Greinar miðvikudaginn 22. nóvember 1995

Forsíða

22. nóvember 1995 | Forsíða | 625 orð

60.000 manna NATO-her ætlað að tryggja frið í Bosníu

FORSETAR Serbíu, Króatíu og Bosníu staðfestu í gærkvöldi víðtækt samkomulag um frið í Bosníu sem tókst eftir maraþon-samninga í Wright-Patterson-herstöðinni í Dayton í Ohio-ríki í gær. Um tíma leit út fyrir að samningar væru að fara út um þúfur og Bosníustríðið, sem staðið hafði í hátt á fjórða ár, héldi áfram. Meira
22. nóvember 1995 | Forsíða | 171 orð

Díönu boðið til viðræðna

BRESKA konungsfjölskyldan bauð í gær Díönu prinsessu af Wales til viðræðna um framtíðarhlutverk hennar, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hún hafði lýst sjálfri sér sem fórnarlambi samsæris innan hallarinnar. Meira
22. nóvember 1995 | Forsíða | 53 orð

Frakkar sprengja

FRAKKAR sprengdu fjórðu kjarnorkusprengjuna í tilraunaskyni í Suður-Kyrrahafi í gærkvöldi. Ástralir og Nýsjálendingar mótmæltu sprengingunni harðlega en hún átti sér stað á Mururoa-kóralrifinu. Jafngilti hún því að sprengd hefðu verið 40.000 tonn af venjulegu sprengiefni. Talið var að fréttir um sprenginguna myndu hverfa í umfjöllun fjölmiðla um lyktir Bosníu-deilunnar. Meira
22. nóvember 1995 | Forsíða | 154 orð

Vilja að hæstiréttur ógildi kosningarnar

AÐSTOÐARMENN Lech Walesa, fráfarandi forseta Póllands, sökuðu í gær stuðningsmenn Aleksanders Kwasniewskis, sigurvegara kosninganna, um kosningasvik. "Við höfum ástæðu til að tala um kosningasvik," sagði Boguslaw Kowalski, talsmaður kosningaskrifstofu Walesa. "Við ætlum að leggja fram viðeigandi beiðni til hæstaréttar. Meira

Fréttir

22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 94 orð

100 vilja endurflutning Hetjusögu

RÍKISÚTVARPINU hefur borist áskorun, sem eitt hundrað Íslendingar undirrita, þar sem farið er fram á að flutningur á smásögu eftir Hrafn Gunnlaugsson verði endurtekinn. Hrafn las sögu sína, Hetjusögu, í útvarpið, rás 1, sl. miðvikudagskvöld. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 191 orð

Að hluta greitt með VISA-raðgreiðslum

RÁÐ hefur samþykkt að selja Tómasi A. Tómassyni fasteignina Pósthússtræti 9, fyrir 54 milljónir króna. Við undirritun kaupsamnings greiðast 2 milljónir og í tíu mánuði greiðist milljón á mánuði. Til tryggingar greiðslunum leggur kaupandi fram yfirlýsingu frá VISA-Ísland um að fyrirtækið skuldbindi sig til að leggja inn greiðslur á reikning borgarsjóðs á gjalddögum. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 317 orð

Aldrei fleiri verið skráðir án atvinnu í október

ATVINNULEYSI í október var meira en áður hefur mælst í sama mánuði en þá voru skráðir tæplega 115 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu öllu. Þetta jafngildir því að 5.280 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá eða 4% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Atvinnuleysi meðal karla var 3% en 5,5% meðal kvenna. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 176 orð

ASÍ vill frávísun

LÖGFRÆÐINGUR ASÍ hefur krafist þess að máli VSÍ gegn verkalýðsfélaginu Baldri á Ísafirði verði vísað frá Félagsdómi. Málflutningur í málinu átti að fara fram í dag, en honum hefur verið frestað meðan afstaða er tekin til frávísunarkröfunnar. Meira
22. nóvember 1995 | Landsbyggðin | 755 orð

Atvinnustarfsemi verði tryggð

ÁOPNUM fundi bæjarstjórnar um atvinnumál, þróun og horfur, var einnig samþykkt tillaga í nokkrum liðum um meðal annars að þrýsta á stjórnvöld um breytingar á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi og koma í veg fyrir að kvóti safnist á fárra manna hendur. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 72 orð

Austurrísk bókagjöf

NÝLEGA afhenti sendiherra Austurríkis, dr. Franz Schmid, Landsbókasafni Íslands Háskólabókasafni bókargjöf frá menningardeild austurríska utanríkisráðuneytinu. Um er að ræða austurrískar bókmenntir og rit sem fjalla um Austurríki, land, þjóð og menningu, um hundrað og þrjátíu bindi, öll valin í samráði við kennarana í þýsku við Háskóla Íslands og fyrir meðalgöngu Ludwig Siemsen, Meira
22. nóvember 1995 | Smáfréttir | 37 orð

Á AÐALFUNDI Íslandsdeildar ELSA, félags evrópskra laganema, nýlega va

Á AÐALFUNDI Íslandsdeildar ELSA, félags evrópskra laganema, nýlega var kosin ný stjórn félagsins. Hana skipa: Dóra Sif Tynes forseti, Eiríkur Svavarsson ritari, Bjarni Lárusson gjaldkeri, Þóra Margrét Hjaltested vinnuskiptafulltrúi, Meira
22. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 403 orð

Áhætta að taka málið upp aftur

JAKOB Björnsson bæjarstjóri á Akureyri sagði á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær að þegar farið var í viðræður við SR-mjöl á síðasta ári um hugsanleg kaup á loðnuverksmiðjunni Krossanesi hefði sú skoðun ekki komið fram að auglýsa ætti fyrirtækið til sölu. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 256 orð

Ársframleiðsla stöðvarinnar ónýt

KÝLAVEIKI greindist í laxaseiðum í útitjörnum tilraunastöðvarinnar í Kollafirði fyrir skömmu og hefur 400 þúsund laxaseiðum verið fargað til að fyrirbyggja frekari útbreiðslu. Jónas Jónasson tilraunastjóri segir þetta mikið áfall fyrir starfsemina. "Ársframleiðsla stöðvarinnar er nú ónýt og fjárhagstjón er 15­20 milljónir króna. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 153 orð

Birting sameinast Framsýn

ALÞÝÐUBANDALAGSFÉLÖGIN Birting og Framsýn verða sameinuð næstkomandi laugardag. Forystumenn félaganna hafa einnig staðið í viðræðum við formenn Alþýðubandalagsfélags Reykjavíkur (ABR), sem er stærsta flokksfélagið í Reykjavík, og Sósíalistafélagsins um möguleika á sameiningu allra félaganna. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 36 orð

Bítlakvöld á Kaffi Reykjavík

BÍTLAKVÖLD verður haldið á Kaffi Reykjavík fimmtudaginn 23. nóvember. Hljómsveitin KOS leikur gömlu góðu bítlalögin og heiðursgestur kvöldsins verður Rúnar Júlíusson sem tekur gömlu bítlasveiflurnar ásamt hljómsveit og Ámunda Ámundasyni. Meira
22. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 334 orð

Bosnía eitt ríki og landamæri óbreytt

EFTIRFARANDI ákvæði eru í friðarsamkomulaginu, sem Bill Clinton Bandaríkjaforseti kynnti í gær: Bosnía verður áfram eitt ríki og landamærin verða óbreytt. Ríkið skiptist í tvo hluta: Samband múslima og Króata og Lýðveldi Bosníu-Serba. Kveðið er á um "sanngjarna skiptingu landsvæða" milli þessara tveggja hluta ríkisins. Meira
22. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 139 orð

Bretar and- vígir olíuvið- skiptabanni

BRETAR og Hollendingar hafa lagst gegn tillögu Þjóðverja um að Evrópusambandið leggi bann við olíuviðskiptum á Nígeríu vegna aftöku á rithöfundinum Ken Saro- Wiwa og átta fylgismönnum hans sem höfðu mótmælt umhverfisspjöllum af völdum olíuvinnslu. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 91 orð

Breytt lög um Iðnlánasjóð

FINNUR Ingólfsson iðnaðarráðherra hefur lagt fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um breytingu á lögum um Iðnlánasjóð. Frumvarpið felur í að tryggingadeild útflutningslána verði heimilað að veita fyrirtækjum lán sem taka þátt í útboði í verk hér á landi sem boðin eru út á EES. Núgildandi lög heimila þessari deild sjóðsins ekki að veita lán nema íslensk fyrirtæki bjóði í verk erlendis. Meira
22. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 137 orð

Chirac þakkar bandamönnum stuðninginn

JACQUES Chirac, forseti Frakklands, hefur skrifað leiðtogum Bretlands, Þýskalands, Spánar og Grikklands og þakkað þeim stuðninginn við Frakka í atkvæðagreiðslu hjá Sameinuðu þjóðunum um drög að ályktun þar sem kjarnorkutilraunir eru fordæmdar. Meira
22. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 2094 orð

Einmana, gömul og gleymd

ÞAÐ vekur skelfingu að koma til Krajina-héraðsins í Króatíu og sjá með eigin augum hversu mikil grimmd getur búið í fólki og hvað mannleg virðing og reisn er fljót að hverfa við aðstæður á borð við þær sem þar hafa skapast. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 424 orð

Ekki fyrir samkynhneigða og einhleypa

ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra flutti í gær lagafrumvarp með tillögum um það hvaða lagaákvæði skuli gilda hér á landi um tæknifrjóvgun. Samkvæmt frumvarpinu verður samkynhneigðum og einhleypum bannað að fara í tæknifrjóvgun og svokölluð staðgöngumæðrun verður ekki leyfð. Meira
22. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 77 orð

Ellefu yfir- hafnir eyðilagðar

ELLEFU yfirhafnir, sem verið var að viðra á snúru við hús í Lerkilundi, voru eyðilagðar aðfaranótt síðastliðins laugardags. Þær höfðu verið rifnar eða skornar í tætlur. Tjón fjölskyldunnar sem átti yfirhafnirnar er um 200 þúsund krónur. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 206 orð

Endurbótum á frystihúsi Kambs að ljúka

MIKLUM endurbótum er nú að ljúka á frystihúsi fiskvinnslunnar Kambs hf. á Flateyri. Hinrik Kristjánsson framkvæmdastjóri vonast til að starfsemin verði komin í fullan gang eftir helgi. Hinrik segir að vel hafi gengið að koma starfsemi fyrirtækisins í gang eftir snjóflóðið í síðasta mánuði. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 552 orð

Endurvinnsla betri kostur en geymsla

"ÞAÐ ER mjög mikilvægt fyrir efnahag Norður-Skotlands að fá aukin verkefni fyrir stöðina. Ég hef bent andstæðingum endurvinnslu geislavirks úrgangs á, að ef við hættum þessari starfsemi er eini kosturinn sá að koma úrganginum fyrir í sérstökum geymslum. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 550 orð

Fella niður laun starfsnema

ÞEGAR starfsnám í matartæknanámi var tekið upp við Fjölbrautaskóla Breiðholts (FB) fyrir tæpum tuttugu árum var það gert í samstarfi við Ríkisspítala og Borgarspítala án skriflegs samnings um laun á námstímanum. Nemendur í matartækninámi eru menntaðir til að vinna í mötuneytum innan heilbrigðisgeirans. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 330 orð

Flugmenn farnir að forðast Reykjavíkurflugvöll

ÞORGEIR Pálsson flugmálastjóri segir að sumir flugmenn veigri sér við að nota Reykjavíkurflugvöll vegna þess hve ósléttar flugbrautirnar séu. 90% af öllum farþegum í innanlandsflugi fara um Reykjavíkurflugvöll. Fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár boði 48% niðurskurð á framkvæmdafé flugmálaáætlunar og flugráð hefur ályktað að í algjört óefni stefni nái tillagan um niðurskurð fram að ganga. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 121 orð

FÓLK

HEIMSÞING Junior Chamber International var haldið í Glasgow í síðustu viku. Þar var meðal annars kosið í nýja stjórn alþjóðasamtakanna og var Íslendingur kjörinn í embætti alþjóðlegs varaforseta. Þetta er Lilja Viðarsdóttir og er hún fyrsta íslenska konan sem nær þessum áfanga. Meira
22. nóvember 1995 | Landsbyggðin | 365 orð

Framlag til eflingar predikunarfræða og bókasafns í Skálholti

Jónas Gíslason vígslubiskup kynnti á sunnudag, 19. nóvember, stofnun sérstaks sjóðs, Vídalínsjóðs, til eflingar kristinnar predikunar með því að styðja námskeið í predikunarfræðum í Skálholti í samstarfi við Háskóla Íslands. Jafnframt afhenti hann Skálholtsskóla fyrsta framlag úr sjóðnum 1,5 milljónir króna. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 113 orð

Fyrirlestur um frásagnarheima

FÉLAG íslenskra fræða boðar til fundar með Auði Ólafsdóttur í Skólabæ við Suðurgötu í kvöld, miðvikudagskvöldið 22. nóvember, kl. 20.30. Auður Ólafsdóttir er listfræðingur. Hún tók B.A. próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands og stundaði síðan nám í listasögu á Ítalíu og loks í Frakklandi þaðan sem hún lauk lokaprófi. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 70 orð

