Greinar laugardaginn 25. nóvember 1995

Forsíða

25. nóvember 1995 | Forsíða | 175 orð

650.000 mótmæli berast

RÚMLEGA 650.000 kjósendur hafa sent hæstarétti Póllands mótmæli og krafist þess að forsetakosningarnar sl. sunnudag verði dæmdar ógildar vegna meintra kosningasvika. Þeir segja einnig sigurvegarann, Aleksander Kwasniewski, hafa villt um fyrir kjósendum með ósannsögli um menntun sína. Meira
25. nóvember 1995 | Forsíða | 294 orð

Berlusconi sætir nýrri rannsókn

SILVIO Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, sagði í gær að hann sætti rannsókn vegna meintra brota á lögum um fjármögnun flokka. Daginn áður höfðu fyrirtæki Berlusconis verið sökuð um að hafa mútað Bettino Craxi, fyrrverandi forsætisráðherra og leiðtoga Sósíalistaflokksins. Meira
25. nóvember 1995 | Forsíða | 88 orð

Hjónum leyft að skilja?

ÍRAR gengu í gær til atkvæða um hvort breyta ætti stjórnarskránni og binda enda á 70 ára bann við hjónaskilnuðum. Skoðanakannanir fyrir atkvæðagreiðslu þjóðarinnar bentu til þess að mjótt yrði á munum, en úrslitin eiga að liggja fyrir á hádegi í dag. Meira
25. nóvember 1995 | Forsíða | 121 orð

Ríkisstarfsmenn mótmæla

FRANSKIR ríkisstarfsmenn efndu til sólarhringsverkfalls í gær til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum á velferðarkerfinu. Varð mikil röskun á samgöngum í lofti og á láði og starfsemi lagðist niður í skólum, sjúkrahúsum, pósthúsum og fleiri opinberum stofnunum. Meira
25. nóvember 1995 | Forsíða | 362 orð

Stöð SÞ rænd og hús Serba brennd

BOSNÍSKIR stjórnarhermenn létu greipar sópa um eina bækistöð Sameinuðu þjóðanna í gær og fréttir eru um, að króatískir hermenn hafi rænt og brennt hús á svæði, sem afhenda á Serbum. Forseti þings Bosníu-Serba neitar enn að fallast á friðarsamningana og kallar þá svik. Meira

Fréttir

25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 220 orð

Aflar fjár til hjálpar indverskum götubörnum

ABC hjálparstarf á Íslandi verður með opið hús í dag, laugardag, milli klukkan 13.00 og 17.00 að Sigtúni 3, annarri hæð. Samtökin standa nú í stórræðum, sem er bygging heimila og skóla fyrir götubörn á Indlandi. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 1116 orð

Afmælistónleikar upphafið

ÞAÐ TELST til tíðinda þegar tvær konur um fimmtugt taka sig til og gefa út sinn fyrsta geisladisk. Þetta eru þær að gera Þuríður Baxter, söngkona og skrifstofustjóri hjá STEF, og Guðný Aðalsteinsdóttir, sendiherrafrú í París, sem leikur með á píanó. Að þær væru æskuvinkonur og væru að láta gamlan draum rætast var það fyrsta sem blaðamanni datt í hug. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 113 orð

Atlanta flýgur í Kólom· bíu

FLUGFÉLGIÐ Atlanta hf. hefur nýlega gert samning við Avianca La Aerolinea de Colombia, sem er ríkisflugfélag Kólombíu. Um er að ræða daglegt flug milli Bogota, höfuðborgar Kólombíu, og New York. Samningurinn er frá 1. desember til 14. janúar 1996 og mun Atlanta nota eina Boeing 747-breiðþotu í verkefnið. Um 60 starfsmenn munu starfa við verkefnið. Meira
25. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 147 orð

Aukning í Nettó

VERSLUNIN Nettó, ein af verslunum Kaupfélags Eyfirðinga dregur til sín æ fleiri viðskiptavini en þar hefur orðið veruleg aukning á meðan aðrar matvöruverslanir kaupfélagsins hafa verið að tapa. Þetta kom fram í máli Magnúsar Gauta Gautasonar kaupfélagsstjóra á aðalfundi Akureyrardeildar KEA. Meira
25. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 157 orð

Á eftir fjölda stríðsglæpamanna

Stríðsglæpadómstóllinn í Haag hefur birt ákærur á hendur 52 stríðsglæpamönnum. Margir þeirra hafa verið ákærðir fyrir glæpi gegn mannkyni, þar á meðal þjóðarmorð, og er þá átt við þjóðhreinsanir. Nokkrir illræmdustu stríðsglæpamennirnir eru: Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 274 orð

Áhorfendum og stöðinni óskað til hamingju

DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, hleypti Stöð 3 formlega af stokkunum með aðstoð Úlfars Steindórssonar, sjónvarpsstjóra, kl. 19.30 í gærkvöldi. Forsætisráðherra óskaði stöðinni og áhorfendum til hamingju með áfangann og nýja möguleika í sjónvarpsflórunni. Meira
25. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 37 orð

Berst við kulda í Búkarest

Reuter RÚMENSKT götubarn ornar sér við opinn eld á járnbrautarstöðinni í Búkarest í gær. Brunafrost hefur verið í borginni og hafa götubörnin af þeim sökum leitað skjóls á járnbrautar- og neðanjarðarlestarstöðvum borgarinnar. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 397 orð

BSRB vill veiðileyfagjald í sjávarútvegi

BANDALAGSRÁÐSTEFNA BSRB samþykkti í gær ályktun um sjávarútvegsmál þar sem lagt er til að tekið verði upp veiðileyfagjald. Að mati BSRB hefur núverandi fiskveiðistjórnkerfi ekki skilað tilætluðum árangri. Bæta þurfi umgengni um auðlindina og gera þá kröfu til útgerðarinnar að öllum afla sé landað. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 105 orð

Bubbi í Borgarleikhúsinu

BUBBI Morthens stendur fyrir tónleikum í Borgarleikhúsinu nk. þriðjudagskvöld, 28. nóvember. Hann hefur fengið til liðs við sig Þóri Baldur á Hammond, Gunnlaug Briem á slagverk, Þorleif Guðjónsson á bassa og Guðmund Pétursson á gítar. Meira
25. nóvember 1995 | Smáfréttir | 57 orð

BÚSETI á höfuðborgarsvæðinu heldur kynningu á félaginu í

BÚSETI á höfuðborgarsvæðinu heldur kynningu á félaginu í Hafnarfirði sunnudaginn 26. nóvember. Búseti á 12 ára afmæli þennan dag og býður í afmæliskaffi frá kl. 14­18 í Suðurhvammi 13. Búnaðarbankinn kynnir nýjan búsparnaðarreikning og nýjar íbúðir félagsins verða til sýnis við Engihlíð 3a í Hafnarfirði. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 385 orð

Einn skuldar 14,6 milljónir

LÁNÞEGAR Lánasjóðs íslenskra námsmanna eru tæplega 32 þúsund og útistandandi námslán sjóðsins nema 38,5 milljörðum. 335 einstaklingar skulda meira en sex milljónir króna í námslán hver og hæsta skuld einstaklings við sjóðinn er 14,6 milljónir króna. Meira
25. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 158 orð

Eistland sækir um ESB-aðild

EISTLENDINGAR undirrituðu í gær formlega aðildarumsókn að Evrópusambandinu, ESB. Kváðust þeir vongóðir um að þeim yrði jafnvel veitt aðild á undan öðrum umsækjendum. "Í dag stigum við stórt skref í átt að því að ganga frá einu mikilvægasta utanríkismáli sjálfstæðs Eistlands," sagði Tiit Vaehi forsætisráðherra þegar hann hafði undirritað aðildarumsóknina að viðstöddum fréttamönnum. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 52 orð

Eldhúsraftæki í Ikea

VERSLUN IKEA hefur hafið sölu á eldhúsraftækjum frá Bræðrunum Ormsson. TIl sölu eru ofnar, helluborð, eldavélar, kæliskápar, uppþvottavélar og viftur frá AEG og Indesit. Tækin eru til sýnis og sölu í innréttingadeild IKEA og gefst nú viðskiptavinum IKEA tækifæri til að kaupa eldhúsinnréttingar og nauðsynleg eldhústæki á einum stað. Meira
25. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 299 orð

Endurvígsla við hátíðarmessu

ORGEL Akureyrarkirkju verður endurvígt við hátíðarmessu í kirkjunni á morgun, sunnudaginn 26. nóvember, kl. 14. Viðamikil endurbygging orgelsins hefur staðið yfir frá því í sumar, en orgelið var byggt árið 1961 af Steinmeyer & Co og endurbyggt af dönsku orgelsmiðjunni P. Bruhn & Søn Orgelbyggeri í sumar. Orgelið hefur 49 raddir (3.290 pípur) sem skiptast á 3 hljómborð og pedala. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 235 orð

Erindi um lifnaðarhætti loðnunnar

SÍÐASTI fræðslufundur Hins íslenska náttúrufræðifélags á þessu ári verður mánudaginn 27. nóvember. Fundurinn verður að venju haldinn í stofu 101 í Odda, Hugvísindahúsi Háskólans. Á fundinum flytur dr. Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur á Hafrannsóknarstofnun, erindi sem hann nefnir: Loðnan og hlutverk hennar í fæðukeðju norðlægra hafsvæða. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 67 orð

Fé til tölvukaupa

FÉLAG hjartasjúklinga á Reykjavíkursvæðinu hefur fært Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans að gjöf fé til tækjakaupa og var ákveðið að festa kaup á tölvuhugbúnaði frá ACI sem kostaði rúmlega 230 þúsund krónur. Þann 1. nóvember 1995 var gjöfin afhent formlega. Á myndinni sést Grétar Ólafsson, yfirlæknir deildarinnar, þakka Jóni Þór Jóhannssyni, formanni félagsins, fyrir gjöfina. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 58 orð

Frakkar hætti tilraunasprengingum

ÍSLENSK stjórnvöld lýsa megnustu óánægju með ákvörðun franskra stjórnvalda um að halda áfram tilraunasprengingum með sprengingu fjórðu kjarnasprengjunnar sl. þriðjudag. Skorað er á frönsk stjórnvöld að taka tillit til almenningsálitsins um allan heim og hætta við áform sín um þær tvær til þrjár tilraunasprengingar, sem fyrirhugaðar eru á næsta misseri, Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 349 orð

Frávísunarkröfu ASÍ hafnað

FÉLAGSDÓMUR hafnaði í gær frávísunarkröfu lögfræðings ASÍ í máli VSÍ gegn verkalýðsfélaginu Baldri á Ísafirði. Lögfræðingur ASÍ tók sér frest til að íhuga hvort málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar. Ljóst er að málinu verður ekki lokið áður en launanefnd ASÍ og VSÍ lýkur störfum um næstu mánaðamót. Meira
25. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 452 orð

Friður án réttlætis í Bosníu?

RICHARD Goldstone aðalsaksóknari stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í Haag, fullyrðir að tilviljun ein hafi ráðið því að tveir af mestu illvirkjunum á Balkanskaga voru ákærðir fyrir stríðsglæpi, á sama tíma og friðarviðræðurnar í Dayton í Ohio voru að ná hápunkti. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 172 orð

Fulltrúar Barnaheilla í Genf

FULLTRÚAR Barnaheilla fóru til Genfar í Sviss á fund í gær, 24. nóvember, þar sem þeir munu gera Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna grein fyrir skýrslu samtakanna um stöðu barna og unglinga og framkvæmd Barnasáttmálans hér á landi. Það eru Kristín Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, og Ragnar Aðalsteinsson hrl. Meira
25. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 376 orð

Fyrrverandi forsetar verði sóttir til saka

KIM Young-sam, forseti Suður- Kóreu, hefur skipað flokki sínum, sem er í ríkisstjórn, að gera uppkast að lögum er hægt verði að nota til að refsa tveim fyrri forsetum fyrir meinta ábyrgð þeirra á því að 10 daga uppreisn gegn einræði hersins var kæfð í blóði 1980. Fulltrúi flokksins hafði eftir Kim að málið hefði "skert mjög heiður og stolt þjóðarinnar". Meira
25. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 81 orð

Fyrsti styrkur úr framkvæmdasjóði

Háskólinn Fyrsti styrkur úr framkvæmdasjóði FRAMKVÆMDASJÓÐUR Háskólans á Akureyri verður kynntur á fundi sem hefst kl. 15 í stofu 24 í húsi skólans við Þingvallastræti 23. Einnig verður tilkynnt um fyrstu styrkveitingu úr sjóðnum á fundinum. Dr. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 136 orð

Gengið að Kálfatjörn

Í SÍÐASTA áfanga raðgöngu Útivistar 1995, Forn frægðarsetur, verður genginn hluti gömlu þjóðleiðarinnar suður með sjó að Kálfatjörn. Farið verður frá Kapellunni upp af Straumsvík yfir ruðninginn á leiðina ofan Gerðis og Þorbjarnarstaða etir Almenningi ofan við Hraunbæina suður í Kúagerði. Frá Kúagerði verður gengið áfram suður að Kálfatjörn. Öll leiðin er um 15 km. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 107 orð

Hafna innritunargjöldum á sjúkrahús

STJÓRN Sambands ungra framsóknarmanna hafnar alfarið framkomnum hugmyndum um innritunargjöld á sjúkrahús og telur þau í algerri andstöðu við grundvallarstefnu Framsóknarflokksins um samvinnu, samhjálp og félagshyggju. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi stjórnar SUF sl. fimmtudag. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 351 orð

Hallinn á frystingunni orðinn 2,5 milljarðar króna

SAMKVÆMT útreikningum Samtaka fiskvinnslustöðva er botnfiskvinnslan nú rekin með 7,5% halla sem á heilu ári þýðir tæplega þriggja milljarða króna halla. Hallinn í frystingunni er um 2,5 milljarðar króna en í söltuninni um 450 milljónir króna. Í útreikningunum er byggt á úttekt Þjóðhagsstofnunar frá í september þar sem halli á botnfiskvinnslu mældist 4%, og miðað við hráefniso og afurðaverð í dag. Meira
25. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 329 orð

