Greinar fimmtudaginn 28. desember 1995

Forsíða

28. desember 1995 | Forsíða | 138 orð

Árangurslaus bið

FRANSKUR lögmaður, Andre- Francois Raffrey, sem gerði eins konar afborganasamning við aldraða konu fyrir 30 árum um að hann myndi eignast íbúð hennar í Arles að henni látinni lést á jóladag án þess að eignast íbúðina. Konan heitir Jeanne Calment og er 120 ára. Engin manneskja hefur náð jafn háum aldri og Calment svo staðfest sé en Raffrey varð sjálfur 77 ára. Meira
28. desember 1995 | Forsíða | 105 orð

Evrópa í kuldagreipum

FANNFERGI og frosthörkur settu svip á jólahátíðina víða um Evrópu að þessu sinni og sums staðar var veðrið verra en dæmi eru um. Heita má, að Hjaltland sé á kafi í snjó, allir vegir ófærir og rafmagnslaust, og ástandið er litlu betra á Norður-Írlandi, Suðureyjum, Skotlandi og suður um til Englands og Wales. Meira
28. desember 1995 | Forsíða | 122 orð

Kjarnorkusprenging á Mururoa

FRAKKAR sprengdu fimmtu kjarnorkusprengjuna í tilraunaskyni á Mururoa-eyju í Frönsku-Pólynesíu í gærkvöldi klukkan 21.30 að íslenskum tíma. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði sprenginguna valda vonbrigðum þótt hún kæmi ekki á óvart. "Við höfum stutt tímabundið bann við öllum kjarnorkutilraunum og kysum að önnur kjarnorkuveldi gerðu það einnig. Meira
28. desember 1995 | Forsíða | 334 orð

Serbar kveikja í húsum sínum í Sarajevo og flýja

SERBAR í Sarajevo voru í gær sagðir hafa kveikt í heimilum sínum til að mótmæla ákvæði í friðarsamningum um að borgin heyri öll undir stjórn Bosníu. Í gærkvöldi rann út frestur sem hermenn Serba og bosníska stjórnarhersins fengu til að fara af átakasvæðum á mörkum yfirráðasvæða þeirra í Sarajevo. Þetta er fyrsti prófsteinninn á hvort staðið verður við friðarsamningana sem náðust í Dayton í Ohio. Meira
28. desember 1995 | Forsíða | 234 orð

Vaxandi líkur á árangri

ÍSRAELAR og Sýrlendingar hófu friðarviðræður að nýju í gær eftir sex mánaða hlé. Horfurnar á að viðræðurnar skili árangri þykja hafa vænkast, einkum eftir að Hafez al- Assad, forseti Sýrlands, lýsti því yfir um helgina að hann vildi hraða samningaumleitunum. Meira

Fréttir

28. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 229 orð

11 tvíburafæðingar

JÓLIN voru með rólegasta móti á fæðingardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, að sögn Ingibjargar Jónsdóttur deildarstjóra. Þó var ekki alveg frí hjá starfsfólkinu, því tvö börn fæddust á Þorláksmessu, eitt barn á jóladag og tvö börn á annan í jólum. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 314 orð

3000 njóta aðstoðar um jólin

UM 900 umsóknir um aðstoð bárust Hjálparstofnun kirkjunnar fyrir jólin. Aðstoðin felst í matarpökkum sem innihalda m.a. kjötmeti, ávexti, kartöflur, kaffi og mjólkurafurðir. Einnig fékk stofnunin jólatré gefins og gengu þau öll út. Umsóknir í ár eru ekki fleiri en í fyrra að sögn Jónasar Þórissonar framkvæmdastjóra Hjálparstofnunarinnar. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 327 orð

Áfram veitt þjónusta við innanlandsflug

ÞORGEIR Pálsson flugmálastjóri segir að innanlandsflug verði með svipuðum hætti og verið hefur þó flugumferðarstjórar leggi niður störf um áramót. Hann segir að hvorki Félag íslenskra atvinnuflugmanna né Alþjóðasamband flugmanna (IFALPA) hafi sent Flugmálastjórn athugasemdir við viðbúnaðaráætlun stofnunarinnar. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 191 orð

Á þriðja hundrað jarðskjálftar mældust á einni nóttu

SKJÁLFTAHRINA, sem átti upptök sín vestast á Hengilsvæðinu, hófst upp úr miðnætti í fyrrinótt og stóð fram á morgun. Á þriðja hundrað skjálftar mældust, flestir í kringum stærðina þrjú stig á Richterkvarða, sá stærsti 3,2 stig. Upptökin voru um þrjá til fjóra km norðnorðvestur af Kolviðarhóli, milli Engidals og Sleggjubeinsdals. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 105 orð

Banaslys í Ártúnsbrekku

BANASLYS varð í Ártúnsbrekku í Reykjavík síðdegis á Þorláksmessu, 23. desember, þegar bifreið skall á ljósastaur. Tveir voru í bifreiðinni. Farþeginn, 79 ára gamall karlmaður, lét lífið. Ökumann bifreiðarinnar sakaði ekki. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 77 orð

Bandarískir unglingar tefla hér

JOHN W. Collins, hinn kunni skákkennari frá New York, kemur til Íslands 29. des. nk. með 27 bandaríska unglinga sem munu tefla við íslenska jafnaldra sína um áramótin. Með unglingunum verða foreldrar þeirra. Skákkeppni þessi hefst í Skákheimilinu í Faxafeni 12, föstudaginn 29. desember kl. 20. Margir af þekktustu skákmönnum Bandaríkjanna voru lærisveinar Johns W. Collins. Meira
28. desember 1995 | Óflokkað efni | 373 orð

Barnsfæðing á Þórshöfn

SÁ ánægjulegi atburður átti sér stað á heilsugæslustöðinni hér á Þórshöfn að myndarlegur drengur leit dagsins ljós 21. desember sl. Það hefur ekki gerst í tólf ár því venja er að konur fari burt af staðnum til að fæða börn sín því hér er ekki aðstaða eða tækjabúnaður fyrir hendi ef eitthvað færi úrskeiðis. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 285 orð

Björn þjálfar bridsliðið

BJÖRN Eysteinsson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari í brids á ný eftir þriggja ára hlé en hann gegndi þessu starfi áður 1990-1992. Björn var þjálfari og fyrirliði bridslandsliðsins sem vann Bermúdaskálina í Japan 1991 og Norðurlandamótið í opnum flokki 1992. Hann settist síðan við spilaborðið og spilaði sjálfur í landsliðinu 1993. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 166 orð

Bók um örnefni og gönguleiðir

LIONSKLÚBBURINN Keilir hefur gefið út bókina Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi eftir Sesselju Guðmundsdóttur. Bókin er 152 bls. og prýdd fjölda mynda af landslagi og mannvistarleifum. Þá eru í bókinni kort sem eru unnin af Landmælingum Íslands. Í örnefnabókinni eru tæplega 900 örnefni. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 153 orð

Doktor fjallar um enskukennslu á Íslandi

NÝLEGA lauk Róbert Bermandoktorsgráðu frá Lancaster University í Englandi. Doktorsritgerð hans í hagnýtum málvísindum er um enskukennslu á Íslandi. Ritgerðin, "Transfer of writing skills between languages", er byggð á rannsókn sem hann gerði á kennslu í ritun og frammistöðu í íslensku og ensku í þremur framhaldsskólum í Reykjavík. Meira
28. desember 1995 | Erlendar fréttir | 978 orð

Dulur og kaldhæðinn glaumgosi

BANDARÍSKI skemmtikrafturinn Dean Martin kvaddi þennan heim á mánudag. Hann var 78 ára. Martin var vinsælastur bandarískra skemmtikrafta á sjöunda áratugnum, lífsstíll hans þótti um margt óhaminn og gerði hann óspart út á þá ímynd sína að þar færi hæfilega kærulaus glaumgosi. Martin þótti maður fjallmyndarlegur, var suðrænn yfirlitum og með ágæta baritón-rödd. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 185 orð

Eldur út frá kerti í skreytingu

ELDUR kviknaði út frá kerti á jólaskreytingu á Hverfisgötu 55 í Reykjavík í fyrrinótt. Allir björguðust úr húsinu, en nokkrar skemmdir urðu á fyrstu hæð þess. Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn hjá RLR sagði að kviknað hefði í gardínum út frá kertum á fyrstu hæð. Íbúar hefðu verið vakandi, en eldurinn breiðst hratt út. Allt varalið kallað út Meira
28. desember 1995 | Erlendar fréttir | 180 orð

ESB staðfestir fiskveiðisamning við Ísland

RÁÐHERRARÁÐ Evrópusambandsins, skipað sjávarútvegsráðherrum aðildarríkjanna, samþykkti á fundi sínum í Brussel daginn fyrir Þorláksmessu breytingar þær á sjávarútvegssamningi Íslands og Evrópusambandsins, sem samið var um í október síðastliðnum. Meira
28. desember 1995 | Landsbyggðin | 44 orð

Fagurlega skreytt skip

ÞAÐ eru strákarnir á Sigurfara GK sem eru í svona miklu jólaskapi. Þeir skreyta bátinn sinn fallega fyrir jólin, enda hefur hann reynst þeim vel. Óneitanlega yrði fallegra að líta hafnir landsins á jólum ef fleiri tækju sér þá til fyrirmyndar. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 137 orð

Fimm sendibílstjórar dæmdir

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt fimm sendibílstjóra fyrir að hafa brotið lög um leigubifreiðar og tekið gjald fyrir akstur farþega, en samkvæmt lögunum mega þeir einir stunda leigubílaakstur sem fengið hafa sérstakt leyfi til þess. Einn bílstjóri, sem lögreglan kærði, var sýknaður af ákærunni. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 415 orð

Fjárhagur og ferill metinn

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að hluta tillögur nefndar um vínveitingamál í Reykjavík. Meðal annars er gert ráð fyrir að við útgáfu veitingaleyfis og eða vínveitingaleyfis verði lagt mat á umsækjendur, fjárhagsstöðu og viðskiptaferil en ekki eingöngu búnað staðarins. Jafnframt að eftirlit verði haft með því að leyfin gangi ekki kaupum og sölum eins og nú viðgengst. Meira
28. desember 1995 | Erlendar fréttir | 362 orð

Fjórir komust af LJÓST er nú orðið

LJÓST er nú orðið að fjórir komust af en 160 fórust í flugslysinu í Kólombíu fyrir jól, björgunarmenn eiga enn eftir að finna tvö lík. Rannsóknarmenn segjast vera að kanna hvort mannleg mistök hafi valdið slysinu en Boeing 757 þotuna, sem var á leið frá Florida til borgarinnar Cali, bar af einhverjum ástæðum mjög af réttri leið. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 1112 orð

Flogið með 900 hross í ár

RÚMLEGA 900 íslenskir hestar hafa verið fluttir á vegum Flugleiða til útlanda það sem af er þessu ári í 29 ferðum, en alls eru um 3.000 íslenskir hestar seldir héðan á hverju ári. Flestir hafa hestarnir farið í gegnum Billund á Jótlandi, eða 702 hestar. Skömmu fyrir jól hélt vél til Danmerkur með um 30 "jólahesta" og eru það síðustu flutningar á þessu ári. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 103 orð

Flugumferðarstjórar funda

FUNDUR stóð í allan gærdag hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu ríkisins og flugumferðarstjóra. Þórir Einarsson ríkissáttasemjari sagði við Morgunblaðið seint í gærkveldi að staðan í viðræðunum væri viðkvæm og tvísýnt um úrslit. Hann sagði að reynt yrði að halda viðræðum áfram ef það væri talið þjóna einhverjum tilgangi. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 366 orð

Frakkar vilja gera kvikmynd

FRANSKA kvikmyndafyrirtækið Film par film hefur áhuga á að kaupa réttinn til að gera kvikmyndahandrit eftir skáldsögu Steinunnar Sigurðardóttur, Tímaþjófinum. Fyrirtækið hefur réttinn í átján mánuði og síðan verður sérstaklega samið um kvikmyndaréttinn, ef til þess kemur. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 551 orð

Framleiðsla geti hafist í árslok 1996

HÖNNUN hf. telur að mengun frá iðnarsvæðinu á Grundartanga með nýju álveri verði innan viðunandi marka. Niðurstaðan er fengin úr skýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna byggingar og reksturs álversins, lagningar háspennulínu að álverinu og stækkunar Grundartangahafnar. Columbia Aluminum Corporation frá Washington-fylki í Bandaríkjunum áætlar að hefja byggingu 60. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 468 orð

Frost fór í 32,3C á Möðrudal á Fjöllum

MJÖG kalt hefur verið á Norðausturlandi undanfarna daga og fór frost í 32,3C í fyrradag á Möðrudal á Fjöllum. Vilhjálmur Vernharðsson sagði að ábúendur á Möðrudal létu frostið ekki á sig fá. Vindur væri hægur og því væri auðvelt að búa við frostið. Gert er ráð fyrir því að mikið frost verði áfram um norðanvert landið næstu daga. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 228 orð

Gagnrýni vegna yfirlýsingar frá ÍSAL

ÍBÚI í nágrenni við álverið í Straumsvík lýsir allri ábyrgð á hendur Íslenska álfélaginu, iðnaðarráðuneytinu og Hafnarfjarðarbæ vegna hugsanlegra áhrifa yfirlýsingar talsmanna álversins um hugsanlega mengun í nágrenni álversins sem muni þá hafa áhrif á sölumöguleika húss síns. Meira
28. desember 1995 | Smáfréttir | 72 orð

