Greinar föstudaginn 5. janúar 1996

Forsíða

5. janúar 1996 | Forsíða | 121 orð

Gætu fallið frá afvopnun

PAVEL Gratsjov, varnarmálaráðherra Rússlands, sagði í gær að Rússar kynnu að neyðast til að falla frá fækkun skammdrægra kjarnorkueldflauga og rifta afvopnunarsamningum ef fyrrverandi kommúnistaríki í Mið- og A-Evrópu gengju í Atlantshafsbandalagið (NATO). Meira
5. janúar 1996 | Forsíða | 321 orð

Kvarta yfir barsmíðum og gagnrýna NATO-lið

SERBNESK yfirvöld slepptu í gær 16 múslimum, sem voru teknir höndum á serbnesku yfirráðasvæði í Sarajevo. Þrír múslimanna, sem voru í haldi Serba í tíu daga, sögðust hafa sætt barsmíðum og illri meðferð serbneskra fangavarða og gagnrýndu frammistöðu friðargæsluliða Atlantshafsbandalagsins (NATO) í málinu. Meira
5. janúar 1996 | Forsíða | 288 orð

Starfsemi sendiráða að lamast

SENDIRÁÐ Bandaríkjanna í Evrópu sögðust í gær hafa þurft að draga úr þjónustunni og segja starfsfólki upp um stundarsakir vegna fjárlagadeilu repúblikana og Bills Clintons Bandaríkjaforseta. Stjórnarerindrekar og aðrir starfsmenn hafa verið sendir í launalaus leyfi í mörgum sendiráðum, m.a. í Brussel, Dublin, Bonn, Helsinki og Róm. Meira
5. janúar 1996 | Forsíða | 199 orð

Útvörp mótmæla lagakvóta

FRANSKAR útvarpsstöðvar mótmæla nú nýjum lögum sem kveða á um að a.m.k. 40% dægurlaga, sem leikin eru frá klukkan 6.30 á morgnana til 10.30 á kvöldin, skuli vera frönsk. Lögin tóku gildi 1. janúar og markmið þeirra er að bæta stöðu franskra tónlistarmanna í samkeppninni við bandaríska og breska tónlistarmenn. Meira

Fréttir

5. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 72 orð

Auglýst eftir deildarstjóra

BÆJARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að fela félagsmálastjóra að gera samning við Hermann Sigtryggsson, íþrótta- og tómstundafulltrúa um tilfærslu í starfi hjá Akureyrarbæ. Jafnframt var félagsmálastjóra falið að auglýsa stöðu deildarstjóra íþrótta- og tómstundadeildar í samráði við starfsmannastjóra. Hermann Sigtryggsson, sem verður 65 ára þann 15. janúar nk. Meira
5. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 204 orð

Á annað hundrað Íslandsmeistarar

AKUREYRINGAR eignuðust 167 Íslandsmeistara í einstaklings- og flokkaíþróttum á árinu sem nú er á enda og voru þeir heiðraðir sérstaklega í hófi milli jóla og nýárs. Afreks- og íþróttasjóður Íþrótta- og tómstundaráðs stóð að verðlaunaafhendingunni sem nú fór fram í 6. sinn. Meira
5. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 94 orð

Ánægjuleg umskipti

GUÐMUNDUR Ómar Guðmundsson, formaður Félags byggingarmanna í Eyjafirði, segir ánægjuleg umskipti hafa orðið í byggingariðnaði á Akureyri. "Það er allt með breyttum hætti miðað við undanfarin ár," segir hann. Nánast allan síðasta áratug var mikið atvinnuleysi meðal byggingarmanna á þessum árstíma. Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 203 orð

Blokkflautan í heimsmetabókina

RISASTÓR blokkflauta sem Stefán Geir Karlsson, skipatæknifræðingur hjá Siglingamálastofnun, smíðaði hefur verið tekin inn í Heimsmetabók Guinness, en áður á Stefán Geir þar fyrir risastórt herðatré sem tekið var inn í heimsmetabókina 1987. Hann tók í gær formlega við skjali frá Heimsmetabók Guinness um að blokkflautan væri nú komin í heimsmetabókina. Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 514 orð

Breytingar á opnunartíma í vændum

APÓTEKARAFÉLAG Íslands ræðir þessa dagana breytingar á opnunartíma apóteka sem sinna helgar- og næturþjónustu. "Núverandi vaktaskema rennur út 3. febrúar og það er verið að funda um þetta mál hjá félaginu. Það eru breytingar í vændum sem væntanlega verða neytendum til hagsbóta," segir Ingolf Petersen, formaður Apótekarafélags Íslands. Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 74 orð

Byr undir báða vængi

JÓN Arnar Magnússon, frjálsíþróttamaður úr Tindastóli á Sauðárkróki, var útnefndur Íþróttamaður ársins 1995 í gærkvöldi af Samtökum íþróttafréttamanna. "Jólin gerast alls ekki ánægjulegri en núna," sagði hann við Morgunblaðið. Fyrst fæddist þeim Huldu Ingibjörgu Skúladóttur sonur 1. desember og svo hlaut hann þenna eftirsótta titil í gær. Meira
5. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 81 orð

Bærinn kaupir Reyki í Fnjóskadal

Á FUNDI bæjarráðs Akureyrar í gær var lagt fram uppkast að kaupsamningi um jörðina Reyki II í Fnjóskadal ásamt öllum húsum og réttindum, þar sem töldum vatns- og borréttindum. Seljandi jarðarinnar er Guðmundur Hafsteinsson, Reykjum II en kaupandi Hita- og vatnsveita Akureyrar. Kaupverð er rétt tæpar 14 milljónir króna. Meira
5. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 348 orð

Deilur milli Dole og Gingrich

ÞAÐ er ekki aðeins, að bandarísku stjórnmálaflokkarnir, demókratar og repúblikanar, deili um fjárlögin, heldur er augljós ágreiningur milli oddvita repúblikana sjálfra, hins sáttfúsa málamiðlara Bob Doles og "róttæklingsins" Newt Gingrich. Meira
5. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 309 orð

Einingarfélagar með mestu bæturnar eða 139 milljónir

ALLS voru greiddar út atvinnuleysisbætur til félagsmanna í átta verkalýðsfélögum í Eyjafirði á liðnu ári að upphæð um 182,2 milljónir króna. Verkalýðsfélagið Eining annast greiðslurnar, en auk þess félags er um að ræða Sjómannafélag Eyjafjarðar, Félag málmiðnaðarmanna, Skipstjóra- og stýrimannafélag Norðlendinga, Vélstjórafélag Íslands í Eyjafirði, Verkstjórafélagið, Iðju, Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 597 orð

Ein stærsta vegaframkvæmdin á næstu árum

VEGAGERÐIN hefur auglýst útboð Vestfjarðavegar yfir Gilsfjörð um Kaldrana í Króksfjarðarnesi ásamt aðkomuvegum í Saurbæjar- og Reykhólahreppi. Áætlað er að framkvæmdir geti hafist á næsta ári og verði að fullu lokið 15. ágúst 1999. Samkvæmt vegaáætlun verður 775 milljónum kr. varið til þessa verks á þremur árum. Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 130 orð

EITT ár frá því að Dönskuskólinn tók til starfa

EITT ár frá því að Dönskuskólinn tók til starfa í húsnæði að Stórhöfða 17. Hugmyndin að baki skólanum er að kenna hagnýta dönsku í litlum samtalshópum, en flestir ef ekki allir Íslendingar hafa einhverja kunnáttu til að byggja á, en vantar markvissa þjálfun og æfingu í að tala tungumálið. Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 333 orð

Ekki sömu forsendur til lokana og áður

FLESTAR verslanir voru lokaðar vegna vörutalningar síðastliðinn þriðjudag sem og bankar. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna, segir að ekki sé sama þörf á því að loka verslunum til þess að telja vörur og áður var vegna nýrrar tækni. Meira
5. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 172 orð

Engin matvælaaðstoð frá S-Kóreu

STJÓRNARFLOKKURINN í Suður-Kóreu staðfesti í gær bann við frekari hrísgrjónasendingum til Norður-Kóreu, nema þarlend stjórnvöld breyttu afstöðu sinni til grannans í suðri. Setja S-Kóreumenn m.a. það skilyrði að Norður- Kóreumenn heiti því að hrísgrjónin fari ekki til hersins og að gefið verði upp hversu miklar matarbirgðir eru til í landinu. Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 288 orð

Fengu loðnu og síld í sama kasti

JÚPÍTER og Börkur fengu loðnu og síld í sama kasti austur af Hvalbaksgrunn í fyrrinótt. Þetta er mjög óvenjulegt. Lárus Grímsson, skipstjóri á Júpíter, segist ekki vita til þess að loðna hafi fundist í veiðanlegu ástandi svo sunnarlega áður. Loðnuskipin Þorsteinn og Hólmaborgin fóru út í gær til að leita að loðnu austan við Hvalbak. Meira
5. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 284 orð

Fimbulkuldi í Suður-Noregi

Á HUNDRUÐUM bóndabæja í suðurhluta Noregs búa menn sig nú undir að slátra kúm og sauðfé en langvarandi kuldar hafa valdið því að vatn hefur frosið í leiðslum og því ekki til vatn handa dýrunum. Kuldinn hefur farið niður í 40 stig inn til landsins og hefur verið rætt um að leita til almannavarna og heimavarnarliðsins um aðstoð við að tryggja mönnum og dýrum nægt vatn. Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 51 orð

Fimmfaldur fyrsti vinningur

LAUGARDAGINN 6. janúar nk. verður fyrsti vinningur í Lottóinu fimmfaldur og er það í þriðja sinn í sögu lottósins hér á landi. Talið er öruggt, að fyrsti vinningur verði 22 milljónir króna eða hærri. Jafnan þegar fyrsti vinningur verður svo hár eykst þátttaka landsmanna, því margir vilja freista gæfunnar. Meira
5. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 92 orð

Fimmtungur vill A-Þýskaland á ný

EINN af hverjum fimm íbúum í austurhluta Þýskalands eru þeirrar skoðunar að heppilegast væri að endurreisa Austur-Þýskaland. Kemur þetta fram í skoðanakönnun sem dagblaðið Süddeutsche Zeitungbirti á miðvikudag. Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 282 orð

Fjármálaráðherra vill setja reglur um hlutabréfasjóði

FJÁRMÁLARÁÐHERRA telur tímabært að endurskoða þær reglur sem gilda um frádrátt hlutabréfakaupa frá tekjum til skatts, ekki síst hlutabréfasjóðina. Friðrik Sophusson bendir á að skattaafslátturinn sé til þess ætlaður að hvetja fólk til að leggja áhættufé í atvinnufyrirtæki. Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 311 orð

Flugslysanefnd tryggt sjálfstæði

RANNSÓKNARNEFND flugslysa verður skilin frá Flugmálastjórn og henni tryggt algert sjálfstæði, verði frumvarp samgönguráðherra, sem nú liggur fyrir Alþingi, að lögum. Beinn kostnaðarauki vegna þessarar tilhögunar er metinn tvær millj. króna á ári. Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 231 orð

Fyrst verði reynt að ráða Íslendinga

ELLERT Vigfússon, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Íslenskra ígulkera, átti í gær fund með Páli Péturssyni félagsmálaráðherra um fyrirspurn um það hvort leyfi fengist til að fá útlendinga til vinnu, ef ekki yrði hægt að ráða Íslendinga. Sagði Ellert að ráðherra hefði tekið málaleitunum sínum vel, en lagt áherslu á að fyrst yrði reynt að ráða Íslendinga. Meira
5. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 63 orð

Færri gjaldþrot

NOKKRU færri beiðnir um gjaldþrot bárust embætti Héraðsdóms Norðurlands eystra á nýliðnu ári en bárust árið 1994. Á síðasta ári bárust embættinu 115 gjaldþrotabeiðnir en þær voru 123 árið á undan. Að sögn Erlings Sigtryggssonar fulltrúa voru kveðnir upp 56 gjaldþrotaúrskurðir á síðasta ári sem er örlitlu færra en var árið á undan þegar 60 úrskurðir um gjaldþrot voru kveðnir upp. Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 253 orð

Gefur Haraldi Noregskonungi Passíusálmana

INGÓLFUR Guðmundsson prestur er á leið til starfa fyrir biskupinn í Niðarósi í Noregi. Þegar hann kemur til Noregs hittir hann Harald Noregskonung og hyggst færa honum Passíusálmana á íslensku og dönsku að gjöf. Meira
5. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 331 orð

Gengi dollars hækkar GEN

GENGI dollars hækkaði í Evrópu í gær og hefur ekki verið jafn hátt gagnvart jeninu í 22 mánuði. Japanskir fjárfestar losuðu sig við jen vegna lágra vaxta og það varð til þess að dollarinn og evrópskir gjaldmiðlar aðrir en markið styrktust. Sérfræðingar telja að dollarinn eigi eftir að styrkjast frekar gagnvart jeninu á næstu dögum. Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 410 orð

Gera athugasemdir við vinnubrögð borgarinnar

TALSMENN íbúa við Grandaskóla hafa gert athugasemdir við vinnubrögð af hálfu borgaryfirvalda við undirbúning fyrirhugaðrar stækkunar skólans. Jarðvinna við 2.000 fermetra byggingu á lóð skólans hófst áður en byggingarnefnd fór yfir athugasemdir frá íbúunum. Íbúarnir segja að byggingarnefnd hafi enn ekki veitt leyfi til byggingarinnar. Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 93 orð

Guðbrandur Magnússon ráðinn framleiðslustjóri Morgunblaðsins

GUÐBRANDUR Magnússon hefur verið ráðinn framleiðslustjóri Morgunblaðsins, en hann var áður framkvæmdastjóri Prenttæknistofnunar. Guðbrandur er fertugur að aldri. Hann er prentsmiður að mennt og lauk síðan námi frá Gautaborgarháskóla í stjórnun í prentiðnaði árið 1979 og viðskipta- og rekstrarnámi frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands árið 1991. Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 430 orð

Handrit dregin út mánaðarlega

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Happdrætti SÍBS: "Þeir sem skoða vinningaskrá SÍBS hljóta að taka eftir öðrum áherslum en gilt hafa á happdrættismarkaðnum hingað til. Þessar áherslur eru á það sem gefur lífinu gildi - annað og meira en beinharða peninga. Vissulega verða háir vinningar í boði á árinu. Fyrsti vinningur í janúar verður t.d. Meira
5. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 81 orð