Fyrirlestur um samrunaferli Evrópu

Í TILEFNI af útkomu bókar hr. Antonio Badini, sendiherra Ítalíu á Íslandi, Fullveldi og þjóðarhagsmunir í samrunaferli Evrópu, mun hann flytja fyrirlestur í Norræna húsinu miðvikudaginn 22. nóvember kl. 16. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 312 orð

Fyrstu íbúarnir gætu flutt inn um helgina

NÝTT hverfi er risið á Flateyri. Það er myndað af fimm sumarhúsum sem sett hafa verið upp við Túngötu. Verið er að ganga frá lögnum húsanna og telur Magnea Guðmundsdóttir oddviti að fyrstu íbúarnir geti farið að flytja inn um helgina. Ráðgjafi Flateyringa telur að hægt sé að endurbæta tíu gömul íbúðarhús á öruggu svæði á Eyrinni. Meira
22. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 201 orð

Geta ekki staðið við afvopnunarsamning

RÚSSAR geta ekki eyðilagt þúsundir skriðdreka og stórskotavopna austan Úral-fjalla fyrir áramót eins og kveðið er á um í afvopnunarsamningi frá árinu 1991, að sögn Dmítríjs Khartsjenkos hershöfðingja, hátt setts embættismanns í rússneska varnarmálaráðuneytinu. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 141 orð

GSM símtöl geta misskilist

ÚTKALL sem barst lögreglunni í Reykjavík síðastliðinn sunnudag vegna manns sem væri hætt kominn vegna hjartaáfalls í Sundahöfn reyndist vera ætlað lögreglunni á Ísafirði, en misskilningurinn var tilkominn vegna þess að hringt var í neyðarnúmerið 112 úr GSM farsíma og fékkst því samband við lögregluna í Reykjavík. Meira
22. nóvember 1995 | Smáfréttir | 68 orð

HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer frá Hafnarhúsinu kl. 20 í kvöld, miðvikud

fer frá Hafnarhúsinu kl. 20 í kvöld, miðvikudagskvöldið 22. nóvember. Byrjað verður að ganga "ofan á" elsta lendingarstað landsins, Grófinni, og gömlu strandlínunni og Lækjarósnum. Þaðan upp Arnarhólstraðirnar, elstu alfaraleiðina, niður Skuggahverfið og út á Sólfarið. Frá Sólfarinu verður gengið með ströndinni og hafnarbökkum út í Örfirisey. Meira
22. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 625 orð

Hefur líklega brotið að baki sér allar brýr

VIÐBRÖGÐIN við viðtalinu við Díönu prinsessu á BBC hafa verið með ýmsu móti en flestir eru sammála um, að viðurkenning hennar á framhjáhaldi, lýsing hennar á þriggja ára baráttu við lystarstol og sú vissa hennar, að hún verði aldrei drottning, sé mikið áfall fyrir breska konungdæmið. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 70 orð

Jólafundur Félags íslenskra háskólakvenna

JÓLAFUNDUR Félags íslenskra háskólakvenna sem vera átti í kvöld, miðvikudaginn 22. nóvember, hefur verið færður til sunnudagsins 26. nóvember og er haldinn í Þingholti (Hótel Holti) kl. 15. Á dagskrá verða eftirmiðdagsveitingar, Sigfús Halldórsson tónskáld leikur lög sín og Friðbjörn G. Jónsson syngur við undirleik höfundar. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 180 orð

Klassískar kvikmyndir í Regnboganum

Á VEGUM Kvikmyndasafns Íslands verða sýndar nokkrar klassískar kvikmyndir fram til 17. desember í Regnboganum. Í dag, miðvikudaginn 22. nóvember, verða sýndar myndirnar Inntak glæpsins, Potemin og Reiðhjólaþjófurinn. Í tilkynningu frá kvikmyndasafni segir eftirfarandi um myndirnar: Inntak glæpsins "Element of Crime", Lars Von Trier, Danmörk 1984. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 70 orð

Kvartettinn Þeirra á Kringlukránni

KVARTETTINN Þeirra spilar á Kringlukránni miðvikudagskvöldið 22. nóvember og hefjast tónleikarnir kl. 22 og standa fram yfir miðnætti. Dagskráin verður fjölbreytt og má þar nefna Afro Blue Coltranes, Love For Sale Porters, Round Midnight Munks, Yesterdays Kerns og Dalakofa Davíðs Stefánssonar. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 112 orð

Kyrrðardagar í Skálholti

KYRRÐARDAGAR verða í Skálholti helgina 24.­26. nóvember nk. Kyrrðardagarnir hefjast með kvöldtíð kl. 18 föstudaginn 24. nóvember og þeim lýkur með kvöldverði sunnudaginn 20. nóvember. Kyrrðardagar eru uppbyggðir á sérstakan hátt til bæna, hvíldar og endurnæringar í trúarlífi. Á hefðbundinni dagskrá kyrrðardaga eru messur, tíðabænir, kristin íhugun, fræðsla, þögn og tónlist. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 105 orð

Lag Bjarkar inn á topp tíu

LAG Bjarkar Guðmunddóttur It's Oh so Quiet fór í níunda sæti breska smáskífulistans sem kynntur var á sunnudag. Lagið er það þriðja sem gefið er út á smáskífu af breiðskífunni Post sem nú hefur selst í um tveimur milljónum eintaka. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 440 orð

"Lengi viss um að við myndum deyja"

BLASS hefur sent íslenskum ferðamálayfirvöldum bréf með kröfu um að sett verði á stofn rannsóknanefnd vegna hrakninganna á Vatnajökli. Í því lýsir hann meðal annars í stuttu máli hvernig þær koma honum fyrir sjónir og lýsir allri ábyrgð á hendur þeim sem að ferðinni stóðu. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 292 orð

Lýst eftir stefnu ríkisins í álögum á bíla

ALÞINGI og ríkisstjórn verða að taka ákvörðun um hve miklar tekjur ríkið þarf að hafa af bílum og notkun þeirra og hvernig eigi að innheimta tekjurnar, sagði Hallgrímur Gunnarsson, formaður Bílgreinasambandsins, í erindi sínu á afmælisfundi þess nýlega þegar hann lýsti eftir stefnu ríkisins í álögum á bíla. Meira
22. nóvember 1995 | Smáfréttir | 44 orð

MARGRÉT II Danadrottning hefur sæmt Orra Vigússon fo

MARGRÉT II Danadrottning hefur sæmt Orra Vigússon forstjóra riddarakrossi Dannebrogsorðunnar. Er það fyrir starf hans til verndar laxastofninum í Norður- Atlantshafinu og þátt hans í þróun nýrra atvinnutækifæra fyrir þá þjóðfélagshópa á Grænlandi og í Færeyjum sem lengi hafa haft framfærslu af laxveiðum í úthafinu. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Markaðsráðgjöf á Egilsstöðum

Egilsstöðum-Hrefna Hjálmarsdóttir markaðsfræðingur hefur opnað skrifstofu á Egilsstöðum þar sem hún veitir markaðsráðgjöf til fyrirtækja og stofnana. Hrefna aðstoðar m.a. við að vega og meta viðskiptahugmynd áður en fyrirtæki er stofnað og býður upp á að gera markaðskannanir fyrir fyrirtæki sem þess óska. Meira
22. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 517 orð

Mikilvægt að hafa húmorista um borð

ÞETTA er allra lengsti túr sem ég hef tekið þátt í og hann var svona heldur í lengra lagi," sagði Jón Gunnar Traustason, skipverji á Akureyrinni EA í samtali við Morgunblaðið. Jón Gunnar var þá rétt kominn úr 67 daga mettúr í Smuguna. Áður hafði Jón Gunnar verið lengst 33 daga í einum túr. Ágreiningsmál afgreidd snarlega Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 159 orð

Ná verður tökum á brotalöm í umgengni við fiskistofninn

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra sagði á fiskiþingi í gær að of mikið væri um að menn hentu fiski og of mikið um að menn svindluðu á vigtinni og veruleg hætta væri á að öll fiskveiðistjórnun mistækist ef ekki væri hægt að ná tökum á þessari brotalöm í umgengni við fiskistofninn. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 249 orð

Nýr listdansgagnrýnandi

ÞÓRHILDUR Þorleifsdóttir hefur verið ráðin listdansgagnrýnandi við Morgunblaðið. Þórhildur er fædd árið 1945. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1976. Hún stundaði listdansnám við Listdansskóla Þjóðleikhússins frá tíu ára aldri í sex ár. Meira
22. nóvember 1995 | Landsbyggðin | 105 orð

Nýsköpun atvinnumála á Fljótsdalshéraði

Egilsstöðum-Atvinnumálaráð Egilsstaðabæjar og sveitarfélaga á Héraði stóðu fyrir umræðufundi um nýsköpun í atvinnumálum. Framsögumenn voru Páll Zophaníasson frá Vestmanneyjum, Jón Erlendsson, forstöðumaður upplýsingaþjónustu Háskólans, Gunnar Vignisson frá Atvinnuþróunarfélagi Austurlands og Guðlaugur Erlingsson, framkvæmdastjóri Miðáss hf. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 132 orð

Orri dreginn til hafnar

ORRI ÍS var dreginn vélarvana til hafnar á Ísafirði af Stefni ÍS í gær. Hörður Guðbjartsson, skipstjóri, segir að stimpilstöng hafi gengið út úr vélinni og brotnað. Hann segist vona að blokkin sé ekki farin og vélin ónýt. Meira
22. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 1011 orð

Óhamingjusamt líf í allsnægtunum

HÉR á eftir fer útdráttur úr viðtalinu við Díönu prinsessu af Wales en spyrjandinn hjá BBC var Martin Bashir. Verða því spurningarnar auðkenndar með M en svör hennar með D. M: Hvernig bjóstu þig undir það líf, sem fylgir því að giftast inn í konungsfjölskylduna? D: Ég var 19 ára gömul og mér fannst ég vera við öllu búin og vita hvað biði mín. Meira
22. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 359 orð

Peres myndar nýja stjórn

SHIMON Peres, starfandi forsætisráðherra Ísraels, myndaði nýja stjórn í gær og lofaði að skera upp herör gegn ofbeldi í landinu eftir morðið á Yitzhak Rabin. Búist er við að þingið leggi blessun sína yfir stjórnina í dag og hún taki þá formlega við völdum. Meira
22. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 241 orð

Pujol missti meirihluta

KOSIÐ var til héraðsþings í Katalóníu um helgina og kom það mjög á óvart að Samfylkingin, flokkur Jordis Pujols, missti þingmeirihluta sem flokkurinn hefur haft um langt skeið. Úrslitin auka enn ókyrrðina í spænskum stjórnmálum en liðsmenn flokks Pujols á spænska þinginu hafa til skamms tíma varið minnihlutastjórn sósíalistans Felipe Gonzalez falli. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 226 orð

Reiknar með hárri skaðabótakröfu

"SÖKUM vanrækslu skipuleggjanda ferðarinnar, leiðsögumanns og stjórnanda snjóbílsins, dómgreindarleysis þeirra, röngu mati á aðstæðum og brotum á hefðbundnustu öryggisreglum, týndum við næstum því lífi og slösuðumst illa," segir Emanuel Blass, 50 ísraelskur verkfræðingur sem var ásamt eiginkonu sinni í hópi 26 erlendra ferðamanna sem lentu í hrakningum á Vatnajökli 20. ágúst sl. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 297 orð

Reynum að tryggja að þjónustan leggist ekki af

ÞORGEIR Pálsson flugmálastjóri segir mikið áhyggjuefni hvernig komið sé í deilu flugumferðarstjóra og viðsemjenda þeirra. Hann segir að verið sé að skoða ýmsa kosti til þess að koma í veg fyrir að flugumferðarþjónustan leggist af hér um næstu áramót, en flugumferðarstjórar hafa sagt störfum sínum lausum frá og með næstu áramótum. Meira
22. nóvember 1995 | Miðopna | 3840 orð

SATT SKAL STANDA

LAUGARDAGINN 11. nóvember síðastliðinn birtist í miðopnu Morgunblaðsins löng og mikil grein eftir Jón Þórarinsson sem hann nefnir "Páll Ísólfsson ­ Jón Leifs." Undirrtitill greinarinnar er: "Athugasemdir við útvarpsþætti Hjálmars H. Ragnarssonar frá Jón Þórarinssyni. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 73 orð

Skammdegisbros

Morgunblaðið/ÁsdísSkammdegisbros HAFT er á orði að veðrið hafi leikið við Sunnlendinga að undanförnu, a.m.k. er aðgangsharka snævar og frosts ekki óþarflega mikil að mati fullorðinna. Meira
22. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 343 orð

Slakasta afkoma í tvo áratugi

MIKILL samdráttur hefur orðið innan sjávarútvegsgeirans hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á fyrstu 8 mánuðum ársins, en hann nemur um 26% miðað við sama tímabil í fyrra. Afkoman er 55 milljónum króna lakari í ár en var á sama tíma á liðnu ári. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 884 orð

