Greinar laugardaginn 6. janúar 1996

Forsíða

6. janúar 1996 | Forsíða | 91 orð

Brúin yfir Sava

LIÐSFLUTNINGAR Bandaríkjamanna til Bosníu fara nú um flotbrú yfir fljótið Sava, sem skilur Króatíu og Bosníu. Sér hér yfir hana og til Króatíu en gamla brúin, sem virðist heil á myndinni, stendur ekki uppi nema að hálfu leyti. Meira
6. janúar 1996 | Forsíða | 102 orð

Hashimoto líklegur leiðtogi

TOMIICHI Murayma tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að segja af sér sem forsætisráðherra Japans og búist er við að Ryutaro Hashimoto viðskiptaráðherra taki við embættinu. Murayma sagði að stjórnarflokkarnir hygðust mynda nýja meirihlutastjórn og kvað ekki koma til greina að efna strax til þingkosninga. Meira
6. janúar 1996 | Forsíða | 398 orð

Jeltsín segir afsögnina ekki breyta stefnunni

ANDREJ Kozyrev, utanríkisráðherra Rússlands, sagði af sér í gær og ákvað að taka sæti á þingi fremur en að reyna að halda ráðherraembættinu. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, féllst á afsagnarbeiðni Kozyrevs og sagði að brotthvarf hans úr stjórninni myndi ekki hafa áhrif á utanríkisstefnu hennar. Meira
6. janúar 1996 | Forsíða | 40 orð

Jól í Rússlandi

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, veifar til fólks um leið og hann og kona hans, Naina, ganga fram hjá skreyttu jólatré, sem sett hefur verið upp í Kreml. Samkvæmt tímatali rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar eru jólin á morgun, 7. janúar. Meira
6. janúar 1996 | Forsíða | 173 orð

Vegabréf árituð aftur

BANDARÍSKA fulltrúadeildin samþykkti í gær frumvarp, sem veitir alríkisistjórninni takmarkaðar greiðsluheimildir til bráðabirgða eða til 26. þessa mánaðar. Geta því ríkisstarfsmenn snúið aftur til vinnu sinnar og sum starfsemi, til dæmis áritun vegabréfa, verður hafin aftur. Meira
6. janúar 1996 | Forsíða | 221 orð

Vill skerða verkfallsrétt fámennra félaga

NORSKA vinnuréttarráðið mun leggja til í skýrslu, sem birt verður í næsta mánuði, að verkfallsréttur einstakra hópa, sem ekki eiga aðild að heildarsamtökum, verði skertur verulega. Samtök vinnuveitenda og norska alþýðusambandið eru sammála þessu en á þingi eru mjög skiptar skoðanir um málið. Meira

Fréttir

6. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 145 orð

10% hækkun tunnuleigu

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu um 16,4% hækkun á sorphirðugjaldi vegna atvinnuhúsnæðis og 10% hækkun á tunnuleigu. Hækkunin tók gildi um áramót. Áætlaður tekjuauki borgarsjóðs vegna hækkunarinnar er 10 milljónir króna vegna sorphirðunnar og 3,5 milljónir króna vegna sorphirðu frá íbúðarhúsnæði. Meira
6. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 125 orð

Aðildarumsókn Tékkland í mánuðinum

Aðildarumsókn Tékkland í mánuðinum TÉKKNESKA stjórnin hefur greint frá því að Vaclav Havel, forseti Tékklands, muni hinn 22. janúar næstkomandi afhenda ítölsku ríkisstjórninni, sem fer með formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins, umsókn lands síns um aðild að sambandinu. Meira
6. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 141 orð

Aðsókn eykst að skákæfingum unglinga

TAFLFÉLAG Reykjavíkur heldur skákæfingar fyrir börn og unglinga á hverjum laugardegi kl. 14. Aðsóknin veturinn 1994­1995 jókst um 73% frá fyrra ári og í haust og vetur hefur aukningin verið um 45% þessu til viðbótar. Meira
6. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 118 orð

Akureyrin fékk á sig brotsjó

AKUREYRIN EA-110, togari Samherja hf. á Akureyri, fékk á sig brotsjó í gærmorgun. Engin slys urðu á mönnum en vegna skemmda þurfti skipið að leita til hafnar og er það á leið til Reykjavíkur. Gluggi í brú skipsins brotnaði og flæddi sjór inn í brúnna. Meira
6. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 116 orð

Beiðni um munnlegan málflutning hafnað

JÓNI Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni hefur verið synjað um munnlegan málflutning fyrir hæstarétti í máli Agnesar Bragadóttur blaðamanns. Rannsóknarlögregla ríkisins fór fram á að Agnesi yrði gert fyrir dómi að bera vitni og upplýsa hvaða skriflegar heimildir og hverjir heimildarmenn hennar væru fyrir greinum sem hún skrifaði í Morgunblaðið sl. Meira
6. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 863 orð

Bilun í sendum orsök tafa

STÖÐ 3 mun dreifa fjölrása myndlyklum og rugla útsendingu sína í lok þessa mánaðar eða um mánaðamótin, að sögn Úlfar Steindórssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Hann vísar á bug öllum sögusögnum um að myndlyklarnir hafi ekki staðið sig sem skyldi og segir fjaðrafok vegna tafa á að læsa dagskránni vekja furðu. Meira
6. janúar 1996 | Landsbyggðin | 222 orð

Bíll valt á Jökuldal

Vaðbrekka, Jökuldal-Bifreið af Subaru-gerð valt við bæinn Hrólfsstaði á Jökuldal í gærdag, tveir menn voru í bílnum og sluppu þeir ómeiddir. Tildrög slyssins voru þau að ökumaður missti stjórn á bifreiðinni þegar hann lenti á bólstri sem var á veginum, Meira
6. janúar 1996 | Smáfréttir | 144 orð

Clinton þakkað en ekki Chirac

NEFND, skipuð vinum tveggja franskra orrustuflugmanna sem skotnir voru niður yfir landi Bosníu- Serba, þakkaði á föstudag Bill Clinton Bandaríkjaforseta fyrir þátt hans í frelsun þeirra. Ekki var minnst á afskipti Jacques Chirac Frakklandsforseta. Meira
6. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 287 orð

Deilan ekki eingöngu milli prests og organista

SÓKNARNEFND Langholtssafnaðar sendi frá sér ályktun vegna umfjöllunar um deilumál í Langholtskirkju að loknum sóknarnefndarfundi í gær. Í henni er m.a. lögð áhersla á að deilan sé ekki eingöngu á milli sóknarprests og organista heldur mun víðtækari. Meira
6. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 305 orð

Efast um að Frakkar uppfylli EMU-skilyrði

LAURENT Fabius, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, segist í grein í dagblaðinu Le Monde á fimmtudag telja að Frakkar muni ekki uppfylla skilyrði Maastricht- sáttmálans fyrir þátttöku í efnahagslegum- og peningalegum samruna Evrópuríkja (EMU) fyrir árið 1999. Meira
6. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 256 orð

Fé fært frá öllum deildum Sjónvarps

ÁÆTLAÐUR heildarkostnaður Ríkisútvarpsins vegna beinna útsendinga frá Ólympíuleikunum sem haldnir verða í Atlanta í Bandaríkjunum í júlí næsta sumar verður um 45 milljónir króna. Að sögn Harðar Vilhjálmssonar, fjármálastjóra RÚV, nema greiðslur fyrir útsendingarrétt 33 milljónum króna, en áætlaður kostnaður vegna gervihnattaflutning og úrvinnslu efnis er 12 milljónir. Meira
6. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 140 orð

Fjölskylduhátíð í Perlunni

FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ verður haldin í Perlunni í dag, laugardaginn 6. janúar. Ásamt vinsælustu tónlistarmönnum landsins munu jólasveinarnir og Grýla og Leppalúði heilsa upp á gesti. Tilefni fjölskylduhátíðarinnar er útdráttur kvikmyndagetraunar Sambíóanna, Háskólabíós og FM 95,7 sem staðið hefur yfir á útvarpsstöðinni undanfarnar vikur. Meira
6. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 253 orð

Fjörutíu manns bíða eftir áritun til Bandaríkjanna

HÁTT í 40 Íslendingar bíða nú eftir vegabréfsáritun til Bandaríkjanna, en frá því 18. desember síðastliðinn hafa engar umsóknir um vegabréfsáritanir verið afgreiddar til landsins þar sem ekki er búið að afgreiða fjárlög ársins vegna deilna á Bandaríkjaþingi. Ferðamann sem dveljast skemur en þrjá mánuði í landinu og eru með farseðil til baka þurfa ekki vegabréfsáritanir. Meira
6. janúar 1996 | Miðopna | 1490 orð

Flokkarnir stóðust fjárlagaprófið

FJÁRLÖG fyrir árið 1996 voru afgreidd með tæplega 4 milljarða króna halla, eins og ríkisstjórnin stefndi að. Þótt útgjaldaliðurinn ykist um rúman milljarð í meðförum Alþingis hækkaði tekjuáætlun ríkisins um svipaða upphæð vegna betri horfa í efnahagsmálum. Meira
6. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 67 orð

Framkvæmdir hafnar við náttúrufræðihús

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra tók í gær fyrstu skóflustungu að náttúrufræðihúsi í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Í húsinu munu fara fram rannsóknir og kennsla í líffræði, jarðvísindum og landafræði. Auk starfsmanna Háskóla Íslands í þessum greinum mun Norræna eldfjallastöðin verða þar til húsa. Gólfflötur náttúrufræðihússins verður um 7. Meira
6. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 741 orð

Frábiðja sér frekari umfjöllun Dagsljóss

ÞJÓÐLEIKHÚSSTJÓRI, Stefán Baldursson, og formaður þjóðleikhúsráðs, Þuríður Pálsdóttir, hafa sent Dagsljósi Ríkissjónvarpsins bréf í umboði þjóðleikhúsráðs þess efnis að leiklistargagnrýnandi þáttarins, Jón Viðar Jónsson, Meira
6. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 52 orð

Gáfu mynd af fyrrverandi formanni

Gáfu mynd af fyrrverandi formanni GAMLIR félagar í Íþróttafélaginu Þór gáfu félaginu í tilefni af 80 ára afmæli þess mynd af Haraldi Helgasyni sem var formaður félagsins í 20 ár, frá 1960 til 1980. Myndin verður formlega afhent og afhjúpuð í lok þrettándagleði félagsins en hún hefst kl. 17.00 í dag, laugardag. Meira
6. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 53 orð

Gæsluvarðhald lengt

HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um gæsluvarðhald yfir manni, sem á nýársdagsmorgun lagði til sofandi manns með hnífi í húsi í Hafnarfirði. Héraðsdómur hafði úrskurðað manninn í gæsluvarðhald til 4. febrúar nk. og var þeim úrskurði áfrýjað til hæstaréttar. Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn og lengdi gæsluvarðhaldið til 16. febrúar nk. Meira
6. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 125 orð

Helgarpóstur í nýárshvíld

HELGARPÓSTURINN kom ekki út á fimmtudaginn og segir Þorbjörn Tjörvi Stefánsson framkvæmdastjóri blaðsins það hafa verið ákveðið með talsverðum fyrirvara. Þorbjörn segir að mönnum hafi bæði þótt vinnudagar strax eftir áramót of fáir miðað við fáliðaða ritstjórn og ástæða til að veita mönnum nokkra hvíld eftir eril jólamánaðar. Meira
6. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 372 orð

Hélt að bíllinn myndi aldrei stoppa

SJÚKRABÍLL, sem flutti sjúkling frá Vík til Reykjavíkur, valt eftir árekstur við fólksbifreið á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar seint í fyrrakvöld. Læknir, bílstjóri og sjúklingur sluppu með skrámur. Meira
6. janúar 1996 | Smáfréttir | 46 orð

KENNARASAMBAND Íslands og Hið íslenska kennarafélag

KENNARASAMBAND Íslands og Hið íslenska kennarafélag senda í ár alþingismönnum og sveitarstjórnarmönnum um allt land jóla- og nýárskveðju. Með jólakortinu vilja félögin benda á hve skammur tími er til stefnu ef takast á að flytja rekstur grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga svo að sátt verði um framkvæmdina. Meira
6. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 474 orð