Heimamenn hafa áhyggjur af skipum í höfninni

GRJÓTGARÐURINN í Ólafsfirði skemmdist töluvert í óveðrinu í síð asta mánuði og á meðan hann hefur ekki verið lagfærður, hafa heimamenn áhyggjur af skipaflota sínum í höfninni í vondum veðrum. Ólafur Sæmundsson, hafnarvörður, segir að svokallaður Norðurgarður hafi farið illa og nú flæði yfir hann og inn í höfnina og grjót og óþverri skolist beint upp á bryggju. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 361 orð

Hönnun og smíði loftvarnakerfisins flutt til Íslands

HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Kögun hf. hefur flutt alla starfsemi sína frá Bandaríkjunum til Íslands en fyrirtækið hefur undanfarin ár unnið að hönnun og uppbyggingu hugbúnaðarkerfis fyrir íslenska loftvarnakerfið, sem Hughes-flugvélaverksmiðjurnar eru að smíða fyrir Atlantshafsbandalagið og sett verður upp hér á landi. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 148 orð

Jólakort Barnahjálpar SÞ komin í sölu

JÓLAKORT Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, eru komin á markaðinn. UNICEF hefur selt jólakort til fjáröflunar fyrir starfsemi sína síðan 1949. Fyrsta UNICEF kortið var mynd eftir tékkneska stúlku, en hún sendi mynd sína í þakklætisskyni fyrir þá aðstoð sem þorpið henanr varð aðnjótandi í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 107 orð

Jólakort KFUM og KFUK komin út

KFUM og KFUK í Reykjavík hafa gefið út jólakort til styrktar starfi félaganna. Kortin eru fjögur talsins og prýða þau vetrarmyndir, teknar í Vatnaskógi. KFUM og KFUK í Reykjavík starfa í vetur á 13 stöðum með 30 deildir meðal barna og unglinga ef Suðurnesin eru meðtalin. Meira
25. nóvember 1995 | Miðopna | 2454 orð

Kallar á endurmat á stöðu krónunnar

NOKKRAR umræður hafa spunnist um framtíð íslensku krónunnar eftir að Þorsteinn Þorsteinsson, einn af æðstu yfirmönnum Norræna fjárfestingarbankans, varpaði því fram í viðtali við Frjálsa verslun að íslenska króna eigi aðeins eftir 10-15 ár sem gjaldmiðill, Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 70 orð

Kjörin formaður SAL

ÞÓRUNN Sveinbjörnsdóttir, formaður Sóknar, var kjörin formaður Sambands almennra lífeyrissjóða (SAL) á aðalfundi sambandsins í gær og tekur hún við af Gunnari J. Friðrikssyni. Þórunn hefur setið í framkvæmdastjórn SAL frá árinu 1986 og var fyrsta konan sem tók þar sæti á sínum tíma. Auk hennar voru kjörnir í framkvæmdastjórnina þeir Arnar Sigurmundssson, varaformaður, Þórarinn V. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 162 orð

Krefst sömu hækkana og ASÍ

BANDALAGSRÁÐSTEFNA BSRB krefst þess að allar hækkanir sem samið verði um á almennum markaði gangi einnig til aðildarfélaga BSRB. Fjármálaráðherra hafi haldið því fram að hann hafi fylgt þeirri launastefnu sem mótuð var með febrúarsamningunum. Meira
25. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 30 orð

Kristileg heimsókn

HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, tók í gær á móti góðum gestum, Alexíj II patríarka, og Alexíj biskupi rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Þeir eru í fjögurra daga opinberri heimsókn í Þýskalandi. Meira
25. nóvember 1995 | Landsbyggðin | 159 orð

Kvenfélagið Neisti 55 ára

Barðaströnd Kvenfélagið Neisti á Barðaströnd varð fimmtíu og fimm ára á þessu ári. Það var stofnað í mars 1940. Á stofnfundinum voru fjörutíu konur úr Barðastrandarsýslu. Náði verksvið þess yfir hreppinn allan. Gekk það í samband breiðfirskra kvenna. Árið 1958 gekk það í Samband vestfirskra kvenna sem þótti hentugra. Félagið hefur verið mjög virkt, m.a. Meira
25. nóvember 1995 | Smáfréttir | 41 orð

KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn eru alla sunnudaga klukkan

KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn eru alla sunnudaga klukkan 14 í Norræna húsinu. Næsta sunnudag verðyr sýnd myndin "Lille Virgil og Orla Frösnapper". Myndin er gerð eftir sögu Ole Lund Kirkegaard. Myndin er með dönsku tali, tekur 84 mínútur í sýningu. Aðgangur er ókeypis. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 42 orð

Kvöldguðsþjónusta í Laugarneskirkju

KVÖLDGUÐSÞJÓNUSTA verður í Laugarneskirkju sunnudagskvöldið 26. nóvember og hefst kl. 20.30. Guðsþjónustuformið verður einfaldara en í hefðbundinni guðsþjónustu og tónlistin lífleg. Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn organistans, Gunnars Gunnarssonar, en einnig verður leikið á gítar, bassa og trommur. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 60 orð

Kvöldmessa með popp- og rokkívafi

MESSA með popp og rokkívafi verður í Árbæjarkirkju sunnudaginn 26. nóvember kl. 20. Unglingar úr æskulýðsfélagi Árbæjarkirkju ásamt gestum hafa veg og vanda af messunni. Allir eru velkomnir og koma og eiga stund saman í léttum og grípandi söng. Rætt verður um ýmsar birtingarmyndir fordóma, t.d. gagnvart hommum og lesbíum, útlendingum og fötluðum, einelti o.s.frv. Meira
25. nóvember 1995 | Landsbyggðin | 100 orð

Kynningarfundur vegna sameiningar

ALMENNUR kynningarfundur um sameiningu sex sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum verður haldinn á næstunni þar sem tillögur um sameiningu verða kynntar og fyrirspurnum svarað. Kosið verður um sameininguna laugardaginn 2. desember næstkomandi. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 313 orð

Launanefnd ein getur sagt upp samningum

MAGNÚS L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, telur engan vafa leika á að það sé alfarið í valdi launanefndar ASÍ og vinnuveitenda að segja upp samningum. Einstök félög geti ekki sagt þeim upp þar eð þau hafi með undirritun samninga lagt það mat í vald launanefndar. "Það er ekki hægt að misskilja það," sagði Magnús. Meira
25. nóvember 1995 | Leiðréttingar | 86 orð

Leiðrétting

Í greininni um leikferil Lárusar Pálssonar í Danmörku, sem birtist í Lesbók 11. nóv. sl. urðu þau mistök að myndatextar víxluðust. Leikkonan sem tekur í lokk úr hári Lárusar á efstu myndinni er Clara Østø og þau eru þarna í hlutverkum sínum í "Frönskunámi og freistingum" eftir Terence Rattigan í Riddarasalnum 1940. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 128 orð

Listamenn gangi inn í tilboðið

FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokks í menningarmálanefnd Reykjavíkur hafa lagt fram tillögu um að borgin endurskoði áform sín varðandi kaup á Freyjugötu 41, Ásmundarsal, og bjóði listamönnunum Sigríði Jóhannsdóttur og Leifi Breiðfjörð, sem gerðu tilboð í húsið, að ganga inn í kaup borgarinnar. Afgreiðslu tillögunnar var frestað á síðasta fundi menningarmálanefndar. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 134 orð

Listiðnaðarsýning í Kringlunni

EINS OG FYRIR undanfarin jól er hópur listamanna með listiðnaðarsýningu á fyrstu hæð í Kringlunni. Sýningin stendur til sunnudagsins 26. nóvember. Listamennirnir eru á staðnum og sýna verk sýn og vinnubrögð við listmunagerðina. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 133 orð

Ljósabúnaði stolið af lögreglubifreiðinni

AÐFARANÓTT föstudags var aðvörunarljósabúnaði stolið af einni af bifreiðum lögreglunnar á Ísafirði, þar sem hún stóð fyrir utan bifreiðaverkstæði í bænum og beið varahluta frá umboðsaðila. Síðdegis í gær höfðu þjófarnir ekki fundist og er málið í rannsókn. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði er verðmæti ljósabúnaðarins á þriðja hundrað þúsund krónur. Meira
25. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 286 orð

Málefnum N-Írlands þokað

TALSMAÐUR Johns Majors forsætisráðherra Bretlands sagði í gær, að tilraunir til að koma á varanlegum friði á Norður-Írlandi hefðu þokast í rétta átt í gær á hálfrar stundar símafundi Majors og írska starfsbróðurs hans, Johns Brutons. Varð það fjórði símafundur þeirra um N-Írland í vikunni. Klofningur í FIS vaxandi Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 62 orð

Málþing Mannréttindastofnunar HÍ

MANNRÉTTINDASTOFNUN heldur fund í dag kl. 13.30 í Lögbergi, stofu 101 í Háskólanum, um efnið: "Er jafnt vægi atkvæða mannréttindi?" Stutt erindi flytja Jón Baldvin Hannibalsson, Sigurður Líndal, Ólafur Þ. Þórðarson og Atli Harðarson. Fundarefnið er mjög umdeilt en nú er þrefaldur munur á vægi atkvæða eftir búsetu. Fundurinn er öllum opinn og umræður verða síðan um efni fundarins. Meira
25. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 195 orð

Messur

Messur AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli Akureyrarkirkju verður á morgun, sunnudag, kl. 11.00. Kirkjubílar aka, allir velkomnir. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00. Herra Pétur Sigurgeirsson biskup vígir orgel kirkjunnar, sem hefur verið endurbyggt að miklu leyti. Fundur í æskulýðsfélagi kl. 17. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 137 orð

Nýir bæjarbúar boðnir velkomnir með mynd af Kópavogi

SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Kópavogs hefur í haust tekið á móti fólki sem nýflutt er í bæinn með loftmynd af Kópavogi eftir Ragnar Th. Sigurðsson. Á bakhlið myndarinnar er ágrip af sögu bæjarins, stjórnskipulag, ásamt nokkrum símanúmerum. Stjórnarmenn félagsins og aðrir félagsmenn hafa séð um að að færa nýaðfluttum skjalið. Íbúafjöldi í Kópavogi nálgast nú 18 þúsund. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 88 orð

Olíumengun við stálþilið

STARFSMENN Trévangs hf. eru langt komnir með vinnu við nýtt stálþil sem rekið hefur verið niður í bátahöfnina á Ísafirði. Gamla þilið var orðið ónýtt og var þilið sett aðeins utar. Fyrirhugað er að fylla upp með grjóti og mulningi úr Breiðadalsgöngunum. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 599 orð

Orkuverð eftir afsláttartíma hærra en nú

FINNUR Ingólfsson iðnaðarráðherra sagði í umræðum á Alþingi á fimmtudag, að orkuverð það, sem um var samið viðvíkjandi stækkun álversins í Straumsvík, væri hærra en búast hefði mátt við þegar gengið var til samninga og miklum mun hærra þegar afsláttartímabili sleppir en samið var um þegar hækkun var knúin fram með samningum árið 1984. Meira
25. nóvember 1995 | Landsbyggðin | 146 orð

Orri kominn til Ísafjarðar

Ísafjörður - Stefnir ÍS kom með togarann Orra í togi til Ísafjarðar á fimmtudagskvöld eftir nær tveggja sólarhringa siglingu af miðunum út af Látrabjargi. Það var á miðvikudag sem stimpill í aðalvél Orra gaf sig og kom Stefnir Orra þegar til aðstoðar. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 79 orð

Orri og Kristín á Tveimur vinum

KRISTÍN Eysteinsdóttir og Orri Harðarson halda sameiginlega tónleika á Tveimur vinum 29. nóvember næstkomandi. Kristín gaf nýverið út sína fyrstu sólóplötu sem ber nafnið Litir og mun jafnung stúlka ekki áður hafa gefið út sólóplötu með frumsömdu efni. Orri Harðarson er hins vegar að gefa út aðra sólóplötu sína og ber hún nafnið Stóri draumurinn. Meira
25. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 131 orð

Ósáttir við innflutningsreglur ESB

ÚTFLYTJENDUR frá þróunarlöndum sem sóttu iðnaðarráðstefnu Vestur-Afríkuríkja og Evrópusambandsins, ESB, í Senegal í gær, kvörtuðu undan því að innflutningsreglur ESB sem taka gildi um áramót, jöfnuðust á við verndarstefnu og kváðust efast um að þeir gætu keppt á slíkum markaði. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 193 orð

Paula eftir Allende í 1. sæti bóksölulista

FÉLAGSVÍSINDASTOFNUN Háskóla Íslands gerir könnun fyrir Morgunblaðið, Ríkisútvarpið, Félag íslenskra bókaútgefenda og Félag bóka- og ritfangaverslana á bóksölu fyrir jólin 1995. Um er að ræða lista yfir 10 söluhæstu bækurnar í þremur bókaflokkum og heildarlista yfir 10 söluhæstu bækurnar. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 128 orð

Rannsókn á fimm veitingastöðum

RANNSÓKNARMENN skattrannsóknarstjóra ríkisins gerðu fyrirvaralausa rannsókn með aðstoð lögreglu á fimm veitingahúsum á höfuðborgarsvæðinu í fyrrakvöld. Hjá embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins hefur að undanförnu verið í gangi rannsókn á veitingastarfsemi sem gaf tilefni til aðgerða í umræddum veitingahúsum vegna gruns um skattsvik, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 366 orð

SAMANTEKT Á SÖLU BÓKA FYRIR JÓLIN 1995 1.­21. NÓVEMBER 1995. UNNIÐ FYRIR MORGU

SAMANTEKT Á SÖLU BÓKA FYRIR JÓLIN 1995 1.­21. NÓVEMBER 1995. UNNIÐ FYRIR MORGUNBLAÐIÐ, RÍKISÚTVARPIÐ, FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA OG FÉLAG BÓKA- OG RITFANGAVERSLANA. Bóksölulisti 1. PAULAIsabel Allende. Útg.: Mál og menning 2. MARÍA, KONAN BAK VIÐ GOÐSÖGNINAIngólfur Margeirsson. Útg. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 197 orð

