Greinar fimmtudaginn 21. desember 1995

Forsíða

21. desember 1995 | Forsíða | 116 orð

Di Pietro stefnt

RANNSÓKNARDÓMARAR í borginni Brescia á Ítalíu hafa farið fram á að Antonio di Pietro, rannsóknardómari í Mílanó, verði dreginn fyrir rétt fyrir meinta spillingu. Di Pietro varð þjóðhetja fyrir framgöngu sína við að afhjúpa pólitíska spillingu. Hann hefur látið í veðri vaka að hann hyggist snúa sér að stjórnmálum. Talið er að lögsókn á hendur honum nú geti gert þær vonir að engu. Meira
21. desember 1995 | Forsíða | 287 orð

Jeltsín segir úrslitin ekki kalla á stefnubreytingu

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, sagði í gær að engin ástæða væri til að hafa áhyggjur af úrslitum rússnesku þingkosninganna á sunnudag. "Stjórnin getur framfylgt sömu stefnu og áður," bætti hann við þegar hann tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega um úrslitin. Meira
21. desember 1995 | Forsíða | 38 orð

Próflok í Pakistan

PRÓFLOKUM er fagnað með óvenjulegum hætti í Pakistan. Myndin var tekin á skemmtisýningu fyrir nýútskrifaða nemendur í skóla í Islamabad í gær. Fylgjast börnin með ungum drengi í áflogum við svartan björn úr Himalajafjöllum. Meira
21. desember 1995 | Forsíða | 212 orð

Tekist á um veiðikvóta

SPÁÐ er hörðum átökum á fundi sjávarútvegsráðherra Evrópusambandsins (ESB) í dag um skiptingu aflakvóta í efnahagslögsögu sambandsins. Fyrir fundinum liggur tillaga framkvæmdastjórnar ESB um allt að 50% niðurskurð á heildarafla vegna versnandi ástands fiskistofna. Meira
21. desember 1995 | Forsíða | 252 orð

Veður og togstreita skyggðu á athöfnina

SVEITIR Atlantshafsbandalagsins (NATO) tóku í gær formlega við friðargæslu í Bosníu af Sameinuðu þjóðunum. Mjög slæmt veður var í Sarajevo og varð að fresta athöfn vegna skiptanna um nokkrar klukkustundir þar sem vél Leigthons Smiths aðmíráls, sem stjórnar aðgerðum NATO, gat ekki lent á flugvelli borgarinnar sökum þoku. Meira

Fréttir

21. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 112 orð

25 umsóknir hafa borist

TUTTUGU og fimm umsóknir höfðu borist matarbúri Hjálparstofnunar kirkjunnar á Akureyri í gær. Matarbúrið sem er í Hekluhúsinu á Gleráreyrum er opið í dag, fimmtudag og morgun, föstudag. Fyrir síðustu jól bárust á milli 40 og 50 umsóknir um aðstoð að sögn Jóns Oddgeirs Guðmundssonar hjá Hjálparstofnun kirkjunnar á Akureyri. Meira
21. desember 1995 | Innlendar fréttir | 68 orð

Aðventukvöld í Aðventkirkjunni

KÓR Aðventkirkjunnar í Reykjavík heldur aðventukvöld föstudaginn 22. desember kl. 20 í Aðventkirkjunni, Ingólfsstræti 19 í Reykjavík. Kórinn mun syngja nokkur jólalög. Páll Sigurðsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri flytur hugvekju og fjölbreytt tónlistaratriði verða á dagskránni ásamt almennum söng. Meira
21. desember 1995 | Miðopna | 1762 orð

Allir verða að kunna eitthvað Norsku geðlæknarnir Lars Weisæth og Pål Herlofsen, sem eru sérfræðingar í áfallastreitu, sögðu

ÁFALLAHJÁLP er í hugum Íslendinga hjálp við aðstæður þar sem fjöldi fólks verður fyrir áfalli t.d. af völdum náttúruhamfara eða slysa. Norðmenn, sem eru komnir langt í rannsóknum á áfallastreitu og áfallahjálp, Meira
21. desember 1995 | Innlendar fréttir | 229 orð

Alþingi samþykkir stækkun álversins

ALÞINGI samþykkti í gær lög um samning um stækkun álversins í Straumsvík með 47 atkvæðum gegn einu en sex þingmenn sátu hjá í atkvæðagreiðslunni. Hjörleifur Guttormsson þingmaður Alþýðubandalagsins var einn þingmanna á móti samningnum en þrír þingmenn flokksins, Ragnar Arnalds, Steingrímur J. Sigfússon og Svavar Gestsson sátu hjá, eins og allir þrír þingmenn Kvennalistans. Meira
21. desember 1995 | Innlendar fréttir | 660 orð

Annar hvor víki úr starfi

SÓKNARNEFND Langholtskirkju hefur veitt Jóni Stefánssyni, organista, leyfi frá störfum frá því á aðfangadag til 15. janúar. Jón ætlar ekki að hefja aftur störf í kirkjunni nema sr. Flóki Kristinsson, sóknarprestur, láti af embætti. Kór Langholtskirkju stendur einhuga að baki Jóni og treystir sér ekki til að syngja án hans stjórnar í kirkjunni yfir hátíðirnar. Meira
21. desember 1995 | Innlendar fréttir | 187 orð

Áætlun 60 m. kr. hærri en fjárveiting

ÁKVÖRÐUN um gerð hringtorga í nágrenni flugstöðvar Leifs Eiríkssonar verður ekki tekin fyrr en í janúar þegar ljóst verður hverjar fjárveitingar til verkefnisins verða, en endanleg kostnaðaráætlun er 60 milljónum króna hærri en fyrri áætlun gerði ráð fyrir og fjárveitng hafði miðast við. Meira
21. desember 1995 | Erlendar fréttir | 380 orð

Bandalagi kommúnista spáð um 40% þingsætanna

KOMMÚNISTAR og bandamenn þeirra fá um 40% þingsætanna í kosningunum í Rússlandi á sunnudag, samkvæmt spá óháðra sérfræðinga sem byggð var á nýjustu kosningatölunum. Kommúnistar þyrftu að tryggja sér stuðning þjóðernissinnans Vladímírs Zhírínovskíjs til að ná meirihluta á þinginu, eða 226 þingsæti af 450, að sögn sérfræðinganna. Meira
21. desember 1995 | Erlendar fréttir | 53 orð

Barist um Gudermes

RÚSSAR hafa haldið uppi stanslausri skothríð á Gudermes, aðra stærstu borg í Tsjetsjníju, en hún hefur verið í höndum skæruliða frá því í síðustu viku. Hér er rússneskur hermaður að hlaða sprengjuvörpu en að sögn rússneska sjónvarpsins í gær var lokasóknin gegn skæruliðum í borginni hafin og barist á götunum. Meira
21. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 344 orð

Beiðnum um fjárhagsaðstoð fækkar milli ára

FÉLAGSMÁLASTOFNUN Akureyrar höfðu í gærmorgun borist 124 umsóknir um fjárhagsaðstoð í desember en allan desember í fyrra bárust 129 slík erindi. Guðrún Sigurðardóttir, deildarstjóri ráðgjafadeildar, segir greinilegt að umsóknir um fjárhagsaðstoð í desember nú verði eitthvað fleiri en í sama mánuði í fyrra. Meira
21. desember 1995 | Miðopna | -1 orð

Bjartsýnin hefur gufað upp

AF FJÖLMIÐLAUMRÆÐUNNI ítölsku þessar vikurnar mætti halda að Ítalir hefðu leyst öll sín vandamál að einu undanteknu: Hvenær á að kjósa næst? Dómsrannsóknir og Hreinar hendur njóta orðið lítillar athygli, Evrópumálin eru látin fræðingum eftir og hagfræðingurinn Romano Prodi þreifar fyrir um stuðning til að þjappa saman vinstrivængnum og miðjunni. Meira
21. desember 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Bótafjárhæðir breytast ekki á næsta ári

ALÞINGI samþykkti í gær breytingu á lögum um tekju- og eignarskatt. Þar er meðal annars afnumin sjálfvirk uppfærsla ýmissa afsláttar- og bótafjárhæða í takt við vísitölur og gert er ráð fyrir því að þessar fjárhæðir hækki ekki á næsta ári. Með þessu móti aukast tekjur ríkissjóðs um 1 milljarð á næsta ári. Meira
21. desember 1995 | Innlendar fréttir | 211 orð

Fannst meðvitundarlaus utan þjóðvegar

MAÐUR fannst meðvitunarlaus við hlið bíls síns utan þjóðvegarins skammt fyrir innan Vopnafjörð á þriðjudagskvöld og er talið að hann hafi legið þar um nokkurn tíma áður en hann fannst. Maðurinn var fluttur með sjúkraflugi á Borgarspítalann í Reykjavík. Meira
21. desember 1995 | Erlendar fréttir | 489 orð

Finnland líklegt aðildarríki EMU

NORRÆNU Evrópusambandsríkin þrjú, Finnland, Danmörk og Svíþjóð, leggja öll áherzlu á að fylgja efnahagsstefnu, sem gerir þeim kleift að uppfylla skilyrði Maastricht-sáttmálans fyrir aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU). Hins vegar hefur ekkert þeirra enn ákveðið að ganga í EMU og taka þar með upp hina sameiginlegu Evrópumynt, evró, árið 1999. Meira
21. desember 1995 | Innlendar fréttir | -1 orð

Fjölmenni er göngin voru opnuð fyrir umferð

VESTFJARÐAG¨ONG voru opnuð fyrir umferð í gær og verða opin fram á næsta sumar að þeim verður lokað meðan endanlegur frágangur fer fram. Áætlað er að þau verði fullbúin næsta haust. Halldór Blöndal ræsti búnaðinn, sem opnar dyrnar í Breiðadal, með aðstoð Sveinbjarnar Veturliðasonar, elsta starfsmanns Vegagerðarinnar á Ísafirði. Meira
21. desember 1995 | Innlendar fréttir | 1470 orð

Flytja inn tjónabíla og selja hér og í Evrópu

HAFIN starfsemi í kringum viðgerðir á tjónabílum sem fluttir eru inn frá Bandaríkjunum, svokölluð aðvinnsla eins og þessi iðja kallast í reglugerðum. Einn aðili, sem stendur að slíkum innflutningi, lætur gera við bílana í íslenskum fagfyrirtækjum og selur þá síðan innanlands eða flytur áfram til Evrópu til sölu þar. Meira
21. desember 1995 | Smáfréttir | 62 orð

FRIÐARSTUND fjölskyldunnar verður í Áskirkju á

FRIÐARSTUND fjölskyldunnar verður í Áskirkju á vetrarsólstöðum. Barnakór Grensáskirkju og Tónakórinn syngja. Einleikur á þverflautu: Dröfn Jóhannsdóttir, nemi, jólasögu les Guðrún Ásmunsdóttir, leikari, Meira
21. desember 1995 | Innlendar fréttir | 114 orð

Gáfu slysadeild augnskoðunartæki

NÝLEGA afhentu konur úr Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands veglega gjöf til Slysadeildar Borgarspítala. Þetta eru fullkomin augnskoðunartæki sem staðsett verða á slysadeild. Við sameiningu Borgarspítala og Landakots í Sjúkrahús Reykjavíkur mun augndeild Landakots taka að sér þjónustu við augnsjúklinga á slysadeild. Meira
21. desember 1995 | Innlendar fréttir | 102 orð

Gefa 300 hangikjötslæri

INGVAR Helgason ehf. og Bílheimar ehf. hafa tekið þá ákvörðun, nú annað árið í röð, að senda viðskiptavinum sínum engin dagatöl og jólakort, eins og fyrirtækin höfðu annars gert undanfarin ár heldur nota andvirði þeirra til að styrkja Mæðrastyrksnefnd eins og í fyrra. Meira
21. desember 1995 | Innlendar fréttir | 435 orð

Gert ráð fyrir þinglokum í kvöld eða nótt

SAMNINGAR náðust milli stjórnar og stjórnarandstöðu í gærkvöldi um málalok á Alþingi fyrir jól. Í samkomulaginu var gert ráð fyrir að annarri umræðu um frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum, bandorminn svonefnda, og lánsfjárlög myndi ljúka sl. nótt. Þriðju umræðu þessara frumvarpa yrði síðan lokið fyrri hluta dagsins í dag. Meira
21. desember 1995 | Erlendar fréttir | 269 orð

Grátandi þingmaður tapar meiðyrðamáli

BRESKI íhaldsþingmaðurinn David Ashby gæti orðið gjaldþrota og því misst þingsæti sitt en hann tapaði á þriðjudag meiðyrðamáli sem hann höfðaði gegn The Sunday Times. Blaðið fullyrti í fyrra að Ashby væri hræsnari og lygari, hann hefði hamrað á mikilvægi hefðbundinna fjölskyldugilda en væri samkynhneigður og hefði logið að eiginkonu sinni. Meira
21. desember 1995 | Innlendar fréttir | 61 orð

