Greinar sunnudaginn 19. nóvember 1995

Forsíða

19. nóvember 1995 | Forsíða | 326 orð

Hafnar því að senda hermenn til Bosníu

FULLTRÚADEILD Bandaríkjaþings samþykkti á föstudagskvöld bann við því að senda bandaríska hermenn til Bosníu, þrátt fyrir fréttir um að samkomulag kunni að vera að nást í friðarviðræðunum í Dayton. Gagnrýndi Mike McCurry, blaðafulltrúi Bill Clintons Bandaríkjaforseta, niðurstöðuna harðlega. Meira
19. nóvember 1995 | Forsíða | 296 orð

Mandela vill olíusölubann á Nígeríu

NELSON Mandela, forseti Suður-Afríku, sagðist í gær hafa óskað eftir því við Bill Clinton Bandaríkjaforseta, að hann beitti sér fyrir því að sett yrði olíusölubann á Nígeríu vegna aftöku á níu baráttumönnum fyrir mannréttindum. Meira

Fréttir

19. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 274 orð

Áform um víðtækan útflutning plantna

HÉR á landi voru í liðinni viku staddir tveir hollenskir blómaframleiðendur til að kanna aðstæður fyrir ræktun hérlendis, með víðtækan útflutning í huga. Þeir hafa óskað eftir 1.000-4.000 fermetra gróðurhúsi til leigu í eitt til tvö ár frá og með áramótum, í tilraunaskyni, en beri sú tilraun árangur hyggjast þeir reisa gróðurhús hérlendis, að sögn Bjarna Finnssonar eiganda Blómavals. Meira
19. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 195 orð

Áhrif sérsamninga endurmetin

FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur óskað eftir því við Þjóðhagsstofnun að hún endurmeti kostnaðaráhrif af sérsamningum á almennum markaði í kjarasamningunum í vor. Í áliti Þjóðhagsstofnunar frá því í vor sem unnið var að beiðni ríkissáttasemjara kemur fram að launakostnaðarauki af völdum sérsamninga væri á bilinu 0,2 til 0,3%. Meira
19. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 100 orð

Bekk stolið úr Kjartanslundi

GARÐBEKK, sem metinn er á 130 þúsund krónur, var stolið úr Kjartanslundi í Elliðaárdal í lok október. Kjartanslundur, sem er í landi Rafmagnsveitu Reykjavíkur, var formlega opnaður í lok júní og segir Hrefna Magnúsdóttir, starfsmaður Rafmagnsveitunnar, að hann hafi verið vinsæll útivistarstaður og bekksins sé sárt saknað. Meira
19. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 104 orð

Birkir samdi við Brann

BIRKIR Kristinsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu úr Fram, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við norska 1. deildarliðið Brann í Bergen. Birkir á að mæta á fyrstu æfinguna 8. janúar næstkomandi og samningurinn rennur út 31. október 1997. "Þeir Íslendingar sem hér hafa verið, og ég ræddi við, báru félaginu vel söguna og mér líst vel á allt hér. Meira
19. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 466 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands fyrir vikuna 19.­26. nóvember: Mánudagur 20. nóvember: Erindi á vegum Verkfræðideildar Háskóla Íslands um umhverfismál. Einar B. Pálsson verkfræðingur flytur erindi um matsatriði í umhverfismálum. VR II, stofa 158, kl. 17:00. Á vegum Íslenska málfræðifélagsins flytur dr. Jóhannes G. Meira
19. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 130 orð

Fékk tískuverðlaun

LINDA Björg Árnadóttir tískuhönnuður sigraði í alþjóðlegu Smirnoff tískukeppninni, sem haldin var í Höfðaborg í Suður-Afríku að viðstöddum fimm þúsund áhorfendum. "Þetta var frábær lífsreynsla," sagði Linda í Höfðaborg í gær. Meira
19. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 59 orð

Fræðslufundur um veðurfræði til fjalla

BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og Slysavarnafélags Íslands í samvinnu við Ferðafélag Íslands standa fyrir fræðslufundi fyrir almenning um veðurfræði til fjalla þriðjudaginn 21. nóvember kl. 20. Fyrirlesari verður Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Fundurinn verður haldinn í Mörkinni 6, félagsheimili Ferðafélags Íslands. Fundurinn er öllum opinn. Þátttökugjald er 1.000 kr. Meira
19. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 226 orð

Fullunnin afurð ódýrari en hráefnið

NIÐURGREIÐSLUR ríkisvaldsins geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Hjá Sól hf. hafa menn kynnst því að hagkvæmara er að að kaupa ólífuolíu í neytendaumbúðum í Evrópu og tappa henni á íslenskar umbúðir hér, í stað þess að flytja hana inn í tunnum eins og venjan er. Tilgangur þessara niðurgreiðslna ESB er að styrkja bágbornar atvinnugreinar í suðlægari aðildarríkjum. Meira
19. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 506 orð

Fylgi stjórnarflokkanna er nánast óbreytt

FRAMSÓKNARFLOKKUR og Þjóðvaki hafa tapað fylgi samkvæmt skoðanakönnun, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið, en aðrir flokkar hafa bætt við sig frá síðustu þingkosningum. Fylgi stjórnarflokkanna er nánast óbreytt frá því síðast var gengið að kjörborðinu. Meira
19. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 533 orð

Fyrrum yfirlögregluþjónn krefst bóta

GUNNAR Guðmundsson, fyrrum yfirlögregluþjónn á Siglufirði, telur brottvikningu sína úr starfi hafa verið ólögmæta og krefur ríkissjóð um 12,9 milljónir króna í dómsmáli sem tekið var til dóms að loknum munnlegum málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Meira
19. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 108 orð

Greinaflokkur um ferð til Bosníu

FYRSTA greinin í greinaflokki Morgunblaðsins um ástandið í suðurhluta Bosníu-Herzegóvínu og Krajina-héraði í Króatíu og starf Rauða krossins þar, birtist í blaðinu í dag. Hann er afrakstur ferðar sem Urður Gunnarsdóttir, blaðamaður, og Sverrir Vilhelmsson, ljósmyndari, fóru fyrr í mánuðinum. Meira
19. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 154 orð

Hættulegur hákarl

LÖGREGLA greip í taumana á föstudag og kom í veg fyrir að tveir þjófar færu sér að voða. Þeir stálu hákarli og segir lögregla að þeir hafi beinlínis verið í lífshættu. Hákarlinn var að vísu dauður fyrir margt löngu og í bitum, en menn geta veikst lífshættulega af því að borða hálfverkaðan hákarl. Meira
19. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 131 orð

