Greinar þriðjudaginn 21. nóvember 1995

Forsíða

21. nóvember 1995 | Forsíða | 207 orð

Bandarískir ríkisstarfsmenn til vinnu

MEIRA en 700.000 bandarískir ríkisstarfsmenn sneru aftur til vinnu í gær eftir að ríkisstjórnin og meirihluti repúblikana á Bandaríkjaþingi höfðu náð bráðabirgðasamkomulagi um fjárlögin. Gildir það til 15. desember. Meira
21. nóvember 1995 | Forsíða | 175 orð

Kwasniewski sigrar Walesa

LECH Walesa, maðurinn sem átti stærstan þátt í að losa Pólverja við alræði kommúnista, beið ósigur fyrir Aleksander Kwasniewski, fyrrverandi kommúnista, í forsetakosningunum í Póllandi á sunnudag. Meira
21. nóvember 1995 | Forsíða | 353 orð

Lætur ekki ýta sér burt af opinberum vettvangi

DÍANA prinsessa af Wales segist ekki ætla að láta þvinga sig til að hætta þátttöku í opinberu lífi þótt hún sé skilin að borði og sæng við Karl prins. Prinsessan lagði í sjónvarpsviðtali við BBC í gærkvöldi áherslu á að hún hefði hlutverki að gegna, hún ætlaði að ala syni sína upp og vildi einnig liðsinna óhamingjusömu fólki, hún hefði sjálf þurft að kljást við erfiðleika. Meira
21. nóvember 1995 | Forsíða | 287 orð

Serbar sögðu Króata standa í vegi

MIKIL óvissa ríkti í gærkvöld um niðurstöðu viðræðnanna um frið í Bosníu, sem fram fara í Dayton í Ohio í Bandaríkjunum. Að sögn eins embættismanns Bosníu-Serba var aðeins deilt um eitt atriði, landræmu, sem tengir svæði Serba í Bosníu. Sakaði hann Franjo Tudjman, forseta Króatíu, um að stefna viðræðunum í voða með óraunhæfum kröfum um bætur fyrir landið. Meira
21. nóvember 1995 | Forsíða | 91 orð

Viðskiptaþvinganir felldar

NORSKA Stórþingið felldi í gær með 71 atkvæði gegn 39 tillögu um að banna norskum fyrirtækjum starfsemi tengda olíuiðnaðinum í Nígeríu. Tillagan var flutt vegna aftöku rithöfundarins Ken Saro-Wiwa og átta annarra stjórnarandstæðinga í Nígeríu en tvö norsk fyrirtæki, Statoil og Aker-samsteypan, eiga hagsmuna að gæta í landinu. Meira

Fréttir

21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 200 orð

234 skip úrelt frá því á miðju síðasta ári

FRÁ því Þróunarsjóður sjávarútvegsins tók til starfa um mitt ár 1994 hafa 234 fiskiskip verið úrelt. Skipin eru að meðaltali 29 tonn að stærð og meðalaldur þeirra 20 ár. Þetta kemur fram í svari sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur, Alþýðuflokki, um úreldingu fiskiskipa. Meira
21. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 87 orð

ABC-hjálparstarfið kynnt

AKUREYRINGUM og nærsveitarmönnum gefst tækifæri á að kynnast ABC-hjálparstarfinu á kynningarkvöldi sem haldið verður í húsnæði KFUM og K í Sunnuhlíð í kvöld, þriðjudagskvöldið 21. nóvember. Sérstakur gestur er Robert Salomon frá Indlandi, hann segir m.a. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 25 orð

Afhenti trúnaðarbréf

Afhenti trúnaðarbréf GUNNAR Gunnarsson sendiherra afhenti 8. nóvember sl. dr. Zhelyu Zhelev, forseta Búlgaríu, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Búlgaríu með aðsetur í Moskvu. Meira
21. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 194 orð

Afskaplega ánægðir að komast heim

AKUREYRIN EA, togari Samherja hf. kom til Akureyrar um miðnætti með metafla úr Smugunni eftir 67 daga túr. Aflinn var 430 tonn af þorskflökum og er aflaverðmætið um 121 milljón króna. Afli upp úr sjó var rétt um 1.100 tonn. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 536 orð

Allir Íslendingar fái kvóta

PÉTUR H. Blöndal alþingismaður vill að allir íslenskir ríkisborgarar fái hlutdeild í fiskikvóta á Íslandsmiðum og að verð hans ráðist af markaðsaðstæðum. Hann er hins vegar algerlega andvígur því að lagður verði á auðlindaskattur sem renni í ríkissjóð. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 401 orð

ASÍ telur mismuninn þýða 3.000 kr. hækkun

BENEDIKT Davíðsson, forseti ASÍ, segir að krafa ASÍ í launanefndinni sé að félagsmönnum ASÍ verði bættur upp sá mismunur sem sé á samningum landssambanda ASÍ og samningum sem ríkið hefur gert við opinbera starfsmenn. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er það mat ASÍ að laun félagsmanna þess þurfi að hækka um u.þ.b. 3. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 258 orð

Áskrift að Sýn og 9 rásum á 1.899 kr.

ÁSKRIFTARVERÐ fyrir sjónvarpsstöðina Sýn, er hóf útsendingar á fimmtudag, hefur verið ákveðið. Um er að ræða tvennskonar tilboð, með og án áskriftar að Stöð 2. Annars vegar er boðið upp á áskrift að Sýn með níu erlendum sjónvarpsstöðvum Fjölvarpsins á 1.899 krónur á mánuði ef greitt er með boðgreiðslum en fyrir 1.999 kr. á mánuði ef áskrifandi velur aðra greiðslutilhögun. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 100 orð

Bekkurinn fannst undir brúnni

BEKKUR, sem stolið var úr Kjartanslundi í Elliðaárdal í lok október, fannst í byrgi undir Höfðabakkabrú um helgina. Eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu á sunnudag hvarf bekkurinn úr Kjartanslundi, sem Rafmagnsveita Reykjavíkur opnaði í sumar. Bekkurinn kostaði um 130 þúsund krónur og til að tryggja sig hafði Rafmagnsveitan látið bolta hann niður. Það hafði þó ekki stöðvað þjófana. Meira
21. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 115 orð

Bifreiðaskoðun hefst í Ólafsfirði

SAMKOMULAG hefur verið gert milli Aðalskoðunar hf. og bifreiðaverkstæðisins Múlatinds í Ólafsfirði um skoðun ökutækja. Starfsemin hefst í dag, þriðjudaginn 21. nóvember. Aðaskoðun hóf skoðun ökutækja í janúar á þessu ári og hefur fyrirtækið aðsetur í Hafnarfirði, markaðshlutdeild þess á höfuðborgarsvæðinu er um 30%. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 202 orð

"Bítlahljómur og ósköp notalegt"

Bítlalagið í aldarfjórðung, Free as a Bird, var frumflutt í gær víða um heim. Magnús Kjartansson tónlistarmaður kveðst telja lag Johns Lennons, Frjáls eins og fuglinn, sem fyrrum meðlimir Bítlanna hafa útsett, vera "ósköp notalegt" en ekki til þess fallið að fagna hástöfum. Meira
21. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 500 orð

Bítlarnir snúa aftur

ÞÓ ALDARFJÓRÐUNGUR sé liðinn síðan Bítlarnir lögðu upp laupana er meira fjallað um þá í fjölmiðlum um allan heim en nokkra aðra hljómsveit og þeir eru tekjuhæsta hljómsveit ársins annað árið í röð. Meira
21. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 681 orð

Bjóðendur áttu að vera viðstaddir opnun tilboða

ODDUR Halldórsson, blikksmiður og varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri, gagnrýnir þau vinnubrögð sem viðhöfð voru við útboð á sölu hlutabréfa bæjarins í loðnuverksmiðjunni í Krossanesi. Oddur fór fyrir hópi aðila sem bauð í bréf bæjarins og var það tilboð lægst þeirra sem bárust. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 161 orð

Dýrara að landa hér en í samkeppnislöndum

ÁTTA hundruð tonna togari, sem kemur til Reykjavíkurhafnar greiðir 50 þúsund krónur í hafnargjöld en að auki 65 þúsund krónur til ríkisins. Ef borið er saman við Færeyjar, Norður-Noreg og austurströnd Kanada eru heildargjöld slíks togara hæst á Íslandi. Sé hins vegar aðeins horft á hafnargjöldin eru þau lægst í Reykjavík. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 425 orð

Efnistaka verði skipulögð

Á STAND í efnistökumálum hér á landi er almennt séð óviðunandi og brýnt þykir að efnistaka verði skipulögð og eftirlit með henni eflt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Náttúruverndarráðs, en skýrslan var kynnt á ráðstefnu um námur á Íslandi, sem haldin var á föstudag í tengslum við Náttúruverndarár Evrópu. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 159 orð

Eining vill uppsögn samninga

FÉLAGSMENN í Verkalýðsfélaginu Einingu í Eyjafirði samþykktu í gærkvöld að skora á launanefnd landssambanda innan ASÍ að segja nú þegar upp gildandi kjarasamningum þannig að þeir verði lausir um áramót. Ennfremur var samþykkt að veita stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins heimild til að segja upp gildandi kjarasamningum þess. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 148 orð

Eins og grafreitur

"VIÐ Súðvíkingar, bæði þeir sem misstu ættingja og aðrir, umgöngumst þennan stað eins og grafreit," segir Sigríður Hrönn Elíasdóttir, oddviti Súðavíkur, um þann hluta þorpsins sem snjóflóðið, sem féll 16. janúar síðastliðinn, lagði í rúst. Frá því að flóðið féll hefur oft og einatt getið að líta blóm í rústunum, ekki síst í þeim húsum þar sem fólk beið bana. Meira
21. nóvember 1995 | Landsbyggðin | 335 orð

Ein stærsta flokkunarstöð landsins

Fáskrúðsfirði - "Miklar vonir eru bundnar við verksmiðjuna fyrir Fáskrúðsfjörð og nágrannabyggðarlög. Lega og staðsetning hennar er talin sú besta á landinu, auk þess sem höfnin er talin vera ein sú besta á Austurlandi og liggur vel við loðnu- og síldarmiðum fyrir Austurlandi," segir Gísli Jónatansson, Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 265 orð

Ekki veittur aðgangur að gögnum án beinna lagaheimilda

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hafnaði í gær kröfu Jóns Steinars Gunnlaugssonar, hæstaréttarlögmanns, um að honum yrðu afhent ljósrit gagna, sem rannsóknarlögreglustjóri lagði fyrir dóminn vegna kröfu um, að Agnesi Bragadóttur, blaðamanni á Morgunblaðinu verði gert að svara spurningum um heimildir að greinaflokki um málefni Sambands ísl. samvinnufélaga og Landsbanka Íslands. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 286 orð

Félagsráðgjafar ráðnir til starfa

ÞEGAR hafa verið greiddar hlutabætur úr Samhug í verki til Flateyringa í nokkrum brýnum tilvikum, en reiknað er með að fullnaðarmat tjóns muni taka talsverðan tíma, m.a. vegna uppgjörs tjónabóta frá öðrum aðilum og annarrar gagnaöflunar. Hörður Einarsson talsmaður sjóðsstjórnar segir hana þó leitast við að hraða störfum eins og frekast er unnt. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 757 orð

Fjölgreinarannsóknir oft mjög frjóar

Vísindi og áhugamennska virðist ekki við fyrstu sýn alltaf hafa samhljóm. Því er forvitnilegt þegar félag með heitinu Félag áhugamanna um vísindafræði er stofnað. Með vísindafræði er átt við sögu allra vísinda og félagið er opið öllum þeim sem áhuga hafa, vilja vinna að framgangi vísindafræða hérlendis, læra af öðrum á því sviði eða miðla af reynslu sinni. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 314 orð

FólkDoktor í læknisfræði

NÝLEGA varði Rafn Benediktsson doktorsritgerð í læknisfræði við Háskólann í Edinborg í Skotlandi. Á undanförnum árum hafa komið fram nýjar tilgátur um tilurð of hás blóðþrýstings. Þær byggja á faraldsfræðirannsóknum sem benda til sterkra tengsla milli fósturþroska (fæðingarþyngdar) og háþrýstings. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 43 orð

Frímínútur í körfuboltabæ

Lið Grindvíkinga er í hópi sterkustu körfuknattleiksliða landsins og því er ekki að undra að körfuknattleikur sé í uppáhaldi hjá ungum Grindvíkingum sem nota frímínútrnar til hins ítrasta til að reyna með sér undir körfunum og draga hvergi af sér. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 214 orð

Frumvarp um að ráð herrar sitji ekki á þingi

SIV Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks á Reykjanesi, flutti í gær frumvarp um að ráðherrum yrði gert að láta af þingmennsku í ráðherratíð með stjórnarskrárbreytingu. Þeir myndu þó áfram eiga rétt á að taka þátt í umræðum að vild og svara fyrirspurnum. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 76 orð

Fulltrúi ungra kommúnista á Kúbu í heimsókn

VINÁTTUFÉLAG Íslands og Kúbu hefur boðið hingað til lands Jonathan Quirós Santos, fulltrúa Bandalags ungra kommúnista á Kúbu, UJC. Hann dvelur á Íslandi dagana 20.­22. nóvember og er það áfangi á fundaferð hans um Norðurlöndin. Meira
21. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 243 orð

Gagnrýnivert að auglýsa ekki sölu bréfanna

SIGURÐUR J. Sigurðsson, Sjálfstæðisflokki gagnrýnir bæjarstjórann á Akureyri fyrir að hafa ekki auglýst hlutabréf bæjarins í Krossanesi með formlegum hætti, en þremur aðilum var gefinn kostur á að senda inn tilboð. Sigurður sagði bæjarráð hafa staðið frammi fyrir því á fundi á fimmtudag að þrjú tilboð lágu fyrir í verksmiðjuna frá aðilum sem sýnt höfðu verulegan áhuga á að kaupa hana. Meira
21. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 809 orð

Góðir gestir og boðflenna

BRÚÐGUMINN sagði hátt og skýrt já, já og brúðurinn játaðist honum með skýru jái og að jáyrðunum var hálf danska þjóðin vitni, ef marka má skoðanakannanir. Brúðkaup Jóakims, yngri sonar Margrétar Þórhildar Danadrottningar, og Alexöndru Manley, sem nú er orðin prinsessa eftir giftinguna, dró að sér athygli þjóðarinnar og næstu nágranna um helgina. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 714 orð

Hagsmunaárekstrar eða óbreytt staða?

