skammt frá, eða á veitingastaðnum Keisaranum. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 91 orð

Gönguferð í Garðabæ

SÚ nýbreytni hefur verið tekin upp hjá Sjálfstæðisfélagi Garðabæjar að efna til gönguferðar um hverfi bæjarins ásamt bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Fyrsta gönguferðin verður farin nk. sunnudag. Gengið verður um Bæjargil og Hæðarhverfi. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 69 orð

Höfrungur veginn og metinn

UM 2.000 nemendur í 6. bekk grunnskólanna á höfuðborgarsvæðinu heimsóttu útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Granda hf. í gær í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins sem haldið var hátíðlegt á ýmsan hátt. Börnin fengu meðal annars að skoða höfrung í vinnslusal Granda. Meira
18. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 50 orð

Jónasar minnst

JÓNASAR Hallgrímssonar var minnst á afmælisdegi skáldsins síðastliðið fimmtudagskvöld með kvöldvöku í Þelamerkurskóla. Hana sóttu um 100 manns. Nemendur höfðu skreytt skólann með myndefni úr ljóðum Jónasar. Meðal þeirra sem komu fram var Erla Rut Gunnarsdóttir í 2. bekk í Þelamerkuskóla en hún söng á kvöldvökunni. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 159 orð

Kennarafélög ræða skólaflutninga

HAUSTÞING svæðafélaga KÍ og HÍK í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi verður haldið laugardaginn 18. nóvember í Háskólabíói kl. 10­16. Til umræðu á haustþinginu eru frumvarp til laga um framhaldsskóla og flutningar á rekstri grunnskóla til sveitarfélaganna. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 253 orð

Klassískar kvikmyndir í Regnboganum

Á VEGUM Kvikmyndasafns Íslands verða sýndar nokkrar klassíkar kvikmyndir frá 18. nóvember og fram til 17. desember í Regnboganum. Í dag, laugardaginn 18. nóvember, verða til sýnis myndirnar Potemkin, Hamlet og Inntak glæpsins. Orustuskipið Potemkin var gerð í tlefni tuttugu ára afmælis byltingarinnar í Sovétríkjunum 1905 er sovéska ríkisstjórnin fól Eisenstein það verkefni. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 72 orð

Kvennakirkjan í Hafnarfirði

KVENNAKIRKJAN heldur messu í Fríkirkjunni í Hafnarfirði sunnudaginn 19. nóvember kl. 20.30. Yfirskrift guðsþjónustunnar er sársaukinn og gleðin. Margrét Hákonardóttir, hjúkrunarfræðingur, talar um ábyrgð okkar á heilbrigði okkar og lífsgleði og Vilborg Guðnadóttir, hjúkrunarfræðingur Kvennaathvarfsins, talar um að konur sái ekki eins og þær uppskeri. Sr. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 333 orð

Kvóti tengdur eignarformi

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segist telja mjög eðlilegt að gerð verði sú krafa til sjávarútvegsfyrirtækja af ákveðinni stærð, að þau verði gerð að hlutafélögum þannig að hver sem er geti fjárfest í þeim. Hann segist telja þetta betri leið til að dreifa kvótaeign heldur en að setja hámark á kvótaeign fyrirtækja, en þá hugmynd hefur Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra viðrað. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 123 orð

Kynningardagar í Tækniskóla Íslands

KYNNINGARDAGAR verða í Tækniskóla Íslands, Höfðabakka 9, sunnudaginn 19. nóvember í tilefni 10 ára afmælis rekstrardeildar skólans. Þar munu nemendur rekstrardeildar kynna yfir 40 verkefni sem unnin hafa verið í samvinnu við fyrirtæki og stofnanir. Meira
18. nóvember 1995 | Miðopna | 1289 orð

Líbanir bíða friðarsamninga

Líbanir bíða friðarsamninga Strax eftir morðið á Yitzhak Rabin forsætisráðherra Ísraels fór heimurinn að hafa áhyggjur af hvað nú yrði um friðarviðræður fyrir botni Miðjarðarhafs, m.a. samninga milli Sýrlendinga og Ísraela. Þar hangir fleira á spýtunni, þ.e. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 80 orð

Málþing á 50 ára afmæli SÞ

VEGNA 50 ára afmælis Sameinuðu þjóðanna verður efnt til opins málþings um samtökin í Odda, húsi félagsvísindadeildar Háskóla Íslands, kl. 14 sunnudaginn 19. nóvember nk. en þann dag 1946 gerðist Ísland aðili að samtökunum. Meira
18. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 171 orð

Messur

AKUREYRARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli á morgun kl. 11.00. Öll börn velkomin. Munið kirkjubílana. Hátíðarmessa verður í Akureyrarkirkju á morgun í tilefni af 55 ára afmæli kirkjunnar. Séra Sigurður Guðmundsson vígslubiskup prédikar. Óskar Pétursson syngur. Messa á FSA kl. 10.30. GLERÁRKIRKJA: Biblíulestur og bænastund í dag, laugardag, kl. 13.00. Barnasamkoma kl. 11. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 189 orð

Minningarsjóður Guðjóns B. Ólafssonar stofnaður

ÆTTINGJAR Guðjóns B. Ólafssonar hafa, í samvinnu við Krabbameinsfélagið, stofnað sjóð til minningar um hann. Guðjón hefði orðið sextugur í dag, laugardaginn 18. nóvember, en hann lést 19. desember 1993 af völdum krabbameins í blöðruhálskirtli. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 188 orð

Mismunun gagnrýnd

BORGARSTJÓRI sagði á borgarstjórnarfundi í fyrrakvöld að það vekti athygli að ríkisvaldið myndi á tuttugu og fimm ára tímabili, frá 1975 til aldamóta, verja um 17 milljörðum króna til hafnarframkvæmda hringinn í kringum landið. Það væru um 600 milljónir á ári eða um þrefalt það, sem Reykjavíkurhöfn verði í framkvæmdir hjá sér. Reykjavíkurhöfn nýtur ekki styrkja frá ríkinu. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 71 orð

Myndasýning frá Cho Oyu

EINS og komið hefur fram í fjölmiðlum tókst þremur íslenskum hjálparsveitarmönnum að komast á topp Cho Oyu, sjötta hæsta fjalls veraldar nú fyrir skemmstu. Mánudagskvöldið 20. nóvember munu þeir félagar segja frá ferðinni í máli og myndum í Háskólabíó og hefst sýningin kl. 21. Mun þar verða blandað saman litskyggnum og myndbandsupptökum sem teknar voru í leiðangrinum. Meira
18. nóvember 1995 | Landsbyggðin | 322 orð

Neðri-Ás og Líftækni stofnun hefja samstarf

Hveragerði-Samstarfssamningur milli Líftæknideildar Iðntæknistofunnar að Neðra-Ási var undirritaður síðastliðinn miðvikudag. Samningurinn felur í sér afnot Líftæknideildar af húsnæði og tækjum Rannsóknastofunnar að Neðra-Ási. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 113 orð

Nefnd meti breytta starfsemi

HEILBRIGÐIS- og tryggingamálaráðherra hefur ákveðið í samráði við stjórn og yfirstjórnendur St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, að skipa nefnd til að meta áhrif tillagna tilsjónarmanns um breytingar á starfsemi spítalans. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 285 orð

Norðmenn hafa úthlutað kvóta á hverju ári

"ÞAÐ ER erfitt fyrir norska sjávarútvegsráðuneytið að koma með viðbrögð við ummælum íslenska sjávarútvegsráðherrans á meðan þjóðirnar eiga í viðræðum um þetta mál í London," sagði Bernt Ellingsen, talsmaður norska sjávarútvegsráðuneytisins, þegar undir hann voru borin ummæli Þorsteins Pálssonar um þá ákvörðun Norðmanna að leyfa veiðar á einni milljón tonna af síld úr norsk-íslenska Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 482 orð

Ný tilraun til samkomulags í janúar

EKKI náðist samkomulag á ársfundi Norður-austur Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar (NEAFC) í London um skiptingu veiðiheimilda úr karfastofninum á Reykjaneshrygg. Aðildarþjóðirnar ætla hins vegar að gera aðra tilraun til að ná samkomulagi á fundi í janúar áður en karfavertíðin hefst. Enginn árangur náðist hins vegar í umræðum um skiptingu veiðiheimilda úr norsk-íslenska síldarstofninum. Meira
18. nóvember 1995 | Landsbyggðin | 259 orð

Nýtt hjálparsveitarhús á Flúðum

Syðra-Langholti Hjálparsveitin Snækollur í Hrunamannahreppi tók formlega í notkun nýtt og mjög veglegt hús á Flúðum laugardaginn 11. nóvember sl. við hátíðlega athöfn. Unnið hefur verið að byggingu og frágangi hússins á síðustu árum og hafa björgunarsveitarmenn unnið alfarið að byggingunni en fleiri aðilar hafa stutt við bakið á björgunarsveitarmönnum. Meira
18. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 87 orð

Paul Weeden í "jassveislu"

JASSTÓNLEIKAR verða haldnir á Hótel KEA á sunnudagskvöld, 19. nóvember og hefjast þeir kl. 21.00. Þeir eru haldnir í tengslum við heimsókn hins víðkunna jassgítarleikara Paul Weeden til landsins og eru lokaatriði jassnámskeiðs "jasssmiðjunnar" á Akureyri en hann var þar aðalleiðbeinandi. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 2199 orð

Ráðherra vændi flutningsmann um að ganga erinda stórfyrirtækja Snarpar umræður urðu á Alþingi í gær þegar þingmenn ræddu

Harðar umræður á Alþingi um þingsályktunartillögu þingflokks Þjóðvaka um veiðileyfagjald Ráðherra vændi flutningsmann um að ganga erinda stórfyrirtækja Snarpar umræður urðu á Alþingi í gær þegar þingmenn ræddu þingsályktunartillögu Þjóðvaka um veiðileyfagjald. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 166 orð

Samkeppni um Þvörusleiki

GUÐBJÖRG Ágústsdóttir, 12 ára grunnskólanemandi í Reykjavík, hannar að þessu sinni jólasveinaskeið Gull- og silfursmiðjunnar Ernu fyrir jólin 1995. Myndin er af Þvörusleiki, en áður hefur Erna smíðað skeiðar með myndum af Stekkjastaur, Giljagaur og Stúfi. Meira
18. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 272 orð

Santer segir "stöðugleikasáttmála" koma til greina

JACQUES Santer, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að til greina komi að framkvæma hugmynd Theos Waigel, fjármálaráðherra Þýzkalands, um "stöðugleikasáttmála" ríkjanna, sem taki þátt í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU). Hins vegar komi ekki til greina að breyta ákvæðum Maastricht-sáttmálans og herða skilyrði fyrir þátttöku í myntbandalaginu. Meira
18. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 354 orð

Segir kosningaúrslitin í Alsír sigur lýðræðisins

LIAMINE Zeroual, leiðtogi Alsírs og fyrrverandi hershöfðingi, bar sigurorð af þremur mótframbjóðendum sínum í forsetakosningunum á fimmtudag. "Kosningarnar voru sigur fyrir fullveldi þjóðarinnar og hið sanna lýðræði í landinu og áminning til óvina Alsírs heima fyrir og erlendis," sagði hann eftir að úrslitin voru kunngerð. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 186 orð

Skemmdir á Hornbjargi

NOKKRAR skemmdir urðu á sliskju og landgöngustiga við Hornbjargsvita í óveðrinu á Vestfjörðum í lok síðasta mánaðar. Að sögn Tómasar Sigurðssonar hjá Vita- og hafnamálastofnuninni mældist ölduhæðin á öldudufli sem staðsett er í Aðalvík tæplega 13 metrar í óveðrinu. Hann sagði skemmdir álíka þessum áður hafa orðið í óveðrum. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 65 orð

Skíðlogaði í 11 tunnum

LÍKLEGT þykir að kveikt hafi verið í ruslatunnum við Templarahöllina við Eiríksgötu í fyrrinótt. Skíðlogaði í ellefu tunnum og urðu skemmdir á húsinu. Lögreglunni barst tilkynning um brunann kl. rúmlega 1 um nóttina. Þá logaði í tunnunum og eldur hafði sviðið tvær hurðir á húsinu og nærliggjandi timburskúr. Meira
18. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 356 orð

Sleppa stríðsglæpamenn?