Höfundur Rocky Horror hylltur

RICHARD O'Brian, höfundi rokksöngleiksins Rocky Horror, var vel fagnað við upphaf og lok sýningar Flugfélagsins Lofts á verkinu seint á föstudagskvöld. O'Brian var heiðursgestur þar en á meðal annarra gesta voru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Ingvar Viktorsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Meira
19. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 281 orð

Klassískar kvikmyndir í Regnboganum

Á VEGUM Kvikmyndasafns Íslands verða sýndar nokkrar klassíkar kvikmyndir frá 18. nóvember og fram til 17. desember í Regnboganum. Í dag, sunnudaginn 19. nóvember, verða sýndar myndirnar Hamlet, Reiðhjólaþjófurinn og Jóhanna af Örk. Á mánudaginn 20. nóvember verða til sýnis myndirnar Potemkin og Börn leikhússins. Meira
19. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 307 orð

Líkur á samkomulagi í Bosníu BANDARÍSKIR emb

BANDARÍSKIR embættismenn voru á fimmtudag vongóðir um að samkomulag mynd nást á næstu dögum um frið í Bosníu í viðræðunum í Dayton, Ohio. Ákvað Warren Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að stytta Asíuför sína og halda til Dayton. Meira
19. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 65 orð

Námskeið ­ Filippíbréfið

BRÉFIÐ um gleðina er yfirskrift námskeiðs sem Biblíuskólinn við Holtaveg gengst fyrir mánudagana 20. og 27. nóvember og miðvikudagana 22. og 29. nóvember kl. 20­21.45. Filippíbréfið verður lesið og útskýrt. Hver skrifaði bréfið, hvenær og hvers vegna? Hvert er megininnihald bréfsins? Leiðbeinandi verður Skúli Svavarsson kristniboði. Meira
19. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 100 orð

Námskeið í trjá- og skógrækt

GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins heldur námskeið í trjá- og skógrækt að Reykjum í Ölfusi laugardaginn 25. nóvember nk. Námskeiðið er skipulagt fyrir sumarbústaða- og landeigendur á Suðurlandi. Fyrirlesarar á námskeiðinu verða Ólafur S. Njálsson, garðyrkjukandidat Gróðrastöðinni Nátthaga í Ölfusi, dr. Meira
19. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 71 orð

Sjálfstyrking og mígreni

MÍGRENISAMTÖKIN halda fræðslufund þriðjudaginn 21. nóvember kl. 20.30 í Bjarkarási, Stjörnugróf 9, Reykjavík. Fundarefni er sjálfstyrking. Anna Valdimarsdóttir sálfræðingur heldur erindi sem hún nefnir: Að ná tökum á sjálfum sér og lífi sínu. Meira
19. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 54 orð

Sverrir rektor MH

MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur sett Sverri Einarsson rektor við Menntaskólann við Hamrahlíð. Sverrir er settur um eins árs skeið frá og með 1. janúar að telja, en Örnólfur Thorlacius rektor MH er af láta af því embætti eftir langt starf. Sverrir hefur verið kennari við Menntaskólann við Hamrahlíð síðan 1979 og konrektor frá 1988-1995. Meira
19. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 317 orð

Tap Vinnslustöðvarinnar nálægt 100 milljónum króna

TAP Vinnslustöðvarinnar hf., Vestmannaeyjum, á liðnu fiskveiðiári nálgast 100 milljónir króna og veldur þar mestu um sjómannaverkfallið fyrr á þessu ári, ásamt óhagstæðri þróun gjaldmiðla, samkvæmt upplýsingum Sighvats Bjarnasonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Meira
19. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 742 orð

Umboð kjósenda skorti

MARGIR fulltrúar verkalýðshreyfingar Nýja-Sjálands gagnrýndu frá upphafi umbótastefnuna sem m.a. fól í sér niðurskurð ríkisútgjalda, einkavæðingu og aukna fríverslun. Thorp segir aðspurður að um "svik" við kjósendur Verkamannaflokksins hafi verið að ræða. Meira
19. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 78 orð

Útvarpsfréttir í tölvupósti

MIÐLUN ehf. er byrjuð að dreifa yfirliti yfir helstu innlendar fréttir fréttastofu Útvarps í gegnum tölvupóst. Fréttayfirlitinu verður dreift endurgjaldslaust fram til 1. febrúar 1996. Bæði verður hægt að fá fréttirnar sendar í gegnum alnetið og X.400 tengingu. Meira
19. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 340 orð

(fyrirsögn vantar)

VARNARLIÐSMENN á Keflavíkurflugvelli eru nú 744 færri en fyrir tveimur árum, sem er nær tvöfalt meiri fækkun en gert var ráð fyrir í byrjun síðasta árs, þegar samkomulag náðist við Bandaríkjastjórn um breytingar á varnarviðbúnaði í Keflavík. SKATTAR af bifreiðum verða tæpir 18 milljarðar króna á þessu ári og aukast um tæpan milljarð frá síðasta ári. Meira

Ritstjórnargreinar

19. nóvember 1995 | Leiðarar | 583 orð

Á DAGSKRÁ

Á DAGSKRÁ íflegar umræður á Alþingi í fyrradag um veiðileyfagjald í tilefni af tillögu, sem þingmenn Þjóðvaka hafa flutt, sýna að málið er komið á dagskrá Alþingis. Meira
19. nóvember 1995 | Leiðarar | 2000 orð

ÁKVÖRÐUN STJÓRN-ar Svissneska álfélagsins um stækkun álversi

ÁKVÖRÐUN STJÓRN-ar Svissneska álfélagsins um stækkun álversins í Straumsvík, sem leiðir til 17 milljarða fjárfestingar í Straumsvík og í nýjum framkvæmdum við orkuverin, er á margan hátt snúningspunktur á erfiðri leið okkar upp úr öldudal efnahagskreppunnar, sem fyrst gerði vart við sig á miðju ári 1988. Meira

Menning

19. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 82 orð

Allir í kafi

AÐALFUNDUR Sportkafarafélags Íslands var haldinn síðastliðinn laugardag í húsnæði félagsins við Nauthólsvík. Venjuleg aðalfundarstörf, meðal annars kosning nýrrar stjórnar, fóru fram. Einar Ólafur Birgisson var kosinn formaður samtakanna næsta árið. Meira
19. nóvember 1995 | Bókmenntir | 586 orð

Austfirsk Búkolla

V. bindi Sveita og jarða í Múlaþingi. Sveitahreppar í Múlasýslum frá Lnganesi að Lónsheiði. Búnaðarsamband Austurlands 1995 ­ 704 síður. FYRIR um tuttugu árum komu út fyrstu fjögur bindin af Búkollu þessari. Í þeim bókum var fjallað ítarlega um allar jarðir í Múlaþingi sem hafa verið í byggð fram yfir aldamót og ábúendatal rakið til ársins 1973. Meira
19. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 702 orð