Kosningum spáð á næstu mánuðum

TOMIICHI Murayama, forsætisráðherra Japans, tilkynnti í gær að hann myndi segja af sér og sú ákvörðun hans kom nokkuð á óvart þar sem búist var við að hann gegndi embættinu þar til fjárlög næsta fjárhagsárs yrðu afgreidd á þinginu í apríl. Fréttaskýrendur í Japan segja að flest bendi til þess að stjórnarflokkarnir slíti samstarfinu eftir afgreiðslu fjárlaganna eða jafnvel fyrr og boði til Meira
6. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 187 orð

Kæra til dómstóls innan tveggja vikna

EFTIRLITSSTOFNUN EFTA (ESA) mun senda EFTA-dómstólnum kæru vegna álagningar og innheimtu vörugjalds á Íslandi innan tveggja vikna, að sögn Håkans Berglin, blaðafulltrúa stofnunarinnar. Berglin segir að stofnunin eigi enn eftir að fá í hendur þýðingu á nokkrum íslenzkum lagatextum sem verði fylgiskjöl kærunnar og þeir séu það eina, sem beðið sé eftir, að öðru leyti sé kæran tilbúin. Meira
6. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 138 orð

La Primavera hyggst flytja

VEITINGASTAÐURINN La Primavera hefur tekið á leigu um 200 fermetra húsnæði á efri hæð Austurstrætis 9, húss Egils Jacobsens, og hyggjast eigendur staðarins flytja starfsemina þangað um næstu eða þar næstu mánaðamót. Meira
6. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 93 orð

Leiðangur frestast vegna veðurs

LEIÐANGUR Hafrannsóknastofnunar á Vestfjarðamið til að rannsaka þorskgengd þar hefur frestast vegna veðurs og er ekki gert ráð fyrir nú að farið verði fyrr en eftir helgi. Leiðangurinn verður farinn á hafrannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni. Að sögn Ólafs Karvels Pálssonar, fiskifræðings er óljóst hvað leiðangurinn verður langur, en það ræðst af veðri. Meira
6. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 79 orð

Lottóæði í Bretlandi

VONIN um 35 milljóna punda lottóvinning, jafnvirði 3,5 milljarða króna, dró fjölda útlendinga til Bretlands í gær. Dregið verður í breska lottóinu í kvöld og sögðu formælendur þess að vegna gífurlegrar miðasölu í gær og straum útlendinga til landsins til miðakaupa í gær gæti fyrsti vinningur reyndar orðið hærri. Meira
6. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 793 orð

Lúmskir áverkar

MEÐ því að stofna Stuðnings- og sjálfshjálparhóp hálshnykkssjúklinga eru vonir bundnar við að eitthvað megi gera þeim til hjálpar sem sitja eftir með þá lífsreynslu að fá ekki fullan bata. Fólk sem í því lendir er svo bjargarlaust, útskýrir Freyja Jónsdóttir. Í hópi SSH eru 70 félagar. Allt fólk sem hefur átt í afleiðingum þessara slysa, sem á erlendu máli nefnast "whiplash"-áverkar. Meira
6. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 770 orð

Makalausar menntakonur í karlaleit

Í AUSTUR-Asíu hefur ungum framakonum með háskólapróf og há laun fjölgað mjög. Þeim hefur hins vegar gengið afleitlega að finna sér maka. Þær segja karlmennina forðast konur sem þeir telji of drjúgar með sig. Í austurlensku samfélagi, þar sem fjölskyldan skiptir mestu máli, telst það víða skömm fyrir eiginmann að hafa lægri laun en eiginkonan. Meira
6. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 118 orð

Malbikað í janúar

ÞAÐ ER ekki oft að rjúkandi malbik er lagt í janúar, en í Kópavogi í gær gat að líta þá óvenjulegu sjón að verið var að malbika plan við bensínstöð Esso við Engihjalla. "Þetta er mjög sjaldgæft," sagði Guðmundur Ottósson, eigandi Bergsteins hf., sem sá um framkvæmdirnar. "Oft stöðvast malbikunarvinna í lok október og hefst ekki að nýju fyrr en í apríl. Meira
6. janúar 1996 | Miðopna | 942 orð

Markmiðið að tryggja öryggi og hollustu

REGLUGERÐ um innra eftirlit fyrirtækja í matvælaiðnaði tók gildi um miðjan desember og hefur undirbúningur gengið ágætlega, að sögn Jónínu Þ. Stefánsdóttur, matvælafræðings hjá Hollustuvernd ríkisins. Meira
6. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 213 orð

Málverkin týndust á leið til landsins

UM 25 málverk Nínu Gautadóttur listmálara týndust í síðustu viku þegar hún var á leið með flugi til Íslands frá París þar sem hún býr. Málverkin ætlaði Nína að sýna á sýningu í Gerðarsafni í Kópavogi sem opna átti í dag, en sýningunni hefur verið aflýst. Meira
6. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 90 orð

Messur

Messur AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta á sunnudag kl. 14.00. Biblíulestur í safnaðarheimilinu næstkomandi mánudagskvöld kl. 20.30. GLERÁRKIRKJA: Guðsþjónusta verður í kirkjunni kl. 14.00. Arnaldur Bárðarson guðfræðingur prédikar og sr. Sigurður Guðmundsson biskup þjónar fyrir altari. Meira
6. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 403 orð

Neðansjávarmyndavél tekur tvær myndir á sólarhring

GATNAMÁLASTJÓRI hefur hleypt af stokkunum viðamikilli forrannsókn á hugsanlegum umhverfisáhrifum af nýrri skolplögn frá Ánanaustum. Einn liður rannsóknarinnar felst í því að taka sýnishorn og neðansjávarmyndir af seti á hafsbotninum út af Ánanaustum við Akurey. Meira
6. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 467 orð

Nesjavallavirkjun afar hagstæður virkjunarkostur

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, lagði fram í borgarráði í gær tillögu um að borgin óskaði eftir formlegum viðræðum við aðra eignaraðila að Landsvirkjun um framtíðarskipulag, rekstrarform og eignaraðild að fyrirtækinu. Afgreiðslu tillögunnar var frestað til næsta fundar. Meira
6. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 97 orð

Nýársferð í Herdísarvík

FERÐAFÉLAG Íslands efnir sunnudaginn 7. janúar kl. 10 til nýársferðar í Herdísarvík. Fagnað er nýju ári með heimsókn á þennan merka stað þar sem Einar Benediktsson skáld eyddi síðustu æviárum sínum og verður hægt að fræðast um jörðina Herdísarvík, umhverfi hennar og dvöl skáldsins þarna. Leyfi hefur fengist til að skoða hús skáldsins og dvelja þar um stund. Meira
6. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 131 orð

Prestaköll auglýst laus

BISKUP Íslands hefur auglýst sjö embætti laus til umsóknar. Þau eru: Skeggjastaðaprestakall í Múlaprófastsdæmi þar sem ekki hefur setið prestur síðan sr. Gunnar Sigurjónsson var kjörinn til Digranesprestakalls í Kópavogi, Tálknafjarðarprestakall í Barðastrandarprófastsdæmi en sr. Karl Matthíasson, sem þar var prestur, var kjörinn prestur í Setbergsprestakalli á Snæfellsnesi. Meira
6. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 112 orð

Ráðinn ritari norrænna hægrimanna

PÁLL Brynjarsson stjórnmálafræðingur hefur verið ráðinn ritari flokkahóps hægrimanna í Norðurlandaráði. Páll er fyrsti Íslendingurinn sem gegnir starfi flokkaritara í Norðurlandaráði. Ráðning hans fylgir í kjölfar þess að Geir H. Haarde alþingismaður tók um áramótin við formennsku í flokkahópi hægrimanna af Hans Engell, formanni danska Íhaldsflokksins. Meira
6. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 150 orð

Sambro seldur

TOGARINN Sambro, sem er í eigu Færeyinga en skráður í Belize, verður að öllum líkindum seldur. Togarinn hefur legið í Vestmannaeyjahöfn frá því í júní á síðasta ári, þegar hann var kyrrsettur þar að kröfu norska ríkisolíufélagsins Statoil. Meira
6. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 376 orð

Segulómsjárdeilu vísað til gerðardóms

SAMNINGANEFND Tryggingastofnunar mun leita úrskurðar gerðardóms um túlkun á samningi stofnunarinnar við Læknisfræðilega myndgreiningu hf. en ágreiningur er um hvort Tryggingastofnun eigi að greiða reikninga vegna læknismeðferðar í nýrri segulómsjá sem LM hefur fest kaup á. Meira
6. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 172 orð

SIF notuð áfram samhliða LÍF

EKKI hefur verið tekin ákvörðun um að selja TF-SIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, þrátt fyrir að stærri og nýrri þyrla, TF-LÍF, hafi komið til landsins síðasta sumar. Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir hagkvæmt að reka TF-SIF samhliða TF-LÍF, þar sem þyrlan sé mun ódýrari í rekstri og því gott að nýta hana til ýmissa verka, þar sem svo öflug þyrla sem TF-LÍF sé óþörf. Meira
6. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 284 orð

Silungur er lifir á jurtafæðu FINN

FINNSKIR vísindamenn undir stjórn Hannu Molsa prófessors við Kuopio-háskóla eru að beita líftækni til að hanna regnbogasilung er lifa mun nær eingöngu á jurtafæðu og verður því ódýrari í eldi en annar silungur. Einnig verður efnamengun minni frá eldisstöðvunum. Genum úr jurtaætum er komið fyrir í fiskinum til að breyta fæðumynstrinu. Meira
6. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 128 orð

Skóli fyrir atvinnulausa

SKÓLI fyrir atvinnulausa á vegum Menningar- og fræðslusambands alþýðu, í samvinnu við verkalýðsfélögin í Eyjafirði, hefst 15. janúar næstkomandi og verður kennt að Furuvöllum 3, í sal Straumrásar. Frestur til að skila inn umsóknum rennur út í næstu viku, en við umsóknum er tekið á skrifstofu Einingar, Vinnumiðlunarskrifstofunni og í tómstundamiðstöðinni Punktinum. Meira
6. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 129 orð

Stakk af frá tjóni að morgni aðfangadags

NÝR Toyota Corolla bíll er stórskemmdur eftir að ekið var á hann og stungið af á bílastæðinu við Kringluna að morgni aðfangadags. Rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík lýsir eftir vitnum að ákeyrslunni, sem varð milli klukkan 10 og 12 að morgni aðfangadags, á jarðhæð bílastæðisins við Kringluna. Meira
6. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 756 orð

Stefnt að þríhliða samkomulagi um karfa og grálúðu

SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRAR Íslands og Færeyja, þeir Þorsteinn Pálsson og Ivan Johannessen, ákváðu á fundi sínum í Þórshöfn í Færeyjum í gær að stefna að þríhliða samkomulagi landanna tveggja og Grænlands um stjórn sameiginlegra karfa- og grálúðustofna og að semja um gagnkvæmar veiðiheimildir á kolmunna. Meira
6. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 229 orð

Stjórnarformaðurinn boðar áherslubreytingar

JAFET Ólafsson, útvarpsstjóri Íslenska útvarpsfélagsins hf., sem rekur Stöð tvö og Bylgjuna, lét af störfum í gær. Jafnframt tók Jón Ólafsson við stjórnarformennsku í félaginu, en hann mun einnig fara með ábyrgð útvarpsstjóra gagnvart útvarpslögum. Jón segir að áherslubreytingar verði hjá félaginu með þessum mannaskiptum. Meira
6. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 205 orð

ÚA eignast meirihluta í Laugafiski

ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hf. hefur eignast 60% hlut í Laugafiski hf. í Reykjadal í S-Þingeyjarsýslu. ÚA keypti nú um áramótin 20% hlut Byggðastofnunar í Laugafiski og einnig 20% hlut þrotabús Kaldbaks hf. á Grenivík en fyrir átti ÚA 20%. Björgólfur Jóhannsson, fjármálastjóri ÚA, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Meira
6. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 246 orð

Úttekt á mikilvægi Reykjavíkurflugvallar vísað til Borgarskipulags

BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu borgarstjóra um að vísa tillögu borgarráðsfulltrúa sjálfstæðismanna um að gera úttekt á mikilvægi Reykjavíkurflugvallar fyrir atvinnulíf í borginni til Borgarskipulags til meðferðar í tengslum við endurskoðun Aðalskipulags Reykjavíkur. Tillaga borgarstjóra var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. Efnahagsleg úttekt Meira
6. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 230 orð

