Greinar laugardaginn 23. desember 1995

Forsíða

23. desember 1995 | Forsíða | 332 orð

Flugriti þotunnar finnst

LEIT var hafin að nýju í gær í flaki Boeing-757 þotu American Airlines að fólki sem kynni að hafa lifað af þegar þotan flaug á San Jose-fjall í Kólombíu á miðvikudagskvöld. Flugriti þotunnar, svonefndur svarti kassi, sem varðveitir upplýsingar um starfsemi stjórnkerfa og hreyfla þotunnar, fannst á slysstað í gær. Fréttir voru enn mjög á reiki um fjölda þeirra sem lifðu slysið af. Meira
23. desember 1995 | Forsíða | 93 orð

Hóta hafnbanni á Norðmenn

SJÓMENN í Danmörku hótuðu í gær að setja hafnbann á fiskveiðiskip frá Noregi eftir áramót vegna fiskveiðideilu ríkjanna. "Við ætlum að tryggja að norsk skip geti hvergi komist til hafnar og landað afla sínum hér," sagði Mogens Larsen, formaður danskra sjávarútvegssamtaka, á fundi með sjómönnum í bænum Hirtshals. Meira
23. desember 1995 | Forsíða | 348 orð

Serbar hindraðir í að flýja Sarajevo

LEIÐTOGAR Serba í Sarajevo hafa hindrað fólk í að flýja frá serbnesku hverfunum en samkvæmt friðarsamkomulaginu mun Bosníustjórn eða múslimar fá full yfirráð yfir borginni. Er þetta liður í tilraunum þeirra til að koma í veg fyrir afhendingu hverfanna. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ákvað í gær, að mjög fjölmennt lögreglulið skyldi halda uppi gæslu í Bosníu og sérstaklega í Sarajevo. Meira
23. desember 1995 | Forsíða | 94 orð

Walesa lætur af embætti

SAKSÓKNARAR pólska hersins tilkynntu í gær að leyniskjöl um meint landráð Jozefs Oleksys, forsætisráðherra Póllands, nægðu ekki til að hefja formlega rannsókn á málinu og óskuðu eftir fleiri gögnum. Meira

Fréttir

23. desember 1995 | Leiðréttingar | -1 orð

$$$$

RANGT var farið með nafn Rannveigar Rist, upplýsingafulltrúa Íslenska Álfélagsins, í frétt á baksíðu um útboð steypuvirkis fyrir kerskála við álverið í Straumsvík í gær. Beðist er afsökunar á þessum mistökum. Rangt textaheiti Í DÓMI um geisladisk hljómsveitarinnar Sónötu í blaðinu í gær var textinn Svefnljóð nefndur þegar átt var við textann Líðum burt. Meira
23. desember 1995 | Innlendar fréttir | 49 orð

Afmælishátíð Frank Sinatra

Í TILEFNI af áttatíu ára afmæli Frank Sinatra, "old blue eyes", verða haldnir miðnæturtónleikar í Þjóðleikhúskjallaranum laugardaginn 23. desember. Aðalsöngvari og kynnir verður Bogomil Font og gestasöngvarar kvöldsins eru Raggi Bjarna, Helgi Björns, Páll Óskar, Jón Ólafsson og Stefán Hjörleifsson. Miðaverð á tónleikana er 799 krónur. Meira
23. desember 1995 | Miðopna | 1261 orð

Allt eða ekkert Sá listi sem flest atkvæði fær í kosningunum í Dagsbrún fær kosna alla stjórn og önnur embætti innan félagsins.

LÍKUR eru á að almennar kosningar til stjórnar og trúnaðarráðs Verkamannafélagsins Dagsbrúnar fari fram 19. og 20. janúar næstkomandi, nokkrum dögum fyrir 90 ára afmæli félagsins. Hópur Dagsbrúnarfélaga hefur tilkynnt framboð gegn lista núverandi stjórnar. Meira
23. desember 1995 | Innlendar fréttir | 195 orð

Átak til að fækka slysum um áramót

SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLANDS stendur nú fyrir átaki til að fækka slysum vegna flug- og skotelda um áramótin. Af því tilefni hefur öllum grunnskólum landsins, 214 að tölu, verið sent fræðslumyndband sem sýnt hefur verið skólabörnum nú fyrir jólin. Meira
23. desember 1995 | Innlendar fréttir | 185 orð

Bankamenn mótmæla afgreiðslutíma

STJÓRN Sambands íslenskra bankamanna hefur samþykkt ályktun þar sem því er harðlega mótmælt að bankar og sparisjóðir skuli einhliða ákveða að hafa afgreiðslutíma nokkurra þjónustustaða sinna opna á Þorláksmessu. Meira
23. desember 1995 | Innlendar fréttir | 313 orð

Bjart ljós með rauðleitum blæ

TORKENNILEGT ljós sást frá flugvellinum á Blönduósi á fimmta tímanum á fimmtudag. Birgir Ingólfsson einkaflugmaður segist fyrst hafa haldið að flugvél væri að koma inn til lendingar. Hann fylgdist svo með því þegar ljósið hvarf á bakvið Víðidalsfjall, birtist aftur og hvarf smám saman í suðvesturátt. Ljósið var bjart með rauðleitum blæ og fór skrykkjótta leið lágt á himninum. Meira
23. desember 1995 | Innlendar fréttir | 169 orð

Boney-M á Hótel Íslandi

DISKÓHLJÓMSVEITIN Boney-M verður í fyrsta sinn á Íslandi með 10 manna hljómsveit ásamt Liz Mitchell, sem er upprunaleg söngkona hljómsveitarinnar, og söngvurum föstudaginn 5. janúar nk. Boney M hóf feril sinn í Þýskalandi 1975 og var fyrsta plata þeirra "Do you want to bump?" Skömmu síðar fylgdu á eftir plöturnar "Sunny" og "Daddy Cool". Meira
23. desember 1995 | Erlendar fréttir | 503 orð

Camilla heitir að standa ávallt með ríkisarfanum

CAMILLA Parker Bowles, ástkona Karls Bretaprins til margra ára, hyggst "standa með strák" að því er greint var frá í breska dagblaðinu Sun í gær. Í fréttinni sagði að yfirlýsing Karls prins þess efnis að hann hygðist ekki kvænast á ný breytti engu um hug Parker Bowles þótt ljóst væri nú að hún yrði aldrei drottning Bretlands. Meira
23. desember 1995 | Innlendar fréttir | 190 orð

Flugstjórnarmiðstöðvar samræma vinnuaðferðir

YFIRMENN flugstjórnarmiðstöðva á N-Atlantshafi, þ.e. þeirra sem eiga svæði er liggja að hinu íslenska, héldu fund í Reykjavík á miðvikudag til að kynna sér viðbúnaðaráætlun Flugmálastjórnar fyrir íslenska flugstjórnarsvæðið. Flugmálastjórn kann að þurfa að grípa til þessarar áætlunar til að halda uppi öruggri flugumferðarþjónustu í kjölfar þess að 82 flugumferðarstjórar hafa sagt upp störfum. Meira
23. desember 1995 | Erlendar fréttir | 309 orð

Fólks úr Sólarhofsreglu saknað SVI

SVISSNESKA lögreglan sagði í gær að enn væri verið að leita að 16 liðsmönnum sértrúarsafnaðar er kennir sig við Sólarhofið, m.a. væri ekki vitað um afdrif eiginkonu og sonar franska skíðamannsins Jeans Vuarnets. Fólkið hvarf einhvers staðar í vesturhluta Sviss og Frakklandi en lögregla sagði að ef til vill amaði ekkert að því, nauðsynlegt væri á hinn bóginn að kanna málið. Meira
23. desember 1995 | Erlendar fréttir | 168 orð

Frakkar skammaðir vegna víntolla

FRAMKVÆMDASTJÓRNIN hefur sent svokallað rökstutt álit til franskra stjórnvalda vegna innflutningstolla þar í landi á sterk sætvín ("vins naturellement doux ou liquoreux"). Náttúrulegt áfengismagn þessara vína er á milli 15% og 18% og telur framkvæmdastjórnin því að tolla eigi þessi vín líkt og venjuleg borðvín en ekki sem aðra afurð líkt og Frakkar gera. Meira
23. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 84 orð

Friðarganga

FRIÐARGANGA verður í kvöld, Þorláksmessukvöld, og hefst hún kl. 20.00. við Menntaskólann á Akureyri. Gengið verður niður Eyrarlandsveg, Kaupvangsstræti og út á Ráðhústorg. Þar flytur Valgerður Magnúsdóttir, sviðsstjóri félags- og fræðslusviðs, ávarp og þátttakendur syngja saman Heims um ból. Kór Akureyrarkirkju og Kór Glerárkirkju leiða söng í göngunni. Meira
23. desember 1995 | Innlendar fréttir | 99 orð

Gleypti 400-500 grömm af fíkniefni

ÍTÖLSK kona, 27 ára gömul, var í vikunni handtekin á Keflavíkurflugvelli, en við leit á henni fannst lítið eitt af hassi í skóm hennar. Við yfirheyrslu viðurkenndi hún að hafa gleypt nokkuð af litlum plastpokum sem innihéldu fíkniefni. Í gær höfðu 400-500 grömm gengið niður af henni. Konan hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 27. desember. Meira
23. desember 1995 | Innlendar fréttir | 398 orð

Gæti þýtt hærri skólagjöld og færri nemendur í HÍ

NEFND á vegum Háskóla Íslands hefur skilað afdráttarlausri niðurstöðu á þá leið að mælt er með að hafist verði handa við undirbúning sjálfseignarstofnunar um rekstur HÍ. Það sé álitlegasti kosturinn, hvort sem litið sé á fjárhag, starfsmannamál, stjórnkerfi eða gæði menntunar og rannsókna. Sveinbjörn Björnsson háskólarektor segir að málið verði tekið til umræðu innan háskólaráðs 4. janúar. Meira
23. desember 1995 | Innlendar fréttir | 100 orð

Harður árekstur í Hvalfirði

HARÐUR árekstur varð á milli tveggja jeppabifreiða í Hvalfirði á fimmtudagskvöld. Tveir menn voru í bílunum og slapp annar þeirra án meiðsla en hinn var fluttur á slysadeild. Slysið varð rétt norðan við Brynjudalsá. Jepparnir komu úr sitt hvorri áttinni og skullu saman á hæð sem þarna er. Köstuðust bílarnir út af veginum og eru þeir mikið skemmdir. Meira
23. desember 1995 | Innlendar fréttir | 51 orð

