Greinar þriðjudaginn 19. desember 1995

Forsíða

19. desember 1995 | Forsíða | 118 orð

Aðeins fjórir flokkar inni

YFIRKJÖRSTJÓRN í Rússlandi birti í gær úrslit kosninganna á sunnudag eins og þau voru þegar taldar höfðu verið 27 milljónir atkvæða, um 40%, í 65 af 89 héruðum landsins. Alls buðu 43 flokkar fram en í gær höfðu aðeins fjórir fengið tilskilin 5% atkvæða til að koma manni á þing. Til samanburðar er fylgið í kosningunum 1993: Kommúnistaflokkurinn 21,9% (12,4%); Frjálsl. lýðræðisfl. Meira
19. desember 1995 | Forsíða | 144 orð

Bandaríkjastjórn lokar stofnunum

UM 260.000 bandarískir ríkisstarfsmenn héldu sig heima í gær en þær stofnanir, sem þeir vinna hjá, hafa verið greiðsluheimildalausar í þrjá daga. Hafa samningaumleitanir Bills Clintons Bandaríkjaforseta og meirihluta repúblikana á þingi engan árangur borið. Meira
19. desember 1995 | Forsíða | 441 orð

Flokkur kommúnista er ótvíræður sigurvegari

KOMMÚNISTAR og leiðtogi þeirra, Gennadí Zjúganov, eru ótvíræðir sigurvegarar í þingkosningunum, sem fram fóru í Rússlandi á sunnudag. Fengu þeir tæp 22% atkvæða en næstur þeim með hálfu minna fylgi kom þjóðernissinnaflokkur Vladímírs Zhírínovskís. Í þriðja sæti var Rússneska föðurlandið, flokkur Víktors Tsjernomyrdíns forsætisráðherra, sem naut stuðnings Borís Jeltsíns, forseta Rússlands. Meira
19. desember 1995 | Forsíða | 206 orð

Sch¨ussel neitar að gefa eftir

WOLFGANG Sch¨ussel, utanríkisráðherra Austurríkis og leiðtogi Þjóðarflokksins, léði í gær máls á að hefja viðræður um stjórnarmyndun við jafnaðarmenn, sem báru sigur úr býtum í þingkosningunum á sunnudag. Sch¨ussel sagði þó ekki koma til greina að verða við kröfu jafnaðarmanna um að skattar yrðu hækkaðir til að minnka fjárlagahallann í stað þess að skerða útgjöldin til velferðarmála verulega. Meira
19. desember 1995 | Forsíða | 109 orð

Skriður á flutninga

SKRIÐUR komst í gær á liðsflutninga Bandaríkjamanna til Bosníu en þoka og slæmt skyggni hafði hamlað flugi til Tuzla í fimm daga. Þá eru liðflutningar Rússa til Bosníu hafnir. Í gær lenti fyrsta Herkúles- vélin á vegum Bandaríkjahers og gert var ráð fyrir að á þriðja tug véla myndi fljúga til Tuzla í gær. Meira

Fréttir

19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 46 orð

Aðsóknarmet á Bond

10.100 manns sóttu sýningar á nýjustu James Bond-myndinni, Golden Eye, um helgina. Önnur James Bond-mynd, A View to a Kill, átti fyrra aðsóknarmetið, 10.100 manns fyrstu sýningarviku. Goldeneye er s ýnd í Bíóhöllinni, Bíóborginni og Háskólabíói. Sætaframboð er 1.800-1.900 sæti á hverri sýningu. Meira
19. desember 1995 | Landsbyggðin | 104 orð

Aðventustund í Húsavíkurkirkju

ÞAÐ er orðinn fastur liður að Kirkjukór Húsavíkur sjái um aðventustund í kirkjunni á jólaföstu. Hátíðarstundin hófst að þessu sinni með ávarpi sóknarprestsins sr. Sighvats Karlssonar og söng kirkjukórsins undir stjórn Nataliu Chow við undirleik Helga Péturssonar og slagverksleik Anton Fournier og Valmar Valjaots. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 198 orð

Afhending nektarmyndar algjörlega ónauðsynleg

RANNSÓKNARLÖREGLU ríkisins hefur borist kæra vegna afhendingar nektarmyndar af sjúklingi til örorkumatsnefndar. Örorkumatsnefnd hafði verið falið að gera einkaörorkumat vegna meintra læknamistaka eftir lýtaaðgerð. Meira
19. desember 1995 | Erlendar fréttir | 448 orð

Andstæðingum Jeltsíns fjölgar tæpast á þingi

FRÉTTASKÝRENDUR í Moskvu telja að sigur kommúnista í þingkosningunum sem fram fóru á sunnudag komi ekki til með að hafa miklar breytingar í för með sér. Þótt sýnt sé að kjósendur hafi ákveðið að virða að vettugi ákall forseta Rússlands, Borís Jeltsíns, Meira
19. desember 1995 | Erlendar fréttir | 307 orð

Áhyggjur en ekkert fát

VESTRÆNIR ráðamenn hafa margir áhyggjur af auknu fylgi kommúnista í Rússlandi en ljóst er að menn eru ekki felmtri slegnir eins og fyrir tveim árum er þjóðernissinninn Vladímír Zhírínovskíj fékk mun meiri stuðning en kannanir höfðu bent til. Mikil kosningaþátttaka þykir framför og einnig að kosningarnar virðast hafa verið frjálsar og lýðræðislegar. Meira
19. desember 1995 | Erlendar fréttir | 245 orð

Ákveðið að hefja viðræður á ný

ÁKVEÐIÐ hefur verið að fulltrúar Ísraela og Sýrlendinga setjist á ný að samningaborði í Bandaríkjunum 27. desember til að reyna að finna lausn á deilunum um Gólanhæðir sem Sýrlendingar misstu í sex daga stríðinu. Þeir krefjast þess að Ísraelsher hverfi að fullu frá hæðunum. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 249 orð

Áætlun Flugmálastjórnar samþykkt

ALÞJÓÐAFLUGMÁLASTOFNUN hefur samþykkt viðbúnaðaráætlun Flugmálastjórnar fyrir íslenska flugstjórnarsvæðið. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segir Alþjóðaflugmálastofnunina besta umsagnaraðila um þetta mál. Viðurkenning hennar hreki fullyrðingar flugumferðarstjóra um að fyllsta öryggis verði ekki gætt í áætluninni. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 464 orð

Beindu byssuhlaupi að höfði gjaldkerans

ÞRÍR vopnaðir grímuklæddir menn rændu útibú Búnaðarbanka Íslands við Vesturgötu í gær. Einn ræningjanna beindi haglabyssuhlaupi að höfði eins gjaldkera bankans. Engu skoti var hleypt af í ráninu og enginn slasaðist. Ekki hefur fengist uppgefið hversu miklu var stolið, en getum leitt að því að upphæðin hafi verið um 1,5 milljónir. Meira
19. desember 1995 | Erlendar fréttir | 51 orð

Bera björg í bú

Reuter AFGANSKIR karlmenn ýta á undan sér kerrufylli af hveiti innan um snævi þaktar sprengjurústir í Kabúl um helgina. Að sögn fulltrúa sameinuðu þjóðanna blasir mikil neyð við um hálfri milljón borgarbúa í vetur opni ekki stjórnarandstæðingar, sem sitja um borgina, fyrir matvæla- og eldsneytisflutninga til hennar. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 88 orð

Bifreið ónýt eftir eldsvoða

Rétt fyrir ofan bæinn Kalastaðakot kom upp eldur í bifreiðinni, líklega frá dekkjum hennar. Varð af mikið eldhaf og er eignatjón mjög mikið. Slökkvilið Akraness kom á vettvang og náði að slökkva eldinn á skömmum tíma. Engin slys urðu á mönnum, en bílstjórinn var einn í bílnum. Umferð tafðist talsvert vegna slyssins. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 90 orð

Björk á uppleið

SMÁSKÍFA Bjarkar Guðmundsdóttur, It's Oh So Quiet, af breiðskífunni Post, er nú í fjórða sæti breska vinsældalistans og á uppleið. Ekkert íslenskt lag hefur náð svo hátt. It's Oh So Quiet er þriðja smáskífan af breiðskífunni Post sem kom út í sumar. Lagið kom út fyrir mánuði og fór þá í níunda sæti listans. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 225 orð

Borga 5,2 milljónir fyrir tilboðin

ÁTTA fyrirtæki skiluðu tilboðum í tollkvóta á innfluttum osti. Heimilaður var innflutningur á 57 tonnum á lágmarkstollum. Meðaltal tilboða í innflutning á osti til almennra nota var 98 krónur á kíló. Tekjur ríkissjóðs af tilboðunum eru um 5,2 milljónir króna. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 412 orð

Bóksala stórmarkaða könnuð á næsta ári

GEORG Ólafsson, forstjóri Samkeppnisstofnunar, segir að samkeppnisyfirvöld muni ekki hafa afskipti af bóksölu stórmarkaða fyrir þessi jól þar sem komið sé of nálægt jólum, en líklegt sé að þau muni láta þessi mál til sín taka á næsta ári. Í grein í Morgunblaðinu á laugardag er spurt hvers vegna Samkeppnisráð aðhafist ekkert í þessum málum. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 58 orð

Bráðabani skákmanna

JAFNTEFLI varð í skák þeirra Hannesar Hlífars Stefánssonar og Jóhanns Hjartarsonar í gær í fjórðu skák þeirra um Íslandsmeistaratitilinn. Eru þeir jafnir að stigum með tvo vinninga hvor og verður nú tefldur bráðabani þar sem sá verður Íslandsmeistari sem fyrr vinnur skák. Fimmta skák þeirra verður tefld í dag kl 17 og hefur Hannes Hlífar hvítt. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 80 orð

Endurskoðun skaðabótalaga lýkur ekki fyrir jól

ENDURSKOÐUN á skaðabótalögum sem tóku gildi um mitt ár 1993 lýkur ekki á Alþingi fyrir jól, að sögn Sólveigar Pétursdóttur, formanns allsherjarnefndar. Sólveig sagði að endurskoðun laganna væri flókið mál. Þeim fylgdu miklir útreikningar og nefndarmenn hefðu viljað fá betri tíma til að yfirfara og skoða málið. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 104 orð

Farið fram á prestskosningu

YFIR 80 manns hafa með því að skrifa nöfn sín á undirskriftarlista óskað eftir að fram fari almennar prestkosningar í Staðarstaðarsókn. Ingiberg Hannesson, prófastur á Hvoli í Saurbæ, segist í fljótu bragði ekki sjá betur en undirskriftalistinn sé löglegur og fram fari kosningar eftir áramót. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 51 orð

Fífill springur út

HALLGRÍMUR Hansson í Skaftahlíð 9 í Reykjavík varð heldur betur hissa í gær þegar hann uppgötvaði fífil sem var að springa út við húsið hans. Er það hlýindunum undanfarið að þakka. Hallgrímur hefur búið þarna í 48 ár en aldrei fyrr séð fífla springa út á þessum árstíma. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 420 orð

Fjöldauppsagnir og lokanir deilda blasa við

STJÓRNENDUR Sjúkrahúss Reykjavíkur segja spítalann standa frammi fyrir miklum fjárhagserfiðleikum á næsta ári. Skv. rekstraráætlunum fyrir 1996 vanti 383 milljónir króna til rekstur sjúkrahúss Reykjavíkur miðað við óbreytta þjónustu frá yfirstandandi ári. Heilbrigðisráðherra ætlar að kynna nýjar skýrslur um fjárhagserfiðleika Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkisspítala á ríkisstjórnarfundi í dag. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 361 orð

Flokkurinn þríklofinn í atkvæðagreiðslu

ÞINGFLOKKUR Alþýðubandalagsin þríklofnaði í afstöðu til staðfestingarfrumvarps um stækkun álversins í Staumsvík þegar atkvæði voru greidd á Alþingi í gær. Hjörleifur Guttormsson var á móti málinu, Ólafur Ragnar Grímsson og Bryndís Hlöðversdóttir voru meðmælt því, en hinir sex þingmenn flokksins sátu hjá í atkvæðagreiðslu eftir 2. umræðu um málið í gær. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 37 orð

Flóamarkaður Hjálpræðishersins

VEGNA mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að fatamarkaður Hjálpræðishersins verði opinn í dag frá klukkan 13 til 18 í Flóamarkaðsbúðinni að Garðastræti 6. Um er að ræða aukadag vegna mikillar eftirspurnar, að sögn starfsmanns Hjálpræðishersins. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 465 orð

Fræðsla og rannsóknir verði stórlega efldar

Í LANDSÁÆTLUN um gigtarvarnir er lagt til að rannsóknir á gigtarsjúkdómum hér á landi verði stórefldar og að stofnuð verði sérstök gigtarrannsóknarstofnun. Einnig er lagt til að fræðsla um gigtarsjúkdóma og varnir við þeim verði aukin. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 57 orð

Fundur um framtíð Sameinuðu þjóðanna

Í TILEFNI þess að fimmtíu ár eru liðin frá stofnun Sameinuðu þjóðanna heldur utanríkismálanefnd Heimdallar fund um framtíð samtakanna. Fundurinn verður haldinn í Valhöll, Háaleitisbraut 1, þriðjudaginn 19. desember kl. 20.30. Meira
19. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 166 orð

Fyrirtæki ársins verðlaunað

ATVINNUMÁLANEFND Akureyrar samþykkti á fundi sínum nýlega að veita árlega viðurkenningu fyrirtæki sem skarað hefur fram úr á sviði atvinnurekstrar. Viðurkenningin verður veitt í byrjun næsta árs, fyrir árið 1995 en í framtíðinni er gert ráð fyrir að viðurkenningin verði veitt við hátíðlega athöfn í desember ár hvert. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 412 orð

Gagnrýni á Alþingi á Neyðarlínuna hf.

ALVARLEGAR athugasemdir komu fram á Alþingi um framkvæmd laga um samræmda neyðarsímsvörun en hlutafélagið Neyðarlínan hf. á að hefja rekstur neyðarvaktstöðvar um áramótin. Ögmundur Jónasson, þingmaður Alþýðubandalags, ræddi um Neyðarlínuna hf. utan dagskrár á Alþingi og sagði margt benda til að þar væri allt í miklu uppnámi. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 356 orð

Gagnrýnir stjórnarandstöðu og segir harkalegra aðgerða þörf

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra beindi spjótum sínum að stjórnarandstöðunni á fundi á föstudag og sagði að ekki væri hægt að gera svo öllum líkaði og halda jafnframt í stöðugleikann, tryggja hagvöxt og vinna á halla ríkissjóðs. Takast yrði á við vandann nú, en ekki velta honum yfir á komandi kynslóðir. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 45 orð

Garði -

Garði - Daihatsu-jeppi valt í fyrrakvöld á Garðveginum skammt frá golfskálanum í Leiru eftir að hálka, sem erfitt var að varast, hafði myndast á veginum. Ökumaðurinn var fluttur í sjúkrahúsið í Keflavík og þaðan á Borgarspítalann. Hann mun ekki hafa slasast alvarlega. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 87 orð

Göngubrúin vígð

Morgunblaðið/Jón Svavarsson HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, klipptu á borðann þegar göngubrúin yfir Kringlumýrarbraut var opnuð fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur á sunnudag. Reykjavíkurborg sá um framkvæmdina en Vegagerðin greiðir allan kostnað, sem er 50 milljónir. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 214 orð

Heilsdagsskóli áfram

SAMKOMULAG hefur náðst um heilsdagsskólann milli borgaryfirvalda og skólastjóra grunnskóla í Reykjavík og verður rekstur skólans óbreyttur eftir áramót. Sigrún Magnúsdóttir, formaður skólamálaráðs, sagði að viðræður hefðu staðið yfir við skólastjóra að undanförnu og að samkomulag hefði náðst á fundi sem haldinn var í gærmorgun. Meira
19. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 82 orð

"Hin björtu kveld"

NÓTNAHEFTIÐ "Hin björtu kveld" sem inniheldur 20 sönglög eftir Birgi Helgason kom út fyrir nokkru. Lögin eru fyrir einsöng, tvísöng og blandaðan kór. Teikning á forsíðu er eftir Aðalstein Vestmann, um nótnaskrift sá Daníel Guðjónsson, en lagahöfundur er útgefandi. Meira
19. desember 1995 | Miðopna | 991 orð

Hnífur mannanna fannst í flóttabílnum í gærkvöldi

ÞRÍR vopnaðir menn rændu útibú Búnaðarbanka Íslands að Vesturgötu 54 í gær. Mennirnir, sem voru vopnaðir haglabyssu og stórum hnífum, beindu byssu að starfsfólkinu og skipuðu því að leggjast á gólfið. Síðan tæmdu þeir peninga úr kössum gjaldkera bankans og hurfu á brott en skildu eftir stolinn bíl sem þeir komu á að bankanum. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 157 orð

Íslenskur skemmtiþáttur á Stöð 3

STÖÐ 3, Magnús Scheving íþróttamaður ársins, Hilmar Oddsson leikstjóri og Saga film undirrituðu fyrir helgi samkomulag um framleiðslu á nýjum íslenskum þáttum sem verða sýndir hálfsmánaðarlega á dagskrá Stöðvar 3 í vetur. Meira
19. desember 1995 | Miðopna | 1042 orð

Janus rússneskra stjórnmála Leiðtoga flokks rússneskra kommúnista, Gennadíj Tsjúganov, hefur verið líkt við úlf í sauðargæru.