ALBERT Eymundsson skólastjóri Hafnarskóla í Hornafirði og varaforseti bæjarstjórnar kveðst annaðhvort ætla að segja af sér sem skólastjóri eða víkja úr bæjarstjórn, þegar flutningur grunnskóla yfir til sveitarfélaga verður að veruleika. Hann telur hættuna á hagsmunaárekstrum of mikla til að verjandi sé að gegna báðum stöðum samtímis. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 777 orð

Helmingur bókana vegna umferðarlagabrota

EFTIR helgina eru 516 bókanir í dagbók lögreglunnar í Reykjavík og um helmingur þeirra eru umferðarmálefni. Höfð voru afskipti af ökumönnum vegna skorts á tillitsemi, aksturs gegn rauðu ljósi, aksturs á móti einstefnu, afstungu eftir umferðaróhapp, aksturs á röngum vegarhelmingi, hunsun umferðarmerkja, brota á almennum reglum um framúrakstur, brota á reglum um framúrakstur við gangbraut, Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 162 orð

Himin og haf ber á milli

HIMIN og haf bar á milli að sögn Gunnars Björnssonar, varaformanns samninganefndar ríkisins, þegar slitnaði uppúr viðræðum við flugumferðarstjóra í fyrrinótt. Gunnar sagði að beinar launakröfur næmu 55% og aðrar kröfur 27%. Flugumferðarstjórar töluðu um að með samningum næðist ákveðin hagræðing, sem Gunnar sagist hins vegar ekki sjá. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 376 orð

Hrepparnir eiga ekki heiðarnar

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur telur að hrepparnir, sem telja sig eiga Eyvindarstaðarheiði og Auðkúluheiði, hafi ekki leitt sönnur á að heiðarnar séu fullkomið eignarland þeirra. Því beri að sýkna Landsvirkjun og ráðuneyti fjármála-, iðnaðar- og landbúnaðar af kröfum þeirra til bóta fyrir virkjunarréttindi í Blöndu og til bóta fyrir land, sem Landsvirkjun hafi fengið til ótímabundinna umráða á heiðunum. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 51 orð

Hundar í augnskoðun

HUNDARÆKTARFÉLAG Íslands gegnst fyrir augnskoðun í hundum næstkomandi laugardag, 25. nóvember, í Sólheimakoti. Tveir danskir dýralæknar, sem jafnframt eru sérfræðingar í augnsjúkdómum, munu annast skoðunina. Augnskoðun er liður í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn arfgengum augnsjúkdómum í hundum hérlendis. Skráning stendur yfir á skrifstofu félagsins í Síðumúla 15, 2. hæð. Meira
21. nóvember 1995 | Landsbyggðin | 500 orð

Húsgull og þrír sunnlenskir bændur verðlaunaðir

Selfossi-Húsgull, samtök um gróðurvernd, umhverfi, landgræðslu og landvernd sem eru grasrótarsamtök á Húsavík og þrír bændur á Suðurlandi, Markús Runólfsson í Langagerði, Hvolhreppi, Jón Karlsson á Gýgjarhólskoti og Valur Lýðsson í Biskupstungum fengu nýlega Landgræðsluverðlaunin fyrir að skara fram úr í starfi sínu í þágu landgræðslu og gróðurverndar. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 99 orð

Innbrot í Goðaborg á Fáskrúðsfirði

INNBROTSÞJÓFUR hafði á brott með sér tölvuhugbúnað og ávísanahefti úr fiskverkuninni Goðaborg á Fáskrúðsfirði aðfaranótt sunnudags. Innbrotið er að fullu upplýst og hefur þýfinu verið skilað óskemmdu. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 454 orð

Íslendingar lentu í hrakningum í Nepal

TVEIR íslenskir menn, Gunnar Másson og Magnús Baldursson, lentu í hrakningum í hlíðum Mount Everest í Nepal þegar mikið óveður geisaði og snjóflóð féllu á þessum slóðum fyrir nokkrum dögum. Utanríkisráðuneytið hafði farið þess á leit við danska sendiráðið í Kathmandu, höfuðborg Nepals, að það grennslaðist fyrir um mennina. Meira
21. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 338 orð

Ítalska stjórnin reynir að hemja sókn innflytjenda

TÆPLEGA milljón manna frá löndum utan Evrópusambandsins (ESB) búa og starfa á Ítalíu með lögmætum hætti. Ólöglegir innflytjendur eru vaxandi vandamál þar í landi og á laugardag samþykkti ríkisstjórnin í Róm tilskipun sem ætlað er að takmarka straum þeirra. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 80 orð

Jólamerki Thorvaldsensfélagsins

JÓLAMERKI Thorvaldsensfélagsins eru komin út. Barnadeild Borgarspítalans mun fá allar tekjur af sölu jólamerkja félagsins í ár. Margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar hafa átt myndir á jólamerkjunum. Í ár var efnt til teiknimyndasamkeppni meðal barna um bestu myndina á jólamerki Thorvaldsensfélagsins. Sigurvegari var 11 ára gamall piltur, Jens Sigurðsson. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 198 orð

Klassískar kvikmyndir í Regnboganum

Á VEGUM Kvikmyndasafns Íslands verða sýndar nokkrar klassískar kvikmyndir fram til 17. desember í Regnboganum. Í dag, þriðjudaginn 21. nóvember, verða sýndar myndirnar Blekkingin mikla, Jóhanna af Örk og Inntak glæpsins. Í tilkynningu frá Kvikmyndasafni segir eftirfarandi um myndirnar: Blekkingin mikla, "La Grande Illusion", Jean Renoir, Frakklandi, 1937. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 105 orð

Knickerbox verslun opnuð

NÝLEGA var opnuð Knickerbox verslun á Laugavegi 62, en hún er hluti af samnefndri alþjóðlegri verslunarkeðju. Verslunin Knickerbox sérhæfir sig í hvers kyns undirfatnaði, náttfatnaði og sundfatnaði fyrir bæði kyn. Knickerbox undirfatakeðjan hefur verið starfsrækt í u.þ.b. 11 ár. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 231 orð

Lausn að finnast á málum slökkviliðsmanna

SLÖKKVILIÐSMENN á Keflavíkurflugvelli samþykktu á fundi síðastliðinn föstudag að fresta í óákveðinn tíma aðgerðum sem þeir höfðu ákveðið að grípa til vegna óánægju með kjaramál. Samþykktin var gerð í kjölfar þess að fulltrúar frá varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins kynntu slökkviliðsmönnunum lausn sem unnið hefur verið að varðandi kjaramál þeirra. Meira
21. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 820 orð

Lech Walesa fórnað fyrir fyrrverandi kommúnista

ÚRSLIT forsetakosninganna í Póllandi benda til þess að Pólverjar hafi fengið sig fullsadda á Lech Walesa, fráfarandi forseta, sem þótti of ráðríkur og átti í látlausum erjum við ríkisstjórnina og þingið, þar sem fyrrverandi kommúnistar ráða mestu. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 957 orð

Lýðræðislegar kröfur ekki uppfylltar

ÓLAFUR Örn Haraldsson, alþingismaður Framsóknarflokksins, segir að kosningarnar, sem fram fóru í Azerbajdzhan fyrir tíu dögum, hafi ekki verið lýðræðislegar. Hann telur ekki tímabært að landinu sé veitt aðild að Evrópuráðinu eins og Azerar hafa sóst eftir. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 50 orð

Lýst eftir fjórhjóli

RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkisins lýsir eftir jeppakerru með fjórhjóli sem stolið var frá húsi við Byggðarenda fyrir tveim vikum. Fjórhjólið er af gerðinni Kawasaki 110 árgerð 1987 og er það rautt á litinn. Þeir sem geta gefið upplýsingar um jeppakerruna og fjórhjólið eru beðnir að hafa samband við RLR. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 610 orð

Misræmi í framburði flækti réttarhöld

MENNIRNIR tveir af togaranum Atlantic Princess, sem ákærðir voru fyrir nauðgun, voru báðir sýknaðir af þeirri ákæru og sá þeirra, sem dæmdur var, fékk sex mánaða dóm fyrir að hafa haft mök við konu í ölvunarsvefni. Víða var misræmi í framburði málsaðilja og gerði það málið erfitt meðferðar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málinu verður áfrýjað. Meira
21. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 292 orð

Moland hættir sem bankastjóri

TORSTEIN Moland seðlabankastjóri í Noregi hefur sagt starfi sínu lausu. Hann neitar að hafa verið beittur þrýstingi en stjórnarandstaðan hótaði í síðustu viku að leggja fram tillögu á þingi um vantraust á Sigbjørn Johnsen fjármálaráðherra yrði honum ekki vikið frá. Nú þykir slíkt vera úr sögunni. Yfirvöld lögðu 45% refsiskatt á Moland í síðustu viku vegna umdeildra hlutabréfakaupa hans. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 111 orð

Morgunblaðið/Ásdís

Morgunblaðið/Ásdís Heit tjara kveikti á brunaboðkerfi ÞRÍR slökkviliðsbílar frá Slökkviliðinu í Reykjavík voru kallaðir út þegar brunaboðkerfi í Íslandsbanka við Lækjargötu fór af stað um kl. 15.12 í gær. Tveir slökkviliðsbílanna voru þó sendir til baka eftir að fram kom að ekki virtist vera um eld að ræða. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 149 orð

Námsstefna um geðheilbrigði

ÞERAPEIA hf., Suðurgötu 12, stendur næstu daga fyrir námsstefnu á sviði geðheilbrigðisfræða. Fyrirlesarar verða George E. Vaillant, prófessor í geðlæknisfræði við Harvard-læknaskólann, og kona hans Leigh McCullough Vaillant, sálfræðingur, sem hefur m.a. sérhæft sig í þróun aðferða í skammtíma-psychotherapiu. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 51 orð

Nýr gluggi í nóvember

Milt veður undanfarið hefur gert mönnum kleift að vinna ýmis verk, sem annars biðu vors. Leifur Ebenezerson notaði tækifærið og skipti um gamlan og óþéttan glugga í húsi við Öldugötu. Vetrarvindar verða því að láta sér nægja að guða á gluggann, en þeir komast ekki inn. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 107 orð

Óskað eftir útburði

SÝSLUMAÐURINN í Árnessýslu hefur fengið bréf frá lögfræðingi landbúnaðarráðuneytisins þar sem óskað er eftir að hann sjái til þess að loðdýrabóndinn á Kvistum í Árnessýslu yfirgefi jörðina. Bóndinn átti að yfirgefa hana 15. nóvember sl. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 214 orð

Óskað opinberrar rannsóknar á fjármálaumsýslu

HREPPSNEFND Reykhólahrepps samþykkti á lokuðum fundi síðastliðinn föstudag að fela lögmanni hreppsins að óska eftir því að fram fari opinber rannsókn á embættisfærslu og fjármálaumsýslu Bjarna P. Magnússonar, fyrrverandi sveitarstjóra Reykhólahrepps. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 465 orð

Reykjavík ein níu menningarborga Evrópu árið 2000

REYKJAVÍK hefur verið útnefnd menningarborg Evrópu árið 2000 ásamt átta öðrum borgum; Bologna á Ítalíu, Prag í Tékklandi, Santiago de Compostela á Spáni, Bergen í Noregi, Brussel í Belgíu, Avignon í Frakklandi, Helsinki í Finnlandi og Kraká í Póllandi. Hingað til hefur aðeins ein borg gegnt þessu hlutverki á ári hverju en brugðið var út af þeirri reglu vegna aldamótanna. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 327 orð

Ríkisstjórnin gagnrýnd fyrir linkind í síldarviðræðum

UTANDAGSKRÁRUMRÆÐA var á Alþingi í gær um síldveiðar í úthöfum og beindi Össur Skarphéðinsson, þingmaður Alþýðuflokks í Reykjavík, þeirri fyrirspurn til ríkisstjórnarinnar hve lengi Norðmenn ættu að geta "haft Íslendinga að ginningarfíflum". Meira
21. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 93 orð

Rúm hálf milljón króna safnaðist

RÚMAR 514 þúsund krónur söfnuðust á stórtónleikum til styrktar Flateyringum sem haldnir voru í Íþróttahöllinni á Akureyri á sunnudag. Alls greiddu 518 gestir aðgangseyri, þar af 47 börn og komu mun færri á tónleikanna en aðstandendur þeirra vonuðust eftir. Fjölmargir tónlistarmenn komu fram á tónleikunum, sem þóttu takast vel og þá flutti sr. Pétur Þórarinsson, hugvekju. Meira
21. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 189 orð

Samið við Ísrael og Nepal

UNDIRRITAÐIR voru tvennir viðskipta- og samstarfssamningum í höfuðstöðvum Evrópusambandsins (ESB) í gær, annars vegar við Ísrael og hins vegar við Nepal. Shimon Peres staðfesti samning við ESB af hálfu Ísraela en samningurinn kemur í stað annars frá 1975. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 171 orð

Segja ríkisstjórn standa fyrir eignaupptöku

ALMENNUR félagsfundur í samtökum Alþýðuflokksfélaga á Suðurnesjum lýsti á laugardag vantrausti á getu ríkisstjórnarinnar til að gæta hagsmuna almennings varðandi eignarrétt hans á auðlindum hafsins umhverfis Ísland. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 122 orð

Sendiherra í London kannar málið

UMHVERFISRÁÐHERRA hefur óskað eftir því við utanríkisráðuneytið að sendiherra Íslands í London kanni hjá breskum stjórnvöldum hvað hæft sé í fregnum um fyrirætlanir að auka endurvinnslu á geislavirkum úrgangi í kjarnorkuvinnslustöðinni við Dounreay. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 166 orð

Seta í öryggisráði eðlileg

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra kvaðst í gær telja að það væri "eðlilegur þáttur í starfi Íslendinga á vettvangi Sameinuðu þjóðina" að taka sæti í öryggisráðinu ef svo bæri undir. Svavar Gestsson, þingmaður Alþýðubandalags í Reykjavík, innti eftir því í fyrirspurnatíma á Alþingi í gær hvort ekki væri rétt að Íslendingar undirbyggju framboð til sætis í öryggisráðinu. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 130 orð

Sérlög vegna samrunakosninga

ALÞINGI samþykkti í gær frumvarp um að nóg sé að fjögur af sex sveitarfélögum á norðanverðum Vestfjörðum samþykki sameiningu í atkvæðagreiðslu, sem haldin verður 2. desember. Frumvarpið var samþykkt með 35 atkvæðum. Einar K. Guðfinnsson, 1. Meira
21. nóvember 1995 | Landsbyggðin | 183 orð