Hellisvist undirbúin

PASCAL Barrier (t.h.) og Jannick Roy, sem báðir eru hellafræðingar, sjást hér á leið niður í kalksteinshella skammt frá borginni Arras í Norður- Frakklandi í gær. Þeir ætla að hafast við neðanjarðar í 60 daga og gera ýmsar tilraunir er tengjast svonefndri staðfræði og fleiri greinum. Meira
5. janúar 1996 | Smáfréttir | 124 orð

Hljómsveitin XIII heldur sína árlegu þrettándató

Hljómsveitin XIII heldur sína árlegu þrettándatónleika í Rósenbergkjallaranum laugardaginn 6. janúar nk. Auk XIII kemur hljómsveitin Dead Sea Apple fram og hefjast tónleikarnir laust eftir miðnættið. Meira
5. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 226 orð

Hráefnisöflun erfið

VINNSLA ígulkerahrogna er hafin á ný hjá Ígulkerinu hf. á Akureyri, eftir stopp á milli jóla og nýárs. Gunnar Blöndal, framkvæmdastjóri segir að nokkuð erfitt sé að afla hráefnis en fyrirtækið hefur fengið ígulker frá Ísafirði, Eskifirði og úr Eyjafirði. Alls eru 32 starfsmenn á launaskrá Ígulkersins. Meira
5. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 217 orð

Hægriflokkar ræða samsteypustjórn

MESUT Yilmaz, leiðtogi Föðurlandsflokksins í Tyrklandi, sagði í gær, að líkur á samstarfi við flokk Tansu Ciller forsætisráðherra, Sannleiksstíginn, hefðu aukist eftir viðræður þeirra í 10 daga. Hafa flokkarnir og formenn þeirra lengi eldað grátt silfur en báðir vilja þeir hindra, að flokkur íslamskra bókstafstrúarmanna, sem fékk flest atkvæði í kosningunum fyrir skömmu, komist til valda. Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 807 orð

Íslenskan sett í öndvegið

BÍLORÐANEFND hefur starfað í fimm ár. "Við erum þegar byrjaðir að endurskoða orðabókina en ég veit ekki hvernær verður af næstu útgáfu," segir Finnbogi. "Þetta kostar peninga en við fengum að vísu nokkurn styrk úr menningarsjóði, málræktarsjóði og hjá Bifreiðaskoðun Íslands. Upphafið að þessu var að menn sem láta sér annt um íslenska tungu komu saman og mynduðu starfshóp. Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 150 orð

Jazztríóið Mood Swing

TRÍÓIÐ Mood Swing leikur á Café Óperu föstudaginn 5. janúar og á veitingahúsinu Astro næstkomandi sunnudag. Fyrir tríóinu fer Sunna Gunnlaugsdóttir píanisti en meðspilarar hennar eru Bandaríkjamennirnir John Hebert, sem leikur á bassa, og Scott McLemore á trommur. Sunna hefur verið við nám í jazzpíanóleik í William Paterson College í New Jersey undanfarin þrjú ár. Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 89 orð

Jeppabílstjóri gefi sig fram

LÖGREGLAN í Reykjavík biður bílstjóra jeppabifreiðar, sem ekið var á mannlausa bifreið við Vesturberg á gamlárskvöld, að gefa sig fram. Bíllinn, sem ekið var á, er af gerðinni Ford Sierra, blár að lit, með skráningarnúmer G-6969, og stóð hann við Vesturberg 30. Meira
5. janúar 1996 | Landsbyggðin | 398 orð

Jólahald og 100 ára afmæli

Jólahald og 100 ára afmæli Seyðisfirði-Á Seyðisfirði hefur jólahald verið með hefðbundnu móti þótt ýmislegt hafi verið svolítið glæsilegra en oft áður í tilefni 100 ára afmælis kaupstaðarins. Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 70 orð

Laxá flæddi um víðan völl

ÞAÐ VAR vetrarlegt um að litast við Laxá í Aðaldal nú um áramótin. Klakastífla myndaðist í þrengslum við Núpafoss og flæddi áin því yfir bakka sína, fór yfir tún við bæinn Knútsstaði og hvarf ofan í hraunið, þar sem hún fann sér leið út í Skjálfanda. Jónas Jónsson á Knútsstöðum sagði að slík stífluflóð kæmu alltaf af og til, ýmist að vetri eða vori. Meira
5. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 338 orð

Leiddi flugumferðarstjóri flugmennina af leið?

TVEIR flugstjórar, sem komnir eru á eftirlaun, halda því fram, að kólumbískur flugumferðarstjóri kunni að hafa afvegaleitt flugmenn Boeing-757 þotu bandaríska flugfélagsins American Airlines, sem fórst skammt frá borginni Cali 20. desember. Meira
5. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 148 orð

Mestu hlýindin 1995

BRÁÐABIRGÐANIÐURSTÖÐUR sýna, að meðalhiti á jörðinni hafi verið meiri á liðnu ári en áður hefur mælst og styður það þær kenningar sumra vísindamanna, að brennsla olíu og annarra jarðefna sé farin að hafa áhrif á hitastigið. Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 94 orð

Námskeið um samskipti foreldra og barna

NÚ Í JANÚAR fer af stað á ný námskeiðið "Samskipti foreldra og barna", en þetta er ellefta árið sem slíkt námskeið er haldið. Námskeiðið byggir á hugmyndum dr. Thomasar Gordons sálfræðings en hann hefur skrifað fjölda bóka um mannleg samskipti. Meira
5. janúar 1996 | Smáfréttir | 84 orð

Ný jógastöð verður opnuð í Hátúni 6a kl. 14 á morgun, laugardag, í nýinnréttuð

Ný jógastöð verður opnuð í Hátúni 6a kl. 14 á morgun, laugardag, í nýinnréttuðu húsnæði. Boðið er upp á fullkomna aðstöðu til jógaiðkunar og alhliða nudd. Eigendur leggja áherslu á jógaiðkun sem heilsubætandi líkamsrækt og hugrækt fyrir alla aldurshópa, fyrir þá sem vilja efla viljastyrk sinn, ná tökum á streitu og koma jafnvægi á mataræði og líkamsþyngd. Meira
5. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 683 orð

Ný tilraun ESB til að leysa Kýpurdeiluna

EVRÓPUSAMBANDIÐ hyggst gera nýja tilraun til að leysa þjóðernisdeilurnar á Kýpur og binda enda á skiptingu landsins á milli tyrkneskumælandi og grískumælandi íbúa. ESB lítur á lausn deilunnar sem forsendu þess að Kýpur geti hlotið aðild að sambandinu. Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 754 orð

Reglur um ráðstöfun fjár og eftirlit

FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra fagnar áhuga almennings á hlutafjárkaupum. Hann telur þó tímabært að endurskoða þær reglur sem um þetta gilda og nefnir í því sambandi starfsemi hlutabréfasjóðanna. Bendir fjármálaráðherra á að skattaafslátturinn sé til þess ætlaður að hvetja fólk til að leggja áhættufé í atvinnufyrirtæki. Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 310 orð

Rætt um kvóta og síld

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra átti í gær fundi með Edmund Joensen lögmanni Færeyja og Ivan Johannessen sjávarútvegsráðherra í Þórshöfn í Færeyjum. Viðræður halda áfram í dag og er stefnt að því að ljúka þeim um hádegi. Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 229 orð

Samningar skipta meiru en sveiflur erlendis

"HÆKKANIR og lækkanir erlendis eru ekki lengur sama viðmiðun og var, því olíufélögin bjóða viðskiptavinum sínum samninga um olíuverð og slíkir samningar jafna út sveiflur," sagði Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 141 orð

Sigldi degi of snemma

FÉLÖG sjómanna á Suðurnesjum hafa mótmælt því að Stafnnesið KE 130, sem er á netum, sigldi aðfaranótt annars dags jóla. Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segir að samkvæmt ákvæðum kjarasamninga sé ljóst að jólafrí skipverja hafi staðið nær sólarhring lengur, eða til loka annars dags jóla. Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 118 orð

SIGURPÁLL M. ÞORKELSSON

SIGURPÁLL M. Þorkelsson prentari er látinn, 81 árs að aldri. Sigurpáll fæddist á Siglufirði 27. febrúar árið 1914. Foreldrar hans voru Þorkell S. Svarfdal skipstjóri og kona hans Jóhanna Kristjánsdóttir. Hann hóf prentnám á Siglufirði 1. janúar 1931 og lauk þar námi. Sigurpáll vann þar til ársins 1943 er hann fluttist til Reykjavíkur. Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 109 orð

Sjúkrabíll valt á Miklubraut

SJÚRABÍLL lenti í árekstri við fólksbíl undir miðnætti í gærkvöldi á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar. Sjúkrabíllinn valt við áreksturinn, en í honum voru sjúklingur og læknir auk bílstjóra. Sjúklingurinn fékk högg og marðist við veltuna, en aðrir sluppu lítið meiddir. Sjúkrabíllinn var að koma með sjúkling frá Vík í Mýrdal og ók með blikkandi ljós. Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 233 orð

Skákþing Reykjavíkur 1996

SKÁKÞING Reykjavíkur hefst næstkomandi sunnudag, 7. janúar, klukkan 14. Mótið skiptist í aðalkeppni, unglingakeppni og svo hraðskákmót sem fram fer að lokinni aðalkeppni. Í aðalkeppninni verða tefldar 11 umferðir eftir Monrad-kerfi í einum opnum riðli. Umhugsunartíminn er 1 1/2 klst. á 30 leiki og svo 45 mínútur til að ljúka skákinni. Teflt verður þrisvar sinnum í viku, á sunnudögum kl. Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 97 orð

SkemmtanirSafnfr´ettir, 105,7

RÓSENBERGKJALLARINN Á föstudagskvöld er rokkdansleikur með hljómsveitinni Dead Sea Apple. Miðnæturtónleikar á laugardagskvöld með hljómsveitunum 13 og Dead Sea Apple. Spilað verður til kl. 03.00. Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 143 orð

Slasaðir eftir árekstur

HARÐUR árekstur varð milli tveggja bíla á gatnamótum Nóatúns og Hátúns á fimmtánda tímanum í gær. Ökumaður annars bílsins og farþegi úr hinum voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild. Ökumaðurinn kvartaði undan verkjum í baki og hálsi og farþeginn var talinn lærbrotinn og með lærlegg úr lið. Báðir bílarnir voru fjarlægðir með krana. Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 348 orð

Sóknarnefnd fundar í dag

EÐLILEGT eftirlit og aðgangur hefur verið að reikningum Langholtssóknar að því er Guðmundur E. Pálsson, formaður sóknarnefndar, segir. Hann segist ekki skilja orð sr. Flóka Kristinssonar sóknarprests um að ákjósanlegt sé að Eríkur Tómasson fari ofan í fjármál safnaðarins síðustu tíu árin. Guðmundur átti von á að haldinn yrði sóknarnefndarfundur í dag. Meira
5. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 47 orð

Sótt um skólavist

HANYANG-háskóli í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, er mikils metinn ef marka má þann fjöldann sem sækir um skólavist þar. Síðasti frestur rann út í gær og var þá handagangur í öskjunni. Um 20.000 manns sóttu um skólavist en innan við fimmtungur þeirra fær jákvætt svar. Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 442 orð

Spónaskortur í vetrarbyrjun

MIKIL eftirspurn er nú eftir spónum til undirburðar undir hross, hænsni og svín. Jón Snorrason, forstjóri Húsasmiðjunnar, sagði að ásóknin í spænina væri slík að engu lagi væri líkt. Sagði hann þetta helst minna á ásókn í nælonsokka á stríðsárunum eða sprúttsölu í áfengisbanni. Meira
5. janúar 1996 | Miðopna | 2407 orð

Súpa seyðið af framkvæmdagleði

BJARNI P. Magnússon sagði upp störfum sveitarstjóra Reykhólahrepps um miðjan nóvember og hætti samdægurs. Í tengslum við uppsögnina var skýrt frá miklum skuldum sveitarfélagsins og greiðsluerfiðleikum. Meira
5. janúar 1996 | Landsbyggðin | 605 orð

Úrbætur gætu minnkað notkun verulega

Úttekt á vatnsnotkun Ísfélags Vestmannaeyja hefur verið gerð af Háskóla Íslands Úrbætur gætu minnkað notkun verulega Sparnaður vegna þessa nemur um tveim milljónum á ári Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 303 orð

Útilokar ekki aukna samkeppni í orkusölu

FINNUR Ingólfsson iðnaðarráðherra segist ekki útiloka að gerðar verði breytingar á Landsvirkjun sem m.a. miði að því að auka samkeppni í orkusölu. Fulltrúar eignaraðilanna í Landsvirkjun, Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri í Reykjavík og Jakob Björnsson bæjarstjóri á Akureyri, hittust skömmu fyrir áramót til viðræðna um málefni fyrirtækisins. Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 74 orð

Útsölur við Laugaveg á löngum laugardegi

Útsölur við Laugaveg á löngum laugardegi VERSLUNAREIGENDUR við Laugaveg og nágrenni hafa undanfarið verið að undirbúa janúarverslunina og nú eru útsölur að hefjast. Afsláttur á vörum hefur verið að síaukast hér á landi og það er mál manna að útsölurnar hafi aldrei verið betri, segir í frétt frá Laugavegssamtökunum. Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 91 orð

Vélsleðasýning

Vélsleðasýning NÆSTKOMANDI helgi, 6. og 7. janúar, verður haldin sýningin "Vetrarlíf 96" á vegum Landssambands íslenskra vélsleðamanna. Sýningin verður haldin í sýningarsal Ingvars Helgasonar hf. við Sævarhöfða. Á sýningunni munu allir innflutningsaðilar vélsleða sýna árgerðir 1996 af vélsleðum og fjölbreyttan útbúnað sem þeim tengist, s.s. Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 186 orð

Viðræðum haldið áfram

TVÖ ÁR voru í gær liðin frá undirritun sameiginlegrar bókunar við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna, þar sem kveðið var á um varnarviðbúnað og liðsstyrk í varnarstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Í bókuninni voru ákvæði um að samkomulagið yrði endurskoðað innan tveggja ára. Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 283 orð

Viðræður hafnar um sameiningu félaganna

ÁHUGI er á sameiningu eða nánu samstarfi þriggja verkalýðsfélaga í Eyjafirði, Verkalýðsfélagsins Einingar, Félags byggingarmanna í Eyjafirði og Iðju, félags verksmiðjufólks. Viðræður eru að hefjast um þessar mundir. Formenn félaganna hittust í fyrradag og sagði Guðmundur Ómar Guðmundsson formaður Félags byggingarmanna að viðræður væru á byrjunarstigi. Meira
5. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 94 orð

Vilja afsögn Dinis

FRELSISBANDALAGIÐ, bandalag flokka hægramegin við miðju í ítölskum stjórnmálum, ætlar að beita sér fyrir því, að Lamberto Dini, forsætisráðherra Ítalíu, segi af sér embætti. Lýsti Gianfranco Fini, einn af leiðtogum bandalagsins, yfir því á miðvikudag. Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 314 orð

Vilt þú verða netagerðarmaður?

