Greinar laugardaginn 30. desember 1995

Forsíða

30. desember 1995 | Forsíða | 100 orð

Dini boðar afsögn

RÍKISSTJÓRN Lambertos Dinis á Ítalíu lagði í gær síðustu hönd á fjárlögin og áttu þau að verða að lögum á miðnætti. Dini hyggst segja af sér í dag og verða þá stjórnmálaleiðtogar að ákveða fljótlega hvort boðað verður til kosninga. Meira
30. desember 1995 | Forsíða | 158 orð

Forsetaslagsmál

VARAFORSETI Ghana, Nkensen Arkaah, sakaði í gær forsetann, Jerry Rawlings, um að hafa sparkað í magann á sér og slegið sig í andlitið á ríkisstjórnarfundi. Arkaah mun hafa neitað að verða við skipun Rawlings um að víkja af fundi. "Hann barði mig ægilega fast í öxlina og ég datt á gólfið," sagði Arkaah á blaðamannafundi. Meira
30. desember 1995 | Forsíða | 185 orð

Ríkið krefst virðisaukaskatts

HUGSANLEGT er, að seljendur farsíma í Noregi fái tugmilljóna króna reikning frá stjórnvöldum vegna vangoldins virðisaukaskatts. Er ástæðan sú, að þeir hafa allt að því gefið símana gegn því, að fólk skipti við ákveðin símafyrirtæki, að sögn Aftenposten. Meira
30. desember 1995 | Forsíða | 41 orð

Skautað í Rotterdam

MIKLIR kuldar eru nú víða í Evrópu og er spáð illviðri í Bretlandi og víðar í dag. Á myndinni sést einn af íbúum Rotterdam í Hollandi notfæra sér skautasvell á fljóti við borgina í gær. Meira
30. desember 1995 | Forsíða | 72 orð

Stakk tíu manns

STARFSMAÐUR í stórmarkaði í Birmingham stakk tíu manns með hnífi í gær áður en hann var yfirbugaður. Tveir særðust alvarlega. Lögreglan fann þrjá hnífa á árásarmanninum. Ekki er vitað hvað olli þessari hegðan. "Ég sá hann stinga mann í bakið og þá hljóp ég á brott," sagði sjónarvottur. Meira
30. desember 1995 | Forsíða | 355 orð

Vill skera upp herör gegn spillingu

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, tók í gær til starfa í Kreml, í fyrsta sinn frá því hann var fluttur á sjúkrahús fyrir rúmum tveimur mánuðum vegna hjartasjúkdóms. Jeltsín sagði að skera þyrfti upp herör gegn spillingu embættismanna og áréttaði að hvergi yrði hvikað frá umbótastefnunni þrátt fyrir sigur kommúnista í þingkosningunum 17. desember. Meira

Fréttir

30. desember 1995 | Innlendar fréttir | 139 orð

5 nýir á lista stjórnar Dagsbrúnar

UPPSTILLINGARNEFND Verkamannafélagsins Dagsbrúnar hefur lagt fram tillögu sína um nýja stjórn og trúnaðarráð félagsins næsta kjörtímabil. Er þetta listi sitjandi stjórnar en hópur verkamanna hefur boðað mótframboð. Kosið verður 19. og 20. janúar. Meira
30. desember 1995 | Innlendar fréttir | 50 orð

60-70 blindflug

GUÐMUNDUR Haraldsson flugumferðarstjóri og varðstjóri í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli, segir það alrangt sem fram kom í Morgunblaðinu á fimmtudag og haft var eftir Þorgeiri Pálssyni flugmálastjóra, að aðeins séu 6-7 blindflug að jafnaði á sólarhring í innanlandsflugi yfir Íslandi. Hið rétta sé að blindflug séu yfirleitt 60-70 yfir veturinn. Meira
30. desember 1995 | Innlendar fréttir | 119 orð

Aðstoðarhótelstjóri Scandic- hótelanna

MAGNEA Þórey Hjálmarsdóttir hefur verið skipuð aðstoðarhótelstjóri beggja Flugleiðahótelanna, Scandic Hótel Loftleiða og Scandic Hótel Esju, frá og með 1. janúar nk. Meira
30. desember 1995 | Erlendar fréttir | 545 orð

Ánægja með frammistöðu Spánar

SPÆNSKA ríkisstjórnin hefur hlotið almennt lof meðal annarra aðildarríkja Evrópusambandsins fyrir það hvernig hún hefur haldið á málum það hálfa ár, sem hún hefur veitt ráðherraráði sambandsins formennsku. Spánverjar hafa náð flestum þeim markmiðum, sem þeir settu sér áður en þeir tóku við formennskunni. Meira
30. desember 1995 | Innlendar fréttir | 207 orð

Blindir hringja ókeypis í símaskrá

BLINDIR munu á nýju ári geta hringt ókeypis heiman frá sér í 118, númer símaskrárinnar. Helgi Hjörvar framkvæmdastjóri Blindrafélagsins segir það mikinn áfanga að þetta gamla baráttumál skuli verða orðið að veruleika. Hann segir að um áratugaskeið hafi rík áhersla verið lögð á að gera bækur aðgengilegar, með blindraletursútgáfum og útgáfu hljóðbóka. Meira
30. desember 1995 | Innlendar fréttir | 143 orð

Breytingar í utanríkisþjónustunni

TVEIR sendiherrar taka við forstöðu sendiráða erlendis í fyrsta skipti um áramótin, Róbert Trausti Árnason í Kaupmannahöfn og Hörður H. Bjarnason í Stokkhólmi. Róbert Trausti Árnason, sendiherra tekur við starfi sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn 1. janúar 1996 í stað Ólafs Egilssonar, sendiherra sem kemur til starfa í utanríkisráðuneytinu á sama tíma. Hörður H. Meira
30. desember 1995 | Innlendar fréttir | 133 orð

Dregið í getraun Jólabrags

VERZLUNAREIGENDUR við Laugaveginn gáfu út auglýs ingablað sem heitir Jólabragur og var því dreift með Morgunblaðinu þann 9. desember sl.. Í blaðinu var m.a. jólagetraun og fengu tíu vinningshafar vinning að upphæð kr. 5.000. Spurningin var þessi: Hvaða jólasveinn kemur síðastur til byggða. Meira
30. desember 1995 | Innlendar fréttir | 98 orð

Ekki hægt að óska nafnleyndar

Í frétt frá forsætisráðuneytinu segir að í þessu felist að skylt verði að veita upplýsingar um nöfn og starfsheiti umsækjenda um opinberar stöður eftir að umsóknarfrestur er liðinn ef þess er farið á leit af fjölmiðlum eða almenningi og sérstök þagnarskylduákvæði í lögum eru ekki í veginum. Meira
30. desember 1995 | Innlendar fréttir | 275 orð

Falast eftir Funa

ÁHUGAMENN um uppbyggingu sorpbrennslustöðvarinnar Funa á Ísafirði, sem gjöreyðilagðist í snjóflóði í október síðastliðinn, hafa sent bæjarráði Ísafjarðar bréf, þar sem óskað er eftir viðræðum um hugsanleg kaup þeirra síðarnefndu á rústum stöðvarinnar. Meira
30. desember 1995 | Innlendar fréttir | 602 orð

Félagsmálaráðherra segir ályktun skiljanlega

VERKALÝÐSFÉLAG Húsavíkur hefur gefið út ályktun þar sem "hugmyndum um að flytja inn útlendinga til starfa í fiskvinnslu á Íslandi" er mótmælt. Í ályktuninni, sem sprottin er af fréttum um að fyrirtækið Íslensk ígulker á Suðurnesjum hyggist ráða erlent starfsfólk í störf, sem Íslendingar fáist ekki til að vinna, Meira
30. desember 1995 | Innlendar fréttir | 64 orð

Fjórir árekstrar í Ártúnsbrekku

FJÓRIR árekstrar með níu bílum urðu á sama tíma í Ártúnsbrekku upp úr klukkan hálfátta í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík er talið að árekstrarnir hafi orðið vegna hálku. Engin slys urðu á mönnum í árekstrunum. Eina bifreið þurfti að fjarlægja með krana, en hinar voru lítið skemmdar. Bílarnir voru á leið niður brekkuna þegar árekstrarnir áttu sér stað. Meira
30. desember 1995 | Erlendar fréttir | 216 orð