Skagfirsk börn skoða fyrirtæki

KAUPFÉLAG Skagfirðinga hefur til nokkura ára boðið einum árgangi barna í Skagafirði og Sauðárkróki í heimsókn að skoða fyrirtæki sín og starfsemi. Á dögunum fór þessi heimsókn fram og var öllum börnum fæddum árið 1982 boðið ásamt kennurum sínum. Tekið var á móti börnunum við Skagfirðingabúð og þar var farið inn á lager og fræðst um starfsemi og verkgang í verslun. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 361 orð

Skapar verulega slysahættu

SKEMMDARVARGAR hafa unnið tjón á öryggisneti sem liggur yfir rúmlega tveggja metra djúpri rauf umhverfis vatnlistaverkið Fyssu í Laugardal og þarf að skipta um netið. Þorvaldur Stefán Jónsson, verkfræðingur hjá Vatnsveitu Reykjavíkur og tæknilegur hönnuður verksins, sem er eftir listakonuna Rúrí, segir kostnað við að skipta um netið nema um hálfri milljón króna. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 52 orð

Stefnuljós á suðurleið

Í skammdeginu er nauðsynlegt að huga vel að ljósabúnaði bílanna. Það veit Jón Sigurðsson á Sleitustöðum í Skagafirði, sem speglast í afturrúðu Suðurleiðarrútunnar þegar hann lagar hægra stefnuljós hennar. Suðurleiðarrútan dregur nafn sitt af því að hún flytur fólk milli Siglufjarðar og Reykjavíkur frá maí fram í september. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 839 orð

Tekist er á um kröfur ASÍ um launahækkanir

AÐ MATI Alþýðusambands Íslands þurfa laun félagsmanna ASÍ að hækka um u.þ.b. 3.000 krónur á mánuði til að þeir fái svipaðar hækkanir út úr samningum og opinberir starfsmenn fengu út úr sínum samningum við ríkið. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 107 orð

Telja ökurita skerða atvinnufrelsið

TUGIR sendibílstjóra óku bílum sínum niður í miðbæ Reykjavíkur í gær og afhentu Þorsteini Pálssyni, dómsmálaráðherra, ályktun þar sem mótmælt er nýrri reglugerð um akstur og hvíldartíma í innanlandsflutningum. Bílstjórarnir segja að reglugerðin skerði atvinnufrelsi þeirra. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 56 orð

Tónleikar til styrktar Flateyringum

TÓNLEIKARNIR Seljarokk '95 verða haldnir í félagsmiðstöðinni Hólmaseli miðvikudaginn 22. nóvember til styrktar Flateyringum. Margar hljómsveitir munu stíga á stokk s.s. Sniglabandið, Maus, Sælgætisgerðin, Stjórnin, Regge on Ice, Halli Reynis, In Bloom og Sólstrandagæjarnir. Kynnir kvöldsins er Gunnlaugur Helgason. Aðgangseyrir er 400 kr., húsið opnar kl. 19 og dagskránni lýkur kl. 23. Meira
21. nóvember 1995 | Landsbyggðin | 215 orð

Tveir bílar gjörónýtir eftir veltur

Sauðárkróki - SÍÐDEGIS á föstudag barst tilkynning um að bifreið hefði farið út af veginum vestan brúar við vesturós Héraðsvatna. Einn maður var í bílnum og slapp hann að mestu ómeiddur, en krapaelgur var á veginum og mun bílstjórinn hafa misst vald á bílnum með þeim afleiðingum að hann valt og er talinn gjörónýtur. Bílstjórinn er grunaður um ölvun við akstur. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 140 orð

Tæplega 10% nemenda veikir

9,5% nemenda í Austurbæjarskóla, eða 47 af 496, voru veikir á mánudag. Sex starfsmenn voru veikir, þar af fjórir kennarar. Guðmundur Sighvatsson, skólastjóri, sagði að kennarar reyndu að halda sínu striki þótt allt upp í 5 til 6 nemendur vantaði í bekkina. Þegar hinir veiku hefðu náð sér yrði reynt að bæta þeim kennsluna upp með einum eða öðrum hætti. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 154 orð

Umræður um lokun flugbrautar

ÓLAFUR Hannibalsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks á Vestfjörðum, spurði Halldór Blöndal samgönguráðherra í fyrirspurnatíma á Alþingi í gær hvernig á því stæði að þverbraut á Patreksfjarðarflugvelli hefði verið lokað fyrirvaralaust með klossum. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 279 orð

Umræðu um mismunun fagnað

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Eiríki Ormi Víglundssyni fyrir hönd Vélsmiðju Orms og Víglundar sf.: "Á borgarstjórnarfundi í síðustu viku vakti borgarstjóri athygli á því að ríkisframlög til hafnarframkvæmda myndu skekkja samkeppnisstöðuna. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 47 orð

Veiðileyfagjald til annarrar umræðu

ALÞINGI samþykkti í gær að vísa þingsályktunartillögu um veiðileyfagjald til annarrar umræðu. Ágúst Einarsson, þingmaður Þjóðvaka á Reykjanesi, mælti fyrir tillögunni í lok síðustu viku og spunnust snarpar umræður um hana. 43 þingmenn greiddu atkvæði með því að vísa tillögunni til annarrar umræðu. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 101 orð

Vilja fleiri fangaverði

ALMENNUR félagsfundur í Fangavarðafélagi Íslands hefur skorað á dómsmálaráðherra og fangelsisyfirvöld að endurskoða þá yfirlýstu stefnu að fjölga ekki fangavörðum við fangelsið að Litla- Hrauni. Fangaverðir vilja að nú þegar verði ráðnir fleiri fangaverðir til starfa að Litla-Hrauni. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 298 orð

Vilja fulltrúa í almannavarnaráð

LANDSBJÖRG og Slysavarnafélag Íslands efndu til ráðstefnu um málefni svæðisstjórna og landsstjórnar um helgina og sóttu hana 130 manns víðs vegar af landinu. Á ráðstefnunni var rætt um fjölmörg mál sem tengjast starfsemi svæðisstjórna og landsstjórnar. Svæðisstjórnir og landsstjórn eru þeir aðilar sem stýra aðgerðum þegar björgunarsveitir eru kallaðar út. Meira
21. nóvember 1995 | Fréttaskýringar | 1550 orð

Vísur í Deiglunni Þrír landskunnir hagyrðingar létu fjúka í kviðlingum á hagyrðingakvöldi í Deiglunni síðastliðið

Þjónustustúlkan spyr þrjár eldri konur út undan mér: "Get ég fært ykkur eitthvað?" Ein þeirra stendur upp þá þegar og ætlar að færa sig, ­ sjálf. Þetta er á hagyrðingakvöldi í Deiglunni. Þar er samankomið fólk á öllum aldri og enn verð ég undrandi á hvað ferskeytlan virðist eiga sér marga aðdáendur. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 110 orð

Yfir 20 ný stöðugildi stjórnenda hjá borginni

RÁÐIÐ hefur verið í 20,5 ný stöðugildi stjórnenda og millistjórnenda hjá Reykjavíkurborg frá því R-listinn tók við stjórn borgarinnar 1. júní 1994. Kostnaður borgarinnar vegna ráðninganna er samtals 52,9 milljónir á ári. Meira
21. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 77 orð

Þyrlan sótti sjómann

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan sjómann um borð í Grindvíking í gærmorgun á loðnumiðin um 75 sjómílur NNA af Horni. maðurinn hafði slasast á hendi og var hann fluttur á slysadeild Borgarspítalans. Björgunarlugið tók um 3 klukkstund og lenti þyrlan kl. 13.25 við Borgarspítalann. Meira

Ritstjórnargreinar

21. nóvember 1995 | Leiðarar | 551 orð

LECH WALESA ECH WALESA, forseti Póllands, beið lægri hlut í

LECH WALESA ECH WALESA, forseti Póllands, beið lægri hlut í forsetakosningunum um helgina. Hann hlaut 48,3% atkvæða en sigurvegarinn, Aleksander Kwasniewski, leiðtogi Lýðræðislega vinstribandalagsins, 51,7%. Meira
21. nóvember 1995 | Staksteinar | 349 orð

»Tollabandalag við Tyrki SVENSKA Dagbladet hvetur til þess í forystugrein að Evró

SVENSKA Dagbladet hvetur til þess í forystugrein að Evrópuþingið samþykki samning Evrópusambandsins við Tyrkland um tollabandalag og hjálpi þannig lýðræðisöflum í landinu. Er glasið hálffullt eða hálftómt? Meira

Menning

21. nóvember 1995 | Myndlist | -1 orð

Á djúpslóð

Jón Gunnarsson. Opið alla daga frá 14-18. Lokað þriðjudaga. Til 27. nóvember. Aðgangur ókeypis. MÁLARINN Jón Gunnarsson, sem sýnir í aðalsölum Hafnarborgar og kaffistofu, var lengi vígður hafinu og aðalatvinnuvegi þjóðarinnar. Um árabil var hann skipverji á togurum og þekkir þar alla innviði stafna á milli, ásamt því vinnulagi er þar fer fram. Meira
21. nóvember 1995 | Tónlist | 622 orð

Á léttu nótunum

Amerískir negrasálmar, rakarastofu- og söngleikjalög. Signý Sæmundsdóttir sópran, Lára Rafnsdóttir, píanó, Átta fóstbræður og karlakórinn Fóstbræður. Stjórnandi: Árni Harðarson. Digraneskirkju í Kópavogi, föstudaginn 17. nóvember kl. 20:30. Meira
21. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 54 orð

Bronson hress að venju

CHARLES Bronson hefur ekkert misst í fegurð sinni, þrátt fyrir að vera orðinn 75 ára gamall. Hér er hann ásamt kærustunni, Kim Weeks, en upp á síðkastið hafa gengið sögusagnir um að þau hyggist ganga í hjónaband. Þessi mynd er tekin á samkomu Írsk-ameríska vinafélagsins til heiðurs leikaranum Liam Neeson. Meira
21. nóvember 1995 | Bókmenntir | 580 orð

Brói skrifar bók

eftir Þórarin Torfason. Andblær 1995 - 159 síður. BYGGING verksins er spennandi þar sem það hefur margar umgjarðir. Brói er að skrifa skáldsögu um Stellu þar sem hann fléttar saman sögu hennar og föður hennar ungs. Hann sendir Hörpu systur sinni kaflana og bréfaskipti systkinanna fléttast inn í söguna. Enn aðrir kaflar fléttast inn í sögu Stellu. Meira
21. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 90 orð

Burt með hárkolluna

BURT gamli Reynolds var að venju afslappaður þegar hann sótti tennisskóla fyrir frægt fólk á dögunum. Hann lék nýlega í myndinni Nektardans eða "Striptease" ásamt Demi Moore og fær þar tækifæri til að blása nýju lífi í leikferil sinn, en hann er 59 ára gamall. Meira
21. nóvember 1995 | Menningarlíf | 219 orð

Chopin og Bartók á Háskólatónleikum

Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Norræna húsinu miðvikudaginn 22. nóvember flytur Miklós Dalmay píanóleikari verk eftir Chopin og Bartók. Hann leikur Ballöðu í f- moll eftir Fréderic Chopin og tvö verk eftir Bela Bartók, Svítu op. 14 og Allegro barbaro. Tónleikarnir eru um hálftími að lengd og hefjast klukkan 12.30. Meira
21. nóvember 1995 | Menningarlíf | 825 orð

Faðmaður af gagnrýnendum Sigurður Bragason baritónsöngvari og Vovka Ashkenazy píanóleikari hafa sent frá sér geislaplötuna

HUGMYNDIN er sú að hlustendur setjist í hægindastólinn, kveiki á geislaspilaranum og hlýði á tónleika heima í stofu," segir Sigurður Bragason baritónsöngvari en út er komin hjá Japis geislaplatan Ljóðakvöld, þar sem þeir Vovka Ashkenazy píanóleikari flytja lög eftir Chopin, Liszt, Rakhmanínov, Ravel og Rubinstein. Meira
21. nóvember 1995 | Myndlist | 571 orð

Fólk og önnur fyrirbæri

Guðmundur Ármann/Erla Þórarinsdóttir og Andrew M. McKenzie. Opið kl. 14-18 alla daga nema mánudaga til 10. desember. Aðgangur ókeypis. ENN hafa verið settar upp tvær ólíkar sýningar í sölum Listasafnsins á Akureyri, og er þessi venja af hinu góða. Meira
21. nóvember 1995 | Menningarlíf | 170 orð

Frá álfum og tröllum

Í BÓKINNI Íslenskar þjóðsögur ­ Álfar og tröll eftir Ólínu Þorvarðardóttur er fjölbreytt úrval þjóðsagna um náttúruvætti landsins sem um aldir hafa verið þjóðinni hugleiknir. "Íslenskar þjóðsögur ­ Álfar og tröll er skrifuð til að kynna fyrir ungu fólki þá menningararfleifð sem þjóðsögurnar eru, og um leið að endurvekja kynni þeirra sem eldri eru af rökkursögum bernsku sinnar, Meira
21. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 85 orð

Handverk og hönnun í Tjarnarskóla

DAGANA 9.­19. nóvember var haldin sýningin Handverk í Ráðhúsi Reykjavíkur. Kennurum Tjarnarskóla þótti tilvalið að leyfa nemendum að njóta hennar og vinna að handverki og hönnun í framhaldi af skoðun sýningarinnar. Öllum nemendum skólans var skipt í hópa. Hver hópur hannaði bók, hannaði og saumaði taupoka, hannaði nafnspjöld og skoðaði sýninguna í Ráðhúsinu. Meira
21. nóvember 1995 | Menningarlíf | 87 orð

Hömluleysi og fíkn

SMÁSAGNASAFNIÐ Í síðasta sinn eftir Ágúst Borgþór Sverrisson er komið út. Í bókinni eru níu sögur. "Margar sagnanna lýsa því hvernig mynstur hömluleysis og fíknar sem einkennir áfengis- og vímuefnasjúklinga getur birst í öðrum myndum, þ.e. ofáti, kynlífsfíkn og spilasýki. Meira
21. nóvember 1995 | Menningarlíf | 142 orð