Spurning um valdsvið nefndarinnar

Ríkissaksóknari hefur óskað eftir því að RLR kanni hvort grunur svokallaðrar fóstureyðinganefndar um að dæmi sé um að úrskurður hennar hafi verið virtur að vettugi sé á rökum reistur og hvort, og ef satt reynist, hver afskipti landlæknis séu af málinu. Ólafur Ólafsson landlæknir segist aldrei hafa skipt sér af ákvörðun um hvort framkvæma megi fóstureyðingu sem beðið er um. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 126 orð

Starfshópur um almannavarnaskóla

RÍKISSTJÓRN Íslands samþykkti í gær að stofnaður yrði starfshópur til að gera frekari athugun á að stofnaður verði almannavarnaskóli í Gufuskálum á Snæfellsnesi. Þorsteinn Pálsson, dómsmála- og sjávarútvegsráðherra, gerði tillögu um að stofnaður yrði hópur með þátttöku þeirra ráðuneyta, sem í hlut eiga. Þorsteinn sagði í samtali við Morgunblaðið að verkefni starfshópsins yrði þríþætt. Meira
22. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 575 orð

"Stórt skref í átt að allsherjarlausn"

LEIÐTOGAR í Evrópu fögnuðu friðarsamkomulagi því sem náðist í Bosníudeilunni í Dayton í Ohio í gær en minntu jafnframt á að enn væru fjölmörg atriði óleyst. Borís Jeltsín Rússlandsforseti sagði það "stórt skref í átt að allsherjarlausn á sorglegustu átökum í Evrópu frá stríðslokum". Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 139 orð

Sveiflur í jarðvegi af völdum rokktónleika

DR. SIGURÐUR Erlingsson heldur fimmtudaginn 23. nóvember opinberan fyrirlestur sem nefnist: Sveiflur af völdum rokktónleika - hreyfingarfræðileg greining. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 157 í byggingu Verkfræðideildar Háskóla Íslands, VR II, við Hjarðarhaga og hefst hann kl. 17. Meira
22. nóvember 1995 | Landsbyggðin | 324 orð

Systurnar búnar að vera 60 ár í Hólminum

Stykkishólmi-Á þessu ári er þess minnst að hér í bæ eru nú liðin 60 ár frá því að regla Fransiskussystra hóf rekstur sjúkrahússins í Stykkishólmi. Þær komu hingað fjórar hinn 26. júní 1935 og var strax hafist handa um rekstur hússins. Var þetta eitt vandaðasta hús sem hér hefur verið byggt og vandað að öllum búnaði sem þá var krafist. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 404 orð

Tekist á um "nýsjálensku" leiðina

Um 170 manns sóttu ráðstefnuna og voru stjórnendur ríkisfyrirtækja og stofnana auk forsvarsmanna BSRB áberandi í þeim hópi. Richardson lýsti þeim breytingum á ríkisrekstri Nýja-Sjálands, sem þarlend stjórnvöld hafa gengist fyrir á síðastliðnum ellefu árum, og fjallaði um reynsluna af þeim. Breytingarnar felast m.a. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 42 orð

Tryggingasjóðir sameinaðir

FINNUR Ingólfsson viðskiptaráðherra hefur lagt fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um breytingar á lögum um viðskiptabanka og sparisjóði. Samkvæmt frumvarpinu verða tryggingasjóðir banka og sparisjóða sameinaðir í einn sjóð. Sjóðurinn hefur það hlutverk að tryggja inneignir viðskiptavina lánastofnana. Meira
22. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 137 orð

Tveir menn handteknir með hass

TVEIR menn á Akureyri voru handteknir um helgina en þeir hafa báðir viðurkennt við yfirheyrslur hjá rannsóknarlögreglu að hafa keypt hass í Reykjavík sem ætlað var til eigin nota. Tveir menn voru handteknir á Akureyri í gærmorgun grunaðir um aðild að fíkniefnamáli. Í ljós kom að aðeins annar þeirra var viðriðinn málið. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 1030 orð

Undirgöng og umboðsmaður borgarinnar

Hverfafundur borgarstjóra í Neðra-Breiðholti og Seljahverfi Undirgöng og umboðsmaður borgarinnar Íbúar Neðra-Breiðholts og Seljahverfis töldu brýnt að fá úrbætur í umferðarmálunum og vildu beita sér fyrir fegrun hverfisins. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 222 orð

Varamenn í hlutfallslega færri tilvikum

ÞINGFLOKKUR Kvennalistans hefur sent frá sér fréttatilkynningu "að gefnu tilefni", þar sem tekið er fram eftirfarandi: "Það hefur frá upphafi verið stefna Kvennalistans að gefa sem flestum varaþingkonum sínum tækifæri til að láta til sín taka í sölum Alþingis. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 244 orð

Verkfall boðað 1. desember

RAFIÐNAÐARMENN á Keflavíkurflugvelli hafa ákveðið að boða til aðgerða 1. desember næstkomandi. Þetta var ákveðið á fundi Rafiðnaðarsambandsins með rafiðnaðarmönnum, sem haldinn var í gömlu flugstöðvarbyggingunni á Keflavíkurflugvelli. Þór Ottesen starfsmaður Rafiðnaðarsambandsins sagði að gripið yrði til allra þeirra aðgerða sem hægt væri. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 91 orð

Viðbrögð við jarðskjálfta æfð

ALMANNAVARNARÁÐ ríkisins hélt í samvinnu við Almannavarnarnefnd Reykjavíkur lokaæfingu í svokölluðu vettvangsstjóranámskeiði í gær. Hafþór Jónsson, aðalfulltrúi í Almannavörnum ríkisins, sagði að æfð hefðu verið viðbrögð við ímynduðum jarðskjálfta sem átti að hafa náð til Reykjavíkur. Sett voru upp fimm vettvangsstjórnarsvæði þar sem skipaðir voru vettvangsstjórar á hverju svæði fyrir sig. Meira
22. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 226 orð

Vilja auka samráðið við ESB

AÐILD Noregs að Evrópusambandinu (ESB) er útilokuð sem stendur en stjórnvöld í Ósló vilja taka virkan þátt í evrópsku samstarfi, að sögn Grete Knudsen, viðskiptaráðherra Noregs, á ráðstefnu í Brussel á mánudag. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 704 orð

Vill samræmd próf í framhaldsskóla

ERU breytingar í vændum í skólastarfi Menntaskólans við Hamrahlíð? "Menntaskólinn við Hamrahlíð hefur ákveðna sérstöðu meðal framhaldsskóla á Íslandi vegna þess að hann skipulagði á sínum tíma, fyrstur allra, alla kennslu í svonefndu áfangakerfi. Meira
22. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 211 orð

West sek um þrjú morð

ROSEMARY West, sem ákærð hefur verið fyrir morð á tíu ungum stúlkum, var í gær fundin sek um þrjú þeirra. West var upphaflega ákærð ásamt eiginmanni sínum, Fred, en hann fannst látinn í fangaklefa sínum um áramótin. Kviðdómur hefur ekki tekið afstöðu til hinna morðanna sjö og refsing hennar hefur enn ekki verið ákveðin. Meira
22. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 414 orð

Þórarinn fái aðgang að upplýsingum um föður sinn

UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að Þórarinn Eldjárn, rithöfundur, eigi rétt til aðgangs að skýrslu sem rituð var um silfursjóðinn sem fannst við Miðhús í Egilsstaðahreppi, að því leyti sem skýrslan hafi að geyma upplýsingar, sem snerti föður hans, Kristján Eldjárn, sérstaklega. Meira

Ritstjórnargreinar

22. nóvember 1995 | Leiðarar | 700 orð

FRIÐUR Í BOSNÍU

leiðari FRIÐUR Í BOSNÍU GÆRKVÖLDI settu leiðtogar hinna stríðandi fylkinga á Balkanskaga stafi sína undir samninga um frið í Bosníu, sem unnið hefur verið að undir forystu Bandaríkjamanna á undanförnum mánuðum. Á engan er hallað, þótt fullyrt sé, að friðarsamningar þessir eru fyrst og fremst árangur af störfum sendimanna Bandaríkjastjórnar. Meira
22. nóvember 1995 | Staksteinar | 325 orð

»Jarðstrengur í stað loftlína NORÐANBLAÐIÐ Dagur fjallar nýlega um tjón Rafm

NORÐANBLAÐIÐ Dagur fjallar nýlega um tjón Rafmagnsveitna ríkisins af völdum óveðurs, sem gekk yfir landið síðla í októbermánuði. Niðurstaða blaðsins er sú að allt kapp verði að leggja á jarðstrengi í dreifikerfinu í stað loftlína. Tjón á tjón ofan Meira

Menning

22. nóvember 1995 | Menningarlíf | 119 orð

Afmælishátíð og útgáfutónleikar

Afmælishátíð og útgáfutónleikar Í DAG 22. nóvember eru liðin 30 ár frá stofnun Kórs Öldutúnsskóla. Af því tilefni heldur kórinn afmælishátíð og útgáfutónleika í Hafnarborg sem hefst kl. 20. Þar koma fram auk kórsins, Litli kór Öldutúnsskóla og kór fyrrum kórfélaga. Meira
22. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 74 orð

Árshátíð Hagkaups

ÁRSHÁTÍÐ Hagkaups, Ikea og systurfyrirtækja var haldin í íþróttahúsinu í Digranesi síðastliðinn laugardagskvöld. Veislustjóri var Sigmundur Ernir Rúnarsson og fram komu Bubbi Morthens, Söngsystur og Spaugstofan, auk þess sem happdrætti var haldið og hljómsveitin Sóldögg spilaði fyrir dansi fram undir morgun. Meira
22. nóvember 1995 | Menningarlíf | 71 orð

Ástkonaá uppboði MYND Pablo Pic

Ástkonaá uppboði MYND Pablo Picassos "Le Miroir" seldist á uppboði í New York fyrir um 1,3 milljarða ísl. króna fyrir skömmu. Myndin var máluð árið 1932 og er af Marie-Thérése Walter, sem var þá ástkona málarans. Níu önnur verk málarans voru einnig til sölu og seldust öll nema eitt. Meira
22. nóvember 1995 | Menningarlíf | 170 orð

Ástríður og skuggahliðar

ÚT ER komin ný skáldsaga eftir Nínu Björk Árnadóttur og er það önnur skáldsaga höfundar, sem einnig hefur sent frá sér átta ljóðabækur, auk leikrita og annarra verka. Fyrri skáldsaga hennar, Móðir, kona, meyja, sem út kom 1987 og hlaut góða dóma, er útvarpssaga um þessar mundir. Meira
22. nóvember 1995 | Fjölmiðlar | 180 orð

Birt hættir hjá BBC

JOHN BIRT, framkvæmdastjóri BBC, hyggst láta af störfum eftir einhverjar víðtækustu breytingar í sögu fyrirtækisins að sögn brezkra blaða. Birt hefur sagt að hann muni segja af sér eftir tíu ára störf hjá fyrirtækinu, þegar samningurhans rennurút eftir tvöár. Meira
22. nóvember 1995 | Menningarlíf | 37 orð

Bókmenntakvöld á Sóloni

BÓKMENNTAKVÖLD verður haldið á efri hæð Sólons Íslandus í kvöld kl. 21. Rithöfundarnir Kristín Marja Baldursdóttir, Ágúst Borgþór Sverrisson og Súsanna Svavarsdóttir lesa upp úr verkum sínum; Mávahlátur, Í síðasta sinn og Skuggar vögguvísunnar. Meira
22. nóvember 1995 | Menningarlíf | 69 orð

Dagskrá í Hofgarði í Öræfum

LEIKFÉLAG Hornafjarðar hélt upp á "bandalagsdaginn" með því að koma með dagskrá í Hofgarð í Öræfum. Skiptist dagskráin í tvennt, það er: "Ég er ljóðið sem átti ekki leið um hug þinn" og "Örleikir". Dagskrá þessi var eftir ýmsa höfunda undir leikstjórn Kristínar G. Gestsdóttur í samantekt hennar og fleiri félaga leikfélagsins. Á eftir lék hljómsveit Hauks Þorvaldssonar fyrir dansi. Meira
22. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 179 orð

Dánarbú Nureyevs á uppboði

MUNIR úr ríkulega útbúinni íbúð ballettdansarans Rudolfs Nureyevs í París voru boðnir upp hjá uppboðsfyrirtækinu Christie's í London í gær og á mánudag. Uppboðið gengur þvert á vilja Nureyevs sjálfs sem vildi að hluta munanna yrði haldið eftir til að búa til stað í minningu lífs hans og starfs. Meira
22. nóvember 1995 | Menningarlíf | 137 orð

Diddú, Anna og Martial í Logalandi

TÓNLEIKAR Tónlistarfélags Borgarfjarðar, sem vera áttu 3. nóvember síðastliðinn, verða haldnir í Logalandi í Reykholtsdal föstudaginn 24. nóvember kl. 21. Þar koma fram þau Sigrún Hjálmtýsdóttir sópransöngkona, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og Martial Nardeau flautuleikari. Er þetta fyrsta verkefni Tónlistarfélagsins á 30. starfsári þess. Meira
22. nóvember 1995 | Menningarlíf | 105 orð

Dómur um Aidu

Í nýjasta tölublaði breska tónlistartímaritsins BBC Music Magazine er dómur um óperuna Adiu eftir Verdi, sem Naxos útgáfan gefur út, en eitt aðalhlutverka er í höndum Kristjáns Jóhannssonar. Skrifari, Charles Osborne, segir Mariu Dragoni, sem syngi Aidu, hafa frekar aðlaðandi rödd, en ekki fulla stjórn á henni, og sýni líflegan skapgerðarleik. Meira
22. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 508 orð