Hjól af tengivagni stórskemmdi bíl

AFTURHJÓL á stórum tengivagni, sem vikurflutningabíll var með í eftirdragi á Suðurlandsvegi við Steinslæk í Ásahreppi á þriðjudag, losnuðu undan vagninum og kastaðist annað hjólið framan á fólksbíl sem kom úr gagnstæðri átt. Fólksbíllinn er mjög mikið skemmdur og óökufær en að mati lögreglu kom notkun bílbelta í veg fyrir að slys yrðu á fólki. Meira
21. desember 1995 | Innlendar fréttir | 318 orð

Hvít jól um allt land

VEÐRIÐ virðist ætla að leika við landsmenn á aðfangadag, jóladag og annan dag jóla með hægri norðan- og norðaustanátt. Á aðfangadag verður úrkomulaust víðast hvar, en él á köflum norðan- og austanlands. Frost verður á bilinu 6-8 stig, en fer upp í 10 stig inn til landsins. Meira
21. desember 1995 | Innlendar fréttir | 141 orð

Hætt verði við aftengingu bóta

LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands skora á háttvirt Alþingi að hætta við fyrirhugaða aftengingu á bótum lífeyrisþega við almennt kaupgjald í landinu. Samtökin benda á að nú er hafin endurskoðun laga um almannatryggingar og því í hæsta máta óeðlilegt að gera slíka grundvallarbreytingu nú. Meira
21. desember 1995 | Innlendar fréttir | 207 orð

Höfundar bíða átekta

VERÐLÆKKUN á bókum umfram það sem Félag íslenskra bókaútgefenda samdi um við bóksala gæti þýtt samsvarandi launalækkun hjá rithöfundum samkvæmt samningi sem í gildi er á milli útgefenda og rithöfunda en í honum er rithöfundum reiknaður 16% hlutur af útsöluverði bóka fyrir utan virðisaukaskatt. Meira
21. desember 1995 | Innlendar fréttir | 151 orð

Ísal styrkir skógrækt á Sólheimum

FRAMKVÆMDASTJÓRN Íslenska álfélagsins hf. hefur veitt Styrktarsjóði Sólheima í Grímsnesi fjárstyrk til starfseminnar á Sólheimum. Afhending styrksins fór fram í álverinu þann 4. desember sl. og fylgdi sú ósk að fénu yrði varið til eflingar skógræktarstöðvarinnar Ölurs sem heimilismenn á Sólheimum starfa við. Meira
21. desember 1995 | Landsbyggðin | 83 orð

Jarðgöngin í tölum H

Heildarlengd jarðganga8.683 mTvíbreið göng2.168 mEinbreið göng með útskotum6.515 mHeildarlengd með vegskálum9.113 mLengd útskota er 32 m þar af 16 m í fullri breidd. Fjarlægð milli útskota er 160 m og heildarfjöldi þeirra er 40. Bergstyrkingar Sprautusteypa12.500 mBergboltar8.500 stk. Meira
21. desember 1995 | Innlendar fréttir | 164 orð

Jóhann Íslandsmeistari

JÓHANN Hjartarson stórmeistari vann í gær 6. skák sína við Hannes Hlífar Stefánsson og varð því Íslandsmeistari í skák árið 1995. Er þetta í fjórða sinni sem Jóhann fagnar þessum titli. Einvígi þeirra var bráðabani, þ.e. sá færi með sigur af hólmi, sem fyrr ynni skák. Niðurstaðan í einvíginu var því 3 2. Meira
21. desember 1995 | Innlendar fréttir | 60 orð

Jólaknall Heimdallar

ÁRVISST Jólaknall félaga ungra sjálfstæðismanna á höfuðborgarsvæðinu, Heimdallar, Hugins, Stefnis, Týs, Viljans og Baldurs, verður haldið í Valhöll, Háaleitisbraut 1, föstudaginn 22. desember. Meira
21. desember 1995 | Innlendar fréttir | 288 orð

Jólapakkarnir tilbúnir inni í stofu

"ÞETTA er rosalegt áfall. Við vorum búin að setja upp jólaskraut í alla íbúðina og pakkarnir tilbúnir inni í stofu. Það eina sem átti eftir að gera var að setja upp jólatréð og skúra," sagði heimilisfaðir fimm manna fjölskyldu, sem býr í íbúð á fjórðu hæð í Unufelli 23 í Breiðholti, sem kviknaði í í fyrradag. Allir íbúar voru að heiman þegar eldurinn kviknaði. Meira
21. desember 1995 | Innlendar fréttir | 45 orð

Jólasnjórinn kominn

JÓLASNJÓRINN féll á íbúa höfuðborgarinnar í gær og veðurfræðingar spá nú hvítum jólum, mörgum til mikillar gleði. Umferðin í borginni er í hámarki þessa dagana enda jólaundirbúningur fólks í algleymingi. Í dag er stystur sólargangur og þá fer daginn að lengja á ný. Meira
21. desember 1995 | Innlendar fréttir | 49 orð

Jón forseti upplýstur

Morgunblaðið/Sverrir Jón forseti upplýstur STYTTA Jóns forseta Sigurðssonar á Austurvelli er eitt af þekktustu kennileitum höfuðborgarinnar en hefur viljað hverfa í skuggann í skammdeginu. Meira
21. desember 1995 | Smáfréttir | 29 orð

JÓN Gnarr og Sigurjón Kjartansson hafa ákveðið að en

JÓN Gnarr og Sigurjón Kjartansson hafa ákveðið að endurtaka sýningu sína í Kaffileikhúsinu föstudagskvöldið 22. desember nk. Sýningin hefst kl. 22 og er aðgangseyrir 750 kr. Húsið opnað kl. 21. Meira
21. desember 1995 | Innlendar fréttir | 1052 orð

Lög verndi trúnaðarsamband blaðamanna og heimildarmanna

HÉR FER á eftir greinargerð með þingsályktunartillögu alþingismannanna Ástu R. Jóhannesdóttur, Ólafs Ragnars Grímssonar, Össurar Skarphéðinssonar, Jóns Kristjánssonar og Kristínar Ástgeirsdóttur, sem leggja til að Alþingi álykti að fela dómsmálaráðherra að skipa nefnd til að endurskoða gildandi lög um vernd trúnaðarsambands fjölmiðlamanna og heimildarmanna þeirra. Við þá endurskoðun verði 53. Meira
21. desember 1995 | Erlendar fréttir | 295 orð

Major tapar atkvæðagreiðslu um sjávarútvegsstefnuna

DEILUR um Evrópumál hafa blossað upp innan brezka Íhaldsflokksins enn á ný að undanförnu. Staða Johns Major forsætisráðherra veiktist enn á þriðjudag, er hægrivængur flokks hans snerist gegn honum og ríkisstjórnin tapaði fyrir vikið atkvæðagreiðslu um tillögur framkvæmdastjórnar ESB um fiskveiðikvóta næsta árs. Meira
21. desember 1995 | Innlendar fréttir | 156 orð

Meira fé veitt til jarðhitaleitar

Í FRUMVARPI til lánsfjárlaga eru lánsheimildir Orkusjóðs til lánveitinga vegna jarðhitaleitar nálægt þéttbýlisstöðum auknar um 15 milljónir króna, úr 6 milljónum, sem verið hefur ráðstöfunarféð undanfarin ár, í 21 milljón króna. Meira
21. desember 1995 | Landsbyggðin | 673 orð

Mesta samgöngumannvirki landsins

JARÐGÖNGIN í Breiðadals- og Botnsheiði, sem eru mesta samgöngumannvirki landsins, eru ekki fullkláruð en verða opin umferð fram á næsta sumar. Síðasta sprengingin í göngunum var fimmtudaginn 23. mars sl. og var það samgönguráðherra sem sprengdi síðasta haftið í Breiðadalsgöngunum um miðja vegu milli gangamóta og munna í Breiðadal. Meira
21. desember 1995 | Smáfréttir | 40 orð

MIÐSVETRARBLÓT verður haldið í hofi Vors siðar í Grindavík

MIÐSVETRARBLÓT verður haldið í hofi Vors siðar í Grindavík fimmtudagskvöldið 21. desember, á vetrarsólhvörfum. Dimmustu nótt ársins munu náttdýrkendur vaka við eld og minnast megindóma á myrkustu nótt ársins en um kl. 00.28 á aðfaranótt 22. desember er myrkasti tími ársins. Meira
21. desember 1995 | Innlendar fréttir | 343 orð

Milljarður vegna vega og áhættu

ÞINGFLOKKAR Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa samþykkt að fyrirtækinu Speli hf. verði veitt allt að milljarði króna í ríkisábyrgð vegna gerðar Hvalfjarðarganga og tengingar þeirra við vegakerfið. Hluti efnahags- og viðskiptanefndar lagði fram tillögu þar að lútandi fyrir Alþingi í gærkvöldi. Er gert ráð fyrir að hún komi til atkvæðagreiðslu í dag. Meira
21. desember 1995 | Innlendar fréttir | 124 orð

Miski en ekki fjárhagslegt tjón

HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær konu miskabætur vegna kostnaðar og óþæginda eftir umferðaróhapp, en sagði að þar sem litlar líkur væru á að aflahæfi hennar hefði skerst til frambúðar yrðu henni ekki dæmdar bætur vegna fjártjóns. Meira
21. desember 1995 | Óflokkað efni | 62 orð

Ný fatalína frá Sigríði Sunnevu

NÝJA fatalínan hennar Sigríðar Sunnevu Vigfúsdóttur heitir "Vulcano" og er hún nýlega kominn á markaðinn, en þar er að finna kápur, jakka og vestispeysur. Vinnustofa hennar "Sunneva Design" í Grófargili, Kaupvangsstræti 24 verður opin bæjarbúum og nærsveitungum til jóla, en svonefndir jóladagar í vinnustofunni hófust fyrir helgi. Meira
21. desember 1995 | Erlendar fréttir | 606 orð

Oleksy sakaður um njósnir fyrir Rússa

Walesa fráfarandi forseti Póllands leggur fram skjöl "sem ógna öryggi ríkisins" Oleksy sakaður um njósnir fyrir Rússa Varsjá. Reuter. Meira
21. desember 1995 | Erlendar fréttir | 117 orð

Óttast að hryðjuverk aukist

JOHN Deutch, yfirmaður bandarísku leyniþjónustnnar, CIA, spáði því í gær, að hryðjuverk ættu eftir að aukast um allan heim. Við því yrði brugðist með því að stórauka tilraunir til að koma fyrir uppljóstrurum innan hryðjuverkahópa og ríkisstjórna, sem þá styddu. Meira
21. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 244 orð

Selt verði fyrir meira en 215 milljónir 1996

GUÐMUNDUR Stefánsson, Framsóknarflokki, sagði á fundi bæjarstjórnar að þó svo að gert væri ráð fyrir í fjárhagsáætlun fyrir næsta ár að seldar yrðu eignir fyrir 215 milljónir króna væri ekkert því til fyrirstöðu að selja eignir fyrir mun hærri upphæð. "Það er sameiginlegur skilningur okkar, að hægt verði að ganga mun lengra á þessari braut," sagði hann. Meira
21. desember 1995 | Innlendar fréttir | 324 orð

Skattar einstaklinga lækka um 1,3 milljarða króna

HLUTFALL skatttekna af landsframleiðslu verður 23,2% á næsta ári og hefur ekki verið lægra frá 1987. Fjármálaráðuneytið reiknar með að skatttekjurnar lækki um tæplega hálfan milljarð í ár og á næsta ári. Skattar einstaklinga lækka um nálægt 1.300 milljónum króna, en á móti kemur að skattar á fyrirtæki hækka um 800 milljónir. Meira
21. desember 1995 | Innlendar fréttir | 391 orð

Skerðir ekki tekjur ellilífeyrisþega með lágar tekjur

SIGURÐUR Snævarr, hagfræðingur Þjóðhagsstofnunar, segir að breytingar sem felast í bandorminum leiði ekki til skerðingar á heildartekjum ellilífeyrisþega sem lægstar tekjur hafa. Afnám ákvæðis um 15% skattaafslátt lífeyrisþega af lífeyrisgreiðslum leiði hins vegar til þess að jaðarskattar hækki umtalsvert hjá þeim sem fá stærstan hluta tekna sinna úr lífeyrissjóði. Meira
21. desember 1995 | Innlendar fréttir | 434 orð

Skólanemar nota jólafríið til undirbúnings

FÉLAG framhaldsskólanema og menntamálaráðherra boðuðu til kynningarfundar á mánudag til að kynna svokallaða jafningjafræðslu, sem er sérstakt tilraunaverkefni um fíknivarnir í framhaldsskólum. Verkefnið er nú hafið og felst það í því nemendur sjálfir vinni að viðhorfsbreytingu meðal framhaldsskólanema til neyslu tóbaks, áfengis og annarra fíkniefna. Meira
21. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 79 orð

Smábátahöfnina í Sandgerðisbót lagði

SMÁBÁTAHÖFNINA í Sandgerðisbót á Akureyri lagði í fyrrinótt og var hún nánast ófær fyrir litla báta í gær. Starfsmenn Akureyrarhafnar þurftu að hreinsa höfnina og var hafnarbáturinn Mjölnir notaður til að brjóta ísinn og ýta stórum ísjökum úr höfninni og út á fjörðinn. Ívar Baldursson hafnarvörður taldi að ísinn hafi verið allt að þrjár tommur að þykkt. Meira
21. desember 1995 | Innlendar fréttir | 249 orð

Staðið verði við ákvarðanir um framlög til þjóðvega

Í ÁLYKTUN forsvarsmanna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er lýst vonbrigðum með áform ríkisstjórnarinnar um að draga úr framlögum til framkvæmda við þjóðvegi í þéttbýli. Á síðasta ári hafi ríkisstjórnin ákveðið í samráði við aðila vinnumarkaðarins að beita sér fyrir sérstöku framkvæmdaátaki í vegamálum. Áætlað var að framkvæma fyrir 3. Meira
21. desember 1995 | Innlendar fréttir | 414 orð

Starfsmaður fái 16 milljónir króna í skaðabætur

KVIÐDÓMUR í Bandaríkjunum dæmdi fyrirtækið Flugleiðir á þriðjudag til þess að greiða einum starfsmanna flugfélagsins 250 þúsund Bandaríkjadollara (rúmlega 16 milljónir íslenskra króna) í skaðabætur vegna þess að honum hefði óviljandi verið mismunað vegna aldurs og liðið "andlegan sársauka og þjáningar" fyrir þær sakir. Meira
21. desember 1995 | Innlendar fréttir | 227 orð

Stefnt að áheyrnaraðild Norðurlandanna frá 1. maí?