Ísbjörn Ísaks Harðarsonar

ÚT ER komin ljóðabókin hvítur ísbjörn eftir Ísak Harðarson. Þetta er níunda bók Ísaks, en áður hefur hann sent frá sér sjö ljóðabækur og eitt smásagnasafn. hvítur ísjbörn skiptist í þrjá hluta sem nefnast: svartur ísbjörn, glefsandi rennilás og hvítur ísbjörn. Í bókinni eru ekki eingöngu ný ljóð heldur er þar einnig að finna eldri ljóð. Meira
21. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 123 orð

James Bond á toppnum

UM HVERJA helgi er tekinn saman listi yfir vinsælustu kvikmyndir helgarinnar í Bandaríkjunum. Um þarsíðustu helgi var gamanmyndin "Ace Ventura: When Nature Calls" langvinsælust og setti nóvemberaðsóknarmet. Um þessa helgi var nýja James Bond-myndin, "Goldeneye" eða Gullauga, frumsýnd og náði toppsætinu af Ace. Meira
21. nóvember 1995 | Menningarlíf | 67 orð

KARLSSONUR, Lítill, Trítill og fuglarnir hefur v

KARLSSONUR, Lítill, Trítill og fuglarnir hefur verið eitt af eftirlætisævintýrum íslenskra barna. Í því er sagt frá hvernig karlssonur leysir erfiðar þrautir sem fyrir hann eru lagðar og sleppur úr klóm skessunnar. Anna Cynthia Leplar hefur myndskreytt þetta gamla íslenska ævintýri sem Ragnheiður Gestsdóttir endursagði. Meira
21. nóvember 1995 | Bókmenntir | 335 orð

Leiðin út úr búrinu

eftir Gunnhildi Sigurjónsdóttur. Prentsmíði prentaði. Andblær 1995 ­ 54 síður. SÓLIN dansar í baðvatninu er fyrsta ljóðabók Gunnhildar Sigurjónsdóttur, en bók hennar ber þess merki að hún hafi ort lengi. Elsta ljóðið er frá 1975 og öðru hverju hafa birst ljóð eftir Gunnhildi í tímaritum. Bókin er engu að síður nokkuð samstæð. Meira
21. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 57 orð

Ljúfir tónar hjá André Bachmann

ANDRÉ Bachmann gaf nýlega út plötuna Til þín og hélt útgáfutónleika í tilefni af því á Kringlukránni fyrir skemmstu. Gestir skemmtu sér vel og meðal annars flutti Rósa Ingólfsdóttir ávarp. Morgunblaðið/Jón Svavarsson JENNÝ Stefánsdóttir, Þórarinn Björnsson og EmilíaÁsgeirsdóttir. Meira
21. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 65 orð

Makalaust fjör

UNGAR konur sem æft hafa í Stúdíói Ágústu, Jónínu og Hrafns komu saman og skemmtu sér á Ömmu Lú á laugardagskvöld. Eiginmennirnir komu einnig saman og skemmtu sér annars staðar í bænum sama kvöld. Meira
21. nóvember 1995 | Skólar/Menntun | 231 orð

Margmiðlunartölva færð háskólanum

LIONSKLÚBBURINN Víðarr afhenti í liðinni viku Námsráðgjöf Háskóla Íslands að gjöf veglega margmiðlunartölvu handa fötluðum stúdentum. Þetta er fyrsta tölvan sem Háskóli Íslands eignast sem sérstaklega er útbúin og ætluð fyrir fatlaða stúdenta. Meira
21. nóvember 1995 | Menningarlíf | 132 orð

Meðan augun lokast

ÚT ER komin ljóðabókin Meðan augun lokast eftir Þórð Helgason og er hún fjórða ljóðabók höfundarins. Fyrri bækur hans eru Þar var ég (1989), Ljós ár (1991) og Aftur að vori (1993). Auk þess hefur Þórður gefið út þrjár handbækur og eftir hann hafa birst nokkrar smásögur. Þórður er einnig höfundur nokkurra fræðirita og greina auk fjölda kennslubóka. Meira
21. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 40 orð

Menning í MH

MENNINGARKVÖLD á vegum Menntaskólans við Hamrahlíð var haldið í kjallara skólans síðastliðið fimmtudagskvöld. Margir upprennandi listamenn komu fram og fluttu verk sín við góðar undirtektir gesta. Morgunblaðið/Hilmar Þór TRÚBADORINN Gímaldin flutti lög sín. KRISTÍN Eysteinsdóttirsöng nokkur lög. Meira
21. nóvember 1995 | Bókmenntir | -1 orð

Mikið rit og vandað

eftir Guðrúnu P. Helgadóttur. 2. prentun. 180 + 188 bls. Hörpuútgáfan. Prentun: Hólar hf. og Oddi hf. 1995 Verð kr. 3.480. SKÁLDKONUR fyrri alda er mikið rit og vandað. Það kom fyrst út í tveim bindum 1961 og 1963. Nú hafa bæði bindin verið gefin út í einni bók. Allt er verkið reist á grunnrannsóknum og telst því til undirstöðurita. Meira
21. nóvember 1995 | Menningarlíf | 105 orð

"Mynd frá Franz"

THOR Vilhjálmsson flytur erindi í franska bókasafninu, Alliance Française, Vesturgötu 2, 3. hæð á morgun miðvikudag kl. 20.30. Yfirskriftin er "Mynd frá Franz ­ Litið til franskrar menningar". En eins og flestir vita er Thor mikill Frakklandsvinur og þekkir París og lífið í borginni vel. Meira
21. nóvember 1995 | Menningarlíf | 110 orð

Notte, serene ombre

Við gengum niður spænsku tröppurnar og ég sagði einhverja firru um að fuglinn léki á lútu, leiddi skynsemi þína afvega. Hirðfífl kynni að hafa skilið mig. Og án fyrirvara: í norðri, það var ekki kvöldið sem blaðaði í gegnum albúm laufanna, engin tré. Vængir plægja loftið og gára vatnið, rotnandi. Meira
21. nóvember 1995 | Menningarlíf | 108 orð

Nýjar bækur

ÚT er komin bókinSvanur og svarti maðurinn eftir Anders Jacobsson og Sören Olsson. Þýðandi er Jón Daníelsson. "Nú er Svanur orðinn níu ára og hlakkar mikið til að fara í sumarbúðir í fyrsta sinn. Meira
21. nóvember 1995 | Menningarlíf | 148 orð

Nýjar bækur

ELÍAS eftir Auði Haralds og Valdísi Óskarsdóttur er komin út. Þetta er ný útgáfa af Elíasi, "fyrstu bókinni um þennan óforbetranlega strák, sem allir krakkar hafa gaman af að lesa um. Meira
21. nóvember 1995 | Menningarlíf | 56 orð

Nýjar bækur

ÚT er komin bókin Morð í þremur þáttum eftir Agöthu Christie. Þýðandi er Ragnar Jónasson. "Morð í þremur þáttum er sígild, fyrsta flokks leynilögreglusaga með spennandi söguþræði, óvæntum atburðum, grunsamlegum persónum og síðast en ekki síst, sögulokum sem koma öllum á óvart... Meira
21. nóvember 1995 | Menningarlíf | 77 orð

Nýjar bækur

ÚT er komin bókin Fríða framhleypna og Fróði eftir Lykke Nielsen. Þýðandi er Jón Daníelsson. "Gulur grísaskítur og græn skrímsli! Vonlausu vesalingar og vitlausu vitfirringar! Ætlist þið til að ég éti þetta hálfsoðna óæti?". Þetta er það fyrsta sem Fríða heyrir þegar hún kemur inn í herbergi Úlfs gamla. Meira
21. nóvember 1995 | Menningarlíf | 54 orð

Nýjar bækur

ÚT er komin bókin Nancy: Leyndarmál veitingahússins eftir Carolyn Keene. Þýðandi er Gunnar Sigurjónsson. "Meginástæða fyrir vinsældum Nancy-bókanna er spennan sem helst á hverri síðu allt til loka. Það hafa verið gefnar út 50 bækur um Nancy og þær selst í milljónum eintaka," segir í kynningu. Útgefandi er Skjaldborg hf. Verð kr. 1. Meira
21. nóvember 1995 | Menningarlíf | 86 orð

Nýjar bækur SAGAN af Gretti sterka er n

SAGAN af Gretti sterka er nýkomin út. Þetta er endursögn eftir Einar Kárason á Grettissögu, myndskreytt af Jüri Arrak sem er eistneskur listamaður. Í kynningu segir: "Bókin er ætluð börnum og unglingum og aðgengileg aflestrar fyrir hvern sem er. Meira
21. nóvember 1995 | Menningarlíf | 48 orð

Nýjar bækurÚT er komin bókin

ÚT er komin bókin Maggi mörgæs listamaður eftir Tony Worlf og Sibylle von Flüe í þýðingu Gissurar Ó. Erlingssonar. Bækurnar um Magga mörgæs eru orðnar sex og aðdáendum Magga fjölgar stöðugt. Í þessari bók fer Maggi með fjölskyldu sína í sirkus. Útgefandi er Skjaldborg hf. Verð 1.190 kr. Meira
21. nóvember 1995 | Menningarlíf | 55 orð

Nýtt tímaritNÝJASTI árangur Orðsi

NÝJASTI árangur Orðsins, rits Félags guðfræðinema er nú komið út. Í ár eru þrjátíu ár liðin frá því að það kom fyrst út og af því tilefni er ritið óvenju veglegt. Meðal efnis eru greinar um kirkjulistir, trúfræði og kirkjudeildafræði, en meðal höfunda eru Sigurjón Árni Eyjólfsson, Hjalti Hugason, Þór Magnússon og Svavar A. Jónsson. Meira
21. nóvember 1995 | Skólar/Menntun | 426 orð

Nýtt tölvuver bylting fyrir nem endur og kennara

NÝTT tölvuver var tekið í notkun í Fjölbrautaskólanum við Ármúla í byrjun haustannar. Um leið eignaðist skólinn 18 tölvur til viðbótar þeim sem fyrir voru. Að sögn Helmuts Hinrichsens, kennslustjóra í tölvudeild, var hugmyndin ekki eingöngu sú að fjölga tölvum heldur að búa til tölvuver sem taki mið af framtíðinni. "Ég tel að fella eigi niður tölvukennslu þegar fram líða stundir. Meira
21. nóvember 1995 | Bókmenntir | 742 orð

Orðsins list

Vísur handa stálpuðum krökkum tíu til hundrað ára. Höfundur: Hallberg Hallmundsson. Brú 1995 - 58 síður 1.090 kr. LANGA ævi hefir Hallberg setið, úti í henni Ameríku, við "fótskör" hugsuða, - leitað kjarna lífsins, - reynt að skilja, færa í búning fyrir enska lesendur. Meira
21. nóvember 1995 | Skólar/Menntun | 712 orð

Rúmlega 50 nemendur þurfa sérstök úrræði

MEÐ samþykkt Háskólaráðs frá því í sumar hefur verið mörkuð stefna um hvaða úrræðum eigi að beita vegna fatlaðra nemenda við Háskóla Íslands (HÍ). "Þarna er m.a. kveðið á um að beita nýjum aðferðum í sambandi við próf og að hafa aðbúnað í fyrirlestrum sem sniðinn er að þörfum fatlaðra einstaklinga. Meira
21. nóvember 1995 | Menningarlíf | 84 orð

SAGAN af húfunni fínu heitir ný myndab

SAGAN af húfunni fínu heitir ný myndabók eftir Sjón, myndskreytt af Halldóri Baldurssyni. Hér segir frá strák sem situr á steini ofan á bestu húfu í heimi. Þegar fólkið úr borginni efast verður strákurinn að sannfæra það og byrjar að segja frá kostum höfuðfatsins. Meira
21. nóvember 1995 | Menningarlíf | 280 orð

Sex ljúflingslög og Vorsónatan

TÓNLEIKAR Sigrúnar Eðvaldsdóttur, fiðluleikara, og Selmu Guðmundsdóttur, píanóleikara, á vegum Styrktarfélags Íslensku óperunnar verða haldnir á morgun, miðvikudag kl. 20.30 í Óperunni. Þær stöllur munu leika efnisskrá sem þær eru á leið með til Bandaríkjanna á vegum The American- Scandinavian Institute og munu flytja þar á tónleikum í Carnegie Hall í New York 2. desember. Meira
21. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 38 orð

Sinatra áttræður

Reuter Sinatra áttræður AFRANK Sinatra, eða "The Voice" eins og hann hefur verið kallaður, hélt upp á áttræðisafmæli sitt með mikilli viðhöfn í Los Angeles á sunnudaginn. Fram komu ýmsir kunnir skemmtikraftar, meðal annarra Bruce Springsteen og Tony Bennet. Meira
21. nóvember 1995 | Bókmenntir | 955 orð

Sjóðheitur réttur - veisla á bók

Eftir Isabel Allende. Tómas R. Einarsson þýddi. Prentun Oddi. Mál og menning 1995 - 336 síður. 2.700 kr. í nóvember, eftir það 3.880 kr. "Á HVERJUM degi deyja milljónir manna og enn fleiri fæðast, samt sem áður fæddist þú ein, þú ein getur dáið," segir Isabel Allende í bréfi til Paulu dóttur sinnar sem hún skrifar við banabeð hennar árið 1992. Meira
21. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 58 orð

Skólaball hjá FB

NEMENDUR Fjölbrautaskólans í Breiðholti héldu skólaball síðastliðið fimmtudagskvöld í Tunglinu. Skífuknaparnir Damon Wild og Árni gáfu þeim kost á að hrista útlimi sína með taktfastri tónlist og nýttu margir sér það fram á rauða nótt. Morgunblaðið/Hilmar Þór STEMMNINGIN var góð. Meira
21. nóvember 1995 | Skólar/Menntun | 253 orð

Skólastjórar þurfa stjórnunarmenntun

Á NÁMSTEFNU Skólastjórafélags Íslands og Skólameistarafélags Íslands í byrjun nóvember sem fram fór á Höfn í Hornafirði voru meðal annars kynntar niðurstöður könnunar um valddreifingu í grunn- og framhaldsskólum. Þar kom meðal annars fram að mikilvægt þykir að skjólastjórnendur hafi einhverja menntun í stjórnun til viðbótar við faglega kennaramenntun sína. Meira
21. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 61 orð

Sólon fimm ára

VEITINGAHÚSIÐ og galleríið Sólon Íslandus hélt upp á fimm ára afmæli sitt á laugardaginn. Fjölmenni mætti til að samfagna eigendum staðarins og þáði léttar veitingar. Ljósmyndari Morgunblaðsins lét flass sitt skína um sali staðarins. Morgunblaðið/Jón Svavarsson GRÉTAR Reynisson, Sverrir Guðjónsson og Margrét Ólafsdóttir. Meira
21. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 478 orð