Flugrekstur og þjálfun flugmanna endurskoðuð

DAVID Hinson forstjóri bandaríska loftferðaeftirlitsins (FAA) segir, að flugrekstur og flugmannaþjálfun American Airlines verði tekin til skoðunar hjá stofnuninni vegna flugslyssins í Kólumbíu fyrir jól þar sem Boeing-757 þota félagsins flaug á fjall. Meira
30. desember 1995 | Innlendar fréttir | 111 orð

Framkæmdir við Ártúnsbrekku boðnar út

VEGAGERÐIN hefur auglýst útboð á framkvæmdum við tvöföldun vegarins í Ártúnsbrekku í Reykjavík. Verkinu á að vera lokið fyrir 1. október í haust. Vegurinn verður breikkaður frá Höfðabakka og vestur fyrir Elliðaárbrúna. Meira
30. desember 1995 | Innlendar fréttir | 339 orð

Full framkvæmd EES

ÝMSAR reglur samningsins um Evrópskt efnahagssvæði taka gildi hér á landi um áramótin. Í sumum tilvikum er um það að ræða að aðlögunartími að ákvæðum samningsins rennur út, en í öðrum tilfellum bætast nýjar reglur við samninginn. Þá tekur Ísland við formennsku í EFTA og stjórnarnefnd Evrópska efnahagssvæðisins nú um áramótin. Meira
30. desember 1995 | Erlendar fréttir | 194 orð

Gaddur í Glasgow

METFROST var víða á Bretlandseyjum í gær og veðurfræðingar spáðu því að gaddurinn ætti jafnvel eftir að aukast. Frostið mældist 20 gráður í Glasgow í gær og hefur aldrei verið meira. Í Aberdeen var frostið 15 stig sem er mesti kuldi sem þar hefur mælst í desember. Meira
30. desember 1995 | Innlendar fréttir | 109 orð

Gilsfjarðarvegur boðinn út

LAGNING vegar yfir Gilsfjörð hefur verið boðin út hjá Vegagerðinni. Áætlað er að framkvæmdir geti hafist á næsta ári og verði að fullu lokið 15. ágúst 1999. Gert er ráð fyrir þeim möguleika að ljúka framkvæmdum ári fyrr og er tilboðs óskað í báða möguleika. Umferð verður hleypt á veginn fyrir 1. desember 1998 eða ári fyrr ef framkvæmdum verður flýtt. Meira
30. desember 1995 | Innlendar fréttir | 256 orð

Guðmundur E. Sigvaldason hlýtur heiðursverðlaun

STJÓRN verðlaunasjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright hefur veitt dr. Guðmundi E. Sigvaldasyni jarðefnafræðingi og forstjóra Norrænu eldfjallastöðvarinnar heiðursverðlaun sjóðsins fyrir árið 1995. Guðmundur hlýtur verðlaunin fyrir leiðandi starf á sviði jarðefnafræði- og eldfjallarannsókna. Meira
30. desember 1995 | Innlendar fréttir | 195 orð

Háskólabíó frumsýnir myndina Prest

HÁSKÓLABÍÓ frumsýnir í dag kvikmyndina Prest (Priest) eftir leikstjórann Antoniu Bird með Linus Roache í aðalhlutverki. Faðir Greg er ungur kaþólskur prestur, myndarlegur og kappsfullur, sem finnur að hefðbundnum skoðunum hans er ekki vel tekið í nýju sókninni. Honum er brugðið að uppgötva að samprestur hans, faðir Matthew, býr með konu fyrir opnum tjöldum. Meira
30. desember 1995 | Erlendar fréttir | 89 orð

Hátækniskúta fyrst í mark

Hátækniskúta fyrst í mark Reuter BANDARÍSKA stórskútan Sayonara siglir yfirmarklínuna í hinni árlegu kappsiglingu fráSydney til Hobart í Ástralíu, sem nú fór framí 51. sinn. Meira
30. desember 1995 | Innlendar fréttir | 1019 orð

Heildartekjur bæjarsjóðs 843,5 milljónir árið 1996

FJÁRHAGSÁÆTLUN Garðabæjar hefur verið lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Áætlaðar heildartekjur bæjarsjóðs eru 843,5 milljónir króna sem er um 5% hækkun miðað við áætlun ársins 1995. Áætluð rekstrargjöld fyrir árið 1996 eru um 625,2 milljónir króna og er það um 6,3% hækkun milli ára. Tekjur Meira
30. desember 1995 | Innlendar fréttir | 670 orð

"Held að þjóðfélagið verði sátt"

SAMKOMULAG náðist í deilu flugumferðarstjóra og ríkis laust fyrir klukkan 20 í gærkvöldi eftir að sátt tókst um innanhússtillögu Þóris Einarssonar ríkissáttasemjara sem hann lagði fram til lausnar deilunni. Flugumferðarstjórar boðuðu síðan almennan félagsfund klukkan 20 í gærkvöldi þar sem samningurinn var borinn undir atkvæði. Meira
30. desember 1995 | Innlendar fréttir | 306 orð

Hlutabréfasala til almennings sló öll fyrri met

SALA hlutabréfa til almennings í gær er talin hafa slegið öll fyrri met, en þá rann út frestur einstaklinga til nýta sér skattaafslátt með hlutabréfakaupum á árinu 1995. Um kl. 16.30 námu heildarviðskipti dagsins um 460 milljónum króna, en þar af nam sala bréfa í hlutabréfasjóðum 292 milljónum. Meira
30. desember 1995 | Erlendar fréttir | 220 orð

Íslendingar eyða mestu

VERSLUNIN í Bretlandi hefur verið mjög lífleg í vetur og sérstaklega nú um jólin. Vegna þess hve gengið á pundinu er lágt hefur fólk frá meginlandinu og víðar að flykkst til landsins í von um góð kaup og og ef það eru einhverjir, sem skera sig úr í þessum hópi, þá eru það Norðmenn og Íslendingar. Þeir virðast hafa meiri fjárráð en aðrir. Meira
30. desember 1995 | Innlendar fréttir | 177 orð

Jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar

"ÞAU umskipti hafa orðið, að í stað þess að verða að draga fiskinn út úr Rússum, þá er nú gott jafnvægi á milli framboðs þeirra og eftirpurnar hér á landi," sagði Jón Sigurðarson hjá Fiskafurðum hf. í samtali við Morgunblaðið í gær um "meiri þíðu í samskiptum" Rússa og Íslendinga" Jón sagði að greinilega væri nú miklu meiri áhugi hjá Rússum á fisksölu til Íslands. Meira
30. desember 1995 | Miðopna | 1088 orð

Jón Þór og Anna Ósk vinsælustu nafngiftir árið 1995

EKKI kemur á óvart að Jón sé í fyrsta sæti yfir vinsælasta nafnið á árinu enda hefur það lengi verið meðal alvinsælustu nafna á Íslandi. Árið 1989 báru 6.694 karlar nafnið og þar af 841 sem síðara nafn af tveimur. Talið er að Jón biskup Ögmundsson hafi fyrstur borið nafnið en hann fæddist árið 1052. Meira
30. desember 1995 | Erlendar fréttir | 191 orð

Karl gallharður að kvænast ekki

KARL Bretaprins er gallharður á því að hann hafi engin áform um að kvænast aftur, að sögn talsmanns bresku hirðarinnar. Í höllu drottningar ríkir gremja í garð fjölmiðla sem slegið hafa því upp að vinkona Karls, Camilla Parker Bowles, sé ákveðin í að giftast honum. Meira
30. desember 1995 | Innlendar fréttir | 245 orð

Kosningin kærð til ráðherra

MÍNIR umbjóðendur vilja ekki sætta sig við þessar niðurstöður og því hefur verið ákveðið að vísa úrskurði biskups til dóms- og kirkjumálaráðherra," sagði Ingimundur Einarsson lögmaður sem fer með mál 5 sóknarbarna sem ekki vilja sætta sig við framkvæmd kosningar um byggingu nýs safnaðarheimilis á kirkjulóðinni í Keflavík. Meira
30. desember 1995 | Innlendar fréttir | 219 orð

Kvóti gefinn út með Færeyingum

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir flest benda til þess að Ísland og Færeyjar gefi út sameiginlegan síldarkvóta fyrir næsta ár líkt og löndin gerðu á þessu ári. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru mestar líkur á að kvótinn verði ákveðinn 330 þúsund tonn og að í hlut Íslands komi 240-250 þúsund tonn. Meira
30. desember 1995 | Innlendar fréttir | 376 orð

Laun hækka um 10,3% og hagræðing næst

MIKILL meirihluti félagsmanna í Félagi íslenskra flugumferðarstjóra samþykkti seint í gærkvöldi kjarasamning þann sem gerður var á milli félagsins og ríkisins laust fyrir klukkan 20. Á sjötta tug félagsmanna sótti fundinn en um níutíu manns eru í félaginu. Meira
30. desember 1995 | Erlendar fréttir | 295 orð