"Veist að einstökum listamönnum á ómaklegan og ruddalegan hátt"

BRÉF þjóðleikhússtjóra og formanns þjóðleikhúsrráðs til ritstjóra Dagsljóss er svohljóðandi: "Að marggefnu tilefni óskar Þjóðleikhúsið eftir því við forráðamenn þáttarins Dagsljóss að ekki verði fjallað þar um leiksýningar Þjóðleikhússins meðan ekki er boðið upp á vandaðri umfjöllun en raun ber vitni. Meira
6. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 383 orð

Vel liðinn á Vesturlönd um en óvinsæll heima

ANDREI Kozyrev, sem sagði af sér embætti sem utanríkisráðherra Rússlands í gær, var vel liðinn á Vesturlöndum og átti mikinn þátt í að bæta samskipti Rússa við vestræn ríki. Heimafyrir lá hann hins vegar undir stöðugum árásum fyrir undanlátssemi gagnvart erlendum ríkjum. Meira
6. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 187 orð

Vilja ekki umfjöllun Dagsljóss

STEFÁN Baldursson, Þjóðleikhússtjóri, og Þuríður Pálsdóttir, formaður Þjóðleikhúsráðs, hafa skrifað ritsjóra Dagsljóss Ríkissjónvarpsins bréf í umboði Þjóðleikhúsráðs þar sem þess er farið á leit að gagnrýnandi þáttarins, Jón Viðar Jónsson, fjalli ekki oftar um sýningar leikhússins. Meira
6. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 228 orð

Vinningshafar verða 14-16.000 í kvöld

ÍSLENSK getspá spáir því að 14- 16.000 manns hreppi stóra og smáa vinninga í laugardagslottóinu í kvöld. Eins og fram hefur komið er fyrsti vinningur fimmfaldur og er talið öruggt að vinningsupphæðin verði ekki undir 22 milljónum. Heildarupphæð vinninga fer fer væntanlega yfir 33 milljónir. Meira
6. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 174 orð

Vinnuhópar undirbúa málefnastarfið

MÁLEFNAUNDIRBÚNINGUR fyrir þing Alþýðusambands Íslands sem haldið verður í Kópavogi í maí er vel á veg kominn, skv. upplýsingum sem fengust hjá Halldóri Grönvold, skrifstofustjóra ASÍ. Á fimmta tug miðstjórnarmanna og fulltrúa landssambanda innan ASÍ hafa starfað í vinnuhópum að undanförnu og hefur umfjöllun hópanna verið skipt í fimm málefnaflokka sem taka á fyrir á þinginu. Meira
6. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 111 orð

Vitni vantar að árekstrum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að árekstri tveggja jeppabifreiða á Vesturlandsvegi, norðan Botnsár í Hvalfirði, fimmtudaginn 21. desember sl. Áreksturinn var tilkynntur lögreglu skömmu fyrir kl. 19. Meira
6. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 752 orð

"Þeir myndu ekki taka við mér í fangelsinu"

RÍKISSTJÓRN Litháens er í uppnámi eftir að tveir ráðherrar afhentu Algirdas Brazauskas forseta uppsagnarbréf sín í gær. Ástæða afsagnar ráðherranna er hneykslismál, sem snýst í stuttu máli um að Adolfas Slezevicius forsætisráðherra hafi notfært sér vitneskju sína um stöðu Nýjungabankans, sem var lokað fyrir jólin vegna gruns um svindl og misferli, Meira
6. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 130 orð

Þrettándaganga og blysför í Öskjuhlíð

FERÐAFÉLAG Íslands og Valur efna til sameiginlegrar blysfarar og fjölskyldugöngu í dag, á þrettándanum, 6. janúar, kl. 17. Blys verða seld kl. 16.30­17 við Perluna (norðan megin). Gengið verður um fallega skógarstíga í álfa- og huldufólksbyggðum Öskjuhlíðar. Meira
6. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 71 orð

Þrettándagleði Fáks

ÞRETTÁNDAGLEÐI Fáks verður haldin laugardaginn 6. janúar. Hefst gleðin í Reiðhöllinni kl. 16 þar sem börnin verða skreytt og álfakóngur og drottning ásamt hyski sínu syngja áramótasöngva. Gengið verður að brennunni kl. 17 með blys sem seld verða í höllinni. Félagsheimilið verður opið og framreiðir kvennadeildin vöfflur og kakó sem er orðið árvisst og nýtur mikilla vinsælda. Meira
6. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 44 orð

Þrettándagleði í Deiglunni

HLJÓMSVEITIN 4 fjörugir flytur danstónlist af eðalgerð á þrettándagleði í Deiglunni í kvöld, laugardagskvöldið 6. janúar en hún hefst kl. 22.00. Hljómsveitina skipa Jón Rafnsson á kontrabassa, Daníel Þorsteinsson á harmónikku, Karl Petersen á trommur en söngkona sveitarinnar er Björg Þórhallsdóttir. Meira
6. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 141 orð

Örtröð í fisk verslunum

FISKNEYSLA færist allajafna í aukana eftir kjötveislur jóla og áramóta og engin undantekning virðist ætla að verða á því í ár, því örtröð hefur verið í fiskverslunum. "Fólk er orðið leitt á kjötátinu," sagði Hreinn Nielsen, fisksali í fiskbúð Hafliða. "Fólk kemur hingað og kaupir mikið í einu, allt að fjögur, fimm flök. Meira
6. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 61 orð

(fyrirsögn vantar)

Morgunblaðið/ÁsdísFramboðslistar afhentir FULLTRÚAR stjórnar og trúnaðarráðs Dagsbrúnar og fulltrúar mótframboðsins gegn lista núverandi stjórnar lögðu fram framboðslista sína og meðmælendalista vegna stjórnarkjörsins sem fram á að fara 19. og 20. janúar, á skrifstofu félagsins í gær. Framboðsfrestur rennur út 12. janúar. Meira

Ritstjórnargreinar

6. janúar 1996 | Leiðarar | 566 orð

leiðari STÉTTARFÉLÖG OG NÚTÍMINN RJÚ verkalýðsfélög í Eyja

leiðari STÉTTARFÉLÖG OG NÚTÍMINN RJÚ verkalýðsfélög í Eyjafirði, Eining, Félag byggingarmanna í Eyjafirði og Iðja, eru að hefja viðræður um sameiningu félaganna. Skipulagsmál verkalýðsfélaganna voru ítarlega rædd á þingi Alþýðusambands Norðurlands sl. haust en þar var lögð fram tillaga um víðtæka sameiningu, er ekki náði fram að ganga. Meira
6. janúar 1996 | Staksteinar | 312 orð

»Millistétt og lýðræði BERLINGSKE Tidende fjallar í forystugrein um lýðræði í Aus

BERLINGSKE Tidende fjallar í forystugrein um lýðræði í Austur-Evrópu og hlutverk Evrópusambandsins í lýðræðisþróuninni. Getur kommúnisminn kæft lýðræðið? "ÁKVEÐIN spurning skýtur æ oftar upp kollinum, eftir því sem fleiri fyrrverandi kommúnistar - að vísu í hófsamri útgáfu - snúa aftur til stjórnarskrifstofa í Austur-Evrópu. Meira

Menning

6. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 77 orð

Allt er sextugum fært

ÞAÐ KANN að hljóma ósennilega, en Richard Chamberlain, sem er þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Þyrnifuglar, er orðinn sextugur. Hann leikur um þessar mundir herra Higgins í söngleiknum "My Fair Lady" sem sýndur er í Evrópu um þessar mundir. Þessi mynd var tekin á sýningu í París og sýnir Richard ásamt mótleikkonu sinni Meg Tolin, sem leikur Elizu Doolittle. Meira
6. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 161 orð

Ameríski forsetinn forsýnd

HÁSKÓLABÍÓ forsýnir um helgina stórmyndina Ameríski forsetinn með Michael Douglas og Annette Bening í aðalhlutverkum. Hvernig fer valdamesti maður heimsins að því að biðja sér konu? Michael Douglas fer með hlutverk Andrew Shepherd forseta Bandaríkjanna, myndarlegs ekkils, Meira
6. janúar 1996 | Kvikmyndir | 358 orð

Ásinn fer til Afríku

Leikstjóri og handritshöfundur Steve Oedekerk. Kvikmyndatökustjóri Donald E. Thorin. Tónlist Robert Folk. Aðalleikendur Jim Carrey, Ian McNeisce, Bob Gunton. Bandarísk. Morgan Creek 1995. SPRELLIKARLINN Jim Carrey fær borgað meira en dæmi eru til fyrir að skemmta fólki. Er ennþá feykivinsæll og tekst stundum vel upp. Meira
6. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 44 orð

Babe valin besta mynd ársins

Babe valin besta mynd ársins GAGNRÝNENDUR í Bandaríkjunum völdu kvikmyndina "Babe" bestu mynd ársins 1995 á samkomu þeirra í Los Angeles í fyrradag. Valið kom flestum á óvart, en "Babe" er áströlsk mynd og fjallar um samnefnt svín sem brýst til metorða sem fjárhirðir. Meira
6. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 49 orð

Brandon í jólafríi

JASON Priestley, sem leikur Brandon í þáttunum "Beverly Hills 90210", sést hér ásamt kærustu sinni, leikkonunni Christine Elise, sem hóf nýlega að leika í "ER"-þáttunum. Myndin er tekin í jólaboði framleiðanda fyrrnefndu þáttanna, Aarons Spelling. Það var haldið í Regent Beverly Hills hótelinu í Los Angeles. Meira
6. janúar 1996 | Menningarlíf | 295 orð

"Frá nýja heiminum" til Akureyrar

AÐRIR tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á þessum vetri verða á morgun, 7. janúar í Akureyrarkirkju og hefjast klukkan 17. Á efnisskrá eru þrjú verk: 9. sinfónía Dvoráks "Úr nýja heiminum", sellókonsert Schumanns, og Elegia - Harmljóð eftir Szymon Kuran. Einleikari í konsertinum er Gunnar Kvaran og stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Meira
6. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 43 orð

Froskur og prins

ANTONIO Banderas þurfti ekki koss frá Kermit til að breytast í myndarlegan prins. Engu að síður eru þeir ágætis vinir og þessi mynd af náðist af þeim saman þegar þeir sóttu góðgerðasamkundu í Los Angeles til styrktar vernd á villidýrum. Meira
6. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 78 orð

Frumsýningargleði

NÝLEGA var kvikmyndin "Restoration" frumsýnd í New York. Robert Downey Jr. leikur aðalhlutverk hennar og hér sést hann ásamt James Woods í frumsýningarhófinu. Þrátt fyrir að myndin bendi til annars eru þeir ágætis vinir, en á hinni myndinni sjást vinkonurnar Kathleen Turner og Gwyneth Paltrow. Meira
6. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 47 orð

Gamlársgleði

Gamlársgleði MIKIÐ VAR um að vera á skemmtistöðum um gamlárskvöld og Tunglið var þar engin undantekning. Ljósmyndari Morgunblaðsins kom þar við og náði meðfylgjandi myndum. Meira
6. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 77 orð

Gleðilegt nýtt ár

Gleðilegt nýtt ár HVARVETNA safnaðist fólk saman á nýársdag til að fagna nýja árinu og kveðja það gamla. Hérna sjáum við myndir frá Kaffi Reykjavík, en þar hafa horfurnar á nýja árinu ugglaust verið ræddar og helstu atburðir þess gamla rifjaðir upp. Meira
6. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 56 orð

Heimskulegasta yfirlýsing ársins

Heimskulegasta yfirlýsing ársins AÐ MATI þeirra sem fjalla um bækur hjá bandaríska tímaritinu Entertainment Weekly átti leikkonan Demi Moore heimskulegustu setningu ársins. Meira
6. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 114 orð

Herra T alvarlega veikur

LEIKARINN Lawrence Tureaud, betur þekktur sem "Mr. T", eða Herra T, er alvarlega veikur. Talið er að hann sé með húðkrabbamein, en hann er 43 ára gamall. Lawrence átti að leika andann í uppfærslu á Aladdin í Palace-leikhúsinu í Manchester fyrir skömmu, en hætti við þegar hann varð of veikur til að ferðast. Meira
6. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 51 orð