GENNADÍJ Tsjúganov, leiðtogi Kommúnistaflokksins, sigurvegara þingkosninganna í Rússlandi, er maður sem erfitt er að átta sig á. Rússar eru ágætlega hallir undir hjáfræði af ýmsum toga og sjálfur hefur Tsjúganov vísað til stjörnuspekinnar og sagt að persónuleiki sinn kunni að skýrast af því að hann fæddist fyrir tímann og er í krabbamerkinu en hefði með réttu átt að vera ljón. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 57 orð

Jarðgöngin opnuð fyrir umferð

JARÐGÖNGIN undir Breiðdals- og Botnsheiðar verða formlega opnuð fyrir almennri umferð á morgun, miðvikudaginn 20. desember, kl. 12.00. Það verður samgönguráðherra, Halldór Blöndal, sem opnar göngin formlega að viðstöddum þingmönnum Vestfjarða, sveitarstjórnarmönnum, fulltrúum Vegagerðarinnar sem og fulltrúum verktaka og fleirum. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 113 orð

Jólatónleikar Páls Óskars og Kósý

PÁLL Óskar mun halda jólatónleika í Borgarleikhúsinu þriðjudaginn 19. desember kl. 20.30. Tilefnið er hin nýútkomna ballöðuplata hans. Á tónleikunum mun Páll Óskar aftur á móti rifja upp sinn eigin feril. Fjölmargir hljóðfæraleikarar munu koma við sögu og hjálpa honum að flytja lög eins og Taumlaus transi, Heródesarlagið, Ljúfa líf og Sjáumst aftur. Meira
19. desember 1995 | Erlendar fréttir | 483 orð

Kjósendur sagðir hafna hægristjórn

JAFNAÐARMENN unnu sigur í þingkosningunum í Austurríki á sunnudag og leiðtogi þeirra, Franz Vranitzky kanslari, sagði ljóst að austurrískir kjósendur hefðu hafnað þeim möguleika að mynduð yrði hægristjórn sem stefndi að miklum sparnaði í velferðarkerfinu. Úrslitin eru áfall fyrir Frelsisflokkinn, sem tapaði fylgi í fyrsta sinn frá því Jörg Haider varð leiðtogi hans árið 1986. Meira
19. desember 1995 | Erlendar fréttir | 309 orð

Króatar hafa í hótunum

KRÓATAR hótuðu í gær að draga sig út úr alþjóðlegri ráðstefnu um afvopnun sem haldin var nærri Bonn í Þýskalandi, viðurkenndi Júgóslavía, sambandsríki Serbíu og Svartfjallalands, ekki hið snarasta að Austur-Slavónía væri hluti Króatíu. Meira
19. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 73 orð

Kvöldstund við kertaljós

"KVÖLDSTUND við kertaljós" verður í Laufáskirkju í kvöld, þriðjudagskvöldið 19. deseber og hefst hún kl. 21.00. Kór Svalbarðs- og Laufáskirkju flytur aðventu- og jólalög. Söngnemendur úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar syngja undir stjórn kennara sínst Þuríðar Baldursdóttur. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 62 orð

Köttur á förnum vegi

HÆPIÐ er að þessi fallegi köttur sé nokkuð í ætt við jólaköttinn, en líklega verður kötturinn sá á ferðinni á næstunni eins og aðrar furðuverur undanfarið. Yfirleitt sjást þessar verur ekki á öðrum tímum en í kringum jól og áramót. Flestar gleðja þær mannfólkið, en jólakötturinn þykir þó heldur leiðinlegur og ekki eftirsóknarvert að lenda í honum. Meira
19. desember 1995 | Landsbyggðin | 144 orð

Læra að búa við hættuna?

Á borgarafundinum spunnust umræður um hversu langt ætti að ganga í að rýma hús þegar hætta væri talin á snjófljóði. Ef rýmt væri of oft ykist hættan á því að almenningur hætti að taka mark á viðvörnum en á móti var talað um að ekki mætti sofna á verðinum þegar raunveruleg hætta væri á ferðinni. Jón Dýrfjörð, framkvæmdastjóri, lagði m.a. Meira
19. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 157 orð

Lögreglan gefur börnunum jólasveinabarmmerki

ÞEIR Sæmundur Sigfússon og Grétar Viðarsson, lögreglumenn á Akureyri heimsóttu börn í 1. bekk í grunnskólunum á Akureyri í gær og afhentu þeim jólasveinamerki að gjöf. Börnin tóku gestunum fagnandi og vönduðu sig óskaplega við að velja barmmerkið, leitin að uppáhaldsjólasveininum tók góðan tíma. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 720 orð

Níu útköll á eitt skólaball

BÓKANIR eftir helgina voru 438 talsins. Lögreglumenn þurftu alloft að hafa afskipti af ölvuðu fólki á almannafæri, eða 62 sinnum, auk 29 afskipta vegna hávaða og ónæðis utan dyra og innan, en hins vegar eru óvenju fáir ökumenn, sem stöðvaðir voru í akstri, grunaðir um ölvunarakstur, eða 4 alls. Að jafnaði eru um 15 ökumenn kærðir fyrir ölvunarakstur í borginni um helgar. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 254 orð

Rán við banka og bensínstöðvar

18. október 1995 reyndi rúmlega þrítugur maður að stela peningum úr Háaleitisútibúi Landsbankans. Hann stökk yfir afgreiðsluborð og greip peninga úr skúffu eins gjaldkerans. Viðskiptavinir bankans stöðvuðu hann áður en hann komst út með feng sinn, sem voru nokkrir tugir þúsunda króna. 27. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 288 orð

Róttækar aðgerðir ef komast á hjá greiðsluþroti

HÁSKÓLI Íslands telur brýnt að fá 70 millj. kr. aukið framlag til að tryggja að kennsla geti orðið með viðunandi hætti. Björn Bjarnason menntamálaráðherra sagði að þessi mál væru til athugunar við afgreiðslu fjárlaga á Alþingi. "Þetta erindi barst í dag og menn hljóta að skoða það. Fjárlaganefndin er með fjárlagafrumvarpið til meðferðar," sagði Björn. Meira
19. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 377 orð

Skoðað hvort tekin verði lán til að flýta framkvæmdum

SKORTUR á viðlegurými fyrir stór skip er tilfinnanlegur á Akureyri og segir Einar Sveinn Ólafsson, formaður hafnarstjórnar, að mikil þörf væri á að bæta þar úr. Fyrirhugaðan niðurskurð á hafnaáætlun segir hann því mikil vonbrigði, en staðan yrði metin eftir áramót og þá skoðað hvort ástæða sé til að taka lán til að flýta nauðsynlegum framkvæmdum. Meira
19. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 257 orð

Skólaþjónusta Eyþings í stað fræðsluskrifstofu

STARFSHÓPUR sem skipaður var á vegum Eyþings, sambands sveitarfélaga í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum leggur til að stofnuð verði þjónustumiðstöð fyrir leikskóla og grunnskóla í landshlutanum, Skólaþjónusta Eyþings. Gert er ráð fyrir að starfsemin verði staðsett á Akureyri með útstöð á Húsavík. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 754 orð

Skóli í hæsta gæðaflokki

GUÐJÓN Magnússon hefur verið ráðinn rektor við Norræna heilbrigðisháskólann í Gautaborg frá 1. janúar nk. Sögu skólans má rekja til ársins 1956, þegar starf hans byrjaði með styttri námskeiðum á norrænum grunni í félagslækningum, sem þá var tiltölulega ný grein. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 240 orð

Svæði ekki rýmd án samráðs við heimamenn

FRUMVARP til laga um að færa yfirstjórn snjóflóðavarna frá félagsmálaráðuneyti til umhverfisráðuneytis og Veðurstofa Íslands ákveði hvenær rýma skuli hættusvæði var samþykkt á Alþingi í gær. Um leið var samþykkt breytingartillaga við frumvarpið þar sem meðal annars er kveðið á um að ákvörðun Veðurstofu skuli ekki tekin fyrr en "að höfðu samráði við lögreglustjóra og almannavarnanefnd". Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 396 orð

Telja að tíminn sé að renna út

STJÓRNIR Hins íslenska kennarafélags og Kennarasambands íslands hafa sent frá sér ályktanir þar sem því er lýst yfir að verði ýmis mál sem varða réttindi kennara ekki frágengin fyrir miðjan janúar á næsta ári sé sjálfgefið að fresta verði flutningi grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga, sem fram á að fara 1. ágúst 1996. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 41 orð

Texta vantaði

ÞAU mistök urðu við birtingu myndar Sigmunds í laugardagsblaðinu að textinn varð viðskila við teikninguna. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum um leið og mynd og texti eru birt saman. Nei, nei, strákar, bara horfa, ekki koma við síldina. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 789 orð

Tími til kominn að láta af þessu starfi

GUÐMUNDUR J. Guðmundsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér sem formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í komandi kosningum í félaginu. Hann hefur starfað fyrir félagið í 43 ár, þar af formaður frá 1982 og varaformaður í 21 ár þar á undan. Halldór Björnsson varaformaður Dagsbrúnar verður formannsefni á lista stjórnar og trúnaðarráðs félagsins við stjórnarkosningarnar í janúar. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 420 orð

Tólf mánaða fangelsi fyrir nauðgun í togara

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 22 ára breskan sjómann til 12 mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa nauðgað 41 árs konu um borð í togaranum Þerneyju í Reykjavíkurhöfn 8. október síðastliðinn. Sekt mannsins, sem bar fyrir sig minnisleysi um atburðinn, þótti m.a. sönnuð með niðurstöðu DNA-rannsóknar. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 310 orð

Tryggingavíxill verður ekki innheimtur

BÆJARSJÓÐUR Hafnarfjarðar mun ekki geta innheimt 16 milljóna króna tryggingavíxil útgefinn af Jóhanni G. Bergþórssyni, segir í álitsgerð lögfræðinga, sem lögð hefur verið fram í bæjarráði Hafnarfjarðar. Álitsgerðin er unnin vegna fyrirspurnar á fundi bæjarstjórnar um viðskipti bæjarsjóðs við Hagvirki-Klett hf. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 95 orð

Umræðuhópar og blaðaútgáfa í jafningjafræðslu

EINS og fram hefur komið hjá Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra hefur Félag framhaldsskólanema fengið styrk til forvarnarátaks sem nefnt er jafningjafræðsla. Átakið gengur út á að jafnaldrar upplýsi hvorir aðra um skaðsemi fíkniefna. Hugmyndin er sú að gefa út veglegt blað og ýmislegt fleira ásamt því að stofnaðir verða umræðuhópar innan hvers skóla. Meira
19. desember 1995 | Landsbyggðin | 267 orð

Ungt fólk flytur inn við Lindartún

Garði - Sl. sunnudag fór fram formleg afhending á þremur íbúðum í félagslega kerfinu. Íbúðirnar standa við Lindartún og eru í tveimur eins parhúsum Hvort húsanna er með tveimur misstórum íbúðum. Annars vegar er fjögurra herbergja, 105 fm íbúð sem kostar tæpar 7,4 milljónir og hins vegar þriggja herbergja, 90 fermetera íbúð sem kostar liðlega 6,3 milljónir. Meira
19. desember 1995 | Erlendar fréttir | 185 orð

Upptaka af morði Rabins seld ÍSRAELSK

ÍSRAELSKA sjónvarpsstöðin Stöð-2 og dagblaðið Yedioth Ahronoth keyptu í gær myndbandsupptöku áhugaljósmyndara af morðinu á Yitzhak Rabin forsætisráðherra 4. nóvember sl. fyrir jafnvirði 400.000 dollara eða 26 milljónir króna. Verður það sýnt opinberlega í þessari viku. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 137 orð

Útboð FÍB í tryggingar sent út í dag

ÚTBOÐ vegna ökutækjatrygginga félagsmanna í Félagi íslenskra bifreiðaeigenda verða sendar til erlendra og innlendra tryggingafyrirtækja í dag. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að vænta megi þess að um einn mánuður líði áður en tilboð verða opnuð. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 267 orð

Útlit fyrir hækkun á búvörum 1. mars

LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA beindi þeim tilmælum til sexmannanefndar, sem ákveður verð á búvörum til bænda, að hún frestaði öllum hækkunum sem áttu að koma til framkvæmda 1. desember sl. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var tilefni til 1,25% hækkunar á mjólkurafurðum og 2-3% hækkunar á eggjum og kjúklingum. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 112 orð

Útsvar verði 9,2%

LÖGÐ hefur verið fram í bæjarráði Hafnarfjarðar tillaga um að bæjarstjórn samþykki að útsvar verði 9,2% árið 1996. Jafnframt er gert ráð fyrir 0,365% fasteignaskatti af íbúðarhúsnæði, 1,25% af atvinnuhúsnæði, 0,5% af hesthúsum og 1,25% af skrifstofu- og verslunarhúsnæði. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 102 orð

Útsvar verður óbreytt 8,4%

BÆJARRÁÐ Garðabæjar hefur samþykkt að vísa til bæjarstjórnar tillögu um að útsvar verði óbreytt, 8,4%, fyrir árið 1996. Jafnframt er lagt til að fasteignaskattur verði 0,75%. Þá er lagt til að sorphirðugjald verði 6.500 krónur og taðþróargjald 53.000 fyrir hvert hesthús. Vatnsskattur verði 0,15% af fasteignamati og holræsa- og rotþróargjald 0,07% af fasteignamati. Meira
19. desember 1995 | Landsbyggðin | 251 orð

Veikindi lömuðu skólastarf á Borgarfirði eystra

Borgarfirði eystra-Mörgum þótti sem jólasnjórinn væri kominn sunnudagsmorgun er þeir risu úr rekkju. Þunn hvít slæða hafði breitt sig yfir allt umhverfið sem áður hafði verið autt og haustlitir varla horfnir. Ekki má þó mikið hlýna til að jólin verði hér rauð. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 412 orð

Verðstríðið glæðir bóksölu

BÓKSALA virðist ætla að verða mun meiri á þessu ári en í fyrra og virðist meðal annars mega rekja það til verðstríðs í kjölfarið á því að stórmarkaðurinn Bónus bauð tvöfalt hærri afslátt af bókum, en kveðið var á um í samkomulagi bóksala og bókaútgefenda. Bóksala í verslunum Máls og menningar í desember hefur aukist um rúmlega 40% milli ára. Meira
19. desember 1995 | Erlendar fréttir | 616 orð

Viðræður við ný aðildarríki hefjist í árslok 1997

LEIÐTOGAR ríkja Evrópusambandsins vonast til að hægt verði að hefja undirbúningsviðræður við ríki Austur- og Mið-Evrópu - að minnsta kosti sum þeirra - um leið og við Möltu og Kýpur, þ.e. hálfu ári eftir að ríkjaráðstefnu sambandsins lýkur. Stefnt er að því að ljúka ráðstefnunni um mitt ár 1997 og hefja því viðræður við væntanleg aðildarríki í lok ársins. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 254 orð

Vilja að sett verði lög um lán til bílakaupa

STJÓRNARANDSTAÐAN vill að sett verði lög áður en þing lýkur störfum fyrir jól um heimild til Tryggingastofnunar að veita öryrkjum lán til bílakaupa. Afgreiðslu umræddra lána var hætt í vetur og kom fram hjá heilbrigðisráðherra á þingi, að ekki væri lagastoð fyrir þessum lánveitingum. Meira
19. desember 1995 | Erlendar fréttir | 412 orð

Vopnahlé segja verkfallsmenn

SAMGÖNGUR í París eru að komast í eðlilegt horf en fjöldi neðanjarðarlesta og járnbrauta tók í gær til starfa að nýju eftir þriggja vikna verkfall. Járnbrautarstarfsmenn í París samþykktu um helgina að snúa aftur til vinnu en í Suður- Frakklandi stendur verkfall enn. Meira
19. desember 1995 | Erlendar fréttir | 266 orð

Zhírínovskíj snýr á stjórnmálaskýrendur

ÞVERT á fullyrðingar stjórnmálaskýrenda um að hann hefði tapað hylli náði þjóðernisöfgamaðurinn Vladímír Zhírínovskíj þeim árangri í þingkosningunum á sunnudag, að hann hefur styrkt stöðu sína með tilliti til forsetakosninganna í júní á næsta ári. Meira
19. desember 1995 | Innlendar fréttir | 53 orð

(fyrirsögn vantar)

Hótelið fært í jólabúning SKREYTINGAR og jólaljós ber við augu hvert sem litið er í höfuðborginni þessa dagana og minna á nálægð jólanna, en nú eru aðeins fimm dagar til jóla. Þessi starfsmaður lagði sig allan fram við að klæða Grand Hótel Reykjavík jólaskreytingu þegar blaðamaður Morgunblaðsins átti leið þar um í gær. Meira
19. desember 1995 | Óflokkað efni | 5 orð

(fyrirsögn vantar)

Ritstjórnargreinar

19. desember 1995 | Staksteinar | 336 orð

»Framsókn í stórræðum DAGBLAÐIÐ Tíminn, sem er enn málgagn Framsóknarflokksins, fjallar s

DAGBLAÐIÐ Tíminn, sem er enn málgagn Framsóknarflokksins, fjallar sl. föstudag um samstarfið í ríkisstjórninni. Þar kemur fram, að Tíminn telur ráðherra flokksins standa í stórræðum, en kyrrstaða og lognmolla einkenni störf ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Gott mál Meira
19. desember 1995 | Leiðarar | 686 orð

KOSNINGARNAR Í RÚSSLANDI

KOSNINGARNAR Í RÚSSLANDI RSLIT þingkosninganna sem fram fóru í Rússlandi á sunnudag eru áfall fyrir Borís Jeltsín forseta, umbótastefnuna og lýðræðissinna í landinu. Meira