Leeson áfrýjar ekki NICK Leeson, sem knésetti Baringsbanka

NICK Leeson, sem knésetti Baringsbanka með áhættuviðskiptum sínum, hefur ákveðið að áfrýja ekki sex ára fangelsisdómi sem hann fékk í Singapore. Þetta var haft eftir lögfræðingum hans í gær, en fresturinn til að áfrýja dómnum rennur út í dag. Meira
30. desember 1995 | Innlendar fréttir | 345 orð

Lífeyrisskuldbindingar

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Birgi Birni Sigurjónssyni, framkvæmdastjóra BHMR: Í leiðara Morgunblaðsins í dag, 29.12. 1995, Er því haldið fram að heildarsamtök opinberra starfsmanna eins og BSRB, BHM og Kennarasambandið velti lífeyrisskuldbindingum vegna starfsmanna sinna yfir á ríkissjóð. Þetta er rangt. Meira
30. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 151 orð

Messur og samkomur

AKUREYRARPRESTAKALL: Messað verður að Hlíð gamlársdag kl. 16. Kór aldraðra syngur undir stjórn Sigríðar Schíöth. Aftansöngur verður í Akureyrarkirkjku gamlárskvöld kl. 18. Þuríður Baldursdóttir syngur einsöng. Hátíðarguðsþjónusta verður í Akureyrarkirkju nýársdag kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta verður á FSA kl. 17. Meira
30. desember 1995 | Innlendar fréttir | 660 orð

Milljarða lífeyrisskuldbindingar skilgreindar

MAGNÚS Pétursson, ráðuneytisstjóri og formaður nefndar um skipan lífeyrissmála við tilflutning verkefna milli opinberra aðila, segist telja yfirgnæfandi líkur á að farið verði að þeirri tillögu nefndarinnar að sveitarfélögin beri ábyrgð á lífeyrisskuldbindingum kennara eftir 1. ágúst 1996. Meira
30. desember 1995 | Innlendar fréttir | 67 orð

Morgunblaðið/Magnús MagnússonSímaklefi sprengdur

PÖRUPILTAR á tvítugsaldri sprengdu símaklefa á Hólmavík um miðnætti í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að hann er gjörónýtur. Þeir notuðu heimatilbúna sprengju við verkið og var krafturinn svo mikill að brot út klefanum þeyttist í framrúðu bíls sem var á ferð um 20 metra í burtu og mölvaði hana. Meira
30. desember 1995 | Innlendar fréttir | 33 orð

Nýársgleði á Kaffi Reykjavík

Á NÝÁRSKVÖLD mun hljómsveitin Hálft í hvoru halda uppifjöri á Kaffi Reykjavík til kl. 03.00. Húsið verður opnað kl.18.00 og er matur framreiddur frá kl. 19.00. Venjulegt verð áöllum veitingum. Meira
30. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 261 orð

Ný brú og bakki og skipið lengt um 6 m

Á NÆSTA ári verður ráðist í umfangsmiklar breytingar á nótaskipinu Súlunni EA frá Akureyri og verður verkið unnið í Póllandi. Skipið verður lengt um 6 metra, sett á það ný brú með hæð fyrir neðan og bakki. Nýr dekkkrani verður settur í skipið svo og nótakranaleggjari og borðsalurinn verður lagfærður. Heildarkostnaður við verkið er í kringum 100 milljónir króna. Meira
30. desember 1995 | Akureyri og nágrenni | 322 orð

Nýr formaður kosinn að ári?

AÐALFUNDUR Sjómannafélags Eyjafjarðar var haldinn í gær og sóttu fundinn um 50 félagsmenn. Fundurinn var hinn rólegasti og fór vel fram að sögn Konráðs Alfreðssonar formanns. Þó gekk Halldór Óttarsson, fyrrum stjórnarmaður í Sjómannafélaginu, af fundi og hann staðfesti í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að hann myndi mæta með lista í stjórnarkjör að ári, þar sem hann yrði formannsefni. Meira
30. desember 1995 | Innlendar fréttir | 85 orð

Samleikur afa og stráksa

"HANN byrjar yngri en ég og fær tilsögn, sonarsonurinn og nafni," sagði Haraldur Björnsson, harmoníkuleikari á Húsavík, sem fyrir 66 árum ­ 1929 ­ hélt harmoníkutónleika með Marinó Sigurðssyni í Nýja Bíó í Reykjavík. "Það eru nú um 70 ár sem ég hefi þanið harmoníkuna, en þótt fingurnir séu ekki mjög farnir að stirðna, plagar mig asmi og lungnaþan. Meira
30. desember 1995 | Miðopna | 1197 orð

Sendiherra segir frá

ANATOLÍJ Dobrynin var í tæp 25 ár sendiherra Sovétríkjanna í Bandaríkjunum. Hann var ætíð dyggur málsvari kommúnismans og þjóðar sinnar og þurfti oft að verja vafasaman málstað á dögum kalda stríðsins. Dobrynin hefur nú gefið út endurminningar sínar sem nefnast á ensku "In Confidence" (Times Books/Random House 672 bls. Meira
30. desember 1995 | Innlendar fréttir | 44 orð

Sigmund í fríi

SIGMUND er ekki á sínum stað í Morgunblaðinu í dag og var reyndar líka í fríi í gær. Hann mun hins vegar mæta tvíefldur til leiks á morgun, gamlársdag, bæði á sínum stað á þessari blaðsíðu og svo á forsíðu B-blaðsins. Meira
30. desember 1995 | Innlendar fréttir | 135 orð

Slökkviliðsmenn vilja samstarf við lögreglu

Á FUNDI sem deild Landssambands slökkviliðsmanna hjá Slökkviliði Reykjavíkur hélt á fimmtudag, var samþykkt tillaga um að tekið verði upp samstaf við lögreglu vegna áformaðrar framkvæmdar við upptöku samræmdrar neyðarsímsvörunar í landinu. Fundurinn átaldi vinnubrögð stjórnvalda við að koma henni á fót. Meira
30. desember 1995 | Innlendar fréttir | 32 orð

Sniglar gefa leikföng

Sniglar gefa leikföng SNIGLARNIR, Bifhjólasamtök lýðveldisins, færðu Barnaspítala Hringsins leikföng að gjöf á Þorláksmessu en það er orðin hefð þar á bæ að gefa ágóðann af árlegu jólaballi þeirra til góðgerðarmála. Meira
30. desember 1995 | Erlendar fréttir | 144 orð

Takmarka aðgang að klámi

BANDARÍSKA tölvufyrirtækið CompuServe hefur ákveðið að takmarka aðgang að klámfengnu efni sem það sér um að miðla á Alnetinu (Internet), að kröfu þýskra ríkissaksóknara. Að aflokinni rannsókn á því efni sem til boða stóð á netinu kröfðust þýsk yfirvöld þess af af CompuServe, að fyrirtækið lokaði 200 svonefndum umræðuhópum á Alnetinu. Meira
30. desember 1995 | Erlendar fréttir | 119 orð

Tietmeyer vongóður fyrir hönd Frakka

HANS Tietmeyer, forseti bankastjórnar þýzka seðlabankans, Bundesbank, segist telja að Frakklandi muni takast að uppfylla skilyrðin fyrir þátttöku í Efnahags- og myntbandalagi Evrópuríkja (EMU) fyrir árið 1999, er sameiginleg Evrópumynt verður tekin upp. Meira
30. desember 1995 | Erlendar fréttir | 74 orð

Tilræði í Grozní

EINN maður að minnsta kosti beið bana og um tugur særðist í öflugri sprengingu í Grozní, höfuðborg Tsjetsjníju, í gær. Yfirmaður lögreglunnar í Lenínskíj- hverfinu og bílstjóri hans særðust lífshættulega í sprengjutilræðinu, sem átti sér stað skammt frá byggingu innanríkisráðuneytisins í Grozní. Meira
30. desember 1995 | Innlendar fréttir | 173 orð

Tvöfalt fleiri banaslys en í fyrra

Á ÞESSU ári hafa 84 Íslendingar látist í slysum hérlendis og erlendis og tveir erlendir gestir hafa að auki farist hér á landi. Eru því 86 einstaklingar tilgreindir í bráðabirgðayfirliti Slysavarnafélags Íslands um banaslys á þessu ári. Eru það nærri tvöfalt fleiri en fórust á síðasta ári þegar 44 létust af slysförum. Meira
30. desember 1995 | Erlendar fréttir | 511 orð