Sjávarútvegssýning skólanema

Í SJÓMINJASAFNI Íslands, Hafnarfirði, verður opnuð sýning um íslenskan sjávarútveg í dag, laugardag. Nemendur Æfingaskóla Kennaraháskóla Íslands hafa að öllu leyti unnið sjálfir að sýningunni. Sýningin stendur um þessa og næstu helgi, en safnið er opið laugardag og sunnudag frá kl. 13­17 og ennfremur eftir samkomulagi. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 862 orð

Sjónarmið sem líkjast mest fordómum

"ÞESSI fundur kom Hundaræktarfélagi Íslands í opna skjöldu. Sameiginleg nefnd með fulltrúum borgarinnar og Hundaræktarfélagsins var skipuð fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar og henni falið að gera tillögur að nýrri samþykkt um hundahald. Meira
25. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 113 orð

Skoðað hvort selja eigi hlut í ÚA

EIGNASALA Akureyrarbæjar var til umræðu á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag, en viðræður eru að hefjast um sölu á 80% hlut bæjarins í Krossanesi, hlutabréf bæjarins í Skinnaiðnaði eru í sölu á almennum markaði þessa dagana og þá samþykkti bæjarstjórn að selja hlut sinn í fóðurverksmiðjunni Laxá. Sigurður J. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 614 orð

Skylduaðild verður áfram að einstökum sjóðum

LAUNÞEGUM verður áfram skylt að greiða iðgjald í lífeyrissjóði viðkomandi starfsstéttar eða starfshóps, samkvæmt nýju samkomulagi ASÍ og VSÍ sem nú liggur fyrir um lífeyrismál. Þar er ítrekað að iðgjaldagreiðslur og lífeyrisréttindi verði áfram hluti umsaminna kjara og viðfangsefni kjarasamninga. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 173 orð

Stefnt að 200 milljóna kr. sparnaði

ÁFORMAÐ er að auka samstarf og samvinnu Landspítala og Borgarspítala á næstu árum og sagði Guðmundur G. Þórarinsson, formaður stjórnarnefndar Ríkisspítala, á ársfundi Ríkisspítala í gær að stefnt væri að því að ná fram 200 milljóna króna sparnaði. Meira
25. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 114 orð

Straumrás 10 ára

STRAUMRÁS við Furuvelli 3 á Akureyri hélt upp á 10 ára afmæli nýlega og bauð af því tilefni viðskiptavinum sínum upp á kaffi og meðlæti. Fyrirtækið var stofnað í nóvember árið 1985 af þeim hjónum Evu Ingólfsdóttur og Guðmundi Jóhannssyni ásamt Vali Finnssyni. Síðustu árin hafa Eva og Guðmundur rekið fyrirtækið. Meira
25. nóvember 1995 | Miðopna | 311 orð

Streita og mikið álag taldar helstu ástæður

VINNUSTREITA, aukið álag og sýkingar eru algengustu ástæður þess að starfsfólk er frá vinnu vegna skammtímaveikinda. Það kemur fram í skýrslu um breytingar á fjarvistum vegna veikinda meðal starfsfólks á reykvískum sjúkrahúsum, sem gerð var fyrir landlæknisembættið. Skýrslan var kynnt á blaðamannafundi sl. fimmtudag og kom þar m.a. Meira
25. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 174 orð

SÞ gagnrýnir ESB vegna flóttafólks

FLÓTTAMANNAHJÁLP Sameinuðu þjóðanna (UNCHR) sagði í gær að nýlegur úrskurður Evrópusambandsins, ESB, í málefnum flóttamanna, græfi undan alþjóðlegum sáttmálum um meðferð fólks sem sótt hefur um pólitískt hæli. Segir stofnunin að úrskurðurinn kunni að leiða til þess að réttindi flóttamanna verði skert. Meira
25. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 454 orð

Sænskum læknum tekst að græða saman slitnar taugar

SÆNSKIR læknar hafa náð góðum árangri í að tengja taugar sem slitnað hafa frá mænunni. Hingað til hefur ekki verið hægt að ráða bót á slíkum slitum, sem leiða þá til lömunar þeirra líkamshluta, sem taugarnar stjórna. Í breska læknatímaritinu The Lancet birtist nýlega grein eftir sænska lækna um aðgerð á ungum manni, þar sem slitnar taugar voru límdar á sinn stað. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 485 orð

Tap Ríkisspítala tvöfaldast milli ára

BÚIST er við að Ríkisspítalar verði reknir með 280 milljóna króna tapi á þessu ári og er það rúmlega helmingi meira en á síðasta ári þegar hallinn var 127 milljónir króna, þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir í heilbrigðismálum. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 189 orð

Tekjuskattshlutfall lækki og útsvar hækki

"ÉG HEF lagt áherslu á að flutningur tekjustofna frá ríki til sveitarfélaga vegna grunnskólans taki mið af áætluðum kostnaði ríkisins þegar verkefnaflutningurinn á sér stað. Að þessu leytinu til ætlar ríkið að sjálfsögðu ekki að hagnast af tilflutningnum heldur einungis að vera jafn sett og áður, Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 287 orð

Tryggingakerfi nái til allra ríkja Norðurskautsráðsins

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra setti fram þá hugmynd í ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í gærkvöldi, að væntanleg aðildarríki Norðurskautsráðsins gætu sameinazt um gagnkvæmt tryggingakerfi í fiskveiðum, reglur til að hamla gegn mengun í Norðurhöfum og stefnumörkun um sjálfbæra nýtingu auðlinda. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 336 orð

Tvísýnt stjórnarkjör hjá SVFR

AÐALFUNDUR Stangaveiðifélags Reykjavíkur verður haldinn á Hótel Loftleiðum á morgun og segir Friðrik Þ. Stefánsson formaður félagsins að menn séu þokkalega ánægðir með afkomuna og reksturinn. Spennandi stjórnarkjör er væntanlegt, því þrjár stöður meðstjórnenda losna og eru frambjóðendur fimm talsins. Meira
25. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 113 orð

Útgáfan hefur ýst til hliðar

Ársskýrsla Akureyrarbæjar fyrir síðasta ár Útgáfan hefur ýst til hliðar FYRIR næsta fund bæjarráðs á að liggja fyrir tillaga um hvort útgáfu á skýrslu Akureyrarbæjar fyrir árið 1994 verður sleppt eða hvort hún verði gefin út í mun minna formi en vani er. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 308 orð

"Verður að vera sjúkraflug á Vestfjörðum"

ÁKVÖRÐUN var tekin á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun um að fulltrúar frá samgönguráðuneyti, samgöngunefnd Alþingis og heilbrigðisráðuneyti kæmu saman til að skera úr því hvernig bregðast skuli við því vegna þeirrar óvissu, sem ríkir um sjúkraflug á Vestfjörðum í kjölfar þess að flugfélagið Ernir er að hætta þar störfum. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 167 orð

Viðhorf sjúklinga á Borgarspítala til þjónustu kynnt

MARGRÉT Björnsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, og Laura Sch. Thorsteinsson, forstöðumaður fræðslu- og rannsóknadeildar Borgarspítalans, flytja fyrirlesturinn: Kynning rannsókna á viðhorfum sjúklinga til þjónustu á Borgarspítalanum. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 208 orð

Vilja samræmingu við almannatryggingar

ASÍ og VSÍ hyggjast leita eftir því við ríkið að lífeyrisréttindi lífeyrissjóða og almannatrygginga verði samræmd, þannig að kerfin vinni saman sem ein lífeyrisheild. Farið verði yfir alla bótaflokka og mögulega verkaskiptingu milli almannatrygginga og lífeyrissjóða. Í þessu sambandi verði sérstaklega kannaðir möguleikar á því að gera ellilífeyrisréttindi að sameign hjóna. Meira
25. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 737 orð

Það gera börnin sem fyrir þeim er haft

BINDINDISDAGUR fjölskyldunnar hefur verið árlegur viðburður frá árinu 1991. Framkvæmd hans er í höndum Stórstúku Íslands en fjöldi samtaka hefur árlega komið að undirbúningi dagsins. Tilgangurinn er að knýja fólk til umhugsunar um neikvæðar hliðar vímuefnaneyslu. "Við erum ekki að skipa fólki að hætta að drekka áfengi. Meira
25. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 85 orð

Þurrkatíð á enda

Reuter ÁSTRALSKUR hnetubóndi stikar um flóðvatn á ökrum sínum við Clifton, vestur af Brisbane. Ekki hafði dottið deigur dropi úr loft á þessum slóðum í tvö ár þar til miklir stormar með úrhellisrigningu fóru yfir héraðið í vikunni. Lauk þar með mestu þurrkum í mannaminnum en þeir höfðu gert hnetubændum lífið leitt. Meira
25. nóvember 1995 | Landsbyggðin | 159 orð

Þverárstofa flutt til Húsavíkur

Laxamýri­Gestastofan á Þverá í Reykjahverfi var flutt að Safnhúsi Þingeyinga á Húsavík um helgina þar sem búið var að steypa undir hana nýjan grunn. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á stofunni sem var byggð rétt eftir 1870 af Jónasi Jóhannessyni þáverandi bónda á Þverá. Fékk hann rekavið til byggingarinnar í Mánarfjöru og flutti að vetrarlagi með hestasleðum. Meira

Ritstjórnargreinar

25. nóvember 1995 | Staksteinar | 364 orð

»Ál og ríkisfjármál SÝNT er að álframkvæmdir kalla fremur á aðgát en hið gag

SÝNT er að álframkvæmdir kalla fremur á aðgát en hið gagnstæða í hagstjórn og ríkisfjármálum, segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, í Vísbendingu. Það er jafn mikilvægt og áður að viðhalda stöðugleika í efnahagslífinu og stefna að jöfnuði í ríkisfjármálum. Of lítillsparnaður! Meira
25. nóvember 1995 | Leiðarar | 627 orð

RÉTT ÁKVÖRÐUN RÁÐHERRA

leiðari RÉTT ÁKVÖRÐUN RÁÐHERRA Ú ÁKVÖRÐUN Halldórs Blöndals samgönguráðherra að lýsa því yfir í fyrradag, að hann tæki uppsagnir flugumferðarstjóra til greina og að störf þeirra yrðu auglýst hérlendis sem erlendis strax nú um helgina, er rétt ákvörðun, þótt hún geti haft vissa erfiðleika í för með sér. Meira

Menning

25. nóvember 1995 | Kvikmyndir | 371 orð

Klassík frá krepputímum

Leikstjóri Vittorio De Sica. Handrit Cesare Zavattini., ofl., byggt á sögu Luigi Martolini. Kvikmyndataka Carlo Montuori. Tónlist Alessandro Cicognini. Aðalleikendur Lamberto Maggiorani, Enzo Staiola, Lianella Carell, Gino Saltamarenda, Giulio Chiari, Vittori Antonucci. Ítalía 1948. Meira
25. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 79 orð

(logo skannað af umslagi))

Í KVÖLD verða tónleikar Gus Gus hópsins í Tunglinu. Tónleikarnir eru fyrstu tónleikar hópsins og í tilefni þeirra hafa verið fengnir til landsins breskir listamenn sem kalla sig "Insight Lighting" en þeir hafa unnið með mörgum stærstu nöfnunum í danstónlistarheiminum. Sýningar listamannanna eru sambland af kvikmyndum, leysigeislum og skyggnum. Meira
25. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 353 orð

Mjöll er komin aftur

"ÞAÐ MÁ segja að ég og Jón séum orðin hluti af hvoru öðru," sagði Mjöll Hólm sem nýlega gaf út sína fyrstu sólóplötu. Jón þessi, sem Mjöll talar um, er lagið "Jón er kominn heim" sem sló í gegn um 1970 og hefur verið vinsælt allar götur síðan. Lagið er eftir Bretann Robinsson en textinn eftir Iðunni Steinsdóttur. Meira
25. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 156 orð

Ráðgátan um Monu Lisu

Ráðgátan um Monu Lisu MÁLVERKIÐ kunna "Mona Lisa" sem Leonardo da Vinci málaði á árunum 1503-1506, að talið er, hefur löngum þótt dulúðugt og þá sérstaklega órætt bros Monu. Nú hefur ein ráðgátan um myndina verið leyst að mati Ítalanna Carlo Starnazzi og Claudio Santori sem eytt hafa fjórum árum í að rannsaka hana. Meira
25. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 303 orð

Skemmtileg samsuða

Gusgus, geisladiskur hljómsveitarinnar Gusgus sem skipuð er Daníel Ágúst Haraldssyni, Emilíönu Torrini, Magnúsi Jónssyni, Hafdísi Huld, Magnúsi Guðmundssyni og Birgi Þórarinssyni. Tími 71,43 mín. Verð 1.990 kr. Kjól og Anderson gefur út, Skífan dreifir. Meira

Umræðan

25. nóvember 1995 | Velvakandi | 478 orð

ÁAR þjóðir, ef nokkrar, flytja út jafn stóran hluta fram

ÁAR þjóðir, ef nokkrar, flytja út jafn stóran hluta framleiðslu sinnar og við Íslendingar. Við flytjum og inn óvenju hátt hlutfall af raunverulegum og meintum lífsnauðsynjum okkar. Við erum með öðrum orðum háðari milliríkjaverzlun en flestar aðrar þjóðir. Meira
25. nóvember 1995 | Aðsent efni | 276 orð

Ávarp bindindisdags fjölskyldunnar 1995

ÁKVEÐIÐ hefur verið að gera laugardaginn 25. nóv. að Bindindisdegi fjölskyldunnar ársins 1995. Við mælumst mjög eindregið til þess við alla góða Íslendinga, að þeir láti allt áfengi lönd og leið þennan dag, geri hann að áfengislausum degi. Hvers vegna? spyr kannski einhver. Meira
25. nóvember 1995 | Aðsent efni | 587 orð