Hvað það verður veit nú enginn

SÍÐUSTU dagar aðventunnar eru lengi að líða hjá börnunum sem bíða óþreyjufull eftir aðfangadagskvöldi. Ekki dregur úr eftirvæntingunni þegar farið er í bæinn þar sem skreytingar lýsa upp skammdegið. Hann Gylfi Þór Sigurðsson gleymdi sér um stund við að skoða allt jóladótið í verslunarglugganum. Meira
23. desember 1995 | Innlendar fréttir | 384 orð

Ísland hefur aldrei notað rétt sinn

ÍSLAND hefur samkvæmt heimildum Morgunblaðsins aldrei notað rétt sinn til að koma eigin sjónarmiðum á framfæri í málflutningi fyrir EFTA-dómstólnum í Genf. Noregur hefur notað þann rétt í öllum málum, sem hafa verið flutt fyrir dómnum. Þannig kom afstaða Íslands t.d. Meira
23. desember 1995 | Innlendar fréttir | 110 orð

Jólagjöfum útdeilt í Sarajevo

FJÖLDI barna og foreldrar þeirra þyrptust kringum íslenskan jólasvein sem útdeildi jólagjöfum í garði í miðborg Sarajevo í gær. Í Reutersfréttum segir að jólasveinninn hafi hruflast í látunum, svo mikið lá mörgu ungmenni stríðshrjáðrar borgarinnar á að fá gjafir. Hefð er fyrir því að Serbar í Sarajevo, sem annars halda jól 6. Meira
23. desember 1995 | Innlendar fréttir | 172 orð

Jólaguðsþjónusta barnafjölskyldunnar í Neskirkju

Á AÐFANGADAG munu fermingarbörnin leika á hljóðfæri og leiða sönginn í aftansöngnum klukkan fjögur sem er einkum ætlaður fjölskyldum barna og unglinga. Hann er að því leyti frábrugðinn þeim seinni klukkan sex og náttsöngnum klukkan hálftólf að í stað hefðbundinnar predikunar kemur jólasaga og ætlast er til að allir kirkjugestir taki undir söng jólasálmanna. Meira
23. desember 1995 | Erlendar fréttir | 94 orð

Jólahríð í Danmörku

DANSKA veðurstofan hvatti fólk í gær til að aka ekki á þjóðvegunum í dag vegna fannfergis og stórhríðar sem spáð er um helgina. Margir íbúar Kaupmannahafnar og fleiri staða á Sjálandi aka hundruð kílómetra á Þorláksmessu til að halda jólin með ættmennum og vinum í Jótlandi. Veðurstofan ráðlagði þessu fólki í gær að fresta slíkum ferðalögum þar til veðrinu slotaði á aðfangadag. Meira
23. desember 1995 | Innlendar fréttir | 31 orð

Jólakveðjur til sjómanna

Jólakveðjur til sjómanna EFTIRTALDAR tíðnir verða notaðar til stuttbylgjuútsendinga RUV á jólakveðjum til sjómanna á hafi úti: Aðfangadagur kl. 15­16: Til Evrópu: 3295, 7740 og 9275 kHz. Til Ameríku: 13870 kHz. Meira
23. desember 1995 | Erlendar fréttir | 50 orð

Jólaljós í Seoul

ÞÓ AÐ flestir íbúar Suður- Kóreu haldi jólin ekki hátíðleg er miðborg höfuðborgarinnar Seoul prýdd jólaskreytingum. Með hverju árinu fara fleiri Kóreubúar í hátíðarskap á þessum árstíma og er ástæðan sú að kaupmenn hafa ýtt mjög undir vestrænar jólahefðir á síðustu árum til að glæða viðskiptin. Meira
23. desember 1995 | Innlendar fréttir | 54 orð

Jólamessa kvennakirkjunnar

JÓLAMESSA kvennakirkjunnar verður fimmtudaginn 28. desember kl. 20.30. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar og talar um boðskap jólanna umburðarlyndið gagnvart sjálfum okkur. Bára Kjaransdóttir kennari flytur hugleiðingu um trú sína. Hallfríður Ólafsdóttir leikur á flautu. Kór kvennakirkjunnar og aðrar kirkjukonur syngja jólasálma við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Meira
23. desember 1995 | Innlendar fréttir | 56 orð

Jólastúdentar

SEXTÍU nemendur voru brautskráðir úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla í Háteigskirkju í fyrradag. Í ræðu staðgengils skólastjóra, Sölva Sveinssonar, kom fram að 836 nemendur hefðu hafið nám við skólann í haust og hafa ekki verið fleiri. Stúdentarnir á meðfylgjandi mynd litu á árangurinn og ekki er annað að sjá en þeir hafi verið ánægðir. Meira
23. desember 1995 | Erlendar fréttir | 304 orð

Kannanir benda til ósigurs Ciller

FLOKKUR Tansu Ciller, forsætisráðherra Tyrklands, er í þriðja sæti samkvæmt skoðanakönnun, sem helsta dagblað Tyrklands birti í gær. Benti blaðið Hurriyet, sem er andvígt Ciller, á að hún hefði einungis haft forystu í einni könnun af þrettán á síðustu vikum. Þingkosningar eru í Tyrklandi á aðfangadag. Meira
23. desember 1995 | Innlendar fréttir | 175 orð

Kostnaður við tannlækni greiddur

SKÓLATANNLÆKNINGAR Reykjavíkur hafa fallist á kröfu Jónu Möller um að greiða annan kostnað en kemur í hlut Tryggingastofnunar vegna tannviðgerða sonar hennar hjá einkatannlækni. Þrátt fyrir að sonur Jónu væri skráður hjá skólatannlækni reyndist hann með 10 skemmdar tennur þegar hann fór til einkatannlæknis eftir heiftarlega tannpínu í haust. Meira
23. desember 1995 | Innlendar fréttir | 86 orð

Laufabrauðsdeigið flatt heima

HEILBRIGÐISNEFND Eyjafjarðar sendi brauðgerðum á Akureyri erindi fyrir nokkru, þar sem fram kom að bannað væri að fletja út laufabrauðsdeig sem búið væri til í heimahúsum. Var þetta gert til að fyrirbyggja hugsanlegt smit frá heimilum og í brauðgerðir bæjarins. Meira
23. desember 1995 | Innlendar fréttir | 736 orð

Maður vildi helst gera allt sem mann langar til

BERGLJÓT Arnalds heitir ung leikkona og rithöfundur sem verður mjög í sviðsljósinu um hátíðirnar. Hún leikur hlutverk í kvikmynd Egils Eðvarðssonar, Agnesi, sem var frumsýnd í gær, föstudag, hún leikur einnig eitt af aðalhlutverkunum í uppfærslu Leikfélags Akureyrar á Sporvagninum Girnd eftir Tennessee Williams, sem frumsýnt verður þriðja í jólum, Meira
23. desember 1995 | Innlendar fréttir | 326 orð

Málið er í biðstöðu

AUSTURRÍSKA fyrirtækið Rubert Hofer Gmbh. kveðst ekki vera hætt við að kaupa Sorpu, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, heldur hafi fyrirtækið ákveðið að draga sig í hlé meðan nefnd sem skipuð hefur verið til að skoða rekstrarbreytingar á Sorpu er að störfum. Jónas H. Meira
23. desember 1995 | Innlendar fréttir | 317 orð

Mecklenburger vill nýja skipan í skiptingu kvóta

ÞÝSKA útgerðarfyrirtækið Mecklenburger Hochseefischerei, sem er dótturfyrirtæki Útgerðarfélags Akureyringa hf., hefur krafist þess að komið verði á nýrri skipan í skiptingu úthafskvóta milli þýskra útgerðarfyrirtækja, en honum hefur verið skipt með svipuðu móti undanfarin ár. Meira
23. desember 1995 | Innlendar fréttir | 124 orð

Meiri alvara í viðræðum

"STAÐAN er óviss. Það er verið að leitast við að kanna hvort það sé einhver samkomulagsgrundvöllur. Enn er þó ekkert sýnilegt í hendi en það er viðleitni á báða bóga þó það beri ennþá mikið á milli," sagði Þórir Einarsson ríkissáttasemjari í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Þá stóð enn sáttafundur í kjaradeilu flugumferðarstjóra og ríkisins sem hófst upp úr hádegi. Meira
23. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 225 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Aftansöngur kl. 18.00 á aðfangadag, leikið á orgelið frá kl. 17.30. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja, Michael Jón Clarke syngur í athöfninni. Margrét Stefánsdóttir leikur á flautu. Miðnæturguðsþjónusta kl. 23.30. Hátíðarguðsþjónusta kl. 11.00 á jóladag, Björg Þórhallsdóttir syngur í athöfninni. Barna og fjölskylduguðsþjónusta á annan dag jóla, kl. 14.00. Meira
23. desember 1995 | Miðopna | 1143 orð

Minnsta fólksfjölgun síðan árið 1900 Íslendingum fjölgaði um 1.026 eða 0,38% á árinu 1995 samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu

ÍSAMANTEKT frá Hagstofunni kemur fram að svo virðist sem tala aðfluttra til landsins á þessu ári verði um 1.400 lægri en tala brottfluttra, en tala fæddra um 2.400 hærri en látinna. Að líkindum fæðast um 4. Meira
23. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 167 orð

Nám í matvælaframleiðslu gæti hafist næsta haust

FRAMLAG til Háskólans á Akureyri var hækkað um 1,5 milljónir króna við þriðju umræðu fjárlaga í fyrrinótt og verður sú hækkun nýtt til að koma á námi í matvælaframleiðslu við skólann næsta haust fáist til þess heimild frá menntamálaráðherra. Styrkir háskólann Meira
23. desember 1995 | Innlendar fréttir | 168 orð

Námskeið í snjóverkfræði

UMHVERFIS- og byggingarverkfræðiskor og Verkfræðistofnun Háskóla Íslands efna til námskeiðs í snjóverkfræði 8.­12. janúar 1996. Námskeiðið, sem er öllum opið er stutt af Vegagerðinni. Fyrirlesari er dr.ing Harald Norem frá Noregi. Meira
23. desember 1995 | Erlendar fréttir | 365 orð