Menning

19. desember 1995 | Bókmenntir | 303 orð

Andblær frá horfinni tíð

Hólmanespistlar Stefáns Sigurkarlssonar eru frá þeim tímum þegar hvert þorp og bær á Íslandi var "heimur út af fyrir sig, og menn komust þar sjaldnast langt hver frá öðrum". Aðspurður um hvort hann hafi ákveðinn bæ í huga segir Stefán að svo sé raunar ekki. Hann bætir því við að hann hafi átt heima í Stykkishólmi í 13 ár og 10 á Akranesi. Meira
19. desember 1995 | Fólk í fréttum | 357 orð

Bláleitt rokk

Hittu mig, geisladiskur Vina Dóra. Hljómsveitina skipa Halldór Bragason gítarleikari og söngvari, Jón Ólafsson bassaleikari og Ásgeir Óskarsson trommuleikari. Aðstoðarmenn eru Þorsteinn Magnússon gítarleikari og Pétur Hjaltested hljómborðsleikari. Lög eru eftir Vini Dóra, Ásgeir Óskarsson á eitt lag og Jón Ólafsson eitt, en eitt lag er eftir J.J. Cale. Pjetur Stefánsson á alla texta. Meira
19. desember 1995 | Fólk í fréttum | 58 orð

Bogomil kynnir nýja plötu

BOGOMIL Font hélt tónleika á Café Óperu síðastliðið fimmtudagskvöld, þar sem hann flutti meðal annars lög af nýútkominni geislaplötu sinni, Út og suður. Ljósmyndari Morgunblaðsins leit inn og náði þá meðfylgjandi myndum af gestum og Bogomil sjálfum. Morgunblaðið/Halldór BOGOMIL sýndi að venju tilþrif viðsönginn. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 253 orð

Brottför gráa skarans

ÞÁ TÓK hún hönd snöggt um arm hans. "Þú ert harður og einbeittur," sagði hún, "og þannig ávinna menn sér frægðar." Aftur þagnaði hún. "Herra, sagði hún, "ef þú kemst ekki hjá því að fara þetta, leyfðu mér þá að vera í fylgdarliði þínu. Því ég er orðin þreytt á því að húka hér í hæðunum og vil heldur taka þátt í ógnum og orustum. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 627 orð

Draumurinn forni vakir

Eftir Jón frá Pálmholti, Hringskuggar, 1995 - 232 bls. AÐ undanförnu hafa heildarútgáfur ljóða ýmissa skálda séð dagsins ljós. Tilgangurinn með útgáfunni er þá gjarnan tvíþættur. Í fyrsta lagi eru eldri ljóðabækur þeirra löngu uppseldar og erfitt að nálgast þær. Hinn þátturinn er svo sá að veita yfirsýn yfir feril skáldsins líkt og þegar málarar halda yfirlitssýningar. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 505 orð

Dýr og drengir

eftir Jim Heynen. Gyrðir Elíasson þýddi. Hörpuútgáfan 1995 ­ 151 síða. 1.780 kr. JIM Heynen er amerískt skáld sem sent hefur frá sér smásagnasöfn og ljóðabækur. Heynen er "Íslandsvinur", en hann kom til Íslands 1994 og las fyrir landann upp úr verkum sínum. Gyrðir Elíasson hefur nú þýtt og valið nokkrar þessara smásagna. Meira
19. desember 1995 | Myndlist | 579 orð

Englar í Hafnarfirði

Samsýning/Samsýning. Listhús 39: Opið virka daga kl. 10-18, laugard. kl. 12-18, sunnud. kl. 14-18 til 31. des. Hafnarborg: Opið kl. 12-18 alla daga nema þriðjud. til 23. des. Aðgangur ókeypis. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 416 orð

Ergilegur aðkomukarl

eftir Kristínu Steinsdóttur. Vaka­ Helgafell, Reykjavík, 1995. 120 blaðsíður. NÝJASTA barnabók höfundar segir frá ævintýrum Alla, níu ára, sem langar til að kunna töfrabrögð, "því mikill töframaður getur hjálpað litlum krökkum sem eru hræddir í frímínútum, leikfimi og sundi og strákum sem ekki fá að vera með í fótbolta af því að þeir eru svo litlir". Meira
19. desember 1995 | Skólar/Menntun | 141 orð

Fagleg þekking og færni efld

TÆPLEGA 40 skólastjórnendur á höfuðborgarsvæðinu eru um það bil hálfnaðir með námskeið sem Fræðsluskrifstofa Reykjavíkurumdæmis og Skólastjórafélag Reykjavíkur standa að í samvinnu við Kennaraháskóla Íslands. Meira
19. desember 1995 | Fólk í fréttum | 247 orð

Fágaður jólasöngur

Flytjendur Kvartettinn Rúdólf: Sesselja Kristjánsdóttir, alt, Sigrún Þorgeirsdóttir, sópran, Skarphéðinn Þór Hjartarson, tenór, Þór Heiðar Ásgeirsson bassi. Gestasöngvarar eru Hulda Björk Garðarsdóttir og Valdimar Másson. Jóhann Hjörleifsson leikur á slagverk. Upptökur annaðist Jón Ólafsson í Eyranu í október síðastliðnum. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 637 orð

Fólk og atburðir á Austurlandi

ÞEIR breyttu Íslandssögunni heitir bókin. Höfundur tekur of djúpt í árinni með því að gefa henni þann titil. Fyrri þátturinn segir frá birgðaflutningum til bænda á Austurlandi snjóaveturinn 1950­51. Hlýskeiðið, sem hófst um miðjan þriðja áratuginn, stóð sem kunnugt er fram yfir 1960, en ekki óslitið því það var rofið af skammæju harðindaskoti sem stóð frá 1947 til 1951. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | -1 orð

Fólk og atburðir í heimavistarskóla

HVERS vegna svona fáar sögur af kennurum? Vegna þess að það er ekki fínt að vera kennari. Það er fínt að vera læknir. Það er fínt að vera flugmaður. Og það er líka fínt að vera sjómaður. En kennari! Mikil ósköp! Ragnar Ingi Aðalsteinsson hefur samt tekið sér fyrir hendur það vafasama verk að skrifa skáldsögu um kennara. Meira að segja marga kennara. Meira
19. desember 1995 | Skólar/Menntun | 1079 orð

Framhaldsnám verði markvissara

Í MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU er þess vænst að búið verði að safna saman öllum athugasemdum varðandi kjarnaskóla síðar í þessari viku. Í framhaldi af því verði hægt að hefja úrvinnslu gagna, en ráðuneytið sendi fyrr í haust út tillögur til að fá fram umræðu um hvernig skipta megi skólum niður í kjarnaskóla. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | -1 orð

Frá dauða til lífs

eftir Magnús Scheving Myndir: Halldór Baldursson Æskan 1995 ­ 80 síður kr. 1892 MEÐ heilbrigðu líferni, sjálfsaga og dugnaði er hægt að ná langt, já, jafnvel svo að verða talinn beztur allra á jörð. Fimi höfundar þessarar bókar er slík, að íþróttamenn annarra landa stara á hann í forundran, reyna að finna eitthvað, sem þeir gætu bætt um betur ­ og sigrað pjakkinn. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 203 orð

Fögur bók

Höfundar: Brian Pilkington & Kate Harrison Þýðing: Nanna Rögnvaldsdóttir Iðunn 1995 - 28 síður Kr. 1280 BRÁÐFALLEG og skemmtileg bók til að lesa með litlu barni á rúmstokk. Tóta er ásamt bekkjarfélögum sínum í fjöruferð. Margri gersemi og undri hefir aldan skolað, úr djúpi hafsins, að landi. Tóta ber þessi gull með sér heim, ­ þvær og þurrkar. Meira
19. desember 1995 | Fólk í fréttum | 250 orð

Gamanið kárnar

... komdu í byssó, breiðskífa Tríós Jóns Leifssonar, sem tekin var upp á tónleikum. Lög eftir ýmsa erlenda lagasmiði utan fjögur lög, þar sem þrjú þeirra eru eftir hljómsveitarmeðlimi, en Vilhjálmur Goði Friðriksson Brekkan semur eitt lag. Geimsteinn gefur út. 51,21 mín., 1.999 kr. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 145 orð

Garðblómabókin

ÍSLENSKA bókaútgáfan hefur gefið út Íslensku garðblómabókina eftir Hólmfríði A. Sigurðardóttur, kennara við Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi. Í bókinni er meðal annars fjallað um nafngiftir plantna, ræktun, fjölgun og umhirðu garðblóma, jarðveg, áburð, safnhauga, skjól í görðum, sólreiti, blómabeð, steinhæðir og steinbeð, plöntuval í blómabeð, sumarblóm, lauk- og hnýðisjurtir, Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 638 orð

Gerast lesendurljóðskáld?

Ljóðabókaútgáfan í ár er meiri en á liðnu ári og hlýtur það að boða gott hjá þjóð sem er að mestu sprottin úr ljóðum og sögum og helst til þess vegna. Það er að vísu bil milli Hannesar Sigfússonar og Diddu hvað varðar aldur en engin hyldýpisgjá. Leikurinn nauðsynlegi Meira
19. desember 1995 | Fólk í fréttum | 177 orð

Góð byrjun hjá"Jumanji"

ÞRJÁR kvikmyndir voru frumsýndar um síðustu helgi í Bandaríkjunum. Ein þeirra, "Sabrina", olli aðstandendum sínum vonbrigðum og náði aðeins fimmta sæti á listanum yfir aðsóknarmestu myndir. "Sabrina" er endurgerð á samnefndri mynd og aðalhlutverk leika Harrison Ford og Julia Ormond. Hinar tvær myndirnar voru "Jumanji", sem náði öðru sæti, og "Heat", sem lenti í því þriðja. Meira
19. desember 1995 | Tónlist | 299 orð

Guðrún Birgisdóttir, Martial Nardeau, Pétur Jónasson

Guðrún S. Birgisdóttir (flauta), Martial Nardeau (flauta) og Pétur Jónasson (gítar) leika verk eftir Hector Berlioz, Gabriel Fauré, Erik Satie, Francis Poulenc, Claude Debussy, Jacques Ibert, Maurice Ravel, Enrique Granados, Joaquin Rodrigo, Manuel de Falla, Georges Migot og Martal Nardeau. Upptökur: Sigurður Rúnar Jónsson. Útgáfa og dreifing: Japis. JAP9531­2. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 275 orð

Gömul saga

Í EINA tíð var svo mikið hallæri á Íslandi að embættismenn í Kaupmannahöfn veltu því fyrir sér að flytja alla Íslendinga upp á Jótlandsheiðar. Ekki varð þó af þessum þjóðflutningum, en seinna slæddust aftur á móti hingað til lands af þeim sömu heiðum ýmsar sálir, þar á meðal tveir menn sem hér koma við sögu, þeir Ottó Jakobsen læknir og Hans Kristján Möller lyfsali, Meira
19. desember 1995 | Fólk í fréttum | 63 orð

Hagar hagar sér vel

SAMMY Hagar, hárprúði maðurinn í efri röð á meðfylgjandi mynd, var að ganga í það heilaga um daginn, nánar tiltekið þann 29. nóvember. Sammy, sem er söngvari hljómsveitarinnar Van Halen, heldur utan um brúði sína, fyrirsætuna Kari Karte og með þeim á myndinni eru Eddie Van Halen og frú, Michael Anthony og frú og Alex Van Halen og frú. Meira
19. desember 1995 | Fólk í fréttum | 55 orð

Hannah vekur athygli

LEIKKONAN Daryl Hannah mætir hér til frumsýningarteitis nýjustu myndar sinnar, "Grumpier Old Men", ásamt vinkonu sinni, Heather Lawrence. Myndin fjallar um tvo skapstirða menn og leit þeirra að kærleika. Daryl er einmitt í bol með áletruninni: "Dirty old men need love too!", eða "Gamlir saurlífisseggir þurfa líka á ást að halda!". Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 161 orð

Haustlitir Ívars Björnssonar

ÚT ER komin ljóðabók eftir Ívar Björnsson frá Steðja, fyrrverandi íslenskukennara við Verzlunarskóla Íslands. Nefnist hún Í haustlitum og dregur nafn af titilljóðinu. Í haustlitum er 92 blaðsíður að stærð og hefur að geyma 93 ljóð. Þau eru fjölbreytt að formi, þótt flest séu þau stuðluð og rímuð, stundum er rími sleppt en stuðlum haldið og nokkur ljóð eru nýtískuleg að formi. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 424 orð

Hárið vex og æðið

eftir Gabriel García Marquez. Guðbergur Bergsson þýddi. Oddi prentaði. Mál og menning 1995 - 143 síður. 2.980 kr. EINS og til að sanna að hann væri ekki dauður úr öllum æðum sendi Gabriel García Marquez frá sér Um ástina og annan fjára í fyrra. Sagan minnir óneitanlega á fyrri verk hans, einkum Hundrað ára einsemd, en er hófstilltari og ekki jafninnblásin. Meira
19. desember 1995 | Tónlist | 465 orð

Hátíð fer að höndum ein

Kammersveit Reykjavíkur, undir stjórn Rutar Ingólfsdóttur, flutti konserta eftir Vivaldi, Marcello og J.S. Bach. Einleikarar voru Eríkur Örn Pálsson, Einar St. Jónsson, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Daði Kolbeinsson, Bryndís Halla Gylfadóttir, Inga Rós Ingólfsdóttir, Charles Harrison, og Bernharður Wilkinsson. Sunnudagurinn 17. desember, 1995. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 741 orð

Hinar raunverulegu borgir

eftir Braga Ólafsson. Bjartur, 1995 ­ 64 bls. 1.595 krónur. Í ÞESSARI fjórðu ljóðabók sinni heldur Bragi Ólafsson áfram að byggja við ljóðheiminn sem lesendur hans þekkja orðið vel. Hann skiptir 45 ljóðum bókarinnar í tvo hluta. Í þeim fyrri er ljóðmælandinn meira heima við; hlustar á bíl aka hjá, hlerar orðið garður úr munni nágrannans og skiptir um sængurföt. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 187 orð

Híbýli vindanna

ÞAU VÖKNUÐU fyrir allar aldir við ný og framandi hljóð sem bárust að utan gegnum gluggana, vagnaskrölt og óm af mannsröddum sem hrópuðu framandi og óskiljanleg orð. Næstum ósjálfrátt bárust þau með straumi annarra næturgesta inn í borðsalinn þar sem frelsarinn hékk enn á krossi sínum. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 412 orð

Hlátur í stofur!

Höfundar: Auður Haralds og Valdís Óskarsdóttir. Myndir: Brian Pilkington. 2. útgáfa Lindin hf. 1995 ­ 123 síður. SUMAR bækur ná þeim vinsældum, að þær eru hreinlega lesnar upp til agna, ­ og þegar þú ætlar að bjarga málum á ný, þá svara bóksalar, raunamæddir: Því miður, löngu, löngu uppseld! Svo fór um meistaraverk þeirra Auðar og Valdísar, ELÍAS, drengurinn slíkur gleðigjafi, Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 110 orð

Holræsin á ströndinni

ÚT ER komin bókin Holræsin á ströndinni eftir Þorra Jóhannsson. Í bókinni eru ljóð, heimspekilegur prósi og langur ljóðabálkur um æskuheima og trúmál. Þetta er sjötta bók höfundar frá 1980, en hinar bækur hans eru Sálin verður ekki þvegin (1980), Stýrður skríll (1984), Hættuleg nálægð (1985), Svart dýr (1986) og Sýklar minninganna (1990). Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | -1 orð

Hrakfallabálkar

eftir Andrés Indriðason Iðunn, 1995 ­ 140 s. ANDRÉS Indriðason hefur um langt árabil skrifað sögur fyrir unga lesendur, þar sem söguhetjurnar eru táningar en efni sagnanna höfðar ekki síður til yngri lesenda, einkum 11­12 ára barna. Þessi saga er í svipuðum dúr. Hún segir frá Ásbirni Haraldssyni sem er ótrúlegur hrakfallabálkur. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 319 orð

Hringadróttinssaga

"TOLKIEN byggði upp sinn sérstaka hugmyndaheim og í honum takast á öfl hins góða og hins vonda. Hann var að ljúka við að skrifa þetta í seinni heimsstyrjöldinni og ég er alveg viss um að sagan tekur mið af því hvað var að gerast í stríðinu enda voru menn mjög meðvitaðir um það, meðan á því stóð, hverjir voru vondir og hverjir góðir. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 347 orð

Ísbjörn og rennilás

"ÞESSI bók er töluvert frábrugðin síðustu bók minni, Stokkseyri, sem kom út í fyrra. Sú bók var frekar lágstemmd og kyrrlát en þessi er á hinn bóginn frekar hávær. Þetta er meiri ádeilubók og byggist á viðhorfi og hugmyndum í stað áþreifanlegra hluta á borð við sjávarþorp og fjöru," segir Ísak Harðarson en áttunda ljóðabók hans, Hvítur ísbjörn, kom út fyrir skemmstu. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 144 orð

Íslenskt grjót

ÚT ER komin bókin Íslenskt grjót eftir Hjálmar R. Bárðarson. Í upphafi bókarinnar er lýst fjölbreyttu formi hraunrennslis, hvernig eldgos undir snjó og jökli haga sér og hvernig gjóska verður að móbergi. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 328 orð

