BRETINN David Hempleman- Adams átti von á öðrum viðtökum en þeim sem hann fékk er hann náði loks símsambandi við ömmu sína er hann var staddur á Suðurpólnum. Gamla konan taldi símtalið með öllu ástæðulaust, neitaði að greiða fyrir það og skellti á.
Meira
FRANÇOIS Mitterrand, fyrrverandi Frakklandsforseti, var lagður til hinstu hvílu í íburðarsnauðu grafhýsi í fæðingarbæ sínum, Jarnac, í gær. Þjóðarsorg ríkti í Frakklandi, skólabörn lögðu frá sér bækur í eina mínútu og minntust forsetans og neðanjarðarlestir Parísarborgar staðnæmdust jafnlengi á slaginu klukkan 10 að íslenskum tíma í gærmorgun er kveðjuathöfn hófst í Frúarkirkjunni í París.
Meira
MARGARET Thatcher hvatti John Major forsætisráðherra í gær til þess að hverfa aftur til róttækrar hægristefnu til þess að flokkurinn mætti vinna fimmtu þingkosningarnar í röð. Sagði hún stjórnina í vanda þar sem hún hefði valdið stuðningsmönnum sínum meðal miðstéttarfólks vonbrigðum.
Meira
SJÓNVARPSSTÖÐ í sjálfsstjórnarlýðveldinu Dagestan í suðurhluta Rússlands skýrði frá því í gær, að tveir gíslar og tsjetsjenskur uppreisnarmaður hefðu týnt lífi í skotbardaga í þorpinu Pervomajskaja en þar héldu skæruliðar enn rúmlega 200 óbreyttum borgurum í gíslingu í gær, að sögn Interfax-fréttastofunnar.
Meira
ÁHÖFN grísks flutningaskips á leið með málmgrýtisfarm til Fíladelfíu yfirgaf skipið í gær 450 mílur suðvestur af Nýfundnalandi og var selflutt yfir í kanadíska strandgæsluskipið Leonard J. Cowley.
Meira
Borað eftir heitu vatni í Mýrdal eftir tilsögn prjóna 110-115 metrar niður á 90 stiga heitt vatn Fagradal. Morgunblaðið. Á DYRHÓLUM í Mýrdal eru Stefán Gunnarsson og Sigurbjörg Jónsdóttir að láta bora eftir heitu vatni.
Meira
Í KRINGUM fjörutíu starfsmenn í hverfisbækistöðvum Gatnamálastjórans í Reykjavík lögðu niður vinnu í gær til að mótmæla því að íþróttafélögum hafi verið falin hirðing jólatrjáa. Björgvin Þorvarðarson, trúnaðarmaður starfsmanna, segir þá líta svo á að með þessu fyrirkomulagi sé verið að svipta þá vinnu. Gatnamálastjóri kveðst telja þessi viðbrögð harðari en hann átti von á.
Meira
SJÖ aðilar leggja fram 80 milljóna króna hlutafé í útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Krossvík á Akranesi með fyrirvara um að skip fyrirtækisins, Höfðavík, verði selt og að viðunandi samningar takist við lánardrottna.
Meira
AÐVÖRUNARLJÓS kviknaði í flugstjórnarklefa Boeing 747 þotu Atlanta á leið milli New York og Bogot með rúmlega 100 farþega fyrir nokkrum dögum til marks um að hættulega lítið bil væri milli vélarinnar og annarrar þotu.
Meira
FYRSTA síldin á þessi ári barst á miðvikudag til Seyðisfjarðar. Keflvíkingur KE 100 kom fyrstur með um 150 tonn sem landað var í flokkunarstöð SR-mjöls. Fóru um 69 tonn af síldinni til söltunar hjá Strandarsíld hf. en afgangurinn var tekinn til bræðslu. Björg Jónsdóttir kom síðan með 424 tonn af síld sem fór öll í bræðslu. Að sögn Gunnars Sverrissonar, verksmiðjustjóra hjá SR-mjöli hf.
Meira
ALLAR lyftur í Hlíðarfjalli verða opnar um helgina, eða frá kl. 10.00 til 17.00 báða dagana. Ívar Sigmundsson forstöðumaður Skíðastaða sagði að fremur lítill snjór væri í fjallinu og vildi því hvetja skíðamenn til að fara varlega þessa fyrstu daga. Göngubrautir hafa verið lagðar, en þó er enn ekki nægilegur snjór til að hægt sé að troða eina helstu brautina þar.
Meira
ALMENN ánægja er með þjónustu apóteka að því er fram kemur í niðurstöðum Gallups í símakönnun á viðhorfum almennings til þjónustu apótekanna og hugsanlega þörf fyrir fjölgun apóteka. Yfir 98% þeirra sem afstöðu tóku voru ánægðir með þjónustuna. Gallup gerði könnunina fyrir Apótekarafélag Íslands. Tekið var slembiúrtak 1.200 Íslendinga og svöruðu 851 sem er 70,9% svarhlutfall.
Meira
VEGNA bilunar í reykhreinsibúnaði járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga í gær hefur reykur borist úr einum skorsteini hennar og lagst yfir nágrennið í stilltu veðri. Maður sem býr í grenndinni sagði að nágrannar hefðu ama af.
Meira
Siglufirði-Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði fékk veglega gjöf nú um áramótin en þá gaf Þormóður rammi hf. á Siglufirði björgunarsveitinni peningagjöf að upphæð 350.000 kr.
Meira
Á ÞESSU ÁRI fagnar Bolvíkingafélagið í Reykjavík 50 ára afmæli sínu, en félagið var stofnað 27. maí 1946. Fyrsti formaður Bolvíkingafélagsins var Jens Níelsson en núverandi formaður er Sæbjörn Guðfinnsson. Félagsmenn eru nú um 350 og eiga annaðhvort ættir að rekja til Bolungarvíkur eða hafa búið þar í nokkurn tíma. Bolvíkingafélagið minnist þessara tímamóta með ýmsum hætti í ár.
Meira
HREPPSNEFND Kaldrananeshrepps ákvað á síðasta fundi sínum að halda áfram leit að heitu vatni á Drangsnesi. Miklar væntingar eru bundnar við leitina eftir að boruð var 100 metra rannsóknarhola í þorpinu. Það eru Jarðboranir hf. sem munu sjá um borunina.
Meira
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknaði Klettaútgáfuna hf. af kröfum Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna sem krafðist þess að samningur sem aðilarnir gerðu með sér vegna útgáfu ljóðabókar, sem seld var til styrktar styrktarfélaginu, yrði endurskoðaður og útgáfunni gert að greiða samtökunum 6,3 milljónir króna.
Meira
BANDARÍSKA tímaritið Moneyfullyrðir í grein sem birtist í gær að bandarísku forsetahjónin séu því sem næst gjaldþrota. Þessu valdi himinháir reikningar lögfræðinga vegna Whitewater-málsins og ákæru á hendur forsetanum um grófa kynferðislega áreitni.
Meira
ÁKVÖRÐUN bandaríska fyrirtækisins Columbia Aluminum um staðsetningu álvers liggur enn ekki fyrir, en valið stendur milli Íslands og Venezuela. Jim Hensel, sem sér um stjórn nýrra verkefna hjá Columbia, sagði í gær að ástæðan væri sú að gögn vantaði frá Venezuela.
Meira
MAT á umhverfisáhrifum fyrirhugaðra framkvæmda á Hveravöllum í Svínavatnshreppi hefur verið lagt fram og var deiliskipulag auglýst í gær. Það mun liggja frammi til kynningar til 15. febrúar til þess að gera megi við það athugasemdir. Framkvæmdin hefur verið tilkynnt til frumathugunar hjá embætti skipulagsstjóra ríkisins.
Meira
BIRGIR Örn Guðmundsson varði nýlega doktorsritgerð í efnafræði við Wisconsin háskólann í Madison í Bandaríkjunum. Ritgerðin nefnist "I. Solution Behavior of Chelated and Non- Chelated Aryllithium Compounds; II. A Mechanistic Study of the Lithium Selenium Exchange" og er á sviði lífrænnar efnafræði.
Meira
DREGIÐ hefur verið í Mackintosh Quality Street happdrætti Danól, Fríhafnarinnar og Atlantica. Vinningshafi er Dagbjörg Traustadóttir og fær hún helgarferð fyrir tvo með Flugleiðum að andvirði 70.000 og Mackintosh afmælisdós. Myndin er tekin við afhendingu verðlaunanna.
Meira
NEFND á vegum heilbrigðisráðherra hyggst leggja til að heilbrigðisstjórnum verði fækkað og að ein yfirstjórn verði í hverju kjördæmi, sem sjái um heilbrigðismál og fái til þess fjárveitingu. Sparnaður og betri þjónusta
Meira
EKIÐ var á tvo pilta, sextán og sautján ára gamla, á gatnamótum Langholtsvegar og Laugarásvegar um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík er ökumaður bílsins grunaður um ölvun við akstur. Piltarnir voru fluttir á Slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi, en talið var að annar hafi mjaðmarbrotnað og hinn kvartaði undan verk á baki.
Meira
SPURNINGAR hafa vaknað um framtíð Íslenzkra aðalverktaka, sem hafa haft einkarétt á framkvæmdum fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli í meira en fjörutíu ár. Bandaríkin hafa krafizt þess í viðræðum við íslenzk stjórnvöld að varnarliðsframkvæmdir verði boðnar út og einkaréttur fyrirtækisins þannig afnuminn.
Meira
ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Akureyrar ræddi vinnuáætlun vegna stofnunar hlutafélags til að bæta aðstöðu fyrir knattspyrnumenn bæjarins á fundi sínum í vikunni. Samkvæmt stefnu ÍTA sem samþykkt var í bæjarstjórn sl. haust mun ÍTA beita sér fyrir stofnun slíks hlutafélags. Enn eru flestir endar lausir varðandi framkvæmdina en stefnt er að því að setja málin í gang á næstu vikum.
Meira
GÍSLATAKAN í Suður-Rússlandi þar sem tsjetsjenskir skæruliðar náðu fyrirhafnarlaust á sitt vald hundruðum manna hefur enn einu sinni vakið upp vangaveltur um, að eitthvert valdamikið "þriðja afl" vilji draga átökin í Tsjetsjníju á langinn.
Meira
Morgunblaðið/Ásdís Formenn KRFÍ FORMAÐUR og sjö fyrrverandi formenn Kvenréttindafélags Íslands voru viðstaddir útför Önnu Sigurðardóttur frá Dómkirkjunni í gær. Formennirnir eru (f.v.
Meira
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins vill færa meirihlutann af dómsmála- og lögreglusamstarfi aðildarríkjanna inn á eigin valdsvið. Þetta verður keppikefli framkvæmdastjórnarinnar á ríkjaráðstefnu ESB, sem hefst í marz, að sögn Anitu Gradin sem fer með þessi mál í framkvæmdastjórninni.
Meira
FRESTUR til að ná samkomulagi um skiptingu úthafsveiðikvóta milli þýskra útgerðarfyrirtækja hefur verið framlengdur til 31. janúar, að sögn Guðmundar Tuliniusar, framkvæmdastjóra Mecklenburger Hochseefischerei.
Meira
FYRSTI vinningur í BKI milljónaleiknum var dregin út á gamlársdag. Vinningurinn 500.000 krónur kom í hendur Stefáns Jónssonar úr Grafarvogi. Annan hvern föstudag frá 3. nóvember til 22. desember voru drengar út 100.000 kr., alls 500.000 kr.
Meira
Í GREIN í blaðinu í gær um að eldri borgarar hyggi á aðgerðir vegna tvísköttunar lífeyrisgreiðslna er haft eftir Benedikt Davíðssyni, forseta ASÍ, að það sé alrangt hjá Friðrik Sophussyni fjármálaráðherra að 15% skattaafsláttur vegna lífeyristekna hafi verið felldur niður að kröfu ASÍ.
Meira
FYRSTA sýning á "Gauragangi" eftir Ólaf Hauk Símonarson að loknu áramótaleyfi félaga í Leikfélagi Húsavíkur verður þriðjudaginn 16. janúar kl. 20.30. "Gauragangur" var frumsýndur 4. nóvember sl. og sýndar voru 20 sýningar fyrir áramót. Rúmlega 2000 manns hafa séð sýninguna og hefur hún hlotið frábærar viðtökur áhorfenda.