Eins og fimm manna hljómsveit

HARALDUR segir það ljúft líf að vera trúbador á Íslandi núna. "Það er vel hægt að lifa á því og ég hef það bara gott." Nýja platan er ekki trúbadorplata, frekar en fyrri platan, Undir hömrunum háu, sem kom út fyrir tveimur árum. "Þó get ég flutt flest lögin einn með gítarinn," segir hann. Vissi hvað ég var að fara út í Meira
22. nóvember 1995 | Menningarlíf | 240 orð

Eitt stærsta verkefni Leikfélags Selfoss

LAND míns föður eftir Kjartan Ragnarsson var frumsýnt á laugardag undir leikstjórn Ingunnar Ásdísardóttur í litla leikhúsinu við Sigtún á Selfossi og framhaldsfrumsýning eða hátíðarsýning var síðan á sunnudag. Báðar þessar sýningar voru fyrir boðsgesti og tókust mjög vel. Um er að ræða eina mannfrekustu sýningu sem Leikfélag Selfoss hefur sett upp en alls koma 60 manns að henni. Meira
22. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 251 orð

Englar og skordýr

"FÓLK einblínir oft eingöngu á fegurð Patsy og sést þá oft yfir hæfileika hennar sem leikkonu," segir A.S.Byatt höfundur bókar sem nýjasta mynd Patsy Kensit "Englar og skordýr" er byggð á. Patsy hefur unnið með Konunglega Shakespeare-leikhúsinu og BBC í London auk þess sem hún hefur leikið í fjölda kvikmynda. Meira
22. nóvember 1995 | Fjölmiðlar | 1348 orð

Fjölmiðlar bregðast innflytjendum Yfir hundrað sérfræðingar og fjölmiðlafólk frá Norðurlöndunum og öðrum Evrópulöndum sóttu

NORRÆNIR fjölmiðlar hafa brugðist íbúum af erlendum uppruna í umfjöllun sinni. Fagfélög eiga að stuðla að umræðu um hvernig haga beri umfjöllun frá degi til dags og segja frá hlutskipti íbúanna. Hver fréttamaður getur lagt sitt á vogarskálarnar með því að gera sér far um að kynnast íbúum frá öðrum menningarsvæðum. Meira
22. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 35 orð

Góðurskáti ÞRÁTT FYRIR að

Góðurskáti ÞRÁTT FYRIR að John Travolta hafi aldrei starfað í skátahreyfingunni voru honum veitt verðlaun fyrir að vera góður skáti í Los Angeles nýlega. Með honum á myndinni er Michael Sauer, sem afhenti honum verðlaunin. Meira
22. nóvember 1995 | Menningarlíf | 54 orð

Gull og gersemi á Sóloni

LÍTIL myndaröð eftir Sölva Helgason (Sólon Íslandus) prýðir veggi kaffilistahússins Sólon Íslandus, neðri hæð, í tilefni af þriggja ára afmæli kaffihússins og hundrað ára dánardægri hans. Verkin eru í einkaeign fjölskyldu í Reykjavík. Myndheimur Sölva er afar sérstæður, fínlegur og mynsturkenndur. Verk efitr Sölva fyrirfinnast einnig á Þjóðminjasafni Íslands. Meira
22. nóvember 1995 | Fjölmiðlar | 131 orð

Ísland í MTV

TÓNLISTARSTÖÐIN MTV hefur undanfarna daga sýnt fréttaþátt um íslenska dægurtónlist. Í þættinum kemur fram að þrátt fyrir að á landinu búi aðeins rúmur fjórðungur úr milljón manna sé hér blómlegt tónlistarlíf. Fólksfæðin er ekki talin til vansa því hér á landi sé tiltölulega auðvelt að verða poppstjarna. Meira
22. nóvember 1995 | Menningarlíf | 122 orð

Íslensk kvennalist í Chicago

SJÖ ÍSLENSKAR listakonur sýna verk sín í Artemisia Galleríinu í Chicago í Bandaríkjunum. Þetta eru myndlistarkonurnar Sólveig Aðalsteinsdóttir, Jónína Guðnadóttir, Sigríður Hrafnkelsdóttir, Rúrí, Brynhildur Thorgeirsdóttir, Inga Svala Thorsdóttir og Björg Thorsteinsdóttir. Sýningin heitir Altitudes, eða Hæðir, og undirtitillinn er Sjö listakonur frá Íslandi. Hún mun standa fram til 26. Meira
22. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 54 orð

Jasskoss

ÓLAFÍA Hrönn Jónsdóttir og tríó Tómasar R. Einarssonar fluttu lög eftir Ellu Fitzgerald og eigin lög af nýútkominni plötu sinni Koss í Listaklúbbi Leikhúskjallarans nýlega. Fjölmenni hlýddi á tónleikana og þurftu margir frá að hverfa. Tónleikarnir heppnuðust vel og viðtökur áhorfenda voru góðar. ÓLAFÍA syngur jassinn af innlifun. Meira
22. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 60 orð

Kátt á hjalla hjá hestamönnum

HESTAMENN á Íslandi héldu uppskeruhátíð á Hótel Sögu síðastliðið föstudagskvöld. Jón Baldvin Hannibalsson, heiðursgestur kvöldsins, hélt ræðu og Heiðar Jónsson skemmti, auk þess sem sungið var af hjartans lyst að hætti hestamanna. Morgunblaðið/Jón Svavarsson SIGURÐUR Harðarson ogBergur Pálsson sungu af innlifun í fjöldasöng. Meira
22. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 68 orð

Lucy í Dallas ásamt dóttur sinni

CHARLENE Tilton, eða Lucy í Dallas eins og Íslendingar þekkja hana betur, hefur ekkert breyst síðan hún lék í Dallas-þáttunum um árið. Hún er hins vegar orðin þó nokkuð eldri og væntanlega lífsreyndari. Hér er hún ásamt dóttur sinni, Cherish, sem er 13 ára og fæddist þegar Dallas-þættirnir voru hvað vinsælastir. Charlene skildi við föður Cherish, söngvarann Johnny Lee, á níunda áratugnum. Meira
22. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 283 orð

Lævís léttleiki æskunnar

Leikstjórn, handrit og klipping Sigurður Kjartansson og Stefán Árni Þorgeirsson. Kvikmyndataka Stephan Stephensen. Hljóðvinnsla Páll Borg. Hljóðupptaka Róbert Bjarnason. Leikmyndir Þórður Orri Pétursson. Tónlist gusgus. Aðalleikendur Daníel Ágúst, Emilíana Torrini, Magnús Jónsson, Heiðrún Anna Björnsdóttir, Hafdís Huld, Ragnheiður Axel, Kjartan Guðjónsson. Íslensk stuttmynd. Kjóll & Anderson 1995. Meira
22. nóvember 1995 | Menningarlíf | 166 orð

Lögin úr leikhúsinu

Lögin úr leikhúsinu Í DAG verða aðrir tónleikar í tónleikaröð Kaffileikhússins sem helguð er íslenskri leikhústónlist. Það er Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld sem kynna mun sína eigin leikhústónlist og félagar úr Caput hópnum ásamt fleiri listamönnum flytja úrval hennar. Meira
22. nóvember 1995 | Menningarlíf | 157 orð

Mávarnir skemmta sér

SKÁLDSAGAN Mávahlátur eftir Kristínu Marju Baldursdóttur er komin út. Mávahlátur er uppvaxtarsaga sem gerist í sjávarplássi á sjötta áratugnum. Allt fer á annan endann í friðsælli þorpsveröldinni þegar Freyja birtist skyndilega einn góðan veðurdag, komin alla leið frá Ameríku. Og ekki er að undra þótt þorpsbúum verði hverft við. Meira
22. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 57 orð

Myrkur í Verzló

LISTAFÉLAG Verzlunarskóla Íslands stendur um þessar mundir fyrir sýningum á leikritinu Myrkur eftir Frederick Knott í leikstjórn Hilmis Snæs Guðnasonar. Ljósmyndari Morgunblaðsins leit inn á sýningu og tók meðfylgjandi myndir af gestum. Meira
22. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 93 orð

Nótt á himnum

ANTONIO Banderas sem er hvað þekktastur þessa dagana fyrir að vera kviðmágur Dons Johnsons er einnig vinsæll leikari og þykir bjóða af sér góðan kynþokka. Innan skamms geta íslenskar konur og karlar litið hann í myndinni "Desperado" sem sýnd verður í Stjörnubíói. Meira
22. nóvember 1995 | Menningarlíf | 84 orð

Samsöngur þriggja karlakóra

KARLAKÓR Selfoss og Karlakór Rangæinga koma í heimsókn til Hafnarfjarðar laugardaginn 25. nóvember næstkomandi og syngja í Víðistaðakirkju kl. 17 ásamt Karlakórnum Þröstum. Er þetta í þriðja skipti sem kórar þessir koma fram saman, en haustið 1993 stofnuðu kórar þessir til samstarfs og héldu samsöng á Hvolsvelli. Aftur sungu þeir saman í fyrra á Selfossi og nú í Hafnarfirði. Meira
22. nóvember 1995 | Leiklist | 1237 orð

Sjálfsmynd ­ ímynd

Næsti viðkomustaður: Álfasteinn, Atriði úr Blómahátíðinni í Genzano, Hnotubrjótnum, Rauðum rósum, La Sylphide, Rags. Laugardagur 18. nóvember. "SEX ballettverk á einu kvöldi" er yfirskrift nýjustu sýningar Íslenska dansflokksins. Sýningin sem ég sá ­ og var reyndar um eftirmiðdag ­ var sú síðasta af þremur og því má segja að þessi pistill sé heldur seint á ferðinni. Meira
22. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 86 orð

Skólarnir keppa

HIN árlega Skólakeppni Tónabæjar fór fram dagana 6.-17. nóvember. Síðastliðinn föstudag fór fram verðlaunaafhending og ball, en skólameistarar Tónabæjar 1995 eru Hlíðaskóli og Æfingaskóli Kennaraháskóla Íslands, þar sem lið þeirra urðu jöfn að stigum. Þetta var í fimmta skiptið sem keppnin var haldin. Meira
22. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 40 orð

Stoltur faðir

MICHAEL Richards, sem leikur Kramer í sjónvarpsþáttunum "Seinfeld", mætti nýlega á sýningu á leikritinu "Death of a Salesman" í Los Angeles. Með honum var tvítug dóttir hans, Sophia, en hún er ávöxtur hjónabands hans og fjölskylduráðgjafans Cathleen Richards. Meira
22. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 110 orð

Söngsystur brýna raust sína

SÖNGSYSTUR, þær Bryndís Sunna Valdimarsdóttir, Jóna Sigríður Grétarsdóttir, Katrín Hildur Jónasdóttir, Lóa Björk Jóelsdóttir og Regína Ósk Óskarsdóttir, munu halda tónleika á Hótel Íslandi annað kvöld. Þær hafa starfað saman í tæp tvö ár og hafa komið víða fram á árshátíðum, jólaskemmtunum og við hvers konar tækifæri. Með þeim á Hótel Íslandi verða m.a. Meira
22. nóvember 1995 | Menningarlíf | 424 orð

Tveir togarar og þrjár stúlkur

INGÁLVUR av Reyni er færeyskur listmálari. Hann sýnir málverk í Gallerí Borg við Austurvöll til næstkomandi sunnudags. Ingálvur er fæddur 1920 og er þegar kominn á stall með helstu listamönnum Norðurlandanna á þessari öld og samkvæmt fréttatilkynningu frá galleríinu er hann þekktasti núlifandi listmálari Færeyinga. Meira
22. nóvember 1995 | Kvikmyndir | 393 orð

Uppgötvun alnæmis

Kvikmyndahátíð Regnbogans og Hvíta tjaldsins. Leikstjóri: Roger Spottiswoode. Handrit: Arnold Schulman eftir sögu Randy Shilts. Aðalhlutverk: Matthew Modine, Ian McKellan, Lily Tomlin, Saul Rubinek, Alan Alda. HBO. Sænskur texti. 1993. Meira

Umræðan

22. nóvember 1995 | Aðsent efni | 549 orð

Allir verða að taka þátt í að útrýma eitrinu á Íslandi

ÞAÐ var ágæt grein í Morgunblaðinu nýlega eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson varðandi fíkniefnaneyslu unglinga í sveitafélögunum, sem væri sívaxandi. Þetta voru orð í tíma töluð. Það hefði löngu átt að vera búið að þessu eins og ég hefi margsinnis bent á, en það þurfa allir landsmenn að taka þátt í slíku átaki til að útrýma eitrinu. Meira
22. nóvember 1995 | Aðsent efni | 710 orð

Atvinnutryggingar í stað atvinnuleysistrygginga

ATVINNULEYSI er böl, sem ekki er búandi við, um það eru allir sammála, hvar í flokki sem þeir standa. Mjög skiptar skoðanir eru þó um lausn þessara mála og menn leita mismunandi leiða til lausnar. Eitt má þó bókfæra umsvifalaust. Verkefnið þolir ekki langa bið, því þrautaganga þeirra, sem misst hafa atvinnuna, er oft óbærilega þung. Meira
22. nóvember 1995 | Aðsent efni | 2185 orð

ER RÉTTARKERFIÐ MIÐSTÝRT OG MISMUNAR ÞAÐ ÞEGNUNUM?

