Greinar þriðjudaginn 9. janúar 1996

Forsíða

9. janúar 1996 | Forsíða | 49 orð

Annir við snjómokstur í New York

Reuter Annir við snjómokstur í New York GÍFURLEGT fannfergi hefur verið í norðaustanverðum Bandaríkjum frá því á laugardag og víða hafa úrkomumet verið slegin. Miklar annir voru hjá snjóruðningsmönnum í New York en á myndinni, sem tekin var á Times-torginu í gær, ryðja fjórir plógar í halarófu. Meira
9. janúar 1996 | Forsíða | 399 orð

Antonov-flutningavélin talin hafa verið ofhlaðin

FLUTNINGAVÉL af rússneskri gerð hrapaði á fjölfarinn markað í Kinshasa, höfuðborg Afríkuríkisins Zaire, í gær og er talið að yfir 250 manns hafi farist. Í áhöfn voru sex manns, þar af fjórir Rússar, og slasaðist einn þeirra lítillega, að sögn yfirvalda en Úkraínumanns og Zairemanns er saknað. Líklegt er talið að vélin hafi verið ofhlaðin. Meira
9. janúar 1996 | Forsíða | 80 orð

Bandaríkjaher til Golanhæða?

BANDARÍKJASTJÓRN tilkynnti í gær, að hún væri tilbúin til að gæta friðar milli Sýrlands og Ísraels með því að láta bandarískt herlið annast eftirlit á Golanhæðum. William Perry, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði eftir fund með Shimon Peres, forsætisráðherra Ísraels, í Jerúsalem í gær, Meira
9. janúar 1996 | Forsíða | 329 orð

Leiðtogar hylla minningu Mitterrands

ÞJÓÐARLEIÐTOGAR og talsmenn sósíalistaflokka um allan heim minntust í gær Francois Mitterrands, fyrrverandi Frakklandsforseta, er lést í gærmorgun í París, 79 ára að aldri. Helmut Kohl Þýskalandskanslari sagði Evrópu hafa misst mikinn stjórnmálaleiðtoga og föðurlandsvin. Meira
9. janúar 1996 | Forsíða | 91 orð

Lottóæði dregur úr verslun

ÓTTAST er, að gífurleg sala lottómiða í Bretlandi í síðustu viku muni segja til sín í nokkrum samdrætti í almennri verslun í þessum mánuði. Samdrátturinn gæti aftur á móti aukið líkur á nýrri vaxtalækkun í landinu. Meira

Fréttir

9. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 230 orð

15 þúsund jólatrjám safnað í fyrra

REYKVÍKINGAR þurftu að hafa snör handtök og taka niður jólatré í húsakynnum sínum að lokinni jólahátíðinni. Ingi Arason, yfirmaður hreinsunardeildar gatnamálastjóra, segist vona að búið verði að hirða flest jólatrjánna í kvöld. Úr jólatrjánum er gerður jarðvegsbætir eða svokölluð molta. Í fyrra voru hirt 15.000 jólatré. Meira
9. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 149 orð

24 tilboð í hringveginn á Fjöllum

ALLS sendu 24 verktakar inn tilboð í lagningu hringvegarins frá Jökulsá á Fjöllum í Víðidal. Lægsta tilboð reyndist vera 77,4 milljónir kr. og var frá Stefáni Gunnarssyni á Djúpavogi en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðaði upp á tæpar 162 milljónir kr. Lægsta tilboð er því innan við 48% af kostnaðaráætlun. Meira
9. janúar 1996 | Landsbyggðin | 130 orð

52 útköll

ÚTKÖLL slökkviliðsins á Selfossi voru samtals 52 á árinu 1995 sem er sex útköllum meira en var árið áður. 15 sinnum fóru slökkviliðsmenn á kreik vegna bruna í byggingum, 9 sinnum vegna gróðurbruna og íkveikju í rusli og einu sinni vegna bruna í bifreið. Í 27 útköllum var ekki um bruna að ræða og þar af voru 7 útköll þar sem beðið var um aðstoð vegna umferðaróhappa og beðið um björgunarbúnað. Meira
9. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 137 orð

65 stúdentar brautskráðir frá MH

SEXTÍU og fimm stúdentar, 42 konur og 23 karlar, brautskráðust frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 21. desember sl. Af þessum nemendum voru 42 skráðir í dagskóla og 23 í öldungadeild. Í ræðu sinni nefndi rektor, Örnólfur Thorlacius, nokkra áfanga í sögu skólans sem verður þrjátíu ára næsta haust. Meira
9. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 167 orð

Aðalskrifstofurnar hérlendis

ANDRÉS Pétur Rúnarsson var kosinn framkvæmdastjóri Evrópusamtaka ungra íhaldsmanna á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í Danmörku í desember sl. Jón Kristinn Snæhólm var endurkjörinn varaformaður. Meira
9. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 112 orð

Alfa-námskeið Biblíuskólans

BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg heldur svonefnt Alfa-námskeið nú á næstum vikum. Námskeiðið er nefnt eftir fyrsta bókstaf gríska stafrófsins og er ætlunin að fjalla um grundvallaratriði kristinnar trúar á námskeiðinu. Meira
9. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 360 orð

Allt að 200 stunda sjónvarpsefni

ÓFORMLEGAR þreifingar hafa verið á milli Sjónvarpsins og Stöðvar 2 um að síðarnefnda stöðin sýni hluta af dagskrá frá Ólympíuleikunum í Atlanta gegn hlutdeild í kostnaði. Sjónvarpið hefur einkarétt á útsendingunum frá Atlanta gegnum aðild sína að EBU (Sambandi evrópskra útvarpsstöðva). Meira
9. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 87 orð

Alvarlegar ásakanir

ZHANG Shuyun, læknir, sem vann á kínversku munaðarleysingjahæli í fimm ár, hefur sakað yfirvöld í Kína um að leyna dauða þúsunda barna, sem hafi verið bundin við rúmin, gefin róandi lyf og látin deyja. Ásakanir hennar og aðrar upplýsingar um sama efni koma fram í skýrslu frá mannréttindasamtökunum "Human Rights Watch" og hafa vakið hörð mótmæli í Kína. Meira
9. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 296 orð

Andreas Trappe gengur í Hörð

ÞÝSKI hestamaðurinn góðkunni, Andreas Trappe, hefur fengið inngöngu í hestamannafélagið Hörð í Kjósarsýslu. Andreas hefur margsinnis orðið heimsmeistari á heimsmeistaramótum á íslenskum hestum og er tvímælalaust í fremstu röð reiðmanna sem fást við íslenska hesta. Meira
9. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 212 orð

Banaslys á Miklubraut

17 ÁRA gamall piltur lést eftir árekstur tveggja bíla á Miklubraut um kl. 1, aðfaranótt sl. sunnudags. Tildrög slyssins voru þau, að sögn lögreglu, að ökumenn bílanna reyndu með sér í hraðakstri frá gatnamótum Kringlumýrarbrautar vestur Miklubraut. Meira
9. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 123 orð

Barninu líður vel

LÍÐAN ungbarnsins, sem flutt var frá Neskaupstað með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur aðfaranótt sl. laugardags, er góð, að sögn lækna á Landspítala. Læknar í Neskaupstað ákváðu að senda barnið, sem er drengur, suður aðeins þremur tímum eftir að það fæddist. Meira
9. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 91 orð

Bondbíllinn afhentur

ÁSRÚN Karlsdóttir í Reykjavík hreppti Bondbílinn svonefnda, BMW 316i, að verðmæti 2,5 milljónir króna og fékk hann afhentan í gær. Það voru útvarpsstöðin FM 957, Sambíóin og Háskólabíó sem stóðu fyrir James Bond-leiknum í tengslum við frumsýningu nýjustu Bond myndarinnar, Gullauga. Að sögn Hafþórs Sveinjónssonar markaðsfulltrúa var mikil þátttaka í leiknum. Meira
9. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 222 orð

Bretar illa að sér um Evrópusambandið

MEIRIHLUTI Breta er illa að sér um Evrópusambandið, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar, sem gerðar voru opinberar í gær. Í könnuninni, sem Gallup-fyrirtækið gerði fyrir brezku Evrópuhreyfinguna, sögðust 56% svarenda vera illa eða mjög illa að sér um starfsemi Evrópusambandsins. Aðeins 8% sögðust vera vel eða mjög vel að sér og afgangurinn sagðist vera þarna á milli. Meira
9. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 330 orð

Burmastjórn semur frið við fíkniefnabaróninn

STJÓRNVÖLD í Burma hafa samið frið við fíkniefnabaróninn Khun Sa og skáluðu fyrir samningnum í höfuðstöðvum hans uppi í fjöllunum á sunnudag. Var það haft eftir einum aðstoðarmanna hans. Bandaríkjastjórn hefur sett 130 milljónir ísl. kr. til höfuðs Khun Sa og krefst þess, að Burmastjórn framselji hann til Bandaríkjanna. Meira
9. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 89 orð

Daði gefi sig fram

LÖGREGLAN í Reykjavík fer þess á leit við vitni að árekstri að gefa sig fram. Áreksturinn varð föstudaginn 29. desember, á Hringbraut austan Birkimels, tilkynntur til lögreglu kl. 14.40. Saman lentu fólksbifreið af Suzuki-gerð, JM-963, sem var ekið af Birkimel inn á Hringbraut til austurs, og fólksbifreið af Nissan-gerð, RK-140, sem var ekið austur Hringbraut. Meira
9. janúar 1996 | Smáfréttir | 138 orð

DANSSMIÐJA Hermanns Ragnars stendur fyrir kynningu á starfsemi

DANSSMIÐJA Hermanns Ragnars stendur fyrir kynningu á starfseminni næstu daga. Þriðjudaginn 9. janúar kl. 20.30 verður ókeypis kynningartími í kántrýdönsum (linedancing). Miðvikudaginn 10. janúar kl. 17 verður kynning fyrir foreldra á jassleikskólum og barnadönsum. Sama dag kl. 20.30 verða kynntir samkvæmisdansar fyrir pör, hjón og góða vini. Meira
9. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 206 orð

Eigandinn hafði ekki gefið sig fram í gærkvöldi

Gunnar B. Guðmundsson, eigandi verslunarinnar, sagðist að vonum ánægður með að miðinn skyldi vera seldur í versluninni og það væri sérstakt að það væri einn með fimmfaldan vinning. Hann sagði að frá upphafi lottósins hefði að jafnaði komið einn fyrsti vinningur á ári á miða sem Meira
9. janúar 1996 | Miðopna | 1129 orð

"Einn mesti stjórnmálaleiðtogi þessarar aldar"

VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti Íslands, lýsti François Mitterrand, fyrrverandi Frakklandsforseta, í gær sem "sterkum persónuleika" með "mikla útgeislun" og sagði að hann hefði verið "einn mesti stjórnmálaleiðtogi þessarar aldar". Mitterrand lést í gærmorgun eftir langa baráttu við krabbamein. Meira
9. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 787 orð

Ekki nægur fjöldi frambjóðenda á B-listanum

KJÖRSTJÓRN vegna stjórnar- og trúnaðarráðskosninganna í Dagsbrún hefur farið yfir framboðslista B-listans, mótframboðs gegn tillögu uppstillingarnefndar núverandi stjórnar og trúnaðarráðs, en gengið var með formlegum hætti frá tilkynningu um framboðið sl. laugardag. Meira
9. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 313 orð

"Ekki verið að stofna félagið til höfuðs LÍÚ"

STOFNFUNDUR Félags úthafsútgerða var haldinn sl. föstudag. Í félaginu eru útgerðarfyrirtæki sem gera út fiskiskip til veiða utan íslenskrar fiskveiðilögsögu, enda hafi skipin ekki veiðiheimildir innan hennar og séu skráð á Íslandi eða í meirihlutaeigu eða rekstri íslenskra aðila. Meira
9. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 85 orð

Er bílbeltanotkun að minnka?

