Greinar laugardaginn 13. janúar 1996

Forsíða

13. janúar 1996 | Forsíða | 71 orð

Assad slakar til

WARREN Christopher (t.h.), utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti í gær fund með Hafez al- Assad Sýrlandsforseta í Damaskus. Samkomulag varð um að næsti fundur fulltrúa Sýrlendinga og Ísraela um frið, þar sem einkum er deilt um hernám Ísraela á Gólanhæðum, yrði í Bandaríkjunum 24. janúar. Meira
13. janúar 1996 | Forsíða | 310 orð

Átta af gíslunum í Dagestan sleppt

TSJETSJENSKIR skæruliðar, sem hafa haldið um 200 manns í gíslingu í Dagestan í suðurhluta Rússlands, leystu átta konur og börn úr haldi í gær. Fjölgað var í rússneska herliðinu sem hefur umkringt skæruliðana í þorpinu Pervomajskaja til að hindra að þeir komist til Tsjetsjníju. Meira
13. janúar 1996 | Forsíða | 370 orð

Fólksflóttanum frestað

LEIÐTOGAR Bosníu-Serba ákváðu í gær að fresta því að hvetja serbneska íbúa Sarajevo til að flýja þaðan. "Svo virðist sem hættunni á miklum fólksflótta frá borginni hafi verið afstýrt um sinn en enginn veit hvað gerist í næstu viku," sagði vestrænn stjórnarerindreki í Sarajevo. Meira
13. janúar 1996 | Forsíða | 88 orð

Gengisstefnunni verður ekki breytt

EMBÆTTISMAÐUR í seðlabanka Kína sagði í gær að gengi dollars Hong Kong yrði áfram tengt Bandaríkjadollar eftir að Kína fær yfirráð yfir bresku nýlendunni á næsta ári. Yang Zilin, bankastjóri útibúsins í Hong Kong, sagði að það hefði reynst vel að festa gengi gjaldmiðilsins við Bandaríkjadollar, þannig að engin ástæða væri til að breyta því. Meira
13. janúar 1996 | Forsíða | 133 orð

Nýtt illviðri í Washington

ÍBÚAR í norðaustanverðum Bandaríkjunum voru vart búnir að jafna sig eftir stórhríð um síðustu helgi þegar nýtt illviðri skall á í gær. Loka varð ríkisstofnunum í höfuðborginni Washington vegna hvassviðris með snjókomu og frostregni í gærmorgun. Þær voru lokaðar fyrstu þrjá daga vikunnar vegna síðustu stórhríðar og því einungis opnar á fimmtudag. Meira
13. janúar 1996 | Forsíða | 110 orð

Vill styrkja stöðu Rússlands

JEVGENÍJ Prímakov, nýskipaður utanríkisráðherra Rússlands, lýsti því yfir í gær að hann vildi styrkja stöðu landsins sem stórveldis en hét því jafnframt að viðhalda góðum tengslum við Vesturveldin. "Við erum stórveldi og stefna okkar verður að endurspegla stöðu okkar," sagði ráðherrann á blaðamannafundi í gær. Hann tók við embætti utanríkisráðherra af Andrej Kozyrev á þriðjudag. Meira

Fréttir

13. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 271 orð

130 millj. kr. til höfuðs "Stúdentnum"

EINUM af leiðtogum Cali-eiturlyfjahringsins í Kólumbíu, milljarðamæringnum Jose Santacruz Londono, tókst að flýja úr fangelsi í höfuðborginni, Bogota, í fyrradag. Hefur verið heitið 130 millj. kr. fyrir upplýsingar, sem leitt geta til handtöku hans, en talið er víst, að einhverjir starfsmenn fangelsisins hafi aðstoðað hann við flóttann. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 229 orð

2,5 millj. til gerðar gróðurkorta

Náttúruverndarsamtökin Landvernd afhentu Náttúrufræðistofnun Íslands 2,5 milljónir kr. í gær til gerðar gróðurkorta af landinu. Gróðurkort hafa ekki verið gerð undanfarin ár en þau segja til um gæði landsins og ástand. Jón Gunnar Ottóson, forstöðumaður NÍ, veitti gjöfinni viðtöku úr höndum Auðar Sveinsdóttur, formanns Landverndar. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 179 orð

91,5 prósent Íslendinga í Þjóðkirkjunni

ÞJÓÐKIRKJUFÓLKI fjölgaði um 124 milli áranna 1994 og 1995 samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands og skráningu 1. desember en Íslendingum fjölgaði um 1.023 á sama tíma. Frá árinu 1985 hefur Íslendingum fjölgað um 10,8% en fólki í þjóðkirkjunni um 0,4%. Af öllum Íslendingum voru 91,5% í þjóðkirkjunni 1. desember 1995. Tíu árum fyrr var þetta hlutfall 93,1%. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 718 orð

Aðhald í rekstri og framkvæmdum

FJÁRHAGSÁÆTLUN Kópavogs var til síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar í gær og afgreidd seint í gærkvöldi. Samþykkt var að útsvar yrði áfram 9,2%. Áætlaðar heildartekjur eru tæpar 2.810 milljónir króna en heildargjöld 2.697 milljónir og skatttekjur áætlaðar 1.923 milljónir króna á árinu. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 85 orð

Anna Mjöll í Naustkjallaranum

ANNA Mjöll Ólafsdóttir heldur djasstónleika í Naustkjallaranum sunnudagskvöldið 14. janúar þar sem hún mun syngja við undirleik hljómsveitar þekkt djasslög og aðra sígræna söngva. Hljómsveitina skipa Gunnar Hrafnsson á bassa, Guðmundur Steingrímsson á trommur, Rúnar Georgsson saxafónleikari og Ólafur Gaukur sem leikur á gítar. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 191 orð

Athugasemd

STEFÁN Thorarensen hf. hefur beðið Morgunblaðið að birta eftirfarandi: "Vegna greinar á 4. síðu blaðsins 12. janúar 1996 undir fyrirsögninni Nýtt lyf fyrir MS-sjúklinga viljum við gera eftirfarandi athugasemdir við ummæli Eggerts Sigfússonar sem okkur finnst ónákvæm: "... Meira
13. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 146 orð

Atlanta hættulegasta borgin

ATLANTA er hættulegasta borg Bandaríkjanna, samkvæmt skýrslum alríkislögreglunnar (FBI) yfir ofbeldisglæpi á borð við morð, nauðganir, rán og líkamsárásir. Niðurstaðan byggist á skýrslum um glæpi á árinu 1994 í borgum með meira en 100.000 íbúa. New York-borg og Washington D.C. komast ekki á lista yfir 10 hættulegustu borgir landsins. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 430 orð

Átti fleiri íbúðir um áramót en nokkru sinni áður

HÚSNÆÐISSTOFNUN ríkisins átti um áramót 198 íbúðir og hefur ekki átt fleiri íbúðir um önnur áramót. Ekki hafa verið undirbúin fleiri uppboð á einu ári eða yfir 1.058 árið 1995. Af þeim þurfti að gæta hagsmuna HR við 628 uppboð. Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri, segir að stofnunin verði nánast alltaf fyrir tjóni við sölu íbúðanna. Hann telur að tjón hennar nemi tugum milljóna á ári. Meira
13. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 119 orð

Baskar í Brussel

BASKALAND, sem nýtur sjálfstjórnar innan Spánar, mun hinn 6. febrúar opna eigin sendiskrifstofu í Brussel til að gæta hagsmuna sjálfstjórnarsvæðisins gagnvart Evrópusambandinu. Baskaland er fyrsta spænska sjálfstjórnarsvæðið, sem setur upp skrifstofu í Brussel. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 43 orð

Bílvelta í Norðurárdal

BÍLL á norðurleið valt á Norðurlandsvegi í Norðurárdal við Bifröst í gærkvöldi. Þrennt var í bílnum og slapp fólkið allt án meiðsla. Bíllinn er mikið skemmdur, ef ekki ónýtur. Að sögn lögreglu var lúmsk hálka á veginum þegar óhappið varð. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 148 orð

Björk í Sky

BJÖRK Guðmundsdóttir var til umfjöllunar á besta tíma í breska fréttasjónvarpinu Sky í gærkvöldi en þá var sagt frá tónleikaferð hennar um England sem hefst í Sheffield í næstu viku. Fréttamenn stöðvarinnar sögðu menn hafa deilt um það hvort Björk væri söngvinn sérvitringur eða frumlegur brautryðjandi. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 354 orð

Bók sem er verkfæri rétt eins og skrúfjárn

ÚT ER komin Íslenska töflubókin fyrir málmiðnað og aðrar starfsgreinar. Bókin er í handhægu broti og segir Ólafur Eiríksson, annar aðstandenda bókarinnar, að henni sé ekki ætlað að rykfalla í hillum á skrifstofum, heldur skitna út á smiðjugólfinu og á verkstæðinu. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 72 orð

Dagbók Háskóla Íslands

DAGBÓK Háskóla Íslands fyrir vikuna 15.­19. janúar: Mánudagur 15. janúar. Á vegum málstofu í stærðfræði flytur Geir Agnarsson, Berkeley háskóla, Kaliforníu, fyrirlesturinn "Um hjávensl og hjáspannara fyrir frjálsar víxlnar og óvíxlnar algebrur yfir kroppa". Gamla Loftskeytastöðin við Suðurgötu, kl. 11:00. Þriðjudagur 16. janúar. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 205 orð

DNA-rannsókn útilokar hinn dæmda

NIÐURSTÖÐUR DNA-rannsóknar, sem framkvæmd var í Noregi gefa til kynna, skv. upplýsingum Morgunblaðsins, að útilokað sé að sæði sem rannsakað var í tengslum við nauðgunarmál hérlendis hafi komið úr breskum sjómanni sem dæmdur var í héraðsdómi 12 mánaða fangelsi fyrir verknaðinn. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 290 orð

Ekki búið fyrr en börnin eru á brott

JUDY Feeney, sem var einn af höfuðpaurunum í tilraun til að nema dætur Ernu Eyjólfsdóttur brott frá Íslandi, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að enn væru ekki öll kurl komin til grafar. "Hvað okkur varðar lýkur þessu máli ekki fyrr en börnin eru komin aftur til Bandaríkjanna," sagði Judy Feeney, sem ásamt Donald manni sínum rekur Corporate Training Unlimited (CTU), Meira
13. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 302 orð

Enn áhugi fyrir hlut bæjarins í fyrirtækinu

ÞRÁTT fyrir að Krossanesbréfin hafi verið seld og við orðið undir í þeirri baráttu, höfum við ekki fallið frá tilboði okkar í hlutabréf Akureyrarbæjar í Laxá," segir Árni V. Friðriksson, stjórnarformaður Fóðurverksmiðjunnar Laxár hf. en fyrirtækið bauð 25 milljónir króna fyrir hlut bæjarins. Meira
13. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 619 orð

Er 15-20% kastað í sjóinn? Yfirvöld í Alaska hafa vaxandi áhyggjur af umgengninni um auðugustu fiskimið í heimi

FISKIMIÐIN í Beringshafi og Alaskaflóa eru meðal mestu nægtabúra náttúrunnar. Í venjulegu ári eru dregin þar úr sjó 2,4 milljónir tonna af laxi, ufsa, krabba, lúðu og öðrum flatfiski eða meira en helmingur alls fiskafla Bandaríkjanna. Þessi mið eru með öðrum orðum þau gjöfulustu í heimi. Meira
13. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 316 orð

ESB-ríki vona að Dini sitji áfram

RÍKISSTJÓRNIR flestra aðildarríkja Evrópusambandsins vona í lengstu lög að Lamberto Dini, sem nú hefur neyðzt til að segja af sér sem forsætisráðherra, fái nýtt stjórnarmyndunarumboð og takist að mynda nýja ríkisstjórn. Ítalir fara nú með formennsku í ráðherraráði ESB. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 239 orð

Ferðakostnaður ráðuneyta jókst um 19,7%

FERÐAKOSTNAÐUR ráðuneytanna á árinu 1994 nam 211 milljónum króna og hafði hann hækkað um 33,4 milljónir frá árinu 1993, eða um 19,7%. Af þessari fjárhæð nam kostnaður vegna ferðalaga erlendis 202 milljónum króna. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 338 orð

Foreldrar hafa aðstoðað við skírteinasvindl

DÆMI eru um að foreldrar hafi aðstoðað börn sín við að fá fölsuð persónuskilríki, að sögn Hallgríms Snorrasonar hagstofustjóra. Í fyrradag greindi blaðið frá því að stúlka reyndi að útvega sér debetkort í banka á nafni annarrar stúlku. Sú sem sótti um debetkortið framvísaði að sögn bankans fölsuðu nafnskírteini með mynd af sér en nafni hinnar stúlkunnar. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 1487 orð

Fyrri eigandi gerir tilkall til aflareynslu og kvóta

MÁLFLUTNINGUR fór fram fyrir Hæstarétti í gær í dómsmáli milli útgerðarmanna í Keflavík þar sem deilt er um hvort fyrrverandi eiganda fiskiskips hafi borið að fá hluta af skarkolakvóta skipsins, sem úthlutað var eftir eigendaskiptin, yfirfærðan á skip sem hann keypti eða samsvarandi bætur. Meira
13. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 286 orð

Gæti haft áhrif á forsetakosningar

RÍKISSTJÓRN Portúgals varð fyrir miklu áfalli í gær, aðeins tveimur dögum fyrir forsetakosningar í landinu, þegar einn ráðherrana bauðst til að segja af sér vegna ákæru um að hann hefði skotið undan skatti. Kann málið að skaða frambjóðanda sósíalista í forsetakosningunum. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 129 orð

Handtekin í banka eftir innbrot

ÞRÍR karlmenn og kona voru handtekin þegar þau reyndu að skipta ávísunum sem þau höfðu stolið í innbroti í iðnfyrirtæki á Nýlendugötu aðfaranótt föstudagsins. Lögreglunni var tilkynnt um innbrotið kl. 9.45 í gærmorgun. Óljóst var í fyrstu hverju hafði verið stolið en búið var að róta mikið í hirslum. Um kl. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 82 orð

Hans og Gréta í óperunni

ÆVINTÝRAÓPERAN Hans og Gréta eftir þýsku systkinin Adelheid Wette og Engelbert Humperdinck verður frumsýnd í Íslensku óperunni kl. 15 í dag. Um er að ræða eitt nafntogaðasta verk sinnar tegundar sem notið hefur vinsælda allar götur síðan það var frumsýnt árið 1893. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 85 orð

Happdrætti listaverkaalmanaksins

LISTAVERKAALMANAK Þroskahjálpar er nú til sölu um land allt. Listaverkaalmanakið er einnig happdrætti sem dregið er úr í hverjum mánuði. Vinningar eru grafíklistaverk eftir íslenska listamenn. Árið 1996 verða dregnir út vinningar að verðmæti 3,6 millj. kr. Meira
13. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 68 orð

Hauskúpa Paines?