Getraunaleikur birtist í Dagskrárblaði Stöðvar 3 sem sent var út með Morgunbla

Getraunaleikur birtist í Dagskrárblaði Stöðvar 3 sem sent var út með Morgunblaðinu 7. desember sl. Alls skiluðu sér hátt á þriðja þúsund svarseðlar. Dregið var úr innsendum seðlum 18. desember sl. Vinningshafar eru Sandra Remigis, Safamýri 34 í Reykjavík, Dröfn Björnsdóttir, Brúarási 12 í Reykjavík og Jónas Eggertsson, Álfaskeiði 90 í Hafnarfirði. Meira
28. desember 1995 | Landsbyggðin | 451 orð

Gjörbylting fyrir íbúa svæðisins

Ísafirði Jarðgöngin undir Breiðadals- og Botnsheiðar voru opnuð almennri umferð miðvikudag fyrir jól og hafa íbúar vestan Skutulsfjarðar notfært sér göngin óspart. Fréttaritari og ljósmyndari blaðsins fóru um göngin og stöðvuðu nokkra vegfarendur, og inntu þá m.a. eftir muninum á að aka um göngin eða yfir heiðarnar. Lygileg framkvæmd Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 342 orð

Gríðarleg eignatilfærsla milli kynslóða

HÖFUNDAR greinar um lífeyrissjóðakerfið í blaði Sambands ungra sjálfstæðismanna, Okkar framtíð, segja að lífeyrissjóðir noti gróða af vaxtamun í raun til gríðarlegrar eignatilfærslu milli kynslóða, í stað þess að láta þá, sem nú greiða í sjóðina, njóta raunávöxtunar iðgjaldanna. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 64 orð

Guðsþjónusta aldraðra

KIRKJUSTARF aldraðra heldur guðsþjónustu í Neskirkju 28. desember kl. 14. Sr. Ólöf Ólafsdóttir, prestur á Skjóli, prédikar. Prestar eru séra Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, prestur aldraðra, og séra Frank M. Halldórsson sóknarprestur. Kór Melaskóla syngur fyrir guðsþjónustu, stjórnandi Helga Gunnarsdóttir. Litli kórinn, kór Neskirkju syngur undir stjórn Ingu J. Backman. Organisti er Reynir Jónasson. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 222 orð

HILMAR FENGER

HILMAR Fenger, stórkaupmaður, lézt á Landspítalanum á Þorláksmessu, 76 ára að aldri. Hilmar var fæddur í Reykjavík 29. september 1919, sonur hjónanna Johns Fenger, aðalræðismanns og stórkaupmanns, og Kristjönu Fenger. Hilmar lauk prófi frá Verzlunarskóla Íslands 1938 og stundaði verzlunarnám í Berlín 1938-39. Hilmar gegndi ýmsum störfum við Heildverzlun Nathan og Olsen hf. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 50 orð

Hópþjálfun fyrir gigtarfólk

GIGTARFÉLAG Íslands stendur fyrir hópþjálfun fyrir gigtarfólk. Hópþjálfun fyrir gigtarfólk er sérhæfð leikfimi fyrir þá sem haldnir eru gigtsjúkdómum, svo sem slitgigt, vefjagigt, iktsýki, hrygggigt o.fl. Starfsemin er nú flutt í nýtt húsnæði í Ármúla 5, 2. hæð. Vatnsþjálfun verður eins og áður í Sjálfsbjargarlaug tvisvar í viku. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 201 orð

Hægt að mynda á 600 m dýpi

DJÚPMYND HF. hefur fest kaup á neðansjávarmyndavél, þeirri fullkomnustu sinnar tegundar hér á landi. Vélin, sem kostaði 10 milljónir króna, kemst niður á rúmlega 600 metra dýpi og er fjarstýrt frá landi. Hún mun nýtast til fjölbreyttra starfa m.a. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 57 orð

Ísmávur í Eyjum

ÞESSI ísmávur kom í heimsókn til Vestmannaeyja um jólin og gerði sér mat úr fiskúrgangi sem hann fann við fiskvinnslufyrirtæki í Eyjum. Frekar óvenjulegt er að sjá ísmáv svo sunnarlega, en heimkynni hans eru í löndum við Norður-Íshaf. Ísmávur er alhvítur með svarta díla að ofan og fellur vel inn í landslag á norðurslóðum. Meira
28. desember 1995 | Erlendar fréttir | 315 orð

Jeltsín slær ákvörðun um Kozyrev á frest

FRAMTÍÐ Andrejs Kozyrevs sem utanríkisráðherra Rússlands verður ákveðin eftir að Borís Jeltsín forseti snýr aftur til starfa í Kreml. Var það ákveðið á fundi þeirra í gær en kommúnistar hafa krafist þess, að Kozyrev verði rekinn. Samkvæmt lokatölum frá rússnesku yfirkjörstjórninni fá kommúnistar nærri 160 þingmenn af 450 alls í dúmunni. Meira
28. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 51 orð

Jólaball Þórs

JÓLABALL Íþróttafélagsins Þórs fer fram í Hamri föstudaginn 29. desember og hefst kl. 17.00. Jólasveinar koma í heimsókn og hljómsveitin Örvænting leikur fyrir gesti. Kaffi og tertur verða á boðstólum og börnin fá eitthvað gott í poka. Aðgangseyrir er kr. 500 en frítt fyrir börn 4ra ára og yngri. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 58 orð

Jólamessa Kvennakirkjunnar

JÓLAMESSA Kvennakirkjunnar verður haldin í kvöld kl. 20.30 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar og talar um boðskap jólanna, um umburðarlyndið gagnvart sjálfum okkur. Bára Kjartansdóttir kennari flytur hugleiðingu um trú sína. Hallfríður Ólafsdóttir leikur á flautu. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 123 orð

Kirkjukvöld í Þorlákskirkju

UNDANFARIN ár hafa kirkjukvöld verið haldin í Þorlákskirkju í Þorlákshöfn 28. desember. Á þessum kirkjukvöldum hefur Jónas Ingimundarson píanóleikari komið í heimsókn með tónlistarfólk með sér. Einnig hefur verið leitað til leikmanna um að flytja erindi um hugðarefni sín á hverjum tíma. Kirkjukvöld verður nú í kvöld, 28. desember, og hefst kl. 20.30. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 234 orð

Kirkjusókn var góð um jólin

"ÉG HEF heyrt frá ýmsum stöðum úti á landi að kirkjusóknin hafi verið mjög góð og hér í Reykjavík alveg sérstaklega góð, ekki aðeins á aðfangadag þegar engar kirkjur eru nógu stórar, heldur líka á jóladag," sagði Ólafur Skúlason biskup. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 107 orð

Kvikmyndasýning á Alþingishúsinu

HINN 28. desember eru nákvæmlega 100 ár liðin frá því fyrsta opinbera kvikmyndasýningin var haldin í heiminum. Af því tilefni hefur Kvikmyndasafn Íslands fengið leyfi forsætisnefndar Alþingis til að setja sýningartjald á Alþingishúsið og sýna þar gamlar kvikmyndir. Sýningin hefst kl. 18. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 53 orð

Leki í Hard Rock Café

RÖR í veitingastaðnum Hard Rock Café í Kringlunni sprakk vegna frosts um kl. 4 í fyrrinótt. Vatn flæddi um öll gólf. Slökkviliðið dældi vatninu út, svo hægt var að opna veitingastaðinn á venjulegum tíma. Enn er þó vatn undir fjölum í gólfi og óvíst með skemmdir vegna þess. Meira
28. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 85 orð

Litlu jólin á Álfasteini

LITLU jólin voru haldin í nýjum leikskóla, Álfasteini í Glæsibæjarhreppi, í síðustu viku. Gengið var í kringum jólatré og jólasveinninn kom í heimsókn. Leikskólinn sem er syðst í hreppnum, nálægt Dvergasteini, var opnaður í byrjun ágúst. Húsið er um 100 fermetrar að stærð og geta verið þar allt að 16 börn í einu, en nú eru þar um 26 börn yfir daginn. Meira
28. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 57 orð

Litskyggnusýning í hátíðarsal ÚA

LITSKYGGNUSÝNING verður haldin í kvöld kl. 20 í hátíðarsal (mötuneyti) Útgerðarfélags Akureyringa hf. Þar mun Þorgeir Baldursson sýna myndir sem hann hefur tekið á sínum sjómannsferli við leik og störf um borð í togurum ÚA. Þorgeir mun leitast við að svara þeim spurningum sem upp kunna að koma varðandi myndir sínar og myndefni. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 653 orð

Margir gistu fangageymslur

MIKIÐ var um umferðaróhöpp í Reykjavík yfir jólin og telur lögregla að þær tilkynningar, sem henni bárust um árekstra, alls 60 talsins, segi ekki alla söguna. Bókfærð eru 439 tilvik í dagbókina á tímabilinu. Mest ber á fjölda tilkynntra umferðaróhappa, eða rúmlega 60 talsins. Meiðsli á fólki urðu í þremur tilvikum. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 317 orð

Margir telja að ekki borgi sig lengur að vinna

ÚTGJÖLD almannatrygginga vegna tekjutrygginga hafa farið stöðugt vaxandi á undanförnum árum. Einnig virðist færast í vöxt að aldraðir hætti störfum og telji að ekki borgi sig lengur að vinna vegna tekjutengingar í skattkerfinu að mati Hilmars Björgvinssonar, deildarstjóra lífeyrisdeildar Tryggingastofnunar ríkisins (TR). Meira
28. desember 1995 | Erlendar fréttir | 172 orð

Mikið manntjón í flóðum í S-Afríku

AÐ minnsta kosti 124 manns fórust í miklum flóðum í Edendale í KwaZulu-Natal-héraði í Suður-Afríku á jóladag en þá flæddu tvær ár yfir bakka sína. Skoluðu þær burt kofaþyrpingum á bökkunum en talið er, að um helmingur látinna sé börn. Búist er við, að tala þeirra, sem fórust, eigi eftir að hækka. Meira
28. desember 1995 | Erlendar fréttir | 361 orð

Mikið vetrarríki í Norður- Evrópu

SANNKALLAÐ vetrarveður var í Norður-Evrópu um jólin og fannfergi og frost víða meira en elstu menn muna. Á Hjaltlandi var lýst yfir neyðarástandi af þessum sökum á annan í jólum og margar byggðir í Skotlandi voru einangraðar og rafmagnslausar. Í Danmörku voru jólin hvít í fyrsta sinn í 14 ár og í Helsinki var frostið það mesta, sem mælst hefur í nærri 30 ár. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 386 orð

Mistök í ritvinnslunni og að engu hafandi

ÞÓRARINN V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, segir að mistök við ritvinnslu séu ástæða þess að gengið hafi verið frá kjarasamningi Dagsbrúnar með viðbótarákvæði þar sem talað sé um að forsendur hans séu launa- og verðlagsþróun. Meira
28. desember 1995 | Erlendar fréttir | 184 orð

Níu manna enn saknað

LEIT hófst í birtingu í gær að níu sjómönnum, sem saknað er eftir að rússneskur togari sökk úti fyrir strönd Norður-Noregs á annan í jólum. Voru skip og þyrlur notuð við leitina en ekki þóttu líkur á, að neinn fyndist á lífi. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 234 orð

Norðmenn ætla sér 72,5% síldarkvótans

NORSKA sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út síldarkvóta fyrir næsta ár til handa norskum skipum og öðrum skipum, sem veiða í norskri lögsögu. Norðmenn ætla sjálfum sér 725.000 tonn af milljón tonna heildarkvóta, sem þeir settu einhliða á veiðar úr norsk-íslenzka síldarstofninum í síðasta mánuði. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 170 orð

Nú er frost á Fróni

MJÖG kalt hefur verið norðanlands að undanförnu og þarf að leita aftur til ársins 1962 til að finna dæmi um meira frost. Á Grímsstöðum mældist frostið 29,0 gráður á Celcius aðfaranótt þriðjudags og í fyrrinótt var frostið þar 28,7 gráður. Aðeins einu sinni hefur frostið orðið meira á Grímsstöðum, 29,5 gráður, 15. mars 1962. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 63 orð

Nýársfagnaður Vals

VALSMENN efna til nýársfagnaðar í félagsheimili sínu á Hlíðarenda að kvöldi 1. janúar næstkomandi. Á matseðlinum verður þríréttaður hátíðarkvöldverður og boðið verður upp á skemmtiatriði ásamt flugeldasýningu á miðnætti. Að því loknu verður dansað fram á nótt við undirleik hljómsveitarinnar Gömlu brýnanna. Í fréttatilkynningu frá Val kemur fram að miðaverð er 3. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 278 orð

Nýr vegur í stað þess hættulega

SKIPULAG ríkisins hefur unnið frumathugun að mati á umhverfisáhrifum af lagningu 4,4 km vegar í Mývatnssveit frá Garðsgrundum um Kálfastrandarvoga og Markhraun að Geiteyjarströnd. Tillagan sem fyrir liggur gerir ráð fyrir að núverandi vegi verði fylgt eins og kostur er. Meira
28. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 355 orð

Ósparir á heita vatnið

AKUREYRINGAR hafa verið ósparir á heita vatnið í frosthörkunum að undanförnu og hefur vatnsnotkunin verið með allra mesta móti síðustu daga. Í gærmorgun fór frostið niður í rúmar 19 gráður á mæli Veðurstofunnar við Lögreglustöðina á Akureyri og víða í Eyjafirði var frostið um og yfir 20 gráður. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 376 orð

Rektor segir fjárveitingu til HÍ valda vonbrigðum

ALÞINGI samþykkti við lokaafgreiðslu fjárlaga að hækka fjárveitingu til Háskóla Íslands um 15 milljónir en skólinn hafði óskað eftir 20 milljónum króna. Sveinbjörn Björnsson háskólarektor kveðst feginn því að komið sé til móts við þarfir HÍ, en í heild hafi menn orðið fyrir vonbrigðum með að ekki skuli vera gengið lengra. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 679 orð