Vaxandi áhyggjur af lýðræðinu í Slóvakíu

VÍÐA á Vesturlöndum hafa menn nú vaxandi áhyggjur af framþróun lýðræðisins í Slóvakíu. Einræðistilburðir þykja einkenna stjórn Vladimirs Meciars, forsætisráðherra landsins, sem bregst við með því að væna erlend ríki um yfirgang og ógnanir. Meira
30. desember 1995 | Innlendar fréttir | 781 orð

Verðlækkanir fyrirsjáanlegar

FLUGLEIÐIR hafa verið að fjölga áætlunarstöðum sínum í Evrópu að undanförnu. Nú síðast tilkynnti félagið að það hyggðist taka upp beint flug til Berlínar. Þá hefur það einnig gert samstarfssamning við þýska flugfélagið LTU, þannig að flugnúmer beggja flugfélaga verða skráð á flug þeirra frá Munchen og Berlín. Meira
30. desember 1995 | Innlendar fréttir | 175 orð

Vigdís Finnbogadóttir 2.000. styrktarforeldrið

FORSETI Íslands, Vigdís Finnbogadóttir, varð nýlega tvöþúsundasti Íslendingurinn til að styrkja SOS barnaþorpin með föstu, mánaðarlegu framlagi. Styrkur hennar mun fyrst um sinn renna til barnaþorpsins Keila í Eistlandi. Meira
30. desember 1995 | Innlendar fréttir | 348 orð

"Vísa aðdróttunum og ásökunum á bug"

ÞORGEIR Pálsson flugmálastjóri hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann "vísar aðdóttunum og ásökunum formanns" Félags íslenskra atvinnuflugmana á bug, sem fram komu í frétt Morgunblaðsins í gær. Meira
30. desember 1995 | Innlendar fréttir | 136 orð

Vísbendingar en óvíst um gagn

NOKKUR viðbrögð urðu við heiti bankastjórnar Búnaðarbanka um að veita einnar milljónar krónu verðlaun fyrir upplýsingar, sem leiddu til handtöku þeirra, sem rændu útibú bankans við Vesturgötu í Reykjavík 18. desember. Meira
30. desember 1995 | Innlendar fréttir | 284 orð

(fyrirsögn vantar)

SAMANTEKT FÉLAGSVÍSINDASTOFNUNAR Á SÖLU BÓKA FYRIR JÓLIN 1995. 20.­24. DESEMBER 1995. Meira

Ritstjórnargreinar

30. desember 1995 | Leiðarar | 553 orð

Leiðari ALMANNAHAGUR OG VÍSITÖLUR EIGAMESTA breytingin, se

Leiðari ALMANNAHAGUR OG VÍSITÖLUR EIGAMESTA breytingin, sem Alþingi gerði á tekjuskattslögunum fyrir jólin, var afnám ákvæða þess efnis, að persónuafsláttur og ýmsar bótagreiðslur hækki um mitt árið í hlutfalli við hækkun lánskjaravísitölu. Meira
30. desember 1995 | Staksteinar | 319 orð

»Vextir og atvinnulíf HIÐ háa vaxtastig sem er við lýði á Íslandi ber vitni

HIÐ háa vaxtastig sem er við lýði á Íslandi ber vitni um afar aðhaldssama stefnu Seðlabankans í peningamálum, segir í ritinu "Af vettvangi". Slæm tíðindi Í FORUSTUGREIN í fréttablaði VSÍ er fjallað um vexti sem hagstjórnartæki. Þar segir í upphafi: "Undanfarið hefur sú vaxtalækkun sem hófst í vetrarbyrjun stöðvast og gengið til baka að hluta. Meira

Menning

30. desember 1995 | Fólk í fréttum | 42 orð

Gere kominn með nýja

Gere kominn með nýja OFURFYRIRSÆTAN Cindy Crawford var hvergi sjáanleg á árshátíð tískuhönnuða í New York nýlega. Hins vegar mætti fyrrverandi eiginmaður hennar, Richard Gere, í fylgd með nýrri dömu, Lisu Love. Þetta var í fyrsta skipti sem þau sáust opinberlega saman. Meira
30. desember 1995 | Fólk í fréttum | 249 orð

Gyðjur kvikmyndanna

"EF MAÐUR er kynþokkafullur þarf maður ekki að geta leikið," sagði Raquel Welch einu sinni. Jean Harlow, Brigitte Bardot, Jayne Mansfield, Sophia Loren, Kim Basinger, Sharon Stone, Raquel Welch, Pamela Anderson, Lana Turner, Marilyn Monroe og Carroll Baker. Þessar leikkonur eiga það sameiginlegt að hafa náð frama vegna útlitsins og framkomunnar, frekar en leikhæfileika. Meira
30. desember 1995 | Fólk í fréttum | 64 orð

Íslenska mafían frumsýnd

Íslenska mafían frumsýnd LEIKRITIÐ Íslenska mafían eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson var frumsýnt í Borgarleikhúsinu síðastliðið fimmtudagskvöld. Ljósmyndari Morgunblaðsins kom þar við og tók þessar myndir af ánægðum frumsýningargestum. Meira
30. desember 1995 | Fólk í fréttum | 71 orð

Kennarar í hálfa öld

ÞÆR STÖLLUR, Guðrún J. Vigfúsdóttir og Guðrún Bergþórsdóttir, minntust þess nýlega að 50 ár eru liðin frá útskrift þeirra sem vefnaðarkennarar. Árið 1943 var stofnuð vefnaðarkennaradeild við Húsmæðraskólann á Hallormsstað, í tíð skólastjórans Sigrúnar P. Blöndal. Þaðan útskrifuðust þær nöfnur árið 1945, sem fyrstu vefnaðarkennarar menntaðir hér á landi. Meira
30. desember 1995 | Fólk í fréttum | 102 orð

Miðnætursýningar í 5 kvikmyndahúsum

GAMANMYNDIN "Ace Ventura: When Nature Calls" verður forsýnd í kvöld á miðnætti. Um er að ræða sýningar í fimm stórum sýningarsölum, stærstu sölum Bíóhallarinnar, Bíóborgarinnar, Sagabíós, Nýja bíós í Keflavík og Borgarbíós á Akureyri. Meira
30. desember 1995 | Fólk í fréttum | 89 orð

Skemmtikvöld í Hafnarfirði

EKKI ALLS fyrir löngu stóð líkamsræktarstöðin Hress fyrir skemmtikvöldi á Boganum í miðbæ Hafnarfjarðar. 14 manna gospelkór söng sálma og jólalög, en hressileg framkoma hans vakti athygli gesta. Þórunn Stefánsdóttir söng nokkrar aríur og þegar leið á kvöldið voru veitt verðlaun fyrir bestu uppskriftir í uppskriftasamkeppni ársins. Meira

Umræðan

30. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 315 orð

Að horfast í augu við sorgina

JÓLIN eru tími samveru og sameiningar á meðal okkar. Það fer því ekki hjá því að þeir er hafa séð á bak ástvinum sínum yfir móðuna miklu á árinu, þurfi að upplifa tómleikatímabil. Þessi tilfinning er sterk um þeetta leyti, það er því styrkur hverjum og einum að finna kærleik í einni eða annarri mynd um hátíðarnar. Eitt símtal, til dæmis getur veitt styrk, þeim er syrgir. Meira
30. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 400 orð

Athugasemdir við skrif Ólínu Þorvarðardóttur

ÉG HLÝT að þakka Ólínu Þorvarðardóttur fyrir umsögn í Morgunblaðinu 12. þ.m., um bækur mínar tvær: Hugarflug og Myndir í sandinn, þótt ég sé henni í flestum tilfellum ósammála. Um dóm Ólínu á ljóðunum finnst mér eiga við það sem ég hef áður sagt á öðrum stað: "Margir fræðingar, sem skrifa og tala um bækur, halda því fram að ljóð sé og eigi að vera mynd í huga skálds, helst svo knöpp og óljós, Meira
30. desember 1995 | Aðsent efni | 1948 orð

Fiskifélag Íslands

NÚ Í lok ársins 1995 er við hæfi að líta um öxl og horfa yfir farinn veg. Í sjávarútvegi varð árið um margt eftirminnilegt og ber þar hæst að samningar náðust á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um veiðar á úthöfunum. Einnig að nokkuð þokaðist í samningum okkar við Norðmenn og Rússa um veiðar í Barentshafi. Þar er þó lokakaflinn eftir og getur hann reynst okkur mjög torsóttur. Meira
30. desember 1995 | Aðsent efni | 1593 orð

Fræðingar á villigötum?