NEMENDUM í níunda bekk á öllu landinu munu á næstunni verða kynntir bæklingar, þar sem kynntar eru ýmsar iðngreinar. Tilgangur þessa er að reyna að vekja áhuga ungs fólks á iðngreinum og eru umsjónarkennarar í skólunum meðal annars fengnir til liðs við átakið. Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 288 orð

Vongóðir um samkomulag

RÖNTGENTÆKNAR lögðu í gær fram gagntilboð á fundi með stjórn Ríkisspítalanna, sem felur í sér hugmyndir um vaktakerfi til lausnar á deilu þessara aðila. Ríkisspítalar höfðu lagt fram tillögu um vaktakerfi á röntgendeild sem Daníel Hálfdánarson, talsmaður röntgentækna, segir þá hafa talið leiða til allt að 15% skerðingar á launum, og því verið óásættanlegt. Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 145 orð

Yfirlýsing frá stjórn Prófastafélags Íslands

MORGUNBLAÐINU barst í gær yfirlýsing frá stjórn Prófastafélags Íslands: "Stjórn Prófastafélags Íslands harmar og lýsir vanþóknun sinni á þeirri órökstuddu og fljótfærnislegu fullyrðingu formanns Prestafélags Íslands, þess efnis að kominn sé upp alvarlegur trúnaðarbrestur milli biskups Íslands og presta landsins. Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 115 orð

Þrettándabrenna Vals

Þrettándabrenna Vals ÁRLEG þrettándabrenna Vals verður að Hlíðarenda laugardaginn 6. janúar og hefst kl. 17.45. Blysför og fjölskylduganga verður frá Perlunni að brennunni og flugeldasýning í lok dagskrárinnar. Þátttaka er ókeypis en göngublys verða seld við upphaf göngunnar og veitingar og flugeldar að Hlíðarenda. Meira
5. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 87 orð

Þrettándagleði á Ásvöllum

KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Haukar stendur fyrir glæsilegri Þrettándahátíð á íþrótta- og útivistarsvæðinu Ásvöllum á laugardaginn, þar sem jólin verða kvödd með dansi og söng. Dagskráin hefst kl. 19.45 með blysför frá Suðurbæjarlauginni að Ásvöllum. Seld verða blys og kyndlar á staðnum. Skemmtidagskrá hefst kl. 20.15 á Ásvöllum. Jólasveinar, Grýla og Leppalúði, eldspúandi risar, dans og söngur. Meira
5. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 142 orð

Þrettándagleði í sextugasta sinn

ÞRETTÁNDAGLEÐI Íþróttafélagsins Þórs verður haldin í sextugasta skipti á morgun, laugardaginn 6. janúar og hefst hún kl. 17.00. á félagssvæði Þórs við Hamar. Vegleg dagskrá verður á þrettándagleðinni, en hún hefst með skrúðgöngu sem álfakóngur og -drottning fara fyrir, en þeim verður ekið á hestvagni. Meira
5. janúar 1996 | Smáfréttir | 35 orð

Ættarmót ÆNSEK. Niðjar Sigurlaugar Þorkelsdóttur og Einars Jóns

Ættarmót ÆNSEK. Niðjar Sigurlaugar Þorkelsdóttur og Einars Jónssonar eru með árlegt jólaball á morgun, laugardaginn 6. janúar, í Kópavogi á sama stað og í fyrra. Jólaball barnanna hefst kl. 15 en fullorðnir hittast kl. 22. Nefndin. Meira
5. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 183 orð

Öflugur skjálfti í Indónesíu

AÐ MINNSTA kosti 18 manns biðu bana þegar öflugur landskjálfti reið yfir Sulawesi-eyju í Indónesíu á nýársdag og níu var enn saknað í gær. Hartnær 400 timburhús og opinberar byggingar skemmdust í skjálftanum. Meira
5. janúar 1996 | Smáfréttir | 15 orð

(fyrirsögn vantar)

Ritstjórnargreinar

5. janúar 1996 | Leiðarar | 256 orð

ERFÐIR HJARTA- OG ÆÐASJÚKDÓMA AUÐSFÖLLUM vegn

ERFÐIR HJARTA- OG ÆÐASJÚKDÓMA AUÐSFÖLLUM vegna kransæðasjúkdóma hefur fækkað um 150 til 200 á ári frá árinu 1970 vegna breyttra lifnaðarhátta og fullkomnari heilsugæzlu, að því er fram kemur í viðtali Morgunblaðsins í gær við Nikulás Sigfússon yfirlækni. Þetta er eftirtektarverður árangur. Meira
5. janúar 1996 | Leiðarar | 623 orð

HLUTABRÉFAMARKAÐUR Í ÞRÓUN

HLUTABRÉFAMARKAÐUR Í ÞRÓUN AÐ ER orðinn árviss atburður að á milli jóla og nýárs eigi sér stað umfangsmikil verðbréfaviðskipti vegna skattaafsláttar til handa þeim er festa kaup á hlutabréfum upp að ákveðinni upphæð. Flestir einstaklingar, sem vilja nýta þennan afslátt, kjósa að kaupa hlut í hlutabréfasjóðum verðbréfafyrirtækjanna. Meira
5. janúar 1996 | Staksteinar | 281 orð

»Ytri skilyrði batnandi BLAÐIÐ Dagur á Akureyri segir í áramótaleiðara að al

BLAÐIÐ Dagur á Akureyri segir í áramótaleiðara að allar spár standi til þess að ytri skilyrði í efnahagsmálum þjóðarinnar fari batnandi, atvinnuvegirnir styrkist og atvinnuleysi minnki. Birta í efnahagsmálum Meira

Menning

5. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 254 orð

Ace Ventura - Kall náttúrunnar

Nýtt í kvikmyndahúsunumAce Ventura - Kall náttúrunnar SAMBÍÓIN og Borgarbíó á Akureyri hafa tekið til sýninga nýjustu kvikmynd Jim Carrey, "Ace Ventura: Kall náttúrunnar". Meira
5. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 379 orð

Boney M á Hótel Íslandi Þýskættaða danssveitin Bony M setti grúa heimsmeta um miðjan áttunda áratuginn og enginn söngflokkur

BONEY M er hugarfóstur þýska tónlistarfrömuðarins Franks Farians. Hann hafði samið lag, Baby Do You Wanna Bump, og leitaði hljómsveitar sem flutt gæti það. Sú leit skilaði honum söngkonunni Liz Mitchell, sem var upphaflega frá Jamaica, en sest hafði að í Þýkalandi, en hún var upphaflega ráðin þangað til að syngja í uppfærslu á Hárinu. Liz til aðstoðar voru tvær söngkonur og karlsöngvari. Meira
5. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 104 orð

Christian Brando sleppt úr fangelsi

SONUR Marlons Brando, Christian, verður látinn laus úr fangelsi á miðvikudaginn. Hann var dæmdur til 10 ára fangelsisvistar þann 28. febrúar 1991, fyrir að hafa drepið Dag Drollet. Dag þessi var kærasti Cheyenne, hálfsystur Christians. Meira
5. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 88 orð

Flugeldasýning á gamlárskvöld

HEIMILISFÓLKIÐ á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi bauð fjölskyldum sínum og börnum í hverfinu til flugeldasýningar kl. 16:30 á gamlársdag. Birna Kr. Svavarsdóttir hjúkrunarforstjóri segir þetta vera lið í viðleitni hjúkrunarheimilisins til að auka tengsl milli yngri og aldraðra í hverfinu. Meira
5. janúar 1996 | Tónlist | 386 orð

Fyrstu tónleikar ársins 1996

Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari og Delana Thomsen píanóleikari fluttu verk eftir Mozart, Brahms, Wieniawsky, Chausson og Ravel. Miðvikudagurinn 3. janúar 1996. FYRSTU tónleikar ársins 1996, voru haldnir af Listasafni Íslands og voru það listakonurnar Guðný Guðmundsdóttir og Delana Thomsen er gáfu tóninn varðandi væntanlega tónlistarvertíð á nýju ári. Meira
5. janúar 1996 | Menningarlíf | 848 orð

Grafreitir og gamanmál

Níunda viðfangsefni vetrarins í Þjóðleikhúsinu er Kirkugarðsklúbburinn eftir Ivan Menchell sem frumsýndur verður á Litla sviðinu í kvöld. Orri Páll Ormarsson kom við í kirkjugarðinum og hitti klúbbfélaga að máli. Meira
5. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 161 orð

Hanks á ekki von á Óskarsverðlaunum þetta árið

TOM HANKS hefur gengið flest í haginn síðustu ár. Hann hefur leikið í hverri metsölumyndinni á fætur annarri; "A League of Their Own" (sem halaði inn 107 m.$ í Bandaríkjunum), "Sleepless in Seattle" (127 m.$), "Philadelphia" (77 m.$, Óskarsverðlaun), "Forrest Gump" (330 m.$, Óskarsverðlaun) og á árinu sem leið lék hann í "Apollo 13" (172 m. Meira
5. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 43 orð

James Dean á frímerki

Í GÆR var tilkynnt að goðsögnin James Dean myndi prýða næsta frímerki sem bandaríska póstþjónustan gefur út, en í ár eru fjörutíu ár síðan hann lést í bílslysi. Þetta frímerki verður fáanlegt þar vestra frá og með júnímánuði næstkomandi. Meira
5. janúar 1996 | Menningarlíf | 56 orð

Land míns föður

Í DAG föstudag kl. 20 hefjast að nýju sýningar á "Land míns föður" hjá Leikfélagi Selfoss. Leikritið er eftir Kjartan Ragnarsson með tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson. Leikstjóri er Ingunn Ásdísardóttir og tónlistarstjórn er í höndum Helga E. Kristjánssonar. Meira
5. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 50 orð

Líkamsrækt með Claudiu

CLAUDIA Schiffer sést hér halda á tveimur nýjum líkamsræktarmyndböndum sínum á blaðamannafundi í London í gær, þar sem þau voru kynnt. Annað myndbandið heitir "The Upper Body Workout", eða Þjálfun efri hluta líkamans, en hitt ber nafnið "The Lower Body Workout", eða Þjálfun neðri hluta líkamans. Meira
5. janúar 1996 | Menningarlíf | 74 orð

Ljós og tími

INGIBERG Magnússon myndlistarmaður opnar sýningu í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, á morgun laugardag kl. 15. Sýningin ber yfirskriftina "Ljós og tími" og dregur nafn sitt af röð mynda sem fjalla um tímaskil birtu og myrkurs í Reykjavík alla mánuði ársins. Á sýningunni verða 28 verk, tréristur og verk unnin með blandaðri tækni. Verkin eru flest gerð á síðastliðnu ári. Meira
5. janúar 1996 | Menningarlíf | 545 orð

Mikilvægt að starfrækja svona hljómsveit

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT æskunnar gengst fyrir tónleikum í Háskólabíói kl. 14 á morgun. Á efnisskrá verða Myndir á sýningu eftir Mússorgskíj og Petrúsjka eftir Stravinskíj. Tónsprotinn verður í höndum Petris Sakaris. Myndir á sýningu kom sem píanóverk frá hendi rússneska tónskáldsins Modest Petrovitsj Mússorgskíj árið 1874. Meira
5. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 63 orð

Mussolini fegurst fljóða

NIÐJAR Benitos heitins Mussolinis, ítalska einræðisherrans, hafa verið áberandi í ítölsku þjóðlífi síðustu ár. Barnabarn hans, Alessandra, situr á þingi fyrir Þjóðarbandalagið og nú hefur stjúpsystir hennar, Rachele Mussolini, sigrað í fyrstu fegurðarsamkeppni ársins á Ítalíu. Meira
5. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 73 orð

Nú árið er liðið

NÝÁRSFAGNAÐUR var haldinn á Þjóðleikhúskjallaranum sem víða annars staðar. Erla Friðgeirsdóttir og Gunnlaugur Helgason stjórnuðu gleðinni, en nokkrir gestir tóku lagið, meðal annarra María Björk. Stemmningin var góð eins og meðfylgjandi myndir gefa til kynna. Meira
5. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 116 orð

Nýársfagnaður á Hótel Örk

UM tvöhundruð gestir hvaðanæva að af landinu fögnuðu nýju ári á nýársfagnaði Hótel Arkar í Hveragerði. Mikil hátíðarstemning var meðal gesta og glatt á hjalla langt fram eftir nóttu. Heiðar Jónsson snyrtir sá um veislustjórn, en meðal skemmtikrafta sem fram komu voru Bogomil Font og Milljónamæringarnir, Helena Jónsdóttir dansari og Kristinn H. Árnason gítarleikari. Meira
5. janúar 1996 | Leiklist | 484 orð

Rými, leikur, ljóð

Leikendur: Páll Sigþór Pálsson, Árni Pétur Reynisson, Stefán Baldur Árnason. Hinu húsinu, menningar- og upplýsingamiðstöð ungs fólks, Reykjavík. Annan dag í nýári. OG LÝSING. Rými, leikarar, ljóð, lýsing. Meira
5. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 62 orð

Útvegsbóndi og landsliðsmarkvörður

ÞEIR bræður Magnús Kristinsson, formaður Félags útvegsbænda í Vestmannaeyjum, og Birkir Kristinsson, markvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, tóku því rólega í Eyjum um hátíðirnar. Einn góðviðrisdaginn fór fótboltakappinn í útreiðartúr með bróður sínum og lá leiðin inn í Herjólfsdal. Meira
5. janúar 1996 | Menningarlíf | 130 orð

Þrívíð verk úr hör, vír og tágum

FRÍÐA S. Kristinsdóttir opnar sýningu í Listhúsi 39, Strandgötu 39 í Hafnarfirði, á morgun, laugardag, kl. 15. Þetta er fyrsta sýning Fríðu. Á sýningunni eru myndverk og þrívíð verk með tvöföldum vefnaði, úr hör, vír, tágum, og myndvefnaður úr ull. Meira
5. janúar 1996 | Menningarlíf | 288 orð

(fyrirsögn vantar)

EINN helsti óperusöngvari Slóvakíu, Peter Dvorsky, kallar yfir sig mikil vandræði, syngi hann aríu á ítölsku eða öðru útlendu máli. Samkvæmt nýjum slóvakískum málverndarlögum er aðeins útlendingum leyft að syngja á erlenduim tungumálum, Slóvakar verða að syngja á móðurmálinu. Meira
5. janúar 1996 | Menningarlíf | 88 orð

(fyrirsögn vantar)

ÞÝSKA leikskáldið Heiner Müller er látinn, 66 ára að aldri. Hann skrifaði yfir þrjátíu leikrit og stýrði leikhúsinu Berliner Ensemble, sem miklar deilur hafa staðið um. Verk hans fjölluðu á einn eða annan hátt um lífið í Austur-Þýskalandi og kunnu þarlend yfirvöld honum litlar þakkir fyrir. Meira

Umræðan

5. janúar 1996 | Aðsent efni | 988 orð

Gunnar Thoroddsen um forsetaembættið

FYRIR jólin 1981 kom út bók, þar sem Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi ræddi við Gunnar Thoroddsen, þáverandi forsætisráðherra. Í bókinni komu þeir viðmælendurnir víða við en hæst bar að sjálfsögðu átökin í Sjálfstæðisflokknum milli Gunnars og Geirs og liðsmanna þeirra, sem náðu hámarki þegar Gunnar Thoroddsen myndaði stjórn með Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi, Meira
5. janúar 1996 | Bréf til blaðsins | 517 orð

Herör gegn fátækt í heiminum

SAMEINUÐU þjóðirnar hafa helgað árið 1996 baráttunni við fátækt í heiminum. Engum blandast hugur um að fátækt er böl. Þetta böl hefur fylgt mannkyni allar götur. Í huga okkar hefur orðið "fátækt" jafnan verið tengt efnalegum gæðum ­ þ.e. skorti á fjármunum og því sem fyrir þá má kaupa. Ef betur er að gáð leysa fjármunirnir einir ekki vandamál manna, hvorki einstaklinga né þjóðfélaga. Meira
5. janúar 1996 | Aðsent efni | 1558 orð

Hver er Sondezwa - hvað er SOS?

