Greinar fimmtudaginn 4. janúar 1996

Forsíða

4. janúar 1996 | Forsíða | 87 orð

Ashrawi í kosningabaráttu

PALESTÍNSKA baráttukonan Hanan Ashrawi, t.v., ræðir við stuðningskonu sína í lok fundar í borginni Ramallah í gær. Fyrir fundinum stóðu konur sem krefjast þess að hlutur kvenna verði aukinn á framboðslistum fyrir kosningar sem fram fara á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna 20. janúar nk. Meira
4. janúar 1996 | Forsíða | 190 orð

Deilan um Golanhæðir erfiðust

FULLTRÚAR Ísraela sögðu í gær, að horfur á friðarsamningum við Sýrlendinga á þessu ári væru ekki góðar nema þeir sýndu aukinn sveigjanleika í viðræðunum, sem hófust að nýju skammt frá Washington í gær eftir að hlé var gert fyrir helgi. Talsmenn Sýrlandsstjórnar báru lof á Shimon Peres, forsætisráðherra Ísraels, í fyrradag og hvöttu til, að ríkin semdu með sér frið á árinu. Meira
4. janúar 1996 | Forsíða | 389 orð

Serbar líta á múslimana sem stríðsfanga

SERBAR buðu friðargæslusveitum Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Bosníu birginn í gær og neituðu að sleppa sextán múslimum sem þeir tóku höndum í Ilidza, serbneskri útborg Sarajevo. Talsmaður Bandaríkjastjórnar sagði í gær að Bandaríkjamenn litu málið mjög alvarlegum augum og að málið yrði tekið upp við Slobodan Milosevic Serbíuforseta sem brot á Dayton-samkomulaginu. Meira
4. janúar 1996 | Forsíða | 198 orð

Stofnanir lokaðar í 19 daga

BILL Clinton Bandaríkjaforseti sakaði í gær repúblikana um að reyna með kaldrifjuðum hætti að knýja fram sigur í deilunni um fjárlög þessa árs. Bandaríska ríkiskerfið hefur verið lokað að hluta í nítján daga og um 280 þúsund ríkisstarfsmenn setið aðgerðalausir á meðan. Meira

Fréttir

4. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 100 orð

102 ára í dag

GUNNLAUG Þórðardóttir er 102 ára í dag. Hún fæddist að Steindyrum í Svarfaðardal 4. janúar 1894 og bjó í dalnum fram undir þrítugt. Gunnlaug fluttist síðan til Ólafsfjarðar og bjó þar bestu ár ævi sinnar með manni sínum, Páli Pálssyni, en hann lést árið 1957. Þau eignuðust tvö börn. Meira
4. janúar 1996 | Óflokkað efni | 72 orð

Akureyringar sterkir á svellinu

MIKILL áhugi er fyrir skautaíþróttinni á Akureyri og hefur lengi verið. Akureyringar hafa staðið framarlega, Íslandsmeistarar í íshokký hafa komið úr þeirra röðum undanfarin ár. Almenningur stundar skautaíþróttina líka af kappi og oft er mikið fjör á svellinu. Meira
4. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 317 orð

Aldrei fleiri farþegar fluttir á milli staðanna

MET var sett á síðasta ári í flutningum farþega á flugleiðinni Reykjavík-Akureyri-Reykjavík, en þá voru fluttir ríflega 108 þúsund farþegar á þessari leið. Á árinu á undan, 1994, voru farþegar rúmlega 102 þúsund talsins þannig að þeim fjölgaði um tæplega 6.000 milli ára. Meira
4. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 397 orð

Ágreiningur við Tryggingastofnun óleystur

NÝTT segulómtæki fyrirtækisins Læknisfræðilegrar myndgreiningar hf. (LM) í Domus Medica verður formlega tekið í notkun í næstu viku, en tækið sem nýkomið er til landsins kostar tæplega 100 milljónir króna að sögn Þorkels Bjarnasonar læknis hjá LM. Meira
4. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 1026 orð

Átta Íslendingar hafa fengið nýtt hjarta

ÁTTA Íslendingar hafa fengið nýtt hjarta frá því að hjartaígræðslur hófust. Fjórar aðgerðir voru gerðar í London. Einn sjúklinganna lést skömmu eftir aðgerð. Fjórir hafa þegið hjarta á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg og þrír bíða þar eftir aðgerð. Mun fleiri hafa gengist undir nýrnaígræðslu. Meira
4. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 1680 orð

Biskup vísar á bug ásökunum um trúnaðarbrest

Eiríkur Tómasson, hæstaréttarlögmaður, skoðar deiluna í Langholtskirkju Biskup vísar á bug ásökunum um trúnaðarbrest Eiríkur Tómasson, hæstaréttarlögmaður og lagaprófessor, hefur tekið að sér að skoða ágreininginn í Langholtskirkju og skila hr. Meira
4. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 713 orð

Björgunarhundasveit Íslands hlaut styrkinn

FÖSTUDAGINN 29. desember fór fram í tíunda sinn styrkveiting úr Minningarsjóði Gunnars Thoroddsens. Sjóðurinn var stofnaður af hjónunum Bentu og Valgarð Briem 29. desember 1985, þegar liðin voru 75 ár frá fæðingu Gunnars. Sjóðurinn er í vörslu borgarstjórans í Reykjavík, sem ákveður úthlutun úr honum að höfðu samráði við frú Völu Thoroddsen. Meira
4. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 443 orð

Bretar ekki lengur mesta ógnin

JACQUES Delors, fyrrverandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir Evrópusamstarfinu nú ekki stafa mest hætta af andstöðu Breta við frekari samruna heldur því að samstarf Frakka og Þjóðverja rofni. Meira
4. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 346 orð

Búið að breyta símanúmeri íbúðar

SKÝRINGIN á því hvers vegna maður, sem hringdi í fyrradag úr anddyri dvalarheimilisins Sunnuhlíðar í Kópavogi í íbúð í húsinu en fékk samband við Neyðarlínuna, 112, er fundin. Hún liggur í því að íbúðin, sem áður hafði innanhússnúmerið 112, hafði fengið nýtt númer en því hafði ekki verið breytt á upplýsingatöflu í anddyri. Meira
4. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 129 orð

Börn háð alnetinu

ÞEIM börnum fer fjölgandi sem verða háð alnetinu og eyða allt að fjórtán klukkustundum á dag fyrir framan tölvuskjáinn, að sögn bresks sálfræðings. Mark Griffiths, sálfræðingur við Nottingham Trent- háskólann, hefur fylgst með allmörgum börnum, sem hann segir svo háð alnetinu að líkja megi því við áfengissýki. Og eftir því sem fleiri noti alnetið, fjölgi þeim sem verði háðir því. Meira
4. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 208 orð

DR. ANNA SIGURÐARDÓTTIR

DR. Anna Sigurðardóttir, forstöðumaður Kvennasögusafns Íslands, lést í gærmorgun, 87 ára að aldri. Anna fæddist á Hvítárbakka í Borgarfirði 5. desember 1908. Foreldrar hennar voru Sigurður Þórólfsson, skólastjóri þar, og seinni kona hans, Ásdís Margrét Þorgrímsdóttir. Meira
4. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 228 orð

Eignir jukust um 1.200 milljónir

HEILDAREIGN hlutabréfasjóða verðbréfafyrirtækjanna jókst um rúmar 1.200 milljónir, eða rösklega 40% í desember síðastliðnum. Jafnframt fjölgaði hluthöfum í sjóðunum um rúmlega 3.200 á sama tíma. Ekki er þó gert ráð fyrir því að þetta nýja fjármagn skili sér strax inn á hlutabréfamarkað, m.a. vegna lítils framboðs af hlutabréfum um þessar mundir. Meira
4. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 84 orð

Ekið á aldraða konu

ÖLDRUÐ kona varð fyrir bíl á gatnamótum Miklubrautar og Stigahlíðar rétt fyrir klukkan eitt í gærdag. Konan var á gangi á leið norður yfir Miklubraut þegar hún varð fyrir bíl sem ekið var austur Miklubrautina. Konan var jafnvel talin handleggsbrotin og var flutt á slysadeild með sjúkrabifreið. Skömmu síðar varð árekstur tveggja bíla á gatnamótum Bitruháls og Bæjarháls. Meira
4. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 319 orð

Ekki sýnt fram á brostnar forsendur samninga

FÉLAGSDÓMUR dæmdi í gær ógildar uppsagnir kjarasamninga Dagsbrúnar, Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, Einingar og Hlífar. Málskostnaður í máli VSÍ og Dagsbrúnar var felldur niður en Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, Eining og Hlíf voru hvert um sig dæmd til að greiða VSÍ 100.000 kr. í málskostnað. Meira
4. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 266 orð

Eldflaugum rigndi yfir Kabúl

AFGANSKIR skæruliðar héldu uppi eldflauga- og sprengjuárás á höfuðborgina Kabúl í gærmorgun með þeim afleiðingum, að a.m.k. 20 manns biðu bana og um 45 slösuðust. Talsmenn varnarmálaráðuneytisins skelltu skuldinni á skæruliðasamtökin Taleban en liðsmenn þeirra hafa setið um Kabúl og freista þeir þess að fella stjórn Burhanuddins Rabbanis forseta. Meira
4. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 166 orð

Enginn samningur um verkefni

AKUREYRI varð formlega reynslusveitarfélag þann 1. janúar sl. og samkvæmt lögum skulu verkefni reynslusveitarfélaganna standa yfir í fjögur ár. Akureyrarbær lagði upp með 8 verkefni en Þórgnýr Dýrfjörð, starfsmaður framkvæmdanefndar, segir að enn hafi ekki verið skrifað undir neinn samning við ríkið um verkefni. Meira
4. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 75 orð

Erindi vegna heimsóknar kínversks læknis

LANDLÆKNI hefur borist erindi frá Félagi heila- og taugaskurðlækna vegna heimsóknar kínversks taugaskurðslæknis hingað til lands í lok desember. Félagið fer fram á að faglegur og framkvæmdalegur þáttur heimsóknarinnar verði skoðaður. Matthías Halldórsson, aðstoðarlandlæknir, vildi ekki láta hafa annað eftir sér í samtali við Morgunblaðið en að erindið væri í athugun. Meira
4. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 512 orð

ESB-aðild Norðurlanda talin stuðla að umbótum

AÐILD þriggja EFTA-ríkja, Austurríkis, Finnlands og Svíþjóðar, að Evrópusambandinu í upphafi síðasta árs er talin hafa styrkt þau öfl innan sambandsins sem vilja frjálsari markað, stærra Evrópusamband, meira tillit til umhverfismála og opnari stjórnhætti. Embættismenn í Brussel þakka þetta ekki sízt aðild norrænu ríkjanna tveggja. Meira
4. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 47 orð

Fágætur flugfákur skemmdist

BRAK úr Spitfire-flugvél, fágætum flugfáki úr seinna stríðinu, liggur eins og hráviði við flugvöllinn í Wanaka á Nýja-Sjálandi. Flugvélin brotlenti og fórst rétt eftir flugtak. Flugmaðurinn slasaðist lífshættulega. Spitfire- flugvélin sem skemmdist illa var metin á um 750.000 dollara, jafnvirði 45 milljóna króna. Meira
4. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 159 orð

Fleiri gista á hótel KEA

HELMINGI fleiri herbergi voru seld út á Hótel KEA í desember síðastliðnum miðað við meðalár og segir Gunnar Karlsson hótelstjóri að uppsveifla í atvinnulífinu skipti þar mestu. "Þetta er besti desembermánuður í gistingu sem ég minnist um alllangan tíma, hann fór langt umfram okkar bestu vonir," sagði Gunnar. Meira
4. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 126 orð

Frestur rennur út 15. janúar

FRESTUR til að skila inn breytinguum í Símaskrána 1996 rennur út 15. janúar næstkomandi. Bókin mun koma út í einu bindi þetta árið. Lítill hluti upplagsins mun þó verða í tveimur bindum; Reykjavíkursvæðið í öðru bindinu og landsbyggðin í hinu. Meira
4. janúar 1996 | Miðopna | 292 orð