HELGIN var með rólegasta móti hjá lögreglunni á Akureyri en Matthías Einarsson, varðstjóri, segir hins vegar að ökumenn séu eitthvað að slaka á í notkun bílbelta og það sé mjög alvarlegt mál. "Við höfum haft afskipti af nokkrum ökumönnum að undanförnu sem ekki notuðu bílbeltin eins og lög gera ráð fyrir. Meira
9. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 231 orð

Félagsdómur ógildir uppsagnir samninga

FÉLAGSDÓMUR felldi í gær úr gildi uppsagnir Læknafélags Íslands og Starfsmannafélags ríkisstofnana á kjarasamningum við ríkissjóð. Í samningum beggja félaga, sem gilda eiga til ársloka 1996, Meira
9. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 159 orð

Fjölmenni tók þátt í þrettándagleði

ÞÓRSARAR héldu þrettándagleði í sextugasta sinn á þrettándanum, síðasta laugardag, og var mikið um dýrðir af því tilefni. Fjölmenni fylgdist með dagskránni, en vel á annað þúsund manns voru á svæðinu í prýðilegu vetrarveðri. Mæðgurnar, María Björk og Sara Dís, sungu nokkur lög af Barnabrosi og Gunni úr Stundinni okkar sagði ævintýri og söng. Meira
9. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 33 orð

Fjölmenn þrettándagleði

ÁLFABRENNUR voru víða um land á þrettándanum sl. laugardagskvöld enda veður hið ákjósanlegasta. Fjölmenn blysför var á vegum Ferðafélagsins í Öskjuhlíð og á Valsvellinum skemmtu ungir sem aldnir sér vel við brennuna. Meira
9. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 266 orð

Forysta ESB í góðum höndum

OSCAR Luigi Scalfaro, forseti Ítalíu, reyndi á sunnudag að fullvissa framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um að þrátt fyrir óvissu í innanlandsstjórnmálum væri forysta ráðherraráðs ESB í öruggum höndum hjá ríkisstjórn Ítalíu. Meira
9. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 36 orð

Fundað um jafnrétti?

JAFNRÉTTISNEFND Egilsstaðabæjar heldur fund í Valaskjálf 18. janúar um jafnrétti karla. Yfirskrift fundarins er: Hefur kvennabaráttan tafið fyrir jafnrétti kynjanna? Aðalgestur fundarins verður Ingólfur V. Gíslason, starfsmaður skrifstofu jafnréttismála. Fundurinn hefst kl. 20.30. Meira
9. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 163 orð

Gallerí Borg í Aðalstræti 6

GALLERÍ Borg fer með alla starfsemi sína í Aðalstræti 6, gamla Morgunblaðshúsið, í mánuðinum. Myndlistargalleríið hefur þegar verið flutt þangað og fyrir miðjan mánuðinn verður antikverslunin, sem nú er í Faxafeni, komin þangað. Pétur Þór Gunnarsson, eigandi Gallerí Borgar, segir að mun rýmra verði í nýja húsnæðinu en á gömlu stöðunum. Meira
9. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 161 orð

Hátt í 10 þúsund heimsóttu Bílheima

Á MILLI 8 og 10 þúsund manns komu á opnunarhátíð Bílheima ehf. um síðustu helgi að Sævarhöfða 2a, við hlið Ingvars Helgasonar ehf., en Bílheimar eru umboðsaðili Opel, General Motors, Isuzu og Saab. Meira
9. janúar 1996 | Landsbyggðin | 504 orð

Héldu að þriggja mánaða dóttir þeirra myndi kafna

HJÓNIN Karl Ársælsson og Ragnhildur Vilhjálmsdóttir lentu í byrjunarerfiðleikum Neyðarlínunnar 2. janúar þegar þau hringdu í 112 vegna þriggja mánaða gamallar dóttur sinnar, Aldísar Aspar, sem stóð á öndinni og var farin að blána. Meira
9. janúar 1996 | Miðopna | 1246 orð

HREYSTILEG LOKAORRUSTA Á ENDA

FRANÇOIS Mitterrand fyrrverandi Frakklandsforseti var á áttugasta aldursári er hann lést á skrifstofu sinni í París í gær. Er hann lét af embætti á síðasta ári hafði hann verið forseti í fjórtán ár og því setið lengur í forsetahöllinni Elysée en nokkur annar forseti lýðveldisins. Meira
9. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 273 orð

Hvalurinn í "Frelsum Willy" fluttur

HÁHYRNINGURINN Keiko, sem var í aðalhlutverki í kvikmyndinni "Frelsum Willy", kom til nýrra heimkynna sinna í sædýrasafni í Bandaríkjunum á sunnudag eftir 12 stunda ferð frá Mexíkó. Hundruð manna söfnuðust saman á götum Newport í Oregon til að fagna Keiko þegar hann var fluttur með flutningabíl í sædýrasafnið eftir flugferð með flutningavél frá Mexíkóborg. Meira
9. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 466 orð

Ísland eina landið þar sem ekki er árleg aukning

ÚTBREIÐSLA alnæmis er ekki eins ör á Íslandi og í mörgum öðrum löndum og er Ísland eina landið í V-Evrópu þar sem ekki hefur verið árleg aukning nýgengis, þ.e. fjölda tilfella á 100 þúsund íbúa á ári. Meira
9. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 122 orð

Jöfnuður verði í atvinnuuppbyggingu

FUNDUR Héraðsnefndar Eyjafjarðar sem haldinn var fyrir nokkru lýsir ánægju með að samningar hafi tekist um stækkun álversins í Straumsvík. "Með þessum samningum er löng kyrrstaða í erlendum fjárfestingum hér á landi rofin og nauðsynlegt er að áfram verði haldið á þeirri braut," segir í ályktun nefndarinnar. Meira
9. janúar 1996 | Landsbyggðin | 83 orð

Kiwanismenn gáfu teppi

FÉLAGAR í Kiwanisklúbbnum Búrfelli á Selfossi gengu í hvert hús á Selfossi fyrir jólin og afhentu húsráðendum eldvarnarteppi að gjöf. Klúbburinn hefur í 25 ár sinnt fjölmörgum málefnum með styrkjum og starfi. Af málefnum sem klúbburinn hefur komið að er starfsemi fatlaðra, skóla-, íþrótta- og æskulýðsstarf, slysavarnir og öryggismál, sjúkrahúsið og umhverfis- og landgræðslustörf. Meira
9. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 417 orð

Króatar segjast vilja ná sáttum í Mostar

KYRRT var í Mostar í fyrrinótt en síðustu daga hafa Króatar og múslimar í borginni skipst á skotum og sprengjukasti með þeim afleiðingum að ungur múslimi og króatískur lögreglumaður liggja í valnum. Fulltrúi Evrópusambandsins, ESB, í Mostar kvaðst í gær hafa orð Króata fyrir því, að þeir vildu vinna að sáttum og einingu borgarbúa. Meira
9. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 143 orð

Kærði leigubílstjóra fyrir nauðgun

UNG kona hefur kært leigubílstjóra fyrir að hafa nauðgað sér síðla nætur á sunnudag. Konan var flutt á bráðamóttöku fyrir fórnarlömb nauðgana og Rannsóknarlögregla ríkisins fer með rannsókn málsins. Meira
9. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 308 orð

Litríkur málafylgjumaður

STJÓRNARFLOKKARNIR í Japan tilnefndu í gær Ryutaro Hashimoto viðskiptaráðherra sem næsta forsætisráðherra og búist er við að hann taki við embættinu eftir atkvæðagreiðslu á þinginu á fimmtudag. Hashimoto gat sér orð fyrir hörku í samningaviðræðunum við Bandaríkjamenn um bílainnflutning Japana og nýtur mikilla vinsælda meðal kjósenda. Meira
9. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 87 orð

Logandi jólatré

SLÖKKVILIÐINU í Reykjavík bárust margar tilkynningar í gær og gærkvöldi vegna logandi jólatrjáa á götum borgarinnar. Fólk er nú að taka niður jólaskrautið og hafa Reykvíkingar verið hvattir til að koma jólatrjánum út að gangstéttum þar sem þau verða hirt. Sumsstaðar hafa trén verið borin í kesti. Meira
9. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 424 orð

Mótmælin byggð á misskilningi

"ÞESSI mótmæli eru byggð á misskilningi," segir Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, um þá ákvörðun nokkurra úthafsútgerða, sem gera út skip á Flæmingjagrunni, að neita að taka eftirlitsmenn frá Fiskistofu um borð. Meira
9. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 51 orð

Námskeið í skyndihjálp

REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst miðvikudaginn 10. janúar. Kennt verður frá kl. 19 til 23 og verða kennsludagar 10., 15. og 16. janúar. Námskeiðið telst vera 16 kennslustundir og verður haldið í Fákafeni 11, 2. hæð. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Meira
9. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 98 orð

Nýr framkvæmdastjóri DV

EYJÓLFUR Sveinsson hefur látið af störfum sem aðstoðarmaður forsætisráðherra og verið ráðinn sem útgáfu- og framkvæmdastjóri dagblaðsins DV. Eyjólfur er fæddur 1964, lauk námi frá Verslunarskóla Íslands 1983 og hóf þá nám í verkfræði við Háskóla Íslands, en samhliða námi var hann m.a. Meira
9. janúar 1996 | Landsbyggðin | 102 orð

Reglugerð Orkuveitu Húsavíkur

Húsavík-Reglugerð fyrir Orkuveitu Húsavíkur hefur verið staðfest af iðnaðarráðherra og með henni gekk í gildi sameining Rafveitu, Hitaveitu og Vatnsveitu Húsavíkur í eitt fyrirtæki. Meira
9. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 99 orð

Rifkind fálega tekið

ÍBÚAR Hong Kong virtust hafa lítinn áhuga á heimsókn Malcolms Rifkinds, utanríkisráðherra Bretlands, til bresku nýlendunnar í gær. Aðeins um helmingur fulltrúanna á löggjafarsamkundu Hong Kong mættu til að spyrja ráðherrann um framtíð nýlendunnar eftir að hún verður undir yfirráðum kommúnistastjórnarinnar í Kína. Meira
9. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 328 orð

Ræðir við minnihlutann um myndun nýs meirihluta

FÉLAGAR Stefáns Magnússonar, oddvita Reykhólahrepps á L-listanum, sem myndar meirihluta hreppsnefndar, hafa skorað á hann að segja sig úr hreppsnefnd þar sem hann njóti ekki lengur trausts þeirra. Varaoddvitinn hefur tekið sér frí frá störfum um óákveðinn tíma. Hafnar eru óformlegar viðræður fulltrúa N-listans og Stefáns um myndun nýs meirihluta. Meira
9. janúar 1996 | Landsbyggðin | -1 orð

Samdráttur í sauðfjárrækt

Vaðbrekka, Jökuldal. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands hefur íbúum í Jökuldalshreppi fækkað úr 153 í 145 frá 1. desember 1994 til 1. desember 1995. Er þetta 5,23% fækkun. Meira
9. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 72 orð

Samúðarkveðja forsætisráðherra

DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra Íslands, sendi í gær svohljóðandi samúðarskeyti til Jacques Chiracs, forseta Frakklands, vegna andláts François Mitterrands: Háttvirti forseti, fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands og mína vil ég votta samúð mína vegna andláts herra François Mitterrands, fyrrum forseta franska lýðveldisins. Hr. Meira
9. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 171 orð

Samúðarkveðjur frá forseta Íslands

VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti Íslands, sendi Jacques Chirac, forseta Frakklands, svohljóðandi samúðarskeyti í gær fyrir hönd íslensku þjóðarinnar vegna fráfalls François Mitterrand, fyrrverandi Frakklandsforseta: Meira
9. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 131 orð

Santer bjartsýnn á EMU-aðild Belgíu

JACQUES Santer, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segist bjartsýnn á að Belgía geti orðið í hópi stofnríkja Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU) og tekið upp sameiginlegu Evrópumyntina árið 1999. Meira
9. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 271 orð

Seldi allar 16 íbúðirnar á einum mánuði

BYGGINGAFYRIRTÆKIÐ SS Byggir er að byggja tvö 8 íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum í Hafnarstræti á Akureyri. Mikill áhugi er fyrir þessum íbúðum því þær seldust allar á einum mánuði og fengu færri en vildu. Um er að ræða litlar tveggja herbergja íbúðir, eða 52 fermetrar, og eru þær seldar fullbúnar á um 4,5 milljónir króna. Meira
9. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 144 orð

Sjö námskeið haldin fyrir meðferðarog fræðslufulltrúa

FRÆÐSLUNEFND félagsmálaráðuneytisins hefur á undanförnum árum staðið fyrir fræðslunámskeiðum fyrir uppeldis- og meðferðarfulltrúa sem vinna að málefnum fatlaðra og málefnum barna og unglinga. Námskeiðin spanna yfir 160 klst. og er námsefnið mjög fjölbreytt. Meira
9. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 281 orð