BANDARÍKJASTJÓRN viðurkenndi í síðustu viku, að hún hefði ekki látið af hendi við stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag allar sannanir, sem hún hefði fyrir fjöldamorðum Bosníu-Serba á múslimum. Telja sumir, að ástæðan sé sú, að henni sé umhugaðra um að koma á friði en leiða meinta stríðsglæpamenn fyrir rétt. Kom þetta fram í bandaríska dagblaðinu Christian Science Monitor. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 76 orð

Sótti mann í Grindvíking

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann í Grindvíking í gærmorgun, en skipið var statt um 70 mílur norður af Horni. Þyrlan var fjóra klukkutíma í björgunarfluginu. Flugleiðin var um 200 mílur, sem er með lengri flugum sem þyrlan fer í. Óttast var að maðurinn þjáðist af alvarlegri hjartabilun. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 664 orð

Styrktartónleikar fyrir misþroska og ofvirk börn

Ámorgun, sunnudag, stendur hjálparstofnunin Caritas fyrir styrktartónleikum fyrir misþroska og ofvirk börn. Söfnunin er gerð í samráði við Barnageðdeild Landspítalans við Dalbraut og foreldrasamtök misþroska og ofvirkra barna. Tónleikarnir verða haldnir klukkan 17 í Kristskirkju á Landakoti og á efnisskrá eru verk eftir t.d. Bach, Mozart og Rossini. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 109 orð

Sökk í holklaka

KENNSLUFLUGVÉL frá flugskólanum Flugmennt hlekktist á við lendingu á Sandskeiði í gær. Tveir menn voru í vélinni og sluppu þeir ómeiddir, en fóru á slysadeild til eftirlits. Vélin er hins vegar stórskemmd. Allt bendir til að ástæða óhappsins hafi verið holklaki í flugbrautinni. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 440 orð

Talinn skila ríkissjóði 8­900 milljónum á ári

NIÐURSTAÐA níu manna, þverpólitískrar nefndar, sem fjármálaráðherra skipaði til að fjalla um útfærslu og framkvæmd fjármagnstekjuskatts, liggur í meginatriðum fyrir, skv. heimildum Morgunblaðsins, þótt enn séu nokkuð skiptar skoðanir innan nefndarinnar um einstök atriði. Nefndin kannaði margar leiðir. Meira
18. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 584 orð

Tekið upp með leynd seint á brennukvöldi

MIKIL eftirvænting ríkir í Bretlandi vegna sjónvarpsviðtals við Díönu prinsessu sem sýnt verður í Panorama, vinsælasta dægurmálaþætti BBC-stöðvarinnar, næstkomandi mánudagskvöld. Undarlega þykir prinsessan hins vegar hafa haldið á málum er hún samþykkti sjónvarpsviðtalið og hefur hún jafnvel verið sökuð um að koma aftan að Elísabetu drottningu, tengdamóður sinni. Meira
18. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 127 orð

Tónleikar til styrktar Flateyringum

STÓRTÓNLEIKAR til styrktar Flateyringum verða haldnir í Íþróttahöllinni á Akureyri á morgun kl. 16. Um 140 manns stíga á svið og leggja málefninu lið. Dagskráin hefst á hugvekju sr. Péturs Þórarinssonar. Þá tekur við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, vel styrkt fjölda hljóðfæraleikara sem koma víða að. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 148 orð

Unglingur í stað Kjarvals á 2000 kr. seðli

LÖGREGLAN í Grafarvogi fékk í gær í hendur tvo falsaða 2000 króna seðla. Heldur var nú fölsunin klén og í stað myndar af Kjarval hafði verið skönnuð inn mynd af unglingspilti í Grafarvogi. Svo byrjað sé á byrjuninni, þá fóru unglingar í Grafarvogi í kynningu í Iðnskólann í Reykjavík. Þar var þeim sýnd prentun. Meira
18. nóvember 1995 | Landsbyggðin | 240 orð

Uppsögn nái launanefnd ekki samkomulagi

VERKALÝÐSFÉLÖG víða um land hafa undanfarna daga haldið fundi og fjallað um stöðuna í kjaramálum. Í ályktunum, sem samþykktar hafa verið á fundunum, er stjórnum félaganna falið að segja upp samningum ef samkomulag næst ekki í launanefnd ASÍ og VSÍ. Sum félög vilja að samningum verði sagt upp óháð niðurstöðu launanefndanna. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 80 orð

Verndun íslenska arnarins

KRISTINN Haukur Skarphéðinsson fuglafræðingur heldur erindi á vegum Fuglaverndarfélagsins mánudagskvöldið 20. nóvember í stofu 101 í Odda, húsi Hugvísindadeildar Háskólans og hefst hann kl. 20.30. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 64 orð

Viðskipti A. Finnsonar verði skoðuð

STJÓRN Neytendasamtakanna hefur ákveðið að senda eftirfarandi til Ríkissaksóknara og Bankaeftirlits. "Í tilefni af greinargerð "Samstarfshóps um bætt viðskiptasiðferði" til bústjóra þrotabús A. Finnssonar hf. á Akureyri beinir stjórn Neytendasamtakanna þeim eindregnu tilmælum til Ríkissaksóknara og Bankaeftirlits Seðlabanka Íslands að viðskipti A. Finnssonar hf. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 110 orð

Vill tekjutengja gjöldin

ÁRNI Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi R-listans, lét þau ummæli falla á borgarstjórnarfundi í fyrrakvöld að svigrúm sveitarfélaga varðandi álögur þyrfti að rýmka. Nefndi hann sem dæmi að með því væri hægt að leggja hærra útsvar á þá, sem væru tekjuhærri, og lægra á þá, sem eru tekjulægri. Eins gæti fasteignaskattur verið mismunandi eftir verðmæti eigna. Meira
18. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 189 orð

Þrír þingflokkar styðja tillögu um veiðileyfagjald

Í UMRÆÐUM um þingsályktunartillögu Þjóðvaka um auðlindaskatt á Alþingi í gær kom fram að þrír þingflokkar styðja tillöguna, það er Alþýðuflokkur og Samtök um kvennalista, auk Þjóðvaka. Þá lýsti Ólafur Ragnar Grímsson, þingmaður Alþýðubandalagsins, sig reiðubúinn að styðja tillöguna með tilteknum breytingum og Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, kvaðst hlynntur veiðileyfagjaldi. Meira
18. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 338 orð

(fyrirsögn vantar)

OSKAR Lafontaine, nýkjörinn leiðtogi flokks þýskra jafnaðarmanna (SPD), og fráfarandi formaður, Rudolf Scharping, reyndu í gær að efla samstöðu í flokknum. Var samþykkt óljós málamiðlun þeirra um viðkvæmt deiluefni; framlag Þjóðverja til friðargæslu í Bosníu. Stjórn Helmuts Kohls kanslara hyggst bjóða að Tornado-flugvélar og 4.000 manna herlið verði notað við gæsluna. Meira

Ritstjórnargreinar

18. nóvember 1995 | Leiðarar | 637 orð

DAGUR ÍSLENZKRAR TUNGU

DAGUR ÍSLENZKRAR TUNGU SLENDINGAR eru ekki eina smáþjóðin sem hefur áhyggjur af tungu sinni og menningu á tímum alþjóðlegrar fjölmiðlunar þar sem enskan ræður ferð. Meira
18. nóvember 1995 | Staksteinar | 266 orð

»V-Evrópusambandið VESTUR-Evrópusambandið (VES), sem verið hefur sjálfstæður

VESTUR-Evrópusambandið (VES), sem verið hefur sjálfstæður vettvangur hernaðarsamvinnu Evrópuríkja, er umfjöllunarefni í forystugrein Tímans sl. fimmtudag. Niðurstaða blaðsins er að mikilvægt sé "að VES haldi sjálfstæði sínu". Evrópuarmur NATO Meira

Menning

18. nóvember 1995 | Menningarlíf | 193 orð

Athugasemd við gagnrýni

GAGNRÝNANDI sem skrifar um flutning tónverka leggur dóm á flutning tónlistarinnar eftir sinni eigin upplifun og því geta menn oft og tíðum verið ósammála dómum hans. Eftir 30 ára tónleikahald telur undirritaður sig vera ýmsu vanur og tilbúinn að taka gagnrýni, en ég leyfi mér í hvert sinn að gera þær kröfur að hún sé sanngjörn og að gagnrýnendur vandi orðaval sitt. Meira
18. nóvember 1995 | Bókmenntir | 340 orð

Ástarjátning

eftir Þorstein Stefánsson, Birgitte Høvrings Biblioteksforlag, 1995 - 239 bls. Ljóðsagan er eitt elsta form bókmenntanna og fágæt nú á dögum. Það er engu líkara en hún hafi kvatt okkur að mestu með hetjum sínum, goðsagnakenndri frásögn og hástemmdum stíl upphafinnar og ljóðrænnar ræðu. Því vekur það athygli að enn skuli gefin út íslensk ljóðsaga og það af dönsku forlagi. Meira
18. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 48 orð

Clapton fær orðu

GÍTARLEIKARINN Eric Clapton heimsótti Karl Bretaprins fyrir skömmu. Karl veitti honum OBE-orðuna fyrir hönd móður sinnar, Elísabetar, sem var stödd í Bandaríkjunum. Eric og Karl eru ágætir vinir og meðal annars spilaði Clapton fyrir hann á góðgerðartónleikum í The Royal Albert Hall fyrir 12 árum. Meira
18. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 87 orð

Eftirminnilegur dagur hjá Sharon Stone

LEIKKONAN Sharon Stone var hrókur alls fagnaðar í Beverly Hills á fimmtudaginn. Nýjasta mynd hennar, "Casino", var frumsýnd, en leikstjóri er Martin Scorsese. Einnig fékk Sharon stjörnu í gangstétt Hollywood Boulevard og var að vonum ánægð með upphefðina. Meira
18. nóvember 1995 | Myndlist | -1 orð

"Ekki er ein báran stök"

Tinna Gunnarsdóttir. Opið frá 14-18 alla daga. Lokað mánudaga til 26. nóvember. Aðgangur ókeypis. UNGIR sækja stíft fram á vettvangi nútímahönnunar, sem er mikið vel, og ber að huga gaumgæfilega að stöðu þeirra og lyfta af alefli undir hugvit á sviðinu. Þetta er þriðja framtak Tinnu Gunnarsdóttir á sýningavettvangi og ýmsir munu minnast frumraunar hennar á sama stað í mai sl. Meira
18. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 51 orð

Elton John lætur gott af sér leiða

SÖNGVARINN Elton John er þekktur fyrir störf í þágu eyðnirannsókna og annarra mannúðarmála. Hér sést hann með ávísun upp á hálfa milljón dollara, eða 32 milljónir króna, sem Hard Rock- veitingahúsakeðjan safnaði með sölu stuttermabola. Þessir peningar rennur óskiptur til Eyðnistofnunar Eltons Johns. Meira
18. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 206 orð

"Ég heiti Turner, Tina Turner"

TINA TURNER segir að hún hefði gaman af því að fá að leika James Bond. Hins vegar verði hún að sætta sig við að fá aðeins að syngja titillag nýjustu Bond- myndarinnar, "Goldeneye" eða Gullauga. Á blaðamannafundi á miðvikudag, þar sem hún kynnti lagið ásamt liðsmönnum hljómsveitarinnar U2, játaði hún að "þegar ég sá myndina vildi ég vera Bond". Meira
18. nóvember 1995 | Myndlist | -1 orð

Faldar frásagnir

Berta Moltke, Ulla Ryum. Opið alla daga á opnunartíma Norræna hússins til 3. desember. Aðgangur ókeypis. Í ANDDYRI Norræna hússins, hefur verið komið fyrir sýningu á samvinnuverkefni tveggja listakvenna, þeirra Bertu Moltke grafíklistakonu og Ullu Ryum rithöfundar. Meira
18. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 45 orð