Meira
BANDARÍSKA geimferjan Endeavour lagði upp í níu daga ferð í gær en megintilgangur hennar er að sækja tvo gervihnetti, bandarískan og japanskan. Sex menn eru í áhöfninni, þar á meðal Japaninn Koichi Wakata, sem veifar hér til viðstaddra um leið og gengur um borð. Næstir honum eru tveir félaga hans, þeir Winston Scott og Brent Jett.
Meira
SÚ nýbreytni hefur verið tekin upp hjá Sjálfstæðisfélagi Garðabæjar að efna til gönguferða um hverfi bæjarins, ásamt bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Næsta gönguferð verður farin sunnudaginn 14. janúar. Gengið verður um Fitja-, Ása- og Grundarhverfi. Áætlað er að hittast við íþróttamiðstöðina við Ásgarð og leggja af stað þaðan kl. 10.30. Gangan endar einnig þar.
Meira
KARLAKÓRINN Heimir í Skagafirði heldur tvenna tónleika á sunnudag, 14. janúar. Þeir fyrri verða í félagsheimilinu Ýdölum í Suður-þingeyjarsýslu og hefjast kl. 16.00 og þeir síðari í félagsheimilinu Freyvangi í Eyjafjarðarsveit og hefjast kl. 20.30. Kórinn er með skemmtilega og fjölbreytta söngskrá, m.a. ný lög sem kórinn hefur verið að æfa að undanförnu. Söngstjóri er Stefán R.
Meira
Húsavík-Heimildir eru fyrir því að kirkja hafi verið á Húsavík árið 1231 og jörðin hafi þá tilheyrt prestinum. Í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns segir að 1712 hafi jörðinni tilheyrt hjáleigurnar Skógargerði, Naust, Vilpa og Þorvaldsstaðir sem nú tilheyra allar Húsavíkurlandi.
Meira
EINN maður var fluttur á slysadeild eftir umferðarslys á Kringlumýrarbraut í gærmorgun. Tildrögin voru þau að vörubíl var ekið suður Kringlumýrarbraut á akrein lengst til vinstri þegar hvellsprakk á einum hjólbarðanum. Bílstjórinn beindi þá bíl sínum yfir á næstu akrein til hægri en þar var fyrir fólksbíll.
Meira
KOSTNAÐUR við rannsókn með segulómsjá hjá Læknisfræðilegri myndgreiningu hf. er mun lægri en hjá Landspítala að sögn Þorkels Bjarnasonar, læknis og einn forsvarsmanna LM. Hann segir þetta ekki hafa komið nægjanlega skýrt fram í umræðum um tækið, en Tryggingastofnun ríkisins hefur tilkynnt að hún telji sér ekki skylt að greiða fyrir rannsóknir gerðar með segulómsjánni.
Meira
ÍSRAELAR gagnrýndu í gær Hafez al-Assad, forseta Sýrlands, og sögðu að viðhorf hans til friðarviðræðna þyrftu að breytast ef hann vildi friðmælast við Ísrael. Norskir sendimenn ræddu við Assad á miðvikudag og höfðu eftir honum að ekki lægi á að semja við Ísraela.
Meira
JÓN Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, segir í viðtali við Stavanger Aftenblad nýlega að hann hafi ákveðið hvern hann vilji styðja sem frambjóðanda til embættis forseta Íslands. Þar sem hann sé hins vegar svo umdeildur á Íslandi vilji hann að svo stöddu ekki lýsa því yfir opinberlega um hvern sé að ræða, en segir þó að það sé kona.
Meira
LÍTIL kirkjuklukka úr kaþólskum sið fannst á Narfastöðum í Reykjadal í sumar. Þór Magnússon, þjóðminjavörður, telur að kirkjuklukkan geti verið frá fyrri hluta miðalda eða frá því fyrir 1200. Hann segist hafa nýfregnað að mannabein hafi fundist á Narfastöðum á fyrrihluta aldarinnar. Samkvæmt þeim fundi hafi kirkja eða bænhús verið á Narfastöðum.
Meira
TUTTUGU ár eru á morgun, 13. janúar, liðin frá því öflugur jarðskjálfti reið yfir Kópasker og nágrenni. Jarðskjálftinn er þeim sem upplifðu hann enn í fersku minni, enda mældist hann rúm sex stig á Richterkvarða. Brottfluttir Kópaskersbúar ætla að minnast atburðarins með því að hittast annað kvöld í sal Lögreglufélagsins í Brautarholti 30 í Reykjavík.
Meira
KROSSGÁTUBÓKIN 1996 er nýkomin út. Þetta er í 13. skipti sem Ó.P. útgáfan gefur út krossgátubók. Bókin er 68 blaðsíður og eru krossgátur á hverri síðu. Í frétt frá útgáfunni segir að bókin hafi fest sig í sessi á markaðnum og krossgátubókin í fyrra hafi t.d. selst í stærra upplagi en fyrri bækur. Eitthvað er til af eldri bókum hjá útgáfunni.
Meira
ÁKVÖRÐUN Norðmanna um skiptingu síldarkvóta hefur vakið reiði Rússa, að því er sagði í Færeyska útvarpinu í fyrradag. Vitnað var í rússneska blaðið Murmanskly Vestnik sem sagði rússneska sjávarútvegsráðuneytið vera að undirbúa mótleik gegn ákvörðun Norðmanna og kynni kalt síldarstríð að vera í uppsiglingu á milli þjóðanna.
Meira
FRANÇOIS Mitterrand, fyrrverandi Frakklandsforseti, var borinn til grafar í fæðingarbæ sínum Jarnac í suðvesturhluta Frakklands í gær, að viðstöddum nánustu ættingjum hans og vinum. Fjöldi þjóðhöfðingja og háttsettra franskra og erlendra ráðamanna sátu hins vegar minningarathöfn um Mitterrand í Notre Dame í París.
Meira
TEKIST hefur að ná 253 milljón króna sparnaði í lyfjaútgjöldum með viðmiðunarverðskrá á ársgrundvelli, að sögn Ingibjargar Pálmadóttur, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Að sögn ráðherra hefur sparnaður í lyfjaútgjöldum náðst með því að beita viðmiðunarverðskrá þannig að læknar velja ódýrasta sambærilega lyfið hverju sinni og merkja sérstaklega á lyfseðilinn.
Meira
SJÖ tilboð bárust í akstur starfsmanna að og frá dvalarheimilinu Skjaldarvík norðan Akureyrar og samþykkti bæjarráð á fundi sínum í gær að ganga til samninga við lægstbjóðendur, Gylfa Ásmundsson og Jónstein Aðalsteinsson. Þórður Guðbjörnsson starfsmaður Akureyrarbæjar sagði að áætlaður kostnaður bæjarins af þessum akstri hefði verið um 1.620 þúsund krónur á ári.
Meira
SJÁLFSTÆÐISKVENNAFÉLAGIÐ Hvöt í Reykjavík hélt aðalfund sinn hinn 29. nóvember sl. en á honum var Margrét K. Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur, kosin nýr formaður. Samkvæmt lögum félagsins gengu fjórar konur úr stjórn þess og voru fjórar kosnar í þeirra stað. Nýja stjórn Hvatar skipa því eftirfarandi konur: Margrét K.
Meira
VIGDÍS Magnúsdóttir var sett forstjóri Ríkisspítala 1. desember sl. Staða Ríkisspítala er erfið um þessar mundir. Á síðasta ári var halli á rekstri Landspítalans 190 milljónir króna. Hver skyldi vera meginástæða þessa hallareksturs? Stór liður, eða 50 milljónir króna eru óinnheimt gjöld sem innheimtast áttu sem sértekjur.
Meira
BRJÁNN Jónsson, framkvæmdastjóri Iðnnemasambands Íslands, segist ekki hafa orðið sérstaklega var við aukinn áhuga fólks á að komast á samning í málmiðnaði. Það hafi heldur ekki verið auðvelt að komast á samning en hins vegar væri ýmislegt sem gæti bent til að framboð á slíku námi færi að aukast.
Meira
NEFND, sem vinnur að gerð frumvarps um upplýsingaskyldu stjórnvalda, lýkur að öllum líkindum störfum fljótlega. Því er hugsanlegt, að frumvarpið verði lagt fram á yfirstandandi þingi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins gerir nefndin ráð fyrir að þriggja manna úrskurðarnefnd leysi úr ágreiningi, sem upp kann að koma varðandi upplýsingaskyldu, en sá háttur mun ekki hafður á í nágrannalöndum.
Meira
Hashimoto er fyrsti forsætisráðherra Frjálslynda lýðræðisflokksins frá kosningunum í júlí 1993 þegar flokkurinn galt afhroð vegna spillingarmála eftir að hafa verið einn við völd í landinu í hartnær fjóra áratugi. Flokkurinn stefnir nú að því að ná aftur meirihluta á þinginu.
Meira
LYFJANEFND ríkisins hefur samþykkt nokkrar undanþáguumsóknir um innflutning og notkun lyfsins Interferon beta fyrir MS- sjúklinga, en lyfið er ekki skráð hér á landi og kostar hver meðferðarskammtur um eina milljón króna. Lyfið er í mörgum tilfellum talið geta hægt verulega á framgangi MS-sjúkdómsins, en það læknar hann hins vegar ekki.
Meira
FIMM ár verða liðin laugardaginn 13. janúar frá því að síðasti áfangi Póstgöngunnar, raðgöngu Útivistar 1991, var farin. Áfangarnir urðu þrjátíu og þeim síðasta lauk 29. desember sama ár. Raðgangan var farin í samvinnu við Póst og síma og gengin var leið sem Sigvaldi Sæmundsson, fyrsti fastráðni Suðurlandspósturinn, fór árið 1785. Í tilefni af þessu verður farið kl. 9.
Meira
PRENTVERK Austurlands hf. á Egilsstöðum hefur verið úrskurðað gjaldþrota að kröfu sýslumannsins á Seyðisfirði, sem lýsti 8,3 milljóna króna kröfu í búið vegna vangoldins virðisaukaskatts og staðgreiðsluskatta. Að sögn Bernharðs Bogasonar lögfræðings, skiptastjóra þrotabúsins, eru skuldir fyrirtækisins a.m.k. 27 milljónir króna og er þá miðað við gögn frá því í maí sl.
Meira
PÁLL Valdimarsson vélaverkfræðingur hefur verið settur prófessor við véla- og iðnaðarverkfræðiskor verkfræðideildar Háskóla Íslands (HÍ). Sérsvið hans er á sviði hitaveitna. Hitaveita Reykjavíkur styrkir stöðuna. Af þessu tilefni var efnt til athafnar í Perlunni í Reykjavík í gær og flutti Sveinbjörn Björnsson háskólarektor þar ávarp. Páll Valdimarsson er fæddur 11. júní 1954 í Reykjavík.
Meira
Í KÖNNUN á viðhorfi og skoðunum íbúa í Garðabæ til ímyndar, þjónustu og framtíðar bæjarfélagsins, sem Gallup hefur unnið fyrir bæjaryfirvöld kemur fram að þátttakendur eru mest sammála um að gott sé að búa í Garðabæ. Ingimundur Sigurpálsson bæjarstjóri sagðist eiga von á að niðurstöðurnar yrðu hafðar til hliðsjónar þegar afstaða er tekin til fjárhagsáætlunar hverju sinni.
Meira
GLERAUGNAVERSLUNIN Sjáðu hefur verið opnuð á Laugarvegi 40. Verslunin býður upp vörur frá L.A. Eyework. Þær eru upphaflega frá Bandaríkjunum en eru nú framleiddar á Ítalíu. Auk þess verða m.a. ítölsku Fendi gleraugun til sölu í Gleraugnaversluninni Sjáðu, svo og japönsku umgjörðirnar Blazon, en þær eru úr títani og henta mjög vel þeim sem hafa ofnæmi fyrir málmum.
Meira
FÉLAG sjúkraliða afhenti á miðvikudag röntgentæknum fé þeim til stuðnings, vegna deilu við Ríkisspítala um vinnutíma og kjör sem staðið hefur í tæpan hálfan annan mánuð. Um er að ræða um 225 þúsund krónur úr vinnudeilusjóði Sjúkraliðafélags Íslands og segir Kristín Á. Guðmundsdóttir tilgang gjafarinnar að minna á að sjúkraliðar þekki af eigin raun kjaradeilur.