Niðurskurður á veiðiheimildum mildaður nokkuð

SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRAR aðildarríkja Evrópusambandsins luku í gærmorgun fjórtán klukkustunda löngum næturfundi um ákvörðun kvóta næsta árs. Ráðherrarnir létu undan þrýstingi frá sjávarútveginum og ákváðu að milda nokkuð niðurskurð á veiðiheimildum frá því sem gert var ráð fyrir í tillögum framkvæmdastjórnar ESB. Meira
23. desember 1995 | Innlendar fréttir | 438 orð

Niðurstaðan styrkir almannarétt verulega

SÉRSTÖK úrskurðarnefnd hefur úrskurðað að stjórn Hollustuverndar ríkisins beri að fjalla efnislega um athugasemdir sem Hjörleifur Guttormsson alþingismaður sendi til stofnunarinnar vegna endurskoðaðra tillagna að starfsleyfi fyrir Íslenska álfélagið. Meira
23. desember 1995 | Landsbyggðin | 171 orð

Nýtt félag hrossaræktenda og bænda

FÉLAG hrossabænda í Vestur- Húnavatnssýslu og Hrossaræktarsamband Vestur-Húnavatnssýslu hafa sameinast í eitt félag, fyrst félaga á landinu. Sameining heildarsamtaka hrossabænda og hrossaræktenda er á döfinni næsta haust samkvæmt samþykkt sem gerð var á aðalfundi þeirra nú í haust. Meira
23. desember 1995 | Innlendar fréttir | 192 orð

Peningar í vörslu og afgreidd skiptimynt

VIÐSKIPTABANKAR og sparisjóðir hafa ákveðið að á morgun Þorláksmessu verði afgreiðslustaðir opnir frá kl. 20-24 í Búnaðarbankanum Kringlunni og Laugavegi 3, Íslandsbanka Kirkjusandi og Bankastræti 5, Landsbankanum Laugavegi 77, Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis Austurströnd 3 og Sparisjóði vélstjóra Síðumúla 1. Meira
23. desember 1995 | Innlendar fréttir | 876 orð

Rúmir 3 milljarðar til ráðstöfunar

Í FJÁRHAGSÁÆTLUN Hafnarfjarðar fyrir árið 1996 er gert ráð fyrir óbreyttu útsvari 9,2% og að fasteignaskattur verði 0,375% af íbúðarhúsnæði en 1,25% af atvinnuhúsnæði. Þá er sérstakur skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði 1,25%. Til ráðstöfunar eru rúmir 3 milljarðar og er gert ráð fyrir að um 1,9 milljarðar fari í almennan rekstur, 16 millj. til greiðslu skammtímavaxta, 405 millj. Meira
23. desember 1995 | Erlendar fréttir | 349 orð

Sakaður um tengsl við fyrrum liðsmenn SS

AUSTURRÍSKIR saksóknarar greindu frá því á fimmtudag að þeir hefðu hafið rannsókn á því hvort grundvöllur væri fyrir málsókn á hendur Jörg Haider, formanni Frelsisflokksins, en sá flokkur er yst til hægri í austurrískum stjórnmálum. Hefur komið í ljós myndbandsupptaka þar sem Haider hrósar SS-sveitum nasista í ræðu. Meira
23. desember 1995 | Landsbyggðin | 192 orð

Samkór Norður-Héraðs ásamt sextett með tónleika

SAMKÓR Norður-Héraðs stóð fyrir aðventutónleikum þriðju helgi í aðventu að Brúarási. Þar kom líka fram söngsextettinn Hjá Geira, ásamt söngdúett. Húsfyllir var og góður rómur gerður að söngnum, en kórinn, sem nú var skipaður þrjátíu manns, aðallega búsettum á Jökuldal og í Hlíð og Tungu, söng tólf lög en helmingur laganna var jólalög. Meira
23. desember 1995 | Innlendar fréttir | 160 orð

Síðustu jólasveinarnir á Þjóðminjasafnið

ÍSLENSKU jólasveinarnir hafa undanfarið heimsótt Þjóðminjasafnið daglega. Nú eiga aðeins tveir þeirra eftir að koma til byggða þeir Ketkrókur og Kertasníkir. Í dag, Þorláksmessu, kemur Ketkrókur kl. 14 og á aðfangadag jóla kemur Kertasníkir í safnið kl. 11. Meira
23. desember 1995 | Landsbyggðin | 178 orð

Skata í stað jólaglöggs

Ísafirði-Til nokkurra ára hefur það verið til siðs að fyrirtæki bjóði starfsfólki sínu upp á jólaglögg í desember. Stjórnendur Hraðfrystihússins hf. í Hnífsdal ákváðu að hafa annan háttinn á nú og efndu til skötuveislu í kaffisalnum í hádeginu í gær. Meira
23. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 61 orð

Skata og Sveinki í Grímsey

GRÍMSEYINGAR snæða saman skötu í félagsheimilinu Múla um hádegi í dag, Þorláksmessu. Þeir sem ekki hafa lyst á skötunni fá saltfisk. Í kvöld eiga svo börnin von á góðum gesti í heimsókn, en jólasveinninn leggur leið sína heim að hverjum bæ þar sem börn búa á Þorláksmessukvöld og færir þeim örlítinn glaðning. Meira
23. desember 1995 | Innlendar fréttir | 105 orð

Skákæfing á Þorláksmessu

TAFLFÉLAG Reykjavík heldur skáæfingar fyrir börn og unglinga á hverjum laugardegi kl. 14. Æfingarnar eru opnar öllum 14 ára og yngri. Mikill áhugi er á þessum æfingum og þangað koma bæði sterkustu skákmenn landsins í þessum aldursflokki og eins þeir sem skemmra eru komnir. Aðgangur er ókeypis. Meira
23. desember 1995 | Innlendar fréttir | 255 orð

Skylt að gera skriflega ráðningarsamninga

NÚ ER unnið að samningi milli ASÍ og VSÍ um skyldu atvinnurekenda til að ganga frá skriflegum ráðningarsamningi við starfsmenn. Hefur samkomulag náðst um flest meginatriðin, að sögn Ara Skúlasonar, framkvæmdastjóra ASÍ, sem unnið hefur að samningsgerðinni. Meira
23. desember 1995 | Innlendar fréttir | 201 orð

Sóknarnefnd hefur útvegað organista

ENGAR líkur eru nú taldar á að sættir náist í deilu organista og kórs Langholtskirkju annars vegar og sóknarprestsins hins vegar. Herra Ólafur Skúlason, biskup Íslands, hefur leitað sátta undanfarna daga en án árangurs. Meira
23. desember 1995 | Landsbyggðin | 101 orð

Stúfur á jólabasar

Ólafsvík­Lúðrasveitin Snær í Snæfellsbæ hyggur á utanlandsferð í sumar og leikur á alþjóðlegri samkomu lúðrasveita í Danmörku og Svíþjóð. Af því tilefni var haldinn jólabasar í íþróttahúsi Ólafsvíkur, til styrktar ferðalaginu, auk þess gáfu félagar út jólakort og verður ágóðanum af sölunni einnig varið í þessa ferð. Meira
23. desember 1995 | Innlendar fréttir | 167 orð

Stöð 3 komin til Eyja

ÚTSENDINGAR Stöðvar 3 nást nú í Vestmannaeyjum. Er efni stöðvarinnar flutt með ljósleiðara til Eyja og þar tekur sjónvarpsfélagið Fjölsýn við því og dreifir því í gegnum örbylgjudreifikerfi sitt til notenda í Vestmanneyjum. Meira
23. desember 1995 | Erlendar fréttir | 179 orð

Talning atkvæða á lokastigi

ENN var verið að telja atkvæði í Rússlandi í gær, fimm dögum eftir kosningarnar og var flokkur kommúnista sem fyrr efstur, með 21,81% en þjóðernissinnaflokkur Vladímírs Zhírínovskíjs næstur í röðinni með 11,29%. Aðeins fjórir flokkar virðast koma að mönnum af landslista en nokkrir í viðbót ná inn mönnum í einmenningskjördæmum. Meira
23. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 113 orð

ÚA næst stærsti eigandi Skagstrendings

ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hf. er orðinn næst stærsti eigandi útgerðarfyrirtækisins Skagstrendings hf. á Skagaströnd, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. ÚA hefur aukið eignarhlut sinn í fyrirtækinu síðustu vikur og á nú 12% hlutafjár í félaginu, eða 21,1 milljón króna að nafnverði. Meira
23. desember 1995 | Innlendar fréttir | 1142 orð

Útgjöld og skuldir eiga að lækka

FJÁRLÖGIN voru samþykkt með 33 atkvæðum stjórnarliða en stjórnandstæðingar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Samkvæmt fjárlögunum verða útgjöld ríkisins 124,8 milljarðar króna á næsta ári en tekjurnar 120,9 milljarðar. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra sagði við atkvæðagreiðsluna að fjárlögin væru afgreidd með innan við 4 milljarða halla, sem svaraði til 0,8% af landsframleiðslu. Meira
23. desember 1995 | Erlendar fréttir | 114 orð

Wei áfrýjar fangelsisdóminum

WEI JINGSHENG, einn þekktasti andófsmaður Kína, áfrýjaði í gær fjórtán ára fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir meint samsæri um að grafa undan stjórn landsins. Systir hans, Wei Ling, sagðist vona að áfrýjunardómstóllinn myndi taka ákvörðun sína fyrir opnum tjöldum en tók jafnframt fram að hún eygði litla von fyrir hönd bróður síns um að réttarhöldin yrðu réttlát. Meira
23. desember 1995 | Innlendar fréttir | 87 orð

Yfirlýsing vegna deilna í Langholtskirkju

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá sr. Sigurði Hauki Guðjónssyni fyrrverandi sóknarpresti í Langholtskirkju: "Í tilefni viðtals við sr. Flóka Kristinsson í Morgunblaðinu í dag mun ég svara svívirðingum hans á hendur frumherjum Langholtssafnaðar, sem hann hefur líka haft uppi í útvarpi, milli jóla og nýárs. Meira
23. desember 1995 | Innlendar fréttir | 164 orð

Þröstur og Albert Blees urðu efstir

ÞRÖSTUR Þórhallsson og Albert Blees urðu efstir og jafnir að stigum, með 7 vinninga hvor, á Guðmundar Arasonar-skákmótinu sem lauk í gær. Í þriðja til til fjórða sæti urðu jafnir að stigum Andrew Martin og Niklaj Borge með sex vinninga. Meira
23. desember 1995 | Erlendar fréttir | 263 orð