Kóngurinn hylltur

Kóngurinn hylltur ÞESSAR Presley-eftirhermur dáðust hvor að annarri þegar þær komu saman á Harley Davidson Café í New York á dögunum til að halda upp á 61 árs afmæli Kóngsins. Þeir tóku að vísu forskot á sæluna, þar sem Elvis fæddist 8. janúar 1935, en hann lést 16. ágúst 1977. Meira
6. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 307 orð

Kvenþjóðin með yfirhöndina

KVENLISTAMENN eru áberandi á listanum yfir Grammy-tilnefningar þetta árið. Tilkynnt var um tilnefningarnar í fyrradag og flestar tilnefningar hlutu söngkonurnar Mariah Carey og Alanis Morrisette, sex hvor. Söngkonan og lagahöfundurinn Joan Osborne fékk fimm tilnefningar, en sveitasöngkonan Shania Twain og tríóið TCL fengu fjórar. Meira
6. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 49 orð

Lengi lifir í gömlum glæðum

ÞRJÁR Hollywood-goðsagnir, Anna-Margret, Jack Lemmon og Sophia Loren, voru hrókar alls fagnaðar þegar nýjasta mynd þeirra, "Grumpier Old Men" var frumsýnd. "Ég nýt þess að hlæja og koma öðrum til að hlæja. Mér finnst of mikil tækni í myndum nú til dags," segir Sophia. Meira
6. janúar 1996 | Leiklist | 744 orð

Margrét mikla og hennar dulræna fjölskyldugetraun

eftir Kristínu Ómarsdóttur. Lundúnaleikhópurinn. Leikarar: Ágústa Skúladóttir, Brynhildur Björnsdóttir, Drífa Arnþórsdóttir og Vala Þórsdóttir. Leikstjóri: Björn Gunnlaugsson. Leikmynd og búningar: Þorgerður Elín Sigurðardóttir. Lýsing: Doddi. Tónlist: Jóhann Jóhannsson. Framkvæmdastjórn og leikhljóð: Anna Hildur Hildibrandsdóttir. Sýningarstjóri: Helga Rakel Rafnsdóttir. Meira
6. janúar 1996 | Leiklist | 521 orð

Nóg eða meira?

Höfundur: Ivan Menchell. Þýðing: Elísabet Snorradóttir. Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson. Leikmynd: Úlfur Karlsson. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Búningar: Helga I. Stefánsdóttir. Umsjón með tónlist: Andrea Gylfadóttir. Leikarar: Bessi Bjarnason, Guðrún Þ. Stephensen, Margrét Guðmundsdóttir, Sigurveig Jónsdóttir og Þóra Friðriksdóttir. Meira
6. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 85 orð

Reeves þjálfar líkamann

KEANU Reeves veit að gott líkamlegt ástand er ekki sjálfgefið. Hann fer á hverjum degi á líkamsræktarstöð við Venice ströndina í Kaliforníu. Þar bíður hans kvenþjálfari sem skipar honum miskunnarlaust fyrir. Keanu er sýnd engu meiri miskunn en öðrum viðskiptavinum. Meira
6. janúar 1996 | Tónlist | 553 orð

Stórir tónbogar og smágert víravirki tónhugmyndanna

Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Snorri Sifús Birgisson píanóleikari fluttu verk eftir Snorra Sigfús Birgisson, Báru Grímsdóttur, Áskel Másson og Guðmund Hafsteinsson Fimmtudagurinn 4. janúar, 1996. Meira
6. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 53 orð

Strandverðir gæta hvor annars

ÁSTRALSKA kyntröllið Jaason Simmons, sem leikur í Strandvarðaþáttunum, sýndi að hann er jafnmikill töffari í einkalífinu og á sjónvarpsskerminum þegar hann fylgdi mótleikkonu sinni, Genu Lee Nolin, til jólahófs framleiðenda þáttanna. Jaason leikur strandvörðinn Logan Fowler og Gena, sem gekk til liðs við þættina á nýliðnu ári, leikur Neely Capshaw. Meira

Umræðan

6. janúar 1996 | Aðsent efni | 468 orð

Ferðamannaþjónusta bænda

BÁGLEGA hefur gengið að koma nothæfu heiti á þann starfa sem einna síðast hefur vakið áhuga með Íslendingum; en það er þjónusta bænda við ferðamenn. Enn sem komið er hafa menn látið duga að kalla þetta ferðamannaþjónustu eða ferðaþjónustu bænda, bændagistingu, jafnvel ferðamannaiðnað og eitthvað fleira slíkt. Meira
6. janúar 1996 | Aðsent efni | 3229 orð

GREINARGERÐ TIL SVARS VIÐ GREINARGERÐ Hér fer á eftir greinargerð frá Jóni Steinari Gunnlaugssyni í tilefni af greinargerð sem

FIMMTUDAGINN 28. desember s.l. birti Morgunblaðið greinargerð eftir Bjarna Guðmundsson tryggingastærðfræðing, starfsmann hjá Íslenskri endurtryggingu hf. Greinargerð þessari er ætlað að vera svar við gagnrýni minni í blaðinu 19. desember s.l. Meira
6. janúar 1996 | Aðsent efni | 125 orð

Gömlu mjólkurkýrnar

Í grein Kristjáns J. Gunnarssonar fyrrverandi fræðslustjóra, "Gömlu mjólkurkýrnar", sem birt var hér í blaðinu 3. janúar síðast liðinn, var prentvilla, sem höfundur hefur óskað eftir leiðréttingu á. Í stað orðanna "breytt tekjuviðmiðun", sem höfundur notaði, stóð "lækkun tekjuviðmiðunar". Meira
6. janúar 1996 | Aðsent efni | 1047 orð

Handhafar sannleikans

Handhafar sannleikans Myndir eldast misjafnlega, segir Arnaldur Indriðason, sem hér svarar athugasemdum við gagnrýni hans á myndinni Kalið hjarta. Meira
6. janúar 1996 | Bréf til blaðsins | 657 orð

Kirkja í kreppu

STÖKU sinnum fer ég í kirkju. Ekki af því að ég sé sérstaklega trúaður. Því miður. Eiginlega öfunda ég þá sem eru trúaðir og sigrast hafa á efanum. Og þó. Baráttan við efann er þjálfunarglíma hugsunarinnar. Tvískinnungur minn í trúarefnum stafar af því að okkur Jahve gamlatestamentisins hefur aldrei komið nægilega vel saman. Meira
6. janúar 1996 | Aðsent efni | 549 orð

Kosningar í Dagsbrún

DAGANA 19.-20. janúar fara fram kosningar til stjórnar og trúnaðarráðs Dagsbrúnar. Talið er fullvíst að fram komi mótframboð og tel ég það af hinu góða. Það sýnir að líf sé í félaginu en ekki sá doði sem einkennir mörg verkalýðsfélög. Meira
6. janúar 1996 | Aðsent efni | 866 orð

Leikskóli ­ Hjúkrunarheimili?

VIÐ HÉR í húsunum númer 29, 33 og 35 við Hæðargarð komumst ekki hjá því að láta í okkur heyra hvað varðar leikskóla við Hæðargarð. Lóð sú sem hér um ræðir er u.þ.b. 3.500 m og er vestan húsa sem byggð hafa verið fyrir eldri borgara í Bústaðasókn. Meira
6. janúar 1996 | Aðsent efni | 1676 orð

Ódýr raforka til Reykjavíkur?

IÐNAÐARRÁÐHERRA hefur ákveðið að hefja heildarendurskoðun á löggjöf um vinnslu, flutning og dreifingu orku. Meginmarkmið endurskoðunarinnar á að vera að auka skilvirkni og samkeppni en þó þannig að hún stuðli að jöfnun orkuverðs. Sérstök ráðgjafanefnd verður sett á laggirnar vegna þessa verkefnis og hefur m.a. Akureyrarbæ og Reykjavíkurborg verið boðin þátttaka í því starfi. Meira
6. janúar 1996 | Aðsent efni | 1036 orð

Róttækar breytingar með nýjum mönnum

VERULEGAR breytingar verða á stjórn Dagsbrúnar nái A-listi, ­ listi uppstillingarnefndar kjöri. Gangi þetta eftir munu koma fimm nýir menn inn í stjórn og varastjórn félagsins, raunar öllu heldur sex, sé Ágúst Þorláksson meðtalinn, en hann kom inn í stjórn félagsins sl. Meira
6. janúar 1996 | Aðsent efni | 1021 orð

Skattar lækka

RÍKISFJÁRMÁL hafa verið í brennidepli efnahagsumræðunnar að undanförnu. Þetta er eðlilegt með hliðsjón af þeim vandamálum sem þar hefur verið við að etja, einkum þrálátum hallarekstri og óæskilegum áhrifum hans á vexti, hagvöxt og atvinnustig. Meira
6. janúar 1996 | Bréf til blaðsins | 54 orð

Til að fyrirbyggja misskilning Ómari Óskarssyni: TIL AÐ fyrirbyggja leiðindamisskilning sem grein mín, "Hverra er himnaríki", er

TIL AÐ fyrirbyggja leiðindamisskilning sem grein mín, "Hverra er himnaríki", er birtist í Bréf til blaðsins sl. fimmtudag, gæti valdið, þá skal það tekið fram að umrætt atvik átti sér ekki stað í Fella- og Hólakirkju, eins og sumir gætu ætlað vegna heimilisfangs míns. ÓMAR ÓSKARSSON, Möðrufelli 7, Reykjavík. Meira
6. janúar 1996 | Bréf til blaðsins | 399 orð

Um aðför að mannorði

ÞAÐ blæs ekki byrlega fyrir kristni í landinu um þessar mundir, og ég, sem er áhorfandi úr fjarlægð, er þess fullviss, að yfirvöld eða yfirmenn kirkjunnar hafa gleymt einhverju af því, sem Frelsarinn kenndi. Eða var ekki í boðun Frelsarans að vera réttlátir meðbræðrum sínum? Mál það, sem ég er með í huga, er mál prests og organista í Langholtskirkju. Meira
6. janúar 1996 | Bréf til blaðsins | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

Minningargreinar

6. janúar 1996 | Minningargreinar | 192 orð

Bragi Finnsson

Okkur langar að kveðja Braga frænda okkar með nokkrum fátæklegum orðum. Bragi var bóndi af Guðs náð þó í þéttbýli byggi og var hugur hans jafnan á Kleifum þar sem hann ólst upp. Bragi fluttist til Keflavíkur og voru fjögur systkini hans búsett þar. Meira
6. janúar 1996 | Minningargreinar | 29 orð

BRAGI FINNSSON

BRAGI FINNSSON Bragi Finnsson fæddist á Ytri-Gunnólfsá í Ólafsfirði 3. janúar 1943. Hann lést í Keflavík 28. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkurkirkju 5. janúar. Meira
6. janúar 1996 | Minningargreinar | 139 orð

Guðni Guðleifsson

Á yngri árum gerði Guðni talsvert af því að yrkja bæði tækifærisvísur og lengri ljóð, þó nú sé flest af því tapað. Helgi Árnason húsvörður við Safnahúsið við Hverfisgötu í Reykjavík gaf út jólakort, og gerði hann talsvert af því að birta erindi eftir Guðna á kortum sínum og voru þau einkennd með G.Guðl. Meira
6. janúar 1996 | Minningargreinar | 232 orð

Guðni Guðleifsson

Vinur minn og mágur, Guðni Guðleifsson, er dáinn, sjö árum á eftir konu sinni, Guðrúnu Eiríksdóttur, systur minni. Honum valdist hátíðisdagur, jóladagur, til endurfundanna. Í sambúð þeirra var alltaf hátíð, eða svo fannst mér allt frá því ég sá þau fyrst saman. Hann reyndist henni frábær eiginmaður og foreldrar mínir og ég nutum góðs af mægðum við hann. Meira
6. janúar 1996 | Minningargreinar | 455 orð

GUÐNI GUÐLEIFSSON

GUÐNI GUÐLEIFSSON Guðni Guðleifsson var fæddur í Keflavík 14. apríl 1907, hann lést 26. desember 1995. Faðir Guðna var Guðleifur, fæddur 8. september 1870 á Berustöðum í Holtum. Dáinn í Keflavík 5. júní 1950, sjómaður og verkamaður þar, Guðnasonar fæddur 1827 í Stórholti í Oddasókn Rangárvallasýslu, dáinn um 1877 Eyjólfssonar. Meira
6. janúar 1996 | Minningargreinar | 531 orð