Bindindisdagur fjölskyldunnar

EKKI fer milli mála hversu samfélagið allt líður á ýmsan veg fyrir áfengisneyzlu, að ekki sé um önnur vímuefni talað. Það er oft talað um áfengisgróðann, sem birtist svo ljóslega í tölum fjárlaganna. Meira
25. nóvember 1995 | Velvakandi | 240 orð

Einu sinni var bið

ÁTVR hefur sætt harðri gagnrýni í Morgunblaðinu fyrir biðraðir við vínbúðir síðdegis á föstudögum. Á undanförnum árum hefur margt verið gert til að draga úr örtröð og stytta biðraðir. Þannig hafa 7 stórar kjörbúðir á Reykjavíkursvæðinu komið í stað þriggja verslana þar sem afgreitt var yfir borð, kössum í verslunum hefur fjölgað og afgreiðslutími lengdur. Meira
25. nóvember 1995 | Aðsent efni | 470 orð

Hjálpartæki til göngu

Sjúkraþjálfarar aðstoða við val á gönguhjálpartækjum og mikilvægt erað rétt tæki sé valið. Bryndís F. Guðmundsdóttir og Ósk Axelsdóttir úr faghópi um sjúkraþjálfun aldraðrahalda hér áfram umfjöllun sinni um gildi hreyfingar og byggja sem fyrr áítalska spakmælinu: Sá sem á frelsi og heilbrigði er ríkur og veit það ekki. Meira
25. nóvember 1995 | Aðsent efni | 626 orð

Hollvinasamtök Háskóla Íslands

Á FULLVELDISDAGINN, 1.desember, verða stofnuð við hátíðlega athöfn í Háskólabíói samtök áhugafólks um lærdóm og vísindi í Háskóla Íslands. Nafnið á samtökunum er Hollvinsamtök Háskóla Íslands. Markmið samtakanna eru af tvennum toga. Eins og nafnið gefur til kynna, þá er samtökunum ætlað að skapa Háskólanum öflugan bakhjarl, sem ekki veitir af í sívaxandi samkeppni þjóðanna á sviði þekkingar. Meira
25. nóvember 1995 | Velvakandi | 132 orð

Hvar fást veiðileyfi? HAFLIÐI hringdi og vildi taka undir m

HAFLIÐI hringdi og vildi taka undir með Jóni Hafsteini Jónssyni, fyrrverandi menntaskólakennara, um að tímabært sé að gefa út veiðileyfi á ýmsar málfarslegar "nýjungar". Verðlagning veiðileyfa gæti farið eftir því hversu óþolandi "nýjungarnar" eru. Meira
25. nóvember 1995 | Aðsent efni | 655 orð

Misskilningur apótekara

AÐ GEFNU tilefni vill heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið koma á framfæri leiðréttingu vegna greinar Benedikts Sigurðssonar apótekara í Keflavík fimmtudaginn 16. nóvember sl. Í greininni er látið að því liggja að ráðuneytið beiti sér fyrir því að sjúkrahús og stofnanir á landsbyggðinni beini viðskiptum sínum til sjúkrahúsapóteka. Meira
25. nóvember 1995 | Aðsent efni | 1331 orð

Sameining?

Í byrjun desembermánaðar næstkomandi eru fyrirhugaðar kosningar um sameiningu sex sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum. Við sem búum á þessu svæði þurfum þá að vera búin að mynda okkur skoðun á því, hvort við viljum sameiningu eður ei. Ég geng út frá því vísu að allir vilji veg síns sveitarfélags sem mestan og kjósi því þann möguleikann sem þeir telja henta sínu sveitarfélagi best. Meira
25. nóvember 1995 | Velvakandi | 396 orð

Tíðagjörðar- og íhugunarvika í kapellu Háskólans

ÞAÐ er árla morguns um vetur og syfjaðir guðsmennirnir staulast á fætur úr fletum sínum. Þeir ganga hljóðlega úr svefnskálanum í áttina að kirkjunni. Ekkert rýfur kyrrðina nema ómur klukkunnar sem kallar þá til helgra tíða. Inni í kirkjunni taka þeir sér stöðu í kórnum, sitt hvorum megin við altarið, og fyrr en varir fyllir dýrlegur söngurinn guðshúsið. Meira
25. nóvember 1995 | Aðsent efni | 1429 orð

Þriggja mánaða bið eftir aðgerð er hámark

MIKIL umræða fer nú fram um heilbrigðismál. Rekstur sjúkrahúsa og heilsugæslu er í járnum. Samtímis eru nú mjög miklar breytingar á meðferð og umönnun sjúklinga. Forgangsröðun Þessu orði hefur brugðið fyrir uppá síðkastið. Það verður ekki hjá því komist við minnkandi fjármagn að endurmeta þarfir og bið sjúklinga eftir úrlausnum. Meira
25. nóvember 1995 | Velvakandi | 671 orð

Æi, ég datt bara í það!!!

FYRIR fjórum árum kynntist ég ungum dreng í Reykjavík. Hann var vinafár enda nýfluttur úr smábæ til Reykjavíkur. Í bænum þar sem hann átti áður heima var unglingahópurinn mjög samstilltur og gerði marga skemmtilega hluti saman. Þegar hann svo kom í skólann þá varð hann strax útundan vegna þess að hann var töluvert á undan öðrum jafnöldrum sínum í námi. Meira

Minningargreinar

25. nóvember 1995 | Minningargreinar | 412 orð

Bjarni Nikulásson

Bjarni Nikulásson ólst upp á Stokkseyri og stundaði í uppvexti sínum ýmsa vinnu, eins og þá var títt. Hann réðst 15 ára háseti til hins kunna formanns Karls í Hafsteini, sonar Magnúsar Teitssonar, sem víðkunnur var fyrir kveðskap sinn. Um sumarið fór hann á síld til Siglufjarðar, þar sem hann reri með Sighvati Bjarnasyni, frægum formanni úr Vestmannaeyjum. Meira
25. nóvember 1995 | Minningargreinar | 513 orð

Bjarni Nikulásson

Bjarna Nikulássyni, tengdaföður mínum, kynntist ég fyrst fyrir rúmum fjórtán árum. Þrátt fyrir mikinn aldursmun varð okkur strax vel til vina, einkum vegna sameiginlegs áhuga á sígildri tónlist. Bjarni hafði yndi af fallegum einsöng og kórsöng, hafði sjálfur góða tenórrödd og söng árum saman í kórum á Stokkseyri og Selfossi. Meira
25. nóvember 1995 | Minningargreinar | 261 orð

Bjarni Nikulásson

Mér er það ljúft að minnast Bjarna Nikulássonar, sem ég kynntist þegar ég starfaði með eldri borgurum hér á Selfossi, þá tók ég sérstaklega eftir hvíthærðum háum myndarlegum manni, sem naut þess að syngja þegar safnast var saman við píanóið, það geislaði af honum gleði, hann hafði hljómmikla rödd sem bar af. Meira
25. nóvember 1995 | Minningargreinar | 221 orð

BJARNI NIKULÁSSON

BJARNI NIKULÁSSON Bjarni Nikulásson, bifreiðastjóri á Selfossi, fæddist að Gíslakoti í Vetleifsholtshverfi í Holtum 10. ágúst 1910. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands 19. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Bjarna voru Nikulás Bjarnason, sjómaður, f. 9.8.1885, d. 22.10. Meira
25. nóvember 1995 | Minningargreinar | 314 orð

Danheiður Þóra Daníelsdóttir

Elsku amma. Nú þegar við kveðjum þig reikar hugurinn ósjálfrátt til baka og minningarnar hlaðast upp. Við vorum ekki mjög gamlar þegar við vorum farnar að vilja vera hjá ykkur afa öllum stundum; að fara með ykkur að sinna kindunum og hjálpa til við heyskapinn á sumrin. Alltaf vorum við velkomnar og við fengum meira að segja hrífur í samræmi við stærð svo við gætum rakað líka. Meira
25. nóvember 1995 | Minningargreinar | 126 orð

DANHEIÐUR ÞÓRA DANÍELSDÓTTIR

DANHEIÐUR ÞÓRA DANÍELSDÓTTIR Danheiður Þóra Daníelsdóttir var fædd á Garðbæ í Grindavík 20. janúar 1912. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 17. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Daníel Daníelsson og Þóra Jónsdóttir. Danheiður giftist Maríasi Guðbjarti Guðbjartssyni 4. júlí 1936 en hann lést 23. janúar 1987. Meira
25. nóvember 1995 | Minningargreinar | 571 orð

Elín Guðjónsdóttir

Amma í Hveragerði er dáin. Langri ævi merkrar konu er lokið, hún var hvíldinni fegin. Hún átti góða ævi þótt ekki færi hún varhluta af sorgum og erfiðleikum lífsins. Ung missti hún föður sinn og litla dóttur missti hún. Hún var samt hamingjurík kona og miðlaði okkur af lífi sínu og gleði. Í Hveragerði bjó hún mestan hluta ævi sinnar. Þar byggðu þau afi yndislegt hús og þar dvöldum við oft. Meira
25. nóvember 1995 | Minningargreinar | 515 orð

Elín Guðjónsdóttir

Í dag verður til moldar borin frá Hveragerðiskirkju móðursystir mín frú Elín Guðjónsdóttir en hún andaðist á Hrafnistu aðfaranótt mánudagsins 13. þ.m. á 98. aldursári. Elín var fædd á Eyrarbakka 9. maí 1898, dóttir hjónanna Ingunnar Guðmundsdóttur og Guðjóns Þorsteinssonar, en þau voru kennd við Eimu á Eyrarbakka. Meira
25. nóvember 1995 | Minningargreinar | 341 orð

ELÍN GUÐJÓNSDÓTTIR

ELÍN GUÐJÓNSDÓTTIR Elín Guðjónsdóttir fæddist á Eyrarbakka 9. maí 1898. Hún lést á Hrafnistu 20. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingunn Guðmundsdóttir, f. 20.6. 1857, d. 1.2. 1940, Þorsteinssonar, járnsmiðs í Eimu á Eyrarbakka, og Þórunnar Þorvaldsdóttur úr Grafningi og Guðjón Þorsteinsson, f. 27.7. 1865, d. 19.8. Meira
25. nóvember 1995 | Minningargreinar | 703 orð

Elly Vilhjálms

Andlát Ellyjar Vilhjálms kom ekki á óvart. Hún hafði átt við erfið veikindi að stríða um lengri tíma, ógnarsjúkdóm, sem engu eirir og flesta Íslendinga leggur að velli í dag. Fundum okkar Ellyjar bar fyrst saman á skrifstofu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna árið 1952, en þangað hafði hún verið ráðin til starfa við vélritun. Meira
25. nóvember 1995 | Minningargreinar | 302 orð

Elly Vilhjálms

Elskulegur fulltrúi íslensku Lionshreyfingarinnar er fallinn frá. Allt of fljótt var hún hrifin burt en líklega hefur henni verið ætlað annað hlutverk á æðri stöðum. Því verðum við hin að trúa sem sitjum hnípin eftir við brottfall Ellyjar Vilhjálms. Elly var um margt óvenjuleg kona, glæsileg á velli svo að af bar, með einkar fágaða framkomu og viðmót sem allir löðuðust að. Meira
25. nóvember 1995 | Minningargreinar | 121 orð

Elly Vilhjálms

Elly Vilhjálms starfaði sem ritari hjá Sjónvarpinu frá vorinu 1990 og svo lengi sem heilsa hennar framast leyfði. Hún var framúrskarandi samviskusamur starfsmaður og gekk að hversdagslegri vinnu með einstakri alúð og metnaði fyrir vel unnu verki. Meira
25. nóvember 1995 | Minningargreinar | 30 orð

ELLY VILHJÁLMS

ELLY VILHJÁLMS Henny Eldey Vilhjálmsdóttir (Elly Vilhjálms söngkona) fæddist á Merkinesi í Höfnum 28. desember 1935. Hún lést í Reykjavík 16. nóvember síðastliðinn. Útför hennar fór fram í kyrrþey. Meira
25. nóvember 1995 | Minningargreinar | 133 orð

Elly Vilhjálms Mig langar til að skrifa nokkur orð til minningar um Elly Vilhjálms. Hún var einhver sú besta dægurlagasöngkona

Mig langar til að skrifa nokkur orð til minningar um Elly Vilhjálms. Hún var einhver sú besta dægurlagasöngkona sem Ísland hefur átt. Hún hafði allt til að bera, sem prýða má góða söngkonu, fagra söngrödd frá náttúrunnar hendi, textaframburð svo af bar og næma tilfinningu fyrir tónlistinni. Meira
25. nóvember 1995 | Minningargreinar | 796 orð

Gyða Gunnarsdóttir

Mig langar að minnast elskulegrar vinkonu minnar sem lést 18. þessa mánaðar, langt um aldur fram, aðeins 51 árs að aldri. Við Gyða kunntumst fyrir um það bil 18 árum þegar við unnum saman í Sláturfélagi Suðurlands í Þórshúsinu sem þá hét. Þar voru fullunnar vambir og garnir. Við Gyða unnum í vömbunum. Þarna var mikið að gera á haustin og margt fólk í vinnu og oft mikið fjör. Meira
25. nóvember 1995 | Minningargreinar | 487 orð

Gyða Gunnarsdóttir

Það er alveg einkennilegt hve maður verður alltaf vanmáttugur og orðvana þegar einhver manni kær kveður þetta jarðneska líf. Dauðinn kemur manni alltaf í opna skjöldu og eftir stöndum við hnípin og sorgmædd. Svo er um hana Gyðu, hún Gyða sem alltaf var svo hress í anda og miðlaði okkur hinum svo miklu. Gyða var einhver elskulegasta kona sem ég hef kynnst. Meira
25. nóvember 1995 | Minningargreinar | 251 orð