Stóri draumurinn

Nýjar hljómplöturStóri draumurinn Orri Harðarson hefur jafnan farið eigin leiðir í tónlistariðju sinni og fyrir skemmstu kom út önnur sólóskífa hans og önnur platan sem hann gefur út sjálfur. Hann segir þó að sig sé farið að langa til að vinna með öðrum. Meira
21. nóvember 1995 | Bókmenntir | 496 orð

Sýndarveruleikinn er tekinn við og ræður ríkjum Þær bækur sem mest er látið með og seljast best eru oft tilbúningur að mati

Í NÝLEGU ávarpi frá ritstjórum spænskra menningartímarita er í upphafi minnt á þá staðreynd að upplýsingasamfélagið hefur tekið við af iðnaðarsamfélaginu. Orðrétt segir: "Sýndarveruleikinn er tekinn við, ræður ríkjum, upplýsingarnar hafa orðið mikilvægasta markaðsvaran og fjölmiðlarnir eru leiðin sem býr til og dreifir þessum nýja veruleika. Meira
21. nóvember 1995 | Menningarlíf | 316 orð

Táknmál og tölvísi miðalda

KRISTNITAKAN og Kirkja Péturs í Skálaholti heitir ný bók í flokknum, Rætur íslenzkrar menningar, eftir Einar Pálsson. Þetta rit er samið í tilefni af 1000 ára afmæli kristnitökunnar á Íslandi. Það er byggt á miðaldafræðum, einkum er táknmál trúarbragða krufið og þau atriði dregin fram sem aldrei hafa fyrr verið sett í samband við kristnitökuna. Meira
21. nóvember 1995 | Bókmenntir | 137 orð

Tímamótaverk

FRÚ BOVARY eftir Gustave Flaubert er komin út í þýðingu Péturs Gunnarssonar. Frú Bovary var tímamótaverk og þótti marka upphaf nútíma skáldsagnagerðar. Þegar sagan kom út vakti hún mikla hneykslun. Þóttu persónur sögunnar algerlega siðlausar og höfundurinn virtist leggja blessun sína yfir ósómann. Vegna skáldsögunnar var höfðað mál á hendur útgefanda og höfundinum. Meira
21. nóvember 1995 | Menningarlíf | 264 orð

Tónlist fyrir alla

TÓNLIST fyrir alla heldur áfram að hljóma í næstu viku, á skólatónleikum og almennum tónleikum í tengslum við þá, í Kópavogi, á Suðurnesjum og Vesturlandi. Í byrjun októbermánaðar heimsóttu þrír tónlistarhópar þessa staði og léku fyrir börn og fullorðna. Nú er komið að síðari heimsókn tónlistarfólks á þessu misseri. Hljómskálakvintettinn leikur fyrir nær 3. Meira
21. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 65 orð

Tvímæli sungin

HLJÓMSVEITIN Cigarette gaf nýlega út fyrstu plötu sína og ber hún heitið "Double Talk". Í tilefni af því stóð sveitin fyrir útgáfutónleikum í Loftkastalanum, við góðar undirtektir áhorfenda. Fjörið var í algleymingi þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði. Meira
21. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 30 orð

Ungfrú heimur 1995

FULLTRÚI Venesúela sigraði í keppninni Ungfrú heimur 1995. Hérna sést hún sigurglöð með kampavínsglas í hendi. Hún heitir Jacqueline Auilera Marcano og er 19 ára að aldri. Reuter Meira
21. nóvember 1995 | Menningarlíf | 158 orð

Útgáfutónleikar í Borgarleikhúsinu

SKREF íslenskir-tónlistarmenn er ný geisladiskaútgáfa fyrir klassíska íslenska tónlistarmenn og í kvöld kl. 20.30 verða haldnir útgáfutónleikar í Borgarleikhúsinu til þess að vekja athygli á átta geisladiskum sem koma út á vegum útgáfunnar á næstunni. Meira
21. nóvember 1995 | Skólar/Menntun | 77 orð

Vagnar í skólaakstri í lagi

STARFSMENN Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar hafa yfirfarið þær 6-7 bifreiðar sem notaðar eru til skólaaksturs á vegum borgarinnar. Niðurstaðan varð sú að ástand þeirra var fullnægjandi. Að sögn Viktors Guðlaugssonar forstöðumanns Skólaskrifstofu Reykjavíkur kom ábending frá utanaðkomandi aðila um að kanna ástand vagnanna. Meira
21. nóvember 1995 | Skólar/Menntun | 132 orð

Vilja að jaranefnd úrskurði

FÉLAGAR í Skólameistarafélagi Íslands hafa óskað eftir því að kjaranefnd úrskurði um kjör þeirra, en mikil óánægja er bæði innan Skólameistarafélagins svo og Skólastjórafélags Íslands um launakjör æðstu stjórnenda. Er skólameisturum og skólastjórum raðað í launaflokka með tilliti til stærðar skóla. Meira
21. nóvember 1995 | Bókmenntir | 143 orð

Þankar á íslenskri strönd

NÝLEGA kom út í Svíþjóð ljósmyndabók með ljóðrænum hugleiðingum eftir Anders Geidemark. Í bókinni eru einnig ljóð eftir þrjú skáld: Tomas Tranströmer, Stein Steinarr og Þorstein frá Hamri. Bókin nefnist Stigen ur hav - av vingar skuggad. Reflexioner från en isl¨andsk strand. Forlag höfundarins sem hann kallar Innblástur gefur bókina út. Meira
21. nóvember 1995 | Menningarlíf | 219 orð

Þar kennir margra grasa

VARGALDIR er þriðja og síðasta bókin í safni þýðinga Lárusar Más Björnssonar á finnskri ljóðlist. Hér eru birt ljóð níu kvenna sem fæddar eru á tímabilinu frá 1919 til 1958. "Þetta safn hefur verið í undirbúningi í um það bil tvö ár," sagði Lárus Már í samtali við blaðamann, "og er uppbyggt þannig að með ljóðum hvers höfundar hef ég skrifað allítarlega kynningu á honum. Meira
21. nóvember 1995 | Tónlist | 397 orð

...því þar liggur eitthvað í leyni

Þórunn Guðmundsdóttir, sópransöngkona og Kristinn Örn Kristinsson, píanóleikari fluttu söngverk eftir Oskar Merikanto, Benjamin Britten og Þórarinn Guðmundsson. TÓNLEIKARNIR hófust á sönglögum eftir Merikanto, sex skemmtilegum lögum, sem lítt eða ekkert hafa heyrst hér á landi og mun þar um valda mestu, að finnskan er ekki auðveld fyrir flesta evrópubúa. Meira
21. nóvember 1995 | Bókmenntir | 35 orð

(fyrirsögn vantar)

Vargaldir/ Ljóð finnskra skáldkvenna í þýðingu Lárusar Más Björnssonar/2 Vandræður Hallbergs/2 Skáldkonur fyrri alda eftir Guðrúnu P. Helgadóttur/ 3 Skáldsagan Burt og ljóðabókin Sólin dansar/3 Einar Pálsson um táknmál og tölvísi/3 Paula eftir Isabel Allende/4 Meira
21. nóvember 1995 | Menningarlíf | 50 orð

(fyrirsögn vantar)

SKJÖLDUR, 3. tbl. 4. árgangs er nýkominn út. Meðal efnis er viðtal við Kristján Bersa Ólafsson skólameistara; umfjöllun um Konrad Maurer og störf hans í þágu Íslendinga og þýðing Steingríms Gauts Kristjánssonar á ljóði eftir Kínverjann Sú Don Po. Ritstjóri Skjaldar er Páll Skúlason. Útgáfufélagið Sleipnir gefur út. Meira
21. nóvember 1995 | Menningarlíf | 94 orð

(fyrirsögn vantar)

EINU sinni var raunamæddur risi heitir nýjasta myndabók Áslaugar Jónsdóttur. Sagan sem er ætluð yngstu lesendunum fjallar um risann sem aldrei hló og hélt af stað í langa ferð í leit að hlátrinum. Risinn hittir fjölda dýra en finnur ekki hláturinn fyrr en hjá börnunum. Um leið og sagan er lesin geta börnin skoðað dýrin og líkt eftir hljóðum þeirra. Meira

Umræðan

21. nóvember 1995 | Aðsent efni | 1159 orð

Alaskalúpínan og gróðurstigið

Meðan lánlaus krýpur uppá Kili kona og hampar dauðans sjónarspili. Landvættirnar ganga úr hverju gili. Þar naumast meri gæti haldið fyli. ÉG HEF undanfarið lesið nokkrar blaðagreinar sem hafa verið skrifaðar gegn landbótarstarfinu. Ekki hef ég þó náð að lesa allt, sökum fjarveru minnar frá fjölmiðlum vegna vinnu minnar. Meira
21. nóvember 1995 | Aðsent efni | 792 orð

Búsetaformið hagstæðara en húsbréfakerfið

EINU sinni enn eru húsnæðismál komin í brennipunkt, einkum vegna gífurlegra greiðsluerfiðleika fjölda fólks. Helsta ráðið er þá að bjóða upp á lengingu lána úr 25 árum í 40 ár í húsbréfakerfinu. Árleg greiðslubyrði lækkar að vísu nokkuð, en heildarbyrðin eykst hins vegar um næstum fjórðung. Eignamyndun er því hverfandi þar til undir lok lánstímans og miðað við t.d. Meira
21. nóvember 1995 | Aðsent efni | 962 orð

Eru Suðurnesjamenn hraustari en Akureyringar?

Í GREIN eftir undirritaðan, sem birtist í Mbl. 27. sept. sl., er fjallað um rekstrarvanda Heilsugæslustöðvar Suðurnesja (H.S.S.) í tilefni af þeirri ráðstöfun heilbrigðisráðherra að setja tilsjónarmann yfir rekstur stofnunarinnar. Þar bendi ég á að fjárframlög ríkissjóðs til rekstrarins duga ekki til að halda áfram óbreyttri starfsemi. Meira
21. nóvember 1995 | Velvakandi | 374 orð

fyrradag var frá því sagt hér í blaðinu, að Vinnslustöði

fyrradag var frá því sagt hér í blaðinu, að Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefði tapað 80 milljónum króna á svonefndum gjaldmiðilsskiptasamningum, sem gerðir hefðu verið að ráði sérfræðinga. Það er sennilega ekki nýtt að íslenzk fyrirtæki verði fyrir slíku tapi vegna gjaldeyrisviðskipta heldur hitt að frá því skuli sagt. Meira
21. nóvember 1995 | Velvakandi | 411 orð

Gegn viðskiptabanninu ­ virðum sjálfræði Kúbu

Í NÓVEMBERBYRJUN fordæmdi allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna viðskiptabann Bandaríkjanna á Kúbu sem staðið hefur í 35 ár. Þetta var í fjórða sinn sem þingið fordæmdi viðskiptabannið, nú með 117 atkvæðum gegn 3 en 38 sátu hjá. Ríkisstjórn Íslands greiddi í fyrsta skipti atkvæði með tillögunni. Talið er að árið 1994 hafi viðskiptabannið kostað efnahagslíf Kúbu einn milljarð Bandaríkjadala. Meira
21. nóvember 1995 | Velvakandi | 612 orð

Hugsjónamenn í flórnum

ÓSKÖP er það gaman þegar fólk eignast hugsjón. Nú hefur slíkt gerst meðal nokkurra alþingismanna og þó eru sumir alltaf að tönnlast á því að meðal þeirra eigi það fyrirbæri erfitt uppdráttar. Fjórir þingmenn hafa fengið þá hugljómum að brýna nauðsyn beri til að leyfa framhaldsskólakrökkum að drekka löglega, Meira
21. nóvember 1995 | Aðsent efni | -1 orð

Kennarar andvígir framhaldskólafrumvarpinu

UMRÆÐA um skólamál hefur verið almenn og mikil undanfarið og boðaðar hafa verið miklar breytingar á skólakerfinu hér á landi. Flutningur grunnskólans virðist yfirvofandi og menntamálaráðherra hefur lýst yfir þeim vilja sínum að frumvarp til laga um framhaldsskóla verði samþykkt á yfirstandandi þingi. Eitthvað hlýtur að vera jákvætt við þetta. Meira
21. nóvember 1995 | Velvakandi | 121 orð

Mat á Kvistum Ragnari Böðvarssyni: ATHUGASEMD vegna viðtals við aðstoðarmann landbúnaðarráðherra í Tímanum 16. nóvember. Í

ATHUGASEMD vegna viðtals við aðstoðarmann landbúnaðarráðherra í Tímanum 16. nóvember. Í viðtalinu er eftirfarandi haft eftir aðstoðarmanninum. "Það mætti húðskamma okkur hér fyrir að yfirmeta eignir hans á sínum tíma. Meira
21. nóvember 1995 | Aðsent efni | 734 orð

Neyslustjórar nútíðar

MARGVÍSLEGAR niðurgreiðslur eiga sér stað í landbúnaði eins og öllum er kunnugt um. Þessar niðurgreiðslur skekkja oft á tíðum samkeppnisstöðu annarra fyrirtækja gagnvart landbúnaðarafurðum og jafnvel innbyrðis milli einstakra greina í landbúnaði svo sem í kjötiðnaði. Meira
21. nóvember 1995 | Velvakandi | 660 orð

Opið bréf til formanns umhverfismálaráðs Reykjavíkur

Opið bréf til formanns umhverfismálaráðs Reykjavíkur Frá Kristjáni Gíslasyni KÆRA Bryndís. Ég þakka þér fyrir bréfið frá 16. október, ásamt tilmælum um að mæta á fundi umhverfismálaráðs, þar sem höfuðmálið skyldi vera Elliðaárnar og umhverfi þeirra. Meira
21. nóvember 1995 | Aðsent efni | 390 orð

Samstaða er aflið sem þarf

BINDINDISDAGURINN 25. nóvember er áskorun til fólks um að láta áfengi lönd og leið þann dag. Dagurinn gefur okkur líka tækifæri til að staldra við og íhuga stöðu áfengismála. Eigi alls fyrir löngu sótti ég ráðstefnu um vímuefni og ofbeldi. Óþarfi er að taka fram að áfengi er algengasti vímugjafinn. Í ljós kom að beint samband er milli vímuefnaneyslu og ofbeldis, þ.e. Meira
21. nóvember 1995 | Aðsent efni | 1026 orð

Sjálfstæðisflokkurinn og kristindómurinn

SÁ SEM í byrjun elskar kristindóminn meira en sannleikann mun síðan elska sinn eigin trúflokk eða kirkjuna meira en kristindóminn og loks elska sjálfan sig meira en allt annað. (Coleridge) Sú var tíð að þjóðin var þverklofin í köldu stríði, með her og móti her, Nató ekki Nató, sósíalistar og sannkristnir sjálfstæðismennn, Mál og menning og Almenna bókafélagið. Meira
21. nóvember 1995 | Aðsent efni | 663 orð

Skrökvar ráðuneytið?