ÞAÐ ER gleðiefni fyrir íslensku þjóðina að þorskstofninn skuli loksins vera farinn að rétta úr kútnum. En það er ekki jafn mikið gleðiefni fyrir okkur sem grunar að lítill afrakstur stofnins undanfarin ár stafi af rangri fiskveiðistjórnun að þurfa að hlusta á forstjóra Hafrannsóknastofnunar þakka "vernduninni" þann árangur sem virðist vera að nást. Meira
30. desember 1995 | Aðsent efni | -1 orð

Harmleikur kirkjunnar

VEGNA furðuorða séra Flóka Kristinssonar í Morgunblaðinu 22. des. sl., þar sem skilja má, af orðum hans, að hann hafi hreinlega verið blekktur til að sækja um Langholtssöfnuð, menn talið honum trú um, að þar væri starf með blóma, hins vegar reynst rústin ein, er eg knúinn til að bera skjöld fyrir starfsfólkið. Meira
30. desember 1995 | Aðsent efni | 585 orð

Hugvitsmaðurinn Hjörtur Þórðarson

AÐ kvöldi nýársdags sýnir Sjónvarpið mynd Tages heitins Ammendrup um Hjört Þórðarson, raffræðing og hugvitsmann í Chicago. En hver var hann? Hann fæddist á Stað í Hrútafirði 1867. Foreldrar hans voru Þórður Árnason, bóndi á Bjarnastöðum í Hvítársíðu og síðar á nokkrum stöðum í Hrútafirði, og kona hans Guðrún Grímsdóttir frá Grímsstöðum í Reykholtsdal. Meira
30. desember 1995 | Aðsent efni | 984 orð

Platína finnst í Hraundranga

Í Þingvallaþjóðgarði hefur vegagerð tekist vel. Vegurinn þræðir milli hæða, þar er augnayndi mosinn ósnortinn allt að vegbrún. Mannanna verk fara vel í landi. Vegur um Grábrókarhraun í Norðurárdal er einnig vistrænn. Þegar ekið er frá Keflavík til höfuðborgarinnar, þá er frágangur með vegi þokkalegur lengstaf. Meira
30. desember 1995 | Aðsent efni | 795 orð

Svar Snorra H. Jóhannessonar á Augastöðum

TILEFNI þessara skrifa minna er útvarpsviðtal sem tekið var við Snorra 12. nóvember, þar sem Snorri lét móðan mása um rjúpnaveiðar í Borgarfirði. Það skal tekið fram strax í upphafi að Snorri á Augastöðum er þekktur skotveiðimaður og þeir eru eflaust ekki margir rjúpnaveiðimennirnir á Íslandi sem veiða fleiri rjúpur en hann. Meira
30. desember 1995 | Bréf til blaðsins | 1078 orð

Svar til sóknarbarna, Sjafnar Friðriksdóttur og Skúla Jóns Sigurðssonar

MARGT hefur verið um mig rætt í fjölmiðlum síðustu daga og persóna mín lögð fyrir dóm þjóðarinnar. Þessa athygli hef ég ekki kosið mér sjálfur og harma hana. Margt af því sem sagt hefur verið um mig dæmir sig sjálft, ég hef ekki viljað elta ólar við köpuryrði og reiðilestur ákveðinna einstaklinga. Meira
30. desember 1995 | Aðsent efni | 1129 orð

Verslun í víking!

VERSLUN er einn vænlegasti vaxtarbroddur íslensks atvinnulífs og því ánægjulegt að ýmis framfaramál verslunar hafa náð fram að ganga á liðnu ári. Þar má nefna gildistöku GATT-samkomulagsins og að áhrif EES eru farin að segja til sín á jákvæðan hátt fyrir íslensk verslunarfyrirtæki þrátt fyrir mótstöðu "kerfisins". Þetta hefur leitt til að einkaaðilum er nú heimil m.a. Meira
30. desember 1995 | Aðsent efni | 1543 orð

Þörf á samstilltu átaki

MANNSKAÐARNIR á Vestfjörðum setja skugga á árið 1995 og minna á hversu harðbýlt land okkar er og hve mikilvægt er að þjóðin standi saman þegar á reynir. Djúpur harmur er kveðinn að mörgum vegna þessara og annarra slysfara. Það er umhugsunarvert að við slík váleg tíðindi virðist allt dægurþras vera sem hjóm og hjal og varla ómaksins vert. Meira

Minningargreinar

30. desember 1995 | Minningargreinar | 674 orð

Alfreð Hafsteinn Aðalbjarnarson

Þegar fréttir berast um andlát góðs vinar leitar hugurinn gjarnan til baka og minningar um gengin spor og unnin störf rifjast upp. Þannig fór mér þegar Olla hringdi til mín að morgni 11. desember og sagði mér andlát Alla mágs míns. Ekki ætla ég að rekja það sem upp í hugann kom, en allt var það mjög á betri veginn og hygg ég að svo hafi orðið um langflesta er til hans þekktu. Meira
30. desember 1995 | Minningargreinar | 25 orð

ALFREÐ HAFSTEINN AÐALBJARNARSON Alfreð Hafsteinn Aðalbjarnarson fæddist 12. júní 1920. Hann lést í sjúkrahúsinu á Neskaupstað

ALFREÐ HAFSTEINN AÐALBJARNARSON Alfreð Hafsteinn Aðalbjarnarson fæddist 12. júní 1920. Hann lést í sjúkrahúsinu á Neskaupstað 11. desember síðastliðinn og fór útförin fram 18. desember. Meira
30. desember 1995 | Minningargreinar | 1018 orð

Guðjón Kristmundsson

Árin líða eitt af öðru, engin stöðvar tímans endalausa nið. Gamlir vinir kveðja einn af öðrum eftir jarðlífsgöngu sína. Nú rétt fyrir jólahátíðina var mér tilkynnt um andlát gamals vinar. Guðjóns Kristmundssonar sem oft var kenndur við jörðina Másstaði í Vatnsdal. Við brottför þessa gamla vinar, koma fram í huga minn margar minningar frá löngu liðnum árum. Meira
30. desember 1995 | Minningargreinar | 82 orð

GUÐJÓN KRISTMUNDSSON

GUÐJÓN Kristmundsson var fæddur á Hjallalandi í Vatnsdal 31. mars árið 1907. Hann lést á sjúkrahúsinu á Blönduósi 22. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristmundur Líndal Jónsson, Auðólfsstöðum í Langadal, f. 11.6. 1867, d. 16.2. 1910, og Ólafía María Guðmundsdóttir, f. 9.9. 1877, d. 23.7. 1954. Systkini Guðjóns eru Kristín, f. 13.10. 1908, d. 25.11. Meira
30. desember 1995 | Minningargreinar | 99 orð

Guðrún Jónasdóttir

Við systur viljum nota tækifærið til að þakka öllu starfsfólki á Hvítabandinu fyrir frábæra hjúkrun og aðhlynningu móður okkar. Guð blessi ykkur. Sigríður og Ásta Tryggvadætur. Meira
30. desember 1995 | Minningargreinar | 26 orð

GUÐRÚN JÓNASDÓTTIR

GUÐRÚN JÓNASDÓTTIR Guðrún Jónasdóttir fæddist í Reykjavík 22. apríl 1908. Hún lést í Reykjavík 13. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 22. desember. Meira
30. desember 1995 | Minningargreinar | 285 orð

Hilmar Fenger

Hilmar Fenger, heiðursfélagi Félags íslenskra stórkaupmanna og fyrrum formaður þess, var mikill félagsmálamaður og trúnaðarstörf sem hann gegndi fyrir stétt sína og ýmis þau félagasamtök er voru honum hugleikin eru ótrúlega mörg, ekki síst þegar haft er í huga, að jafnframt stýrði hann í þrjá áratugi einni stærstu heildverslun landsins. Meira
30. desember 1995 | Minningargreinar | 26 orð

HILMAR FENGER

HILMAR FENGER Hilmar Fenger fæddist í Reykjavík 29. september 1919. Hann lést á Landspítalanum 23. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 29. desember. Meira
30. desember 1995 | Minningargreinar | 383 orð

Ingigerður Jóhannsdóttir

Lengst af búskaparárum sínum bjuggu Einar og Inga, eins og þau voru kölluð í Hafnarfirði, á Strandgötu 58, í litlu húsi þar sem Gráni gamli stóð fyrir utan, en það var vörubíll með tréhúsi af Ford-gerð. Hef ég grun um að hann skipi hlutverk í fornbílaflota landsins enn. Meira
30. desember 1995 | Minningargreinar | 140 orð