"Örlögin eru óumflýjanleg"

"ÖRLÖGIN verða ekki umflúin," sagði Gonzalo Dussan Monroy frá New Jersey í Bandaríkjunum í gær, en hann var einn þeirra sem lifðu af flugslysið í Kólumbíu á miðvikudagskvöld að staðartíma. Monroy sagði að allt hefði virst vera í stakasta lagi við flug þotunnar þar til hún skall á fjallshlíð. Við það missti hann meðvitund. Meira

Ritstjórnargreinar

23. desember 1995 | Staksteinar | 307 orð

»Blaðamaðurinn braut ekki trúnað "BLAÐAMAÐURINN braut ekki trúnað", segir Bj

"BLAÐAMAÐURINN braut ekki trúnað", segir Björn Bjarnason menntamálaráðherra í grein í Helgarpóstinum í fyrradag. "Viðskiptavinur bankans, SÍS, sem um er fjallað í trúnaðarskjölunum, hefur ekki farið fram á upplýsingar um heimildarmann blaðamannsins..." Tilmælin ekki frá SÍS Meira
23. desember 1995 | Leiðarar | 743 orð

VERULEGUR ÁRANGUR LÞINGI hefur afgreitt fjárlög fyrir árið

VERULEGUR ÁRANGUR LÞINGI hefur afgreitt fjárlög fyrir árið 1996 með rúmlega 3,9 milljarða kr. halla og er hann sá minnsti, sem verið hefur á ríkissjóði í tólf ár, gangi framkvæmd fjárlaganna eftir. Hallinn er áætlaður 8,9 milljarðar króna í ár og lækkar hann því um fimm milljarða á næsta ári. Meira

Menning

23. desember 1995 | Fjölmiðlar | 200 orð

98% landsmanna ná Stöð 2

UM ÞAÐ bil 98% landsmanna hafa nú möguleika á því að sjá útsendingar Stöðvar 2, að sögn Jafets Ólafssonar sjónvarpsstjóra stöðvarinnar. Fyrir skömmu var bætt við dreifingakerfi Stöðvar 2, þannig að íbúum á Hólmavík og í Hrútafirði var gert kleift að ná útsendingum stöðvarinnar. Síðastliðið mánudagskvöld bættust síðan íbúar í Mývatnssveit við. Meira
23. desember 1995 | Fólk í fréttum | 293 orð

Ágæt auglýsing

Í Vetrarbrautinni, breiðskífa hljómsveitarinnar Gauta. Gautar eru Elías Þorvaldsson, hljómborðs- og gítarleikari og söngvari, Guðbrandur Gústafsson saxófónleikari og söngvari, Stefán Friðriksson, trommuleikari og söngvari, Sigurður Jóhannesson gítarleikari og Sverrir Elefsen bassaleikari. Ýmsir aðrir koma við sögu. Flest laganna eru eftir Elías og flestir textar eftir Sigurð. Meira
23. desember 1995 | Fólk í fréttum | 104 orð

Gerum það edrú

MÓTORSMIÐJAN er félagsmiðstöð fyrir skellinöðrukrakka í Reykjavík. stóð Hún stóð fyrir tónleikum í Loftkastalanum um síðustu helgi undir yfirskriftinni "Gerum það edrú með lifandi tónlist". Þessir tónleikar voru fyrsti hluti forvarnarátaks Mótorsmiðjunnar í samvinnu við landlækni, forvarnardeild lögreglunnar og meðferðarstofnanir undir yfirskriftinni "Gerum það edrú". Meira
23. desember 1995 | Fólk í fréttum | 157 orð

Háskólabíó frumsýnir Carrington

HÁSKÓLABÍÓ frumsýnir á annan í jólum kvikmyndina Carrington með Emmu Thompson í aðalhlutverki. Í kring um fyrri heimsstyrjöld fóru listamenn og bóhemar í Lundúnum að láta æ meir bera á andúð sinni á því viktoríanska siðferði sem hafði ríkt áratugum saman í Englandi. Meira
23. desember 1995 | Fólk í fréttum | 38 orð

Jackson í góðra vina hópi

Reuter Jackson í góðra vina hópi SÖNGVARINN Michael Jackson sést hér ásamt ungum vinum sínum í sleða jólasveinsins. Myndin var tekin í Disneylandi í Frakklandi, þar sem Michael hefur dvalist upp á síðkastið, í góðu yfirlæti á Disneyland hótelinu. Meira
23. desember 1995 | Fólk í fréttum | 48 orð

Jólatónleikar Páls Óskars og Kósý

PÁLL Óskar Hjálmtýsson og hljómsveitin Kósý héldu jólatónleika í Borgarleikhúsinu síðastliðið þriðjudagskvöld. Þeir voru liður í tónleikaröð Leikfélags Reykjavíkur, sem er nýjung í starfsemi þess. Uppselt var og góð stemning í salnum. Morgunblaðið/Kristinn PALLI var líflegur ásviði sem ávallt. GESTIR voru á öllum aldri. Meira
23. desember 1995 | Fólk í fréttum | 132 orð

Konan á bak við Harrison Ford

HARRISON Ford er kvæntur Melissu Mathison, virtum handritshöfundi í Hollywood. Þau hafa verið gift síðan 1983 og eiga tvö börn. Melissa hefur meðal annars samið handritin að hinum geysivinsælu myndum "ET" (árið 1982) og "The Black Stallion" (árið 1979). Meira
23. desember 1995 | Fólk í fréttum | 36 orð

Leðurklædd leikkona

MARGIR muna eftir Cybill Shepherd úr sjónvarpsþáttunum "Moonlighting" þar sem hún lék á móti Bruce Willis. Hún klæddist leðurbúningi þegar hún var kynnir á "Happy Harley Days Motorcycle Ride" á Rodeo-vegi í Los Angeles nýlega. Meira
23. desember 1995 | Kvikmyndir | 825 orð

Leiftur frá liðinni öld

Leikstjóri Egill Eðvarðsson. Handritshöfundur Jón Ásgeir Hreinsson, Snorri Þórisson. Framleiðandi og kvikmyndatökustjóri Snorri Þórisson. Tónlist Gunnar Þórðarson. Leikmynd Þór Vigfússon. Búningar Helga I. Stefánsdóttir. Klipping Steingrímur Karlsson. Hljóð Þorbjörn Ágúst Erlingsson. Meira
23. desember 1995 | Fjölmiðlar | 672 orð

Lifandi margmiðlunarútgáfa

Íslandshandbókin, Ísland í máli og myndum. Margmiðlunardiskur sem byggður er á Íslandshandbók Arnar og Örlygs I­II. Ritstjórar eru Heimir Pálsson og Tryggvi Jakobsson. Tæknivinna var í höndum verkfræðistofunnar Rafhönnunar hf., Maria Candi skrifaði forritið og Indriði Indo Candi sá um útlitshönnun. Námsgagnastofnun gefur út. Meira
23. desember 1995 | Fólk í fréttum | 40 orð

Margt gerist á Englandi

Margt gerist á Englandi ENSKIR rugby-aðdáendur fengu smá auka"skemmtun" á dögunum, þegar Englendingar léku við Ástrali í þeirri íþróttagrein á Wembley-leikvanginum í London. Þessi kona gerði sér lítið fyrir og stökk inn á leikvanginn ber að ofan, eins og myndin sýnir. Meira
23. desember 1995 | Fólk í fréttum | 456 orð

Misjafnir jólagestir

Geislaplata Björgvins Halldórssonar og gesta. Söngvarar: Björgvin Halldórsson, Sigríður Beinteinsdóttir, Berglind Björk Jónasdóttir, Svala Björgvinsdóttir, Helgi Björnsson. Hljóðfæraleikarar: Jon Kjell Seljeseth, Vilhjálmur Guðjónsson, Tryggvi Hubner, Kristinn Svavarsson, Halldór G. Hauksson, Einar V. Scheving, Björgvin Halldórsson. Útsetningar: Jon Kjell Seljeseth. Meira
23. desember 1995 | Fólk í fréttum | 52 orð

Perluball háskólans

HÁSKÓLI Íslands hélt árlegt jólaball í Perlunni að loknum löngum og ströngum próflestri. Sálin hans Jóns míns sá um að fjörið vantaði ekki hjá kátum háskólanemum. Björn Jörundur Friðbjörnsson steig á stokk og aðstoðaði hljómsveitina í nokkrum lögum. Morgunblaðið/Halldór BJÖRN og Stefán náðu ágætlega saman. Meira
23. desember 1995 | Fólk í fréttum | 82 orð

Sameiginlegt ball MR og Kvennó

NEMENDUR Menntaskólans við Hamrahlíð og Kvennaskólans í Reykjavík tóku sig til og héldu sameiginlegt jólaball í Tunglinu fyrir skemmstu. Hljómsveitirnar Funkstrasse og Súrefni léku fyrir dansi og þegar ljósmyndari Morgunblaðsins kom við var mikið um að vera, eins og þessar myndir gefa til kynna. Meira
23. desember 1995 | Fjölmiðlar | 297 orð

Tóbak aftur auglýst í Kanada

TÓBAKSIÐNAÐUR Kanada hefur ákveðið að hefja mikla auglýsingaherferð í byrjun næsta árs, þar sem hæstiréttur landsins hefur hnekkt sjö ára gömlu banni við tóbaksauglýsingum. Diane Marleau heilbrigðisráðherra hyggst bera fram frumvarp um nýtt bann, þar sem málfrelsi verði haft í heiðri í samræmi við úrskurð hætaréttar, Meira
23. desember 1995 | Fjölmiðlar | 624 orð

Þarf að skerpa á sérstöðu Ríkissjónvarpsins

BREYTINGAR á öryggishlutverki Ríkisútvarpsins, nauðsyn þess að það aðgreini sig frekar frá samkeppnisaðilum sínum og svigrúm nýju sjónvarpsstöðvanna tveggja á markaðnum var meðal þess sem rætt var á fjörugum morgunverðarfundi sem Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga efndi til fyrir skömmu. Meira
23. desember 1995 | Fólk í fréttum | 354 orð