Gantast á tískusýningu

MERCEDES Ruehl, sem leikur í "Frasier"-þáttunum, lét sér fátt um finnast þegar sessunautar hennar, Goldie Hawn og Liza Minnelli, smelltu saman höndum á sýningu tískuhönnuðarins Donnu Karan í New York fyrir skemmstu. Vafalaust hefur þeim vinkonum farið eitthvað skemmtilegt á milli. Meira
18. nóvember 1995 | Menningarlíf | 67 orð

Hamingjupakkið með aukasýningu

ÁKVEÐIÐ hefur verið að bæta við einni sýningu á verkinu Degi eftir Helenu Jónsdóttir sem Hamingjupakkið setti upp á Litla sviði Borgarleikhússins. Í upphafi var aðeins áætlað að sýna verkið fjórum sinnum, en vegna fjölda áskorana hefur verið stofnað til aukasýningar miðvikudaginn 22. nóvember kl. 20.30. Meira
18. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 74 orð

Julia og Susan ræða málin

LEIK- og vinkonurnar Julia Roberts og Susan Sarandon hittust á tískusýningu bandaríska tískuhönnuðarins Todds Oldhams í New York nýlega. Susan hyggst giftast leikaranum Tim Robbins um jólin, en Julia er sögð hafa tekið saman við Daniel Day-Lewis, eftir að hafa skilið við Lyle Lovett. Meira
18. nóvember 1995 | Tónlist | 391 orð

Kristinn, Jónas, Schubert

Franz Schubert: Schwanengesang (Svanasöngur) og fjögur sönglög. Kristinn Sigmundsson, bassabarítón. Jónas Ingimundarson, pínó. Upptöku stjórnaði Halldór Víkingsson. Framleitt af Sony DADC Austria. Mál og menning MM-001. Meira
18. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 414 orð

Leiðindi leðurblaka

AÐALLEIKARAR kvikmyndarinnar Leðurblökumaðurinn að eilífu hafa ekki átt sjö dagana sæla á árinu. Svo vill nefnilega til að Tommy Lee Jones, Val Kilmer og Jim Carrey skildu allir við eiginkonur sínar á árinu. Tommy Lee Jones Meira
18. nóvember 1995 | Myndlist | 528 orð

Lífsneisti í leysingum

Samsýning. Opið alla daga kl. 14-18 til 26. nóvember. Aðgangur ókeypis VIÐ fyrstu sýn kann að virðast að hér mætist andstæður; annars vegar lífrænar teikningar Guðnýjar Richards, sem minna annaðhvort á örveröld smásjárinnar eða loftmyndir af vatnaleysingum túndrunnar, og hins vegar strangflatarmyndir Thomasar Ruppel, Meira
18. nóvember 1995 | Menningarlíf | 67 orð

Ljóðasmygl Andra Snæs

ÚT ER komin ljóðabók eftir Andra Snæ Magnason, Ljóðasmygl og skáldarán. Bókin er fyrsta bók höfundar en áður hefur hann birt ljóð og smásögur í ýmsum blöðum og tímaritum. Bókin er fáanleg í bókabúð Máls og menningar á Laugavegi, Eymundsson, Austurstræti, og hjá höfundi sjálfum. Útgefandi er Bókaútgáfan Nykur. Bókin er 43 síður og prentuð í Litlaprenti. Verð 1.490 krónur. Meira
18. nóvember 1995 | Menningarlíf | 68 orð

Mosfellskórinn með söngskemmtun

MOSFELLSKÓRINN heldur söngskemmtun sunnudaginn 19. nóvember kl. 20.30 í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ og í Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 22. nóvember kl. 21. Einsögnvari með kórnum er Þorvaldur Halldórsson. Meira
18. nóvember 1995 | Menningarlíf | 75 orð

Nýjar bækur

SOSSA litla skessa heitir nýútkomin bók eftir Magneu frá Kleifum, sjálfstætt framhald af verðlaunabókinniSossa sólskinsbarn. Sossa hefurelst og þroskast,hún er sjálfstæð íhugsun og hikarekki við að rísaupp gegn hverskyns ójöfnuði. Meira
18. nóvember 1995 | Menningarlíf | 65 orð

Nýjar bækur

ÚT er komin Afrek Berts eftir Anders Jacobsson og Sören Olsson. Þýðandi er Jón Daníelsson. Þetta er fimmta bókin um Bert. Fyrri bækurnar urðu allar metsölubækur. Það kemur engum á óvart enda er Bert óviðjafnanlegur. "Nú er hann orðinn 14 ára og Emilía skiptir mestu máli í lífi hans. Nema... Meira
18. nóvember 1995 | Menningarlíf | 68 orð

Nýjar bækur

KOMIN er út unglingabókin Meðan skútan skríður eftir Eyvind P. Eiríksson. Þetta er sjálfstætt framhald af sögunni Á háskaslóðog segir hér áframaf bræðrunumBegga og Gaggasem eyða nú í annað sinn sumarfríium borð Blikanum. Þeir sigla umEystrasalt ásamtpabba sínum oglenda í ýmsum ævintýralegum atburðum Útgefandi er Mál og menning. Meira
18. nóvember 1995 | Menningarlíf | 115 orð

Nýjar bækur ÚT er ko

ÚT er komið smásagnasafnið Litla skólahúsið eftir bandaríska rithöfundinn Jim Heynen. Hann hefur sent frá sér smásagnasöfn og einnig nokkrar ljóðabækur. Sögur hans njóta nú vaxandi vinsælda í Bandaríkjunum en sumarið 1984 kom hann til Íslands og las þá upp úr verkum sínum fyrir íslenska áheyrendur. Meira
18. nóvember 1995 | Menningarlíf | 62 orð

Nýjar bækur ÚT ER komin bókin Þú ert mín Selma

ÚT ER komin bókin Þú ert mín Selma Rúna og læknarnir ætla að bjarga þér eftir Ólöfu de Bont Ólafsdóttur. Bókin er ástarsaga móður tilfatlaðs barns ogsegir frá þvíhvernig óttinn ogloks vissan um aðungu lífi ljúki, heltekur móðurhjarta. Meira
18. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 59 orð

Regnboginn sýnir "Kids"

REGNBOGINN hefur hafið sýningar á kvikmyndinni "Kids" sem hefur vakið sterk og mikil viðbrögð í Bandaríkjunum, segir í tilkynningu. Myndin segir frá tilveru táninga í New York. Hjá þeim virðist allt snúast um kynlíf, alnæmi, dagdrykkju, eiturlyf, pillur, túrtappa, nauðganir og eitt morð til eða frá virðist ekki skipta sköpum. Þetta er óhugnanlega raunveruleg samtímalýsing. Meira
18. nóvember 1995 | Menningarlíf | 114 orð

Samband mannsins við náttúruna

ÚT ER komin bókin Í meðallandinu eftir Finn Torfa Hjörleifsson. Viðfangsefni höfundar í þessari bók er samband mannsins við náttúruna og sjálfan sig, segir í kynningu. Bókin skiptist í þrjá hluta sem heita: Í meðallandinu, Rísi ey og Styrkur stráa. Fyrsti hlutinn samanstendur af prósaljóðum en hinir tveir síðari af stuttum ljóðum. Meira
18. nóvember 1995 | Myndlist | 520 orð

Skart, skinn og skemmtilegir hlutir

Samsýning. Opið kl.10-19 virka daga og kl. 12-18 um helgar til 19. nóvember. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ hefur orðið mikil uppsveifla í íslenskri handiðn á síðustu árum, raunar svo að líkja má við byltingu. Meira
18. nóvember 1995 | Menningarlíf | 144 orð

Skáldsaga um vesturfara

ÚT ER komin bókin Híbýli vindanna - skáldsaga um vesturfara eftir Böðvar Guðmundsson. Þar segir af Ólafi nokkrum víólín sem kenndur er við hljóðfærið sem Jörundur hundadagakonungur gaf föður hans á leið sinni úr landi en að fiðlunni frátalini er fátt konunglegt við lífshlaup Ólafs í Borgarfirði og norðan heiða. Meira
18. nóvember 1995 | Menningarlíf | 96 orð

Sólin í baðvatninu

KOMIN er út ljóðabók eftir Gunnhildi Sigurjónsdóttur er nefnist Sólin dansar í baðvatninu. Þetta er fyrsta bók höfundar og hefur að geyma fjörutíu ljóð sem ort eru á tuttugu ára tímabili. Í kynningu segir: "Efniviðurinn er gjarnan sóttur til þeirra ólíku staða sem skáldið hefur dvalið á, Boston, Krít, Jamaika, Grímsnesi og víðar, Meira
18. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 534 orð

Tímamót hjá Vinum Dóra

HALLDÓR fór til Kanada fyrir skemmstu og segir þá för hafa gengið vel. "Ég var búsettur í Montreal í Kanada í tæpt ár. Ég fór til að spila spila með vinum mínum, Chicago Beau og fleiri listamönnum sem hafa verið að koma til Íslands á undanförnum árum. Ferðin gekk mjög vel og við höfðum nóg að gera. Við gáfum út eina plötu, sem heitir "Blues from Iceland". Meira
18. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 387 orð

Tossabekkurinn og landgönguliðinn

Leikstjóri: Jack N. Smith. Framleiðendur: Don Simpson og Jerry Bruckheimer. Aðalhlutverk: Michelle Pfeiffer, George Dzundsa, Wade Dominguez og Bruklin Harris. Hollywood Pictures. 1995. NÝJA myndin í Bíóborginni, "Dangerous Minds" með Michelle Pfeiffer er ein af þessum bandarísku menntaskólamyndum sem við þekkjum orðið talsvert vel. Meira
18. nóvember 1995 | Bókmenntir | 845 orð

Trú og líf kaþólsku kirkjunnar

Kirkjan, kenningin, köllunin eftir Catharinu Broomé. Þýðandi Torfi Ólafsson. Dreifing: Kaþólska bókabúðin. Þorlákssjóður 1995 - 368 síður. HÖFUNDURINN, systir Charina Broomé O.P., fæddist í Stokkhólmi 1923. Foreldrar hennar voru kaþólskir Svíar. Hún gekk í Dominikanaregluna 1947 í Frakklandi. Meira
18. nóvember 1995 | Menningarlíf | 159 orð

Ævintýraferð til Hjartastaðar

SKÁLDSAGAN Hjartastaður eftir Steinunni Sigurðardóttur er komin út. Harpa Eir tekst á hendur ferð með unglingsdóttur sína, Eddu Sólveigu, til að forða henni frá sollinum í Reykjavík. Hún fær vinkonu sína, þekktan flautuleikara, til að aka þeim mæðgum á ættaróðalið austur á fjörðum þar sem þær ætla að hafa vetrarsetu. Meira

Umræðan

18. nóvember 1995 | Aðsent efni | 1262 orð

Athyglisverð skýrsla

RÍKISENDURSKOÐUN birti nýlega skýrslu um stjórnsýsluúttekt á Ríkisútvarpinu. Skýrslan var unnin að beiðni fjárlaganefndar. Útvarpslög hafa verið til endurskoðunar á undanförnum árum. Nefnd, þar sem undirritaður gegndi formennsku, skilaði tveimur frumvörpum um breytingu á útvarpslögum. Var það fyrra einkum tengt aðild að EES-samningnum og varð að lögum 1993. Hið síðara var lagt fram 1994 á 117. Meira
18. nóvember 1995 | Aðsent efni | 684 orð

Elsta neyðarskýli landsins endurreist

ÞANN 4. nóvember sl. fór fram vígsla endurreists neyðarskýlis á Ingólfshöfða. Það er annað elsta björgunarskýli á landinu og hið elsta sem enn stendur. Það var reist árið 1912. Harmleikur á Skeiðarársandi Ástæður þess að skýlið var reist er þó að finna allöngu fyrr. Hin sendna suðurströnd Íslands hefur reynst mörgu fleyinu skeinuhætt. Þann 19. Meira
18. nóvember 1995 | Velvakandi | 554 orð

Er kennarinn veikur?