RÁÐHERRAFUNDUR aðildarríkja Schengen-samkomulagsins, sem haldinn var í Oostende í Belgíu í gær, samþykkti að hefja á næstunni formlegar viðræður við norrænu ríkin fimm. Markmið viðræðnanna er að Evrópusambandsríkin Danmörk, Svíþjóð og Finnland fái sem slík fulla aðild að samkomulaginu og að "samstarfssamningar" verði gerðir við Ísland og Noreg. Meira
21. desember 1995 | Erlendar fréttir | 276 orð

Stone sakaður um sögufölsun og róg

DÆTUR Richards Nixons, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, gagnrýna harkalega kvikmyndaleikstjórann Oliver Stone og segja hann svívirða minningu Nixons í nýrri mynd leikstjórans er frumsýnd var í gær. Ljóst sé að Stone noti tækifærið sem gefist þar sem Nixon-hjónin séu nú látin og geti ekki leitað réttar síns hjá dómstólum. Breski leikarinn Anthony Hopkins leikur forsetann. Meira
21. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 179 orð

Styrkur bæjarráðs til KA harmaður

ODDUR Halldórsson, sem sæti á í íþrótta- og tómstundaráði, lagði á fundi ráðsins fram bókun þar sem harmað er að bæjarráð hafi ekki notað Afreks- og styrktarsjóð til að veita KA styrk vegna Evrópukeppninnar í handknattleik. Meira
21. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 216 orð

Stöðug aukning í eftirliti og viðgerðum

GÚMMÍBÁTAÞJÓNUSTA Norðurlands sf. hefur starfað á Akureyri í rúm 11 ár en fyrirtækið sérhæfir sig í skoðun og viðhaldi á björgunarbátum skipa, einnig skoðun á flotgöllum og vinnur undir eftirliti Siglingamálastofnunar ríkisins. Til viðbótar gerir Gúmmíbátaþjónustan við svokallaða slöngubáta. Meira
21. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 56 orð

Tekið við framlögum

BÍLL á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar verður í göngugötunni í Hafnarstræti á Þorláksmessudag, frá kl. 11.00 til 23.00 en í honum verður fólk sem tekur á móti söfnunarbaukum og framlögum. Einnig verða þar friðarljós til sölu. Þá verða menn á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar í Kirkjugarði Akureyrar á aðfangadag og bjóða friðarljós til sölu. Meira
21. desember 1995 | Innlendar fréttir | 128 orð

Tímarit fyrir blinda

BLINDRAFÉLAGIÐ, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, og Fróði, bóka- og blaðaútgáfa, hafa gert með sér samning um útgáfu tveggja tímarita Fróða fyrir blinda og sjónskerta. Útgáfan verður í rafrænu formi þannig að tölva Blindrafélagsins miðlar texta tímaritanna sjálfkrafa til áskrifenda úr röðum blindra og sjónskertra. Meira
21. desember 1995 | Innlendar fréttir | 69 orð

Umferð hleypt um Vestfjarðagöng

VESTFJARÐAGÖNG voru opnuð fyrir umferð í gær en áætlað er að þau verði fullbúin næsta haust. Halldór Blöndal ræsti búnaðinn, sem opnar dyrnar í Breiðadal, með aðstoð Sveinbjarnar Veturliðasonar, elsta starfsmanns Vegagerðarinnar á Ísafirði. Meira
21. desember 1995 | Erlendar fréttir | 358 orð

Unita- menn í flugslysi FLUGVÉL frá Zaire, se

FLUGVÉL frá Zaire, sem fórst í Angóla á þriðjudag, var tekin á leigu af Unita-skæruliðum, að sögn háttsetts embættismanns í Angóla í gær. Sagði embættismaðurinn að vélin hefði farist skammt frá Jamba, þar sem hefur verið eitt öflugasta vígi skæruliðanna. 141 fórst með flugvélinni en tveir þeirra fimm sem lifðu slysið af, létust af sárum sínum í fyrrinótt. Meira
21. desember 1995 | Erlendar fréttir | 486 orð

"Úrslitin afleiðing stefnu stjórnarinnar"

ÚRSLIT þingkosninganna eru bein afleiðing efnahagsstefnu ríkisstjórnar Viktors Tsjernomyrdíns, að mati Eugeniu Gillendorf, blaðafulltrúa umbótaflokksins Jabloko, flokks Grigóríjs Javlinskíjs. "Fólk dregur fram lífið, ellilífeyririnn er lágur, launin lág og greidd óreglulega út. Mörgum finnst eftirsjá að gamla einræðiskerfinu, þó að þeir kunni vissulega að meta lýðræðisumbætur. Meira
21. desember 1995 | Innlendar fréttir | 326 orð

Útgjöld ríkisfyrirtækja ákveðin í fjárlögum

SIGHVATUR Björgvinsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, segir að í fjárlögum séu lagðar línurnar varðandi útgjöld ríkisfyrirtækja og forsvarsmönnum Ríkisspítalanna hljóti því að hafa verið ljóst hver sá fjárlagarammi var sem þeim bar að halda sig innan. Menn sem hafi rekið ríkisfyrirtæki í mörg ár hljóti að vita að þeir eigi að fara eftir fjárlögum. Meira
21. desember 1995 | Innlendar fréttir | 69 orð

Vetrarsólhvörf í Ráðhúsinu

Í TILEFNI dagsins eru hátíðartjöld í Ráðhúsi Reykjavíkur til sýnis gestum og gangandi. Á tjöldunum eru silfurspeglar og endurspegla þeir vetrarsólstöðunni sem er stysti sólargangur, endir og jafnframt upphaf nýs sólarárs. Sólin er þá lágt á lofti og ná geislar hennar inn á tjöldin frá sólarupprás kl. 11.22 til sólseturs kl. 15.30. Meira
21. desember 1995 | Innlendar fréttir | 229 orð

Vettvangsferðir á vetrarsólstöðum

NÁTTÚRUVERNDARFÉLAG Suðvesturlands, NVSV, stendur fyrir sjö vettvangsferðum á vetrarsólstöðum sem ber upp á föstudaginn 22. desember. Hægt verður að mæta á hverjum stað fyrir sig og taka þátt í því sem þar er að bjóða. Fargjald í rútu verður 500 kr. Meira
21. desember 1995 | Innlendar fréttir | 827 orð

Viðskiptin hafa rúmlega tvöfaldast

JÓN Magnús Kristjánsson er fæddur á Flateyri við Önundarfjörð 30. maí árið 1962 og vann þar í fiski á sumrin öll sín námsár. Eftir stúdentspróf frá MK lá leiðin í viðskiptafræði í Háskóla Íslands þaðan sem hann útskrifaðist árið 1987. Meira
21. desember 1995 | Innlendar fréttir | 289 orð

Vilja lögvernda trúnaðarskyldu blaðamanna

ÞINGSÁLYKTUNARTILLÖGU um að nauðsynlegt sé að endurskoða lög um vernd trúnaðarsambands fjölmiðlamanna og heimildarmanna þeirra hefur verið dreift á Alþingi og verður lagt fram í dag. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Þjóðvaka í Reykjavík, Meira
21. desember 1995 | Innlendar fréttir | 82 orð

Þorskgengd rannsökuð á nýári

HAFRANNSÓKNASTOFNUN hefur í hyggju að rannsakar þá auknu þorskgengd fyrir Vestfjörðum sem orðið hefur vart undanfarið, að sögn Jóhanns Sigurjónssonar, aðstoðarforstjóra stofnunarinnar. "Ef þessar fréttir reynast ekki vera bóla sem springur fljótlega höfum við í hyggju að standa að rannsóknum á þessum göngum," segir Jóhann. "Það verður okkar fyrsta verkefni á nýju ári. Meira

Ritstjórnargreinar

21. desember 1995 | Leiðarar | 518 orð

Leiðari VOPNAÐIR RÁNSMENN OPNAÐIR RÁNSMENN setja orðið svip

Leiðari VOPNAÐIR RÁNSMENN OPNAÐIR RÁNSMENN setja orðið svip sinn á höfuðborgarsvæðið. Þrír vopnaðir og grímuklæddir menn rændu útibú Búnaðarbankans við Vesturgötu síðastliðinn mánudag. Fyrir aðeins tveimur mánuðum var gerð ránstilraun í Háleitisútibúi Landsbankans. Meira
21. desember 1995 | Staksteinar | 357 orð

»Réttlæti Markmið með auðlindagjaldi er að eyða forskoti notenda auðlindarin

Markmið með auðlindagjaldi er að eyða forskoti notenda auðlindarinnar umfram aðra atvinnuvegi. Þetta segir í "Íslenzkum iðnaði." Sameign Í upphafi ritstjórnargreinar blaðsins, "Veiðileyfagjald - Af hverju hafa Samtök iðnaðarins skoðun á málinu?" segir: "Almenn rök fyrir veiðileyfagjaldi eru af tvennum rótum sprottin. Meira

Menning

21. desember 1995 | Menningarlíf | 96 orð

14,4 milljónir í heiðurslaun

MENNTAMÁLANEFND Alþingis hefur lagt fram tillögu um að heiðurslaun listamanna árið 1995 muni nema 14,4 milljónum kr. og skiptast á 16 einstaklinga. Hver þeirra hlýtur 900 þúsund kr. Samkvæmt tillögunni hljóta eftirtaldir listamenn heiðurslaun Alþingis á næsta ári: Atli Heimir Sveinsson, Árni Kristjánsson, Ásgerður Búadóttir, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Halldór Laxness, Hannes Pétursson, Meira
21. desember 1995 | Menningarlíf | 191 orð

570 þúsund krónur í styrki

AÐ vanda er rétt fyrir jól úthlutað styrkjum úr Menningarsjóði Austur-Skaftafellssýslu. 12 félög og einstaklingar fengu styrk að þessu sinni, frá 30.000,- til 100.000, en alls bárust 17 umsóknir um styrk að þessu sinni. Meira
21. desember 1995 | Menningarlíf | 164 orð

7.000 teikningum síðar

BANDARÍSKI myndlistarmaðurinn Al Hirschfield slær hvergi af, þó að hann sé orðinn 92 ára. Í síðustu viku voru nokkrar teikninga hans seldar á uppboði á alnetinu og í þessari viku kemur út geisladiskur fyrir tölvur um líf hans og list. Þrátt fyrir að Hirschfield segist lítið vit hafa á tækninni sem gerir þetta kleift, er hann engu að síður óhræddur við að notfæra sér hana. Meira
21. desember 1995 | Bókmenntir | 942 orð

Ástin á tímum tungumálsins

eftir Friðrik Erlingsson. Vaka- Helgafell 1995 - 327 síður. 3.290 kr. FÁIR höfundar hafa verið jafn áberandi á síðum dagblaðanna fyrir þessi jól og Friðrik Erlingsson. Ástæðan er ekki aðeins útkoma þeirrar skáldsögu sem hér er til umfjöllunar heldur einnig kvikmynd sem gerð var eftir sögu hans um Benjamín dúfu og frumsýnd var nú á haustdögum og fengið hefur afar jákvæðar viðtökur. Meira
21. desember 1995 | Bókmenntir | 359 orð

Ástin og erfiðleikarnir

eftir Christine Nöstlinger. Þýðandi Jórunn Sigurðardóttir. Mál og menning, 1995. 61 síða. Verð 990,- kr. BÓKIN Ástarsögur af Frans tilheyrir bókaflokknum Litlir lestrarhestar og er fyrst og fremst ætluð þeim börnum sem eru sjálf farin að lesa. Þau börn ættu að hafa þroska til að skilja efnið og hafa jafnvel sjálf lent í svipuðum vanda og Frans gerir. Meira
21. desember 1995 | Fólk í fréttum | 81 orð

Björk valin kona ársins

TÍMARITIÐ Nýtt líf valdi nýverið konu ársins 1995. Þetta var í fimmta skipti sem valið fór fram og í þetta skiptið bar Björk Guðmundsdóttir sigur úr býtum. Áður höfðu Vigdís Finnbogadóttir, Sophia Hansen, Jóhanna Sigurðardóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hlotið þennan titil og var Björk í hópi tilnefndra kvenna í öll skiptin. Meira
21. desember 1995 | Bókmenntir | 491 orð

Bók um sykursýki

eftir Ívar Pétur Guðnason. Útgefandi: Bókaútgáfan Silja. Prentun: Oddi hf. ÚT ER komin bókin "Líf með sykursýki". Höfundurinn er 35 ára gamall og hefur haft insúlínháða sykursýki frá 13 ára aldri. Efni bókarinnar gæti komið í góðar þarfir því fólki, sem er að kljást við sykursýki, bæði sem sjúklingar, en líka sem læknar og annað starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar. Meira
21. desember 1995 | Fólk í fréttum | 47 orð

Fjöllist

EINAR Jón Eyþórsson, eijó, las upp úr bók sinni Ávöxtur efasemda og sýndi málverk og teikningar á Kaffi Óliver nýlega. Einnig var geislaplata Leós G. Torfasonar, Draumsýn, kynnt. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Meira
21. desember 1995 | Menningarlíf | 506 orð

Gerir listin menn veika?