Meira
Föstudags- og laugardagskvöld skemmta Ég og þú frá Akranesi. Þriðjudagskvöld spilar Jazztríó Ólafs Stephensen. DANSBARINN Hljómsveitin Lúdó og Stefán skemmta föstudags- og laugardagskvöld. Húsið er opnað kl. 22 og rúllugjald er 500 kr.
Meira
TRYGGINGASTOFNUN ríkisins hefur gefið út í fyrsta sinn nýtt tölfræðihefti, Staðtölur almannatrygginga 1994. Ætlunin er að staðtölur almannatrygginga komi framvegis út á hverju vori, þannig að nýjustu tölur úr rekstri almannatryggingakerfisins liggi ávallt fyrir. Staðtölur fyrir 1995 munu því koma út í vor.
Meira
STRANDGATAN á Akureyri hefur tekið stakkaskiptum á síðustu misserum og hefur ásýnd hennar breyst mjög til batnaðar, en oft var yfir því kvartað fyrir fáum árum að útlendir ferðalangar af skemmtiferðaskipum þyrftu að ösla upp óhrjálega götuna áleiðis í miðbæinn.
Meira
SVEN KNUDSEN sendiherra, sem verið hefur fastafulltrúi Noregs hjá Evrópuráðinu í Strassborg sl. fimm ár, dregur upp svartsýna mynd af framtíð Evrópuráðsins í grein í Aftenposten. Hann segir að of hratt hafi verið farið í að veita ríkjum í austurhluta Evrópu aðild á sama tíma og gömlu aðildarríkin sýni ráðinu stöðugt minnkandi athygli.
Meira
Vestmannayjum-Veiðarfæragerð Vestmannaeyja hélt árlega desembergleði fyrirtækisins fyrir skömmu. Þá var starfsmönnum, viðskiptavinum og velunnurum veiðarfæragerðarinnar boðið til veislu í vinnusal fyrirtækisins, borðað og slegið á létta strengi. Búið var að breyta vinnusalnum í veislusal, því þar sem venjulega standa net og troll á gólfinu voru uppdekkuð borð.
Meira
FÉLAG vélsleðamanna í Eyjafirði stendur um helgina fyrir vélsleða- og útilífssýningunni Vetrarsport '96 í Íþróttaskemmunni á Akureyri. Vetrarsportsýningarnar eru árlegur viðburður og þar gefur að líta allt það nýjasta á vélsleðamarkaðnum og margs konar aukabúnað tengdan vélsleðum.
Meira
TILLAGA norska sjávarútvegsráðuneytisins um 750.000 tonna síldarkvóta til handa norskum sjávarútvegi hefur vakið mikla reiði útvegsmanna. Segja þeir að tilboðið feli í sér eftirgjöf á 150.000 tonnum og gera kröfur um að fá 89% heildarkvótans, sem er ein milljón tonna.
Meira
DREGINN var út aðalvinningur í Ariel-bílaleiknum 16. desember sl. Vinningurinn kom í hönd Valdísar Ingadóttur í Reykjavík og hlaut hún að launum nýjan Nissan Micra. Afhendingin fór fram nýlega hjá Ingvari Helgasyni, umboðsmanni Nissan-bílanna. Fjöldi annarra þátttakenda hlaut einnig að launum kvöldverð fyrir tvo á Óðinsvéum.
Meira
VINNUSLYS varð um borð í skipinu Úranusi þar sem það lá við festar við Holtabakka á þriðjudagsmorgun. Annar vélstjóri skipsins fékk járnstykki í höfuðið þegar verið var að hífa hlera. Hann var fluttur á slysadeild og tæknideild lögreglunnar og Vinnueftirlitinu var tilkynnt um slysið.
Meira
DAGVINNA er 53-61% af heildarlaunagreiðslum ráðuneytanna á árinu 1994. Hlutfall yfirvinnu og aukagreiðslna var að meðaltali ríflega 37% af launakostnaðinum og er yfirvinnan meiri hjá yfirmönnum en undirmönnum. Kemur þetta fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 1994.
Meira
GRÍSKI Sósíalistaflokkurinn fór í gær með sigur af hólmi í atkvæðagreiðslu á þinginu um vítur á stjórnina. Í þriggja daga umræðum um tillöguna kom hins vegar fram djúpstæður ágreiningur innan flokksins um hernig bregðast ætti við leiðtogakreppunni vegna veikinda Andreas Papandreous forsætisráðherra.
Meira
"ÞAÐ er auðsjáanlega að ganga mikill fiskur á miðin, þorskurinn er alls staðar. Kvótakerfið er að skila sér og öll friðunin," sagði Sigurður Friðriksson, skipstjóri og útgerðarmaður á Guðfinni, 30 tonna báti frá Keflavík, þegar hann var að landa úr bátnum í Sandgerði síðdegis í gær. Upp úr bátnum komu 25 tonn af þorski, allt stór fiskur, 100 króna fiskur eins og Sigurður orðar það.
Meira
ÆTTFRÆÐIÞJÓNUSTAN fer bráðlega af stað með ættfræðinámskeið. Kennt er í Austurstræti 10a. Grunnnámskeið í Reykjavík hefjast upp úr 16. janúar, framhaldsnámskeið um næstu mánaðamót og grunnnámskeið verða væntanlega í Keflavík, á Akranesi og víða úti á landi.
Meira
Deilur í kirkjunni RISTINN siður hefur sett mark sitt á líf og menningu þjóðarinnar í þúsund ár. Í kaþólskum sið voru biskupsstólar og klaustur nánast einu menningarmiðstöðvar og skólar landsmanna. Og fullyrða má að þýðing heilagrar ritningar á íslenzku hafi átt ríkulegan þátt í að varðveita móðurmálið, að ekki sé fastar að orði kveðið.
Meira
ÞÁTTUR Háskóla Íslands í menntun landsmanna er mikill. Hann hefur útskrifað um 14 þúsund nemendur frá upphafi. Þetta segir í "Sæmundi á selnum". Mannauður Í TÍMARITI Háskóla Íslands, sem kom út fyrir skömmu, er ritstjóraspjall eftir Guðbrand Árna Ísleifsson, þar sem fjallað er um menntun.
Meira
Allt sem Jesús frá Nasaret sagði samkvæmt guðspjöllunum. Njörður P. Njarðvík sá um útgáfuna. Iðunn 1995 - 259 síður. 3.980 kr. Í ÞESSARI bók er setningum sem guðspjöllin hafa eftir Jesú raðað niður eftir lykilorðum sem eru rúmlega fimm hundruð. Aftast í bókinni er skrá yfir þessi lykilorð.
Meira
ÁRIÐ sem er nýhafið markar tímamót í Kaupmannahöfn þar sem borgin er menningarborg Evrópu þetta árið. Nú þegar eru hafnar sýningar í tilefni þessa en ein af þeim fyrstu nefnist Andlit Evrópu" og er sýning á andlitsmyndum eftir fimmtán evrópska ljósmyndara. Sýningin er á ferjunni Kronborg sem liggur við Amalie-bryggju, en þar verður fjöldi sýninga allt árið.
Meira
GEORGE Burns, bandaríski skemmtikrafturinn sem verður 100 ára eftir átta daga, er of veikburða til að geta skemmt í London Palladium eða Caesar's Palace í Las Vegas á 100 ára afmælinu, eins og stóð til. "Hann er bara ekki líkamlega fær um að skemmta," segir Irving Fein, umboðsmaður hans til langs tíma. "Hann er afar veikburða.
Meira
SIGURJÓN Kjartansson og Jón Gnarr verða með "stand upp" sýningu sína í Kaffileikhúsinu, Vesturgötu 3, laugardagskvöldið 13. janúar. Á sýningunni mun einnig fjöllistamaðurinn Óskar Jónasson koma fram með töfra og galdra. Sýningin hefst kl. 21. Húsið verður opnað kl. 20 og eru veitingar í boði. Miðaverð er 750 krónur.
Meira
Fjölmennasta þrettándagleðin í Eyjum Vestmannaeyingar dönsuðu jólin út á hefðbundinn hátt á þrettándanum. Knattspyrnufélagið Týr sá um hátíðarhöldin á þrettándanum eins og fyrr en í ár eru liðin 50 ár frá því þrettándagleðin hófst í Eyjum undir forystu Týrara.
Meira
MYNDIN Vandræðagemlingarnir, eða "The Troublemakers", með Bud Spencer og Terence Hill er sérstæð að því leyti að hún er unnin að mestu leyti af fjölskyldum þeirra. Jess Hill, sonur Terence, er höfundur handritsins, en hann útskrifaðist frá kvikmyndadeild New York- háskóla. Sonur Buds, Giuseppe Pedersoli, er meðal framleiðenda myndarinnar. Því má segja að um fjölskyldumynd sé að ræða.
Meira
LAUGARÁSBÍÓ og Borgarbíó, Akureyri, forsýna kvikmyndina Dauðasyndirnar sjög eða "Seven" í dag, laugardag og sunnudag. Með aðalhlutverk fara Brad Pitt og Morgan Freeman en myndin fjallar um tvo rannsóknarlögreglumenn sem standa ráðþrota frammi fyrir raðmorðum sem munu verða alls sjö talsins nái þeir ekki að klófesta morðingjann.
Meira
LEIKFÉLAG Akureyrar er að hefja sýningar á Sporvagninum Girnd eftir bandaríska leikskáldið Tennessee Williams. Verkið var sýnt þrívegis milli jóla og nýárs en sýningar hafa legið niðri um hríð vegna vetrarleyfis leikara félagsins.
Meira
GUÐRÚN Einarsdóttir opnar sýningu í dag, föstudag, í Galleríi Sævars Karls í Bankastræti 9. Guðrún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hérlendis og erlendis og er þetta tíunda einkasýning hennar. Á sýningunni eru verk unnin í olíu á striga og eru þau öll frá síðastliðnu ári.
Meira
SÝNING á akrýlverkum Ólafs Más Guðmundssonar verður opnuð í Galleríi Fold við Rauðarárstíg á morgun, laugardag, kl. 15. Sýninguna nefnir Ólafur Már Hvörf. Í kynningarhorni gallerísins sýnir Sigrún Eldjárn grafíkmyndir. Ólafur Már stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk þaðan prófi árið 1980. Hann hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum.
Meira
Í gervi Nixons RICHARD Milhous Nixon, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem lést á síðasta ári, hefur komið við sögu í mörgum kvikmyndum og þar af leiðandi hafa margir leikarar spreytt sig á hlutverki hans.
Meira
Höfundar: Jónas og Jón Múli Árnasynir. Leikstjóri: Valgeir Skagfjörð. Aðstoðarleikstjóri: Sonja R. Einarsdóttir. Lýsing: Alfred Sturla Böðvarsson. Hljóðfæraleikur: Valgeir Skagfjörð. Búningar: Svava Harðardóttir. Leikmynd: Birgir Sigurðsson. Leikendur: Lárus H. Jónsson, Dóra G. Wild, Dagbjört Eiríksdóttir, Grétar Snær Hjartarson, Marta H.
Meira
Nína Gautadóttir. Opið 1418 alla daga til 21. janúar. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ kemur fyrir, að myndlistarmenn, sem sýna í aðallisthúsum Hafnarfjarðar og Kópavogs, undirstriki framtakið með minni sýningu í miðborgarlisthúsum Reykjavíkur, og er ekki nema gott um það að segja.
Meira
AÐ SÖGN tímaritsins Vanity Fair eru Macaulay Culkin og sex systkini hans á bandi móður sinnar, Patriciu Brentrup, í forræðisdeilunni sem stendur yfir á milli hennar og föður þeirra, Kit Culkin. Í viðtali tímaritsins við Patriciu segir hún að þau myndu bera vitni gegn föður sínum "ef nauðsyn krefur".
Meira
NÚ ERU að hefjast miðnætursýningar á Bar pari og verður sú fyrsta laugardagskvöldið 20. janúar kl. 23. Leikritið Bar par eftir Jim Cartwright var frumsýnt á Leynibarnum í Borgarleikhúsinu 21. október síðastliðinn og hefur gengið fyrir fullu húsi síðan. Tveir leikarar, Saga Jónsdóttir og Guðmundur Ólafsson, leika 14 hlutverk sýningarinnar.