Einhverskonar popp

GUSGUS kallast hópur ungs fólks sem kom saman fyrir nokkru til að gera kvikmynd, skipaður Daníel Ágúst Haraldssyni, Hafdísi Huld, Magnúsi Jónssyni og Emiliönu Torrini. Eftir að saman var komið kviknaði löngun til frekara samstarfs og í gær kom út breiðskífa samnefnd hópnum. Meira
19. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 59 orð

Furðulegir dagar

AÐALLEIKARAR myndarinnar "Strange Days", Furðulegra daga, Ralph Fiennes og Angela Basset, mættu að sjálfsögðu til frumsýningarinnar í London nýlega. Ralph hefur upp á síðkastið verið staddur á Ítalíu við tökur á myndinni "The English Patient" eða Ítalski sjúklingurinn. Angela Basset varð fræg í hlutverki sínu sem Tina Turner í myndinni "What's Love Got To Do With It?". Meira
19. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 113 orð

Harmoníkufélag Þingeyinga

HARMONÍKUFÉLAG Þingeyinga hélt árshátíð sína á Breiðumýri í Reykjadal um helgina. Samkoman var fjölsótt enda margir héraðsbúar aðdáendur harmoníkutónlistar. Formaður félagsins Stefán Leifsson setti samkomuna en Sigurður Friðriksson frá Halldórsstöðum stjórnaði dagskrá kvöldsins. Meira
19. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 58 orð

Hlegið í kór

SVISSNESKA leikkonan Ursula Andress hlær hér dátt, þar sem hún reynir að súpa af glasi sínu og halda kjólnum uppi um leið. Henni til hjálpar, eins og sönnum herramanni sæmir, kemur félagi hennar, Cesare Barro, og heldur hlýranum uppi. Ursula er orðin 59 ára gömul, en hún lék sem kunnugt er í Bond-myndinni "Dr. No". Meira
19. nóvember 1995 | Menningarlíf | 175 orð

Listavika ­ hverfishátíð

VIKUNA 20.­25. nóvember verður Listavika í félagsmiðstöðinni Árseli. Eins og sjá má hér fyrir neðan verðum þar fjölbreytt starf í gangi og ýmislegt verður gert. Frá mánudegi til miðvikudags verður svokölluð listasmiðja í gangi. Meira
19. nóvember 1995 | Menningarlíf | 60 orð

Málverk og klippimyndir

ÞÓRARINN Blöndal opnar sýningu í Borgarkringlunni, Götugrillinu. Hann sýnir þar málverk og klippimyndir sem hann vann m.a. í Hollandi og hér heima. Þórarinn stundaði nám við Myndlistarskólan á Akureyri, Myndlista- og handíðaskóla Íslands og framhaldsnám við Akademíuna í Rotterdam. Hann hefur áður sýnt m.a. Meira
19. nóvember 1995 | Menningarlíf | 102 orð

Organleikarafélagið safnar nýjum sálmum

Í TILEFNI af Norrænu kirkjutónlistarmóti í Gautaborg á næsta ári er Félag íslenskra organleikara að leita eftir nýjum kórsöngslögum eftir íslensk tónskáld. Til stendur að kynna þessa tónlist á hátíðinni með nótnaúgáfu og flutningi verka. Meira
19. nóvember 1995 | Menningarlíf | 101 orð

Ólafía Hrönn í listaklúbbnum

MÁNUDAGINN 20. nóvember mun Ólafía Hrönn Jónsdóttir syngja í Listaklúbbi Leikhúskjallarans ásamt Tríói Tómasar R. Einarssonar. Í tríóinu eru auk Tómasar sem leikur á kontrabassa, Þórir Baldursson, píanó og Einar Scheving, trommur. Meira
19. nóvember 1995 | Menningarlíf | 353 orð

Rómantísk stemning

RÚSSNESK rómantík er yfirskrift tónleika sem Kammersveit Reykjavíkur heldur í Listasafni Íslands á morgun, mánudag, kl. 20.30. Á efnisskránni verða fimm verk eftir rússnesk tónskáld sem voru uppi á tímabilinu 1804-1936. Leikin verða 5 smálög fyrir flautu, fiðlu og píanó eftir C. Cui, Élegie fyrir strengjakvartett eftir A. Glazunov, Adagio fyrir hörpu og strengjakvartett eftir P. Meira
19. nóvember 1995 | Leiklist | 431 orð

Skuggalegar þreifingar

Höfundur Frederick Knott. Leikstjóri: Hilmir Snær Guðnason. Leikendur: Eyrún Valsdóttir, Davíð Hauksson, Kjartan Vilhjámsson, Haukur Þór Hannesson, Íris María Stefánsdóttir, Guðleifur Kristjánsson, Anna María Geirsdóttir og Georg Haraldsson. Hátíðasal VÍ, 13. nóvember. Meira
19. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 69 orð

Sungið með eiginmanninum

LEIKKONAN Kathleen Turner kann ýmislegt fyrir sér. Hún hefur hingað til ekki verið þekkt fyrir söng, en engu að síður söng hún af öllum lífs og sálar kröftum með rokksveit eiginmanns síns í New York nýlega. Eiginmaðurinn er viðskiptajöfurinn Jay Weiss og er víst nokkuð lunkinn rokkari. Meira
19. nóvember 1995 | Menningarlíf | 342 orð

Tónleikar Styrktarfélagsins í vetur

SIGRÚN Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari verða með tónleika miðvikudaginn 22. nóvember þar sem þær leika meðal annars verk eftir íslensk tónskáld, Beethoven og Manuel de Falla. Sigrún og Selma hafa getið sér góðan orðstír fyrir geislaplötuna Ljúflingslög, en þær eru nú á leið til New York þar sem þær munu leika á tónleikum í Carnegie Hall í byrjun desember. Meira

Umræðan

19. nóvember 1995 | Velvakandi | 650 orð

Atvinnutrygging ekki atvinnuleysistrygging

ORÐIÐ atvinnuleysistrygging er notað yfir bætur sem greiddar eru atvinnulausum. Þetta er slíkt öfugmæli að furðulegt má teljast að það skuli notað í þessu samhengi. Orðið merkir í raun trygging fyrir atvinnuleysi. Þrátt fyrir að allir geri sér grein fyrir því böli sem atvinnuleysi veldur, er lítið sem ekkert gert til þess að sporna við því. Meira
19. nóvember 1995 | Velvakandi | 534 orð