Rúmlega hálf milljón kennara eru félagsmenn

EIRÍKUR Jónsson formaður KÍ tók um síðustu mánaðamót við formennsku í Samtökum norrænna kennara, Nordiska L¨ararorganisationernas samråd (NLS). Eru félagsmenn í kringum 600.000. Samtökin í núverandi mynd voru stofnuð 1994 með sameiningu þriggja kennarasambanda; samtaka grunnskólakennara, leikskólakennara og framhaldsskólakennara. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 217 orð

Saga Húsmæðraskólans á Laugarvatni komin út

AÐ LAUGARVATNI í ljúfum draumi heitir bókin sem Samband sunnlenskra kvenna gefur út og fjallar um Húsmæðraskólann á Laugarvatni, starfsemi skólans og líf námsmeyja í gegnum tíðina. SSK hefur alltaf látið sig skólann varða og barðist fyrir stofnun hans," sagði Guðrún Jónsdóttir, formaður SSK, í kaffisamsæti þar sem bókin var kynnt. Meira
28. desember 1995 | Erlendar fréttir | 443 orð

Santer vill auka völd forsetans

JACQUES Santer,forseti framkvæmdastjórnarEvrópusambandsins,vill auka völd embættis síns. Santervill meðal annarsgeta valið framkvæmdastjórnarmenn sjálfur, færtþá milli embætta ogrekið þá sem standasig ekki. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 152 orð

SH opnar söluskrifstofu á Spáni

STJÓRN Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna ákvað nýlega að opna söluskrifstofu á Spáni. Áætlað er að söluskrifstofan taki til starfa snemma á næsta ári og mun Hjörleifur Ásgeirsson veita henni forstöðu. Meira
28. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 97 orð

Síðasta djasskvöld ársins

SÍÐASTA djasskvöld ársins í Deiglunni á Akureyri verður haldið í kvöld, fimmtudaginn 28. desember. Þar leika af fingrum fram Rúnar Georgsson á saxófón, Birgir Karlsson á gítar, Jón Rafnsson á kontrabassa, Karl Petersen á trommur og um sönginn sér Ragnheiður Ólafsdóttir. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 71 orð

Sjómenn sitja að tafli

FLESTIR frystitogarar landsins liggja við bryggju yfir hátíðarnar og hafa áhafnir þeirra ýmislegt fyrir stafni. Áhafnir togaranna Örfiriseyjar, Frera og Þerneyjar notuðu tækifærið og öttu kappi í skák í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur í gær. A-sveit skipverja á Örfirisey sigraði með nokkrum yfirburðum, fékk 35,5 vinninga. Meira
28. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 122 orð

Sporvagninn frumsýndur

SPORVAGNINN Girnd, eitt frægasta leikverk tuttugustu aldarinnar eftir bandaríska leikritaskáldið Tennessee Williams er á fjölum Leikfélags Akureyrar um jólin, en verkið var frumsýnt í gær, 27. desember. Með aðalhlutverkin, hlutverk Blanche og Stanley, fara Rósa Guðný Þórsdóttir og Valdimar Flygenring. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 147 orð

"Sögur og ævintýri í íslenzkri myndlist"

VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands hefur gefið út dagatal fyrir árið 1996 með eftirprentunum úr íslenskri myndlist. Þetta er í fjórða sinn sem VÍS gefur út dagatal með þessum hætti. Björn Th. Björnsson listfræðingur valdi verkin og skrifaði texta um hvert myndverk. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 36 orð

Tónleikar á Tveimur vinum

Í KVÖLD, fimmtudaginn 28. desember munu hljómsveitirnar Ó. Jónsson og Grjóni, Múldýrið og Brim leika á tónleikastaðnum Tveir vinir og annar í fríi. Ókeypis er inn á tónleikana og hefjast þeir kl. 22.30. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 104 orð

Tvennt á slysadeild

ÁREKSTUR varð á gatnamótum Reykjavíkurvegar og Hjallabrautar í Hafnarfirði seint í gærkvöldi. Tveir fólksbílar rákust á við umferðarljós og eru þeir mjög mikið skemmdir eftir slysið og hugsanlega ónýtir. Karl og kona voru í öðrum bílnum og slösuðust þau bæði og voru flutt á slysadeild. Að sögn lögreglu var álitið að þau væru ekki alvarlega slösuð. Talið er að hvorugt þeirra hafi verið í bílbelti. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 495 orð

Tvöföldun lífeyrisskuldbindinga helsta ástæða

REKSTUR Ríkisútvarpsins-Sjónvarps stefnir í um 50 milljóna króna halla á þessu ári samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, en í fyrra var stofnunin rekin með um 74 milljón króna halla. Hörður Vilhjálmsson, fjármálastjóri RÚV, segir að um helmingur af þessari upphæð stafi af lífeyrissjóðsskuldbindingum sem stofnunin hafi ekki gert ráð fyrir. Meira
28. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 88 orð

Ungmenni fara á íshokkímót í Svíþjóð

HÓPUR ungmenna frá Skautafélagi Akureyrar, á aldrinum 12-14 ára, heldur á morgun áleiðis til Svíþjóðar, þar sem þau munu taka þátt í íshokkímóti, svokölluðu Gurka-pucken í Vasteras. Eftir því sem næst verður komist er þetta í fyrsta sinn sem íshokkílið frá Íslandi fer í keppnisferðalag erlendis. Mótið hefst 2. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 482 orð

Vegagerðin skoðar útboð á rekstri Herjólfs

SAMNINGAR hafa verið undirritaðir um yfirtöku Vegagerðar ríkisins á skuldum Herjólfs hf. í Vestmannaeyjum og um yfirtöku Vegagerðarinnar á rekstri Sæfara, sem sér um ferðir milli lands, Hríseyjar og Grímseyjar. Verið er að undirbúa útboð á rekstri Sæfara og Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs Vegagerðarinnar, segir koma til greina að bjóða út rekstur Herjólfs að fjórum árum Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 238 orð

Vélar og vörur brunnu

ELDSVOÐI varð á Seyðisfirði aðfaranótt jóladags. Rétt fyrir klukkan tvö um nóttina var tilkynnt um eld í svokölluðu Liverpoolshúsi þar sem Reykhúsið hf. er til húsa. Það var íbúi handan götunnar sem tilkynnti um eldinn og hafði rafmagn farið af húsinu þar vegna eldsins. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var efri hæð hússins alelda og farið að loga mikið upp úr hluta þaksins. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 179 orð

Vilja miða kjör sín við flugstjóra Gæslunnar

FLUGUMFERÐARSTJÓRAR krefjast þess að laun þeirra verði, þegar til lengri tíma er litið, miðuð við laun flugstjóra hjá Landhelgisgæslunni, enda sé ábyrgð flugumferðarstjóra síst minni en þeirra, að þeirra sögn. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 63 orð

Vinningshafi í jólaleik Kringlunnar

KRISTINN Árnason, 9 ára, frá Njarðvík vann Sega Saturn-leikjatölvu ásamt Panasonic-sjónvarpi frá Japis í jólaleik Kringlunnar. Leikurinn var á Bylgjunni og þurfti Kristinn að svara tveimur spurningum úr jólablaði Kringlunnar til að vinna. Leikurinn stóð yfir í fjóra daga og voru daglega gefin tvö 15.000 kr. gjafakort frá Kringlunni ásamt gjöfum frá verslunum. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 137 orð

Vínardansleikur á Hótel Íslandi

ÍSLENSKA óperan og Hótel Ísland standa í sameiningu að Vínardansleik á nýárskvöld, annað árið í röð. Boðið verður upp á margréttaðan matseðil og lifandi tónlist fram á nótt. Að sögn Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur hjá Íslensku óperunni munu hátt í hundrað listamenn koma fram. Meira
28. desember 1995 | Innlendar fréttir | 168 orð

Yfirlæknir á þvagfæraskurðdeild

EIRÍKUR Jónsson hefur verið ráðinn yfirlæknir þvagskurðdeildar Borgarspítalans og verður yfirlæknir samsvarandi deildar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur nú um áramót. Eiríkur tekur við starfi Sverris Haraldssonar sem gegnt hefur starfinu frá stofnun deildarinnar en hann lét af störfum í ágúst sl. vegna aldurs. Meira

Ritstjórnargreinar

28. desember 1995 | Staksteinar | 308 orð

»Húsnæðismilljarðar ÚR FRAMTÍÐ okkar, SUS-fréttum: "Rekstrarkostnaður Húsnæð

ÚR FRAMTÍÐ okkar, SUS-fréttum: "Rekstrarkostnaður Húsnæðisstofnunar ríkisins frá árinu 1988 hefur numið 3 milljörðum króna miðað við verðlag ársins 1994. Á sama verðlagi hefur framlag ríkissjóðs til sjóða Húsnæðisstofnunar numið 9 milljörðum króna og vaxta- og húsnæðisbætur hafa numið um 18 milljörðum króna." Beinir styrkir betri Meira
28. desember 1995 | Leiðarar | 567 orð

VERKALÝÐSHREYFINGIN OG LÝÐRÆÐI

leiðari VERKALÝÐSHREYFINGIN OG LÝÐRÆÐI Ý FORYSTA Verkamannafélagsins Dagsbrúnar verður kjörin í lok janúar og er útlit fyrir að kosið verði um stjórn og trúnaðarráð í fyrsta skipti frá 1991. Formaður Dagsbrúnar sækist ekki eftir endurkjöri og tvær fylkingar hafa tilkynnt um framboð. Meira

Menning

28. desember 1995 | Fólk í fréttum | 245 orð

Beðið eftir öndinni á toppnum

MYNDIN Beðið eftir öndinni, eða "Waiting to Exhale", sem fjallar um ástir og ævintýri fjögurra þeldökkra kvenna, gerði sér lítið fyrir og varð efst á vinsældalistanum vestan hafs um jólin. Hún hefur fengið góða dóma, en með aðalhlutverk fara Whitney Houston, Angela Basset, Loretta Devine og Lela Rochon. Meira
28. desember 1995 | Fólk í fréttum | 81 orð

Don Juanfrumsýndur

LEIKRITIÐ Don Juan var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu síðastliðið þriðjudagskvöld, annan dag jóla. Höfundur þess er Moliére, en leikstjóri þessarar uppfærslu er Litháinn Rimas Tuminas. Landar hans, Vytatas Narbutas og Faustas Latenas sjá um leikmyndar- og búningahönnun og tónlist. Meira
28. desember 1995 | Fólk í fréttum | 47 orð

Dreyfuss bregður á leik

LEIKARINN góðkunni, Richard Dreyfuss, segist vera afar hamingjusamur. Hann á þrjú börn og fylgdu þau honum á svokallað kvöldverðarleikhús í New York nýlega. Þar snæða áhorfendur kvöldverð á meðan á sýningu stendur. Frá vinstri: Benjamin Dreyfuss, Richard Dreyfuss, Emily Dreyfuss og Harry Dreyfuss. Meira
28. desember 1995 | Bókmenntir | 769 orð

Eiginhagsmunir og almannaheill

Af fyrirtækjum og stjórnmálabaráttu Jóhanns G. Bergþórssonar eftir Pál Pálsson, Framtíðarsýn, 1995, 264 bls. ÞAÐ ER vandratað meðalhófið í stjórnmálum sem öðrum greinum mannlífsins. Nú hefur Páll Pálsson ritað ævisögu Jóhanns G. Bergþórssonar, athafnamanns og stjórnmálamanns í Hafnarfirði. Jóhann er maður enn á bezta aldri og hefur ekki lokið dagsverki sínu. Meira
28. desember 1995 | Kvikmyndir | 332 orð

Eitt brúðkaup og fæðing

Leikstjórn og handrit: Chris Columbus. Aðalhlutverk: Hugh Grant, Julianne Moore, Robin Williams, Jeff Goldblum. 20th Century Fox. 1995. HUGH Grant lifir í furðulegri gerviveröld í nýjustu gamanmynd sinni, Níu mánuðum. Hann er uppatetur sem finnst líf sitt fullkomið; rauði sportbíllinn, gömlu vínylhljómplöturnar, kötturinn, menningarlegt starf, æðisleg kærasta. Meira
28. desember 1995 | Bókmenntir | 776 orð

Enginn dans í Cedar Bend

eftir Robert James Waller. Þýðandi Kristján Jóhann Jónsson. Vaka- Helgafell 1995 - 230 síður. 1990 kr. MICHAEL Tillman er 43 ára prófessor og kennari í hagfræði þegar sagan hefst. Hann er einbirni, einfari og hálfgerður einbúi og hefur verið það meira og minna. Hann býr með hundi, ketti og mótorhjóli en var 2 ár í sambúð á háskólaárunum. Meira
28. desember 1995 | Fólk í fréttum | 78 orð

Frumsýning á Agnesi

ÍSLENSKA kvikmyndin Agnes var frumsýnd í Laugarásbíói síðastliðið föstudagskvöld. Leikstjóri er Egill Eðvarðsson, en aðalhlutverk eru í höndum Maríu Ellingsen, Baltasars Kormáks og Egils Ólafssonar. Frumsýningarhóf var haldið í Þjóðleikhúskjallaranum að sýningu lokinni og þar voru þessar myndir teknar. Meira
28. desember 1995 | Bókmenntir | 932 orð

Hratt flýgur stund

Stórviðburðir í myndum og máli eftir Erich Gysling. Ritstj. Úrsúla Árnadóttir. 349 bls. Útg. Árbókin. Prentun: Druckerei Uhl, Radolfzell. 1995. Í BÓK þessari er mikill texti og mikið myndefni og fáein kort. Mest er sagt frá stjórnmálunum. Myndirnar eru líka flestar af stjórnmálamönnum. Íþróttir fá einnig sitt rúm. Ennfremur frægðarpersónur ýmsar. Meira
28. desember 1995 | Fólk í fréttum | 57 orð

