Greinar þriðjudaginn 28. nóvember 1995

Forsíða

28. nóvember 1995 | Forsíða | 60 orð

2.500 verslanir brunnu

HUNDRUÐ hermanna fengu lítt við ráðið er eldur braust út á Bangabazar, einum stærsta markaði Dhaka, höfuðborgar Bangladesh, í gær. Eldurinn kviknaði að morgni og eftir um klukkustund hafði hann læst sig um allan markaðinn. Eyðilögðust um 2.500 verslanir. Óljóst hvort um íkveikju var að ræða eða óhapp. Góður eldsmatur var í markaðnum, byggingar allar úr timbri. Meira
28. nóvember 1995 | Forsíða | 180 orð

Gingrich fer ekki fram

NEWT Gingrich, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, lýsti yfir því síðdegis í gær að hann yrði ekki í framboði í forsetakosningunum vestra á næsta ári. Getum hafði verið leitt að því að Gingrich, sem er 52 ára og þingmaður fyrir Georgíu-ríki, myndi leita eftir stuðningi í forkosningum Repúblíkanaflokksins í byrjun næsta árs en sjálfar forsetakosningarnar fara fram í nóvember. Meira
28. nóvember 1995 | Forsíða | 280 orð

Hart deilt í Danmörku

EKKI tókst að ná samkomulagi um dönsku fjárlögin milli stjórnar og stjórnarandstöðu um helgina eins og ætlað var en vonast er til, að það takist í dag. Það er Venstre, flokkur Uffe Ellemann-Jensens, sem harðast hefur rekið stjórnarandstöðuna, hugsanlega vegna innbyrðis átaka ef til þess kæmi að flokksformaðurinn yrði framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Meira
28. nóvember 1995 | Forsíða | 410 orð

Karadzic varar við blóðsúthellingum

RADOVAN Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, varaði í gær við blóðsúthellingum ef hersveitir undir stjórn Atlantshafsbandalagsins (NATO) reyndu að handtaka hann eða aðra meinta stríðsglæpamenn úr röðum Serba. Carl Bildt, sáttasemjari Evrópusambandsins, lýsti viðvörunum Karadzics sem eintómum "hávaða". Meira
28. nóvember 1995 | Forsíða | 138 orð

Ráðist á risamarkaði

RÁÐHERRANN Jean-Pierre Raffarin, sem fer með málefni lítilla og meðalstórra fyrirtækja í frönsku stjórninni, segir í viðtali við dagblaðið Le Monde, sem birtist í gær, að hann vilji herða reglur um rekstur risamarkaða til að ýta undir möguleika minni verslunarfyrirtækja. Meira

Fréttir

28. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 222 orð

37 falla í árásum á íbúðahverfi

37 MANNS biðu bana og rúmlega 140 særðust í loftárásum uppreisnarmanna á íbúðahverfi í Kabúl á sunnudag. Þetta eru mannskæðustu loftárásir á afgönsku höfuðborgina í rúmt ár. Tveir til viðbótar féllu vegna flugskeyta sem lentu nálægt forsetahöllinni í Kabul í gær. Meira
28. nóvember 1995 | Smáfréttir | 28 orð

AÐALFUNDUR Hins íslenska fornleifafélags verður haldinn miðvikudaginn

AÐALFUNDUR Hins íslenska fornleifafélags verður haldinn miðvikudaginn 29. nóvember í fornaldarsal Þjóðminjasafnsins kl. 20.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa og stjórnarkjörs mun Garðar Guðmundsson fornleifafræðingur flytja erindi um plöntufornleifafræði á Íslandi. Meira
28. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 1012 orð

Akureyrarbær reki Heilsugæslustöðina

SAMNINGAVIÐRÆÐUR Akureyrarbæjar við ríkisvaldið um verkefni reynslusveitarfélagsins Akureyrar standa yfir en samkvæmt lögum skulu verkefnin standa yfir í fjögur ár, eða frá 1. janúar 1996. Akureyrarbær lagði upp með 8 verkefni en þau eru á sviði menningarmála, félagslegra húsnæðismála, heilbrigðismála, þjónustu við aldraða, þjónustu við fatlaða, Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 48 orð

Árekstur í þvottastöð

HARÐUR árekstur varð inni í bílaþvottastöð í Keflavík um helgina. Að sögn rannsóknarlögreglunnar í Keflavík er ekki ljóst hvað olli því að ökumaður missti stjórn á bíl sínum, svo hann fór af afli á annan og á þvottabúnað stöðvarinnar. Talsverðar skemmdir urðu á bílum og þvottabúnaði. Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 198 orð

Beitti hnífi í átökum

23 ÁRA norskur sjómaður stakk mann í lærið með hnífi í átökum sem komu upp milli hans og skipsfélaga hans annars vegar og nokkurra Ísfirðinga hins vegar aðfaranótt sunnudagsins. Hann var færður fyrir dómara í gær. Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 222 orð

Bera mun lægri vexti en hefðbundin bankalán

ÞRÍR sparisjóðir hafa nú riðið á vaðið með nýjung í útlánum, íbúðarlán til 15­25 ára. Sparisjóðirnir eru Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, Sparisjóður Hafnarfjarðar og Sparisjóður vélstjóra. Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 174 orð

Björk uppávið

NÝ SMÁSKÍFA af breiðskífu Bjarkar, Post, kom út fyrir tveimur vikum og fór þá í níunda sæti smáskífulistans. Á nýjum lista sem kynntur var á sunnudagskvöld fór lagið, Oh So Quiet, uppávið og er nú í áttunda sæti. Á miðvikudag var laginu spáð 12. sætinu, en mikil söluaukning í kjölfar MTV verðlaunanna lyfti því. Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 775 orð

Blómlegt starf URKÍ

ÍGAMBÍU er starfandi ungmennahreyfing hjá Rauða krossinum. Hugmyndin er að héðan fari sjálfboðaliðar til Gambíu til þess að kynnast starfi þeirra og taka þátt í því. Hvers vegna ætlar Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands að senda sjálfboðaliða til Gambíu? Meira
28. nóvember 1995 | Landsbyggðin | 199 orð

Byggða- og vélasafn opnað í Garðinum

Garði- Byggðasafn Gerðahrepps var opnað almenningi sl. sunnudag og fjölmenntu bæjarbúar. Safnið er til húsa í gömlum útihúsum vitavarðarhúsanna úti á Garðskaga en þau hafa verið gerð upp og fengin að láni hjá ríkinu til 10 ára. Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 220 orð

Bæjarráð hafnar viðræðum við STH

MEIRIHLUTI bæjarráðs Hafnarfjarðar hafnaði á fundi bæjarráðs í gær að verða við beiðni Starfsmannafélags Hafnarfjarðar um viðræður varðandi uppsagnir 93 félaga í STH, en minnihluti bæjarráðs taldi hins vegar eðlilegt að verða við óskum STH. Málið verður tekið upp á nýjan leik á bæjarráðsfundi sem verður haldinn 30. nóvember, en stjórn STH hefur boðað til fundar um málið í Vitanum í dag kl. 13. Meira
28. nóvember 1995 | Miðopna | 720 orð

Einkaréttur í 90 ár

ÍÁR eru 90 ár liðin frá því sett voru lög á Íslandi um einkarétt ríkisins á rekstri ritsíma og talsíma hér á landi. Kjarna þeirra var að finna í 1. grein laga sem konungur staðfesti 20. október 1905: "Landinu er áskilinn einkaréttur til þess að stofna og starfrækja ritsímasambönd og málþráða..." Þá þegar voru starfandi einkarekin talsímafélög hér á landi. Meira
28. nóvember 1995 | Landsbyggðin | 417 orð

Einstaklingarnir hæfari að takast á við verkefnin

Selfossi-NÁMSKEIÐ í björgunar- og ruðningsstörfum var haldið um helgina í Tryggvabúð á Selfossi á vegum Björgunarskóla Landsbjargar og Slysavarnafélags Íslands. Það var Björgunarsveitin Tryggvi á Selfossi sem skipulagði námskeiðið, en á því var notað námsefni sem verið hefur í þróun hjá þeim Tryggvamönnum. Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 149 orð

Eldur í Miðbæjarmarkaði

TILKYNNT var um eld í Aðalstræti 9, húsi Miðbæjarmarkaðarins, um klukkan 20 í gærkvöldi. Tilkynningin barst frá sólbaðsstofu í kjallara um reyk á göngum og þegar slökkviliðið í Reykjavík kom á staðinn var talsvert mikill reykur og dökkur þar og voru upptök hans rakin upp á aðra hæð hússins. Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 246 orð

Er verið að kenna úrelta sögu?

Á FÉLAGSFUNDI í Sagnfræðingafélaginu í kvöld verður fjallað um tímaritið Nýja sögu, sem kom út fyrir skömmu. Sex fyrirlesarar flytja erindi um greinar í tímaritinu. M.a. verður fjallað um grein Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra um gildi sagnfræðinnar, en hún hefur vakið talsverða athygli. Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 95 orð

Forseti Íslands á ráðstefnu um réttindi barna

VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti Íslands, tók í gær þátt í alþjóðlegri ráðstefnu í París um réttindibarna, en Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, og Menningarmálastofnun SÞ, UNESCO,voru meðal aðstandenda ráðstefnunnar. Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 239 orð

FÓLK

ÞJÓÐMINJARÁÐ hefur ráðið dr. Bjarna F. Einarsson, fornleifafræðing, til að vinna að undirbúningi og skipulagi fornleifaskráningar á Íslandi á vegum Þjóðminjasafns Íslands. Hófst starfið 1. nóvember sl. og er stefnt að því að þeim undirbúningi verði lokið á næsta ári. Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 104 orð

Framkvæmdir hafnar við nýjan kerskála ÍSALs

FRAMKVÆMDIR hófust í gær eftir hádegi við grunn nýs kerskála Íslenska álfélagsins hf. með því að ýtur og gröfur fóru að ýta til jarðveginum á staðnum. Ljósmyndarinn tók þessa mynd eftir að myrkt var orðið. Myndin er tekin á þremur mínútum og ljósagangurinn á miðri myndinni stafar af því að ýtan fór fram og til baka við vinnu sína. Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 44 orð

Fræðslufundur fyrir foreldra um vímuefnaneyslu unglinga

SÁÁ býður foreldrum á fræðslufund um vímuefnaneyslu unglinga í kvöld, þriðjudaginn 28. nóvember. Fundurinn verður haldinn í húsnæði SÁÁ við Síðurmúla 3­5 og hefst kl 20. Ráðgjafar og læknar SÁÁ flytja fyrirlestur og svara spurningum. Aðgangur er ókeypis. Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 111 orð

Fyrirlestur Vísindafélagsins

DR. SIGRÚN Aðalbjarnardóttir, prófessor, flytur erindi á fundi Vísindafélags Íslendinga í Norræna húsinu miðvikudaginn 29. nóvember kl. 20.30. Í fyrirlestrinum verður fjallað um virðingu og velvild og tengsl þessara hugtaka við réttlætiskennd. Umfjöllunin verður með heimspekilegu, sálfræðilegu og uppeldisfræðilegu ívafi. Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 53 orð

Færeyingar dýpka í Grindavík

BÆJARSJÓÐUR Grindavíkur hefur samið við færeyska verktakafyrirtækið Partafélagið J og K Petersen í Þórshöfn um að annast dýpkunarframkvæmdir við höfnina í Grindavík. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem færeyskt verktakafyrirtæki fær verkefni utan eyjanna. Fyrirtækið mun gera rennu til að auðvelda stærri skipum aðgang að nýendurbættri viðleguaðstöðu í Grindavík. Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 215 orð

Færri börn til tannlæknis

EITT af hverjum tíu börnum í Reykjavík á aldrinum sex til 15 ára fór ekki til tannlæknis á síðasta ári samkvæmt tölum, sem í gær komu fram í svari Ingibjargar Pálmadóttur, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, við fyrirspurn Ástu R. Jóhannesdóttur, þingmanns Þjóðvaka í Reykjavík, um það hvaða áhrif reglur um aukna þátttöku foreldra í tannlæknakostnaði þessa aldurshóps hefði haft. Meira
28. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 141 orð

Gaddafi sakaður um morð

LÍBÝSK stjórnarandstöðuhreyfing sakaði í gær Muammar Gaddafi, leiðtoga Líbýu, um að hafa látið útsendara myrða einn af stofnfélögum hreyfingarinnar, Ali Mohamed Abouzid, í London á sunnudag. Abouzid fannst látinn af völdum stungusára í verslun sinni í London. Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 124 orð

Greiddu með fölsuðum bréfum

ÁRVEKNI bílasala í Keflavík kom í veg fyrir að tveimur mönnum tækist að kaupa bíl og greiða fyrir hann með fölsuðu skuldabréfi. Mennirnir reyndust vera með nokkur skuldabréf til viðbótar, öll fölsuð, og þeim hafði tekist að svíkja út bíl á Hellu. Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 1627 orð

Gætum átt stóran hlut í mótun sjávarútvegsstefnu ESB Á ráðstefnu um utanríkismál í Valhöll sagði Davíð Oddsson,

DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, sagði máflutning Evrópusinna tætingslegan, algjörlega óframbærilegan og óboðlegan á ráðstefnu undir yfirskriftinni "Á Ísland samleið með sameinaðri Evrópu?" á vegum Sjálfstæðisflokksins í Valhöll á sunnudag. Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 217 orð

Hannes Hlífar og Jóhann þurfa að heyja einvígi

HANNES Hlífar Stefánsson og Jóhann Hjartarson urðu efstir og jafnir á Skákþingi Íslands sem lauk um helgina, og þurfa að heyja einvígi um Íslandsmeistaratitilinn. Ína Björg Árnadóttir varð Íslandsmeistari í kvennaflokki. Hannes Hlífar, sem fyrir 11. og síðustu umferðina var einn í efsta sæti með 9 vinninga af 10 mögulegum, mætti Jóhanni Hjartarsyni í lokaumferðinni og hafði svart. Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 644 orð

Hélt samkvæmi í fjarveru móður

Á FÖSTUDAG veittust tveir piltar að konu á gangi á Bergstaðastræti, sneru hana niður og tóku af henni veski. Að því búnu hlupu piltarnir í burtu. Þeir fundust ekki þrátt fyrir leit. Um hádegi á föstudag var maður fluttur á slysadeild eftir að hafa fallið á milli hæða í gömlu Ísbjarnarhúsunum á Seltjarnarnesi. Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 291 orð

Hugsanlegt að ríkisvaldið leiti til erlendra verktaka

HUGSANLEGT er að erlent verktakafyrirtæki á sviði flugumferðarþjónustu sinni um a.m.k. eins árs skeið störfum íslenskra flugumferðarstjóra en 82 flugumferðarstjórar hafa sagt upp störfum. Samgöngu- og utanríkisráðherra hafa veitt flugumferðarstjórunum lausn frá störfum en uppsagnarfrestur 32 þeirra verður framlengdur til 1. apríl nk. samkvæmt lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 1452 orð

Hækkun á hráefnisverði helsta ástæða hallarekstursins Afkoman í botnfiskvinnslunni er mjög erfið um þessar mundir, aðallega

Hallinn á botnfiskvinnslunni orðinn þrír milljarðar króna miðað við heilt ár Hækkun á hráefnisverði helsta ástæða hallarekstursins Afkoman í botnfiskvinnslunni er mjög erfið um þessar mundir, aðallega vegna aflasamdráttar og hækkunar á hráefnisverði. Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 332 orð

Hæstiréttur hafnar aðgangi að gögnum

Rannsóknarlögregla ríkisins rannsakar hvort brotið hafi verið gegn ákvæði um þagnarskyldu í lögum um banka og sparisjóði og er rannsóknin í framhaldi af greinaskrifum Agnesar um samskipti Sambands íslenskra samvinnufélaga og Landsbanka Íslands, en greinarnar birtust í Morgunblaðinu í mars sl. Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 56 orð

Ísbrúnin 38 sjómílur frá landi

FLUGVÉL Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, fór í ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum á sunnudag og þá kom í ljós að ísbrúnin er næst landi um 38 sjómílur norðvestur af Barða og 40 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 176 orð

Jólakort Amnesty International

ÍSLANDSDEILD mannréttindasamtakanna Amnesty International hefur nýverið hafið sölu á jólakorti ársins 1995. Að þessu sinni er á kortinu mynd eftir Guðmund Thorsteinsson, Mugg (1891­1924). Verkið Vitrun hirðingjanna er með síðustu málverkum Muggs, í því eru andstæður ljóss og myrkurs dregnar fram. Amnesty International-samtökin hafa nú starfað í 34 ár. Þeim voru m.a. Meira
28. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 382 orð

Kann að fara fyrir dómstóla

ÍRAR samþykktu með naumum meirihluta atkvæða að breyta bæri stjórnarskránni og heimila hjónaskilnaði en andstæðingar breytinganna íhuga nú að vísa málinu til dómstóla og krefjast þess að þjóðaratkvæðið á föstudag verði dæmt ógilt. Breytingarnar voru samþykktar með 50,3% atkvæða gegn 49,7% í tvísýnasta þjóðaratkvæði í sögu landsins. Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 399 orð