HÉR er stórt spurt en ekki er víst að almenningi þyki það miklu skipta hvort réttarkefi Íslendinga sé miðstýrt eða ekki. En greinarhöfundar sem bæði eru ólöglærð hafa þó lært það í lögfræði að höfuðatriði er að réttarkerfisstofnanir og einstakir starfsmenn réttarkerfisins, sem eiga að starfa óhlutdrægt og sjálfstætt, geri það. Enda hefur það verið talinn einn af hornsteinum réttarríkisins. Meira
22. nóvember 1995 | Velvakandi | 480 orð

Helgafell

BÆR undir Helgafelli var ekki reistur fyrr en eftir að landnámsöld þrýtur eða á árinu 935 af fyrsta ábúandanum Þorsteini þorskabít. Vil ég fara nokkrum orðum um staðinn Helgafell síðustu áratugi. Ég býst við að flestir hafi lesið Eyrbyggju eða bókina Helgafell, Saga höfuðbóls og klausturs eftir Hermann Pálsson. Meira
22. nóvember 1995 | Velvakandi | 214 orð

Hver er höfundur? SIGRÍÐUR hringdi til að biðja um höfund að eftirfa

SIGRÍÐUR hringdi til að biðja um höfund að eftirfarandi vísu: Blóm nú spretta úti ei í átthögunum sínum. Gef ég þér því gleymmérei sem greri í huga mínum. Kunni einhver svar við þessari bón Sigríðar er hann vinsamlega beðinn að hringja til hennar í síma 476-1156. Meira
22. nóvember 1995 | Velvakandi | 320 orð

IKIL gróska hefur verið í útgáfu klassískra geisladiska h

IKIL gróska hefur verið í útgáfu klassískra geisladiska hér á landi á þessu ári. Nýlega kom út hjá Japís diskurinn Ljóðakvöld með Sigurði Bragasyni baritónsöngvara og Vovka Ashkenazy píanóleikara, þar sem þeir félagar flytja lög eftir Chopin, Liszt, Rakhmaninov, Ravel og Rubinstein. Meira
22. nóvember 1995 | Aðsent efni | 752 orð

Íslenskt ­ oj bara

Íslenskt ­ oj bara Sjónvarp Hafnarfjarðar sendir einungis út íslenzkt efni, segir Sæmundur Stefánsson, sem hér gagnrýnir efni nýrra og eldri sjónvarpsstöðva. ÞÓTT skömm sé frá að segja er það ekki oft sem maður finnur til vorkunnsemi með stjórnmálamönnum. Það gerðist þó fimmtudagskvöldið 16. nóvember sl. Meira
22. nóvember 1995 | Aðsent efni | 756 orð

Kemur málfræðin aftur?

ÉG HEF áður komið því á framfæri í blöðum, að ég er ekki sáttur við breytingarnar á framhaldsskólanum síðari áratugina. Ég gerði mér fljótt ljóst að áhrif Kennaraháskóla Íslands voru talsverð og ekki heillavænleg, en taldi mig annars ekki færan um að greina eðli og ástæður breytinganna. Meira
22. nóvember 1995 | Aðsent efni | 355 orð

Kvennafrídagurinn og fréttamat ársins 1975

22. OKTÓBER sl. ritaði ég grein í Morgunblaðið þar sem ég rifjaði upp merkisatburð í sögu kvenna á Íslandi, Kvennafrídaginn 24. október 1975. Í Morgunblaðsgreininni segir ég frá atviki sem gerðist í Uppsölum. Frásögn mín er eftirfarandi: "Og ég segi Önnu frá atburði sem seint líður mér úr minni. Meira
22. nóvember 1995 | Velvakandi | 326 orð

Nudd og nálastungur

MIG langar aðeins að segja frá reynslu minni svo fleiri geti notið hennar. Þetta byrjaði með því að ég var mjög illa haldin af jafnvægistruflunum og vöðvabólgu í herðum og hálsi. Það virtist ekki vera til nein bót á þessu. Mér var bent á að reyna að fara á Kínversku nuddstofuna á Skólavörðustíg 16. Nuddstofu þessa rekur Kínverji að nafni Jia. Meira
22. nóvember 1995 | Aðsent efni | 670 orð

Óbeinar auglýsingar hafa mikil áhrif

Óbeinar auglýsingar hafa mikil áhrif Hver ber ábyrgðina? Heilbrigðir lífshættir og mannbætandi skemmtanir eiga að sitja í fyrirrúmi, segir Árni Guðmundsson, sem hér skrifar um bindindisdag fjölskyldunnar á laugardaginn. Meira
22. nóvember 1995 | Aðsent efni | 1446 orð

Radíusklerkar

Á MIÐVIKUDAGINN var héldu tveir landsþekktir ræðumenn uppi nokkuð óvenjulegu skemmtispjalli á fjölmennum fundi í Háskóla Íslands. Tilefni fundarins var sú athygli sem hvítasunnumenn í Vestmannaeyjum hafa notið síðustu misseri fyrir frumlegar aðferðir á sviði boðunar og kristilegs lífernis. Meira
22. nóvember 1995 | Aðsent efni | 792 orð

Reynslan lofar AA

Í GREIN, sem birtist í Morgunblaðinu 1. nóvember, gerir Steinunn Björk Birgisdóttir tilraun til að sannfæra fólk um það að núverandi aðferðir við meðferð alkóhólista séu með öllu úreltar, og taka beri upp nýjar og betri aðferðir upprunnar vestanhafs. Meira
22. nóvember 1995 | Velvakandi | 824 orð

Um "tollheimtumenn vorra daga"

Um "tollheimtumenn vorra daga" Stefáni Haraldssyni: ÞAR sem Jón Ármann Steinsson notar sögulega samlíkingu í bréfi sínu um bílastæðamál í Morgunblaðinu þann 24. október er ekki úr vegi að líta yfir helstu atriði í sögu bílastæða í Reykjavík. Meira
22. nóvember 1995 | Aðsent efni | 639 orð

Verulegar greiðslur sjúklinga auka aðsókn að sjúkrahúsum

MARGIR telja að eigin greiðslur sjúklinga utan sjúkrahúsa hafi veruleg áhrif á heildarkostnað heilbrigðisþjónustunnar. Samkvæmt athugun OECD virðast lágar eða engar greiðslur frá sjúklingum til heilsugæslu draga heldur úr heildarkostnaði til heilbrigðisþjónustu vegna þess að sjúklingar leita því minna til sjúkrahúsanna. Meira

Minningargreinar

22. nóvember 1995 | Minningargreinar | 242 orð

Arnfríður Smáradóttir

Mann setti hljóðan þegar hringt var og tilkynnt að hún Adda væri dáin. Öddu kynntumst við þegar hún kom í sveit til okkar í Stóru-Gröf vorið 1983. Hún ætlaði ekki að vera lengi, en samt lengdist dvölin í rúmt ár. Adda var í raun sveitabarn af lífi og sál og mikið fyrir hesta. Hún var ekki búin að vera lengi þegar hún var búin að prófa alla hestana, hvort sem þeir voru þægir eða ekki. Meira
22. nóvember 1995 | Minningargreinar | 486 orð

Arnfríður Smáradóttir

Elsku frænka mín, það var sem heimurinn hryndi yfir mig og tíminn stæði í stað um stund, þegar pabbi þinn hringdi og tilkynnti mér andlát þitt. Mig langar til að minnast þín í fáeinum orðum. Það er margs að minnast og upp í huga minn koma minningar, svo ótal margar. Ég man eftir þér, litlum fjörugum ljósálfi heima í sveitinni á Króksstöðum. Meira
22. nóvember 1995 | Minningargreinar | 237 orð

Gestur Sigurður Ísleifsson

Nú ert þú, Gestur minn, kominn nær Jesú, sem ávallt var þér nálægur, gekk inn í þrautir þínar og reisti þig á ný við hverja hrösun og gaf þér styrk. Og eins og þú veist ekki hvaða veg vindurinn fer, þekkir þú heldur ekki verk Guðs sem allt gjörir. Hann hefur nú reist þig upp til nýs vettvangs og þú getur haldið vegi þínum hreinum, segir í sálmi 119.2. Meira
22. nóvember 1995 | Minningargreinar | 25 orð

GESTUR SIGURÐUR ÍSLEIFSSON Gestur Sigurður Ísleifsson fæddist í Reykjavík 12. apríl 1944. Hann lést í Reykjavík 7. nóvember

GESTUR SIGURÐUR ÍSLEIFSSON Gestur Sigurður Ísleifsson fæddist í Reykjavík 12. apríl 1944. Hann lést í Reykjavík 7. nóvember síðastliðinn og fór útförin fram 16. nóvember. Meira
22. nóvember 1995 | Minningargreinar | 799 orð

Guðbjörg Þórðardóttir

Guðbjörg Þórðardóttir Tíminn líður hraðar, hraðar. Sem örskotsstund stefnir hann á vit eilífðar, óskilgreindrar samsöfnunar þess sem var og e.t.v. þess sem verður. "Það er aldurinn" sagði móðir mín. Einmitt hennar vegna finn ég mig knúna til að láta hugann reika um stund til þess tíma er Guðbjörg Þórðardóttir var mest samvistum við fjölskyldu okkar. Meira
22. nóvember 1995 | Minningargreinar | 686 orð

Guðmundur Erlendur Guðmundson

Vinur minn spáði því um áramótin að árið 1995 yrði ár vonbrigðanna. Hann hafði rangt fyrir sér, því árið í ár hefur verið ár hörmunga, slysa og hamfara sem engin orð fá lýst. Þegar ég hélt að það versta væri afstaðið komu enn ein ótíðindin, Mummi er dáinn. Ég ætlaði ekki að trúa því og á enn bágt með það. Meira
22. nóvember 1995 | Minningargreinar | 25 orð

GUÐMUNDUR ERLENDUR GUÐMUNDSSON Guðmundur Erlendur Guðmundsson fæddist 23. maí 1968 í Reykjavík. Hann lést 23. október

GUÐMUNDUR ERLENDUR GUÐMUNDSSON Guðmundur Erlendur Guðmundsson fæddist 23. maí 1968 í Reykjavík. Hann lést 23. október síðastliðinn. Útför Guðmundar Erlends hefur farið fram í kyrrþey. Meira
22. nóvember 1995 | Minningargreinar | 1365 orð

Hulda Pétursdóttir

Sumardaginn fyrsta, þann 24. apríl 1921, geisaði stórhríð í Grundarfirði. Ung hjón, Ásta og Pétur, voru þá í þurrabúð í Ytri-Tröð í Eyrarsveit. Pétur hafði fengið að reisa timburstofu framan við litla torfbæinn sem var eitt stafgólf. Þar bjó þá Elísabet Hjaltalín, ekkja Konráðs, bróður Péturs, ásamt fjórum börnum þeirra. Pétur var skipstjóri á skútum og var því mikið að heiman. Meira
22. nóvember 1995 | Minningargreinar | 657 orð

Hulda Pétursdóttir

Jæja, hún er komin stundin sem ég var að vona að ég þyrfti ekki að ganga í gegnum ­ að kveðja þig, elsku besta amma mín. Mér finnst erfitt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að hitta ykkur afa bæði í sveitinni. En ég þykist nú vita að þú eigir eftir að fylgjast með okkur úr fjarlægð eða frá þínum stað. Meira
22. nóvember 1995 | Minningargreinar | 138 orð

Hulda Pétursdóttir

Elsku hjartans vinkona. Við þökkum þér fyrir alla góðvildina og hjálpsemina í okkar garð þau ár sem við þekktumst. Alltaf varstu reiðubúin að rétta hjálparhönd hvernig sem á stóð. Þú varst ekki eingöngu góður nágranni, heldur líka mikil vinkona. Mikið dáðist ég að þeim eldmóði og kjarki sem í þér bjó þrátt fyrir þau veikindi sem þú háðir hetjulega baráttu við. Meira
22. nóvember 1995 | Minningargreinar | 300 orð

HULDA PÉTURSDÓTTIR

HULDA PÉTURSDÓTTIR Hulda Hraunfjörð Pétursdóttir, bóndakona og rithöfundur að Útkoti, Kjalarnesi, var fædd að Ytri-Tröð, Eyrarsveit í Snæfellsnessýslu, 24. apríl 1921. Hún andaðist í Landspítalanum 14. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Huldu voru Pétur J. Hraunfjörð Jónsson, f. 14.5. 1885, d. 5.3. Meira
22. nóvember 1995 | Minningargreinar | 278 orð

Jóhann Kr. Jóhannesson

Elsku frændi, nú þegar ég kveð þig í hinsta sinn, koma margar minningar upp í hugann. Minningar sem tengjast þér og Röggu þinni og frændunum öllum. Mikið var ég rík að eiga ykkur öll. Það er svo margs að minnast. Þegar þið komuð á gamla vörubílnum til að hjálpa til í heyi. Ég, stelpuskottan, þóttist vera að passa frændurna, allt til að ganga í augun á ykkur. Já, þér á ég margt að þakka. Meira
22. nóvember 1995 | Minningargreinar | 28 orð