Jólaboð sendiherrans

BANDARÍSKA sendiráðið bauð aðstandendum söngleiksins Rocky Horror til veislu í húsakynnum þess síðastliðið fimmtudagskvöld. Leikaraliðið og kórinn þökkuðu fyrir sig með að syngja nokkur jólalög fyrir sendiherrahjónin og gesti þeirra. Morgunblaðið/Halldór KÓRINN og leikararnirsyngja jólalög fyrir sendiherrahjónin. Meira
28. desember 1995 | Fólk í fréttum | 81 orð

Jólagleði Sjálfsbjargar

VINNU- og dvalarheimilið Sjálfsbjörg efndi til jólagleði fyrir vistmenn sína föstudaginn 22. desember síðastliðinn. Sr. Ólafur Jóhannsson flutti hugvekju, Páll Bergþórsson veðurfræðingur las nokkur sólarkvæði eftir Guðmund Böðvarsson, kveðnar voru nokkrar rímnastemmur og Bergþór Pálsson söng einsöng. Meira
28. desember 1995 | Menningarlíf | 37 orð

Jólasýning í Bolshoi

TVÆR aðalstjörnur Bolshoi-ballettsins, Nadezdha Gratsjova og Alexander Uvarov, dansa aðalhlutverkin í nýrri uppfærslu á Rómeó og Júlíu, sem frumsýnd var í Moskvu á jóladag. Farnar eru troðnar slóðir í uppfærslunni, sem þykir einkar sígild. Meira
28. desember 1995 | Menningarlíf | 80 orð

Jólatónleikar í Árbæjarkirkju

KÓR Árbæjarkirkju og barnakór Árbæjarsafnaðar halda jólatónleika í Árbæjarkirkju í kvöld, fimmtudagskvöldið 28. desember, kl. 20.30. Á efnisskrá eru m.a. innlend og erlend jólalög ásamt Pastoral-mótettu eftir Dittersdorf. Stjórnendur kóranna eru þau Sigrún Steingrímsdóttir og Guðlaugur Viktorsson. Meira
28. desember 1995 | Bókmenntir | 472 orð

Kónguló á háum hælum

eftir Einar Ólafsson. Bókmenntafélagið Hringskuggar 1995. MÁNADÚFUR er nafn á nýrri ljóðabók Einars Ólafssonar og heitir eftir samnefndu ljóði í bókinni. Þetta er fallegt nafn og bókin geymir mörg falleg ljóð. T.d. Meira
28. desember 1995 | Fólk í fréttum | 354 orð

Kraftaverk

"SONUR okkar hefði átt að fæðast fyrir átta dögum, ef meðgangan hefði verið eðlileg. Þess í stað er hann orðinn fjögurra mánaða gamall! Það er ótrúlegt að hann skuli vera á lífi," segir norski popparinn Ketil Stokkan með gleðitár í augum. Eftir átta ára tilraunir til að eignast barn og þrjú fósturlát kom Elías, fyrsta barn hans og Line eiginkonu hans, loks í heiminn. Meira
28. desember 1995 | Menningarlíf | 118 orð

Ljóðasamkeppni Listahátíðar

FRAMKVÆMDASTJÓRN Listahátíðar í Reykjavík, sem haldin verður í júní á næsta ári, hefur efnt til ljóðasamkeppni. Skila verður ljóðunum í síðasta lagi 1. janúar 1996 og má hvert skáld senda eitt, tvö eða þrjú ljóð undir sama dulnefni í umslagi merkt "Ljóðasamkeppni". Nafn höfundar fylgi með í lokuðu umslagi. Fyrstu verðlaun 150 þúsund krónur Meira
28. desember 1995 | Bókmenntir | 648 orð

Móðurást og örvænting

eftir Miriam Ali. Vaka-Helgafell 1995 271 síða. FRAMAN á bókarkápunni er mynd af konuandliti sem hulið er svartri múslimablæju og örvæntingarfull augu horfa á eitthvað sem ógnar þeim. Myndin er kunnugleg ­ hún birtist framan á annarri bók sem gefin kom út í íslenskri þýðingu fyrir fáeinum misserum og bar heitið "Seld". Meira
28. desember 1995 | Menningarlíf | 54 orð

"Mysingssamloka með sveppum"

LEIKKLÚBBURINN Saga á Akureyri frumsýndi á annan í jólum unglingaleikritið "Mysingssamloku með sveppum". Leikritið verður sýnt í Dynheimum í desember og janúar. Leikritið, sem er eftir Jón St. Kristjánsson, gerist á heimavistarskóla fyrir unglingsstúlkur og fjallar um ástir, andaglas, útbrot, línur, sveppi og annað sem herjar á gelgjur. Leikstjóri er Skúli Gautason. Meira
28. desember 1995 | Leiklist | 1433 orð

Nýstárlegur Don Juan, sem virkar!

Íslensk þýðing eftir Jökul Jakobsson Leikstjóri: Rimas Tuminas. Aðstoðarleikstjóri og túlkur: Ásdís Þórhallsdóttir. Leikmynda- og búningahönnuður: Vytautas Narbutas. Tónlist: Faustas Latenas. Leikendur: Jóhann Sigurðarson, Sigurður Sigurjónsson, Edda Heiðrún Backman, Helgi Skúlason, Hilmar Jónsson, Hilmir Snær Guðnason, Hjálmar Hjálmarsson, Ingvar E. Meira
28. desember 1995 | Bókmenntir | 323 orð

Ranghugmyndir og grillur

eftir Thomas Gilovich. Sigurður J. Grétarsson þýddi. Heimskringla 1995. ÉG VEIGRAÐI mér við að hefja lestur þessarar bókar. Líklega vegna þess, að ég átti von á að hún væri á leiðinda tæknimáli, eins og svo margar þýddar bækur af þessu tagi, hlaðin nafnorðum í nefniföllum og eignarföllum. Eins konar gangandi íðorðasafn þar sem maður hnyti um orðtitti í hverri setningu. Meira
28. desember 1995 | Bókmenntir | 662 orð

Selfoss í 30 ár

Guðmundur Kristinsson 2. bindi. Frá 1930 til 1960. Selfosskaupstaður 1995, 387 bls. ÞEGAR kemur fram um 1930 tekur byggð að rísa við Ölfusárbrú. Þá voru skráðir íbúar aðeins 68 talsins og bjuggu þeir í ellefu húsum. Síðan líða þrjátíu ár. Þá horfir öðru vísi við. Þá er þar kominn stór kaupstaður á íslenskan mælikvarða með blómlegu atvinnulífi. Meira
28. desember 1995 | Menningarlíf | 104 orð

Slysaskot í Palestínu er eftir Kristján frá Djúpalæk

SÚ villa kemur fram á umslagi ljóðaplötunnar Óskaljóðin mín, þar sem Herdís Þorvaldsdóttir leikkona les uppáhaldsljóð sín, að ljóðið Slysaskot í Palestínu er sagt eftir Þorstein Valdimarsson. Sem kunnugt er ljóðið hinsvegar eftir Kristján frá Djúpalæk. Skífan hf., sem er útgefandi plötunnar, vill koma á framfæri afsökunarbeiðni til þeirra sem hér eiga hlut að máli. Meira
28. desember 1995 | Menningarlíf | 438 orð

Tilraunatónlist

Hljómsveit Hilmars Jenssonar. Flytjendur: Hilmar Jensson gítar, Tim Berne, altósaxófónn, Chris Speed, tenórsaxófónn og klarinett, Andrew D'Angelo, altósaxófónn og bassa klarinett, Skúli Sverrisson bassi, Jim Black, trommur. Útgefandi Jazzís, 1995. Upptaka og hljóðblöndun fór fram í Systems II Brooklyn í New York í júní 1995. Meira
28. desember 1995 | Fólk í fréttum | 50 orð

Tískusýning Eggerts

EGGERT feldskeri hélt jólatískusýningu á Sólon Íslandus síðastliðið miðvikudagskvöld. Fjölmenni kom til að fylgjast með hönnun Eggerts og var honum vel fagnað að sýningu lokinni. Ljósmyndari Morgunblaðsins leit við og tók þessar myndir. Meira
28. desember 1995 | Bókmenntir | 342 orð

Vitundin og neindin

HUGARHOFIÐ er safn stuttra þátta sem geta heitið dæmisögur, ævintýri eða heimspeki, allt eftir því hvernig á það er litið. Höfundur er sterklega meðvitaður um mannlega smæð í óravídd rúms og tíma þar sem myrkur ríkir og vitundarleysi. Í hlutfalli við þá ógnarstærð verða jafnvel stórmálin okkar harla smá. Meira

Umræðan

28. desember 1995 | Aðsent efni | 675 orð

Að liðnum Bindindisdegi fjölskyldunnar

HINN 24. nóv. síðastliðinn var hinn árlegi Bindindisdagur fjölskyldunnar sem Stórstúka Íslands ásamt mörgum öðrum félagasamtökum stóð að. Í sambandi við hann voru ritaðar margar góðar og tímabærar greinar, sem birtust í fjölmiðlum víðs vegar um landið, bæði í dagblöðum og héraðsblöðum. Þá tóku bæði útvarpsstöðvar svo og Stöð 2 virkan og jákvæðan þátt í kynningu dagsins. Meira
28. desember 1995 | Aðsent efni | 669 orð

Atvinnutrygging ­ ekki atvinnuleysistrygging

ORÐIÐ atvinnuleysistrygging er notað yfir bætur sem greiddar eru atvinnulausum. Þetta er slíkt öfugmæli að furðulegt má teljast að það skuli notað í þessu samhengi. Orðið merkir í raun trygging fyrir atvinnuleysi. Þrátt fyrir að allir geri sér grein fyrir því böli sem atvinnuleysi veldur, er lítið sem ekkert gert til þess að sporna við því. Meira
28. desember 1995 | Aðsent efni | 384 orð

Áramótaheitið: Byggjum barnaspítala

UM ÁRAMÓT er það til siðs að stíga á stokk og strengja þess heit að bæta eitthvað í eigin fari. Misvel gengur oft að standa við hin fögru fyrirheit, en orð eru jafnan til alls fyrst. Ef ég mætti mæla fyrir munn íslensku þjóðarinnar og ráðamanna þessa lands um þessi áramót væri ég ekki í vafa um hvert heitið yrði; að byggður yrði barnaspítali á Íslandi. Meira
28. desember 1995 | Aðsent efni | 877 orð

Árás á kennara?

NÚNA fyrir jólin er að koma út skáldsagan Febrúarkrísur eftir góðan vin minn, Ragnar Inga Aðalsteinsson frá Vaðbrekku. Ég sá bókina verða til, því að ég leit yfir handrit hennar í vor og sá síðan um umbrot hennar. Þá menn sem eru á móti því að aðrir menn skrifi um bækur vina sinna bið ég auðmjúklegast að fyrirgefa mér, hætta lestri þessarar greinar og fara að lesa eitthvað annað. Meira
28. desember 1995 | Aðsent efni | 866 orð

Bóndinn á Kvistum

SAGAN af Ragnari Böðvarssyni loðdýrabónda á Kvistum í Ölfusi hlýtur að verka á hverja einustu mannssál sem ein sárgrætilegasta sorgarsaga, sem svo grópar um sig í vitund og tilfinningu þeirra sem eitthvað um manngildi hugsa, að maður getur ekki orða bundist um að slíkur ófögnuður skuli á svið vera settur á þeim dögum sem við nú á lifum. Meira
28. desember 1995 | Aðsent efni | 1621 orð

Ekki sem ég vil, heldur sem þú vilt

MÁNUDAGINN 13. nóvember mátti sjá í DV grein um að framkvæmdir upp á þrjá milljarða væru fyrirhugaðar við Fitjar. Þar stæði til að koma upp skolphreinsistöð fyrir hið nýja bæjarfélag sem heitir Reykjanesbær, þ.e. Njarðvík og Keflavík. Einnig var sagt að Varnarliðið væri aðili að þessum framkvæmdum, og að hlutur þess (reiknaður samkvæmt fjölda íbúa) væri 75%, en það neitaði að borga það. Meira
28. desember 1995 | Aðsent efni | 918 orð

Ennislokkur einvaldsins

ÞEGAR hann var upp á sitt bezta var hann ástmögur þjóðar sinnar ­ kvennaljóminn mikli, verndari sósíalismans ­ Níkólæ Tsjáseskú ­ alls staðar voru hafðar uppi myndir af honum, hinum mikla syni þjóðarinnar, verndara smælingjanna ­ einvaldinum með ennislokkinn. Meira að segja íslenzkar delegatsíur fengu stjörnublik í augu við að sjá hann. Hann var hin heita sól þjóðarinnar. Meira
28. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 950 orð

Er öllum raunverulega sama hvert Vesturlönd stefna?

HIN nýja skýrsla Karls Steinars Valssonar afbrotafræðings um stigaukningu fíkniefnavandans á ekki að þurfa að koma neinum manni á óvart. Það eru mörg ár og áratugir síðan flestum hugsandi framsýnum mönnum varð ljóst í hvaða óefni stefndi. Reyndar má færa allsannfærandi rök fyrir því að sjá hefði mátt þessa stóru og afdrifaríku helstefnu vestrænnar menningar fyrir a.m.k. 200-300 árum síðan. Meira
28. desember 1995 | Aðsent efni | 1119 orð

Evrópa um aldamótin

EVRÓPA hefur tekið á sig nýja mynd á undanförnum árum. Þróun í átt til evrópskrar einingar hefur verið hröð eftir lok kalda stríðsins og þótt aðeins séu liðin tvö ár frá gildistöku Maastricht-sáttmálans mun stjórnkerfi Evrópusambandsins (ESB) verða til endurskoðunar á ráðstefnu aðildarríkjanna á næsta ári. Meira
28. desember 1995 | Aðsent efni | 1018 orð

Fatlaðir ferðamenn ­ vannýttur ferðamarkaður

ALMENNT er ætlað að um 12­15% af íbúum vesturlanda séu fatlaðir. Evrópuráðið telur hins vegar að um 30% íbúa aðildarríkja þeirra, um eitthundrað milljónir manna, geti talist fatlaðir eða hafi skerta ferðagetu. Aðeins mjög lítill hluti þessa fólks ferðast í dag. Ekki vegna þess að fólkið geti eða vilji það ekki heldur vegna þess að aðbúnaður og þjónusta í ferðaiðnaðinum er ekki nægilega góð. Meira
28. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 281 orð

Fær Keflavík nýtt útlit?