ÍDANMÖRKU er nú rætt hvaða áhrif listaverk kunni að hafa á sálarlífið. Hafa sálfræðingar lýst því yfir að mikil áhrif megi hafa á undirmeðvitundina og þar með líðan fólks með listaverkum. Áður hafði danskur sérfræðingur nefnt sem dæmi myndir Asgers Jorn úr Cobra-hópnum, sem hann segir geta gert menn veika, hafi þeir þær daglega fyrir augunum. Meira
21. desember 1995 | Fólk í fréttum | 118 orð

Gina Gershon í eldlínunni

GINA Gershon, sem lék sýningarstúlku í myndinni Sýningarstúlkur, eða "Showgirls", leikur næst í myndinni "Bound", sem frumsýnd verður á Sundance kvikmyndahátíðinni í vor. Þetta er spennumynd sem fjallar um ástarsamband tveggja kvenna og baráttu þeirra við mafíuna. Meira
21. desember 1995 | Fólk í fréttum | 70 orð

Glatt á hjalla hjá Jönu

JANA Geirsdóttir er eflaust meðal þekktustu veitingamanna borgarinnar. Hún hélt upp á fertugsafmælið sitt á sunnudaginn á Kaffi Reykjavík, þar sem Jana er einmitt veitingastjóri. Fjölmargir gestir samfögnuðu Jönu á sunnudaginn og var fagnaðurinn léttur og skemmtilegur í anda afmælisbarnsins. Meira
21. desember 1995 | Fólk í fréttum | 74 orð

ITC 20 ára

ITC-SAMTÖKIN á Íslandi héldu upp á 20 ára afmælið fyrir skömmu. Hjördís Jensdóttir er forseti landssamtakanna þetta árið. Erla Guðmundsdóttir, stofnandi samtakanna, hélt ræðu á afmælisfundinum. Ljósmyndari Morgunblaðsins leit inn og tók meðfylgjandi myndir. Meira
21. desember 1995 | Menningarlíf | 134 orð

Íslensk lög í Austurríki

Á FUNDI Austurríska-íslenska félagsins í Vínarborg nýverið voru leikin íslensk þjóðlög. Var þar á ferð Pia Söndergaard, danskur tónlistarkennari í Vínarborg, sem lék á blokkflautu bæði þjóðlög og lög eftir Sigvalda Kaldalóns og Sigfús Einarsson. Meira
21. desember 1995 | Menningarlíf | 93 orð

Málverkasýning á Höfðabrekku

ERLA B. Axelsdóttir opnaði fyrir skömmu málverkasýningu á Höfðabrekku í Mýrdal. Þetta er 11. einkasýning hennar auk þess sem hún hefur tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis, en þessa sýningu tileinkaði hún föður sínum Axeli Helgasyni sem bjó í Vík í Mýrdal um árabil. Meira
21. desember 1995 | Bókmenntir | 1012 orð

Með himneskum armi

100 ára saga Hjálpræðishersins á Íslandi eftir Pétur Pétursson. Skálholtsútgáfan 1995 - 208 síður. 2.980 kr. HÖFUNDUR bókarinnar, dr. Pétur Pétursson, prófessor við guðfræðideild Háskóla Íslands, er einn helsti sérfræðingur þjóðarinnar um trúarhætti Íslendinga á þessari öld. Meira
21. desember 1995 | Fólk í fréttum | 576 orð

Misheppnað grín

Geislaplata unglingahljómsveitarinnar Kósý. Hljómsveitina skipa: Markús Þór Andrésson, Ragnar Kjartansson, Magnús Ragnarsson og Úlfur Eldjárn. Útsetningar: Kósý. Upptökustjórn og hljóðblöndun: Jón Skuggi. Kisi hf. gefur út. Dreifing: Japis. 43,06 mín, 1.999 krónur. Meira
21. desember 1995 | Bókmenntir | -1 orð

Nauðsynleg alfræði

AÐ stofni til er þetta þriðja útgáfa þessarar alfræði, mjög aukin að efni, myndskreytt vel og í mun stærra broti en fyrri útgáfur þannig að myndefnið nýtur sín þeim mun betur. Í raun er þetta sá hluti alfræðinnar sem nauðsynlegast er að hafa við höndina. Að kunna skil á sögu sinni og ritmáli er sá menntunargrundvöllur sem annað byggist á. Meira
21. desember 1995 | Bókmenntir | 144 orð

Nýjar bækur

ÚT er komin bókin Söngdansar-Isem er fyrra hefti af tveimur með píanó- og söngnótum af lögum Jóns Múla Árnasonar. Í heftinu eru söngvar þeirra Jóns Múla og Jónasar Árnasonar úr söngvaleikjunum Rjúkandi ráði og Járnhausnum. Meira
21. desember 1995 | Bókmenntir | 180 orð

Nýjar bækur

STOFNUN Sigurðar Nordalshefur gefið út bókina Wagner's Ring and Its Icelandic Sources: A symposium at the Reykjavík Arts Festival, 29. May 1994. Bókin hefur að geyma fimm erindi sem voru flutt á alþjóðlegu málþingi um Niflungahring Richards Wagners og íslenskar heimildir hans í Norræna húsinu 29. maí 1994. Meira
21. desember 1995 | Fólk í fréttum | 78 orð

Óperusöngur ómar

STYRKTARFÉLAG Íslensku óperunnar stóð fyrir tónleikum síðastliðið laugardagskvöld. Einsöngvararnir Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Bergþór Pálsson, Þorgeir Andrésson og Sigrún Hjálmtýsdóttir komu fram og stjórnandi var Garðar Cortes. Sungin voru þekkt atriði úr óperunum Á valdi örlaganna, Nabucco, La Boheme, Ævintýri Hoffmanns og Carmen. Einnig voru sungnir jólasöngvar. Meira
21. desember 1995 | Fólk í fréttum | 181 orð

Reeve fær atvinnutilboð

CHRISTOPHER Reeve, leikarinn sem lamaðist í útreiðarslysi í vor, hefur fengið nokkur tilboð um að leika í myndum og leikstýra þeim. Svo segir hann í viðtali við Daily Variety sem birtist í blaðinu í gær. Endurhæfing hans stendur nú sem hæst, en hann dvelur á heimili sínu í New York eftir að hafa útskrifast af sjúkrahúsi í New Jersey í síðustu viku. Meira
21. desember 1995 | Bókmenntir | 126 orð

Sjóður minninganna

ÚR sjóði minninganna er ljóðabók eftir Sigurunni Konráðsdóttur. Bragi Sveinsson ritar formála bókarinnar og segir meðal annars. "Mér er mikil ánægja að fylgja ljóðunum hennar Sigurunnar úr hlaði. Hún er sannur fulltrúi hinnar hefðbundnu ljóðmenningar." Meira
21. desember 1995 | Fólk í fréttum | 560 orð

SkemmtanirSafnfr´ettir, 105,7

TÓNLEIKAR Í ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARANUM Hljómsveitirnar Kolrassa krókríðandi, Botnleðja og Hljómsveit Kristínar Eysteinsdóttur halda tónleika fimmtudagskvöld í Þjóðleikhúskjallaranum og hefjast þeir kl. 22. Miðaverð er 500 kr. Meira
21. desember 1995 | Menningarlíf | 186 orð

Skírnismál

Á VETRARSÓLSTÖÐUM 22. desember nk. verður flutt leikgerð af Skírnismálum í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar. Að þeim flutningi loknum verður jólablót Ásatrúarfélagsins í Rúgbrauðsgerðinni. Skírnismál eru sett upp af allsherjargoða í samráði við Stúdentaleikhúsið. Leikstjóri er Ingunn Ásdísardóttir. Tónlist er eftir Gunnar Reyni Sveinsson, búningar eftir Jörmund Inga. Meira
21. desember 1995 | Tónlist | 418 orð

SÖGUSINFÓNÍAN

Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Osmo V¨ansk¨a. Hljóðritað í Hallgrímskirkju Rvík. Tónmeistari: Ingo Petry. Framleiðandi: Robert Stuff. Grammofon AB BIS, Djursholm. Styrkt af Íslenskri tónverkamiðstöð. Meira
21. desember 1995 | Fólk í fréttum | 125 orð

Uppskeruhátíð borðtennisdeildar Víkings

UPPSKERUHÁTÍÐ borðtennisdeildar Víkings fór fram í Tónabæ síðastliðinn sunnudag. Margt var til skemmtunar, svo sem borðtennissjónvarp, körfuboltakeppni, fótboltakeppni, fjöltefli og bingó. Guðmundur E. Meira
21. desember 1995 | Menningarlíf | 205 orð

Uppsprettan

NÚ Á haustmánuðum var sett upp listaverk við Vídalínskirkju í Garðabæ. Verkinu var valinn staður á Kirkjutorgi, en það er hluti af umhverfi kirkjunnar, sem framkvæmdum lauk við á liðnu sumri. Listaverkið heitir "Uppsprettan" og er eftir Pétur Bjarnason, myndlistarmann, en hann var búsettur í Garðabæ og hlaut viðurkenningu sem bæjarlistamaður árið 1992. Meira
21. desember 1995 | Fólk í fréttum | 136 orð

Van Damme vill breyta til

JEAN-CLAUDE Van Damme segist vera búinn að fá nóg af hasarmyndum. Hann segist vilja fá alvarlegt hlutverk, jafnvel þótt það væri lítið, sem myndi laða fram leikhæfileika hans. Hann er fús til að gera það fyrir lítið fé. "Ég er umkringdur lögfræðinga- og umboðsmannaher og mér skilst ég borgi þeim mönnum ágætlega," segir hann í nýju viðtali við USA Today. Meira
21. desember 1995 | Menningarlíf | 202 orð

Verk eftir Miro skemmt í Rio

SKEMMDARVARGUR olli skemmdum á einu meistaraverki eftir Joan Miro sem verið hefur til sýnis á listasafni í Rio de Janeiro í Brazilíu, að sögn brazilísku sjónvarpsstöðvarinnar Globo. Fullyrti forstjóri safnsins í gær að búið væri að gera við verkið en fyrirhugað var að senda það til viðgerða í Evrópu. Meira
21. desember 1995 | Fólk í fréttum | 33 orð

Whitney fer í bíó

WHITNEY Houston, söngkonan góðkunna, leikur í myndinni "Waiting to Exhale" ásamt Angelu Basset og Gregory Hines. Hérna mætir hún til frumsýningarinnar í New York ásamt eiginmanni sínum, Bobby Brown. Meira
21. desember 1995 | Menningarlíf | 204 orð

(fyrirsögn vantar)

RITHÖFUNDURINN Salman Rushdie hefur haldið dagbók frá því að klerkarnir í Íran felldu yfir honum dauðadóm árið 1989. Hefur hann í hyggju að gefa nokkur dagbókarbrot út á prenti, þegar lausn verður fundin á því ástandi sem staðið hefur sl. sex ár, en Rushdie hefur hvergi farið án þess að vera í fylgd lífvarða frá því að dómurinn féll. Meira

Umræðan

21. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 331 orð

Aðgát skal höfð í nærveru sálar

UM DAGINN var mér litið í Morgunblaðið. Þar sem ég er mikil áhugamanneskja um ræktun íslenskrar tungu las ég grein Stefáns Snævarr um hrörnun ástkæra málsins okkar. Ég var sammála Stefáni í því að efla þyrfti sókn íslenskunnar á heimilum, skólum og í fjölmiðlum en aftur á móti var ég mjög ósammála því sem hann sagði um íslenska unglinga. Meira
21. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 607 orð