HAZEL Burgess, sem býr í Sydney í Ástralíu, fór á fornmunasýningu ásamt eiginmanni sínum, John, fyrir skömmu og áskotnaðist þeim hauskúpan sem hún sýnir hér fréttamönnum. Er fullyrt að um sé að ræða kúpu Thomas Paine er var einn af helstu frumkvöðlum sjálfstæðisbaráttu Bandaríkjamanna. Eiginmaðurinn telur sig vera afkomanda Paine er lést 1809. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 170 orð

Heimur vínsins í Perlunni

VÍNSÝNINGIN Heimur vínsins var opnuð formlega í Perlunni í gærkvöldi en hún stendur fram á sunnudag. Er þetta í annað skipti, sem sýningin er haldin. Á sýningunni kynna fjölmörg innflutningsfyrirtæki og sendiráð víntegundir auk þess, sem boðið verður upp á vínnámskeið og fyrirlestra um vín og vínrækt. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 78 orð

Hæstiréttur kemur í ljós

Morgunblaðið/Árni Sæberg Hæstiréttur kemur í ljós NÝBYGGING Hæstaréttar á gatnamótum Ingólfsstrætis og Lindargötu er komin í ljós en verið er að rífa niður girðingu sem hulið hefur húsið að mestu. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 77 orð

Janúarmessa Kvennakirkjunnar

JANÚARMESSA Kvennakirkjunnar verður í Laugarneskirkju sunnudaginn 14. janúar kl. 20.30. Umfjöllunarefni messunnar verður: Ný byrjun - nýir möguleikar. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar, Auður Guðmundsdóttir og Sigrún Erla Egilsdóttir tala og Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir les úr ljóðum sínum. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 61 orð

Jón Arnar í fjörunni

JÓN Arnar Magnússon, einn besti tugþrautarmaður heims og Íþróttamaður ársins 1995 á Íslandi, er búsettur á Sauðárkróki ásamt unnustu sinni, Huldu Ingibjörgu Skúladóttur, og nýfæddum syni, Krister Blæ. Þar æfir hann við aðstæður sem margir í hópi þeirra bestu teldu líklega ekki boðlegar, m.a. í fjörunni - sem hann segir besta æfingasvæði í heimi. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 110 orð

Kostaði skattgreiðendur 700 milljónir

AÐSTOÐ ríkisins við fiskeldisfyrirtæki hefur kostað skattgreiðendur allt að 700 milljónir króna í töpuðum lánum og ábyrgðum. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 1994 kemur fram að af þeim 18 fyrirtækjum sem ábyrgðardeild fiskeldislána hjá Ríkisábyrgðarsjóði gekkst í ábyrgð fyrir hafa 16 verið lýst gjaldþrota eða hætt rekstri. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 338 orð

Kostnaður við breytingar 157% umfram áætlun

RÍKISENDURSKOÐUN gerir tvenn fasteignakaup Byggðastofnunar á árunum 1993 og 1994 að umtalsefni í skýrslu um endurskoðun ríkisreiknings 1994, en í báðum tilvikum var lagt í verulegan kostnað við endurbætur og breytingar án þess að nákvæmar áætlanir væru lagðar fyrir stjórn stofnunarinnar. Meira
13. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 101 orð

Lamberto Dini biðst lausnar

LAMBERTO Dini forsætisráðherra baðst lausnar á fimmtudag og ríkir því stjórnarkreppa á Ítalíu en Ítalir gegna nú forystuhlutverki í Evrópusambandinu (ESB). Oscar Luigi Scalfaro féllst á afsagnarbeiðnina í gær en samskonar beiðni hafnaði hann 30. desember sl. Hefst hann handa um að kanna grundvöll nýrrar stjórnarmyndunar á mánudag en stjórn Dinis situr þar til ný hefur verið mynduð. Meira
13. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 289 orð

Lauk við endurminningarnar

FRANÇOIS Mitterrand, fyrrverandi Frakklandsforseti, sem var lagður til hinstu hvílu í fæðingarbæ sínum á fimmtudag, var í gær sagður hafa skrifað til síðasta dags og lokið við endurminningar sínar. Vinir hans og samstarfsmenn sögðu hann einnig hafa búið sig undir dauðann af ýtrustu nákvæmni. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 422 orð

Lán vegna Laxárvirkjunar ógreidd frá 1983

AFBORGANIR hafa ekki verið greiddar af samtals átta skuldabréfum með víkjandi greiðsluskyldu í eigu ríkissjóðs sem Landsvirkjun gaf út á sínum tíma vegna Sigölduvirkjunar og Búrfellsvirkjunar. Landsvirkjun gaf skuldabréfin út vegna fjármagns sem fyrirtækið fékk endurlánað gegnum ríkissjóð. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 93 orð

Leikræn tjáning í ÆvintýraKringlunni

LISTASTARFSEMIN í Ævintýra- Kringlunni er hafin að nýju og hefst með leikriti í dag. Framvegis verða leiksýningarnar á laugardögum en á fimmtudögum kl. 17 verða leiklistarnámskeið eða eitthvað annað skemmtilegt í boði. Meira
13. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 69 orð

Lísa sér um kaffið

HUNDURINN Lísa tekur virkan þátt í störfum starfsmanna Valfells sem eru með verkefni við Krossanes. "Hún sér um kaffið," sögðu þeir Pálmi Ólafsson kranastjóri, Bragi Sigurðsson eftirlitsmaður frá Verkfræðistofu Norðurlands og Walter Ehrat. Þeir voru að dýptarmæla við nýja viðlegukantinn í Krossanesi í vikunni, en stefnt er að verklokum síðar í þessum mánuði. Meira
13. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 248 orð

Lítil arðsemi vegna offjárfestingar

JAN Henry T. Olsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, segir, að nauðsynlegt sé auka vinnslu fiskaflans í landi en Rögnvaldur Hannesson, prófessor við norska verslunarháskólann, telur, að fækka verði skipum og stækka og koma á framseljanlegum kvótum. Kom þetta fram á fundi í félagi útgerðarmanna í Álasundi í fyrradag en vandinn er sá, að arðsemi í norskum sjávarútvegi er mjög lítil í mörgum greinum. Meira
13. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 269 orð

Major vill ekki til hægri JOHN Major, forsæti

JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, þvertók í gær fyrir það að Íhaldsflokkurinn myndi hverfa aftur til þeirrar hörðu hægristefnu sem rekin var í tíð Margretar Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra. Thatcher hvatti til þess í ræðu sem hún hélt í fyrrakvöld. Þá neitaði Major alfarið þeim fullyrðingum Thatcher að Íhaldsflokkurinn hefði svikið millistéttina. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 795 orð

Markvisst starf og sameining krafta

ÞÓRUNN flyst nú búferlum vestur á Ísafjörð og þar bíður hennar að móta nýtt tvíþætt starf á framandi stað. Á hverju á hún von þar vestra? "Ég flyt búferlum í byrjun næsta mánaðar og á bara von á því að dvölin verði frábær og starfið gefandi og spennandi. Meira
13. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 106 orð

MESSUR

AKUREYRARKIRKJA: Messað verður í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudag kl. 14.00. Guðmundur Ómar Guðmundsson prédikar og kynnir störf Gídeonshreyfingarinnar, sem á að baki merkilegan þátt í að útbreiða biblíuna og Nýja testamenntið. Æskulýðsfundur í kapellunni kl. 17.00, Biblíulestur á mánudagskvöld kl. 20.30. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 13.30, almenn samkoma kl. 20.00. Meira
13. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 44 orð

Minnist Flóastríðsins

SALEM al-Srour, undirhershöfðingi í her Kúveit, minnist þess að síðar í mánuðinum eru liðin fimm ár liðin frá upphafi Persaflóastríðsins. Stendur al-Srour innan um ónýta skriðdreka íraska hersins en undirhershöfðinginn var í her landsins þegar Írakar réðust inn í Kúveit árið 1990. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 53 orð

Mood Swing í Hafnarfirði

DJASSTRÍÓIÐ Mood Swing leikur á veitingahúsinu Cafe Royal í kvöld frá kl. 23.30. Þetta er í síðasta skipti sem tríóið kemur fram hér á landi. Fyrir tríóinu fer Sunna Gunnlaugsdóttir píanisti en meðspilarar hennar eru Bandaríkjamennirnir John Hebert, sem leikur á bassa og Scott McLemore sem leikur á trommur. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 144 orð

Músíktilraunir Tónabæjar hefjast í mars

FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Tónabær mun í mars nk. standa fyrir Músíktilraunum 1996. Músíktilraunir eru orðnar árlegur viðburður í tónlistarlífi landsmanna og er þetta í 14. skiptið sem þær eru haldnar. Þar gefst ungum tónlistarmönnum tækifæri til að koma á framfæri frumsömdu efni og, ef vel tekst til, að vinna með efni sitt í hljóðveri. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 297 orð

Niðurskurður bitnar á einhverjum starfsmönnum

FRAMKVÆMDASTJÓRN Sjúkrahúss Reykjavíkur vinnur nú að gerð tillagna sem lagðar verða fyrir stjórn sjúkrahússins á mánudag um það hvernig sníða beri rekstur stofnunarinnar að framlögum á fjárlögum þar sem gert er ráð fyrir að sparnaður upp á 3-400 milljónir króna náist fram. Meira
13. janúar 1996 | Landsbyggðin | 163 orð

Nýtt íþróttahús vígt á Neskaupstað

Nýja íþróttahúsið er 1400 fm að stærð. Þar af er íþróttasalurinn rúmir 1200 fm og er kostnaður við bygginguna um 120 millj. kr. Við vígsluna lék lúðrasveit Tónskólans og Barnakór Nesskóla og kirkjukórinn sungu. Þá flutti sr. Þorgrímur Daníelsson blessunarorð og færði húsinu að gjöf helgimynd. Meira
13. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 383 orð

"Okkur sýndur mikill heiður"

"ÞETTA var ákaflega hátíðleg stund og okkur Íslendingum var einkar vel tekið," sagði Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, en hann ávarpaði í gær litháíska þingið en þar var þess minnst að fimm ár eru liðin frá því að hrundið var árás sovéska hersins á þinghúsið í Vilníus. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 61 orð

Ók á skiltabrú og á brott

LÖGREGLAN í Reykjavík óskar eftir að hafa tal af ökumanni vörubíls, sem ók á skiltabrú við Vesturlandsveg á miðvikudagskvöld. Vörubíl með háum farmi var ekið undir skiltabrúna, sem er vestan Höfðabakkabrúar, áður en ekið er til hægri upp í Árbæjarhverfi. Skiltabrúin skemmdist og er ökumaður, eða vitni að atvikinu, beðinn að hafa samband við slysarannsóknadeild lögreglunnar. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 666 orð

Rannsókn sýnir að sæði var ekki úr hinum dæmda DNA-rannsókn, sem framkvæmd var í Noregi gefur, að því er fram kemur í grein

NORSKU niðurstöðurnar stangast á við DNA-rannsókn sem gerð var hérlendis við meðferð málsins. Sú rannsókn var hin fyrsta sem gerð er í sakamáli hérlendis og jafnframt voru sýni send norskum sérfræðingum til samanburðar við blóð úr kæranda og kærða. Ásgeir Á. Ragnarsson hdl. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 225 orð

Rétt var staðið að eftirför

EKKERT verður aðhafst frekar vegna aðgerða lögreglunnar á Selfossi í aðdraganda banaslyss, sem varð á Suðurlandsvegi 14. október sl. Þrír létu lífið, ungur maður og fullorðið sambýlisfólk. Bifreið unga mannsins var veitt eftirför af Selfosslögreglu eftir að manninum hafði verið gefið stöðvunarmerki sem hann sinnti ekki. Meira
13. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 41 orð

Sameiningarmál vinstrimanna

OPINN fundur verður haldinn í Deiglunni í dag, laugardaginn 13. janúar kl. 14.00. Fundarefnið er sameiningarmál vinstri sinna og félagshyggjufólks, en á meðal þátttakenda í pallborðsumræðum verða Svavar Gestsson, Mörður Árnason og Aðalheiður Sigursveinsdóttir. Lýðveldisklúbburinn stendur að þessum fundi. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 214 orð

Segir einangrun Norðmanna fara vaxandi

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að óánægja hagsmunaaðila í rússneskum sjávarútvegi með úthlutun Norðmanna á kvóta úr norsk-íslenzka síldarstofninum séu góðar fréttir og einangrun Norðmanna í málinu fari vaxandi. Þó sé engan veginn víst að afstaða rússneskra stjórnvalda á samningafundi um síldveiðar í Moskvu síðar í mánuðinum verði í samræmi við afstöðu hagsmunaaðila. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 218 orð