Meira
Á EFRI hæð Listasafns Íslands hefur verið opnuð sýningin Ný aðföng III, þar sem sýnt er úrval listaverka sem keypt hafa verið til safnsins á árunum 19941995. Þetta er þriðja sýningin í röð sýninga þar sem ný verk safnsins, sem hafa verið keypt, eru sýnd.
Meira
Stiklað á stóru í sögu félagsheimilis og félagsstarfs innan veggja og utan eftir Sigurð Grétar Guðmundsson er komin út. Bókin er skrifuð í tilefni 25 ára afmælis hlutafélagsins Þinghóls. Ólafur Jónsson, formaður félagsins, segir í formálsorðum að bókin sé "greinargóð frásögn af uppbyggingu og starfi hlutafélgsins Þinghóls hf.
Meira
Flutt voru verk eftir Mozart, Johann Srauss, Kálmán og Josef Strauss. Einsöngvari og kynnir: Guido Pa¨evatalu. Stjórnandi: Roman Zeilinger. Fimmtudagurinn 11. janúar, 1996. SAGNFRÆÐINGUM hefur ekki tekist að gera grein fyrir uppruna valsins og einnig eru á reiki hugmyndir um uppruna orðsins, sem ælta að merkti snúningur og hefur sú hugmynd komið upp að franska orðið volte,
Meira
SANDRA Bullock hefur ákveðið að leika í framhaldi myndarinnar "Speed" sem skaut henni upp á stjörnuhimininn fyrir tveimur árum. "Verðið" á leikkonunni um þessar mundir er 11 milljónir dollara, eða 715 milljónir króna á mynd, en fyrir "Speed II" fær hún minna en það. Hins vegar fær hún ákveðið hlutfall af væntanlegum hagnaði.
Meira
STEINN Sigurðsson opnar málverkasýningu í Galleríi Geysi, Hinu Húsinu við Ingólfstorg, á morgun, laugardag kl. 16. Steinn er af yngstu kynslóð myndlistarmanna og heldur nú sína aðra einkasýningu. Málverkin sem hann sýnir eru unnin með akríl á striga. Gallerí Geysir er opið alla virka daga milli kl. 9 og 23 og um helgar milli kl. 12 og 18. Sýningin stendur yfir til sunnudagsins 28.
Meira
Stríðinn Ford "ÉG ÆTLAÐI aldrei að verða leikari, þetta var bara heppni," segir Greg Kinnear, stjórnandi NBC-sjónvarpsþáttarins "Later". Hann hreppti hlutverk bróður Harrisons Ford í myndinni "Sabrina", sem nýlega var frumsýnd í Bandaríkjunum. "Harrison er hinn vænsti maður, en stundum svolítið stríðinn.
Meira
Tískusýning NÝLEGA var haldin tískusýning í tilefni af tíu ára afmæli Arbonne á Íslandi. Fjölmargir gestir mættu til að virða fyrir sér nýjustu strauma í síbreytilegum og margbrotnum tískuheiminum. Aðalheiður Kristjánsdóttir,Hjördís Ström og RagnaGísladóttir.
Meira
HARMONIKUFÉLAG Reykjavíkur heldur létta harmonikutónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur á sunnudag kl. 15. Leikin verður létt og hálfklassísk tónlist úr öllum áttum. Meðal flytjenda eru Stórsveit Harmonikufélags Reykjavíkur og Léttsveit sama félags. Aðalstjórnandi er Karl Jónatansson.
Meira
KVIKMYNDASÝNINGAR í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, hefjast að nýju eftir hlé um jól og áramót næstkomandi sunnudag kl. 16. Sýnd verður kvikmyndin "Tónskáldið Glinka", gerð 1952. Fjallar myndin um Mikhaíl I. Glinka sem var uppi 1804-1857 og hefur oft verið nefndur "faðir rússnesku óperunnar", en kunnustu verk hans eru óperurnar "Ivan Súsanin" og Rúslan og Lúdmila".
Meira
PÚSJKÍN-safnið í Moskvu tilkynnti fyrir skömmu að í apríl yrði opnuð sýning á Trójugullinu svokallaða. Rauði herinn rændi mununum í lok heimsstyrjaldarinnar síðari er Sovétmenn tóku Berlín. Það var Þjóðverjinn Heinrich Schliemann sem fann Trójuborg árið 1870 og hafði hann hluta af gullmununum sem hann fann með sér til Þýskalands.
Meira
Á KJARVALSSTÖÐUM verða opnaðar fjórar sýningar á laugardag 13. janúar kl. 16. Í vestursal yfirlitssýning á verkum eftir abstraktmálarann Olivier Debré; í vestursal sýning á verkum eftir Komar og Melamid, sem ber yfirskriftina Val fólksins; í miðsal sýnir Ingólfur Arnarsson ný verk og í austursal er sýning á verkum eftir Kjarval.
Meira
MYNDLISTA- og handíðaskóli Íslands heldur opinn fund í tengslum við sýninguna "Val fólksins" á Kjarvalsstöðum í dag föstudag kl. 17. "Val fólksins" er sýning á málverkum sem listamennirnir Vitaly Komar og Alexander Melamid hafa unnið út frá niðurstöðum skoðanakönnunar Hagvangs hf. á síðasta ári um viðhorf íslensku þjóðarinnar til myndlistar.
Meira
ÞAÐ KANN að hljóma undarlega, en Michelle Pfeiffer á enga óvini í Hollywood. Hún er, ólíkt öðrum leikurum draumaborgarinnar, vel liðin af öllum sem hún hefur unnið með. Hún þykir jarðbundin, vinaleg og tekur vinnu sína alvarlega. Hún giftist leikaranum Peter Horton þegar hún var 22 ára, en þau skildu eftir fimm ára hjónaband.
Meira
BRESKA tónskáldið Andrew Lloyd Webber hefur lánað National Gallery í London málverk eftir Picasso, sem hann keypti í fyrra. Málverkið er frá bláa tímabilinu svokallaða en það kostasði 19 milljónir punda, um 1,9 milljarða ísl. kr.
Meira
EF ÞRJÁR minningargreinar birtast í Morgunblaðinu á fimmtudaginn hvað kostar þá hákarlinn í Kolaportinu á laugardag? Ekki er algengt að svona skemmtilegar spurningar séu lagðar fyrir lesendur. Hins vegar eru menn enn svo snjallir að þeir virðast í fúlustu alvöru bera saman áfengi og alls óskylda hluti.
Meira
SKÖMMU fyrir miðjan nóvember sl. var þess getið í smágrein í Morgunblaðinu, að nokkur hópur manna myndi fara þess á leit við kunnan Reykvíking úr stétt menntamanna, að hann gæfi kost á sér til forsetaframboðs. Á honum voru sögð þau deili, sem mest þótti um vert, og mátti ljóst vera, að þar fór maður þeim kostum búinn, sem flestir munu telja, að prýða skuli forseta lýðveldisins.
Meira
ÉG GLADDIST innilega á degi heilags Þorláks þegar virtur prestur skrifaði um það í Morgunblaðið að Guð hreinlega nennti ekki að koma í allar kirkjur og mátti greinilega sjá að þó hlyti Guð helst af öllu að forðast Langholtskirkju.
Meira
Í JÚNÍ á síðasta ári skrifaði ég til blaðsins út af reiðhjóli sem stolið hafði verið frá syni mínum tveimur til þremur tímum eftir að hann tók við því í búðinni. Sem betur fer bætti tryggingafélagið skaðann að verulegu leyti en atburðurinn var allt að einu mjög hvimleiður.
Meira
Í ÞESSU stutta bréfi vil ég segja eina litla raunasögu um Iðnskólann í Reykjavík og ég veit að margir aðrir nemendur hafa svipaða sögu að segja. Fyrir þremur árum hóf ég nám í bifvélavirkjun. Ég hef alltaf verið laghentur og haft áhuga á bílum. Til að byrja með gekk allt eins og í góðri sögu.
Meira
Í FYRRI grein um vanda stóru spítalanna í Reykjavík var minnst á aðferðir sem gætu orðið til að vandað yrði betur til umræðu og ákvarðana um kreppu stóru sjúkrahúsanna. Hvaða breytingar, er lúta að starfsemi þeirra og gætu orðið til hagræðingar án þess að þjónusta skerðist,
Meira
Skarð er fyrir skildi. Brautryðjandinn í ritun íslenskrar kvennasögu og forstöðumaður Kvennasögusafns Íslands er fallin frá. Fyrstu kynni okkar Önnu Sigurðardóttur munu hafa verið, þegar ég starfaði sem blaðamaður á Vísi. Ég skrifaði meðal annars sérstaka síðu þar sem fjallað var um ýmis kvennamál, þar á meðal kvenréttindamál.
Meira
Það var á útmánuðum veturinn 1950 að Anna Sigurðardóttir kom til mín um kvöld og spurði hvort hún mætti ekki koma inn og ræða við mig um kvenréttindamál því hún væri að undirbúa það að stofna kvenréttindafélag á Eskifirði. Við þekktumst þá nánast ekki neitt en að sjálfsögðu tók ég erindi hennar vel og var það upphafið að ævilangri vináttu okkar.
Meira
ANNA SIGURÐARDÓTTIR Anna Sigurðardóttir fæddist 5. desember 1908 á Hvítárbakka í Borgarfirði og ólst þar upp til 1920. Hún lést 3. janúar síðastliðinn og fór útförin fram frá Dómkirkjunni 11. janúar.
Meira
Anna Sigurðardóttir stofnaði Kvennasögusafn Íslands, ásamt tveimur áhugasömum stöllum sínum, 1. janúar 1975; hún var lífið og sálin í rekstri þess enda lagði hún því til heimili sitt og allan bókakost. Það reyndist heilladrjúgt að senda henni nemendur sem höfðu valið sér atriði úr sögu kvenna til að skrifa um ritgerðir.
Meira
Hún elsku amma mín kvaddi þennan heim á gamlárskvöld. Þó aldurinn væri hár og allir vissu í hvað stefndi er alltaf þungbært að kveðja. Allar æskuminningar mínar eru á einn eða annan hátt bundnar við ömmu. Þegar ég hugsa til baka, koma árin á Ægisíðunni með ömmu og afa Ingimari fyrst upp í hugann. Við barnabörnin vorum þar tíðir gestir og alltaf velkomin.
Meira
ELÍN JÓELSDÓTTIR Elín var fædd 11. ágúst 1902 á Stóra-Fljóti í Biskupstungum. Hún lést á Elliheimilinu Grund 31. desember síðastliðinn. Eiginmaður hennar var Ingimar Jónsson, f. 12. september 1902, á Drangsnesi við Steingrímsfjörð, d. 11. nóvember 1967 í Reykjavík.Elín var jarðsett í kyrrþey 5. janúar sl.
Meira
Elsku afi okkar, bestu þakkir fyrir allt sem við höfum átt saman. Vonandi líður þér vel þar sem þú ert núna. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt.
Meira
Á jóladag, 25. desember sl., lést tengdafaðir minn, Gísli M. Kristinsson, eftir að hafa átt við alvarleg veikindi að stríða sl. tvö ár. Í sumar sem leið ágerðust veikindi hans og var þá ekki við neitt ráðið. Sú staðreynd var hans nánustu þungbær. Þegar nær dró að leiðarlokum settu veikindin æ meira mark á Gísla en hann fylgdist samt vel með þar til yfir lauk, eins og hans var von og vísa.
Meira
GÍSLI M. KRISTINSSON Gísli M. Kristinsson var fæddur 9. júlí 1909 í Hruna á Húsavík. Hann lést 25. desember síðastliðinn á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Foreldrar hans voru Jónína G. Jónsdóttir og Kristinn Bjarnason. Árið 1931 giftist Gísli Elinóru Hólm Samúelsdóttur frá Höfða á Langanesi og varð þeim fimm barna auðið.
Meira
Nú er stríðinu hans Halla okkar lokið og hann farinn í sína síðustu ferð. Fyrir nákvæmlega einu ári greindist Halli með hvítblæði á það háu stigi að ekki varð við neitt ráðið. Við kynntumst honum árið 1981 er hann kom inn í líf Kristjáns Inga. Alltaf var Halli hlýr og einlægur og gott að koma inn á heimili þeirra, sem bar vott um listfengi þeirra beggja.
Meira
Mig langar til að minnast vinar míns Haraldar Tómassonar með örfáum orðum þar sem ég get ekki verið viðstödd jarðarför hans í dag. Við Halli bjuggum saman í húsi í vesturbænum í nokkur ár og bundumst vináttuböndum sem síðar leiddi til þess að Kristján Ingi, frændi minn og vinur, varð sambýlismaður Halla.