Í MORGUNBLAÐINU 7. desember segir frá því að bæjarstjórn Reykjanesbæjar ætli að gefa gamla bænum í Keflavík nýtt útlit, með því að endurbyggja götur með tilheyrandi "S"-beygjum og eyjum til að halda niðri ökuhraðanum. Einnig á að gera nútímalegar gangstéttir og að sjálfsögðu nútímalega götulýsingu vegna aukinnar umferðar. Til hamingju með framtakið. Meira
28. desember 1995 | Aðsent efni | 3040 orð

GREINARGERÐ UM GREIÐSLU SKAÐABÓTA FYRIR LÍKAMSTJÓN Hér fer á eftir greinargerð sem Morgunblaðinu hefur borizt frá Bjarna

Hér fer á eftir greinargerð sem Morgunblaðinu hefur borizt frá Bjarna Guðmundssyni tryggingastærðfræðingi um greiðslu skaðabóta fyrir líkamstjón: Meira
28. desember 1995 | Aðsent efni | 897 orð

Hálfköruð samkeppni í skoðun ökutækja

DÓMSMÁLARÁÐHERRA heldur ennþá á boltanum. Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa á þessu ári tekið eftir gífurlegum þjónustubreytingum sem átt hafa sér stað varðandi skoðun ökutækja. Allt frá því að samkeppni hófst í skoðun ökutækja í janúar á þessu ári hafa ekki einungis átt sér stað verðbreytingar heldur hafa áherslur nýrra fyrirtækja tengdar styttri biðtíma, Meira
28. desember 1995 | Aðsent efni | 1085 orð

Hugleiðingar um samgöngumál á jólaföstunni

VAXANDI umferðartafir á þjóðvegunum í Reykjavík og nágrannabæjum. Stöðugt versnar aðgengi til höfuðborgarinnar, sérstaklega í gegnum nágrannabæina, er þá helst að nefna: Hafnarsvæðin, Reykjavíkurflugvöll, Bifreiðastöð Íslands, Bændahöllina, Þjóðminjasafnið, Háskóla Íslands og fl. Meira
28. desember 1995 | Aðsent efni | 1085 orð

Hvítasunnukirkjan, sameinuð kirkja eða sundruð?

ÞAÐ ER gaman að lifa. Hver dagur gefur manni meir en dagurinn í gær. Það er í gangi umræða um trúmál í fjölmiðlunum! Undarlegt en satt í ljósi þess hve við Íslendingar erum tregir að bera slík mál á torg. Hvítasunnufólk gengur á vissan hátt á undan með góðu fordæmi að þessi leyti. Það er ófeimið við að tjá sig um trúmál og gerir það skorinort. Meira
28. desember 1995 | Aðsent efni | 678 orð

ÍhaldsStraumar

HINN 29. nóvember birtist grein í Morgunblaðinu eftir Kristin nokkurn Andersen sem kýs að kalla sig fulltrúa íhaldsins hér í Hafnarfirði í menningarmálum. Kristinn rekur þar aðdraganda endurráðningar Sverris Ólafssonar, menningarmálafrömuðar okkar Hafnfirðinga, sem forstöðumanns á listamiðstöðinni Straumi. Meira
28. desember 1995 | Aðsent efni | 500 orð

Kirkja og prestar á Skeggjastöðum

LESIÐ hefi ég bókina Skeggjastaðir - Kirkja og prestar. Svo sem á nafni bókarinnar sést hefur séra Sigmar Torfason, prestur á Skeggjastöðum, saman safnað fróðleik um forvera sína á Skeggjastöðum í Bakkafirði, Norður-Múlasýslu, frá ártali 1591­1995. Kemur þá eftirmaður hans. Séra Sigmar lætur fylgja hverjum presti nokkuð, er þeir samið og sagt hafa, hver og einn, stundum vísa, sálmur eða ljóð. Meira
28. desember 1995 | Aðsent efni | 1232 orð

Leggst flugumferðarstjórn af?

ÞAÐ hefur vart farið framhjá mörgum að flugumferðarstjórar hafa átt í illdeilum við yfirvöld og hefur þetta gengið svo langt að þeir hafa svo til allir sagt upp störfum. Miklu púðri hefur verið eytt í að sverta málstað okkar í augum almennings, og hafa ekki færri en þrjú dagblöð bölsótast út í okkur í leiðurum sínum og hafa bein ósannindi verið borin á borð á þeim vettvangi. Meira
28. desember 1995 | Aðsent efni | 938 orð

Nafnleynd við kynfrumugjöf

FRUMVARP til laga um tæknifrjóvgun hefur verið flutt á Alþingi. Samkvæmt því verður heimilt að nota gjafakynfrumur, bæði egg- og sæðisfrumur, við slíkar aðgerðir. Gildir þá einu hvort heldur tæknifrjóvgunin verður innan líkama konunnar, en þá er talað um tæknisæðingu, eða hvort frjóvgunin verður utan líkamans, en það kallast glasafrjóvgun. Meira
28. desember 1995 | Aðsent efni | 445 orð

Ný stjórn, ný Dagsbrún

ALVEG er það nú með ólíkindum hvað núverandi formaður Dagsbrúnar heldur að hægt sé að blekkja hinn almenna félagsmann í Dagsbrún. Tilkynning hans um að nú sé mál að hætta, sem birtist í fjölmiðlum nýverið, er hlægilegur skrípaleikur. Að segjast hafa verið löngu hættur ef ekki væri órói í félaginu, þetta var kallað að flýja sökkvandi skip í minni sveit. Meira
28. desember 1995 | Aðsent efni | 1288 orð

Opið bréf til séra Bjarna Karlssonar

ÉG RITA þetta litla bréfkorn þar sem ég er enn óánægður með skrif þín á opinberum vettvangi nú síðast þann 13. desember. Í fyrri grein minni í Morgunblaðinu kom fram óánægja mín með það hve lítið þú gerir úr þeim Davíð Þór og Snorra og einnig að þú leyfir þér að gefa línuna hvernig guðfræðingar eigi að vinna, og að dæma um það hvernig séu heiðarlegir og skynsamir guðfræðingar og hverjir ekki. Meira
28. desember 1995 | Aðsent efni | 3014 orð

Paul Hindemith ALDARMINNING Á þessu ári er öld liðin frá fæðingu tónskáldsins Pauls Hindemiths, en í dag, 28. desember, eru 32

UM MIÐJA þessa öld munu flestir hafa verið á einu máli um að fjögur Evróputónskáld stæðu fremst þeirra sem fram höfðu komið á fyrri hluta aldarinnar: Austurríkismaðurinn Arnold Schönberg (1874­1951), Ungverjinn Béla Bartók (1881­ 1945), Rússinn Igor Stravinsky (1882­1971) og Þjóðverjinn Paul Hindemith (1895­1963). Meira
28. desember 1995 | Aðsent efni | 801 orð

Rangtúlkanir og fordómar

SR. ÞÓRHALLUR Heimisson ætti að vera ánægður eftir að hafa nítt niður Nýöldina í Kirkjuritinu, áróðursmálgagni kirkjunnar, eða er hann ekki ánægður núna? Með því að safna saman ótal ósannindum frá fólki utan Nýaldarhreyfingarinnar hefur hann unnið það afrek að níða niður hreyfinguna. Ekki eru allar þessar upplýsingar fengnar frá Nýaldarhreyfingunni, heldur frá fólki utan hennar. Meira
28. desember 1995 | Aðsent efni | 670 orð

Rannsóknarstarfsemi í Háskóla Íslands

NOKKRAR umræður hafa verið á síðum Morgunblaðsins um rammaáætlanir Evrópusambandsins og þátttöku Háskóla Íslands í þeim. Markmiðið með þessari grein er að útskýra aðeins rannsóknastarfsemi við Háskólann, umfang hennar og m.a. þátttöku í rannsóknar- og tækniáætlun ESB. Meira
28. desember 1995 | Aðsent efni | 1033 orð

Samræmt neyðarnúmer 112 tekur gildi 1. janúar

STÓRT skref verður stigið í öryggismálum þjóðarinnar 1. janúar 1996, þegar eitt samræmt neyðarnúmer 112 leysir af hólmi u.þ.b. 150 neyðarnúmer sem nú eru skráð í landinu. Neyðarnúmerið 112 er sameiginlegt fyrir Evrópu og á að auðvelda fólki að fá aðstoð í neyð, hvort sem er hér á landi eða annars staðar í Evrópu. Meira
28. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 546 orð

Um skattamál blaðburðarbarna og umboðsmanna dagblaða

SNEMMA í nóvember sl. birti Mbl. bréf mitt til blaðsins undir fyrirsögninni: "Að gera menn að glæponum". Þar reifaði ég nokkuð hvernig ráðherra fjármála þessa lands er að fara með þann hluta þegna sinna, sem hefur tekið að sér að vera umboðsmenn dagblaða og bera þau út til kaupenda, þ.e.a.s. Meira
28. desember 1995 | Aðsent efni | 1003 orð

Um stöðu rannsókna í veiðimálum

AÐ MÍNU mati eru það sex meginatriði sem vert er að draga fram sem breytt viðhorf í umgengni og nýtingu á fiskistofnum ferskvatns. Um hvert þeirra væri hægt að skrifa langt mál, en dagblöð henta ekki til slíks. Því verður rétt drepið á meginatriðin. En hafa ber í huga að það eru margir smærri þættir sem spila með og einnig að það sem gildir á einum stað þarf ekki að gilda á öðrum. Meira

Minningargreinar

28. desember 1995 | Minningargreinar | 48 orð

BERGÞÓRA S. ÞORVALDSDÓTTIR - ÓLAFUR JÓHANNESSON Bergþóra Sigríður Þorvaldsdóttir fæddist í Hafnarfirði 15. september 1927. Hún

BERGÞÓRA S. ÞORVALDSDÓTTIR - ÓLAFUR JÓHANNESSON Bergþóra Sigríður Þorvaldsdóttir fæddist í Hafnarfirði 15. september 1927. Hún andaðist á Kanaríeyjum 22. nóvember síðastliðinn. Útför Bergþóru fór fram 8. desember síðastliðinn. Ólafur Jóhannesson fæddist 25. mars 1927 í Hafnarfirði. Hann lést 31. desember 1994. Meira
28. desember 1995 | Minningargreinar | 282 orð

Bergþóra S. Þorvaldsson Ólafur Jóhannesson

Hversu oft er ekki talað um að hús hafi sál og að það sé góður andi í húsum? Stundum eru ákveðnar manneskjur svo samofnar húsum sínum að andi þeirra ríkir í nálægð þeirra og fjarlægð. Það má segja að í fjölbýlishúsum blandist saman ýmsir straumar, straumar þess fólks sem þar býr. Í okkar húsi eru straumarnir missterkir. Meira
28. desember 1995 | Minningargreinar | 255 orð

Guðrún og Óli Svavar

Elskuleg móðursystir mín, Guðrún Ólafsdóttir frá Strönd í Vestmannaeyjum, er látin eftir langa og gifturíka ævi. Hún var sú síðasta af systkinunum tíu frá Strönd, sem kvaddi þennan heim. Gunna frænka, eins og ég ætíð nefndi hana, var mér ekki aðeins frænka, heldur var hún í huga mér móðirin sem ég gat alltaf leitað til og alltaf var til staðar. Meira
28. desember 1995 | Minningargreinar | 236 orð

Guðrún og Óli Svavar

Elsku Gunna, eða öllu heldur amma og langamma, því það ertu alltaf í hjarta okkar. Þó það sé sárt að sjá á eftir þér og allri þeirri hlýju sem þú gafst okkur, þá vitum við að þú ert í höndum Guðs og hjá þeim sem þú annt. Við sem eftir erum hér á jörðu söknum þín sárt en eigum í okkar huga sælar minningar sem hlýja okkur að hjartarótum. Meira
28. desember 1995 | Minningargreinar | 241 orð

Guðrún og Óli Svavar

Nú er hún Gunna frænka dáin. Það er svo skrýtið, að þó að dauðinn sé eðlilegur hluti tilverunnar, þá kemur hann okkur alltaf í opna skjöldu. Fólk sem við höfum þekkt alla okkar ævi er skyndilega horfið á braut og eftir lifir minningin ein. Gunna frænka var systir Jórunnar Ellu, ömmu okkar, sem lést löngu fyrir okkar tíð. Það má segja að Gunna hafi komið í hennar stað og verið okkur sem amma. Meira
28. desember 1995 | Minningargreinar | 396 orð

Guðrún og Óli Svavar

Mig langar að minnast hennar Gunnu frænku með nokkrum orðum. Hún var fastur punktur í tilveru minni allt frá fæðingu. Þegar ég hugsa til baka, þá er af svo mörgu að taka, en af því að jólahátíðin er að ganga í garð, þá ætla ég að minnast hennar um jól. Gunna frá Strönd var glæsileg, gestrisin og gjafmild. Það var alltaf gaman að koma í Stórholtið til Gunnu og Óla um jólahátíðarnar. Meira
28. desember 1995 | Minningargreinar | 138 orð