Friður á vinnumarkaði út árið

"ÞETTA fór eins og við áttum von á. Dómurinn staðfestir annars vegar að það hafi verið ótvírætt að samningar þeirra félaga sem voru í landssamböndunum ættu með skýrum hætti undir launanefndina og svo staðfestir dómurinn í Dagsbrúnarmálinu það mat launanefndar að forsendur samninganna hafa haldið. Þetta er því mjög skýr niðurstaða bæði um efni og form," segir Þórarinn V. Meira
4. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 77 orð

Fyrsta reykbindindisnámskeið ársins

FYRSTA reykbindindisnámskeið Krabbameinsfélags Reykjavíkur á nýbyrjuðu ári hefst 11. janúar og stendur til 8. febrúar. Fundirnir, sex talsins, verða haldnir á fimmtudagskvöldum og miðvikudagskvöldið 24. janúar en þann dag eiga allir þátttakendur að vera hættir að reykja (H.-dagur). Námskeiðið verður haldið í húsi Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð. Meira
4. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 109 orð

Fæðingin gekk hratt og vel

FYRSTI Norðlendingur ársins fæddist á fæðingadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri laust eftir miðnætti 2. janúar sl. Barnið var drengur, tæpar 14 merkur og 53 cm. Foreldrar hans eru Magnea Guðrún Bergþórsdóttir og Jón Magnússon og með þeim og litla snáðanum á myndinni er eldri sonur þeirra, Bergþór Steinn, sem er 5 ára. Meira
4. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 391 orð

Greiðir miskabætur og lætur eyðileggja hljóðrit

SAMKOMULAG hefur tekist milli erfingja Þorsteins Ö. Stephensen annars vegar og útgáfufélagsins Leppalúða og Magnúsar Kjartanssonar hljómlistarmanns hins vegar í kjölfar þess að útgáfufyrirtækið breytti án heimildar kvæði Þorsteins, "Jólasveinar heilsa", og gaf kvæðið út svo breytt á hljóðritinu "Göngum við í kringum". Meira
4. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 143 orð

Hafa ekki orðið gossins varir

"HÉR er allt í stakasta lagi og við höfum ekki orðið varir við neitt eldgos," sagði Jörundur Ragnarsson, starfsmaður Íslenskra sjávarafurða (ÍS), í borginni Petropavlovsk-Kamtsjatskíj á Kamtsjatka á Kyrrahafsströnd Rússlands, í samtali við Morgunblaðið. Meira
4. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 30 orð

Hirðing jólatrjáa að hefjast

Hirðing jólatrjáa að hefjast HREINSUNARDEILD gatnamálastjórans í Reykjavík hefur hirðingu jólatrjáa eftir hádegi sunnudaginn 8. janúar næstkomandi. Eru húsráðendur beðnir að setja trén út fyrir lóðamörk og verða þau þá fjarlægð. Meira
4. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 176 orð

"Hún er alveg frábær"

"VIÐ GETUM ekki farið með hana heim fyrr en hún hefur losnað við guluna. Annars er ekkert að henni. Hún er alveg frábær," segir Sóley Sveinbjörnsdóttir, 18 ára úr Keflavík, um frumburðinn og fyrsta barn ársins 1996. Sóleyju og Gunnari Adami Ingvarssyni, 20 ára, fæddist stúlkubarn tvær mínútur í eitt aðfaranótt mánudags. Meira
4. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 30 orð

Ísinn ótraustur

Ísinn ótraustur HLÁKAN þessa dagana í Reykjavík hefur í för með sér að ísinn á tjörninni er ótraustur og því ekki ráðlegt fyrir börn að leika sér á ísnum. Meira
4. janúar 1996 | Landsbyggðin | 127 orð

Íþróttamaður ársins valinn

Ungmennafélag Jökuldæla Íþróttamaður ársins valinn Vaðbrekku, Jökuldal- Árleg uppskeruhátíð Ungmennafélags Jökuldæla var haldin milli jóla og nýárs, 28. desember. Hátíðin hófst með félagsvist þar sem veitt voru vegleg bókaverðlaun, bæði fyrir fullorðna og börn. Meira
4. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 694 orð

Konan sem býður Arafat birginn

YASSER Arafat er einn fárra leiðtoga í arabaheiminum sem leyfir andstæðingum sínum að bjóða fram gegn sér. Lítill vafi leikur á því að Arafat muni bera sigur úr býtum í kosningum Palestínumanna sem fram fara síðar í mánuðinum. Mönnum leikur hins vegar forvitni á að vita hversu mörg atkvæði falla í skaut konunni sem hefur boðið sig fram gegn Arafat, hinni 72 ára gömlu Samiha Khalil. Meira
4. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 338 orð

KÞ og SS takast á um vörumerkið naggar

SIGMUNDUR Hreiðarsson, framleiðslustjóri hjá Kaupfélagi Þingeyinga á Húsavík, telur að Sláturfélag Suðurlands sé að notfæra sér markaðsstarf KÞ með því að hefja framleiðslu á nöggum, en KÞ hefur framleitt vöru undir því nafni í hálft ár. Finnur Árnason, markaðsstjóri SS, vísar þessu á bug. Meira
4. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 76 orð

Lögreglan handsamaði álftir

LÖGREGLAN í Kópavogi flutti um hádegisleytið á þriðjudag tvær álftir í húsdýragarðinn með aðstoð starfsmanns þaðan. Álftirnar voru inni í húsasundi við Þinghólsbraut og virtist önnur vængbrotin. Álftir eru trúar og tryggar mökum sínum og vék sú heila ekki frá hinni slösuðu. Þær voru því báðar háfaðar, settar í fangabúrið í Svörtu Maríu og fluttar í húsdýragarðinn. Meira
4. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 227 orð

Messumet í Saurbæ

SJÖ prestar hafa sótt um Saurbæjarprestakall og verður að forfallalausu messað tuttugu og einu sinni í janúar í þremur sóknum prestakallsins, að sögn Baldurs Kristjánssonar biskupsritara. "Þetta er örugglega messumet í seinni tíð í Saurbæ," segir hann. Meira
4. janúar 1996 | Landsbyggðin | 230 orð

Miklar endurbætur á Hrepphólakirkju

Syðra-Langholti-Undanfarin fjögur ár, en með hléum þó, hafa farið fram miklar endurbætur á Hrepphólakirkju og er þeim nú nýlega lokið. Mest hafa þetta verið fúaviðgerðir en einnig hefur verið skipt um járnklæðningu. Nú síðarihluta nýliðins árs var gafl kirkjunnar endurbyggður og einnig settur nýr kirkjuturn. Meira
4. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 130 orð

Minna atvinnuleysi en fyrir ári

ALLS voru 482 skráðir atvinnulausir á Akureyri um nýliðin áramót sem er töluvert meira en var mánuði fyrr, um mánaðamótin nóvember desember, þegar rétt um 400 manns voru á atvinnuleysisskrá. Mun fleiri voru hins vegar skráðir atvinnulausir áramótin á undan, 1994-'95 eða 590 manns. Nokkru fleiri karlar en konur eru á atvinnuleysisskrá eða 249 á móti 233 konum. Meira
4. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 97 orð

Námskeið í líföndun

Í fréttatilkynningu kemur fram að markmið námskeiðsins sé að auka sjálfsöryggi þátttakenda og efla þor og þol þeirra til að takast á við erfiðleika og bera ábyrgð á fullnægju þarfa sinna líkamlegra jafnt sem tilfinningalegra. Á námskeiðinu verður farið í lykilatriði sem tengjast lífeflisæfingum Alexanders Lovens en unnið verður í anda Gestalt- meðferðar. Meira
4. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 242 orð

Njósnari segir Oleksy saklausan

RÚSSINN Vladímír Alganov, sem var njósnari í Varsjá á árunum 1981-92, segir að Jozef Oleksy, forsætisráðherra Póllands, hafi aldrei njósnað fyrir Sovétríkin eða Rússland eins og bandamenn Lech Walesa, fyrrverandi forseta, hafa sakað hann um. Alganov kveðst ætla að leggja fram leynilegar upptökur sem sanni að ásakanirnar á hendur Oleksy séu tilbúningur pólskra leyniþjónustumanna. Meira
4. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 205 orð

Opið hús hjá Jógastöðinni Heimsljósi

LAUGARDAGINN 6. janúar hefur Jógastöðin Heimsljós starfsemi sína á nýju ári með því að bjóða öllum sem áhuga hafa að koma í ókeypis jóga og kynningu að Ármúla 15. Starfsemi Jógastöðvarinnar Heimsljóss er afar fjölbreytt og felur í sér flesta þætti andlegrar og líkamlegrar ástundunar. Meira
4. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 183 orð

Organisti og kór til starfa á ný

EIRÍKUR Tómasson, hæstaréttarlögmaður og lagaprófessor, hefur tekið að sér að skoða ágreining prests og organista í Langholtskirkju og skila hr. Ólafi Skúlasyni, biskupi Íslands, skýrslu um hann. Jón Stefánsson organisti segist ánægður með þessa ákvörðun biskupsins. Meira
4. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 481 orð

Óskað liðsinnis 5000 niðja þátttakenda í fyrri rannsókn

HJARTAVERND hefur ráðið dr. Vilmund Guðnason, sérfræðing í erfðafræði, til að stýra hóprannsókn á sviði erfðafræði hjarta- og æðasjúkdóma. Rannsóknin tekur við af eldri rannsókn á útbreiðslu og áhættuþáttum hjartasjúkdóma. Óskað verður liðsinnis 5.000 afkomenda þátttakenda úr fyrri rannsókninni. Meira
4. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 138 orð

Púkar og vættir á þrettándagleði í Garðinum

ÞRETTÁNDAFAGNAÐUR verður í Garðinum laugardaginn 6. janúar 1996. Brenna verður á íþróttavellinum við Háteig og verður kveikt í bálkestinum kl. 18. Kl. 17 verður tekið á móti börnum í Sæborgu, þar sem hægt verður að fá andlitsmálningu og skikkjur. Lagt verður í skrúðgöngu kl. 18, frá Pósthúsinu, út á íþróttavöll með kóng og drottningu í fararbroddi. Meira
4. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 38 orð

Riddaramennska

ÞESSIR tveir miðaldariddarar áttu leið um götur Kiev eða Kænugarðs í Úkraínu í gær eftir að hafa skemmt börnum í nýársfagnaði. Eru þeir félagar í klúbbi, sem leggur sig eftir sögulegum fróðleik og að viðhalda gömlum hefðum. Meira
4. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 240 orð

"Saudi-Arabía í góðum höndum"

STJÓRN Bandaríkjanna kveðst ánægð með að Abdullah krónprins skuli taka við völdunum í Saudi- Arabíu um stundarsakir vegna veikinda Fahds konungs, hálfbróður hans, sem fékk heilablóðfall í nóvember. Bandarískir embættismenn sögðust ekki hafa áhyggjur af því að Abdullah krónprins yrði ekki jafn hliðhollur Vesturlöndum og Fahd. Meira
4. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 72 orð

Sennilega svartolía frá skipi

TALIÐ er að svartolía frá skipi hafi valdið olíumenguninni sem vart varð út af Álftanesi sl. laugardag, en ekki hefur enn tekist að komast að því hvernig olían fór í sjóinn. Ekki er álitið að um umtalsvert magn af olíu sé að ræða. Meira
4. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 255 orð

Sé ekki önnur ráð en að hætta

"MÁLIÐ er í biðstöðu. Ég legg ekki inn lyfsöluleyfi mitt strax, þar sem gildistöku nýrra lyfjalaga var frestað, en ég sé ekki önnur ráð en að hætta rekstri apóteks hér," sagði Ásta Júlía Kristjánsdóttir, lyfjafræðingur og lyfsali á Siglufirði. Meira
4. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 151 orð