Sextán teknir í fíkniefnahúsi

SEXTÁN manns voru handteknir á miðvikudagskvöld, flestir í húsi í Mjölnisholti, en þar hefur lengi farið fram sala og neysla á fíkniefnum. Í síðustu viku voru ellefu handteknir í sama húsi í tengslum við fíkniefnamisferli og fundust þá einnig munir í húsinu sem taldir eru þýfi. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 273 orð

Skuldir ríkis samsvara tveggja ára skatttekjum

HREIN skuldastaða ríkissjóðs í árslok 1994 svarar til þess að framtíðarskatttekjum nærfellt tveggja ára hafi verið ráðstafað, en skuldirnar námu þá 195,3 milljörðum króna. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 1994 sýndi efnahagsreikningur A-hluta ríkissjóðs í árslok 1994 að hreinar skuldir jukust á árinu um 16,8 milljarða króna samnaborið við 28,6 milljarða árið áður. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 281 orð

Stofnkostnaðarverkefni 40% fram úr áætlun

KOSTNAÐUR vegna stofnkostnaðarverkefna nýju flugstjórnarmiðstöðvarinnar á Reykjavíkurflugvelli hefur farið um 6,3 milljónir bandaríkjadollara (413 milljónir króna) eða 40% fram úr þeim kostnaði sem Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) hafði samþykkt, en stofnunin greiðir 82% kostnaðarins við flugstjórnarmiðstöðina með árlegum leigugreiðslum fyrir afnot af byggingunni í 20 ár. Meira
13. janúar 1996 | Miðopna | 1459 orð

Stórþorskur á flestum miðum Sjómenn virðast einhuga um að vertíð hefjist óvenju vel og mið séu víða full af þorski. Bátar með

"ÞAÐ er allt fullt af þorski," sagði Erlingur Helgason, skipstjóri á Friðriki Bergmann SH, sem var á veiðum um 20 mínútna siglingu frá Ólafsvík í gær. "Skipin hérna í kring eru að fá allt upp í 20 tonn og allir eru með eitthvað. Við vorum sjálfir að taka eitt hal upp á fjögur tonn af mjög stórum þorski, frá sjö til tólf kíló. Meira
13. janúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 24 orð

Söngskemmtun Súkkats

Söngskemmtun Súkkats DÚETTINN Súkkat heldur söngskemmtun í Deiglunni, Kaupvangsstræti á Akureyri annað kvöld, sunnudagskvöldið 14. janúar og hefst hún kl. 20.30. Allir eru velkomnir. Meira
13. janúar 1996 | Miðopna | 923 orð

Tekist á um skipulag og starfshætti Skipulag Dagsbrúnar, starfshættir forystunnar og kosningafyrirkomulag eru fyrirferðarmestu

FRAMBOÐ uppstillinganefndar núverandi stjórnar og trúnaðarráðs Dagsbrúnar, A-listinn, segir í nýútkominni stefnuskrá sinni að gagnrýni á lög félagsins, sem geri almennum félagsmönnum nær ókleift að bjóða fram gegn sitjandi stjórn, eigi við rök að styðjast. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 333 orð

Tilboði Álftáróss í kerskála ÍSAL tekið

TILKYNNT var í gær að Íslenska álfélagið hf. hefði tekið tilboði verktakafyrirtækisins Álftáróss í steypuvirki fyrir nýjan kerskála við álverið í Straumsvík. "Álftárós var með hagstæðasta tilboðið og það var ákveðið að taka því," sagði Rannveig Rist, talsmaður álfélagsins, í gær. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 263 orð

Til starfa í Tansaníu

ÓMAR Valdimarsson blaðamaður hefur verið ráðinn til starfa sem sendifulltrúi Rauða kross Íslands og heldur til starfa í Ngara í Tansaníu næstkomandi þriðjudag. Ómar mun gegna starfi upplýsingafulltrúa fyrir Alþjóðasamband Rauða krossins á svæðinu næstu sex mánuði. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 50 orð

Tilþrif við Tjörnina

FÓTBOLTI utanhúss þarf ekki að vera árstíðabundið fyrirbæri frekar en golf, eins og sannast hefur í góða veðrinu síðustu daga. Þessir strákar léku sér í fótbolta í Hljómskálagarðinum í gærdag og nutu þess að þurfa ekki að dúða sig eins og venja er á þessum árstíma. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 121 orð

Úthlutun úr Vísindasjóði Borgarspítalans

NÝLEGA var úthlutað árlegum styrkjum úr Vísindasjóði Borgarspítalans til rannsóknarverkefna á vegum starfsfólk spítalans. Vísindasjóður Borgarspítalans var stofnaður fyrir hartnær 30 árum til minningar um Þórð Sveinsson, yfirlækni og Þórð Úlfarsson, flugmann. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 127 orð

Veiðieftirlitsmenn á heimleið

FISKISTOFA hefur kallað heim tvo veiðieftirlitsmenn sem ekki fengu vist um borð í íslenskum skipum á Flæmingjagrunni. Eftir eru þrír veiðieftirlitsmenn á jafnmörgum skipum á þessum miðum. Þórður Ásgeirsson, forstjóri Fiskistofu, sagði það sjálfgefið að kalla mennina heim þegar þeir fengu ekki að fara um borð í skipin. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 113 orð

Vetrargestir

TÖLUVERT hefur verið um flækingsfugla í vetur líkt og fram kom í nýlegri fuglatalningu. Undanfarið hefur tyrkjadúfa haldið sig í nágrenni Efstasunds í Reykjavík. Þessi dúfutegund er útbreidd í Evrópu og verið að færa sig vestur á bóginn. Tyrkjadúfan er nær árlegur gestur hér á landi og er vitað til þess að hún hafi orpið hér einu sinni. Meira
13. janúar 1996 | Erlendar fréttir | 163 orð

Viðskiptasamningar skaða landbúnaðinn

ÍTALSKI landbúnaðarráðherrann, sem fer nú með formennsku í ráðherraráði landbúnaðarráðherra Evrópusambandsríkjanna, er algerlega mótfallinn nýjum viðskiptasamningum Evrópusambandsins. Samkvæmt heimildum Reuters- fréttastofunnar telur ráðherrann, Walter Luchetti, að samningarnir muni skaða landbúnað Evrópuríkja. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 319 orð

Vorlaukar gægjast upp úr moldu

HLÝINDIN að undanförnu hafa ruglað gróðurinn í höfuðborginni nokkuð í ríminu. Blómabrum á víði er sums staðar orðið þrútið og krókusar og fyrstu vorlaukarnir eru farnir að gægjast upp úr moldu. Jóhann Pálsson garðyrkjustjóri segir að ekki sé fýsilegt að hlýindakaflar séu of langir, allra síst svona síðla vetrar. Meira
13. janúar 1996 | Innlendar fréttir | 43 orð

Vorönn Fullorðinsfræðslunnar

KYNNING á vorönn Fullorðinsfræðslunnar og kennslutækni skólans, móðurmálstækni, fer að þessu sinni fram í bás Fullorðinsfræðslunnar á námskeiðakynningum Kolaportsins á laugardag og sunnudag kl. 11­17. Meira
13. janúar 1996 | Landsbyggðin | 161 orð

Þorsteinn Pálsson framkvæmdastjóri KÁ valinn Sunnlendingur ársins

Þorsteinn Pálsson framkvæmdastjóri KÁ valinn Sunnlendingur ársins Selfossi-Lesendur Dagskrárinnar á Selfossi völdu Þorstein Pálsson framkvæmdastjóra Kaupfélags Árnesinga Sunnlending ársins 1995. Dagskráin hefur staðið fyrir slíku vali undanfarin þrjú ár. Meira

Ritstjórnargreinar

13. janúar 1996 | Leiðarar | 726 orð

RÆÐA THATCHER

RÆÐA THATCHER ARGARET Thatcher, fyrrum leiðtogi breska Íhaldsflokksins og forsætisráðherra, gagnrýndi í ræðu á fimmtudagskvöld harðlega þá stefnu er flokkurinn hefur fylgt eftir að hún lét af embætti og John Major forsætisráðherra tók við. Meira
13. janúar 1996 | Staksteinar | 318 orð

Þorskveiðikvótinn VEIÐIHEIMILDIR á hverri tegund verða að fara eftir ástandi hennar sjálfrar, en ekki eftir breytingum á

VEIÐIHEIMILDIR á hverri tegund verða að fara eftir ástandi hennar sjálfrar, en ekki eftir breytingum á heildarkvótum hagsmunaaðila. Þetta segir í leiðara DV. Þrýstingur Í RITSTJÓRNARGREIN DV í fyrradag segir m.a.: "Veiðikvótasagan í heild sýnir, að yfirleitt hafa veiðiheimildir verið of miklar og fiskistofnar hafa minnkað. Meira

Menning

13. janúar 1996 | Fjölmiðlar | 301 orð

Andrew Heyward fréttastjóri CBS

CBS-sjónvarpið hefur skipað reyndan fréttamann, Andrew Heyward, yfirmann fréttadeildar, og hann hefur heitið endurbótum á CBS This Morning og fleiri fréttaþáttum, sem eiga í vök að verjast. Meira
13. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 417 orð

Athyglisverðar tónsmíðar

Geislaplata með lögum eftir Þormar Ingimarsson við ljóð Tómasar Guðmundssonar. Söngur: Pálmi Gunnarsson, Ríó tríó, Guðrún Gunnarsdóttir, Björgvin Halldórsson, Ari Jónsson og Guðrún Óla Jónsdóttir. Hljóðfæraleikarar: Stefán S. Stefánsson, Björn Thoroddsen, Gunnar Hrafnsson, Ásgeir Óskarsson, Jónas Þórir, Vilhjálmur Guðjónsson, Pálmi Gunnarsson, Kristján Edelstein, Dan Cassidy og Eiríkur Örn Meira
13. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 160 orð

Bíóborgin frumsýnir "The Usual Suspects"

BÍÓBORGIN forsýnir á laugardagskvöld kl. 21 kvikmyndina "The Usual Suspects". Með aðalhlutverk fara Gabriel Byrne, Kevin Spacey, Stephen Baldwin, Benecio Del Toro og Kevin Pollack. Leikstjóri er Bryan Singer. Meira
13. janúar 1996 | Fjölmiðlar | 522 orð

Blaðadauði í Hong Kong

ÞRJÚ af um 30 dagblöðum Hong Kong hafa lagt upp laupana síðan 9. desember þegar mikið verðstríð hófst og búizt er við að fleiri blöð falli í valinn. Að verðstríðinu standa litríkustu fjölmiðlajöfrar brezku nýlendunnar, sem verður látin af hendi við Kínverja á næsta ári - Ma Ching Kwan, stjórnarformaður útgáfufyrirtækisins Oriental Press Group, Meira
13. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 59 orð

ChristianBrando laus

CHRISTIAN Brando, sonur leikarans Marlons Brando, var látinn laus úr fangelsi á miðvikudaginn eftir að hafa afplánað fimm ár af tíu ára fangelsisdómi sem hann fékk fyrir manndráp árið 1990. Hér sést hann ásamt föður sínum á því herrans ári, við réttarhöldin. Christian var dæmdur fyrir dráp á eiginmanni hálfsystur sinnar, sem reyndar framdi sjálfsmorð í fyrra. Meira
13. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 38 orð

Fegurð rósarinnar dásömuð

Fegurð rósarinnar dásömuð KATHY Ireland, Vendela og Naomi Campbell tóku sér hlé frá fyrirsætustörfunum nýlega og tóku þátt í 107. Rósagöngunni í Kaliforníu. Andi ævintýrisins fræga Jói og baunagrasið sveif yfir vötnum og klæddust ofurfyrirsæturnar í samræmi við það. Meira
13. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 153 orð

Fræga fólkið verndað

ÞAÐ ER í tísku hjá fræga fólkinu að ráða sér lífvörð og þess vegna hefur talsvert fjölgað í lífvarðastéttinni upp á síðkastið. Mikill fjöldi fólks er nú að læra til lífvarðar og margir á Englandi. Meira
13. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 62 orð

Hamingjusöm á ný

HAMINGJAN virðist hafa knúið dyra á ný hjá sönghjónunum Whitney Houston og Bobby Brown. Á tímabili virtist sem allt stefndi í skilnað þeirra, en hamingjan geislaði af þeim þegar þau sóttu frumsýningu nýjustu myndar Whitney, Beðið eftir öndinni, eða "Waiting to Exhale" fyrir skömmu. Meira
13. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 186 orð

Hasselhoff heiðraður

LEIKARINN David Hasselhoff, sem sjónvarpsáhorfendur þekkja ef til vill úr þáttunum um Strandverði, fékk stjörnu tileinkaða sér í gangstétt Hollywood Boulevard á fimmtudaginn. "Ef maður hefur trú á sjálfum sér geta draumar manns ræst," sagði hann við athöfnina. Auk þess að leika í Strandvarðaþáttunum hefur David sungið inn á plötur sem hafa selst í yfir sex milljónum eintaka í Evrópu. Meira
13. janúar 1996 | Fjölmiðlar | 84 orð

John Sturm leiðtogi NAA

SAMTÖK blaðaiðnaðarins í Bandaríkjunum, NAA (Newspaper Association of America) hafa skipað John F. Sturm næsta framkvæmdastjóra sinn. Sturm hefur verið lögmaður NAA síðan 1992 og tekur við af Cathleen P. Black. NAA hefur bækistöð í Reston, Virginíu, og gæta samtökin hagsmuna 1500 blaða í Norður- Ameríku. Meira
13. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 67 orð