Meira
Haraldur Tómasson, eða Halli eins og hann var alltaf kallaður, er látinn eftir harða sjúkdómslegu. Við vinkonurnar kveðjum hann með söknuði í hjarta, því að við höfum lengi þekkt hann og notið gleði hans og hlýju. Hann var sífellt gefandi og vinur í raun. Það var alltaf notalegt að heimsækja Halla og Stjána. Gestrisnin var þeim í blóð borin og okkur var alltaf tekið opnum örmum.
Meira
Elskulegur móðurbróðir minn er látinn langt fyrir aldur fram eftir stutta en erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Margt kemur upp í hugann. Ég á góðar minningar um frænda minn og þær stundir er ég naut samverunnar við hann bæði á barndómsárum mínum og síðar, en hann og móðir mín höfðu alla tíð mjög gott samband sín á milli. Hún sér nú ekki einungis á eftir góðum bróður heldur einnig traustum vini.
Meira
Traustur starfsfélagi okkar á Flugleiðahótelunum, Haraldur Tómasson, er fallinn frá langt um aldur fram. Það var fyrir ári sem hann kenndi veikinda þeirra sem urðu honum að aldurtila, ekkert okkar grunaði þá að hverju stefndi, ekkert okkar grunaði þá að hann ætti ekki afturkvæmt í stólinn sinn, þar sem hann sat löngum og innritaði gesti Flugleiðahótelanna.
Meira
Í dag fylgjum við þér síðasta spölinn þinn í jarðnesku lífi okkar. Við biðjum almáttugan föður að umvefja þig örmum sínum og varðveita um alla eilífð. Með kæru þakklæti fyrir allt sem þú gafst okkur, segjum við: Frændi, þegar fiðlan þegir, fuglinn krýpur lágt að skjóli, þegar kaldir vetrarvegir villa sýn á borg og hóli, sé ég oft í óskahöllum,
Meira
HARALDUR TÓMASSON Haraldur Tómasson fæddist á Akureyri 28. maí 1950. Hann lést í Reykjavík 2. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans eru Tómas Kristjánsson, f. 1902, d. 1959, og Sóley Kristjánsdóttir, f. 1904. Systkini Haralds eru Guðrún, f. 1926, Sigursveinn, f. 1927, Inga, f. 1930, d. 1994, Gunnhildur Anna, f. 1933, d.
Meira
Elsku Halli minn. Mikið á ég eftir að sakna þín, og allra góðu stundanna sem ég átti með þér og Stjána. Sérstaklega er ég þakklát fyrir þá stund sem ég átti með ykkur á gamlárskvöld, og við horfðum út um gluggann á raketturnar og kvöddum þjáningarfullt og erfitt ár. Vonandi verður nýja árið bjartara fyrir þig á nýjum og björtum stað. Nú kveð ég þig, elsku vinur, í hinsta sinn.
Meira
Góður samstarfsmaður og vinur er horfinn yfir móðuna miklu. Halli lést að heimili sínu í byrjun nýs árs eftir langvinn og erfið veikindi. Halli hóf störf hjá Flugleiðum fyrir rúmum 20 árum, fyrst í tekjubókhaldsdeild félagsins en flutti sig bráðlega um set til Flugleiðahótelanna, fyrst Esju og síðan Loftleiða fyrir rúmum áratug.
Meira
Til minningar um ömmu okkar. Okkur langar í örfáum orðum að kveðja ömmu í Seljahlíð. Þér væri hægt að lýsa á margan hátt en okkur finnst upp úr standa umburðarlyndi þitt og hæfileiki til að sjá það besta í fólki. Þið afi tókuð alltaf svo vel á móti okkur þegar við litum inn hjá ykkur.
Meira
Elsku besta mamma mín, nú ertu farin frá okkur, farin í þá ferð sem við öll eigum eftir að fara. Á síðasta degi jóla, þrettándanum, kvaddir þú þetta líf og hélst á vit skapara þíns, sátt við guð og menn. Eftir stóðum við með tár í augum og sorg í hjarta, þó við gleddumst yfir að nú varstu laus við kvöl og þjáningar ólæknandi sjúkdóms.
Meira
Með örfáum orðum langar mig að minnast elskulegrar ömmu minnar, Ingu Eiríksdóttur. Margs er að minnast frá liðnum tíma og erfitt að tjá með orðum það sem á hugann leitar. Amma og afi, Davíð Sigurðsson, bjuggu í Miklaholti í Hraunhreppi í um þrjátíu ár, eða til 1964, að þau brugðu búi og fluttu til Reykjavíkur.
Meira
Elsku amma mín. Það er á stundum sem þessari, þegar ég sest niður og rifja upp liðnar samverustundir, sem orðin verða svo óumræðilega fátækleg. Engin orð virðast nægilega sterk eða falleg til þess að tjá þakklæti mitt fyrir það sem þú varst mér og fjölskyldu minni. Nýfædd kom ég til ykkar afa í Miklaholt og hjá ykkur var ég þangað til ég var fimmtán ára.
Meira
Á þrettándanum kom kallið til Ingu Eiríkdóttur að kveðja þennan heim og halda á vit forfeðra sinna og ástvina. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Ingu og Davíð Sigurðssyni manni hennar þegar ég, fullorðinn unglingur, fór að slá mér upp með konu minni, henni Ingu, fyrir um það bil tuttugu árum en þá bjuggu þau hjónin í Meðalholti hér í Reykjavík.
Meira
INGA EIRÍKSDÓTTIR KÚLD Inga Eiríksdóttir Kúld var fædd á Ökrum í Hraunhreppi í Mýrasýslu 10. júní 1904. Hún andaðist á heimili sínu í Seljahlíð í Reykjavík að morgni laugardagsins 6. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin á Ökrum, þau Sigríður, (f. 27. apríl 1876, d. 24. júní 1921) dóttir Jóhanns Jónassonar b.
Meira
Nú er langamma okkar farin og við eigum aldrei eftir að sjá hana aftur. Hún lést aðfaranótt 6. janúar en hún lifir í hjarta okkar. Hún langamma var og er okkur mjög kær, hún passaði okkur svo oft þegar við vorum lítil og hafði alltaf svo mikinn áhuga á öllu sem við vorum að gera.
Meira
Látinn er í Reykjavík frændi minn, Jakob Ólafsson stýrimaður. Aldur hans var ekki mjög hár. Hann var löngum heilsuhraustur, hress og glaður, og mér fannst hann eldast hægt, ef svo má til orða taka. En svo kom bölvaldurinn mikli, krabbameinið, og þegar það nær sér á strik verður fátt um varnir, en endalokin venjulega skammt undan.
Meira
Það er vor í lofti í Reykjavík; síminn hringir. "Halló." "Blessaður. Ég ætla að færa ykkur nokkra rauðmaga. Hvað þarftu mikið?" Kobba frænda hefur ekki brugðist greiðviknin og ljúfmennskan þetta vorið fremur en þau fyrri. Fullt fat af rauðmaga hefur ævinlega borist að minnsta kosti einu sinni á vori, allmörg undanfarin ár.
Meira
Hann faðir minn er látinn og ég mun sakna hans með virðingu og hlýhug. Við höfum verið saman til sjós og lands í blíðu og stríðu og hann hefur hjálpað mér mikið í lífinu með vináttu og félagsskap. Við gerðum út saman í mörg ár á grásleppu og höfum ekki misst úr eina einustu vertíð. Fyrir þann tíma meðan ég stundaði sjóinn með öðrum fékk ég frí til að geta farið á grásleppu með þér.
Meira
Elsku afi, nú kveðjum við þig í hinsta sinn. Við viljum þakka þér fyrir allar yndislegu gönguferðirnar sem við fórum með þér og alla þá ástúð og umhyggju sem þú gafst okkur. Við biðjum góðan guð að styrkja elsku ömmu okkar í hennar miklu sorg. Guð geymi þig. Ó, Jesú bróðir besti og barna vinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína.
Meira
Það er bæði ljúft og sárt að minnast látins vinar, Jakobs Ólafssonar sem lést 3. janúar sl. Árið 1960 fluttum við í blokk við Kleppsveginn í Reykjavík, ásamt börnunum okkar þremur. Þetta var mikil barnablokk. Á fjórum hæðunum í okkar stigagangi töldum við 16 börn sem voru innan við fermingu.
Meira
Kæri tengdafaðir, á stundum sem þessari er erfitt að koma orðum að hugsunum sínum, en ég vil samt reyna og ég vona að þú takir viljann fyrir verkið. Þau ár sem ég hef þekkt þig hefur þú reynst mér sem faðir og verið okkur svo góður.
Meira
Það er gamlárskvöld, klukkan að verða 12 á miðnætti, nýtt ár að ganga í garð. Búið að strengja band á milli tveggja stóla og við erum tilbúin að hoppa yfir á nýja árið. Jakob tengdafaðir minn stendur við gluggann og horfir bergnuminn á alla ljósadýrðina sem er í loftinu. Við þurfum að kalla á hann til þess að fá hann til að hoppa yfir á nýja árið.
Meira
JAKOB VIGTÝR LEÓ ÓLAFSSON Jakob Vigtýr Leó Ólafsson fæddist á Ytri-Bakka í Tálknafirði 26. febrúar l925. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 3. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Soffía Lilja Friðbertsdóttir og Ólafur Kristjánsson verkamaður. Systkini Jakobs voru Kristín Berta og Kristján Eyþór, sem bæði eru látin.
Meira
Það var sem heimurinn staðnaði um stund er ég fékk þær fregnir að elskuleg tengdamóðir mín fyrrverandi og amma barnanna minna, hefði orðið bráðkvödd á heimili sínu 4. janúar sl. Önnur enn helfregnin, já, það reynist vera skammt milli lífs og dauða. Mig langar í örfáum orðum að þakka þér samfylgdina gegnum lífið. Í huganum er ég að bera saman líf okkar, um margt sameiginlegt, en þó mjög ólík kjör.
Meira
Elsku amma mín er dáin. Þetta er mikill missir fyrir okkur öll sem hana þekktum því hún amma Sirra, eins og við barnabörnin vorum vön að kalla hana, var alveg einstaklega góð og hlý manneskja. Ég man vel eftir heimsóknum mínum sem barn til ömmu Sirru.
Meira
SIGRÚN LÍNA HELGADÓTTIR Sigrún Lína Helgadóttir fæddist 2. ágúst 1920 í Reykjavík. Hún lést 4. janúar síðastliðinn í Reykjavík. Foreldrar Sigrúnar voru Helgi Pétursson, f. 1898, d. 1956, sjómaður, og Sigurjóna Soffía Sigurjónsdóttir, f. 7.8. 1896, d. 21.6. 1990, húsmóðir og verkakona.
Meira
Sigurður Guðmundsson, frændi minn, er látinn eftir erfið veikindi, sem hann hefur átt við að stríða í áraraðir. Það var mjög í anda Sigurðar að óska þess að einvörðungu nánustu aðstandendur hans og ættingjar væru viðstaddir útför hans. Allt hans líf einkenndist af dæmafárri hógværð og hlédrægni.
Meira
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON Sigurður Guðmundsson, verkamaður, var fæddur í Ólafsfirði 17. febrúar 1914. Hann lést á Borgarspítalanum í Reykjavík 14. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Sigurðsson, f. 15. október 1886, d. 24. júlí 1946 og Helga Marteinsdóttir, veitingakona, f. 3. maí 1893, d. 23. september 1979.
Meira
Þegar ég tek mér penna í hönd langar mig með nokkrum orðum að minnast okkar kæru vinkonu og trúarsystur, Sigurlaugar Kristinsdóttur, sem Drottinn hefur kallað heim til dýrðarinnar. Ég mun ekki rekja ætt hennar Laugu, það munu aðrir gera.
Meira
Elsku amma mín, með þessum fáu orðum vil ég þakka þér allar okkar samverustundir. Í þínum augum var ég alltaf stóra ömmustelpan, sem þú áttir svo mikið í og er það ekkert skrítið því mamma kom með mig nýfædda heim til þín og bjuggum við hjá þér og passaðir þú mig meðan mamma vann. Síðan fluttum við á efri hæð í sama húsi og þú.