EINS og þegar hefur komið fram fyrir alþjóð, bæði í blöðum og hljóðvarpi og sjónvarpi, hafa tveir loðdýrabændur átt í miskunnarlausri baráttu við hið háa landbúnaðarráðuneyti. Málið snýst um það, að á sínum tíma var Ragnari Böðvarssyni að Kvistum í Ölfusi og Björgvini Ármannssyni og konu hans Hrönn Bergþórsdóttur í Hvoli I, einnig í Ölfusi, boðin sú lausn á fjárhagserfiðleikum sínum, Meira
21. nóvember 1995 | Aðsent efni | 1165 orð

Stefnt að norrænni nytjalist?

UM MIÐJAN október kom út skýrsla á vegum norrænu ráðherranefndarinnar þar sem er gerð úttekt á 47 norrænum stofnunum. Skýrslan ber heitið "Nordisk nytte" en orðið "nytte" er samstofna íslenska orðinu nytjar. Rannsóknin og gerð skýrslunnar kostaði 5 milljónir íslenskra króna. Gengið er út frá þeirri meginforsendu að stofanirnar hafi hagnýtt gildi í norrænu samstarfi. Meira
21. nóvember 1995 | Aðsent efni | 733 orð

Sterkar landvarnir eru nauðsyn

STOFNUN innlends varnarliðs hefir verið nokkuð til umræðu eftir að Björn Bjarnason menntamálaráðherra vék að þessu þjóðþrifamáli. Sterkar varnir eru trygging fyrir frelsi og fullveldi hvers ríkis. Það er því óskhyggja, frekar en raunsæi, þegar því er haldið fram, að hér á Íslandi þurfi hvorki innlent né erlent varnarlið. Meira
21. nóvember 1995 | Velvakandi | 364 orð

Þakkir til ljóðaunnenda ÓLÖF hringdi og vildi koma á framfæ

ÓLÖF hringdi og vildi koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirra mörgu sem hringdu til hennar út af ljóðinu "Þú ert sem bláa blómið". Gaman væri ef Hermann Ragnarsson gæti spilað þetta lag, sem sungið er af Hreini Pálssyni, í þættinum Ég man þá tíð. Einnig þakkar hún innilega Ingibjörgu Björnsdóttur fyrir ljóðið sem hún sendi henni, Hjálmar og Hulda. Meira

Minningargreinar

21. nóvember 1995 | Minningargreinar | 355 orð

Fanney Halldórsdóttir

Þegar ég frétti að Fanney vinkona mín hefði látist þriðjudaginn 7. nóvember velti ég því fyrir mér hver tilgangurinn með lífinu væri. Hvaða réttlæti það væri að taka unga og lífsglaða stúlku í blóma lífsins í burtu. Það er spurt og spurt en fátt verður um svör. Meira
21. nóvember 1995 | Minningargreinar | 24 orð

FANNEY HALLDÓRSDÓTTIR Fanney Halldórsdóttir var fædd á Akureyri 19. janúar 1973. Hún lést á Borgarspítalanum 7. nóvember

FANNEY HALLDÓRSDÓTTIR Fanney Halldórsdóttir var fædd á Akureyri 19. janúar 1973. Hún lést á Borgarspítalanum 7. nóvember síðastliðinn og fór útförin fram 17. nóvember. Meira
21. nóvember 1995 | Minningargreinar | 100 orð

Fanney Halldórsdóttir Kveðja frá kennara og bekkjarfélögum úr Lundarskóla Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar

Fanney Halldórsdóttir Kveðja frá kennara og bekkjarfélögum úr Lundarskóla Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Meira
21. nóvember 1995 | Minningargreinar | 311 orð

Guðmundur Jónasson

Afi okkar, Guðmundur Jónasson, var fæddur á Völlum á Kjalarnesi og ólst þar upp. Ásamt bróður sínum stofnaði hann Vélaverkstæðið Kistufell. Þar var hans starfsvettvangur í fjörutíu og tvö ár, eða þar til hann lét af störfum í árslok 1993. Áður en hann lærði bifvélavirkjun hafði hann unnið við akstur. Meira
21. nóvember 1995 | Minningargreinar | 505 orð

Guðmundur Jónasson

Látinn er tengdafaðir minn Guðmundur Jónasson. Með honum er genginn einstakur heiðursmaður. Ég kynntist honum fyrir um 30 árum er ég tengdist fjölskyldu hans. Guðmundur var einstakur hæglætismaður, aldrei sá ég hann bregða skapi eða tala illa um nokkurn mann. Hann var hinsvegar staðfastur, traustur, vinnusamur og einstaklega hraustur. Guðmundur fæddist á Völlum á Kjalarnesi. Meira
21. nóvember 1995 | Minningargreinar | 375 orð

Guðmundur Jónasson

Ég fer bara einu sinni um þessa veröld. Lát mig gera allt það góða sem ég get gert, sýna alla þá vináttu sem ég get sýnt, lát mig gera það núna. Lát mig ekki slá því á frest og vanrækja það, því ég fer þessa leið aldrei aftur. (Henry Drummond ­ Listin að lifa.) Þessi ofanrituðu orð eiga einkar vel við hann afa minn, "litla afa" eins og við systkinin vorum vön að kalla hann. Meira
21. nóvember 1995 | Minningargreinar | 214 orð

Guðmundur Jónasson

Það er gott að geta átt sér þá minningu um samferðarmann að hann hafi verið drengur góður. Þannig reyndist Guðmundur Jónasson okkur alla tíð. Til hans var gott að leita, hann hlustaði vel, íhugaði málin betur en margur gerir og kunni skil á fjölmörgu. Við minnumst margra ánægjustunda á liðnum árum við ýmis tækifæri, síðast á liðnu sumri í sveitinni hans. Meira
21. nóvember 1995 | Minningargreinar | 126 orð

GUÐMUNDUR JÓNASSON

GUÐMUNDUR JÓNASSON Guðmundur Jónasson fæddist 16. júní 1917 að Völlum á Kjalarnesi. Hann lést í Borgarspítalanum 13. nóvember síðastliðinn. Guðmundur var einn þriggja sona hjónanna Jónasar Sigurðssonar bónda og Guðrúnar Jósepsdóttur húsfreyju. Eldri bróðir Guðmundar er Helgi, en yngri er Jónas. Meira
21. nóvember 1995 | Minningargreinar | 94 orð

Guðmundur Jónasson Elsku afi, sagt er að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ekki mun ég finna strax hvað mikið er

Elsku afi, sagt er að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ekki mun ég finna strax hvað mikið er farið, en þó veit ég að stór hluti af lífi mínu er þegar horfinn. En lifir þó mun sterkar í minningunni. Ekki gat manni dottið það í hug að þú myndir fara svo fljótt, því þú varst svo ungur í anda að ég hélt að líkaminn fylgdi með. Meira
21. nóvember 1995 | Minningargreinar | 445 orð

Guðrún Sigurðardóttir

Ljúfur ómur loftið klýfur, lyftir sál um himingeim. Hvaðan koma þeir ljúfu ómar sem grípa sál og lyfta frá því heljarfargi sem á landslýð lá 26. október síðastliðinn. Þann sorgarþrungna dag að kveldi, lést einnig Guðrún Sigurðardóttir. Meira
21. nóvember 1995 | Minningargreinar | 644 orð

Guðrún Sigurðardóttir

Guðrún Sigurðardóttir er dáin, hún andaðist 26. október í Sjúkrahúsinu á Húsavík. Okkur skólasystrum hennar hefði ekki átt að koma andlát hennar á óvart eins og hún var búin að vera veik þegar hún lá á Landspítalanum í fyrravetur. Okkur sem heimsóttum hana datt víst mörgum í hug að nú sæjum við hana í síðasta sinn, svo oft virtist hún meðvitundarlaus og aðeins hjartalínuritið hreyfðist. Meira
21. nóvember 1995 | Minningargreinar | 27 orð

GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR Guðrún Sigurðardóttir var fædd í Reykjahlíð í Mývatnssveit 13. apríl 1918. Hún lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur

GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR Guðrún Sigurðardóttir var fædd í Reykjahlíð í Mývatnssveit 13. apríl 1918. Hún lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur 26. október síðastliðinn og fór útförin fram 4. nóvember. Meira
21. nóvember 1995 | Minningargreinar | 315 orð

Jón Húnfjörð Jónasson

Sl. föstudag var til moldar borinn Jón Húnfjörð Jónasson. Á kveðjustund sem þessari koma minningarnar fram og minnist ég þess er ég var lítill prakkari á Hvammstanga og átti heima í þriðja húsi frá Jóni. Síðan fluttust foreldrar mínir til Reykjavíkur, var ég þá 15 ára. Oft kom ég norður í heimsókn og hitti í flestum tilfellum Jón. Alltaf var hann jafn léttur og kátur. Meira
21. nóvember 1995 | Minningargreinar | 453 orð

Jón Húnfjörð Jónasson

Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Meira
21. nóvember 1995 | Minningargreinar | 26 orð

JÓN HÚNFJÖRÐ JÓNASSON Jón Húnfjörð Jónasson fæddist 21. janúar 1914 á Sauðadalsá, V-Hún. Hann lést í Reykjavík 3. nóvember

JÓN HÚNFJÖRÐ JÓNASSON Jón Húnfjörð Jónasson fæddist 21. janúar 1914 á Sauðadalsá, V-Hún. Hann lést í Reykjavík 3. nóvember síðastliðinn og fór útförin fram 10. nóvember. Meira
21. nóvember 1995 | Minningargreinar | 386 orð

Ottó Laugdal

Látinn er í Gautaborg vinur minn Ottó Laugdal á 64. aldursári. Hann var einn af þeim dugmiklu mönnum sem fluttust til Norðurlandanna skömmu fyrir 1970 og hóf vinnu við að aka olíubíl í Svíþjóð. Seinna vann hann um allmörg ár hjá Volvo- bílaverksmiðjunum eða þar til hann hætti störfum vegna þverrandi heilsu nýlega. Meira
21. nóvember 1995 | Minningargreinar | 25 orð

OTTÓ LAUGDAL Ottó Laugdal fæddist í Vestmannaeyjum 30. júní 1932. Hann lést í Svíþjóð 26. október síðastliðinn og fór útförin

OTTÓ LAUGDAL Ottó Laugdal fæddist í Vestmannaeyjum 30. júní 1932. Hann lést í Svíþjóð 26. október síðastliðinn og fór útförin fram í Svíþjóð 8. nóvember. Meira
21. nóvember 1995 | Minningargreinar | 984 orð

Þórketill Sigurðsson

Það er haustmorgunn 24. október og sumarið á förum. Móðir náttúra hefur tekið á sig liti haustsins, gróður jarðar farinn að sölna og fuglar sumarsins höfðu beint för sinni til suðlægra landa. Það var á þessum morgni sem fregnin barst austur hingað: "Hann Þórketill er dáinn." Góður vinur og fyrrverandi granni hafði lokið lífsgöngu sinni og gengið á vit hins óræða. Meira
21. nóvember 1995 | Minningargreinar | 26 orð

ÞÓRKETILL SIGURÐSSON Þórketill Sigurðsson fæddist 25. júlí 1930 á Geirastöðum í Sveinstaðahreppi, A-Hún. Hann lést í

ÞÓRKETILL SIGURÐSSON Þórketill Sigurðsson fæddist 25. júlí 1930 á Geirastöðum í Sveinstaðahreppi, A-Hún. Hann lést í Landspítalanum 24. október síðastliðinn og fór útförin fram 3. nóvember. Meira

Viðskipti

21. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 154 orð

Fiat Bravo/Brava bíll ársins 1996

GERÐIN Bravo/Brava frá Fiat hefur verið valin bíll ársins 1996" og fetar í fótspor Fiat Punto, sem hlaut sömu viðurkenningu 1995. Bravo/Brava hlaut stuðning 27% 56 kviðdómenda frá 21 Evrópulandi. Bravo/Brava hefur verið til sölu síðan í september og keppt við meðalstóra bíla á við Volkswagen Golf og Astra frá Opel/Vauxhall. Fiat stefnir að því að selja 350. Meira
21. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 106 orð

Landsbanki lækkar vexti

VEXTIR af verðtryggðum útlánum Landsbankans lækka um 0,1 prósentustig frá og með deginum í dag og fara kjörvextir úr 6,15% í 6,05%. Þá lækkar heimildagjald af yfirdráttarlánum úr 9% í 7%, en vextir haldast óbreyttir eða 13,5%. Á innlánshlið lækka vextir af Landsbókum um 0,1-0,25 prósentustig. Meira
21. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 414 orð

Rekstrarafkoman versnaði um 141 milljón

MUN lakari útkoma varð á rekstri Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum á síðasta reikningsári sem lauk þann 31. ágúst en á árinu þar á undan. Þannig nam hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld um 430 milljónum eða um 16% af tekjum á árinu. Samsvarandi hagnaður á fyrra ári nam 571 milljón eða 19,4% af veltu. Hefur því rekstrarafkoman versnað um 141 milljón milli ára. Meira
21. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 158 orð

Securitas kaupir ISS-þjónustuna

SECURITAS hf. hefur keypt ræstingarfyrirtækið ISS-þjónustuna hf. af International Service System í Danmörku og eigendum DV. Þar með aukast umsvif Securitas um nálægt 15%, að sögn Hannesar Guðmundssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Meira
21. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 330 orð

Um fjórðungur fólksbíla 10 ára og eldri

INNAN við 30% af fólksbílum landsmanna er fimm ára og yngri, langflestir eða um 45%, eru 6 til 10 ára gamlir og um fjórðungur bíla er þaðan af eldri. Yfir 85% nýrra bíla eru í lægri gjaldaflokkunum, þ.e. bílar með vélar upp að 2000 rúmsentimetrum en aðeins rúm 12% bíla í efstu flokkunum þar sem gjöldin eru 60 og 75%, þ.e. stórir bílar með aflmiklar vélar. Meira