Íslenskt samfélag

Í FRAMHALDI af þessari spurningu getum við spurt, hvernig íslenskt samfélag hefur brugðist við beiðni um stuðning til indversku hjálparnefndarinnar. Segja má, að það gangi kraftaverki næst hve vel hefur tekist til bæði að safna fjármunum, lyfjum, fatnaði, Meira
19. desember 1995 | Fólk í fréttum | 39 orð

Í sparifötunum

KARÓLÍNA prinsessa af Mónakó var að sjálfsögðu viðstödd hátíðarhöld í tilefni af þjóðhátíðardegi Mónakó nýlega. Með henni voru tvö af þremur börnum hennar, Charlotte, 9 ára, og Andrea, 11 ára. Þessi mynd var tekin við það tækifæri. Meira
19. desember 1995 | Fólk í fréttum | 43 orð

Jackson í Frakklandi

MICHAEL Jackson virðist nú óðum vera að hressast, eftir að hafa fallið í yfirlið á æfingu í New York þann 6. desember síðastliðinn. Hérna sjáum við hann á svölum Euro Disney-hótelsins í París, þar sem hann var staddur um helgina. Meira
19. desember 1995 | Fólk í fréttum | 43 orð

Jólahóf Strandvarða

DAVID Hasselhoff sést hér stoltur ásamt öðrum liðsmönnum leikarahóps Strandvarðaþáttanna. Myndin var tekin fyrir utan Blues-klúbb BB Kings fyrir hátíðarhóf leikaranna. Frá vinstri: Gregalan Williams, Pamela Bach, David Hasselhoff, David Chokachi, Jeremy Jackson, Gena Lee Nolan, Alexandra Paul og Jaason Simmons. Meira
19. desember 1995 | Myndlist | -1 orð

Jól í Þjóðminjasafni

Opið frá 12­17 alla daga nema mánudaga, þá er lokað. Til 6. janúar. Aðgangur 200 krónur. ÞAÐ er skemmtileg sýning, sem sett hefur verið upp í Bogasal Þjóðminjasafnsins í tilefni jólanna. Er hún í senn tileinkuð jólasveinunum og jólahaldi á landinu frá upphafi. Meira
19. desember 1995 | Tónlist | 318 orð

Jónas við Bösendorferinn

Jónas Ingimundarson leikur verk eftir Lully, Bach, Rameau, Scarlatti, Mozart, Beethoven, Schubert, Ibert, Montsalvatge, Debussy, Ljadow, Sjostakovits, Moszkowski, Paderewski, Atla Heimi og Leif Þórarinsson. Hljóðritað í Listasafni Kópavogs ­ Gerðarsafni. Upptaka og hljóðvinnsla: Halldór Víkingsson. Framleiðsla: DADC, Austurríki. Fermata 1995, FM 006. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 482 orð

Júlíus Blom veit sínu viti

Gunnar Stefánsson þýddi Útgefandi: Bjartur, Reykjavík, 1995 LESANDINN á auðvelt með að taka undir orð móður Júlíusar Blom og titil sögu Bo Carpelan "Júlíus Blom veit sínu viti" enda tekur hann aðeins vel ígrundaðar ákvarðanir og er óragur við að fylgja þeim eftir þó svo hegðun hans veki oft á tíðum undrun og eftirtekt annarra. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 477 orð

Kaflaskipti hjá krókódíl

eftir Elías Snæland Jónsson. Vaka­ Helgafell, Reykjavík, 1995. 158 blaðsíður. AFDRIFUM unglingspiltsins Davíðs eru gerð frekari skil í nýju og sjálfstæðu framhaldi sögunnar um Davíð og krókódílana sem út kom fyrir fáeinum árum. Í lok fyrri bókarinnar segir Davíð skilið við borgarsollinn og flytur frá höfuðborginni til föður síns á vit nýs upphafs. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 268 orð

Kambsránið

Kambsránið, framið aðfaranótt 9. febrúar 1827, þegar fjórir grímuklæddir menn brutust inn í baðstofu á bænum Kambi í Flóa, lögðu hendur á bóndann, Hjört Jónsson, og heimilisfólk hans, tvær konur og fimm ára dreng; bundu þeir fólkið á höndum og fótum og hótuðu pyndingum og dauða til þess að fá afhent fé bóndans. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 136 orð

Kennari í framandi umhverfi

ÚT ER komin skáldsagan Febrúarkrísur eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson. Í kynningu segir: "Ungur kennari kemur til starfa í heimavistarskóla úti á landi. Hann kemst fljótt að því að hlutirnir ganga öðruvísi fyrir sig en hann bjóst við og einn daginn verður slys þar sem það kemur í hans hlut að gera lífgunartilraunir. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 259 orð

K/K

Ég gæti byrjað á að segja frá því þegar Emmi og Steini skrifuðu ástarbréfið til Maríu Rúnar og undirrituðu það með nafni Hadda. Aumingja María Rún, yfir sig ástfangin af Hadda, sat heilt kvöld í tíu stiga frosti á tröppunum fyrir utan Z og keðjureykti, leit á klukkuna á fimm mínútna fresti og vænti síns heittelskaða. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 109 orð

Kvæði Eiríks á Hæli

ÚT er komin bókin Vísur og kvæði seinna bindi eftir Eirík Einarsson, skáld og alþingismann frá Hæli. Í bókinni kemur í fyrsta sinn fyrir almenningssjónir safn áður óbirtra ljóða, kvæða og vísna eftir Eirík. Eiríkur varð þjóðkunnur fyrir þingvísur sínar og tækifæriskveðskap. Ljóð hans, Vísur gamals Árnesings, er löngu landsþekkt. Anna S. Meira
19. desember 1995 | Fólk í fréttum | 70 orð

Linda með brjóstakrabba

McCARTNEY-hjónin, Linda ogPaul, fengu áfallí síðustu vikuþegar uppgötvaðvar krabbameinsæxli íbrjósti Lindu. Íviðtali við breskafréttastofu sagðiPaul að Linda,sem er 53 ára,hefði farið íbrjóstaskoðun á spítala í London í síðustu viku. Þar hefði lítið æxli fundist. "Hún fór í skurðaðgerð og æxlið var fjarlægt. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 332 orð

Lífsgleði í leik og starfi

"ÞAÐ ER ótrúlegt hvað fólk hefur tekið þessum bókum vel og virðist hafa mikla ánægju af því að rifja upp gamla tíma með höfundum. Fullorðnu fólki virðist almennt líða ákaflega vel þegar það fer að rifja upp gamla tíma," segir Þórir S. Guðbergsson sem ritstýrir fjórðu minninga- og frásagnabókinni með nafninu Lífsgleði. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 90 orð

Ljóðaleikir Bjargar Elínar

LJÓÐALEIKIR er fyrsta ljóðabók Bjargar Elínar Finnsdóttur, en hún hefur áður sent frá sér bókina Í sólskinsskapi (1987). Í bókinni er 21 ljóð. Mörg ljóðanna hafa áður birst í Lesbók Morgunblaðsins. Björg Elín hefur einnig fengist við smásagnagerð. Eitt ljóðanna er Söknuður: Mildi þín hefur beislað hjarta mitt. Þín luktu augu veitt mér sýn. Meira
19. desember 1995 | Menningarlíf | 234 orð

Ljóð dagsins

Á NÝÁRSDAG hefst nýr þáttur í Ríkisútvarpinu, Rás 1, sem nefnist Ljóðár og er hann í umsjá Njarðar P. Njarðvík. Í þættinum, sem verður á hverjum morgni kl. 8.50, munu tólf skáld, sex konur og sex karlar, lesa eitt ljóð á dag sem Njörður hefur valið. Meira
19. desember 1995 | Menningarlíf | 72 orð

Lokatónleikar A Cappella

SÍÐUSTU opinberu tónleikar A Cappella kvintettsins verða haldnir á Sólon Íslandus þriðjudaginn 19. desember kl. 20.30 og lýkur þar með átta ára ferli kvintettsins. A Cappella skipa Guðmundur Brynjarsson, Jóhann Guðmundsson, Elvar Guðmundsson, Þorsteinn Ólafsson og Davíð Ólafsson. Á tónleikunum munu einnig koma fram Garðar Thor Cortez og Anna Björg Jónasdóttir. Aðgangseyrir verður 500 kr. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 600 orð

Maður, kona og köttur

UNDIRRITAÐUR veit ekki hver eijó er. Hitt má af bók hans ráða að hann sé einyrki í ritstörfunum. Hann gefur bók sína út sjálfur. Prófarkalestri er ábótavant. Málvillur koma allvíða fyrir; geta eins verið prentvillur, að minnsta kosti sumar hverjar. Handrit hefði mátt laga með góðra manna hjálp. Textinn kemur víða fyrir sjónir sem uppkast. Endurtekningar eru of margar. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 322 orð

Margt er sér til gamans gert

Höfundur: Lykke Nielsen. Þýðing: Jón Daníelsson. Myndir: Gunnar Breiding. Skjaldborg hf. 1995 ­ 93 síður, kr. 1280. ÞETTA er áttunda bókin er segir frá kjarnorkutelpunni Fríðu. Já, hún eyðir ekki dýrmætum tíma bernskunnar í sjálfsmeðaumkun og leiðindi, nei hverrar stundar skal notið, ­ gersemar daganna skoðaðar. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 356 orð

Meira en dægurfluga

Saga af listamannsferli eftir Klaus Mann. Bríet Héðinsdóttir íslenskaði og ritaði eftirmála. Prentun og bókband G. Ben. Edda. Ormstunga 1995 - 304 síður. 2.990 kr. MEFISTÓ eftir Klaus Mann (1906-1949) er ein umtalaðasta skáldsaga á öldinni. Höfundurinn var sonur Thomasar Mann, eins kunnasta rithöfundar Þjóðverja fyrr og síðar, og féll fyrir eigin hendi ungur að árum. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | -1 orð

Menn sem mark er tekið á

FIMM læknar segja frá í bók þessari eins og nafnið bendir til. Hver þáttur hefst á stuttum inngangi eða kynningu. Inngangurinn er óþarfur. Mennirnir kynna sig nógu vel sjálfir. Fyrstur er Hrafnkell Helgason. Hann er læknissonur frá Stórólfshvoli. Hrafnkell minnir á að læknirinn hafi forðum verið höfðingi í sínu héraði. Í tíð föður hans þurfti læknirinn umfram allt að vera duglegur að ferðast. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 539 orð

Minningar og smælki

eftir Valbjörgu Kristmundsdóttur. Hörpuútgáfan 1995 ­ 160 síður. VALBJÖRG Kristmundsdóttir, 85 ára gömul verkakona á Akranesi, man tímana tvenna eins og fram kemur í nýútkominni endurminningabók hennar sem nefnist Ég var sett á uppboð. Titillinn vísar til ómagaæsku höfundarins sem í frumbernsku var sett á hreppsuppboð þegar heimili foreldra hennar var leyst upp. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 336 orð

Myndabók

eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson, Bókaútgáfan Reykholt, 1995 ­ 46 bls. ÞAÐ verður ekki sagt um ljóð Ragnars Inga Aðalsteinssonar í bók hans Ísland í myndum að þar fari kveðskapur mikilla fyrirætlana eða átaka. Auganu mætir einungis myndabók með ljóðmyndum af náttúru og byggðum landsins. Margar myndirnar eru að því er virðist hlutlægar náttúrumyndir og minna á natúralísk málverk. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 284 orð

Myndlist úr orðum

Haraldur Jónsson nefnir bók sína stundum alltaf. Haraldur er myndlistarmaður og er af þeim sökum spurður um tengsl myndlistar og skáldskapar. Hann segir um textana í bókinni að á þá megi líta sem afefnaða myndlist eða myndlist úr orðum. Meira
19. desember 1995 | Tónlist | 252 orð

Mögnuð tónlist fyrir strengi

Contemplation, Why, What if?, Get down-a "Jazzy", String Quartet. Endré Granat, 1. fiðla, Richard Altenbach, 2. fiðla. Janes Lakatos, víóla, Douglas Davis, selló. Árni Egilsson, kontrabassi. 1995 Arnaeus Music Ascap, P.O. Box 5376. (818)363-0495. Meira
19. desember 1995 | Fólk í fréttum | 75 orð

Nemendur sýna listir sínar

NEMENDATÓNLEIKAR Músikskólans fóru fram á Kringlukránni nýlega. Nemendur skólans sýndu þar hvað þeir höfðu lært á önninni sem var að ljúka og ekki var annað að merkja af spilamennskunni en kennslan hefði verið með ágætum. Morgunblaðið/Halldór NEMENDURNIR sýndu hvað þeirhöfðu lært. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 170 orð

Nýjar bækur

LÍTIL stúlka spurði ömmu sína: "Amma, hvernig léku börnin sér í gamla daga?" Og spurning hennar varð tilefni bókar. Því að amma hennar, Oddný Thorsteinsson, fór að segja henni hvernig þau krakkarnir léku sér, þegar þau voru lítil. Sagan byrjaði svona: Þá var svo gaman að lifa og leika sér. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 51 orð

Nýjar bækur

FJÓRAR nýjar Doddabækur eru komnar út: Doddi og nýi vinurinn, Doddi og Agga api, Doddi og flugdrekinn og Doddi og bjallan hans. Bækurnar eru efir Enid Blyton. Þýðandi er Hersteinn Pálsson. Doddabækurnar eru með skýru letri og myndum við hæfi ungra barna. Útgefandi er Myndabókaútgáfan. Hver bók kostar 490 krónur. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 127 orð

Nýjar bækur

ÚT er komin skáldsagan Pastoralsinfónían eftir franska rithöfundinn André Gide í þýðingu Sigurlaugar Bjarnadóttur. André Gide telst meðal merkustu og áhrifamestu höfunda vestrænna samtímabókmennta. Hann hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1947. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 99 orð

Nýjar bækur

ÚT ER komin hjá Hljóðbókaklúbbnum ný skáldsaga eftir Gunnar Gunnarsson, sem ber heitið Undir fjalaketti. "Umgjörð sögunnar er litla leikhúsið við Tjörnina þar sem menn eru jafnan á tímamótum, en leikarinn Guðlaugur Bergmann Lárusson ­ þjóðkunnur fyrir sinn smitandi hlátur ­ á sér trúlega þjáningarbræður og -systur á flestum sviðum þjóðfélagsins, Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 108 orð

Nýjar bækur

FJÖLVAÚTGÁFAN hefur komist í tengsl við eina frægustu listakonu Rússlands, þeirra sem myndskreyta bókmenntaverk. Húnheitir AnastasíaArkípóva og hefur hróður hennarborist um Vesturlönd eftir að járntjaldið féll. Að þessu sinnigefur Fjölvi útævintýri H.C.Andersens um Litlu stúlkuna með eldspýturnar. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 100 orð

Nýjar bækur

RAGGI litli og konungsdóttirin er eftir Harald S. Magnússon og er þetta fjórða bók hans um Ragga litla og ævintýri hans. Myndir eftir Brian Pilkington prýða bókina. "Hér segir frá því er Raggi litli fer út að leika sér með flugdrekann sinn og lendir í furðulegu ævintýri. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 74 orð

Nýjar bækur

ÚT er komin barnabókin Kanínusagaeftir Illuga Jökulsson með myndskreytingum eftir Margréti E. Laxness. Í kynningu segir: "Kanínusaga er skemmtilegsaga ætluðyngstu kynslóðinni. Sagan segiraf kanínu semuppgötvar einndaginn sér tilstórrar furðu aðkannski er húnsatt að segja ekkikanína! En hvaðer hún þá... Meira
19. desember 1995 | Menningarlíf | 119 orð

Nýjar hljómplötur ÚT er kominn geisladiskuri

ÚT er kominn geisladiskurinn POEM í flutningi Evu Mjallar Ingólfsdóttur og Hisako Fukui. Flytja þær nokkrar af perlum klassískrar tónlistar fyrir fiðlu og píanó, verk eftir Tartini, Massenet, Wieniawsky, Debussy og Chausson. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 584 orð

Peðið sækir fram

Unglingasaga eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur, Mál og menning, 1995 - 174 bls. HRESSANDI andblær leikur um síður bókar Olgu Guðrúnar Árnadóttur sem hún nefnir Peð á plánetunni Jörð. Þetta er vörpuleg unglingasaga sem höfðar einnig til fullorðinna því að viðfangsefni og vönduð efnistök Olgu Guðrúnar eru með þeim hætti. Meira
19. desember 1995 | Fólk í fréttum | 388 orð

Rigning hjá Orra

Annar geisladiskur Orra Harðarsonar. Á disknum koma fram auk Orra Jakob Smári Magnússon, Jóhanna G. Þórisdóttir, Eðvarð Lárusson, Ingólfur Sigurðsson og Bubbi Morthens. Stjórn upptöku Orri Harðar og Sigurður Bjóla. Jepsen gefur út en Japís dreifir. 39,53 mín. 1999 kr. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 690 orð

Saknaðarljóð

eftir Jón Óskar. Hringskuggar Reykjavík 1995. Bókin er 56 blaðsíður á lengd með efnisyfirliti og skýringum höfundar. JÓN Óskar skipar þann flokk íslenskra atómskálda sem tryggði endanlega framgang módernismans í íslenskri ljóðagerð í upphafi sjötta áratugarins. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 230 orð

Sá klóki sigrar að lokum

MÉR FINNST það allt of algengt viðhorf í dag að það megi ekki vera neinn boðskapur í bókmenntum," segir Lárus Már Björnsson sem sent hefur frá sér unglingasöguna K/K, Keflavíkurdagar/Keflavíkurnætur. Hann heldur áfram: "Mér finnst umræðan um þetta komin í hring. Fyrir tuttugu árum töluðu menn um að bókmenntir yrðu að hafa boðskap. Meira
19. desember 1995 | Fólk í fréttum | 41 orð