Meira
Við vorum þrjár systurnar, nú hefur sú elsta okkar kvatt. Við ólumst ekki upp saman því við misstum móður okkar þegar við vorum ungar. Kringumstæður föður okkar voru slíkar að hann varð að láta okkur í fóstur. Þannig missti hann okkur allar frá sér. En við náðum þó vel saman aftur. Ég naut þess alltaf að vera litla systir, og fyrir það vil ég þakka, og alla umhyggju hennar fyrir mér.
Meira
SIGURLAUG KRISTINSDÓTTIR Sigurlaug Kristinsdóttir var fædd að Garðaholti í Hólahreppi í Skagafirði 22. júlí 1921. Hún lést á heimili sínu, Norðurgötu 32 á Akureyri, 3. janúar síðastliðinn.Foreldrar hennar voru Kristinn Gunnlaugsson og Gunnhildur Sigurðardóttir, sem bæði eru látin.
Meira
Sigurpáll hóf nám í prentiðn 1931 eftir að foreldrar hans fluttu frá Dalvík til Siglufjarðar. Bóklegt nám stundaði hann í Iðnskóla Siglufjarðar 1931. 1943 breytir hann um, fer til Reykjavíkur og tekur til starfa hjá Ísafoldarprentsmiðju og vinnur að Morgunblaðinu og við aðskilnað Morgunblaðsins og Ísafoldar, vann hann það sem eftir var af starfsferli sínum hjá Morgunblaðinu.
Meira
SIGURPÁLL M. ÞORKELSSON Sigurpáll M. Þorkelsson fæddist á Siglufirði 27. febrúar 1914. Hann lést í Reykjavík 3. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorkell S. Svarfdal skipstjóri og kona hans Jóhanna Kristjánsdóttir. Eftirlifandi eiginkona Sigurpáls er Svava Aradóttir, f. 7. mars 1913. Sigurpáll hóf prentnám á Siglufirði 1.
Meira
LÁTINN er gamall starfsfélagi okkar, Sigurpáll Þorkelsson prentari. Sigurpáll eða Palli eins og við kölluðum hann ætíð var góður starfsfélagi. Hann lét af störfum í árslok 1984 eftir farsælt starf hjá Morgunblaðinu í áratugi. Palli var glaðvær félagi og iðjusamur. Ég minnist þess þegar ég kom óharðnaður unglingurinn til vinnu í setjarasalinn í upphafi árs 1966.
Meira
Svanlaug var borin og barnfædd Á Akranesi og þar átti hún alltaf heima að undanteknum stuttum tíma sem hún dvaldi í Danmörku. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum á Akranesi og vann heimili þeirra eins og börn og unglingar gerðu jafnan á þeim tíma.
Meira
Vinkona mín Svanlaug Sigurðardóttir lést í hárri elli á Sjúkrahúsi Akraness í síðustu viku. Ég kynntist Svanlaugu fyrir rúmum þremur áratugum þegar ég hóf störf hjá manni hennar Þorgeiri Jósefssyni, þeim mikla heiðursmanni, sem þá hafði mikið umleikis, stjórnaði þremur fyrirtækjum, sat í bæjarstjórn og var mjög virkur þátttakandi í fjölbreyttu félagslífi Akurnesinga.
Meira
SVANLAUG SIGURÐARDÓTTIR Svanlaug Sigurðardóttir fæddist á Akranesi 2. júlí 1902, hin 4. í röð sex barna hjónanna í Akbraut, þeirra Jónínu Margrétar Guðmundsdóttur og Sigurðar Halldórssonar. Hún lést á öldrunardeild sjúkrahússins á Akranesi 5. janúar síðastliðinn. Systkini hennar voru í aldursröð: Guðmundur, f.
Meira
Mig langar að minnast í fáum orðum elskulegrar systur minnar, sem varð að lúta í lægra haldi fyrir illvígum sjúkdómi. Elsku Silla mín, kallið kom og þú fórst frá okkur, söknuðurinn varð gífurlegur og enn í dag er söknuður. Tengdapabbi lést á aðfangadag 24. desember sl. og koma þá sárar minningar aftur.
Meira
Í dag kveðjum við Þorvald Dan frá Stykkishólmi. Oftast kemur dauðinn á óvart, en ef til vill ekki í þetta sinn. Kæri Þorvaldur minn, hjá þér var heilsan og þrekið horfið og kannski ekki svo mikið eftir til að lifa fyrir.
Meira
Elskulegur vinur og bróðir er horfinn langt fyrir aldur fram, aðeins 51 árs. Lífsbaráttan hófst mjög snemma og Þorvaldur var fljótur að drífa í því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann hóf ungur nám í múraraiðn og tók síðar einnig trésmíði. Jafnframt iðnaðarstörfum hóf hann störf í lögreglunni í Reykjavík að loknum undirbúningi fyrir slíkt.
Meira
ÞORVALDUR DAN PETERS Þorvaldur Dan Peters var fæddur 30. júlí 1944 í Stykkishólmi. Hann lést 5. janúar síðastliðinn á Borgarsjúkrahúsinu í Reykjavík. Kveðjuathöfnin um Dan verður í dag frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði og hefst hún kl. 13.30.
Meira
HÁSKÓLAYFIRVÖLD hafa lýst því yfir gagnvart Samkeppnisstofnun að stefnt sé að því að skilja fjárhagslega þann rekstur á vegum skólans sem er í samkeppni við fyrirtæki á almennum markaði frá öðrum deildum og stofnunum skólans. Mun Samkeppnisstofnun leitast við að fylgjast með því að það gangi eftir en telur ekki ástæðu til frekari íhlutunar að svo komnu máli.
Meira
RÚSSNESKUR embættismaður segir að Rússar kunni að auka nokkuð álframleiðslu sína 1996, þar sem samningur um að draga úr afköstum renni út, en að lækkandi verð á málmum og aukinn kostnaður varpi skugga á framtíðarhorfur.
Meira
STJÓRN Reiknistofu bankanna hefur ákveðið að auglýsa lausa til umsóknar stöðu forstjóra fyrirtækisins, þar sem núverandi forstjóri, Þórður B. Sigurðsson mun láta af störfum fyrir aldurs sakir þann 1. júní nk.
Meira
RICHARD BRANSON, hinn kunni forstjóri Virgin-flugfélagsins, hefur neitað að taka þátt í rannsókn á staðhæfingum hans um að bandarískt fyrirtæki hafi reynt að múta honum til að draga sig út úr baráttu, sem um það var háð hver ætti að sjá um rekstur brezka lottósins.
Meira
ÍSLENSKAR sjávarafurðir hf. hlutu í gær markaðsverðlaun Íslenska markaðsklúbbsins, ÍMARK, fyrir að skara fram úr í markaðsmálum á sl. ári. Verðlaunin voru veitt í fimmta sinn en áður hafa þau fallið í skaut P. Samúelssonar, Miðlunar, Olís og íslenskrar ferðaþjónustu.
Meira
DEBETKORTAFÆRSLUR urðu 13 milljónir talsins á sl. ári sem er liðlega fjórföldun frá árinu á undan. Á sama tíma hefur dregið verulega úr tékkanotkun því tékkafærslur í fyrra voru um 12,1 milljón en voru 21,4 milljónir árið á undan sem er um 44% fækkun milli ára. Á heildina litið varð alls tæplega 10% aukning á færslum á tékkareikningum.
Meira
RAUÐI kross Íslands hefur ákveðið að bjóða út rekstur á Hótel Lind við Rauðarárstíg, sem samtökin hafa rekið undanfarin ár. Að sögn Sigrúnar Árnadóttur, framkvæmdastjóra Rauða Krossins, hefur þegar borist töluvert af fyrirspurnum vegna þessa, en frestur til að skila inn tilboðum rennur út 15.
Meira
DANSKI seðlabankinn hefur lækkað vexti á banka- og ríkisbréfum um 0,1% og kemur þessi lækkun í kjölfarið á vaxtalækkun sænska seðlabankans fyrr í vikunni. Ástæða vaxtalækkunar í Danmörku er sögð vera þróunin á mörkuðum í nágrannaríkjunum en sænski seðlabankinn segir að vísbendingar um minni hagvöxt hafi ráðið úrslitum.
Meira
apótekanna í Reykjavík dagana 12. janúar til 18. janúar, að báðum dögum meðtöldum, er í Reykjavíkur Apóteki, Austurstræti 16. Auk þess er Garðs Apótek, Sogavegi 108, opið til kl. 22 þessa sömu daga. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19.
Meira
MIG LANGAR að þakka Sigurði Þór Guðjónssyni fyrir frábærlega góða og vel skrifaða grein í Morgunblaðinu sl. miðvikudag. Ég ætla að klippa hana út og geyma hana. Ásta Lilja Kristjánsdóttir, Grettisgötu 28b, Reykjavík. Tapað/fundið Eyrnalokkur týndist og annar fannst KÚPTUR eyrnalokkur með klemmu týndist skömmu fyrir jól.
Meira
GULLBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 12. janúar, eiga gullbrúðkaupsafmæli hjónin Kristín Katarínusdóttir og Gestur Guðmundsson. Þau búa á Írlandi, nánar tiltekið í 37 Kybe, Skerries co. Dublin. ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 12. janúar, er níræð Ingibjörg Jakobína Ögmundsdóttir, Asparfelli 2, Reykjavík.
Meira
Í FRÉTT Morgunblaðsins í gær á bls. 4 um myndun nýs meirihluta hreppsnefndar Reykhólahrepps var vitnað í Stefán Magnússon, oddvita Reykhólahrepps. Stefán var sagður heita Sveinn og er beðist velvirðingar á mistökunum. Ill nauðsyn Ritvilla slæddist inn í niðurlag greinar Ragnars Björnssonar, organleikara, "Minni Ingólfs", sem birtist í blaðinu í gær.
Meira
Reykjavíkurhöfn: Í fyrrakvöld fór Brúarfoss. Þerney fór á veiðar í fyrrakvöld. Polar Raija fór í fyrradag. Hvilvtenni kom í gærmorgun og fer líklega í kvöld. Jón Baldvinsson kom í gærmorgun. Ásbjörn fór í gær á veiðar. Mælifell fór á strönd í gær. Úranus fór í gærkvöldi.
Meira
TUTTUGU ára tímabili, 1966 til 1986, voru dauðaslys á sjó 132 talsins. Á fyrstu fimm árum þessa tímabils voru dauðaslysin 32 og á síðustu fimm árum þess 37. Þessar upplýsingar er að finna í tímriti Háskóla Íslands, "Sæmundi á selnum", í viðtali við Vilhjálm Rafnsson dósent.
Meira
Yfirlit: Um 500 km vestur af Reykjanesi er 980 mb smálægð sem þokast suðaustur. Skammt vestur af Írlandi er víðáttumikil 960 mb lægð sem hreyfist lítið og grynnist. Spá:Austan kaldi og slydda eða rigning sunnan- og austanlands er líður á daginn.
Meira
ÞRJÁTÍU og fimm ára norsk kona vill eignast íslenskar pennavinkonur. Áhugamálin snúa að hannyrðum o.fl.: Kjersti Onarheim Rabbe, Teig 23, 4200 Sauda, Norge.
Meira
ÞAÐ hefur lengi verið ljóst að flestir af bestu knattspyrnumönnum heims undanfarin ár hafa komið úr Ajax-uppsprettunni í Amsterdam, eins og hægt er að sjá á þessari upptalningu... Johan Cruyff, Piet Keizer, Arie Haan, Sjaak Swart, Wim Suubier, Theo Van Duivenboe, Johnny Reb, Ruud Krol, Barry Hulshoff, Richard Witschge (Bordeaux), Rob Witschage (Feyenoord),
Meira
ARSENAL mætir Aston Villa í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar leika liðin heima og heiman í febrúar. Leeds leikur gegn sigurvegaranum í leik Birmingham eða Norwich, sem gerði jafntefli, 1:1, á Carrow Road í Norwich. Eftir leikinn sauð uppúr hjá stuðningsmönnum Norwich, en liðið hefur ekki fagnað sigri í tíu síðustu leikjum sínum.
Meira
KNATTSPYRNABjarki til Mannheim Leigður til þýska liðsins fram á sumar Bjarki Gunnlaugsson, landsliðsmaður í knattspyrnu frá Akranesi, er á förum til þýska 2. deildarliðsins Waldhof Mannheim. Þangað er hann leigur frá Feyenoord fram á sumar, en óljóst er með framhaldið.