Jóhann Kr. Jóhannesson var fæddur 10. nóvember 1914 að Höfða í Eyjah

Jóhann Kr. Jóhannesson var fæddur 10. nóvember 1914 að Höfða í Eyjahreppi. Hann lést í Sjúkrahúsi Akraness 2. nóvember síðastliðinn. Útför hans fór fram frá Borgarneskirkju 11. nóvember. Meira
22. nóvember 1995 | Minningargreinar | 166 orð

Jóna Jónsdóttir

Elskuleg tengdamóðir okkar Jóna Jónsdóttir er nú látin. Okkar kynni hafa staðið í rúma tvo áratugi. Þann tíma hefur hún átt við veikindi að stríða. Jóna var mjög ósérhlífin kona og alltaf var stutt í kímnigáfuna. Jóna gaf fjölskyldu sinni mikla hlýju. Þegar heilsan leyfði naut hún þess að fara á mannamót og vera með fólki sínu og þá ekki síst í barnaafmælum. Meira
22. nóvember 1995 | Minningargreinar | 345 orð

Jóna Jónsdóttir

Elsku amma. Nú ertu sofnuð svefninum langa og ég vona að þér líði nú vel. Þú varst búin að vera svo mikið veik og í svo mörg ár. En aldrei heyrði ég þig kvarta og aldrei var neina sjálfsvorkunn að finna. Þú varst svo hugrökk og svo góð og gjafmild. Þú varst gefandi en ekki þiggjandi í lífinu. Meira
22. nóvember 1995 | Minningargreinar | 232 orð

Jóna Jónsdóttir

Með nokkrum orðum langar mig að kveðja elsku ömmu mína, Jónu Jónsdóttur, sem er látin 75 ára gömul. Amma hafði lengi átt við MS- sjúkdóminn að stríða. Hann tók sinn toll í hennar lífi, því hún var bundin við hjólastól í rúm 20 ár. Þrátt fyrir veikindi sín skorti hana ekki lífsgleðina og hlýjuna. Meira
22. nóvember 1995 | Minningargreinar | 94 orð

JÓNA JÓNSDÓTTIR

JÓNA JÓNSDÓTTIR Jóna Jónsdóttir var fædd í Reykjavík 30. nóvember 1919. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 10. nóvember 1995. Foreldrar hennar voru Jón Þorkelsson sjómaður og Þóra Jónsdóttir húsmóðir. Systkini Jónu eru bæði látin, þau hétu Guðrún og Georg, var Jóna yngst þeirra.Jóna giftist 5. Meira
22. nóvember 1995 | Minningargreinar | 59 orð

Jóna Jónsdóttir Elsku amma, okkur langar að kveðja þig með örfáum orðum. Við vorum alltaf velkomin til þín og afa á Blöndubakka

Elsku amma, okkur langar að kveðja þig með örfáum orðum. Við vorum alltaf velkomin til þín og afa á Blöndubakka og síðustu árin á hjúkrunarheimilið Eir. Þú varst okkur góð amma og hafðir ávallt meiri áhyggjur af okkur hinum en sjálfri þér. Elsku afi, við biðjum guð að gefa þér styrk í sorg þinni. Fríða Björk og Arnar. Meira
22. nóvember 1995 | Minningargreinar | 389 orð

Magnús D. Ólafsson

Nú þokar um Þyril: Magnús Daníel er kvaddur. Þrjátíu ár. Þeir röðuðu okkur upp, nýliðunum, verkstjórarnir á plani í Hvalstöðinni, Þórir Þorsteinsson og Magnús D. Ólafsson, og kusu sér menn í flokka. Síðan vorum við og erum Magnúsarmenn. Það þótti mikil sæmd, og voru þó á Þórisvaktinni margir vænir drengir. Meira
22. nóvember 1995 | Minningargreinar | 393 orð

Magnús D. Ólafsson

Mig langar í örfáum orðum að minnast Magnúsar D. Ólafssonar eða M.D.Ó. eins og hann var oft kallaður. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast M.D.Ó. verkstjóra í Hvalnum eins og svo margir aðrir. Ég hóf störf í eldhúsinu í Hvalnum árið 1980, þá 17 ára unglingur. Magnús D. og fósturfaðir minn, Magnús Ólafsson, voru systkinasynir og fljótlega tileinkaði M.D.Ó. sér það að kalla mig Stínu frænku. Meira
22. nóvember 1995 | Minningargreinar | 30 orð

MAGNÚS D. ÓLAFSSON

MAGNÚS D. ÓLAFSSON Magnús D. Ólafsson fæddist á Kambshóli í Hvalfjarðarstrandarhreppi 20. janúar 1924. Hann lést á Landspítalanum 1. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 13. nóvember. Meira

Viðskipti

22. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 120 orð

AT&T í viðræðum við Time-Warner

AT&T símafyrirtækið á í viðræðum um milljarða dollara fjárfestingu í kaplasjónvarpsdeild Time Warners samkvæmt Wall Street Journal. Að sögn blaðsins sækist Time Warner eftir 2-4 milljörðum dollara frá AT&T til að grynnka á skuldum og endurbæta kaplakerfi sitt í því skyni að taka upp símaþjónustu. Bent er á að samkomulag milli fyrirtækjanna hafi ótvíræða kosti. Meira
22. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 94 orð

Byggingarvísitalan stendur í stað

VÍSITALA byggingarkostnaðar er óbreytt í nóvember frá því sem hún var í október eða 205,1 stig. Þessi vísitala gildir fyrir desembermánuð. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 3%, en síðustu þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,3% sem jafngildir 1,2% verðbólgu á heilu ári. Meira
22. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 83 orð

Handelsbanken með minna tap

TAP Handelsbankens í Svíþjóð af lánum fyrstu níu mánuði ársins minnkaði um 18% í 1.77 milljarða sænskra króna samanborið við 2.14 milljarða á sama tíma í fyrra. Óinnheimtanlegar skuldir á tímabilinu námu 3.65 milljörðum s.kr., eða 1,3% af heildarlánveitingum, og minnkuðu um 34% miðað við sama tíma 1994. Rekstrarhagnaður bankans jókst um 17% í 3.72 milljarða s.kr. úr 3. Meira
22. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 135 orð

HP jók hagnað um 42%

HEWLETT-PACKARD tölvufyrirtækið í Bandaríkjunum skilaði alls um 678 milljóna dollara hagnaði á síðasta fjórðungi reikningsársins sem stóð til loka októbermánaðar og jókst hann um 42,4% frá sama tíma árið áður. Þá jukust rekstrartekjur um 29% milli ára eða úr 7 milljörðum dollara í 9,05 milljarða. Meira
22. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 303 orð

Mikil hækkun á lægri upphæðum

BREYTINGAR á gjaldskrá Pósts og síma vegna póstgírógreiðslna þýða að kostnaður vegna smærri greiðslna til útlanda getur aukist um tugi prósenta. Hér er um að ræða þóknun vegna umsýslu í erlendum gjaldmiðli. Fyrir breytingu var þessi þóknun 2% af upphæðinni, en nú hefur verið sett fast 400 króna gjald á hvern póstgíróseðil. Meira
22. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 259 orð

Norsk skipafélög sameinast

STJÓRNIR norsku skipafélaganna Bergesen d.y. AS og Havtor AS hafa samþykkt að leggja til að þau verði sameinuð. Í yfirlýsingu frá þeim segir að samkomulag hafi náðst um skipti á hlutabréfum þannig að fyrir hver 70 bréf í Havtor fáist 11 í Bergesen. Bergesen er stærsta skipafélag Noregs og umsvifamesti óháði aðilinn í heiminum, sem gerir út olíuflutningaskip. Meira
22. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 195 orð

Verðbréfaráðgjöf í útibúum Íslandsbanka

VERÐBRÉFAMARKAÐUR Íslandsbanka hyggst bjóða viðskiptavinum bankans upp á nýja tegund þjónustu á næstunni. Fulltrúi VÍB mun hafa aðsetur í 10 stærstu útibúum Íslandsbanka og verður hægt að leita til hans varðandi hefðbundna þjónustu VÍB svo sem kaup eða sölu á verðbréfum. Meira
22. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 343 orð

Vilja einkavæða fríhöfnina strax

STJÓRN Félags íslenskra stórkaupmanna hefur sent frá sér ályktunþar sem þeirri umræðu sem nú fer fram um einkavæðingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar er fagnað og hvetur stjórn félagsins ríkisstjórnina til að hefjast nú þegar handa við einkavæðingu. Meira

Fastir þættir

22. nóvember 1995 | Dagbók | 2822 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 17.-23. nóvember, að báðum dögum meðtöldum, er í Háaleitis Apóteki, Háaleitisbraut 68. Auk þess er Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
22. nóvember 1995 | Fastir þættir | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. júlí sl. í Ísafjarðarkirkju af sr. Magnúsi Erlingssyni Hafdís Jónsdóttir ogÓlafur Kristjánsson. Heimili þeirra er á Urðarvegi 80, Ísafirði. Meira
22. nóvember 1995 | Fastir þættir | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 29. júlí sl. í Ísafjarðarkirkju af sr. Magnúsi Erlingssyni Jenný Árnadóttir ogHermann Þorsteinsson. Heimili þeirra er að Mjallargötu 1, Ísafirði. Meira
22. nóvember 1995 | Fastir þættir | 31 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. júní sl. í Hólskirkju í Bolungarvík af sr. Agnesi M. Sigurðardóttur Kristín Örnólfsdóttir og Helgi Kr. Sigmundsson. Heimili þeirra er að Freyjugötu 34, Reykjavík. Meira
22. nóvember 1995 | Fastir þættir | 28 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 29. júlí sl. í Hrafnseyrarkirkju af sr. Kristni Jens SigurþórssyniTheodóra Hreinsdóttir og Jón Hilmar Indriðason. Heimili þeirra er á Hólabraut 3, Skagaströnd. Meira
22. nóvember 1995 | Dagbók | 623 orð

Reykjavíkurhöfn: Í fyrrinótt kom Ásbjörn

Reykjavíkurhöfn: Í fyrrinótt kom Ásbjörnaf veiðum. Í gær fórReykjafoss á strönd ogÁrni Friðriksson fór í leiðangur. Þá komMúlafoss. Í dag er danska eftirlitsskipiðTriton væntanlegt,Goðafoss kemur af strönd. Múlafoss og Brúarfoss fara út. Meira
22. nóvember 1995 | Dagbók | 208 orð

Yfirlit: Ska

Yfirlit: Skammt suður af landinu er allvíðáttumikil 982 mb lægð sem þokast norðaustur. Yfir Norður-Grænlandi er vaxandi 1.022 mb hæð. Spá: Norðaustanátt, hvasst norðvestanlands en annars hægari. Slydda eða kalsarigning norðanlands en úrkomulítið syðra. Hiti 0-4 stig. Meira

Íþróttir

22. nóvember 1995 | Íþróttir | 321 orð

Afturelding gæti lent austur fyrir

Afturelding er eina íslenska handknattleiksliðið sem enn er meðal þátttakenda í Evrópukeppninni í handknattleik, en UMFA keppir í Borgarkeppni Evrópu. Víkingur, Valur og KA eru öll dottin úr keppni svo og Stjarnan og Fram í kvennaflokki. Dregið verður í Borgarkeppninni þriðjudaginn 28. nóvember og þá kemur í ljós á móti hvaða liði Afturelding lendir. Meira
22. nóvember 1995 | Íþróttir | 75 orð

Andri frá Þór á Akureyri til Fylkis

ANDRI Marteinsson, knattspyrnumaður sem lék með Fjölni og Þór frá Akureyri sl. sumar og þar áður með FH, hefur ákveðið að leika með Fylki í 1. deildinni næsta sumar. Hann er annar leikmaðurinn sem bætist við leikmannhóp Fylkis því áður hafði Enes Cogic komið frá ÍR. Þórhallur Dan Jóhannsson, sem hafði hugsað sér til hreyfings og var m.a. Meira
22. nóvember 1995 | Íþróttir | 645 orð

Becker fékk uppreisn æru

ÞJÓÐVERJINN Boris Becker vann Bandaríkjamanninn Michael Chang í úrslitaleik um PTA-meistaratitilinn og þaggaði þar með niður i efasemdarröddum sem heyrst höfðu í hans heimalandi um að hann væri orðinn of gamall til að sigra á einhverjum alvörumótum. Meira
22. nóvember 1995 | Íþróttir | 100 orð

Costantino Rocca tekur sæti Jose-Maria Olazabal

Ítalinn Costantino Rocca mun taka sæti Spánverjans Jose-Maria Olazabal í milljón dollara golfkeppninni, sem fer fram í Sun City í Suður-Afríku í næstu viku. Olazabal á við meiðsli að stríða á fæti og mun hann heldur ekki getað tekið þátt í Johnny Walker heimsbikarkeppninni, sem fer fram á Jamaíku í næsta mánuði. Meira
22. nóvember 1995 | Íþróttir | 86 orð