Guðrún og Óli Sævar

Hún elsku langamma hefur kvatt okkur í síðasta sinn. Það er skrítið að husga sér lífið án hennar, að eiga ekki eftir að koma á Dalbrautina aftur, kyssa ömmu og heyra svo sagt "Er þetta...? Voðalega ertu orðin stór" eða "Mikið ertu fín, athugaðu nú hvort ég á ekki eitthvað gott inni í skápnum. Meira
28. desember 1995 | Minningargreinar | 497 orð

Guðrún Ólafsdóttir Óli Svavar Hallgrímsson

Tíminn líður og mannlífið breytist. Nú eru amma og afi bæði horfin sjónum okkar. Þó hún amma væri orðin 89 ára gömul og líkaminn farinn að gefa sig hafði seiglan í ömmu alltaf verið mun meiri en menn bjuggust við. Það hvarflaði því ekki að mér þegar ég heimsótti hana skömmu áður en hún veiktist að við fengjum ekki að halda upp á níræðisafmæli hennar á næsta ári. En skjótt skipast veður í lofti. Meira
28. desember 1995 | Minningargreinar | 254 orð

GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR ÓLI SVAVAR HALLGRÍMSSON

GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR ÓLI SVAVAR HALLGRÍMSSON Guðrún Ólafsdóttir fæddist að Strönd í Vestmannaeyjum 27. október 1906. Hún lést í Landspítalanum 19. desember sl. Guðrún var dóttir hjónanna Guðrúnar Bjarnadóttur, f. 1879, d. 1954, og Ólafs Diðriks Sigurðssonar, f. 1881, d. 1944, sem bjuggu að Strönd. Þau eignuðust 10 börn. Meira
28. desember 1995 | Minningargreinar | 859 orð

Haraldur Sigurðsson

Við fráfall Haralds Sigurðssonar, gamals vinar og löngum samstarfsmanns, er margs að minnast. Haraldur var Borgfirðingur að ætt, fæddur að Krossi í Lundarreykjadal, og þar sem ég er því miður ekki fróður um ættir hans, get ég snúið upp á hann því, er segir frá Borgfirðingum almennt í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar: "Borgfirðingar eru yfirleitt skynsamir menn. Meira
28. desember 1995 | Minningargreinar | 435 orð

Haraldur Sigurðsson

Kveðja frá Sagnfræðingafélagi Íslands Á fundi stjórnar Sagnfræðingafélags Íslands síðastliðið vor var ákveðið að gera dr. Harald Sigurðsson að heiðursfélaga á aðalfundi félagsins sem haldinn yrði í septemberlok. Ekki var það erfið ákvörðun enda framlag Haralds til íslenskrar sagnfræði geysimerkt. Meira
28. desember 1995 | Minningargreinar | 370 orð

Haraldur Sigurðsson

Mig langar að minnast Haralds móðurbróður míns nokkrum orðum. Þegar litið er til baka er minningin kærust er ég var lítill drengur og átti ófáar ferðir í heimsókn til Halla frænda í Kleppsholtið og á vinnustað hans sem var Landsbókasafn Íslands. Þó frændi minn virtist við fyrstu sýn hrjúfur, jafn stór og þrekinn og hann var, var stutt í kímni og barngæsku sem ég fékk að kynnast ómælt. Meira
28. desember 1995 | Minningargreinar | 338 orð

Haraldur Sigurðsson

Kveðja frá Landsbókasafni Íslands ­ Háskólabókasafni Haralds Sigurðssonar verður ávallt minnst sem eins mætasta starfsmanns Landsbókasafns Íslands, en þar var hann bókavörður á árunum 1946­78, síðast deildarstjóri í þjóðdeild safnsins. Þegar sá sem þetta ritar byrjaði að vinna í Landsbókasafni, hafði Haraldur nýlega látið af störfum. Meira
28. desember 1995 | Minningargreinar | 818 orð

Haraldur Sigurðsson

Haraldur Sigurðsson, fyrrverandi bókavörður, er látinn. Við áttum því láni að fagna að fá hann í fjölskylduna er hann giftist Sigrúnu fyrir 41 ári. Haraldur varð einlægur vinur okkar. Það eru mikil forréttindi að eiga sér eldri, fróðari og reyndari mann fyrir vin. Það er líka mikill missir og eftirsjá við lát slíks vinar. Meira
28. desember 1995 | Minningargreinar | 412 orð

Haraldur Sigurðsson

Það mun hafa verið um miðja þessa öld að fundum okkar Haralds Sigurðssonar bar fyrst saman. Eg var þá að viða að mér efni í ritgerð til lokaprófs í íslenskum fræðum og fór að leita heimilda í handritasafni og bókakosti Landsbókasafns Íslands. Þar hitti eg fyrir mann mikinn að vallarsýn, en jafnframt góðmannlegan á svip og alúðlegan í viðmóti. Meira
28. desember 1995 | Minningargreinar | 845 orð

Haraldur Sigurðsson

Með Haraldi Sigurðssyni, fræðimanni, bókasafnara og fyrrum bókaverði, er genginn einn hinna mætustu Ferðafélagsmanna fyrr og síðar. Hann var ferðamaður með ágætum og þrekmaður og áræðinn til langra gönguferða um óbyggðaslóðir fram yfir miðjan aldur, þótt hins vegar yrði hann þungfær á elliárum. Fram undir hið síðasta brást honum ekki andlegt atgervi þótt veikindi og vanmáttur steðjuðu að. Meira
28. desember 1995 | Minningargreinar | 759 orð

Haraldur Sigurðsson

Á því ári, sem nú er senn liðið, hafa þrír af eldri forystumönnum Ferðafélags Íslands til margra ára látist. Í vor lést Einar Þ. Guðjohnsen fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins, á miðju sumri Davíð Ólafsson forseti þess á árunum 1976-1985 og nú er moldaður Haraldur Sigurðsson, fyrrum stjórnarmaður og ritari félagsins. Meira
28. desember 1995 | Minningargreinar | 179 orð

HARALDUR SIGURÐSSON

HARALDUR SIGURÐSSON Haraldur Sigurðsson bókavörður fæddist á Krossi í Lundarreykjadal 4. maí 1908. Hann lést í Reykjavík 20. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson, bóndi á Krossi, og Halldóra Jóelsdóttir. Hinn 9. ágúst 1954 kvæntist Haraldur Sigrúnu Ástrósu Sigurðardóttur kjólahönnuði, f. 18.10. 1913. Meira
28. desember 1995 | Minningargreinar | 262 orð

Kristín Sigtryggsdóttir

Hinn 26. nóvember sl. dó uppáhalds langamma mín á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Þegar amma Lilja sagði mér að langamma Kristín ætti ekki langt eftir varð mér hugsað til baka, til allra þeirra góðu stunda sem ég átti hjá og með langömmu Kristínu. Hún var alltaf svo góð. Ekki bara við mig heldur alla sem hana þekktu. Meira
28. desember 1995 | Minningargreinar | 54 orð

KRISTÍN SIGTRYGGSDÓTTIR

KRISTÍN SIGTRYGGSDÓTTIR Kristín Sigtryggsdóttir fæddist 11. október 1904 að Auðbjargarstöðum í Kelduhverfi. Kristín lést þann 26. nóvember sl. Kristín giftist Guðmundi Trjámanssyni og eignuðust þau fimm börn. Þau eru Sigtryggur, Rósa (sem lést á þessu ári), Hólmfríður, Hanna og Lilja. Áður eignaðist Kristín Olgu sem er látin. Meira
28. desember 1995 | Minningargreinar | 438 orð

Runólfur Björnsson

Runólfur var oft svolítið einn. Engu að síður var hann félagsvera, og kommúnisti af gömlum skóla, ­ svo gömlum að fáir vissu að væri til. Runólfur var sérvitur, sem gerði hann svo fráhrindandi og aðlaðandi í senn. Hann var til hinsta dags trölltryggur þeirri hugsjón sem hann meðtók á unglingsárum. Meira
28. desember 1995 | Minningargreinar | 138 orð

RUNÓLFUR BJÖRNSSON

RUNÓLFUR BJÖRNSSON Runólfur Björnsson var fæddur í Holti á Síðu 8. febrúar 1911. Hann lést á Droplaugarstöðum 15. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Björn Runólfsson bóndi og hreppstjóri í Holti á Síðu, f. 1878, og kona hans Marín Þórarinsdóttir, f. 1874. Runólfur var þriðji í aldursröð fimm systkina. Meira

Viðskipti

28. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 315 orð

Forte selur Whitbread veitingahús

WHITBREAD plc hefur boðið einn milljarð punda eða rúmlega 100 milljarða króna í veitingahús Forte hótelkeðjunnar að sögn brezkra blaða. Granada-fyrirtækið reynir að komast yfir Forte fyrir 3,3 milljarða punda, en að sögn The Times hefur samkomulag náðst í aðalatriðum við Whithbread. Meira
28. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 206 orð

Ný tilraun til að bjarga B&W

SKIPTARÉTTUR Kaupmannahafnar hefur veitt Burmeister & Wain skipasmíðastöðinni nýjan frest til 27. marz til að komast hjá skiptameðferð og lögð hefur verið fram ný björgunaráætlun á síðustu stundu til að koma í veg fyrir lokun og gjaldþrot. Meira

Daglegt líf

28. desember 1995 | Neytendur | 50 orð

Húfur sem hlæja

NÝLEGA var stofnsett fyrirtækið Húfur sem hlæja. Fyrirtækið framleiðir húfur á ungu kynslóðina og annan fatnað sem er með handunnum skreytingum og frágangi. Einungis ull og bómull eru notuð í flíkurnar sem seldar eru í barnafataverslununum Englabörnum og Fiðrildinu svo og Íslenskum markaði í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meira
28. desember 1995 | Neytendur | 47 orð

Klossar með mjúku innleggi

SKÓVERKSMIÐJAN Skrefið hf. hefur sent frá sér nýja klossa sem eru með mjúku fótlaga innleggi. Eru þeir fáanlegir í svörtu, hvítu og brúnu. Auk þess framleiðir Skrefið hf. svokallaða FET heilsuskó og hafa um 1000 pör af þeim verið flutt út til Þýskalands. Meira
28. desember 1995 | Neytendur | 305 orð

Margir um hituna í flugeldasölunni

MARGIR eru að berjast um hituna í flugeldasölu og hafa að sögn Skarphéðins Njálssonar hjá lögreglunni í Reykjavík nálægt 30 aðilar sótt um að flytja inn flugelda þetta árið. Erfitt er að fá staðfest hversu miklum fjármunum Íslendingar eyða í púður að þessu sinni. Meira
28. desember 1995 | Neytendur | 46 orð

Skilið vörum fyrir áramót

AÐ gefnu tilefni minna Neytendasamtökin neytendur á að skila vörum fyrir áramót ætli þeir á annað borð að gera það eftir jólin. Eftir áramót hefjast útsölur í fjölmörgum verslunum og oftast miði verslanir við útsöluverðið sé vörum skilað eftir að útsölur hefjast. Meira
28. desember 1995 | Neytendur | 298 orð

Steinskr nr. 41,7

Steinskr nr. 41,7 Meira

Fastir þættir

28. desember 1995 | Í dag | 386 orð

AMAN var að ganga um Laugaveginn og Kvosina að kvöldi

AMAN var að ganga um Laugaveginn og Kvosina að kvöldi Þorláksmessu. Þrátt fyrir mikinn kulda var gamli miðbærinn fullur af fólki sem hafði flest klætt sig í samræmi við veðrið, í skíðagalla og Kraft-galla. Víkverja fannst ríkja þarna hálfgerð karnival stemning þrátt fyrir kuldann. Börn voru í fylgd með foreldrum sínum og allir virtust skemmta sér vel. Meira
28. desember 1995 | Dagbók | 2900 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 22.-28. desember, að báðum dögum meðtöldum, er í Árbæjar Apóteki, Hraunbæ 102b. Auk þess er Laugarnes Apótek, Kirkjuteigi 21, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema aðfangadag, jóladag og annan jóladag. Meira
28. desember 1995 | Í dag | 69 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, föstudaginn 29. de

Árnað heillaÁRA afmæli. Á morgun, föstudaginn 29. desember, verður fimmtugur Jón Gauti Jónsson. Hann tekur á móti gestum á afmælisdaginn í Garðaholti, Garðabæ milli kl. 17 og 19. ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 28. Meira
28. desember 1995 | Fastir þættir | 250 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Rangæing

INDRIÐI og Pálmi fengu hæsta skorið samanlagt tvö síðustu spilakvöldin fyrir jól og hlutu að launum konfektkassa. Baldur og Kristinn urðu næstir og fengu heldur minni konfektkassa. Aðrir fengu ekkert. Úrslit síðara kvöldið: Baldur Bjartmarsson ­ Kristinn Karlsson186Pálmi Steinþórsson ­ Indriði Guðmundsson185Guðm. Meira
28. desember 1995 | Fastir þættir | 118 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Nýráðinn fram

SÓLVEIG Kristjánsdóttir hefir verið ráðin framkvæmdastjóri Bridssambandsins. Hún hefir þegar hafið störf en frú Elín Bjarnadóttir sem verið hefir framkvæmdastjóri sambandsins í mörg ár við góðan orðstír hættir sem fastur starfsmaður um áramótin að eigin ósk. Fjórir spilarar hafa verið valdir til keppni yngri spilara á móti í Hollandi sem fram fer í byrjun janúar. Meira
28. desember 1995 | Í dag | 22 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósm.st. Gunnars Ingimarssonar BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 15. júlí sl. í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Oddný Vala Jónsdóttirog Sigurður Darri Skúlason. Meira
28. desember 1995 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 28. október sl. í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Berglind Hallgrímsdóttir og Jóhann Ólafur Ólason. Heimili þeirra er í Dalseli 19, Reykjavík. Meira
28. desember 1995 | Dagbók | 525 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7 Meira
28. desember 1995 | Í dag | 54 orð

