ÞÓR Whitehead, prófessor í sagnfræði, varpar nýju ljósi á aðdraganda hernáms Breta á Íslandi í bók sinni, Milli vonar og ótta, sem kemur út á þriðjudag. Efni bókarinnar er annars mjög fjölbreytt: Flokksstarfsemi þýzkra nazista í Reykjavík, ritskoðunartilraunir þýzka ræðismannsins Gerlachs (ekki með öllu árangurslausar), leit Íslendinga að þýzkri leynistöð í Reykjavík,
Meira