Þægileg bakgrunnstónlist

Haustlauf, geisladiskur Edwins Kaabers gítarleikara. Lög eru eftir ýmsa höfunda erlenda sem innlenda, en Edin á sjálfur tvö lög. Útsetningar gerði Edwin Kaaber. Edwin leikur á gítara og bassa í einu lagi, en Sigurður Helgi Jóhannsson sá um forritun undirleiks. Sigurður Helgi gefur út, Japís dreifir. 47,17 mín., 1.999 kr. Meira

Umræðan

23. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 327 orð

Að breyta gleði í græðgi

ÞRIGGJA ára dóttir mín er mikil áhugamanneskja um jóladagatöl. Á hverjum morgni er ég vakinn fyrir allar aldir til aðstoðar við að opna glugga og taka þátt í gleðinni yfir litlum myndum af englum, jólasveinum, kertum og öðrum táknum jólanna. Það vakti því áhuga minn þegar ég um daginn sá nýstárlegt jóladagatal. Meira
23. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 819 orð

Að fyrirbyggja ofbeldi

OFBELDI er vaxandi samfélagslegt vandamál. Bæði þolendur og gerendur ofbeldis eru að meirihluta til ungt fólk. Fjöldi rannsókna rennir stoðum undir þá kenningu að rætur ofbeldis liggi í æsku. Sá þáttur sem hefur sterkast forspárgildi fyrir ofbeldisfulla hegðun á fullorðinsárum er árásargjörn hegðun á bernskuárum. Meira
23. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 193 orð

Ákall

Ákall Lag: "Ein bischen frieden" Ljóð: Jónbjörg Eyjólfsdóttir Vinur minn hvar sem í heiminum er heyrðu mitt ákall og liðsinntu mér. Reynum að uppræta angur og kvöl afnema stríðsins böl. Stöndum við saman og störfum sem eitt stefnunni ef til vill getum við breytt. Meira
23. desember 1995 | Aðsent efni | 762 orð

Debet og kredit heilbrigðisþjónustunnar

ERU AÐ myndast tvær þjóðir í landinu með tilliti til þjónustu er spurning sem oft hefur komið fram á síðustu árum. Sú saga er sögð af fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Bush, að hann heimsótti stórmarkað í lok kjörtímabilsins og hreifst mjög af að verð vörunnar var lesið með skanna. Meira
23. desember 1995 | Aðsent efni | 523 orð

Kynbundið launamisrétti

Í SUNNUDAGSBLAÐI Morgunblaðsins 17. desember sl. birtist mjög fróðlegt og skemmtilegt viðtal við Ingileifu Jónsdóttur ónæmisfræðing, þar sem hún ræðir um líf sitt og starf og stöðu sína sem vísindakonu. Meira
23. desember 1995 | Aðsent efni | 339 orð

Minnispunktar vegna umræðu um fíkniefnavandann

AÐ UNDANFÖRNU hefur vímuefnavandinn mikið verið í umræðunni og var málið m.a. tekið fyrir á Alþingi Íslendinga. Lögreglan í Reykjavík hefur fyrir nokkrum dögum lagt mikla vinnu í þennan málaflokk og m.a. með því að beita nýjum úrræðum svo sem sérhæfðri rannsóknarvinnu afbrotafræðings. Meira
23. desember 1995 | Aðsent efni | 2667 orð

"Nú finnst mömmu gaman að hlusta á útvarpið" Ríkisútvarpið hóf starfsemi sína20. desember fyrir 65 árum. Pétri Péturssyni finnst

ÞVÍ hefir oft verið lýst af tilfinningu og prýði hvernig þjóðin fagnaði í sjálfu svartasta skammdegi ársins 1930 þegar Ríkisútvarpið hóf starfsemi sína með útvarpsendingum um dreifðar byggðir landsins hinn 20. desembermánaðar. Svo er að sjá sem stofnunin sjálf finni enga hvöt til þess að minnast 65 ára starfsemi sinnar. Meira
23. desember 1995 | Aðsent efni | 1224 orð

Reykjavíkurflugvöllur ­ hagsmunir og hlutverk

UNDIRRITAÐUR, sem er í forsvari fyrir Flugþjónustuna hf. á Reykjavíkurflugvelli, hefur í um 30 ár haft með höndum þjónustu við erlendar ferju- og einkaflugvélar, sem hafa haft viðkomu í Reykjavík. Þar sem Flugþjónustan hf. Meira
23. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 489 orð

Sjaldan einum að kenna þegar tveir deila

ÞAÐ HEFUR víst ekki farið framhjá neinum að innan Langholtskirkju hafa verið deilur og ætlun mín með þessu bréfi er ekki sú að koma með eina rétta skoðun á þeim deilum eða kveða upp dóma. Ég hef aldrei verið kirkjurækin eða virk í kirkjulegu starfi og oft hefur mér fundist deilt um keisarans skegg innan safnaða þessa lands og síst hefur hvarflað að mér að eyða tíma eða orku í að setja mig inn Meira
23. desember 1995 | Aðsent efni | 1137 orð

Tónlistin eða trúin?

HVORT skal ríkja innan kirkjunnar: Tónlistin eða trúin? Til hvers er kirkjan? Hvort á kirkjan að vera tónlistarhús fyrst og kirkja svo, eða kirkja fyrst og tónlistarhús svo? Hvort er mikilvægara í starfi kirkjunnar: Tónlistin eða trúin? Þetta eru aðkallandi spurningar, sem íslenska þjóðkirkjan stendur frammi fyrir nú. Það er mikilvægt að þessar spurningar séu ræddar sem slíkar. Meira
23. desember 1995 | Aðsent efni | 459 orð

Verða Hvalfjarðargöngin dragbítur á landsbyggðina

ÞAÐ fyrirkomulag sem til stendur að hafa á innheimtu vegatolla um Hvalfjarðargöngin mun verða með þeim hætti að greiða þarf gjald fyrir að aka um göngin. Hvað þetta gjald verður liggur ekki fyrir, en væntanlega verður það af svipaðri stærðargráðu og það kostar að aka fyrir Hvalfjörðinn. Meira

Minningargreinar

23. desember 1995 | Minningargreinar | 1033 orð

Guðni Vilmundarson

Þann 23. október síðastliðinn lést eftir stutta sjúkrahúslegu elskulegur tengdafaðir minn, Guðni Vilmundarson múrari. Árin sem ég hef þekkt Guðna og eftirlifandi eiginkonu hans, Nínu Oddsdóttur, eru orðin mörg. Þegar ég kom fyrst í Búðargerðið til þeirra var mér tekið opnum örmum eins og alla tíð síðan. Meira
23. desember 1995 | Minningargreinar | 666 orð

Halldór Þ. Jónsson

Menntaskólinn á Akureyri á fimmta tug aldarinnar. Dálítið einangruð menntastofnun, jafnvel með keim af Hólaskóla í farteski sínu. En þarna fékk margur landsbyggðarunglingurinn uppfræðslu og naut þess unaðar, sem fólginn er í því að skiptast á skoðunum við skólafélagana og láta gamminn geisa í sínum hópi. Mikið hvað tíminn flaug hratt; fyrr en varði vorum við komin í 4. Meira
23. desember 1995 | Minningargreinar | 194 orð

Halldór Þ. Jónsson

Fyrstu kynni mín af Halldóri Þ. Jónssyni voru þegar ég réð mig sem fulltrúa hans við embætti sýslumannsins í Skagafjarðarsýslu og bæjarfógetans á Sauðárkróki vorið 1983. Í á þriðja ár starfaði ég undir hans stjórn og naut leiðsagnar hans. Halldór var einstakt ljúfmenni, glöggur embættismaður og sérlega góður yfirmaður. Meira
23. desember 1995 | Minningargreinar | 433 orð

Halldór Þ. Jónsson

Hugurinn reikar til bernskuáranna, þar sem allt var kyrrt og allir voru á "sínum stað". Í hugskotinu er mynd af Halldóri, þar sem hann var á "sínum stað" á Skólastígnum, húsinu með langa stiganum. Kannski hef ég haldið að hann yrði þar alltaf, en auðvitað vissi ég að svo yrði ekki. Húsið breyttist úr Skólastíg í Víðigrund, en maðurinn var ætíð sá sami. Meira
23. desember 1995 | Minningargreinar | 908 orð

Halldór Þ. Jónsson

Látinn er um aldur fram, hrifinn brott á snöggu andartaki, mannkostamaður og afar mætur embættismaður, Halldór Þ. Jónsson, sýslumaður á Sauðárkróki. Sól sortnar yfir einu fegursta héraði Íslands, Skagafirði, við atburð þann. Harmur mikill er kveðinn að fjölskyldu Halldórs, eiginkonunni Aðalheiði B. Ormsdóttur og börnum þeirra fjórum, fjölskyldum þeirra og öðrum vinum og vandamönnum. Meira
23. desember 1995 | Minningargreinar | 514 orð

Halldór Þ. Jónsson

Mig setti hljóðan er mér var færð fregnin af skyndilegu fráfalli Halldórs Þ. Jónssonar. Mikils metinn forystumaður var í einni svipan hrifinn á brott. Yngsti sonur sæmdarhjónanna á Mel var, sem bræður hans tveir, fallinn í valinn langt um aldur fram. Við blasir skarð, sem ekki verður fyllt um sinn. Meira
23. desember 1995 | Minningargreinar | 560 orð

Halldór Þ. Jónsson

Í dag verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju Halldór Þ. Jónsson sýslumaður frá Mel í Staðarhreppi í Skagafirði. Andlát hans bar brátt að og mun því hafa komið vinum hans flestum og sennilega einnig þeim sem nær honum standa í opna skjöldu og mjög að óvörum. Að því er mikill sjónarsviptir þegar slíkir menn sem Halldór var falla frá fyrir aldur fram. Meira
23. desember 1995 | Minningargreinar | 28 orð

HALLDÓR Þ. JÓNSSON Halldór Þormar Jónsson fæddist 19. nóv. 1929 á Mel í Staðarhr., Skag. Hann lést á Sauðárkróki 14. desember

HALLDÓR Þ. JÓNSSON Halldór Þormar Jónsson fæddist 19. nóv. 1929 á Mel í Staðarhr., Skag. Hann lést á Sauðárkróki 14. desember síðastliðinn og fór útförin fram 21. desember. Meira
23. desember 1995 | Minningargreinar | 88 orð