Guðrún Guðmundsdóttir

Hún kom ekki á óvart andlátsfregn Guðrúnar Guðmundsdóttur. Þó reynist erfitt að gera sér grein fyrir því að hún er ekki lengur meðal okkar. Árum saman vissum við sem til þekktum að hún barðist hetjulegri baráttu við hættulegan sjúkdóm, en trúðum lengst af að hún mundi hafa betur með hjálp nútíma vísinda, sínum jákvæðu viðhorfum og fádæma viljastyrk. En baráttunni lauk með jafntefli. Meira
6. janúar 1996 | Minningargreinar | 29 orð

GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR Guðrún Guðmundsdóttir fæddist 13. nóv. 1946 á Hólmavík við Steingrímsfjörð í Strandasýslu. Hún lést á

GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR Guðrún Guðmundsdóttir fæddist 13. nóv. 1946 á Hólmavík við Steingrímsfjörð í Strandasýslu. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Hólmavík 22. desember síðastliðinn og fór útförin fram 29. desember. Meira
6. janúar 1996 | Minningargreinar | 137 orð

Gunnar Guðmundsson

Gunnar Guðmundsson kom til liðs við Lionsklúbb Selfoss fyrir réttum 24 árum. Við sem þar vorum fyrir fundum það fljótt að okkur hafði bæst góður og traustur félagi. Gunnar var heilsteyptur persónuleiki, ákveðinn í skoðunum, ósérhlífinn í störfum og hafði brennandi áhuga á þeim verkefnum sem unnið var að hverju sinni. Meira
6. janúar 1996 | Minningargreinar | 547 orð

Gunnar Guðmundsson

Áramót nálgast. Það er gamlársdagur. Ég heimsótti Gunnar þar sem hann var á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Selfossi, en þar var hann búinn að dvelja um nokkurra mánaða skeið. Og þar sem hann lá og ég fletti myndaalbúmi með nafna mínum og við skoðuðum myndir frá löngu liðnum árum, komu minningarnar, ljúfar og blíðar, fram sem á festi, eins og dögum og árum væri flett til baka. Meira
6. janúar 1996 | Minningargreinar | 204 orð

GUNNAR GUÐMUNDSSON

GUNNAR GUÐMUNDSSON Gunnar Guðmundsson var fæddur 8. ágúst 1934 að Hafursstöðum í Kolbeinsstaðahreppi í Hnappadalssýslu. Hann lést 1. janúar síðastliðinn á Selfossi. Foreldrar hans voru Guðmundur Magnússon og Kristín Björnsdóttir, er síðast bjuggu í Önundarholti í Villingaholtshreppi, Árnessýslu. Meira
6. janúar 1996 | Minningargreinar | 409 orð

Hrefna Hallgrímsdóttir

Hún stóð í dyragættinni á stigapallinum á Hringbrautinni, sendi mér fingurkoss og vinkaði mér glaðlega í kveðjuskyni. Ég svaraði í sömu mynt, en þegar ég gekk niður stigann læddist að mér sá grunur að þetta yrði í síðasta sinn sem ég sæi Hrefnu mína hérna megin grafar. Meira
6. janúar 1996 | Minningargreinar | -1 orð

Hrefna Hallgrímsdóttir

Síðastliðið Þorláksmessukvöld þegar allir voru í önnum við að ljúka undirbúningi jólanna, fór ég sem oftar í heimsókn á Hringbrautina til Hrefnu og Þórðar. Allt var með öðrum blæ. Hrefna lá banaleguna. Þegar ég gekk upp stigann, rifjuðust upp minningar um liðin jól og áramót í húsinu nr. 37. Meira
6. janúar 1996 | Minningargreinar | 460 orð

Hrefna Hallgrímsdóttir

Elsku Hrefna, ef ég má halda áfram þar sem frá var horfið þegar við ræddum saman síðast, en þá náðum við aldrei nema rétt að byrja, þá langar mig að koma að nokkrum orðum nú og byrja á að vitna í orð spámannsins, en þau voru: "Sorgin er gríma gleðinnar. Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúmað. Meira
6. janúar 1996 | Minningargreinar | 116 orð

Hrefna Hallgrímsdóttir

Með örfáum orðum langar mig að kveðja þig, Hrefna mín. Ég á eftir að sakna mín sem vinar sem alltaf var til staðar. Lífið gaf mér ljúfa gjöf, löngum naut þín vina. Því ég nú við þína gröf, þakka samfylgdina. (Guðm. Gunnlaugsson) Elsku Þórður, Hrafn, Steingrímur, Villa og Þórður Þ. Meira
6. janúar 1996 | Minningargreinar | 34 orð

HREFNA HALLGRÍMSDÓTTIR

HREFNA HALLGRÍMSDÓTTIR Hrefna Hallgrímsdóttir fæddist á Þengilbakka á Grenivík 10. janúar 1917. Hún lést á heimili sínu í Hafnarfirði 28. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði 5. janúar. Meira
6. janúar 1996 | Minningargreinar | 739 orð

Ólafur Þórðarson

Mig langar í nokkrum línum að minnast hans afa míns, sem lést á nýársdag. Á stundu sem þessari renna hugsanir tengdar afa ótt og títt í gegnum hugann og margs er að minnast. Ólafur Þórðarson, eða Óli Þórðar eins og hann var jafnan kallaður, bjó mestan hluta ævinnar í Suðurgarði í Vestmannaeyjum, þó svo hann væri fæddur og uppalinn í Reykjavík. Meira
6. janúar 1996 | Minningargreinar | 486 orð

Ólafur Þórðarson

Enginn stöðvar tímans þunga nið. Fyrir ári var á þessum vettvangi minnst Svölu Johnsen í Suðurgarði, er lést 16. janúar 1995. Var það mörgum mikill missir, er sú mæta kona kvaddi. Mestur var harmur eiginmanns Svölu, Ólafs Þórðarsonar, sem í dag verður lagður til hinstu hvíldar við hlið hennar í Landakirkjugarði. Meira
6. janúar 1996 | Minningargreinar | 497 orð

Ólafur Þórðarson

Við vorum stödd á heimili okkar í Kaliforníu þegar okkur bárust þær fregnir að afi í Suðó væri dáinn. Það var virkilega erfitt að heyra þessar fregnir jafnvel þó að afi hafi átt við veikindi að stríða í nokkurn tíma. Sérstaklega var þungt að vera svona langt í burtu og þurfa að sætta sig við að geta ekki fylgt honum afa mínum síðasta spölinn. Meira
6. janúar 1996 | Minningargreinar | 607 orð

Ólafur Þórðarson

Mig langar í nokkrum orðum að minnast manns sem fallinn er frá og mér þótti einna vænst um af öllum mönnum og ég bar einna mesta virðingu fyrir. Þær eru ótæmandi minningarnar sem ég á um hann og þær stundir sem við áttum saman. Afi var mikill maður vexti og mjög hraustur. Ég minnist þess t.d. Meira
6. janúar 1996 | Minningargreinar | 977 orð

Ólafur Þórðarson

Ólafur Þórðarson í Suðurgarði í Vestmannaeyjum lifði mörg höf og margar breiddargráður. Þegar hann var ungur hrifsaði hafið föður hans, en síðar lærði hann margt á ferðum sínum um höfin. Það var bæði skemmtilegur tími og harðsnúinn, skemmtilegur þegar lífið lék á als oddi, harðsnúinn þegar lífið átti engra kosta völ, til að mynda í siglingum á stríðsárunum. Meira
6. janúar 1996 | Minningargreinar | 866 orð

Ólafur Þórðarson.

Að kvöldi nýársdags kvaddi tengdafaðir minn, Ólafur Þórðarson frá Suðurgarði í Vestmannaeyjum, þetta líf. Langri vegferð, sem spannaði nær 85 ár, er lokið. Foreldrar Ólafs voru Þórður S. Vigfússon sjómaður og kona hans Þuríður Ólafsdóttir sem bjuggu á Njálsgötu 37 í Reykjavík. Ólafur var næstelstur sjö systkina. Þegar hann var 13 ára gamall drukknaði faðir hans. Meira
6. janúar 1996 | Minningargreinar | 293 orð

ÓLAFUR ÞÓRÐARSON

ÓLAFUR ÞÓRÐARSON Ólafur Þórðarson fæddist í Reykjavík 30. janúar 1911. Hann lést á sjúkrahúsi Vestmannaeyja að kvöldi nýársdags. Foreldrar hans voru hjónin Þórður Sigfús Vigfússon sjómaður, f. í Hamrakoti í Ásum 14.6. 1881, d. 28.10. 1924, og Þuríður Ólafsdóttir, f. í Gerðabæ á Eyrarbakka 13.3. 1886, d. 5.5. 1962. Meira
6. janúar 1996 | Minningargreinar | 302 orð

Ólína M. Magnúsdóttir

Ólína Magnúsdóttir mat mikils Kennaraskólann, skólastjóra hans og kennara, sem hún fékk notið kennslu hjá. Þar hefur hún vissulega hlotið veganesti, sem varð henni heilladrjúgt í störfum sínum síðar á lífsleiðinni. Það er óumdeilanlegt, að kennslustörf Ólínu fyrir Geiradalshrepp (eins og hann hét í hennar starfstíð) voru mikil og farsæl. Meira
6. janúar 1996 | Minningargreinar | 1122 orð

Ólína M. Magnúsdóttir

Látin er í hárri elli Ólína Magnúsdóttir fv. kennari. Hún tók við búi á Kinnarstöðum í Reykhólasveit ásamt systrum sínum tveimur, Guðbjörgu og Guðrúnu, sem látnar eru fyrir nokkrum árum. Jólakveðju mína, í ár, stílaði ég til hennar að Kinnarstöðum, vissi ég þó vel að síðustu árin dvaldi hún á dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum. Meira
6. janúar 1996 | Minningargreinar | 907 orð

Ólína M. Magnúsdóttir

Látin er í hárri elli Ólína M. Magnúsdóttir, kennari og bóndi. Hún var yngst systranna þriggja á Kinnarstöðum í Reykhólasveit, Guðrún og Guðbjörg kvöddu báðar þennan heim árið 1988. Ungar lærðu eldri systurnar fatasaum á Ísafirði og unnu við matargerð í Reykjavík, en Ólína lauk kennaranámi frá Kennaraskóla Íslands. Meira
6. janúar 1996 | Minningargreinar | 170 orð

ÓLÍNA M. MAGNÚSDÓTTIR

ÓLÍNA M. MAGNÚSDÓTTIR Ólína Margrét Magnúsdóttir, kennari og bóndi, fæddist á Kinnarstöðum í Þorskafirði í Barðastrandarsýslu 1. apríl 1904. Hún lést á dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum 30. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Magnús bóndi á Kinnarstöðum (f. 6.9. 1862, d. 20.8. Meira
6. janúar 1996 | Minningargreinar | 629 orð

Ósk Guðrún Aradóttir

Þótt veraldartakturinn væri út og suður með óróa í öllum áttum, stríðsfréttir úr útlöndum, flóð og fjara í veiðum og vinnslu á heimaslóð eins og gengur og veðrabrigðin í næsta nágrenni sífelld, þá haggaðist aldrei tilveran hjá Guðrúnu og Páli í Þorlaugargerði vestra í Vestmannaeyjum. Meira
6. janúar 1996 | Minningargreinar | 32 orð

ÓSK GUÐRÚN ARADÓTTIR Ósk Guðrún Aradóttir fæddist á Móbergi í Langadal 27. september 1909. Hún lést á Hraunbúðum í

ÓSK GUÐRÚN ARADÓTTIR Ósk Guðrún Aradóttir fæddist á Móbergi í Langadal 27. september 1909. Hún lést á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 24. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Landakirkju 30. desember. Meira
6. janúar 1996 | Minningargreinar | 378 orð

Rósa Níelsdóttir

Rósa Níelsdóttir fluttist ung til Reykjavíkur og hélt í fyrstu heimili með Níelsi Hafstein syni sínum, Maríu systur sinni og Hafdísi Hönnu dóttur hennar. Síðustu æviárin dvaldi hún hjá okkur Níelsi og Haraldi ömmudrengnum sínum. Rósa starfaði á ýmsum stöðum, s.s. Meira
6. janúar 1996 | Minningargreinar | 24 orð