Komið verði á réttlátara skattakerfi

MIÐSTJÓRN Framsóknarflokksins telur að aðilar vinnumarkaðarins og ríkisvaldið verði að leita allra leiða til þess að bæta hag þeirra sem lökust hafa kjörin. Skorað var á ráðherra flokksins í stjórnmálaályktun á aðalfundi miðstjórnar flokksins sl. laugardag að stuðla að slíkri sátt. Meira
28. nóvember 1995 | Miðopna | 1394 orð

Kvartað yfir ójafnri samkeppni Samkeppnisstofnun hafa borist nokkur erindi frá seljendum fjarskipta-búnaðar sem hafa kvartað

SAMKEPPNIÍ FJARSKIPTUM Kvartað yfir ójafnri samkeppni Samkeppnisstofnun hafa borist nokkur erindi frá seljendum fjarskipta-búnaðar sem hafa kvartað yfir ójafnri samkeppnisstöðu hins ríkisrekna Pósts og síma (P&S) annars vegar og einkarekinna fyrirtækja hins vegar. Meira
28. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 370 orð

"Lafðin hefur öll trompin á hendi"

DÍANA prinsessa af Wales hélt í gær til Lundúna frá Argentínu þar sem hún hefur verið í opinberri heimsókn undanfarna daga. Bretar bíða þess nú spenntir að sjá hvaða hlutverk konungsfjölskyldan er tilbúin til að bjóða prinsessunni, sem braut allar venjur og hefðir í fyrri viku er hún ræddi einkalíf sitt og hjónaband þeirra Karls prins í sjónvarpsþætti. Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 101 orð

Launaleysi iðnnema í starfsnámi mótmælt

BANDALAGSRÁÐSTEFNA BSRB haldin dagana 23. og 24. nóvember 1995 ályktaði eftirfarandi um að iðnnemar séu sviptir launum í starfsnámi við Ríkisspítalana: "Bandalagsráðstefna BSRB mótmælir því að matartæknar hafi verið sviptir launum í starfsnámi við Ríkisspítala og sé gert að vinna launalaust í 34 vikur. Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 37 orð

Morgunblaðið/Ásdís

Morgunblaðið/Ásdís Jón Sigurðsson upplýstur STARFSMENN Rafmagnsveitu Reykjavíkur hafa undanfarna daga verið að vinna við að koma upp ljóskösturum við styttu Jóns Sigurðssonar forseta á Austurvelli. Alls verða kastararnir sex og munu þeir lýsa upp styttuna í skammdeginu. Meira
28. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 344 orð

Nálgast hreinan meirihluta SPÆNSKA Þjóðarflokkinn

SPÆNSKA Þjóðarflokkinn myndi einungis skorta fjögur þingsæti til að ná hreinum meirihluta ef nú yrði gengið til kosninga, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Samkvæmt skoðanakönnuninni fengi Sósíalistaflokkur Felipe Gonzalez forsætisráðherra 127 sæti af 350 og missti þar með 32 þingmenn. Þjóðarflokkurinn myndi fá 172 sæti en hefur nú 141. Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 29 orð

Opið hús Heimahlynningar

SAMVERUSTUND fyrir aðstandendur verður í kvöld kl. 20­22 í húsi Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8. Gestur kvöldsins verður Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sóknarprestur í Grindavík. Kaffi og meðlæti. Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 76 orð

Pallborðsumræður um veiðileyfagjald

FÉLAG ungra framsóknarmanna í Reykjavík heldur pallborðsumræður um veiðileyfagjald á Kornhlöðuloftinu í Lækjarbrekku þriðjudagskvöldið 28. nóvember kl. 20.30. Þátttakendur í pallborði verða Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Sighvatur Björgvinsson, þingmaður Alþýðuflokksins, Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, Ágúst Einarsson, þingmaður Þjóðvaka, Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 509 orð

Ráðherra segir frestun geta valdið óvissu

STJÓRN Samtaka fámennra skóla hefur samþykkt ályktun um að fresta beri áformum um flutning grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga þar til fjárhagslegur grundvöllur sveitarfélaga hafi verið tryggður. Björn Bjarnason menntamálaráðherra segir hins vegar að ekkert hafi komið fram sem bendi til að sveitarfélögin hafi ekki bolmagn til að taka við rekstri grunnskólanna. Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 47 orð

Rætt um félagslega þjónustu og misþroska

Á FÉLAGSFUNDI hjá Foreldrafélagi misþroska barna á morgun, miðvikudag 29. nóvember, fjallar Hafdís Hannesdóttir félagsráðgjafi um hvaða bjargir gefast foreldrum misþroska barna innan félagslegu þjónustunnar. Fundurinn verður í Æfingaskóla Kennaraháskóla Íslands og hefst klukkan 20.30. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Meira
28. nóvember 1995 | Miðopna | 180 orð

Samtök seljenda fjarskiptabúnaðar

SAMTÖK seljenda fjarskiptabúnaðar (SSF) voru stofnuð 17. maí 1990. Samtökin eru samstarfsvettvangur 11 fyrirtækja í Verslunarráði Íslands og Félagi íslenskra stórkaupmanna sem selja síma- og fjarskiptabúnað. Hvatinn að stofnun samtakanna var undirbúningur að fjarskiptalögum sem gengu í gildi 1. apríl 1993. Meira
28. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 226 orð

Sá fjórði á tveimur árum

RÚSSNESKUR þingmaður, Sergei Markídonov, lést af skotsárum á sunnudag þegar hann var á kosningaferðalagi í Petrovsk- Zabaíkalskíj í Austur-Síberíu. Lét lífvörður hans einnig lífið en ekki er ljóst hvort mennirnir urðu fyrir árás annarra eða hvort þeim lenti sjálfum saman. Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 124 orð

Sérfræðingur Sotheby's til Íslands

DAVID Battle, sérfræðingur hjá Sotheby's, verður staddur hérlendis dagana 1. og 2. desember og veitir ráðgjöf um listakverk eins og málverk, skartgripi, húsgögn og fleira að kostnaðarlausu. David Battle hefur verið sérfræðingur hjá Sotheby's síðan 1976. Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 163 orð

Síld finnst aftur suðvestanlands

GÍGJA VE veiddi 350 tonn og Kap VE 540 tonn af síld um 40 til 50 sjómílur suðvestur af Reykjanesi um helgina. Þetta er í fyrsta skipti í rúman áratug sem skip veiða síld á þessum slóðum, en síldveiðar hafa að mestu átt sér stað út af Austurlandi. Meira
28. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 87 orð

Sjálflýsandi kettlingur

FJÖLDI Dana flykktist um helgina í Náttúrfræðisögusafn Árósa til að sjá tíu vikna gamlan kettling með grænan sjálflýsandi feld. Sérfræðingar hafa að undanförnu gert rannsóknir á kettlingnum og segjast sannfærðir um að feldurinn sé í raun sjálflýsandi og hafi ekki verið litaður. Telja þeir litningagalla liggja að baki því að feldurinn sé þessum eiginleikum gæddur. Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 81 orð

Skrekkur á fimmtudag

HÆFILEIKAKEPPNI grunnskóla verður haldin í Laugardalshöll fimmtudaginn 30. nóvember og hefst kl. 15.30. Þetta er í sjötta sinn sem keppnin er haldin. Innan skólanna hafa verið haldnar forkeppnir, en bestu atriðin frá hverjum skóla verða með í lokakeppninni. 14 skólar verða með atriði í keppninni og telst þátttaka góð. Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 333 orð

Sluppu inn á öryggissvæði vegna bilunar

ÞRÍR Keflvíkingar um tvítugt stálu 2 póstpokum og 2 ferðatöskum inni á öryggissvæði í flugstöð Leifs Eiríkssonar á sunnudags. Mennirnir voru handteknir þar sem þeir voru að reyna að brjóta upp aðra töskuna. Á þeim fundust m.a. verðmæti sem þeir höfðu hirt úr póstpokunum. Gunnar S. Olsen, stöðvarstjóri Flugleiða, segir að vegna bilunar í lúgu á færibandi hafi piltarnir komist inn á öryggissvæði. Meira
28. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 318 orð

Stefnt að undirritun samstarfssáttmála

RÁÐHERRAR ríkja Evrópusambandsins og tólf nágrannaríkja þeirra við Miðjarðarhafið hófu í gær tveggja daga fund í Barcelona. Er stefnt að því að undirrita í dag sögulegan samstarfssáttmála ríkjanna og unnu embættismenn að því í gær að ryðja síðustu hindrununum úr vegi. Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 162 orð

SUS vill einkavæða flugstöðina

SAMBAND ungra sjálfstæðismanna styður þær tillögur sem fram hafa komið um einkavæðingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Í frétt frá SUS segir að nú virðist vera að myndast pólitísk samstaða um breytingar á rekstrinum og sé ekkert því til fyrirstöðu að af þeim verði. Einkavæðing hafi verið reynd annars staðar, m.a. á Kaupmannahafnarflugvelli, og reynst vel. Meira
28. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | -1 orð

Sænskir hjúkrunarfræðingar í verkfalli

UM 35 prósent launahækkun er krafa sænskra hjúkrunarfræðinga en vinnuveitendur bjóða tæplega helming þess. Mikið ber því á milli og verkfall hjúkrunarfræðinga, sem staðið hefur í viku, gæti orðið langvinnt. Meðallaun hjúkrunarfræðinga eru um 145 þúsund íslenskar krónur en krafa þeirra er 195 þúsund kr. á mánuði. Meira
28. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 234 orð

Tvíhliða viðræður við Sviss ganga illa

TVÍHLIÐA viðræður Evrópusambandsins við Sviss hafa gengið illa og eru líkur á að samningar takist fyrir áramót, eins og stefnt var að, að því er segir í European Voice. Í samningaviðræðunum er fjallað um samstarf í rannsóknum, opinber útboð, verzlun með landbúnaðarvörur, réttindi flugfélaga, flutninga vörubíla frá ESB í gegnum Sviss og réttindi ESB-borgara á svissneskum vinnumarkaði. Meira
28. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 82 orð

Týri og skautasvellið

Morgunblaðið/Kristján Týri og skautasvellið ÞAÐ HEFUR verið heilmikið fjör á skautasvelli Skautafélags Akureyrar á Krókeyri síðustu daga og þangað hafa fjölmargir krakkar lagt leið sína. Ekki eru þeir allir háir í loftinu, sem stunda þessa vinsælu vetraríþrótt á Akureyri. Meira
28. nóvember 1995 | Erlendar fréttir | 194 orð

Tævanbúar varaðir við

ÆFINGAR kínverska hersins í Fujian-héraði í suðausturhluta Kína eru til að vara stjórnvöld á Tævan við að lýsa yfir sjálfstæði. Kom þetta fram í dagblaði í Hong Kong í gær en það styður kínversku stjórnina. Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 468 orð

Tölvunefnd heimilar Pósti og síma að skrá símtöl

TÖLVUNEFND hefur heimilað Pósti og síma kerfisbundna skráningu þeirra símtala sem eiga sér stað í símakerfi Pósts og síma. Heimildin nær til allra símtala, bæði í almenna símkerfinu og farsímakerfinu. Heimildin tekur gildi um næstu áramót og gildir til 31. desember árið 2000. Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 1022 orð

Uppsagnarfrestur 32 flugumferðarstjóra framlengdur Samgönguráðherra og utanríkisráðherra sendu í gær lausnarbréf til 82

FRAMLENGING uppsagnarfrests 32 flugumferðarstjóra er í samræmi við lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, til þess að halda megi uppi nauðsynlegri flugumferðarþjónustu og tryggja flugöryggi ásamt því að hefja þjálfun nýrra starfsmanna. Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 991 orð

Útlit fyrir uppsögn kjarasamninga

FLEST bendir til að fulltrúar ASÍ í launanefnd ASÍ og vinnuveitenda segi kjarasamningum upp á fundi launanefndar á morgun eða fimmtudag. Vinnuveitendur munu þá bera uppsagnirnar undir Félagsdóm. Meira
28. nóvember 1995 | Landsbyggðin | 349 orð

Vantaði leikföng sniðin að íslenskum veruleika

Eyjafjarðarsveit-Gullasmiðjan Stubbur tók til starfa í Eyjafjarðarsveit á síðasta ári en fyrstu mánuðirnir fóru í að hanna og þróa leikföng. Hjá Stubbi eru framleidd tréleikföng fyrir börn upp að 7 ára aldri. Fyrstu leikföngin sem fóru á markað voru púsluhænur, sem strax urðu vinsælar og sama má segja um önnur leikföng sem fylgdu í kjölfarið. Meira
28. nóvember 1995 | Akureyri og nágrenni | 341 orð

Verk 5 listamanna

FIMM listamenn sýna nú verk sín í sal Gallerís AllraHanda í Hekluhúsinu á Gleráreyrum, þau Aðalsteinn Vestmann, Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Hörður Jörundsson, Kristjana F. Arndal og Örn Ingi Gíslason. Á sýningunni eru um 50 verk, myndvefnaður eftir Hólmfríði, en aðrir eru með olíumálverk eða vatnslitamyndir og síðan sýnir Kristjana einnig nokkra steina sem hún hefur málað á myndir. Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 259 orð

VISA samþykkti hvorki ábyrgðir né raðgreiðslur

FASTEIGNAVIÐSKIPTI hér á landi hafa hingað til ekki verið stunduð með greiðslukortum og fregnir um að raðgreiðslur greiðslukortafyrirtækisins VISA-Íslands hafi verið notaðar til að festa kaup á húsinu í Pósthússtræti 9 eiga ekki við rök að styðjast, að því er fram kemur hjá talsmanni VISA- Íslands. Raðgreiðslur snúast um sýnu minni upphæðir, en hér um ræðir. Meira
28. nóvember 1995 | Innlendar fréttir | 267 orð

VSÍ býður 10-12 þúsund kr. hækkun desemberuppbótar

BENEDIKT Davíðsson, forseti ASÍ, sagði eftir sambandsstjórnarfund ASÍ í gær, að flest benti til að kjarasamningum yrði sagt upp um áramót. Einungis breyting á afstöðu vinnuveitenda og ríkisvaldsins gæti komið í veg fyrir það. Vinnuveitendur hafa boðið 10-12 þúsund króna eingreiðslu í tvennu lagi, en ASÍ krefst rúmlega 3.000 króna hækkunar mánaðarlauna. Meira

Ritstjórnargreinar

28. nóvember 1995 | Staksteinar | 382 orð

»Launajöfnun SPENNITREYJAN, sem samningamál landsmanna eru í, má glöggt sjá

SPENNITREYJAN, sem samningamál landsmanna eru í, má glöggt sjá af því, að opinberir starfsmenn telja ótækt, að láglaunafólk innan ASÍ fái launahækkanir til móts við þá sjálfa. Forsendur Meira
28. nóvember 1995 | Leiðarar | 674 orð

LeiðariHVER ÁKVEÐUR RÉTT LAUNÞEGA? RAM kom á aðalfundi Samb

LeiðariHVER ÁKVEÐUR RÉTT LAUNÞEGA? RAM kom á aðalfundi Sambands almennra lífeyrissjóða síðastliðinn föstudag að Alþýðusamband Íslands og Vinnuveitendasambandið hefðu gert með sér samkomulag, sem felur meðal annars í sér að "launþegum verður áfram skylt að greiða iðgjald í lífeyrissjóði viðkomandi starfsstéttar eða starfshóps", Meira

Menning

28. nóvember 1995 | Bókmenntir | 503 orð

Andlit höfundar

Eftir Birgittu H. Halldórsdóttur. Skjaldborg 1995. 200 síður, verð 2.480. ÞRETTÁNDA skáldsaga þessa afkastamikla höfundar kom út nýlega og fjallar um ástir og afbrot. Jóhanna Kjartansdóttir er ung skrifstofumær sem lifir fábrotnu lífi sem hún er tiltölulega ánægð með fyrir utan að vinnufélagi hennar áreitir hana stöðugt. Meira
28. nóvember 1995 | Bókmenntir | 209 orð

Áð á löngu ferðalagi

Í Meðan augun lokast, fjórðu ljóðabók Þórðar Helgasonar, er kímni áberandi og er prósaljóðið Maður eitt dæmið. Um þetta segir Þórður: "Kímnin er með. Kímnin er þannig að hún er lítils virði ef ekki er tónn með henni sem vísar út fyrir kímnina og þreifar þá á einhverjum alvarlegum málum. Meira
28. nóvember 1995 | Tónlist | 446 orð

Áhugans vegna

Rossini: Forleikur að Rakaranum í Sevillu; Mozart: Hornkonsert nr. 3 í Es-dúr K447; Beethoven: Sinfónía nr. 5 í c-moll Op. 67. Þorkell Jóelsson, horn; Sinfóníuhljómsveit áhugamanna u. stj. Ingvars Jónassonar. Neskirkju, sunnudaginn 26. nóvember kl. 16.30. Meira
28. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 436 orð

Á krossgötum

Stingandi strá eru Sigurður Ari Huldarson, gítar, raddir, Guðjón Baldursson, trommur, ásláttur, raddir, Sævar Ari Finnbogason, söngur, gítar, raddir, og Hrólfur Sæmundsson, söngur, bassi, píanó, kórstjórn og raddir. Sort of Music gefur út 73,45 mín. Verð kr. 1.999. Meira
28. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 69 orð