Skilningur verði tryggður þótt það kosti fé

FINNSKA ríkisstjórnin, sem tók við formennsku í norrænu ráðherranefndinni um áramótin, leggur höfuðáherzlu á það í starfsáætlun sinni, sem hefur verið gefin út, að styrkja stöðu íslenzku og finnsku og tryggja að Norðurlandabúar geti gert sig skiljanlega á eigin móðurmáli í norrænu samstarfi og í samskiptum við yfirvöld á Norðurlöndunum. Meira
9. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 223 orð

Snjókoma eyðilagði útsöluna

FLUGLEIÐIR tapa líklega milljónum króna vegna misheppnaðrar auglýsingaherferðar í Bandaríkjunum um síðustu helgi, samkvæmt upplýsingum Steins Loga Björnssonar, svæðisstjóra fyrirtækisins þar. Meira
9. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 68 orð

Sólin hækkar á lofti

Þessir göngugarpar á nýju brúnni yfir Kringlumýrarbraut nutu hækkandi sólar og góða veðursins. Daginn lengir nú hvern dag og horfir fólk fram á bjartari tíð með blómum í haga. Það var trú manna að sólin hækkaði á lofti um hænufet hvern dag. Frá vetrarsólstöðum hinn 22. desember síðastliðinn hefur daginn lengt um 45 mínútur, eða að jafnaði tvær og hálfa mínútu á dag. Meira
9. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 233 orð

Svartsýni um lausn deilunnar

PÉTUR Jónsson, framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Ríkisspítala, kveðst svartsýnn á að deila við röntgentækna leysist í bráð, en lítill árangur varð af fundi þessara aðila í gær. Pétur segir að náðst hafi samkomulag um ákveðna þætti, en eftir standi atriði þess eðlis að stjórnendur Ríkisspítala geti ekki fallist á þau. Meira
9. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 281 orð

Tillaga felld um innheimtu 16 milljóna kr.

MEIRIHLUTI bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur fellt tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að bæjarlögmanni yrði falið að innheimta 16 milljóna króna víxil bæjarsjóðs sem útgefinn er af Jóhanni G. Bergþórssyni fyrir hönd Hagvirkis- Kletts hf. Meira
9. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 156 orð

Tilraun um Flóabandalag olli vonbrigðum

"SÚ SPURNING hlýtur að vakna hvort stóru samflotin heyri ekki sögunni til. Tilraunin um Flóabandalagið, sem vakti miklar vonir um að myndast gæti blokk sem megnaði að brjóta kyrrstöðuísinn, olli einnig vonbrigðum. Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn og eithvað brast í þeirri samstöðu," segir í kosningastefnuskrá framboðs núverandi stjórnar og trúnaðarráðs Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Meira
9. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 54 orð

Um 10 milljónir afskrifaðar

BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur fallist á að afskrifa útistandandi kröfur hjá hita- og vatnsveitu og hjá Rafveitu Akureyrar samtals að upphæð rúmar 10 milljónir króna. Útistandandi kröfur hjá hita- og vatnsveitu nema um 3,7 milljónum og hjá rafveitu rúmum 6,7 milljónum króna, en að meginhluta til hafa þær tapast við gjaldþrotaskipti. Meira
9. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 184 orð

Um 28 milljónir í snjómokstur í fyrra

SNJÓMOKSTUR og hálkueyðing kostuðu bæjarsjóð Akureyrar um 28 milljónir króna á síðasta ári. Í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir að verja 12,4 milljónum króna í snjómoksturinn, þannig að kostnaðurinn varð ríflega tvöfalt meiri en upphaflega var áætlað. Við endurskoðun fjárhagsáætlunar undir haustið var gert ráð fyrir að 29,7 milljónir króna færu í snjómoksturinn. Meira
9. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 650 orð

Ummæli um trúnaðarbrest sett fram í þröngu samhengi

SÉRA Geir Waage, formaður Prestafélags Íslands, hefur farið þess á leit við Morgunblaðið að birta eftirfarandi yfirlýsingu: "Laugardaginn 30sta desember 1995 lýsti Biskup Íslands því yfir í samtali við frjettastofu ríkisútvarpsins, að "sérstökum rannsóknaraðila verði falið að ráða til lykta deilur sóknarprests og organista við Langholtskirkju. Meira
9. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 713 orð

Vanþóknun lýst á yfirlýsingum Geirs Waage

Á ÞRIÐJA tug presta samþykkti samhljóða á fundi í gær að lýsa yfir vanþóknun sinni á yfirlýsingum Geirs Waage, formanns Prestafélags Íslands, um trúnaðarbrest milli presta og biskups. Geir segir í grein í Morgunblaðinu í dag að honum beri að sækja og verja rétt og hagsmuni einstakra presta og stéttarinnar í heild. Meira
9. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 442 orð

Veðrið lokaði stofnunum og fyrirtækjum

"ÉG er að manna mig upp í að fara og moka frá bílskúrnum og úr innkeyrslunni. Það er klukkustundar vinna að minnsta kosti. Það er aðal vandi fólks hér, að komast niður á göturnar sem eru vel hreinsaðar," sagði Jón Diðriksson í Boston í Bandaríkjunum sem komst ekki til vinnu sinnar í gær vegna fannfergis sem lamað hefur allt athafnalíf í norðausturríkjum Bandaríkjanna frá því á laugardag. Meira
9. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 88 orð

Veittust að vörðunum

TVEIR fangar á Litla-Hrauni veittust að tveimur fangavörðum í fangelsinu laust fyrir kl. 22 á föstudagskvöld. Kom til átaka á milli þeirra en fangaverðirnir yfirbuguðu fangana fljótlega. Í átökunum hlutu báðir fangaverðirnir áverka, annar þeirra minniháttar en hinn fékk höfuðhögg og skrámaðist. Meira
9. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 733 orð

Verðlaunin veita aukið sjálfstraust

INGVAR Birgir Friðleifsson hlaut í september í haust Boutros Ghali-verðlaun Sameinuðu þjóðanna við hátíðlega athöfn í Tókýó. Þessi verðlaun voru stofnuð fyrir tveimur árum og er þetta í annað skipti sem þau eru veitt. Þau eru veitt af alþjóðlegum sjóði sem er til styrktar starfsemi Sameinuðu þjóðanna. Verðlaunin eru tengd nafni Boutros Ghali sem afhendir þau. Meira
9. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 222 orð

Vernharð Þorleifsson Íþróttamaður ársins

VERNHARÐ Þorleifsson, júdómaður, var kjörinn Íþróttamaður KA 1995 en kjörinu var lýst í hófi í KA-heimilinu sl. sunnudag. Vernharð bætti þar með enn einni skrautfjöður í hatt sinn en nýlega var hann útnefndur Íþróttamaður Akureyrar 1995 þriðja árið í röð. Meira
9. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 219 orð

Vikan kemur út ársfjórðungslega

ÁKVEÐIÐ hefur verið að ritstjórar Mannlífs, þeir Kristján Þorvaldsson og Bjarni Brynjólfsson, láti af störfum þar og ritstýri nýju tímariti Fróða hf. sem koma á út hálfsmánaðarlega. Ritstjóri Vikunnar, Þórarinn Jón Magnússon, tekur við stjórnartaumum á Mannlífi í þeirra stað. Meira
9. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 304 orð

Yfirmaður Shin Bet segir af sér YFIRMAÐUR ísr

YFIRMAÐUR ísraelsku leyniþjónustunnar Shin Bet sagði af sér í gær, en hann hafði sætt gagnrýni vegna morðsins á Yitzhak Rabin forsætisráðherra. Öryggisgæsla þótti hafa brugðist. Shimon Peres, sem tók við embætti af Rabin, féllst á afsagnarbeiðnina. Meira
9. janúar 1996 | Landsbyggðin | 287 orð

Þorskhausar þurrkaðir í loðdýrahúsi á Flúðum

Syðra-Langholti-Frá síðari hluta árs 1993 hefur verið verkaður fiskur í fyrrverandi loðdýrahúsi að Borgarási sem er skammt frá Flúðum í Hrunamannahreppi. Það ár var stofnað hlutafélagið Flúðafiskur að tilhlutan Gunnars Hallgrímssonar sem jafnframt er framkvæmdastjóri hlutafélagsins. Meira
9. janúar 1996 | Óflokkað efni | 7 orð

(fyrirsögn vantar)

Ritstjórnargreinar

9. janúar 1996 | Staksteinar | 377 orð

Deilur í kirkjunni "HINS vegar er ég með miklar áhyggjur af þeim deilum sem upp eru komnar í kirkjunni, og þær áhyggjur eru

"HINS vegar er ég með miklar áhyggjur af þeim deilum sem upp eru komnar í kirkjunni, og þær áhyggjur eru vegna þess að ég vil veg hennar mikinn." Þannig kemst Jón Kristjánsson, alþingismaður og ritstjóri, að orði í Tímanum. Áhyggjur Meira
9. janúar 1996 | Leiðarar | 739 orð

VIÐHORF TIL LÍFSGÆÐA

Leiðari VIÐHORF TIL LÍFSGÆÐA SÍÐUSTU misserum hafa verið nokkrar umræður hér á landi um brottflutning fólks til annarra landa enda hafa um þúsund Íslendingar flust af landi brott umfram aðflutta. Aðstæður hafa vissulega verið erfiðar í íslensku atvinnulífi undanfarin ár og atvinnuleysi töluvert. Meira

Menning

9. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 138 orð

12 apar á toppnum

"12 MONKEYS", framtíðarspennumynd með Brad Pitt og Bruce Willis í aðalhlutverkum, hrifsaði efsta sæti bandaríska kvikmyndalistans af Leikfangasögu, eða "Toy Story", um síðustu helgi. Leikfangasaga hafði verið á toppnum eða nálægt honum í sjö vikur, en féll nú loks í fjórða sæti. 12 apar höfðu verið sýndir í örfáum kvikmyndahúsum vikuna áður. Meira
9. janúar 1996 | Tónlist | 601 orð

Að predika með tónum

Sigrún og Sigurlaug Eðvaldsdætur, Helga Þórarinsdóttir og Richard Talkowsky fluttu strengjakvartetta eftir Beethoven og Brahms. Föstudagur 5. janúar, 1996. EITT af mörgu sem greinir að katólsku og lúthersku er predikun prestsins og á Íslandi var hún til langs tíma nær það eina er stuðlaði að menntun fólks. Meira
9. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 69 orð

Árleg þrettándagleði Fáks

ÁRLEG álfabrenna og þrettándagleði Fáks fór fram á laugardaginn. Samkomugestir mættu í Reiðhöllina, þaðan sem gengið var að brennu. Um kvöldið var haldinn grímudansleikur og stóð fjörið yfir fram á nótt. Hérna sjáum við myndir frá brennunni. Morgunblaðið/Halldór Meira
9. janúar 1996 | Bókmenntir | 408 orð

Bak við kerskni og hálfkæring

eftir Kristján J. Gunnarsson. Skákprent 1995. 129 bls. LIÐIN eru tíu ár síðan Kristján J. Gunnarsson gaf út sína fyrstu bók, skáldsöguna Refsku. Síðan hafa komið út eftir hann ljóðabækurnar Leirkarlsvísur (1989), Gráglettnar stundir (1993) og nú seinast Okkar á milli. Meira
9. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 75 orð

Boney M gerir það gott

HLJÓMSVEITIN Boney M var á landinu fyrir nokkrum dögum og hélt tónleika á Hótel Íslandi föstudagskvöldið 5. janúar. Kynnir var Þorgeir Ástvaldsson. Hljómsveitin, með Liz Mitchell í fararbroddi, lék öll frægustu lög sín, svo sem "Rivers of Babylon" og "Mary's Boy Child", við góðar undirtektir gesta. Meira
9. janúar 1996 | Skólar/Menntun | 285 orð

Börnin læra að tjá sig frá 2ja ára aldri

BÖRNIN í leikskólanum Vesturási eru markvisst æfð í að tjá sig fyrir framan hóp allt frá 2ja ára aldri. Þau yngstu komast oft ekki lengra í byrjun en að segja hvað þau heita og frá sínum nánustu högum. Brátt vex þeim ásmegin og segir Vilborg Tryggvadóttir leikskólastjóri að sum þeirra séu ótrúlega fljótt farin að skálda sögur. Meira
9. janúar 1996 | Skólar/Menntun | 399 orð