SIGURÐUR M. ÞORSTEINSSON

SIGURÐUR M. Þorsteinsson fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn lézt að Droplaugarstöðum í Reykjavík í gær, 3. janúar, tæplega 83ja ára. Sigurður fæddist í Reykjavík 25. febrúar 1913 og starfaði fyrst hjá Strætisvögnum Reykjavíkur eða fram til 1940, er hann réðst til lögreglunnar í Reykjavík. Meira
4. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 172 orð

Spellvirkjar unnu skemmdir á bíl

LÖGREGLUNNI í Reykjavík var í gærmorgun tilkynnt um eignaspjöll á bíl á Vesturlandsvegi við Kiðafell. Allar rúður voru brotnar í bílnum, svo og bæði framljósin og hljómflutningstæki skemmd. Bíllinn hafði verið skilinn eftir utan vegar. Ekki er vitað hver verknaðinn framdi. Meira
4. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 352 orð

Stalín var reiðubúinn í nýja heimsstyrjöld

Í UPPHAFI sjötta áratugarins þegar bandarískir og suður-kóreskir herir héldu inn í Norður-Kóreu, hvatti sovétleiðtoginn Jósef Stalín leiðtoga Kína, Maó Tse Tung, til þess að styðja bandamann sinn í Norður-Kóreu með því að senda herflokka honum til stuðnings. Setti Stalín það ekki fyrir sig þó að slíkt kynni að hleypa af stað heimsstyrjöldinni þriðju. Meira
4. janúar 1996 | Landsbyggðin | 143 orð

Stillt og fagurt veður um hátíðarnar

Stillt og fagurt veður um hátíðarnar Mývatnssveit-Hér í Mývatnssveit var bjart, stillt og fagurt veður um jól og áramót, en allmikið frost, jafnvel milli 20 og 30 stig. Eftir svo langan frostakafla var mikið frosthrím á öllum trjám og jafnvel meira en menn minnast áður, sem gerði umhverfið vissulega jólalegra. Meira
4. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 228 orð

Stórsýning um Bítlaárin á Hótel Íslandi

STÓRSÝNINGIN Bítlaárin 1960- 1970, "Áratugur æskunnar", verður frumsýnd á Hótel íslandi 10. febrúar næstkomandi. Á sýningunni verður flutt tónlist Bítlanna og bítlaárin rifjuð upp í máli og myndum, en fjöldi hljómlistarmanna, dansara og fleiri taka þátt í sýningunni. Meira
4. janúar 1996 | Miðopna | 962 orð

Svipuð hækkun og hjá öðrum ríkisstarfsmönnum

GUÐRÚN Zo¨ega, formaður kjaranefndar, segir að við úrskurð sinn um laun presta og fleiri embættismanna ríkisins, sem kveðinn var upp rétt fyrir áramót, hafi nefndin horft, lögum samkvæmt, til niðurstöðu Kjaradóms í september síðastliðnum og til launaþróunar annarra opinberra starfsmanna að undanförnu. Meira
4. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 126 orð

Tillaga um leiðtogakjör

LÆKNAR Andreas Papandreous, forsætisráðherra Grikklands, segja að nýru hans hafi orðið fyrir varanlegum skemmdum. Mikil óánægja er í stjórnarflokknum vegna þess að forysta hans hikar við að taka ákvörðun um lausn á stjórnmálakreppunni sem veikindin hafa valdið. Meira
4. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 213 orð

Tónleikar í Vídalínskirkju

Í TILEFNI af tuttugu ára kaupstaðarréttinda Garðabæjar gengst Menningarmálanefnd Garðabæjar fyrir tónleikum föstudaginn 5. janúar 1996 kl. 20. Á efnisskránni verða strengjakvarettar eftir Ludvig van Beethoven, Franz Schubert og Johannes Brahms. Meira
4. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 95 orð

Undankeppni fyrir Norðurlandamótið í skólaskák

UNDANKEPPNI fyrir yngsta flokk Norðurlandamótsins í skólaskák verður haldin 5. og 6. janúar næstkomandi. Mótið hefst föstudaginn 5. janúar kl. 19 og verður síðan framhaldið laugardaginn 6. janúar kl. 14. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monrad-kerfi og er umhugsunartími 25 mínútur á skák. Teflt verður í Skákmiðstöðinni í Faxafeni 12, Reykjavík. Meira
4. janúar 1996 | Miðopna | 492 orð

UPPSAGNIR KJARASAMNINGA ÓGILDAR

FÉLAGSDÓMUR dæmdi í gær ógildar uppsagnir kjarasamninga Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, Verkalýðsfélagsins Einingar og Verkamannafélagsins Hlífar. Málskostnaður í máli Vinnuveitendasambands Íslands og Dagsbrúnar var felldur niður en Hlíf, Eining og Verkalýðsfélag Keflavíkur voru hvert um sig dæmd til að greiða VSÍ 100 þús. kr. í málskostnað. Meira
4. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 46 orð

Útsölurnar hafnar

ÚTSÖLUR eru nú hafnar í nokkrum verslunum og fleiri fylgja í kjölfarið á næstunni. Búast má við að víða verði handagangur í öskjunni þegar viðskiptavinir hyggjast gera góð kaup og verða sér úti um varning sem þeim stendur til boða á niðursettu verði. Meira
4. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 454 orð

Var sagt að útkoman í krónutölu yrði óbreytt

SIGRÚN Magnúsdóttir borgarfulltrúi, sem er í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, kveðst hafa setið fund sambandsins, þar sem kynnt var frumvarp um að fella niður sérstakan skatt á skrifstofu- og verslunarhúsnæði, sem mun hafa 130 til 160 milljóna króna tekjur af Reykjavíkurborg, Meira
4. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 874 orð

Veit að ég get enn bætt Íslandsmetið

MEIÐSLI hafa hrjáð Einar Vilhjálmsson verulega síðustu árin, en nú hefur hann náð sér af þeim og æfir af krafti ­ og stefnir á fjórðu Ólympíuleika sína, í Atlanta í Bandaríkjunum næsta sumar. "Ég meiddist í æfingabúðum fyrir Smáþjóðaleikana á Möltu 1993 við að reyna að gera mig kláran fyrir leikana að beiðni íþróttahreyfingarinnar. Meira
4. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 139 orð

Verðlaunahryssa kastaði á jólum

HRYSSAN Kolbrá frá Miðey í Austur-Landeyjum sem er undan Platon frá Sauðárkróki og Blesu frá Miðey, kastaði brúnsokkóttu merfolaldi á annaðhvort aðfangadag eða jóladag. Þegar eigandinn, Grétar Haraldsson bóndi í Miðey, smalaði stóði sínu saman, 29. desember síðastliðinn, kom í ljós að hryssan var með nýfætt folald með sér. Meira
4. janúar 1996 | Miðopna | 731 orð

"Þetta endar bara með allsherjarbáli"

"ÉG SÉ ekki í dag að við eigum margra kosta völ en hins vegar er eins gott fyrir Vinnuveitendasambandið að gera sér grein fyrir því að það hefur kannski unnið einhvern sigur en orrustan sjálf er eftir. Þegar samningarnir eru lausir verður þetta ekki til að liðka fyrir samningum. Meira
4. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 63 orð

Þrettándagleði í Mosfellsbæ

EINS OG undanfarin ár verður álfabrenna á þrettándanum, laugardaginn 6. janúar 1996. Blysför frá Nóatúni klukkan 20. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar leikur, fjöldasöngur undir stjórn kirkjukórs Lágafellssóknar. Álfakóngur, álfadrottning, Grýla, Leppalúði og þeirra hyski koma í heimsókn. Einnig verður flugeldasýning. Þrettándagleði verður í Hlégarði laugardaginn 6. Meira
4. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 404 orð

Ætla að herða róðurinn gegn Major og stjórninni

TALSMENN Verkamannaflokksins breska hétu í gær að nota hvert tækifæri, sem gæfist, til að þjarma að John Major, forsætisráðherra Bretlands, en íhaldsflokkurinn hefur nú aðeins fimm sæta meirihluta á þingi eftir að einn þingmaður hans, Emma Nicholson, gekk til liðs við frjálslynda demókrata. Meira

Ritstjórnargreinar

4. janúar 1996 | Leiðarar | 599 orð

leiðariAÐHALD AÐ UTAN ALIÐ er að um fimmtíu íslenzk fiskvin

leiðariAÐHALD AÐ UTAN ALIÐ er að um fimmtíu íslenzk fiskvinnslufyrirtæki uppfylli ekki heilbrigðiskröfur Evrópusambandsins, sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu og tóku gildi hér á landi um áramótin. Án þess að uppfylla skilyrði um hreinlæti fá þessi fyrirtæki ekki að flytja út fisk til ríkja EES. Meira
4. janúar 1996 | Staksteinar | 286 orð

»Skuldakostnaður 1996: 35 milljarðar ÍSLENZKA ríkið, íslenzku sveitarfélögin

ÍSLENZKA ríkið, íslenzku sveitarfélögin, íslenzk fyrirtæki og íslenzk heimili hafa safnað skuldum liðin ár. Samkvæmt fjárlögum ársins 1996 munu um 35 milljarðar króna hverfa úr landi í fjárhirslur erlendra fjármagnseigenda/sparenda sem afborganir og vextir af erlendum lánum. Skuldafjötrar Meira

Menning

4. janúar 1996 | Tónlist | 305 orð

Allt fallega gert

Bernharður Wilkinson (flauta), Daði Kolbeinsson (óbó), Einar Jóhannesson (klarinett), Joseph Ognibene (horn), Hafsteinn Guðmundsson (básúna). Hljóðritað í All Saints' Church, Petersham, Surrey. Styrkt af Hljómdiskasjóði FÍT og Menningarsjóði FÍH. 1995 Marlin Records MRFD95115. Meira
4. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 76 orð

Blómabörnin fagna nýju ári

SÚ FRÆGA kynslóð, '68 kynslóðin, stóð fyrir nýársfagnaði á Hótel Sögu á nýársdag. Hljómsveitirnar Þokkabót og Pops sýndu gamla takta og sáu um að gestir heilsuðu nýja árinu í góðu skapi, ásamt Óttari Guðmundssyni sem hélt hátíðarræðu. Meira
4. janúar 1996 | Menningarlíf | 368 orð

Bohéme í Bastilluóperunni fær einróma hrós

UPPSETNING Bastilluóperunnar í París á óperunni La Bohéme eftir Puccini hefur fengið mikið lof gagnrýnenda í Frakklandi. Kristinn Sigmundsson fer með eitt aðalhlutverkanna í uppsetningunni en hann syngur hlutverk Colline. Meira
4. janúar 1996 | Menningarlíf | 207 orð

Bókakápur eru í aukahlutverki

"INNIHALD bókar er ennþá aðalatriðið," segir Micheline de Bellefroid í viðtali við International Herald Tribune en hún er kunnur bókbindari og bókakápuhönnuður. Micheline segir að nokkurs misskilnings gæti í stétt sinni um hlutverk bókbindara. "Sumir þeirra eru farnir að líta á umbúðirnar sem aðalatriði en textann sem aukaatriði. Meira
4. janúar 1996 | Menningarlíf | 315 orð

Eftirsóttasta málverk bandarísku þjóðarinnar

Á MOKKA verður opnuð á mánudaginn sýning á silkiþrykkjum af Eftirsóttasta og Síst eftirsótta málverki bandarísku þjóðarinnar eftir rússnesku myndlistarmennina Komar og Melamid. Um næstu helgi, laugardaginn 13. janúar, hefst svo á Kjarvalsstöðum sýning á Eftirsóttasta og Síst eftirsótta málverki íslensku þjóðarinnar, sem Komar og Melamid unnu út frá ítarlegri skoðanakönnun Hagvangs hf. Meira
4. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 590 orð