JÁ, HVER er Sondezwa? Segir nafnið nokkuð? Nei trúlega ekki, það hljómar eins og eitthvert fyrirbæri sem þess vegna gæti verið að finna út í himinhvolfinu. Viljum við vita hver hún er? Tja, nei, hvað varðar okkur um einhvern sem heitir ekki einu sinni almennilegu nafni, Sondezwa, ja hættu nú alveg. Meira
5. janúar 1996 | Bréf til blaðsins | 413 orð

Innanlandsflug til Keflavíkur

Innanlandsflug til Keflavíkur og einteinung milli Keflavíkur og Reykjavíkur Skarphéðni Hinrik Einarssyni: STUTT er í að Reykjavíkurflugvöllur, sem er nú í mjög slæmu ástandi, verði ónothæfur. Hann var byggður 1940 og átti aðeins að standa í tíu ár. Meira
5. janúar 1996 | Aðsent efni | 299 orð

Upphlaup byggt á misskilningi

Í HÁDEGISFRÉTTUM útvarps 3ja janúar sl. gerir Gissur Sigurðarson fréttamaður grein fyrir athugasemdum séra Sigurðar Sigurðarsonar vígslubiskups og séra Geirs Waage formanns Prestafélags Íslands við málsmeðferð Biskups Íslands í svonefndu Langholtsmáli. Þessar athugasemdir voru svo endurteknar í fjölmiðlum næsta sólarhring eða svo með ýmiskonar tilbrigðum. Meira
5. janúar 1996 | Aðsent efni | 1187 orð

Þjóð í ánauð

"FRJÁLSHYGGJA" er slagorð sem flokksmenn "flokks allra landsmanna" vilja stundum tileinka sér. En hafa þeir staðist prófið? Er ekki eitthvað annað á ferðinni? "Íslensk frjálshyggja"? Eða er það alræðishyggja þrátt fyrir allt? Hayek Einn af kenningasmiðum frjálshyggjunnar er Austurríkismaðurinn og Nóbelsverðlaunahafinn dr. F.A. Hayek (f.1899). Meira

Minningargreinar

5. janúar 1996 | Minningargreinar | 564 orð

Árni Árnason

Látinn er í hárri elli góður vinur og samstarfsmaður til margra ára, Árni Árnason bifreiðasmiður og einn af stofnendum Bílaskálans hf. Ég átti því láni að fagna að kynnast Árna fyrir rúmum fimmtíu árum, þegar hann kom til starfa hjá Bílasmiðjunni hf., þar sem við unnum saman allt þar til við stofnuðum eigið fyrirtæki. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 409 orð

Árni Árnason

Hann afi-lang er dáinn. Þótt orðin kæmu óvænt kom fréttin okkur ekki að óvörum. Öll höfðum við búist við þessari upphringingu um jólin eða frá því að gamla manninum elnaði sóttin á Þorláksmessu. Við hugguðum okkur við það að hafa haldið litlu jólin um miðjan desember, en þá var engan bilbug að finna á þeim gamla. En skjótt skipast veður í lofti. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 290 orð

Árni Árnason

Nú er hann afi okkar í Blönduhlíðinni dáinn, 93 ára gamall. Það má með sanni segja að afi hafi lifað tímana tvenna, hann ólst upp í Fljótshlíðinni á söguslóðum Njálu, á þeim tíma er margir Íslendingar bjuggu enn í torfbæjum, og reið á Eyrarbakka til að versla og sækja helstu nauðsynjar. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 187 orð

ÁRNI ÁRNASON

ÁRNI ÁRNASON Árni Árnason fæddist 2. mars 1902 á Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð. Hann lést á Landspítalanum 27. desember sl. Foreldrar hans voru Árni Árnason, bóndi á Vestur-Sámsstöðum, og kona hans Þórunn Jónsdóttir frá Grjótá í Fljótshlíð. Árni var næstyngstur systkina sinna, hin eru Arnheiður Þóra, f. 4. maí 1895, Þorbjörg, f. 16. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 149 orð

Árni Böðvarsson

Þeim er að fækka gömlum vinum mínum frá fyrstu Akureyrarárunum. Einn þeirra, Árni Böðvarsson, er til moldar borinn í dag. Síðast þegar ég sá hann lá vel á honum. Hann sagði mér frá gömlu rímnahandriti snjáðu úr fórum afa síns, Björns Björnssonar í Köldukinn. Nú sat Árni við að ráða í þetta lúna letur og færa það inn á tölvu. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 854 orð

Árni Böðvarsson

Nú hefur Árni Böðvarsson, (lang)afi barnanna minna, gengið götuna til enda og við erum öll fátækari eftir. Við reynum að hugga okkur við að þetta sé gangur lífsins og niður í huga föður lýstur þeirri eigingjörnu ósk að miklir mannkostir Árna megi lifa áfram í afabörnum hans ­ að dauðinn hrifsi ekki til sín alla gamansemi hans, lifandi gáfur og þá hlýju er einkenndi allt hans fas. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 236 orð

ÁRNI BÖÐVARSSON

ÁRNI BÖÐVARSSON Árni Böðvarsson fæddist í Nonnahúsi á Akureyri 5. ágúst 1914. Hann andaðist hinn 23. desember síðastliðinn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Foreldrar Árna voru Guðný Jónína Kristjánsdóttir, fædd á Ófeigsstöðum í Köldukinn í Suður-Þingeyjarsýslu 29. okt. 1878, d. 14. jan. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 129 orð

Borghildur Eggertsdóttir

Okkur systkinin langar að skrifa nokkur minningarorð um Borghildi Eggertsdóttur, ömmu okkar. Amma okkar var mjög ákveðin kona, við litum alltaf á hana sem höfuð ættarinnar. Ein sterkasta æskuminning okkar eru margir góðviðrisdagar í Rafstöðinni, þar sem amma og afi bjuggu. Því miður fór svo að samverustundum okkar fækkaði þegar fram liðu stundir, þó aðallega vegna brottflutnings fjölskyldu okkar. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 256 orð

Borghildur Sigrún Eggertsdóttir

"Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund Guðs síns?" (Kahlil Gibran.) Langri erfiðisgöngu er lokið hjá tengdamóður minni sem fékk hvíld eftir áralanga baráttu við Parkinsonsveiki, sem hremmdi hana árið 1988. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 180 orð

Borghildur Sigrún Eggertsdóttir

Annan í jólum dó amma í Mosó. Þessi jól voru svo skrítin, að fá ekki að sjá ömmu með okkur inni í stofu að taka upp pakkana, en þetta kvöld sem hún dó frelsaðist hún úr líkama sínum sem var orðinn þreyttur og beinin lúin. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 100 orð

BORGHILDUR SIGRÚN EGGERTSDÓTTIR Borghildur Sigrún Eggertsdóttir fæddist á Akureyri 20. október 1921. Hún lést á Reykjalundi 26.

BORGHILDUR SIGRÚN EGGERTSDÓTTIR Borghildur Sigrún Eggertsdóttir fæddist á Akureyri 20. október 1921. Hún lést á Reykjalundi 26. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Eggert Einarsson frá Árskógsströnd, f. 4. janúar 1887, d. 14. ágúst 1943, og kona hans Guðlaug Sesselía Sigfúsdóttir frá Syðra Holti í Svarfaðardal, fædd. 11. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 223 orð

Bragi Finnsson

Jólin eru hátíð ljóssins. Það eru tendruð ljós úti og inni hvar sem hægt er. Þó eru alltaf skuggar einhvers staðar. Kannski verða skuggarnir aldrei umflúnir hversu vel sem við reynum að tendra ljósin. Einn af þessum skuggum féll einmitt á veg minn er ég frétti látið hans Braga. Þegar ég hugsa til baka man ég vel þennan brosmilda tíu ára gamla dreng vorið sem ég flutti í Syðri-Á. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 310 orð

Bragi Finnsson

Við þröngan fjörð við ysta haf stendur lítil byggð, flest húsin eru nú yfirgefin en fyllast lífi er sumargestir koma aftur. Á fyrri hluta aldarinnar þróaðist þarna lítið samfélag og þar voru dugnaðarmenn sem sýndu áræði í framkvæmdum og atvinnurekstri. Í svo fámennu samfélagi verður samheldni fólksins mikil og hver einstaklingur dýrmætur hlekkur í keðju. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 347 orð

Bragi Finnsson

Mig langar með örfáum orðum að minnast Braga Finnssonar frá Ytri-Á í Ólafsfirði sem var næst yngstur 20 barna tengdaforeldra minna, Mundínu og Finns, en yngstur er Óskar er kvæntur er undirritaðri. Þegar ég kom inn í þessa fjölskyldu fyrir nær 30 árum tók ég strax eftir hvað systkinatengslin voru sterk og þá auðvitað sterkust á milli þeirra, sem bösluðu saman í leik og starfi. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 83 orð

BRAGI FINNSSON

BRAGI FINNSSON Bragi Finnsson var fæddur á Ytri-Gunnólfsá í Ólafsfirði 3. janúar 1943. Hann lést í Keflavík fimmtudaginn 28. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Finnur Björnsson og Mundína Freydís Þorláksdóttir. Bragi var næstyngstur sextán systkina er upp komust og eru þrettán þeirra á lífi. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 444 orð

Guðbjörg Ingibjörg Ólafsdóttir

Guðrún ólst upp heima í stórum systkinahópi og má nærri geta hvað mikil vinna hefur snemma fylgt því að hjálpa til við umönnun yngri systkina. Fyrst er Guðrún fer að heiman þá fer hún í vist að Höskuldarkoti í Njarðvík til Magnúsar útvegsbónda og innir af hendi ýmis störf. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 256 orð

Guðbjörg Ingibjörg Ólafsdóttir

Mig langar að minnast hennar Guðrúnar tengdaömmu minnar í nokkrum orðum en það er nú svo einkennilegt að ég hef þekkt hana alla mína ævi þó samskiptin hafi kannski ekki verið mikil fyrstu árin. Það voru þeir Hlöðver seinni eiginmaður Guðrúnar og Þröstur sonur þeirra sem tengdu okkur, en Hlöðver var hálfbróðir móður minnar, sammæðra. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 216 orð

GUÐBJÖRG INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR

GUÐBJÖRG INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR Guðrún Ingibjörg Ólafsdóttir fæddist á Stóra- Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd 13. febrúar 1916. Hún lést á Borgarspítalanum 27. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafur Pétursson og Þuríður Guðmundsdóttir til heimilis á Stóra-Knarrarnesi. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 909 orð

GUÐRÚN HELGADÓTTIR

Ljúft er að setjast niður á bak jólum og láta hugann reika um minningasjóðinn um Guðrúnu föðursystur og fjölskyldu mína en hún var vissulega ein af þeim sem settu mjög svip á Reykjavík á fyrri áratugum aldarinnar. Guðrún var góð kona og glaðvær. Hún hafði opinn og hlýjan persónuleika og viðhorf, var góðhjörtuð og vinföst. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 195 orð

GUÐRÚN HELGADÓTTIR

GUÐRÚN HELGADÓTTIR Guðrún Elín Júlía Helgadóttir verslunarmaður og húsmóðir í Reykjavík, fæddist 7. júlí 1904 á Akureyri. Hún andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 19. desember sl. Foreldrar hennar voru Guðný Ingunn Ólafsdóttir húsfreyja, fædd 22. ágúst 1874 í Fjalli á Skeiðum, dáin 4. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 38 orð

Guðrún Ingibjörg Ólafsdóttir

Kveðja frá langömmubörnum Vertu nú yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 389 orð

Halldór Gíslason

Það eru margar minningar sem koma upp í hugann, nú þegar Halldór Gíslason hefur kvatt okkur. Frá því ég man eftir mér hafa Bogga móðursystir mín og Dóri maðurinn hennar verið hluti af lífi mínu. Heimsóknir í Kópavoginn til þeirra hjóna voru krydd í tilveruna þegar ég var barn og voru okkur ávallt tilhlökkunarefni. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 422 orð

Halldór Gíslason

Okkur systkinin langar í fáum orðum til að minnast afa okkar, Halldórs Gíslasonar. Hann var eini afi okkar sem var á lífi þegar við fæddumst og því urðu tengslin við hann mikilu meiri fyrir vikið. Á Álftröðinni, þar sem afi bjó með ömmu Boggu, er skýr minningin af honum sitjandi við skrifborðið sitt innan um allar bækurnar, ýmist að vinna eða lesa. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 262 orð