Fastir þættir

21. nóvember 1995 | Fastir þættir | 115 orð

12 ÁRA norsk stúlka, sem hefur áhuga á knattspyrnu, sundi

12 ÁRA norsk stúlka, sem hefur áhuga á knattspyrnu, sundi, bréfaskriftum og ýmsu öðru: Jeanette Kristiansen, Camilla Collettsvei 12A, 2800 Gjøvik, Norway. Meira
21. nóvember 1995 | Dagbók | 2822 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 17.-23. nóvember, að báðum dögum meðtöldum, er í Háaleitis Apóteki, Háaleitisbraut 68. Auk þess er Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
21. nóvember 1995 | Dagbók | 49 orð

ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 2

ÁRA afmæli. Í dag, þriðjudaginn 21. nóvember, er sextugurSigurður Kristjánsson, Hlégerði 27, Kópavogi. Kona hans er Hólmfríður Sigmunds. ÁRA afmæli. Fimmtugur er í dag, þriðjudaginn 21. nóvember, Már Óskar Óskarsson verktaki, Kóngsbakka 5, Reykjavík. Meira
21. nóvember 1995 | Fastir þættir | 56 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Rangæinga og Brei

Austur/Vestur: Jóhann Ólafsson ­ Sigurður Gíslason189Þorleifur Þórarinsson ­ Hermann Lárusson186Þórir Magnússon ­ Einar Guðmannsson178 Í kvöld verður spilaður eins kvölds tvímenningur. Spilamennskan hefst kl. 19.30. Meira
21. nóvember 1995 | Fastir þættir | 68 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Suðurfjarða

Paratvímenningur Bridssambands Austurlands var haldinn í Golfskálanum Ekkjufelli laugardaginn 18. nóvember 1995. Til leiks mætti 21 par og urðu úrslit sem hér segir: Heiðrún Ágústsdóttir ­ Einar Sigurbjörnss., BF81Anna S. Meira
21. nóvember 1995 | Fastir þættir | 147 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag trésmiða

Staðan eftir 3 umferðir af 9 í Barómeterkeppninni um Járnsmiðabikarinn. Hannes Geirsson - Sigurður Geirsson36Guðjón Sigurðsson - Gunnar Traustason15Guðni P. Oddsson - Árni Valsson13Tómas Sigurjónsson - Sævar Jónsson1Þórarinn Árnason - Þorleifur Þórarinsson-4 Næst verður spilað fimmtudaginn 18. nóvember. Meira
21. nóvember 1995 | Fastir þættir | 144 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Háspenna í ef

HÁSPENNA varð í tveimur efstu sætunum í firmakeppni Bridssambandsins, sem fram fór sl. laugardag. Murad Serdar og Bjarni Á. Sveinsson sigruðu, hlutu 75 stig yfir meðalskor. Jón Hjaltason og Jakob Kristinsson urðu í öðru sæti með 46 stig yfir meðalskor en Baldvin Valdimarsson og Stefán Guðjohnsen urðu í þriðja sæti með 37 stig en þeir spiluðu fyrir Málningu hf. Meira
21. nóvember 1995 | Dagbók | 579 orð

Flóamarkaðsbúðin Garðastræti 6,

Flóamarkaðsbúðin Garðastræti 6, er opin þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 13-18. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs er með í dag kl. 17-18 fataúthlutun og fatamarkað í Félagsheimili Kópavogs, (suðurdyr uppi). Mannamót Félag eldri borgara í Rvík. og nágrenni.Jólaföndur hefst í Risinu kl. 10 í dag. Meira
21. nóvember 1995 | Fastir þættir | 647 orð

Jón Garðar stöðvaði Hannes

Sjöunda umferð fer fram í dag í fundarsal Þýsk-íslenska, Lynghálsi 10. Teflt er frá kl. 17 alla daga þar til mótinu lýkur, nema miðvikudaginn 22. nóv. Aðgangur ókeypis SIGURGANGA Hannesar Hlífars Stefánssonar á Skákþingi Íslands var rofin á sunnudagskvöldið er hann tapaði fyrir Jóni Garðari Viðarssyni. Meira
21. nóvember 1995 | Dagbók | 251 orð

Yfirlit: Um

Yfirlit: Um 1.000 km suður af Reykjanesi er allvíðáttumikil 987 mb lægð sem hreyfist norður í nótt en fer hægt austur á morgun. Spá: Allhvöss norðaustanátt vestan til á landinu en austan stinningskaldi um landið austanvert. Um landið norðanvert verður slydda eða rigning og hiti 0 til 3 stig. Meira

Íþróttir

21. nóvember 1995 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KARLA

1. DEILD KARLA SNÆFELL 7 6 0 1 695 522 12´IS 6 6 0 0 466 393 12KF´I 6 5 0 1 538 457 10LEIKNIR 7 4 0 3 580 528 8SELFOSS 6 3 0 3 482 440 6Þ´OR Þ. Meira
21. nóvember 1995 | Íþróttir | -1 orð

2. DEILD KARLA

2. DEILD KARLA HK 7 7 0 0 223 137 14FRAM 7 6 0 1 205 141 12Þ´OR 7 5 0 2 195 166 10BREIÐABLIK 8 5 0 3 216 201 10FYLKIR 6 4 0 2 167 143 8´IH 7 3 0 4 1 Meira
21. nóvember 1995 | Íþróttir | 109 orð

Braga - Valur29:25

Íþróttahúsið í Braga, Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik, síðari leikur, laugardaginn 18. nóvember 1995. Gangur leiksins: 2:0, 5:4, 9:7, 12:9, 14:11,14:12, 17:12, 20:14, 21:19, 24:21, 27:23, 29:25. Meira
21. nóvember 1995 | Íþróttir | 148 orð

Daníel í 36. sæti DANÍE

DANÍEL Jakobsson, skíðagöngumaður, tók þátt í fyrsta móti sínu á þessum vetri í Kiruna í Svíþjóð á sunnudaginn. Hann hafnaði í 36. sæti af 100 keppendum í 15 km göngu með hefðbundinni aðferð. Mótið var alþjóðlegt og þátttakendur frá 17 þjóðum og þar á meðal allt sænska landsliðið. Sigurvegari var Matthias Fredriksson og var hann 3,11 mínútum á undan Daníel. Meira
21. nóvember 1995 | Íþróttir | 1324 orð

England

Úrvalsdeildin: Aston Villa - Newcastle1:1 (Johnson 22.) - (Ferdinand 58.) 39.160 Blackburn - Nott'm Forest7:0 (Shearer 20., 57., 68., Bohinen 28., 76., Newell 82., Le Saux 89.) 27.660 Bolton - West Ham0:3 - (Bishop 46., Cottee 68., Williamson 89.) 19. Meira
21. nóvember 1995 | Íþróttir | 163 orð

England

Úrvalsdeildin: Aston Villa - Newcastle1:1 (Johnson 22.) - (Ferdinand 58.) 39.160 Blackburn - Nott'm Forest7:0 (Shearer 20., 57., 68., Bohinen 28., 76., Newell 82., Le Saux 89.) 27.660 Bolton - West Ham0:3 - (Bishop 46., Cottee 68., Williamson 89.) 19. Meira
21. nóvember 1995 | Íþróttir | 247 orð

Evrópumótin

Meistarakeppnin 16 liða úrslit GOG (Danm.) - SKA Minsk28:21GOG vann 51:47 samanlagt. Bidasoa (Spáni) - Zaporozh. (Úkraínu)24:17Bidasoa vann 43:32 samanlagt. Kiel (Þýskal.) - Granitas (Litháen)24:21Kiel vann 50:42 samanlagt. Barcelona - Linz (Austurr.)35:17Barcelona vann 62:47 samanlagt. Meira
21. nóvember 1995 | Íþróttir | 319 orð

Fram átti við ofurefli a

Framstúlkur töpuðu báðum leikjum sínum gegn norska liðinu Byasen í 16-liða úrslitum í Evrópukeppni bikarhafa í Noregi um helgina. Þær töpuðu fyrri leiknum, sem fram fór í Röros, 30:14 og síðari leiknum, sem fram fór í Þrándheimi, 18:27. Meira
21. nóvember 1995 | Íþróttir | 235 orð

Fyrsti sigur Juventus í tvo mánuði

Alessandro Del Piero tryggði Juventus sigur, 1:0, yfir Fiorentina, þegar hann skoraði með skalla ­ þetta var fyrsti sigur meistaraliðs Juventus í tvo mánuði. Toppliðin Parma og AC Milan gerðu stórmeistarajafntefli, 0:0. Það var sett vallarmet á Tardini- vellinum í Parma, þar sem 28. Meira
21. nóvember 1995 | Íþróttir | 445 orð

FÖSTUDAGUR »Framboð útsendingagleðiefni fyrir knatt-spyrnuunnendur

Ekki alls fyrir löngu voru birtar aðsóknartölur frá leikjum 1. deildar karla í knattspyrnu á liðnu sumri. Tvö lið skáru sig úr en í heildina var aðsókn minni en í fyrra. Hins vegar má fastlega gera ráð fyrir aukningu áhorfenda næsta sumar þó ekki væri nema vegna beinna sjónvarpsútsendinga frá erlendum knattspyrnuleikjum í vetur. Meira
21. nóvember 1995 | Íþróttir | 238 orð

Geir og félagar eru úr leik

Geir Sveinsson og félagar í Montpellier í Frakklandi eru úr leik í Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik. "Það er ekki nóg að ég hafi dottið úr keppni, heldur töpuðum við á heimavelli. Þetta er áfall fyrir félagið," sagði Geir við Morgunblaðið. Meira
21. nóvember 1995 | Íþróttir | 82 orð

Gleðibylgja að Varmá ÞAÐ rí

ÞAÐ ríkti mikil gleði í íþróttahúsinu að Varmá í gærkvöldi eftir Afturelding hafði tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum í Borgarkeppni Evrópu. Leikmenn gátu vart hamið gleði sína og til þess að þakka stuðningsmönnum sínum fyrir krupu þeir á miðju vallarins og tóku bylgju fyrir þá og fengu að launum hressilegt fagnaðaróp. Meira
21. nóvember 1995 | Íþróttir | 91 orð

Grinkov látinn

ÓLYMPÍU- og heimsmeistarinn í listhlaupi á skautum, Sergei Grinkov frá Rússlandi, lést úr hjartaslagi á æfingu með konu sinni, Ekaterinu Gordeevu, í Lake Placid í gærkvöldi. Grinkov, sem var 28 ára, féll niður er hann hélt konu sinni á lofti á skautasvellinu. Hann var strax fluttur í sjúkrahús og var síðan úrskurðaður látinn klukkustundu síðar. Meira
21. nóvember 1995 | Íþróttir | 577 orð

Guðmundur hirti titilinn af Magnúsi

VINIRNIR Guðmundur Bragason og Magnús Bess mættust í lokaúrslitum Íslandsmótsins í vaxtarrækt á sunnudagskvöld. Guðmundur hirti þá titilinn af Magnúsi vini sínum, en báðir höfðu unnið sinn þyngdarflokk fyrr um kvöldið. Í kvennaflokki vann Nína Óskarsdóttir titilinn af sexföldum Íslandsmeistara kvenna, Margréti Sigurðardóttur. Meira
21. nóvember 1995 | Íþróttir | 293 orð

Heimsbikarkeppnin

Beaver Creek, Kolorado, Bandaríkjunum: Svig karla: 1. Michael Tratscher (Austurríki)1.35,29 (47,26 - 48,03)2. Sebastien Amiez (Frakklandi)1.35,32 (48,28 - 47,04)3. Alberto Tomba (Ítalíu)1.35,49 (47,36 - 48,13)4. Kjetil Andre Aamodt (Noregi)1. Meira
21. nóvember 1995 | Íþróttir | 645 orð

Hvers vegna fór hárgreiðsluneminnNÍNA ÓSKARSDÓTTIRað stunda vaxtarrækt?Vöðvamikil húsmóðir

NÝKRÝNDUR Íslandsmeistari kvenna í vaxtarrækt, Nína Óskarsdóttir, er 33 ára Hafnfirðingur. Hún er systir hins landskunna lyftingakappa, Skúla Óskarssonar, sem gerði garðinn frægan í kraftlyftingum á árum áður. Þá á hún annan bróður sem stundar kraftlyftingar í dag, Má Óskarsson. Eiginmaður Nínu er Bárður Olsen, sem einnig keppir í vaxtarrækt. Meira
21. nóvember 1995 | Íþróttir | 48 orð

Íslandsmótið 1. deild karla: KA - ÍS0:3 (9:15, 3:15, 0:15)Stjarnan - Þróttur R.2:3 (15:10, 15:7, 14:16, 4:15, 13:15)Staðan:

KA - ÍS0:3 (9:15, 3:15, 0:15)Stjarnan - Þróttur R.2:3 (15:10, 15:7, 14:16, 4:15, 13:15)Staðan: Þróttur Meira
21. nóvember 1995 | Íþróttir | 410 orð

KA verpti eggi!