Gott að fá einlæg viðbrögð

HILMAR Jensson sendi frá sér sína fyrstu sólóskífu, Dofinn, á vegum Jazzís í haust og hann segist hafa tekið hana upp í tveimur atrennum; hann hafi tekið upp plötu fyrir Jazzís á meðan hann bjó í New York á síðasta ári, en fannst sú plata ekki heppnast nógu vel, til að mynda hafi hún verið tekin upp í lélegu hljóðveri og hljómur slæmur fyrir vikið. Meira
4. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 239 orð

Herra Bean kveður sér hljóðs

Herra Bean kveður sér hljóðs BRESKI leikarinn Sean Bean er þekktur í Bandaríkjunum fyrir að leika illmenni. Hann lék geðtruflaðan írskan leigumorðingja í myndinni "Patriot Games" árið 1992 á móti Harrison Ford. Núna síðast lék hann í Bond-myndinni Gullauga, eða "Goldeneye". Meira
4. janúar 1996 | Menningarlíf | 709 orð

Hræðilegur ærslaleikur

MARGRÉT MIKLA er hræðilegur ærslaleikur um konu sem er afskaplega hjálpsöm og góð", segir Björn Gunnlaugsson, leikstjóri, "hún lætur sig ekki muna um að leysa mestu vandamál á augabragði með ýmsum meðulum; hún býður fólki sólarlandaferð ef það er með krabbamein og sýkir það af eyðni ef það lendir í framhjáhaldi og þar fram eftir götunum. Meira
4. janúar 1996 | Menningarlíf | 120 orð

"Leitin að Rómeó"

Í BOÐI Listaklúbbsins verður frumflutt dansleikhúsverkið "Leitin að Rómeó" í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld fimmtudagskvöld kl. 21. "Leitin að Rómeó" er dansleikhúsverk samið og flutt af þrem fyrrverandi nemum úr Listdansskóla Íslands sem allir stunda nú nám í erlendum listaháskólum. Meira
4. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 47 orð

Ljósmyndasýning opnuð

EUREKA og Flugfélagið Loftur stóðu fyrir opnun ljósmyndasýningar Andreu Brabin í Loftkastalanum á föstudagskvöld. Fjölmenni mætti til opnunarinnar og var góður rómur gerður að sýningu Andreu. Morgunblaðið/Ásdís ANDREA sjálf ásamt Tristan Gribbin. Meira
4. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 86 orð

Nýársfagnaður Íslensku óperunnar

Á HÓTEL Íslandi var nóg um að vera á nýársdag, þegar þar fór fram nýársfagnaður Íslensku óperunnar. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék fyrir gesti og Kór Íslensku óperunnar kom fram ásamt einsöngvurum. Hér sjáum við myndir frá samkomunni. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Meira
4. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 101 orð

Nýársfögnuður

HEFÐ hefur myndast fyrir nýársfögnuði í Perlunni ár hvert. Að sjálfsögðu fór slík samkoma fram þetta árið við miklar vinsældir og þar var orðið uppselt nokkru áður en nýársdagur rann upp. Þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði stóð fjörið sem hæst, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Meira
4. janúar 1996 | Menningarlíf | 183 orð

Nýir geisladiskar Sigurlaugar og Guðlaugar Rósinkrans

Sigurlaug Rósinkrans er landsmönnum vel kunn síðan hún var virkur þátttakandi í óperusöng í Þjóðleikhúsinu. Síðar fluttu þau hjón, Guðlaugur Rósinkrans fyrrverandi Þjóðleikhússstjóri og Sigurlaug, til Svíþjóðar, en nokkru eftir lát Guðlaugs flutti Sigurlaug til Kaliforníu ásamt börnum sínum, Guðlaugu og Ragnari, sem bæði hafa lagt fyrir sig tónlist. Meira
4. janúar 1996 | Menningarlíf | 127 orð

Opnunarhátíð með mikilli viðhöfn

MARGRÉT II Danadrottning, menningar- og menntamálaráðherrar allra Evrópuþjóða og 650 opinberir gestir verða viðstaddir mikla opnunarhátíð, í Kaupmannahöfn þann 12. þessa mánaðar, þegar Kaupmannahöfn tekur formlega við af Lúxemborg sem Menningarborg Evrópu 1996. Meira
4. janúar 1996 | Menningarlíf | 186 orð

Orka + steinn = mynd

SÝNING á höggmyndum Arnar Þorsteinssonar myndlistarmanns verður opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 6. janúar kl. 15. Sýningin sem nefnist "Orka + Steinn = Mynd", verður opin kl. 8-19 virka daga og kl. 12-18 um helgar. Meira
4. janúar 1996 | Menningarlíf | 79 orð

Pavarotti í SuðurAfríku

ÍTALSKI tenórsöngvarinn Luciano Pavarotti hóf nýja árið á því að stíga dans með börnum sem syngja í suður-afrískum kór. Pavarotti er á stuttri tónleikaferð í Suður-Afríku, en það er í fyrsta sinn sem hann kemur til landsins. Af Pavarotti er það annars helst að frétta að hann hyggst setja upp miðstöð í "músík-therapíu" fyrir börn í Mostar í Bosníu. Meira
4. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 131 orð

Weaver í "Alien IV"

SIGOURNEY Weaver lék hörkutól í "Alien"-myndunum þremur sem náðu gífurlegum vinsældum á sínum tíma og hafa hingað til halað inn alls 385 milljónir dollara, eða rúmlega tvo og hálfan milljarð króna. Persóna hennar lét lífið í þriðju myndinni, en það kemur ekki í veg fyrir að hún íhugar nú alvarlega að taka að sér sama hlutverk í þeirri fjórðu. Meira
4. janúar 1996 | Menningarlíf | 78 orð

Ýmsar hliðar harmoníkunnar

REYNIR Jónasson harmoníkuleikari heldur tónleika í Listaklúbbi Leikhússkjallarans, næsta mánudagskvöld, þann 8. janúar kl. 20.30. Reynir gefur tónleikum sínum yfirskriftina "Hinar ýmsu hliðar harmoníkunnar". Þessi dagskrá Listaklúbbsins er sú fyrsta á nýhöfnu ári. Meira
4. janúar 1996 | Menningarlíf | 490 orð

Þóra og Gyrðir hlutu útvarpsstyrkinn

RITHÖFUNDASTYRK Ríkisútvarpsins var að venju úthlutað á gamlársdag, að viðstöddum forseta Íslands, menntamálaráðherra og fleiri gestum. Styrkinn hlutu að þessu sinni Þóra Jónsdóttir og Gyrðir Elíasson. Eiríkur Hreinn Finnbogason, formaður Rithöfundasjóðsi, afhenti rithöfundastyrkinn, sem nú er 400 þúsund kr. til hvors höfundar. Meira
4. janúar 1996 | Menningarlíf | 299 orð

(fyrirsögn vantar)

NOKKUR dönsk ljóðskáld hafa tekið sig til og samið ljóð í nýja ljóðabók sem ætluð er yngstu lesendunum. Bókin nefnist "Eitt ljóð á dag" og inniheldur 366 ljóð eftir mörg helstu ljóðskáld Dana, svo sem Benny Andersen, Piet Hein, Henrik Nordbrandt, Dorrit Willumsen, Søren Ulrik Thomsen, Per Højholt, Hanne Marie Svendsen og Klaus Rifbjerg. Meira

Umræðan

4. janúar 1996 | Aðsent efni | 1543 orð

Að sigra heiminn

Í FRÆGU kvæði Steins kemur fram að enginn vinni spilið við heiminn. En enda skipti það engu því það sé hvort sem er vitlaust gefið. Þeir sem stjórna heiminum afla sér gjarnan vinsælda með því að skattleggja fyrst og deila síðan náðarbrauðum sínum út til útvalinna. Þetta atferli byggist líklega á því eðli félagshyggjumanna, að þeir viti best hvað fólkinu komi. Meira
4. janúar 1996 | Bréf til blaðsins | 215 orð

Eltingaleikur

Í FJÖLMIÐLAUMFJÖLLUN um umferðarslys það, er átti sér stað á Suðurlandsvegi laugardaginn 14. október sl., hefur orðið "eltingarleikur" ítrekað verið notað yfir aðdraganda slyssins. Þetta orð hefur m.a. verið notað í DV og Morgunblaðinu, nú síðast í frétt Morgunblaðsins í dag, föstudaginn 29. desember. Meira
4. janúar 1996 | Bréf til blaðsins | 485 orð

Er tæknibúnaður rétthærri mönnum til atvinnu?

OFT HEF ég velt því fyrir mér hvert tækniþróunin stefni. Á undanförnum áratugum hafa menn horft blint á framþróun tækninnar án þess að líta til þess hvaða afleiðingar hún hefði fyrir lífríki náttúrunnar og mestum tíma og fjármunum verið varið til þess að þróa tækni sem eyddi lífi. Meira
4. janúar 1996 | Bréf til blaðsins | 348 orð

Hroki og hleypidómar

Í GREIN í Morgunblaðinu 24. desember sl., "Vantar pólitískt þrek og vilja", sem byggist á viðtölum við nokkra einstaklinga og fjallar um fjárveitingar til sjúkrahúsa, er m.a. rætt við Ásmund Brekkan, formann læknaráðs Landspítala. Þar fullyrðir formaðurinn "að fjöldi þeirra sjúklinga úti á landi sem leggjast inn á sjúkrahús í sinni heimabyggð, sé hverfandi. Meira
4. janúar 1996 | Bréf til blaðsins | 455 orð

Hverra er himnaríki?

ÞANN 26. desember síðastliðinn, annan í jólum, var sonur minn skírður. Vatni ausinn og nafn hans fært í kirkjubækur. Hvort það var vegna þess að hann hafði þurft að þola hálft annað ár í heiðni, eða bara vegna þess að skildi ekki hvað um var að vera, þá sýndi hann þessari helgiathöfn takmarkaða virðingu. Það er að segja; hann orgaði og braust um á hæl og hnakka meðan á henni stóð. Meira
4. janúar 1996 | Aðsent efni | 1223 orð

Skerðing skaðabóta fyrir líkamstjón

SKÖMMU fyrir áramót birtust tvær greinar í Morgunblaðinu, önnur eftir Bjarna Guðmundsson, tryggingafræðing, og hin eftir Axel Gíslason, forstjóra VÍS og formann Sambands íslenskra tryggingafélaga, SÍT, um frumvarp sem liggur fyrir Alþingi um breytingu á skaðabótalögum sem gildi tóku 1. júlí 1993. Mikill styr hefur staðið um þessi lög, sem fyrst og fremst varðar útreikning bóta samkvæmt lögunum. Meira
4. janúar 1996 | Bréf til blaðsins | 108 orð

Sr. Árelíus Níelsson stofnaði líknarsjóðinn Guðmundi E. Pálssyni: VEGNA bréfs frá sr. Flóka Kristinssyni, sem birtist í

VEGNA bréfs frá sr. Flóka Kristinssyni, sem birtist í Morgunblaðinu 30. desember 1995, vill undirritaður taka fram eftirfarandi: Það var sr. Árelíus Níelsson sem á sínum tíma stofnaði líknarsjóð til minningar um konu sína, Ingibjörgu Þórðardóttur. Þessum sjóði var síðan breytt í séreignarsjóð eftir andlát sr. Árelíusar, til líknar þeim sem minna mega sín. Meira
4. janúar 1996 | Aðsent efni | 921 orð

Trúin og tónlistin

JOHANNA Spyri, svissneski barnabókarithöfundurinn sem þekktust er fyrir bækurnar um Heiðu, samdi líka sögu um ungan tónlistarmann. Smáatriðin eru orðin eitthvað þokukennd enda liðið hátt í hálfa öld síðan fundum okkar Vinzi bar saman en einfaldur boðskapur sem greipist í barnsminni þurrkast aldrei út. Já, Vinzi hét hann. Meira
4. janúar 1996 | Aðsent efni | 1283 orð

Uppdráttarsýki verkalýðshreyfingarinnar.