Andstyggilega kvikindislegt

ÞAÐ VAR dag einn seinnipart júlímánaðar að einhver var á símsvaranum þegar ég kom heim til mín úr bæjarferð. Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt, þar sem hlutverk símsvarans er einmitt það að taka við skilaboðum ef fólk af ýmsum ástæðum kemst ekki í símann. Meira
21. desember 1995 | Aðsent efni | 900 orð

Bifreiðasalinn og nýju lögin

HVERS eigum við að gjalda? Að vera bílasali í dag er ekki öfundsvert í ljósi þess að FÍB er eins og hrægammar út um borg og bæ að leita eftir því hvort fólk vilji ekki fara í mál við bílasala með nýju lögin að leiðarljósi. Meira
21. desember 1995 | Aðsent efni | 855 orð

Enn um yfirburðastöðu SKÝRR

ÞORSTEINN Garðarsson, framkvæmdastjóri hugbúnaðar- og markaðssviðs SKÝRR, leggur í grein í Morgunblaðinu 5. desember 1995 út af viðtali sem birtist við mig í sama blaði 30. nóvember 1995. Var viðtalið liður í úttekt blaðsins "Samkeppni í fjarskiptum". Ástæða er til að fjalla nánar um nokkur atriði í grein Þorsteins. Meira
21. desember 1995 | Aðsent efni | 1010 orð

Flugrabb

I. KLUKKAN er 10.05 þann 8. nóvember 1995, er Fanndís, TF-FII, Boeing 757­200, hefur sig til flugs frá Keflavíkurflugvelli áleiðis til Gondoflugvallar á Gran Canaria. Flugtími í flugi nr. 910 er fimm klukkustundir og fimm mínútur. Þetta er 14. ferð okkar hjóna til eyju hinna stóru hunda, fórum þangað fyrst í apríl 1973. Meira
21. desember 1995 | Aðsent efni | 1270 orð

Minni ­ óminni

"MINNI Ingólfs", þ.e. þess er fyrst byggði Reykjavík, var vinsælt á hátíðlegum stundum og mannamótum framan af öldinni og heyrist jafnvel bregða fyrir enn. Hinn 16. desember sl. ræðst nýr rithöfundur, tónlistarflytjandi m.m., Helgi Þór Ingason, fram á ritvöllinn í nafni Langholtskirkjukórs að skrifa "Óminni Ingólfs" og betrumbæta formála minn að nýlegum flutningi Jólaóratoríu Bachs. Meira
21. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 373 orð

Opið bréf til forsætisráðherra!

HÆSTVIRTUR forsætisráðherra, herra Davíð Oddsson. Ég leyfi mér að senda yður opið bréf til að vekja athygli yðar á að síðastliðin 3 ár hef ég með ýmsum leiðum verið að benda á að mörgu er áfátt í reglugerð um rafmagnseftirlit og að núverandi reglugerð er ekki byggð á lögum. Þetta sannast best með því að nú er í smíðum frumvarp til laga um um rafmagnseftirlit á Íslandi. Meira
21. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 331 orð

Suðræn perla eða bandarísk?

Í ÁGÆTRI tónlistargagnrýni Morgunblaðsins 13. þ.m. kemur fram, að gagnrýnandinn er ósáttur við hrynjandina í íslenska textanum við lagið "Girl from Ipanima" á plötu Hauks Heiðars Ingólfssonar, "Suðrænar perlur". Það er skiljanlegt, en textahöfundur telur sig skulda lesendum Morgunblaðsins útskýringu á þessu. Hún er einföld. Meira
21. desember 1995 | Aðsent efni | 842 orð

Töfralausnir og jólin

Á HVERJU ári koma fram "töfralausnir" sem sagðar eru búa yfir eiginleikum eins og að hjálpa of feitum einstaklingum til að losa sig við aukakíló án teljandi erfiðleika og jafnvel lækna hina ýmsu kvilla. Meira
21. desember 1995 | Aðsent efni | 447 orð

Yfirlýsing frá stjórn læknaráðs Landspítalans

VEGNA þrenginga ríkissjóðs og árviss fjárlagahalla hefur enn einu sinni verið skorin upp herör gegn kostnaði í heilbrigðismálum. Landspítalinn hefur á undanförnum árum verið þvingaður til að leitast við að halda fullum rekstri með síminnkandi framlögum á fjárlögum. Meira

Minningargreinar

21. desember 1995 | Minningargreinar | 763 orð

Garðar Guðjónsson

Ekki er nema rétt rúm vika síðan ég fékk upphringingu frá móður minni og þær fréttir að afi minn væri kominn á sjúkrahús, alvarlega veikur. Það fór vart á milli mála hvert stefndi. Ég var því feginn að hafa ætlað mér að fara snemma heim til Íslands í jólaleyfi, ég átti flug heim frá Kanada næsta dag. Ég hafði hlakkað mikið til að hitta afa og ömmu um jólin. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 217 orð

GARÐAR GUÐJÓNSSON

GARÐAR GUÐJÓNSSON Garðar Guðjónsson fæddist á Björk í Sölvadal í Eyjafirði 7. apríl 1912. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 15. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Aðalheiður Jónasdóttir frá Syðra-Hóli í Kaupvangssveit, f. 4. nóvember 1875, d. 16. október 1960, og Guðjón Benjamínsson bóndi á Björk, f. 5. mars 1884, d. 25. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 238 orð

Halldór Þ. Jónsson

Félagi okkar og fyrrverandi formaður Sýslumannafélags Íslands, Halldór Þormar Jónsson, er látinn. Við söknum vinar í stað. Hann sat í stjórn félagsins frá 1986, var varaformaður 1987­1992 og formaður frá 1992 til 1994. Miklar breytingar hafa orðið á sýslumannsembættunum á þessu tímabili. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 676 orð

Halldór Þ. Jónsson

Loginn blaktir á aðventukertinu og gefur fyrirheit um komu jólanna enn á ný. Gleði og eftirvænting hefur ríkt í huga yngstu barnanna og smitað okkur hin eldri, sem höfum jafnvel læðst á tánum um nætur í hlutverki jólasveina. Hugurinn er óvenju opinn og næmur á þessum undarlega árstíma ljóss og myrkurs. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 548 orð

Halldór Þ. Jónsson

Þessi orð Steingríms Thorsteinssonar komu mér í hug þegar sú harmafregn barst mér fyrir fáum dögum, að mágur minn elskulegur, Halldór Þ. Jónsson, hefði orðið bráðkvaddur á heimili sínu. Á slíkri raunastundu rifjast upp sundurlaus minningabrot liðinnar ævi og öll sú hlýja og ástúð sem fylgdi Halldóri frá okkar fyrstu kynnum, fyrir um það bil fjórum áratugum, er ég giftist bróður hans. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 451 orð

Halldór Þ. Jónsson

Halldór Þ. Jónsson, sýslumaður Skagfirðinga, er fallinn frá. Hann var enn í starfi og að því er virðist við bestu heilsu. Helfregnin kom manni því í opna skjöldi, en sagði um leið hve lífið er fallvalt. Enginn veit hver annan grefur. Lífslögmálið er óskiljanlegt okkur dauðlegum mönnum. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 393 orð

Halldór Þ. Jónsson

Góður maður er genginn. Halldór Þ. Jónsson, einn af mínum kærustu bekkjarbræðrum, er allur. Kynni okkar hófust í Menntaskólanum á Akureyri, síðan vorum við samtíða í háskólanum og unnum saman sem þingskrifarar. Kynnin eru því orðin æði löng. Halldór var einstaklega ljúfur maður, glettinn og hlýr. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 496 orð

Halldór Þ. Jónsson

Genginn er góður drengur. Halldór Þormar Jónsson er fallin frá. Þegar við sáumst síðast, nú fyrr í haust óraði mig ekki fyrir því að það væri hinzta sinnið. Þeim hjónum Halldóri og Aðalheiði kynntist ég fyrir tilstilli sonar þeirra Jóns Orms Halldórssonar. Frá fyrstu kynnum, er þau hýstu mig á Sauðárkróki fyrir nærri 16 árum, hafa þau reynzt vinir í raun. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 710 orð

Halldór Þ. Jónsson

Faðmlag hans var einstakt. Svo þétt og innilegt. Og það varði alltaf lengi, lengi. Þegar hann faðmaði mig að sér í fyrsta skipti, fyrir tæpum aldarfjórðungi, fannst mér heil eilífð líða áður en hann sleppti mér aftur. Ég stóð stjörf ­ algjörlega óviðbúin því að tengdafaðirinn tilvonandi tæki mér "opnum örmum" í svo bókstaflegum skilningi. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 442 orð

Halldór Þ. Jónsson

Við snöggt og sorglegt fráfall vinar og frænda, Halldórs Þ. Jónssonar, sýslumanns Skagfirðinga, bregður fyrir nokkrum leifturminningum. Þegar veröldin var minni á æskuárunum norður á Akureyri var að finna einn hornstein ­ utan æskuheimilisins. Það var á Mel í Skagafirði. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 340 orð

HALLDÓR Þ. JÓNSSON

HALLDÓR Þ. JÓNSSON Halldór Þormar Jónsson fæddist 19. nóvember 1929 á Mel í Staðarhr., Skag. Hann lést á Sauðárkróki 14. desember síðastliðinn. Faðir Halldórs var Jón Eyþór Jónasson, bóndi á Torfumýri í Blönduhlíð, Akrahr., síðar á Mel í Staðarhr., Skag., f. 12. febr. 1893, d. 22. apríl 1982. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 327 orð

Helga Finnbogadóttir

Elsku Helga okkar er látin, áttatíu og níu ára að aldri. Hún hélt upp á afmælið sitt, hress og kát að vanda, þ. 29. október umvafin fjölskyldu og vinum. Daginn eftir veiktist hún snögglega og lést eftir erfiða legu á Borgarspítalanum þ. 12. desember sl. Helga var glöð og jákvæð og hafði þann einstaka eiginleika að laða fram bros hjá öllum sem hún mætti. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 400 orð

Helga Finnbogadóttir

Mig langar til að minnast hennar Helgu frænku minnar með nokkrum fátæklegum orðum. Hún var ömmusystir mín í móðurætt. Ég kallaði hana frænku, þó að í raun kæmi hún mér í ömmu stað. Í mínum huga voru hún og systir hennar, Margrét Jóhanna, sem kölluð var Bíbí, alveg órjúfanleg eining. Þær héldu heimili saman mestan þann tíma sem ég man eftir mér og voru þær einstaklega samrýndar. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 203 orð

Helga Finnbogadóttir

"Deyr fé deyja frændur, deyr sjálfr et sama en orðstírr deyr aldregi hveim sér góðan getr." Það var glampandi sól og gott veður þegar lestin brunaði suður Svíþjóð og ég var á leið heim að fylgja henni frænku minni síðasta spölinn. Minningin um hana Helgu frænku er líka böðuð sólskini. Frá barnæsku var hún mér bæði eitt og allt vegna veikinda móður minnar og fráfalls föður míns. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 685 orð

Helga Finnbogadóttir

Helga frænka er dáin. Það er erfitt að átta sig á því að hún sé ekki lengur á meðal okkar. Við erum svo eigingjörn á ástvini okkar og þá, sem eru okkur kærastir, að við viljum hafa þá hjá okkur alla tíð. Hún Helga okkar var ætíð mjög heilsuhraust og því kom skyndilegt fráfall hennar nú okkur á óvart. Helga var mikil hetja og sómamanneskja. Hún var samviskusöm svo af bar. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 239 orð

HELGA FINNBOGADÓTTIR

HELGA FINNBOGADÓTTIR Helga O. Finnbogadóttir var fædd í Reykjavík 29. ok´tober 1906. Hún lést í Borgarspítalanum 12. desember sl. Foreldrar Helgu voru Finnbogi Finnbogason skipstjóri í Reykjavík, f. 22.12. 1874, d. 12.12. 1930, og kona hans Gróa Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1.2. 1866, d. 8.8. 1950. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 702 orð

Hulda Astrid Bjarnadóttir

Það var fyrir nokkrum vikum á haustmánuðum að við Hulda mágkona sátum saman, spjölluðum og skoðuðum gömul albúm heima hjá henni. Þar á meðal var eitt frá heimsókn hennar til Oman í Austurlöndum fjær, en þar dvöldu um tíma systir hennar Alda og Kári maður hennar vegna starfa hans hjá Sameinuðu þjóðunum. Hulda virtist lifna öll við þegar hún rifjaði upp þessa ævintýraferð. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 421 orð

Hulda Astrid Bjarnadóttir

Í dag er til moldar borin mágkona mín Hulda Astrid Bjarnadóttir. Um nokkurra missera skeið hefur hún átt við erfið veikindi að stríða sem um síðir náðu yfirhöndinni í hinni miskunnarlausu baráttu. Við fráfall hennar reikar hugurinn aftur til þeirra ára þegar Kristján bróðir minn og Hulda hófu búskap. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 248 orð