BANDARÍSK stúlka með margvísleg áhugamál vill eignast ísl

BANDARÍSK stúlka með margvísleg áhugamál vill eignast íslenska pennavini: Shayla Kwiatkowski, P.O. Box 175, Winthrop Harbor, 60096 U.S.A. ÞRJÁTÍU og eins árs Slóveni með áhuga á sögu, stjörnuspeki, Nostradamusi o.fl.: Stane Esnersic, Ped hrasti 19, 61000 Ljubljana, Slovenia. Meira
28. desember 1995 | Í dag | 123 orð

Krossgáta 1

Krossgáta 1LÁRÉTT: 1 karp, 4 stilltur, 7 ryskingar, 8 þakin ryki, 9 væn, 11 numið, 13 kvenfugl, 14 sammála, 15 þríhyrna, 17 handleggja, 20 títt, 22 misteygir, 23 bætt, 24 þreyttar, 25 hinn. Meira
28. desember 1995 | Fastir þættir | 535 orð

Lausnir jólaskákþrautanna

Í Morgunblaðinu á aðfangadag birtust sex skákþrautir eftir jafnmarga höfunda. Hér koma lausnirnar JÓLASKÁKÞRAUTIRNAR hafa vonandi ekki staðið lengi í skákáhugamönnum að þessu sinni. Flestir lausnarleikjanna voru nokkuð sérstæðir og hefur það vonandi aukið á ánægjuna við að leysa gáturnar. 1. ÞRAUT A. Maksimovsky, Shakhmatny 1985. Meira
28. desember 1995 | Í dag | 166 orð

LEIÐRÉTT Nafn brenglaðist Í formála minningargreina u

Í formála minningargreina um Herdísi Elínu Steingrímsdóttur á blaðsíðu 36 í Morgunblaðinu laugardaginn 23. desember brenglaðist nafn eins af börnum hennar í upptalningu. Þau eru: Sigríður, Kristín, Þóra og Steingrímur Óli. Hlutaðeigendur eru innilega beðnir afsökunar á þessum mistökum. Meira
28. desember 1995 | Fastir þættir | 1105 orð

Svör við jólabridsþrautum

K42Á9842109G53DG5K87653ÁKD2G106107634210976Á98753KDÁDG84- - - 1 spaði2 tíglar 2 spaðar Pass 4 spaðarPass Pass Pass Útspil: Laufás. Vestur tekur tvo fyrstu slagina á ÁK í laufi og spilar svo drottningunni. Meira
28. desember 1995 | Dagbók | 217 orð

Yfirlit: Yfi

Yfirlit: Yfir landinu er hæðarhryggur sem hreyfist lítið. Um 1.700 km suður af Hvarfi er 973 mb lægð sem þokast norð- vestur. Spá: Hæg breytileg átt. Skýjað með köflum og sums staðar dálítil él allra syðst en annars léttskýjað víðast hvar. Meira
28. desember 1995 | Í dag | 120 orð

Þakkir MIG LANGAR að þakka RÚV fyrir upplestur á mjög góðri

SÉRSTAKUR hollustuþvottapoki og tvær túbur af exemáburði töpuðust úr tösku á leiðinni frá Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði upp að Ölduslóð á tímabilinu 3.-10. desember sl. Hafi einhver fundið þetta er hann beðinn að hringja í síma 555-0260 eftir kl. 13 næstu daga, eða koma með þá á Ölduslóð 38, uppi. María. Meira
28. desember 1995 | Dagbók | 71 orð

(fyrirsögn vantar)

28. DES. Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólris Sól í hád. Sólset Tungl í suðri Meira

Íþróttir

28. desember 1995 | Íþróttir | 178 orð

Ameríski fótboltinn

Leikir aðfararnótt sunnudags: NY Giants - San Diego17:27Tampa Bay - Detroit10:37Indianapolis - New England10:7Leikir aðfararnótt mánudags: Atlanta - San Francisco28:27Buffalo - Houston17:28Chicago - Philadelphia20:14Cincinnati - Minnesota27:24Green Bay - Pittsburgh24:19Jacksonville - Meira
28. desember 1995 | Íþróttir | 301 orð

"Ánægður að hrósa sigri í fyrsta landsleiknum" -sagði Jón Kr. Gíslason, landsliðsþjálfari, eftir sætan sigur gegn Eistlendingum

"ÉG er ákaflega ánægður með leik okkar og það var sérlega ánægjulegt að hrósa sigri í sínum fyrsta landsleik sem þjálfari. Strákarnir gáfu sig 100% í þennan leik og uppskeran var í samræmi við það," sagði Jón Kr. Gíslason landsliðsþjálfari eftir að íslenska landsliðið í körfuknattleik hafði sigrað það eistneska 97:92 í jöfnum, fjörugum og skemmtilegum leik í Keflavík í gærkvöldi. Meira
28. desember 1995 | Íþróttir | 133 orð

Birgir Guðjónsson í læknanefnd Alþjóða frjáls

BIRGIR Guðjónsson, læknir, hefur verið skipaður í Læknanefnd Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, IAAF, og er hann fyrsti Íslendingurinn, sem hefur verið kosinn í nefnd hjá IAAF, en í umræddri nefnd eru 13 manns. Starf hennar felst m.a. Meira
28. desember 1995 | Íþróttir | 171 orð

Eydís og Magnús styrkt vegna undirbúnings fyrir ÓL

Ólympíunefnd Íslands, Sundsamband Íslands, sunddeild Keflavíkur og nokkur fyrirtæki á Suðurnesjum hafa gert með sér samkomulag um að styrkja systkinin Eydísi og Magnús Konráðsbörn, sundmenn úr Keflavík, fram yfir Ólympíuleikana í Atlanta á næsta ári. Meira
28. desember 1995 | Íþróttir | 115 orð

GRAEME Le Saux,

GRAEME Le Saux, landsliðsmaður Englands hjá Blackburn, meiddist illa í liðinni viku og hafa læknar sagt honum að ólíklegt sé að hann geti byrjað að spila fyrr en í desember á næsta ári. Varnarmaðurinn, sem er 27 ára, fótbrotnaði, sneri sig illa á ökkla og reif liðbönd. Meira
28. desember 1995 | Íþróttir | 234 orð

Guðni skoraði með vinstri

Guðni Bergsson átti mjög góðan leik er Bolton mætti í Tottenham á Þorláksmessu á White Hart Lane í Lundúnum. Leikurinn endaði með jafntefli 2:2 og gerði Guðni jöfnunarmarkið fyrir Bolton er 11 mínútur voru til leiksloka. Hann vann boltann á miðjunni, sendi hann út á kantinn og þaðan kom síðan fyrirgjöf og skot að marki. Meira
28. desember 1995 | Íþróttir | 49 orð

Handknattleikur

Þýskaland Niederw¨urzbach - Gummersbach28:21Flensburg - Wallau/Massenheim25:20D¨usseldorf - Essen25:18Fyrsti sigur D¨usseldorf á tímabilinu. Hameln - Bad Schwartau25:18Minden - Magdeburg22:27Lemgo - Dormagen23:22Leikmenn Kristjáns Arasonar í Dormagen eru í þriðja neðsta sæti með jafna markatölu, 231:231, Meira
28. desember 1995 | Íþróttir | 486 orð

Indiana stöðvaði sigurgöngu Bulls

Indiana Pacers stöðvaði 13 leikja sigurgöngu Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfuknattleik á annan í jólum. Indiana sigraði á heimavelli sínum 103:97. Rik Smits og Mark Jackson gerðu átta stig hvor í fyrsta leikhluta og byggðu þannig upp 24 stiga forskot Indiana í fyrri hálfleik. Meira
28. desember 1995 | Íþróttir | 16 orð

Í kvöld

Í kvöld Körfuknattleikur Landsleikur kvenna kl. 18.00: Seljaskóli:Ísland - Eistland Landsleikur karla kl. 20. Meira
28. desember 1995 | Íþróttir | 101 orð

Íshokkí

NHL-deildin Leikir aðfararnótt laugardags: Buffalo - Boston2:3NY Rangers - Hartford3:3Pittsburgh - Montreal2:4Washington - Edmonton6:3Colorado - St. Meira
28. desember 1995 | Íþróttir | 236 orð

Ísland - Eistland64:91 Íþróttahúsið í Keflavík, lands

Ísland - Eistland64:91 Íþróttahúsið í Keflavík, landsleikur kvenna í körfuknattleik miðvikud. 27. des. 1995. Gangur leiksins: 0:2, 2:2, 5:2, 5:12, 15:25, 28:38, 28:46, 32:54, 36:69, 49:69, 66:91. Meira
28. desember 1995 | Íþróttir | 180 orð

Ítalía Cremonese - Torino1:1(Giandebia

Cremonese - Torino1:1(Giandebiaggi 65.) - (Pele 79.). 7.000. Fiorentina - AC Milan2:2(Robbiati 13., Baiano 73.) (Weah 12., Baggio 54. vsp.). 40.000. Inter - Cagliari4:0(Ganz 13., Branca 24., 29., 68.). 30.000. Juventus - Roma0:2(Balbo 45., Ferrara 67. sjálfsm.). 35.000. Meira
28. desember 1995 | Íþróttir | 111 orð

Kjartan, Pálmi og Theódór æfa með Breiðabliki

KJARTAN Einarsson frá Keflavík hefur æft með 1. deildar liði Breiðabliks að undanförnu og sömu sögu er að segja af Skagamönnunum Pálma Haraldssyni og Theódóri Hervarssyni. Breiðabliksmenn gera sér vonir um að piltarnir gangi í félagið og er gert ráð fyrir að það skýrist á næstu dögum. Meira
28. desember 1995 | Íþróttir | 379 orð

Knattspyrna

England Úrvalsdeildin Leikir á Þorláksmessu: Coventry - Everton2:1(Busst 48., Whelan 84.) - (Rideout 67.). 16.639. Liverpool - Arsenal3:1(Fowler 40., 59., 78.) - (Wright 7. vsp.). 39.806. Manchester City - Chelsea0:1-(Peacock 76.). 28.668. Meira
28. desember 1995 | Íþróttir | 154 orð

Körfuknattleikur

Leikir aðfararnótt laugardags: Indiana - Dallas90:79Atlanta - New Jersey94:91Boston - Minnesota114:113Miami - Detroit75:84Philadelphia - Milwaukee94:99Orlando - New York111:90Chicago - Toronto113:104Vancouver - Phoenix80:101Golden State - Washington132:117LA Lakers - Sacramento116:83Leikir aðfararnótt Meira
28. desember 1995 | Íþróttir | 95 orð

KÖRFUKNATTLEIKURSigur og tap

ÍSLAND og Eistland léku tvo landsleiki í íþróttahúsinu í Keflavík í gærkvöldi. Karlalandsliðið fagnaði sætum sigri í fyrsta leik sínum undir stjórn Jóns Kr. Gíslasonar, 97:92, en kvennalandsliðið tapaði aftur á móti stórt, 64:91. Hér á myndinni fyrir ofan má sjá Keflvíkinginn Önnu Maríu Sveinsdóttur sækja að körfu Eistlands. Meira
28. desember 1995 | Íþróttir | 84 orð

Newcastle tapaði á Old Trafford

42.000 áhorfendur, mesti fjöldi sem hefur verið á Old Trafford í vetur, sáu leikmenn Manchester United leggja Newcastle að velli, 2:0, og minnka forskot Newcastle úr tíu stigum í sjö. United hafði leikið fimm leiki í röð án sigurs fyrir leikinn í gær. Andy Cole og Roy Keane skoruðu mörk heimamanna. Meira
28. desember 1995 | Íþróttir | 45 orð

Patrekur skoraði sex gegn Frökkum

PATREKUR Jóhannesson, landsliðsmaður úr KA, var næst markahæstur og gerði sex mörk, þar af fjögur af línu, fyrir Evrópuúrvalið gegn heimsmeisturum Frakka, sem sigruðu 35:30. Leikurinn fór fram í Lúxemborg 22. desember og var í tilefni 50 ára afmælis handknattleikssambands Lúxemborgar. Meira
28. desember 1995 | Íþróttir | 174 orð

Reglum um fjölda útlendinga verður ekki breytt

ALÞJÓÐA knattspyrnusambandið, FIFA, og Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem kom fram að úrskurður Evrópudómstólsins í Bosman-málinu hefði ekki áhrif á ríkjandi reglur í Evrópumótum og ekki stæði til að breyta þeim. Meira
28. desember 1995 | Íþróttir | 183 orð

Rice setti tvö met

JERRY Rice hjá San Francisco hefur náð fleiri sendingum en nokkur annar leikmaður í sögu NFL-deildarinnar í ameríska fótboltanum og á metið á einu tímabili en bæði metin féllu á aðfangadag þegar Atlanta vann San Francisco 28:27. Þá náði Rice 12 sendingum og komst 153 stikur með boltann en þar með hefur hann náð samtals 942 sendingum. Meira
28. desember 1995 | Íþróttir | 223 orð

Shearer skorar alltaf heima

ALAN Shearer, miðherji enska landsliðsins og Blackburn, gerði fyrra markið í 2:0 sigri gegn Manchester City í fyrradag og hefur þar með skorað í öllum 10 heimaleikjum Blackburn í deildinni á tímabilinu. Shearer hefur gert 24 mörk á tímabilinu og er markahæstur en alls hefur hann gert 99 mörk í úrvalsdeildinni. Meira
28. desember 1995 | Íþróttir | 198 orð