DAG er 19. nóvember, 22. sunnudagur eftir Þrenningarhá

DAG er 19. nóvember, 22. sunnudagur eftir Þrenningarhátíð. 47. vika ársins er hafin. Eftir lifa fimm vikur til jóla. Ef Víkverji væri prestur ætti hann að leggja út af Matteusi, 22. kapítula, versunum 15 til 22. Kjarninn í þeim versum er þessi: "Gjaldið keisaranum það, sem keisarans er, og Guði það, sem Guðs er. Meira
19. nóvember 1995 | Velvakandi | 682 orð

Mannfyrirlitning að atvinnu

FYRIR nokkrum dögum fékk þjóðin að heyra á öldum ljósvakans nýja smásögu eftir Hrafn Gunnlaugsson, lesna af honum sjálfum. Eftir hina miklu kynningu sem þessi viðburður hafði fengið í útvarpinu, var forvitni mín vakin og ég ákvað að skrúfa fyrir sjónvarpið og fylgjast með þessum menningarviðburði. Meira
19. nóvember 1995 | Velvakandi | 326 orð

Ósmekkleg skrif MÉR finnst að Guðrún Jónsdóttir

MÉR finnst að Guðrún Jónsdóttir ætti að setjast niður og biðjast afsökunar á grein sinni sem birtist í Velvakanda sl. miðvikudag þar sem hún ræðst ósmekklega að forsætisráðherra út af bílakaupum hans og einkabílstjóra. Svona skrif eru ömurleg og ég veit ekki hvað hún hefur verið að hugsa, blessuð konan, að setja þetta á blað. Meira

Minningargreinar

19. nóvember 1995 | Minningargreinar | 354 orð

Edda Guðnadóttir

Strjálast yndi, fölnar fold, fast að meinin sverfa. Óðum frá mér undir mold ástvinirnir hverfa. Þessi vísa Petru Pétursdóttur móðursystur minnar, lýsir fullkomlega tilfinningum mínum er ég frétti lát dóttur hennar, Eddu Guðnadóttur. Meira
19. nóvember 1995 | Minningargreinar | 285 orð

Edda Guðnadóttir

Sú fregn að Edda væri dáin kom okkur samstarfskonum hennar á Hafrannsóknastofnun mjög á óvart. Við vissum reyndar að hún hafði verið veik um tíma en okkur óraði ekki fyrir að kallið kæmi svona snögglega enda var hún ekki sú manngerð sem bar veikindi sín á torg. Meira
19. nóvember 1995 | Minningargreinar | 82 orð

EDDA GUÐNADÓTTIR

EDDA GUÐNADÓTTIR Edda Guðnadóttir fæddist í Reykjavík 20. september 1931. Hún lést á Landspítalanum 12. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Petra Pétursdóttir og Guðni Guðmundsson. Þeirra börn voru: Edda, Guðmundur Haukur sem lést 1964 og Þorvaldur. Eftirlifandi eiginmaður Eddu Guðnadóttur er Gunnar Sæmundsson. Meira
19. nóvember 1995 | Minningargreinar | 445 orð

Gestur Sturluson

Gestur hafði verið ásamt mér og fleirum á námskeiði síðustu þrjár vikurnar áður en hann dó. Hann hafði ávallt verið heilsuraustur og ekkert sem benti til þess að hann væri á förum úr þessum heimi og kom því andlát hans mér mjög á óvart. Gestur var því ekki með okkur í síðasta tímanum og fannst mér mikið vanta því hann var vanur að miðla okkur af sínum fróðleik. Meira
19. nóvember 1995 | Minningargreinar | 30 orð

GESTUR STURLUSON

GESTUR STURLUSON Gestur Sturluson fæddist á Fljótshólum í Gaulverjabæjarhreppi í Árnessýslu 14. júlí 1922. Hann andaðist í Borgarspítalanum 1. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Gaulverjabæjarkirkju 11. nóvember. Meira
19. nóvember 1995 | Minningargreinar | 629 orð

Margrét Jónsdóttir

Eikin sterka er fallin. Amma var í huga okkar systkinanna í senn eik og rós, sterk og traust, blíð og gefandi. Það er erfitt að hugsa sér lífið án hennar, því hún var svo stór þáttur í okkar lífi, að við kölluðum hana ömmu stóru. Við ólumst upp í skjóli hennar og afa þar sem við áttum saman heimili á annan áratug. Meira
19. nóvember 1995 | Minningargreinar | 976 orð

Margrét Jónsdóttir

Vin sínum skal maður vinur vera og gjalda gjöf við gjöf. Hlátur við hlátri. Veistu ef þú vin átt, þann þú vel trúir, og vilt þú af honum gott geta, geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta ­ fara að finna oft. Meira
19. nóvember 1995 | Minningargreinar | 190 orð

MARGRÉT JÓNSDÓTTIR

MARGRÉT JÓNSDÓTTIR Margrét Jónsdóttir fæddist á Akranesi 26. júní 1914. Hún lést í Borgarspítalanum 9. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson, skipstjóri og síðar hafnarvörður á Akranesi, f. 25. mars 1888 í Litla-Lambhaga, Skilmannahreppi, Borg., d. 19. júlí 1971, og Ragnheiður Þórðardóttir, f. 8. Meira

Daglegt líf

19. nóvember 1995 | Bílar | 620 orð

Bond áBMW Z3"roadster"

OPINBERLEGA verður frumkynning á BMW Z3, nýjum tveggja sæta sportbíl, sem smíðaður er í verksmiðjum BMW í Spartanburg í Suður-Karólínufylki, á bílasýningunni í Detroit í janúar. Áður mun þó kvikmyndahúsagestum gefast tækifæri til að sjá bílinn í nýjustu James Bond kvikmyndinni, Golden Eyes, sem frumsýnd verður vestra í desember. Meira
19. nóvember 1995 | Bílar | 178 orð

Hrað-skreiðurBenz

YFIRMENN hjá Mercedes-Benz segja að fyrirtækið hafi í hyggju að kynna a.m.k. tíu nýja bíla á næstu þremur árum. Nýlega kom á markað ný E-lína með nýju grilli og kringlóttum framljósum en seint á næsta ári eða í byrjun árs 1997 er væntanlegur á markað tveggja dyra sportlegur bíll sem nýtir sér tækni og framleislu úr E- og C- stallbökum. Meira
19. nóvember 1995 | Bílar | 370 orð

Lengri opn-un hjá VW

VOLKSWAGEN hefur lýst því yfir að til greina komi að hafa verksmiðjurnar í Þýskalandi opnar yfir sumarleyfistímann til þess að stytta afhendingartíma á nýjum bílum úr sex vikum í tvær. Verksmiðjunum í Þýskalandi er vanalega lokað í þrjár vikur meðan á sumarleyfum stendur. Minni hagn-aður Opel Meira
19. nóvember 1995 | Bílar | 153 orð