Midler í nýrri mynd

CARL Reiner hefur tekið að sér að leikstýra Bette Midler í myndinni "That Old Feeling". Áður hafði leikstjórinn Hugh Wilson tekið verkefnið að sér, en eins og margir sem hafa verið orðaðir við myndina hætti hann við. Ráðgert er að tökur hefjist í Toronto í apríl. Meira
13. janúar 1996 | Fjölmiðlar | 164 orð

Minni sala blaða vestra

FJÖLDI seldra eintaka 10 stærstu stórborgablaða Bandaríkjanna hélt áfram að minnka á sex mánuðum til septemberloka síðasta árs samkvæmt upplýsingum endurskoðunarskrifstofu, sem kannar útbreiðslu bandarískra blaða sjötta hvern mánuð. Meira
13. janúar 1996 | Fjölmiðlar | 108 orð

News Corp. selur hluta Harper Collins

NEWS Corp., fjölmiðlafyrirtæki Rupert Murdochs, ákvað undir lok síðasta árs að selja námsbókadeild HarperCollins og hætta útgáfu kennslubóka. Deildin, Scott Foresman, er ekki talin gegna miklu hlutverki á kennslubókasviðinu og sérfræðingar telja ákvörðunina skynsamlega frá sjónarmiði News Corp. Meira
13. janúar 1996 | Fjölmiðlar | 275 orð

Nýr yfirmaður BBC skipaður

VERKTAKINN Sir Christopher Bland hefur verið skipaður næsti stjórnarformaður brezka ríkissjónvarpsins BBC á sama tíma og mikil umbrot eiga sér stað í fjölmiðlaheiminum. Bland tekur við af Marmaduke Hussey þegar hann hættir störfum 31. marz eftir 10 ár í embætti. Meira
13. janúar 1996 | Fjölmiðlar | 217 orð

Ódýrt franskt blað deyr

ÚTGÁFU ódýra, litprentaða franska æsifréttablaðsins InfoMatin hefur verið hætt og um það er deilt hverjir bera ábyrgð á dauða þess, tveimur árum eftir að útgáfa þess hófst. Í grein á forsíðu skellir aðalhluthafinn, André Rousselet, skuldinni á starfsmenn blaðsins, sem hann sakar um áhugaleysi". Meira
13. janúar 1996 | Fólk í fréttum | 146 orð

Uppáhöld fræga fólksins

STJÖRNURNAR eiga uppáhöld líkt og breyskur almúginn. Þær lesa bækur, horfa á sjónvarp, fara í kvikmyndahús og hlusta á tónlist eins og við hin. Hérna eru nokkur dæmi um hvað fræga fólkinu fannst skara framúr á nýliðnu ári. DUSTIN HOFFMAN, leikari. "Uppáhaldsbókin mín er "The All American Skin Game" eftir Stanley Crouch. Meira
13. janúar 1996 | Fjölmiðlar | 51 orð

Veisla hjá Village Voice

TÍMARITIÐ Village Voice í Bandaríkjunum fagnar 40 ára afmæli sínu um þessar mundir og bauð nýlega til ársveislu með efni af ýmsu tagi á vefsetri sínu (http://www.villagevoice.com/Dvoice). Talsmenn Village Voice segja að ritið hafi eins og í upphafi aðdráttarafl fyrir unga, velmenntaða, menningarlega sinnaða og vinstrisinnaða lesendur. Meira

Umræðan

13. janúar 1996 | Aðsent efni | 793 orð

Að gefnu tilefni

FYRIR tveimur árum seldi ríkissjóður hlutabréf sín í SR-mjöli hf. Sala bréfanna var liður í viðleitni þáverandi ríkisstjórnar að losa ríkisvaldið úr atvinnurekstri sem var betur kominn í höndum aðila sem verða að lúta markaðslögmálum hverju sinni. SR-mjöl hf. hét áður Síldarverksmiðjur ríkisins og átti fyrirtækið sér rúmlega 60 ára merka sögu. Meira
13. janúar 1996 | Aðsent efni | 754 orð

Dagsbrún ávallt í fararbroddi

ÞAÐ hefur sérstakan hljóm að vera Dagsbrúnarmaður. Í nærfellt heila öld eða frá því í árdaga íslenskrar verkalýðsbaráttu hefur Verkamannafélagið Dagsbrún verið í fararbroddi í kjarabaráttu. Skýringin á styrk Dagsbrúnar og stöðu alla tíð hefur ekki síst verið sú að félagið hefur getað sýnt fram á að kröfur þess eiga virkan fjöldastuðning meðal verkafólks í Reykjavík. Meira
13. janúar 1996 | Aðsent efni | 727 orð

Dett ég í dag?

ÞETTA er spurning sem flestir þurfa að ígrunda einhvern tímann á ævinni. Okkur er tamara að hugsa um hvort börnin okkar detti og meiði sig, en hvort við sjálf, foreldrar okkar eða aðrir detti. En sannleikurinn er sá, að fólk á öllum aldri getur orðið fyrir því að detta og meiða sig. Því er oft þannig farið að þeir sem eldri eru segja ekki frá óhöppum sínum. Meira
13. janúar 1996 | Aðsent efni | 317 orð

Dylgjum svarað

Í TILEFNI þess að fyrrverandi starfsmaður Skýrr og núverandi starfsmaður Sjúkraliðafélagsins, kemur fram á ritvöllinn í Morgunblaðinu 9. janúar sl. og gagnrýnir harkalega starfsaðferðir, vinnubrögð og samninga þá, sem við starfsfólk gerðum við Skýrr hf., vil ég gera eftirfarandi athugasemdir. Meira
13. janúar 1996 | Bréf til blaðsins | 743 orð

Frábær árangur íslensks skylmingafólks á árinu 1995

Vegna þess að frábær árangur íslensks skylmingafólks á árinu 1995 hefur ekki farið hátt í fjölmiðlum og Íslendingar vita almennt fremur lítið um skylmingar sem íþróttagrein langar mig til að gera í stuttu máli grein fyrir nokkrum atriðum varðandi skylmingar á Íslandi. Meira
13. janúar 1996 | Bréf til blaðsins | 338 orð

Funheitt happdrætti

UNDANFARIÐ hefur æðsta menntastofnun þessa lands tekið að auglýsa eina aðaltekjulind sína, það er happdrættið sem það heitasta í dag. Það er svolítið skrýtið að sjá og heyra æðstu menntastofnun þessa lands skjóta sjálfa sig svo hrapallega í fótinn og raun ber vitni. Hlutverk menntastofnanna hlýtur að vera að mennta þjóðina og þar á meðal að kenna henni muninn á réttu og röngu í íslenskri málfræði. Meira
13. janúar 1996 | Bréf til blaðsins | 238 orð

Grundvöllur velferðarríkisins

SAGT hefur verið, að grundvöllur velferðarríkisins hlyti að vera sá, að þeir sem breiðust hefðu bökin bæru þyngstu byrðarnar. Stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í "bandorminum", sem um var fjallað á Alþingi fyrir jólin, mótaðist hins vegar lítt af þessu, vægast sagt. Meira
13. janúar 1996 | Aðsent efni | 607 orð

Hagsmunabaráttan og þú

FLEST félög sem vinna að hagsmunamálum fatlaðra voru stofnuð á árunum 1950 til 1960. Þau voru þá aðallega stofnuð til að berjast fyrir betra lífi og að tekið væri meira tillit til fatlaðra og aðstæðna þeirra. Föstudaginn 5. Meira
13. janúar 1996 | Aðsent efni | 665 orð

Haki og skófla Við vi

NÚ ER framundan stjórnarkjör í VMF-Dagsbrún og kominn titringur í marga í félaginu. Sumir aðilar á stjórnarlistanum hafa haft meiri áhuga á að dreifa óhróðri um aðstandendur B-listans en að takast á málefnalega um það sem brennur mest á félagsmönnum. Það eru ótrúlegustu sögur sem hafa fengið að fljúga en nú hefur formannsefni A-listans lofað að taka sína menn á beinið og er það vel. Meira
13. janúar 1996 | Bréf til blaðsins | 727 orð

Sjómannastarfið Salem, Ísafirði

"EITT á enda ár vors lífs er runnið". Segir í gömlum sálmi. Minning þess mun seint úr minni líða, sökum margra voveiflegra atburða, sem settu svip sinn á það. Fleiri þó á landi en sjó, sem er óvenjulegt. "En hvers er að minnast, og hvað er það þá, sem helst skal í minningu geyma. Meira
13. janúar 1996 | Aðsent efni | 522 orð

Viðhorf til lífsgæða

SAMHJÁLP er eitt af höfuðeinkennum þess þjóðfélags sem við höfum byggt upp hér á landi og er í anda hins svokallaða norræna módels, eins og þetta fyrirkomulag hefur verið nefnt á alþjóðlegum vinnumarkaði. Sá þjóðfélagsþegn sem verður undir í lífsbaráttunni á ekki að standa einn og óvarinn. Meira
13. janúar 1996 | Aðsent efni | 604 orð

Það er dýrt að vera fátækur

ÞAÐ hefur lengi verið haft fyrir satt að fátt eða ekkert sé jafn dýrt og að vera fátækur. Fátækir menn geta ekki hagnýtt sér kostaboð vegna fjárskorts og verða að sæta afarkostum í viðskiptum. Þetta orðatiltæki hef ég heyrt frá barnæsku og held að það sé bæði satt og rétt, ekki síst nú á dögum. Eitt af því sem plagar launafólk eru allt of háir skattar. Meira
13. janúar 1996 | Aðsent efni | -1 orð

Þörf á traustri neyðarsímsvörun

KATRÍN Fjeldsted, varaþingmaður og fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, ritaði nýlega grein í Morgunblaðið þar sem fram kemur að hún hefði um miðjan síðasta áratug beitt sér fyrir því að neyðarsímsvörun yrði samræmd, en þá talað fyrir daufum eyrum. Ég hef áður tekið undir það sjónarmið Katrínar Fjeldsted að samræmd neyðarsímsvörun sé mikið framfaraspor ef rétt er á haldið. Meira

Minningargreinar

13. janúar 1996 | Minningargreinar | 92 orð

Andrés H.G. Kjerúlf

Kveðja frá barnabörnum Nú hverfi oss sviðinn úr sárum og sjatni öll beiskja í tárum, því dauðinn til lífsins oss leiðir, sjá, lausnarinn brautina greiðir. Í jörðinni sáðkornið sefur uns sumarið ylinn því gefur. Eins Drottinn til dýrðar upp vekur það duft, sem hér gröfin við tekur. Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 486 orð

Andrés H.G. Kjerúlf

Látinn er í Borgarnesi vinur og samferðamaður, Andrés Kjerúlf, sem ég vil nú minnast með örfáum orðum. Andrés dvaldi síðustu ár ævinnar á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Hann ólst upp á Hafursá á Héraði. Hann var við nám og störf í Bændaskólanum á Hvanneyri og um 1930 kynnti hann sér kornrækt í Noregi og Danmörku og vann við hana á Sámsstöðum í Fljótshlíð. Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 254 orð

ANDRÉS H.G. KJERÚLF

ANDRÉS H.G. KJERÚLF Andrés H. G. Kjerúlf fæddist 30. mars 1905 í Sauðhaga í Vallahreppi á Fljótsdalshéraði. Hann lést 4. janúar 1996 á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi. Foreldrar hans voru Guðmundur A. Kjerúlf frá Melum, f. 26.10. 1864, d. 29.5. 1947, bóndi að Hafursá, og kona hans Vilborg Jónsdóttir, f. 24.4. 1867, d. 16.8. Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 1168 orð

Anna Sigurðardóttir

"Saga karla og kvenna er samslungin eins og uppistaða og ívaf í vefnaði. En svo hefir til tekist að sagan er aðeins gerð úr ívafinu." (Elin Wägner: Väckarklocka, 1941.) Örlög manna eru einkennileg. Árið sem Anna Sigurðardóttir varð "löggilt gamalmenni" hófst hið einstæða ævintýri í lífi hennar. Það ár, 1. Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 787 orð

Anna Sigurðardóttir

Íslenskar konur eiga Önnu Sigurðardóttur mikið að þakka. Hún byrjaði snemma að safna heimildum um málefni kvenna í blöðum, bókum og tímaritum raunar allt frá því hún var búsett á Eskifirði og hélt því áfram til síðasta dags. Þegar Anna sýndi mér fyrst heimilda- og úrklippusafn sitt ­ það mun hafa verið 1968 ­ var það orðið mikið að vöxtum. Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 172 orð

Anna Sigurðardóttir

Við lát Önnu Sigurðardóttur langar mig fyrir hönd danskra og bandarískra sagnfræðinga á sviði kvennasögu að tjá þakklæti mitt og aðdáun á starfi hennar. Hún var okkur öllum innblástur. Undanfarin fimmtán ár hef ég heimsótt Önnu í hvert sinn sem ég hef verið á Íslandi, og hver heimsókn var sérstök upplifun. Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 36 orð

Anna Sigurðardóttir

Anna Sigurðardóttir var góður vinur og traustur liðsmaður kvennabaráttunnar. Hinn ótvíræði skerfur hennar með stofnun Kvennasögusafns Íslands og lifandi sambönd meðal margra þjóða eiga skilið viðurkenningu og hjartanlega þökk. Eva Kolstad fyrrverandi formaður Kvenréttindafélags Óslóborgar. Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 31 orð

ANNA SIGURÐARDÓTTIR Anna Sigurðardóttir fæddist 5. desember 1908 á Hvítárbakka í Borgarfirði og ólst þar upp til 1920. Hún lést

ANNA SIGURÐARDÓTTIR Anna Sigurðardóttir fæddist 5. desember 1908 á Hvítárbakka í Borgarfirði og ólst þar upp til 1920. Hún lést 3. janúar síðastliðinn og fór útförin fram frá Dómkirkjunni 11. janúar. Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 23 orð