RÓSA NÍELSDÓTTIR Rósa Aðalheiður Níelsdóttir fæddist 18. ágúst 1920 í Stykkishólmi. Hún lést 29. desember síðastliðinn og fór

RÓSA NÍELSDÓTTIR Rósa Aðalheiður Níelsdóttir fæddist 18. ágúst 1920 í Stykkishólmi. Hún lést 29. desember síðastliðinn og fór útförin fram frá Hallgrímskirkju 5. janúar. Meira
6. janúar 1996 | Minningargreinar | 315 orð

Sigrún Magnúsdóttir

Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði,líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson) Það var þungt högg að fá fregnir af fráfalli Sigrúnar. Meira
6. janúar 1996 | Minningargreinar | 262 orð

Sigrún Magnúsdóttir

Eitt sinn skal hver deyja. Það er fátt sem við vitum er við fæðumst í þessa veröld, en eitt er víst að á endanum yfirgefum við hana. Við skiljum eftir misgóðar minningar og störf okkar eru sjálfsagt mis- mikilvæg fyrir hana veröld, en þeir sem okkur kynnast hljóta að líta til baka og dæma okkur eftir gjörðum okkar hér í heimi. Meira
6. janúar 1996 | Minningargreinar | 391 orð

Sigrún Magnúsdóttir

Það var í maí 1958, sem við hjónin stigum eitt af okkar gæfusporum í lífinu án þess þó að vita það þá. Að kaupa kjallaraíbúð í Nökkvavogi 22 og kynnast Sigrúnu Magnúsdóttur og Sigurði Halldórssyni sem áttu efri hæðina. Siggi og Sigrún áttu þá þegar fjögur börn og það fimmta á leiðinni. Við með mánaðargamla dóttur, nýbakaðir foreldrar, vissum auðvitað ekkert um okkar væntanlega sambýlisfólk. Meira
6. janúar 1996 | Minningargreinar | 27 orð

SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR Sigrún Magnúsdóttir var fædd á Háu-Þverá í Fljótshlíð 7. september 1923. Hún lést á heimili sínu 26.

SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR Sigrún Magnúsdóttir var fædd á Háu-Þverá í Fljótshlíð 7. september 1923. Hún lést á heimili sínu 26. desember. Minningarathöfn um Sigrúnu fór fram 29. desember. Meira
6. janúar 1996 | Minningargreinar | 704 orð

Þorbjörg Jónína Gestsdóttir

Í dag er til moldar borin móðursystir mín, Þorbjörg Jónína Gestsdóttir ­ eða Tobba, eins og hún var löngum kölluð. Hún kveður þennan heim háöldruð eða á 101. aldursári sínu. Lífshlaup hennar var því orðið langt og margt hafði á daga hennar drifið sem vænta má. Árin í kringum aldamótin voru mörgum Íslendingi örðug og ekki síst því fólki sem byggði nyrstu sveitir landsins. Meira
6. janúar 1996 | Minningargreinar | 185 orð

ÞORBJÖRG JÓNÍNA GESTSDÓTTIR

ÞORBJÖRG JÓNÍNA GESTSDÓTTIR Þorbjörg Jónína Gestsdóttir fæddist á Völlum í Þistilfirði hinn 12. nóvember 1895. Hún lést á dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn hinn 27. desember síðastliðinn. Meira
6. janúar 1996 | Minningargreinar | 284 orð

Þorvaldur Jónsson

Á gamlársdag þegar fólk bjó sig undir að kveðja gamla árið, kvaddi vinur okkar, Þorvaldur Jónsson, sína jarðnesku vist. Þegar ég rifja upp bernskuárin, kemur minningin um Þorvald skýr og björt í huga mér. Mannsins sem ávallt var á sínum stað, háttvís, hlýr og góður. Hvort sem það var á köldum vetri eða sólríkum sumardegi, var alltaf jafn yndislegt og gott að koma á Sunnuhvol. Meira
6. janúar 1996 | Minningargreinar | 426 orð

Þorvaldur Jónsson

Enginn getur búið sig undir það að missa ástvin. Dauðinn kemur vissulega stundum sem líkn og lausn þegar hans er beðið af þeim sem er saddur lífdaga. Eins getur hann höggvið af algeru miskunnarleysi. Þeir sem eftir standa eru alltaf jafn berskjaldaðir fyrir missinum og söknuðinum sem á eftir kemur, hinum ólíklegustu tilfinningum sem koma upp. Meira
6. janúar 1996 | Minningargreinar | 192 orð

ÞORVALDUR JÓNSSON

ÞORVALDUR JÓNSSON Þorvaldur Jónsson fæddist á Tanga í kauptúninu Búðum á Fáskrúðsfirði hinn 18. ágúst 1908. Hann lést í Reykjavík 31. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Davíðsson, verslunarstjóri og kona hans, Jóhanna Hólmfríður Kristjánsdóttir. Þorvaldur lætur eftir sig eiginkonu, Oddnýju A. Meira
6. janúar 1996 | Minningargreinar | 335 orð

(fyrirsögn vantar)

Okkur setti hljóða þegar sú sorgarfrétt barst að vinur okkar Bragi væri látinn. Á kveðjustundum leita minningarnar á hugann. Kynni okkar hófust er við byrjuðum búskap okkar öll um svipað leyti og áttum heima hlið við hlið. Bundumst við þá vinarböndum sem héldum óslitin síðan. Í fjölda ára leið varla sá dagur að við hittumst ekki. Meira

Viðskipti

6. janúar 1996 | Viðskiptafréttir | 400 orð

Framleiðir kvikmyndir með Paramount

HIÐ nýja kvikmyndafyrirtæki Sigurjóns Sighvatssonar í Los Angeles, Lakeshore, mun senda frá sér sína fyrstu kvikmynd næsta vor. Hér er um að ræða gamanmynd sem unnin er í samvinnu við Paramount pictures og annan þekktan framleiðanda, Lorn Michael. Áætlað er að hún kosti um 10 milljónir dollara í framleiðslu sem samsvarar um 650 milljónum króna. Meira
6. janúar 1996 | Viðskiptafréttir | 399 orð

Stjórnarformaður með í daglegum rekstri

JAFET Ólafsson hefur látið af störfum sem útvarpsstjóri Íslenska útvarpsfélagsins. Jafet óskaði eftir því við stjórn félagsins að hann yrði leystur frá störfum og á það var fallist á fundi stjórnar í gær. Meira
6. janúar 1996 | Viðskiptafréttir | 428 orð

Stjórnvöld eru að tala upp vexti

ÞÓRARINN V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Íslands, segir stjórnvöld í raun vera að tala vexti upp miðað við þær yfirlýsingar sem embættismenn fjármálaráðuneytisins og Seðlabankastjóri hafi gefið að undanförnu. Meira
6. janúar 1996 | Viðskiptafréttir | 367 orð

Þurfum frelsi til að viðhalda trausti

GUÐMUNDUR Hauksson, forstjóri Kaupþings og formaður Samtaka verðbréfafyrirtækja, segir að hlutabréfasjóðirnir þurfi frelsi til að viðhalda því trausti sem þeir hafi áunnið sér meðal almennings. Því yrði það mjög hæpið ef stjórnvöld færu inn á þá braut að ætla sjóðunum mjög þrönga fjárfestingarstefnu. Meira

Daglegt líf

6. janúar 1996 | Neytendur | 804 orð

Algengt er að afsláttur á útsölum nemi 30-40%

ÞAÐ var yfirleitt mikið að gera í þeim verslunum sem þegar voru byrjaðar með útsölur síðastliðinn fimmtudag en þá var farið og rölt milli búða. Ekki er hægt að segja að útsölur hafi almennt verið byrjaðar þá en margir verslunareigendur sögðust ætla að láta til skarar skríða um helgina eða í næstu viku. Meira
6. janúar 1996 | Neytendur | 199 orð

Steikt hrogn að hætti Rúnars

HROGNATÍMINN er framundan og nú þegar hafa hrogn sést í sumum fiskborðum. Í gær, föstudag, var kílóið af hrognum selt á 550 krónur hjá fiskbúðinni Vör og hjá Hagkaup kostaði það 498 krónur. En hvernig er best að meðhöndla og matreiða hrognin? Rúnar Marvinsson, veitingamaður á veitingastaðnum Við Tjörnina, var með svar á reiðum höndum. Meira
6. janúar 1996 | Neytendur | 169 orð

Villandi samanburður á parketi

SAMKEPPNISSTOFNUN hefur beint þeim tilmælum til fyrirtækisins Egils Árnasonar hf., sem selur Kährs- parket, að í auglýsingum á parketinu skuli framvegis koma skýrt fram að eingöngu sé verið að bera saman nýja Kährs-parketið og eldri gerðir sömu tegundar en ekki tegundir annarra framleiðenda. Meira

Fastir þættir

6. janúar 1996 | Dagbók | 2857 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 5. janúar til 11. janúar, að báðum dögum meðtöldum, er í Vesturbæjar Apóteki, Melhaga 20-22. Auk þess er Háaleitis Apótek, Háaleitisbraut 68, opið til kl. 22 þessa sömu daga. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
6. janúar 1996 | Í dag | 99 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Á morgun, su

Árnað heilla ÁRA afmæli. Á morgun, sunnudaginn 7. janúar, verður sjötíu og fimm ára frú Sigurveig Þóra Kristmannsdóttir, áður til heimilis í Háagerði 83, Reykjavík, nú til heimilis á hjúkrunarheimilinu Eir. Sigurveig tekur á móti gestum á afmælisdaginn í Sjálfstæðishúsinu á Seltjarnarnesi, Austurströnd 3, milli kl. Meira
6. janúar 1996 | Fastir þættir | 571 orð

BREGÐUM BLYSUM Á LOFT

SÍÐASTI dagur jóla er runninn upp og af því tilefni bregða Íslendingar blysum á loft samkvæmt gamalli hefð, með tilheyrandi álfadansi og álfabrennum, enda var þetta hér í eina tíð kallað að "brenna út jólin". Norðlendingar kölluðu reyndar tilstandið að "rota jólin", þótt óljóst sé hvernig það orðatiltæki er hugsað. Meira
6. janúar 1996 | Fastir þættir | 505 orð

Guðspjall dagsins: Jesús tólf ára. Lúk. 2, 41-52.

Guðspjall dagsins: Jesús tólf ára. Lúk. 2, 41-52. »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sveinn Valgeirsson, cand theol, prédikar. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Meira
6. janúar 1996 | Fastir þættir | 936 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 830. þáttur

830. þáttur ÞÓRÐUR Örn Sigurðsson skrifar mér enn svo kröftugt og kjarnmikið bréf, að ég leyfi mér að birta það allt með bestu þökkum og athugasemdalaust: "Kæri Gísli. Stundum þegar yfir mig gengur hugsa ég með mér að réttast sé nú að skrifa þér og brýna þig til að "slá Filisteana". En svo líður þetta frá og ég gleymi tilefninu. Meira
6. janúar 1996 | Fastir þættir | 646 orð

Líkamsþjálfun aldraðra skilar árangri

ÁHRIF og nauðsyn líkamsþjálfunar fyrir aldraða hafa ekki verið mikið í sviðsljósinu, en samt er þetta hópur sem nær mjög góðum árangri með reglubundinni líkamsþjálfun. Í þessari grein fjöllum við um þjálfun aldraðra. Meira
6. janúar 1996 | Fastir þættir | 784 orð

Ó, ÞÚ MJÓI ÁLFAKROPPUR!