Gyða Gunnarsdóttir

Við erum alltaf jafn orðlaus þegar við stöndum frammi fyrir því að kveðja kæran vin sem kveður svo snemma; hvenær kallið kemur veit enginn. Við viljum geta hringt, hist og spjallað saman eins og venjulega. Eitt er víst, þú ferð beint í ljósið því verkin þín bera ekki vitni um annað. Þetta líf er búið að vera strangur og gleðiríkur skóli. Meira
25. nóvember 1995 | Minningargreinar | 582 orð

Gyða Gunnarsdóttir

"Því að hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og leitað ófjötraður á fund guðs síns. Meira
25. nóvember 1995 | Minningargreinar | 175 orð

Gyða Gunnarsdóttir

Elsku vinkona. Nú ertu farin eftir allar þjáningarnar, hetjan stóra. Alltaf jafndugleg og gafst öllum kjark og von sem komu til þín. Þú elskaðir lífið og neitaðir að gefast upp. Ég þakka fyrir að hafa verið hjá þér þegar þú kvaddir þennan heim og fórst inn í ljósið sem beið þín; fyrir vináttu þína og tryggð. Meira
25. nóvember 1995 | Minningargreinar | 133 orð

GYÐA GUNNARSDÓTTIR

GYÐA GUNNARSDÓTTIR Gyða Gunnarsdóttir var fædd í Borgarnesi 26. janúar 1944. Hún lést á Landspítalanum 18. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurást Sigurðardóttir, f. 25.10. 1915, d. 16.12. 1994, og Gunnar Jónsson, f. 25.3. 1909, d. 16.4. 1976. Hálfbróðir hennar er Júlíus Heiðar. Gyða giftist Hilmari L. Sveinssyni 18. Meira
25. nóvember 1995 | Minningargreinar | 666 orð

Hjalti Sigurðsson

Minningabrot um Hjalta föðurbróður minn tengjast flest í mínum huga gamla bænum á Hjaltastöðum. Þar dvaldist ég ásamt bræðrum mínum og frændsystkinum að sumarlagi frá fimm ára aldri til fermingar. Fyrstu árin voru fjölskyldurnar fjórar sem bjuggu í þessu tvílyfta steinhúsi sem langafi hóf að byggja á fyrsta áratug þessarar aldar. Meira
25. nóvember 1995 | Minningargreinar | 289 orð

HJALTI SIGURÐSSON

HJALTI SIGURÐSSON Hjalti Sigurðsson fæddist 22. mars 1920 að Flugumýrarhvammi í Akrahreppi, Skagafirði, en ólst upp í Stokkhólma í sömu sveit. Hann lést á Dvalarheimili Sauðárkróks 18. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Einarsson, fæddur 4. september 1891, dáinn 16. apríl 1963, og Margrét Þorsteinsdóttir, fædd 8. Meira
25. nóvember 1995 | Minningargreinar | 104 orð

Hjalti Sigurðsson Elsku Hjalti afi. Hjartans þakkir fyrir allt sem þú gafst okkur í lífinu. Minning þín mun ætíð geymast í

Elsku Hjalti afi. Hjartans þakkir fyrir allt sem þú gafst okkur í lífinu. Minning þín mun ætíð geymast í hjörtum okkar. Stundin líður tíminn tekur toll af öllu hér sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. Meira
25. nóvember 1995 | Minningargreinar | 43 orð

Hjalti Sigurðsson Þegar ég sat hjá þér síðustu stundirnar, pabbi minn, flaug mér í hug vísa sem þú kenndir mér sem barni.

Þegar ég sat hjá þér síðustu stundirnar, pabbi minn, flaug mér í hug vísa sem þú kenndir mér sem barni. Nálgast nú sólin náttstaðinn nú ertu horfinn vinur minn. Þegar við hittumst um morgunmund mild verður gleðin við endurfund. (Sigurður Ágústsson) Svala. Meira
25. nóvember 1995 | Minningargreinar | 229 orð

Hólmfríður Jónasdóttir

Nú er komið að kveðjustund. Þótt andlát þitt hefði ekki átt að koma á óvart vorum við samt ekki undir það búnar. Um hugann streymdu minningar og svipmyndir frá langri samveru. Þú hefur verið hluti af tilveru okkar systranna frá fæðingu okkar. Heimili ykkar afa á Ægisstíg 10 var líka heimili okkar og foreldra okkar og fyrstu æviárin áttum við þar. Þú varst um margt sérstök amma. Meira
25. nóvember 1995 | Minningargreinar | 136 orð

HÓLMFRÍÐUR JÓNASDÓTTIR

HÓLMFRÍÐUR JÓNASDÓTTIR Hólmfríður Jónasdóttir fæddist 12. september 1903. Hún lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki 18. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Hólmfríðar voru Jónas Jónasson og Anna Ingibjörg Jónsdóttir. Þau bjuggu á Hofsstöðum en eru bæði látin. Eiginmaður Hólmfríðar var Guðmundur Jósafatsson, d. 1974. Meira
25. nóvember 1995 | Minningargreinar | 621 orð

Jón Húnfjörð Jónasson

Að morgni föstudagsins 3. nóvember sl. lést á Landspítalanum góður vinur minn Jón Húnfjörð Jónasson eftir stutta en harða baráttu. Það var svo um hádegisbilið þennan sama dag að Helga konan hans hringdi í mig til Færeyja og tjáði mér þessi válegu tíðindi. Meira
25. nóvember 1995 | Minningargreinar | 212 orð

Jón Húnfjörð Jónasson

Hérna lágu léttu sporin, löngu horfin sama veg, sumarsblíðu sólskinsvorin, saman gengu þeir og ég, vinir mínir allir, allir eins og skuggar liðu þeir inn í rökkurhljóðar hallir, hallir dauðans einn og tveir, einn og tveir.(Guðm. Guðm.) Meira
25. nóvember 1995 | Minningargreinar | 26 orð

JÓN HÚNFJÖRÐ JÓNASSON Jón Húnfjörð Jónasson fæddist 21. janúar 1914 á Sauðadalsá, V-Hún. Hann lést í Reykjavík 3. nóvember

JÓN HÚNFJÖRÐ JÓNASSON Jón Húnfjörð Jónasson fæddist 21. janúar 1914 á Sauðadalsá, V-Hún. Hann lést í Reykjavík 3. nóvember síðastliðinn og fór útförin fram 10. nóvember. Meira
25. nóvember 1995 | Minningargreinar | 140 orð

Jósteinn Finnbogason

Elsku afi. Þegar þær fréttir bárust okkur til eyrna í október að þú lægir veikur á sjúkrahúsinu á Húsavík, þá var eins og líf okkar hefði hrunið, því að þú varst í okkar augum kletturinn í fjölskyldunni og það var aldrei neitt að hjá þér. En 17. nóvember varstu svo hrifinn burtu frá okkur og nú sitjum við eftir og syrgjum sárt. Meira
25. nóvember 1995 | Minningargreinar | 1590 orð

Jósteinn Finnbogason

Það mun hafa verið vorið 1935, þegar ég var 8 ára gamall, að faðir minn, Bjarni Ásmundsson, sagði við mig að loknum skóla að nú væri ég orðinn nógu gamall til þess að beita og stokka línu á komandi sumri, við trillubátinn Óðin, sem hann hafði eignast hlut í, ásamt fjórum öðrum mönnum. Meira
25. nóvember 1995 | Minningargreinar | 109 orð

JÓSTEINN FINNBOGASON

Jósteinn Finnbogason var fæddur í Jörva á Húsavík 3. október 1909. Hann lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur 17. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Finnbogi Þorsteinsson frá Prestsholti og Hjálmfríður Jóhannesdóttir frá Laugaseli í Reykjadal. Hann var eina barn þeirra. Hinn 18. Meira
25. nóvember 1995 | Minningargreinar | 302 orð

Lothar Grund

Er ég frétti að Lothar Grund væri látinn komu mér í hug margar hlýjar minningar frá þeim árum þegar hann dvaldist hér á landi og langar mig því að minnast hans nokkrum orðum. Á árunum 1952­1958 starfaði Lothar við Þjóðleikhúsið sem leikmynda- og búningahönnuður og kynntist ég honum í byrjun sjötta áratugarins er ég var við nám í leikmyndahönnun og leiktjaldamálun við Þjóðleikhúsið. Meira
25. nóvember 1995 | Minningargreinar | 1015 orð

Lothar Grund

Lothar Grund, leiktjaldamálari, innanhússarkitekt og listmálari, er látinn, en hann er mörgum Íslendingum að góðu kunnur síðan hann starfaði hér á sjötta og sjöunda áratugnum. Lothar lærði leiktjaldamálun í heimalandi sínu Þýskalandi á árunum eftir heimsstyrjöld. Meira
25. nóvember 1995 | Minningargreinar | 89 orð

LOTHAR GRUND

Lothar Grund, listmálari, innanhúsarkitekt og leiktjaldamálari, fæddist í Schwerin í Þýskalandi 22. október 1923. Hann var búsettur í Hamborg og lést þar að morgni 15. nóvember síðastliðinn. Lothar kvæntist 25. júlí 1952 Önnu Þorbjörgu Halldórsdóttur frá Súðavík og eignuðust þau þrjá drengi: Pétur Adolf Garðar, f. 24. Meira
25. nóvember 1995 | Minningargreinar | 636 orð

Vilhelmína Sigríður Kristjánsdóttir

Í dag kveðjum við Vilhelmínu Kristjánsdóttur, eða Villu ömmu eins og við kölluðum hana alltaf, sem nú hefur lokið langri og farsælli ævigöngu. Það er söknuður en jafnframt þakklæti í huga okkar því svo margar góðar minningar eigum við um hana. Meira
25. nóvember 1995 | Minningargreinar | 31 orð

VILHELMÍNA SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR

VILHELMÍNA SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR Vilhelmína Sigríður Kristjánsdóttir fæddist á Þinghóli í Mjóafirði 22. júní 1900. Hún lést á Landspítalanum 15. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 24. nóvember. Meira
25. nóvember 1995 | Minningargreinar | 450 orð

Þórður Halldórsson

Þórður Halldórsson er frægur maður. Hann er frægur á Íslandi og hann er frægur úti í löndum. Hann er frægur meðal manna og allir refir landsins þekkja hann, selir, fuglar, huldufólk og draugar. Þessi frægi maður er níræður í dag. Meira
25. nóvember 1995 | Minningargreinar | 997 orð

ÞÓRÐUR HALLDÓRSSON

"Mikil ósköp og skelfing getur hann Þórður verið lyginn," sögðu fínu frúrnar um afmælisbarn dagsins. "Hann er svo ómerkilegur að hann skrökvar því meira að segja að draugur hafi kveðið vísu!" Sér er nú hvað! Það er orðið hart í heimi þegar skáldagáfan er stimpluð sem lygarnar tómar! Hvað kalla þá fínu frúrnar þjóðskáldin? Sjálfur hef ég marga stundina setið við fótskör Þórðar frá Dagverðará Meira

Viðskipti

25. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 393 orð

380 milljónir í styrki frá ESB á árinu

ÍSLENSK fyrirtæki þurfa að bera sig meira eftir samstarfi og tengslum við evrópsk fyrirtæki ef þau ætla að nýta sér þá styrki sem í boði eru innan Evrópusambandsins. Þetta kom fram í máli Orra Vignis Hlöðverssonar, starfsmanns Kynningarmiðstöðvar Evrópurannsókna, á ráðstefnunni Ísland og evrópskt viðskiptaumhverfi sem Útflutningsráð hélt á Hótel Loftleiðum í gær, Meira
25. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 234 orð

Framúrskarandi ávöxtun sl. 3 mánuði

TÓLF lífeyrissjóðir hafa náð framúrskarandi góðri ávöxtun undanfarið á 500 milljóna króna fjárfestingu sína hjá bresku fjárvörslufyrirtæki. Þannig hefur raunhækkun á þriggja mánaða tímabili verið 7,9%. Þetta kom fram í ræðu Gunnars J. Friðrikssonar, fráfarandi formanns Sambands almennra lífeyrissjóða, á aðalfundi sambandsins í gær. Meira
25. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 214 orð

Granada spáð sigri í átökum um hótelkeðju

BREZKA fyrirtækið Granada, sem er kunnara fyrir sjónvarpsrekstur, virðist sigurstranglegt í átökum um yfirráð yfir Forte hótel- og veitingahúsakeðjunni, en verður ef til vill að hækka tilboð sitt, sem var upphaflega að verðmæti 3.4 milljarðar dollara, að sögn sérfræðinga. Meira
25. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 183 orð

Kaffiverð heldur áfram að lækka

KAFFISÖLURÍKI hyggjast nota fund sinn í Bali í næstu viku til að binda enda á vangaveltur um að kvótakerfi þeirra sé að hruni komið, þótt flestir búist við að verð á kaffi haldi áfram að lækka. Kaffiverð í London lækkaði um 6% í 2.160 dollara á fimmtudag og í New York á miðvikudag seldist pundið á 111,05 sent, lægsta verði í 17 mánuði. Meira
25. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 331 orð

Samsvarar 640 milljóna heildarverðmæti

TÆVANSKA fyrirtækið Dynalab hefur keypt 5% hlut í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu OZ hf. fyrir 32 milljónir króna, en þetta kaupverð samsvarar því að markaðsverð fyrirtækisins sé um 640 milljónir króna. Meira

Daglegt líf

25. nóvember 1995 | Neytendur | 440 orð

Hvítlaukur, kúrbítur og kartöflur í krans

Í stað þess að vera með hefðbundinn aðventukrans þetta árið hvernig væri að búa hann til úr því sem til er í eldhúsinu? Það er í tísku að hafa kransana sem náttúrulegasta og kannski ekki úr vegi að nota t.d. lauka og kartöflur. Meira
25. nóvember 1995 | Neytendur | 167 orð