Hulda Astrid Bjarnadóttir

Veistu, ef vin þú átt, þanns þú vel trúir, og vilt þú af honum gott geta, geði skaltu við hann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum) Ég fór ekki eftir þeim heilræðum, sem Hávamál gefa í ofangreindu erindi. Nú er það of seint, Hulda mín er farin til annars heims. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 780 orð

Hulda Astrid Bjarnadóttir

Margt er það, margt er það sem minningarnar vekur en þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson) Það var sunnudagur 10. desember, annar í aðventu, þegar hringt var í mig og mér tilkynnt andlát vinkonu minnar Huldu A. Bjarnadóttur. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 408 orð

Hulda Astrid Bjarnadóttir

Við kveðjum Huldu Bjarnadóttur með hryggð í huga. Vissulega hefðum við vonað að stundirnar með henni yrðu svo miklu, miklu fleiri. Hulda hafði verið í BPW-klúbbnum lengst okkar allra, var ein af virkustu félagskonunum og sat í stjórn hans um tíma. Til hennar var alltaf hægt að leita um liðsinni til góðra verka og skemmtilegra funda. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 446 orð

Hulda Astrid Bjarnadóttir

Fyrstu minningarnar um Huldu frænku mína, en Hulda og móðir mín, Magnea, voru systkinabörn, á ég frá jólaboðunum hjá Bjarna og Karen á Vesturgötu 12, foreldrum Huldu. Það voru átveislur að "dönskum" sið og ævinlega sérstakar. Næsta minningarbrot sem tínt skal til hér er þegar Hulda sem glæsileg flugfreyja kom fyrst heim til okkar á Víghólastíginn með mannsefnið sitt, hann Kristján. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 220 orð

Hulda Astrid Bjarnadóttir

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Mig langar í örfáum orðum að minnast elskulegrar æskuvinkonu minnar. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 165 orð

HULDA ASTRID BJARNADÓTTIR

HULDA ASTRID BJARNADÓTTIR Hulda Astrid Bjarnadóttir var fædd í Reykjavík 14. nóvember 1942. Hún lést í Landspítalanum 9. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar eru hjónin Bjarni Andrésson, f. 4.5. 1897, fyrrverandi skipstjóri og útgerðarmaður frá Hrappsey á Breiðafirði, og kona hans Karen f. Sörensen, f. 18.6. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 434 orð

Hulda Astrid Bjarnadótttir

Í dag kveðjum við elsku Huldu okkar. Ég man vel eftir því þegar ég kynntist Huldu fyrst. Þá voru Kristján frændi og Hulda trúlofuð. Þetta var á Laugateignum í eldhúsinu þar. Ég var nýflutt til landsins og kunni ekki tungumálið. Kristján var að dunda sér við að lagfæra eitthvað og Hulda sat við hliðina á honum að hjálpa til. Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég sá hana var hvað hún var lagleg. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 290 orð

Jón Eggert Sigurgeirsson

Núna er hann farinn, blessaður karlinn! Þetta sagði bróðir minn við mig þegar hann hringdi í mig að kvöldi 15. desember sl. Vinur minn og mágur, Jón Eggert Sigurgeirsson var dáinn. Hann hafði verið mikið veikur að undanförnu en núna er því lokið. Ég kynntist Jóni þegar hann og systir mín byrjuðu búskap en seinna vorum við saman til sjós í fjölda ára, fyrst á Heiðrúnu, síðan á Heiðrúnu II. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 841 orð

Jón Eggert Sigurgeirsson

Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Í dag verður Jón Eggert Sigurgeirsson skipstjóri, tengdafaðir minn, jarðsettur frá Hólskirkju í Bolungarvík. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 267 orð

Jón Eggert Sigurgeirsson

Elskulegur tengdafaðir minn, Jón Eggert Sigurgeirsson, skipstjóri í Bolungarvík, hefur lokið dvöl sinni á "Hótel jörð". Alvarleg veikindi drógu hann til dauða langt um aldur fram. Þótt vitað sé að hverju stefnir kemur dauðinn ávallt að óvörum og skilur eftir sig spor sorgar og saknaðar. Ég kynntist Jóni fyrst fyrir 12 árum og varð strax ljóst hversu mikill mannkostamaður hann var. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 313 orð

Jón Eggert Sigurgeirsson

Með örfáum orðum viljum við minnast tengdaföður okkar, Jóns Eggerts Sigurgeirssonar, sem er látinn eftir erfið veikindi. Það var í apríl síðastliðnum sem hann greindist með krabbamein og þótti okkur aðdáunarvert með hve miklu æðruleysi hann glímdi við þennan sjúkdóm. Þótt við höfum vitað að hverju drægi var fregnin um andlát hans þungt áfall. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 298 orð

Jón Eggert Sigurgeirsson

Okkur systkinin langar til að kveðja elsku afa okkar, Jón Eggert Sigurgeirsson, sem okkur þótti svo vænt um. Afi var okkur mjög kær og heimili afa og ömmu var okkar annað heimili þar sem við fengum alltaf sömu hlýju móttökurnar þegar við komum þangað. Það var erfitt fyrir þau þegar við fluttum til Ólafsfjarðar fyrir rúmu ári, en við héldum samt áfram góðu sambandi við þau. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 874 orð

Jón Eggert Sigurgeirsson

Það er með trega að ég tek til við að skrifa þessar línur. En ég má til þó að mig skorti orð. Jón Eggert bróðir minn lést síðastliðinn föstudag eftir stutta en mjög harða baráttu við krabbamein. Hann hélt í vonina lengi og það gerðum við líka sem unnum honum. Jólabarn var hann og langaði að lifa fram yfir jólahátíðina og barðist hetjulega til hinstu stundar. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 70 orð

Jón Eggert Sigurgeirsson

Að liðnum þessum þrautum þessum þrotlausu erfiðleikum þessum endurteknu vonbrigðum þessum hverfulu gleðistundum spyrjum við þrátt fyrir allt þegar því er lokið: Hvers vegna ekki einn dag enn aðeins einn dag? (Halld. B. Bj.) Með þessum orðum kveð ég elskulegan bróður með miklum trega og söknuði. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 867 orð

Jón Eggert Sigurgeirsson

Í dag, fimmtudag, er borinn til grafar í Bolungarvík, mágur minn, Jón Eggert Sigurgeirsson, skipstjóri. Jón var giftur systur minni, Jónu Kjartansdóttur og áttu þau fimm uppkomin börn. Ég man ekki öðruvísi eftir Jóni en sem eiginmanni Jónu, svo lengi hafa þau haldið heimili. Jón var sjómaður alla tíð og skipstjóri svo langt sem ég man eftir honum. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 159 orð

JÓN EGGERT SIGURGEIRSSON

JÓN EGGERT SIGURGEIRSSON Jón Eggert Sigurgeirsson skipstjóri fæddist í Bolungarvík 17. október 1937. Hann lést á Sjúkrahúsi Ísafjarðar 15. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurgeir Sigurðsson útgerðarmaður og Margrét Guðfinnssdóttir húsmóðir. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 445 orð

Ólafía Elísabet Guðjónsdóttir

Mig langar að minnast tengdamóður minnar með örfáum orðum. Við segjum við litlu börnin þegar einhver deyr: "Guð tók hana/hann til sín og hún er hjá honum og englunum." Þetta er það sem mér er efst í huga þegar þessi orð eru skrifuð. Það er jú þakklæti til Guðs fyrir að hún amma Lóa, eins og hún var alltaf kölluð, þurfti ekki að líða meira í þessum heimi. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 192 orð

Ólafía Elísabet Guðjónsdóttir

Hún elsku amma Lóa er dáin. Mikið er erfitt að sætta sig við það, en minningin um góða ömmu lifir áfram. Amma var yndisleg kona, svo blíð og góð. Það var alltaf svo gott að koma til hennar og afa Inga á Brekkubrautina og mikið af góðum minningum sem ég á þaðan. Oft fékk ég að gista hjá þeim þegar ég var yngri. Þá var alltaf tekið fram sérstakt bleikt sængurver handa mér. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 302 orð

ÓLAFÍA ELÍSABET GUÐJÓNSDÓTTIR

ÓLAFÍA ELÍSABET GUÐJÓNSDÓTTIR Ólafía Elísabet Guðjónsdóttir fæddist 28. október 1911 að Þórustöðum í Bitru, Strandasýslu. Hún lést í Sjúkrahúsi Akraness 15. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðjón Magnús Ólafsson og Margrét Jóhanna Gísladóttir sem bjuggu að Þórustöðum. Systkini Ólafíu eru: Jónína Ragnheiður, f. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 338 orð

Ólöf Elísabet Guðjónsdóttir

Okkur systkinin langar með nokkrum orðum að kveðja elsku ömmu okkar. Margs er að minnast og margs er að sakna þegar hugurinn leitar til baka á svona stundum. Þó að við systkinin höfum búið í Reykjavík en þið amma og afi á Akranesi voru tíðar ferðirnar sem farnar voru upp á Skaga til ömmu og afa á Brekkubrautinni. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 283 orð

Þórir Jón Guððlaugsson

Mig langar með þessum fáu orðum að minnast frænda míns, Þóris Jóns Guðlaugssonar, sem lést eftir erfið veikindi þann 14. desember, langt fyrir aldur fram. Við Þórir Jón unnum og lékum okkur saman þegar við vorum strákar og upp eftir unglingsárunum. Þá var ég í sveit hjá foreldrum hans á Voðmúlastöðum nokkur sumur. Við deildum herbergi og kom okkur vel saman. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 555 orð

Þórir Jón Guðlaugsson

Haustið 1982 hittumst við fyrst í Menntaskólanum að Laugarvatni og lifðum saman í gegnum súrt og sætt í fjögur ár. Nú í vor höldum við upp á 10 ára stúdentsafmæli en verðum ekki söm og áður. Það hefur verið höggvið skarð í hópinn, skarð sem ekki verður fyllt. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 310 orð

Þórir Jón Guðlaugsson

Hann var hár vexti, grannur og léttur í spori eins og íþróttamenn gjarnan eru. Dálítið íhugull og alvörugefinn við fyrstu kynni en stutt í geislandi drengjalegt brosið. Alltaf vinsamlegur í umgengni við aðra og kaus venjulega að leiða það hjá sér ef umræður urðu óvægnar. Þórir Jón Guðlaugsson var óvenjulega aðlaðandi og vel gerður ungur maður. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 326 orð

Þórir Jón Guðlaugsson

Okkur sett hljóð þegar fregnin barst um andlát vinar okkar og fyrrverandi samstarfsmanns, Þóris J. Guðlaugssonar, en hann lést á heimili sínu að Voðamúlastöðum í Austur-Landeyjum, Rangárvallasýslu, 14. desember sl. Fregnin kom okkur þó ekki alveg á óvart, því Þórir hafði átt við veikindi að stríða. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 212 orð

Þórir Jón Guðlaugsson

Enn einu sinni er höggvið skarð í raðir okkar Þórsara. Fregnir af andláti Þóris Jóns Guðlaugssonar eru okkur þungbærar, þótt segja megi að séð hafi verið um nokkurn tíma hvert stefndi. Þegar félagi okkar í blóma lífsins sem var okkur öllum kær var hrifinn burt, fylgir vissulega sársauki og söknuur. Öll framganga Þóris Jóns einkendist af ljúfmennsku og yfirvegun. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 431 orð

Þórir Jón Guðlaugsson

"Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín." (Úr Spámanninum) Af hverju, af hverju, þessi orð hafa leitað á hugann aftur og aftur nú í haust, en við fáum engin svör og eigum erfitt með að skilja hver tilgangur Guðs er að hrífa þig á brott frá öllu svo ungan og manni fannst þú eiga allt lífið framundan. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 100 orð

Þórir Jón Guðlaugsson Þetta er grimmur heimur. Ungur, fílhraustur maður lifir skemmtilegu og viðburðaríku lífi en fellur örfáum

Þetta er grimmur heimur. Ungur, fílhraustur maður lifir skemmtilegu og viðburðaríku lífi en fellur örfáum mánuðum síðar í valinn eftir vonlausa baráttu við vægðarlausan sjúkdóm. Hvað er hægt að segja? Víst er að minning Þóris mun lengi lifa, því hann var drengur góður og félagi eins og þeir gerast bestir. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 97 orð

ÞÓRIR JÓN GUÐLAUGSSON Þórir Jón Guðlaugsson var fæddur 27. desember 1966 á Selfossi. Hann lést 14. desember sl. á heimili sínu

ÞÓRIR JÓN GUÐLAUGSSON Þórir Jón Guðlaugsson var fæddur 27. desember 1966 á Selfossi. Hann lést 14. desember sl. á heimili sínu á Voðmúlastöðum í Austur-Landeyjum. Foreldrar hans voru Guðlaugur Jónsson og Gróa Sæbjörg Tyrfingsdóttir, búsett á Voðmúlastöðum. Hálfsystir Þóris Jóns er Helga Guðlaugsdóttir, f. 7. janúar 1965. Meira
21. desember 1995 | Minningargreinar | 16 orð