Uppdráttarsýki verkalýðshreyfingarinnar. Verkalýðsfélögin eru eins ólýðræðisleg, að mati Birgis Þórissonar, og þau hafa komist upp með að vera. TIL AÐ lifa verðum við að eiga eitthvað til að selja. Flest eigum við ekkert seljanlegt nema vinnuafl okkar. Meira
4. janúar 1996 | Bréf til blaðsins | 225 orð

Upplýsingar um Internettengingu við Morgunblaðið

Tenging við heimasíðu Morgunblaðsins Til þess að tengjast heimasíðu Morgunblaðsins, sláið inn slóðina http://www.centrum.is/mbl/ Hér liggja ýmsar almennar upplýsingar um blaðið, s.s netföng starfsmanna, upplýsingar um hvernig skila á greinum til blaðsins og helstu símanúmer. Meira

Minningargreinar

4. janúar 1996 | Minningargreinar | 344 orð

Adam Jóhannsson

Ég ætla ekki að rita neina ævisögu um vin minn Sigmar Adam Jóhannsson, sem er látinn eftir langvarandi veikindi, en vil þó minnast hans með fáeinum orðum. Adam fluttist með foreldrum sínum, Jóhanni Sigurðssyni, seinna tollverði á Neskaupstað, og Ólínu Þorsteinsdóttur, frá Neskaupstað til Reykjavíkur fimm ára gamall ásamt tveim systrum sínum. Meira
4. janúar 1996 | Minningargreinar | 421 orð

Adam Jóhannsson

Mig langar til að minnast Adams, móðurbróður míns, með nokkrum orðum. Adam átti sín bernskuár á Norðfirði en flutti með foreldrum sínum til Reykjavíkur og lauk þar sinni skólagöngu. Hann lærði bókband, en starfaði lítið við þá iðngrein, en var lengst af leigubílstjóri. Hann hafði snemma mikinn áhuga á bílum og eignaðist ungur bíl. Meira
4. janúar 1996 | Minningargreinar | 615 orð

Björg Sigurrós Jóhannesdóttir

Ég kynntist ekki Björgu vinkonu minni fyrr en veturinn 1955 þegar ég kom að Löngumýri sem forfallakennari. Þó ætla ég að stikla á stóru á æviferli hennar og styðst þar við frásagnir hennar og skrifaðar heimildir frá Halldóri bróður hennar. Foreldrar Bjargar voru vinnuhjú á Holtastöðum þegar hún fæddist og gátu ekki haft nema eitt barn hjá sér og urðu því að láta hana í fóstur. Meira
4. janúar 1996 | Minningargreinar | 407 orð

Björg Sigurrós Jóhannesdóttir

Það var árið 1989 sem þær vinkonur Björg Jóhannesdóttir og Ingibjörg Jóhannsdóttir komu til dvalar á Hjúkrunarheimilið Skjól. Áratugalangur kennaraferill var að baki nokkru áður, en þær vinkonurnar höfðu fylgst að og bjuggu nú hlið við hlið á Skjóli. Það er erfitt fyrir þá sem þekkja að nefna aðra þeirra án þess að hin komi einnig í hugann, svo samrýndar sem þær voru alla tíð. Meira
4. janúar 1996 | Minningargreinar | 96 orð

BJÖRG SIGURRÓS JÓHANNESDÓTTIR Björg Sigurrós Jóhannesdóttir fæddist á Holtastöðum í Langadal, Austur-Húnavatnssýslu, 6. ágúst

BJÖRG SIGURRÓS JÓHANNESDÓTTIR Björg Sigurrós Jóhannesdóttir fæddist á Holtastöðum í Langadal, Austur-Húnavatnssýslu, 6. ágúst 1899. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 28. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhannes Halldórsson bóndi á Móbergi í Engihlíðarhreppi, A-Hún. Meira
4. janúar 1996 | Minningargreinar | 72 orð

Björg Sigurrós Jóhannesdóttir Ég minnist þín Björg mín besta á blaðið vil ég festa örlítið af okkar kynning þá ágætu ljúfu

Ég minnist þín Björg mín besta á blaðið vil ég festa örlítið af okkar kynning þá ágætu ljúfu minning. Þú vaktir hjá öllum vilja vinnunnar gleði að skilja þá íþrótt íþróttanna er eykur virðingu manna. Viðbúin hverjum vanda við loforð skyldi standa öðrum hjálp ætíð veita er til þín vildu leita. Meira
4. janúar 1996 | Minningargreinar | 636 orð

Ingigerður Eyjólfsdóttir

Margir frægir og fróðir andans menn hafa hrósað happi yfir því að hafa átt ömmur sem hafa aukið þeim andagift með fornlegu tungutaki og spakmælum. Hins vegar hefur aldrei í bókmenntum, mér vitandi, verið minnst á gildi þess að eiga ömmu sem hafði eiginleika þann sem Inga amma hafði við að sletta útlensku. Meira
4. janúar 1996 | Minningargreinar | 258 orð

Ingigerður Eyjólfsdóttir

Mig langar með örfáum orðum að minnast Ingu ömmu minnar þar sem ég get ekki verið viðstödd jarðarför hennar. Einu atviki af "Jóffanum," þar sem amma og afi áttu heima, man ég sérstaklega eftir. Það var þegar allir tóku upp úr kálgarðinum og amma bakaði risastóran stafla af pönnukökum og hitaði kakó með. Þegar við barnabörnin komum í heimsókn fengum við líka alltaf ís hjá ömmu og afa. Meira
4. janúar 1996 | Minningargreinar | 443 orð

Ingigerður Eyjólfsdóttir

Frá því ég byrjaði í skóla var ég mikið á heimili ömmu og afa. Amma passaði mig á daginn þegar ég var búinn í skólanum. Við eyddum mörgum stundum saman í stofunni, þar sem amma sat við ofninn og prjónaði, og ræddum heimsmálin. Hún var alltaf til í að spjalla og þegar ég lít til baka þá sé ég að hún hafði einstakan hæfileika til að tala við mig eins og fullorðinn mann. Meira
4. janúar 1996 | Minningargreinar | 522 orð

Ingigerður Eyjólfsdóttir

Kvödd er heiðurskonan Ingigerður Eyjólfsdóttir frá Hafnarfirði, sem lokið hefur góðu lífsstarfi. Sjómannskona, móðir tíu barna, er ól allan sinn aldur hér í Hafnarfirði og bjó á Jófríðarstaðavegi 7, þar sem foreldrar hennar bjuggu, þar til fyrir tíu árum að hún og eiginmaður hennar, Helgi Guðlaugsson sjómaður, fluttu að Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem hún lést 82 ára að aldri á annan dag jóla. Meira
4. janúar 1996 | Minningargreinar | 254 orð

Ingigerður Eyjólfsdóttir

Í dag er til moldar borin hún elsku amma mín, Ingigerður Eyjólfsdóttir eða Inga á Blómsturvöllum, eins og hún var kölluð í Hafnarfirði. Mig langar til að þakka henni í fáum orðum samfylgdina og þá góðvild, sem hún sýndi mér alla tíð. Hjá henni dvaldi ég löngum sem barn. Ég átti hjá henni athvarf mestan hluta barnaskólaáranna þann hluta dags, sem ég var ekki í skóla. Meira
4. janúar 1996 | Minningargreinar | 250 orð

INGIGERÐUR EYJÓLFSDÓTTIR

INGIGERÐUR EYJÓLFSDÓTTIR Ingigerður Eyjólfsdóttir fæddist í Önundarholti í Villingaholtshreppi í Flóa 19. júní 1913. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 26. desember síðastliðinn. Foreldrar Ingigerðar voru Ingibjörg Tómasdóttir (1867-1958) og Eyjólfur Ámundason (1874-1961). Systkini Ingigerðar er upp komust voru: Jóhanna Margrét, f. Meira
4. janúar 1996 | Minningargreinar | 774 orð

Ingólfur Árnason

Við Ingólfur höfum átt samfylgd í rúma tvo áratugi frá því að við Lára Kristín, dóttir hans, hófum saman búskap. Okkur varð strax vel til vina, þótt alla tíð hafi verið langt milli okkar landfræðilega, hann á Akureyri og ég á Seltjarnarnesi. Það hindraði ekki nándina. Ingólfur ólst upp sem yngri sonur hjónanna í Auðbrekku og vann heima fram á fullorðinsár. Meira
4. janúar 1996 | Minningargreinar | 645 orð

Ingólfur Árnason

Í mesta skammdegi ársins kvaddi tengdafaðir minn þetta jarðlíf þreyttur á sál og líkama, sáttur við Guð og menn. Ég sá hann fyrst í sólmánuði 1949. Þá kom ég ungur og umkomulaus í hús tengdaforeldra minna, Hríseyjargötu 8 á Akureyri. Mér fannst hann þá við fyrstu sýn svo stór og vörpulegur. Hinsvegar virkaði kona hans Margrét nettari, snör og hispurslaus. Meira
4. janúar 1996 | Minningargreinar | 195 orð

INGÓLFUR ÁRNASON

INGÓLFUR ÁRNASON Ingófur Árnason fæddist að Auðbrekku í Hörgárdal 1. mars 1904. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 21. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Árni Jónatansson bóndi í Auðbrekku, f. 21. maí 1848 að Hömrum í Reykjadal, d. 19. janúar 1921, og Guðrún Jónsdóttir, f. 1. Meira
4. janúar 1996 | Minningargreinar | 1007 orð

Magnús Jónsson

Í örfáum orðum langar mig að minnast afa míns, Magnúsar Jónssonar frá Barði eins og hann kallaði sig, en 100 ár eru liðin frá fæðingu hans í dag, 4. janúar 1996. Á fjórða ári missir hann föður sinn og fer þá í fóstur til hjónanna Sveins Guðmundssonar og Sigurbjargar Ólafsdóttur, sem þá bjuggu að Barði í Miðfirði, en systir hans, Guðbjörg Sigríður, fædd 1894, fylgdi móður sinni, Meira
4. janúar 1996 | Minningargreinar | 155 orð

MAGNÚS JÓNSSON

MAGNÚS JÓNSSON Magnús Jónsson fæddist 4. janúar 1896 á Fallandastöðum í Staðarhreppi í V-Hún. (nú Brautarholti). Hann lést 23. apríl 1980. Foreldrar hans voru Jón Guðmundur Magnússon, f. á Tannstöðum í Hrútafirði 24/2 1859, d. í ágúst 1899, og Guðrún Þórunn Jónsdóttir, f. 15/9 1872 í Litlutungu í Miðfirði í V-Hún., d. í júní 1957. Meira
4. janúar 1996 | Minningargreinar | 232 orð

Ragnheiður Karlsdóttir

Nú er Lulla okkar farin til Guðs. Oft fórum við til hennar á Þórsgötuna. Þá átti hún Lullu-kex handa okkur og bjó til litla bréfbáta fyrir okkur. Fór með þulur og prjónaði fallega sokka sem hafa hlýjað okkur frá því við vorum pínulítil. Þegar Lulla var orðin veik fór hún á spítalann og þá fórum við ófáar ferðirnar til hennar með ömmu Bubbu. Lullu fannst gaman þegar við sungum fyrir hana. Meira
4. janúar 1996 | Minningargreinar | 539 orð

Ragnheiður Karlsdóttir

Skömmu áður en hátíð ljóss og friðar gekk í garð, hinn 21. desember, fékk Ranka, elskuleg frænka mín, langþráða hvíld og var það besta jólagjöfin sem hún gat fengið úr því sem komið var. Hafði hún átt við vanheilsu að stríða hin síðari ár. Hún skipaði veglegan sess í fjölskyldu minni alla tíð og er hennar minnst með mikilli virðingu. Meira
4. janúar 1996 | Minningargreinar | 152 orð