Íslenskir geisladiskar í Bónus

BÓNUS selur þessa dagana nýja íslenska geisladiska á töluvert lægra verði en tíðkast annars staðar. Um er að ræða 13 íslenska titla og ýmsa erlenda. Ætlunin er að vera alla jafna með 15 vinsælustu titlana. Þessa vikuna er t.d. geisladiskurinn með Bubba á tilboði, kostar 1.397 kr. Geisladiskurinn með Páli Óskari er á 1.559 kr. Meira
25. nóvember 1995 | Neytendur | 71 orð

Piparkökur og glögg

FYRIRTÆKIN Sól hf. og Ó. Johnson & Kaaber hafa ákveðið að selja í samvinnu jólaglögg og piparkökur fyrir jólin. Sól hf. hóf í fyrra að framleiða jólaglögg sem seld er í fernum og fyrirtækið Ó. Johnson & Kaaber hf. hefur um skeið flutt inn sænskar piparkökur frá Paagens. Starfsmannafélög og aðrir hópar geta því fengið jólaglögg og piparkökur á sama staðnum og mun Sól hf. Meira
25. nóvember 1995 | Neytendur | 64 orð

Sól framleiðir viðbit fyrir Bónus

SMYRILL nefnist nýtt viðbit sem Sól hf. hefur hafið framleiðslu á fyrir Bónus-verslanirnar. Smyrill inniheldur 40% fitu og á að vera mjúkur beint úr kæliskápnum. Viðbitið hentar ekki til steikingar, gengur í bakstur en er aðallega ætlað til að smyrja með brauð. Smyrillinn er í 400 gramma pakkningum og verður á tilboðsverði fram að jólum eða á 79 krónur. Meira
25. nóvember 1995 | Neytendur | 376 orð

Það á að merkja vörur með mælieiningarverði

ÖLL fyrirtæki sem selja vörur til neytenda eiga að merkja vörur sínar með mælieiningarverði auk söluverðs. Mælieiningarverð er verð vöru miðað við tiltekna mælieiningu, svo sem kíló, lítra og metra. Þegar söluverð vöru er birt í ritaðri eða prentaðri auglýsingu á líka að tilgreina mælieiningarverð. M.ö.o. Meira
25. nóvember 1995 | Neytendur | 41 orð

Það sem þarf í kransinn

hálmhringur eða frauðhringur (oasis) blómavír mosi eða greni tómstundalakk 4 kertahöldur þurrkaðar kúrbítsneiðar þurrkaðar perusneiðar þurrkaðar kartöflur þurrkaðar rauðrófur ef Meira

Fastir þættir

25. nóvember 1995 | Fastir þættir | 331 orð

Af hverju eru neglurnar ójafnar? Magnús Jóhannsson læknir svarar spurningum lesenda

Spurning: Hvernig stendur á því að neglurnar á mér eru ójafnar? Þær eru með upphleyptum röndum, langsum, og eru eitthvað svo harðar. Þetta byrjaði skyndilega á þumalfingri annarrar handar og er nú komið á allar neglur beggja handa. Hver er skýringin? Svar: Lýsingin bendir einna helst til sveppasýkingar. Sveppasýkingar í nöglum eru algengar, einkum á tánöglum. Meira
25. nóvember 1995 | Dagbók | 2858 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 24.-30. nóvember, að báðum dögum meðtöldum, er í Garðs Apóteki, Sogavegi 108. Auk þess er Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
25. nóvember 1995 | Dagbók | 27 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardagin

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 25. nóvember, verður sjötug Vilborg Valgeirsdóttir, Hagatúni 5, Hornafirði. Hún tekur á móti gestum í Sjálfstæðishúsinu á Höfní dag, milli kl. 15-20. Meira
25. nóvember 1995 | Fastir þættir | 1059 orð

BJÖLLUHLJÓMUR

EINS OG flestum tónlistaráhugamönnum er kunnugt, hafa hinir eftirlifandi Bítlar, George Harrison, Ringo Starr og Paul McCartney, tekið upp undirleik og söng við gamlar upptökur Johns Lennons að lögunum "Free as a Bird" og "Real Love". Þetta uppátæki þeirra hefur verið umdeilt meðal bítlaaðdáenda um heim allan. Meira
25. nóvember 1995 | Fastir þættir | 68 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Fljótsdalshéraðs

Lokið er fjórum kvöldum af sex í aðaltvímenningnum og er staða efstu para þessi: Sigurjón Stefánsson/Þórarinn V. Sigurðsson -Stefán Kristmannsson957Hallgrímur Bergsson - Oddur Hannesson948Guttormur Kristmannss. - Pálmi Kristmannss. Meira
25. nóvember 1995 | Fastir þættir | 127 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Siglufjarðar

SIGLUFJARÐARMÓTI í hraðsveitakeppni lauk 6. nóvember. 9 sveitir tóku þátt í mótinu og varð röð efstu sveita þessi: Sveit Bræðragengisins1432Sveit Böðlanna1410Sveit Ingvars Jónssonar1385Sveit Kristrúnar Halldórsdóttur1325 Í sveit Bræðragengisins spiluðu Anton og Bogi Sigurbjörnssynir, Dagur og Sigurður Gunnarssynir, Valtýr Jónasson og Gottskálk Rögnvaldsson. Meira
25. nóvember 1995 | Fastir þættir | 323 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Philip Morris - Landstvímenn

FÖSTUDAGINN 17. nóvember var spilaður Philip Morris og um leið Landstvímenningur í 4 riðlum í húsnæði BSÍ að Þönglabakka 1. 82 pör tóku þátt. Spilaðar voru 9 umferðir með 3 spilum á milli para. 8 fyrstu umferðirnar giltu til árangurs í Philip Morris tvímenningnum og bestum árangri náðu Magnús E. Magnússon og Baldur Bjartmarsson. Þeir fengu 1. Meira
25. nóvember 1995 | Dagbók | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. september sl. í Dómkirkjunni af sr. Pálma Matthíassyni María Fjóla Pétursdóttir og Guðlaugur Birnir Ásgeirsson.Þau eru búsett í Reykjavík. Meira
25. nóvember 1995 | Dagbók | 29 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. ágúst sl. í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Helga Halldórsdóttir og Karl Otto Schiöth. Heimili þeirra er í Hörgshlíð 2, Reykjavík. Meira
25. nóvember 1995 | Dagbók | 21 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. september sl. Kristín Gunnarsdóttir og Jóhann Kiernan. Heimili þeirra er í Dúfnahólum 6, Reykjavík. Meira
25. nóvember 1995 | Dagbók | 31 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. júlí sl. í Garðakirkju af sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur Jónína Lýðsdóttir og Eggert B. Guðmundsson. Heimili þeirra er í Santjoanistes no. 33 Baixos 2a, 08006, Barcelona. Meira
25. nóvember 1995 | Fastir þættir | 524 orð

Fjögur komast til Disneylands í París

Laugardaginn 25. nóvember kl. 13. Mótið er undankeppni fyrir heimsmeistaramót 14 ára og yngri í stuttum skákum sem haldið verður í Disneylandi í París í desember. Tveir drengir og tvær stúlkur komast áfram. Þátttökugjald kr. 500. Opið öllum 14 ára og yngri. Meira
25. nóvember 1995 | Fastir þættir | 976 orð

Guðspjall dagsins: Dýrð Krists. (Matt. 17.) »Á

Guðspjall dagsins: Dýrð Krists. (Matt. 17.) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14 með þátttöku Arnfirðingafélagsins í Reykjavík. Sr. Jakob Á. Hjálmarsson prédikar. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Meira
25. nóvember 1995 | Fastir þættir | 816 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 824.

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 824. þáttur VINUR minn og félagi til margra ára, Friðrik Þorvaldsson menntaskólakennari, Meira
25. nóvember 1995 | Fastir þættir | 683 orð

Ítalskt er einfalt og gott

VIÐ vorum saman í skóla, en kynntumst ekkert þá. Skólinn var líka fjölmennur og hún ekki orðin frægur rithöfundur. Mér finnst hún ekkert hafa breyst, ef eitthvað er þá er hún enn glæsilegri en forðum. Ætli frægð og velgengni geri fólk meira spennandi en ella? Vigdís Grímsdóttir rithöfundur er ekki mikið fyrir að tala um sjálfa sig eða verk sín. Meira
25. nóvember 1995 | Fastir þættir | 367 orð

Kynslóðaskipti

TÖLVUEIGN er óvíða meiri en á Íslandi, en ekki er á margra vitorði að þorri einkatölva er aðallega notaður sem leikjatölvur. Því til viðbótar eru svo leikjatölvur sem tengdar eru við sjónvarp, eða hver man ekki eftir Nintendo- æðinu sem gekk yfir foreldra og börn fyrir fáum árum og svo Sega-æðinu í kjölfarið. Nú er næsta kynslóð leikjatölva að koma á markað. Meira
25. nóvember 1995 | Fastir þættir | 385 orð

Láttu draumana rætast

"Þetta var góð og lærdómsrík sýning. Ég held meira að segja að ég steli nokkrum hugmyndum frá leikstjóranum og noti á Englandi í framtíðinni", sagði Richard og var harla kátur að lokinni sýningu. "Þetta gekk upp og ég er mjög hrifinn af leikhúsinu sjálfu." Þetta er að sjálfsögðu ekki fyrsta uppfærslan sem höfundurinn sér á verkinu. Meira
25. nóvember 1995 | Dagbók | 157 orð

LEIÐRÉTT Fyrir kvenjúkdóma Í grein Ólafs Ólafss

Í grein Ólafs Ólafssonar landlæknis, "Varað við offjárfestingu í sjúkrahúsbyggingum", sem birtist í Morgunblaðinu fyrr á þessu ári, kom fram, að þegar áætlun var uppi um skurðstofuaðstöðu við Fæðingarheimili Reykjavíkurborgar 1983 hafi landlæknir ekki talið þörf á að bæta við nýju sjúkrahúsi með skurðstofuaðstöðu fyrir fæðingar á Reykjavíkursvæðinu. Meira
25. nóvember 1995 | Fastir þættir | 255 orð

Lófasjónvörp

HLUTIR Dvergvaxin sjónvarpstæki hafa verið á markaði um nokkra hríð en ekki náð mikilli fótfestu hjá íslenskum almenningi, að því er virðist, og eru ekki seld í helstu hljómtækjaverslunum. Hörður Guðjónsson starfsmaður heildverslunar Heimilistækja hf. Meira
25. nóvember 1995 | Fastir þættir | 596 orð

Með réttlæti... ...gegn ranglæti

KVIKMYNDIN Benjamín Dúfa þykir vel heppnuð og þau voru öll sammála því, Sigurrós María Sigurbjörnsdóttir, 10 ára, Anna B. Jónsdóttir, 11 ára, Jóhannes Kjartansson, 12 ára og þeir fullorðnu, Sigrún Birna Sigtryggsdóttir og Sigmar Þ. Óttarsson. Sigrún Birna: "Myndin er að mínu mati mjög góð og túlkar margvíslegar tilfinningar. Meira
25. nóvember 1995 | Fastir þættir | 283 orð

Ný umgjörð fyrir íslenska sálarspegla

AUGNHÁRAPERMANENT á sér ekki nema nokkurra vikna sögu á Íslandi og er ein evrópskra nýjunga sem íslenskir snyrtifræðingar hafa numið. Varanleg liðun hefur aftur á móti tíðkast um langan aldur í Asíu, að sögn Hönnu Kristínar Didriksen snyrtifræðings, og svipar um flest til permanentmeðferðar á hárgreiðslustofu...að líminu undanskyldu. Meira
25. nóvember 1995 | Dagbók | 566 orð

Reykjavíkurhöfn:

Reykjavíkurhöfn: Í gær fóru Bakkafoss, Helgafell, Mælifell, Goðafoss, Árni Friðriksson og lettneski togarinn Odincova sem hefur verið hér lengi til viðgerðar. Þá kom franska herskipiðSurcouf í reynslusiglingu í sinni fyrstu ferð til Sundahafnar og fer á mánudag. Meira
25. nóvember 1995 | Dagbók | 175 orð

SPURT ER ...