Efla ber BA- og BSnám innanlands

ÁÆTLAÐ er að starfsemi verslunarháskóla geti hafist haustið 1998 en þá verði lokið byggingu fyrsta áfanga af þremur, sem áætlað er að hýsi starfsemi skólans svo og Tölvuháskólans. Fyrsti áfangi verður um 4.000 fermetrar og nemendafjöldi áætlaður í kringum 500. Meira
9. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 52 orð

Eiginkona James Brown látin

ADRIENNE Lois Brown, 44 ára eiginkona söngvarans James Browns, lést síðastliðinn laugardag í sjúkrahúsi í Los Angeles eftir skurðaðgerð. Talsmaður spítalans sagði dánarorsök ókunna. Adrienne og James voru gift í tíu ár og á því tímabili kærði hún hann margoft fyrir líkamsmeiðingar, en dró ásakanirnar ávallt til baka. Meira
9. janúar 1996 | Menningarlíf | 122 orð

Fyrirlestur Hanne Backhaus

HANNE Backhaus hönnuður flytur fyrirlestur með skyggnum og myndbandi miðvikudaginn 10. janúar kl. 16.30 í Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Skipholti 1, 4. hæð (Barmahlíð). Hanne er gestakennari í textíl við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og heldur námskeið í mynsturgerð og textílþrykki, en hún starfar við Danmarks Designskole. Meira
9. janúar 1996 | Skólar/Menntun | 130 orð

Færri stefna á stúdentinn

SKRÁNINGAR eru hafnar í öldungadeildir framhaldsskóla og er ásókn svipuð og áður, að sögn forsvarsmanna Verzlunarskóla Íslands og Fjölbrautarskóla Breiðholts. Ein megibreyting hefur orðið á síðustu árum, að sögn Steingríms Þórðarsonar konrektors í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Meira
9. janúar 1996 | Menningarlíf | 221 orð

Gamlar hugmyndir, nýjar aðferðir

TÓNLEIKAR verða haldnir í Hjallakirkju í kvöld kl. 20.30 þar sem meðal annars verður frumflutt messa eftir Martial Nardeau fyrir einsöngvara, barnakór, blandaðan kór og málmblásara en fram koma Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Anita Nardeau mezzosópran, sem er systir Martials og starfar í kór Radio France, hljómskálakvintettinn, Skólakór Kársness og Samkór Kópavogs. Meira
9. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 117 orð

Gamlir vinir hittast

HINGAÐ til lands kom fyrir skömmu skákþjálfarinn Jack Collins. Með honum voru unglingar úr skákskóla hans í New York og tefldu þeir á skákmóti sem haldið var í Skákheimilinu í minningu systur hans, Ethel Collins, sem lést í sumar. Meira
9. janúar 1996 | Menningarlíf | 300 orð

Hefur dómgreind og hugarflug mikils rithöfundar

LOFSAMLEGUR dómur birtist nýlega um verðlaunabók Einars Más Guðmundssonar, Engla alheimsins, í Times Literary Supplement en í enskri þýðingu Bernards Scudder heitir bókin, Angels of the Universe. Gagnrýnandi blaðsins, Paul Binding, segir að Einar Már sé kannski einn virtasti íslenski rithöfundur af sinni kynslóð. Meira
9. janúar 1996 | Menningarlíf | 109 orð

Listrænn gervigómur

Í NIKOLAJ-kirkju í Kaupmannahöfn stendur nú yfir listsýningin Skoðanamyndun 1-3, þar sem fjallað er um hvaðan svokölluð "góð" list er sprottin, hvorki meira né minna. Að sögn skipuleggjandans, Morton Lerhard, er ætlunin ekki að segja fólki hvað sé góð list, heldur hvernig hún verði til. Meira
9. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 139 orð

Man ekki eftir hjónabandinu

"Í HREINSKILNI sagt þekki ég Madonnu ekki betur en áður en við giftumst, því ég var fullur allan hjónabandstímann. Ég drakk allt áfengi sem ég náði í og man varla nokkurn skapaðan hlut. Og vegna drykkjunnar sagði ég ýmislegt við hana sem ég hefði betur ekki sagt. Eftir að við skildum datt ég enn þá ærlegar í það, til að gleyma þessu misheppnaða hjónabandi. Meira
9. janúar 1996 | Menningarlíf | 493 orð

Með hugmyndir að mörgum verkum

LISTAKONAN Sigga á Grund, Sigríður Jóna Kristjánsdóttir, er á förum til London þar sem hún hefur ráðið sig til vinnu hjá mjög virtum ítölskum tréskurðarmeistara og öðrum sem er tréskurðarkennari við listaskólann City & Guilds of London Art school. Meira
9. janúar 1996 | Skólar/Menntun | 284 orð

Minnt á að menntun er æviverk

ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda Dag símenntunar þann 24. febrúar nk., en Evrópusambandið hefur ákveðið að helga árið 1996 símenntun og efnir til sérstaks átaksverkefnis af því tilefni. Þegar er búið að skipa samráðshóp um Ár símenntunar 1996. Meira
9. janúar 1996 | Bókmenntir | 417 orð

Nánast ljóð

eftir Ágústínu Jónsdóttur. Fjölvaútgáfan 1995. 73 bls. Ísafoldarprentsmiðja hf. prentaði. HÉR er á ferðinni safn stuttra texta, eins konar örsagna, sem birta leiftur bæði úr daglegu lífi og úr hugskoti mælanda sem yfirleitt er nálægur. Meira
9. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 57 orð

NÝJASTA TÍSKA

BANDARÍSKI tískuhönnuðurinn Alonzo hélt tískusýningu í Tunglinu um helgina. Að venju var hönnun hans litskrúðug mjög og gerðu gestir góðan róm að henni. Þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði stóð sýningin sem hæst. Meira
9. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 189 orð

Nærri aldargamall spéfugl

"ÉG VERÐ 100 ára 20. janúar næstkomandi og ég dey ekki fyrir þann dag. Af hverju ætti ég að deyja aftur? Ég dó þegar ég skemmti í Altuna ­ það voru erfiðir áhorfendur. Nei, að öllu gamni slepptu get ég ekki dáið áður en ég verð 100 ára vegna þess að ég er bókaður í London Palladium," segir George Burns. Hann þakkar óheilbrigðu og skemmtilegu líferni langlífi sitt. Meira
9. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 45 orð

Pavarotti þenur sig

LUCIANO Pavarotti og ítalski stjórnandinn Marco Amiliato sjást hér á sviði í Stellenbosch í Suður-Afríku, á fyrstu tónleikum á fyrsta ferðalagi þess fyrrnefnda um landið. Tónleikarnir fóru fram á íþróttavelli og svo sem búast mátti við komust færri að en vildu. Meira
9. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 135 orð

Rod og Rachel hamingjusöm

ROKKARINN Rod Stewart og eiginkona hans, Rachel Hunter, héldu upp á fimm ára brúðkaupsafmæli sitt nýlega. Þau létu pússa sig saman aftur af því tilefni í All Saints-kirkjunni í Marlow, Buckinghamshire á Englandi. Rod hafði safnað skeggi og þótti taka sig vel út. Meira
9. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 100 orð

Samkomulag í máli Frys

LEIKARINN Stephen Fry, sem hætti skyndilega leik sínum í leikritinu "Cell Mates", eða Klefafélagar, í febrúar, hefur náð samkomulagi utan réttar við forráðamenn sýningarinnar. Þeir höfðu höfðað mál á hendur honum fyrir samningsbrot, en nú hefur tryggingafélag samþykkt að borga framleiðandanum Duncan Weldon 40 milljónir króna. Sýningar hættu skömmu eftir að Fry hvarf á braut. Meira
9. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 142 orð

Stallone í stórræðum

SYLVESTER Stallone og fyrirsætan Jennifer Flavin, sem slitu samvistir árið 1994 og byrjuðu nýlega saman á ný, eiga nú von á barni og hafa opinberað trúlofun sína. Jennifer, sem er 26 ára, er komin rúmlega tvo mánuði á leið og er þetta frumburður hennar, en Sly á tvö stálpuð börn frá fyrra hjónabandi. Ekki er búið að ákveða brúðkaupsdaginn. Meira
9. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 52 orð

Tveir hjartaknúsarar

SVO VIRÐIST sem Hugh Grant eyði meiri tíma í Bandaríkjunum en Bretlandi þessa dagana. Hann sótti að sjálfsögðu frumsýningu nýjustu myndar sinnar, "Restoration" í New York á dögunum. Hér sést hann við það tækifæri, ásamt rokkaranum Jon Bon Jovi. Meðleikarar hans í myndinni eru Robert Downey yngri og Meg Ryan. Meira
9. janúar 1996 | Tónlist | -1 orð

Öllu vel til haga haldið

Sinfóníuhljómsveit æskunnar undir stjórn Petri Sakari flutti Petruska eftir Stravinskij og Myndir á sýningu eftir Mussorgskij. Laugardagurinn 6. janúar, 1996. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT æskunnar heldur áfram starfi sínu og byggir á þeirri hefð sem Zukovsky grundvallaði, gegn þögn og vantrú athafnaleysisins, Meira

Umræðan

9. janúar 1996 | Bréf til blaðsins | 158 orð

Burt með aukakílóin

MEÐAL helstu fórnarlamba áramótaheitanna eru aukakílóin. Þau ógna heilsu og draga úr vellíðan. Í baráttunni við aukakílóin skiptir miklu hvernig að er staðið. Skyndimegrun er óskynsamleg og gerir illt verra. Einhver kíló geta farið en fleiri vilja koma í staðinn. Rannsóknir hafa sýnt hver úrræði duga best. Fyrir flesta eru meginatriði þessi: 1. Minnkið neyslu á fitu (t.d. Meira
9. janúar 1996 | Bréf til blaðsins | 447 orð

Ég var plötuð

ÞAÐ ER sko ekki öfundsvert að vera borgarfulltrúi R-listans í Reykjavík. Ekki má líta undan augnablik, þá eru einhverjir lubbar á Alþingi búnir að samþykkja að lækka skatta á Reykvíkinga. Þvílík ósvífni, ekki síst að þetta skuli gert beint fyrir framan nefið á Sigrúnu Magnúsdóttur, borgarfulltrúa R- listans, og gegn eindregnum vilja Ingibjargar Sólrúnar, borgarstjóra R-listans. Meira
9. janúar 1996 | Aðsent efni | 1662 orð

Háskólastefna á villigötum

FYRIR alllöngu var Háskóla Íslands gert að skyldu að innrita alla þá sem höfðu stúdentspróf án tillits til raunverulegs undirbúnings fyrir það nám sem þeir innrituðu sig í. Þetta hefur leitt til gífurlegrar fjölgunar stúdenta, en tala þeirra nálgast nú óðfluga 6.000. Eins og oft vill verða hefur ekki tekist að fylgja þessu eftir með fjármagni og aðstöðusköpun. Meira
9. janúar 1996 | Aðsent efni | 621 orð

Hvað er framundan?

ÁSTAND á Íslandi í launamálum ófaglærðs verkafólks, t.d. Dagsbrúnarmanna, er þannig að það hefur um 300 kr. á klst. í dagvinnu meðan nágrannar okkar, t.d. Danir, fá fyrir sömu vinnu röskar 1.000 krónur. Fyrir slíku ástandi eru engin efnahagsleg rök. Fátækt er orðin ískyggilega mikil hjá fjölda fólks og minnkandi yfirvinna, sem lengi bjargaði fólki, eykur enn á erfiðleikana. Meira
9. janúar 1996 | Aðsent efni | 720 orð

Nýr skattur ­ vaxtahækkun

HLJÓÐVARP kallaði til sín um morgunstund á dögunum tvo alþingismenn að ræða við þá um nýjan skatt á sparifjáreigendur, sem skattheimtumenn munu vera með á prjónunum. Umræðan hófst á fullyrðingum um að fjármagnstekjuskattar væru lagðir á um öll lönd, þar sem þeir þekktu til. Meira
9. janúar 1996 | Bréf til blaðsins | 194 orð

Sýndarveruleiki í Höfða?