Ragnheiður Karlsdóttir

Nú rétt fyrir jól, fór Ranka, frænka mín, í eilífa hvíld eftir langa og reynslumikla ævi. Lulla, eins og ég kallaði hana alltaf á mínum barnæskuárum, var mér alltaf mjög góð, en við eyddum miklum tíma saman áður fyrr, er ég var dögunum saman í pössun hjá henni á Þórsgötunni. Meira
4. janúar 1996 | Minningargreinar | 102 orð

RAGNHEIÐUR KARLSDÓTTIR

RAGNHEIÐUR KARLSDÓTTIR Ragnheiður Karlsdóttir var fædd að Stóra-Fjarðarhorni, Strandasýslu, hinn 31. mars 1906. Hún lést á Landakotsspítala 21. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Karl Þórðarson frá Stóra- Fjarðarhorni, f. 29. júlí 1877, d. 3. maí 1932, og kona hans, Guðbjörg Þorsteinsdóttir frá Broddanesi, f. 7. apríl 1874, d. Meira
4. janúar 1996 | Minningargreinar | 114 orð

Ragnheiður Karlsdóttir Elskuleg móðursystir mín er látin. Mig langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Ranka, eins og hún

Elskuleg móðursystir mín er látin. Mig langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Ranka, eins og hún var oftast kölluð, var hjálpsöm og fórnfús kona. Alltaf tilbúin til þess að hjálpa öðrum meðan hún hafði krafta til. Hún vildi aldrei mikið umstang í kringum sjálfa sig og hafði sem fæst orð um hlutina. Ég vil minnast hennar á sama hátt. Meira
4. janúar 1996 | Minningargreinar | 102 orð

Ragnheiður Karlsdóttir Nú er hún Ranka okkar búin að fá hvíldina. Lulla eins og við bræðurnir kölluðum hana, minnumst allra

Nú er hún Ranka okkar búin að fá hvíldina. Lulla eins og við bræðurnir kölluðum hana, minnumst allra þeirra stunda sem hún passaði okkur þegar við vorum yngri. Aldrei kvartaði hún yfir því að passa okkur ærslafulla drengina, heldur stjanaði frekar við okkur. Að fá heitt súkkulaði og kökur voru fastir liðir þegar við heimsóttum hana á Þórsgötuna. Meira
4. janúar 1996 | Minningargreinar | 1212 orð

Runólfur Björnsson

Ég kynntist honum fyrst laugardagseftirmiðdag fyrir áratug á öndverðum þorra. Þá var ég að hefja söguritun Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og hafði góða vinnuaðstöðu í námunda við hið merka bóka- og skjalasafn félagsins á fjórðu hæð að Lindargötu 9. Í þann tíð var bókasafnið opið um helgar fyrir gesti og gangandi. Eyjólfur heitinn Árnason var umsjónarmaður safnsins og Runólfur eini fastagesturinn. Meira
4. janúar 1996 | Minningargreinar | 31 orð

RUNÓLFUR BJÖRNSSON

RUNÓLFUR BJÖRNSSON Runólfur Björnsson var fæddur í Holti á Síðu hinn 8. febrúar 1911. Hann lést á Droplaugarstöðum hinn 16. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 28. desember. Meira
4. janúar 1996 | Minningargreinar | 32 orð

SIGMAR ADAM JÓHANNSSON

SIGMAR ADAM JÓHANNSSON Sigmar Adam Jóhannsson var fæddur í Neskaupstað 17. júní 1927. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 25. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 2. janúar. Meira

Viðskipti

4. janúar 1996 | Viðskiptafréttir | 142 orð

9% meiri sala Ford-Werke AG 1995

VELTA og sala Ford-Werke AG, hins þýzka dótturfyrirtækis Ford Motor Co, jókst um 9% 1995 að þess sögns. Veltan jókst í 25.5 milljarða marka úr 23.4 milljörðum árið áður og salan jókst í 1.049 milljónir bíla úr 962.000. Aðeins tvisvar sinnum áður hefur salan farið yfir eina milljón bíla. Framleiðsla jókst um 5,4% í 991. Meira
4. janúar 1996 | Viðskiptafréttir | 230 orð

Nýjar methækkanir í evrópskum kauphöllum

NÝ MET voru slegin í evrópskum kauphöllum í gær, þar sem bjartsýni fjárfesta hefur aukizt við hækkanir vestanhafs á nýbyrjuðu ári og meiri líkur á því að vextir verði lækkaðir í Bandaríkjunum. Í London hækkaði FT-SE 100 vísitalan í 3719,8 úr 3696,5 og þar með var slegið sólarhrings gamalt met. Methækkanir urðu einnig í Frankfurt, Zürich, Amsterdam, Brüssel og Ósló. Meira

Daglegt líf

4. janúar 1996 | Neytendur | 182 orð

Bandarískar matvörur á að geymsluþolsmerkja

NOKKUÐ hefur borið á því að bandarískar matvörur séu ekki merktar með geymsluþolsmerkingunni best fyrir, til dæmis ýmsar sósur og niðursuðuvara. Þá eru upplýsingar um næringargildi öðruvísi en við eigum að venjast frá íslenskum framleiðendum matvæla. "Það er mikill munur á merkingum matvæla innan Evrópska efnahagssvæðisins og þess sem tíðkast í Bandaríkjunum. Meira
4. janúar 1996 | Neytendur | 124 orð

Danskt heilsusælgæti

HAFIN er sala á dönsku heilsusælgæti hér á landi. Um er að ræða súkkulaði og konfekt, hlaup, lakkrís og önnur sætindi. Allt er góðgætið unnið í höndunum og aðeins valið og lífrænt hráefni er notað í framleiðsluna. Engar mjólkurvörur eru notaðar í uppskriftirnar nema í einu tilfelli og því er varan sögð henta þeim sem eru með mjólkurofnæmi. Meira
4. janúar 1996 | Neytendur | 295 orð

Dellukarlar með þjónustu fyrir ljósmyndaáhugafólk

FÉLAGARNIR og æskuvinirnir, Friðrik Þorsteinson og Jón Örn Bergsson, hafa frá unga aldri haft brennandi áhuga á ljósmyndun. Hvorugur lagði iðngreinina fyrir sig, en Friðrik lærði offsettljósmyndun og síðar grunnþætti ljósmyndunar í Svíþjóð og Jón Örn útskrifaðist úr fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskólans þar sem hann kynntist ljósmyndun sem listgrein. Meira
4. janúar 1996 | Neytendur | 81 orð

Fyrirsæturnar þær "bestu í bænum"?

NÝLEGA beindi Samkeppnisstofnun þeim tilmælum til Rydenskaffis hf. að hætt yrði að auglýsa Maarud kartöfluflögur sem "þær bestu í bænum". Túlkun samkeppnisyfirvalda á samkeppnislögum er að óheimilt sé að auglýsa vöru með efsta stigi lýsingarorðs nema hægt sé að færa sönnur á fullyrðinguna með auðveldum hætti. Meira
4. janúar 1996 | Neytendur | 158 orð

Garðablóm

ÍSLENSKA Garðabókin heitir nýútkomin bók eftir Hólmfríði A. Sigurðardóttur, kennara við Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi. Bókin fjallar, eins og nafnið bendir til, um blóm í íslenskum görðum. Hún er 464 bls. og í henni eru hátt í 700 litmyndir. Í inngangsköflum bókarinnar er m.a. Meira
4. janúar 1996 | Neytendur | 56 orð

Íslenskir fánar úr pappír

FARIÐ er að framleiða hér á landi litla íslenska fána úr pappír sem bæði fást sem borðfánar á priki og í lengjum. Nokkrar stærðir eru til, bæði af borðfánum og fánalengjum. Að hluta til fer vinnan við fánagerðina fram í kvennafangelsinu. Íslensku fánarnir eru fáanlegir í stórmörkuðum og ýmsum ritfanga-, og blómaverslunum. Meira
4. janúar 1996 | Neytendur | 283 orð

Steinskr nr. 41,7

Steinskr nr. 41,7 Meira
4. janúar 1996 | Neytendur | 243 orð

Yfirfærsla mynda á tölvudiskling

HANS Petersen býður nú viðskiptavinum sínum upp á þá þjónustu að fá myndir yfirfærðar á tölvudiskling um leið og þeir láta framkalla. Myndir á disklingi er hægt að fá bæði eftir 33 mm nekatívu og 35 mm skyggnu um leið og filman er framkölluð eða eftir gömlum filmum heima. Meira

Fastir þættir

4. janúar 1996 | Dagbók | 2877 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 29. desember til 4. janúar, að báðum dögum meðtöldum, er í Grafarvogs Apóteki, Hverafold 1-5. Auk þess er Borgar Apótek, Álftamýri 1-5, opið til kl. 22 þessa sömu daga. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
4. janúar 1996 | Í dag | 59 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Sjötugur er í dag

Árnað heilla ÁRA afmæli. Sjötugur er í dag Eggert Ólafsson frá Kvíum í Þverárhlíð, Fálkakletti 3, Borgarnesi. Kona hans er Auður Þorsteinsdóttir. Þau eru fjarverandi í dag. ÁRA afmæli. Meira
4. janúar 1996 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

Barna og fjölskylduljósmyndir BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. desember sl. í Lágafellskirkju af sr. Jóni Þorsteinssyni Birna Bjarnasonog Hallbjörn Hallbjörnsson. Heimili þeirra er í Rauðagerði 52, Reykjavík. Meira
4. janúar 1996 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

Motiv-mynd - Jón Svavars BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 11. nóvember 1995 í Dómkirkjunni í Reykjavík af sr. Þóri Stephensen þau Helga Fossberg Helgadóttir og Þórður Ölver Njálsson. Meira
4. janúar 1996 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósm.st. Gunnars Ingimarssonar BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. ágúst sl. í Háteigskirkju af sr. Eiríki Jóhannssyni Guðrún Hauksdóttir ogSveinbjörn Grétarsson. Heimili þeirra er á Ásvallagötu 58, Reykjavík. Meira
4. janúar 1996 | Í dag | 37 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósm. Rut BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 18. júlí í Neskirkju af sr. Guðmundi Óskari Ólafssyni Guðrún Elín Bjarnadóttir og Eggert Aðalsteinsson. Með þeim á myndinni eru synirnir Aðalsteinn og Daníel. Heimili þeirra er að Álagranda 8, Reykjavík. Meira
4. janúar 1996 | Dagbók | 399 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7 Meira
4. janúar 1996 | Í dag | 32 orð

Hlutavelta ÞESSI duglegu börn sem eru í 6. bekk E.B. í Seljaskól

Hlutavelta ÞESSI duglegu börn sem eru í 6. bekk E.B. í Seljaskóla stóðu fyrir fjársöfnun á dögunum. Söfnuðu þau 5.050 krónum sem þau gáfu í söfnun Rauða kross Íslands fyrir börn í Júgóslavíu. Meira
4. janúar 1996 | Í dag | 311 orð

ÍKVERJI var að blaða í tilboðshefti, sem sent var inn á öll

ÍKVERJI var að blaða í tilboðshefti, sem sent var inn á öll heimili í Reykjavík. Þar er m.a. að finna allmörg tilboð um pizzur eða flatbökur eins og einhver stakk upp á sem nýyrði yfir þennan ítalska rétt, sem svo mjög hefur orðið vinsæll hér á landi á síðustu árum. Meira
4. janúar 1996 | Í dag | 41 orð

SEXTÁN ára þýsk stúlka með áhuga á tónlist, hest

SEXTÁN ára þýsk stúlka með áhuga á tónlist, hestum, o.m.fl.: Heike Brandenburg, Dresdener Strasse 24, 59939 Olsberg, Germany. TUTTUGU og fimm ára Ghanastúlka með áhuga á tennis, tónlist, kvikmyndum, veiðimennsku o.fl.: Victoria Esi Bilson, P.O. Meira
4. janúar 1996 | Í dag | 231 orð