Anna Sigurðardóttir Kveðja og þökk fyrir afrek Önnu Sigurðardóttur í þágu kvenréttindabaráttunnar sem Kvenréttindafélag Noregs

Kveðja og þökk fyrir afrek Önnu Sigurðardóttur í þágu kvenréttindabaráttunnar sem Kvenréttindafélag Noregs virðir mikils og þakkar. Kjellaug Pettersen form. Kvenréttindafélags Noregs. Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 44 orð

Anna Sigurðardóttir Kveðjur frá Noregi Mig langar til að þakka Önnu Sigurðardóttur afrek hennar og ekki síst stofnun

Kveðjur frá Noregi Mig langar til að þakka Önnu Sigurðardóttur afrek hennar og ekki síst stofnun Kvennasögusafns Íslands sem varð okkur hvatning í Noregi. Mér finnst mikið til bóka hennar koma og þakka vináttu í 35 ár. Elisabeth Colbiörnsen fyrrverandi formaður Kvenréttindafélags Óslóborgar. Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 147 orð

Ásta Þórhildur Sæmundsdóttir

Hún amma í Vestmannaeyjum er dáin. Við bræðurnir munum geyma minninguna um Ástu ömmu í hjörtum okkar. Amma var alltaf kát og hress og mjög stutt var í hláturinn hjá henni. Hún var frekar hlédræg og var eiginlega algert náttúrubarn. Veraldlegir hlutir skiptu hana litlu máli en hún átti nokkrar rollur og var það hennar líf og yndi að stússast í kringum þær. Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 265 orð

Ásta Þórhildur Sæmundsdóttir

Elsku amma, þegar við minnumst þín kemur fyrst upp í hugann hjá okkur dugnaður. Hún var ein af þessum konum sem unu myrkranna á milli í fiski allan daginn. Heimilið beið hennar þegar heim var komið og ekki var húsbóndinn heima því afi var alltaf á sjó. Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 126 orð

ÁSTA ÞÓRHILDUR SÆMUNDSDÓTTIR

ÁSTA ÞÓRHILDUR SÆMUNDSDÓTTIR Ásta Þórhildur Sæmundsdóttir fæddist í Draumbæ í Vestmannaeyjum 27. janúar 1918. Hún lést 4. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sæmundur Ingimundarson bóndi og útgerðarmaður frá Draumbæ í Vestmannaeyjum og Sigríður G. Eyjólfsdóttir húsmóðir frá Gufuskálum í Leiru. Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 330 orð

Berta Snædal

MINNINGIN er hlý um Bertu, mágkonu og föðursystur þeirra er minnast hennar í þessum línum. Það er auðvelt að sjá hana fyrir sér á góðum og hlýjum stað rósa og engla. Berta kvaddi jarðvistina á fyrsta degi ársins, aðeins sólarhring eftir að bróðir hennar, eiginmaður og faðir okkar undirritaðra, lést á gamlársdag. Þá eru þau öll farin af sviði þessa mannlífs systkinin frá Tanga á Fáskrúðsfirði. Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 30 orð

BERTA SNÆDAL Berta Andrea Jónsdóttir Snædal fæddist 4. nóvember 1924 á Tanga, Búðum í Fáskrúðsfirði. Hún lést í Landspítalanum

BERTA SNÆDAL Berta Andrea Jónsdóttir Snædal fæddist 4. nóvember 1924 á Tanga, Búðum í Fáskrúðsfirði. Hún lést í Landspítalanum 1. janúar og fór útförin fram frá Fossvogskirkju 9. janúar sl. Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 651 orð

Guðmundur Sigurðsson

Hvað er betra, ef kvöld er komið, en sofna í sínu eigin rúmi og vakna til nýs veruleika í faðmi Guðs? Þannig býst ég við að við munum öll óska þess að enda ævina okkar. Tengdafaðir minn, Guðmundur á Leifsstöðum, eða Mundi eins og ég kallaði hann alltaf, lést á heimili sínu einmitt á þennan hátt. Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 332 orð

Guðmundur Sigurðsson

Guðmundur Sigurðsson á Leifsstöðum lést á heimili sínu 4. janúar sl., tæplega 74 ára. Alltaf koma slíkar fregnir manni jafn mikið á óvart, en það er þó huggun harmi gegn að hann skyldi fá að deyja eins og hann sjálfur vildi, í rúminu sínu. Það var í mars '92 sem ég hitti Guðmund eða Munda, eins og hann var jafnan kallaður, fyrst. Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 335 orð

Guðmundur Sigurðsson

Í minningu brosið þitt bjarta mér barninu yljaði sýn. Það dimmdi í dalnum svarta er Drottinn vitjaði þín. Við vitum nú hvar þú ert, kæri, sem kvatt hefur okkur um stund. Í ljósinu lausnarinn færi þér ljúfasta endurfund. (Á.B.) Í dag kveð ég frænda minn Guðmund Sigurðsson. Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 381 orð

GUÐMUNDUR SIGURÐSSON

GUÐMUNDUR SIGURÐSSON Guðmundur Sigurðsson fæddist á Leifsstöðum í Svartárdal 29. janúar 1922. Hann lést á heimili sínu á Leifsstöðum 4. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Sigurður Benediktsson, f. 11.11. 1885, d. 2.6. 1974, og Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 23.9. 1894, d. 2.2. 1959. Bjuggu þau á Leifsstöðum. Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 797 orð

Guðrún Guðmundsdóttir

Guðrún andaðist á sjúkrahúsinu á Hólmavík 22. desember sl. eftir erfiða baráttu við krabbamein. Fyrir nokkrum árum kynntumst við hjónin Guðrúnu og Guðmundi er Örn sonur okkar giftist dóttur þeirra Ingimundu Maren, yndislegri stúlku sem átti fyrir soninn Jóhann sem kom eins og ljósgeisli inn á heimili okkar. Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 29 orð

GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR Guðrún Guðmundsdóttir fæddist 13. nóv. 1946 á Hólmavík við Steingrímsfjörð í Strandasýslu. Hún lést á

GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR Guðrún Guðmundsdóttir fæddist 13. nóv. 1946 á Hólmavík við Steingrímsfjörð í Strandasýslu. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Hólmavík 22. desember síðastliðinn og fór útförin fram 29. desember. Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 157 orð

Guðrún Þ. Júlíusdóttir

Okkur langar að kveðja hana elsku langmömmu okkar sem var okkur svo góð. Þegar hún tók okkur í fangið og réri með okkur og söng. Er hún strauk okkur um vangann og kyssti okkur á kinn. En nú er hún langamma farin upp til guðs og englanna allra. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær þó degi sé tekið að halla. Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 715 orð

Guðrún Þ. Júlíusdóttir

Mig langar að minnast í nokkrum orðum hennar ömmu minnar sem lést á nýársnótt á Kumbaravogi á Stokkseyri í hárri elli. Margar eru minningarnar og kemur þessi mynd oft upp í huga mér. Sumarblíða, Sandprýði, tveggja hæða bárujárnsklætt timburhús stendur í röð annarra við litla þrönga götu í sjávarþorpi. Bak við húsið stendur gamall hjallur og við hann gamli, græni Deutzinn hans afa. Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 144 orð

GUÐRÚN Þ. JÚLÍUSDÓTTIR

GUÐRÚN Þ. JÚLÍUSDÓTTIR Guðrún Þ. Júlíusdóttir fæddist að Borg í Eyrarbakkahreppi hinn 17. október 1904. Hún lést 1. janúar síðastliðinn á Stokkseyri. Hún ólst upp að Syðsta-Kekki í Stokkseyrarhreppi þar sem foreldrar hennar, Katrín Þorkelsdóttir og Júlíus Gíslason, réðu búi. Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 248 orð

Jóhann Klemens Björnsson

Það eru margar mannlífsmyndir sem koma upp í hugann þegar ég minnist Jóhanns á Brunnum í Suðursveit. Fyrst og fremst er það þó þakklætið sem er efst í huga mér, þakklæti fyrir þær samverustundir sem við áttum saman, ýmist tveir einir eða með öðrum. Jóhann var greindur vel og skynsamur, sérlega athugull og fróður enda stálminnugur. Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 894 orð

Jóhann Klemens Björnsson

Jóhann Klemens Björnsson, móðurbróðir, minn er látinn. Eftir skyndileg veikindi í nóvember sl. kom andlát hans ekki á óvart og má segja að það hafi verið líkn, bæði honum og ástvinum hans. En til þess tíma var hans andlega heilsa með miklum ágætum og fylgdist hann vel með öllu, var einstaklega minnugur á hina ýmsu atburði frá liðinni tíð. Á 95 ára afmælisdegi sínum, hinn 29. Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 641 orð

Jóhann Klemens Björnsson

Heimilið að Brunnum í Suðursveit var ekkert venjulegt heimili. Ég gerði mér engan veginn grein fyrir því þegar ég kom þangað fyrst til sumardvalar fimm ára gamall, árið 1953. Ég er heldur ekki viss um að ég geri mér fyllilega grein fyrir því hversu mikil og góð áhrif það hafði á mig, "tattinn", strákinn úr Reykjavík, Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 163 orð

JÓHANN KLEMENS BJÖRNSSON

JÓHANN KLEMENS BJÖRNSSON Jóhann Klemens Björnsson fæddist að Sléttaleiti í Suðursveit 29. ágúst 1900. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Skjólgarði, Hornafirði, 4. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jóhanna Jóhannsdóttir frá Borgarhöfn, f. 23.11. 1863, d. 14.4. 1955, og Björn Klemensson frá Geirbjarnarstöðum í S-Þing., f. 27.11. Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 602 orð

Ríkarður Sigmundsson

Útför Ríkarðs Sigmundssonar fór fram 8. janúar sl. frá Laugarneskirkju í Reykjavík, en hann andaðist 28. desember sl. Þar sem ég hafði ekki aðstæður til að fylgja honum síðasta spölinn vil ég minnast hans í fáeinum orðum. Ég kynntist Ríkarði þegar ég fór að starfa innan LÍR árið 1957. Ríkarður hafði þá stofnað fyrirtækið R. Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 27 orð

RÍKARÐUR SIGMUNDSSON Ríkarður Sigmundsson, rafvirkjameistari, fæddist í Vestmannaeyjum 7. janúar 1914. Hann lést á

RÍKARÐUR SIGMUNDSSON Ríkarður Sigmundsson, rafvirkjameistari, fæddist í Vestmannaeyjum 7. janúar 1914. Hann lést á Landspítalanum 28. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Laugarneskirkju 8. janúar. Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 179 orð

Sigríður Eiríksdóttir

Með eftirfarandi ljóðlínum langar mig að kveðja elskulega móður mína. Mamma mín. Ertu horfin? Ertu dáin' Er nú lokuð glaða bráin? Angurs horfi ég út í bláinn, autt er rúm og stofan þín, elskulega mamma mín. Gesturinn með grimma ljáinn glöggt hefur unnið verkin sín. Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 60 orð

SIGRÍÐUR EIRÍKSDÓTTIR Sigríður Eiríksdóttir fæddist 24. nóvember 1896 á Hraunbæ í Álftaveri. Hún lést 3. janúar síðastliðinn á

SIGRÍÐUR EIRÍKSDÓTTIR Sigríður Eiríksdóttir fæddist 24. nóvember 1896 á Hraunbæ í Álftaveri. Hún lést 3. janúar síðastliðinn á sjúkrahúsi Suðurlands. Sigríður giftist Þorgeiri Jóhannessyni 23. maí 1925 og eignuðust þau sex börn. Þorgeir lést 9. febrúar 1984 og hélt Sigríður heimili eftir það fram á 91. aldursár. Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 407 orð

Sigrún Gísladóttir

Sigrún Gísla, eins og við samstarfsmenn hennar á Rafveitu Akraness venjulega kölluðum hana, hóf störf hjá rafveitunni fyrir u.þ.b. tveimur áratugum. Fyrst starfaði hún við ræstingar, útburð og innheimtu reikninga en síðar á skrifstofunni. Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 31 orð

SIGRÚN Þ. GÍSLADÓTTIR Sigrún Þorbjörg Gísladóttir fæddist á Brekkuborg í Breiðdal 1. nóvember 1934. Hún lést á Sjúkrahúsi

SIGRÚN Þ. GÍSLADÓTTIR Sigrún Þorbjörg Gísladóttir fæddist á Brekkuborg í Breiðdal 1. nóvember 1934. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 31. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akraneskirkju 5. janúar. Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 597 orð

Vilborg Sólrún Jóhannsdóttir

Guð gefur, guð tekur. Það á fyrir okkur öllum að liggja að hverfa á vit forfeðra okkar, en oft þykir okkur sem það ferðalag hefjist of snemma. Fólk hefur þetta lokaferðalag oft í blóma lífsins, fullt af lífsþrótti. Svo var með Villu frænku sem síðustu mánuði háði hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm, sú barátta var spegilmynd af lífshlaupi hennar. Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 683 orð

Vilborg Sólrún Jóhannsdóttir

Já, Villa er flutt þangað sem næsta líf tekur við, og þar mæta henni systkini, foreldrar, frændur og vinir sem á undan eru farin. Í huga mínum sé ég hana brosandi og bjarta, lausa við þjáningar síðustu mánaða, sem hún bar með einstakri þolinmæði og ró. Hún hét Vilborg Sólrún Jóhannsdóttir, fædd á Gíslabala í Árneshreppi 18. Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 243 orð

VILBORG SÓLRÚN JÓHANNSDÓTTIR

VILBORG SÓLRÚN JÓHANNSDÓTTIR Vilborg Sólrún Jóhannsdóttir var fædd á Gíslabala í Árneshreppi í Strandasýslu 18. nóvember 1936. Hún lést á Borgarspítalanum í Reykjavík 6. janúar síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Guðmundu Kristveigar Guðjónsdóttur, f. 26.5. 1907, d. 5.3. 1988, og Jóhanns Andréssonar, f. 18.8. 1905, d. 8.1. Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 476 orð