HERDÍS ELÍN STEIGRÍMSDÓTTIR

HERDÍS ELÍN STEIGRÍMSDÓTTIR Herdís Elín Steingrímsdóttir fæddist á Akureyri 23. nóvember árið 1921. Hún lést í Reykjavík 17. desember síðastliðinn. Hún var yngsta barn Steingríms Matthíassonar læknis á Akureyri og konu hans Kristínar Þórðardóttur Thoroddsens. Meira
23. desember 1995 | Minningargreinar | 596 orð

Herdís Elín Steingrímsdóttir

Hún tengdamóðir mín, Herdís Elín Steingrímsdóttir, er látin eftir erfiða sjúkdómslegu. Herdís Elín er fædd á Akureyri og ólst þar upp til unglingsára. Er foreldrar hennar slitu samvistum flutti hún úr bænum með móður sinni og dvöldu þær mæðgur í Indlandi og síðar um tíma í Englandi. Meira
23. desember 1995 | Minningargreinar | 701 orð

HERDÍS ELÍN STEINGRÍMSDÓTTIR

Það er stundum sagt að við eigum að gleðjast, þegar einhver deyr sem á enga batavon og hefur þjáðst lengi. Það er nefnt lausn. Líklega er það rétt, en það er sárt. Andlátsfrétt æskuvinkonu minnar Herdísar Elínar Steingrímsdóttur kom ekki á óvart en það var samt sárt. Við Dísella, eins og hún var ávallt nefnd meðal vina, kynntumst á Akureyri ungar stelpur. Meira

Viðskipti

23. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 76 orð

Afkoma fyrirtækja betri

HAGNAÐUR af rekstri þeirra íslenskra fyrirtækja sem Þjóðhagsstofnun hefur tekið saman ársreikninga fyrir varð 3,8% sem hlutfall af tekjum á árinu 1994. Þetta er betri afkoma en á árinu 1993, en þá kom rekstur þessara sömu fyrirtækja út á sléttu. Þetta kemur fram í riti Þjóðhagsstofnunar, "Ársreikningar fyrirtækja 1993-1994", sem nú er komið út. Meira
23. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 425 orð

Dregur úr fjárfestingum og þar með hagvexti

VEXTIR hafa hækkað nokkuð hér á landi það sem af er þessu ári en sú þróun er þvert á það sem gerst hefur víða erlendis. Vextir á 3-5 ára spariskírteinum ríkissjóðs hafa hækkað um 0,7% frá því í ársbyrjun en á sama tíma hafa LIBOR vextir til sex mánaða á lánum í bandarískum dollurum lækkað um 1,1%. Meira
23. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 613 orð

Góðar horfur vestra en hægur vöxtur í Evrópu

HORFUR í efnahagsmálum virðast beztar í Bandaríkjunum á næsta ári að sögn hagfræðinga, en þeir spá hægum vexti í Evrópu og miklu atvinnuleysi sem fyrr. Líkur eru á hagvexti án verðbólgu í Bandaríkjunum fimmta árið í röð og má það heita merkilegt. Meira
23. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 216 orð

Nær 40% samdráttur milli ára

KAUP Íslendinga á verðbréfum sem gefin eru út erlendis hafa dregist verulega saman á þessu ári. Þannig námu kaup á verðbréfum erlendis um 4,9 milljörðum króna fyrstu tíu mánuði ársins, en á sama tíma í fyrra námu þessi kaup 8 milljörðum. Þetta er um 39% samdráttur milli ára. Meira
23. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 168 orð

Umbúðasamkeppni 1996

UMBÚÐASAMKEPPNI Samtaka iðnaðarins 1996 er hafin. Þetta er í annað sinn sem keppt er um silfurskelina, tákn samkeppninnar, en keppnin var síðast haldin árið 1993 og var silfurskelin þá veitt fyrir hönnun og framleiðslu umbúða utan um Camembert-ost. Meira

Daglegt líf

23. desember 1995 | Neytendur | 688 orð

Bollur og buff úr ferskri síld

ÞEGAR hún fær ferska síld tekur hún sig til og býr til bollur og buff í frystikistuna. Ef fjölskylda og vinir koma í heimsókn skynja þeir ekki að um síldarrétti sé að ræða og giska miklu fremur á kjöthakk en síld þegar hún spyr hvort gestirnir viti hvað er í bollunum eða buffunum. Guðrún Einarsdóttir býr á Fáskrúðsfirði. Meira
23. desember 1995 | Neytendur | 55 orð

Íslenskt silki í rúmið

HEILDVERSLUNIN K. Kristinsson sér um framleiðslu á rúm- og náttfatnaði úr silki. í framleiðsluna er notað svokallað Charmeuse silki sem flutt er inn frá Kína. Varan er saumuð á Íslandi og helstu útsölustaðir eru Joss og Selena í Kringlunni, Dux í Faxafeni, Nettó á Laugavegi og ýmsar verslanir víða um land. Meira
23. desember 1995 | Neytendur | 327 orð

Jólabrauð á Jódísarstöðum

ÞAÐ var jólalegt hjá Gunnhildi Ingólfsdóttur á Jódísarstöðum þegar fréttaritari Morgunblaðsins leit við hjá henni á dögunum og húsið ilmaði af jólabakstri. Hún og maður hennar Árni Njálsson búa með sauðfé en aðaltekjur heimilisins koma frá vörubílaakstri Árna og auk þess hefur hún unnið við gæslu í Hafralækjarskóla. Gunnhildur er bifvélavirki að mennt, ættuð frá Ystafelli í Köldukinn. Meira
23. desember 1995 | Neytendur | 65 orð

Kalkúnakrydd frá Pottagöldrum

FYRIRTÆKIÐ Pottagaldrar hefur sett á markað nýja kryddblöndu, svokallað kalkúnakrydd. Færst hefur í vöxt að kalkúnn sé hafður á borðum um jólin og á kryddið að auðvelda matreiðsluna. Salvía er áberandi í kryddblöndunni og hún er ætluð fyrir hvaða fyllingu sem er. Meira
23. desember 1995 | Neytendur | 43 orð

Leiðrétting

Á neytendasíðunni fimmtudaginn 14. desember stóð að Erla Sigurðardóttir hafi teiknað Grýlu, Leppalúða og jólasveinana samkvæmt fyrirmynd Þjóðminjasafnsins. Hið rétta er að hugmyndin að útliti íslensku tröllanna, sem notuð er á barmmerki, er hennar eigin. Erla er beðin velvirðingar á þessum misskilningi. Meira
23. desember 1995 | Neytendur | 199 orð

Léttreyktur og saltaður lambahryggur í ofninn

ÞAÐ eru alltaf að koma fram fleiri og fleiri möguleikar með lambsskrokkinn sem hráefni," sagði Björn Ingi Björnsson, kjötvinnslustjóri hjá Höfn-Þríhyrningi hf. á Selfossi, en fyrirtækið kynnti nýlega léttreyktan og léttsaltaðan lambahrygg sem setja má beint í ofninn án þess að sjóða hann fyrst. Meira

Fastir þættir

23. desember 1995 | Dagbók | 2900 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 22.-28. desember, að báðum dögum meðtöldum, er í Árbæjar Apóteki, Hraunbæ 102b. Auk þess er Laugarnes Apótek, Kirkjuteigi 21, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema aðfangadag, jóladag og annan jóladag. Meira
23. desember 1995 | Í dag | 103 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 23. dese

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 23. desember, er áttatíu og fimm ára Kristín N. Hannesdóttir, áður bóksali á Siglufirði. Hún dvelur nú á Ellideild Sjúkrahúss Siglufjarðar. ÁRA afmæli. Miðvikudaginn 27. desember nk. Meira
23. desember 1995 | Fastir þættir | 1265 orð

Á ÞORLÁK Í MATINN MINN...

Á Þorláksdag í matinn minn morkinn fékk ég hákarlinn harðan fiskinn hálfbarinn og hákarlsgrútarbræðinginn "SKÖTUNEYSLA á Þorláksmessu hefur meira en tvöfaldast á allra seinustu árum," sagði Úlfar Eysteinsson matreiðslumeistari um leið og hann kveikti undir pottunum. Meira
23. desember 1995 | Fastir þættir | 143 orð

BARA RAUÐAR KÚLUR

VANI og sérviska af ýmsu tagi fylgja víða skreytingu jólatrésins. Ónefndur Reykvíkingur og kona hans, sem hafa verið gift í 25 ár, skreyta til dæmis tré sitt eingöngu með rauðum kúlum, og hefur svo verið frá fyrsta hjúskaparári. Meira
23. desember 1995 | Fastir þættir | 147 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Akureyrar

Þetta var síðasta spilakvöld félagsins á þessu ári, en Akureyrarmót í sveitakeppni hefst þriðjudaginn 2. janúar. Skráning sveita er þegar hafin hjá Páli H. Jónssyni sími 462-1695 og væri gott að menn létu skrá sig fyrir áramót. Íslandsbankamót sem er Mikael-tvímenningur verður spilaður laugardaginn 30. desember í Alþýðuhúsinu, Skipagötu, og hefst kl. 10. Meira
23. desember 1995 | Dagbók | 321 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7 Meira
23. desember 1995 | Í dag | 355 orð

ELDUR þykir Víkverja það djúpt í árinni tekið hjá herra

ELDUR þykir Víkverja það djúpt í árinni tekið hjá herra Ólafi Skúlasyni, biskupi Íslands, að kalla deilur prests og organista í Langholtskirkju reiðarslag fyrir kristni í landinu. Meira
23. desember 1995 | Í dag | 271 orð

FYRSTA afkast varnarspilara segir oft mikla sögu. Suður spilar tvo spaða í tvímenni

Austur tók fyrstu þrjá slagina á ÁKD í hjarta. Vestur henti fyrst laufi og síðan tígli. Áfram kom hjarta í fjórða slag og vestur trompaði með sexunni. Bandaríkjamaðurinn James S. Kauder var í sæti sagnhafa. Fyrsta hugsun hans var sú að henda tígli úr blindum, enda gæti hann þá trompað þriðja tíglinum í borði ef tígulsvíningin heppnaðist. Meira
23. desember 1995 | Í dag | 257 orð

Gefið þröstunum Í HAUST þegar meirihluti s

Í HAUST þegar meirihluti skógarþrastanna flaug af landi brott, urðu mjög margir þrestir eftir í borginni. Nú, þegar jörðin er alþakin sjó, þá eiga þrestirnir litla lífsvon nema þeim sé gefið. Þrátt fyrir það drepst hluti þeirra úr kulda og vosbúð. Mikill misskilningur er að þrestir éti mulin maískorn. Þessi korn eru nánast eingöngu ætluð snjótittlingum. Meira
23. desember 1995 | Fastir þættir | 185 orð