Til umhugsunar Í UPPHAFI var Orðið og Orðið var frá Guði. T

Í UPPHAFI var Orðið og Orðið var frá Guði. Tilvitnun. Vissulega er þetta sannleikur. Orðið hefur bara því miður verið misnotað gegnum aldirnar, af milliliðum, sem enn þann dag í dag túlka Orðið hver með sínum hætti. Allir vilja þeir tileinka sér Guð og þykjast vita allt um hans vilja og sökum þess berast menn á banaspjótum. Meira
4. janúar 1996 | Dagbók | 295 orð

Yfirlit: Yfi

Yfirlit: Yfir norðausturströnd Grænlands er 1.036 mb hæð. Skammt suðaustur af landinu er 983 mb smálægð á hreyfingu norðnorðaustur en víðáttumikil 956 mb lægð um 700 km suðsuðaustur af Hvarfi og frá henni vaxandi lægðardrag til austnorðausturs. Meira
4. janúar 1996 | Í dag | 75 orð

(fyrirsögn vantar)

Í grein Kristjáns Árnasonar, "Opið bréf til Halldórs Björnssonar, varaformanns Dagsbrúnar", sem birtist í Bréfi til blaðsins í gær, var ein setning tvíprentuð. Rétt væri klausa Kristjáns svona: "Þegar ég kem á skrifstofu Dagsbrúnar og spyr um þig Halldór minn, er mér strax vísað inn til þín af elskulegri brosmildri konu. Meira
4. janúar 1996 | Dagbók | 71 orð

(fyrirsögn vantar)

4. JAN. Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólris Sól í hád. Sólset Tungl í suðri Meira

Íþróttir

4. janúar 1996 | Íþróttir | -1 orð

1. DEILD KARLA

1. DEILD KARLA VALUR 11 9 1 1 273 241 19KA 10 9 0 1 285 255 18HAUKAR 11 8 1 2 290 254 17STJARNAN 11 7 1 3 289 261 15FH 11 4 3 4 284 269 11UMFA 11 5 1 5 2 Meira
4. janúar 1996 | Íþróttir | 287 orð

Allar þjóðir innan IOC með á ÓL í Atlanta

ALLAR 197 þjóðirnar innan Alþjóða ólympíunefndarinnar, IOC, verða með á Ólympíuleikunum í Atlanta í Bandaríkjunum, sem hefjast 19. júlí, og er þetta í fyrsta sinn sem slíkt gerist. 1992 voru 172 þjóðir innan IOC og á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992 voru keppendur frá 171 þjóð en þá vantaði aðeins fulltrúa frá Afganistan. Meira
4. janúar 1996 | Íþróttir | 245 orð

"Alltaf vitað að leikmenn færu"

Ég sé enga ástæðu til að örvænta, því að framtíðin er björt hjá Fram," sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Framliðsins, en ljóst er að miklar breytingar verða á liðinu frá því í fyrra þegar það féll niður í 2. deild. Níu leikmenn sem léku þá með liðinu eru farnir. "Þegar ég tók við starfinu hjá Fram var alltaf vitað að margir af þeim leikmönnum, sem nú eru farnir, myndu fara. Meira
4. janúar 1996 | Íþróttir | 116 orð

Belany aftur til Eyja EYJAMENN h

EYJAMENN hafa kallað Ungverjann Zoltan Belany heim til Eyja frá Ungverjalandi til að leika með ÍBV. Hann varð fyrir slæmum meiðslum fyrir nokkrum mánuðum en er nú óðum að ná sér og verður líklega kominn fyrir leikinn gegn FH á föstudag. Rússinn Evgini Dudkin, sem er hjá ÍBV, er meiddur og getur ekki spilað næstu leiki. Meira
4. janúar 1996 | Íþróttir | 81 orð

Breytingar hjá Fram

EFTIR að Framliðið féll í 2. deild sl. keppnistímabil hafa þessir leikmenn yfirgefið herbúðir Fram: Birkir Kristinsson, Brann, Kristján Jónsson, Elfsborg, Pétur Marteinsson, Hammerby, Nökkvi Sveinsson, ÍBV, Atli Einarsson, Víking, Ríkharður Daðason, KR, Atli Helgason, Víking, Gauti Laxdal, KA og Josip Dulic, Júgóslavíu. Meira
4. janúar 1996 | Íþróttir | 219 orð

Er fíkill

DIEGO Maradona viðurkennir í viðtali við tímaritið Clarin sem kemur út í dag að hann eigi í stöðugri baráttu við eiturlyf. "Ég er, var og mun verða fíkill," segir Maradona. "Sá sem einu sinni hefur ánetjast eiturlyfjum verður að gera sér grein fyrir því að hann verður að berjast gegn fíkninni á hverjum degi. Maður getur ekki staðið upp og sagt: "Nú er ég hættur. Meira
4. janúar 1996 | Íþróttir | 57 orð

Halldór skoraði úr vítakastinu

SAGT var frá því á laugardaginn að Ragnar Óskarsson hefði tryggt Íslandi 23:22 sigur á Sviss í leik um þriðja sætið á móti í Þýskalandi þar sem áttust við landslið skipuð leikmönnum 16 ára ára og yngri. Það var fyrirliðinn Halldór Sigfússon úr KA sem gerði sigurmarkið úr vítakasti. Beðist er velvirðingar á þessu. Meira
4. janúar 1996 | Íþróttir | 321 orð

Hasar í Eyjum

HANDKNATTLEIKURHasar í Eyjum AFTURELDING úr Mosfellsbæ gerði góða ferð til Eyja í gærkvöldi þegar liðið lék þar frestaðan leik við heimamenn í fyrstu deildinni og sigraði nokkuð örugglega, 23:20, í hasar leik. Meira
4. janúar 1996 | Íþróttir | 394 orð

Havelange hagar sér eins og einræðisherra

Lennart Johansson, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sagði í gær að Joao Havelange, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, hefði hegðað sér eins og einræðisherra með því að lofa Afríku heimsmeistarakeppninni 2006 án þess að ráðfæra sig við framkvæmdastjórn FIFA. "Þetta er hrokafullt," sagði Johansson. Meira
4. janúar 1996 | Íþróttir | 377 orð

Hver verður íþróttamaður ársins 1995? TÍ

ARNAR GUNNLAUGSSON, knattspyrnumaður, sem á árinu lék með N¨urnberg í Þýskalandi, ÍA hér heima - þar sem hann varð markakóngur Íslandsmótsins með fimmtán mörk í aðeins sjö leikjum - og leikur nú með Sochaux í Frakklandi. BIRKIR KRISTINSSON, knattspyrnumarkvörður landsliðsins og Fram sem nú hefur samið við norska félagið Brann. Meira
4. janúar 1996 | Íþróttir | 137 orð

ÍBV - Afturelding20:23

Vestmannaeyjar, Íslandsmótið í handknattleik karla - 1. deild, miðvikudaginn 3. janúar 1996. Gangur leiksins: 3:1, 4:3, 7:6, 8:11, 11:11, 13:12, 14:13, 15:17, 15:18, 17:20, 17:21, 20:23. Mörk ÍBV: Arnar Pétursson 9/5, Gunnar B. Viktorsson 5, Haraldur Hannesson 3, Svavar Vignisson 2, Davíð Hallgrímsson 1. Meira
4. janúar 1996 | Íþróttir | 18 orð

Í kvöld

Úrvalsdeildin Keflavík:Keflavík - Breiðablik20 Strandgata:Haukar - Tindastóll20 Akranes:ÍA - Þór20 Seltjarnarnes:KR - Skallagrímur20 Grindavík:UMFG - Meira
4. janúar 1996 | Íþróttir | 158 orð

Ísland í undankeppni HM í Japan 1997

ÞEGAR Íslendingar náðu ekki að tryggja sér rétt til að leika í úrslitakeppni EM í handknattleik á Spáni, þar sem keppt er um eitt sæti sem er enn laust á Ólympíuleikunum í Atlanta, töldu margir að draumurinn um að taka þátt í heimsmeistarakeppninni í Japan 1997 væri úti. Svo er ekki, því Evrópuþjóðir eiga tólf sæti vís á HM í Japan. Meira
4. janúar 1996 | Íþróttir | 635 orð

Íþróttamenn ársins orðnir 28 talsins á fjörutíu árum

ÍÞRÓTTAMAÐUR ársins 1995 verður útnefndur af Samtökum íþróttafréttamanna í hófi í Þingsölum Scandic hótels Loftleiða í kvöld, fimmtudaginn 4. janúar. Samtök íþróttafréttamanna hafa staðið fyrir útnefningu íþróttamanns ársins undanfarin 39 ár, eða allt frá því Vilhjálmur Einarsson þrístökkvari var kjörinn árið 1956, eftir að hann hlaut silfurverðlaunin á Ólympíuleikunum í Melbourne. Meira
4. janúar 1996 | Íþróttir | 26 orð

KNATTSPYRNAReuter RANGERS

KNATTSPYRNAReuter RANGERS og Celtic gerðu markalaust jafntefli í toppslag skosku úrvalsdeildarinnar í gærkvöldi. Hér reynirdanski landsliðsmaðurinn Brian Laudrup skot að marki Celtic en Tommy Boyd er varnar. Meira
4. janúar 1996 | Íþróttir | 60 orð

Kúluvarpari í fjögurra ára bann

Breska frjálsíþróttasambandið staðfesti í gær að kúluvarparinn Guy Marshall fengi fjögurra ára keppnisbann fyrir misnotkun lyfja. Marshall féll á lyfjaprófi í maí í fyrra og var þá áttundi Bretinn sem uppvís var að slíku á liðnum 12 mánuðum. Hann var talinn 17. besti kúluvarpari Bretlands en ekki var greint frá hvaða lyf um var að ræða. Meira
4. janúar 1996 | Íþróttir | 631 orð

Maxwell skoraði sigurkörfu Sixers

VERNON Maxwell var svo sannarlega hetja Philadelphia 76ers, sem vann óvæntan sigur á Los Angeles Larkers á útivelli - hann skoraði 22 stig og það sem mikilvægast var fyrir liðið; sigurkörfuna 89:90 þegar 46 sek. voru til leiksloka. Þar með fögnuðu leikmenn Sixers sínum öðrum sigri á útivelli í vetur, en þeir hafa tapað tólf leikjum. Þá fögnuðu þeir einnig, eftir að hafa tapað fimm leikjum í röð. Meira
4. janúar 1996 | Íþróttir | 84 orð

Meiðsli hjá Fram ÞÓR Björnsson markvör

ÞÓR Björnsson markvörður Fram í handknattleik handarbrotnaði á æfingu skömmu fyrir jól og leikur ekki með liðinu aftur fyrr en í febrúarbyrjun og leita Framarar nú logandi ljósi af markverði í stað Þórs. JÓN Andri Finnsson vinstri hornamaður Fram á einnig við meiðsli að stríða í handlegg og leikur ekki með liðinu gegn Fylki í 2. deildinni á föstudagskvöldið. Meira
4. janúar 1996 | Íþróttir | 38 orð

NBA

Leikir í fyrrinótt: Atlanta - Seattle 88:111 New Jersey - Milwaukee 81:72 New York - Portland 92:101 Washington - Cleveland 100:108 Minnesota - Houston 100:105 Dallas - Utah 92:102 Denver - Indiana 87:102 LA Lakers - Meira
4. janúar 1996 | Íþróttir | 549 orð

Njarðvík og Haukar berjast um deildarmeistaratitilinn

ÚRVALSDEILDIN í körfuknattleik hefst á ný í kvöld eftir jólafrí. Fimm leikir í 21. umferð fara þá fram, en einum leik hefur verið frestað þar til annað kvöld, en þá leika ÍR og Njarðvík í Seljaskólanum. Meira
4. janúar 1996 | Íþróttir | 216 orð