INGIGERÐUR JÓHANNSDÓTTIR

INGIGERÐUR JÓHANNSDÓTTIR Ingigerður Jóhannsdóttir fæddist á bænum Hvammi við Fáskrúðsfjörð 2. júlí árið 1900. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn 13. desember sl. Foreldrar hennar voru Kristín Jónsdóttir, f. 17. sept. 1858, d. 23. des. 1944, og Jóhann Erlendsson, f. 27. júlí 1864, d. 15. maí 1948. Meira
30. desember 1995 | Minningargreinar | 86 orð

Þórir Jón Guðlaugsson Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína, sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit

Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína, sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Meira
30. desember 1995 | Minningargreinar | 31 orð

ÞÓRIR JÓN GUÐLAUGSSON Þórir Jón Guðlaugsson var fæddur 27. desember 1966 á Selfossi. Hann lést 14. desember sl. á heimili sínu á

ÞÓRIR JÓN GUÐLAUGSSON Þórir Jón Guðlaugsson var fæddur 27. desember 1966 á Selfossi. Hann lést 14. desember sl. á heimili sínu á Voðmúlastöðum í Austur-Landeyjum og fór útförin fram 21. desember. Meira

Viðskipti

30. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 171 orð

Framúrskarandi árangur í útflutningi

TÍMARITIÐ Frjáls verslun og Stöð 2 hafa valið Össur Kristinsson, stoðtækjafræðing og aðaleiganda Össurar hf., mann ársins 1995 í íslensku viðskiptalífi. Hann hlýtur þessa viðurkenningu fyrir að flytja út íslenskt hugvit með framúrskarandi árangri, segir í Frjálsri verslun. Fram kemur að Össur hf. Meira
30. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 396 orð

Innlán minnka en útlán aukast

ÍSLENDINGAR hafa að undanförnu gengið á innstæður sínar í bönkum á sama tíma og eftirspurn eftir útlánum hefur aukist. Þessi þróun á að hluta rætur sínar að rækja til aukinnar neyslu og hefur leitt til versnandi lausafjárstöðu bankanna. Samkvæmt nýju yfirliti Seðlabankans drógust innlán banka og sparisjóða saman á fyrstu 11 mánuðum ársins um 0,2% eða röskar 300 milljónir króna. Meira
30. desember 1995 | Viðskiptafréttir | 146 orð

Spá 4,2% hagvexti 1996

HAGVÖXTUR verður heldur meiri á næsta ári en Þjóðhagsstofnun hefur spáð, samkvæmt spá Gjaldeyrismála, fréttabréfs Ráðgjafar og Efnahagsspáa. Þar er reiknað með að hagvöxtur á næsta ári verði 4,2%, eða 1% meiri en spá Þjóðhagsstofnunar frá 14. desember s.l. gerir ráð fyrir. Spá meiri útflutningi á árinu 1996 Meira

Daglegt líf

30. desember 1995 | Neytendur | 396 orð

Óáfengir drykkir í áramótagleðina

GOSGLAS, ávaxtasafi eða vatn stendur þeim oft til boða sem ekki vilja áfenga kokteila. Hvernig væri að bjóða þessum gestum í áramótateitinu upp á litskrúðuga kokteila án áfengis? Allskonar ávextir eru góðir í óáfenga kokteila, ananas, mangó, ferskjur, ástríðuávextir, appelsínur, bananar, jarðarber, kiwi, perur og bæði sítróna og lime passa vel til að draga fram fyllra bragð. Meira
30. desember 1995 | Neytendur | 314 orð

Pinnamatur í teitið

Á nýársnótt er tilvalið að eiga í ísskápnum eitthvað gott að narta í. Gæsalifrarkæfa á ristuðum brauðsnittum Salvör Brandsdóttir matreiðslumeistari á Café Óperu brást vel við þeirri bón að gefa lesendum uppskrift að einföldu en bragðgóðu nasli á nýársnótt. Gæsalifrarkæfan er keypt tilbúin en síðan er hún hrærð létt og bragðbætt með púrtvíni. Meira
30. desember 1995 | Neytendur | 57 orð

Trönuberjasulta og rifsberjahlaup með púrtvíni

TRÖNUBERJASULTA er meðal þeirra nýjunga sem verslunin Pipar og salt flytur nú inn frá Bretlandi en þar í landi finnst mörgum ómissandi að hafa slíkt sultutau með jólasteikinni. Auk trönuberjasultunnar er einnig hægt að fá í versluninni rifsberjahlaup með púrtvíni, piparrótarsósu með sinnepskornum og t.d. sjávarréttasósu með sítrónu og myntusósu með balsamediki. Meira

Fastir þættir

30. desember 1995 | Dagbók | 2893 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 29. desember til 4. janúar, að báðum dögum meðtöldum, er í Grafarvogs Apóteki, Hverafold 1-5. Auk þess er Borgar Apótek, Álftamýri 1-5, opið til kl. 22 þessa sömu daga, nema gamlársdag og nýársdag. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. Meira
30. desember 1995 | Fastir þættir | 118 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Félag eldri borgara í Reykja

Fimmtudaginn 14. des. spiluðu 15 pör. Helstu úrslit urðu þessi: Þórarinn Árnason - Bergur Þorvaldsson250Eyjólfur Halldórsson - Þórólfur Meyvantsson244Sigurleifur Guðjónsson - Eysteinn Einarsson238Þórhildur Magnúsdóttir - Halla Ólafsdóttir227Meðalskor210 Og þar með lauk þessu stigamóti með sigri Þórarins Árnasonar. Meira
30. desember 1995 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósm.st. Gunnars Ingimarssonar BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. maí sl. af Ásmundi Magnússyni, forstöðumanni í Orði-Lífsins Ásdís Margrét Rafnsdóttir og Njáll Marteinsson. Heimili þeirra er í Uppsölum, Svíþjóð. Meira
30. desember 1995 | Í dag | 28 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósmyndarinn Lára Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. ágúst sl. í Viðeyjarkirkju af sr. Einari Eyjólfssyni Sigrún Gísladóttir ogBjarni Þór Hjaltason. Heimili þeirra er í Öldutúni 12, Hafnarfirði. Meira
30. desember 1995 | Dagbók | 299 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7 Meira
30. desember 1995 | Fastir þættir | 831 orð

Frábær árangur upprennandi skákmanna

Þröstur Þórhallsson sigraði ásamt Hollendingnum Albert Blees. Ungir íslenskir skákmenn hækkuðu næstum allir á stigum. ALÞJÓÐAMÓTIÐ í Hafnarfirði, sem kennt var við Guðmund Arason, fyrrum forseta Skáksambandsins, heppnaðist vonum framar að flestu leyti. Þröstur Þórhallsson sigraði á mótinu ásamt Hollendingnum Albert Blees og færðist talsvert nær stórmeistaratitli. Meira
30. desember 1995 | Fastir þættir | 787 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 829. þáttur

829. þáttur ÞÁ ER komið að þriðja og vandasamasta efnisatriði í bréfi Valgeirs Sigurðssonar. Sjálfur nefnir hann það "röddunarleysi". Verður að hafa að þessu nokkurn draganda. Fyrst er frá að segja, að við V.S. Meira
30. desember 1995 | Í dag | 456 orð

JÁRSVELTI Háskóla Íslands er alvarlegt vandamál, eins

JÁRSVELTI Háskóla Íslands er alvarlegt vandamál, eins og fram hefur komið í fréttum að undanförnu. Víkverji efast ekki um að skólinn er vönduð menntastofnun. Hins vegar er ekki hægt að halda fjárveitingum óbreyttum en leyfa nemendafjöldanum stöðugt að aukast, eins og gerzt hefur á síðustu árum, án þess að það leiði menn í ógöngur. Meira
30. desember 1995 | Fastir þættir | 1120 orð

Messur um áramótin Guðspjall dagsins: Símeon o

Messur um áramótin Guðspjall dagsins: Símeon og Anna. (Lúk. 2.) »ÁSKIRKJA: Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 18. Sigurður S. Steingrímsson syngur einsöng. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Gamlársdagur:Aftansöngur kl. 18. Einsöngur Kristín Sigtryggsdóttir. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Meira
30. desember 1995 | Í dag | 112 orð