»Einstakur matmaður er meðal persóna í skáldsögunni Maður og kona. Hver er hann? »New Orleans í suðurhluta Bandaríkjanna er í grennd við ósa þekkts fljóts. Hvað heitir það? »Einn vinsælasti söngvarinn á Íslandi núna er Páll Óskar Hjálmtýsson. Meira
25. nóvember 1995 | Dagbók | 275 orð

Yfirlit: Yfi

Yfirlit: Yfir Skotlandi er víðáttumikil og nærri kyrrstæð 988 mb lægð. Yfir Austur-Grænlandi er minnkandi 1042 mb hæð sem hreyfist suður. Spá: Norðan kaldi eða stinningskaldi á austanverðu landinu en gola að kaldi vestan til. Smáél austanlands en þurrt og víða léttskýjað í öðrum landshlutum. Meira
25. nóvember 1995 | Dagbók | 73 orð

(fyrirsögn vantar)

25. NÓV. Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólris Sól í hád. Sólset Tungl í suðri Meira

Íþróttir

25. nóvember 1995 | Íþróttir | 98 orð

Ágústa stendur sig vel með da

ÁGÚSTA Björnsdóttir, unglingalandsliðsstúlka úr KR, var allt í öllu þegar Ribe vann Skjern 29:14 í 2. deild kvenna í Danmörku í vikunni. Hún fékk mjög góða dóma og m.a. sagði í einu dagblaðinu að Ágústa hefði borið af í vörninni og stjórnað sóknarleik liðsins. Meira
25. nóvember 1995 | Íþróttir | 140 orð

BLAKEnn sigrar Þróttur

Þróttur R. vann HK í þremur hrinum gegn einni í 1. deild karla í blaki, íþróttahúsi Hagaskólans í fyrrakvöld, 15:7, 14:16, 15:11 og 17:15. Leikurinn var þó nokkuð jafn en lið HK leið þó illilega fyrir það að Einar Ásgeirsson kantsmassari liðsins er hættur að leika með liðinu, en hann hefur verið aðalmaðurinn í móttökunni. Meira
25. nóvember 1995 | Íþróttir | 197 orð

Borås vill fá Kristján til sín

Kristján Jónsson, landsliðsmaður í Fram, fékk í gær tilboð frá 1. deildarliðinu Borås í Svíþjóð um að koma og kynna sér aðstæður með samning í huga. Kristján þekktist boðið um að fara til Svíþjóðar en sagði við Morgunblaðið að þar sem málið væri á algjöru byrjunarstigi væri ekki hægt að segja neitt meira um framhaldið. Meira
25. nóvember 1995 | Íþróttir | 1158 orð

EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN Upphefð að vera í leikmannahópi Eindhoven

YNGSTI atvinnuknattspyrnumaður Íslands er Eiður Smári Guðjohnsen, aðeins 17 ára. Eiður Smári hefur fetað í fótspor föður síns, Arnórs, sem gerðist atvinnuknattspyrnumaður með Lokeren í Belgíu þegar Eiður Smári var nýfæddur. Eiður Smári herjar ekki í Belgíu, heldur næsta bæ við ­ Hollandi, en á árum áður gerði Pétur Pétursson stormandi lukku þar í landi sem leikmaður með Feyenoord í Rotterdam. Meira
25. nóvember 1995 | Íþróttir | 94 orð

Elsa Nielsen í 16 manna úrslit lsa Nie

lsa Nielsen komst í 16 manna úrslit í einliðaleik kvenna á Opna skoska meistaramótinu í tennis sem nú stendur yfir. Hún byrjaði á því að vinna Kathryn Graham frá Skotlandi 12-11 og 11-4. Síðan mætti hún ensku stúlkunni Justine Willmott og vann 11-4 og 11-3. Meira
25. nóvember 1995 | Íþróttir | 98 orð

Frjálsíþróttamenn stofna samtök FRJÁLS

FRJÁLSÍÞRÓTTAMENN, sem allir eiga það sameiginlegt að hafa unnið til verðlauna á Ólympíuleikum, stofnuðu í vikunni ný samtök og er skammstöfun samtakanna IFNOAA. Stofnfundurinn var haldinn í Lausanne í Sviss og er markmið samtakanna að fylgjast með þróun samskipta milli frjálíþróttamanna á Ólympíuleikum í því skyni að kynna og breiða út grundvallarhugmyndir ólympíuhugsjónarinnar. Meira
25. nóvember 1995 | Íþróttir | 510 orð

Hardaway heldur uppteknum hætti

Penny Hardaway heldur uppteknum hætti í liði Orlando, en hann hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum og hefur spilað lykilhlutverk í liðinu í fjarveru Shaquilles O'Neals, sem enn er meiddur. Hardaway gerði 37 stig er Orlando sigraði Vancouver Grizzlies 95:93 í fyrrinótt og þar á meðal sigurkörfuna. Chicago byrjar mótið vel og hefur unnið níu af fyrstu tíu leikjum sínum. Meira
25. nóvember 1995 | Íþróttir | 1294 orð

HELGI SIGURÐSSON Verð að byrja upp á nýtt

ÍSLENSKIR knattspyrnumenn hafa unnið sér góðan orðstír hjá Stuttgart í Þýskalandi, þar sem í bæði skiptin sem Stuttgart hefur fagnað meistaratitli síðan 1952, léku Íslendingar í með - fyrst Ásgeir Sigurvinsson 1984 og síðan Eyjólfur Sverrisson 1992. Í herbúðum liðsins eru nú tveir Íslendingar - Sigurvin Ólafsson og Helgi Sigurðsson, hinn marksækni leikmaður sem lék með Víkingi og Fram. Meira
25. nóvember 1995 | Íþróttir | 113 orð

ÍSLENDINGAR eiga hóp af ungum og efnilegum knattspyrnumönnum, sem e

ÍSLENDINGAR eiga hóp af ungum og efnilegum knattspyrnumönnum, sem eiga eftir að halda merki Íslands á lofti á næstu árum. Tveir af efnilegustu leikmönnum landsins eru á samningi hjá tveimur af þekktustu félagsliðum Evrópu, Eindhoven í Hollandi og Stuttgart í Þýskalandi - það eru sóknarleikmennirnir Eiður Smári Guðjohnsen, sonur Arnórs Guðjohnsen, landsliðskappa, Meira
25. nóvember 1995 | Íþróttir | -1 orð

Meistararnir með sýningu

BIKARMEISTARAR Grindavíkur héldu sýningu í íþróttahúsinu í Grindavík þegar þeir lögðu Tindastól að velli í síðasta leik 16 liða úrslita í bikarkeppni KKÍ. Helgi Jónas Guðfinnsson fór á kostum í leiknum og nánast skaut gestina í kaf. Þar með er Grindavík eina liðið af Suðurnesjum sem er eftir í bikarkeppninni. Meira
25. nóvember 1995 | Íþróttir | 141 orð

Mikill áhugi á ráðstefnu á Akureyri

Mannvirkjanefnd Íþróttasambands Íslands, menntamálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga efna til ráðstefnu um byggingu og rekstur íþróttamannvirkja á Akureyri um helgina og hafa liðlega 100 þátttakendur skráð sig. Ráðstefnan, sem er öllum opin, verður haldin í Alþýðuhúsinu á Akureyri og hefst kl. 15 í dag en hún verður formlega sett í Listasafninu kl. 17. Meira
25. nóvember 1995 | Íþróttir | 80 orð

Opið hús hjá Blikum í Smáranum

Knattspyrnudeild Breiðabliks er með opið hús fyrir vini og velunnara í Smáranum í dag, laugardag, kl. 18 til 20.30. Dagskráin verður óformleg en stutt ávörp flytja Sigurður Halldórsson, þjálfari meistaraflokks karla, Guðmundur Oddsson, formaður knattspyrnudeildar og Hákon Gunnarsson, ritari knattspyrnudeildar. Boðið verður upp á léttar veitingar. Meira
25. nóvember 1995 | Íþróttir | 424 orð

Ófarir Víkingsstúlkna koma mest á óvart

ÞRIÐJUNGUR af 1. deildar keppni kvenna í handknattleik er lokið og er staðan að mestu leyti í samræmi við spá sem þjálfara og fyrirliða liðanna í deildinni fyrir keppnistímabilið í haust. Að vísu gefur staðan í töflunni ekki rétta mynd, því sum lið hafa leikið 10 leiki en önnur sex. Meira
25. nóvember 1995 | Íþróttir | 98 orð

Sergei Grinkov var alvarlega hjartveikur

SERGEI Grinkov, rússneski Ólympíumeistarinn í listhlaupi á skautum, var með alvarlegan hjartasjúkdóm sem dró hann til dauða á mánudaginn. Læknir sem framkvæmdi krufningu eftir andlát Grinkovs upplýsti í vikunni að skautahlauparinn, sem var aðeins 28 ára, hefði lengi verið með allt of háan blóðþrýsting og hefði þjáðst af alvarlegri æðakölkun (arteriosclerosis). Meira
25. nóvember 1995 | Íþróttir | 156 orð

Sjöundi sigur Houston

Einn leikur fór fram í NBA-deildinni í körfuknattleik í fyrri nótt. Meistarar Houston Rockets unnu þá sjöunda leik sinn í röð er þeir sóttu Pacers heim Indiana og höfðu betur, 115:108. Mario Elie var stigahæstur í liði meistaranna með 18 stig, Kenny Smith kom næstur með 17 og Hakeem Olajuwon og Sam Cassell gerðu 15 hvor. Meira
25. nóvember 1995 | Íþróttir | 129 orð

SUNDÆgir er með f

ÆGIR er með forystu í 1. deild bikarkeppninnar í sundi sem hófst í Sundhöll Reykjavíkur í gærkvöldi en þá var keppt í 800 m skriðsundi karla og kvenna í 1. og 2. deild. Ægir er með 2.732 stig, SH 2.501 og Keflavík 2.321 stig. Í 2. deild er Ármann með 1.991 stig, UMSK 1.961 og Óðinn í 3. sæti með 1.775 stig. Eitt met féll. Meira
25. nóvember 1995 | Íþróttir | 195 orð

UMFG - UMFT100:75

Íþróttahúsið í Grindavík, 16 liða úrslit bikarkeppni karla í körfuknattleik, föstudaginn 24. nóvember 1995. Gangur leiksins: 0:2, 10:2, 10:9, 19:15, 30:15, 40:19, 52:23, 56:30, 65:35, 69:44, 77:50, 77:57, 90:63, 98:66, 100:75. Meira
25. nóvember 1995 | Íþróttir | 404 orð

Úrtökumót fyrir HM Alþjóða sambandsins

ÞOLFIMIMÓT verður í Laugardalshöll á sunnudagskvöld og eiga sigurvegarar mótsins möguleika á að komast á heimsmeistaramót Alþjóða fimleikasambandsins, sem verður í desember í París. Keppt er í fjórum flokkum samkvæmt nýjum reglum fimleikasambandsins og verða fjórir Íslandsmeistarar meðal keppenda í Laugardalshöll. Meira

Úr verinu

25. nóvember 1995 | Úr verinu | 231 orð

Mest brætt á Siglufirði

ALLS hafa um 146 þúsund tonn af loðnu borist að landi það sem af er loðnuvertíð. Heildarloðnukvótinn fyrir yfirstandandi fiskveiðiár nemur 536 þúsund tonnum og eru því um 390 þúsund tonn óveidd enn. Tæplega 141 þúsund tonn af loðnu hafa borist að landi með íslenskum skipum og rúmlega fimm þúsund tonnum hefur verið landað úr erlendum skipum. Meira
25. nóvember 1995 | Úr verinu | 188 orð

Sveifarásinn sveigjumældur

"VIÐ KOMUMST til Ísafjarðar á fimmtudagskvöld," segir Hörður Guðbjartsson, skipstjóri á Orra ÍS. "Þá var skipið búið að vera í vari á Dýrafirði í hálfan annan sólarhring." Eins og áður hefur verið greint frá í Morgunblaðinu tók Stefnir ÍS Orra í tog eftir að hann hafði orðið fyrir vélarbilun á miðunum út af Vestfjörðum um hádegi á þriðjudag. Skipin urðu svo að leita vars vegna veðurs. Meira
25. nóvember 1995 | Úr verinu | 308 orð

Þúsundasta sjóvogin til Rússlands

MAREL náði nýlega þeim áfanga að selja þúsundustu sjóvogina til Rússlands. Um var að ræða sjóvog af gerðinni Marel M-60 með 30 kg vigtargetu, sem ætluð er fyrir þorsk og alaskaufsa, og var hún seld til Norður-Kurileyja sem liggja að rússnesku Kyrrahafsströndinni. Meira

Lesbók

25. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 517 orð

Að sjá tónlist

ALLA jafna eiga menn ekki von á því að heyrnarlausir sýni óperum mikinn áhuga. Engu að síður fer fjölda heyrnarlausra á óperusýningum fjölgandi í London Coliseum. Ástæðan er tilraun bresku þjóðaróperunnar til að auðvelda fötluðum að njóta sýninga óperunnar en á meðal þess sem boðið er upp á, er túlkun á táknmáli á einni sýningu hverrar óperuuppfærslu. Meira
25. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 204 orð

Af hverju að þurrka upp þegar...

Hún stóð hugsandi við vaskinn og nuddaði glasið með viskustykki. Það var löngu orðið þurrt. Hún hélt því upp að ljósinu og horfði á ljósgeislann brotna og margfaldast. Það veitti henni enga ánægju lengur. Ekkert veitti henni ánægju lengur. Meira
25. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 125 orð

Afmælissýning Þórðar frá Dagverðará

"KERLING móðir mín fór á ball níræð og dansaði eins og hinar stelpurnar!" segir afmælisbarnið Þórður Halldórsson refaskytta frá Dagverðará. "Og ekki vil ég ættleri kallast, Meira
25. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 68 orð

Astrid og Bjarni sýna í Bergi

Í GISTIHEIMILINU Bergi við Bæjarhraun í Hafnarfirði stendur nú sýning á verkum Astrid Ellingsen og Bjarna Jónssonar. Astrid sýnir prjónakjóla, prjónajakka og skírnarkjóla, en Bjarni sýnir málverk unnin með olíu og vatnslitum. Meira
25. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 109 orð

Ástarljóð

Við lásum á enginu lítið blóm þá lífsgangan hafin var. Ástarblómið sem allir þrá og elskunnar ljóma bar. Æskunnar blik því angan bjó svo ástir komandi dags leiftruðu gegnum lífsins ský og lýsa til sólarlags. Haustljóð Norðurljós sem leifrið um stjörnubjart himinhvolfið berið kveðju heim. Meira
25. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 436 orð

Einskonar sýnir á heiminn

ÉG VEIT ekki til þess að Rúnar Gunnarsson hafi fengið járnstöng gegnum höfuðið. Og sennilega myndi það gera honum erfitt fyrir í stöðu sinni hjá Sjónvarpinu þar sem mikið er skipulagt fram í tímann. Meira
25. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1659 orð

Eiríkur blóðöx, Gunn-hildur og sporðdrekinn

Eitt af því sem nú má heita löngu ljóst er að himinhvolfið gegnir miklu hlutverki í allegóríu Egils sögu. Beztu allegóríur miðalda voru reistar yfir persónur og atburði úr því lífi sem lifað var í sagnfræðilegri merkingu; allegórían var launsögnin, sem miðaldamönnum bar að ráða til að fá botn í hina andlegu merkingu. Meira
25. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1682 orð

Endalok umburðarlyndisins? Evrópskir rithöfundar kljást við þjóðernisstefnu og útlendingahatur skrifar Kristján B. Jónasson í

MÖRGUM fannst sem gamlir draugar væru aftur komnir á stjá þegar austurríski stjórnmálaflokkurinn FPÖ (Freitheitliche Partei Österreichs), sem stendur á ysta vængbroddi til hægri, lét nú á dögunum hengja upp áróðursspjöld á götum og torgum í Austurríki þar sem þarlendir rithöfudnar og listamenn eru sakaðir um óþjóðhollustu. Meira
25. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 378 orð