Mercedes-Benzjeppi í Detroit

MERCEDES-BENZ kynnir á bílasýningunni í Detroit í janúar frumgerð AVV jeppans sem smíðaður er í verksmiðju Mercedes-Benz í Tuscaloosa í Alabamafylki í Bandaríkjunum. AVV er fyrsti bíll Mercedes-Benz sem smíðaður er í verksmiðjunni. Meira
19. nóvember 1995 | Bílar | 98 orð

Scania kappakstursbíll

SKAMMT frá verksmiðjum Scania í Södertälje sunnan Stokkhólms hefur verið komið upp reynsluaksturssvæði sem nýtt er til kynningar á nýjum bílum Scania. Þegar blaðamaður var þar á ferð á dögunum var búið að stilla upp þessum glæsilega kappakstursvörubíl sem smíðaður er úr Scania hlutum. Bíllinn er niðurlækkaður og með vindskeiðum allan hringinn. Vélin sem knýr þetta tæki áfram er 3. Meira
19. nóvember 1995 | Bílar | 986 orð

SKraftmmikill Passport jeppifrá HondaPASSPORT heitir

PASSPORT heitir jeppi sem Honda-verksmiðjurnar framleiða og hefur Honda umboðið á Íslandi flutt inn einn slíkan - notaðan - og býður hann til sölu á tæpar þrjár milljónir. Hyggst fyrirtækið með því bjóða viðbót við fólksbílalínuna frá Honda. Honda Passport er aðeins framleiddur í verksmiðjum fyrirtækisins í Bandaríkjunum og eingöngu fyrir Bandaríkjamarkað. Meira
19. nóvember 1995 | Bílar | 873 orð

Sportlegur ogkvikur BMW 318

BIFREIÐAR og landbúnaðarvélar tóku við BMW umboðinu af Bílaumboðinu sem nú er hætt starfsemi og hefur B&L tekist að gera þessa vönduðu þýsku bíla aftur sýnilega á íslenskum bílamarkaði. Fjöldi manns kom og sótti BMW- sýningu fyrirtækisins um síðustu helgi. Meira
19. nóvember 1995 | Bílar | 106 orð

Ungir ökumenná gömlum bílumí mestri hættu

UM TÍU sinnum meiri líkur eru á því að tvítugur ökumaður sem ekur gömlum bíl látist eða slasist alvarlega í umferðarslysi en 25-64 ára gamall maður í nýlegum bíl. Þetta eru niðurstöður í rannsókn danska umferðarráðsins. Þetta er í fyrsta sinn sem sýnt er fram á tengsl milli aldurs ökumanns og bíls. Meira

Fastir þættir

19. nóvember 1995 | Dagbók | 186 orð

18 ÁRA piltur frá Ghana, sem er að læra trésmíði og hefur

18 ÁRA piltur frá Ghana, sem er að læra trésmíði og hefur áhuga á ferðalögum og bréfaskriftum: Jonas Mensah, P.O.Box 688, Manprobi-Accra, Ghana. 31 ÁRS kona í Danmörku vill skrifast á við Íslendinga sem búa þar í landi. Meira
19. nóvember 1995 | Dagbók | 2822 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 17.-23. nóvember, að báðum dögum meðtöldum, er í Háaleitis Apóteki, Háaleitisbraut 68. Auk þess er Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
19. nóvember 1995 | Dagbók | 66 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í d

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag sunnudaginn 19. nóvember er sjötíu og fimm ára Matthías Guðmundsson húsasmíðameistari, Hringbraut 104, Keflavík. Eiginkona hans er Friðbjörg Ólína Kristjánsdóttir. Þau eru að heiman á afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Á morgun, mánudaginn 20. Meira
19. nóvember 1995 | Fastir þættir | 181 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hornafja

Sunnudaginn 12. nóvember lauk þriggja kvölda hausttvímenningi hjá BH með þátttöku 14 para. Öruggir sigurvegarar voru Grétar Vilbergsson og Jón Gunnar Helgason með 568, sem er 60,72% skor. Lokastaða varð annars þessi: Grétar Vilbergsson ­ Jón G. Helgason60,72%Gestur Halldórss. ­ Þorsteinn Sigurjónss.57,34%Gunnar P. Meira
19. nóvember 1995 | Fastir þættir | 74 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs

Sl. fimmtudag lauk Barómeterkeppninni. Lokastaðan varð þessi: Trausti Finnbogason ­ Haraldur Árnason191Ragnar Jónsson ­ Þórður Björnsson186Sigurður Sigurjónsson ­ Ragnar Björnsson173Þorsteinn Berg ­ Guðmundur Baldursson150Gísli Tryggvason ­ Leifur Kristjánsson150Ragnar Kristinsson ­ Jón Viðar Meira
19. nóvember 1995 | Fastir þættir | 339 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Suðurlandsmót í tví

Suðurlandsmótið 1995 í tvímenningi verður haldið á Selfossi laugardaginn 25. nóvember nk. í Tryggvaskála. Spilaður verður barómeter með u.þ.b. 60­70 spilum, og hefst spilamennska kl. 10. Skráning er hjá Ólafi Steinasyni í símum 4821600 og 4821319 og rennur skráningarfrestur út föstudaginn 24. nóvember kl. 19. Meira
19. nóvember 1995 | Dagbók | 39 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmyndastofan Nærmynd BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. júlí sl. í Garðakirkju af sr. Braga Friðrikssyni Eva Rós Jóhannesdóttir ogKlemens Arnarsson. Með þeim á myndinni er dóttir þeirra Ástrós Annaog Einar Ingi, bróður brúðarinnar. Hjónin eru í framhaldsnámi í Bandaríkjunum. Meira
19. nóvember 1995 | Fastir þættir | 584 orð

Hvers virði er góð heilsa?

HugvekjaHvers virði er góð heilsa? Hvers virði er góð heilsa? Sennilega leiða fæstir hugann að gildi heilsunnar, fyrr en hún tekur að bila. Þannig var því farið með mig. Meira
19. nóvember 1995 | Dagbók | 613 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gær fór Ottó M. Þorláksson

Reykjavíkurhöfn: Í gær fór Ottó M. Þorláksson á veiðar. Brúarfoss og Reykjafoss eru væntanlegir í dag. Vigri og Surtsey fara í dag á veiðar. Hafnarfjarðarhöfn:Atlantic Crown fór í gær. Ýmir kemur af veiðum á mánudag. Meira
19. nóvember 1995 | Dagbók | 241 orð

Yfirlit: Fyr

Yfirlit: Fyrir sunnan land er víðáttumikil 1033 mb hæð, en grunnt lægðardrag fyrir norðan land hreyfist austur. Spá: Vestan kaldi og dálítil súld eða rigning um vestanvert landið og við norðurströndina en annars þurrt. hiti 1­6 stig. Meira
19. nóvember 1995 | Dagbók | 71 orð