Óska eftir Guru ÉG óska eftir að komast í samband við einhv

ÉG óska eftir að komast í samband við einhvern íslenskan múslima eða einhvern með þekkingu á islam til að aðstoða mig við að komast af stað í iðkun þess hér á landi. Þ.e.a.s. einhvern sem kann skil á bænastundum miðað við hnattstöðu Íslands og hefur reynslu af að þjóna islam á Íslandi. "Bismillah", að einhver megi taka þessari bón minni, sem "wadjib", að styðja við trú mína. Meira
30. desember 1995 | Dagbók | 211 orð

SPURT ER ... 1. Um Don Juan haf

1. Um Don Juan hafa verið gerðar óperur og kvikmyndir. Hvað hét þessi frægasti kvennabósi allra tíma réttu nafni? 2. Í stærðfræði eins og fleiri greinum eru notuð ýmis hugtök af erlendum uppruna. Hvað er radíus hrings? 3. Núverandi kanslari Þýskalands hefur verið við völd óvenju lengi samfleytt eða frá 1982. Hvað heitir hann? 4. Meira
30. desember 1995 | Í dag | 169 orð

SYSTRAAFMÆLI. Unnur Ólafsdóttir, Kirkjuteig 16, Reykjavík,

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 30. desember, er fimmtugAðalheiður Hallgrímsdóttir, Veghúsum 31, Reykjavík. Hún og eiginmaður hennar Jón Snæbjörnssontaka á móti gestum, í dag, eftir kl. 20 í sal Barðstrendingafélagsins, Hverfisgötu 105, 2. hæð. ÁRA afmæli. Meira
30. desember 1995 | Dagbók | 202 orð

Yfirlit: Yfi

Yfirlit: Yfir Íslandi er heldur minnkandi hæðarhryggur, sem þokast austur. Spá: Hæg breytileg eða austlæg átt. Skýjað við suðaustur- og suðurströndina en annars léttskýjað. Hiti +2 til ÷24 stig. Meira

Íþróttir

30. desember 1995 | Íþróttir | 187 orð

Annar sigur Pernillu Wibergs í röð

SÆNSKA skíðadrottningin Pernilla Wiberg sigraði með yfirburðum í svigi heimsbikarsins í Semmering í Austurríki í gær. Þetta var annar sigur hennar í svigi í röð og jafnframt annar sigur hennar í vetur. Hún var með langbesta tímann í fyrri umferð og þurfti því ekki að taka neina áhættu í síðari umferðinni. Þetta var 13. sigur hennar í heimsbikarmóti. Meira
30. desember 1995 | Íþróttir | 192 orð

ARSENAL

ARSENAL vonar að Hollendingurinn Dennis Bergkamp geti leikið með gegn Wimbledon, en hann hefur ekki getað leikið með liðinu í fimm leikjum. GUÐNI Bergsson leikur ekki með Bolton gegn Coventry, þar sem hann er kominn í þriggja leikja bann. Meira
30. desember 1995 | Íþróttir | 266 orð

Brautin erfið alla leið frá byrjun

NORÐMAÐURINN Lasse Kjus er óstöðvandi í skíðabrekkunum þessa dagana. Í gær sigraði hann í bruni og var þetta fyrsti sigur hans í þeirri grein. Hann jók þar með enn forskot sitt í heildarstigakeppninni og hefur nú 387 stiga forskot á Svisslendinginn Michael von Gr¨unigen. Meira
30. desember 1995 | Íþróttir | 518 orð

Frakkinn Prunier með Man. United

FRANSKI landsliðsmaðurinn William Prunier er orðinn löglegur með Manchester United og leikur sinn fyrsta leik með liðinu í dag gegn QPR á Old Trafford. Prunier, sem er varnarmaður, tekur stöðu David May, sem meiddist í leik gegn Newcastle. Prunier kom til United frá Bordeaux, en hann hafði lent í útistöðum við forráðamenn liðsins. Roy Keane mun því leika á miðjunni. Meira
30. desember 1995 | Íþróttir | 61 orð

Gamlárshlaup ÍR

GAMLÁRSHLAUP ÍR fer fram 20. árið í röð á morgun kl. 13. Eins og áður hefst hlaupið við gamla ÍR-húsið við Túngötu, þar sem endamarkið er einnig. Vegaleng er um 9,5 km og er keppt bæði í einstaklings og sveitakeppni í sjö aldursflokkum karla og kvenna. ÍR-húsið verður kl. 11.30, þar sem er búningsaðstaða og sturtur. Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjöl. Meira
30. desember 1995 | Íþróttir | 385 orð

Geta fyllt 465 sæta Júmbó-þotu

Það er gríðarlegur áhugi hjá stuðningsmönnum okkar fyrir leiknum og hópferðinni sem félagið stendur fyrir til Noregs vegna hans. Við erum ekki byrjaðir að selja miða en samt hafa tvö hundruð og fimmtíu manns bókað far og ég reikna með að uppselt verði í ferðina," sagði Jóhann Guðjónsson, formaður handknattleiksdeildar Aftureldingar, Meira
30. desember 1995 | Íþróttir | 23 orð

Glæsilega varið MARK

MARK Crossley,markvörður Nottingham Forest, sést hérverja frábærlega skotfrá FrakkanumDavid Ginola, þegarForest lék gegnNewcastle á dögunum. Crossley og félagar leika gegnMiddlesbrough í dag. Meira
30. desember 1995 | Íþróttir | 75 orð

INGVAR Árnason,

INGVAR Árnason, fyrrum formaður Íþróttafélagsins Gerplu í Kópavogi hefur verið heiðraður af Íþróttaráði Kópavogs fyrir mikið og fórnfúst starf í þágu íþróttamála í Kópavogi á liðnum árum. Ingvari var veittur skjöldur því til staðfestingar á fimmtudaginn. Meira
30. desember 1995 | Íþróttir | 62 orð

Íþróttaráð Kópavogs styrkir íþróttafélög

ÍÞRÓTTARÁÐ Kópavogs hefur veitt félögum í bænum afreksstyrk fyrir unnin afrek á árinu 1995. Blakdeild HK fékk 750 þús. kr., Körfuknattleiksdeild Breiðabliks 450 þús. kr., Knattspyrnudeild Breiðabliks 300 þús. kr., Fimleikadeild Gerplu 150 þús. kr., Frjálsíþróttadeild Breiðabliks 150 þús. kr., Skotfélag Kópavogs 130 þús. kr. Meira
30. desember 1995 | Íþróttir | 106 orð

Kunnir kapp-ar heiðraðirí

NOKKRIR kunnir íþróttakappar ganga á fund Elísabetar Bretlandsdrottningar í London á morgun til að taka við heiðursmerki bresku krúninnar. Fyrstan þar má nefna heimsmetshafann í þrístökki, prestssoninn Jonathan Edwards, sem setti þrisvar heimsmet og varð fyrstur manna til að stökkva yfir átján metra. Edwards varð heimsmeistari í Gautaborg í sumar. Meira
30. desember 1995 | Íþróttir | 218 orð

Körfuknattleikur

Ísland - Eistland87:80 Íþróttahúsið á Akranesi, vináttulandsleikur karla 29. des. 1995 Gangur leiksins: 0:2, 8:4, 10:16, 14:25, 27:27, 34:29, 40:36. 45:46, 53:478, 60:53, 61:62, 68:67, 81:77, 87:80. Meira
30. desember 1995 | Íþróttir | 198 orð

Körfuknattleikur NBA-deildin Leikir í fyrrinótt. Indiana - Miami91:77 Detroit - Toronto113:91 Cleveland - New York86:76 Dallas -

NBA-deildin Leikir í fyrrinótt. Indiana - Miami91:77 Detroit - Toronto113:91 Cleveland - New York86:76 Dallas - Vancouver103:101 Houston - New Jersey97:82 Utah - Minnesota99:83 San Antonio - LA Lakers107:99 Íshokkí NHL-deildin Meira
30. desember 1995 | Íþróttir | 229 orð

Landsliðinu boðið til Japan í apríl

Landsliði karla í handknattleik hefur verið boðið á mót í Japan í apríl næstkomandi. Um er að ræða átta þjóða sterkt mót sem Japanir hugsa sér sem æfingamót fyrir heimsmeistarakeppnina, sem þeir halda 1997. Meira
30. desember 1995 | Íþróttir | 97 orð

Liverpool gefur þremur mönnum frjáls

LIVERPOOL ákvað í gær að gefa þremur leikmönnum, sem hafa kostað liðið samtals fjórar millj. punda, frjálsa sölu. Það eru þeir Jan Mölby, danski landsliðsmaðurinn, sóknarleikmennirnir Paul Stewart og Mark Walters, sem eru allir yfir 30 ára. Meira
30. desember 1995 | Íþróttir | 397 orð