Davíð til Þórs

DAVÍÐ Garðarsson, knattspyrnumaður úr Val, hefur ákveðið að leika með Þór í 2. deildinni á næsta keppnistímabili. Hann var á Akureyri um helgina og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Davíð var einn af máttastólpum Valsliðsins sl. sumar, sem barðist lengi vel fyrir áframhaldandi sæti sínu í 1. deild og náði því með frábærum endaspretti. Meira
22. nóvember 1995 | Íþróttir | 200 orð

EINAR Vilhjálmsson

EINAR Vilhjálmsson, spjótkastari, hélt til Alabama í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Þar ætlar hann að dvelja í æfingabúðum í þrjár vikur og er það liður í tilraunum hans til að sigrast á ólympíulágmarkinu, sem er 80 metrar, fyrir Atlantaleikana næsta sumar. Meira
22. nóvember 1995 | Íþróttir | 86 orð

England Úrvalsdeild: Arsenal - Sheffield Wed.4:2

England Úrvalsdeild: Arsenal - Sheffield Wed.4:2 (Bergkamp 3., Winterburn 53, Dickov 64., Hartson 86.) - (Hirst 9., Waddle 20.). 34.556. Middlesbrough - Tottenham0:1 - (Armstrong 72.). 29.487. Meira
22. nóvember 1995 | Íþróttir | 396 orð

Formenn álfusambandanna styðja tillögur Johanssons

Formenn knattspyrnusambanda álfanna hafa ákveðið að styðja nokkrar af hugmyndum Svíans Lennarts Johanssons, formanns knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sem hann lagði fram í sumar undir nöfnunum Framtíðarsýn I og Framtíðarsýn II. Meira
22. nóvember 1995 | Íþróttir | 170 orð

Héðinn loks kominn með leikheimild

Héðinn Gilsson, handknattleiksmaður sem gekk til liðs við FH-inga sl. vor frá þýska liðinu D¨usseldorf, er loks kominn með leikheimild með FH og verður í leikmannahópnum gegn Aftureldingu í 1. deildinni í kvöld. Félagaskiptin áttu sér stað í maí í sumar, en D¨usseldorf vildi ekki sleppa honum án þess að fá einhverja greiðslur frá FH fyrir hann. Meira
22. nóvember 1995 | Íþróttir | 209 orð

Hægt að velja NBAstjörnuliðin á alnetinu

ÁHUGASAMIR Bandaríkjamenn geta sem fyrr valið byrjunarliðin í stjörnuleik NBA-deildarinnar í körfuknattleik sem verða tilkynnt 25. janúar en nú gefst fólki um allan heim í fyrsta sinn kostur á að velja sitt byrjunarlið með því að fara inn á heimasíðu NBA á alnetinu og kjósa þar. Þetta kemur fram í fréttabréfi NBA- deildarinnar. Meira
22. nóvember 1995 | Íþróttir | 123 orð

Ingimundur frá í tvo til þrjá mánuði

"ÞAÐ er líklega slitið hjá mér aftara krossbandið á hægra hné, en það kemur nákvæmlega í ljós á morgun þegar ég fer í myndatöku, en lækni mínum líst ekki á blikuna," sagði Ingimundur Helgason, leikmaður Aftueldingar, en hann meiddist snemma í fyrsta leiknum gegn Zaglebie á sunnudaginn. Meira
22. nóvember 1995 | Íþróttir | 46 orð

Í kvöld Körfuknattleikur Bikarkeppni kvenna Njarðvík:UMFN - Breiðablik20 Handknattleikur 1. deild karla: Höllin:KR - Haukar20

Handknattleikur 1. deild karla: Höllin:KR - Haukar20 Kaplakriki:FH - UMFA20 KA-hús:KA - Grótta20 Selfoss:Selfoss - Valur20 Seljaskóli:ÍR - Víkingur20 Eyjar:ÍBV - Stjarnan20 1. Meira
22. nóvember 1995 | Íþróttir | 64 orð

Ísland niður um fjögur sæti

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu hefur fallið niður um fjögur sæti á styrkleikalista alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA. Liðið er nú í 48. sæti, en var í 44. sæti í október. Brasilíumenn eru sem fyrr í fyrsta sæti, en síðan hafa Þjóðverjar skipt um sæti við Spánverja - eru komnir úr þriðja sæti í annað. Ítalía heldur fjórða sætinu og Rússland því fimmta. Meira
22. nóvember 1995 | Íþróttir | 101 orð

Knattspyrna

Evrópukeppni félagsliða 16-liða úrslit, fyrri leikir: Prag, Tékklandi: Slavia Prag - Lens (Frakkl.)0:0 15.000. Eindhoven, Hollandi: PSV Eindhoven - Werder Bremen2:1 (Ronaldo 8. - vsp., Luc Nilis 83.) - (Marco Bode 54.). 28.000. Meira
22. nóvember 1995 | Íþróttir | 136 orð

KNATTSPYRNAKlinsmann m

J¨URGEN Klinsmann, fyrirliði þýska landsliðsins gerði tvö mörk í 3:1 sigri Þýskalands gegn Búlgaríu í riðlakeppni Evrópumótsins fyrir viku og tryggði liði sínu sæti í úrslitakeppninni. Hann bætti um betur í gærkvöldi, þegar Bayern M¨unchen vann Benfica 4:1. Meira
22. nóvember 1995 | Íþróttir | 85 orð

Konur dæma í Atlanta

KONUR verða meðal dómara í knattspyrnu á Ólympíuleikunum í Atlanta á næsta ári, að sögn talsmanns Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA. Þetta verður í fyrsta sinn sem konur dæma knattspyrnuleik á Ólympíuleikum. Konurnar sem dæmdu í HM kvenna sl. sumar sönnuðu að þær eru starfi sínu vaxnar. Meira
22. nóvember 1995 | Íþróttir | 106 orð

Kristinn stjórnar Valsmönnum KR

KRISTINN Björnsson, sem tók við þjálfun 1. deildar liðs Vals síðsumars, lauk umbeðnu verkefni að síðasta deildarleik loknum en þar sem ekki hefur verið ráðinn nýr þjálfari féllst hann á að sjá um æfingar liðsins til áramóta. Hann er annars þjálfari A-landsliðs kvenna sem og U-20 ára kvennaliðsins. Theódór S. Meira
22. nóvember 1995 | Íþróttir | 35 orð

Körfuknattleikur NBA-deildin Boston - Houston93:98 Orlando - Golden State101:95 Utah - New Jersey105:79 Portland - LA

NBA-deildin Boston - Houston93:98 Orlando - Golden State101:95 Utah - New Jersey105:79 Portland - LA Clippers113:94 Ameríski fótboltinn NFL-deildin: Miami - San Francisco20:44 Íshokkí NHL-deildin: Meira
22. nóvember 1995 | Íþróttir | 333 orð

Orlando ósigrað heima án O'Neal

ORLANDO Magic án Shaquille O'Neal, vann enn einn sigurinn, 101:95, gegn Golden State Warriors í fyrrinótt. Dennis Scott skoraði þrettán af 27 stigum sínum í fjórða leikhluta og Penny Hardaway skoraði 29 fyrir Magic, sem hefur unnið sjö fyrstu leiki sína heima á keppnistímabilinu, sem er liðsmet. Liðið hefur unnið fjórtán heimaleiki í röð í NBA-deildinni - sigurgangan hefur staðið yfir frá 3. mars. Meira
22. nóvember 1995 | Íþróttir | 74 orð

Ógilda heimsmet í langstökki

ÍTALSKA frjálsíþróttasambandið (FIDAL) ógilti í gær langstökk Kúbumannsins Ivans Pedroso á móti í fjallabænum Sestriere 29. júlí í sumar. Árangur hans var betri en gildandi heimsmet. Í tilkynningu FIDAL sagði, að þrír dómarar hefðu verið settir í bann fyrir ósæmilega framkomu á mótinu. Meira
22. nóvember 1995 | Íþróttir | 105 orð

Sigurður segir tilboð Örebro umhugsunarve

LANDSLIÐSMAÐURINN Sigurður Jónsson er að velta tilboði sænska félagsins Örebro fyrir sér og gerir ráð fyrir að taka ákvörðun fljótlega. Hins vegar telur hann að ekki verði af frekari viðræðum við norska félagið Lilleström. Eins og kom fram í sunnudagsblaði Morgunblaðsins fóru Sigurður og Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, til Gautaborgar um helgina vegna tilboðs Örebro. Meira
22. nóvember 1995 | Íþróttir | 417 orð

Skemmtilegt að fá svona sendingar

J¨urgen Klinsmann var hetja Bayern M¨unchen þegar liðið vann Benfica frá Portúgal 4:1 í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu í gærkvöldi. Kappinn gerði öll mörk heimamanna á 19 mínútna kafla og hefur ekki leikið betur með Bayern á tímabilinu. Meira
22. nóvember 1995 | Íþróttir | 82 orð

Snjóbretti á ÓL í Japan

FRAMKVÆMDARAÐILAR næstu Vetrarólympíuleika sem fara fram í Nagano í Japan hafa ákveðið að keppni á snjóbrettum verði fullgild grein á leikunum 1998. "Þetta hefur í för með sér að keppt verður í fleiri greinum en áður en við munum takmarka fjölda keppenda við þrjú þúsund eins og við höfum áður sagt," sagði forsvarsmaður leikanna í Japan. Meira
22. nóvember 1995 | Íþróttir | 130 orð

Spurs og Arsenal á sigurbraut

LUNDÚNARLIÐIN Tottenham og Arsenal færðust upp töfluna með því að sigra í leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Arsenal náði að leggja Sheffield Wednesday 4:2 með mörkum frá Hollendingnum Dennis Bergkamp, sem gerði fjórða mark sitt í síðustu fimm leikjum, Nigel Winterburn, Paul Dickov og varamanninum John Hartson. Meira
22. nóvember 1995 | Íþróttir | 143 orð

Stórtónleikar SKÍ og KKÍ

Skíðasamband Íslands og Körfuknattleikssamband Íslands standa fyrir stórtónleikum í Kolaportinu fimmtudaginn 30. nóvember. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Flestar þekktustu hljómsveitir landsins mæta og segja má að hér sé um að ræða landslið tónlistarmanna. Aðgangur er 1.000 krónur og eru miðar seldir hjá Japís og Skífunni. Kynnar kvöldsins verða Radíusbræður. Meira
22. nóvember 1995 | Íþróttir | 94 orð

Theodóra bætti sig verulega

THEODÓRA Mathiesen, skíðakona úr KR sem dvelur í Noregi við æfingar, náði góðum árangri á tveimur alþjóðlegum svigmótum í Rjukan í Noregi um síðustu helgi. Hún hafnaði í 4. sæti í fyrra mótinu og hlaut fyrir það 47,38 styrkstig (FIS-stig). Sigurvegari var Cacili Sylvester Jensen frá Noregi. Meira
22. nóvember 1995 | Íþróttir | 74 orð

Uppskeruhátíð KR Uppskeruhátíð KR verður í KR-heimilinu við Frostaskjól nk. laugardag, 25. nóvember, og verður húsið opnað kl.

Uppskeruhátíð KR verður í KR-heimilinu við Frostaskjól nk. laugardag, 25. nóvember, og verður húsið opnað kl. 19. Verðlaun veitt bestu og efnilegustu leikmönnum karla og kvenna, skemmtiaðtriði og Gömlu brýnin leika undir dansi fram eftir nóttu. Kvöldverður kostar 2.000 kr. en 800 kr. eftir mat. Miðar seldir í KR-heimilinu go í sportvöruversluninni Spörtu á Laugavegi. Meira

Úr verinu

22. nóvember 1995 | Úr verinu | 682 orð

Alaskaufsi að taka sæti þorsksins á heimsmarkaði

ALASKAUFSINN er einn af stærstu fiskstofnum í heimi en heildarveiðin hefur minnkað, er nú um fjórar milljónir tonna árlega en var yfirleitt um sjö milljónir á síðasta áratug. Er ástæðan að nokkru ofveiði innan rússnesku efnahagslögsögunnar og á alþjóðlegu hafsvæði í Norður-Kyrrahafi. Meira
22. nóvember 1995 | Úr verinu | 149 orð

Átti hugmyndina að Granda- nafninu

SIGURÐUR Á. Kristjánsson, verkstjóri í Bakkaskemmu Grandaog fyrrverandi skipstjóri, átti hugmyndina að nafni fyrirtækisins, en efnt var til samkeppni meðal starfsmanna þegar fyrirtækið var stofnað fyrir tíu árum. Spjallað er við Sigurð í fréttabréfi Granda sem kom út á dögunum. "Mér fannst það liggja beint við. Meira
22. nóvember 1995 | Úr verinu | 271 orð

Breytingum lokið á Gunna RE

HJÁ Daníelsslipp var verið að breyta Gunna RE 51, sem er 12 tonna bátur, úr afturbyggðum bát í frambyggðan og endurbyggja hann með nýju stýrishúsi og nýjum vistarverum. "Við stækkuðum ekki bátinn, en öll vinnuaðstaða breytist til batnaðar," segir Gunnar Richter, eigandi Daníelsslipps. Hann segir að eigandi bátsins sé Óskar Guðmundsson og breytingarnar hljóði upp á 5 milljónir króna. Meira
22. nóvember 1995 | Úr verinu | 730 orð