MÓÐIR (hringir reið í skólann): Hún Lóa mín segir að kennarinn hafi verið veikur í gær og bekkurinn hafi tæpast fengið neina kennslu. Hvers konar skóli er þetta eiginlega? Skólastjórinn: Það voru því miður fjórir kennarar veikir. M: Af hverju fékkstu ekki forfallakennara? S: Hvar átti ég að fá þá? M: Nú, þú hlýtur að geta hringt á einhverja skrifstofu og fengið forfallakennara. Meira
18. nóvember 1995 | Aðsent efni | -1 orð

Flugleiðaeinokun hf.

MJÖG mikill áróður er nú rekinn fyrir því að einkavæða flugstöðina á Keflavíkurflugvelli, einkanlega í sjónvarpi og útvarpi. Töluverður sannleikur kemur fram í þessum áróðri en við hann er síðan hnýtt alls konar hálfsannleika og rangfærslum án þess þó að logið sé með beinum hætti. Meira
18. nóvember 1995 | Aðsent efni | 663 orð

Fyrirhuguð skerðing Alþingis á greiðslum til aldraðra

AÐALFUNDUR Landssambands aldraðra var haldinn í júní sl. þar sem saman komnir voru 90 fulltrúar frá 38 aðildarfélögum víðs vegar af landinu. Ríkti mikill einhugur um að bæta þyrfti margt í málefnum aldraðra. Af því tilefni voru samþykktar margar tillögur, sem sendar voru ríkisstjórn og hinum ýmsu ráðuneytum, sem fara með umrædda málaflokka. Meira
18. nóvember 1995 | Aðsent efni | 418 orð

Gildi hreyfingar

ÞAÐ ER löngu ljóst, að hreyfing er öllum nauðsynleg. Að þessu leyti eru aldraðir engin undantekning. Í dag fjöllum við um gildi hreyfingar, útbúnað og æskilegar aðstæður til göngu með tilliti til eldri borgara. Hvers vegna er hreyfing svona mikilvæg? ­Hreyfing bætir vöðvastyrk og þar með jafnvægi. Meira
18. nóvember 1995 | Velvakandi | 333 orð

ÍKVERJI leit yfir auglýsingu um dagskrá sjónvarpsstöðv

ÍKVERJI leit yfir auglýsingu um dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar, sem birtist í blöðunum síðastliðinn fimmtudag, og gat með góðum vilja fundið tvo dagskrárliði á þessum fyrstu dögum nýju stöðvarinnar, þar sem hugsanlega yrði talað annað tungumál en enska. Meira
18. nóvember 1995 | Velvakandi | 124 orð

Í tilefni "mannorðsmorða"

Í TILEFNI orða Hrafnhildar Valdimarsdóttur rithöfundar sem birtust í Morgunblaðinu þann 15. nóvember síðastliðinn vil ég benda því fólki á, sem hefur sýnt mesta dómhörku í þessu máli, að sama og ekkert liggur opinberlega fyrir um staðreyndir málsins. Eingöngu hefur verið dæmt út frá eins hégómlegum atriðum og ímyndaðri frægð sakbornings. Er skemmst að minnast O.J. Simpson-málsins. Meira
18. nóvember 1995 | Aðsent efni | 210 orð

Nokkur orð frá Auði Laxness

Nokkur orð frá Auði Laxness ÉG HLUSTAÐI á smásögu Hrafns Gunnlaugssonar sem hann flutti í útvarpið á miðvikudagskvöld. Meira
18. nóvember 1995 | Aðsent efni | 313 orð

Skáldið og hetjan

ÉG SÉ að Guðrún Pétursdóttir sem titlar sig skólasystur Hrafns Gunnlaugssonar og heimagang á Gljúfrasteini hefur komist í geðshræringu við að hlusta á smásögu sem ég las í útvarpið á miðvikudagskvöldið og bar nafnið "Hetjusaga". Meira
18. nóvember 1995 | Velvakandi | 147 orð

Tapað/fundið Frakki tapaðist RYKFRAKKI tapaðist

RYKFRAKKI tapaðist á Kringlukránni sl. föstudagskvöld. Finnandi vinsamlega hringi í síma 565-8061. Myndir töpuðust TVÆR eskimóamyndir, útskorin aflöng mynd ásamt stækkuðum innrömmuðum ljósmyndum töpuðust úr búslóð í sumar. Þeir sem gætu gefið upplýsingar um myndirnar hringi í síma 551-2124. Meira
18. nóvember 1995 | Aðsent efni | 786 orð

Um útivist barna og unglinga

VEGNA samtakamáttar foreldra og skilnings þeirra á nauðsyn þess að virða reglur um útivistartíma barna sinna hefur undanfarin misseri náðst árangur í málum barna og unglinga. Færri börn og unglingar koma við sögu afbrota og dregið hefur úr líkum á að unglingar neyti vímuefna eftir að foreldrar urðu meðvitaðri um hlutverk þeirra, ábyrgð og skyldur, Meira
18. nóvember 1995 | Aðsent efni | 1110 orð

Um þjónustu sérskólanna við landsmenn

ANNA Kristín Sigurðardóttir, sérkennslufulltrúi á Suðurlandi, lagði í grein í Morgunblaðinu, upp í baráttuna um sérkennslukvóta þann sem verður til skiptanna við færslu grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga. Meira
18. nóvember 1995 | Velvakandi | 202 orð

Virðingarleysi

Í MORGUNBLAÐINU sunnudaginn 12. október er frétt um að fjórir þingmenn, þar á meðal Siv Friðleifsdóttir, hafi lagt fram frumvarp um að "aldurstakmörk til kaupa og neyslu áfengis verði lækkuð úr 20 árum í 18". Meira
18. nóvember 1995 | Velvakandi | 387 orð

Þegar hugsjónir rætast

Á LIÐNU sumri bauð vina- og líknarfélagið Bergmál þrjátíu og fimm konum og körlum, þeim að kostnaðarlausu, til vikudvalar í Hlíðardalsskóla og var það boð endurtekið eina helgi í október. Hópinn skipaði fólk er glímir við þann sjúkdóm sem í daglegu tali kallast krabbamein. Meira

Minningargreinar

18. nóvember 1995 | Minningargreinar | 695 orð

Ari Guðmundsson

Ari ólst upp á heimili foreldra sinna á Skálpastöðum í Lundarreykjadal. Hann hóf störf við vegagerð, rúmlega þrítugur, árið 1926 og varð strax verkstjóri, enda þótti hann vel til mannaforráða fallinn. Hann tók að sér umsjón með vegagerð í uppsveitum Borgarfjarðar, til að byrja með. Samgöngur voru ekki góðar á þessum árum og það varð strax kappsmál Ara að bæta þar úr. Meira
18. nóvember 1995 | Minningargreinar | 111 orð

ARI GUÐMUNDSSON

ARI GUÐMUNDSSON Ari Guðmundsson, vegavinnuverkstjóri í Borgarnesi, var fæddur hinn 18. nóvember 1895 á Vatnshömrum í Andakíl í Borgarfirði. Hann lést af slysförum þann 21. maí 1959. Foreldrar Ara voru Guðmundur Auðunsson, síðar bóndi á Skálpastöðum í Lundarreykjadal, og Guðbjörg Aradóttir ljósmóðir. Meira
18. nóvember 1995 | Minningargreinar | 249 orð

Berglín Bergsdóttir

Á vegferð okkar gegnum völundarhús lífsins er ekki alltaf sólskin og logn, okkur mæta stundum válind veður og grár hversdagsleikinn þrengir svo að lífsgleðinni, að við fyllumst depurð. Við slíkar aðstæður verður mörgum gjarnan fyrst ljóst að það eru öðru fremur samferðarmennirnir í margbreytilegum tilburðum sínum sem ljá lífinu lit. Meira
18. nóvember 1995 | Minningargreinar | 205 orð

Berglín Bergsdóttir

Nú þegar við systkinin setjumst niður verður okkur orðafátt þegar svo stórt skarð hefur verið rofið í líf okkar og það dýrmætasta frá okkur tekið. Elsku mamma okkar, nú ætlum við að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið okkur og fylgt okkur í gegnum súrt og sætt. Í augum okkar varstu okkur ætíð góð og hugulsöm. Meira
18. nóvember 1995 | Minningargreinar | 236 orð

BERGLÍN BERGSDÓTTIR

BERGLÍN BERGSDÓTTIR Berglín Bergsdóttir fæddist á Bæjarskerjum í Miðneshreppi 4. desember 1945. Hún lést á Landakotsspítala 9. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Pálína Þórunn Theodórsdóttir, f. 29. maí 1921, og Bergur Vigfús Sigurðsson, f. 4. mars 1916, d. 28. janúar 1993. Meira
18. nóvember 1995 | Minningargreinar | 119 orð

Berglín Bergsdóttir Elsku amma í Sandgerði, sem nú hefur verið tekin frá okkur allt of fljótt, við þökkum fyrir þær stundir sem

Elsku amma í Sandgerði, sem nú hefur verið tekin frá okkur allt of fljótt, við þökkum fyrir þær stundir sem við áttum saman og við vitum að heilsan leyfði þér ekki að koma til okkar í sumar, en samt komstu til að sjá nýja heimilið okkar og var það okkur dýrmæt heimsókn. Meira
18. nóvember 1995 | Minningargreinar | 368 orð

Einar Jóhannesson

Hann Einar Jóhannesson er í valinn fallinn langt um aldur fram. Sú staðreynd verður ekki aftur tekin en eftir lifa ættingjar og vinir, hryggir með dýrmætar minningar. Einar Jó, eins og flestir kölluðu hann, var eftirminnilegur maður. Hann var það sem kallað er þúsundþjalasmiður og hugmyndauppspretta og sannast sagna nokkuð á undan sinni samtíð. Meira
18. nóvember 1995 | Minningargreinar | 463 orð

Einar Jóhannesson

Í dag er gerð á Blönduósi útför Einars Jóhannessonar frá Gauksstöðum í Garði, en hann lést á 58. aldursári af hjartasjúkdómi sem hann hafði kennt sér fyrir nokkrum árum. Einar var yngstur í stórum barnahópi heiðurshjónanna Helgu Þorsteinsdóttur og Jóhannesar Jónssonar, sem bjuggu á Gauksstöðum um meira en hálfrar aldar skeið. Meira
18. nóvember 1995 | Minningargreinar | 406 orð

Einar Jóhannesson

Með Einari Jóhannessyni er fallinn frá hæfileikamikill og fjölskrúðugur drengskaparmaður. Fáein kveðjuorð duga alls ekki til að gera skil lífshlaupi Einars á fullnægjandi hátt, enda verður þess ekki freistað hér. Kynni okkar Einars hófust árið 1982, er undirritaður flutti norður á Blönduós. Það stendur mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum þegar við hittumst fyrst. Meira
18. nóvember 1995 | Minningargreinar | 363 orð

Einar Jóhannesson

Hinn 8. nóvember barst mér sú fregn að þá um morguninn hefði Einar bróðir minn látist á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi. Það má segja að stutt sé stórra högga á milli hjá okkur systkinunum, því ekki eru nema fjórir mánuðir síðan Þorsteinn elsti bróðir okkar lést, og nú er Einar sem var yngstur, horfinn úr hópnum. Meira
18. nóvember 1995 | Minningargreinar | 92 orð

EINAR JÓHANNESSON

EINAR JÓHANNESSON Einar Jóhannesson var fæddur að Gauksstöðum í Garði 28. maí 1937. Hann lést í Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 8. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helga Þorsteindóttir og Jóhannes Jónsson útvegsbóndi. Hann var yngstur 14 systkina, en af þeim eru sjö á lífi. Einar var tvíkvæntur. Meira
18. nóvember 1995 | Minningargreinar | 247 orð