Árshátíð Íslandsbanka

ÍSLANDSBANKI hélt árshátíð sína nýlega á Hótel Sögu. Hljómsveitin Ríó Tríó skemmti með söng og hljóðfæraslætti og dansað var af miklum móð. Fréttir herma að hitinn í fólki hafi verið þvílíkur að dansað hafi verið jafnt á borðum, stólum sem og dansgólfinu sjálfu. Meira
28. nóvember 1995 | Myndlist | 416 orð

Átök formsins

Helga Egilsdóttir. Opið daglega kl. 14-17 til 3. desember; lokað 27. og 28. nóvember. Aðgangur ókeypis LITIR og form eru þau hráefni sem listmálarar eru helst að vinna með, og listsköpun þeirra fer fram í stöðugum átökum í fletinum á milli þessara þátta. Meira
28. nóvember 1995 | Menningarlíf | 64 orð

Ávöxtur efasemda

SKÁLDSAGAN Ávöxtur efasemda eftir eijó (Einar Jón Eyþórsson) er komin út. "Ávöxtur efasemda er nútímasaga með ást, spennu og ævintýrum,krydduð meðheimabakaðri heimspeki og húmor fyrir þásem kunna aðmeta hannframreiddankaldan," segir í kynningu. Þetta er samtímasaga, fyrsta bók ungs höfundar. lÚtgefandi er eijó. Meira
28. nóvember 1995 | Bókmenntir | 742 orð

Borgarfjörður eystra

eftir Magnús H. Helgason (ritstjóri), Ármann Halldórsson, Sigríði Eyjólfsdóttur og Sigurð Óskar Pálsson. Söguhópurinn. Borgarfjörður eystra 1995 ­ 381 síður. BORGARFJÖRÐUR eystra er ein af þeim sveitum sem ég á eftir að heimsækja en hef lengi litið til hýru auga. Þar er sögð náttúrufegurð mikil og sérstæð. Þar eru hinar frægu Njarðvíkurskriður með draugnum Nadda. Meira
28. nóvember 1995 | Menningarlíf | 155 orð

Brún hengiflugsins

ÚT er komin ný skáldsaga eftir Kristján Kristjánsson og nefnist hún Ár bréfberans. Þetta er fjórða skáldsaga Kristjáns, sem einnig hefur sent frá sér ljóðabækur og samið leikrit. Bækur Kristjáns hafa hlotið góða dóma, einkum þó síðasta bók hans, skáldsagan Fjórða hæðin, sem út kom 1993. Meira
28. nóvember 1995 | Tónlist | 393 orð

Dagur er risinn

Þrjátíu ára afmælistónleikar Kórs Öldutúnsskóla. Sungin íslensk og erlend lög, sem gefin hafa verið á geisladisk. Stjórnandi Egill Friðleifsson. Miðvikudaginn 22. nóvember, 1995. EKKI munu það hafa þótt mikil tíðindi, er stofnaður var kór við Öldutúnsskólann í Hafnarfirði en sá atburður var dagsettur 22. Meira
28. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 121 orð

Dallas sjónvarpsfjölskyldan

MUNA ekki allir eftir hinum gömlu góðu dögum þegar sjónvarpsmyndaflokkurinn Dallas var sýndur í sjónvarpinu? Fyrir þá sem hafa gleymt kemur hér smá upprifjun á ævintýrum þessarar glaðlyndu olíufjölskyldu. Munið þið þegar: J.R. sendi konu sína Sue Ellen á heilsuhælið; systir Sue Ellenar skaut J.R. Meira
28. nóvember 1995 | Bókmenntir | 44 orð

Erlendis Farmiðar eru dýr

Farmiðar eru dýrir. Sama gildir um hótel. Mannanöfn spanna frá Rita til Juanita. Lögreglumaður á göngu beinir til þín orðum: "Þú ert persona non grata á terra ingognita." Jósef Brodskí Nóbelsskáld birti þetta ljóð 17. nóvember sl. í bókablaði Times (TLS). Jóhann Hjálmarsson snaraði. Meira
28. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 47 orð

Feðgin spjalla saman

CLINT Eastwood hefur verið orðaður við marga konuna í gegnum tíðina, en þó ekki þessa. Þetta er dóttir hans, Alison að nafni. Hún er 23 ára og er ávöxtur hjónabands Eastwoods og Maggie Johnson. Þessi mynd var tekin í hófi í Los Angeles nýlega. Meira
28. nóvember 1995 | Bókmenntir | 588 orð

Ferð til Flateyjar

eftir Ólaf Ásgeir Steinþórsson. Heimildarrit með léttu ívafi um persónur, mannlíf og atvinnuhætti í Flatey og öðrum Breiðafjarðareyjum fyrir 50 árum. Þjóðsaga hf. 1995 ­ 208 síður. EITT sinn var Flatey miðstöð mannlífs við Breiðafjörð. Þar og í mörgum öðrum eyjum var öflugt athafnalíf, gnægð fiskjar í sjó, fugl, æðardúnn og selur. Meira
28. nóvember 1995 | Tónlist | 685 orð

Finnsk angurværð

Verk eftir Mendelssohn, Palmgren, Järnefelt, Gustafsson, Franck, Grieg og Gounod. Hannu Jurmu tenór, Kaj-Erik Gustafsson, orgel, og karlakórinn Esmila frá Esbo u. stj. Heikki Saari. Hallgrímskirkju, föstudaginn 24. nóvember kl. 20:30. Meira
28. nóvember 1995 | Myndlist | -1 orð

Framúrskarandi

Magnús Ó. Kjartansson. Opið á verzlunartíma. Aðgangur ókeypis. NÚ um stundir virðist það vera sáluhjálparatriði hjá ungum og framsæknum málurum að mála á stóra fleka, og því stærri sem grunnflöturinn er, því alvarlegri og marktækari virðast athafnirnar teljast. Meira
28. nóvember 1995 | Bókmenntir | 394 orð

Fullur poki af peningum

eftir Guðrúnu Helgadóttur. Kápa og myndir: Kristín Ragna Gunnarsdóttir. Vaka-Helgafell, 1995 -124 s. SAGAN segir frá Evu og Ara Sveini sem eru sjö ára þegar ævintýri þeirra gerist. Umhverfið er Reykjavík. Amma Lára tekur á móti þeim þegar þau koma úr skólanum. Meira
28. nóvember 1995 | Myndlist | -1 orð

Gráar stærðir

Alan Charlton. Opið miðvikudaga milli 14 og 18. Nóvember - desember. Aðgangur ókeypis. GRÁTT er grátt, er grátt og grátt, má segja um margvíslega formaða dúka Alans Charlton í sýningarsalnum önnur hæð að Laugaveg 37. Meira
28. nóvember 1995 | Bókmenntir | 423 orð

Græskulaust gaman

Limrur og ljóð í sama dúr eftir Jónas Árnason. 71 bls. Hörpuútgáfan 1995. Eins konar limruæði virðist hafa runnið á hann Jónas Árnason! Í fyrra sendi hann frá sér ágæta bók með limrum - einar 140 talsins - og nú er komin út önnur bók sem hefur að geyma fjöldann allan af limrum ásamt ljóðum "í sama dúr". Meira
28. nóvember 1995 | Bókmenntir | 11 orð

Gyðinga saga

Edited by Kirsten Wolf. Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi 1995. Á 12. og 13. öld var fjölda latneskra sögurita snúið á íslensku. Þessi sögurit eru Trójumanna saga, Rómverja saga, Breta sögur, Alexanders saga og Gyðingasaga og eru þýðingarnar vitnisburður um mikinn áhuga á klassískri forsögu. Meira
28. nóvember 1995 | Bókmenntir | 422 orð

Heimilisfang tilfinninganna

ÞESSI ungu skáld, sem samtímis vippa sér á bak Pegasusi, eru bæði fædd 1973. Bækur þeirra eru jafnar að lengd og líkar að útliti. Að öðru leyti er sitthvað sem greinir þær að. Andri Snær er opinskár,jarðbundinn og þjóðlegur - á sína vísu. Hann yrkir um landið og náttúruna þar sem hann lætur blæbrigði hennar gefa til kynna veðrabrigðin í tilfinningalífinu. Meira
28. nóvember 1995 | Menningarlíf | 109 orð

Hugarflug og myndir

KOMNAR eru út tvær bækur eftir Andrés Guðnason, ljóðabókin Hugarflug og smásagnasafnið Myndir í sandinn. AndrésGuðnasongaf út tímaritið Víðsjá(1947­49)og sendi frásér bókina Íöðrum löndum (1950). Ífyrra komeftir hannskáldsagan Gunsukaffi. Meira
28. nóvember 1995 | Menningarlíf | 72 orð

Hugleiðing á lýðveldisafmæli

ÚT er komin bókin Í hringiðu eftir Jón Þorleifsson. Þetta er 23. bók hans á röskum tveimur áratugum, eða frá því hann sendi frá sér Nútímakviksetningu 1974, þá hálfsjötugur. Í hringiðu er hugleiðing Jóns um sjálfstæði íslenska lýðveldisins í tilefni af hálfrar aldar afmæli. Jóni virðist sjálfstæðið vera meira í orði en á borði. Meira
28. nóvember 1995 | Bókmenntir | 623 orð

Hvílík breyting!

Texti: Herdís Egilsdóttir Myndir: Erla Sigurðardóttir Vaka- Helgafell 1995-26 síður. "HVÍLÍK breyting hefir ekki orðið á viðhorfum til búnings barnabóka hin síðari ár," sagði bókmenntafræðingur við háskólann við mig í gær og augun geisluðu af fögnuði. Meira
28. nóvember 1995 | Menningarlíf | 354 orð

Í átt til einfaldleikans

"LJÓÐIN í þessari bók eru auðskilin - og allt að því gegnsæ. Ég er ekkert að flækja málin, heldur kem mér beint að efninu," segir Magnúx Gezzon um fimmtu ljóðabók sína, Syngjandi sólkerfi. "Þetta er í raun stefnubreyting í mínum skáldskap, þar sem bækurnar mínar hafa verið þungar og framúrstefnulegar til þessa og margt torskilið." Magnúx kveðst hafa stökkbreyst sem listamaður. Meira
28. nóvember 1995 | Menningarlíf | 411 orð

Íslenskur ljósmyndanemi vekur athygli

AÐ undanförnu hefur staðið yfir sýning á verkum ungra og upprennandi ljósmyndara á vegum menningarsjóðs San Carlo Borromeo og listaakademíunnar "Belle Arte" í samvinnu við Mílanóborg og borgarfulltrúa menningarmála í Lombardíu. Meira
28. nóvember 1995 | Bókmenntir | -1 orð

Ítalskt ævintýri

eftir Nils Olof Fransén. Hólmfríður K. Gunnarsdóttir þýddi. Mál og menning, 1995-113 s. Sögusviðið er ítölsk sveit. Í skelfilegu þrumuveðri kynnumst við Zippó og asnanum hans, honum Akkilesi. Við fáum aðeins að kynnast fjölskyldusögu þessa skrýtna manns. Pabbi hans kunni að lesa og ákvað að skíra börn sín í stafrófsröð. Meira
28. nóvember 1995 | Menningarlíf | 139 orð

Ítölsk metsölubók

BÓKIN Lát hjartað ráða föreftir Susönnu Tamaro í þýðingu Thors Vilhjálmssonar er komin út. Bókin kom fyrst út í heimalandi höfundar, Ítalíu, í byrjun árs 1994 og hefur selst þar í rúmlega 2 milljónum eintaka. Slíkt hefur ekki gerst síðan bók Umbertos Eco, Nafn rósarinnar, kom út á sínum tíma. Meira
28. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 50 orð

Kaffihúsakvöld

FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Ársel stóð fyrir svokölluðu kaffihúsakvöldi í húsakynnum sínum síðastliðið föstudagskvöld. Unglingar sýndu listir sínar, lásu frumsamin ljóð, spiluðu á hljóðfæri, drukku kakó og fengu sér kökusneið. Meira
28. nóvember 1995 | Bókmenntir | 638 orð

Konur í krapinu

eftir Kristínu Mörju Baldursdóttur Mál og menning 1995 - 246 síður Prentun: G.Ben. Edda prentstofa hf. HÉR er á ferðinni fyrsta skáldsaga höfundar þótt í heild sé erfitt að sjá á henni ákveðinn byrjandabrag. Höfundur er heldur enginn nýgræðingur á ritvellinum; hún er vel þekkt fyrir blaðamannsstörf, sérstaklega fyrir gagnrýnin greinaskrif. Sagan er yfirgripsmikil. Meira
28. nóvember 1995 | Menningarlíf | 156 orð

Leikfélag Vestmannaeyja setur upp Leynimel 13

LEIKFÉLAG Vestmannaeyja frumsýndi í fyrir skömmu leikritið Leynimel 13 í Bæjarleikhúsinu, eftir Harald Á. Sigurðsson, Indriða Waage og Emil Thoroddsen sem notuðu höfundarnafið Þrídrangur. Þetta er þriðja uppfærsla Leikfélags Vestmannaeyja á leikritinu en uppfærslan er 133. verkið sem Leikfélag Vestmannaeyja setur upp. Meira
28. nóvember 1995 | Bókmenntir | 404 orð

Lifandi ljóðlist

eftir Berglindi Gunnarsdóttur. Örlagið, 1995, 37. bls. BRAGÐ af eilífð er lítið kver þýddra ljóða frá þremur þjóðum, Ungverjalandi, Spáni og Nicaragua. Flest ljóðanna eru frá Spáni. Má segja að með nokkrum vel völdum dæmum sé sýnt ágrip af spænskri ljóðlist á þessari öld, þó einkum fyrri hluta hennar. Meira
28. nóvember 1995 | Menningarlíf | 137 orð

Ljóð fyrir hvern dag ársins

ÚT ER komin bókin Ljóð dagsins ­ Sigurbjörn Einarsson valdi efnið. Í þessari bók eru mörg hundruð ljóð eftir 93 íslensk skáld ­ eitt ljóð fyrir hvern dag ársins ­ og auk þess á hverri síðu Orð til íhugunar. Meira
28. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 45 orð

Ljúf löð

LEIKARINN litríki og umdeildi Sean Penn leikstýrði nýlega myndinni "The Crossing Guard", en í henni leika Jack Nicholson og Anjelica Huston saman á ný. Hérna sjást þau þrjú á frumsýningu myndarinnar í Los Angeles ásamt Peter Falk, sem margir þekkja sem lögreglumanninn Columbo. Meira
28. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 347 orð

Louis Malle látinn

FRANSKI leikstjórinn Louis Malle lést síðastliðinn fimmtudag á heimili sínu í Beverly Hills. Banamein hans var eitlakrabbamein, sem greindist í ágústmánuði síðastliðnum. Malle var talinn meðal framsæknustu leikstjóra 7. áratugarins og var forystusauður evrópskra leikstjóra sem létu til sín taka í Hollywood á þeim árum og síðan. Meira
28. nóvember 1995 | Bókmenntir | 72 orð

Maður

Hann átti eitt bindi alla ævi, bindið sem hann valdi sér til að bera daginn sem hann kvæntist konunni sem hann bjó með til loka eins og fyrir hann var lagt. Bindið setti hann upp nokkrum sinnum og geymdi það ævinlega með hnútnum sem konan batt á heiðursdegi þeirra. Hann fór með bindið í gröfina. Meira
28. nóvember 1995 | Bókmenntir | 340 orð

Málfríður og pöddurnar

Sigrún Eldjárn Forlagið, 1995. - [36]s. SIGRÚN Eldjárn leiðir okkur inn á heimili Málfríðar, vinkonu Kuggs, sem er gamall kunningi á barnabókamarkaði. Málfríður og mamma hennar búa saman á sérkennilegu heimili og þegar flest fólk leggur höfuðið í bleyti fer Málfríður í fótabað. En vandamál Málfríðar er að hún hefur aldrei lent á réttu hillunni í lífunu. Meira
28. nóvember 1995 | Skólar/Menntun | 339 orð

Meginmarkmiðin haldist óbreytt

EKKI ER talin ástæða til að breyta skilgreiningu á meginmarkmiðum Tækniskóla Íslands í lögum, en rétt er talið að mótuð verði skýr stefna í helstu málaflokkum, þar sem fram komi sérstaða skólans og áherslur hans. Ennfremur að sett verði markmið í hverjum málaflokki og unnið samkvæmt þeim. Meira
28. nóvember 1995 | Menningarlíf | -1 orð

Mér er skemmt

"Mér er skemmt" nefnist söngdagskrá sem Leikfélag Fljótsdalshéraðs sýnir nú í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum. Dagskráin er að mestu söngur en fléttaður er leikur inn í atriðin sem tengir lögin saman og myndar þannig sýningin eina heild. Leikurinn segir frá sveitungum sem taka að sér að undirbúa 70 ára afmælisveislu eins heimamanns sem von er á heim eftir langa dvöl erlendis. Meira
28. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 54 orð