Þorsteinn Guðmundsson

Þorsteinn Guðmundsson á Skálpastöðum í Lundarreykjadal er látinn, 94 ára að aldri. Ég átti því láni að fagna að kynnast honum býsna vel fyrir sjálfsagt einum þrjátíu árum, upp úr því er Vigfús sonur hans kvæntist Auði systur minni. Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 798 orð

Þorsteinn Guðmundsson

Mig langar að minnast Þorsteins Guðmundssonar föðurbróður míns með nokkrum orðum. Hann lést hinn 5. janúar síðastliðinn 94ra ára gamall. Með honum er genginn heiðursmaður, stórbóndi, framkvæmdamaður mikill og búhöldur í Borgarfirði. Hann fæddist að Syðstu-Fossum, en fluttist ungur með foreldrum og systkinum að Skálpastöðum í Lundarreykjadal. Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 295 orð

ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON

ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON Þorsteinn Guðmundsson fæddist á Syðstu-Fossum í Andakíl 31. maí 1901. Hann lést í Sjúkrahúsi Akraness 5. janúar síðastliðinn. Fluttist ársgamall með foreldrum sínum að Skálpastöðum í Lundarreykjadal. Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 416 orð

Þorvaldur Jónsson

Ekki fær maður aftur að sjá þig, Þorvaldur minn, kátan og hressan á Hrafnistu, þar sem þú dvaldir síðustu árin. Ekki kunnir þú að kvarta, enda varstu vanari að þjóna öðrum heldur en að láta þjóna þér, og vannst nánast allan þinn aldur við þjónustu, sem þú leystir ætíð vel af hendi, stundum helst til greiðvikinn, en það skaðaði þig en ekki aðra. Meira
13. janúar 1996 | Minningargreinar | 31 orð

ÞORVALDUR JÓNSSON

ÞORVALDUR JÓNSSON Þorvaldur Jónsson fæddist á Tanga í kauptúninu Búðum á Fáskrúðsfirði 18. ágúst 1908. Hann lést í Reykjavík 31. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju 6. janúar. Meira

Viðskipti

13. janúar 1996 | Viðskiptafréttir | 310 orð

Apple þarf að stokka upp

APPLE-tölvufyrirtækið þarf að koma fram með áætlun um að leysa fyrirtækið upp eða leita að samstarfsaðila til að halda velli vegna nýs taps og harðrar samkeppni að dómi sérfræðinga. Aðrir telja fréttir af vandræðum Apples orðum auknar og að fyrirtækið þurfi að einbeita sér að markaði fyrir námsgögn, heimatölvur og margmiðlun, þar sem það standi bezt að vígi. Meira
13. janúar 1996 | Viðskiptafréttir | 344 orð

Grænmeti og ávextir hækkuðu um 10%

VÍSITALA neysluverðs í byrjun janúar mældist 174,9 stig og hafði hækkað um 0,4% frá því í desembermánuði. Þetta jafngildir 4,63% hækkun miðað við heilt ár. Vísitalan mælist nú hin sama og var í byrjun október sl., en undanfarna tólf mánuði mælist hækkun hennar 1,6%. Meira
13. janúar 1996 | Viðskiptafréttir | 420 orð

Kaupverðið nemur liðlega 100 milljónum króna

SIGURÐUR Helgason og fjölskylda hans, ásamt allmörgum hluthöfum sem henni tengjast, hafa selt sinn hlut í verðbréfafyrirtækinu Handsali hf. til hóps fjárfesta. Jafnframt hefur Edda Helgason ákveðið að segja stöðu sinni lausri sem framkvæmdastjóri Handsals. Meira
13. janúar 1996 | Viðskiptafréttir | 78 orð

Microsoft segir upp 120 manns

MICROSOFT hyggst segja upp 120 starfsmönnum af 645 í verksmiðju í Seattle, sem framleiðir 3,5 þumlunga disklinga, og sýnir það vaxandi vinsældir CD-ROM geisladiska að sögn fyrirtækisins. Talsmaður Microsofts sagði að uppsagnirnar hefðu engin áhrif á vöxt fyrirtækisins og að 2.000 nýir starfsmenn yrðu ráðnir á þessu ári. Hjá fyrirtækinu starfa tæplega 19.000 manns. Meira
13. janúar 1996 | Viðskiptafréttir | 124 orð

Orkan hækkar verð

VERÐ á 92 og 95 oktana bensíni hefur hækkað um 40 aura hjá Orkunni hf. Lítrinn af 92 oktana bensíni er nú á 63,10 kr. og lítrinn af 95 okt. á 65,30 kr. Gunnar Skaptason, framkvæmdastjóri Orkunnar, segir þessar hækkanir til komnar vegna hækkana á bensínverði erlendis að undanförnu. Meira
13. janúar 1996 | Viðskiptafréttir | 193 orð

Samdráttur í Svíþjóð

SVÍAR ramba á barmi samdráttar, atvinnuleysi mun aukast og draga mun úr iðnframleiðslu samkvæmt hagskýrslu sænska vinnuveitendasambandsins. Drungi í efnahagsmálum Evrópu, einkum Þýzkalandi, mun aðallega leiða til samdráttarins samkvæmt skýrslunni og minni eftirspurn eftir iðnvarningi mun bitna á sænskum útflytjendum. Meira
13. janúar 1996 | Viðskiptafréttir | 147 orð

Trump kaupir Taj Mahal aftur fyrir 900 millj. dala

DONALD TRUMP hefur skýrt frá 900 milljóna dollara samningi, sem veldur því að spilabanki hans og hótel, Taj Mahal í Atlantic City, New Jersey, tengist aftur fyrirtæki hans, Trump Hotels & Casino Resorts Inc. Meira
13. janúar 1996 | Viðskiptafréttir | 269 orð

Öflugir fjárfestar til liðs við Taugagreiningu

EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Alþýðubankinn hf. hefur keypt hlutabréf að nafnvirði 5,2 milljónir króna í hugbúnaðarfyrirtækinu Taugagreiningu hf. sem samsvarar um 13% hlut. Taugagreining fékk heimild til hlutafjáraukningar á sl. ári að nafnvirði 20 milljónir og hefur að mestu lokið sölu bréfanna. Nemur heildarhlutaféð nú um 40 milljónum. Meira

Daglegt líf

13. janúar 1996 | Neytendur | 258 orð

Eins og rússnesk rúlletta

FYRIR skömmu gerði danska brunamálastofnunin athugun á svokölluðum teljósum eða sprittkertum. Fylgdust starfsmenn stofnunarinnar með því þegar fimmtíu kerti frá hverjum framleiðanda brunnu, hvernig þau brunnu og hversu lengi. Meira
13. janúar 1996 | Neytendur | 229 orð

Getur tekið níu daga að fá debetfærslur leiðréttar

BORGI viðskiptavinur með debetkorti en hætti svo við daginn eftir og vilji fá færsluna leiðrétta getur það tekið níu daga að fá færsluna leiðrétta. "Reglurnar voru upphaflega settar vegna færslna frá útlöndum. Ef upphæðin fer yfir 5.000 krónur er hringt inn og þá bókast færslan strax," segir Þórður Sigurðsson forstjóri Reiknistofu bankanna. Meira
13. janúar 1996 | Neytendur | 526 orð

Innflutningur verður líklega leyfður á M&M

LÍKLEGA styttist í að þeir sem sólgnir eru í M&M sætindi þurfi ekki lengur að stóla á greiðvikni vina og kunningja sem leið eiga um Fríhöfnina. Undanfarin ár hefur Fríhöfnin verið eini staðurinn hérlendis þar sem umrædd sælgætistegund hefur fengist en viss litarefni í vörunni eru bönnuð. Ekki er komin nákvæm dagsetning á hvenær innflutningurinn verður leyfður á ný, en miðað er við a.m.k. Meira
13. janúar 1996 | Neytendur | 66 orð

Mikið að gera á útsölum

ÞAÐ hefur verið mikið að gera hjá verslunareigendum síðustu daga því útsölur eru nýbyrjaðar. Margir nýta sér lækkað verð og það er ekki óalgengt að sumir fati heilu fjölskyldurnar upp á þessum árstíma. Gefi fólk sér tíma til að skoða og rölta milli verslana má gera góð kaup enda afslátturinn í mörgum búðum í kringum 30-50% og allt að 70%. Meira
13. janúar 1996 | Neytendur | 204 orð

Óréttmætir viðskiptahættir á útsölum

UM ÞESSAR MUNDIR er daglega haft samband við Neytendasamtökin vegna verslana sem ekki taka við inneignarnótum á útsölu. "Það hefur verið mikið hringt í okkur vegna þeirra búða sem ekki taka við inneignarnótum en í þessu sambandi er aðallega um að ræða tískuverslanir", segir Sesselja Ásgeirsdóttir hjá Neytendasamtökunum. Meira
13. janúar 1996 | Neytendur | 330 orð

Skyndibitafæði getur verið hollt

SNÖGG máltíð við pylsuvagninn eða hjá pizzusalanum er ekki eins óholl og margir vilja vera láta og ef maður vandar valið getur maður orðið sér úti um tiltölulega hollan og næringarríkan skyndibita. Þetta kemur fram í nýju tölublaði rits dönsku hollustuverndarinnar, LST- nyt, Meira
13. janúar 1996 | Neytendur | 117 orð

Trefjarík fæða fyrir meltinguna

MEÐALMAÐUR sem borðar um 2.500 hitaeiningar á dag ætti að fá að minnsta kosti 25 g af trefjum úr fæðunni. Í manneldismarkmiðum Íslendinga segir að trefjar séu nauðsynlegar fyrir heilbrigði meltingarvegar. Þær örva meltinguna og hreyfingu þarma og auk þess hægja þær á upptöku næringarefna úr meltingarvegi. Meira

Fastir þættir

13. janúar 1996 | Fastir þættir | 1362 orð

Allt annað, ekkert mál Þegar Svetlana og Luka Kostic komu fyrst til Íslands höfðu þau tæpast heyrt á landið minnst. Því síður

"VIÐ erum fædd og alin upp sem Júgóslavar. Nú erum við flokkuð sem Serbar í gamla landinu, en við erum auðvitað fyrst og fremst Íslendingar, " segja hjónin Svetlana Björg og Luka Lúkas Kostic þegar þau rifja upp fortíð sína og tildrög þess að þau ákváðu að sækja um íslenskan ríkisborgararétt, sem þau fengu árið 1993. Meira
13. janúar 1996 | Í dag | 2815 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 12. janúar til 18. janúar, að báðum dögum meðtöldum, er í Reykjavíkur Apóteki, Austurstræti 16. Auk þess er Garðs Apótek, Sogavegi 108, opið til kl. 22 þessa sömu daga. »IÐUNNARAPÓTEK, Domus Medica: Opið virka daga kl. 9-19. Meira
13. janúar 1996 | Í dag | 37 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Fjörutíu ára er í

Árnað heillaÁRA afmæli. Fjörutíu ára er í dag 13. janúar Júlíus Þór Jónsson, kaupmaður. Hann og eiginkona hans Agnes Viggósdóttir taka á móti gestum í Veislusalnum að Dugguvogi 12, 2. hæð, á afmælisdaginn milli kl. 18 og 20. Meira
13. janúar 1996 | Fastir þættir | 65 orð

BRIDSArnór G. RagnarssonFrá Bridsdeild Rangæinga og Breiðholt

Úrslit sl. þriðjudagskvöld: María Ásmundsd. ­ Steindór Ingimundarson199Pálmi Steinþórsson ­ Indriði Guðmundsson187Geirlaug Magnúsdóttir ­ Torfi Axelsson184Bergur Ingimundarson ­ Sigfús Skúlason167 Nk. þriðjudag hefst aðalsveitakeppni félaganna og gengur skráning vel, en alltaf hægt að bæta við. Meira
13. janúar 1996 | Fastir þættir | 404 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Undankeppni R

Undankeppni Reykjavíkurmótsins í sveitakeppni 1996 lauk fimmtudaginn 11. janúar. Lokastaða í riðlunum var þannig: A-riðill 1.Búlki hf.321 2.VÍB313 3.Tíminn257 4.Sigmundur Stefánsson249 5.Bangsímon248 6.­7. Meira
13. janúar 1996 | Í dag | 32 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7.október sl. af séra Alan Tilson í Holy Trinity Church á Bermúdaeyjum Karen Inga Welch og Carl Patrick Daly. Heimili þeirra er The Palms North, Melville Estate, Devonshire, Bermúda. Meira
13. janúar 1996 | Í dag | 30 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 2. september síðastliðinn af bróður brúðarinnar Kevin Kang Grace SooEun Kang og Hjalti Magnús Karlsson í Queens í New York. Heimili þeirra er í New Jersey, Bandaríkjunum. Meira
13. janúar 1996 | Fastir þættir | 583 orð

"FRANSKBRAUÐ"

Það er engin máltíð fullkomin í Frakklandi án brauðs. Hinn hefðbundni franski morgunmatur er oftast brauð með sultu, croissant eða smjörhorn og kaffi. Þetta virðist fara óstjórnlega í taugarnar á mörgum Íslendingum er Meira
13. janúar 1996 | Fastir þættir | 744 orð

Guðspjall dagsins: Brúðkaupið í Kana. (Jóh, 2.)

Guðspjall dagsins: Brúðkaupið í Kana. (Jóh, 2.) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. Meira
13. janúar 1996 | Í dag | 28 orð

HlutaveltaÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu á dögunum og s

HlutaveltaÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu á dögunum og söfnuðu 1.194 krónum sem þær létu renna til Hjálparsjóðs Rauða kross Íslands. Stúlkurnar heita Anna Kristín, Viktoría Guðbjörg og Eva Björk. Meira
13. janúar 1996 | Fastir þættir | 455 orð

Hvað er festumein?