Halldór Gíslason

Í dag kveðjum við heiðursmanninn Halldór Gíslason. Dóri eins og við kölluðum hann var maðurinn hennar Boggu frænku. Við sem skrifum þessar fátæklegu línur áttum þess kost að verða samferðamenn hans hluta ævi okkar. Hann Dóri var einstakt góðmenni og alltaf reyndist vera stutt í brosið. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 706 orð

Halldór Gíslason

Minningarnar streyma fram og líða hjá fyrir hugskotssjónum, nú þegar Halldór Gíslason, eða Dóri eins og hann var alltaf kallaður, er farinn í síðustu ferðina og þá einu sem við eigum öll vísa. Þrátt fyrir að hann hafi eflaust orðið hvíldinni feginn og við sem eftir lifum sammála um að nú sé gott að þrautirnar séu á enda, Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 449 orð

Halldór Gíslason

Elsku Dóri er farinn yfir móðuna miklu eftir langvarandi veikindi. Þegar Bogga frænka hringdi á annan í jólum og sagði okkur að hann væri farinn þá liðu fram minningarnar sem ég átti um þennan yndislega, jákvæða og glaðværa mann sem sá alltaf það góða í fólki. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 236 orð

HALLDÓR GÍSLASON

HALLDÓR GÍSLASON Halldór Gíslason fæddist á Meðalnesi í Fellahreppi 8. júní 1914. Hann lést á Vífilsstöðum 26. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Bergljót Jónsdóttir, f. 24.9. 1879, d. 10.11. 1956 og Gísli Sigfússon á Meðalnesi, f. 19.9. 1855, d. 8.1. 1919. Systkini Halldórs eru Sigríður, f. 2.4. 1901, d. 19.8. 1902; Þóra, f. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 1298 orð

Hannes Gamalíelsson

Við systkinin sjáum nú á bak vinar sem við höfum átt samleið með í 50 ár. Misst náinn vin sem hafði sterk ítök í okkur. Ítök sem við áttum erfitt með að bíta af okkur. Sá missir sem við tökumst á við nú, er sá kostnaður sem við innum af hendi fyrir að vera manneskjur. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 159 orð

HANNES GAMALÍELSSON

HANNES GAMALÍELSSON Hannes Gamalíelsson fæddist 27. júlí 1906 að Ölduhrygg í Svarfaðardal. Hann lézt á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund hinn 25. desember sl. Foreldrar hans voru Gamalíel Hjartarson frá Uppsölum, Svarfaðardal, og Sólveig Hallgrímsdóttir frá Skeiði. Bróðir hans eftirlifandi er Sveinn Gamalíelsson, búsettur í Kópavogi. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 471 orð

Hrefna Hallgrímsdóttir

Hrefna Hallgrímsdóttir lést að heimili sínu að kvöldi fimmtudagsins 28. desember sl. eftir langvarandi og erfið veikindi. Hún fæddist á Grenivík 10. janúar 1917 og vantaði því aðeins 13 daga í 79 ára aldur. Foreldrar hennar voru Dýrleif Sigurbjörg Guðlaugsdóttir þá heimasæta á Tindriðastöðum í Fjörðum og Hallgrímur Jóhannsson. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 459 orð

Hrefna Hallgrímsdóttir

Í dag er Hrefna Hallgrímsdóttir borin til hinstu hvílu. Hún fæddist norður í Þingeyjarsýslu og ólst þar upp. Átján ára gömul réð Hrefna sig fyrst hjá Þorvaldi Árnasyni og konu hans í Þórsmörk í Hafnarfirði þar sem hún kynntist Þórði Þórðarsyni, eftirlifandi manni sínum. Þau stofnuðu heimili í litlu húsi við Suðurgötu í Hafnarfirði en lengst af bjuggu þau við Hringbraut þar í bæ. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 266 orð

Hrefna Hallgrímsdóttir

Nú ertu frá okkur farin, elsku amma. Mikið söknum við þín. En við vitum að þú ert hjá góðum guði umvafin kærleika hans og mildi. Þú varst okkur alltaf svo góð. Til þín máttum við alltaf koma. Heilsaðir okkur með hlýjum kossum og heitum faðmlögum. Sagðir okkur sögur, falleg ævintýri og fórst með margar yndislegar bænir, sem ylja okkur um hjartarætur. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 248 orð

Hrefna Hallgrímsdóttir

Við andlát vinkonu minnar, Hrefnu Hallgrímsdóttur frá Húsavík, vakna endurminningar frá löngu liðnum hamingjustundum. Frá þeim árum er ég bjó með fyrri manni mínum á Selvogsgötu 12 í Hafnarfirði. Bjarni maður minn og jafnaldri hans Þórður Þórðarson voru æskuvinir og nábúar. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 231 orð

HREFNA HALLGRÍMSDÓTTIR

HREFNA HALLGRÍMSDÓTTIR Hrefna Hallgrímsdóttir fæddist 10. janúar 1917 að Þengilbakka á Grenivík og lést á heimili sínu, Hringbraut 37, Hafnarfirði, 28. desember 1995. Foreldrar hennar voru Dýrleif Sigurbjörg Guðlaugsdóttir, f. 2.10. 1899, d. 11.3. 1993, og Hallgrímur Jóhannsson, f. 18.8. 1873, d. 6.5. 1930. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 443 orð

Kjartan Guðjónsson

Kjartan Guðjónsson, til heimilis á Fossheiði 18, Selfossi, lést á heimili sínu aðfaranótt hins 31. desember síðastliðinn, 84 ára að aldri. Ég vil minnast hans í stuttu máli. Kjartan Guðjónsson útskrifaðist sem stúdent árið 1935 frá Menntaskólanum á Akureyri. Hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Matthildi Pálsdóttur, árið 1939. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 299 orð

Kjartan Guðjónsson

Mig langar að minnast tengdaföður míns, Kjartans Guðjónssonar, með nokkrum orðum. Ég kynntist honum fyrir 27 árum er hann var enn upp á sitt besta. Frá fyrstu stundu var ég sem ein af fjölskyldunni. Kjartan fæddist í Heydal, Bæjarhreppi í Strandasýslu árið 1911 og voru þau átta systkinin. Hugur hans stefndi til náms og lá leiðin til Akureyrar. Stúdentsprófi lauk hann 1935. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 472 orð

Kjartan Guðjónsson

Okkur langar að minnast afa okkar með þessum orðum. Nú þegar hann er ekki lengur á meðal okkar reikar hugurinn til baka og margar ljúfar og skemmtilegar minningar koma upp í hugann. Afi fylgdist með okkur og var mjög áhugasamur um nám okkar og allt það sem við vorum að gera. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 194 orð

Kjartan Guðjónsson

Kjartan Guðjónsson lauk dvöl sinni hér á jörð aðfaranótt gamlársdags, sem birtist okkur svo bjartur og fagur í hækkandi skammdegissól. Þar er genginn góður drengur. Hann fæddist í Heydal í Hrútafirði í Strandasýslu, og ólst þar upp og í Miðhúsum. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 163 orð

KJARTAN GUÐJÓNSSON

KJARTAN GUÐJÓNSSON Kjartan Guðjónsson fæddist í Heydal, Bæjarhreppi, Strandasýslu, 2. desember 1911. Hann lést á heimili sínu aðfaranótt gamlársdags. Foreldrar hans voru Guðjón Ólafur Ólafsson, bóndi í Heydal og síðar Miðhúsum í Bæjarhreppi, Strandasýslu, f. 21.11. 1869, d. 1.4. 1947, og Ingibjörg Sæmundsdóttir húsfreyja, f. 1.10. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 150 orð

Kristján Benediktsson

Skólafélagi okkar, Kristján Benediktsson, lést 28. desember síðastliðinn. Kristján kom inn í bekkinn okkar níu ára og var með okkur til fimmtán ára aldurs. Kristján féll strax inn í hópinn og vorum við samheldin þessi ár. Kristján var góður námsmaður og voru stærðfræðin ásamt íþróttum hans uppáhalds fög. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 317 orð

Kristján Benediktsson

Hinn 28. desember barst mér sú harmafregn að vinur minn Kristján Ben. væri dáinn. Margar minningar komu upp í hugann. Við Kristján komum báðir á sama ári inn í bekkinn okkar í Árbæjarskóla, ég kom frá Norðfirði en Kristján frá Noregi. Fljótlega urðum við góðir vinir og stóð sú vinátta þar til leiðir okkar skildu fyrir u.þ.b. tveimur árum. Þennan tíma var Kristján eins og einn af fjölskyldu minni. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 260 orð

Kristján Benediktsson

Með þessum fáu orðum langar mig að kveðja frænda okkar, hann Kristján. Ég sá Kristján fyrst er hann var þriggja mánaða gamall, er ég fór með Sveini að heimsækja bróður hans, hann Tóta, og mágkonu hans, hana Ingu. Ég vil þakka fyrir að hafa fengið að fylgjast með Kristjáni vaxa úr grasi. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 378 orð

Kristján Benediktsson

Elsku Kristján minn. Í minningunni kemur þú alltaf á móti mér þegar við hittumst, fallegur með ljósa hárið, stóru bláu augun og hlýja brosið og faðmar mig svo innilega að þér. Í okkar flóknu fjölskyldu þar sem allir eru bræður og systur án þess að eiga sömu foreldra varst þú bróðir hennar Ernu Ránar minnar. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 315 orð

Kristján Benediktsson

Síðan þú yfirgafst þennan heim hef ég alltaf verið að faðma alla en mér finnst vanta faðmlagið frá þér elsku Kristján. En minningarnar vantar ekki. Einu sinni var hár þitt net til þess að veiða í augu mín. Og ennþá geymir það blóðbergsilminn frá liðnum dögum. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 377 orð

Kristján Benediktsson

Kristján er farinn frá okkur. Hann lést aðfaranótt fimmtudagsins 28. desember sl. og verður jarðsunginn í dag, 5. janúar. Tæplega 17 ára gamall er hann horfinn yfir móðuna miklu og vera hans hér falin minningunum einum. En minningarnar eru gjöfular þegar Kristján er annars vegar. Hann var sólskinsbarn sem lífgaði og gladdi, fullur af fjöri og atorku, hlýju og kærleika, fullur af lífi. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 372 orð

Kristján Benediktsson

Þegar ég kynntist Ingu var ég jafngömul og Kristján var nú þegar hann lést. Síðan eru liðin tuttugu ár. Þetta er tímamótaskeið í lífi flestra og fólki reynist miserfitt að fóta sig út í tilveruna og gera sér grein fyrir eigin gildum. Kristján var fallegur krakki og með brennandi áhuga á fótbolta, skák og karate. Hann lifði sig af lífi og sál inn í það sem hann var að gera. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 76 orð

KRISTJÁN BENEDIKTSSON Kristján Benediktsson fæddist í Reykjavík 29. janúar 1979. Hann lést 28. desember síðastliðinn. Foreldrar

KRISTJÁN BENEDIKTSSON Kristján Benediktsson fæddist í Reykjavík 29. janúar 1979. Hann lést 28. desember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Ingibjörg Tómasdóttir og Benedikt Sigurður Kristjánsson. Þau slitu samvistir. Bróðir Kristjáns samfeðra er Hjalti Benediktsson, f. 19.7. 1973. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 273 orð

Rósa Níelsdóttir

Á stundum sem þessum skortir okkur orð til þess að tjá tilfinningar okkar. En þess í stað koma fram minningarnar um allar gleði- og ánægjustundir, en þær voru ófáar sem við áttum saman. Rósa frænka var ekki bara frænka. Hún var okkur systkinunum svo miklu meira. Ég var átta ára þegar amma mín, María, dó, það var einmitt þá sem hún reyndist okkur systrunum sem best. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 787 orð

Rósa Níelsdóttir

Leiddir þú forðum lítinn dreng. Titrar við ómur af tregastreng. Safnast í vestri svipþung ský. Veturinn nálgast með veðragný. Berst fyrir laufsegli ljóð til þín. Kemst yfir hafið kveðjan mín. (Ól. Jóh. Sig.) Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 234 orð

RÓSA NÍELSDÓTTIR

RÓSA NÍELSDÓTTIR Rósa Aðalheiður Níelsdóttir fæddist 18. ágúst 1920 í Stykkishólmi. Foreldrar hennar voru ættaðir úr Húnaþingi, Halldóra Guðrún Ívarsdóttir, f. 1887, d. 1967, og Níels Hafstein Sveinsson, f. 1876, d. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 304 orð

Sigfús Ólafur Sigurðsson

Það var aðfangadagur jóla, við sátum og vorum að borða jólamatinn. Þá hringdi síminn, það var Dídí sem hringdi til að segja okkur tíðindin að tengdapabbi væri látinn. Elsku Sigfús minn, minningarnar streyma fram og eru svo óendanlega margar. Alltaf varstu boðinn og búinn til að hjálpa öllum. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 404 orð

Sigfús Ólafur Sigurðsson

Hann afi minn hefur nú kvatt þennan heim og langar mig að minnast hans hér í fáeinum orðum. Afi og amma eignuðust fjögur börn, Ellu, Dídí, Eddu og Gylfa. Árið 1954 flytja þau í Selvogsgrunni 12 sem þá var á byggingarstigi og einungis kjallarinn langt kominn. Ég kalla það ótrúlegan dugnað að byggja með þessum hætti hús á þremur hæðum með fjórum íbúðum. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 275 orð

Sigfús Ólafur Sigurðsson

Sigfús Ólafur Sigurðsson Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 69 orð

Sigfús Ólafur Sigurðsson

Kveðja til afa Sigfúsar Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 1116 orð

Sigfús Ólafur Sigurðsson

Í dag er til moldar borinn Sigfús Ólafur Sigurðsson, húsasmíðameistari, Jökulgrunni 23, Reykjavík. Sigfús Sigurðsson ólst upp í föðurgarði við venjuleg sveitastörf þeirra tíma og var ekki hár í loftinu þegar hann fór að taka þátt í amstri fullorðna fólksins, eins og títt var um börn á þeim tímum. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 342 orð

SIGFÚS ÓLAFUR SIGURÐSSON

SIGFÚS ÓLAFUR SIGURÐSSON Sigfús Ólafur Sigurðsson var fæddur 7. apríl 1907 í Árkvörn í Fljótshlíð. Hann lést 24. desember síðastliðinn á Dvalarheimilinu Skjóli. Sigfús var sonur hjónanna Þórunnar Jónsdóttur og Sigurðar Tómassonar er þar bjuggu. Móðir Sigfúsar, Þórunn Jónsdóttir, fæddist 7. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 271 orð