Myrkramessa

MENNTASKÓLINN í Kópavogi stóð fyrir Myrkramessu síðastliðið sunnudagskvöld. Um er að ræða árshátíð þeirra MK-inga, en hún er haldin árlega, eins og nafnið gefur til kynna. Að þessu sinni fór messan fram í Ingólfscafé. Morgunblaðið/Hilmar Þór HUNANG lék fyrir dansi. Meira
28. nóvember 1995 | Bókmenntir | 561 orð

Náttúruljóð í litum

Eftir Anders Geidemark. Litljósmyndir og textar. Innblástur, 1995 - 162 bls. MARKMIÐ margra landslags- og náttúrulífsljósmyndara er að fanga andrúm tiltekinna staða eða atferli vissra dýrategunda og er þá gjarnan lögð meiri áhersla á tæknilega fullkomnun en persónulega túlkun. Meira
28. nóvember 1995 | Menningarlíf | 118 orð

Nýjar bækur

ÚT er komin bókin Skeggjastaðir ­ Kirkja og prestar 1591-1995 eftir síra Sigmar I. Torfason. Í ritinu gerir höfundur grein fyri ævi og starfi þeirra 27 presta sem teljast hafa setið Skeggjastaði frá 1591 til okkar daga. Meira
28. nóvember 1995 | Menningarlíf | 182 orð

Nýjar bækur

MAGNAÐAR minjar, íslensk þýðing á verðlaunabók fyrir unglinga eftir ástralska höfundinn Gary Crew er komin út. Þetta er fjórða bókin í bókaflokknum Erlendar verðlaunabækur. Á síðastliðnu ári sendi Lindin frá sér þrjár verðlaunabækur frá Ástralíu fyrir börn og unglinga en það voru sögurnar Hefnd villimannanna, Óradís og Geimpúkar. Meira
28. nóvember 1995 | Menningarlíf | 138 orð

Nýjar bækur

Í SKJÓLI heimspekinnar er heiti á nýju greinasafni eftir Pál Skúlason, prófessor í heimspeki. Bókin geymir 15 erindi og greinar sem Páll hefur samið á allra síðustu árum. Í bókinni tekst höfundur einkum á við þrjúmegin viðfangsefni: náttúru,menningu ogmannleg samskipti. Meira
28. nóvember 1995 | Menningarlíf | 61 orð

Nýjar bækur

ORÐ og myndir tvær bækur. Þetta eru myndabækur fyrir lítil börn í leit að orðum ­ bækur sem börn og foreldrar hafa gagn af. "Með því að tala við börnin um orðin og myndirnar vaknar áhugi þeirra og orðaforðinn eykst smám saman." Harðspjaldabækur með skýru letri og mörgum litmyndum á hverri síðu. Útgefandi er Setberg. Hvor bók kostar 490 kr. Meira
28. nóvember 1995 | Menningarlíf | 127 orð

Nýjar bækur

MEÐ öðrum orðum er safn þýddra ljóða eftir Sigurð A. Magnússon. Bókin hefur að geyma þýðingar á ljóðum 29 skálda frá ýmsum heimshornum og má nefna W.H. Auden, C. DayLewis, Paul Eluard, IngeborgBachmann, Tadeusz Rósewicz,Federico GarciaLorca, Jorge Luis Borges og Gíorgos Seferís. Meira
28. nóvember 1995 | Menningarlíf | 164 orð

Nýjar bækur

KARLAR eru frá Mars, konur eru frá Venus er eftir Bandaríkjamanninn John Gray. Bókin hefur verið í efsta sæti í sínum flokki á metsölulista New York Times í tvö og hálft ár og selst í yfir fjórum milljónum eintaka í Bandaríkjunum. Þá hefur hún verið metsölubók á Norðurlöndum og er nú í efsta sæti metsölulistans í Hollandi. Meira
28. nóvember 1995 | Menningarlíf | 78 orð

Nýjar bækur

ÚT er komin bókin Hjörleifshöfði, myndir og minningar, frásögur eftir Kjartan Leif Markússon. Halla Kristjánsdóttir tók saman og ritaði formála. Í bókinni er meðal annars að finna frásögn sjónarvotts af Kötlugosinu 1918, lýsingu af fýlaveiðum í Höfðanum og grein um bæjarstæðin þar allt frá landnámsöld. Meira
28. nóvember 1995 | Menningarlíf | 139 orð

Nýjar bækur

BJÖRGUNARBÓKIN Útkall íslenska neyðarlínan eftirÓttar Sveinsson er komin út. Í bókinni Útkall íslenska neyðarlínan segja björgunarmenn og þeir sem bjargað var úr lífsháskafrá reynslu sinni.Höfundurinn hefur að mestu leytispunnið frásagnirnar saman ífyrstu persónu. Meira
28. nóvember 1995 | Menningarlíf | 191 orð

Nýjar bækur

BÆKURNAR um Jón Odd og Jón Bjarna hafa verið endurútgefnar. Í kynningu frá útgefanda segir: "Sagan Jón Oddur og Jón Bjarni eftir Guðrúnu Helgadóttur er ein vinsælasta barnabók sem gefin hefur verið út hér á landi. Þessi bráðfyndna saga, sem nú er orðin sígild, hefur um langt skeið verið ófáanleg en kemur nú í fyrri útgáfu. Meira
28. nóvember 1995 | Menningarlíf | 101 orð

Nýjar bækur

ABRAKADABRA! eftir verðlaunahöfundinn Kristínu Steinsdóttur. Í kynningu frá útgefanda segir: "Bráðfyndin og skemmtileg saga eftir hinn vinsæla barnabókahöfund Kristínu Steinsdóttur. Hröð atburðarás, spenna og ótrúlega litríkar persónur." Kristín Steinsdóttir hefur sent frá sér fjölda barna- og unglingabók. Meira
28. nóvember 1995 | Menningarlíf | 85 orð

Nýjar bækur

KRÓKÓDÍLAR gráta ekki er eftir verðlaunahöfundinn Elías Snæland Jónsson. Bókin er sjálfstætt framhald sögunnar um Davíð og krókódílana. Elías hefur að auki áður skrifað unglingasögurnar Haltu mér fast! og Brak og brestir sem hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 1993. Meira
28. nóvember 1995 | Menningarlíf | 80 orð

Nýjar bækur

ÚT er komin bókin Íslenskar tilvitnanir í ritröðinni Íslensk þjóðfræði. Hannes Gissurarson tók saman. Í bókinni eru rúmlega fimm þúsund fleyg orð og ummæli íslenskra og erlendra höfunda, oger þeim raðað eftirstafrófsröð höfunda. Meira
28. nóvember 1995 | Menningarlíf | 222 orð

Nýjar bækur

EINSTAKLINGURINN er í brennidepli í hausthefti Skírnis 169. árg. 1995. Litið er um öxl til síðustu aldar þegar einstaklingsvitund eflist meðal þjóðarinnar en einnig horft fram á veginn og spurt hvernig rétti einstaklinga verði best borgið í samfélagi framtíðarinnar. Sigurður Gylfi Magnússon fjallar um dagbók Halldórs Jónssonar frá Miðdalsgröf. Meira
28. nóvember 1995 | Menningarlíf | 87 orð

Nýjar bækur

VIÐ eigum valið ef við viljum, saga Guðrúnar Óladóttur reikimeistara er komin út. Skráð hefur Birgitta H. Halldórsdóttir. Guðrún Óladóttir er landskunn fyrir störf sín semheilari og fræðari.Hún kennir reiki,vinnur með sjálfsstyrkingarhópa ogrekur andleganskóla heima hjásér. Meira
28. nóvember 1995 | Menningarlíf | 80 orð

Nýjar bækur

VÆNGIR ástarinnar eftir Danielle Steel í þýðinguSkúla Jenssonar er komin út. "Cassie lærir til flugmanns - og um tvítugt vinnur hún til verðlauna í flugkeppni. Nick er orðinn ástfanginn af Cassie - en aldursmunurinn er 18 ár. Leiðir Cassie og Desmond Williams liggja brátt saman og endar með giftingu þeirra. Meira
28. nóvember 1995 | Menningarlíf | 58 orð

Nýjar bækur HVERNIG á að búa til falleg vinabönd

HVERNIG á að búa til falleg vinabönd er heiti á föndurbók eftir Moira Butterfield í þýðingu Áslaugar Benediktsdóttur. "Ef þið eruð byrjendur þá mun það koma ykkur á óvart hversu fljót þið eruð að komast upp á lag með að búa til ótrúlega falleg vinabönd sem munu gleðja vini ykkar". Útgefandi er Skjaldborg hf. Verð 790 kr. Meira
28. nóvember 1995 | Menningarlíf | 65 orð

Nýjar bækur MIKLU fleiri sögur úr sveitinni heitir bók

MIKLU fleiri sögur úr sveitinni heitir bók eftir Heather Amery og Stephen Cartwright. Þýðandi er Sigurður Gunnarsson. "Sögurnar voru skrifaðar sérstaklega fyrir byrjendur í lestri. Í teikningunum er lögð áhersla á kátínu og spennu og að skýra merkingu orðanna. Meira
28. nóvember 1995 | Menningarlíf | 65 orð

Nýjar bækur MUNDU mig er heiti á bók

MUNDU mig er heiti á bók eftir Mary Higgins Clark í þýðingu Jóns Daníelssonar sem er nýkomin út. Mundu mig er ellefta spennusaga höfundar sem allar hafa orðið metsölubækur um gjörvallan heim. Meira
28. nóvember 1995 | Menningarlíf | 90 orð

Nýjar bækur SMÁBÆKURNAR Alveg einstakur faðir, Alveg ei

SMÁBÆKURNAR Alveg einstakur faðir, Alveg einstakur sonur, Alveg einstakur eiginmaður, Alveg einstök amma, Alveg einstök systir og Til hamingju með barnið eru komnar út í þýðingu Óskars Ingimarssonar. Meira
28. nóvember 1995 | Menningarlíf | 106 orð

Nýjar bækurÞEIM varð á í messunni er sa

ÞEIM varð á í messunni er safn gamansagna af íslenskum prestum. Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Hjaltason ritstýrðu. Í kynningu segir: "Öll helgislepja er á braut. Séra Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur brýtur ísinn og gefst Íslendingum nú loks tækifæri til að lesa á einum stað hinar bráðfyndnu sögur er gengið hafa um þennan þjóðfræga mann. Meira
28. nóvember 1995 | Menningarlíf | 110 orð

Ný myndböndKVIKMYNDIN Bróðir minn Ljónshjarta

KVIKMYNDIN Bróðir minn Ljónshjarta er komin út á myndbandi. "Þessi einstaka saga eftir Astrid Lindgren er hér ljóslifandi í æsispennandi mynd fyrir börn og unglinga", segir í kynningu. Myndin gerist að stærstum hluta í landinu Nangijala þar sem tími ævintýranna og varðelda er enn í fullu gildi. Bræðurnir Karl og Jónatan hittast á ný eftir stutt líf á jörðinni. Meira
28. nóvember 1995 | Menningarlíf | 57 orð

Ný myndbönd KVIKMYNDIN Börnin í Ólátagarði eftir

KVIKMYNDIN Börnin í Ólátagarði eftir sögu Astrid Lindgren er komin út á sölumyndbandi með íslensku tali. Aðalhlutverk myndarinnar eru í höndum barna og þau sem ljá sænsku persónunum raddir sínar á íslensku eru: Margrét Sigurðardóttir, Þorvaldur Kristjánsson, Árni Egill Örnólfsson, Arnar Sigmundsson, Theodóra Sigurðardóttir, Meira
28. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 138 orð

Nýtt aðsóknarmet

LEIKFANGASAGA, eða "Toy Story", nýjasta teiknimyndin frá Disney-fyrirtækinu, varð söluhæst í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Þar með velti hún Gullauga úr toppsætinu, þrátt fyrir að Bond-myndin hafi "staðið sig vel". Bandarískar kvikmyndir hafa aldrei halað jafn mikið inn á einni helgi, en alls námu tekjurnar 9.728 milljónum króna. Fyrra metið var sett árið 1992 og var það 8. Meira
28. nóvember 1995 | Menningarlíf | 63 orð

Opin vinnustofa

NÆSTU vikurnar verður opin vinnustofa Rúnu Gísladóttur, listmálara, á Austurströnd 4. Þar verða til sýnis og sölu myndir unnar með mismunandi aðferðum og efnum; akrýl, olíulitum og blandaðri tækni. Breytingar verða á upphengingu frá degi til dags og gestum gefst kostur á að sjá verk sem eru í vinnslu. Vinnustofan verður opin fram að jólum þriðjudaga og fimmtudaga kl. Meira
28. nóvember 1995 | Bókmenntir | 670 orð

Ragnar í Skaftafelli

Endurminningar og frásagnir. Höfundur Helga K. Einarsdóttir. Hörpuútgáfan 1995 - 203 síður. Ragnar Stefánsson, bóndi í Skaftafelli í Öræfum, mun vera þjóðkunnur maður, a.m.k. hjá eldri kynslóðinni. Ég sá hann að vísu aldrei, en nafn hans kemur mér kunnuglega fyrir sjónir. Meira
28. nóvember 1995 | Kvikmyndir | 283 orð

Réttur maður á réttum stað

Leikstjóri: Randall Miller. Aðalhlutverk: Sinbad, Phil Hartman, Jeffrey Jones. Hollywood Pictures. 1995. BANDARÍSKA gamanmyndin Boðflennan býður uppá ærslafullt og meinleysislegt þrjúbíó og þökk sé tveimur ágætum gamanleikurum, Sinbad og Phil Hartman, má hafa nokkuð gaman af því. Meira
28. nóvember 1995 | Menningarlíf | 1248 orð

Sigur bókmenntaþjóðarinnar

EKKI ER víst að allir geri sér grein fyrir því hversu mikið starf hefur verið unnið hér á landi í þýðingum á erlendum bókmenntum. Það er til dæmis ekki sjálfgefið að fámennisþjóð eins og Íslendingar eigi bæði leikrit Shakespeares og grísku harmleikina á tungu sinni. Meira
28. nóvember 1995 | Bókmenntir | -1 orð

Skrautfjaðrir

Guðrún Hannesdóttir valdi vísurnar og myndskreytti.Forlagið 1995 - 36 síður. SÚ var tíð, að börn léku sér að legg og skel og orði. Leggurinn og skelin slógu takt til leiks í varpa,- orðin til tjáskipta fullorðinna og barna í lágreistri stofu. Meira
28. nóvember 1995 | Tónlist | 377 orð

"Skref" ­ hvers vegna ekki?

Flytjendur: Camerarcica, Ólafur Elíasson, Ármann Helgason, David Knowles, Sigurður Halldórsson, Daniel Thorsteinsson, Hallfríður Ólafsdóttir, Þórunn Guðmundsdóttir og Kristinn Örn Kristinsson. Þriðjudagur 21. nóvember. Meira
28. nóvember 1995 | Tónlist | 291 orð

Skuggi válegra tíðinda

Tríó Reykjavíkur flutti verk eftir Mozart, Kodály og Brahms. Flytjendur voru Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran og Philip Jenkins. Sunnudaginn 26. nóvember, 1995. TÓNLEIKARNIR hófust á tríói, K. 502, eftir Mozart. Yndislegri tónlist sem var mjög vel leikin, en samkvæmt þeirri hefð, sem gilti um slík verk á 18. Meira
28. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 92 orð

Snætt á Sjang Mæ

Veitingastaðir, sem bjóða upp á austurlenskan mat, verða æ algengari á Íslandi. Einn slíkur er Sjang Mæ í Ármúla, sem þau hjónin Ólavía Nongkram og Sveinn Guðmundsson reka og bjóða upp á tælenskan mat. Staðurinn tekur 20 manns í sæti, en algengt er að fólk taki matinn með sér og borði hann heima. Meira
28. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 64 orð

Sónata lætur að sér kveða

SÓNATA, ný íslensk hljómsveit, gaf út fyrstu plötu sína fyrir skemmstu. Eins og hljómsveita er siður stóð hún fyrir útgáfutónleikum, þar sem spiluð voru lög af disknum. Þeir voru haldnir á Astró síðastliðið fimmtudagskvöld og voru vel sóttir. Meira
28. nóvember 1995 | Myndlist | -1 orð

Steinblóm

Hrönn Vilhelmsdóttir. Opið frá 14-18 alla daga. Til 3. desember. Aðgangur ókeypis. TEXTÍLHÖNNUÐURINN Hrönn Vilhelmsdóttir er óþekkt stærð í íslenzkri myndlist, og einkasýning hennar í Stöðlakoti mun frumraun hennar á vettvanginum á höfuðborgarsvæðinu. Áður hefur hún sýnt í Listhúsinu ASH Varmahlíð, og tekið þátt í nokkrum samsýningum. Meira
28. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 79 orð

Sterkt hjónaband

BRESKA leikkonan Sharon Maughan, sem er mörgum kunn úr auglýsingunum fyrir Golden Blend-kaffi, er gift leikaranum Trevor Eve. Hjónaband þeirra er að sögn eitt af þeim sterkustu í skemmtanabransanum, en til þess var stofnað fyrir 15 árum, árið 1980. Meira
28. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 61 orð