Olajuwon í vígamóð gegn Nets

HAKEEM Olajuwon var í miklum vígamóð með Houston Rockets þegar liðið lagði New Jersey Nets 97:82. Hann náði tólftu þrennunni á ferli sínum í NBA-deildinni og þriðju í vetur, skoraði ellefu stig, tók átján fráköst og átti tíu stoðsendingar, og Mario Elie skoraði 20 stig fyrir Rockets, Robert Horry 14 og Eldridge Recasner 12 og tók sex fráköst. Meira
30. desember 1995 | Íþróttir | 99 orð

Ragnheiður og Kristján landsþjálfar

FRJÁLSÍÞRÓTTASAMBAND Íslands gekk frá ráðningu tveggja landsþjálfara í gær til að sjá um þrenn verkefni. Ragnheiður Ólafsdóttir, frjálsíþróttakona og þjálfari hjá FH, hefur verið ráðin verkefnisstjóri vegna unglingahópa og Sydney-hóps FRÍ 2000. Kristján Harðarson, frjálsíþróttaþjálfari hjá Ármanni, var ráðinn verkefnisstjóri vegna verkefna landsliðsins á árinu, en þau eru m.a. Meira
30. desember 1995 | Íþróttir | 33 orð

SKÍÐIReuter

PERNILLA Wiberg frá Svíþjóðsigraði í gær íannað sinn í röðí svigi heimsbikarsins. Hún sigraði í síðasta sviginu fyrir jól ogendurtók það ífyrsta svigmótinu eftir jól íSemmering íAusturríki í gær. Meira
30. desember 1995 | Íþróttir | 52 orð

Strákarnir lögðu Belga

STRÁKARNIR í 17 ára landsliðinu í knattspyrnu lögðu Belgíumenn að velli, 2:1, á sex liða móti í Ísrael í gær. Belgíumenn skoruðu fyrsta mark leiksins, Haukur Hauksson jafnaði og síðan skoraði Árni Ingi Pjetursson sigurmarkið úr vítaspyrnu. Strákarnir leika gegn Grikkjum á gamlársdag, Ungverjum 2. janúar og heimamönnum 4. janúar. Meira
30. desember 1995 | Íþróttir | 178 orð

Þriðji sigurinn á Eistum

Íslendingar unnu sigur, 87:80, á Eistum í jöfnum og skemmtileg leik á Akranesi í gærkvöldi, þó svo að íslenska liðið hafi yfirleitt haft frumkvæðið. Það voru Eistar sem byrjuðu leikinn með látum og náðu ellefu stiga forskoti, 14:25. Þá fór varnarleikur Íslendinga loks í gang og með mikilli baráttu náðu þeir að jafna, 27:27, og komast yfir 40:36 fyrir leikhlé. Meira
30. desember 1995 | Íþróttir | 24 orð

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/Halldór Margrét R.ÍþróttamaðurKópavogsMARGRÉT R. Ólafsdóttir varkjörin Íþróttamaður Kópavogs á íþróttahátíð í Félagsheimilinu í Kópavogi sl.fimmtudagskvöld. MargrétR. er leikmaður í hinu sigursæla knattspyrnuliðiBreiðabliks í meistaraflokkikvenna. Meira
30. desember 1995 | Íþróttir | 39 orð

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/Halldór Björgvin Íþróttamaður HafnarfjarðarBJÖRGVIN Sigurbergsson úr Keili, Íslandsmeistari í golfi og stigameistari Golfsambands Íslands 1995, var kjörinn Íþróttamaður Hafnarfjarðar 1995 á hátíð Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og íþróttaráðs ííþróttahúsinu við Strandgötu á fimmtudagskvöldið. Meira

Úr verinu

30. desember 1995 | Úr verinu | -1 orð

Lítil samfélög á sjónum

Skipverjar á frystitogurum sem dveljast heima yfir hátíðirnar teknir tali Lítil samfélög á sjónum Sjómenn á togurunum dvelja langtímum saman fjarri fjölskyldum sínum og margir þeirra sækja stöðugt lengra til að ná í afla. Flestir frystitogarar landsins liggja í heimahöfn yfir hátíðirnar. Meira
30. desember 1995 | Úr verinu | 1611 orð

Tekjurnar meiri og túrarnir lengri

Einar Ingi Einarsson á Baldvini Þorsteinssyni EA Mikilvægt að andinn sé góður "ÞAÐ hefur ýmislegt breyst á þeim tíma sem ég hef verið til sjós, tekjurnar hafa aukist en um leið hafa túrarnir orðið lengri," segir Einar Ingi Einarsson, háseti á flaggskipi Samherja hf., Baldvini Þorsteinssyni EA. Meira

Lesbók

30. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 593 orð

Angurvært, spennandi, tryllt

ÞAÐ ER mjög sjaldan sem ég held tónleika þar sem fiðlan er í fyrirrúmi því það krefst mikils undirbúnings sem tímafrek störf mín leyfa ekki oft," segir Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari, sem heldur tónleika í Listasafni Íslands 3. janúar kl. 20.30 ásamt bandaríska píanóleikaranum Delana Thomsen. Meira
30. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 689 orð

Dýrasögur

AÐDÁENDUR breska rithöfundarins Rudyards Kiplings og bókar hans, The Jungle Book" (Dýrheimar. Sögur úr frumskógum Indlands) fá svo sannarlega eitthvað fyrir sinn snúð á óvenjulegri og á köflum óhugnanlegri leiksýningu í London, þar sem leikarar túlka dýrin á nýstárlegan hátt, að því er segir í The Sunday Times. Meira
30. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 119 orð

Egils saga og Njála á ungversku

ÚT ERU komnar á ungversku í einu bindi Egils saga Skallagrímssonar (Kopasz Grím-fia Egill) og Njáls saga (A fölperzselt tanya). Þýðandinn, István Bernáth, ritar skýringar.Njáls sagakom áður útundir heitinuVíkingasynirí þýðinguhans 1965og var fyrstaÍslendingasagan á ungversku. Umrædd útgáfa er endurskoðuð þýðing og má því heita ný. Meira
30. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 794 orð

Landið, sagan og tilveran

LANDIÐ, sagan og tilveran eru sameiginleg yrkisefni Hannesar Péturssonar og Þorsteins frá Hamri en út eru komnar tvær bækur með úrvali ljóða þeirra. Haukur Hannesson, bókmenntafræðingur, velur ljóð í bók Hannesar, Hjá fljótinu, en Páll Valsson, bókmenntafræðingur, velur í bók Þorsteins, Myndir í nótt og morgni. Meira
30. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1303 orð

Meinlaus mafía

Eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson Leikendur: Ari Matthíasson, Árni Pétur Guðjónsson, Bryndís Petra Bragadóttir, Eggert Þorleifsson, Ellert A. Ingimundarson, Felix Bergsson, Guðmundur Ólafsson, Hanna María Karlsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Magnús Ólafsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Pétur Einarsson, Sóley Elíasdóttir, Meira
30. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 190 orð

Menningarverðlaun VISA 1995

MENNINGARVERÐLAUN VISA 1995 voru kunngerð og afhent síðastliðinn fimmtudag. Féllu þau eftirtöldum einstaklingum í skaut: Steinunni Sigurðardóttur rithöfundi á sviði ritlistar, Þorgerði Ingólfsdóttur söngstjóra Hamrahlíðarkórsins á sviði tónlistar, Hilmi Snæ Guðnasyni leikara á sviði leiklistar, Meira
30. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 215 orð

MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST

Gallerí Sólon Íslandus Myndaröð eftir Sölva Helgason. Gallerí Sævars Karls Þór Elís Pálsson sýnir. Gerðuberg Sýn. VerGangur til 8. jan. Gallerí Birgir Gunnar M. Andrésson sýnir til 15. jan. Gallerí Geysir Ásdís Sif og Sara María sýna til 7. jan. Meira
30. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 1430 orð

Táknsæi

UM þessar mundir og fram til 21. janúar stendur yfir gagnmerk sýning í van Gogh-safninu í Amsterdam, sem mikla athygli hefur vakið og getið er veglega í heimspressunni. Er um að ræða yfirlit á lífsverki þýska málarans, myndhöggvarans, grafíklistamannsins og arkitektsins Franz von Stück, sem um sína daga var ásamt Franz von Lenbach dáðasti málarafursti Münchenborgar. Meira
30. desember 1995 | Menningarblað/Lesbók | 7 orð

(fyrirsögn vantar)

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.