Algengast við olnboga og axlir Spurning: Hvað er festumein, hvernig lýsir það sér og er hægt að lækna það? Svar: Festumein dregur nafn sitt af sinafestum en hreyfivöðvar enda í sinum sem festast á beinin. Meira
13. janúar 1996 | Í dag | 282 orð

Hver leyfði hækkun vaxta? GUÐMUNDUR hringdi og vildi fá að

GUÐMUNDUR hringdi og vildi fá að vita hver hefði gefið leyfi fyrir vaxtahækkuninni í Landsbankanum. Ef lagðar voru inn 100.000 krónur þá fengust 3.250 krónur í vexti eftir árið, en ef sá hinn sami fær 100.000 krónur að láni hjá bankanum þá fást einungis 95.200 krónur og þar að auki þarf viðkomandi að borga 16.500 krónur yfir árið. Meira
13. janúar 1996 | Í dag | 457 orð

ÍKVERJA fannst stórkostlegt að sjá myndir í blöðum og

ÍKVERJA fannst stórkostlegt að sjá myndir í blöðum og sjónvarpi í kringum jólahátíð rétttrúnaðarkirkjunnar 7. janúar af Kristskirkju, dómkirkjunni miklu í Moskvu, sem Stalín lét jafna við jörðu en borgarbúar eru nú langt komnir með að endurbyggja. Meira
13. janúar 1996 | Fastir þættir | 769 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 831. þáttur

831. þáttur Tíningur. 1) Mýri var áður mýrr í nefnifalli, enda i^o-stofn. Með greini, mýrin, er orðið í eignarfalli mýrarinnar, ekki "mýrinnar". Sama er að segja um skipsheitið Akureyrin. Meira
13. janúar 1996 | Fastir þættir | 869 orð

Kampakátur með kampavín

Kampavín tengja flestir gleðistundum, brúðkaupum og áramótum. Kampavín er hins vegar gætt þeim töfrum, segir Steingrímur Sigurgeirsson, að vera alhliða drykkur. Hvort sem er til að gleðja vini þegar ástæða er til að fagna eða styrkja á erfiðum stundum. Og þó að mikið sé framleitt af freyðivíni í heiminum jafnast ekkert á við hið eina sanna kampavín. Meira
13. janúar 1996 | Dagbók | 127 orð

Krossgáta 2

Krossgáta 2LÁRÉTT: 1 skoðunarmun, 8 stúlka, 9 blámaður, 10 niðja, 11 var á floti, 13 aulann, 15 lafa, 18 hey af óræktuðu landi, 21 dans, 22 doki við 23 látnu, 24 mannkostir. Meira
13. janúar 1996 | Í dag | 63 orð

Leiðréttingar Hagvangur Ranghermt var að Gallup h

Ranghermt var að Gallup hefði gert skoðanakönnun fyrir Apótekarafélagið í Morgunblaðinu á fimmtudaginn. Hið rétta er að Hagvangur framkvæmdi könnunina. Morgunblaðið biðst afsökunar á mistökunum. Höfundarnafn féll niður Á eftir kveðju stjórnar Sagnfræðingafélags Íslands til Önnu Sigurðardóttur á blaðsíðu 36 í Morgunblaðinu í gær, föstudag 12. Meira
13. janúar 1996 | Fastir þættir | 124 orð

Myndaalbúmið

1 FYRSTA skólamyndin.Luka Kostic 7 ára. 2 SVETLANA með Radebróður sínum í Belgrad 1965. 3 LUKA með mömmu ogpabba, Danica og Ilija Kostic1965. 4 MAMMA Radmila og Svetlana litla í Belgrad, fæðingarárið 1963. 5 JÓLASVEINNINN er líka íJúgóslavíu. Meira
13. janúar 1996 | Fastir þættir | 665 orð

NJÓTUM ÞESS ÚT Í YSTU ÆSAR

HÚN varð eins árs 7. desember síðastliðinn og heitir Sigurborg Hanna, eftir íslenskum ömmum sínum, þótt kynforeldrar hennar séu af erlendu bergi brotin. Ef til vill má segja að tilviljun hafi ráðið hlutskipti hennar í lífinu, eða voru það kannski forlögin? "Það er ótrúlega skemmtilegt og þroskandi að upplifa þetta," segir móðir hennar, Sigríður Þórisdóttir, Meira
13. janúar 1996 | Dagbók | 405 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gærmorgun kom Green Frost

Reykjavíkurhöfn: Í gærmorgun kom Green Frost og fór aftur í gærkvöldi. Jón Baldvinsson fór í gærkvöldi. Færeyingurinn Hvilvtenni fór í gærkvöldi. Viðey var væntanleg í morgun og Vædderen einnig. Fjordshell kemur á sunnudag. Meira
13. janúar 1996 | Fastir þættir | 290 orð

SAMBAND FYRIR AUGU OG EYRU

ENN sem komið er eru myndsímar ekki í almennri notkun á Íslandi og litlar líkur á að svo verði í bráð. Breska símafyrirtækið British Telecom býður til sölu símtæki sem sýnir litmynd af viðmælanda á litlum áföstum skjá, sem kostar um 250.000 krónur. Meira
13. janúar 1996 | Í dag | 77 orð

SAUTJÁN ára finnsk stúlka með margvísleg áhugamál:

SAUTJÁN ára finnsk stúlka með margvísleg áhugamál: Tiina Tuononen, Kuorcuaarantie 113, 83700 Polvijärvi, Finland. FJÓRTÁN ára Ghanapiltur með margvísleg áhugamál: Ernest K. Obeng, P.O. Box 297, Nkawkaw E/R, Ghana. Meira
13. janúar 1996 | Dagbók | 191 orð

SPURT ER ...

»Vínhérað í Frakklandi dregur nafn sitt af þjóðflokki sem danska eyjan Borgundarhólmur er einnig kennd við. Hvað heitir franska héraðið? »Á Ólympíuleikum er m.a. keppt í grindahlaupi karla, Meira
13. janúar 1996 | Dagbók | 223 orð

Yfirlit: Um

Yfirlit: Um 400 km suðvestur af Reykjanesi er nærri kyrrstæð 980 mb lægð en yfir Írlandi er minnkandi 974 mb lægð sem hreyfist norðaustur. Skammt austur af landinu er lægðardrag sem þokast vestur. Meira

Íþróttir

13. janúar 1996 | Íþróttir | 199 orð

Barist um sjónvarpsréttinn í Evrópu

FJÖLMIÐLAFYRIRTÆKIÐ News Corp sem er í eigu Rupert Murdochs vill fá einkaréttinn á sjónvarpssendingum í Evrópu frá Ólympíuleikunum frá og með árinu 2000 til og með ársins 2008 að vetrarleikunum meðtöldum og hefur, að sögn dagblaðsins The Financial Times, boðið tvo milljarða dollara (um 131,4 milljarða kr.) fyrir réttinn. Meira
13. janúar 1996 | Íþróttir | 2590 orð

Dagur í lífi Jóns Arnars

Íþróttamenn leggja mikið upp úr góðri æfingaaðstöðu en tugþrautarkappinn Jón Arnar Magnússon úr Tindastóli á Sauðárkróki sem er á meðal þeirra bestu í heimi æfir við óvenjuleg skilyrði. Hann hleypur m.a. í vatninu í sundlauginni og reglulega í fjörunni, sem margir eiga bágt með að trúa. Meira
13. janúar 1996 | Íþróttir | 101 orð

Gerry Francis segir: Nei!

GERRY Francis, knattspyrnustjóri Tottenham og fyrrum fyrirliði enska landsliðsins, hefur fetað í fótspor Kevin Keegan og Bryan Robson og tilkynnt að hann hafi ekki áhuga að taka við enska landsliðinu. Meira
13. janúar 1996 | Íþróttir | 59 orð

Ítali til liðs við Bolton

BOLTON hefur fengið varnarmanninn Enzo Gambaro lánaðan frá AC Milan í mánuð. Gambaro, sem er 29 ára, er fyrrum leikmaður með Sampdoría og Parma. Gambaro, sem er hægri bakvörður og hefur verið varamaður Paolo Maldini, mun leika sinn fyrsta leik með Bolton 20. janúar gegn Newcastle. Bolton hefur leikið ellefu deildarleiki í röð án sigurs. Meira
13. janúar 1996 | Íþróttir | 85 orð

Martha færÓL-styrkinn

MARTHA Ernstdóttir, frjálsíþróttakona,fær aftur styrk frá Ólympíusamhjálpinni.Það varð ljóst í gær, en þegar henni barstsíðasta greiðsla fyrir áramót var jafnframttilkynnt að ekki yrði um frekari styrkveitingu að ræða. Martha hefur náð lágmarkialþjóða frjálsíþróttasambandsins í 5. Meira
13. janúar 1996 | Íþróttir | 238 orð

Sigur Phoenix án stjörnuleikmanna

Það voru þeir Derrick McKey og Reggie Miller sem tryggðu Indiana 96:88 sigur á Milwaukee í fyrrinótt, en þeir tveir gerðu síðustu sjö stig leiksins. Miller gerði alls 24 stig og Dale Davis 21 auk þess sem hann tók 11 fráköst og varði fimm skot. Rik Smits gerði 20 stiog og tók 12 fráköst en hjá Bucks var Vin Baker stigahæstur með 23 stig og tíu fráköst að auki. Meira
13. janúar 1996 | Íþróttir | 209 orð

UM HELGINAKörfuknattleikur LAUGARDAGUR

LAUGARDAGUR1. deild kvenna: Sauðárkrókur:UMFT - ÍA14 Smárinn:Breiðablik - ÍS16.30 1. deild karla: Egilsstaðir:Höttur - Leiknir14 Selfoss:Selfoss - Þór16 SUNNUDAGURUndanúrslit bikars karla: Strandgata:Haukar - Þór16 Akranes:ÍA - Meira

Sunnudagsblað

13. janúar 1996 | Sunnudagsblað | 690 orð

Krónprinsinn sem vildi ekki verða kóngur

Danska konungsfjölskyldan getur á engan hátt keppt við þá ensku um opinskáar uppljóstranir úr fjölskyldulífinu. Því vakti það mikla athygli þegar Berlingske Tidendebirti viðtal við Friðrik krónprins. Af því má skilja að ekki er auðvelt að fá að vita það á unga aldri að einn góðan veðurdag taki konungdómurinn við. Meira

Úr verinu

13. janúar 1996 | Úr verinu | 354 orð

"Stjórnvöld styði viðleitni til sóknar á fjarlæg mið"

MORGUNBLAÐINU hefur borizt til birtingar eftirfarandi ályktun frá stofnfundi Félags úthafsútgerða. Þar er meðal annars skorað á stjórnvöld að styðja viðleitni til sóknar á fjarlæg mið, að hefja sjálfstæðar hafrannsóknir á veiðisvæðum íslenzkra úthafsveiðiskipa og sagt að arðbær verkefni fyrir þjóðarheildina verði að hafa forgang fyrir "óþörfu eftirlitsbákni". Meira
13. janúar 1996 | Úr verinu | 58 orð

Vélstjórinn á spilinu

KRISTJÁN Ibsen Ingvarsson, vélstjóri á Báru ÍS frá Suðureyri, var hress er hann og skipsfélagar hans komu að landi með tæp sjö tonn eftir dagsróður með 28 línubjóð nýlega. Kristján hefur verið vélstjóri á Bárunni um nokkurt skeið en faðir hans, Ingvar Bragason, var skipstjóri og réri hann bæði á línu og dragnót. Meira
13. janúar 1996 | Úr verinu | 318 orð

Viðurkenning fengin á brennsluhvötum DEB

DAVID Butt, hjá DEB-þjónustunni á Akranesi, er nú nýkominn frá Kanada þar sem hann kynnti fyrir nokkrum fyrirtækjum Cleanburn brennsluhvatana sem hann hefur þróað og framleitt. Samkvæmt rannsóknum hlýst nokkur eldsneytissparnaður af notkun slíkra brennsluhvata auk þess sem þeir draga úr koltvísýringsmengun. Meira

Lesbók

13. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 69 orð

Afmælishátíð í Borgarleikhúsinu

LEIKFÉLAG Reykjavíkur átti 99 ára afmæli síðastliðinn fimmtudag en þá voru jafnframt liðin tíu ár frá því Davíð Oddsson þáverandi borgarstjóri lagði hornstein að Borgarleikhúsinu. Var þessara tímamóta minnst með samkomu í forsal Borgarleikhússins þennan dag og var undirbúningur aldarafmælishátíðar kynntur við sama tækifæri. Meira
13. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 191 orð

Angra þig ei vildi ég Hannes Hafstein þýddi.