Stund milli stríða

PIERCE Brosnan, sem leikur James Bond í nýjustu 007-myndinni Gullauga, er um þessar mundir að leika í mynd Barbru Streisand, Tveimur andlitum spegilsins eða "The Mirror Has Two Faces". Myndin fjallar um tvo háskólakennara og síbreytilegt ástarlíf þeirra. Barbra leikur aðalhlutverk á móti Pierce, en á myndinni sést hvar hún gefur honum nokkur vel þegin ráð varðandi leiklistina. Meira
28. nóvember 1995 | Skólar/Menntun | 1176 orð

Sveitarstjórnarmenn treysta á ríkið

ÞRÁTT fyrir að talað sé um flutning grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga 1. ágúst 1996 mun menntamálaráðherra eftir sem áður fara með yfirstjórn málaflokksins. Ennfremur mun hann hafa eftirlit með því að sveitarfélögin uppfylli þær skyldur sem lögin, reglugerðir og aðalnámsskrá kveða á um. Hins vegar munu sveitarfélögin sjá um rekstur grunnskólans, sem felst m.a. Meira
28. nóvember 1995 | Bókmenntir | 642 orð

Sögur frá Hólmanesi

eftir Stefán Sigurkarlsson. Mál og menning 1995. HÓLMANESPISTLAR er fyrsta sögubók Stefáns Sigurkarlssonar (1930 - ) en áður hafa komið út eftir hann tvær ljóðabækur, Haustheimar árið 1985 og Skuggar vindsins árið 1990. Skáldleg einkenni Stefáns má helst finna í háttvísi hans fyrir íslensku máli og næmleik í meðferð skáldlegs máls. Meira
28. nóvember 1995 | Fólk í fréttum | 472 orð

Söngvar hversdagslegrar gleði

Út og suður, Bogomil Font syngur lög Kurts Weills. Sigtryggur Baldursson syngur lög eftir Kurt Weill með textum eftir ýmsa höfunda, þar á meðal Þorstein Gylfason, Þorstein frá Hamri og Böðvar Guðmundsson. Hljóðfæraleikarar eru ýmsir, m.a. Dave Adler, Baron von Trumfio, John Upchurch og Sigtryggur Baldursson. Útsetningar annaðist Sigtryggur Baldursson og hann stýrði einnig upptökum. Meira
28. nóvember 1995 | Menningarlíf | 122 orð

Trio Nordica fær lofsamlega dóma

NÝÚTKOMINN geisladiskur Trio Nordica hefur fengið góða dóma í dagblöðum að undanförnu. Diskinum hefur verið dreift á Íslandi og í Svíþjóð og hafa sænsk dagblöð gefið honum góða dóma. Nýverið fékk Trio Nordica mikið lof fyrir diskinn í Dagens Nyheter. Í Svenska Dagbladet 8. nóvember sl. er dómur um diskinn með fyrirsögninni: Ungt píanótríó með frábært "debut". Þar segir m.a. Meira
28. nóvember 1995 | Menningarlíf | 225 orð

Vestur- Skaftafellssýsla og íbúar hennar

KOMIN er út bókin Vestur-Skaftafellssýsla og íbúar hennar. - Bók þessi var upphaflega gefin út í hátíðarskyni alþingishátíðarárið 1930 og kom það í hlut séra Björns O. Björnssonar, prests á Ásum, að safna efni í hana og búa undir prentun. Af því tilefni ferðaðist hann um allt hérað í þeim tilgangi að fá menn til að skrifa um efni sem hann tiltók. Meira
28. nóvember 1995 | Bókmenntir | 473 orð

Þanin segl

Höfundur: Eyvindur P. Eiríksson. Myndskreyting: Margrét E. Laxness. Mál og menning 1995 ­ 131 síða. HÉR ERU þær aftur á för sögu- hetjurnar úr bók höfundar í fyrra: Á háskaslóð. Enn er sumar; enn skólafrí og enn Beggi og Toggi á för með pabba sínum, Skabba, kennaranum, á seglbátnum Blika um Eystrasalt. Sá er þó munur á, að nú fær Toggi að segja söguna. Meira
28. nóvember 1995 | Menningarlíf | 163 orð

Æviminningar Jósafats

ÚT eru komnar æviminningar Jósafats Hinrikssonar ritaðar af honum sjálfum. Í kynningu segir: "Jósafat Hinriksson kynntist ungur erfiðisvinnu, fyrst í smiðju föður síns, sem var merkur maður á ýmsan máta, rak eldsmiðju á Norðfirði, var trúrækinn aðventisti, stundaði sjóböð og lyftingar og ól syni sína upp í ströngum aga. Meira
28. nóvember 1995 | Menningarlíf | 143 orð

(fyrirsögn vantar)

SÆNSKI leikstjórinn Ingmar Bergman tilkynnti á fimmtudag að hann hygðist segja skilið við leikhúsið á næsta ári og einbeita sér þess í stað að skrifum. Bergman hefur starfað við leikhús og kvikmyndir í hálfa öld en hann er nú 77 ára. Í samtali við dagblaðið Expressen segist hann ætla að setjast í helgan stein á eynni Farö næsta vor. Meira
28. nóvember 1995 | Bókmenntir | 26 orð

(fyrirsögn vantar)

Nýtt ljóð eftir Jósef Brodskí/2 Sögur Stefáns Sigurkarlssonar/5 Draumur Magnúxar Gezzonar og Maður Þórðar Helgasonar/5 Ekkert að þakka eftir Guðrúnu Helgadóttur/6 Gyðinga saga/8 Ljóðaþýðingar Berglindar Gunnarsdóttur/8 Meira

Umræðan

28. nóvember 1995 | Velvakandi | -1 orð

Að hverju stefna þingmenn með störfum sínum?

ÞEGAR litið er yfir ýmsa þætti í störfum og ákvörðunum þeirra sem á Alþingi Íslendinga sitja þá vaknar þessi spurning mjög auðveldlega. Svör við henni er ekki auðvelt að fá, því enginn sem situr á Alþingi telur sér skylt að svara okkur kjósendum. Ég ætla að taka hér til að byrja með einn þátt sem vekur hjá mér spurningu um að hverju var stefnt í ákvörðunum þingsins. Meira
28. nóvember 1995 | Aðsent efni | -1 orð

Af íslenskri nýsköpun, áströlskum sköttum og alþjóðlegum Einka-Geira

NÝSKÖPUN er ægilegt tískuorð um þessar mundir. Nýsköpun hér og nýsköpun þar, nýsköpun er það sem íslenskt atvinnulíf þarfnast og það strax. Nú er það svo að Íslendingar bera sig gjarnan saman við nágrannalöndin þegar þeim finnst það eiga við. En staðreyndin er hins vegar sú að það eru meira en 200 þjóðríki á hnettinum og efalaust getum við lært eitthvað af þeim velflestum. Meira
28. nóvember 1995 | Velvakandi | 244 orð

Burt með naglana

ÞESSA dagana gefst Reykvíkingum alveg sérstakt tækifæri til merkilegrar athugunar. Nú legg ég til að þeir sem láta sig þetta máli skipta gái að og taki eftir: Götur borgarinnar hafa verið auðar í mánuð en þó má greina talsverð merki slits á þeim. Farartæki eru skítug upp á miðjar hliðar, svo ekki sé minnst á umferðareyjar. Og þetta er þrátt fyrir að ekkert hafi verið saltað undanfarið. Meira
28. nóvember 1995 | Aðsent efni | 399 orð

En ég þorði bara ekki að...

HEFUR þú ekki lent í þeirri aðstöðu að langa til að láta skoðun þína í ljós eða segja nokkur vel valin orð í afmæli vinar, nú eða leiðrétta einhvern sem þú veist að hallar réttu máli, en bara þú hefur ekki þorað? Hefur þér ekki stundum fundist að skoðanaágreining hefði mátt leysa á annan hátt en raunin varð á? Tjáskipti - samskiptafærni Gamalt máltæki segir: Meira
28. nóvember 1995 | Aðsent efni | 651 orð

Enn um þjónustu sérskóla

ÓLAFUR Ólafsson skólastjóri við Dalbrautarskóla skrifaði grein í Morgunblaðið sl. laugardag um þjónustu sérskóla ríkisins. Ólafur kemur þar fram með athugasemdir við grein sem ég skrifaði um svipað efni þann 11. nóv sl. og virðist hann hafa lesið úr henni ýmislegt annað en í henni stóð. Ólafur sá m.a. Meira
28. nóvember 1995 | Velvakandi | 280 orð

Góð þjónusta HILMAR hringdi og vildi koma á framfæri þökkum

HILMAR hringdi og vildi koma á framfæri þökkum vegna góðrar þjónustu á Bifreiðaverkstæði Kópavogs á Skemmuveginum. Hann var í vandræðum með bílinn sinn og fór til þeirra og á meðan þeir gerðu við bíl hans lánuðu þeir honum annan svo hann gat sinnt sínum erindum á meðan á viðgerðinni stóð. Þetta er frábær þjónusta. Meira
28. nóvember 1995 | Aðsent efni | 686 orð

Hagsmunir hollvina Háskóla Íslands

ÞANN 1. desember næst komandi verða stofnuð í Háskólabíói Hollvinasamtök Háskóla Íslands. Hlutverk þeirra er að vera í senn bakhjarl skólans og lykill að þekkingu hans og þjónustu. Samtökin verða öllum opin. Það voru háskólastúdentar sem fyrstir hreyfðu þessari hugmynd árið 1993 í Háskólaráði en stúdentar hafa á liðnum árum átt frumkvæði að ýmsum merkilegum verkefnum innan skólans. Meira
28. nóvember 1995 | Velvakandi | 816 orð

ÍKVERJA hefur borizt bréf frá Höskuldi Jónssyni, forstjóra

ÍKVERJA hefur borizt bréf frá Höskuldi Jónssyni, forstjóra ÁTVR vegna umræðna í Víkverja fyrir skömmu um opnunartíma vínbúða. Bréf Höskuldar fer hér á eftir en það ber fyrirsögnina Um kunningjahjal og er svohljóðandi: "ÞAKKA ber Morgunblaðinu fyrir ágætar greinar um varning sem ÁTVR hefur á boðstólum. Meira
28. nóvember 1995 | Aðsent efni | 843 orð

Jólastrætó

FÁTT er hvimleiðara í verslunarannríki jólanna en mengunin og örtröðin á Laugaveginum þegar líða tekur á desember. Troðfullar gangstéttar af fólki, bensínstybba og endalaus röð af bílum sem sniglast niður götuna, flautandi hver á annan, Meira
28. nóvember 1995 | Aðsent efni | 903 orð

Sameining sveitarfélaga á Vestfjörðum

HVENÆR vinnur maður eitthvað með öðrum sem maður gæti gert án hans? Það gerir maður þegar fyrir liggur að samvinnan gerir verkið léttara við að fást, og að afraksturinn verður jákvæður fyrir báða aðila. Hvenær ganga menn til félagsskapar við fjölda annarra um tiltekin viðfangsefni? Það gera menn þegar verkefnin eru það umfangsmikil að þau verða ekki leyst án sameiginlegs átaks. Meira
28. nóvember 1995 | Aðsent efni | 559 orð

Samningur tannsmiða við Tryggingastofnun ríkisins

SVAR við grein Harðar Þórleifssonar tannlæknis á Akureyri sem birtist í Morgunblaðinu 27. september sl. Hörður Þórleifsson skrifar í grein sinni að Tryggingastofnun "deili nú út tannlæknaleyfum til tannsmiða". Þessi fullyrðing er alröng. Það vekur furðu að Hörður Þórleifsson skuli ekki gera greinarmun á leyfi til tannlækninga og samningi tannsmiða við Tryggingastofnun ríkisins. Meira
28. nóvember 1995 | Aðsent efni | 836 orð

"Satt skal standa" Svar Jóns Þórarinssonar til Hjálmars H. Ragnarssonar

HJÁLMAR H. Ragnarsson hefur svarað í mjög löngu máli, í Morgunbl. 22. nóvember, nokkrum athugasemdum sem ég gerði í sama blaði 11. nóv. við einn af fjórum útvarpsþáttum hans um Jóns Leifs frá því í október. Í svarinu kemur fram, beint og óbeint, að athugasemdir mínar eiga allar við rök að styðjast, og má því segja að yfirskriftin "Satt skal standa" sé við hæfi. Meira
28. nóvember 1995 | Velvakandi | 556 orð

Það er satt og rétt

HR. ÓLAFUR Ólafsson landlæknir og aðrir læknar! Ég verð að segja ykkur og öðrum þegnum þjóðfélagsins að allt það sem ég sagði í sjónvarpsviðtali hjá Stöð 2, fimmtudagskvöldið 16. nóvember síðastliðinn, er satt og rétt í öllum atriðum. Þriðjudaginn 21. Meira

Minningargreinar

28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 273 orð

Anton Axelsson

Á vordögum árið 1946 kynntist ég Antoni G. Axelssyni en hann var þá nýkominn frá flugnámi í Bandaríkjunum og hóf flugkennslu hjá flugskólanum Cumulus sem þeir Jóhannes R. Snorrason, Magnús Guðmundsson og Smári Karlsson höfðu stofnað eftir að þeir komu frá flugnámi í Kanada. Það má með sanni segja að þeir séu guðfeður kennsluflugs á Íslandi. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 172 orð

Anton Axelsson

Félagi okkar, Anton G. Axelsson, hefur nú kvatt okkur að sinni eftir erfiða sjúkdómsbaráttu og lagt í sitt hinsta flug til annarra heima. Anton, sem lærði flug í Kanada og Bandaríkjunum á stríðsárunum, var einn af frumherjunum í flugi hér á landi, Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | -1 orð

Anton Axelsson

Anton G. Axelsson, einn af frumherjum íslenskrar atvinnuflugssögu, hefur kvatt okkur. Anton starfaði sem atvinnuflugmaður í hartnær hálfa öld, lengst af sem flugstjóri hjá Flugfélagi Íslands, síðar Flugleiðum, en síðast sem prófdómari og eftirlitsmaður hjá loftferðaeftirliti Flugmálastjórnar. Hann er orðinn stór flugmannahópurinn sem starfað hefur með Antoni í gegnum árin. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 516 orð

Anton Axelsson

Kær samstarfsmaður og vinur er kvaddur í dag. Langt var orðið hans flug, og spannaði 50 ár. Hann fæddist tæpu ári eftir að fyrsta flug var framkvæmt á Íslandi. Sé flett í Flugmannatali og æviágrip hans lesið, birtir það þverskurðarreynslu íslensks flugs frá upphafi. Frumstætt flug frumherja. Flogið "by the seat of your pants", eða eftir eðlisávísun. Árið 1957 komu V. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 329 orð

Anton Axelsson

Einn af frumherjum íslenzkrar flugmannasveitar er fallinn frá. Anton G. Axelsson var um marga áratugi einn af máttarstólpum Flugfélags Íslands, flugstjóri þar um langt árabil og síðar hjá Flugleiðum. Um náms- og starfsferil hans, ætt og fjölskyldu má lesa í hinu ágæta Flugmannatali (og átti hann sjálfur sæti í ritnefnd þess). Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 398 orð

Anton Axelsson

Maðurinn með ljáinn hefur heimsótt vin minn, Anton Axelsson. Það er ekki langt síðan, eða í ágústlok, að Toni, eins og hann var oftast kallaður, heimsótti mig á Landspítalann þar sem ég lá allmikið veikur. Hann var svo hress eftir veru sína á Reykjalundi að hann lék á als oddi og átti ekki orð yfir hve dvöl hans þar hefði hjálpað honum. Nú, aðeins tæplega þremur mánuðum seinna, er hann allur. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 783 orð

Anton Axelsson

Í hinstu flugferð sinni í jarðnesku lífi flaug Jónatan Livingston mávur fram á tvo stjörnubjarta máva er voru komnir til þess að fylgja honum í hærri hæðir. Í hinni hugljúfu bók um þennan dáða flugfugl er síðustu flugferð hans lýst á eftirminnilega hátt: "Ef við fljúgum nokkur hundruð metrum hærra, get ég ekki lyft mínum gamla skrokki lengra upp." "Jú, þú getur það, Jónatan. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 25 orð

ANTON AXELSSON Anton G. Axelsson fæddist í Reykjavík 12. júlí 1920. Hann lést í Landspítalanum föstudaginn 17. nóvember

ANTON AXELSSON Anton G. Axelsson fæddist í Reykjavík 12. júlí 1920. Hann lést í Landspítalanum föstudaginn 17. nóvember síðastliðinn og fór útförin fram 24. nóvember. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 59 orð

Ágústa Gunnlaugsdóttir

Nú er síma-amma dáin. Nú líður henni vel og er komin til afa. Það var gaman að hitta ömmu á ættarmótinu í sumar þegar hún varð 100 ára, hún var svo falleg og fín. Við þökkum ömmu fyrir allt það góða sem hún gerði fyrir okkur og biðjum Guð að blessa hana. Guðmundur Örn og Emma Rakel, Akranesi. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 226 orð