Meira
Michael Jordan og félagar hjá Chicago Bulls halda ótrauðir áfram sigurgöngu sinni í NBA- deildinni og í fyrrinótt rúlluðu þeir yfir Seattle SuperSonics í leik þar sem Jordan fór á kostum og gerði 35 stig og Scottie Pippen gerði 29 stig.
Meira
SÖGULEGUM leik sem hófst fyrir þrettán dögum lauk í gær í Portúgal leik Chavers og Sporting Lissabon, sem varð að fresta á gamlársdag, þegar 145 sek. voru til leiksloka vegna þess að flóðljósin biluðu, þá var staðan 1:1. Það mátti telja á fingrum sér þá áhorfendur sem komu til að sjá lokamín. leiknar í gær, enda voru þær sýndar beint í sjónvarpi.
Meira
Franz Hoek, fyrrum markvörður hjá Ajax og núverandi markvarðaþjálfari félagsins, er væntanlegur til Íslands á vegum Knattspyrnusambands Íslands, til að miðla íslenskum knattspyrnuþjálfurum af kunnáttu sinni.
Meira
Lávarðarmót, fyrir 30 ára og eldri, verður í körfuknattleik í Grindavík laugardaginn 20. janúar. Þátttökugjald er 8.000 og hgt er að fá nánari upplýsingar hjá Birni Birgissyni (89-69-333) eða Ólafi Þór (852-5485). KR-ingar koma saman KR-ingar koma saman til skrafs og ráðagerða, á léttum nótum, í félagsheimilinu við Frostaskjól í kvöld, föstudag, kl. 20:30.
Meira
AJAX mátti þola sitt fyrsta tap í átján mánuði, þegar liðið tapaði fyrir Maccabi Haifa í vináttuleik í Ísrael í gærkvöldi, 2:1. Ajax tapaði síðast bikarleik gegn Feyenoord í september 1994. Ajax hefur leikið 52 deildarleiki í röð og 19 Evrópuleiki án taps. Jari Litmanen skoraði mark Ajax, en Írsaelsmenn skoruðu sigurmark sitt með skoti af 30 m færi á síðustu mín. leiksins.
Meira
KÍNVERSKA stúlkan Han Xue, 14 ára, bætti fjögurra daga gamalt heimsmet sitt í 50 m bringusundi í Peking í gær, er hún synti vegalengdina á 30,98 sek., sem er þrettán hundruðustu úr sek. betri tími en hún náði á móti í Hong Kong sl.
Meira
Körfuknattleikur 1. deild karla: Strandgata:ÍH - Snæfell20 Knattspyrna Íslandsmótið innanhúss: 4. deildin hefst í dag kl. 16 í Laugardalshöll og klukkustund síðar íÍþróttahúsinu við Austurberg.
Meira
KEFLAVÍKURSTÚLKUR unnu stórsigur, 124:38, á Stúdínum í undanúrslitum Bikarkeppninnar í Keflavík í gærkvöldi og tryggðu sér þar með réttinn til að leika til úrslita þar sem þær mæta nágrönnum sínum úr Njarðvík. Keflavíkurstúlkurnar eru núverandi Bikarmeistarar og hafa þær því titil að verja, en þær hafa sigrað í bikarkeppninni undanfarin þrjú ár. Í hálfleik var staðan 75:21.
Meira
Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) afhenti í gær Kristínu Rós Hákonardóttur viðurkenningu, en stjórn ÍF samþykkti einróma að velja hana sem íþróttamann ársins 1995 úr röðum fatlaðra. Kristín Rós er 22 ára gömul og hóf að æfa sund hjá Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík árið 1982 og hefur æft þar af kappi allar götur síðan.
Meira
LOUIS Van Gaal, þjálfari Ajax, las úrslitaleik Ajax og AC Milan í Evrópumeistaradeildinni, sem fór fram í Vínarborg 24. maí 1995, rétt, þegar hann lét tvo 18 ára táninga inn á á hárréttum tíma - Nígeríumanninn Kanu og Kluivert. Kanu skapaði mikinn usla í vörn AC Milan með hraða sínum, tækni og leikni og það var svo Kluivert sem kom, sá og sigraði, þegar hann skoraði sigurmarkið á 83.
Meira
BAYERN M¨unchen hafnaði í gærkvöldi beiðni Newcastle um að liðið lánaði franska landsliðsmanninn Jean-Pierre Papin til St. James Park. "Papin verður í herbúðum okkar út keppnistímabilið," sagði talsmaður Bayern. Franska blaðið l'Equipe sagði frá því í gær Kevin Keegan, knattspyrnustjóri Newcastle, hafi haft samband við Bayern M¨unchen í sl. viku og viljað fá Papin.
Meira
AJAX hefur verið þekkt fyrir að fá til sín unga stórefnilega leikmenn, láta þá þroskast eins og túlípana í réttu umhverfi. Það vakti geysilega athygli eftir heimsmeistarakeppnina í Bandaríkjunum 1994 þegar Ajax bauð 455 millj. ísl. kr. í 17 ára Brasilíumanninn Ronaldo. Liðið hafði ekki verið þekkt fyrir að kaupa leikmenn frá útlöndum, heldur ala upp og selja fullþroskaða leikmenn til erlendra
Meira
MÖRG félög í Evrópu hafa horft öfundaraugum til Amsterdam, þar sem hollenska meistaraliðið Ajax er með herbúðir sínar. Það er ekki nema von, þar sem þar er uppspretta ungra knattspyrnumanna, sem eiga það eitt sameiginlegt að leika frábæra knattspyrnu.
Meira
Edgar Davidsmiðvallarspilari 22 Frank de Boervarnarleikmaður 25 Ronald de Boersóknarleikmaður 25 Finidi George (Nígería)miðvallarspilari 24 Nwanko Kanu (Nígería)miðvallarspilari 19 Patrick Kluivertsóknarleikmaður 19 Jari Litmanen (Finnlandi)sóknarleikmaður 24 Marc Overmarssóknarleikmaður
Meira
Margir héldu því fram fyrir ári að það væri hættulegt fyrir Ajax að láta ungu leikmennina okkar leika eins marga leiki og þeir gerðu. Ég var ekki á sömu skoðun og sagði að þeir, sem elska knattspyrnu, vilji leika. Ég væri tilbúinn að leika eins marga leiki sjálfur, en ég er orðinn of gamall," sagði Louis van Gaal, hinn 44 ára gamli þjálfari Ajax, sem hefur náð undraverðum árangri með liðið.
Meira
ÞAÐ eitt sýnir hinn mikla styrk Ajax, að átta leikmenn liðsins léku í byrjunarliði Hollands, sem léku hinn þýðingarmikla leik gegn Írum á Anfield Road sigurleik sem tryggði Hollendingum farseðilinn á EM í Englandi, 2:0, með tveimur mörkum Patrick Kluiverts.
Meira
"Verðum með eitthvað nýttí pokahorninu" Við lögðum upp með að leika skipulagðan varnar- og sóknarleik og það tókst nokkuð vel þótt við hefðum lent í smá vandræðum um tíma í síðari hálfleik.
Meira
FASTEIGNAMARKAÐURINN er mjög háður ytri aðstæðum og ýmislegt hefur áhrif á hann. Ástand á vinnumarkaði og möguleikar á lánamarkaði eru væntanlega þeir þættir sem hafa augljósust áhrif á þennan markað. Breytingar á vinnumarkaði koma fljótlega fram á fasteignamarkaðnum og það sama getur átt við ef lánamöguleikar kaupenda og byggjenda breytast.
Meira
ÞÝSK byggingafyrirtæki gera ráð fyrir að draga muni úr pöntunum og umsvifum á næstu mánuðum að sögn samtaka þýska byggingaiðnaðarins, Zentralverband des Deutschen Baugewerbes, ZDB. Verra þykir að talið er að byggingafyrirtæki standi frammi fyrir varasömu verðstríði, þar sem fyrirtæki muni telja sig neydd til að lækka verð þrátt fyrir vaxandi framleiðslukostnað.
Meira
ÞAÐ er ekki oft, sem hús við Laugarás koma í sölu. Hjá fasteignasölunni Fold er nú til sölu húseignin Laugarásvegur 57. Þetta er steinsteypt hús, byggt 1951, sem er tvær hæðir og ris og um 300 ferm. að stærð. Að sögn Ævars Dungals hjá Fold er hér um að ræða sérstaklega glæsilegt og vandað hús.
Meira
KONAN á myndinni vildi fá sérstakt yfirbragð á málaða veggi dagstofu sinnar. Til þess að ná því málaði hún fyrst veggina og setti svo plastþynnu yfir blauta málninuna og reif hana svo nær samstundis af. Á myndinni til hliðar sjáum við árangurinn.
Meira
ÞAU MISTÖK urðu í línuriti á forsíðu fasteignablaðsins sl. föstudag, að birtar voru rangar tölur um greiðslubyrði af hámarkslánum vegna nýbygginga í húsbréfakerfinu. Þar sem upplýsingar um greiðslubyrðina kunna að skipta miklu máli fyrir marga, er línuritið birt leiðrétt.
Meira
Í TILEFNI af 40 ára afmæli Húsnæðisstofnunar ríkisins 1995 ákvað Húsnæðismálastjórn að efna til hugmyndasamkeppni um grunnhönnun á félagslegum íbúðum framtíðarinnar og að keppnin færi fram samkvæmt samkeppnisreglum Arkitektafélags Íslands.
Meira
ISELCO sf. fagnar 25 ára afmæli sínu um þessar mundir en það var formlega sett á fót árið 1970, að því er segir í frétt frá fyrirtækinu. Fyrirtækið hóf starfsemi árið 1969, þá undir nafninu Ísel, en vegna ágreinings við Ísal um nafnið, var nafninu breytt í Íselco við formlega stofnun þess árið 1970.
Meira
Snemma í desembermánuði efndi byggingaverslun Þ. Þorgrímsson og co. til sýningar þar sem kynntar voru ýmsar gerðir klæðninga. Sýndar voru mismunandi klæðningar á loft, gólf og veggi. Þar voru einnig utanhússklæðningar á veggi. Ég fór þangað og kynnti mér efnisgerðir. Verslunin hefur rúmgóðan sal, þar sem vörur voru sýndar.
Meira
BRESKUR bóndi, Trevor Sedgbeer, sem lék á yfirvöld með því að hylja hús sitt moldu, hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi. Sedgbeer bóndi faldi hús sitt svo kyrfilega að lögreglumaður gekk ofan á því án þess að taka eftir því að hluti þess hafði verið hulinn moldu.
Meira
VATNSTJÓN valda miklum skaða hér á landi. Árlega greiða tryggingafélögin um 600 millj. kr. í tjónbætur vegna vatnsskemmda, en ætla má, að heildarskaðinn nemi yfir einum milljarði kr. Það þýðir, að einstaklingarnir verða að bera um 400 millj. kr. af tjónunum sjálfir, því að aðeins um 60% húsa eru tryggð gegn slíkum tjónum.
Meira
Það er kátt í höllinni hjá Dönum í þessu skammdegi, ekki aðeins að yngri prinsinn hafi fundið sér konu austur í Asíu og gengið í það heilaga með pompi og prakt, heldur tókst Norðmönnum að finna nýjar olíulindir um jólin á dönskum hafsbotni í Norðursjó.
Meira
TIL SÖLU er hjá fasteignasölunni Valhöll vesturendi parhússins Huldubraut 66 í Kópavogi. Að sögn Bárðar Hreins Tryggvasonar hjá Valhöll er þetta hús reist árið 1991 og er um 165 ferm. að stærð með innbyggðum 25 fermetra bílskúr.
Meira
NÝTT einbýlishús var reist með miklum hraða við Smáragötu 9 í Vestmannaeyjum milli jóla og nýárs. Húsið sem er um 160 fermetrar með bílskúr er byggt úr holum einangrunarkubbum, svokölluðum einangrunarmótum frá Viking. Var hafist handa við að reisa það á miðvikudegi og búið að steypa það upp á laugardegi.
Meira
Sterklegir stólar Þessi stólar eru úr safni sem ber nafnið Java. Þeir eru í sígildum stíl en látnir hafa óvenjulega sterklegt yfirbragð miðað við stóla af slíkri gerð.