Sigrún Þorbjörg Gísladóttir

Kynni mín af Sigrúnu Gísladóttur hófust ekki fyrr en í ársbyrjun 1990 þegar ég hóf sambúð með dóttur hennar. Okkar kynni urðu því ekki löng en þó ákaflega góð. Sigrún kom mér fyrir sjónir sem hæversk og dul og víst var að hún bar ekki tilfinningar sínar á torg. Hún hafði ung að árum kynnst eiginmanni sínum, Alfreð Björnssyni. Sagði hún mér eitt sinn að hann hefði verið eini maðurinn í lífi hennar. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 121 orð

SIGRÚN ÞORBJÖRG GÍSLADÓTTIR

SIGRÚN ÞORBJÖRG GÍSLADÓTTIR Sigrún Þorbjörg Gísladóttir fæddist á Brekkuborg í Breiðdal 1. nóvember 1934. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 31. desember síðastliðinn. Foreldar hennar voru Gísli Stefánsson og Jóhanna Jónsdóttir. Systkinin voru fimm, Einar og Björgvin eru einnig látnir, en eftir lifa Rósa og Jón. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 115 orð

SVANBORG ÞÓRMUNDSDÓTTIR

SVANBORG ÞÓRMUNDSDÓTTIR Svanborg Þórmundsdóttir í Langholti í Bæjarsveit í Andakílshreppi í Borgarfirði, fæddist 9. desember 1910. Foreldrar hennar voru Þórmundur Vigfússon, bóndi, og kona hans, Ólöf Helga Guðbrandsdóttir. Eiginmaður Svanborgar var Hjalti Björnsson, fyrrum vagnstjóri hjá Strætisvögnum Reykjavíkur, d. 23. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 88 orð

Svanborg Þórmundsdóttir Elsku amma Hóglega, hæglega, á hafsæng þýða, sólin sæla, síg þú til viðar. Nú er um heiðar himinbrautir

Elsku amma Hóglega, hæglega, á hafsæng þýða, sólin sæla, síg þú til viðar. Nú er um heiðar himinbrautir för þín farin yfir frjógva jörð. Meira
5. janúar 1996 | Minningargreinar | 396 orð

Svanlaug Þórmundsdóttir

Hún amma okkar er dáin. Við viljum gjarna þakka hinu mjög svo góða hjúkrunarfólki á deild 11B á Landspítalanum og honum Sverri Bergmann lækni sem öll gættu ömmu vel. Hún var dugleg, vinnusöm, tíguleg í framkomu. Reisn og fegurð var yfir henni. Hún var okkur ömmubörnum og langömmubörnum sérstaklega hlý og góð. Meira

Viðskipti

5. janúar 1996 | Viðskiptafréttir | 90 orð

Eigendaskipti á Ferðaskrifstofu Hafnarfj.

MAGNÚS Gunnarsson, fyrrum framkvæmdastjóri SÍF og fyrrverandi formaður Vinnuveitendasambandsins, hefur keypt Ferðaskrifstofu Hafnarfjarðar. Magnús segir að hér sé um mjög lítið fyrirtæki að ræða. Þar starfi aðeins einn starfsmaður og því sé ekki mikil fyrirferð í því á markaðnum. Magnús segir að gengið hafi verið frá kaupunum skömmu fyrir jól. Meira
5. janúar 1996 | Viðskiptafréttir | 150 orð

Lægsta verð á áli í 15 mánuði

ÁL seldist á lægsta verði síðan í október 1994 í London í gær og er það síðasta breyting af nokkrum, sem hafa orðið á málmmarkaði á nýja árinu. Verð áli samkvæmt þriggja mánaða framvirkum samningum lækkaði í 1637 dollara tonnið á málmmarkaðnum í London og var það 35 dollara lækkun frá því á miðvikudag. Fyrr í vikunni hafði kopar lækkað í 2. Meira
5. janúar 1996 | Viðskiptafréttir | 285 orð

Ódýrar ferðir með einfaldri þjónustu

FERÐASKRIFSTOFAN Úrval-Útsýn hf., dótturfyrirtæki Flugleiða, hefur keypt rekstur ferðaskrifstofunnar Alís í Hafnarfirði. Jafnframt hefur verið sett á stofn ný ferðaskrifstofa, Plúsferðir efh. Þar verður lögð áhersla á að bjóða ódýrar utanlandsferðir með einfaldri þjónustu m.a. til Billund í Danmörku í beinu leiguflugi. Meira
5. janúar 1996 | Viðskiptafréttir | 411 orð

Stuðst við minnk- un á dánarlíkum á tíu ára tímabili

SAMEINAÐA líftryggingarfélagið hefur tekið upp nýja iðgjaldaskrá þar sem útreikningar á dánarlíkum byggjast á tölum yfir dánartíðni á árunum 1986-1990 í stað talna frá 1976-1980. Eins og fram kom í viðskiptablaði í gær hefur þessi breyting ásamt lækkun rekstrarkostnaðar í för með sér að iðgjöld líftrygginga lækka um 20% að meðaltali. Meira
5. janúar 1996 | Viðskiptafréttir | 173 orð

Uppsagnir hjá AT&T

AT&T fjarskiptafyrirtækið hefur skýrt frá því að það muni leggja niður um 40.000 störf og verja um 6 milljörðum dollara fyrir skatta til að standa straum af kostnaði við að skipta fyrirtækinu í þrennt þannig að það standi betur að vígi í harðri samkeppni, sem framundan er í fjarskiptageiranum. Meira
5. janúar 1996 | Viðskiptafréttir | 846 orð

Vaxtahækkun eina leiðin til að hamla gegn gjaldeyrisútstreymi

BIRGIR Ísleifur Gunnarsson, Seðlabankastjóri, segir að gagnrýni á vaxtahækkanir þær sem bankinn hafi gripið til að undanförnu til að sporna við þenslu í hagkerfinu, sé ekki réttmæt og að hluta á misskilningi byggð. Ekki megi blanda saman vaxtaþróun á langtíma- og skammtímamörkuðum en bankinn sé aðeins leiðandi á skammtímamarkaðnum. Meira
5. janúar 1996 | Viðskiptafréttir | 150 orð

Þróunarfélagið kaupir 11,2% hlut í Árnesi

ÞRÓUNARFÉLAG Íslands hf. hefur keypt 11,2% hlutafjár í Árnesi hf. af Þróunarsjóði sjávarútvegs. Bréfin eru að nafnvirði 29,1 milljón króna en voru seld miðað við gengið 0,9 þannig að söluverð þeirra er 26,2 milljónir. Meira

Fastir þættir

5. janúar 1996 | Dagbók | 2877 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 5. janúar til 11. janúar, að báðum dögum meðtöldum, er í Vesturbæjar Apóteki, Melhaga 20-22. Auk þess er Háaleitis Apótek, Háaleitisbraut 68, opið til kl. 22 þessa sömu daga. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
5. janúar 1996 | Í dag | 117 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag fö

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag föstudaginn 5. janúar er fimmtug Kristín S. Kvaran kaupmaður og heildsali, Hörpulundi 3, Garðabæ. Eiginmaður hennar er Einar B. Kvaran kaupmaður og heildsali. Þau taka á móti gestum á heimili sínu í dag eftir kl. 19. ÁRA afmæli. Meira
5. janúar 1996 | Í dag | 105 orð

Ekki fá allir desmberuppbót MIKIÐ hefur verið fjasað um des

MIKIÐ hefur verið fjasað um desemberuppbótina upp á síðkastið. En vissir hópar í þjóðfélaginu fá enga svona uppbót, s.s. öryrkjar með enga tekjutryggingu. Mig langar til að vita af hverju það stafar. Hörður Tapað/fundið Gleraugu o.fl. fundust GLERAUGU o.fl. fundust á gamlársdag fyrir utan Hátún 4. Meira
5. janúar 1996 | Í dag | 76 orð

Fjáröflun með snjómokstri ÞESSIR duglegu drengir, sem heita Daní

ÞESSIR duglegu drengir, sem heita Daníel Þorláksson, Guðmundur Bæring Ágústsson, Ólafur Kristinn Ágústsson og Gunnar Finnur Gunnarsson, fengu eftirfarandi bréf frá Ásgeiri Haraldssyni forstöðulækni Barnaspítala Hringsins: "Þakka ykkur fyrir komuna á Barnaspítala Hringsins. Það er sérstaklega gott að þið skylduð ákveða að gefa Barnaspítala Hringsins peningana, kr. 4. Meira
5. janúar 1996 | Í dag | 334 orð

JAFAKORT eru vinsæl til tækifærisgjafa, en misjafnlega standa me

JAFAKORT eru vinsæl til tækifærisgjafa, en misjafnlega standa menn að málum. Víkverja var sagt frá afmælisbarni, sem fékk gjafakort Þjóðleikhússins að gjöf. Af ýmum ásstæðum dróst leikhúsferðin, en af því hafði afmælisbarnið ekki áhyggjur, því kortið gilti í ár, eftir því sem á því stóð. Meira
5. janúar 1996 | Í dag | 208 orð

JÓN Þorvarðarson kennari hefur verið við framhaldsnám í Danmörku í vetur.

JÓN Þorvarðarson kennari hefur verið við framhaldsnám í Danmörku í vetur. Þar í landi er einnig Sverrir Kristinsson sendibílstjóri og verslunarmaður. Þeir Jón og Sverrir hafa tekið upp félagsskap við spilaborðið og staðið sig afbragðsvel í tvímenningsmótum. Meðal annars unnu þeir meistaramót Austur- Sjálendinga, þar sem eftirfarandi slemmuspil kom upp: Suður gefur; NS á hættu. Meira
5. janúar 1996 | Dagbók | 466 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gær fór Vædderen. Stapafellið

Reykjavíkurhöfn: Í gær fór Vædderen. Stapafellið fór á strönd í gær. Ásbjörn og Freri fóru á veiðar í gær. Laxfoss fór til útlanda í gær. Rasmine Mærsk kom með olíufarm í gær. Ottó N. Þorláksson átti að fara í gær. Dettifoss fór í gærkvöldi. Í dag fer Skógarfoss. Meira
5. janúar 1996 | Í dag | 298 orð

Stjörnuspá 5.1. Afmælisbarn dagsins: Þú leggur þig fram við að tryggja þér

Stjörnuspá 5.1. Afmælisbarn dagsins: Þú leggur þig fram við að tryggja þér og þínum góða afkomu. Í stað þess að fara út með starfsfélögum í kvöld, ættir þú að hugsa um fjölskylduna. Þú sérð ekki eftir því. Í innkaupum dagsins finnur þú eitthvað sem þig hefur lengi langað að eignast. Gættu hófs ef þú ferð út að skemmta þér. Meira
5. janúar 1996 | Í dag | 213 orð

STÖÐUMYND A HVÍTUR leikur og vinnur

STÖÐUMYND A HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á minningarmótinu um Ethel B. Collins þar sem bandarísk og íslensk ungmenni háðu nokkurs konar landskeppni. Einar Hjalti Jensson(1.840) hafði hvítt og átti leik, en Joan Santana (1.965) hafði svart og lék síðast 18. - Hf8- c8? 19. Meira
5. janúar 1996 | Dagbók | 344 orð

Yfirlit: Nor

Yfirlit: Norður af Jan Mayen er 1025 mb minnkandi hæð sem hreyfist austur. Um 200 km suður af Ingólfshöfða er 977 mb lægð sem þokast norðvestur en lægðardrag frá henni fer norður með austurströndinni. Meira
5. janúar 1996 | Dagbók | 73 orð

(fyrirsögn vantar)

5. JAN. Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólris Sól í hád. Sólset Tungl í suðri Meira

Íþróttir

5. janúar 1996 | Íþróttir | 339 orð

Aðeins þrír geta staðið sig á Ítalíu

Hollendingurinn Ruud Gullit sagði í viðtali við enska blaðið Daily Mirror í gær að aðeins þrír leikmenn í Englandi ættu möguleika á að standa sig í ítölsku deildinni en allir leikmenn á Ítalíu gætu gert það gott í ensku úrvalsdeildinni og varamiðherji AC Milan ætti ekki í erfiðleikum með að vera markakóngur í Englandi. Meira
5. janúar 1996 | Íþróttir | 143 orð

Ajax vill fá Bergkamp aftur

ENSKA dagblaðið Sun greindi frá því í gær að Ajax vilji kaupa hollenska landsliðsmanninn Dennis Bergkamp aftur heim frá Arsenal. Samkvæmt heimildum blaðsins er Ajax tilbúið að greiða níu milljónir punda eða 900 milljónir króna fyrir Bergkamp. Hann hefur hins vegar þegar gert fjögurra ára samning við Arsenal, en Ajax er tilbúið að kaupa þann samning upp. Meira
5. janúar 1996 | Íþróttir | -1 orð

A-RIÐILL

A-RIÐILL HAUKAR 21 17 0 4 1858 1625 34UMFN 20 16 0 4 1833 1586 32KEFLAVÍK 21 14 0 7 1933 1722 28TINDASTÓLL 21 10 0 11 1602 1649 20ÍR 20 9 0 11 1631 1650 18BREIÐABLIK Meira
5. janúar 1996 | Íþróttir | 311 orð

Beðið eftir Stoichkov

Búlgarinn Hristo Stoichkov, knattspyrnumaður Evrópu 1994, hefur það sem af er keppni í ítölsku deildinni ekki staðið undir þeim væntingum sem við hann voru gerðar hjá Parma. Tímabilið byrjaði reyndar vel hjá honum enda skoraði hann fjögur mörk í fimm fyrstu leikjunum. Eftir það datt botninn úr leikgleði hans. Meira
5. janúar 1996 | Íþróttir | -1 orð

B-RIÐILL

B-RIÐILL UMFG 21 15 0 6 2012 1732 30SKALLAGR. 21 12 0 9 1642 1646 24KR 21 11 0 10 1779 1785 22ÞÓR 21 7 0 14 1775 1761 14ÍA 21 7 0 14 1823 1978 14VALUR 21 2 0 1 Meira
5. janúar 1996 | Íþróttir | 90 orð