Seinfeld fylgist með félaga sínum

JERRY Seinfeld, gamanleikarinn dáði, er hér ásamt kærustu sinni, Soshanna Lonstein. Myndin var tekin þegar þau yfirgáfu kvikmyndahús þar sem mynd Jasons Alexanders, "Bye Bye Birdie", var frumsýnd. Jason leikur George, vin Jerrys, í sjónvarpsþáttunum "Seinfeld". Meira
19. desember 1995 | Fólk í fréttum | 78 orð

Sextug hjón

HELENA Kristinsdóttir og eiginmaður hennar, Bjarni Tryggvason trúbador, héldu upp á afmæli sitt á Fógetanum á miðvikudaginn. Hún varð 28 ára og hann 32, svo segja má að þau hafi verið að halda upp á sextugsafmæli sitt. Vinir Bjarna úr poppbransanum spiluðu nokkur lög og fjölmargir gestir skemmtu sér fram á nótt. Meira
19. desember 1995 | Tónlist | 256 orð

Sigurður Bragason og Vovka Ashkenazy

Fryderyk Chopin, Franz Liszt, Serge Rachmaninoff, Maurice Ravel, Anton Rubinstein. Sigurður Bragason, bariton, Vovka Ashkenzy píanó. Hljóðmeistari: Vigfús Ingvarsson. Japis JAP95282. ÞESSIR söngvar eru eftir tónskáld, sem á sínum tíma voru ekki síður annáluð sem stórpíanistar. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 368 orð

Skartmaður á skáldabekk

KNUT Ødegård varð fimmtugur 6. nóvember sl. Í tilefni afmælisins kom út hjá Cappelen úrval ljóða hans: Dikt i utval. Ljóðin völdu tveir kunnir rithöfundar, Kolbein Falkeid og Edvard Hoem og skrifa þeir líka inngang. Meira
19. desember 1995 | Skólar/Menntun | 531 orð

Skólamálaskrifstofur þjóni ákveðnum svæðum

NEFND, sem menntamálaráðherra skipaði til að vera Sambandi íslenskra sveitarfélga til ráðuneytis um fyrirkomulag þeirrar þjónustu sem fræðsluskrifstofur hafa annast til þessa, hefur lagt fram tillögur sínar. Fyrirhugað er að leggja fræðsluskrifstofur niður í þeirri mynd sem þær eru nú. Meira
19. desember 1995 | Menningarlíf | 121 orð

Skýjahöllin fær góða dóma í Variety

SKÝJAHÖLLIN, kvikmynd Þorsteins Jónssonar, fær lofsamlega dóma í nýlegu tölublaði hins útbreidda kvikmyndarits Variety. "Mynd íslenska leikstjórans Þorsteins Jónssonar, Skýjahöllin, er falleg og næm saga um dreng og hundinn hans sem greinir börnum frá draumum og hugrekki en kemur fullorðnu fólki jafnframt í opna skjöldu með fáguðum og hárnákvæmum frásagnarstíl sínum, Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 128 orð

Stangaveiðiárbókin 1995

Út er komin Íslenska stangaveiðiárbókin 1995, sem Guðmundur Guðjónsson blaðamaður á Morgunblaðinu hefur tekið saman. Bókin er beint framhald af fyrri Stangaveiðiárbókum sem komið hafa út frá árinu 1988. Meira
19. desember 1995 | Skólar/Menntun | 251 orð

Starfssviðið hefur breyst

JÓN FREYR Þórarinsson hefur verið skólastjóri Laugarnesskóla undanfarin 23 ár. Hann segir það ætíð jákvætt að setjast niður með öðrum skólastjórum til að vinna úr margvíslegum málefnum. Jón Freyr segir að stjórnunarnám fyrir skólastjóra hafi lengi vantað í kennaranámið. Meira
19. desember 1995 | Myndlist | -1 orð

Straumar

Þór Elís Pálsson. Opið á tíma verzlunarinnar. Til 23. desember. Aðgangur ókeypis. MYNDLISTARMAÐURINN Þór Elís Pálsson er öðru fremur þekktur fyrir áhuga sinn á myndbandalist og innsetningum og hér mun hann um sumt vera brautryðjandi. Hann hefur þó fjarri því verið virkur á sýningavettvangi, sem mun stafa af vinnu hans við sjónvarp, kvikmyndagerð. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 40 orð

Stundum alltaf

gegnsæ svo það glittir í beinabygginguna finnur fyrir þunganum þegar hann hreyfir sig rafmagn úr gólfteppinu leiðir frá iljunum upp í hársrót náladofi í fingrunum og andardrátturinn er jafnmjúkur loga sem leitar upp á við Haraldur Meira
19. desember 1995 | Menningarlíf | 182 orð

Styrkir Snorra Sturlusonar veittir

ÚTHLUTUNARNEFND hefur lokið úthlutun styrkja Snorra Sturlusonar að þessu sinni. Til ráðstöfunar var ein milljón króna. Þau sem hljóta styrki 1996, til þriggja mánaða hvort, eru: Jasek Gode, leikari og þýðandi í Gdansk í Póllandi, til að vinna að þýðingum á íslenskum þjóðsögum á pólsku og Tatiana Shenyavskaya M.A. Meira
19. desember 1995 | Fólk í fréttum | 305 orð

Sunnanrok

Drullumall Botnleðju. Botnleðju skipa Haraldur Freyr Gíslason trommuleikari, Ragnar Páll Sveinsson bassaleikari og Heiðar Örn Kristjánsson gítarleikari og söngvari. Lög og textar eru eftir þá félaga. Upptökum stýrði Jón "Skuggi" Steinþórsson. Rymur gefur út, Japís dreifir. 29,47 mín., 1.999 kr. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 281 orð

Svín eða hundur?

Höfundur: Dick King-Smith Þýðing: Dóra Hvanndal Myndir: Mary Rayner Himbrimi 1995 ­ 107 síður. ÞETTA er bráðskemmtileg bók fyrir sveitastrák eins og mig. Víst hefi eg þekkt afburða fjárhunda, suma svo snjalla, að eg þori ekki að segja ykkur, hvor hafi haft meira vit, hundur eða smali. Meira
19. desember 1995 | Tónlist | 457 orð

Söngveisla í Íslensku óperunni

Kór Íslensku óperunnar, einsöngvararnir Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Bergþór Pálsson og Þorgeir Andrésson, við undirleik Davíðs Játvarðssonar píanóleikara og undir stjórn Garðars Cortes, fluttu einsöngs- og kóratriði úr óperum og nokkur íslensk jólalög. Laugardagurinn 16. desember, 1995. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 341 orð

Til Vesturheims

ÉG HEF verið lengi að viða að mér efni í þessa sögu," segir Böðvar Guðmundsson um bók sína Híbýli vindanna, "þetta er söguleg skáldsaga og þótt aðalpersónan, Ólafur fíólín, hafi aldrei verið til sem slíkur voru þeir margir ágætir fiðlarar sem flúðu vestur um haf á sínum tíma. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 703 orð

Tragikomedía í of mörg um orðum

eftir Gunnar Gunnarsson. Ormstunga 1995 - 256 síður. Prentun og bókband: Prentsmiðjan Oddi hf. GUNNAR Gunnarsson hefur á seinustu tveimur áratugum gefið út sjö skáldsögur, auk leikrita, leikgerða og fjölda greina. Undir fjalaketti er áttunda skáldsaga hans. Fyrsta skáldsagan, Beta gengur laus (1973), vakti töluverða athygli þegar hún kom út. Meira
19. desember 1995 | Tónlist | 406 orð

Trúarleg einlægni

KVENNAKÓR Reykjavíkur flutti jólasöngva og kórnum til aðstoðar voru Bernhard Wilkinson, Hallfríður Ólafsdóttir og Svana Víkingsdóttir. Einsöngvari með kórnum var Elsa Waage en stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir Miðvikudagurinn 13. desember, 1995. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 79 orð

Undraveraldir

HUGARHOFIÐ, bókin um undraveraldir græna mannsins, er nýútkomin skáldsaga eftir Þórhall Magnússon. Þetta er önnur bók höfundar og fjallar hún um táknræn ferðalög græna mannsins um heima hugans, heima veraldarinnar. Meira
19. desember 1995 | Skólar/Menntun | 207 orð

Valddreifing er nú þegar í skólum

ERLA Gunnarsdóttir, skólastjóri Safamýrarskóla undanfarin sjö ár, kveðst fagna því tækifæri að sitja námskeið með öðrum skólastjórum og geta skipst á reynslu og skoðunum. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 726 orð

Val og fræðsla Vínin í ríkinu. Árbók 1996

eftir Einar Thoroddsen. Mál og menning 1995. 150 síður. 2.480 kr. ÞRIÐJA árið í röð kemur nú út vínbók Einars Thoroddsens læknis um víntegundir þær er fást í ríkinu. Handbók Einars er búin að festa sig í sessi sem gott yfirlit og leiðsögn um vínúrvalið á Íslandi og eru engar breytingar á formi bókarinnar frá síðasta ári. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | -1 orð

Veglegt rit um háleit efni

SKEMMST er frá að segja að ekkert virðist til sparað að bók þessi mætti verða sem íburðarmest og glæsilegust. Höfundurinn er áhugaljósmyndari og hefur sem slíkur valið sér íslenskar kirkjur sem kjörefni. Í bókinni eru myndir frá þrjátíu og sjö kirkjum víðs vegar af landinu. Hverri mynd fylgir svo ljóð eftir sama. Þar að auki eru þrjár myndir almenns eðlis og meðfylgjandi ljóð, eða fjörutíu alls. Meira
19. desember 1995 | Fólk í fréttum | 37 orð

Vel þegin heimsókn

KARLAKÓR Slökkviliðsins heimsótti Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði síðastliðinn sunnudag og söng nokkur lög fyrir heimilisfólkið. Væntanlega hefur það komist í jólaskap fyrir vikið. Morgunblaðið/Jón Svavarsson KÓRINN söng nokkur ljúf lög.HEIMILISFÓLK var ánægt með heimsóknina. Meira
19. desember 1995 | Menningarlíf | 546 orð

Verðlaunastríð á Ítalíu

Á ÍTALÍU hafa bókmenntaverðlaun mest áhrif á það hvaða bækur seljast vel. Bóksalan þar fer að langmestu leyti fram fyrir jólin og metsöluhöfundurinn þetta árið virðist ætla að verða Susana Tamaro. Ítalskir gagnrýnendur eru hins vegar lítt hrifnir og líkja nýjustu bók hennar, Lát hjartað ráða för", við súpugutl, að því er segir í Aftenposten. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | -1 orð

Vængjablök sorgar

eftir Guðjón Sveinsson. Vetur og vorbláar nætur. Mánabergsútgáfan 1995 - 293 síður. ÞAR VAR skilið við snáðann síðast, að hann var, eftir föðurmissinn, í umsjá ömmu, Karítasar Bergsdóttur, og Valda frænda að Valdabæ í Syðrivík. Haust gnauðaði í fjallsegg; auðséð að togna myndi úr dvöl drengsins. Víst grét hjarta hans. Heimþráin gleymir niðursetningi aldrei; - gyllir móðurfaðminn. Meira
19. desember 1995 | Tónlist | 415 orð

Yndisleg músík ­ í þágu tónlistarhúss

Gunnar Kvaran (selló) og Gísli Magnússon (píanó) leika verk eftir Ludwig van Beethoven, Frans Schubert, Jón Nordal og Dimitri Schostakovich. Tónmeistari: Bjarni Rúnar Bjarnason. Upptökumaður: Georg Magnússon. Útgefandi og dreifing: Japis. JAP9526-2. Gefið út til styrktar byggingu tónlistarhúss. Meira
19. desember 1995 | Tónlist | 549 orð

Ýkt gaman

Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi Bernharður Wilkinsson. Einleikari Ástríður A. Sigurðardóttir og Gradualekór Langholtskirkju, Kór Öldutúnsskóla, Skólakór Garðabæjar og Skólakór Kársnesskóla. Laugardagur 16. desember. Meira
19. desember 1995 | Tónlist | 390 orð

Það á að gefa börnum brauð

Börn úr Kársnesskóla, undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, með aðstoð Moniku Abendroth hörpuleikara og Marteins H. Friðrikssonar dómorganista, fluttu A Ceremony of Carols eftir Britten og jólalög frá ýmsum löndum. Laugardagurinn 16. desember, 1995. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 392 orð

Það býr svo margt í manni

"ÞESSI BÓK er af ýmsu tagi", segir Sigfús Bjartmarsson um nýtt skáldverk sitt, Speglabúð í bænum, "upphaflega voru þetta fleiri en eitt handrit sem ég endurvann upp í eina bók. Ég ætlaði að gefa hana út í fyrra en var svo ekki nógu ánægður með hana, fannst hún dálítið sundurlaus og hætti því við. Ég hef síðan verið að grisja það efni og bæta einhverju nýju við. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 79 orð

Þáttur Ólafs Grétars

ÞÁTTUR nefnist ljóðakver eftir Ólaf Grétar Gunnsteinsson. Í kverinu eru átján ljóð. Eitt ljóðanna nefnist Stúlkan sem ég elska: Stúlkan sem ég elska og sem elskar mig kemur ekki, er mér sagt, fyrr en eftir 2000 ár. Meira
19. desember 1995 | Fólk í fréttum | 492 orð

Þorvaldur á heimaslóð

ÞORVALDUR Jónsson hefur fengist við tónlist frá unga aldri, í hálfa öld með hléum að eigin sögn, en sagan hermir að hann hafi fyrst troðið upp með harmonikkuna níu ára gamall þegar harmonikkuleikari sem lék fyrir dansi á balli í Jökulsárhlíðinni örmagnaðist. Síðar fluttist Þorvaldur suður og starfrækti þar hljómsveit um árabil og starfrækir enn. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 462 orð

Þrjátíu ára stríðinu lokið

MENN HAFA kallað þennan tilurðartíma verksins þrjátíu ára stríðið", segir Einar Laxness en út er komið hjá Vöku-Helgafelli rit hans, Íslandssaga a-ö, sem segja má að Einar hafi unnið að í þrjátíu ár. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 778 orð

Þúsund myndir valdsins

eftir Hertu M¨uller. Franz Gíslason þýddi. Ormstunga 1995 - 255 síður. 2.800 kr. UM ÁRARAÐIR hfur Herta M¨uller verið í hópi athyglisverðustu rithöfunda þýskrar tungu. Bæði hefur staða hennar sem eins þekktasta talsmanns hins þýskumælandi minnihluta Rúmeníu vakið á henni athygli, sérstaklega eftir kollsteypurnar miklu 1989­90, Meira
19. desember 1995 | Tónlist | 361 orð

Ævintýraóperan Sónata

Hjálmar H. Ragnarsson, tónlist. Messíana Tómasdóttir, handrit. Marta G. Halldórsdóttir (sópran), Sverrir Guðjónsson (kontratenór, bariton), Kolbeinn Bjarnason (flauta, bassaflauta), Guðrún Óskarsdóttir (semball). Upptökustjórn, hljóðblöndun og samsetning: Sverrir Guðjónsson. JAP 9530-2. Meira
19. desember 1995 | Bókmenntir | 39 orð

(fyrirsögn vantar)

Peðið sækir fram Olga Guðrún /4 Andblær frá horfinni tíð Stefán Sigurkarlsson /5 Myndlist úr orðum Haraldur Jónsson /6 Hringadróttinssaga Þorsteinn Thorarensen /7 Speglabúð í bænum Sigfús Bjartmarsson /8 Skartmaður á skáldabekk Knut Ødegård /11 Íslandssaga Einars Laxness /12 Meira
19. desember 1995 | Menningarlíf | 100 orð

(fyrirsögn vantar)

TÆPAR 400 milljónir fengust fyrir safn 300 rússneskra málverka á uppboði hjá Sotheby's á fimmtudag og er það mun hærri upphæð en búist hafði verið við. Elstu verkin voru frá 13. öld en þau yngstu frá tímum sovétraunsæisins. Hæst verð fékkst fyrir verk Ivans Aivazovskíj frá síðustu öld, "Tunglsljós" en það seldist á 17 milljónir kr. Meira

Umræðan

19. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 1107 orð

Borgaralega eða kirkjulega ­ þarna er efinn

MIG langar til að lýsa skoðun minni á borgaralegri fermingu. Að vísu er ég bara fimmtán ára grunnskólakríli og þar fyrir utan fermd í kirkju. Ég er bara með svo miklar vangaveltur og skoðanir að ég má til með að segja svolítið frá mér. Meira
19. desember 1995 | Aðsent efni | 1234 orð

Eru Hvalfjarðargöngin verkfræðilegt glapræði Þ

ÞEKKING og reynsla af jarðganga gerð undir sjávarmáli í gosberg eða basalt eins og við höfum hér á Íslandi er nánast ekki til í heiminum í dag. Ein göng eru til í Japan sem voru gerð í jarðlög svipaðrar gerðar og við höfum hér. Þar lentu menn í miklum vandræðum. Þekking á þessu sviði sem til er í Evrópu og Bandaríkjunum nýtist okkur Íslendingum lítið sem ekki neitt. Meira
19. desember 1995 | Aðsent efni | 758 orð

"Fjarstæður"

Í GREIN sinni "Önnur trúarbrögð og andstaða íslensku þjóðkirkjunnar" er birtist í Morgunblaðinu 14. desember, fer Þorsteinn Sch. hörðum orðum um "smárit" mitt um Nýaldarhreyfinguna og lætur einnig höggin dynja á dr. Sigurbirni Einarssyni og dr. Einari Sigurbjörnssyni. Neyðist ég til að benda á alla þá "fjarstæðu" er Þorsteinn hefur uppi um mig í þessari grein, svo notað sé hans eigið orðalag. Meira
19. desember 1995 | Aðsent efni | 726 orð

Forstjórinn, ofbeldið og nauðgararnir

FIMMTUDAGINN 14. desember sl. ritar Jón Sigurðsson, forstjóri Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga, grein í Morgunblaðið. Hann gerir þar að umtalsefni kjarabaráttu undanfarinna ára á Íslandi. Eftir sögulegan formála um dýrmæti réttarríkisins falla nokkur gullkorn. Ástæða er til að gera nokkrar athugasemdir. Meira
19. desember 1995 | Aðsent efni | 1008 orð

Getur Tómstundaskólinn útskrifað lækna??