Ágústa Gunnlaugsdóttir

Það er margs að minnast þegar við hugsum til baka til allra þeirra stunda sem við áttum með ömmu og afa á Akureyri. Við fengum oft að vera hjá þeim á sumrin og það var alltaf tilhlökkunarefni að fara norður. Það var oft fjölmenni í eldhúsinu á Byggðaveginum og alltaf var það amma sem sá um að hafa stjórn á öllu liðinu. Enginn þorði að óhlýðnast ömmu því það sem hún sagði voru reglur. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 407 orð

Ágústa Gunnlaugsdóttir

Mig langar í örfáum orðum að minnast ömmu minnar, Ágústu Gunnlaugsdóttur, sem er látin. Amma mín fæddist á Stóru-Borg í V-Húnavatnssýslu fyrir rétt rúmum hundrað árum. Hundrað ár eru hár aldur en amma var aldrei gömul í þeim skilningi orðsins. Hún bar ávallt höfuðið hátt, fylgdist vel með afkomendum sínum og hafði ýmislegt til málanna að leggja. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 647 orð

Ágústa Gunnlaugsdóttir

Það syrtir að þegar sumir kveðja, orti skáldið Davíð Stefánsson. Og svo sannarlega dimmdi 13. nóvember hér í Flórída, þegar við mamma fengum þær fréttir að heiman að Ágústa amma hefði látist þá um morguninn. Ég vil þakka innilega vel fyrir að hafa þekkt og fengið að njóta ömmu minnar og afa, hjónanna Ágústu Gunnlaugsdóttur og Árna Valdimarssonar, en hann kvaddi okkur á afmælisdegi sínum 1980. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 32 orð

ÁGÚSTA GUNNLAUGSDÓTTIR

ÁGÚSTA GUNNLAUGSDÓTTIR Ágústa Gunnlaugsdóttir fæddist á Stóru Borg í Vesturhópi í Vestur-Húnavatnssýslu 1. ágúst 1895. Hún lést á Akureyri 13. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrarkirkju 24. nóvember. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 303 orð

Helga Ásta Guðmundsdóttir

Mig langar að senda þér nokkur orð í kveðjuskyni, en eins og oftast þá skortir mig orð. í minningunni lifir efst hve gaman var að gista hjá ykkur afa, að fá kvöldkaffi og sögu. Hvað þú kunnir margar sögur, amma, þær voru óteljandi og alltaf varstu tilbúin að segja okkur eina. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 251 orð

Helga Ásta Guðmundsdóttir

Í dag kveðjum við hinstu kveðju Helgu ömmu sem alltaf tók vel á móti okkur þegar við komum í heimsókn og aldrei átti maður að fara nema vera búin að þiggja veitingar. Ekki var síður spennandi þegar afi og amma komu á Skagann í heimsókn til okkar. Þá var ávallt eitthvert góðgæti með í pokahorninu. Einnig komu þau oft til að taka okkur með í ferðalög eða sumarbústað. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 245 orð

Helga Ásta Guðmundsdóttir

Nú er stundin runnin upp, elsku Helga langamma. Stundin sem ég kveið svo frá því ég sá þig í september. Ég veit þó innst inni að þetta var það sem þú hugsaðir þér í veikindum þínum, þessa síðustu mánuði - að komast til langafa, því hugurinn var oft hjá honum. Það er samt sárt að hugsa til þess að þú sért farin og að heimsóknirnar á Dalbrautina verði ekki fleiri. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 226 orð

HELGA ÁSTA GUÐMUNDSDÓTTIR

HELGA ÁSTA GUÐMUNDSDÓTTIR Helga Ásta Guðmundsdóttir fæddist 5. júní 1907 á Breiðafirði. Hún lést í Landspítalanum 18. nóvember síðastliðinn. Helga var dóttir hjónanna Jónínu Sólveigar Guðmundsdóttur, f. 20. september 1877, d. 23. maí 1914, og Guðmundar Jóhannssonar, f. 9. september 1883, d. 12. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 421 orð

Ingimar Valdimarsson

Fámennur vinnustaður okkar varð sem höggdofa föstudaginn 17. nóvember, þegar okkur barst fréttin um andlát Ingimars Valdimarssonar. Menn hljóðna, þegar valmenni í fullu fjöri hverfur á braut eftir þriggja daga veikindi. Svo er víðar um land, þar sem samstarfsmönnum mun þykja þetta ótímabæra fráfall hörmuleg tíðindi. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 433 orð

Ingimar Valdimarsson

Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Að morgni 17. nóvember andaðist Ingimar Valdimarsson eftir tæplega þriggja sólarhringa baráttu við illskeyttan sjúkdóm, sjúkdóm sem talinn var vera flensa í fyrstu. Læknavísindin fengu ekki við neitt ráðið. Á slíkum stundum er sem tíminn nemi staðar, og í einni svipan verða viðfangsefni líðandi stundar hégómi einn. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 189 orð

Ingimar Valdimarsson

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 224 orð

Ingimar Valdimarsson

Enn og aftur erum við minnt á hve stutt er á milli ljóss og myrkurs, gleði og sorgar. Án nokkurs fyrirvara og svo ótímabært er Ingimar horfinn okkur og við eigum öll erfitt með að trúa því sem gerst hefur. Það er svo óendanlega sárt þegar faðir og eiginmaður er kallaður burt frá fjölskyldu sinni sem var honum svo kær. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 317 orð

Ingimar Valdimarsson

Það er erfitt að kyngja því að maður á besta aldri og í blóma lífsins skuli kallaður svo skyndilega á brott. Horfinn í einu vetfangi frá eiginkonu sinni og börnum sem þörfnuðust hans svo sárt. Óneitanlega er undarlegt til þess að hugsa að næst þegar leið okkar systkinanna liggur á skrifstofuna hjá pabba þá njóti krafta Ingimars þar ekki lengur við. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 24 orð

INGIMAR VALDIMARSSON Ingimar Valdimarsson fæddist 3. nóvember 1952 á Dalvík. Hann lést í Landspítalanum að morgni 17. nóvember

INGIMAR VALDIMARSSON Ingimar Valdimarsson fæddist 3. nóvember 1952 á Dalvík. Hann lést í Landspítalanum að morgni 17. nóvember og fór útförin fram 24. nóvember. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 430 orð

Ísbjörg Hallgrímsdóttir

"Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín." (Kahlil Gibran.) Okkur langar, með nokkrum orðum, að minnast Ísbjargar Hallgrímsdóttur, sem er látin 87 ára að aldri. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 435 orð

Ísbjörg Hallgrímsdóttir

MIG langar í fáum orðum að minnast þín, elsku Ísbjörg mín. Þú varst ekki búin að vera vistmaður á Felli lengi þegar ég hóf þar störf. Strax er ég kynntist þér fannst mér eins og við hefðum þekkst í mörg ár. Það sama sagðir þú við mig. Ég tók strax eftir þér, hversu góð, falleg og hjálpsöm þú varst. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 86 orð

ÍSBJÖRG HALLGRÍMSDÓTTIR Ísbjörg Hallgrímsdóttir fæddist á Felli í Mýrdal 19. október 1908. Hún lést á Landspítalanum 16.

ÍSBJÖRG HALLGRÍMSDÓTTIR Ísbjörg Hallgrímsdóttir fæddist á Felli í Mýrdal 19. október 1908. Hún lést á Landspítalanum 16. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurveig Sveinsdóttir og Hallgrímur Brynjólfsson, bóndi á Felli í Mýrdal. Hún átti 13 systkini og eru fjögur þeirra á lífi. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 299 orð

Lilly Svava Snævarr

Það er komið að kveðjustund, kveðjustund sem engu okkar finnst tímabær. Í dag kveðjum við samstarfskonu okkar og vin, Lilly Svövu Snævarr. Lilly Svava hóf störf hjá Póstgíró árið 1974 og gegndi hún ýmsum skrifstofustörfum eða þar til 1. október 1989 að hún var ráðin sem skrifstofustjóri Póstgíró og gegndi hún því starfi þar til hún veiktist í júlí sl. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 226 orð

Lilly Svava Snævarr

Þegar við hjónin fréttum í byrjun júlí að Lilly Svava hefði fengið heilablóðfall og lægi meðvitundarlaus á spítala þá fannst okkur að þessi góða vinkona okkar hlyti að ná sér. Annað var ekki hægt að hugsa sér. Án efa eru þetta viðbrögð flestra við áföllum náinna ættingja og vina. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 558 orð

Lilly Svava Snævarr

Vegferð Lillyjar Svövu Snævarr eftir lífsins hringvegi er lokið. Undanfarnar vikur höfum við bekkjarsystkini Sverris eiginmanns hennar fylgst í auðmýkt með samheldni fjölskyldunnar sem vart vék frá sjúkrabeð hennar þar til yfir lauk. Samheldnin kom þó engum á óvart sem til þekkti, væntumþykja Lillyjar heitinnar til fjölskyldunnar fór ekki á milli mála. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 388 orð

Lilly Svava Snævarr

Kynni okkar hjóna af Lilly Svövu hófust fyrir tæpum tuttugu árum þegar nýútskrifaðir endurskoðendur fögnuðu próflokum. Sverrir, eiginmaður Lillyar, var í þessum hópi endurskoðenda sem þekktu fæstir hver annan nema lítilsháttar. Þessi fyrstu kynni okkar af Lilly Svövu og Sverri leiddu meðal annars til þess að ég, Þorsteinn, gekk síðar til liðs við Sverri um rekstur endurskoðunarskrifstofu. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 635 orð

Lilly Svava Snævarr

Við fráfall Lillyjar Svövu Snævarr leitar hugurinn til æskuáranna. Við vorum skólasystkini í Menntaskólanum á Laugarvatni og þar trúlofaðist hún bekkjarbróður mínum, Sverri Ingólfssyni. Urðu samskipti okkar náin um áratugaskeið. Menntaskólinn á Laugarvatni var á þeim tíma all sérstæð stofnun. Hann hafði ekki starfað nema nokkur ár þegar þetta var, húsakynni voru ófullkomin og þröngbýli mikið. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 279 orð

Lilly Svava Snævarr

Nú þegar hún Lilly mín er farin langar mig að minnast hennar með fáum orðum. Ég varð fljótlega heimagangur á heimili Lillyjar og Sverris eftir að ég kynntist Brynju dóttur þeirra fyrir um 15 árum, enda stutt að fara í næsta hús. Þar var alltaf tekið á móti mér einsog ég væri ein af fjölskyldunni, sama á hvaða tíma sólarhringsins það var, enda kynnti Lilly mig oftast sem fósturbarnið sitt. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 297 orð

Lilly Svava Snævarr

Á morgun verður gerð frá Dómkirkjunni útför Lillyjar Svövu. Hún lést í blóma lífsins eftir erfið veikindi. Minningarnar steyma fram þegar hugsað er til liðinna ára, minningar um glæsilega og yndislega konu. Hún kynntist manni sínum, Sverri Ingólfssyni viðskiptafræðingi, þegar þau bæði voru við nám við Menntaskólann á Laugarvatni, en þaðan luku þau stúdentsprófi. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 70 orð

Lilly Svava Snævarr

Lilly hefur verið kölluð á brott eftir erfið veikindi. Við vinkonur yngstu dóttur hennar, Svövu, minnumst Lillyar sem lífsglaðrar og atorkusamrar konu með stórt hjarta. Kímnin var aldrei langt undan og áttum við margar glaðar stundir í Granaskjólinu hjá þeim hjónum Lilly og Sverri. Við kveðjum Lilly með söknuði, og biðjum Guð að styrkja Svövu og fjölskyldu hennar í þeirra miklu sorg. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 375 orð

Lilly Svava Snævarr

Kynni okkar af Lilly Svövu hófust í febrúar 1983 þegar ég hóf störf hjá Sverri. Skrifstofan var þá í Nýja Bíó-húsinu í Lækjargötu 2. Það er mér minnisstætt þegar hún kom færani hendi um helgar með heimabakað sætabrauð og hversu vel þegið það var af okkur vinnufélögunum. Það var hennar yndi að veita öðrum. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 29 orð

LILLY SVAVA SNÆVARR

LILLY SVAVA SNÆVARR Lilly Svava Snævarr fæddist í Reykjavík 21. febrúar 1940. Hún andaðist á Borgarspítalanum 18. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 27. nóvember. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 170 orð

Sigurbjörn Herbertsson

Þessi orð flugu mér í huga þegar Elísabet systir Sigurbjörns Herbertssonar tilkynnti mér andlát hans. Kallið var komið, en maður hrekkur alltaf við, ekki síst þegar ungt fólk á í hlut. Það var gífurlegt áfall þegar það kom í ljós að Silli væri með krabbamein. Þessi stóri sterki, glæsilegi ungi maður, sem átti allt lífið framundan, nýkvæntur með unga dóttur. Þetta gat ekki verið satt. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 248 orð

Sigurbjörn Herbertsson

Elsku Silli. Með söknuði í hjarta fylgjum við þér síðasta spölinn. Loksins hefur þú fengið hvíld eftir langa og harða baráttu við illskeyttan sjúkdóm. Við trúðum því og vonuðum, að þú myndir vinna baráttuna og ganga áfram lífsins braut frískur og hress með Hildi og Bylgju. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 467 orð

Sigurbjörn Herbertsson

Í dag er borinn til hinstu hvílu æskuvinur minn, Sigurbjörn Herbertsson. Mig langar að segja í stuttu máli frá kynnum okkar Silla, eins og hann var alltaf kallaður. Leiðir okkar lágu fyrst saman þegar við vorum sjö ára gamlir í 1-C í Fellaskóla árið 1972. Þennan fyrsta vetur okkar saman í skóla fléttuðust þeir þræðir saman úr sálum okkar sem kallaðir eru vinabönd. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 199 orð

Sigurbjörn Herbertsson

Hann Silli er dáinn. Þó aðdragandinn hafi verið langur vonuðust allir eftir kraftaverki, en Guð hefur ætlað honum æðra hlutverk. Við kynntumst honum þegar hann kom með Hildi fyrst heim til foreldra hennar. Okkur leist strax vel á þennan unga, myndarlega mann, sem geislaði af krafti og lífsgleði og hann stóð svo sannarlega undir væntingum. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 237 orð

Sigurbjörn Herbertsson

Við ótímabært fráfall Silla frænda míns vil ég minnast hans með örfáum kveðjuorðum. Frá því að sjúkdómur sá, er lagði Silla frænda að velli, uppgötvaðist vorið 1994, fylgdist ég með hetjulegri baráttu hans. Við höfðum vitað hvor af öðrum lengi. Hann lærði húsasmíði eins og ég. En það var fyrst árið 1993 að við fórum að vinna á nálægum slóðum. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 153 orð

SIGURBJÖRN HERBERTSSON

SIGURBJÖRN HERBERTSSON Sigurbjörn Herbertsson fæddist 1. febrúar 1965 í Reykjavík. Hann lést í Landspítalanum að morgni 20. nóvember síðastliðinn. Sigurbjörn var sonur Herberts Jónssonar, f. 29. ágúst 1936, d. 5. nóvember 1985, og Steinunnar Felixdóttur, f. 5. mars 1942. Föðurforeldrar Sigurbjörns eru Lína Dalrós Gísladóttir, f. 22. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 558 orð

Sigurður Sigbjörnsson

Upp af bænum Vík í Fáskrúðsfirði gnæfir Sandafellið mikilúðlegt og svipmikið með nær sporðréttum basaltlögum í Suðurhlíðum. Undir þessum hlíðum fæddist Sigurður frændi minn. Hann var 12. í röðinni af 14 systkinum. Þegar hann fæddist höfðu þrjú úr þessum stóra systkinahópi þegar látist. Heimilið á Vík var á allan hátt til fyrirmyndar. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 1283 orð

Sigurður Sigbjörnsson

Með þakklæti í huga kveð ég vin minn og tengdaföður, Sigurð Sigbjörnsson, sem nú er látinn í hárri elli. Þegar við kynntumst fyrir tæpum þremur áratugum óraði hvorugt okkar fyrir því að við ættum jafnmargar samverustundir fyrir höndum og raun varð á. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 307 orð

SIGURÐUR SIGBJÖRNSSON

SIGURÐUR SIGBJÖRNSSON Sigurður Sigbjörnsson, fyrrverandi sjómaður, fæddist í Vík, Fáskrúðsfirði, 20. maí 1900. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 17. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Sigurðar voru Sigbjörn Þorsteinsson, útvegsbóndi í Vík, f. 22. júní 1858, d. 14. júní 1915, og kona hans, Steinunn Jakobína Bjarnadóttir, f. 11. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 318 orð

Sigurjón Herbertsson

Litli bróðir minn er dáinn. En minningarnar lifa og þær eru margar og góðar. Þær fyrstu eru frá fæðingarbæ okkar, Ísafirði, þar sem við slitum barnsskónum. Í góðu umhverfi og í faðmi góðra og kærleiksríkra foreldra höfðum við það gott og ég sem var svo heppin að vera eldri gat dekrað við fallega og góða bróður minn. Árið 1948 fluttist litla fjölskyldan til Reykjavíkur. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 335 orð

Sigurjón Herbertsson

Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr, en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þar eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | -1 orð