Elísabet Halldórsdóttir

Okkur langar að minnast hennar ömmu okkar í nokkrum orðum. Okkur þótti alltaf mikið til hennar koma og hefðum gjarnan viljað dvelja með henni fleiri stundum. Sem börn hálf öfunduðum við frændsystkini okkar sem höfðu hana næstum alltaf hjá sér. Hún var svo blíð og umhyggjusöm. Meira
18. nóvember 1995 | Minningargreinar | 455 orð

Elísabet Halldórsdóttir

Elísabet á Miklabæ er látin, tæpl. 92ja ára. Þau eru mörg árin að baki og mikið hlutverk sem hún hefur skilað í sínu lífi. Hún og Ólafur maður hennar tóku við búi af foreldrum hennar á Miklabæ 1933, þar bjuggu þau þar til Halldór sonur þeirra tók við búi. Meira
18. nóvember 1995 | Minningargreinar | 215 orð

ELÍSABET HALLDÓRSDÓTTIR

ELÍSABET HALLDÓRSDÓTTIR Elísabet Halldórsdóttir, húsmóðir og ljósmóðir, var fædd á Miklabæ í Óslandshlíð, Skagafirði, 26. febrúar 1904. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 10. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Halldór Þorleifsson og kona hans, Ingibjörg Jónsdóttir, sem bjuggu nær allan sinn búskap á Miklabæ. Meira
18. nóvember 1995 | Minningargreinar | 261 orð

Gunnar Erlendsson

Það var laugardagskvöldið 11. nóvember sl. að ég hafði sest niður með fjölskyldu minni til að eiga náðugt kvöld þegar síminn hringdi og mér er tjáð að Gunnar á Kálfatjörn hafi orðið bráðkvaddur þá um daginn. Ég átti bágt með að trúa því sem í símann var sagt og upp í hugann komu ótal minningar frá barnæsku minni er ég dvaldi á Kálfatjörn. Meira
18. nóvember 1995 | Minningargreinar | 255 orð

Gunnar Erlendsson

Stórt skarð hefur verið höggvið í hið litla samfélag á Vatnsleysuströnd. Hann Gunnar á Kálfatjörn er látinn. Mig langar með nokkrum orðum að minnast Gunnars, sem lagður er til hinstu hvílu í dag. Þegar ég reyni að finna orð til að lýsa Gunnari dettur mér helst í hug hógværð og hlýlegheit. Gunnar var mjög sterkur persónuleiki og geislaði af honum manngæskan. Meira
18. nóvember 1995 | Minningargreinar | 824 orð

Gunnar Erlendsson

Síðla kvölds síðastliðinn laugardag barst mér sú fregn að Gunnar frændi minn Erlendsson, bóndi á Kálfatjörn, hefði orðið bráðkvaddur fyrr um daginn. Síðan hefur hugurinn þrásinnis leitað í dýrmætan fjársjóð æskuminninga; til þeirra sælu sumardaga á árunum 1959-1966, þegar ég var í sveit hjá frændfólki mínu á Kálfatjörn. Ég var sex ára þegar ég fékk fyrst að dveljast nokkra daga þar suður með sjó. Meira
18. nóvember 1995 | Minningargreinar | 515 orð

Gunnar Erlendsson

Það er komið að kveðjustund, fjöldi minninga streymir í gegn um hugann. Mér hlotnaðist sú gæfa að vera fæddur í húsi frændfólks að Kálfatjörn og eiga þar heimili fram yfir tvítugsaldur. Einhvern veginn stóð það mér næst að Gunnar á Kálfatjörn var mér fljótt sem stóri bróðir er ég fyrst fór að muna eftir mér, en hann var yngstur þeirra Kálfatjarnarsystkina og á okkur 14 ára aldursmunur, Meira
18. nóvember 1995 | Minningargreinar | 133 orð

GUNNAR ERLENDSSON

GUNNAR ERLENDSSON Gunnar Erlendsson fæddist 7. febrúar 1920 í Tíðargerði, Vatnsleysuströnd. Ólst upp og dvaldi til dauðadags á Kálfatjörn. Hann lést á Kálfatjörn 11. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Gunnars voru hjónin Kristín Gunnarsdóttir, f. 4.8. 1889, d. 14.1. 1957, og Erlendur Magnússon, f. 12.5. 1890, d. 19.11. 1975. Meira
18. nóvember 1995 | Minningargreinar | 853 orð

Halldór Svavar Ólafsson

Kæri vinur. Ég grét þegar ég frétti lát þitt. Ógnarkraftur snjóflóðsins á Flateyri æddi yfir blómlega byggðina, eirði engu sem það fór yfir og mannvirki rústir einar og er yfir lauk lágu tuttugu manneskjur í valnum, sviftar lífi á augnabliki og einn þeirra, sem í þessum ægilegu hamförum lentu, varst þú. Meira
18. nóvember 1995 | Minningargreinar | 35 orð

HALLDÓR SVAVAR ÓLAFSSON Halldór Svavar Ólafsson fæddist á Ísafirði 18. maí 1971, en ólst upp í Bolungarvík. Hann lést í

HALLDÓR SVAVAR ÓLAFSSON Halldór Svavar Ólafsson fæddist á Ísafirði 18. maí 1971, en ólst upp í Bolungarvík. Hann lést í snjóflóðinu á Flateyri 26. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 2. nóvember. Meira
18. nóvember 1995 | Minningargreinar | 57 orð

HILDUR KJARTANSDÓTTIR

HILDUR KJARTANSDÓTTIR Hildur Kjartansdóttir fæddist í Reykjavík 17. nóvember 1965. Hún lést í Borgarspítalanum hinn 29. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Sjöfn Janusdóttir og Kjartan Kjartansson sem er látinn. Alsystkini hennar eru Karen, f. 1956, Valborg, f. 1958, og Kjartan, f. 1963. Hálfsystir Hildar, samfeðra, er Brynhildur, f. 1976. Meira
18. nóvember 1995 | Minningargreinar | 73 orð

Hildur Kjartansdóttir Með þessu sálmaversi viljum við minnast Hildar sem í dag hefði orðið þrítug. Hildur var glaðleg stúlka

Með þessu sálmaversi viljum við minnast Hildar sem í dag hefði orðið þrítug. Hildur var glaðleg stúlka sem átti auðvelt með að vinna hug og hjarta þeirra er umgengust hana. Við biðjum Guð að geyma hana og fjölskyldu hennar. Guð leiði þig, en líkni mér, sem lengur má ei fylgja þér. Meira
18. nóvember 1995 | Minningargreinar | 207 orð

Lára Skúladóttir

Danmörk. Fyrirheitna landið fyrir svo marga þessa dagana. Og nú varst þú á förum líka. Fyrir svo fáum dögum hringdirðu til að kveðja. Lofar að senda kort með nýja heimilisfanginu í Danmörku. Guji er farinn út að búa í haginn og hundarnir fara auðvitað líka! Annað væri ömurlegt. En enginn ræður sínum næturstað. Þín ferð varð önnur en sú sem ætluð var. Meira
18. nóvember 1995 | Minningargreinar | 27 orð

LÁRA SKÚLADÓTTIR Lára Skúladóttir fæddist 20. janúar 1957 á Hvammstanga. Hún lést 8. nóvember á heimili sínu, Hverfisgötu 85 í

LÁRA SKÚLADÓTTIR Lára Skúladóttir fæddist 20. janúar 1957 á Hvammstanga. Hún lést 8. nóvember á heimili sínu, Hverfisgötu 85 í Reykjavík, og fór útförin fram 17. nóvember. Meira
18. nóvember 1995 | Minningargreinar | 162 orð

Margrét Matthíasdóttir

Mig langar að kveðja Margréti frænku með örfáum orðum. Það er svo erfitt að trúa því að ég eigi ekki eftir að hitta hana aftur, annaðhvort á kóramóti eða ættarmóti. Ég hef alltaf dáðst að dugnaði hennar og þessu létta skapi, sem til dæmis hjálpaði henni til að standa sig eins og hetja í þessum erfiða sjúkdómi, sem varð henni að aldurtila. Margrét var alin upp á söngelsku heimili. Meira
18. nóvember 1995 | Minningargreinar | 199 orð

Margrét Matthíasdóttir

Kæra Margrét. Einn góðan veðurdag tókum við tal saman í vinnunni og þú spurðir mig hvort mig langaði að syngja í kór. Löngunin var til staðar, en ég var lengi að svara en mætti þó á æfingu hjá SFR-kórnum sem þú og önnur nafna okkar stóðuð fyrir. Ég var langyngst og naut mín vel innan um kórfélagana þetta ár sem við sungum saman. Meira
18. nóvember 1995 | Minningargreinar | 26 orð

MARGRÉT MATTHÍASDÓTTIR

MARGRÉT MATTHÍASDÓTTIR MARGRÉT Matthíasdóttir fæddist í Reykjavík 10. janúar 1936. Hún lést á Landspítalanum 1. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 8. nóvember. Meira
18. nóvember 1995 | Minningargreinar | 492 orð

Sigfús Guðmundsson

Yndislegi afi, nú ert þú látinn og mun ég fylgja þér til grafar í dag. Í dag mun ég einnig minnast þess að 6 mánuðir eru síðan við fylgdum til grafar Öldu ömmu, öðru nafni Auróru Öldu Jóhannsdóttur. Ég mun ávallt geyma ofarlega í huga mér yndislegar minningar frá Eyjum. Það var alltaf gaman að vera hjá ykkur á Brimó. Meira
18. nóvember 1995 | Minningargreinar | 101 orð

SIGFÚS GUÐMUNDSSON

SIGFÚS GUÐMUNDSSON Sigfús Guðmundsson fæddist í Hólakoti undir Austur- Eyjafjöllum 28. júní 1912. Hann lést í sjúkrahúsi Vestmannaeyja föstudaginn 10. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Einarsson bóndi í Hólakoti og Þuríður Vigfúsdóttir. Sigfús átti einn bróður, Sigurjón, sem er látinn. Hinn 22. Meira
18. nóvember 1995 | Minningargreinar | 782 orð

Svanfríður Kristjánsdóttir

Ég man eftir Svanfríði fyrst, eða Svennu eins og hún var jafnan kölluð, þegar hún var búin að stofna sitt eigið heimili með sínum ágæta manni, Jóni Guðmundssyni. Á unglingsárunum mínum leit ég oft eftir börnum fyrir þau þegar þau þurftu að bregða sér af bæ vegna þess að eitthvað var um að vera í byggðinni að kvöldlagi. Meira
18. nóvember 1995 | Minningargreinar | 624 orð

Svanfríður Kristjánsdóttir

Alltaf er það okkur, sem höfum alls kyns tæki til að létta okkur lífið, undrunarefni hvernig fólk gat við erfið kjör komið upp stórum barnahópi eins og Svanfríður og Jón gerðu. Samheldni þeirra hjóna dregur langt til skýringar, en líka eðlislæg vinnusemi, sjálfsagi og nýtni. En einnig lífsgleði og félagslyndi. Heimili þeirra Svanfríðar stóð lengst í Ártúni á Hellissandi. Meira
18. nóvember 1995 | Minningargreinar | 435 orð

Svanfríður Kristjánsdóttir

Í dag kveðjum við tengdamóður okkar, Svanfríði Kristjánsdóttur, sem er látin eftir stutta sjúkrahúslegu. Við kynntumst Svennu þegar við komum inn í fjölskyldu hennar með kærustunum okkar, Sigga og Kidda, og var okkur tekið opnum örmum eins og Svenna tók öllum sem komu á hennar heimili. Meira
18. nóvember 1995 | Minningargreinar | 249 orð

Svanfríður Kristjánsdóttir

Nú kveðjum við ömmu Svennu og um leið streyma fram ýmsar minningar. Þegar við vorum yngri, ég og Nonni bróðir, man ég oftast eftir ömmu eldandi, prjónandi eða lesandi. Alltaf þegar ég og litli bróðir gistum hjá ömmu í Reykjavík eða hún hjá okkur í Ólafsvík, þá leið ekki það kvöld að hún segði okkur ekki sögur áður en við fórum að sofa. Meira
18. nóvember 1995 | Minningargreinar | 321 orð