Meira
Stofuskilrúm OFT kemur sér vel að geta skipt herbergjum með skilrúmum sem draga má sundur og setja saman á víxl. Hér er eitt slíkt, sérkennilegt fyrir allar myndirnar sem á því eru.
Meira
HJÁ Eignamiðluninni er til sölu húseignin Stigahlíð 83. Að sögn Sverris Kristinssonar hjá Eignamiðluninni er þetta tvílyft hús með tveimur aukaíbúðum í kjallara. Samtals er eignin 348 ferm. að stærð með innbyggðum 28 ferm. bílskúr.
Meira
TIL SÖLU er hjá Ríkiskaupum sumarhús í Vaglaskógi. Þetta er 69,9 fermetra stórt hús byggt árið 1925 úr steinsteypu. Viðbygging er við inngang, en hún er úr timbri. Í húsinu eru tvö svefnherbergi, stofa, eldhús, snyrting og sturtuherbergi.
Meira
Tafla til að teikna á Börn eru gefin fyrir að krota og bera veggirnir heima hjá þeim oft þess merki. Hér er gert ráð fyrir þessari náttúru barna og sett tafla til að teikna á inn í innréttinguna í eldhúsinu.
Meira
Tveir djúpir" stólar Hönnuðurinn John Mascheroni hefur hannað þessa skemmtilegu stóla. Þeir eru sterklegir og virðast þægilegir, hafa gamaldags útlit en eru samkvæmt nýjustu tísku.
Meira
TÆKJA-Tækni hf. í Kópavogi hefur tekið við umboði fyrir Mannesmann lagnaefnið hér á landi. Þetta lagnaefni hefur verið á erlendum markaði í um 30 ár, en hefur ekki verið fáanlegt hér um nokkurra ára skeið. Mannesmann lagnaefnið er mjög frábrugðið hefðbundnum lagnaefnum, sérstaklega hvað snertir samsetningu lagnanna.
Meira
Tælandi ávaxtaskál ÞAÐ ER ekki nóg með að ávextirnir í skál þessari séu freistandi, skálin sjálf hefur yfir sér tælandi yfirbragð sem gerir hana fullfæra um að standa fyrir sínu, með eða án ávaxta.
Meira
TRÉSMIÐAFÉLAG Reykjavíkur veitti fyrir skömmu Byggingafélaginu Viðari hf. í Kópavogi viðurkenningu félagsins fyrir góðan aðbúnað starfsmanna á vinnustað. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu frá félaginu.
Meira
Í UNDIRBÚNINGI er að Fiskiðn, fagfélag fiskiðnaðarins, sæki formlega um aðild að Fiskifélagi Íslands. Að sögn Óskars G. Karlssonar, stjórnarmanns félagsins, eru markmið Fiskiðnar að mörgu leyti samhljóða markmiðum Fiskifélagsins.
Meira
SNÆFELLINGUR hf. á Ólafsvík og Útgerðarðarfélag Dalvíkinga hafa í sameiningu fest kaup á togaranum Ottó Wathne NS 90 frá Seyðisfirði. Áætlað er að skipið verði áfram gert út á rækjuveiðar á Flæmska hattinum eins og verið hefur að undanförnu og afli hráefnis fyrir rækjuvinnslu Snæfellings hf.
Meira
"FERÐAÞJÓNUSTAN glímir yfirleitt við það hvernig eigi að ná í ferðamennina. En þeir koma hingað vegna Bessastaða og við viljum notfæra okkur það," segir Gunnar Valur Gíslason, sveitarstjóri í Bessastaðahreppi. Hreppurinn auglýsti nýlega eftir áhugasömum aðilum um uppbyggingu ferðaþjónustu á jörðinni Hliði.
Meira
BELGÍA er óumdeilanlegur höfuðstaður teiknimyndanna, en Belgar státa til dæmis af teiknimyndafígúrum á borð við Lukku Láka, Strumpana og Tinna, sem Belgar telja nokkurs konar sendiherra sinn. Þetta ár, 1996, ætlar belgíska þjóðin að helga teiknimyndafígúrunum sínum.
Meira
ÍFEBRÚAR 1993 var Guðbjartur Finnbjörnsson á ferðalagi um Indland. Varanasi er heilög borg hindúa en pílagrímar baða sig gjarnan í hinu helga fljóti hennar, Ganga. Guðbjartur var á bakpokaferðalagi. Hann fór á milli borga og landa með flugvélum og lestum og gisti á ódýrum hótelum. Hann ákvað að panta sér svefnbekk á 3.
Meira
SUNNUDAGINN 14. janúar kl. 11 verður gengið um skógarstíga Vífilsstaðahlíðar. Ekið er að Marívöllum og gengið sem leið liggur meðfram hlíðinni, létt og þægileg ganga fyrir alla fjölskylduna. Komið til baka um kl. 16, en brottför er frá Umferðarmiðstöðinn og Mörkinni 6. Útivist LAUGARDAGINN 13.
Meira
KURTEISI er nærgætin framkoma. Hún er siðakunnátta og menntun. Kurteis maður er heflaður í hátterni og hæverskur. Kurteisi er kostur, dónaskapur er hinsvegar mannlegur ókostur. Dóna skortir skilning á gagnsemi fágaðrar framkomu og hugulsemi. Hann skeytir oft ekki um tilfinningar annarra og líðan.
Meira
FYRIR um einni og hálfri öld, lét presturinn að Skorrastað í Norðfirði, Benidict Þorsteinsson, gera grafskriftartöflu til minningar um eiginkonu sína, Vigdísi Högnadóttur, sem þá var nýlátin.
Meira
"Einu skiptin sem ég tók grenjuköst sem krakki var þegar mamma tók af mér ráðin og valdi skó á mig sem mér þóttu forljótir," segir Símon Ormarsson hárgreiðslumeistari. Honum er í fersku minni eitt slíkt kast í Litlu skóbúðinni í Keflavík. Þá var hann sjö ára og lét öllum illum látum og hafði miður fögur orð um fjandans útsöluskóna, sem mamma hans neyddi hann alltaf til að ganga í.
Meira
ÞAÐ kemur óneitanlega töluvert á óvart að heyra að Heathrow flugvöllurinn í London státar af besta veitingastöðunum í samanburði við helstu flugvelli á meginlandi Evrópu. Þetta er niðurstaða nokkurra sælkera sem voru fengnir til þess að bera saman veitingar á fjórum af stærstu flugvöllum Evrópu; Heathrow í London, Schiphol í Amsterdam,
Meira
GLÖGGT er gestsaugað segir einhvers staðar. Ekki er lagður dómur á það hér, en það getur verið óborganlegt fyrir þá sem þykjast vita betur að lesa umsagnir útlendinga um Ísland og Íslendinga. Hér á eftir fer lausleg þýðing á grein sem birtist nýlega í bandaríska dagblaðinu The Arizona Republic.
Meira
ÚT er komin ný bók eftir metsöluhöfundinn Benny Hill. Bókin heitir Drottinn Jésús, ég þarf á kraftaverki þínu að halda og inniheldur tíu vitnisburði, þar með talið vitnisburð höfundar. "Þessi menn hafa læknast af sjúkdómum og öðlast sigur í lífi sínu," segir í fréttatilkynningu.
Meira
EINN góðan veðurdag fyrr í vetur hjálpuðu fimm og sex ára börn í leikskóla í borginni Solothurn í Sviss fóstrunni sinni að pakka öllum leikföngum á deildinni niður í kassa. Leikföngin voru "að fara í þriggja mánaða frí". Leikfangaleysið á deildinni er liður í átaki hins opinbera gegn almennri ánetjan barnanna.
Meira
ÞÓTT margir leiti ýmissa leiða í baráttunni við aukakílóin hefur hjálp að handan ekki staðið til boða á líkamsræktarstöðvum. Fyrir nokkrum árum hóf Selma Júlíusdóttir, læknamiðill, meðal annars að leiðbeina fólki um mataræði. Að hennar sögn hafa allmargir leitað til hennar og í kjölfarið náð góðum árangri.
Meira
"ÞETTA hús hefur svo sem aldrei verið nein listasmíð," segir Ólafur Haukur Símonarson, rithöfundur og leikritaskáld, um húsið sitt, sem hann hefur verið að gera upp frá því hann keypti það fyrir um það bil fjórum árum. "Það er byggt í áföngum, fyrsti hlutinn 1904 en síðan prjónað við það nokkrum sinnum að því er virðist af takmörkuðum efnum.
Meira
BORGIN iðar af lífi, gular leigubifreiðar og langir eðalvagnar þjóta um göturnar, prúðbúið fólk, ferðafólk, allskonar fólk. Við erum stödd á Manhattan í New York, "The big apple." Mesta ferðamannahelgi ársins er í algleymingi. Aldrei er meira líf og fjör í heimsborginni en einmitt í kringum áramót.
Meira
ÞÓTT systurnar og Bogadæturnar Helga, sjúkraþjálfari, og Halla, gullsmiður og kennari, hafi aðeins alist upp saman fyrstu ár ævinnar eiga þær margt sameiginlegt. Báðar hafa ómældan áhuga á skóm, en ítreka þó að áhugamálin séu jafnframt á ýmsum öðrum sviðum.
Meira
ÓDÝRARI flugmiðar milli Grænlands og Danmerkur eru forsenda þess að ferðaþjónusta í Grænlandi geti vaxið og dafnað. Og afdrif ferðaþjónustunnar eru líkleg til að mikil áhrif á framtíð grænlensku þjóðarinnar. Hjá grænlenska ferðamálaráðinu er nú unnið að því að fá SAS til þess að lækka verðið.
Meira
ALLMARGIR hafa einstakan áhuga á skóm; fylgjast grannt með skótískunni, kaupa sér mun fleiri skó en brýna nauðsyn ber til og safna jafnvel skóm líkt og aðrir listaverkum, bókum og þess háttar. Sumum finnist skór vera listaverk og dásama þá sem slík. Skór voru í lykilhlutverki í hinu sígilda ævintýri um Öskubusku og trúlega er sagan af Imeldu Marcos einnig orðin sígild.
Meira
TÍSKAN í sólgleraugum á Íslandi hefur tekið breytingum. Ný lína fyrir fullorðna er að ryðja sér til rúms og önnur fyrir yngri kynslóðina er orðin allsráðandi. Sólgleraugun sem ungt fólk notar eru bogadregin og minna á býflugnaaugu. Lögunin hefur það markmið að falla alveg að húðinni og vernda augun fyrir veðri og vindi.
Meira
BÍL- og húslyklar, varalitur og aðrar snyrtivörur auk aðskiljanlegustu hluta, sem konum finnst þær ekki geta verið án þegar þær fara út úr húsi, eru jafnan hafðir í misstórum töskum og veskjum. Þær sem vilja komast hjá eilífum töskuburði gætu hugleitt að fá sér fatnað með stórum og smáum vösum hér og þar á jökkum, pilsum, buxum og kápum.
Meira
Hjónin Jónas Helgason og Guðrún Árnadóttir á Hellu eiga barnabörn á Grænlandi, en sonur þeirra hjóna er giftur grænlenskri konu og býr fjölskyldan í bænum Narssaq, sem er tvö þúsund manna bær syðst á Grænlandi. Í júní í sumar fóru þau hjón til Narssaq ásamt tólf öðrum fjölskyldumeðlimum til að vera við fermingu sonarsonarins.
Meira
TÆPLEGA 800 farmiðar seldust á fyrstu tveimur dögunum sem ferðir til tólf áfangastaða Flugleiða erlendis voru seldar samkvæmt samningi Samvinnuferða-Landsýnar og ýmissa launþegasamtaka. Fyrsti söludagur ferðanna var á þriðjudaginn. Að sögn Helga Péturssonar, upplýsingafulltrúa Samvinnuferða- Landsýnar, er þetta þrefalt meiri sala en á sama tíma í fyrra. Í boði eru 5.
Meira
SIGRÚN var að kaupa í matinn í stórmarkaði skömmu fyrir páskahátíð. Hún sér að hálfur lítri af jógúrt er á tilboðsverðinu 102 krónur og ákveður að skella sér á fernu. Afgreiðslukona stimplar vörurnar inn og Sigrún kemur auga á að hún telur jógúrtið á 115 krónur. Hún mótmælir og segir: "Jógúrtið er á tilboðinu 102 krónur.
Meira
Veldu dagsetningu
Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.