NÝJUSTU fréttir herma að þú ætlir, í samvinnu við Ólaf Ragnar Grímsson og fleiri höfðingja, að standa fyrir heilmiklli alþjóðlegri ráðstefnu á þessu ári í tilefni af því að 10 ár verða liðin frá Reykjavíkurfundi Reagans og Gorbatsjovs. Þessi áhugi þinn á Reykjavíkurfundinum kemur spánskt fyrir sjónir. Meira
9. janúar 1996 | Aðsent efni | 1136 orð

Um flutning á stórverkum Bachs

ÞAÐ líður oft langt milli þess að menn rifji upp sögulegar staðreyndir um tónlistarsögu okkar Íslendinga eða skiftist á skoðunum um hana. Nánast eini vettvangur skoðanaskipta og upplýsinga eru síður dagblaðanna og verða því af þeim ástæðum að takmarkast við það pláss sem þar er látið eftir til þeirra skrifa. Meira
9. janúar 1996 | Bréf til blaðsins | 225 orð

Upplýsingar um Internettengingu við Morgunblaðið

Tenging við heimasíðu Morgunblaðsins Til þess að tengjast heimasíðu Morgunblaðsins, sláið inn slóðina http://www.centrum.is/mbl/ Hér liggja ýmsar almennar upplýsingar um blaðið, s.s netföng starfsmanna, upplýsingar um hvernig skila á greinum til blaðsins og helstu símanúmer. Meira
9. janúar 1996 | Aðsent efni | 1084 orð

Víti til varnaðar

ÞAU tíðindi gerðust í lok sl. árs að tölvufyrirtækinu SKÝRR var breytt úr sameignarfyrirtæki ríkisins og Reykjavíkurborgar í hlutafélag. Tveir starfsmanna hafa gengið fram fyrir skjöldu og hælst um af frágangi starfsmannamála og telja hann geta orðið öðrum til eftirbreytni. Í Morgunblaðinu 30. des. Meira
9. janúar 1996 | Aðsent efni | 774 orð

Vondir heilbrigðisráðherrar og þingmenn með rangar upplýsingar

Í MORGUNBLAÐINU hinn 15. desember 1995 birtist grein eftir Hjálmar Árnason, þingmann framsóknarmanna, undir fyrirsögninni "Vondir heilbrigðisráðherrar?" Grein þessi er að stofni til einhverskonar samanburðarfræði á heilbrigðisráðherrum síðustu 15 ára og er komist að þeirri niðurstöðu að allir hafi þeir verið mætir menn, rétt eins og núverandi ráðherra, Meira

Minningargreinar

9. janúar 1996 | Minningargreinar | 216 orð

Berta Snædal

Berta Andrea Snædal andaðist á nýársdag á Landspítalanum eftir erfiða sjúkdómslegu. Hún starfaði í 20 ár við fæðingarskráningu fyrir landið allt og hafði vinnuaðstöðu á Kvennadeild Landspítalans. Það voru því margar góðar stundir sem við læknaritarar og annað starfsfólk á skrifstofu Kvennadeildar áttum með Bertu. Meira
9. janúar 1996 | Minningargreinar | 414 orð

Berta Snædal

Að lokinni langri baráttu við erfiðan sjúkdóm, sem háð var af óbilandi skapfestu, hefur kær vinkona, Berta Snædal, lotið í lægra haldi, og gengið veg þessarar veraldar á enda. Ég sá Bertu fyrst í flaumi áhyggjulausra daga skólaáranna, þá nýtrúlofuð Gunnlaugi Snædal, hún í Verslunarskólanum, og við Gunnlaugur í læknadeild. Meira
9. janúar 1996 | Minningargreinar | 240 orð

Berta Snædal

Lokið er erfiðu sjúkdómsskeiði. Berta Snædal fékk ekki heilsað nýju ári, þessi sterka kona beið lægri hlut í lokabaráttu sem hún hafði lengi háð með einstakri þrautseigju. Við hjónin eigum margar góðar minningar um Bertu frá fyrstu kynnum við nýgift hjón á námsárunum. Ljós er mynd af ungri, elskulegri konu og glæsilegu pari sem gaman var að kynnat. Meira
9. janúar 1996 | Minningargreinar | 350 orð

Berta Snædal

Berta Snædal andaðist á nýársdag sl. á 72. aldursári eftir langa og stranga sjúkdómslegu. Ég trúi því að hún hafi verið hvíldinni fegin. Söknuður okkar sem eftir sitjum er mikill en endurminningarnar um góða konu vega þar upp á móti og þær eru margar, góðar og ómetanlegar og munu ylja okkur um ókomin ár. Meira
9. janúar 1996 | Minningargreinar | 212 orð

BERTA SNÆDAL

BERTA SNÆDAL Berta Andrea Jónsdóttir Snædal fæddist 4. nóvember 1924 á Tanga, Búðum í Fáskrúðsfirði. Hún lést á Landspítalanum síðstliðinn nýársdag. Foreldrar hennar voru Jón Davíðsson verslunarstjóri frá Möðruvöllum í Eyjafirði, f. 1875, d. 1954, og kona hans, Jóhanna Hólmfríður Kristjánsdóttir frá Gunnólfsvík, f. 1888, d. 1971. Meira
9. janúar 1996 | Minningargreinar | 124 orð

Berta Snædal Þá komið er að leiðarlokum vaknar löngun til að endurvekja atburði og minningar liðins tíma. Þetta á einkar vel

Þá komið er að leiðarlokum vaknar löngun til að endurvekja atburði og minningar liðins tíma. Þetta á einkar vel við nú er við kveðjum Bertu Snædal sem var svo ríkur þáttur í daglegu starfi okkar á Kvennadeild Landspítalans til margra ára, bæði sem nátengd deildinni og nú í seinni tíð sem ein af okkur. Meira
9. janúar 1996 | Minningargreinar | 119 orð

Hildigunnur Jóhannsdóttir

Okkar elskulega frænka er fallin fyrir aldur fram. Langri og erfiðri baráttu við skæðan sjúkdóm er lokið. Drottinn gef þú dánum ró, hinum líkn sem lifa. Til þín ég, Drottinn, huga hef, er harmar lífs mig þjá, og bið af hjarta; huggun gef mér himni þínum frá. Meira
9. janúar 1996 | Minningargreinar | 361 orð

Hildigunnur Jóhannsdóttir

Elsku Hildur er látin eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm sem hún barðist svo hetjulega við allt til dauðadags. Mér var tekið opnum örmum af Hildi árið 1980 þá 11 ára gamalt borgarbarn að fara í fyrsta skipti frá mömmu og pabba til sumardvalar á Skagaströnd hjá Sessý frænku og Rúnari. Meira
9. janúar 1996 | Minningargreinar | 23 orð

HILDIGUNNUR JÓHANNSDÓTTIR Hildigunnur Jóhannsdóttir fæddist 7. ágúst 1940. Hún lést 1. janúar síðastliðinn og var útför hennar

HILDIGUNNUR JÓHANNSDÓTTIR Hildigunnur Jóhannsdóttir fæddist 7. ágúst 1940. Hún lést 1. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hólaneskirkju, Skagaströnd, 6. janúar. Meira
9. janúar 1996 | Minningargreinar | 407 orð

Jón Höskuldsson

Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt og jörðin fær hlutdeild í himninum. Þar búa ekki framar neinar sorgir, þess vegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein ofar hverri kröfu. Meira
9. janúar 1996 | Minningargreinar | 347 orð

Jón Kristinn Höskuldsson

Í dag verður til grafar borinn tengdafaðir minn, Jón K. Höskuldsson leigubifreiðastjóri. Með trega í hjarta pára ég þessi fátæklegu orð til að þakka honum samfylgdina þau rúmu 18 ár sem við höfum þekkst. Ég minnist ætíð fyrstu kynna okkar er hann sótti okkur mæðgur úr flugi frá Patreksfirði, en þar fyrir vestan hafði ég starfað um nokkurra mánaða skeið. Meira
9. janúar 1996 | Minningargreinar | 178 orð

Jón Kristinn Höskuldsson

Ég og sambýliskona mín komum hingað í jólafrí frá Noregi og lýkur ferð okkar með því að fylgja föður mínum til grafar. Þetta bar brátt að, og er því erfitt að setjast niður og skrifa það sem mig langar til, margs að minnast og mörgu að segja frá, en gleyma ekki öðru. Ég ætla því að láta mér nægja að skrifa þetta sem stutta kveðju frá mér, sambýliskonu minni, börnum mínum og barnabarni. Meira
9. janúar 1996 | Minningargreinar | 117 orð

JÓN KRISTINN HÖSKULDSSON

JÓN KRISTINN HÖSKULDSSON Jón Kristinn Höskuldsson var fæddur 24. mars 1918 að Hallsstöðum, Nauteyrarhreppi við Ísafjarðardjúp. Hann lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð snemma nýársdags. Jón giftist eftirlifandi konu sinni, Kristrúnu Magnúsdóttur frá Arnþórsholti í Lundarreykjadal, 30. desember 1945 og áttu þau því gullbrúðkaup 30. Meira
9. janúar 1996 | Minningargreinar | 130 orð

Jón Kristinn Höskuldsson Við viljum hér í fáeinum orðum minnast afa okkar sem kvaddi okkur nú á fyrsta degi nýs árs. Hann var

Við viljum hér í fáeinum orðum minnast afa okkar sem kvaddi okkur nú á fyrsta degi nýs árs. Hann var afi eins og allir hugsa sér að afar eigi að vera. Það var alveg sama hvaða vitleysu við gerðum, alltaf stóð hann við hlið okkar og stappaði í okkur stálinu um að gera bara betur næst. Meira
9. janúar 1996 | Minningargreinar | 342 orð

Ólafur Pálsson

Margs er að minnast er gamall vinur kveður, og verður fæst af því upp talið í þessum fáu kveðjuorðum. Ólafur Pálsson fæddist hér á Litlu- Heiði og ólst upp í stórum systkinahópi, auk fósturbræðranna Jónatans og Páls, föður okkar bræðra. Frá því við fyrst munum eftir var hann og fjölskylda hans snar þáttur í tilverunni. Meira
9. janúar 1996 | Minningargreinar | 176 orð

Ólafur Pálsson

Við fráfall Ólafs Pálssonar vil ég með fáum orðum minnast hans, sem velunnara Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi. Ólafur Pálsson átti mjög hlýtt og farsælt samband við Blindrafélagið og félagsmenn þess í áratugi. Hann var félagskjörinn endurskoðandi samtakanna í fjölda ára, sem hann leysti af hendi með stakri prýði. Hann var virðulegur og vel máli farinn. Meira
9. janúar 1996 | Minningargreinar | 1510 orð

Ólafur Pálsson

"Mig langar að biðja ykkur að bera kveðju mína í dalinn," sagði hann Ólafur móðurbróðir minn við brúðhjón sem höfðu beðið hann að leyfa sér að dvelja brúðkaupsnóttina í sumarbústað hans í Heiðardal. Var það leyfi veitt fúslega og af höfðingsskap. En þannig var hann Ólafur. Hann var höfðingi. Það sópaði af þessum gamla manni hvar sem hann fór. Meira
9. janúar 1996 | Minningargreinar | 336 orð

Ólafur Pálsson Ólafur fæddist á Litlu-Heiði í Mýrdal 3. júlí 1899 og óls

Ólafur Pálsson Ólafur fæddist á Litlu-Heiði í Mýrdal 3. júlí 1899 og ólst þar upp. Hann lést 3. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Páll Ólafsson, bóndi á Litlu-Heiði, f. 5. maí 1862, d. 16. júní 1945, og kona hans, Guðrún Brynjólfsdóttir, húsfreyja og ljósmóðir, f. 5. júní 1860, d. 13. ágúst 1935. Börn þeirra voru átta auk Ólafs: Sigurlaug, f. 9.4. 1896, d. 29.9. Meira
9. janúar 1996 | Minningargreinar | 570 orð

Sigurbjörn Þórðarson

Sagt er að sönn menntun sé það sem eftir stendur þegar allt er gleymt sem fyrr var lært. Eins má segja að maður sé það sem eftir stendur þegar líkamans nýtur ekki lengur við. Við sem þekktum Sigurbjörn munum það sem hann gaf okkur með samveru sinni, lífi og starfi. Þannig er hann enn á meðal okkar. Sjálfur lifir hann nú sönnu lífi. Meira
9. janúar 1996 | Minningargreinar | 606 orð