Enginn getur svarað með skynsamlegu viti hvað auðlindaskattur eða veiðileyfjagjald er

EINAR K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Fiskifélags Íslands, segir það vera rökfræðilega rangt að halda fram kostum veiðileyfagjalds í sjávarútvegi, en tala ekki jafnframt um upptöku auðlindagjalds vegna aðgangs að orkulindum okkar. Þeir, sem ekki treystu sér til þess að halda fram hvoru tveggja, gætu ekki talist trúverðugir í umræðunni. Meira
22. nóvember 1995 | Úr verinu | 222 orð

Fiskimjölsverksmiðja í Þorlákshöfn

VESTDALSMJÖL og Hafnarmjöl í Þorlákshöfn undirrituðu síðastliðinn mánudag viljayfirlýsingu þess efnis að sett yrði upp fiskimjölsverksmiðja í Þorlákshöfn. Frystihúsin í Þorlákshöfn og Ölfushreppur munu verða aðilar að þessu nýja félagi, sem mun eiga og reka fiskimjölsverksmiðju, með 400-500 tonna afköstum á sólarhring. Fjárfesting vegna verksmiðjunnar verður á þriðja hundrað. Meira
22. nóvember 1995 | Úr verinu | 104 orð

Færri erlend skip landa

Frá ársbyrjun til 15. nóvember er vitað um 95 erlend skip, sem hafa landað afla hér á landi. Alls hafa þau landað 202 sinnum. Á meðfylgjandi töflu má sjá hvað þau lönduðu miðað við óslægðan fisk. Ljóst er að þessi innflutningur hefur dregist saman. Árið 1992 var heildarmagnið 20.985 tonn, árið 1993 var það 32.914 tonn og í fyrra var það 65.068 tonn, en af því voru 37.660 tonn loðna. Meira
22. nóvember 1995 | Úr verinu | 232 orð

Gufusoðin ýsa

UPPSKRIFT þessarar viku í Verinu er kínversk og fengin hjá Jóhanni Youyi Xiang, matvælafræðingi. Í hana þarf: 400 g ýsuflök 3 g salt 10 g engifer 50 g grænir vorlaukar 25 ml hrísgrjónavín eða hvítvín Í fyrri sósuuppskrift þarf: 35 ml soya sósa 25 ml hrísgrjónavín eða hvítvín 10 g sykur 50 ml grænmetisolía 5 gr mjölvi í 25 ml af Meira
22. nóvember 1995 | Úr verinu | 980 orð

Hrefnu-, sel-, og skarfakjöt á Lauga-ási

"VIÐ HÖFUM alltaf lagt áherslu á að vera með rétti á boðstólum sem eru ekki á hversdagsborðum Íslendinga," segir Guðmundur Ragnarsson, matreiðslumaður á Lauga-ási. "Þetta er nú einu sinni veitingastaður og fólk verður að vita að það sé ekki að borða heima hjá sér. Þess vegna bjóðum við meðal annars upp á skötuselskinnar, hvalkjöt og selkjöt. Meira
22. nóvember 1995 | Úr verinu | 100 orð

JÓN Már Jónsson

JÓN Már Jónsson hefur verið ráðinn verksmiðjustjóri við loðnuverksmiðju Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Jón er 38 ára gamall Norðfirðingur, vélfræðingur að mennt. Meira
22. nóvember 1995 | Úr verinu | 442 orð

Leiðigarður á Austurfjörum

Hornafirði - GERÐ leiðigarðs á Austurfjörum við Hornafjarðarós lauk nýlega. Það var fyrirtækið Suðurverk hf. sem vann verkið fyrir Vita- og hafnamálastofnun. Hlutverk garðsins er tvíþætt, annars vegar að festa lögun Austurfjörutangans í sessi og hins vegar að leiða strauminn í sem jafnastan farveg fyrir ósinn sjálfan og þá umferð sem um hann fer. Meira
22. nóvember 1995 | Úr verinu | 682 orð

Markaðir að opnast í Namibíu og Suður Afríku

SKIPULÖGÐ hefur verið ferð Íslendinga á sjávarútvegssýninguna "Fish Africa '95" í Suður Afríku og heimsóknir í framhaldi af því í sjávarútvegsfyrirtæki og ráðuneyti tengd sjávarútvegi í Namibíu og Suður Afríku. Ferðin er farin á vegum utanríkisráðuneytisins, Útflutningsráðs og Iðnlánasjóðs. Meira
22. nóvember 1995 | Úr verinu | 132 orð

Meiri þorskur á Reykjanes

Ef skipting þorskaflans fyrstu níu mánuði ársins milli landssvæða er skoðuð og borin saman við sömu mánuði í fyrra kemur í ljós að Reykjanes, Reykjavík þar með talin, eykur sína hlutdeild úr 32% í 37%. Suðurland eykur sína hlutdeild úr 7% í 8%. Hlutdeild annarra staða dregst saman fyrir utan Norðurland eystra, sem stendur í stað. Þá er helmingssamdráttur í sölu erlendis. Meira
22. nóvember 1995 | Úr verinu | 143 orð

Ný fiskimjölsverksmiðja í Þorlákshöfn

VESTDALSMJÖL og Hafnarmjöl í Þorlákshöfn undirrituðu síðastliðinn mánudag viljayfirlýsingu þess efnis að sett yrði upp fiskimjölsverksmiðja í Þorlákshöfn, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Frystihúsin í Þorlákshöfn og Ölfushreppur munu verða aðilar að þessu nýja félagi, sem mun eiga og reka fiskimjölsverksmiðju, með 400-500 tonna afköstum á sólarhring. Meira
22. nóvember 1995 | Úr verinu | 149 orð

Ný stjórn Farmanna- og Fiskimannasambandsins

Guðjón A. Kristjánsson var endurkjörinn formaður Farmanna- og Fiskimannasambands á aðalfundi sambandsins sem lauk síðastliðinn föstudag. Heiðar B. Kristinssonvar endurkjörinn varaforseti. Meira
22. nóvember 1995 | Úr verinu | 166 orð

Samráðsnefnd fjögurra ráðuneyta

UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að skipa samráðsnefnd utanríkisráðuneytis, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis og sjávarútvegsráðuneytis um verkefnaútflutning og fjárfestingu íslenskra fyrirtækja í atvinnurekstri erlendis. Formaður nefndarinnar er Halldór J. Kristjánsson skrifstofustjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu, Kristinn F. Meira
22. nóvember 1995 | Úr verinu | 888 orð

Seljum síldina hæstbjóðanda

UNDANFARNAR vikur og mánuði hefur vottað fyrir auknum skilningi Norðmanna og Rússa á mikilvægi þess að samningar náist um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum. Ástæðan er að sjálfsögu ótti manna við að ósamkomulag um heildarkvóta og skiptingu hans leiði til endurtekningar sögunnar frá sjötta áratugnum; hömlulausra veiða, ofveiði, og að endingu hruni stofnsins. Meira
22. nóvember 1995 | Úr verinu | 446 orð

Síldin að koma upp

"ÞAÐ gengur ágætlega," sagði Sigurður Haukur Guðjónsson, háseti á Þórshamri, í samtali við Morgunblaðið í gærmorgun, en þá var Þórshamar að landa í Neskaupstað. "Það er búið að vera reiðileysi síðustu daga, en svo rákum við í hann í nótt. Ég veit svo ekkert um hvernig framhaldið verður. Meira
22. nóvember 1995 | Úr verinu | 427 orð

Sjóvinnukennsla í skólum verði efld

Á FISKIÞINGI, sem sett var í gær, er lagt til að sjóvinnukennsla og kynning á sjávarútvegi í skólum landsins verði efld. Það verði m.a. gert með því að útvegaður verði og gerður út skólabátur, sem sé nauðsynlegur þáttur í sjóvinnukennslu, en að sögn Bjarna Kr. Grímssonar, fiskimálastjóra, er mikil eftirsjá í skólabátnum Mími, sem fórst í Hornafirði árið 1991. Meira
22. nóvember 1995 | Úr verinu | 408 orð

Slæm umgengni alvarlegasta vandamálið

ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegsráðherra, sagði í ávarpi sínu til Fiskiþings í gær að alvarlegasta vandamálið, sem væri við að etja í sjávarútvegi í dag, væri slæm umgengni um auðlindina. "Við getum ekki búið við þessar aðstæður lengur. Það verður ekki þolað og ef við tökum okkur ekki á, þá mun skynsamleg fiskveiðistjórnun hrynja," sagði ráðherra. Meira
22. nóvember 1995 | Úr verinu | 572 orð

Smáfiskaskiljur gefa góða raun

UNDANFARIN misseri hefur mikil umræða verið um smáfisk, sem fleygt er fyrir borð og slæma umgengni um fiskistofna. Með notkun svokallaðra smáfiskaskilja má auka möguleikana á því að stjórna stærðarsamsetningu aflans, sem berst að landi, og ættu líkur á því að afla sé hent fyrir borð að geta minnkað stórlega. Meira
22. nóvember 1995 | Úr verinu | 600 orð

Úrelding fiskveiðiflota ESB gengur samkvæmt áætlun

ÚRELDING fiskiskipa aðildarþjóða Evrópusambandsins gengur eftir áætlun, þegar á heildina er litið, en einstök lönd eiga langt í land með að ná settu marki. Stefnt var að því að úrelda flotann verulega, en mismunandi eftir því, hvaða veiðar skipin stunduðu. Meira
22. nóvember 1995 | Úr verinu | 182 orð

Útflutningur ferskfisks dregst saman

ÚTFLUTNINGUR á ferskum fiski hefur dregist mikið saman á undanförnum árum og það endurspegla veltutölur, sem eru upp á við á mörkuðum innanlands en niður á við á ísfiskmörkuðum erlendis. Pétur Örn Sverrisson, framkvæmdastjóri Aflamiðlunar, segir að fyrir þessari þróun séu ýmsar ástæður. Meira

Barnablað

22. nóvember 1995 | Barnablað | 35 orð

Afahús og hann afi

Afahús og hann afi HALLÓ! Ég heiti Karl Rubin, 5 ára, og sendi ykkur þessa mynd af afa mínum í húsinu sínu. Bless. Myndasögurnar þakka hinum unga listamanni fyrir flotta mynd af afa og húsinu. Meira
22. nóvember 1995 | Barnablað | 135 orð

Athugið! - Athugið!

TAKE That aðdáendur! Við erum tvær stelpur sem búum á Akranesi og elskum Take That, og við meinum það. Okkur langar ógeðslega að fá þá til Íslands, þó það sé frekar ólíklegt að þeir komi. En til þess að fá þá verðið þið, aðdáendur þeirra, að hjálpa okkur. Meira
22. nóvember 1995 | Barnablað | 57 orð

Fegurð náttúrunnar

MYNDIN hennar Herdísar Ingibjargar Svansdóttur, Leirubakka 24, 109 Reykjavík, sýnir lit gróðurs, og það sem allt líf þrífst á, sólina, og skýin geyma vatnið sem úðast yfir allt sem lifir - okkur meðal annars. Án sólarljóssins og vatnsins væri ekki lífvænlegt hérna á blessaðri jörðinni okkar. Við skulum ekki þusa þótt hann rigni annað slagið. Meira
22. nóvember 1995 | Barnablað | 19 orð

Hjólhýsi

Hjólhýsi ÞÓRDÍS Steindórsdóttir, 5 ára, Hvammsgerði 1, 108 Reykjavík, er listakonan sem gerði þessa mynd. Kærar þakkir, Þórdís mín. Meira
22. nóvember 1995 | Barnablað | 198 orð

Hvað á ég að gera?

SKIPTIÐ blaði á stærð við opnuna í Mogganum í tólf reiti og merkið hvern reit frá 1 upp í 12. Leggið blaðið á gólfið. Þátttakendur standi 1,5-2 metra frá blaðinu og kasti til skiptis mynt, tölu, pox-sleggju eða einhverju keimlíku á blaðið. Ef hluturinn lendir til dæmis (t.d.) á reit númer fjögur, á hann að gera það sem meðfylgjandi reglur segja um reit númer fjögur. Meira
22. nóvember 1995 | Barnablað | 483 orð

LEGOLAND

VITIÐ þið hvað legókubbur er? Já, auðvitað! En - vitið þið hvað legókubbur er stór? Hann er 9,6×32×16 mm (millimetrar). Það er hægt að raða 6 eins litum legókubbum með átta tökkum (venjulegur legókubbur) á 102.981.500 (eitthundrað og tvær milljónir níu hundruð áttatíu og eitt þúsund og fimm hundruð) mismunandi vegu. Þremur slíkum kubbum má raða á 1. Meira
22. nóvember 1995 | Barnablað | 22 orð

Systurnar

Systurnar SYSTURNAR Klara, 11 ára, og Erna Norðdahl, 4 ára, sendu okkur þessar flottu myndir og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Meira
22. nóvember 1995 | Barnablað | 540 orð

Verðlaunauppskriftir

EINS og stóð í síðustu Myndasögum birtum við uppskriftir aðalvinningshafanna í blaðinu í dag. Fyrstu verðlaun hlutu, eins og kom fram í síðustu Myndasögum, systkinin Karl Sölvi og Valgerður Sigurðarbörn, Flúðaseli 65, 109 Reykjavík. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.