Og þú vilt gengin gráta mig! Ó, góða mær, það aftur seg, en samt ei, ef þess iðrar þig, því angra þig ei vildi ég. Öll von mín þvarr og þung og sein í þreyttu brjósti æðin slær, og að mér loksins látnum ein við leiði mitt þú grætur, mær! Og nú ég geisla friðar finn, sem færir köldu hjarta yl. Nú hættir snöggvast harmur minn. Meira
13. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1151 orð

Á hálum ís

Æ, best að rabba um eitthvað eins og hálkuna - ekki tala of nærri sjálfum sér í skammdeginu - halda sig frekar við iljarnar og ísinn. Fyrir jólin 1980 fékk ég sænskar öryggisbomsur í jólagjöf. Meira
13. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 76 orð

Ásta, Guðmundur og Jón í Nýlistasafninu

ÁSTA Ólafsdóttir, Guðmundur Thoroddsen og Jón Sigurpálsson opna sýningar í Nýlistasafninu í dag kl. 16. Jón Sigurpálsson og Guðmundur Thoroddsen sýna veggmyndir í neðri sölum safnsins og Ásta Ólafsdóttir sýnir þrívíð verk og málverk í efri sölunum. Gestur í setustofu safnsins er Nina Ivanova frá Rússlandi. Tómas R. Einarsson og Óskar Guðjónsson verða með tónlistarflutning á opnun. Meira
13. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 175 orð

Dagskrá um Don Juan

DON Juan verður tekinn til umfjöllunar í Listaklúbbi Leikhúskjallarans næstkomandi mánudagskvöld kl. 20.30. Fjallað verður um uppsetningu litháíska leikstjórans Rimasar Tuminas á leikriti Moliére og hún skoðuð frá ólíkum sjónarhólum. Nokkrir af aðstandendum sýningarinnar munu sitja fyrir svörum um ýmislegt er varðar sýninguna og vinnslu hennar. Meira
13. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 64 orð

Deleríum Búbónis í Mosfellsbæ

LEIKFÉLAG Mosfellssveitar í Mosfellsbæ frumsýndi á dögunum leikritið Deleríum Búbónis eftir þá bræður Jónas og Jón Múla Árnasyni. Leikrit þetta var fyrst sýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur á árunum 1958­60, alls 160 sinnum. Á frumsýningu voru þrír af leikurunum sem léku í uppfærslunni í Iðnó viðstaddir og einnig báðir höfundar verksins. Meira
13. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1106 orð

Farið frjálslega með sannleikann

AÐ FORMINU til er þetta spennuleikrit en að efninu til fjallar það um það hvað manneskjunni gengur illa að horfast í augu við sannleikann, hvað leið lyginnar liggur oft miklu beinna við en vegur sannleikans," segir Hallmar Sigurðsson, leikstjóri breska leikritsins Leigjandans eftir Simon Burke sem frumsýnt verður á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins í kvöld. Meira
13. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 57 orð

Hans og Gréta frumsýnd í dag

ÍSLENSKA óperan frumsýnir í dag klukkan 15 ævintýraóperuna Hans og Grétu sem Adelheid Wette og Engelbert Humperdinck sömdu á síðustu öld. Hún er byggð á góðkunnu Grimmsævintýri með sama nafni. Aðalhlutverkin í sýningunni eru í höndum Hrafnhildar Björnsdóttur (Gréta) og Rannveigar Fríðu Bragadóttur (Hans). Meira
13. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1646 orð

Havel, Heidegger og tæknihyggjan

1. ÞAÐ ER ekki ný hugmynd að tæknivæðing hins vestræna heims sé í raun og veru af hinu illa og alls ekki til þess fallin að færa mannkynið nær sínu raunverulega eðli, heldur hafi hún þvert á móti gert heiminn (þann vestræna að minnsta kosti) ómanneskjulegan. Meira
13. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 891 orð

Hinn umtalaði Don Juan

Það er spurning hvort veki meira umtal, flagarinn Don Juan eða sýningin Don Juan. Hér er eilítið minnst á persónuna en aðallega rætt um sýninguna og viðbrögðin við henni. Meðal annars er spurt um hlutverk leikstjóra og gagnrýnanda. Meira
13. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Hrópandinn í eyðimörkinni

FYRSTA sýningin á vegum menningarársins í Kaupmannahöfn var frumsýnd á fimmtudagskvöldið í Kanonhallen á Austurbrú. Um var að ræða Universal Copyrights 1 and 9, fjögurra tíma langan gjörning í uppsetningu Antwerpenbúans og menningarsendiherrans Jan Fabre. Meira
13. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 52 orð

Inn í ljósið

Skyndilega breyttist fönnin í líkblæju á meðan þeir leituðu þín í myrkrinu á meðan tár þeirra bræddu snjóinn hélstu áleiðis heim öruggum skrefum áleiðis heim inn í ljósið Höfundur er ljóðskáld og hefur gefið út 7 ljóðabækur. Ljóðið er ort í minningu þeirra, sem látist hafa í snjóflóðum. Meira
13. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 180 orð

Íbúðin er ekki söm eftir að þú fórst Ingvi Þór Kormáksson þýddi

Íbúðin er ekki söm eftir að þú fórst eldavélin er reið ­ hún ásakar mig Sjónvarpið reynir í örvæntingu að vera önnum kafiðen stundum sé ég það stara út um gluggannUppvaskið er enn á ný í sjálfsmeðaumkunsitur bara þarna og segir "hver tilgangurinn, Meira
13. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2469 orð

Íslensk kona í hergagnaverksmiðju 1916-1918

UM LEIÐ og ég hef þessa frásögn mína, vil ég geta þess, að árið 1913 fór ég til Skotlands og dvaldi þar, er það gerðist sem ég nú byrja að segja frá. Í júní og júlí 1914 fór að kvisast að styrjöld myndi vera í aðsigi, enda þótt margir héldu því fram, að þetta yrðu aðeins smáskærur um stundarsakir milli Þjóðverja og Englendinga. Meira
13. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 421 orð

Kona í karlaskoðun

ÞRÁTT fyrir að Giorgia Fioro sé aðeins 28 ára gömul hefur hún líklega séð meira til karlmanna en flestar konur geta gert sér vonir um á ævinni. Frá árinu 1990 hefur þessi ítalski ljósmyndari beint Hasselblad-vél nær eingöngu að karlmönnum sem lifa og hrærast í lokuðu samfélagi. Meira
13. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 261 orð

KONAN Í lÍFI KAFKA

LÍF þekktra manna varpar ljósi á líf þeirra sem þá umgengust. Lífshlaup Milenu Jesensku var af þeim toga en hún átti í skriflegu ástarsambandi við rithöfundinn Franz Kafka skömmu áður en hann lést. Milena var ekki aðeins þekkt fyrir tengsl sín við Kafka, hún var þekktur blaðamaður og baráttukona fyrir sjálfstæði Tékkóslóvakíu í heimsstyrjöldinni síðari. Meira
13. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 436 orð

Kvennamál í Hvíta húsinu

Leikstjóri Rob Reiner. Handritshöfundur Aaron Sorkin. Kvikmyndatökustjóri John Seale. Aðalleikendur Michael Douglas, Annette Bening, Martin Sheen, Richard Dreyfuss, Michael J. Fox, David Paymer, Anna Deaver Smith, Samantha Mathis, John Mahoney. Bandarísk. Universal/Castle Rock 1995. Meira
13. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 865 orð

Listahátíð í Reykjavík 1996

LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík '96 verður haldin í júní. Að vanda kemur fjöldi innlendra og erlendra listamanna fram en hátíðin er nú haldin í fjórtánda sinn. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá með áherslu á það sem er helst á döfinni í heimi listanna, hér heima og erlendis. Dagskrá Listahátíðarinnar er nánast fullmótuð. Meira
13. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1111 orð

Málað eftir smekk fjöldans

ÞEIR HAFA verið starfandi listamenn síðan á seinni hluta sjötta áratugarins og hafa lengst af unnið saman. Í Sovétríkjunum fyrrverandi unnu þeir í undirheimunum vegna opinberrar stefnu stjórnvalda þar í landi sem þótti fátt áhugavert í Meira
13. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 286 orð

Menningarárið hafið

MENNINGARHÖFUÐBORGIN evrópska í ár, Kaupmannahöfn, opnaði á fimmtudagskvöld formlega dagskrá ársins. Var það gert með kvöldverðarboði fyrir 1.400 manns. Um helgina eru svo ýmsir dagskrárliðir fyrir 200 erlenda gesti, sem hingað er boðið í tilefni opnunarinnar. Eftir hatrammar deilur undanfarin ár er ekki annað að sjá en að borgarbúar séu farnir að trúa á framkvæmdina og taki henni vel. Meira
13. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 373 orð

MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST

Kjarvalsstaðir Olivier Debré, Komar og Melamid og Ingólfur Arnarson til 18. febr. og Kjarvalssýning fram á vor. Listasafn Íslands Ný aðföng III til 25. febr. Gallerí Sævars Karls Guðrún Einarsdóttir sýnir. Hafnarborg Kaffe Fassett sýnir til 19. febr. Gallerí Geysir Steinn sýnir til 28. Meira
13. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 179 orð

Náttvíg Íslands nefnir Árni Arnarson sagnfræðingur Spánverjaví

Íslands nefnir Árni Arnarson sagnfræðingur Spánverjavígin svonefndu, þegar spænskir fiskimenn af þremur skipum stóðu uppi allslausir í landi eftir að skip þeirra brotnuðu. Þeim láðist að biðja um ölmusu sem hefði kannski orðið þeim til lífs og urðu að ræna sér til lífs. Hvernig Ari sýslumaður í Ögri og menn hans fóru með þessa vesalings menn, segir margt um íslenzkt þjóðfélag og réttarfar 17. Meira
13. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 770 orð

Nýja testamentið

Ludwig van Beethoven: Píanósónötur nr. 1-32. "Kjörfurstasónötur WoO 47 nr. 1-3. Sónatínur nr. 37- 38 Anhang 5 nr. 1-2. Sónata nr. 38 WoO 51 (brot). Jenö Jandó, píanó. Naxos 8.550045, -054, -150, -151, -161, -162, -166, -167, -234 & -255. Upptaka: DDD, Budapest, 4/1987-2/1989. Heildarlengd (10 diskar): 10.48:44. Verð: 6.900 kr. Meira
13. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1404 orð

Ólund, farðu út alla með sút

Íslenska óperan frumsýnir í dag ævintýraóperuna Hans og Grétu eftir þýsku systkinin Engelbert Humperdinck og Adelheid Wette. Orri Páll Ormarsson slóst í för með söguhetjunum ástsælu og aðstandendum sýningarinnar inn í skóginn og í átt að höfuðvígi nornarinnar, kökuhúsinu alræmda. Meira
13. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 511 orð

Rómaróperan vaknar til lífsins

ÓPERUHÚS Rómaborgar hefur glatt hjörtu Ítala en einnig verið þeim afar þungbært á undanförnum árum. Á efnisskránni hafa verið margar perlur tónlistarinnar og ber þar líklega hæst tónleika tenóranna Pavarotti, Domingo og Carreras árið 1990 sem haldnir voru í Caracalla og reyndust einn ábatasamasti listviðburður sögunnar. Meira
13. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 58 orð

Sirkus án dýra

FRANSK-kanadískur sirkus, Cirque du Soleil", hefur vakið geysilega athygli víða í Evrópu og í Bandaríkjunum fyrir framúrskarandi lipurð sirkusmeðlima. Engin dýr eru í hópnum, aðeins lipurt fimleikafólk af öllum stærðum og gerðum, Kúbumenn, Kínverjar, Rússar og Frakkar, Pólverjar og Perúmenn sem sett hafa upp óvenju listræna og fallega sýningu. Meira
13. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 126 orð

Starfsemi Brunnsins

BRUNNURINN sem síðastliðið haust flutti inn í nýtt húsnæði í Hólmgarði 34 hefur tekið á móti rúmlega fimm hundruð nemendum á síðustu önn. Nemendur voru á öllum aldri frá 2­70 ára. Starfsemi Brunnsins byggist á lengri og skemmri námskeiðum í listsköpun af ýmsu tagi. Meira
13. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 688 orð

Upplestrarþrekraun

SKÁLDSAGA Larrys McMurtrys, Dead Man's Walk", lýsir þéttbýlum heimi og leiðir af því að persónur verksins eru fjölmargar. Leikarinn Will Patton, sem las skáldsöguna inn á hljóðsnældu, segir hana vera leikaratugþraut. Ég túlkaði 57 persónur, allt fá skoskum dreng til indjánakonu. Í einum kafla bókarinnar ræðast sjö persónur við í einu og ég hugsaði með mér: Þetta er geðveiki. Meira
13. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 78 orð

Úr hafi

Þeir týndust í hafið, haf þagnarinnar og gleymskunnar undir svörtuloftum fordómanna. En hvaðeina hefur sinn tíma, og jafnvel haf þagnar og gleymsku skilar feng sínum á þessa ókunnu strönd í dögun nútíma og framtíðar. Hér stíga þeir upp úr bylgjunum síungir síkvikir í skini morgunsins. Ljóma nýrrar aldar slær á brosmild andlit þeirra. Meira
13. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2134 orð

"Við vorum svo íslensk að okkur var ekki við bjargandi"

AGRÁMÁLUÐUM veggjunum hjá okkur héngu engar myndir. Og það voru engir vasar með gróðurnálum og fagurlitum laufblöðum, né kransar úr vaxblómum undir hvolfþaki úr kristal í óreiðunni á borðinu hjá okkur, heldur stóðu þar þrjár pottaplöntur sem blómstruðu allt árið. Og engar glerstyttur, hjartaskeljar eða styttur af litlum ástargyðjum. Meira
13. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 61 orð

Vorönn Söngsmiðjunnar

SÖNGSMIÐJAN hefur vorönn sína 15. janúar næstkomandi. Kennd er raddbeiting, öndun o.fl. sem viðkemur söngkennslu, tónfræði/tónheyrn, leikrænni tjáningu og ýmislegt fleira. Í kynningu segir: "Áhersla er lögð á að vinna með uppbyggjandi og skemmtilegt söngefni. Börnin munu læra og syngja ýmsa leikhústónlist s.s. úr Dýrunum í Hálsaskógi, Ronju ræningjadóttur, Kardimommubænum o.fl. Meira
13. janúar 1996 | Menningarblað/Lesbók | 966 orð

Það sem ekki er sagt

GEORGE Perec fæddist í París 1936. Foreldrar hans voru gyðingar en faðir hans fórst í hernaði 1940 og móðir hans lenti í klóm nasista 1943 og endaði ævina í Auschwitz. Drengnum var komið undan til Grenoble og ólst hann þar upp hjá frændfólki sínu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.