(fyrirsögn vantar)

Viðskipti

21. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 374 orð

Forte selur hótelkeðju London. Reuter. BREZKA hótelstórveldið Forte hefur selt hótelkeðju sína U.S. Travelodge og þar með gert

London. Reuter. BREZKA hótelstórveldið Forte hefur selt hótelkeðju sína U.S. Travelodge og þar með gert eina tilraun til að koma í veg fyrir ásælni brezka sjónvarpsfyrirtækisins Granada, sem býður 3.3 milljarða dollara. Meira

Daglegt líf

21. desember 1995 | Neytendur | 201 orð

Menn og skepnur úr trölladeigi

Í OFNINUM í eldhúsinu heima hjá sér bakar Sesselja Jónsdóttir í Ljósavatnshreppi í S-Þingeyjarsýslu bændur, fiskverkafólk, sjómenn, prjónakonur, stúdenta og fólk úr ýmsum starfstéttum úr trölladeigi. Verkið segir hún ekki flókið, deigið sé sama magn af hveiti og salti blandað með köldu vatni þar til deigið verður hæfilega þétt. Meira
21. desember 1995 | Neytendur | 131 orð

Nýjar íslenskar vínarpylsur

ÍSLENSKAR vínarpylsur framleiddar undir merkjum danska fyrirtækisins Steff Houlberg sem er forystu- fyrirtæki á danska pylsumarkaðinum eru komnar á markaðinn. Pylsurnar eru framleiddar hér á landi samkvæmt uppskrift og ströngum gæðastöðlum Steff Houlberg. Þær eru bæði fáanlegar í fimm og tíu stykkja pakkningum. Meira
21. desember 1995 | Neytendur | 116 orð

Ný kæfa frá Þýskalandi og Svíþjóð

SALA á útlendri kæfu er hafin í Nóatúnsbúðunum í Reykjavík. Fyrirtækið hefur flutt hana inn samkvæmt tollkvótum sem GATT-samkomulagið felur í sér. Um er að ræða fjórar gerðir af Jensens kæfu frá Þýskalandi og fjórar af sænskri kæfu. Meira
21. desember 1995 | Neytendur | 427 orð

Steinskr nr. 41,7

Steinskr nr. 41,7 Meira

Fastir þættir

21. desember 1995 | Dagbók | 2914 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 15.-21. desember, að báðum dögum meðtöldum, er í Hraunbergs Apóteki, Hraunbergi 4. Auk þess er Ingólfs Apótek, Kringlunni 8-12, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema sunnudag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
21. desember 1995 | Í dag | 24 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 21. dese

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 21. desember, verður áttræð Herborg Guðmundsdóttir, Skipholti 30, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu, allan daginn. Meira
21. desember 1995 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósm. Irena Kojic BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. ágúst sl. í Lágafellskirkju af sr. Jóni Þorsteinssyni Guðbjörg K. Pálsdóttirog Gunnar Steinn Þórsson. Heimili þeirra er í Hraunbæ 68, Reykjavík. Meira
21. desember 1995 | Dagbók | 534 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7 Meira
21. desember 1995 | Fastir þættir | 805 orð

Hannes var nálægt sigri

Einvígið um Íslandsmeistaratitilinn. 14.­22. desember. Teflt frá kl. 17 daglega. Aðgangur ókeypis. FYRSTU skákinni í bráðabana þeirra Hannesar Hlífars Stefánssonar og Jóhanns Hjartarsonar um Íslandsmeistaratitilinn lauk með jafntefli á þriðjudagskvöldið eftir æsispennandi viðureign. Meira
21. desember 1995 | Í dag | 30 orð

Hlutavelta ÞESSAR duglegu stúlkur héldu nýlega hlutaveltu og lét

ÞESSAR duglegu stúlkur héldu nýlega hlutaveltu og létu ágóðann sem varð kr. 6.171 renna í söfnunina "Samhugur í verki". Þær heita frá vinstri Steinunn Ólafsdóttir, Eva Finnbogadóttir og Ásdís Egilsdóttir. Meira
21. desember 1995 | Í dag | 366 orð

UNNINGI Víkverja brá sér til Akureyrar á dögunum og fa

UNNINGI Víkverja brá sér til Akureyrar á dögunum og fannst sérkennilegt að koma þangað um miðjan desember án þess að snjókorn sæist á jörðu. Miðað við hve gríðarlega snjóaði á Norðurlandi síðastliðinn vetur þótti kunningjanum sem breytingin væri ánægjuleg fyrir heimamenn ­ en þeir minntu fljótlega á hvernig umræddur vetur hefði verið. Meira
21. desember 1995 | Dagbók | 211 orð

Yfirlit: Við

Yfirlit: Við suðvesturströndina er grunnt lægðardrag sem fer vaxandi en 1.038 mb hæð yfir Grænlandi. Spá: Norðaustan kaldi og sums staðar stinningskaldi. Smáél norðan- og austanlands en annars þurrt. Frost á bilinu 2­10 stig á láglendi. Meira

Íþróttir

21. desember 1995 | Íþróttir | 337 orð

Annar sigur Meissnitzer

ALEXANDRA Meissnitzer frá Austurríki sigraði í gær í öðru risasvigmóti heimsbikarsins í röð. Hún náði besta tímanum í Veysonnaz í Sviss og tók þar með forystu í stigakeppninni. Heidi Z¨urbriggen frá Sviss varð önnur en síðan komu tvær austurrískar í þriðja og fjórða sæti. Meira
21. desember 1995 | Íþróttir | 187 orð

Arnór reif liðþófa ARNÓR Guðj

ARNÓR Guðjohnsen, landsliðsmaður í knattspyrnu, meiddist á æfingu með Val um helgina og kom í ljós að liðþófi í vinstra hné hafði rifnað en hann gekkst undir aðgerð í gær. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif þetta hefur en Arnór sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að ljóst væri að hann missti af leik Örebro gegn Sirius í sænsku bikarkeppninni um miðjan janúar. Meira
21. desember 1995 | Íþróttir | 122 orð

Arsenal þarf að kaupa nýja leikmenn

BRUCE Rioch, framkvæmdastjóri Arsenal, er ekki ánægður með gengi liðsins að undanförnu, liðið er í fimmta sæti, ellefu stigum á eftir Newcastle, og hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum. "Það er ljóst að við þurfum að kaupa nýja leikmenn," sagði Rioch eftir leikinn gegbn Chelsea á Highbury sl. Meira
21. desember 1995 | Íþróttir | 117 orð

Fimm leikir á tveimur dögum

LEIKIÐ verður í tveimur riðlum í mótinu í Þýskalandi og er íslenska liðið í 2. riðli ásamt sigurvegurum síðasta árs, Dönum, og einnig Pólverjum og Austurríkismönnum. Mikið álag verður á liðinu því riðlarnir verða leiknir á einum degi, 28. desember, og síðan er leikið um sæti daginn eftir. Meira
21. desember 1995 | Íþróttir | 507 orð

Fín stemmning í hópnum

Það er fín stemmning í hópnum og það hjálpar mikið að hafa farið til Danmerkur í keppnisferð í sumar þar sem gekk vel. Þá höfum við farið nokkrir saman í bíó og ætlum að vera með vídeókvöld á föstudagskvöldið," sagði Halldór Sigfússon, leikmaður 3. flokks KA og fyrirliði ungmennalandsliðsins í handbolta, er Morgunblaðið hitti hann við upphaf æfingar í vikunni. Meira
21. desember 1995 | Íþróttir | 316 orð

Fjórir leikir í sjónvarpi

Það verður örugglega hart barist þegar Fiorentina tekur á móti AC Milan á laugardaginn í Flórenz, leikmenn liðsins með Argentínumanninn og fyrirliðann Gabriel Batistuta sem aðalmann, hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu og unnið fjóra leiki í röð. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 kl. 13.30. AC Milan er í efsta sæti, einu stigi á undan Fiorentina. Meira
21. desember 1995 | Íþróttir | 139 orð

Guðni og samherjar úr leik

GUÐNI Bergsson og samherjar í Bolton duttu út úr ensku deildarbikarkeppninni í gærkvöldi eftir að hafa tapað 3:2 í vítakeppni á heimavelli gegn Norwich. Liðin gerðu markalaust jafntefli í Norwich og þurftu því að leika aukaleik í Bolton. Leikmönnum tókst ekki að skora í venjulegum leiktíma og ekkert mark kom í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítakeppni til að fá fram úrslit. Meira
21. desember 1995 | Íþróttir | 229 orð

Knattspyrna England

England Deildarbikarinn, fjórða umferð: Bolton - Norwich0:0 Norwich vann 3:2 í vítaspyrnukeppni og fer áfram og mætir Birmingham í næstu umferð. Birmingham - Middlesbrough2:0 1. deild: Southend - Port Vale2:1 Spánn Meira
21. desember 1995 | Íþróttir | 194 orð

Logi Jes styrktur vegna undirbúnings fyrir ÓL í Atlanta

Ólympíunefnd Íslands, Sundsamband Íslands og nokkur fyrirtæki í Vestmannaeyjum hafa gert með sér samkomulag um að styrkja Loga Jes Kristjánsson, sundmann úr Vestmannaeyjum, fram yfir Ólympíuleika í Atlanta á næsta ári. Heildarfjárstuðningur til handa Loga er um 1,5 milljónir króna. Með þessu er honum gert kleift að æfa og keppa við bestu hugsanlegar aðstæður. Meira
21. desember 1995 | Íþróttir | 92 orð

Masnada datt og verður frá keppni í vetur

EIN besta skíðakona Frakka, Florence Masnada, datt illa eftir að hún kom í markið í risasviginu í Veysonnaz í Sviss í gær. Stöðva þurfti keppnina í 20 mínútur vegna slyssins. Hún var flutt í sjúkrahús í Sion með þyrlu og sagði læknir sjúkrahúsins í gærkvöldi að hún hafi skaddast á mjöðm og þyrfti að fara í aðgerð. Hún verður ekki meira með í vetur. Meira
21. desember 1995 | Íþróttir | 100 orð

Met hjá Trapattoni

ÞJÁLFARINN góðkunni Giovanni Trapattoni, sem var þjálfari Bayern M¨unchen sl. keppnistímabil, hefur náð góðum árangri með Cagliari að undanförnu - liðið vann Vicenza á útivelli um sl. helgi og varð fyrsta liðið til að fagna þar sigri í 27 mánuði. Helgina áður lagði Cagliari Atlanta að velli og var sá sigur tímamót fyrir Trapattoni, sem setti met sem þjálfari í 1. Meira
21. desember 1995 | Íþróttir | 501 orð

Riley tapaði í New York

PAT Riley, fyrrum þjálfari New York Knicks, reið ekki feitum hesti frá Madison Square Garden, þegar hann kom þangað með lið sitt Miami Heat, sem mátti þola tap 70:89. Patrick Ewing skoraði 18 stig fyrir heimamenn og tók sextán fráköst, John Starks var með 15 stig og Derek Harper 13. Starks og Charles Oakley skoruðu öll þrettán stigin þegar Knicks breytti stöðunni úr 33:33 í 46:33. Meira
21. desember 1995 | Íþróttir | 672 orð

Undirbúningur fyrir NM

LANDSLIÐIÐ í handknattleik skipað leikmönnum fæddum 1978 og '79 fer á annan í jólum til Þýskalands til þátttöku í móti ásamt sjö öðrum liðum, þar af sex landsliðum frá Þýskalandi, Hollandi, Sviss, Danmörku, Póllandi og Austurríki. Þá verður lið frá héraðinu Saarlandi þar sem keppnin fer fram einnig meðal þátttakenda. Meira
21. desember 1995 | Íþróttir | 191 orð

Vali og Stefáni boðið til Arsenal

BRÆÐRUNUM Vali Fannari og Stefáni Gíslasonum knattspyrnumönnum hefur verið boðið til æfinga með unglingaliði Arsenal nú eftir áramótin og fara þeir utan daginn eftir að Stefán kemur heim með ungmennalandsliðinu frá Ísrael 6. janúar. "Það var njósnari frá Arsenal staddur á Írlandi í sumar þegar sextán ára liðið lék þar og hann fylgist með mér. Meira
21. desember 1995 | Íþróttir | 626 orð

Þorvaldur samdi við Oldham til júlí 1999

Þorvaldur Örlygsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skrifaði í gær undir samning við enska 1. deildar liðið Oldham og gildir hann til 1. júlí 1999. Stoke vildi fyrst fá 400.000 pund (um 40,4 millj. kr.) fyrir Þorvald en hann hélt að sú upphæð hefði hækkað upp í 500.000 til 600.000 pund. Meira
21. desember 1995 | Íþróttir | 71 orð