HOLDAFAR og þyngd ákvarðast af erfðafræðilegri forskrift sem erfitt getur reynst að breyta án þess að meint verði af. Bandaríski sálfræðingurinn William Sheldon (1899-1977) skipti líkamsgerð einstaklings í þrennt, ectomorph, endomorph og mesomorph, sem þýtt hefur verið rengluvaxinn, riðvaxinn og kraftavaxinn á íslensku. Meira
6. janúar 1996 | Dagbók | 260 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gær fór Vilhelm Egede

Reykjavíkurhöfn: Í gær fór Vilhelm Egede og Rasmine Mærsk. Skógarfoss fór í gær. Rússneski togarinn Bilibiza er væntanlegur í dag. Brúarfoss og Reykjafoss eru væntanlegir á morgun, sunnudag. Bjarni Sæmundsson og Kyndill fara á mánudag. Meira
6. janúar 1996 | Fastir þættir | 908 orð

Skemmtanaguðinn dýrkaður

Á HVERJU ári keppist hópur manna og kvenna um að skemmta okkur hinum með leik sínum og söng. Árið 1995 var þar engin undantekning. Settir voru upp söngleikir, haldnar voru útihátíðir, tónlistarhátíðir og tískusýningar. Ljósmyndarar Morgunblaðsins mættu á flesta þessa atburði, en tekið skal fram að ekki er um tæmandi yfirlit að ræða, enda væri slíkt yfirlit efni í heilt blað. Meira
6. janúar 1996 | Í dag | 173 orð

Tapað/fundið Gleraugu töpuðust GRÁ göngugleraugu

GRÁ göngugleraugu af gerðinni Olivers People töpuðust í miðbæ Reykjavíkur á gamlárskvöld. Finnandi er beðinn að hringja í síma 562-4579 eða símboða 846-4260. Fundarlaun. Bíllykill tapaðist STAKUR bíllykill merktur Renault tapaðist, líklega á Laugaveginum, á Þorláksmessu. Finnandi vinsamlega hringi í síma 553-0447. Úr töpuðust TVÖ ÚR töpuðust. Meira
6. janúar 1996 | Fastir þættir | 183 orð

Tilstandið okkur til heiðurs

"TILSTANDIÐ á þrettándanum setti alltaf skemmtilegan svip á afmælisdaginn og þegar við vorum yngri höfum við sjálfsagt haldið að þetta væri allt gert okkur til heiðurs," sögðu tvíburabræðurnir Sigursteinn og Þór Mýrdal, sem eru fertugir í dag. Meira
6. janúar 1996 | Í dag | 387 orð

UNNAR Birgisson, formaður stjórnar Lánasjóðs íslenzkra

UNNAR Birgisson, formaður stjórnar Lánasjóðs íslenzkra námsmanna, hefur sent Víkverja eftirfarandi í tilefni skrifa hans 30. desember: "Í pistli Víkverja í Morgunblaðinu 30. desember sl. er vikið að því að reglur Lánasjóðs íslenzkra námsmanna geri mönnum erfitt fyrir að sækja nám til útlanda. Í því sambandi segir orðrétt: "... Meira
6. janúar 1996 | Fastir þættir | 577 orð

Vatn og brauð

ALLTAF hafa Íslendingar gert vel við sig í mat og drykk um jólin, jafnvel í örbirgð og fátækt var vel skammtað. Á nýársdag bauð ég allri fjölskyldunni í léttan hádegisverð upp úr hádegi, sem var kjúklingagrænmetisréttur með hrísgrjónum og grilluðum pörtum. Meira
6. janúar 1996 | Dagbók | 246 orð

Yfirlit: Um

Yfirlit: Um 700 km suður af Reykjanesi er 965 mb lægð sem þokast vestur. Langt suður í hafi er víðáttumikil 945 mb lægð sem hreyfist austnorðaustur í stefnu á Írland. Spá: Á morgun verður austan og suðaustan kaldi eða stinningskaldi, en allhvasst við suðurströndina. Meira
6. janúar 1996 | Dagbók | 73 orð

(fyrirsögn vantar)

6. JAN. Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólris Sól í hád. Sólset Tungl í suðri Meira

Íþróttir

6. janúar 1996 | Íþróttir | 59 orð

1. deild karla: Stjarnan - KFÍ79:80 Reynir - Selfoss77:75 1. deild kvenna: ÍA - Grindavík55:85 Körkuknattleikur NBA-deildin

1. deild karla: Stjarnan - KFÍ79:80 Reynir - Selfoss77:75 1. deild kvenna: ÍA - Grindavík55:85 Körkuknattleikur NBA-deildin Meira
6. janúar 1996 | Íþróttir | 87 orð

1. deild kvenna FH - ÍBA23:16 Díana Guðjónsdóttir skoraði 11 mörk fyrir FH og var markahæst. Sólveig Sigmarsdóttir og Valdís

1. deild kvenna FH - ÍBA23:16 Díana Guðjónsdóttir skoraði 11 mörk fyrir FH og var markahæst. Sólveig Sigmarsdóttir og Valdís Hallgrímsdóttir gerðu fjögur mörk hvor fyrir ÍBA. 2. deild karla Meira
6. janúar 1996 | Íþróttir | 661 orð

Er búinn að fá nóg

Vilhelm Þorsteinsson, skíðamaður frá Akureyri, hefur dregið sig út úr skíðalandsliðinu og hann sagðist í samtali við Morgunblaðið vera að mestu hættur keppni á skíðum. Hann hefur verið í fremstu röð undanfarin ár og nokkru sinnum orðið Íslandsmeistari. Meira
6. janúar 1996 | Íþróttir | 190 orð

Ertl ósigrandi í stórsvigi

Martina Ertl frá Þýskalandi sigraði í þriðja stórsvigi heimsbikarsins á þessu keppnistímabili í Maribor í Slóveníu í gær. Hún tók þar með forystu í stigakeppninni. Ítalski ólympíumeistarinn Deborah Compagnoni varð í öðru sæti, en þetta var fyrsta mótið hennar frá því hún meiddist í mars í fyrra. Meira
6. janúar 1996 | Íþróttir | 301 orð

Eyjapeyjar voru flengdir af FH-ingum á heimavelli

Eyjamenn töpuðu öðrum heimaleik sínum á tveimur sólarhringum í gærkvöldi. Að þessu sinni voru það leikmenn FH sem hirtu af þeim stig og gerðu reyndar gott betur því þeir beinlínis flengdu heimamenn sem sáu aldrei glætu í síðari hálfleik. Lokatölur 33:24 fyrir FH. Meira
6. janúar 1996 | Íþróttir | 177 orð

Handknattleikur

1. deild karla Laugardagur: Strandgata:Haukar - Valur16.30 Sunnudagur: Ásgarður:Stjarnan - Selfoss20 KA-heimili:KA - KR20 Selt'nes:Grótta - ÍR20 Varmá:UMFA - Víkingur20 2. deild karla Meira
6. janúar 1996 | Íþróttir | 217 orð

Ian Rush stefnir á met aldarinnar

IAN Rush, miðherji Liverpool, sem var heiðraður af Bretadrottningu um áramótin, á möguleika á að setja met í dag. Rush hefur gert 41 mark í Ensku bikarkeppninni eins og Denis Law og eru þeir markakóngar keppninnar á öldinni en Henry Cursham hjá Notts County gerði 48 mörk í sömu keppni á síðustu öld. Rush leikur með Liverpool á Anfield í dag þegar Liverpool tekur á móti 3. Meira
6. janúar 1996 | Íþróttir | 155 orð

ÍBV - FH24:33

Vestmannaeyjar: Íslandsmótið í hanknattleik, 1. deild karla, 12. umferð, föstudaginn 5. janúar. Gangur leiksins: 2:3, 3:6, 7:7, 9:11, 9:14 12:16, 14:18, 15:21, 17:23, 18:28, 22:30, 24:33. Meira
6. janúar 1996 | Íþróttir | 115 orð

ÍR - Njarðvík Íþróttahúsið í Seljaskóla, úrvalsdeildin í k

Íþróttahúsið í Seljaskóla, úrvalsdeildin í körfuknattleik, 21. umferð föstudaginn 5. janúar. Gangur leiksins: 3:0, 3:4, 15:6, 24:17, 29:29, 35:33, 41:33, 44:37, 46:41, 52:43, 54:51, 54:64, 56:71, 63:75, 68:76, 68:80. Meira
6. janúar 1996 | Íþróttir | 120 orð

ÍSLENSKA

ÍSLENSKA ungmennalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 17 ára og yngri fékk háttvísisverðlaunin að lokinni þátttöku móti í Ísrael er lauk í fyrradag. ÍSLENSKA tapaði síðasta leik sínum í mótinu er leikið var gegn heimamönnum. Lokatölur 3:0. Meira
6. janúar 1996 | Íþróttir | 41 orð

Íþróttaskóli barnanna

Íþróttaskóli barnanna í Kaplakrika byrjar aftur í dag, 6. janúar. Skólinn er á laugardögum frá kl. 9.30 fyrir 3ja og 4ra ára og kl. 10.30 fyrir 5 og 6 ára. Innritun er hafin og nánari upplýsingar veittar í Sjónarhóli, Kaplakrika. Meira
6. janúar 1996 | Íþróttir | 490 orð

Jordan með 27 stig í 27. sigrinum

MICHAEL Jordan fór fyrir sínum mönnum og gerði 27 stig í tuttugusta og sjöunda sigurleik liðsins í vetur er það heimsótti Charlotte Hornets í fyrrakvöld. Lokatölur 117:93 og ekkert lát virðist vera á velgengni Bulls á keppnistímabilinu og liðið hefur aðeins tapað þremur viðureignum. Þeir byrjuðu leikinn með hvelli og komust snemma í 19:4 og leikmenn Hornets sáu aldrei til sólar. Meira
6. janúar 1996 | Íþróttir | 449 orð

Kjus bestur en Von Gr¨unigen tekjuhæstur

Svissneski skíðakappinn Michael Von Gr¨unigen hefur þénað 5,4 milljónir króna í verðlaunafé það sem af er heimsbikarkeppninni í alpagreinum. Peningaverðlaun eru í boði fyrir efstu sætin í hverju heimsbikarmóti og enn eru eftir um 30 milljónir í pottinum. Meira
6. janúar 1996 | Íþróttir | 401 orð

Kúvending í Seljaskóla

EFTIR öfluga byrjun ÍR-manna í Seljaskóla í gærkvöldi gegn Íslandsmeisturunum frá Njarðvík, sneru gestirnir við blaðinu og á sex mínútna kafla breyttist staðan úr 52:43 í 56:71. Úrslit urðu 68:80. Leikurinn var skemmtilegur, meðal annars 6 skot varin og 21 bolti tapaðist. Meira
6. janúar 1996 | Íþróttir | 368 orð

Loforð Atlanta stóðust ekki og gífurleg vonbrigði

Því miður hefur komið í ljós að loforð það sem við fengum frá eiganda Atlanta eru orðin tóm og eins og nærri má geta eru það okkur gífurleg vonbrigði," sagði Jóhann Guðjónsson, formaður handknattleiksdeildar UMFA, í samtali við Morgunblaðið. Meira
6. janúar 1996 | Íþróttir | 136 orð

Mark Messier skráir enn nafnið í söguna

MARK Messier, fyrirliði New York Rangers, heldur áfram að setja mark sitt á NHL-deildina í íshokkí. Fyrr á tímabilinu rauf hann 500 marka múrinn og í vikunni fór hann upp fyrir Bryan Trottier, fyrrum leikmann New York Islanders, á markalistanum þegar hann gerði tvö mörk og átti eina stoðsendingu í 7:4 sigri New York Rangers gegn Montreal. Meira
6. janúar 1996 | Íþróttir | 89 orð

Skíðastökk Heimsbikarinn Innsbruck:

Heimsbikarinn Innsbruck: 1. Andreas Goldberger (Austurr.)238.8 (fyrra stökk 111,5 - síðara stökk 109,5)2. Jens Weissflog (Þýskal.)230.9 (110.0, 108.0)3. Hiroya Saito (Japan)229.5 (103.0, 117.0)4. Jinya Nishikata (Japan)228.8 (108.0, 108. Meira
6. janúar 1996 | Íþróttir | 81 orð

Skíði

Heimsbikarinn Maribor, Slóveníu: Stórsvig kvenna: 1. Martina Ertl (Þýskal.) 2:18.23 (Fyrri umferð 1:10.48/síarði 1:07.75)2. Deborah Compagnoni (Ítalíu) 2:18.55 (1:10.04/1:08.51)3. Katja Seizinger (Þýskal.) 2:18.90 (1:10.54/1:08.36)4. Meira
6. janúar 1996 | Íþróttir | 31 orð

Skotfimi

Áramót Skotfélags Reykjavíkur í Leirskífuskotfimi var haldið á skotvelli félagsins í Leirdal 31. desember. Helstu úrslit: Einar Páll Garðarson, SR88 (22-22-24-20) Ævar L. Sveinsson, SR78 (22-17-19-20) Alfreð Karl Alfreðsson, SR77 (18-18-19-22). Meira
6. janúar 1996 | Íþróttir | 60 orð