"Erfitt að ímynda sér fegurri sýningu"

GAGNRÝNENDUR spara ekki stóru orðin um sýningu á verkum Johannes Vermeer frá Delft í Hollandi (1632-1675), sem nú stendur yfir í National Gallery of Art í Washington. Þar getur að líta 21 af 35 verkum sem vitað er um eftir Vermeer, Meira
25. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 126 orð

Fiðraðir karlar

FULLVÍST er talið að nýjasta breska uppfærslan á Svanavatninu við tónlist Tsjakovskíjs muni slá í gegn hjá dansunnendum þar í landi. Danshópar keppast við að vera frumlegir og víst er að Adventures in Motion-hópurinn er þar engin undantekning, því Svanavatn hans er eingöngu flutt af karldönsurum. Svanirnir eru klæddir í hnésíðar fjaðrabrækur en prinsinn dansar allsnakinn. Meira
25. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 437 orð

Frá Gamla bíói til Carnegie Hall

Sigrún Eðvaldsdóttir og Selma Guðmundsdóttir. Miðvikudagur 22. nóvember. Á VEGUM Styrktarfélags Íslensku óperunnar héldu essin tvö, þær stöllur Sigrún og Selma, upp á tíu ára samstarfsafmæli sitt og markið er að ljúka þessum áfanga með tónleikum í Carnegie Hall 2. desember nk. Meira
25. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 45 orð

Garðar sýnir landslagsmálverk

Í DAG opnar Garðar Jökulsson málverkasýningu í Listhúsinu í Laugardal. Á sýningunni eru 25 landslagsmálverk, öll olíumálverk. Þetta er áttunda einkasýning Garðars. Sýningin stendur til 3. desember og er opin mánudaga til föstudaga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-16 og sunnudaga kl. 14-18. Meira
25. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 44 orð

Hildur sýnir á Café Mílanó

HILDUR Waltersdóttir myndlistarkona opnar sýningu á Café Mílanó, Faxafeni 11, í dag, laugardag. Þetta er önnur einkasýning Hildar á þessum sýningarstað. Verkin eru aðallega unnin með olíu á striga og krossvið, auk nokkurra minni kolateikninga. Sýningin stendur til 26. jan. Meira
25. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 702 orð

Í Grjóta-þorpi

GRJÓTAÞORPIÐ er eins og vin í eyðimörk. Fyrir nokkrum árum heyrðust þær raddir að "þorpið" skyldi afmáð með öllu. Það skyldi rífa þessa bannsettu kofa og hreinsa til á svæðinu. Þarna skyldi rísa ný háborg með "hallir og turna". Á þeim tíma sem umræðan stóð sem hæst, hafði Morgunblaðshúsið þegar risið, fyrir miðju Austurstrætis, og tilheyrði nú Aðalstræti 6. Meira
25. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 291 orð

Íslensk fegurð

ÍSLENDINGAR hafa löngum getað státað af gnótt fagurra kvenna og hefur orðspor þeirra sem slíkra borist víða. Nægir þar að nefna góðan árangur íslenskra stúlkna í fegurðarsamkeppnum erlendis sem og allan þann fjölda af stúlkum sem starfað hafa við fyrirsætustörf í háborgum tískunnar oft við góðan orðstír. Meira
25. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 36 orð

Kynning á leikþætti

Á BÓKASAFNINU í Keflavík fer fram kynning á leikþætti sem settur var upp í Finnlandi á Kvennaráðstefnunni 1994. Sýnd verður sviðsmynd, myndbandsupptaka og ljósmyndir af leikverkinu. Sýningin verður opnuð í dag laugardag kl. 14. Meira
25. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1052 orð

Látið lista-verkin tala

ÍFimmtán ár hafði ég einkum fengist við frétta- og greinaskrif, sem tengdust stjórnmálum, viðskiptum og atvinnulífi, þegar ég flutti mig um set hér á ritstjórn Morgunblaðsins fyrr á þessu ári og hóf störf á menningardeild ritstjórnarinnar. Meira
25. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 2487 orð

Léttleiki ein-kennir nýjarstórbyggingarí Þýzkalandi

Til þess að menn viti hverra manna Haraldur V. Haraldsson er, skal uplýst í upphafi þessa máls, að hann er sonur Valgerðar Gísladóttur frá Sölvabakka við Blönduós og Haraldar Ólafssonar, sem var forstjóri Fálkans. Ég man fyrst eftir honum á teiknistofu þeirra bræðra, Helga og Vilhjálms Hjálmarssona. Það var árið 1966. Meira
25. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 411 orð

Málfrelsi eða lygar

HÖRÐ rimma er nú háð í frönskum dómsal um nýja ævisögu þýska skáldsins Berthold Brecht, sem lést árið 1956. Það er dóttir hans, Barbara Brecht-Schall, sem höfðar málið á hendur höfundi bókarinnar, Bandaríkjamanninum John Fuegi, vegna ýmissa ummæla hans um Brecht, sem hann segir m.a. Meira
25. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 535 orð

Með ungversku ívafi

VONANDI eiga þessir tónleikar eftir að falla hlustendum vel í geð. Verkin eru ólík en öll í mjög háum gæðaflokki," segir Gunnar Kvaran sellóleikari en annaðkvöld kl. 20 verða aðrir tónleikar vetrarins í tónleikaröð Tríós Reykjavíkur og Hafnarborgar. Á efnisskrá eru tríó í B-dúr eftir Mozart, tríó í C-dúr eftir Brahms og dúó fyrir fiðlu og selló eftir Kodály. Meira
25. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 563 orð

Myndir RAX í stærsta ljósakassa á landinu

SETTUR hefur verið upp ljósakassi með myndum eftir Ragnar Axelsson, RAX, í anddyri nýrrar fjármálamiðstöðvar Íslandsbanka á Kirkjusandi. Þar bætist RAX í félagsskap Kjarvals og Þorvaldar Skúlasonar sem eiga einnig verk í miðstöðinni. RAX er fyrir margt löngu kunnur fyrir ljósmyndir sínar og nýlega var sýning á verkum hans í anddyri Morgunblaðshússins. Meira
25. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 67 orð

Norðurljós í Normandí

NORRÆNA lista- og bókmenntahátíðin Norðurljós sem haldin er árlega í Normandí hófst um síðustu helgi og stendur til 6. desember. Sérstök áhersla er að þessu sinni lögð á finnska menningu. Tveir íslenskir rithöfundar, Einar Már Guðmundsson og Þórarinn Eldjárn, kynna verk sín á hátíðinni og Bíódagar Friðriks Þórs verða sýndir. Meira
25. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 271 orð

Nýjungagjarnir tónlistarnemar

NOKKRUM ljónheppnum evrópskum tónlistarnemum í framhaldsnámi gefst nú kostur á því að taka þátt í eins árs námskeiði þar sem allt er greitt. Námskeiðið er að þessu sinni haldið á glæsilegu hefðarsetri nærri Kraká í Póllandi og fjöldi heimsþekktra tónlistarmanna tekur nemendurna í kennslustund. Meira
25. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 799 orð

Oddbogasöngur

Love's illusion. Tónlist úr Montpellier handritinu frá 13. öld. Anonymous 4. Harmonia mundi, HMU 907109. Upptaka: DDD{?}, Kalíforníu 9/1993 & 2/1994. Lengd: 64:04. Verð: 1.899 kr. AÐALGALLI þessa disks er tilbreytingarleysið. Fyrir aðra en dýrkendur frönsku 13. Meira
25. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 49 orð

Olíumálverk og teikningar

ALEXANDER Ingason myndlistarmaður stendur fyrir málverkasýningu í kaffihúsinu Úlfaldinn og mýflugan, Ármúla 17a. Á sýningunni verða sýnd olíumálverk og penna- og blýantsteikningar. Þetta er fjórða sýning Alexanders í Reykjavík. Sýningin verður opin daglega frá kl. 20-23.30 á virkum dögum en um helgar er opið frá kl. 16-23.30. Meira
25. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Rússnesk rómantík

Kammersveit Reykjavíkur flutti verk eftir Cesar Cui, Tsjaikovskíj, Glasunov og Glinka. Mánudaginn 20, nóvember, 1995. SAGA tónsköpunar í Rússlandi hefst í raun við upphaf 19. aldar. Rússar höfðu um langt skeið farið að dæmi Péturs mikla og leitað til Vestur-Evrópu um allt sem til framfara mætti horfa og þar með á sviði tónlistar. Meira
25. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 416 orð

Sigur liðsheildarinnar

eftir Kjartan Ragnarsson. Tónlist: Atli Heimir Sveinsson. Leikstjóri: Ingunn Ásdísardóttir. Tónlistarstjóri: Helgi E. Kristjánsson. Aðalleikendur: Júlía Þorvaldsdóttir, Guðmundur K. Sigurdórsson, Sigurgeir H. Friðþjófsson, Kristín Steinþórsdóttir, Kolbrún D. Eggertsdóttir, Ólafur J. Sigurðsson, Rúna Einarsdóttir, Erla B. Andrésdóttir, Ester Halldórsdóttir, Gunnar Þ. Jónsson, Guðjón H. Meira
25. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 21 orð

Síðasta sýningarhelgi

Síðasta sýningarhelgi SÝNINGU Guðnýjar Richards, Thomas Ruppel og Martin Leiensetter í Nýlistasafninu lýkur á morgun, sunnudag. Sýningin er opin frá kl. 14-18. Meira
25. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 143 orð

Stjakasýning á Höfn

Nú geta Hornfirðingar og nærsveitungar barið augum verk fremstu leirlistarkvenna landsins. En nú stendur yfir í Gallerí Helgu í Hornafirði samsýning þeirra Kolbrúnar Kjarval, Steinunnar Marteinsdóttur, Rannveigar Tryggvadóttur, Brita Kristina Berglund, Ingu Elínar Kristinsdóttur, Þóru Sigurþórsdóttur, Helgu Jóhannesdóttur, Koggu og Ljósblár sem er eigandi gallerísins. Meira
25. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 22 orð

Sýningu Hreins lýkur

Sýningu Hreins lýkur SÝNINGU Hreins Friðfinnssonar í Ingólfsstræti 8 lýkur á sunnudag. Ingólfsstræti 8 er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. Meira
25. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 85 orð

Tónlist fyrir alla í Kópavogi

UNDANFARNA daga hefur Hljómskálakvintettinn leikið fyrir nær 3.000 nemendur í grunnskólum Kópavogs á vegum verkefnisins Tónlist fyrir alla og lýkur tónleikaferð sinni með almennum tónleikum í Digraneskirkju í dag, laugardag, kl. 17. Þar verður flutt fjölbreytt efnisskrá eftir ýmsa höfunda, þar á meðal Scheidt, Bach, Mozart, Schumann, Dvorak, Debussy, Bernstein, Berlin og Sousa. Meira
25. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 163 orð

Tréristur Þorgerðar

ÞORGERÐUR Sigurðardóttir myndlistarmaður opnar sína áttundu einkasýningu í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, laugardaginn 25. nóvember kl. 16. Myndirnar eru tréristur, allar unnar á þessu ári. Meira
25. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 123 orð

Tvö ljóð Jóhann Hjálmarsson þýddi

Mary-Ann B¨acksbacka Tvö ljóð Jóhann Hjálmarsson þýddi Ringulreið Það er til staður sem heitir Ringulreið. Á götuhorni minninganna nafnlaus hús, styttur og sprungnir veggir. Horaðir rakkar snuðra í rennusteinum. Í tágakörfu með hjólum sefur barn. Meira
25. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1620 orð

Veðrið skráðí 150 ár

ÁRIÐ 1825 flutti í Stykkishólm ungur maður sem átti eftir að setja mikinn svip á bæinn, sýsluna og í raun allt landið. Ekki hefur verið haft hátt um þennan stórhuga í söguritun fram að þessu. Árni Thorlacíus var fæddur 12. Meira
25. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 156 orð

Vetrarkvíði

Nú haustar að og húmar fljótt á kvöldinog héla leggst á föla grassins rót.Þau blikna heiðu, bláu himintjöldinsvo birta dagsins verður grá og ljót. Þokki lífsins þver sem fé í gjöldin,með þungum niði streymir tímans fljót.Það breytist margt er vetur tekur völdinog veldur kvíða og trega hal og snót. Meira
25. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 550 orð

yrkja, format 95,7UM HELGINA

yrkja, format 95,7UM HELGINA MENNING/LISTIR Meira
25. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1459 orð

"Þá vissi ég að ég var komin í höfn" Amy Tan er einn þekktasti rithöfundur samtímans. Í verkum sínum fjallar hún um sambúð

AMY Tan er öðruvísi hvort sem henni líkar betur eða verr. Hún hefur þrjú nýru. Auk þess spilar hún í rokkhljómsveit og hefur fylgdarmanninn Herra Zo. Það sem meiru varðar: Amy Tan er rithöfundur af kínverskum ættum og Meira
25. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 308 orð

Ævintýri á jólanótt

LEIKBRÚÐULAND frumsýnir barnaleikritið Jólasveinar einn og átta að Fríkirkjuvegi 11, í dag kl. 15. Tuttugu ár eru nú liðin síðan leikurinn var fyrst sýndur og segir Bryndís Gunnarsdóttir, sem annast stjórn brúðanna og brúðugerðina ásamt Ernu Guðmarsdóttur, Helgu Steffensen og Þórunni Magneu Magnúsdóttur, Meira
25. nóvember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 173 orð

(fyrirsögn vantar)

AÐDÁENDUR írska ljóðskáldsins og nóbelsverðlaunahafans Seamus Heaney, geta nú nálgast nýjasta verk hans, sem eru ljóðaþýðingar úr pólsku. Heaney þýðir verk 16. aldar skáldsins Jan Kochanowski ásamt Stanislaw Baranczak. Verk Kochanowskis, sem ber heitið Laments (Harmaljóð), eru ort að barnungri dóttur skáldsins látinni. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.