Þrír koma til greina hjá FIFA

ALÞJÓÐA knattspyrnusambandið, FIFA, tilkynnti í gær að baráttan um titilinn Knattspyrnumaður ársins stæði á milli þriggja manna en um það bil 100 landsliðsþjálfarar víðs vegar í heiminum taka þátt í kjörinu. Meira

Úr verinu

21. desember 1995 | Úr verinu | 346 orð

Fiskveiðistefnan er að skila árangri

"VIÐ höfum verið að reikna með því að þorskgengd fari vaxandi," segir Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, um þau tíðindi að sjómenn hafi orðið varir við mikla þorskgengd fyrir Vestfjörðum. "Síðasta ársskýrsla Hafrannsóknastofnunar benti til þess, Meira
21. desember 1995 | Úr verinu | 304 orð

Heildarsíldarafli 105.228 tonn

SIGHVATUR Bjarnason VE landaði 290 tonnum af síld í fyrradag. "Við byrjuðum með flottroll fyrir rúmri viku, höfum farið tvo túra og fengið um 650 tonn," sagði Sigurjón Guðjónsson, vélstjóri, í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira

Viðskiptablað

21. desember 1995 | Viðskiptablað | 488 orð

Avis í alþjóða bókunarkerfi

AVIS bílaleigan hefur tengst hinu alþjóðlega bókunarkerfi Avis Wizard sem teygir anga sína til 15 þúsund söluaðila víðsvegar um heiminn. Þetta gjörbreytir allri aðstöðu bílaleigunnar til markaðssetningar erlendis og einfaldar mjög bókanir fyrir erlenda aðila sem þurfa á bílaleigubíl að halda hér á landi. Meira
21. desember 1995 | Viðskiptablað | 245 orð

Ávöxtunarkrafan hækkaði um 0,3%

TÖLUVERÐ hækkun varð á ávöxtunarkröfu spariskírteina ríkissjóðs í útboði Lánasýslu ríkisins í gær. Guðmundur Hauksson, framkvæmdastjóri Kaupþings, segist þó ekki telja að þessi hækkun muni leiða til frekari vaxtahækkana á næstunni heldur sé hér aðeins um staðfestingu á vaxtaþróun undangenginna vikna að ræða. Meira
21. desember 1995 | Viðskiptablað | 166 orð

Bankastjóri

SÓLON R. Sigurðsson, var endurráðinn bankastjóri Búnaðarbanka Íslands á fundi bankaráðs á þriðjudag. Gildir ráðning hans til sex ára eins og lög mæla fyrir um. Sólon var eini umsækjandinn um stöðuna. Meira
21. desember 1995 | Viðskiptablað | 232 orð

Boði Kværners í Amec ekki tekið

HLUTABRÉF í brezka byggingarfyrirtækinu Amec plc lækkuðu í verði á þriðjudag þegar hluthafar höfðu hafnað 375 milljóna punda tilboði norska fyrirtækisins Kværner A/S. Sérfræðingar segja að Amec verði að leggja kapp á tryggja traust fjárfesta á framtíðarmöguleikum félagsins sem sjálfstæðs fyrirtækis á sama tíma og enn sé við samdrátt að etja í brezkum byggingaiðnaði. Meira
21. desember 1995 | Viðskiptablað | 12 orð

FJÁRFESTINGARSkýlaus krafa um arðsemi/4

FJÁRFESTINGARSkýlaus krafa um arðsemi/4OLÍUDREIFINGHagræðing er eina markmiðið /6ÞJÓNUSTAAvis í alþjóðabókunarkerfi / Meira
21. desember 1995 | Viðskiptablað | 205 orð

Forstjóri Smyril Line fær fálkaorðuna

ÓLI Hammer, forstjóri Smyril Line í Færeyjum, fékk nýlega fálkaorðuna fyrir störf í þágu á ferðaþjónustu á Íslandi. Óli var skipstjóri Smyrils mf. sem sigldi milli meginlands Evrópu, Færeyja og Íslands á árunum 1975-1982, segir í frétt. Árið 1982 hafði hann forgöngu um stofnun á pf. Smyril Line og hefur verið forstjóri félagsins allar götur síðan. Meira
21. desember 1995 | Viðskiptablað | 388 orð

Hagnaður 53 milljónir fyrstu tíu mánuði ársins

HAGNAÐUR Skagstrendings hf. á Skagaströnd varð alls 53 milljónir króna fyrstu tíu mánuði ársins. Hefur þá verið tekið tillit til 20 milljóna söluhagnaðar og 6 milljóna króna niðurfærslu á eignarhlut í öðrum félögum. Þetta eru mikil umskipti frá fyrri hluta ársins þar sem um 21 milljónar tap varð á rekstrinum fyrstu sex mánuðina. Meira
21. desember 1995 | Viðskiptablað | 1599 orð

Hagræðing eina markmiðið Nokkur styr hefur staðið um Olíudreifingu hf., dreifingarfyrirtæki Olíufélagsins hf. og Olís hf., en

ÞAÐ ríkti svo sannarlega engin lognmolla í kringum stofnun hins nýja dótturfyrirtækis Olíufélagsins og Olís, Olíudreifingar hf., síðastliðið vor. Meðal annars tók Samkeppnisráð stofnun fyrirtækisins til sérstakrar umfjöllunar til Meira
21. desember 1995 | Viðskiptablað | 714 orð

Heildsala á lánsfjármarkaði

»HUGMYNDIR nokkurra fjárfesta með Sjóvá- Almennar og Vátryggingarfélag Íslands í fararbroddi um stofnun nýs fjármálafyrirtækis hér á landi, sem m.a. myndi starfa sem heildsölubanki, voru í fréttum í síðustu viku. Meira
21. desember 1995 | Viðskiptablað | 154 orð

Minni viðskiptaafgangur en búist var við

SEÐLABANKINN hefur birt leiðréttar tölur yfir viðskiptajöfnuð landsmanna fyrstu níu mánuði ársins og kemur þar í ljós að viðskiptaafgangurinn var minni en bráðabirgðatölur frá 22. nóvember gáfu til kynna. Meira
21. desember 1995 | Viðskiptablað | 217 orð

Nýir starfsmenn hjá Opnum kerfum

KARL Björgvin Brynjólfssonhefur verið ráðinn hjá Opnum kerfum hf. sem markaðsfulltrúi í heildsölu. Hann starfaði áður hjá Örtölvutækni hf. frá 1991. Karl hóf störf hjá Opnum kerfum hf. í september sl. Unnusta Karls er Elísabet Erla Dungal bankastarfsmaður og eiga þau eitt barn. Meira
21. desember 1995 | Viðskiptablað | 186 orð

Ný ráðgjafarstofa

HÖSKULDUR Frímannssonhefur stofnað rekstrarráðgjafarstofu. Viðfangsefni stofunnar verða einkum á sviði stjórnunar, endurskipulagningar, stefnumótunar og altækrar gæðastjórnunar. Jafnframt hyggst hann sinna ritstörfum um stjórnun og skyld efni, að því er segir í frétt. Meira
21. desember 1995 | Viðskiptablað | 1343 orð

Óvissan er allsráðandi

MICHAEL P. Schulhof, sem var neyddur til að segja af sér sem forstjóri Sony í Bandaríkjunum fyrir skömmu, fékk pokann sinn þegar eitt ár var liðið frá því japanska stórfyrirtækið neyddist til að afskrifa 3,2 milljarða dollara, nærri 209 milljarða ísl. kr., sem tapað fé vegna fjárfestinga sinna í Hollywood. Meira
21. desember 1995 | Viðskiptablað | 376 orð

Samningur við Kringluna í burðarliðnum

SAMNINGAR um nána samvinnu og sameiginlega yfirstjórn Borgarkringlunnar og Kringlunnar eru nú í burðarliðnum og verða væntanlega lagðir fyrir eigendafund í Kringlunni kringum áramótin. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins á stjórn Borgarkringlunnar 4-6 hf. einnig eftir að ljúka samningum við meðeigendur sína í húsinu um framkvæmdir í sameign. Meira
21. desember 1995 | Viðskiptablað | 195 orð

Sindra-Stál semur við Avesta Sheffield

SINDRA-STÁL hf. hefur gert samstarfssamning við alþjóðlega stálfyrirtækið Avesta Sheffield um sölu á framleiðsluvörum þess hér á landi. Bergþór Konráðsson, framkvæmdastjóri Sindra-Stáls, segir að þessi samningur sé mjög mikilvægur fyrir fyrirtækið. Meira
21. desember 1995 | Viðskiptablað | 1678 orð

Skýlaus krafa um arðsemi Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn hf. sem er stærsti hluthafi Íslandsbanka hyggst selja 500 milljóna

EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Alþýðubankinn hf. hefur lítt verið í sviðsljósinu þrátt fyrir nokkur umsvif á verðbréfamarkaði. Eins og hið sérkennilega nafn félagsins ber með sér varð það til utan um hlutabréf Alþýðubankans í Íslandsbanka en hefur öðlast sjálfstætt líf sem áhættufjármagnsfyrirtæki. Meira
21. desember 1995 | Viðskiptablað | 340 orð

SVeltuaukning um 60% hjá Vélum og þjónustu hf.

ÚTLIT er fyrir að veltuaukning Véla og þjónustu hf. verði um 60% á árinu eða fari úr 400 milljónum í um 650 milljónir en það má m.a. þakka sameiningu á innflutningsdeild Íslensku umboðssölunnar hf. og véla- og tækjainnflutningi Véla og þjónustu hf. Íslenska umboðssalan hf. Meira
21. desember 1995 | Viðskiptablað | 159 orð

Tónlistardeild Japis stokkuð upp

NÚ Á DÖGUNUM var opnuð tónlistardeild Japis í Brautarholti 2 eftir gagngerar breytingar. Nú er búðin 100% stærri en hún var fyrir breytingu og fjölbreytnin hefur aukist eftir því, segir í frétt frá Japis.. Meira
21. desember 1995 | Viðskiptablað | 237 orð

Vill skattinn afnum inn án tafar

FÉLAG íslenskra stórkaupmanna (FÍS) hefur mótmælt því formlega við félagsmálaráðherra með hvaða hætti breyting á sérstökum skatti á verslunar- og skrifstofuhúsnæði sé fyrirhuguð. Bendir félagið á að umræddur skattur hafi á sínum tíma verið lagður á verslunina án nokkurs aðlögunartíma, Meira

Daglegt líf (blaðauki)

21. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 382 orð

Föt eru ekki síður listaverk en málverk og skúlptúrar

ÁHUGI Steinunnar Helgadóttur, myndlistarkonu, á vefnaðarvöru og fatnaði hefur aukist ár frá ári. Hún útskrifaðist frá Listaháskólanum í Gautaborg fyrir sjö árum. Þótt hún hafi ekki lagt myndlistina í formi málverka og skúlptúra á hilluna ver hún tíma sínum í æ ríkari mæli í hönnun barnafatnaðar. Meira
21. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 176 orð

Hundaþjálfun á myndbandi

HUNDURINN okkar - í sátt og samlyndi heitir kennslumyndband um uppeldi og þjálfun hunda. Ásta Dóra Ingadóttir, hundaþjálfari og sérfræðingur í meðferð hegðunarvandamála hjá hundum, er höfundur myndbandsins, en myndataka var í höndum Óla Arnar Andreassen. Þulur er Gylfi Pálsson. "Ásta Dóra hefur mikla þekkingu á hundum og atferli þeirra. Meira

Ýmis aukablöð

21. desember 1995 | Dagskrárblað | 558 orð

bioin, 69,7 BÍÓIN Í BORGINNI

bioin, 69,7 BÍÓIN Í BORGINNI Meira
21. desember 1995 | Dagskrárblað | 854 orð

Frægar kvikmyndir og íslenskt efni

ÁAÐFANGADAGSKVÖL· D kl. 20.30 er á dagskrá fróðlegur þáttur sem ber heitið Jólakirkjur. Í þættinum fræðir Björn G. Björnsson áhorfendur um kirkjur höfuðborgarinnar, sögu þeirra, byggingargerð, arkitekta og listaverkin sem húsin prýða. Strax á eftir þessum þætti er í boði sígild bandarísk kvikmynd sem heitir Dásamlegt líf eða "It's a Wonderful Life". Meira
21. desember 1995 | Dagskrárblað | 984 orð

Teiknimyndir og fótbolti á aðfangadag

BÖRNIN ættu að finna eitthvað við sitt hæfi að morgni aðfangadags á Stöð 3. Klukkan 10.50 verður sýnd myndin Skrýmslajól, sem gerist á jólanótt. Jólasveinninn dettur óvart af sleðanum sínum og lendir í arninum hjá Tomma. Meira
21. desember 1995 | Dagskrárblað | 272 orð

Tónleikar, ballett og bíómyndir

AÐ loknum aftansöng jóla á aðfangadagskvöld, þar sem herra Ólafur Skúlason, biskup Íslands, prédikar, verður sýnt frá hátíðartónleikum sem fram fóru í Vínarborg kvöldið áður, en þar koma fram stórsöngvararnir Placido Domingo, Jose Carreras og Natalie Cole ásamt hljómsveit og kórum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.