Sigurjón Herbertsson

Það er órjúfanlegt lögmál lífsins að það á fyrir okkur öllum að liggja að hverfa til æðri heima, en það er eigi að síður mjög sárt þegar fólk veikist og deyr langt fyrir aldur fram. Faðir okkar var aðeins 57 ára þegar hann lést, eftir margra ára baráttu við illvígan sjúkdóm, sem að lokum hafði yfirhöndina. Sigurjón faðir okkar stóð á meðan stætt var, vann þangað til hann gat ekki meira. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 111 orð

SIGURJÓN HERBERTSSON

Sigurjón Herbertsson fæddist á Ísafirði 3. mars 1938. Hann andaðist á Landspítalanum 21. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Herbert Sigurjónsson, f. 3. mars 1913, og Björg Bergþóra Bergþórsdóttir, f. 9. júlí 1913, d. 14. maí 1995. Systir Sigurjóns er Inga Herbertsdóttir Wessman og hennar maður er Ib Wessman. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 508 orð

Vilhjálmur A. Lúðvíksson

Látinn er í hárri elli góður vinur og samherji í stjórnmálum. Ég kynntist Vilhjálmi og fjölskyldu hans þegar ég eignaðist mína bestu vinkonu, hans einkadóttur Oddnýju, fyrir tuttugu og fimm árum. Vilhjálmur var mikill gæfumaður í einkalífi og hann hélt heilsunni alveg til dauðadags. Hann var í rauninni einstaklega hraustur enda mikill hófsemdarmaður í öllu. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 302 orð

Vilhjálmur A. Lúðvíksson

Afi minn, Vilhjálmur A. Lúðvíksson, er látinn. Mig langar að minnast hans í örfáum orðum. Ein af minningunum um okkur afa saman er þegar amma fékk okkur til að tína rifsberin á Grundarstígnum. Fór meira af berjum upp í mig en í fötuna. Ég fékk að fara alein í strætó úr Hafnarfirði og fannst mér ég vera orðin fullorðin. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 327 orð

Vilhjálmur A. Lúðvíksson

Í dag verður jarðsettur tengdafaðir minn, Vilhjálmur A. Lúðvíksson. Mig langar að minnast hans með nokkrum orðum. Það er gæfa að kynnast manni sem gefur af sér og leiðir menn til betri vegar. Vilhjálmur var þannig maður. Ég kynntist honum fyrir 30 árum og það var upphaf að vináttu sem aldrei bar skugga á. Meira
28. nóvember 1995 | Minningargreinar | 85 orð

VILHJÁLMUR A. LÚÐVÍKSSON Vilhjálmur Albert Lúðvíksson var fæddur á Eskifirði 4. desember 1897. Hann lézt í Hafnarbúðum í

VILHJÁLMUR A. LÚÐVÍKSSON Vilhjálmur Albert Lúðvíksson var fæddur á Eskifirði 4. desember 1897. Hann lézt í Hafnarbúðum í Reykjavík 13. nóvember sl. Foreldrar Vilhjálms voru Jóhann Lúðvík Jakobsson, f. 4. apríl 1870, og Anna Guðrún Guðmundsdóttir, f. 14. janúar 1866. Vilhjálmur kvæntist 10. Meira

Viðskipti

28. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 266 orð

Efnahagsfrelsi mest í Hong Kong

FRELSI í efnahagsmálum er hvergi meira en í Hong Kong, sem hefur leyst Singapore af hólmi að því leyti að sögn stofnunarinnar Heritage Foundation í Washington. Hong Kong tryggði sér fyrsta sæti af 142 í árlegri könnun stofnunarinnar vegna þess að þar eru lágir skattar, traust bankakerfi, frelsi í viðskiptum og lítill sem enginn svartur markaður. Meira
28. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 260 orð

Eigið fé SÍS 7 milljónir

SKULDASKILUM Sambandsins er nú lokið og eftir standa eignir umfram skuldir upp á rúmar 7 milljónir króna. Þetta kom fram á aðalfundi Sambandsins s.l. föstudag. Á fundinum var jafnframt kosinn nýr stjórnarformaður, Egill Olgeirsson, stjórnarformaður Kaupfélags Þingeyinga, en Sigurður Markússon, fráfarandi stjórnarformaður, sem stýrt hefur uppgjöri SÍS, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Meira
28. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 365 orð

Einföldun og lækkun á grunnverði

NÝ GJALDSKRÁ fyrir innflutning mun taka gildi hjá Samskipum hf. um mánaðamótin. Forráðamenn fyrirtækisins segja að um sé að ræða gerbreytingu á gjaldskrárkerfi fyrirtækisins, sem miði að því að gera viðskiptin einfaldari og hagkvæmari. Þá geti hún haft töluverða lækkun flutningsgjalda í för með sér fyrir ákveðna hópa viðskiptavina. Meira
28. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 152 orð

ERM-æði á sænskum peningamarkaði

SVEIFLUR hafa verið á sænskum peningamarkaði vegna frétta um að sænska krónan verði tengd gengissamstarfi Evrópu, ERM, í byrjun næsta árs, þótt þær fréttir séu bornar til baka. Samkvæmt fréttunum hefur verið gerð leyniáætlun" um að tengja krónuna ERM þegar gengi marksins verður skráð 4,30 krónur. Það er ekki rétt," sagði talsmaður Riksbanken. Meira
28. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 202 orð

Fjárfest í íslenskum fyrirtækjum

LANDSBRÉF hf. hefur stofnað nýjan hlutabréfasjóð, sem er ætlað að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum tengdum sjávarútvegi og í nýjum, vaxandi atvinnugreinum, sem þykja arðvænlegar. Sjóðurinn hefur fengið nafnið "Íslenski fjársjóðurinn" og að sögn Kristjáns Guðmundssonar, markaðsstjóra Landsbréfa, Meira
28. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 348 orð

Heildartapið óljóst þar sem samningar eru enn opnir

EKKI er enn útséð með hversu mikið tap Vinnslustöðvarinnar hf. kann að verða vegna gjaldeyrisskiptasamninga sem fyrirtækið hefur þegar gert. Tveir þessara samninga eru opnir til 1. júní 1997 og tapið vegna þeirra getur þvi enn aukist, eða minnkað, að því er fram kom í ræðu Sighvats Bjarnasonar, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar á aðalfundi fyrirtækisins í gær. Meira
28. nóvember 1995 | Viðskiptafréttir | 302 orð

Nýherji á Opna tilboðsmarkaðnum

NÝHERJI hf. hefur nú bæst í hóp þeirra fyrirtækja sem skrá hlutabréf sín á Opna tilboðsmarkaðnum og er markmiðið að fyrirtækið verði skráð á Verðbréfaþingi Íslands þegar að fjöldi hluthafa er orðinn nægur til að uppfylla þau skilyrði sem Verðbréfaþing gerir, að sögn Árna Vilhjálmssonar, stjórnarformanns Nýherja hf. Meira

Fastir þættir

28. nóvember 1995 | Dagbók | 46 orð

19 ÁRA Rússi vill skrifast á við Íslendinga á svipuðum al

19 ÁRA Rússi vill skrifast á við Íslendinga á svipuðum aldri og fræðast um sögu, lífshætti, menningu og hefðir þjóðarinnar: Alexander Kovalyov, P/R Kovalyov A. Meira
28. nóvember 1995 | Dagbók | 2858 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 24.-30. nóvember, að báðum dögum meðtöldum, er í Garðs Apóteki, Sogavegi 108. Auk þess er Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
28. nóvember 1995 | Dagbók | 85 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, miðvikud

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, miðvikudaginn 29. nóvember, verður sjötugur Ragnar Haraldsson, húsgagnasmíðameistari, Langagerði 58, Reykjavík. Ragnar og kona hans Sigrún Einarsdóttir taka á móti gestum í Oddfellowhúsinu við Vonarstræti kl. 17-19 á morgun, afmælisdaginn. Meira
28. nóvember 1995 | Fastir þættir | 46 orð

BRIDS Arnór G. Ragnarsson Frá Skagfirðingum og kvenf

SÍÐASTA þriðjudag hófst 3 kvölda hraðsveitakeppni, með þátttöku 11 sveita. Eftir fyrsta kvöldið er staða efstu sveita: Sv. Dúu Ólafsdóttur626Sv. Magnúsar Sverrissonar572Sv. Önnu Lúðvíksdóttur555Sv. Hjálmars S. Pálssonar553Sv. Kristínar Jónsdóttur546 Spilamennsku verður framhaldið næsta þriðjudag í Drangey. Meira
28. nóvember 1995 | Fastir þættir | 66 orð

BRIDS Bridsfélag Akureyrar Þriðju

Þriðjudaginn 21. nóvember hófst hraðsveitarkeppni félagsins og verða spilaðar fjórar umferðir. Staðan eftir fyrstu umferð er þessi: Sveinn Torfi Pálsson303Anton Haraldsson302Soffía Guðmundsdóttir284Páll Pálsson268 Föstudaginn 17. Meira
28. nóvember 1995 | Fastir þættir | 309 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Björn og Sverrir Re

REYKJAVÍKURMÓTIÐ í tvímenningi 1995 var spilað með nýju sniði um helgina. Laugardaginn 25. nóvember var spiluð 60 spila undankeppni með Mitchell sniði. Efstir eftir hana voru: Björn Eysteinsson - Sverrir Ármannsson683 Valgarð Blöndal - Valur Sigurðsson622 Hrólfur Hjaltason - Rúnar Magnússon609 Aðalsteinn Jörgensen - Ásmundur Pálsson603 Páll Meira
28. nóvember 1995 | Dagbók | 39 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. ágúst sl. í garðinum á Langholtsvegi 12, Reykjavík af sr. Árna Bergi Sigurbjörnssyni Eydís Steindórsdóttir og Ársæll Óskar Steinmóðsson. Með þeim á myndinni eru dætur þeirra Hafdís og Aldís Guðrún sem jafnframt voru brúðarmeyjar. Meira
28. nóvember 1995 | Dagbók | 263 orð

LEIÐRÉTT Álfar og tröll Í BÓKARKYNNINGU á Íslens

Í BÓKARKYNNINGU á Íslenskum þjóðsögum - Álfar og tröll misritaðist verð bókarinnar. Bókin kostar 2490 kr. en ekki 3490 eins og misritaðist. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Sjávarútvegssýning skólanema Í FRÉTTATILKYNNINGU í Mbl. sl. laugardag var sagt frá opnun Sjávarútvegssýningu skólanema. Hið rétta er að hún opnar ekki fyrr en laugardaginn 2. desember. Meira
28. nóvember 1995 | Fastir þættir | 618 orð

Rauðkál og rauðrófur

Í HAUST hringdi til mín kona úr Breiðholtinu, sem kvaðst hafa glatað uppskriftum að rauðkáli og rauðrófum, sem hefðu birst í þessum þætti fyrir mörgum árum. Hún sagðist vera alveg í öngum sínum þar sem rauðkálið hefði verið það besta sem hún hefið smakkað. Ég gat leyst úr vanda konunnar og sent henni ljósrit af því sem hana vantaði. Meira
28. nóvember 1995 | Dagbók | 585 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gær kom Norland Saga og Kyndill

Reykjavíkurhöfn: Í gær kom Norland Saga og Kyndill er fór samdægurs. Þá fór Knud Kosan. Suðurey VEvar væntanleg í gær. Hafnarfjarðarhöfn:Um helgina kom togarinn Anyksziai. Hrafninn fór á veiðarog Ránin kom af veiðum. Lagarfoss kom til Straumsvíkur í gærkvöld. Meira
28. nóvember 1995 | Dagbók | 272 orð

Stjörnuspá 28.11. Afmælisbarn dagsins: Hæfileikar þínir nýtast vel við lau

Stjörnuspá 28.11. Afmælisbarn dagsins: Hæfileikar þínir nýtast vel við lausn á flóknum verkefnum. Efasemdir þínar í garð starfsfélaga reynast á rökum reistar. Þú átt góðan fund með ráðamönnum og nærð hagstæðum samningum í dag. Einhver nákominn þarfnast aðstoðar þinnar í dag varðandi viðskipti. Meira
28. nóvember 1995 | Dagbók | 291 orð

Yfirlit: Yfi

Yfirlit: Yfir Írlandi er víðáttumikil 990 mb djúp lægð sem þokast suðsuðaustur og fer hægt minnkandi, en 1028 mb hæð er yfir Íslandi mun þokast austur. Yfir Nýfundnalandi er 973 mb lægð sem mun fara norðnorðaustur. Meira

Íþróttir

28. nóvember 1995 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KARLA ÍS -STJARNAN

1. DEILD KARLA ÍS -STJARNAN 82: 66ÍH -SELFOSS 85: 81REYNIR S. -ÞÓR Þ. 107: 83KFÍ -HÖTTUR 99: 70SNÆFELL -HÖTTUR 84: 56 SNÆFELL 8 7 0 1 779 578 14ÍS 7 7 0 0 548 459 1 Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KVENNA

1. DEILD KVENNA HAUKAR 11 8 0 3 277 197 16STJARNAN 8 7 1 0 204 131 15ÍBV 8 5 1 2 180 165 11FRAM 7 4 1 2 149 127 9KR 9 4 0 5 208 204 8VALUR 10 4 0 6 212 2 Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KVENNA ÍA -BREIÐABLIK

1. DEILD KVENNA ÍA -BREIÐABLIK 51: 90UMFG -ÍR 54: 49KR -UMFN 70: 47KEFLAVÍK -ÍS 121: 44VALUR -TINDASTÓLL 68: 62 BREIÐABLIK 7 7 0 0 565 351 14KEFLAVÍK 7 6 0 1 551 371 1 Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 230 orð

1. DEILD KVENNA Stjarnan - Fram22:14 Íþróttahúsið Garðabæ

1. DEILD KVENNA Stjarnan - Fram22:14 Íþróttahúsið Garðabæ, Íslandsmótið í handknattleik - 1. deild kvenna, laugardaginn 25. nóvember 1995. Gangur leiksins:1:1, 3:3, 9:3, 9:5, 12:5,13:7, 15:8, 15:12, 18:12, 19:14, 22:14. Mörk Stjörnunnar: Nína K. Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | -1 orð

2. DEILD KARLA FYLKIR -ÍH

2. DEILD KARLA FYLKIR -ÍH 20: 23ÞÓR -FJÖLNIR 24: 20BÍ -BREIÐABLIK 24: 24 HK 7 7 0 0 223 137 14FRAM 7 6 0 1 205 141 12ÞÓR 8 6 0 2 219 186 12BREIÐABLIK 9 5 1 3 Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | -1 orð

A-RIÐILL

A-RIÐILL HAUKAR 15 12 0 3 1305 1108 24UMFN 15 11 0 4 1347 1181 22KEFLAVÍK 15 11 0 4 1386 1227 22ÍR 15 9 0 6 1256 1219 18TINDASTÓLL 15 8 0 7 1148 1171 16BREIÐABLIK Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 390 orð

Atletico aftur á toppinn

Atletico Madrid endurheimti fyrsta sætið í spænsku deildinni með 3:0 sigri gegn Oviedo. Miðjumaðurinn Juan Vizcaino skoraði um miðjan fyrri hálfleik, Diego Simeone bætti öðru marki við rétt eftir hlé og varnarmaðurinn Juan Lopez innsiglaði sigurinn tveimur mínútum fyrir leikslok. Barcelona náði aðeins 1:1 jafntefli gegn Real Sociedad og færðist niður í annað sætið. Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 246 orð

Auðvelt hjá Aftureldingu Afturelding átti í

Auðvelt hjá Aftureldingu Afturelding átti í litlum vandræðum með slaka ÍR-inga í Mosfellsbæ á sunnudagskvöld og sigraði örugglega með 8 marka mun 29:21. "Ég er ánægður með sigurinn, við þurftum stigin. Annars gerðum við mikið af mistökum og spiluðum ekki vel. Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 141 orð

Betsý Harris meiddist illa BETSÝ Harr

BETSÝ Harris, bandaríska stúlkan í 1. deildar liði Breiðabliks í körfuknattleik, meiddist undir lok leiks Breiðabliks og ÍA um helgina. Hún sneri sig illa á ökkla og segja læknar að hún sé alla vega illa tognuð og búast jafnvel við að sprunga sé í beini. Hún er nú í gifsi en læknar ætla að athuga hana nánar á fimmtudaginn. Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 685 orð

Bikarkeppni SSÍ

1. deild 800 m skriðsund kvenna: Lára Hrund Bjargardóttir, Ægi9:24,18 Sigurlín Garðarsdóttir, HSK9:41,17 Sunna D. Ingibjargard., Keflavík9:41,75 800 m skriðsund karla: Sigurgeir Þ. Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 55 orð

Bikarmeistararnir leika gegn Haukum

BIKARMEISTARAR Grindvíkinga drógust gegn Haukum í 8- liða úrslitum í bikarkeppni Körfuknattleikssambandsins og fer leikurinn fram á heimavelli Hauka, í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Dregið var í leikhléi í viðureign Hauka og Njarðvíkinga á sunnudag. Aðrir leikir í keppninni eru; Breiðablik - ÍA, Þór Akureyri - Selfoss og KR - Valur. Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 217 orð

Bjarni og Vernharð með gull

BJARNI Friðriksson og Vernharð Þorleifsson unnu gullverðlaun á Opna skandinavíska meistaramótinu í júdó sem fram fór í Vejen í Danmörku um helgina. Bjarni sigraði í opnum flokki og Vernharð í -95 kg flokki. Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | -1 orð