LEIKMENN KA töpuðu stórt fyrir ÍS um helgina, 3:0, og síðasti hrinan endaði 15:0! fyrir gestina. Stjarnan tapaði 3:2 fyrir Þrótti R. eftir að hafa verið 2:0 yfir. Kvennalið Þróttar í Neskaupstað gerði góða ferð til höfuðborgarinnar um helgina og skellti Víkingsstúlkum tvívegis. Meira
21. nóvember 1995 | Íþróttir | 93 orð

Kristinn hætti KRISTINN Björnsson

KRISTINN Björnsson og félagar hans í íslenska landsliðinu í alpagreinum, Arnór Gunnarsson og Haukur Arnórsson, hafa verið við æfingar í Vail í Colorado í Bandaríkjunum í þrjár vikur undir stjórn Kaminski þjálfara. Kristinn keppti í heimsbikarmótinu í stórsvigi á föstudaginn en keyrði út úr brautinni og hætti eftir tíu hlið. Meira
21. nóvember 1995 | Íþróttir | 61 orð

Kvöldleikurinn á Ítalíu í beinni útsendingu hjá Sýn

SJÓNVARPSSTÖÐIN Sýn hefur gert samning um að sýna leik úr ítölsku knattspyrnunni á sunnudagskvöldum í beinni útsendingu. Útsendingar hefjast nk. sunnudagskvöld með leik Juventus og Parma. Stöð 2 sýnir beint leik úr ítölsku deildinni eftir hádegi á sunnudögum og geta knattspyrnuunnendur því séð tvo leiki beint í hverri umferð frá og með næstu helgi. Meira
21. nóvember 1995 | Íþróttir | 245 orð

Lið frá Norðurlöndunum á óskalistanum í 8-liða úrslitum

Þessi sigur er góður áfangi fyrir Aftureldingu og ég er mjög glaður að okkur skuli hafa tekist að komast svona langt. Þetta pólska lið var mun slakara en ég bjóst við og það má segja að á fyrstu tíu mínútunum í fyrri leiknum hafi þeir spilað vel, en síðan ekki söguna meir. Meira
21. nóvember 1995 | Íþróttir | 557 orð

Liverpool réði ekki við Kanchelskis

ÚKRAÍNUMAÐURINN Andrei Kanchelskis var heldur betur hetja Everton, sem vann sína fyrstu Mersey-baráttu gegn Liverpool í níu ár. Kanchelskis skoraði bæði mörk Everton á Anfield Road ­ á 53. og 69. Þetta voru fyrstu mörk hans fyrir Everton, sem keypti hann frá Manchester United sl. sumar á 5 milljónir punda., en hann hefur lítið getað leikið með vegna meiðsla. Meira
21. nóvember 1995 | Íþróttir | 322 orð

Matth¨aus og Riedle mættir

Karlheinz Riedle hefur ekkert leikið í hálft ár vegna meiðsla en hann var með Dortmund um helgina er liðið tók á móti Karlsruhe og sigraði örugglega. Riedle gerði síðsta mark leiksins undir lokin þegar hann var nýkominn inn á sem varamaður. Heimamenn unnu 4:1 á sama tíma og Bayern M¨unchen, sem er í öðru sæti með jafnmörg stig og Dortmund, lagði Werder Bremen, 2:0. Meira
21. nóvember 1995 | Íþróttir | 552 orð

Meistararnir halda sínu striki

Orlando Magic, sem var með bestan árangur í deildinni fyrir helgina, tapaði fyrir Miami á laugardaginn, 93:90. En það var meira og alvarlegra sem gerðist hjá Orlando því tveir af lykilmönnum liðsins meiddust og verða frá keppni í einhvern tíma. Þetta voru þeir Penny Hardaway, sem hefur farið á kostum í upphafi móts, og Horace Grant. Meira
21. nóvember 1995 | Íþróttir | 446 orð

Mosfellingar flugu í 8-liða úrslit

LEIKMENN Aftureldingar áttu ekki í vandræðum með að leggja pólska félagið Zaglebie frá Lubin í báðum viðureignum félaganna sem fram fóru í Mosfellsbæ í gærkvöldi og í fyrrakvöld. Fljótlega í fyrri leiknum kom í ljós að ótti Mosfellinga um að andstæðingar þeirra væru sterkir var ástæðurlaus. Meira
21. nóvember 1995 | Íþróttir | 180 orð

NFL-deildin

Leikir laugardagsins: Atlanta - St Louis31:6 Carlolina - Arizona27:7 Chicago - Detroit17:24 Cincinnati - Pittsburgh31:49 Cleveland - Green Bay20:31 New England - Indianapolis10:24 Philadelphia - NY Giants28:19 Tampa Bay - Jacksonville17:16 Washington - Seattle20:27 Denver - San Diego27:30 Minnesota - New Meira
21. nóvember 1995 | Íþróttir | 116 orð

NHL-deildin

Leikir laugardagsins: New Jersey - Buffalo4:5 Hartford - Philadelphia2:4 Boston - St Louis5:2 Montreal - Ottawa5:1 Pittsburgh - Washington3:0 Tmpa Bay - Vancouver5:4 Toronto - Winnipeg2:1 Los Angeles - Florida3:2 Colorado - Calgary5:2 Leikir sunnudagsins: Buffalo - Meira
21. nóvember 1995 | Íþróttir | 273 orð

Real Madrid stöðvaðiAtletico Madrid

REAL Madrid stöðvaði sigurgöngu nágrannaliðsins Atletico Madrid, 1:0, á laugardagskvöldið og þar með náði Barcelona toppsætinu - lagði Albaceta að velli 3:0. Atletico Madrid hafði leikið tólf leiki í röð án þess að tapa. Raul Gonzalez skoraði mark Real eftir aðeins níu mín. og var það fyrsta markið sem Jose Molina, markvörður Atletico, hefur fengið á sig á útivelli í vetur. Meira
21. nóvember 1995 | Íþróttir | 292 orð

Reynsluleysi KA að falli

Bikarmeistarar KA máttu sætta sig við sjö marka tap, 31:24, fyrir Kosice í Slóvakíu í fyrradag og þar með komst Kosice áfram í Evrópukeppni bikarhafa en KA vann fyrri leikinn 33:28. Alfreð Gíslason, þjálfari KA, sagði að dómgæslan hefði verið hrikaleg, einkum í fyrri hálfleik, en KA-menn hefðu líka farið illa með mörg dauðafæri, m.a. misnotað tvö vítaköst. Meira
21. nóvember 1995 | Íþróttir | 202 orð

Royle lék við hvern sinn fingur

JOE Royle, framkvæmdastjóri Everton, lék við hvern sinn fingur eftir sigur liðsins gegn Liverpool á Anfield Road. "Fyrirliði okkar Dave Watson brosir svo breitt að til að ná brosinu af þarf hann að fara í aðgerð." Royle sagðist ekki hafa trúað sínum eigin augum þegar Kanchelskis skoraði fyrra mark sitt með skalla. "Hann er ekki þekktur fyrir að skora þannig mörk. Meira
21. nóvember 1995 | Íþróttir | 105 orð

S-L mót á Palma Sola

Mót Íslendinga á Palma Sola vellinum í Flórída, haldið 6. nóvember. Konur, forgjöf 13-28: Sigríður Matthiesen, GR70 Kristín Zoega, GR76 María Magnúsdóttir, GR76 Forgjöf 29-33: Fríða D. Meira
21. nóvember 1995 | Íþróttir | 160 orð

Stjörnuhlaup FH

Hlaupið var á laugardaginn og voru keppendur 55 talsins. Helstu úrslit urðu: KARLAR 35 ára og eldri, 5 km: Sigurður P. Sigmundsson, FH17.00 Jóhann Ingibergsson, FH17.25 Guðmundur Elísson, ÍR17.41 34 ára og yngri: Guðmundur V. Þorsteinsson, UMSB16.59 Halldór B. Ívarsson, USÚ17.45 Bóas Jónsson18. Meira
21. nóvember 1995 | Íþróttir | 457 orð

Tritscher kom á óvart

MICHAEL Tritscher frá Austurríki vann fyrsta heimsbikarmót vetrarins í svigi í Beaver Creek í Colorado á sunnudaginn og var þetta aðeins þriðji heimsbikarsigur hans á tíu ára keppnisferli. Alberto Tomba, heimsbikarhafi frá Ítalíu, varð að sætta sig við þriðja sætið eftir að hafa verið í sjöunda sæti í stórsvigi á sama stað á föstudag. Meira
21. nóvember 1995 | Íþróttir | 864 orð

Tvöfalt hjá Elsu, Brodda og Árna Þór

BRODDI Kristjánsson, Elsa Nielsen og Árni Þór Hallgrímsson sigruðu öll tvöfalt á stigamóti Badmintonsambandsins sem fram fór um helgina í TBR-húsinu. Broddi og Elsa sigruðu bæði í einliða- og tvíliðaleik og Árni Þór í tvíliða- og tvenndarleik með Gurðrúnu Júlíusdóttur. Meira
21. nóvember 1995 | Íþróttir | 279 orð

UMFA - Zaglebie30:18

Varmá, Borgarkeppni Evrópu, 16 liða úrslit - fyrri leikur, sunnudaginn 19. nóvember 1995. Gangur leiksins: 1:0, 2:3, 3.3, 10:3, 13:4, 14:8, 16:8, 16:9, 21:10, 25:12, 26:16, 28:17, 30:18. Meira
21. nóvember 1995 | Íþróttir | 371 orð

Valsmenn féllu úr keppni með sæmd

"VIÐ erum frekar svekktir með að vera dottnir út úr Evrópukeppninni en þó er ég alls ekki ósáttur við leikinn sem slíkan," sagði Jón Kristjánsson þjálfari og leikmaður Vals eftir að lið hans hafði tapað 29:25 fyrir portúgölsku meisturunum í Braga á laugardaginn. Meira
21. nóvember 1995 | Íþróttir | 88 orð

Þórður og samherjar með góða forystu

ÞÓRÐUR Guðjónsson og samherjar í Bochum gerðu góða ferð til Bielefeld í gærkvöldi, unnu 3:1 og eru með fimm stiga forskot í 2. deild þýsku deildarinnar á Duisburg sem reyndar á leik inni. Þórður lék fyrstu 65 mínúturnar í gærkvöldi en skipti þá við annan erlendan leikmann. Meira
21. nóvember 1995 | Íþróttir | 124 orð

(fyrirsögn vantar)

Leikir laugardagsins: Cleveland - Detroit93:90 Indiana - Seattle118:104 Miami - Orlando93:90 Washington - Toronto102:103 Minnesota - Utah102:126 New Jersey - Philadelphia95:79 Houston - Denver101:97 Milwaukee - Boston93:99 San Antonio - Charlotte109:107 Phoenix - Portland107:102 Golden State - Meira
21. nóvember 1995 | Íþróttir | 6 orð

(fyrirsögn vantar)

ENGLAND:X12111X2XX11X ÍTALÍA:X11 11X 11X XX21 » Meira

Úr verinu

21. nóvember 1995 | Úr verinu | 100 orð

126.569 tonn af loðnu á land

Á sunnudag landaði Ammasat um 310 tonnum hjá SR-Mjöli á Seyðisfirði. Þar með hafa erlend skip landað 4.560 tonnum hér á landi af loðnu. Á laugardag lönduðu þrjú skip, Örn, Háberg og Keflvíkingur um 1278 tonnum hjá SR-Mjöli á Siglufirði. Samtals eru þá komin á land 126.569 tonn af loðnu og eftirstöðvar loðnukvótans eru 413.903 tonn. Síldarafli hefur verið mjög dræmur upp á síðkastið. Meira
21. nóvember 1995 | Úr verinu | 388 orð

Heildarkvóti þorsks óbreyttur

NORÐMENN og Rússar hafa samið sín í milli um skiptingu kvóta í Barentshafi fyrir næsta fiskveiðiár, 1996. Samningurinn var gerður í Moskvu í síðustu viku. Heildarkvóti þorsks nemur 740 þúsundum tonnum fyrir árið sem er sami heildarþorskkvóti og fyrir yfirstandandi fiskveiðiár, skv. upplýsingum frá norska sjávarútvegsráðuneytinu. Meira
21. nóvember 1995 | Úr verinu | 77 orð

Höfrungar í síldarnótina

ARNEY KE 50 fékk fjölda höfrunga í síldarnótina þar sem skipið var á veiðum austur af Hvalbak fyrir skömmu. Að sögn Óskars Þórhallssonar, skipstjóra, kemur það oft fyrir að höfrungar og háhyrningar koma í nót skipanna. Oftast tekst að losna við þá án mikilla vandræða en í þessu tilviki tókst það þó ekki og varð að drepa tvo sem voru illa farnir í nótinni. Meira

Viðskiptablað

21. nóvember 1995 | Viðskiptablað | 225 orð

Níu milljóna króna tap fyrstu 8 mánuði ársins

KAUPFÉLAG Eyfirðinga og dótturfyrirtæki þess voru rekin með 9 milljóna króna tapi fyrstu átta mánuði ársins. Alls nam tap af reksti móðurfélagsins, KEA, um 20 milljónum króna á tímabilinu en dótturfyrirtæki skiluðu 11 milljóna króna hagnaði. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

21. nóvember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 415 orð

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐS

Format fyrir fiskmarkað, 28,7FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM ­ HEIMA Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verðverð verð(kíló) verð (kr. Meira
21. nóvember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 123 orð

Krossgáta 1

Krossgáta 1LÁRÉTT: 1 gistihús, 4 bur, 7 káfa, 8 spottum, 9 þegar, 11 mjög, 13 drótt, 14 styrkir, 15 bás, 17 mynni, 20 bókstafur, 22 hænan, 23 urg, 24 deila, 25 bik. Meira
21. nóvember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 229 orð

REYNDIR keppnisspilarar nota hliðarköll í ólíklegustu stöðum. Reglan sem s

Útspil: Spaðafjarki Þetta spil kom upp á síðasta spilakvöldi BR. Austur fékk fyrstu tvo slagina á ÁD í spaða og skipti síðan yfir í lauf. Sagnhafi tók þann slag heima, spilaði ÁK í tígli og henti niður spaðagosa. Meira
21. nóvember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 48 orð

smafolk.. 1b. Þetta er ritgerðin mín um söguna um litlu grísina fimm...

smafolk.. 1b. Þetta er ritgerðin mín um söguna um litlu grísina fimm... c. Eða var það litlu svínin sex? d. Eða litlu grísina níu eða eitthvað álíka... e. Sem er sú tegund ritgerðar sem maður fær þegar maður skrifar hana á leiðinni frá borðinu sínu og upp að töflu. Meira
21. nóvember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 287 orð

Stjörnuspá 21.11. Afmælisbarn dagsins: Þú hefur gott vit á viðskiptum og l

Stjörnuspá 21.11. Afmælisbarn dagsins: Þú hefur gott vit á viðskiptum og lætur þér annt um þína nánustu. Smáágreiningur kemur upp milli ástvina árdegis varðandi peninga, en lausnin reynist auðfundin. Þú sækir vinafund í kvöld. Þú þarft tíma útaf fyrir þig til að íhuga framgang mála, og ættir ekki að láta neitt trufla þig. Meira
21. nóvember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 185 orð

Þriðjudagur 21. nóvember 1995: STÖÐUMYND A HVÍTUR leikur og

Þriðjudagur 21. nóvember 1995: STÖÐUMYND A HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á Investbankamótinu í Belgrad, sem nú stendur yfir. Rússinn Vladímir Kramnik(2.730) hafði hvítt og átti leik en Jan Timman (2.590), Hollandi var með svart. Hann lék síðast 30. - Df8-b4? og hótaði hróknum á e1. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.