VINNIE Jones

VINNIE Jones fékk að sjá gula spjaldið í tvígang í leik Wimbledon gegn Chelsea og var þar með vikið af velli í 11. sinn á ferlinum. Meira
28. desember 1995 | Íþróttir | 159 orð

Weah bestur í Evrópu

GEORGE Weah var kjörinn knattspyrnumaður Evrópu 1995 í 40. kjöri franska knattspyrnuvikublaðsins France Football en greint var frá niðurstöðunum á jóladag. "Ég er mjög ánægður," sagði Weah, sem er 29 ára og fyrsti Afríkumaðurinn til að vera útnefndur, en í fyrsta sinn komu allir leikmenn sem spila í Evrópu til greina, burtséð frá þjóðerni. Meira
28. desember 1995 | Íþróttir | 211 orð

Öruggt hjá eistnesku stúlkunum

Þær eru bæði stærri og líkamlega sterkari en við og það réði úrslitum. En við náðum samt að standa í þeim þegar við lékum á fullu og það var ljósi punkturinn," sagði Sigurður Ingimundarsson landsliðsþjálfari eftir landsleikinn gegn Eistlendingum í Keflavík í gærkvöldi þar sem Eistland sigraði örugglega 91:64, eftir að staðan í hálfeik hafði verið 46:28 gestunum í vil. Meira
28. desember 1995 | Íþróttir | 110 orð

(fyrirsögn vantar)

KRISTINN Björnsson, skíðakappi frá Ólafsfirði, hafnaði í 16. sæti í Evrópubikarmóti í svigi sem fram fór í Madonna di Campiglioá Ítalíu 20. desember. Hann hafði rásnúmer 67. Haukur Arnórssonúr Ármanni keppti einnig í mótinu en keyrði út úr brautinni og hætti. Meira

Úr verinu

28. desember 1995 | Úr verinu | 163 orð

50 tonn flutt út á 2 dögum

Í NÓGU er að snúast á vélaverkstæðinu J. Hinrikssyni ehf. Á tveimur dögum, miðvikudag og fimmtudag fyrir jól, afgreiddi fyrirtækið óvenju mikið af toghlerum til útlanda. Til Noregs fóru rúm 25 tonn, til þýska togarans Cuxhavens fór eitt sjö tonna par, og til Suður Afríku fóru sex pör og varahlutir eða samtals 17,5 tonn. Meira

Viðskiptablað

28. desember 1995 | Viðskiptablað | 941 orð

Auðlindahyggja og samdráttur

»ÍSLENDINGAR á ferð í útlöndum þurfa gjarnan að svala forvitni erlendra viðmælenda um lífshætti og kjör á þessari afskekktu eyju. Þegar talið berst að velmegun þjóðarinnar, grípa líklega flestir til þess ráðs að þakka auðugum fiskimiðum og orku fallvatnanna þessa þróun. Meira
28. desember 1995 | Viðskiptablað | 2123 orð

Betri tíð með blóm í haga? Olíumarkaðurinn Alþjóða orkumálastofnunin gerir ráð fyrir nokkurri aukningu í notkun á olíu á næsta

Olíumarkaðurinn Alþjóða orkumálastofnunin gerir ráð fyrir nokkurri aukningu í notkun á olíu á næsta ári, en framleiðsla utan Opec-samtakanna getur annað því. Það, sem m.a. veldur því, er að olíuleit og olíuvinnsla er orðin ódýrari með nýrri tækni, skrifar Guðmundur W. Vilhjálmsson. Meira
28. desember 1995 | Viðskiptablað | 139 orð

Bílar

Alls höfðu verið fluttir inn 6.417 nýir fólksbílar frá áramótum fram til 22. desember, samkvæmt upplýsingum frá Bifreiðaskoðun Íslands. Bílgreinasambandið áætlar að alls muni seljast um 80 bílar í þessari síðustu viku ársins þannig að heildarsalan í ár verði um 6.500 bílar. Þó þetta sé um 20% aukning frá 1994 þykir útkoman fremur slök. Meira
28. desember 1995 | Viðskiptablað | 72 orð

Borgin semur við Olíufélagið

INNKAUPASTOFNUN Reykjavíkurborgar hefur gert samning við Olíufélagið hf. um kaup á hreinlætispappír. Samningur þessi, sem er rammasamningur, nær til allra kaupa yfir 180 stofnana Reykjavíkurborgar á hreinlætispappír og gildir hann til tveggja ára frá 1. nóvember 1995 að telja, að því er fram kemur í frétt frá Olíufélaginu. Meira
28. desember 1995 | Viðskiptablað | 464 orð

Bóksala hefur aukist um 20% á milli ára

TALSVERÐ söluaukning varð á bókum fyrir þessi jól, en á sama tíma virðist salan vera að færast á færri hendur. Það verðstríð sem verið hefur á jólabókamarkaðnum fyrir þessi jól og jólin í fyrra virðist því hafa örvað söluna en um leið leitt til þess að smærri bóksalar hafi orðið undir í samkeppninni. Meira
28. desember 1995 | Viðskiptablað | 124 orð

Bók um samninga og skjöl

BÓKAÚTGÁFAN Framtíðarsýn ehf. hefur sent frá sér bókina Samninga og skjöl eftir Þóri Örn Árnason lögfræðing. Hér er um að ræða handbók um samninga- og skjalagerð þar sem samningar og skjöl eru sett upp eins og lög mæla fyrir um og fylgja skýringar með tilvísan til laga. Bókin nýtist jafnt fyrirtækjum sem einstaklingum. Meira
28. desember 1995 | Viðskiptablað | 445 orð

Erfiðir tímar í leikföngunum

EIGENDUR leikfangaverslana í Bandaríkjunum eiga sér sína martröð og hún er sú að sjá fyrir sér hillurnar svigna undan leikföngum en ekki nokkra sálu í búðinni. Þessi vondi draumur virðist nú hafa verið að rætast að sumu leyti en salan fyrir jólin er yfirleitt tveir þriðju af allri árssölu leikfangaverslananna. Meira
28. desember 1995 | Viðskiptablað | 429 orð

Flugleiðir með beint flug til Berlínar

ÚTLIT er fyrir að 12-13% aukning verði á sætaframboði á milli Þýskalands og Íslands næstkomandi sumar, að sögn Jóns Karls Ólafssonar, svæðisstjóra austursvæðis Flugleiða. Ferðamönnum frá Þýskalandi fjölgaði um 7% á fyrstu ellefu mánuðum þessa árs. Flugleiðir auka sætaframboð sitt um u.þ.b. Meira
28. desember 1995 | Viðskiptablað | 149 orð

Fólk Breytingar hj

Breytingar hjá Íslenskri forritaþróun BERGUR Ólafsson, 30 ára, hefur verið ráðinn sölustjóri markaðsdeildar hjá Íslenskri forritaþróun hf. (ÍF) frá 1. nóvember 1995. Hann hefur unnið í þjónustudeild fyrirtækisins undanfarin þrjú ár. Meira
28. desember 1995 | Viðskiptablað | 598 orð

Gróði af trjákvoðu minni en ætlað var?

NORRÆN trjávörufyrirtæki skila methagnaði um áramótin og verð á pappír og trjávöru heldur áfram að hækka. Þó eru hlutabréf í fyrirtækjunum talsvert minna virði en í janúar sl. og vonir um mikla uppsveiflu í pappírs- og trjákvoðugeiranum kunna að renna út í sandinn. Meira
28. desember 1995 | Viðskiptablað | 286 orð

Hljómplötusala talin hafa aukist fyrir jólin

SALA á hljómplötum nú fyrir jólin virðist hafa dreifst á mun fleiri titla en undanfarin ár en enginn einn listamaður skarar verulega fram úr. Að sögn Steinars Bergs Ísleifssonar, framkvæmdastjóra Spors, varð um 20% söluaukning á hljómplötumarkaðnum fyrstu þrjá fjórðunga ársins og kvaðst hann eiga von á því að sú aukning hafi haldið áfram í desember. Meira
28. desember 1995 | Viðskiptablað | 116 orð

Hækkun hlutabréfavísitölu 35%

Þingvísitala hlutabréfa á Verðbréfaþingi hefur hækkað um 35% frá áramótum og hefur hækkunin verið mjög svipuð og á Dow Jones hlutabréfavísitölunni á sama tíma, eins og sjá má í meðfylgjandi töflu. Dow Jones vísitalan hefur hækkað um rúmlega 33% frá því í ársbyrjun. Meira
28. desember 1995 | Viðskiptablað | 1634 orð

Ný tækifæri í austri Í Rússlandi er að finna ógrynni nýrra tækifæra nú þegar að verið er að endurreisa efnahagslíf landsins frá

RÚSSLAND er markaður sem býður upp á fjölda tækifæra, enda í örri þróun og að auki gríðarlega fjölmennur. Hins vegar hefur mörgum þótt stjórnmálaástandið þar helst til ótryggt og markaðsaðstæður full frumstæðar til þess að leggja þar út í miklar Meira
28. desember 1995 | Viðskiptablað | 601 orð

Ógnun eða tækifæri?

SÉRMERKJAVÖRUM á matvörumarkaði á eftir að fjölga verulega á næstu árum og mun sú fjölgun haldast í hendur við aukna hlutdeild verslunarkeðja á markaðnum. Þetta er skoðun Páls Kr. Pálssonar, framkvæmdastjóra Sólar hf. Meira
28. desember 1995 | Viðskiptablað | 262 orð

Samruna fyrirtækja í pappírsiðnaði spáð

PAPPÍRS- og trjákvoðuiðnaður heims stendur frammi fyrir víðtækum samruna fyrirtækja í greininni, um leið og reynt verður að draga úr kostnaði og ágangur á skóga heims eykst. Robert Wilson frá pappírsfyrirtækinu Arjo Wiggins SA sagði að greinin væri sundruð og reynt yrði að treysta stöðu hennar. Hann spáði því að umfang stærstu fyrirtækja í greininni mundi tvöfaldast fyrir 2005. Meira
28. desember 1995 | Viðskiptablað | 115 orð

Samskip fær tölvubúnað

SAMSKIP hf. hafa fest kaup á HP-Unix K-200 vél sem notuð verður til að keyra upplýsingakerfi fyrirtækisins. Kerfið verður keyrt upp á tveimur HP vélum, þeirri nýju og HP 9000 E25 sem þeir hafa notað um tíma, að því er segir í frétt. Rúm tvö ár eru liðin frá því Samskip skipti yfir í Concord hugbúnað og hafa félagið unnið að því að þróa kerfið síðan. Meira
28. desember 1995 | Viðskiptablað | 185 orð

Síldarvinnslan hf. með 13% hlutafjárins

TVEIR af stærstu hluthöfum Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf., Lífeyrissjóður Austurlands og Olís, hafa selt bréf sín í félaginu til Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað. Lífeyrissjóðurinn var fjórði stærsti hluthafi félagsins, skv. hluthafaskrá um mitt þetta ár, með 9,4% hlut, en seldi u.þ.b. þriðjung bréfanna á almennum markaði nú í haust. Meira
28. desember 1995 | Viðskiptablað | 322 orð

Skattfrelsi og áhættutrygging

INNAN evrópska efnahagssvæðisins bjóðast ýmsar skattaívilnanir sem líkjast því sem menn hafa fram til þessa tengt öllu fjarlægari löndum, þ.e. eyjum í karabíska hafinu, að sögn Michaels Nessim tryggingamiðlara, sem m.a. hefur sérhæft sig í fjárfestingum í Lúxemborg. Hann segir ýmsa athyglisverða fjárfestingarkosti að finna þar sem og á Írlandi. Meira
28. desember 1995 | Viðskiptablað | 103 orð

Sólarhringsvakt hjá Zimsen

ZIMSEN flutningsmiðlun býður viðskiptavinum nú þjónustu allan sólarhringinn. Stefnt er að því að eftirleiðis verði því hægt að bregðast skjótt við þegar koma þar vörusendingum með hraði til landsins. Fram kemur í frétt að vinnuvélar og framleiðsluvélar í iðnaði geti bilað og framleiðslan fallið niður. Í slíkum tilvikum geti hver klukkustund skipt máli. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

28. desember 1995 | Daglegt líf (blaðauki) | 306 orð

Barbí er ekki útivinnandi einstæð móðir

ÞÆR klæða dúkkurnar í glæsilega kjóla, láta þær fara út að borða, skreppa á hestbak eða í tennis, fara í kaffiboð, sund eða sinna börnunum. Sú Barbí, sem íslenskar stelpur leika sér með í dag, er ekki einstæð móðir sem gengur illa að ná endum saman eða kona sem vinnur úti allan daginn. Barbí er vel stæð heimavinnandi húsmóðir sem býr við ást og allsnægtir. Meira

Ýmis aukablöð

28. desember 1995 | Dagskrárblað | 353 orð

Hefðbundið gamlárskvöld

FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 29. desember sýnir Sjónvarpið mynd sem nefnist Vestfjarðavíkingurinn en þar er sýnt frá keppni aflraunamanna sem fram fór á Vestfjörðum í sumar. Þar á eftir kemur sígild dans- og söngvamynd með þeim Fred Astaire, Ginger Rogers og Randolph Scott í aðalhlutverkum. Laugardaginn 30. des. Meira
28. desember 1995 | Dagskrárblað | 400 orð

Teiknimyndir, tónlist og töfrabrögð

Ágamlársdag hefur Stöð 3 útsendingar klukkan níu með fjölbreyttu barnaefni. Sögusafnið er á sínum stað og sömuleiðis leikbrúðumyndin um Möggu og vini hennar. Tuttugu mínútur yfir níu hefur svo nýr breskur teiknimyndaflokkur göngu sína en hann heitir Öðru nafni hirðfíflið. Þar kynnast áhorfendur tímaflakkara og hundinum hans sem líst ekki á blikuna þegar tímavélin þeirra bilar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.