RUUD Gullit

RUUD Gullit meiddist í fyrrakvöld þegar Chelsea vann QPR 2:1 og óttast Glenn Hoddle, knattspyrnustjóri Chelsea, Meira
4. janúar 1996 | Íþróttir | 115 orð

Tomba féll og Kosir sigraði JURE Kosir

JURE Kosir frá Slóveníu sigraði í boðsmóti sem haldið var í Sestriere á Ítalíu í tilefni af afmæli dagblaðsins Gazzetta dello Sport. Keppnin fór fram í flóðljósum og voru farnar þrjár umferðir í svigi og tvær látnar gilda. Heimamaðurinn Alberto Tomba sleppti hliði í fyrstu umferðinni og fór út úr í þeirri næstu og var því úr leik. Meira
4. janúar 1996 | Íþróttir | 123 orð

(fyrirsögn vantar)

Úr verinu

4. janúar 1996 | Úr verinu | 508 orð

150 milljóna kostnaðarauki fyrir útgerð

OLÍUFÉLÖGIN hafa hækkað verð á gasolíu til húskyndingar, frá söludælu, diesel og skipaolíu um 4,14- 6,43%, sem Kristján Ragnarsson formaður Landsambands íslenskra útvegsmanna segir að leiði til um 150 milljón króna kostnaðarauka fyrir útgerðina á ári. Haldi olían áfram að hækka getur hækkunin þýtt breytingar á hlutaskiptum sjómanna til lækkunar að sögn Kristjáns. Meira
4. janúar 1996 | Úr verinu | 631 orð

Farmönnum hefur fækkað um 60% á 10 árum

FÉLAGSFUNDUR vélstjóra á farskipum, lýsir yfir þungum áhyggjum vegna stöðugrar fækkunar í farmannastétt en farmönnum hefur fækkað á liðnum 10 árum um rúm 60%. Fundurinn var haldinn 28. desember og telur einsýnt að án utanaðkomandi aðgerða muni sama þróun halda áfram og valda ómældu tjóni bæði fyrir íslenska farmenn og íslenskt samfélag. Meira

Viðskiptablað

4. janúar 1996 | Viðskiptablað | 157 orð

Aðskilnaði innanlandsflugs nær lokið

FLUGLEIÐIR hf. hafa að mestu lokið vinnu við að skilja að rekstur innanlandsflugsins og annarra eininga félagsins. Nú um áramótin tók gildi nýtt fyrirkomulag varðandi marga stóra rekstrarliði hjá þessari einingu og ýmsar deildir hafa gengið frá samningum við hana. Meira
4. janúar 1996 | Viðskiptablað | 10 orð

EFNAHAGSMÁLMinni hagvöxtur og aukið aðhald/4

EFNAHAGSMÁLMinni hagvöxtur og aukið aðhald/4HRINGBORÐIÐFrumkvöðlar ræða framtíðina/6BANKARHver var ávöxtun i Meira
4. janúar 1996 | Viðskiptablað | 180 orð

Fort verst Granada með áætlun

BREZKA hótelfyrirtækið Forte Plc hefur lagt fram áætlun til að verjast ásælni Granada Plc., sem reynir að komast yfir það. Meðal annars er gert ráð fyrir að keypt verði aftur hlutabréf fyrir 800 milljónir punda og að Savoy-hótelið verði skilið frá fyrirtækinu. Meira
4. janúar 1996 | Viðskiptablað | 360 orð

Gistinóttum fjölgaði um 15% fyrstu átta mánuðina

GISTINÆTUR erlendra ferðamanna á hótelum og gistiheimilum urðu alls um 493 þúsund talsins fyrstu átta mánuði sl. árs sem er um 15% fjölgun frá sama tímabili á árinu 1994, samkvæmt gistináttatalningu Hagstofu Íslands. Á sama tíma fjölgaði ferðamönnum einungis um 4% þannig að viðdvöl þeirra sem komu á tímabilinu virðist hafa verið lengri að jafnaði en á sama tíma í fyrra. Meira
4. janúar 1996 | Viðskiptablað | 2946 orð

Góðir möguleikar eru fyrst nýttir þegar sverfur til stálsins

LANDVINNINGUM fyrirtækja á sviði sjávarútvegs og framleiðslu á tækjum til veiða og vinnslu hafa verið gerð góð skil í fjölmiðlum. En að mati margra sem fjalla um efnahagsmál þarf fjölbreytni í atvinnulífi að vaxa ef vel á að vera. Meira
4. janúar 1996 | Viðskiptablað | 400 orð

Heildareignin jókst um 40% í desember

HEILDAREIGNIR hlutabréfasjóða verðbréfafyrirtækjanna jukust um 40%, eða sem nemur 1.230 milljónum króna í desember síðastliðnum og nema nú um 4,2 milljörðum króna. Á sama tíma fjölgaði hluthöfum í þeim um 3.260, eða um rösklega 30%. Meira
4. janúar 1996 | Viðskiptablað | 1209 orð

Hvernig er hægt að tryggja gæði þjónustu? Í nútíma samkeppnisþjóðfélagi eru kröfur til fyrirtækja sífellt að aukast og breytast,

UM 65% þjóðarinnar vinnur við þjónustustörf. Störf sem með einum eða öðrum hætti ganga út á það að þjóna viðskiptavinum. En hversu vel er hugað að gæðum þeirrar þjónustu sem veitt er? Öll höfum við einhvern tímann orðið fyrir slæmri upplifun sem viðskiptavinir. Meira
4. janúar 1996 | Viðskiptablað | 473 orð

Hver var ávöxtunin 1995?

BANKAR og sparisjóðir munu væntanlega hefja nú í upphafi ársins sínar hefðbundnu auglýsingaherferðir til að laða að sparifjáreigendur. Má búast við að þar verði hafðar til hliðsjónar ávöxtunartölur sem jafnan er áhugavert að rýna í í byrjun hvers árs. Meira
4. janúar 1996 | Viðskiptablað | 148 orð

Hækkunin mest á Verðbréfaþingi

HLUTABRÉF hækkuðu mikið í verði á síðasta ári og er hækkunin sem orðið hefur á hlutabréfavísitölu Verðbréfaþings Íslands meiri en orðið hefur á helstu hlutabréfamörkuðum heims. Þá hefur velta á Verðbréfaþingi rúmlega tvöfaldast á milli ára. 33% hækkun Dow Jones Meira
4. janúar 1996 | Viðskiptablað | 213 orð

Höfn-Þríhyrningur í viðskipti við Baug

VERSLANIR Hafnar-Þríhyrnings hf. á Selfossi og Hellu munu hefja viðskipti við Baug hf., innkaupafyrirtæki Hagkaups og Bónus, á næstu vikum. Þetta er liður í viðamikilli endurskipulagningu á rekstri og efnahag Hafnar-Þríhyrnings sem hófst á sl. ári. Meira
4. janúar 1996 | Viðskiptablað | 138 orð

Iðgjöld líftrygginga lækka um 20%

SAMEINAÐA líftryggingarfélagið, líftryggingafélag Sjóvár-Almennra og Tryggingamiðstöðvarinnar, hefur tekið upp nýja iðgjaldaskrá sem leiðir til tæplega 20% meðaltalslækkunar á iðgjaldagreiðslum viðskiptavina. Meira
4. janúar 1996 | Viðskiptablað | 189 orð

Leiða ekki til verðlækkana

OLÍUFÉLAGIÐ hf. og Olís hf. hafa frá og með áramótum tekið upp sameiginleg innkaup á olíu og telur Geir Magnússon, forstjóri Olíufélagsins, að fyrirtækin hafi náð heldur betri samningum með þessum hætti. Hann segir þó engar verðlækkanir vera framundan. Meira
4. janúar 1996 | Viðskiptablað | 2345 orð

Minnkandi hagvöxtur og aukið aðhald í ríkisrekstri

ÍUPPHAFI ársins 1996 ber tvennt hæst í alþjóðlegum efnahagsmálum og hvor þáttur um sig gæti ráðið miklu um framvinduna í þjóðarbúskap Íslendinga á næstu árum. Á síðari hluta ársins 1995 tók að hægja á hagvexti í nokkrum af stærstu iðnríkjunum. Meira
4. janúar 1996 | Viðskiptablað | 788 orð

RÁÐRÍKIR VERKFRÆÐINGAR

REKSTUR verkfræðistofunnar Scandicplan, sem íslenskir aðilar settu á stofn í Berlín sl. haust, hefur gengið vonum framar og er nú svo komið að fyrirtækið hyggst flytja sig um set þar sem stofan hefur þegar sprengt utan af sér það húsnæði sem hún er í nú. Þá stendur einnig til að bæta við tveimur starfsmönnum og munu þá starfsmenn á stofunni verða 6 talsins. Meira
4. janúar 1996 | Viðskiptablað | 141 orð

Ríkisvíxlar

ALLS bárust 23 gild tilboð í ríkisvíxla að fjárhæð 4.773 milljónir króna í útboði Lánasýslu ríkisins í gær. Tekið var tilboðum að fjárhæð 4.413 milljónir, en þar af voru 1.160 milljónir frá Seðlabanka Íslands á meðalverði samþykktra tilboða. Meðalávöxtun samþykktra tilboða í ríkisvíxla til 3ja mánaða var 7,52% og hækkaði úr 7,28% frá síðasta útboði. Meira
4. janúar 1996 | Viðskiptablað | 183 orð

Skeljungur jók hlutdeild sína

HEILDARSALA Skeljungs hf. á eldsneyti var um 6-7% meiri á síðasta ári en á árinu 1994. Eldsneytissalan í heild jókst um 3% milli ára þannig að félagið jók nokkuð hlutdeild sína. Sala jókst á flestum tegundum hjá Skeljungi en mest varð aukningin þó í sölu á gasolíu og flugsteinolíu, segir í frétt frá félaginu. Meira
4. janúar 1996 | Viðskiptablað | 676 orð

Snjóbrettin ljósi punkturinn í skíðaiðnaðinum

SKÍÐAIÐNAÐURINN hefur átt í verulegum vandræðum upp á síðkastið og svo bættust þær spár við nú fyrir áramótin, að vegna gróðurhúsaáhrifa myndu Alpafjöllin verða orðin snjólaus að stórum hluta eftir hálfa öld. Framleiðendur skíða og skíðabúnaðar hafa þó minnstar áhyggjur af því, sem verða kann í framtíðinni, það er ástandið nú, sem brennur á þeim. Meira
4. janúar 1996 | Viðskiptablað | 280 orð

Svar ráðuneytisins sent fyrir áramót

FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur þegar svarað tilboði bandaríska fyrirtækisins Nutrasweet Kelco í 66% hlut ríkisins í Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum. Skarphéðinn Steinarsson, deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að ráðuneytið hafi sent Kelco formlegt svar við tilboði þeirra, bæði bréflega og með símbréfi, Meira
4. janúar 1996 | Viðskiptablað | 204 orð

Tvö ný bú að hefja starfsemi

FYRIR skömmu var sett á stofn á Grenivík hlutafélagið Rándýr ehf. um rekstur loðdýrabús. Uppgangur virðist að nýju hafinn í loðdýrarækt í Grýtubakkahreppi en á árinu 1990 voru rekin allt að 9 loðdýrabú í hreppnum og sum nokkuð stór. Þá starfaði einnig fóðurstöð með loðdýrafóður á Grenivík um nokkurra ára skeið. Meira

Ýmis aukablöð

4. janúar 1996 | Dagskrárblað | 616 orð

Lifandi draumsýnir

Á LIÐNU ári lögðu fleiri fulltrúar bandarískra kvikmyndavera leið yfir hafið í leit að nýjum frönskum stjörnum en áður hefur orðið vart. Ástæðan er sögð áhugi kvikmyndaunnenda á Julie Delpy og Sophie Marceau, sem sett hafa Hollywood á annan endann. Svo stíft kveður að heimsóknum vegna franskra leikkvenna að kvikmyndatímarit nokkuð í París líkti þeim við meiriháttar hernaðaraðgerð. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.