Svanfríður Kristjánsdóttir

Minningar um Svennu ömmu eins og við alltaf kölluðum hana eru margar, minningar um glaðlynda og yndislega konu sem aldrei hverfa úr huga okkar. Ferðir okkar að vestan til ömmu Svennu í Gnoðarvoginn voru ófáar og tók hún okkur ávallt opnum örmum hvort sem lengri eða skemmri dvöl var að ræða, til dæmis stuttar komur til tannlæknis eða við upphaf framhaldsnáms. Meira
18. nóvember 1995 | Minningargreinar | 337 orð

Svanfríður Kristjánsdóttir

Kveðja fráKvenfélagi Hellissands Félagskonur í Kvenfélagi Hellissands minnast Svanfríðar Kristjánsdóttur sem áhugasamrar og duglegrar félags- og baráttukonu fyrir margháttuðum framfaramálum hér í byggðinni. Svanfríður var formaður félagsins okkar árin 1961 til 1971 og ein af forustukonum kvenfélagsins í áratugi. Meira
18. nóvember 1995 | Minningargreinar | 196 orð

SVANFRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR

SVANFRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR Svanfríður Kristjánsdóttir var fædd á Hellissandi 25. janúar 1910. Hún lést í Reykjavík 14. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Cýrusdóttir og Kristján Gilsson. Börn þeirra hjóna voru 14 og af þeim er nú Jófríður ein á lífi, fædd 1912. Meira

Viðskipti

18. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 290 orð

Arðsemi magnesíumverksmiðju könnuð

STJÓRN Hitaveitu Suðurnesja hefur ákveðið að ráðast í fyrri hluta arðsemiskönnunar vegna byggingar magnesíumverksmiðju hér á landi og hefur erlendum aðilum þegar verið falið það verk. Gert er ráð fyrir því að niðurstöður könnunarinnar muni liggja fyrir eftir u.þ.b. 3 mánuði. Meira
18. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 187 orð

Á annað þús. áskrifendur hjá Stöð 3

ÁSKRIFENDUR Stöðvar 3 eru þegar orðnir vel á annað þúsund, að sögn Úlfars Steindórssonar, framkvæmdastjóra hinnar nýju sjónvarpsstöðvar. Hann segir þessi viðbrögð vera mun betri en reiknað hafi verið með og nokkuð stöðugur straumur fólks hafi verið í afgreiðsluna frá því að áskriftarverðið var opinberað á þriðjudag. Að sögn Úlfars verða um 10. Meira
18. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 348 orð

Hlutabréf í Íslandsbanka verði seld

STJÓRN Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankans hf. hefur ákveðið að óska eftir því við hluthafafund þann 28. nóvember að heimild verði veitt til að selja stærstan hluta hlutabréfa félagsins í Íslandsbanka. Bréfin verði seld í áföngum og á þeim tíma sem stjórnin telji heppilegt. Meira
18. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 139 orð

Nýtt ítalskt símakerfi

OLIVETTI SpA og France Telecom hafa ákveðið að setja á laggirnar sameignarfyrirtæki ásamt bandarískum samstarfsaðilum til að koma upp öðru stóra fjarskiptakerfinu á Ítalíu og keppa við ríkisfyrirtækið Telecom Italia SpA. Meira
18. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 92 orð

Pappírsverð dregur úr hagnaði

HAGNAÐUR ábatasömustu blaðaútgáfu Ástralíu, John Fairfax Holdings, minnkaði um 21% í 33.8 milljónir Ástralíudala á síðasta ársfjórðungi vegna hækkaðs verð á dagblaðapappír að sögn fyrirtækisins. Pappírsverðið hækkaði um 22% á ársfjórðungnum og búizt er við að það verði hátt fram á næsta ár. Verðið hefur hækkað í um 1.040 Ástralíudala tonnið úr 816 Ástralíudölum í júní. Meira

Daglegt líf

18. nóvember 1995 | Neytendur | 132 orð

Forðumst gos og sælgæti

"ÉG REYNI að kaupa inn fyrir vikuna og yfirleitt er það Bónus sem verður fyrir valinu", segir Sigríður Anna Elísabet Nikulásdóttir þegar hún er spurð um matarinnkaupin. Hún segist þó hafa látið freistast af því að skoða nýju búðina í Garðabænum og þessvegna gert innkaupin í Hagkaup núna. Meira
18. nóvember 1995 | Neytendur | 113 orð

Helst ýsa á borðum

YFIRLEITT fer Baldur Ársælsson tvisvar í viku að kaupa í matinn fyrir heimilið og það er misjafnt hvort Bónus eða Fjarðarkaup verður fyrir valinu. Stundum fer hann líka í Hagkaup. "Ég fylgist með verðlagi og hvar er ódýrast að kaupa inn. Verðið er orðið hagstæðara en áður og fjölbreytnin hefur líka aukist til muna. Meira
18. nóvember 1995 | Neytendur | 117 orð

Kaupir kjöt á tilboði

KARL Ólafur Guðlaugsson var að skoða nýju búðina í Garðabænum en sagðist venjulega fara í Fjarðarkaup. "Ég kaupi gjarnan inn fyrir heimilið, það er heilsubót fyrir mig að fara út og ganga svolíltið í leiðinni. Ég kaupi þá lítið í einu og fer bara oftar." Karl segist oft kaupa vörur á tilboði, t.d. kjúkling og aðra kjötvöru. Meira
18. nóvember 1995 | Neytendur | 110 orð

Kíkir alltaf á verðkannanir

HULDA Hafsteinsdóttir fer yfirleitt annan hvern dag að kaupa inn en þó jafnvel daglega ef þannig stendur á. "Ég fór yfirleitt í Garðakaup en núna semsagt í Hagkaup eftir breytinguna," segir hún. Hulda telur sig ekki fylgjast grannt með verðlagi en segist þó aðeins vera vakandi fyrir því hvað ofan í körfuna hennar fer. "Ég kaupi síðan á tilboði ef varan hentar mér. Meira
18. nóvember 1995 | Neytendur | 365 orð

Kjúklingastaðir snarlækka verð

TVEIR kjúklingastaðir á höfuðborgarsvæðinu hafa lækkað verð á kjúklingum verulega undanfarna daga með tilboðum og gagntilboðum. Annar þeirra, Southern Fried Chicken, lækkaði verðið um helgina, á miðvikudag lækkaði Kentucky Fried Chicken og fyrrnefndi staðurinn svaraði samdægurs með því að lækka verð kjúklingabita á nýjan leik. Meira
18. nóvember 1995 | Neytendur | 183 orð

Nautahakk talið ódýrara og gulrætur ullu vanda

STÓR hluti af tekjum okkar fer í matarinnkaup og því skiptir miklu máli á hvaða verði verið er að kaupa í matinn. Með mikilli samkeppni telja neytendur að vöruverð hafi lækkað á undanförnum árum og kannski á einnig hlut að máli aukin umfjöllun fjölmiðla um neytendamál. Meira
18. nóvember 1995 | Neytendur | 216 orð

Óvenju snemma opnað á skíðasvæðinu í Seljalandsdal

SKÍÐASVÆÐIÐ á Seljalandsdal var opnað um síðustu helgi og mættu vel á annað hundrað manns á svæðið, þegar mest var. Ekki er vitað til þess að skíðasvæði Ísfirðinga hafi verið opnað svo snemma áður, en fyrir nokkrum árum tókst að opna það viku seinna, eða 18. nóvember. Meira
18. nóvember 1995 | Neytendur | 124 orð

Slakað á heimilisbókhaldi

ANNA María Sigurjónsdóttir kaupir í matinn að minnsta kosti tvisvar í viku. "Ég fer ekki alltaf á sama stað en Hagkaup og Fjarðarkaup verða oft fyrir valinu", segir hún. Ef hún rekst á hagstæð tilboð í blöðum eða bæklingum á hún til að kaupa vöruna en segist ekki hafa tíma til að aka á milli búða til að bera saman verð. Meira
18. nóvember 1995 | Neytendur | 131 orð

Vikulega í Bónus

ÞAÐ eru fjórir í heimili hjá Ásgeiri Guðmundssyni og hann segist að miklu leyti sjá um innkaupin. Venjulega fer hann vikulega í Bónus og kaupir þá mikið og stórar pakkningar. "Aðrar nauðsynjar eins og mjólk og brauð eru bara keyptar í þeirri búð sem er nálægt hverju sinni." Hann fylgist með verðkönnunum en segist ekki eltast við tilboð verslana. Meira

Fastir þættir

18. nóvember 1995 | Fastir þættir | 409 orð

ALÞÝÐLEGT HUGARFLUG

ÁRNI Björnsson þjóðháttafræðingur er orðinn eins konar umboðsmaður Íslands í þjóðtrú og fær iðulega fyrirspurnir frá erlendum fjölmiðlum um þessa meintu hjátrúarfullu smáþjóð á norðurhjara veraldar. Meira
18. nóvember 1995 | Dagbók | 2822 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 17.-23. nóvember, að báðum dögum meðtöldum, er í Háaleitis Apóteki, Háaleitisbraut 68. Auk þess er Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
18. nóvember 1995 | Fastir þættir | 73 orð

Audi A8

STAÐALBÚNAÐUR: Ál yfirbygging og burðarvirki. Sjálfskipting (triptronic). ABS hemlalæsivörn. 4,2L, 8 strokka vél 300 din hestöfl. Quattro fjórhjóladrif. 16' álfelgur. Hreyfiltengd þjófavörn. Rafknúnar rúðuvindur. Fjarstýrðar samlæsingar. Rafstýrð hæðarstilling á framljósum. Þokulugtir sambyggðar aðalljóskerum. Meira
18. nóvember 1995 | Fastir þættir | 164 orð

Álaga- blettir

HJÁ Vegagerðinni þekkja menn það vandamál sem jarðvegsröskun á álagablettum hefur í för með sér og reynslan hefur kennt mönnum þar á bæ að fara varlega í þeim efnum. Tvö nærtæk dæmi eru í nágrenni höfuðborgarinnar, við Álfhólsveg í Kópavogi og Vesturlandsveg í Grafarholti. Meira
18. nóvember 1995 | Fastir þættir | 47 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Barðstre

Nú stendur yfir hraðsveitakeppni með þátttöku 16 sveita. Bestu skor í fyrstu umferð: Jónína Pálsdóttir623Leifur Kr. Jóhannesson606Rósmundur Guðmundsson592Guðlaug Torfadóttir586 Bestu skor í annarri umferð: Jónína Pálsdóttir657Rósmundur Guðmundsson633Leifur Kr. Meira
18. nóvember 1995 | Fastir þættir | 233 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Siglfirzka br

Norðurlandsmót í brids, sveitakeppni, fór fram á Sauðárkróki helgina 10.­12. nóvember 1995. Spiluðu 15 sveitir 7 umferðir með monrad-fyrirkomulagi, 24 spil í umferð, spilin voru forgefin og var árangur para reiknaður út í butler. Vátryggingafélag Íslands gaf verðlaunin, bæði í sveitakeppni og butler, auk þess að keppt er um farandbikar sem Vátryggingafélagið gaf. Meira
18. nóvember 1995 | Dagbók | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. maí sl. í Grenivíkurkirkju af sr. Pétri Þórarinssyni Valborg Gunnarsdóttirog Ólafur Árni Þorbergsson. Heimili þeirra er á Ægissíðu 7, Grenivík. Meira
18. nóvember 1995 | Dagbók | 24 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 14. maí sl. í Mogleby-kirkju í DanmörkuAnne Ljungholm og Gunnar Heiðberg Ómarsson. Heimili þeirra er í Kaldaseli 14, Reykjavík. Meira
18. nóvember 1995 | Fastir þættir | 134 orð

BÖMP

DANSÁHUGAMENN og samkvæmisljón fylgst grannt með tilraunum liðsmanna hljómsveitarinnar Fjallkonunnar til að endurvekja bömpdansinn hér á landi og sýnist sitt hverjum. Aðdáendur og liðsmenn hljómsveitarinnar eru samt þess fullvissir að nýtt dansæði sé í uppsiglingu með tilkomu lagsins "Bömpaðu Baby Bömpaðu á nýrri plötu hljómsveitarinnar. Meira
18. nóvember 1995 | Fastir þættir | 277 orð

Gibsoninn HANS BUBBA

BUBBI Morthens veit sitthvað um gítara og hefur átt þá nokkra. Þessa stundina á hann fjóra gítara og heildarverðmæti þeirra er á bilinu 600-700 þúsundir króna. Honum þykir þó vænst um þann sem er í fanginu á honum á myndinni. Sá er af tegundinni Gibson, nánar tiltekið JF200, og myndi seljast á u.þ.b. 200 þúsundir króna núna. "Upprunalega er hann smíðaður handa Everly-bræðrum. Meira
18. nóvember 1995 | Fastir þættir | 1090 orð

Guðspjall dagsins: Skattpeningurinn. (Matt. 22.)