EINHVERJUM kann að þykja þetta hin furðulegasta spurning. Þeir sem þekkja til Tómstundaskólans vita að skólinn einbeitir sér að námskeiðum fyrir börn og fullorðna. Nefna má tungumálanám, frístundanám, ýmis list- og menningarnámskeið ásamt starfstengdu námi. En eflaust gerir enginn ráð fyrir því að Tómstundaskólinn geti útskrifað lækna eða lögfræðinga!! Það er líka alveg rétt. Meira
19. desember 1995 | Aðsent efni | 1789 orð

Hreinræktað hneyksli

HINN 8. desember sl. sendi Samband íslenskra tryggingafélaga allsherjarnefnd Alþingis umsögn sína um tillögur Gests Jónssonar hæstaréttarlögmanns og Gunnlaugs Claessens hæstaréttardómara um breytingar á skaðabótalögunum. Meginefni umsagnarinnar eru staðhæfingar um að iðgjöld í bílatryggingum muni þurfa að hækka um 30% verði tillögurnar að lögum. Meira
19. desember 1995 | Aðsent efni | 1362 orð

Hugleiðing um nagladekk

JÆJA, þá er vetur genginn í garð og eins og venjulega þurfa ökumenn að skipta yfir á vetrardekk. Fyrir marga er þetta einfalt mál, þeir aka inn á næsta hjólbarðaverkstæði á sumartúttunum og síðan út aftur á stríðnegldum vetrardekkjunum og eru tilbúnir í slaginn. Fyrir mig og e.t.v. nokkra aðra þrjóskupúka er þetta ekki alveg svona einfalt. Meira
19. desember 1995 | Aðsent efni | 862 orð

Jólatré

GRENITRÉ ­ furutré nýfelld úr skóginum fylla hýbýlin sætum ilmi. Flestir kjósa að hafa lifandi tré vegna ilmsins og vilja ekki án þess vera. Sú venja að hafa lifandi tré inni og úti á torgum í borgum og bæjum er ekki mjög gömul, a.m.k. ekki hér á Norðurlöndum. Kringum 1500 var þessi siður tekinn upp í Sviss og á Ítalíu en á fáum stöðum þó. Hann barst þangað frá austurlöndum nær. Meira
19. desember 1995 | Aðsent efni | 62 orð

Leiðrétting

Í SVARGREIN minni sem birtist í laugardagsblaði Morgunblaðsins og ég ritaði í tilefni af umfjöllun Jóhanns Hjálmarssonar um Nóbelsverðlaunin í bókmenntum 1955 urðu mér á þau mistök að tala um verðlaunin 1965. Þar var vitanlega um að ræða verðlaunin tíu árum áður eins og raunar mátti vera ljóst á samhenginu. Beðist er velvirðingar um leið og þetta er leiðrétt. Meira
19. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 412 orð

Leikskóli við Hæðargarð besti kosturinn

OFT VILL það verða svo þegar kemur að einhverri framkvæmd að fara þarf heilan hring með málið áður en endanleg ákvörðun er tekin. Þessi kenning fær staðfestingu í málsmeðferð um nýjan leikskóla í Smáíbúðahverfinu. Meira
19. desember 1995 | Aðsent efni | 1217 orð

Ónothæf biblíuþýðing

EG HEFI tekið eftir því, að mjög mörgum kunnum tilvitnunum hefir verið breytt í nýrri þýðingu Nýja- testamentisins frá árinu 1981, og það iðulega svo, að þær þekkjast naumast aftur. Svo virðist, sem prestastétt landsins ætli að láta þessa nýju þýðingu afskiptalausa, þ.e. Meira
19. desember 1995 | Aðsent efni | 1716 orð

Rannsóknir á náttúruvám og réttlæting tómlætisins

HINN 5. desember síðastliðinn birtist í Morgunblaðinu grein eftir Guðjón Petersen forstöðumann almannavarna ríkisins þar sem hann víkur að skrifum mínum í opnu bréfi til ríkisstjórnarinnar um rannsóknir á náttúruhamförum í sama blaði hinn 2. nóvember síðastliðinn. Meira
19. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 206 orð

Ríkisbáknið ­ fjarskiptaeftirlitið

ÞAÐ ER ekki á ofurvald ríkisbáknsins logið. Fjarskiptaeftirlit ríkisins er gott dæmi um það. Fyrst ber nú að nefna að þessi stofnun var sett á laggirnar algjörlega að ástæðulausu og gerir ekkert annað en auka á kostnað, algjörlega óþörf stofnun. Meira
19. desember 1995 | Aðsent efni | 421 orð

Samskiptaörðugleikar á aðventu

OFT HEF ég sem prestur verið minntur á hversu erfiður tími aðventan og jólin getur verið í lífi margra fjölskyldna. Margir spyrja sig þá, hvernig get ég undirbúið mig undir jólin, þegar ég kvíði þeim? Á þessari aðventu heyrum við og lesum um aukna fíkniefnaneyslu unglinga. Þar heyrist alloft orðið "alsæla", sem í því samhengi er eitthvert argasta rangnefni, sem um getur. Meira
19. desember 1995 | Aðsent efni | 1086 orð

Skólatannlækningar eru hluti af heilsuvernd

NOKKUÐ hefur verið fjallað um tannlækningar skólabarna í fjölmiðlum að undanförnu, um þá breytingu sem varð á aðsókn til tannlækna þegar gjaldtaka hófst fyrir tannlækningar skólabarna 1992. Og í Morgunblaðinu 5. desember og aftur 8. Meira
19. desember 1995 | Aðsent efni | 1193 orð

Um framtíð landbúnaðarins

Á UNDANFÖRNUM misserum hafa farið fram nokkrar umræður um íslenskan landbúnað. Þær hafa að mestu snúist um aðstoð þá sem landbúnaðurinn nýtur, af opinberu fé, og kröfur um óheftan innflutning á landbúnaðarvörum. Við getum hér strax í upphafi gert okkur grein fyrir því, að ef íslenskur landbúnaður án aðstoðar á að keppa við margstyrktan landbúnað annarra landa, þá einfaldlega deyr hann út. Meira
19. desember 1995 | Aðsent efni | 592 orð

Þegar ég hitti þingmennina

ÞAÐ er með semingi, að menn gangast við því opinberlega, að þeir veiti forstöðu stjórneiningu á hinni skaðlegu eyðsluhít, Landspítala. Ýmislegt verða menn þó að láta yfir sig ganga, þegar reynt er að bæta ímynd þessarar voluðu stofnunar. Til að sýna viðleitni bauð ég nokkrum þingmönnum að skoða eina af öldrunardeildum sjúkrahússins. "Já, þetta er rétt hjá þér. Meira

Minningargreinar

19. desember 1995 | Minningargreinar | 446 orð

Bryndís Leifsdóttir

Bryndís ólst upp hjá foreldrum sínum í Baldursheimi, í Reykjahverfi og á Tjörnesi en þau voru búandi á þessum stöðum. Á unglingsaldri fór Bryndís til Akureyrar og vann þar við heimilis- og framleiðslustörf um tveggja ára skeið. Árið 1943 þann 1. desember eignaðist hún son, Ragnar Leifs með Rawel McFadder, bandarískum hermanni, en þau slitu sambandi. Meira
19. desember 1995 | Minningargreinar | 115 orð

BRYNDÍS LEIFSDÓTTIR

BRYNDÍS LEIFSDÓTTIR Bryndís Leifsdóttir fæddist 29. janúar 1925 í Baldursheimi í Mývatnssveit og andaðist í Borgarspítalanum í Reykjavík 7. desember sl. Foreldrar Bryndísar voru hjónin Leifur Sigurbjörnsson og Unnur Ragnheiður Valdimarsdóttir. Þau eignuðust sex börn og var Bryndís næstelst. Systkini hennar voru Kári, f. 28. Meira
19. desember 1995 | Minningargreinar | 248 orð

Brynhildur Möller

Í dag er til moldar borin tengdamóðir mín og vinkona Brynhildur Möller. Þegar ég nú sest niður til að minnast hennar nokkrum orðum þá koma upp í hugann hugljúfar minningar um ástríka og milda dugnaðarkonu. Hún var glæsilegur fulltrúi íslenskra húsmæðra sem oft þurftu að hafa mikið fyrir lífinu. Meira
19. desember 1995 | Minningargreinar | 425 orð

Brynhildur Möller

Mágkona mín, Skúlína Brynhildur Möller, lést að heimili sínu og Ingólfs bróður míns aðfaranótt sunnudagsins 10. þ.m. að Dalbraut 21 en þar höfðu þau fengið íbúð og búið um nokkra hríð við frábært atlæti á þeirri góðu stofnun sem er bjargvættur margra aldraðra og sjúkra, sem mikillar aðhlynningar njóta þar, en geta haldið sjálfstæði sínu og góðri reisn. Meira
19. desember 1995 | Minningargreinar | 170 orð

Brynhildur Möller

Elsku amma okkar, á þennan hátt munum við minnast þín. Við erum þér ævinlega þakklát fyrir alla þá hlýju og ástúð er þú barst í hjarta þínu og fyrir að leyfa okkur að njóta góðs af þínum ótæmandi kærleik. Við geymum minninguna um þig, styrk þinn og óeigingjarnan stuðning í hjörtum okkar. Meira
19. desember 1995 | Minningargreinar | 197 orð

Brynhildur Möller

Elskuleg móðursystir okkar, Brynhildur Möller, hefur kvatt okkar heim og eftir stöndum við vinir og ættingjar og drúpum höfðum í sorg og eftirsjá. Við getum huggað okkur við, að tekið verður á móti henni af þeim sem hún saknaði mest og fóru á undan henni þessa ferð. Dúlla var síðasti tengiliðurinn við okkar móðurfólk af hennar kynslóð, og er hennar sárt saknað. Meira
19. desember 1995 | Minningargreinar | 106 orð

Brynhildur Möller Elsku amma mín, þú varst eina móðirin sem ég þekkti og þér á ég allt að þakka. Hví skyldi ég yrkja' um önnur

Elsku amma mín, þú varst eina móðirin sem ég þekkti og þér á ég allt að þakka. Hví skyldi ég yrkja' um önnur fljóð, en ekkert um þig, ó, móðir góð? ­ Upp, þú minn hjartans óður! Því hvað er ástar og hróðrar dís, og hvað er engill úr Paradís hjá góðri og göfugri móður. Meira
19. desember 1995 | Minningargreinar | 86 orð

Brynhildur Möller Elsku langamma, ég þakka þér fyrir yndislegan en allt of stuttan tíma með þér. Ég veit að þú verður alltaf

Elsku langamma, ég þakka þér fyrir yndislegan en allt of stuttan tíma með þér. Ég veit að þú verður alltaf með mér og vakir yfir mér. Pabbi og mamma hjálpa mér að muna þig. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Meira
19. desember 1995 | Minningargreinar | 788 orð

Brynhildur Möller "Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemu

"Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka..." Það voru hátíðlegar stundir þegar öll stórfjölskyldan söng þennan fallega sálm á heimili Dúllu og föðurbróður míns, Ingólfs, á áramótum, ár eftir ár. Meira
19. desember 1995 | Minningargreinar | 735 orð

Guðmunda Þóra Stefánsdóttir

Mig langar til að minnast ömmu minnar, Guðmundu Þóru, nokkrum orðum. Amma flyst með foreldrum sínum, þeim Stefáni Þorsteinssyni og Vigdísi Gestsdóttur, og eldri systur sinni, Guðlaugu, að Breiðumýrarholti í sömu sveit árið 1905. Hún fer síðan í vinnumennsku að Stóra- Núpi í Gnúpverjahreppi árið 1918 þá sautján ára gömul. Meira
19. desember 1995 | Minningargreinar | 34 orð

GUÐMUNDA ÞÓRA STEFÁNSDÓTTIR

GUÐMUNDA ÞÓRA STEFÁNSDÓTTIR Guðmunda Þóra Stefánsdóttir fæddist í Stardal í Stokkseyrarhreppi 1. janúar 1901. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi hinn 5. desember síðastliðinn. Útför hennar fór fram frá Selfosskirkju 15. desember síðastliðinn. Meira
19. desember 1995 | Minningargreinar | 134 orð

Guðmunda Þóra Stefánsdóttir Okkur langar að minnast langömmu okkar, Gu

Okkur langar að minnast langömmu okkar, Guðmundu Þóru Stefánsdóttur frá Geirakoti, í örfáum orðum. Það var alltaf gaman að heimsækja hana, hvort sem það var hjá Rúnu ömmu eða á Ljósheimum. Við þekktum hana að vísu ekki mjög vel, því við eigum heima í Vestmannaeyjum, en hún dvaldi á Selfossi og fórum við ekki það oft upp á land. Þegar við vorum á Selfossi þá reyndum við alltaf að heimsækja hana. Meira
19. desember 1995 | Minningargreinar | 463 orð

Guðný Friðriksdóttir

Ýmsar góðar minningar hafa leitað á hugann þessa daga, sem liðnir eru frá andláti Guðnýjar Friðriksdóttur húsfreyju á Bjargshóli. Hún þurfti sem betur fer ekki að heyja langt sjúkdómsstríð, aðeins fáa daga, en fegin vildi ég hafa getað kvatt hana á sjúkrabeði fyrir hinstu förina. Meira
19. desember 1995 | Minningargreinar | 26 orð

GUÐNÝ FRIÐRIKSDÓTTIR Guðný Friðriksdóttir fæddist 10. ágúst 1908 á Stóra Ósi í Miðfirði. Hún lést á Hvammstanga 26. nóvember

GUÐNÝ FRIÐRIKSDÓTTIR Guðný Friðriksdóttir fæddist 10. ágúst 1908 á Stóra Ósi í Miðfirði. Hún lést á Hvammstanga 26. nóvember síðastliðinn og fór útförin fram 30. nóvember. Meira
19. desember 1995 | Minningargreinar | 600 orð

Kristín Guðbrandsdóttir

Það höggvast ætíð fleiri skörð í hóp frændfólks míns úr Dölunum, en þannig er þetta og verður ætíð. Alltaf mun ég minnast Kristínar frænku minnar ­ hennar Stínu á Hóli ­ sem eins allra bezta drengs, sem ég hefi kynnst, og þau kynni eru orðin löng, eða öll mín ævi. Milli foreldra minna og frændfólksins á Hóli var ætíð hin bezta vinátta og það hélzt alla tíð. Kristín var fædd 25. Meira
19. desember 1995 | Minningargreinar | 56 orð

KRISTÍN GUÐBRANDSDÓTTIR

KRISTÍN GUÐBRANDSDÓTTIR Kristín Guðbrandsdóttir fæddist 25. janúar 1911 að Hóli í Hörðadal, Dalasýslu. Hún andaðist í Reykjavík 8. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Margrét Teitsdóttir frá Hóli í Hörðadal og Guðbrandur Gestsson frá Tungu í Hörðadal. Kristín giftist Franz Jezorski, klæðskerameistara. Meira
19. desember 1995 | Minningargreinar | 438 orð

Sigurgeir Sigurjónsson

Ég kynntist Sigurgeiri og eftirlifandi eiginkonu hans, Regínu Hansen, á heimili foreldra minna, þeirra Ragnars Ólafssonar lögmanns og Kristínar Ólafsson, á sjöunda áratugnum. Þau voru í dansklúbb ásamt Páli S. Pálssyni hrl. heitnum og eftirlifandi eiginkonu hans, Guðrúnu Stephensen, og Ágúst Fjeldsted hrl. heitnum og eiginkonu hans. Meira
19. desember 1995 | Minningargreinar | 25 orð

SIGURGEIR SIGURJÓNSSON

SIGURGEIR SIGURJÓNSSON Sigurgeir Sigurjónsson fæddist í Hafnarfirði 5. ágúst 1908. Hann lést á sjúkrahúsi í Reykjavík 6. desember síðastliðinn. Útför Sigurgeirs fór fram í kyrrþey. Meira
19. desember 1995 | Minningargreinar | 488 orð

Sigurgeir Sigurjónsson ódagbundin viðbót

Sigurgeir var fæddur í Hafnarfirði 5. ágúst 1908. Hann lést 6. þ.m. Foreldrar hans voru Sigurjón Kristjánsson, vélstjóri í Reykjavík, og kona hans Hjálmfríður Kristjánsdóttir frá Veðrará í Önundarfirði. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1930 og cand. juris frá Háskóla Íslands 1935. Héraðsdómslögmaður varð hann 1938 og hæstaréttarlögmaður 1941. Meira
19. desember 1995 | Minningargreinar | 47 orð