Sigurbjörn Þórðarson

Mig langar að minnast með örfáum fátæklegum orðum tengdaföður míns, Sigurbjörns Þórðarsonar. Reyndar er ekki hægt að minnast hans Sibba í örfáum orðum þótt ekki sé nema eftir tæpra fimmtán ára kynni, en það er heldur ekki hægt að kveðja hann án þess að fá að skrifa stuttan kafla í framhaldssöguna, eins og hann kallaði minningargreinar í Mogganum iðulega. Meira
9. janúar 1996 | Minningargreinar | 573 orð

Sigurbjörn Þórðarson

Sigurbjörn Þórðarson prentmyndasmiður í Hafnarfirði lést í Borgarspítalanum á nýársnótt eftir erfiða sjúkdómslegu. Sigurbjörn var innfæddur Hafnfirðingur og bjó þar alla tíð en foreldrar hans höfðu flutt til Hafnarfjarðar í upphafi aldarinnar þaðan sem faðir hann stundaði sjósókn. Meira
9. janúar 1996 | Minningargreinar | 703 orð

Sigurbjörn Þórðarson

Á öndverðum fyrsta degi þessa árs andaðist Sigurbjörn Þórðarson á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 76 ára að aldri. Sibbi, eins og vinir og ættingjar nefndu hann ávallt, var yngstur af 10 systkinum. Þar sem fjölskyldufaðirinn var fallinn frá þegar Sibbi var aðeins á 6. Meira
9. janúar 1996 | Minningargreinar | 636 orð

Sigurbjörn Þórðarson

Tilveran verður sjálfsagt sjálfri sér lík á ný þó að í andartakinu hafi brugðið birtu í huga okkar sem í dag kveðjum Sigurbjörn Þórðarson er lést á nýársnótt. Þó verður hún ekki söm eftir að horfinn er einn hlekkurinn úr þeirri keðju sem Selvogsgötufólkið, sem við nefndum svo þegar ég var lítill, myndaði. Þau voru tíu systkinin, afkomendur Sigríðar Grímsdóttur og Þórðar Þórðarsonar. Meira
9. janúar 1996 | Minningargreinar | 188 orð

Sigurbjörn Þórðarson

Ég vil í fáum orðum minnast Sigurbjörns Þórðarsonar vinar míns og kollega, en við lærðum saman prentmyndasmíði í Leiftri. Það fór ávallt vel á milli okkar og við skemmtum okkur saman um helgar, þegar við áttum frí frá störfum. Þá var glatt á hjalla og ekið út um sveitir og mikið sungið, því að Sigurbjörn var söngmaður góður. Meira
9. janúar 1996 | Minningargreinar | 213 orð

SIGURBJÖRN ÞÓRÐARSON

SIGURBJÖRN ÞÓRÐARSON Sigurbjörn Guðmundur Þórðarson prentmyndasmiður, Ölduslóð 28, Hafnarfirði, fæddist 11. desember 1919. Hann lést á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur á nýársnótt. Foreldrar hans voru Þórður Þórðarson sjómaður, f. 24.5. 1873, drukknaði á togaranum Robinson 7-8.2. 1925, og Sigríður Grímsdóttir húsmóðir, f. 24.6. Meira
9. janúar 1996 | Minningargreinar | 147 orð

Svanhildur G. Sigurðardóttir

Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Meira
9. janúar 1996 | Minningargreinar | 1005 orð

Svanhildur Guðbjörg Sigurðardóttir

Elskuleg systir mín, Svanhildur Guðbjörg, er látin. En í mínum huga verður hún alltaf Bubba mín. Við vorum mjög nánar systur og góðar vinkonur. Af miklu er að taka því minningarnar hlaðast upp en hér er aðeins smábrot af þeim. Við ólumst upp í stórum systkinahópi á Freyjugötu 10a. Meira
9. janúar 1996 | Minningargreinar | 459 orð

Svanhildur Guðbjörg Sigurðardóttir

Svanhildur Guðbjörg Sigurðardóttir, eða hún Bubba, eins og við ættingjarnir kölluðum hana, hefði orðið 58 ára 17. febrúar næstkomandi. Hún og Hákon voru ekki gömul þegar kynni þeirra hófust og það voru eflaust margir þá sem töldu að það samband myndi ekki endast lengi, en það fór nú á annan veg. Meira
9. janúar 1996 | Minningargreinar | 420 orð

Svanhildur Guðbjörg Sigurðardóttir

Stundin deyr og dvínar burt, sem dropi í straumaniðinn. Öll vor sæla er annaðhvort óséð ­ eða liðin. (E. Ben.) Hver stund er sem örskot, hvert örskot sem eilífð. Meira
9. janúar 1996 | Minningargreinar | 374 orð

Svanhildur Guðbjörg Sigurðardóttir

Það var stór systkinahópur, sem ólst upp á Freyjugötu 10a, fimm stelpur og tveir strákar. Við strákarnir áttum oft í vök að verjast. En fljótlega eignaðist ég hauk í horni, þar sem Bubba systir var. Reyndist hún mér alla ævi sína mjög traustur og góður vinur, sem auðvelt var að leita til og gaman að skemmta sér með. Meira
9. janúar 1996 | Minningargreinar | 264 orð

Svanhildur Guðbjörg Sigurðardóttir

Það er sárt að kveðja þig, Bubba frænka, og söknuðurinn og tómleikinn er mikill, en um leið er hægt að gleðjast yfir að þú þarft ekki lengur að þjást og að nú eruð þið Hákon, sem þú unnir og saknaðir svo mjög, aftur saman. Svo lengi sem við munum voru Bubba og Hákon stór hluti af lífi okkar. Meira
9. janúar 1996 | Minningargreinar | 160 orð

SVANHILDUR GUÐBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR

SVANHILDUR GUÐBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR Svanhildur Guðbjörg Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 17. febrúar 1938. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans 31. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Guðmundsson frá Tröð í Kolbeinsstaðahreppi og Kristjana S. Helgadóttir frá Ólafsvík. Meira
9. janúar 1996 | Minningargreinar | 83 orð

Svanhildur Guðbjörg Sigurðardóttir Við viljum kveðja elsku ömmu okkar með eftirfarandi ljóðlínum Hallgríms Péturssonar: Nú

Við viljum kveðja elsku ömmu okkar með eftirfarandi ljóðlínum Hallgríms Péturssonar: Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa, hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Meira
9. janúar 1996 | Minningargreinar | 336 orð

Þorbergur Guðlaugsson

Kynni okkar Þorbergs, tengdaföður míns, hófust fyrir rúmum áratug. Á þeim tíma var hann nýlega hættur að stunda vinnu sína sem veggfóðrara- og dúklagningarmeistari. Þrátt fyrir að kynni okkar hafi ekki orðið lengri kenndi hann mér margt með viðhorfum sínum, viðmóti og lífsvenjum. Þann lærdóm vil ég geyma og nýta mér á lífsferli mínum. Meira
9. janúar 1996 | Minningargreinar | 348 orð

ÞORBERGUR GUÐLAUGSSON

ÞORBERGUR GUÐLAUGSSON Þorbergur Guðlaugsson var fæddur 16. apríl 1913 í Reykjavík. Hann lést 2. janúar síðastliðinn í Reykjavík. Foreldrar: Guðlaugur Þorbergsson söðlasmiður og veggfóðrarameistari, f. í Starkaðarhúsum í Flóa í Hraungerðishreppi 18. maí 1868, d. 7. febrúar 1947, og k.h., Ágústa K. Árnadóttir, f. á Reykjanesi 24. Meira

Viðskipti

9. janúar 1996 | Viðskiptafréttir | 213 orð

Disney og CapCities sameinast

HLUTHAFAR Walt Disney Co. og Capital Cities/ABC Inc. hafa samþykkt fyrirhugaðan 19 milljarða dollara samruna fyrirtækjanna, en líklega verður ekki endanlega gengið frá samningnum fyrr en deila forseta og þings um halla á ríkisfjárlögum leysist. Meira
9. janúar 1996 | Viðskiptafréttir | 273 orð

Maxwell- málið kemst á lokastig

DÓMARINN í fjársvikamáli Kevins og Ians Maxwells hefur sagt kviðdómendum að þeir verði að gera upp við sig hvort synir fjölmiðlajöfursins Roberts Maxwells hafi vísvitandi lagt fjármuni lífeyrissjóða í hættu. Meira

Fastir þættir

9. janúar 1996 | Í dag | 2857 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 5. janúar til 11. janúar, að báðum dögum meðtöldum, er í Vesturbæjar Apóteki, Melhaga 20-22. Auk þess er Háaleitis Apótek, Háaleitisbraut 68, opið til kl. 22 þessa sömu daga. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
9. janúar 1996 | Í dag | 107 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Sjötíu ára afmæl

Árnað heillaÁRA afmæli. Sjötíu ára afmæli á í dag Sigmundur Sigurgeirsson húsasmíðameistari, Þorragötu 9, Reykjavík. Eiginkona hans er Ásdís Sigurðardóttir. Þau verða að heiman á afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Meira
9. janúar 1996 | Fastir þættir | 110 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hornafja

Nýlokið er tveggja kvölda einmenningskeppni Bridsfélags Hornafjarðar og varð lokastaðan þessi: Sverrir Guðmundsson 310Jón Níelsson 308Guðbrandur Jóhannsson 302 Milli jóla og nýárs var brugðið á leik og spiluðu saman vanur og óvanur spilari og urðu úrslit eftirfarandi: Gunnar Páll Halldórss. - Bjarnar Karlsson 192Jón Níelsson - Heimir S. Meira
9. janúar 1996 | Fastir þættir | 73 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs

Sl. fimmtudag var spilaður eins kvölds tvímenningur. Úrslit: Sturla Snæbjörnsson ­ Cecil Haraldsson192 Ármann J. Lárusson ­ Hermann Lárusson179 Þorsteinn Berg ­ Jens Jensson177 Helgi Viborg ­ Ólafur H. Ólafsson174 Næsta fimmtudag verður aftur eins kvölds tvímenningur en fimmtudaginn 18. Meira
9. janúar 1996 | Fastir þættir | 92 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Reykjavíkurmótið

REYKJAVÍKURMÓTIÐ í sveitakeppni, sem jafnframt er undankeppni Íslandsmótsins, stendur nú sem hæst og lýkur annað kvöld. Spilað er í tveimur riðlum og leiðir sveit Búlka hf. A-riðilinn með 245 stig, VÍB er í öðru sæti með 231 stig og Sigmundur Stefánsson í þriðja sæti með 187 stig. Sveit Ólafs Lárussonar er efst í B-riðli með 214 stig. Meira
9. janúar 1996 | Í dag | 766 orð

Framkoma formanns Prestafélags Íslands gagnvart biskupi hneykslanleg

Mér þykir mjög vænt um íslensku kirkjuna sem haldið hefur uppi kristnihaldi á Íslandi í nær 1000 ár. Án kristnitökunnar á Þingvöllum árið 1000 værum við Íslandingar ekki sjálfstæð og velmenntuð þjóð. Mér er hlýtt til prestastéttarinnar þótt þar kunni að vera mórauðir sauðir innan um eins og í öðrum stéttum. Ég þekki persónulega á annan tug núlifandi presta og segi að séu góðir prestar. Meira
9. janúar 1996 | Í dag | 105 orð

LEIÐRTT Þjóðólfur varð ÞjóðlífRangt var farið með heiti

Rangt var farið með heiti blaðs í minningargrein um Gunnar Guðmundsson 6. janúar síðastliðinn. Þar var hann sagður framkvæmdastjóri Þjóðlífs til margra ára en átti að standa Þjóðólfs, sem er blað kjördæmasambands framsóknarmanna. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Meira
9. janúar 1996 | Í dag | 295 orð

RAFA Þjóðleikhússins um að leikgagnrýnandi Dagsljóss ríki

RAFA Þjóðleikhússins um að leikgagnrýnandi Dagsljóss ríkissjónvarpsins fjalli ekki frekar um sýningar í leikhúsinu hefur að vonum vakið mikla athygli. Það er hins vegar ekkert nýtt að í odda skerist á milli leikhúss og fjölmiðils. Meira
9. janúar 1996 | Dagbók | 586 orð