Drengjamet hjá Ægi

DRENGJASVEIT Ægis setti nýtt drengjamet í 4×100 m fjórsundi á innanfélagsmóti félagsins sem fram fór í Sundhöll Reykjavíkur 27. desember. Sveitin synti á 4.37,62 mín., en gamla metið var frá árinu 1988, í eigu UMFA, það met var 4.47,87 mín. Sveit Ægis skipuðu þeir Eyþór Örn Jónsson, Jakob Jóhann Sveinsson, Lárus A. Sölvason og Tómas Sturlaugsson. Meira
5. janúar 1996 | Íþróttir | 194 orð

Einstefna í Grindavík

Grindvíkingar unnu öruggan sigur gegn Valsmönnum sem verma botnsæti deildarinnar í Grindavík í gærkvöldi. Lokatölur leiksins urðu 99:78, eftir að staðan í hálfleik hafði verð 52:32 fyrir heimamenn. Leikurinn var frekar slakur og ekki skemmtilegur á að horfa þó einstaka sinnum hafi brugðið til hins betra. Meira
5. janúar 1996 | Íþróttir | 230 orð

Fyrirhafnarlítið

Það vantaði einhvern neista í bæði lið í fyrri hálfleik svo við einsettum okkur í hálfleik að kveikja á neistanum hjá okkur í þeim seinni. Það tókst okkur og niðurstaðan góður tuttugu stiga sigur á útivelli," sagði Tómas Holton, þjálfari og leikmaður Skallagríms, eftir að hans menn höfðu innbyrt fyrirhafnarlítinn sigur á KR á Seltjarnarnesi í gærkvöldi, 76:56. Meira
5. janúar 1996 | Íþróttir | 96 orð

Gjafir frá Máli og menningu og hótel Lofleiðum

ÍÞRÓTTAMENNIRNIR tíu, sem Samtök íþróttafréttamanna heiðruðu í gær, fengu bókargjöf frá Máli og menningu og var það Sigurður Svavarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem afhenti bókina. Um var að ræða Ströndin í náttúru Íslands eftir Guðmund P. Ólafsson. Meira
5. janúar 1996 | Íþróttir | 1761 orð

Handritið oft keimlíkt og fyrr en nýir leikarar koma í hlutverk á sviðinu

JÓN Arnar Magnússon, tugþrautarmaður úr Tindastóli, er íþróttamaður ársins á Íslandi 1995, kosinn af Samtökum íþróttafréttamanna. Kjöri hans var lýst í hófi í þingsölum Scandic hótels Loftleiða í gærkvöldi. Samtökin voru stofnuð 1956 og þetta er í fertugasta skipti sem þau kjósa íþróttamann ársins. Meira
5. janúar 1996 | Íþróttir | 869 orð

Hefur verið boðin þátttaka að ári

"BÆÐI ég og strákarnir eru ánægðir með árangur ferðarinnar. Við lékum sex leiki og sigruðum í fjórum þeirra og náðum þriðja sæti á mótinu eftir æsispennandi úrslitaleik við Sviss," sagði Heimir Ríkharðsson, þjálfari 17 ára landsliðsins í handknattleik, nýkominn heim með lið sitt frá sterku móti í Þýslakandi. Meira
5. janúar 1996 | Íþróttir | 427 orð

Heimavöllurinn reynist Bulls og Magic vel

Michael Jordan og félagar í Chicago Bulls halda uppteknum hætti í NBA-deildinni og í fyrrinótt lögðu þeir meistara Houston Rockets að velli. Chicago er því enn ósigrað á heimavelli sínum eins og Orlando sem vann Toronto næsta auðveldlega. Jordan gerði 38 stig þegar Chicago vann sinn 16. sigur í röð á heimavelli. Meira
5. janúar 1996 | Íþróttir | 142 orð

ÍA vann á lokasprettinum

Skagamenn byrjuðu nýja árið vel með því að sigra Þór frá Akureyri 93:84 eftir að hafa leitt í leikhléi 41:38. Svo virtist sem leikmenn væru ekki búnir að jafna sig á jólasteikinni því bæði lið gerðu mikið af mistökum. Heimamenn byrjuðu betur og leiddu nær allan fyrri hálfleik. Meira
5. janúar 1996 | Íþróttir | 46 orð

Í kvöld Körfuknattleikur Úrvalsdeildin: Seljaskóli:ÍR - Njarðvík20 1. deild kvenna: Akranes:ÍA - Grindavík20 1. deild karla:

Körfuknattleikur Úrvalsdeildin: Seljaskóli:ÍR - Njarðvík20 1. deild kvenna: Akranes:ÍA - Grindavík20 1. deild karla: Ásgarður:Stjarnan - KFÍ20 Sandgerði:Reynir - Selfoss20 Handknattleikur Meira
5. janúar 1996 | Íþróttir | 640 orð

Jólin gerast alls ekki ánægjulegri

Vorið 1993 hvarflaði að honum að hætta í íþróttum í kjölfar fótbrots. "Það eru ekki alltaf jólin," sagði hann við Morgunblaðið eftir að hafa verið dæmdur úr leik í tugþraut á Heimsmeistaramótinu í Gautaborg í Svíþjóð á liðnu sumri. Meira
5. janúar 1996 | Íþróttir | 595 orð

Körfuknattleikur KR - UMFS56:76

Íþróttahúsið á Seltjarnarnesi, úrvalsdeildin í körfuknattleik, 21. umf., fimmtud. 4. jan. Gangur leiksins: 0:2, 9:10, 15:20, 19:25, 31:32, 40:41, 42:52, 51:56, 56:76. Stig KR: Hermann Hauksson 21, Jonathan Bow 12, Óskar Kristjánsson 9, Ósvaldur Knudsen 6, Ingvar Ormarsson 6, Atli Einarsson 2. Meira
5. janúar 1996 | Íþróttir | 98 orð

Liverpool og Juventus leika í Boston

LIVERPOOL og Juventus hafa í hyggju að leika æfingaleik í Bandaríkjunum 11. ágúst í sumar. Það yrði þá í fyrsta sinn sem liðin mætast eftir Heysel-slysið sem átti sér stað í úrslitaleik Evrópukeppninnar 1985 þar sem 39 manns létu lífið eftir að ólæti brutust út á meðal áhorfenda. Áætlað er að spila leikinn í Boston og er búist við að um 60 þúsund áhorfendur troðfylli völlinn. Meira
5. janúar 1996 | Íþróttir | 259 orð

Met slegin í Firðinum

Fimm Íslandsmet voru sett á svokölluðu jólametamóti Sundfélags Hafnarfjarðar sem haldið var í sundlaug Hafnarfjarðar 29. desember. Auk þess syntu margir sundmenn, einkum þeir yngri, mjög vel og nokkrir voru nálægt sínu besta og var því árangurinn í heildina mjög góður. Örn Arnarson synti 400 m fjórsund á 4.54,8 mín., sem er Íslandsmet í drengjaflokki. Meira
5. janúar 1996 | Íþróttir | 197 orð

Ragnar skoraði flest

RAGNAR Óskarsson úr ÍR skoraði flest mörk íslensku piltanna í leikjunum sjö sem liðið lék í Þýskalandsferðinni, 38 talsins, þar af lék hann lítið með í síðasta leiknum gegn Sviss vegna meiðsla. Meira
5. janúar 1996 | Íþróttir | 224 orð

Reynslan kom Haukum til góða

HAUKAR úr Hafnarfirði þurftu framlengingu til að kreista fram 86:82 sigur gegn sprækum drengjum úr liði Tindastóls frá Sauðárkróki á Strandgötunni í gærkvöldi. "Við áttum að vinna þá í venjulegum leiktíma en misstum leikinn í framlenginu," sagði Páll Kolbeinsson þjálfari Tindastóls, "og þá reyndi á reynsluna en þar spiluðu þeir yfirvegað. Meira
5. janúar 1996 | Íþróttir | 125 orð

Sigurður fer til Örebro

"ÞAÐ var erfitt að taka ákvörðun og það hefur dregist leiðinlega lengi en ég hef loks ákeðið að taka tilboði Örebro og fer til Svíþjóðar," sagði Sigurður Jónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, við Morgunblaðið í gærkvöldi. Eins og fram kom í Morgunblaðinu 9. desember sl. Meira
5. janúar 1996 | Íþróttir | 120 orð

Sigursælir bræður

GUÐMUNDUR Stephensen sigraði örugglega í flokki 8. - 10. bekkjar í Jólaforgjafarmóti grunnskóla Reykjavíkur sem fram fór skömmu fyrir jól. Bróðir hans Matthías Stephensen sigraði í flokki 7-12 ára. Fjöldi unglinga tók þátt í mótinu þar sem keppendur voru með vissa forgjöf eftir getu og var leikið upp í 51. Meira
5. janúar 1996 | Íþróttir | 255 orð

Staðan í 1. deild 15 3

Staðan í 1. deild 15 322 8-7 Millwall 53011-6 2915 223 12-13 Leicester 62015-7 2815 440 14-6 Birmingham Meira
5. janúar 1996 | Íþróttir | 125 orð

Sund og badminton UNGLINGAMEISTARAMÓT TBR í badminton fer fram í húsum félagsins um helgina. Keppni hefst klukkan þrettán á

UNGLINGAMEISTARAMÓT TBR í badminton fer fram í húsum félagsins um helgina. Keppni hefst klukkan þrettán á laugardag og klukkan tíu á sunnudag. Keppt verður í einliða-, tvíliða-, og tvenndarleik í flokkum pilta, stúlkna, drengja, telpna, sveina, meyja, hnokka og táta. Meira
5. janúar 1996 | Íþróttir | 74 orð

Úrslitaleikirnir í kvöld í Höllinni

ÚRLSITALEIKIR yngri flokka í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu verða háðir í Laugardalshöll í dag. Keppni hefst með leikjum í 6. flokki karla klukkan sautján og síðan rekur hver flokkur annan allt þar til úrslitaleikurinn í 2. flokki karla hefst upp úr klukkan átta. Meira
5. janúar 1996 | Íþróttir | 286 orð

Vigfús Dan lauk árinu með meti

ÍSLANDSMETIÐ í kúluvarpi innanhúss í flokki 11-12 ára drengja féll í þrígang á síðustu mánuðum nýliðins árs. Í bæði skiptin var þar að verki Vigfús Dan Sigurðsson frá Höfn í Hornafirði. Nú síðast bætti hann eigið met í kúluvarpi innanhúss um einn metra og ellefu sentimetra á frjálsíþróttamóti Ungmennasambands Úlfljóts, USÚ, sem haldið var í Heppuskóla á milli jóla og nýárs, kastaði 13,54 m. Meira
5. janúar 1996 | Íþróttir | 177 orð

Þau hlutu atkvæði í kjörinu

stig 1. Jón Arnar Magnússon, frjálsíþróttamaður - Tindastóli370 2. Geir Sveinsson, handknattleiksmaður - Val/Montpellier 271 3. Sigurður Jónsson, knattspyrnumaður - ÍA129 4. Kristinn Björnsson, skíðamaður - Leiftri106 5. Meira
5. janúar 1996 | Íþróttir | 21 orð

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/Árni Sæberg BJÖRN Bjarnason, menntamálaráðherra, Ellert B. Schram,forseti Íþróttasambands Íslands, og Ágústa Jóhannsdóttir,eiginkona hans, voru á meðal fjölmargra gesta í hófinu. Meira
5. janúar 1996 | Íþróttir | 143 orð

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/Árni Sæberg Þau urðu í efstu sætunumTÍU íþróttamenn voru heiðraðir af Samtökum íþróttafréttamanna í hófi að Scandic hótel Loftleiðum ígærkvöldi. Mál og menning gaf þeim bókaverðlaun og Flugleiðir gáfu þremur efstu bikara auk farseðlaað eigin vali á flugleiðum félagsins. Meira
5. janúar 1996 | Íþróttir | 63 orð

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/Árni Sæberg Stoð og styttaHULDA Ingibjörg Skúladóttir, eiginkona Jóns Arnars Magnússonar, sem hér styður hönd sinniá öxl bónda síns var hans stoð og stytta við hliðarlínuna í gegnum marga þrautina á síðastliðnu sumri og nokkrum sinnum sást hann fara til hennar og fá uppörvun og einn koss á milligreina. Meira
5. janúar 1996 | Íþróttir | 25 orð

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/Árni Sæberg Til hamingjuÍÞRÓTTAMAÐUR ársins 1994, Magnús Scheving t.h., óskarhér eftirmanni sínum Jóni Arnari Magnússyni til hamingjumeð útnefninguna, en Magnús varð 8. að þessu sinni. Meira
5. janúar 1996 | Íþróttir | 164 orð

(fyrirsögn vantar)

Öruggur sigur Keflvíkinga Keflvíkingar áttu ekki í neinum erfiðleikum með Blika úr Kópavogi þegar liðin mættust í Keflavík í gærkvöldi og þeir sigruðu örugglega 108:72 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 50:39. Lenear Burns í liði Keflvíkinga átti stórleik, hann setti 36 stig í leiknum og þar af voru 28 stig í fyrri hálfleik. Meira

Fasteignablað

5. janúar 1996 | Fasteignablað | 549 orð

Byggt í skörðin

ÞAÐ er yfirleitt til mikilla bóta, þegar byggt er í auð skörð í miðbæ Reykjavíkur. Götumyndin verður mun fallegri á eftir. Nú hefur Byggingarfyrirtækið Gerpir hf. hafið byggingu á 4ra hæða húsi að Klapparstíg 35, en þessi lóð hefur lengi staðið auð. Meira
5. janúar 1996 | Fasteignablað | 209 orð

Endurnýjað parhús við Karlagötu

Til sölu er hjá fasteignasölunni Þingholti parhúsið Karlagata 14 í Reykjavík. Að sögn Friðriks Stefánssonar hjá Þingholti er flatarmál hússins 131,8 fermetrar, en það er kjallari, hæð og ris. Allt húsið að innan sem utan er í mjög góðu standi," sagði Friðrik. Allar innréttingar, gólfefni, rafmagn og lagnir eru um 2-3 ára gamlar. Komið er inn í húsið á miðhæð. Meira
5. janúar 1996 | Fasteignablað | 664 orð

Eru staðlaðir kaupsamningar hættulegir?