Guðspjall dagsins: Skattpeningurinn. (Matt. 22.) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjubíllinn ekur. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ingólfur Guðmundsson messar. Meira
18. nóvember 1995 | Fastir þættir | 754 orð

Hannes hlífir engum

Fundarsal Þýsk-íslenska, Lynghálsi 10. Fjórða umferð fer fram í dag. Teflt er frá kl. 17 alla daga þar til mótinu lýkur, nema miðvikudaginn 22. nóv. Aðgangur ókeypis HANNES Hlífar Stefánsson stórmeistari hefur unnið þrjár fystu skákir sínar í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands. Meira
18. nóvember 1995 | Fastir þættir | 260 orð

Hefur lungnabólga verið að ganga?

Spurning: Hefur lungnabólga verið að ganga undanfarið og hver eru einkennin? Svar: Lungnabólga er tiltölulega algengur sjúkdómur en gengur yfirleitt ekki sem farsótt, þó að slíkt hafi þekkst fyrr á tímum. Hins vegar er þetta árstíðabundið m.a. Meira
18. nóvember 1995 | Fastir þættir | 347 orð

Hróp, köll og gulir hjálmar

KA-hópurinn situr í stúkunni í gulum bolum og með gula hjálma á höfði. Jón Baldvin Árnason segir að þeir séu ekki með hjálmana vegna hræðslu við áhangendur annarra liða, heldur séu þeir með þessu að skera sig aðeins úr. Handknattleikslið KA verður sífellt óárennilegra og hefur unnið alla leiki í deildinni til þessa. Meira
18. nóvember 1995 | Fastir þættir | 755 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 823. þáttur

823. þáttur Þá er þar til að taka sem frá var horfið í 821. þætti. Elstu dæmi, þar sem áróður gæti verið að þokast í áttina til nútímamerkingar fann Gunnlaugur Ingólfsson í seðlasafni Orðabókarinnar frá fyrri hluta 19. aldar. Þessi dæmi eru þó fjarri því skýlaus. Meira
18. nóvember 1995 | Fastir þættir | 429 orð

KOSSAMYNDIN NAUTN

NAUTN er mikil kossamynd; í henni eru margir fallegir kossar. Þannig lýsir Stefán Árni Þorgeirsson stuttmynd sinni og Sigurðar Kjartanssonar fyrir Sindra Freyssyni, "leikararnir voru bara á sínum réttu buxum." Meira
18. nóvember 1995 | Fastir þættir | 155 orð

Margbrotið ofuráhald

HLUTIR ­ Bandaríkið Oregon hefur fleira sér til ágætis en Portland Trailblazers því þaðan kemur margbrotið stálverkfæri frá Leatherman sem beita má við ýmsar aðstæður. Umræddur gripur er í senn töng, vírklippa, hnífur, sög, þjöl, reglustika upptakari og skrúfjárn. Veiðihúsið hefur boðið þetta verkfæri til kaups um árabil og fyrir skömmu fylgdi Skátabúðin í kjölfarið vegna fjölda fyrirspurna. Meira
18. nóvember 1995 | Fastir þættir | 213 orð

Pússar hægri skóinn fyrst

"Hjá mér kemur þetta fram í ýmsum myndum. Maður vill halda sig við sömu hlutina og fer að trúa því að ef maður breyti út af vananum sé voðinn vís," segir Ólafur Þórðarson, knattspyrnukappi af Akranesi. "Til dæmis klæði ég mig alltaf í peysuna fyrst, síðan buxurnar og svo sokkana. Ég fer aldrei í buxurnar á undan peysunni og því síður í sokkana á undan buxunum. Meira
18. nóvember 1995 | Dagbók | 368 orð

Reykjavíkurhöfn:Olíuskipið Fjordshell

Reykjavíkurhöfn:Olíuskipið Fjordshell kom í gær og fer í Laugarnes í dag. Ottó M. Þorláksson fer á veiðar í dag. Brúarfoss og Reykjafoss eru væntanlegir á morgun. Vigri og Surtsey fara á morgun á veiðar. Meira
18. nóvember 1995 | Dagbók | 188 orð

SPURT ER ... 1. Hvað hét konan sem fékk tvisvar

1. Hvað hét konan sem fékk tvisvar Nóbelsverðlaunin, fyrst í eðlisfræði árið 1903 og síðan í efnafræði árið 1911? 2. Í knattspyrnu eru 11 þátttakendur frá hvoru liði inni á vellinum í senn. Hvað eru þeir margir í blaki? 3. Munkurinn Eysteinn Ásgrímsson orti á miðöldum ljóð sem þótti svo gott að það vildu "allir kveðið hafa". Hvað heitir ljóðið? 4. Meira
18. nóvember 1995 | Fastir þættir | 190 orð

Tíu milljónir á hjólum

UM NÆSTU áramót kemur á göturnar einn dýrasti fólksbíll í einkaeign á Íslandi. Það er álbíllinn Audi A8, sem er plús-vinningur í Happdrætti Háskóla Íslands, en hann kostar tæpar tíu milljónir króna. Meira
18. nóvember 1995 | Dagbók | 213 orð

Yfirlit: Fyr

Yfirlit: Fyrir suðaustan land er hægt minnkandi 1025 mb hæð, en smá lægð við suðvesturströndina. Um 1300 km suðsuðvestur í hafi er önnur lægð, um 1000 mb djúp og þokast hún norðvestur. Spá: Fremur hæg vestanátt á landinu. Súld suðvestan- og vestanlands, en að mestu úrkomulaust annars staðar. Meira

Íþróttir

18. nóvember 1995 | Íþróttir | 17 orð

Aðalfundur Glímufélagsins Ármanns

FÉLAGSLÍFAðalfundur Glímufélagsins Ármanns Aðalfundur Glímufélagsins Ármanns verður haldinn næsta fimmtudag, 23. nóvember, kl. 20.30 í Ármannsheimilinu, Sigtúni 10. Meira
18. nóvember 1995 | Íþróttir | 391 orð

Aðeins þrír í hæsta flokki AÐEINS þrír

AÐEINS þrír leikmenn í íslesnkri knattspyrnu eru metnir í hæsta verðflokki samkvæmt upplýsingum knattspyrnusambandsins um þá leikmenn sem eru samningsbundnir einhverjum félögum. Félögum er í sjálfsvald sett hvort samningur er gerður við leikmenn, en ef leikmenn þiggja einhver laun verður að gera samning. Meira
18. nóvember 1995 | Íþróttir | 321 orð

Alþjóðlegt stigamót í badminton

Alþjóðlegt stigamót í badminton verður haldið um helgina í húsi TBR og mun allt besta badmintonfólk landsins taka þátt, enda mikið í húfi því menn fá stig til þátttöku á Ólympíuleikunum í þessu móti. Meira
18. nóvember 1995 | Íþróttir | 321 orð

Búum við hræðilegar aðstæður

Íslenskir knattspyrnumenn búa við hræðilegar aðstæður, vallaraðstæður hjá okkur eru ekki fullnægjandi og boðlegar fyrir leiki í alþjóðlegri keppni. Það er aðeins spurning hvenær okkur verður neitað að leika fyrir framan nema einn þriðja þess áhorfendafjölda sem kemst á völlinn. Meira
18. nóvember 1995 | Íþróttir | 163 orð

Ertl sigraði á fyrsta mótinu

Þýska stúlkan Martina Ertl sigraði mjög auðveldlega á risasvigsmóti í Vail í Colorado í Bandaríkjunum á fimmtudagskvöld. Þetta var fyrsta heimsbikarmót kvenna á skíðum á keppnistímabilinu. Aðeins er farin ein ferð í risasviginu og fékk Ertl tímann 1.22,49 mín. en landa hennar Katja Seizinger varð önnur á 1.23,06. Isolde Kostner frá Ítalíu varð þriðja á 1. Meira
18. nóvember 1995 | Íþróttir | 189 orð

HANDKNATTLERIKURKA-menn til S

LEIKMENN KA héldu áleiðis til Kosice í Slóvakíu í gærmorgun, þar sem KA leikur seinni leik sinn gegn Kosice í Evrópukeppni bikarhafa á morgun. KA-menn unnu fyrri leikinn, sem fram fór í KA-heimilinu, með fimm marka mun og það kemur því í ljós í Kosice hvort það dugir þeim til áframhaldandi þátttöku í keppninni. Meira
18. nóvember 1995 | Íþróttir | 267 orð

Horry með persónulegt met

Orlando Magic er með bestan árangur í NBA-deildinni það sem af er, tapaði fyrsta leiknum í deildinni en hefur síðan sigrað í sjö leikjum í röð. Árangur liðsins er merkilegur fyrir þær sakir að miðherjinn Shaquille O'Neal hefur ekkert leikið með vegna meiðsla. Bakvörðurinn Penny Hardaway gerði 30 stig fyrir Magic og Dennis Scott 21 þegar liðið sigraði Indiana Pacers 89:80. Meira
18. nóvember 1995 | Íþróttir | 49 orð

Körfuknattleikur

NBA-deildin Orlando - Indiana89:80 Milwaukee - Houston87:115 Portland - Sacramento102:105 Golden State - New ork97:120 LA Clippers - Vancouver 103:99 Íshokkí Meira
18. nóvember 1995 | Íþróttir | 2766 orð

Vil alltaf gera betur

Vil alltaf gera betur "VIÐ þurfum stuðning alls staðar frá. Mín skoðun er sú að landsliðsþjálfari sem ráðinn er til starfa til að stjórna liðinu, eigi að fá frið til þess að stjórna því eins og hann vill," segir Ásgeir Elíasson, fyrrum landsliðsþjálfari í viðtali við Sigmund Ó. Steinarsson í Búdapest. Meira
18. nóvember 1995 | Íþróttir | 468 orð

Þrír sterkir landsliðsmenn með Zaglebie

"ÞRÍR pólskir landsliðsmenn eru í liðinu og einn þeirra er víst mjög góður og sagður á heimsmælikvarða. Það er miðjumaðurinn, hægri hornamaðurinn er einnig mjög sterkur og línumaðurinn er hávaxinn, um tveir metrar," sagði Einar Þorvarðarson, þjálfari Aftureldingar, sem mætir Zaglebie frá Lubin í Póllandi tvívegis á Varmá í Evrópukeppni borgarliða um helgina. Meira

Sunnudagsblað

18. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 104 orð

(fyrirsögn vantar)

SMEKKLEYSUSVEITIRNAR Unun og Kolrassa krókríðandi lögðu land undir fót fyrir skemmstu, hvor í sínu lagi, og héldu í tónleikaferð til Frakklands. Meira

Úr verinu

18. nóvember 1995 | Úr verinu | 80 orð

Sturla skipstjóri á Akureyrinni

STURLA Einarsson er skipstjóri á frystitogaranum Akureyrinni EA 100, en togarinn er á leið til heimahafnar á Akureyri með metafla, að verðmæti um 120 milljónir króna eins og greint var frá í blaðinu í gær. Í þeirri frétt kom fram að skipstjóri væri Árni Bjarnason, en hið rétta er að Árni er 1. stýrimaður á Akureyrinni. Meira
18. nóvember 1995 | Úr verinu | 754 orð