Reykjavíkurhöfn: Í fyrradag kom Akureyrin

Reykjavíkurhöfn: Í fyrradag kom Akureyrin og fór í gær. Freri kom og fór í fyrradag.Bjarni Sæmundsson fór í leiðangur í fyrradag. Brúarfoss og Reykjafoss komu í fyrradag. Eldborg kom og landaði í fyrradag. Ásbjörn kom af veiðum í gær. Kyndill fór í gær. Meira
9. janúar 1996 | Dagbók | 217 orð

Yfirlit: Um

Yfirlit: Um 900 km suður af landinu er víðáttumikil 954 mb lægð sem þokast norður. Spá: Allhvöss norðaustanátt norðvestan til á landinu en austan og norðaustan kaldi eða stinningskaldi víðast annars staðar. Meira

Íþróttir

9. janúar 1996 | Íþróttir | 303 orð

Barátta í Borgarnesi

Barátta í Borgarnesi Njarðvíkingar unnu nauman sigur á Skallagrími, 88:92, í jöfnum og spennandi baráttuleik í Borgarnesi. Jafnt var á flestum tölum og heimamenn höfðu yfir, 51:46, í leikhléi. "Þetta var mjög jafn og skemmtilegur leikur," sagði Hrannar Hólm, þjálfari Njarðvíkinga. Meira
9. janúar 1996 | Íþróttir | 133 orð

Besti árangur Daníels í göngu

DANÍEL Jakobsson, skíðagöngumaður úr Leiftri, náði besta árangri sínum í 15 km göngu með hefðbundinni aðferð á sterku móti í Åsarna í Svíþjóð á laugardaginn. Hann hafnaði í 19. sæti og var 2,41 mín. á eftir sænska sigurvegaranum Niklas Jonsson. Björn Dæhlie, sem hefur örugga forystu í heimsbikarnum, varð annar, 8 sekúndum á eftir Jonsson. Torgny Mogren frá Svíþjóð varð þriðji. Meira
9. janúar 1996 | Íþróttir | 62 orð

Birkir og Kristján eru farnir út

LANDSLIÐSMENNIRNIR í knattspyrnu úr Fram, Birkir Kristinsson og Kristján Jónsson, eru farnir til Noregs og Svíþjóðar og byrjaðir að æfa með Brann og Elfsborg án þess að að gengið hafa verið frá félagaskiptum þeirra úr Fram. Framarar bíða eftir að félögin hafi samband vegna félagaskiptanna. Jón Sveinsson, miðvörður FH-liðsins, hefur gengið á ný til liðs við Fram. Meira
9. janúar 1996 | Íþróttir | 693 orð

England

3. umferð bikarkeppninnar Leikir á laugardagArsenal - Sheffield United1:1(Wright 70.) - (Whitehouse 78.). 33.453. Barnsley - Oldham0:09.751. Birmingham - Wolverhampton1:1(Poole 72.) - (Bull 25.). 21.349. Bradford - Bolton0:3(McGinlay 40., Curcic 53., 66.). 10.265. Meira
9. janúar 1996 | Íþróttir | 546 orð

Fyrsti sigur Dallas í Boston Jim Jackson og Jaso

Fyrsti sigur Dallas í Boston Jim Jackson og Jason Kidd fóru á kostum hjá Dallas Mavericks, sem vann langþráðan sigur í Boston á sunnudaginn - sinn fyrsta þar í borg, eftir fimmtán tapleiki, 96:117. Jackson skoraði 30 stig Jason Kidd 29, en svo mörg stig hefur hann ekki skorað í leik í NBA-deildinni í vetur. Meira
9. janúar 1996 | Íþróttir | 428 orð

Guðmundur bjargaði Val

HAUKAR voru ekki nema hársbreidd frá sigri á Val á laugardaginn og með sigri hefðu þeir færst upp í efsta sæti deildarinnar ásamt Hlíðarendapiltum. En þessi hársbreidd sem munaði var Guðmundur Hrafnkelsson markvörður Vals. Hann varði vítakast Gústafs Bjarnasonar þegar tíu sekúndur voru eftir og staðan var jöfn, 27:27. Meira
9. janúar 1996 | Íþróttir | 646 orð

Haukar - Valur27:27

Íþróttahúsið við Strandgötu, Íslandsmótið í handknattleik, 1. deild karla, 12. umferð laugardaginn 6. janúar 1996. Gangur leiksins: 0:4, 3:6, 6:9, 10:11, 12:12, 13:15, 16:16, 17:16, 22:18, 23:20, 23:23, 27:27 27:27. Meira
9. janúar 1996 | Íþróttir | 207 orð

Hálfgerður skrípaleikur Grótta sigraði ÍR

Hálfgerður skrípaleikur Grótta sigraði ÍR 23:17 í einum slakasta handboltaleik sem undirritaður hefur séð í vetur og nánast hálfgerður skrípaleikur á köflum. Þó svo að Grótta hafi unnið nokkuð sannfærandi var það ekki fyrir það að liðið væri að leika vel heldur hversu slakir ÍR-ingar voru. Meira
9. janúar 1996 | Íþróttir | 281 orð

Heimsbikarinn Maribor, Slóveníu: Stórsvig k

Maribor, Slóveníu: Stórsvig kvenna: 1. Katja Seizinger (Þýskal.)2:14.30 (fyrri umferð 1:08.43/seinni 1:05.87)2. Sonja Nef (Sviss)2:14.98 (1:08.36/1:06.62)3. Martina Ertl (Þýskal.)2:15.0 (1:08.69/1:06.32)4. Deborah Compagnoni (Ítalíu)2:15.15 (1:08. Meira
9. janúar 1996 | Íþróttir | 190 orð

HELGU Helgadóttur,

HELGU Helgadóttur, leikmanni Fylkis var vikið af leikvelli í leiknum gegn Fram þar sem nafn hennar var ekki á leikskýrslu. Ótrúlegur klaufaskapur í 1. deild en hefur því miður gerst oftar en einu sinni bæði í karla- og kvennaflokki. Meira
9. janúar 1996 | Íþróttir | 542 orð

Hvernig hefurHJÖRDÍS GUÐMUNDSDÓTTIRspjarað sig í dönsku deildinni? Stefnir í fall hjá Rödovre

HJÖRDÍS Guðmundsdóttir, landsliðsmarkvörður í handknattleik úr Víkingi og íþróttakennari að mennt frá Íþróttakennaraskólanum að Laugarvatni, vildi breyta til og spreyta sig á öðrum vettvangi í handboltanum enda kornung, 23 ára. Hún brá sér því í haust í víking til Danmerkur, í frekara nám í íþróttafræðum jafnframt því að spila með danska 1. deildar liðinu Rödovre. Meira
9. janúar 1996 | Íþróttir | 275 orð

ÍR-sigur á Hlíðarenda ÍR-ingar sigruðu Valsmenn

ÍR-sigur á Hlíðarenda ÍR-ingar sigruðu Valsmenn með 20 stiga mun, 77:97, á sunnudagskvöld í kaflaskiptum leik. Það voru Valsmenn sem komu ákveðnari til leiks og skoruðu fyrstu tvær körfurnar. Mestan hluta fyrri hálfleiks voru Valsmenn tveimur til sex stigum yfir. Þeir létu boltann ganga og liðsheildin virtist sterk. Meira
9. janúar 1996 | Íþróttir | 302 orð

KA skreiddist á toppinn

Það var enginn glæsibragur á leik bikarmeistara KA þegar liðið sigraði botnlið KR á heimavelli og komst þannig á toppinn við hlið Valsmanna og með leik til góða. KA mætir einmitt Val í bikarkeppninni annað kvöld og þurfa norðanpiltar að sýna allt annan leik gegn sterku liði Vals ef þeir ætla sér áfram í keppninni. Meira
9. janúar 1996 | Íþróttir | 686 orð

KR - Haukar73:90

Íþróttahúsið Seltjarnarnesi, úrvalsdeildin í körfuknattleik, sunnudaginn 7. janúar 1996. Gangur leiksins: 4:4, 10:12, 10:21, 14:26, 23:30, 30:41, 33:41, 37:59, 45:70, 59:70, 67:75, 70:85, 73:90. Meira
9. janúar 1996 | Íþróttir | 134 orð

Lárus Dagur fór á kostum Tindastóll sigrað

Tindastóll sigraði ÍA, 89:77, í leik þar sem úrslitin réðust í fyrri hálfleik. Lárus Dagur Pálsson var fremstur í flokki gestanna og var óstöðvandi allan fyrri hálfleik, gerði 23 stig og þar af fimm þriggja stiga körfur. Þegar flautað var til leikhlés var munurinn 18 stig, 55:37. Meira
9. janúar 1996 | Íþróttir | 61 orð

Leikmenn Newcastle fá 15 millj. kr

LEIKMENN Newcastle, sem eru taldir líklegastir til að verða Englandsmeistarar, fá 15,6 millj. ísl. kr. á mann ef þeir ná að tryggja liðinu hinn eftirsótta meistaratitil. Þetta er mun hærri bónus en búið er að lofa leikmönnum Man. United, en þeir eiga að fá átta millj. kr. á mann ef þeir ná titlinum til Old Trafford. Meira
9. janúar 1996 | Íþróttir | 115 orð

Létt hjá Haukum

Létt hjá Haukum Haukar áttu ekki í teljandi vandræðum með að innbyrða stigin tvö með 73:90 sigri á KR-ingum á Seltjarnarnesi á sunnudaginn. Meira
9. janúar 1996 | Íþróttir | 486 orð

LOGI Ólafsson

LOGI Ólafsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, stjórnaði ÍR-liðinu í leiknum gegn Gróttu í 1. deildinni í handknattleik á sunnudaginn. Eyjólfur Bragason, þjálfari liðsins, var í leikbanni og fékk hann vin sinn til að stjórna liðinu. Meira
9. janúar 1996 | Íþróttir | 280 orð

Læt ekkert stoppa mig

Hlaupakonan Martha Ernstdóttir, sem hefur náð lágmarki fyrir 5.000 metra hlaup á Ólympíuleikunum í sumar, fær ekki lengur styrk frá Ólympíusamhjálpinni. Þegar Marta fékk styrkinn greiddan fyrir áramótin fylgdi lítill gulur miði með sem sagði að þetta væri síðasta greiðslan til hennar. Meira
9. janúar 1996 | Íþróttir | 86 orð

Maradona vill að þeir ríku borgi m

MARGIR telja að knattspyrnukappinn Diego Maradona hafi stigið sín fyrstu spor sem "stjórnmálamaður" þegar hann sagði í sl. viku að ríkt fólk í Argentínu, eins og hann sjálfur, eigi að greiða meira í skatta - skatta til að hjálpa fólki í landinu sem býr við hungur. Systir Maradona hefur ekki haft ráð á hafa ofan í sig og á, en hann hefur hjálpað henni. Meira
9. janúar 1996 | Íþróttir | 484 orð

MARÍA »Sund í tjaldi opnar áð-ur óþekkta möguleikaá Smáþjóðaleikum

Þórsmerkurferðir vöktu mikla athygli á árum áður, Þjóðhátíð í Eyjum hefur ávallt þótt fréttaefni og Uxahátíðin á liðnu sumri þótti takast það vel að ráðgert er að gera hana að árlegum viðburði. Allar þessar útiskemmtanir eiga það sammerkt að hafa verið haldnar meira eða minna undir tjaldi sem bendir til þess að tjaldið hafi visst aðdráttarafl á mannamótum. Meira
9. janúar 1996 | Íþróttir | 640 orð

Meistararnir óvænt úr leik

Green Bay Packers kom á óvart í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í bandaríska fótboltanum þegar liðið vann meistara San Francisco 27:17 í úrslitakeppni Landsdeildarinnar. Packers hefur ekki náð svo langt í úrslitakeppni síðan 1967 en San Francisco hefur ekki tapað á þessu stigi síðan 1988. Meira
9. janúar 1996 | Íþróttir | 182 orð

Metnaðarlaust í Mosfellsbæ Það var dauft y

Metnaðarlaust í Mosfellsbæ Það var dauft yfir leik UMFA og Víkings í Mosfellsbæ á sunnudagskvöldið og meðalmennskan var ríkjandi lengst af. Leikmenn UMFA þurftu ekki á neinum stórleik að halda til að sigra dapra gesti sína með tíu marka mun, 28:18, eftir að hafa haft fimm marka forystu í hálfleik, 14:9. Meira
9. janúar 1996 | Íþróttir | 91 orð