(fyrirsögn vantar)

19. NÓV. Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólris Sól í hád. Sólset Tungl í suðri Meira

Íþróttir

19. nóvember 1995 | Íþróttir | 168 orð

HESTAR Sigurður hestaíþróttamaðu

SIGURÐUR Vignir Matthíasson var valinn hestaíþróttamaður ársins á uppskeruhátíð hestamanna í fyrrakvöld. Hefur hann þar með velt læriföður sínum Sigurbirni Bárðarsyni úr sessi sem hefur hreppt þennan titil í nánast öll skiptin síðan farið var að veita hann. Meira
19. nóvember 1995 | Íþróttir | 70 orð

NBA-deildin í körfuknattleik Leikir á föstudag: Toronto - Min

Leikir á föstudag: Toronto - Minnesota114:96 Atlanta - Miami88:91 Boston - Washington110:100 Charlotte - Seattle96:98 Philadelphia - Cleveland82:114 Detroit - Utah81:86 Chicago - New Jersey109:94 Denver - New York94:103 Vancouver - LA Lakers92:114 LA Clippers - Dallas101:90 Sacramento - Meira
19. nóvember 1995 | Íþróttir | 340 orð

Reiðkennaranám á Hólum

SAMSTARF Bændaskólans á Hólum og Félags tamningamanna hefur síðustu árin verið blómlegt og hefur fræðslu- og prófþáttur í starfi félagsins færst í auknum mæli yfir í bændaskólann. Nú um helgina hefst til dæmis á skólanum námskeið og próf þar sem væntanlega verða útskrifaðir reiðkennarar úr röðum félagsmanna með svokölluð C-réttindi. Meira
19. nóvember 1995 | Íþróttir | 139 orð

Sigurður Jónsson ræðir við Örebro

SIGURÐUR Jónsson, landsliðsmaður frá Akranesi, hélt í gær til Svíþjóðar til að kynna sér aðstæður hjá félaginu Örebro. Sigurður sagði áður en hann hélt af landi brott að málið væri á frumstigi. Örebro hefði óskað eftir viðræðum við hann og hann hefði ákveðið að skreppa til Svíþjóðar nú um helgina. Með Sigurði í ferðinni er Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA. Meira
19. nóvember 1995 | Íþróttir | 100 orð

SKÍÐIVon Gr¨uningen sigraði aftur

MICHAEL Von Gr¨uningen frá Sviss sigraði á heimsbikarmóti í stórsvigi í Vail í Colorado á föstudagskvöld, og er hefur þar með sigrað á tveimur fyrstu heimsbikarmótum vetrarins. Norðmaðurinn Lasse Kjus var fyrstur eftir fyrri ferð, nærri sekúndu á undan Svisslendingnum, sem var í öðru sæti, en Von Gr¨uningen renndi sér frábærlega í seinni ferðinni og fagnaði sigri, fékk samanlagðan tíma 2.28,88 Meira

Sunnudagsblað

19. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 115 orð

22.000 höfðu séð Apollo 13

ALLS höfðu um 22.000 manns séð geimferðamyndina Apollo 13 með Tom Hanks í aðalhlutverki eftir síðustu helgi. Þá höfðu 22.000 manns séð Vatnaveröld Kevin Costners og 5.000 höfðu séð gamanmyndina Glórulaus. Meira
19. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 1747 orð

AFTURHVARF Í RÚSSLANDI

SÖGULEGAR þingkosningar fara fram í Rússlandi eftir rétt tæpan mánuð. Verulegar líkur eru á að svonefndir umbótaflokkar beri þar skarðan hlut frá borði og að kommúnistar, þjóðernissinnar og aðrir flokkar sem ala á óánægju almennings vegna þeirra umskipta sem orðið hafa í Rússlandi, beri sigur úr býtum. Meira
19. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 195 orð

Atlantis tengist Mir í geimnum

ÁHÖFN bandarísku geimferjunnar Atlantis tengdi farkost sinn við rússnesku geimstöðina Mir á miðvikudag og heilsaði upp á geimfarana þrjá sem hafst hafa þar við, tvo Rússa og Þjóðverja. Áhöfn Atlantis færði skipverjum á Mir blóm og súkkulaði að rússneskum sið. Til þess að stytta þeim stundir fengu þeir einnig samanbrjótanlegan gítar að gjöf. Meira
19. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 1357 orð

Á LEIÐ ÚR ÖLDUDAL

Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, er fimmtug um þessar mundir. Guðmundur Guðjónsson ræddi því um upprunann, starfsemina og hlut Íslands við Guðnýju Helgadóttur, ritara íslensku UNESCO-nefndarinnar, en 28. aðalráðstefna UNESCO hefur staðið yfir að undanförnu. Meira
19. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 3429 orð

Á valdi örlaganna SIGURÐUR Demetz Franzson, óperusöngvari og söngkennari, sem er fæddur og uppalinn í smábæ í Suður-Tíról,

SIGURÐUR Demetz Franzson, óperusöngvari og söngkennari, sem er fæddur og uppalinn í smábæ í Suður-Tíról, dvaldi framan af ævi lengst af í stórborgum Ítalíu en flutti á miðjum aldri hingað norður til Íslands og hefur verið mikill áhrifavaldur í íslensku tónlistarlífi um árabil. Meira
19. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 3753 orð

BEÐIÐ EFTIR FRIÐI

Í BOSNÍU er allt í biðstöðu. Vopnahlé hefur staðið í nokkrar vikur og stríðsþreyttir múslimar, Króatar og Serbar hafa lítið annað að gera en að bíða og vona að stríðshryllingnum sé að ljúka. Hann hefur staðið í rúm þrjú ár og hefur kostað fjölmörg mannslíf, ótrúlega eyðileggingu og vinslit á milli fólks sem búið hefur saman um aldir í sama landi. Meira
19. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 122 orð

Brandarakarlar í Bretlandi

FYRSTA kvöld Tommys sem skemmtikraftur eða brandarakarl í Las Vegas er alger hörmung. Hann er niðurlægður á sviðinu fyrir framan föður sinn, þjóðkunnan skemmtikraft, og í kjölfarið flýr hann yfir hafið til Bretlands eða nánar tiltekið Blackpool. Þar er hann fæddur og hann hyggst byggja feril sinn upp að nýju á þeim slóðum. Meira
19. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 156 orð

Einfaldleikinn er bestur

ROKKSVEITIN Botnleðja kom sá og sigraði í Músíktilraunum Tónabæjar í vetur og fékk fyrir vikið 25 hljóðverstíma í verðlaun. Í síðustu viku sendi hljómsveitin frá sér fyrstu breiðskífu sína, Drullumall, sem tekin var upp fyrir verðlaunatímana. Meira
19. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 1063 orð