Tekjuhæstir

Hér á eftir fer listi yfir efstu karla og konur á peningalistanum íheimsbikarnum. Upphæðir í íslenskum krónum. Karlar: 5,4 milljMichael von Gr¨unigen, Sviss 5,3 milljHans Knaus, Austurríki 4,4 milljLasse Kjus, Noregi 3,2 milljAlberto Tomba, Ítalíu 2,8 milljLuc Alphand, Meira
6. janúar 1996 | Íþróttir | 119 orð

Tvö Íslandsmet öldunga

Kraftakarlarnir Víkingur Traustason og Flosi Jónsson settu báðir Íslandsmet öldunga á Akureyrarmótinu í bekkpressu, sem fram fór í Jötunheimum á gamlársdag. Alls tóku um 20 kraftlyftingamenn þátt í mótinu og svo virðist sem áhugi fyrir íþróttinni sé að aukast á ný á Akureyri og þá sérstaklega hjá þeim yngri. Víkingur setti Íslandsmet í plús 125 kg flokki og lyfti 230 kg. Meira
6. janúar 1996 | Íþróttir | 321 orð

Viljum gera íþróttastarfið enn sýnilegra

"ÉG TEK við mjög góðu búi af Sigurði Magnússyni en hef haft góðan tíma til að setja mig inn í málin og á von á einhverjum breytingum sem koma hreyfingunni vonandi til góða," sagði Stefán Konráðsson við Morgunblaðið aðspurður um hugsanlegar breytingar hjá Íþróttasambandi Íslands í kjölfar framkvæmdastjóraskiptanna hjá ÍSÍ. Meira
6. janúar 1996 | Íþróttir | 160 orð

(fyrirsögn vantar)

» Íþróttamenn ársins hjá sérsamböndunum verðlaunaðirÍÞRÓTTASAMBAND Íslands og Fróði hf., sem m.a. gefur út Íþróttablaðið, verðlaunuðu í fyrrakvöld íþróttamenn ársins hjá sérsamböndunum. Þetta var í 23. skipti sem staðiðer að útnefningunni hjá hverju sérsambandi með þessum hætti, en allir verðlaunahafar fengu eignarbikar. Meira
6. janúar 1996 | Íþróttir | 412 orð

(fyrirsögn vantar)

ELSA Nielsen úr TBR er badmintonmaður ársins. Hún var jafnbest í öllum mótum heima og erlendis. ELVA Rut Helgadóttir úr HK er blakmaður ársins. Hún var valin besti leikmaður Íslandsmótsins 1995. GUÐMUNDUR E. Meira

Úr verinu

6. janúar 1996 | Úr verinu | 197 orð

Höfðavík seld til Húsavíkur

UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur um kaup Langaness hf. á Húsavík á skipinu Höfðavík AK-200 frá Krossvík hf. á Akranesi. Kaupverð fæst ekki uppgefið, en samkvæmt samningnum á skipið að afhendast 15. mars. "Skipið var ekki selt með aflaheimildum," segir Bjarni Aðalgeirsson, útgerðarstjóri Langaness hf. Meira
6. janúar 1996 | Úr verinu | 357 orð

Loðnan óvenju sunnarlega miðað við árstíma

"ÞAÐ ER að sjálfsögðu rétt þannig lagað að loðnan er óvenju sunnarlega miðað við árstíma," segir Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni, um frétt Morgunblaðsins af því að loðna hefði veiðst austan við Hvalbak í fyrradag. Meira

Lesbók

6. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1122 orð

Áfengi og menning

Menning er hvaðeina sem við tökum okkur fyrir hendur og allt sem eftir okkur liggur ber vitni um menninguna eins og hún er á þeim tíma. Samt sem áður er sífellt verið að reyna að troða menningarhugtakinu í alltof þröngan ramma og þar er einungis átt við það sem gert er á sviði lista. Að sjálfsöðgu eru listir veigamikill þáttur í því víravirki sem menning einnar þjóðar er. Meira
6. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 94 orð

djúpið

ég kom til hafsins huggun til að fá hlustaði á djúpsins þunga nið mér fannst um stund þú stæðir mér við hlið það stirndi í sálu minni mynd þína á mín fíkn var dýpsta holdsins hættuþrá ég hrópaði; ó, Meira
6. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1157 orð

Ég læt frá mér leyndarmálin Kaffe Fassett er einn þekktastiprjónahönnuður heims um þessar mundir.Í dag verður opnuð sýning á

SÝNINGIN er heimur fullur af litlum "innsetningum" sem skapa sérstök og framandi andartök oft á tíðum. Útsaums- og prjónastykkjum er stillt upp ásamt skyldum hlutum sem hafa samsvarandi litatóna eða mynstur hvort sem verkin eru unnin beint frá viðkomandi hlut eða hann er sýndur með vegna skyldleika í lit, formi eða öðru. Meira
6. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1453 orð

FJÖLSKYLDAN Á LITLUSTRÖND

ÞAÐ hefur talast svo til að ég rifjaði hér upp með viðstöddum hverjum hér er verið að reisa bautasteina þar sem nokkuð langt er umliðið síðan sumir þeirra hurfu af þessum vettvangi. Mér er þetta ljúft þar sem hér á hlut að máli heimilisfólkið á Litluströnd sem svo var nátengt mínu bernskuheimili að það taldist naumast að fara af bæ þó þangað væri skroppið. Meira
6. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 82 orð

Fyrir þig

Eitt sinn var líf mitt svarthvítt sjónvarpog á góðum degi kom stundum smá skerpa í grátónanaen ekki meira en það svo komst þú Núna er lífið 40 tommur í lit og þrívídd fuglarnir syngja í víðómi. Höfundurinn er ungt ljóðskáld í Reykjavík, sem nýlega gaf út ljóðabókina "Ljóðasmygl og skáldarán" og er ljóðið úr henni. Meira
6. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 107 orð

Hans og Gréta í Íslensku óperunni

ÍSLENSKA óperan frumsýnir laugardaginn 13. janúar ævintýraleikinn Hans og Gréta eftir Adeilheid Wette við tónlist Engilberts Humperdinck. Leikgerð og útsetningu annaðist Björn Monberg en íslenska þýðingu gerði Þorsteinn Gylfason. Leikstjórn er í höndum Halldórs E. Laxness, dansstjóri er David Greenall og hljómsveitarstjóri er Garðar Cortes. Meira
6. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 186 orð

Heimurinn og ég

Þess minnist ég, að mér og þessum heimi kom misjafnlega saman fyrr á dögum. Og beggja mál var blandið seyrnum keimi, því báðir vissu margt af annars högum. Svo henti lítið atvik einu sinni, sem okkur, þessa gömlu fjandmenn, sætti: og ljóshært barn, sem lék í návist minni, var leitt á brott með voveiflegum hætti. Meira
6. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 3924 orð

Héðinsfjörður og Hvanndalir ­ og gönguferð þangað 1994

FYRIR tveimur árum kom upp sú tillaga í hafnfirska gönguklúbbnum Ganglerum þar sem ég er félagi að fara gönguferð til Héðinsfjarðar og dvelja þar í nokkra daga. Gönguklúbburinn hefur það á stefnuskrá sinni að fara alltaf eina ferð á sumri í óbyggðir eða þar sem byggð hefur áður verið en er nú komin í eyði. Meira
6. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2933 orð

Konungsríkið í sólinni

"Italien ohne Sizilien macht gar kein Bild in der Seele: hier ist der Schl¨ussel zu allem"Ekki er hægt að ímynda sér Ítalíu án Sikileyjar: hér er að finna lykilinn að öllu saman Goethe í Palermo í apríl 1787 úr Ítölsku reisubókinni (Italienische Reise) Sikiley sem áður nefndist Grikkland hið mikla, "Magna Graecia", Meira
6. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2091 orð

Landsvinur í æð

Skilgreiningu hugtaksins "Íslandsvinur" má leggja út á margan veg, en fáa hef ég vitað þá einlægari en þýska listamanninn Rudolf Weissauer, er hvarf til feðra sinna síðasta dag maímánaðar á nýliðnu ári. Meira
6. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 3043 orð

Lesbok nr. 77,7

Lesbok nr. 77,7 Meira
6. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 660 orð

Með glæsilegri sveiflu Finnski píanóleikarinn Olli Mustonenvelkist ekki í vafa um eigið ágæti þó að mörgum þyki sem líkaminn

MENN eru ekki á eitt sáttir um ágæti finnska einleikarans Olli Mustonen. Hann er einn þeirra píanóleikara sem flytja tónlistina með líkamanum öllum, hendurnar lyftast hátt frá nótnaborðinu, fæturnir slengjast til og frá, líkaminn allur virðist dansa til og frá. Þessi mikla hreyfing truflar marga, svo og óreglulegur takturinn. Meira
6. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 681 orð

Sunnudagur

Timbraður maður gengur álútur út í skjannabjartan morguninn, hann er í dansskrúðanum frá kvöldinu áður og hættur að berja sér á brjóst yfir svona uppákomum vegna þess að um hverja helgi endurtók þessi saga sig, einhvers staðar vaknaði hann í ókunnu húsi hjá ókunnri konu og fann útgönguleið. Konan er á baðinu að reyna að þvo af sér meikið frá kvöldinu áður. Meira
6. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 324 orð

Uppreisn á safn

ÞEIR áttu eitt sinn vart til hnífs og skeiðar, voru kallaðir klessumálarar, uppreisnarseggir og jafnvel taldir geðsjúkir. En tímarnir breytast, verk þeirra öðluðust virðingu, hækkuðu í verði og nú, tæpri hálfri öld síðar, hefur verið byggt safn sem hýsir verk þeirra og er tileinkað þeim. Meira
6. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 685 orð

Verdiverkum fjölgar

ÞEIR sem nú leggja drög að tónleikahaldi í tilefni hundrað ára ártíðar Giuseppes Verdis árið 2001, ættu að gera ráð fyrir viðbótum við efnisskrána. Á nýliðnu ári fundust nokkur áður óþekkt verk eftir tónskáldið og eitt er nú til rannsóknar þar sem talið er að það sé eftir Verdi, að því er segir í The European. Meira
6. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 597 orð

Vísa Látra-Bjargar

Ivísnasafni föður míns er miði með þessum orðum: "Róðu betur, kær minn karl, kenndu ekki í brjósti um sjóinn. Hafðu þyngra herðafall, hann er á norðan gróinn. (Skv. Bjarna Magnússyni í Engey.)" Bjarni var seinni maður Ragnhildar Ólafsdóttur langömmu minnar. Hann var skútuskipstjóri í Engey. Meira
6. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 281 orð

yrkja, format 95,7UM HELGINA

yrkja, format 95,7UM HELGINAMENNING/LISTIR Meira
6. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 144 orð

Þegar stórt er spurt

Veröld líttu þér nær. Sástu ekki rándýrið nálgast? Sástu ekki þegar slokknaði á hamingjunni? Sástu ekki þegar barnssálin flaug út um gluggann? Sástu ekki hvernig vonleysið varð að samþykki? Ég er síðri en þau hvíslaði dúnlétt hugmynd sem lá eins og ok á ávölum herðum barnsins sem hafði lifað í hundrað ár. Meira
6. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 586 orð

Þýðingar ogorðabækur

ÞEGAR maðurinn losnar úr álögum dýrheima, hvatalífs og málleysis og öðlast sjálfsvitund og mál, þá hefst menningarsagan..." Orpheus with his Myths: Claude Levi-Strauss ­ George Steiner. Á þeim árþúsundum sem liðin eru hafa mótast þúsundir tungumála - sem nú eru talin vera þrjú til fjögur þúsund. Meira
6. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 783 orð

Ævintýri eru fyrir þá sem óttast Svetlana Makarovic heitir slóvensk skáldkona sem dvalið hefur hér á landi við að kynna sér

ÖLL LIST byggist á fjarlægð. Ef skáld finnur til má það ekki lýsa sársaukanum strax vegna þess að það hefur ekki fullkomna stjórn á sér, tilfinningum sínum, orðum sínum. Skáldið verður að hafa þolinmæði. Það verður að geta þagað, þagað þar til sársaukinn er farinn en þá er rétti tíminn til að lýsa honum. Þá og aðeins þá munu lesendur skynja sársaukann í skáldskap þess. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.