Viðskipti með leigukvóta verði afnumin

LAGT VAR til á þingi FFSÍ, sem lauk í gær, að öll viðskipti með leigukvóta innan árs yrðu afnumin. Skorað var á stjórnvöld að samþykkja ekki gagnkvæmar veiðiheimildir annars vegar í Barentshafi og hins vegar í íslenskri efnahagslögsögu, segja upp núgildandi loðnusamningum á milli Grænlendinga, Meira

Lesbók

18. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 913 orð

Albee í endurliti

BANDARÍSKA leikritaskáldið, Edward Albee, hefur alltaf verið tregt til að veita blaðaviðtöl. Albee hefur nefnilega alltaf verið illa við þá áráttu gagnrýnenda að lesa ævisögu höfunda inn í verk þeirra. Nýlega veitti hann þó International Herald Tribuneviðtal þar sem hann ræðir meðal annars um verk sitt, Three Tall Women, sem fengið hefur Pulitzer-verðlaunin. Meira
18. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 266 orð

Barbara Auer í íslenskri mynd

EIN eftirsóttasta og umtalaðasta leikkona Þýskalands, Barbara Auer, hefur undirritað samning um að taka að sér aðalhlutverkið í nýrri kvikmynd Einars Heimissonar, sem ber vinnuheitið "María" og fyrirhugað er að tökur hefjist næsta sumar. Kvikmyndin er þýsk-íslenskt samvinnuverkefni Blue Screen í M¨unchen og Íslensku kvikmyndasamsteypunnar. Meira
18. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1521 orð

Enga minnimáttarkennd Útgáfa á plötum íslenskra listamanna er blómleg um þessar mundir og í dag koma út fimm diskar með ungum

ÞRIÐJUDAGSKVÖLD halda útgáfusamtök ungra tónlistarmanna, SkrEf, útgáfutónleika í Borgarleikhúsinu, en þann dag koma út fimm diskar með leik þeirra og söng félaga í samtökunum. Út koma diskar með Þórunni Guðmundsdóttur söngkonu, undirleikari er Kristinn Örn Kristinsson, Ólafi Elíassyni píanóleikara, Svövu Bernharðsdóttur lágfiðluleikara, sem leikur einnig með Kristni Erni Kristinssyni, Meira
18. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 133 orð

Ensk-íslensk stærðfræðiorðabók á alnetinu

ÍSLENSKA stærðfræðifélagið hefur sett ensk-íslenska stærðfræðiorðabók inn á veraldarvefinn á alnetinu (Internetinu). Hefur undirbúningur og vinna að orðabókinni staðið yfir í um áratug að sögn Roberts Magnus, varaforstöðumanns stærðfræðistofu HÍ, en hann á sæti í orðanefnd stærðfræðifélagsins sem vann að málinu. Meira
18. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 228 orð

Heimskórinn á Listahátíð '96

Í TENGSLUM við Listahátíð Reykjavíkur næsta sumar mun Heimskórinn syngja á tónleikum í Laugardalshöllinni hinn 8. júní. Fyrirhugað er að fjögur til sex hundruð manns syngi í kórnum á tónleikunum, þar af verða þrjú til fjögur hundruð erlendir kórfélagar víðsvegar að úr heiminum. Meira
18. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 2372 orð

Húsameistarinn Einar Sveinsson

Fjöldi Reykvíkinga hefur haft ýmis hús Einars Sveinssonar fyrir augunum alla ævi og sá vani hefur ef til vill komið í veg fyrir að tekið væri eftir þeim svo sem vert er. Þetta eru hús eftir listamann; það sjáum við nú ekki sízt á sýningunni á verkum Einars, sem stendur yfir á Kjarvalsstöðum og Pétur H. Ármannsson arkitekt hefur veg og vanda af. Meira
18. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 377 orð

Ljóðatónleikar og geislaplata

ÞÓRUNN Guðmundsdóttir sópransöngkona syngur í dag kl. 17 á öðrum Ljóðatónleikum haustsins í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Kristinn Örn Kristinsson leikur undir á píanó. Á efnisskrá eru sönglög eftir Merikanto, Britten og Þórarin Guðmundsson. Finninn Oskar Merikanto (1868-1924) er lítið þekktur utan heimalandsins. Meira
18. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 521 orð

MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST

Kjarvalsstaðir Kjarval ­ mótunarár 1885-1930. Sýn. Einskonar hversdagsleg rómantík og sýn. Einars Sveinss. arkitekts til 9. des. Listasafn Íslands Sýn. safns Ásgríms Jónss. til 26. nóv. Gallerí Stöðlakot Hrönn Vilhelmsdóttir sýnir til 26. nóv. Önnur hæð Alan Charlton sýnir út desember. Meira
18. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 346 orð

Mótað í stein

Einar Már Guðvarðarson. Susanne Christensen. Opið virka daga frá 10-18, laugardaga 12-18, sunnudaga 14-18. Til 27. nóvember. Aðgangur ókeypis. EÐLILEGA veitir litla rýmið sem Listhús 39 samanstendur af framkvæmdum í Hafnarborg litla samkeppni, en að þessu sinni er þessu öðruvísi farið. Meira
18. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 84 orð

Nýjar hljómplötur ÁRNESINGAKÓRINN í Reykjaví

ÁRNESINGAKÓRINN í Reykjavík hefur sent frá sér geisladisk sem ber nafnið Sönglistin. Á diskinum er blandað efni, íslenskt og erlend, og meðal einsöngvara með kórnum má nefna Þorgeir J. Andrésson, Signýju Sæmundsdóttur, Rannveigu Fríðu Bragadóttur, Sigurð Bragason, stjórnanda kórsins, auk eins félaga úr kórnum, Ingvars Kristinssonar. Meira
18. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 125 orð

Olíumálverk Helgu

HELGA Egilsdóttir listmálari opnar málverkasýningu í Listasafni ASÍ í dag laugardag kl. 16. Helga stundaði nám við Århus Kunstakademi, Kunstakademi for fri og merkantil kunst, Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hún lauk mastersgráðu í málun við San Francisco Art Institute 1988. Meira
18. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Raunveruleikinn umskrifaður

Myndir hans eru byggðar fólki af tvíræðu kyni, sem ber svip hans, í drungalegu umhverfi við óræðar aðstæður. Þegar gesturinn spyr hvaðan myndirnir spretti, lítur hann undrandi upp og spyr hvort þær komi eitthvað undarlega fyrir sjónir. Danski málarinn Michael Kvium segist finna myndir sem allir sjái en sjái samt ekki. Meira
18. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Reykjavíkursaga

eftir Bergljótu Hreinsdóttur. Teikningar og kápumynd: Arna Valsdóttir Mál og menning, 1995-152 s. BERGLJÓT Hreinsdóttir er kynnt á bókarkápu sem ungur höfundur sem þekki hugarheim barna. Hún sendir hér frá sér nútímasögu þar sem sögupersónur eru nokkur systkini og foreldrar þeirra í Reykjavík. Meira
18. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 98 orð

"Samtímis" í Norræna húsinu

FIMM myndlistarmenn opna samsýningu með heitinu "Samtímis" í kjallara Norræna hússins í dag, laugardag, kl. 16. Listamennirnir eru Benedikt G. Kristþórsson, Elín P. Kolka, Gréta Mjöll Bjarnadóttir, Gréta Ósk Sigurðardóttir og Kristbergur Pétursson. Þau eiga öll nám að baki í Myndlista- og handíðaskólanum og/eða frá skólum erlendis og hafa að baki fjölbreyttan sýningarferil. Meira
18. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 333 orð

Semur við óperuhúsið í Köln

JÓHANN Smári Sævarsson bassasöngvari mun á næstu dögum skrifa undir tveggja ára einsöngvarasamning við óperuhúsið í Köln. "Þetta er stórkostlegt og nánast gulltrygging á fastri vinnu næstu árin," segir Jóhann, "enda er óperuhúsið í Köln í hæsta gæðaflokki og eitt af þeim virtustu í Þýskalandi. Meira
18. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 88 orð

Sigrún og Selma í Ytri- Njarðvíkurkirkju

SIGRÚN Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari leika á tónleikum í Ytri-Njarðvíkurkirkju á sunnudagskvöld kl. 20. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Tónlistarskólann í Keflavík og fá nemendur á grunn- og framhaldsskólaaldri ókeypis aðgang. Aðrir geta keypt aðgöngumiða við innganginn. Meira
18. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 324 orð

Sýningum að ljúka

NÚ FER hver að verða síðastur til að sjá rokkóperuna "Súperstar" og gamanleikritið Tvískinnungsóperuna í Borgarleikhúsinu, en sýningum á þessum verkum er nú að ljúka. Sýningum á rokkóperunni "Súperstar" í Borgarleikhúsinu er nú að ljúka, en einungis eru eftir fjórar sýningar. Sýnt hefur verið fyrir fullu húsi frá miðjum júlí og þann 16. nóvember nk. er 45. Meira
18. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 248 orð

Til styrktar misþroska og ofvirkum börnum

CARITAS á Íslandi efnir til tónleika í Kristskirkju við Landakot á morgun klukkan 17 til styrktar misþroska og ofvirkum börnum. Fram kemur fjöldi landsþekktra listamanna og gefa þeir vinnu sína. Á efnisskrá tónleikanna verða Adagio í F-dúr fyrir klarinett og orgel og Kvartett fyrir óbó og strengi eftir W.A. Mozart, 3 þættir úr einleikssvítu eftir J.S. Meira
18. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 40 orð

Tónleikar á Seyðisfirði

FJÖLSKYLDUTÓNLEIKAR verða haldnir í Seyðisfjarðarkirkju í dag, laugardag, 18. nóvember kl. 17. Flytjendur eru Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkonu, Martial Nardeau flautuleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. Á sunnudag munu þau halda tónleika í Hafnarkirkju á Höfn, Hornafirði, kl. 20.30. Meira
18. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 121 orð

Tónlist fyrir börn

Í DAG laugardag kl. 13 munu dönsku tónlistarmennirnir Jan Irhøj og Thorstein Thomsen segja sögur og flytja dönsk barnalög í Norræna húsinu. Jan og Thorstein hófu feril sinn innan tokktónlistarinnar og hafa þeir spilað með fjöldan öllum af hljómsveitum gegnum tíðina. En nú í seinni tíð hafa þeir snúið sér alfarið að barnatónlist. Mörg lög þeirra eru þegar orðin sígild barnalög. Meira
18. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 108 orð

Verk Finnboga opin almenningi

UM miðjan október voru tvö verk eftir Finnboga Pétursson afhjúpuð í forsal Borgarleikhússins. Myndlist í forsal er nýjung í starfsemi Leikfélags Reykjavíkur í vetur. Til stóð að verkin yrðu einungis til sýnis fyrir leikhúsgesti leikhússins. Verk Finnboga hafa vakið mikla athygli og vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að hafa verkin til sýnis fyrir almenning í dag, laugardag, kl. 16 og 18. Meira
18. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 2438 orð

Vínarfundurinn 1814-1815

EFTIR endalok kalda stríðsins hafa orðið þó nokkrar breytingar á evrópska landakortinu. Ríki hafa horfið af sjónarsviðinu og önnur komið í staðinn. Að þessu leyti má segja að Evrópa standi nú um margt í svipuðum sporum og hún stóð í árið 1815. Þá var nýlokið löngum ófriði og ljóst að ríkjaskipan myndi raskast töluvert. Meira
18. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 443 orð

Yfir hundrað umsóknir í Kvikmyndasjóð Sjóðnum breytt í Kvikmyndamiðstöð Íslands

UMSÓKNARFRESTUR um styrki í Kvikmyndasjóð Íslands rann út á miðvikudag. Að þessu sinni sóttu 95 um og þar af 25 um styrki til framleiðslu á leiknum kvikmyndum í fullri lengd. Aðrar umsóknir eru um styrki til vinnslu á heimildamyndum og öðrum verkefnum. Þetta eru ívið fleiri umsóknir en í fyrra en þá voru þær 86. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.