Fjendur Mubaraks semja bak við tjöldin Þingkosningar fara fram í Egyptalandi um mánaðamótin. Jóhanna Kristjónsdóttir segir áhuga

ÞANN 29. þessa mánaðar verða kosningar til egypska þingsins. Kosningar eru haldnar á fimm ára fresti, kjördæmi eru 222 og tveir kosnir í hverju. Þingmenn eru því 444 talsins auk 10 sem forsetinn skipar. Meira
19. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 167 orð

Fólk

Breski leikstjórinn Michael Lindsay- Hogg, sem eitt sinn gerði sjónvarpsþættina "Brideshead Revisited", hefur lokið við mynd sem heitir Frankie Starlight" og er með Matt Dillon og Anne Parillaudí aðalhlutverkum ásamt Gabriel Byrne. Meira
19. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 729 orð

GAGNRÝN-endur ættu að spyrja sig margra spurninga áðuren

GAGNRÝN-endur ættu að spyrja sig margra spurninga áðuren þeir ráðast fram á ritvöllinn, margra nærgöngulla spurninga; t.a.m. hvers vegna skrifa ég gagnrýni; fyrir hverja; hvaða kröfur geri ég til sjálfs mín? Við verðum að fá svör við þessum spurningum áðuren við getum tekið mark á því sem gagnrýnendur skrifa. Meira
19. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 799 orð

Geðveik ást

RÖKHYGGJA og almenn skynsemi verða að víkja eins og allt annað þegar eldheitt og eldfimt ástarsamband Matt Leland (Chris O'Donnell) og Casey Roberts (Drew Barrymore) er annars vegar. Í algleymi gefa þessir 17 ára unglingar frá Seattle sig hvort öðru algjörlega á vald. Meira
19. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 723 orð

Guðsvísindi

SVO stutt er ævi mannsins og jafnvel saga mannkynsins alls, að sólkerfið og stjörnuhiminninn virðast okkur óumbreytanleg. En þó skýra súmerískir textar frá atburðum, sem geta varpað nýju ljósi á þróunarsögu jarðarinnar og sólkerfisins um leið og þeir eru bornir saman við nýjar stjörnufræðilegar upplýsingar. Um það er fjallað í bókinni Þegar jörðin næstum dó eftir J.B. Delair og D.S. Allan. Meira
19. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 387 orð

Haukur og Bubbi

HAUKUR Morthens, sem lést fyrir fáum árum, var helsti dægurlagasöngvari þjóðarinnar á árum áður og allt fram undir það síðasta. Þó tímarnir hafi breyst og tónlistartíska naut Haukur ævinlega vinsælda og virðingar meðal allra aldurshópa; þar fannst ekkert kynslóðabil. Meira
19. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 2621 orð

Hernámið í nýju ljósi

ÞÓR Whitehead, prófessor í sagnfræði, varpar nýju ljósi á aðdraganda hernáms Breta á Íslandi í bók sinni, Milli vonar og ótta, sem kemur út á þriðjudag. Efni bókarinnar er annars mjög fjölbreytt: Flokksstarfsemi þýzkra nazista í Reykjavík, ritskoðunartilraunir þýzka ræðismannsins Gerlachs (ekki með öllu árangurslausar), leit Íslendinga að þýzkri leynistöð í Reykjavík, Meira
19. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 2211 orð

HIN GÖFUGA SJÁLFSVARNARLIST

HVERNIG sem á því stendur þá hafa í áraraðir staðið yfir deilur um það, hvort leyfa eigi keppni í hnefaleikum. Þetta á ekki fremur við um Ísland en hin Norðurlöndin. Í þessari umræðu hefur aldrei verið gerður greinarmunur á atvinnuhnefaleikum og áhugamannahnefaleikum. Þeir sem séð hafa keppni í hnefaleikum á Ólympíuleikum geta í raun séð hver reginmunur er þar á. Meira
19. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 122 orð

Í bíó

BENJAMÍN dúfa eftir Gísla Snæ Erlingsson undirstrikar það sem komið hefur í ljós undanfarin misseri að íslenskir barnaleikarar geta skapað eftirminnilegar persónur undir styrkri stjórn og eru fengur íslenskum bíómyndum. Meira
19. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 1997 orð

Íslenskt fræðasetur í sjávarplássi Í Sandgerði er að fæðast umhverfistengt ferða- og fræðasetur, byggt á íslenskum veruleika á

FRÆÐASETRIÐ í Sandgerði er mjög metnaðarfullt verkefni. Það skynjar maður um leið og komið er á staðinn. Jafnframt teygir það anga sína í margar áttir. Heimahöfn er þó ekki í háreistri glæsibyggingu, heldur gamalli langri tveggja hæða fiskhúsalengju, Meira
19. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 442 orð

»KVIKMYNDIRðHverjar verða jólamyndir kvikmyndahúsanna?ðAgnes og Bond

UM ÞETTA leyti á hverju ári er ljóst orðið hverjar verða jólamyndir kvikmyndahúsanna í Reykjavík og er úrvalið kræsilegra nú en oft áður. Ein íslensk jólamynd, Agnes í leikstjórn Egils Eðvarðssonar, verður að öllum líkindum frumsýnd í bæði Laugarásbíói og Stjörnubíói á annan í jólum, James Bond verður í jólaham frá og með 15. Meira
19. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 187 orð

Listrænt andóf

OFT hefur verið rakin saga Smashing Pumpkins, sem var með annan fótinn í gröfinni, þegar leiðtogi sveitarinnar, Billi Corgan, ákvað að setja félögum sínum úrslitakosti; að duga eða drepast. Það bar góðan ávöxt og fyrir skemmstu kom út enn ein metsöluplata sveitarinnar. Meira
19. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 560 orð

Líkir Balkanskaga við forarpoll

BRESKI stjórnmálamaðurinn David Owen lávarður segist vera feginn því að þurfa ekki lengur að reyna að miðla málum fyrir hönd Evrópusambandsins í átökunum á Balkanskaga. "Ég var alveg að verða vitlaus á þessu. Ég var stöðugt að skipuleggja fundi og aflýsa þeim síðan. Meira
19. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | -1 orð

MANNVÍG OG MÁLSHÆTTIR Hugleiðing um Gísla sögu Súrssonar, eftir Örlyg Sigurjónsson

Í 15. kapítula Gísla sögu Súrssonar koma fyrir tveir málshættir sem skírskota til alþýðlegrar heimspeki og gegna því hlutverki í sögunni að skerpa stíl og lúta einnig hnitmiðaðri frásagnartækni. Málshátturinn "Æ sér gjöf til gjalda" er látinn Gísla í munn skömmu áður en hann vegur Þorgrím Þorsteinsson. Meira
19. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 846 orð