NOTKUN staðlaðra kaupsamninga í fasteignaviðskiptum hefur færst mikið í vöxt og munu langflestir fasteignasalar nota slíka samninga. Nýlega var viðtal í fasteignablaði Morgunblaðsins við framkvæmdastjóra Félags fasteignasala þar sem því var haldið fram að notkun slíkra samninga yki öryggi í fasteignaviðskiptum. Þessi fullyrðing er afar hæpin. Meira
5. janúar 1996 | Fasteignablað | 44 orð

Frumstætt rúmhengi

SUMIR fá öryggistilfinningu ef þeir sofa í lokrekkjum. Þetta er að vísu ekki alveg ein slík en nálgast það þó. Ekki er mikið lagt í uppsetningu rúmtjaldsins og ættu flestir að geta komið sér slíkri rekkju upp ef hugur þeirra stendur til þess. Meira
5. janúar 1996 | Fasteignablað | 168 orð

Glæsileg íbúð í hjarta Reykjavíkur

Til sölu er hjá fasteignasölunni Hóli stór íbúð á fjórðu hæð húseignarinnar Pósthússtræti 13 í Reykjavík. Íbúð þessi er 134 fm og er í steinsteyptu, nýlegu húsi. Lyfta er í húsinu og húsvörður, sem sér um allt sem lýtur að sameigninni. Meira
5. janúar 1996 | Fasteignablað | 150 orð

Glæsilegt hús við Rauðagerði

Til sölu er hjá fasteignasölunni Húsvangi húseignin Rauðagerði 60 í Reykjavík. Húsið er á tveimur hæðum, alls 250 fermetrar með innbyggðum bílskúr. Möguleiki er á að hafa séríbúð í kjallara með sérinngangi," sagði Tryggvi Gunnarssonar hjá Húsvangi. Meira
5. janúar 1996 | Fasteignablað | 215 orð

Hús með góðu útsýni í Garðabæ

TIL SÖLU er hjá fasteignasölunni Fold húseignin Háholt 6 í Garðabæ. Að sögn Bjarna Sigurðssonar hjá Fold er þetta einbýlishús úr timbri á tveimur hæðum, 295 fermetrar að stærð, byggt árið 1983. Gengið er inn á fyrstu hæð í forstofu með flísalögðu gólfi og þaðan er gengið inn í stórt hol með parketi á gólfi," sagði Bjarni. Meira
5. janúar 1996 | Fasteignablað | 672 orð

Hvað er mikilvægast á nýju ári?

Áramótaávarp forsætisráðherra var að mörgu leyti fagnaðarboðskaður. Hagur landsmanna er að vænkast, hagvöxtur eykst og atvinnuleysi minnkar. Vissulega ánægjulegur boðskapur sem líklegt er að rætist í það minnsta að hluta. Hér í Morgunblaðinu lýstu forystmenn atvinnugreina áliti sínu á framtíðarhorfum og voru að mestu bjartsýnir. Meira
5. janúar 1996 | Fasteignablað | 28 orð

Litskrúðugur borðkrókur

Litskrúðugur borðkrókur Hér má sjá eldhúskrók sem ekkert er reynt til að fela - nema síður sé. Flísarnar eru áberandi en borðið hins vegar látlaust með sína glerplötu. Meira
5. janúar 1996 | Fasteignablað | 21 orð

Meðfærilegt borð

Meðfærilegt borð BORÐ eru þarfaþing sem flestir nota. Hér er eitt slíkt sem er óvenjulega meðfærilegt. Það er þýskt að uppruna. Meira
5. janúar 1996 | Fasteignablað | 408 orð

Spáir hækkandi verði á þessu ári

VERÐ á fasteignum var stöðugt á síðasta ári. Þó að vart hafi orðið við einhverja nafnverðslækkun, þá vó það á móti, að gengi á húsbréfum var með hagstæðara móti. Raunverð hélzt því nokkuð stöðugt. Kom þetta fram í viðtali við Jón Guðmundsson, fasteignasala í Fasteignamarkaðnum og formann Félags fasteignasala. Meira
5. janúar 1996 | Fasteignablað | 1265 orð

Strangar byggingareglur í Flórída

Byggingareglur eru nú mjög strangar í Bandaríkjunum og sérstaklega í Flórída eftir mikinn skaða, sem hlauzt í fellibyl 1992, segir Stefán Kjærnested, 24 ára gamall Íslendingur, sem nú er verkefnisstjóri hjá byggingafyrirtækinu NEXT í Flórída. Meira
5. janúar 1996 | Fasteignablað | 1263 orð

Vaxandi áhugi á fasteignum í Flórída Fasteignakaup Íslendinga í sólarlandinu Flórída eru orðin umtalsverð, enda verð þar

FASTEIGNAKAUP Íslendinga erlendis hafa vaxið til muna, eftir að gjaldeyrisreglur voru rýmkaðar svo fyrir þremur árum, að allar hömlur á slíkum kaupum urðu að kalla úr sögunni. Þessi áhugi er ekki að ástæðulausu. Íslendingar ferðast ólíkt meira en áður var, enda flugsamgöngur við útlönd örar og tíðar. Meira

Úr verinu

5. janúar 1996 | Úr verinu | 185 orð

18% aukning á framleiðslu hjá Íslenskum sjávarafurðum

Í FYRRA var metár hjá Íslenskum sjávarafurðum bæði í framleiðslu og sölu. Fyrirtækið framleiddi rúmlega 66 þúsund tonn, sem er rúmlega 18% aukning á milli ára. "Ég er ágætlega ánægður með árið sem leið," segir Benedikt Sveinsson forstjóri ÍS. "Það er orðið ljóst að þetta var metár í framleiðslu, útflutningi og veltu. Meira
5. janúar 1996 | Úr verinu | 118 orð

Áhöfnin á Sléttanesi heiðruð

ÁHÖFNIN á Sléttanesi ÍS hefur fengið viðurkenningu fyrir sérvinnslu á Evrópumarkað á síðasta ári frá Íslenskum sjávarafurðum. "Viðurkenningin er bæði fyrir magn og gæði," segir Siggeir Stefánsson, framkvæmdastjóri Sléttaness hf. "Við höfum reynt að framleiða sérstaklega fyrir þessa sérvinnslu. Það virðist hafa skilað sér í gæðum. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

5. janúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 361 orð

Ásókn í alnetið ræðst ekki af kyni heldur búsetu, aldri, tekjum og menntun

UM FJÓRÐUNGUR landsmanna hefur aðgang að alnetinu (Interneti) samkvæmt könnun sem Gallup hefur unnið úr fyrir Morgunblaðið. Niðurstöður sýna að aðgangur ræðst af búsetu, aldri, tekjum, og menntun en ekki kyni. Spurningin "Hefur þú aðgang að alnetinu, annað hvort í vinnunni eða heima hjá þér?" var lögð fyrir 1200 manna tilviljunarúrtak úr þjóðskrá og svöruðu 843. Meira
5. janúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 320 orð

Erfðaþáttur grunaður um tengsl við ættlægt krabbamein

VÍSINDAMENN í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington, hafa birt niðurstöður sínar um að erfðaþáttur í ákveðnu afbrigði af brjóstaæxlum gæti spáð fyrir um hvaða konur eru líklegar til að fá brjóstakrabbamein síðar. Meira
5. janúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 80 orð

FERDALÖG format 90,7

FERDALÖG format 90,7 Meira
5. janúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 221 orð

Formúlu 1 hótelá Norðurlöndum

FRANSKA hótelkeðjan Formúla 1 "hefur fengið augastað" á Skandinavíu en keðjan er þekkt fyrir ódýra gistingu eða sem svarar til 220 norskra króna fyrir nóttina. Á næstu árum munu eigendur Formúlu 1 opna hótel í Stokkhólmi, Gautaborg, Jönköping og Kaupmannahöfn og er reiknað með að í framtíðinni verði þau 25 að tölu. Búið er að opna fyrsta Formúlu 1 hótelið í Málmey í Svíþjóð. Meira
5. janúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 363 orð

Forvarnir í ferðamennsku

AUKIÐ öryggi í ferðamennsku er yfirskriftin á fundaherferð sem Björgunarskóli Landsbjargar og Slysavarnafélags Íslands hefja nýtt ár á. Ætlunin er að höfða til sem flestra ferðamanna með forvarnir að leiðarljósi, en meginviðfangsefni fundanna verða: veðurfræði til fjalla, mat á snjóflóðahættu fyrir ferðamenn, ferðabúnaður og notkun GSP staðsetningartækja. Meira
5. janúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 986 orð

Göngustígur undir heiðum himni með eld við sjóndeildarhring

HEIÐSKÍR himinn, sól lágt á lofti, en tunglið hærra, 3 gráða frost í Reykjavík. Laugardagur og fólk á ferli eftir göngu- og hjólreiðastíg sem liggur frá Seltjarnarnesi gegnum Elliðardal og áfram upp í Heiðmörk. Fólk á reiðhjólum, skokki, gangi og með hundana sína í ólum. Fyllir lungun fersku lofti og hugsar um heilsuna, það dýrmætasta sem það á. Meira
5. janúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 926 orð

H2O Tveir lítrar af vatni á dag taldir koma í veg fyrir ýmsa kvilla

PEST eða flensa hefur herjað á allmarga undanfarnar vikur. Í kjölfarið hafa sumir fengið lungnabólgu og lungnapípur hafa stíflast í öðrum. Síðarnefndi kvillinn getur leitt til lungnabólgu sé ekkert að gert. Meira
5. janúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 1315 orð

Í fóstri hjá einkaþjálfara

ÞÓTT bandarískar kvikmyndastjörnur og útlenskt hefðarfólk hafi jafnan einkaþjálfara af öllu tagi í þjónustu sinni er harla fátítt að íslensk bankamær ráði sér einn slíkan. Hrafn Friðbjörnsson hefur nú um mánaðarskeið verið sérlegur ráðgjafi, stoð og stytta 22ja ára stúlku, sem frá barnsaldri hefur háð vitlausa og því vonlausa baráttu við aukakílóin alræmdu. Meira
5. janúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 503 orð

Jólahald í Tékklandi

Á VALDATÍMA kommúnista fór lítið fyrir jólahaldi í Tékklandi. Verslanir máttu vera lengur opnar á aðventunni, en þó mátti ekki nefna hana því nafni. Fyrsta helgin í aðventu var því nefnd helgi A, sú næsta var helgi B og svo framvegis. Eftir innreið kapítalismans og innrás vestrænna ferðamanna er jólahaldið orðið opinbert. Meira
5. janúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 358 orð

Kvennaráðstefna í Kína

Margar íslenskar konur lögðu leið sína til Kína síðastliðið sumar til að taka þátt í hinni óopinberu kvennaráðstefnu í Huairo. Ein þeirra var Drífa Hjartardóttir, varaþingmaður og bóndi á Keldum á Rangárvöllum. Í huga hennar stendur uppúr í þeirri ferð sú lífsreynsla að skoða Kínamúrinn, sem er svo stórt og mikið mannvirki að nútímamaðurinn á erfitt með að ímynda sér tilurð hans. Meira
5. janúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 507 orð

Með meiri blóma en nokkru sinni

FERÐAÞJÓNUSTA í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum við Flóann er með meiri blóma en nokkru sinni. Það er sýnilegt að menn í ferðabransanum hafa unnið sína heimavinnu og árangurinn er að skila sér: áætluð prósentufjölgun á árinu 1995 er um 25% sem ég hygg að sé með því hæsta ­ ef ekki hæsta ­ í heiminum. Meira
5. janúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 458 orð

Múmíndalur dregur að ferðamenn

MÚMÍNGARÐURINN hefur aðdráttarafl fyrir alla fjölskylduna. Hann er í litlum krúttlegum bæ, Nådendal, á vesturströnd Finnlands, skammt frá Åbo. Í Múmíngarðinum búa fígúrur Tove Janssons, sem börn á öllum aldri þekkja af lestri bókanna um Múmínsnáðinn, fjölskyldu hans og vini eða úr sjónvarpsþáttunum samnefndu eða úr teiknimyndunum eða... Meira
5. janúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 128 orð

Sérstakt Múmínálfaríki

NÆSTA sumar verður Múmíngarðurinn sérstakt "ríki" og því fylgir útgáfa sérstaks vegabréfs. Vegabréfið inniheldur "allt" sem gestir Múmíngarðs þurfa að vita um staðinn og hægt verður að safna í það frímerkjum ólíkra staða. Þetta er meðal nýjunga sem unnið er að til að gleðja verðandi gesti Múmínsnáðans og félaga næsta sumar. Meira
5. janúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 141 orð

Snuddubörnum hættara við að fá í eyrun

SAMKVÆMT finnskri rannsókn, sem nýlega var sagt frá í tímaritinu Pediatrics, er börnum, sem nota snuð innan við tíu mánaða aldur, hættara við að fá bakteríusýkingu í eyrun en börnum, sem ekki nota snuð. Vísindamenn við Háskólann í Oulu í Finnlandi skoðuðu 845 leikskólabörn og stóð rannsóknin yfir í 15 mánuði. Meira
5. janúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 591 orð

Týnda vinkonan sýndi hjarta Grikklands

HlÍN Agnarsdóttir leikstjóri var fararstjóri í Grikklandi árin 1985 og 1986. Landið er henni mjög kært en það sem bregður skugga á er að hún hefur týnt sinni bestu grísku vinkonu. Hún heitir Lela Skaltsa, alin upp í Aþenu en ættuð frá Borginni með stórum staf, sem er Konstantínópel, nú Istanbúl og heyrir undir Tyrki. Meira
5. janúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 956 orð

Umgjörð utan um lífið en ekki lífið sjálft

"ÞEGAR við skoðuðum húsið í desember fyrir nokkrum árum var húsráðandinn, fullorðin kona, að baka smákökur fyrir jólin og bökunarlyktin fyllti húsið," segja þau Sigríður Arnardóttir, dagskrárgerðarmaður á Rás 1 og sjónvarpsþulur, og Kristján Franklín Magnús, leikari. Meira
5. janúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 1098 orð

Útlendingar sem prófa áramótaferðir til Íslands koma margir aftur og aftur

HUNDRUÐ útlendinga koma til Íslands um áramót, margir á vegum erlendra ferðaskrifstofa. Ferðirnar eru síðan að stórum hluta skipulagðar af íslenskum ferðaskrifstofum. Um þessi áramót voru hér á landi um 1.200 útlendingar, svokallaðir flugeldafarþegar. Á Hótel Sögu gistu aðallega Þjóðverjar og Svisslendingar. Meira
5. janúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 124 orð

Vörusýningar og kaupstefnur 1996

FERÐASKRIFSTOFAN Úrval- Útsýn hefur gefið út bækling yfir vörusýningar og kaupstefnur í Evrópu og Bandaríkjunum á árinu 1996. Bæklingurinn segir frá 306 vörusýningum og kaupstefnum í 108 flokkum. Einnig er að finna í honum upplýsingar um sérfargjöld ferðaskrifstofunnar um allan heim. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.