SIGURGEIR SIGURJÓNSSON Sigurgeir Sigurjónsson fæddist 5. ágúst 1908 í Hafnarfirði. Hann lést 6. desember síðastliðinn. Sigurgeir

SIGURGEIR SIGURJÓNSSON Sigurgeir Sigurjónsson fæddist 5. ágúst 1908 í Hafnarfirði. Hann lést 6. desember síðastliðinn. Sigurgeir var sonur hjónanna Sigurjóns Kristjánssonar og Hjálmfríðar Marsibilar Kristjánsdóttur. Eftirlifandi eiginkona Sigurgeirs er Regína Hansen. Meira
19. desember 1995 | Minningargreinar | 454 orð

Sveinbjörn Þórarinn Einarsson

Ef það ætti að líkja honum við veður, þá var hann eins og vorþeyrinn, alltaf í stuði þegar eitthvað kallaði á viðbrögð, skapgóður og snöggur að hugsa og hnýta upp með skemmtilegum tilsvörum. Hann Þóri var einstaklega elskulegur maður og jákvæður. Meira
19. desember 1995 | Minningargreinar | 450 orð

Sveinbjörn Þórarinn Einarsson

Í dag er til hinstu hvílu borinn elskulegur afi minn, Sveinbjörn Þórarinn Einarsson, er lést á Landspítalanum að kvöldi 8. desember, eftir langvarandi og erfið veikindi. Með fáeinum orðum langar mig að minnast hans og kveðja. Meira
19. desember 1995 | Minningargreinar | 120 orð

Sveinbjörn Þórarinn Einarsson

Sár er hin hinsta kveðjustund. En gegnum hryggðina og söknuðinn skín gleði þegar við hugsum um allar góðu stundirnar sem við áttum með þér, elsku afi. Sú ást og sú hlýja sem þú veittir okkur, er nú okkar ljós í myrkri sorgarinnar. Blessuð sé minning þín. Meira
19. desember 1995 | Minningargreinar | 183 orð

Sveinbjörn Þórarinn Einarsson

Elskulegur tengdafaðir minn hefur kvatt þennan heim og fengið bjartari samastað. Erfiðri sjúkralegu er lokið, þar sem þjáður maður sýndi hetjulund. Minningarnar streyma fram og verma klökkan hug. Ég mun ætíð minnast tengdaföður míns með þakklæti fyrir þann hlýhug og það vinarþel sem hann ávallt sýndi mér, hann sem fór svo margs á mis í æsku. Meira
19. desember 1995 | Minningargreinar | 336 orð

SVEINBJÖRN ÞÓRARINN EINARSSON

SVEINBJÖRN ÞÓRARINN EINARSSON Sveinbjörn Þórarinn Einarsson var fæddur 19. júlí 1919 að Jaðri í Vestmannaeyjum. Hann lést þann 8. desember síðastliðinn í Landspítalanum í Reykjavík. Foreldrar Sveinbjarnar Þórarins voru þau Einar Þórðarson, f. 9.6. 1882 í Götu, d. 1927, sem var síðasti ábúandinn á Eiðinu í Vestmannaeyjum og Guðrún Gísladóttir, f. Meira

Viðskipti

19. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 190 orð

Bensínstöðvar Esso með brauð og mjólk

GEIR Magnússon, forstjóri Olíufélagsins hf., segir ljóst félagið muni í ríkara mæli selja matvöru á borð við brauð og mjólk á bensínstöðvum sínum í framtíðinni en verið hefur. Með aðild sinni að innkaupafyrirtækinu Búri ehf., sem félagið stofnaði kaupfélögunum og Nóatúnsverslunum í síðustu viku, hafi það tryggt sér þessar vörur á hagstæðara verði en ella. Meira
19. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 172 orð

Bréf í Nokia lækka

HLUTABRÉF í farsímafyrirtækjum hafa lækkað í verði vegna tilkynningar Nokia AB í Finnlandi um að fyrirtækið verði endurskipulagt, þar sem gert sé ráð fyrir tapi. Nokia sagði að greinilegt tap" yrði á rekstrinum 1995. Nokia er annar mesti farsímaframleiðandi heims á eftir Motorola. Fjárfestar hafa haft áhyggjur af fréttum um minnkandi eftirspurn eftir farsímum í Bandaríkjunum. Meira
19. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 216 orð

Engar vaxtalækkanir fyrirhugaðar

ENGAR vaxtalækkanir eru fyrirhugaðar hjá Seðlabankanum í kjölfar vaxtalækkunarhrinu hjá evrópskum seðlabönkum í lok síðustu viku, að sögn Birgis Ísleifs Gunnarssonar, seðlabankastjóra. Í Gjaldeyrismálum, fréttabréfi Ráðgjafar og efnahagsspáa, er velt vöngum yfir því hvernig Seðlabankinn muni bregðast við þessari þróun, Meira
19. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 83 orð

Ericsson selur AT

SÆNSKA fjarskiptafyrirtækið LM Ericsson AB hefur skýrt frá því að deildin Ericsson Schrack AG muni selja 50% hlut í Austria Telecommunictions GmbH (AT). Ericsson Schrack selur hlutinn meðeigandanum Kapsch AG. AT var stofnað upp úr 1980 þegar austurrísk fjarskiptayfirvöld ákváðu að koma á fót stafrænu kerfi sem skipt var milli fjögurra aðila. Meira
19. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 234 orð

Fjöldi starfsmanna mun nær tvöföldast

TÖLVUFYRIRTÆKIÐ Oz hf. hyggst ráða til sín 12 nýja starfsmenn og er hér um að ræða nær tvöföldun á núverandi starfsmannafjölda fyrirtækisins. Að sögn Guðjóns Más Guðjónssonar, eins eigenda Oz, er verið að bæta við starfsmönnum nú vegna aukinna verkefna hjá fyrirtækinu, en eins og greint hefur verið frá í fréttum hefur fyrirtækið gengið frá nokkrum samningum erlendis að undanförnu, m.a. Meira
19. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 122 orð

Fjölgun ferðamanna 6%

ALLS komu liðlega 182 þúsund erlendir ferðamenn hingað til lands fyrstu ellefu mánuði ársins og hefur þeim fjölgað um tæplega 6% frá sama tíma í fyrra. Er því orðið ljóst að þetta ár verður enn eitt metárið í ferðaþjónustu hvað fjölda snertir. Meira
19. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 142 orð

KÞ með 4 milljóna hagnað

KAUPFÉLAG Þingeyinga skilaði alls um 4 milljóna króna hagnaði fyrstu átta mánuði ársins og er það lakari útkoma en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í nýútkomnu riti félagsins Boðbera K.Þ.. Þorgeir B. Hlöðversson, kaupfélagsstjóri, segir þar að útkoman í ár sé önnur en í fyrra meðal annars vegna þess að uppgjörið nú hafi á margan hátt verið vandaðra en í fyrra. Meira
19. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 231 orð

Orðrómur hækkar bréf Apple

APPLE-tölvufyrirtækinu hefur ekki orðið að ósk sinni um mikla eftirspurn fyrir þessi jól, því að það hefur sagt fjárfestum að vera viðbúnir vonbrigðum og jafnvel tapi á síðasta fjórðungi ársins. En bollaleggingar um samruna koma í veg fyrir að hlutabréf í fyrirtækinu lækki meira í verði en þau hafa þegar gert að sögn sérfræðinga. Meira

Fastir þættir

19. desember 1995 | Dagbók | 2885 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 15.-21. desember, að báðum dögum meðtöldum, er í Hraunbergs Apóteki, Hraunbergi 4. Auk þess er Ingólfs Apótek, Kringlunni 8-12, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
19. desember 1995 | Í dag | 31 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 2. september sl. í Hveragerðiskirkju af afa brúðarinnar sr. Tómasi Guðmundssyni Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir og Ragnar Þór Ólason. Heimili þeirra er á Hverfisgötu 82, Reykjavík. Meira
19. desember 1995 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. september sl. í Viðeyjarkirkju af sr. Þóri Stephensen Erla Rúna Guðmundsdóttir og Jens Guðfinnsson.Heimili þeirra er á Grensásvegi 54, Reykjavík. Meira
19. desember 1995 | Í dag | 36 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Árbæjarkirkju 1. júlí sl. af sr. Þór Haukssyni Jóhanna Á. Njarðardóttirog Þór Kristmundsson. Með þeim á myndinni er dóttir þeirra Freyja Þórsdóttir. Heimili þeirra er í Brautarholti 22, Ólafsvík. Meira
19. desember 1995 | Dagbók | 643 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7 Meira
19. desember 1995 | Í dag | 428 orð

F MARKA má bóksölulistann, sem Félagsvísindastofnun Hás

F MARKA má bóksölulistann, sem Félagsvísindastofnun Háskólans vinnur fyrir Morgunblaðið, RÚV og Félag bókaútgefenda, eru Íslendingar ekki mikil bókmenntaþjóð. Alvörubækur, ef svo má að orði komast, virðast ekki í hávegum hafðar til jólagjafa. Kannski er skýringin á þessu sú, að í jólavertíðinni taki þessir listar á sig aðra mynd en á öðrum árstímum. Meira
19. desember 1995 | Fastir þættir | 768 orð

Jóhann jafnaði einvígið

14.-22. desember. Teflt frá kl. 17 daglega. Aðgangur ókeypis. JÓHANN Hjartarson vann þriðju skákina í einvíginu við Hannes Hlífar Stefánsson um Íslandsmeistaratitilinn og jafnaði þar með metin. Eftir þrjár skákir höfðu báðir hlotið einn og hálfan vinning. Fjórðu skákina átti að tefla í gærkvöldi. Standi leikar 2-2 eftir fjórar skákir verður framlengt um tvær skákir. Meira
19. desember 1995 | Dagbók | 124 orð

Krossgáta 1

Krossgáta 1LÁRÉTT: 1 hreyfa við, 4 ánægð, 7 næturgagns, 8 drykkjuskapur, 9 for, 11 lengdareining, 13 æpti, 14 erting, 15 greinilegur, 17 klæðleysi, 20 sár, 22 höfðingsskapur, 23 íslag, 24 ákæra, 25 mjúkan. Meira
19. desember 1995 | Í dag | 113 orð

Smátt letur í Morgunblaðinu MIG LANGAR að taka undir með Eg

MIG LANGAR að taka undir með Eggerti Ásgeirssyni þar sem hann gagnrýnir hve letrið í dagskrárkynningu sé smátt í Morgunblaðinu og óþarfa tónlist á bakvið talað orð í útvarpi. Þetta er mjög þörf athugasemd og áreiðanlega eru þeir margir sem geta tekið undir með honum. Meira
19. desember 1995 | Í dag | 53 orð

TVÍTUG þýsk stúlka með mikinn Íslandsáhu

TVÍTUG þýsk stúlka með mikinn Íslandsáhuga: Corinna Bosse, Holländische Reihe 21, 22765 Hamburg, Deutschland. TUTTUGU og fjögurra ára pólskur læknastúdent með áhuga á bókmenntum, kvikmyndum, tónlist, ferðalögum og stjórnmálum: Tomasz Zagorski, Zagrody 15/11, Meira
19. desember 1995 | Dagbók | 206 orð

Yfirlit: Yfi

Yfirlit: Yfir Norður-Grænlandi er 1047 mb hæð sem þokast suðaustur. Við suðurströndina er minnkandi lægðardrag. Austur við Lófót er heldur vaxandi 1008 mb lægð. Spá: Austan- og norðaustanátt, víðast kaldi. Dálítil él á austanverðu landinu og einnig við suðurströndina. Meira
19. desember 1995 | Dagbók | 36 orð

(fyrirsögn vantar)

Brúðkaup Þann 5. ágúst sl. voru gefin saman í Jónshúsi í Kaupmannahöfn af séra Lárusi Þ. Guðmundssyni, Sigríður Örvarsdóttir og Karl Freyr Karlsson. Heimili þeirra er í Kaupmannahöfn. Með þeim á myndinni er dóttir þeirra Margrét. Meira

Íþróttir

19. desember 1995 | Íþróttir | 53 orð

1. deild karla:

Síðasti leikur í fyrri umferð deildarinnar var leikinn 14. desember og þar sigraði A-lið Víkings A-lið KR 6:0. Staðan er nú þannig að Víkingur A er með 10 stig, Víkingur D með 7 stig, Víkingur C og KR-A með 4 stig, Víkingu B með 3 stig og Örninn með 2 stig. Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 172 orð

Austurríkismenn sigursælir

AUSTURRÍSKIR skíðamenn voru sigursælir í heimsbikarnum um helgina, bæði í karla- og kvennaflokki. Hans Knaus frá Austurríki kom mjög á óvart er hann vann fyrsta heimsbikarmótið á ferlinum í Altea Badia á Ítalíu á sunnudaginn. Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 605 orð

Átti KR-ingurinnÓSKAR KRISTJÁNSSONekki að vera hættur í körfubolta?Held að okkar tími sé kominn

ÓSKAR Kristjánsson leikmaður meistaraflokksliðs KR hefur verið að sækja í sig veðrið í undanförnum leikjum. Óskar er einnig þjálfari kvennaliðs KR sem er efst í 1. deild kvenna ásamt Íslandsmeisturum Breiðabliks. ÓSKAR er fæddur í Lúxemborg 25. febrúar 1972 og bjó þar til 16 ára aldurs er hann flutti til Íslands. Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 381 orð

Batistuta var hetja Fiorentina

ARGENTÍNSKI landsliðsmaðurinn og fyrirliði Fiorentina, Gabriel Batistuta, skaut liði sínu upp í annað sætið á Ítalíu, þegar hann skoraði tvö mörk í sigurleik gegn Atalanta, 3:1. Fiorentina vann sinn þriðja leik í röð og er nú aðeins einu stigi á eftir AC Milan, sem varð að sætta sig við jafntefli, 1:1, heima gegn Torínó. Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 130 orð

Broddi og Árni sigruðu í Madrid

Broddi Kristjánsson og Árni Þór Hallgrímsson úr TBR sigruðu í tvíliðaleik á opna spænska meistaramótinu í Madrid á Spáni um helgina. Íslendingarnir sigruðu Rodrigues og Gonzalez frá Portúgal í úrslitum 15-6 og 15-12. Í undanúrslitum unnu þeir annað par frá Portúgal sem hefur verið ofar á styrkleikalistanum en þeir. Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 533 orð

DO-RE-MÍ »Íþróttafólki sem öðr-um vænlegast að veljaverkefni við hæfi

Litlu krakkarnir í Do-Re-Mí tónskólanum skemmtu gestum með hljóðfæraleik og söng í Neskirkju á dögunum og endurtóku leikinn fyrir gamla fólkið á Elliheimilinu Grund í liðinni viku. Þeir sýndu það sem æft hefur verið síðan í haust, jafnvel lengur í sumum tilfellum, og verður að segjast eins og er að frammistaða þeirra, hvort sem það var á píanó, þverflautu, fiðlu eða gítar, Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 146 orð

Dæhlie nálgast met Svans

BJÖRN Dæhlie, Ólympíumeistari í skíðagöngu frá Noregi, hefur haft mikla yfirburði það sem af er keppni heimsbikarsins í vetur. Hann vann 29. heimsbikarmót sitt í Santa Caterina á Ítalíu á sunnudag og þarf nú aðeins einn sigur til viðbótar til jafna met Svíans Gunde Svans, sem hafði mikla yfirburði á árunum 1970 og 1980. Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 174 orð

Edberg að hætta

Stefan Edberg, tenniskappi frá Svíþjóð, lýsti því yfir í gær að hann ætlaði að hætta keppni á næsta ári og snúa sér að þjálfun. "Ég taldi rétt að tilkynna þessa ákvörðun núna. Allir hafa verið að spyrja hvenær ég ætli að hætta. Það verður innan árs, hvort sem að ég verð þá í öðru sæti á heimslistanum eða því hundraðasta," sagði Edberg. Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 62 orð

Einar kastaði 75,86 metra

EINAR Vilhjálmsson, spjótkastari, kastaði spjótinu 75,86 metra á móti sem var sérstaklega komið á fyrir hann á Laugardalsvelli um helgina. Þetta er lengsta kast hans á árinu, en hann er nýkominn úr þriggja vikna æfingabúðum í Bandaríkjunum. Hann stefnir að þátttöku í Ólympíuleikunum í Atlanta í sumar en til þess að komast þangað þarf hann að kasta 80 metra. Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 903 orð

England

Úrvalsdeildin: Arsenal - Chelsea1:1 (Dixon 88.) - (Spencer 25.) 38.295 Aston Villa - Coventry4:1 (Johnson 12., Milosevic 48., 63., 80.) - (Dublin 54.) 28.486 Blackburn - Middlesbrough1:0 (Shearer 42.) 27.996 Newcastle - Everton1:0 (Ferdinand 17.) 36. Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 142 orð

Enn baulað á leikmenn Barcelona

ATLETICO Madrid heldur tveggja stiga forskoti sínu á Spáni ­ liðið fagnaði sigri, 1:0, gegn Valencia. Jose Luis Caminero skoraði sigurmark liðsins á síðustu mín. leiksins. Sigur liðsins hefði getað orðið stærri, maðurinn sem kom í veg fyrir það var landsliðsmarkvörður Spánverja, Andoni Zubizarreta, sem átti frábæran leik í marki Valencia. Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 39 orð