NBA-deildin Leikir aðfararnótt sunnudags: Charlotte - Atlanta96:90Cleveland - Orlando105:94Detroit - Washington90:82Chicago -

Leikir aðfararnótt sunnudags: Charlotte - Atlanta96:90Cleveland - Orlando105:94Detroit - Washington90:82Chicago - Milwaukee113:84Houston - Indiana99:87Denver - Miami86:88Sacramento - Golden State115:106 Meira
9. janúar 1996 | Íþróttir | 31 orð

NFL-deildin Undanúrslit Amerísku deildarinnar

Undanúrslit Amerísku deildarinnar Pittsburgh - Buffalo40:21Kansas - Indianapolis7:10Pittsburgh tekur á móti Kansas á sunnudag. Undanúrslit Landsdeildar San Francisco - Green Bay17:27Dallas - Philadelphia30:11 Dallas tekur á móti Green Bay á sunnudag. Meira
9. janúar 1996 | Íþróttir | 108 orð

NHL-deildin Leikir aðfararnótt laugardags: Hartford - Ottawa4:2Buffalo - Toronto3:1Pittsburgh - Detroit5:2Washington - NY

Leikir aðfararnótt laugardags: Hartford - Ottawa4:2Buffalo - Toronto3:1Pittsburgh - Detroit5:2Washington - NY Rangers4:4Dallas - Winnipeg5:4Calgary - Anaheim1:3Edmonton - Florida2:3San Jose - Los Angeles2:5Leikir aðfararnótt sunnudags: Boston - Hartford 5:2NY Islanders - Ottawa 5:4Detroit Meira
9. janúar 1996 | Íþróttir | 338 orð

Skemmtilegur nágrannaslagur

Þetta var góður sigur í góðum leik. Það sem réð helst úrslitum var góð hittni hjá okkur utan af velli og eins innáskiptingarnar þar sem við náðum að vera með óþreytta menn inná nánast allan leikinn, Meira
9. janúar 1996 | Íþróttir | 123 orð

Spennandi lokamínútur Leikur Þórs og Breiðabliks

Spennandi lokamínútur Leikur Þórs og Breiðabliks var mjög spennandi á lokamínútunum og höfðu heimamenn góða möguleika á að hirða stigin sem í boði voru en þeir áttu síðustu sókn leiksins og voru einu stigi undir, en náðu ekki að koma knettinum rétta leið og Breiðablik vann 88:89. Meira
9. janúar 1996 | Íþróttir | 327 orð

Stjarnan í vandræðum með Víking

Í 56 MÍNÚTUR gáfu Víkingsstúlkur varla þumlung eftir gegn efsta liði 1. deildar kvenna í handknattleik, Stjörnunni, í Garðabænum á laugardaginn. En þessar 4 mínútur í lokin voru nóg fyrir leikreynda Garðbæinga til að sigra 25:20. "Þetta var skemmtilegasti leikurinn í vetur, jafn og spennandi, og sigurinn hefði auðveldlega getað endað hinum megin," sagði Guðný Gunnsteinsdóttir fyrirliði Meira
9. janúar 1996 | Íþróttir | 222 orð

Stjarnan - Víkingur25:20 Íþróttahúsið Garðabæ, Íslands

Stjarnan - Víkingur25:20 Íþróttahúsið Garðabæ, Íslandsmótið í handknattleik - 1. deild kvenna, laugardaginn 6. janúar 1996. Gangur leiksins: 3:0, 3:3, 6:4, 6:6, 9:6, 10:9, 12:11, 13:11, 13:13, 15:15, 18:17, 20:18, 20:20, 25:20. Mörk Stjörnunnar: Ragnhildur Stephensen 9/5, Nína K. Meira
9. janúar 1996 | Íþróttir | 340 orð

Stjörnumenn unnu án Filipovs

Stjörnumenn unnu sætan sigur á Selfyssingum á sunnudagskvöldið, 31:27. "Ég er mjög ánægður með sigurinn, við vorum hræddir fyrir þennan leik enda hefur Selfoss verið á uppleið að undanförnu. Við spiluðum ekki vel en lukkan og kannski úthaldið gerði útslagið," sagði Viggó Sigurðsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. Meira
9. janúar 1996 | Íþróttir | 392 orð

Tomba engum líkur

ÍTALSKA sprengjan Alberto Tomba sýndi enn einu sinni í sviginu í Flachau á sunnudag að hann er besti svigmaður heims. Hann var í fjórða sæti eftir fyrri umferð, en setti í fjórða gír í þeirri síðari og sigraði örugglega. "Hann virðist alltaf eiga meira inni en við," sagði Juri Kosir frá Slóveníu sem varð þriðji. Meira
9. janúar 1996 | Íþróttir | 316 orð

Tólf ára bið Kristinu á enda

KRISTINA Andersson frá Svíþjóð, sem heimsótti Ísland fyrir nokkrum árum ásamt vinkonu sinni Pernillu Wiberg, náði loks að sigra í heimsbikarmóti eftir 12 ára bið. Stóra stundin rann upp í Maribor í Slóveníu á sunnudaginn er hún sigraði í svigi. Katja Seizinger frá Þýskalandi sigraði í stórsvigi á sama stað á laugardag. Meira
9. janúar 1996 | Íþróttir | 156 orð

Tvöfalt hjá KR

KR-ingar sigruðu bæði í meistaraflokki karla og kvenna á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu innanhúss sem fram fór í Laugardalshöll um helgina. KR sigraði Fylki í karlaflokki 2:1. Kristinn Tómasson skoraði fyrst fyrir Fylki, en Kristján Finnbogason, markvörður, jafnaði fyrir KR. Það var síðan Ásmundur Haraldsson sem tryggði KR-ingum Reykjavíkurmeistaratitilinn með sigurmarkinu undir lokin. Meira
9. janúar 1996 | Íþróttir | 156 orð

Víðavangshlaup Belfast: Karlar (8 km)

Belfast: Karlar (8 km) 1. James Kariuki (Kenýja)24:02 2. Chris Sweeney (Bretl.)24:04 3. Cormac Finnerty (Írlandi)24:06 4. Ruddy Walem (Belgíu)24:08 5. David Burke (Írlandi)24:11 6. Wilson Omwoyo (Kenýja)24:14 7. John Nuttall (Bretl. Meira
9. janúar 1996 | Íþróttir | 179 orð

Weah bestur

GEORGE Weah, landsliðsmaður Líberíu og leikmaður AC Milan, var krýndur knattspyrnumaður heims af alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, í hófi í Mílanó í gærkvöldi. Weah, sem var á dögunum kjörinn knattspyrnumaður Evrópu og einnig Afríku 1995, fékk 170 stig í atkvæðagreiðslu sem 100 landsliðsþjálfarar tóku þátt í. Meira
9. janúar 1996 | Íþróttir | 67 orð

Þýskaland

Deildarkeppnin Hameln - Gummersbach25:21 Lemgo - Grosswallstadt30:23 Nettelstedt - Magdeburg23:26 Kiel - D¨usseldorf21:19 Flensburg - Bad Schwartau27:24 Rheinhausen - Massenheim29:24 Essen - Niederw¨urzbach24:22 Minden - Dormagen20:20 Staðan Kiel er efst með 22 stig, Meira
9. janúar 1996 | Íþróttir | 170 orð

(fyrirsögn vantar)

Fylkisstúlkur stóðu uppi í hárinu á stöllum sínum úr Fram í Safamýrinni á laugardaginn en urðu að játa sig sigraðar í lokin, 28:21, en staðan í leikhléi var 15:12. Framarar áttu í vandræðum með lykilmann Fylkis, Irinu Skorobogatyk, og það var ekki fyrr en um miðjan fyrri hálfleik að þeim tókst að taka hana úr umferð. Meira

Úr verinu

9. janúar 1996 | Úr verinu | 659 orð

"Engin formleg ósk um eftirlitsmann um borð"

"ÞAÐ hefur ekki verið haft samband við mig með formlegum hætti um að hafa eftirlitsmenn um borð," segir Snorri Snorrason, sem gerir út Dalborgina á Flæmingjagrunni. "Ég heyrði í fyrsta skipti af því í útvarpinu að eftirlitsmenn væru á leiðinni á kanadísku strandgæsluskipi. Meira
9. janúar 1996 | Úr verinu | 317 orð

Hafna eftirliti Fiskistofu á Flæmska hattinum

TVEIR eftirlitsmenn frá Fiskistofu eru nú um borð í íslenzkum skipum á Flæmska hattinum. Árelíus Þórðarson er um borð í Kletti SU og Rúnar Jónsson um borð í Ottó Wathne NS. Þrír eftirlitsmenn eru hins vegar um borð í kanadísku strandgæzluskipi á miðunum og var ætlunin að þeir færu um borð í skipin Dalborgu EA og Kan og Erik frá Bíldudal. Útgerðir þeirra hafa hins vegar neitað að taka þá um borð. Meira

Viðskiptablað

9. janúar 1996 | Viðskiptablað | 236 orð

Afgangur á vöruskiptum 12,2 milljarðar króna

FLUTTAR voru út vörur fyrir alls um 106,6 milljarða króna fyrstu ellefu mánuði ársins en inn fyrir 94,4 milljarða króna. Afgangur var því á vöruviðskiptum við útlönd sem nam 12,2 milljörðum króna, en á sama tíma í fyrra voru þau hagstæð um 17,2 milljarða kr. á föstu gengi. Verðmæti vöruútflutnings var 5% meira á föstu gengi á tímabilinu en á sama tíma árið áður. Meira
9. janúar 1996 | Viðskiptablað | 47 orð

Fundur um neðanjarðarhagkerfið

VERSLUNARRÁÐ Íslands efnir til fundar á Hótel Sögu á morgun, miðvikudaginn 10. janúar kl. 8.00-9.30 þar sem fjallað verður um neðanjarðarhagkerfið og hvaða áhrif það hafi á viðskipta- og atvinnulífið svo og sjálfan þjóðarbúskapinn. Þetta hefur verið viðfangsefni nefndar innan Verslunarráðs Íslands nú að undanförnu. Meira
9. janúar 1996 | Viðskiptablað | 87 orð

Lockheed Martin kaupir Loral

SKÝRT hefur verið frá því að Lockheed Martin Corp. muni kaupa gervihnatta og fjarskiptafyrirtæki Loral Corp. fyrir 9.1 milljarð dollara. Lockheed greiðir hluthöfum Lorals 7 milljarða dollara, eða 38 dollara á hlutabréf, og tekur við skuldum upp á 2.1 milljarð dollara. Árleg sala fyrirtækjanna eftir sameininguna mun nema um 30 milljörðum dollara. Meira
9. janúar 1996 | Viðskiptablað | 101 orð

Saatchi & Saatchi vilja ekki selja nafnið

SAATCHI & SAATCHI auglýsingafyrirtækið kveðst vita að stofnandinn Maurice Saatchi, sem hluthafar ráku fyrir ári, vilji komast yfir nafn fyrirtækisins, en segir að hann muni ekki komast upp með það. Meira
9. janúar 1996 | Viðskiptablað | 203 orð

Siglingar að hefjast til Shelburn

EIMSKIP hefur ákveðið að hefja reglubundnar siglingar til Shelburn í Nova Scotia á austurströnd Kanada. Þá hefur félagið einnig ákveðið að opna markaðsskrifstofu í Boston í Bandaríkjunum. Þessar ákvarðanir eru liður í breytingum á siglingaáætlun félagsins og miða að aukinni þjónustu við viðskiptavini, skv. frétt frá Eimskip. Meira
9. janúar 1996 | Viðskiptablað | 312 orð

Skattaafslættinum ætti að dreifa yfir árið

SKATTAAFSLÁTTUR vegna kaupa á hlutabréfum ætti að miðast við regluleg kaup á hlutabréfum yfir árið, t.d. ársfjórðungslega, í stað þess að vera bundinn við áramót, að mati Gunnars Helga Hálfdanarsonar, forstjóra Landsbréfa. Það gæti leitt til þess að hlutabréfasjóðirnir geti í ríkari mæli fjárfest í hlutabréfum en nú er. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.