Ill nauðsyn

SKÖTUÁT á Þorláksmessu var hér fyrr á öldum iðkað af illri nauðsyn. Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur, segir í bók sinni Saga daganna, að "ósennilegt sé að skata, megringar eða stappa hafi í upphafi verið hugsuð sem hátíðarmatur. Líklegra er að í fyrstu hafi þótt um fátæklegan mat að ræða, sem seinna fer að þykja lostæti. Meira
23. desember 1995 | Fastir þættir | 848 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 828. þáttur

828. þáttur Föðurland vort hálft er hafið helgað margri feðra dáð. Þangað lífsbjörg þjóðin sótti, þar mun verða stríðið háð. Yfir logn og banabylgju bjarmi skín af drottins náð. Föðurland vort hálft er hafið hetjulífi og dauða skráð. (Jón Magnússon: Líknargjafinn þjáðra þjóða. Meira
23. desember 1995 | Fastir þættir | 465 orð

JÓLATRÉ Í STOFU STENDUR

HÁPUNKTUR jólaundirbúningsins er líklega skreyting jólatrésins og fer sú helgiathöfn víðast hvar fram á Þorláksmessu. Flestir kjósa að hafa lifandi tré vegna ilmsins sem frá því leggur. Raunar hefst jólatrésathöfnin þegar tréð er valið og kennir þar ýmissa grasa. Meira
23. desember 1995 | Fastir þættir | 184 orð

JÓLATRÉS HEILRÆÐI

KRISTINN Skæringsson, framkvæmdastjóri Landgræðslusjóðs, bendir á eftirfarandi heilræði varðandi meðferð jólatrés: Geyma skal tréð úti eða í köldum húsakynnum þar til það er tekið inn og sett á sinn stað í stofunni. Sé tréð stíft af frosti skal þíða það rólega áður en það er sett inn. Snögg hitabreyting hefur mjög slæm áhrif á tréð. Meira
23. desember 1995 | Fastir þættir | 404 orð

Jólavísur

NÚ FARA í hönd þær vikur ársins þegar allmikið er um gleðisamkomur barna. Þá er leikið og sungið af hjartans íþrótt. Því miður hefur borið á því hin síðari ár, að rangt sé farið með gamlan og góðan kveðskap, þegar útvarpað er frá jólasamkomum yngstu kynslóðar. Þulan alkunna um Þyrnirós kóngsdóttur er afbökuð á þann veg að úr verður afleit smekkleysa. Meira
23. desember 1995 | Dagbók | 126 orð

Krossgáta 1

Krossgáta 1LÁRÉTT: 1 skömm, 4 híðin, 7 reyna að finna, 8 blauðar, 9 miskunn, 11 skyld, 13 allmikla, 14 skynfærið, 15 görn, 17 mjög, 20 tunna, 22 útdeilir, 23 varkár, 24 kvæðið, 25 gera auðugan. Meira
23. desember 1995 | Fastir þættir | 2435 orð

MESSURUMJÓLIN Guðspjall dagsins:

MESSURUMJÓLIN Guðspjall dagsins: Vitnisburður Jóhannesar. (Jóh. 1.) »ÁSKIRKJA: Aðfangadagur: Aftansöngur kl. 18. Inga J. Backman syngur einsöng. Hrafnista. Aftansöngur kl. 14. Kolbrún Ásgrímsdóttir syngur einsöng. Kleppsspítali. Aftansöngur kl. 16. Meira
23. desember 1995 | Fastir þættir | 527 orð

Ósætt jólabakkelsi Flestar uppskriftir af jólabakkelsi eru með sykri, en sykursjúkir þurfa líka að fá sitt segir Kristín

Flestir Íslendingar hafa komið sér upp einhverjum hefðum í mat og drykk um jólin. Bland úr malti og appelsíni er ómissandi hjá mörgum, svo ómissandi að það er sent milli heimsálfa til að hafa um jólin. Meira
23. desember 1995 | Dagbók | 222 orð

SPURT ER ... 1. "Þar sem háir hólar

1. "Þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla" Hver orti svo um bernskuslóðir Jónasar Hallgrímssonar? 2. Árið 44 fyrir Krists burð var Júlíus Sesar, voldugasti maður Rómaveldis, myrtur. Arftaki hans var við völd þegar Kristur fæddist, hver var það? 3. Meira
23. desember 1995 | Fastir þættir | 238 orð

Stíll innan stokks sem utan

HÚSRÁÐENDUR sem raka sig og hafa auga fyrir fagurlega gerðum nytjahlutum eiga þess nú kost að teygja anga smekkvísi sinnar út fyrir heimilið og alla leið að farkostinum. Danska fyrirtækið Rosendahl framleiðir rakvélar, rúðusköfur og flugnakústa með líku svipmóti og nýverið hóf Epal innflutning á framleiðslunni. Meira
23. desember 1995 | Í dag | 298 orð

Stjörnuspá 23.12. Afmælisbarn dagsins: Þú hefur gott fjármálavit, og vinir

Stjörnuspá 23.12. Afmælisbarn dagsins: Þú hefur gott fjármálavit, og vinir vita að þeir geta treyst þér. Allir eru komnir í jólaskap, og þú nýtur þess í dag að blanda geði við góða vini. Þér berast mjög góðar fréttir. Þú hefur átt mjög annríkt að undanförnu og ættir að slaka á í dag með vinum og ættingjum. Ástvinir eiga saman gott kvöld. Meira
23. desember 1995 | Í dag | 138 orð

STÖÐUMYND A HVÍTUR leikur og vinnur Staðan

HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á Guðmundar Arasonar mótinu í Hafnarfirði sem lauk í gær. Danski alþjóðameistarinn Nikolaj Borge (2.425) var með hvítt og átti leik, en Þröstur Þórhallsson hafði svart. Skömmu áður hafði Þröstur átt hartnær unnið tafl, en gaf höggstað á sér og nú fléttaði Daninn stórglæsilega: 30. Rxf6+!! - Dxf6 31. Meira
23. desember 1995 | Fastir þættir | 890 orð

Trúi nokkurn veginn á jólasveininn

Krakkarnir þar fari betur eftir reglunum og stríði ekki öðrum krökkum eins og hér, því að annars fái þau skammir. "Í skólanum úti æfðum við líka hvað við ættum að gera ef kviknaði í skólanum eða fellibylur kæmi, Meira
23. desember 1995 | Dagbók | 236 orð

Yfirlit: Yfi

Yfirlit: Yfir Austur-Grænlandi er 1028 mb hæð. Milli Jan Mayen og Noregs er 993 mb lægð sem þokast suður. Spá: Norðaustan kaldi eða stinningskaldi um mest allt land en allhvöss eða hvöss norðan- og norðvestanátt norðaustan til. Meira

Íþróttir

23. desember 1995 | Íþróttir | 355 orð

Beðið með félagaskipti þar til samningur er úti

Úrskurður Evrópudómstólsins í máli belgíska knattspyrnumannsins Jean-Marc Bosmans, sem kveðinn var upp í liðinni viku, er þegar farinn að hafa áhrif í Þýskalandi. Dómstóllinn úrskurðaði að ekki sé hægt að krefjast félagaskiptagjalds fyrir ósamningsbundinn leikmann innan aðildarlanda Evrópusambandsins. Meira
23. desember 1995 | Íþróttir | 580 orð

Dönsku "stálstúlkurnar"

Stálstúlkurnar kalla Danir kvennalandsliðið sitt í handbolta. Þeir mega líka vera stoltir af stálstúlkunum sínum því þær hafa náð frábærum árangri undanfarin ár. Eftir mögur ár í alþjóðakeppnum tók við mikil og kerfisbundin uppbygging í yngri flokkum sem A-liðið naut fyrst verulega í heimsmeistarakeppninni fyrir tveimur árum. Meira
23. desember 1995 | Íþróttir | 586 orð

Erum að leita að leikmönnum fyrir EM '97

"MÉR líst vel á þessa ferð en ég veit að hún verður erfið en að sama skapi vonandi árangursrík varðandi þjálfun og undirbúning þessa hóps," sagði Guðni Kjartansson, þjálfari landsliðs Íslands í knattspyrnu skipað leikmönnum 16 ára og yngri. Liðið heldur utan til keppni á móti í Ísrael á annan dag jóla. "Það er ljóst að um leið og við erum farnir að ná árangri þá er okkur boðið á svona sterk mót. Meira
23. desember 1995 | Íþróttir | 923 orð

George Weah ætlar að hætta á toppnum

GEORGE Weah er þekktasti Líberíumaðurinn í veröldinni en hann er ákveðinn í að láta hvorki frægð né frama stíga sér til höfðuðs. Weah, sem hefur þrisvar verið kjörinn knattspyrnumaður ársins í Afríku, er jarðbundinn og þó hann sé iðulega nefndur til sögunnar þegar kjör knattspyrnumanns Evrópu 1995 ber á góma lætur hann það ekki raska ró sinni. Meira
23. desember 1995 | Íþróttir | 126 orð

Gleðileg jól! GOTT gengi

GOTT gengi danska kvennalandsliðsins í handbolta, "stálstúlknanna", í nýafstaðinni heimsmeistarakeppni gladdi dönsku þjóðarsálina á aðventunni. Danska liðið er meðal þeirra allra bestu í heiminum og keppninni því gerð góð skil í dönskum fjölmiðlum. Meira
23. desember 1995 | Íþróttir | 93 orð

Góður hópur og ég hlakka til

FERÐIN og leikirnir leggjast vel í mig. Maður er reyndar ekki í nógu góðu formi en ég hef verið að hlaupa til að hressa mig," sagði Stefán Gíslason, einn leikmanna landsliðsins, í samtali við Morgunblaðið. "Þetta er hins vegar leiðinlegur tími til að fara út, en við því er ekkert að gera. Meira
23. desember 1995 | Íþróttir | 374 orð

Handknattleikur

Nú er tveimur umferðum af þremur lokið í Íslandsmóti yngri flokka og er staða efstu liða eftirfarandi: 2. flokkur karla: ÍBV22 stig Haukar22 stig Valur16 stig KA12 stig ÍR12 stig 2. Meira
23. desember 1995 | Íþróttir | 272 orð