María með ljósar fléttur

María með ljósu flétturnar, segir leiðsögumaðurinn í orþodoxakirkjunni og bætir við: María er annars venjulega dökkhærð eins og þið vitið. Af ljósa hárinu hefur þessi Madonnumynd fengið nafnið fyrr á öldum, enda greinir það hana frá öllum hinum myndunum af heilagri Maríu á olíumálverkum, íkonum, freskum og mosaik upp um alla veggi í þessari gömlu grísku kirkju. Meira
19. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 783 orð

Mánaðaheitin og gerræði Rómverja

ÞAÐ tók Rómverja til forna drjúga stund að átta sig á því hvernig best væri að negla niður tímatalið. Lengi vel hirtu þeir ekkert um þá sextíu daga ársins sem við köllum í dag janúar og febrúar. Þeir virtu þá ekki viðlits og deildu árinu í tíu nafngreinda mánuði og að auki sextíu daga er gerðu ekki annað en að flækjast fyrir og höfðu ekkert nafn. Meira
19. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 2104 orð

MEIRA VALFRELSI Árni Jónsson tannlæknir og læknir hefur skrifað grein í tímarit tannlæknanema þar sem hann fjallar um einkenni

MEIRA VALFRELSI Árni Jónsson tannlæknir og læknir hefur skrifað grein í tímarit tannlæknanema þar sem hann fjallar um einkenni kvikasilfurseitrunar og tannfyllingarefnið amalgam. Meira
19. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 148 orð

Nautn sýnd í Sambíóunum

NÝ ÍSLENSK stuttmynd hefur verið frumsýnd í Sambíóunum og er sýnd á undan bandarísku gamanmyndinni Mad Love". Hún heitir Nautn og er framleidd af fyrirtæki sem kallast Kjól og Anderson. Eigendur þess, Sigurður Kjartansson og Stefán Árni Þorgeirsson, eru höfundar myndarinnar og þriðji eigandinn, Baldur Stefánsson, er framleiðandi. Meira
19. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 3841 orð

PÉTUR SJÓMAÐUR

IÞESSARI nýju bók Ásgeirs Jakobssonar segir frá uppvexti Péturs Sigurðssonar í Kreppunni miklu; nær tuttugu ára sjómannsferli hans á bátum, togurum og farskipum; afskiptum hans af verkalýðsmálum innan Sjómannafélags Reykjavíkur og á ASÍ þingum, þegar pólitíkin var hvað hörðust; langri stjórnmálabaráttu, en Pétur sat 28 ár á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var m.a. Meira
19. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 1698 orð

RAULARINN DULARFULLI Hinn glaðbeitti og eggjandi raulari Bogomil Font er aftur kominn á kreik, nú sem túlkandi laga Kurts

SIGTRYGGUR Baldursson trommuleikari varð frægur um allt land sem hinn glaðbeitti og eggjandi raulari Bogomil Font fyrir þremur árum. Með hljómsveit sinni Milljónamæringunum hrinti Bogomil Font af stað mambóæði á Íslandi, sem sér ekki fyrir endann á, sendi frá sér metsöluplötu og hvarf svo eins skjótt og hann hafði birst haustið 1993, Meira
19. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 730 orð

Sagan um apann á fjallinu Fyrra undirbúningsnámskeiði Jóhönnu Kristjónsdótturí arabísku er lokið og nú getur hún farið að

ÞESSAR fyrstu vikur hafa liðið undrafljótt og nú hef ég lokið fyrra undirbúningsnámskeiðinu mínu í arabísku. Svo byrja ég í sex ára bekk í næstu viku. Ég hef af einskærum áhuga orðið mér úti um aukatíma í að tengja saman stafi og bætti við fleiri tímum en stóð til á þessu fyrsta námskeiði. Meira
19. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 1762 orð

SJÓNVARPSSTJÓRI Á RÉTTRI HILLU

Úlfar Steindórsson situr nú í stóli framkvæmdastjóra hjá Stöð 3, nýrri sjóvarpsstöð sem senn fer í loftið með eigin rás og fjórar gervihnattarrásir. Guðmundur Guðjónsson hitti Úlfar í vikunni og lýsti hann fjölbreyttum ferli sínum í viðskiptum en hann hefur víða stigið niður fæti á tiltölulega fáum árum. Meira
19. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 342 orð

Tekist furðu vel að vinna úr vandanum

Andri Ísaksson er yfirdeildarstjóri kennslufræðideildar Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Á árunum 1983 til 1987 sat hann í framkvæmdaráði UNESCO og árin 1984-85 í sérstakri 13 manna umbótanefnd sem sett var á laggirnar í kjölfarið á brotthvarfi Bandaríkjanna, Bretlands og Singapúr úr stofnuninni. Meira
19. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 209 orð

Tungumálalögum Slóvakíu harðlega mótmælt

ÞING Slóvakíu setti á miðvikudag lög sem kveða á um að opinberir starfsmenn verði að kunna slóvakísku og megi ekki tala önnur tungumál í starfi. Lögin voru sett þrátt fyrir hörð mótmæli ungverska minnihlutans í landinu og stjórnar Ungverjalands. Meira
19. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 620 orð

Um styrkleika fastra efna

MIKIÐ af því fasta efni sem við notum er kristallað, þótt við sjáum ekki kristallana. Málmar eru gerðir úr smáum kristöllum. Þó oft ekki smærri en svo að glöggt má greina einstaka kristala ófægðs málmyfirborðs. Ef við brjótum járnbút má sjá glampa á þá í sárinu. Vanalegt málmyfirborð er meðhöndlað, fægt eða að efnabreytingar hafa orðið á því. Meira
19. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 490 orð

Ung, fræg og rík

AÐALLEIKENDUR "Mad Love" eru óumdeilanlega tveir af efnilegustu kvikmyndaleikurum Bandaríkjanna. 20 ára gömul er Andrew Barrymore gamalreynd leikkona, sem á misheppnað hjónaband að baki og hefur sent frá sér ævisögu sína. Samt virðist hún eiga bestu árin framundan. Meira
19. nóvember 1995 | Sunnudagsblað | 178 orð

Þokkabót

FYRIR skemmstu kom út safnskífa með helstu lögum Þokkabótar, Þokkabandsárin. Þokkabót var stofnuð austur á Seyðisfirði á upphafsárum áttunda áratugarins, en vakti fyrst verulega athygli þegar hljómplatan "Upphafið" kom út. Það var fyrst og fremst lagið "Litlir kassar" eftir bandaríska þjóðlagasöngvarann Pete Seeger sem gerði Þokkabót fræga á Íslandi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.