B-RIÐILL

B-RIÐILL UMFG 15 11 0 4 1449 1217 22KR 15 9 0 6 1308 1288 18SKALLAGR. Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 92 orð

Broddi og Árni Þór í 70. sæti á heimslistanum

ÍSLENSKU keppendurnir á opna skoska meistaramótinu í badminton eru úr leik. Elsa Nielsen og Vigdís Ásgeirsdóttir léku við par frá Hvíta- Rússlandi og töpuðu 6:15 og 6:15. Árni Þór Hallgrímsson og Broddi Kristjánsson léku gegn pari frá Mauritius í fyrstu umferð og unnu 15:2 og 15:11. Í annari umferð mættu þreir Pólverjum og töpuðu 15:3, 5:15 og 13:15. Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 137 orð

Elfsborg bíður eftir Kristjáni

TALSMAÐUR sænska 1. deildar liðsins Elfsborg í Borås sagði við Morgunblaðið í gær að Kristján Jónsson, landsliðsmaður í Fram, væri væntanlegur til liðsins í næstu viku til að skoða aðstæður en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Elfsborg er fornfrægt félag og á meðal stuðningsmanna þess er Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar. Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 243 orð

Endurtekið efni

Haukar sýndu það og sönnuðu að þeir eru besta lið á Íslandi í dag. Að leggja Íslandsmeistara Njarðvíkinga tvisvar með stuttu millibili er eitthvað sem aðeins þeir bestu geta. Það var ekkert sem benti til þess í fyrri hálfleik að Haukarnir færu með sigur. Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 824 orð

England Mánudagur: S

Mánudagur: Sunnudagur: Arsenal - Blackburn0:0 37.695. Laugardagur: Chelsea - Tottenham0:0 31.059. Coventry - Wimbledon3:3 (Heald 14. - sjálfsm., Dublin 67., Rennie 83.) - (Jones 28. - vsp., Goodman 42., Leohardsen 58.). 12.523. Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 643 orð

Haukar - UMFN85:84

Íþróttahúsið Strandgötu, Íslandsmótið í körfuknattleik, Úrvalsdeild, sunnudaginn 26. nóvember 1995. Gangur leiksins:0:2, 4:4, 6:11, 16:15, 20:24, 24:31, 29:36,32:41, 39:43, 46:47, 48:55, 51:59, 70:59, 75:63, 80:70, 81:73, 85:77, 85:84. Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 175 orð

Haukur í þriðja sæti í Winterpark

HAUKUR Arnórsson úr Ármanni náði þriðja sæti á Alþjóðlegu stigamóti (FIS-móti) í svigi í Winterpark í Bandaríkjunum á sunnudaginn. Hann hlaut 20,60 styrkstig sem er langbesti árangur hans til þessa. Hann átti áður best 32,49 stig. Kristinn Björnsson frá Ólafsfirði og Arnór Gunnarsson frá Ísafirði kepptu einnig á mótinu, en féllu úr keppni. Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 201 orð

Heimsbikarinn Park City: Stórsvig karla:

Park City: Stórsvig karla:mín. 1. Michael Von Gr¨unigen (Sviss)2:27.48 (1:12.97, 1:14.51)2. Lasse Kjus (Noregi)2:27.50 (1:13.06, 1:14.44)3. Hans Knaus (Austurr.)2:28.93 (1:14.19, 1:14.74)4. Fredrik Nyberg (Svíþjóð)2:29.80 (1:15.18, 1:14.62)5. Christian Mayer (Austurr. Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 427 orð

HÉÐINN Gilsson,

HÉÐINN Gilsson, landsliðsmaður í handknattleik, hefur lengi verið meiddur en kom inná í fyrsta sinn í vetur er FH og Haukar mættust í 1. deildinni. Fyrst kom hann í vörnina um miðjan fyrri hálfleikinn, við mikinn fögnuð FH- inga. Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 10 orð

Í kvöld

Í kvöld Körfuknattleikur Bikarkeppni kvenna: Hagaskóli:KR - UMFG20 Sauðárkrókur:UMFT - Í Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 60 orð

Íslandsmótið

1. deild karla: HK - KA3:0 (15:12, 15:5, 15:11) Þróttur N. - Þróttur R.2:3 (12:15, 15:8, 15:10, 8:15, 14:16) Þróttur N. - Þróttur R.3:1 (15:13, 16:14, 10:15, 15:11) ÍS - Stjarnan0:3 (4:15, 14:16, Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 490 orð

ÍVAR Webster

ÍVAR Webster lék ekki meðVal gegn KR í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á sunnudaginn og munar um minna. Hann er meiddur á fæti, fékk blóð á milli liða, og verður að öllum líkindum frá um tíma. Meðalaldur liðsins er því sá lægsti í deildinni. Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 278 orð

Jafntefli í mistakaleik Mikill hraði

Mikill hraði, fjöldi mistaka og spenna einkenndu leik Gróttu og ÍBV á Seltjarnarnesi og niðurstaðan þegar flautað var til leiksloka var jafntefli 27:27. Verður það að teljast sanngjörn niðurstaða en eflaust naga leikmenn beggja liða sig í handarbökin yfir þeim færum sem þeim gáfust, einkum á lokakaflanum, en var sóað oft á hroðvirknislegan hátt. Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 165 orð

Leiðindi í Garðabæ Stjarnan sigraði KR-inga

Leiðindi í Garðabæ Stjarnan sigraði KR-inga 26:21 í Garðabæ á sunnudagskvöldið í óhemju leiðinlegum leik. KR-ingar léku einhvern leiðinlegasta handbolta sem undirritaður hefur séð. Langar sóknir þeirra virtust vara að eilífu og náðu þeir að svæfa Stjörnuna í fyrri hálfleik, því staðan var jöfn í hléi, 11:11. Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 185 orð

Léttur sigur hjá Keflvíkingum Leikur okkar var sv

Léttur sigur hjá Keflvíkingum Leikur okkar var sveiflukenndur en það sem skipti máli var að sigra og ég vona að við séum nú aftur komnir á rétta braut eftir slakt gengi undanfarið," sagði Jón Kr. Gíslason, þjálfari Keflvíkinga, eftir léttan sigur á Tindastóli 87:76 í Keflavík. Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 136 orð

Loks bik-ar tilAberdeenABERDEEN

ABERDEEN varð skoskur deildarbikarmeistari á sunnudaginn eftir 2:0 sigur á Dundee. Þetta er fyrsti bikar Aberdeen eftir fimm mögur ár í skosku knattspyrnunni en síðast fögnuðu leikmenn liðsins sigri á móti 1990, er þeir sigruðu í bikarkeppninni. Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 213 orð

MICHAEL Finley,

MICHAEL Finley, nýliði hjá Phoenix í NBA-deildinni í körfuknattleik tryggði liði sínu 114:113 sigur gegn Los Angeles Lakers sl. laugardagskvöld, skoraði um leið og flautan gall. "Þetta er í fyrsta sinn sem ég tryggi liði sigur með því að skora á síðustu sekúndu," sagði hann. Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 308 orð

Milan á kunnuglegum slóðum

AC Milan komst á toppinn í ítölsku 1. deildinni með auðveldum 3:0 sigri á Piacenza á sunnudaginn. Mörkin gerðu Júgóslavinn Dejan Savicevic, Christian Panucci og Paolo Maldini og voru þau öll gerð með kollspyrnum. Roberto Baggio lagði upp tvö fyrstu mörkin og Savicevic það þriðja. Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 216 orð

Minna um mistök hjá ÍR-ingum Margir hristu hausinn

Minna um mistök hjá ÍR-ingum Margir hristu hausinn í hálfleik á viðureign ÍR-inga og Blika í Seljaskólahúsinu, ekki síst gamalreyndir leikmenn ÍR. Ástæðan var sú að leikurinn hafði einkennst af mörgum mistökum á báða bóga. Eina afsökun ÍR-inga var að Blikar klúðruðu meira. Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 68 orð

NBA-deildin Leikir aðfararnótt sunnudags: New York - Houston

Leikir aðfararnótt sunnudags: New York - Houston103:88 Atlanta - Toronto114:102 Cleveland - Milwaukee89:87 Miami - Vancouver111:91 Philadelphia - Golden State89:107 Washington - Orlando112:114 Denver - Utah94:91 Phoenix - LA Lakers114:113 LA Clippers - San Antonio91:110 Leikir aðfararnótt Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 403 orð

Newcastle með 100% árangur heima

Newcastle er með 100% árangur á heimavelli á tímabilinu en liðið vann Leeds 2:1 um helgina og var það áttundi heimasigurinn í röð. Newcastle tapaði síðast heima gegn Leeds og útlit var fyrir að gestirnir ætluðu að endurtaka leikinn frá síðasta tímabili en Robert Lee og Peter Beardsley komu í veg fyrir það, skoruðu með 90 sekúndna millibili 20 mínútum fyrir leikslok. Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 134 orð

NHL-deildin Leikir aðfararnótt laugardags: Boston - Los

Leikir aðfararnótt laugardags: Boston - Los Angeles2:1 Philadelphia - Detroit4:1 Anaheim - Chicago4:5 Eftir framlengingu. Buffalo - Ny Islanders1:1 Eftir framlengingu. Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 384 orð

Nú höfðu Haukar betur

FYRIR mánuði slógu FH-ingar lið Hauka út úr bikarkeppninni en á sunnudagur voru það Haukarnir sem höfðu betur, 26:22, í sannkölluðum nágrannaslag þar sem baráttan var í fyrirrúmi, oft á kostnað handboltans. Það var mikið fum og fát á okkur í byrjun og við áttum í erfiðleikum með að ná taktinum. Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 784 orð

"Samstaðan fleytti okkur áfram"

"VIÐ erum að sjálfsögðu í sjöunda himni með sigurinn. Öll sund míns fólks hér um helgina voru eins góð og þau frekast geta orðið enda kom það vel undirbúið til leiks og var einfaldlega betra en Ægissveitin," sagði sigurreifur þjálfari SH, Klaus J¨urgen Ohk, eftir að félagið hafði sigraði í fyrsta sinn í 1. deildarkeppni SSÍ sem fram fór í Sundhöll Reykjavíkur um helgina. Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 251 orð

Slök nýting kom Val í koll Herfileg nýting Valsman

Slök nýting kom Val í koll Herfileg nýting Valsmanna á þriggja stiga skotum kom þeim í koll er þeir töpuðu 90:98 fyrir KR. Aðeins eitt af 15 þriggja stiga skotum þeirra rataði í körfuna fyrir hlé. Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 613 orð

Stefnir KeflvíkingurinnEYDÍS KONRÁÐSDÓTTIRá næstu Ólympíuleika?Sunddrottning og sellóleikari

EYDÍS Konráðsdóttir frá Keflavík hefur undanfarin ár verið ein skærasta stjarna sundsins hér á landi. Í Bikarkeppni Sundssambandsins um nýliðna helgi setti hún tvö Íslandsmet og sigraði í öllum einstaklingssundum sem hún tók þátt í. Eydís er sautján ára og býr í foreldrahúsum og stundar nám á þriðju önn náttúrufræðibrautar Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 379 orð

Stórsigur Stjörnunnar

"VANDAMÁLIÐ er að ef ein er tekin úr umferð geta hinar ekki leyst málin. Ætli ég verði ekki að fá enn fleiri ungar stelpur í liðið til að leysa þetta," sagði Guðríður Guðjónsdóttir þjálfari, leikmaður og burðarás 1. deildarliðs Fram, eftir 22:14 tap gegn Stjörnunni á laugardaginn en hún var tekin úr umferð allan leikinn. Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 439 orð

STUÐNINGUR »Landsliðið í hand-knattleik treystir ástuðning í Kaplakrik

Íslenska landsliðið í handknattleik á fyrir höndum tvo leiki gegn Pólverjum í Evrópukeppninni. Þetta eru ekki venjulegir leikir sem slíkir heldur þvert á móti með þeim þýðingarmestu þegar íslenska landsliðið hefur átt hlut að máli. Málið er ósköp einfalt. Ísland verður að sigra í Kaplakrika annað kvöld og ná a.m.k. Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 245 orð

Sætur sigur ÍA í nágrannaslag Þetta var góður sigu

Sætur sigur ÍA í nágrannaslag Þetta var góður sigur og eðlilegt framhald af því sem við höfum verið að gera. Ég þakka sigurinn frábærri liðsheild og baráttu í vörninni," sagði Hreinn Þorkelsson, þjálfari Skagamanna, eftir sætan sigur á erkifjendunum í Skallagrími. Sigurinn réðst í blálokin og lokatölur, 83:81. Í báðum liðum voru forföll. Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 283 orð

UMSK sigraði í 2. deild

SVEIT UMSK sigraði í 2. deild bikarkeppninnar eftir hörkubaráttu við Ármenninga. Sundfélagið Óðinn frá Akureyri hafnaði síðan í þriðja sæti. "Í fyrri hluta keppninnar skiptumst við og Ármenningar á um forystu en síðan náðum við frumkvæðinu um miðjan dag í gær og gáfum aldrei eftir," sagði Arnþór Ragnarsson, einn þjálfara UMSK liðsins, er sigurinn var vís. Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 281 orð

Valdimar fór fyrir sínum mönnum í fyrsta sigurleiknum

Selfyssingar unnu langþráðan sigur er þeir mættu lánlausum Víkingum í Víkinni og unnu 28:25 í skemmtilegum leik. Valdimar Grímsson, þjálfari Selfyssinga, fór fyrir sínum mönnum og sýndi að hann er óðum að ná fyrri styrk, skoraði sjálfur 13 mörk, mörg eftir glæsilegt einstaklingsframtak, Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 365 orð

Valsmenn bestir!

"VALSMENN eru með besta liðið í deildinni, það er engin spurning," sagði Alfreð Gíslason, þjálfari KA, eftir að lið hans hafði tapað fyrsta leiknum á tímabilinu, gegn Valsmönnum, 25:22, að Hlíðarenda á laugardaginn. "Það er enginn heimsendir þó við töpuðum þessum leik, gerir mótið bara meira spennandi. Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | -1 orð

VALUR

VALUR 9 7 1 1 224 201 15KA 8 7 0 1 233 205 14HAUKAR 9 6 1 2 235 212 13STJARNAN 8 6 0 2 211 189 12FH 9 4 1 4 235 220 9UMFA 8 4 1 3 204 200 9 Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 792 orð

Valur - KA25:22

Hlíðarendi, Íslandsmótið í handknattleik, 1. deild karla - 9. umferð - laugardaginn 25. nóvember 1995. Gangur leiksins: 3:0, 6:2, 7:5, 10:6, 11:9, 14:10, 14:13, 14:14, 15:16, 16:16, 18:19, 22:19, 24:20, 24:22,25:22. Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | -1 orð

Öruggur Grindavíkursigur Grindvíkingar sigruð

Öruggur Grindavíkursigur Grindvíkingar sigruðu Þór nokkuð örugglega, 104:77, en gestirnir voru þó erfiðir í fyrri hálfleiknum og það var ekki fyrr en í þeim síðari að heimamenn náðu að hrista gestina af sér. Þórsarar léku oft á tíðum ágætlega í fyrri hálfleik og gekk vel að stöðva skyttur Grindvíkinga en réðu illa við Herman Myers undir körfunni. Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 94 orð

(fyrirsögn vantar)

NFL-deildin NY Giants - Chicago24:27Buffalo - New England25:35Washington - Philadelphia7:14Indianapolis - Miami36:28Green Bay - Tampa Bay35:13Jacksonville - Cincinnati13:17Cleveland - Pittsburgh17:20San Francisco - St. Meira
28. nóvember 1995 | Íþróttir | 9 orð

(fyrirsögn vantar)

ENGLAND:11X 11X X11 21XX ÍTALÍA:X11 211 111 X112 » Meira

Úr verinu

28. nóvember 1995 | Úr verinu | 792 orð

Margir síldarbátar eru á leið á miðin

"VIÐ VORUM 20 mílur vestur af Eldeyjarboða á aðfaranótt sunnudags og fengum 350 tonn af skínandi síld," segir Snorri Gestsson, skipstjóri á Gígju VE, í samtali við Verið. Þetta er í fyrsta skipti í rúman áratug sem síld veiðist á þessum slóðum. Þar með er heildarafli Gígju kominn í 2 þúsund tonn. Meira
28. nóvember 1995 | Úr verinu | 54 orð

Opinn fundur um sjávarútvegsmál

STAFNBÚI, Félag sjávarútvegsfræðinema við Háskólann á Akureyri, efnir til opins fundar á Hótel KEA í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Gestir fundarins verða Arthur Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda og Magnús Magnússon, formaður Útvegsmannafélags Norðurlands. Meira
28. nóvember 1995 | Úr verinu | 274 orð

Unnið allan sólarhringinn

SÆPLAST hf. á Dalvík hefur gert samning við útgerðarfyrirtæki í Lorient í Frakklandi um sölu á fiskkerum fyrir fjóra togara. Um er að ræða samning að andvirði ríflega 25 milljónir króna og er þetta stærsti samningur, sem Sæplast hefur gert við erlendan aðila fram til þessa. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.