Hópurinn sem fer til Ísraels

GUÐNI Kjartansson, þjálfari 17 ára landsliðsins í knattspyrnu sem fer út til Ísraels á öðrum degi jóla, hefur valið sextán manna hóp leikmanna til fararinnar og er hann þannig skipaður: Markverðir: Konráð KonráðssonÍR Guðjón Skúli JónssonSelfossi Aðrir leikmenn: Freyr KarlssonFram Haukur HaukssonFram Davíð Meira
23. desember 1995 | Íþróttir | 441 orð

Íslenskir kylfingar fóru 71 sinni holu í höggi

ÞAÐ er draumur allra kylfinga að fara einhvern tíma holu í höggi, leika eina braut golfvallar á einu höggi. Þeir sem ná þessum árangri komast í Einherjaklúbbinn hér á landi, en þangað komast aðeins þeir sem hafa farið holu í höggi. Meira
23. desember 1995 | Íþróttir | 136 orð

Körfuknattleikur NBA-deildin Charlotte - Boston107:97Cleveland - Utah87:89Houston - Denver91:86San Antonio - Denver114:96Seattle

NBA-deildin Charlotte - Boston107:97Cleveland - Utah87:89Houston - Denver91:86San Antonio - Denver114:96Seattle - Vancouver92:68LA Clippers - Sacramento103:96Íshokkí NHL-deildin Meira
23. desember 1995 | Íþróttir | 76 orð

Overmars frá í langan tíma MARC Overma

MARC Overmars, hollenski knattspyrnumaðurinn frábæri hjá Evrópumeisturum Ajax, er meiddur og leikur ekki meira með félagi sínu í vetur og missir jafnframt af úrslitakeppni Evrópumóts landsliða með Hollendingum í Englandi næsta sumar. Meira
23. desember 1995 | Íþróttir | 147 orð

Teitur með brákaðan úlnlið

TEITUR Örlygsson, landsliðsmaður úr Njarðvík, er með brákaðan úlnlið á vinstri hendi. Hann meiddist í leik gegn Haukum um síðustu helgi. "Ég er með spelku og mætti á landsliðsæfingu í gær og ætla að reyna að vera með í þessum leikjum sem framundan eru. Ég slapp við að fara í gifs og á von á því að þetta lagist fljótlega," sagði Teitur. Meira
23. desember 1995 | Íþróttir | 289 orð

Tomba og Wiberg sigruðu ÍTALSKI "kó

ÍTALSKI "kóngurinn" Alberto Tomba sigraði á heimsbikarmóti í svigi í Kranjska Gora í Slóveníu í gær og í Veysonnas í Sviss fagnaði sænska stúlkan Pernilla Wiberg sigri, einnig í svigi. Þetta voru síðustu heimsbikarmótin á þessu ári. Tomba hefur nú sigrað á 46 heimsbikarmótum á ferlinum. Meira
23. desember 1995 | Íþróttir | 368 orð

Þrír landsleikir við Eistlendinga

ÍSLENDINGAR og Eistlendingar leika þrjá landsleiki í körfuknattleik karla og kvenna milli jóla og nýárs. Leikirnir fara fram í Keflavík, Seljaskóla í Reykjavík og á Akranesi, 27., 28. og 29. desember. Kvennaleikirnir hefjast kl. 18 og karlaleikirnir strax á eftir kl. 20. Keflvíkingurinn Jón Kr. Meira

Úr verinu

23. desember 1995 | Úr verinu | 736 orð

Þorskafli ekki verið minni í rúm 50 ár

ÞEGAR litið er yfir sögu þorskveiða á Íslandsmiðum á árunum 1905 til 1995 má sjá að mesti afli fékkst á fjórða og sjötta áratugnum. Á 25 ára tímabili frá 1950 til 1975 má sjá að erlend fiskiskip veiða að jafnaði um 175 þúsund tonn af þorski á ári, en það er meira en áætlað er að heildarþorskafli verði á þessu ári. Meira

Lesbók

23. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 816 orð

Algert hömluleysi

MEÐ Sabbaths Theater, Leikhúsi Sabbaths verða að sumu leyti skil í höfundarverki Roths. Nú virðist hann hafa lokið ítarlegri rannsókn sinni á sambandi skáldskapar og veruleika sem staðið hefur Meira
23. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1095 orð

Á fæðingarhátíð frelsarans

G. F. Händel: Messías. Margaret Marshall (S), Catherine Robbin (MS), Charles Brett (KT), Anthony Rolfe- Johnson (T), Robert Hale (B), Saul Quirke (drengja-S). Monteverdi-kórinn og English Baroque Soloists u. stj. Johns Eliots Gardiners. Philips 432 297-2. Upptaka: DDD, London 11/1982. Lengd (2 diskar): 2.17:08. Verð: 2.999 kr. Meira
23. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 825 orð

Bókmenntaþjóð, eða hvað?

ERU Íslendingar bókmenntaþjóð? Sé tekið mið af sölulistum bóka nú fyrir jólin er hún það ekki en meðal hæstu verka á honum er bandarísk hjúskaparráðgjöf. En hver er ástæða þessa? Lætur þjóðin stjórnast af auglýsingum í þessu sem öðru? Eða eru skáldin ef til vill ekki í tengslum við lesendur, Meira
23. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 322 orð

Einn lítill indíáni

Leikstjóri: Frank Oz. Handrit: Melissa Mathison. Aðalhlutverk: Hal Scardino, Litefoot, Lindsay Crouse og David Keith. Columbia Pictures, 1995. INDÍÁNINN í skápnum er geðþekkt og skemmtilegt ævintýri fyrir alla fjölskylduna um ungan strák sem fær í afmælisgjöf töfraskáp. Hann er þeim eiginleikum búinn að leikföng stráksins lifna við inni í honum. Meira
23. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1092 orð

Ferskt og framsækið tímarit

Nýir ritstjórar, Jón Karl Helgason og Róbert H. Haraldsson hafa séð um útgáfu Skírnis á þessu ári. Í samtali við Orra Pál Ormarsson segja þeir að þrátt fyrir langa sögu hafi tímaritið fulla burði til að fylgja tímanum. Meira
23. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 317 orð

Galdur, gróteska og aðrir heimar

HOLRÆSIN á ströndinni heitir nýútkomin ljóðabók Þorra Jóhannssonar. Þetta er sjöunda bók skáldsins og inniheldur bæði stutt ljóð, prósa og ljóðabálk. "Þessi bók er þrískipt," segir Þorri, "fyrsti hluti hennar samanstendur af styttri ljóðum sem ég hef unnið að síðastliðin þrjú ár, svo kemur kafli prósa, sem er eins konar fornleifauppgröftur í sjálfum mér, Meira
23. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 495 orð

Íslenskir rafvirkjar

1.­2. bindi. Þjóðsaga hf. 1995 ­ 946 síður. ÚT ER komið hið myndarlegasta rit sem telur allflesta íslenska rafvirkja sem hlotið hafa starfsréttindi. Allmargir hafa að gerð þessa verks komið. Er sú saga skilmerkilega rakin í formála Guðmundar Gunnarssonar. Meira
23. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1505 orð

Kveðjustundin nálgast

DON JUAN eftir franska leikskáldið Moliére (1622-1673) fjallar um einn mesta elskhuga allra tíma; mann sem konur dýrkuðu en karlar hötuðu. Don Juan gerði hvað sem er til að fá þá konu sem hann Meira
23. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 174 orð

Kæra þökk!

Þuríður Baxter mezzósópran. Guðný Aðalsteinsdóttir píanó. Upptaka og hljóðvinnsla: Sigurður Rúnar Jónsson. Framleiðsla: Sonic, Englandi. BXA 001. ELSKULEGUR hljómdiskur með léttum og ljúfum sönglögum. Þuríður Baxter hefur mjög fallega rödd, sem hún beitir af þokka og stórum sjarma. Meira
23. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 250 orð

MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST

Önnur hæð Alan Charlton sýnir út des. Gallerí Sólon Íslandus Myndaröð eftir Sölva Helgason. Gallerí Sævars Karls Þór Elís Pálsson sýnir. Gerðuberg Sýn. VerGangur til 8. jan. Gallerí Birgir Gunnar M. Andrésson sýnir til 15. jan. Meira
23. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 618 orð

Mozart við kertaljós

Cameratica flutti verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Fimmtudagurinn 21. desember, 1995. TÓNLISTARFLOKKURINN Camerartica hefur að undanförnu haldið tónleika í nokkrum kirkjum, undir yfirskriftinni "Mozart við kertaljós" og flutt þrjú verk eftir meistarann, Divertimento nr. 3 K.138, kvartett fyrir flautu og strengi, K. 285 og klarinettukvintettinn fræga K. 581. Meira
23. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 886 orð

Sixtínska guðsmóðirin

EITT hið fyrsta sem menn fóru að huga að eftir sameiningu Þýskalands, var að búa betur að hinum óviðjafnlegu listasöfnum í Dresden, sem nú hafa gengið í gegnum þá gagngeru endurnýjun að óskipta hrifningu hefur vakið. Gert borgina aftur að einni eftirsóttustu perlu Evrópu, og jafnframt Mekka myndlistarinnar, er listamenn og listunnendur dreymir að sækja heim sem í aldir áður. Meira
23. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 338 orð

Sporvagninn Girnd

EITT frægasta leikverk tuttugustu aldar er án efa Sporvagninn Girnd eftir bandaríska leikritaskáldið Tennessee Williams, en Leikfélag Akureyrar frumsýnir það á þriðja degi jóla undir leikstjórn Hauks J. Gunnarssonar. Meira
23. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 150 orð

Styrktartónleikar í Víkurkirkju

NÚ Í desember hélt barnakór Víkurskóla undir stjórn Önnu Björnsdóttur tónleika til styrktar Þórunni Friðriksdóttur sem fór til Svíþjóðar í beinmergsskiptaaðgerð, með henni til aðstoðar út fór Haraldur Kristjánsson sóknarprestur Mýrdælinga. Barnakórinn fékk sér til aðstoðar kammerkór Skálholtskirkju undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar, sem einnig lék undir á orgel með báðum kórunum. Meira
23. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1016 orð

Upp og niður nótnaborðið

Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson hafa skrifað jólaleikrit Leikfélags Reykjavíkur. Nefnist það Íslenska mafían og verður frumsýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins 28. desember. Orri Páll Ormarsson fór á æfingu og fékk höfundana til að tjá sig um verkið. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.