FIS semur við kaffiframleiðendur í Kolumbíu

SAMBAND kólumbískra kaffiframleiðenda (Cafe de Colombia) er nýr styrktaraðili Alþjóða skíðasambandsins, FIS. Skrifað var undir fimm ára samning í Kolumbíu á dögunum. Samningurinn tryggir FIS andvirði 900 milljóna króna á ári næstu fimm árin. Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 83 orð

Flokkaglíma Reykjavíkur

Flokkaglíma Reykjavíkur fór fram í íþróttahúsi Austurbæjarskólans, laugardaginn 16. desember. Jón Birgir Valsson, KR, varð sigurvegari í +84 kg flokki, lagði alla andstæðinga sína. Orri Björnsson, KR, varð annar og Ingibergur Sigurðsson, Ármanni, þriðji. Helgi Bjarnason, KR, sigraði í -84 kg flokki, lagði alla keppendur sína á hælkrók og klofbragði. Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 107 orð

Gísli Hlynur og Pjetur í A-hóp knattspyrnu-

TVEIR nýir knattspyrnudómarar koma í svokallaðan A- hóp hjá dómurum fyrir næsta keppnistímabil, þeir Gísli Hlynur Jóhannsson frá Keflavík og Pjetur Sigurðsson úr Fram. A-hópinn skipa þá tólf dómarar en þar eru auk Gísla og Pjeturs þeir Bragi Bergmann, Egill Már Markússon, Eyjólfur Ólafsson, Gísli Guðmundsson, Guðmundur Stefán Maríasson, Gylfi Þór Orrason, Jón Sigurjónsson, Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 71 orð

Guðni var rekinn af leikvelli

GUÐNI Bergsson, landsliðsfyrirliði og leikmaður Bolton, var rekinn af leikvelli á laugardaginn þegar lið hans heimsótti QPR í ensku úrvalsdeildinni. "Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist. Ég reiddist óþarflega mikið í smástund og tæklaði einn full gróflega þegar stundarfjórðungur var eftir. Þetta er fyrsta rauða spjaldið sem ég fæ og ég ætla rétt að vona það síðasta. Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 375 orð

Heimsbikarkeppnin

KARLAR Stórsvig: Alta Badia, Ítalíu: 1. Hans Knaus (Austurríki)2.35,34 (1.16,05/1.19,29)2. Michael Von Gruenigen (Sviss)2.36,03 (1.16,59/1.19,44)3. Alberto Tomba (Ítalíu)2.36,71 (1.16,37/1.20,34)4. Lasse Kjus (Noregi)2.36,84 (1.16,85/1. Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 39 orð

Heimsmet í stangarstökki

ÁSTRALSKA stúlkan Emma George bætti eigið heimsmet í stangarstökki á móti í Perth í Ástralíu á sunnudaginn er hún vippaði sér yfir 4,28 metra. Hún stökk 4,25 í síðasta mánuði en bætti metið nú um 3 sentimetra. Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 156 orð

HM á Jamaiku

Hið svokallaða Heimsmeistaramót Johnnie Walker var haldið á Jamaiku um helgina og þar sigraði Fred Couples á annarri holu í bráðabana og fékk tæpar 36 milljónir króna fyrir vikið. 279 Fred Couples 70 67 71 71, Loren Roberts 70 70 70 69, Vijay Singh 69 68 72 70 285 Bernhard Langer 71 73 73 68, Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 94 orð

ÍA skoðar tillögu frá Sigurði

SIGURÐUR Jónsson, landsliðsmaður í ÍA, sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að enn væri ekkert ákeðið varðandi hugsanleg félagaskipti í Örebro en verið væri að reyna að finna lausn sem allir gætu sætt sig við. "Ég vil fara að ganga frá þessu," sagði Sigurður. Í gær gekk Sigursteinn Gíslason frá samningi við ÍA til þriggja ára og hefur ÍA hug á að gera fleiri slíka samninga. Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 316 orð

Ísland ­ Grænland40:14 Nuuk í Grænlandi, vináttulandsleik

Nuuk í Grænlandi, vináttulandsleikur í handknattleik, föstud. 15. desmeber 1995. Mörk Íslands: Davíð Ólafsson 9, Aron Kristjánsson 7, Dagur Sigurðsson 5, Ólafur Stefánsson 4 Gunnar Andrésson 3, Njörður Árnason 3, Halldór Ingólfsson 3 Ingi Rafn Jónsson 2, Róbert Sighvatsson 2, Leó Örn Þorleifsson 2. Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 88 orð

KA fær Val í heimsókn

DREGIÐ var í átta liða úrslit bikarkeppninnar í handknattleik um helgina. Stórleikur þessarar umferðar er án efa leikur bikarmeistara KA á Akureyri og Íslandsmeistara Vals, en liðin léku til úrslita í bikarkeppninni í fyrra. Breiðablik fær Fram í heimsókn, Selfyssingar fara til Húsavíkur og Eyjamenn taka á móti Víkingum, A-liðinu, að þessu sinni. Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 142 orð

Kristinn bætti sig í svigi

KRISTINN Björnsson, skíðamaður frá Ólafsfirði, keppti í svigi á alþjóðlegu stigamóti í Sviss um helgina. Hann hafnaði í 2. sæti á eftir Svisslendingnum Andrea Zinsli og hlaut fyrir það 14,00 punkta (fis-stig), sem er besti árangur hans til þessa. Hann átti áður best 15 punkta frá því á móti í Vail í Bandaríkjunum í nóvember. Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 130 orð

Magnús fimmti á HM í París

Magnús Scheving, Íslandsmeistari í þolfimi og núverandi Evrópumeistari, hafnaði í fimmta sæti af 36 keppendum í einstaklingskeppni karla á heimsmeistaramótinu í þolfimi sem var í fyrsta sinn haldið undir merkjum Alþjóða fimleikasambandsins. Mótið fór fram í París í Frakklandi og lauk á sunnudaginn. Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 158 orð

Mike Tyson lagði Mathis

BANDARÍSKI hnefaleikakappinn Mike Tyson lagði landa sinn Buster Mathis yngri eftir að þeir höfðu slegist í tvær lotur og 2,32 mínútum betur um helgina. Tyson, sem er 29 ára gamall, þótti ekki sannfærandi í þessari viðureign en hann gerði vel þegar hann sló Mathis í gólfið. Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 117 orð

NBA-deildin

Atlanta - Denver95:86 Miami - Utah74:83 New York - Detroit86:82 Chicago - LA Lakers108:88 Dallas - Phoenix108:111 Eftir framlengingu. San Antonio - Sacramento106:122 Vancouver - Golden State85:116 LA Clippers - Charlotte99:109 Leikir sunnudagsins: Toronto - Orlando110:93 Philadelphia - Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 148 orð

NFL-deildin:

Sjö lið hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppni ameríska fótboltans sem hefst í janúar. Þegar hafa fjögur lið tryggt sér sigur í sínum riðli og þar er Kansas City, í vesturriðli ameríkudeildarinnar, Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 140 orð

NHL-deildin:

Leikir föstudagsins: Hartford - Colorado4:2 Buffalo - NY Rangers5:4 Detroit - New Jersey3:1 Chicago - Montreal1:4 Dallas - Pittsburgh1:5 Winnipeg - Edmonton9:4 Anaheim - Ottawa4:2 Leikir laugardagsins: Boston - Calgary6:3 NY Islanders - Hartford3:3 Montreal - Philadelphia2:4 New Jersey - Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 213 orð

Of dýrt mannvirki

Kostnaðaráætlun vegna 50 metra innisundlaugar í Grafarvogi verður væntanlega lögð fyrir borgarráð í dag og bendir allt til að hætt verði við að ráðast í framkvæmdir í bili. 10. október sl. samþykkti borgarráð að setja af stað vinnu við undirbúning, forsögn og kostnaðaráætlun að slíku mannvirki. Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 523 orð

Orlando tapaði í Toronto

Sigurganga Chicago Bulls heldur áfram. Að þessu sinni voru það leikmenn LA Lakers sem urðu að játa sig sigraða þrátt fyrir að Michael Jordan léki lítið með, en hann fór úr liði á vísifingri hægri handar snemma í leiknum en gerði engu að síður 20 stig. Baráttujaxlinn Dennis Rodman er meiddur á kálfa og gat því lítið beitt sér í leiknum, en tók þó 15 fráköst. Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 148 orð

Rögnvald og Stefán á úrtökumót fyrir ÓL

ÍSLENSKU handknattleiksdómararnir Rögnvald Erlingsson og Stefán Arnaldsson hafa verið boðaðir á sex landa mót í Ankara í Tyrklandi um miðjan febrúar. Mót þetta er haldið til að velja fimm dómarapör sem dæma eiga á Ólympíuleikunum í Atlanta í sumar og munu 15 eða 16 dómarapör dæma á mótinu í Tyrklandi. Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 249 orð

Stúlkurnar frá S-Kóreu frábærar

Það má með sanni segja að úrslitaleikurinn á milli Suður-Kóreu og Ungverjalands hafi verið hápunkturinn á heimsmeistarakeppninni; punkturinn yfir i-ið," sagði Helga Magnúsdóttir, fyrrum stjórnarmaður HSÍ, eftir að hafa séð stúlkurnar frá Suður-Kóreu tryggja sér heimsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna í Vínarborg, með því að leggja Ungverja að velli 25:20 í skemmtilegum leik. Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 156 orð

Styrkja Kristin um 1,3 milljónir á ári

NOKKUR fyrirtæki á Norðurlandi hafa tekið sig saman og gert með sér samning um að styrkja skíðakappann Kristin Björnsson frá Ólafsfirði á næsta ári og gera honum þannig kleift að einbeita sér alfarið að skíðaíþróttinni. Þetta eru Ólafsfjarðarbær, Árni Helgason, Garðar Guðmundsson hf., Hraðfrystihús Ólafsfjarðar hf., Kaupfélag Eyfirðinga, Magnús Gamalíelsson hf. Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 94 orð

Tindast. - Keflavík69:88

Sauðárkrókur: Gangur leiksins: 1:4, 15:11, 21:13, 36:34, 41:41, 47:51, 49:62, 58:69, 64:80, 69:88. Stig Tindastóls: Torrey John 22, Pétur Guðmundsson 16, Lárus Dagur Pálsson 8, Arnar Kárason 7, Hinrik Gunnarsson 6, Óli Barðdal 4, Ómar Sigmarsson 4, Atli Björn Þorbjörnsson 2. Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 127 orð

Tveir leikmenn St. Germain sáu rau

PARÍSARLIÐIÐ St. Germain hélt sigurgöngu sinni áfram ­ lék sinn ellefta leik í röð í Frakklandi án taps, þrátt fyrir að leikmenn liðsins voru aðeins níu þegar flautað var til leiksloka í leik gegn St. Etienne, 1:1. Daniel Bravo fékk að sjá rauða spjaldið eftir aðeins níu mín. fyrir gróft brot og sjö mín. fyrir leikslok fékk Francis Llacer að sjá rauða spjaldið. St. Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 452 orð

Tvíframlengt í Smáranum

"VIÐ unnum á liðsheildinni því nýju mennirnir, sem komu inn á í framlengingunni, stóðu sig," sagði Blikinn Halldór Kristmannsson eftir 97:89 sigur á ÍR í Smáranum á sunnudaginn, hörkuleik sem þurfti að framlengja tvívegis til að knýja fram úrslit. "Tveir úr okkar liði komu frá ÍR í ár og sigurinn er því sætari. Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 559 orð

Valur - KR82:89

Hlíðarendi, úrvalsdeildin í körfuknattleik, 20. umferð, sunnud. 17. desember 1995. Gangur leiksins: 0:2, 8:8, 20:15, 37:36, 43:49, 55:66, 69:76, 73:80, 82:90. Stig Vals: Ragnar Þór Jónsson 35, Ronald Bayless 20, Brynjar Karl Sigurðsson 15, Bjarki Guðmundsson 4, Hjalti Jón Pálsson 4, Ívar Webster 4. Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 804 orð

Varamarkvörðurinn kom, sá og sigraði

LEIKMENN Newcastle hafa náð sjö stiga forskoti á Manchester United í baráttunni um Englandsmeistaratitlinn, eftir að þeir lögðu Everton að velli, 1:0, á St. James Park. Heimamenn léku tíu í 56 mín., þar sem John Beresford fékk að sjá rauða spjaldið fyrir brot á Andrei Kanchelskis, sem var kominn einn inn fyrir Newcastle-vörnina. Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 472 orð

VICKY Wilmore

VICKY Wilmore tíu ára gömul stúlka í Englandi og mikill stuðningsmaður Manchester Unitedlæknaðist á undraverðan hátt á dögunum. Fyrir ári síðan fór hún allt í einu að lesa og skrifa afturábak og læknar gátu ekki fundið út hvers vegna. Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 263 orð

Viggó gerði 13 gegn ÍBV

Ejamenn áttu alls ekki náðugan dag þegar þeir mættu í Víkina á laugardaginn til að leika við Víking-B, en í því liði eru "gamlir" refir úr handboltanum. Gamlingjarnir stóðu svo sannarlega í unglingunum frá Eyjum, en 1. deildar liðið hafði það þó, 27:26. Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 60 orð

Þorbirni boðið til Grænlands

ÞORBIRNI Jenssyni, landsliðsþjálfara í handknattleik, hefur verið boðið til Grænlands til að halda þjálfaranámskeið fyrir þarlenda þjálfara. "Grænlendingar ræddu við mig um helgina þegar við vorum í Nuuk og buðu mér að koma aftur í júní til að halda þjálfaranámskeið. Þeir eru þá með úrslitakeppnina um Grænlandsmeistaratitilinn. Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 240 orð

Þreytt að Hlíðarenda

Það var þreyta yfir leikmönnum Vals og KR er liðin áttust við að Hlíðarenda á sunnudagskvöldið. Leikurinn var lítið augnayndi, fjöldamörg mistök litu dagsins ljós beggja vegna jafnt í vörn og sókn og nokkrir kaflar komu í leiknum þegar leikmenn hittu ekkert í körfurnar. Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 190 orð

Öruggt á Grænlandi

ÍSLENSKA karlalandsliðið í handknattleik sigraði það grænlenska 28:19 í síðari leik liðanna sem fram fór í Nuuk á laugardaginn. Ísland sigraði 40:14 í fyrri leiknum. "Það var meiri mótspyrna í síðari leiknum," sagði Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari eftir leikinn. "Grænlendingar voru reynslunni ríkari og einbeitingin ekki eins góð hjá okkur," sagði þjálfarinn. Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 391 orð

(fyrirsögn vantar)

Þórssigur í átakaleik Þósarar eru ekki vanir að sækja gull í greipar Suðurnesjaliðanna í körfuknattleik en það varð heldur betur breyting á í leik Þórs og Grindvíkinga á Akureyri sl. sunnudagskvöld. Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 315 orð

(fyrirsögn vantar)

Skallagrímur sterkarií nágrannaslag Skallagrímur vann liðsmenn Akraness 94:80 í jöfnum baráttuleik í Borgarnesi á sunnudaginn. Heimamenn höfðu yfirhöndina nær allan leikinn en náðu aldrei að hrista Skagamennina alveg af sér fyrr en á lokamínútunum. Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 136 orð

(fyrirsögn vantar)

Keflvíkingar gerðu góða ferð til Sauðárkróks og sigruðu 69:88 eftir að staðan í hálfleik hafði verið jöfn, 41:41. Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik og voru Burns og Gunnar Einarsson í aðalhlutverki hjá Keflavík en Pétur Guðmundsson og Torrey John hjá heimamönnum. Meira
19. desember 1995 | Íþróttir | 321 orð

(fyrirsögn vantar)

Meistararnir með meistaratakta gegn Haukum Íslandsmeistarar Njarðvíkinga sýndu sannkallaða meistaratakta þegar þeir mættu Haukum úr Hafnarfirði í Njarðvík á sunnudagskvöldið. Haukar, sem höfðu sigrað í 17 leikjum í röð, fengu heldur betur á baukinn; voru gersamlega yfirspilaðir og fóru heim með 32 stiga tap á bakinu, 110:78. Meira

Úr verinu

19. desember 1995 | Úr verinu | 482 orð

Allt brjálað að gera við uppsetningu loðnutrolla

MIKIÐ hefur verið að gera hjá Netagerðinni Ingólfi í Vestmannaeyjum undanfarið og segir Birkir Agnarsson, framkvæmdastjóri, að mörg ár séu síðan slíkur kippur hafi komið hjá Netagerðinni enda hefur starfsmönnum verið fjölgað um helming. Meira
19. desember 1995 | Úr verinu | 171 orð

Beitir með fullfermi

"Það gengur þokkalega," sagði Sæmundur Sigurjónsson á Beiti NK í samtali við Morgunblaðið í gær. Beitir NK landaði 1100 tonnum eða fullfermi í fyrradag, sem hann fékk á fjórum sólarhringum. Um var að ræða stóra og fallega loðnu. Beitir er þá í heild kominn með um 4 til 5 þúsund tonn af loðnu. Á sama tíma og veiðarnar ganga svona vel hjá Beiti stendur loðnan of djúpt fyrir nótabáta. Meira

Viðskiptablað

19. desember 1995 | Viðskiptablað | 175 orð

Toyota reisir bílasmiðju

TOYOTA-bifreiðafyrirtækið hefur tilkynnt að það muni reisa vörubílaverksmiðju fyrir 700 milljónir dollara í Indiana og framleiðsla muni hefjast haustið 1998. Starfsmenn verksmiðjunar verða 1300 og smíðaðir verða um 100.000 T100 pallbílar á ári. Þetta verður fjórða bílaverksmiðja Toyota í Norður-Ameríku og mun rísa í Gibson County í suðvesturhluta Indiana. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.